Víkurfréttir
Nýr& betri opnunartími
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Virka daga 9-20
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
F IMMTUDAGUR 10. D ESE MBE R 2 0 15 • 4 8. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
MILLJÓNATJÓN Í ÓVEÐURSLÆGÐ
Milljónatjón varð í óveðrinu í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Þakjárn losnaði af nokkrum húsum og fauk m.a. um gamla bæinn í Keflavík þar sem það skemmdi bæði bíla og hús. Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes höfðu í nógu að snúast en á meðfylgjandi mynd koma þeir þakplötu í skjól við Íshússtíg. Fleiri myndir frá veðurhamnum í blaðinu í dag.
72% hlynnt iðnaðaruppbyggingu í Helguvík -DRÆM ÞÁTTTAKA Í ÍBÚAKOSNINGU Í REYKJANESBÆ
F
leiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4 prósent er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. við Berghólabraut en 451 eða 48,3 prósent á móti. Samtals skiluðu 12 auðu atkvæði sem gera 1,3 prósent. Rafrænar íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar upp-
byggingar kísilvers í Helguvík hófust 24. nóvember sl. Tæplega 2800 íbúar höfðu fyrr á árinu skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Einungis þriðjungur þess fjölda tók þátt í kosningunni, eða 8,71 prósent íbúa á kjörskrá. Óformlegur áhugahópur um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi lét framkvæma símaog netkönnun meðal íbúa í Reykjanesbæ nú
í desember. Úrtakið var 1201 einstaklingar og svarhlutfallið 45,4 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt iðnaðaruppbyggingu í Helguvík. Af þeim sem tóku afstöðu voru 71,9 prósent hlynnt og 28,1 prósent andvíg. Sé svörunum skipt niður voru 12,1 prósent mjög andvíg iðnaðaruppbyggingu í Helguvík og 16 prósent frekar andvíg. Þá voru 41,5 prósent frekar hlynnt og 30,3 prósent mjög hlynnt. Sjá nánar á bls. 10.
Tækifærin á Suðurnesjum eru gríðarleg „Þið eruð sætasta stelpan á ballinu, þegar kemur að þessari ferðamannasprengju. Tækifærin á Suðurnesjum eru gríðarleg, af öllum toga í ferðamannaiðnaðinum,“ segir Skúli Mogensen, eigandi Wow air flugfélagsins í viðtali við VF en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu Atvinnurþróunarfélagsins Heklunnar í Hljómahöll í síðustu viku. Umræðuefnið var framtíð og möguleikar Suðurnesja. „Ég hef sagt að þetta sé okkar stærsta tækfæri. Við höfum bara ekki þorað að trúa þessari öru þróun. Þess vegna hefur fjárfestingin og uppbyggingin ekki verið í réttum takti. Þá finnst mér þessi umræða um tilveru og framtíð Keflavíkurflugvallar á villigötum. Keflavíkurflugvöllur er framtíðarvöllur landsins og verður það. Það er enginn tími til að efast um það“. Sjá ítarlegra viðtal við Skúla á bls. 8 og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is.
Jólablaðið í næstu viku J ólablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku. Blaðið verður bæði þykkt og myndarlegt. Við hvetjum auglýsendur til að vera tímanlega á ferðinni og bendum á síma auglýsingadeildar sem er 421 0001 og póstfangið fusi@vf.is. Sími fréttadeildar er 421 0002 og póstfangið vf@vf.is.
ATH!
NÝR OG BETRI FÍTON / SÍA
OPNUNARTÍMI einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Virka daga
10:00 – 19:00
Helgar
10:00 – 18:00
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
2
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Leikskólinn Tjarnarsel auglýsir eftir leikskólakennara/ þroskaþjálfa í 100%. Þarf að geta hafið störf í janúar/ febrúar. Umsóknarfrestur er til 30 desember nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig má nálgast upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Nánari upplýsingar veitir Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri (gsm: 616-9974) og Ragnhildur Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri (gsm: 863-0091) Tjarnarsels. Einnig má nálgast upplýsingar um leikskólann, á vefsíðunni, www.tjarnarsel.is.
BRÉFAMARAÞON Bréfamaraþon Amnesty International stendur nú sem hæst í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þar eru tilbúin bréf til að undirrita og senda stjórnvöldum víða um heim en bréfin krefjast úrbóta á mannréttindabrotum. Einnig er þolendum mannréttindabrota sendar stuðningskveðjur og þannig minnt á að þeim hefur ekki verið gleymt. Bréfamarþonið stendur til 18. desember.
NOTALEG SAMVERUSTUND Laugardaginn 12. desember klukkan 11:30 verður notaleg samverustund með Höllu Karen í Bókasafni Reykjanesbæjar. Halla Karen les jólasögur og syngur jólakvæði.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Sandgerðisbær greiðir fyrir námsgögn grunnskólanema - Fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára samþykkt af bæjarstjórn
F
oreldrar grunnskólabarna í Sandgerðisbæ munu ekki þurfa að greiða fyrir námsgögn og börn af erlendum uppruna fá kennslu í móðurmáli sínu. Þetta er meðal þess sem fjárhagsáætlun bæjarins til næstu fjögurra ára kveður á um en hún var afgreidd á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Við afgreiðslu áætlunarinnar var bókað að hún væri unnin með hliðsjón af tíu ára langtímaáætlun frá 2012 til 2022. Þá var einnig bókað að áætlunin standist ákvæði sveitarstjórnarlaga um rekstrarjöfnuð og skuldaviðmið og er áætlað að Sandgerðisbær nái þeim viðmiðum á árinu 2019. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, ríkti góð samstaða innan bæjarstjórnarinnar um vinnslu fjárhagsgerðarinnar líkt og undanfarin ár. „Áætlunin ber þess merki að mikil áhersla er lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi, má í því sambandi nefna að í fyrsta sinn munu námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans að kostnaðarlausu, áfram verður veittur hvatastyrkur að fjárhæð 30.000 kr. til barna á aldrinum 4 til 18 ára til íþrótta- og frístundastarfs. Þá verður að nýju
tekin upp kennsla á móðurmáli barna af erlendum uppruna,“ segir hún. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkar úr 35.000 í 40.000 krónur á mánuði miðað við fulla vistun. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur Sandgerðisbæjar á árinu 2016 muni nema 1.763 milljónum króna en rekstrarútgjöld 1.622 milljónum kr. án fjármagnsliða. Með fjármagnsliðum er rekstrarniðurstaðan neikvæð um tæpar 75 milljónir kr. Stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Sandgerðisbæjar er fræðslu- og uppeldismál en í þann málaflokk fara um 48 prósent af tekjum
Allir hjartanlega velkomnir.
Miklu færri þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ
NESVELLIR Á AÐVENTU Fimmtudaginn 10. desember kl. 14:00 kemur Möguleikhúsið með leiksýningu. Föstudaginn 11. desember kl. 12:00 verður jólahlaðborð. Ásmundur Friðriksson les úr nýrri bók sinni. Allir hjartanlega velkomnir.
FJÖLBREYTTIR JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir mjög fjölbreyttu tónleikahaldi fyrir þessi jól eins og ævinlega. Sjá vefsíðu skólans www.tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og fésbókarsíðu. Einnig eru upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í síma 420-1400. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri
HLJÓMAHÖLL
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN VALDIMAR 30. DES KL. 20:00 - UPPSELT! VALDIMAR 30. DES KL. 23:00 FÁIR MIÐAR EFTIR! MIÐASALA FER FRAM Á HLJOMAHOLL.IS
sveitarfélagsins, næst á eftir eru æskulýðs- og íþróttamál með 12 prósent útgjaldanna. 9 prósent fara til félagsþjónustu. Gert er ráð fyrir að 54 milljónum verði varið í fjárfestingar og framkvæmdir og tæpum 50 milljónum til viðhaldsframkvæmda. Gjaldskrár munu taka breytingum í takt við vísitölu neysluverðs og launa og hækka að jafnaði um 4,5 prósent á milli ára. Verðbólga og breytingar á kjarasamningum eru óvissuþættir sem geta haft áhrif á fjárhagsáætlunina en útgjöld vegna launa eru 44 prósentum af heildartekjum.
Leggja ljósleiðararör með Reykjanesbraut O
rkufjarskipti hf. hafa sótt um framkvæmdaleyfi til Sveitarfélagsins Voga fyrir lögn ljósleiðarrör meðfram Reykjanesbraut. Fyrir liggur heimild Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni að uppfylltum skilyrðum. Þá liggur fyrir álit Skipulagsstofn-
unar sem telur að framkvæmdin falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrirtækisins með þeim skilyrðum sem koma fram í bréfi Vegagerðarinnar.
Rúða brotnaði í flugstjórnarklefa í flugtaki X„Styðstu X flugferð minni lokið, frá flugstöð út á braut og að flugstöð aftur og send heim,“ segir farþegi á leið til Oslóar í Noregi frá Keflavíkurflugvelli í fésbókarfærslu. Rúða brotnaði í flugstjórnarklefa þotu Norwegian þegar vélin var að hefja flugtak frá Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Hætt var við flugtakið, vélinni var snúið aftur að flugstöðinni og farþegarnir sendir heim. „Það var nú gott að rúðan brotnaði ekki eftir að í loftið var komið,“ bætir farþeginn við en önnur vél frá Norwegian kom til landsins daginn eftir og sótti farþegana.
XXMinnkandi atvinnuleysi hefur áhrif á greiðslu fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum. Þannig var útgreidd fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ í október 2016 12,8 millj. kr. á móti 20,3 millj. kr. árið 2014. Lækkun í húsaleigubótum er minni en hún nam 33 millj. kr. í október 2015 en var 36,4 millj. kr. í sama mánuði í fyrra. Í Reykjanesbæ voru 257 einstaklingar án atvinnu í október og var 114 færri en í sama mánuði í fyrra. Heildarfjldi atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 372 í október.
Heilsugæslan flutt og fundaraðstaðan bætt XXÚtibú heilsugæslunnar í Vogum er nú flutt úr Iðndal í aðstöðu sem hefur verið útbúin í Álfagerði. Móttaka heilsugæslulæknis er sem fyrr árdegis á þriðjudögum og eru tímar bókaðir hjá HSS í Reykjanesbæ. Framkvæmdir eru þegar hafnar við breytingu á húsnæðinu sem heilsugæslan var í áður. Í nýja rýminu verður m.a. nýr fundarsalur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga og aðstaða fyrir starfsemi félagsþjónustunnar. Fram til þessa hefur fundaraðstaða á bæjarskrifstofunum verið bágborin, eina fundarherbergið á skrifstofunni er jafnframt kaffistofa starfsfólks. Það er því löngu tímabært að bæta úr aðstöðuleysinu og fagnaðarefni að lausn sé í sjónmáli, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu.
þegar Skjóða og Langleggur kíkja í heimsókn til okkar í Krossmóa Verslunarmiðstöð Frést hefur að nokkrir jólasveinar ætli að koma með þeim. Aldrei að vita nema þeir taki eitthvað með sér í poka og stilli sér upp fyrir myndatöku með börnunum.
Hlýlegur jólaandi
í Krossmóa Glæsilegt úrval af gjafavörum fyrir stóra sem smáa
11.
DES.
KL. 17:0
0-18:00
Jólasteikin í ár kemur frá kjötsel
Hangilæri m/beini 2.799 kr | 25%
2.099 kr/kg gshryggur Vinnin
2014
Hamborgarhryggur 1.798 kr | 30%
1.259 kr/kg
Londonlamb 2.746 kr | 20%
2.197 kr/kg
Léttreyktur lambahryggur 2.470 kr| 20 %
Úrbeinaður hangiframpartur 2.998 kr| 20%
1.976 kr/kg
2.398 kr/kg
WWW.NETTO.IS MJÓDD · SALAVEGUR · BÚÐAKÓR · GRANDI · AKUREYRI · HÖFN · GRINDAVÍK · REYKJANESBÆR · BORGARNES · EGILSSTAÐIR · SELFOSS
Tilb oð á JÓLABÆKjLóINlaGbUóRkum ALVÖRU MATUR
frábær jól a- eðkjöt Spennandi erlent a möndlugj öf aðeins
I
I
4.549 kr
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
ER KOMINN ÚT Verð: 4.689
kr
Verð: 4.354
Verð: 2.798
UPPSKRIFTIR AFÞREYING
kr
GÆSABRINGUR 3.498 KR/KG
kr
Verð: 4.689
Verð: 3.398
GOTTERÍ KJÖT MEÐLÆTI Verð: 3.349 kr BAKSVeTrðU:R3.215 kr
kr
aðeins
11.049 kr Verð: 4.689
kr
Verð: 4.998
f sem gleður....
Gjafakort er gjö
Goða Pate FAJITAS m/beikoni & döðlum
Verð: 3.119 kr
askapi
kr
l
Verð: 3.21 jó5 kr
BARBECUE ARGENTÍNU KJÚKLINGABRINGUR KJÚKLINGABRINGUR
1.690 kr| 12 %
549 kr/pk
eg
unv ehf markhonn
KJÚKLINGABRINGUR
Verð: 3.704
e
l ði
Gl
jól
eg leðil
G
GÆS - HEIL
6.998 KR/STK
NÝTT KORTATÍMABIL
kr
Verð: 2.798
kr
KALKÚNN - HEILL 998 KR/KG
Verð: 2.998
kr
Verð: 2.498
kr
Verð: 2.998
Verð: 4.998
kr
ANDALEGGUR/LÆRI 1.798 KR/KG
Verð: 2.498
kr
Verð: 2.498
kr
ARGAL PAVO KALKÚNN DELI 3.391 KR/KG
num st í verslu Nettó fæ Gjafakort lt. al nd la Nettó um í notkun. þægilegt einfalt og nari Kortið er r allar ná okkar veiti ar þig verslana og aðstoð tið Starfsfólk or ak af r um gj upplýsinga geði. Verð: 2.4 eð glöðu m98 kr KENGÚRU NAUTALUNDIR - NÝJA SJÁLAND Verð: 2.4FILLE 98 Verð: 2.498 KR/KGkr KR/KG kr Verð: 2.298 www.netto.is kr|
Verð: 2.798
kr
84 BLS AF FRÁBÆRUM TILBOÐUM 3.598
.is oðin gilda www.netto garnes · Egilsstaðir · Selfoss | tilb kjanesbær · Bor fn · Grindavík · Rey
2.999
. desember 2015
10.-16
17 www.nett o.i
s
|
79
| Mjódd · Sal
Ferskt lambalæri 1.690 kr| 12 %
1.487 kr/kg
Úrbeinað hangilæri 3.998 kr| 25%
2.999 kr/kg
kr
kr
DÁDÝRAVÖÐVAR - NÝJA SJÁLAND 3.598 KR/KG
ri · Hö
Grandi · Akurey avegur · Búðakór·
kr
Verð: 2.999
kr
DANISH CROWN HÁGÆÐA NAUTALUNDIR 3.997 KR/KG
ANDABRINGUR - FRANSKAR 2.998 KR/KG
78 | Ne ttó í jól
Verð: 2.798
KALKÚNABRINGUR - ERLENDAR 2.098 KR/KG
JÓLAGJAFIR Verð: 4.689
kr
Bayonneskinka 1.996 kr | 40%
1.198 kr/kg
Nettó bjúgu 6 stk 934 kr | 40%
560 kr/pk
TILBOÐIN GILDA 10. – 16. DES 2015 ÞÚ GETUR NÁLGAST BÆKLINGINN Í HEILD SINNI Á NETTO.IS | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL | VÖRUÚRVAL GETUR VERIÐ BREYTILEGT MILLI VERSLANA
6
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON
vf.is
Skúli ekki að skafa utan af því! ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Hann var ekki að skafa utan af hlutunum hann Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins á fundi um stöðuna á Suðurnesjum í Hljómahöllinni í síðustu viku. Skúli fór mikinn og sagði að Suðurnesin væru sætasta stelpan á ballinu þegar kæmi að ferðaþjónustunni. Suðurnesin væru mest spennandi svæðið á Íslandi á næstu árum. Þá yrðu Íslendingar að fara að viðurkenna og þora að meðtaka þá svakalega hröðu þróun sem á sér stað í ferðaþjónustunni. Nú þegar væri tregða í því búin að koma niður á vexti Wow. Það er óhætt að segja að það hafi komið meðvindur með kappanum á fundinum fyrir heimamenn sem núna eru í allt annarri stöðu en fyrir tveimur árum síðan. Skúli benti til dæmis á það að Wow hefði ekki verið til fyrir fimm árum en yrði komið með 800 starfsmenn árið 2017 og að Bláa lónið væri heldur ekki mjög gamalt fyrirtæki og væri með um 400 starfsmenn.
Þessi fyrirtæki hafi orðið til án nokkurrar aðkomu opinberra aðila sem hefðu hins vegar hjálpað mikið til í uppbyggingu stóriðju sem hann sagði á villigötum og algera tímaskekkju. Talandi um stóriðju þá er óhætt að segja að það hafi verið mikil vonbrigði hvað þátttaka var lítil í íbúakosningu um málefni kísilvers Thorsils í Helguvík. Um 900 manns tóku þátt en 2800 skrifuðu á undirskriftalista um að fram færi kosning. Þetta er ráðgáta og er óhætt að segja að það sé frekar fátt um svör frá þeim sem létu hæst í þessu máli. Þá eru þetta líka vonbrigði þegar horft er til íbúalýðræðis að þátttaka í rafrænni kosningu hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Það þarf virkilega að skoða hvað hafi komið í veg fyrir þátttöku. Var þetta of flókið eða var áhugi fólks bara ekki meiri? Vonbrigði á alla kanta. Ofan í þetta koma svo tíðindi úr splunkunýrri skoðanakönnun í Reykjanesbæ um viðhorf fólks til iðnaðaruppbyggingar í Helguvík. Yfir 70% sögðust hlynnt uppbyggingunni.
Fjölmenn ráðstefna Heklunnar um framtíðarmöguleika Reykjanessins og stöðuna í dag:
Gríðarleg tækifæri á Suðurnesjum Skúli Mogensen fór mikinn í erindi sínu um möguleika Suðurnesja, á gömlum heimaslóðum en hann fæddist í Keflavík og bjó fyrstu árin sín í bítlabænum. VF-myndir/pket.
Skúli Mogensen eigandi Wow flugfélagsins segir að tækifærin séu gríðarleg á Suðurnesjum í tenglsum við ferðaþjónustuna og starfsþröfin mikil á næstu árum:
Þið eruð sætasta stelpan á ballinu „Þið eruð sætasta stelpan á ballinu, þegar kemur að þessari ferðamannasprengju. Tækifærin á Suðurnesjum eru gríðarleg, af öllum toga í ferðamannaiðnaðinum,“ segir Skúli Mogensen, eigandi Wow air flugfélagsins í viðtali við VF en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu Atvinnurþróunarfélagsins Heklunnar í Hljómahöll í síðustu viku. Umræðuefnið var framtíð og möguleikar Suðurnesja. Skúli hefur byggt upp flugfélagið á stuttum tíma og náð mjög góðum árangri en hann segir að menn séu einhvern veginn ekki að viðurkenna þá öru þróun sem er í ferðaþjónustunni og ekki nógu hröð viðbrögð við stækkun og breytingu Keflavíkurflugvallar hafi meðal annars komið niður á stækkun Wow félagsins fyrstu tvö árin. „Ég hef sagt að þetta sé okkar stærsta tækfæri. Við höfum bara ekki þorað að trúa þessari öru þróun. Þess vegna hefur fjárfestingin og uppbyggingin ekki verið í réttum takti. Þá finnst mér þessi umræða um tilveru og framtíð Keflavíkurflugvallar á villigötum. Keflavíkurflugvöllur er framtíðarvöllur landsins og verður það. Það er enginn tími til að efast um það.
Framtíðaruppbygging liggur fyrir í masterplani og það þarf að byrja strax á framkvæmdum, hefði þurft í raun að vera í gær. Það virðist ekki vera einhugur um málið og því óttast ég að tímaáætlun muni ekki standast.“ Skúli segir mjög mikilvægt að hagsmunir í þessu máli séu allt að 200 milljarðar króna og því mjög brýnt að settur sé saman samstarfshópur sem tækli þetta mál svo það gangi eins og þarf. Aðalmarkmiðið á að vera að stækka kökuna og þrátt fyrir að það sé samkeppni milli aðila er mikilvægt að allir sameinist undir einu flaggi um að styrkja innviðina og byggja upp. Það munu allir græða á því. 80% tengifarþegar sem þarf að ná betur til Skúli segir að uppbygging flugfélagsins byggist að mestu á farþegum sem noti Ísland sem stoppieða tengistöð en um 80% farþega séu slíkir. Heimamenn þurfa að nýta sér tækifærin í kringum það, m.a. með því að fá þessa farþega til að stoppa lengur. Fjölgun áfangastaða Wow snúist um að ná betur til 80% hópsins en ferðamannaaukningin til og frá Íslandi muni
samfara þessu aukast en hún nemur um 20% af heildarkökunni í dag. Skúli fæddist í Keflavík og móðurfjölskyldan hans er þaðan. Föðurfjölskyldan frá Selfossi. „Þetta er svaka kokteill,“ sagði hann og hló en varðandi framtíðina sagði hann Suðurnesin í algerri sérstöðu. „Starfsþörfin verður gríðarlega mikil á Suðurnesjum á næstu árum, svo nemur þúsundum. Þið eruð eins og ég segi: Sætasta stelpan á ballinu, í þessum ferðamannaiðnaði. Svo er einnig fleira í pípunum á Reykjanesi í öðrum greinum.“ Skúli sagði að efla þyrfti samgöngur um allt land en ekki síst á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og dæmið um hraðlestina ætti að skoða betur. Það myndi styrkja svæðið til framtíðar sem þyrfti á miklu starfsfólki að halda í náninni framtíð. Það gæti komið frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og þá skiptu góðar samgöngur miklu máli. Hraðlest myndi vera góður þáttur í flæði til og frá svæðinu bæði fyrir ferðamenn og vinnumarkaðinn. Þá myndi það hafa góð áhrif á húsnæðismál. „Ég held að það þróunin á vinnumarkaði verði
meiri á þann veg á næstunni að fólk muni sækja til Suðurnesja en öfugt og þannig verði enn meiri fólksfjölgun. Það verði eftirsóknarvert að sækja vinnu þangað vegna þessara miklu tækifæra sem eru á svæðinu.“ Stóriðja ekki í framtíð Íslands Skúli hefur ekki leynt þeirri skoðun sinni að hann er ósáttur við stefnuna í stóriðjumálum. Hún eigi ekki heima í framtíð Íslands, bæði hvað varðar tengingu við ferðaþjónustuna og einnig viðskiptalegs eðlis. Uppbygging hafi gengið vel á undanförnu árum án hennar. Hann sagði að það væri mikilvægara að efla nýsköpun og verðmætaaukningu og nefndi sem dæmi um það í ferðaþjónustunni eigið fyrirtæki, Wow, hefði ekki verið til fyrir fimm árum og Bláa Lónið fyrir tuttugu árum. Samtals verði þessi tvö fyrirtæki með um eitt þúsund starfsmenn á næsta ári. Wow hefði byrjað með tvær flugvélar árið 2012 en á næsta ári, 2016 verði þær orðnar tíu, þar af þrjár breiðþotur og árið 2017 verði vélarnar orðnar fimmtán, farþegafjöldinn með Wow orðinn 2,5 milljón og veltan 55 milljarðar króna.
XXÞað búa gríðarlega mörg tækifæri á Suðurnesjum og þau þarf að virkja. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjölmennri ráðstefnu Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sem haldin var í Hljómahöll sl. fimmtudag. Þar var fjallað um stöðuna á Suðurnesjum í dag, tækifærin og þær hindranir sem þarf að hafa í huga en yfirskrift ráðstefnunnar var: Hver er staðan? Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður skoðunarkönnunar sem HN markaðssamskipti hafa unnið fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum á ímynd Reykjaness og vinna sem framundan er í bættri ímynd svæðisins í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki með stuðningi frá Sóknaráætlun Suðurnesja. Þeir sem fluttu erindi voru Skúli Mogenssen framkvæmdastjóri Vow air sem lagði áherslu á uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til framtíðar, Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Codland sagði frá nýsköpun í sjávarútvegi þar sem stefnt er að 100% nýtingu þorksins, Kristján Ásmundsson skólameistari FS sagði frá áskorunum í tengslum við starfs- og iðnám á Suðurnesjum og Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins sagði frá mikilvægi mannauðs hjá fyrirtækinu sem er einn af stærri vinnuveitendum á Suðurnesjum. Fundarsjtóri var Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sagði hún eftirtektarvert hversu mörg verkefni væru í farvatninu á Suðurnesjum og mikilvægt að rétt væri að málum staði svo nýta megi þau tækifæri sem vissulega búi á svæðinu. Magnea Guðmundsdóttir sagði frá magnaðri uppbyggingu Bláa Lónssins á undanförnum árum. Ímynd Suðurnesja er lægsta allra landssvæða á Íslandi en mörg tækifæri eru í stöðunni til að snúa því við, sagði Kristján Hjálmarsson hjá HN markaðssamskiptum.
Þú þarft ekkert að fara í borgina fyrir þessi jólin! TILBOÐ
TILBOÐ
Galaxy Tab
139.900*
A
59.990-* Android 5,0 (Lollipop) m eð íslenska valm ynd og lyklaborð
LENOVO LEN Z51-70 Listaverð 159.900 kr. Kraftmikil fartölva á frábæru verði. Örgjörvi: Intel Core i5 5200u 2,2GHz dual core. Minni: 8GB 1600MHz DDR3L. Skjár: 15,6” FHD m. myndavél. Upplausn: 1920x1080 punkta. Diskur: 1TB SSHD m. 8GB flýtiminni. Skjákort: AMD Meso XT 2GB
TILBOÐ
SAMSUNG J5
32.500-*
Listaverð 69.990 kr.
SAMSUNG
LENOVO
Samsung Galaxy Tab A 9,7’’ (T555) er WiFi spjaldtölva frá Samsung með Quad-Core örgjörva og 16 GB innbyggt minni. Styður microSD minniskort (allt að 128 GB). Lollipop og myndavél er 5,0 Mpix að aftan og 2,0 Mpix framvísandi. Góð rafhlöðuending eða allt að 14 klst.
Galaxy J5
IDP 100
5,0’’ Super AMOLED skjár Android 5,0 (Lollipop) með íslenska valmynd og lyklaborð Quad-Core 1,2Ghz 13 Mpix myndavél
Verð 74.900 kr.
Farsímar
3D gleraugu
Android, iOS og Windows
- frá öllum helstu framleiðendum
GoPro
Bluetooth hátalarar
Prentarar og fjölnotatæki - frá HP og Canon
Sjónvörp
- í öllum stærðum og gerðum
BERÐU SAMAN VERÐ OG GÆÐI HAFNARGATA 40 - S. 422 2200
Myndavélar
- frá Canon, Sony og Nikon
Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis
Spjaldtölvur
- með Android, Windows eða Apple iOs stýrikerfi
REYKJANESBÆ
*Á meðan birgðir endast. Með fyrirvara um verð- og myndabrengl
Fartölvur og borðtölvur
Góð 15,6” fartölva með Celeron örgjörva Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core. Minni 4GB, Diskur 500GB Stýrikerfi: Windows 10
8
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
JÓLATÓNLEIKAR Á RÁNNI
Már Gunnarsson
-fréttir
pósturu vf@vf.is
söngvari og lagasmiður
flytur lögin sín og annara fyrir gesti og gangandi fimmtudaginn 10. desember kl. 21:00 - 21:40
ATH! - FRÍTT INN
Séð inn í nýja mótttöku Park Inn hótelsins í Keflavík.
Icelandair hótelið verður Park Inn by Radisson
Hafnargötu 19 • Reykjanesbæ • S: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is
ATVINNA Starfsmaður óskast í afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.
Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðventusamkoma 13. desember kl.17:00. ■ VOCES MASCULORUM SYNGUR.
■ JÓLATRÉSKEMMTUN 21. DESEMBER KL.11:00.
■ BÖRN FRÁ TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR LEIKA Á HLJÓÐFÆRI
■ DANSAÐ Í KRINGUM JÓLATRÉ
■ JÓLASVEINN SEM Á HEIMA Í FJALLINU KEILI MÆTIR OG GEFUR BÖRNUNUM EITTHVAÐ GOTT. Allir velkomnir.
„Það gleður okkur mikið að geta tekið á móti viðskiptavinum á þetta glæsilega flugvalla-og ráðstefnuhótel sem Park Inn by Radisson og geta boðið upp á allt það sem þessi heimsþekkta hótelkeðja hefur upp á að bjóða,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir hótelstjóri en Icelandair hótelið í Keflavík hefur gengið til samstarfs við Carlson Rezidor, eina stærstu hótelkeðju heims. Hótelið verður rekið undir heitinu Park Inn by Radisson Reykjavik Keflavik Airport. Hótelið var áður hluti af Icelandairhotels keðjunni. Hótelið er vel búið 77 herbergjum og svítum og býður upp á frábæra 470m2 fundar-og ráðstefnu-aðstöðu - og er fullkomlega staðsett í miðjum bænum aðeins 5 km frá Leifsstöð. Undanfarin tvö ár hafa miklar breytingar verið gerðar á hótelinu með fjölgun herbergja í 77 og jafnframt 5 nýir fundarsalir í ýmsum stærðum, teknir í notkun en þeir taka allt að 300 manns í sæti. Á næstu misserum verða eldri herbergi og líkamsræktaraðstaða hótelsins endurnýjuð. Carlson Rezidor hótelkeðjan er ein af stærstu hótelkeðjum í heimi með
Undanfarin tvö ár hafa miklar breytingar verið gerðar á hótelinu með fjölgun herbergja í 77 og jafnframt 5 nýir fundarsalir í ýmsum stærðum
um 1400 hótel með um 220,000 herbergi í 110 löndum. Park Inn by Radisson er eitt af merkjum keðjunnar. „The Rezidor Hotel Group er eina alþjóðlega hótel-keðjan með umfangsmikinn rekstur hótela á Norðurlöndunum og er leiðandi í rekstri flugvallahótela á öllum helstu millilandaflugvöllum í Evrópu. Með opnun þessa hótels styrkjum við stöðu okkar með því að bjóða upp á fjölbreytt hótel og þannig bjóða gestum okkar upp á þjónustu-upplifun í heimsklassa,“
segir Tom Flanagan, varaforseti Rezidor Hotel Group Nordics. Athygli vekur nafngiftin, þá sérstaklega „Reykjavik“ - en 85% af gestum eru erlendir ferðamenn og ástæðan fyrir nafninu er tenging við flugstöðina en útlendingar eru að fljúga til Reykjavíkur skv. flugmiðum. Svipað og Gardemoen í Osló sem dæmi, þar er alþjóðaflugvöllurinn í sambærilegri fjarlægð frá Osló en samt eru ferðamenn að fljúga til Oslo en ekki Gardemoen, segir í tilkynningu frá hótelinu.
Óska leyfis til frekari uppbyggingar
■ KÓR KIRKJUNNAR LEIÐIR ALMENNAN SÖNG.
E
igendur i-Stay ehf. hafa óskað heimildar bæjaryfirvalda til frekari stækkunar og uppbyggingar á tjaldsvæði bæjarins með heils árs þjónustu í huga. Uppbyggingin felst í fjölgun úr 4 smáhýsum í 8 og byggingu nýs þjónustuhúsnæðis fyrir þau.
Til að gera þessa stækkun mögulega óskar i-Stay eftir heimild til að stækka svæðið fyrir smáhýsin m.a. með því að fara inn í svokallaða Gulllág (til norðausturs). Markmið i- Stay er að framkvæmdin verði tilbúin fyrir sumarið 2016 og óskar fyrirtækið því eftir samþykki og leyfi frá bæjaryfirvöldum.
Erindi i-Stay ehf. um leyfi til frekari uppbyggingar var vísað til sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og jafnframt til umsagnar í húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði og atvinnu-, ferðaog menningarráði. Málið verður svo lagt að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs Sandgerðis.
t s m e r f g – fyrst o
ódýr!
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
u ð r e G kaup góð
999
kr. stk.
Verð áður 1399 kr. stk. Heill grillaður kjúklingur
Mexíkólasagne
Tilbúiðninn f o í t n i e b
899
kr. kg
Verð áður 1139 kr. kg Lasagne, kjúklingalasagne eða Mexíkólasagne
e
n g a s a l a g n i l k ú j K
Lasagne
Opnunartímar í Krónunni á Fitjum Reykjanesbæ
Opið virka daga 9-20 Opið um helgar 10-19
10
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Dræm kosningaþátttaka í íbúakosningu - 50,4% fylgjandi breytingum á deiliskipulagi í Helguvík. Ný könnun sýnir að 70,1% íbúa Reykjanesbæjar eru fylgjandi iðnaðaruppbyggingu í Helguvík
F
leiri íbúar er u hly nntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4 prósent er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. við Berghólabraut en 451 eða 48,3 prósent á móti. Samtals skiluðu 12 auðu atkvæði sem gera 1,3 prósent. Rafrænar íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar kísilvers í Helguvík hófust 24. nóvember sl. Tæplega 2800 íbúar höfðu fyrr á árinu skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Einungis þriðjungur þess fjölda tók þátt í kosningunni, eða 8,71 prósent íbúa á kjörskrá.„Þessi dræma kjörsókn þykir óheppileg þar sem rafrænar kosningar eru tæki sem Reykjanesbær hyggst nota í ríkari mæli í framtíðinni til eflingar íbúalýðræðis og voru nýafstaðnar kosningar liður í því lærdómsferli,“ segir í tilkynningu Reykjanesbæjar.
meðal íbúa í Reykjanesbæ nú í desember. Úrtakið var 1201 einstaklingar og svarhlutfallið 45,4 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt iðnaðaruppbyggingu í Helguvík. Af þeim sem tóku afstöðu voru 71,9 prósent hlynnt og 28,1 prósent andvíg. Sé svörunum skipt niður voru 12,1 prósent mjög andvíg iðnaðaruppbyggingu i Helguvík og 16 prósent frekar andvíg. Þá voru 41,5 prósent frekar hlynnt og 30,3 prósent mjög hlynnt.
71,9% hlynnt iðnaðaruppbyggingu Óformlegur áhugahópur um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi lét framkvæma síma- og netkönnun
Segir dræma kjörsókn vekja upp spurningar Í sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 er kveðið á um að
Að sögn Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sýnir könnun MMR að meirihluti íbúa sé hlynntur áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík. Aðspurður um það hvort hann telji að sátt náist um uppbyggingu stóriðju í Helguvík eftir íbúakosninguna segir hann öll mannanna verk umdeild og að eflaust verði hægt að takast áfram á um málið. „Ég tel þó að eftir íbúakosninguna og íbúafundinn í Stapa á dögunum hafi umræðan verið á málefnalegri nótum en áður,“ segir hann.
óski 20 prósent kosningabærra manna í einu sveitarfélagi eftir almennri atkvæðagreiðslu skuli verða við því innan árs. Sambærileg rafræn íbúakosning hefur einu sinni farið fram þegar íbúar Ölfuss kusu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög. Kjörsókn í þeirri íbúakosningu var 43 prósent. Guðbrandur segir dræma kjörsókn í Reykjanesbæ vekja upp spurningar þar sem aðeins hluti þeirra 2800 íbúa sem skrifaði undir áskorun um íbúakosningu greiddi atkvæði. Hann segir líklegt að ástæðurnar séu margar. „Væntanlegar eru margir sem ekki kusu því þeir styðja verkefnið, aðrir voru ósáttir við að litið yrði á niðurstöðuna sem ráðgefandi. Svo getur einnig verið að fólk hafi ekki þekkt til rafrænna kosninga.“ Guðbrandur kveðst líta þannig á málið að hafi fólk haft áhuga á að kjósa ætti aðferðin við rafræna kosningu ekki að vefjast fyrir fólki enda noti flestir heimabanka og eigi til þess rafræn skilríki. Hann segir jákvætt að byrjað sé að nota rafrænar kosn-
ingar. „Þetta er leið sem gerir það að verkum að við getum náð hratt til íbúa og kallað eftir vilja þeirra.“ Telur að umræðan haldi áfram Dagný Alda Steinsdóttir er einn þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem andvígir eru stóriðju í Helguvík. Hún segir marga íbúa hafa átt erfitt með að kjósa rafrænt. „Við vitum að þegar fólk þarf að standa í ströggli við þetta þá er það ekki hvetjandi. Svo voru einnig hnökrar á kerfinu fyrsta daginn. Ef hægt hefði verið að kjósa líka á hefðbundinn hátt hjá sýslumanni þá held ég að margir hefðu kosið það.“ Þá segir hún kosninguna hafa verið lítið auglýsta. Það kom Dagnýju á óvart hversu margir þeirra sem kusu voru fylgjandi breytingum á deiliskipulagi í Helguvík. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi samþykkja þetta. Þó svo að meirihluti bæjarbúa vilji fá þetta, eins og niðurstaðan gefur til kynna, þá held ég að umræðan hætti ekki strax.“ Hún segir fólkið í hópnum
sem stóð að söfnun undirskrifta síðasta sumar, hafa ákveðið að hver sem niðurstaðan yrði, þá yrðu þau sáttari með að kosning hefði farið fram. Varðandi framhaldið þá segir hún mikilvægt að hafa í huga að íbúar séu allir í sama liði og þurfi að vera vakandi fyrir því að starfsemi stóriðjufyrirtækjanna hafi sem minnst mengandi áhrif á íbúa. „Við þurfum að ræða hlutina en ekki að berjast. Þetta hefur verið eins og barátta á milli bæjarins og íbúa en við þurfum að ná samstöðu því þetta snertir okkur öll. Við erum öll í sama liðinu.“
Við vitum að þegar fólk þarf að standa í ströggli við þetta þá er það ekki hvetjandi. Svo voru einnig hnökrar á kerfinu fyrsta daginn
Skólabraut 11 snyrtilegasta húsið í Garðinum S
kólabraut 11 hefur verið valið snyrtilegasta húsið í Garðinum árið 2015. Umhverfisnefnd stóð að valinu en eigendur hússins eru þau Jóna Hallsdóttir og Theodór Guðbergsson. Brynja Kristjánsdóttir formaður Umhverfisnefndar afhenti eig-
endum snyrtilegasta hússins viðurkenningu, sem er steinn skreyttur af Ástu Óskarsdóttur. Meðfylgjandi mynd er af þeim Jónu og Theodór með viðurkenninguna, ásamt Brynju og Einari Friðrik hjá Umhverfis-, skipulags- og byggingarsviði Garðs. Frá þessu er greint á heimasíðu Garðs.
Munum eftir þeim sem okkur þykir vænt um í aðdraganda jóla. Taktu þér tíma til að senda fallega kveðju eða glaðning og við komum því hratt og örugglega til skila. Hjá okkur finna jólasveinar einnig mikið af sniðugum gjöfum í skóinn.
Styttu afgreiðslutímann Skráðu jólapakkann rafrænt á postur.is/skra-sendingu. Þá getur þú prentað fylgibréfið heima eða komið með viðtökunúmer og gjaldkeri prentar það fyrir þig. Þetta flýtir fyrir afgreiðslu og upplýsingar berast beint í tölvukerfi Póstsins.
Öruggir skiladagar fyrir jól Pakkar Til Evrópu – 14. des. Til Norðurlanda – 15. des. Innanlands – 21. des.
Kort í A-pósti Utan Evrópu – 10. des. Til Evrópu – 16. des. Innanlands – 21. des.
Úrval gjafavöru á pósthúsum Á pósthúsum finnur þú úrval smávöru, allt frá íslensku sælgæti fyrir vini og vandamenn yfir í fallegar gjafavörur á góðu verði. Umbúðir utan um gjafir og umbúðir til sendinga eru víðast hvar í miklu úrvali. Fóðruð umslög, umbúðakassar og gjafakassar, þitt er valið. Njóttu þess að útbúa sendinguna þína í góðu umhverfi hjá okkur, við erum ávallt tilbúin að gefa góð ráð og aðstoða.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA – 15-2457
Við komum því til skila fyrir jól
12
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Kosmos & Kaos stækkar húsnæði sitt í Keflavík
V
efhönnunarstofan Kosmos & Kaos, fagnaði í síðustu viku stækkun á húsnæði sínu að Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ í síðustu viku, en fyrirtækið starfrækir einnig útibú í Reykjavík. Kosmos & Kaos fagnar einnig 5 ára afmæli á árinu en fyrirtækið var stofnað í apríl 2010. Fyrirtækið er í eigu Keflvíkingsins Guðmundar Bjarna Sigurðssonar og Kristjáns Gunnarssonar, en þeir seldu 35% hlut í sumar til bandaríska hönnunarfyrirtækisins Ueno llc. sem er með starfsemi í San Francisco og New York. Starfsmenn eru 15 í dag og hafa umsvif aukist mjög undanfarið ár.
Fyrirtækið starfrækir útibú í Reykjavík, nánar tiltekið að Hólmaslóð 4 en miklar endurbætur hafa verið á því húsnæði, sem er um 200 fermetrar. Fjölmargir viðskiptavinir heimsóttu afmælisbarnið í stækkuðu húsnæði í Keflavík. Ný stækkuð skrifstofan er auðvitað opin eins og tíðkast víða þar sem hugmyndirnar þurfa að fljóta Þá er að finna „hugmynda“-veggi á skrifstofunni, tvo með grænum gróðri og einn með tæplega 1300 timburkubbum. JeES arkitektar hönnuðu breytingarnar á húsnæðinu.
Eigendurnir Kristján og Guðmundur með Ingu Birnu framkvæmdastjóra og Róberti S. Jósepssyni, sem setti saman vegginn veglega. VF-myndir/pket.
Hjónin Einar Ásbjörn og Elfa Hrund kíktu við og brosa hér í linsuna sem og Guðmundur, Inga Birna og Hrafn Árnason.
FYRIRTÆKI MEÐ STÓRT HJARTA -Það er gott að reka fyrirtæki í Reykjanesbæ, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos vefhönnunarstofunnnar
S
Kristján, Júlíus Guðmundsson hjá Dacoda og Eysteinn Eyjólfs á spjalli.
Séð yfir hluta skrifstofunnar að Hafnargötu 35.
Skvísur í stuði, f.v.: Þóranna, Eydís, Dagný og Ásta.
vo virðist sem stöðugur uppgangur sé hjá vefhönnunarstofunni Kosmos & Kaos. Fyrirtækið fagnar fimm ára afmæli sínu á árinu en það er í eigu Keflvíkingsins Guðmundar Bjarna Sigurðssonar og Kristjáns Gunnarssonar, en þeir seldu 35% hlut í sumar til bandaríska hönnunarfyrirtækisins Ueno llc. sem er með starfsemi í San Francisco og New York. Starfsmenn eru 15 í dag og hafa umsvif aukist mjög undanfarið ár. „Það er mjög mikið að gera og hefur verið mikill uppgangur í vefsíðugerð hjá fyrirtækjum og bestun á þeirri þjónustu sem fyrirtæki eru að bjóða á vefnum. Fyrirtæki eru líka að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vera með síðu sem virkar í öllum tækjum, notkun snjalltækja vex gríðarlega og því mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að tileinka sér „moblie first“ væðinguna. Vefsíður eru líka andlit fyrirtækjanna út á við og það sem viðskiptavinir skoða fyrst til að afla sér upplýsinga um vörur eða þjónustu fyrirtækja. Svo helst þetta allt í hendur við samfélagsmiðlavæðinguna og leitarvélabestun. Ég myndi ekki segja að prentið væri á útleið en klárlega er vöxturinn meiri í digital heiminum, eitthvað sem hefur ekki farið framhjá neinum,“ segir framkvæmdastjórinn Inga Birna Ragnarsdóttir. Hún segir umsvif hjá fyrirtækinu erlendis sífellt vera að aukast. „Við höfum verið að vinna fyrir erlenda aðila og munum fókusera á vöxt erlendis á komandi mánuðum. Það hefur klárlega mikið að segja að fyrirtækið sé nú að hluta til í eigu erlends fyrirtækis og eykur möguleika okkar gríðarlega á vexti
þar, en Ueno LLC. hefur margfaldast í stærð sl. mánuði. Gummi Sig hönnunarstjóri Kosmos & Kaos mun einmitt dvelja í San Fransico í næsta mánuði, til þess að smakka á nýjustu straumum og stefnum í vefhönnun ásamt því auðvitað að hitta viðskiptavini og vinna fyrir núverandi viðskiptavini.“ Gott að reka fyrirtæki í Reykjanesbæ Hvernig er að vera með svona fyrirtæki á Suðurnesjum, er það nokkuð öðruvísi en á höfðuborgarsvæðinu? „Aðstæður á Suðurnesjum eru mjög góðar fyrir fyrirtækjarekstur, það mætti nú samt alveg vera meira líf á Hafnargötunni en við kvörtum ekki. Við fáum mikið af viðskiptavinum til okkar á fundi í Keflavík, þó við séum líka með aðsetur í Reykjavík, fólki finnst mjög skemmtilegt að taka rúntinn til Keflavíkur. Við finnum líka fyrir því að nálægð við viðskiptavini skiptir máli, en við erum að þjónusta mörg fyrirtæki í Reykjanesbæ og nágrenni og vonumst að sjálfsögðu til þess að sem flest fyrirtæki á Suðurnesjum versli heima þegar kemur að vefsíðugerð eins og öðru.“ Inga Birna hefur um 20 ára reynslu úr flugrekstri en hún segist kunna ákaflega vel við sig á þessum nýja vettvangi. „Það var alveg kominn tími á að breyta til. Það er stærsti vöxtur í IT af öllum geirum og því ekki úr vegi að viða að sér reynslu í því fagi. Ég er nú ekki alveg blaut á bakvið eyrun þegar kemur að vefsíðugerð, en ég hef verið kaupandi að vefsíðum í mörg ár og séð um rekstur þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem ég hef unnið hjá. Svo
er líka mjög gott að fá tengingu við Keflavík aftur, en ég flutti þaðan 19 ára gömul. Kosmos & Kaos er líka fyrirtæki með mjög stórt hjarta og mér líður vel með yndislegu fólki.“ Samfélagsleg ábyrgð Inga segir að miklir möguleikar séu til staðar á Suðurnesjum til þess að hönnunar og tölvugeirinn geti vaxið enn frekar. „Ekki spurning, möguleikarnir eru óþrjótandi. Við erum með mjög flotta starfsemi á svæðinu, frumkvöðlasetur upp á Ásbrú ásamt öðrum fyrirtækjum í svipuðum rekstri sem eru að þjónusta fyrirtæki um allt land og allan heim. Staðsetningin skiptir ekki lykilatriði fyrir fyrirtæki í þessum rekstri í dag, en umhverfið skiptir hins vegar öllu, það er gott að reka fyrirtæki í Reykjanesbæ og við teljum það vera okkar samfélagslega ábyrgð að halda uppbyggingunni áfram ásamt þeim fyrirtækjum sem eru staðsett þar.“ Þið eru með 15 starfsmenn og mikið að gera, hversu stór viljiði vera? Er inn í myndinni að reyna að „meika“ það ef svo má segja? „Ætli við séum ekki bara búin að meika það, við erum að minnsta kosti með stærri vefstofum landsins og erum að þjónusta nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins. Við erum með starfsfólk á heimsmælikvarða, sem hafa áratuga starfsreynslu á sínu sviði og margir hverjir sem hafa unnið fyrir stór erlend fyrirtæki. Svo er þetta alltaf spurning með stærðina, hún skiptir í sjálfu sér ekki máli, svo lengi sem reksturinn er hagkvæmur. Við höldum áfram að stækka meðan eftirspurnin eftir okkar þjónustu er til staðar, en við erum samt sem áður mjög skynsöm.“
Jólatilboð 10.– 16. desember
3 fyrir 2 tilboð á vinsælustu vörunum í verslunum okkar og vefverslun. Gifts of Nature, fallegur kassi með endurnærandi maskaþrennu, fylgir með.
Gifts of Nature Ísköld þrenna
14
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-jólin
mín
Fær alltaf sömu bókina í jólagjöf Leikarinn Benedikt Karl Gröndal frá Grindavík hefur átt annasamt ár. Hann flutti til Akureyrar þar sem hann starfar hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú síðast tók hann þátt í uppsetningu „Þetta er grín, án djóks,“ ásamt Sögu Garðars og Dóra DNA. „Fáránlega fyndin og góð sýning sem við sýndum fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri og kvöddum síðan með því að fara með hana í Hörpu við mjög góðar undirtektir. Ég á eftir að sakna þess að sýna hana. Það er bara svo virkilega gaman að vinna við það að gera og búa grín með vinum sínum. Fyndnasta fólk sem ég þekki. En núna vorum við að byrja æfa Pílu Pínu sem er næsta verkefni Leikfélags Akureyrar. Það á eftir að verða ótrúlega flott og falleg sýning! Frumsýnum það í byrjun febrúar. Komið norður. Getið farið á skíði, séð svo frábært leikhús og svo kannski geggjaða tónleika á Græna Hattinum.“ Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið? Sko, það eru nokkrar myndir sem ég verð að horfa á yfir jólin. Die Hard 1 og 2 eru skylduáhorf. Svo mikið í gangi, mikil spenna í loftinu og vondir karlar að reyna eyðileggja allt en svo vinnur góði karlinn að lokum og allt verður gott. Alveg eins og í aðdraganda jólanna. Svo mikið í gangi, allir spenntir fyrir jólunum og svo kemur vondi kapítalistinn og reynir að eyðileggja allt með því selja jólin en svo kemur góði jólasveinninn minnir okkur á hvað jólin snúast um í raun og veru. John McClane er ekki jólasveinninn sem við eigum skilið heldur er hann jólasveinninn sem við þurfum á að halda. Svo eru Harry Potter myndirnar líka mjög góðar yfir jólin. Frábærar ævintýramyndir sem maður getur horft á með allri fjölskyldunni eða bara einn, það er allt í lagi horfa á þær einn. Mundu bara, þú ert ekki tabú. En uppáhalds jólamyndin mín er Grinch. Ég tengi ekki við neina aðra mynd eins mikið og hana. Falleg og bara ótrúlega góð jólamynd sem fangar það sem jólin eiga að snúast um, náungakærleik og fólk með skritíð nef að vera gott við hvert annað. Sendir þú jólakort eða hefur facebook tekið yfir? Nei því miður! Ég ætla alltaf að gera það svo gleymi ég því og þegar ég man þá er svo stutt í áramótin að það tekur því ekki. En svo hugsa ég stundum að ég ætti bara að senda nýárskort. Það er gert í sumum löndum. Mér finnst það reyndar ótrúlega sniðugt og skemmtilegt! En ég gleymi því alltaf líka. Ég reyni bara hugsa rosalega vel til allra sem
hefðu átt að fá kort, og knúsa þau öll sérstaklega vel ef ég hitti þau.
henni í ár. Aftur. Getum við öll verið saman í þessu? Takk.
Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Já ég myndi segja það. Það er gaman að halda í þær hefðir sem manni þykir vænt. Þá getur maður hlakkað til einhvers og svona. Undanfarin ár hef ég til dæmis hitt hann Odd vin minn á Þórláksmessu. Þetta er hefð sem varð bara óvart til. Við rákumst alltaf á hvorn annan á Laugarveginum og þessi hefð varð til. Við röltum í gegnum miðbæ Reykjavíkur og kaupum síðustu gjafirnar, ef við þurfum, en annars bara njótum við stemningunnar og hittum vini og hofum gaman. Fáum okkur jafnvel viskí dreitil í Kormáki og Skildi.
Hvað er í matinn á aðfangadag? Við fjölskyldan höldum fast í hefðirnar þegar kemur að jólamatnum og erum ekki mikið fyrir að breyta til. Í forrétt er t.d. þýskt síldarsalat og fois gras. Í aðalrétt erum við síðan með andabringur og rjúpur ef við erum heppin að fá slíkar. Hér með auglýsi ég eftir rjúpum fyrir mömmu mína. HJÁLP!! Þið getið fundið mig á facebook eða í símaskránni. Með fyrirfram þökk.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það er bók. Lítil bók með frægum setningum og tilvitnunum eftir fræga einstaklinga. Skemmtileg bók og sérstaklega eftirminnileg fyrir þær sakir að undanfarin þrjú jól hefur systir mín gefið mér þessa bók. NÁKVÆMLEGA SÖMU BÓKINA, þrjú ár í röð. Þegar hún hefur verið að leita að gjöf handa mér þá hefur hún rekist á þessa bók í einhverri bókabúð og hugsað: “Jii þetta er sko sniðugt fyrir hann Benna minn. Hefur hefur svo gaman að svona bókum. Best að kaupa þessa handa honum sem svona sæta litla aukagjöf.” Svo man hún aldrei eftir því að hafa keypt þessa bók árinu áður. Ef þið þekkið hana ekki segja henni frá þessu viðtali. Við ætlum öll að taka þátt í þessari félagsfræðilegu tilraun og sjá hvort ég fái ekki þessa bók frá
Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Ég verð að viðurkenna að ég er svolítill Grinch í mér. Ég fer yfirleitt í gegnum alla aðventuna fussandi og sveiandi. Ég hef líka verið að vinna svo mikið að ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta allt saman. En svo gerist það þegar nær dregur að Aðfangadegi kemst ég í meira og meira jólaskap og svo yfirleitt á Þorlákskmessu er það alveg komið. Þá hugsar maður vel um náungan og til þeirra sem minna mega sín og er þakklátur fyrir allt sem maður hefur. Hefur þú verið eða gætir þú verið hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei ég aldrei verið erlendis um jólin og lengi vel fannst mér það fáránleg hugmynd. Mér fannst ég þurfa að vera heima hjá fjölskyldunni yfir hátíðirnar. En í dag er ég alveg opin fyrir því. Svo lengi sem ég er í kringum gott fólk sem mér þykir vænt um er ég opinn fyrir öllu. Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn?
Nýtt kortatímabil
Jólafötin komin Glæsilegt úrval af jólagjöfum Hafnargötu 15 // Keflavík // Sími 421 4440
Ég varð gjörsamlega niðurbrotinn og virkilega fúll út í foreldra mína fyrir leyna þessu fyrir mér. Ég talaði ekki við foreldra mína í mörg ár. Ég byrjaði bara að tala við þau í fyrra ef ég á að vera hreinskilinn. DJÓK!! En ég varð mjög leiður og heimsmynd mín skekktist all verulega við þetta en eins og með allt annað þá læknar tíminn öll sár og í dag trúi ég staðfastlega á jólasveininn, skilyrðislaust. Áttu þér uppáhalds jólaskraut? Nei ég get ekki sagt það. Mér þykir voðalega vænt um jólaskrautið sem hefur verið til í fjölskyldunni frá því ég var lítill og kannski sérstaklega það sem amma og afi áttu. Þau ferðuðust mikið og áttu heima í útlöndum og áttu því mikið af framandi jólaskrauti sem ég hafði ekki séð áður. Ég get ekki nefnt eitthvað eitt en það eru bara allir þessir litlu hlutir sem skipta máli og gleðja mann.
-jólin
Hvernig verð þú jóladegi? Yfirleitt í náttfötunum, fyrir framan sjónvarpið eða með einhverja bók sem ég hef fengið í jólagjöf. Svo er jólaboð hjá frænda mínum um kvöldið þar sem ég sprengi mig af hangikjötsáti. Hverjum datt þetta í hug, eins gott og hangikjöt er, að reykja, salta kjöt og láta það hanga. Við erum ekki mörg hérna á Íslandi, svo við hljótum að geta fundið hann eða hana! Ég vil fara íslensku leiðina og benda á þann seka, gera svo ekkert í því og svo bara halda áfram með lífið og borða hangikjöt vitandi að þessi óprúttni aðili viti að við vitum hvar hann eigi heima og að hann viti upp á sig sökina! Verum góð við hvert annað um jólin og ekki henda öllum vondu konfektmolunum frá Nóa Siríus eða Quality Street. Ég veit um fólk sem þykir þessir molar góðir. Gefum þeim þessa mola. Gleðileg jól.
mín
Sendir jólakortin í huganum Sandgerðingurinn Jóna Júlíusdóttir er í námi og því finnst henni jólin ekki koma fyrr en prófum er lokið og helst ekki fyrr en kennarar skila einkunnum. Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskapið? Ég hef sjaldan þolinmæði í bíómyndir og horfi sjaldan á myndir yfir höfuð, en það er samt ansi gott jólaatriði í Cold Mountain. Jack White tekur lagið meira að segja. Ég held að það verði að vera mitt uppáhald því það er næst því sem ég kemst að horfa á jólamynd. Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Er það ekki hugurinn sem gildir? Sendi þau nefnilega í huganum hvert einasta ár. Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Já og nei, reyndar er alltaf sama rútínan hér, borðað klukkan 18:00 á aðfangadag og svo er hádegisboð með ömmu og afa á jóladag og svo kemur stórfjölskyldan í kaffi um daginn. Annar í jólum fer svo í náttföt og leti.
maður er námsmaður, með krónískt samviskubit. En ég reyni að koma mér í jólaskap um leið og ég labba út úr síðasta prófinu.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ætli það séu ekki hjólaskautarnir sem amma og afi gáfu mér þegar ég var svona 6 til 7 ára. Ég rúllaði mér fram og til baka á þeim um húsið öll jólin og eflaust fram á vor þegar ég gat loks verið á þeim úti.
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin? Já, þar sem ég á tvær systur sem búa erlendis og eyða öðrum hvorum jólum hér og hinum heima hjá sér þá gæti ég vel hugsað mér að endurgjalda þeim greiðann og vera hjá þeim einhver jólin.
Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og meðlæti og heimatilbúinn ís í eftirétt.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut? Litla jólatréið frá afa mínum, þar sem eg bý í íbúðinni hans var ekki annað hægt en að setja tréið hans upp og það fer upp á hverju ári og er hugsað vel um það.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Þar sem ég er námsmaður þá koma þau yfirleitt ekki fyrr en prófin eru búin og helst ekki fyrr en einkunnirnar koma, sem stundum er eftir jólin. Maður er nefnilega eins og strangtrúaður kaþólikki þegar
Hvernig verð þú jóladegi? Bæði í hádegisboði og kaffiboði hérna heima. Svo er ég fljótt í náttfötin þegar búið er að ganga frá öllu.
JÓLAGJÖFINA
FÆRÐU HJÁ OKKUR FULL BÚÐ AF GJAFAVÖRU OG HÚSGÖGNUM
OPIÐ Í HÁDEGINU FRAM AÐ JÓLUM TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •
BÚSTOÐ EHF
16
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni
G
Piparkökur fyrir mömmu og pabba á Gimli
óð þátttaka og mikil gleði var á jólaballi fólks með fötlun sem Björn Vífill Þorleifsson veitingamaður á Ránni og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar buðu til á Ránni í síðustu viku. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar og tónlistarmaður hélt uppi stuðinu í félagi við Kjartan Má sem greip í fiðluna á milli dansa. Sungið var og dansað kringum jólatréð og þegar veitingar voru bornar fram komu góðir gestir til að skemmta, Rauðhetta og úlfurinn frá Leik-
félagi Keflavíkur en sýningum á Rauðhettu lauk nýverið og Sissa, Sesselja Ósk Stefánsdóttir 9 ára stúlka úr Reykjanesbæ sem mun syngja á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar nk. laugardag. Heimsókn jólasveina vekur alltaf lukku og sú var einnig raunin í gær. Þeir voru reyndar svolítið blautir á bak við eyrun blessaðir og það þurfti að kenna þeim ýmislegt áður en þeir gátu tekið þátt í dansinum kringum jólatréð, en þeim var fyrirgefið, sérstaklegar þegar gestir sáu hvað leyndist í pokanum þeirra.
XForeldrum X bar boðið í piparkökur og kaffi á leikskólann Gimli í vikunni. Krakkarnir eru alltaf ánægð að fá mömmu og pabba í heimsókn og það er líka gagnkvæmt hjá foreldrunum. Þessar myndir voru teknar í jólastemmningu á Gimli.
+ www.vf.is
83% LESTUR
JÓLABINGÓ Á NESVÖLLUM
Félag eldri borgara mun halda jólabingó sunnudaginn 13. desember kl. 13:30. Húsið opnar kl. 12:30. Veglegir vinningar í boði Spjaldið er á kr. 300 Heitt verður á könnunni og auðvitað eitthvað gott með því. Hittumst hress og kát.
Jólafjör
% 0 5 5 2 r u t t á l afs m u r ö v a af jól
*
GLEÐILEGA HÁTÍÐ Matar- og kaffistell, 20 stk.
5.195
TRISTAR brauðrist, svört, 800W.
kr.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. | Helgartilboð gilda 10.-14. desember. | *Ekki er gefinn afsláttur af lifandi jólatrjám
41100109
2.895
EINHELL höggborvél BT-ID710, snúningshraði er 0-2700 sn/mín.
Almennt verð: 6.995 kr.
3.845
kr.
42352029 Almennt verð: 3.945 kr.
kr.
74800700 Almennt verð: 5.495 kr.
EINHELL juðari BT-OS 150, nettur og þægilegur í alls kyns slípivinnu.
2.795
TRISTAR eggjasuðutæki, stál.
2.695
kr.
kr.
42378999 Almennt verð: 3.595 kr.
74801026 Almennt verð: 3.995 kr.
Hnífastandurinn, 7 stk. Pottasett með loki, 3 stk.
13.295
kr.
41741031 Almennt verð: 17.795 kr.
byko.is
Pressukanna fyrir 6 bolla, króm.
2.395 41741031 Almennt verð: 3.195 kr.
kr.
Pottur fyrir spanhellur. 18 l, stál.
Opið lengur
Laugardagur 10 - 16
8.995
kr.
41741031 Almennt verð: 11.995 kr.
1.495
kr.
41119566 Almennt verð: 1.995 kr.
18
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is Jóhanna Helgadóttir verkefnastjóri og Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri á Hjallatúni.
ALLIR ERU GÓÐIR Í EINHVERJU Á
leikskólanum Hjallatúni er unnið eftir fjölgreindarkenningunni sem byggir á því að horfa eigi á fólk út frá fleiri greindum en aðeins rök- og stærðfræðigreind. „Við trúum því að allir séu góðir í einhverju. Það er ekki hægt að dæma fólk út frá greindarprófi sem
aðeins mælir málgreind og rök- og stærðfræðigreind. Við horfum á fólk út frá fleiri greindum,“ segir Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri á Hjallatúni. Á dögunum gaf leikskólinn út bókina í hringekju eru allir snjallir þar sem fjölgreindakenning Howard Gardners er útfærð af starfsfólki leikskólans. Lengi hafði verið unnið
eftir fjölgreindakenningunni á Hjallatúni en ekki eins markvisst og í dag. Árið 2010 fannst stjórnendum Hjallatúns eins og hugmyndafræðin væri aðeins á pappírum en ekki í leik og starfi. Þeir settust því niður með sínu fólki og tóku ákvörðun um hvað ætti að gera við hugmyndafræðina. Niðurstaðan varð sú að innleiða kenninguna af fullum krafti inn í nær allt starf skólans. Starfsmannahópar margra leikskóla hafa síðan þá komið á Hjallatún og kynnt sér starfið og útfærslu fjölgreindakenningarinnar og er bókin meðal annars hugsuð fyrir starfsfólk leikskóla sem ætla að taka stefnuna upp eða hluta úr henni og aðlaga að sínu starfi. Í bókinni er hugtakið um opinn leikskóla skilgreint í fyrsta sinn á Íslandi. „Við teljum okkur því vera að skrifa blað í sögu leikskólans með því,“ segir Jóhanna Helgadóttir, verkefnisstjóri á Hjallatúni. Styrkja börnin Fjölgreindakenningin gengur út að það að fleiri greindir séu til en aðeins þær sem mældar eru á
GOTT ER AÐ KOMA MEÐ FÖTIN TÍMARLEGA Í HREINSUN
20%
AFSLÁTTUR
AF HREINSUN, Á RÚMTEPPUM AFSLÁTTUR GILDIR FRÁ 10. DES. - 18. DES.
Iðavöllum 11b, 230 Reykjanesbæ // s. 421 3555
greindarprófum. Innan kenningarinnar eru átta greindir; málgreind, rök- og stærðfræðigreind, líkamsog hreyfigreind, tónlistargreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind, rýmisgreind og umhverfisgreind. Þegar farið var að skoða frekari innleiðingu fjölgreindakenningarinnar á Hjallatúni árið 2011 kom á sama tíma út Aðalnámskrá leikskóla 2011. Í henni er kveðið á um að börn fái að hafa meiri áhrif á það hvað fyrir stafni er í starfinu. Ólöf segir hringekjuna passa vel við Aðalnámskrá leikskóla og við framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2011 – 2015. Kenninguna setti Gardner fram árið 1983 í bókinni Frames of Mind. „Gardner gagnrýndi hefðbundin greindarvísitölupróf og að aðeins væri til ein greind sem væri hægt að mæla með prófi,“ segir Jóhanna. „Hjá okkur er lögð mikil áhersla á samskipti og sjálfsþekkingar- og samskiptagreind er inni í öllu starfinu. Allir þurfa að geta átt samskipti við aðra, geta staðið með sjálfum sér, tekið tillit til annarra og þekkt sjálfan sig og sína styrkog veikleika.“ Hún segir að þau finni það vel í starfinu að það virki vel að vinna eftir kenningunni. „Það heyrist nær aldrei neitt barn segja að það geti ekki eitthvað. Ef það gerist bendum við þeim á eitthvað sem þau eru góð í og leggjum þannig áherslu á að styrkja þau.“ Gott að læra í gegnum leik Leikskólinn Hjallatún er opinn leikskóli og er húsnæðinu því skipt upp í stór rými fyrir deildir og sameiginleg svæði. Hver deild á sína heimastofu en annað rými er sameiginlegt. Starfið flæðir svo á milli deilda og börnin velja sér að taka þátt í því sem hentar þeirra áhugasviði, þannig taka allir virkan þátt á sínum forsendum. Flæðið er kallað hringekja og þaðan dregur bókin heiti sitt. „Greindirnar eiga nokkurn veginn sinn fasta stað
þar sem unnið er með hverja greind fyrir sig. Kennarar velja sér greindarsvæði og börnin flæða á milli þeirra. Kennarinn er búinn að undirbúa innlögn sem hann notar til þess að vekja áhuga barnanna á viðfangsefni dagsins. Kennarinn er til staðar fyrir börnin, tekur þátt í leiknum og glæðir hann eftir þörfum“ segir Ólöf. Mikil áhersla er lögð á það að börnin læri í gegnum leik á Hjallatúni. Jóhanna segir ótrúlega skemmtilegt að vinna á þann hátt. „Það er gaman að sjá hvað maður getur gert með leiknum. Börnin læra svo mikið á þann hátt. Í fjölgreindakenningunni er talað um að læra í gegnum þá greind sem hver og einn er sterkur í. Ef styrkleiki barns liggur í tónlistargreind, en síður í rök- og stærðfræðigreind, þá læðir kennarinn inn stærðfræðiþulu í tónlistargreind og eflir færni hjá viðkomandi barni á þann hátt. Börnin eru orðin góð í því að yfirfæra ákveðna þekkingu á aðrar aðstæður,“ segir Jóhanna. Hægt er að kaupa bókina á Hjallatúni. Bókin er fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér fjölgreindakenningu Howard Gardners í starfi með ungum börnum.
SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI LANGAR ÞIG AÐ VINNA Í BESTU FRÍHÖFN EVRÓPU?
Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar Um er að ræða sumarstörf á lager og í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.
Verslun
Vöruhús
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.
Starfið felst í almennum lagerstörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 7 til 16 og annan hvern laugardag frá kl. 7 til 11.
Hæfniskröfur:
Hæfniskröfur:
• Góður sölumaður með ríka þjónustulund
• Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt
• Reynsla af verslunarstörfum er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna.
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar. Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt fyrirtæki. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.
www.dutyfree.is
20
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Framleiddur af
Vinsælasti
hamborgarhryggurinn í bónus kemur frá ali
798
1.279 kr. kg
1.579 kr. kg
kr. stk.
Bónus Hamborgarhryggur Með beini
D E m b
Ali Hamborgarhryggur Með beini
Rjúpa Frosin, 350-450 g, Bretland
Vinsælasta
Hangikjötið í bónus kemur frá kjarnafæði
1.998 kr. kg Fjalla Hangiframpartur Úrbeinaður
Góð tvenna!
2.498 kr. kg Fjalla Hangilæri Úrbeinað
2.098 kr. kg
2.798 kr. kg
Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður
Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, úrbeinað
r lax
sku Íslen
198 kr. saman
198
Coke og Prince 250 ml og 50 g
Bónus Rifsberjahlaup 400 g
298
kr. 400 g
kr. 350 ml
Bónus Graflaxsósa 350 ml
2.598 kr. kg Norðanfiskur Reyktur eða grafinn lax
Tilvalin jólagjöf
1.598 kr. 900 g Mackintosh Konfekt, 900 g
3.598 kr. 940 g
698 kr. 700 g
Nóa Konfektkassi 940 g
Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 13. desember a.m.k.
Appolo Lakkrís Konfekt 700 g
Endingarg óðar sokkabuxu r
þekjandi o g þægilegar
798
998
kr. stk.
1.198 kr. stk.
kr. stk.
Doppiofilo 22 den Endingargóðar, gegnsæar 22 den, mjúkar sokkabuxur með fallegri áferð, nude og svartar. Strengurinn er breiður og þægilegur, rúllar ekki niður.
Doppiofilo 70 den Endingargóðar, þekjandi 70 den svartar, mjúkar sokkabuxur með fallegri áferð, nude og svartar. Strengurinn er breiður og þægilegur, rúllar ekki niður.
Hiver 70 den Endingargóðar, þekjandi svartar 70 den sokkabuxur. Með mjög góðum teygjanleika úr þrívíddartækni og skrefbót úr bómull.
SPARAÐU MEÐ BÓNUS!
Jólasvein ar athugið!
BÓNUS
VERÐ
198 kr. stk.
159
PEZ karlar 3 áfyllingar
Súkkulaðijólasveinn 40 g
1.895 kr. stk.
148
uppskriftir
kr. stk.
179 kr. 100 g
179
Toblerone, 100 g
Kinder Egg, 1 stk.
kr. stk.
Lýsum upp skammdegið
Gestgjafinn Jólamaturinn
298
10
kr. 10 m
metrar
Jólapappír 70 cm breidd, 10 m
Gjafakort Bónus
Gjöf sem kemur að góðum notum fyrir alla A ASÓTNUS L Æ ÍB
S FIN JÖ VILN G A JÓ
159 kr. stk.
Leiðiskerti Með loki, 36 klst.
198 kr. 2 stk.
Útikerti, 2 stk.
Gjafakortið fæst til afgreiðslu í verslunum Bónus
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
22
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Emilía B. Óskarsdóttir, fyrrverandi Nælon söngkona heillaði tónleikagesti.
Súper sönghópur í jóla-Stapa M
Ungir nemendur úr strengjasveit Tónlistarskólans nutu sín og munduðu hljóðfærin.
ag nús Kjar tanss on o g Sönghópur Suðurnesja gerðu stormandi lukku á jólatónleikum í Stapa sl. fimmtudagskvöld. Fjöldi einsöngvara ásamt strengjasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar voru með kórnum og úr varð úrvalsaðventukvöld í fimmtugum Stapa. Magnús setti saman flotta sveit kórfélaga, einsöngvara og tónlistarmanna. Meðal söngvara var fyrrverandi söngkona úr stelpuhljómsveitinni Nælon og þá mund-
aði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og bróðir Magnúsar fiðluna með strengjasveitinni. Ekki nóg með það heldur voru nokkrir meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands einnig í sveitinni. Gamli Keflavíkurbítillinn tjaldaði nánast öllu sem til var. Magnús er enginn byrjandi í þessum bransa. Það vita flestir. Hann fer að venju á kostum, ekki síður þegar hann talar og lýsir lögum. Magnús hefur á síðustu árum gert góða hluti með Söng-
hóp Suðurnesja en líklega eru þetta flottustu tónleikar sem hópurinn hefur haldið. Einsöngvarar voru Jana María Guðmundsdóttir, Bjarni Geir Bjarnason, Emilía B. Óskarsdóttir, Katrín Jóna Ólafsdóttir, Linda P. Sigurðardóttir og Mummi Hermanns. Í hljómsveit voru líka Ágúst Ingvarsson með áslátt og Ingólfur Magnússon lék á bassa. Það er líklega á fáa hallað þó maður gefi þeim Jönu og Emilíu auka prik fyrir sönginn. Þær voru frábærar.
Jólagjöfina færðu hjá okkur
Eldeyjarkórinn með basar og brestur í söng
S
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104
tarf Eldeyjar, kórs eldri borgara á Suðurnesjum, hefur verið í fullum gangi í haust. Í kórnum eru um 60 manns og kórstjóri er Arnór Vilbergsson. Kórinn æfir á hverjum þriðjudegi 2 tíma í senn og er alltaf líf og fjör á æfingum hjá okkur. Kórinn tekur þátt í Ísland got Talent, og svo er verið að æfa jólalög á fullum krafti þessa dagana. 16. des. nk. er kórnum boðið til Vorboðanna í Mosfellsbæ en þau eiga 25 ára afmæli og munum við syngja með þeim í Guðríðarkirkju þann dag og fagna með þeim þessum merka áfanga Vorboðanna. Kórinn hefur frá stofnun hans alltaf farið á elliheimilin á Suðurnesjum bæði fyrir jólin og svo á vorin, sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Við munum t.d. verða í Víðihlíð og Hlévangi 17. des. nk. kl. 14.30 í Víðihlíð og 15.30 á Hlévangi. Kórinn syngur svo á Nesvöllum 18. des. nk. kl. 14.00. Í kórstarfinu ber hæst samstarf fimm kóra eldri borgara, en samstarfið felst í kóramótum sem haldin eru á víxl í í viðkomandi heimabyggðum kóranna, á vorin.
Árið 2012 var mótið haldið í Reykjanesbæ. Einnig hefur kórinn heimsótt aðra sambærilega kóra og sungið með þeim á tónleikum. Árið 2016 verður viðburðarríkt fyrir Eldey en þá eru 25 ár síðan kórinn var stofnaður. Strax eftir áramótin byrjum við svo æfingar á nýju „prógrammi“ sem verður með léttum sveiflum og mun Eldey halda tónleika með vorinu. Einnig eru verið að huga að ýmsum uppákomum sem verða þá auglýstar þegar þar að kemur. Kórinn hefur ákveðið að fara í utanlandsferð í tilefni 25 ára afmælis kórsins í september. Í tilefni þessa hafa kórfélagar ákveðið að halda kökubasar föstudaginn 11. des. í ganginum hjá Bónus og Hagkaup, basarinn byrjar kl. 14.00 (erum með Posa) og svo syngur kórinn nokkur lög kl. 15.00. Við vonumst til að sjá sem flesta til að kaupa af okkur gómsætar kökur og tertur, það verður ýmislegt á boðstólum, sjón er sögu ríkari og svo að hlusta á nokkur jólalög. Hlökkum til að sjá ykkur. Kórfélagar í Eldey.
25 ÁR HJÁ
Hársnyrtitæki PIX-EM-12 Hljómtækjastæða
20%
afsláttur
20%
afsláttur
2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet
kr. 23.900,Gæða pressukönnur sem prýði er að, í góðu úrvali.
Jóla dagar
Afkastamiklar og endingagóðar kaffivélar til heimilisnota.
kr. 69.900,-
Expressokaffivél, hálfsjálfvirk. Einfaldur og tvöfaldur skammtari. Frábært verð:
kr. 14.900,-
boð l i t a l Jó
JU6075: • UHD • SMART • 800 PQI
UE55”JU6075 kr. 199.900.UE65”JU6075 kr. 399.900.SAMSUNG-UE43”JU5505 - LED HyperReal myndvinnsla - PQI: 400 43” kr.99.900.- Rétt verð: 124.900,-
JU6415: • 4K • UHD • SMART • 1000 PQI
24/25 Bestu sjónvörpin
UE40”JU6415 kr.159.900.UE48”JU6415 kr.189.900.UE55”JU6415 kr. 239.900.-
JU6675:
• 4K • UHD • SMART • 1300 PQI
UE40”JU6675 kr.169.900.UE48”JU6675 kr. 199.900.UE55”JU6675 kr. 249.900.-
skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
á laugardaginn er opið kl 11- 19 og á sunnudaginn kl 13-17 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18
24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ATH. Höfum stækkað verslunina. Meira úrval - betri búð. Verið velkomin.
hafnargötu 23 · reykjanesbæ · sími 421-1535
24
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
Viðtal: Ragna Dögg Marinósdóttir nemandi í fjölmiðlafræði.
Sækir innblástur í listsköpunina úti í náttúrunni Listakonan Solla Magg flutti til Reykjanesbæjar til að vera nær börnum og barnabörnum. Var skúffuskáld en er nú með þrjár bækur í vinnslu.
S
ólveig Sigríður Magnúsdóttir, eða Solla Magg, hefur ýmislegt á sínum snærum og er fjölhæf listakona á ýmsum sviðum. Solla flutti á sínum tíma til Reykjanesbæjar til að vera nær börnum sínum og barnabörnum. Innblástur í listsköpun sína sækir hún í náttúruna. Solla Magg eins og hún er kölluð er 61 árs, fjögurra barna móðir, átta barna amma og á fjögur ömmubörn á ská. Solla er upphaflega Reykvíkingur en bjó á Patreksfirði í 34 ár. Leiðir Sollu lágu til Reykjanesbæjar árið 2000 og hefur hún verið þar meira og minna síðan þá. Hún flutti til Reykjanesbæjar til að vera nær börnum og barnabörnum. Með meistaragráðu í nuddi Solla er með meistaragráðu í nuddi, lærður svæðanuddari og svo lærði hún sérhæft festumeinanudd. Solla er einnig sjúkraliði, en hún stefnir að því að fara að nudda hér í Reykjanesbæ, en áður hefur hún verið á stofu í Breiðholtinu. Árið 1988 fór hún í nudd og á sjúkraliðabraut. Hún var alltaf að semja ljóð á þessum tíma sem öll enduðu í skúffunni. „Ég var svoddan skúffuskáld í mér þar til árið 2009 þegar ég ákvað að setja þau í bók og henda í prentun og það gekk bara mjög vel,“ segir hún. Útskrifaðist ekki af sjúkraliðabraut fyrr en árið 2006 Þrátt fyrir að Solla hafi farið í nuddið og sjúkraliðabraut árið 1988 þá útskrifaðist hún ekki sem sjúkraliði fyrr en árið 2006, þar sem hún ætlaði einungis að vera nuddari. Aðspurð hvað varð til þess að hún ákvað að klára sjúkraliða námið svo mörgum árum seinna kveðst hún hafa farið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja af rælni á opinn dag. „Þá bjó ég á Hafurbjarnastöðum þar sem ég rak hundahótel á árunum 2000 til 2005. Þar var ég hvött áfram til að klára námið sem ég og gerði þar sem ég átti bara mjög lítið eftir af náminu.“ Var alltaf að semja ljóð En eins og hefur komið fram að þá var Solla alltaf að semja ljóð á þessum tíma. „Þá var ég alltaf með fullt hús af börnum og skrifaði þá bara niður og geymdi. Svo þegar maður fékk sér tölvu þá fóru hjólin að snúast við að setja þetta allt saman niður og var það svo árið 2010 sem fyrsta ljóðabókin var gefin út. Árið 2012 kom svo
ljóðabók númer tvö út og er hún uppseld,“ segir hún. Solla er einnig með aðra ljóðabók í skrifum sem væntanleg er eftir áramót ásamt barnabók og spennusögu sem hún vonast til að verði komið út á nýju ári. Solla fær innblástur við ýmis tækifæri, til dæmis þegar hún er að keyra eða á gangi úti í náttúrunni. „Það hefur alltaf blundað í mér að skapa eitthvað eins og að skrifa ljóð frá því ég var unglingur. Það bara kemur einhvern veginn til mín þegar ég er að keyra eða labba úti í náttúrunni.“ Uppáhalds ljóð Sollu er Jólagrín sem er úr annarri bók hennar. Einnig heldur hún mikið upp á ljóðið sitt Ég vildi vera sem er úr fyrstu ljóðabók hennar. Stefnan var tekin á leiklistarnám En þetta er ekki allt það sem Solla hefur fyrir stafni, því hún hefur einnig sett upp og skrifað tvö stutt gamanleikrit sem hafa verið sett upp. Amma í stuði með guði heitir annað, en hitt heitir Saltverkunarhúsið. Svo er Solla einnig mjög listræn og málar. En hvernig kom það upp að hún skrifaði og setti upp gamanleikrit? „Ég hef bara svo mikla löngun og þrá í að skapa eitthvað, ég bjó til heilu fantasíurnar í huganum við tónlist. Ég lék sjálf mikið í leikritum á Patreksfirði og var í leikfélaginu
þar. Ég byrjaði fyrst árið 1978, þá sýndum við í Kópavogsleikhúsinu og í Hafnarfirði. Þessi leikrit voru sett upp á Reykhólum árið 2008 og 2009, þar sem ég er formaður leikfélagsins. Það var afar skemmtilegt fólk sem tók þátt í leikgleðinni og það var mikill söngur, en ég samdi ekki lögin heldur leikritin í kringum lögin. Mig hefur alltaf fundist rosalega gaman í leikhúsi og að leika, stefnan var alltaf tekin á að fara í leiklistarnám. Ég fór á fyrsta leiklistarnámskeiðið 15 ára gömul, þar lærði ég tjáningu og upplestur, þá var stefnan alfarið að fara í leiklistarnám sem varð svo ekki. Ég endaði svo sem nuddari og sjúkraliði með leiklistina til hliðar sem var mitt aðaláhugamál.“
Sólveig eða Solla Magg er listræn en einnig lærður nuddari.
Hvenær kviknaði áhuginn á nuddinu og hvernig kom það til að nuddið fór fram fyrir leiklistina? „Jósep Blöndal læknir á Stykkishólmi uppgötvaði mig og hvatti mig áfram, hann á stærsta þáttinn í að ég fór út í þetta. Ég byrjaði að læra hjá honum festumeinanudd, hann kenndi mér það. Svo það var hann sem kom mér af stað í nuddið.“ Innblástur úr sveitinni Solla er í myndlistarskólanum í Kópavogi einu sinni í viku en hún byrjaði að mála fyrir tveimur árum síðan. Það var alveg yndisleg manneskja úr Garðinum sem kveikti áhuga minn á að byrja að mála. Hún var alltaf að hvetja mig áfram og þannig byrjaði þetta allt saman. Ég prufaði mig áfram og hef ég verið alveg óstöðvandi síðan.“ Innblásturinn fær Solla í sveitinni. „Sonur minn á jörð í Efri-Tungu í Örlygshöfn. Þangað fer ég um leið og sólin hækkar á himni og vorið kemur. Ég fer eins oft og ég mögulega get, en ég eyði miklum tíma yfir sumarið þar. Ég bara finn einhverja ró og kyrrð í sveitinni. Svo er einfaldlega yndislegt að fara í fjöruna og hlusta á hafið, allir svona hlutir geta fengið mig til að skapa eitthvað ásamt bara litlum fugli.“ Solla finnur fyrir mikilli ró í kringum dýr, henni finnst lífið svo merkilegt ásamt allri sköpun og hefur ákaflega gaman af að skoða allt í náttúrunni. „Ef það verður eitthvað á vegi mínum þá spái ég í það og finnst það mjög gaman.“
Uppáhalds ljóð Sollu er Jólagrín sem er úr annarri bók hennar
Solla er í myndlistarskólanum í Kópavogi. Hér má sjá nokkrar myndir
750
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
80
ÁFANGASTAÐIR UM ALLT LAND
Ð ALLT A
45 KG
,5 0,5 x 0
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg.
www.flytjandi.is | sími 525 7700
x 0,5 m
Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins á móttökustöðum Eimskips Flytjanda um land allt
26
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-jólin
mín
Gæti hugsað mér að vera í útlöndum á jólum Víðir Sveins Jónsson segir það eftirminnilegast þegar hann fékk BOB borð í jólagjöf þegar hann var yngri og þá segir hann ekkert koma í staðinn fyrir jólakortin. Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið? Engin sérstök, hef gaman að flestum jólamyndum. Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Kemur ekkert í staðinn fyrir jólakortin.
Fiskur, franskar og fjör í Grindavík
Á
annað þúsund manns mættu í kvöldmat hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þorbirni hf. í Grindavík á fjörugum föstudegi sem er árlegur fjördagur í Grindavík. Fyrirtæki taka sig saman og bjóða afslætti af vörum og þjónustu og nota tækifærið til að gera sér glaðan dag í leiðinni. Víkurfréttir mættu með tvo svanga fréttamenn og þeir römbuðu beint til Þorbjarnar sem bauð í fisk & franskar að hætti Breta sem kaupa þúsundir tonna af þorski og ýsu á hveru ári í vinsælasta og þekktasta rétt þeirra „fish & chips“. Í sjónvarpsþætti vikunnar er spjall við þrjá bræður, Dagbjartssyni en þeir eru í hljómsveit fyrirtækisins The Backstabbing Beatles. Þeir bræður eiga það sameiginlegt að vera með munninn fyrir neðan nefið og þeir sýna það svo sannarlega í viðtalinu.
www.ils.is
569 6900
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Verð að segja BOB borðið sem ég fékk þegar ég var polli. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Stórfjölskyldan saman á jóladag. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er kalkúnn að hætti Margrétar.
Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn? Það voru verulega sjokkerandi fréttir!
Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Þegar ég og konan erum búin að fara saman og klára innkaupin.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut? Jólasveinaandlitið með hvíta skegginu sem er hengt upp. Mamma á hann.
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin? Já, ég gæti hugsað mér að vera erlendis ef fjölskyldan er með.
08:00– 16:00
Hafðu okkur með í ráðum Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.
Ertu vanafastur/-föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Fer akandi í nánasta umhverfið með jólakortin og auðvitað út í kirkjugarð.
Hvernig verð þú jóladegi? Með fjölskyldu við spil og rólegheit.
DEKKJAÞJÓNUSTA Í ÞINNI HEIMABYGGÐ
NÚ ER TÍMI VETRARDEKKJANNA!
Fáðu aðstoð sérfræðinga okkar við val á réttum dekkjum fyrir bílinn þinn. GSI-5
G3S - ICE
Ice Terrain
Tranpath S1
Harðskeljadekk
Ice Zero Friction
G-Force Stud
Arctic Trekker NP3/NS3
Winter Claw Extreme
www.nesdekk.is reykjanes@nesdekk.is
H09
Harðskeljadekk
Ice Zero
G-Force Winter
Presa Spike
Winter Claw SPORT SXI
Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333
Winter Sottozero 3
Scorpion Winter
Winter Snowcontrol 3
Activan Winter
Mud Terrain KM2
All Terrain
AT 771
Mudder MT 754
Bighorn
IWT-2 EVO
IWT-ST
ITR-1
Opið Virka daga frá 8 til 18 Laugadaga frá 11 til 14
28
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
FJÚKANDI ÞAKJÁRN SKAPAÐI HÆTTU Í REYKJANESBÆ
M
eðalvindur á miðnætti á mánudagskvöld náði roki á veðurathugunarstöðvum á Keflavíkurflugvelli, Garðskagavita og Reykjanesbraut. Mesta hviða náði hins vegar 40 m/s á Garðskagavita um miðnætti en náði 34 m/s á Keflavíkurflugvelli og 35 m/s á Reykjanesbraut sem er fárviðri. Grindvíkingar sluppu betur en spár gerðu ráð fyrir. Þar fór vindhraðinn í 20 m/s á miðnætti á mánudagskvöld og mesta hviða í 32 m/s. Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum og var talsvert að gera hjá Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ. Þar voru fjölmargir flokkar björgunarsveitarfólks að störfum frá því snemma á mánudagskvöld og fram á aðfararnótt þriðjudags. Fjúkandi þakjárn skapaði hættu í Reykjanesbæ en þakjárn fauk m.a. af tveimur byggingum við Hafnargötu í Keflavík. Þakplötur fuku um gamla bæinn í Keflavík um miðnætti á mánudagskvöld eftir að hluti af þaki gamla HF við Hafnargötu 2 fauk. Skæða-
drífa af plötum var um Túngötu og Íshússtíg en talsvert bætti í vind nálægt miðnætti. Um tíma var ekki óhætt að eiga við plöturnar því svo hvass var vindurinn. Björgunarsveitarfólk fór síðan um hverfið og kom járninu í skjól svo það myndi ekki valda frekara tjóni. Skömmu áður en þakjárnið fauk af Hafnargötu 2 flettist þakjárn af Hafnargötu 8 og fauk m.a. á hús við Túngötu. Fjölmennt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes var kallað að húsinu og nutu björgunarmenn aðstoðar frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sem mætti með körfubíl á vettvang. Þakkantar losnuðu víða í veðrinu og ýmislegt lauslegt fór af stað í veðrinu. Hópar björgunarsveitarfólks voru á ferðinni fram á nótt við að sinna ýmsum verkefnum. Þá sáu björgunarsveitir einnig um að loka Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi fyrir umferð. Grindvíkingar sluppu vel í óveðrinu. Björgunarsveitin Þorbjörn fékk þrjú útköll innanbæjar og þá sá björgunarsveitarfólk um að
loka Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. Félagar í Þorbirni hafa verið nokkuð oft á Suðurstrandarvegi undanfarna viku vegna ófærðar. Vegurinn er ruddur þrisvar í viku og þar hefur færð náð að spillast nokkuð reglulega vegna skafrennings og ofankomu. Þannig fór Þorbjörn í sjúkraflutning frá Krísuvík um helgina. Otti Rafn Sigmarsson, formaður björgunarsveitarinnar sagði að þá hafi verið margra kílómetra skafl eftir Suðurstandarvegi þar sem ekki sást í stikur með veginum. Björgunarsveitarfólk þakkar árverkni heimafólks að ekki fór verr í veðrinu. Fáir voru á ferli og fólk hefur verið duglegt að fergja hluti eða koma þeim í skjól undan veðrinu. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson. Hann fór um Reykjanesbæ með björgunarsveitarfólki sem var að störfum við erfiðar aðstæður í miklum vindi og víða voru svellbunkar undir fótum björgunarfólks og því erfitt að fara um.
29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. desember 2015
pósturu vf@vf.is
Knús í glórulausum byl „Ég veit ekki hvernig við getum nokkurn tímann þakkað ykkur, við erum búin að vaska allt upp í björgunarsveitarhúsinu og gera fínt. Megum við að minnsta kosti fá að knúsa ykkur áður en við förum?“ Þetta sögðu erlendir ferðamenn við b j ö r g u n a rsveitarfólk í b j ö r g u n a rsveitarhúsinu í Grindavík á laugardagsk völ d ef ti r vægast sagt langan dag í baráttu við veðrið. „Stundum kemur það fyrir, eins og í gær [sl. laugardag] þegar ég
skrifaði þessa færslu. Ég var rétt hálfnaður þegar síminn hringdi og ég þaut út um hurðina til þess að sækja veika konu í Krýsuvíkurskóla. Ófærðin var slík að á tímabili vissi ég ekki hvort ég væri á vegi eða uppi á jökli. Við kláruðum verkefnið og komum konunni í sjúkrabíl. Að baki eru þrjú útköll frá því á föstudagskvöld og samtals að baki tæpar 20 klukkustundir. Ég er vissulega heppinn að eiga skilningsríka fjölskyldu sem skilur þetta allt, fyrir það get ég aldrei þakkað nógu vel. Ég fer samt aftur þegar kallið kemur, þá fæ ég kannski annað knús,“ skrifar Otti að endingu sl. sunnudag.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 6 1
sat rennandi blautur og kaldur í björgunarsveitarbílnum í glórulausum byl að aðstoða ferðafólk, að maður veltir fyrir sér af hverju maður standi í þessu öllu saman. Ég fékk svo svarið við því þegar ferðafólkið, sem var gráti næst af gleði yfir því að við skyldum hafa bjargað bílnum þeirra og öllu sem í honum var seint í gærkvöld kom og bað mig um knús. Það var nóg…“ Þetta skrifar Otti Sigmarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík á fésbókarsíðu sína eftir annasaman laugardag við að bjarga fólki úr föstum bílum á Suðurstrandarvegi sem hefur verið ófær síðustu daga. „Ég settist í sófann eftir annasaman dag, beið eftir kvöldmatnum og
Flug fyrir 2 til Kaupmannahafnar, Berlínar, London eða Dublin.
Flug fyrir 2 með öllum notuðum Mercedes-Benz Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi með mikla veghæð og dráttargetu upp á heil 2,4 tonn. Öllum notuðum GLK fylgja vetrardekk og þeir hafa staðist þjónustuskoðun fyrir veturinn. Að auki fylgir flug fyrir tvo með WOW Air öllum notuðum Mercedes-Benz í eigu Öskju í desember. Tilboðið gildir fyrir bifreiðar að verðmæti 1,5 milljónir eða meira.
GLK 220 4MATIC árgerð 2012,
ekinn 41 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Dráttarbeisli, inniljósapakki, krómpakki, Parktronic, hiti í framsætum, skyggðar rúður, Offroad pakki o.fl.
Verð 5.890.000 kr. Afb./mán. 55.300 kr.*
*Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar 11,03%
K. STEINARSSON • Holtsgötu 52 • Reykjanesbær Sími 420 5000 • ksteinarsson.is
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR • Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 www.notadir.is • Opið virka daga kl. 10 –18 og laugardaga kl. 12–16
30
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-jólatónar
pósturu vf@vf.is
SUÐURNESJAMOZART VEKUR UPP JÓLAANDANN
– aðventutónleikar Kvennakórs Suðurnesja
K
Grindvíkingurinn Agnar Steinarsson er aðdáandi góðrar jólatónlistar. Gunnar Þórðarson, eða Suðurnesja-Mozart eins og Agnar kýs að kalla hann, kemur alltaf með jólaandann á heimili Agnars. Svo kemur sérstakur jólasveinn í heimsókn árlega sem fáir hafa heyrt af, en sá heitir Stebbastaur. Af því – Stefán Hilmarsson Stebbastaur er fyrsti jólasveinninn á mínu heimili því konan mín hún Matthildur byrjar alltaf aðventuna á því að hlusta í jóladiskana með idolinu sínu. Þetta er einfaldlega frábært lag og snilldarlega sungið hjá Stefáni. Don´t save it all for Christmas day – Celine Dion Ég verð að viðurkenna að ég hækka alltaf í botn þegar ég heyri þetta lag með Celine Dion og þegar
maður skoðar Youtube-myndbandið með Jóhönnu Guðrúnu og Svölu Björgvins þá fær maður bæði gæsa- og appelsínuhúð. Driving home for christmas – Chris Rea Þegar maður heyrir þetta lag úti í umferðinni þá hækkar maður vel í tækinu og verður allur svo meyr inni í sér. Brosir til hinna bílstjóranna og gefur eftir bestu bí l a s t æ ð i n . Hugsar til ástvinanna og svei mér ef það læðast ekki jólatár út í augnkrókana.
Ave Maria
Jól – Gunnar Þórðarson Þetta lag með okkar eigin SuðurnesjaMozart vekur alltaf upp í mér jólaandann og allt í einu er ég orðinn 12 ára að baka smákökur með mömmu. Sest síðan við gluggann með nokkrar ylvolgar og tel jólaljósin á blokkunum í Torfufellinu.
vennakór Suðurnesja heldur aðventutónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 20:00. Yfirskrift tónleikanna er „Ave Maria“ sem er lýsandi fyrir efnisskrá tónleikanna en hún er tileinkuð Maríu mey. Ótal lög hafa verið samin við bænina Ave Maria og mun kórinn flytja nokkur þeirra. Þar má nefna tvö íslensk lög eftir Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns, Ave Mariu eftir Franz Schubert og aðra eftir J.S. Bach og Charles Gounod sem eru tvær af þekktustu „Ave Maríum“ heims, auk fleiri laga við þessa bæn. Önnur lög tengd Maríu mey eru einnig á efnisskránni. Það má segja að
það sé vel við hæfi í lok þessa árs þar sem haldið hefur verið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, að konur syngi um heilaga Guðsmóður, tákn kvenleika og móðurímyndar. Þegar líður að jólum er fátt betra en að taka sér hlé frá erli jólaundirbúningsins og upplifa hátíðlega og fallega stund. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir leikur á píanó og Birna Rúnarsdóttir á þverflautu. Einsöngvarar eru Birta Rós Arnórsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Aðgangseyrir 2.500 kr. Miðasala við innganginn.
Ef ég nenni – Helgi Björns Þessi texti eftir R aufarhaf narhirðskáldið Jónas Friðrik er einhv e r n v e g i n n algjör snilld og svo syngur Helgi þetta frábærlega.
Hægt verður að nálgast jólatóna Víkurfrétta á vefsíðu okkar www.vf.is en þar má meðal annars hlusta á öll lögin á Spotify tónlistarveitunni.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
Laust starf launafulltrúa Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf launafulltrúa á starfsmannasviði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið: • • • • •
Vinnsla launabókhalds Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila Ýmis önnur störf í tengslum við kjaramál starfsmanna Önnur tilfallandi störf á starfsmannasviði
Menntunar- og hæfniskröfur: • • • • • •
Stúdentspróf eða sambærileg menntun Góð reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg Þekking á H-launum og Mytimeplan tímastjórnunarkerfi er kostur Góð kunnátta og færni í Excel Metnaður, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum Þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar veitir Telma Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2015.
Keflavíkurmærin Árelía Eydís las úr skáldsögu sinni:
Finnst vænna um heimabæinn þegar ég eldist
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er brottflutt Keflavíkurmær, fræðikona, fyrirlesari og kennari sem hefur látið til sín taka á þeim vettvangi. Hún mætti til gamla heimabæjarins nýlega og las upp úr fyrstu skáldsögu sinni, Tapað fundið, á bókakonfekti í Bókasafni Reykjanesbæjar. „Þetta gat ekki verið yndislegra á leið minni hingað, nýfallinn snjór og jólaljós þegar ég keyrði inn í bæinn. Það var líka skemmtilegt að ég var að lesa í fyrsta skipti út bókinni sem kom út fyrr á árinu,“ sagði Eydís eins og hún er kölluð af flestum. Hún hefur á sínum vettvangi kennslu og fræða hvatt fólk til að fara út úr sínum þægindahring, það geti gefið fólki mikið og nú var hún á þeim tímamótum. „Mér fannst þetta spennandi tækifæri en þó ég hafi gefið út bækur þá hef ég ekki gefið út skáldsögu. Kann það ekki og er því alger byrjandi í þeim flokki. En ég er svolítið að ögra sjálfri mér og var satt að segja alveg skíthrædd þegar bókin kom út. Var hissa á því sjálf hvað ég var stressuð út af útgáfu bókarinnar.“ Bókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hún situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin og samhliða því sem fylgst er með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Eydís segir að bókin hafi verið nokkurn tíma að fæðast en hún sé skorpukona og vinni þannig. „Ég fór í burtu og lokaði mig af því það er erill í kringum mig, stór fjölskylda og fjör en þetta gekk. Ég er samt þannig gerð að ég vil láta lesa yfir aftur og aftur auk þes sem ég er ekki mjög nákvæm. Þarf því aðstoð í því og helst sem mesta. Ég var með frábæran ritstjóra og lærði mikið af því.“ Eydís fékk góðar viðtökur við upplesturinn í bókasafninu en aðspurð segir hún heimahagana sér mjög kæra. „Ég er í daglegu sambandi við Keflavík enda búa foreldarar mínir þar. Ég fór á 35 ára fermingarafmæli í vor og þá fann ég að þegar maður verður eldri finnst manni vænna um heimabæinn og vera hluti af því samfélagi. En verður þetta fyrsta skáldsagan af fleirum? „Já, líklega. Það er að fæðast hugmynd að þeirri næstu og ég bíð eftir að komast í það verkefni. Mér finnst þetta gaman. Svolítið frí frá fræðikonunni,“ sagði Árelía Eydís. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Árelíu og það er sýnt í þætti vikunnar á ÍNN og á vf.is.
ÍSLENSKT EFTIRLÆTI
Núna í ár kynnum við nýjan og einstakan konfektmola, innblásinn af íslenskum náttúruöflum, með stuðlaberg í forgrunni. Ljúffengt Síríus súkkulaði, fyllt með mjúkri saltkaramellu sem bráðnar í munni. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og ómissandi hluti af hátíðunum.
ÁRNASYNIR
Við hjá Nóa Síríus erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja Íslendingum á hátíðum og hamingjustundum í áratugi. Með notkun á fyrsta flokks hráefnum og ástríðu fyrir því sem við gerum höfum við unnið traust þjóðarinnar og erum stolt af því að vera órjúfanlegur hluti af hátíðarhöldum hennar.
Gott að gefa, himneskt að þiggja
32
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Gott til gjafa...
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
7.590
Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga
11.990
Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki
6.990
Spandy pokalaus 500w heimilsryksuga
Skjaldarbrunans minnst á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju
6.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
2015 2015 2015 2015 2015 Víkurfrétta urVíkurfrétta Skafmiðaleikur Skafmiðaleik Víkurfrétta Skafmiðaleik Suðurnesjum áur verslanaáur ogverslana Víkurfrétta Skafmiðaleik Suðurnesjum og Víkurfrétta ur Skafmiðaleik Suðurnesjum verslana áSuðurnesjum ogverslana og verslana ááSuðurnesjum og
Þ
ess var minnst á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld að í ár eru 80 ár liðin frá brunanum í samkomuhúsinu Skildi þegar kviknaðí í á jólatrésskemmtun barna með þeim afleiðingum að 10 manns fórust, þar af sjö börn. Sr. Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir leiddu stundina og Dagný Gísladóttir sagði frá vinnslu bókar um atburðinn sem kom út árið 2010 og þeim siðferðilegu spurningum er vakna þegar unnið er með sorg í samfélagi. Félagar í kór Keflavíkurkirkju sungu við athöfnina en að henni lokinni gengu gestir að minnismerkinu um Skjöld þar sem kveikt var á kertum til minningar um hina látnu og sunginn sálmurinn Heims um ból. Félagar í Brunavörnum Suðurnesja stóðu vaktina en atburðurinn varð til þess að bót var gerð í brunavarnarmálum á Íslandi.
- smáauglýsingar
VILT ÞÚ VERA Í LYKILHLUTVERKI?
TIL LEIGU „Til leigu 4 herbergja nýleg íbúð í innri Njarðvík. Laus um miðjan desember. Fyrirspurnir og upplýsingar í síma 825-3050. Til leigu rúmgóð og falleg 2 herb. íbúð í nálægð við Heiðarskóla. Leiga 125 pr/mán án rafmagn. 1 mán fyrirfram og 1 mán trygging. Greiðsluþjónusta/ Langtímaleiga. Laus fljótlega. Sendið nafn og símanúmer á danel@simnet.is
ÞJÓNUSTA
BÍLALEIGUR AVIS OG BUDGET LEITA AÐ ÖFLUGUM STARFSMANNI Í FRAMTÍÐARSTARF Á VERKSTÆÐI FÉLAGSINS Í KEFLAVÍK Helstu verkefni:
· Öll almenn vinna á bifreiðaverkstæði · Léttar viðgerðir bifreiða
Almennar hæfniskröfur:
· Reynsla af viðgerðum bifreiða er skilyrði · Bílpróf og hreint sakavottorð er skilyrði · Lipurð í mannlegum samskiptum ásamt framúrskarandi þjónustulund · Ensku- og tölvukunnátta · Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
Unnið er á 2-2-3 vöktum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið inn á heimasíðu félagsins, avis.is fyrir 19. desember nk. Bílaleigur AVIS og Budget eru meðal stærstu bílaleiga í heimi og starfa í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget.
Jólaböll, pakkaheimsóknir og ýmsir aðrir viðburðir. Jólasveina þjónusta Stekkjastaurs. Upplýsingar í síma 7773888 email. stekkjastaurjolasveinn@gmail.com
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA
Jólalukku miðum í Nettó eða Kaskó því það verður dregið 4 sinnum í desember og meðal vinninga eru
4 STK. IPHONE 6S 2 STK. 120.000,- KR GJAFABRÉF
FRÁ NETTÓ 4 STK. ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR 10 STK. 10.000,- OG 4 STK. 15.000,- KR. GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK 20 STK. KONFEKTKASSAR
1. ÚTDRÁTTUR
Iphone 6s - Birna Huld Helgadóttir, Kjarrmóa 25 Njarðvík Icelandair ferðavinningur - Arnbjörg H. Heiðargarði 17 Keflavík 15 þús. kr. Nettó-gjafabréf - María Sigurðardóttir, Óðinsvöllum 8 Keflavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Björg Símonardóttir, Glæsivöllum 15 Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Hafliði Hjaltalín, Laut 37 Grindavík
Dregið verður 4 sinnum og tilkynnt um vinningshafa á vf.is og í prentútgáfu Víkurfrétta.
TUTTUGU VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUAÐILAR Á SUÐURNESJUM BJÓÐA UPP Á JÓLALUKKU VF Í FIMMTÁNDA SINN.
Ef þú verslar fyrir 5.000,- kr. eða meira færðu skafmiða sem getur fært þér veglegan vinning. Skilaðu skafmiða með engum vinningi í verslun Nettó eða Kaskó og þú átt annan möguleika á úrdráttarvinningi.
FJÓRIR ÚRDRÆTTIR 9., 16., 21. OG 24. DESEMBER.
34
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Fólksfjölgun á landinu mest á Suðurnesjum Íbúum fjölgaði um 31% frá 2000 til 2013
F
ólksfjölgun á landinu var mest á Suðurnesjum tímabilið 2000 til 2013 eða 31 prósent. Næst mest var fólksfjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 19 prósent. Tímabilið 2009 til 2013 fækkaði fólki á Suðurnesjum örlítið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um hagvöxt landshluta sem út kom á dögunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á Suðurnesjum hafi framleiðsla dregist saman um 12 prósent á tímabilinu 2009 til 2013. Er samdrátturinn á tímabilinu með því mesta sem gerðist á landinu en aðeins á Vestfjörðum varð álíka samdráttur eða 11 prósent. Á landsbyggðinni í heild var hagvöxtur 0 prósent og á höfuðborgarsvæðinu var hann jákvæður um 5 prósent. Árið 2013 var hlutur Suðurnesja í landsframleiðslu um 5 prósent. Fasteignaverð á Suðurnesjum lækkaði um 27 prósent að raungildi frá 2009 til 2013, meira en í nokkrum öðrum landshluta. Summa launa á Suðurnesjum fylgdi nokkurn veginn fylgt launum á landinu. Samdráttur virðist einkum vera í fjármálafyrirtækjum, fasteignafélögum og þess háttar starfsemi. Mikil uppbygging var í Reykjanesbæ á árunum fram að hruni. Mikið af íbúðarhúsnæði losnaði þegar bandaríska herliðið fór frá Keflavíkurflugvelli árið 2006, en að auki var mikið byggt í Reykjanesbæ árin á eftir. Íbúðalánasjóður lánaði stórfé til fasteignafélaga á svæðinu. Auk þess voru mikil umsvif í Sparisjóðnum í Keflavík. Töluverðu var kostað til úr ríkissjóði til þess að endur-
reisa sjóðinn eftir að bankarnir hrundu, en það dugði ekki til. Fasteignafélögin fóru mörg á höfuðið, en til skamms tíma hafa fjölmörg hús staðið auð á Suðurnesjum. Á móti kemur uppbygging í verslun og samgöngum, sem í skýrslunni segir að væntanlega tengist flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og ferðaþjónustu í kringum hana. Verslun, hótel, veitingastarfsemi og samgöngur eru fjórðungur af framleiðslu á Suðurnesjum og er það mun hærra hlutfall en annars staðar utan höfuðborgarsvæðisins. Þarna munar mest um Keflavíkurflugvöll og aðra ferðaþjónustu, ekki síst Bláa lónið. Hlutur sjávarútvegs á Suðurnesjum er minni en víða annars staðar utan höfuðborgarinnar. Lengi vel virtust umsvif á flugvellinum þrengja að sjávarútvegi í þessum landshluta. Fiskveiðar drógust mikið saman á Suðurnesjum mest allt tímabilið 2009 til 2013, en fiskvinnsla hefur hins vegar eflst. Þar ræður einkum nábýli við útflutningsstaði, Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurhöfn. Skipting launa á atvinnugreinar gefur hugmynd um það hvar fólk vinnur. Árið 2013 var rúmur fjórðungur launa á Suðurnesjum í sjávarútvegi og hafði hlutfallið hækkað heldur frá 2009. Hlutur verslunar, samgangna og hótela og þess háttar starfsemi í launum óx úr tæpum fjórðungi í tæp 30 prósent á tímabilinu, en hlutur fjármálafyrirtækja, fasteignafélaga og skyldra greina var um 11 prósent. Hlutur hins opinbera breytist lítið, en rúmur fimmtungur launasummunnar er þar.
70 ára
Sunnudaginn 13. des næstkomandi verður Kristín Erla Guðmundsdóttir, Sunnubraut 8 Garði, 70 ára. Af þessu tilefni mun hún og fjölskylda hennar taka á móti gestum í Miðgarði, Gerðaskóla, þann sama dag frá klukkan 15:00 til 17:00. Gjafir eru afþakkaðar, en söfnunarbaukur til líknarmála verður á staðnum.
UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM
Tilgangur uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2016 og aðeins er um eina úthlutun fyrir árið að ræða. Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokkum: • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. • Styrkir á sviði menningar og lista. • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningarmála.
Öllum umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á netfangið uppbyggingarsjodur@sss.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa.
Björgvins Þorvaldssonar Greniteigi 2, 230 Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun.
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2016. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is en þar er hægt að nálgast umsóknareyðublað, kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja. Einnig er hægt að hafa samband við Björk Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.
Kristján Björgvinsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Linda Rós Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Elínborg Sigurðardóttir, Smári Friðriksson, Benedikt Viggósson,
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
Guðrún Ása Gústafsdóttir,
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjanesbæ, þann 29. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum vináttu og hlýhug í okkar garð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilanna Garðvangs og Hrafnistu. Eðvarð Felixson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Rúnar Ingi, Ólöf Edda og Eðvarð Már.
Anna Lilja Lárusdóttir,
35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. desember 2015
Sjónvarp étta Víkurfr
Þóra Jónsdóttir sýnir á Kaffitári XMyndlistarkonan X Þóra Jónsdóttir mun halda sýningu í húsnæði Kaffitárs í Innri-Njarðvík í desembermánuði. Þar mun Þóra sýna níu myndir sem hún hefur unnið að á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin á opnartíma Kaffitárs. Þóra byrjaði fyrst að mála í Amager malerier - tegninger skólanum í Danmörku 1985 en eftir að hún flutti heim árið 1989 hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér um slóðir í gegnum tíðina.
Á dagskrá í kvöld á ÍNN ! W O W
Suðurnes sætasta stelpan á ballinu - segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow air sem sér mikla möguleika í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
HávD f.is Hanna Helgadóttir, formaður Kvenfélagsins Fjólu og Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla
Kvenfélagið í Vogum gaf sex saumavélar - Nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla þökkuðu fyrir með dynjandi lófataki
Tapað - Fundið!
Árelía Eydís og nýja bókin
XKvenfélagið X Fjóla í Vogum færði grunnskóla bæjarins sex saumavélar að gjöf. Saumavélarnar eru ætlaðar til textílkennslu. Hanna Helgadóttir, formaður félagsins, afhenti skólanum vélarnar og veitti Svava Bogadóttir, skólastjóri, þeim viðtöku. Nemendur og starfsfólk þökkuðu kvenfélaginu fyrir með dynjandi lófataki. Að sögn Hönnu, formanns Kvenfélagsins Fjólu, voru saumavélarnar keyptar fyrir afrakstur ýmissa fjáraflana. Hjá Kvenfélaginu Fjólu er öflugt starf og fagnaði það 90 ára afmæli sínu síðasta sumar. Við það tækifæri var öllum bæjarbúum boðið til kaffisamsætis á 17. júní.
Ekki missa af þessu!
Óborganlegt
viðtal við grindvíska hljómsveitarbræður
fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
VILT ÞÚ STARFA Í LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS? Við leitum að samviskusömum og duglegum starfsmanni til að starfa á morgunvöktum í eldhúsi Lækningalindar. Vinnutíminn er frá kl. 6:30 til 15:00 í um 75% starfshlutfalli. Um framtíðarstarf er að ræða. Í Lækningalind eru 35 glæsileg hótelherbergi í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Starfið felur í sér undirbúning og framreiðslu morgunverðarhlaðborðs fyrir hótelgesti. Jafnframt tekur starfsmaður þátt í aðstoð við hádegisverð og ber ábyrgð á frágangi í eldhúsi og matsal. Hæfniskröfur • • • • • •
Rík þjónustulund Snyrtimennska og vandvirkni Sjálfstæði í vinnubrögðum Góð samskipta- og samstarfshæfni Góð enskukunnátta Áreiðanleiki og stundvísi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún Magnúsdóttir sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420 8800. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Blue Lagoon www.bluelagoon.is/atvinna þar sem fyllt er út almenn umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. Bláa Lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun. Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic.
36
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
FRAMHERJI Í FREMSTU RÖÐ -Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson um atvinnumennskuna, landsliðið og framtíðardrauma - Fer á reiðhjóli á æfingar
Mynd: Eyþór Sæmundsson
Hinn tvítugi Elías Már Ómarsson hefur sannarlega átt viðburðaríkt ár. Hann var að ljúka sínu fyrsta ári í atvinnumennsku í fótbolta. Hann heldur til í rólegu hverfi í útjaðri Osló á milli þess sem hann spilar fótbolta með einu stærsta félagi Noregs, Vålerenga. Keflvíkingurinn tvítugi er einn efnilegasti sóknarmaður Íslendinga um þessar mundir.
E
lías er jarðbundinn og metnaðarfullur. Þrátt fyrir að hafa smá fé á milli handanna þá lét hann sér nægja að kaupa reiðhjól til þess að koma sér til og frá æfingum í Noregi. Það er ekki að sjá að þarna fari atvinnu - og landsliðsmaður í knattspyrnu. Pilturinn virðist pollrólegur yfir þessu öllu saman. Elías hefur alltaf haft gríðarlega hæfileika en þó hefur hann ýmislegt að sanna. Í yngri landsliðum var hann aldrei fastamaður eða í byrjunarliði. Það var ekki fyrr en hann vann sér inn sæti í 21 árs landsliðinu að hann varð lykilmaður. Það skilaði sér heldur betur en Elías hefur nú verið valinn tvívegis í A-landsliðið og fengið þar tækifæri. Elías segist sjálfur vera framherji. Frá því að hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki, hefur hann ýmist leikið sem vængmaður eða sóknarmaður. Sama hefur verið uppi á teningnum hjá Vålerenga þar sem hann hefur leikið í þremur mismunandi stöðum.
Ekki láta útlitið blekkja þig Metnaðurinn er sannarlega til staðar hjá þessum unga og efnilega leikmanni. Hann er flúraður eins og NBA leikmaður, með eyrnalokka í báðum og sítt hár, hann gæti allt eins verið nýkominn úr tónleikaferðalagi. Útlitið blekkir aðeins. Hann er rólyndispiltur sem veit fátt betra en að taka því rólega upp í sumarbústað. Hann smakkar ekki áfengi og þegar hann fer út á lífið þá lendir hann iðulega í því að skutlast með vini sína. Á vellinum er hann hins vegar ákveðinn og berst eins og ljón. Líður best frammi Elías var fyrst hugsaður sem kantmaður þegar hann kom til Noregs. Eftir að hann náði að láta ljós sitt skína í framlínunni breyttist sú hugsun þjálfaranna. „Ég hef alltaf verið framherji og mér líður best þar,“ segir Elías. Hann sat talsvert á bekknum þegar hann kom fyrst út til Noregs. „Ég vildi auðvitað fá að spila miklu meira en ég gerði. Ég fékk bara átta leiki í byrjunarliði. Ég vildi spila meira en auðvitað er ég ennþá ungur,“ segir hann.
„Það er hundleiðinlegt að vera á bekknum. Það tekur alveg á. Þá er bara undir þér komið að sanna þig. Þetta gefur þér meiri vilja til þess að vilja bæta þig og styrkir þig um leið.“ Elías telur að hann hafi bætt leik sinn á flestum sviðum frá því hann fór til Noregs. Jafnt andlega sem líkamlega. Hann segist vera orðinn hraðari en áður, nógu fljótur var hann fyrir. Keflvíkingurinn er að upplifa æskudrauminn. Alvöru atvinnumennska þar sem lífið snýst um fótbolta. Lyftingar á morgnana, æfingar, morgunmatur með liðinu og svo aukaæfingar eftir hina hefðbundnu æfingu. Elías nýtir þjálfarana og aðstæðurnar til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem hann telur þurfa að bæta. Fljótlega upp úr hádegi er vinnudagurinn svo búinn. Elíasi líður samt ekki endilega eins og atvinnumanni. „Ég veit það ekki. Þetta fyrsta tímabil er frekar skrýtið. Það er t.d. mjög skrýtið að fá einhverja athygli, maður er ekkert vanur því.“ Vålerenga er með einhverja heitustu stuðningsmenn í Noregi sem
hafa tekið ástfóstri við Keflvíkinginn efnilega. Vanalega á heimaleikjum mæta á bilinu 6-8 þúsund áhorfendur. Þegar lið meistara Rosenborg mætti í heimsókn í sumar, mættu 22 þúsund manns á leikinn, en Vålerenga leikur á þjóðarleikvangi Noregs á meðan verið er að byggja nýjan völl fyrir liðið. Eftir að hafa rætt stuttlega við Elías kom fljótlega í ljós að hann er með hugarfar atvinnumannsins. Flestir hefðu verið ánægðir með tækifæri með einu besta liði Noregs á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Hann veit að hann getur gert betur þrátt fyrir að hafa skorað fimm mörk á liðnu tímabili. „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu en auðvitað hefði ég viljað gera betur. Það hefði verið gaman að spila meira og enda ofar í töflunni. Það er samt ákveðinn léttir að vera búinn með eitt tímabil og hafa kynnst þessu, þá veit ég hvað ég er að fara út í á næsta ári.“ Elías gerði þriggja ára samning í Noregi en hann hefur sett sér markmið varðandi framhaldið. „Ég ætla vinna mér fast sæti í byrjunar-
liðinu og reyna að sanna mig. Ég ætla að reyna að setja nokkur mörk og leggja upp fyrir liðsfélagana.“ Hélt að landsliðskallið væri grín Langt er síðan þrír Suðurnesjamenn hafa verið í landsliðinu í fótbolta á sama tíma. Elías ásamt Arnóri Ingva Traustasyni og Ingvari Jónssyni eru nú hluti af hópnum sem er að fara á EM næsta sumar. Samkeppnin er hörð og Suðurnesjadrengirnir eru ekki inn í myndinni eins og staðan er núna. Það kom Elíasi gríðarlega á óvart þegar hann var valinn fyrst í landsliðið fyrir um ári síðan. „Ég var ekkert að átta mig á þessu. Ég bjóst kannski við því að vinna mig inn í A-landsliðið eftir svona fimm ár. Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri grín. Ég var nýkominn af æfingu þegar ég fæ skilaboð á Facebook frá ljósmyndara landsliðsins, þar sem hann spyr hvort ég sé ekki að fara með liðinu til Flórída. Ég vissi ekkert. Ég fékk svo bara hringingu daginn eftir þar sem mér er boðið í hópinn. Þetta kom mjög á óvart.“
37
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. desember 2015
pósturu vf@vf.is Elías tók þátt í æfingaleikjum með landsliðinu á dögunum en fékk þá aðeins að spreyta sig í nokkrar mínútur í síðari leiknum. „Ég bjóst reyndar ekkert við því að spila, það fengu það ekki allir,“ segir Elías og hann er ekki heldur að gera sér vonir um að komast á EM. „Ég er alls ekkert að búast við því og reyni að hugsa ekkert um það. Ég held að það sé lítill möguleiki fyrir mig að komast inn í þetta samheldna lið núna.“ „Mér finnst ég alveg hafa getuna til þess að vera í þessum æfingahóp. Mér verður eiginlega að finnast það því annars er sjálfstraustið bara niðri. Þeir eru reyndari leikmenn, en maður verður bara að plata sjálfan sig í það að þetta sé bara venjulegur fótbolti, þá hverfur stressið.“
Um atvinnumennsku og athygli: „Þegar fólk heyrir orðið atvinnumaður þá fer það að hugsa um góða lífið og peninga. Það eru auðvitað peningar í fótbolta en það þarf líka að vinna mikið fyrir þessu. Það koma upp erfiðir tímar þar sem þú ert mikið einn og ert mikið að ferðast. Ég hef það samt nokkuð gott og er ekki að kippa mér mikið upp við þetta allt saman. Ég er sáttur á hjólinu mínu,“ segir Elías léttur. „Ég hef trú á því að ná lengra en það er undir mér komið hversu langt ég vil ná. Hversu hart ég legg að mér og hversu mikla ástríðu og metnað ég hef fyrir þessu. Það er bara þannig að ef þú ert með ástríðu fyrir fótbolta þá nærðu lengra en aðrir. Mér finnst ég hafa hana og stefni á að fara miklu lengra.“
Ég er nokkuð ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu en auðvitað hefði ég viljað gera betur.
Mynd: KSÍ
Gummi Steinars um Elías:
Elías hefur mikla hæfileika Guðmundur Steinarsson, marka- og leikjahæsti leikmaður Keflvíkinga frá upphafi, lék með Elíasi þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með Keflavík.
„Elías hefur mikla hæfileika. Hann er mjög áræðinn í að sækja á markið og vill helst ekkert flækja það mikið. Fara stystu leið, sem hentar honum vel þar sem hann hefur góðan hraða bæði með og án bolta. Elías hefur líka góða skottækni og finnst mér í raun skotharkan hans virkilega góð fyrir svona ungan peyja. Einnig líður
honum vel með boltann og er óhræddur að sækja á marga varnarmenn sem er kostur í boltanum í dag, þar sem flest lið spila með einn sóknarmann. Það sést mikill munur á honum síðan hann fór til Noregs og ef hann heldur áfram að bæta leik sinn og að sjálfsögðu þarf heppni með meiðsli og annað að spila inní líka, þá á Elías eftir að eiga flottan feril sem atvinnumaður.“
Það sést mikill munur á honum síðan hann fór til Noregs
Jólag jöf hestamannsins! Forsala miða á Landsmót 2016 á Hólum í Hjaltadal stendur yfir og lýkur henni 31. desember 2015. Miði er frábær jólag jöf í pakka hestamannsins og þú færð falleg g jafabréf hjá miðasölu www.tix.is send heim. Vikupassi aðeins kr. 11.900 til áramóta! Kauptu jólag jöfina núna á www.tix.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
www.landsmot.is
Jólatréssala hefst 12. desember kl. 14:00
Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni á Fitjum.
››› Elías lék sinn fyrsta leik í efstu deild gegn Fram í september 2012 ››› Hann hefur leikið 41 með Keflavík og skorað í þeim átta mörk ››› Hann var valinn efnilegasti leik maður Pepsi-deildarinnar 2014 ››› Á 28 landsleiki með yngri landsleikjum og fimm mörk ››› Þrír leikir með A-landsliði Íslands
Opið virka daga kl. 17–20 og um helgar kl. 14–20 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
38
fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
Eyþór Sæmundsson // pósturu eythor@vf.is
Keflvíkingar hlaðnir verðlaunum K
-Gerðu góða ferð til Skotlands
eflvíkingarnir unnu til 13 gullverðlauna, 12 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna á Scottish Open mótinu í Taekwondo sem fram fór um síðustu helgi. Adda Paula Ómarsdóttir var þriðja tæknilegasta kona mótsins og Ágúst Kristinn Eðvarðsson annar tæknilegasti karl mótsins samkvæmt dómurum. Þá var Andri Sævar Arnarsson valinn besti bardagamaður mótsins í sínum aldursflokki og Svanur Þór Mikaelsson í sínum aldursflokki. Keflvíkingar hafa sótt þetta mót síðustu ár með góðum árangri og í ár var engin undantekning. Einnig var afreksmaðurinn Kristmundur Gíslason að koma úr góðum mótatúr. Hann átti að keppa á
Jólaskákmót Samsuð og Krakkaskákar XJólaskákmót X Samsuð og Krakkaskákar verður haldið í Holtaskóla sunnudaginn 13. desember frá kl 13.00 - 17.00. Keppt verður í fjórum flokkum 7-10 ára og 11-16 ára, í drengja og stúlkna flokki. Ke ppt ve rð u r m e ð s k á k klukkum. 9 umferðir með umhugsunartíma 8 mínútur á mann. Einnig verður keppt um bikar í peðaskák fyrir þau sem kunna minna. Glæsileg verðlaun í ár eins og ávallt. Skáksamband Íslands gefur einnig verðlaun í mótið. Dregið verður úr happdrættisvinningum sem Nettó gefur í mótið líkt og undanfarin ár.
Glæsilegur árangur á heimsmeistaramóti í dönsum
N
j a rð v í ku r m æ r i n Ma r í a Tinna Hauksdóttir og dansherra hennar Gylfi Már Hrafnsson höfnuðu í 7. sæti á heimsmeistaramótinu í ballroom dönsum um síðstu helgi. María og Gylfi keppa í aldursflokki 1213 ára. Þau kepptu einnig í opinni Fred Astaire keppni og þar dönsuðu þau til úrslita með frábærum árangri og enduðu í 6. sæti en mjótt var á muninum í þessum úrslitum.
Lottó meistarar í ballroom og latin dönsum. Þau dönsuðu sig einnig til úrslita í Copenhagen open 2015 í febrúar og enduðu þar í 5. sæti í bæði ballroom og latin dönsum.
Ægir og Bjarni valdir í landsliðið
Unnið allar keppnir á Íslandi Þau hafa átt einstaklega gott ár því þau hafa unnið allar keppnir á Íslandi árið 2015 í sínum aldursflokki og eru því Íslandsmeistarar í ballroom, latin og 10 dönsum, Bikarmeistarar í ballroom og latin dönsum, Umsk meistarar í ballroom og latin dönsum og
- Góður árangur á Íslandsmótinu í brazilian jiu jitsu
U
Bikarmeistararnir mæta Haukum B
Keflvíkingar mæta varaliði erkifjendanna í karlaboltanum
úið er að draga í 8-liða úrslit í Powerade bikarkeppninni í körfubolta. Fjögur Suðurnesjalið voru í pottinum karlamegin og munu tvö þeirra mætast. Njarðvík b tekur á móti Keflvíkingum, á meðan Grindvíkingar og Njarðvíkingar fara á útivelli. Grindvíkingar mæta Skallagrími á meðan
Paris Open sem er stigamót inn á Ólympíuleika fyrir þremur vikum, en mótinu var aflýst vegna hryðjuverkaárásanna þar. Næstu helgi þar á eftir keppti hann á -21 Evrópumótinu. Hann stóð sig vel þar og sigraði fyrsta andstæðinginn sinn frá Úkraínu. Næst tapað hann fyrir keppanda frá Slóvakíu með minnsta mun og var hársbreidd frá verðlaunasæti á Evrópumótinu. Því næst hélt hann til Marokkó þar sem hann keppti á öðru stigamóti, Marokko Open. Kristmundur sigraði fyrstu tvö bardagana sína þar en tapaði svo með litlum mun á móti frönskum keppanda, og endaði í 5 sæti. Einnig keppti Sverrir Örvar Elefsen úr Keflavík á Marokkó Open en datt úr leik í fyrsta bardaga.
Njarðvíkingar mæta Haukum b eða KR. Í kvennaboltanum fá Suðurnesjaliðin tvö sem voru í pottinum bæði heimaleik. Stórleikur verður í Mustad höllinni í Grindavík þar sem bikarmeistarar síðasta tímabils fá Hauka í heimsókn. Keflvíkingar fá Skallagrím í heimsókn, en þær eru á toppi 1. deildar.
8-liða úrslit karla Njarðvík b - Keflavík Þór Þorlákshöfn - Haukar Skallagrímur - Grindavík Haukar b/KR - Njarðvík 8-liða úrslit kvenna Valur - Snæfell Keflavík - Skallagrímur Grindavík - Haukar Stjarnan - Hamar
m helgina fór fram Íslandsmótið í brazilian jiu jitsu í Húsakynnum Mjölnis í Reykjavík. Fjórir keppendur frá Suðurnesjum tóku þátt fyrir hönd JDN eða Sleipnis. Það voru þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson, Helgi Rafn Guðmundsson, Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon. Guðmundur sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í greininni átti ágætis dag. Hann varð þriðji í átta manna flokki og sigraði núverandi Íslandsmeistara í baráttunni um þriðja sætið á hengingu. Einnig keppti hann í opnum flokki þar sem Íslandsmeistarar allra flokka etja kappi. Guðmundur varð fjórði af þeim sextán bestu á landinu í sportinu. Ægir Már og Bjarni Darri voru á sínu fyrsta fullorðinsmóti í greininni en báðir eru aðeins 16 ára. Fyrirfram áttu fáir von á því að þeir ynnu glímu, hvað þá að þeir ynnu til verðlauna. Ægir glímdi við núverandi Norðurlandameistara í júdó, mann sem hafði hlotið þriðju
verðlaun á EM í Brazilian jiu jitsu. Ægir glímdi þá viðureign næstum til enda og sýndi frábæra varnartakta og einstaka sóknir. Í glímunni um þriðja sætið varð hann undir en með þrautseigju og útsjónasemi náði hann að þvinga andstæðing sinn til uppgjafar. Þessi árangur er enn ein rósin í hnappagatið hjá þessum unga og efnilega bardagamanni úr Garðinum Bjarni Darri Sigfússon komst í undanúrslit í sínum riðli en tapaði fyrir sterkum andstæðingi sem þvingaði hann til uppgjafar. Í bardaganum um þriðja sætið kom Bjarni tvíefldur til baka og sigraði andstæðing sinn örugglega á stigum. Ægir og Bjarni hafa vakið mikla athygli innan bardagageirans þetta árið enda unnið til verðlauna eða sigrað í flestum bardagagreinum sem keppt er í hér á landi. Þeir hafa nú verið formlega verið valdir í Landsliðshópinn í Glímu sem fer á Evrópumeistaramótið í Brest í Frakklandi nú á vormánuðum.
Simmons látinn fara frá Njarðvík
Krónan nýr styrktaraðili Sundráðs ÍRB K
rónan og Sundráð ÍRB hafa skrifað undir styrktarsamning til þriggja ára. Krónan sem opnaði nýlega verslun í Reykjanesbæ vill með þessum samningi efla barnastarf Sundráðs ÍRB, styrkja tengsl við félagsmenn og
þar með nærsamfélag Krónunnar í Reykjanesbæ. Það voru Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir fyrir hönd Krónunnar og Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður Sundráðs ÍRB sem skrifuðu undir samninginn sl. föstudag í Vatnaveröld, heimavelli sundsins.
„Það er mikilvægt fyrir sunddeildirnar að fá sem flesta öfluga styrktaraðila í okkar lið“ sagði Sigurbjörg. „Krónan bætist nú við mjög trygga og öfluga styrktaraðila sem við erum stolt af “. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samnings.
N
Stóð ekki undir væntingum
jarðvíkingar hafa ákveðið að Marquis Simmons muni ekki lengur leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta. Frá þessu er greint á Karfan.is. „Hann var einfaldlega ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. En þetta er allt gert af fagmennsku og engin leiðindi. Hann skilur okkar afstöðu og mun halda af
stað heim í dag eða á morgun,“ sagði Gunnar Örn Örlygsson formaður kkd. UMFN í samtali við Körfuna. Gunnar segir Njarðvíkinga vera að leita eftir íslenskum bakverði. Ef það gangi eftir verði líklega fenginn stór erlendur leikmaður í teiginn. Simmons hefur skilað 18 stigum í leik auk þess sem hann hefur tekið 11 fráköst að meðaltali.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
HÁTÍÐAROPNUN:
Mikið af gjafavörum sem gleðja um jólin Við tökum vel á móti þér Starfsfólk Apótekarans Keflavík
Laugardagur 19. des. kl. 10 –18 Sunnudagur 20. des. kl. 10 –18 Þorláksmessa 23. des. kl. 9–23 Aðfangadagur 24. des. kl. 9 –12 Jóladagur 25. des. LOKAÐ Annar í jólum 26. des. 10 –14 Gamlársdagur 31. des. kl. 9–12 Nýársdagur 1. jan. LOKAÐ Hefðbundinn opnunartími gildir aðra daga.
www.apotekarinn.is - lægra verð
HÖFUNDUR ÁRITAR
FÖSTUDAG 16:00 - 18:00 REYKJANESBÆ
NÝ T T KORTATÍMABIL
þú færð Jólabækurnar
aðeins
4.348 kr
í Nettó Verð: 4.689 kr
Verð: 4.549 kr
Verð: 4.689 kr
Verð: 3.119 kr
Verð: 4.689 kr
Verð: 2.969 kr
Verð: 4.549 kr
Verð: 4.549 kr
Verð: 4.549 kr
WWW.NETTO.IS | TILBOÐIN GILDA 10. – 13. DES 2015 MJÓDD · SALAVEGUR · BÚÐAKÓR · GRANDI · AKUREYRI · HÖFN · GRINDAVÍK · REYKJANESBÆR · BORGARNES · EGILSSTAÐIR · SELFOSS TILBOÐIN GILDA MEÐAN BIRGÐIR | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL | VÖRUÚRVAL GETUR VERIÐ BREYTILEGT MILLI VERSLANA