Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
MIÐ VIKUDAGUR INN 4. SE PTE MBE R 2 0 14 • 3 4. T ÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
Ljósanótt í 15 ár L
jósanótt í Reykjanesbæ fagnar 15 ára afmæli í ár og er búist við nokkrum tugum þúsunda gesta til að njóta gríðarlega veglegrar og fjölbreyttrar dagskrár. Þessi skemmtilega mynd Hilmars Braga Bárðarsonar er frá fyrstu flugeldasýningunni árið 2000. Ekki mikill mannfjöldi neðst á og við Hafnargötuna og á bakkanum þar sem núna er svokölluð strandleið. Á þessum stað hafa nokkrir tugir þúsunda manns verið viðstaddir flugeldasýningar undanfarin ár svo gamla máltækið, mjór er mikils vísir, hefur því átt vel við varðandi Ljósanótt sem nú er ein stærsta bæjarhátíð landsins.
Vinirnir slógust um sömu stúlkuna - sjá síðu 51
SANDGERÐISDAGAR - svipmyndir í blaðinu
Keflavík og kanaútvarpið í troðfullu Andrews leikhúsi -þjófstörtuðu Ljósanótt í gærkvöldi. Tvær sýningar á sunnudaginn.
H
FÍTON / SÍA
átíðarsýning Ljósanætur, Kef lav í k og k anaút varpið, var frumsýnd fyrir fullu húsi í gær en þar var farið yfir tónlistarsögu kanaútvarpsins og sagt um leið frá lífinu á vellinum. Heyra mátti lög Stevie Wonder, Aretha Franklin, Eagles, Supertramp og Led Zeppelin sem nutu vel
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
í flutningi söngvara og hljómsveitar undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar. Söngvarar að þessu sinni voru Regína Ósk, Matti Matt, Bjarni Ara og Sverrir Bergmann. Kristján Jóhannsson var sögumaður að venju og rifjaði upp forboðnu ávextina á vellinum, gosið, bjórinn og búsið þar sem
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Keflavíkurflugvöllur var villta vestrið og vopnaðir verðir gætti hliðsins á meðan herstöðvarandstæðingar sungu: Ísland úr Nató - herinn burt. Sýningin verður flutt tvisvar sinnum á sunnudaginn kl. 16:00 og 20:00. Miðaverð er kr. 4.500 og fer miðasala fram á midi.is.
Sjónvarp Víkurfrétta
Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN
2
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Komu að stórskemmdum bíl XXErlendum ferðamönnum, sem brugðið höfðu sér í Bláa lónið á sunnudag brá heldur betur í brún þegar þeir komu að bílaleigubifreið sinni sem þeir höfðu lagt í rúmgott stæði. Stór dæld var komin í framhurð bifreiðarinnar, að líkindum eftir ákeyrslu, en enginn sást sökudólgurinn. Fólkið leitaði til öryggisvarða á staðnum og tilkynntu að auki lögreglunni á Suðurnesjum um atvikið. Málið er í rannsókn.
Ók á girðingu og stakk af XXLögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af allnokkrum ökumönnum um helgina vegna brota á umferðarlögum. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu jafnframt að hann hafði neytt kannabisefna. Annar ók á girðingu og fór af vettvangi. Lögregla hafði fljótlega upp á viðkomandi, sem var vistaður í fangaklefa vegna gruns um ölvun við aksturinn. Sá þriðji ók með útrunnin réttindi. Loks voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 138 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.
Sektaður um 168 þúsund XXBifreið, sem ungur ökumaður ók nýverið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, mældist á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Að auki var bifreiðin með stóra kerru í eftirdragi. Sektin við broti af þessu tagi nemur 168 þúsund krónum, þar sem bannað er að aka með kerru hraðar en á 80 km. á klukkustund. Þá verður ökumaðurinn sviptur ökuréttindum í tvo mánuði.
■■Ljósanótt, bjartasta fjölskyldu- og menningarhátíð landsins:
Bæjarhátíð með sérstöðu – segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar „Það hefði kannski enginn trúað því fyrir fimmtán árum að við værum enn að sækja í okkur veðrið fimmtán árum síðar. Á þessum árum hefur ýmislegt slípast. Við höfum haldið góðum viðburðum áfram og jafnvel stækkað þá og sleppt úr því sem minna merkilegt var. Sú skemmtilega áhersla sem við lögðum strax á í byrjun, var að gera Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, að öðruvísi bæjarhátíð. Það gerum við með mikilli menningaráherslu í tónlist og myndlist,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir. Ljósanótt í Reykjanesbæ, bjartasta fjölskyldu- og menningarhátíð landsins, verður nú haldin í 15. sinn. Hátíðin er sett í dag og stendur fram á sunnudagskvöld. Áherslan á listir og menningu Aðalsmerki Ljósanætur hefur ávallt verið áherslan á listir og menningu. Mikill metnaður er lagður í tónlistardagskrá, enda vel við hæfi í Bítlabænum, og fjölbreyttar myndlistarsýningar teygja sig í gegnum allan miðbæinn með ríkulegri þátttöku bæjarbúa. Í ár standa um 120 manns fyrir myndlistarsýningum á 30 mismunandi stöðum og um 170 taka þátt í tónlistarviðburðum á 25 ólíkum stöðum. Að auki er boðið upp á allt það sem prýðir góða bæjarhátíð, sölutjöld, leiktæki, íþróttaviðburði og alls kyns uppákomur um allan bæ fyrir alla fjölskylduna. Það má segja að Ljósanæturhátíðin hafi hafist óformlega í gærkvöldi þegar húsfyllir var á hátíðartónleikum Ljósanætur, Með blik í auga - Keflavík og kanaútvarpið. Hátíðartónleikarnir eru nú haldnir í fjórða skiptið undir merkjum Með blik í auga. Hátíðartónleikarnir verða svo endurteknir á sunnudag á tveimur sýningum.
2000 blöðrum sleppt Setningarhátíð Ljósanætur er í dag þegar um 2000 grunn- og leikskólabörn koma saman og sleppa til himins marglitum blöðrum og fagna með þeim hætti fjölbreytileikanum í samfélaginu. Í kvöld breytist svo bærinn í stóra opnunarhátíð þegar myndlistarsýningarnar opna hver á fætur annarri með tilheyrandi mannamótum. Á föstudegi er hátíðargestum boðið í ekta íslenska kjötsúpu og Bryggjuball er haldið á smábátahöfninni. Þar koma fram Bjartmar og Bergrisarnir, Klassart og Stebbi og Eyfi. Dagskrá laugardags er þéttskipuð og hefst með Árgangagöngu þar sem árgangarnir sameinast í risastórri skrúðgöngu sem endar á hátíðarsvæðinu þar sem við tekur stanslaus dagskrá fram á kvöld. Hápunkti ná hátíðarhöldin með stórtónleikum á útisviði með úrvali tónlistarfólks og björtustu flugeldasýningu landsins. Fram koma hljómsveitirnar Pollapönk, Valdimar, Hjaltalín, AmabAdamA og Björgvin Halldórsson. Hátíðinni lýkur á sunnudegi, sem gjarnan er nýttur til að skoða allar þær sýningar og viðburði sem ekki hefur tekist að komast yfir þrjá fyrri dagana. Stefnumótastaur við Hafnargötu Meðal nýjunga á þessari Ljósanótt eru tónleikar í glænýju og glæsilegu Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Þá verður kveikt á Stefnumótastaurnum, sem er ljósastaurinn sem unga stúlkan hallaði sér upp að í lagi Magnúsar Kjartanssonar, Skólaball. Loks verður Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar opnað, en það er einstakt á landsvísu, og er ætlað að skapa umgjörð fyrir fjölskyldur í bænum til að sækja sér jákvæða þekkingu og fræðslu af ýmsu tagi. „Það er óskaplega stór hópur sem kemur að Ljósanótt hverju sinni
og margt af þessu fólki höfum við verið að vinna með árum saman, eins og björgunarsveitinni, slökkviliðinu, lögreglunni, allskyns menningarhópum, íþróttafélögunum, tómstundahópum og svo framvegis. Ég vil þó sérstaklega minnast á tvo forkólfa sem gerðu sitt til að gera Ljósanótt að því sem hún er. Þá er annars vegar Steinþór Jónsson, sem er upphafsmaður að hátíðinni og svo ekki síður Ásmundur Friðriksson sem kom inn með miklum krafti á sínum tíma. Við sem stöndum að þessu í dag erum ekki bara að halda í horfinu, við erum alltaf að reyna að gera betur en við höfum góðan grunn að byggja á,“ segir Valgerður. Þrjár nýjar sýningar opna í Duushúsum á Ljósanótt. Fyrst má nefna sýningu Kristínar Rúnarsdóttur í Listasafninu. Hún er ung stúlka úr Reykjanesbæ og er að sýna sína fyrstu einkasýningu. Í bíósalnum er spennandi ljósmyndasýning í tilefni þess að Jón Tómasson hefði orðið 100 ára á þessu ári. Fjölskylda og vinir Jóns tóku sig saman og standa að sýningunni þar sem birtar eru samtíðarmyndir úr umfangsmiklu safni Jóns, sem m.a. var ritstjóri Faxa um árabil. Þá er ný sýning frá Handverki og hönnun sem kallast Net. Þar hafa ungir hönnuðir búið til ýmsa muni sem tengjast sjónum og sjósókn. Í stofunni hjá mömmu Einn af viðburðum Ljósanætur sem vert er að vekja athygli á eru tónleikar sem Júlíus Guðmundsson heldur heima í stofunni hjá mömmu sinni á Skólaveginum á hæðinni fyrir ofan hljóðver Geimsteins Dagskrá Ljósanætur má skoða í heild sinni á glænýjum vef, ljosanott.is, sem hannaður var af vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos & Kaos sem einmitt á aðsetur í Reykjanesbæ.
Trampólín á ferð og flugi XXÓhætt er að segja að trampólín hafi verið á ferð og flugi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í óveðrinu sem gekk yfir á sunnudag. Þannig var lögreglu tilkynnt um trampólín á miðri götu í Njarðvík. Loka varð götunni að hluta meðan björgunarsveitarmenn náðu yfirhöndinni í baráttunni við trampólínið og gátu bundið það við ljósastaur. Þá fuku tvö trampólín á hús og var ekkert vitað hvaðan annað þeirra kom. Grunur leikur á að það hafi fokið utan í bifreið, sem á vegi þess varð og skemmt hana. Fjórða trampólínið fauk á grindverk á sólpalli, þar sem það stöðvaðist. Hið fimmta fauk í hlutum og voru eigendurnir að taka saman grindurnar af því þegar lögreglu bar að garði. Ekki er vitað hvort ferðalag grindanna ollu einhverju tjóni á bifreiðum. Nú, þegar búast má við fyrstu haustlægðunum brýnir lögregla fyrir fólki að festa niður lausamuni og ganga tryggilega frá fyrir veturinn.
Fengu hliðið í framrúðuna XXErlendir ferðamenn á bílaleigubíl óku á hlið sem lokar námunum við Stapafell í síðustu viku. Framrúðan í bifreiðinni brotnaði, auk fleiri skemmda sem á henni urðu við atvikið. Hliðið skemmdist töluvert.
Dottaði og ók niður skilti XXBetur fór en á horfðist þegar ökumaður bifreiðar í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum dottaði undir stýri með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði þversum á akbrautinni. Áður hafði hún farið yfir umferðareyju, lent á móti umferð, farið yfir aðra umferðareyju og þar yfir umferðarskilti.
Byggja nýtt fiskvinnsluhús í Sandgerði
B
æjarráð Sandgerðis hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi af hafnarsvæði Sandgerðishafnar, svokallaðan Vesturbakka. Tillagan var unnin af VSÓ og gerir ráð fyrir að sameina lóðir að Strandgötu 16 og Sjávarbraut 2937 í eina 7.050 m2 lóð og afmarka nýjan 2.000 m2 byggingarreit á
lóðinni. Framkvæmdir eru hafnar á þeirri lóð við byggingu á nýju fiskvinnsluhúsi. Einnig er gert ráð fyrir að sameina lóðir og byggingarreiti við Sjávarbraut 1-7 í eina lóð og einn byggingarreit. Jafnframt er gert ráð fyrir að einfalda götunúmer við Sjávarbraut.
Gleðilega Ljósanótt Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Við óskum Suðurnesjamönnum og öðrum gestum Ljósanætur gleðilegrar hátíðar. Föstudagur kl. 15:00 – 16:00
Laugardagur kl. 11:00 – 18:00
Bjóðum gesti velkomna í útibú okkar við Krossmóa 4. Hljómsveitin Klassart mun sjá um að skapa létta og skemmtilega stemmingu, veitingar í boði.
Hoppukastali Sprota verður á hátíðarsvæðinu, Sproti kíkir í heimsókn og heilsar upp á káta krakka kl. 15.00 og 16.00.
J Ó N S S O N & L E ’ M A C KS • J L . I S • S Í A
Við hlökkum til að sjá ykkur. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá Ljósanætur á vefnum www.ljosanott.is.
Landsbankinn Landsbankinn
landsbankinn.is landsbankinn.is 410 4000
410 4000
Kræsingar & kostakjör
KERTI
&
lam bla KÍló ver
5
LUKTIR 20% afsLáTTUR af gaRnI
Kal tilv KÍló ver
1
hum án KÍló ver
3
CoC 1,5 l sty ver
12 Tilboðin gilda 4.-7. ágúst 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
R
Nettó lambahryggur kryddaður KÍlóVerÐ verð áður 1.998,-
-20%
lambagullas ferskt KÍlóVerÐ verð áður 2.673,-
-30%
1.598,-
lambasúpuKjöt blandað KÍlóVerÐ verð áður 1.098,-
593,-
KalKúNastrimlar tilvaldir í salatið KÍlóVerÐ verð áður 1.998,-
-46%
-20%
KjúKliNgur heill KÍlóVerÐ verð áður 1.049,-
-45%
humar 2 kg askja paKKaVerÐ verð áður 8.989,-
1.598,-
humar án skeljar 1 kg KÍlóVerÐ verð áður 5.968,-
1.871,-
3.282,-
797,-
-24%
KjúKliNgabriNgur frosið 900 g paKKaVerÐ verð áður 1.698,-
KjúKliNgaluNdir frosið 700 g paKKaVerÐ verð áður 1.698,-
-36%
-47%
humar 1 kg skelbrot KÍlóVerÐ verð áður 3.989,-
baguette steinbakað 340 g styKKjaVerÐ verð áður 398,-
-50%
4.764,-
1.494,-
-45%
2.194,-
-50% CoCa Cola 1,5 l styKKjaVerÐ verð áður 229,-
129,-
jarÐarber 250 g askja paKKaVerÐ verð áður 589,-
295,Verið velkomin á Ljósanótt í Nettó Kynningar | Frábær tilboð | Blöðrur og buff fyrir börnin | Við gefum fjölnota poka
1.087,-
199,-45% emmess rjómaÍs súkkulaði/vanillu paKKaVerÐ verð áður 639,-
345,-
6
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
LJOSANOTT.IS
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Endar slökkvistöðin á Keflavíkurflugvelli?
Alla dagskrá Ljósanætur er að finna á ljosanott.is. Dagskráin er í sífelldri mótun eftir því sem viðburðir bætast við.
BÖRNIN Á LJÓSANÓTT
Fimmtudagur • Sundlaugarpartý fyrir 5.-7. bekk í Sundmiðstöðinni Sunnubraut kl. 18-20. Föstudagur • Ljósanæturball fyrir 8.-10. bekk í Fjörheimum, 88 húsinu, kl. 20-23. Laugardagur Ókeypis dagskrá fyrir yngstu kynslóðina á laugardag • Hoppukastalaland við Hlöllabáta.
Stofna Suðurnesjadeild innan Blindrafélagsins S
tof nu ð v a r d e i l d i n n a n Blindrafélagsins 19. ágúst sl. en þá voru liðin 75 ár frá stofnun Blindrafélagsins. Nafn deildarinnar er Suðurnesjadeild Blindrafélagsins og starfar deildin innan Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskerta á Íslandi. Tilgangur með starfi deildarinnar er að efla þátttöku blindra og sjónskertra einstaklinga í samfélaginu á Suðurnesjum, m.a. með því að
koma á samstarfi deildarinnar við sveitarstjórnir, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki á Suðurnesjum. Aðild að deildinni geta átt félagsmenn í Blindrafélaginu sem eiga lögheimili á Suðurnesjum. Í stjórn félagsins voru kosnir: María Hauksdóttir formaður, Sigfús B Ingvason, Gunnar Már Másson, Þormar Helgi Ingimarsson og Kristín Sverrisdóttir.
• Gunni og Felix á útisviðinu allan daginn. Sjálfir með atriði kl. 14.45. Tónlist, dans, Ávaxtakarfan. • Hestateyming í nágrenni Duushúsa kl. 14-16 • Skessan í hellinum býður upp á rjúkandi lummur kl. 14-17. • Opið hús í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1, kl. 15-17. Andlitsmálning, sænskar kjötbollur og kl. 16.00 mætir hinn frábæri Brúðubíll • Landnámsdýragarðurinn opinn kl. 11-17. Síðasta helgin í ár.
OPNUN FJÖLSKYLDUSETURS REYKJANESBÆJAR Sá merki áfangi verður föstudag kl. 16.00 að Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar verður formlega tekið í notkun. Á laugardag kl. 15-17 verður opið hús þar sem fólki gefst kostur á að skoða húsakynnin og kynna sér fyrirhugaða starfsemi hússins. Dagskrá verður fyrir börnin, andlitsmálun, sænskar kjötbollur og Brúðubíllinn.
Magnús
& Jóhann
spila og spjalla yfir þriggja rétta kvöldverði laugardaginn 13. september nk. kl. 19:30 á Tveimur vitum, Garðskaga. Óli Torfa, trúpador, klárar síðan kvöldið. Verð kr. 9.500.Upplýsingar og borðapantanir í síma 422 7214.
Verið hjartanlega velkomin.
BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI Barnavernd Reykjanesbæjar minnir á að útivistartími barna og unglinga breyttist 1. september og nú mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22.00. Útisvistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er að börn og unglingar fái nægan svefn.
Atvinna Vantar gröfumann í vinnu. Framtíðarstarf í boði. Upplýsingar veitir Guðni í síma 892 8043.
XXStjórn Brunavarna Suðurnesja [BS] samþykkti á síðasta fundi sínum að fara í úttekt á húsnæðismálum Brunavarna Suðurnesja. Í vor gerði þáverandi stjórn kauptilboð upp á röskar 40 milljónir í fasteign að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. Seljandi samþykkti tilboðið en hins vegar hafa aðildarsveitarfélög Brunavarna Suðurnesja ekki öll samþykkt kaupin. Garður og Vogar hafa samþykkt en málið er enn að veltast um stjórnsýsluna í Reykjanesbæ. Ný stjórn er kominn yfir Brunavarnir Suðurnesja eftir bæjarstjórnarkosningar í vor og nú fer Kristján Jóhannsson fulltrúi Reykjanesbæjar með formennsku í stjórninni. Á síðasta fundi stjórnar BS var farið yfir húsnæðismál slökkviliðsins og velt upp ýmsum möguleikum. Þeir möguleikar sem eru í stöðunni er að byggja nýtt hús, ráðast í viðbyggingu við núverandi aðstöðu að Hringbraut 125, ganga frá kaupum á Njarðarbraut 11 eða flytja slökkvistöðina á Keflavíkurflugvöll. Brunavarnir Suðurnesja geta fengið aðstöðu í slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli en Isavia fyrirhugar að byggja nýja þjónustumiðstöð þar sem flugvallarslökkviliðið mun fá aðstöðu. Sú aðstaða verður þó ekki klár fyrr en árið 2017. Stjórn BS hefur samþykkt að ráðast í faglega úttekt á húsnæðismálum og hefur því óskað eftir því við bæjarráð aðildarsveitarfélaga að fá fjárveitingu til að kosta úttektina sem síðan verður lögð fyrir bæjarráðin.
Lent með veikan farþega XXFlugvél frá Delta Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku vegna veikinda farþega um borð. Vélin var að koma frá Portland í Oregon í Bandaríkjunum á leið til Amsterdam í Hollandi þegar farþeginn kenndi sér meins. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru meðal farþega og hlúðu þeir að manninum þar til að vélin lenti. Hann var fluttur í sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Nóg að gera hjá björgunarsveitum XXBjörgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu í nógu að snúast vegna óveðursins sem gekk yfir landið á sunnudagsmorgun. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var ræst um klukkan 04 aðfaranótt sunnudag og Björgunarsveitin Suðurnes um klukkan 08. Í báðum tilvikum var um hefðbundinn óveðursútköll að ræða, fjúkandi trampólín og lausir þakkantar, en engin stór atvik.
LJÓSANÓTT 2014
Opið:
4. sept. 5. sept 6. sept
kl. 09 til 18 kl. 09 til 18 kl. 11 til 18
KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. Módel: Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Umgjörð: Lindberg Spirit
afsláttur af öllum
vörum Fríar sjónmælingar
SÍMI 421 3811 –
8
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
pósturu pop@vf.is
Páll Ketilsson skrifar
Upplýstur klettaveggur upphafið að stórri bæjarhátíð
Fimmtánda Ljósanótt í Reykjanesbæ er gengin í garð. Fyrsta hátíðin var haldin á aldamótaárinu 2000 og var svona eins og sýnishorn af hátíð í samanburði við Ljósanæturhátíðir undanfarinna ára. Í viðtali við Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, segir hún megináhersluna á Ljósanótt jafnan vera á tónlist og myndlist. Það er vel við hæfi í bítlabænum og áhugi á myndlist hefur svo sannarlega aukist mikið með tilkomu hátíðarinnar. Eins og alltaf er mikill metnaður lagður í dagskrána og lögð áhersla á að sem flestir taki þátt á einn eða annan hátt. Það kemur svo skemmtilega fram í blöðrusleppingum hundruða skólabarna við Myllubakkaskóla á setningu Ljósanætur. Það er frábært að fylgjast með því þegar krakkarnir sleppa blöðrunum. Á Ljósanótt sameinast svo margt; fyrirtæki, verslanir, listafólk og íþróttahópar nýta tækifærið og bjóða vörur til sölu og margir kaupa og njóta. Sem er bara gott. Upphafið að Ljósanótt var hugmynd Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra, að lýsa upp Keflavíkurbergið. „Þessi svarti klettaveggur sem lýstur var upp um aldamótin skilaði mikilli útgeislun til samfélagsins sem við búum nú við í dag,“ segir Steinþór í viðtali við VF en hann segist ákaflega þakklátur bæjarbúum sem tóku hugmyndinni svona vel og tóku þátt í sjálfboðastarfi fyrstu árin. Án efa er þetta viðamesta helgi á Suðurnesjum á árinu. Nokkrir tugir þúsunda manna mæta í Reykjanesbæ, njóta dagskrárinnar og samveru með ættingjum og vinum. Samvera er að margra mati stærsti viðburðurinn og auk heimamanna, sem alla tíð hafa sótt hátíðina gríðarlega vel, hafa gestir verið duglegir að mæta. Njótum samverunnar á fimmtándu Ljósanóttinni. Gleðilega Ljósanótt!
DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS
-Árni Þór Guðjónsson er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík
Á
rni Þór Guðjónsson er 12 ára „frisbí-kappi“ úr Keflavík. Hann hefur mikinn áhuga á frisbee og kvikmyndum. Hann hefur verið iðinn við að gera stuttmyndir og frisbee myndbönd, þar sem hann og vinir hans gera svokölluð „trickshot" af löngu færi. „Ég uppgötvaði frisbee á Youtube, horfði á myndbönd þar sem verið var að gera flókin og virkilega flott skot en þau kallast „trickshot“," segir Árni. Hann segir að Brodie Smith og síða sem kallast „Frisbeesshots 27“ séu fyrirmyndir hans í frisbee heiminum. Sá fyrrnefndi er með rúmlega 700 þúsund fylgjendur á Youtube. Árni og félagar eru stundum lengi að ná skotunum, en ekki alltaf. „Það er mismundandi hvað við erum lengi að hitta skotunum, stundum erum við mjög lengi en það kemur fyrir að við náum því
í fyrsta skoti." Árni er með tvær frisbee Instagram síður sem hann notar með vinum sínum Bergþóri og Kristjáni, „Frisbeeshots15“ og „A.K.trick_shots“. Frisbeeshots15 er „sponsorað“ af Discstore.com. Árni og Bergþór vinur hans höfðu samband við Discstore, en þú þarft að hafa 500 fylgjendur á Instagram og að hafa keypt einu sinni frisbeedisk af Discstore. „Þeir sögðu að þeir dýrkuðu skotin okkar, við fengum nokkra diska frá þeim, það var gaman“, sagði Árni. „Frisbee er orðið mjög vinsælt á meðal krakka á mínum aldri í dag. Ég er nokkuð viss um það að við bjuggum til fyrstu frisbee síðuna á einhverjum samskiptamiðli á Íslandi. Um daginn hélt ég afmæli og fór í frisbee með vinum mínum. Ég leigði íþróttasalinn í Akurskóla og við vorum með myndavélarnar og diskana og við náðum flottum skotum, það var skemmtilegt.“
Hægt er að skoða myndböndin á Instagram síðum þeirra „Frisbeeshots15“ og „A.K.trick_shots“ en einnig á Youtube.com með því að skrifa Random Films Trick Shots. Árni er einnig mikill áhugamaður um kvikmyndagerð, en hann hefur verið að gera stuttmyndir og sett þær á Facebook síðu mömmu sinnar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Árni hefur horft á kvikmyndir frá því hann var lítill og hann segist horfa á að jafnaði fimm bíómyndir á viku. Hann horfir þó öðruvísi á myndir eftir að áhuginn kviknaði á kvikmyndagerð. „Ég pæli meira í myndunum og ég sé mjög oft villur í þeim. Stundum eyðilegg ég bíómyndirnar fyrir vinum mínum“, sagði Árni. Uppáhalds bíómyndirnar hans eru Kick Ass og Guardians Of The Galaxy en Neil Patrick Harris er einn af uppáhalds leikurum hans.
HR A FNI ST A HA FNA R FI R ÐI HR A FNI ST AÍ REYKJANESBÆ HA FNA R FI R ÐI HRAFNISTA
Viltu ganga til liðs við góðan hóp Hjúkrunarfræðingar, viljið þið ganga til Viltu ganga til liðs góðan hóp hjúkrunarfræðinga ogvið starfsfólks liðs við góðan hóp hjúkrunarfræðinga hjúkrunarfræðinga og starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði? og starfsfólks Hrafnistu í Reykjanesbæ? Í boði eru: Hrafnistu í Hafnarfirði? Vaktir og vinnuhlutfall er samkomulagsatriði.
15% * afsmlápatkktniungrum Af öllu
Ultimate Frisbee vinsælt á meðal vinanna
ptember
* Gildir í se
Næturvaktir, 50% staða Í boði eru: Hjúkrunarnemar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Hjúkrunarvist, 80% staða Næturvaktir, 50% staða Þá vantar hjúkrunarfræðinga í kvöld- og helgarvinnu. Hjúkrunarvist, 80% staða boðnir velkomnir. Hjúkrunarnemar eru sérstaklega Upplýsingar veitir Þá vantar hjúkrunarfræðinga í kvöld- og helgarvinnu. Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hjúkrunarnemar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Upplýsingar veitir 664-9550 Árdís Huldasími Eiríksdóttir forstöðumaður Upplýsingar veitir hronn@hrafnista.is sími 693 9502 Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður ardishulda@hrafnista.is sími 693 9502 ardishulda@hrafnista.is vf.is
SÍMI 421 0000
HRAFNISTA Reykjavík I Hafnarfjörður Kópavogur I Reykjanes
HRAFNISTA Reykjavík I Hafnarfjörður Kópavogur I Reykjanes
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 3 - 2 3 9 6
Gleðilega Ljósanótt / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /
Við óskum íbúum Suðurnesja og öðrum gestum góðrar skemmtunar á Ljósanótt. Starfsfólk Isavia
10
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Saga Birtu, Tryggva og fjölskyldu hefur haft mikil áhrif:
Óvenjumargir nýir blóðgjafar í Reykjanesbæ „Reykjanesbær er einn af okkar bestu stöðum og mjög mikilvægur fyrir okkur. Við reynum að koma með mánaðar millibili með blóðbankabílinn þangað. Á þriðjudag komu t.d. óvenjumargir nýir blóðgjafar í Blóðbankabílinn. Við teljum það vera vegna umfjöllunar um ungu fjölskylduna, segir Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, í samtali við Víkurfréttir. Saga Tryggva, Birtu og nýfædds sonar þeirra, sem Tryggvi birti í síðustu viku á Facebook og birt var í síðasta tölublaði Víkurfrétta, hefur vakið mikla athygli og viðbrögð, enda eru skilaboð þeirra
til samfélagsins afar sterk: Gefum blóð! Hringja í allt að 100 manns á dag Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafir á dag og Jórunn segir að það náist, það þurfi þó stundum að hafa mikið fyrir því og það komi dagar þegar sms og tölvupóstar duga ekki og geti þurft að hringja í allt að 100 manns á dag. „Við þurfum t.d. að eiga ákveðnar birgðir af O mínus blóði. Sá blóðgjafahópur er ekki stór en afar mikilvægur.“ Jórunn telur að almennt vilji fólk gera gott og vilji gjarnan gefa blóð og láta gott af sér leiða. Jórunn segir að stærsta ástæða þess að fólk kemur ekki og lætur ekki athuga hvort það getur gefið blóð sé að fólk gefi sér ekki tíma til þess eða geti ekki gefið sér tíma.
„Svo getur einhvers konar fælni eða hræðsla við nálar spilað inn í. Fólk á kannski erfitt með að koma í sterílt umhverfi og sjá fólk í hvítum fatnaði, en þetta er í raun afskaplega lítið mál og enginn ætti að láta það stoppa sig.“ Vissulega eru líka margir sem geta ekki gefið blóð t.d. vegna sjúkdóma eða lyfja en það er um að gera að athuga málið. Oft er það einungis tímabundið sem fólk getur ekki gefið s.s. eftir aðgerðir, fæðingu barns eða húðflúr. „Það má t.d. gefa blóð hálfu ári eftir að hafa fengið sér húðflúr,“ segir Jórunn. Gott andlega og líkamlega að gefa blóð Langflestir þeirra sem koma í Blóðbankann geta þó orðið blóðgjafar. Einnig þykir mörgum gott að fá niðurstöður úr mælingunni sem
framkvæmd er. „Sumum finnst mikilvægt að fá spjaldið sitt eftir blóðgjöfina með nýjustu upplýsingum um blóðþrýsting, púls og fleira. Svo tala margir blóðgjafar um að líða svo vel á eftir. Finnst gott að gefa af sér og tala jafnvel um að endurnýjast og sofa betur,“ segir Jórunn. Blóðbankabíllinn er mikilvægur til að fá nýja blóðgjafa og Jórunn segir að bara það að sjá bílinn auðveldi mörgum fyrstu komuna. „Við erum stundum beðin um að koma með bílinn til stórra vinnu-
Ljósmyndaleikur Víkurfrétta og Reykjanesbæjar - Veglegir vinningar #ljosanott2014
Reykjanesbær og Víkurfréttir standa aftur fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik í tengslum við Ljósanótt þar sem snjallsíminn getur fært fólki glæsilega vinninga. Nú leitum við til bæjarbúa og gesta til þess að fanga andrúmsloftið á einni glæsilegustu bæjarhátíð landins með ljósmyndum. Það eina sem þú þarf að gera er að merkja myndina þína frá hátíðarhöldunum #ljosanott2014 á ljósmyndafor-
ritinu Instagram. Myndin þarf á sem bestan hátt að fanga stemninguna á Ljósanótt og að sjálfsögðu skemmir ekki að myndin sé falleg og frumleg. Vinningshafar verða birtir í Víkurfréttum þann 11. september. Myndir verða einnig birtar á vefsíðu Víkurfrétta vf.is á meðan Ljósanótt stendur yfir.
Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilld Byrjum miðvikudaginn 10. september
Leikur, söngur glens og gleði Byrjendur-framhald-unglingar Kennt verður á miðvikudögum, klukkutíma í senn í 8 vikur
Takmarkaður fjöldi í hvern hóp Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006 - Guðný Kristjánsdóttir
Skráning á www.gargandisnilld.is
staða og þá er sniðugt að ná upp stemningu meðal starfsfólks. Við viljum gjarnan að blóðgjafar bóki tíma, þ.e.a.s þeir sem ætla að koma í Blóðbankann sjálfan við Snorrabraut. Það er bæði gott fyrir blóðgjafann sjálfan, þá þarf hann ekki að bíða, og einnig er það gott fyrir okkur til að skipuleggja starfsemina. Flest lönd í kringum okkur hafa tekið upp að vera eingöngu með bókaða tíma, en við erum að þreifa fyrir okkur í því,“ segir Jórunn að lokum. 1. verðlaun - IdeaTab A7600 spjaldtölva frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þús. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki. Einnig sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 2.verðlaun - Árskort í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Sunnubraut að verðmæti 22. þús. Einnig þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 3. verðlaun - 15 þúsund kr. inneign í Netto Krossmóa. Einnig eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú.
box MASTER Sunny Boxmaster / Franskar / 3 Hot Wings / Sinnepssósa / Gos / Prins Xtra
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
141938
Nýtt á KFC
9 1.69 kr. svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
12
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Halla Har á Ljósanótt
-mannlíf
pósturu pket@vf.is Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjóra og Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari tóku á móti nýjum bæjarstjóra og afhentu honum blóm í tilefni dagsins. VF-myndir/pket.
Halla Har glerog myndlistarkona verður með sýningu á Hótel Keili, Hafnargötu 37 á Ljósanótt Sýningin er opin: Fimmtudag 17:00 - 20:00 Föstudag 17:00 - 22:00 Laugardag 14:00 - 22:00 Sunnudag 14:00 - 17:00
Verið velkomin
Hjörtur fór með Kjartan Má í kynningarrúnt K
Sími: 533 4455 netfang: www.netver.is Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
20% LJÓSANÆTURAFSLÁTTUR FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Tískusýning
laugardaginn kl. 16:00.
Opnunartími:
jartan Már Kjartansson, nýráðinn bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mætti til starfa sl. mánudag 1. sept. Hann er þriðji bæjarstjóri í sögu Reykjanesbæjar en bæjarfélagið er tuttugu ára á þessu ári. Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjóra, tók á móti Kjartani og afhenti honum blómvönd í tilefni dagsins. Hún starfaði með síðustu tveimur bæjarstjórum, þeim Ellerti Eiríkssyni og Árna Sigfússyni. Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari til tæpra þriggja áratuga og settur bæjarstjóri frá síðasta starfsdegi Árna, fór með Kjartani um bæjarskrifstofurnar og kynnti hann fyrir starfsfólki. Kjartan þekkir marga starfsmenn bæjarins en hann var m.a. kennari og skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur í tæpa tvo áratugi og þá var hann einnig bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi í þrjú kjörtímabil. Hann þekkir því nokkuð vel til margra þátta bæjarfélagsins. „Þetta er spennandi verkefni og ég mun nota fyrstu dagana til að koma mér inn í hin ýmsu málefni. Stærsta verkefnið í fyrstu vikunni er auðvitað Ljósanótt og það verður gaman að fá að taka þátt í því. Þá mun ég sitja minn fyrsta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta starf og vonast eftir góðu samstarfi við starfsmenn og bæjarbúa,“ sagði Kjartan Már.
Miðvikudag til laugardags er opið til kl. 22:00. Sunnudagur 13:00-17:00
+ www.vf.is
83% LESTUR
Kjartan þurfti að stilla bæjarstjórastólinn.
Kjartan á tali við starfsmenn í þjónustumiðstöð og bókasafni.
Hjörtur þekkir alla starfsmenn bæjarins eftir tæp 30 ár í starfi. Hann leiddi Kjartan um gangana.
VIÐ ÓSKUM GESTUM LJÓSANÆTUR GÓÐRAR SKEMMTUNAR
14
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ljósanótt
í 15 ár
Upphafið að einhverju stóru F
yrsta Ljósanæturhátíðin heppnaðist mjög vel en var ekki fjölmenn miðað við seinni hátíðir en mjór er mikils vísir. Þetta má sjá á myndinni frá flugeldasýningunni, þar er ekki þéttur mannfjöldi niðri við sjó. Eitthvað var um skemmtiatriði og nokkuð um listsýningar en menning og listir áttu sannarlega eftir að aukast mikið á komandi árum.
Vanilluís Jarðaberjaís Gamaldagsís
20 0 0
Eitt -mannlíf fyri hvað r al fj sky öl- la ldu na
STI R STÆ AR Á ÍSB ÐUR SU SJUM NE
4 tegundir af krapa-ís
ÁRIÐ
Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina okkar að Iðavöllum 14
Súkkulaðiís
FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU!
Vanillu-jarðberja tvistur
KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM
Bananaís Banana og vanillutvistur 40 tegundir af kurli Nammi SHAKE
20%
TUR NÆ A S R TU LJÓ LÁT AFS RAPI AF K
■■Sandgerðisdagar 2014: Ljósmynd Eyþór Sæmundsson
pósturu vf@vf.is
■■Margeirsdætur opna sportbar í Reykjavík:
Sameinuðu ólíkan bakgrunn „Við sáum viðskiptatækifæri í því að opna stóran sportbar miðsvæðis í Reykjavík með margs konar afþreyingu þar sem allir 20 ára og eldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ragnheiður Margeirsdóttir, en hún og tvær systur hennar, Kristín og Margrét, hafa opnað sportbarinn RÍÓ við Hverfisgötu. Þær systur eiga rætur að rekja til Keflavíkur og faðir þeirra, Margeir Margeirsson, hefur verið veitingamaður um áratuga skeið. „Við höfðum oft talað um að gera eitthvað saman og slógum til. Við fengum húsnæðið afhent um ára mótin og síðan þá hefur verið nóg að gera því við höfum gert allt sjálfar og sameinað ólíkan bak grunn okkar,“ segir Ragnheiður. Marg rét hefu r verið í barrekstri
í mörg ár, Kristín er viðskipta fræðingur og Ragnheiður er hönn uður. Á staðnum er margvísleg afþreying í boði, m.a. eru nokkur pool borð, píluspjöld og hægt er að grípa í spil og tefla. „Baka til er kareoke salur sem einnig er til útleigu, en hann er tilvalinn fyrir sérsamkvæmi, vinahópa og hópefli fyrirtækja. Svo erum við með beinar útsendingar frá öllum helstu íþróttaviðburðum, innlendum sem erlendum, á breið tjöldum og flatskjám. Þá er fjöl breytt úrval framandi drykkja og dansgólf fyrir þá sem vilja bregða undir sig betri fætinum. Suður nesjamenn eru að sjálfsögðu sér staklega velkomnir að líta við hjá okkur,“ segir Ragnheiður og hlakkar til að taka á móti þeim.
PIPAR\TBWA · SÍA · 142567
Ljósa-
Góða nótt! Starfsfólk Kadeco óskar íbúum Reykjanesbæjar og gestum, ánægjulegrar Ljósanætur. Góða skemmtun!
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
16
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ljósanótt
í 15 ár
Minnismerki flutt Á
kveðið var að flytja minnismerki sjómanna frá bakgarðinum við Holtaskóla, en þar hafði það staðið frá árinu 1978. Þetta fallega listaverk Ásmundar Sveinssonar fékk nýjan stað við Norðfjörðsgötu, þar sem það hefur verið síðan. Þetta ár sáu um 20.000 manns glæsilega flugeldasýningu sem var hápunktur Ljósanætur. Viðar Oddgeirsson tók saman gömul myndbrot frá sögu bæjarins og sýndi í fyrsta sinn.
ÁRIÐ
2001
ÁRIÐ
2002
Íslendingur lýstur upp á Ljósanótt V
íkingaskipið Íslendingur sigldi inn Stakksfjörðinn með tilkomumiklum hætti á þriðju hátíðinni, árið 2002. Það var ljósum prýtt í tilefni Ljósanætur. Hér sést fleyið koma inn að Keflavíkurbergi sem er upplýst. Á hinni myndinni má sjá mikinn mannfjölda neðarlega á Hafnargötunni en þá var hátíðarsviðið á götunni. Veðurblíða var eins og svo oft á Ljósanótt.
Nous recherchons des volontaires
We are looking for volunteers
La Croix-Rouge d’Islande recherche des volontaires qui
The Red Cross is looking for French speaking volunteers
parlent français et qui habitent á Reykjanesbær pour
to support asylum seekers. The volunteers visit the asylum
soutenir les demandeurs d’asile. Les volontaires rendent
seekers once a week with the aim of supporting them
visite aux demandeurs d’asile une fois par semaine
while their case is being processed in Iceland. Volunteers
dans le but de les soutenir pendant que leurs cas sont
are a part of a volunteer group in home visits to asylum
examinés en Islande. Les volontaires font partie d’un
seekers where we communicate in English and Icelandic.
groupe qui communique en anglais et en islandais. Il est
You therefore need to be able to speak and read one of
donc necessaire que vous parliez et liriez l’une des deux
the two languages.
langues. Si vous êtes intéressé, contactez Hildur á hildur@
If you are interested send us your contact info to
redcross.is.
hildur@redcross.is
Nous espérions vous entendre bientôt.
We hope to hear from you soon.
Reykjanesbær 2014 Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 4.– 7. september.
Dagskrá á útisviði Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. Klassart • Bjartmar og Bergrisarnir • Stebbi og Eyfi • Gunni og Felix Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Bryn Ballett Akademían • Danskompaní Ávaxtakarfan • Taekwondo • Pollapönk • Hljómsveitin Valdimar • Hjaltalín Björgvin Halldórsson • AmabAdamA Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi árgangaganga Tónlistarveisla • Kjötsúpa • Sagnakvöld • Með blik í auga • Bryggjuball Bíla- og bifhjólasýning • Rokksafn Íslands • Leiktæki • Hoppukastalar Brúðubíllinn • Skessulummur og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum. Sjá dagskrá á ljosanott.is Bjartasta flugeldasýning landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.
Láttu sjá þig!
ljosanott.is
18
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Nýr björgunarbíll í Reykjanesbæ – Björgunarsveitin Suðurnes endurnýjar Stapa 3
Þ
að var stór stund hjá Björgunarsveitinni Suðurnes í vikunni en þá fékk sveitin afhentan ríkulega búinn Mercedes-Benz Vito áhafnarbíl. Björgunarsveitin Suðurnes leitaði til K. Steinarssonar, sem er umboðsaðili Öskju á Suðurnesjum, með kaup á bílnum. Nýja björgunarsveitarbifreiðin er bæði sjálfskipt og fjórhjóladrifin. Hún er útbúin til forgangsaksturs og hlaðin aukabúnaði. Mercedes-Benz Vito mun leysa af hólmi VW Transporter sem sveitin hefur notað mikið síðustu ár. Bifreiðin mun vera sú fyrsta sinnar tegundar sem útbúin er fyrir björgunarsveit. Bifreiðin er átta manna
og með þægilegum sætum þannig að vel fer um mannskapinn í lengri eða styttri ferðum. Bifreiðin hentar vel í verkefnum í byggð sem og á léttari slóðum. Bíllinn verður notaður til að flytja leitarflokka og leitarhund björgunarsveitarinnar. Í bílnum er allur nauðsynlegur fjarskiptabúnaður og staðsetningartæki, auk þess sem í bílnum er öflug spjaldtölva með kortakerfi. Á bílnum er einnig öflugur ljósabúnaður með forgangs- og vinnuljósum. Þá er kerfi í bílnum sem m.a. býður upp á 220V rafmagn. Það var Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem afhenti Björgunarsveitinni Suðurnes
nýja bílinn í gær en það kom í hlut Brynjars Ásmundssonar, gjaldkera sveitarinnar, að veita bílnum viðtöku. Bifreiðin verður þegar tekin í þjónustu sveitarinnar en þó á enn eftir að auka við búnað í bílnum. M.a. verða útbúnar í hann sérstakar festingar þannig að mögulegt sé að nota bílinn í sjúkraflutninga. Nýi bíllinn hefur kallmerkið „Stapi 3“ hjá Björgunarsveitinni Suðurnes en fyrir á sveitin Stapa 5 sem er er Ford Econoline á 35" dekkjum og árgerð 2009, Stapa 10, Ford 550 með krókheysi og stórslysagám, árg 2006, og Stapa 2, sem er breyttur Ford Econoline á 44" dekkjum, 15 manna, árgerð 1998. Þá á sveitin gamlan Volvo vörubíl, árgerð 1985.
Frá afhendingu á Stapa 3. Á myndinni eru Agnar Hlynur Daníelsson sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju, Bjarni Rúnar Rafnsson varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju, Kjartan Steinarsson framkvæmdastjóri K. Steinarssonar og Brynjar Ásmundsson gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Suðurnes. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ferskir vindar fá hálfa milljón frá Landsbankanum – Landsbankinn veitir tíu milljónir króna í samfélagsstyrki 26 verkefni fengu samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í fyrir helgi. Tvö verkefni hlutu hvort um sig eina milljón króna, átta verkefni 500 þúsund krónur hvert, og loks fengu sextán verkefni 250 þúsund króna styrk. Um 400 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkir verða veittir tvisvar á þessu ári. Meðal verkefna sem hlutu hálfa
LJÓSANÆTURTILBOÐ Á HEIMAVÖRN Ljósanæturtilboð á heimavörn Securitas gildir út september Glæsilegur öryggispakki* fyrir heimilið að verðmæti 20.000 kr. fylgir hverri nýrri heimavörn á Reykjanesi Nánari upplýsingar veita öryggisráðgjafar Securitas Reykjanesi á Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ, sími 580-7200 * Staðlaður öryggispakki er: slökkvitæki, öryggispúði, reykskynjari, eldvarnarteppi og öryggisljós
milljón króna í styrk var listahátíðin Ferskir vindar í Garði. Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.
Nýr ilmolíulampi. Verðum á Icelandair hótel Keflavík alla Ljósanæturhelgina. verið velkomin! Ný ilmolía!
Fullt af nýjum ilmum...
ZOLO ilmolíulampar www.zolo.is - sími 615-3333
20
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu vf@vf.is
■■Umboðsmaður skuldara í Reykjanesbæ flyst til Reykjavíkur:
„Það er líf eftir skuldir“ “Vegna niðurskurðar var embættinu gert að minnka umsvif og fækka starfsmönnum og embættum. Þörfin er þó sannarlega enn til staðar,“ segir Ásdís Leifsdóttir, ráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjanesbæ. Embættið var opnað í desember 2010 og verður eftir mánaðamótin flutt til Reykjavíkur. Ásdís vonast til þess að geta haldið áfram að sinna Suðunesjabúum á skrifstofu sinni þar. Erfitt að kveðja Ásdís segir afar erfitt að kveðja það góða samstarfsfólk sem hefur fylgt henni um árin. Samstarfsfólkið efndi til kökuveislu og kaffisamsætis í húsnæði embættisins við Vatnsnesveg í morgun til að kveðja hana. „Þetta er einstakur hópur og ég er alveg á því að ef hann er þverskurðurinn af íbúum Suðurnesja, þá er svæðið í góðum málum,“ segir Ásdís og horfir blíðlega yfir hópinn.
Er eins og Árni Johnsen Sjálf hefur Ásdís tekið á móti þúsundum sem hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum frá því að
embættið var opnað og hún segir ætíð hafa lagt áherslu á að skjólstæðingar hennar haldi reisn sinni. „Fólk kemur til mín beygt og bugað og takmark mitt er að það fari snarreist út aftur. Það er líf eftir skuldir.“ Hlýtt viðmót, jákvæðni og hógværð er einkenni sem samferðafólk Ásdísar nefnir og þá er hún einnig liðtæk með
gítarinn, eins og skraut á einni kökunni gefur til kynna. Ásdís gerir lítið úr því: „Ég er eins og Árni Johnsen, kemst ágætlega áfram með þrjú grip,“ segir hún og hlær. Sex þúsund umsóknir Frá opnun útibús Umboðsmanns skuldara í Reykjanesbæ hafa verið rúmlega sexþúsund heimsóknir til útibúsins og rúmlega þúsund umsóknir vegna greiðsluerfiðleika hafa borist frá Suðurnesjum, en það eru tæplega 14% allra umsókna sem embættinu barst á tímabilinu. Auk þess að leggja niður útbú Umboðsmanns skuldara í Reykjanesbæ hefur tólf fastráðnum starfsmönnum í Reykjavík verið sagt upp störfum vegna hagræðingar. Hefur sú uppsögn verið tilkynnt til Vinnumálastofnun sem hópuppsögn.
20%
Ljósanæturafsláttur miðvikudag til laugardags
AÐALFUNDUR Suðurnesjadeildar G.Í Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. september 2014 kl.20:00 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, 260 Njarðvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosið í stjórn. Kaffi og meðlæti.
Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00
Allir velkomnir. Stjórn Suðurnesjadeildar Gigtarfélags Íslands.
ljósanæTur TilboÐ 10-50% afsláttur af allri gjafavöru
valdir sóFar allT aÐ:
30% aFsláttur
PlumP sTólar
20% aFsláttur
öll ljós
20% dreamworld rúm
aFsláttur
30% aFsláttur
TjarnargöTu 2 • 230 reykjanesbæ • s: 421-3377 • www.busTod.is •
búsToÐ eHF
OPnun yfir Ljósanótt: Fimmtudag - föstudag 10-22, laugardag 11-18, sunnudag 13-16
22
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Íbúum Sandgerðis fjölgar á milli ára:
132 nýir Sandgerðingar - þar af 20 nýburar – Langflestir með íslenskan uppruna.
Sýningin Born to be Wild á Ljósanótt L
istamennirnir Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna á Ljósanótt 4.-7. sept. Sýningin, sem verður haldin á Icelandair hóteli Hafnargötu 57 Reykjanesbæ verður opnuð á fimmtudaginn kl 19:00. Verkin eru öll unnin með akrýl og saman stendur sýningin bæði af alvarleika og húmor. Viðfangsefni sýningarinnar eru villt dýr í útrýmingarhættu ásamt keisararmörgæsinni og ætti hún í raun að vera á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu sem blaðið Independent hefur greint frá. Ísinn við Suðurskautslandið bráðnar það hratt að hætta er á að keisaramörgæsum fækki um helming fyrir lok þessarar aldar. Með verkum sýnum vill Trausti vekja athygli á ástandi villtra dýra í útrýmingarhættu og um leið vonar hann að fólk verði meðvitaðra um mikilvægi þess að passa upp á náttúruna og snúi við þeirri neikvæðu þróun sem á sé stað í heiminum í dag. „Umhverfið er þitt hverfi.”
verstu veðrum sem þekkjast á jörðinni, án þess að nærast. Hitastigið yfir köldustu mánuðina getur farið niður fyrir -60°C á Suðurheimskautinu. Á meðan fer kvenfuglinn í u.þ.b. 2ja mánaða langan og erfiðan veiðitúr í leit að mat. Þegar hún kemur til baka er unginn kominn í heiminn ef hann lifir af biðina eftir mömmu.
Skaðist umhverfið skaðast þú. Bæði fíllinn og nashyrningurinn eru í svo mikilli útrýmingarhættu vegna veiðiþjófnaðar að þeir geta verið útdauðir í kringum 2020-2025. Einnig má nefna að tígrisdýr eru í gífulegri hættu, aðeins 3000 vilt dýr eftir í heiminum í dag. Keisarmörgæsir eru stórkostleg dýr segir Fjóla, þær eru klárlega hetjur náttúrunnar. Keisaramörgæsirnar lifa eingöngu á Suðurskautslandinu og líklega mestu baráttudýr á jörðinni, einnig held ég að þær séu miklir húmoristar og fluggáfaðar (þótt þær geti ekki flogið) Keisarmörgæsin er fyrirmyndin mín og ég er alltaf að líkjast þeim meira og meira með aldrinum, bæði í vaxtar- og göngulagi, segir Fjóla.
Þetta eru allt ótrúlegar skepnur og oft og tíðum mun vandaðri persónuleikar en við mennirnir. Fjóla og Trausti stefna á að heimsækja vini sína á Suðurskautinu og í Afríku í náinni framtíð. „Við ætlum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessum einstöku vinum okkar. Hluti af seldum verkum mun síðan renna til hjálpar og fræðslu um dýr í útrýmingarhættu.
Einnig er ég mjög hrifin af þeirri skýru verkaskiptingu sem ríkir á milli karl- og kvennfuglsins. Kvenfuglinn verpir einu eggi og skilur það eftir hjá karlfuglinum sem heldur á því hita yfir veturinn, í
Sýningin verður opin fimmtudag kl 19:00 - 23:00, föstudag kl 13:00 23:00, laugardag kl. 13:00 - 23:00 og sunnudag kl: 13:00 - 17:00.
tillaga að starfsleyfi FYRIR FISKELDISSTÖÐ ICEAQ VIÐ GRINDAVÍK Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð IceAq ehf., á reit i-5 á aðalskipulagi vestan Grindavíkur, Reykjanesi til eldis á allt að 3.000 tonnum samanlagt af bleikju og borra til manneldis, sem og seiðaeldi sömu tegunda. Leyfið gildir til fiskeldis en nær ekki til slátrunar. Um nýja eldisstöð er að ræða og áætlað er að stöðin byggist upp í nokkrum áföngum á 5 ára tímabili. Mun stöðin nýta jarðhitavökva, affall frá orkuverinu í Svartsengi sem leiddur verður til sjávar um iðnaðarsvæðið. Seiðaframleiðsla mun fara fram í fiskeldisstöðinni í Fellsmúla eða þau keypt af öðrum seiðaframleiðendum. Verður fiskurinn fluttur lifandi til vinnslu inn í Grindavíkurbæ. Niðurstaða Skipulagsstofnunar, frá 13. ágúst 2013, var sú að eldi á allt að 3.000 tonnum á bleiku og borra í fiskeldisstöð IceAq, vestan Grindavíkur, sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Starfsleyfistillagan er auglýst á tímabilinu 3. september 2014 til 31. október 2014. Gögn varðandi tillöguna liggja á umhverfisstofnun.is og á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 31. október 2014.
„Hér hafa 112 manns eignast lögheimili í fyrsta sinn frá síðustu Sandgerðisdögum og 20 börn til viðbótar fæðst. Fleiri fluttu til bæjarins en frá því á þessu tímabili. Það er mjög jákvætt,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Starfsmenn og íbúar Sandgerðis hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði við að undirbúa árlega Sandgerðisdaga sem lauk svo um síðustu helgi.
Boðin velkomin á persónulegan hátt
Nokkur ár eru síðan Sandgerðisbær hóf að senda bréf til nýrra íbúa og bjóða þeim til móttöku þar sem fólk er boðið á persónulegan hátt velkomið í bæjarfélagið. Boðsbréf fór til þeirra sem eignast hafa lögheimili hér í fyrsta sinn og fjölskyldna barna sem fæðst hafa frá síðustu Sandgerðisdögum. „Þetta er nokkuð stór hópur eða 132 manns og af þeim eru 20 börn sem fæddust á þessu
tímabili. Flestir sem hingað fluttust eru Íslendingar og Pólverjar,“ segir Sigrún.
Fjölmenningarlegt samfélag
Í Sandgerði búa rétt rúmlega 1600 manns frá 14 þjóðlöndum. Eins og nærri má geta eru flestir af íslenskum uppruna eða 84% og um 12% eru af pólskum uppruna, 4% íbúanna koma frá Þýskalandi (6), Danmörku (18), Noregi (1), Írlandi (2), Litháen (4), Lettlandi (1), Slóvakíu (1), Portúgal (8), Bandaríkjunum (3), Tælandi (13), Filippseyjum (4) og Nígeríu (1). „Íbúasamsetningin sýnir okkur að hér er fjölmenningarlegt samfélag, þ.e. hér býr fólk af ólíkum uppruna, með ólíka siði, hefðir, menningu og tungumál. Það er mikilvægt að við mætum hvert öðru á jafnréttisgrundvelli og berum virðingu fyrir því sem greinir okkur hvert frá öðru. Við viljum auðvitað að allir fái að njóta sín í samfélaginu og í skólanum er leitast við að veita nemendum innsýn í fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn nemenda,“ segir Sigrún.
Viltu vinna í ferðaþjónustu?
Við leitum að þjónustufulltrúa til starfa hjá okkur á Keflavíkurflugvelli
Helstu verkefni eru upplýsingagjöf til ferðamanna, sala ferða, innritun farþega ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Góð enskukunnátta og þekking á Íslandi er nauðsynleg ásamt mikilli þjónustulund og sveigjanleika. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Um er að ræða vaktavinnu. Sendu okkur umsókn á atvinna@grayline.is merkt „Þjónustufulltrúi“ fyrir 7. september 2014. Nánari upplýsingar gefur Guðný Erla Guðnadóttir, þjónustustjóri söluskrifstofu, í síma 660 1302 eða gudnyerla@grayline.is Gray Line Iceland er alhliða ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaskrifstofa í örum vexti. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Við leitum að drífandi einstaklingum sem vilja verða hluti af skemmtilegum hóp í góðu starfsumhverfi.
ATVINNA Vantar konu á saumastofu í Reykjanesbæ.
Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísafjörður - Mývatn Patreksfjörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar
Áhugasamir hafa samband við Láru í verslun í Reykjanesbæ eða á netfangið kef@alnabaer.is
Ljósanótt Opið hús á
Við erum í hátíðarskapi og höfum opið fyrir gesti og gangandi á Ljósanótt, á milli kl. 10:00 og 14:00. Það verður fullur salur af glæsilegum Chevrolet bílum sem gleðja augað. Einnig verður á svæðinu nýir, hörkuflottir jeppar frá SsangYong - Rexton og Korando. Kíktu í kaffi og þú gætir jafnvel toppað daginn með reynsluakstri um svæðið.
Nýtt Nýr Korando og Rexton verða á staðnum
Bílaleigubílarnir eru komnir í sölu Tryggðu þér nýlegan bílaleigubíl frá Sixt sem eru í verksmiðjuábyrgð. Komdu og kíktu á úrvalið og veldu þann sem hentar þínum þöfum best. Fjármögnum það sem upp á vantar
Bílabúð Benna í Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á benni.is
Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14 Verið velkomin í reynsluakstur.
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330
Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000
Nokkur verðdæmi um nýlega bíla í ábyrgð. Árgerðir 2012 og 2013 Spark ...............frá 1.390.000 kr. Aveo.................frá 1.690.000 kr. Cruze ...............frá 1.990.000 kr. Captiva............frá 4.390.000 kr.
Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636
24
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ljósanótt
í 15 ár
ÁRIÐ
2004
Ljósanæturframkvæmdir
Gulldrengirnir verðlaunaðir
F
orráðamenn Reykjanesbæjar hafa jafnan notað Ljósanótt sem tímamarkmið eða tímaramma varðandi hinar og þessar framkvæmdir. Hér má sjá starfsmenn Nesprýði árið 2003 að helluleggja Hafnargötuna niður við Duus-torfuna. Við Víkurfréttamenn höfum yfirleitt verið á þönum við útgáfuna fyrir hátíðina og því sjaldan verið beinir þ áttta ken dur en ár i ð 2 0 0 3 héldum við þó ljósmyndasýningu. Sýndum þá myndir úr safni Víkurfrétta. Hér má sjá Pál Ketilsson, ritstjóra og Hilmar Braga Bárðarson, fréttastjóra, með Einar Júlíusson, pottafyrirsætu, á einni myndinni. Ritstjórinn hafði þetta svolítið fjölskyldutengt þetta árið því Hildur Björk dóttir hans var förðuð í ljósanæturlitunum og var fyrirsæta á forsíðu dagskrárblaðs VF.
Á
rið 2004 voru Gulldrengir Keflavíkur heiðraðir með stjörnuspori fyrir framan K-sport á Hafnargötunni í miðbæ Keflavíkur. Þetta voru náttúrulega knattspyrnuhetjur bítlabæjarins sem unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á árunum 1964 til 1973. Bæjarstjórnarband Reykjanesbæjar tóku líka lagið með bæjarstjórann Árna Sigfússon í fremstu röð. Meðal laga bandsins var „Framsóknarkonur“ sem spilað var undir áhrifum frá Rolling Stones.
ÁRIÐ
2003
ljósanótt
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM frá MIÐVIKUDegi TIL SUNNUDAGS
20% aukaafsláttur af öllum skóm í
Opið Miðvikdag, fimmtd., föstud. og laugard. 11:00 - 22:00 Sunnud. 12:00 - 18:00
opið á
Hafnargata 29 - s. 421 8585
deginum laugar
ernum
g í skóla
Tilboðin gilda til 7. sept.
í Lyfjum & heilsu PIPAR \ TBWA • SÍA • 142794
20 %
L´Oréal
daginn u t m m i f kynning kl. 13 –18 4. sept .
afslát tur af
snyr tivörum
20 % af s
lát tur af
m G a m la u r ö v ð ú h ns ap ó t e k s i
25% a f s lá t t u r
af
v í t amín u
m
Opið: Virka daga kl. 09–19 Helgar kl. 10–14
www.lyfogheilsa.is
Keflavík
V
íðir Garði sigraði Ísbjörninn örugglega 7-2 í fyrsta mótsleik ársins á Íslandi á grasi en leikið var á Garðskagavelli á laugardag. Einar Karl Vilhjálmsson skoraði þrjú mörk í leiknum en þeir Garðar Sigurðsson, Róbert Örn Ólafsson, Ísak Örn Þórðarson og Helgi Þór Jónsson skoruðu eitt mark hver. Þetta var þriðji leikur Víðismanna í riðlinum en áður hafði Víðir unnið Kóngana 8-2 og Létti 6-1.
26
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ljósanótt
í 15 ár
ÁRIÐ
2005
Ellý og Vilhjálmur og Flags of our Fathers
M
inning söngsystkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna úr Höfnum á Reykjanesi var heiðruð á Ljósanótt árið 2005. Stjörnuspor með nöfnum þeirra var afhjúpað fyrir framan skemmtistaðinn Rána á Hafnargötunni. Háværar raddir voru um það að kvikmyndastjarnan
og leikstjórinn Clint Eastwood myndi mæta en svo var nú ekki en kappinn tók upp myndina Flags of our fathers að stórum hluta í Sandvík í Höfnum. Clint sendi þakkir fyrir samstarfið og skjöldur þessu til minningar var afhjúpaður fyrir framan Sambíóin í Keflavík.
-mannlíf
pósturueythor@vf.is
Leikfléttur Kristínar S
ýning Kristínar Rúnarsdóttur „Leikfléttur“ verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 4. september kl. 18:00. Kristín Rúnarsdóttir sem er fædd í Keflavík árið 1984 stundaði nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt síðan til framhaldsnáms í Kunst- og Designhøgskolen i Bergen, Noregi. Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Noregi. Í innsetningu sinni í Listasafni Reykjanesbæjar vinnur Kristín með ýmis efni, svo sem límbönd sem hún notar til að teikna með á gólfið, pappír, málningu, við og lakk. Margt í verkum hennar minnir á íþróttaleikvanga og leiki. „Ég vildi frekar bara vera í körfubolta en á myndlistanámskeiðum,“ segir Kristín sem fór frekar seint af stað í myndlistinni en þó segist hún hafa krassað og krotað talsvert á sínum yngri árum. Hún kláraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tók svo eitt ár í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Eftir það lá leiðin í Listaháskólann þaðan sem hún útskrifaðist árið 2009. Kristín hafði ekki sagt skilið við skólagöngu og skellti sér til Bergen í Noregi þar sem hún tók masterspróf í myndlist.
Kristín er nú búsett í Reykjanesbæ en hún kann vel við sig á heimaslóðum, en hún ólst upp í Njarðvík. Listamaðurinn notast við fremur óhefðbundin efni í list sinni en á veggjum sýningarsalarins í Duushúsum hanga litrík listaverk eftir Kristínu sem gerð eru með einangrunarlímbandi, svona eins og rafvirkjar nota jafnan við vinnu.
Sýningin kallast Leikfléttur eins og áður segir, en það er orð sem Kristín tengir við íþróttir eða jafnvel viðskipti. „Öll þessi kerfi sem eru í kringum okkur, sem birtast okkur sem litaðar línur, hvort sem það er í umferðinni eða í íþróttasalnum,“ segir Kristín um pælingarnar á bakvið sýninguna, en hún hefur lengi burðast með það í maganum að setja upp stærri innsetningu eins og þessa.
FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Nám í skóla - nám á vinnustað
Fisktækniskóli Íslands
býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins.
Umsóknarfrestur til 5.sept
Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Skólaakstur af Reykjanesi
Sossa með Viggó dóttursyni sínum á vinnustofunni í vikunni.
FISKTÆKNI
Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein).
MAREL VINNSLUTÆKNI
Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).
GÆÐASTJÓRN
Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).
NETAGERÐ
Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein).
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is
Sossa með Viggó dóttursyni sínum á vinnustofunni í vikunni.
Myndlist á þrjátíu stöðum Í
ár standa um 120 manns fyrir myndlistarsýningum á 30 mismunandi stöðum en menning og listir skipa jafnan stórar sess á Ljósanótt. Sossa Björnsdóttir er líklega einn þekktasti myndlistarmaður Suðurnesja en hún verður með sýningu á vinnustofu sinni á Mánagötu í Keflavík frá föstudegi. Hún segist hafa verið að mýkjast í listinni en skarpar útlínur á fólki og hlutum hafa oft einkennt myndir hennar í gegnum tíðina. „Nú eru útlínurnar að mýkjast og andlitin líka, allt í stíl við aldurinn,“ segir Sossa sem meira að segja hefur sett sjálfa sig í nokkur hlutverk á myndum sínum.
Svo er meira að segja ein sjálfsmynd. Sossa var fyrr á þessu ári í Seattle þar sem hún kenndi myndlist í borginni eftir að hafa fengið svokallaðan Fullbright styrk en það þykir mikill heiður. Fríða Rögnvaldsdóttir verður með myndir á samsýningu hópsins Art 67 á Flughóteli. Fríða er í öðrum gír í myndum sínum núna en áður og kallar sýninguna sína „Önnur veröld“.Þetta eru olíumyndir þar sem furðuverur eru úti um allan striga, í allt annarri veröld! Þær tvær eru aðeins brot af því framboði listar sem verður á Ljósanótt 2014.
FÖSTUDAG OG LAUGARDAG 11:00 - 14:00 17:00 - 21:00 PIZZAHLAÐBORÐ FERSKUR OG HOLLUR SALATBAR ÁSAMT GÓMSÆTRI KJÚKLINGASÚPU OG GOSGLASI 1490 KR SUNNUDAGUR 11:00 -14:00
HÁLFVIRÐI FYRIR BÖRN UNDIR 10ÁRA
1990 KR HÁFVIRÐI FYRIR BÖRN UNDIR 10ÁRA
421-4777
ATH: TÖKUM EKKI VIÐ BORÐAPÖNTUNUM
LOKUM KLUKKAN 21:00 Á LAUGARDEGI OG OPNUM 12:00 Á SUNNUDEGI
2.995 KLÚBB verð
kr.
Almennt verð 3.995 kr. Vnr. 52237207-8 CADIZ borðlampi, króm með svartan eða hvítan skerm, E14, 42W.
4.995 KLÚBB verð
kr.
Almennt verð 6.995 kr.
4.995
Vnr. 52237736-8 NAXOS FLEX veggljós með dimmer, GU10, hvítt, svart eða stál.
KLÚBB verð kr.
Almennt verð 6.995 kr.
Vnr. 52237510-1 CADIZ loftljós, hvítt eða svart, 35 cm, E27, K9.
9 LED-LJÓS, 4,5 M AF LJÓSUM - HEILDARLENGD 10 M – STUNGIÐ Í JÖRÐ EÐA SKRÚFAÐ Á PALL
9.995 KLÚBB verð
kr.
Almennt verð 14.250 kr.
Vnr. 52246001-2 RANEX VERA loftljós, svart eða hvítt.
Vnr. 54194545 NOXLITE LEDLJÓS, garðljós SPOT MINI, 9 ljós, 4,5 m af ljósum, heildarlengd 10 m - stungið í jörð eða á skrúfað á pall.
3.995 KLÚBB verð
kr.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.
Almennt verð 4.995 kr.
2.495 KLÚBB verð:
kr.
Almennt verð 4.750 kr.
Vnr. 54194546 NOXLITE LED-ljós, viðbótarljós.
Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.
facebook.com/BYKO.is
2.995 KLÚBB verð
kr.
Almennt verð 3.995 kr.
Vnr. 52237299-300 CADIZ veggljós, króm með svartan eða hvítan skerm, E14, 42W.
Jóhann Ólafsson & Co
25%
KYNNING Á OSRAM LJÓSAPERUM OG LJÓSUM, 4. SEPTEMBER FRÁ KL. 13-16.
VERÐLÆKKUN Á LJÓSAPERUM
Ljósanótt VERÐLÆKKUN
Á ÖLLUM PERUM Í TILEFNI LJÓSANÆTUR
Vnr. 51124015 Kastari, LED, 10W, IP65.
Vnr. 54203872 LED kastari, 20W, 1300 lum, 3000k.
Vnr. 54203870 LED kastari, 10W, 530 lum, 3000k.
7.490
kr.
Vnr. 54203843 Kastari, halogen, 150W.
6.995
12.995
2.995
KLÚBB verð
KLÚBB verð
KLÚBB verð
kr.
kr.
kr.
Almennt verð 8.990 kr.
Almennt verð 16.990 kr.
Almennt verð 4.995 kr.
MIKIÐ ÚRVAL AF SERÍUM OG SKRAUTI Í ÝMSUM LITUM
Vnr. 88900764 Útisería, 40 ljós, glærar perur.
1.495
kr.
Vnr. 88949260 Blómasería með 40 ljósum
2.995
kr.
Vnr. 88166914 BEAD sería, 20 LED ljós.
2.995
kr.
Tilboð gilda 28. ágúst – 7. september.
tin okkar, mennog fjölskylduhátíð ú var hald in í 7. sinn þótti takast afar vel. Dagskráin þessa há tíð ar daga var gríð ar lega fjölbreytt og var nú sem fyrr snið in að þörfum allrar ar. Virk þátt taka nú sem fyrr setur blæ á alla hátíðað íbú um þyk ir u stoltir af Reykja-
heim sótti okk ur u þess get ið hve ri að sjá hér mikla og blómlegt menn-
si gæti aldrei orðið eg og fjöl breytt mstilltu átaki allra henni standa. a innilegar þakkara þeirra sem stóðu ngi og framkvæmd 06. Árni Sigfússon Bæjarstjóri.
bær, flott g flott fólk
lir leggjast á eitt r nið ur stað an væmt þv í. Enn og aft ur hafa íbúar Reykjanesbær sýnt hvað í þeim býr og hvað hægt er að gera þegar samstaða og kraftur bæj ar búa er virkj að ur. Eft ir aða undirbúning öldin og að fegra r skart aði hann a alla fjóra daga frábæru veðri. Og elgi dylst eng um bær er flottastur, hvergi betra og að og skemmti legt
n fóru einstaklega mikill glæsibragur höld un um enda enju fjölbreytt og einstök. Að lokegri flugeldasýná kom um henni u íbú ar og gest ir með góð ar minnum okkar og glæsi. t vill Ljósanætura sem og þeim fjölð hátíðinni stóðu. m gesta þökk um og hlökkum til að ári. Steinþór Jónsson, maður Ljósanætur.
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
í Reykjanesbæ: -Ljósanótt ljósanótt
í 15 ár
40.000 manns fylgdust með ævintýralegu sjónarspilifrá Svipmyndir
Ljósanótt L
ÁRIÐ
2006
Guðrún Bjarna Norðan bál ogdóttir afhjúpaði Stjörnusporið strengjabrúða G uðrún Bjarnadóttir, fyrsta alheimsfeg- skartgripaverslun Georgs V. Hannah við Hafnarurð ar drottn ing Ís lands, haf hjúpaði götuna. Sannkallaðir endurfundir voru við HafnStjörnusporið sitt á Ljósanótt í Reykja- ar göt una þeg ar Guð rún heils aði upp á gamla nesbæ. Guðrún naut aðstoðar Sifjar Aradóttur, kunningja en hún er frá Njarðvík og hefur verið 2006við var en-í Frakklandi í áratugi. fegurðarLjósanótt drottningu Íslands, að veðrið lyfta skild-með búsett inum afdæmum stjörnusporinu. Guðrún sagðist ætla að taka virkan þátt í Ljósagott, sultublíða alla helgina Fjölmenni var viðstatt þegar Guðrún afhjúpaði nótt og m.a. fara í 50 ára fermingarafmæli með og var talað um að fram forsvarsmenn stjörnu sporið í blíðskap arviðri an við úra- og Ljósárgangi sínum frá Njarðvík.
Á
anætur hafi náði undraverðum samningum við veðurguðina. Meðal atriða sem vakti sérstaka athygli þetta árið var sýningin Norðan bál vekur upp Ægi, þar sem samspil ljóss og tóna var stórfenglegt. Í atriðinu var notast við risavaxna strengjabrúðu í boði KB-banka. Þetta ár afhjúpaði Guðrún Bjarnadóttir, alheimsfegurðardrottning árið 1963, stjörnuspor með hennar nafni fyrir framan skartgripaverslun Georgs V. Hannah. Hún naut aðstoðar Keflavíkurmærinnar Sifjar Aradóttur, fegurðardrottningar Íslands.
ög regl an í Kef la vík hef ur stað fest að nærri 40.000 manns hafi verið í mið bæ Kefla vík ur þeg ar Ljósanótt í Reykjanesbæ náði há marki á laugardagskvöld. Gest ir ljósanæt ur fylgd ust í kvöld með sjónarspili sem var ævintýralegt í meira lagi. Sýningin Norðan bál vekur upp Ægi, þar sem sam spil ljóss og tóna var stórfengleg. Þar var notast við strengjabrúðu, sem fullyrt var í kvöld að væri stærsta strengja brúða í heimi en sýningin var í boði KB banka. Eftir að Ægir hafði verið vakinn upp tók nafni hans, varðskipið Ægir, til við að þeyta þokulúðra og lýsti upp svæðið með gríðarsterkum leitarljósum. Þá var fallbyssuskotum skotið og upphófst þá glæsileg flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík, sem Björgunarsveitin Suðurnes sá um. Eft ir að flug elda sýn ingu lauk héldu flestir heim á leið og voru kílómetra langar bílaraðir út úr miðbæ Keflavíkur í allar áttir. Greinilegt var að mikið var af aðkomufólki á ferð, því straumur var út úr bæjarfélaginu. Aðrir virtust ælta að vera áfram í miðbænum.
ÁRIÐ
2007
Sparisjóðurinn og Gunnar Eyjólfs VF-myndir: Ellert Grétarsson og Jón Björn Ólafsson
Fleiri myndir frá Ljósanótt má sjá í ljósmyndasafninu á vf.is Einnig myndskeið í Vef-TV á vf.is
Í
16
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
tilefni 100 ára afmælis Sparisjóðsins í Keflavík hlaut þessi merka stofnun, sem nú heyrir sögunni til, Söguspor Reykjanesbæjar árið 2007. Sama ár var Gunnar Eyjólfsson, einn af sonum Keflavíkur, stórleikari og skátahöfðingi, heiðraður með Stjörnuspori. Var það afhjúpað á æskuslóðum Gunnars á horni VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hafnargötu og Klapparstígs í Keflavík.
Ljósmynd: Ellert Grétarsson
SAMNINGFlottar UR VIÐ ALíMÆTT IÐ? og afþreyinguna skólann
Ó
hætt er að segja að veðrið hafi leikið við íbúa Reykja nes bæj ar og gesti þeirra á Ljósa nótt 2006. Alla helgina var veðrið hið ákjósanlegasta og var veðurblíðan auðsjáanlega ekkert á undanhaldi í dag. Fjöldi fólks
var á rölt inu um mið bæ inn, staldraði við á þeim fjölmörgu mynd list ar sýn ing um sem í boði voru og gæddi sér á ís ef svo bar undir. Enda líka ekta ís-veður. Sagt hef ur ver ið að for svarsmenn Ljósanætur hafi gert samn-
ing við al mætt ið hvað veðr ið varð ar, enda get ur það al veg pass að mið að við veðrið sem tók við strax á mánudeginum eftir ljósanótt, þegar skýfall varð strax um morguninn þegar börn voru á leið til skóla. Það sem enn betur rennir stoðum
undir þessa kenningu eru norðurljósin sem skyndilega birtust á himni, rétt áður en flugeldasýningin hófst, rétt eins og almætt ið væri þáttak andi í því magnaða sjónarspili sem gestir urðu vitni að.
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
RÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Dell
Inspiron 11 (3147)
Heiti: Dell Inspiron 11 (3147) Skjár: 11.6” IPS HD LED Truelife snertiskjár (1366x768) Örgjörvi: Intel Pentium N3530 (2.16GHz, 2MB, Quad Core) Vinnsluminni: 4GB minni Harður diskur: 500 GB diskur Skjástýring: Intel HD Graphics 2000 skjástýring Rafhlaða: 3 Cell 43W/HR Lithium-Ion rafhlaða Þyngd: 1.41kg Stýrikerfi: Windows 8.1 Ábyrgð: 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Vörunúmer: INSPIRON3147#01
kr. Dell
Dell
(3542) Celeron
(3542) i3
(3542) i5
15.6” HD WLED True-Life Intel Corei3-4030U (1.9GHz, 3MB, Dual Core) 4GB minni 500 GB diskur Intel HD Graphics4400 4 Cell 40W/HR Lithium-Ion rafhlaða 2.16kg Windows 8.1 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu INSPIRON3542#03
15.6” HD WLED True-Life Intel Core i5-4210U (upp í 2.7GHz, 3MB, Dual Core) 4GB minni 500 GB diskur 2GB NVIDIA GeForce 820M DDR3L 4 Cell 40W/HR Lithium-Ion rafhlaða 2.16kg Windows 8.1 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu INSPIRON3542#03-BL
109.990
Dell
Inspiron 15 Inspiron 15 Inspiron 15 Skjár: 15.6” HD WLED True-Life Örgjörvi: Intel Celeron 2957U (1.4GHz, 2MB, Dual Core) Vinnsluminni: 4GB minni Harður diskur: 500 GB diskur Skjákort: Intel HD Graphics4000 Rafhlaða: 4 Cell 40W/HR Lithium-Ion rafhlaða Þyngd: 2.16kg Stýrikerfi: Windows 8.1 Ábyrgð: 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Vörunúmer: INSPIRON3542#01
kr.
79.990
444 9900
kr.
99.990
Akranesi Dalbraut 1
kr.
Birt með fyrrivara um prentvillur og myndabrengl.
þátttaka esinga nú yrr setur ilegan blæ hátíðina
30
119.990
Borgarnesi Borgarbraut 61
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
www.omnis.is
Góða skemmtun á Ljósanótt! Tryggingamiðstöðin Hafnargötu 31 Sími 515 2620 tm@tm.is tm.is
32
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Fann fullkomið jafnvægi á Hawaii - Brynja skellti sér í jóganám á hvítum ströndum Maui eyju Brynja Bjarnadóttir lét gamlan draum rætast í sumar þegar hún heimsótti paradísina Hawaii utan ströndum Bandaríkjanna. Þar lagði Brynja stund á jóganám, en sportið hefur hún stundað síðustu fjögur árin. „Mig langaði að tileinka mér betur lífsstílinn og læra meira um jóga. Þetta var nám sem heillaði mig mikið enda var farið um víðan völl.“ Brynja er því komin með kennsluréttindi og er að hefja störf sem jógakennari hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Hún dvaldi í mánuð á einni af eyjunum á Hawaii sem eru fjölmargar. „Þetta er æðislegur staður. Ég dvaldi á eyjunni Maui en þar búa um 150 þúsund manns. Í þeim bæ sem ég bjó voru engir ferðamenn þannig að ég fékk að kynnast heimamönnum og þeirra menningu. Fólk þarna lifir mjög heilbrigðu lífi. Það ræktar sitt eigið grænmeti og ávexti en samfélagið er mjög sjálfbært. Þetta var allt voðalega hipp og kúl en bærinn er kallaður „Hippabærinn“ á Maui,“ segir Brynja.
Hawaii svipar mjög til Íslands Var fólkið sem var með þér í náminu ekkert hissa á að sjá Íslending þarna að nema jóga? „Jú algjörlega. Flestir vissu ekkert um landið eða hvar það væri. Þeim fannst það merkilegt og spurðu mikið út í landið mitt. Þau eru núna tilbúin að koma hingað og heimsækja mig.“ Brynja segir að það hafi komið henni mjög á óvart hversu mikið Hawaii svipar til Íslands. „Landslagið er svipað með eldfjöll og hraun og það minnti mig mikið á Ísland. Þetta er líka lítið samfélag þar sem fólk stendur mikið saman og allir þekkja alla.“ Brynja ákvað að leggja í þetta ævintýri ein og óstudd en með því vildi hún ögra sjálfri sér í framandi umhverfi, en hún dvaldi í mánuð á eyjunni. Brynja segir að nám hennar í hjúkrun hafi nýst vel í jóganu en hún var meðal annars látin kenna samnemendum sínum á Hawaii. „Það var mjög gaman og lærdómsríkt. Ég var allt í einu farin að skilja þetta rosalega vel,“ segir hún og hlær. „Ég held að ég hafi komið betri til baka frá Hawaii,“ bætir hún við. Jóga er afar vinsælt á eyjunum og segir Brynja að alls staðar sé fólk að stunda íþróttina, sérstaklega á ströndinni. Féll strax fyrir jóga Jóga varð fyrir valinu hjá Brynju eftir feril í fótbolta sem einkenndist af talsverðum hnémeiðslum. „Ég var í ræktinni en fann mig ekki alveg. Ég ákvað að prófa jóga og féll fyrir þessu í fyrsta tíma, þá var ekki aftur snúið. Þetta hefur hjálpað mér mikið að sigrast á meiðslum.“ En hvað er jóga? „Það er stór spurning. Þetta er mikið til undir manni sjálfum komið. Þetta snýst ekki bara um teygjur og liðleika. Jóga snýst mikið um andlega þáttinn. Það er verið að vinna með hugann, öndunina og líkamlega hreyfingu á sama tíma. Einbeitingin er mikilvæg og þessi hugsunarháttur, að hugsa jákvætt. Þetta snýst mikið um heimsspeki og sálfræði. Það sem jóga þýðir í rauninni er þessi tenging milli huga og líkama. Það mætti segja að jóga snúist um að fá algjört jafnvægi í líkmann.“
Brynja ásamt jökli syni sínum.
Hópurinn sem dvaldi með Brynju á Hawaii.
Brynja með vinkoni sinni á eyjunni fögru.
Notar ekki áfengi og nýtir tímann betur Brynja tók þá ákvörðun fyrir tíu mánuðum síðan að hætta að drekka áfengi. Hún drakk hóflega áður en aðhyllist nú áfengislausum lífstíl. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að drekka er sú að ég vil lifa heilbrigðum lífsstíl. Mér fannst ég ekki þurfa áfengið til að skemmta mér eða þurfa þess á einhvern hátt. Ég bjóst ekki við að þessi ákvörðun mín myndi endast neitt frekar, eða pældi kannski ekki svo mikið í því. En núna er þetta orðið lífstíll sem ég hef tileinkað mér og sé alls ekki eftir því.“ Brynja segir marga kosti fylgja því að drekka ekki áfengi. Hún nýtir tíma sinn betur vaknar hress morguninn eftir nótt út á lífinu. „Ég nýti frídagana í lærdóm, vinnu eða tíma með fjölskyldunni, þar sem þynnkan eftir djamm getur tekið á,“ segir Brynja. Hún kíkir alveg með vinkonum sínum út á lífið en vaknar þá hress morguninn eftir. Brynja hugsar líka vel um það sem hún lætur ofan í sig. Hún segist pæla mikið í mat en sé þó ekki grænmetisæta eins og svo margir sem stunda jóga af kappi. „Ég borða rosalega mikið grænmeti en finn alltaf þörf fyrir að borða fisk, kjöt og kjúkling.“ Brynja á eitt ár eftir af háskólanámi í hjúkrun við Háskólann á Akureyri. Hún hefur í nógu að snúast en hún hefur verið að starfa bæði í Bláa Lóninu og í Mac búðinni í Kringlunni í sumar. „Ég er mjög ánægð í þessu námi og það á klárlega vel við mig. Mig langar að hjálpa fólki og hjúkrunarfræði hefur heillað mig lengi. Mér finnst ég hafa þroskast mikið og hafa lært að skynja lífið á annan hátt. Ég á í miklum samskiptum við fólk og ég hef gaman af þannig vinnu. Þetta er krefjandi og mjög gefandi en ég er mjög ánægð að hafa valið þetta starf.“
25%
25% Higher Nature - hágæða bætiefnalína. Fást eingöngu í Heilsuhúsinu.
Terranova- hámarks vellíðan! Nýtt í Heilsuhúsinu.
stórglæsileg tilboð 25% heilsuhússins í keflavík í tilefni ljósanætur 2014
Guli miðinn
- bætiefnin sem allir þekkja!
t il 14 . s ep t . Solaray
- hrein og virk bætiefni.
25%
25% 25% 4 sigma sveppa te
Ævafornt heilsubætandi töfrate!
25%
Animal Parade - tuggutöflur sem bæta og kæta!
40%
Cocowell Lífrænt kókosvatn – íþróttadrykkur móður náttúru!
Latabæjarvítamínin - fyrir káta kroppa!
20%
1.990 kr.! Tilboðspakkning. Yogi Detox og Classic
ásamt Yogi tea cup 2 go og strigatösku. Sniðug tækifærisgjöf!
CC Raw hempfræ
- frábær próteingjafi
Biona hempolía
- frábær fyrir excem!
34
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Alltaf líf og fjör á heimili þessarar ungu fjölskyldu.
Kláraði stúdent með myglusvepp og tvö grátandi börn í íbúðinni - Steinunn Ósk Valsdóttir varð ung barnshafandi af tvíburum Steinunn Ósk Valsdóttir er ung tvíburamóðir. Hún eignaðist tvíburastráka þegar hún var rétt að skríða í tvítugt. Hún segist fyrir fæðingu strákanna alls ekki hafa verið ábyrgðarfull manneskja. Sér hafi gengið illa í skóla, hafði ekki mikinn metnað eða sérstaka framtíðarsýn. Hún og barnsfaðir hennar Garðar Birgisson voru ekki búin að vera lengi saman þegar Steinunn varð ólétt. Eyþór Sæmundsson blaðamaður ræddi við Steinunni um áskorunina að vera ungir foreldrar og ýmis samfélagsleg mál sem snúa að barnauppeldi. Umræðan um fóstureyðingu kom upp hjá þeim Steinunni og Garðari en það kom þó aldrei til greina. „Við hefðum getað komið í veg fyrir þetta og því fannst okkur að það væri hálf eigingjarnt af okkur að standa ekki og falla með þessu,“ segir Steinunn. Þau Steinunn og Garðar voru tiltölulega nýbyrjuð að hittast þegar í ljós kom að hún var ólétt. Það kom flatt upp á þau, sem og tíðindin að um tvíbura væri að ræða. „Það var mjög skrýtið og mjög mikið sjokk að uppgötva að ég gengi með tvíbura. Ég hafði ekkert umgengist nein börn og þurfti því að læra allt frá grunni,“ segir Steinunn. Hún viðurkennir að hafa verið skjálfandi hrædd við að segja pabba sínum frá því að hún væri ólétt. Foreldrar þeirra beggja brugðust hins vegar mjög vel við og voru rosalega jákvæð og hamingjusöm með þetta. „Foreldrar okkar eru búnir að vera yndislegir og við fáum mikla hjálp frá þeim,“ segir Steinunn.
Verður skrýtið að eignast eitt barn Það virðist ekki vera eins alge ng t a ð fól k eignist börn jafn snemma á lífsleiðinni og tíðkaðist áður fyrr. Það kemur sjálfsagt til með aukinni kröfu á háskólamenntun og meiri fræðslu um kynlíf. Aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði hefur þar einnig áhrif. Þannig að vera tvítug tveggja barna móðir er ekki svo algengt nú til dags. „Ég þekki ekkert annað núna en að eignast og sjá um tvö börn. Ég held að það verði skrýtnara að eignast bara eitt barn,“ segir Steinunn létt í bragði. „Það er mjög erfitt að sjá um tvíbura upp á eigin spýtur þegar annar aðilinn er að vinna. Þegar þeir voru mjög litlir þurfti ég mikla aðstoð. Við bjuggum á þriðju
gangan Steinunni erfið og eins voru drengirnir töluvert veikir og óværir fyrstu mánuðina eftir að þeir komu í heiminn. „Þeir sváfu ekkert og það var mikið grátið.“ Þegar fjölskyldan bjó á Ásbrú kom upp myglusveppur í íbúðinni. „Þeir voru eyrnabörn fyrir en fengu astma í kjölfarið af myglusveppnum,“ rifjar Steinunn upp. Hún þurfti að hætta vinnu snemma á meðgöngunni og var mikið heima við. „Margir tala um að það sé svo æðislegt á meðan meðgöngu stendur en ef ég á að segja eins og er þá var þetta hundleiðinlegt,“ segir Steinunn og hlær. „Það er ekkert gaman að vera algjör hlussa með tíu sinnum stærri kúlu en hinar. Það er óþægilegt að hreyfa sig og sofa. Það var mikill
Gunnar Gauti og Steinar Aron eru töff tvíburar.
hæð í blokk þar sem erfitt var fyrir mig að fara með strákana út, ég fór því lítið út úr húsi. Þegar ég fór svo með þá út í burðarrúmi þá var það eins og hin svæsnasta líkamsrækt,“ segir Steinunn. Ekkert gaman að vera algjör hlussa með tíu sinnum stærri kúlu en hinar Þetta gekk brösulega í byrjun hjá þeim skötuhjúum. Bæði var með-
léttir eftir að þeir fæddust að fá loks að sofa almennilega.“ Strákarnir sem heita Gunnar Gauti og Steinar Aron eru tveggja og hálfs árs og segir Steinunn að lífið sé talsvert auðveldara nú til dags. „Þeir eru hættir að vera kvefaðir núna eftir að hafa verið á astmalyfjum. Það er nýtt fyrir okkur, það er rosalega gaman núna hjá okkur. Mikið fjör og mikið talað,“ segir hún og brosir.
Ég ætla að mennta mig, þar sem mig langar til þess að ganga vel í framtíðinni Steinunn segir þetta hafa verið erfitt tímabil en hún var einnig í námi samhliða barnauppeldinu.
35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014 Strákarnir voru meira og minna lasnir á meðan Steinunn stundaði nám en hún kláraði stúdentspróf í fjarnámi í háskólabrú Keilis. „Miðað við aðstæður gekk mér vel að klára stúdentsprófið. Ég var oft ein taugahrúga með myglusvepp og tvö grátandi börn í íbúðinni.“ Leiðin liggur svo í háskólann í haust hjá Steinunni. „Ég vil klára að mennta mig sem fyrst,“ segir Steinunn sem ætlar sér að leggja stund á félagsfræði. Hún hefur verið meira og minna heima síðan synir hennar fæddust en hún hlakkar til að byrja í staðarnámi við Háskóla Íslands. Guðný móðir Steinunnar fór einnig í háskólabrú Keilis þegar hún var rúmlega fertug og kláraði svo félagsfræði í háskóla. Steinunn segir að Guðný móðir sín hafi veitt sér mikinn innblástur og sé alveg hreint æðisleg fyrirmynd. Sjálf vill Steinunn vera fyrirmynd fyrir syni sína og því kom ekkert annað til greina en að halda áfram menntaveginn. „Ég þarf að vera fyrirmynd og geta séð fyrir fjölskyldunni í framtíðinni. Ég ætla mér að gera það, ég er staðráðin í því. Ég ætla að mennta mig, þar sem mig langar til þess að ganga vel í framtíðinni.“ Hugsarðu um það að þú sért að missa af einhverju í félagslífinu? „Það kemur alveg fyrir að ég hugsi um það hvað vinkonurnar eru að gera. Maður sér alveg unga foreldra sem eru alltaf á djamminu og í raun eru engar hömlur á mér að mínu mati. Ég fer alveg með mínum vinkonum út ef mig langar. Spurningin er bara hvort mann langi til þess. Mér finnst það persónulega ekki heillandi. Þetta er alltaf eins, ég er ekkert að missa af neinu. Það er nokkuð þroskandi að geta ekki bara gert það sem maður vill þegar mann langar til þess.“ Ungar mæður stimplaðar Ungar mæður eru oft stimplaðar fyrir ótímabærar barneignir, þær
hafi ekki menntað sig og séu jafnvel ekki í traustum samböndum. Steinunn segist vita til þess að ungar mæður fái oft að heyra það úti í samfélaginu að þær ráði ekki við verkefnið. Jafnvel sé komið dónalega fram við þær hjá opinberum stofnunum „Það er litið niður á þær af mörgum, sem er ekki fallegt. Eins og þær séu verri fyrir vikið, bara af því að þær eru ungar.“ Sjálf fékk Steinunn að heyra það á meðgöngunni að þetta yrði henni erfitt. „Ji, ertu ólétt af tvíburum, guð hjálpi þér,“ sagði fólk oft við mig. Ég finn það líka mjög mikið að þegar ég er ein með foreldrum mínum og strákunum að þá er mikið verið að horfa á mig. Mér finnst eins og fólk hugsi að þarna fari einstæð ung móðir,“ en þetta hefur lítil áhrif á Steinunni.
Ef þú nærð að vera eins og tannstöngull eftir meðgöngu þá ertu algjör hetja. Mér finnst þetta ljót og asnaleg pressa að setja á fólk Steinunn segist hafa heyrt það að fólk sé mikið að spá í það hvernig konur líti út eftir barneignir og hversu fljótt þær nái að skafa af sér kílóin. „Ég fékk t.d. að heyra það frá stelpu sem sá mig í Bónus,
hvað ég liti nú hræðilega illa út. Ég varð brjáluð, enda þekkti fólk ekkert til aðstæðna minna á þeim tíma. Mér finnst ömurlegt að eftir að maður eignast börn, og hefur engan tíma til þess að spá í annað en að sinna þeim, þá sé verið að spá í því hvernig maður líti út. Það virðist vera aðal málið og maður sér það í öllum fjölmiðlum. Ef þú nærð að vera eins og tannstöngull eftir meðgöngu þá ertu algjör hetja. Mér finnst þetta ljót og asnaleg pressa að setja á fólk. Maður hugsar auðvitað um útlitið en auðvitað er fáránlegt að fólk sé að velta þessu fyrir sér. Annað mál er að hugsa um líkamann og hvað þú setur ofan í þig, en að hugsa til þess að hafa bætt á þig nokkrum kílóum á meðgöngu.“ Steinunn er sjálf dugleg í líkamsræktinni en hún segist hafa farið að hreyfa sig eftir meðgöngu bæði vegna pressu frá samfélaginu og vegna þess að henni vildi líða betur. „Mig langaði alveg að líta út eins og einhver Hollywood stjarna en ég hef alveg fengið það í bakið að setja á mig einhverjar óraunhæfar kröfur,“ viðurkennir hún. Ráðleggur ungum foreldrum að mennta sig Vissulega er það erfitt verkefni fyrir foreldra á öllum aldri að ala upp börn. Hvað þá þegar um tvíbura er að ræða. Sem ung móðir þá hefur Steinunn nokkur ráð handa verðandi foreldrum. „Ég myndi ráðleggja ungum foreldrum að halda sínu striki. Það eru engar hömlur á þér þótt þú eignist barn ungur. Þú þarft vissulega að leggja aðeins meira á þig og skipleggja þig betur. Ég myndi ráðleggja fólki að halda áfram að mennta sig. Það er erfitt að mennta sig með lítil börn en það er vel þess virði held ég. Þegar ég er svo orðin fertug þá á ég tvítuga stráka, það hljómar alveg vel í mínum eyrum,“ segir Steinunn að lokum og brosir.
Var unglingur sem fékk níu mánuði til þess að þroskast Það að eignast tvö börn á unga aldri breytti Steinunni talsvert. „Þetta breytti mér þannig að ég fór loks að taka ábyrgð. Ég var langt því frá að vera ábyrgðarfull manneskja áður en ég átti börn. Mér gekk illa í námi. Ég nennti ekki að læra og mæta í skólann. Ég vissi heldur ekkert hvað mig langaði að gera í framtíðinni. Allt í einu þurfti ég að bera ábyrgð á tveimur litlum manneskjum, heimili okkar og fjölskyldu. Ég var í raun bara unglingur sem fékk níu mánuði til þess að þroskast. Ég veit ekki hvort það er móðureðli eða hvað, en ég hafði allt í einu tilgang til þess að taka ábyrgð.“
Steinunn er staðráðin í að mennta sig og vera fyrirmynd fyrir strákana sína.
Það er ekki svo auðvelt að fá tvo orkumikla stráka til að sitja kyrra...en það hafðist að lokum.
36
-mannlíf
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
pósturu vf@vf.is
Sandgerðisdagar tókust vel:
Bæjarbúar tóku virkan þátt í hátíðinni
Almenn ánægja er með Sandgerðisdaga sem lauk sl. sunnudag. Yfirgripsmikil dagskrá stóð yfir alla síðustu viku sem hófst á mánudegi með súpuboði og markaðsstemmningu. Degi síðar var pottakvöld kvenna og svo hver viðburðurinn á fætur öðrum eins og hátíðardagskrá í safnaðarheimilinu á miðvikudegi, Lodduganga á fimmtudegi, knattspyrnuleikur milli Norður- og Suðurbæjar á föstudegi og viðamikil dagskrá allan laugardaginn á hátíðarsvæði við grunnskólann. Góð þátttaka var í hátíðarhöldunum þar sem bæjarbúar og gestir þeirra tóku virkan þátt í dagskránni. Ljósmyndarar Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson og Eyþór Sæmundsson, tóku meðfylgjandi myndir. Svipmyndir frá Sandgerðisdögum eru einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og ÍNN.
KOmdU meÐ bROddAnA
nýtt
nú eR viÐKvæm húÐ mÍn tilbúin Vinnur á ROÐA, ÞURRK Og stReKKtRi húÐ ÁN PARABENA, LITAR- OG ILMEFNA
niveA.com
38
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
Kristinn leitar alltaf aftur á heimaslóðir. Hann vinnur núna verkefni þar sem hann kannar þögnina á Suðurnesjum.
pósturu eythor@vf.is
LISTAMENN SPYRJA SPURNINGA UM BULLIÐ Kristinn Guðmundsson er ungur myndlistarmaður frá Keflavík. Hann hefur undanfarin ár haldið til í Evrópu en þar hefur hann búið í Danmörku, Hollandi og Belgíu. Kristinn var nýkominn af dansæfingu þegar hann hitti blaðamann á kaffihúsi í Reykjanesbæ. Kristinn pantaði sér kaffi en vildi sérstaklega að það kæmi fram í viðtalinu að hann hefði ekki pantað sér latte. Listamaðurinn hefur fengist við ýmis verkefni á ferli sínum en núna upp á síðkastið hefur hann m.a. komið fram í danssýningu, tekið upp tónlistarmyndband fyrir vini sína í Valdimar og leitað af þögninni. „Ég byrjaði hérna í FS á sínum tíma og var að skíta á mig þar,“ segir Kristinn um upphafið á námsferlinum sem spannar nú orðið átta ár. „Námsstefnan í venjulegum framhaldsskóla hentaði mér ekki. Þessi mikli lestur og þessar endurtakningar.“ Eftir áhugaleysið í FS lá leiðin í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem boltinn fór að rúlla hjá Kristni. „Þar fann ég eitthvað sem ég hafði áhuga á,“ segir Kristinn sem stundaði nám við listabraut í skólanum. Eftir stutt stopp í Hafnarfirði lá leiðin til Kaupmannahafnar en þar nam Kristinn ljósmyndun, sem var fyrsta ástin í listageiranum ef svo mætti taka til orða. „Ég fór nánast á hverjum
degi og tók ljósmyndir. Það hefur nú leitt mig frá myndavélinni yfir í dans,“ segir Kristinn og brosir. Hann var ekki alveg viss um hvort hann hyggðist leggja ljósmyndunina fyrir sig en lauk þó grunnnámi. „Ég var í raun hvattur til þess að hætta í ljósmyndun. Einn kennarinn sagði mér að ég ætti ekki að vera í ljósmyndun, ég ætti að vera í myndlist.“ Þannig endaði Kristinn í myndlistarskólanum Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam. Fjögurra ára nám tók við en Kristinn segist hafa fundið sína fjöl þar og flogið í gegnum námið.
„Ég get alveg viðurkennt það að ímyndunaraflið mitt er ekki upp á marga fiska, sem er ekkert sérstaklega gott ef maður er myndlistarmaður“
Ísland togar alltaf í mig Kristinn er hvergi nærri hættur í námi en hann er hefja skólavist í Arnhem í Hollandi á næstunni. Kristinn hefur átt farsælt samstarf með Peter Sattler listamanni en þeir tveir munu sækja skólann saman sem dúólistamenn. Kristinn er reyndar búsettur í Belgíu en hann mun ferðast yfir til Hollands og sækja skólann þar, enda hentar það vel þar sem um sérstakar námslotur er að ræða. Krist-
inn hefur verið erlendis síðastliðin átta ár en hann segist kunna vel við flakkið. „Þetta er ágætt. Ísland togar alltaf í mig. Það er mjög góð myndlistarsena á Íslandi og ég myndi halda að ég gæti plummað mig ágætlega í henni. Það er þó eitthvað sem heldur mér úti. Það er draumurinn að vera á báðum stöðum, í Evrópu einhvers staðar og svo hér heima.“ Eftir að hafa verið námsmaður meira og minna í sex ár erlendis
er ekki hjá því komist að spyrja af því hvernig listamaðurinn lifi í dýrum stórborgum Evrópu. „Ég hef verið að vinna með námi. Nú síðast var ég t.d. kokkur á tónleikastað í Brussel. Maður þarf að púsla þessu einhvern veginn. Svo hef ég fengið dansverkefnin bæði hér heima og í Sviss. Það hefur reynst mér vel. Annars lifi ég skuggalega ódýrt. Ég á ekki bíl og ég er ekki að borga af húsi,“ en Kristinn segir listamannalífið snýst að miklu leyti
39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014 um að gera umsóknir um styrki og vinna að hugmyndum. Kristinn segir það mikla vinnu að sækja um styrki víðsvegar en þannig geti listamenn eins og hann og Peter stundað sína vinnu. „Þetta er ekki mjög „commercial“ list sem við gerum og oft á tíðum ill seljanleg, þannig verðum við að treysta á styrkina.“ Sífellt að spyrja spurninga Hvað er það sem myndlistamenn eru að fást við dags daglega? „Þetta snýst um viðfangefnið hverju sinni. Að vissu leyti er þetta bull sem við erum að fást við, að mati einhverra. Við sem listamenn megum hins vegar ekki gleyma því að spyrja spurninga um bullið. Ef ég nefni fótboltann sem dæmi, þá er sífellt verið að spyrja spurninga. Á að notast við marklínutækni? Þurfum við fleiri dómara? Þannig þróast leikurinn áfram. Ég tel að samfélagsleg ábyrgð listamannsins felist í því að ýta okkur lengra. Mikið er spurt um fyrir hvern listin er. Fyrir mér er ég að búa til list fyrir
sjálfan mig, til að þróa mig sem betri þjóðfélagsþegn og vonandi að ég nái að taka fleiri með mér. Ef þér finnst hún góð og hún snertir þig, þá er það plús fyrir mér.“ Alltaf verið athyglissjúkur Hvernig varstu annars á þínum yngri árum, varstu mikið að hafa þig frammi? „Ég hef alltaf verið ágætlega athyglissjúkur og ég held að vinir mínir verði ánægðir að heyra mig viðurkenna það. Ég var oft að reyna að vera fyndinn og svona og er enn að reyna vera fyndinn, en aldrei beint að „performa,“ segir Kristinn en hann segir þó körfuboltaiðkun sína hafa verið eins konar útrás fyrir sýniþörfina. „Ég tel mér trú um það að ég geti nýtt mér körfuboltann í dansinum og listinni, í dansinum get ég nýtt mér rýmiskenndina. Í körfuboltanum fékk ég að vera leiðtogi. Ég var langt frá því að vera bestur en var leiðtogi að ég tel, ég held að leiðtogahæfileikarnir hjálpi mjög mikið í myndlistinni.“
HEILSUHORNIÐ Dásamleg döðlukaka með karamellukremi Þeir sem þekkja mig vita hversu mikill sælkeri ég er en ég er mikið fyrir kökur og súkkulaði og finnst yndislegt að geta bakað og notað hollara hráefni sem fer betur með líkamann og blóðsykurinn. Það er nefnilega yfirleitt auðvelt að skipta út einhverju óhollu í uppskrift og setja í staðinn t.d. hollara mjöl eins og gróft heilhveiti, gróft spelt eða möndluhveiti. Svo er orðið mjög þægilegt að skipta út hvítum sykri yfir í xylitol, erythriol, pálmasykur, sukrin eða sugarless sugar en með allar þessar náttúrulegu sætur þá er hægt að skipta á sléttu bolli á móti bolla í uppskrift. Þó að smjör sé auðvitað hollt í hófi þá vilja sumir nota annað en þá er hægt að nota kókósolíu í staðinn. Þar sem það er stór helgi framundan í fallega bænum okkar og aldrei að vita nema gesti ber að þá langar mig að gefa ykkur uppskrift að döðluköku sem ég nota oft á mínu heimili og hún slær alltaf í gegn og er með betri kökum sem ég hef bakað. Hentar bæði sem eftirréttur eða í góðu kaffiboði.
ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR
Döðlukaka: 235 g döðlur gróft saxaðar 120 g mjúkt smjör (eða 1 dl kókósolía) 3-5 msk kókóspálmasykur eða sugarless sugar (Now) 1 ¼ b heilhveiti eða spelt eða möndluhveiti 1 lúka saxaðar pekan- eða valhnetur (má sleppa) 1 1/3 msk vínsteinslyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 tsk vanilluduft 2 egg Vatn Karmellusósa: 120 g smjör (eða 1 dl kókósolía) 100 g kókóspálmasykur
½ tsk vanilla eða vanillustevía 10 dropar ¼ b rjómi (eða kókósmjólk) Aðferð: Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hitanum. Leyfið döðlumaukinu að standa í ca 3 mín í pottinum og bætið þá matarsódanum við og hrærið. Þeytið egg og sykur saman þar til ljóst og létt, bætið smjöri/olíu við, döðlumauki og rest af uppskrift saman við. Bakið við 180°C í 30-40 mín. Karmellusósa, allt sett í pott og soðið við vægan hita þar til sósan er hæfilega þykk. Hafa í skál til að skvetta ofan á köku ;) Borið fram með þeyttum rjóma ef vill. Njótið!
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is - www.pinterest.com/grasalaeknir - www.instagram.com/asdisgrasa
Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2014 er til 15. október nk. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Kristinn vinnur talsvert með félaga sínum Peter Sattler en þeir munu sækja nám saman í haust.
T
LEITIN AÐ ÞÖGNINNI
il stendur að halda sýningu þar sem þeir Kristinn og Peter Sattler félagi hans í listinni, kanna og túlka þögnina. „Það er vonandi að það snerti einhvern. Ipadinn með 3G sambandinu þarf ekki alltaf að koma með í útileguna og það er allt í lagi að slökkva á símanum stundum. Ég er alls ekki að predika, enda geri ég þessa hluti sjálfur. Þetta er sjálfsskoðun líka.“ Þeir félagar velta vöngum sínum yfir hvað sé þögn. Hvenær er hljóð þögn og í hvaða mismunandi aðstæðum er þögnin raunveruleg þögn. Listamennirnir reyna að upplifa þögnina á Suðurnesjum og miðla því til áhorfenda með hljóðum hljóðum og hljóðum myndum. „Ég sé þetta þannig að við, fólkið, séum algerlega búin að gleyma þögninni. Ég fer út að labba með tónlist í eyrunum. Þegar ég er í
tölvunni þá er ég með alla glugga opna og allt í gangi. Maður er bara orðinn lúbarinn af upplýsingum. Það er svo mikið áreiti. Þegar upplýsingarnar eru svona miklar þá ósjálfrátt minnkar gildi þeirra. Af hverju er ekki bara þögnin mikilvæg, af hverju erum við búin að gleyma henni? Nú þarf stanslaust einhver að vera að skemmta þér. Þannig minnkar ímyndunaraflið fyrir vikið. Ég get alveg viðurkennt það að ímyndunaraflið mitt er ekki upp á marga fiska, sem er ekkert sérstaklega gott ef maður er myndlistarmaður,“ segir Kristinn og hlær. Hann segist velja sér verkefni sem yfirleitt taki langan tíma. Þannig geti hann tekið sér góðan tíma í að fá næstu hugmynd. Þessa dagana er Kristinn að dansa í danssýningu eftir Sögu Sigurðardóttir. Sýningin heitir Pretador og er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu dagana 27. og 28. ágúst.
VIÐBURÐIR OG VEITINGAR ALLA HELGINA
LJÓSANÆTURTILBOÐ
R U T T Á L S F 20% A FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM!
Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757
facebook.com/krummaskud
40
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■ Móðir og þrjú börn hennar opna kaffihús í gamla Hljómvals-húsinu:
RÉTTI TÍMINN ER NÚNA „Fyrir fimm árum fékk ég þá hugmynd að opna stað sem væri blanda af kaffihúsunum Mokka og Gráa kettinum og myndi opna snemma á morgnana. Þar gæti fólk fengið sér góðan kaffibolla, borðað morgunmat saman og spjallað um málefni hversdagsins. Þar væri samt einnig fjölbreytt starfsemi,“ segir Guðmunda Sigurðardóttir (Munda), sem ásamt börnum sínum þremur, innréttar kaffi- og afþreyingarhús í gamla Hljómvals-húsnæðinu í Reykjanesbæ. Mundu fannst menningin í miðbænum vera að grotna niður eftir hrun. „Ég hugsaði: Það þarf einhver að byrja! Það þarf eitthvað að gera! Líka fyrir næstu kynslóð.“ Margar hugmyndir verða að veruleika Börn Mundu, þau Selma, Gylfi og Eyþór, þekkja móður sína vel og sýndu hugmyndinni smám saman mikinn áhuga og komu með eigin hugmyndir. „Þetta er eiginlega miklu eldri hugmynd. Þegar ég var í grunnskóla var mamma að láta mig koma heim með krakka sem höfðu lent í einelti. Þá átti helst að taka allan bekkinn heim til að stoppa það,“ segir Selma brosandi og bætir við að þau vilji vera með fyrirlestra um einelti, nokkurs konar jafningjafræðslu. „Væri gaman að fá skólana með okkur og fá þá bekkina til okkar á skólatíma til að fá fræðslu um einelti og sjálfsstyrkingu.“ Sjálf er Munda MS
sjúklingur og langar að vera með fyrirlestur um veikindi og húmor. „Ég hef verið að stúdera sálfræði, hamingjuna og slíkt í mörg ár og fyrir löngu langaði mig að opna nokkurs konar mannbætandi hamingjukaffihús þar sem mannlegi þátturinn yrði í öndvegi. Ég starfaði á leikskólanum Vesturbergi og í um tuttugu ár vann ég með gamla fólkinu sem fótaaðgerðafræðingur. Það var erfitt að segja upp starfi mínu en ég var alltaf staðráðin í að hafa barnastarf á kaffihúsinu og einnig yrði gaman að hafa eitthvað fyrir eldri borgara, t.d. lestrarstund og einnig fyrir börnin á laugardögum. Foreldrar gætu þá fengið sér kaffisopa á meðan. Í stað þess að sakna vinnustaðanna minna get ég sameinað krafta mína og fengið fólkið hingað til mín,“ segir Munda glöð í bragði. Vill auka verslun í heimabænum Eins og fram hefur komið er markhópur kaffihússins stór og undirbúningurinn hefur verið hálfgert þróunarverkefni í að finna eitthvað við hæfi flestra. „Ég hugsaði til baka þegar ég var lítil og Stapafell var hérna, Litla Aðalstöðin, Lindin og Ótrúlega búðin. Um jólin var blússandi stemning og mér finnst leitt að börnin mín missi af slíku í heimabænum. Okkur langar að auka verslun hér heima. Þegar einn byrjar gætu fleiri tekið við,“ segir Munda. Þá séu einnig möguleikar í tengslum við ferðaþjónustuna,
s.s. kynningarmyndbönd um Reykjanes fyrir ferðamenn. „Gylfi stefnir á kvikmyndagerð og hefur þekkingu í það. Börnin mín munu taka sér ársleyfi frá námi og verða reynslunni ríkari eftir að hafa komið þessu á koppinn og starfað hér,“ segir Munda og bætir við að rétti tíminn til þess að láta þetta verða að veruleika sé einmitt núna. „Reynslan er komin og þegar þetta hús losnaði kom ekkert annað til greina. Ég keypti neðri hæðina sem er 198 fermetrar og gott rými fyrir ýmsa starfsemi. Við ætlum að byrja rólega og aðlaga okkur að bæjarbúum og leyfa þeim að koma með hugmyndir, enda hafa undirtektir verið góðar og margir kíkja við og eru forvitnir um framkvæmdirnar hér.“ Framtíðin veltur á bæjarbúum Ætlunin er að vera með opið hús á laugardeginum á Ljósanótt. Þá verða allir veggir klárir og málverkasýning auk tónlistaratriðis, enda er fjölskyldan mjög tónelsk og ætlar að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri á að stíga á stokk innandyra í framtíðinni. Jafnvel í samstarfi við tónlistarskólann. „Einnig verða teikningar hér uppi þar sem bæjarbúar og gestir geta séð hvernig þetta kemur til með að líta út. Við verðum með hugmyndakassa og hvetjum alla til að koma. Vonandi verða svo bæjarbúar duglegir að nýta staðinn. Framtíð hans veltur á því,“ segir Munda bjartsýn að lokum.
Undirtektir hafa verið góðar og margir kíkja við og eru forvitnir um framkvæmdirnar hér
A L A S ÚHt r a n n u j ð i m s úsa ð ALLt A
70%
tur! AFSLÁt
Blöndunartæki 20-25% • Vaskar 20-25% • Baðker og sturtuklefar 20% • Salerni 20% • Handverkfæri 20% B&D rafmagnsverkfæri 30% • Garðverkfæri 30% • Áltröppur og stigar 20% • Búsáhöld 30-50% Útivistarfatnaður 30-70% • Vinnufatnaður 30-50% • Ljós 30-70% • Útitex útimáling 25% • Innimálning 20% Loft og veggjaþiljur 30% • Smáraftæki 20% • Gasgrill 20% • Weber gasgrill 10% • Grilláhöld 30% Garðhúsgögn 50% • Útileguhúsgögn 50% • Garðleikföng 50% • Pottaplöntur 20% • Kerti 20% Kertastjakar og luktir 30% • Vasar og styttur 30% • Myndir og speglar 30% • Dúkar og púðar 30% Garðskraut og garðstyttur 50% • Útipottar og gosbrunnar 30% • Silkisumarblóm 50% • Bastvörur 30% Viðarparket 20% • Harðparket 20% • Borðplötur og sólbekkir 20% • Hvítt hilluefni 30% • Flísar 30% og margt fleira...
hluti af Bygma
*Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum. Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana
ALLt FrÁ GrunnI Að Góðu HeIMILI SíðAn 1956
Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.
Njóttu hverrar mínútu Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa upp og niður Oxford-stræti til að kíkja í allar búðirnar. Strunsa framhjá stórmennum mannkynssögunnar í Madame Tussauds. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Skoða umhverfið og fólkið. Horfa á dúfurnar við Marble Arch. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.
+ Bókaðu núna á icelandair.is
* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.
Vertu með okkur
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68202 09/14
GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í LONDON * Verð frá 17.600 kr.
42
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar:
■■Jónína Magnúsdóttir náms- og starfsráðgjafi skrifar:
Bjart yfir bænum Þ
essa dagana s t e n d u r undirbúningur f y rir Ljós anótt sem hæst. Ungir sem aldnir taka virkan þátt. Listamenn og handverksfólk hefur fundið sér stað í bænum til að sýna og selja sínar vörur og ég geri ráð fyrir því að hótel í bænum séu vel bókuð og hið sama má eflaust segja um matsölustaði. Hátíðin hefur fest sig í sessi hjá bæjarbúum og öðrum landsmönnum. Langþráð stórverkefni í Helguvík Á sama tíma og menn gera sig klára fyrir hátíðahöldin þá berast góðar fréttir úr atvinnulífinu. Stórverkefnið, kísilver United Silicon í Helguvík, hefur loks lokið öllum undirbúningi. Lykilsamningar eru í höfn og búið að taka fyrstu skóflustunguna. Því ber að fagna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að hefja framleiðslu vorið
2016 en fram að þeim tíma mun uppbygging kísilversins skapa um 300 störf á svæðinu og um 60 störf þegar verksmiðjan tekur til starfa. Það er full ástæða til að trúa því að framundan sé betri tíð. Bjartsýni í stað svartsýni Góðar fréttir berast einnig úr ríkisfjármálum en segja má að ótrúleg umskipti hafi orðið í efnahags- og atvinnulífi hér á aðeins einu ári, síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við stjórn landsins. Hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar (lægri en í Noregi), viðskiptajöfnuður jákvæður, rekstur ríkissjóðs jákvæður og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér mikinn áhuga. Bjartsýni hefur tekið við af svartsýni og eymdarvísitalan hefur ekki verið lægri síðan 2007. Það má einnig geta þess að atvinnuleysi á Suðurnesjum fyrir ári síðan var 5,4% en er nú komið niður í 4,2%.
Auknar fjárfestingar Að mati Arion banka verður hagvöxtur á þessu ári drifinn áfram af fjárfestingu og einkaneyslu og er fjárfestingin að koma þarna inn eftir nokkuð langa fjarveru. Að mati stjórnenda í atvinnulífinu munu fjárfestingar aukast á árinu, einkum í byggingarstarfsemi, flutningum og ferðaþjónustu. Á leiðinni eru mörg fjárfestingaverkefni sem virðast af viðráðanlegri stærð og útlit er fyrir að fjárfesting muni almennt aukast meðal smærri fyrirtækja. Við þurftum öll á þessari upplyftingu að halda. Ég er sannfærð um að framundan séu góðir tímar. Þjóðarskútan siglir loks í rétta átt en þó eru mörg stór og krefjandi verkefni framundan. Sjáumst á Ljósanótt! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
■■Jóhanna Helgadóttir skrifar:
Vertu sérstakur lestrarþjálfari barnsins þíns E
itt það gagnlegasta sem ég hef sótt í grunnskólann sem foreldi er foreldrafundur sem haldinn var í upphafi skólaársins þegar dóttir mín byrjaði í 1. bekk í Holtaskóla fyrir rúmu ári síðan. Þar vorum við hjónin útnefnd sem sérstakur lestrarþjálfari barnsins okkar. Það voru þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir lestrarfræðingur og Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur sem héldu erindi á þessum fundi ásamt umsjónarkennurum 1. bekkjar. Lestrarferlið var útskýrt fyrir okkur og hugtök sem oft eru notuð í tengslum við lestur eins og hljóðkerfisvitun og umskráning, lesskilningur og orðaforði voru útskýrð og þeim gert nánari skil. Ákveðnar upplýsingar varðandi hljóðkerfisvitund og mikilvægi fjölbreytts orðaforða hefði ég sjálf viljað hafa vitað fyrr, þ.e. í leikskóla. Sérstaklega það sem þær kynntu til sögunnar sem hliðartal, þegar foreldri talar við barnið sitt á meðan það vinnur verkefni og útskýrir hvað það er að gera. Eins og þessi einföldu verkefni þegar við tökum úr þvotta-
vélinni og segjum: Nú ætla ég að hengja upp rauðu peysuna. Erum í bílnum og útskýrum hvert við ætlum og hvað við erum að fara gera. Þetta hliðartal er líka gríðarlega mikilvægt á leikskólum, leikskólakennarar hafa möguleika á því að setja svo margar athafnir á degi hverjum í orð. Orðaforði barns við upphaf lestrarkennslu er gríðarlega mikilvægur. Ég reyni að segja frá þessu frábæra framtaki Holtaskóla alls staðar þar sem ég kem. Nú eru mörg börn að hefja lestrarnám sitt í skólum landsins. Á sama tíma verðum við foreldrarnir, forráðamenn barnanna og jafnvel amma og afi að sérstökum lestrarþjálfurum barnanna okkar. Ég hvet ykkur verðandi lestrarþjálfarar að taka hlutverki ykkar með þolinmæði, því fyrstu skrefin eru svo ólík. Sum börn eru svo spennt, jafnvel byrjuð að tengja saman stafi, hljóð í orð, á meðan önnur eru áhugalaus og gæti ekki verið meira sama yfir þessu öllu saman. Sum börn vilja sitja lengi við og fá að lesa mikið, á meðan önnur börn vilja helst bara lesa lítið í einu. Það verða einhverjir sem stauta sig í gegnum „Ása á ás“, á meðan önnur renna ljúft í gegn og vilja fá meira. Þetta er allt eðlilegt í upphafi og kennarar skólanna okkar hafa ógrynni
af góðum ráðum sem geta nýst við lesturinn. Það sem skiptir miklu máli er að við lestrarþjálfararnir gefumst ekki upp. Að við hlustum á barnið lesa á hverjum degi skv. þeim leiðbeiningum sem skólinn okkar setur okkur. Ef okkur finnst ekki ganga sem skyldi þá skulum við leita til umsjónarkennara okkar og fá góð ráð. Sú staða kemur ævinlega upp á hverju skólaári að foreldrar geta ekki verið lestrarþjálfarar. Móðurmál foreldranna er annað og/eða forsendur þess að þjálfa lestur með barninu eru ekki til staðar. Skólarnir okkar hafa á sínum snærum lestrarömmur og jafnvel lestrarafa sem koma í skólann og gerast lestrarþjálfarar barna sem þurfa á slíku að halda. Þetta er frábært framtak fólks í sjálfboðastarfi sem jafnar stöðu barnanna til þjálfunar í lestri. Ég vil hvetja alla þá sem hafa áhuga á því að gerast lestrarþjálfarar í sjálfboðastarfi að hafa samband við skólann næst sér og bjóða fram krafta sína. Það er ekki raunhæft að ætlast til þess að skólinn sjái einn um lestrarþjálfun barna okkar, þar skiptum við sköpum. Jóhanna Helgadóttir Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri.
Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. maí. Síðasta blað fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
Hefur þú unnið í verslun eða við þjónustu? Ef svo er þá er raunfærnimat í Verslunarfagnámi tækifæri fyrir þig lesandi góður.
M
iðstöð símenntunar á Su ðurnesjum býður upp á raunfærnimat í Verslunarfagnámi sem er rúmlega 50 eininga starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Tilgangur raunfærnimats er að staðfesta þekkingu og reynslu sem einstaklingur býr yfir á ákveðnu sviði. Þessa staðfestingu er síðan hægt að nota til að stytta nám, sýna fram á reynslu og færni í starfi eða þegar gerð er atvinnuumsókn. Einnig að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi. Til að komast í raunfærnimatið þarf viðkomandi að vera orðinn 23 ára og hafa unnið við verslun eða þjónustu í 3 ár eða lengur. Ef þú vilt bæta við menntun þína eða styrkja stöðu þína á vinnumarkaði er raunfærnimat klárlega góð leið til þess. Þetta er tækifæri til að fá metið það sem þú kannt nú þegar!! Yfir 70 einstaklingar farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum á vegum MSS. Margir af þessum einstaklingum hafa látið
draum sinn um formlegt nám sem viðurkennt er á vinnumarkaði verða að veruleika. Þá hefur raunfærnimat án undantekninga aukið sjálfstraust þátttakenda. Rétt er að geta þess að raunfærnimat er ókeypis og því hafa þátttakendur engu að tapa en allt að vinna. Hér fyrir neðan eru ummæli þátttakenda sem hafa farið í gegnum raunfærnimat. Ég var hissa á hversu auðvelt þetta reyndist. Gefur mér meira sjálfstraust í starfi þar sem ég hef fengið kunnáttu mína metna. Það var virkilega gaman að vinna lokaverkefnið. Raunfærnimatið hefur opnað hug minn um að byrja í námi. Frábært mat og sjálfstraustið hefur aukist til mikilla muna. Takk fyrir mig Frábært að fara í svona raunfærnimat, gaf mér aukið sjálfstraust og ýtti undir að íhuga nám. Allar nánari upplýsingar veitir: Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Miðstöð símenntunar 4125958/6617106- jm@mss.is
■■Þórdís Elín Kristinsdóttir skrifar:
Virðum útivistarreglur á Ljósanótt – og eigum ánægjulegar stundir saman
L
jósanótt, menningar og fjölsky l du hátí ð Reykjanesbæjar, verður haldin í fimmtánda sinn d a g an a 4 . – 7 . september næstkomandi. Reykjanesbær hefur ávallt lagt áherslu á að hátíðin sé fyrir alla fjölskylduna þar sem börnin okkar skipa stóran sess frá fyrsta degi. Mikil tilhlökkun er hjá börnunum þar sem nemendur úr öllum grunnskólum bæjarins og elstu deildum leikskólanna koma saman, sleppa litríkum blöðrum og syngja á setningu Ljósanætur. Við skipulagningu hátíðarinnar er lögð áhersla á að dagskráin höfði til fólks á öllum aldri og hefur verið ánægjulegt að sjá fjölskyldur koma víðsvegar að og skemmta sér með okkur á stærstu fjölskylduhátíð bæjarins. Við viljum hvetja foreldra til að sameinast um að virða útivistartíma barna. Sannreynt er að ákveðin hætta fylgir því að börn séu eftirlitslaus úti þegar kvölda tekur.
Þann 1. september breyttist útivistartíminn en þá mega börn, 12 ára og yngri, ekki vera lengur úti en til kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir kl. 22:00. Í tengslum við hátíðina verður rekið athvarf á laugardeginum, í öryggismiðstöð að Hafnargötu 8, eftir að skipulagðri dagskrá lýkur. Börn og ungmenni sem eru ein á ferð og/ eða eru undir áhrifum áfengis eða vímuefna verða færð í athvarfið og foreldrum gert að ná í börnin sín þangað. Að athvarfinu standa Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar, Útideildin, Lögreglan á Suðurnesjum og foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ. Foreldrar, stöndum öll saman. Verum góðar fyrirmyndir, virðum útivistartímann og gerum hátíðina ánægjulega fyrir börnin okkar frá upphafi til enda. Gleðilega Ljósanótt Þórdís Elín Kristinsdóttir Félagsráðgjafi í barnavernd Reykjanesbæjar
14 0 2 æ b s e n ja k y e Ljósanótt í R
ANDREWS LEIKHÚS Á ÁSBRÚ Frumsýning miðvikudagur 3. september kl. 20:00 2. sýning sunnudaginn 7. september kl. 16:00 3. sýning sunnudaginn 7. september kl. 20:00
MIÐASALA Á MIDI.IS
44
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Steinþór með bergið í baksýn.
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör aðal- og varafulltrúa á þing ASÍ sem haldið verður dagana 22. – 24. október nk. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 12. september nk. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn
ERTU MEÐ HLUTI SEM ÞÚ VILT SELJA ? Skottasala fyrir utan Bryggjubása Víkurbraut 6 (sömu götu og Byko) föstudaginn og laugardaginn frá kl. 16:00 - 18:00. Þú skráið þig inn á þessari síðu: www.facebook.com/bryggjubasar Opið á Bryggjubásum alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 - 18:00. Alltaf heitt á könnunni. Mikið til af vörum á góðu verði. Básaleiga og tökum húsgögn í umboðssölu.
GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, HUMARBAKKAR TILBÚNIR Á GRILLIÐ EÐA Í OFNINN. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT.
LJÓSNÆTURTILBOÐ Á GRILLKJÖTI FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG.
HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK
+ www.vf.is
83% LESTUR
Bergið er fallegasti pallur sem hægt er að hafa flugeldasýningu á og að fá lýsinguna undir á sama tíma gerir þetta svo einstakt og skemmtilegt ■■Steinþór Jónsson ýtti Ljósanæturhátíðinni úr vör fyrir 15 árum:
Bjuggum til ný áramót „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að taka hrárri hugmynd svona vel og langflestir unnu að henni með mér í sjálfboðavinnu. Enginn trúði því sem myndi verða, ekki einu sinni ég. Þessi svarti steinveggur sem lýstur var upp um aldamótin skilaði mikilli útgeislun til samfélagsins sem við búum nú við í dag,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri og upphafsmaður Ljósanæturhátíðarinnar. Bergið varð okkar „Esja“ „Ég er starfandi hótelstjóri, hef rekið fyrirtæki í bænum í 30 ár og hef alltaf þótt mjög vænt um bæinn okkar. Sem atvinnurekandi í ferðaþjónustu verður maður alltaf að líta í kringum sig og hugsa hvað hægt sé að bjóða upp á. Hvað gæti verið okkar „Esja“ eða „Gullfoss“ Þá sá ég Bergið,“ segir Steinþór en í kjölfarið vaknaði hugmyndin að því að lýsa klettavegginn upp. „Ég hafði þó vit á að segja engum frá því strax og fékk ítalska hönnuði til að hanna lýsinguna með mér og gerði tölvumynd. Það þarf ekki stórar hugmyndir til þess að einhver tali þær niður. Þetta hjálpaði til að klára málið og ég gaf bænum þetta umhverfislistaverk sem minnir okkur á á hve fallegum stað við búum sem hefur mikið upp á að bjóða,“ segir Steinþór. „Var þetta öll lýsingin?“ 2. september árið 2000 var kveikt á ljósunum í berginu. Ljósanæturhátíðin var sett samhliða en á laugardegi með skemmtidagskrá frá hádegi til miðnættis. Yfir tíu þúsund manns mættu og fylgdust með. Steinþór segir svæðið fyrir neðan Hafnargötuna vera heppilegt fyrir fólk til að koma saman. „Bergið er flottasti skotpallur sem hægt er að ímynda sér og að sjá lýsinguna magnast undir á sama tíma gerir þetta svo einstakt. Hann rifjar hlæjandi upp atvik þegar Björgunarsveitin Suðurnes var að setja eldfoss á Bergið áður en það var lýst upp í fyrsta sinn. „Fossinn varði í eina eða tvær sekúndur en
þá slitnaði bandið og blysin duttu í sjóinn. Þá heyrðist í eldri konu sem stóð fyrir framan mig: „Ja hérna, var þetta öll lýsingin?“ Steinþór stýrði undirbúningi Ljósanætur í tíu ár. „Þetta var mest gefandi sjálfboðavinna því mér finnst mjög gaman að framkvæma. Öll árin hafði ég með mér gott og drífandi fólk í liði með mér, en án þeirra væri hátíðin ekki sú sem hún er í dag,“ segir Steinþór. Smitandi framkvæmdagleði Steinþór segir Ljósanótt vera einstaka hátíð vegna þess að sam-
Þá heyrðist í eldri konu sem stóð fyrir framan mig: „Ja hérna, var þetta öll lýsingin?“ félagið á Suðurnesjum var að leita að uppákomu sem yrði fastur liður og myndi sameina íbúana. „Sumir höfðu ekki trú á að við gætum þetta og þess vegna var svo gaman að þetta heppnaðist svona vel. Einnig var hátíðin sett þannig upp að einhver stórframkvæmd fylgdi henni á hverju ári. „Fyrst var það lýsing Bergsins, síðan voru ýmis listaverk vígð, Íslendingur kom í heimahöfn o.s.frv. Þá kom pressa á að klára hitt og þetta fyrir Ljósanótt. Við bjuggum í raun til ný áramót. Framkvæmdagleðin smitaðist til íbúanna sem kláruðu hitt og þetta fyrir hátíðina,“ segir Steinþór. Þá sé Ljósanótt einnig fjölskylduhátíð því gamlir Reyknesingar, ættingjar og vinir, sæki hátíðina. „Fólk býður ættingjum í mat og gistingu, sérstaklega eftir að hún varð fjögurra daga hátíð. Einnig er þetta menningarhátíð með listviðburðum um allan bæ. Blanda af öllu þessu gerir Ljósanótt einstaka,“ segir Steinþór.
Tímasetningin engin tilviljun Það er engin tilviljun að fyrsta helgin í september var valin fyrir Ljósanótt. „Ég talaði við Ellert Eiríksson bæjarstjóra á sínum tíma og stakk upp á þessari helgi vegna þess að norðanáttir koma oft á haustin og veðrið því gott. Einnig voru skólarnir byrjaðir og allir komnir heim úr sumarfríum,“ segir Steinþór og bætir við að spáð hafi brjáluðu veðri í veðurfréttunum daginn áður. „Ég var staddur í beinni útsendingu og stoppaði veðurfræðinginn af og sagði að það yrði gott veður á Ljósanótt. Það stóð svona vel því að á hádegi á laugardeginum kom þetta fallega haustveður. Síðan var umtalað að ég hefði stjórnað veðrinu. Það var svo gott start og mikilvægt að fá svona gott veður,“ segir Steinþór. Ljósanótt lengir sumarið Árgangagangan er einn af hápunktum Ljósanæturhátíðarinnar í dag. Hugmyndin að henni kviknaði þegar Magnús, bróðir Steinþórs, sem býr úti á landi, kvartaði við hann að fá ekki tækifæri til að hitta skólafélaga sína úr Keflavík. „Ég sagði honum að það væru ekki til samkomuhús í bænum fyrir alla árgangana. Einn daginn ók ég Hafnargötuna og horfði á húsnúmerin, hringdi í Magnús og lagði til að útfæra hugmynd hans þannig að fólk gæti hist þar, hver árgangur við hús með sama númeri og fæðingarárið,“ segir Steinþór. Honum finnst gaman að sjá hversu góðar og eðlilegar breytingar hafa orðið á hátíðinni þessi 15 ár. Hún sé fjölbreytt og alltaf er leitað eftir nýjungum. „Það var gott fólk sem tók við af mér. Ég ætla að verða 102 ára og ég held að í framtíðinni muni Ljósanóttin lifa mig og ég vona að við höldum áfram að vera frumleg og skemmtileg. Samstaða fólks skiptir svo miklu máli og að íbúar og gestir skemmti sér vel. Ljósanótt lengir sumarið,“ segir Steinþór og óskar bæjarbúum gleðilegrar hátíðar.
Kræsingar & kostakjör
VERIÐ VELKOMIN Á LJÓSANÓTT Í NETTÓ Tilboð - Kynningar - góðar gjafir Opið til klukkan 20:00 á föstudag Og laugardag
50% afsláttur á nammibar
kynning frá tilboð á timberland vetrarskóm fyrir börn og fullorðna
kynning á nice’n Easy frystvörum
allir fá fJölnOta pOka að gJöf! Buff Og HElÍuMBlöðrur fYrir Börnin
takMarkað Magn Tilboðin gilda 4.-7. ágúst 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
46
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Í SUÐUPOTTI POPPTÓNLISTAR Í BOSTON Þorvaldur Halldórsson trommari ákvað að feta í fótspor félaga sinna í hljómsveitinni Valdimar og söðla um á erlendri grundu. Hann stundar nú nám við Berklee College of Music í Boston borg. Þorvaldur hefur lært á trommur frá unga aldri og kennt ungviðinu á Suðurnesjum trommuleik frá því hann var 19 ára gamall. „Ég var frekar ungur þegar ég var farinn að skríða inn í pottaskápana heima og berja á potta og pönnur. Síðar hóf ég nám í tónlistarskólanum í Garðinum þar sem ég lærði á píanó,“ segir Þorvaldur sem fljótlega skipti yfir á trommurnar, þá níu ára gamall. „Vinur minn var að læra á trommur og var með trommusett heima hjá sér. Mér fannst það afskaplega spennandi. Þegar ég sá svo hljómsveitir í sjónvarpinu þá fannst mér trommarinn alltaf vera flottastur. Trommarinn dregur að sér athygli þar sem hann er umkringdur græjum og dóti.“ Nágranni opnaði gluggann þegar Þorvaldur fór að spila Þorvaldur fékk svo trommusett í fermingargjöf og eftir það var ekki aftur snúið. Hann fékk herbergi á æskuheimilinu undir settið og þar hamaðist hann við að berja húðirnar. „Nágrannarnir hafa ekki ennþá kvartað yfir látunum. Ein vinkona mömmu sem var nágranni okkar sagðist alltaf opna gluggann þegar ég byrjaði að æfa mig, þannig að það er ágætis hrós.“ Sem unglingur var Þovaldur ekki beint í hljómsveitum en þegar trommusettið var fært inn í bílskúr þá fóru vinirnir að kíkja í heimsókn og spila á hljóðfæri. Bjóst ekki við að Valdimar yrði svona langlíf Trommarinn er yngstur í hljómsveitinni Valdimar en það er fyrsta alvöru hljómsveitin sem Þorvaldur hefur verið í. „Ég þekkti Valda úr tónlistarskólanum þar sem við spiluðum með léttsveitinni og lúðrasveitinni. Hann hafði haft orð á því að við myndum enda saman í hljómsveit einn daginn. Eftir að þeir Ásgeir ákváðu svo að stofna hljómsveit þá höfðu þeir samband við mig,“ segir Þovaldur um það hvernig hann endaði í hljómsveitinni Valdimar. Hljómsveitin á fimm ára starfsafmæli um þessar mundir og þriðja platan er á leiðinni núna í október. „Ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona langlíft og að þrjár plötur kæmu út. Okkur finnst samt eins og við séum rétt að byrja. Fyrsta platan var frekar tilraunakennd enda var ekki alveg sami mannskapur í hljómsveitinni og núna. Þannig að mér finnst eins og platan sem er að koma út sé okkar önnur plata með þessum mannskap.“ Náum vel saman þrátt fyrir mismunandi tónlistarsmekk Þorvaldur segir erfitt að skilgreina tónlistina sem Valdimar spilar. „Spekingarnir tala um indie popprokk með einshvers konar djass áhrifum. Annars veit ég aldrei hvað ég á að segja þegar ég er spurður um það sem við erum að gera,“ segir hann kíminn. „Við erum frekar rólegir og ekki mikið rokk og ról líferni á okkur. Við erum allir frekar ólíkir hvað varðar tónlistarsmekk og hlustum á mjög misjafna tónlist. Mikið af þessari tónlist sem Valdi og Ásgeir eru að hlusta á hef ég aldrei heyrt, og lík-
lega er það öfugt líka. Því finnst mér það sérstakt hvað við náum vel saman að búa til músík þó svo að við hlustum á mismunandi tónlist,“ segir trommarinn. Hljómsveitin Valdimar hefur þróað með sér sérstakt „sánd“ þrátt fyrir að erfitt sé að setja fingur á hvað skuli kalla það. „Mér finnst nýja platan bera keim af Undralandi sem var okkar fyrsta plata,“ segir Þorvaldur. Hann segir að aldrei sé tekin meðvituð ákvörðun um hvort ætlunin sé að gera hressa eða rólega plötu. „Allir koma með eitthvað í púkkið og platan þróast eftir veðri og vindum. Ásgeir og Valdi eru þó helstu lagahöfundar og leggja í raun línurnar af því hvernig platan mun hljóma. Við höfum oft grínast með það hve sjaldan það koma upp rifrildi eða leiðindi. Við erum oft mjög sammála þegar við erum að búa til tónlist.“
Planið er alltaf að koma heim aftur en maður veit aldrei hvað gerist, þetta er svo stór heimur þarna úti Þorvaldur hefur undanfarið haldið til í Boston þar sem hann stundar nám við Berklee College of Music. Garðbúinn segir að skólinn sérhæfi sig í popptónlist en þar stundar hann framhaldsnám í slagverki og trommuleik. Um er að ræða fjögurra ára háskólanám en Þorvaldur fékk eitt ár metið sökum fyrri reynslu. Þorvaldur segir námið vera fjölbreytt og spennandi þar sem hann lærir um hinar
ýmsu hliðar tónlistarinnar. Hann segist geta séð fyrir sér að reyna fyrir sér erlendis. „Planið er alltaf að koma heim aftur en maður veit aldrei hvað gerist, þetta er svo stór heimur þarna úti. Þessi skóli er hálfgerður suðupottur fyrir popptónlist í Bandaríkjunum. Það er aldrei að vita nema maður verði heppinn og eitthvað detti upp í hendurnar á manni.“ Kærasta Þorvaldar er einnig að hefja nám í Boston og líkar þeim lífið í borginni. „Mér finnst Boston frábær borg. Hún er ekki of stór og ekki of lítil. Það er líka stutt að fara heim ef svo ber undir.“ Íslendingar framalega í tónlistinni Allt frá 19 ára aldri hefur Þorvaldur verið að kenna á trommur. Fyrst í Garðinum og síðar í Reykjanesbæ. Sem tónlistarkennari hefur Þorvaldur umgengist efnilega unga tónlistarmenn. Hann telur að Íslendingar séu framarlega á merinni þegar kemur að tónlist. „Svona ef við miðum okkur við önnur lönd þá eigum við mikið af ungum og góðum hljómsveitum sem hafa verið að fá góða dóma og vakið athygli. Það virðist vera eitthvað við íslenska tónlist sem útlendingum þykir voðalega flott. Það er erfitt að benda á hvað það er. Sumir hafa bent á það að við séum einangruð hér og því ríki töluvert frelsi fyrir unga tónlistarmenn að gera það sem þeim sýnist. Það er enginn að setja þig í einhvern farveg sem þú þarft svo að fylgja. Það eru margar frábærar hljómsveitir á Íslandi að mínu mati.“
Þorvaldur er ánægður með nýtt húsnæði tónlistarskóla Reykjanesbæjar og telur hann að það geti orðið til þess að fleiri góðir tónlistarmenn geti vaxið úr grasi á Suðurnesjum. „Ég man þegar ég var að kenna að það var alltaf biðlisti eftir því að komast að læra á trommur. Oft þurfti maður að sía út þar sem aðsóknin var svo mikil, það er bara jákvætt. Ég tók reyndar eftir því að það kemur yfirleitt að
þeim tímapunkti þar sem krakkar þurfa að velja á milli íþrótta og tónlistaskóla þar sem erfitt er að sinna báðu af fullum þunga. Námið verður strembnara eftir því sem líður á. Þegar ég var 13 ára þá þurfti ég að velja á milli þess að halda áfram í fótbolta eða læra á trommurnar. Ég efast um það ég væri fótboltamaður í dag hefði ég valið þá braut,“ segir Þorvaldur að lokum og hlær.
48
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■ Þingmaður hefur fjórum sinnum komið að undirbúningi Ljósanætur:
Lykillinn er almenn þátttaka bæjarbúa „Ég var fenginn til að sjá um hátíðina 2006 í þrjá mánuði og það varð að þremur árum. Var með ákveðna hugmyndir um hvernig v ið my ndum breyta hátíðinni, sem miðaðist áður eingöngu við laugardaginn. Mínar tillögur voru að efla fimmtudag, föstudag og sunnudag,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, en árið 2006 var hann ráðinn í þrjá mánuði til þess að stýra Ljósanæturhátíðinni en endaði með því að starfa í þrjú ár. Öflugt og gott fólk lagði lið Ásmundur segist hafa verið með skemmtilegt og gott fólk með sér í öllum undirbúningi og nefnir í því sambandi Valgerði Guðmundsdóttur, Steinþór Jónsson, Dagnýju Gísladóttur og Guðlaug Sigurjónsson. „Einnig var mikilvægt í þessu ferli hversu öflugir starfsmenn þjónustuvers Reykjanesbæjar voru og lögðu sig mikið fram. Einnig voru fulltrúar Miðbæjarsamtakanna, Kristín í Kóda og Lilja í Cabo, mikilvægar í að virkja verslanir og þjónustuaðila til þátttöku. Geirmundur Kristinsson og Sparisjóðurinn áttu sinn stóra þátt í að hjálpa okkur við að láta hlutina verða að veruleika,“ segir Ásmundur og bætir við að í raun
hafi Ljósanóttin tekið nokkur skref upp á við í einu stökki. Mikilvægt að flagga um bæinn Ein af áherslum Ásmundar var hvatning til íbúa Reykjanesbæjar um að flagga á föstudagsmorgni til
Sama hvernig viðrar, ef Ljósanótt er í hjartanu þá er veðrið gott þess að tengja umgjörðina við íbúana sjálfa. „Það var svona til þess að fólk áttaði á sig þegar það fór um bæinn að hátíðin væri hafin. Síðan kom Maggi Jóns með hugmyndina að árgangagöngunni árið 2007 og sú hugmynd steinlá og er orðin eitt af aðalnúmerum hátíðarinnar. Einnig byrjuðum við á þessu með súpuna niðri í bæ og fengum Axel Jóns með okkur. Það var gert til að minnast Ástu Olsen, sem bjó í Fishershúsi. Sem ung kona hafði hún stutt við bakið á ungum börnum í kringum jólin og gefið þeim að borða. Þetta er enn í gangi og góður siður,“ segir Ásmundur. Hátíðin aldrei meiri en fólkið Þá var einnig farið út í að hafa stórt útisvið, ljósabúnað og hljóðkerfi.
Við fórum líka út í það 2006 að fá svið, ljósbúnað og hljóðkerfi. „Við breyttum umgjörðinni og það tókst okkur með stuðningi frá fjölmörgum fyrirtækjum. Svona hátíðir verða þó aldrei meiri en fólkið sjálft og við vildum auka almenna þátttöku. Í framtíðinni verður lykillinn almenn þátttaka bæjarbúa. Ég var í þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum í mörg ár og sú hátíð hefur verið haldin í 140 ár. Þar sjá fjölskyldur um ýmsa þætti maður fram af manni. Ef fram heldur sem horfir þá verður Ljósanótt vonandi svipuð. Það er það sem mun gera hana svo mikilvæga fyrir fjölskyldurnar,“ segir Ásmundur. Veðrið alltaf gott í hjartanu Ásmundur á frænku sem búið hefur í Keflavík í 75 ár. „Þegar Ljósanótt byrjaði fór hún að sjá ættingja sem hún hafði ekki séð í áratugi. Það sem er mikilvægast er að hún tengir saman fjölskyldurnar og kynslóðirnar. Mér finnst að aðkoma mín, þeirra sem voru á undan mér og þeim sem hafa komið á eftir, hafi sameinast í því sem hefur skilað því að Ljósanótt hefur þróast eins og núna og er styrk og sterk hátíð,“ segir Ásmundur, sem sjálfur verður með árlegt heimboð fyrir sitt fólk sem býr víða um land en mun sameinast heima hjá honum. Hann kvíður ekki veðurspánni og segir að lokum: „Sama hvernig viðrar, ef Ljósanótt er í hjartanu þá er veðrið gott.“
Græjaðu skólann! Allt sem námsmaðurinn þarf Lenovo U430 14” Verð: 149.900 kr.
Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.900 kr.
Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi.
Lenovo Flex 2 15,6” Verð: 114.900 kr.
18 klst.
6 klst.
Létt og liðug með snertiskjá.
10 klst.
Lenovo Y50 15,6” Verð: 199.900 kr.
300
Lipur og kraftmikil. Með HD snertiskjá.
444 9900
Öflugt skjákort og i7 örgjörvi fyrir leikina.
Akranesi Dalbraut 1
Borgarnesi Borgarbraut 61
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
www.omnis.is
Velkomin í Verslunarmiðstöðina Krossmóa Glæsileg Ljósanæturtilboð í verslunum
Skóvinnustofa Sigga
Malai-Thai
Krossmói Reykjanesbæ
50
-ljósanótt
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
í 15 ár
London calling
Styrkur til Skessuhellis í minningu Vilhjálms ÁRIÐ
2008
P
Á
Ljósanótt 2008 var breskur símaklefi afhjúpaður á Lundúnatorgi efst á Hringbraut í Keflavík. Fleiri glæsileg listaverk hafa verið reist víða um bæinn á undanförnum árum.
eningaframlag úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar var afhent fyrir Ljósanótt 2008 til byggingar á Skessuhelli í Grófinni. Styrkinn átti að nota til að taka á móti skólabörnum í Skessuhellinum en hann var formlega opnaður á Ljósanótt þetta ár. Vilhjálmur var mikill skólamaður og skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann varð bráðkvaddur á Ljósanótt árið 2003. Við afhendingu á styrknum kom fram að Vilhjálmur hafði haft sérstakt dálæti af skessusögum og því hafi verið kærkomið að styrkja verkefnið um Skessuhellinn í Gróf.
ÁRIÐ
2009
Söngur og gleði S
öngfólk svæðisins sýndi allar sínar bestu hliðar á hátíðartónleikum í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Ljósanótt 2009. Hér má sjá þau Bylgju Dís Gunnarsdóttur og Jóhann Smára Sævarsson í eldlínunni á sviðinu en flutt voru lög og atriði úr söngleikjum og óperum frá ýmsum tímum. Á rokklínunni voru hins vegar þeir Júlíus Guðmundsson sem söng með Bubba Morthens nokkur GCD lög en Rúnar Júll og Bubbi gerðu það gott í þeirri sveit á sínum tíma.
ÁRIÐ
2010
Geirfugl á Reykjanesi G
eirfuglinn, skúlptúr eftir Todd McGrain, var afhjúpaður á Ljósanótt árið 2010 við Valahnúk á Reykjanesi. Þar stendur fuglinn nú og horfir í átt til Eldeyjar, þar sem síðustu heimkynni hans voru. Þetta sama ár var listamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson með magnaða sýningu í listasal Duus-húsa sem hét „Veisla fyrir skynfærin“.
51
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■Skólaball Magnúsar Kjartanssonar ómar úr ljósastaur á þekktasta götuhorni Keflavíkur:
Vinirnir slógust um sömu stúlkuna „Það er bara skemmtilegt og ég vona að margir fari þarna niðureftir til þess að fara á skeljarnar. Svo er aldrei að vita nema ég verði sjálfur hengdur þarna upp í staurinn. Ég er ólíkindatól,“ segir Magnús Kjartansson, tónlistarmaður úr Keflavík en ljósastaur hefur verið settur upp við gamla Hljómvals-húsið þar sem fólk mun geta hlustað á brot úr hinu þekkta lagi kappans, Skólaball. Magnús hefur samið fjölda laga og texta í gegnum tíðina. Eitt þeirra er Skólaball sem hljómsveitin Brimkló gerði frægt. Í texta við lagið er minnst á stúlkuna sem hallaði sér upp að ljósastaur og hélt um ennið. „Það vissu einhverjir að ég hafði samið þennan texta og lag því það vantaði lag á plötu sem Brimkló gerði á sínum tíma. Þetta bara lak úr pennanum og varð til. Þarna var ég að rifja upp það sem við kölluðum skólaböll og æskulýðsböll um helgar. Þarna vorum við tveir mjög góðir vinir að slást um sömu stúlkuna eins og gerist og gengur. Ég tók þetta mjög alvarlega víst, samkvæmt textanum. Og ekki lýgur minnið þegar maður skrifar svona,“ segir Magnús brosandi. Ekki öll vitleysan eins Ljósastaur hefur verið settur upp við gamla Hljómvals-húsið þar sem fólk mun geta hlustað á brot úr laginu. Magnús hlær. „Nú myndi mamma mín segja: Ja, það er ekki öll vitleysan eins! Þetta er nú svona skemmtileg og glettin hugmynd. Einar Bárðarson spurði mig eitt sinn hvar þessi ljósastaur væri. Ég
sagðist segja honum það ef hann lofaði að segja engum frá því. Það er eins og að hann hafi ekki haldið það loforð. Hann er náttúrulega menntaður í Ameríku og þ ar e r v i n sælt að taka myndir af sér við götuhorn og byggingar sem koma fram í þekktum textum. Einhvern veginn þannig varð þetta til,“ segir Magnús og bætir við að nýi staurinn sé ansi hár og myndarlegur, eins og tíðkaðist þegar hann var ungur. „Þetta var haft svona hátt svo að við gætum ekki stútað perunum strákarnir. Nú á að hengja hátalara þarna upp og fólk getur hlustað á bút úr laginu. Gera þarna rómantískt horn. Það er bara skemmtilegt og ég vona að margir fari þarna niðureftir til þess að fara á skeljarnar. Svo er aldrei að vita nema ég verði sjálfur hengdur þarna upp í staurinn. Ég er ólíkindatól,“ segir Magnús hlæjandi en undanfarin ár hefur hann verið með tónleika með Sönghóp Suðurnesja á fimmtudagskvöldum á Ljósanótt. Þessa Ljósanótt verðum við á miðvikudagskvöldi. Svo hef ég verið að spila með gömlu hljómsveitinni minni Júdasi á Ránni á föstudögum. Það hefur verið voða
gaman. Allir orðnir sautján aftur í nokkra klukkutíma, sem er voða hollt og ekki síst fyrir okkur,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður, sem byrjaði sjálfur 9 ára í drengjalúðrasveit á æskuslóðunum í Keflavík. Hann kemur úr afar tónelskri fjölskyldu. „Já okkur var haldið að þessu og það kemur svolítið vegna þess mömmu mína vantaði eitt ár upp á að klára píanókennararéttindi þegar hún fékk laumufarþega, sem var ég. Það var alltaf til píanó heima og oft mikið fjör í stofunni sem skilaði sér til mín og systkina minna,“ segir Magnús. Prjónaði bleyjubuxurnar á bæjarstjórann Blaðamaður getur ekki sleppt Magnúsi án þess að spyrja hann aðeins út í nýjan bæjarstjóra Reykjanesbæjar, bróður hans Kjartan Má Kjartansson. „Ég er búinn að
Sungið um Ljósanótt - Ljósanæturlögin í gegnum árin
L
jósanæturlög Reykjanesbæjar voru valin frá árunum 2002 til 2008. Þátttaka var mjög góð fyrstu árin og sendum tugir lagahöfunda inn lög í keppnina. Keppninni var jafnan gert hátt undir höfði og var m.a. sýnt beint frá keppninni á Skjá Einum þegar lag Njarðvíkingsins Ásmundar Valgeirssonar, Velkomin á Ljósanótt, sigraði í keppninni árið 2002. Það lag hefur lifað ansi vel og lengi en það er alltaf sungið af grunnskólanemum Reykjanesbæjar þegar blöðrunum er sleppt við setningu Ljósanætur. Árið 2007 varð Ljósanæturlagið afar umdeilt. Kom það til vegna þess að lagið, sem heitir Ó, Keflavík, þótti hefja eitt hverfi Reykjanesbæjar upp til skýjanna. Það þótti gagnrýnivert að hin sveitafélögin sem mynda Reykjanesbæ komu hvergi við sögu í textanum. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona," sagði Jóhann Helgason höfundur lagsins á sínum tíma. „Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári," bætti hann við.
Ásmundur Valgeirsson sigraði fyrstu keppnina um Ljósanæturlagið árið 2002.
þekkja hann síðan hann fæddist. Ég man eftir því þegar ég var að hjálpa mömmu. Þá prjónaði ég bleyjubuxurnar á hann. Ég veit alveg hvaða mann hann hefur að geyma. Ég vil miklu frekar óska íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með hann heldur en honum til hamingju með starfið. Það er alveg ljóst að taka þarf á málum og það þarf einhvern veginn að koma öllu á réttan kjöl. Og ég treysti honum til að gera það. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að sveitarfélögum sé hollast að vera með menn sem eru tengdir taugakerfi sveitarfélagsins alveg langt ofan í jörðina. Hér slær hjarta Kjartans og hann er sannur Suðurnesjamaður í gegn. Við bræður hans höfum flutt í burtu um allar trissur. Það hefur aldrei komið til greina hjá honum. Ég vona að þetta fari allt vel. Hann er hraustur,“ segir Magnús að lokum.
Ég vil miklu frekar óska íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með hann heldur en honum til hamingju með starfið
2002
1. Velkomin á ljósanótt. Höfundur: Ásmundur Valgeirsson. Flytjandi: Einar Ágúst 2. Á Suðurnesjum. Höfundur: Jóhann G. Jóhannsson. Flytjandi: Einar Ágúst 3. Ljósanótt. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi: Margrét Eir
2003
1. Ljóssins Englar: Lag: Magnús Kjartansson Texti: Kristján Hreinsson 2. Bæði úti og inni: Lag: Valgeir Guðjónsson. Flytjandi: Friðrik Ómar Hjörleifsson
2004
1. Þessa einu nótt. Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Védís Hervör 2. María. Höfundur: Magnús Kjartansson. Flytjandi: Helgi Björnsson 3. Mín Ást. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Regína Ósk
2005
1. Haustnótt við Keflavík. Höfundur: Halldór Guðjónsson Flytjandi: Davíð Smári 2. Í alla nótt. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Guðbjörg Magnúsdóttir 3. Gemmér. Höfundur: Hallór Guðjónsson Flytjandi: Íris Kristjánsdóttir
2006
1. Ástfanginn. Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Regína Ósk 2. Bergnuminn. Höfundur: Arnór Vilbergsson. Flytjandi: Jóhannes Eiðsson
2007
1. Ó Keflavík. Höfundur: Jóhann Helgason. Flytjendur: Jóhann Helgason og Rúnar Júlíusson
2008
1. Í faðmi Ljósanætur. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi: Sjonni Brink 2. Rokk og ról. Höfundar: Ellert H. Jóhannsson og Sigurpáll Aðalsteinsson 3. Ég sá ljós. Höfundar: Hermann Ingi og Jónas Hermannsson
52
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fs-ingur
vikunnar
KR-lagið er lúmskt gott
-ljósanótt
í 15 ár
Magnús og Árgangagangan M
agnús Jónss on, bró ðir Steinþórs Jónssonar sem er einn af upphafsmönnum Ljósanætur, átti þessa frábæru hugmynd að Árgangagöngunni, sem nú er orðin eitt vinsælasta atriðið á Ljósanótt. Hér er Maggi í göngunni í sólinni 2011 en honum við hlið er nýbökuð bæjarstjórafrú, Jónína Guðjónsdóttir og fremst til hægri er Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjórans. Meðal atriða þetta árið 2011 var Með blik í auga í fyrsta sinn og þótti heppnast afar vel. Á myndinni má sjá söngkonurnar Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur á sviðinu.
ÁRIÐ
2011
Grænmeti og ávextir í bæjarkeppni ir og er 16 ára Birgitta Hallgrímsdótt eksíþróttaFS-ingur vikunnar heitir afr og t rau Náttúrufræðib Keflvíkingur. Hún er á Ke i flavíkur. lta með meistaraflokk sér að verða línu en hún spilar fótbo lar æt ð, llu n er stundum kö Birdjettah, eins og hú lta og sálfræðingur. atvinnumaður í fótbo Helsti kostur FS? Hann er í Keflavík og er með gott félagslíf.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara mjög gott.
Hjúskaparstaða? Á föstu.
Áhugamál? Fótbolti og vinir.
Hvað hræðistu mest? Köngulær.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Vera atvinnumaður í fótbolta og sálfræðingur.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ísafold fyrir ballethæfileikana sína. Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári er fyndinn. Hvað sástu síðast í bíó? Tammy, hún var góð. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kók í dós Hver er þinn helsti galli? Get stundum verið mikil frekja. Hvað er heitasta parið í skólanum? Seba og Una eru krúttleg. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi stytta tímana.
Ertu að vinna með skóla? Neibb.
2012
S
kemmtileg keppni milli bæjarfélaga fór fram á Flughóteli á Ljósanótt árið 2012 þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. Glæsileg dagskrá var á hátíðarsviðinu þar sem minning söngsystkinanna Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna var heiðruð með vandaðri söngdagskrá.
Hver er best klædd/ur í FS? Guðbjörg Ósk.
Eftirlætis: Kennari - Þorvaldur Fag í skólanum Afreks á morgnana Sjónvarpsþættir Grey's Anatomy Kvikmynd - The fault in our stars Hljómsveit/tónlistarmaður Beyonce og Sam Smith Leikari - Channing Tatum
Áttu þér viðurnefni? Birdjettah.
Vefsíður - Facebook
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Sweg.
Skyndibiti - Villi
Flíkin - Kósýföt Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? KR-lagið er lúmskt gott
póstur u eythor@vf.is
Fjölskylduhjálp Opið á Ljósanótt hjá Nytjamarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14. Suðurnesjamenn og allir aðrir gleðipinnar eru velkomnir á nytjamarkað okkar. Jakkaföt, yfirhafnir, skólafatnaður, dömufatnaður og barnafatnaður á góðu verði. Komið og gerið góð kaup frá 100 kr upp í 1500 kr Hlökkum til að sjá ykkur. Fjölskylduhjálp Íslands Reykjanesbæ.
ÁRIÐ
-
smáauglýsingar TIL LEIGU
ÓSKAST
Stúdíóíbúðir og bílskúrar til leigu að Vatnsnesvegi 5, Keflavík. Frá 50m2 að stærð. Íbúðir á kr. 70.000 á mánuði en bílskúrar frá kr. 50.000. Studio apartments and garage for rent. Size from 50 sam. Price from 70.000 for apartment and 50.000 for garage. Fyrirspurnir/requests: vatnsnesvegur@outlook.com
Reglusöm fjölskylda óskar eftir snyrtilegu 3-6 herb. húsnæði í Keflavík, Njarðvík, Innri Njarðv. S 7742690
TAPAÐ/FUNDIÐ
Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN
Þórhallur Guðmundsson miðill veður með einkatíma miðvikudaginn 10. september. Upplýsingar um tímapantanir í síma 421 3348.
Vagnageymslur í vetur hjá Alex Ferðaþjónustunni Uppl 4212800 á skrifstofutíma eða alex@alex.is
Sjónvarp Víkurfrétta
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja
Árgangur 1954 Kisi býr á Njarðvíkurbraut í InnriNjarðvík. Hann hefur ekki komið heim núna í viku og ekkert hefur heyrst til hans. Hann er ekki með ól en hann er örmerktur. Allar upplýsingar stórar sem og litlar eru vel þegnar í síma 4214022 eða 8634022. Takk fyrirfram.
Árgangur 1954 á Suðurnesjum. Í tilefni af því að við erum öll 6o ára á árinu ætlum við ætlum að hittast á Flughóteli kl 11:30 á laugardaginn fyrir árgangagönguna. Veitingar í boði fyrir kr. 2600 á mann.
53
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014
-ljósanótt
-afþreying
í 15 ár
Veðurguðir í óstuði Í
fyrsta skipti í sögu Ljósanætur var hátíðardagskrá á stóra sviðinu á laugardagskvöld frestað. Þrátt fyrir það tókst hátíðin afar vel eins og alltaf og allir skemmtu sér hið besta þótt einhverjir söngtónar hafi ekki heyrst um Hafnargötuna á laugardagskvöld. Í fyrra var Parísartorgið afhjúpað og Vatnstankurinn fékk alvöru andlitslyftingu. Þá voru tvö bæjarhlið einnig afhjúpuð.
ÁRIÐ
2013
-ljósanæturspjall náttúrlega alltaf jafn spenntur fyrir flugeldasýningunni. Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin? Eftirminnilegasta ljósanóttin er klárlega sem var í fyrra þar sem ég braut símann minn og eyðilagði hann þremur dögum eftir að ég fékk hann. Og mér fannst þetta geggjaður sími.
Friðrik Daði Bjarnason Hvað ætlar þú að sjá? Ekkert planað nema auðvitað fulgeldasýningin, maður missir ekki af henni. Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin? Þegar ég lét mig hafa það að fara í fallturninn! Er svakalega lofthræddur. Er eitthvað sem þú gerir alltaf á Ljósanótt? Já, labba um bæinn með vinunum.
Er eitthvað sem þú gerir alltaf á Ljósanótt? Nei ekkert svona sem ég man eftir.
Hvað finnst þér skemmtilegast við Ljósanótt? Hvað það færist mikið líf í bæinn og alltaf nóg að gera.
Hvað finnst þér skemmtilegast við Ljósanótt? Bara fara niður í bæ og hitta allt fólkið og svo hefur dagskráin verið mjög fín alltaf.
Elmar Þór Þórisson Hvað ætlar þú að sjá? Ég ætla að sjá flugeldasýninguna og tónleikana, það er alltaf i uppáhaldi.
Hvað finnst þér skemmtilegast við Ljósanótt? Ætli það sé ekki djammið bara!
Elinora Guðlaug Einarsdóttir Hvað ætlar þú að sjá? Myndlistarsýningar.
Hvað ætlar þú að sjá? Ætla alveg pottþétt að sjá Ambadama allavega, og svo er maður
Kanntu textann við Ljósanæturlagið? Nei ekki allt, bara viðlagið.
Kanntu textann við Ljósanæturlagið? Kann svona orð og orð hahah.
Kanntu textann við Ljósanæturlagið? Já, allavega hluta af honum.
Indíana Dís Ástþórsdóttir
alltaf á Ljósanótt? Labba niður í bæ og. Fer á sýningar Semecru í bænum.
Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin? Þegar ég eyddi tugum þúsunda króna í leiktækin þegar ég var yngri og þegar pabbi þurfti að draga mig niður í bæ til að horfa á flugeldasýninguna og þurfti liggur við að halda á mér allan tímann. Er eitthvað sem þú gerir
Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin? Eftirminnilegasta Ljósanóttin var þegar ég var í kringum 8 ára með vinum mínum og við sungum og fórum i öll tækin saman.
Hringitónninn vekur lukku Jóna Rut Jónsdóttir, grunnskólakennari, 3ja barna móðir og nýkjörinn bæjarfulltrúi í Grindavíkurbæ er þessa dagana að hefja nýtt skólaár ásamt nemendum og samstarfsfólki. Hún segir að lítið hafi verið um ferðalög hjá sér í sumar en hún fór á tvenn fótboltamót í útilegu sem „soccermom“ á Rey Cup og Símamótið og í viku með manninum sínum til Tyrklands. „Það bjargaði algjörlega sólarlausa sumrinu á Íslandi og hlóð batteríin fyrir veturinn. Svo byrjar pólitíkin á fullu með haustinu og verður gaman að takast á við hana.“ Bókin Í sumar hef ég verið að lesa Maðurinn sem var ekki morðingi og Gröfin í fjallinu eftir Hjorth Rosenfeldt, höfund sjónvarpsþáttanna Brúin. Þetta eru sögur um réttarsálfræðinginn Sebastian Bergman sem leiðbeinir sænsku morðdeildinni í sakamálum. Það eru alls konar fléttur sem koma fram í bókunum og maður þarf að gefa sér góðan tíma í að lesa þær. Ég hef oftast lítinn tíma á veturna að lesa skáldsögur og er þá frekar að lesa eitthvað vinnutengt en gef mér tíma á sumrin til að detta niður í góðar skáldsögur. Ég er veikust fyrir spennusögum/krimmum og rithöfundar frá Norðurlöndunum eru góðir í að skrifa þannig bækur. Sjónvarpsþættir Ég hef mjög gaman af raunveruleikaþáttum eins og American Idol og X-factor. Fjölskyldan hefur líka þetta áhugamál þannig að föstudagskvöld eru sjónvarps-„partý“ kvöld hjá okkur. Svo er ég líka mikið fyrir ameríska spennuþætti, en í sumar þá hef ég verið að fylgjast með Crisis sem er um mannræningja sem rændu börnum mjög háttsettra foreldra í USA og fá foreldrana til að gera ýmislegt ólöglegt til að frelsa börnin sín. Og svo má ekki gleyma Orange is the new black, en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er gaman að fylgjast með Piper og "dömunum" í fangelsinu í sjálfsbjargarviðleitninni. Tónlistin Ég er mikil alæta á tónlist og hef gaman að því að fara á tónleika og njóta góðrar tónlistar. Ég er sérstaklega hrifin af söngkonunni Pink og finnst hún standa upp úr í dag. Ég fór t.d. á tónleikana með henni þegar hún kom hingað til landsins 2004 og voru það einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Lagið hennar Just give me a reason er í miklu uppáhaldi og ég er með það sem hringitón í símanum mínu öðrum til mikillar gleði en ég er oft beðin um að svara ekki. Í mars fór ég líka á alveg frábæra tónleika hérna í Grindavík í tilefni að 40 ára kaupstaðarafmæli bæjarins, en þeir voru með Jónasi Sig. og ritvélum framtíðarinnar, Fjallabræðrum, Sverri Bergmann og lúðrasveitum Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þetta voru alveg frábærir tónleikar og tónlistarmenn á heimsklassa.
póstur u eythor@vf.is
Er eitthvað sem þú gerir alltaf á Ljósanótt? Ég horfi alltaf á flugelda sýninguna og horfi á ljósin á berginu skína skært.
RAUÐAKROSSBÚÐIN
Kanntu textann við Ljósanæturlagið? Ég man ekki allan textann ennþá en get sungið vel með laginu.
50 % afmælis- og ljósanæturtilboð.
Hvað finnst þér skemmtilegast við Ljósanótt? Það skemmtilegasta við Ljósanótt er að vera með vinum og allt lífið niður í bæ er geðveikt, flugeldarsýninginn er alltaf í uppáhaldi.
Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður, skór og gjafavara
Rauði krossinn á Suðurnesjum
54
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Agi og skipulag á æfingum skilaði árangri
Stöðugleikinn var helsti styrkleiki minn á þessu tímabili
-Karen Guðnadóttir tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi „Lykillinn að árangri mínum í sumar og bætingunni er agi og skipulagið á æfingunum síðastliðinn vetur. Ég gerði allt betur í vetur en árin þar á undan,“ segir Karen Guðnadóttir afrekskylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja sem tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi um síðustu helgi. Karen var fimm sinnum á verðlaunapalli á þeim sjö mótum sem fóru fram á Eimskipsmótaröðinni og árangur hennar er því eftirtektarverður. Hún varð í þriðja sæti á stigalistanum á síðasta ári
og markmiðið var að gera betur í sumar. „Ég fer í hvert mót til að vera í baráttunni um sigurinn og það tókst að mestu leyti þótt ég hafi ekki alltaf endað á verðlaunapalli í sumar. Ég var búinn að sýna sjálfri mér hvað ég gæti eftir að hafa endað í þriðja sæti í fyrra og ég tók það besta frá síðasta ári með mér inn í vetraræfingarnar og hafði það alltaf bak við eyrað að ég gæti gert betur. Stöðugleikinn var helsti styrkleiki minn á þessu tímabili.“ Karen ætlar að nýta vetrartímann enn betur fram að næsta tímabili.
„Ég er ekki búinn að skrifa niður markmiðin fyrir næsta tímabiil en ég ætla að halda áfram með svipaðri áherslu og síðastliðin tvö ár. Ég ætla að skipuleggja dagskrána enn betur, það er alltaf hægt að gera betur. Hugafarið er eitt af því sem ég ætla að vinna mikið með, ég þarf að æfa mig fyrir utan keppnishringina að hafa rétt hugarfar. Einnig ætla ég að bæta líkamlega þáttinn, þol og styrk. Ef ég næ að styrkja mig mun það hjálpa mér að halda góðri tækni í sveiflunni,“ sagði Karen Guðnadóttir stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2014.
Grindvíkingar frá hættusvæði eftir magnaða endurkomu
■■Grindvíkingar halda enn upp á fertugsafmæli bæjarins:
140 þátttakendur á afmælisgolfmóti 140 kylfingar mættu til leiks á 40 ára afmælisgolfmóti Grindavíkurbæjar á Húsatóftavelli á laugardaginn, sem má teljast glæsileg þátttaka. Aðeins rigndi á kylfinga fyrir hádegi en eftir hádegi var blíðskaparveður. Það var reynsluboltinn Gunnar Oddgeir Sigurðsson úr Golfklúbbi Grindavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari í punktakeppninni en Helgi Dan Steinsson úr GG vann höggleikinn örugglega. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppninni: 1. Gunnar Oddgeir Sigurðsson GG 37 punktar
XXGrindvíkingar eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá fallbaráttunni í 1. deild karla í knattspyrnu, eftir frábæran endukomu sigur á HK í vikunni. HK komst í 1-0 í fyrri hálfleik og tvö mörk voru einnig dæmd af þeim. Grindvíkingar virtust því eiga á brattann að sækja. Þeir gulklæddu mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og um miðjan seinni hálfleik skoruðu þeir tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og tryggðu sér sigur. Þar voru á ferðinni þeir Óli Baldur Bjarnason og Alex Freyr Hilmarsson. Grindvíkingar fögnuðu vel í leikslok enda allt útlit fyrir að þeir séu endanlega búnir að kveða niður falldrauginn.
Heiðar hættir störfum hjá Keflavík XXHeiðar Birnir Torleifsson hættir sem yfirþjálfari yngri flokka og þjálfari meistaraflokks kvenna í haust. Hann mun hverfa til starfa í Noregi. Heiðar kom til starfa hjá Keflavík fyrir tæpu ári síðan frá Fjallabyggð.
Þessir flottu Grindavíkurdrengir urðu Suðurnesjameistarar á dögunum í 6, flokki A-liða.
Samúel á skotskónum
Þróttarar komnir í undanúrslit XXÞróttur Vogum mun leika gegn Álftanesi í undanúrslitum 4. deildar í knattspyrnu eftir frækinn sigur gegn KFG í tveimur leikjum. Fyrri leikinn unnu Þróttarar 2-0 en framlengja þurfti í seinni leiknum í kvöld þar sem KFG hafði betur 2-0 í venjulegum leiktíma. Það var svo Kristján Steinn Magnússon sem tryggði Þrótturum áfram með marki á 109. mínútu framlengingar. Þróttarar fögnuðu svo vel og lengi að leikslokum en sæti í 3. deild er nú innan seilingar en leikurinn gegn Álftanesi er á laugardag.
Víðismenn sigla lygnan sjó XXVíðismenn eru í sjöunda sæti 3. deildar karla eftir 2-2 jafntefli við Magna frá Grenivík. Mörk Víðismanna í leiknum skoruðu þeir Einar Karl Vilhjálmsson og Guilherme Emanuel Silva Ramos. Þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Leik lokið hjá stelpunum
2. Pétur Runólfsson GR 37 punktar 3. Harpa Rós Björgvinsdóttir GHG 37 punktar Þar sem þessi þrjú voru efst og jöfn réðust úrslitin á síðustu 6 holunum. Helgi Dan Steinsson lék hringinn á 70 höggum en Hafsteinn Hafsteinsson úr GHG og Sigurgeir Guðjónsson úr GG léku á 75 höggum. Þá voru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu og svo ýmis útdráttarverðlaun. Mótið tókst ljómandi vel en Golfklúbbur Grindavíkur sá um framkvæmd þess í samstarfi við afmælisnefnd Grindavíkurbæjar.
vík og Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjögur lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur, Njarðvíkur og Hauka. Þá eru þrjú lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík, Njarðvík og Grindavík.
XXKeflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson sem er á mála hjá enska liðinu Reading er heldur betur á skotskónum á undirbúningstímabilinu. Samúel hefur þegar skorað fimm mörk, en til samanburðar gerði hann sjö mörk á öllu tímabilinu í fyrra með unglingaliðum liðsins. Síðast skoraði Samúel tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri gegn Suður-amerísku úrvalsliði. Samúel freistar þess að vinna sér sæti í liði Reading sem leikur í 1. deild á Englandi en tímabilið er við það að hefjast.
Ljósanæturmótið í körfubolta XXLjósanæturmótið í körfubolta verður haldið núna dagana 2. - 4. september í TM-Höllinni í Kefla-
XXÍ 1. deild kvenna er tímabilinu lokið, en þar leika Grindvíkingar og Keflvíkingar. Í lokaleikjunum gekk liðinum misvel þar sem Keflvíkingar töpuðu 6-0 gegn HK/Víkingi, á meðan Grindvíkingar höfðu 0-2 sigur gegn Bí/Bolungarvík. Grindvíkingar höfnuðu í þriðja sæti A-riðils 1. deildar á meðan Keflvíkingar enduðu á botninum.
Fjölmargir Keflvíkingar í landsliðinu XXUm helgina síðustu voru nýju landsliðsþjálfarar Íslands í tækni með úrtökur fyrir landsliðin og undirbúningshópa landsliðsins í taekwondo. Þjálfararnir eru systurnar Edina (yfirþjálfari) og Lisa Lents (aðstoðarþjálfari), þær eru frá Danmörku og eiga langan og árangursríkan feril sem keppendur og alþjóðlegir dómarar. Keflvíkingar voru með marga iðkendur sem reyndu að komast inn og að lokum komust 11 í landsliðshópinn og 10 í Talent Team.
55
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014
Hvernig koma körfuboltaliðin undan sumri? Körfuboltinn fer óformlega af stað með Ljósanæturmótinu. Því er tilvalið að fara yfir stöðuna á Suðurnesjaliðinum og skoða mannabreytingar. Öll Suðurnesjaliðin leika í úrvalsdeild þennan veturinn nema kvennalið Njarðvíkinga sem leikur í 1. deild. Nokkrar áhugaverðar breytingar hafa átt sér stað í sumar, en þar ber hæst að nefna vistaskipti Magnúsar Gunnarssonar frá Keflavík yfir í Grindavík, endurkomu Gunna Einars og Damons hjá Keflvíkingum og brotthvarf Elvars Más Friðrikssonar hjá Njarðvíkingum. Enn eru sjálfsagt ekki öll kurl komin til grafar en svona líta leikmannamálin út á þessari stundu.
Brynjar Guðnason hættur Njarðvík kvenna:
Farnar: (Allar farnar nema 2-3 leikmenn samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Inga þjálfara) Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Ásdís Vala Freysdóttir til Grindavíkur Salbjörg Sævarsdóttir í Hamar Keflavík karla: Komnir: Damon Johnsson kemur til landsins um miðjan september Gunnar Einarsson er byrjaður aftur Almar Guðbrandsson frá ÍG Eysteinn Ævarsson frá Hetti Andrés Kristleifsson frá Hetti Aron Eyjólfsson frá Hamri Titus Rubles (kemur eftir Ljósanæturmót) Farnir: Darrell Lewis í Tindastól Magnús Gunnarsson í Grindavík Hafliði Brynjarsson hættur Ragnar Albertsson (óvíst) Aron Albertsson (óvíst)
Farnar: Óvíst er með Birnu Valgarðsdóttir en hún er líklega hætt Bryndís Guðmundsdóttir kemur aftur í desember, er í heimsreisu. Aníta Viðarsdóttir er hætt Thelma Ásgeirsdóttir er hætt
Efri sérhæð og ris í mjög reisulegu húsi innst í botnlanga ásamt 32,5m² bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, stigagang, eldhús, baðherbergi, þvottahús, stofu og þrjú svefnherbergi á hæðinni. Tvö svefnherbergi og hol ásamt baðherbergi eru í risi. Á þaki er nýtt þakjárn, ásamt nýrri einangrun og pappa. Búið er að endurnýja skolplagnir, ofnalagnir og neyslulagnir sem og raflagnir og rafmagnstöflu. Íbúðin er mikið endurnýjuð að innan og skipt var um glugga í bílskúr fyrir um ári. Nánar upplýsingar á skrifstofu Eignasölunnar Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann).
Grindavík karla: Farnir: Jón Axel Guðmundsson í nám erlendis Ingvi Þór Guðmundsson í nám erlendis Kjartan Helgi Steinþórsson til KFÍ Hinrik Guðbjartsson í nám erlendis Komnir: Magnús Gunnarsson frá Keflavík Oddur Kristjánsson frá KR Þorsteinn Finnbogason frá Haukum Brandon Roberson (verður með á Ljósanæturmótinu)
Keflavík kvenna: Komnar: Marín Laufey Davíðsdóttir frá Hamri Hallveig Jónsdóttir frá Val Carmen Tyson-Thomas (kemur eftir Ljósanæturmótið)
HÁTÚN 34, REYKJANESBÆ
Njarðvík karla: Komnir: Ólafur Aron Ingvason frá Þór A. Oddur Birnir Pétursson frá Val Rúnar Ingi Erlingsson frá Val Mirk o Stefán Virije vic frá KFÍ (verður með á Ljósanæturmótinu) Justin Salisbury (verður ekki með á Ljósanæturmótinu) Farnir: Elvar Már Friðriksson (í nám erlendis)
Grindavík kvenna: Komnar: Ásdís Vala Freysdóttir frá Njarðvík Guðlaug Björt Júlíusdóttir frá Njarðvík Rachel Tecca (spilar á Ljósanæturmótinu) Petrúnella Skúladóttir (byrjar aftur) Farnar: Helga Hallgrímsdóttir flutt á Akureyri
Keflvíkingar í baráttu upp á líf og dauða XXKeflvíkingar töpuðu fyrir Fram 2-4 á heimavelli þegar liðin áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á sunnudag. Kef lv ík ingar leiddu verðaskuldað 1-0 í hálfleik eftir að Hörður Sveinsson hafði skorað. Framarar mættu svo dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik og hreinlega pökkuðu Keflvíkingum saman. Þeir skoruðu fjögur mörk áður en Hörður náði að svara fyrir Keflvíkinga og minnka muninn. Keflvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsæti og sitja í níunda sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Stjörnunni á útivelli. „Við erum bara komnir í bullandi fallbaráttu, það er bara svoleiðis,“ sagði fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson eftir leik. Þetta er bara staðan í dag og það er erfitt að breyta því núna. Það eru bara næstu leikir sem telja,“ bætti Haraldur við.
Reynismenn töpuðu í Breiðholti XXReynismenn töpuðu 3-1 gegn ÍR í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Eftir leikinn sitja Reynismenn í neðsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar komust í 3-0 áður en Jóhann Magni Jóhannsson minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok fyrir Sandgerðinga.
Mikilvægur sigur Njarðvíkinga XXNjarðvíkingar unnu afar mikilvægan sigur á Aftureldingu í 2. deild karla og komust fyrir vikið upp úr fallsæti um stundarsakir. Lokatölur leiks urðu 1-0 en leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga. Það var Björn Axel Guðjónsson sem skoraði mark Njarðvíkinga í leiknum. Njarðvíkingar sitja nú í tíunda sæti deildarinnar, sem er fallsæti, en Völsungar eru tveimur stigum á undan þegar þrjár umferðir eru eftir.
+ www.vf.is
83% LESTUR
vf.is
FIMMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 2014 • 34. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Ljósmyndaleikur Víkurfrétta og Reykjanesbæjar - Veglegir vinningar
#ljosanott2014 Re y kj an e s b ær o g Ví ku rfréttir standa aftur f yrir skemmtilegum ljósmyndaleik í tengslum við Ljósanótt þar sem snjallsíminn getur fært fólki glæsilega vinninga. Nú leitum við til bæjarbúa og gesta til þess að fanga andrúmsloftið á einni glæsilegustu bæjarhátíð landins með ljósmyndum. Það eina sem þú þarf að gera er að merkja myndina þína frá hátíðarhöldunum #ljosanott2014 á ljósmyndaforritinu Instagram. Myndin þarf á sem bestan hátt að fanga stemninguna á Ljósanótt og að sjálfsögðu skemmir ekki að myndin sé falleg og frumleg. Vinningshafar verða birtir í Víkurfréttum þann 11. september. Myndir verða einnig birtar á vefsíðu Víkurfrétta vf.is á meðan Ljósanótt stendur yfir. 1. verðlaun - IdeaTab A7600 spjaldtölva frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þús. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki. Einnig sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 2.verðlaun - Árskort í Sundm i ð s t ö ð / Va t n a v e r ö l d Sunnubraut að verðmæti 22. þús. Einnig þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 3. verðlaun - 15 þúsund kr. inneign í Netto Krossmóa. Einnig eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú.
María Sigurborg Kaspersma stóð uppi sem sigurvegari í leiknum í fyrra með þessari mynd.
#ljosanott2014
-mundi Það er ég sem ræð í Reykjanesbæ, nú vantar mig bara fiðluna.