• fimmtudagurinn 7. júlí 2016 • 27. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Þegar búið að fjárfesta í lest fyrir 200 milljónir l Áætlaður kostnaður við lest frá Keflavíkurflugvelli 100 milljarðar Eignarhaldsfélagið Fluglestin þróunarfélag var formlega stofnað í byrjun júní um hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Frá þessu er greint í Fréttatímanum. Áætlað er að kostnaður við verkefnið verði um 100 milljarðar. Þegar er búið að fjárfesta í því fyrir 200 milljónir. Danska verkfræðifyrirtækið Per Aarsleff er stærsti hluthafinn með 23 prósent hlutafjár. Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar á 20 prósenta hlut, Reykjavíkurborg 2,7 prósent og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 1,5 prósent. Áætlað er að lestarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins hefjist innan átta ára.
Þessar hnátur brostu til ljósmyndara Víkurfrétta í skrúðgarðinum í Keflavík í vikunni. Þar nutu þær veðurblíðunnar í hreystitækjum sem þar er að finna. Áfram verður hægt að njóta sumarblíðu næstu daga ef eitthvað er að marka veðurspár. Mynd: pket
Heildarvelta fasteignaviðskipta 770 milljónir á viku
Gaman að vera þátttakandi í þessu ævintýri - segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu. Nýtt knattspyrnu ævintýri að hefjast í Austurríki hjá „Sameiningartákni“ Reykjanesbæjar.
björgunarafrek Það var hjartnæm stund þegar félagar úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hittu bandaríska siglingakappann Chris Duff í mötuneyti Stakkavíkur á mánudag og þakkaði þeim fyrir að bjarga lífi sínu. Chris er þaulreyndur siglingakappi og lagði af stað á litlum árabát með seglum miðvikudaginn 29. júní. Ferðinni var heitið frá Grindavík til austurstrandar Grænlands og áætlaði Chris að ferðin myndi taka um tíu daga. - Nánar er fjallað um björgunina og rætt við Chris Duff í miðopnu Víkurfrétta í dag.
Með „sveita“ blik í auga á Ljósanótt Það verða stórstjörnur íslenskrar kántrýtónlistar sem stíga á svið í Andrews þegar Blik í auga verður flutt í sjötta sinn á Ljósanótt. Söngvarnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fara fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Þar er valin maður í hverju rúmi og ljóst að vel verður tekið á því þegar helstu smellir kántrýsins verða fluttir gamlir og nýir í bland við góðar sögur og skemmtilegheit. ,,Við hlökkum svakalega til og erum handvissir um að bjóða upp á skothelda skemmtun með pínulítið öðru sniði
FÍTON / SÍA
n „Ég er enn að ná áttum, eftir frábærar mótttökur hér heima, á Keflavíkurflugvelli, á Reykjanesbrautinni og á Arnarhóli. Þetta var alveg stórkostlegt og gaman að hafa verið þátttakandi í þessu ævintýri,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu en hann kom með íslenska landsliðshópnum til Íslands í vikunni. Víkurfréttir hittu Arnór og ræddu við hann um EM, ný skref í fótboltanum og fleira. Viðtalið er á bls. 14-15 en kappinn er einnig í sjónvarpsþætti vikunnar hjá VF. Þátturinn er frumsýndur á ÍNN kl. 21.30 í kvöld, fimmtudag og á Kapalrás Reykjanesbæjar en einnig á vf.is í háskerpu.
ÞAKKLÁTUR EFTIR EINSTAKT
n Á Suðurnesjum var 19 kaupsamningum þinglýst vikuna 17. til 23. júní. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli, níu um eignir í sérbýli og fimm samningar um annars konar eignir. Heildarvelta fasteignaviðskipta á Suðurnesjum þessa viku var 770 milljónir og meðalupphæð á samning 40,6 milljónir. Það er óvenju mikið því meðaltal síðastliðinna vikna á Suðurnesjum var 31,1 milljón. Til samanburðar var meðalupphæð á samning á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku 40,8 milljónir.
einföld reiknivél á ebox.is
en við höfum verið að gera,“ segir Kristján Jóhannsson, sögumaður og einn aðstandenda sýningarinnar. ,,Við félagarnir‚ ég, Arnór og Bubbi erum búnir að liggja sveittir yfir lagalistanum og grisja út 25 lög. Þetta voru ekki nema um 1000 lög sem þurfti að hlusta á til að finna hinn eina sanna tón,“ segir hann. Kristján segir gaman að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. „Við erum vissir um að þessi tegund tónlistar höfðar vel til gesta okkar sem sumir hafa komið ár eftir ár. Ég vona að við bregðumst ekki aðdáendum Blikins þetta árið,“ segir Kristján að lokum.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.