Víkurfréttir 23. tbl. 39. árg.

Page 1

STÓRFRAMKVÆMDIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Opnunartími

Sjá síðu 6 í blaðinu í dag og umfjöllun í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:00 á vf.is og á Hringbraut.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Góður gangur í viðræðum í Reykjanesbæ Góður gangur er í viðræðum Samfylkingar og óháðra, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks, sem nú ræða meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. „Þetta tekur tíma og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í samtali við Víkurfréttir. Hann sagði engin stór ágreiningsmál vera til staðar. Nú séu norrænir vinabæir í heimsókn í Reykjanesbæ og það tefji viðræðurnar, sem verði teknar upp að nýju eftir heimsóknina.

Línur að skýrast í Grindavík Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn í Grindavík munu að öllum líkindum tilkynna á næstu misserum myndun meirihluta í Grindavík. Vinna er hafin í málefnaskránni og aðeins nokkrir lausir endar sem á eftir að ganga frá.

Sólarglennan notuð í málningarvinnu Jón Stefánsson, fyrrverandi skósmiður á Skólaveginum í Keflavík, notaði sólarglennu á mánudaginn til að mála grindverk við heimili sitt. Jón, sem nýverið varð 90 ára, kann vel til verka með pensilinn en hann starfaði m.a. sem málari hjá Varnarliðinu áður en hann gerðist skósmiður en við þá iðn starfaði hann í 52 ár. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Tvö stærstu í Grindavík greiða milljarð í veiðigjöld „Það er næstum milljarður eða hátt í milljarður sem tvö stærstu fyrirtækin hér í Grindavík þurfa að borga í veiðigjöld á næsta ári, ekkert af þessu fer til sveitarfélagsins og fyrirtækin geta ekki staðið undir þessu og vonandi verður þetta lagað,“ sagði bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónsson í viðtali við Víkurfréttir á dögunum. Pétur Pálsson, framkvæmdarstjóri Vísis hf. í Grindavík segir að verulega sé vegið að öryggi fyrirtækisins með veiðigjöldunum. Fyrirtækið hlaut þekkingarverðlaunin á dögunum og eru spennandi tímar framundan hjá Vísir en veiðigjöldin ógna framkvæmdum og framtíðarsýn. „Ég sakna þess í kjölfar sveitarstjórnarkosninga að pólitíkin sé ekki búin að átta sig á þessu, hún minntist ekki á þetta í kosningabaráttunni, það er sótt að fyrirtækjunum af miklu meiri hörku og skilningsleysi en áður, segir Pétur.“ Nánar er rætt við Pétur Pálsson framkvæmdastjóra Vísis hf. á miðopnu Víkurfrétta í dag.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista, og Einar Jón Pálsson, oddviti D-lista.

Stærstu ræða saman í sameinuðu sveitarfélagi J-listi Jákvæðs samfélags og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra eru í viðræðum um myndun meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Hvor listi hlaut þrjá menn kjörna í nýafstöðnum kosningum. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista, sagði viðræður ganga vel en verkefnið væri flókið þar sem verið væri að sameina tvö sveitarfélög og í mörg horn að líta.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

MÖGNUÐ JÚNÍTILBOÐ

DORITOS OG OSTASÓSA

UNGNAUTAHAMBORGARAR

HNETUVÍNARBRAUÐ OG FLÓRÍDANA HEILSUSAFI

4X90 GR M/BRAUÐI

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ GÓÐ

TVENNA

598 fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

KR

959 KR

GOTT

298 KR

KOMBO

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.