Janúartilboð - Fljótlegt og gott
Hjónin Disley og Yosvany Torralba fluttu frá Kúbu til Íslands
Í leit að betra lífi
50%
45%
65%
89
149
179
áður 259 kr
áður 299 kr
áður 329 kr
kr/stk
kr/stk
8
Sítrónutoppur 0,5L
Hnetuvínarbrauð
Opnum snemma lokum seint
kr/stk
Hámark próteindrykkur súkkulaði 250ml
Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24
fimmtudagur 3. janúar 2019 // 1. tbl. // 40. árg.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Nýju ári fagnað! Bjarni Ólason er Grindvíkingur ársins Matreiðslumaðurinn Bjarni Ólason var valinn Grindvíkingur ársins 2018 fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagasamtök í Grindavík. Bjarni fékk flestar tilnefningar og var valnefndin sammála um að Bjarni væri mjög vel að þessari nafnbót kominn, segir í frétt á grindavik.is. Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt. Bjarni fær afhenta viðurkenningu á Þrettándagleði Grindvíkinga 6. janúar.
Maður ársins á Suðurnesjum Víkurfréttir standa fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins 2018. Blaðið hvetur lesendur til að taka þátt í valinu með því að senda ábendingar á póstfangið vf@vf.is. Greint verður frá vali á manni ársins í Víkurfréttum í næstu viku.
Þrátt fyrir lítið atvinnuleysi eykst þörfin fyrir félagslega aðstoð Fleiri áskoranir en fjármálin hjá Reykjanesbæ. Skuldaviðmiði náð fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heilsuverkefnið náði eldra fólki úr sófanum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir í nýársávarpi sem hann flutti í Keflavíkurkirkju að líklega verði bæjarfélagið búið að ná lögbundnu skuldaviðmiði í lok árs 2020 en því þarf að ná fyrir árslok 2022. Hann segir að það séu jafnvel stærri áskoranir í rekstri bæjarfélagins en fjármálin og nefnir auknar væntingar viðskiptavina um meiri, betri og hraðari þjónustu gegn lægra gjaldi og einnig breytingar á þörfum, viðhorfi og væntingum starfsmanna en meirihluti fólks á vinnumarkaði nú er fæddur eftir 1980 og hefur alist upp við allt annan reynsluheim en eldri kynslóðir. „Það er því sameiginlegt viðfangsefni allra stjórnenda, þar með talið bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ, að finna leiðir til að mæta þessum áskorunum á eins sanngjarnan og ábyrgan hátt og kostur er,“ segir Kjartan Már og nefndi sjö meginatriði sem bæjarfélagið þurfi að huga að á næstu árum. Að Reykjanesbær verði áfram barnvænt samfélag og með sterkt skólakerfi, verði aðlaðandi vinnustaður, góður valkostur fyrir fyrirtæki, umhverfisvænn og íþróttabær með iðandi mannlíf og áfram verði traust og góð félagsþjónusta. Bæjarstjóri segir að þeir sem starfi hjá Reykjanesbæ vinni mjög sterkt að því að veitt sé öflug velferðar- og félagsþjónusta. Þrátt fyrir lítið atvinnuleysi
eykst þörfin fyrir félagslega aðstoð og stuðning í takt við íbúafjölgunina. „Það er eins og að það sé lögmál að ákveðið fast hlutfall bæjarbúa þurfi slíkan stuðning á hverjum tíma, óháð atvinnustigi eða efnahagslegu ástandi á svæðinu. „Þrátt fyrir uppsveiflu síðustu ára í íslensku efnahagslífi vitum við að það er alltaf hægt að gera betur og víða er mikil þörf á því. Það eru alltof margir í okkar litla landi sem búa við erfiðar aðstæður, eru að kljást við líkamleg eða andleg veikindi, fátækt og fíknivanda. Okkur gengur því miður ekki nægilega vel að nýta þá styrkleika sem felast í að vera lítil þjóð. Þegar á reynir þarf nærsamfélagið að vera öryggisnetið, veita aðstoð og stuðning og gera það sem gera þarf. Þar berum við öll ábyrgð, ekki bara ríki og sveitarfélög.“ Þá koma málefni eldri borgara einnig fyrir í ávarpi bæjarstjóra og nefnt er
vel heppnað heilsuræktarverkefni Reykjanesbæjar í samvinnu við Janus Guðlaugsson, íþróttafræðing, en þar er lögð áhersla á að hvetja fólk til heilbrigðis lífernis og mataræðis og að stunda hreyfingu og styrktaræfingar með það að markmiði að auka lífsgæði. Dóttir eins þátttakandans sagði frá skemmtilegu dæmi með föður sinn: „Ég ætla ekki að segja þér hvað þetta Janusarverkefni hefur
breytt miklu fyrir fjölskylduna í heild. Pabbi var að gera alla brjálaða, lá bara ósáttur og fúll í sófanum heima og skammaðist allan daginn en núna er hann farinn að stunda líkamsrækt og sund nánast alla daga vikunnar með bros á vör. Líkamlegt ástand hans og styrkur hefur ekki bara lagast heldur einnig andleg heilsa. Og það sem er kannski best er að bæði hann og mamma eru farin að brosa aftur.“
Tómas fékk fálkaorðu Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins hlaut á nýársdag riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar. Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann dag á Bessastöðum. Hér er Tómas ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands eftir athöfnina.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001 ■ FRÉTTASÍMINN 421 0002