• fimmtudagurinn 14. júlí 2016 • 28. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ÞRÝSTA Á TVÖFÖLDUN
l „Það eru um 200 manns sem slasast alvarlega eða láta lífið í umferðinni hér á landi á hverju ári. Einhvern tíma hefði það verið kallað almannavarnaástand.“ l „Við unum ekki við hálfklárað verk“. l Yfir 16.000 í þrýstihóp á Facebook Skipaður hefur verið framkvæmdahópur til að þrýsta á stjórnvöld að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Keflavíkurflugvelli að höfuðborgarsvæðinu. Hópinn skipa þau Atli Már Gylfason, Páll Orri Pálsson, Teitur Örlygsson, Margrét Sanders, Örvar Kristjánsson, Sólborg Guðbrandsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Leifur A. Ísaksson, Andri Þór Ólafsson, Kristján Jóhannsson, Marta Jónsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson og Guðbergur Reynisson. Í kjölfar banaslyss á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar á fimmtudag í síðustu viku var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ og á stuttum tíma eru meðlimir hópsins orðnir yfir 16.000. Það voru þeir Guðbergur Reynisson og Ísak Ernir Kristinsson sem stofnuðu hópinn. Framkvæmdahópurinn mun vinna úr þeim tillögum sem komið hafa fram varðandi Reykjanesbraut og segir Ísak það ekki hafa verið erfitt að finna gott fólk til setu í honum. „Næstu skref verða að framkvæmdahópurinn hittist og setji fram opinbera kröfu um það hvað hann vill að komi út úr verkefninu. Við sjáum fyrir okkur að hópurinn fari nýjar og áhugaverðar leiðir,“ segir hann. Vilja samtal við stjórnvöld Sambærilegur hópur var stofnaður um síðustu aldamót til að þrýsta á um tvöföldun Reykjanesbrautar. Ísak segir nýskipaða framkvæmdahópinn búa vel að þeirri vinnu sem unnin var þá. „Þá vann fólk þetta frá grunni en nú viljum við að þeirri vinnu sem var hafin þá, verði lokið. Hópurinn sem starfaði í kringum aldamót vann þrekvirki og þetta verður sennilega auðveldara fyrir okkur í dag.“ Ísak segir það hafa komið á óvart hversu margir meðlimir þrýstihópsins á Facebook eru en ánægjulegt hversu margir blandi sér í umræðuna og að krafan sér skýr. „Við unum ekki við hálfklárað verk og viljum ljúka þessari framkvæmd sem hófst um aldamótin og hefur tekið alltof langan tíma.“ Ísak segir hópinn ekki ætla að standa fyrir mótmælum heldur láta reyna á gott samtal við yfirvöld. „Nema auðvitað ef við náum ekki athygli stjórnmálamanna. Þá reynum við nýjar aðferðir. Mér finnst miður að enn sem komið er hafi aðeins einn þingmaður kjördæmisins haft samband við okkur og blandað sér í umræðuna, það er Vilhjálmur Árnason. Þetta snýst um 23.000 manna samfélag og við höfum ekki fengið að
heyra opinberlega viðbrögð frá þingmönnum. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er forsætisráðherra og annar ráðherra ferðamála og aukin umferð um Reykjanesbraut stafar einmitt, meðal annars, af auknum fjölda ferðamanna,“ segir hann. Þá gagnrýnir Ísak seinagang Vegagerðarinnar við framkvæmdir við Reykjanesbraut en til hafði staðið að banna vinstri beygju af Hafnavegi út á Reykjanesbraut. „Fulltrúi Vegagerðarinnar sagði að verkið hefði tafist vegna veðurs og að á næstu vikum verði farið í útboð vegna undirganga undir Reykjanesbraut. Hvað þýðir það eiginlega? Það þarf að gera ráðstafanir strax til að tryggja öryggi við þrjú gatnamót að Reykjanesbraut. Það er ekki aðeins við Hafnaveginn, heldur líka við Þjóðbraut og Aðalgötu.“ Segir þrýsting almennings skipta máli Tvöföldun á Reykjanesbraut er ekki í Samgönguáætlun Alþingis til ársins 2018. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns og formanns Samfylkingar, eru líkur á því áætlunin verði til umræðu þegar Alþingi kemur saman á ný, 15. ágúst. „Ég á von á því að ríkisstjórnin vilji ljúka málinu fyrir kosningar,“ segir hún. Í Facebook hópnum
Frá gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar. Þar varð banaslys í síðustu viku. VF-mynd: Aldís Ósk hefur verið skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. Aðspurð um hvort áskorunin hafi áhrif kveðst Oddný vona það. „Ég mun í það minnsta gera það og á ekki von á öðru en að þingmenn kjördæmisins leggi mikla áherslu á málið.“ Hún segir þrýsting almennings alltaf skipta máli. „Fyrir vikið verður meiri athygli á því sem þingmennirnir eru að gera í málinu.“ Þá segir Oddný vegakerfið hér á landi fjársvelt en að þingmenn geti beitt sér fyrir breytingum þar að lútandi. Hægt að auka öryggi án stórframkvæmda „Í svo stórri framkvæmd sem tvöföldun Reykjanesbrautar er, þá er ekki raunhæft að hún verði að veruleika strax þó henni verði flýtt eins og hægt er. Það er þó vel hægt að auka umferðaröryggi núna strax án svo mikillar framkvæmdar,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann segir að auk gatnamóta við Hafnaveg, sé mikilvægt að breyta einnig gatnamótum Aðalgötu og Þjóðbrautar við Reykjanesbraut. „Nú þegar
eru komin hringtorg við Stekk og Grænás en þar voru mörg umferðarslys á sínum tíma. Þegar ég var í löggunni gerði ég lítið annað en að fara í útköll vegna slysa á þessum tveimur gatnamótum. Nú hafa slysin færst til á hin gatnamótin og það þarf tafarlaust að auka öryggi við þau,“ segir hann. Vilhjálmur nefnir að miklar breytingar hafi átt sér stað á Suðurnesjum á undanförnum misserum sem kalli á framkvæmdir, til að mynda mikil fjölgun ferðamanna, fjölgun íbúa á Ásbrú og í Reykjanesbæ, sem og í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum, þungaflutningar til og frá Helguvík og fjölgun starfsmanna á og við Keflavíkurflugvöll. Vilhjálmur tekur í sama streng og Ísak og segir stjórnmálamenn á Íslandi almennt lítinn áhuga hafa á samgöngumálum og umferðaröryggi. „Ég hef aldrei botnað í þessu áhugaleysi síðan ég kom á þing. Það eru um 200 manns sem slasast alvarlega eða láta lífið í umferðinni hér á landi á hverju ári. Einhvern tíma hefði það verið kallað almannavarnaástand.“ Nánari er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is, þar sem m.a. er að finna ítarlegri viðtöl við viðmælendur í þessari frétt.
Jóga í sólsetrinu á Garðskaga n Hópur fólks hittist á Garðskaga í blíðunni á dögunum og iðkaði jóga við sjávarnið undir miðnætursól. Verkefnið ber heitið Pop up úti jóga og er á vegum jógakennaranna Önnu Margrétar Ólafsdóttur og Tabitha Tarran og hófst í byrjun júlí. Nánar er sagt frá þessari uppákomu og sýndar fleiri myndir í blaðinu í dag.
Lækka kostnað við endurskoðun um 20 milljónir kr.
Fyrstu tvær konurnar á sjúkrabíl FÍTON / SÍA
n Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar ehf. í endurskoðun fyrir Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar á grundvelli niðurstöðu örútboðs. Ríkiskaup framkvæmdi útboðið fyrir Reykjanesbæ sem gerði kröfu um að sá endurskoðandi sem stjórnaði verkinu myndi falla í A- flokk samkvæmt Rammasamningi ríkisins og krafist var reynslu af sambærilegum verkefnum. Grant Thornton var með lægsta tilboðið af þeim fyrirtækjum sem sendu inn tilboð og stóðust kröfulýsingu. Stefnt er að undirskrift samnings að loknum 10 daga biðtíma. Alls buðu sex fyrirtæki í verkið. Á vef Reykjanesbæjar er haft eftir Jóni Inga Benediktssyni, innkaupastjóra Reykjanesbæjar, að fjárhagslegur ávinningur örútboðs á endurskoðun fyrir Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar nemi tæplega 20 milljónum króna.
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Það er óhætt að segja að blað hafi verið brotið í sögu sjúkraflutninga á Suðurnesjum þann 16. júní síðastliðinn þegar þær Ingibjörg Þórðardóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir voru fyrstu konurnar til að fara saman í útkall. „Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en á leiðinni til baka eftir útkallið þegar við fórum að spjalla saman,“ segja þær. Sjá nánar á bls. 6 í blaðinu í dag.