Víkurfréttir 8. tbl. 40 árg.

Page 1

20% afsláttur

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

Ráðgjöf og förðun 22. febrúar kl. 12-18, ráðgjöf 23. febrúar kl. 11-17, ráðgjöf og förðun

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Lyfja Reykjanesbæ, tímapantanir í förðun í síma 421 6565.

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Sköpunarsaga á vegg Listasafns Reykjanesbæjar Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað sýningu á verkum Guðjóns Ketilssonar í listasal Duus Safnahúsa. Á sýningunni er meðal annars stórt verk sem byggt er á sköpunarsögu gamla testamentisins. Verkið er málað á vegg safnsins og þess bíða þau örlög að málað verður aftur yfir verkið. Mikil vinna liggur að baki verkinu en glöggir geta lesið sköpunarsöguna sem skrifuð er í verkið. Nánar er fjallað um opnun sýninga í Duus Safnahúsum á vf.is og í Suðurnesjamagasíni.

Lokun skapi tækifæri fyrir aðra

10% SAMDRÁTTUR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

„Stjórn Reykjaneshafnar skilur ákvörðun Síldarvinnslunnar hf. um að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðunnar í Helguvík enda hafa rekstrarforsendur verksmiðjunnar verið mjög veikar undanfarin ár. Fiskimjölsverksmiðjan hefur verið rekin í Helguvík í rúm 20 ár í góðu samstarfi milli aðila og er eftirsjá í þeim viðskiptum. Er það von stjórnarinnar að sú aðstaða sem losnar í Helguvík við þessa ákvörðun skapi þar með tækifæri fyrir aðila sem vilja hefja rekstur sem tengist hafnaraðstöðu.“ Þetta kemur fram í bókun stjórnar Reykjaneshafnar vegna þeirra tíðinda að Síldarvinnslan muni hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Helguvíkurhöfn á komandi vormánuðum.

Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri sem kynnt var í gær. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Heildarframboð á flugsætum minnkar þó – fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á tíu prósent. Hafa ber þó í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geta tekið breytingum hjá flugfélögunum. Þessar tölur gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% nú í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4% samdráttur. Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair

um 10% á meðan easyJet minnkar framboðið um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14%, samkvæmt tilkynningu Isavia. Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir næsta sumar er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10%, til og frá Noregi og Sviss um 16% og Kanada um 18%. Helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta er fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum og færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar. Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9% milli ára. Þá eykst framboðið um 16% til og frá Ósló. Það dregst saman um 18% til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9% til og frá París.

Knattspyrnukonur framtíðarinnar Um 500 stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára tóku þátt í Keflavíkurmóti geoSilica sem fram fór í Reykjaneshöll um síðustu helgi. Á mótinu mátti sjá góð tilþrif og ljóst að þarna voru örugglega margar af knattspyrnukonum framtíðarinnar. Í blaðinu í dag eru fleiri myndir frá mótinu en hér að ofan má sjá Njarðvíkinga taka nokkrar teygjur áður en flautað var til leiks.

Helgin byrjar í Nettó -60% Blandað hakk 1 kg

959

KR/PK

ÁÐUR: 1.598 KR/PK

-40%

Kalkúnaleggir Lausfrystir

359

KR/KG

ÁÐUR: 898 KR/KG

Appelsínur

129

-50%

KR/KG

ÁÐUR: 258 KR/KG

Tilboðin gilda 21. - 24. febrúar 2019

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Vogamenn undirbúa fjölmargar framkvæmdir Sveitarfélagið Vogar vinnur markvisst að undirbúningi framkvæmda ársins. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið eru ýmsar framkvæmdir á döfinni, samkvæmt samantekt Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra sveitarfélagsins. Framkvæmdir við byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins eru þegar hafnar og er jarðvinnan vel á veg komin. Nú er unnið að gerð útboðsgagna fyrir þau verk sem unnin verða yfir sumarmánuðina. Þar má t.a.m. nefna endurnýjun norðurhluta götunnar Kirkjugerðis, þ.e. endur-

nýjun lagna, yfirborðs og gangstétta. Stapavegurinn fær einnig andlitslyftingu, en kaflinn milli Hafnargötu og Iðndals fær nýtt yfirborð og gatan verður þrengd lítillega. Með því móti verður lagnasvæðið meðfram götunni komið út fyrir vegstæðið, sem munar miklu ef af einhverjum

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

ástæðum þurfi að komast í lagnirnar, t.d. vegna bilana. Vatnsveita og fráveita verða lögð inn á tjaldsvæðið, þannig að unnt verði að koma fyrir nýju og rúmgóðu aðstöðuhúsi fyrir gesti svæðisins, auk þess sem rekstraraðili þess hyggst reisa þar nokkur smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn. Síðast en ekki síst er fyrirhugað að ráðast í framkvæmdir við fráveituna, með því að byggja litla dælustöð neðan við Akurgerði og leggja s.k. þrýstilögn þaðan að útrásinni við hafnargarðinn. Þar verður einnig byggð lítil dælistöð með hreinsibúnaði. Loks er ráðgert að leggja göngu- og hjólreiðastíg milli Voga og Brunnastaðahverfis, meðfram Vatnsleysustrandarveginum. Síðast en ekki síst er lagning ljósleiðara í dreifbýlinu á verkefnalista ársins.

Konráð kveður HSS Kvensjúkdómalæknirinn Konráð Lúðvíksson hefur látið af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir áratuga starf. Konráð hefur á sínum langa ferli unnið af mikilli fórnfýsi í þágu samfélagsins á Suðurnesjum, en hann tók fyrst til starfa á HSS árið 1984. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur, yfirlæknir og lækningaforstjóri. Á heimasíðu HSS þakka stjórnendur og starfsfólk Konráði fyrir ómetanlegt starf og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar.

Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019 Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel 15. febrúar sl. en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Í ár bárust Steinsteypufélagi Íslands alls þrettán tillögur og af þeim ­þrettán voru valin fimm mannvirki

845 0900

Framkvæmdastjórn HSS, Fjölnir F. Guðmundssson, framkvæmdastjóri lækninga, Halldór Jónsson forstjóri og Elís Reynarsson fjármálastjóri, kvaddi Konráð með virktum en með þeim á myndinni er Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Konráðs. Á myndina vantar Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar.

til að skoða betur: Ástjarnarkirkja – Safnaðarheimili, Bláa Lónið Retreat – Hótel og heilsulind – áhersla

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

á mynsturvegg, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu og Guðlaug við Langasand á Akranesi. Að þessu sinni var það Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, sem hlaut verðlaunin. Það er álit dómnefndar að steinsteypa nýtur sín vel á mörgum stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúrskarandi. Eldvörp (Bláa Lónið) er eigandi verksins. Um hönnun sáu Basalt Arkitektar og Efla verkfræðistofa, framkvæmd var í höndum JÁVERK og steypan í mannvirkið kom frá Steypustöðinni. Stjórn Steinsteypufélags Íslands sá um að velja mannvirkið sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019, segir í frétt á vef Steinsteypufélags Íslands.

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600, bilathjonustan@bilathjonustan.is

VARAHLUTIR Í FLESTA BÍLA Á LAGER FRÁ

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8–18 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Rýnt í nýtingu Reykjaneshallar og gerð nýs gervigrasvallar Staðsetning nýs gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar mun ráðast af því hvort nýta eigi hann sem æfingavöll eða keppnisvöll. Þá má nýta Reykjaneshöll betur, að mati Sigurbjörns Boga Jónssonar og Sverris Bollasonar frá VSÓ. Þeir kynntu nýverið skýrslu um úttekt á fyrrgreindum íþróttamannvirkjum. Fundur Reykjanesbæjar með forsvarsmönnum knattspyrnufélaganna í sveitarfélaginu um úttekt VSÓ á nýtingu Reykjaneshallar og staðsetningu nýs gervigrasvallar fór fram í Akademíunni í janúar. Bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum hafið undirbúning að gerð nýs gervi-

grasvallar í Reykjanesbæ. Töluverð umræða hefur verið um að Reykjaneshöllin sé fullnýtt á bestu tímum hallarinnar. Í framhaldi af þeirri umræðu var tekin sú ákvörðun að fá óháða aðila til að gera úttekt á notkuninni. Jafnframt að skoða hvar vestan Reykjanes-

hallar sé best að nýr gervigrasvöllur verði staðsettur. Sigurbjörn Bogi Jónsson og Sverrir Bollason frá VSÓ kynntu helstu niðurstöður skýrslunnar. Þar kemur fram að nýting á æfinga- og keppnistímum hallarinnar sé nokkuð góð þó að alltaf megi gera betur. Að auki kynntu þeir nokkra valkosti um gerð nýs gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar. Skiptir þar miklu máli hvort rætt sé um æfingavöll eða keppnisvöll, segir á vef Reykjanesbæjar.


NÝIR TÍMAR Í TRYGGINGUM Fáðu strax okkar besta verð í tryggingarnar og gakktu frá kaupum á nokkrum mínútum. Það getur þú bara hjá TM.

SJÁÐU ÞITT VERÐ Á TM.IS

TVIST 11902

Þetta var fljótlegra en ég átti von á og talsvert einfaldara


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Heilsusamlegt mataræði

BESTA FORVÖRNIN

„Við eigum vissulega að gera vel við okkur í mat og drykk þegar þannig ber undir en tileinka okkur hófsemi ásamt því að hafa smá sveigjanleika í mataræðinu og borða fjölbreytta næringarríka fæðu í grunninn. Ég myndi vilja sjá fólk nota meira af kryddjurtum og lækningajurtum í daglegu mataræði,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir, sem var ung að árum þegar áhugi hennar vaknaði á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks. Ásdís var aðeins sextán ára gömul þegar hún réði sig í vinnu á bóndabænum Vallarnesi á Austurlandi sem í dag er einn helsti framleiðandi lífrænnar ræktunar á Íslandi. Eftir sumardvöl þar varð ekki aftur snúið. Í dag er Ásdís grasalæknir orðin þjóðþekkt kona og mjög vinsæll námskeiðshaldari. Hún útskrifaðist með BSc í grasalækningum árið 2005 og hefur rekið eigin stofu um árabil, í Reykjanesbæ og höfuðborginni, þar sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf.

Við pöntuðum viðtalstíma hjá Ásdísi grasalækni og báðum um gott ráð handa þeim sem vilja ná tökum á sykurneyslu sinni og bæta um leið heilsu sína.

Sykur og heilsan okkar

Hin seinni ár er talað um hækkandi tíðni áunninnar sykursýki hjá þjóðinni. Umræðan hefur sjálfsagt aldrei verið eins hávær og nú um áhrif sykurs á líkamann. Það var fróðlegt að hlusta á Ásdísi varðandi áhrif sykurs á heilsu okkar.

Þriggja rétta vetrarveisla

Kaffi Duus Forréttir Humar súpa

Borin fram með Rjóma.

Djúpsteiktar kókosrækjur Bornar fram með Mangó jalapeno- sósu.

Marineruð Hrefna

Borin fram með sætum karftöflum fersku salati & sósu.

Aðalréttir Nautasteik ( Filet )

Borin fram með ristuðum sveppum Fersku salati,kartöflu & sósu.

Ofnbökuð Fiskitvenna

Smjörsteiktur kjúklingur í karrý Borin fram með hrísgrjónum, naan brauð og raita-sósu.

eftirréttir Kaffi draumurinn

Mjúkur vanillu ís með espresso skoti,kalhua likjöri & brakandi ískexi.

Tertusneið veldu þína tertu sneið úr okkar frábæra kökukæli.

-6950 Tilboð þetta gildir til 31. mars 2019.

Náttúrulegir sætugjafar í stað sykurs

„Það getur tekið tíma fyrir suma að losna undan sykurfíkn en við getum notað ýmsa staðgengla í stað sykurs til að draga úr sykurlöngun og notast við náttúruleg sætuefni sem hafa vægari áhrif á blóðsykurinn. Þeir sem þjást af sykurlöngun geta í stað sykurs notað til dæmis lífrænt hunang, lífrænt hlynsíróp, kókóspálmasykur, þurrkaða ávexti og döðlur í bakstur. Einnig er hægt að nota náttúruleg sætuefni sem eru sykurlaus svo sem erythritol, xylitol og steviu. Sumir geta verið í góðu sambandi við sykur á meðan aðrir eru í óheilbrigðu sambandi við sykur og verða því að sneiða hjá honum. Þessi framangreindu sætuefni hafa vægari áhrif á blóðsykursstuðul okkar.“

Hin gullni meðalvegur í mataræði

„Það þarf að kunna að umgangast sykur. Þegar kemur að mataræði þá aðhyllist ég ekki boð og bönn heldur legg ég áherslu þess í stað á að við tileinkum okkur jafnvægi og hófsemi þegar kemur að mataræði okkar. Gerum okkur vissulega dagamun en reynum að vanda valið og fáum okkur til dæmis vandað dökkt lífrænt súkkulaði sem inniheldur góð andoxunarefni. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið mataræði. Við eigum vissulega að gera vel við

Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir. okkur í mat og drykk þegar þannig ber undir með fólkinu okkar en tileinka okkur hófsemi ásamt því að hafa smá sveigjanleika í mataræðinu og borða fjölbreytta næringarríka fæðu í grunninn. Við erum ekki öll eins. Það sem hentar heilsu minni hentar sennilega ekki heilsu þinni. Gott er að hlusta á líkamann og finna hvað hentar honum. Hvaða mataræði stuðlar að betri líðan í líkama þínum? Finna hvaða mataræði eða fæða nærir líkama okkar og sem styður við eigið heilsufar. Ekki endilega vera að eltast við tískustrauma í mataræði ef það passar okkur ekki. Við erum öll á ákveðinni heilsuvegferð og mikilvægast er að finna sína eigin leið og prófa okkur áfram með mismunandi leiðir í mataræði og finna út hvaða leið stuðlar að bættri líðan. Læra að hlusta á líkama sinn. Fæðan er að mínu mati besta f y r i r b yg g j a n d i meðferðin. Þar eigum við að byrja að vinna með heilsuna okkar og muna auðvitað í leiðinni að njóta þess að gleðja sálina með mat sem okkur finnst góður og líður jafnframt vel af.“

andoxunarefni úr fæðunni. Þá er einnig gott að auka inntöku á góðri fitu, svo sem lífrænni ólífuolíu og flóknum brúnum kolvetnum, það er að segja spelti, höfrum, kínóa og íslensku byggi. Fá einnig hæfilegt magn af góðu próteini svo sem fiski, lambakjöti, kjúklingi og eggjum. Baunir eru líka ríkar af próteini. Hreinar ósæt ar mjólkurvörur eru einnig góður kostur ef ekki er um mjólkuróþol að ræða. Lykilatriði er að hafa ríkulegt magn af grænmeti yfir daginn. Einnig má borða hnetur og fræ þegar mann langar í eitthvað til að slá á sykurlöngun. Borðum vel úr jurtaríkinu því þar fáum við öll þessi góðu heilsueflandi efni. Rannsóknir sýna að ef við borðum ríkulega úr jurtaríkinu þá fáum við ýmis fyrirbyggjandi efni sem geta varið okkur gegn lífsstílssjúkdómum. Vert er að minnast á að aðrir grunnþættir í lífsstíl okkar skipta einnig miklu máli þegar kemur að því að draga úr sykurlöngun og halda okkur við efnið í mataræðinu svo sem regluleg hreyfing, slökun og góður svefn,“ segir Ásdís að lokum.

VIÐTAL

Borin fram með Hvítlauksristuðum rækjum grænmeti,kartöflum & sósu.

„Fyrsta skrefið í átt að bættri heilsu er að taka út sykurinn eða að minnsta kosti að draga verulega úr honum vegna þess að þá fæst mesti ávinningurinn fyrir heilsu okkar en sykur getur haft margvísleg neikvæð áhrif á okkur ef við gætum ekki að inntökunni á sykri. Nú til dags vitum við til að mynda að sykur getur stuðlað að bólgumyndun í líkamanum og tíðni bólgusjúkdóma hefur farið hækkandi síðustu ár. Því er mikilvægt að við skoðum mataræðið og því sem við getum breytt sjálf í lífsstíl okkar til að hafa áhrif á eigin líðan og einkenni. Margir eiga í vandræðum með sykurinn og sækja í sykur daginn inn og út sem veldur miklum sveiflum á blóðsykri okkar en við viljum reyna halda blóðsykri í góðu jafnvægi almennt séð fyrir heilsuna okkar. Þegar við drögum úr eða sleppum sykri þá sjáum við fljótt ávinninginn. Fólk fær aukna orku, bólgur minnka í líkamanum, ónæmiskerfið styrkist og exem getur minnkað, betri svefn, hreinni húð, betri melting og öflugri þarma­ flóra. Það sem við vitum í dag er að sykur getur raskað þarmaflórunni okkar og ýtt undir vöxt á óæskilegum örverum svo sem ýmsum bakteríum og sveppum en heilbrigð þarmaflóra er talin lykilinn að góðri heilsu. Það er einnig klárt mál að sykur getur haft áhrif á geðheilsuna en ójafnvægi á blóðsykri getur valdið því að skapsveiflur geta orðið tíðari vegna of mikillar sykurneyslu. Konur geta fundið fyrir auknu hormónajafnvægi þegar þær sniðganga sykur og vinna með sykurlöngunina,“ segir Ásdís.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Viltu bæta heilsu þína?

Ásdís heldur reglulega námskeið þar sem hún kennir fólki að fara nýjar leiðir í mataræði. Hún er ekki aðeins með stofu þar sem hún tekur á móti þeim sem vilja fá einkatíma og aðstoð til að bæta heilsuna, heldur vill hún einnig fræða almenning. Hún hefur í mörg ár boðið upp á fyrirlestra og námskeið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja efla heilsu starfsmanna sinna. Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl um land allt. „Ég myndi ráðleggja fólki sem langar að draga úr sykurlöngun til dæmis, að byrja á að minnka sykur eftir fremsta megni og eða sleppa honum alfarið tímabundið. Sneiða einnig hjá hveiti, hvítu pasta, hrísgrjónum og öðrum unnum kolvetnum. Auka neyslu grænmetis og ávaxta í staðinn og fá þessi virku næringarefni og

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast störfum Ásdísar betur, geta fylgst með facebook síðu hennar sem heitir Ásdís grasalæknir og eða skráð sig á póstlista hjá Ásdísi á heimasíðu hennar grasalaeknir.is og fengið fréttir af komandi heilsunámskeiðum.


SAMFÉLAGSSTYRKIR KJÖRBÚÐARINNAR Eitt af viðfangsefnum Kjörbúðarinnar í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki á landsvísu til samfélagsverkefna. Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum Kjörbúðarinnar. Þetta eru verkefni sem ná yfir: Heilbrigðan lífsstíl: Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir. Æskulýðs- og forvarnarstarf: Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, ásamt forvörnum og íþróttum sem snúa að börnum og ungmennum. Umhverfismál: Verkefni sem snúa að minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvænni þróun og loftslagsmálum. Mennta-, menningar- og góðgerðarmál: Mál sem snúa að verslun, mannúð, góðgerðar- og hjálparstörfum, listum og menningu. Kjörbúðin er á 17 stöðum á landinu. Farðu inn á www.kjorbudin.is og fylltu út styrktarumsókn fyrir 1. apríl 2019. Í framhaldi verður tilkynnt inn á Facebook og vefsíðu Kjörbúðarinnar hvaða félagasamtök hljóta styrkveitingar árið 2019.


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Þorrablót

á Hrafnistuheimilum í Reykjanesbæ

Þ

orrablót Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ voru nýlega haldin. Íbúar, aðstandendur og starfsmenn á Hlévangi komu saman í hádeginu 31. janúar og kom Bragi Þór Þorsteinsson harmonikkuleikari og lék undir borðhaldi. Á Nesvöllum var fjölmenni í hádeginu 1. febrúar. Þar léku félagar í Harmonikkufélag Suðurnesja undir borðhaldi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á báðum stöðum.

PÓLÝHÚÐUN Bergraf-stál ehf. hefur tekið í notkun nýjan búnað til duftlökkunar (Pólýhúðunar). Við getum húðað fyrir þig málmhluti allt að 3,1 m á lengd, bílfelgur ofl. ofl.

Við erum í Selvík 3 – bil 114 - Reykjanesbæ. Kíktu við og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Þú getur einnig fengið frekari upplýsingar í síma 692 7353 Kiddi og með að senda okkur tölvupóst á netfangið poly@bergraf.is


Hágæða gólfefni fyrir heimili og vinnustaði

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Gott verð fyrir alla, alltaf !


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

ÞJÁLFA LEIÐTOGA FRAMTÍÐARINNAR MEÐ FRJÁLSHYGGJU Þrír nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa nú tekið við stjórn Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema. Þau Júlíus Viggó Ólafsson, Kristín Fjóla Theódórsdóttir og Hermann Nökkvi Gunnarsson beita sér fyrir auknu einstaklingsfrelsi og vilja kynna framhaldsskólanemendum, sem áhuga hafa, fyrir frjálslyndri pólitík með áherslu á minni afskipti ríkisins. Að þeirra sögn er mikilvægt að ungmenni hafi valkosti, hafi frelsi til að gera það sem þau vilja, svo lengi sem það skaði ekki aðra. Framhaldsskólanemendur hafi alltaf verið pólitískir og nauðsynlegt sé að efla það. Árið 2019 verður stórt ár hjá SFF. framhaldsskólanema. Við reynum að tjalda stóru tjaldi yfir fólk sem er sammála um það að aukið einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald séu góðir hlutir. En það geta verið alls konar manneskjur innan þessa tjalds, óflokksbundið fólk. Við erum ekki í flokkapólitík.

Hvað gera þessi samtök? Hermann: Við viljum mennta, efla

og þróa ungmenni, þegar kemur að frjálslyndum gildum. Það er mikið af því sem við gerum. Árið 2019 ætlum við að hafa kappræður og fræðslukvöld fyrri hluta árs. Um mitt árið verður Frjálsi sumarskólinn, sem haldinn er árlega. Seinni hluta árs stefnum við að stórum kappræðum, um til dæmis kapítalisma eða sósíalisma. Þar verða kappræður meðal einhverra skörunga. Júlíus: Samtökin eru bæði til þess að breiða út boðskapinn en líka bara að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki sem hefur þessar skoðanir – og hefur ef til vill engan til að tala við um. Fólk getur þá komið saman í þessum samtökum og kynnst öðrum. Ég held við getum öll verið sammála því að við höfum svolítið þurft að leita að þessum sjónarmiðum sjálf. Þetta er ekki eitthvað sem þú virkilega kynnist í skólakerfinu.

Er ekkert skrýtið að taka pólitík inn í framhaldsskólana? Júlíus: Nei, engan veginn. Ég held við

séum ekkert að byrja á því. Pólitík er nú þegar í framhaldsskólum og hefur alltaf verið, þó það sé kannski meira um það í háskólum en í framhaldsskólum.

Eru þetta ný samtök? Hermann: Það má í raun segja að á

seinni hluti síðasta árs hafi þetta svolítið byrjað fyrir alvöru. Magnús stofnaði SFF árið 2016 en hann er í stærri samtökum sem heita Students for Liberty. Það eru alþjóðasamtök sem við fáum mikla hjálp frá í skipulagi og sérfræðiþekkingu.

Hvernig mynduð þið skilgreina það að vera frjálslyndur? Hermann: Frjálslyndi er sú hugmynda-

fræði að svo lengi sem þú ert ekki að brjóta á mannréttindum annarra eigir þú að fá að gera nokkurn veginn það sem þú vilt. Júlíus: Ég held við getum verið sammála um að flestir vilji auka velmegun, minnka fátækt og auka lífsgæði fólks. Við erum sannfærð um það, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, að einstaklingsfrelsi, frjálsir markaðir og lítið ríkisívaf séu bestu leiðirnar til að auka þetta allt í einu. Kristín: Þegar maður skoðar söguna og tölurnar þá sér maður það að þjóðfélagi vegnar mun betur undir frjálshyggju heldur en vinstrisinnuðu eða sósíalísku samfélagi. Munurinn á þessu tvennu er sá að sósíalismi segir: „Fólk á að haga sér svona“ en frjálshyggjumenn segja: „Þú mátt haga þér eins og þú vilt, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á mig.“ Júlíus: Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er ekki fullkomið. Þess vegna á ekki að fá ófullkomið fólk til að stjórna öðru fólki til að verða fullkomið. Ég myndi segja að frjálshyggju hreyfingin, allavega ef þú lítur á Bandaríkin, sé fyrsta hreyfingin til dæmis til að samþykkja hinsegin samfélagið, fjörutíu árum áður en demókratíski flokkurinn fór að tala

FS sendir klassíska tóna í Söngkeppni framhaldsskólanna Júlíus Viggó Ólafsson fór með sigur af hólmi í söngkeppninni Hljóðnemanum sem fór fram fyrir skemmstu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hljóðneminn er söngkeppni innan skólans en sigurvegarinn keppir fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna ár hvert. Júlíus Viggó sigraði með klassíska laginu Cara mio ben en Haukur Arnórsson lék undir hjá honum á píanó.

VIÐTAL

Hvað er SFF? Júlíus: Það eru Samtök frjálslyndra

Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema voru stofnuð árið 2016 af Magnúsi Erni Gunnarssyni. Nú skipar Júlíus Viggó formannssæti samtakanna, Kristín Fjóla er varaformaður og Hermann Nökkvi framkvæmdastjóri. Þau eru á aldrinum sextán til átján ára og kynntust í gegnum pólitíkina í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þau stunda nám. Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

fyrir því að lögleiða samkynja hjónabönd. Þetta er bara spurningin um að það komi mér ekki við hvað þú gerir við þitt líf.

Oftast er bara verið að plástra yfir hvert vandamál fyrir sig í stað þess að líta á heildarmyndina og laga vélina alla. Við erum núna komin með ótrúlega flókið kerfi sem enginn ratar í raun og veru í...

Hvernig viðburðum standið þið í SFF fyrir? Hermann: Viðburðir sem við höfum

haldið venjulega hafa verið til dæmis Frjálsi sumarskólinn. Þá er ein helgi tekin úti á landi þar sem haldnir eru fyrirlestrar um heimspeki eða hagfræði og þar er reynt að kenna ungu fólki frjálslyndu leiðina, eða frjálshyggju leiðina, í raun og veru. Júlíus: Þetta er ákveðin leiðtogaþjálfun. Hermann: Þeim er kennt að koma sér sjálfum á framfæri. Við höfum haldið kappræður um sósíalisma þar sem við fengum Ingvar Smára, formann Ungra Sjálfstæðismanna, og Hreindísi Ylvu, formann Ungra Vinstri grænna. Hún talaði fyrir sósíalisma og hann gegn honum og þannig gátum við sýnt báða pólana. Út úr því komu flottar rökræður og sextíu manns mættu, flest ungt fólk. Svo höldum við fræðslukvöld, horfum á myndbönd og kappræður og höfum umræður á eftir.

En hafa unglingar áhuga á pólitík? Hermann: Flestir hafa skoðanir Haukur og Júlíus Viggó sáttir með sigurinn í FS.

á hlutunum. Ungmenni eru kannski ekki tilbúin að segja að þau hafi til dæmis áhuga á Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni en þegar maður spyr þau út í hvert málefni fyrir sig

þá sér maður að fólk hefur áhuga á þessum málum, sérstaklega þeim sem varða ungt fólk. Þá er það kannski okkar að sýna því hvernig þau geta komið sér á framfæri og kennt þeim enn meira um þetta. Kristín: Ungt fólk þarf að hafa valkosti. Það væri frábært ef það kæmi líka Samband sósíalískra framhaldsskólanema. Við viljum bara að fólk hafi val. Við erum ekkert að reyna að umbreyta fólki. Þessi stóri partur af samfélaginu, framhaldsskólanemar, gleymist oft. Júlíus: Við viljum skapa umræðu. Ég held að ungu fólki finnist pólitíkin oft ekki höfða til þeirra og ég tel það mikilvægt að búa til vettvang fyrir ungt fólk til að hafa áhrif. Hermann: Ef þú hefur áhuga á einhverju þá vilt þú hitta fólk sem hefur áhuga á sömu hlutunum. Ég held að SFF sé fyrir fólk sem er frjálshyggjusinnað eða frjálslynt. Það vill kannski hittast á viðburðum, finnst gaman að tala saman og það kynnist í gegnum þetta.

Er eitthvað eitt baráttumál sem brennur á ykkur? Hermann: Hjá mér eru það alveg þó

nokkrir hlutir. Ég væri til í meira frelsi þegar það kemur að heilbrigðisgeiranum, meiri einkarekstur. Líka þegar kemur að skólamálum. Ég vil taka upp ávísunarkerfi og fleiri einkarekna skóla. Júlíus: Mitt baráttumál er að við getum hjálpað hverju öðru að lifa betra lífi bara með því að leyfa fólki að gera það sem það vill. Ég er rosa mikið í hagfræði. Mér finnst aðalmálið vera að losa til í hagkerfinu af því það hefur áhrif á svo marga fleti, sérstaklega líf fátækustu hópanna og þeirra sem eiga minnst, sem hafa nánast verið læstir í ákveðinni stöðu þar sem ríkið sér fyrir þeim. Annars hafa almennar samgöngur aldrei verið nógu góðar til að koma til móts við þarfir fátækra fjölskyldna. Í dag er mikið um styttri tíma lausnir fyrir lengri tíma vandamál. Oftast er bara verið að plástra yfir hvert vandamál fyrir sig í stað þess að líta á heildarmyndina og laga vélina alla. Við erum núna komin með ótrúlega flókið kerfi sem enginn ratar í raun og veru í. Þess vegna er ótrúlega erfitt að ná fram breytingum. Það er ástæða fyrir því að lögfræðistéttin er orðin svona stór. Það þarf bara að hafa fræðimenn í þessu. Kristín: Ríkið stjórnar svo miklu í lífi fólks, hvernig það eigi að lifa og hvernig það eigi að vera. Það eru svo margar ranghugmyndir hér á Íslandi

Frjálslyndi er sú hugmyndafræði að svo lengi sem þú ert ekki að brjóta á mannréttindum annarra eigir þú að fá að gera nokkurn veginn það sem þú vilt. ...

um sósíalisma, um þessa útópíu sem margir halda að fylgi stefnunni, að sósíalismi minnki fátækt og auki lífsgæði fólks. En það bara virkar ekki.

Eruð þið mögulegir stjórnmálamenn framtíðarinnar? Hermann: Ég hef áhuga á bæjarstjórnar-

pólitík að einhverju leyti en ég veit ekki með Alþingi og svoleiðis, hvort þetta sé eitthvað áhugaverður vinnustaður. Ég ætla helst eitthvað út í viðskiptalífið. Kristín: Þú þarft að gefa svo margt eftir af hugmyndafræði þinni á Alþingi. Júlíus: Maður þarf svolítið að selja sál sína þegar maður fer á þing. Þingið er sett upp þannig að það er ótrúlega erfitt að ná fram breytingum. Hvað getur þú gert ef þú ert virkilega framsækinn pólitíkus á þingi? Kannski komið vínsölu í búðir. Ég er ekkert rosalega spenntur fyrir íslenska lýðræðinu. Mér finnst það ekkert rosalega spennandi. Sem þingmaður þyrfti maður bæði að selja einhver af gildum sínum og svo væru öll augu á manni að dæma allt sem maður gerði, sem getur haft áhrif á fjölskyldulífið. Ég held ég muni alltaf vera einhvers staðar að láta heyra í mér og segja hvað mér finnst en ég er ekki viss um að ég fari í gegnum þingið. Kristín: Ég held ég muni allavega vera eins lengi og ég get í pólitík, í samtökum eins og SFF og SLF. Ég mun reyna að leggja mitt að mörkum svo lengi sem ég get haldið mig við skoðanir mínar. Ég ætla aldrei að reyna að láta neinn kjósa mig. Júlíus: Pólitíkin er nefnilega síðasti hluturinn sem breytist. Fyrst þurfa að koma fram hugmyndir og svo breytist samfélagið. Ég held að orrustan verði fyrst háð annars staðar en á Alþingi.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

FSingur vikunnar:

9

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hefur mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi Að þessu sinni er átján ára stúlka úr Grindavík FSingur vikunnar. Hún heitir Karín Óla Eiríksdóttir. Henni finnst skemmtilegt félagslíf vera helsti kostur FS en vill fá meira úrval af hollum mat í mötuneyti skólans.

Á hvaða braut ertu? Félagsvísindabraut. Hver er helsti kostur FS? Skemmtilegt félagslíf. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi og elska að ferðast. Hvað hræðistu mest? Köngulær. Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ólöf Rún á eftir að ná langt í körfunni. Hver er fyndnastur í skólanum? Kolbrún Dögg. Hvað sástu síðast í bíó? Arctic. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meira úrval af hollum mat. Hver er helsti gallinn þinn? Á það stundum til að láta námið sitja á hakanum þegar það er mikið að gera í öðru hjá mér. Hver er helsti kostur þinn? Ég á frekar auðvelt með að kynnast nýju fólki. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Messenger. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja fleiri bílastæði og færa eyðuna sem er á föstudögum og hafa hana í byrjum dags eins og hún var. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og gott hugarfar. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið er held ég fínt en ég er ekki nógu dugleg að taka þátt í því. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hef mikinn áhuga á að fara í lögregluna. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Rólegt og þægilegt og stutt til Reykjavíkur.

Hugað að stækkun Stóru-Vogaskóla Í Stóru-Vogaskóla eru nú liðlega 170 nemendur í tíu bekkjardeildum. Skólabyggingin var upphaflega tekin í notkun árið 1979 en síðan þá hefur tvívegis verið byggt við hana, síðast árið 2005 þegar álman sem hýsir unglingastigið var tekin í notkun.

s... Uppári?hAnanald Taylor.

na. ...kenna my. ? Handavin ...skólafag þættir? Grey’s Anato s . rp u a v in ...sjón llt á hre nd? Með a nn. ...kvikmy e m ð tu S eit? ...hljómsv lake Lively. B ...leikari?

Við þá framkvæmd var þá þegar hugað að enn frekari stækkunarmöguleikum til framtíðar með því að undirbúa jarðvegsskipti fyrir aðra slíka viðbyggingu. Í vikulegum pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga, segir að nú sé komið að því að huga að húsnæðismálum skólans að nýju, ekki síst nú þegar fjölgun íbúða og íbúa er fyrirsjáanleg. Það er til mikils að vinna fyrir starfsemi skólans og rekstur að nýta sem best þá innviði sem þegar eru til staðar og fresta þannig í lengstu lög byggingu nýs skóla. Starfshópur um húsnæðismál grunnskólans tekur á næstunni til starfa, þar sem rýnt verður í húsnæðisþarfir skólans til næstu ára. Þar er að mörgu að hyggja enda skólastarfið í stöðugri þróun og vexti, að auki eru þarfirnar síbreytilegar. Einnig verður hugað að þáttum eins og starfsemi félagsmiðstöðvar, lengdrar viðveru, aukinnar áherslu í tónlistarnámi o.fl.

Sumarstörf hjá Icelandair Cargo Keflavíkurflugvelli Icelandair Cargo óskar eftir að ráða til sín öfluga, sjálfstæða og hressa einstaklinga í sumarafleysingar á skrifstofu félagsins í Keflavík. Afleysingar byrja 1. júní og lýkur 30. ágúst, gert er ráð fyrir 4–6 vikum í þjálfun og starfsmaður sé tilbúinn í slaginn þann 1. júní. Icelandair Cargo býður upp á fjölbreytt, spennandi og krefjandi sumarstörf. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samkiptum, reglusemi, stundvísi og sveiganleika. Unnið er á tvískiptum dagvöktum, tvískiptum dag- og næturvöktum og dagvinnu. Störfin felast í: | Útflutningur: Vinnslu útflutningsgagna, utanumhaldi á hleðslu, samskipti við viðskiptavini og aðrar deildir innan Icelandair Group. Þetta eru dagvaktir 08-20 á vaktasyrpu 2-2-3 og dag- og næturvaktir 08-20/20-08 á vaktasyrpu 5-5-4 | Innflutningur: Tölvuinnsláttur, utanumhald á innflutningi, rekjanleika og önnur tilfallandi störf. Þetta eru dagvaktir frá 05:30-17:30 á vaktasyrpu 2-2-3

Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Góð tölvu- og tungumálakunnátta skilyrði. Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019.

Umsóknir óskast sendar til Ástu P. Hartmannsdóttur, stöðvarstjóra Icelandair Cargo í Keflavík | asta.p.hartmannsdottir@icelandaircargo.is


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Nauðsynlegt er að bjóða aðflutta íbúa velkomna í bæinn – og til þátttöku í Ljósanótt

„Menningarráð Reykjanesbæjar þakkar þeim sem mættu á íbúafund vegna Ljósanætur sem haldinn var á dögunum. Tillögur úr hópavinnu verða hafðar til hliðsjónar við skipulagningu hátíðarinnar í haust,“ segir í fundargerð síðasta fundar menningarráðs.

Tuttugu og þrjú verkefni fengu styrk úr samfélagssjóði Isavia Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ, trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum voru meðal verkefna sem hlutu styrk úr

samfélagssjóði Isavia í seinni úthlutun fyrir árið 2018. Styrkir voru veittir við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar 2019 en aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum. Við val á styrkþegum er áhersla lögð á um-

hverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og var þetta seinni úthlutun fyrir árið 2018. Ætíð berst nokkuð mikill fjöldi umsókna.

Ráðið fagnar því að gerð hafi verið könnun meðal íbúa til að kanna hug þeirra í tengslum við Ljósanótt. Ráðið vill benda á að mikilvægt er að hafa í huga að bæði íbúafundur og sú könnun sem deilt var á netinu er hlutdræg hvað varðar þýði svarenda og líkleg til að endurspegla hug tiltölulega fámenns hóps íbúa sem þegar hafa sterka tengingu við sveitarfélagið og hátíðina. Könnun Félagsvísindastofnunar er líklegri til að vera marktækari þar sem þýðið er slembiúrtak og niðurstöður hennar ættu því að hafa meira vægi þegar niðurstöður í heild eru túlkaðar. „Mikil umræða hefur skapast um fjölmenningu í Reykjanesbæ og með

tilkomu fjölmenningarfulltrúa eru ýmsar aðgerðir í farvatninu sem ætlað er að auka þátttöku íbúa af erlendu bergi brotnu í Ljósanótt og menningarstarfi Reykjanesbæjar öllu. Um leið og ráðið fagnar þessu vill það vekja athygli á því að í svo stóru bæjarfélagi sem Reykjanesbær er núna er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að ná til allra íbúa bæjarins en aðfluttum íbúum hefur fjölgað ört. Nauðsynlegt er að bjóða aðflutta íbúa velkomna í bæinn og til þátttöku í Ljósanótt og fara í sértækar aðgerðir til að stuðla að þátttöku þeirra jafnt í Ljósanæturhátíðinni sem og samfélaginu okkar öllu,“ segir í fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar.

Verkefnin sem tengjast Suðurnesjum og fengu styrk að þessu sinni eru: ■■ Þekkingarsetur Suðurnesja fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfisvitund og umhverfisvernd.

■■ Glímusamband Íslands fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ. ■■ Knattspyrnufélagið Víðir fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins. ■■ Skátafélagið Heiðabúar fékk ferðastyrk í félagsútilegur.

■■ Fjölskylduhjálp Íslands fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar. ■■ Reykjanesbær fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ.

Leikskólastjóri Holti Reykjanesbær auglýsir starf leikskólastjóra við leikskólann Holt laust til umsóknar. Leikskólinn er fjögurra deilda með um 95 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Í skólanum er starfað í anda Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru gleði, virðing, sköpun og þekkingarleit. Leikskólinn er staðsettur þar sem stutt er í skemmtileg og fjölbreytt útivistarsvæði. Útinámssvæði er í nálægð skólans sem byggt var upp af leikskólum og grunnskólanum í hverfinu. Holt hefur verið þátttakandi í Evrópusamstarfi Erasmus+ og eTwinning og hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni. Leikskólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis. Holt hefur fjórum sinnum fengið Grænfánann. Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur góða þekkingu á leikskólastarfi. Starfssvið • Vera faglegur leiðtogi • Bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stjórna daglegri starfsemi hans og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu leikskólans • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er tryggð og styrkleiki hvers og eins fá að njóta sín • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun og rekstri • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf • Góðir samskipthæfileikar og sveigjanleiki í starfsháttum • Framsækni og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar ingibjorg.b.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum. Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningarvef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.

BRIMKETILL Á NÝJU FRÍMERKI Brimketill á Reykjanesi prýðir nýtt frímerki sem Frímerkjasala Póstsins hefur gefið út. Frímerkið er í flokknum „Íslensk samtímahönnun IX – Landslagsarkitektúr“ og er „Sjálflímandi - 50g til Evrópu“ Um frímerkið segir: Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarðvanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höfundur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson.

Þekking á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda dýpkuð Auður Ósk stýrir hlutverkaleik með fjórum þátttakendum námskeiðsins. Mynd af vef Reykjanesbæjar. Fagfólk Reykjanesbæjar fékk í síðustu viku tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda og skerpa fagvitund sína. Auður Ósk Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur og handleiðari, hélt heilsdagsnámskeið fyrir um 70 manns í Hljómahöll. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningamála, segir á vef Reykjanesbæjar námskeiðið nýtast fagfólki á margan hátt. Á námskeiðinu var farið yfir aðferðir og leiðir til þess að styðja við einstaklinga og fjölskyldur sem hafa upplifað áföll og pyntingar. Hilma Hólmfríður segist þess fullviss að námskeiðið

hafi aukið skilning fólks á þeim aðstæðum sem flóttafólk hefur búið við og afleiðingum þess „Það muni jafnframt nýtast í stuðningi við aðra íbúa sveitarfélagsins sem hafa upplifað áföll og búið við erfiðar aðstæður.“ Auður Ósk hefur starfað í Skotlandi síðasta áratuginn, áður sem sérfræðingur í barnavernd en nú sem meðferðaraðili fyrir félagasamtökin Freedom from Torture. Auk sérfræðinga á velferðar- og fræðslusviði tók starfsfólk þjónustuvers Reykjanesbæjar þátt í námskeiðinu og fulltrúar frá leikog grunnskólum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja átti þar jafnframt fulltrúa sem og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Suðurnesjabær.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

11

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ennþá eru þrír minni línubátar á veiðum skammt utan við Þjórsárs­ ósa, þeir Von GK sem hefur landað 81,5 tonni í átta róðrum og mest 14 tonn í róðri. Bergur Vigfús GK sem er með 38,3 tonn í sex og mest 10,7 tonn og Beta GK sem er með 25 tonn í fjórum róðrum og mest 10,1 tonn. Hinir línubátarnir hafa líka fiskað vel og má segja að þeir skiptist í tvo hópa. Annar hópurinn er á veiðum utan við Grindavík og landar þar og hinn hópurinn er á veiðum utan við Sandgerði og landar þar. Ef litið er til Grindavíkur þá er t.d. Sævík GK með 80 tonn í níu róðrum og mest 14,5 tonn. Dúddi Gísla GK 49 tonn í sjö og mest 10 tonn. Gísli Súrsson GK 80 tonn í sjö. Ef litið er til Sandgerðis þá er t.d. Dóri GK 58 tonn í níu, Daðey GK 57 tonn í tíu. Addi Afi GK 18,5 tonn í sex róðrum, Guðrún Petrína GK 14,6 tonn í fjórum, Birta Dís GK 9,3 tonn í þremur og Ölli Krókur GK 3,8 tonn í þremur. Hafdís SU 62 tonn í átta og Hulda GK 63 tonn í átta. Þess má geta að Hulda GK kom til Sandgerðis með öll kör full um daginn og eftir endurvigtun þá var aflinn 12,6 tonn. Blautt úr

bátnum þá var aflinn um 16,5 tonn. Sjá má myndband af Huldu GK koma til lands inn á Youtube-rásinni Icelandlukka, sem er í eigu þess sem skrifar þennan pistil. Sóley Sigurjóns GK hefur fiskað vel í trollið og landað 425 tonnum í fjórum löndunum og er þegar þetta er skrifað aflahæsti ísfiskstogari landsins í febrúar. Berglín GK er með 177 tonn í tveimur róðrum. Fyrst við erum kominn í togarana þá erum við komin í Nesfisksflotann en í Sandgerði hafa dragnótabátarnir þeirra mokveitt. Benni Sæm GK er með 113 tonn í ellefu róðrum og þar af kom báturinn með 25,6 tonn í land í einni löndun eftir aðeins tvö köst. Í fyrra kastinu fengust 20 tonn og um 6 tonn í því seinna. Siggi Bjarna GK er með 107 tonn í ellefu róðrum og mest 21 tonn. Sigurfari GK 76 tonn í átta og mest 29,4 tonn. Aðalbjörg RE 41 tonn í sex róðrum og mest 10 tonn. Öfugt við hina bátana þá reyna áhafnarmeðlimir Aðalbjargar RE að veiða kola og eru því með lítinn hluta af þorski í aflanum, en þó hefur það gengið brösuglega að losna við

AFLA

„Mikið gaman, mikið fjör“, segir einhvers staðar. Þannig er það búið að vera nú í vikunni í Grindavík og Sandgerði því mjög vel hefur veiðst og bátar koma með fullfermi í land, þó aðallega neta- og dragnótabátarnir.

FRÉTTIR

Sóley Sigurjóns GK aflahæsti ísfisks­ togari landsins í febrúar Gísli Reynisson

gisli@aflafrettir.is

þorskinn því mjög margt hefur verið af honum á miðunum sem þeir eru á, dragnótabátarnir. Þess má geta að á þessum dragnótamiðum sem bátarnir eru á, sem er undir Hafnarbjarginu á stað sem kallast Hafnarleir, hefur Hásteinn ÁR verið að veiðum. Hásteinn ÁR er að fiska í sig, eins og það kallast, og landar öllum sínum afla í Þorlákshöfn. Þá eru það netabátarnir. Mikið mok hefur verið hjá þeim og Erling KE færði sig skammt utan við Grindavík og hefur landað þar. Erling KE er kominn með 231 tonn í þrettán róðrum, af þessum afla eru þrjár landanir í Grindavík. Grímsnes GK er með 111 tonn í tólf róðrum, Maron GK 81 tonn í tólf, Halldór Afi GK 38 tonn í tíu. Bergvík GK 37 tonn í níu og Þorsteinn ÞH, sem er elsti eikarbáturinn sem er gerður út. Báturinn var smíðaður árið 1946 og hefur heitið Þorsteinn alla sína lífstíð. Fyrst sem Þorsteinn EA 15, en árið 1956 var báturinn seldur til Grindavíkur og fékk þar nafnið Þorsteinn GK 15. Árið 1972 þá var báturinn svo seldur til Raufarhafnar en hélt þar sínu nafni og númeri. Það var ekki fyrr enn árið 2013 sem báturinn fékk númerið og skráninguna Þorsteinn ÞH 115, sem hann hefur í dag. Nokkur kvóti er á bátnum og er hann núna á vertíðinni að veiða kvóta sinn og leggur upp hjá Hólmgrími sem ansi oft hefur verið minnst á hér í þessum pistlum. Þessi gamli bátur, sem er alger mubla að sjá, kom til Sandgerðis með um 17 tonn í sínum fyrsta túr eftir aðeins fimm trossur. Öll kör voru kjaftfull þegar í land kom. Í þremur róðrum þá landaði hann um 35 tonnum. Þess má geta að inn á Youtube-rásinni Icelandlukka má finna myndband af Þorsteini ÞH koma til hafnar í Sandgerðis. Munið bara að gerast áskrifendur að þeirri rás.

Engin kísilversskoðunarferð framundan „Þetta er hefðbundin vinnuferð til vinabæjar okkar þar sem starfsmönnum gefst kostur á að fræðast um hin ýmsu samfélagsverkefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Hér er um að ræða sameiningu sveitarfélaga, fræðslu- og velferðarmál, ferðaþjónustu og atvinnumál sem og rekstur sveitarfélaga. Það er mikil einföldun að halda því fram að hér sé um sérstaka ferð starfsmanna til að skoða kísilver í Noregi,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, en í síðasta tölublaði Víkurfrétta kom fram að Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýndi í

bókun á bæjarstjórnarfundi það fjáraustur bæjarins að senda átta fulltrúa Reykjanesbæjar til vinabæjarins Kristiansand í lok maí. „Nýverið samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áskorun til lögaðila, sem hyggjast byggja kísilver í Helguvík, um að hætta við þau verkefni. Það væri því ansi skondið að á sama tíma værum við svo að senda sendinefnd til að skoða kísilver. Þessi bókun Miðflokksins er því varla svaraverð og eingöngu ætluð til að koma Miðflokknum á forsíðu dagblaða enda óskaði bæjarfulltrúinn engra upplýsinga um málið áður en umrædd bókun var sett fram.“

Samþykkt með tilvitnuðum fyrirvara bæjarstjórnar Verkís ehf. hefur óskað eftir því fyrir hönd Stakksbergs ehf. að skipulags- og matslýsing frá 30. janúar 2019 verði tekin til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við skipulags- og matslýsinguna.

Max’s Restaurant & Aurora Floating Konudagur 2019 Spennandi tilboð alla helgina

Hafðu samband í síma 426-8650 eða kíktu á Facebook síðuna okkar

Northern Light inn · Norðurljósavegi · 240 Grindavík

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar féllst á það, á fundi sínum þann 22. janúar síðastliðinn, „fyrir sitt leyti á að Stakksberg ehf. hefji vinnu við skipulags- og matslýsingu og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við beiðni þeirra þar að lútandi. Það skal þó áréttað að Reykjanesbær hefur skipulagsvald á svæðinu og tekur skipulagstillögur fyrirtækisins til afgreiðslu þegar málsmeðferð skv. lögum er lokið. Þar áskilur sveitarfélagið sér rétt til að hafna tillögunum, enda byggi sú ákvörðun á lögmætum sjónarmiðum.“ Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 15. febrúar var erindið samþykkt

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

með tilvitnuðum fyrirvara bæjarstjórnar. Gunnar Felix Rúnarsson fulltrúi Miðflokksins bókar: „Miðflokkurinn hafnar sem fyrr uppbyggingu/endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Slíkt er þvert gegn vilja meginþorra íbúa Reykjanesbæjar. Einnig skal á það minnt að slík andstaða er við málið að nú þegar hafa andstæðingar verksmiðjunnar skilað inn undirskriftarlistum með lögbundnu lágmarki íbúa til að knýja fram íbúakosningu. Fulltrúi Miðflokksins setur sig alfarið upp á móti þessari tillögu að breyta deiliskipulagi á þessu svæði.“

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


12

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Árangur hefur náðst! Hávær umræða hefur verið um hve ójöfn fjárframlög til opinberra stofnanna á Suðurnesjum séu miðuð við stofnanir víða annars staðar. Málið höfum við þingmenn kjördæmisins rætt á reglulegum samráðsfundum með Félagi atvinnurekanda á Reykjanesi (SAR) og sveitarstjórnafulltrúum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) tók þetta mál föstum tökum með því að láta óháðan aðila gera skýrslu um málið sem hefur verið markvisst kynnt fyrir ráðuneytum, stofnunum og þingmönnum. Þessi vinna hefur nú þegar skilað sér vel sem góður stuðningur við þá vinnu sem við þingmenn svæðisins höfum verið að vinna að undanfarin ár. Verkefnin eru mörg og hefur gengið misvel að koma þeim áfram. Góður árangur hefur náðst í mörgum málum og með framtaki SSS hefur komist aukinn kraftur í önnur mál. Hægt væri að skrifa heila grein um hvert mála um sig en mig langar að nefna nokkur þeirra hér til upplýsingar. Áfangasigrar hafa náðst á Reykjanesbrautinni með nýjum hringtorgum, mislægum gatnamótum við Krísuvíkurgatnamótin og nú er í útboði aðskilnaður akstursstefna inni í Hafnafirði. Allt eykur þetta umferðaröryggi okkar sem hér búum en lokum framkvæmda þarf að flýta enn frekar. Framkvæmdir við endurbætur á Grindavíkurvegi eru komnar af stað og hefur viðhald á helstu leiðum á Reykjanesinu verið stórbætt. Áherslur í fjármálaáætlun og byggðaáætlun um að meðhöndla Suðurnes sem vaxtarsvæði hefur skilað sér, til að mynda með auknum skilningi á stöðu heilbrigðisstofnunarinnar. Samskipti okkar við heilbrigðisráðherra eru góð og finnum við fyrir skilningi á því aukna álagi sem sú fjölbreytta íbúafjölgun og aukni ferðamannastraumur hefur á

stofnunina. Aðbúnaður og fjárframlög Lögreglunnar á Suðurnesjum hafa verið stórbætt og umfram önnur lögregluembætti. Endurskoðun á málefnum Kadeco eru langt komin í fjármálaráðuneytinu í samstarfi við sveitarfélögin og Isavia. Þar hefur, að mínu mati, hjálpað mikið til að heimamenn eru í forsvari stjórnarinnar og félagsins sjálfs. Gangi þær fyrirætlanir eftir munu mörg tækifæri skapast til uppbyggingar á fjölbreyttari atvinnustarfsemi og markaðssetningu á svæðinu fyrir verðmætari störf. Ég hef þá trú að þessi vinna hafi skilað auknum skilningi ríkisvaldsins á þeirri innviðaþörf sem hér er til staðar og hvað þarf til svo tækifærin sem okkar öfluga svæði hefur verði nýtt. Fjármagn hefur verið tryggt til að hefja uppbyggingu á félagsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst sú vinna vonandi fljótlega. Það hefur tekið ótrúlega langan tíma að

NENNI EKKI FÉSBÓKARVÆLI!

fá fjármagnið en nú sér vonandi fyrir endann á því. Málefni Keilis hafa mörg hver verið leyst og er gaman að fylgjast með eflingu þess skóla rétt eins og Fisktækniskólans í Grindavík eftir að hann fékk þjónustusamning. Velferðarnefnd Alþingis ræðir málefni eldri borgara þessa dagana og eru hjúkrunarheimilismálin alltaf á dagskrá, m.a. undirbúningur við fjölgun hjúkrunarrýma í Reykjanesbæ. Þar þarf að móta stefnu á landsvísu sem tryggir sem besta þjónustu fyrir eldri borgara um land allt með það að markmiði að þeir hafi sem lengst val um búsetu og þjónustu. Skipulag markaðsstofanna hefur verið til endurskoðunar innan Ferðamálastofu og var þá gengið á hlut Markaðsstofu Suðurnesja vegna nálægðar við flugvöllinn. Ferðamálaráðherra tók ekki undir þessa nálgun og varð því ekki af samdrætti hjá markaðsstofunni. Því er ekki að leyna að málflutningi okkar um skert framlög til Suðurnesja er misvel tekið innan kerfisins og er okkur svarað með ýmsum rökum en í þingnefndum Alþingis finnst mér okkur vel tekið. Aðrir benda svo öfundaraugum á okkur vegna þeirra miklu uppbyggingar sem á sér stað á vegum Isavia, félags í opinberri eigu. Við þingmenn kjördæmisins erum samhent í því að fylgja málum áfram fast eftir í þágu Suðurnesja. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Eitthvað virðast lokaorð mín í Víkurfréttum í vikunni hafa snert háttvirtan þingmann Oddnýju Harðardóttur illa. Bara að minnast á Klausturbarinn þykir skammarlegt. Við skulum alveg hafa það á hreinu að Klausturbarinn sjálfur er bara ljómandi góður staður þó umræða ónefndra þingmanna á staðnum í nóvember síðastliðnum hafi verið þeim illa sæmandi. Eins og venja er í dag þá þykir best að svara fyrir sig á Fésbókinni. Ég nenni illa svoleiðis en ég er þakklátur Oddnýju fyrir að láta í sér heyra, svara mér fullum hálsi og bjóða til fundar við Samfylkinguna. Ég hef hrifist af málflutningi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartans Más Kjartanssonar, þar sem ítrekað hefur verið bent á að Suðurnesjamenn sitja aftast á merinni í fjárveitingum ríkisvaldsins. Það er ólíðandi. Um leið og ég þakka Oddnýju fyrir heimboðið til Samfylkingarinnar þá vil ég einnig að íbúar á Suðurnesjum fái að njóta umræðunnar og legg til að Oddný og aðrir þingmenn Suðurkjördæmis mæti til opins borgarafundar í Reykjanesbæ. Þar geti sveitarstjórnarmenn og almenningur fengið að spyrja þingmenn spjörunum úr. Það er tími til kominn að þingmenn okkar svæðis fari að vinna saman að hag Suðurnesja, óháð flokkadráttum. Ég geri ráð fyrir að Ásmundur, Birgir, Silja, Vilhjálmur og aðrir þingmenn svæðisins mæti vinnuveitendum sínum, sem oft eru kallaðir kjósendur, augliti til auglitis og geri grein fyrir sínum málum. Það er óásættanlegt að Suður-

nesin séu í einhverjum ruslflokki í landsmálapólitíkinni. Því ætlum við að breyta, helst ekki seinna en strax! Bæjarstjóri Reykjanesbæjar skipuleggi fundartíma og staðsetningu. Áfram Suðurnes. Margeir Vilhjálmsson

Íþrótta- og tómstundastefna Reykjanesbæjar Rótarýsjóðurinn er kraftur Öll börn og ungmenni eiga að fá tækifæri til að stunda skipulagt íþrótta- félögunum og fá álit fagmanna á þessu starf undir leiðsögn þjálfara og stunda íþróttir óháð fjölskylduaðstæðum. sviði. Rótarýhreyfingarinnar Einnig er mikilvægt að börn kynnist fjölbreyttum íþróttagreinum og þau Uppi eru óskir um bætta æfingaaðhvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Hlutverk foreldra er líka afar mikilvægt. Stuðningur, hvatning og aðhald er undirstaðan sem þau þurfa til að blómstra og þessi nálgun er talin hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins. Æfingatími barna er misjafn og er mikilvægt að íþróttir og tómstundir miði við hefðbundið skólastarf hjá börnum. Dagarnir eru oft langir og samþætting skóla og íþróttastarfs er eitthvað sem þarf að skoða í þeirri stefnumótunarvinnu sem er framundan. Það eru ekki allir foreldrar í þeirri aðstöðu að geta skutlað á æfingu á vinnutíma og margir óska eftir því að frístundaskólinn bjóði upp á þessa þjónustu. Það er mikilvægt að skoða samþættingu skóla- og íþróttastarfs

og létta þannig undir því álagi sem foreldrar glíma við. Þarna erum við aftur komin að þeim punkti að börn geti stundað íþróttir óháð fjölskylduaðstæðum. Á næstu mánuðum er umfangsmikil stefnumótunarvinna að fara af stað og mun íþrótta- og tómstundaráð leggja mikla áherslu á að vinna saman, þvert á alla flokka, vinna sem heild og umfram allt gera þarfagreiningu í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað á síðastliðnum árum. Við munum vinna með íþrótta-

stöðu fyrir knattspyrnuiðkun, bæði í Keflavík og Njarðvík, framtíðaraðstöðu fyrir körfuknattleik hjá UMFN, stuðning við innra starf félaganna og þannig mætti lengi telja. Vænlegast til árangurs er að leggja ekki af stað í langferð nema að undirbúningurinn sé góður og allar forsendur á hreinu, þannig viljum við vinna. Í lokin verður afurðin heildstæð íþrótta- og tómstundastefna Reykjanesbæjar sem inniheldur framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu. Eva Stefánsdóttir, formaður íþróttaog tómstundaráðs Reykjanesbæjar

Störf í boði Algalíf leitar að starfsmönnum í mötuneyti sitt og þrif í verksmiðju og á starfsmannaaðstöðu. Algalíf er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með um 30 manns í vinnu. Helstu verkefni og ábyrgð: • Undirbúningur fyrir og eftir mat • Uppþvottur og almenn þrif • Þrif á skrifstofu, verksmiðju og starfsmannaaðstöðu

Hæfnikröfur: • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Snyrtimennska og stundvísi • Enska skilyrði

Um er að ræða 80-100% störf. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019 Ferilskrá sendist á clara@algalif.com merkt „mötuneyti“

Rótarýhreyfingin, sem hófst með fjórum mönnum fyrir 114 árum í Chicago, hefur látið gott af sér leiða mörgum til gagns. Rótarýsjóðurinn eða „Rotary Foundation“ er tæki hreyfingarinnar til þess að koma góðum verkum í framkvæmd. Sjóðurinn var stofnaður 1917, fyrir meira en einni öld. Hann var ekki burðugur framan af en það breyttist smám saman og nú er Rótarýsjóðurinn orðinn afar öflugur. Hann styður og hefur stutt mörg verkefni víða um heim. Stærsta verkefni hans er, og hefur verið síðan 1985, að útrýma lömunarveiki af jörðinni. Nú er svo komið að mjög fá tilfelli greinast árlega. En þegar verkið hófst dóu þúsundir barna víða um heim og enn fleiri urðu örkumla, lömuð fyrir lífstíð. Nú þegar hillir undir endalok þessa hræðilega sjúkdóms er svo komið að fæstir Íslendingar muna eftir lömunarveikinni og afleiðingum hennar. En baráttunni lýkur ekki fyrr en staðfest er að ekki hafi greinst fleiri tilfelli lömunarveiki eða „Polio“. Þau voru 32 árið 2018 en þrjú hafa greinst í ár. Verkefnið ber heitið „Polio Plus“. En Rótarýsjóðurinn hefur haft mörg járn í eldinum og hefur enn. Margir Íslendingar hafa notið veglegra skólastyrkja til meistarnáms á háskólastigi. Enn fleiri hafa notið þess að fá tækifæri til þess að ferðast til landa víða um heim og kynna sér hvernig störf þeirra eru unnin í öðrum löndum. Þetta hafa verið ferðir fámennra hópa undir stjórn reynds Rótarýfélaga. Rótarýsjóðurinn hefur unnið að verkefnum eins og að grafa brunna í Afríku og víðar og frelsað konur, einkum ungar stúlkur, frá þeirri kvöð að sækja vatn langar leiðir á hverjum degi. Sjóðurinn hefur styrkt atvinnurekstur kvenna í fátækari löndum og veitt smálán til þess að koma konum af stað í eigin rekstri. Rótarýsjóðurinn hefur styrkt skólastarf víða í Afríku og Asíu. Það er afar mikilvægt að styðja menntun, einkum ungra stúlkna sem ella eiga ekki kost á henni. Markmið Rotary Foundation er að láta gott

af sér leiða, „Doing Good In The World“. Upphafið var 26,5 dollara framlag Rótarýklúbbs Kansas City að undirlagi Arch T. Klumph 1917. Sjóðurinn hefur vaxið síðan og er nú viðurkenndur einn best rekni góðgerðasjóður í heimi. „The Association of Fundraising Professionals“ útnefndi sjóðinn sem framúrskarandi árið 2017. Sú viðurkenning er mikils virði. Nánast hver króna eða dollari sem gefinn er til sjóðsins rennur beint til þeirra verkefna sem honum er ætlað að sinna. Stór hluti af þeim árangri stafar af því að Rótarýfélagar sjá um að féð nýtist og aðkoma þeirra er sjálfboðaliðastarf. Það er ekki greitt fyrir vinnu við að koma verkefnum í gagnið og gang. Þúsundir Rótarýfélaga víða um heim hafa bólusett börn gegn lömunarveiki. Fyrir hvern dollara sem Rótarý leggur til Polio Plus veitir sjóður Bill og Melindu Gates tvo til sjóðsins. Það sýnir mikið traust þeirra á „Rotary Foundation“. Íslenskir Rótarýfélagar hafa veitt meira en einni milljón dollara til sjóðsins á undanförnum áratugum. Þess má geta að Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur verið einn öflugasti klúbburinn þegar kemur að framlögum til sjóðsins frá Íslandi og sum árin sá allra öflugasti. Markmið „The Rotary Foundation“, sem við nefnum gjarnan sjóðinn okkar, er að gera Rótarýfélögum kleift að efla skilning manna á meðal, góðvild og frið með því að stuðla að bættri heilsu, stuðningi við menntun og útrýmingu fátæktar. Ólafur Helgi Kjartansson, félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

13

Við skulum fylgjast spennt með Það hefur verið nánast árviss viðburður undanfarinn áratug að óánægja sé látin í ljós þegar kemur að fjárveitingum ríkisins til þeirra málaflokka sem ríkinu er ætlað að sinna á Suðurnesjum. Sú óánægja hefur að mestu gengið út á að svo virðist vera sem reiknilíkan ráðuneytanna séu óháð tíma og rúmi þar sem ekkert tillit er tekið til þeirra öru breytinga sem hér eiga sér stað. Hvergi á landinu öllu hefur íbúafjöldi aukist meira en hér á Suðurnesjum. Ráðuneytin virðast þó föst í því fari að engin ástæða sé til breytinga reiknilíkana sinna. Þetta hefur gengið hingað til og hlýtur því að ganga svona áfram.

Reiknilíkan ráðuneytanna

Öllum er ljóst að leiðréttingar er þörf. Þingmenn okkar og sveitarstjórnir hafa eftir bestu getu vakið máls á stöðunni en án árangurs. „Computer says no,“ þegar kemur að líflausum reiknilíkönunum. Þau eru enn forrituð á þeim forsendum sem þeim voru gefnar í upphafi, fjarlægðum frá Reykjavík, hæð fjallvega og öðru í þeim dúr. Þau gera hins vegar ekki ráð fyrir að lífið haldi áfram eða að forsendur kunni að breytast. Að fólkinu kunni að fjölga sem nýta þurfi sér þjónustuna.

Óbreytt framlög

Við heyrum reglulega í ráðherrum þeim sem með fjárveitingar til málaflokkanna fara svara gagnrýnisröddum eitthvað á þá leið að gagnrýnin eigi bara alls ekki rétt sér. Víst sé aukning hvað framlögin varða. Sem er að vissu leyti rétt en sú aukning hefur því miður aðeins mætt verðlagshækkunum, auknum launakostnaði og hækkaðri húsaleigu í mörgum tilfellum reiknuðum af ríkinu sjálfu. Eftir situr að raunframlög ríkisins til þeirra málaflokka sem þeim er ætlað að sinna á Suðurnesjum hafa lítið sem ekkert hækkað á meðan íbúum hefur fjölgað um hátt í 40% frá árinu 2006. Fordæmalaus fólksfjölgun kallar á aukna þjónustu og þar þýðir lítið fyrir ráðuneyti og valdamenn að syngja stöðugt sama sönginn um að Suðurnesjamenn hafi völlinn. Þær tekjur sem þaðan koma eru og verða ekki eyrnamerktar til að standa undir heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun. Þeim fjárveitingum er ætlaður staður í fjárlögum þar sem allir íbúar þessa lands eiga að njóta sama réttar og sömu þjónustu. Öll borgum við jafnt hlutfall skatta af tekjum okkar til að standa straum af sameiginlegum kostnaði, sama hvar á landinu við búum.

Ábyrgð og virðing þingmanna

Alþingi Íslendinga er æðsta stofnun landsins. Vald alþingismanna er mikið, þar geta þeir haft áhrif á jafnvel dauðustu tölvukerfi, vilji þeir það viðhafa. Það er á ábyrgð þingmanna Suðurkjördæmis að íbúum á Suðurnesjum séu tryggðar fjárveitingar til jafns við aðra íbúa þessa lands. En til þess að breyta þá þurfa menn að þora. Það eru þingmenn okkar sem geta breytt stöðunni og það geta þeir gert strax við afgreiðslu næstu fjárlaga. Það er í höndum okkar, kjósenda, að veita öllum þingmönnum Suðurkjördæmis aðhald. Hjálpa þeim að öðlast þá virðingu gagnvart öðrum þingmönnum, þannig að menn láti sér ekki detta í hug að við afgreiðslu næstu fjárlaga verði hagsmunir opinberrar þjónustu á Suðurnesjum fyrir borð bornir, enn á ný. Við skulum standa saman.

REYKJANES - TÆKIFÆRI EÐA TÁLSÝN? MARKAÐSSTOFA REYKJANESS OG REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK BJÓÐA TIL MORGUNVERÐARFUNDAR Í HLJÓMAHÖLL FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 8:30-10:30. Með erindi verða: • Atli Kristjánsson, Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Bláa Lóninu • Theodóra Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Isavia • Edda Kentish, Hugmyndasmiður og stefnumótunarráðg jafi hjá Hvíta húsinu • Fundarstjóri er Breki Logason, Framkvæmdastjóri og eigandi Your Day Tours Jafnframt fer fram afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku á markadsstofareykjaness.is eða markaðsstofa@visitreykjanes.is.

Við skulum fylgjast spennt með

Það er kominn tími til að við krefjumst þess að árangur náist í þessu sjálfsagða baráttumáli. Að við sitjum við sama borð og aðrir landsmenn. Þingmenn okkar þurfa að sameinast í baráttunni. Það gera þeir best með því að að láta það berast tímanlega að hér eftir verði engin fjárlög samþykkt af hálfu þeirra, nema að tryggt sé að fjárveitingar til stofnanna ríkisins á Suðurnesjum standi undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að sinna. Aðeins þannig mun viðhorf forritanna breytast og computer says „Accepted“. Við skulum fylgjast spennt með hvaða hagsmuni þingmenn okkar setja í forgang við undirbúning og afgreiðslu næstu fjárlaga. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson

Grænt ljós, gult ljós, rautt ljós Við erum stödd í Keflavík árið 1998. Átta ungmenni (þrír bílstjórar) leggja bílum sínum í brekku ofan við gatnamót, sem mynda kross. Á þessum tíma voru japanskir sportbílar vinsælir: Toyota Twincam, Celica, Honda CRX og fleiri tegundir sem ég man ekki í svipinn en það kæmi mér ekki á óvart að þessir bílar væru enn á götunni. Parið í bílnum sem er fyrst í röðinni hafði verið saman í mörg ár, þrátt fyrir ungan aldur. Þau komu frá erfiðum heimilum og fátækt og ég man að þau deildu saman samloku í bílnum (en samt sem áður áttu þau alltaf sígarettur). Í öðrum bílnum er par sem er nýbyrjað saman og reykja eitrað tóbak úr gosflösku með beygluðum enda. Ég er í þriðja bílnum ásamt þremur öðrum sem ég þekki lítið, nema stelpu sem ég var að hitta. Þau reykja líka öll úr beygluðum gosflöskum, með álpappír og hlusta á hávært þungarokk. Ég heyri varla í sjálfum mér hugsa og set höndina mína hikandi á húninn á afturhurðinni en er hræddur um hvað þeim muni finnast ef ég læt mig hverfa. Ég veit hvað er að fara að gerast. Þau stunda þetta, þegar fáir eru á ferli. Þennan leik kölluðu þau Grænt ljós, gult ljós, rautt ljós. Vinkona mín sem situr við hliðina á mér fær skilaboð í símann sinn, hlær og sýnir mér það sem stendur. Skilaboðið er frá parinu í fremsta bílnum. Ég sé að fremsti bíllinn er settur í gang og reykmökkurinn umlykur allan bílinn er hann þenur

ÁFANGASTAÐURINN

vélina í botn og hávaðinn eftir því. Umferðaljósin í um 100 metra fjarlægð eru gul og verða fljótlega græn og bíllinn rýkur af stað. Grænt og bíllinn kominn hálfa leið, gult og bílinn nálgast og verður svo rautt – og græn Celican flýgur yfir gatnamótin (á rauðu ljósi) á öllum sínum 150 hestöflum. Seinni bílinn fer af stað; grænt, gult, rautt og hann flýgur yfir á eldrauðu og beina leið niður á Hafnargötu. Bílstjórinn okkar klárar síðasta smókinn og hendir sígarettunni út um gluggann og setur upp rúðuna. Ég ákveð að opna og fara út en hurðin er læst. Ég tek úr lás í flýti og fer út úr bílnum. Stelpan sem ég var að hitta skrúfar niður rúðuna og kallar „Aumingi“ og bíllinn rýkur af stað. Grænt, gult, rautt. Guðmundur Magnússon

Aðstoðarleikskólastjóri Tjarnarseli Reykjanesbær auglýsir starf aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Tjarnarsel laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2019. Tjarnarsel er fjögurra deilda leikskóli með 80 börn staðsettur í hjarta bæjarins. Í Tjarnarseli er lögð áhersla á útinám í náttúrulegum garði leikskólans og vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Einnig er lögð rækt við mál og læsi með áherslu á að efla orðaforða barna í gegnum leik og starf. Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landslæknisembættis Íslands. Skólinn tekur jafnframt þátt í samstarfsverkefnum með öðrum leik- og grunnskólum hérlendis og erlendis í gegnum Erasmus+ og eTwinning. Leikskólinn hefur fimm sinnum tekið við Grænfána viðurkenningu Landverndar. Helstu verkefni • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Reynsla af stjórnun æskileg • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri tungu • Góð tölvukunnátta Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2019.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum. Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningarvef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Árdís Hrönn Jónsdóttir leikskólastjóri Tjarnarsels, ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is

Suðurnesjamagasín alla fimmtudaga kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

Fjórir bikarar

VANTAR ÞIG RÚTU? Hópferðir, skemmtiferðir, árshátíðir, óvissuferðir.

Hafðu samband og við gerum tilboð: Sími: 852 9509 // email: info@shuttle.is // www.shuttle.is

til Suðurnesja Keflvískar systur leikmenn helgarinnar Metfjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll um liðna helgi til þess að njóta bikarúrslita í Geysisbikarnum í körfubolta. Liðin frá Suðurnesjum voru að vanda áberandi í úrslitaleikjum og nældu sér í fjóra bikara. Keppt var til úrslita í níu flokkum og fóru titlarnir til fimm félaga. Það vakti talsverða athygli að systurnar Anna Ingunn og Agnes María úr Keflavík voru báðar kjörnar bestu leikmenn í sitt hvorum úrslitaleiknum.

Keflavík Geysisbikarmeistar í 9. flokki stúlkna. Maður leiksins: Agnes María Svansdóttir 23 stig 6 stolnir.

Atvinna

Sandgerðishöfn óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Helstu viðfangsefni: • Vigtun og skráning sjávarafla • Öryggiseftirlit • Þjónusta við skip, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiðsla á vatni og rafmagni • Þrif og almennt viðhald á hafnarsvæði • Önnur tilfallandi verkefni Menntun og hæfniskröfur • Góð almenn tölvukunnátta • Réttindi á hafnarvog er kostur • Þjónustulund, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum Vinnutími og launakjör Unnið er á vöktum og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið runar@sandgerdishofn.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Garði. Upplýsingar um starfið veitir hafnarstjóri í síma 420 7537. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars 2019. Sandgerðishöfn er höfn í sókn og leggur áherslu á umhverfis- og öryggismál

Kvöldmessa allra kynslóða í YtriNjarðvíkurkirkju Á sunnudaginn kemur, 24. febrúar verður kvöldmessa kl. 19:30 með þátttöku ungra og eldri í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Organistinn, Stefán Helgi Kristinsson og kirkjukórinn leiða söng og önnur tónlistaratriði, fermingarbörn vorsins og foreldrar verða ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni, æskulýðsfulltrúa og kirkjuverði, með söng og leik. Prestur í messunni verður séra Hjálmar Jónsson fyrrum Dómkirkjupestur en hann hefur verið að leysa af prestana í Njarðvíkurprestakalli í forföllum þeirra. Markmiðið er að eiga þarna notalega kvöldstund allra kynslóða, kvöldvöku á léttum og ljúfum nótum, segir í tilkynningu frá séra Hjálmari.

Keflavík Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki.

Maður leiksins: Anna Ingunn Svansdóttir 19 stig 10 stolnir.

Konudagskaffi í Suðurnesjabæ Norræna félagið í Suðurnesjabæ býður upp á konudagskaffi í Auðarstofu Garði sunnudaginn 24. febrúar kl.15:00 til 17:00. Allir eru velkomnir.

Grindavík Geysisbikarmeistari í 10. flokki stúlkna. Maður leiksins: Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13 stig 9 fráköst.

Grenndarkynning – Verbraut 1 og 5 Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að grenndarkynna skipulagsbreytingar við Verbraut 1 og 5. Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar eru gerðar á deiliskipulagi miðbær – hafnarsvæði og deiliskipulagi gamla bæjarins í Grindavík. Lóð Verbrautar 1 er færð inn á skipulag miðbær- hafnarsvæði og skilgreindir byggingarskilmálar fyrir hana og felldur út byggingarreitur á Verbraut 5. Samhliða er gerð óveruleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Breytingartillögur eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins www.grindavik.is. Þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir til 15. mars 2019 til Sigurðar Ólafssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, sigurdur(hjá)grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins merkt „Verbraut 1 og 5“.

Njarðvík Geysisbikarmeistari í unglingaflokki karla. Maður leiksins: Jón Arnór Sverrisson 24 stig - 12 stoðs. 16 fráköst.

Sigurður Ólafsson Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

og vf.is sín á Hringbraut ga a m ja es rn ðu Su d kl. 20:30 fimmtudagskvöl


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.

15

500 stúlkur á geoSilica fótboltamóti

STJÖRNUR FRAMTÍÐAR Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar í kvennaboltanum hafa án efa verið í Reykjaneshöllinni um síðustu helgi á Keflavíkurmóti geoSilica. Um 500 stúlkur á aldrinum 7 til 12 ára tóku þátt í mótinu þar sem leikið var á allt að átta völlum samtímis og mikið fjör í húsinu. Meistaraflokkur kvenna hjá Keflavík sá um allt utanumhald og mótið þótti heppnast vel og var almenn ánægja hjá stúlkunum sem komu víða að til að keppa. Meðfylgjandi myndir voru teknar á mótinu en í Suðurnesjamagasíni í þessari viku verður skemmtilegt innslag þar sem sýnt er frá leikjum og rætt við ungar knattspyrnukonur. Suðurnesjamagasín er á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Holt – leikskólastjóri Tjarnarsel – aðstoðarleikskólastjóri Vinnuskólinn – yfirflokkstjóri, sumarstarf Vinnuskólinn – flokkstjóri, sumarstarf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Aðalfundur

Stjórnendafélags Suðurnesja, (áður Verkstjórafélag Suðurnesja)

verður haldinn, þriðjudaginn 5. mars 2019, kl. 19:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál Kaffiveitingar verða á fundinum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Föstudagurinn 22. febrúar kl. 16:30: Bókabíó. Myndin Að temja drekann sinn sýnd í miðju safnsins. Hentar börnum frá 7 ára aldri. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Laugardagurinn 23. febrúar kl. 11:30: Notaleg sögustund með Höllu Karen, sem syngur og segir sögur úr Kardemommubænum. Hljómahöll - viðburðir framundan 7. mars: Söngvaskáld á Suðurnesjum - Ellý Vilhjálms 4. apríl: Söngvaskáld á Suðurnesjum - Jóhann G. Jóhannsson 11. apríl: Arnar Dór syngur lög Hauks Morthens 12. apríl: Már Gunnarsson - Söngur fuglsins Nánari upplýsingar og miðasala á www.hljomaholl.is


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Það er ekki alltaf hægt að vera ljónheppinn!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

BIKARBLÚS NJARÐVÍKINGA Njarðvíkingar biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á laugardag. Stjarn­ an byrjaði betur og eftir að Njarðvík komast yfir 9:6, tóku Garðbæingar völdin og létu aldrei af forystu sinni og höfðu 84:68 sigur. Lykilmenn Njarðvíkinga náðu sér alls ekki á strik í leiknum og voru Garðbæingar öflugri á öllum sviðum.

Njarðvíkingar héngu þó lengst af inn í leiknum þrátt fyrir slæma hittni og fáar ferðir á vítalínuna. Njarðvíkingar virtust ætla að hleypa spennu í leikinn undir lok þriðja leikhluta en Stjörnumenn slökktu fljótlega í þeim glæðum og gengu á lagið. Mario Matasovic var nánast sá eini sem sýndi sitt rétta andlit hjá grænklæddum og hélt þeim á floti lengi vel. Elvar Már

Friðriksson átti sinn slakasta leik í vetur sóknarlega og hitti úr aðeins 14% skota sinna. Jeb Ivey átti sömuleiðis dapran dag, hitti aðeins úr þremur af tólf skotum sínum. Hvítu ljónin voru áberandi í stúkunni í Laugardalshöllinni en Eyþór Sæmundsson tók meðfylgjandi mynd af græna hafinu á meðan úrslitaleiknum stóð.

ATVINNA! Við leitum af kraftmiklum einstaklingum til starfa í verslanir okkar á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða sumarstörf. Nánari upplýsingar veitir Ólöf K. Sveinsdóttir hjá olof@rammagerdin.is umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.