Víkurfréttir 23. tbl. 39. árg.

Page 1

STÓRFRAMKVÆMDIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Opnunartími

Sjá síðu 6 í blaðinu í dag og umfjöllun í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:00 á vf.is og á Hringbraut.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Góður gangur í viðræðum í Reykjanesbæ Góður gangur er í viðræðum Samfylkingar og óháðra, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks, sem nú ræða meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. „Þetta tekur tíma og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í samtali við Víkurfréttir. Hann sagði engin stór ágreiningsmál vera til staðar. Nú séu norrænir vinabæir í heimsókn í Reykjanesbæ og það tefji viðræðurnar, sem verði teknar upp að nýju eftir heimsóknina.

Línur að skýrast í Grindavík Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn í Grindavík munu að öllum líkindum tilkynna á næstu misserum myndun meirihluta í Grindavík. Vinna er hafin í málefnaskránni og aðeins nokkrir lausir endar sem á eftir að ganga frá.

Sólarglennan notuð í málningarvinnu Jón Stefánsson, fyrrverandi skósmiður á Skólaveginum í Keflavík, notaði sólarglennu á mánudaginn til að mála grindverk við heimili sitt. Jón, sem nýverið varð 90 ára, kann vel til verka með pensilinn en hann starfaði m.a. sem málari hjá Varnarliðinu áður en hann gerðist skósmiður en við þá iðn starfaði hann í 52 ár. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Tvö stærstu í Grindavík greiða milljarð í veiðigjöld „Það er næstum milljarður eða hátt í milljarður sem tvö stærstu fyrirtækin hér í Grindavík þurfa að borga í veiðigjöld á næsta ári, ekkert af þessu fer til sveitarfélagsins og fyrirtækin geta ekki staðið undir þessu og vonandi verður þetta lagað,“ sagði bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónsson í viðtali við Víkurfréttir á dögunum. Pétur Pálsson, framkvæmdarstjóri Vísis hf. í Grindavík segir að verulega sé vegið að öryggi fyrirtækisins með veiðigjöldunum. Fyrirtækið hlaut þekkingarverðlaunin á dögunum og eru spennandi tímar framundan hjá Vísir en veiðigjöldin ógna framkvæmdum og framtíðarsýn. „Ég sakna þess í kjölfar sveitarstjórnarkosninga að pólitíkin sé ekki búin að átta sig á þessu, hún minntist ekki á þetta í kosningabaráttunni, það er sótt að fyrirtækjunum af miklu meiri hörku og skilningsleysi en áður, segir Pétur.“ Nánar er rætt við Pétur Pálsson framkvæmdastjóra Vísis hf. á miðopnu Víkurfrétta í dag.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista, og Einar Jón Pálsson, oddviti D-lista.

Stærstu ræða saman í sameinuðu sveitarfélagi J-listi Jákvæðs samfélags og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra eru í viðræðum um myndun meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Hvor listi hlaut þrjá menn kjörna í nýafstöðnum kosningum. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista, sagði viðræður ganga vel en verkefnið væri flókið þar sem verið væri að sameina tvö sveitarfélög og í mörg horn að líta.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

MÖGNUÐ JÚNÍTILBOÐ

DORITOS OG OSTASÓSA

UNGNAUTAHAMBORGARAR

HNETUVÍNARBRAUÐ OG FLÓRÍDANA HEILSUSAFI

4X90 GR M/BRAUÐI

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ GÓÐ

TVENNA

598 fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

KR

959 KR

GOTT

298 KR

KOMBO

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Slökkt á götulýsingu í Reykjanesbæ Slökkt verður á götulýsingum í Reykjanesbæ frá 1. júní til 15. júlí en yfir­ fara þarf alla lýsingu í bænum, skipta út staurum og lömpum þar sem þörf er á. „Hinar björtu sumarnætur munu sjá um lýsinguna á meðan,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Frá talningu atkvæða í Reykjanesbæ á kosninganótt. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kæra framkvæmd sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ Sýslu­mann­in­um á Suður­nesj­um hef­ur borist kæra frá Pír­öt­um vegna fram­kvæmd­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Reykja­nes­bæ. Pírat­ar gera at­ huga­semd við að at­kvæði hafi verið tal­in fyr­ir lukt­um dyr­um og áður en kjör­fundi lauk. Sýslumaður­inn á Suður­nesj­um hef­ur skipað kær­u­nefnd vegna máls­ins eins og gert er ráð fyr­ir í lög­um, segir í frétt á mbl.is.

Láttu okkur hugsa um bílinn þinn! Brekkustíg 42 // Reykjanesbæ // Sími 855-9595

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Brimketill á Reykjanesi.

Starfsmanni sagt upp og verkefni í uppnámi:

MARKAÐSSTOFAN FJÁRSVELT AF RÍKINU Markaðsstofa Reykjaness fær helmingi minna en aðrar markaðsstofur vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll

Markaðsstofa Reykjaness fær helmingi minna fjármagn frá Ferðamálastofu en aðrar markaðsstofur á Íslandi vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, hefur sent öllum aðildarfélögum Markaðsstofu Reykjaness póst þar sem greint er frá stöðu fjármögnunar markaðsstofunnar. Markaðsstofur landshlutanna eru fjármagnaðar hver af sínum landshluta í gegnum framlög frá sveitarfélögum og aðildarfélögum auk þess sem ríkið hefur í gegnum Ferðamálastofu styrkt hverja og eina um 7.612.000 kr. árlega frá árinu 2011. Fjármagnið hefur því verið óbreytt þrátt fyrir aukið álag og verkefni. Í haust 2017 samþykkti Alþingi fjárframlög til eflingar markaðsstofanna sem stoðkerfis ferðaþjónustunnar inn á sínum landshlutum m.a. til að koma til móts aukin verkefni sem hafa komið á borð þeirra á síðustu árum. Um var að ræða viðbótarfjármagn upp á samtals um 91 millj. kr. á ári næstu þrjú árin sem skiptast átti niður á svæðin m.v. grunnfjármögnun, stærð svæða og verkefna.

Markaðsstofa Reykjaness situr ekki við sama borð

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um­ brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Í póstinum sem Þuríður ritar til aðildarfélaga Markaðsstofu Reykjaness segir að samningaviðræður hafi staðið yfir frá því í október 2017 og er staðan þannig í dag að gerðir hafa verið samningar við allar markaðsstofur landshlutanna nema Markaðsstofu Reykjaness. Ástæðan er sú að skv. Ferðamálastofu á Markaðsstofa Reykjaness ekki rétt á að fá sama grunnfjármagn og aðrar markaðstofur (kr. 10.200.000) og markaðsstofunni boðin lægri fjárhæð (kr. 5.100.000). Ágætt er að hafa til hliðsjónar að grunnfjármögnunin var 7.612.000 áður.

„Ástæður lækkunarinnar var að inn á svæði markaðsstofunnar er Keflavíkurflugvöllur og samkvæmt því eigum við auðveldara með að ná í ferðamenn inn á svæðið. Raunverulegar heimsóknartölur inn á svæðið virðist ekki skipta máli í þessu samhengi eða virðisaukning innan svæðisins. Auk þess telja þau að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu eigi að greiða meira til markaðsstofunnar vegna þessa. Þar er þó ekki tekið tillit til breyttrar gjaldskrár markaðsstofunnar og að fyrirtæki á öðrum svæðum greiði minna,“ segir Þuríður í póstinum. Auk grunnfjármagns átti viðbótarfjármagnið að renna að hluta til að framfylgja áfangastaðaáætlunum svæðanna sem samsvarar launum fyrir hálfan eða heilan starfsmann (5,1 eða 10,2 millj. fer eftir stærð svæða) og fylgir sá hluti þessum samingum sem nú hafa verið undirritaðir. Eftir standa tæplega 50 milljónir sem settar voru í samkeppnissjóð sem

markaðsstofunum er ætlað að sækja í. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni í ferðaþjónustu í landshlutunum. Við úthlutun á fjármagni er horft til fjölda flugtenginga og fjölda ferðamanna og skilaboðin til okkar voru þau að við myndum að öllum líkindum ekki fá úthlutað úr þessum sjóði. „Við höfum átt samtal við ráðuneytið, Ferðamálstofu, þingmenn og fleiri en því miður er enginn vilji eða geta til að leysa úr þessu máli. Skilaboðin sem við fáum er að þetta er ákvörðun sem er búið að taka og henni verður ekki breytt. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórn Markaðsstofunnar hafa bókað á sínum vettvangi að við sættum okkur ekki við þessa niðurstöðu, auk þess sem ákveðið var á stjórnarfundi Markaðsstofunnar í síðustu viku að leggja fram stjórnsýslukæru, sem verið er að vinna í og við óskað eftir fundi með ráðherra. Hann hefur ekki fundið tíma til þess,“ segir Þuríður jafnframt.

Staða verkefna

Staða Markaðsstofu Reykjaness er þannig í dag er því sú að hún hefur þurft að segja upp öðrum starfsmanni stofunnar, auk þess sem verkefni markaðsstofunnar sem komin voru vel á skrið eru í uppnámi, m.a. hefur þurft að draga úr krafti samfélagsmiðla, blaðamannaferða, vinnu við markaðsefni og fleiri verkefna. „Málinu er hvergi nærri lokið en þetta er ömurleg staða sem svæðið er komið í og algert skilningsleysi ríkir hjá hinu opinbera gagnvart áfangastaðnum og frekari þróun hans,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness í póstinum til aðildarfélaga markaðsstofunnar.

Ofn United Silicon ræstur aftur árið 2020 Endurbætur á kísilveri United Silicon kosta rúma þrjá milljarða króna. Nú er verið að leggja lokahönd á hönnunarvinnuna fyrir endurbæturnar en áætlað er að starfsemi hefjist á ný í verksmiðjunni árið 2020. Frá þessu er greint á vef RÚV. Þar segir einnig að á annan tug fjárfesta hafi lýst áhuga á að kaupa verksmiðjuna. Haft er eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að það sé bankanum afar mikilvægt að vandað sé til verka

og að reksturinn verði þannig úr garði gerður að hann geti farið fram til framtíðar í sátt við stjórnvöld

og nærumhverfi verksmiðjunnar. Markmið Arion banka er að selja verksmiðjuna. Vel á annan tug aðila hafa lýst yfir áhuga á að kaupa verksmiðjuna. Þar á meðal eru margir af stærstu farmleiðendum kísilmálms í heiminum í dag, að því er segir í svari upplýsingafulltrúa Arion banka til RÚV.


GIRNILEGA GOTT Á GRILLIÐ!

-50% -50%

HAMBORGARAR DRY AGED 8X120G KR PK

HELGUSTEIK Í ESJUMARINERINGU KR KG

1.594

1.665

ÁÐUR: 3.329 KR/KG

NÝ VARA

LAMBAFRAMHRYGGJASNEIÐAR KR KG

699

-16%

ÁÐUR: 1.398 KR/KG

CMYK

-16%

ÓPAL KÓNGARÆKJA Í SKEL, Í VORLAUK OG SESAM MARINERINGU KR KG

ÓPAL RISARÆKJA SKELFLETT, Í SÍTRÓNU KÓRÍANDER MARINERINGU KR KG

4.198

3.274

NÝ VARA

ÓPAL RISARÆKJASPJÓT Í MEDITERRANEAN MARINERINGU KR KG

3.778

ÓPAL TÚNFISKLUNDIR Í SOJA/CHILI MARINERINGU KR KG

3.778

SV/HV

GOÐI GRÍSARIF BBQ KR KG

-25%

1.199

ÁÐUR: 1.599 KR/KG KALKÚNASNEIÐAR M/ ÍSL. JURTAKRYDDI KR KG ÁÐUR: 2.698 KR/KG

1.889

-30%

-30% EGGALDIN KR KG

KÚRBÍTUR KR KG

ÁÐUR: 479 KR/KG

ÁÐUR: 369 KR/KG

335

258

2.975

KJÚKLINGABRINGUR BBQ COUNTRY STYLE KR KG

1.889

ÁÐUR: 2.698 KR/KG

-40% FERSKT NAUTAFILLÉ KR KG ÁÐUR: 4.959 KR/KG

-30%

GRÍSARIF

1.499

KR KG

-25%

ÁÐUR: 1.998 KR/KG

Tilboðin gilda 7. - 10. júní 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

STÓRFRAMKVÆMDIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

n Skiptifarþegum fjölgar n 28 flugfélög munu fljúga til landsins í sumar n áfangastaðirnir um 100 Fullt var út úr dyrum á opnum morgunfund Isavia á Hilton Reykjavík Nordica þar sem fjallað var um ferðasumarið 2018, framtíð og stöðu ferðaþjónustunnar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Farið var yfir farþegaþróun innan flugvallarins og áætlaðan fjölda ferðamanna sem sækir landið heim í sumar. Farþegaspá Isavia var uppfærð og sérstaklega rætt um áhrif og mikilvægi skiptifarþega – en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra vaxi enn frekar á þessu ári og í raun meira en áður var ráð fyrir gert. Þá fór Bjarnheiður Karlsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, yfir fjölgun starfa og fyrirtækja í ferðaþjónustunni á Íslandi síðan árið 2010 og rekstrarumhverfi starfsgreinarinnar. Að lokum var einblínt á uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar og þær framkvæmdir og áskoranir sem fram undan eru á næstu árum.

Fjölgun farþega í haust – fleiri skiptifarþegar

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, ávarpaði fundinn í upphafi og fór yfir inntak erindanna. Þar ræddi hann meðal annars breytta farþegaspá en benti á að erlendum ferðamönnum muni áfram fjölga árið 2018. Útlit sé fyrir fækkun í sumar en aukningu aftur í haust. Það geri það að verkum að ferðaþjónustan sé að fá styrkari stoðir undir heilsárs atvinnugrein. Þá séu það góðar fréttir að skiptifarþegum, sem millilendi á Keflavíkurflugvelli, fjölgi. Það auki samkeppnishæfi vallarins vegna þeirra – ekki síður en annarra farþega – og sé því þörf á frekari uppbyggingu.

Hlutfall og mikilvægi skiptifarþega eykst

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli, fjallaði um farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli síðastliðin ár og spá Isavia fyrir árið 2018. Kom þar meðal annars fram að 28 flugfélög munu fljúga til landsins í sumar og verða áfangastaðirnir um 100. Einnig fór Hlynur yfir fjölda skiptifarþega og hlutfall af heildarfarþegum sem er 41% samkvæmt spá fyrir 2018 og er meiri en spáð hafði verið fyrir. Benti

hann á að þetta stafi af breytingum hjá bæði Icelandair og Wow Air þar sem fleiri sæti fari nú undir skiptifarþega en farþega sem heimsækja landið. Til að mynda hafi bæði flugfélögin aukið við framboð sitt til borga í Norður-Ameríku sem eigi sinn þátt í þessari aukningu. Samkvæmt uppfærðri farþegaspá fyrir 2018 mun farþegum fjölga í heild um 15%. Mest verður aukningin á skiptifarþegum en þeim fjölgar um 37% í ár. Uppfærð spá er varðar Íslendinga sem fara um flugvöllinn sýnir að meðalaukning verði 8,3% á árinu en aftur á móti verði meðalaukning erlendra farþega 2,6% á sama tíma. Það er minni aukning en kom fram í farþegaspá Isavia sem birt var í lok nóvember í fyrra. Í uppfærðri farþegaspá er gert ráð fyrir að erlendum komufarþegum fækki í sumar en aukning verði nokkuð meiri á vetrarmánuðum. Hlynur fór einnig yfir ánægjukönnun farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Þar kom fram marktækur munur á því hversu mjög ánægðir þeir væru með aðstöðu og þjónustu í flugstöðinni frá því sem var í fyrra.

Er flughæð náð?

Í erindi sínu spurði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferða-

þjónustunnar, hvort ferðaþjónustan á Íslandi hefði náð flughæð eftir gríðarmikinn vöxt síðan árið 2010. Störfum hefði fjölgað mikið, eða um 15,9% á síðustu 8 árum sem og fyrirtækjum í ferðaþjónustu einnig. Rekstrarumhverfið hefði hins vegar tekið breytingum með styrkingu gengis og hærri launakostnaði. Til viðbótar hefði umfjöllun erlendra fjölmiðla síðustu misseri um áfangastaðinn Ísland verið frekar neikvæð og óvægin, það sé hlutverk okkar allra að vanda orðræðu um íslenska ferðaþjónustu. Sterkt gengi krónunnar hefur mikil áhrif á ferðir Íslendinga erlendis en að sama skapi finni ferðaþjónustan hér á landi vel fyrir þessari gengisþróun þar sem Ísland sé nú dýrasta landið að heimsækja. Það sé þó mikilvægt að gera sér grein fyrir að nú er verið að meta ferðaþjónustuna í samanburði við góðærisár í kjölfar eldgoss og efnahagshruns og því hafi ferða-

þjónustan ekki náð flughæð. Við séum rétt að byrja.

Næstum því heil Smáralind og 22,5 fótboltavellir

Að lokum kynnti Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækniog eignasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli, þá uppbyggingarþróun sem fram undan er á flugvellinum sem helst í hendur við uppfærðar farþegaforsendur. Spá frá árinu 2015 sýnir að í ár hefur flugvöllurinn náð þeim fjölda farþega sem gert var ráð fyrir að kæmu til Íslands árið 2030. Sú spá var gerð fyrir þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar. Í erindi Guðmundar Daða var sýnt myndband sem farið var yfir þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 1987 og til loka uppbyggingaráætlunar. Fram undan eru yfirgripsmiklar framkvæmdir innan flugvallarins þar sem

landgangurinn verður meðal annars breikkaður til muna, eða um 30.000 fermetra, verslunarsvæði verður stækkað, ný landamæri byggð og biðsvæði og brottfararhlið bætt. Ljóst er að Isavia stendur fyrir miklum áskorunum á meðan á framkvæmdum stendur, þá sérstaklega er varðar flæði farþega og farþegaupplifun. Áætlað er að frá árinu 2012 til 2021 verði búið að byggja það sem samsvarar nærri því heilli Smáralind, eða um 60.000 fermetrum, og verða fjarstæði flugvéla á við 22 og hálfan fótboltavöll – eða sem nemur heimaleikvöngum allra tuttugu liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og gott betur en það. Í lokinn kynni Guðmundur Daði síðan nýja upplýsingasíðu um framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll sem verður uppfærð eftir því sem verkefninu vindur fram. Síðuna má finna á www.isavia.is/ uppbyggingKEF

Fasteignamat hækkar um 28,3% á Suðurnesjum - íbúðamatið hækkar um 41,1% í Reykjanesbæ og matssvæðið á Ásbrú hækkar um 98%

Forvarnardagur Arna haldinn á laugardaginn Forvarnardagurinn 2018 verður haldinn í Arnarhreiðrinu á Ásbrú laugardaginn 9. júní á milli kl. 11:30 og 16. Forvarnardagur Arna er haldinn árlega og snýst um að fræða vélhjólafólk um öryggismál hjólamanna. Sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja sýna viðbrögð við komu að slysi bifhjólamanns, þá verður farið yfir helstu þætti sem skipta máli varðandi öryggismál hjólamanna og svo verður reynt á ökuhæfni þeirra í hjólaþrautum.

Lögreglan og Brunavarnir Suðurnesja, Slysavarnardeildin Dagbjörg og Björgunarsveitin Suðurnes taka þátt í deginum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í boði Atlantsolíu og hefst grillið kl. 11:30. Ernir Bifhjólaklúbbur Suðurnesja var stofnaður 27. apríl 2001 af 46 áhugamönnum um mótorhjól og eru 421 útgefin félagsnúmer. Klúbbhúsið Arnarhreiðrið er á Ásbrú í Reykjanesbæ á Þjóðbraut 772 en klúbburinn hefur það að markmiði að auka öryggi hjólafólks og að sýna gott fordæmi.

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8% frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2018. Það tekur gildi 31. desember 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2018, segir í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands.

Mest hækkun á Reykjanesi

Samanlagt mat íbúða (133.071) á öllu landinu hækkar um 12,7% frá árinu 2017 og verður alls 5.727 milljarðar króna. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið. Fasteignamat hækkar mest á Reykjanesi en þar hækkar íbúðamatið um 41,1% í Reykjanesbæ, um 37,9% í sam-

einuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs og um 32,9% í Vogum. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 15% á landinu öllu; um 17,2% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,9% á landsbyggðinni. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 11,6%, um 28,3% á Suðurnesjum, um 14,3% á Vesturlandi, 12,1% á Vestfjörðum, 11% á Norðurlandi vestra, 15% á Norður-

landi eystra, 9,5% á Austurlandi og um 13,7% á Suðurlandi. Fasteignamat hækkar mest í Reykjanesbæ eða um 34,2%, um 25,5% í Vogum, um 21,1% í Hveragerði og 20,2% á Akranesi.

Mest hækkun íbúðarhúsnæðis í kringum höfuðborgarsvæðið

Meðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 10,3% og hækka flest svæði innan þess um 8–12%. Mun meiri hækkun má sjá í nágrannasveitarfélögum, þannig hækkar matssvæðið á Ásbrú um 98%, Sandgerði um 39%, Garður um 37%, Reykjanes dreifbýli um 35%, Hafnir um 35%, Keflavík og Njarðvík um 34%, Vogar um 33%, Hveragerði um 24% og Akranes og Selfoss um 22%.


Sumarsæla í Múrbúðinni Gott verð fyrir alla, alltaf !

12.490 26.490 Lavor One

GRILLBOÐ*

39.900 Kaliber Red gasgrill

Lavor Space 180 háþrýstidæla

1800w, 130 bör (170 m/turbústút) 420 L/klst.

2500w, 180 bör (275 m/túrbóstút) 510 L/klst Pallahreinsir, hringbursti, felgubursti og aukaspíssar fylgja.

Made by Lavor

Grillbursti kr. 390

Garðverkfæri í miklu úrvali

4 brennara (12KW) + hliðarhella (2.5KW). Grillflötur 41x56cm

44.990

Plus 130 háþrýstidæla

Malarhrífa

Verð frá

2.190,Grilláhöld 3 stk. í setti kr.

t Öflug rt ý d og ó

1.790,-

2.390,1.690,-

23.990

29.990

1.890,MIKIÐ ÚRVAL

1.380

Kaliber Black gasgrill

1.890,-

2500W, 160 bör (245 m/túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa).

Grill yfirbreiðslur margar stærðir. Verð 4.280 -4.580 Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

3x3kw brennarar (9KW). Grillflötur 41x56cm

Lavor SMT 160 ECO

1 líter kr.

1.990

1.790

39.990

Haki

MOWER CJ18

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-85mm/8

Landora tréolía Col-51903 3 l.

Steypugljái á stéttina – þessi sem endist

1.980

8.790

Garðskafa

Truper garðverkefæri 4 í setti

62.990

2.490,-

DEKA SÍLAN vatnsfæla 5 lítrar

1.490,-

1.690

Truper 10574

MOWER CJ20

Sláttuvél m/drifi, BS 5,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 150 CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 2575mm/8

66.990

1.895,Tia - Garðverkfæri verð

490 pr. stk.

MOWER CJ21

Sláttuvél 53cm m/drifi, BS 6,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 193 CC, skurðarvídd 53cm/21”, sjálfknúin 3,4 km/h. Safnpoki að aftan 65 L, hliðar

Pretul greinaklippur

875

útskilun. Skurðhæð

*Grillboðið gildir 25.5 - 10.6.2018

og staða 2580mm/8

Portúgalskir leirpottar

Bio Kleen

Gróðurmold 20 l.

Pallahreinsir

560

1 líter

895 5L 2.990 kr.

40 l kr. 990

Blákorn 5 kg Leca blómapottamöl 10 l.

1.245 990 ag Opið laugarádlsi og letth kl. 10-16 á K janesbæ 10-14 í Reyk

Mikið úrval

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

n n i r a ó j s Síkáti

Bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn síkáti, fór fram í síðustu viku og náði hámarki á sjálfan sjómannasunnudaginn. Fjölbreytt dagskrá var að vanda og stóð hún yfir í marga daga. Nokkrir hápunktar voru þó í dagskránni eins og litaganga hverfanna, bryggjutónleikar og svo viðamikil dagskrá á hafnarsvæðinu alla síðustu helgi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ræðumaður dagsins á sjómannadaginn í Grindavík og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal gesta við hátíðarsviðið.

Meðfylgjandi myndir tóku ljósmyndarar Víkurfrétta, þau Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Hilmar Bragi Bárðarson.

AUGLÝSING

Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grænaborg Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 16. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgarhverfis, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst m.a. að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin. Tillagan er sett fram á uppdrætti og vísast til hans um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 6. júní 2018 til og með miðvikudagsins 18. júlí 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@ vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 18. júlí 2018.

Vogum, 6. júní 2018 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

F.v: Einar Hannes Harðarson formaður SVG, Stefán Egilsson og dóttir hans Kristín Egilsdóttir, Elínborg Ása Ingvarsdóttir, Guðjón Einarsson, Gunnar Sigurðsson, Stefanía Bragadóttir, Guðmundur Sigurðsson, Kristólína Þorláksdóttir og Jón A Ásgeirsson. Mynd: Óskar Sævarsson

Tvöhundruð ár á sjó Á sjómanndaginn þann 3. júní sl. voru heiðraðir fimm sjómenn frá Grindavík. Heiðrunin fór fram við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju í sjómannamessu dagsins. Séra Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari og kór Grindavíkurkirkju leiddi söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista, þeim til halds og traust voru þau Leifur Guðjónsson sjómaður sem flutti ræðu sjómannsins og sjómannshjónin Kristmundur Óli Jónsson og Ásdís Ester Kristinsdóttir fluttu ritningarlestra. Sonur þeirra Tómas Darri Kristmundsson bar krans til minningar um drukknaða sjómenn og týnda. Lúðrasveit verkalýðsins tók þátt í athöfninni og flutti m.a Suðurnesjamenn og Brennið þið vitar og leiddi svo fjölmenna skrúðgöngu að minnisvarðanum Von. Meðal gesta í Grindavíkurkirkju var forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, en hún flutti ræðu sjómanna-

dags á hátíðarsvæði eftir messu. Forseti Íslands hr.Guðni Th. Jóhannesson tók þátt í skrúðgöngu að minnisvarðanum Von og sameinaðist gestum á hátíðarsvæði. Guðni og Katrín tóku einnig þátt í hátíðarhöldum sjómannafélagsins í Víðihlíð dvalarheimili aldraðra í Grindavík.


*ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 4.–10. JÚNÍ 2018. PÖNNUPIZZA: 1.590 KR.

EIN VIKA. EITT VERÐ.* WWW.DOMINOS.IS

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

VÍSIR HF. FYRSTA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ SEM HLÝTUR ÞEKKINGARVERÐLAUNIN

„Mjög spennandi tímar framundan“ ~ Hanna ný vinnslutæki til sjós og lands ~

Fiskvinnslufyrirtækið Vísir úr Grindavík hlaut á dögunum þekkingarverðlaunin í ár en Vísir hefur verið leiðandi í stafrænum lausnum og nýsköpun í fiskvinnslutækni. Fyrirtækið á sér langa sögu og fagnaði það fimmtíu ára afmæli sínu fyrir tveimur árum síðan. Vísir var stofnað árið 1965, er með 310 starfsmenn, tvær vinnslur í Grindavík, fimm línuskip og er með 17.500 tonna kvóta. Víkurfréttir hittu Pétur Pálsson framkvæmdarstjóra fyrirtækisins á dögunum þar sem Pétur ræddi þekkingarverðlaunin, framtíðina og nýsköpun.

Hafa skráð nákvæma sögu inn á gagnabanka

Pétur segist vera afar stoltur af Þekkingarverðlaununum og sérstaklega vegna þess að þessi verðlaun eru veitt af félagi viðskipta- og hagfræðinga en í ár voru þau veitt í átjánda sinn. „Þemað í ár var stafrænar lausnir, hvernig fyrirtæki nota stafrænar lausnir til að bæta reksturinn og við vorum tilnefnd í 18–20 fyrirtækja hópi. Það er stór nefnd sem kemur og velur. Nefndin heimsótti okkur og við sögðum þeim frá því sem við erum að gera, svo vorum við eitt af fjórum fyrirtækjum sem voru tilnefnd og hlutum verðlaunin að lokum við hátíðlega athöfn í Iðnó og við erum

afskaplega ánægð með það.“ Mikil gróska og uppbygging hefur verið hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum á undanförnum árum og segir Pétur það vera afar ánægjulegt að þrjú af fjórum fyrirækjum sem voru tilnefnd til verðlaunanna hafi verið sjávarútvegsfyrirtæki. „Þetta er í fyrsta sinn sem sjávarútvegsfyrirtæki fær þessi verðlaun og við erum í hópi flottustu fyrirtækja landsins fyrr og síðar þarna. Það segir okkur sjálfum að við erum kannski betri en við höldum. Stafrænar lausnir sem við erum að fá verðlaun fyrir byggjast á því að við eigum upplýsingar um allar okkar lagnir og allar okkar stærðardreifingar, við erum búin að skrá nákvæma sögu á stafrænan hátt sem við notum dags daglega til að taka ákvarðanir. Við erum núna með nýjum frystihúsum skurðarvélar sem byggja á stafrænum mælingum um að bestun fisksins sé sem mest og svo erum við að vinna í því að fá mælingarnar lifandi á meðan þú ert að veiða. Þegar við fórum að draga saman hvað við

fiskinn en það sé eitt af því sem þau eru að slást við, að eiga nóg en ekki of mikið. „Okkar styrkleiki, sem á ekki bara við okkur, heldur líka fyrirtæki í Grindavík og á öllu landinu, er að menn sérhæfa sig og sérhæfing veiðanna hjá okkur er algjör því við erum bara með línuveiðar. En við erum með sveigjanlega framleiðslu og þegar þú ert með sveigjanlega framleiðslu, þá ertu með sveigjanlegar sölur og þá skiptir stærðardreifingin mjög miklu máli. Þannig getum við til dæmis í vinnslunni hjá okkur verið að sinna tíu til fimmtán kúnnum í einu sem hver og einn hefur sínar óskir. Þannig að ein stærð af flaki passar í skurð fyrir einn kúnna og næsta fyrir annan. Það er mikil nákvæmni í því að skera fyrir hvern kúnna fyrir sig.“

Höfuðstöðvar Vísis hf. í Grindavík. notum mikið af stafrænum lausnum hjá okkur, þá brá okkur svolítið.“

Fleiri upplýsingar flýta söluferlinu

Saga Vísis yfir skráningar á sjónum er síðan um aldamót og eru til haldbærar upplýsingar frá 2004–2005 en ástæðan fyrir skráningunni er sú að það var orðin meiri krafa frá kaupendum að vita stærð fisksins. „Við

þurftum alltaf að vita hvaða stærð við vorum að veiða, til viðbótar því að eftir að sem fleiri tegundir komu í kvóta þurftum við alltaf að vanda okkur á hvaða miðum erum við á sem passa kvótasetningunni, þannig að við þurftum að skrá hvað skipin voru að veiða til að fá réttu stærðirnar og réttu hlutföllin.“ Til að halda utan um skráningarnar var eitt stöðugildi starfandi í um tíu til fimmtán ár en Pétur segir að þessi skráning og utanumhald hafi nýst þeim mjög vel þegar farið var að gera ráðstafanir um hvernig þau selja fiskinn og fyrir kaupandann. „Að geta sagt kaupanda að við séum að vinna þennan fisk, það taldi með okkur í sölunni líka, erum að vinna með fimmtán ára gagnabanka, erum í núinu á sölunni og það nýjasta sem við erum að gera það er að fara að setja mælingar um borð í skipin á meðan við veiðum þannig að við fáum upplýsingar með nokkra daga fyrirvara um hvernig fiskur er að koma til vinnslu á þessum tiltekna degi og það gefur sölumönnunum einnig nokkra daga forskot á að ráðfæra sig við kúnnann um hvað við getum og hvað við getum ekki látið hann hafa.“

Sveigjanleikinn skiptir máli

Úr hátæknifrystihúsi Vísis hf. í Grindavík.

Fyrir utan það að allar þessar upplýsingar flýti söluferlinu, þá segir Pétur að þau séu töluvert rólegri og þurfi ekki að eiga birgðir af öllu, því þau viti hvenær hægt sé að veiða

Gott samstarf sem allir græða á

Vísir hefur í samstarfi við Marel og Völku hannað ný vinnslutæki. Við eigum ótrúlega flott tæknifyrirtæki hér á Íslandi og það er mjög gott samstarf á milli fyrirtækja hér í Grindavík og á Suðurnesjum, en í gegnum tíðina samstarf tæknifyrirtækja og sjávarútvegsfyrirækja verið einstaklega gott. Það er svolítið árangurinn sem er að koma í ljós núna.“ Pétur segir að það njóti líka allir góðs af því að sjávarútvegsfyrirtækin geti fjárfest og unnið með tæknifyrirtækjum. “Menn eru að spá því að þessi tæki sem verið er að framleiða, verði verðmætari en fiskurinn sem við erum að setja í tækin til að framleiða. Þessi tæki eru hönnuð í miklu samstarfi tæknifyrirtækja, í þessu tilfelli Marel, Skagann og Trackwell, þannig að þetta hefur verið stígandi og þétt vinna undanfarin fimmtán ár.“

Stór tækifæri handan við hornið

Rekjanleiki vörunnar skiptir miklu máli ásamt öllum vottunum. „Þessi rafræna afladagbók sem skráir allt úr tækjunum er svo mikilvæg til að ná utan um þessar upplýsingar. Rekjanleikinn ef eitthvað kemur upp á og sagan. Þessi mynd er alltaf að skerpast og verða skýrari, hvað við getum boðið upp á og hvað við erum að gera.“ Pétur segir að þau vilji helst ekki eiga neinar birgðir en að í dag séu stærstu tækifærin sem fyrirtækin séu


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

9

ERTU Á LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM? viðHorfðu á jall n s í ð tali u! tækinu þín

að fá. Kúnninn fái nýjan fisk og sé nú þegar farinn að biðja um að fá fiskinn í endanlega pakkningu og telur hann að það verði þannig í framtíðinni. „Þá getum við sent fiskinn frá okkur í endanlegri útgáfu, beint frá okkur til viðskiptavinarins, þá losnar hann við milliflutninga. Þá verður ferlið líka umhverfisvænna því þá verða milliflutningar úr sögunni, það er þetta skemmtilega tækifæri sem við stöndum frammi fyrir, framleiðslu, pökkun og afhenda viðskiptavininum vöruna í endanlegu formi og það er stórt tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg.“

Hliðargreinarnar verðmætar

Codland var sett á laggirnar til að halda utan um verkefni sem voru að þurrka hausa, bræða lifur og í dag er þetta orðið tækni- og rannsóknarregnhlífin þeirra. Fyrirtækið er í eigu Haustaks og Sjávarklasans og hefur verið í rannsóknarvinnu undanfarin ár. „Það hafa farið fullt af peningum út um gluggann eins og gengur og gerist í því. Við erum núna komin með tvö verkefni í höfn, annað er það að geta unnið nothæft lýsi og mjöl úr slógi. Það þarf að klára að vinna við að byggja aðflutninginn að því. Svo er annað að skila frá sér verkefni sem heitir kollagenverksmiðja, það er verkefni sem hefur staðið í tvö-þrjú

ár í undirbúningi.“ Beðið hefur verið eftir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar síðastliðið hálft ár um það hvort byggja megi verksmiðju sem er ekki til á Íslandi og ekki til í norður Evrópu en ástæðan fyrir því að Samkeppnisstofnun var að vinna í því var sú að það eru fimm fyrirtæki sem koma að þeirri verksmiðju, Vísir, Þorbjörn, Grandi, Samherji og Juncá sem er spænskt fyriræki sem hefur verið að vinna kollagen úr svínshúð en ekki kollagen sem kemur frá sjávarafurð. „En það er gleðilegt að segja það að við höfum fengið leyfi fyrir þessari verksmiðju, það er búið að skipa stjórn og verkefnið er að fara á fullt. Þetta er einn af þessum stórum þáttum í hliðargreinum en efnin sem fiskurinn notar til að halda sér á lífi er mun verðmætari heldur en maturinn sem er á beinunum. Við borðum matinn af beinunum en við erum búin að framleiða svo lítið úr hinu. Kollagen er unnið úr roði og það er á Íslandi mjög mikil gróska í þessum hliðarafurðum, á Siglufirði, Ísafirði, alls konar vörur sem eru unnar úr þessum efnum, úr roðinu, skelinni, ensímunum þannig að við erum stolt af því að vera þátttakendur í þessu ferli og eru Suðurnesjamenn svolítið leiðandi í því. Það er það sem við erum hvað stoltust af og verðlaunin kannski undirstrika það að þetta svæði hérna sem er bolfisk og þorsk svæði vegna námundar við

flugvöll og höfn er leiðandi í þessari þróun og framleiðslu bæði á fiskinum og hliðarafurðunum.“ Þannig að það eru spennandi tímar framundan? „Það erum mjög spennandi tímar framundan og maður finnur það þegar ungt fólk dregur tjaldið frá og horfir inn í þetta þá sjá þau að þetta er mjög spennandi pakki en við stöndum frammi fyrir stærri og skemmtilegri tækifærum núna heldur en nokkurn tímann áður og suðurnesjamenn hafa aldrei verið eins öflugir í þessu en á sama tíma er sótt að okkur annars staðar frá og þetta er ekkert sjálfsagt. Fyrirtækin þurfa að hafa styrk og fá að nota sína afkomu til að byggja þetta upp, ef þetta er tekið af þeim í eitthvað annað þá bíður þetta á hliðarlínunni og þá eru menn bara að hökta í sama farinu. Við gætum horft fram á fjárfestingar hérna í þessum greinum í að fullnýta og pakka vöruna, hanna hana til sölu, vinna allar aukaafurðirnar, þegar við erum að tala um kollagenið þá erum við bara að tala um duftið og átt eftir alla áframvinnslu á því. Hérna getur verið að draga inn fjárfestingar og tæknistörf í þeim mæli sem aldrei hefur sést áður en það er eðli málsins samkvæmt mjög dýrt og krefst mikilla fórna. Þess vegna verða menn að átta sig á því að þetta er ekkert sjálfsagt að þetta takist. Ég sakna þess í kjölfar sveitarstjórnarkosninga að pólitíkin er ekki búin að átta sig á þessu, hún minntist ekki á þetta í kosningabaráttunni, það er sótt að fyrirtækjunum af miklu meiri hörku og skilningsleysi en ætti að vera því þetta eru svo augljósir þættir sem við erum að horfa á þetta er ekkert nýtt heldur tækni sem er þekkt sem við erum að draga til okkar, við höfum túverðugleikann og fólk sem vill vinna með okkur í þessu og við verðum að hafa aflið sjálfir til þess að það komi einhverjir fleiri með okkur í pakkann.“

VIÐTAL Fjölnir GK 157 heldur til veiða frá Grindavík. Mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

HEKLA Reykjanesbæ býður upp á smurþjónustu, þjónustuskoðanir og bremsuviðgerðir. Renndu við og láttu þjálfaða starfsmenn leiðbeina þér. Þín ánægja er okkar hagur.

HEKLA Reykjanesbæ Njarðarbraut 13 Sími 590 5090 · hekla.is


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Framkvæmdir við áningarstaði á Reykjanesi í sumar Verktakar á vegum Reykjanes Geopark vinna nú að endurbótum og lagfæringum á nokkrum vinsælum áningarstöðum ferðamanna á Reykjanesi, m.a. Gunnuhver, Reykjanesvita og Brú milli heimsálfa. Þetta kemur fram í fréttabréfi Reykjanes Unesco Global Geopark og Markaðsstofu Reykjaness.

Ný bílastæði og miklar endurbætur við Gunnuhver

Við Gunnuhver er unnið að nýju bílastæði vestan við hverasvæðið. Stæðið verður í hvarfi frá hverasvæðinu og mun verða nokkru stærra en bílastæðin sem eru fyrir. Núverandi bílastæði að vestanverðu verður nýtt að

hluta til sem áningarstaður en að öðru leyti eingöngu ætlað þeim sem eiga erfitt með gang. Frá nýju bílastæði verða lagðir stígar og nýtt efni borið í þá stíga sem fyrir eru á svæðinu. Þá verða öll öryggisbönd á svæðinu endurnýjuð.

Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,

STURLA ÞÓRÐARSON tannlæknir

lést að morgni 31. maí. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní kl. 11. Unnur G Kristjánsdóttir, Snorri Sturluson Guðrún Birna Finnsdóttir Auður Sturludóttir Benjamin Bohn María Birna Arnardóttir Arnar H Jónsson Guðmunda Sirrý Arnardóttir og barnabörn

Reykjanesviti 110 ára

Þann 1. mars sl. voru 110 ár frá því að Reykjanesviti, uppáhaldsviti íslensku þjóðarinnar, var tekinn í notkun. Reykjanes Geopark hefur í nokkur ár unnið að bættri aðkomu að Reykjanesvita og nágrenni, m.a. með því að deiliskipulegg ja svæðið, auglýsa lausa lóð fyrir þjónustumiðstöð og færa bílastæði nær Reykjanesvita. Í sumar verður umhverfi vitans lagfært og lagður göngustígur upp að vitanum. Í allri hönnunarvinnu var horft til þess að lega og ásýnd falli sem best að Bæjarfellinu en það er í dag illa farið eftir umferð allt árið um kring. Þá munu Hollvinasamtök Reykjanesvita koma fyrir afsteypu af skjaldarmerki Danakonungs á vitanum í sumar. Vitinn skartaði skjaldarmerkinu í rúm 60 ár og þótti á sínum tíma mikilvæg viðurkenning hans á mannvirkinu.

Nýtt deiliskipulag fyrir Garðskaga

Um 300.000 gestir heimsóttu Garðskaga árið 2017 og er áningarstaðurinn sá vinsælasti innan Reykjanes Geopark. Í gildi er deiliskipulag frá

2004 sem gerir ekki ráð fyrir þeim fjölda ferðamanna sem heimsækir svæðið í dag. Fyrr á árinu hófst vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Garðskaga

sem miðar að því að gera ferðaþjónustu, vitunum tveimur, norðurljósum og fuglalífi hátt undir höfði.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

TRAUSTI BJÖRNSSON,

Aðalgötu 5, Keflavík, áður til heimilis að Smáratúni 40, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 1. júní. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Áslaug Hilmarsdóttir.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,

HAFSTEINN SIGURVINSSON Vesturbraut 11, Keflavík,

lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 11. Þóra Kristrún Hafsteinsdóttir Þórarinn Pétursson Hanna Dís Hafsteinsdóttir Friðrik Þór Steingrímssson Fríður Hilda Hafsteinsdóttir Gunnar Stígur Reynisson afabörn og systkini.

Vél United Airlines í fyrstu ferðinni til Íslands.

United Airlines semur við Securitas -80 starfsmenn hjá Securitas á Suðurnesjum

Securitas hefur skrifað undir samstarfssamning við bandaríska flugrisann United Airlines. Samningurinn tekur á öryggismálum tengdum áætlunarflugi UA til og frá Íslandi. Í framhaldi af útboði í janúar var gengið til samninga við Securitas. Þá hófst þjálfun starfsfólks sem unnin var í samstarfi við Securitas í Belgíu sem hafa mikla reynslu af öryggismálum flugvalla. Fyrsta flug UA til Bandaríkjanna fór frá Íslandi 24. maí og er flogið daglega til að byrja með.

Aukin umsvif Securitas í flugtengdum rekstri

Starfsemi Securitas á flugvöllum og í tengslum við flug er alltaf að aukast. Auk þess að sinna öryggismálum einstakra flugfélaga þá sinnir Securitas öryggisleit, aðstoð við farþega með

skerta hreyfigetu (PRM), umsjón með týndum farangri og fleira. Alls starfa nú um 80 manns frá Securitas í og við flugstöðina í Keflavík auk þess að sinna stöfum á Reykjavíkurflugvelli „Við erum mjög ánægð með að hafa hafið þetta samstarf með United

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Fyrstu ferðinni til Íslands var fagnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Telma Dögg Guðlaugsdóttir, útibússtjóri Securitas á Suðurnesjum. Airlines. Í gegnum slíkt samstarf og eins með samstarfi við Securitas í Belgíu öðlumst við gífurlega þekkingu á þessum rekstri sem eykur gæði þjónustu okkar. Starfsfólki Securitas fjölgar mjög ört hér í Keflavík enda hefur samstarfið með Isavia, WOW og fleirum gengið vel. Securitas á Reykjanesi er frábærlega staðsett með tilliti til þessara samstarfsaðila en einnig höfum við ákveðið að opna sérstaka starfsaðstöðu fyrir okkar starfsfólk í flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mæta auknum starfsmannafjölda og þörfum þeirra,“ segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, útibússtjóri Securitas á Reykjanesi.


20% AFSLÁTTUR

SUMARHÁTÍÐ Laugardaginn 9. júní

FJÖLDI SUMARTILBOÐA Í VERSLUNUM BYKO 7.-11. JÚNÍ

BOÐIÐ ER UPP Á GRILLAÐAR PYLSUR, GOS, SAFA OG FROSTPINNA FRÁ 12-15 Á LAUGARDAG • HANDGARÐVERKFÆRI -20% • ELDHÚSÁHÖLD -25% • MATAR- OG KAFFISTELL, GLÖS -25% • POTTAR OG PÖNNUR -25% • PLASTBOX -25% • HITAKÖNNUR OG BRÚSAR -25% • SNICKERS/TOEGUARD/SOLIDGEAR -20%

• ÁBURÐUR -25% • BLÓMAPOTTAR -30% • FERÐATÖSKUR -30% • GARÐHÚSGÖGN -25% • LEIKFÖNG -30% • EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI -25% • SUMARBLÓM -25%

• TJÖLD -30% • KÆLIBOX -25% • ÚTILEGUBORÐ/STÓLAR -25% • VIÐARBLÓMAKASSAR -25% • TORIN BÍLAVÖRUR -30% • VIÐARGARÐHÚSGÖGN -20% • SONAX BÍLAVÖRUR -20%

HEKKKLIPPUR OG SLÁTTUORF 25% AFSLÁTTUR

ÖLL GRILL FRÁ Tilboðsverð

Tilboðsverð

tt

8,2

n a ra r

2

Almennt verð: 79.995

ALLAR HÁÞRÝSTIDÆLUR

20% AFSLÁTTUR

ÖLL REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR

25% AFSLÁTTUR

Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land

74.996 506600036

Almennt verð: 99.995

tt

25% afsláttur

10,6

b re n

506600035

b re n

59.996

25% afsláttur

NAPOLEON R425, grillgrind 60x45cm úr pottjárni.

k íl ó

NAPOLEON R365, grillgrind 51x46cm úr pottjárni.

k íl ó

25% AFSLÁTTUR

Gasgrill

Gasgrill

n a ra r

3

Tilboð gilda til 11. júní, takmarkað magn af hverri vöru. Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

GRÆNN BOSCH -RAFMAGNSVERKFÆRI

Sjáðu öll tilboðin á byko.is


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Sólseturshátíðinni í Garði var flýtt um næstum mánuð að þessu sinni. Það var gert vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fram fer um miðjan júní, og reynslu manna af ferðalögum Íslendinga þegar stórmót í knattspyrnu eiga sér stað. Sólseturshátíðin fór fram í síðustu viku og náði hámarki á föstudagskvöld með tónleikum við Gerðaskóla í Garði. Ljósmyndari Víkurfrétta var þar og smellti af þessum myndum.

NESVELLIR FAGNA TÍU ÁRA AFMÆLI Nesvellir, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara á Suðurnesjum, voru formlega opnaðir 14. júní 2008 en þá gróðursettu fulltrúar þriggja kynslóða af íslenskum og pólskum uppruna þrjú tré við Nesvelli. Nesvellir eiga því 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni blása, Nesvellir, Hrafnista og Reykjanesbær til afmælishátíðar föstudaginn 8. júní næstkomandi. Hátíðin hefst með opnun á handverks- og sölusýningu kl. 10 sem verður opin fram eftir degi en eldri borgurum býðst að sækja handverksnámskeið af ýmsu tagi innan félagsstarfs eldri borgara og er sýningin afrakstur vinnu þeirra. Frá kl. 13:30-16 verður boðið upp á kaffi og afmælistertu ásamt því að góðir gestir kíkja við og taka lagið og sprella. Fram koma Hera Björk Þórhallsdóttir, Leikfélag Keflavíkur með brot úr Mystery Boy, áhugaleiksýningu ársins, og svo ljúka Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar fjallabróðir dagskránni. Kynnir á afmælishátíðinni er Halla Karen. Allir hjartanlega velkomnir.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Kennsluráðgjafi Háaleitisskóli – Umsjónarkennari og íþróttakennari Vesturberg – Leikskólakennari Heilsuleikskólinn Heiðarsel– Leikskólakennari og deildarstjóri Tjarnarsel – Leikskólakennarar Heilsuleikskólinn Garðasel – Starfsmenn og íþróttafræðingur Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar Akurskóli – Skólaliðar Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Hjallatún – Deildarstjóri og leikskólakennarar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Lengri opnunartími í Sundmiðstöð Við höfum lengt opnunartímann til kl. 21:30 mánudaga til fimmtudag, kl. 20:30 föstudaga og kl. 18:00 laugardaga og sunnudaga. Sund er gott fyrir líkama og sál. Fjörheimar - Dagskrá framundan Sumarpartý SamSuð fyrir 8. - 10. bekk verður haldið 6. júní kl. 20:00 - 22:00. Lopapeysuþema, brekkusöngur og grill. Þjóðhátíðarkvöldskemmtun fyrir ungmenni 17. júní kl. 20:00 - 22:00. Dans, söngur og gaman.

„Lykillinn að góðum námsárangri er skipulagning og mikil vinna“ - segir Katrín Lóa Sigurðardóttir sem útskrifaðist með hæstu einkunn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja „Ég hef alltaf átt frekar auðvelt með að læra þótt ég hafi auðvitað átt erfiðara með sum fög en önnur,“ segir Katrín Lóa Sigurðardóttir en hún útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum. Katrín Lóa segir að tungumál liggi vel fyrir sér og að hún hafi farið í skiptinám til Spánar eftir fyrsta árið sitt í FS. „Stærðfræði og raungreinar hafa verið í uppáhaldi hjá mér síðustu annirnar en á móti á ég erfiðara með ritgerðir og þannig fög.“ Katrín Lóa segir að lykillinn af góðum námsárangri sé fyrst og fremst skipu-

lagning og vinna en í sumar ætlar hún að vinna á leikjanámskeiði ásamt

því að ferðast. „Ég er ekki búin að ákveða það hvort ég ætla strax í nám í haust eða hvort ég fari eftir ár. Ég var búin að hugsa mér að taka árs frí frá námi en nú er ég aðeins að skoða það betur þar sem að ég fékk fría önn í Háskólanum í Reykjavík þegar ég útskrifaðist,“ segir Katrín Lóa þegar hún er spurð að því hvert hún stefnir eftir sumarið.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Lestur er lífsleikni

PÍRATAR ERU KOMNIR TIL AÐ VERA

Þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður 15. september 2015 hér í Reykjanesbæ. Hann var gerður í framhaldi af útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun (2014) milli menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Markmiðið er að ná hlutfalli þeirra sem ná grunnviðmiðum (2. stig) í lesskilningi PISA úr 79% (2012) í 90% 2018. Það vakti undrun mína að ekki var minnst einu orði á bókasöfn hvorki í Hvítbókinni né sáttmálanum, hvorki almennings- né skólasöfn þó svo það sé löngu viðurkennt að söfnin eru best til þess fallin að veita aðgang að fjölbreyttu lesefni. Skv. samningnum áttu sveitarfélögin að setja sér læsisstefnu. Reykjanesbær hefur lokið við það verkefni og sett sér metnaðarfulla stefnu með skýrum markmiðum, leiðum til að ná þeim og mælikvörðum til að meta árangur. Í þessari stefnu er gert ráð fyrir bókasöfnum sem þátttakanda í að efla læsi barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Vonandi verður framkvæmd stefnunnar í samræmi við vonir og væntingar. Hvað getum við svo gert til að ná þessu markmiði? Þetta er samfélagslegt verkefni en ekki bara skólans að leysa. Við verðum öll að vera með og vinna saman að lausninni. Foreldrar þurfa að vekja áhuga barna á lestri strax frá fæðingu með því að lesa fyrir þau, hafa bækur á heimilinu og gera lestur að hluta af lífinu og tilverunni. Almenningsbókasafnið eflir áhuga yngsta aldurshópsins með heimsóknum af ýmsu tagi, sögustundum og fjölbreyttu og miklu úrvali lesefnis og styður starfsemi grunnskólasafnanna með ítarefni og enn meira úrval af lesefni fyrir mestu lestrarhestana. Safnið býður líka upp á sumarlestur fyrir börn í 1.-5. bekk, kjörið tækifæri til að taka þátt og viðhalda lestrarfærni. Almenningsbókasafnið er einnig „þriðji staðurinn“, þar er frítt inn fyrir alla og þar er ró og næði og hægt að vera laus við ys og þys daglegs lífs. Heimanám skólabarna ætti svo til eingöngu að snúast um lestur, það þarf að æfa hann eins og allt sem ná á góðum tökum á. Stjórnsýslan á svo að sjá um að tryggja fjármagn og tíma til að sinna verkefninu og sýna stuðning og skilning. Ég segi lesefni en ekki bók því það skiptir ekki öllu máli hvort lesin sé bók á pappír, tölvu, spjaldtölvu, lesbretti eða í síma. Það sem skiptir máli er textinn, tungumálið, orðaforðinn, persónurnar, söguþráðurinn og boðskapurinn. Hver og einn getur valið það form sem honum hentar best. En af hverju er læsi svona mikilvægt? Það er löngu sannað að það skiptir öllu máli að vera læs og hafa góðan lesskilning þó svo það liggi ekki alveg ljóst fyrir öllum í fyrstu. Þú þarft t.d. að geta lesið og skilið launaseðilinn þinn svo dæmi sé tekið. Góð saga gefur færi á að samsama sig við persónur, spegla sig við aðstæður, dreyma stóra drauma og upplifa ævintýri. Góð saga er upplagt tæki til að kenna dyggðir, meta hvað er rétt og rangt, velta fyrir sér siðfræði og heim-

13

spekilegum spurningum. Góð saga er besta tækið til að kenna lífsleikni. Ekki má gleyma samveru- og ánægjustundunum þegar sest er niður með góða sögu, leyfa sér að gleyma stund og stað, ekki síst með barn í fanginu, kúra saman, njóta kyrrðar og næðis og lesa. Hulda Björk Þorkelsdóttir, gamall bókaormur

Nú er bæjarstjórnarkosningum lokið og ný bæjarstjórn til fjögurra ára að líta dagsins ljós. Við Píratar náðum ekki inn manni en engu að síður munum við minna á okkur og veita bæjarstjórn aðhald með ályktunum, blaðaskrifum og öðrum tækjum sem bjóðast í þeim efnum. Við munum áfram berjast innan Andstæðinga stóriðju í Helguvík í því að koma mengandi stóriðju burt úr Helguvíkinni. Við munum einnig berjast fyrir leiguhúsnæði fyrir bæjarbúa innan Íbúafélags Suðurnesja. Við ætlum að fylgjast með gangi mála í þeim samningaviðræðum sem eiga sér stað á milli Kölku og Sorpu í sameiningarmálum þeirra á milli. Reykjanesbær er samsettur af Innri Njarðvík, Ytri Njarðvík, Keflavík, Ásbrú og

Höfnum. Hafnir hafa oft á tíðum verið út undan hvað varðar framkvæmdir og fleira er varðar bæjarfélagið. Við ætlum að minna á Hafnirnar og margt fleira sem lofað var fyrir þessar kosningar. Píratar eru komnir til að vera og vilja opnara samfélag, þess vegna hvetjum við bæjarbúa til að tjá sig um það sem þeim finnst betur megi fara og líka yfir því sem gott er gert. Einnig að þrýsta á bindandi íbúa kosningu um þau stóru mál er varðar alla bæjarbúa hverju sinni. Við viljum öll það besta fyrir bæjarfélagið okkar þess vegna þurfum við að setja Reykjanesbæ í besta sæti upp á framtíðina. Í lokin vil ég þakka bæjarbúum fyrir þeirra stuðning í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Píratar standa með þér. Margrét S Þórólfsdóttir, Pírati

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001 Stórframkæmdir á Keflavíkurflugvelli

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Nesvellir 10 ára

Skemmtidagsskrá í tilefni 10 ára afmælis Nesvalla föstudaginn 8. júní frá kl. 13:30 til 16:00 á Nesvöllum. Fram koma: kl. 14:00 Hera Björk Þórhallsdóttir kl. 14:30 Leikfélag Keflavíkur - Mystery Boy kl. 15:00 Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar

Boðið verður upp á kaffi og afmælistertu – allir hjartanlega velkomnir!

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Handverks- og sölusýning opnar kl. 10 sama dag.

HRAFNISTA Reykjanesbær


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari lýsir kostum HM leikmanna Keflavíkur, Arnórs Ingva Traustasonar og Samúels Kára Friðjónssonar fyrir VF:

Grindavík er í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu

SAMÚEL ER MJÖG FJÖLHÆFUR LEIKMAÐUR „Það hefur líklega ekki komið mörgum á óvart að Samúel hafi verið valinn þó kannski einhverjum hafi kannski fundist það of snemmt,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu þegar hann er spurður út í kosti Samúels Kára Friðjónssonar sem var valinn í HM hóp Íslands fyrir Rússland. „Samúel er mjög fjölhæfur leikmaður og getur spilað margar stöður. Mikill karakter, vinnusamur og ósérhlífinn. Hann endurspeglar svolítið þau gildi sem við erum að leita eftir í íslenskum landsliðsmönnum, að hlífa sér ekki neitt og geta bætt þá sem eru í kringum sig. Það eru hans sterkustu kostir. Hann er framtíðarleikmaður, framtíðar miðjumaður liðsins. Það er enginn spurning. Möguleikar Samúels eru líka miklir því hann er með þennan hæfileika að geta spilað fleiri stöður. Hann er að gera það í Noregi. Fyrir okkur er hann spennandi sem bakvörður núna og við munum örugglega þjálfa hann í þeirri stöðu en hann hefur einnig verið að spila sem fremsti maður í sínu félagsliði og þetta sýnir fjölhæfni hans,“ segir Heimir.

ARNÓR Á HELLING INNI

„Arnór Ingvi á mjög auðvelt með að koma sér í færi og hefur verið í slíku hlutverki hjá okkur. Við setjum hann inn á þegar við viljum skapa okkur eitthvað framávið. Það er hans styrkleiki þó svo hann hafi átt aðeins erfitt

uppdráttar með að festa sig í sessi hjá sínum félagsliðum síðustu ár, svolítið staðið í stað en við vitum hvað hann getur og hann hefur sýnt það í leikjum og á æfingum hjá okkur hversu megnugur hann er,“ segir Heimir Hallgrímsson þegar við biðjum hann að lýsa kostum Arnórs Ingva en hann var áberandi í landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Arnór skoraði sigurmark liðsins gegn Austurríki á eftirminnilegan hátt. „Arnór er mjög góður karakter, flottur í hóp, ber virðingu fyrir mönnum í kringum sig og hefur mikið af þeim gildum sem við erum að leita að í leikmönnum okkar. Við vitum að hann á helling inni og við ætlum að nota þennan tíma fram að HM til að finna það í honum og vonandi verður hann jafn mikilvægur fyrir okkur þá og hann var í Frakklandi.“ Heimir segir að sigurmarkið gegn Austurríki hafi verið gríðarlega mikilvægt. En skiptir reynsla hans ekki máli nú þegar farið er á annað stórmót í röð?

„Hann bjó til leiki sem við byggjum á í dag með þessu marki sem hann skoraði eftir frábæra samvinnu með fleirum. Arnór er kominn með reynslu af því að fljúga hátt. Við vitum líka að slík velgengni getur verið fallvölt en við erum alla vega búin að fara þangað og nú er Ísland í fyrsta skipti að byrja aftur eftir velgengni. Fara í annað mót eftir velgengni áður. Það er ný reynsla fyrir okkur,“ segir Heimir.

Skiptir mestu máli að vera stöðugir – Mikilvægt að halda rútínu fram að landsleikjahléi „Toppsætið skiptir ofboðslega litlu máli eftir sjö umferðir, við horfum aðallega í fjórtán stigin sem við erum komnir með og við erum afskaplega ánægðir með þau. Það eru sirka tvö stig að meðaltali á leik sem er mjög góð uppskera. En það skiptir bara mestu máli að halda áfram og vera stöðugir,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga í samtali við Víkurfréttir.

Tveir leikir eru fram að landsleikjahléi en eins og flestir vita er Heimsmeistaramótið í knattspyrnu framundan í Rússlandi þar sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn. „Það sem við gerum fram að landsleikjahléi er að halda rútínu og halda áfram að æfa hlutina sem við höfum verið að vinna með og reyna að vera eins ferskir og mögulegt er. Svo verður vel verðskuldað frí í landsleikjahléinu, ég gef þeim fimm daga frí vegna þess að við erum búnir að spila ellefu leiki á 44 dögum þá, sem eru leikur á fjögurra daga fresti.“

FÓTBOLTASAMANTEKT

Arnór að skora sigurmarkið gegn Austurríki í Evrópukeppninni 2016.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

EITT ÁR Á SUÐURN E S J U M

TAK T U M YND

LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á SUÐURNESJUM

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LISTASAFNS REYKJANESBÆJAR: LISTASAFN.REYKJANESBAER.IS

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

PEPSI-DEILD KARLA

Grindavík á toppnum

Grindavík mætti Fylki á Grindavíkurvelli í vikunni, fyrri hálfleikur byrjaði af krafti en Fylkir skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu. Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur á heildina litið og var það mark Fylkis sem skildi liðin af þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur einkenndist af því að bæði lið ætluðu sér að skora mörk í leiknum og Grindavík braut ísinn í seinni hálfleik og jafnaði með marki frá Birni Berg Bryde sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Will Daniels átti síðan bylmingsskot á 88. mínútu og kom Grindavík þar með í 2-1 forystu. Það urðu lokatölur leiksins og Grindavík vermir því efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir sjö leiki. Mörk leiksins 0-1 Hákon Ingi Jónsson (‘5) 1-1 Björn Berg Bryde (‘62, víti) 2-1 Will Daniels (‘88)

Keflavík á botninum

Keflavík mætti FH síðastliðinn mánudag og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli liðanna. Keflavík skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu en Sindri Þór Guðmundsson skoraði það. Á 40. mínútu jafnaði FH metin en Keflavík svaraði fyrir sig á 44. mínútu og leiddi því Keflavík 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik pakkaði Keflavík í vörn og þétti hana vel en á 67. mínútu jöfnuðu FH-ingar metin og staðan 2-2. Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sjö umferðir. Mörk leiksins: 0-1 Sindri Þór Guðmundsson (‘16) 1-1 Geoffrey Castillion (‘40) 1-2 Marc McAusland (‘44) 2-2 Atli Guðnason (‘67)

Markaskorarinn Will Daniels á fleygiferð með boltann. PEPSI-DEILD KVENNA

Grindavík fékk eitt stig á heimavelli

Grindavík mætti Selfossi í síðustu viku og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli liðanna. Fyrri hálfleikur var ansi tíðindalítill og sóttu bæði lið að mörkum hvors annars. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks en í seinni hálfleik fékk Grindavík aukaspyrnu sem Ísabel Jasmín Almarsdóttir skoraði úr. Gestirnir náðu síðan að jafna metin á 86. mínútu og lokatölur leiksins 1-1. Grindavík er í 7. sæti deildarinnar eftir fimm umferðir.

INKASSO-DEILD KARLA

Njarðvík tapaði gegn Haukum

Njarðvík mætti Haukum í síðustu viku og endaði leikurinn með sigri Hauka 2-1. Helgi Þór Jónsson kom Njarðvík yfir í fyrri hálfleik á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Magnús Þór Magnússon, leikmaður Njarðvíkur sjálfsmark og staðan því 1-1. Haukar náðu að komast yfir á 88. mínútu leiksins en lokamínútur í leikjum Njarðvíkur hafa reynst þeim dýrar

og hafa úrslitin oftar en ekki ráðist á síðustu mínútum leiksins. Njarðvík er í 7. sæti Inkasso-deildarinnar. Mörk leiksins: 1-0 Helgi Þór Jónsson (‘37 ) 1-1 Magnús Þór Magnússon (‘72 , sjálfsmark) 1-2 Arnar Aðalgeirsson (‘88 )

2. DEILD KARLA

Þróttur Vogum með góðan sigur

Þróttur Vogum mætti Leikni Fáskrúðsfirði síðastliðinn sunnudag og urðu lokatölur leiksins 1-3 fyrir Þrótti. Mörk leiksins skoruðu Jordan Chase Tyler á 38. mínútu, Ragnar Þór Gunnarsson á 41. mínútu og Viktor Smári Segatta á 77. mínútu. Lið Þróttar situr í þriðja sæti í 2. deildinni eftir fimm umferðir.

Víðir gerði markalaust jafntefli

Víðir Garði mætti Vestra síðastliðinn laugardag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Eitt rautt spjald kom í leiknum og fékk Ási Þórhallsson, leikmaður Víðis spjaldið á 90. mínútu. Víðir er í áttunda sæti deildarinnar.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. júní 2018 // 23. tbl. // 39. árg.

Þjálfari Jóns Axels segir hann hafa hjarta ljónsins Bob McKillop þjálfari Jóns Axels Guðmundssonar, Grindvíkings og körfuknattleiksmanns Davidson háskólans, segir að Jón Axel hafi hjarta ljónsins en leikmaðurinn hefur verið byrjunarliðsmaður Davidson í tvö ár. „Jón Axel hefur bætt sig mikið en stærsta sviðið sem hann hefur verið á var líklega þegar við mættum Kentucky í úrslitakeppninni. Hann átti líklega sína bestu skotframmistöðu á árinu í þeim leik.“ Þetta segir Bob í samtali við Karfan.is en hann hefur meðal annars þjálfað stórstjörnuna Stephen Curry.

Brittany Dinkins áfram í Keflavík Bandaríski leikmaðurinn Brittany Dinkins mun leika áfram með bikarmeisturum Keflavíkur í kvennakörfunni næsta vetur. Karfan.is greinir frá þessu en Dinkins kom til Keflavíkur á síðasta tímabili og var hún lykilleikmaður í liðinu. Meðaltal Dinkins í vetur með Keflavík voru 28,6 stig, 9,1 frákast og 9,5 stoðsendingar.

Systkini gerðu það gott í glímu um helgina

Um helgina fór fram Mjölnir Open sem er óformlegt Íslandsmeistaramót í uppgjafaglímu og sendu Njarðvíkingar þrjá keppendur til leiks, tvo í barna- og unglingaflokki og einn í fullorðinsflokki. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir keppti í full-

orðinsflokki og svo fór að hún varð þriðja í sínum flokki og varð svo önnur í opnum flokki kvenna sem er erfiðasti flokkurinn á mótinu. Litli bróðir hennar, Jóhannes Pálsson varð svo Mjölnis meistari í barna og unglingaflokki í sínum þyngdarflokki.

Mjólkurbikarinn:

Kvennalið Grindavíkur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu síðastliðinn föstudag með sigri á Hetti Eglisstöðum. Rio Hardy skoraði þrennu í leiknum og fjórða markið var sjálfsmark. Dregið var í bikarnum fyrir átta liða úrslitin sl. laugardag og mætir Grindavík liði Vals þann 29. júní á útivelli.

Fullt nafn: María Sól Jakobsdóttir. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Grindavík. Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Uppáhalds...

Grindavík úr leik í Mjólkurbikarnum

Grindavík tók á móti ÍA í Mjólkurbikar karla í síðustu viku, leikurinn endaði með 2-1 sigri gestanna og Grindvíkingar eru því úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Bjarki Steinn Bjarkarson kom ÍA yfir á 48. mínútu leiksins en Grindvíkingar jöfnuðu á 79. mínútu með

María Sól Jakobsdóttir, leikmaður kvennaliðs Grindavíkur, er í sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna. María er uppalin í Stjörnunni og kom til Grindavíkur til að fá tækifæri til þess að spila í efstu deild en María stefnir að því að fara til Bandaríkjanna til að leika knattspyrnu.

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var 5 ára, reyndar alltof ung til þess að fá að mæta á æfingar en fékk að fara með eldri systur minni á fyrstu æfinguna mína. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Lilja Kjalarsdóttir. Hvað er framundan? Var að útskrifast

Grindavík í átta liða úrslitin

marki frá Aroni Jóhannssyni. Aðeins níu mínútum síðar eða á 88. mínútu kom Arnar Már Guðjónsson ÍA yfir

en Grindavík náði ekki að bæta öðru marki við í leiknum og 1-2 tap því staðreynd.

SPORTSPJALL

Fékk tækifæri að spila í efstu deild með Grindavík

KÖRFUBOLTASAMANTEKT

15

sem stúdent og stefni á að fara á fótboltastyrk til USA haustið 2019. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég skrifaði undir samning hjá Grindavík eftir að hafa þurft að fara frá uppeldisfélaginu mínu Stjörnunni til þess að fá tækifæri til spila í efstu deild.

...leikari: Jennifer Aniston. ...bíómynd: Titanic. ...bók: Les ekki mikið en las Burial Rites í skólanum og fannst hún mjög eftirminnileg. ...Alþingismaður: Fylgist ekki mikið

með stjórnmálum en Bjarni Ben er flottur. ...staður á Íslandi: Finnst alltaf gaman að fara til Vestmannaeyja og á margar góðar minningar úr Veiðivötnum.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég fæddist í Keflavík og er hálfur Keflvíkingur. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Hef alltaf gert þetta aukalega, fór í allar akademíur snemma á morgnana fyrir skólann, einkaþjálfun, fór oft sjálf út í fótbolta á kvöldin, æfði oft með strákunum og mér hefur alltaf fundist gaman að fara að horfa á leiki sem er mjög mikilvægt líka.

Hver eru helstu markmið þín? Komast í A-landsliðið. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar þjálfarinn minn tilkynnti mér á æfingu að ég hafði verið valin í verkefni úti fyrir U-17. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfðu alltaf meira en hinir, þannig nærðu besta árangrinum því æfingin skapar meistarann.

Aðstoðarleikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Laut í Grindavík frá og með 14.ágúst nk. Leikskólinn Laut er í nýlegu húsnæði og er fimm deilda skóli með rúmlega 100 börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Laut er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppbyggingarstefnunni. Grunngildi leikskólans eru gleði, hlýja, virðing.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Starfsvið: • Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans. • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans. • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins. • Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum hverju sinni.

Menntun, reynsla og hæfni: • Leikskólakennaramenntun. • Framhaldsmenntun æskileg. • Stjórnunarreynsla í leikskóla æskileg, • Færni í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð tölvukunnátta. • Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og starfsferil. Umsókn sendist á netfangið frida@grindavik.is Allar nánari upplýsingar gefur Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri í síma 420 1160, 847 9859. Heimasíða leikskólans Lautar er http://www.grindavik.is/laut


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

„Lærið“ hefur löngum verið með vinsælli réttum landsmanna!

DAGBÓK LÖGREGLU

BEIT LÖGREGLUMANN Í LÆRIÐ

Lögreglumaður í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum varð fyrir því nýverið að ölvaður erlendur ferðamaður beit hann í lærið. Ferðamanninum hafði ekki verið hleypt um borð í flug til Los Angeles vegna ölvunar. Var viðkomandi svo ósáttur með þá ákvörðun að kalla þurfti lögreglu á vettvang. Lögreglumenn gerðu allt hvað þeir gátu til að aðstoða ferðamanninn sem var æstur og ósamvinnuþýður og vildi ekki hlýða fyrirmælum. Hann var því færður í handjárn en náði þá að bíta lögreglumanninn. Ferðalangurinn var því næst færður á lögreglustöð þar sem hann var var látinn sofa úr sér áfengisvímuna.

VERÐMÆTUM STOLIÐ ÚR HÚSBÍL

Brotist var inn í húsbíl sem stóð á malarstæði við Arnarfell, nærri Krýsuvík, í vikunni. Úr honum var stolið dýrum lausamunum, en sá eða þeir sem voru þarna að verki höfðu brotið rúðu til að komast inn í bifreiðina. Tveir erlendir ferðamenn voru með bifreiðina á leigu og tjáðu þeir lögreglunni á Suðurnesjum að þeir hefðu brugðið sér frá í göngu en þeim mætt heldur óskemmtileg sjón þegar þeir komu til baka. Meðal þess sem stolið var voru persónuskilríki, Dell fartölva, Nikon myndavél og linsur. Lögregla rannsakar málið.

Foreldrabetrungar Í vikunni var ég við skólaslit drengjanna minna úr Holtaskóla, sá yngri kláraði 4. bekk og þar með yngsta stig grunnskólans og sá eldri útskrifaðist úr 10. bekk og kvaddi þar með skólann sinn. Mamman, sem telur sig vera frekar mikinn töffara svona almennt séð, fékk ryk í augun og klökknaði þegar hún horfði á „litla“ drenginn sinn á þessum miklu tímamótum.

SWEET CHILI KJÚKLINGUR

En nú hefst nýr kafli í lífi þessa unga, glæsilega hóps og menntaskólaárin bíða. Eftirvæntingin fyrir því sem þau eiga í vændum er mikil á sama tíma og það var greinilegt að vinirnir í þessum samheldna og einstaka árgangi munu koma til með að sakna hvers annars nú þegar leiðir skilja. Ég hef auðvitað þekkt þessa krakka í mörg ár, en þar sem ég horfði á hópinn á þessari mikilvægu stund sannfærðist ég enn frekar um það sem ég hef þó vitað lengi, og það er það að börnin okkar eru einfaldlega foreldrabetrungar. Það er eitthvað dásamlegt yfirbragð yfir þeim, þau eru sterk og sjálfsörugg, óhrædd við að sýna hvort öðru kærleika og virðingu og líta á heiminn allan sem þeirra leikvang.

MEÐ WASABIHNETUM OG SÆTUM KARTÖFLUM

sti a l æ s n Vi ná n ré t t u r i r Ginge

Sem foreldri væri auðvitað nærtækast að líta til þess hverjir það eru sem eru að ala þessi börn upp til þess að finna skýringar á því hversu einstaklega vel heppnuð þau eru! En þó svo að við séum eflaust öll ágæt þarf að sjálfsögðu meira til og efst á þeim lista er æskulýðs- og skólastarfið hér í Reykjanesbæ. Það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að búa við svo öfluga grunnskóla eins og við höfum hér í bæ og sannarlega hefur það ekki gerst af sjálfu sér. Árangur grunnskólanna í Reykjanesbæ hvort sem það varðar nám, íþróttastarf eða tónlist er framúrskarandi og það er vegna þess að fyrir mörgum árum var tekin ákvörðun um að þannig skyldi það verða. Stefnan var sett, markmiðin voru háleit og í góðu samstarfi bæjaryfirvalda og okkar góða skólafólks var unnið markvisst að því að gera alltaf betur. Ég þekki auðvitað Holtaskóla best – var þar sjálf og svo núna drengirnir mínir tveir og veit því vel hversu frábært skólastarfið er þar. Og sem móðir og íbúi hér í Reykjanesbæ langar mig að nota þetta tækifæri og þakka tveimur einstaklingum fyrir mig og mína og fyrir þeirra þátt að gera skólastarf í Reykjanesbæ framúrskarandi. Þessir tveir herramenn, Árni Sigfússon og Eðvarð Þór Eðvarðsson, eru báðir fremstir meðal jafningja, sannir leiðtogar og hvor um sig á ákveðnum tímamótum. Þakkir til ykkar beggja fyrir ykkar framlag og skýru sýn – æska landsins hefur sjaldan verið flottari!

TILBOÐ

1.499 kr.

Síðumúla 17 | Lágmúla 7, í 10-11 | Austurstræti 17, í 10-11 | Fitjum, Reykjanesbæ | Leifsstöð | ginger.is

Verð áður 1.889 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.