Víkurfréttir 21. tbl. 39. árg.

Page 1

20-21

Smári bjó til

Opnunartími

Mystery Boy

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

til að losna við kvíða

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Dýrin í Hálsaskógi lífga upp á mannlífið Það hefur ekki viðrað vel í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maímánuði. Þessi mynd var þó tekin á einni kosningasamkomu í Reykjanesbæ nýlega en þarna voru félagar í Leikfélagi Keflavíkur að með létta spretti úr Dýrunum úr Hálsaskógi. Á miðvikudagskvöld

var haldinn sameiginlegur framboðsfundur í Hljómahöll í Reykjanesbæ þar sem framboðin í Reykjanesbæ komu fram og svöruðu spurningum. Víkurfréttir sýndu frá fundinum í beinni útsendingu á Facebook-síðu VF og hægt er að nálgast upptökuna þar og á vf.is.

Heiðarbyggð valin með 6,5% atkvæða

Dósasel á tvöföldum hraða „Við fengum nýja vél sem flokkar núna í apríl og það er allt annað líf, bæði fyrir okkur og kúnnana,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir, annar forstöðumanna Dósasels sem rekið er af Þroskahjálp á Suðurnesjum. Nánar er fjallað um Dósasel á síðu 10 í blaðinu í dag. Á myndinni eru hressir starfsmenn Dósaels.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

SAMLOKUR & SALÖT

RJÚKANDI HEITT KAFFI

BAKAÐ Á STAÐNUM

MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN

NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI

KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA

Nafnið Heiðarbyggð varð fyrir valinu á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Kosið var á milli nafnanna Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Dræm þátttaka var í kosningunni sem var rafræn. Suðurbyggð fékk 100 atkvæði, Heiðarbyggð 174 og 224 skiluðu auðu. Alls greiddu 500 atkvæði en á kjörskrá eru 2692. Það voru því 6,5% íbúa sem völdu nafnið Heiðarbyggð í kosningunni, sem er aðeins ráðgefandi fyrir nýja bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 24. maí 2018 // 20. tbl. // 39. árg.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

PÁLL KETILSSON

Hvað ætla ég að kjósa? RITSTJÓRNARPISTILL

Enn einu sinni göngum við til kosninga en nú eru það bæjar- og sveitarstjórnarmálin. Allmikil umræða hefur verið um mikil rólegheit í aðdragandanum. Það er vissulega hægt að taka undir það en spennan er engu að síður mikil í öllum bæjum á Suðurnesjum. Í „höfuðborg“ Suðurnesja, Reykjanesbæ, eru nokkur mál sem hafa verið á oddinum, s.s. heilbrigðismálin og Helguvík að ógleymdum fjármálum bæjarins. Allir vilja betri þjónustu á HSS og flestum er sama þó svo starfsemi kísilvera verði ekki í víkinni góðu sem nú skartar hálfbyggðri álversbyggingu sem kostaði nærri 20 milljarða og svo eru nokkrir milljarðar horfnir út í veður og vind í kísilveri United Silicon, sem nú er stopp og óvíst hvort rekstur verði þar áfram. Það er vissulega skrýtið þegar allir voru sammála því að fá hingað álver sem myndi skaffa 400-500 vel launuð og störf og nokkur hundruð störf áttu líka að fylgja tveimur kísilverum, sem allir samþykktu líka. Þessar verksmiðjur áttu auðvitað líka að laga fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. Nú er öllum bæjarfulltrúum og bæjarbúum sama og vilja ekki meir. Enda hafa skapast mörg hundruð störf frá ferðaþjónustunni undanfarin ár og því er spáð að allt til ársins 2030 verði til nokkur hundruð störf árlega, eða um það bil jafn

mörg og eitt álver átti að skaffa. Þannig að það er ekki að furða að öllum sé sama um mengandi stóriðju. En það skiptir máli að hafa fjölbreytni og hana þarf að auka og styrkja þó hún þurfi ekki að vera á sviði mengandi stóriðju. Það má ekki gleyma því. Hins vegar segja allar spár að ferðaþjónustan verði í algjöru burðarhlutverki í atvinnulífi Íslendinga á næstu misserum. Núverandi meirihluti Reykjanesbæjar hefur verið bundinn í báða skó frá árinu 2014 í aðlögunaráætlun sem fékk nafnið „Sóknin“ sem er þannig lagað nauðvörn. Þannig hefur reksturinn verið en staðan hefur þó lagast mikið samfara mikilli fjölgun bæjarbúa og litlu sem engu atvinnuleysi. Framboðin átta eru enda ekki að tala um reksturinn og virðast vera sammála þeirri Sóknar-stefnu núverandi meirihluta sem nú leggur vinnu sína undir íbúana. Það verður án ef mikil spenna í loftinu á kjördag, næsta laugardag þegar fyrstu tölur koma. Engar kannanir hafa þegar þetta er skrifað, komið fram og

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

því óvissa í loftinu. Kosningabaráttan hefur verið á góðum nótum, ólíkt því sem var síðast. Þá klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og það sem upp á vantaði í atkvæðum í niðurstöðunum 2014, til að halda meirihlutanum fjórða kjörtímabilið í röð, fór með klofningnum. Í framhaldinu varð til nýr meirihluti sem réð bæjarstjóra ekki úr röðum framboðanna. Flestir eru sammála um að hann hafi staðið sig vel og því nokkuð líklegt að hann verði beðinn um að sitja áfram. Í tölublaði VF í þessari viku eru stutt viðtöl við oddvita framboða allra sveitarfélaga utan Reykjanesbæjar en þau voru í síðustu viku og þar er verið að berjast á öllum stöðum fyrir betri þjónustu í skólamálum, málefnum aldraðra og umhverfismálum. Það eru stór tíðindi í Sandgerði og Garði þar sem kosið er í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi. Nafnið hefur verið stærsta málið í þeim undirbúningi en hvort ný bæjarstjórn samþykki Heiðarbygg er ekki

Krakkakosningar á leikskólanum Laut

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

VF.IS AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

vitað því mikil óánægja virðist vera með það og þátttaka í nafnakosningunni lítil. Það verður hins vegar áhugavert að sjá hvernig nýtt sveitarfélag sem sumir telja með réttu hið eina og sanna Suðurnes. Enn aðrir benda á að nafnið á ekki að vera stórmál því það liggur í loftinu að nýja sameinaða sveitarfélagið mun sameinast öðrum á næstu árum. Fleiri framboð eru í Grindavík en áður, sex talsins og berjast um sjö sæti bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn og Grindavíkurlistinn skipa meirihlutann en nú má eiga von á harðari baráttu með fleiri framboðum. Þar vill fólk sjá betri þjónustu í leikskólamálum, málefnum aldraðra og fá ríkið til að gera nauðsynlegar vegabætur á Grindavíkurvegi, svo helstu málin séu nefnd. Í Vogunum eru þrjú framboð en þar býr samkvæmt nýlegri könnun hamingjusamasta fólkið. Þar er framundan mikil íbúafjölgun en þar þarf líka að gera betur í að styrkja innviði til að mæta henni. Svo er spurning hvað gerist nú þegar verulega fleiri eru komnir með kosningarétt en árið 2014. Hvernig verður kosningaþátttakan? Það mun skipta miklu máli. Alla vega endum við þennan pistil á því að hvetja fólk til að nýta sér þennan rétt. Kjósum!

Leikskólinn Laut í Grindavík ákvað að efna til kosninga í vikunni en sveitarstjórnarkosningar nálgast. Krakkarnir á Laut voru þó ekki að kjósa um flokka eða um það hver kæmist í bæjarstjórn, þau kusu um sinn uppáhaldsmat. Prófkjör fór fram fyrir lokakosninguna og hvert og eitt barn fékk að segja frá sínum uppá-

haldsmat eða -rétti, niðurstöður voru síðan teknar saman og þeir þrír til fimm réttir sem fengu flest atkvæði á hverri heimastofu lentu á kjörseðlunum en þeir voru myndrænir. Hver heimastofa útbjó síðan sinn kjörkassa og í sumum stofum voru kjörklefar. Þegar allir voru búnir að kjósa voru atkvæði talin en þau voru sett myndrænt á blað í stöplariti og þannig var hægt að sjá hvaða réttur fékk flest atkvæði. Engin heimastofa á Laut var með sömu niðurstöðurnar en Hlíð kaus pítu, Hagi pylsu, Eyri hamborgara, Múli grjónagraut og Garðhús pítsu. Þegar niðurstöður kosningarinnar komu í ljós var farið með þær í eldhúsið og munu þessir réttir vera í matinn á Laut í maí og júní. Á Facebbok-síðu Lautar segir að með þessu geti þau með sanni sagt að þau séu að vinna í aðalnámskrá leikskóla sem og námskrá Lautar, þar sem að einn grunnþáttur menntunar sé einmitt lýðræði og mannréttindi.

Trampolín fauk á tvo bíla og skemmdi þá Eitt þeirra mörgu trampolína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Lögreglan á Suðurnesjum hafði á tímabili í nógu að snúast við að hefta för þessara fljúgandi muna og koma þeim tryggilega fyrir svo ekki hlytust frekari óhöpp af þeirra völdum.

Bílvelta á Suðurstrandarvegi Bílvelta varð á Suðurstrandarvegi um 14 kílómetra austur af Grindavík um helgina. Tvennt var í bifreiðinni og voru þau flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Um var að ræða erlenda ferðamenn og munu meiðsl þeirra ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Fleiri umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina en þau voru öll minni háttar og ekki urðu slys á fólki.

Viltu vinna miða fyrir tvo á Harlem Globetrotters? Víkurfréttir ætla að gefa miða á körfuboltasnillingana Harlem Globetrotters en liðið er væntanlegt til Reykjanesbæjar. Sýning liðsins fer fram þann 30. maí kl. 19:00 í TM höllinni. Til að eiga möguleika á að vinna miða á sýninguna þarftu að fylgja Víkurfréttum á Instagram, setja hjarta við myndina af liðsmönnum Harlem Globetrotters og merkja vin sem þú vilt taka með þér.

- Leikurinn fer í loftið á næstu dögum, fylgstu með á Instagram.

Stálu sjö rúmum og tveimur ísskápum Innbrot í bílskúr í Keflavík var nýverið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Þaðan hafði verið stolið sjö rúmum, tveimur ísskápum og þrem skápum. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu komist inn í bílskúrinn með því að brjóta sér leið í gegnum hurð á honum. Lögregla rannsakar málið.


Vinnum saman

Reynsla og þekking Kæri bæjarbúi. Reykjanesbær er sá bær sem vex hvað hraðast á landsvísu. Hér er spáð fordæmalausri fjölgun íbúa og starfa á næstu árum með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn og innviði sveitarfélagsins. Tekjur hafa aukist verulega með bættu atvinnuástandi sem aðallega má rekja til ferðaþjónustu og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli og þeirra innviða sem þegar voru til staðar í upphafi kjörtímabilsins. Við stöndum frammi fyrir risastóru verkefni og það verður jákvæð áskorun fyrir sveitarfélagið að mæta þessari fólksfjölgun, tryggja innviðauppbyggingu en að sama skapi reka sveitarfélagið á skynsamlegan hátt. Ég bý yfir mikilli reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu og vil nýta hana Reykjanesbæ til framdráttar á þessum spennandi tímum. Sem formaður Samtaka verslunar og þjónustu og framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi til 17 ára tel ég skipta sköpum að útfæra þessa hluti rétt bæjarbúum öllum til hagsbóta. Í störfum mínum hef ég unnið með ólíkum hópum og leiddi t.d. vinnu þar sem Deloitte var sameinað úr fjórum mismunandi fyrirtækjum. Við vitum að fjárveitingar til stofnana ríkisins á svæðinu hafa ekki fylgt miklum vexti. Ég er sannfærð um að ef við vinnum saman að forgangsröðun verkefna og skýrum áherslum getum við leiðrétt það

Ég óska því eftir stuðningi þínum til þess að leiða næstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar til móts við nýja tíma og leggja grunninn að velsæld til framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf að setja x við D á laugardaginn.

og náð kröfum okkar í gegn. Vinnum saman, Ég er þess fullviss að með hagsýni og skynsemi sé hægt að koma bænum á frábæran stað sem fyrirmyndar

Margrét Sanders

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

sveitarfélag á Íslandi í ráðdeild og fagmennsku.

Minnum á kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins á Réttinum að Hafnargötu 90 milli kl. 14:00 og 17:00 á kjördag. Bendum á næg bílastæði í portinu að aftan.


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Grindavíkurbær

Viljum fjölga leikskólaplássum Sigurður Óli, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík. Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar?

Ætlum að standa við gefin kosningaloforð eins og á síðasta kjörtímabili Hjálmar Hallgrímsson oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Daggæslumál: Leysa þarf vanda þeirra foreldra sem þurfa daggæslu fyrir börn sín en fá ekki. Grindavíkurbær festi nýlega kaup á húsnæði á besta stað í bænum til þess að geta sinnt þessari þjónustu. Hluti af vandamálinu er einnig að ekki fæst fólk til þess að sinna daggæslu í sveitarfélaginu eins og víða annars staðar. Í leikskólamálum viljum við horfa til framtíðar og byggja fyrsta áfanga nýs leikskóla í Hópshverfi. Þrýsta þarf á stjórnvöld til þess að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla/daggæslu með því að lengja fæðingarorlof úr níu í tólf mánuði. Grindavíkurvegur: Halda þarf áfram að þrýsta á ríkið að klára 2+1 breytingar á Grindavíkurvegi. Í forgangi þarf að vera vegarkaflinn á milli Bláa lónsins og Reykjanesbrautar en þar er mjög brýnt að aðskilja akstursleiðir. 500 milljónir hafa fengist í verkefnið en miðað við kostnaðaráætlanir þarf talsvert meira fé til svo að vegurinn verði öruggari vegfarendum.

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Félagsaðstaða fyrir eldri borgara á svæðinu við Víðihlíð.: Við viljum reisa 300 til 400 fermetra félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Grindavík. Sú aðstaða verði byggð austan við Víðhlíð. Að Grindavíkurbær auglýsi eftir áhugasömum verktökum um að reisa 3 til 4 fjölbýlishús sem tengjast hinni nýju félagsaðstöðu. Þær íbúðir eru hugsaðar til sölu á frjálsum markaði en Grindavíkurbær kostar félagsaðstöðuna. Húsnæðisáætlun og fl.: Við viljum leita eftir samstarfsaðilum við að byggja leiguhúsnæði í Grindavík án hagnaðarsjónarmiða. Við viljum fá ljósleiðara í öll hús og tryggja nægt framboð lóða fyrir íbúðir og þá sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Þetta ásamt málefnum fatlaðra, heilsugæslumál , tekin skýr stefna í umhverfis- og ferðaþjónustumálum með ráðningu ferðamálafulltrúa og að Grindavík verði áfram leiðandi sem íþróttabær og svo fr.

Vilja fimm ára í grunnskóla til að létta á leikskólunum Kristín María Birgisdóttir, oddviti G- lista Grindvíkinga Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Dagvistunarmál, leikskóla og skólamál, húsnæðismál og málefni eldri íbúa myndi ég telja að væri helstu málin. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Dagvistunar- og húsnæðismálin hafa brunnið mikið á fólki. Við í G-listanum erum með lausnir og leiðir til að bregðast við því í okkar stefnuskrá. Hvað varðar dagvistunarmálin þá er óhætt að segja að Grindavíkurbær hafi gengið hvað lengst í að reyna að laða dagforeldra til starfa. Nú síðast með kaupum á húsi undir starfsemina. Komumst við í bæjarstjórn ætlum við að setja fullan kraft í að þrýsta á ríkið að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Samhliða þeirri vinnu ætlum við að stækka Hópsskóla og kanna möguleikann á að taka þar inn 5 ára deild. Þannig tappast af þeim leikskólum sem fyrir eru svo hægt verði að taka börn inn 12 mánaða án þess að ráðast í byggingu nýs leikskóla, sem er ekki tímabært í bráð að okkar mati. Svo er það verðugt verkefni sveitarfélaga að vinna að því

að bæta starfsumhverfi og kjör, bæði leik- og grunnskólakennara því það stefnir í að í framtíðinni sækist fólk ekki eftir því að fagmennta sig á þessum sviðum. Það er verulegt áhyggjuefni. Hvað varðar húsnæðismálin þá erum við með lausn þar sem felst í því að stuðla að byggingu ódýrra leiguíbúða. Þar höfum við helst í huga þá tekjulægri í sveitarfélaginu. Hugmynd okkar gengur út á það að bæði ríki og sveitarfélag leggi til fjármagn í verkefnið sem stofnframlag. Áætlað er að heildarhlutur ríkis og sveitarfélags séu á bilinu 30-34% en það fer eftir húsnæðisþörfinni í Grindavík. Það hlutfall sem eftir stendur mun síðan heyra undir þá sjálfseignarstofnun sem tekur þátt í verkefninu og er rekin án hagnaðarmarkmiða. Hugmynd okkar í G-listanum er að byrja á byggingu 10 íbúða sem væru 85 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum. Greiðslubyrgði fer aldrei yfir 25% af heildartekjum leigjanda að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Við í G-listanum viljum að Grindavíkurbær kaupi tvær af þessum íbúðum og noti í félagsþjónustuna.

Stærstu kosningarmálin eru húsnæðisvandi leik og grunnskóla. Ráðast þarf í löngu tímabæra stækkun Hópsskóla og heilsuleikskólans Króks, líkt og starfshópur lagði til árið 2016. Einnig þarf að taka á þeim vanda fólks sem getur ekki keypt sitt eigið húsnæði og hefur engan stað til að búa á.

Helstu málefni Framsóknarflokksins í Grindavík eru að; Fjölga leikskólaplássum svo leikskólar taki við börnum frá 12 mánaða aldri. Stofna húsnæðissjálfseignarstofnun er byggir almennar leiguíbúðir í Grindavík. Ráða atvinnu og ferðamálafulltrúa, stækka Hópsskóla, semja við ríkið yfirtöku á rekstri Víðihlíðar og heilsugæslunnar og skilvirkari stjórnsýsla

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni?

Munum setja málefni eldri borgara í forgang Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Það eru málefni eldri borgara og dagvistunarmálin sem brenna hvað heitast á bæjarbúum. Fráfarandi meirihluti bæjarstjórnar bætti við sex íbúðum fyrir eldri borgara á tímabilinu en þörfin er töluvert meiri og mun bara aukast á komandi árum. Varðandi dagvistunarmálin þá hefur verið erfitt að koma ungum börnum að í dagvistun þar sem fáir dagforeldrar hafa fengist til að sinna því starfi. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Við í Miðflokknum munum setja málefni eldri borgara í forgang og ber þá helst að nefna fjölgun íbúða við Víðihlíð og koma upp félagsaðstöðu sem rúmar starfsemi þeirra. Einnig þarf að endurskoða húsaleigumál, fasteignagjaldaviðmið, garðslátt á sumrin, heimaþjónustu og mögulega hreystigarða á einhverjum af þeim opnu svæðum sem við höfum víða um bæinn okkar. Við ætlum að fjölga leikskólarýmum þannig að við getum

tekið inn börn frá 12 mánaða aldri og einnig munum við beita stjórnvöld þrýstingi á að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Við ætlum að fjölga félagslegum húsnæðum og einnig ætlum við að tryggja aukið framboð af lóðum fyrir húsnæði undir 100fm með stýringu á lóðarúthlutunum. Gera þarf miklar endurbætur á sundlaug okkar og klára aðstöðuna við Hópið sem er enn ófrágengið frá því það var byggt. Ráðast þarf í stækkun á Hópsskóla þar sem farið er að þrengja að í skólunum. Við ætlum að endurskoða ýmsa verkferla og boðleiðir hjá stjórnsýslunni og við ætlum að virkja Kvikuna með ráðningu á ferðamálafulltrúa. Það er af nógu að taka í ört vaxandi bæjarfélagi eins og Grindavík því er mikilvægt að beita skynsemishyggju og hafa forgangsröðina rétta.

Munum ekki taka þátt í óábyrgri loforða pólitík í þessari kosningabaráttu Páll Valur Björnsson, oddviti Samfylkingarinnar í Grindavík Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Stærstu málin hér eru dagvistunarmál og þá helst þau að brúa bilið frá fæðingarorlofi og fram að hefðbundnum leikskóla. Húsnæðismál eru síðan mál sem brenna mjög á íbúum enda er þörf á átaki í því að tryggja öllum varanlegt og fullnægjandi húsnæði. Síðan eru samgöngumálin mjög áberandi í þessari kosningabaráttu að gefnu tilefni. Velferðar og skólamál eru síðan málefni sem eru stór í okkar huga en fá því miður ekki mikið vægi vegna þeirra mála sem á undan er getið. Annars eru allir málflokkar sem viðkoma daglegu lífi bæjarbúa allt frá dagvistunarmálum og upp í það að tryggja eldri borgurum okkar áhyggjulaust ævikvöld undir í sveitarstjórnarkosningum á hverjum tíma. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Við í Samfylkingunni munum ekki taka þátt í óábyrgri loforða pólitík í þessari kosningabaráttu en viljum marka

nýja og raunhæfa stefnu til framtíðar fyrir okkar góða bæ. Metnaðarfulla stefnu á öllum sviðum sem er unnin í góðri sátt við íbúa sem og stjórnendur og sérfræðinga. Það sem við leggjum helst áherslu á og viljum er: Bæ sem er framúrskarandi fyrir börn og barnafjölskyldur - Brúa bilið og tryggja faglega þjónustu fyrir börn og barnafjölskyldur um leið og fæðingarorlofi lýkur - Menntastofnanir í fremstu röð - Aukið fjármagn til forvarnarmála með áherslu á geðheilsu og vellíðan ungs fólks - Öflugt atvinnulíf með áherslu á nýsköpun - Langtímaáætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja - Framtíðarstefnumótun á sviði ferðamála - Tryggja eldri borgurum örugga félagsaðstöðu

Það vantar framtíðarsýn og lausnir til lengri tíma Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Stærstu kosningarmálin í Grindavík fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar eru nokkur. Daggæslu og leikskóla málin brenna mikið á fólki þar sem þessi þjónusta annar ekki eftirspurn. Málefni eldri borgara, þar má nefna húsnæði og félagsaðstaða sem er ábótavant. Einnig er löngu orðið tímabært að ákveða framtíð Kvikunnar og er ánægjulegt að sjá það mál á stefnuskrá allra flokka. Það sem einkennir samt öll mál er að það vantar framtíðarsýn og gera lausnir til lengri tíma í stað skemmri og það er eitthvað sem brennir hvað mest á fólki, alveg sama hvaða málaflokk er verið að tala um.

málefnum bæjarins óháð stjórnmálaskoðunum. Þjónustumiðuð stjórnsýsla og framtíðarsýn er það sem við leggjum mikla áherslu á í öllum málaflokkum. Okkar skoðun er sú að daggæslumálin eigi að leysa með ungbarnadeildum við báða núverandi leikskóla. Þessar deildir eiga að taka inn börn 12 mánaða, það þarf því að hefja stækkun við leikskólann Krók sem fyrst svo að þetta geti orðið að veruleika. Opið bókhald og grípa tækifærin í ferðaþjónustunni með því að efla Kvikuna sem upplýsingarmiðstöð og menningarhús þar sem saga Grindavíkur fær að njóta sín ásamt núverandi sýningu um saltfiskinn.

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Okkar helstu málefni hjá Rödd unga fólksins eru að vekja áhuga hjá ungu fólki á sveitarstjórnarmálum og að nýta kosningarréttin sinn. Kosningaþátttaka ungs fólks hefur ekki verið nógu góð seinustu kosningar og viljum við því búa til vettvang til þess að vekja áhuga ungs fólks á

421 0001

AUGLÝSINGASÍMINN ER


Það er sama hvaðan góðar hugmyndir koma Það skiptir hinsvegar öllu máli hvaða fólk þú færð til að framkvæma þær

Við getum gert það!

Þú finnur allt um framtíðarsýn og frambjóðendur XB á

VIDGETUM.IS Kosningaskrifstofan er opin fim. 15:00-20:00 og fös. 15:00 og fram eftir kvöldi. Komdu við, fáðu þér kaffi og ræðum málin. Kosningakaffi á kjördag og kosningavaka frá kl. 22:00.

B-LISTINN Í REYKJANESBÆ - VIÐ GETUM GERT ÞAÐ!


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

Fjölskyldan er okkur ofarlega í huga Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Sameining sveitarfélaganna verður stærsta verkefni bæjarstjórnarinnar á komandi kjörtímabili. Ég tel að að kosningarnar snúist um það hvernig framboðin ætla sér að vinna að samþættingu á þjónustu fyrir íbúana og hverja íbúarnir velja til að leiða þá vinnu. Þá er ákvörðun um framtíðarskipulag sveitarfélagsins stórt verkefni og höfum við lagt til að farið verði í hönnunarsamkeppni þar sem horft verður til styrkleika sveitarfélagsins og þeirra áherslna sem íbúarnir hafa við þá vinnu. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Auk þess sem áður var getið varðandi aðalskipulagið, þá er stöðugleiki og áframhaldandi lækkun skulda, en um leið lægri álögur mikilvæg verkefni komandi kjörtímabils.

Fjölskyldan er okkur ofarlega í huga og við leggjum mikla áherslu á að geta aukið fræðslu- og sérfræðiþjónustu og að stofnað verði sérstakt fjölskyldusvið þar sem hægt verður að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga á heildstæðan hátt. Við ætlum okkur líka að bregðast við ákalli íbúa um aukinn fjölda leikskólaplássa og koma á stofn ungbarnaleikskóla síðar á þessu ári. Gera verður áætlun um hvernig bæta eigi aðstöðu til íþróttaiðkunar og einnig auka framboðið en um leið gæta að því að börn hafi jafna möguleika til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Því verður gert ráð fyrir fjölnota íþróttahúsi í nýju aðalskipulagi og undirbúningur hafinn á kjörtímabilinu. Þá viljum við stuðla að aukinni umhverfisvitund íbúa og á sveitarfélagið að vera leiðandi og sýna gott fordæmi, á því sviði getum gert mun betur.

Daði Bergþórsson, oddviti B-lista Framsóknarflokks og óháðra í Sandgerði og Garði:

Ungbarnaleikskóli er efstur á blaði

Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Leikskólamál og skipulagsmál eru án efa stóru málin sem og málefni eldri borgara og bætt aðstaða til íþróttaiðkunar. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Við á B-listanum setjum ungbarnaleikskóla efst á blað, en við viljum lækka inngöngualdur og tryggja að foreldrar komist til vinnu eftir fæðingaorlof. Svo er mjög mikil-

vægt að íbúar verði varir við aukna þjónustu með sameiningu sveitarfélaganna. Við viljum fræðsluskrifstofu í nýtt sveitarfélag og við verðum að þrýsta á að fá heilsugæslu í okkar heimabyggð. Samgöngur eru líka mikilvægar, ef við ætlum að auka samstarf t.d á milli tónlistaskólana þurfum við að hafa samgöngur í lagi. Það er líka draumur okkar að göngu- og hjólreiðastígur á milli bæjarkjarna og við flugstöðina verði loksins að veruleika.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Hvalsnessöfnuður Aðalsafnaðarfundur verður haldinn mánudaginn 28. maí kl. 20 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.

Magnús S. Magnússon, oddviti H-listans, Lista fólksins í Sandgerði og Garði:

Byrja frá grunni í vinnu við nýtt nafn Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Það er ljóst að mörg stór mál sem bíða nýrrar bæjarstjórnar. Fyrst má nefna sameininguna sem er að sem er fólkinu efst í huga, en svo eru það skólamál, húsnæðismál, samgöngumál og skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Við á H-lista fólksins höfum sett nokkur málefni fram fyrir þessar kosningar sem okkur þykir skipta miklu máli. Við erum alfarið þeirrar

skoðunar að byrja eigi frá grunni á þeirri vinnu að gefa nýju sveitarfélagi nafn og að íbúar fái að velja nafnið sjálfir án forvals. Mikilvægt verður að ná samstöðu um það að sameining sveitarfélaganna tekist vel upp. Við viljum að sett verði á legg frístundarúta sem verður með ferðir fyrir alla íbúa á milli byggðarkjarna og þetta útfært í samstarfi við íþróttafélögin og alla þá sem mögulega gætu nýtt sér þessa þjónustu. Skólamál eru okkur ofarlega í huga og sjáum við mikil tækifæri þar á öllum stigum. Samgöngumálum þarf að koma í lag og það þarf að gerast sem allra fyrst, með breikkun

Garðvegar og Sandgerðisvegar og uppbyggingu nýs hjóla- og göngustígs á milli byggðarkjarna. Þessi upptalning hér að framan er einungis brot af því verkefni sem bíður nýrrar bæjarstjórnar. Það er ljóst að spennandi tímar eru framundan í nýju sameinuðu sveitarfélagi, við fáum tækifæri á að byrja uppá nýtt að svo mörgu leyti og nú bíður okkar það skemmtilega verkefni að nýta það til fulls. Nýtt sveitarfélag getur orðið eitt öflugasta sveitarfélag landsins ef við höldum rétt á spöðunum, í þá vinnu erum við á H lista fólksins meira en tilbúin í. Mig langar að hvetja alla til að nýta sinn lýðræðislega rétt á kjördag og setja X við H.

Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista Jákvæðs samfélags í Sandgerði og Garði:

Manneskjulegt jákvætt samfélag Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Ég held að íbúar í Sandgerði og Garði vilji fyrst og fremst að að nýju sveitarfélagi verði stýrt af skynsemi og ábyrgð á sínum fyrstu árum. Fólk er enn að átta sig á breyttu umhverfi og það skiptir máli að vel sé haldið á hlutunum þegar þessi fyrstu skref nýs sveitarfélags eru tekin. Það eru eðlilega væntingar til þess að íbúar finni fyrir því að þeir búi nú í stærra og öflugra sveitarfélagi og sérstak-

lega kallað eftir auknu leikskólarými, einkum fyrir yngstu börnin, fólk vill sjá heilsugælsu á ný í Sandgerði og Garði, fólk vill að byggðarkjarnarnir séu tengdir með hjólreiðaog göngustíg og það eru væntingar um uppbygginu íþróttamannvirkja. Það vantar því sannarlega ekki verkefnin og væri hægt að nefna margt fleira. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Á J-listanum leggjum við áherslu

á manneskjulegt, jákvætt samfélag þar sem allir hafa tækifæri til að eiga gott líf. Sjálfbærni, ábyrgð og aukið íbúalýðræði eru megin stefin í okkar stefnu. Það er erfitt að taka einhver einstaka mál út, en ég vil þó nefna að við leggjum áherslu á fjölgun leikskólarýma, viljum að uppbygging á Kirkjubóli á milli byggðakjarnanna verði sett á dagskrá og að hlustað verði á kröfur fólks um uppbyggingu stígs á milli Sandgerðis og Garðs Þá viljum við heilsugæslu í sveitarfélaginu okkar og að uppbygging hjúkrunarrýma komist á dagskrá. Fyrst og framst viljum við gott og jákvætt samfélag.

AUGLÝSING VEGNA KOSNINGA TIL SVEITARSTJÓRNAR 26. MAÍ 2018 Kjörskrá og kjörstaðir í sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Kjörskrá í sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs frá 16. maí og fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórna. Kjörfundur fyrir íbúa Sandgerðisbæjar er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kjörfundur fyrir íbúa Sveitarfélagsins Garðs er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag verður yfirkjörstjórn með aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði sími 893 3730

Sóknarnefnd

Yfirkjörstjórn sameiginlegs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra í Sandgerði og Garði:


markhönnun ehf

GÓMSÆTT Á GRILLIÐ -50% GRILLBÓGSNEIÐAR HVÍTLAUKSPIPAR GRÍSA GRILLSNEIÐAR KR KG ÁÐUR: 1.298 KR/KG

LÚXUSGRILLPAKKI Í HVÍTLAUKSPIPAR-MARINERINGU KR KG ÁÐUR: 2.488 KR/KG

-40% 1.244

779

-50% VÍNBER GRÆN KR KG

349

ÁÐUR: 698 KR/KG

-34%

-33% NAUTAFILLE Í SVEPPAMARINERINGU KR KG

3.885

ÁÐUR: 5.798 KR/KG

-30% SVÍNALUNDIR

1.259

KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

-37% LAMBALÆRI GRILL KRYDDAÐ KR KG ÁÐUR: 1.898 KR/KG

GRILL LAMBAFRAMP.SNEIÐAR HEILAR

989

1.196

KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

-50%

-30% NAUTGRIPAHAKK 12 - 16% FITA

1.259

KR KG

ÁÐUR: 1.798 KR/KG

-30%

KJÚKLINGABRINGUR MEXICO MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 2.698 KR/KG

1.889

ÞORSKBITAR 2 KG ROÐ OG BEINLAUSIR KR KG

900

ÁÐUR: 1.799 KR/KG

Tilboðin gilda 24. - 27. maí 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Sveitarfélagið Vogar

Björn Sæbjörnsson, oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum:

Þurfum að gera stórátak í að bæta umgengni í nærumhverfi okkar Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Umhverfis- og skipulagsmál, einnig atvinnuog hafnarmál. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Gera stórátak í að bæta umgengni í nærumhverfi okkar og að sveitarfélagið sýni gott fordæmi á þeim vettvangi og gera til að mynda aðkomuna að bænum meira aðlaðandi. Markaðsetja sveitarfélagið sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki til að vera með starfsemi í sveitarfélaginu t.d. með uppbyggingu á hafnarsvæðinu.

Við ætlum að stunda ábyrga fjármálastjórn og beita okkur fyrir því að viðaukar séu ekki gerðir nema brýn ástæða þyki til og lækka fasteignagjöld. Hækka tekjuviðmið fasteignagjalda hjá eldri borgurum og kanna möguleikan á aukinni póstþjónustu. Stuðla að frekari uppbygginu leiksvæða við skólana og horfa til lausna varðandi uppbyggingu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu og lækka leikskólagjöld.

ATVINNA RÆSTINGAR

Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa. Um er að ræða hálft og fullt starf. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is

JOB OFFER

In a cleaning company, 50% and 100% work available

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Requirements: Individuals must be at least 18 years old, have a valid driver´s licence and a clean criminal record. Languages: Icelandic or good English is required. We are looking for people to work from 08:00-12:00 (50%) or from 08:00-16:00 (100%). If interested, pleace send e-mail to: halldor@allthreint.is

Ingþór Guðmunds­son, oddviti E-listans:

Leggjum áherslu á góða þjónustu við íbúa Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Stærstu málin eru þjónustan við íbúa og jafnvægið á milli þjónustu og álagna eins og fasteignagjalda. Í raun er það sem snertir daglegt líf fólks með beinum hætti það sem stendur hjarta þess næst. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? E-listinn leggur áherslu á góða þjónustu við íbúa hvort sem það snýr að skólamálum, þjónustu við eldri borgara eða uppbyggingu í samfélaginu. Við viljum sjá heilsubæinn Voga dafna og veita eldri borgurum heilsueflingarstyrk og stuðla að því að fólk haldi heilsu og

geti verið sem lengst heima hjá sér. Við viljum umhverfismálin í öndvegi enda eru þau eitt að stóru málum 21. aldarinnar. Þar viljum við sjá umhverfisstefnu hjá öllum stofnunum og hvetja íbúa og fyrirtæki til flokkunar og endurvinnslu. Við vitum að bærinn er að stækka á næstu árum svo það þarf að gæta þess að öll þjónusta fylgi. Þess vegna þarf að stækka grunnskólann og huga að stækkun sundlaugar. Við viljum einnig lækka álögur á íbúa og halda áfram að lækka fasteignagjöld líkt og við gerðum á þessu ári, lækka leikskólagjöld og hækka frítekjumark eldri borgara í afsláttarkerfi sveitarfélagsins. Allt þetta viljum við gera samhliða ábyrgri fjármálastjórn en E-listinn hefur rekið sveitarsjóð hallalaust allt kjörtímabilið.

Jóngeir Hjörvar Hlinason, oddviti L-listans, lista fólksins:

Stærsta kosningamálið fyrirsjáanleg fjölgun íbúa í sveitarfélaginu Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar? Stærsta kosningamálið í hamingjusamasta sveitarfélagi landsins Vogum er líklega fyrirsjáanleg fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og hvernig eigi að taka á því. Líkur eru á að íbúasamsetning muni breytast frá því sem nú er og því þarf að gera sviðsmyndir um hugsanlega þróun sveitarfélagsin og hvaða viðbrögð bæjarfélagið þarf að grípa til að mæta þeim breytingunum. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni? Ég og samherjar mínir á L-listanum, lista fólksins sem stöndum hér að þessu framboði sem hópur ótengdur stjórnmálaflokkum á landsvísu. Helsta markmið L-listans er að vinna að hag íbúa í Vogum og gera gott mannlíf betra. Með stækkun bæjarins og fjölgun íbúa þarf að huga að stækkun leik- og grunnskóla. Skoða og meta þarf sérstaklega hvaða þýðingu breytingar á íbúasamsetningu

hafa fyrir sveitarfélagið. Við viljum fullgilda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Vogum sem felst m.a. í að námsgögn í grunnskóla verði án kostnaðar fyrir börnin. Við teljum að tekjutengingu afslátta fasteignagjalda fyrir tekjulága einstaklinga þurfi að hækka. Við viljum opna stjórnsýsluna með því að senda bæjarstjórnarfundi úr á netinu þannig að fleiri eigi þess kost að fylgjast með bæjarstjórnarfundum. Einnig viljum við skoða hvað er hægt að gera í uppbyggingu hafnarinnar í Vogum. Við í L-listanum, lista fólksins óskum eftir umboði kjósenda í Vogum til að halda áfram að gera gott samfélag betra. Það er gert með að mæta á kjörstað og setja X við L.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Starf í málningarverslun Flügger litir óska eftir að ráða starfsmann í málningarverslun í Reykjanesbæ

• Í starfinu felst afgreiðsla á málningu og tengdum vörum, frágangur og almenn tiltekt • Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með góða samskiptahæfni • Íslenskukunnátta er skilyrði Vinnutími virka daga frá kl. 08:00 til 18:00 og annan hvern laugardag frá kl. 10:00 til 15:00 Tekið er við umsóknum í gegnum tölvupóst: eirag@flugger.com Nánari upplýsingar veitir Einar L. Ragnarsson verslunarstjóri í verslun Flügger í Reykjanesbæ eða í síma 840-4455.


gigg V I Ð B U R Ð I R

SIGGA BEINTEINS · GRÉTAR ÖRVARSSON · EYÞÓR INGI · FRIÐRIK DÓR ÍRIS KRISTINS · ÁGÚSTA EVA · PÁLMI GUNNARS · TÓMAS GUÐMUNDSSON ÁSAMT 9 MANNA STÓRHLJÓMSVEIT UNDIR STJÓRN ÞÓRIS ÚLFARSSONAR

HR. HNETUSMJÖR & VIKKI KRÓNA KYNNIR FELIX BERGSSON SÉRSTAKUR GESTUR ÞORVALDUR HALLDÓRSSON (Á SJÓ) 20:00 HR. HNETUSMJÖR OG VIKKI KRÓNA HITA UPP, 21:00 BRYGGJUTÓNLEIKAR SJÓARANS ÞAÐ VERÐUR HÚLLUMHÆ Á SJÓARANUM SÍKÁTA ALLA HELGINA NÁNAR Á WWW.SJOARINNSIKATI.IS


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Stúdentspróf ekki lengur skilyrði fyrir háskólanámi Tæknifræði Háskóla Íslands á vegum Keilis býður upp á nýjan valmöguleika fyrir þá sem langar í háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Stúdentspróf er ekki inntökuskilyrði og hægt er að taka fyrsta námsárið í dreifnámi. Samkvæmt nýjum inntökuskilyrðum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands á vegum Keilis geta umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið stúdentsprófi fengið inntöku með því að þreyta stöðumat hjá Keili. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa lokið sveinsprófi og eru með starfsreynslu. Þekking hvers nemenda er metin fyrir sig. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að sitja undibúningsáfanga á haust- og vormisseri fyrsta árs. Tæknifræðinámið er þriggja og hálfs árs nám til fullra starfsréttinda í tæknifræði og hentar þeim sem hafa áhuga á að læra að hanna tæknilausnir. Námið er að stórum hluta verklegt en verkleg námsaðstaða hjá Keili er til fyrirmyndar. Í náminu vinna nemendur í litlum hópum og hafa mjög gott aðgengi að kennurum. Til að auðvelda fólki að hefja nám er nemendum boðið upp á dreif nám á fyrsta námsárinu. Dreifnámið er kennt sjö vikur í einu og hentar þeim

sem vilja vinna samhliða námi til að byrja með og/eða þeim sem búa á landsbyggðinni og vilja ekki flytja strax á suðurhorn landsins. Starfsheitið tæknifræðingur er lögverndað og tæknifræðingar njóta afbragðs starfsréttinda. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðunni kit.is og er umsóknarfrestur um námið til 5. júní 2008.

ALLT ANNAÐ LÍF MEÐ NÝJU VÉLINNI „Við fengum nýja vél sem flokkar núna í apríl og það er allt annað líf, bæði fyrir okkur og kúnnana,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir, annar forstöðumanna Dósasels sem rekið er af Þroskahjálp á Suðurnesjum. Dósasel flutti í nýtt húsnæði að Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ fyrir ári síðan en áður hafði starfsemin verið til húsa á Iðavöllum. „Það er

gífurlega mikill munur á allri aðstöðu okkar hér. Við vorum með eina vél sem sorterar í tíu ár og eftir að þær urðu tvær gengur afgreiðslan

helmingi fljótar fyrir sig,“ segir Inga, en tíu manns starfa í Dósasel og segir hún þau hörkudugleg að vinna. Opnunartími Dósasels er frá kl. 10 til 16:30 alla mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 9 til 12:30 á föstudögum.

Inga Jóna, forstöðumaður Dósasels.

Frá undirritun samkomulagsins.

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ásbrú í samstarfi um fræðslu

Það er alltaf líf og fjör í Dósaseli sem hefur núna yfir að ráða tveimur flokkunarvélum, sem verður allt annað líf fyrir viðskiptavini Dósasels. VF-myndir: Sólborg Guðbrandsd.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fjögur ferðaþjónustufyrirtæki á Ásbrú undirrituðu samning um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækjunum. Verkefnið er fyrsta klasaverkefnið sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og er ætlað að auka hæfni starfsmanna í fyrirtækjunum. Fyrirtækin sem mynda klasann eru Bed & Breakfast hótel, Base hótel, Eldey hótel og Start hostel. Öll eru þessi fyrirtæki á Ásbrú í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Fyrirtækin eru gæðagististaðir með afslappað andrúmsloft, mikinn metnað og stefna að því að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu. Þau hafa metnað til að vera í fremstu röð í þeirri stórhuga uppbyggingu sem er á svæðinu. Með því að fjárfesta í hæfni starfsfólks með fræðslu og þjálfun telja fyrirtækin að þau auki gæði, starfsánægju, framleiðni og arðsemi.

Með aukinni samvinnu sjá fyrirtækin tækifæri til að auka hæfni starfsmanna sinna á hagkvæman hátt og deila reynslu í því skyni að bæta enn frekar góða þjónustu sína við ferðamenn. MSS sér um framkvæmd verkefnisins. Þörfin fyrir þjálfun og fræðslu í fyrirtækjum verður metin og greind og í kjölfarið útbúin fræðsluáætlun eftir þörfum og óskum hvers fyrirtækis og í samráði við stjórnendur og starfsmenn. MSS sér um að koma áætluninni í framkvæmd í nánu samstarfi við fyrirtækin og á forsendum þess.

Frá blómamarkaði við Ytri-Njarðvíkurkirkju.

INNRITUN OG SKÓLASLIT INNRITUN NÝRRA NEMENDA STENDUR NÚ YFIR FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2018-2019.

Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Nýjar umsóknir“. Æskilegt er að sótt sé um fyrir 1. júní n.k. Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 31. maí kl. 18.00. Tónlistaratriði, afhending áfangaprófsskírteina og vitnisburðarblaða. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent nýjum handhafa. Allir hjartanlega velkomnir Skólastjóri

Blómamarkaður við Ytri-Njarðvíkurkirkju Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 29., 30. og 31. maí frá kl. 16 til 19. Ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla dagana. Þetta er þriðja árið sem Blómamarkaðurinn er í höndum Lionsklúbbsins Æsu en hann var áður, sem kunnugt er, á vegum Systrafélags Ytri-

Njarðvíkurkirkju. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur, stofnaður árið 1997, en félagskonur höfðu þá starfað undir merkjum Lionessuklúbbs Njarðvíkur frá árinu 1987. Klúbburinn hefur á þessum 31 ári styrkt líknar- og menningarmál, einkum hér í heimabyggð en einnig stutt við verkefni Lions á alþjóðavísu. Lions er stærsta alþjóðlega þjónustu-

hreyfing heims, stofnuð árið 1917, fyrir réttum hundrað árum. Félagafjöldi er um 1,4 milljónir, klúbbarnir um 46.000 talsins í yfir 200 löndum. Lionsfélagarnir í Æsu eru í afmælisskapi, verða með falleg og góð blóm á markaðnum og hlakka til að taka á móti Suðurnesjamönnum í blómahugleiðingum.


BEIN LEIÐ ÆTLAR AÐ:

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI :

•Stuðla að skemmtilegra samfélagi fyrir fólk á öllum aldri og af mismunandi uppruna. •Ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022. •Hækka hvatagreiðslur upp í 50 þúsund krónur á barn.

-Bingó og bjór á kosningamiðstöðinni fimmtudaginn 24. maí kl 21.00 Bingóstjóri er Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur. -Kosningakaffi á kjördag frá kl. 11.00 á Ránni, Hafnargötu 19.

•Vinna gegn frekari mengandi stóriðju. •Láta framkvæma óháða úttekt á mengun í bænum.

-Boðið verður upp á akstur á kjörstað. Hringið í síma 892-0418 til þess að fá far á kjörstað.

•Bjóða upp á leikskólavist fyrir börn frá 18 mánaða aldri. •Ráða forvarnarfulltrúa. •Lækka fasteignaskatta. •Vinna að því að stytta vinnuvikuna. •Halda áfram að byggja upp faglegt starf á frístundaheimilum grunnskólanna. •Auka frelsi og sjálfstæði kennara í grunnskólakennslu. •Boðið verði upp á fjölbreyttara nám fyrir börn - það passa ekki allir í sama kassann.

KOSNINGAVAKA Á RÁNNI KL. 21.00 LAUGARDAGINN 26. MAÍ - ÖLL VELKOMIN!

•Gera grunnskólabörnum kleift að æfa íþróttir á skólatíma, á sambærilegan hátt og tónlistarnám. •Stuðla að markvissu tónlistaruppeldi leikskólabarna. •Ráða viðburðastjóra.

Kolla 2.sæti

Ítarlegri stefnuskrá má finna á beinleid.is.

Birgir Már 4.sæti

Guðbrandur 1.sæti

Helga 5.sæti Valgerður 3.sæti


12

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Kísilverið var ekki fullbúið þegar framleiðsla hófst ~ Bæta þarf verklag við veitingu ívilnana og starfsleyfa ~ „Bæta þarf verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. – Aðkoma og eftirlit stjórnvalda, sem unnin var að beiðni Alþingis. Í skýrslunni er alls sjö ábendingum beint til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins,“ segir í frétt Ríkisendurskoðunar á vef hennar. Mikilvægt er að stofnanir ríkisins sem koma að útgáfu starfsleyfa og gerð ívilnunarsamninga geti sannreynt getu þeirra sem sækj­ast eftir því að starfrækja meng­andi iðn­að til að uppfylla skilyrði slíks rekstrar og sanngildi þeirra upplýsinga sem þeir leggja fram. Kísilverksmiðja

Sameinaðs Sílikons var ekki fullbúin þegar framleiðsla hófst og starfaði aldrei í samræmi við mat á umhverfisáhrifum, starfsleyfi og markmið samnings um ívilnanir. Ríkisendurskoðun telur brýnt að Umhverfis- og auðlindaráðuneyti kanni, í sam­starfi við Umhverfisstofnun og

önnur stjórn­völd, hvort herða þurfi eða skýra kröf­ur við útgáfu starfsleyfa vegna starf­semi sem getur haft mengun í för með sér. Ekki var gert ráð fyrir lyktarmengun við mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar og er sú mengun sem kom fram ekki að fullu skýrð, utan

hvað ljósbogaofn verksmiðjunnar var óstöðugur. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að Skipulagsstofnun kanni hvort og þá hvernig taka megi á hugsanlegum frávikum í rekstri við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, sérstaklega þegar nálægð við íbúðabyggð er mikil. Þá telur Ríkisendurskoðun að Skipulagstofnun hefði átt að taka fram í áliti sínu að ekki var brugðist við athugasemdum um skort á reykháfum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að kannað verði hvort gera eigi strangari kröfur við mat á umhverfisáhrifum. Auk lyktarmengunar voru sjónræn áhrif önnur og meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá var bygging kísilverksmiðjunnar ekki í samræmi við gildandi svæðisskipulag. Ríkisendurskoðun telur þetta gagnrýnivert og

bendir á að ástæða sé til að kanna hvort Skipulagsstofnun þurfi skýrari og beinskeyttari úrræði þegar framkvæmdir eru ekki samræmi við mat á umhverfisáhrifum. Ríkisendurskoðun telur að vanda þurfi betur til greininga sem ákvarðanir um veitingu ívilnana byggja á. Við gerð ívilnunarsamnings við Sameinað Sílikon var alfarið byggt á framlögðum gögnum og upplýsingum umsækjenda. Við afgreiðslu á umsókn um ívilnun lágu ekki fyrir skýrar upplýsingar um eignarhald og stjórnendur. Ívilnunarsamningur við Sameinað Sílikon gerði ráð fyrir að hámark styrkhæfrar ríkisaðstoðar, fyrir utan mögulega þjálfunarstyrki starfsfólks, yrði 484,8 m.kr. segir að lokum í frétt Ríkisendurskoðunar.

Síðasti fundur Umhverfisráðs haldinn á óvanalegum stað Síðasti fundur Umhverfisráðs í Reykjanesbæ á þessu kjörtímabili var óhefðbundinn og fór fram við Seltjörn 15. maí sl. Fundurinn var óformlegur enda eina málið á dagskrá að fara að Seltjörn þar sem framtíðargöngustígur var stikaður með hælum.

Það voru fulltrúar meiri- og minnihluta sem og starfsmenn Umhverfisráðs sem fóru í þetta verkefni. Göngustígurinn er eitt af þeim verkefnum sem til stendur að fara í á þessu ári.

Bjarni Þór Karlsson, forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar, Arnar I Tryggvason varamaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson (D), Þórður Karlsson (Á), Eysteinn Eyjólfsson, formaður USK ráðs (S), Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, Dóra Steinunn Jóhannsdóttur og Sveinn Númi Viljahjálmsson frá Umhverfissviði.

„Þetta er lýsandi dæmi um þann góða anda sem hefur verið í Umhverfisráði þetta kjörtímabil og gaman að enda þetta með þessum hætti,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs. Hann segir að þetta verði skemmtilegt útisvæði með góðum tengingum við Sólbrekkuskóg og svo nýjum göngustíg sem Grindvíkingar hafa verið að leggja undanfarið. Stígurinn verður rúmlega 2 km. langur og mun henta vel í göngu og utanvegahlaup. Í framtíðinni verður

Frá Seltjörn.

svo haldið áfram með þann stíg yfir til Reykjanesbæjar. „Þannig fáum við göngu- og hjólastíg að þessari perlu sem Seltjörn er. Margar hugmyndir eru uppi með þetta svæði en fyrir nokkrum árum var fiski sleppt í vatnið og einhver veiði er þarna enn. Með tilkomu þessa stígs opnast ýmsir möguleikar á uppbyggingu svæðisins,“ sagði Guðlaugur.


V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

SUMARSTÖRF Í B Í L A S TÆ ÐA Þ J Ó N U S T U

L A U N A F U L LT R Ú I

Isavia leitar að þjónustulunduðum, kraftmiklum og hraustum einstaklingum í sumarstörf í bílastæðaþjónustu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og sótthreinsun á veiðibúnaði. Unnið er á dag- og næturvöktum.

Isavia óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman launafulltrúa til að sjá um launavinnslu og ýmis starfsmannatengd mál. Um er að ræða skemmtilegt og krefjandi starf í fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi.

Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár

Góð kunnátta í íslensku og ensku

Bílpróf æskilegt

• •

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingi Hafsteinsson, þjónustustjóri, gunnar.hafsteinsson@isavia.is. Umsóknarfrestur er 31. maí

Hæfniskröfur

Dagný starfar hjá farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

N Á M S B R A U TA R S TJ Ó R I F L U G S T Ö ÐVA R B R A U TA R Isavia óskar eftir að að ráða námsbrautarstjóra Flugstöðvarbrautar. Helstu verkefni eru m.a. faglegt skipulag þjálfunar á Flugstöðvarbraut í samstarfi við stjórnendur deilda og fræðslustjóra. Einnig sér hann um þróun og uppfærslu hæfnisviðmiða, námsefnis, kennsluleiðbeininga og hæfnismats.

Reynsla af launavinnslu er skilyrði

Þekking og reynsla af tímaskráningar-

Hæfniskröfur

kerfi er æskileg

í starfi er skilyrði

Færni í Excel og Word ásamt góðri þekkingu á helstu tölvuforritum Skipulögð og nákvæm vinnubrögð Góðir samskiptahæfileikar og góð og örugg framkoma

Nánari upplýsingar um starfið veitir Róberta Maloney, deildarstjóri kjaramála, roberta.maloney@isavia.is.

Háskólamenntun sem nýtist

Reynsla af kennslu og gerð námsefnis er nauðsynleg

Reynsla af skipulagningu þjálfunar innan fyrirtækja

Reynsla af fjarnámi og námsumsjónarkerfi

Tæknikunnátta og hæfni í mismunandi kerfum

Umsóknarfrestur er 3. júní Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri, gerdur.petursdottir@isavia.is. Umsóknarfrestur er 3. júní

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Þetta var okkar tækifæri - Björgvin Ívar stillir píanó í Boston

Feðginin Björgvin Ívar og Þorbjörg Eiríka mætt á körfuboltaleik.

Boston lík Bítlabænum

Fyrir um tíu árum síðan keypti keflvíski tónlistarmaðurinn Björgvin Ívar Baldursson sér flygil í lélegu ástandi og gerði hann upp með frændum sínum. Þeir tóku hann í sundur án þess að vita hvað þeir væru að gera en útkoman varð flott þó að hljóðfærið sé í dag ekkert í sérstöku ástandi. Þessi frumraun vakti mikinn áhuga Björgvins á píanóstillingum og viðgerðum og eftir það fór hann að skoða skóla. Þann 1. september síðastliðinn flutti Björgvin til Bandaríkjanna í nám við elsta iðnskóla landsins, North Bennet Street School í Boston­og býr þar nú með fjölskyldu sinni. „Öllum er hollt að prófa að flytja til annars lands, í annað umhverfi og þetta var okkar tækifæri til þess. Tímasetningin hentaði okkur vel þar sem við áttum von á okkar öðru barni svo konan mín gat verið í fæðingarorlofi á meðan ég stundaði námið,” segir Björgvin, en konan hans, Inga, var sú sem hvatti hann til að láta loksins verða af þessu. Björgvin spjallaði einnig oft við Didda píanóstillara, en leiðir þeirra lágu stundum saman í tónleikahúsum og hljóðverum þegar hann var að stilla. „Hann hvatti mig líka til þess að demba mér út í þetta enda mjög mikið að gera í þessu fyrir þá örfáu sem sinntu þessu á Íslandi.”

Auðvelt að aðlagast

Fjölskyldan saman, Björgvin Ívar, Inga Lilja, Þorbjörg Eiríka og Oddþór Guðni.

Með hjálp góðra vina, sem ferjuðu allar nauðsynjar í stórum ferðatöskum yfir til Bandaríkjanna, kom Björgvin sér fyrir í Boston. „Inga kom

með krakkana í nóvember eftir að hafa komið nýjasta fjölskyldumeðlimnum í heiminn. Við ákváðum að það yrði gert á Íslandi þar sem kostnaðurinn við slíkt í Bandaríkjunum getur verið töluverður.” Fjölskyldan var fljót að aðlagast nýja umhverfinu og Þorbjörg Eiríka, fimm ára, orðin altalandi á ensku eftir aðeins nokkrar vikur í nýja, kaþólska skólanum. „Það var mjög dýrmætt fyrir hana að fara í skóla hérna þó hún hafi auðvitað saknað vina sinna úr leikskólanum heima. Hérna er lítið um þessa stemningu að leika saman eftir skóla eins og á Íslandi svo hún lék sér mikið ein og var glöð með að fara heim til Íslands að útskrifast úr leikskólanum með sínum árgangi.”

Stillingar langstærsti hlutinn

Á hefðbundnum skóladegi verja nemendurnar fyrsta klukkutímanum í

BÖRN OG UMHVERFI SUÐURNESJADEILD Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Suðurnesjum Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2006 og eldri (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins á Suðurnesjum, Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ og skiptist á fjögur (4) kvöld: • • • •

Boston er að mörgu leyti lík evrópskum borgum að sögn Björgvins svo fjölskyldan upplifði ekki mikið menningarsjokk eftir flutningana út. „Það er samt mikill munur á hverfunum í Boston. Við búum í North End sem er ítalskt hverfi og hér heyrir maður ítölsku talaða í hverju horni eða ensku með þykkum ítölskum hreim. Þar sem við búum er frekar lágreist og fá hús hærri en fimm hæðir svo stemningin er svipuð og heima í Keflavík þegar maður gengur um göturnar. Fólk kallast á, þekkir hvert annað úr hverfinu og hér verður aldrei einhver mannmergð,” segir Björgvin en allt það helsta í bænum er í göngufæri frá íbúðinni þeirra.

VIÐTAL

að stilla hljóðfærið, næst fá þeir fyrirlestur frá kennurunum um einhvern hluta starfsins eða þeir kenna nemendunum viðgerðir. Námið segir Björgvin mjög fjölbreytt og magnað hversu margar leiðir sé hægt að fara í þessum bransa í Bandaríkjunum. „Aðalinnkoma okkar flestra eftir nám verða samt stillingarnar og það er langstærsti hluti námsins,” segir hann.

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

síðan við fluttum þannig það mætti flokka það sem hefðbundinn dag.” Um helgar er svo horft á enska boltann og rölt niður í bæ í góða veðrinu. „Þorbjörg hefur sótt fótboltaæfingar í kirkju niðri í bæ, já, í kirkju, og svo er stutt lestarferð yfir í Assembly Row, sem er verslunarkjarni með flottum outlets og veitingastöðum sem við sækjum oft.”

Ræturnar í Keflavík

Fjölskyldan mun flytja aftur heim til Íslands í byrjun júní og eina sem ákveðið er eftir það er að fara beinustu leið til Rússlands að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM. „Ég ætla til að byrja með að stilla píanó í hlutastarfi en svo sjáum við bara til hvað gerist. Við eigum hús og fyrirtæki í Keflavík og ég sé okkur ekki flytja þaðan nokkurn tímann því þar eigum við okkar rætur. Allavega ekki á Íslandi en ef eitthvað tækifæri býðst erlendis er ekkert útilokað.”

Stanslaus gestagangur og spark í bolta

Dagur fjölskyldunnar í Boston hefst snemma en skóli Þorbjargar Eiríku er staðsettur á besta stað í bænum, beint á móti húsi fjölskyldunnar, svo ekki er langt að fara. „Eftir að ég hef fylgt henni í skólann labba ég í skólann minn en hann er ekki nema um tvö hundruð metrum neðar í götunni. Við völdum að vera frekar nær skólanum upp á að þurfa ekki að eyða einum til tveimur klukkutímum á dag í samgöngur þó það sé dýrara.” Þar sem fjölskyldan býr í ítölsku hverfi er erfitt að finna lélegan pizzastað í nágrenninu og er venjan hjá þeim í hádeginu á föstudögum að hittast á einum slíkum. „Yfirleitt er borðað úti ef það eru gestir hjá okkur en hér hefur verið stanslaus gestagangur alveg

Þorbjörg Eiríka mætt í skólann til pabba.

Mánudaginn 28. maí kl. 18 til 21 Þriðjudaginn 29. maí kl. 18 til 21 Miðvikudaginn 30. maí kl. 18 til 21 Fimmtudaginn 31. maí kl. 18 til 21

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn ásamt kennslu í skyndihjálp. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og skyndihjálparleiðbeinendur. Námskeiðsgjald er kr. 9.900, námskeiðsgögn og hressing innifalin. Skráning á skyndihjalp.is ATH – skráið nafn og kennitölu barns í dálkinn ATHUGASEMDIR á greiðslusíðu. Allar nánari upplýsingar í síma 420-4700 Rauði krossinn eða á skrifstofa.sudurnes@redcross.is á Suðurnesjum

Mætt á fótboltaæfingu í íslenska búningnum.


Original kjúklingabringa með BBQ sósu, Ranch sósu, osti, káli og kartöfluskífu.

1.199 kr.

Texas Ranch borgari, þrír Hot Wings, franskar, gos og Hraun.

1.899 kr.


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Birkir Örn Skúlason lærir flugvirkjun í Danmörku

VIÐTAL

n a ð í r t s Á

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

„Ég trúi því ekki að ég sé að fara að segja þetta en dönskukennarinn minn í grunnskóla, hún Eygló, hafði rétt fyrir sér með að ég gæti þurft að nota dönsku í framtíðinni þó ég hafi harðneitað því þegar ég var yngri,“ segir Birkir Örn Skúlason sem þessa dagana lærir flugvirkjun í Kaupmannahöfn. Birkir flutti til Danmerkur í ágúst 2016 og stundar nám við Technical Education Copenhagen (TEC). Námið segir hann verða þyngra með hverjum deginum, en gangi þó rosalega vel. „Það er mjög auðvelt að standa sig vel í námi sem maður hefur ástríðu fyrir. Það að læra í skólanum eða heima er einhvern veginn bara miklu skemmtilegra og auðveldara.“ Birkir tók þá ákvörðun að læra flugvirkjun frekar í Danmörku en á Íslandi þar sem hann hafði fengið sig fullsaddan af íslenska veðrinu og vildi komast hjá því að taka námslán. „Námið sem mig langaði í er mjög dýrt á Íslandi, en hér er það niðurgreitt af ríkinu, þannig ég lét verða af því að flytja út.“ Hann segir lífið í Kaupmannahöfn yfir höfuð mjög þægilegt og einfalt og að Danirnir séu líkir Íslendingunum, þó einhver munur sé á matarvenjum og skemmtanalífi. Áður en Birkir flutti út spilaði hann meðal annars körfubolta með meistaraflokki Keflavíkur og Reyni Sandgerði, en á fyrsta skólaárinu í Kaupmannahöfn spilaði hann körfubolta með fyrstu deildarliði sem heitir BK Amager. Eftir því sem námið varð þyngra tók hann hins vegar þá ákvörðun að hvíla sig á körfuboltanum þetta

tímabilið og einbeita sér alfarið að náminu. Fyrstu tvo til þrjá mánuðina í Kaupmannahöfn átti hann í smávegis erfiðleikum með að skilja dönskuna en dönskutímarnir úr grunnskóla hafi hjálpað honum helling. „Með tímanum kom þetta allt. Lykillinn var bara að þora að tala dönskuna, þó svo maður segi eitthvað rangt. Manni líður kannski eins og hálfvita en Danirnir kunna að meta að maður reyni, rétt eins og við kunnum að meta það þegar einhver frá öðru landi reynir að tala íslensku.” Það er full keyrsla alla daga hjá Birki en þessa dagana er hann í lokaprófum. „Ég læri nánast allan daginn en eftir kvöldmat er ég eiginlega bara opinn fyrir öllu,“ segir Birkir, en hann býr á heimavist og er duglegur að nýta kvöldin í að fara út með vinunum í körfubolta, fótbolta eða jafnvel út að ganga til að fá smávegis hreyfingu. Hann segist sakna vina sinna og fjölskyldunnar á Íslandi en það hjálpi honum mikið hversu margir Íslendingar séu með honum í þessu námi, enda nái þeir allir mjög vel saman. Birkir stefnir að því að klára námið en meira sé ekki ákveðið. „Svo sé ég bara hvert þessi vegur tekur mig.“

„Lykillinn var bara að þora að tala dönskuna, þó svo maður segi eitthvað rangt. Manni líður kannski eins og hálfvita en Danirnir kunna að meta að maður reyni, rétt eins og við kunnum að meta það þegar einhver frá öðru landi reynir að tala íslensku.“


XS

Samfylkingin Grindavík – Bær fyrir alla

Við viljum búa í bæ fyrir alla. Til þess þarf að tryggja að allir fái tækifæri og að enginn sé skilinn eftir. Við setjum jafnréttismál, jöfn tækifæri og samlíðun á oddinn í allri okkar stefnu. Við viljum búa í bæ sem er framúrskarandi fyrir börn og barnafjölskyldur þar sem foreldrar geta verið öruggir um að börnum þeirra sé séð fyrir faglegri þjónustu um leið og fæðingarorlofi lýkur.

Láttu hjartað ráða för og settu X við S á laugardaginn


BLÖND­ U N A R­ TÆKI

BLAC DECK K+ ER

-25%

Húsasmiðjan Fitjum Reykjanesbæ Opið lengur á laugardaginn – Til kl 16

RAFM VERKAGNS­ FÆRI

-25%

A

H

DEW ALT RAFM VERKAGNS­ FÆRI

-25%

Bjóðum upp á afmælisköku á laugardaginn frá kl 13-15

GARÐ HÚS­ ­ GÖGN

-25%

HITACHI RAFMAGNS­ VERKFÆRI

Afmælistilboðin gilda í verslunum Húsasmiðjunnar um allt land

-25%

Frá fimmtudegi til sunnudags Byggjum á betra verði

ÖLL ­ GARÐ ­ VERK I FÆR

-25%


ÖLL SUMAR­ BLÓM

C K+ KER

GNS­ ÆRI

%

-25%

AFMÆLIS

HÁTÍÐ N JOTU ­ R VIÐA VÖRN

-25%

ALL A SLÁTT R U VÉL AR ­

-25%

25% afsláttur af allri LADY málningu

ÖLL R AUTHOÓL J REIÐH

-20%

Blöndum alla liti

Byggjum á betra verði

husa.is


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Mystery Boy er athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2017–2018

Bjó til

Mystery Boy til að losna við kvíða

VIÐTAL

– Sýna á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

Söngleikurinn Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2017–2018 af Þjóðleikhúsinu. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur en í umsögn dómnefndar um verkið segir meðal annars: „Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið sé til þess fallin að gera það aðgengilegt og skemmtilegt fyrir nútímaáhorfendur,“ en söngleikurinn er byggður á reynslu Smára af því að fara í áfengismeðferð. Víkurfréttir hittu Smára á dögunum í Frumleikhúsinu og spurðu hann út í Mystery Boy og hvers vegna hann hafi ákveðið að skrifa söngleik. Mystery Boy varð til rétt fyrir tónleika Smári segist vera mjög sáttur við móttökurnar sem Mystery Boy hefur fengið og að honum finnist rýnin frá dómnefndinni í Þjóðleikhúsinu glæsileg, hann segir jafnframt að þetta sé flott og góð viðurkenning. En hvaðan kemur Mystery Boy? „Hann varð til rétt áður en ég var að koma fram á tónleikum, ég var að fara að sýna og ég var svo kvíðinn að ég bjó til þennan karakter, sem ég gæti verið uppi á

sviði. Ég hugsaði ef að ég væri með sólgleraugu og í fyndnum fötum þá myndi það taka alla athyglina af því sem ég var að gera því ég gat dreift þessu.“ Smári segir að hann hafi í raun og veru búið til karakterinn til þess að losa sig við kvíðann sem fylgir því að koma fram og að standa upp á sviði. „Síðan hefur hann fylgt mér í gegnum árin og alltaf þegar ég hef verið óákveðinn og kvíðinn þá hef ég leitað til hans, ekki bara þegar ég er

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

EITT ÁR Á SUÐURN E SJ U M

TA KT U M YND

LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á SUÐURNESJUM

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LISTASAFNS REYKJANESBÆJAR: LISTASAFN.REYKJANESBAER.IS

að fara upp á svið, heldur líka í mínu daglega lífi.“

Leitar í Mystery Boy til að hjálpa sér

einhverja tónleika. Þá fór ég að hugsa hvort ég gæti ekki bara gert þetta að söngleik og síðan þróaðist þetta áfram og úr varð þessi söngleikur.“

Skrifar um það sem hann þekkir

Smári dregur mikinn lærdóm af öllu ferlinu í kringum það að skrifa söngleik, hann fór í raun og veru bara með hugmynd til Leikfélags Keflavíkur og var hann hvattur til þess að halda áfram þó hann hafi ekki verið með neitt í höndunum nema hugmynd. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, en þá datt í hendur mínar handrit og þá sá ég hvernig átti að setja þetta upp og skrifa og ég fór að fylgja því. Það var svo eðlilegt að skrifa þetta en ég sótti líka námskeið sem hjálpaði mér mjög mikið. Það var alltaf eitt skref í einu fyrir mig að læra að skrifa og setja upp söngleik. Svo alltaf þegar ég átti að taka næsta skref, þá kom það bara til mín.“ Í sýningunni eru margir skrautlegir karakterar en Smári sækir innblástur í þá úr sínu eigin lífi og sumir eða allir eru jafnvel svolítið

Mystery Boy mun alltaf vera góður vinur Smára að eigin sögn og Smári segist setja sólgleraugun upp í lífinu þegar hann þurfi á þeim að halda. „Það er bara gott að geta gripið í eitthvað svona til þess að geta hjálpað sér, í staðinn fyrir að ég færi kannski í áfengið. Þá get ég í staðinn talað við Mystery Boy en hann er búinn að fara með mér í gegnum margt í gegnum tíðina.“ Smári varð harðákveðinn í því að losa sig við karakterinn sinn og var ákveðinn í því að búa til stóra tónleika sem áttu að bera heitið „Dauði Mystery Boy“. En svo þegar hann var kominn í ferlið að skrifa tónleikana þá sá hann að hann gat ekki sleppt honum svona auðveldlega. „Ég sá það að ég þyrfti frekar að reyna að hjálpa honum og hann yrði fallegri ímynd af mér. Þannig að ég fór að breyta þessu í það að fagna honum og hvernig hann hefur hjálpað mér. Eftir það fóru skrifin að vera miklu betri, fóru að renna Leikurum fagnað á frumsýningu verksins þann 13. apríl betur og þá sá ég að ég sl. var með eitthvað meira í höndunum heldur en

Það var alltaf eitt skref í einu fyrir mig að læra að skrifa og setja upp söngleik. Svo alltaf þegar ég átti að taka næsta skref, þá kom það bara til mín.

kryddaðir. „Þegar ég skrifa þá reyni ég að skrifa um það sem ég þekki, það er oftast vísir að einhverju sem er tært og er sannleikur í. Ég fór að líta í kringum mig og spá í karakterum sem ég þekkti og mér fannst skemmtilegir og fór bara að hugsa hvernig þeir eru og reyna að sjá lífið í gegnum þá og síðan þegar þeir voru að fæðast þá fór ég í kryddskápinn og kryddaði þá smá til að gera þá líflegri og skemmtilegri.“

Fríða D


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. „Það var skemmtilegt ferli að ráða leikarana í hlutverkin en samt var maður smeykur að ráða ekki fólk í rétt hlutverk en þegar við vorum búin að æfa í tvær vikur þá hætti ég að hafa áhyggjur af öllum söngleiknum því ég sá hvað leikararnir voru góðir. Þau mættu samviskusamlega alla daga á æfingar og leikstjórinn var að ýta á þau og hann náði svo miklu úr þeim með því að ýta á þau en þetta er eitthvað sem ég gæti aldrei gert, að pína leikarana svona en eftir tvær, þrjár vikur þá hugsaði ég að það skipti engu máli hvernig sviðsmyndin eða annað yrði, því þau voru svo góð og ég hugsaði með mér að þetta yrði bara alveg frábært.“ Það er kunnulegt andlit í sýningunni en Fríða Dís systir þín leikur eitt hlutverk. Ég skrifaði þetta hlutverk frá A til Ö alveg með hana í huga en hún hefur verið minn bjargvættur í þessari baráttu og hún er þráðurinn, ástin og allt þetta fallega í söngleiknum. Hún skilar þessu hlutverki algjörlega frábærlega.

21

Mér finnst þau öll svo mikilvæg og skila sínu svo vel í söngleiknum, þannig að ég get ómögulega gert upp á milli þeirra, sýningin væri svo allt allt öðruvísi ef að einn myndi til dæmis detta út. Hvað tekur við eftir Mystery Boy? Það eru nokkur verkefni sem ég er að vinna í núna og ég gæti alveg trúað því að ég fari vinna einhver fleiri verkefni í kringum leikhúsið, handritsgerð eða eitthvað annað. Ég hugsa nú samt að ég stígi ekki á svið og leiki, ég get ekki munað eina setningu, mér finnst betra að skrifa orðin heldur en að segja þau.

HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR­FRÉTTA

ni. með stórt hlutverk í sýningun Fríða Dís Guðmundsdóttir fer Hæfileikaríkir leikarar gera sýninguna að því sem hún er

Smári bjó til ævintýraheim í kringum alla í söngleiknum, hann hugsaði út í það hvernig hann myndi bregðast við í ýmsum aðstæðum og hann segir að það sé margt fantasíulegt hvernig karakterarnir eru í söngleiknum, hann segir jafnframt að það sé enginn í uppáhaldi í söngleiknum og að hann

geti hreinlega ekki gert upp á milli þeirra sem taka þátt í sýningunni. „Mér finnst þau öll svo mikilvæg og skila sínu svo vel í söngleiknum, þannig að ég get ómögulega gert upp á milli þeirra, sýningin væri svo allt allt öðruvísi ef að einn myndi til dæmis detta út.“ Hér á Suðurnesjum er mikið af hæfileikaríku fólki og vildu margir taka þátt í verkefninu.

Úr uppfærslu Leikfélags Keflavíkur á Mystery

Boy í Frumleikhúsinu.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 26. MAÍ 2018

Kjörstaður og kjörfundur Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 5. maí. Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum: D D-listi sjálfstæðismanna og óháðra

E Framboðsfélag E-listans

L L-listinn, listi fólksins

Björn Sæbjörnsson Sigurpáll Árnason Andri Rúnar Sigurðsson Anna Kristín Hálfdánardóttir Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir Kristinn Benediktsson Sigurður Árni Leifsson Drífa B. Önnudóttir Hólmgrímur Rósenbergsson Sigurður G. Ragnarsson Hanna Stefanía Björnsdóttir Óttar Jónsson Sigríður A. Hrólfsdóttir Reynir Brynjólfsson

Ingþór Guðmundsson Bergur Álfþórsson Áshildur Linnet Birgir Örn Ólafsson Inga Rut Hlöðversdóttir Friðrik Valdimar Árnason Guðrún Kristín Ragnarsdóttir Baldvin Hróar Jónsson Elísabet Á. Eyþórsdóttir Ingvi Ágústsson Tinna Huld Karlsdóttir Sindri Jens Freysson Brynhildur S. Hafsteinsdóttir Þorvaldur Örn Árnason

Jóngeir Hjörvar Hlinason Rakel Rut Valdimarsdóttir Eðvarð Atli Bjarnason Páll Ingi Haraldsson Kristinn Björgvinsson Anna Karen Gísladóttir Gunnar Hafsteinn Sverrisson Eva Rós Valdimarsdóttir Jakob Jörunds Jónsson Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir Tómas Örn Pétursson Elín Ösp Guðmundsdóttir Ryszard Kopacki Hanna Sigurjóna Helgadóttir

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga


22

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Bein leið best í körfubolta

- Framboðin í Reykjanesbæ háðu harða körfuboltakeppni

Bein leið sigraði í körfuboltakeppni framboðanna í Reykjanesbæ en framboðin átta sendu öll lið til keppninnar sem Framsóknarmenn í bæjarfélaginu höfðu efnt til. Lið Beinnar leiðar vann

Keppt var í íþróttahúsi Keflavíkur, TM höllinni, nýlega en upphaflega stóð til að keppa utan dyra við Holtaskóla. Vegna rigningar og bleytu á vellinum var keppnin færð inn í hús. Er óhætt að segja að hún hafi tekist mjög vel. Góð stemmning var á meðan hún stóð yfir og svo fór að lið Beinnar leiðar fór með sigur af hólmi en liðið vann alla sína leiki. Sjálfstæðismenn urðu í öðru sæti og í þriðja sæti varð Framsóknarflokkurinn.

alla sína leiki í körfubo ltakeppninni í Reykjanes bæ.

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir,

ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR Efstaleiti 67, Keflavík,

lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 25. maí kl. 13. Þórhallur Steinar Steinarsson Hildur Þóra Stefánsdóttir Sigurður Björgvinsson Hulda Rósa Stefánsdóttir Guðni Lárusson Gunnar Hafsteinn Stefánsson Guðrún Freyja Agnarsdóttir Magnús Margeir Stefánsson Karitas Heimisdóttir Halldóra Stefánsdóttir Magnús Ingi Oddsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


r Ăś j F

MANNLĂ?F Ă SUĂ?URNESJUM

fimmtudagur 24. maĂ­ 2018 // 21. tbl. // 39. ĂĄrg.

m u n i l l e v ĂĄ flug

23

Starfsemin å Keflavíkurflugvelli hefur margfaldast å undanfÜrnum årum en å tólf mínútna fresti lendir flugvÊl eða tekur å loft af annarri hvorri flugbraut vallarins. FarÞegaspå Isavia gerir råð fyrir aukningu upp å ríflega 1,6 milljón farÞegahreyfinga å Þessu åri. Ljósmyndarar VF voru å flugvellinum nýlega og tóku meðfylgjandi myndir.

Nýja Boeing 737 MAX tekur å loft å Keflavíkurflugvelli.

easyJet vĂŠl aĂ° gera sig klĂĄra meĂ° Icelandair vĂŠl Ă­ loftinu.

FarÞegar å leið inn í nýju MAX-vÊlina, JÜkulsårlón.

Air Iceland connect ĂĄ leiĂ° ĂĄ ĂĄfangastaĂ° frĂĄ KeflavĂ­kurflugvelli.

Wow er fyrirferĂ°amikiĂ° eins og Icelandair ĂĄ KeflavĂ­kurflugvelli.

BREIĂ?BANDIĂ? & DANS Â Â?

Â? Â? Â? Â

Â?

SuĂ°urnesjamagasĂ­n fimmtudagskvĂśld kl. 20:00 ĂĄ Hringbraut og vf.is

ÞÚ GETUR L�KA HORFT à Þà TTINN à VF.IS � TÖLVUNNI E�A SNJALLTÆKINU

Viltu auglýsa í ÞÌttinum? Hafðu samband við auglýsingadeild í síma 421 0001


24

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Stefnir á lögguna FS-ingur: Gunnhildur Stella Líndal. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er nítján ára og er frá Keflavík. Helsti kostur FS? Ég myndi segja félagslífið. Hver eru þín áhugamál? Að ferðast innanlands og utanlands. Hvað hræðist þú mest? Köngulær. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ætli það sé ekki bara hún Aníta Lind fyrir sína fótboltahæfileika. Hver er fyndnastur í skólanum? Linda Lucia. Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Guð það man ég ekki, það er svo langt síðan ég fór í bíó. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ekkert held ég, ég kaupi voða lítið þar. Hver er þinn helsti kostur? Ég er jákvæð og geri það sem ég ætla mér. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Mætingareglunum. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmor og góðmennska. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott bara. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég stefni á lögguna eins og er. ...kennari: Anna Taylor. Hvað finnst þér best við það að búa á Suður...mottó: Just do it. nesjunum? Hvað flest allir ...sjónvarpsþættir: 13 Reasons Why og Orange þekkjast. Is the New Black. Hvað myndir þú kaupa ...hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé. þér ef þúsund kall? Ég myndi kaupa mér lítinn ...leikari: Jennifer Aniston. bragðaref. ...hlutur: Síminn minn.

Eftirlætis...

Verðlaunahafar hvatningarverðlaunanna 2017.

Hverjir fá hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar? Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 31. maí 2018. Allir sem vilja geta tilnefnt verkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunarog nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 24. maí 2018. Í fyrra hlutu umsjónarmenn „FIRST LEGO League“ verkefnisins í Myllubakkaskóla, þau Íris Dröfn Halldórs-

dóttir, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Sveinn Ólafur Magnússon og Bryndís Guðmundsdóttir Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2017. Einnig fengu verðlaun Gyða Margrét Arnmundsdóttir fyrir sérdeildina Ösp og leikskólinn Holt fyrir Erasmus+ verkefnið „Læsi í gegnum lýðræði“.

Fýlar f lesta kennarana Við handsölun samningsins, f.v.: Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Júlíus Jónsson.

lanemi: Grunnskó jánsdóttir Krist Inga Jódís

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Njarðvíkurskóla. Hvar býrðu? Ég bý í Njarðvíkurborg. Hver eru áhugamálin þín? Ég elska að ferðast, bæði innanlands og erlendis og að vera með fjölskyldu og vinum. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er að klára 10. bekk og er fimmtán ára. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Ég dýrka bekkinn minn, nemendaráðið og flesta kennarana. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ég stefni á framhaldsskóla í bænum.

Ertu að æfa eitthvað? Ég er að æfa á píanó í Tónlistarskólanum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með skemmtilegu fólki, fara í bíó og chilla. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða eftir fólki og að hafa ekkert að gera.

Uppáhalds...

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Pepperoni taco og grænt vit hit. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Eins skrýtið og það hljómar þyrfti ég pottþétt að velja tannburstann minn eða rúmið mitt. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vonandi verður innanhússhönnuðurinn að veruleika.

...matur: Kjúklingasalat, hamborgarhryggur og kjúklingabaunabuff. ...tónlistarmaður: Post Malone, Cardi B og Sturla Atlas. ...app: Instagram. ...hlutur: Tölvan mín. ...þáttur: Blacklist, friends, Gilmore girls, gossip girl og one tree hill.

HS Veitur styrkja „Látum verkin tala“ verknámssmiðjur í FS HS Veitur hafa styrkt verkefnið „Látum verkin tala“ en það gengur út á kynna fyrir nemendum í 9. bekk verknám. Verkefnið er hluti af vinnuskóla þar sem nemendur hafa kost á að velja smiðjur í margvíslegu verknámi. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, mannauðsstjóri HS Veitna, og Helga María Finnbjörnsdóttir, varaformaður fræðslu-

ráðs Reykjanesbæjar, handsöluðu samkomulagið þann 14. maí og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.

gsblað a d a n n a m Sjó viku! u t s æ n í a Víkurfrétt

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Hvernig vinnum við markvissar saman að heilsueflingu og forvörnum? Ráðstefna Samtakahópsins um heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ fór fram í Stapa miðvikudaginn 16 maí sl. en um 80 manns mættu á ráðstefnuna. Kristján Freyr Geirsson, varðstjóri forvarna lögreglunnar í Reykjanesbæ setti ráðstefnuna og fyrsti ræðumaður var Hafþór Barði Birgisson sem kynnti Samtakahópinn og sagði hann frá helstu verkefnum hans, en hópurinn hefur verið með fyrirlestra um ábyrga netnotkun, forvarnardag ungra ökumanna, fjölmenningadag og margt fleira. Samtakahópurinn stýrir heilsueflandi samfélagi, þau hafa staðið fyrir heilsu og forvarnarviku á haustin og einnig hreyfiviku Reykjanesbæjar. Samtakahópurinn er þverfaglegur forvarnarhópur sem starfað hefur síðan 2003 og grípa þau strax inn í mál er varða forvarnir ef þurfa þykir. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu kynnti ný gögn um lýðheilsu ungs fólks í Reykjanesbæ en samkvæmt gögnum hefur samverustundum fjölskyld-

unnar fækkað mikið í Reykjanesbæ bæði eftir skóla og um helgar og benti Margrét Lilja á að samvera með fjölskyldunni sé verndandi þáttur í forvörnum. Yfirgnæfandi hluti barna er í góðum

málum og forvarnarstarf á Íslandi hefur gengið frábærlega sagði Margrét Lilja að lokum. Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis ræddi um að allt í samfélaginu hafi áhrif á vellíðan og að öll svið samfélagsins þurfi að taka þátt í að auka vellíðan. Meginmarkmið heilsueflandi samfélags

Frá ráðstefnunni sem haldin var í Hljómahöll.

sé að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum og vellíðan allra íbúa. Það þurfi að skoða öll æviskeiðin þegar unnið er að heilsueflingu í samfélaginu. Gígja lauk máli sínu með því að leggja áherslu á góð vinna sé unnin í Reykjanesbæ. Að lokum kom B. Sif Stefánsdóttir frá Heilsuleikskólanum Garðaseli og sagði frá leikskólanum, en mikil útivera og mikil hreyfing er á leikskólanum og taka foreldrar virkan þátt og skrá hreyfingu barna heima við. Leikskólinn tekur líka þátt í verkefninu „Leikur að læra“ þar sem börnunum er kennt á hreyfingu eins og Sif orðar það. Við erum lifandi leikskóli með heilsuna að leiðarljósi sagði Sif að lokum. Kristján Freyr Geirsson fundarstjóri sleit ráðstefnunni með þeim orðum: Við getum verið stolt af því sem við höfum verið að gera. Við erum frábær!

ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA HEIMA

Penninn ehf. með lægsta tilboðið í námsgögn Penninn ehf. átti lægsta tilboðið í sameiginlegu örútboði Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kaupa á námsgögnum fyrir grunnskólabörn. Samningur milli Reykjanesbæjar og Pennans var undirritaður í síðustu viku og mun hann gilda skólaárið 2018-2019. „Sameiginlegur ávinningur þessara tveggja sveitarfélaga var mjög góður í þessu örútboði eða 64,2%. Almenn ánægja er í báðum sveitarfélögunum. Ávinningur RNB eins og sér var 64,4% eða kr. 9.506.876.,“ segir á heimasíðu Reykjanesbæjar. Alls bárust þrjú tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun sveitarfélaganna. Penninn ehf. bauð lægsta heildartilboðsverðið og eftir mat á vöruframboði var tilboði þeirra tekið. Samningurinn er með framlengingarheimild um tvisvar sinnum eitt ár.

TIL AÐ HORFA Þú ert með okkur í snjalltækinu þínu!

R A G N I D N E S T Ú R BEINA D: FÖSTUDAGSKVÖL flavíkurhöfn Bryggjurall um Ke LD: LAUGARDAGSKVÖ á i og gleði og sorgir n in e b í r lu tö u st Nýju Reykjanesbæ í m fu to fs ri sk a g kosnin

Útsendingar fara fram a! rétt á Facebook-síðu Víkurf

SJÓNVARP

VÍKURFRÉTTA

25


26

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

75 FRÁ ÞVÍ SPRENGJUFLUGVÉLIN

HOT STUFF i l l a j f s l a d a r g fórst í Fa BRÆÐURNIR ÞORSTEINN OG ÓLAFUR MARTEINSSYNIR SKRÁ STRÍÐSMINJAR Á ÍSLANDI OG ERU ÁHUGAMENN UM SÖGU „HOT STUFF“ „Að þetta skuli gerast í bakgarðinum hjá okkur er dálítið merkilegt en þessi atburður er bara þaggaður niður, því hann gerist á svo óheppilegum tíma á stríðsárunum,“ segir Þorsteinn Marteinsson, áhugamaður um flugslys og flugóhöpp úr seinni heimstyrjöldinni. Hann og bróðir hans, Ólafur halda úti heimasíðu sem fjallar um stríðsóhöpp á Íslandi. Á dögunum var afhjúpað minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem fórst 3. maí 1943 á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Alls fórust fjórtán menn í flugslysinu en einn komst lífs af, stélskytta vélarinnar. Um borð í vélinni var Frank M. Andrews en hann var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu þegar vélin fórst og var hann á meðal þeirra sem létust. Minnismerkið er við Grindavíkurveg en á því er meðal annars eftirlíking af Liberator-vélinni. Bandaríkjamaðurinn Jim Lux hafði mikinn áhuga á þessu slysi eftir að hafa kynnst afkomanda þess sem komst lífs af í slysinu, Jim fann upp á þeim bræðrum Þórði og Ólafi en þá fóru hjólin að snúast og úr varð þessi glæsilegi minnisvarði.

Lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék við athöfnina 3. maí sl.

Hver er tilurð þessa verkefnis? Upphafið er þannig að þessi maður tengist einum áhafnarmeðlim sem er skilinn eftir í Englandi á sínum tíma, þeir kynnast löngu seinna og eru félagar, spila saman golf og við

það þá fara þeir að segja sögur af hver öðrum en þá kemur það í ljós að Jake Jakubsen var sá sem kastar sprengjunum úr vélinni og Jim fer að garfa í þessu og kemst að því að þessi vél og áhöfnin er fyrsta vélin sem klárar 25 árásaferðir yfir Evrópu og ástæðan fyrir því að menn voru að klára 25 ferðir var að þetta var svo hættulegt, menn voru svo berskjaldaðir fyrir þýsku orrustuvélunum að það var ekki nema einn af hverjum fimm sem náði að klára þetta, sem er alveg ótrúlegt í sjálfu sér. Í dag er Jake, félagi Jim, látinn og þetta spinnst þannig að Jim fer að reyna

Þorsteinn Marteinsson að finna einhvern hér sem þekkir til því hann vildi vita meira um þessa sögu, það gengur frekar illa, þangað til að hann finnur mig. Þið bræður eruð búnir að vera af garfa svolítið í þessu? Já, við höldum úti síðu sem heitir stríðsminjar.is og erum að safna upplýsingum um þessa atburði á stríðsár-

„HOT STUFF“ FÓRST 3. MAÍ 1943 Á FAGRADALSFJALLI Á REYKJANESSKAGA. ALLS FÓRUST FJÓRTÁN MENN Í FLUGSLYSINU EN EINN KOMST LÍFS AF, STÉLSKYTTA VÉLARINNAR. UM BORÐ Í VÉLINNI VAR FRANK M. ANDREWS EN HANN VAR YFIRMAÐUR ALLS HERAFLA BANDARÍKJANNA Í EVRÓPU ÞEGAR VÉLIN FÓRST OG VAR HANN Á MEÐAL ÞEIRRA SEM LÉTUST.

Myndir frá slysstað þann 4. maí 1943, daginn eftir slysið.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

27

Myndir frá slysstað þann 4. maí 1943, daginn eftir slysið.

unum og erum í dag komnir með 130 óhöpp. Bæði þar sem er mannskaði og alveg niður í minniháttar óhöpp á flugvöllunum, bæði hér í Keflavík og í Reykjavík.

Ólafur Marteinsson

HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR­FRÉTTA

Slysið sem verður í Fagradalsfjalli fyrir 75 árum síðan er í rauninni stórmerkilegur atburður, ekki satt? Mér finnst það og að þetta skuli gerast í bakgarðinum hjá okkur vera dálítið merkilegt en þessi atburður er bara þaggaður niður því hann gerist á svo óheppilegum tíma á stríðsárunum. Þetta er svo slæmt áróðurslega að hershöfðinginn farist og fyrstu hetjurnar eru jafnvel á leiðinni heim. Þannig að það er bara sléttað yfir þetta en það er hvergi fjallað um þennan mann og jafnvel þó þú lesir þér til í sögubókum um stríðið þá er hvergi minnst á hann. Hann á í raun og veru að vera í sama hópi og Eisenhover, Patton, Bradley og Montgomery, Andrews á að vera í þessum hópi en hann væri þar fremstur í flokki, hefði hann lifað. Flugslysið breytir þá hugsanlega kannski bandarísku sögunni? Ég veit það ekki, það er nú meira en að segja það að fara að leiðrétta söguna. Þetta er allavega fyrsta skrefið og þessir menn gleymast ekki, þeirra

Bláa Lónið og því er aldrei að vita nema að þetta verði stoppistöð fyrir ferðamenn og aðra. Eru margir svona slysstaðir frá stríðsárunum hér á Reykjanesskaganum? Já, hér í næsta nágrenni við Fagradalsfjall eru sjö flugslys. Það eru tvö önnur slysflök í Fagradalsfjalli fyrir utan þetta og eru þau flest vegna veðurs, aðstæðna og kunnáttuleysis. Svo voru siglingartækin á þessum tíma bara loftvog og áttaviti, það var ekkert GPS þá. verður minnst og það er svo gaman að geta tekið þátt í þessu. Jim Luke hefur átt veg og vanda að safna fyrir þessu og að koma þessu í kring, við erum bara búin að vera að hjálpa honum hér heima. Ég er svo stoltur af okkar fólki hér heima, móttökurnar sem við höfum fengið við þessari hugmynd hjá Grindavík, Landhelgisgæslunni, Keili.

Minnisvarðinn er veglegur, sýnir það ekki að þetta sé svolítið merkilegur atburður? Þetta er stórmerkilegur atburður, þeir voru ansi margir á stríðsárunum og þessi er kannski svolítið afskekktur hér á Íslandi en nú er Ísland inn í ferðaþjónustunni þannig að kannski breytist þetta eitthvað. Við sjáum bara til, þetta er á góðum stað, fólk keyrir hér framhjá þegar það fer í

Veðrið sem við erum að upplifa núna við afhjúpun minnisvarðans, þetta er eitthvað svipað og var þegar slysið varð? Ég hugsa það, það er a.m.k. mjög nálægt því. Það er til myndband sem var tekið daginn eftir slysið sem var tekið upp þegar björgunarfólk mætti á staðinn og það sést á því að það er suðvestan og éljagangur á þeirri mynd þannig að ég er nokkuð viss um að veðrið í dag er mjög svipað.

Minnismerkið við Grindavíkurveg var afhjúpað 3. maí sl.


28

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Virkjum Frjálsa aflið fyrir íbúa Reykjanesbæjar! Fr a m u n d a n e r u sveitarstjórnarkosningar þar sem íbúar Reykjanesbæjar velja sér framtíð. Bæjarbúar hafa lært af reynslunni. Þeir vita að þeir geta valið á milli draumkenndra loforða sem munu koma fjárhag bæjarfélagsins aftur í kaldakol og raunhæfra loforða þar sem ábyrg stjórnun leiðir af sér betra bæjarlíf. Stefna okkar hjá Frjálsu afli snýst um hið síðarnefnda.Fjármál sveitarfélagsins, uppbygging atvinnulífs, málefni barnafjölskyldna, eldri borgara og íþróttafélaga er það sem brennur mest á okkur. Skuldastaða bæjarins hefur lagast mikið á líðandi kjörtímabili. Á árinu 2014 var bæjarsjóður rekinn með 4,8 milljarða tapi, en árið 2017 var hagnaður af rekstrinum 1,2 milljarðar. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum verðum við að ná skuldum miðað við tekjur niður í 150% fyrir árslok 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar var í árslok 2014 228% hjá bæjarsjóði en 233% hjá samstæðunni en í árslok 2017 158% en 186% hjá samstæðunni. Sóknin gengur vel en Reykjanesbær er þó enn undir smásjá Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.

MARGT HEFUR ÁUNNIST OG BJARTIR TÍMAR FRAMUNDAN

Við í bæjarstjórn erum kosin til að fara með fjármuni íbúa bæjarins og okkur ber skylda til að fara vel með þá. Það höfum við líka lagt okkur fram við að gera. Þrátt fyrir aðhald í rekstri höfum við varið grunnþjónustu við íbúana og höfum náð að lækka útsvar og fasteignagjöld á árinu. Einnig viljum við veita eldri borgurum meiri afslátt af fasteignagjöldum en nú er með hærri tekjutengingu. Við eigum að veita börnum okkar góða menntun. Við eigum að styðja dyggilega við bakið á hvers konar forvarnarstarfi eins og íþróttum. Veita eldri borgurum aðgang að þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. En við þurfum einnig að koma sem flestum til sjálfsbjargar. Næsta stóra verkefnið er bygging Stapaskóla sem þegar er fullfjármagnað og er í útboðsferli. Fulltrúar Á- listans Frjáls afls munu leggja sig alla fram til að ná fram verulegum umbótum fyrir bæjarbúa. Við viljum efla bæjarlífið þannig að öllum geti liðið vel. Setjum X við Á á kjördaginn 26. maí. Virkjum Frjálst afl til framfara í Reykjanesbæ! Gunnar Þórarinsson, skipar 1. sæti hjá Frjálsu afli

SKÓLAMÁLIN Í FORGANG

Ný bæjarstjórn verður að breyta deiliskipulagi í Helguvík og leggja til bann við mengandi stóriðju. Íbúar verða að fá að kjósa um breytingu á skipulaginu í bindandi

kosningu. Í mörg ár hef ég barist af krafti gegn kísilverksmiðjum í Helguvík. Ég hélt íbúafundi, skipulagði mótmæli og fór af stað með undirskriftarlista til að knýja fram íbúakosningu. Ég hef barist gegn þessum mengandi iðnaði vegna þess að ég vil ekki fórna náttúru og heilsu minni né samborgara um ókomna tíð. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og hún er ekki til sölu. Framtíðin liggur í ósnertri náttúru, heilsusamlegu andrúmslofti og hreinu vatni.

Kísilver United Silicon er málefni sem mikið er rætt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. United Silicon er skólabókardæmi um hvernig ekki skal gera hlutina, og afleiðingarnar skelfilegar fyrir alla sem að komu en fyrst og síðast fyrir bæjarbúa, sem m.a þurftu að líða mikla mengun þann stutta tíma sem kísilverið var í rekstri. Í þessum kosningum virðast margir framboðslistar vera á móti kísilverinu, en það þarf meira en orð á blaði, það þarf að sýna dug og þor að taka skrefið alla leið. Það þarf að stöðva reksturinn fyrir fullt og allt. Eflaust gera menn sér í hugarlund að mengunarslysið á síðasta ári hafi

Kennarar koma börnunum til manns

Hvað er okkur mikilvægara í lífinu en börnin okkar og menntun þeirra. Margar áskoranir bíða okkar í skólamálum. Ekki er nóg að fjölga plássum í skólunum. Það þarf að huga að þeim dýrmæta mannauði sem býr innan veggja skólanna, kennurunum. Álag á kennara er mikið og of lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Við þessu verður að bregðast. Við erum að sjá fram á kennaraskort á næstu árum og til að bregðast við verða laun kennara að vera samkeppnisfær. Svigrúmið til að bæta kjör kennarar og auka nýliðun í stéttinni verður að vera til staðar. Mjög mikilvægt er að endurskoða og breikka tekjustofna sveitarfélaga svo halda megi uppi eðlilegu skólastarfi. Þetta er forgangsmál.

lóðum undir litlar íbúðir fyrir eldri borgara við Víðihlíð og tengja við þær 300 – 400 fermetra félagsaðstöðu. Þá leggjum við til að ráðinn verði ferðamálafulltrúi sem hafi yfirumsjón með að móta ferðamálastefnu fyrir bæinn. Einnig er mikilvægt að hefja framkvæmdir að nýrri aðkomu inn á knattspyrnuvöllinn með því að klára aðstöðuna við Hópið. Kæri kjósandi! Það er í þínum höndum hverjum þú treystir til að standa við gefin loforð, við sjálfstæðismenn höfum sýnt að við erum traustsins verðir. Settu x við D til að tryggja örugga stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Guðmundur Pálsson, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Burt með allan kísiliðnað úr Helguvík

Mengandi iðnaður mengar alltaf

Í kosningabaráttunni hef ég hitt fjölmarga bæjarbúa og hefur það verið einkar ánægjulegt. Margir eru áhugasamir um framboð Miðflokksins og höfum við fengið ákaflega góðar viðtökur, fyrir það erum við þakklát. Skólamálin eru málaflokkur sem margir hafa komið inn á. Miðflokkurinn leggur áherslu á að fjölga plássum í leik- og grunnskóla, enda nauðsynlegt vegna fordæmalausrar fólksfjölgunar. Einnig er forgangsmál að huga að kennurunum okkar.

verið mistök í framleiðslu sem hægt verði að koma í veg fyrir með betri mengunarvörnum. Staðreyndin er sú að mengandi stóriðja er mengandi stóriðja hvernig sem hún er matreidd.

Íbúakosning eða skoðunarkönnun

Flest framboð í Reykjanesbæ tala um að hér verði íbúakosning um framtíðarskipulag Helguvíkursvæðisins, en hún verði skv. lögum ekki bindandi kosning og því alfarið undir bæjaryfirvöldum komið hvort unnið sé í takti við niðurstöðu kosningar. Íbúakosning sem er ekki bindandi er gagnlaus að mínu mati, hún er í raun bara kostnaðarsöm skoðunarkönnun. Í 107. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar segir; „Sveitarstjórn ákveður hvort fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa um einstök málefni. Atkvæðagreiðsla samkvæmt þessari grein, sem og 108. gr., er ráðgefandi nema sveitarstjórn ákveði að hún skuli binda hendur hennar til loka kjörtímabils”. Það er því villandi og beinlínis rangt að tala um að íbúakosning geti ekki verið bindandi, allt sem þarf er vilji bæjaryfirvalda að hlusta og fara eftir vilja íbúa. Nærtækt dæmi er þegar Hafnarfjarðarbær fór í íbúakosningu hér um árið, um hvort leyfa skyldi stækkun álversins við Straumsvík og niðurstaðan var að íbúar höfnuðu þeirri stækkun. Þarna var bæjarstjórn sem þorði að taka mark á vilja íbúanna.

Ekki gleyma Thorsil

Allt virðist stefna í aðra risavaxna kísiliðju við hliðina á United Silicon kísilverinu. Það furðar mig að menn

skorti vilja og þor til að láta hér staðar numið í ljósi fyrri reynslu. Ekki byrjar Thorsil ævintýrið vel; í lóðasamningi sem Reykjanesbær og Thorsil undirrituðu árið 2014, kemur fram að ef vanskil verði vegna greiðslu á gatnagerðargjöldum skv. gr. 3.1, þá hefur Reykjaneshöfn heimild til að rifta samningum í heild sinni einhliða. Það er skemmst frá því að segja að ítrekað hafa bæjaryfirvöld gefið frest á greiðslu. Þetta segir mér að stóriðjuvitleysan heldur áfram í Helguvík. Það er sannarlega mikil vonbrigði.

Framtíðin er vistvæn og Vinstri græn

„Kálver í stað álvers“, var einu sinni sprenghlægileg hugmynd en sýnir sig nú meira og meira að í breyttum heimi er matvælaframleiðsla atvinnugrein framtíðarinnar. Ég sé fyrir mér Helguvík sem fallegt útivistarsvæði og jafnvel tjaldstæði þar sem göngu- og hjólreiðarbrautir tengja svæðið frá höfninni inn í miðbæ Reykjanesbæjar. Skip sem fylgja hertum reglum um hreinsibúnað og bruna svartolíu, gætu bætt fjárhagsstöðu hafnarinnar með því að tengja sig við rafmagn. Ferðamenn í göngufæri við miðbæinn væri velkomin lyftistöng fyrir verslun og þjónustu bæjarins. Við verðum að sýna hugrekki til að leiða bæinn okkar inn í nýja tíma, þar sem skýr framtíðarsýn og vistvæn stefna fara hönd í hönd og náttúran og mannfólkið fái alltaf að vera í fyrirrúmi. Dagný Alda Steinsdóttir 1. sæti VG í Reykjanesbæ

Nýtt upphaf

Lengi býr að fyrstu gerð

Miðflokkurinn vill efla iðn-tækni og listgreinakennslu á grunnskólastigi. Í grunnskóla kemur oft í ljós hvaða nemendur hafa sérstaka hæfileika í handverki. Við viljum hlúa enn betur að þessum nemendum. Menntamálaráðuneytið hefur m.a. lagt áherlsu á að fjölga þurfi nemendum í iðn- og tæknigreinum í framhaldskóla, vegna skorts á iðn- og tæknimenntuðu fólki á atvinnumarkaði. Málið verður unnið í fullu samráði við kennara og auknar greiðslur til þeirra verða að fylgja fleiri kennslustundum.

Þann 11.nóvember síðastliðinn urðu kaflaskipti í lífi Garðbúa og Sandgerðinga. Við tókum þá ákvörðun um að sameinast í eitt öflugt sveitarfélag. Þennan laugardag varð strax ljóst að breytinga væri að vænta. Breytingum fylgja sóknarfæri og við B-lista fólk viljum fá að vera í fararbroddi í þeirri sókn. Við erum með skýra framtíðarsýn á verkefnin framundan og höfum samvinnu að leiðarljósi.

Systkinaafsláttur af skólamáltíðum

Samvinna við mótun nýs sveitarfélags

AUGLÝSING

Miðflokkurinn ætlar að innleiða systkinafslátt af skólamáltíðum. Verður hann 50% af öðru barni eða fleirum. Stefnan er síðan sú að í framtíðinni verði skólamáltíðar gjaldfrjálsar í Reykjanesbæ. Kennarasamband Íslands hefur bent á að hættumerki séu víða í grunnskólunum þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu. Þetta hefur einnig komið fram í viðræðum mínum við kennara. Les- og málskilningi barna hefur hrakað og við höfum horft upp á innrás enskrar tungu, ef svo má að orði komast. Íslenskukennsluna þarf að styrkja á mörgum sviðum og þar viljum við eiga gott samstarf við kennarana. Styrkja þarf skólabókasöfnin, hvetja til meiri lesturs og fá höfunda til að koma í skólana til að lesa úr verkum sínum. Ábyrgðin er okkar allra. Margrét Þórarinsdóttir, X-M oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.

Næstkomandi laugardag ræðst það hvort við sjálfstæðismenn verðum áfram í meirihluta í Grindavík. Það stefnir í mikla baráttu þar sem sex framboð bjóða nú fram. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa unnið vel fyrir bæjarfélagið á kjörtímabilinu og hefur efnt flest af þeim metnaðarfullu atriðum sem fram komu í síðustu stefnuskrá. Þar má helst telja byggingu sex nýrra íbúða í Víðihlíð, framkvæmdir við nýtt íþróttahús eru hafnar og keypt hefur verið stórt húsnæði undir daggæslu barna frá 12 mánaða aldri. Á næsta kjörtímabili stefnum við m.a að því að úthluta

Íbúar í okkar nýja sveitarfélagi eiga það skilið að tilvonandi sveitastjórnarfólk vinni þétt saman að mikilvægum málum, eins og fræðslu- og öldrunarmálum, dagvistun og skipulags- og menningarmálum, svo eitthvað sé nefnt. Að mati okkar hjá B-listanum er ótímabært að langir loforðalistar detti inn um bréfalúgu íbúa þar sem öllu fögru er lofað. Við setjum okkur markmið og leggjum fram ákveðna framtíðarsýn. Líklega hefur enginn af tilvonandi sveitastjórnarfólki áður tekið þátt í að sameina sveitarfélög. Það verkefni er afar spennandi áskorun og tækifæri til að bæta þjónustu við íbúa og þróa okkar góða samfélag til framtíðar.

Aðkoma íbúa að ákvörðunum

Tölurnar sýna að hið nýja sveitarfélag verði með um 250.000 milljónir króna til umráða til nýframkvæmda fyrir árið 2019. Að mati okkar hjá B-listanum er mikilvægt að íbúar komi að ákvarðanatöku um hvernig verkefnum verði forgangsraðað og fjármunum til þeirra úthlutað. Það gerum við með íbúakosningum.

Aukum lífsgæði eldri borgara

Við vitum öll að sveitarfélögin hafa ekki gert nóg í málefnum aldraða. Nú er tækifæri að gera betur í þeim efnum. Við hjá B-listanum viljum auka heimaþjónustu við aldraða, bjóða upp á fjölbreyttara félagsstarf, bæta akstursþjónustu og margt fleira sem eykur lífsgæði eldri borgara. En heilsugæsla í heimabyggð er líka eitt af þeim verkefnum sem við B-lista fólk ætlum að beita okkur sérstaklega fyrir. Nýtt upphaf er á næsta leyti. Framsókn og óháðir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag ennþá betra fyrir okkur öll. Við biðjum um þinn stuðning til þess. Daði Bergþórsson 1.sæti B-listi og óháðir í Sandgerði og Garði

á timarit.is


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

29

Forvarnargildi íþrótta og fjölnota íþróttahús í sameinuðu sveitarfélagi Ein sú albesta forvörn sem börn og ungmenni fá er skipulagt íþróttastarf. Margar rannsóknir styðja við þessa fullyrðingu og ég held við getum flest fallist á hana. Meðfylgjandi mynd sem er unnin úr rannsókn sem Rannsóknir og greining unnu sýnir þetta svo ekki verður um villst (Rannsóknir & greining: Ungt fólk 2016). Til að við sem samfélag getum fullnýtt okkur þessa staðreynd þá þurfum við að búa svo um hnútana hvar sem því verður við komið að sem flestir getið fundið eitthvað við sitt hæfi. Börn og ungmenni þurfa að finna sína grein, og aðstæður til að iðka íþróttir þurfa að vera ásættanlegar. Einnig þarf að bjóða uppá æfingatíma sem fellur að dagskrá barna og aðgengi þarf að vera eins og best verður á kosið. Við á D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði og Sandgerði gerum okkur grein fyrir þessu og viljum koma til móts við þessar mikilvægu þarfir. Ein af stóru lausnunum í þessu máli teljum við vera að koma á laggirnar fjölnota íþróttahúsi og eitt af okkar stóru stefnumálum er að koma slíku húsnæði í nýtt aðalskipulag í nýja sameinaða sveitafélaginu okkar. Undirbúningur verður svo hafinn að byggingu hússins á komandi kjör-

tímabili. Þegar kemur að vali á slíku húsi er að mörgu að hyggja. Valkostirnir eru margir og útfærslurnar sem koma til greina mýmargar. Kostnaður við slík hús er mjög misjafn eftir því hvaða leið er valin og þvi þarf mjög að vanda til verks í þeirri vinnu og meta hvar þörfin liggur. Endanleg ákvörðun ræðst svo af þörfum íbúanna og fjárhagslegri getu sveitafélagsins. Þessa vinnu þarf að fara í strax í komandi kjörtímabili. Notagildi fjölnota íþróttahúss er mikið og kemur það til með að nýtast mörgum íþróttagreinum og kynslóðum. Um leið opnast fyrir fleiri tíma í íþróttahúsunum sem nú eru til staðar til að stunda þær greinar sem eru best til þess fallnar að stunda í slíkum húsum. Þetta bætir aðstöðu fyrir knattspyrnuna, sem fær þá aðstöðu sem er fullkomlega sam-

keppnishæf við það sem best gerist og einnig fá aðrar greinar eins og t.d. körfubolti fleiri og betri æfingatíma. Í fjölnota íþróttahúsi opnast líka möguleikar á vetraraðstöðu fyrir golfara og flugukastveiðimenn svo dæmi séu tekin. Eins mun slíkt hús nýtast fyrir göngur og heilsueflingu eldri borgara eins og dæmin sýna frá nágrannsveitarfélögum okkar. Af þessu leiðir að við hjá D-listanum lítum á það sem eitt af stóru verkefnunum í nýju sveitarfélagi að koma byggingu á fjölnota íþróttahúsi af stað

til að bæta aðstöðuna og ýta undir fjölbreyttara framboð á íþróttagreinum. Einnig þarf að vinna markvisst að því að bæta aðgengið með auknum samgöngum milli byggðarkjarnanna og tengja þá saman með göngustígum. Þegar nýja húsnæðið verður komið í gagnið mun það svo auðvitað tengjast þessum samgönguleiðum þannig að börn og ungmenni ættu að komast á allar þær æfingar

sem þau kjósa með skilvirkum hætti. Þetta ætti að auka líkurnar á fjölgun barna sem stunda skipulagðar íþróttaæfingar og hafa jákvæð forvarnaráhrif til heilla fyrir unga fólkið okkar og samfélagið í heild. Jón Ragnar Ástþórsson skipar 5. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði og Sandgerði

Heilbrigðisstofnunin álag og óréttlæti Traust og öflug heilbrigðisþjónusta í heimabyggð er okkur öllum afar mikilvæg. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur búið við langvarandi fjársvelti hins opinbera. Fjárveitingar hafa ekki fylgt íbúaþróun á sama tíma og þjónustuþörfin eykst ár frá ári. Álag er mikið á starfsmenn og biðtími eftir þjónustu læknis á heilsugæslunni er óásættanlegur. En hvað er til ráða? Reksturinn er í höndum ríkissins og því miður hefur ríkið skammtað okkur hlutfallslega lægri fjárframlög til HSS heldur en sambærilegra stofnana á landsbyggðinni. Þetta er mikið óréttlæti sem verður að leiðrétta.

Yfirtaka Reykjanesbæjar á rekstri HSS er óraunhæf

Nú í aðdraganda kosninga hafa hugmyndir um að Reykjanesbær tæki yfir rekstur heilsugæslunnar skotið upp kollinum og hefur að minnsta kosti einn stjórnmálaflokkur gert málið að sýnu aðalkosningamáli. Þessar hugmyndir eru óraunhæfar rekstrarlega séð m.a. vegna fjárhagsstöðu

Reykjanesbæjar og aðlögunaráætlunar um lækkun skulda til 2022. Auk þess hefur þetta fyrirkomulag ekki leyst vandann hvað biðtíma lækna varðar. Reynsla Akureyrarbæjar af þessu rekstrarfyrirkomulagi gaf ekki góða raun og var samningur ríkissins við Akureyrarbæ um rekstur heilsugæslunnar ekki framlengdur. Horfum til reynslu annarra í máli þessu.

fjárveitinga til HSS Tillaga Miðflokksins var felld á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir greiddu atkvæði á móti hækkun til HSS. Það er þyngra en tárum tekur að þingmenn okkar, sem sumir hverjir eru búsettir í Reykjanesbæ, skuli ekki getað staðið saman og stutt tillögur um hækkun fjárveitinga til HSS. Flokkslína í atkvæðagreiðslu sem þessari á Alþingi er óþolandi. Þetta er brýnt hagsmunamál okkar allra og við gerum þá kröfu til þingmanna svæðisins að þeir sýni ábyrgð. Þeir stjórnmálaflokkar sem ekki gátu stutt við bakið á íbúum Reykjanesbæjar í málefnum HSS eiga að athuga sinn gang. Þingmennirnir sem voru á móti eiga að spyrja sjálfa sig að því hvers vegna þeir eru í stjórnmálum. Eru þeir á þingi fyrir fólkið eða flokkinn? Eru þeir strengjabrúður flokkselítunnar í Reykjavík, sem ávallt hefur verið áhugalaus um Suðurnesin? Miðflokkurinn mun áfram berjast fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hverjum treystir þú til verksins? X-M Gunnar Felix Rúnarsson, skipar 2. sætið fyrir Miðflokkinn.

Miðfokkurinn á Alþingi og í fjárlaganefnd vildi hækka fjárveitingar til HSS

Rekstur HSS er í höndum ríkisins. Gera verður ríkisvaldinu ljóst að það óréttlæti sem viðgengst í fjárveitingum til HSS verður ekki liðið lengur. Ríkisvaldið verður að viðurkenna að hér hefur orðið fordæmalaus fólksfjölgun á undanförnum árum. Bæta þarf húsakost HSS og skortur er á fagfólki til starfa. Bæjarvöld verða að þrýsta á þingmenn okkar að þeir berjist fyrir auknum fjárveitingum til HSS á Alþingi. Miðflokkurinn á Alþingi flutti breytingartillögu við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól um hækkun til HSS upp á 100 milljónir króna. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir voru á móti hækkun

Takk fyrir stuðninginn og þolinmæðina við endureisn bæjarins okkar. Við munum skila árangrinum áfram til bæjarbúa - með ykkar hjálp.

t

xsreykjanesbaer.is

Verið velkomin í fjölskyldugrill Samfylkingar og óháðra í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 12 föstudag 25. maí kl. 16-19 og í kosningakaffið á kjördag laugardag 26. maí.

XS


30

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Til hamingju Reykjanesbær! Kæru íbúar Reykjanesbæjar, dagurinn í dag markar endalok kísiliðnaðar í okkar bæjarfélagi. Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar er staðfestur sá grunur að kísilverið sem nú stendur í Helguvík sé ekki í neinu samræmi við upprunalega kynningu á verkefninu. Sá tími er kominn að við krefjumst þess að þessi verksmiðja verði fjarlægð fyrir fullt og allt. Fullnaðarsigur er í sjónamáli ef við fylgjum því fast eftir. Það eru tveir kostir fyrir Arion banka núna, að selja verksmiðjuna úr landi eða standa í málaferlum þar sem þeir þurfa að borga fyrir niðurrif og förgun á verksmiðjunni því þessi verksmiðja fer ekki aftur í gang á þessum stað. Í kjölfarið þurfum við bæjarbúar að setja strangar reglur um alla ákvarðanatöku er varðar okkar lýðheilsu og að bæjarbúar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að standa gegn okkar eigin bæjarfulltrúum þegar þeir eru að vinna gegn okkar hagsmunum. Reykjanesbær er bærinn okkar og við eigum að fá að ráða því hvernig við viljum að okkar nærumhverfi sé. Það hefur orðið vitundarvakning í okkar samfélagi og við eigum ekki að vera hrædd við að tjá skoðanir okkar, taka afstöðu eða láta í okkur heyra ef svo ber undir. Að eiga samtal

þó svo að skoðanirnar séu ekki alltaf samhljóma. Þannig virkar lýðræðið. Máttur okkar er mikill ef við stöndum þétt saman og höfum þor til að setja okkar eigin heilsu og bæjarfélag í fyrsta sæti. Það gerði þorri bæjarbúa þegar þeir sáu og fundu að ekki var allt með felldu hvað varðaði kísilver United Silicon í Helguvík. Byggjum upp heilsusamlegt, umhverfisvænt samfélag því það eru mannréttindi að fá að anda að sér hreinu lofti. Afstaða okkar Pírata hefur alltaf verið skýr: Aldrei aftur mengandi stóriðju í byggð! Helstu atriði og tengil í skýrsluna er að finna á https://sudurnes.piratar. is/helguvik/ Þórólfur J Dagsson skipar 1. sæti Pírata í Reykjanesbæ

Viðsnúningur í rekstri eða viðsnúningur í árferði? Á síðustu árum má sannarlega segja að aðstæður hafi breyst á Íslandi. Efnahagsaðstæður hafa batnað mikið og smjörið drýpur nánast af hverju strái, og það er jafnvel betra ástand en 2007.

Mælirinn er fullur „Þú getur fengið tíma eftir mánuð eða farið á vaktina”

Á undanförnum vikum höfum við fengið til okkar á kosningaskrifstofuna mikið af fólki sem segir okkur sögur af því hvernig heilbrigðiskerfið brást þeim. Sögurnar eiga það sammerkt að við frambjóðendur sitjum eftir reið, svekkt og sár. Það er ótrúlegt að hér í bæ hafi alist upp heilu kynslóðirnar sem þekkja það ekki hafa sinn eigin heimilislækni. Við sem samfélag verðum að leita allra mögulegra leiða til þess að tryggja hér eðlilega heilsugæsluþjónustu og þar verða bæjarfulltrúar að taka af skarið.

Farið hefur verið með rangt mál

Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifaði grein í Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hún nefnir fjárskort, húsnæðisvanda og fjölgun íbúa sem helstu ástæður þess að þjónusta HSS sé ekki sem skyldi. Guðný er yfirleitt bæði fagleg og málefnaleg en gerir í greininni þó engan greinarmun á sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslunni né nefnir þær brotalamir sem koma fram í skýrslu Landlæknis um rekstur og stjórnun stofnunarinnar. Guðný fer einnig með fleiri rangfærslur í greininni sem ég tel mig knúinn til þess að leiðrétta hér.

Rekstur heilsugæslunnar og skuldahlutfall bæjarins

Reykjanesbær mun ekki og á ekki að borga með heilsugæslunni. Ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu lögum samkvæmt. Möguleg aðkoma bæjarins að rekstri heilsugæslu hefur því alls ekkert með skuldahlutfall bæjarins að gera heldur eingöngu stjórnunarfyrirkomulag. B-listinn leggur til hugmynd að lausn sem á sér fordæmi og því óþarfi að slá slíka hugmynd út af borðinu án þess að kanna hana til hlítar.

2014, þegar hún var sameinuð undir Heilbrigðisstofnun Norðurlands í kjölfar hagræðingar af hálfu ríksins. Áður höfðu samlegðaráhrif af heimaþjónustu og heimahjúkrun verið mikil. Nú er ákall um að Akureyrarbær taki aftur yfir heimahjúkrun en það fyrirkomulag er einnig að finna í stórum bæjarfélögum og nægir að nefna Reykjavík í því sambandi. Höfn í Hornafirði er annað dæmi um sveitarfélag sem rekur sína heilsugæslu með samningi við sjúkratryggingar Íslands.

Hættum að berja hausnum við steininn

Ætlum við íbúarnir að leita leiða til þess að tryggja hér eðlilega heilsugæsluþjónustu eða einfaldlega að gefast upp og sækja þjónustu í Kópavog? Þar er einkarekin heilsugæsla sem skilað hefur yfir 250 milljónum í arð til eigenda sinna og því ljóst að hægt er að reka heilsugæslu réttu megin við núllið án þess að gefa afslátt af þjónustugæðum. Ef ríkið getur fjármagnað einkarekstur þá getur ríkið svo sannarlega fjármagnað heilsugæslu þar sem samlegðaráhrif skila íbúum betri þjónustu. Hættum að berja hausnum við steininn og förum aðrar leiðir, annað er fullreynt.

Frábært starfsfólk vinnur þrekvirki

Á HSS vinnur frábært starfsfólk þrekvirki á hverjum degi við erfiðar aðstæður. Hugmyndir okkar um aðkomu bæjarins að rekstrinum snúa ekki síður að starfsumhverfi þess og hvernig best megi bæta þjónustuna. B-listinn er lausnamiðað framboð. Við stöndum ekki fyrir stöðnun og úrræðaleysi. Við viljum að bæjarfélagið komi að rekstri heilsugæslunnar og munum fara þess á leit við heilbrigðisráðherra strax eftir kosningar. Við getum gert það.

Alþekkt að bæjarfélög reki heilbrigðisþjónustu

Akureyrarbær rak heilsugæsluna á Akureyri frá 1997 til

Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti B-listans í Reykjanesbæ og lýðheilsufræðingur

Setjum málefni þeirra yngstu og elstu á oddinn Rekstrarstaða nýs sameiginlegs sveitarfélags er sterk. Til að nýtt samfélag nái að blómstra er mikilvægt að huga fyrst og fremst að því að grunnþjónustan sé traust. Sem rúmlega 3500 manna sveitarfélag eigum við rétt á því að í okkar byggðarkjarna sé hvíldarinnlögn fyrir aldraða og heilsugæsla fyrir alla íbúa. Við í J-listanum ætlum að þrýsta á ríkið að komið verði til móts við okkar sjálfsögðu kröfur.

Eftir efnahagshrun þurftu flest sveitarfélög að setja álögur sínar í topp til þess að ná endum saman, og laga reksturinn. Í Sveitarfélaginu Vogum var það sama uppi á teningnum. Síðan 2013 hafa tekjur sveitarfélagsins af fasteignagjöldum hækkað sem nemur rúmum 80% og útsvarstekjur hækkað um 63,4%. Þetta eru hreint út sagt rosalegar tölur. Þetta þýðir jú að fasteignaverð hefur farið mikið hækkandi enda enda lítið sem ekkert um nýbyggingar. Þetta þýðir einnig að atvinnuleysi hefur minnkað og tekjur hækkað hjá íbúum. Þessir tveir tekjustofnar eru mjög mikilvægir fyrir sveitarfélagið og samanlagt gefa þeir 262,6 milljónum meira 2017 en þeir gerðu 2013. Aðrir tekjustofnar eins og framlög úr jöfnunarsjóði og fleira hafa aukist minna en vega samt þungt þegar á heildina er litið. Að reka sveitarfélag í svona árferði er eins og að sigla á lygnum sjó, allt er auðveldara og tekjuöflun gengur vel.

Til þess að fá fullan styrk úr jöfnunarsjóði þurfa sveitarfélög að fullnýta alla sína tekjustofna. Sé til dæmis fasteignaskattur lækkaður, lækkar einnig framlag jöfnunarsjóðs. Við hjá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra lögðum til á yfirstandandi kjörtímabili að það yrði skoðað hversu mikið framlag jöfnunarsjóðs mundu lækka fyrir hverja prósentu af lækkuðum fasteignaskatti. Þetta var gert og varð úr að fasteignagjöld lækkuðu lítillega. Við vildum ganga lengra og lækka vatnsgjaldið en sú tillaga fékk ekki fram að ganga hjá meirihluta. Lækkunin var það lítil að hún ást upp af hækkuðu fasteignamati og sáu íbúar ekki mikinn mun á reikningnum milli ára. Fasteignagjöld á íbúa Voga og Vatnsleysu eru orðin afar íþyngjandi og ætlum við að lækka þau enn frekar því betur má ef duga skal. Núna árar einstaklega vel og þá er líka vel við hæfi að íbúar sveitarfélagsins fái að njóta þess. Kristinn Benediktsson 6. Sæti á D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Við í J-listanum viljum að biðlistar á leikskólana heyri sögunni til og að hægt verði að taka á móti yngstu börnunum eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Því fylgir hagsæld fyrir alla. Til að vinna það verk þarf að fjölga starfsfólki og stækka leikskólana til að geta tekið við öllum. Leikskólann Sólborg í Sandgerði er erfitt að stækka meira en orðið er og því sjáum við fyrir okkur að selja fasteignina Sólheima 1-3 sem var keypt til bráðabirgðanotkunar og byggja stærri leikskóla á nýjum stað sem er þá bæði ungbarnaleikskóli og almennur leikskóli. Þá er hægt að breyta núverandi leikskóla í félagsheimili fyrir unga sem aldna. Þar sem húsið er á milli Miðhúsa og grunnskólans er staðsetningin ákjósanleg. Í Garðinum er mikilvægt að stækka þann leikskóla sem þegar er til og fjölga starfsfólki til að hafa burði til að taka fleiri börn inn. Með því að vera með tvo öfluga stóra leikskóla í sitthvorum þéttbýliskjarnanum minnkum við skutl foreldra á milli, sem væri meira af, ef ungbarnaleikskóli myndi rísa í fjarlægð frá almennum leikskólum.

Kennsla verk- og listgreina í grunnskólum

Lengi hefur verið talað um að auka þurfi vægi verk- og listgreina í grunnskólum. Er það frekar í orði en á borði og hvað er almennt gert í því?

Í grunnskólalögum kemur fram að: „Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Í okkar flókna samfélagi nútímans hafa ungmenni mikla þörf fyrir að spreyta sig á verkefnum í fjölbreyttu samhengi. Skólinn þarf að skipuleggja námsumhverfi sem hæfir þessum verkefnum. List- og verkgreinar eru jafnan ekki í boði nema sem valgreinar á unglingastigi eða kannski sem uppfylling. Það er staðreynd að þessar greinar bjóða upp á margháttaða reynslu og hafa margt fram að færa sem aðrar greinar hafa ekki. Skapandi listræn ferli geta haft áhrif á allt skólastarf. Bóknámsgreinar eru

nauðsynlegar og gefa mikilvægan grunn á svo mörgum sviðum. En það gera list- og verkgreinar líka. Þær gefa nemendum möguleika á að nálgast verkefnin á annan hátt. Vægi þessara greina þarf að aukast í skólastarfinu, það hefur hallað á þau of lengi. Hvernig væri að færa brautakerfið sem er í framhaldsskólum niður á unglingastig grunnskólans. Nemendur gætu kannski valið hönnunar-, myndlistar-, málm- eða trésmíðabraut svo dæmi séu tekin. Þau gætu síðan haldið sínu striki, vel undirbúin í framhaldsskóla. Þessu er varpað fram til umhugsunar. Vægi verk- og listgreina er of lítið í grunnskólum, það er staðreynd. Allir nemendur þurfa að finna nám við sitt hæfi í skólanum sínum svo að þeim líði vel og geti þroskast á jákvæðan hátt á þessum tíu mikilvægu árum. Við í J-listanum hlökkum til að takast á við þessi verkefni og framkvæma þau. Fríða Stefánsdóttir og Vitor Hugo Rodrigues Eugenio, 3. og 4. sæti J-listans í nýju sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

31

Hvaða umsókn ætlar þú að samþykkja þann 26.maí ? Föngulegur hópur fæddur 1991 gekk í grunnskóla Grindavíkur og áttu þau eftir að ganga í gegnum ýmislegt. Það voru sigrar, gleði en einnig sorg. Við vorum skóluð til af eðal fólki. Góðir kennarar sáum um okkur og vorum við útskrifuð eftir að goðsagnirnar Kristín Mogensen og Pálmi höfðu lagt okkur lífsins reglurnar í 10.bekk. Það var yndislegt að alast upp í Grindavík. Árið 2017 hittust við nokkur skólasystkyni eitt kvöld um haustið, sumir fluttir aftur til Grindavíkur. Umræðurnar fóru á þá leiðina hvort að við ætluðum að setjast að í Grindavík eða ekki. Heitar umræður hófust um málefnin í okkar frábæra bæjarfélagi en voru mjög sammála

um að hægt væri að gera betur. En hvað á að gera? Ekkert gerist ef við höldum áfram að rökræða heima hjá okkur, en öll vorum við sammála að vilja ekki setjast á lista hjá neinum núverandi flokkum. Flest okkar höfðu áður fengið boð um slíkt en tilfinningin var oft sú að um væri að ræða skrautfjaðra sæti til þess að hafa einn ungan á lista. Það var því ákveðið að stofna framboð óháð pólitískum skoðunum og föngulegur hópur fenginn með í starfið. Staðreynd málsins er sú að ungu fólki í dag finnst hið pólitíska umhverfi ekki spennandi og hræðast það jafnvel. Að þurfa svara fyrir rótgróna flokka og láta skilgreina sig eftir honum er ekki aðlaðandi sérstaklega ekki ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í pólitík. Rödd unga fólksins er framboð sem snýst ekki

um hægri eða vinstri stefnu, heldur en um þjónustustefnu. Sveitarfélag er rekið af íbúum þess og sveitafélag er þjónusta við íbúa. Bæjarfulltrúar eiga að sjá starf sitt sem þjónustufulltrúar bæjarins og vera sýnilegir í bæjarfélaginu. Með þjónustmiðaðri stjórnsýslu þarf að gera þjónustustefnu og gera allt starf þjónustumiðað. En hvað er átt við með því ? Sem dæmi má nefna umhverfið okkar, við þurfum að horfa á það að þjónusta íbúa við að flokka svo að það sé sem aðgengilegast, fjölga ruslatunnum um bæinn svo það sé aðgengilegra henda rusli á göngu mynda þannig umhverfi að þú sérð ekkert annað í stöðunni en að stefna að grænni Grindavík. Þjónustan þarf að vera þarfagreind svo hægt sé að vinna fyrst að þar sem þörfin er mest

Skilum árangrinum til bæjarbúa Fyrir fjórum árum kynntum við bæjarbúum nýja sýn í aðdraganda kosninganna, vildum móta samfélagið okkar í anda lýðræðis, gegnsæis og reka Reykjanesbæ á ábyrgan hátt. Við jukum áhrif íbúa á mótun bæjarins okkar. Á kjörtímabílinu voru haldnir 15 íbúafundir og íbúakosning var haldin að frumkvæða íbúa um deiliskipulag í Helguvík, sú fyrsta á landinu. Við endurskoðuðum rekstur sveitarfélagsins og komum honum í lag. Fjárhagsleg staða bæjarins er öll önnur og sterkari nú.

Við settum skýr mörk á milli stjórnmálamanna og rekstrar bæjarins. Réðum ópólitískan bæjarstjóra, tryggðum að allar ráðningar eru án afskipta stjórnmálamanna og gerðum stjórnsýsluna gegnsærri. Við höfum stjórnað bænum okkar undanfarin fjögur ár á opnari og ábyrgari hátt en áður og okkur tókst að hlífa fjölskyldum bæjarins á erfiðum tímum með því t.d. að þrefalda hvatagreiðslur, hækka styrki til íþróttafélaga og umönnunargreiðslur til dagforeldra.

Samfélag í sókn

Tiltektin var drjúg og verkefnið stórt en með samstilltu átaki bæjarbúa og bæjarstjórnar tókst það. Nú getur

Gamalt og gott á timarit.is

uppbyggingin og sóknin hafist að fullu. Nú er tími til að láta samfélagið njóta árangursins sem við höfum öll náð saman. Gott er að geta byrjað á því að skila árangrinum í ábyrgari rekstri bæjarins til fjölskyldanna og lækka útsvarið á næsta ári um 300 milljónir eins og ákveðið hefur verð. Takk fyrir stuðninginn og þolinmæðina við endureisn bæjarins okkar. Við munum skila árangrinum til bæjarbúa - með ykkar hjálp. XS - Samfélag í sókn. Friðjón Einarsson skipar 1. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra

og taka ákvarðanir með tölulegar staðreyndir á bak við. Til þess að koma í veg fyrir þjónustufall, þarf bæjarstjórn að vera meðvituð um væntingar og óskir íbúa. Til þess að þjónustan verð sem best á er kosið skiptir máli að starfsmennirnir sem starfa við þessa þjónustu viti hlutverk sín og að starf þeirra sér virt og metið. Starfsmennirnir þurfa að finna fyrir því að það sé brugðist við þeim aðstæðum sem koma upp í þeirra starfi af skilning og virðingu og að skoðanir þeirra skipti máli. Ég tel mikilvægt að breiðar skýrskotun sé við ákvörðunartöku borðið og einnig tel ég það veita aðhald. Við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera kosin til sveitastjórnar, það eru forréttindi og það á enginn neitt í pólitík. Aðhald er góður hlutur

það heldur fólki á tánum og hvetur fólk til þess að koma fram með hugmyndir sem það hefur eldmóð fyrir. Rödd unga fólksins heyrist hæst þegar við stöndum saman. Verum samfélag sem hefur eldmóð og metnað fyrir að vera leiðandi og fyrirmyndar bæjarfélag. Við hjá Rödd unga fólksins sækjum því um í þessu kosningum um að vera þjónustufulltrúi þinn á næstkomandi kjörtímabili. Hvaða umsókn ætlar þú að samþykja þann 26.maí næst komandi ? Helga Dís Jakobsdóttir Viðskiptafræðingur og mastersnemi í Þjónustustjórnun og í 1.sæti hjá Rödd unga fólksins

Skýr framtíðar sýn með ábyrgri stefnu Þetta eru kjörorð okkar í Lista Grindvíkinga. Það er ekki að ástæðulausu sem við setjum þau fram því þau fanga sýn okkar um hvert skuli stefna í Grindavík. Við ætlum að fara í heildstæða stefnumótun og skapa skýra framtíðarsýn í öllum málaflokkum. Að okkar mati er slíkt nauðsynlegt svo framtíðarstjórnendur, bæjarfulltrúar og forstöðumenn bæjarins viti hvernig við sjáum fyrir okkur þjónustuna og ramma hvers málaflokks til lengri tíma. Fjármálin eru ofarlega á baugi hjá okkur enda eru þau grunnur þess að geta veitt góða þjónustu, án þess að álögur á íbúa séu of miklar. Stefna okkar fyrir komandi kosningar er metnaðarfull og unnin á breiðum grunni. Hver málaflokkur er okkur mikilvægur og það sést í ábyrgri stefnu G-listans. G-listinn hefur sýnt það undanfarin tvö kjörtímabil að hann er traustsins verður.​Við hvetjum þig til að kynna þér okkar fólk og málefni á vefsíðu okkarhttp://www.glistinn.is​ Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson 2. sæti á Lista Grindvíkinga


32

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Uppbygging og ábyrg fjármálastjórn Í Sveitarfélaginu Vogum búa um 1270 manns. Við sjáum fram á mikla fjölgun íbúa hér á næstu árum og er það spennandi verkefni að takast á við. Við í E listanum erum búin að vinna hörðum höndum að 10 ára áætlun sem snýr að uppbyggingarmálum í sveitarfélaginu. Þessi vinna nær til aukinna tekna sem og aukins kostnaðar við rekstur stærra sveitarfélags sem og íbúasamsetningar. Meðal annars verður að gæta að því að innviðir eins og grunnskóli, leikskóli og félagsþjónusta fylgi auknum fjölda íbúa. E listinn hefur verið í meirihluta allt þetta kjörtímabil sem senn er að ljúka. Við höfum rekið sveitarfélagið hallalaust allt kjörtímabilið og stefnum á að halda áfram á sömu braut á næsta kjörtímabili. Það er ekki síst áskorun að halda vel um fjárhaginn í góðu árferði eins og slæmu og stunda ábyrga fjármálastjórn. E listinn lækkaði fasteignagjöld fyrir árið 2018 og munum við halda áfram á þeirri braut. Við munum lækka leikskólagjöld og koma þannig til móts við barnafólk í sveitarfélaginu og ætlum einnig að hækka aldursviðmið vegna frístundastyrks barna úr 16 ára í 18 ára. Við munum koma á heilsustyrk til handa eldri borgurum og standa

áfram vörð um það öfluga starf sem er hjá eldri borgurum í Sveitarfélaginu Vogum. Við styðjum einnig heilshugar umsókn Reykjanesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á Nesvöllum sem nýtast mun öllum íbúum Suðurnesja. Við í E listanum höfum talað fyrir því að einstaklingsframtakið sé mikilvægt til að tækifæri og framsækni verði í samfélaginu. Það viljum við styrkja og styðja. Mikið hefur verið talað um höfnina, að hana megi á margan hátt bæta. Geta má þess að einstaklingar í Vogum hafa nýlega stofnað ferðaþjónustufyrirtæki og hyggjast gera út frá höfninni. Því fögnum við og styðjum. Vonandi stöndumst við þeirra væntingar, og samfélagsins okkar í þeim efnum. Kæri íbúi Sveitarfélagsins Voga, ég hvet þig til að nýta kosningaréttin og setja x við E á kjördag. Ingþór Guðmundsson Oddviti E listans í Sveitarfélaginu Vogum

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Viðburðir í Reykjanesbæ Sumar í Reykjanesbæ Vefurinn Sumar í Reykjanesbæ er á slóðinni https://sumar.rnb.is. Þar er listi yfir þær tómstundir og afþreyingu sem stendur börnum og unglingum í Reykjanesbæ til boða í sumar. Gleðilegt sumar. Bókasafn Reykjanesbæjar Foreldramorgunn. Fimmtudaginn 24. maí kl. 11.00 fjallar Ásdís Ragna grasalæknir um hollan heimagerðan mat fyrir ungabörn og foreldra. Bókabíó. Lína langsokkur föstudaginn 25. maí kl. 16.30. Fögnum sumri. Laugardaginn 26. maí verður Notarleg sögustund, krakkakosningar, sumarlestur, reiðhjólaverkstæði, pumpað í bolta og fleira skemmtilegt.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Reykjanesbær – Mannauðsstjóri Tónlistarskóli – Ýmsar kennarastöður Heilsuleikskólinn Garðasel – Leikskólakennarar Holtaskóli – Deildarstjóri Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Njarðvíkurskóli – Sérkennari/þroskaþjálfi Ösp Heimaþjónusta – Sumarstörf Duus Safnahús– Sumarstörf Málefni fatlaðs fólks – Störf í sumardagvistun Heiðarskóli – Skólaliðar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Sjálfstæðisflokkurinn í sterkri stöðu á Suðurnesjum Sjálfstæðisflokkurinn býður nú fram í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum undir sínum merkjum og líka með óháðum í tveimur sveitarfélögum. Sveitarfélögunum fækkar um eitt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en kosið er í fyrsta skipti í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.

Listi með víða skírskotun

Í nýju sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs er öflugur listi Sjálfstæðismanna og óháðra skipaður fólki sem kemur víða að úr atvinnulífinu og samfélaginu. Það er mikilvægt að höfða til kjósenda á víðum grundvelli þar sem flest sjónarmið samfélagsins fái notið sín. Þetta er grunnurinn að góðum lista sem skipar tvo reyndustu menn sína úr báðum sveitarfélögunum í efstu sætin og með þeim er reynt fólk, ungir karlar og konur sem fulltrúar fjölbreyttrar flóru samfélaganna í Garði og Sandgerði. Þar ríkir mikil eftirvænting og mikill byr er með framboði Sjálfstæðismanna og óháðra enda höfðar listinn til margra.

Við vinnum saman

Í Reykjanesbæ er barist fyrir endurheimtun meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Málefnastaða flokksins er góð og við höfum á að skipa góðum lista fólks með reynslu og nýju fólki sem kemur með sjónarmið nýrrar kynslóðar sem Sjálfstæðisflokkurinn mætir með stefnuskrá sinni undir yfirskriftinni; Við vinnum saman, en helstu málefnin eru;. Vinnum saman að öflugu atvinnulífi.

Vinnum saman að betri líðan barna og unglinga í Reykjanesbæ. Vinnum saman að öflugu heilsugæslu. Vinnum saman að uppbyggingu innviða. Vinnum saman að grænum Reykjanesbæ. Vinnum saman að því að nútímavæðast. Vinnum saman að íþyngja ekki bæjarbúum. Með samstilltu átaki allra sjálfstæðismanna og þeirra sem aðhyllast frelsi einstaklingsins er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi kosturinn fyrir samfélagið og ekki síst unga fólkið sem vill hafa frelsi og nútímavæðingu að leiðarljósi fyrir framtíðina.

Sjálfstæðisflokkurinn í sókn

Í Grindavík er mikill kraftur í öllu starfi sjálfstæðismanna og í kosningunum er stefnt á hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Staða sveitarfélagsins er góð og mikið traust ríkir um góða stöðu sveitarfélagsins sem býr við öflugt atvinnulíf og góða þjónustu við íbúana. Það sama má segja um framboð Sjálfstæðisflokksins og óháðara í Vogum en þar er mikið af ungu fólki valið til forystu og mikil bjartsýni í þeirra röðum um gott gengi. Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurnesjum er klár í kosningarnar á laugardag. Í hverju sveitarfélagi eru öflugir listar sjálfstæðismanna og óháðra sem leggja fram skýran valkost fyrir íbúana á hverjum stað þar sem sérstaklega er horft til unga fólksins á Suðurnesjum. Ég hvet alla til að taka þátt í kosningunum og setja X við D á laugardaginn. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Vinnum saman Skýr framtíðarsýn skiptir okkur miklu máli og við erum í grunninn sammála um fleira en það sem við erum ósammála um. Við viljum öll efla bæinn okkar og gera hann betri. Reykjanesbær er bær tækifæranna og hér vil ég búa. Ég hef unnið á höfuðborgarsvæðinu í 20 ár en aldrei hugsað mér annað en að búa hér í Reykjanesbæ. Í magnaðri ræðu Martin Luther King þann 28. ágúst 1963 sem ég er óþreytandi að nefna sagði hann: „I say to you today, my friends, that in spite of the difficulties and frustration of the moment, I still have a dream...“ Þessi málsgrein kemur oft upp í huga mér. Af hverju er ég að taka þátt í pólitík þegar meira er verið að ala á sundrung fremur en samvinnu? Neikvæðni fremur en jákvæðni? Ástæða þess er að ég á mér þann draum að Reykjanesbær verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Sveitarfélag með öflugasta stuðninginn við nútímafjölskyldur í skólamálum, leikskólaúrræðum frá

því að fæðingarorlofi lýkur og aðstoð við kennara. Sveitarfélag þar sem boðið er upp á úrræði á sumrin fyrir barnafjölskyldur í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög. Sveitarfélag þar sem heilbrigðisþjónusta og framhaldsskólar eru í fremstu röð. Sveitarfélag sem er leiðandi í sjálfbærni og grænni orku og fyrirmynd annarra í snjöllum lausnum og stafrænni umbreytingu. Sveitarfélag með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi. Sveitarfélag þar sem öldruðum er tryggt áhyggjulaust ævikvöld og úrræði sem eru til fyrirmyndar. Sveitarfélag sem er vel rekið með hóflegri skattheimtu. Framtíðarsýn okkar er mikilvæg. Öll vinna þarf að vera markviss, leiðir

skýrar og sem mest af langtímalausnum. Til þess að draumurinn rætist þurfum við að stefna í rétta átt og hugsa í lausnum – við þurfum að vinna saman. Það er ekki tilviljun að á sínum tíma þegar samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum var sem öflugast og miklar framfarir urðu að það var fyrir tilstilli samvinnu allra stjórnmálaflokka og allra sveitarfélaga. Þegar við hugsum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og höfum trú á sveitarfélaginu okkar þá gengur okkur betur. Við verðum skýrari í framsetningu og tölum einum rómi. Með jákvæðni að vopni og sameinuð um skýra sýn náum við árangri og leggjum grunninn að velsæld til framtíðar. Vinnum saman. Margrét Sanders Skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

REYKJANESBÆR OG FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN

Sátt um Helguvík

Reykjanesbær, bærinn á jarðvarmanesinu minnir okkur á jarðvarmann, þá dýrmætu og gjöfulu auðlind sem er innan bæjarmarka. Það er einnig önnur dýrmæt auðlind í hrauninu sem gnógt er af og sem bærinn okkar á greiðan aðgang að sem er hreint og kalt grunnvatn oftast nefnt kalt vatn. Auðlindirnar hafa verið virkjaðar af varfærni og með sjálfbærni að leiðarljósi sem aftur hefur stuðlað að aukinni sjálfbærni Reykjanesbæjar. Bæjarbúar búa við og munu áfram búa við auðlindaöryggi þ.e.a.s. rafmagn er tryggt og af góðum gæðum, heita vatnið er tryggt af drykkjarvatnsgæðum og það sama er að segja um kalda vatnið. Gerum við bæjarbúar okkur grein fyrir hversu stóran þátt þessar auðlindir og öruggt aðgengi að þeim eiga í vellíðan okkar, þökkum við fyrir þær? Það er ekki úr vegi að leggja til að haldinn verði árlega sérstakur umhverfis- og jarðlindadagur í skólum bæjarins og í bæjarfélaginu. Á þessum degi væri sjónum okkar beint að umhverfi og jarðlindum Reykjanesbæjar, um þær frætt og fjallað og okkur íbúum kennt hvernig unnt er að nýta jörð og jarðlindir frekar með sjálfbærum hætti um langa framtíð og okkur kennt að meta þær að verðleikum.

skiptum sveitarfélagsins við United Silicon. Slík úttekt mun ná bæði til samskipta embættismanna við fyrirtækið en einnig til kjörinna fulltrúa. Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á aðkomu ríkisins að United Silicon teljum við brýnt að gerð verði úttekt á aðkomu sveitarfélagsins og allir þættir skoðaðir svo að við og aðrir geti dregið lærdóm af. Tillaga þessi verður tekin til afgreiðslu í bæjarráði á fimmtudag og vonandi samþykkt þar. Einnig viljum við að setja í gang strax eftir kosningar samráðsvettvang með fulltrúum allra flokka og fulltrúum íbúa. Þar verði núverandi staða í Helguvík greind og allar mögulegar sviðsmyndir settar fram fyrir íbúakosningu, ef hópurinn leggur slíkt til. Það er mikilvægt að sem flestir komi að því að finna lausnir á málinu til að við náum almennri sátt um starfsemina í Helguvík. Kolbrún Jóna Pétursdóttir Bæjarfulltrúi og í 2. sæti hjá Beinni leið

AUGLÝSING

Umræðan um málefni Helguvíkur hefur verið mun heitari síðastliðið kjörtímabil en áður og er það gott merki um að íbúar bæjarins séu farnir að taka meiri þátt í að móta umhverfi sitt. Eins og flestum er orðið kunnugt er iðnaðurinn í Helguvík að mestu leyti mengandi og höfum við í Beinni leið sem og flestir íbúar ekki verið sáttir við starfsemina eins og hún hefur verið. Í byrjun júní 2015 var kosið um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík. Við þá afgreiðslu sat ég hjá og bókaði eftirfarandi: „Ég hef lengi verið ósátt við ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar að setja mengandi iðnað á svæði rétt um kílómetri við íbúabyggð. Ég vil að íbúar fái að njóta vafans sem er töluverður. Þegar ákvarðað er hvort mengunin muni verða innan eða utan marka er byggt á spám sem óvíst er að gangi eftir enda mæla eftirlitsstofnanir með að svæðið verði vaktað þegar verksmiðjur hefja störf.“ Síðan þá hefur mikið gengið á og mjög mikil samstaða hefur verið um það í bænum að koma í veg fyrir það að kísilver fari í gang aftur. Til þess að sátt náist um framtíðina í Helguvík erum við í Beinni leið með tvær hugmyndir: Við höfum nú þegar lagt fram tillögu í bæjarráði um að gerð verði úttekt á þeim verkferlum sem voru viðhafðir hjá Reykjanesbæ í sam-

33

Í Reykjanesbæ er kominn kjarni öflugra innviða sem einsýnt er að eigi að efla svo bærinn vaxi og dafni vel um langa framtíð. Flugvöllurinn og hafnirnar gefa Reykjanesbæ einstaka sérstöðu, bæjar mitt á milli Evrópu og Ameríku. Fjölbreytt atvinnulíf, öflugir góðir skólar, fjölbreytt menningarlíf og nokkuð hátt tæknistig ber þess vott að mannauður er mikill í Reykjanesbæ. Degi er ljósar að Reykjanesbær hefur góðan grunn og allt til að bera til að taka með öflugum hætti þátt í fjórðu iðnbyltingunni en með henni

er átt við tækniframfarir sem lúta að gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílum, Interneti hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu, umhverfisvernd, fæðuöryggi og fleiru sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Þróun nýrrar tækni og innleiðing hennar er alla jafna sprottin úr frjóum jarðvegi einstaklinga og nýsköpunarfyrirtækja þeirra. Þróun og innleiðing nýrrar tækni er m.a. háð innviðum bæjarfélaga og laga og reglugerða sem gilda á hverjum

tíma. Reykjanesbær verður að huga vel að þessum þáttum og móta til langs tíma öfluga stefnu um styrkingu og breytta innviði og þróun reglna og verklags sem styður og hvetur einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og þróunar og gefur þeim ákveðið frelsi til athafna. Gangi þetta eftir eykst frumkvæði, sjálfstæði og kraftur Reykjanesbæjar til að taka fullan þátt í fyrirsjáanlegum samfélagsbreytingum fjórðu iðnbyltingarinnar. Hún er hafin með fullum þunga hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar á því ekki annan kost en að undirbúa bæjarfélagið markvisst undir samfélagsbreytingar sem fyrirsjáanlegar eru í næstu framtíð. Reykjanesbær verður að taka þessi mál föstum tökum nú að öðrum kosti eigum við á hættu að missa af fremsta vagni lestarinnar. Grundvallargildi, stefna Sjálfstæðisflokksins og það öfluga fólk sem skipar listann í Reykjanesbæ til að framfylgja henni er líklegust til þess að leggja grunninn að velsæld fyrir framtíðina. Albert Albertsson Skipar 20. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Allt sem þarf er vilji og heilbrigð skynsemi Miðflokkurinn í Grindavík er nýtt afl sem býður fram krafta sína í komandi sveitastjórnarkosningum. Við erum skynsemishyggjuflokkur sem þiggur góðar hugmyndir hvaðan sem þær koma. Við munum hafa málefni eldri borgara í forgangi þar sem við teljum að sá hópur beiti minnstum þrýstingi á stjórnvöld til að sinna þeirra málaflokki. Það er ekki vegna þess að þau hafi ekki reynt eða hafi ekki dug og þrek til þess, heldur vegna þess að sú kynslóð eldri borgara sem nú berst fyrir bættum hag er nægjusöm og nógu kurteis til að vera ekki með frekju og þvarg. Á síðast kjörtímabili voru byggðar sex íbúðir við Víðihlíð sem er frábært framtak fráfarandi bæjarstjórnar en skömm þeirra er hversu dýr sú framkvæmd var. Exelskjalið í kringum þá byggingu segir að leiguverð á 57 fm

31.750.000 að því gefnu að íbúðaréttur reiknist sem hlutfall af verði íbúðarinnar, það gerir kr. 557.018 á fm. Það er með dýrari fermetrum á landinu. Vel gert bæjarstjórn Grindavíkur, þetta mun kallast hluti af góðri fjármálastjórnun hjá ykkur. Þetta er algjörlega óviðunandi og verður að lækka í samræmi við leiguverð Grindavíkurbæjar af félagslegum íbúðum sem er töluvert ódýrara. Nú hefur flokkur hér í bæ, sá sami og samþykkti þetta leiguverð til eldri borgara lofað hér ódýrri og öruggri leigu til þeirra tekjuminni í bæjarfélaginu þar sem einungis 25% af ráðstöfunartekjunum á að fara í

hjónaíbúð skuli vera kr. 218.750, sé hins vegar nýttur íbúðaréttur og 20% greitt út sem er þá kr. 6.350.000 þá þarf að greiða 175.000 kr á mánuði í leigu. Út frá þessu Exelskjali reiknast okkur til að 57 fm íbúð kosti kr.

leigu. Við segjum, gætum jafnræðis í ákvarðanatökum okkar. Það heyrast reglulega sögur af því hvernig ástandið er hjá eldri borgurum, þeir kvíði því að eldast og finni til þess að hafa ekki fulla stjórn á hlutum sem skipta okkur máli. Hjón eru oft á tíðum aðskilin eftir áratuga samveru því annað þeirra þarfnast aðhlynningar en ekki hitt. Fólkið sem byggði upp landið og lagði alla sína krafta í að greiða götur næstu kynslóða er kvíðið og áhyggjufullt því við sem á eftir komum getum ekki sammælst um að finna leið til að greiða götur þeirra að áhyggjulausu ævikvöldi. Við ætlum ekki að láta

Exelskjalið stjórna okkur í ákvarðanatöku um leiguverð. Við ætlum að leiðrétta þessa háu leigu, reisa 12-20 íbúðir fyrir eldri borgara, bæta félagsaðstöðu eldri borgara, endurskoða fasteignagjaldaviðmið ásamt heimaþjónustu og bæta við garðslætti á sumrin hjá eldri borgurum. Við vitum að hægt er að skapa eldri borgurum áhyggjulausara ævikvöld, allt sem þarf er vilji og heilbrigð skynsemi. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík

Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag á Íslandi með rúmlega 18.000 íbúa. Vöxtur sveitarfélagsins hefur verið fordæmalaus undanfarið og mikið um að vera meðal annars vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti. Það eru því spennandi og krefjandi tímar framundan. Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

MANNAUÐSSTJÓRI Reykjanesbær óskar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri leiðir daglegan rekstur, uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við sviðsstjóra, deildarstjóra og forstöðumenn stofnana. Um er að ræða spennandi starf á miklum uppbyggingartímum. Starfið tilheyrir stjórnsýslusviði Reykjanesbæjar.

Helstu verkþættir:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Ábyrgð á þróun og eftirfylgni starfsmannastefnu Reykjanesbæjar • Ábyrgð á helstu mannauðsferlum - þróun þeirra, innleiðingu, þjálfun og umbótum • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar, þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna • Aðkoma að launasetningu og málum er tengjast starfsmati • Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild

• Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu • Reynsla og hæfni til að innleiða breytingar og stjórna þeim • Samskiptahæfni, frumkvæði, metnaður, sjálfstæði og skipulagshæfni

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

Upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.


34

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Ungt fólk hefur áhrif Andri Fannar Freysson, 11. sæti Framsóknar í Reykjanesbæ

Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge, 9. sæti Beinnar Leiðar í Reykjanesbæ

Dagný Halla Ágústsdóttir, 10. sæti Pírata í Reykjanesbæ

Alexandra Marý Hauksdóttir, 9. sæti Raddar unga fólksins í Grindavík

Flestir byrja yfirleitt seint að spá í stjórnmálum og ég held að aðal ástæðan sé sú að fólk heldur að þetta sé leiðinlegt, ég var þar á meðal ég en niðurstaðan var svo önnur. Ungt fólk er oft með aðra sýn á hlutina og öðruvísi hugmyndir en þeir sem eldri eru. Þegar móta á framtíðina er þess vegna mikilvægt að heyra í röddum unga fólksins svo hægt sé að heyra hlið allra sem koma að málunum áður en einhver ákvörðun er tekin. Þess vegna ætti fleira ungt fólk að taka þátt í stjórnmálum og nýta kosningarrétt sinn.

Ég held að ungt fólk annað hvort geri sér ekki grein fyrir mikilvægi atkvæðagreiðslu eða finnist það ekki eiga erindi í pólitík. Mér fannst hagsmunir mínir sem og annarra ungra kvenna og íslenskra nemenda hunsaðir eða ekki settir í forgang og þess vegna gekk ég í stjórnmálaflokk. Mig langaði virkilega að breyta til en hafði ekki atkvæðisrétt enn. Nú hef ég atkvæðisrétt og ætla að nýta hann. Við, unga fólkið, erum í næstu viku að ráða fólk í vinnu til okkar. Viljum við sitja hjá og leyfa einhverjum öðrum að ráða algjörlega hvaða fólk muni koma til með að gera breytingar fyrir samfélagið okkar eða ætlum við að láta okkar rödd heyrast og kjósa i starfið ábyrgt og duglegt fólk með hagsmuni okkar unga fólksins fyrir brjósti? Mætum á kjörstað.

Beinar útsendingar og nýjustu tölur

Mér finnst mikilvægt að ungt fólk taki þátt í kosningum og kjósi. Þegar þú kýst ertu að ákveða hvernig samfélagi þú vilt lifa í. Það þýðir ekki að væla yfir hvað allt er ömurlegt ef þú tekur ekki þátt í að betrumbæta samfélagið, þannig breytist ekkert. Staðan í Reykjanesbæ er ekkert sérstaklega góð eins og er fyrir ungt fólk, okkur vantar meiri hjálp andlega og betra félagslíf fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára og hreinlega bara meira að gera svo fólk drepist ekki úr leiðindum. Endilega nýttu þinn kosningarétt, fyrir þig og fyrir samfélagið.

Það er mikilvægt fyrir ungt fólk að taka þátt í stjórnmálum því ungt fólk getur svo sannarlega haft mikil áhrif. Það er unga fólkið sem mun taka við landinu af þeim sem eldri eru og því er mikilvægt að unga fólkið komi að borðinu til þess að móta sína eigin framtíðarsýn. Kosningaaðsókn hefur ekki verið upp á marga fiska hjá ungu fólki undanfarin ár. Líklega er það vegna þess að þau telja atkvæði sitt ekki hafa nein áhrif á kosningarnar. Hér í Grindavík er ungt fólk rúmlega fjórðungur allra á kjörskrá. Það er töluverður fjöldi og sameinuð geta þau haft áhrif.

Að mæta á kjörstað og kjósa eru forréttindi. Þú hefur tækifæri til að hafa bein áhrif á framtíð þíns bæjarfélags með því að mæta og kjósa. Þetta er þitt samfélag og þú hefur skoðun. Kynntu þér málefni flokkanna og kjóstu þann flokk sem þú telur að þjóni þínum hagsmunum best. Það er mjög mikilvægt að fá ungt fólk til að taka þátt í stjórnmálum. Með því að taka þátt í starfi flokkanna getur þú haft áhrif á þau stefnumál sem þinn flokkur leggur fram. Hver er betur til þess fallinn að huga að ungu fólki en einmitt ungt fólk? Stjórnmál mega ekki verða einsleit og því er mikilvægt að fá ungt fólk til að bjóða sig fram.

Páll Orri Pálsson, 18. sæti Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ

Ég held að vægi ungs fólks í stjórnmálum sé að aukast og það er frábært. Það er mikið af ungu og frambærilegu fólki í framboði og um margt að velja og ef fólk veit ekkert hvað það á að kjósa er hægt að skila auðu. Það er gríðarlega mikilvægt að unga fólkið mæti á kjörstað og kjósi. Okkar rödd þarf að heyrast og það gerist ekki nema við skilum okkur á kjörstað. Við skulum ekki taka lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut. Berum virðingu fyrir því og nýtum okkur þann rétt til þess að hafa áhrif og kjósum.

Fylgist með okkur á vf.is á kjördag

OPINN ÍBÚAFUNDUR Í HLJÓMAHÖLL MIÐVIKUDAGINN 30. MAÍ KL. 17 Starfsemin á Keflavíkurflugvelli og áhrif á samfélagið

Frummælendur á fundinum

Á fundinum verður farið yfir þær framkvæmdir sem eru framundan á Keflavíkurflugvelli. Einnig verður farið yfir þær umhverfismælingar sem eru í gangi og kynntir nýir flugferlar. Farið verður yfir spár um ný bein störf sem skapast vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og hvaða vaxtaverki það getur haft í för með sér.

• Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri

• Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar • Haraldur Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli • Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli • Guðný María Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri á Keflavíkurflugvelli • Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur og eigandi Aton

S TA Ð S E T N I N G : HLJÓMAHÖLL

Styrmir Gauti Fjeldsted, 3. sæti Samfylkingar í Reykjanesbæ

TÍMASETNING 3 0 . M A Í K L . 1 7-1 8


r u t f a r K

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

35

r u k í v a l f e K r ó k a l r a K í

Karlakór Keflavíkur hélt tvenna vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í síðustu viku. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og með léttara yfirbragði en kórinn söng lög eftir yngri tónskáld á borð við Ásgeir Trausta, Braga Valdimar og Mugison í bland við klassísk eldri lög. Í pistli formanns í söngskrá segir Jón Ragnarsson Gunnarsson að kórinn hafi verið mjög virkur í vetur og margir nýir félagar hafi bæst við og blásið nýju lífi í starf kórsins. Eitt af verkefnum vetrarins var að taka sal kórsins við Vesturbraut í gegn og voru kórfélagar duglegir í því verkefni. Eftir það er salurinn nú eins og nýr. Þá nefnir formaðurinn að Jóhann Smári Sævarsson, formaður klúbbsins, hafi boðið félögum upp á námskeið í söng sem margir hafi nýtt sér. Jóhann Smári stýrði

tónleikunum en undirleikur var í höndum sonar hans, Sævars Helga, en hann er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur spilað með mörgum hljómsveitum. Á tónleikunum söngu þeir Haraldur Arnbjörnsson og Kristján Þ. Guðjónsson einsöng, Ingólfur Ólafsson og Valgeir Þorláksson tóku dúett og Valgeir var svo með í tenóratríói ásamt þeim Jóni R. Gunnarssyni og Páli Bj. Hilmarssyni. Páll Ketilsson kíkti inn á tónleikana og tók meðfylgjandi myndir í kirkjunni.


36

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

Keflavík styrkir hópinn María Jónsdóttir úr Njarðvík

María Jónsdóttir, sem leikið hefur með Njarðvík undanfarin ár hefur ákveðið að leika með körfuknattleiksliði Keflavíkur á næstu leiktíð en Njarðvík féll niður í 1. deildina í vetur, hún fór til Njarðvíkur 2015 og meðaltal hennar í leik með liðinu var 6,7 stig og 7,3 fráköst.

Reykjanesmót Nettó og 3N, fyrsta bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum:

Telma Lind frá Breiðabliki

Telma Lind Ásgeirsdóttir snýr aftur í lið Keflavíkur í körfu en hún hefur leikið með Breiðabliki síðustu ár. Telma er 24 ára gömul og var að meðaltali í með níu stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar í 28 leikjum með Breiðabliki í Domino’s-deild kvenna á síðasta tímabili.

Báðar eru þær uppaldar hjá Keflavík og hafa leikið með yngri flokkum félagsins. Karfan.is greinir frá þessu.

Nýjar lóðir Víkurhóp og Víkurbraut Lausar eru til úthlutunar 22 nýjar lóðir í Víkurhópi og við Víkurbraut í Grindavík. Lóðirnar sem um ræðir eru:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Átta parahúsalóðir Sex raðhúsalóðir Tvær fjölbýlishúsalóðir Sex lóðir undir verslun og þjónustu (við Víkurbraut)

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ HJÓLUÐU Í LOGNI OG HITA Fyrsta götuhjólamót sumarsins á Reykjanesi fór fram á uppstigningardag. Mótið var haldið af þríþrautadeild UMFN, 3N, í samstarfi við Nettó, sem er aðal styrktaraðili mótsins. Hjólaðar voru þrjár mismunandi vegalengdir, 32 km, 63 km og 106 km sem eru hluti af bikarmótaröð HRÍ í götuhjólreiðum. Á þriðjahundrað manns tóku þátt í keppninni.

Mótið hófst og endaði í Sandgerði. Allar vegalengdir hjóluðu frá sama stað áleiðis út á Reykjanes. Stysta snéri við við Hafnarveg, 63km fóru R E YK J A N E S BÆaðR Reykjanesvirkjun og sömu leið til baka en þeir sem fóru lengst Kynningarfundur verður haldinn milli kl. 14:00 og 15:00 föstudaginn hjóluðu til Grindavíkur og alla leið 25. maí á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62. upp á Festarfjall og þaðan sömu leið til Sandgerðis. Mótið átti upphaflega að vera þann Allar nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulag má finna á vefsíðu 6. maí en var frestað vegna veðurs en í staðinn fengu keppendur að Grindavíkurbæjar á slóðinni www.grindavik.is/vikurhop kynnast logni, frekar sjaldgæfu, og tæplega 10 stiga hita. Í 32 km vegalengdinni voru sigurEinnig má nálgast upplýsingar hjá skipulagsvegarar: Björgvin Pálsson, Víkingi, og umhverfissviði Grindavíkurbæjar í í karlaflokki og Guðlaug Sveinssíma 420-1100 eða á bæjarskrifstofum dóttir, 3N, í kvennaflokki. Í 63 km var mikil baraátta í karlaflokki og Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62. endaði Davíð F. Albertsson, Tindi, sem sigurvegari í karlaflokki eftir harðan endasprett. Í kvennaflokki hafði Karen Axelsdóttir, Tindi, nokkra yfirburði. 106 km var sem fyrr segir hluti af bikarmóti HRÍ. Þar höfðu þeir Ingvar Ómarsson Breiðabliki og Hafsteinn Ægir Geirsson HFR nokkra yfirburði hjóluðu tveir saman frá snúningspunkti á Festarfjalli og í mark þar sem Ingvar hafði betur í endaspretti. Í kvennaflokki hafði Ágústa Edda Björnsdóttir, Tindi,

mikla yfirburði hjólaði reyndar ein frá snúningspunkti. Því miður urðu þrjú óhöpp í keppninni en enginn slasaðist þó alvarlega en eitthvað tjón varð á hjólum. Það gefur keppnishöldurum tilefni til að bæta enn betur umgjörðina um mótin, sem fara stækkandi með hverju árinu og ekki síður fyrir þátttakendur að undirbúa sig vel fyrir keppni og muna að hafa öryggið ofar keppnisskapinu, segir í frétt frá mótshöldurum í 3N.

R E YK J A N E S BÆ R

Sveitarstjórnarkosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar verða laugardaginn 26. maí. Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) í alls níu kjördeildum. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í FS í stofu 221. Netfang hennar er yfirkjorstjorn@ reykjanesbaer.is og símanúmer 894-6700. Allar nánari upplýsingar eru á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Hildur Ellertsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Kristján Friðjónsson

Svipmyndir frá mótinu sem 3N sendu okkur á Víkurfréttum.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

37

Valgerður Björk 3. sæti

s r a m Ó n Aro

ætlar sér Íslandsmeistaratitil á fullu húsi stiga Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Þolakstri á mótorhjólum fór fram á Hellu um um þar síðustu helgi. Rúmlega 100 keppendur voru skráðir til leiks en það var Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson sem sigraði báðar umferðir dagsins eftir frábærann akstur og leiðir því Íslandsmótið á fullu húsi stiga.

BEINLEIÐ

-FYRIR FÓLKIÐ Í BÆNUM

á timarit.is

„Ég byrjaði að hjóla aftur í fyrra eftir sjö ára pásu og það verður að teljast hreint út sagt ótrúlegt að ég geti mætt í keppnir og verið bestur ennþá eftir öll þessi ár,“ segir Aron í samtali við Víkurfréttir. Næsta umferð Íslandsmótsins fer fram á Akureyri í júlí, Aron ætlar að gefa hressilega í æfingar fram að því móti og er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil á fullu húsi stiga í sumar.

fyrir

VALGERÐI Í BÆJARSTJÓRN

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

á Harlem Globetrotters?

Víkurfréttir ætla að gefa miða á körfuboltasnillingana Harlem Globetrotters en liðið er væntanlegt til Reykjanesbæjar. Sýning liðsins fer fram þann 30. maí kl. 19:00 í TM höllinni. Til að eiga möguleika á að vinna miða á sýninguna þarftu að fylgja Víkurfréttum á , setja hjarta við myndina af liðsmönnum Harlem Globetrotters og merkja vin sem þú vilt taka með þér. Leikurinn fer í loftið á næstu dögum. Fylgstu með Víkurfréttum á Instagram.


38

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg.

SPORTSPJALL „Það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik“

Anita Lind Daníelsdóttir leikur með Keflavík í knattspyrnu en liðinu er spáð góðu gengi í Inkasso-deild kvenna í sumar. Anita hefur æft knattspyrnu frá því að hún var níu ára gömul og hlakkar til sumarsins með Keflavíkurliðinu. Við fengum Anitu til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.

„DEILDIN ER GRÍÐARLEGA STERK Í ÁR“ „Við erum með hóp stútfullan af hæfileikum,“ segir Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar Vogum. Þróttur Vogum fer vel af stað í 2. deildinni í knattspyrnu, liðið hefur farið með sigur af hólmi í fyrstu tveimur viðureignum sínum á tímabilinu. Nýliðunum er spáð sjöunda sæti í 2. deildinni af Fótbolti.net en Þróttur leikur í fyrsta sinn í ár í annari deildinni. Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar, svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um tímabilið, stuðninginn og styrkleika liðsins. Ertu ánægður með byrjunina á Íslandsmótinu? Við höfum farið vel af stað, bæði í stigasöfnun og eins í frammistöðu. Við hins vegar gerum okkur grein fyrir að þetta er gríðarlega sterk deild í ár, það eiga allir eftir að taka stig af hver öðrum þannig að við tökum bara einn leik í einu. Hvernig er staðan á hópnum? Hún er góð, við erum með hóp stútfullan af hæfi-

leikum, það er fín reynsla í bland við yngri leikmenn. Hvert er markmið sumarsins? Ætlum okkur að spila skemmtilegan fótbolta, skemmta okkar áhorfendum í Vogunum og sýna að við erum lið sem erfitt verður að mæta. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmannaglugginn lokar? Við erum opnir fyrir því en það er ekkert í hendi. Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í

vetur eða bindur miklar vonir við? Við bindum miklar vonir við alla okkar stráka og búumst við miklu frá þeim. Skiptir stuðningurinn máli? Hann skiptir öllu máli, fengum frábæra mætingu í fyrsta leik sem gríðarlega jákvætt. Svo núna um helgina á móti Gróttu voru stuðningsmenn Þróttar algjörlega geggjaðir, létu vel í sér heyra allan leikinn þetta var alveg ómetanlegt og hjálpaði okkur svo sannarlega, þeir voru okkar tólfti maður. Það er bara þannig að við eigum frábæra stuðningsmenn og vonumst til að sjá þá sem oftast þetta gerir svo mikið fyrir okkur. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Umgjörðin í kringum félagið og liðið er til algjörrar fyrirmyndar, það á tvímælalaust eftir að hjálpa okkur í sumar. Við erum með sterkan hóp af leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná árangri. Ég kýs að líta svo á að glasið sé hálffullt, engir veikleikar bara ákveðnir styrkleikar sem við ætlum að verða enn betri í.

FÓTBOLTASAMANTEKT

Fullt nafn: Anita Lind Daníelsdóttir. Íþrótt: Knattspyrna.

Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Á lausu.

víkurstúlkur stigalausar eftir þrjár umferðir.

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég byrjaði níu ára gömul. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís Kristjánsson. Hvað er framundan? Framundan er geggjað sumar með stelpunum.

Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Það er mögulega þegar ég skoraði sigurmark í 1:0 sigri á nágrönnum okkar úr Grindavík, það er alltaf gaman að vinna nágrannana.

INKASSO-DEILD KARLA:

Njarðvík fékk mark á sig í uppbótartíma

Uppáhalds...

...leikari: Cameron Diaz. ...bíómynd: The Greatest Showman. ...bók: Engin sérstök. ...Alþingismaður: Enginn. ...staður á Íslandi: Flugumýri er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi. Hvað vitum við ekki um þig? Ég fæddist sitjandi. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég æfi með það hugarfar að leggja mig alla fram því það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik. Hver eru helstu markmið þín? Þau eru að halda mér í góðu formi og eiga gott sumar með liðinu, svo er alltaf markmið að vera valin í landsliðsverkefni.

Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar við fórum til Króatíu í byrjun apríl þá gleymdi markmaðurinn okkar að taka markmannshanskana sína með út. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Leggja sig alla/allan fram og gera sitt allra besta og hafa gaman af því að spila leikinn.

NÆLDU

IÐ ÞÉR Í M X Á TI .IS

TM HÖLLIN KEFLAVÍK

30. MAÍ

LAUGARDALSHÖLLINNI

31. MAÍ Guðmundur Tyrfingsson ehf. Grænir & Góðir

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Ljósm.: Skagafréttir

MJÓLKURBIKAR KVENNA: Keflavík í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins

Keflavíkur mætti ÍA í Mjólkubikar kvenna á sunnudaginn. Leiknum lauk með 2:0 sigri Keflavíkur. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði fyrra mark leiksins á 57. mínútu og Eva María Jónsdóttir, leikmaður ÍA, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 62. mínútu. Keflavík er því komið áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna.

PEPSI-DEILD KARLA:

Góður útisigur Grindvíkinga

Grindavík heimsótti Víking í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, leiknum lauk með sigri Grindavíkur 1:0. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn KR. Bæði lið sóttu á fyrstu mínútum leiksins og nokkur dauðafæri litu dagsins ljós, á 45. mínútu skoraði Aron Jóhannsson fyrir Grindavík eftir stoðsendingu frá Nemanja Latinovic. Grindavík keyrði í skyndisókn eftir hornspyrnu frá Víkingum og úr henni kom eina mark leiksins, með því nældi Grindavík sér í góðan útisigur í Víkinni og er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir í Pepsidevildinni.

Mikilvægt stig á erfiðum útivelli

Baráttuglaðir Keflvíkingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar þar sem þeir gerðu markalaust jafntefli gegn KA. Ástand Akureyrarvallar var ekki gott og bauð ekki upp á áferðarfallegan fótbolta. Mikilvægt stig kom í hús hjá Keflavík og var ánægjulegt að sjá hugarfarsbreytingu leikmanna sem lögðu sig alla fram í leiknum.

PEPSI-DEILD KVENNA:

INKASSO-DEILD KVENNA:

Annar sigur Keflavíkur

Keflavík tók á móti Fjölni í annari umferð Inkasso-deildarinnar. Lokatölur leiksins urðu 2:1 fyrir Keflavík og liðið því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og situr á toppi deildarinnar. Keflavík skoraði fyrra mark sitt á 26. Mínútu, þar var Anita Lind Daníelsdóttir að verki eftir fyrirgjöf frá Marín Rún. Fjölnir byrjaði seinni hálfleik af krafti en Keflavík komst í 2:0 forystu á 84. mínútu þegar Mairead Clare Fulton skoraði. Fjölniskonur minnkuðu muninn á 87. mínútu en lengra komust þær ekki þó sjö mínútum væri bætt við venjulegan leiktíma. Annar sigurinn því í höfn hjá Keflavík sem ætlar sér að enda á toppi deildarinnar í sumar.

2. DEILD KARLA:

Draumabyrjun Þróttar Vogum

Keflavík tapaði fyrir Fjölni

Keflavík tók á móti Fjölni á Nettóvellinu í fjórðu umferð Pepsideildar karla. Bæði lið sóttu í byrjun fyrri hálfleiks en gestirnir komust yfir á 31. mínútu þegar Birnir Snær Ingason skoraði fyrir Fjölni. Fyrir utan mark gestanna var fyrri hálfleikur ansi tíðindalítill og var staðan því 1:0 í hálfleik. Keflavík hóf seinni hálfleikinn af krafti og Hólmar Örn Rúnarsson skoraði á 52. mínútu eftir hornspyrnu. Gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig en Almarr Ormarsson kom Fjölni í 2:1 á 62. mínútu og það urðu lokatölur leiksins. Keflavík á því enn eftir að næla sér í sinn fyrsta sigur í Pepsideildinni og eru með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Njarðvík tók á móti Þór frá Akureyri í þriðju umferð Inkassodeildar karla. Fátt markvert gerðist framan af í leiknum en það var háspenna á lokamínútunum og Alvaro Montejo, leikmaður Þórs, skoraði á 94. mínútu leiksins en dómarinn flautaði hann af eftir miðju Njarðvíkinga. Njarðvík er um miðja deild með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Þriðja tap Grindavíkur

Grindavík tók á móti Val í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna, lokatölur leiksins urðu 3:0 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum en á sjöttu mínútu skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir fyrir Val eftir hornspyrnu. Grindavík átti skyndisókn á tólftu mínútu en náði ekki að nýta færið. Tveimur mínútum seinna jók Valur forystu sína með marki frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur en markið skoraði hún af 25 metra færi í vinkilinn. Heimakonur sýndu mikla baráttu í seinni hálfleik en fengu víti dæmt á sig á 66. mínútu sem Valskonur skoruðu úr. Lokastaðan 0:3 og Grinda-

Þróttur Vogum er í góðri stöðu í 2. deildinni eftir góðan sigur á Tindastóli á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 4:0 fyrir Þrótti. Örn Rúnar Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu, annað mark Þróttara Jordan Chase Tyler á 20. mínútu og Brynjar Sigþórsson bætti því þriðja við á 40. mínútu úr víti. Í seinni hálfleik skoraði Bjarki Már Árnason sjálfsmark. Þróttur er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Víðir tapaði fyrir Aftureldingu

Víðir mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í þriðju umferð deildarinnar og urðu lokatölur leiksins 2:1 fyrir Aftureldingu. Víðir komst yfir á 36. mínútu með marki Ara Steins Guðmundssonar og leiddu Víðismenn leinn í hálfleik. Á 86. mínútu jöfnuðu heimamenn metin og í uppbótartíma skoraði Alexander Aron Davorsson sigurmark Aftureldingar.


BRJÁLUÐ BARÁTTA

Á NETTÓVELLINUM SUNNUDAGINN 27. MAÍ KL. 16:00 ✔ Laugi þjálfari kyn

nir liðið lki fyrir leik ✔ Grillaðir „Orku“ h amborgarar og kaldir drykkir í TM höllinni fyri r leik ✔ Kaffisala í TM höll inni í hálfleik ✔ Sjoppan á vellinu m opin ✔ Sala árskorta í TM höllinni fyrir stuðningsfó

ERTU SANNUR KEFLVÍKINGUR? Á nýrri heimasíðu stuðningsmanna

WWW.KEFLVIKINGAR.IS

er hægt að skrá sig fyrir greiðslum af árskortum. Árskortin er hægt að nálgast og kaupa á skrifstofu knattspyrnudeildar í íþróttahúsinu við Sunnurbraut.

WWW.KEFLVIKINGAR.IS


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI Ætlar enginn að slá kísilryki í augu kjósenda?

LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Kostningar* Næstu helgi göngum við til kosninga. Allir vonandi á góðri leið með að gera upp hug sinn hvað á að kjósa. Ég hef því miður ekki kosningarétt í Reykjanesbæ, en hef engu að síður mikinn áhuga á því sem er að gerast í bæjarmálum. Stefnumál flokkana sem fara fram fyrir komandi kosningar eru nokkuð áþekk, þrátt fyrir að auðvitað sé alltaf einhver blæbrigðamunur sem skilji flokkana að. Ég hef alltaf upplifað pólitík eins og trúarbrögð. Fólk fylgir oft á tíðum sömu flokkum sama hvað gengur á, nema auðvitað þeir sem fylgja Sigmundi Davíð. Þeir fylgja honum sama hvaða flokki hann kýs að stýra. En skrif mín snúast ekki um pólitík heldur um stjórnmál þar sem áhugi minn liggur mikið í fyrirtækjarekstri eins og ég hef komið inn á áður í skrifum mínum. Eftir síðustu sveitastjórnarkosningar þá ákvað nýmyndaður meirihluti að ráða inn faglegan bæjarstjóra í stað þess að efsti maður á lista einhvers þeirra flokka sem hann myndaði tæki það sæti. Að mínu mati var þetta mjög mikilvægt skref í þá átt að skilja stjórnmálin frá pólitíkinni og ná þannig að sameina hug bæjarbúa, óháð og ópólitískt eða eins langt og það nær. Bæjarstjóri skipar auðvitað sama hlutverk í rekstri bæjarins og forstjóri skipar í fyrirtækjarekstri. Hann þarf að vera leiðtogi bæjarbúa óháður flokki og passa upp á að stýra skútunni í rétta átt í þágu heildarinnar. Þetta var heillaskref fyrir þá flokka sem þá unnu kosningasigur. Tek það fram að ég aðhyllist ekki endilega stefnu þessara flokka sem mynduðu meirihluta, hér er ég eingöngu að tala um mikilvægi þess að ráðinn sé faglegur bæjarstjóri af þeim meirihluta sem fer með sigur í kosningum hverju sinni. Ávöxtur þessarar ákvörðunar var meðal annars að stuttu eftir síðustu kosningar var kynnt til sögunnar sóknaráætlun bæjarins, sem hefur verið leiðarljós í stjórnun bæjarins sl. fjögur ár. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og ég er ekki að leggja mat á hvernig málum hefur verið háttað að öllu leiti, en vörn var sannarlega snúið í sókn í Reykjanesbæ og það er bjartara yfir en fyrir fjórum árum, þrátt fyrir United Silicon skituna. Margt spilar þar inn í. Efnahagsástand er betra, íbúum hefur fjölgað, ferðaþjónustan sem er hornsteinn atvinnusköpunar á svæðinu er í blóma og þannig mæti lengi telja. Samandregið, megi besti flokkurinn vinna og bera gæfu til að velja sér utanaðkomandi faglegan bæjarstjóra til að halda utan um stjórnmál sveitarfélagsins. *Kosningar eru auðvitað ekki skrifaðar með t-i. Eingöngu gert til að minna fólk á að það hefur valkosTi og líka til að minna á hvernig orðið er skrifað.

Frjálst afl stendur fyrir frjálslynd og jafnréttismiðuð gildi og leggur áherslu á ábyrgð í rekstri og þjónustu við íbúa bæjarins. Betri rekstur tryggir betra mannlíf og gerir kleift að hrinda sóknarfærum framtíðar í framkvæmd. Atkvæðagreiðslan á kjördag verður því kjörið tækifæri fyrir íbúa bæjarins að tryggja áframhaldandi árangur í þeirra þágu. Því skorum við á ykkur kjósendur að setja X við Á í kosningunum 26. maí! Hvað höfum við gert fyrir þig? • • • •

Sjálfbær rekstur og ábyrg stjórnun Lækkun skulda og aukin hagsæld Atvinnulíf í vexti og atvinnutækifærum fjölgað Þjónustað bæjarbúa með velferð, hag og lífskjör allra í fyrirrúmi

Hvað viljum við gera fyrir þig?

• Áframhaldandi ábyrgð í fjármálastjórn og árangur í rekstri • Hækka hvatagreiðslur og efla sérfræði- og félagsþjónustu skólakerfis • Tryggja bætt lífskjör og lækka fasteignagjöld 70 ára og eldri • Aukin heimaþjónusta aldraðra og hefja á ný uppbyggingu Nesvalla • Tryggja gott aðgengi allra og Reykjanesbær í forystu í jafnréttismálum • Sjálfbærni og skýr framtíðarsýn í umhverfis- og skipulagsmálum ... þetta og margt, margt fleira viljum við gera fyrir þig næstu árin!

Tryggjum áframhaldandi árangur og ábyrgð í þágu íbúa Kvennakvöld fimmtudag kl. 20.00-22.00 Hádegissúpa föstudag kl. 11.30-14.00 Kosningakaffi laugardag kl. 12.00-17.00

Brekkustígur 41 - www.frjalstafl.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.