Fjölbýlishús í Reykjanesbæ byggt úr norskum timbureiningum á sjö mánuðum
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
- sjá síðu 12
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
Framvísaði fölsuðu ökuskírteini Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af á Þjóðbraut um helgina framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu svo jákvæða svörun á neyslu fíkniefna. Þrír ökumenn til viðbótar voru jafnframt grunaðir um fíkniefnaakstur, að auki hafði einn þeirra verið sviptur ökuréttindum.
SÓLIN SLEIKT Suðurnesjamenn fengu einn sólardag í síðustu viku sem var tekið fagnandi. Fjölmargir notuðu sólarglennuna til að fá lit á kroppinn í Vatnaveröld, sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Fólk er orðið langþreytt á sólarleysinu og nær daglegri vætu og gráma í næstum tvo mánuði. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir sundlaugarmannvirkið og þar má sjá að pottar og vaðlaugar eru þétt setnar og synt á öllum brautum sundlaugarinnar.
Vespa, sem ekið var yfir gangbraut Vesturgötu í Keflavík, hafnaði á bifreið sem ekið var eftir götunni á sama tíma. Eins og sjá má á myndinni skemmdist vespan nokkuð, ökumaður hennar slapp við alvarleg meiðsl en var fluttur á slysamóttöku til skoðunar. VF-mynd: Páll Ketilsson
Rútubílstjóri grunaður um fíkniefnaakstur Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á sunnudag akstur rútubílstjóra vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Rútan var þá á ferð í umdæminu og var fullsetin af farþegum. Í viðræðum við bifreiðastjórann styrktist grunur lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnataka sýndi jákvæða svörun á fíkniefnaneyslu. Rútan var skilin eftir á vettvangi og leiðsögumaður í henni látinn vita af því að annar bifreiðastjóri væri á leiðinni til að taka við akstrinum.
Sviptur fyrir hraðakstur við flugstöðina Ökumaður sem ók á 68 km hraða á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða því hámarkshraði á umræddum vegarkafla er 30 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um vímuefnaakstur. Til viðbótar framangreindu var bifreiðin sem hann ók á negldum dekkjum að aftan og með óvirkan hraðamæli.
Nýir eigendur ætla að fjórfalda stærð kísilversins í Helguvík – óska eftir athugasemdum við tillögu að matsáætlun fyrir 10. júlí nk.
Nýir eigendur kísilvers United Silicon í Helguvík, Stakksberg ehf., hafa auglýst tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt matsáætluninni er gert ráð fyrir því að verksmiðjan verði fjórfölduð í stærð. Hún muni í fyrstu hafa framleiðslugetu upp á 25.000 tonn af kísli í einum ofni en fullbyggð mun verksmiðjan geta framleitt 100.000 tonn á ári í fjórum ljósbogaofnum. Samhliða mun byggingamagn aukast talsvert og þá mun neyðarskorsteinn rísa upp úr verksmiðjunni.
„Ljóst er að verksmiðjan var að mörgu leyti vanbúin til framleiðslu á kísli, sem meðal annars leiddi til stöðvunar rekstursins. Stakksberg hefur óskað eftir að gert verði nýtt umhverfismat á starfsemi verksmiðjunnar en fyrsta skrefið í þeirri áætlun er að vinna tillögu að matsáætlun. Í tillögunni er gerð grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum og sett fram rökstudd áætlun um hvaða umhverfisþætti verði fjallað um í mati á umhverfisáhrifum endurnýjaðrar kísilverksmiðju. Farið er yfir fyrirhugaða framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst auk þess sem gert er grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdanna. Drög að tillögu að matsáætlun ber að kynna umsagnaraðilum og almenningi, sem hefur tvær vikur til að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna,“ segir í tilkynningunni frá Stakksbergi ehf. Nánar má lesa um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.
Tillagan var auglýst í fjölmiðlum í vikunni og er óskað eftir athugasemdum frá frá almenningi og öðrum við hana fyrir 10. júlí næstkomandi. Stakksberg ehf. er félag í eigu Arion banka sem tekið hefur yfir kísilverksmiðjuna í Helguvík af þrotabúi Sameinaðs sílíkons ehf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið Stakksbergs er að gera allar þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnununar en stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2018 að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
12°
4kg
REYKJANESBÆR
4°
40kg
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
-20°
150kg
GRINDAVÍK
14°
1250kg
VOGAR
12°
75kg
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
Sátu fyrsta fundinn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis Sameinað sveitarfélag með þrjá bæjarstjóra á launum
Bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis kom saman til fyrsta fundar á miðvikudag í síðustu viku en fundurinn fór fram í Ráðhúsinu í Garði. Unnið er að því að standsetja fundaraðstöðu fyrir bæjarstjórn í Ráðhúsinu í Sandgerði en þar til mun bæjarstjórnin funda í Garði. Gert er ráð fyrir að til framtíðar verði fundir bæjarstjórnar í Sandgerði en bæjarráð mun funda í Garði. Fundinn sátu þau Einar Jón Pálsson D-lista, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir D-lista, Haraldur Helgason D-lista, Ólafur Þór Ólafsson J-lista, Laufey Erlendsdóttir J-lista, Fríða Stefánsdóttir J-lista, Magnús Sigfús Magnússon H-lista, Pálmi Steinar Guðmundsson H-lista og Daði Berg-
þórsson B-lista. Fundargerð fyrsta fundar bæjarstjórnar ritaði Guðjón Þ. Kristjánsson en hann hafði áður ritað fundargerðir Sandgerðisbæjar og verður ritari bæjarstjórnar þar til annað hefur verið ákveðið. Til fundarins þann 20. júní sl. var boðað af þeim bæjafulltrúa sem setið
hefur lengst í bæjarstjórn og þar sem tveir hafa setið jafnlengi var boðað til fundarins af þeim er eldri er en það er Einar Jón Pálsson. Í upphafi fundar voru nýir bæjarfulltrúar boðnir velkomnir með ósk um gott og farsælt samstarf á kjörtímabilinu sem framundan er sem er það fyrsta í sögu hins nýja sveitarfélags. Í bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags eru níu bæjarfulltrúar. Þeir hafa allir setið áður annað hvort í bæjarstjórn Garðs eða Sandgerðis að undarskildum Haraldi Helgasyni, sem er nýr í sveitarstjórnarmálum.
Nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis verður með þrjá bæjarstjóra á launum í sumar. Samþykkt hefur verið að ráða Róbert Ragnarsson sem bráðabirgðabæjarstjóra, þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra í hið sameinaða sveitarfélag. Talsverðar umræður urðu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Garði og Sandgerði í gær um málefni bæjarstjóra og skiptar skoðanir á þeirri ákvörðun að auglýsa starf bæjarstjóra. Bent var á það á fundinum að sveitarfélagið yrði því með þrjá bæjarstjóra á launum í sumar. Þau Sigrún Árnadóttir, fv. bæjarstjóri í Sandgerði og Magnús Stefánsson, fv. bæjarstjóri í Garði eru bæði á biðlaunum og svo bætist Róbert við í sumar. Það er að tillögu D- og J-lista að samið verði við Róbert Ragnarsson um að verða starfandi bæjarstjóri þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. „Róbert hefur unnið með undirbúningsstjórninni að sameiningunni og þekki því vel til allra mála og getur
haldið ferlinu gangandi. Hann þekkir vel til starfa bæjarstjóra og hefur gefið það út að hann muni ekki sækja um bæjarstjórastöðuna og því er þessi tímabundna ráðning talin góður kostur,“ segir í tillögu meirihlutaflokkanna. Forseta bæjarstjórnar er falið að ganga frá samkomulagi við Róbert. Komið hefur fram að Sigrún Árnadóttir ætlar sér ekki að sækja um starf bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi en Magnús Stefánsson, sem var bæjarstjóri í Garði, mun hins vegar verða á meðal umsækjenda um starfið.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Árni Þór Guðjónsson, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@ vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Á myndinni eru bæjarfulltrúarnir sem sátu fyrsta fundinn. F.v.: Pálmi Steinar Guðmundsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Daði Bergþórsson, Laufey Erlendsdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Haraldur Helgason, Magnús Sigfús Magnússon og Ólafur Þór Ólafsson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
SÆKIR UM STARF BÆJARSTJÓRA SAMEINAÐS SVEITARFÉLAGS Magnús Stefánsson lét í síðustu viku af starfi bæjarstjóra í Garði. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis var haldinn sama dag, þriðjudaginn 20. júní sl. Magnús ritaði pistil á fésbókina þar sem hann greinir frá starfslokum sínum. Hann greinir einnig frá því að hann muni sækja um starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags þegar það verður auglýst. „Í dag læt ég af störfum, eftir að hafa verið bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs frá því í júlí 2012. Því fylgja blendnar tilfinningar, en um leið þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með frábæru samstarfsfólki. Ánægjuleg og góð samskipti hafa verið við íbúana og ýmsa samstarfsaðila og fyrir það er þakkað. Okkur hefur gengið vel með starfsemi og rekstur sveitarfélagsins, íbúum hefur fjölgað á þessum tíma og margs konar uppbygging átt sér stað. Nú hafa Garður og Sandgerðisbær sameinast í eitt sveitarfélag, því fylgja ýmsar áskoranir
og tækifæri til framtíðar. Ég óska nýju sveitarfélagi, starfsfólki þess og kjörnum fulltrúum alls góðs í þeirra störfum, til heilla fyrir íbúana og atvinnulífið“. Þá segir Magnús: „Bæjarstjórn hins nýja sameinaða sveitarfélags hefur auglýst stöðu bæjarstjóra. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí lýsti ég því að ég væri tilbúinn til starfa sem bæjarstjóri. Ég mun standa við það og leggja inn umsókn um stöðuna. Framhaldið ræðst af ákvörðunum bæjarstjórnar,“ segir Magnús Stefánsson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.
Starf blaðamanns laust hjá Víkurfréttum Víkurfréttir óska eftir að ráða blaðamann til starfa sem fyrst. Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa grunnþekkingu í ljósmyndun. Vinnudagurinn er frá kl. 9 til 17 virka daga. Stundum förum við einnig í útköll á kvöldin og um helgar.
Víkurfréttir ehf. er fjölmiðlafyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is. Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti á Hringbraut. Umsóknir um starf blaðamanns berist með tölvupósti til Páls Ketilssonar, pket@vf.is. Hann veitir nánari upplýsingar um starfið.
Sigurður Steinar hlaut fálkaorðuna Forseti Íslands sæmdi Sigurð Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa. „Sigurður Steinar er ákaflega vel að viðurkenningunni kominn enda átti hann farsælan hálfrar aldar starfsferil hjá Landhelgisgæslu Íslands en hann lét af störfum í apríl. Landhelgisgæslan óskar Sigurði Steinari til hamingju með viðurkenninguna,“ segir á fésbók Landhelgisgæslunnar.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222
MÖGNUÐ JÚNÍTILBOÐ GOTT
959
KOMBO
298
KR
KR
Goði ungnauta hamborgarar 4x90 gr. m/brauði
Hnetuvínarbrauð og Flórídana heilsusafi
159
299
398
KR/STK
KR
KR/PK SS Vínarpylsur 5 stk
Góa Hraunbitar
Thai Choice Cup núðlur Beef, Chicken og Tom Yum
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN – ALLA DAGA HRINGBRAUT 55
GÓÐ
TVENNA
539
598 KR
Doritos og Santa Maria ostasósa
Reykjanesbæ
KR
Pick Nick vefja Tikka masala
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
MEIRI TENGIMÖGULEIKAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Í nýrri skýrslu um tengimöguleika flugvalla sem ACI (Airports Council International – Alþjóðasamtök flugvalla) sendu frá sér í dag, er Keflavíkurflugvöllur meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008. Skýrsla ACI er gefin út í tengslum við ársþing samtakanna sem hófst í Brussel í síðustu viku. Skýrslan byggir á tölfræði og greiningum frá SEO Amsterdam Economics í Hollandi.
Umfang og gæði tenginganna var metið á grundvelli þriggja mælikvarða: Beinum tengingum (Direct Connectivity): Fjöldi beinna flugtenginga í boði á flugvelli. Óbeinum tengingum (Indirect Connectivity): Þá er mælt á hversu marga staði er hægt að fljúga frá beinum áfangastöðum. Tengimöguleikar safnvallar (Hub
Connectivity): Helsti mælikvarðinn á safnflugvelli (e. hub) – metinn er fjöldi tengifluga sem hægt er að tryggja greiðan aðgang að á viðkomandi flugvelli. Tíminn sem tekur að ná tengiflugi er sérstaklega metinn. Það er mat ACI í skýrslunni að Keflavíkurflugvöllur sé orðinn mikilvægur þátttakandi á alþjóðavísu þegar kemur að tengingum þvert yfir Atlantshafið og möguleikunum fyrir miðstöð flugs milli heimsálfa. ACI flokkar flugvelli eftir stærð og Keflavíkurflugvöllur í hópi með flugvöllum með 5–10 milljónir farþega á ársgrundvelli. Á síðustu fimm árum hefur beinum tengingum fjölgað um 132,1% og trónir Keflavíkurflugvöllur því á toppnum í þessum flokki. Ef horft er á síðasta áratug hefur aukningin verið tæp 270% og
Breytingar á afslætti fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega Fasteignaskattur tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjanesbæ hefur um margra ára skeið verið tekjutengdur og afsláttur veittur einstaklingum og hjónum. Tekjuviðmiðið, sem er hið sama 2018 og 2017, er þannig: Afsláttur
Heildartekjur einstaklinga frá
Heildartekjur einstaklinga til
Afsláttur
Heildartekjur hjóna frá
Heildartekjur hjóna til
100% 0 3.364.999 80% 3.365.000 3.837.999 50% 3.838.000 4.409.999 20% 4.410.000 4.650.000
Séð yfir flughlaðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ljósmynd frá ISAVIA.
þar er Keflavíkurflugvöllur einnig á toppnum í sínum flokki. Þá kemur fram í skýrslu ACI að tengimöguleikar Keflavíkurflugvallar sem safnvallar (e. hub) hafi aukist um 1.541% síðan 2008. Á undanförnum árum hefur Isavia markvisst unnið að því að efla Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll (e. hub) í samvinnu við þau flugfélög sem lenda á vellinum. Í dag eru áfangastaðir frá Keflavíkurflugvelli 101, þar af heilsársáfangastaðir 46. Fyrir fimm árum voru áfangastaðirnir 54, þar af 18 árið um kring. Í sumar fljúga 28 flugfélög til og frá Kefla-
víkurflugvelli og þar af tólf allt árið. Árið 2010 voru heilsársflugfélögin þrjú. Tengiflugvellir hafa, eins og komið hefur fram í innlendum og erlendum greiningum, geysilega jákvæð áhrif á samfélag sitt bæði hvað varðar efnahagsleg áhrif þar sem greiðari leið opnast fyrir fyrirtæki að flytja vörur á nýja erlenda markaði. Þá eykst úrval áfangastaða fyrir almenning. Fram kemur í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Intervistas vann fyrir ACI Europe, hefur fjölgun flugtenginga jákvæð áhrif á þjóðarframleiðslu. Samkvæmt skýrslunni eykst lands-
framleiðsla um 0,5% þegar flugtengingar aukast um 10%. „Ég vil þakka starfsfólki Keflavíkurflugvallar sem og starfsmönnum Isavia í heild fyrir frábært starf í krefjandi umhverfi síðastliðin ár,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Það góða starf sem hefur verið unnið til að koma okkur á þennan stað hefur svo sannarlega skilað sér í auknum tengimöguleikum og opnað nýjar gáttir út í heiminn fyrir almenning og fyrirtæki á Íslandi. Mikilvægt er að uppbygging Keflavíkurflugvallar geti haldið áfram þannig að enn fleiri tækifæri til tenginga verið nýtt á komandi árum.“
100% 0 5.479.999 80% 5.480.000 6.079.999 50% 6.080.000 7.184.999 20% 7.185.000 7.540.000 Þegar fasteignaskattur var lagður á í byrjun þessa árs 2018 var miðað við uppgefnar tekjur 2016 skv. skattaskýrslu og álagningu 2017. Afsláttur, sem veittur var af fasteignaskatti 2017, hélst því óbreyttur í upphafi árs 2018 en nú þegar tekjur 2017 og álagning opinberra gjalda hefur verið birt hefur afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verið endurreiknaður. Endureikningurinn verður birtur frá og með mánudeginum 25. júní á www. island.is en breytingarseðlar verða ekki sendir út.
Félagið Stakksberg, sem stofnað hefur verið utan um kísilverksmiðju í Helguvík, kynnir drög að tillögu að matsáætlun fyrir endurbætur á kísilverksmiðjunni, samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdir við drög tillögu að matsáætlun má senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til Verkís hf., b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur Ofanleiti 2 103 Reykjavík Athugasemdum skal skila eigi síðar en 10. júlí 2018. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni stakksberg.com
Frá vinstri: Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir deildarstjóri hljómborðsdeildar, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar, Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir píanónemandi, Jón Garðar Arnarsson píanónemandi, Karen Janine Sturlaugsson aðstoðarskólastjóri og Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri. VF-mynd: Hilmar Bragi
„Frá barni til barns“ – Söfnuðu 800 þúsund krónum fyrir langveik og fötluð börn í Reykjanesbæ
Píanó-, harmoniku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, ásamt kennurum sínum, efndu nú á vordögum til tónlistarverkefnis sem ber heitið „Frá barni til barns“ og hleyptu því af stokkunum laugardaginn 14. apríl s.l. Tónlistarverkefnið „Frá barni til barns“ er söfnun til styrktar langveikum/fötluðum börnum í Reykjanesbæ.
Láttu okkur hugsa um bílinn þinn! Brekkustíg 42 // Reykjanesbæ // Sími 855-9595
Upphafsdaginn var efnt til sérstakrar dagskrár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem haldin var tónleikaröð í tónleikasalnum Bergi. Auk þess var efnt til listmarkaðar þar sem listamenn á sviði myndlistar, ritlistar, tónlistar, ljósmyndunar og ýmis konar handverks gáfu verk sín. Þar að auki var starfrækt kaffihús við listmarkaðinn og nýttu
nokkrir píanó- og harmonikunemendur tækifærið og léku fyrir gesti kaffihússins. „Frá barni til barns“ heppnaðist í alla staði mjög vel og það var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Tónlistarskólann, þann 14. apríl, til að njóta tónlistarflutnings nemenda og góðra veitinga og all nokkuð af listaverkum seldust.
Starfsmannafélag Brunavarna Suðurnesja gaf þennan dag 100.000 kr. til styrktar málefninu. Tónlistarskólinn og aðstandendur „Frá barni til barns“ þakka innilega þann stórhug. Verkefnið „Frá barni til barns“stóð formlega yfir til 14. maí s.l. en styrktarreikningur verkefnisins var opinn fram í júní. Afrakstur verkefnisins „Frá barni til barns“, alls kr. 800.000, var afhentur Velferðarsviði Reykjanesbæjar þann 21. júní s.l. til varðveislu og nýtingar í þágu langveikra/fatlaðra barna í Reykjanesbæ og fór afhendingin fram í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Míla tengir þig við ljósleiðara Með öruggum háhraðatengingum landshlutanna á milli geta Íslendingar sinnt sköpun, samskiptum og vinnu nánast hvar sem þeir eru staddir eða kjósa að búa.
Míla ehf. • Sími 585 6000 • mila@mila.is • www.mila.is
6
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
Ætla að starfa þvert á alla flokka fyrir Grindavíkurbæ „Áhersla verður lögð á að allir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin.“ Þetta kemur fram í málefnasamningi B- og D-lista í bæjarstjórn Grindavíkur en þar kemur einnig fram að bæjarfulltrúar B- og D-lista ætli að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Í málefnasamningnum kemur einnig fram að fulltrúar B- og D-lista séu sammála um að viðhafa ábyrga stjórnun fjármuna, viðhalda jöfnuði í rekstri bæjarsjóðs, tryggja nægt
framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi, byggja íbúðir við Víðihlíð í samstarfi við byggingarverktaka sem seldar verða á almennum markaði, stækka Hópsskóla og móta
framtíðarsýn varðandi frekari uppbyggingu og bæta við leikskólahúsnæði þannig að unnt sé að tryggja börnum leikskólavist frá tólf mánaða aldri. Sigurður Óli Þorleifsson frá B-lista verður forseti bæjarstjórnar en B- og D-listi sitja í meirihluta í Grindavík á þessu kjörtímabili. Málefnasamninginn má lesa í heild sinni á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Frá Grindavíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra í Grindavík Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Grindavík fór fram þann 20. júní en á honum kom meðal annars fram að auglýsa eigi eftir nýjum bæjarstjóra í Grindavík. Páll Valur Björnsson, fulltrúi S-listans sem situr í minnihluta, undrast á því að á sama tíma og rætt væri um ábyrga fjármálastjórn sé samþykktur viðauki við samning bæjarstjóra sem kveður á um biðlaun sem ekki voru til staðar í fyrri samningi og telur hann eingöngu hafa óþarfa kostnað fyrir bæjarsjóð í för með sér. „Fulltrúi S-lista minnir einnig á að þegar fyrrum meirihluti réttlætti kostnað við bæjarstjóraskipti síðasta kjörtímabils þá var eitt megin atriði rökstuðningsins það að ekki yrði ákvæði um biðlaun í nýjum samningi
sem þýddi minni kostnaður en ella. Auglýsa ber stöðuna eins og samþykkt hefur verið eins fljótt og auðið er og gæti nýr bæjarstjóri tekið við embættinu strax á næsta bæjarstjórnarfundi í lok ágúst. Með öflugu starfi bæjarfulltrúa og samvinnu við sviðstjóra er vel hægt að brúa það bil sem myndast þar til að nýr bæjarstjóri tekur til starfa.“ Bæjarstjórn felur sviðstjóra fjármálaog stjórnsýslusviðs að afla tilboða frá ráðningarskrifstofum í aðstoð við ráðningu á bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð.
Uppbygging skapað mikil verðmæti – Starfsemi KADECO haldið áfram og Ísak Ernir nýr stjórnarformaður
Ísak Ernir Kristinsson er nýr stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO. Aðalfundur félagsins var haldinn á mánudag. Aðrir í stjórn eru þau Steinunn Sigvaldadótti og Hafsteinn S. Hafsteinsson. Ísak kemur í stað Georgs Brynjarssonar sem lét af stjórnarformennsku á fundinum. Ekki eru uppi áform um að hætta starfsemi KADECO.
Sólborg til liðs við Áttuna
Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrrum blaðamaður Víkurfrétta, er gengin til liðs við samfélagsmiðlaveldið Áttuna. Sólborg segir í samtali við Víkurfréttir að hún hafi sótt um hjá Áttunni þegar auglýst var eftir fólki í apríl en gríðarlegur áhugi var á starfinu og rúmlega tvöhundruð manns sóttu um. „Ég var boðuð í nokkur viðtöl og var að lokum ráðin ásamt tveimur snillingum í nýjan hóp Áttan SM, sem er samfélagsmiðlahópur Áttunnar.“ Nýju meðlimir hópsins eru þau Sólborg, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson. „Það er virkilega gott að fá að vinna við það sem maður elskar. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að halda áfram að vinna með þessum mögnuðu krökkum sem láta ekkert stoppa sig.“
Hópurinn hefur sent frá sér lag, tónlistarmyndband og stuttmynd en síðastliðinn mánuður hefur farið í þá vinnu. Lagið heitir „Einn séns“ og má finna það á Youtube og Spotify.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Á aðalfundinum kom fram að hagnaður ársins 2017 nam 597 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé félagsins nam í árslok 2.713,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutafé félagsins 20,0 millj. kr. Fjöldi hluthafa breyttist ekki á árinu og er allt hlutafé í eigu Ríkissjóðs Íslands. Félagið hefur selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni við undirritun ársreiknings 2017. Stjórn félagsins á síðasta starfsári lagði áherslu á að einfalda reksturinn og var unnið að sameiningu dótturfélaga þróunarfélagsins auk þess að leggja áherslu á að selja þær fasteignir sem eftir voru í umsjá félagsins. Lagður var grunnur að stefnumótun varðandi úthlutun lóða hjá félaginu og var umtalsverð greiningarvinna unnin með það að markmiði að kanna samkeppnishæfni lóða á starfssvæði félagsins. Mikil eftirspurn fasteigna á Ásbrú hefur haldist í takt við mikinn vöxt á Keflavíkurflugvelli og fyrirsjáanlega framtíðaraukningu umsvifa þar. Í samræmi við stefnu félagsins um að koma eignum sem fyrst í borgaraleg not og hámarka verðmæti eignanna í sölu, lagði félagið mikla áherslu á að nýta það tækifæri sem skapaðist til að koma eignum í umsjá félagsins í borgaralega nýtingu, segir í ársskýrslu KADECO fyrir árið 2017. Eitt af markmiðum KADECO var að selja eignir sem félagið hafði til umsýslu og leigja eignir eftir því sem við átti. Í desember 2016 voru nær allar fasteignir félagsins seldar í
einni stórri sölu og markaði því ákveðin tímamót í umsýslu fasteigna Þróunarfélagins. Þær fáu eignir sem eftir voru var farið markvisst í að auglýsa til sölu. Á árinu 2017 voru seldar alls tíu fasteignir í níu sölusamningum, allt iðnaðarhúsnæði. Söluvirði eignanna var um 430 millj. kr. Í lok árs 2017 var félagið með þrjár fasteignir í sinni umsjá, sem allar voru í sölumeðferð. Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KADECO, segir í ávarpi í ársskýrslunni að augljóst er að mikið er í húfi fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og þjóðina alla, að vel takist til með áframhaldandi þróun svæðisins enda eru svæði í kringum flugvelli með jafn góðar alþjóðlegar tengingar á borð við þær sem Keflavíkurflugvöllur hefur þjóðhagslega mikilvæg í hvaða landi sem er. Í dag er Keflavíkurflugvöllur stærsti vinnustaður landsins og ber stjórnvöldum skylda til að hlúa að honum og tryggja að frekari uppbygging á nærsvæðum hans nái fram að ganga. Það er nauðsynlegt að félagið sem nú hefur slitið barnsskónum fái að nýta þá þekkingu, færni og reynslu sem það býr yfir til áframhaldandi góðra verka. „Sú þróun og uppbygging sem hefur átt sér stað á svæðinu hefur nú þegar skapað mikil verðmæti úr því landi sem félagið hefur umsýslu með. Um leið hefur grunnur verið lagður að aukinni virðisaukningu svæðisins í kringum flugvöllinn með tilheyrandi tækifærum. Frá stofnun hefur félagið unnið markvisst að því að laða að erlenda fjárfestingu og alþjóðleg fyrirtæki með ágætum árangri. Með
skýrri stefnu má skapa mikil verðmæti úr landi við flugvöllinn, svo sem gert er víða erlendis, þar sem alþjóðleg fyrirtæki kjósa að staðsetja sig við vel tengda flugvelli. Bæði vegna möguleika til vörudreifingar en jafnframt til að nýta flugtengingarnar fyrir stjórnendur og starfsfólk. Flugvellir sem hafa pláss til að vaxa laða að atvinnustarfsemi í hávirðisgreinum ef rétt er haldið á spilunum. Þá styrkir öflugur flugvöllur með góðum tengingum innlenda starfsemi með auknum viðskiptatækifærum og atvinnumöguleikum, en því hefur verið haldið fram að flugvöllum megi líkja við vél sem knýr hagvöxt,“ segir Marta í ávarpi sínu. Georg Brynjarsson, fráfarandi stjórnarformaður KADECO segir í sínu ávarpi; „Ég er afar stoltur að því að frágangi á skuldamálum Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs við KADECO hafi verið lokið á starfsárinu. Um er að ræða langa sögu sem hefur falið í sér óvissu fyrir skólann og framtíð hans. Nú þegar rammasamkomulag um uppgjör milli félaganna hefur verið undirritað er þeirri óvissu eytt. Skólinn getur byggt sig upp til framtíðar og KADECO getur verið stolt af aðkomu sinni að því merkilega frumkvöðlaverkefni sem skólinn er“. Um 3.000 íbúar eru í dag á Ásbrú og á þar eru einnig á annað hundrað fyrirtækja og stofnana með yfir 800 starfsmenn. Á síðasta ári var unnið að rammaskipulagi fyrir íbúasvæðið á Ásbrú en það svæði hefur enn sem komið er ekki verið deiliskipulagt. Mikil ásókn er í íbúðarhúsalóðir á svæðinu þar sem þörfin fyrir aukið húsnæði á Suðurnesjum er mikil. „Mjög brýnt er að ljúka þeirri vinnu og hefjast handa við vinnslu deiliskipulags svo unnt verði að úthluta byggingarlóðum til áhugasamra. Mikil tækifæri eru á svæðinu til að þétta byggðina og má leiða að því líkur að íbúðabyggðin á næstu 15 árum muni þrefaldast,“ segir í ársskýrslu KADECO fyrir árið 2017.
Birt með fyrirvara um innsláttar-/prentvillur og/eða myndbrengl.
Sjáðu öll tilboðin á byko.is Hefst 28. júní
Komdu og skoðaðu úrvalið! Gerðu frábær kaup! REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR -30% GARÐHÚSGÖGN -27% • SLÁTTUVÉLAR -20-40% • RAFMAGNS- OG BENSÍNGARÐVERKFÆRI -20-40% NAPOLEON GRILL -30% • BROIL KING GRILL -30% • BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -35% • TIMBURBLÓMAKASSAR -25% • BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% • FRÆ -40% • REYKOFNAR OG ELDSTÆÐI -30% SALVIA ESPALE GIRÐINGAEININGAR -20% GJØCO INNIMÁLNING -25% VERKFÆRABOX OG -SKÁPAR -30% • JÁRNHILLUR -30% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -25% • EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI -25% • HARÐPARKET -20% • LJÓS -25% • PLAST-BOX -35% FERÐAVARA -25% • FERÐATÖSKUR -35% • LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD -30% • POTTAR, PÖNNUR OG BÚSÁHÖLD -25% • TEXTÍLVÖRUR -25% • BLÁ BOSCH VERKFÆRASETT -25% • COFRA ÖRYGGISSKÓR OG FATNAÐUR -25% • LOFTASTIGAR • -25% MOTTUR OG DREGLAR -25% • BAÐFYLGIHLUTIR -25%
OG MARGT MARGT FLEIRA! Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
Tilgangurinn var að efla skólastarfið og auka öryggi
„Þetta starf gaf manni mjög mikið,“ segja stofnendur foreldrafélags Barnaskólans í Keflavík sem síðar varð Myllubakkaskóli Foreldrafélag Barnaskólans í Keflavík var stofnað þann 5. mars 1977, seinna var nafni skólans breytt í Myllubakkaskóla, en það var gert þegar fleiri grunnskólar voru byggðir í bænum, þá breyttist einnig nafn foreldrafélagsins. Slík félög hafa orðið mikilvægur hluti að skólastarfi um land allt en voru rétt að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi á þessum tíma. Aðaldrifkrafturinn í stofnun félagsins var Bergþóra Bergsteinsdóttir sem var þá nýflutt heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún bjó og kynntist starfi foreldrafélaga. Bergþóra, fyrsti formaður félagsins, kom í heimsókn til Víkurfrétta ásamt Þórdísi Þormóðsdóttur og Ingibjörgu Hafliðadóttur og sögðu þær frá aðdraganda stofnunar félagsins og starfsemi þess allra fyrstu árin. Skólastjórinn var á báðum áttum
Framhaldsfundur vegna loðnu
Á þessum fundi voru lög samþykkt og línur lagðar. Var þar kosin stjórn þar sem einn fulltrúi var frá hverjum aldursflokki auk tveggja kennara kosin af kennarafélaginu, úr þessum hópi var síðan kosinn formaður. Síðan var sett af stað hópavinna. Út úr henni komu meðal annar fram að það vantaði lausar kennslustofur eða nýja skólabyggingu og þar var m.a. lögð fram spurning um byggingu skóla í efri byggð eða um akstur skólabarna þaðan. „Það komu hugmyndir um fyrirlestra um skóla og uppeldi – sem mikið er gert af í dag, að fá sérmenntaða kennara til hjálparkennslu, athvarf eftir skóla, ganga frá skólalóð, setja lýsingu í kringum skólann því það svæði var illa lýst, hvað væri hægt að gera til að fá börn til að hætta að hanga aftan í bílum [innsk. blm.: teika], en það var afar vinsælt á þessum tíma. Að félagsaðstaða sem verið væri að koma upp í kjallara skólans nýttist sem athvarf fyrir nemendur með eyður í stundaskrá og ná ekki heim milli kennslustunda og að efla samband foreldra og kennara.
Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Þórdís Þormóðsdóttir og Ingibjörg Hafliðadóttir. Mál foreldrafélagsins á fyrstu árum þess voru greinilega önnur en lögð er áhersla á í dag. Á framhaldsaðalfundinum flutti móðir framsögu þar sem hún greindi frá því að hún væri með þrjú börn og eitt þeirra ungabarn. Hún komst ekki til að fara með tvö eldri börn sín í skólann því hún var með svo lítið barn. Um haustið hafði félagið beitt sér fyrir því að akstur skólabarna úr Eyjabyggð yrði hafinn.
Leiklistarnámskeið þar sem börnin blómstruðu
Þórdís segir að á sínum tíma hafi jafnvel verið haldið að þær ætluðu að ryðjast inn í kennsluna og skipta sér af en það hafi alls ekki verið meiningin. „Svo þegar við lögðum dæmið á borðið þá var þetta engin spurning um að stofna foreldrafélag. Við fengum Hörð Zophaniasson, skólastjóra úr Hafnarfirði, til að koma á stofnfundinn til okkar en það var foreldrafélag í Víðistaðaskóla. Svo urðum við mjög öflugar, við þrjár ásamt Áslaugu Bergsteinsdóttur og fleirum. Við settum á laggirnar leiklistarnámskeið fyrir krakka og lögðum áherslu á að þar yrðu börn sem voru feimin eða til baka,“ segir Bergþóra.
Ingibjörg var nýkomin heim af námskeiði fyrir börn hjá Nordisk Amateur Teaterraad, hún var uppfull af hugmyndum og vildi nýta reynslu sína og miðla henni til barnanna. „Við lögðum mesta áherslu á að laða fram hæfileikana sem búa í öllum börnum og fá þau til að opna sig, yfirstíga feimni og tjá sig á jákvæðan hátt. Við vorum mikið með öndunar- og slökunaræfingar, sem er mikið í tísku í dag, anda með iljunum, en það þótti nú ekki gáfulegt þá,“ segir Ingibjörg og hlær. Þórdís segir að námskeiðið hafi verið valkvætt og að hún Áslaug og Ingibjörg hafi verið saman í Leikfélagi Keflavíkur og lært þar ýmislegt sem kom að góðu gagni. Bergþóra segir að þetta leiklistarnámskeið hafi gert mikla lukku og þær eru allar sammála því að það hafi verið svo gaman hjá þeim í þessu starfi og þær lifi enn á minningunni frá þessum tíma. Börnin brölluðu ýmislegt hjá þeim stöllum á námskeiðinu og sömdu meðal annars ljóð. „Svo þegar maður sá krakkana sem voru hjá okkur, krakkan sem byrjuðu undir borði, blómstra þegar leið á, það var alveg yndislegt,“ segir Þórdís. „Þau ortu líka ljóð og gerðu allt mögu-
VIÐTAL
Bergþóra kynntist starfi foreldrafélaga þegar hún bjó úti í Kentucky í Bandaríkjunum og var með börn í bæði grunn- og gagnfræðaskólum og kynntist þess vegna starfi foreldrafélaganna á báðum stigum. „Það var miklu meira starf í gagnfræðaskólanum þar,“ segir Bergþóra. „Þetta var alveg gríðarlega öflugt og flott starf sem fólst m.a. í því að gera allt mögulegt til að létta undir skólastarfinu og auka fjölbreytni. Svo bökuðum við, vorum með basar og söfnuðum fyrir nýjum búningum á lúðrasveit skólans, sem var aðalverkefni vetrarins. Mér fannst svo spennandi þegar ég kom heim haustið 1975 að vita hvort grundvöllur væri fyrir slíku starfi hér í Keflavík. Ég fór síðan af stað, líklega í október/nóvember það ár og fékk viðtal við skólastjórann. Hann var á báðum áttum þar sem þetta var nær óþekkt og hann þurfti aðeins að melta hugmyndina. Svo þegar dæmið var lagt á borðið, var það ekki lengur spurning um að stofna félagið. Það var síðan loks vorið ‘77 að félagið var stofnað eftir að menn höfðu farið fram og til baka með þetta“. Haustið 1977 var síðan haldinn framhaldsaðalfundur sem var mun fjölmennari en fyrri fundurinn eða um sextíu manns. Menn gátu sér þess til að ástæðan fyrir fámenni á fyrri fundinum hefði verið sú að geysilegt magn af loðnu (loðnuhrota) hefði
komið á land þann daginn og menn hefðu verið uppteknir við „að bjarga þjóðarbúinu“ eins og það var oft kallað. Slíkt var ekki óalgengt og var meira að segja oft gefið frí í skólum við svipaðar aðstæður.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is
legt, manni vöknaði stundum um augun þegar þau komu með ljóð, sömdu kannski fjögur erindi og gáfu manni. Þetta eru prestar meðal annars í dag, þessir gömlu nemendur. Þetta gaf manni alveg svakalega mikið,“ segir Ingibjörg. Þær sáu ekki bara um námskeið í leiklist og framsögn því settar voru upp skemmtanir fyrir jól og árshátíðir. Guttavísur og fleira sem byggt var á ljóðum voru sett upp með söng og leik, smáleikrit – og Bergljót Stefánsdóttir, sem starfaði þá sem bókmenntafræðingur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hjálpaði þeim að setja upp bókmenntakynningu sem sló í gegn. En er ekki óvenjulegt að foreldrafélagið hafi verið að sjá um þessa viðburði á borð við leiklist og annað? Allar: Vilhjálmur Ketilsson hafði verið ráðinn skólastjóri um vorið og hann óskaði eftir að félagið stæði fyrir einhverju menningarlegu. Þetta var vissulega óvenjulegt en krakkarnir sóttust eftir því að komast í leiklistina hjá okkur. Bergþóra segir að það hafi líka verið passað upp á það að hafa námskeiðin áhugaverð og skemmtileg. „Svo fórum við líka með saumavélar niður í skóla, eða niður í „kálfa“ en svo kölluðust útikennslustofur sem voru við Myllubakkaskóla á þessum tíma, til að sauma búninga á krakkana fyrir leikritin. Við saumuðum skotthúfur og jólasveinahúfur, en þá var nú ekkert til. Þú hljópst ekki inn í búð eins og gert er í dag til að kaupa húfur.“ Þá segir Þórdís að það hafi verið saumaðir búningar á barnakórinn og lúðrasveitina en þá var búið að safna fyrir efni í búningana.
Lét fótbrot ekki stöðva sig
„En það er skemmtilegt að segja frá því að er ég fór í bakaríið um daginn og þá hitti ég einn sem lék fótbrotinn í leikriti hjá okkur. Við vorum eitt árið með leikrit á árshátíð og þessi drengur lék eitt hlutverkanna, svo fréttum við kvöldið áður að hann hefði fótbrotnað og við fengum alveg fyrir hjartað, sonur Ingibjargar var þá á svipuðum aldri og hún skipaði honum að læra hlutverkið kvöldinu áður, hann gerði það samviskusam-
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
9
Safna fyrir klifurgrind í tilefni afmælis foreldrafélags Myllubakkaskóla
eru frjáls framlög sem hafa skilað sér, við höfum einnig sótt um styrki og bíðum eftir svörum við þeim,“ segir Hjörleifur.
lega en svo rétt fyrir sýningu kemur vinurinn með tvær hækjur og með gips á öðrum fæti harðákveðinn í að taka þátt í sýningunni sem hann gerði að sjálfsögðu og sló alveg í gegn,“ segir Þórdís og hlær. Stóðuð þið fyrir einhverjum söfnunum á sínum tíma eins og foreldrafélög gera gjarnan í dag? Allar: Það var voðalega lítið um það en þetta var allt öðruvísi þá, við vorum ýmist heimavinnandi eða með lítil börn. Við vorum meira í tóm-
SETNING LJÓSANÆTUR VIÐ MYLLUBAKKASKÓLA
stundastarfi. Í þá daga var ekkert athvarf fyrir börnin eins og er í dag. Þær segja einnig að það hafi alltaf verið tveir kennarar í stjórninni og að það hafi þótt sjálfsagt að hafa þá með og eitt foreldri úr hverjum árgangi. Ingibjörg: Tilgangurinn var líka að efla skólastarfið og auka öryggi, reyna að fá börn til að nota endurskinsmerki og fleira slíkt. Þórdís: Það var svo gaman líka að fylgjast með börnum í tómstundastarfinu okkar sem blómstruðu.
Foreldrafélag Myllubakkaskóla stendur nú fyrir söfnun fyrir klifurgrind fyrir utan skólann, söfnunin gengur vel en það var foreldri barns við skólann sem hóf söfnunina, foreldrafélaginu leist það vel á hugmyndina að það ákvað að slást í för í söfnuninni. Hjörleifur Þór Hannesson, formaður foreldrafélagsins, og Gunnhildur Þórðardóttir, ritari, ræddu við Víkurfréttir á dögunum um söfnunina.
FORELDRI HÓF SÖFNUNINA
Eins og áður hefur komið fram þá var foreldri sem hóf söfnunina en klifurgrind eins og sú sem verið er að safna fyrir er staðsett í Njarðvík. „Honum fannst það synd að vera að keyra börnunum sínum í Njarðvík þegar þau sækja skóla í Myllubakka. Hann fór því af stað í nokkur fyrirtæki til að kanna hvort þau væru til í að styðja og styrkja, því var tekið vel en hann er eins og aðrir í vinnu og getur því ekki sinnt því hundrað prósent
að sækja styrki. Það er magnað að einstaklingur hafi lagt þessa vinnu á sig, það er honum að þakka að þessi vinna er farin af stað og við erum að sjá að þetta verði að veruleika,“ segir Hjörleifur. Foreldrafélagið vildi gera eitthvað fyrir nemendur skólans í tilefni af fjörtíu ára afmæli félagsins en þá höfðu þau heyrt um þessa söfnun. „Svona klifurgrind kostar rúmar tvær milljónir en við höfum verið að leita til fyrirtækja og einstaklinga og það
„Leiksvæðið við Myllubakkaskóla er mikið sótt af öllum bæjarbúum, ekki bara þeim sem búa í nágrenni við hann eða stunda nám við hann,“ segir Gunnhildur. Ljósanótt er sett með pompi og prakt við Myllybakkaskóla og það er mikið líf og fjör við skólann þá. „Fólk sækir einnig mikið í það að koma á þetta svæði með börnin sín og leiksvæðið er gott en það er kannski meira fyrir yngri hópana og þetta gæti jafnvel nýst fyrir leikfimi,“ segir Hjörleifur. Þá segir Gunnhildur að klifurgrindin gæti einnig nýst til útikennslu. Hjörleifur segir að það væri algjör draumur að koma grindinni upp í haust en hann geri sér grein fyrir því að upphæðin sem hún kosti sé alvöru upphæð. „Okkur brá svolítið þegar við vissum hvað hún kostaði. En þetta er öryggisstaðlað sem tryggir fullkomlega öryggi barnanna.“ „Grindin er stór en það er stór lóð við skólann sem höndlar það alveg. Hún er mjög flott og auðvelt að klifra í henni fyrir krakkana. Við erum íþróttabær og heilsueflandi samfélag og þetta er akkúrat í anda þess,“ segir Gunnhildur að lokum. Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á söfnunarreikning foreldrafélagsins: 0121-26-4397 Kt: 430197-3129
Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar Sumarlestur bókasafnsins er í fullum gangi. Lestrarverðlaun, lestrarbingó, lestrarleikir og óvissubókapakkar. Nánari upplýsingar í safninu. Sumaropnun Sundmiðstöðvar Mánudaga til fimmtudag kl. 6:30 - 21:30 Föstudaga kl. 6:30 - 20:30 Laugardaga og sunnudaga kl. 9:00 - 18:00 Lokun hluta Skólavegar Vegna framkvæmda verður Skólavegur milli Efstaleitis og Þjóðbrautar lokaður fyrir almennri umferð frá 7. maí til 20. júlí 2018. Sjá merkingar hjáleiða á vef Reykjanesbæjar.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Tómstundaklúbbur Myllubakkaskóla hlaut Hvatningarverðlaunin Tómstundaklúbbur Myllubakkaskóla hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2018. Það voru þau Íris Dröfn Halldórsdóttir, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Heba Friðriksdóttir og Steinar Jóhannsson sem tóku við verðlaununum fyrir hönd starfsfólks Myllubakkaskóla.
Akurskóli – Skólaliðar Njarðvíkurskóli – Sérkennari/þroskaþjálfi Öspinni Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstarf á heimili Háaleitisskóli – Íþróttakennari Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Heba Friðriksdóttir tóku við verðlaununum fyrir hönd starfsfólks Myllubakkaskóla.
Um verkefnið segir í tilnefningu: „Tómstundaklúbbur Myllubakkaskóla er fyrir alla nemendur skólans. Haldnir eru fjölbreyttir viðburðir í hverri viku fyrir nemendur. Starfsmenn skólans sjá um þennan klúbb og er hann nemendum að kostnaðarlausu. Aldeilis frábært framtak og skapandi og fjölbreytt starf sem vonandi heldur áfram.” Einnig hlutu sérstaka viðurkenningu starfsfólk Háaleitisskóla fyrir verkefnið Fjölmenningarhátíð í Háaleitisskóla og stjórnendur og kennarar á unglingastigi í Akurskóla fyrir verkefnið Vinnustundir fyrir unglingastig. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar hafa verið veitt um árabil til kennara, kennarahópa eða starfsmanna í leik- og grunnskólum og tónlistarskóla bæjarins. Auglýst er eftir tilnefningum frá bæjarbúum og bárust sextán tilnefningar í ár um mörg áhugaverð verkefni.
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
Ljósmyndasamkeppnin þar sem allir geta verið með:
EITT ÁR Á SUÐURNESJUM – Tjáum líf okkar í myndum –
Nú eru að verða síðustu forvöð að senda inn ljósmyndir í ljósmyndasamkeppnina „Eitt ár á Suðurnesjum“. Myndir úr keppninni munu prýða veggi Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanætursýningunni 2018. Skilafrestur á ljósmyndum er til sunnudagsins 1. júlí nk. „Það hefur nokkur fjöldi ljósmynda borist en við hvetjum Suðurnesjamenn til að senda okkur fleiri myndir. Það geta allir verið með og við vonum að sem flestir sendi okkur myndir í ljósmyndasamkeppnina en við munu sýna allar myndir sem berast í aðalsýningu Ljósanætur í listasal Duushúsa,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar. Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið í Færeyjum verða í samstarfi með stóra ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2018 í nokkrum sýningarsölum Duus Safnahúsa. Efnt er til ljósmyndasamkeppni meðal almennings á Suðurnesjum vegna sýningarinnar og munu margar
myndanna sem berast verða sýndar stórar, útprentaðar á Ljósanótt 2018. Færeyingar leggja til sýninguna „Föroyar i et år“ sem samanstendur af rúmlega 600 ljósmyndum sem íbúar eyjanna tóku og lýsa daglegu lífi þeirra í eitt ár á sama tíma og ljósmyndasýningin „Eitt ár á Suðurnesjum“ verður opnuð í Listasal Duus Safnahúsa. Listasafn Reykjanesbæjar býður öllum þátttöku í Ljósanætursýningu safnsins haustið 2018 „Eitt ár á Suðurnesjum“. Hvað hefur gerst á árinu? Safnaðu saman ljósmyndunum þínum sem teknar voru á Suðurnesjum á tímabilinu 17. júní 2017 til 17. júní 2018.
Hver og ein myndanna segir sína sögu af lífi þínu á árinu og saman segja allar innsendar myndir, allra þátttakenda eina góða sögu af daglegu lífi á Suðurnesjum. Hvað gerðist á Suðurnesjum þetta ár? Hvað vorum við að gera? Börnin og gamla fólkið, fólkið og dýrin, hversdagurinn og hátíðarhaldið, pólitíkin og trúarbrögðin, bæjarlífið og náttúran, fjölskyldan og vinnan eða hvað annað sem talist gæti hluti af okkar daglega lífi. Hver og einn þátttakandi má senda inn mest tíu myndir. Þar sem myndirnir eru hugsaðar á sýningu er nauðsynlegt að þær séu í mjög góðri upplausn svo möguleiki sé á að prenta þær út í góðri stærð. Því er æskilegt að myndirnar séu ekki minni en 4 MB en þó er hægt að hlaða inn myndum í öllum stærðum. Skilafrestur er til 1. júlí 2018. Allar innsendar myndir verða sýndar á Ljósanætursýningunni, þær bestu útprentaðar en hinar á skjám.
Ljósanætursýningin 2018 — skilafrestur mynda til næsta sunnudags! KATLA HLÖÐVERSDÓTTIR FLUGFREYJA ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
„STUNDUM ÞARF MAÐUR BARA Á KLISJUKENNDUM SJÁLFSHJÁLPARBÓKUM AÐ HALDA“
Eigendur þeirra mynda sem verða sýndar útprentaðar fá eintak af þeim til eignar, þá verða fimm bestu myndirnar sem berast, að mati dómnefndar, verðlaunaðar sérstaklega. Á meðfylgjandi slóð má senda myndir á sýninguna: http://listasafn.reykjanesbaer.is/ljosmyndasamkeppni (athugið að einungis er hægt að hlaða inn þremur myndum í einu og síðan er hægt að endurtaka leikinn þar til tíu myndum hefur verið hlaðið inn).
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, mágur og afi,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON múrarameistari Norðurvör 9, Grindavík,
lést, föstudaginn 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Eva Kolfinna Þórólfsdóttir Alma Sigríður Guðmundsdóttir Kári Guðmundsson Axel Rafn Guðmundsson Sigríður Tómasdóttir Anton Kristinn Guðmundsson Rebekka Ósk Friðriksdóttir Kristinn Bergmann Þórólfsson og barnabörn
Verið velkomin NÝTT
Forvarnir með næringu
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Katla Hlöðversdóttir flugfreyja hjá Icelandair. Katla les mismikið, stundum margar bækur á viku en svo líða nokkrar vikur án þess að hún líti í bók. Hún hlustar hins vegar daglega á hljóðbækur og hlaðvörp. Hvaða bók ertu að lesa núna? Núna er ég að lesa tvær bækur: You Are a Badass: How to Stop Doubting Your Greatness and Start Living an Awesome Life eftir Jen Sincero, ansi klisjukennd sjálfshjálparbók en stundum er það bara einmitt það sem maður þarf á að halda, og Nóttin sem öllu breytti: Snjóflóðið á Flateyri, vel skrifuð bók en svo
ótrúlega átakanleg að ég get aðeins lesið nokkrar blaðsíður í einu. Hver er uppáhaldsbókin? Það er ekki auðvelt að velja eina uppáhaldsbók en bókin Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð er í miklu uppáhaldi. Svo verð ég líka að nefna uppáhaldshljóðbókina mína, Ég hef nú sjaldan verið algild, ævisaga Önnu á Hesteyri.
Hver er uppáhaldshöfundurinn? Ég á erfitt með að gera upp á milli Mikaels Torfasonar og Jóns Kalmans Stefánssonar. Mér finnst ritstíllinn hans Mikaels í tveimur nýjustu bókunum hans, Syndafallið og Týnd í Paradís, áhugaverður. Höfundur er svo hispurslaus og einlægur í frásögn sinni en á sama tíma er textinn hlaðinn húmor og ég skellti oft upp úr við lesturinn. Það kemst að mínu mati enginn höfundur með tærnar þar sem Jón Kalman Stefánsson hefur hælana í textasmíð. Suma kaflana í bókum hans hef ég lesið ég aftur og aftur til þess eins að njóta textans. Ég er oft nærri því búin að strika yfir bestu setningarnar með áherslupenna en þá man ég að það má ekki krota í bókasafnsbækur. Hvaða tegundir bóka lestu helst? Skáldsögur og skólabækur hafa hingað til verið í meirihluta. En svo hef ég líka gaman af því að lesa ævisögur og sjálfshjálparbækur öðru hvoru. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? The Gifts of Imperfection eftir Brené Brown. Hvaða bók ættu allir að lesa? Ég hafði mjög gaman af bókinni Sapiens: A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari. Í bókinni er mannkynssagan sögð á heimspekilegan hátt. Auðlesin bók en skilur samt lesandann eftir með áhugaverðar pælingar um lífið og tilveruna. Hvar finnst þér best að lesa? Upp í sumarbústað í rigningu eða á sólbekk í sólarlöndum. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Þríleikurinn eftir Jón Kalmann Stefánsson: Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Boat Building For Dummies. Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer. is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.
UNGA FÓLKIÐ Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
ÁRNAFRÉTTIR
Opið hús í FS fyrir Vinnuskólann
11
UMSJÓN: Árni Þór Guðjónsson arnithor02@gmail.com
GIMLI HEIMSÆKIR HAFNIRNAR Í tilefni tvöhundruð daga hátíðar
Krakkar í níunda bekk hjá Vinnuskólanum í Reykjanesbæ sóttu opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nýlega til þess að sjá hvað skólinn býður upp á. Krakkarnir voru rúmlega sextíu talsins og fengu þau að leika sér og læra í húsasmíði og rafiðnaðardeildinni, fata- og textíldeildinni og hárdeildinni. Krakkarnir virtust hafa gaman að þessu og þau sem við töluðum við höfðu bara góða hluti að segja í viðtalinu sem sjá má í Suðurnesjamagasíni. Krakkarnir sögðu að það væri gott að fá tækifærið að sjá hvað FS hefur upp á að bjóða og hvernig það er að vinna. Einnig sögðu þau að þetta hjálpaði þeim að finna út hvað þau vildu vinna við þegar þau verða eldri. „Krakkarnir hafa mætt mjög vel, verið mjög virk og tekið þátt sem er mjög skemmtilegt,“ segir Ásdís Björk Pálmadóttir, kennari í FS.
Þann 19. júní, á sjálfan Kvenréttindadaginn, héldu nemendur á Útgarði, þ.e. elsti árgangur á leikskólanum Gimli, tvöhundruð daga hátíð. Krakkarnir á Útgarði hafa verið að telja skóladagana frá því þau byrjuðu á elsta kjarna, en hátíðin er í tengslum við stærðfræðikennslu á Gimli.
Nemendur safna rörum, eitt rör fyrir hvern dag, og þegar þau ná einum tug eru rörin sett í talnahús þar sem þau flokka í hundruð, tug og einingu. Þarna eru þau að leggja inn grunninn að einingu og tug, sem og samlagningu. Nemendur hafa verið áhugasamir um talninguna og hafa áður haldið upp á hundrað daga eða tíu tuga hátíð. Nemendur gera sér glaðan dag og skipuleggja sjálf skemmtilega stund með leikjum og veitingum.
Tvöhundruð daga hátíðin var að þessu sinni haldin í Höfnum á Reykjanesi. Listakonan Rut Ingólfsdóttir tók á móti hópnum og skoðuð voru listaverk Rutar sem nemendur voru mjög áhugasamir um. „Hátíðin var mjög menningarleg þetta árið og var fallega litla Kotvogskirkjan skoðuð, síðan átti hópurinn notalega stund í samkomuhúsinu þar sem grillaðar voru samlokur og farið í leiki. Ótrúlega skemmtilegur dagur þar sem allir nutu þess að vera saman í fallegu umhverfi og yndislegri náttúru umluktri hestum og sóleyjarbreiðum. Þakklætikveðjur fá þau Árni Hinrik staðarhaldari og Rut Ingólfsdóttir listakona fyrir að hleypa nemendum og kennurum Gimlis inn í þessa paradís sem Hafnirnar eru,“ segir Karen Valdimarsdóttir, leikskólastjóri á Gimli.
SJÁÐU ÁRNAFRÉTTIR Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA
Instagram-leikur Víkurfrétta
#vikurfrettir
Í sumar verða Víkurfréttir með myndaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að setja hasstaggið #vikurfrettir með næstu Instagram-mynd sem þú tekur. Við munum velja mynd vikulega í blaðið og oftar á vf.is ef viðbrögð verða góð. Besta mynd vikunnar verður valin og fær eigandi hennar pítsuverðlaun frá Langbest. Í lok sumars munum við velja bestu mynd sumarsins og fær eigandi hennar vegleg verðlaun. Verið dugleg að nota #vikurfrettir í sumar og það er flott að sjá eitthvað HM-tengt í þessari viku!
#vikurfrettir
12
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
FJÖLBÝLISHÚS Í REYKJANESBÆ byggt úr norskum timbureiningum á sjö mánuðum
Svona mun húsið líta út. Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf. hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferð Moelven í Noregi. Húsið verður byggt í Reykjanesbæ, úr forsmíðuðum timbureiningum og tekur aðeins sjö mánuði í byggingu þar til íbúðir eru tilbúnar til afhendingar fullbúnar, á vel samkeppnishæfu kaupverði, segir í tilkynningu frá Klasa. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara, enda í góðum tengslum við þjónustumiðstöðina á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um
200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Um er að ræða umhverfisvænar byggingar en áhersla er á að sú nálgun gangi í gegnum allt ferlið við byggingu og síðan notkun íbúðanna með því að huga að orkusparnaði. Húsin eru byggð innandyra við bestu
aðstæður sem eykur gæði og minnkar sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem eykur loftgæði innanhúss og minnkar líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum. Um mjög spennandi nýjung er að ræða hér á landi sem hefur þó fengið mikla reynslu í Noregi við sambærilegar aðstæður og eru hér uppi. Moelven hefur framleitt yfir 100 ára sögu
Frá fyrstu skóflustungunni að húsinu við Móavelli. Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Lars-Brede Aandstad framkvæmdarstjóri Moelven ByggModul AS taka fyrstu skóflustunguna að húsinu. VF-mynd: Páll Ketilsson
ÁRIÐ 2017 VAR ÁR UPPBYGGINGAR OG–BREYTINGA HJÁ BLÁA LÓNINU Hagnaður eftir skatta 31 milljónir evra „Bláa lónið er upplifunarfyrirtæki. Allar okkar fjárfestingar í gegnum árin hafa miðað að því að byggja upp starfsemi í kringum einstaka upplifun gesta okkar,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Jafnframt segir Grímur að síðasta ár hafi verið ár uppbyggingar og breytinga hjá Bláa lóninu, í upphafi ársins hafi verið gerðar mikilvægar umbætur á baðsvæði þess og unnið að stækkun á skrifstofuhúsnæði og mötuneyti starfsmanna. „Lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.“ Kjarnastarfsemi Bláa lónsins hélt áfram að vaxa samhliða þessum verkefnum og tóku starfsmenn meðal annars á móti 1,3 milljónum gesta og unnið var að þróun og umbótum í starfi félagsins á öllum sviðum. „Eins og við var að búast hefur dregið úr fjölgun ferðamanna hingað til lands, enda var flestum orðið ljóst að tugprósenta árlegur vöxtur í fjölgun ferðamanna var engan veginn sjálfbær hvað varðar hagsmuni greinarinnar og samfélagsins. Nú reynir á að fyrirtækin sýni ábyrgð og aðlagi sig að breyttum aðstæðum. Mikilsvert er að hvergi verði slakað á í gæðum upplifunarinnar né öryggi gesta. Þar þurfa allir hagsmunaaðilar að axla ábyrgð, bæði þjónustuaðilar og stjórnvöld.
Við hjá Bláa lóninu erum staðráðin í að halda áfram að fjárfesta í einstakri upplifun okkar gesta og leggja þannig okkar að mörkum í þessu mikilvæga verkefni,“ segir Grímur. Ársskýrsluna má lesa inn á arsskyrsla.bluelagoon.is
og hefur því mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. „Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson, einn eigenda Modulbygginga. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rísi hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi stendur að byggingu húsanna og hefur lengi verið að skoða nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Þar er verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir.
„Það er mjög áhugavert að minnka óvissu enda einn stærsti þáttur í byggingu íbúða. Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostnað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ segir Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa. Norska fyrirtækið Moelven, sem framleiðir einingarnar, á langa sögu á Íslandi, allt frá Viðlagasjóðhúsunum eftir Vestmanneyjagosið til þriggja nýrra hótela sem byggð hafa verið úr einingum frá fyrirtækinu undanfarin ár; Islandia Hotel 2005, Hótel Laxá 2014 og nú síðast Hótel Kría sem opnar í nú Vík í sumar. Moelven er stofnað árið 1899 og hefur framleitt heimili úr timbureiningum síðan 1966. Fyrirtækið leggur áherslu á náttúruleg hráefni og að nýta eins litla orku og efni og mögulegt er við byggingu húsa sinna. Framleiðsla og samsetning fer fram innandyra og áhrif á umhverfið eru lítil og byggingar framleiddar hjá Moelven eru sérstaklega umhverfisvænar.
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.
13
Slippfélagið í Reykjanesbæ er með allt fyrir málningarvinnuna
„Við getum blandað nánast hvaða lit sem er“ – segir Eðvald Heimisson hjá Slippfélaginu í Reykjanesbæ
„Mattir litir eru vinsælir í dag, fólk málar rými og glugga í möttum litum og háglansinn er í smá hvíld núna,“ segir Eðvald Heimisson hjá Slippfélaginu í Reykjanesbæ. Slippfélagið opnaði verslun sína á Hafnargötunni í apríl í fyrra og hafa viðskiptin gengið vel frá því að hún opnaði. Fyrirtækið sjálft var stofnað árið 1902 og má því segja að það sé með nokkuð góða þekkingu þegar kemur að málningu og undirbúning fyrir málningarvinnu. Víkurfréttir hittu Eðvald, eða Ella eins og hann er gjarnan kallaður, á Hafnargötunni og spurðu hann meðal annars að því hvað þarf að hafa í huga áður en byrjað er að mála pallinn.
þekjandi viðarvörn vinsæl. „Ef það er bara borin olía á bústaðinn, þá þarf að gera það á hverju ári. Þekjandi viðarvörnin er því vinsælli enda endingin meiri og betri en við erum ekki bara með þessa hefðbundnu olíuviðarvörn lengur, heldur erum við með olíuakrýl sem er í rauninni eins og venjuleg málning en með viðarvörn.“
Ekki lengur allt hvítt
Góð sala þrátt fyrir vætutíð
Í sumar hefur salan gengið vel þrátt fyrir vætutíð en það hefur ekki farið framhjá neinum sem býr á Suðurnesjum að það hefur rignt ansi mikið í sumar. Elli segir að það megi þakka nýbyggingum, flugvellinum og fleiru fyrir góða sölu í sumar. En hvað hefur fólk helst verið að versla í sumar? „Flestir eru að kaupa útimálningu á húsin hjá sér en um leið og það hefur stytt upp og þornað þá kaupa allir pallaolíu. Hér í Reykjanesbæ eru einnig margar nýbyggingar, verið er að breyta húsum og þess háttar þannig að innimálningin er alltaf stöðug.“ Elli segir að það sé augljóst að einstaklingar séu að bíða eftir því að það hætti að rigna og það framkvæmi meira innanhúss í sumar vegna vætutíðar.
Góð hreinsiefni mikilvæg
Undirbúningsvinnan er mikilvæg áður en pallurinn er málaður eða olíuborinn og það skiptir miklu máli
að hreinsa hann vel. „Við erum með öll hreinsiefni sem til þarf, hvort það er til að taka gráma af eða græna slikju þá erum við með efni til að hreinsa það, við erum líka með efni til að hreinsa pallinn alveg. Svo er grundvallaratriði að leyfa viðnum að þorna eftir að hann hefur verið þveginn og helst í tvo til þrjá daga, þó svo að við höfum ekki fengið þannig þurrk hér hjá okkur enn í sumar.“ Þurrkurinn skiptir líka máli þegar mála á steypu og stein en grunna þarf nýsteypu til að málningin haldist á.
Þekjandi viðarvörn vinsæl
Tekk litir voru afar vinsælir hér fyrir nokkrum árum síðan en Elli segir að pallaolían sé að koma sterk inn. „Við getum nánast blandað alla liti í pallaolíu. Grár er mjög vinsæll litur, allt frá ljósgráu og alveg upp í svart, fólk er farið að þora meira þegar kemur að litavali á pallana sína.“ Þegar kemur að málningu á sumarbústaðinn er
Heitustu litirnir í dag eru gráir og grádrappaðir að sögn Ella en þeir hafa verið vinsælir í talsvert langan tíma. „Fyrir nokkrum árum var allt hvítt en núna er fólk farið að mála heilu rýmin í dökkum lit eða öðrum lit en bara hvítum og það á líka við um loftin.“ Vinsælustu litirnir hjá Slippfélaginu um þessar mundir eru litir frá Sæju en Elli segir að litir séu að koma sterkt inn aftur. „Fjólublár,
blár og grænn eru að koma sterkir inn en þeir eru ekki mjög skærir, frekar mildir, dempaðir og aðeins muskaðir. Hér áður málaði fólk bara með lit inni í barnaherbergjum en það er að breytast, það eru komnir litir í stofum, eldhúsum og almenna rýminu líka.“
Hægt að blanda nánast hvaða lit sem er
Mattir litir eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir og háglansinn er í smá hvíld að sögn Ella. „Við seljum mikið af litaprufum á dag og eru margir duglegir að prófa litina á veggnum í rýminu áður en byrjað er á því að mála, því liturinn lítur allt öðruvísi út á litaspjaldi eða í tölvunni heldur en þegar hann er kominn á vegginn og í rýmið sjálft. Slippfélagið sérblandar einnig liti
og það er nánast hægt að koma með hvaða hlut sem eða hvað sem er til að láta búa til málningu eftir. „Við höfum búið til liti eftir ýmsu, meðal annars eftir Kitchen Aid-hrærivél, hlutum úr barnaherbergjum og við getum búið til n ánast hvaða lit sem er eftir hverju sem er.“
14
Ă?ĂžRĂ“TTIR Ă SUĂ?URNESJUM
fimmtudagur 28. jĂşnĂ 2018 // 26. tbl. // 39. ĂĄrg.
Thelma DĂs til BandarĂkjanna
FĂ“TBOLTASAMANTEKT
GRINDAVĂ?K GERĂ?I JAFNTEFLI Ă? EYJUM
GrindavĂk mĂŚtti Ă?BV ĂĄ HĂĄsteinsvelli Ă 7. umferĂ° Pepsi-deildar kvenna. Rio Hardy kom GrindavĂk yfir ĂĄ 25. mĂnĂştu og Ăžannig var staĂ°an Ă hĂĄlfleik. Ă?BV nĂĄĂ°i aĂ° jafna leikinn ĂĄ 50. mĂnĂştu og Ăžar viĂ° sat. GrindavĂk, sem situr Ă sjĂśunda sĂŚti deildarinnar aĂ° loknum sjĂś umferĂ°um, mĂŚtir botnliĂ°i KR ĂĄ heimavelli Ă nĂŚstu umferĂ°.
KeflvĂkingurinn Thelma DĂs Ă gĂşstdĂłttir mun leika meĂ° hĂĄskĂłlaliĂ°i Ball State University Ă Indiana Ă BandarĂkjunum ĂĄ nĂŚsta tĂmabili. Thelma DĂs staĂ°festir Ăžetta ĂĄ Karfan.is. LiĂ° Ball State leikur Ă MiĂ°-AmerĂkudeild efstu deildar hĂĄskĂłlaboltans Ă BandarĂkjunum. „SamkvĂŚmt ĂžjĂĄlfara liĂ°sins, Brady Sallee, er skĂłlinn hĂŚstĂĄnĂŚgĂ°ur meĂ° aĂ° bĂŚta Thelmu Ă hĂłp liĂ°sins. Segir hann hana sigursĂŚlan leikmann sem hafi alĂžjóðlega reynslu og aĂ° hĂşn bĂşi bĂŚĂ°i yfir vinnusemi og hĂŚfileikum sĂłknarlega sem eigi eftir aĂ° nĂ˝tast liĂ°inu. Segir hann hana ennfrekar eiga eftir aĂ° falla vel aĂ° ĂžvĂ kerfi
sem liĂ°iĂ° fer eftir og aĂ° Ăžau hlakki til aĂ° fĂĄ hana Ăşt eftir aĂ° hĂşn klĂĄrar aĂ° spila fyrir Ă?sland Ă U20 EvrĂłpumĂłti sumarsins, “ segir ĂĄ Karfan.is. Thelma DĂs hefur veriĂ° grĂĂ°arlega mikilvĂŚgur hlekkur Ă liĂ°i KeflavĂkur en meĂ°altal hennar Ă leik er fimmtĂĄn stig, sjĂś frĂĄkĂśst og fjĂłrar stoĂ°sendingar, ĂžvĂ er nokkuĂ° ljĂłst aĂ° stĂłrt skarĂ° verĂ°ur hoggiĂ° Ă liĂ°iĂ° ĂĄ nĂŚsta tĂmabili.
TVEGGJA MARKA SIGUR KEFLAVĂ?KUR
HOLA Ă? HĂ–GGI Ă ĂžJĂ“Ă?HĂ TĂ?Ă?ARDAGINN
FjĂłrir leikmenn skrifuĂ°u undir hjĂĄ GrindavĂk Ăžeir Hlynur Hreinsson, Hilmir KristjĂĄnsson, KristĂłfer Breki Gylfason og NĂśkkvi HarĂ°arson skrifuĂ°u undir samninga viĂ° GrindavĂk nĂ˝lega og munu leika meĂ° meistaraflokki karla Ă Domino’s-deildinni Ă kĂśrfuknattleik ĂĄ nĂŚsta tĂmabili. Hlynur skrifaĂ°i undir eins ĂĄrs samning en hann hefur veriĂ° lykilmaĂ°ur FSu undanfarin ĂĄr, NĂśkkvi HarĂ°arson er kominn aftur heim frĂĄ Vestra en Ăžar var hann meĂ°al annars Ă fyrirliĂ°ahlutverkinu Ă fyrra. KristĂłfer Breki og Hilmir framlengdu samninga sĂna viĂ° fĂŠlagiĂ° en ĂĄ Facebook-sĂĂ°u kĂśrfuknattleiksdeildar GrindavĂkur kemur fram aĂ° fĂŠlagiĂ° sĂŠ grĂĂ°arlega ĂĄnĂŚgt meĂ° samningana og hlakki til samstarfsins.
ĂžaĂ° er nĂş ekki ĂĄ hverjum degi sem farin er hola Ă hĂśggi ĂĄ BergvĂkinni – fallegustu golfholu landsins aĂ° mati margra. BergvĂkin, sem er ĂžriĂ°ja hola HĂłlmsvallar Ă Leiru, er 126 metrar af rauĂ°um teigum. Johan D. Jonsson, fĂŠlagi Ă GolfklĂşbbi SuĂ°urnesja, slĂł draumahĂśggiĂ° ĂĄ BergvĂkinni Ăžann 17. jĂşnĂ s.l. og fĂłr holu Ă hĂśggi. „HĂśggiĂ° var afslappaĂ° og yfirvegaĂ°. Ég slĂł meĂ° fimm jĂĄrni, boltinn lenti ĂĄ flĂśtinni og beint Ă holuna,“ sagĂ°i Johan Ă samtali viĂ° VĂkurfrĂŠttir. Ă myndinni er Johan aĂ° taka boltann Ăşr holunni og BjĂśrk GuĂ°jĂłnsdĂłttir fylgist meĂ°.
KeflavĂk tĂłk ĂĄ mĂłti Ă?A 5. umferĂ° Inkasso-deildar kvenna Ă knattspyrnu. TvĂś mĂśrk voru skoruĂ° Ă leiknum, bĂŚĂ°i Ă seinni hĂĄlfleik. ĂžaĂ° var SveindĂs Jane JĂłnsdĂłttir sem skoraĂ°i fyrra markiĂ° ĂĄ 57. mĂnĂştu fyrir KeflavĂk og Natasha Moraa Anasi ĂžaĂ° sĂĂ°ara ĂĄ 68. mĂnĂştu. KeflavĂk er à Üðru sĂŚti Inkassodeildar kvenna eftir fimm umferĂ°ir en ĂĄ leik til góða.
NJARĂ?VĂ?K TAPAĂ?I Ă HEIMAVELLI
NjarĂ°vĂk tĂłk ĂĄ mĂłti HK Ă 8. umferĂ° Inkasso-deildar karla Ă knattspyrnu, lokatĂślur leiksins urĂ°u 2:0 fyrir HK og NjarĂ°vĂk tapar ĂžvĂ enn og aftur stigum ĂĄ heimavelli. HK skoraĂ°i tvĂś mĂśrk ĂĄ fimm mĂnĂştna kafla undir lok fyrri hĂĄlfleiks. NjarĂ°vĂkingar virtust lifna viĂ° Ă seinni hĂĄlfleik en nĂĄĂ°u Þó ekki aĂ° nĂ˝ta sĂn fĂŚri og tap ĂžvĂ staĂ°reynd NjarĂ°vĂk situr Ă ĂĄttunda sĂŚti Inkasso-deildarinnar eftir ĂĄtta umferĂ°ir.
ÞÚ GETUR L�KA HORFT à Þà TTINN à VF.IS � TÖLVUNNI E�A SNJALLTÆKINU
SuĂ°urnesjamagasĂn UMRÆĂ?AN Ă SUĂ?URNESJUM
Vilja tryggja heyrnarlausum jafnrĂŠtti til nĂĄms
GarĂ°ur, 25. jĂşnĂ 2018
BREYTING Ă AĂ?ALSKIPULAGI SVEITARFÉLAGSINS GARĂ?S 2013–2030 RĂłsaselstorg, GarĂ°vangur og hindrunarfletir BĂŚjarstjĂłrn SveitarfĂŠlagsins GarĂ°s samĂžykkti Ăžann 4. aprĂl 2018 tillĂśgu aĂ° breytingu ĂĄ AĂ°alskipulagi GarĂ°s 2013–2030. Breytingartillagan var auglĂ˝st frĂĄ 4. janĂşar til 16. febrĂşar 2018. Umsagnir bĂĄrust frĂĄ Ăžremur aĂ°ilum og var brugĂ°ist Ăžeim meĂ° minnihĂĄttar lagfĂŚringum ĂĄ breytingartillĂśgunni. Tillagan hefur veriĂ° send Skipulagsstofnun til staĂ°festingar. Ăžeir sem Ăłska nĂĄnari upplĂ˝singa geta snĂşiĂ° sĂŠr til skipulagsfulltrĂşa SveitarfĂŠlagsins GarĂ°s. VirĂ°ingarfyllst, JĂłn Ben. Einarsson, skipulagsfulltrĂşi
MĂĄlnefnd um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl hvetur rĂki og sveitarfĂŠlĂśg til aĂ° tryggja heyrnarlausum bĂśrnum ĂĄ Ă?slandi jafnrĂŠtti til nĂĄms meĂ° nĂĄmsefni viĂ° hĂŚfi og tĂĄknmĂĄlstĂşlkun ĂĄ Ăśllum skĂłlastigum. MikilvĂŚgt er aĂ° Ăžeir aĂ°ilar er koma aĂ° menntun og tĂĄknmĂĄlsnĂĄmi heyrnarlausra leiti allra leiĂ°a til lausna er leiĂ°a til góðs fyrir nĂĄm og framtĂĂ°armĂśguleika heyrnarlausra Ă samfĂŠlaginu. MĂĄlnefnd um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl hefur lokiĂ° starfsvetrinum 2017–2018 og sendir meĂ°fylgjandi greinargerĂ° til fróðleiks. Mennta- og menningarmĂĄlarĂĄĂ°herra skipar MĂĄlnefnd um Ăslenska tĂĄknmĂĄliĂ° til fjĂśgurra ĂĄra Ă senn Ă samrĂŚmi viĂ° 7. gr. laga nr. 61 frĂĄ 7. jĂşnĂ 2011 um stÜðu Ăslenskrar tungu og Ăslensks tĂĄknmĂĄls. MĂĄlnefnd um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl er m.a. ĂŚtlaĂ° aĂ° vera stjĂłrnvĂśldum til rĂĄĂ°uneytis um hvaĂ° eina er varĂ°ar Ăslenskt tĂĄknmĂĄl, til aĂ° mynda skal leita umsagnar mĂĄlnefndarinnar ĂĄĂ°ur en settar eru reglugerĂ°ir eĂ°a annars konar fyrirmĂŚli um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl aĂ° svo miklu leyti sem einstĂśk atriĂ°i heyra ekki undir aĂ°ra samkvĂŚmt Üðrum lĂśgum. Um mĂĄlstefnu og stÜðu Ăslensks tĂĄknmĂĄls skal leitaĂ° samvinnu viĂ° mĂĄlnefnd um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl, sbr. 7. gr.
MĂ LNEFND UM Ă?SLENSKA TĂ KNMĂ LIĂ? ER ĂžANNIG SKIPUĂ?, TĂ?MABILIĂ? 1. MAĂ? 2017 TIL 30. APRĂ?L 2020: BryndĂs GuĂ°mundsdĂłttir formaĂ°ur SigrĂĂ°ur SigurjĂłnsdĂłttir varaformaĂ°ur HeiĂ°dĂs DĂśgg EirĂksdĂłttir HjĂśrdĂs Anna HaraldsdĂłttir Rannveig SverrisdĂłttir
Verkefni nefndarinnar, sĂĂ°asta starfsĂĄr, hafa helst beinst aĂ° ĂžvĂ aĂ° benda stjĂłrnvĂśldum ĂĄ Ăžegar lĂśg nr. 61/2011 sĂ˝na sig ekki Ă framkvĂŚmd, sĂŠrstaklega m.t.t. mĂĄluppeldis barna. Ă sĂĂ°astliĂ°num vetri hefur veriĂ° lĂśgĂ° ĂĄhersla ĂĄ viĂ°horfastĂ˝ringu og vitundarvakningu um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl, auk Ăžess aĂ° meta umhverfi og aĂ°stĂŚĂ°ur barna sem hafa Ăslenska tĂĄknmĂĄliĂ° aĂ° móðurmĂĄli. Ă sama tĂma aĂ° stuĂ°la aĂ° auknu samstarfi viĂ° Þå aĂ°ila er koma aĂ° menntun, menningu og tĂĄknmĂĄli heyrnarlausra. Framlag mennta- og menningarmĂĄlarĂĄĂ°uneytis var aukiĂ° til nefndarinnar ĂĄriĂ° 2017 til samrĂŚmis viĂ° framlag til Ăslenskrar mĂĄlnefndar. ĂžvĂ var unnt aĂ° fastrĂĄĂ°a starfsmann Ă 20% hlutastarf sem vann meĂ° nefndinni. Tveir fulltrĂşar mĂĄlnefndarinnar sĂłttu fund norrĂŚnna mĂĄlnefnda en Ăžema fundar norrĂŚnu mĂĄlnefndanna aĂ° Ăžessu sinni var rĂĄĂ°gjĂśf og upplĂ˝singar, Ăž.m.t. mĂĄlfarsrĂĄĂ°gjĂśf. Vakin var athygli ĂĄ Ăslenska tĂĄknmĂĄlinu meĂ° Ă˝msum hĂŚtti Ă tengslum viĂ° dag Ăslenska tĂĄknmĂĄlsins Ăžann 11. febrĂşar m.a. meĂ° samstarfi viĂ° RĂšV. SamstarfiĂ° viĂ° RĂšV var mikilvĂŚgt skref aĂ° ĂžvĂ markmiĂ°i aĂ° auka sĂ˝nileika Ăslenska tĂĄknmĂĄlsins og er nauĂ°synlegt aĂ° ĂĄ ĂžvĂ verĂ°i framhald. NĂŚsta vetur verĂ°ur haldiĂ° ĂĄfram aĂ° Ăłska eftir heimsĂłknum til mĂĄlnefndarinnar af aĂ°ilum sem stĂ˝ra nĂĄmsframboĂ°i, tĂşlkaĂžjĂłnustu og nĂĄmsefni fyrir heyrnarlausa. MarkmiĂ° nefndarinnar er aĂ° Ăžeir aĂ°ilar sem koma aĂ° menntun og tĂĄknmĂĄlsnĂĄmi heyrnarlausra leiti allra leiĂ°a til lausna sem leiĂ°a til góðs fyrir stÜðu heyrnarlausra Ă samfĂŠlaginu. ĂžaĂ° verĂ°i betur gert meĂ° samstarfi allra hlutaĂ°eigandi, ĂžrĂĄtt fyrir aĂ° stÜðugt Ăžurfi aĂ° vera ĂĄ varĂ°bergi fyrir ĂžvĂ aĂ° Ăslenska tĂĄknmĂĄliĂ° fĂĄi Ăžann sess sem ĂžvĂ ber Ă Ăslensku ĂžjóðfĂŠlagi. BryndĂs GuĂ°mundsdĂłttir M.A.CCC-SLP talmeinafrĂŚĂ°ingur formaĂ°ur mĂĄlnefndar um Ăslenskt tĂĄknmĂĄl
Gott úrval af gæðavörum Verið velkomin og gerið góð kaup
Kæliskápur 202cm
Tvöfaldur Kæliskápur
Tvöfaldur Kæliskápur
Tvöfaldur Kæliskápur
Stál. Heildarrými: 357 lítrar. Kælirými: 247 lítrar. Frystirými: 110 lítrar. Mál B-H-D í mm: 595 x 2017 x 597
Stál. Heildarrými: 532 lítrar. Kælirými: 361 lítrar. Frystirými: 171 lítrar. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Klakavél. Mál B-H-D í mm: 912 x 1789 x 754.
Stál. Heildarrými: 555 lítrar. Kælirými: 376 lítrar. Frystirými: 179 lítrar. Klakavél. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Mál B-H-D í mm: 912 x 1794 x 732.
Stál. Heildarrými: 520 lítrar. Kælirými: 396 lítrar. Frystirými: 124 lítrar.Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Klakavél. Mál B-H-D í mm: 908 x 1774 x 774.
Verð: 149.900,-
Verð: 189.900,-
Verð: 279.900,-
Verð: 289.900,-
RB36J8035SR
RS7567THCSR
RH56J6917SL
RFG23UERS1
ngu m eingö Við selju mótor lausum með kola ára ábyrgð með 10
TM
HVAÐ ER ECO BUBBLE?
TM
WF70 Þvottavél 7 KG. 1400 SN. Eco Bubble Verð 59.900,-
DV70 Þurrkari
7 KG. barkarlaus þurrkari. Varmadæla í stað elements. Verð 89.900,-
Uppþvottavél í sérflokki með Waterwall tækni
Framhlið úr burstuðu stáli / Stillingar ofan á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 7 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar + "WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm
Verð 134.900,-
TM
Leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella.
WW80 Þvottavél 8 KG. 1400 SN. Eco Bubble Verð 69.900,-
Örbylgjuofnar af betri gerðinni
800w
1000w Örbylgjuofn
Keramik-emeleraður að innan
Verð kr. 18.900,-
95 1922 - 2017
Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Lokað á laugardögum í sumar.
MS28J5255UB
MS23-F301EAS
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ÁRA
DV80 Þurrkari
8 kg barkarlaus þurrkari. Varmadæla í stað elements. Verð 109.900,-
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535
Örbylgjuofn
Keramik-emeleraður að innan
Verð kr. 27.900,-
nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Vitiði...þetta er orðið gott. Eins mikill keppnismaður og ég er þá finnst mér algjörlega nóg komið af úrkomumetum þetta „sumarið“. Ég vil að við sláum annars konar met. Og það þarf meira að segja mjög lítið til að gera mig hamingjusama þegar kemur að veðrinu. Bara oggoponsulitla sólarglennu við og við, þó ekki sé nema einhvern smá hluta dagsins, kannski bara – segjum – einu sinni í viku? Ég yrði alsæl. Að hitinn fari í tveggja stafa tölu, bara einhvern tímann yfir hásumarið. Er það eitthvað? Við búum á Íslandi og allt það, en kommon, þetta er orðið ómannúðlegt. Ég er ekki enn búin að kaupa sumarblómin – þau myndu bara drukkna. Trampolínið er í stöðugri fokhættu og grasið vex endalaust því það er alltaf of blautt til þess að það sé hægt að slá. Íslenska sumarið er það sem heldur okkur hér á þessu, allt að því óbyggilega (en auðvitað undursamlega), landi. Fallegar, bjartar sumarnætur þar sem við getum setið úti (undir ullarteppi) til morguns, dásamlegar útilegur þar sem við grillum (í kraftgalla og föðurlandi) og krakkar sem getið leikið sér endalaust úti (á peysunni) fram á kvöld. Þetta er það sem gerir Ísland að Íslandi og við elskum endalaust. Takið eftir því að ég er bara að biðja um teppi, föðurland og peysur – mér dettur ekki í hug að fara fram á hlýrabol, bikiní eða stuttbuxur. En meira að segja þetta virðist afar fjarlægur draumur þegar langtímaveður-
Póstur: vf@vf.is
LOKAORÐ
Veðurbugun
Sími: 421 0000
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Það verða sko engar gúrkur ræktaðar í þessu kísilveri – gúrkutíðin er á enda!
Skötumessan 2018 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði
RAGNHEIÐAR ELÍNAR spáin er skoðuð. Þegar þetta er skrifað, þann 26. júní, er ekki sól í kortunum fyrir Keflavík eins langt og spáin nær, eða til 10. júlí. Í a.m.k. rúman hálfan mánuð í viðbót mun ekki sjást til sólar. Þetta er svakalegt. Við sem ætluðum að njóta þess að vera heima þetta sumar og hafa það huggulegt á pallinum þurfum greinilega að fara að endurskoða okkar áform og finna önnur verkefni. Allt í einu er stóra, og auðvitað mjög svo nauðsynlega, tiltektin í bílskúrnum farin að hljóma ótrúlega spennandi – maður getur alla vega verið inni við það. Þessi ömurlega vætutíð breytir jafnvel Pollýönnu í tuðandi „virka í athugasemdum“ og ég held að við séum flest öll svona almennt að bugast. Fótboltinn bjargar samt því sem bjargað verður og strákarnir okkar eru auðvitað sólskinsdrengirnir okkar allra. Ég segi það hér (og tek það fram að blaðið fer í prentun áður en úrslit liggja fyrir) að ef við vinnum Króatíu þá er mér sama þótt það rigni hvern dag fram í september. Og ef allt fer á versta veg og við töpum og það rignir samt hvern dag fram í september … nú þá fer ég bara að taka til í bílskúrnum. Áfram Ísland alla leið!
Miðvikudaginn 11. júlí nk. verður Skötumessan enn og aftur haldinn í Garðinum. Borðhald hefst kl. 19.00
og að venju verður boðið uppá glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti – þá verður rómuð skemmtidagskrá flutt af fólki sem leggur Skötumessunni lið. Skólamatur sér um matinn eins og áður og skemmidagskráin samanstendur af hefðbundnum atriðum: Dói og Baldvin sjá um harmonikkuleik á meðan fólkið er að koma sér fyrir og síðan rekur hver dagskrárliðurinn sig af öðrum, Andri Páll Guðmundsson söngvari, Geir Ólafsson og Þórir Baldursson taka saman ballöður og sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur verður ræðumaður kvöldsins. Það er von á góðu frá þeim mikla snillingi. Þá verða styrkir afhentir og að lokum verða stuttir tónleikar þar sem hljómsveitin Gullkistan og Gunnar Þórðarson skemmta gestum Skötumessunnar.
Vilt þú verða einn af þeim? Enn eitt árið er verðstöðvun hjá Skötumessunni og verð aðgöngumiða er 4.000 kr. Það hjálpar til að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrirfram eins og fólk er vant en reikningsnúmerið er: 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Árlega mæta rúmlega 400 manns á Skötumessuna og „Borða til blessunar“ eins og Dómkirkjupresturinn
orðaði það svo skemmtilega. Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka öll viðstödd þegar styrkirnir eru greiddir út í lok kvöldsins. Ég spyr því þig lesandi góður. Vilt þú ekki verða einn af þeim sem leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi lið? Skötumessan er tækifæri til þess og við erum öll saman í verkefninu og finnum það á hjarta okkar
hvert og eitt hvað þetta kvöld skiptir miklu máli fyrir þá sem við styðjum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla miðvikudaginn 11. júlí og gott að mæta tímanlega og finna sér sæti og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir kvöldverðinn. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.
Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru: Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo, Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis og fleiri.
Innkaupadeild viðhaldssviðs leitar að öflugum liðsmönnum í teymi viðskiptastýringar Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingum í spennandi og krefjandi störf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Við óskum eftir liðsmönnum með ríka þjónustulund og brennandi áhuga á að ná árangri í starfi sem hafa gaman af að vinna sem hluti af öflugri liðsheild. HELSTU VERKEFNI: | Umsjón með varahlutabeiðnum | Umsýsla með varahluti | Eftirfylgni með lagerstöðu hérlendis sem erlendis | Samskipti við erlenda birgja og flutningsaðila | Samskipti við aðrar deildir innan Icelandair | Greining á tilboðum vegna varahluta | Gerð pantana | Eftirfylgni með pöntunum
HÆFNISKRÖFUR: | Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða flugvirkjamenntun | Góð tölvukunnátta (Microsoft Office) | Þekking á Maintenix er kostur | Góð enskukunnátta | Þekking úr flugiðnaði er kostur | Vönduð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar | Hæfni til að vinna vel í hóp | Frumkvæði og dugnaður
Umsóknir óskast fylltar út á vef félagsins www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 1. júlí 2018 Nánari upplýsingar veita: Eiríkur Smári Vilhjálmsson, deildarstjóri | eirikurv@icelandair.is Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri | sveinaj@icelandair.is