Víkurfréttir 19. tbl. 39. árg.

Page 1

ALGALÍF LEIÐANDI Í HEIMINUM Í RÆKTUN Á ÖRÞÖRUNGUM

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

SJÁ SÍÐU 6

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Veðurbarðar!

Veðurguðirnir hafa ekki verið okkur hliðhollir síðustu daga. Fótboltasumarið er hafið en vetrarlegir fyrstu dagar maímánaðar hafa bitið. Þessi mynd er tekin á Njarðvíkurvelli þar sem áttust við Njarðvík og Þróttur R í Inkasso-deildinni sl. laugardag. Undir lok fyrri hálfleiks gerði myndarlegt haglél og þá dugði ekkert annað en að dúða sig enn betur eða snúa baki við óveðrinu. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Er ferðaþjónustan sem bjargaði Suðurnesjum of einsleit? Ný skýrsla KPMG skoðar þróun atvinnulífs á svæðinu til ársins 2040:

Fjórði hver vinnur á Keflavíkurflugvelli Í nýrri skýrslu KPMG eru skoðaðir fjórir möguleikar sem Suðurnesin standi hugsanlega frammi fyrir árið 2040 í þróun atvinnulífsins. Bent er á hvernig ferðaþjónustan og þjónusta við flugstarfsemi hafi bjargað svæðinu og viðsnúningur orðið eftir árið 2010 í kjölfar mikilla erfiðleika eftir efnahagshrun og brotthvarf Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kostir og gallar eru dregnir fram í sviðsljósið. Ljóst er að Suðurnesin með Keflavíkurflugvöll hafa gríðarlega framtíðar möguleika og svæðið er nú orðið eitt helsta vaxtasvæði landsins en starfsemin er nokkuð einsleit og burðarásarnir eru í grunninn tvö íslensk flugfélög. Miklar breytingar í starfsemi þeirra gæti haft mikil áhrif á gang mála á Suðurnesjum og landsins alls en um fjórðungur Suðurnesjamanna starfa við ferðaþjónustu eða starfsemi tengda henni. Suðurnesin standa undir nafni að vera eitt atvinnusvæði því um 80% íbúa á svæðinu sækja atvinnu innan þess. Þá starfar rúmlega

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

fimmtungur Suðurnesjamanna á Keflavíkurflugvelli eða 22% en 39% starfar í Reykjanesbæ. 14% Suðurnesjamanna starfar á höfuðborgarsvæðinu. Í nýrri skýrslu KPMG eru dregnar upp fjórar sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum árið 2040 og því velt upp hvort ferðaþjónustan verði áfram burðarás í atvinnulífi Suðurnesja næstu áratugina eða hvort þróunin muni breytast. Eru innviðir og samfélagið á Suðurnesjum búið undir það ef fjöldi farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll verður 88 milljónir árið 2040? Verða íbúar á Suðurnesjum þá orðnir 50 þúsund talsins og verður meirihluti þeirra af erlendu bergi brotin? Hvernig kemur flugborgin (e. Aeropolis) við Keflavíkurflugvöll til með að líta út og verða Suðurnesin miðstöð vöruflutninga á norðurslóðum? Í skýrslu KPMG sem unnin er fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Kadedo - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Isavia eru settar fram fjórar sviðsmyndir

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

SAMLOKUR & SALÖT

RJÚKANDI HEITT KAFFI

BAKAÐ Á STAÐNUM

MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN

NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI

KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA

sem hugsanlega blasi við árið 2040. Reynt er að finna svör við þessum spurningum sem og öðrum er snúa að þróun atvinnulífs á Suðurnesjum til framtíðar. Ljóst er að ferðaþjónusta og starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun hafa mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum næstu ár og jafnvel áratugi. Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum mun að öllum líkindum ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga. Einnig mun skipta máli hvort áhersla verði lögð á virðisaukandi framleiðslu og þjónustu eða á magn og fjölda. „Starfsemin sem drifið hefur hagkerfið áfram á Suðurnesjum er nokkuð einsleit. Við þurfum að fjölga eggjunum í körfunni, auka t.d. við nýsköpun og fleira. Það er nauðsynlegt að vakta svæðið og þessi skýrsla er gott veganesti fyrir okkur,“ sagði Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nánar um sviðsmyndirnar á síðu 2.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.