FALLEGUR GARÐUR HJÁ HANNESI OG ÞÓRUNNI VIÐ FREYJUVELLI
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
- sjá miðopnu
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sveitasælan á Suðurnesjum
Það er stutt í sveitalífið á Suðurnesjum og Páll Þórðarson sem býr í Norðurkoti í útjaðri Sandgerðis fær sveitasæluna í æð á hverjum degi og í landinu hans er bæði æðarvarp og kría í þúsundavís. Hestar eru líka á svæðinu og hér er Páll að huga að hryssum í Melabergi ásamt Amelíu Björk Davíðsdóttur, barnabarni sínu. VF-mynd/pket.
Möguleg lækkun fasteignaskatts í undirbúningi Eins og eigendur fasteigna í Reykjanesbæ hafa orðið varir við hefur fasteignamat hækkað mikið undanfarin misseri með tilheyrandi hækkun fasteignaskatts í krónum talið. Álagningarprósenta fasteignaskatts var 0,5% af fasteignamati 2017 en var í upphafi þessa árs lækkuð í 0,46% á íbúðarhúsnæði og úr 0,36% í 0,35% á atvinnuhúsnæði. „Alls er gert ráð fyrir í aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar að fasteignaskattar skili 1550 milljónum í tekjur árið 2018. Í aðlögunaráætlun 2019
er gert ráð fyrir að fasteignaskattur skili samtals kr. 1750 milljónum og er nú verið að reikna út hvort og þá hversu miklu umfram það óbreytt
álagning mun skila að öllu óbreyttu. Að því loknu má búast við að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði lækkað frekar en þó ekki meira en svo að sveitarfélagið getið staðið við tekjuöflun eins og hún er í gildandi aðlögunaráætlun og lög og reglur kveða á um,“ segir á vef Reykjanesbæjar.
Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ. Nýir íbúar þess hverfis munu greiða fasteignagjöld á næsta ári.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
GUÐLAUGUR HÆTTUR!
Guðlaugur Baldursson og stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Guðlaugs um að láta af störfum sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar. Hann hefur nú þegar tilkynnt samstarfsmönnum um ákvörðun sína, en hún er tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi. Guðlaugur hefur óskað eftir að láta af störfum strax og hefur stjórn félagsins falið Eysteini Haukssyni aðstoðarþjálfara að stýra liðinu tímabundið þar til að ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið, honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson. Stjórn knattspyrnudeildar virðir ákvörðun Guðlaugs og mun vinda sér strax að því að taka ákvörðun um framhald þjálfunar liðsins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það enn sem komið er. „Guðlaugur hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þjálfun liðsins frá haustinu 2016 og hefur meðal annars átt stóran þátt í að koma liðinu aftur í efstu deild,“ segir í frétt frá knattspyrnudeild Keflavíkur.
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ
-25% ÓDÝRAR FROSNAR NAUTALUNDIR fimmtudagur 12. júlí 2018 // 28. tbl. // 39. árg.
1. FLOKKUR
3.524
KR KG ÁÐUR: 4.698 KR/KG
2. FLOKKUR
2.999 KRKG
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
-20%
-50% MANGÓ
249 KRKG
ÁÐUR: 498 KR/KG
Tilboðin gilda 12.-15. júlí 2018 www.netto.is
GRÍSARIF BBQ
1.278 KRKG
ÁÐUR: 1.598 KR/KG
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is