Víkurfréttir 26. tbl. 39. árg.

Page 1

Fjölbýlishús í Reykjanesbæ byggt úr norskum timbureiningum á sjö mánuðum

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

- sjá síðu 12

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.

Framvísaði fölsuðu ökuskírteini Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af á Þjóðbraut um helgina framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu svo jákvæða svörun á neyslu fíkniefna. Þrír ökumenn til viðbótar voru jafnframt grunaðir um fíkniefnaakstur, að auki hafði einn þeirra verið sviptur ökuréttindum.

SÓLIN SLEIKT Suðurnesjamenn fengu einn sólardag í síðustu viku sem var tekið fagnandi. Fjölmargir notuðu sólarglennuna til að fá lit á kroppinn í Vatnaveröld, sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Fólk er orðið langþreytt á sólarleysinu og nær daglegri vætu og gráma í næstum tvo mánuði. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir sundlaugarmannvirkið og þar má sjá að pottar og vaðlaugar eru þétt setnar og synt á öllum brautum sundlaugarinnar.

Vespa, sem ekið var yfir gangbraut Vesturgötu í Keflavík, hafnaði á bifreið sem ekið var eftir götunni á sama tíma. Eins og sjá má á myndinni skemmdist vespan nokkuð, ökumaður hennar slapp við alvarleg meiðsl en var fluttur á slysamóttöku til skoðunar. VF-mynd: Páll Ketilsson

Rútubílstjóri grunaður um fíkniefnaakstur Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á sunnudag akstur rútubílstjóra vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Rútan var þá á ferð í umdæminu og var fullsetin af farþegum. Í viðræðum við bifreiðastjórann styrktist grunur lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnataka sýndi jákvæða svörun á fíkniefnaneyslu. Rútan var skilin eftir á vettvangi og leiðsögumaður í henni látinn vita af því að annar bifreiðastjóri væri á leiðinni til að taka við akstrinum.

Sviptur fyrir hraðakstur við flugstöðina Ökumaður sem ók á 68 km hraða á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða því hámarkshraði á umræddum vegarkafla er 30 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um vímuefnaakstur. Til viðbótar framangreindu var bifreiðin sem hann ók á negldum dekkjum að aftan og með óvirkan hraðamæli.

Nýir eigendur ætla að fjórfalda stærð kísilversins í Helguvík – óska eftir athugasemdum við tillögu að matsáætlun fyrir 10. júlí nk.

Nýir eigendur kísilvers United Silicon í Helguvík, Stakksberg ehf., hafa auglýst tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt matsáætluninni er gert ráð fyrir því að verksmiðjan verði fjórfölduð í stærð. Hún muni í fyrstu hafa framleiðslugetu upp á 25.000 tonn af kísli í einum ofni en fullbyggð mun verksmiðjan geta framleitt 100.000 tonn á ári í fjórum ljósbogaofnum. Samhliða mun byggingamagn aukast talsvert og þá mun neyðarskorsteinn rísa upp úr verksmiðjunni.

„Ljóst er að verksmiðjan var að mörgu leyti vanbúin til framleiðslu á kísli, sem meðal annars leiddi til stöðvunar rekstursins. Stakksberg hefur óskað eftir að gert verði nýtt umhverfismat á starfsemi verksmiðjunnar en fyrsta skrefið í þeirri áætlun er að vinna tillögu að matsáætlun. Í tillögunni er gerð grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum og sett fram rökstudd áætlun um hvaða umhverfisþætti verði fjallað um í mati á umhverfisáhrifum endurnýjaðrar kísilverksmiðju. Farið er yfir fyrirhugaða framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst auk þess sem gert er grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdanna. Drög að tillögu að matsáætlun ber að kynna umsagnaraðilum og almenningi, sem hefur tvær vikur til að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna,“ segir í tilkynningunni frá Stakksbergi ehf. Nánar má lesa um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.

Tillagan var auglýst í fjölmiðlum í vikunni og er óskað eftir athugasemdum frá frá almenningi og öðrum við hana fyrir 10. júlí næstkomandi. Stakksberg ehf. er félag í eigu Arion banka sem tekið hefur yfir kísilverksmiðjuna í Helguvík af þrotabúi Sameinaðs sílíkons ehf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið Stakksbergs er að gera allar þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnununar en stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2018 að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 26. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu