Víkurfréttir 31. tbl. 39. árg.

Page 1

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Skógarás er nýr leikskóli á Ásbrú byggður á mettíma.

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

– sjá bls. 12

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

MINNA AF MAKRÍL Í KEFLAVÍK

Minni makrílveiði hefur verið í Keflavík í sumar en undanfarin ár. Makríll var seinna á ferðinni og svo virðist sem hann sé ekki í sama magni og áður. Helsta ástæðan er talin vera verra veður og kaldari sjór. Makríllinn hefur ekki verið að fara eins mikið inn í hafnirnar en

árið 2016 var hann á fleygiferð í allri Keflavíkurhöfninni. Síðustu daga hafa verið um tuttugu landanir á dag. Ein og ein löndun hefur verið upp í 18 tonn en annars eru þetta mun minni landanir. Tíu til tólf bátar hafa landað í Keflavíkurhöfn.

Óþarfi að skjóta sendiboðann

❱❱ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Umræða um málefni lykilstarfsmanna á bæjarskrifstofu ekki rétt.

Farið eftir málefnasamningi í meirihlutasamstarfinu í ráðningu bæjarstjóra

„Það er áríðandi að staðreyndir séu á borðinu og ekki gott að skamma bara eða skjóta sendiboðann. Bæjarstjórinn er okkar tengiliður og framkvæmdastjóri meirihluta bæjarstjórnar. Hann gerir það sem við ákveðum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, oddviti sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs Grindavíkur en bæjarstjóraráðning og starfsmannamál hafa verið mikið í umræðunni í bæjarfélaginu að undanförnu. Bæjarstjórn samþykkti í upphafi mánaðarins að ráða Fannar Jónasson bæjarstjóra en hann hafði sinnt starfinu frá ársbyrjun 2017 og var þá ráðinn eftir ráðningaferli. Það sem vakti athygli í þessari ákvörðun bæjarstjórnar var

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

að meirihlutinn klofnaði í þessari ákvörðun. Forseti bæjarstjórnar, Sigurður Óli, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks og forseti bæjarstjórnar fylgdi ekki ákvörðun þriggja bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna sem vildu Fannar áfram. Sigurður vildi Þorstein Gunnarsson og hann fékk líka atkvæði frá

Samfylkingu og Flokki unga fólksins. Bæjarfulltrúi Miðflokksins gaf Fannari sitt atkvæði og niðurstaðan var því sú að Fannar fékk 4 atkvæði en Þorsteinn þrjú. Aðspurður um hvort það sé ekki sérstakt að meirihluti bæjarstjórnar skuli klofna í fyrsta stóra máli sem hún tekur fyrir segir Hjálmar að meirihlutinn hafi verið sammála um að láta málið ráðast í bæjarstjórn. „Í málefnasamningi okkar sjálfstæðismanna og Framsóknar var ákvæði um að auglýsa stöðu bæjarstjóra. Við vorum þarna að uppfylla það atriði og vorum allir í meirihlutanum sammála um að við myndum taka þeirri niðurstöðu sem kæmi.“ Nú hafa fimm lykilstarfsmenn sagt upp störfum að undanförnu

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

og sumir tengt það við bæjarstjóraráðningu. „Ég vil taka það skýrt fram að þrír af þessum fimm voru búnir að segja upp áður en ráðning Fannars var staðfest. Það er ekkert launungarmál að nokkrir starfsmenn höfðu fengið áminningu sem bæjarstjóri sá um að koma áleiðis en það er eftir ákvörðun meirihlutans.“ En er ekki sérstakt og verður ekki erfitt fyrir forseta bæjarstjórnar að vinna með bæjarstjóra sem hann vildi ekki? „Traust getur unnist með tímanum og ég er bjartsýnn á það eins og framtíðina í okkar bæjarfélagi. Við erum að vinna í mörgum góðum málum og höldum ótrauðir áfram uppbyggingu.“

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SUMARLEG ÁGÚSTTILBOÐ Danpo kjúklingabringur 900gr Frosið

Lambalærissneiðar Heiðalamb

Nýbakað! Focaccia með pepperoni eða skinku

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

30%

35%

50%

1.399

1.949

199

KR

KR/KG

KR/STK

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Mjög góð þátttaka í Ljósmyndasamkeppni Ljósanætur 2018 Heiðarbyggð verður ekki nafn nýja sameinaða sveitarfélagsins – Ný bæjarstjórn ætlar að finna nýtt nafn á sameinaða sveitarfélag Garðs og Sandgerðis Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis mun ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á sveitarfélaginu á niðurstöðvum atkvæðagreiðslu sem fram fór sl. vor. Nýja sveitarfélagið mun því ekki heita Heiðarbyggð sem hlaut flest atkvæði í rafrænni kosningu í maí. Í fundargerð bæjarráðs 25. júlí sl. segir:

Bæjarstjórn túlkar dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag sem andstöðu bæjarbúa við þá valkosti sem voru í boði. Bæjarstjórn mun því ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Bæjarstjórn skal ákveða heiti sveitarfélagsins að fenginni umsögn örnefnanefndar í samræmi við ákvæði 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í maí sl. var kosið í rafrænni kosningu á milli tveggja nafna sem höfðu hlotið flest atkvæði þegar valið var á milli fimm nafna. Suðurbyggð fékk 100 atkvæði, Heiðarbyggð 174 og 224 skiluðu auðu. Alls greiddu 500 atkvæði en á kjörskrá eru 2692. Það voru því 6,5% íbúa sem völdu nafnið Heiðarbyggð í kosningunni, sem er aðeins ráðgefandi fyrir nýja bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi. Það er því ljóst að ný bæjarstjórn metur þá ráðgjöf ekki nægjanlega og Sandgerðingar og Garðmenn munu því ekki búa í „Heiðarbyggð.“

„Við erum mjög ánægð með þátttökuna og hlökkum til að bjóða gestum á þessa aðalsýningu Ljósanætur í listasal Duus Safnahúsa,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Á fjórða hundrað myndir bárust í samkeppnina en efnið var „Eitt ár á Suðurnesjum“ og þurftu myndirnar að hafa verið teknar á tímabilinu 17. júní 2017 til 17. júní 2018. Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið í Færeyjum verða í samstarfi á Ljósanótt 2018 í nokkrum sýningarsölum Duus Safnahúsa. Færeyingar leggja til sýninguna „Föroyar i et år“ sem samanstendur af rúmlega 600 ljósmyndum sem íbúar eyjanna tóku og lýsa daglegu lífi þeirra í eitt ár á

sama tíma og ljósmyndasýningin „Eitt ár á Suðurnesjum“ verður opnuð í Listasal Duus Safnahúsa. Dómnefnd var skipuð Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Þuríði Aradóttur frá Markaðsstofu Reykjaness og Páli Ketilssyni, ritstjóra Víkurfrétta. Þau völdu rúmlega 30 myndir sem verða stækkaðar til sýningar en sex myndir munu fá aðalverðlaunin. Frá því verður greint í upphafi sýningarinnar. Ljósanæturgestir munu einnig fá tækifæri til að segja sitt álit með því að kjósa fimm bestu myndirnar á meðan á sýningunni stendur. Allar aðsendar myndir verða sýndar á sýningunni og eigendur þeirra fá að eiga þær útprentaðar.

Gagnrýnir mikla launahækkun til bæjarfulltrúa sameinaðs sveitarfélags Deilt var um launahækkun kjörinna fulltrúa á síðasta bæjarstjórnarfundi sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis 1. ágúst sl. Daði Bergþórsson, oddviti B-listans, furðaði sig á launahækkunum bæjarfulltrúa sem hann segir vera um 64% en á rúmu ári hafa mánaðarlaunin hækkað frá 114.000 upp í 187.000. Telur hann þetta ekki sanngjarnt fyrir íbúa í sveitarfélaginu en almenn laun í landinu hafa að meðaltali hækkað um 6% síðastliðnu ári og 64% því yfirþyrmandi hækkun. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, bendir á að gæta verði þess að bæjarfulltrúar fái greitt í sam-

ræmi við þá ábyrgð sem þeir bera og í samræmi við þá virkni sem þeim er ætlað að sýna í störfum sínum. Efnahafsleg staða má ekki ráða því hvort einstaklingar geti sinnt störfum. Einnig bendir Ólafur á að þessi hækkun sé ekki svo mikil, eða aðeins 21%, og eðlileg miðað við önnur sveitarfélög af sömu stærð og að taka verði tillit til þess að sveitarfélagið hafi verið að stækka og því meiri hækkun óumflýjanleg. Svo fór að bæjarstjórn staðfesti tillögu bæjarráðs með átta atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Brynja Ýr Júlíusdóttir, sími 421 0002, brynja@vf.is // Árni Þór Guðjónsson, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Dómnefndin, Páll Ketilsson, Kjartan Már Kjartansson og Þuríður Aradóttir.

Jóhanna og Ómar lentu í jarðskjálfta á Balí:

„ÉG HEF ALDREI ORÐIÐ EINS HRÆDD Á ÆVINNI“

„Við vorum að borða á veitingastað sem er byggður úr bambustrjám, við fundum mjög vel fyrir jarðskjálftanum og starfsfólkið sagði okkur strax að hlaupa út,“ segir Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir en hún hefur aldrei orðið eins hrædd á ævinni og er aðeins núna að byrja að róast niður en hún er eigandi snyrtivöruversluninnar Daríu í Keflavík. Hún er stödd á eyjunni Balí ásamt eiginmanni sínum, Ómari Jökli Ómarssyni. Hjúin voru að hefja brúðkaupsferð sína þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,9 á Richter skall á sunnudaginn 5. ágúst. Jóhanna og Ómar fóru upp á hótel en fengu því miður ekki að fara upp á hótelherbergi vegna eftirskjálfta. „Ég fór upp í rúm í öllum fötunum, með allt tilbúið við rúmið en við sváfum ekkert þessa nótt.“ Jóhanna, og aðrir Íslendingar sem hún hefur talað við, voru ekki viss hvort þau vildu vera áfram á Balí eða fara eitthvert annað. Eftir að hótelstarfsmenn fullvissuðu þau um að þau væru örugg ákváðu Jóhanna og Ómar að vera kyrr á Balí. Þau hafa aðeins fundið fyrir einum öðrum skjálfta síðan á sunnudeginum og eru því að njóta brúðkaupsferðarinnar vel á Balí þrátt fyrir slæma byrjun.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


Hæ Reykjanes! Megum við vera memm? Krónan í Reykjanesbæ auglýsir eftir styrktarumsóknum Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum. Hvað getum við gert saman? Árlega veitir Krónan styrki til verkefna í nærumhverfi verslanna Krónunnar. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Ert þú með hugmynd?

Ofureinfalt ferli: Sækja þarf um styrk - rafrænt*

Kronan.is/styrktarumsokn Öllum umsóknum verður svarað og tilkynnt verður hvaða verkefni fær styrk í ár. Umsóknarfrestur er til 7. september 2018 *Styrktarumsóknum verður einungis svarað í gegnum heimasíðu

www.kronan.is Krónan Reykjanesbæ – Opið mán.-fös. 8-20

helgar 8-19


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Yarm er Hand-

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Áskoranir og tækifæri morgundagsins ❱❱ menntamálaráðherra gestur á skólaráðstefnu í Reykjanesbæ

áhrif ásamt mörgu öðru. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menn­ ingarmálaráðherra var með fræðandi ávarp þar sem hún talaði um mennta­ stefnu fram til ársins 2030. Þá vill hún leggja áherslu á læsi, menntun grunnskólakennara, betra flæði á milli skólastiga og leggur hún áherslu á brotthvörf úr skólum en allt of margir á Íslandi hætta í skóla, og eru brotthvörf drengja mikið algengari. Lilja nefnir líka tæknina sem getur gagnast ungu fólki mikið í námi þó svo að hún geti líka truflað mikið og vill hún vinna úr því vandamáli.

verksmaður ársins 2018 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í ræðustól á ráðstefnunni.

Suðurnesjamærin Erla Svava Sigurðardóttir var valin handverksmaður ársins á Handverkshátíðinni 2018 sem haldin var í Eyjafjarðarsveit. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta bás ársins, nýliða ársins og handverksmann ársins. Að þessu sinni hlaut Yarm verðlaunin handverksmaður ársins en Aldörk hlaut verðlaun fyrir fallegasta básinn og Íslenskir leirfuglar fyrir nýliða ársins. Það er hún Erla Svava Sigurðardóttir sem býr til Yarm vörurnar en hún notar eingöngu íslenska ull í vör­ urnar og handspinnur þær á rokk með natni og vandvirkni áður en hún handprjónar þær með prjónalausum aðferðum. Fleiri upplýsingar um Yarm og myndir af vörum má finna á Face­ book-síðunni Yarm.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Málefni aldraðra – Deildarstjóri í dagdvalir Leikskólinn Hjallatún – Deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Brotthvarf úr skólum var meðal efnis sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ræddi á haustráðstefnu grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði sem fram fór í Hljómahöllinni en hún var sérstakur gestur ráðstefnunnar. Áskoranir og tækifæri morgundagsins var aðaláhersluefni hátíðarinnar. Margt var á dagskrá en sem dæmi má nefna Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur með jafnréttisfræðslu, KrakkaRúv,

Kristínu R. Vilhjálmsdóttur með fyrir­ lesturinn Fljúgandi Teppi og Önnu Steinsen með fyrirlesturinn Þú hefur

Margt fólk úr skólageiranum á Suðurnesjum sótti ráðstefnuna í Hljómahöll.

HÁALEITISSKÓLI TEKUR ÞÁTT Í ÞRÓUNARVERKEFNI Fræðslusvið Reykjanesbæjar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Árborgar hafa átt í samstarfi um þróunarverkefni sem gengur meðal annars út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu nemenda af erlendum uppruna í skólum. Markmið þess er að styðja skólana í að staðsetja nemendur af erlendum uppruna hvað varðar fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöður matsins mun auðvelda skólunum að skipuleggja nám nemenda út frá styrkleikum þeirra og þörfum. Eftirtaldir skipa undirbúnings- og faghóp: Aneta Figlarska, Hrund Harðardóttir og Þorsteinn Hjartar­ son frá Árborg, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, Kristrún Sigurjóns­ dóttir og Þórdís Helga Ólafsdóttir frá Hafnarfirði og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helgi Arnarson og Kolfinna Njálsdóttir frá Reykjanesbæ. Halldóra Fríða mun stýra verkefninu.

Háaleitisskóli í Reykjanesbæ, Lækjarskóli í Hafnarfirði og Valla­ skóli í Árborg munu vera þátttöku­ skólar frá byrjun. Verkefnið hlaut nýlega styrk úr Sprotasjóði að upphæð 2.350.000 kr. Samkomulag hefur verið gert við Gyðu Arnmundsdóttur fyrrum deildarstjóra skólaþjónustu Reykja­ nesbæjar um að þýða stöðumat

sem hefur verið notað með góðum árangri í Svíþjóð. Stefnt er að því í framhaldi að halda námskeið fyrir kennarateymi og starfsfólk skóla­ þjónustu þessara þriggja sveita­ félaga í samstarfi við sænska sam­ starfsaðila. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þekkingu og færni í að leggja fyrir og nýta stöðumatið. Stefnt er að því að halda námskeiðið í janúar eða febrúar 2019. Mark­ miðið er ennfremur að allir skólar á landinu geti fengið fræðslufundi og kynningarefni þegar verkefnið verður tilbúið segir á heimasíðu Reykjanesbæjar.

STUÐNINGSFULLTRÚI ÓSKAST Viðburðir í Reykjanesbæ Ljósanótt Ætlar þú að standa fyrir viðburði á Ljósanótt? Mundu þá að skrá hann á vefinn ljosanott.is Duus Safnahús - síðasta sýningarhelgi sumarsýninga Listasafn Reykjanesbæjar 15 ára – verk úr safneign Byggðasafn Reykjanesbæjar – Hlustað á hafið Fallegar sýningar - ókeypis aðgangur Bókasafn Reykjanesbæjar Foreldramorgunn 23. ágúst, RIE uppeldisnálgun, fellur niður! Föstudaginn 17. ágúst kl. 19-21 verða Heimskonur með fataskiptimarkað. Mættu með föt sem þú ert hætt(ur) að nota og taktu með því föt sem annar hefur komið með.

VIRÐING SAMVINNA ÁRANGUR Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa í fullt starf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta skólaár. Starfið felur í sér að fylgjast með og aðstoða nemendur skólans. Umsækjendur þurfa að vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa gaman af að umgangast og vinna með ungu fólki. Vinnutími er á starfstíma skólans. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sem máli skiptir, skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið skolameistari@fss.is eigi síðar en 24. ágúst 2018. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkissjóðs við SFR með nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari, í síma 4213100. Skólameistari


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Danakonungur á Reykjanesvita Mannhæðarhár skjöldur með afsteypu af skjaldarmerki Danakonungs verður settur upp á Reykjanesvita og verkið formlega vígt á Ljósanótt. Hollvinasamtök Reykjanesvita létu gera afsteypu af skjaldarmerkinu sem nú er tilbúið. Samtökin voru stofnuð 16. febrúar 2017. Áður hafði Minja- og sögufélag Grindavíkur lagt drög að því að koma danska konungsmerkinu fyrir á Reykjanesvita, þar sem það hafði áður verið. Danski skjöldurinn var upprunalega settur á elsta vita Íslands, á Valahnjúki á Reykjanesi, en sá viti var reistur 1. desember 1878 þegar Kristján IX var konungur Danaveldis. Félagið fékk síðastliðið haust styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð 1.000.000 kr. til þess að koma endurgera og koma svokölluðu konungsmerki aftur upp á vitann. Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Ólafsson og hafði hann kynnt sér vita-

varðarstarfið í Danmörku. Á árunum 1907–1908 var reistur nýr viti á Bæjarfelli og var fyrst kveikt á honum 10. mars 1908. Þá var konungur Friðrik VIII. Danska konungsmerkið var þá fært af gamla vitanum yfir á þann nýja. Fangamark Friðriks VIII var þá sett yfir fangamark föður hans Kristjáns IX og nýtt ártal MCMVIII (1908).

Saga Reykjanesvita er merkileg. Alls hafa tíu manns gegnt vitavarðarstarfinu en þau eru: Frá vígslu Reykjanesvita hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970 eða í rúm 60 ár skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs. Merkið þótti á sínum tíma mikilvæg viðurkenning konungs á mannvirkinu. Skjöldurinn var úr pottjárni og mannhæðarhár. Hann er með skjaldarmerki Kristjáns IX sem var konungur Danmerkur 1863–1906. Þegar vitinn var vígður hafði sonur Kristjáns, Friðrik VIII, tekið við stjórnartaumum í Danmörku og var þá skjaldarmerki hans sett yfir það fyrra.

Silver Cross á Ljósanótt 2018

Viðfangsefni á einni af fjölmörgum sýningum á Ljósanótt 2018 verður Silver Cross barnavagninn. Þar verða sýndir vagnar frá hinum ýmsu tímum en einnig verða myndir af vögnum og fólki. Thelma Björgvinsdóttir er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands stendur að sýningunni. „BA ritgerðin mín er í smíðum og fjallar hún um Silver Cross barnavagna en ég hef mikinn áhuga á slíkum vögnum og sögum sem tengjast þeim. Mig hefur lengi langað til þess að setja upp sýningu á Silver Cross vögnum og nú hef ég fengið tækifæri til þess en ég, ásamt Duus safnahúsum, munum setja upp sýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sýningin mun opna 31. ágúst og standa í 6–8 vikur. Ég er komin með nokkra vagna en ef þið eigið vagn og viljið taka þátt í þessu verkefni með mér yrði ég ykkur ævinlega þakklát. Eins vantar mig myndir af vögnum og fólki sem mun prýða veggi sýningarsalarins,“ sagði Thelma á vefsíðunni Keflavík og Keflvíkingar.

Það eru til margar myndir hjá Suðurnesjamönnum af börnum í Silver Cross barnavagni.

Undirbúningur fyrir Ljósanótt kominn á fullt Undirbúningur fyrir Ljósanótt er nú kominn á fullt og víða eru skemmtileg verkefni í gangi. Hér má t.d. sjá unga listakonu úr bæjarfélaginu, Lilju Björgu Jökulsdóttur, sem er að vinna útilistaverk á gafli SBKhússins í Grófinni. Lilja Björg stundar nú listnám við The Animation Workshop í Danmörku en kom heim í sumar og er að vinna þessa skemmtilegu hugmynd í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar.

Miðasala á heimatónleika að hefjast Miðasala á Heimatónleikana í Gamla bænum hefst föstudaginn 17. ágúst kl. 10 og eru áhugasamir hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma en á síðasta ári seldist upp á viðburðinn á nokkrum klukkustundum. Að þessu sinni taka sjö hús þátt með jafnmörgum hljómsveitaratriðum sem fram fara kl. 21 og 22 en tónleikarnir standa yfir í klukkutíma. Í ár koma eftirtaldir tónlistarmenn fram: Hjálmar, 200.000 Naglbítar, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Kolrassa Krókríðandi, Ingó Veðurguð, Magnús og Jóhann og Valgeir Guðjónsson. Miðasala verður á tix.is.

Arnbjörn Ólafsson síðar kaupmaður í Keflavík. Hann fluttist að Reykjanesi þegar byrjað var á byggingu eldri vitans árið 1878 og bjó þar með systur sinni Sesselju Ólafsdóttur. Arnbjörn gegndi starfinu til 1884. Eiginkona hans var Þórunn Bjarnadóttir, systir séra Þorkels á Reynivöllum. Jón Gunnlaugsson skipasmiður var vitavörður frá 1884 til dánardægurs 23. október 1902. Ekkja hans Sigurveig Jóhannsdóttir fluttist til Reykjavíkur 1903. Þórður Þórðarson sá um vitavörslu í eitt ár frá 1902 til 1903. Jón Helgason var vitavörður frá 1903 til 1915 og varð síðan bóndi í Grindavík. Kona hans var Agnes Gamalíelsdóttir. Jón hafði áður verið vitavörður á Garðskaga. Vigfús Sigurðarson starfaði frá 1915 til 1925. Vigfús var kunnur af ferð sinni til Grænlands með jarðvísindamanninum Dr. Wegener, en sá leiðangur markaði tímamót í rannsóknum á Grænlandsjökli. Eiginkona Vigfúsar var Guðbjörg Árnadóttir. Ólafur Pétur Sveinsson var vitavörður frá 1925 til 1930. Jón Ágúst Guðmundsson frá 1930 til dánardægurs 11. ágúst 1938. Kristín Guðmundsdóttir ekkja Jóns Ágústs tók við embættinu frá 1938 til 1943. Einir Jónsson, sonur Jóns Ágústs og Kristínar, var móður sinni til halds og trausts og tók formlega við embættinu af henni 1943 og starfaði til 1947. Síðasti vitavörðurinn var Sigurjón Ólafsson sem tók við 1947 og starfaði til 1976.

SUMARSÝNINGAR SAFNANNA SENN Á ENDA Stórskemmtilegum sumarsýningum í Duus Safnahúsum lýkur nú á sunnudag. Í Listasal, Bíósal og Stofu eru sýningar úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar eftir tæplega 60 listamenn. Safnið fagnar 15 ára afmæli í ár og hafa flest verkanna sem sýnd eru borist safninu á þessu tímabili. Meðal annars er Stofan helguð verkum eftir listmálarann Ástu Árnadóttur sem er heimamönnum að góðu kunn en börn hennar færðu safninu veglega listaverkagjöf fyrir skemmstu. Í Listasalnum eru verk af margvíslegu tagi s.s. olíuverk, vatnslitamyndir, skúlptúrar eftir hina ýmsu listamenn en þó fyrst og fremst samtímamenn. Í bíósal gefur hins vegar að líta mannamyndir af ýmsu tagi. Sýningarstjóri allra sýninganna er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Í Gryfjunni gefur að líta mjög áhugaverða sýningu sem ber heitið „Hlustað á hafið“ en um er að ræða fyrstu sýningu nýs safnstjóra Byggðasafns Reykjanesbæjar, Eiríks Páls Jörundssonar, í sýningarhúsum bæjarins. Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna

árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkomuna. Ókeypis aðgangur er á sýningarnar og Duus Safnahús eru opin alla daga frá 12 til 17.


SUMARÚTSALA Múrbúðarinnar Made by Lavor

20

t Öflug rt ý d og ó

30

Verð áður 26.490

AFSLÁTTUR---

%

UR--AFSLÁTT

háþrýstidæla

AFSLÁTTUR---

Kaliber Red gasgrill

2500w, 180 bör (275 m/túrbóstút) 510 L/klst Pallahreinsir, hringbursti, felgubursti og aukaspíssar fylgja.

Kaliber Black gasgrill

17.993

3x3kw brennarar (9KW). Grillflötur 41x56cm

Verð áður 23.990

%

AFSLÁTTUR---

Verð áður 12.490

9.992 Lavor One

Plus 130 háþrýstidæla 1800w, 130 bör (170 m/turbústút) 420 L/klst.

4 brennara (12KW) + hliðarhella (2.5KW). Grillflötur 41x56cm

Verð áður 44.990

20

21.192 Lavor Space 180

25

%

31.430

%

20

%

AFSLÁTTUR---

25

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (Stofn A)

25

%

%

AFSLÁTTUR---

5.993

AFSLÁTTUR---

1.752

Verð áður 7.990

%

1.912

Verð frá

20

1.512

AFSLÁTTUR---

Verð áður 1.890

1.352

20

20

%

20

%

30

%

Deka þakmálning 9 l. (Stofn A)

9.743 Verð áður 12.990

20

AFSLÁTTUR---

%

Deka Projekt 10 innimálning, 10 lítrar (stofn A)

5.112

20

%

20

Steypugljái á stéttina – þessi sem endist

AFSLÁTTUR---

Verð áður 1.980

Verð áður 6.390

Hjólbörur

20-25%

3/6 lítra hnappur CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

25

%

80L 90L

3.392 Verð áður 3.990 6.367 Verð áður 7.490

28.418 Verð áður 37.890

AFSLÆT

Verð áður 3.490

15

%

AFSLÁTTUR-

Flísar

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

Bio Kleen

Pallahreinsir 1 líter

1 L 895 761 5L 2.990 kr.

1 lít6

1.692

15

%

AFSLÁTTUR---

20-30% TI

2.792

AFSLÁTTUR-

Verð áður 1.990

MIKIÐ ÚRVAOLG AF PARKETIEÐ FLÍSUM M

Arakit 4hillur 150x75x30 40kg

afsláttur

Þýsk gæði

%

15

Verð áður 12.990

AFSLÁTTUR---

%

1.584

9.093

20

AFSLÁTTUR---

7.992 Verð áður 9.990

Landora tréolía Col-51903 3 l.

Öll málning n og viðarvör

Vegghengdur vaskur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð (Gua-543-1)

%

Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg

AFSLÁTTUR---

Fyrirvari um prentvillur. Tilboð gilda til 18/8 meðan birgðir endast.

AFSLÁTTU R---

Verð áður 1.790

%

%

AFSLÁTTUR---

1.343

20

i tatæk Fjölno W 300

AFSLÁTTUR---

AFSLÁTTUR---

25

Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

Stingsög - Sverðsög 12V

Verð áður 1.490

%

20

AFSLÁTTUR---

AFSLÁTTUR---

11.992

1.432

Verð áður 1.690

%

Skrúfvél 12V

Lutool Combo Kit allt settið aðeins

Verð áður

nú kr. 2.542

Mósaíkflísar verð frá 950 kr/m2 Gólf- og veggflísar verð frá 950 kr./m2

Harðparket 8mm verð frá 973 kr/m2 (AC4) 12mm verð frá 1.832 kr/m2 (AC5)

Wineo Vínilparket Verð frá 4.391 kr/m2

Leca blómapottamöl 10 l.

842 Verð áður 990

AFSLÁTTUR-

DEKA SÍLAN vatnsfæla 5 lítrar

7.472

Verð áður 8.790

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Gróðurmold 20 l.

448

15

%

AFSLÁTTUR-

35

%

Verð áður 560

20

%

AFSLÁTTUR---

Mikið úrval

Portúgalskir leirpottar

AFSLÁTTU R---


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

DAGUR FUNI BRYNJARSSON HÁSKÓLANEMI ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi

EIRÍKUR HILMARSSON

framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands lést á heimili sínu 8. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Aðalheiður Héðinsdóttir Andrea Eiríksdóttir Hafþór Ægir Sigurjónsson Héðinn Eiríksson Kristrún Aradóttir Bergþóra Eiríksdóttir og barnabörn

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

GUÐLAUG RÓSA KARLSDÓTTIR Kirkjuvegi 1, Keflavík

lést á Hrafnistu Hlévangi, miðvikudaginn 24. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar HSS og Hlévangs fyrir frábæra umönnun. Þórður Andrésson Nína Hildur Magnúsdóttir Sóveig Karlotta Andrésdóttir Agnar Breiðfjörð Þorkelsson barnabörn og barnabarnabörn

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

JÓNA SÓLBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR Hrafnistu Njarðvík, áður Hornbjargi

lést á Hrafnistu í Njarðvík að morgni fimmtudagsins 9. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styðja við Krabbameinsfélagið. Arnbjörn Ólafsson Lára Hulda Arnbjörnsdóttir Þorleifur Ingólfsson Anna Jóna Arnbjörnsdóttir Sigurður Leifsson Ólafur Arnbjörnsson Halldóra Júlíusdóttir Gylfi Arnbjörnsson Arnþrúður Ösp Karlsdóttir Arnbjörn H. Arnbjörnsson Stefanía Helga Björnsdóttir Ellert Arnbjörnsson Sigrún Alda Jensdóttir Ágúst Þór Skarphéðinsson Helga Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn

Uppgvötaði Agöthu Christie fyrir tveimur árum og hefur ekki litið til baka síðan Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Dagur Funi Brynjarsson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Dagur les töluvert magn bóka yfir árið en finnst samt eins og hann mætti gera betur. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég var að klára bókina Five Little Pigs sem er skrifuð af Agöthu Christie, drottningu glæpasagna. Hún fjallar um rannsóknarlögregluna Hercule Poirot sem er beðinn um að leysa morðgátu sem átti sér stað fyrir 15 árum. Næst á dagskrá er hinsvegar bókin The Art of Learning eftir Joshua Waitzkin. Hver er uppáhaldsbókin? Það er rosalega erfitt að sirka út eina sérstaka bók því flokkarnir eru svo ólíkir en uppáhalds glæpasagan mín er The Murder of Roger Ackroyd eftir Agöthu Christie. En svo þarf ég líka að nefna bókina Basketball and Other Things eftir Shea Serrano. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Ég uppgvötaði Agöthu Christie fyrir tveimur árum og hef ekki litið til baka síðan. Arnaldur Indriðason hefur einnig verið í uppáhaldi hjá mér, þó einungis þegar hann skrifar bækur í kringum Erlend Sveinsson. Finnst ég samt þurfa að minnast líka á George Orwell og J.R.R. Tolkien. Hvaða tegundir bóka lestu helst? Ég hef alltaf lesið mest af glæpasögum og ævintýrasögum en er svona hægt og rólega að færa mig yfir í klassískar skáldsögur. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig Harry Potter voru fyrstu bækurnar sem ég man eftir að hafa ekki getað lagt frá mér án þess að klára. Grafarþögn eftir Arnald Indriðason er 100% ástæðan fyrir því að ég varð háður glæpasögum. What to Say When Talking to Yourself eftir Shad Helmstetter er virkilega áhugaverð en bókin How to Win Friends and Influence People eftir Dale Carnegie er líklega sú bók sem hefur skilið hvað mest eftir sig.

Hvaða bók ættu allir að lesa? Það ættu allir að lesa 1984 eftir George Orwell, já og kannski Animal Farm í leiðinni. Hvar finnst þér best að lesa? Í sófanum heima. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? The Murder of Roger Ackroyd og The Murder on the Orient Express eftir Agöthu Christie. Mýrin og Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Animal Farm eftir George Orwell og svo The Book of Basketball eftir Bill Simmons fyrir NBA aðdáendur.

Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Væri ekki gáfulegast að taka með sér bókina How to Survive on a Deserted Island eftir Tim O‘Shei? Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer. is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.

Jafnaðarmenn funda á Garðskaga

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra

STURLU ÞÓRÐARSONAR tannlæknis

Minningar um góðan mann lifa. Unnur G. Kristjánsdóttir Snorri Sturluson Guðrún Birna Finnsdóttir Auður Sturludóttir Benjamin Bohn María Birna Arnardóttir Arnar H. Jónsson Guðmunda Arnardóttir Kim Back og barnabörn

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Frá fundi Jafnaðarmanna á Lighthouse Inn á Garðskaga.

Hótelið Lighthouse Inn á Garðskaga fylltist af jafnaðarmönnum frá Norðurlöndum miðvikudaginn 8. ágúst. Þingmenn jafnaðarmannaflokka sem eru í Norðurlandaráði funda þar næstu daga um starfsáætlun hópsins fyrir næsta vetur, pólitískar áherslur og mál sem hópurinn hyggst leggja fram á þingi Norðurlandaráðs. Velferðarmálin og aðgerðir gegn auknum ójöfnuði verða í brennidepli. Fulltrúi Íslands er Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar var gestur fundarins á

miðvikudaginn og hélt erindi um forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga, um góðan árangur Íslendinga í þeim

efnum síðastliðin 20 ár og hvernig sá árangur náðist. Hin Norðurlöndin líta til þess árangurs og þingmennirnir voru áhugasamir um samstarf við Íslendinga um málefnið. Að loknum fundarhöldum og dvöl á Garðskaga fóru þingmennirnir og starfsmenn hópsins í kynnisferð um Suðurnesin með viðkomu á Reykjanesi, í Duus húsum, Saltfiskssetrinu í Grindavík og Bláa lóninu.


Gerðu frábær kaup!

Komdu og gr 50kr

100kr

200kr

300kr

400kr

500kr

600kr

800kr

1000kr 1500kr

Fjöldi annarra frábærra tilboða

- Nýjar vörur bætast við daglega

Markaðsdagatilboð Rafhlöðuborvél

Flott rafhlöðuhöggvél frá Bosch með 18v Lithium-Ion rahlöðu sem endist lengur en aðrar rafhlöður, engin minnisáhrif. FYLGIHLUTIR: 2 x 2,5 Ah rafhlöður, hleðslutæki og taska

Viðarkol

30.000

800

74864134

Marienburg hágæða náttúruleg viðarkol. 3,6kg.

50650129

Almennt verð: 36.995

Almennt verð: 1.295

k íl ó

Markaðsdagatilboð tt vö

11,4

b re n

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

MARKAÐSDAGAR amsaðu!

n a ra r

3

Markaðsdagatilboð Gasgrill SPRING 300, grillflötur er 3x(21x43) cm, emileraðar grillgrindur, krómuð efri grind. Svart eða kremað.

25.000 50686930/1

Almennt verð: 49.995

Markaðsdagatilboð Rafhlöðuborvél

Vélin hefur 12v Lithium-Ion rafhlöðu sem hefur lengri líftíma en aðrar rafhlöður, engin minnisáhrif. Vélin er létt og þægileg í hendi og hentar því vel til vinnu í erfiðum eða þröngum aðstæðum. FYLGIHLUTIR: 1 x 2,0 Ah og 1 x 4,0 Ah rafhlöður, hleðslutæki, 2 x borasett, bitasett og tautaska

Markaðsdagatilboð StarWars karlar 3,75", ýmsar gerðir.

2.000 46286206

Almennt verð: 3.995

25.000 748740902

Almennt verð: 30.995

Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Blik í auga 2018:

Diskóið í aðalhlutverki Blikarar fyrir utan diskótekið Bergás í Keflavík sælla minninga en gestir þar munu kannast vel við lögin sem flutt verða á Ljósanótt.

FÓR TIL ÁSTRALÍU TIL AÐ SMÍÐA SINN EIGIN GÍTAR

Þríeykið og grallararnir Guðbrandur Einarsson, Arnór B. Vilbergsson og Kristján Jóhannsson eru enn ekki af baki dottnir og halda ótrauðir áfram með Blik í auga á Ljósanótt þar sem diskóið verður nú í aðalhlutverki, vafalaust mörgum til mikillar ánægju sem geta þá rifjað upp góðu árin í Bergás og farið að æfa gömlu sporin, nú eða kungfu-æfingarnar. „Við ættum kannski að segja að þetta sé í allra, allra síðasta sinn, en við höfum víst sagt það áður,“ segir kynnirinn og handritshöfundurinn Kristján Jóhannsson og glottir. „Þetta er bara svo ótrúlega skemmtilegt og meðan við fáum góðar hugmyndir þá verðum við með blik í auga – það er bara þannig.“ Hverjir munu taka þátt í sýningunni í ár? „Við höfum fengið einvalalið með okkur, bæði söngvara og hljómsveit, og má þar nefna söngdívurnar Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars sem hafa verið með okkur áður en við

bætast Suðurnesjamaðurinn Valdimar og Pétur Örn, öðru nafni Pétur Jesús. Þá er hljómsveitin stærri en áður og ekki má gleyma hópnum sem kemur að þessari sýningu en þar eru margar hendur og mikill metnaður. Að sögn Kristjáns er undirbúningur þegar hafinn, búið er að velja lögin og útsetja og söngvarar farnir að æfa sig. „Við ætlum að fjalla um þetta skemmtilega diskótímabil þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti í eina kvöldstund. Saturday Night Fever var aðalmyndin og hver man ekki eftir því þegar hvít jakkaföt og rauð skyrta voru málið?

– nú eða bara Don Cano-krumpugallar, indjánamold, blásið hár og ennisbönd.“ Sýningar fara fram að venju í Andrews Theater og verður frumsýning miðvikudaginn 29. ágúst en tvær sýningar verða á sunnudeginum á Ljósanótt, kl. 16 og 20. „Þetta verður allsherjar gleðiskemmtun og við viljum sérstaklega hvetja þá sem, merkilegt nokk, hafa ekki ennþá komið á Blikið að mæta, enda vita menn ekki af hverju þeir eru að missa. Það er ástæða fyrir því að fólk kemur ár eftir ár á þessar sýningar. Spyrjið það bara!“ Miðasala hefst þann 10. ágúst kl. 12 á midi.is og þeir sem tryggja sér miða í tíma fá góðan afslátt fram til 15. ágúst en þá verður miðaverð kr. 5.900. Fullt miðaverð er 6.500.

Arnar Freyr Valsson hafði dreymt í mörg ár um að smíða sinn eigin gítar, nú í sumar ákvað hann að grípa tækifærið og fór til Ástralíu og lét drauminn rætast. Hann fór á námskeið hjá Chris Wynne, en á þessu þriggja vikna námskeiði gafst honum kostur að smíða sinn eigin gítar algjörlega frá grunni.

Arnar lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2014 eftir að hafa lært á gítar í 13 ár. Arnar hefur bæði spilað með Léttsveit og Bjöllukór Tónlistarskólans og gekk í Listaháskóla Íslands. „Því meira sem ég lærði á gítar og spilaði á fleiri mismunandi gítara þá hef ég myndað mína skoðun á því sem ég vil fá í gítar. Ég valdi allan viðinn sjálfur og fékk að velja hvaða módel ég notaði.“ Hauser 1937 varð fyrir valinu sem grunnur, en Arnar vildi auka hljómop á hliðina og einnig öðruvísi brú og eru það einu breytingarnar frá upprunalega módelinu. Arnar valdi Tasmanian Fiddleback Blackwood í bak og hliðar, Queensland Bunya Pine í toppinn, Queensland Maple í hálsinn og Queensland Gidgee í fingraborðið. Spurður af hverju hann valdi ástralskan við segir Arnar að það sé því hann sé ekki mjög þekktur fyrir utan Ástralíu. Það var forvitnilegt að heyra að þeir viðir sem mest eru notaðir í klassíska gítara eru margir hverjir í út-

Fallegt hljóðfæri.

Bréfberi óskast í fullt starf í Keflavík. Við viljum ráða kraftmikinn, ábyrgan og jákvæðan einstakling. Vinnutíminn er frá klukkan 8:00 til 16:15 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Sæktu um á umsóknarvef okkar á postur.is/um-postinn/umsoknir. Nánari upplýsingar veitir Anna María Guðmundsdóttir, í 421-4300 eða á annam@postur.is.

Pósturinn er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

rýmingarhættu og því getur verið mjög erfitt að fá að nota þá. Það er ekkert þannig vesen með ástralska viðinn sem Arnar notaði og er það ein af ástæðunum fyrir því að Ástralía varð fyrir valinu. „Chris talaði um að þekktir smiðir í Evrópu hefðu mögulega notað ástralska viði hefðu þeir haft aðgang að honum.“ Einnig nefnir Arnar að stórir gítarframleiðendur eins og Martin og Taylor séu farnir að nota ástralskan við. Gítarinn hefur allt það sem Arnar vildi, hálsinn er styttri en venjulega og hentar hans höndum fullkomlega. Þó að honum finnist gamli gítarinn sinn frábær þá er allt annað að spila á hans eigin gítar. „Ég get talið allar spýturnar sem fóru í gítarinn og allar rúmlega 100 klukkustundirnar, hann er bara mikið persónulegri fyrir mig.“ Að lokum segir Arnar að hann væri algjörlega til í að prófa að smíða annan gítar og að tíminn verði að leiða það í ljós hvort þetta verði mögulega framtíðarstarf.


FRÁBÆR SKEMMTUN Í ANDREWS THEATER Í REYKJANESBÆ Á LJÓSANÓTT 2018

diskó auga FRUMSÝNING MIÐVIKUDAGINN

29. ÁGÚST KL. 20.00

2. SÝNING 3. SÝNING

2. SEPTEMBER KL. 16.00 2. SEPTEMBER KL. 20.00

SUNNUDAGINN SUNNUDAGINN

MIÐASALA Á MIDI.IS


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

„Hefði ekki gengið upp hefði ég ekki svona frábært starfsfólk“

– Heilsuleikskólinn Skógarás opnaði síðastliðinn mánudag eftir langar og miklar breytingar.

Leikskólinn Skógarár er sjálfstætt starfandi og rekinn af Skólum ehf. en er með þjónustusamning við Reykjanesbæ.

Starfsmenn Heilsuleikskólans Skógarás á Ásbrú, áður Háaleiti, hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur við að flytja inn í nýja leikskólann og gera hann starfhæfan. Katrín Lilja, starfandi skólastjóri, segir samstarfið hafa gengið gríðarlega vel í sumar og allir sem komu að leikskólanum viljað gera sitt besta þó að allt hafi verið á síðasta snúning.

Bílstjóri óskast í hlutastarf í Keflavík. Við viljum ráða ábyrgan og jákvæðan einstakling með bílpróf. Vinnutíminn er sveigjanlegur en alla jafna er unnið frá klukkan 16:00 til 22:00 öll virk kvöld. Hæfniskröfur: • Bílpróf • Góð íslensku- og enskukunnátta • Rík þjónustulund og góð samskiptafærni • Stundvísi, áreiðanleiki og samviskusemi Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Sæktu um á umsóknarvef okkar á postur.is/um-postinn/umsoknir. Nánari upplýsingar veitir Anna María Guðmundsdóttir, í 421-4300 eða á annam@postur.is.

Pósturinn er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

fsstúlkunum Önnu Katrín Lilja með star Carol Sveinarsdóttur. nu Bokuniewicz og Jóní Á vormánuðum í fyrra var útlit fyrir að mikil fólksfjölgun yrði á svæðinu. Því var farið í það að finna nýtt húsnæði fyrir Heilsuleikskólann Háaleiti þar sem mikil fjölgun var á nemendum í Háaleitisskóla auk þess sem áætlað var að hann væri með nemendur frá 1.–10. bekk. Skógarbraut 932 hentaði leikskólanum vel ef húsið yrði stækkað. „Reykjanesbær var mjög hrifinn af gámaskipulaginu sem notað var í Stapaskóla og ákvað að við færum í sama pakka,“ segir Katrín en síðasti vetur fór mikið í að liggja yfir teikningum og hanna leikskólann sem í dag nefnist Heilsuleikskólinn Skógarás. Þess má geta að þó að nýja húsnæðið sé aðeins minna en það gamla þá nýtist það mikið betur og allt annað líf að vera nú með fjórar deildir en ekki þrjár. Gamli parturinn var alveg tilbúin í júlí en gámaeiningarnar komu ekki strax til landsins og því búið að vera mikið stress að klára nýja hlutann þó að það hafi tekist fyrir opnun. Skólar ehf. sem reka Heilsuleikskólann Skógarás og Reykjanesbær ákváðu í sameiningu að fresta opnun leikskólans um tvo daga svo að Katrín og starfsfólkið hennar fengu nægan tíma til að koma hlutunum í rétt horf. „Við fórum úr gamla húsnæðinu 3. júlí og hentum öllu í gáma. Komumst svo hingað inn á þriðjudaginn í síðustu viku og erum búin að vera á fullu síðan þá.“ Leikskólinn opnaði svo síðastliðinn mánudag og gekk fyrsti dagurinn mjög vel. „Það var mikið

um það að foreldrar væru að labba inn um vitlausan inngang en það er eina vandamálið sem hefur komið upp,“ segir Katrín hlæjandi en nú í dag eru 70 krakkar á leikskólanum og margir á biðlista. „Þetta svæði er að stækka gífurlega og það mun koma að því að það verði meiri þörf fyrir leikskólapláss heldur en er í dag.“ Katrín heldur uppi Facebook-síðu fyrir foreldra á leikskólanum þar sem hún hefur deilt upplýsingum um ferlið. Það var einmitt foreldri sem fann upp á nýja nafninu; Skógarás. „Við óskuðum eftir hugmyndum af nýju nafni frá foreldrum og þetta varð fyrir valinu.“ Það var ekki aðeins breytt um nafn á leikskólanum sjálfum en ákveðið var að nefna allar deildirnar eftir fuglum. Í dag eru deildirnar fjórar, einni fleiri en á gamla leikskólanum, og eru nefndar eftir fuglum og er planið að nefna hvert einasta herbergi. „Við viljum að börnin læri eitthvað alls staðar.“ Katrín er með 17 starfsmenn á leikskólanum og segist ekki hafa getað þetta án þeirra. „Sumir komu fyrr úr sumarfríi til að hjálpa við að flytja og ég þurfti ekki einu sinni að segja þeim hvað þau ættu að gera.“ Katrín segir samstarfið við alla aðila hafa skipt miklu máli en að starfsfólkið hafi án efa verið duglegast af öllum. Þau hjálpuðust að, pökkuðu niður gamla leikskólanum og hún þurfti varla að hugsa út í það.


AFTUR Í SKÓLANN! 2afs5lát% tur

3afslá 0ttu %r Áherslupenni mjór TILBOÐSVERÐ: 265.Verð áður: 379.-

2afs0lát% tur

3afs0lát% tur

Blýantur þrístrendur TILBOÐSVERÐ FRÁ: 167.Verð áður frá: 209.-

UHU límstifti TILBOÐSVERÐ FRÁ: 314.Verð áður frá: 449.-

Stíla- eða reikningsbók TILBOÐSVERÐ: 412.Verð áður: 549.-

ÖLL PENNAVESKI 30% AFSLÁTTUR

TILBOÐSVERÐ FRÁ: 699.Verð áður frá: 999.-

Austurstræti 18

- Hafnarstræti 2 Álfabakka 14b, - Álfabakka Strandgötu 31 Mjódd Austurstræti 18 Mjódd Hafnarfirði 14b, Mjódd Austurstræti - Strandgötu 18 31 Álfabakka Ísafirði - Hafnarstræti 14b, Mjódd 2 Hafnarfirði Hafnarfirði Strandgötu 31 Ísafirði - Hafnarstræti 2 31 Hafnarfirði - Strandgötu 31 Ísafirði --Strandgötu Álfabakka 14b, MjóddHafnarfirði 14b, Austurstræti 18 Álfabakka Austurstræti 18

Ísafirði--Hafnarstræti Hafnarstræti22 Ísafirði

Skólavörðustíg 11

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Kringlunni norður Keflavík 2norður - Bárustíg Skólavörðustíg 11 Kringlunni Keflavík norður - Sólvallagötu Skólavörðustíg 2 11 - Sólvallagötu Kringlunni Vestmannaeyjum Keflavík 2 - Sólvallagötu

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Austurstræti 18

Skólavörðustíg 11

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

KeflavíkKringlunni - Sólvallagötu 2 Kringlunni Skólavörðustíg norður norður 11

Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg Keflavík -Eiríkssonar Sólvallagötu 2 -Eiríkssonar norður Skólavörðustíg 11suður Flugstöð Leifs Kringlunni Akureyri 91-93 Flugstöð Leifs2 Eiríkssonar Laugavegi 77 Laugavegi 77 suður Kringlunni Akureyri - Kringlunni Hafnarstræti Laugavegi 77 91-93- Hafnarstræti Kringlunni Flugstöð Leifs suður Akureyri Hafnarstræti 91-93 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flugstöð Leifs Eiríkssonar Akureyri Hafnarstræti 91-93 Akureyri Hafnarstræti 91-93 Kringlunni suður Kringlunni suður Laugavegi 77 Laugavegi 77 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Akureyri Hafnarstræti 91-93 Kringlunni suður Laugavegi 77 Ísafirði Hafnarstræti 2 Hafnarfirði Strandgötu 31 4b, Mjódd Smáralind4 Akranesi - Dalbraut 1 Hallarmúla 4 Hallarmúla Smáralind Akranesi - Dalbraut Hallarmúla 1 4 Smáralind Akranesi540 - Dalbraut 1 2000 | penninn@penninn.is 540 2000 | penninn@penninn.is www.penninn.is | www.eymundsson.is | www.penninn.is 540 2000 | www.eymundsson.is | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Strandgötu 31 Keflavík Ísafirði - Hafnarstræti Akranesi 1 Smáralind Hallarmúla 540 2000 | |penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Húsavík - Garðarsbraut 9Akranesi - Sólvallagötu orður Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Smáralind - Dalbraut 1 - Dalbraut - Dalbraut 1 Hallarmúla 42 2 4Smáralind Hallarmúla 4 Akranesi 540 2000 | penninn@penninn.is www.penninn.is 540 2000 | penninn@penninn.is | www.eymundsson.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

vallagötu 2 uður

Vestmannaeyjum BárustígFlugstöð 2 Akureyri - Hafnarstræti -91-93 Leifs Eiríkssonar

narstræti 91-93 Flugstöð Leifs 1Eiríkssonar Akranesi - Dalbraut

lbraut 1

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vildarverða er til og með 20. ágúst eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Heilsudrykkur úr túrmerikrót framleiddur í Sandgerði

Fyrirtækið iSqueeze Ísland, sem er staðsett í Sandgerði, var stofnað árið 2014 og sérhæfir sig í að gefa íslenskum neytendum heilsudrykk sem inniheldur hina heilsusamlegu túrmerikrót. Elvar Guðmundsson er núverandi eigandi fyrirtækisins en hann keypti það árið 2015. „Það hafði lengi blundað í mér að eiga og reka mitt eigið fyrirtæki og mér fannst þetta mjög spennandi valkostur þegar mér bauðst að kaupa fyrirtækið árið 2015,“ segir Elvar en hann hefur lengi haft áhuga á öllu sem er heilsusamlegt enda með langan bakgrunn úr íþróttum og fannst túrmerikrótin því mjög áhugaverð.

Elvar með kanil- og kókoheilsudrykkina sem iSqueeze framleiðir.

Til að byrja með fór öll framleiðslan fram í Danmörku, í fyrirtæki sem heitir Tapperiet, rétt utan Kaupmannahafnar. Framleiðslan var því aðkeypt og ekki íslensk en uppskriftin og aðferðin þróuð af Elvari og fyrri eigendum iSqueeze Ísland. Í byrjun 2017 vildi Elvar færa framleiðsluna til Íslands og samdi við lítið fyrirtæki í Hveragerði um að framleiða vöruna. Það samstarf entist ekki lengi vegna þess að það fyrirtæki hætti skyndilega án nokkurs fyrirvara og þurfti Elvar því að leita annað.

Nýtt húsnæði og nýir tímar

Verktakaþjónusta Íslands VÍ VÍ S 782- 8775 Persónuleg og góð þjónusta áratuga reynsla!

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

25% AFSLÁTTUR AF ALLRI VINNU Húsasmíði, Sólpallar, Skjólveggir Glerjun & Gluggaskipti Múr & Málun, Hellulagnir, Þökulagnir Öll almenn jarðvinna auk garðvinnu ofl.

Komum á staðin og gefum þér tilboð hvert á land sem er Uppl gefur Már í síma 782 8775 eða verktakais@gmail.com

Í lok janúar 2018 staðfesti Elvar kaup á flottu 100 fermetra húsnæði í Sandgerði fyrir framleiðsluna. Síðustu mánuðir hafa farið í að koma verksmiðjunni í starfhæft ástand til að framleiða hina geysivinsælu og hollu túrmerikdrykki. Nú eru túrmerikdrykkirnir því framleiddir í eigin húsnæði og af Elvari sjálfum, sem getur verið erfitt en hann er í fullri vinnu og þarf því að eyða kvöldum og helgum í að framleiða drykkina og keyrir daglega frá Kópavogi en þar er hann búsettur. Þó að Elvar hafi ekkert starfsfólk þá hefur hann

SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNA Viðskiptafræðingur óskar eftir aukavinnu á skrifstofu. Starfinu þarf að sinna eftir kl 17/ kvöldin og helgar. Upplýsingar í síma 892-3404

HÚSNÆÐI ÓSKAST

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Óska eftir 3 til 5 herbergja íbúð á Suðurnesjum fyrir starfsmenn. Fyrirtækið sér um tryggingar og greiðslur. Upplýsingar í síma 897 1995.

VIÐTAL

Upphafið

Brynja Ýr Júlíusdóttir brynja@vf.is

góða og trygga fjölskyldumeðlimi sem hjálpa honum mikið við framleiðsluna. „Þær eru geggjaðar og gefandi stundirnar sem ég stend á verksmiðjugólfinu með foreldrum mínum og bróður að búa til þessa hollu drykki sem hjálpa svo mörgum þarna úti,“ en fyrirtækið hefur ávallt lagt áherslu á virkni í staðinn fyrir gott bragð. Spurður um framtíðarsýn segir Elvar að ýmsar hugmyndir séu til staðar. „Nú er stefnan sett á eina nýja tegund af heilsudrykk fyrir lok þessa árs,“ en nú eru til tvær bragðtegundir; kanilog kókosdrykkur. Grunnurinn er hinsvegar alltaf sá sami en allir drykkirnir innihalda túrmerik og engifer. Elvar hefur líka áhuga á að framleiða fleiri vörutegundir í verksmiðjunni, eins og t.d. tilbúnar súpur. „Einnig er

ég alltaf opinn fyrir framleiðslu fyrir aðra ef það hentar út frá núverandi vélum, tækjum og tólum.“

Áhrif drykkjanna

Meginvirkni drykkjanna tengist bólguminnkun en það er það sem túrmerikdrykkurinn gerir helst ásamt því að hreinsa líkamann, draga úr meltingarvandamálum og styrkja ónæmiskerfið svo að eitthvað sé nefnt. Best er að taka drykkinn sem skot á fastandi maga á morgnana. „Ég heyri margar sögur frá mínum viðskiptavinum um hvað þessi drykkur gerir fyrir þá, og þá einna helst tengt mýkri liðum og betri líðan almennt. Þær sögur hvetja mig áfram í þessum rekstri enda mjög gefandi fyrir mig að hjálpa fólki hvað varðar heilsu þeirra og líðan,“ segir Elvar en drykkirnir hafa fengið mjög góða dóma frá viðskiptavinum og getur fólk nálgast þá í öllum Nettóbúðunum, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðinni og Iceland.

Alíslenskt fyrirtæki

Elvar er stoltur að segja frá því að hann sé með drykk í verslunum þar sem allt ferlið er íslenskt, allt frá innkaupum á hráefnum, framleiðslu á flöskum og dreifingu í búðir. „Þetta er allt íslenskt, flestar aðrar sambærilegar vörur eru framleiddar af erlendum fyrirtækjum.“


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

15

Guðmundur kenndi þekktu bardagafólki íslenska glímu Njarðvíkingurinn Guðmundur Stefán Gunnarsson fékk það skemmtilega verkefni að kenna íslenska glímu og fleiri bardagaíþróttagreinar á mjög stórum alþjóðlegum æfingabúðum fyrir bardagafólk.

Guðmundur glímir við Sophie Cox tvöfaldan Ólympíufara og gullverðlaunahafa á Evrópubikarnum. Þar voru staddir margir af bestu keppendum og þjálfurum í heiminum, en búðirnar fóru fram í aðstöðu Mjölnis í Öskuhlíð, m.a. Sophie Cox sjöfaldur Bretlandsmeistari í júdó, ólympíufari í júdó og tvöfaldur heimsmeistari í BJJ svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru þarna nöfn eins og Carlos Machado 8. gráðu svartbeltingur í BJJ og Gunnar Nelson sem ekki þarf að kynna fyrir okkur Íslendingum. BJJ Globtrotters stóðu fyrir þessum búðum og höfðu samband við Guðmund vegna reynslu hans af hinum ýmsu glímu og bardagagreinum. Guðmundur segir að það hafi verið mikill heiður að fá að taka þátt í þessum risaviðburði og fá að kynna þjóðaríþrótt Íslendinga og að fá að æfa og læra af bestu bardagamönnum í heimi. Mikil ánægja var með kennsluna og kom þátttakendum á óvart hversu skemmtilegar og í raun einfaldar greinarnar eru. „Fólk hefur verið í sambandi og vill fá meiri kennslu í glímunni en júdódeildin er einmitt að fara að auka við glímugreinar í vetur. Deildin stefnir á að vera með SAMBO sem er rússnesk bardagaðferð, Grappling, sem er svipað og júdó og BJJ, og svo auðvitað verður haldið áfram með kennslu í glímu og öðrum þjóðlegum fangbrögðum,“ sagði Guðmundur.

Nýtt Íslandsmet og Már í fimmta sæti C

M

Íslenska glímuliðið á æfing u í Öskjuhlíðinni.

Rafholt óskar eftir rafvirkjum til starfa Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp starfsmanna. Við leitum að öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri í krefjandi umhverfi. Rafholt er samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi og samviskusemi. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um en eitt af stefnumálum fyrirtækisins er að auka hlutfall kvenna í greininni.

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Þjónustudeild Auglýsum eftir vönum rafvirkjum til starfa við þjónustudeild fyrirtækisins. Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og hafa áhuga á því að tileinka sér nýjungar. Rafholt sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má þar helst nefna Mílu, Vodafone, Nova, Símann, Neyðarlínuna, Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Ölgerðina, Reginn, Eik Fasteignafélag, Húsasmiðjuna, Héðinn, Nathan & Olsen, Hörpu Tónlistarhús og FLE.

Almenn rafvirkjastörf Már Gunnarsson synti annar Íslendinga í úrslitum í 400m skriðsundi S12 á Evrópumeistaramótinu í Dublin. Íslandsmet hans í greininni var 4:59.56 mín. fyrir sundið. Már stórbætti Íslandsmetið er hann kom í bakkann á 4:52.04 mín. og hafnaði í fimmta sæti í greininni. „Þetta er glæsilegur árangur hjá honum,“ segir Steindór Gunnarsson, þjálfari Más.

Auglýsum eftir vönum rafvirkjum, nemum og aðstoðarmönnum í fjölbreytt verkefni á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna í teymi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en alls ekki skilyrði.

Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á helgi@rafholt.is

Rafholt ehf. | Njarðarbraut 3 | 260 Reykjanesbær | 517 7600 | www.rafholt.is

Rafholt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar á sviði rafverktöku á Íslandi. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins. Helstu verkefni eru almennar raflagnir, tölvu- og ljósleiðaralagnir, töflu- og stjórnskápasmíði og þjónusta við fjarskiptafyrirtæki. Rafholt ehf. leggur áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga af báðum kynjum sem hafa áhuga á að sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu. Allir starfsmenn Rafholts fá heita máltíð í hádeginu að eigin vali og vinnuviku líkur í hádeginu á föstudögum. Öflugt starfsmannafélag er starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Árshátíðir og aðrar skemmtanir Rafholts eru metnaðarfullar og farið er reglulega erlendis með allan hópinn. Rafholt ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2017, fimmta árið í röð.


16

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

GS í efstu deild

Golfklúbbur Suðurnesja sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 12 ára og yngri

Golfklúbbur Suðurnesja sigraði í 2. deild Íslandsmóts golfklúbba en leikið var á Hólmsvelli í Leiru. GS vann alla leikina í mótinu og vann sér sæti í efstu deild eftir nokkurra ára veru þar fyrir neðan.

Sigurlið Golfklbúbbs Suðurnesja, efri röð f.v.: Guðmundur R. Hallgrímsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Björgvin Sigmundsson, Róbert Smári Jónsson, Kristinn Óskarsson, Guðni Sigurðsson (liðsstjóri). Neðri röð f.v.: Birkir Orri Viðarsson, Sveinn Andri Sigurpálsson og Logi Sigurðsson.

GS lék til úrslita gegn Golfklúbbi Vestmannaeyja og hafði betur 4/1. Það var tífaldur klúbbmeistari GS, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sem gulltryggði sigurinn gegn GV þegar hann setti niður þriggja metra pútt fyrir fugli á 19. holu. Á Hvaleyrinni lék kvennasveit GS og endaði í 5. sæti og leikur í efstu deild á næsta ári eins og karlasveitin. Sveit Golfklúbbs Grindavíkur lék á Norðfirði í 3. deild og endaði í 6. sæti. Sandgerðingar urðu í 2. sæti í 4. deild en þeir töpuðu fyrir Hvergerðingum í úrslitum um sæti í 3. deild að ári.

Sveit GS: Skarphéðinn Óli Önnu og Ingason, Kári Siguringason, Snorri Rafn William Davíðsson, Viktor Örn Vilmundarson, Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Ylfa Vár Jóhannsdóttir.

Framtíðarstörf í boði! Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði, bæði faglærða sem og ófaglærða. Umsóknir berist á skrifstofu eða á agblikk@simnet.is

Blikksmiðja

Ágústar Guðjónssonar ehf.

VIÐ LEITUM EFTIR STARFSFÓLKI Í LIÐIÐ OKKAR Á RÉTTINUM Um er að ræða almenn eldhús störf og þrif ásamt afgreiðslu í sal. 100% framtíðarstarf og er vinnutíminn alla virka daga frá 8 til 16 eða 9 til 17 ATH. Það er algjört skilyrði að umsækjendur tali íslensku, reyki ekki og séu orðnir 20 ára.

Hópsskóli Skólamatur leitar að jákvæðum og duglegum starfsmanni í mötuneyti sitt í Hópsskóla í Grindavík. Vinnutíminn er frá 10 til 14.

Upplýsingar á staðnum milli klukkan 13–16 alla virka daga. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn á: maggi@retturinn.is

Bílaþjónusta N1 leitar að liðstyrk Leitum að öflugum VERKSTJÓRA á þjónustuverkstæði okkar í Reykjanesbæ.

Menntunar- og hæfnikröfur Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi Íslenskukunnátta skilyrði Áhugi á að vinna í skólaumhverfi Góð samskiptahæfni Fyrirspurnir og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra á fanny@skolamatur.is Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á hollan, góðan og heimilislegan mat til mötuneyta leikog grunnskóla.

Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina • Verkstjórn almennra starfsmanna • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Reynsla af stjórnun • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf Öll hjólbarðaverkstæði N1 hafa hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin. Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur A. Pétursson, sölustjóri, í síma 4401372 eða í tölvupósti, peturp@n1.is.

www.skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt

VR-15-025


Sparidagar fyrir heimilin í landinu

RF56J9040SR/EF

70.000 r afsláttu

Tvöfaldur amerískur kæliskápur

60.000 r afsláttu

UE65MU6275UXXC Ultra HD / Stærð: 65“ - 163cm / 3840 x 2160 / Curved / Motion Rate: 100 / PQI: 1400 / HDR

Verð áður kr. 269.900.-

SPARIDAGAVERÐ: 199.900,-

UE65MU6655UXXC Ultra HD / 65“ - 163cm / 3840 x 2160 / Curved / Motion Rate: 200 / PQI: 1700 / HDR

Verð áður kr. 299.900.-

SPARIDAGAVERÐ: 239.900,HEyRNARTÓL Í ÚRVALI

hljómtækjastæða PIX-EM26-B

Klakavél / Heildarrými: 564 lítrar / Kælirými: 361 lítrar/ Frystirými: 203 lítrar. 4. stjörnu

kr 0 0 0 . 90 ttur afslá Verð áður: 389.900,-

CD, Útvarp 20 stöðva minni, Loftnet, AudioIn, MP3 stuðningur, Hljómstillir, USB tengi.

25%

Verð áður kr. 25.900.-

SPARIDAGAVERÐ: 18.900,-

SPARIDAGAVERÐ:

299.900,-

Þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar, frysti- og kæliskápar á SPARIDAGAVERÐI

Þetta merki hefur verið hjá Ormsson í 28 ár. Það köllum við meðmæli.

30% AT7800

Brauðrist

Tilboð Afslættir Verðlækkun

25%

Sparidagaverð:

7.425,-

Þrifalegu ruslaföturnar. Margar gerðir og gott úrval lita.

20%

25%

Gerðu góð kaup! FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

TILBOÐSVERÐ Á öLLum RykSugum

Samlokugrill

Þvottavélar og þurrkarar

af bestu gerð.

20%

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Vörur frá þessum framleiðanda þykja einstaklega sterkar og endingagóðar.

TVÖFALT VÖFFLUJÁRN

25% 25%

ÞEGAR GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL

6.742,-

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

Njarðvíkurstúlkur og Bláu Pardusarnir Landsmótsmeistarar Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Lið 13-14 ára stúlkna úr Njarðvík bar sigur úr býtum en þær unnu alla sína leiki á mótinu með glæsibrag. Þær Lovísa Grétarsdóttir, Krista Gló Magnúsdóttir, Ásdís Hjálmrós, Helena Mjöll, Emelía Ósk og Karlotta Ísól úr Njarðvík skipa liðið ásamt Rebekku úr Grindavík og Emmu í KR.

NÍU STELPUR FRÁ SUÐURNESJUM Í U16 ÁRA LANDSLIÐI Níu stelpur frá Suðurnesjum héldu út til Svartfjallalands þriðjudagsmorgun þar sem þær munu leika á Evrópumóti FIBA dagana 16.–25. ágúst. Þær eru hluti af U16 ára landsliði stúlkna í körfubolta en í heildina eru það tólf stelpur sem valdar voru í liðið.

Þetta er sjötta og síðasta yngra landslið Íslands sem tekur þátt á EM í sumar. Liðið ferðast í dag og æfir og kemur sér fyrir á morgun áður en fyrsti leikur hefst á fimmtudaginn. Stelpurnar leika í riðli með fimm þjóðum, Bretlandi, Grikklandi, Makedóníu, Svíþjóð og heimastúlkum

Liðið skipa;

Anna Margrét Lucic Jónsdóttir · Grindavík Bríet Ófeigsdóttir · Breiðablik Edda Karlsdóttir · Keflavík Eva María Davíðsdóttir · Keflavík Gígja Marín Þorsteinsdóttir · Hamar Helga Sóley Heiðarsdóttir · Hamar Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. Alls eru 47 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni stúlkna í ár. Allir leikir á EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á YouTube-rás

Var þetta fjórða árið í röð sem Strandarhlaupið fór fram og hefur það fest sig í sessi. Hlaupið er í gegnum helstu kennileiti Sveitarfélagsins Voga. Ungmennafélagið Þróttur heldur hlaupið og helstu

Þær Hanna Gróa, Hrönn Herborg, Fjóla, Sóldís, Lilja og Aldís Ögn skipa liðið en þær kalla sig Bláu Pardusana.

Sara Lind Kristjánsdóttir · Keflavík Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík Þórunn Friðriksdóttir · Njarðvík Una Rós Unnarsdóttir · Grindavík

FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Fleiri upplýsingar má nálgast á heimasíðu FIBA.

Fjölmennt í Strandarhlaupi Þróttar Fjölmargir hlauparar tóku þátt í Strandarhlaupi Þróttar um síðustu helgi. Þrátt fyrir rok þá var stemmningin góð meðal hlaupara.

Þá unnu 11–12 ára stelpur úr Keflavík unnu alla sína leiki og eru því Unglingalandsmótsmeistarar í körfubolta.

bakhjarlar voru Sveitarfélagið Vogar, Hummel, Tótuflatkökur, Vogabær og Nesbúegg. Hlaupið fer alltaf fram viku fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þórólfur Ingi Þórsson sigraði í 10 km. og hljóp á 35:15 og Hrönn Guðmundsdóttir í kvennaflokki en hún hljóp á 43:51 mín. Í flokkaúrslitum 5 km. hljóp Guðjón H. Björnsson á 22:57 og í kvennaflokki hljóp Harpa Georgsdóttir á 23:59.

Elías Már til Hollands

Keflvíski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Elías Már Ómarsson, er á leið til hollenska liðsins Exelsior frá IFK Gautaborg í Svíþjóð. Elías skrifar undir þriggja ára samning við hollenska liðið. Elías lék áður með Välerenga í Noregi eftir að hann fór frá Keflavík 2014. Hann skoraði átta mörk í tólf deildarleikjum með sænska liðinu í sumar, þar á meðal þrennu nýlega. Keppni í hollensku úrvalsdeildinni

er hafin en auk Elíasar er annar Íslendingur í liðinu, Mikael Anderson. Nokkrir fleiri Íslendingar eru hjá liðum í Hollandi, þar má helst nefna Alberg Guðmundsson sem leikur með Hollandsmeisturum PSV.

Instagram-leikur Víkurfrétta mynd vikunn ar!

Í sumar verða Víkurfréttir með myndaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að setja hasstaggið #vikurfrettir með næstu Instagram-mynd sem þú tekur. Við munum velja mynd vikulega í blaðið og oftar á vf.is ef viðbrögð verða góð. Besta mynd vikunnar verður valin og fær eigandi hennar pítsuverðlaun frá Langbest. Í lok sumars munum við velja bestu mynd sumarsins og fær eigandi hennar vegleg verðlaun.

! ar m su í ir tt re rf ku vi # ta no að eg gl du ð ri Ve


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. ágúst 2018 // 31. tbl. // 39. árg.

PEPSI-DEILD KVENNA:

UMFG Í FALLSÆTI

PEPSI-DEILD KARLA:

ELLEFTA TAP SUMARSINS

„Þetta var mjög slakt á köflum, nánast vandræðalegt,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflvíkinga eftir 0:3 tap gegn KA í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en fengu svo tvö mörk í andlitið á stuttum tíma í fyrri hálfleik, annað út víti. Þriðja mark norðanmanna kom einnig úr víti en heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að laga stöðuna og voru ákveðnir þegar leið á seinni hálfleikinn en allt kom fyrir ekki. Ellefta tap sumarsins staðreynd og tíu stig í næst neðsta liðið, Fjölni.

GRINDVÍKINGAR SLAKIR Á HLÍÐARENDA

Grindvíkingar sáu ekki til sólar gegn Valsmönnum og töpuðu 0:4 í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Hlíðarenda. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og þurftu að taka boltann fjórum sinnum úr netinu. Grindvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 23 stig og þurfa að ná góðum úrslitum í lokakafla mótsins ætli þeir að eiga möguleika á Evrópusæti.

Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í Pepsideild kvenna í knattspyrnu 1:2 og sitja í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Eftir jafnan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins á 2. mín. seinni hálfleiks en þá kom Harpa Þorsteinsdóttir þeim í forystu með góðu marki. Aðeins sjö mínútum síðar kom annað mark hjá þeim bláu þegar Þórdís H. Sigfúsdóttir skoraði og staðan 0:2. Rio Hardy minnkaði muninn á 68. mín. en fleiri urðu mörkin ekki og Grindavíkurstúlkur eru í erfiðri stöðu við botninn.

INKASSO-DEILD KVENNA:

FYRSTA TAP KEFLAVÍKURSTÚLKNA EN HALDA ÞÓ TOPPSÆTINU

„Þetta var virkilega súrt að tapa þessum leik því við lékum vel og yfirspiluðum Fylki í fyrri hálfleik og síðan voru mörg dauðafæri sem fóru forgörðum. Fyrsta tapið staðreynd í sumar en stelpurnar mæta sterkar í næsta leik og láta þetta tap ekki slá sig út af laginu. Stefnan er að vinna deildina og við mætum Fylki aftur síðar í mánuðinum,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkurstúlkna sem urðu að lúta í gras 0:1 fyrir Fylki á Nettó-vellinum í gærkvöldi.

Keflavíkurstúlkur hafa verið á fleygiferð í allt sumar og ekki tapað leik fyrr en nú gegn Fylki sem skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Keflavík fékk dauðafæri rétt fyrir leikslok þegar Aníta Lind skaut boltanum nánast á marklínu Fylkis en yfir fór boltinn. Keflavík er þrátt fyrir tapið í efsta sæti en Fylkir á leik inni. Skagastúlkur eru í 3. sæti, sex stigum á eftir Keflavík og hafa leikið leik meira. Það þarf því ansi mikið að gerast til að Keflavík fljúgi ekki upp í Pepsideildina á næsta ári. Gunnar segir markmiðið enn að vinna deildina og að liðið sé tilbúið í efstu deild á næstu leiktíð. „En við þurfum að klára mótið.“

2. DEILD KARLA:

ÞRÓTTARAR TÖPUÐU Á DRAMA­TÍSK­AN HÁTT OG VÍÐIR MEÐ SANNFÆRANDI SIGUR

Þróttarar úr Vogum töpuðu á drama­tísk­an hátt 3:1- fyrir Kára á útivelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Staðan var 1:0, Þrótti í vil, fram að 79. mín­útu, en Kári skoraði þrjú mörk í lok­in og tryggði sér sig­ur­inn. Ragn­ar Þór Gunn­ars­son kom Þrótti yfir á 58. mín­útu en Al­ex­and­er Már Þór­láks­son jafnaði á 79. mín­útu. Andri Júlí­us­son kom Kára yfir úr víta­spyrnu í upp­bót­ar­tíma og Ró­bert Ísak Erl­ ings­son inn­siglaði 3:1-sig­ur á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. Þróttarar voru ekki sáttir með störf dómarans og mótmæltu harðlega vítaspyrnudómnum í uppbótartímanum. Víðir vann 2:0-heima­sig­ur á Tinda­ stóli í Garði. Fyrsta mark leiks­ins kom á 25. mín­útu og var sjálfs­mark og Mahdi Hadra­oui tryggði Víði 2:0 sig­ur með marki úr víti á 77. mín­útu og þar við sat. Var sigur Víðismanna sannfærandi.

Nostalgía Það eru að mér skilst fjórtán bandarískar F15 herþotur á Keflavíkurflugvelli við æfingar um þessar mundir sem færa bæjarbúum mismikla gleði eða ógleði. Hávaðinn sem þeim fylgir er mikill og eðlilega er erfitt að taka ekki eftir þeim. Fjörugar umræður hafa sprottið fram á samfélagsmiðlum um málið og með mikilli aukningu á almennri flugumferð yfir Reykjanesbæ þá finnst mörgum þetta vera orðið einum of mikið. Vissulega eru það mikil læti sem fylgja þessum vélum og skilur maður svo sem gremju fólks en fyrir mína parta þá færa þessar þotur mér ekkert nema minningar um gamla góða tíma. Þótt mér finnist það persónulega eins og það hafi gerst í gær þá eru rúmlega tólf ár síðan Varnarliðið kvaddi okkur Íslendinga og héldu héðan af landi brott af Miðnesheiðinni. Nýjar kynslóðir eru að alast upp og hafa þær jafnvel enga minningu um veru Varnarliðsins hér á landi eða öll þau áhrif sem Varnarliðið hafði á líf okkar. Þegar ég heyri í herþotunum þá spretta upp margar gamlar og góðar minningar tengdar „Vellinum“ enda skipaði hann mikinn sess í sögu okkar Suðurnesjamanna (þjóðarinnar allrar). Pabbi minn heitinn vann lengi vel uppá Velli og það var ýmislegt góðgætið sem hann kom með niðureftir handa okkur fjölskyldunni sem ekki var hægt að fá með öðrum leiðum. Butterball-kalkúnninn var það sem ég man best eftir, hvernig kallinn fór að því að smygla 10–12 kg kalkúna niðureftir ... lærði það svo seinna sjálfur. Fékk þann heiður að starfa fyrir Varnarliðið sjálfur um tíma, stór og fjölbreyttur vinnustaður en mín eftirminnilegasta vinna þar var í Messanum. Þar kynntist maður mörgum skemmtilegum karakterum

LOKAORÐ

FÓTBOLTASAMANTEKT

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON og lærði helling, t.d réðu þeir mig sem kokk eitt sumarið, engum varð meint af (svo ég viti) en ég hafði ekki svo mikið sem soðið egg áður en ég byrjaði. Mér var hreinlega bara kennt ýmislegt og fyrir það er ég afar þakklátur. Eitt af grunnskilyrðum þess að fá vinnu hjá hernum var að geta talað ensku sómasamlega. Þrátt fyrir það voru nokkuð margir sem störfuðu þarna sem kunnu nánast ekkert í enskunni þ.á.m. faðir minn. Margar góðar sögur eru til af pabba heitnum sem kunni afar takmarkað í ensku en reddaði sér samt alltaf, hann vann í mörg ár í Messanum. Eitt skiptið þá kemur pabbi til vinnu, svartaþoka var úti og þegar hann gengur inn ganginn fyrir aftan Messann þá standa þar nokkrir bandarískir yfirmenn. Þeir bjóða honum góða kvöldið og eru að ræða eitthvað saman, pabbi vildi eitthvað taka þátt í samræðunum og vildi benda þeim á þessa miklu þoku sem væri komin fyrir utan. Eins og flestir vita er þoka á ensku, fog. Pabbi segir við þá eftir að þeir bjóða honum góða kvöldið, „there is plenty of fock outside tonight“ og ég hefði viljað sjá svipinn á þessum ágætu hermönnum en samkvæmt sjónarvottum þá urðu þeir ansi hissa en voru fljótir að kíkja út til þess að sjá hvað væri í gangi. Pabbi gerði eins og hann var vanur, rúllaði upp næturvaktinni enda duglegur og afar ósérhlífinn maður.

SKAPANDI NÁMSKEIÐ Í LEIRKERARENNSLU Mánudagsmorgna 3. sept. – 3. des kl. 9 - 12, alls 13 skipti, 88.000 kr.*

Mánudagskvöld 3. sept. – 3. des

kl. 17:30 – 20:30, alls 13 skipti, 88.000 kr.* Helgarnámskeið #1, 22. – 23. sept, 33.000 kr.** Helgarnámskeið #2, 20. – 21. okt., 33.000 kr.** Helgarnámskeið #3, 17. – 18. nóv, 33.000 kr.** *

Að hámarki 7 þátttakendur, allir fá aðgang að rennibekk. Leir, glerungur og brennsla hluta innifalin. Haustfrí 8. október.

** Að hámarki 7 þátttakendur, allir fá aðgang að rennibekk. Leir (10 kg) innifalinn, greiða þarf 1.500 k per hlut sem þú velur að glerja og brenna. Námskeiðið er frá kl. 10 – 16 báða dagana, boðið er upp á léttan hádegisverð

Arnbjörg Drifa Káradóttir, er keramik hönnuður með próf frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Drífa var í starfsnámi í Kaupmannahöfn hjá Christian Bruun 2016 - 2017, en Christian er einn af virtustu keramikerum Danmerkur. Drífa hefur sótt fjölda keramik námskeiða. Hún er auk þess menntaður kennari og hefur kennt í grunnskólum í Reykjanesbæ, á keramikvinnustofu CB í Kaupmannahöfn og í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Að renna leir er frábær núvitundarupplifun sem skilar einstökum og persónulegum leirmunum. Námskeiðin eru haldin á Keramikvinnustofu Drífu, Þórsvöllum 7 í Reykjanesbæ. Tekið er á móti skráningum á drifa@drifakeramik.is og í síma 866 4245. Einnig er hægt að panta sérnámskeið fyrir hópa, vinsamlega hafið samband í síma 866 4245, sjá einnig www.drifakeramik.is

19


Peysa

1999,-

1241o1832-1185x1740(1155x1700)-0XIS.indd 3

2018-07-03 08:22


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.