Hefur þú tryggt þér auglýsingapláss í Ljósanæturblaði Víkurfrétta? Skilafrestur auglýsinga er mánudaginn 27. ágúst kl. 15:00
Opnunartími
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001 ANDREA@VF.IS
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Suðurnesjabæjarhátíðir stanslaust í þrjár vikur Nú stendur yfir tímabil bæjarhátíða á Suðurnesjum. Í ágúst og fram í fyrstu helgina í september er þriggja vikna tímabil þar sem eru óstöðvandi hátíðarhöld þriggja bæjarhátíða á Suðurnesjum. Nú er nýlokið fjölskyldudögum í Vogum sem var vikulöng bæjarhátíð. Nú standa yfir Sandgerðisdagar. Þeir hófust á mánudag og standa fram á sunnudag.
Í næstu viku hefst svo Ljósanótt á miðvikudag og stendur fram á sunnudagskvöld. Myndin var tekin í Aragerði sl. föstudagskvöld þar sem börn grilluðu sykurpúða á sama tíma og Ingó veðurguð stjórnaði brekkusöng. Fleiri myndir í blaðinu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Greiða skaðabætur og geta boðið Stapaskóla aftur út í haust Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samkomulag um uppgjör við Munck Íslandi ehf. vegna Stapaskóla í Dalshverfi Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 1.900.000 í uppgjör á málskostnaði og skaðabótum vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli sem Munck Íslandi ehf. Reykjanesbær ákvað að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu Stapaskóla þar sem
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
þau voru öll verulega yfir kostnaðaráætlun. Þess í stað ákvað bærinn að fara í svokallað
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
GÓMSÆTT OG GOTT Í NETTÓ! Verðsp r
-40% 949
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
KR LÚXUS GRÍSAGRILLPAKKI KG BÓGSNEIÐAR, HNAKKASNEIÐAR OG KÓTILETTUR ÁÐUR: 1.898 KR/KG
LAMBASVIÐ FROSIN
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
RAUÐ VÍNBER Á 50% AFSLÆTTI
engja!!
-50%
samningsútboð. Munck Íslandi ehf. kærði þá ákvörðun bæjarins og kom í ljós að bænum var ekki heimilt að fara þessa leið. Krafðist fyrirtækið bóta. Fær fyrirtækið greiddar 950.000 krónur í málskostnað og sömu upphæð í bætur. Munck Íslandi ehf. átti lægsta tilboðið á sínum tíma í byggingu skólans. Tilboðið var þó 300 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að með því að niðurstaða hafi fengist í málið verði hægt að bjóða verkið út að nýju. í Haust. Breytingar hafa verið gerðar á skólanum. Um 25% af verkinu hafði verið hannað fyrir síðasta útboð en nú verði skólinn hannaður til fulls áður en hann er boðinn út.
!
-50%
MAGASÍN
299 KRKG
ÁÐUR: 498 KR/KG
S U Ð U R N E S J A
Tilboðin gilda 23.-26. ágúst 2018
fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
Sandgerðisdagar með hefðbundnum hætti
Hin árlega bæjarhátíð Sandgerðisdagar fer fram dagana 20.–26. ágúst 2018. Í ár fer hátíðin að mestu leyti fram með hefðbundnum hætti. Íbúar munu skreyta bæinn með öllum regnbogans litum. Sandgerðingar og Garðmenn skemmta sér saman í nýju sameinuðu sveitarfélagi og taka á móti gestum með margvíslegum hætti; Sandgerðisdagagatan, pottakvöld í sundlauginni í umsjón Kvenfélagsins Hvatar, málverkasýning Kolbrúnar Vídalín á Listatorgi, Þekkingarsetur Suðurnesja opið, félagsmiðstöðin Skýjaborg með dagskrá fyrir unga fólkið, hátíðardagskrá í Safnaðarheimili, sagnakvöld Lionsklúbbs Sandgerðis í Efra- Sandgerði, Loddugangan vinsæla, og að sjálfsögðu hið ómissandi knattspyrnumót „Norðurbær - Suðurbær“ með sinni rómuðu saltfiskveislu í Reynisheimilinu og dansleik í Samkomuhúsinu. Golfklúbbur
Sandgerðis heldur sitt árlega mót á Kirkjubólsvelli. Á laugardeginum fer fram dorgveiði við Sandgerðishöfn í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Þann dag er sett upp hátíðarsvæði við Grunnskólann í Sandgerði með leiktækjum af ýmsu tagi. Svæðið opnar kl. 13:00 en dagskrá á hátíðarsviði byrjar kl. 14:00. Dagskráin er tvíþætt; að deginum eigum við von á mörgum góðum gestum svo sem: Sirkus Íslands, Aron Can, Leikhópurinn Lotta, Bryn Ballet o.fl. Kvölddagskrá hefst á hátíðarsviðinu kl. 20:00 og stendur til 22:45 þar koma meðal annarra fram: Leikarar úr söngleiknum Mystery Boy frá Leikfélagi Keflavíkur, Emmsjé Gauti & Keli og Stuðlabandið. Dagskrá laugardagsins lýkur með flugeldasýningu í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar við Sandgerðishöfn kl. 22:45.
Þar sem Sandgerðisbær hefur nú sameinast Sveitarfélaginu Garði er ekki vitað hvort hér er um síðustu Sandgerðisdagana að ræða en ljóst er að núna eru íbúar í sameinuðu sveitarfélagi hvattir til að eiga saman skemmtilega viku með góðum gestum hins nýja sveitarfélags. Einkunnarorð daganna eru: „Sameinuð stöndum við!,“ segir í tilkynningu frá Sandgerðisdögum.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Brynja Ýr Júlíusdóttir, sími 421 0002, brynja@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
Bæjarbúar virkari í að skapa viðburði á Ljósanótt – Fimm daga hátíðarhöld 29. ágúst – 2. september Nítjánda Ljósanóttin í Reykjanesbæ verður sett miðvikudaginn 29. ágúst. Sú breyting er í ár að formleg setning hátíðarinnar hefur færst af fimmtudegi og yfir á miðvikudag, þar sem öll grunn- og leikskólabörn bæjarins koma saman ásamt foreldrum og öðrum gestum í skrúðgarðinum í Keflavík og syngja inn hátíðina. Verslanir í bænum bjóða upp á alls kyns tilboð og viðburði á miðvikudagskvöldinu og þá er líka frumsýning á tónlistarviðburðinum „Með diskóblik í auga“ í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú. Skemmtileg þróun hefur orðið á menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbæ á þessum nítján árum í þá átt að verða sífellt meiri svokölluð þátttökuhátíð. Bæjarbúar hafa orðið virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmis konar viðburðum og við það eykst gildi hennar til muna. Sömu sögu er að segja af styrktaraðilum hátíðarinnar sem standa þétt við bakið á henni. Nýir aðilar bætast í hópinn í ár með myndarlegum hætti, fullir meðvitundar um það að jákvæð ímynd bæjarins skipti máli fyrir fyrirtækin sem í bænum starfa og að jákvæð ímynd hafi sem dæmi áhrif á aðgang þeirra að góðu vinnuafli á þann hátt að hingað vilji flytja og starfa öflugt fólk. Þannig sé það sameiginlegt verkefni bæjarins og fyrirtækja sem þar starfa að styðja við jákvæð verkefni og jákvæða ímyndarsköpun á svæðinu. Opnun fjögurra nýrra sýninga í Listasafni Reykjanesbæjar á eftirmiðdegi fimmtudags markar upphaf sýningahalds Ljósanætur sem hefur verið eitt af aðalsmerkjum hátíðarinnar en á fjórða tug list- og handverkssýninga hafa verið skráðar til leiks. Þessi dagur er orðinn nokkuð stór, ekki síst hjá heimafólki, og má sjá alls kyns hópa, svo sem saumaklúbba og vinnustaði gera sér glaðan dag á þessum degi. Sýningar eru þræddar og verslanir kannaðar en þess má geta að verslanir og veitingahús eru með góð tilboð í gangi alla helgina. Á föstudegi ber hæst Bryggjuball og kjötsúpa fyrir alla á smábátahöfninni. Þar kemur mestmegnis fram heimafólk en einn góður kunningi bæjarbúa er þó á gestalistanum en það er Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Þá er löngu orðið uppselt á Heimatónleikana sem haldnir eru í gamla
bænum í fjórða sinn en þeir eru einmitt dæmi um verkefni sem íbúar sjálfir standa fyrir og hefur slegið rækilega í gegn. Allir miðar seldust upp á nokkrum mínútum.
LAUGARDAGUR Á LJÓSANÓTT
Engum ætti að leiðast á laugardegi Ljósanætur sem er aðal dagur hátíðarinnar en standandi dagskrá er frá morgni til kvölds. Aðalsmerki Ljósanætur er Árgangagangan sem er einstök á landsvísu, þar sem árgangarnir hittast á Hafnargötu og ganga í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæði og safnast þar saman fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar. Síðan taka við hinir ýmsu viðburðir, tónleikar, sýningar, barnadagskrá o.fl. Íbúar fara síðan flestir hverjir heim til að borða og eru súpuboð haldin í öðru hverju húsi fyrir vini og ættingja. Stórtónleikar Ljósanætur eru
svo hápunktur hátíðarhaldanna og þar koma fram Jói P og Króli, Áttan, Stjórnin og Bjartmar Guðlaugsson. Auðvitað er kvöldið toppað með stórglæsilegri flugeldasýningu og að henni lokinni eru ljósin á Berginu kveikt, en af þeim dregur hátíðin einmitt nafn sitt. Ljósin loga svo fram á vor og varpa hlýlegri birtu yfir Stakksfjörðinn á sama tíma og skammdegið bankar upp á. Á sunnudegi eru allar sýningar enn opnar ásamt leiktækjum og sölutjöldum og þá getur fólk komist yfir það sem það átti eftir. Þá eru einnig viðburðir í Höfnum m.a. tónleikar með Magnúsi og Jóhanni ásamt Elizu Newman í Kirkjuvogskirkju.
VIÐBURÐIR Á VEF LJÓSANÆTUR
Upplýsingar um alla dagskrá og einstaka viðburði er að finna á ljosanott. is. Þar er nú að finna ríflega 100 viðburði, list- og handverkssýningar, tónlistarviðburði, íþróttaviðburði og alls kyns lífsstílsviðburði og sífellt bætist við fjölbreytta flóruna. Dagskrá Ljósanætur verður einnig í Víkurfréttum í næstu viku en þá verður gefið út veglegt Ljósanæturblað Víkurfrétta.
Við seljum í Hlíðarhverfinu í Keflavík sem BYGG byggir
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF
Sími 562 4250 fjarfesting.is • Borgartúni 31 • 105 Reykjavík • E-mail: edda@fjarfesting.is
Edda Svavarsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM: 845 0425
ÁFRAM BOÐIÐ UPP Á SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU Í FJÖLBRAUT Reykjanesbær og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa framlengt samstarfssamning sinn um sálfræðiþjónustu við skólann. Boðið var upp á þjónustuna í fyrravetur og þótti ljóst að hún var mjög mikilvæg fyrir nemendur skólans, mikil ánægja ríkir því með áframhaldandi samstarf. Skólaþjónusta Fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun sinna sálfræðiþjónustunni. Samningurinn, sem er til tveggja ára, nær til sálfræðiþjónustu sem er nemendum skólans að kostnaðarlausu. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir nemendur, þar sem áhersla er lögð á ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Tilgangur þjónustunnar er að stuðla að almennri velferð nemenda skólans. Foreldrar og nemendur geta séð nánari upplýsingar um þjónustuna á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
LJÓSANÓTT 2018 30. ágúst – 1. sept.
afsláttur af öllum
vörum nema af tilboðsvöru
Opið: 30. ágúst kl. 09 til 20 31. ágúst kl. 09 til 18 1. sept kl. 11 til 18
KAUPAUKI
Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.
SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
Séð inn í Hvalsneskirkju þar sem framkvæmdir standa nú yfir við lagfæringar á gólfi.
Miklar endurbætur á Hvalsneskirkju – Nýir gluggar, tvöfalt gler og gólfið rétt af
Þessar vikurnar eru unnið að talsverðum endurbótum á Hvalsneskirkju. Smíðaðir hafa verið nýir gluggar í kirkjuna og hún glerjuð með tvöföldu gleri. Nú er unnið inni í kirkjunni við viðgerð á gólfi hennar sem var orðið sigið og skakkt. Það hefur því verið opnað og tjakkað upp og stálsæti sett undir burðarbitana en moldargólf er undir trégólfinu. Gert er ráð fyrir að kirkjan verði lokuð vegna framkvæmda fram í október næstkomandi.
Reynir Sveinsson virðir fyrir sér op í gólfinu þar sem sjá má volduga burðarbita úr rauðviði. Talið er að bitarnir séu úr timburskipinu Jamestown sem strandaði við Hafnir árið 1881.
Burðarbitar undir gólfi kirkjunnar eru vandaður rauðviður sem talinn er vera úr timburskipinu Jamestown sem strandaði við Hafnir árið 1881. Smíði kirkjunnar hófst árið 1886 og var hún svo vígð árið 1887. Til að geta lagfært gólfið þurfti að fjarlægja alla bekki úr kirkjunni ásamt altari og predikunarstól. Flestir munirnir fóru í geymslugám en predikunarstóllinn er enn inni í kirkjunni. Hvalsneskirkja er kirkja Sandgerðinga. Ketill Ketilsson, stórbóndi í Kotvogi og þáverandi eigandi Hvalsnestorfunnar, kostaði kirkjubygginguna. Hvalsneskirkja er byggð úr tillhöggnum steini og var grjótið sótt í klappir í nágrenninu. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon og Stefán Egilsson, um tréverk sá Magnús Ólafsson. Allur stórviður hússins var fenginn úr
fjörunum í nágrenninu, m.a. súlurnar. Viðamiklar viðgerðir fóru fram árið 1945 undir umsjón Húsameistara ríkisins. Altaristafla Hvalsneskirkju er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni máluð af Sigurði Guðmundssyni árið 1886 og sýnir upprisuna. Einn merkasti gripur kirkjunnar er legsteinn yfir Steinunni Hallgrímsdóttur sem dó á fjórða ári (1649).
Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614–1674) mesta sálmaskálds Íslendinga sem þjónaði þá sem prestur í Hvalsnessókn, eiginkona hans var Guðríður Símonardóttir. Hallgrímur Pétursson þjónaði á Hvalsnesi fyrstu prestskaparár sín 1644–1651. Hella þessi var lengi týnd en fannst 1964 þar sem hún hafði verið notuð í stéttina framan við kirkjuna.
Hvalsneskirkja er glæsileg bygging á Hvalsnesi. Gámurinn framan við kirkjuna geymir kirkjubekkina á meðan unnið er við lagfæringar á gólfi kirkjunnar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Kirkja hefur líklega lengi verið á Hvalsnesi, hennar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá árinu 1200. Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes- og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Íbúarnir voru mjög ósáttir við það og var ný kirkja byggð 1820 og var hún timburkirkja. Núverandi kirkja er fyrsta kirkjan sem stendur utan kirkjugarðs. Í kaþólsku tengdust margir dýrlingar kirkjunni, María guðsmóðir, Ólafur helgi, heilög Katrín, Kristur, allir heilagir og hinn helgi kross, segir í samantekt um Hvalsneskirkju á Ferðavef Reykjaness, VisitReykjanes.is
166 brautskráðir af Háskólabrú Keilis á árinu Keilir brautskráði sextán nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 17. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 166 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári. Um þessar mundir eru tíu ár frá fyrstu útskrift Háskólabrúar Keilis og hafa samtals 1.701 lokið náminu á þessum tíma. Heildarfjöldi umsókna í Háskólabrú í ár er sambærilegur og árið 2017 og er þetta annað árið í röð þar sem metfjöldi umsókna berst í námið.
Frá útskrift Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis 17. ágúst. Myndir tók Oddgeir Karlsson.
Í hátíðarræðu sinni lagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, áherslu á mikilvægi raun- og tæknigreina í atvinnulífinu og að við gleymum ekki að leggja rækt við þessar undirstöðugreinar sem byggja á og verk- og hugviti fólks. Þessar greinar eru ekki síður mikilvægar í
dag þegar hjól atvinnulífsins snúast hraðar en nokkru sinni áður. Með örum breytingum og hraðri þróun er mikilvægt að skólarnir heltist ekki úr lestinni, heldur mæti kröfum og þörfum atvinnulífsins Með þessum auknu áherslum á vísindi og tækniframfarir væri á sama tíma mikil-
Opnað verður fyrir áskriftarumsóknir 22. ágúst Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á hollan, góðan og heimilislegan mat til mötuneyta leik- og grunnskóla.
www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is
Hollt, gott og heimilislegt
vægt að gleyma ekki sammannlegum gildum og siðferðilegum grunni okkar allra. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og stýrði útskriftinni. Þá flutti Selma Klara Gunnarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Sigrún Elísa Magnúsdóttir með 9,59 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá HS orku og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám.
ÁRA ÁBYRGÐ KIA
www.kia.com
*Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd.
LOFORÐ UM GÆÐI
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
Frumsýndur á laugardaginn Við frumsýnum nýjan og glæsilegan Kia Ceed á laugardaginn frá kl. 12–16. Ceed er nú lengri, breiðari og með stærra farangursrými en áður. Frábærir aksturseiginleikar, glæsileg evrópsk hönnun og háþróaður tæknibúnaður einkenna nýjan og enn betri Kia Ceed. Hann er fáanlegur með 7 þrepa sjálfskiptingu og öflugri 140 hestafla bensínvél. Hin einstaka 7 ára ábyrgð Kia fylgir að sjálfsögðu með.
Nýr Kia Ceed á verði frá:
2.990.777 kr.
K. Steinarsson frumsýnir nýjan Kia Ceed. Komdu og reynsluaktu.
K. Steinarsson · Holtsgötu 52 · 260 Reykjanesbæ · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia.
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland
6
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
Flugbrautarframkvæmdir Gamla flugstöðin er horfin! senda þoturnar yfir Njarðvík - talsvert kvartað yfir hávaða frá flugi þeirra yfir byggð
Svona var umhorfs á Keflavíkurflugvelli árið 1954.
Ein af F-15 þotunum í flugtaki yfir Njarðvíkum. VF-mynd/pket. „Ástæður þess að íbúar hér á svæðinu verða meira varir við flugvélarnar nú en áður er annars vegar vegna fjölda og hins vegar vegna þeirrar staðreyndar að enn er unnið að viðhaldsframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli en það aftur veldur því að flugtak til austurs yfir byggðina í Njarðvík er oftar en æskilegt hefði verið,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við Víkurfréttir vegna kvartana íbúa svæðisins út af hávaða frá þotunum. Þrettán F-15 orrustuþotur flugdeildar Bandaríska flughersins sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins og um 270 liðsmenn sem að hluta til búa á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á hótelum utan öryggis-
svæðisins. Þetta er stærri hópur en er hér að jafnaði en ekki þó sá stærsti. Að sögn Jóns er umferð um Keflavíkurflugvöll orðin stöðug allt árið og mun væntanlega bara aukast enda Keflavíkurflugvöllur mikilvægur alþjóðaflugvöllur út frá staðsetningu og þeirri staðreynda að hann er ekki bara borgarlegur flugvöllur. „Um hann fara reglulega herflugvélar alla daga ársins og er flugvöllurinn í því sambandi mikilvægur fyrir varnarhagsmuni Íslands, Atlantshafsbandalagið, samstarfið innan bandalagsins og til framkvæmdar varnarsamstarfsins við Bandaríkin. Hér vil ég benda á að Isavia hefur tekist mjög vel að samræma viðhaldsframkvæmdirnar og fluguferðina sem nú er í hámarki. Áætlað er að þær flugvélar sem eru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
fari frá Keflavíkurflugvelli 23. ágúst. Til hávaðamildunar er almennt bara flug á virkum dögum og ekki fyrr en um kl. 10:00 og síðan aftur síðdegis nema á föstudögum en þá er bara morgunflug. Í þessu sambandi leggjum við áherslu á gott samstarf við þær flugsveitir sem hér dvelja og Isavia um framkvæmdina en í sumar eru takmarkanir vegna viðhaldsframkvæmda við flug- og akstursbrautir á Keflavíkurflugvelli og sem hefur þessi áhrif.“ Í samvinnu við LHG og Isavia eru erlendir sérfræðingar á sviði hávaðamildunaraðgerða að vinna fyrir greiningu á málinu og nýja flugtaksferla fyrir herflugvélar. „Er það von okkar að það verði til þessa að draga úr hávaða hér á svæðinu við Keflavíkurflugvöll,“ sagði Jón.
Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er horfin af yfirborði jarðar. Isavia réðst í það verk í vetur að láta rífa bygginguna og fyrirtækið ABLTAK fékk verkið eftir útboð. Á myndinni má sjá restina af þessari fornfrægu byggingu á Keflavíkurflugvelli.
Flugstöðin er horfin.
Endurnýja gatnamót Hafnargötu og Aðalgötu
Til stendur að endurnýja gatnamót Hafnargötu og Aðalgötu í Keflavík. Hellulögn á þessum gatnamótum er illa farin. Nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að lagfæringum á öðrum gatnamótum við Hafnargötu og þá hafa eyjur verið fjarlægðar. Þannig tekst að dreifa álaginu á Hafnargötuna betur. Hellur sem voru notaðar við endurnýjun Hafnargötunnar á sínum tíma hafa ekki staðist mikið álag. Þá var ákveðið að nota ódýrara efni og fara lengra með verkið frekar en að nota slitsterkari hellur og vinna framkvæmdina á lengri tíma. Til verksins á að nýta 25 milljónir króna af óráðstöfuðu á bókhaldslykli til að fara í lagfæringar á Hafnargötu. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir að ekki verði ráðist í framkvæmdina fyrr en eftir Ljósanótt.
Leikskólinn Tjarnarsel – Leikskólakennari Akurskóli – Skólaliðar Málefni aldraðra – Deildarstjóri : Hjúkrunarfræðingur í dagdvalir Leikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/starfsmaður Háaleitisskóli – Náms- og starfsráðgjafi Leikskólinn Hjallatún – Deildarstjóri og annað starfsfólk Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir í Reykjanesbæ Sundmiðstöð/Vatnaveröld - vetraropnun Vetraropnun Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar hefur tekið gildi. Opnunartími: mánu- til fimmtudaga 6:30 til 20:30 Föstudaga 6:30 - 19:30 Laugar- og sunnudaga 9:00 til 17:30 Helgidagaopnun 9.00 - 17.00 Lokað á stórhátíðardögum. Ljósanótt Ætlar þú að standa fyrir viðburði á Ljósanótt? Mundu þá að skrá hann á vefinn ljosanott.is
Samkvæmt skipulagi fyrir Keflavíkurflugvöll mun flugskýli rísa þar sem flugstöðin stóð áður. Víkurfréttir fóru í kynningarferð um gömlu stöðina áður en rifrildi á henni hófst í upphafi árs og ræddi við Friðþór Eydal, fyrrverandi blaðafulltrúa Varnarliðsins.
Dagdvalir aldraðra – hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% stöðu deildarstjóra dagdvala aldraðra. Deildarstjóri stýrir daglegum rekstri deildarinnar, ber faglega ábyrgð á þjónustunni, samræmir verkferla, sinnir þverfaglegu samstarfi og starfsmannamálum í samstarfi við forstöðumann öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar. Dagdvalir aldraðra heyra undir öldrunarþjónustu Velferðarsviðs Reykjanesbæjar og eru staðsettar á Nesvöllum og í Selinu. Markmið dagdvalanna er að styðja aldraða einstaklinga til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Einnig að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Íslenskt hjúkrunarleyfi • Reynsla af starfi með öldruðum eða þekking á málefnum aldraðra • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs • Stjórnunarreynsla æskileg Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2018 Nánari upplýsingar veitir Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar á netfangið: asa.eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is
Reykjanesbær 2018 Senn lítur 19. Ljósanóttin dagsins ljós! Nokkrir hápunktar Miðvikudagur: Setningarhátíð í Skrúðgarðinum � Ljósanæturhlaup Lífsstíls � Með diskóblik í auga kvöldopnun verslana Fimmtudagur: Opnun Ljósanætursýninga í Listasafni og út um allan bæ Föstudagur: Isavia býður á Bryggjuball: Eyþór Ingi � Már Gunnarsson og hljómsveit � Iceland Express. Heimatónleikar: 200.000 naglbítar � Hjálmar � Ingó veðurguð � Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson � Jónas Sig � Kolrassa krókríðandi � Valgeir Guðjónsson. Isavia er helsti styrktaraðili Heimatónleika. Laugardagur: Árgangaganga � akstur fornbíla og bifhjóla � Syngjandi sveifla í Duus Safnahúsum Stórtónleikar á útisviði í boði Landsbankans: JóiPé og Króli � Áttan � Stjórnin Bjartmar Guðlaugsson ásamt stórhljómsveit Flugeldasýning í boði Toyota í Reykjanesbæ Sunnudagur: Menningarhátíð í Höfnum � Með diskóblik í auga � sýningar opnar
Börn og unglingar á Ljósanótt
Miðvikudagur: Setningarhátíð í Skrúðgarðinum. Fimmtudagur: Ljósanæturskemmtun í Fjörheimum og sundlaugarpartý 5.–7.bekkur. Föstudagur: Ljósanæturball í Stapa 8.–10.bekkur. Laugardagur: Söngvaborg í Stapa � Barna- og fjölskyldudagskrá á sviði í boði Nettó: Bryn Ballett Akademían � Leikhópurinn Lotta � Sirkus Íslands � Danskompaní � Taekwondo H jólabrettagleði � Skessan bakar lummur � leiktæki � hoppukastalar og margt, margt fleira ... Allar nánari upplýsingar á www.ljosanott.is
REYKJANESBÆ
Hollt, gott og heimilislegt
ljosanott.is
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
Veðurguðirnir glöddust með Vogamönnum
„Sól slær silfri á Voga“ eru einkunnarorð árlegra fjölskyldudaga í Vogum. Veðurguðirnir voru líka hliðhollir Vogamönnum í ár og hátíðarsvæðið í Aragerði tók vel á móti öllum. Svæðið er skjólsælt og Aragerði án efa eitt flottasta hátíðarsvæði sem bæjarfélag getur boðið upp á. Dagskrá fjölskyldudaganna stóð yfir frá 13. til 19. ágúst og var þetta í tuttugasta og annað skiptið sem hátíðin fór fram en lögð er áhersla á að hátíðin er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að eiga saman góðar samverustundir. Aðgangur að öllum viðburðum Fjölskyldudaga í Vogum er ókeypis. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti meðfylgjandi myndum á hátíðinni.
Sundhöll Keflavíkur með hátt varðveislugildi verður rifin
– Niðurstaða húsafriðunarnefndar er kæranleg til æðra stjórnvalds
Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2018 er til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • •
Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2018.
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Húsafriðunarnefnd hefur komist að niðurstöðu varðandi framtíð Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun Íslands hafði óskað eftir sjálfstæðu mati nefndarinnar á varðveislugildi Sundhallarinnar við Framnesveg 9 í Keflavík. „Þrátt fyrir að nefndin telji Sundhöll Keflavíkur hafa hátt varðveislugildi vegna menningarsögu þá nægir heildarniðurstaða varðveislumats ekki til þess að húsafriðunarnefnd geti mælt með því við Minjastofnun Íslands að hún eigi frumkvæði að friðlýsingu mannvirkisins,“ segir í bókun húsafriðunarnefndar. Halldór Ragnarsson hjá Húsanesi, sem er eigandi gömlu sundhallarinnar við Framnesveg, segir að næstu skref í málinu séu að ljúka hönnun þeirra mannvirkja sem eigi að rísa á lóðinni. Hann segir að nú þegar hafi orðið níu mánaða tafir á verkinu og ljóst að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en næsta vor. Með niðurstöðu húsafriðunarnefndar eigi ekkert að vera því til fyrirstöðu að rífa bygginguna. Ekkert hafi þó verið ákveðið hvenær það verði gert. Minjastofnun fól Hjörleifi Stefánssyni arkitekt að leggja rökstutt mat á varðveislugildi Sundhallar Keflavíkur. Hann skilaði stofnuninni skýrslu í júlí þar sem hann komst að svohljóðandi niðurstöðu: „Með hliðsjón af byggingarlist hússins og menningarsögu þess sem rökstutt er hér að ofan og þrátt fyrir takmarkað umhverfisgildi og slakt tæknilegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur hátt varðveislugildi“. Húsafriðunarnefnd fundaði 13. ágúst
sl. og þar var skýrsla Hjörleifs til umfjöllunar. Álit húsafriðunarnefndar til Minjastofnunar kemur fram í eftirfarandi bókun: „Húsafriðunarnefnd er sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar um að Sundhöll Keflavíkur hafi hátt menningarsögulegt gildi fyrir samfélagið í Keflavík. Að mati nefndarinnar bera sveitarfélög skyldur gagnvart varðveislu menningararfsins í nærumhverfi sínu. Fyrir liggur að hvorki er vilji né áhugi að hálfu Reykjanesbæjar og húseiganda til að stuðla að varðveislu hússins. Húsafriðunarnefnd lýsir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í þessu máli þar sem lítillar viðleitni hefur gætt til þess að finna flöt á því að varðveita mannvirkið í samráði við eigendur þess og hollvinasamtök. Önnur sveitarfélög, svo sem Akranes og Seyðisfjörður, hafa sýnt metnað til að tryggja varðveislu sambærilegra sundlaugarmannvirkja og
hafa áform um að gera þeim til góða með hliðsjón af upphaflegri gerð. Þrátt fyrir að nefndin telji Sundhöll Keflavíkur hafa hátt varðveislugildi vegna menningarsögu þá nægir heildarniðurstaða varðveislumats ekki til þess að húsafriðunarnefnd geti mælt með því við Minjastofnun Íslands að hún eigi frumkvæði að friðlýsingu mannvirkisins“. Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir hollvinasamtökum Sundhallar Keflavíkur. Hún átti fund með Minjastofnun um málið sl. þriðjudag. Hún sagði í samtali við Víkurfréttir að hollvinir Sundhallar Keflavíkur hefðu ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og því væri ekki lokið þrátt fyrir þessa niðurstöðu nefndarinnar, sem er kæranleg til æðra stjórnvalds.
GÓMSÆTT OG GOTT Í NETTÓ! -50%
LÚXUS GRÍSAGRILLPAKKI BÓGSNEIÐAR, HNAKKASNEIÐAR OG KÓTILETTUR KR KG
949
ÁÐUR: 1.898 KR/KG
KALKÚNASNEIÐAR MARINERAÐAR KR KG
Verðspren gj
a!!!
-40% LAMBASVIÐ FROSIN KR KG
299
ÁÐUR: 498 KR/KG
-40%
1.679
GRÍSAHAKK FERSKT KR KG
-40%
599
ÁÐUR: 2.798 KR/KG
-40%
LAMBABÓGSTEIK Í SVEPPAMARINERINGU KR KG
2.099
ÁÐUR: 3.498 KR/KG
ÁÐUR: 998 KR/KG
GRÍSAPOTTRÉTTUR Í SVEPPASÓSU KR KG
-40% 1.499 ÁÐUR: 2.498 KR/KG SANTA MARIA VÖRUR Á 20% AFSLÆTTI
SMOKKFISKBOLIR KR KG
1.537
ÁÐUR: 1.921 KR/KG
-20%
RAUÐ VÍNBER Á 50% AFSLÆTTI
-50%
-20% Tilboðin gilda 23.-26. ágúst 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
SOSSA BJÖRNSDÓTTIR LISTAMAÐUR ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Las Hobbitann fyrir son sinn á tjaldferðalagi um Evrópu
Opið bréf til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Sossa Björnsdóttir listamaður en hún er ein af þeim sem les mikið allt árið. Hvaða bók ertu að lesa núna? Parísarhjól eftir Sigurð Pálsson og Incomplete and utter history of classical music eftir Stephen Fry. Hver er uppáhaldsbókin? Hobbitinn eftir J.R.R Tolkien en hana las ég á ferðalagi um Evrópu og endursagði syni mínum í tjaldi á kvöldin þegar hann var sex ára. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Halldór Laxness væri flotta svarið en svo eru ungu skáldin svo frábær. Jón Kalman, Gerður Kristný, Guðmundur Andri, Hallgrímur Helgason og Anton Helgi en hann hefur verið og er enn innblástur í málverkunum mínum. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry en hún er góð fyrir sálina. Ilmurinn eftir Patrick Süskind því hún er svo myndræn og Atómstöðin eftir Halldór Laxness. Hvaða bók ættu allir að lesa? Litla prinsinn. Hvar finnst þér best að lesa? Í fríi á sundlaugarbakka, í flugi og á flugvöllum og svo bara í góðum stól heima. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Atómstöðin en hana myndskreytti ég og gerði kápuna á sem BA lokaverkefni fyrir allmörgum árum. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Skissubókina mína og dagbókina. Þær eru alltaf með mér. Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer. is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.
Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni og nauðsyn á vinnustaðasálfræðingi Ég hef starfað hjá Grindavíkurbæ í sjö ár sem sálfræðingur og ráðgjafi í félags- og skólaþjónustu og nú sl. þrjú ár eingöngu í skólaþjónustu. Flest árin var vinnuumhverfið spennandi og framsækið þar sem unnið var eftir settum markmiðum og stefnum á jákvæðum nótum og samheldni var stolt starfsmanna á bæjarskrifstofunni. Því miður fór að halla undan fæti frá byrjun árs 2017. Síðan hefur stéttaskipting milli starfsmanna verið viðhöfð og neikvæðari samskipti innan vinnustaðarins menga andrúmsloftið og allt vinnuumhverfið. Þrátt fyrir að ég hafi ekki hug á, eða þörf fyrir, að vinna áfram í slíku neikvæðu sundrungarumhverfi þá vil ég koma sjónarmiðum á framfæri sem líklega margir starfsmenn myndu taka undir ef á reyndi. Í föstudagsfrétt á vf.is er haft eftir Hjálmari formanni bæjarráðs Grindavíkur þessi orð „Ég vil taka það skýrt fram að þrír af þessum fimm voru búnir að segja upp áður en ráðning Fannars var staðfest. Það er ekkert launungarmál að nokkrir starfsmenn höfðu fengið áminningu sem bæjarstjóri sá um að koma áleiðis en það er eftir ákvörðun meirihlutans.“ Það er ámælisvert að mínu mati að bæjarfulltrúi upplýsi um slíkar alvarlegar aðgerðir sem hvergi eru opinberlega bókaðar vegna trúnaðarskyldu. Alveg sama þó það varði
mig ekki persónulega þá er vegið að samstarfsfélögum mínum. Aðdróttanir bæjarfulltrúa í frétt á vf.is 17/8 og fleiri ummæli, ásamt viðhorfi stjórnenda til starfsmanna, uppsagnir og vanlíðan fólks í vinnunni staðfesta að málið er ekki bara að sendiboðinn kom með slæmar fréttir frá bæjarstjórn. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélags og ber skyldur sem slíkur. Að halda því fram að bæjarstjóri sé einungis milliliður (sendiboði) á milli starfsmanna og bæjarstjórnar er heimskuleg fullyrðing og ber vott um þekkingarleysi gagnvart verkaskiptingu í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Fyrir liggur erindi hjá bæjarráði þar sem vakin er athygli á vinnuumhverfinu á bæjarskrifstofunni ásamt áskorun um úrbætur. Athygli vekur að erindið er skilgreint sem trúnaðarmál (að undirlagi formanns bæjarráðs) og því verða bókanir fundarins ekki opinberar. Samt sem áður hefur formaður bæjarráðs tjáð sig með óábyrgum hætti um starfsmannamál sem og þá stöðu sem uppi er og til umfjöllunar í bæjarráði í dag. Með orðum sínum fer formaður bæjarráðs með dylgjur um starfsmenn sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér enda virða þeir trúnaðarskyldu sína. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur skólaþjónustu Grindavíkurbæjar
SKAPANDI NÁMSKEIÐ Í LEIRKERARENNSLU Mánudagsmorgna 3. sept. – 3. des kl. 9 - 12, alls 13 skipti, 88.000 kr.*
Mánudagskvöld 3. sept. – 3. des
kl. 17:30 – 20:30, alls 13 skipti, 88.000 kr.* Helgarnámskeið #1, 22. – 23. sept, 33.000 kr.** Helgarnámskeið #2, 20. – 21. okt., 33.000 kr.** Helgarnámskeið #3, 17. – 18. nóv, 33.000 kr.** *
Að hámarki 7 þátttakendur, allir fá aðgang að rennibekk. Leir, glerungur og brennsla hluta innifalin. Haustfrí 8. október.
** Að hámarki 7 þátttakendur, allir fá aðgang að rennibekk. Leir (10 kg) innifalinn, greiða þarf 1.500 k per hlut sem þú velur að glerja og brenna. Námskeiðið er frá kl. 10 – 16 báða dagana, boðið er upp á léttan hádegisverð
Arnbjörg Drifa Káradóttir, er keramik hönnuður með próf frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Drífa var í starfsnámi í Kaupmannahöfn hjá Christian Bruun 2016 - 2017, en Christian er einn af virtustu keramikerum Danmerkur. Drífa hefur sótt fjölda keramik námskeiða. Hún er auk þess menntaður kennari og hefur kennt í grunnskólum í Reykjanesbæ, á keramikvinnustofu CB í Kaupmannahöfn og í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Að renna leir er frábær núvitundarupplifun sem skilar einstökum og persónulegum leirmunum. Námskeiðin eru haldin á Keramikvinnustofu Drífu, Þórsvöllum 7 í Reykjanesbæ. Tekið er á móti skráningum á drifa@drifakeramik.is og í síma 866 4245. Einnig er hægt að panta sérnámskeið fyrir hópa, vinsamlega hafið samband í síma 866 4245, sjá einnig www.drifakeramik.is
SANDGERÐISDAGAR
20. - 26. ÁGÚST GLÆSILEGA OG FJÖLBREYTTA
DAGSKRÁ MÁ FINNA Á
www.gardurogsandgerdi.is www.facebook.com/sandgerdisdagar
12
UNGA FÓLKIÐ Á SUÐURNESJUM
STARFSMAÐUR VIKUNNAR: MARGRÉT ARNA ÁGÚSTSDÓTTIR Hvar vinnur þú? Ég vinn í Nettó á Iðavöllum. Hvað ertu búinn að vinna þarna lengi? Ég hef unnið það síðan apríl 2017. Hvernig fékkstu vinnuna? Systir mín var vaktstjóri og hjálpaði mér að fá atvinnuviðtal. Hvað ertu gamall? 16 ára. Ertu bara að vinna í sumar eða ætlarðu að vinna í vetur? Ég mun vinna aðra hverja helgi í vetur. Hvað vinnur þú mikið og lengi? Ég vinn aðra hverja helgi og tvö kvöld á virkum dögum, vaktir geta verið frá fjórum tímum alveg upp í tíu tíma. Hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ég er að safna upp í bíl. Hver er draumavinnan? Draumurinn er að verða sálfræðingur.
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
UNGLINGUR VIKUNNAR: HARALDUR HJALTI
Hvað ertu gamall? ég er 16 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég var í Stóra Vogaskóla. Hvar býrðu? Vogum. Hver eru áhugamálin þín? Að fara í ræktina. Ertu að æfa eitthvað? Ekki eins og er. Hvað viltu vera þegar þú ert orðinn stór? Rafvirki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hitta vini. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Örugglega að tapa. Ef þú mættir setjast niður með hvaða fimm manns sem er og spjalla við þau, hver væru þau? Ólaf Darra, Helga Björns, David Deckham, Kobe og Shaq. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Skó. Hvað er lífs-mottóið þitt? Er ekki með neitt en vantar þannig. Uppáhaldsskyndibitastaður/-veitingastaður: Hamborgarafabrikkan. Uppáhaldstónlistarmaður: Chris Stapelton. Uppáhaldsmynd: Lord of the Rings Uppáhaldsþáttur: Dagvaktin. Uppáhaldshlutur: Rúmið mitt. Draumabíllinn: Tesla.
ÍÞRÓTTASNILLINGUR VIKUNNAR: MAGNÚS PÉTURSSON Íþrótt: Körfubolti. Aldur/félag: 16 ára, Keflavík. Hvað hefur þú æft körfubolta lengi? Kringum 8–9 ár. Hvaða stöðu spilar þú? Leikstjórnandi. Hvert er markmið þitt í körfunni? Spila með A-landsliðinu og komast út í atvinnumennsku. Hversu oft æfir þú á viku? Fimm sinnum. Hver er þinn uppáhaldskörfuboltamaður/-kona? Hér á Íslandi er það örugglega Martin Hermanns en í NBA er það Weestbrook. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Líklegast Hörður Axel eða Martin Hermanns. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Oklahoma Thunders. Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku? Boston Celtics. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Vonandi í atvinnumennskunni.
r0 arnitho
R
ÁRNAFRÉTTI
U M S JÓ N : u ð jó n s s o n Á rn i Þ ó r G2@gmail.com
Instagram-leikur Víkurfrétta mynd vikunn ar!
Í sumar verða Víkurfréttir með myndaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að setja hasstaggið #vikurfrettir með næstu Instagram-mynd sem þú tekur. Við munum velja mynd vikulega í blaðið og oftar á vf.is ef viðbrögð verða góð. Besta mynd vikunnar verður valin og fær eigandi hennar pítsuverðlaun frá Langbest. Í lok sumars munum við velja bestu mynd sumarsins og fær eigandi hennar vegleg verðlaun.
! ar m su í ir tt re rf ku vi # ta no að eg gl du ð ri Ve
HS Orka leitar að öflugum liðsmönnum til starfa
STJÓRNBÚNAÐUR
GUFUVEITA
RAFVIRKI / RAFIÐNFRÆÐINGUR / RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGUR
VÉLVIRKI / JÁRNIÐNAÐARMAÐUR / BLIKKSMIÐUR
Rekstur og viðhald á stjórn-, raf- og upplýsingakerfum orkuvera.
Rekstur og viðhald frá holutoppi að skiljustöð.
Helstu verkefni • Rekstur og viðhald á stjórn-, varnaliðabúnaðar og upplýsingakerfi orkuvera. • Ráðgjöf og þjónusta við notendur kerfisins. • Miðlun upplýsinga um virkni og /eða breytingar á stjórnkerfum. • Tryggja að teikningar séu uppfærðar og breytingar skráðar. • Ráðgjöf við nýframkvæmdir og val á búnaði.
Helstu verkefni • Reglubundinn rekstur, viðhald og bilanagreining á búnaði. • Úrbætur og endurnýjun búnaðar. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi. • Nýsmíði.
RAFMAGN RAFVIRKI / RAFVEITUVIRKI Umsjón með rafbúnaði sem er fjölbreyttur og umfangsmikill í rekstri orkuvera. Helstu verkefni • Rekstur, viðhald og bilanagreining á búnaði. • Þekking á háspennu kostur. • Skráning á viðhaldi, eftirliti og bilunum í viðhaldskerfi. • Úrvinnsla verkefna úr lögskipaðri rafskoðun.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri ple@hsorka.is. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 6. september 2018 og er sótt um á heimasíðu okkar www.hsorka.is. Störfin henta jafnt konum sem körlum.
VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM LIÐSMÖNNUM SEM SEM HAFA GÓÐA FRAMKOMA, JÁKVÆÐNI OG LIPURÐ Í MANNLEGUM SAMSKIPTUM. VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á FRUMKVÆÐI OG SJÁLFSTÆÐI ÁSAMT SNYRTIMENNSKU. ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?
HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í yfir 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Heildarfjöldi starfsmanna er um 60. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun sem eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er að öllum straumum sé breytt í verðmætar auðlindir.
14
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 23. ágúst 2018 // 32. tbl. // 39. árg.
FÓTBOLTASAMANTEKT
PEPSI-DEILD KARLA:
FLEIRI MÆTA ÞEGAR ÍSBÍLLINN KEMUR EN Á LEIKI GRINDAVÍKUR
Grindvíkingar eru í fínum málum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu en þeir gerðu jafntefli við stórlið Stjörnunnar í Grindavík sl. sunnudag. Lokatölur urðu 2:2. Grindvíkingar eru í harðri baráttu um Evrópusæti og eru í 5.–6. sæti með FH með 24 stig, þremur á eftir KR sem er með 24 stig í 4. sæti. Mörk Grindavíkur í leiknum skoruðu Aron Jóhannsson á 40. mín. en Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins eftir að Stjarnan hafði komist yfir á skömmu áður. Það vakti athygli eftir leikinn gegn Stjörnunni að Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi dómari og sérfræðingur í Pepsi-mörkunum á Stöð 2, lét áhorfendur og stuðningsmenn Grindavíkur heyra það.
Sagði að þeir ættu að skammast sín. „Grindavík er með nokkuð spennandi lið, er að gera fína hluti. Það er óskiljanlegt í þessu bæjarfélagi að það skuli mæta svona fáir á völlinn. Það mæta fleiri þegar ísbíllinn kemur út á götu í Grindavík en þeir sem mæta á völlinn. Í rauninni mega bæjarbúa skammast sín því liðið á meira skilið,“ sagði Gunnar Jarl.
Keflvíkingar fóru til Eyja en höfðu ekkert upp úr krafsinu. Enn eitt tapið 0:1 en gamli þjálfari Keflavíkur, Kristján Guðmundsson, hrósaði þeim fyrir góðan leik og sagði að liðið ætti eftir að vinna leik. Staðan er hins vegar orðin vonlaus og bara spurning hvernig Keflavík vinnur úr lokaleikjum deildarinnar.
PEPSI-DEILD KVENNA:
INKASSO-DEILD KARLA:
RASSSKELLUR Í ÁRBÆ
JAFNTEFLI GEGN FRAM
Keflavíkurstelpur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu fengu raskell í öðrum leik þeirra á móti Fylki á stuttum tíma. Þær appelsínugulu rúlluðu yfir Keflvíkinga 3:0 en þær unnu í bítlabænum fyrir um viku síðan 0:1. Liðin berjast um toppsætið í deildinni en eftir þessi tvö töp er ljóst að titilinn er kominn hálfa leið í hendur Fylkiskvenna. Keflvíkurstúlkur unnu ÍA um síðustu helgi 1:5 á Skaganum en þær eru með 34 stig, tveimur á eftir Fylki en hafa leikið leik meira. Stelpurnar í Pepsi-deildarliði Grindavíkur eru ekki í nógu góðum málum því þær gerðu jafntefli á Selfossi í síðustu umferð og eru næst neðstar í deildinni með 10 stig.
Fram og Njarðvík gerður 0:0 jafntefli í Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. laugardag. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Njarðvíkingar eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir unnið tvo leiki, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.
2. DEILD KARLA:
SIGLA LYGNAN SJÓ
Suðurnesjaliðin í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu eru í ágætum málum. Voga-Þróttarar eru með 23 stig í 7. sæti og Víðismenn í Garði eru með 16 stig í 8. sæti og verða að innbyrða nokkur stig í lokaumferðunum til að blanda sér ekki í botnbaráttuna. Víðir heimsótti Voga-Þróttara sl. þriðjdagskvöld. Nánar um þann leik á vf.is.
Umsókn um dvöl í
ORLOFSHÚSUM
Keflvísk taekwondo-ungmenni stóðu sig vel í Danmörku Keflvíkingar stóðu sig vel á sterkum æfingabúðum í Danmörku dagana 4.–9. ágúst sl. Fjórir Keflvíkingar og meðlimir í íslenska taekwondo-landsliðinu fóru á æfingabúðir hjá einum besta taekwondo-þjálfara Evrópu, Bjarne Johansen, sem um árabil hefur þjálfað afreksfólk í fremstu röð. Æfingabúðirnar fóru fram í Aarhus í Danmörku. Þeir Andri Sævar, Ágúst Kristinn, Daníel Arnar og Eyþór þóttu standa sig gríðarlega vel, bæði í keppnisbardögum og æfingum. Þeir fengu viðurkenningu í lok æfingabúðanna fyrir framúrskarandi árangur. Ágúst Kristinn fékk svo auka viðurkenningu og fær fríar æfingabúðir á næsta ári. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessa keppendur okkar að fara á æfingabúðir í þessum styrkleika til þess að sækja sér reynslu og svo að þeir nái að vera á heimsmælikvarða og að þeir geti undirbúið sig sem best fyrir komandi keppnistímabil. Næst á dagskrá hjá þessum keppendum er svo keppni á gríðarlega stóru og sterku móti sem haldið verður í Varsjá í Póllandi í september, en þar mun Kristmundur Gíslason, einn af okkar sterkustu keppendum
undanfarin ár, einnig keppa. Veturinn hjá taekwondo verður spennandi og margt framundan hjá keppendum okkar bæði innan lands og utan, segir í tilkynningu frá taekwondo-deild Keflavíkur.
AFMÆLI Á SUÐURNESJUM
Árni Ragnarsson 40 ára Þann 27.ágúst nk. fagnar Árni Ragnarsson 40 ára afmæli sínu. Árni er borinn og barnfæddur (og mjög stoltur) Keflvíkingur. Sonur hjónanna Ragnars Geralds Ragnarssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Árni hefur alla tíð búið í Keflavík, er mikill stuðningsmaður liðs Keflavíkur í körfubolta og fótbolta. Hann fór í Myllubakkaskóla og síðan í Holtaskóla. Hann stundaði nám á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur síðan starfað hjá Reykjanesbæ. Hann starfar nú hjá Nesvöllum og kann því vel og á góða félaga í vinnunni.
Verkalýðsfélags Grindavíkur páska 2019
Árni hefur stundað boccia með liði sínu Íþróttafélaginu Nes og farið erlendis á mót. Hann tók einnig þátt í Special Olympics - Olympíuleikum fatlaðra í sundi árið 2000 sem haldið var í Groningen í Hollandi. Árni býr að Heiðarenda 2 í Reykjanesbæ, en þar hefur hann búið síðustu 18 ár. Hann er duglegur að rækta sína nánustu, er einstaklega fróður, skemmtilegur og finnst gaman að vera í kringum fólkið sitt. Okkur fjölskyldu Árna langar til að halda daginn hátíðlegan, þar sem Árni er mikið afmælisbarn og finnst mjög gaman að halda partý. Við von-
ATVINNA HJÁ FITJUM – VÖRUMIÐLUN Óskum eftir bílstjórum til starfa á stóra og minni bíla.
umst til að flestir vinir og ættingjar Árna sjá sér fært að samfagna með honum og bjóðum þeim til veislu í sal Nesvalla, Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ sunnudaginn 26. ágúst milli kl. 17 og 20.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Gott að geta byrjað sem fyrst.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife um páskana 9. apríl 2019 til 23. apríl 2019. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Leigan er 100 þúsund og 24 punktar.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna inná www.VLFGRV.is undir orlofshús
Til sölu iðnaðarbil/geymsluhúsnæði 41,7 fm með millilofti í Hvalvík 2. Upplýsingar gefur Björn í síma 616 2716 eða sendið línu á btk@keilir.net
Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma 896-8422 eða á netfangið magnus.svavarsson@vorumidlun.is Umsóknir sendist einnig á magnus.svavarsson@vorumidlun.is
HÚSNÆÐI ÓSKAST Óska eftir 3 til 5 herbergja íbúð á Suðurnesjum fyrir starfsmenn. Fyrirtækið sér um tryggingar og greiðslur. Upplýsingar í síma 897 1995.
Hvað er betra en pizza?
d
TVÆR PIZZUR d ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.
Við notum eingöngu 100% íslenskan ost!
www.dominos.is
Domino’s app sími 58 12345
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Er búið að láta danakonung vita af þessu?
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Skjaldarmerki Danakonungs á Reykjanesvita afhjúpað á Ljósanótt
ER Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er komið úr sumarfríi og mætir með nýjan þátt stútfullan af fersku efni á Hringbraut á fimmtudagskvöld kl 20:00
Mannhæðarhár skjöldur með afsteypu af skjaldarmerki Danakonungs hefur verið settur upp á Reykjanesvita og verður verkið formlega vígt nk. föstudag á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita, ásamt fleirum hefur lokið við uppsetningu á afsteypunni sem gekk ágætlega og prýðir verkið nú vitann. Reykjanesviti er um 30 metra hár og stendur í rúmlega 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Hollvinasamtökin hafa áhuga á að nýta húsnæði neðan vitans sem m.a. hýsir ljósavél og vilja koma þar upp sýningu sem tengist vitanum. Frá vígslu Reykjanesvita hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár, skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs. Merkið þótti á sínum tíma mikilvæg viðurkenning konungs á mannvirkinu en Kristján IX var konungur Danmerkur 1863–1906. Þegar vitinn var vígður hafði sonur Kristjáns, Friðrik VIII, tekið við stjórnartaumum í Danmörku og var þá skjaldarmerki hans sett yfir það fyrra.
Suðurnesjamagasín
Frá uppsetningu merkisins á Reykjanesvita.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Hringbraut og vf.is
Spennandi störf hjá Grindavíkurbæ Grindavíkurbær auglýsir stöður tveggja sviðsstjóra lausar til umsóknar, þ.e. starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtogum í störfin. Starfshlutföll eru 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Auk faglegrar hæfni, sem tilgreind er sérstaklega fyrir hvort starf, er sú krafa gerð til umsækjenda að þeir hafi mikla samskipta- og skipulagshæfni og getu til að stjórna breytingum ásamt hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt. Reynsla af stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrarog fjárhagsáætlana er mikilvæg. Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Þá er krafist góðrar kunnáttu í íslensku í ræðu og riti.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs
Meðal helstu verkefna • Umsjón með stefnumótun í þeim málaflokkum sem undir hann heyra í samvinnu við fagnefnd sviðsins • Starfar í samræmi við skipulagslög, mannvirkjalög og önnur lög sem heyra undir verksviðið • Ber ábyrgð á skipulagsgerð og útgáfu framkvæmdaleyfa • Ráðgjöf, undirbúningur og framlagning mála fyrir fagnefnd sviðsins og bæjarráð ásamt eftirfylgni mála
Meðal helstu verkefna • Yfirumsjón og ábyrgð á íþrótta-, frístunda-, forvarna og menningarmálum ásamt þjónustu við íbúa á þessum sviðum • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana • Ráðgjöf, undirbúningur og framlagning mála fyrir fagnefnd sviðsins og bæjarráð ásamt eftirfylgni mála • Að skipuleggja viðburði og hátíðir í Grindavík
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Menntunar- og hæfniskröfur • Tæknimenntun á háskólastigi og réttindi til að starfa sem skipulagsfulltrúi • Reynsla af ráðgjafa- og stjórnunarstörfum • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum • Góð tölvukunnátta og þekking á ýmsum hugbúnaði varðandi byggingarmál • Sjálfstæði og frumkvæði
Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun verkefna og rekstri • Færni á sviði upplýsingatækni og miðlunar • Sjálfstæði og frumkvæði
Nánari upplýsingar um starfið veitir Fannar Jónasson bæjarstjóri í síma 420 1100 og með tölvupósti fannar@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang eða berast bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík, merkt „Sviðsstjóri – umsókn“. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál, en listi umsækjenda verður opinber að umsóknarfresti liðnum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Grindavík er 3.400 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 20% undanfarin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa Lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi. Grindavík er einn öflugasti íþróttabær landsins og styður vel við íþróttastarf barna með niðurgreiddum æfingagjöldum. Í Grindavík er öflugur grunnskóli með niðurgreiddan skólamat og niðurgreidd námsgögn. Í Grindavík eru hagstæð leikskólagjöld, lágt útsvar og lág fasteignagjöld. Grindavík er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguleiðir, fuglalíf mikið í klettum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn.