Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
VF-MYND: EYÞÓR SÆMUNDSSON
f immtudagur inn 19. júní 2 0 14 • 24. T Ö LUBLAÐ • 35. Á RGANGUR
FJALLKONAN Í FYLGD SKÁTA A
ð lokinni þjóðbúningamessu í Keflavíkurkirkju og skrúðgöngu í fylgd skáta og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar dró Ellert Eiríksson, fyrrum bæjarstjóri í Keflavík og svo Reykjanesbæ, íslenska fánann að húni, en fáninn mun vera sá stærsti á Íslandi. Karlakór Keflavíkur flutti að því loknu þjóðsönginn og nýstúdentinn og dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sandra Lind Þrastardóttir, flutti ávarp í hlutverki fjallkonunnar. Hér kemur Sandra Lind í fylgd skáta í skrúðgarðinn í Keflavík.
FÍTON / SÍA
Fleiri myndir frá 17. júní í blaðinu í dag og á vf.is.
einföld reiknivél á ebox.is
n Vikulegur sjónvarpsþáttur VF frá Suðurnesjum á sjónvarpsstöðinni ÍNN:
Viðtöl við fráfarandi bæjarstjóra, verðandi forseta og sundgoðsögn
Í
kvöld verður sýndur átjándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn hefur verið vikulega á dagskrá stöðvarinnar frá því í febrúar og verður áfram inn í sumarið á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti í og verður lokaendursýning á föstudagskvöld kl. 19:30. Þátturinn er jafnframt aðgengilegur á vf.is í háskerpu. Í Sjónvarpi Víkurfrétta er farið víða í mannlífi og menningu Suðurnesja. Í kvöld eru viðfangsefnin sex talsins. Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um sundstarfið í Reykjanesbæ og m.a.
rætt við Eðvarð Þór Eðvarðsson sundþjálfara. Við kynnum okkur hönnunarsklasann MARIS og sýnum svipmyndir úr kvennahlaupinu um síðustu helgi. Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur sýningar í Víkingaheimum, ræðum við Árna Sigfússon þegar hann kvaddi sem bæjarstjóri og tökum viðtal við Önnu Lóu Ólafsdóttur sem verður nýr forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þegar ný bæjarstjórn tekur við. Sjónvarp Víkurfrétta verður á dagskrá í kvöld kl. 21:30 og verður jafnframt aðgengilegt á vef Víkurfrétta, vf.is.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Björgunarsveitarmaðurinn Halldór Halldórsson með leitarhundinn Skugga við leit á Miðnesheiði á mánudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
Víðtæk leit að hundinum Hunter
V
íðtæk leit hefur staðið yfir síðan á föstudag að hundinum Hunter sem kom hingað til lands með flugi frá Bandaríkjunum sl. föstudag. Óhapp varð þegar búr hundsins var flutt á milli flugvéla með þeim afleiðingum að búrið féll á flughlaðið á Keflavíkurflugvelli og Hunter tók til fótanna og lét sig hverfa út af flugvallarsvæðinu. Lögregla og björgunarsveitir hafa síðan þá leitað skipulega á Miðnesheiði en án árangurs. Þó hefur Hunter sést bregða fyrir en ekki verið hægt að ná til hans. Þá hefur fjöldi einstaklinga tekið þátt í leitinni. Icelandair hefur boðið tvo flugmiða í fundarlaun fyrir Hunter og eigandi hundsins býður þeim sem nær Hunter á lífi og kemur honum til skila 200.000 krónur. Þegar Víkurfréttir fóru í prentun síðdegis í gær var Hunter enn ófundinn. Þeir sem finna hundinn eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 420 1800.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Öflug björgunartæki hafa verið notuð við leitina. Hér fer Ural-ofurtrukkur Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði um flugvallarsvæðið. Þyrla var notuð við leitina um síðustu helgi og þá fara fjórhjól um torfærur.