Víkurfréttir 1. tbl. 41. árg.

Page 1

HAFDÍS HULDA DÚX FRÁ FS Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að þessu sinni útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, fjórtán úr verknámi, sex úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut starfsbraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 31 og konur 28. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, tólf úr Grindavík, níu úr Suðurnesjabæ og einn frá Eskifirði. Sjá nánar á síðu 12 í blaðinu í dag.

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða að sækja í Nettó Krossmóum.

fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.

Vogar fái vatn úr Njarðvík

MÁR

MAÐUR ÁRSINS 2019

MÁR GUNNARSSON er maður ársins 2019 á Suðurnesjum. Már hefur með árangri sínum í sundi og tónlist sýnt að honum eru allir vegir færir, jafnvel þótt hindranir séu á leiðinni. Með jákvæðni, baráttu og ástundun er hægt að komast langt í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir

Nýársþáttur fimmtudaginn 2. janúar kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Már Gunnarsson SUNDIÐ & TÓNLISTIN

hendur. Fjölmörg met í vatninu og framúrskarandi árangur í tónaflóði sýna það. Már er í viðtali við Víkurfréttir í miðopnu blaðsins í dag og einnig í Suðurnesja­magasíni sem sýnt er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

HS Veitur hafa lagt til við bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum að tengja vatnsveitu Voga við vatnsveitukerfi HS Veitna í InnriNjarðvík. Þetta er gert í stað þess að virkja nýja vatnsveitu í Vogum. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur lagt til að bæjarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að þessi leið verði farin að uppfylltum skilyrðum, enda stofnkostnaður við hana umtalsvert lægri en framkvæmdir við nýtt vatnsból. Bæjarstjóra verði jafnframt falið að leita samþykkis og nauðsynlegra leyfa hjá eigendum þess lands sem lögnin fer um og setja í gang aðra vinnu, s.s. skipulagsvinnu, reynist slíkt nauðsynlegt.

Harma að kirkjuheimsóknir hafi verið aflagðar Bæjarráði Suðurnesjabæjar bárust tvö erindi fyrir síðasta fund ráðsins þar sem harmað er að aðventuheimsóknir nemenda í Gerðaskóla til Útskálakirkju í aðdraganda jóla hafi verið lagðar af. Guðrún B. Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að bæjarráð bendi á að bæjarstjórn hafi ekki mótað stefnu varðandi heimsóknir nemenda grunnskóla í kirkju í aðdraganda jóla og erindunum vísað til fræðsluráðs til umræðu.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasími 421 0001 ■ fréttasími 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.