Víkurfréttir 30. tbl. 39. árg.

Page 1

Ferðamenn sækja í fiskinn

Þorlákur Guðmundsson, eigandi Salthússins í Grindavík, spjallar um fiskinn, ferðamennina og framtíðina.

Opnunartími

– sjá bls. 6

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Erfitt að fá klippingu í bítlabænum

Það var nóg að gera á Prodomo hársnyrtistofunni sem er staðsett á Nesvöllum í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.

Bæjarstjóraólga í Grindavík

Gríðarleg óánægja ríkir hjá mörgum starfsmönnum Grindavíkurbæjar um þessar mundir en ráðning nýs bæjarstjóra virðist hafa dregist vegna þess. Fannar Jónasson hefur gengt stöðu bæjarstjóra frá ársbyrjun 2017 en andrúmsloftið hefur verið þungt og er talað um samkiptaörðugleika í þessu sambandi síðustu mánuði hjá Grindavíkurbæ og hafa stafsmannamál verið ítrekað á dagskrá bæjarráðs. Fjórir aðilar hafa verið í viðtalsferli vegna bæjarstjórastöðunnar og er Fannar þar á meðal samkvæmt heimildum VF en Hagvangur sér um ferlið fyrir Grindavíkurbæ og hefur Rödd unga fólksins, nýr flokkur sem situr í minnihluta bæjarstjórnar Grindavíkur gagnrýnt ferlið og sendi frá sér tilkynningu á Facebook-síðu sinni á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að einungis þeir sem hafa atkvæðisrétt í bæjarráði muni vera með í ráðningarferlinu með nýjan bæjarstjóra en það eru tveir fulltrúar meirihlutans, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem og einn fulltrúi minnihlutans sem er oddviti Raddar unga fólksins. Í færslunni

á Facebook er einnig sú spurning lögð fram hvort það sé nú þegar búið að ákveða hver næsti bæjarstjóri verður og hvort það sé verið að láta bæinn borga fyrir pólitíska leiki að hálfu meirihlutans. Fannar Jónasson er með ráðningarsamning til 15. ágúst. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru nokkrir reynslumiklir starfsmenn á bæjarskrifstofunni á förum eða íhuga stöðu sína hjá Grindavíkurbæ. Á óformlegum fundi með bæjarfulltrúum á þriðjudagskvöld átti að reyna að ná lendingu í málinu. Á aukafundi bæjarstjórnar, sem halda átti fyrir luktum dyrum, miðvikudaginn 1. ágúst átti svo að greina frá nýjum bæjarstjóra í Grindavík.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Svo mikið er að gera á hársnyrtistofum í Reykjanesbæ að erfitt getur verið að fá tíma í klippingu. „Það hefur verið fækkun í stéttinni á svæðinu og ekki nógu mikil endurnýjun samfara mikilli fólksfjölgun. Við látum okkar gömlu viðskiptavini ganga fyrir og þeir bóka yfirleitt tíma innan sex vikna og þannig verður lítið svigrúm eftir til að taka á móti nýjum viðskiptavinum,“ segir Marta Teitsdóttir, hárgreiðslumeistari á hársnyrtistofunni Promoda í Reykjanesbæ. Marta segir að vinnudagur þeirra fjögurra sem starfa á Prodoma sé yfirleitt mjög langur. Þær byrji snemma morgun og iðulega fram á kvöldmat. Aðspurð um tískusveiflur í hárgreiðslu og klippingu sögðu þær stöllur á stofunni að flestar konur vildu fá lit í hárið en svo væri allt nokkuð opið hvað klippingu varðar. „Þetta er ekki eins og þegar 70% kvenna fengu sér permanent en það eru nokkuð mörg ár síðan,“ sögðu þær. En hvað með karlana sem í gegnum tíðina hafa oft viljað koma inn á stofu og fá klippingu með stuttum eða engum fyrirvara. „Það gengur ekki lengur en auðvitað reynum við að þjóna okkar fólki vel og stundum er hægt að bjarga málunum. En við þurfum líka að fara á klósettið og það er stundum eina pásan sem við fáum,“ sögðu þær hressar þrátt fyrir annríkið. Sama er upp á teningnum hjá annarri grein á svæðinu en það eru tannlæknar. Þar þarf að panta tíma eins og hjá hárgreiðslufólkinu og þar hefur lítil sem engin fjölgun orðið í stéttinni í áraraðir þrátt fyrir mikla íbúafjölgun á Suðurnesjum. Svipaða sögu er að segja frá fleiri þjónustugreinum á Suðurnesjum um þessar mundir. Iðnaðarmenn eru mjög uppteknir í margvíslegum verkefnum og erfitt er að fá pípara, smið eða rafvirkja, hvað þá múrara.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SUMARLEG ÁGÚSTTILBOÐ Danpo kjúklingabringur 900gr Frosið

Lambalærissneiðar Heiðalamb

Nýbakað! Focaccia með pepperoni eða skinku

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ

fimmtudagur 2. ágúst 2018 // 30. tbl. // 39. árg.

30%

35%

50%

1.399

1.949

199

KR

KR/KG

KR/STK

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.