Hefur verið til sjós í tæp þrjátíu ár
Kynntist sjómennskunni tíu ára gamall
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
SÍÐA 10
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Sigur og svekkelsi! „Við erum mjög ánægð með okkar fylgi, þetta er stórsigur fyrir okkur en er svekktur yfir því að meirihlutinn hafi fallið,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ, í samtali við Víkurfréttir á kosninganótt. Samfylkingin bætti við sig bæjarfulltrúa og fékk þrjá menn kjörna í bæjarstjórnarkosningunum sl. laugardag.
Á myndinni hér að ofan eru þau Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted, bæjarfulltrúar samfylkingar og óháðra en framboðið leiðir meirihlutamyndun í Reykjanesbæ og ræðir við Beina leið og Framsóknarflokkinn um nýjan meirihluta í bænum. - Sjá nánar á baksíðu. VF-mynd: Páll Ketilsson
Atvinnuleysi hæst á Suðurnesjum þrátt fyrir uppgang Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú hæst á landinu eða 3 prósent en samtals voru á atvinnuleysisskrá í lok apríl 416 einstaklingar. Af þeim eru 245 íslenskir ríkisborgarar og 171 með erlent ríkisfang. Atvinnuleysi á landinu öllu er 2,2% og 2,4% á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi skiptist þannig eftir sveitarfélögum: Reykjanesbær 3,0%, Grindavíkurbær 1,5%, Sandgerði 3,3%, Sveitarfélagið Garður 1,5% og Sveitarfélagið Vogar 2,7%.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
Mest er atvinnuleysið í aldursflokkunum 2529 ára þar sem eru 79 einstaklingar og þar á eftir kemur aldursflokkurinn 20-24 ára eða 69 einstaklingar. Alls hafa 78 einstaklingar verið í atvinnuleit í meira en ár og 104 í 6-12 mánuði. Samtals höfðu 234 verið í 0-6 mánuði á skrá. Þegar atvinnuleysi er skoðað eftir atvinnugreinum skera sig úr fiskvinnsla, gisting og veitingar og önnur sérhæfð þjónusta. Flestir
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
atvinnuleitendur eru verkafólk en þar á eftir kemur fólk í þjónustustörfum og sölu- og afgreiðslustörfum. Þegar menntun er skoðuð eru flestir atvinnuleitendur einungis með grunnskólapróf en þar á eftir koma háskólamenntaðir sem eru 50 talsins sem hlýtur að vekja athygli. Erfiðara gengur að ráða í vaktavinnu og 40% atvinnulausra eru einstaklingar með erlent ríkisfang, eru meðal skýringa hjá verkalýðsforráðamönnum. Sjá viðbrögð Kristjáns Gunnarssonar hjá VSFK og Guðbrandi Einarssyni hjá VS á bls. 19.
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ HELGAR
ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is