ALGALÍF LEIÐANDI Í HEIMINUM Í RÆKTUN Á ÖRÞÖRUNGUM
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
SJÁ SÍÐU 6
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Veðurbarðar!
Veðurguðirnir hafa ekki verið okkur hliðhollir síðustu daga. Fótboltasumarið er hafið en vetrarlegir fyrstu dagar maímánaðar hafa bitið. Þessi mynd er tekin á Njarðvíkurvelli þar sem áttust við Njarðvík og Þróttur R í Inkasso-deildinni sl. laugardag. Undir lok fyrri hálfleiks gerði myndarlegt haglél og þá dugði ekkert annað en að dúða sig enn betur eða snúa baki við óveðrinu. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Er ferðaþjónustan sem bjargaði Suðurnesjum of einsleit? Ný skýrsla KPMG skoðar þróun atvinnulífs á svæðinu til ársins 2040:
Fjórði hver vinnur á Keflavíkurflugvelli Í nýrri skýrslu KPMG eru skoðaðir fjórir möguleikar sem Suðurnesin standi hugsanlega frammi fyrir árið 2040 í þróun atvinnulífsins. Bent er á hvernig ferðaþjónustan og þjónusta við flugstarfsemi hafi bjargað svæðinu og viðsnúningur orðið eftir árið 2010 í kjölfar mikilla erfiðleika eftir efnahagshrun og brotthvarf Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kostir og gallar eru dregnir fram í sviðsljósið. Ljóst er að Suðurnesin með Keflavíkurflugvöll hafa gríðarlega framtíðar möguleika og svæðið er nú orðið eitt helsta vaxtasvæði landsins en starfsemin er nokkuð einsleit og burðarásarnir eru í grunninn tvö íslensk flugfélög. Miklar breytingar í starfsemi þeirra gæti haft mikil áhrif á gang mála á Suðurnesjum og landsins alls en um fjórðungur Suðurnesjamanna starfa við ferðaþjónustu eða starfsemi tengda henni. Suðurnesin standa undir nafni að vera eitt atvinnusvæði því um 80% íbúa á svæðinu sækja atvinnu innan þess. Þá starfar rúmlega
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
fimmtungur Suðurnesjamanna á Keflavíkurflugvelli eða 22% en 39% starfar í Reykjanesbæ. 14% Suðurnesjamanna starfar á höfuðborgarsvæðinu. Í nýrri skýrslu KPMG eru dregnar upp fjórar sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum árið 2040 og því velt upp hvort ferðaþjónustan verði áfram burðarás í atvinnulífi Suðurnesja næstu áratugina eða hvort þróunin muni breytast. Eru innviðir og samfélagið á Suðurnesjum búið undir það ef fjöldi farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll verður 88 milljónir árið 2040? Verða íbúar á Suðurnesjum þá orðnir 50 þúsund talsins og verður meirihluti þeirra af erlendu bergi brotin? Hvernig kemur flugborgin (e. Aeropolis) við Keflavíkurflugvöll til með að líta út og verða Suðurnesin miðstöð vöruflutninga á norðurslóðum? Í skýrslu KPMG sem unnin er fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Kadedo - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Isavia eru settar fram fjórar sviðsmyndir
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
sem hugsanlega blasi við árið 2040. Reynt er að finna svör við þessum spurningum sem og öðrum er snúa að þróun atvinnulífs á Suðurnesjum til framtíðar. Ljóst er að ferðaþjónusta og starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun hafa mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum næstu ár og jafnvel áratugi. Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum mun að öllum líkindum ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga. Einnig mun skipta máli hvort áhersla verði lögð á virðisaukandi framleiðslu og þjónustu eða á magn og fjölda. „Starfsemin sem drifið hefur hagkerfið áfram á Suðurnesjum er nokkuð einsleit. Við þurfum að fjölga eggjunum í körfunni, auka t.d. við nýsköpun og fleira. Það er nauðsynlegt að vakta svæðið og þessi skýrsla er gott veganesti fyrir okkur,“ sagði Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nánar um sviðsmyndirnar á síðu 2.
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ HELGAR
ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2017
Garðmenn skila góðu búi
Frá afhjúpun minnismerkisins um áhöfn „Hot Stuff“ við Grindavíkurveg í síðustu viku. VF-myndir: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir.
Afhjúpuðu minnismerki um bandarísku sprengiflugvélina „Hot Stuff“ Í síðustu viku var afhjúpað minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem fórst 3. maí 1943 á Fagradalsfjalli við Reykjanesskaga. Alls fórust 14 menn í flugslysinu en einn komst lífs af, stélskytta vélarinnar. Um borð í vélinni var Frank M. Andrews en hann var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu þegar vélin fórst og var hann á meðal þeirra sem létust. Minnismerkið er við Grindavíkurveg
en á því er meðal annars eftirlíking af Liberator-vélinni. Á minnismerkinu má einnig finna upplýsingar um slysið, nöfn þeirra sem voru um borð ásamt ljósmyndum af braki flugvélarinnar. Fjöldi manns var samankominn við afhjúpunina þ.á.m. ættingjar hinna látnu ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Landhelgisgæslu Íslands, bandaríska sendiráðsins á Íslandi og fulltrúar frá flugher Bandaríkjanna.
Bandaríks B-52 sprengjuflugvél flaug heiðursflug yfir svæðið þar sem minnismerkið hefur verið sett upp. Nánar um athöfnina í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:00.
Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir ánægju með góða niðurstöðu vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Niðurstaða rekstrarreiknings er jákvæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og beri það vott um hve vel hefur gengið að halda utan um rekstur bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Garðs frá 2. maí. Þar kemur einnig fram að starfsfólk bæjarfélagsins hafi lagt sig fram um að svo sé og að gott samstarf hafi verið í rekstri sveitarfélagsins, efnahagsreikningur beri með sér að efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins sé mikill, eignir miklar og skuldir lágar, að lokum þakkar bæjarstjórn starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og þeirra framlag með góðum árangri í rekstri og fjármálastjórn félagsins. Nánar um ársreikning Garðs: Samanlagðar rekstrartekjur A og B hluta voru alls kr. 1.450,4 milljónir, í fjárhagsáætlun voru heildartekjur áætlaðar kr. 1.361,9 milljónir. Rekstrartekjur A hluta sveitarsjóðs voru alls kr. 1.413 milljónir, þar af voru skatttekjur kr. 840 milljónir og framlög frá Jöfnunarsjóði kr. 414,6 milljónir. Rekstrarafgangur sveitarsjóðs í A hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 148,2 milljónir, en í áætlun ársins áætluð kr. 98,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs í A hluta var afgangur
kr. 95 milljónir, í áætlun ársins var áætlaður afgangur kr. 51 milljón. Í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði afgangur kr. 176,4 milljónir, en í fjárhagsáætlun var afgangur áætlaður kr. 126,7 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var afgangur kr. 105,6 milljónir, en í fjárhagsáætlun var áætlaður rekstrarafgangur í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 44,1 milljónir. Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 222,5 milljónir, handbært fé frá rekstri kr. 238,8 milljónir. Handbært fé í árslok 2017 var kr. 523,4 milljónir og hækkaði á árinu um kr. 66 milljónir. Í fjárhagsáætlun 2017 var gert ráð fyrir að handbært fé hækkaði um kr. 18,3 milljónir á árinu. Veltufjárhlutfall var í árslok 2,77. Heildar eignir bæjarsjóðs í A hluta námu alls kr. 3.186,3 milljónum og heildar eignir í samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta voru kr. 3.376,4 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 81,2%. Heildar skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A hluta voru kr. 593,5 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 631 milljónir. Í árslok 2017 voru engar vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi bæjarsjóðs í A hluta, en alls kr. 59,9 milljónir í reikningi B hluta. Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð 502/2012 er 8,02% í árslok 2017.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Keflavíkurflugvöllur framtíðarinnar. Svona er gert ráð fyrir að verði umhorfs við flugstöðina árið 2040.
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Flugborg eða allt annað? „Sviðsmyndunum er ætlað að ögra núverandi viðhorfum okkar og leiða okkur í skilning um að framtíðin er óviss og getur þróast í allt aðra átt en við gefum okkur í dag,“ segir í skýrslu KPMG sem greint er frá á forsíðu Víkurfrétta í dag.
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Úrdráttur úr fjórum sviðsmyndum í þróun atvinnulífs á Suðurnesjum til ársins 2040:
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Verða Suðurnesin Iðnaðarsvæðið sem þá hefur tekið við af ferðaþjónustunni að miklu leyti vegna samdráttar og fækkandi flugtenginga, flestir útlendingarnir sem hafa unnið við ferðaþjónustuna farnir utan aftur og Suðurnesjamenn hafa lagt áherslu á landeldi með eldisstöðvum. Starfsemin byggist á fáum tengingum við umheiminn og áhersla lögð á magn í atvinnustarfsemi. Fáir en stórir og öflugir aðilar ráða atvinnulífinu og nýta náttúruauðlindirnar.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
Verður það Flutningamiðstöðin sem byggir á mörgum tengingum við umheiminn og áherslu á magn í atvinnustarfsemi. Fragtflutningar blómstra og ferðamönnum frá Asíu fjölgar. Fraktmiðstöð verður opnuð á Keflavíkurflugvelli og uppskipunarhöfn í Helguvík tekur fram úr Sundahöfn í umfangi.
VERÐA SUÐURNESIN „DUBAI NORÐURINS“? Farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir að rúmlega 10 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2018. Dubai flugvöllur er fyrst og fremst tengiflugvöllur milli heimsálfa en styður jafnfram við ört stækkandi borg í heimalandinu. Verða Suðurnesin oðrin „Dubai norðusins“ innan 18 ára?
Eða í þriðja lagi, verða Suðurnesin Rannsóknamiðstöðin sem byggir á fáum tengingum við umheiminn og áhersla á virðisauka í atvinnustarfsemi er lykilatriði og minni áhersla á flugtengda starfsemi. Dregið hefur verulega úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli og atvinnulífið byggir á þekkingu og sérhæfð störf laða að sér ungt og menntað fólk í atvinnugreinar sem eru ótengdar flugstarfsemi í vexti. Keilir verður sjálfstæður háskóli og Nýsköpunarsjóður Suðurnesja er fjármagnaður um 100 milljarða. Í fjórða og síðasta lagi, Flugborgin, sviðsmynd sem byggir á mörgum tengingum við umheiminn og áhersla er lögð á virðisauka í atvinnustarfsemi, gríðarlegri fjölgun tengifarþega og flugtengd starfsemi allsráðandi. Suðurnes og höfuðborgarsvæðið mynda samfellda byggð og hraðlest flytur fólk á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis.
HS Orka leitar að öflugum liðsmönnum
VERKSTÆÐI
VIÐHALD MANNVIRKJA
VÉLVIRKI / JÁRNIÐNAÐARMAÐUR / BLIKKSMIÐUR
IÐNAÐARMAÐUR
Umsjón með nýsmíði ásamt viðgerðum á stálpípukerfi og öðrum framleiðslu- og gufuveitubúnaði orkuvera.
Umsjón með rekstri og viðhaldi á orkuverum, skrifstofubyggingum og öðrum mannvirkjum er tilheyra rekstrinum.
Helstu verkefni • Nýsmíði og viðhald. • Vinna við lagnir fyrir gufu, heitt og kalt vatn. • Almennt viðhald á loftræstikerfum. • Ábyrgð á að vinnugögn séu uppfærð.
Helstu verkefni • Reglubundinn rekstur og viðhald. • Umsjón með verktökum. • Efnisöflun og innkaup. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi
GUFUVEITA
UMHIRÐA OG ÞRIF
VÉLVIRKI / JÁRNIÐNAÐARMAÐUR / BLIKKSMIÐUR
REYNSLA SEM NÝTIST Í STARFI
Rekstur og viðhald frá holutoppi að skiljustöð.
Meginverkefni er þrif og umhirða stöðvarhúsa og útisvæða orkuvera.
Helstu verkefni • Reglubundinn rekstur, viðhald og bilanagreining á búnaði. • Úrbætur og endurnýjun búnaðar. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi. • Nýsmíði.
Helstu verkefni • Þrif og umhirða í orkuverum og á útisvæðum. • Aðstoð við aðra starfsemi orkuvera. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi.
RAFMAGN RAFVIRKI / RAFVEITUVIRKI Umsjón með fjölbreyttum og umfangsmiklum rafbúnaði orkuvera
VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM LIÐSMÖNNUM SEM HAFA GÓÐA FRAMKOMU, JÁKVÆÐNI OG LIPURÐ Í MANNLEGUM SAMSKIPTUM. VIÐ LEGGJUM
Helstu verkefni • Reglubundinn rekstur, viðhald og bilanagreining á búnaði. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi. • Úrvinnsla verkefna úr lögskipaðri rafskoðun.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri ple@hsorka.is Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2018 og er sótt um á heimasíðu okkar www.hsorka.is. Störfin henta jafnt konum sem körlum.
ÁHERSLU Á FRUMKVÆÐI OG SJÁLFSTÆÐI ÁSAMT SNYRTIMENNSKU. ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?
HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í yfir 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Heildarfjöldi starfsmanna er um 60. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun sem eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er að öllum straumum sé breytt í verðmætar auðlindir.
4
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
Loftmyndin yfir svæðið er nokkuð mögnuð.
Þegar gúanófnyk var fagnað
~ Byggði stórhýsi ofan í gamlar lýsisþrær „Þegar ég rakst á þessa gömlu mynd af lýsisbræðslunni og Gúanóinu í Keflavík, vöknuðu minningar 65 ár aftur í tímann. Pabbi var þá að aka lýsi á tankbíl tvisvar á dag til Reykjavíkur. Á þeim tíma voru þessar byggingar fyrir utan bæinn, milli Keflavíkur og Ytri Njarðvíkur. Áður en einhverjir hugrakkir athafnamenn réðust í þessa áhættusömu fræmkvæmdir var lítið til hnífs og skeiðar. Þegar ilmurinn (fnykurinn) fór yfir bæinn varð mikill fögnuður bæjarbúa og boðaði þessi lykt betri tíma. Hún var ævinlega kölluð peningalyktin,“ segir Einar Guðberg Gunnarsson fyrrverandi byggingaverktaki í Keflavík en fyrirtæki hans, Meistarahús, byggði tvö sjö hæða stórhýsi á nákvæmlega sama stað 65 árum síðar. Einar segist hafa fengið góða tilfinningu þegar hann fór að rifja þetta upp. „Á þessum tíma löbbuðum við Júlli bróðir sem strákar oft til pabba í vinnuna og fengum að fara með honum í borgina á lýsisbílnum. Þetta eru ljúfar minningar og þökk sé þessum hugrökku mönnum sem lögðu allt sitt undir til að gera okkur lífið bærilegt. Þessi rekstur átti eftir að skipta miklu máli fyrir samfélagið þó svo að oft hafi fólk kvartað yfir lyktinni sem fylgdi þessari bræðslu. Þessar minningar rifjuðust vissulega upp þegar við félagarnir í Meistarahúsum fórum að grafa fyrir tveimur sjö hæða íbúaturnum ofan í lýsisþrærnar.“ Einar segir að hann og Júlíus bróðir hans hafi gengið niður á vestustu bryggjuna í Keflavíkurhöfn og reynt að finna spor myndasmiðsins sem tók myndina frá höfninni. „Ég notaði stafræna myndavél, ekki kassamyndavél sem var tæknibylting þess tíma. Ég held að ég sé ansi nálægt þeim stað sem ljósmyndarinn á þeim tíma tók myndina,“ segir Einar og bætir við: „Hverjum hefði átt að geta látið sér koma til hugar fyrir 65 árum að þetta svæði yrði að nýjum miðbæjarkjarna sameinaðs sveitafélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Hver treystir sér til að búa til sýn þessa svæðis eftir 65 ár?“
Fleiri stórhýsi við höfnina Einar Guðberg var fyrstur til ljúka við byggingu stórhýsa við Keflavíkurhöfn en það eru fleiri sem sjá mikla framtíðarsýn á svæðinu en þar eru auk tveggja stórhýsa Meistarahúsa við Pósthússtræti annað stórt fjölbýlishús sem Húsagerðin byggði og hefur hafið byggingu á öðru. Þá eru hafnar framkvæmdir við tvö 9 hæða hús sunnan megin við Pósthússtræti með möguleika á því þriðja auk þriggja annarra húsa sem Húsanes hefur í hyggju að byggja hinum megin við. Í þessari framtíðarsýn við Keflavíkurhöfn gætu risið á næstu árum sjö stórhýsi til viðbótar við þau þrjú sem þar eru núna.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
30 milljóna króna rekstrarafgangur hjá Sandgerðisbæ Rekstrarafgangur Sandgerðisbæjar er 30 milljónir króna en bæjarstjórn Sandgerðisbæjar staðfesti ársreikninga ársins 2017 með rekstrarafgangi upp á 30 milljónir króna á bæjarstjórnarfundi þann 2. maí sl. „Það er með stolti sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar staðfestir ársreikninga ársins 2017 með rekstrarafgangi upp á 30 milljónir króna og skuldaviðmiði sem stendur í 153%. Íbúar Sandgerðisbæjar og starfsfólk sveitarfélagsins hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri
undir samhentri forystu bæjarstjórnar síðustu tvö kjörtímabilin. Á sama tíma og skuldir hafa verið lækkaðar og rekstur bættur hefur náðst að standa vörð um blómlegt samfélag og góða þjónustu“, segir í fundargerð frá bæjarstjórnarfundi Sandgerðisbæjar.
Viðsnúningur í rekstri Voga Myndirnar eru teknar frá sama stað og sýna tvo heima.
Látið okkur um rekstur húsfélagsins Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði
Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com
Sveitarfélagið Vogar hefur verið rekið hallalaust allt kjörtímabilið, á sama tíma hefur verið haldið áfram með uppbyggingu og ýmsu viðhaldi sýnt í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun E-listans frá bæjarstjórnarfundi í Vogum frá 25. apríl sl. Bókun listans var svohljóðandi: Nú er að ljúka kjörtímabilinu 20142018. Rekstur sveitarfélagsins hefur farið batnandi á tímabilinu og má geta þess að viðsnúningur frá síðasta heila rekstrarári síðasta kjörtímabilsins er umtalsverður. Árið 2013 var reksturinn neikvæður um 19 milljónir, árið 2014 tók E-listinn við og bar ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins frá júní það ár, og var niðurstaða ársins jákvæð um 16 milljónir, jákvæð um 30 milljónir 2015 og jákvæð um 26 milljónir 2016. Á nýliðnu ári er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 44 milljónir.
Þessu höfum við náð þrátt fyrir að hafa unnið ötullega að uppbyggingu sveitarfélagsins með endurgerð gatna og nýframkvæmdum á hinu svokallaða miðbæjarsvæði sem og töluverðum viðhaldsframkvæmdum. Við fögnum þessum árangri og færum þakkir bæjarstjóra, skrifstofustjóra, forstöðumönnum og starfsmönnum sveitarfélagsins öllum því án góðs samstarfs allra aðila næst ekki svo góður árangur sem raun ber vitni. Þess má einnig geta að E-listinn hefur verið með hreinan meirihluta í Vogum undanfarin fjögur ár.
markhönnun ehf
ALLT FYRIR EUROVISION-PARTÝIÐ
-50% -33% NAUTAMJAÐMASTEIK ROASTBEEF KR KG ÁÐUR: 2.984 KR/KG
1.999
GRÍSARIF BBQ KR KG
LÚXUSGRILLPAKKI SÉRVALDAR LAMBAGRILLSNEIÐAR KR KG ÁÐUR: 2.488 KR/KG
1.244
-30%
LAMBABÓGUR KRYDDAÐUR KR KG
699
999
ÁÐUR: 998 KR/KG
LAMBALÆRI HEILT
1.054
KR KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG
-23%
ÁÐUR: 1.298 KR/KG
NAUTAFILLE FERSKT
3.338
-30%
KR KG ÁÐUR: 4.768 KR/KG
145
ÁÐUR: 289 KR/KG
GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 1.665 KR/KG
6X60 GR.
1.199
KR PK ÁÐUR: 1.598 KR/PK
-30%
1.166
-25% PÍTUBUFF M/BRAUÐI
-50%
VATNSMELÓNA KR KG
-30% NETTÓ VÍNARPYLSUR 10 STK. 480 GR.
370
KR PK ÁÐUR: 528 KR/PK
Tilboðin gilda 10. - 13. maí 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
6
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
„Frá barni til barns“ Píanó-, harmoniku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, ásamt kennurum sínum, efndu nú á vordögum til tónlistarverkefnis sem ber heitið „Frá barni til barns“, og hleyptu því af stokkunum laugardaginn 14. apríl sl. Tónlistarverkefnið „Frá barni til barns” er söfnun til styrktar langveikum börnum í Reykjanesbæ. Upphafsdaginn, þann 14. apríl, var efnt til sérstakrar dagskrár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem haldnir voru sex tónleikar í tónleikasalnum Bergi, á tímabilinu frá kl. 1114. Auk þess var efnt til listmarkaðar þar sem listamenn á sviði myndlistar, ritlistar, tónlistar, ljósmyndunar og ýmis konar handverks, gáfu verk sín. Þar að auki var starfrækt kaffihús við listmarkaðinn og nýttu nokkrir píanó og harmonikunemendur tækifærið og léku fyrir gesti kaffihússins. Dagskráin heppnaðist í alla staði mjög vel og það var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Tónlistarskólann til að njóta tónlistarflutnings nemenda og góðra veitinga og all nokkuð af listaverkum seldust. Allur ágóði af dagskrá dagsins rennur til málefnisins. Starfsmannafélag Brunavarna Suðurnesja gaf þennan dag, 100.000 kr. til styrktar málefninu. Tónlistarskólinn og aðstandendur „Frá barni til barns” þakka innilega þann stórhug.
Alls söfnuðust þann 14. apríl, fyrsta dag verkefnisins, 692.000 kr. Verkefnið „Frá barni til barns“ stendur til og með 14. maí nk. og er með styrktarreikning sem verður opinn til loka þess dags. Númer reikningsins er: 0142-15010366 Kt. 300658-4829.
Stjórnendur Algalíf ásamt þingmönnum og fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins í einum ræktunarsal Algalíf á Ásbrú.
Algalíf festir kaup á húsnæði á Ásbrú:
Eru leiðandi í heiminum í ræktun á örþörungum -Aðstæður á Íslandi hentugar fyrir örþörungaræktun Líftæknifyrirtækið Algalíf er fyrirtæki sem ræktar örþörunga og úr þeim er búið til fæðubótaefni sem kallað er Astaxanthin. Algalíf hóf starfsemi sína árið 2013 á Ásbrú en fyrirtækið hefur verið að stækka frá fyrsta degi og er við það að ná fullri stærð. Nú hefur Algalíf fest kaup á núverandi húsakynnum fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ en áður leigði félagið húsakostinn af Þróunnarfélagi Keflavíkurflugvallar. Með kaupunum kemur til Íslands ný erlend fjárfesting upp á 350 milljónir en norskir eigendur fyrirtækisins hafa þegar fjárfest rúmlega þremur milljörðum króna í fyrirtækinu. Kaup á húsnæðinu festir starfsemi fyrirtækisins á Íslandi enn frekar í sessi en Algalíf er leiðandi í heiminum í ræktun á örþörungum og framleiðslu virkra efna úr lífmassa þeirra.
Kuldinn er kostur
Viðburðir í Reykjanesbæ Listahátíð barna enn í fullum gangi Listahátíð barna er í fullum gangi. Sýningar í Duus Safnahúsum eru opnar til 13. maí. Nánar um dagskrá á reykjanesbaer.is Árleg vorhreinsun Árleg vorhreinsun Reykjanesbæjar verður 14. - 18. maí. Íbúar eru hvattir til að hreinsa vel hjá sér. Nánari upplýsingar hjá Umhverfismiðstöð í síma 420-3200 Lokun hluta Skólavegar Vegna framkvæmda verður Skólavegur milli Efstaleytis og Þjóðbrautar lokaður fyrir almennri umferð 7. maí til 20. júní nk. Sjá merkingar hjáleiða á www reykjanesbaer.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Bókasafn – Sérfræðingur til eins árs frá 1. júní Duus Safnahús – Sumarstörf Fræðslusvið – Forstöðumenn frístundaheimila Njarðvíkurskóli – Ýmsar kennarastöður Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi Háaleitisskóli – Skólaliðar og ýmsar kennarastöður Málefni fatlaðs fólks – Störf í þjónustukjörnum Holtaskóli – Umsjón fasteigna Velferðarsvið – Störf á heimilum fatlaðs fólks Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf
Hjá Algalíf fer ræktunin fram innandyra þar sem hægt er að stjórna öllum mikilvægustu ræktarskilyrðunum og er framleiðslan í gangi allan sólahringinn, allt árið um kring. Ræktunarkerfin þeirra eru sérsmíðuð og lögð er mikil áhersla á gæðamál og smitvarnir en fyrirtækið er líftækniverksmiðja með lyfjaframleiðsluviðmið. Við hittum Orra Björnsson framkvæmdastjóra Algalíf og fengum hann til að segja okkur frá fyrirtækinu. „Það eru 34 starfsmenn hjá okkur eins og er og ætli að meirihlutinn sé ekki sérfræðingar, þeir sem eru í framleiðslunni hjá okkur eru líka sérfræðingar því þetta er það flókið ferli“, segir Orri. Hugmyndin að fyrirtækinu kemur frá Noregi en Orri segir að efnið sé þannig séð þekkt en að hugmyndin hafi alltaf verið frá upphafi að fara til Íslands, vegna þess að hér eru aðstæður nokkuð góðar fyrir ræktunina og að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir slíka ræktun vegna kuldans. „Það er gott að hafa tiltölulega lágt hitastig og frekar jafnt, það er kannski plús tuttugu mínus tíu á meðan í Skandinavíu þá förum við í mínus og plús þrjátíu. Hér er mun þægilegra að stýra hitanum.“
Nálægðin við flugvöllinn mikilvæg
Vegna hitans eða kuldans, mætti segja lifa færri þörungar hér á Íslandi, þó svo að þeir séu hér í loftinu eins og
Örþörungaræktun hentar vel á Íslandi því þar er ódýr og endurnýtanleg orka, hér er hreint vatn, stöðugt hitastig og ágæt sérþekking á sviði líftækni og lyfjafræði. Hjá Algalíf eru lokuð ræktunarsvæði þar sem hægt er að hafa betri stjórn á aðstæðum sem leiðir til hærri framleiðni, meiri stöðugleika og hreinni vöru. Þörungurinn sem er ræktaður hjá Algalíf er langmest notaður í fæðubótarefni en líka í litlum mæli í snyrtivörur. Virkni þörungsins er gott og sterkt andoxunarefni. alls staðar annars staðar, þeir eru bara í minna magni hér. Algalíf er eins og áður hefur komið fram nýsköpunarfyrirtæki í líftækni, fyrirtækið hefur verið að búa til nýja hluti, finna upp nýjar aðferðir og ætlar að halda því áfram. Þegar Orri er spurður að því hvers vegna fyrirtækið sé staðsett á Ásbrú, segir hann að fyrir fimm árum hafi verið nægt pláss á Ásbrú. „Okkur bauðst til þess að koma inn í þessar byggingar og gera langtímaleigusamning og það skiptir miklu máli. Við erum líka nálægt flugvellinum sem er gott, við flytjum allar vörur okkar með flugi og það tekur ekki nema fimm mínútur að keyra efninu upp í flugvél sem er mikill
kostur. Við fengum líka forkaupsrétt á bygginguna sem er mjög gott en það er erfitt að flytja þegar það er búið að byggja verksmiðjuna og við vorum að ganga frá kaupum á húnsæðinu fyrir stuttu síðan.“
Reksturinn gengur vel
Algalíf er með stutt kolefnaspor, en til að rækta þörunginn fyrir fæðubótarefnið Astaxanthin þarf hreint vatn, hreint loft, mikið af áburði, koltvísýring og ljós, Orri segir að ferlið sé því svipað og að rækta plöntur. Við spurðum Orra hvort að Ísland uppfylli öll þau skilyrði sem þarf til að rækta þörunginn. „Já aðstæður eru góðar fyrir okkar þörung, hitastigið og hreinleikinn í loftinu í umhverfinu er jákvæður hlutur. Vatnið er líka mjög gott.“ Reksturinn hefur gengið vel hjá Algalíf en það hefur þó gengið á ýmsu að sögn Orra en í dag gengur vel, salan er góð ásamt framleiðslunni. Hvað er framundan hjá ykkur? „Það er næsti þörungur, við erum byrjuð að rækta á mjög litlum skala tvær nýjar tegundir og innan tveggja til þriggja ára vonast ég til þess að við getum hafið framleiðslu sem við getum svo selt.“ Er þetta framtíðin? „Fyrir marga er þetta framtíðin, þetta er ein ný grein sem getur orðið að stórri grein á Íslandi og aukið fjölbreytni í atvinnulífinu.“
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.
Húsnæði Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Orri Björnsson.
Byggðu bjarta framtíð á Ásbrú Miklir möguleikar, hröð uppbygging og gróskumikið samfélag Kadeco óskar eftir tilboðum í byggingarrétt á fjórum leigulóðum á Ásbrú. Lýsing lóðanna er í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar. Megináhersla er lögð á starfsemi sem tengist tækni og þróunarstarfi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttan iðnað, vörugeymslur, hreinleg verkstæði og umboðs- og heildverslun. Svæðið sjálft er í örum vexti og býður upp á ótal möguleika, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli.
Bogatröð 9
Bogatröð 7
Bogatröð 5
6.959 m2
6.925 m2
5.984 m2
Heiðartröð 518 4.911 m2
Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar en þó að lágmarki 95,96 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu 1. janúar 2018 (683,8 stig). Óskað er tilboða í réttinn til byggingar á umræddum lóðum samhliða undirritun lóðarleigusamnings. Við mat á tilboðum verður einkum horft til upphæðar bjóðenda í byggingarrétt. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun lóðanna, t.d. hvaða áhrif sú nýting hefur á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og áhrif tiltekinnar nýtingar á nærsamfélagið. Kadeco áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem talið er hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum eða hafna öllum. Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar. Nánar á kadeco.is Tilboð óskast fyrir kl. 11 þriðjudaginn 22. maí nk.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. | Sími 425 2100 | www.kadeco.is
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
„Væri gaman að starfa við eitthvað þar sem ég get haft áhrif á samfélagið“ Elínborg Adda Eiríksdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni, hún segist vera metnaðarfull og hjálpsöm en hún er ekki búin að ákveða hvert leið hennar liggur þegar hún verður stór.
Ef tirlætis...
…kennari: A …mottó: Þettnna Taylor. …sjónvarps a reddast. ætt B**** in Ap ir: Friends, Dont trus t the …hljómsveit artment 23. / tó …leikari: Je nlistarmaður: Beyonc …hlutur: Símnnifer Aniston og Kevin Hé. inn minn. art.
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ KL. 13 Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðara á Íslandi. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 13. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestur er sr. Fritz Már Jörgenson. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu. Þennan sama dag kl. 17 heldur Eldey árlega vortónleika í Kirkjulundi. Verið öll velkomin
Njarðvíkurprestakalli
SUNNUDAGUR 13. MAÍ KL. 11 Sunnudagsbíltúr í Útskálakirkju er dagskrá þessa sunnudags. Í þessari gömlu sóknarkirkju Keflavíkur fáum við fróðleik um kirkjuna, heyrum biblíusögu og syngjum létta söngva. Hver veit nema hægt verði að bregða á leik á kirkjuhlaði. Boðið verður upp á kaffi, safa og heimabakaðar súkkulaðibitakökur. Tilvalið að koma með smurt að heiman sem vonandi verður hægt að snæða upp við kirkjuvegg. Verið öll velkomin
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag 20. maí kl.11.
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ KL. 10:30 Vatnaskógur er óðum að komast í sumarskrúðann og einmitt þangað er ferðinni heitið er kyrrðarstundasamfélagið kemur saman síðustu stund vetrarins. Við leggjum af stað frá Kirkjulundi kl. 10:30 en súpa og brauð bíða við komu í skóginn. Í Gamla skála leiða prestarnir helgistund við söng og undirspil Arnórs organista. Við fáum fróðleik um staðinn og röltum um svæðið. Áður en haldið verður heim fáum við kaffibolla og kökusneið. Áætluð heimakoma er fyrir kl. 16 og gjaldið í ferðina er 1600 kr. Hlökkum til að sjá ykkur öll
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Helgihald í Maí 2018
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Guðsþjónusta 10. maí kl.11. Uppstigningardagur. Guðsþjónusta 27. maí kl.11.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Kirkjuvogskirkja (Höfnum)
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag 20. maí kl.12.20. Sjá nánar á: njardvikurkirkja.is
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
FS-ingur: Elínborg Adda Eiríksdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er Grindvíkingur, á 17 ári. Helsti kostur FS? Félagslífið! (Og Heba) Hver eru þín áhugamál? Ferðast, bæði á Íslandi og til útlanda. Hvað hræðist þú mest? Hræðist ekki margt en ætli það sé ekki bara dauðinn. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri, rappið eða pólitíkin. Hver er fyndnastur í skólanum? Áslaug Gyða og Atli Haukur. Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Pitch perfect 3. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Væri gott að geta keypt Nocco þegar þörfin er mikil. Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull og hjálpsöm. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Mætingareglunum! Hvað heillar þig mest í fari fólks? Jákvæðni, góður húmor og góðmennska. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott! Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit ekki alveg hvert leið mín liggur, það væri samt gaman að starfa við eitthvað þar sem ég get haft áhrif á samfélagið. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Samheldnin og hvað flest allir þekkjast. Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Nocco.
Skemmtilegast að fara á æfingar og vera með vinum Melkorka Einarsdóttir er grunnskólanemi vikunnar, hún æfir körfubolta og fótbolta með Grindavík og finnst leiðinlegast að læra lengi. Grunnskólanemi: Melkorka Einarsdóttir. Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur. Hvar býrðu? Grindavík. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti og körfubolti. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 9. bekk, 15.ára. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Krakkarnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Fara í menntaskóla. Ertu að æfa eitthvað? Já, körfubolta og fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á æfingar og vera með vinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Læra lengi. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Mat. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit það ekki.
Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldstónlistarmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsapp: Snapchat eða Instagram. Uppáhaldshlutur: Síminn minn. Uppáhaldsþáttur: Hawaii Five O.
NÚ VELJUM VIÐ NÝTT NAFN
MUN
DU A
KJÓS
Ð
A!
Hvað á sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs að heita?
Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt á vefnum sameining.silfra.is Nöfnin sem valið stendur um eru:
Heiðarbyggð
Nesjabyggð
Útnesjabyggð
Suðurbyggð Ystabyggð
Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 23.59 þann 10. maí. Valið verður milli nafnanna sem lenda í 1. og 2. sæti frá 11. til 17. maí. Atkvæðisrétt hafa allir sem eiga lögheimili í Sandgerði og Garði og eru fædd 2001 eða fyrr, óháð þjóðerni. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna er að finna á
sandgerdi.is — svgardur.is — sameining.silfra.is
10
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
Skil á aðsendum greinum í næsta blað Skil á aðsendum greinum í næsta tölublað Víkurfrétta vegna komandi sveitarstjórnarkosninga eru til kl. 12:00 á hádegi nk. mánudag, 14. maí. Greinar séu ekki lengri en 3000 slög með stafabili. Grein sé undirrituð og mynd af greinarhöfundi fylgi.
Sex framboðslistar í Grindavík Alls verða sex framboðslistar í Grindavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk. Rödd unga fólksins og Miðflokkurinn eru ný framboð í Grindavík en í síðustu bæjarstjórnarkosningum, árið 2014 buðu fimm flokkar sig fram. Framboðin sex, sem skiluðu inn listum fyrir lok framboðsfrests s.l. laugardag eru: B Framsóknarflokkurinn D Sjálfstæðisflokkurinn G Listi Grindvíkinga M Miðflokkurinn S Samfylkingin U Rödd unga fólksins
Átta framboð í Reykjanesbæ Alls hafa átta framboð borist til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og teljast þau öll fullgild. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum, árið 2014 voru sex framboð, Vinstri grænir og óháðir og Miðflokkurinn eru ný framboð í Reykjanesbæ. Í framboði verða: Á Frjálst afl B Framsóknarflokkur D Sjálfstæðisflokkur M Miðflokkur P Píratar S Samfylking og óháðir V Vinstri græn og óháðir Y Bein leið Íbúar Reykjanesbæjar eru 18.144 og þar af eru 11.401 á kjörskrá.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Aðeins er birt ein grein frá hverju framboði í hverju tölublaði. Víkurfréttir áskilja sér þó rétt til að birta greinar eingöngu á vef Víkurfrétta, vf.is. Greinar skal senda á póstfangið vf@vf.is. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við ritstjórn í síma 421 0002.
PÁLL VALUR LEIÐIR SAMFYLKINGU Í GRINDAVÍK Páll Valur Björnsson, kennari og fyrrverandi þingmaður leiðir framboðslista Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí en listinn var kynntur í dag. Í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og í þriðja sæti er Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður. Hópurinn er spenntur fyrir baráttunni sem framundan er og munu næstu dagar fara í að móta stefnuna. „Grindavík er öflugt samfélag sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og við viljum gera gott samfélag betra,“ segir Páll Valur oddviti listans. Listinn í heild sinni: 1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður 2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi 3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður 4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari 5. Sigurður Enoksson, bakarameistari 6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri 7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki 8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi 10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor 11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður 12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari 13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari 14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri
INGÞÓR LEIÐIR E-LISTANN Í VOGUM Framboðsfélag E-listans í Sveitarfélaginu Vogum samþykkti í vikunni lista sinn fyrir komandi sveitarstjórnar kosningar. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar leiðir listann. „Ég er mjög ánægður með þennan samhenta hóp sem er reiðubúinn að vinna vel fyrir Sveitarfélagið Voga. Það hefur náðst frábær árangur á kjörtímabilinu og það er mikilvægt að halda áfram uppbyggingarstarfinu í bæjarfélaginu. Við viljum halda því góða starfi áfram til heilla fyrir alla okkar íbúa ” segir Ingþór Guðmundsson. Á listanum má finna góða blöndu af reynslumiklu fólki úr bæjarmálunum og nýjum frambjóðendum. Listi E-listans í Vogum: 1. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar / stöðvarstjóri. 2. Bergur B. Álfþórsson, formaður bæjarráðs / leiðsögumaður. 3. Áshildur Linnet, vara bæjarfulltrúi / verkefnastjóri. 4. Birgir Örn Ólafsson, bæjarfulltrúi / deildarstjóri. 5. Inga Rut Hlöðversdóttir, bæjarfulltrúi / gull- og silfursmíðameistari. 6. Friðrik V Árnason, bygginga og orkufræðingur. 7. Guðrún K. Ragnarsdóttir Líffræðingur 8. Baldvin Hróar Jónsson, markaðsstjóri. 9. Elísabet Á Eyþórsdóttir, nemi. 10. Ingvi Ágústsson, tölvunarfræðingur. 11. Tinna Huld Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 12. Sindri Jens Freysson, tæknimaður. 13. Brynhildur S Hafsteinsdóttir, húsmóðir. 14. Þorvaldur Örn Árnason, kennari / líffræðingur.
UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð á kröfuréttindum
Frjálst afl býður alla velkomna á kosningaskrifstofu sína við Brekkustíg 41 Tryggjum saman áframhaldandi árangur og ábyrgð! Opnunartími okkar: Mánudaga-fimmtudaga: 10:00-22:00 Föstudaga-sunnudaga: 11:30-17:30
Uppboð verður haldið fimmtudaginn 17. maí nk. kl. 10:30 á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum á fjárhagslegum réttindum Kristrúnar Helgu Arnarsdóttur skv. bílasamningi við Ergo fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka um bifreiðina SSangyong Kyron árg. 2007, fnr. OZE57. Gerðarbeiðandi er Bílaverkstæði Austurlands. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 7. maí 2018, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.
ÞAU LEIÐA LISTA MIÐFLOKKSINS Í REYKJANESBÆ Margrét Þórarinsdóttir félagsráðgjafi og flugfreyja leiðir lista Miðflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. Annað sætið skipar Gunnar Felix Rúnarsson verslunarmaður og þriðja sætið skipar Linda María Guðmundsdóttir sölumaður og fjölmiðlafræðinemi. Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Miðflokkurinn leggur áherslu á virkt íbúalýðræði og að íbúarnir fái að segja sína skoðun í mikilvægum málum í beinum íbúakosningum. Má þar nefna; skipulagsmál, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum osfr. „Bæjarfulltrúar Í Reykjanesbæ hafa því miður tekið rangar ákvarðanir í stórum málum er varða alla íbúa bæjarins. Vinda þarf ofan af slíkum ákvörðunum með staðfestu og djörfung. Reykjanesbær er ört stækkandi bæjarfélag, sem stendur frammi fyrir miklum tækifærum en um leið áskorunum. Miðflokkurinn vill móta framtíð Reykjanesbæjar í fullu samráði við íbúana,“ segir í tilkynningu frá Miðflokknum. Kosningaskrifstofan verður að Hafnargötu 60. Stefnuskrá flokksins verður kynnt við formlega opnun þann 12. maí nk. Framboðslisti Miðflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningar 26. maí 2018: 1. Margrét Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi og flugfreyja 2. Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður 3. Linda María Guðmundsdóttir, starfsm. Fríhafnarinnar og fjölmiðlafræðinemi 4. Davíð Brár Unnarsson, flugmaður 5. Sigurjón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 6. Úlfar Guðmundsson, héraðsdómslögmaður 7. Annel Þorkelsson, lögregluvarðstjóri 8. Karen Guðmundsdóttir, flugvirkjanemi 9. Jón Már Sverrisson, vélfræðingur og rafvirki 10. Gunnar Andri Sigtryggsson, húsasmiður 11. Signý Ósk Marinósdóttir, þjónustufulltrúi 12. Hinrik Sigurðsson, fyrrv. verkstjóri 13. Íris Björk Rúnarsdóttir, flugfreyja og ferðamálafræðingur 14. Ragnar Hallsson, leigubifreiðastjóri 15. Ásdís Svala Pálsdóttir, starfsmaður flugafgreiðslu IGS 16. Bergþóra Káradóttir, starfsmaður Reykjanesbæjar 17. Fríða Björk Ólafsdóttir, þjónustustjóri IGS 18. Inga Hólmsteinsdóttir, eldri borgari 19. Helga Auðunsdóttir, geislafræðingur og flugfreyja 20. Patryk Emanuel Jurczak, gæðastjóri 21. Hrafnhildur Gróa Atladóttir, húsmóðir 22. Gunnólfur Árnason, pípulagningameistari
HALLFRÍÐUR LEIÐIR LISTA MIÐFLOKKSINS Í GRINDAVÍK Miðflokkurinn býður fram í Grindavík fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listann leiðir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hallfríður starfar sem skrifstofustjóri hjá HSS fiskverkun og er gift Elíasi Þórarni Jóhannssyni og eiga þau fimm börn. Hallfríður, eða Didda rak söluturninn Skeifuna í Grindavík í sjö ár og útskrifaðist hún með BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2015. Í öðru sæti er Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður fyrir Sjóvá í Grindavík. Hann hefur starfað hjá Sjóvá síðan 2005 og með því var hann fjármálastjóri Vélsmiðju Grindavíkur ehf frá 2009 til 2017. Áður starfaði hann sem þjónustufulltrúi Landsbanka Íslands í rúm 6 ár. Gunnar Már sat í bæjarstjórn Grindavíkur, sem varamaður frá 2006 til 2008 en kom svo inn sem aðalmaður fyrir Hallgrím Bogason heitinn síðustu tvö árin á tímabilinu. Nýverið var hann svo kosinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Miðflokkurinn hefur hafið sína málefnavinnu og stefnir að því að halda opinn fund með bæjarbúum á allra næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að móta stefnuna með okkur. Hér má sjá átta efstu sætin hjá miðflokknum í Grindavík: 1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri. 2. Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður Sjóvá í Grindavík 3. Unnar Magnússon, vélsmiður 4. Páll Gíslason, verktaki. 5. Auður Guðfinnsdóttir, verkakona. 6. Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur 7. Gerða Kristín Hammer, stuðningsfulltrúi í Hópskóla. 8. Ásta Agnes Jóhannesdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari
Gunnar Grímsson ráðinn kosningastjóri Pírtata Píratar í Reykjanesbæ hafa ráðið Gunnar Grímsson, ráðgjafa sem kosningastjóra í Reykjanesbæ. Gunnar hefur margvíslega menntun og mikla reynslu af ráðgjafastörfum og verkefnastjórnum t.d. hjá VSÓ ráðgjöf, Þjóðskjalasafni, Listahátíð, Hæstarétti of. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. „Auk þess er hann allrahandamaður þegar kemur að því að leysa tæknileg verkefni tengdu framboði í stóru
bæjarfélagi eins og Reykjanesbæ. Sem kosningastjóri mun Gunnar leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu lýðræði og velferð íbúa í Reykjanesbæ næstu árin“, segir í tilkynningunni. Þá hafa Pírtatar einnig opnað kosningavagn. “Segja má að kosningavagninn sé vel heppnaður og vel staðsettur í bænum. Einnig hlakkar í frambjóðendum sem vilja keyra með gáminn um Reykjanesbæ til að hitta fólk sem víðast.“
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
11
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis:
Bæjarstjórinn á báðum bæjarskrifstofum - Einnig þjónustufulltrúi í afgreiðslu á báðum stöðum
Á myndinni eru f.v.: Katrín, Ólafía Inga, Helgi Líndal, Kristín Margrét, Garðar Freyr, Natalía Nótt, Bjarni Rúnar og Hanna.
Textílnemar styrktu Björgunarsveitina Suðurnes um 75.000 krónur Á fata- og textílbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er endurvinnsluáfangi þar sem unnið er með endurunnið efni. Liður í þessum áfanga er að gera eitt verkefni til góðs. Að þessu sinni voru fimm nemendur sem saumuðu fjölnota taupoka. Allur ágóði af sölu pokanna fór til Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Bjarni Rúnar Rafnsson, formaður sveitarinnar, mætti ásamt Hönnu Vil-
hjálmsdóttur til þess að taka á móti styrknum upp á 75.000 kr. „Okkar bestu þakkir til allra sem styrktu verkefnið,“ segir Katrín Sigurðardóttir kennari í tilkynningu frá skólanum. Þetta er í þriðja sinn sem þessi áfangi er kenndur en áður hafa Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ og Krabbameinsfélag Suðurnesja fengið styrk frá nemendum FS.
E- listinn opnar kosningaskrifstofu E-listinn í Vogum opnaði kosningaskrifstofu sína um síðustu helgi í Lionshúsinu í Vogum og gaf af því tilefni út stefnuskrá sína sem liggur frammi á kosningaskrifstofunni. Hægt verður að kíkja á frambjóðendur E-listans á fimmtudögum og föstudögum milli 19- 22 og frá 14-18 um helgar. Næstkomandi helgi ætlar listinn að bjóða íbúum uppá að sækja sér moltu og fá rjúkandi súpu í leiðinni. Þetta er í fjóða skiptið sem E-listinn býður fram í Sveitarfélaginu Vogum en listinn hefur setið í meirihluta á þessu kjörtímabili.
Starfshópur um staðsetningu starfa og verkefna í sameinuðu sveitarfélagi hefur skilað inn tillögum til undirbúningsstjórnar. Tillögurnar voru unnar í samráði við starfsfólk á bæjarskrifstofum í Sandgerði og Garði þar sem starfsfólki gafst kostur á að fara yfir þarfir starfseminnar varðandi m.a. húsnæði og aðbúnað. Lögð var áhersla á að finna samlegð milli verkefna og starfa, og að þau verkefni verði staðsett á sama stað. Þetta kemur fram á heimasíðum sveitarfélaganna. Niðurstaða hópsins var sú að í báðum ráðhúsum verði þjónustufulltrúi í afgreiðslu ásamt því að bæjarstjóri verði einnig með skrifstofu á báðum starfstöðvum. „Íbúar munu geta sótt almenna þjónustu í hvoru ráðhúsi um sig. Mikilvægt er að sviðin séu að öðru leyti sameinuð til að tryggja samlegðaráhrif í starfsemi þeirra. Lagt er til að í ráðhúsi Sandgerðis verði vel-
Bæjarskrifstofurnar í Sandgerði. VF-mnd: Hilmar Bragi ferðar- og mannréttindamál, skóla-, frístunda- og forvarnarmál ásamt menningarmálum. Í ráðhúsinu í Garði verði fjármál og stjórnsýsla, markaðsog þróunarmál ásamt umhverfis- og skipulagsmálum. Við ákvörðun var sérstaklega tekið tillit til þess að starfsmenn innan sviða geti verið á sömu starfsstöð
ásamt því að húsnæðið sé í samræmi við þarfir mismunandi sviða. Gert er ráð fyrir því að þegar sameiningin tekur gildi verði staðsetning starfa í samræmi við ofangreinda tillögu og að breytingum á húsnæði verði lokið sem fyrst“, segir á heimasíðu Sandgerðisbæjar.
FRAMKVÆMDIR Á GRINDAVÍKURVEGI GETA HAFIST Í HAUST Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund með Vegagerðinni í síðustu viku um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurlistans. 200 milljónum hefur verið ráðstafað í vegaframkvæmdir á Grindavíkurvegi en bæjarvöld í Grindavík hafa þrýst mikið á að akstursstefnur verði aðskildar. Á fundinum með Vegagerðinni kom fram að hún hefur
OPNUN
þegar sent út boð á verkfræðistofur um að vera með í hönnun á framkvæmdinni. Framkvæmdir við fyrsta áfanga vegarins ættu að geta hafist í haust ef allt gengur eftir, þá verður farið í fyrsta áfanga sem er veghlutinn milli Seltjarnar og Bláa Lóns afleggjara. Á þessum vegkafla verður ekki 2+1 alla leið, heldur vegrið og verður tvöfaldur kafli að hluta til hvora leið svo hægt verði að taka fram úr.
Öll velkomin - gott aðgengi. Hlökkum til að sjá ykkur!
KOSNINGAMIÐSTÖÐVAR Í tilefni þess bjóðum við bæjarbúum upp á kaffi, kökuhlaðborð og lifandi tónlist. Opnunin verður fimmtudaginn 10. maí kl.16-18 á Ránni, Hafnargötu 19a (Ingimundarbúð). Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga frá 17-22 og um helgar frá 12-17. Fylgist með okkur á beinleid.is og facebook.com/beinleid -FYRIR FÓLKIÐ Í BÆNUM
VIÐ HÖFUM OPNAÐ HRINGINN Þjóðvegur 1 er nú fær rafbílum alla leið. Hraðhleðslur ON gera þér kleift að ferðast á hreinum, innlendum orkugjafa hringinn í kring um Ísland. Til hamingju Íslendingar!
Frá árinu 2014 hefur Orka náttúrunnar verið í fararbroddi við að auðvelda orkuskipti í samgöngum á Íslandi. Með ON-lyklinum færðu aðgang að hlöðum ON vítt og breitt um landið. Pantaðu lykilinn að hringveginum á on.is
Akureyri Blönduós
Mývatn
Varmahlíð Skjöldólfsstaðir Egilsstaðir
Staðarskáli
Stöðvarfjörður
Djúpivogur
Borgarnes
Nesjahverfi
Akranes Hellisheiði Jökulsárlón
Minni Borg Reykjavík & nágrenni Fitjar
Hveragerði
Þorlákshöfn Freysnes Selfoss Kirkjubæjarklaustur
Hvolsvöllur
Vík
ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Meðalfjarlægð á milli hraðhleðsla ON á þjóðvegi 1 er um 70 km.
14
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Réttlátt og jákvætt samfélag með J-listanum Eftir nokkra daga verður fyrsta bæjarstjórn í nýju sameiginlegu sveitarfélagi okkar Sandgerðinga og Garðmanna kosin. Við vitum kannski ekki enn hvað bæjarfélagið mun heita, en við við vitum samt að við verðum íbúar í næst fjölmennasta samfélagi á Suðurnesjum og einu því öflugasta á landinu. Bæjarfélagið mun stíga fyrstu skrefin á mjög spennandi
tímum vaxtar og tækifæra á Suðurnesjum en úrlausnarefnin verða að sama skapi mörg hver flókin og krefjandi. Eitt af því sem hefur gerst á nú á síðustu vikunum fyrir kosningar er að til hefur orðið nýtt pólitíkst afl í sveitarfélaginu, J-listi jákvæðs samfélags. Þar kemur saman fólk úr ýmsum pólitískum áttum sem á sér þá sameiginlegu sýn að samfélagið eigi að vera manneskjulegt, jákvætt og allir eigi að fá tækifæri til að eiga gott líf.
Við á J-listanum viljum að sköpunargleði og kraftur einstaklinganna fái að njóta sín en að samfélagið sé líka til staðar fyrir þau okkar sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda. Við viljum að sveitarfélagið veiti íbúum sínum fyrsta flokks þjónustu og byggi upp nauðsynlega innviði. Stjórnsýslan þarf að vera gagnsæ og ábyrg og leggja þarf áherslu á íbúalýðræði og sjálfbærni. Hið nýja sveitarfélag þarf að takast af ábyrgð á við verkefni 21. aldarinnar og leggja sitt af mörkum
til þess að skila Jörðinni í góðu standi til komandi kynslóða. Þessa daga sem eru fram að kosningum munu íbúar í Garði og Sandgerði kynnast J-listanum betur, bæði frambjóðendum sem og þeim málefnum sem við leggjum áherslu á. Sum okkar eru reynslumikil, eins og ég sjálfur, en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarmálum og koma með eldmóð og nýja sýn að borðinu. Þegar við komum öll saman verður til kraftmikið framboð sem leggur
áherslu á opið, blómlegt, réttlátt og jákvætt samfélag. Ég mæti með bros á vör í þá lýðræðisveislu sem er framundan. Ég hef líka þá trú að Garðmenn og Sandgerðingar setji traust sitt á J-lista Jákvæðs samfélags til að leiða nýja sveitarfélagið okkar í sínum fyrstu skrefum. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og oddviti J-lista Jákvæðs samfélags í Garði og Sandgerði.
Verðlaunasamkeppni um nýtt aðalskipulag í nýju sveitarfélagi Eiga byggðakjarnarnir að stækka hver á sinn hátt, á að byggja í jaðri þeirra beggja þannig að þeir byggist saman að lokum eða á jafnvel að hanna sér byggðakjarna með íbúðum og þjónustukjarna á milli hinna byggðakjarnanna? Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að meta þörf á því hvort breyta skuli aðalskipulagi að loknum sveitarstjórnarkosningum. Eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis er nauðsynlegt að gera nýtt aðalskipulag fyrir hið nýja sveitarfélag og verður sú vinna eitt mikilvægasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar. Þó nokkur umræða hefur verið um hvernig haga skuli þeirri uppbyggingu á næstu árum og áratugum. Það er trú okkar á D-lista sjálfstæðismanna og óháðra að vinna við nýtt
aðalskipulag eigi að hefjast með því að fara í opna samkeppni þar sem horft verði á þróun okkar nýja sveitarfélags út frá þeim fjölmörgu styrkleikum sem okkar sveitarfélag hefur. Hér má meðal annars nefna að við höfum gjöful fiskimið og góða höfn sem er aðeins í nokkurra mínútu fjarlægð frá alþjóðaflugvelli, flugvelli sem stækkar með hverju árinu og veitir íbúum fjölbreytt störf. Við höfum náttúru sem er verðmætari en margan grunar og okkur ber að varðveita, hún er og verður aðdráttarafl fyrir þá fjölmörgu sem vilja sækja okkur heim. Við erum með tvo byggðarkjarna þar sem við höfum og munum huga að fjölskylduvænu umhverfi, þar sem íþróttir og aðrar tómstundir eru í seilingarfjarlægð frá íbúunum. Ég hef komið að skipulagsmálum í Garði frá 2002 og einnig setið í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. Auk þess hef ég komið að Svæðisskipulagi
Suðurnesja og hef eins og margir aðrir í sveitarfélaginu sterka skoðun á hvert skal stefna. Álit okkar sem hér búum er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem er framundan en hættan er samt sú að við íbúarnir höfum ríka tilhneigingu til að vera ekki nægilega víðsýn, hver og einn horfir nefnilega á þetta séð frá eigin bakgarði. Allt þetta eru hlutir sem taka verður tillit til við gerð hins nýja aðalskipulags og við eigum að gefa okkar bestu sérfræðingum færi á að koma að þeirri vinnu, fyrir okkur íbúana og framtíð sveitarfélagsins. Kæru íbúar, við ætlum að vinna að þessu með hag okkar allra að leiðarljósi. Einar Jón Pálsson Skipar 1. sæti á D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis
Sóknarsamningur við kennara Í ört stækkandi sveitarfélagi er mjög eðlilegt að ákveðnir vaxtaverkir komi fram í grunnþjónustu. Í Reykjanesbæ má sennilega segja að staðan sé sérstök. Íbúum hefur fjölgað hratt sem hefur reynst ákveðin áskorun. Það er afskaplega gleðilegt að sjá hve margir vilja búa í sveitarfélagi sem hefur verið leiðandi á svo mörgum sviðum. Sveitarfélög víðs vegar um landið hafa til að mynda sótt í reynslu okkar í menntamálum en þar höfum við verið í fararbroddi. Leik- og grunnskólarnir okkar eru eftirtektarverðir. Þar hafa metnaðarfullir kennarar, nemendur og foreldrar lagst á eitt við að undirbúa börnin okkar sem best fyrir framtíðina. Við erum með nýja leik- og grunnskóla í byggingu, erum að skoða mögulega stækkun núverandi skóla og svo eru fleiri skólar á teikniborðinu fyrir þau hverfi sem eru í hraðri uppbyggingu.
Á sama tíma heldur meðalaldur fagmenntaðra kennara í leik- og grunnskólum áfram að hækka og ljóst er að á næstu árum mun hópur reynslumikilla kennara minnka við sig vinnu eða fara á eftirlaun. Við þurfum því bæði að manna nýja skóla og þær stöður sem losna. Þá skiptir máli fyrir okkur sem sveitarfélag í örum vexti að horfa fram á við. Menntamálaráðherra er með tillögur í athugun sem komu frá samráðshópi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri þann 4. janúar sl. um aðgerðir til að auka nýliðun meðal kennara. Þær snúa m.a. að styrkjum til kennaranáms, að koma eigi á launuðu starfsnámi í meistaranáminu og að byggja þurfi upp jákvæða ímynd kennarastarfsins. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga gæti umsóknum í kennaranám á öllum skólastigum fjölgað. B-listinn í Reykjanesbæ vill ganga enn lengra og bjóða starfandi leik- og grunnskólakennurum sóknarsamning
til fjögurra ára. Við viljum ennfremur leita leiða til að styðja við og hvetja leiðbeinendur sem eru í námi í leikog grunnskólunum okkar. Við viljum að leiðbeinendur hafi áfram tækifæri til að sækja staðlotur án launaskerðingar. Við sjáum einnig fyrir okkur möguleika á samkomulagi um að meta námsframvindu til launahækkunar meðan á námi stendur. Umfram allt viljum við að allir viti hvað kennarastarfið er gefandi starf og hvaða gleði það veitir kennaranum að sjá nemendur ná markmiðum sínum og gleðjast með þeim yfir öllum sigrunum – stórum sem smáum. Einhver þarf að taka af skarið og tryggja jákvæða umræðu um starf kennara og að fá fleira frábært fólk til starfa í skólunum okkar – við getum gert það! Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi 3. sæti B-listans í Reykjanesbæ
LISTNÁMSNEMENDUR SÝNA Í DUUS Útskriftarnemendur á listnámsbraut sýna nú verk sín í Duus safnahúsum Sýningin er hluti af Listahátíð barna í Reykjanesbæ sem stendur yfir dagana 26. apríl - 13. maí. Eftirtaldir nemendur eiga verk á sýningunni: Ástrós Sóley Kristjánsdóttir, Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir, Elín Pálsdóttir, Jade Marie Homecillo Dicdican, Nína Carol Bustos, Ólöf Rut Gísladóttir og Sigurjón Hafberg Eiríksson.
Samfélag í sókn Reykjanesbær hefur verið í vörn síðan 2006 og gengið hefur á ýmsu. Mikil skuldasöfnun og vandræðagangur fyrri meirihluta settu sveitarfélagið í hálfgert skuldafangelsi. Nýr meirihluti tók því við erfiðu búi. Mikill tími og vinna fór í stefnumótun sem síðan varð „Sóknin”. Ríkistjórnin stóð ekki með okkur og illa gekk að ná samningum við lífeyrissjóði og fjármálastofnanir. Við stóðum frekar ein í þessu stríði en samstíga bæjarstjórn og frábærir starfsmenn Reykjanesbæjar auðvelduðu sporin. Og nú er ljósið farið að skína á ný vorið 2018. Rekstur sveitarfélagsins hefur tekið stakkaskiptum, tekist hefur að koma böndum á skuldasöfnun og „Sóknin” farin að skila árangri. Mikil og góð samstaða hefur ríkt innan sveitarfélagsins og ber að þakka íbúum fyrir þolinmæði og þrautseigju.
Íbúar njóta árangursins
Við lækkuðum útsvar um 300 milljónir í ár, höfum tryggt gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, erum að byggja grunnskóla og leikskóla og búið er að tryggja þrjátíu ný hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þá höfum við þrefaldað hvatagreiðslur til foreldra og aukið við þjálfarastyrki og styrkjum aldraða í líkamsrækt. Þetta telst ansi góður árangur, sérstaklega þegar miðað er við hvernig staðan var fyrir 4 árum. Nú horfum við til framtíðar, förum rólega og vöndum okkur í hvívetna. Mikilvægt er að stjórn bæjarins verði áfram ábyrg og vönduð en lendi ekki aftur í ruglinu. Við munum halda áfram „Sókninni” og látum samfélagið njóta árangursins – íbúar Reykjanesbæjar eiga það skilið. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
„Bara að það væri eitthvað að marka þetta fólk“ Bara að það væri eitthvað að marka þetta fólk, þeir lofa öllu fögru fyrir kosningar, svo ekki söguna meir”. Ég settist við hlið fullorðins manns, sem býr á dvalarheimili í Reykjanesbæ. Ekki áfallalaust líf sagði hann. „Maður á þó þrjú börn, sem komust öll sæmilega til manns, held ég. Já, barnabörnin, þau líta stundum við, en hanga mikið í þessum nýju símum, segja bara ekkert.” Hann brosti og bauð mér kaffi. „Ég er gamall en hef alltaf fylgst vel með bæjarpólitíkinni. Ef það væri nú hægt að leiðrétta öll mistökin sem blessaðir bæjarfulltrúarnir hafa gert. Ég man vel eftir því þegar hitaveitan var stofnuð, þetta var mikið framfaraskeið. Fjöregg okkar Suðurnesjamanna, sem færði okkur ódýrt heitt vatn. Hver hefði síðan
trúað því að mönnum dytti í hug að selja þessa gullgæs okkar einhverjum útlendingum. Ég get ekki litið sjálfstæðismenn sömu augum eftir þetta. Seldu þeir ekki alla skólana líka? Hvernig er hægt að selja skóla”? „Svo er það Helguvíkin. Ég fór út í kirkjugarð um jólin og sá þetta ferlíki þarna, þetta Kísilver. Minnti mig á borgina Murmansk í Rússlandi, ég kom einu sinni þangað, fyrir margt löngu. Þetta er svo nálægt byggðinni og miklu hærra en bærinn sagði að þetta ætti að vera. Fólk var bara platað. Svo bugtaði bæjarstjórnin sig og beygði fyrir þessum svokallaða athafnamanni, sem byggði þetta og átti að bjarga öllu. Bæjarstjórnin sem nú situr er ekkert betri en sjálfstæðismenn, samþykkti hún ekki annað kísilver þarna? Þeir þóttust ætla að leyfa fólki að kjósa um það, en svo var þetta svo flókið að enginn
gat kosið. Var ekki verið að gera þetta flókið svo fólkið fengi ekki að ráða? Þeir sögðu fyrirfram að þeir ætluðu ekki að fara eftir kosningunni. Til hvers var þá verið að kjósa? Stundum held ég að þessir pólitíkusar haldi að við íbúarnir séum kjánar. Ég er gamall en veit nú ýmislegt og ég sé þegar fólk kemur ekki heiðarlega fram”. „Eitt skal ég ráðleggja þér góða mín af því að þú ert nú að bjóða þig fram. Treystu þínu eigin hyggjuviti, engu öðru. Vertu heiðarleg og láttu ekki ráðskast með þig á nokkurn hátt. Ef þú kemst í bæjarstjórn, mundu þá að þú ert þar fyrir fólkið og gleymdu ekki að spyrja íbúana hvað þeim finnst”. Almenningur er nefnilega oft á tíðum skynsamari heldur en pólitíkusar. Gangi þér vel.” Þetta spjall mitt við gamla manninn veitti mér innblástur. Ég ákvað að deila því hér í aðdrag-
anda kosninga, vegna þess að í því fellst mikill sannleikur og brýn ábending til allra þeirra sem bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Miðflokkurinn kemur nýr til leiks fyrir þessar bæjarstjórnarkosningar. Við höfum á að skipa nýju fólki á þessum vettvangi með nýjar hugmyndir en um leið erum við opin fyrir öllum góðum hugmyndum, hvaðan sem þær koma. Við leggjum áherslu á samráð við íbúana, vinnusemi, heiðarleika og staðfestu í okkar störfum. Við viljum móta framtíð Reykjanesbæjar með þér. X-M Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
Opið bréf til oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjanesbæ:
Aðstöðumál íþróttafélaga Reykjanesbæjar - Hver er framtíðarsýn framboðanna í bænum? Nú styttist allverulega í sveitarstjórnarkosningar, rétt um þrjár vikur til stefnu og lítið er farið að bera á kosningabaráttu framboðanna í Reykjanesbæ. Á síðasta ári voru íþróttafélögin í bænum beðin um að leggja í stefnumótunarvinnu, vinnu sem ætti að draga upp skýra mynd af forgangsröðun þeirra í sambandi við uppbygg-
ingu og þörf á endurbótum á aðstöðu félaganna í nánustu framtíð. Nú er staðan sú að einhver mannvirki sem hýsa íþróttaaðstöðu félaganna eru í söluferli, liður í samningum Reykjanesbæjar við kröfuhafa. Hvað ef þessar eignir seljast? Er búið að gera einhverjar ráðstafanir til að mæta þeirri þörf sem skapast ef það gerist? Nú hef ég lítillega kíkt á Facebooksíður og heimasíður framboðanna en finn litlar eða engar upplýsingar um stefnu þeirra. Því spyr ég for-
svarsmenn framboðanna hér í bæ, beint út: „Hvað er á stefnuskrá þíns framboðs varðandi aðstöðu íþróttafélaganna í bænum?“ Ég óska eftir svörum í tölvupósti á johann@gs.is og mun birta þau á heimasíðu Golfklúbbsins, gs.is Með kærri íþróttakveðju, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja
Frelsi til að leigja Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með því einu að byggja fleiri eða ódýrari hús. Ekki á meðan litið er svo á að sjálfsagt markmið allra sé að fjárfesta í eigin húsnæði. Húsnæðismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi um langt skeið. Miklu púðri hefur verið eytt í að ræða hversu erfitt sé fyrir fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Sem er hverju orði sannara, enda húsnæðisverð hátt, lán óhagstæð og eignarmyndun einstaklega hægfara. Flestar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við vandanum hafa hins vegar miðast við að hvetja fólk að taka bankalán. Mun eðlilegra væri að viðurkenna að sama búsetuform hentar ekki öllum og leita leiða til að ná fram meiri fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Það er ekki eðlilegt ástand að reiknað sé með því að allir stefni að því að eignast sitt eigið húsnæði og að ekki sé í boði langtímaleiga sem valkostur fyrir fólk úr öllum kimum þjóðfélagsins. Staðan er hins vegar sú að á meðan litið er á húsnæðiskaup sem helsta markmið allra í lífinu verður leigumarkaðurinn að afgangsstærð. Oft virðist litið svo á að leigjendur séu annað hvort fólk sem hefur orðið undir í lífinu og ekki getað safnað fyrir fyrstu afborgun, eða fólk sem er að safna fyrir fyrstu afborgun. Orðið sjálft, leigumarkaður, segir líka mikið. Hagnaður leigusala, framboð og eftirspurn, ræður ferðinni. Langtímaleiga þekkist varla hér á landi. Í löndunum í kringum okkur má hins vegar víða finna leigufélög sem rekin eru, án hagnaðarsjónarmiða, af al-
menningi og / eða hinu opinbera. Þar getur fólk leigt út ævina ef því er að skipta og er öruggt svo lengi sem það stendur við sínar skuldbindingar. Samhliða þeim þrífast bæði búseturéttarfélög sem og leigumarkaður í líkingu við það sem við þekkjum hér. Eitt útilokar ekki annað, fjölbreytni er lykilatriði. Til að leysa vandann þurfa bæði löggjafinn og sveitarfélög landsins að taka saman höndum. Breyta þarf lögum og regluverki til að gera ráð fyrir aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði og sveitarfélög þurfa í deiliskipulagi að gera ráð fyrir leiguhúsnæði fyrir almenning. Örugg langtímaleiga ætti að standa öllum til boða, óháð tekjum eða þjóðfélagsstöðu. Það hentar einfaldlega ekki öllum að fjárfesta í húsnæði. Margir hafa ekki efni á því, aðrir vilja ekki binda sig með þeim hætti, eða bara eyða peningunum í annað. Húsaleiga á að vera valkostur fyrir alla, ekki neyðarúrræði. Sjálfsákvörðunarréttur fólks á að vera ofar hagsmunum fjárfesta og geðþóttaákvörðunum stjórnmálahreyfinga. Hér þarf hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum og almenningi. Hrafnkell Brimar Hallmundsson, 2. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum 2018
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
15
Skemmtilegri Reykjanesbær Síðustu ár hefur verið áberandi umræðan um að „tala bæinn upp” til þess að fá utanbæjarfólk til þess að vilja flytja til Reykjanesbæjar. Nú er staðan sú að enginn er skortur á fólki sem vill og hefur flust til bæjarins. Aðal áskorunin í dag er að halda í fólkið sem hér býr. Það gerum við með því að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir alla. Ég sjálf hef verið frekar ánægð með þá þjónustu sem bærinn veitir mér og minni fjölskyldu. Það er annað sem mér finnst vanta í Reykjanesbæ. Það er samfélagstilfinningin, að finnast maður tilheyra samfélagi og að það sé skemmtilegt að búa hérna. En hvað geta bæjaryfirvöld gert í því? Jú, við í Beinni leið höfum nokkrar hugmyndir. Reykjanesbær getur boðið upp á vel skipulögð svæði þar sem fólk getur hist, spjallað, notið menningar, stundað hreyfingu og haft gaman. Við sjáum fyrir okkur menningarmiðstöð á reit Fishershúss sem myndi m.a. hýsa Fjölmenningarsetur, bókasafnið, listasmiðjur og kaffihús. Í miðju reitsins yrði torg fyrir gangandi vegfarendur með trjám, bekkjum og gróðri þar sem hægt er að sitja úti á sólríkum dögum. Einnig væri gaman að sjá sundmiðstöðina í Keflavík verða að leikmiðstöð/ævintýraveröld fyrir börn. Sundmiðstöðin býður nú þegar upp á einstakt leiksvæði fyrir börn - Vatnaveröld, sem foreldrar ungra barna víða um land hrósa og gera sér sérstaka ferð til Reykjanesbæjar til að heimsækja. Húsnæðið býður þó upp á rými sem hafa ekki verið í notkun í einhvern tíma. Þessir ónýttu salir geta orðið að skapandi rýmum fyrir börn, þar sem þau fá að leika sér frjálst, með opinn og náttúrulegan efnivið og leikföng sem ýta undir listsköpun og hreyfingu. Sem foreldri tveggja barna undir tveggja ára hef ég tekið sérstaklega eftir því að það vantar afþreyingu innandyra fyrir foreldra með börn á þessum aldri. Við fjölskyldan sækjum mikið í bókasafnið, Vatnaveröld og bakaríin í bænum en þar með eru upptaldir þeir staðir sem við getum eytt tíma saman innandyra og hitt annað fólk. Margir sem hafa búið í litlum og stórum borgum eins og Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Berlín kannast við hverfastemningu sem er stór þáttur í daglegu lífi fólks. Við í Beinni leið viljum setja á fót hverfasjóð. Í hann gætu nágrannasamtök sótt styrki til þess að halda viðburði eins og götugrill, fatamarkað eða tónleika. Það myndi styrkja samfélagsleg tengsl íbúa ásamt fleiri stærri viðburðum sem hægt er að halda í bænum. Af hverju er t.d. ekki jólamarkaður á torginu fyrir framan Ráðhúsið eða matarmarkaður einu sinni yfir sumarið? Enn eitt svæðið sem hefur verið illa nýtt í bænum er útivistarsvæðið fyrir ofan Holtin, þar sem flotti vatnstankurinn er. Væri ekki hægt að byggja þar upp útivistarsvæði fyrir fjölskylduna líkt og í Kjarnaskógi á Akureyri? Leggja hjóla- og göngustíga, setja upp áningarstað fyrir fólk í pikk-nikk og öðruvísi rólóvöll fyrir börn með trjádrumbum, aparólu og klifursvæði. Ímyndið ykkur Reykjanesbæ með öllum þessum stöðum sem hægt væri að heimsækja eftir vinnu og skóla. Það eru svo mörg illa nýtt svæði sem bærinn getur skipulagt í þeim tilgangi að efla samfélagsleg tengsl íbúa. Það finnst mér mikilvægt. Valgerður Björk Pálsdóttir í 3. sæti hjá Beinni leið
16
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Grindavík - Bær fyrir alla Það var með mikilli gleði sem við í Samfylkingunni í Grindavík tilkynntum framboð okkar á dögunum. Aldrei kom annað til greina en að bjóða Grindvíkingum upp á félagshyggju- og jafnaðarflokk í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi en í dag og eitt helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda
hugsjóna jafnaðarmanna. Við höfum að undanförnu unnið að kappi við að móta stefnuskrá okkar og munum opinbera hana á næstu dögum en hún mun leiða í ljós okkar helsta markmið, sem er að gera gott samfélag betra. Samfylkingin í Grindavík er breiðfylking jafnaðarfólks sem vinnur saman að sameiginlegu markmiði, að Grindavík sé bær fyrir alla. Við í Samfylkingunni viljum lifandi og skemmtilegan bæ fyrir alla, þar sem enginn er skilinn eftir. Bæ sem er framúrskarandi fyrir börn og barnafjölskyldur þar sem að börnum er séð fyrir faglegri þjónustu um leið
og fæðingarorlofi lýkur. Bæ þar sem öllum er tryggt öruggt húsnæði. Bæ sem leggur áherslu á virkni og jöfn tækifæri fyrir alla og setur velferð og hamingju íbúa sinna í öndvegi í öllum ákvörðunum sínum. Bæ sem áttar sig á mikilvægi þess að valdefla þá einstaklinga sem hjálp þurfa og standa höllum fæti af félags og efnahagslegum ástæðum og setur aukna fjármuni til forvarnarmála. Bæ þar sem fjölmenning er í hávegum höfð. Við viljum bæ þar sem stjórnsýslan er rekin á faglegum forsendum og gagnsæi, upplýsingagjöf og aukin lýðræðisþátttaka íbúa er sett í öndvegi. Bæ sem býður börnum sínum
og kennurum upp á menntastofnanir í fremstu röð þar sem vellíðan allra er forgangsmál. Bæ sem berst fyrir virkari heilsugæslu með áherslu á bætta geðheilsu ekki síst meðal ungs fólks og hvetur íbúa sína til heilsueflingar. Bæ sem er í fremstu röð þegar kemur að því að styrkja og efla íþróttastarf og leggur áherslu á forvarnargildi íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála. Bæ þar sem að umhverfis og skipulagsmál eru í fremstu röð og bæ sem berst fyrir bættum samgöngum í þágu atvinnu- og mannlífs á svæðinu. Við viljum bæ sem styður við fjöreggið sem ferðaþjónustan er og er tilbúinn
að leiða stefnumótun til framtíðar í greininni þar sem náttúran fær að njóta vafans. Við viljum bæ þar sem öldruðum er gert hátt undir höfði með fjölgun úrræða og aukinni fjölbreytni í búsetu og þjónustumálum og tryggir félagslega virkni og vinnur gegn einangrun eldra fólks. Við viljum bæ sem tryggir öldruðum áhyggjulausa ævidaga. Við í Samfylkingunni viljum að Grindavík sé bær fyrir alla. Páll Valur Björnsson og Marta Sigurðardóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Grindavík.
Af heillindum fyrir hag bæjarbúa
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Í sveitarstjórnar kosningunum 2010 kom fram nýtt framboð í Sveitarfélaginu Vogum. Þetta framboð fékk listabókstafinn L og að baki honum stóð Framfarafélag L-listans. Þennan lista og þetta félag var sett saman af ötulu og góðu fólki ungu sem öldnu sem hefur hag íbúa og sveitarfélagsins að leiðarljósi. Við náðum inn einum manni sem þótti mjög gott miðað við nýtt framboð og nýjan listabókstaf. Eitt af megin markmiðum L-listans var að reyna að fá bæjarfulltrúa til að vinna saman að heillindum fyrir hag bæjarbúa en ekki vera alltaf í skotgröfum og vera á móti því sem
gott er bara til að vera á móti hefur þetta náð fram að ganga allt fram til dagsins í dag og vonandi verður svo hér um ókomna framtíð. Í byrjun kjörtímabilsins 2010 þótti ekki vært að nýtt framboð kæmist í meirihluta og öllum bæjarbúum kom það í opna skjöldu þegar H-listi og E-listi hófu samstarf. Okkur í L-listanum þótti mikið til koma að einir mestu mótherjar í pólitísku umhverfi Voga skyldu leiða saman hesta sína og byrja að vinna saman. Það má segja að þetta hafi verið upphafið að góðu samstarfi allra bæjarfulltrúa sem eftir átti að koma. Því miður gekk þetta ekki alveg eftir og slitnaði samstarfið upp einhverjum mánuðum seinna enda fjárhagstaða
sveitarfélagsins ekki ýkja góð og mikið bar í milli í línumálinu mikla. Það varð svo niðurstaða að L-listinn og H-listinn leiddu þá saman hesta sína og hleyptu á skeið, Ákveðið var að ráða ópólítískan bæjarstjóra og í því ráðningarferli var E-listinn með allan tímann og úr varð að ráðinn var úrvals maður og situr hann enn og gegnir starfi sínu með sóma. En ekki má gleyma að á þessum tíma var sveitarfélagið nánast í gjörgæslu hjá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og eitthvað þurfti að gera. L-listinn réðist með stuðningi H-lista í að greiða upp skuldir sveitarfélagsins með Framfararsjóðnum sem sveitarfélagið átti og kaupa aftur eignir sveitarfélagsins af leigufélaginu Fasteign ehf, Þessi
gjörningur fór fram rétt fyrir kosningar 2014 og er nú búinn að skila sér í betri rekstrarafkomu sveitarfélagsins undan farinn 4 ár sem E-listinn er búinn að sitja einn í meirihluta. Því er þessi bætta rekstrarafkoma ekki einungis til komin af ábyrgri stjórn E-listans heldur samstarfi þeirra lista sem hafa verið í bæjarstjórn undanfarin 8 ár. Það vita allir að tíma tekur að koma góðum hlutum í gagnið og fá þá til að virka og oft á tíðum geta aðrir eignað sér heiður af verki heildarinnar vegna þess að þeir koma í ljós síðar. Kristinn Björgvinsson Fyrrverandi Oddviti L-listans og skipar nú 5. sæti.
Aðsendar greinar berist í síðasta lagi kl. 12:00 á mánudögum á póstfangið vf@vf.is
AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018
B-listi Framsókn og óháðir 1. Daði Bergþórsson 2. Álfhildur Sigurjónsdóttir 3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir 4. Erla Jóhannsdóttir 5. Eyjólfur Ólafsson 6. Úrsúla María Guðjónsdóttir 7. Guðrún Pétursdóttir 8. Unnar Már Pétursson 9. Jóna María Viktorsdóttir 10. Jónas Eydal Ármannsson 11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir 12. Sigurjón Elíasson 13. Berglind Mjöll Tómasdóttir 14. Bjarki Dagsson 15. Hulda Ósk Jónsdóttir 16. Jón Sigurðsson 17. Ólöf Hallsdóttir 18. Guðmundur Skúlason
D-listi Sjálfstæðismenn og óháðir 1. Einar Jón Pálsson 2. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 3. Haraldur Helgason 4. Elín Björg Gissurardóttir 5. Jón Ragnar Ástþórsson 6. Bryndís Einarsdóttir 7. Davíð S. Árnason 8. Jónína Þórunn Hansen 9. Björn Bergmann Vilhjálmsson 10. Björn Ingvar Björnsson 11. Guðmundur Magnússon 12. Jónatan Már Sigurjónsson 13. Karolina Krawczuk 14. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir 15. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir 16. Eyþór Ingi Gunnarsson 17. Hafrún Ægisdóttir 18. Reynir Þór Ragnarsson
H-listi Listi fólksins
J-listi Jákvæðs samfélags
1. Magnús Sigfús Magnússon 2. Pálmi Steinar Guðmundsson 3. Svavar Grétarsson 4. Davíð Ásgeirsson 5. Andrea Dögg Færseth 6. Ægir Þór Lárusson 7. Þórsteina Sigurjónsdóttir 8. Anna Sóley Bjarnadóttir 9. Yngvi Jón Rafnsson 10. Kjartan Þorvaldsson 11. Ingunn Sif Axelsdóttir 12. Heiðrún Þóra Aradóttir 13. Erla Ósk Ingibjörnsdóttir 14. Björgvin Guðmundsson 15. Ásta Guðný Ragnarsdóttir 16. Kjartan Dagsson 17. Hanna Margrét Jónsdóttir 18. Sigurgeir Torfason
1. Ólafur Þór Ólafsson 2. Laufey Erlendsdóttir 3. Fríða Stefánsdóttir 4. Vitor Hugo Rodrigues Eugenio 5. Katrín Pétursdóttir 6. Kristinn Halldórsson 7. Una María Bergmann 8. Rakel Ósk Eckard 9. Hrafn Andrés Harðarson 10. Sverrir Rúts Sverrisson 11. Sigrún Halldórsdóttir 12. Rúnar Þór Sigurgeirsson 13. Fanný Þórsdóttir 14. Vilhjálmur Arndal Axelsson 15. Atli Þór Karlsson 16. Sigurbjörg Ragnarsdóttir 17. Júlía Rut Sigursveinsdóttir 18. Eiríkur Hermannsson
Yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Eftirtaldir framboðslistar eru í kjöri í sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018.
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
17
Þrýstingur á ríkið og ábyrg fjármálastjórnun lykilatriði Óháð framboð Lista Grindvíkinga býður í þriðja sinn fram til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí næstkomandi. Tilgangur okkar hefur alltaf verið sá að vinna þvert á flokka, vinna faglega og heiðarlega og hafa alltaf hag íbúana í forgrunni. Við viljum skýra framtíðarsýn sem fylgt verður eftir með ábyrgri stefnu. Áherslur okkar í komandi kosningum
eru fjölmargar. Helst ber þó að nefna að ábyrg fjármálastjórnun er lykillinn að öllu því sem á eftir kemur. Dagvistunarmál ásamt leik- og grunnskólamálum eru áherslumál okkar og líklega annarra flokka líka þar sem farið er að þrengja að. Því skiptir máli að finna góða lausn en um leið hagkvæma. Húsnæðismál verða líka ofarlega á baugi hjá okkur þar sem leiguíbúðir eru af skornum skammti og ekki á færi allra að kaupa eða byggja. Þessu þarf að bregðast við. Málefni eldri íbúa eru okkur hugleikin. Þjónusta við þennan hóp hefur verið góð. Það
þrengir engu að síður að húsakosti þeirra og munum við hafa lausnir á því í okkar stefnu. Við viljum bjóða upp á heilsueflandi heimsóknir og endurhæfingu heima fyrir. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur þurft að vera í miklum samskiptum við ríkið vegna Grindavíkurvegar. Þau samskipti munu halda áfram því ekki þarf aðeins að þrýsta á að Grindavíkurvegur verið lagaður og kláraður, heldur þarf líka að þrýsta á lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði. Dagvistunarvandinn er landlægur og við honum þarf ríkið að bregðast í samvinnu við sveitarstjórnarstigið.
Öryggismálin skipta líka sköpum. Við í Lista Grindvíkinga munum leggja áherslu á eflingu heilbrigðisþjónustunnar, bæði með aukinni þjónustu heilsugæslunnar auk fjölgun sjúkrabíla í bæjarfélaginu. Þetta þarf að gerast með aðkomu ríkisins og munum við þrýsta á þessar umbætur. Það er ekki nóg að ræða þetta í stefnuskrá rétt fyrir kosningar. Þaðþarf að fylgja þessu eftir með mikilli vinnu og samskiptum við hið opinbera. Á þessu kjörtímabili hefur Listi Grindvíkinga lagt sig fram í vinnu sinni í þágu íbúana og í samskiptum við hið opinbera. Uppskeran er að
farið verður í fyrsta áfanga á Grindavíkurvegi í haust. Við erum tilbúin í áframhaldandi vinnu. Á komandi kjörtímabili skiptir máli að kjörnir fulltrúar séu tilbúnir að leggja sig fram í samtal og þrýsting á stjórnvöld. Við erum tilbúin í þá vinnu. Til þess þurfum við ykkar stuðning! XG Kristín María Birgisdóttir 1. Sæti á Lista Grindvíkinga Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson 2. Sæti á Lista Grindvíkinga
Grípum tækifærið, góðir Suðurnesjamenn!
Heilsa, líðan og lífsgæði aldraðra á Suðurnesjum Þjónustuhópur aldraðra sem starfar í heilsugæsluumdæmi Suðurnesja vinnur nú að rannsókn á heilsu, líðan og lífsgæðum aldraðra á Suðurnesjum en hlutverk hans er að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samræma þjónustu. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Maskínu og er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja. Byggir hún á stærri könnun á vegum Landlæknisembættisins sem nefnist Heilsa og líðan. Í heilsugæsluumdæmi Suðurnesja er starfandi þjónustuhópur aldraðra sbr. lög um málefni aldraðra nr. 31/1999. Hlutverk þjónustuhópsins er að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu. Á undanförnum mánuðum hefur þjónustuhópurinn ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Maskínu unnið að drögum rannsóknar á heilsu, líðan og lífsgæðum aldraðra á Suðurnesjum. Rannsóknin er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og byggir hún á annarri stærri könnun á vegum Landlæknisembættisins sem nefnist Heilsa og líðan. Með því að gera þessa rannsókn, sýna sveitarfélögin á Suðurnesjum vilja til að fylgjast með þróun og
afla upplýsinga um stöðu aldraðra. Niðurstöður slíkrar rannsóknar geta reynst dýrmætur efniviður í aukinni uppbyggingu á öldrunarþjónustu á Suðurnesjum til framtíðar. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að leggja mat á heilsu, líðan og lífsgæði aldraðra og er úrtak þátttakenda, aldraðra úr öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Allir sem eru 67 ára og eldri og búsettir á Suðurnesjum eru í úrtakshópnum og haft verður samband við þá sem lenda í úrtakinu símleiðis. Boðið verður upp á að svara símleiðis eða fá könnunina senda á netfang eða á pappír. Öll göng rannsóknarinnar verða dulkóðuð og tengsl á milli einstaklinga og svara slitin að rannsókn lokinni. Þátttaka ykkar kæru eldri borgarar skiptir miklu og auðveldar sýn á hvernig best er að byggja upp og bæta þjónustuna og þannig auka lífsgæði og lífsgleði ykkar.
unarheimili er í dag mun lakara en það var á árum áður. Þetta getum við á Hrafnistu staðfest enda hefur umönnun þyngst verulega. Vegna þessa er nauðsynlegt að hjúkrunarheimilin séu sífellt vakandi fyrir þörfum íbúa sinna og aðlagi þjónustuna sem best að ríkjandi þörfum á hverjum tíma þannig að hún miði að hámarkslífsgæðum íbúanna. Í samningaferlinu árið 2013, sem og í samningum við Hrafnistu, kemur fram mikilvægi þess að Hlévangur falli ekki í skugga Nesvalla, hins nýja hjúkrunarheimilis við Njarðarvelli. Rík áhersla er lögð á að þjónustan sé sambærileg þannig að Hlévangur sé raunhæfur valkostur í sambanburði við Nesvelli. Allir sem til þekkja vita þó að enda þótt andrúmsloft og viðmót sé mjög gott á Hlévangi er orðið aðkallandi að ráðast í kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir ef halda á húsnæðinu samanburðarhæfu við nútímakröfur í öldrunarþjónustu. Nýlega kynnti heilbrigðisráðherra þá áætlun stjórnvalda að reisa á næstu árum 300 ný hjúkrunarrými til viðbótar við þau 250 sem þegar hafði verið tekin ákvörðun um. Þótt gert sé ráð fyrir að flest nýju rýmanna rísi á höfuðborgarsvæðinu er þó ekki enn
búið að ráðstafa þeim öllum. Áætlunin skapar því einstakt tækifæri til að stíga fram og vinna að bættum aðbúnaði aldraðra með því að óska eftir því að hér verði reist nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa samfara lokun Hlévangs. Sú leið fæli í sér fjölgun hjúkrunarrýma um 30 á Suðurnesjum sem fullnægði svæðinu vel til næstu ára. Þeir fjármunir sem færu annars í viðhald Hlévangs myndu þá nýtast í hlut sveitarfélaga í nýbyggingarkostnaðnum. Það er jafnframt raunhæfur kostur að selja húsnæði Hlévang undir ferðatengda starfsemi og afla með því enn meiri fjármuna til að kosta nýbygginguna. Suðurnes eru skemmtilegur staður og höfum við á Hrafnistu haft mikla ánægju af starfi okkar þar. Við höfum átt mjög góða samvinnu við heimamenn við að bjóða öldruðum Suðurnesjamönnum upp á öldrunarþjónustu eins og hún gerist best hér á landi og viljum við endilega halda áfram þjónustu í þeim gæðaflokki. Það eru mikil tækifæri til að gera enn betur við aldraða íbúa á svæðinu. Þuríður Elídóttir, forstöðumaður Hrafnstu í Reykjanesbæ, og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
F.h. Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum Margrét Blöndal Guðrún Björg Sigurðardóttir Ása Eyjólfsdóttir Jórunn Guðmundsdóttir Fjölnir Guðmundsson
ATVINNA RÆSTINGAR
Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa. Um er að ræða hálft og fullt starf. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is
JOB OFFER
In a cleaning company, 50% and 100% work available Requirements: Individuals must be at least 18 years old, have a valid driver´s licence and a clean criminal record. Languages: Icelandic or good English is required. We are looking for people to work from 08:00-12:00 (50%) or from 08:00-16:00 (100%). If interested, pleace send e-mail to: halldor@allthreint.is HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Í mars árið 2014 tók Hrafnista við rekstri hjúkrunarheimilanna Nesvalla og Hlévangs samkvæmt samningi þar um við heimamenn á Suðurnesjum. Í samræmi við samkomulag tengt samningnum var lagður mikill metnaður í þá vinnu að gera starfsemina enn betri en verið hafði, m.a. með aðkomu góðrar sjúkra- og iðjuþjálfunar sem væri á pari við það sem best gerist hér á landi. Samkvæmt opninberum mælikvörðum hjúkrunarheimila (RAI-mat) hefur vel tekist til og frá árinu 2014 hafa gæði í starfsemi beggja heimilanna mælst með því allra hæsta sem hér gerist. RAI er aðferð stjórnvalda til að fylgjast með heilsufari og velferð aldraðra með samdæmdri upplýsingaöflun um þarfir þeirra og öldrunarstofnana til að stuðla að hámarksgæðum í heilbrigðisþjónustu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikill skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi auk þess sem heilsufar aldraðra þegar þeir flytjast á hjúkr-
VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ KRAFTMIKLU FÓLKI TIL STARFA Bréfberi óskast í Keflavík Pósturinn leitar að kraftmiklu og ábyrgðarfullu starfsfólki í útkeyrslu. Um er að ræða útkeyrslu á sendingum til einstaklinga á Suðurnesjum. Stundvísi, áreiðanleiki og samviskusemi eru skilyrði. Vinnutíminn er sveigjanlegur en á bilinu 16 til 22 öll virk kvöld. Hæfniskröfur Bílpróf Góð íslensku- og enskukunnátta Rík þjónustulund og góð samskiptafærni
Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef okkar, www.postur.is. Pósturinn er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir: Anna María Guðmundsdóttir í síma 421 4300 eða í netfangi annam@postur.is. Umsóknarfrestur: Opinn
Umsóknir: www.postur.is
18
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Ábyrg stjórn skapar auðugra mannlíf Frjálst afl eru stjórnmálasamtök sem stofnuð voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2014. Hópur fólks með svipaðar skoðanir tók sig saman og myndaði framboðlista í kjölfarið. Eftir kosningar var myndaður meirihluti með þátttöku Frjáls afls. Í því samstarfi var mótuð stefna sem kölluð var Sóknin. Þar var lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda, í samræmi við stefnuskrá framboðsins og skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Lækkun skulda bæjarins veitir svigrúm til bættrar þjónustu til framtíðar. Frjálst afl mun þess vegna halda sókninni áfram með það að markmiði að ná lögbundnu skuldaviðmiði sveitarfélaga fyrir lok árs 2022. Við viljum jafnframt að áfram verði faglegur bæjarstjóri við stjórnvölinn sem hefur hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi.
Fjölbreytt, vel launuð störf
Frjálst afl stendur fyrir frjálslynd og jafnréttismiðuð gildi og leggur áherslu á ábyrgð í rekstri og þjónustu við íbúa bæjarins. Mikilvægt er að horfa til framtíðar með hag og velferð bæjarbúa að leiðarljósi. Betri rekstur tryggir betra mannlíf og gerir kleift að hrinda sóknarfærum framtíðar í framkvæmd. Árangur af slíkri stefnu er ávallt í þágu íbúa bæjarins. Nauðsynlegt er að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið, velferð verður að byggja á traustum grunni verðmætasköpunar. Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur verið í stöðugum vexti síðastliðin ár og atvinnuleysi er orðið með því lægsta sem gerist á landinu. At-
vinnutækifæri hafa aukist, en engu að síður stöndum við frammi fyrir einhæfu atvinnulífi. Þess vegna þarf að stuðla að fjölbreyttari, vel launuðum störfum.
Stuðningur við barnafjölskyldur, menntun og menningu
Okkur er annt um hag barnafjölskyldna bæjarins og við munum áfram styðja við þann hóp. Halda skal áfram systkinaafslætti, hækka hvatagreiðslur, gera þær skilvirkari og auka fjölbreytni í tómstundastarfi barna. Við teljum að móta þurfi skýra framtíðarsýn í forvarnarmálum til að efla enn frekar það góða forvarnarstarf sem unnið hefur verið í málefnum barna og ungmenna. Menntun er forsenda framþróunar og undirstaða velferðar í hverju samfélagi. Frjálst afl gerir sér grein fyrir mikilvægi menntunar og þeirri ábyrgð sem fylgir málaflokki menntamála. Við viljum leggja áherslu á að í skólakerfinu sé fagfólk í stöðum og starfi. Einnig viljum við halda áfram að styðja það starfsfólk sem vill bæta við sig menntun. Menning er ekki einungis mikilvæg verðmætasköpun samfélagsins, heldur hefur hún líka mikilvægt mannræktargildi í sjálfri sér. Reykjanesbær getur státað af frjórri menningarhugsun og öflugri menningu bæjarins. Við viljum halda áfram á þessari braut.
Spennandi bæjarfélag til framtíðar
Reykjanesbær á að vera spennandi kostur fyrir kynslóðir framtíðar. Í því skyni þarf hagsæld og velferð bæjarbúa að vera sjálfbær. Það á ekki ein-
göngu við um fjárhag samfélagsins, heldur einnig um umhverfi okkar. Við viljum efla almenningssamgöngur með tíðari ferðum á álagstímum og sérferðum sem taka mið af tómstunda- og íþróttaiðkun barna og ungmenna. Taka þarf skipulagsmál Ásbrúar til endurskoðunar, þar sem spurn er eftir lóðum sem kallar á aukna þjónustu á svæðinu. Gera þarf átak í endurnýjun gatna og gangstétta. Við viljum jafnframt tryggja að íþróttastarfið dafni m.a. með því að tryggja því viðunandi aðstöðu, sambærilega þeirri sem tíðkast í þeim sveitarfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Þjónusta við fólk af erlendu bergi brotnu verði aukin og áfram haldið heilsueflingu eldri borgara. Þannig viljum við auðga mannlífið með ábyrgri stjórn bæjarmála. Með baráttukveðju, Gunnar Þórarinsson í 1. sæti Frjáls afls.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
Blómstrandi byggð Ég hef ferðast töluvert í gegnum árin bæði innanlands og erlendis. Það sem mér hefur þótt einkenna flest bæjarfélög sem ég hef heimsótt er blómlegur miðbær sem iðar af mannlífi á sumrin. Því miður, er það eitthvað sem mér hefur þótt vanta í miðbæinn okkar í Reykjanesbæ. Þessu þarf að breyta. Ég var að lesa á vef Ferðamálastofu að við séum ekki að fá nema 16% af þeim fjölda sem fer inn í landið í gegnum Leifsstöð á ári hverju. Ég tel að við getum hækkað þessa tölu umtalsvert og ávinningurinn yrði verslunum og þjónustuaðilum í miðbænum til góða. Við högnumst öll á því að hafa hérna fjölbreytt mannlíf og sterka verslun auk þess sem að það myndi laða fleiri fyrirtæki og útibú á svæðið. Svo ég tali nú ekki um stemmninguna sem myndi fylgja því að rölta um Hafnargötuna á góðu sumarkvöldi iðandi af fjölbreyttu mannlífi. En hvernig er hægt láta þennann draum verða að veruleika? Það þarf engar stórframkvæmdir til þess. Það fyrsta sem þyrfti að gera er að opna 1 til 2 tjaldstæði nálægt miðbænum. Í dag er ekkert tjaldstæði í Reykjanesbæ fyrir utan tjaldstæði sem stendur til að opna við Víkingaheima í Njarðvík. Sú staðsetning gerir ekkert fyrir miðbæinn og heldur lítið fyrir ferðamanninn þar sem langt er í alla þjónustu fyrir utan verslunarkjarnann á Fitjum. Næsta skref yrði að bjóða upp á strætóferðir beint frá flugstöðinni og niður í miðbæ . Ennfremur þarf að markaðsetja Reykjanesbæ betur upp á Leifsstöð. Það fyrsta sem ferðamaðurinn sér þegar hann hefur sótt farangurinn sinn er að þeirra bíði rútur rétt handan við hornið beint til Reykjavíkur. Þessu þarf að snúa við og byrja að ferja ferðamennina til okkar. Með þessu myndum við ná að stórauka ferðamannastrauminn til okkar og glæða miðbæinn miklu meira lífi og gera Hafnargötuna mun meira spennandi bæði fyrir ferðamanninn og okkur sjálf sem búum hérna Stöndum saman og gerum okkar besta til að láta ferðamenn líða velkomna og eftirsótta. Það að pota þeim á tjaldsvæði við Vikingasafnið, sem ég ber þó mikla virðingu fyrir, er eins og að segja þeim að þeir megi koma hérna en bara ekki vera fyrir. Miðbærinn okkar hefur margt upp á að bjóða í formi verslanna, veitingarhúsa og sjávarsíðuna. Leyfum fleiri að njóta með því að staðsetja nokkur smærri tjaldstæði nær miðbænum. Fjölbreytileiki er blómleg byggð. Þórarinn Steinsson 3. sæti VG og óháðra.
898 2222
Fjölmenningardagur
Multicultural Day
Dzień wielokulturowy
Fjölmenningardagur verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 12. maí 2018 kl 14.00 – 15.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12.
The Multicultural day will be celebrated on Saturday 12 May 2018 at 14:00 – 15:00 at the Reykjanesbær Public Library, Tjarnargata 12.
Doroczny dzień integracyjny odbędzie się w sobotę, 12 maja 2018 o godz. 14:00 – 15:00 w Bibliotece Reykjanesbæ, Tjarnargötu 12.
Dagskrá: • Angela Amaro kynnir hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi. • Nýr verkefnastjóri fjölmenningarmála kynntur. • Nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar taka nokkur lög. • Anna Hulda Einarsdóttir og Guðbjörg Gerður Gylfadóttir kynna drög að móttökuáætlun Háaleitisskóla og nýtt verkefni sem miðar að því að fjölga innflytjendum í íþrótta- og tómstundastarfi. • Kynning á írönskum smáréttum og þjóðbúningi Sanaz. • Boðið verður upp á portúgalska súpu. • Allir velkomnir.
Programme: • Angela Amaro speaks about what it is like to be an immigrant in Iceland. • A new project manager for multicultural issues will be presented. • Students from Reykjanesbær Music School perform a number of pieces. • Anna Hulda Einarsdóttir and Guðbjörg Gerður Gylfadóttir present a draft welcoming plan for the Háaleitisskóli school and introduce a new project that aims at increasing the number of immigrants who participate in sports and leisure activities. • A presentation of Iranian hors d’oeuvres and of that country‘s national costume - Sanaz. • Everyone wil be invited to have a taste of Portuguese soup. • Everybody is welcome.
Program: • Angela Amaro opowie jak to jest być imigrantem na Islandii. • Przedstawienie nowego dyrektora d/s kulturalnych. • Uczniowie szkoły muzycznej Tónlistarskóli Reykjanesbæ zaśpiewa kilka piosenek. • Anna Hulda Einarsdóttir i Guðbjörg Gerður Gylfadóttir przedstawią plan przyjęć w szkole Háaleitisskóli oraz nowy projekt, który ma za zadanie zachęcenia imigrantów do pozalekcy jnych zajęć sportowych i rekreacyjnych. • Przedstawienie irańskich dań i strojów - Sanaz. • Zaprosimy na portugalską zupę. • Wszystkich serdecznie zapraszamy.
Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ!
A health promoting society in Reykjanesbær!
Społeczność Reykjanesbæ!
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
19
Fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers samfélags og það samfélag sem skapar aðlaðandi og samkeppnishæft umhverfi fyrir ungt og vel menntað fólk er góður búsetukostur til framtíðar. Það á að vera forgangsverkefni sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ að skapa aðstæður fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem er forsenda velferðar og lífsgæða. Uppgangur ferðaþjónustunnar hefur haft jákvæð áhrif fyrir efnahag og atvinnulíf Reykjanesbæjar – sveitarfélag sem var í sárum eftir brotthvarf varnarliðsins og mátti þola þungan skell eftir efnahagshrunið. Auðugt samfélag getur hins vegar ekki verið háð einni tiltekinni atvinnugrein. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur í stefnumótun sinni lagt fram metnaðarfull markmið í þeirri við-
leitni að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir öflugt atvinnulíf í Reykjanesbæ. Mikil tækifæri liggja í hugviti og tækniþróun enda munu tækniframfarir hafa mikil áhrif á atvinnulíf framtíðarinnar. Er sjávarútvegurinn og líftækniiðnaður gott dæmi þar sem tækniframfarir hafa leitt til þess að hráefni er nýtt til framleiðslu á dýrmætum afurðum. Vinna þarf áfram með markvissum hætti að öflugu starfsumhverfi fyrirtækja þar sem hvatt er til rannsókna og þróunar. Hafnarsvæði Reykjaneshafnar hefur alla burði til þess að skapa aðstöðu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Tækifærin sem felast í nálægð við alþjóðaflugvöll eru vannýtt og það er framtíðarsýn okkar að Helguvíkurhöfn verði miðstöð alþjóðlegrar flutningastarfsemi og tækifærin verði vel nýtt til framtíðaruppbyggingar á svæðinu. Hvergi verður slakað á umhverfis-
kröfum hjá fyrirtækjum sem starfa í bænum eða hyggjast hefja starfsemi í bænum. Heilsa íbúa bæjarins verður alltaf í forgangi þegar ný tækifæri verða metin. Atvinnurekstur, í hvaða formi sem er, getur ekki verið íþyngjandi fyrir íbúa. Við ætlum að tryggja að eftirlit sveitarstjórnar með leyfisskyldum framkvæmdum verði eflt í samræmi við ákvæði laga um mannvirki og ákvæði skipulagslaga ef við á. Við Sjálfstæðismenn erum framsýnt fólk og lítum á framtíðina sem tækifæri til að gera betur og komast lengra. Við ætlum að vinna saman að uppbyggingu á fjölbreyttu og framsæknu atvinnulífi, Reykjanesbæ til framdráttar. Hanna Björg Konráðsdóttir Skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Í GARÐI LAUST STARF Laus er til umsóknar 100% starf við Íþróttamiðstöð Garðs. Í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum. Umsækjandi þarf að geta hfið störf sem fyrst Umsóknarfrestur er til 17. maí.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a.: • Öryggisvarsla við sundlaug. • Klefavarsla • Afgreiðsla. • Þrif.
Týndu 3,8 kíló af plasti á klukkustund Nemendur í 6. bekk Grunnskóla Grindavíkur tóku á dögunum þátt í átakinu Hreinsum Ísland og kynntu sér í leiðinni áhrif plasts á umhverfið og hvað þau gætu gert til að minnka notkun á plasti. Þórunn Alda Gylfadóttir, kennari við Grunnskóla Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að þau hafi farið í gönguferðir með plastpoka og týnt í þá plast sem þau fundu í nágrenni skólans og þegar í skólann var komið, þá var ruslið vigtað en það voru 3,8 kg af plasti í pokunum eftir einn klukkutíma í tínslu. „Öðru hverju í vetur höfum við komið að þessu málefni með einum eða öðrum hætti og svo í vor þá tóku nemendur þátt í því að starta þessu átaki Hreinsum strandlengju Íslands og er ég mjög stolt af þessum krökkum og þeim hugmyndum sem þau komu með um að minnka notkun plasts eins og að nota ekki plastlok eða rör á veitingastöðum“, segir Þórunn Alda.
Hæfniskröfur: • Góð samskiptahæfni. • Reynsla af starfi með börnum og unglingum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Tölvukunnátta. • Tungumálakunnátta, íslenska og enska • Hreint sakarvottorð Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu eða til forstöðumanns sem veitir nánari upplýsingar í síma 894 6535 eða jon@ig.is Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
Fjölskyldufjör! Grillaðar pylsur! Töfrabrögð! Blöðrur og sleikjó fyrir krakkana! Fjölskyldufjör xB verður haldið í Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62 á laugardaginn kl. 14:00-16:00 Allir velkomnir!
Götukörfuboltaáskorun B-listinn í Reykjanesbæ hefur skorað á hin framboðin til bæjarstjórnar í götukörfubolta og þau hafa tekið áskoruninni! Holtaskólavellinum* Laugardaginn 12. maí kl. 11:00-13:00
Komdu og fylgstu með! *Ef veðrið verður ekki samvinnuþýtt verður mótið fært inn í íþróttahúsið við Sunnubraut.
www.vidgetum.is
20
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
Enski landsliðsþjálfarinn stýrði æfingabúðunum Keflavík Open
HEIÐARSKÓLI SIGRAÐI Í SKÓLAHREYSTI Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í síðustu viku í úrslitakeppninni sem fram fór í Laugardalshöll. Tólf skólar mættu til leiks en auk Heiðarskóla keppti Holtaskóli frá Reykjanesbæ og voru þau tvö lið frá Suðurnesjum. Heiðarskóli sigraði keppnina með 60 stigum, Laugalækjaskóli varð annar með 48,5 stig og Grunnskólinn á Hellu var með 47,5 stig. Frá árinu 2011 hafa skólar úr Reykja-
Keflavík Open æfingamótið í taekwondo var haldið í TM höllinni um helgina. Á hverju vori stendur taekwondo-deild Keflavíkur fyrir æfingabúðum og æfingamóti sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Í ár fékk deildin til sín einn af reyndust þjálfurum Evrópu, Stephen Jennings, aðalþjálfara enska landsliðins í taekwondo, til að stýra æfingabúðunum. Keflavík Open var gífurleg vel sótt í ár, alls tóku um 120 iðkendur þátt í æfingabúðunum og þar af var um 20 manna hópur frá Skotlandi sem kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í æfingabúðunum.
nesbæ verið ósigrandi að undanskildu síðasta ári en Holtaskóli hefur sigrað keppnina fimm sinnum frá upphafi og Heiðarskóli með, þessum sigri, þrisvar.
Ljósmyndir: Tryggvi Rúnarsson
Vinnum saman
Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stendur fyrir fjölskyldudegi, laugardaginn 12. maí milli kl. 15:00 og 17:00 við kosningaskrifstofu flokksins að Hafnargötu 15. Candy floss, hoppukastalar, andlitsmálning, Dýrin í Hálsaskógi, hestar, pylsur og gos. Hlökkum til að sjá ykkur. Vinnum saman og höfum gaman. Minnum líka á mæðradagskaffið sunnudaginn 13. maí milli kl. 15:00 og 17:00 á sama stað. Kaffi, kökur og kruðerí.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
21
Fer á fimleikastyrk til Bandaríkjanna, fyrst íslenskra kvenna
„Það eru forréttindi að fá þetta tækifæri“ - Lilja Björk hefur æft fimleika í sextán ár
Vonar að þetta opni tækifæri fyrir fleiri stelpur á Íslandi
Lilja flutti til Vestur Virginíu í desember 2013 en eftir að hún flutti hefur hún vitað af stelpum í Bandaríkjunum sem stefna á háskóla fimleika, henni fannst það spennandi og langaði sjálfri að stefna á þangað líka. Lilja er, eins og áður hefur komið fram fyrst íslenskra kvenna til að fara á skólastyrk til USA í fimleikum en áður hafa tveir íslenskir strákar komist á fimleikastyrk í skóla í Bandaríkjunum. „Þetta verður vonandi til þess að fleiri íslenskar fimleikastúlkur fá sama tækifæri og ég og það eru algjör forréttindi að fá þetta tækifæri. Það er flott umgjörð í kringum háskólaíþróttir í Bandaríkjunum og ég varð alveg heilluð þegar ég fór og heimsótti nokkra skóla og sá hversu vel er hugsað um íþróttafólkið.“
Allt til staðar fyrir íþróttamanninn
Lilja segir að það sé mikið lagt upp úr því að halda íþróttafólkinu heilbrigðu í háskólanum með alls kyns fyrirbyggjandi aðferðum eins og styrktarþjálfun, nuddi og að það sé allt til staðar fyrir það sem íþróttamaðurinn þarfnast. „Íþróttamenn fá líka sérstakt utanumhald hvað varðar námið, en það er forgangsatriði að maður standi sig vel í námi til þess að fá að keppa. Þegar ég fór í heimsókn, þá sagði ráðgjafinn við mig; „Við viljum að þú haldir áfram að vaxa sem fimleikakona og verðir betri, en aðalatriðið er samt að þú ert komin hingað til að mennta þig fyrir framtíðina.“
Grunnurinn er mikilvægur í fimleikum
Námið sem Lilja er að fara leggja stund á er fjögur ár og mun hún útskrifast með BA gráðu í lífeðlisfræðum að því loknu, síðan stefnir hún á læknisfræði. Lilja hefur æft fimleika síðan hún var um tveggja ára gömul eða í tæp sextán ár og hún segir að lykillinn að góðum árangri sé að leggja sig alltaf hundrað prósent
fram á æfingum. „Í fimleikum skiptir mjög miklu máli að vera með góðan grunn, styrk og liðleika svo að maður geti haldið alltaf áfram að bæta sig. Síðan skiptir miklu máli að borða hollt, fá góðan svefn, vera skipulagður og með hausinn á réttum stað.“
Mikilvægt að hlusta á líkamann
Lilja Björk hefur lent í ýmsum hindrunum á sínum fimleikaferli og hefur áttað sig á því í gegnum tíðina að það er mikilvægt að hlusta á líkamann sinn. „Ég hef lent í tveimur alvarlegum álagsmeiðslum, þar sem ég var ekki viss um að ég gæti haldið áfram í fimleikum. Haustið 2014 fór ég í aðgerð á olnboga þar sem setja þurfti gervibrjósk í staðinn fyrir mitt sem var í molum. Ég var þá í sex mánuði frá fimleikunum sem var erfitt sér í lagi þar sem ég var ekki viss hvort ég yrði nógu góð til að geta æft fimleika áfram, en ég náði mér að fullu og snéri tvíefld til baka.“ Tveimur árum síðar eða 2016 fór Lilja að finna fyrir verk í baki sem ágerðist og þurfti í kjölfarið af því að taka sér sex mánaða frí frá fimleikum „Það var gríðarlega erfitt en ég var með alveg frábæran lækni úti
VIÐTAL
Keflvíkingurinn Lilja Björk Ólafsdóttir er fyrst íslenskra fimleikastúlkna til að fá skólastyrk í Bandaríkjunum í gegnum fimleika. Lilja hefur æft fimleika í um sextán ár en vegurinn að skólastyrknum hefur ekki verið beinn og breiður og hafa ýmsar hindranir orðið á vegi hennar en hún hélt meðal annars á tímabili að hún gæti aldrei aftur æft fimleika. Lilja stefnir langt í íþróttinni og segir að það þurfi alltaf að leggja sig hundrað prósent fram til þess að ná árangri.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is
og sjúkraþjálfara sem hjálpuðu mér að komast til baka. Ég lærði ýmsar æfingar til að styrkja bakið og koma í veg fyrir fleiri meiðsli en þessi meiðsli kenndu mér að það skiptir gríðarlega miklu máli að hlusta á líkamann sinn.“
Er spennt fyrir komandi árum
Í byrjun september fer Lilja út til Seattle og segist hún vera afar spennt fyrir komandi árum en hún heimsótti skólann í janúar á þessu ári og henni lýst vel á borgina, skólann og stelpurnar sem eru í liðinu. „Þetta á samt alveg örugglega líka eftir að vera erfitt, að búa svona langt í burtu og vera í erfiðu námi með fimleikunum.“ Lilja stefnir á „Nationals“ í fimleikunum úti í Bandaríkjunum en það er úrslitamót þar sem aðeins þær bestu komast á. „Ég veit ekki hvort það verður mögulegt að koma heim og keppa á Íslandi þegar ég er byrjuð í skólanum, það kitlar auðvitað að eiga möguleika að keppa fyrir Íslands hönd en það verður bara að koma í ljós hvort það eigi einhverja samleið.“
22
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
„Mikilvægt fyrir okkur að fá sem flesta á völlinn“ „ÆTLUM OKKUR AÐ VERA Á TOPPI INKASSO-DEILDARINNAR“ „Stuðningur skiptir að sjálfsögðu miklu máli, bæði innan sem utan vallar,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu leikur í Inkasso-deild kvenna í sumar en á síðasta ári endaði liðið í fjórða sæti fyrstu deildarinnar. Liðið mætir ÍR í fyrsta leik sumarsins þann 10. maí en við fengum Gunnar Magnús, þjálfara liðsins til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur um sumarið, hópinn og markmið sumarsins.
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis Sandgerði í knattspyrnu, tók við liðinu í vetur en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og liðið leikur því í fyrsta sinn undir stjórn hans í sumar. Haraldur svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um knattspyrnusumarið, markmið Reynis og stuðninginn. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Undirbúningstímabilið hefur gengið vel, höfum æft vel bæði í Reykjaneshöllinni og Sporthúsinu ásamt að því að hafa spilað fullt af æfingarleikjum. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er mjög góð, erum með stóran hóp og marga góða leikmenn. Hvert er markmið sumarsins? Markmiðið er að fara upp um deild. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmannaglugginn lokar? Nei, við erum ekki að leita sérstaklega að fleiri leikmönnum en eins og öll lið að ef okkur býðst góður leikmaður þá skoðum við það hverju sinni.
Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Ég ætla ekki að nefna einhvern einn leikmann en það eru nokkrir ungir drengir sem hafa að mínu mati tekið þónokkrum framförum í sínum leik og ég bind vonir við að þeir eigi eftir að stíga ennþá frekar upp í sumar. Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Það eru sem betur fer nokkrir leiðtogar í hópnum en Rúnar Gissurason er fyrirliðinn okkar og hann er sterkur karakter sem gefur af sér bæði innan og utan vallar. Skiptir stuðningurinn máli? Stuðningurinn skiptir að sjálfsögðu máli og það er mikilvægt fyrir okkur
SPORTSPJALL
Hvernig er staðan á hópnum? Staðan er góð nú þegar stutt er í mót. Minniháttar meiðsl eins og gengur og gerist. Annars er mikil tilhlökkun innan leikmannahópsins að byrja tímabilið. Hvert er markmið sumarsins? Við erum með nokkur frammistöðumarkmið innan liðsins, en förum ekkert leynt með niðurstöðumarkmið sumarsins sem er að vera á toppi Inkasso-deildarinnar í lok tímabilsins. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmannaglugginn lokar? Nei, erum með stóran, samheldinn og góðan hóp sem við treystum til góðra verka. Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur
eða bindur miklar vonir við? Það er enginn einn leikmaður sem hefur sýnt framfarir umfram aðra. Stelpurnar hafa allar tekið skref upp á við, bæði í getu og í þroska. Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Við erum með nokkra öfluga leiðtoga í hópnum. Natasha, sem er fyrirliði liðsins, er frábær leiðtogi sem stelpurnar í liðinu bera mikla virðingu fyrir og hafa lært mikið af. Skiptir stuðningurinn máli? Stuðningur skiptir að sjálfsögðu miklu máli, bæði innan sem utan vallar. Við erum með ótrúlega öflugt kvennaráð og knattspyrnuráð sem hefur mikinn metnað fyrir kvennaboltanum í Keflavík. Í lok síðasta tímabils fékk liðið mjög öflugan stuðning frá Peppsquadkefbois sem gaf stelpunum auka kraft. Drengirnir mæta vonandi öflugir á leikina hjá stelpunum í sumar ásamt öðrum sönnum Keflvíkingum. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Styrkleiki liðsins er klárlega liðsheildin sem er með því betri sem ég hef kynnst á löngum þjálfaraferli. Frábær hópur þar sem allir liðsmenn eru jafn mikilvægir og gegna ákveðnum hlutverkum innan liðsins.
„Markmið okkar er að fara upp um deild,“ segir Haraldur Guðmundsson, þjálfari Reynis.
FÓTBOLTASAMANTEKT
PEPSI-DEILD KVENNA
Ljósmynd: Throttur.net
ÆTLAR AÐ NJÓTA ÞESS AÐ SPILA FÓTBOLTA Í SUMAR Marteinn Urbancic er leikmaður Þróttar Vogum í knattspyrnu en liðið komst upp í aðra deild í fyrra, Marteinn er spenntur fyrir Íslandsmótinu í sumar og uppáhaldsstaðurinn hans á Íslandi eru Suðurnesin. Við fengum Martein til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.
„Mikil samkeppni um margar stöður“ „Markmið okkar er að vera í efri hlutanum í þessari sterku deild,“ segir Guðjón Árni, þjálfari Víðis Knattspyrnuliðinu Víði Garði er spáð 9. sætinu í 2. deild karla í knattspyrnu en litlu munaði að þeir kæmust upp í Inkasso-deildina í fyrra. Þjálfari Víðis, Guðjón Árni Antoníusson, tók við liðinu á miðju síðasta tímabili en hann er fæddur og uppalinn í Garðinum. Guðjón svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um undirbúningstímabilið, leiðtoga liðsins og styrkleika. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Það hefur gengið upp og ofan, liðið hefur verið lengi að koma sér saman og úrslitin eftir því. En æfingarnar hafa gengið ágætlega fyrir sig. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er góð og allir er að verða klárir en það er mikil samkeppni um margar stöður. Hvert er markmið sumarsins? Markmiðið er klárlega að vera í efri hlutanum í þessari jöfnu deild. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmannaglugginn lokar? Erum ekki að leita en maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Annars eiga Sigurður Þorbjörn og Sveinn Ólafur eftir að skipta yfir.
Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Nei, eiginlega ekki, bind miklar vonir við alla mína leikmenn. Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Það eru nokkrir leiðtogar í hópnum en Björn Bergmann Vilhjálmsson er límið. Skiptir stuðningurinn máli? Að sjálfsögðu gerir hann það, það er mikill fótboltaáhugi í Garðinum og margir sem hafa skoðanir og láta sig félagið sitt varða. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Styrkleikinn okkar sem getur snúist upp í veikleika er liðsheildin og samheldnin.
Fullt nafn: Marteinn Urbancic. Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Þróttur Vogum. Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Veturinn 1998 með KR. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Agnar Kristinsson. Hvað er framundan? Íslandsmótið hefst 5. maí, mjög spenntur fyrir því. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Alltaf gaman að vinna bikara. Þeir tveir sem standa upp úr voru þegar ég varð bikarmeistari í 2. flokk með KR og svo Conference Champions í háskólaboltanum í Florida.
Hvað vitum við ekki um þig? Ég er að læra atvinnuflug hjá Keili. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi meira en aðrir og passa vel upp á mataræðið. Hver eru helstu markmið þín? Markmið fyrir sumarið er að njóta þess að spila fótbolta og leggja 100% á sig, þá nær maður árangri. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ég lenti í því á æfingu að rífast aðeins við samherja sem endaði með því að hann hljóp yfir allan völlinn og skallaði mig í andlitið. Þetta var mjög fyndið atvik og eina sem ég gat sagt var: „Varstu í alvöru að skalla mig í andlitið?“ Það grenjuðu allir úr hlátri á æfingunni. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfa samviskusamlega, ekki vera óþolinmóð og taka allri gagnrýni vel.
Uppáhalds ...
… leikari: Will Smith. … bíómynd: La Vita Est Belle. … bók: Allavega ekki bankabókin! … Alþingismaður: Áslaug Arna. … staður á Íslandi: Í augnablikinu eru það Suðurnesin.
að fá sem flesta á völlinn, finna fyrir því frá bæjarbúum að við höfum þeirra stuðning. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Styrkleikinn held ég að sé sæmileg reynsla í bland við unga leikmenn ásamt samheldni. Við erum með frekar stóran hóp af leikmönnum sem eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að Reynir fari upp um deild.
■■ Grindavík mætti Íslandsmeisturum Þór/KA síðastliðinn laugardag í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna. Leikurinn var rólegur framan af og skoraði Þór/KA eitt mark í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðu gestirnir hins vegar að bæta fjórum mörkum við og endaði leikurinn með 5-0 sigri Þór/KA.
INKASSO-DEILD KARLA
■■ Njarðvík tók á móti Þrótti Reykjavík síðastliðna helgi í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað og hafði hvorugt lið skorað mark í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik komst Njarðvík í 1-0 forystu með marki frá Neil Slooves á 59. mínútu. Þróttur jafnaði leikinn á 94. mínútu og lokatölur leiksins 1-1.
2. DEILD KARLA
■■ Þróttur Vogum lék gegn Huginn í fyrstu umferð 2. deildar karla síðastliðinn laugardag en Þróttur bauð upp á markaveislu í snjókomu og kulda. Lokatölur leiksins urðu 5-1 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu Örn Rúnar Magnússon, Brynjar Kristmundsson (2), Viktor Smári Segatta og Jordan Tyler. ■■ Víðir lék sinn fyrsta leik gegn Hetti Egilsstöðum í 2. deild karla. Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli og Víðir því kominn með eitt stig eftir fyrstu umferð mótsins.
Thelma Dís í liði ársins Thelma Dís Ágústdóttir, leikmaður Keflavíkur í körfu var valin í lið ársins í Domino’s-deild kvenna í körfu á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í Laugardalshöllinni í dag. Ásamt því að vera í liði ársins var Thelma einnig valin prúðasti leikmaðurinn. Þá fékk Ingvi Þór Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur Örlygssbikarinn, en þann bikar og tilnefningu hlýtur besti ungi leikmaðurinn í deildinni.
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.
23
Þetta snýst um að vinna Keflavík ❱❱ segir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga sem unnu slaka Keflvíkinga
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík. „Þetta snýst um að vinna Keflavík, það skiptir langmestu máli,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur eftir sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík en Grindvíkingar fóru heim með 2-0 sigur eftir leik liðanna í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í vikunni á Nettóvellinum. „Það var svolítill skjálfti í okkur í fyrri hálfleik enda spennustigið hátt en við vorum einfaldlega miklu beittari fram og við og kláruðum þessi færi sem við fengum,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var afar rólegur en bæði lið náðu að skapa sér nokkur færi sem lítið varð úr og leikar stóðu jafnir 0-0 í hálfleik. Á 57. mínútu dró til tíðinda þegar Grindvíkingar komust yfir með skallamarki frá Björn Berg Bryde eftir aukaspyrnu frá Gunnari Þorsteinssyni. Grindavík var ekki lengi að bæta öðru marki sínu við, Sam Hewson fékk sendingu út fyrir vítateig Keflavíkur á 62. mínútu og setti boltann í netið, staðan því orðin 0-2 fyrir gestina.
Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn að sigur Grindvíkinga hefði í raun og veru ekki verið í hættu og að gestirnir hafi skorað tvö mörk á stuttum tíma án þess að Keflavík hefði svör við því. Hann sagði einnig að það hafi verið sárt að tapa þessum leik á heimavelli, sérstaklega gegn grönnum sínum úr Grindavík. „Það er nóg eftir, við byggjum ofan á þetta og reynum að bæta okkur.“ „Liðið mitt var gott í dag og við þurftum virkilega á því að halda á móti góðum andstæðingum,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn en hann var ánægður með leikmenn sína eftir sigur á Keflavík á erfiðum útivelli.
Gunnar Þorsteinsson tók aukaspyrnu rétt utan vítateigslínu. Skot hans var ekkert sérstakt og endaði í fótum annars Grindvíkings, þaðan fór boltinn í þverslá og aftur út í teig þar sem Björn Berg kom aðvífandi og skallaði hann til baka í netið. VF-myndir Hilmar Bragi
SÖLUFULLTRÚI LEITUM AÐ STARFSMANNI Í FULLT STARF Í VERSLUN OKKAR Í REYKJANESBÆ
HVETJUM ÁHUGASAMA AF BÁÐUM KYNJUM TIL ÞESS AÐ SÆKJA UM RAFRÆNT Á WWW.TL.IS
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Var aĂ° fletta blaĂ°inu. Eru kosningar framundan?
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGL�SINGABLA�I� à SU�URNESJUM Krossmóa 4a, 4. hÌð, 260 ReykjanesbÌr
SĂmi: 421 0000
PĂłstur: vf@vf.is
AuglĂ˝singasĂmi: 421 0001 AfgreiĂ°slan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
LOKAORĂ?
Ă?búðaverĂ° hĂŚst Ă ReykjanesbĂŚ Ă?búðir Ă ReykjanesbĂŚ seldust aĂ° jafnaĂ°i 40% hĂŚrra verĂ°i en sem nemur fasteignamati 2018. Ăžetta kemur fram Ă mĂĄnaĂ°arskĂ˝rslu HĂşsnĂŚĂ°ismarkaĂ°arins hjĂĄ Ă?búðalĂĄnasjóði. Ă? hlutfalli viĂ° fasteignamat er ĂbúðaverĂ° einna hĂŚst Ă ReykjanesbĂŚ en undanfarin ĂĄratug hefur verĂ° Ă kaupsamningum um Ăbúðir hĂŠr ĂĄ landi aĂ° jafnaĂ°i veriĂ° um 17% yfir fasteignamati Ăžeirra.
Ă–RVAR Ăž. KRISTJĂ NSSON
GleĂ°ilegt vor Af hverju Ă andskotanum erum viĂ° Ă?slendingar meĂ° sumardaginn fyrsta Ă lok aprĂl? Ăžegar Ăžetta sumar okkar byrjar sjaldnast fyrr en eftir 17. jĂşnĂ votviĂ°riĂ°. Vor/sumarhretin okkar koma manni Þó sjaldnast ĂĄ Ăłvart en alltaf eru ĂžaĂ° sĂśmu vonbrigĂ°in Ăžegar snjĂłrinn fer aĂ° setjast ĂĄ grĂŚngult grasiĂ° og bĂśrnin okkar Ăžurfa aĂ° arka Ă skĂłlann Ă kraftgallanum, Ă sannkĂślluĂ°um sumarbyl. ĂžaĂ° kĂŚtast afar fĂĄir nema Þå helst Ăžeir aĂ°ilar sem eru aĂ° selja sĂłlarlandaferĂ°ir enda rjĂşka ÞÌr Ăşt eins og heitar lummur Ăžessa stundina. Meira aĂ° segja lĂśgreglan frestar ĂžvĂ og frestar aĂ° sekta Ăśkumenn fyrir notkun nagladekkja enda hjĂĄkĂĄtlegt aĂ° sekta einhvern um 20.000 kall ĂĄ dekk, Ăžegar ĂžaĂ° er hĂĄlka og snjóÞekja ĂĄ veginum. Hvar eru gróðurhĂşsaĂĄhrifin? Ăžau hafa a.m.k ekki nĂĄĂ° til Ă?slands! En ĂžaĂ° er óÞarfi aĂ° grĂĄta Ăžetta tĂĂ°arfar of mikiĂ° ĂžvĂ ekki er nema rĂŠtt rĂşmur mĂĄnuĂ°ur Ă alvĂśru sumartĂĂ° (9-11 grĂĄĂ°ur og rigningu), Ă millitĂĂ°inni er Þó margt aĂ° gerast sem ĂŚtti aĂ° kĂŚta fĂłlk ĂĄ meĂ°an ĂžaĂ° bĂĂ°ur eftir sumrinu. KnattspyrnuvertĂĂ°in er til dĂŚmis byrjuĂ°. ViĂ° ĂĄ SuĂ°urnesjunum eigum tvĂś flott liĂ° Ă efstu deild og afar frambĂŚrileg liĂ° Ă neĂ°ri deildunum. Hvet fĂłlk til Ăžess aĂ° fjĂślmenna ĂĄ vellina Ă sumar, klĂŚĂ°a sig bara vel, mjĂśg vel! Eurovision er svo Ă vikunni en viĂ° sendum aĂ° Ăžessu sinni lag sem er meira aĂ° segja verra en veĂ°urfariĂ° undanfarna daga en viĂ° grillum samt og dettum Ă ĂžaĂ° ĂĄ laugardaginn, hĂśldum bara meĂ° SvĂum, Ăžeir eru alltaf drullu seigir Ă Ăžessari keppni. Ă“ska samt Ara góðs gengis, flottur strĂĄkur meĂ° afleitt lag en hver veit, kannski kemur hann Ăśllum ĂĄ Ăłvart en lĂklegra er aĂ° ĂžaĂ° verĂ°i 22ja stiga hiti og sĂłl ĂĄ laugardaginn. Segi ĂžaĂ° sama og Ă fyrra, viĂ° nĂĄum ekki ĂĄrangri fyrr en viĂ° sendum Valdimar Ă keppnina. NĂş svo er aĂ° styttast Ă kosningar, ÞÌr eru reyndar ansi tĂĂ°ar hĂŠr ĂĄ landi en nĂş er kosiĂ° til sveitastjĂłrnar og ĂžaĂ° hĂśfum viĂ° ekki gert Ă fjĂśgur ĂĄr. KosningabarĂĄttan hefur veriĂ° ĂĄkaflega rĂłleg hingaĂ° til Ă ReykjanesbĂŚ og ekki sama „fĂştt“ og var Ă Ăžessu fyrir 4 ĂĄrum. TalsverĂ° endurnĂ˝jun hefur ĂĄtt sĂŠr staĂ° hjĂĄ sumum framboĂ°unum og aĂ° mĂnu mati hafa FramsĂłknar og SjĂĄlfstĂŚĂ°ismenn ĂĄsamt PĂrĂśtum veriĂ° sĂ˝nilegustu framboĂ°in til Ăžessa. BarĂĄttan ĂŚtti Þó aĂ° harĂ°na ĂĄ nĂŚstu vikum og nĂş sĂĂ°astir til Ăžess aĂ° bĂŚtast Ă hĂłpinn voru MiĂ°flokkurinn, alveg ĂĄgĂŚtisfĂłlk Ăžar ĂĄ ferĂ°. VĂśfflur, grillmeti, mjÜður og alls kyns veitingar mĂĄ svo nĂĄlgast ĂĄ kosningarskrifstofum flokkanna Ă Ăžessum maĂmĂĄnuĂ°i og hvet ĂŠg fĂłlk til Ăžess aĂ° fjĂślmenna, helst ĂĄ alla staĂ°ina og drekka (Ă bĂłkstaflegri merkingu) Ă sig stemminguna. Ă? nĂĄgranna sveitarfĂŠlĂśgunum er Ăžetta einnig ĂĄ rĂłlegu nĂłtunum, sameinaĂ°ir GarĂ°smenn & SandgerĂ°ingar Ăžurfa reyndar aĂ° kjĂłsa fyrst um nafn ĂĄ nĂ˝ja sveitarfĂŠlagiĂ° – finn talsvert til meĂ° ykkur sem ĂžurfiĂ° aĂ° velja Ăşr Ăžessum kostum sem eru Ă boĂ°i, ĂŚtla aĂ° spĂĄ yfir 50% auĂ°um seĂ°lum. Annars finnst mĂŠr Ăžetta nĂ˝ja sveitarfĂŠlag eigi auĂ°vitaĂ° aĂ° heita eftir einni ĂĄstsĂŚlustu sĂśngkonu SandgerĂ°inga, Leoncieville. GleĂ°ilegt sumar!
HjĂĄlmar, Ă rni og Brynjar eftir aĂ° samningurinn hafĂ°i veriĂ° undirritaĂ°ur.
Bjart framundan hjĂĄ Keili Undirritun samkomlags um kaup ĂĄ skĂłlahĂşsnĂŚĂ°i Keilis Ă 11 ĂĄra afmĂŚlisdegi Keilis, Ăžann 4. maĂ, var undirritaĂ° samkomulag milli Keilis og ĂžrĂłunarfĂŠlags KeflavĂkurflugvallar (Kadeco) vegna kaupa ĂĄ aĂ°albyggingu skĂłlans ĂĄ Ă sbrĂş Ă ReykjanesbĂŚ. MeĂ° samkomulaginu hefur tekist aĂ° eyĂ°a Ăłvissu sem varaĂ° hefur Ă tĂu ĂĄr. „ViĂ° erum himinlifandi,“ sagĂ°i Ă rni SigfĂşsson, stjĂłrnarformaĂ°ur Keilis viĂ° undirritun samkomulagsins. „Ég vil sĂŠrstaklega Ăžakka Georg Brynjarssyni, stjĂłrnarformanni Kadeco, fyrir vasklega framgĂśngu Ă aĂ° finna ĂĄsĂŚttanlega lausn ĂĄ Ăžessu mikilvĂŚga mĂĄli.“
HjĂĄlmar Ă rnason, framkvĂŚmdastjĂłri Keilis, tekur undir meĂ° stjĂłrnarfomanninum og telur bjart framundan. „FjĂĄrhagsstaĂ°a okkar hefur veriĂ° tryggĂ° til framtĂĂ°ar og skapar okkur sĂłknarfĂŚri ĂĄ Ăśllum sviĂ°um. EiginfjĂĄrhlutfall Keilis er nĂş um 28% sem hlĂ˝tur aĂ° teljast viĂ°unandi. AĂ°sĂłkn aĂ° skĂłlanum er mjĂśg góð og hugmyndir uppi um Ă˝msar nĂ˝jar nĂĄmsleiĂ°ir. Samkomulag Keilis og Kadeco er lĂklega besti glaĂ°ningur sem hĂŚgt var aĂ° fĂĄ ĂĄ afmĂŚlisdegi okkar og ĂžaĂ° er ĂžvĂ sannarlega bjart framundan hjĂĄ Keili.“
FerĂ°amaĂ°ur hreiĂ°raĂ°i um sig Ă torfkofa LĂśgreglan ĂĄ SuĂ°urnesjum hafĂ°i nĂ˝veriĂ° afskipti af erlendum ferĂ°amanni sem var bĂşinn aĂ° hreiĂ°ra um sig Ă gĂśmlum torfkofa viĂ° rĂşstir gĂśmlu byggĂ°arinnar Ă HĂłpsnesi. Ăžar hafĂ°i hann komiĂ° fyrir pjĂśnkum sĂnum sem samanstóðu af svefnpoka og bakpoka. MaĂ°urinn kvaĂ°st vera bĂşinn aĂ° dvelja hĂŠr ĂĄ landi Ă um ĂžrjĂĄ mĂĄnuĂ°i og sagĂ°ist ekki hafa efni ĂĄ Üðrum gististaĂ°. Honum var vinsamlegast bent ĂĄ aĂ° hann gĂŚti ekki hafst viĂ° Ă kofanum og Ăžyrfti aĂ° gera eitthvaĂ° Ă sĂnum mĂĄlum. LĂśgregla mun fylgjast meĂ° ĂžvĂ aĂ° maĂ°urinn fari aĂ° fyrirmĂŚlum og yfirgefi torfkofann.
SAGA MYSTERY BOY EinlÌgt viðtal við Småra Guðmundsson sem er å leið à Þjóðleikhúsið
s w e r d n A g AtvinnulĂfiĂ° o hershĂśfĂ°ingi og auĂ°vitaĂ° Ă rnafrĂŠttir à ÞÌtti vikunnar
Lumar Þú å åbendingu um åhugavert efni?
 Â? Â?Â?Â?    Â?  Â€  Â?‚€ Â
SuĂ°urnesjamagasĂn fimmtudagskvĂśld kl. 20:00 ĂĄ Hringbraut og vf.is
Viltu auglĂ˝sa à ÞÌttinum? HafĂ°u samband viĂ° auglĂ˝singadeild Ă sĂma 421 0001