Víkurfréttir Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
ÚTSALAN ER HAFIN
vf.is
FIMMTUdagurinn 5. JÚlÍ 2012 • 27. tölubl að • 33. árgangur
›› Ásbrú
›› Tónlist
›› Aðsent
Frumkvöðlar sameinist
Léttsveit TR til Grikklands
Staðreyndir um bæjarfulltrúa
› Síða 6
› Síða 6
› Síða 14-15
Ólafur Ragnar með 63,4% í Suðurkjördæmi
Ó
lafur Ragnar Grímsson fékk 63,4% atkvæða í Suðurkjördæmi þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Þóra Arnórsdóttir var með 23,8% atkvæða í kjördæminu. Kjörsókn í kjördæminu var 68,3%. Í Suðurkjördæmi greiddu 22.826 einstaklingar atkvæði. Ólafur Ragnar fékk 14.285 atkvæða, Þóra 5.366, Ari Trausti Guðmundsson 1.746, Herdís Þorgeirsdóttir 549, Andrea Ólafsdóttir 329 og Hannes 197 atkvæði. Auðir seðlar voru 308 og ógildir 26.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
Opið allan sólarhringinn ›› AG Seafood í Reykjanesbæ stækkar hratt og opnar nýtt frystihús í haust:
Fitjum Frysta allan sólarhringinn og tvöfalda starfsmannafjölda NÝ T T - sjá nánar á bls. 23 í haust
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
TM
V
gunmanns umor100 ið Hrannargötu í Keflavík hefur lítið Til þess að fyrirtækið geti haldið áfram að fjöldann og veitt M verðaatvinnu. rÞað er háspenna í körfuboltanum Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í Þá undanseðil er einnig í skoðunmaðatreka áfram starfshefur verið ráðist í kaup á frystihúsi fiskvinnslufyrirtæki vaxið íhratt á stækka l Aðeins úrslitum Icelandsvo Express-deildar karla í körfuknattleik ogerstaðan viðureign liðannaá er stöð 2:2. í húsnæði fyrirtækisins í boð í Reykjanesbæ. í Sandgerði. Nú unniðí að standsetningu síðustu misserum, hratt að það hefur iá Subway um Oddaleikur viðureign liðanna í KR-heimilinu í kvöld. Spennan er ekki Eigendur minni AG Seafood segjaFitjmarkaðinn ytra því húsi ogí Reykjavík stefnt að því að hefja framleiðslu sprengt utanverður af sérí húsnæðið og veitir í úrslitaviðureign og Njarðvíkur íþar kvennaboltanum. er staðan reyndar 2:0tekið við öllu því sem fyrirtækið framgeta í september eðaÞar október í haust. Þegarorðin rúmlega 50 mannsKeflavíkur atvinnu. Fyrirtækið fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar flytur í Sandgerði er vonast til leiðir og það sé í raun bara framboð á fiskheitir AG Seafood og stærsti eigandiháspennuleiki. þess fyrirtækið með sigri á Njarðvíkurstúlkum annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd:mörkuðum HBB sem ráði för. Nánar í miðopnu. að fyrirtækið geti tvöfaldað starfsmannaogkvenna framkvæmdastjóri er Arthur Galvez. í Keflavík
HÁGÆÐASTEYPA FRÁ BORG
– TIL AFHENDINGAR STRAX! (FRAMLEITT SAMKVÆMT STÖÐLUM ÍST EN 206-1, ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620)
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
Kaplahrauni 9b - 220 Hafnarfirði - Sími: 414 7777
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
aloE vEra
2l
2
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR GRIKKLANDS-TÓNLEIKAR LÉTTSVEITARINNAR
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika í Stapa, Hljómahöllinni, miðvikudaginn 11. júlí kl. 20.00. Tilefnið er tónleikaferð til Grikklands dagana 14. – 22. júlí. Sjá umfjöllun annars staðar í blaðinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð Léttsveitarinnar. Allir velkomnir. Skólastjóri
HEIÐARSKÓLI
Bygging 885, stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli. Verður rifið finnist ekki hentug starfsemi í húsið.
Ein stærsta bygging Suðurnesja verður rifin
E
in stærsta bygging Suðurnesja, flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli, verður rifin finnist ekki hentug starfsemi í bygginguna. Þá liggur einnig fyrir að gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður rifin. Þetta hefur verið samþykkt af stjórn Isavia. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú sé verið að skoða hugmyndir um starfsemi í flugskýli 885. Frá því Varnarliðið yfirgaf Ísland árið 2006 hafi nokkur verkefni verið nefnd sem möguleg inn í bygginguna en þau séu annað hvort of stór eða of lítil fyrir húsið. Nú sé verið að kanna hvort í raun sé hægt að koma starfsemi í húsið eða rífa það ella. Flugskýli 885 er 17.200 fermetra bygging.
Það liggur fyrir að byggingin er dýr í rekstri og eins munu endurbætur á húsinu kosta mikla fjármuni. Friðþór segir að niðurrif hússins, ef af því verður, sé ekki svo dýrt sé tillit tekið til þess að þar falla til allt að 4500 tonn af stáli sem fara til endurvinnslu. Önnur söguleg bygging, gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli, verður rifin samkvæmt samþykkt stjórnar Isavia. Gamla flugstöðin stendur á einni verðmætustu lóð Keflavíkurflugvallar. Þar hafa komið upp hugmyndir um að byggja þjónustubyggingu fyrir einkaflugvélar en við gömlu flugstöðina er stórt flughlað á svokölluðu austursvæði Keflavíkurflugvallar. n
Vegna forfalla vantar kennara í Heiðarskóla næsta skólaár í 100% starf. Um er að ræða kennslu á miðstigi. Upplýsingar gefur Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri, í síma 894-4501. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
LANDNÁMSDÝRAGARÐURINN VIÐ VÍKINGAHEIMA
Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli heyrir brátt sögunni til. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
›› Reykjanesbær:
Þráttað um Fasteign í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
B
Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima er opinn alla daga frá kl. 10 – 17.
æjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að fá óháðan sérfræðing til að meta samningsdrög þau sem liggja fyrir á milli Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og Reykjanesbæjar. Sjálfstæðismenn sem skipa meirihluta bæjarstjórnar svöruðu með annarri bókun þar sem því er alfarið hafnað og því mótmælt að fjármálasérfræðingur Capacent sem hafi unnið úttekt sé ekki óháður. Um þetta var þráttað áður en bæjarstjórn fór í sumarfrí í síðustu viku. Í bókun Samfylkingarinnar segir m.a.: „Bæjarstjórn samþykkir í samræmi við 66. grein sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar og skuldbindingar sveitarfélaga – að fá óháðan sérfræðing til að meta samingsdrög þau sem liggja fyrir á milli eignarhaldsfélagsins Fasteignar og Reykjanesbæjar. Bæjarráð sameinist um óháðan sérfræðing, sem ekki hefur áður komið að málefnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, og feli honum að gera úttekt á samningsdrögum þeim er fyrir liggja og meta fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins sem samningsdrögunum fylgja. Niðurstöðurnar skulu lagðar fram og kynntar fyrir bæjarstjórn.
Auk þess skal í anda lýðræðislegrar og vandaðrar stjórnsýslu halda borgarafund um málið í samræmi við 76. og 77. grein bæjarsamþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Borgarafundinn skal halda áður en kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á samningi Reykjanesbæjar við Eignarhaldsfélagið Fasteign. Ljóst er að afdrif Eignarhaldsfélagsins Fasteignar mun hafa áhrif á fjárhag bæjarins til framtíðar og því eðlilegt að íbúar bæjarins verði upplýstir að fullu um málið og gefinn vettvangur og tækifæri til að tjá skoðun sína. Í bókun sjálfstæðismanna segir: Í samræmi við 66. grein sveitarstjórnarlaga fengu sveitarfélögin sem eru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF), Reykjanesbær þar með talinn, sérstaka óháða úttekt á heildaráhrifum breyttra leigusamninga EFF. Megin niðurstaða þeirrar úttektar var kynnt á fundi með fulltrúum allra eigenda félagsins. Sérstaklega var vel mætt á þann fund af hálfu Reykjanesbæjar þar sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sátu fundinn, þ. á m. fulltrúi Samfylkingar. Í framhaldi af fundinum var lögð fram skýr greinargerð í bæjarráði
Reykjanesbæjar og bæjarstjórn þar sem áhrif breyttra leigusamninga fyrir Reykjanesbæ eru tíunduð, bæði á rekstur og efnahagsreikning Reykjanesbæjar. Skilyrðum 66. greinar hefur því nú þegar verið fullnægt. Þá er því alfarið hafnað að þótt leitað hafi verið til fjármálasérfræðings hjá Capacent sem áður hefur unnið góð gögn fyrir sveitarfélögin í EFF, þá sé hann á einhvern hátt ótækur til framangreindrar vinnu. Sú þekking sem hann hefur aflað sér áður á málefnum EFF gerir hann á engan hátt háðan félaginu eins og tillaga Samfylkingarinnar gefur í skyn. Áður en kemur til frágangs á nýjum leigusamningum verða áhrif nýrra leigusamninga aftur reiknuð út af hálfu óháðs sérfræðings í samstarfi við endurskoðanda Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að útreikningurinn verði þá sundurliðaður fyrir hvern leigusamning fyrir sig ásamt samanlögðum áhrifum þeirra allra. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja sjálfsagt að halda kynningarfund fyrir íbúa um málið þegar frágangur þess liggur fyrir sem gert er ráð fyrir að verði síðsumars eða í haustbyrjun. n
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
Nýr tilboðsbækliNgur! 16 síðNa bækliNgur stútfullur af frábærum tilboðum
Kræsingar & KostaKjör www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
4
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Gerðu góð kaup Grafið fyrir háhraðatengingu á notuðum bíl frá Bílabúð Benna ›› Grindavík:
L
íkt og Grindvíkingar hafa væntanlega tekið eftir hefur nokkurt jarðrask verið í bænum að undanförnu. Ástæðan eru framkvæmdir Mílu við Ljósnet Símans en settir verða upp 15 götuskápar víðs vegar um bæinn. Með Ljósnetinu fæst háhraðanettenging sem verður bylting fyrir Grindvíkinga. Framkvæmdir ganga vel og eru samkvæmt áætlun, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 13. júlí, verða jarðvegsframkvæmdir við Vesturhóp, Suðurhóp, Austurhóp, Árnastíg, Gerðavelli, Blómsturvelli, Efstahraun, Heiðarhraun, Leynisbraut, Selsvelli, Víkurbraut, Ránargötu og Austurveg. Síðan tekur við sumarfrí en framkvæmdir halda áfram í ágúst þar sem allur bærinn verður kláraður.
Athygli vekur hversu snyrtilega Míla gengur frá eftir jarðrask og framkvæmdir. Myndin var tekin af Mílumönnum á horni Víkurbrautar og Efstahrauns nýverið. n
›› Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum:
Ssangyoung Rexton RX 290 Skráningardagur 7/2002 Sjálfskiptur ekinn 179.000 km Verð kr. 1.390.000-
Úthluta 60 hjólum til barna B
arnaheill komu færandi hendi til Suðurnesja í sl. viku þegar samtökin gáfu 60 reiðhjól fyrir yngri börn til Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum. Um er að ræða lítli reiðhjól fyrir stráka og stelpur og einnig nokkur þríhjól. Hjólunum var úthlutað sl. fimmtudag hjá Fjölskylduhjálpinni í Grófinni og svo verður einnig í dag, fimmtudag kl. 16-18. Þá er einnig von til þess að komin verði reiðhjól fyrir eldri börn. Hjólin eru ætluð börnum foreldra sem hafa ekki fjárráð til að kaupa hjól handa börnum sínum. n Þessi gutti prófaði þríhjól hjá Fjölskylduhjálpinni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Honda Civic Hybrid Skráningardagur 10/2007 Sjálfskiptur ekinn 49.000 km Verð kr. 2.190.000-
Toyota Yaris Sol 1300 Skráningardagur 4/2007 Beinskiptur ekinn 71.000 km Tilboð kr. 1.390.000-
›› Grindavík:
Dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkurhöfn
N Subaru Impreza 2,0R Skráningardagur 7/2006 Skráningardagur 7/2008 Sjálfskiptur ekinn 139.000 km Beinskiptur ekinn 84.000 km Verð kr. 2.490.000Verð kr. 1.890.000Chrysler Town & Country stow & go
Möguleiki á allt að 80% láni
Möguleiki á allt að 90% láni
Hyundai Getz GLS Skráningardagur 3/2007 Beinskiptur Ekinn 73.000 km Verð kr. 1.090.000,-
Ford Explorer Sport track 4X4 Skráningardagur 9/2007 Sjálfskiptur ekinn 78.000 km Verð kr. 2.990.000-
Ný tímareim
ú standa yfir framkvæmdir við dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkurhöfn en Hagtak átti lægsta tilboðið. Að sögn Sigurðar A. Kristmundssonar hafnarstjóra ganga framkvæmdirnar ágætlega enda veður verið einstaklega gott að undanförnu. Smá seinkun varð á upphafi framkvæmdanna þar sem prammi sem notaður er í verkið hvolfdi á leið frá Færeyjum. En eftir að hann kom til Grindavíkur hafa framkvæmdirnar gengið vel. Á myndinni sést svokallaður borprammi. Hann er notaður til þess að bora holur sem eru fylltar með sprengiefni. Síðan er sprengt og í kjölfarið kemur hinn pramminn sem er notaður til þess að grafa mulninginn upp. Dýpka á í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna. Skip fara stöðugt stækkandi og til þess að missa þau ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg.
Botn hafnarinnar er á klöpp að mestum hluta og er ekki unnt að grafa upp efnið sem fjarlægja þarf án þess að sundra því fyrst. Til þess eru notaðar kerfisbundnar sprengingar. Þessar sprengingar geta verið óþægilegar fyrir bæjarbúa. n
›› FRÉTTIR ‹‹
Kattaeigendur sinni skyldum sínum
Segja aðalfund Menningarsetildandi samþykkt um kattahald á Suðurnesjum G ursins að Útskálum ólögmætan var lögð fram í bæjarráði Voga
F Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is
ulltrúar meirihlutans í bæjarráði Sveitarfélagsins Garðs segja að aðalfundur Menningarsetursins að Útskálum sem haldinn var 19. júní sl. hafi verið ólögmætur. Fundargerð aðalfundarins var tekin fyrir í bæjarráði Garðs í vikunni. Menningarsetrið að Útskálum er einkahlutafélag í eigu Útskálasóknar, Sveitarfélagsins Garðs,
Sparisjóðsins í Keflavík/Landsbankans, Dacoda hugbúnaðar ehf. og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Ekkert aðalfundarboð barst sveitarfélaginu sem hluthafa í Menningarsetrinu og þar af leiðandi lítur því N- og L-listi svo á að fundurinn hafi verið ólögmætur. Fulltrúi Dlista situr hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar. n
á dögunum en þar er fjallað um lausagöngu katta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka reglur um kattahald á heimasíðu Voga og hvetja kattareigendur til að sinna skyldum sínum samkvæmt ákvæðum samþykktar um kattahald.
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
Yaris Hybrid frumsýndur um helgina
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 60326 07/12
Toyota Reykjanesbæ
Hljóðlátur og sparneytinn Á laugardaginn, milli klukkan 12 og 16, frumsýnir Toyota Reykjanesbæ flunku-nýjan Yaris Hybrid. Bifreið sem notar aðeins 3,5 lítra á hverja 100 kílómetra í blönduðum akstri. Komdu og sjáðu sparneytnasta og hljóðlátasta Yaris til þessa á laugardaginn. Við tökum vel á móti þér. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6610
6
FIMMTUDAGURINN 5. júLí júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri
Lífleg fiskvinnsla Það gerðist allt í einu á Íslandi að Íslendingum fannst bara alls ekki svalt að vinna í fiski. Allt í einu fékkst ekki íslenskt fiskverkafólk og þurfti því að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli. Viðhorfið til fiskvinnslu er að breytast aftur og fleiri og fleiri eru að verða jákvæðari fyrir því að vinna í fiski á ný. Hugsanlega þurfti kreppuna til þess að við Íslendingar myndum sjá það að peningarnir verða alls ekki til í bönkunum, heldur með því að vinna verðmæti úr auðlindinni sem hafið allt í kringum okkur er. Í Víkurfréttum í dag er tekið hús á tveimur fyrirtækjum í Reykjanesbæ sem vinna með sjávarfang. Annað þeirra heitir Blámar og var stofnað fyrir ári síðan. Þar ræður ríkjum Kristín Örlygsdóttir úr Njarðvíkum. Hún hefur starfað ein í fyrirtækinu þar til í þessari viku að hún réð til sín
auka starfskraft, enda mikið að gera. „Fyrirtækið hefur gengið prýðilega vel frá upphafi en ég þurfti fljótlega frá að hverfa í náminu vegna mikilla anna. Þetta er búið að vera frábært ferðalag og fullt af áskorunum sem hefur sko alveg tekið blóð, svita og tár en vel þess virði,“ segir Kristín í viðtali við Víkurfréttir í blaðinu í dag. Hitt fyrirtækið sem við tökum hús á er AG Seafood við Hrannargötu í Keflavík. Þar er Arthur Galvez framkvæmdastjóri og stærsti eigandi og hann er með um 50 manns í vinnu. Fyrirtækið hefur sprengt utan af sér húsnæðið við Hrannargötu
og ráðist í að kaupa stórt og mikið frystihús í Sandgerði sem nú er verið að standsetja. Þar munu um 100 manns verða við störf í fiskvinnslu í haust. Í miðopnu blaðsins í dag eru viðtöl okkar við fólkið sem vinnur fiskinn og dreifir honum m.a. á innanlandsmarkaði og út í hinn stóra heim. Það eru fleiri jákvæðar fréttir úr atvinnulífinu í Sandgerði því auk þess sem fyrirtækið AG Seafood er að standsetja þar frystihús, þá er verið að byggja 2200 fermetra fiskvinnslustöð á hafnarsvæðinu fyrir útgerðarmanninn Örn Erlingsson. Sjávarútvegsbærinn Sandgerði mun því von bráðar blómstra enn frekar en fyrir eru í bænum öflug fyrirtæki í fiskvinnslu. Hilmar Bragi Bárðarson
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 12. júlí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
›› Bókaútgáfa:
Saga Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli er komin út
S
aga Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli er komin út. Ritstjóri og höfundur texta er Svanhildur Eiríksdóttir bókmenntafræðingur og blaðamaður. Saga Slökkviliðisins á Keflavíkurflugvelli er um margt sérstök. Lengst af var starfsemi þess innan bandarískrar lögsögu og þegar Sveinn Eiríksson var ráðinn slökkviliðsstjóri árið 1963, var hann ekki aðeins fyrsti íslenski slökkviliðsstjórinn á Keflavíkurflugvelli heldur einnig fyrsti yfirmaður slökkviliðs innan flota Bandaríkjanna sem ekki var bandarískur ríkisborgari. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var brautryðjandi í eldvarnaeftirliti og nýjustu tækni í brunavörnum og náði góðum árangri. Það sanna fjölmörg verðlaun sem Slökkviliðinu hefur hlotnast á þeim 60 árum sem það hefur verið starfandi. Þá hefur ekki síður þótt lærdómsríkt fyrir önnur slökkvilið víðs vegar af landinu að sækja Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli heim, læra af reynslu þess og njóta leiðsagnar. Svanhildur Eiríksdóttir hefur langa reynslu af blaðamennsku og textagerð. Hún starfaði sem blaðamaður hjá Suðurnesjafréttum
á árunum 1993-1996 og hefur sl. 10 ár unnið hjá Morgunblaðinu í lausamennsku. Svanhildur hefur áður unnið að söguritun fyrir Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja, Þroskahjálp á Suðurnesjum, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Sjálfstæðisfélagið Njarðvíking og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Svanhildur starfar sem deildastjóri á Bókasafni Reykjanesbæjar og er í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta snúið sér til Ólafs Eggertssonar, formanns ritnefndar í síma 899 8067. n
Léttsveit TR aflar fjár fyrir Grikklandsför með tónleikum í Stapa
L
éttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur þegið boð um að halda tvenna tónleika á næstu ISME ráðstefnu, sem haldin verður í borginni Þessaloniku á Grikklandi, dagana 15. – 20. júlí 2012. Þetta boð er afar mikill heiður fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jafnframt einstakt tækifæri fyrir Léttsveitina. En um leið er tónlistarmenntun á Íslandi sýnd mikil virðing með þessu boði ISME. ISME, International Society of Music Education, eru ein elstu og virtustu alþjóðasamtök um tónlistarmenntun og -kennslu sem til eru. Samtökin, sem voru stofnuð af UNESCO árið 1953, standa reglulega fyrir menntaráðstefnum um tónlist og eru þær fjölsóttar af tónlistarkennurum, skólastjórum og öðrum sem vinna að menntamálum í tónlist eða tengjast þeim málaflokki á einhvern hátt. Á ISME ráðstefnum er ávallt boðið upp á tónlistarflutning eða formlega tónleika flutta af nemendum tónlistarskóla, skólahljómsveitum eða
skólakórum og það þykir mikill heiður að fá boð um að halda tónleika á ISME ráðstefnu. Afar fáir íslenskir tónlistarskólar eða skólahópar hafa fengið slíkt boð í gegnum tíðina og það er alllangt síðan að íslenskur tónlistarhópur kom síðast fram á slíkri ráðstefnu. „Nú erum við á fullu að undirbúa tónleikaferðalagið okkar til Grikklands. Þar spilum við bæði á ráðstefnunni í Þessaloniku og svo förum við líka til Aþenu og spilum þar,“ segir Karen Sturlaugsson, stjórnandi léttsveitarinnar í samtali við Víkurfréttir. Það verða 18 hljóðfæraleikarar sem fara utan með allt það hafurtask sem fylgir ferðalagi hljómsveitar. Nú í lokaundirbúningi ferðalagsins er blásið til tónleika í Stapa sem verða miðvikudaginn 11. júlí kl. 20. Er það von Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að sem flestir mæti í Stapann til að njóta tónlistarinnar og um leið styðja við bakið á tónlistarfólkinu sem er að fara í dýrt ferðalag síðar í mánuðinum.
Frumkvöðlar á Suðurnesjum
N
ýsköpun á Íslandi er vaxandi og stuðningur við hana sífellt markvissari og öflugri. Frumkvöðlar hér á svæðinu munu vera margir og viðfangsefnin fjölbreytt. Heklugosið í Eldey var merkilegur viðburður, þar sýndu um 40 aðilar þá vöru sem þeir eru að bjóða, mest eigin framleiðslu. Þetta var virkilegt gos og vakti verðskuldaða athygli. Eldey iðaði af lífi dagana fyrir gos og að kvöldi 31. maí fylltist húsið af fólki og spenna í loftinu. Styrkir til menningarverkefna voru afhentir – fatahönnuðir sýndu glæsilegar vörur og síðan dreifðust gestir um húsið og heimsóttu
hvern vinnustaðinn og sýningarbásinn af öðrum. Undrun og gleði skein úr hverju andliti – „Ert þú að gera svona, en flott, vissi það ekki“ heyrðist mjög víða. Margur einyrkinn var í raun að koma fram í dagsljósið í fyrsta sinn, þar á meðal undirrituð sem er að hanna og handprjóna dömupils úr ull sem sýnd voru þarna á alvöru tískusýningu undir nafninu MeMe. Við sem erum að fikra okkur áfram á frumkvöðlabrautinni – erum öll að glíma við sömu hlutina, að koma okkur á framfæri – kynna vöruna eða þjónustuna – koma henni í sölu. Hver í sínu horni að gera sömu hlutina, oft af vanefnum
og takmarkaðri kunnáttu. Okkur er afskaplega nauðsynlegt að taka höndum saman til að geta af myndugleik náð til kaupendanna – ferðamanna og heimafólks. Hvert okkar er svo mikilvægt og saman getum við gert stóra hluti, aukið hér enn frekar verslun með handverk, hönnun og þjónustu. Frumkvöðlasetrið Heklan sem hefur aðsetur í Eldey, er afar góður bakstuðningur við okkur. En við þurfum að leita eftir þeim stuðningi og leiðsögn. Ég skora nú á ykkur öll að koma fram, láta vita af ykkur. Við þurfum að hittast, stofna einhvers konar félagsskap sem getur svo með góðri
handleiðslu fagfólks náð frábærum árangri fyrir okkur, hvert á okkar sviði. Við verðum að koma okkur betur á framfæri og selja okkar vörur. Við búum við stóra hliðið þar sem ferðamenn streyma inn og út úr landinu í þúsundavís á hverjum degi. Réttum úr bakinu – göngum saman fram á völlinn – stóreflum ferðamannaverslun á Suðurnesjum. Hafið endilega samband, netfangið mitt er sogho@simnet.is Hólmfríður Bjarnadóttir Ásbrú – MeMe fatahönnun.
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
10 ára
Ð R E V S I L Æ AFM á völdum vörum
Djús/ávaxtablandari með glerkönnu
Nú fögnum við hjá Múrbúðinni 10 ára starfsafmæli með því að bjóða valdar vörur á einstöku afmælisverði.
2.990,Töfrasproti – Blandari
1.990,-
Þessi verð gilda aðeins fram að helgi. Fyrstir koma fyrstir fá... tilboð gilda meðan birgðir endast. DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V
1.995,-
Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w
2.290,-
NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar
GMC 14,4V 1,2Ah með aukarafhlöðu, stiglaus hraði, BMC taska
2.995,-
1.290,Blandari og matvinnsluvél
3.990,-
DRIVE háþrýstidæla Max bar 105 1400W 300L/klst
6.990,-
Gemstone led ljós f/rafhlöður
695,-
ZBS2105 Led ljós með hleðslurafhlöðu og hleðslustöð
2.890,-
! NA U G ILE T ÍÚ
Wisetech hleðsluljós ZD1905
Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja
2.490,-
6.990,-
Black&Decker háþrýstidæla max bar 110
Ryco-2006T Rafmagnsþilofn Turbo með yfirhitavari 3 stillingar 2000w
3.390,-
Rafmagnshitablásari 2Kw
1.490,-
12.990,1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox
DRIVE ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
5.690,-
DRIVE flísasög, 600W
6.690,-
Flísasög 800W, sagar 52 cm
Kapalkefli 15 mtr
1.890,-
Kapalkefli Wis-SCR2-30 30 metrar
2.990,-
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Akureyri
Furuvöllum 15.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14
13.990,-. – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
8
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Blámar í Reykjanesbæ:
Dreifa frystum og ferskum sjávarafurðum á innanlandsmarkaði „Bræður mínir hafa lengið starfað við sjávarútveginn og eiga þeir Gunnar og Sturla útflutningsfyrirtækið Icemar. Ég sá leik á borði þar sem ég var nýbúin að klára Keili og var á leiðinni í nám hjá HA í sjávarútvegsfræði og fannst gullið tækifæri að starfa við það sem ég var að fara að læra um. Ég spurði þá hvort það væri ekki sniðugt að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í sölu á sjávarafurðum á innanlandsmarkaði og var því tekið mjög vel strax í upphafi,“ segir Kristín Örlygsdóttir, aðaleigandi Blámars, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á frystum og ferskum sjávarafurðum á innanlandsmarkaði til verslana, veitingahúsa og stóreldhúsa. „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir ári síðan og er ég aðaleigandi Blámars. Icemar og AG Seafood eiga hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur gengið prýðilega vel frá upphafi en ég þurfti fljótlega frá að hverfa í náminu vegna mikilla anna. Þetta er búið að vera frábært ferðalag og fullt af áskorunum sem hefur sko alveg tekið blóð, svita og tár en vel þess virði.“ Fram til þessa hefur Kristín verið ein starfandi við fyrirtækið en í þessari viku bættist einn starfsmaður við, enda í nógu að snúast. „Þegar við stofnuðum fyrirtækið fyrir ári síðan þá ákváðum við að einblína á innanlandsmarkaðinn og skoða okkur út fyrir landssteinana þegar það væri komið þokkalegt rennsli í gang hér heima. Ég er nýbyrjuð að senda ferskan fisk til Sviss og er komin með augun á nokkur önnur lönd“. Hvað felst í þínu starfi? „Ég er á öllum vígstöðvum og er það eina vitið til þess að láta fyrirtækið ganga upp. Ég annast sölu, dreifingu, bókhald og markaðssetningu og margt fleira. Einnig tek ég þátt í pökkun á sjávarafurðum sem AG Seafood framleiðir fyrir Blámar. Meðeigendurnir, bræður mínir hjá Icemar og Addi hjá AG
›› AG Seafood í Reykjanesbæ stækkar hratt og opnar nýtt frystihús í Sandger
Gott framboð af hr fiskmarkaði mjög V
Seafood hafa gefið mér dýrmæt ráð og góða handleiðslu. Þetta fyrirtæki væri ekki til nema fyrir þeirra tilstillan og þolinmæði og á ég þeim mikið að þakka“. Hvernig finnst þér sjávarútvegurinn standa hér á svæðinu? „Sjávarútvegur í Reykjanesbæ er ekki hátt skrifaður hér þó er hér fjöldinn allur af fyrirtækjum sem starfar innan þess geira og mikil gróska í gangi. Mér finnst persónulega mætti vera meiri vitundarvakning hjá almenningi hversu mikil verðmæti liggja í sjávarútveginum og fiskvinnslu og það liggja allskyns tækifæri því tengt. Ferðamarkaðurinn og sjávarútvegurinn er alveg málið í framtíðinni og finnst mér að ráðamenn sveitarfélaganna hér í kring mættu gefa meiri gaum af þessum fyrirtækjum eða a.m.k vita af þeim, ég talaði við eina persónu um daginn sem hefur verið viðloðin stjórnmál hér í Reykjanesbæ um árabil og hafði sá aðili ekki hugmynd um þau framleiðslufyrirtæki sem væru starfrækt með um 40-50 manns í atvinnu. Þessi atvinnuvegur hefur ekki verið hátt skrifaður hér í bæ í alltof langan tíma því miður. En nú eru breyttir tímar og fólk er aðeins farið að átta sig á því að ég og þú getum gert góða hluti án þess að braska með hluti og peninga“.
ið Hrannargötu í Keflavík hefur lítið fiskvinnslufyrirtæki vaxið hratt á síðustu misserum, svo hratt að það hefur sprengt utan af sér húsnæðið og veitir rúmlega 50 manns atvinnu. Fyrirtækið heitir AG Seafood og stærsti eigandi þess og framkvæmdastjóri er Arthur Galvez. Það var í nóvember 2008 sem starfsemi fyrirtækisins hófst með því að fiskvinnsluhús var sett upp í 300 fermetra húsnæði í Grófinni. Framleiðsla á fiskafurðum hófst í febrúar árið 2009, starfsmenn fyrirtækisins voru þá 12 talsins. Húsnæðið í Grófinni varð strax allt of lítið enda fékk fyrirtækið fljúgandi start. Fljótlega var því ráðist í að kaupa fiskvinnsluhús á Hrannargötu. Að sögn Arthurs þá hefur framlegðin
af starfseminni alltaf verið látin renna til fyrirtækisins til að byggja það áfram upp. Það hefur aldrei neitt verið tekið út úr fyrirtækinu, enda sé það stefna og markmið að reksturinn sé skuldlaus og að fyrirtækið eigi allan sinn tækjabúnað. Strax frá upphafi var lögð áhersla á framleiðslu á frystum afurðum í bland við ferskan fisk og nýtir fyrirtækið sér þar nálægð við flugvöllinn og þá staðreynd að frá Suðurnesjum er stutt á fengsæl fiskimið. Í kaupendum afurða frá AG Seafood eru fjórar megin stoðir. Fyrst má nefna stóran kaupanda í Barcelona á Spáni, sem hefur frá upphafi verið að auka viðskipti sín við AG Seafood og á stóran þátt í vexti fyrirtækisins. Hann hefur einnig heimsótt fyrirtækið tvisvar til
þrisvar á ári. AG Seafood er í mikilli sérvinnslu fyrir kaupandann á Spáni. Fyrirtækið framleiðir léttsaltaða þorskhnakka fyrir flottustu veitingastaðina í Kataloníu. Einnig eru framleidd lítil roð- og beinlaus þorskstykki sem eru notuð í salöt á Spáni. Annar stór kaupandi er á Bretlandi, nánar tiltekið í London, sem er stærsti kaupandi þeirra á flatfiski. AG Seafood framleiða skarkola, sólkola og langlúru fyrir þetta stóra fyrirtæki sem selur fiskinn í stórmörkuðum eins og Marks & Spencer. Arthur segir að 60-70% af allri flatfiskframleiðslu fyrirtækisins fari til þessa aðila í Bretlandi. Þriðji þátturinn í framleiðslu AG Seafood er framleiðsla á ferskum fiski sem fer út um allt, bæði Bandaríkjanna og Evrópu. Fjórða stoðin er svo framleiðsla á freðfiski á Bandaríkjamarkað. Þar fyrir utan er fyrirtækið með um tug annarra kaupenda sem kaupa óreglulega afurðir frá fyrirtækinu. Arthur segir að í dag sé fyrirtækið að framleiða afurðir í um tvo gáma á viku. Þá þarf að taka tillit til þess að fyrirtækið er í mjög fínni framleiðslu sem einnig er mannfrek. Unnið er við frystingu hjá fyrirtækinu allan sólarhringinn og hefur verið fryst allan sólarhringinn síðan í febrúar á þessu ári. Á nóttunni hafa verið fyst ufsa- og
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
Nýtt húsnæði AG Seafood í Sandgerði. Nú er unnið að breytingum á húsinu og þar mun opna frystihús sem veitir um 100 manns atvinnu í haust.
Sandgerði í haust:
hráefni á ög mikilvægt
Arthur Galvez, framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi AG Seafood, sem rekur fiskvinnslustöð við Hrannargötu í Reykjanesbæ. þorskflök en á daginn er unnið við frystingu á flatfiski. Fyrirtækið skortir ekki kaupendur og getur auðveldlega vaxið. Í dag er það húsnæðisskortur sem háir fyrirtækinu þar sem starfstöðin við Hrannargötu hefur sprengt utan af sér það pláss sem þar er til staðar. Því hefur verið ráðist í kaup á mun stærra húsnæði í Sandgerði, 3600 fermetra frystihúsi, sem nú er verið að standsetja. Gert er ráð fyrir að þar verði opnað fullkomið frystihús í október á þessu ári. Þar verður stærsti vinnslusalurinn 1800 fermetrar á meðan stærsti salurinn hjá fyrirtækinu í dag er um 500 fermetrar. Frystiklefinn í Sandgerði rúmar 400 tonn af afurðum á meðan núverandi klefi rúmar 3040 tonn. Með því að opna frystihús í Sandgerði er stefnan að tvöfalda veltu fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 50-60 manns en geta orðið 100 þegar starfsemin flytur í Sandgerði. Arthur segir að fyrirtækið hafi átt gott samstarf við svæðisskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum sem hefur hjálpað fyrirtækinu að fá fólk þar sem AG Seafood hefur vaxið hratt. Það hefur gengið alveg bærilega að fá fólk og viðhorfið er hægt og rólega að breytast gagnvart fiskvinnslu. Framtíð fyrirtækisins er óljós í dag og segir Arthur að menn geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað gerist þegar fyrirtækið fær miklu meira gólfpláss til að vinna á í Sandgerði.
Frekari fullvinnsla afurða er þó eitthvað sem menn dreymi um að vinna og að pakka fiski í neytendapakkningar, tilbúnar í kæliborð og frysta í matvörumörkuðum erlendis. Það sé verðugt markmið að flytja heim til Íslands þá starfsemi sem verið hefur erlendis þegar íslenskt sjávarfang er þýtt þar upp og pakkað í neytendapakkningar. Þetta sé vinna sem vel sé hægt að vinna hér heima og auka þannig virði vörunnar mikið. Arthur segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við bæði Íslandsbanka og Landsbanka í hröðum vexti AG Seafood. Nú er unnið af krafti við breytingar á frystihúsinu í Sandgerði þar sem settar verða upp þrjár flökunarvélalínur, auk handflökunarlínu. Starfsmannafjöldinn í Sandgerði getur hæglega farið upp í 100 manns og þar yfir, en möguleg ákvörðun stjórnvalda á hausti komandi um að efla íslenska fiskmarkaði mun skera úr um hvort tækifærin verða til staðar eður ei. Þá liggur ekki ennþá fyrir hvað gert verður við húsið við Hrannargötu í Keflavík en hugsanlega verður fyrirtækið áfram með starfsstöð þar með 20 til 30 starfsmönnum. Arthur segir að það skipti fyrirtæki eins og AG Seafood miklu máli að á fiskmörkuðum sé gott aðgengi að hráefni og að fiskvinnslan hér heima á Íslandi fái að keppa við markaði erlendis um íslenskan fisk og að hann sé ekki fluttur beint út án þess að fiskvinnslustöðvar hér heima fái að bjóða í hráefnið. AG Seafood byggir alla sína vinnslu á hráefni sem keypt er á markaði en einnig hefur fyrirtækið keypt sjófrystan fisk af Þorbirni í Grindavík sem síðan hefur verið notaður þegar framboð á fiski á markaði hefur verið minna. Flest fiskvinnsluf yrirtækin í Reykjanesi, Sandgerði og Garði eru háð fiskmörkuðum. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa lagt það til að útgerðir séu skyldaðar til að landa a.m.k. hluta af afla sínum inn á markaði til að tryggja betra framboð af hráefni á markaði. Ábyrgð stjórnvalda er mikil þegar kemur að heiðarlegu umhverfi þar sem opin samkeppni fær sín notið, segir Arthur Galvez, framkvæmdastjóri AG Seafood að lokum.
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ
r u t e s Nýtt að ! r u f e v og nýr
Vefir Víkurfrétta ehf., fréttavefurinn vf.is og golfvefurinn kylfingur.is, hafa verið endurnýjaðir og færðir í nýjan búning. Allt útlit á vefsíðunum hefur verið samræmt og efni gert aðgengilegra. Dagleg fréttaþjónusta og lifandi myndir!
vf.is
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000
10
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Trjám stolið úr heiðinni ofan við Sandgerði G
›› FRÉTTIR ‹‹
Nýr framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum
T
inna Hallgrímsdóttir hefur verið r áðinn ný r fr am kvæmdastjóri hjá Ungmennafélaginu Þrótti og mun hún hefja störf í byrjun ágúst. Starfshlutfall framkvæmdastjóra hefur hingað til verið 30% en hefur nú með nýrri ráðningu verið aukið og verður eftirleiðis 50% starf. Viðvera á skrifstofu verður meiri en hefur verið áður og er ætlunin að efla starfið til muna. Tinna er með BA-gráðu frá Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræðum og hefur mikla reynslu af starfi með ungu fólki og þekkja hana flestir sem hafa komið í félagsmiðstöðina okkar hér í Vogunum, enda hefur hún starfað lengi þar. Tinna er auk þess heimamaður og bindur stjórn UMFÞ miklar vonir við hennar störf í framtíðinni.
unnhildur Ása Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur, sem rekur gróðurstöðina Glitbrá í Sandgerði, segir farir sínar ekki sléttar á síðu fyrir Sandgerðinga á Facebook. Gunnhildur Ása hefur undanfarin ár gróðursett tré í heiðinni fyrir ofan Sandgerði. Nú er svo komið að trjám sem hún hefur gróðursett í heiðinni hefur ítrekað verið stolið. „Í gegnum tíðina hef ég plantað nokkrum trjám á ári uppi í heiði til að leggja mitt af mörkum
við að græða landið, hefta moldrok, gera smá skjól fyrir bæinn minn, til að fegra og bara mér og vonandi öðrum einhvern tíma til ánægju,“ segir Gunnhildur Ása og bætir við: „Á hverju ári verð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum þar sem ég sé auðar holur þar sem eitthvert tréð stóð tignarlegt og allt upp í 1,5 m á hæð árið áður. Í kvöld (mánudagskvöld) fór ég í mína árlegu gróðursetningarferð upp í heiði en þetta kvöld kom ég með trén mín aftur heim. Ég plantaði
ekki mörgum trjám í fyrra, bara fjórum en þau voru í stærri kantinum 3-4 ára tré og það er búið að stela þeim. Ég get engan veginn skilið af hverju þetta fær ekki að vera í friði? Ég var svo vitlaus að halda að þetta væri greiði við okkur öll! Vonandi kemur sá tími að við hættum að hugsa bara um okkur sjálf og lærum að deila og njóta,“ segir Gunnhildur Ása á Facebook-síðu Sandgerðinga. n
Umbótaáætlun komin fram
Í
Þakka vel heppnaða Sólseturshátíð
Þ
akkir til Íþróttafélagsins Víðis og Björgunarsveitarinnar Ægis fyrir vel heppnaða Sólseturshátíð komu fram á fundi bæjarráðs Garðs nú í vikunni. „Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem með samtakamætti sínum lögðu sig fram um að gera Sólseturshátíðina sem glæsilegasta. Sérstaklega ber að geta um ánægju með fjölbreytta íþróttaviðburði á hátíðinni, sem heppnuðust frábærlega og höfðuðu vel til íbúa“.
Hoppað í hafið við Njarðvíkurhöfn Það var líf og fjör hjá Unglingadeildinni Kletti, sem starfar undir Björgunarsveitinni Suðurnes, við Njarðvíkurhöfn í síðustu viku. Ungmennin klælddu sig upp í viðeigandi búninga og stukku svo í höfnina með viðeigandi skvettum. Eins og sjá má á þessari mynd leyndi kátínan sér ekki hjá krökkunum.
kjölfar úttektar mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Grunnskóla Grindavíkur í apríl síðastliðnum var að tillögu fræðslunefndar skipaður starfshópur til að vinna að tímasettri áætlun um umbætur. Starfshópinn skipuðu Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi, Halldóra Kr. Magnúsdóttir, skólastjóri, Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Klara Halldórsdóttir formaður fræðslunefndar, auk Bennýjar Óskar Harðardóttur, fulltrúa kennara samkvæmt tilnefningu grunnskólakennara og Ingvars Þórs Gunnlaugssonar fulltrúa foreldra samkvæmt tilnefningu foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur. Starfshópurinn skilaði umbótaáætlun til ráðuneytis í maí síðastliðnum. Starfsfólk ráðuneytis hefur nú yfirfarið áætlunina og staðfest hana. Framundan er skemmtileg vinna við að gera góðan skóla enn betri, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Leikvöllur við Brekkustíg í Sandgerði endurnýjaður L
Greiða 18,5 milljónir í viðhald fasteigna EFF í Vogum S
amkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu á Eignarhaldsfélaginu Fasteign var tekið fyrir í bæjarráði Voga á dögunum. Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og tillögu um greiðslu 18,5 milljónir króna vegna viðhaldsmála fasteigna í Vogum. Samkomulagið var samþykkt með tveimur atkvæðum.
Inga Sigrún Atladóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun: „Samkvæmt samkomulaginu sem nú liggur fyrir á leigutaki að yfirtaka alla viðhalds- og endurbótaskyldu og á sú yfirtaka að miða við núverandi ástand eigna. Ég tel að rétt hefði verið að halda áfram viðræðum við Fasteign um viðhaldsmálin á þeim forsendum sem
eikvöllurinn við Brekkustíg í Sandgerði hefur nú verið endurnýjaður og var hann formlega vígður í vikunni. Leikvöllurinn er búinn nútíma leiktækjum og var öryggið haft í fyrirrúmi við endurnýjun hans en m.a. eru gúmmíhellur við leiktæki til að koma í veg fyrir meiðsli á börnum. Það voru börn af leikskólanum Sólborg sem fengu það verkefni að vígja leikvöllinn formlega. Klippt var á borða og börnin sungu eitt lag. Þau þáðu síðan hressingu í boði bæjarstjóra. Frá þessu er greint á vef Sandgerðisbæjar.
minnisblað lögfræðings sveitarfélagsins frá 30. apríl 2012 gerði ráð fyrir. Enn fremur tel ég rétt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að skoða betur þann möguleika sem lögfræðingur EFF nefndi á hluthafafundi þann 8. maí 2012 að sveitarfélagið og EFF geti fengið óháðan matsmann til að meta áfallið viðhald á eignum sveitarfélagsins.“
r tt e frí em s um d nd lan Se t á er
hv
H e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
K SB
fin
Gró Duu s
Ves tu
gat a
rgat a
HOLLT FÆÐI EYKUR LÍFSINS GÆÐI
gbra ut
Hrin
Karmavefja - Flottur skyndibiti - Bragðgóð næringarbomba. 4 tegundir kr. 850,- m/salati kr. 1050,-
ata
arga ta
Hafn
Aðalg
Orkumiklir kjúklingaréttir m/salati og döðlubrauði kr. 1550,Indverskur - Afrískur - Arabískur Meiriháttar mánar - kalkúna, þorks eða laxa. kr. 950,- m/salati kr. 1150,Girnilegt ferskt salat með grillinu. Inniheldur 8 tegundir af grænmeti. 3 stærðir: 1000 ml box f 4-5 kr. 800,750 ml box f 2-3 kr. 600,500 ml box f 1-2 kr. 300,Láttu þér líða vel allan daginn með því að borða hollan, góðan og næringarríkan hádegismat á Karma.
Opið: mánudaga - föstudaga frá kl. 11:00 - 20:00 laugardaga - sunnudaga frá kl. 17:00 - 20:00
Hægt að sjá ebook matseðil á fac
VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Vegna sérstakra aðstæðna er til sölu rótgróinn söluturn / ísbúð góður salur sem tekur 25 manns í sæti. Þetta er gott viðskiptatækifæri. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann) eða hjá eiganda á staðnum
í Keflavík Reykjanesbæ,
NÝT
T
2 12
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
TIL SÖLU Combi camp Combi camp vagn 94 árgerð. 7 manna vagn af stærri gerðinni. Uppl. í 772 1728 og 898 0170.
Studíóíbúð í miðbæ Keflavíkur, allur búnaður fylgir. Uppl. í síma 698 7626. Einbýlishús til leigu Einbýlishús til leigu í InnriNjarðvík í göngufæri við Akurskóla og tvo leikskóla, í a.m.k. 1 ár. Gæludýr ekki leyfð. Upplýsingar í síma 891 6204. Raðhús í Innri Njarðvík til leigu 135 fm 4ra herbergja raðhús til leigu í Innri Njarðvík. Leiguverð er 150.000 kr. auk hita og rafmagns. Óskað er eftir bankaábyrgð sem nemur 3ja mánaða leigu. Húsið er laust til leigu. Frekari upplýsingar í síma 691 3318.
ÓSKAST Bráðvantar íbúð! Er ekki einhver sem getur leigt mér 3ja herbergja íbúð? Ég er 100% leigjandi, með mjög góð meðmæli. Nota ekki áfengi né tóbak. Öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 897 2570 . Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð til langtímaleigu helst í YtriNjarðvík. Upplýsingar í síma 691 1745 eða 690 1745.
Lítið hjólhýsi Hjólhýsi til sölu, svefnpláss fyrir 3. Ný gasmiðstöð. Árgerð 88. Upplýsingar í síma 864 2313. Volkswagen Polo Árg. 1998, til sölu, keyrður 181.000 km. Nýskoðaður. Góður bíll. Nýleg heilsársdekk. Tilboð óskast. Sími 866 8098.
ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
HÚSAVIÐGERÐIR Tilboð óskast! Tilboð óskast í endurnýjun á neysluvatnslögnum að Brekkustíg 35b Njarðvík. Tilboð berist á netfangið huldamar@visir.is fyrir 15. júlí 2012. Húsfélag Brekkustíg 35b.
BOUTIQUE
WOW air stundvísast í Keflavík T
afir á flugi til og frá landinu voru nær engar síðastliðnar tvær vikur. WOW air stóð sig best af íslensku félögunum. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum Icelandair, Iceland Express og WOW air stóðust áætlun á seinni hluta júnímánaðar. Í mínútum talið var seinkunin að jafnaði mjög stutt. Ferðasumarið fer því miklu betur af stað, þegar horft er til stundvísi á Keflavíkurflugvelli, en á síðasta ári. Í júní í fyrra voru t.a.m. aðeins 44,5 prósent brottfara á flugvellinum á tíma. Komutímar WOW air stóðust oftar en hjá hinum tveimur félögunum og nýliðarnir eru því stundvísasta félagið í Keflavík á seinni hluti júnímánaðar. Eins og áður er mikill munur á umsvifum félaganna
þriggja. Icelandair flaug t.d. sjö sinnum oftar en Iceland Express og ellefu sinnum oftar en WOW air til og frá landinu seinni tvær vikur júnímánaðar.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Nokkrar góðar grillsósur N
ú þegar grilltímabilið stendur sem hæst er upplagt að deila með ykkur léttum og heilsusamlegum uppskriftum að sósum með grillmatnum. Þær má nota með grilluðu grænmeti, fiski, kjúkling og kjöti eftir smekk hvers og eins. Þessar sósur eru afskaplega einfaldar og fljótlegar og auðvitað reynum við að hafa þær í hollari kantinum og fullar af góðri næringu!
Graslaukssósa: 1 dós sýrður rjómi 5% 1-2 hvítlauksrif pressuð 3 msk saxaður graslaukur 1 msk sítrónusafi Salt/pipar *Öllu blandað saman í skál. Agúrku raita sósa: 1 agúrka ½ dós grísk jógúrt 1 hvítlauksrif ½ tsk kumin duft 1-2 vorlaukar saxaðir Fersk mynta söxuð Salt/pipar *Agúrkan rifin gróft niður á rifjárni, þá er hún söltuð og látin standa í nokkrar mín. Hinu blandað saman og svo agúrku bætt saman við.
Satay hnetusósa: 125 gr gróft lífrænt hnetusmjör 1 fínt saxaður skalottulaukur 1 tsk saxað engifer 1 kjarnhreinsaður rauður chili pipar 300 ml kókósmjólk eða sýrður rjómi Safi úr 1/2 lime 1 tsk pálmasykur 1 tsk tamari sojasósa ¼ búnt ferskt kóríander *Allt sett í matvinnsluvél eða blandara.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is
›› Bragi Einarsson skrifar um skólamál í Garði:
Hafnargata 54
Snyrtirvörur - Undirfatnaður - Sportfatnaður
ALAFL ehf
Alhliða málningarþjónusta, afslættir fyrir ellilífeyris þega og öryrkja. Fáðu fast verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Ábyrgðir fylgja öllum verkum
„Á hálum ís“ Í
grein í VF þann 28. júní, kemur fyrrum formaður skólanefndar Raflagnir & viðgerðir Gerðaskóla fram Þvottavélaviðgerðir og talar um að undirritaður hafi í grein í ReykjaHaukur 779-0900 nesi „skautað“ léttilega framhjá staðreyndum sem koma fram Forvarnir með næringu í skýrslu Menntamálaráðuneytis um úttekt á Gerðaskóla. Í stóru máli og langri grein er ekki hægt Helguvík - Berghólabraut 27 að ætlast til að undirritaður fari Komdu með öll raftæki, brotajárn í gegnum hvert einasta atriði og málma til okkar í Helguvík! sem kom þar fram í skýrslunni, Við borgum þér fyrir flesta málma. bæði það sem kalla má neikvætt - Skilum betur til baka og það sem kalla má jákvætt, heitt og kalt, svart og hvítt. Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu Greinin fjallaði ekki aðallega með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7 Opið alla daga eða hringdu í 421-1415 og um það heldur það hugarástand við sækjum hann. fram á kvöld sem samfélagið var komið í. bÍlastofa davÍÐs Hins vegar hefur enginn starfsSTAPAFELL maður skólans, mér vitanlega, SUÐURNES Hafnargötu 50, Keflavík þrætt fyrir það að Gerðaskóli sé laus við öll heimsins vandamál, langt í frá. Það sem ég benti á í grein minni sem birtist í Reykjanesi fyrir hálfum mánuði, tók ég fram að téður fyrrum formaður Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1 5/30/12 skólanefndar 2:36:11 PM og meirihluti bæjarstjórnar, ákveða að reka skólastjóra, sem var að vinna vinnuna sína! Í tíð skólastjóra fór einelti úr 13% í 6% og rétt er að geta þess að í óformlegri könnun kennara skólans í vetur mældist einelti 5%. Það er samt of hátt en Guð má vita hvaða árangri hann hefði náð, hefði hann fengið frið til þess. Formaðurinn fyrrverandi kaus að „skauta“ framhjá þeirri staðreynd. Einnig kemur fram í sömu skýrslu Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 að brottrekinn skólastjóri var mjög vinsæll meðal nemenda og starfs-
896 0364
NÝTT
ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR
D.IBSEN ehf.
Grófin 7
e-mail: dibsen@mitt.is
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ vf.is
Sími: 421-1415
fólks og að hann lagði sig fram við það að fylgjast vel með nemendum og starfsfólki og að þeim liði almennt vel. Formaðurinn fyrrverandi kaus að „skauta“ fram hjá þeirri staðreynd. Af þeim sökum spurði ég mig þeirra spurninga í fyrra og í vetur: Hver var ástæðan fyrir því að reka skólastjóra sem sýndi það með óyggjandi hætti að starfsandi og líðan nemenda væri mjög góð í skólanum og hafði náð þessum árangri í eineltismálum? Spyr sá sem ekki veit, þrátt fyrir að kalla eftir þeim útskýringum. Ekki ætla ég að efast um að ásetningur manna hafi verið að vinna í þessum málum, en ég taldi þá að aðferðafræðin væri röng og stend við það! Ég spurði meirihluta bæjarstjórnar (bréflega) hvers vegna þeir fóru í þá aðför að skólanum á vordögum 2011, að fara að sameina skólana? Svörin voru á þá leið að það væri hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið. Ok, rök út af fyrir sig en engin skýrsla eða úttekt lá fyrir því til sönnunar. Þegar bæjarbúar mótmæltu, var sú tillaga dregin til baka, bæði vegna andstöðu bæjarbúa og andstöðu innan meirihlutans! Það hefur komið fram áður í skrifum. Einmitt í þeirri orrahríð sem þá varð á milli manna, dró ég þá ályktun að eina ástæðan fyrir að sameina skólana væri að losna við skólastjórann og guð má vita hvaða skref bæjarstjórnin ætlaði sér að taka í kjölfarið. Það kom svo síðar í ljós með óyggjandi hætti! Hins vegar tek ég undir áhyggjur fyrrum formanns skólanefndar um þá stöðu sem skólinn mælist í PISA könnun um læsi og árangur þó ég sjái ekki hvað „kúlulán“
og afskriftir þeirra komi Gerðaskóla við, en fyrrum formaður skólanefndar veit kannski meira um það, tek undir áhyggjur hans varðandi „vandræðagemlinga“ eins og hann kýs að kalla, en bendi á að sjaldan veldur einn þegar tveir deila, og tek undir þá skoðun að eigi skal undan líta! Til þess að sporna við þessari þróun er ekki rétta aðferðin að valsa fram með einhverri leiftursókn, þar sem leysa átti málin fyrir kl. 10, heldur ætti að vinna að lausn þessara mála með virðingu fyrir skólasamfélaginu og því góða fólki sem þar starfar og því frábæra unga fólki sem þar sækir vinnu sína, samvinnu með því m.a. að ráða til skólans sérkennara í íslensku og stærðfræði og leggja einnig áherslu á list-, tónmennt- og tæknigreinar, í stað þess að skera niður, og sjá svo árangurinn að einhverjum tíma liðnum. Því að árangur í skólastarfi mælist ekki í klukkustundum, heldur árum! Hefði þessi leið verið farin þyrfti bærinn ekki að borga starfslokalaun fyrir skólastjóra og bæjarstjóra með ærnum tilkostnaði, því að með hluta af þeim peningum hefði verið hægt að skipuleggja hér gott skólastarf í virðingu, samvinnu og góðum árangri sem af því hlýst, í stað þess að setja sig í stellingar „við og þeir“. Það er orðin úldin aðferðafræði. Svo óska ég nýráðnum skólastjóra velfarnaðar í starfi og vona að samfélagið gefi honum og starfsfólki svigrúm til að vinna í friði fyrir öfgum og óbilgirni. Virðingarfyllst Bragi Einarsson, Garðbúi.
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
Girnilegar uppskriftir Kristjáns Gunnarssonar, matreiðslumanns á Vocal, má finna á
www.blamar.is
Hafsjór a
f hollustu frá Blámar
de pura m e t Djúpsteiktir humarhalar í
igi
Blámar ehf. // Hraunsvegi 4 // 260 Reykjanesbæ // Sími: 840 0355 // blamar@blamar.is
Lúxus
·
Rómantík
·
Úrvals veitingastaður
·
Mannfagnaðir
Átt þú stórafmæli á árinu 2012? ... 20 - 30 - 40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100 ára ...
Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2012 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins. Nánari upplýsingar á hotelranga.is/IS/afmaeli
14
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Frá átta til áttatíu ára í meistaramóti GS
ATVINNA
M
eistaramót Golfklúbbs Suðurnesja hófst í vikunni en um 150 kylfingar eru skráðir til leiks á þessu stærsta innanfélagsmóti sumarsins. Ótrúleg þurrkatíð í byrjun sumarsins hefur sett svip sinn á Hólmsvöll í Leiru sem sést vel á gulum brautunum en það er ekkert nýtt því undanfarin sumur hafa verið þurr. Flatirnar eru hins vegar fagurgrænar enda vökvaðar á hverjum degi og völlurinn í heild í flottu standi. Elsti keppandi er nærri 80 ára en yngsti keppandi í meistaramóti GS er hin pólska Kinga Korpak en hún hefur alist upp hér á landi og byrjaði ung að sækja golfvöllinn í Leiru. Kinga er 8 ára en verður 9 ára í lok árs. Hún hefur náð frábærum árangri í sumar og verið á verðlaunapalli í flokki 14 ára og yngri telpna á Áskorendamótaröð Golfsambands Íslands þrisvar sinnum í sumar og í eitt skiptið í efsta sæti.
Mamma Mía Í Grindavík óska eftir pizzubakara. Bæði í fullt starf og helgarvinnu. Reynsla og íslenskukunnátta skilyrði. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til: mammamia@mammamia.is (algjörum trúnaði heitið). Vel borgað og skemmtilegt starf. Hægt er að hefja störf strax.
Frussandi fyrirlesari! „Veistu Anna Lóa, stundum hugsa ég með mér, er ég virkilega að gera þetta“. Þetta voru orð fyrrverandi nemanda míns sem er að upplifa drauminn um að mennta sig. Þrátt fyrir efasemdir og ótta hefur hún tekið mikilvæg skref síðustu ár og er að uppskera eftir því. Orð hennar eru góð áminning um þá ábyrgð sem við berum sjálf á lífi okkar. Ég man eins og það hafi gerst í gær – fyrsti „stóri“ fyrirlesturinn var framundan og skipti mig miklu máli að allt gengi vel. Ég ofhugsaði alla hluti: þetta verður að vera fullkominn fyrirlestur, góð og skýr framsögn, glærurnar óaðfinnanlegar, fatnaður við hæfi, röddin mjúk og brosið á sínum stað!! Ég ætla að ná salnum, byrja á að segja eitthvað fyndið svo ég hrífi alla með mér, vera afslöppuð, hlýleg, og með útgeislun sem gerir rafmagnsljósin óþörf. Svo mætti ég á staðinn og fann allt í einu hvernig hjartað var komið upp í háls, óþægilegur þurrkur í hálsinum, sá ekki punktana mína fyrir móðu, litur á fatnaði alls ekki við hæfi þar sem svitablettirnir spruttu fram og eina sem virtist vera í lagi voru glærurnar. Þegar ég byrjaði að tala var stressið búið að ná yfirhöndinni sem gerði það að verkum að ég talaði allt of hratt og hátt og frussaði í stíl við það. Það var vægast sagt óhugnanleg lífsreynsla að upplifa að mér hafði tekist að frussa á einn hlustandann og athyglin beindist öll að því hvort hann mundi ganga út eða kalla yfir hópinn „er einhver með regnhlíf“ (sem hann gerði ekki – TAKK). Brandarinn sem ég ætlaði að nota í byrjun náði ekki tilætluðum áhrifum þar sem engum fannst hann fyndinn nema mér og ég óskaði þess af heilum hug að jörðin mundi opnast og gleypa mig. Eftir fyrirlesturinn sagði ég við sjálfa mig „þetta geri ég aldrei aftur“. En auðvitað gerði ég þetta aftur og með tímanum og æfingunni kom þetta, eins og allt annað sem við leggjum okkur fram við. Lífið þarf ekki að vera svona flókið en við erum flest sérfræðingar í að flækja það. Ef ég finn fyrir stressi í dag áður en ég á að halda fyrirlestur, reyni ég að hugsa: hvað er það versta sem getur gerst? ....að þeim líki ekki við mig eða það sem ég hef að segja. Get ég lifað með því – já það get ég og svo get ég líka skoðað hverju ég get breytt svo ég lendi ekki í sömu pyttunum aftur og aftur. Ég er hætt að taka sjálfa mig svona alvarlega og get hlegið af svona uppákomum í dag. Það er alveg sama hvað við tökum okkur fyrir hendur – ef við höfum ekki gert það áður þá er líklegt að við gerum einhver mistök. Flestir sem eru góðir í einhverju hafa verið duglegir að æfa sig en ekki endilega fæðst ótrúlega hæfileikaríkir. Ég heyrði afreksmann í íþróttum segja: „æfingin skapar ekki meistarann, en það gerir auka æfingin“. Við þurfum að hafa þetta í huga þegar við tökumst á við nýja hluti og gefa sjálfum okkur tækifæri til að æfa okkur þar til verðum betri. Ef við ætlum að bíða með að takast á við nýja hluti þar til verðum 100% klár á öllu, gætum við þurft að bíða alla ævi. Drifkrafturinn og öryggið kemur með framkvæmdinni – þú verður að leggja af stað í ferðina til að byrja æfingaferlið. Það eru ekki bara einhverjir útvaldir sem ná árangri – það eru þeir sem eru tilbúnir í auka æfinguna og halda af stað þrátt fyrir efasemdir og ótta. Þeir nemendur sem ég hef fylgt úr hlaði eru svo sannarlega sönnun þess. Vona að þú leyfir þér að eiga drauma og takir skref í átt að þeim. Nú ef þú skyldir hafa áhuga á að koma á fyrirlestur hjá mér þá hefur „frussið“ stór lagast en svona til öryggis þá er ég alltaf með nokkrar regnhlífar meðferðis! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
Að gefnu tilefni - staðreyndir um bæjarfulltrú Í
kjölfar endurvinnslu gamalla frétta af hruni Sparisjóðsins í Keflavík og frágangi á yfirtöku Landsbankans á Sparisjóðnum hafa að undanförnu spunnist upp alls kyns sögur og rangfærslur um málefni tengd Sparisjóðnum. Vissulega er rétt að fall Sparisjóðsins er samfélaginu dýrt – það er okkur löngu ljóst. Nú keppast menn hins vegar við að kenna hver öðrum um ástæðu þess mikla kostnaðar sem hrun sjóðsins leiðir af sér. Sem betur fer er verið að rannsaka þessi mál öll ofan í kjölinn og vonandi á sú rannsókn eftir að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis ef það er ekki þegar ljóst. Heita má ljóst að mistök voru gerð á mistök ofan, fyrir og eftir hrun. Ef einhver hefur áhuga á minni útgáfu af sannleikanum þangað til annað kemur í ljós, þá fer hér á eftir pistill frá undirrituðum sem leikmanni og áhorfanda í ýmsu því sem haldið hefur verið fram um menn og málefni tengd Sparisjóðnum. Þetta er ekki skrifað til að gera lítið úr því sem tapaðist við hrun Sparisjóðsins, öðru nær. Tilgangurinn er frekar sá að benda á staðreyndir og leiðrétta rangfærslur sem vísvitandi er haldið fram, líklega í pólitískum tilgangi. Þið sem nennið að lesa þetta getið dæmt hvert fyrir sig hvort allt sem þið lesið í DV eða heyrið á RÚV sé akkúrat eins og þar er haldið fram. Svo geta menn velt fyrir sér tilganginum með því að halda fram fullyrðingum sem augljóslega eru rangar. Eitt af því sem mönnum hefur orðið tíðrætt um í kringum Sparisjóðinn er hvernig sjálfstæðismenn – og þá sérstaklega bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og jafnvel núverandi framkvæmdastjóri flokksins – gengu um sjóðinn á skítugum skónum og ryksuguðu til sín þaðan fé að vild. Þeir sem um fjalla telja fólki trú um að þar sé að finna megin ástæðuna fyrir falli Sparisjóðsins. Þeir sem trúa því sem þeir heyra á RÚV og lesa í DV eru eðlilega miður sín og sumir ganga svo langt að biðja fólk afsökunar á því að hafa þekkt og unnið með þessum misyndismönnum. Allt er þetta gert í anda þess að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Mér er málið nokkuð skylt, hafandi verið einn af bæjarfulltrúum flokksins á árunum 2002-2010, og hafandi starfað í stjórn sjóðsins
eftir hrun frá 2009-2010. Ég hef þokkalega yfirsýn yfir það hvernig bæjarfulltrúar tengdust Sparisjóðnum og hvernig hann var rekinn gagnvart mér sem viðskiptamanni frá blautu barnsbeini. Það vita allir sem eitthvað komu nálægt Sparisjóðnum, eða áttu við hann viðskipti, að honum var STJÓRNAÐ af Sparisjóðsstjóranum. Ég segi það með stórum stöfum, því þannig var það. Hann hafði sér til halds og tausts starfsmenn í bankanum, sem höfðu takmarkaðar heimildir til útlána, en hann gat tekið sjálfstæðar ákvarðanir um lánveitingar sem námu allt að 15% af eigin fé sjóðsins eins og það var skráð á hverjum tíma. Þannig voru reglur sjóðsins og höfðu verið um árabil. Stjórn sjóðsins hafði í raun lítið með útlán sjóðsins að gera og kom að takmörkuðu leyti að ákvörðunum um útlán úr sjóðnum. Stjórn var hins vegar upplýst af Sparisjóðsstjóra um það hverjum var lánað og hverjir voru stærstu innlánseigendur sjóðsins á mánaðarlegum fundum. Þetta má að sjálfsögðu gagnrýna, og FME gerði það á árinu 2008! Þá hafði Sparisjóðnum verið stjórnað með þessum hætti í 101 ár og það bara með ágætum árangri lengi vel. Nú tæpum fjórum árum eftir að bankakerfið á Íslandi hrundi er auðvitað mjög auðvelt að sitja í dómarasæti og sjá allar vitleysurnar sem menn gerðu. Það sem er hins vegar verra er þegar misgóðir fréttamenn, með misgöfuga hagsmuni að leiðarljósi leggja upp í pólitíska vegferð til að reyna að gera menn, sjálfstæðismenn sérstaklega, að gerendum í falli Sparisjóðsins. Stóra myndin er auðvitað sú að Sparisjóðurinn féll vegna þess að bankakerfið á Íslandi hrundi. Ekki vegna þess að stjórnendur sjóðsins kusu Sjálfstæðisflokkinn, eða vegna þess að honum var stjórnað af bæjarfulltrúm flokksins. Annars má lesa ágæta greiningu á vanda Sparisjóðsins hér: http://mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/1245120/ Ein af fullyrðingunum sem haldið er svo stíft fram, að hörðustu sjálfstæðismenn eru farnir að trúa þeim, er að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi farið að vild um Sparisjóðinn og úthlutað sér og sínum lánum þaðan! Þessar fullyrðingar eru fjarri öllum sannleika. Það þykir hins vegar til óþurftar á Íslandi í dag að skemma góða frétt með sannleikanum. Ég ætla samt að vera svo djarfur að upplýsa um viðskipti bæjarfulltrúa flokksins á árunum 2002-2010 eins og ég þekki þau. Það kann að vera að í einhverjum tilfellum gangi ég of langt, en þeir
verða bara að eiga það við mig.
1. Árni Sigfússon – hann fékk eins og frægt er orðið erlent lán í Sparisjóðnum árið 2006 þegar hann byggði sér nýtt hús eins og fjölmargir aðrir gerðu á þeim tíma. Sömu reglur giltu um hann og alla aðra – ábyrgðir, húsið að veði o.s.frv. Þetta er allt löngu upplýst og þetta lán hefur að ég best veit verið meðhöndlað eins og önnur sambærileg lán og hefur aldrei verið í vanskilum. Um aðrar lánveitingar var ekki að ræða til Árna, engar tug eða hundruð milljóna í hlutafjárbrask eins og oft hefur verið haldið fram og engin sérstök fyrirgreiðsla til hans umfram aðra. 2. Böðvar Jónsson – er eftir því sem ég best veit í viðskiptum við Íslandsbanka – man aldrei eftir honum í neinum sérstökum málum sem við komu Sparisjóðnum. Hann stóð í einhverjum fasteignaviðskiptum í félagi við annan mann og tapaði örugglega á þeim eins og flestir aðrir. Þau viðskipti tengdust Sparisjóðnum ekki svo ég viti til, en ef þau gerðu það, þá hefur ekki verið um stórar upphæðir að ræða í því samhengi. 3. Þorsteinn Erlingsson – var stjórnarformaður í Sparisjóðnum árin fyrir hrun ásamt öðrum. Hlutverk þeirra var eins og lýst hefur verið hér að ofan. Eftir að FME gerði athugasemdir við starfshætti stjórnar, hafði Þorsteinn frumkvæði að því að breyta þeim í þá veru sem athugasemdirnar lutu að. Reynt hefur verið að gera tortryggilegt að Sparisjóðurinn greiddi fyrir flug Þorsteins frá Florida til Íslands og aftur til baka, þegar hann var kallaður heim úr sumarfríi skömmu eftir hrun til þess að mæta á krísufundi í stjórn sjóðsins. Það verður þó tæplega séð að manni sem kallaður er heim úr fríi til að sinna stjórnarsetu verði jafnframt gert að greiða ferðakostnaðinn sem af ferðinni hlýst! n Þorsteinn á Saltver ehf. sem er útgerðarfyrirtæki í Reykjanesbæ, eitt örfárra sem eftir standa. Þorsteinn hefur verið manna fremstur í flokki á undanförnum árum í því að reyna að stuðla að atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ. Hann hefur í þeirri viðleitni sinni keypt kvóta, byggt upp loðnuvinnslu í Helguvík o.fl. allt án lánveitinga frá Sparisjóðnum. n Þorsteinn lagði ásamt sex öðrum aðilum (einn af þeim var Sparisjóðurinn) til hlutafé (áhættufé) í félagið Suðurnesjamenn, samtals 700 milljónir. Félagið var upphaflega stofnað
15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012
Margrét jafnaði á lokamínútunni G Margrét Albertsdóttir skorar jöfnunarmarkið á lokamínútunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
rindavíkurstelpur gerðu jafntefli við nágranna sína í Keflavík 2-2 í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. Þetta var hörku leikur og ekkert gefið eftir. Sarah Wilson kom Grindavík yfir á 28. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Keflavík tvö mörk með skömmu millibili og var seinna markið sjálfsmark. Grindavík sótti stíft undir lokin og tókst að jafna metin á síðustu mínútu leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir. Úrslitin 2-2, Keflavík með 9 stig en Grindavík 7.
ulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og fall Sparisjóðsins í Keflavík sem þeir leggja fram til félagsins. Það sama gildir í því efni um Steinþór og aðra áhættufjárfesta. Nánar má lesa um hvernig þetta virkar hér: http://www.althingi. is/lagas/140a/1994138.html
með það að markmiði að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Það gekk ekki eftir eins og þekkt er. Hins vegar ákváðu þeir sem að félaginu stóðu að ráðast í það að kaupa hlut í Icebank, þar sem Sparisjóðurinn átti talsverða hagsmuni. Lánaði Sparisjóðurinn félaginu að ég best veit 1.500 milljónir til viðbótar við hlutaféð sem lagt hafði verið í félagið af eigendunum. Lánið var veitt af Sparisjóðsstjóra og var innan þeirra heimilda sem hann hafði. Vissulega er þetta gagnrýniverður gjörningur þegar horft er til baka. Hluthafarnir töpuðu allir því sem þeir höfðu lagt fram í félagið. Hlutafjárframlag Saltvers til kaupanna var að stórum hluta fjármagnað með láni frá Landsbankanum sem er viðskiptabanki fyrirtækisins, en fyrirtækið átti ekki í viðskiptum við Sparisjóðinn. 4. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir – var alla tíð viðskiptavinur Sparisjóðsins, en umsvif hennar í viðskiptum við Sjóðinn takmörkuðust við dæmigerðan launareikning og rekstur heimilis hennar. 5. Björk Guðjónsdóttir – veit ekki hvort hún var í viðskiptum við Sparisjóðinn. Veit að hún stóð í víninnflutningi um tíma í félagi við annan, en veit ekki til þess að neinn hafi tapað á þeim viðskiptum nema hún sjálf. 6. Steinþór Jónsson – hefur einhverra hluta vegna fengið hvað duglegast á baukinn í DV, en eins og þjóðinni ætti að vera ljóst er 80% af því sem DV segir ósatt og hitt lygi! (þetta er svona álíka málefnaleg fullyrðing og umfjöllun þeirra um Steinþór). n Því er stöðugt haldið fram að Steinþór hafi setið í stjórn Sparisjóðsins. Það er rangt – hann reyndi mikið á sínum tíma til að komast þar í stjórn, en fékk ekki hljómgrunn fyrir því meðal
stofnfjáreigenda. Vert er að hafa í huga að meðal stærstu stofnfjáreigenda sjóðsins voru Kaupfélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Lífeyrissjóðurinn Festa auk hundruða einstaklinga í Reykjanesbæ, á Snæfellsnesi, í Húnaþingi og á Ströndum. n Því er haldið fram að Steinþór hafi tekið lán í Sparisjóðnum fyrir hundruðir milljóna og jafnvel milljarða. Steinþór tók mér afvitandi ekki nokkurt lán hjá Sparisjóðnum í Keflavík, vegna sín persónulega eða fyrirtækja sinna Hótel Keflavík og Ofnasmiðju Suðurnesja, hvað þá að þau hafi verið afskrifuð. n Því er haldið fram að Steinþór hafi verið höfuðpaurinn í Suðurnesjamönnum. Hann átti ekki hlut í félaginu og kom hvergi nálægt því. n Því er haldið fram að Steinþór hafi í gegnum Bergið ehf. fengið milljarða að láni hjá Sparisjóðnum í Keflavík til kaupa á hlutafé í Icebank. Hið rétta er að Steinþór lagði ásamt á annan tug fjárfesta, m.a. núverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Jónmundi Grétarssyni, fram hlutafé (áhættufé) í Bergið ehf. sem keypti hlut í Icebank af Spron og Byr. Þessir bankar lánuðu Berginu að ég best veit 2/3 kaupverðs bréfanna í Icebank, 1/3 var eiginfjárframlag eigendanna. Steinþór átti nokkurn hlut í félaginu en Jónmundur átti 0,2% - eða 2/1000 hluta! Þessu fé töpuðu eigendurnir – einhverjum hundruðum milljóna. Í kröfuskiptum, sem ég kann ekki að skýra nánar, milli Sparisjóðsins og Spron og BYR eignaðist Sparisjóðurinn 370 milljónir af kröfunni á Bergið. Rannsóknin á Sparisjóðnum mun væntanlega leiða í ljós hvernig þetta átti sér stað – en staðreyndin er hins vegar klárlega sú að lánið var upphaflega seljendalán frá Spron og Byr, sem seldu hluti sína í Icebank á uppsprengdu verði
til Steinþórs og viðskiptafélaga hans. Þeir fengu aldrei og leituðu aldrei eftir láni frá Sparisjóðnum í Keflavík vegna þessara viðskipta svo mér sé kunnugt. n Því er haldið fram að Steinþór hafi fengið hundruð milljóna afskrifaðar vegna hinna ýmsu fasteignafélaga. Hið rétta er að Steinþór fjárfesti í fasteignum með öðrum í Fasteignafélagi Suðurnesja – meðal eigenda þar var Sparisjóðurinn. Félagið átti eignir og eignarhaldsfélög um aðrar eignir m.a. Blikavelli 3. Þessi félög voru fjármögnuð með eiginfé að hluta og lánsfé að hluta, mest erlendum lánum. Það þekkja allir hvernig fór fyrir slíkum félögum. Þau fóru á hausinn. Eigendurnir töpuðu sínu og lánveitandinn hirti veðin sem stóðu að baki eignunum. Landsbankinn hefur með þessu móti eignast flestar þær eignir sem þessi félög áttu og eflaust afskrifað vegna erlendra lána sem á þeim hvíldu. n Því er haldið fram að Steinþór hafi fengið hundruð milljóna afskrifaðar í gegnum Base ehf. Steinþór átti í gegnum Hótel Keflavík 8% hlut í Base ásamt á annan tug annarra fjárfesta, m.a. Sparisjóðunum, ÍAV, N1 og fleiri. Félagið var stofnað utan um kaup á iðnaðarhúsnæði á gamla varnarsvæðinu. Sparisjóðurinn lánaði félaginu 130 milljónir gegn veði í eignunum. Base náði aldrei að klára kaupin á eignunum gagnvart Kadeco og fór á hausinn. Kadeco leysti aftur til sín eignirnar og greiddi upp veðin sem á eignunum hvíldu. Steinþór tapaði sínu hlutafjárframlagi eins og aðrir eigendur. Allt að einu má ýmislegt segja um fjárfestingar Steinþórs. Þær hafa augljóslega verið misgáfulegar, en það er enn þann dag í dag ekki glæpur að leggja fram hlutafé (áhættufé) í fyrirtæki. Menn sem það gera bera lögum samkvæmt takmarkaða ábyrgð í félaginu. Takmarkast ábyrgðin við það hlutafé
7. Garðar K. Vilhjálmsson – undirritaður var viðskiptavinur Sparisjóðsins frá blautu barnsbeini eins og svo margir Keflvíkingar. Ég tók sæti í stjórn Sparisjóðsins eftir hrun árið 2009 þegar freista átti þess að halda lífi í Sjóðinum. Meðan ég sat í stjórn veitti Sparisjóðurinn engin ný útlán sem heitið gátu, enda eiginfjárhlutfall hans undir lögboðnum mörkum og sjóðurinn rekinn á undanþágu frá FME og undir eftirliti fulltrúa FME. Völd stjórnar sjóðsins á þessum tíma voru afar takmörkuð og starf sjóðsins þetta síðasta ár sem hann lifði snerist um að halda lausafé í sjóðnum frá degi til dags. Viðvarandi taprekstur var á sjóðnum og ljósara varð með hverjum deginum sem leið að honum yrði ekki bjargað. Það fór því svo á endanum að stjórnin hafði ekki annan kost en henda inn handklæðinu og binda endi á líf sjóðsins. Ég og félög mér tengd fengu fjölmörg lán í Sparisjóðnum gegnum tíðina. Lán sem eiga það öll sammerkt að hafa verið með fullum ábyrgðum, vera ýmist greidd upp að fullu eða í fullum skilum hjá þeim sem nú hefur eignast þau. Þær lánveitingar sem enn standa með einhverjum hætti eru eftirfarandi: n Árið 2006 fékk undirritaður húsnæðislán í Sparisjóðnum, sem nú hefur verið framselt Íbúðalánasjóði. Lánið var upphaflega 14 milljónir – stóð í 19,6 síðast þegar ég athugaði það. n Einkahlutafélag mitt Bílaleigan Geysir var í viðskiptum við Sparisjóðinn, síðar Landsbankann, og er þar nú með eitt erlent lán upp á ríflega 150 þúsund evrur, auk ábyrgðar vegna City Star flugfélagsins upp á 20 þúsund pund sem við deilum um hvort sé í gildi eður ei. – Sú ábyrgð kemur þó Sparisjóðnum ekkert við. Lánið er að auki með persónulegri sjálfskuldarábyrgð undirritaðs og ábyrgðin er tryggð með innistæðu á lokuðum reikningi. n Einkahlutafélag mitt 520 ehf. átti á árinu 2007 viðskipti við Base ehf., sem áður var fjallað um. 520 ehf. keypti af Base eina skemmu á gamla varnarsvæðinu og lét gera hana í stand. Fyrir skemmuna greiddi 520 metverð í frágengnum fasteignaviðskiptum á svæðinu eða um 60 þús. kr pr. fermetra. Sparisjóðurinn lánaði 50 milljónir til kaupanna. Það
lán er nú í eigu Landsbankans með veði í húsnæðinu auk persónulegrar ábyrgðar undirritaðs upp á 20 milljónir. n Að lokum, til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá afskrifaði Landsbankinn erlent lán til undirritaðs vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum sem veitt var um áramótin 2007/2008 að upphæð um 800 þús ISK. Lánið var veitt af Lansbankanum en fellt niður eins og öll önnur sambærileg lán vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum. Eins og sést á þessari upptalningu þá er ljóst að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ höfðu mismikla aðkomu að rekstri Sparisjóðsins. Einn bæjarfulltrúi sat í stjórn hans fyrir hrun og einn eftir hrun. Í stjórn sjóðsins sátu fimm einstaklingar á hverjum tíma. Þeir einstaklingar sem með mér sátu í meirihlutanum í Reykjanesbæ eru allt öldungisfólk. Ég skulda því ekkert og það skuldar mér ekki neitt. Það má eflaust álasa okkur fyrir margt en fall Sparisjóðsins verður ekki skrifað á okkur, eða Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega. Lánveitingar til bæjarfulltrúa geta ekki með nokkru móti talist óeðlilegar miðað við umsvif hvers og eins í atvinnulífinu í bænum. Fullyrðingar um lánveitingar til bæjarfulltrúa eru meira og minna upplognar eða ósannar með öllu. Í þeim tilfellum þar sem lán voru veitt voru eðlilegar tryggingar að baki þeim miðað við það sem tíðkaðist í viðskiptum á þeim tíma. Fall Sparisjóðsins er okkur Suðurnesjamönnum þungbært áfall og því miður mun það bitna á þjóðinni allri. Fall Sjóðsins er löngu ljós staðreynd og við breytum henni ekki sama hvað við æmtum og skræmtum. Það sem skiptir máli er að við stöndum saman í því að vinna okkur út úr því ástandi sem hér ríkir, horfum fram á veginn og leitum lausna. Það veit sá sem allt veit að hér eru tækifærin til að byggja upp og við eigum nægar auðlindir til að vinna upp það sem við töpuðum. Hættum að reyna að finna drauga í hverju horni og hættum að hlusta á neikvæða nöldurseggi sem ekkert vilja upp byggja en allt niður rífa. Umfram allt skora ég á fólk að trúa ekki gagnrýnislaust allri vitleysu sem það heyrir, eða les. Í bankahruninu töpuðu margir peningum. Sumir tapa eflaust ærunni, en enginn lífinu. Höfum í huga það sem skiptir máli – eins og Landrover menn segja: „One life – live it!“ Garðar Ketill Vilhjálmsson.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 5. júlí 2012 • 27. tölublað • 33. árgangur
FIMMTUDAGSVALS
Í HÁDEGINU ALLA DAGA
Valur Ketilsson skrifar
Kóngurinn er klár
É
g get ekki sagt að ég hafi tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Fylgdist lítið með umræðuþáttum og hitti einungis einn frambjóðanda fyrir kjördag. Fékk að vita að sá hefði alist upp í Grænásnum og ætti góðar minningar frá Suðurnesjum. Samtalið var stutt og laggott og það eina sem ég tengdi sjálfan mig við hann var föðurnafnið. Þekkti hann frá gamalli tíð. Áhugi minn á framboðinu kviknaði samt ekki eftir þessa heimsókn enda hlyti leiðin að vera brött fyrir þá sem ætluðu upp á tindinn í þessari atrennu. Þar sæti spaðakóngur sem ætti alla vega fjóra ása upp í erminni. Gulan, rauðan, grænan og bláan.
SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR
KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI.
É
g var samt ákveðinn að kjósa hann ekki. Líkar miklu betur við drottningar. Hjartadrottningar. Held að þeirra tími sé kominn. Við hinir pungarnir erum búnir að spila öllum ásunum út og eigum bara lágspil eftir. Konur eru framtíðarstjórnvald sem við karlarnir þörfnumst. Hefði viljað leyfa þeim að stjórna næstu árin og meta árangurinn í framhaldinu. Við yrðum að minnsta kosti ágætis meðspilarar á meðan þær rifu landið upp á rassgatinu. Verð því að segja að eftir niðurstöður helgarinnar, þá vildi ég helst sjá forsetafrúna leysa kallinn af í orlofi. Við gæfum honum síðan vetrarorlof í kaupbæti. Yndisleg kona sem auðvelt er að heillast af. Svo innilega sniðug. Þekki svoleiðis konur.
H
ún ætti náttúrulega að verða drottningin okkar. Kóngurinn er klár og kann að spila. Verðum við ekki bara að stofna nýtt konungsdæmi og smella á þau gæruskinni og lopakórónu? Engin pólitík, bara veislur og hyllingar á Bessastöðum! Köllum hann Ólaf Íslandskonung! Þurfum ekki neina rómverska stafi aftan við nafnið. Byrjum þannig strax að spara. Góðlátlegt vink á tyllidögum. Hestvagnar og heiðursverðir. Heimreiðin bein og breið.
V
ikan leið sem beljandi fljót niður flúðir og fossa. Í huga mínum komst ekkert annað að en að fara að veiða. Heil helgi í viðjum Svartárdals í Húnaveri er árleg veisla fyrir huga og hjarta. Næring í sinni víðustu mynd. Þangað myndu bæði „Ollaffur“ og „kóngurinn“ mæta. Sannkallaðir gleðigjafar auk annarra prinsa. Var svo hugfanginn af tilefninu að ég gleymdi að kjósa. Utankjörstaða. Sýslumaðurinn var bara aldrei í leið á leiðinni heim. Náði ekki einu sinni auðu eða ógildu atkvæði. Hefur aldrei komið fyrir mig áður. Skammast mín fyrir það og ætla ekki að segja neinum frá því.
B
Þakka fyrir hreinsun fjörunnar við Garðskagavita
æjarráð Sveitarfélagsins Garðs þakkaði á síðasta fundi sínum Tómasi Knútssyni og Bláa hernum fyrir frábært framtak við að hreinsa fjöruna hjá Garðskagavita. „Tómas hefur sýnt það á undanförnum árum að nauðsynlegt er að hreinsa fjöruna reglulega og er lagt til að leitað verði samstarfs við Bláa herinn um umhirðu fjörunnar“, segir í fundargerð bæjarráðs.
OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA
Nýtt tjaldstæði opnað í Vogum
S
veitarfélagið Vogar hefur tekið í notkun nýtt tjaldstæði í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar. Tjaldstæðið verður á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur sveitarfélagsins. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatnssalerni og uppþvottaaðstöðu, sem verður til afnota fyrir gesti tjaldstæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu
eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti tjaldstæðisins, einkum þá sem eru á húsbílum, húsvögnum og fellihýsum. Ekkert gjald verður innheimt fyrir afnot af tjaldstæðinu fyrst um sinn. Sveitarfélagið Vogar býður ferðamenn velkomna á tjaldstæðið og vonar að þeir njóti dvalarinnar.
-7kr.
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS
IR GILD IG EINN LÍS O HJÁ
af lítranum föstudag, laugardag og sunnudag
OG fjórfaldir
Vildarpunktar Icelandair með ÓB-lyklinum hjá ÓB og Olís Dagana 6., 7. og 8. júlí er 7 króna afsláttur af eldsneytislítranum til ÓB- og Olís-lykilhafa – og fjórfaldir Vildarpunktar Icelandair þar ofan á. Afslátturinn er bæði á ÓB- og Olís-stöðvum og gildir einnig fyrir Staðgreiðslukort Olís.
PIPAR\TBWA - SÍA - 121991
Sæktu um lykil núna á ob.is eða á næstu Olís-stöð.
Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/Vildarkerfi.