HAFDÍS HULDA DÚX FRÁ FS Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að þessu sinni útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, fjórtán úr verknámi, sex úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut starfsbraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 31 og konur 28. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, tólf úr Grindavík, níu úr Suðurnesjabæ og einn frá Eskifirði. Sjá nánar á síðu 12 í blaðinu í dag.
NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -
Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða að sækja í Nettó Krossmóum.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
Vogar fái vatn úr Njarðvík
MÁR
MAÐUR ÁRSINS 2019
MÁR GUNNARSSON er maður ársins 2019 á Suðurnesjum. Már hefur með árangri sínum í sundi og tónlist sýnt að honum eru allir vegir færir, jafnvel þótt hindranir séu á leiðinni. Með jákvæðni, baráttu og ástundun er hægt að komast langt í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir
Nýársþáttur fimmtudaginn 2. janúar kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
Már Gunnarsson SUNDIÐ & TÓNLISTIN
hendur. Fjölmörg met í vatninu og framúrskarandi árangur í tónaflóði sýna það. Már er í viðtali við Víkurfréttir í miðopnu blaðsins í dag og einnig í Suðurnesjamagasíni sem sýnt er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND
511 5008
HS Veitur hafa lagt til við bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum að tengja vatnsveitu Voga við vatnsveitukerfi HS Veitna í InnriNjarðvík. Þetta er gert í stað þess að virkja nýja vatnsveitu í Vogum. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur lagt til að bæjarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að þessi leið verði farin að uppfylltum skilyrðum, enda stofnkostnaður við hana umtalsvert lægri en framkvæmdir við nýtt vatnsból. Bæjarstjóra verði jafnframt falið að leita samþykkis og nauðsynlegra leyfa hjá eigendum þess lands sem lögnin fer um og setja í gang aðra vinnu, s.s. skipulagsvinnu, reynist slíkt nauðsynlegt.
Harma að kirkjuheimsóknir hafi verið aflagðar Bæjarráði Suðurnesjabæjar bárust tvö erindi fyrir síðasta fund ráðsins þar sem harmað er að aðventuheimsóknir nemenda í Gerðaskóla til Útskálakirkju í aðdraganda jóla hafi verið lagðar af. Guðrún B. Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að bæjarráð bendi á að bæjarstjórn hafi ekki mótað stefnu varðandi heimsóknir nemenda grunnskóla í kirkju í aðdraganda jóla og erindunum vísað til fræðsluráðs til umræðu.
UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasími 421 0001 ■ fréttasími 898 2222
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Tímamót
Nýtt ár er gengið í garð og óhætt er að segja að árið 2019 hafi verið smá lendingar-ár því eftir stöðuga uppsveiflu í hagkerfinu lækkaði flugið á flest öllu en fyrst og mest auðvitað í ferðaþjónustunni. Óhætt er að segja að það sé nokkuð bjartara framundan í upphafi nýs árs þó svo ekki sé verið að horfa á enn meiri aukningu í komu ferðamanna á nýju ári en þessi grein hefur mikil áhrif á samfélagið á Suðurnesjum og á Íslandi. Þrátt fyrir samdrátt má víða sjá vöxt og uppgang á Suðurnesjum, m.a. í ferðaþjónustunni. Á þriðja hundrað ný hótelherbergi verða tekin í notkun og er óhætt að segja að með því og almennt séð, séu Suðurnesjamenn að gera sig meira gildandi í ferðaþjónustunni. Huga þarf að meiri kynningu á Suðurnesjum sem áningarstað og lengja dvöl ferðamanna sem ákveða að gista á svæðinu. Ljóst er að framboð afþreyingar er alltaf að aukast en náttúran er auðvitað það sem dregur flesta ferðamenn um svæðið. Ef við lítum yfir mannlífið þá er það okkur sönn ánægja hjá Víkurfréttum að greina frá Suðurnesjamanni ársins 2019 í öllum okkar miðlum í þessari fyrstu viku ársins en það er hinn ungi og bráðefnilegi Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður. Það er með hreinum ólíkindum hvað drengurinn er magnaður og það gleymist hreinlega stundum að hann er blindur. Þetta er í þrítugasta skipti sem Víkurfréttir velja Mann ársins á Suðurnesjum en í fyrra varð Guðmundur R. Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, fyrir valinu.
Síðar á þessu ári verða fjörutíu ár síðan Víkurfréttir komu fyrst út, þann 14. ágúst næstkomandi. Víkurfréttir er einn elsti bæjar- og héraðsfréttamiðill landsins og einn sá öflugasti. Enginn annar fjölmiðlill á landsbyggðinni sinnir fjölmiðlun eins og Víkurfréttir gerir í þremur stórum þáttum; í fréttablaði, á vef og í sjónvarpi. Á síðasta ári gerðum við 50 sjónvarpsþætti sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut (sem nær til allra landsmanna), á Víkurfréttavefnum, vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ. Við gáfum út 48 tölublöð af Víkurfréttum og blaðsíðurnar urðu rétt rúmlega eitt þúsund. Fréttir og innslög á Víkurfréttavefnum voru rétt tæp þrjú þúsund á árinu 2019. Við munum rifja upp úr 40 ára Víkur fréttasögunni á afmælisárinu með ýmsum hætti. Um leið og við þökkum Suðurnesjamönnum, fyrirtækjum og einstaklingum fyrir frábært samstarf á síðasta ári vonumst við til að það megi halda áfram því án aðstoðar heimamanna við svona fjölmiðlun væri þetta ekki hægt. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.
Ragnheiður fékk Lions-bílinn Ragnheiður Ragnarsdóttir fékk Lions-bílinn í ár, Toyota Aygo X árgerð 2019, en hann var í fyrsta vinning í árlegu happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Að venju hafa Lionsmenn samband við flesta vinningshafa strax að loknum útdrætti. Í ár var það hún Ragnheiður Ragnarsdóttir sem var svo heppin að vera með fyrsta vinning og fékk hún bílinn afhentan á aðfangadag.
Vinningsnúmer ársins 2019:
1. 990 (Toyota Aygo X árg. 2019) 2. 477 (iPhone 11 MAX) 3. 1971 (62” LG UHD sjónvarp) 4. 383 (62” LG UHD sjónvarp) 5. 1657 (58” Philips UHD sjónvarp) 6. 2199 (58” Philips UHD sjónvarp) 7. 1557 (Nettó gjafakort að verðmæti 100.000) 8. 1098 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000) 9. 1154 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000) 10. 283 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000)
Ný fráveituhreinsistöð við Náströnd?
Alhliða veisluþjónusta Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ
retturinn.is
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
Vinningshafinn og Lionsmenn við bílinn sem Ragnheiður vann.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi vegna nýrrar fráveituhreinsistöðvar við Náströnd í Reykjanesbæ. Umrætt svæði er neðan Ægisgötu á svæði aftan við Hafnargötu 29–35. Fyrirhuguð hreinsistöð er á svæði þar sem gert er ráð fyrir slíkri starfssemi í gildandi aðalskipulagi. Við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu er einnig gert ráð fyrir þessari staðsetningu. Ný hreinsistöð er ekki matsskyld. Deiliskipulagið tekur til svæðisins utan Ægisgötu í samræmi við þá tillögu sem fyrir liggur og unnin er í samstarfi við EFLU verkfræðistofu, Landslag og Reykjanesbæ.
Tölvugerð mynd sem sýnir fráveituhreinsistöð við Náströnd, neðan Ægisgötu í Keflavík.
Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum Séð yfir þróunarsvæðið.
Byggingavöruverslun á lóð sunnan Aðalgötu? Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning milli Reykjanesbæjar og Smá ragarðs ehf. fyrir sitt leyti og hefur skipulagsfulltrúa bæjarins verið falið að vinna málið áfram. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar fyrir jól var tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir lóð á svæði sunnan Aðalgötu sem skilgreint er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á þessu svæði eru m.a. Flugvellir, þar sem ný slökkvistöð rís í Reykjanesbæ. Svæðið er nefnt þróunarsvæði við Reykjanesbraut í gögnum ráðsins. Smáragarður ehf. óskaði með bréfi dagsettu 29. nóvember 2019 eftir heimild til að þróa reit sem skil-
greindur er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöruverslun. Skipulagsfulltrúi lagði fram og kynnti drög að samkomulagi Smáragarðs ehf. og Reykjanesbæjar, sem ráðið samþykkti. Upphaf Smáragarðs ehf. sem fasteignafélags má rekja til ársins 2002 þegar fasteignir BYKO voru teknar út úr rekstri BYKO og settar í sér félag, Smáragarð.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Íslands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu. Kynning á dagskránni verður í Keili á Ásbrú fimmtudaginn 2. janúar kl. 17:30 og í Salthúsinu Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16. Þar munu aðstandendur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina. Göngurnar eru flestar léttar og lagt upp með að njóta fremur en að þjóta. Farið verður á fimmtán fjöll, langflest á Suðurnesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmannaeyjum þar sem gist verður eina nótt. Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík. Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum. Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason.
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Frábær tilboð í janúar! 34%
2
26%
fyrir
98
kr/stk
áður 149 kr
Prins Póló XXL 50 gr
1
169
kr/stk
áður 229 kr
MS Ísey Skyr skvísur 125 gr - 3 tegundir
Hámark próteindrykkur 250 ml - súkkulaði
39%
56%
34%
169 kr/stk
79
499
kr/stk
kr/pk
áður 179 kr
Ava aldinvatn 0,33 l - skógarberja eða appelsínu
áður 259 kr
áður 819 kr
Thai Choice cup núðlur Beef, chicken eða tom yum
Dagens réttir 3 tegundir
40%
33%
2
fyrir
89
199
kr/pk
kr/stk
áður 149 kr
áður 299 kr
Pandy Bar 35 gr - 3 tegundir
1
Thai Choice núðlur Beef eða tom yum
Monster Energy Ultra 500 ml
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 15 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ágæt jólaverslun á Suðurnesjum Þrumandi þrettándagleði í Reykjanesbæ Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna í árlega þrettándagleði í Reykjanesbæ mánudaginn 6. janúar og eiga saman skemmtilega fjölskyldustund með púkum, álfum, Grýlu, jólasveinum og ýmsum öðrum kynjaverum.
Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla
Áður en dagskrá hefst, frá kl. 16:30– 17:50, verður boðið upp á skemmtilega luktarsmiðju í Myllubakkaskóla. Fólk tekur með sér krukku að heiman sem hægt verður að breyta í fallega lukt til að taka með sér í blysförina frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði á Hafnargötu. Allt efni og ljós (fyrir utan krukkuna sjálfa) fæst á staðnum. Verð fyrir efni er kr. 300 og greiðist með peningum á staðnum. Gengið er inn um inngang við Suðurtún. Allir velkomnir.
Blysför að hátíðarsvæði og börn í búningum
Klukkan 18:00 verður gengið í fylgd álfakóngs og drottningar og hirðar þeirra frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu 8. Foreldrar eru hvattir til að leyfa börnunum að taka virkan þátt í gleðinni
Jólaverslun virðist hafa verið heilt yfir ágæt í Reykjanesbæ fyrir þessi jól. Verslunin hjá smærri aðilum hefur verið að breytast aðeins á undanförnum árum og þá í þá átt að hún dreifist yfir lengri tíma. Gunnar Egill Sigurðsson hjá Samkaupum segir að jólaverslunin hafi verið góð í verslunum þeirra á Suðurnesjum.
Aðspurður um einhverjar breytingar í kauphegðan segir Gunnar að bækur hafi selst meira en áður og einnig bökunar-
vörur. Í jólamatnum sé veruleg aukning í sölu á humri og kalkún. Róbert Svavarsson, eigandi Bústoðar segir árið hafa verið afar gott og desember hafi líka verið mjög góður. Dalrós Jóhannsdóttir í Skóbúðinni segist þokkalega sátt en hún nefnir breytingu á kauphegðan og að jólaverslunin sé farin að dreifast yfir lengri tíma og undir það tóku fleiri kaupmenn.
með því að klæða sig upp í ýmis gervi, jafnvel púkagervi og auðvitað að taka nýju luktina meðferðis í blysförina. Á hátíðarsvæðinu verður það sjálf Grýla gamla sem tekur á móti hersingunni, álfar munu hefja upp raust sína og syngja þrettándasöngva og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.
Brenna, kakó og piparkökur Þrettándabrennan verður á sínum stað við Ægisgötu og gestum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur til að ylja sér.
Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes
Jólin verða svo kvödd að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurnes með glæsilegri flugeldasýningu eins og þeim er einum lagið. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Júdódeild UMFN, Björgunarsveitin Suðurnes og lúðrasveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni. Bílastæði eru við Ægisgötu og Ráðhús, Tjarnargötu 12.
Nýtt leiðarkerfi fyrir strætó í Reykjanesbæ tekur gildi
Jólastemmning á Þorláksmessu í miðbæ Keflavíkur
Það var sannkölluð jólastemmning í jólaversluninni í Reykjanesbæ á Þorláksmessu. Fjöldi fólks mætti á Hafnargötuna þar sem jólahljómsveit og jólasveinar hennar spiluðu og sungu jólalög. Þá mættu fleiri jólasveinar, gáfu börnum nammi og dúettinn Heiður lék jólalög.
Starfsmenn Isavia hafa undanfarin ár mætt með jólaskreytta „jólasveinarútu“ og vekur hún jafnan athygli. Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi og fólk naut þess að vafra um bæinn og kíkja í búðir í góðviðrinu. Víkurfréttir sýndu frá stemmningunni í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni.
6. janúar 2020 • Aukin tíðni • Aukinn kvöldog helgarakstur
Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi
GUÐMANN MAREL SIGURÐSSON
Nánari upplýsingar á www.straeto.is og www.reykjanesbær.is
Malli Einidal 6, Reykjanesbæ
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13. Þuríður Jörgensen Sigurður Ágúst Marelsson Hrafna Júlíusdóttir Tindur Kiljan Sigurðarson Ísafold Esja Sigurðardóttir
Við færum þér þægindin heim
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári
hsveitur.is
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ferskir vindar haldnir í sjötta sinn í Garði :
Laðar til sín listafólk frá öllum heimshornum Þegar ekið er í gegnum Garðinn núna má sjá listafólk á vappi um bæinn en þegar komið er inn í samkomuhúsið sést greinilega að húsið hefur breyst í alþjóðlega listasmiðju. Listakonan Mireya Samper, systir Baltasars Kormáks leikstjóra, er skipuleggjandi og hugmyndakonan á bak við listahátíðina Ferskir vindar, sem haldin er annað hvert ár í Garði, Suðurnesjabæ. Að þessu sinni eru listamenn frá átján löndum sem taka þátt en hróður hátíðarinnar hefur borist víða og komast færri að en vilja, aðallega vegna húsnæðisleysis, segir Mireya en blaðakona Víkurfrétta kíkti í samkomuhúsið í Garði til að fá fréttir af komandi listsýningu sem hefst 4. janúar á nýju ári.
Einstök listahátíð á heimsmælikvarða
„Ég hafði ferðast víða um heim og tekið þátt í samskonar listahátíðum erlendis áður en ég ákvað að búa til þessa hátíð í samstarfi við bæjaryfirvöld í Garði á sínum tíma. Þetta er í sjötta sinn sem Ferskir vindar fara fram en hátíðin er haldin annað hvert ár. Hátíðin sem ég hef staðið fyrir tengir saman allar listgreinar en það er ekki algengt erlendis. Við höfum fengið tónlistarfólk, myndlistarfólk, dansara, söngvara og gjörninga og fleiri listgreinar. Það fer mjög gott orð af hátíðinni erlendis og eftirspurnin er gífurleg, það er þegar orðið fullt á næstu hátíð og ég er meira að segja byrjuð að skrá niður þátttakendur fyrir þarnæstu hátíð. Við erum að fá listafólk í mjög háum gæðaflokki. Listamenn koma hingað og dvelja við listsköpun sína í einn mánuð. Þetta gefur listafólkinu nægan tíma til listsköpunar og einnig mikinn innblástur, að hitta aðra listamenn. Eitthvað nýtt verður til úr þessum samruna. Við getum alveg sagt að það sé brjáluð aðsókn en það er vegna þess að Ferskir vindar er ólík öllum öðrum listahátíðum erlendis. Nú eru 45 listamenn að taka þátt og við hefðum getað boðið fleirum en húsnæðisskortur hamlaði því. Við viljum helst hafa listafólkið búsett innan Garðs því allir eru fótgangandi og því best að þátttakendur, hópurinn, búi nálægt hver öðrum. Íslendingarnir sem taka þátt fara samt yfirleitt heim til sín eftir vinnudag listsköpunar. Samkomuhúsið er miðjupunkturinn en þar borðum við og fögnuðum jólum og áramótum saman,“ segir Mireya Samper. Hvers vegna þessi gífurlegi áhugi listamanna? „Það er landið okkar Ísland sem laðar til sín, bæjarfélagið og staðsetningin heillar þau, vindarnir, veðrið, víðáttan, náttúruöflin, sjórinn, þetta litla vingjarnlega samfélag en listafólkið býr
Jólatréð sem prýðir samkomuhúsið, endurvinnsla. Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Hann kveikir í öllum listaverkum sínum
margt í stórborgum erlendis. Gott orðspor hefur farið víða um heim og hátíðin hefur skipað sér sess sem mjög áhugaverð alþjóðleg listahátíð. Nú hefur bæjarfélagið sameinast Sandgerði og heitir Suðurnesjabær, við stækkum einnig að því leyti að sýningarstaðir eru einnig í Sandgerði, í Listatorgi, Vörðunni og Sandgerðiskirkju. Listamenn munu skilja eftir sig verk í báðum hverfum bæjarfélagsins að þessu sinni,“ segir Mireya.
Góð vinátta og jafnvel hjónabönd
„Jú, jú, það hafa orðið til mörg pör eftir Ferska vinda. Fólk kynnist vel á þessum mánuði og góð vinátta myndast eða jafnvel ástarsamband. Það hafa orðið til tvö brúðkaup og eitt barn hefur fæðst hjá öðru parinu,“ segir Mireya Samper að lokum þegar blaðakona spyr út í tengslin sem hafa myndast í hópunum. Mireya býður alla hjartanlega velkomna á sýningarhelgarnar sem eru tvær, sú fyrri er 4. og 5. janúar og sú seinni er 11. og 12. janúar og rútuferð. Hátíðinni lýkur með stórri brennu á listaverki eins þátttakanda úti við Garðskagavita þann 12. janúar um klukkan 18:30. Dagskrá í heild sinni sést á heimasíðu hátíðarinnar freshwinds.com
Mireya Samper er höfundur listahátíðarinnar Ferskir vindar.
Hann kallar sig Jordi NN og er 34 ára gamall myndhöggvari frá Spáni sem ferðast víða um heim til að búa til listaverk úr tré sem hann byggir upp og brennur svo til kaldra kola fyrir framan áhorfendur. Þetta ætlar hann einnig að gera á Garðskagavita þegar listahátíðinni Ferskir vindar lýkur sunnudaginn 12. janúar. Við tókum hann tali og spurðum hann út í þetta. „Ég er kallaður eldsmyndhöggvari (Fire Sculptor) því ég bý til listaverk sem ég brenni og tek yfirleitt þátt á hátíðum þar sem verið er að fagna sólstöðum eða einhverju náttúrufyrirbrigði. Nú erum við að fagna aftur komu ljóssins, dagsbirtunnar og kveðja hátíðina. Þið Íslendingar fagnið nýju ári með eldi og það fannst mér gaman að heyra. Eldsat-
höfn er forn siður og má tengja við eitthvað gamalt sem er að hverfa og eitthvað nýtt sem er að fæðast. Þegar nýtt tímabil er að hefjast í náttúrunni er einnig upplagður tímapunktur til að kveikja eld. Ég fórna þeim verkum sem ég skapa og ég geri það með því að kveikja í þeim fyrir framan áhorfendur. Listaverkið mitt breytist þá í gjöf til allra þeirra sem horfa á athöfnina. Allir sem eru viðstaddir upplifa hlýju í hjarta en það er ætlun mín þegar ég skapa þessa upplifun, frá hjarta til hjarta. Ég vil gefa það besta af mér til þess besta sem býr í þér. Ég hef verið sjö ár að þróa þessa aðferð sem ég nota til að láta eldinn brenna á sem náttúrulegastan hátt og nota til dæmis enga olíu eða önnur efni til að kveikja eldinn heldur byrja ég innst í listaverkinu að kveikja eld sem breiðir úr sér um allt listaverkið sem er úr timbri,“ segir Jordi NN.
Jordi NN ætlar að brenna listaverk sitt síðasta daginn fyrir framan áhorfendur.
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Mikið úrval af ljúffengu sjávarfangi í áramótamatinn.
Útilistaverk Jordi NN eru í stærri kantinum.
Eldurinn brennur í lok hátíðar „Þetta er stór upplifun fyrir áhorfendur og örvar öll skynfæri þeirra, meira að segja heyrnina þegar fólk heyrir brestina í viðnum sem er að brenna. Ég er að skapa fallega minningu fyrir alla viðstadda. Ég geri þetta allt af ást. Ég ferðast um heiminn til að skapa þessa upplifun. Eldur er hrein náttúruleg fegurð og dáleiðir þá sem horfa á dansandi logana,“ segir Jordi NN sem bætir við í lokin: „Það er búið að vera frábært að taka þátt í þessari hátíð, frábært fólk og listamenn í mjög háum gæðaflokki.“
Komdu og gerðu frábær kaup!
20 90
til • 25-80% Allur vinnufatnaður, regnfatnaður og kuldafatnaður • 25-80% Snickers (valdar vörur) • 30-50% Verkfæratöskur og skápar • 30-50% Topplykklasett • 25-50% Handverkfæri (valdar vörur) • 25-50% Rafmagnsverkfæri (valdar vörur) • 25-50% Allir skór • 25-90% Parket & flísar • 25-60% Ljós & perur • 50% Jólavara • 40% Matar- & kaffistell • 40% Plastbox • 40% myndarammar • 30% Öryggisvörur • 30% Föndurvörur • 30% Mottur & dreglar • 30% Bændavara • 30% Weber fylgihlutir • 30% Heimiliströppur • 30% Járnhillur • 30% Leikföng, spil & púsl • 25% Skil rafmagnsverkfæri • 25% Loftpressur • 25% Iðnaðarryksugur • 20% Steypuhrærivélar ...og fjöldi stakra vara á frábæru verði
Auðvelt að versla á netinu á byko.is
%
afsláttur af völdum vörum
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Svona gæti stærra hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ litið út Reykjanesbær hefur óskað eftir tillögum að stækkun hjúkrunarheimilisins Nesvöllum. Tvær tillögur hafa verið kynntar í bæjarráði Reykjanesbæjar en þær ganga út á að auka gæði þjónustu Nesvalla ásamt því að mæta auknu álagi sem fylgir stækkun hjúkrunarheimilisins. Hönnun nýja hjúkrunarheimilisins tekur mið af hugmyndafræði Hrafnistu og eru úrlausnir tillaganna eftir fremsta megni í samræmi við hana, segir í gögnum bæjarráðs. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, og Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að halda áfram vinnu við uppbyggingu hjúkrunarheimilisins.
TILLAGA 6
Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær tíu herbergja deildir, þær deila með sér samveru- og þjónustukjarna sem eykur hagkvæmni í rekstri. Gengið er inn á hæðina á milli deildanna tveggja. Gert er ráð fyrir að nýbygging tengist núverandi hjúkrunarheimili á tvo vegu sem stuðlar að betra flæði innanhúss og styttri gönguleiðum starfsfólks og vistmanna.
Þörf er á 60 nýjum hjúkrunarrýmum og þjónustu þeim fylgjandi. Reiknað er með 65 m2 á hvern vistmann en inn í þeirri tölu er einkarými að lágmarki 28 m2, sameiginlegt rými íbúa í hverri einingu, stoðrými og aðstaða starfsfólks.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Aflaannáll 2019 Í þessum fyrsta pistli Aflafrétta á nýju ári er vel við hæfi að renna aðeins yfir heildarafla hinna og þessara báta frá Suðurnesjum á árinu 2019. Addi Afi GK var með 283 tonn á árinu í 78 róðrum, inni í þeirri tölu eri 88 tonn af makríl. Alla GK 15,9 tonn í 29 róðrum á færum. Andey GK 24 tonn í átta og inni í þeirri tölu eru 22 tonn af makríl. Mikið aflahrun varð á Andey GK því árið 2018 þá var báturinn með yfir 500 tonna afla. Bára KE 131 15,7 tonn í 37 róðrum á færum, Benni Sæm GK 1520 tonn í 141 róðri á dragnót, Berglín GK 3533 tonn í 51 róðri, Bergur Vigfús GK 176 tonn í 43. Beta GK átti gott ár, 602 tonn í 128 róðrum, Brynjar KE 23 tonn í 27 róðri, Daðey GK 1000 tonn í 175 róðrum, Dímon GK 26 tonn í 37 á færum. Dóri GK 718 tonn í 126 róðrum, Dóri í Vörum GK 18 tonn í 32 róðrum. Dúddi Gísla GK 594 tonn í 105 róðrum, Erling KE 1478 tonn í 100 róðrum á net, Fagravík GK 23 tonn í 39, Fjölnir GK 3510 tonn í 41 á línu, Geirfugl GK 440 tonn í 113 róðrum, Gísli Súrsson GK 1268 tonn í 158 róðrum, Grímsnes GK 1200 tonn í 155 róðrum á netum. Guðbjörg GK 673 tonn í 105 róðrum en hann hætti róðrum eftir vertíðina. Guðrún Petrína GK 247 tonn í 65 róðrum og inni í þeirri tölu er 100
tonn af makríl, Gulltoppur GK 144 tonn í 39 og inni í þeirru tölu er 60 tonn af makríl. Halldór Afi GK 400 tonn í 193 róðrum. Hólmsteinn GK 20 15,5 tonn í 30 róðrum, en þetta er smábátur sem rær á handfærum, Hraunsvík GK 336 tonn í 146 róðrum og má geta þess að þetta er eini netabáturinn sem er að róa frá Grindavík, Jóhanna Gísladóttir GK 3950 tonn í 39 róðrum, Líf GK 34 tonn í 47 róðrum. Margrét GK, nýi báturinn sem kom í staðinn fyrir Von GK, réri aðeins um haustið 2019 og náði að afla 250 tonn í 34 róðrum, Maron GK 891 tonn í 210 róðrum á netum, Ölli Krókur GK 28 tonn í 23 róðrum, Páll Jónsson GK 3735 tonn í 43 róðrum, Rán GK 14,6 tonn í fimm róðrum. Sæfari GK 44 tonn í 50 róðrum sem öllu var landað í Grindavík, Sævík GK 754 tonn í 102 róðrum, Sella GK 82 tonn í 69 róðrum, landað á Sandgerði og Suðureyri, Siggi Bjarna GK 1770 tonn í 143 róðrum, Sigurfari GK 1643 tonn í 127 róðrum. Skiptist aflinn þannig að gamli Sigurfari GK var með 1317 tonn og nýi Sigurfari GK restina, eða um 330 tonn. Sóley Sigurjóns GK 3732 tonn
TILLAGA 7
Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær tíu herbergja deildir, þær deila með sér samveru- og þjónustukjarna sem eykur hagkvæmni í rekstri. Gengið er inn á hæðina á milli deildanna tveggja. Gert er ráð fyrir að nýbygging tengist núverandi hjúkrunarheimili á einum stað.
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
í 44 róðrum. Sóley Sigurjóns GK og Berglín GK voru um sumarið á rækjuveiðum við norðurland og af þessum afla var um 535 tonn sem veidd voru í rækjutroll, inni í þeirri tölu er rækja og fiskur. Stakasteinn GK 34 tonn í 51 róðri. Sturla GK 2928 tonn í 42 róðrum, Sunna Líf GK 232 tonn í 93 en það má geta þess að Sunna Líf GK byrjaði ekki að róa fyrr enn í mars því báturinn var í breytingum og fór ekki á sjói fyrr enn í mars. Valdimar GK 2807 tonn í 49 róðrum, Valþór GK 116 tonn í 28 á netum, Vésteinn GK 1417 tonn í 162 róðrum, Von GK 539 tonn í 85 róðrum. Von GK var síðan seldur til Suðureyrar og hóf þaðan róðra en báturinn kemur í staðinn fyrir Einar Guðnason ÍS sem strandaði skammt frá Suðureyri í nóvember og eyðilagðist. Þórdís GK 45 tonn í 50 róðrum, öllu landað í Grindavík. Heildaraflinn sem landað var í höfnum á Suðurnesjum var um sex þúsund tonn í Keflavík og Njarðvík. Um þrettán þúsund tonn í Sandgerði og um 34 þúsund tonn í Grindavík. Í Gríndavík lönduðu frystitogar alls um sextán þúsund tonnum og ef sá afli er dreginn frá þá stendur eftir um átján þúsund tonn sem er þá bátaafli í Grindavík árið 2019.
r a g n i n n i v d n u s ú þ x e s i r r Næ t ú r i n g o l f u r e 9 1 0 2 u k k u í Jólal Lokaútdráttur - vinningshafar Philips 58” Smart TV:
15 þús. kr. gjafabréf í Nettó í Grindavík:
Gísli B. Gunnarsson, Hólmgarði 2a, Keflavík. Grímur Berthelson, Garðbraut 49, Garði.
Sk afm iða leik Ska ur fmi Vík ðal urf eik ur V rét Ska ta fmið íku og aleik rfré v tta ur V og v ersla íkur Skafm n frétt ers iðaleik a lan a á S o ur Vík g ve aá u rsla urfrétt na á Suðuðurne a og v r S erslan sju a á Su uðurnenesjum m ðurne sjum sjum
Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Ægisvöllum 3, Reykjanesbæ. Heiða Mjöll, Brekkustíg 6, Reykjanesbæ. Birna Zophaníasdóttir, Stapavöllum 13, Reykjanesbæ.
Susanna Balac, Litluvöllum 1, Grindavík. Ásdís Gísladóttir, Kirkjustíg 5, Grindavík. Hrönn Ágústsdóttir, Heiðarhrauni 33b, Grindavík.
100 þús. kr. gjafabréf í Nettó, Njarðvík:
15 þús. kr. gjafabréf í Nettó í Njarðvík:
Bjarni Garðarsson, Bragavöllum 12, Reykjanesbæ.
Anna María Jónsdóttir, Lágseylu 7, Reykjanesbæ. Hrafnhildur S. Sigurðardóttir, Kjarrmóa 11, Reykjanesbæ. Hildur Kristjánsdóttir, Hafnargötu 23, Reykjanesbæ.
Icelandair 50 þús. kr. gjafabréf:
Konfekt frá Nóa - Síríus í Nettó Njarðvík: Hrefna Höskuldsdóttir, Greniteigi 23, Reykjanesbæ. Karol Symenouski, Krossmóa 31, Reykjanesbæ. Hildur Vilhelmsdóttir, Klapparbraut 7, Garði. Geirdís Torfadóttir, Garði. Vilhjálmur Á. Kjartansson, Valhallarbraut 123, Reykjanesbæ. Jenný Lárusdóttir, Starmóa 1, Reykjaensbæ. Stefanía Ósk Jóakimsdóttir, Laut 12, Grindavík. Stefanía Helga Björnsdóttir, Melavegi 13, Reykjanesbæ. Hafdís Kjartansdóttir, Efstaleiti 49, Reykjanesbæ. Ásta Rut Jónasdóttir, Hraunbrún 35, Hafnarfirði. Bragi Guðmundsson, Sunnubraut 27, Garði. Sigrún B. Valdimarsdóttir, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ. Einar Bjarnason, Ásgarði 2, Reykjanesbæ.
Julia Rademacher, Engjadal 6, Reykjanesbæ. Kristín M. Hreinsdóttir, Heiðarhorni 13, Reykjanesbæ. Magnús Már Traustason, Lyngholi 10, Reykjanesbæ. Fannar Þór Úlfarsson, Hólabraut 9, Reykjanesbæ. Anna Lilja Þorvaldsdóttir, Stekkjargötu 13, Reykjanesbæ. Birna Þórhallsdóttir, Suðurgötu 6, Reykjanesbæ. Atli Þorsteinsson, Smáratúni 38, Reykjanesbæ. Hildur Ellertsdóttir, Tjarnarbakka 10, Reykjanesbæ. Sigríður B. Sigurjónsdóttir, Norður-Flankastöðum, Suðurnesjabæ. Silja Harðardóttir, Breiðhóli 22, Suðurnesjabæ. Ragnheiður Sölvadóttir, Heiðarvegi 251, Reykjanesbæ. Ingvar Gunnlaugsson, Hlíðarvegi 22, Reykjanesbæ.
VIÐ ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM AÐILUM FYRIR ÞEIRRA ÞÁTT Í JÓLA JÓLALUKKUNNI 2019: knattspyrnudeild W W W. I C E L A N D A I R . I S
körfuknattleiksdeild
REYKJANESBÆ
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
MÁR ER MAÐUR Á
Allt sem ég geri, vil ég gera vel og hef alltaf lagt mig fram en það verður að vera gaman, ég vil uppskera ...
Sundkappinn og tónlis ta rm að ur in n M ár Gunnarsson er Suðurnesjamaður ársins 2019 Sundkappinn og tónlistarmaðurinn Már Gunn arsson er Suðurnesjamaður ársins 2019 hjá Víkur fréttum. „Ég átti nú ekki alveg von á þess u en gaman að vera kominn í þennan merka hóp ykkar,“ sagði ungi maðurinn af hógværð við ritst jóra Víkurfrétta sem greindi honum frá útnefning unni rétt fyrir jól.
Þegar þetta birtist 2. janúar er Már kominn til útlanda en hann mun næstu vikurnar stunda æfingar og keppa erlendis eins og fram kemur síðar í þessari umfjöllun. Már er aðeins tvítugur að aldri . Már á sérlega glæsilegt íþróttaár að baki sem náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London seint á síðasta ári. Þar varð Már einn Norðurlandabúa til þess að kom ast á verðlaunapall þegar hann setti nýtt og glæsi legt Már sinnti tónlistarg yðjunni einnig af kapp Íslandsmet í 100m baksundi og vann til bron i sverð- og hélt stórtónleika í upphafi árs, hann ætlar að launa í greininni. Á árinu 2019 setti Már alls 28 endurtaka leikinn nú í mars. Þá endaði Már árið Íslandsmet og synti þrívegis undir gildandi heims- skemmtilega þegar hann og Ísold systir hans unnu meti á ÍM25 í Ásvallalaug. Már stefnir ótrau ður jólalagakeppni Rásar tvö. Lagið var efst á vinað þátttöku á Paralympics í Tokyo 2020 en takist sældalista Rásar tvö síðustu vikun a í desember og það ætlunarverk hans verður það í fyrsta sinn sem næstvinsælast vikuna þar á undan. hann keppir á leikunum. Í Suðurnesjamagasíni, fyrsta þætti ársins 2020 hjá Víkurfréttum, hittum við Má og ræðum við hann
„Lífið er of dýrmætt ferðalag til að standa í skugga þennan dag,“
gæti verið lífsmottó Más Gunnarssonar en þetta viðlag kemur fyrir í sigurlagi hans og systur hans, Ísoldar, en þau sigruðu í jólalagakeppni Rásar tvö nú fyrir jólin.
styðja það sem ég er að gera. Mér finnst gaman að spila tónlist og mér finnst gaman að synda á góðum tíma og mér finnst gaman að ferðast til útlanda. Mér finnst gaman að hlusta á hljóðbækur á ensku, þýsku og íslensku. Allt sem er skemmtilegt finnst mér gaman að gera. Að vera lifandi og ferskur í öllu sem ég geri er mottó mitt,“ segir Már stutt og laggott og þar höfum við þá lífsreglu á tæru frá þessum unga manni sem er aðeins tvítugur en gæti verið mun eldri miðað við hvernig hann talar.
Metnaðarfullur og hugrakkur
Már Gunnarsson varð ellefti í kjöri til íþróttamanns ársins 2019 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Það hlýtur að vera sérstakt að sjá ekki umhverfi sitt og þurfa að kortleggja það með huganum. Svo ef eitthvað óvænt kemur í umhverfið, sem þú átt ekki von á, getur það verið afdrifaríkt fyrir þig og jafnvel valdið slysi. Hljóðlausir rafbílar eru til dæmis ný ógn fyrir blinda sem treysta á heyrn sína þegar farið er yfir götu. Það er
hollt að setja sig í spor þeirra sem sjá ekki eins og við hin. Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, er blindur í dag en hann fæddist með sjúkdóm í augnbotnum sem gerði það að verkum að sjónin minnkaði með árunum. Maður finnur fljótt að Már er einstaklega jákvæður og lætur ekkert
stoppa sig, að tala um fötlun í tilfelli hans er því algjör óþarfi.
Gömul sál með fallegt hjarta
„Ég er dálítið í mörgu en læt aldrei draga úr mér. Stundum held ég að fólk hugsi að ég sé að taka of stóra bita þegar ég tilkynni markmið mín en mér finnst það ekki sjálfum. Allir í kringum mig
„Allt sem ég geri, vil ég gera vel og hef alltaf lagt mig fram en það verður að vera gaman, ég vil uppskera. Ef eitthvað er leiðinlegt þá sleppi ég því, það er bara svoleiðis. Ég æfi tvisvar á dag, alla daga vikunnar nema á sunnudögum en þá tek ég mér frí. Á morgnana tek ég allskonar styrktaræfingar og svo syndi ég iðulega tvisvar á dag. Ég stefni að því að komast á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó árið 2020 en þar stefni ég á gullið. Það er mjög erfitt að komast inn, alls konar síur en ég er samt líklegur kandídat að komast á pall í Tokyo.“ Már er ekki aðeins metnaðarfullur á íþróttasviðinu heldur hefur hann einnig metnað fyrir tónlistarsköpun sinni. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja en þegar ég var sjö ára þá lærði ég fyrst á píanó hjá rússneskum píanómeistara í Luxemburg, þar sem við bjuggum. Mamma og pabbi komu með þessa hugmynd um að læra á píanó. Svo þróaðist það í að ég fór að semja
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
mína eigin tónlist. Í dag er ég bæði tónleikahaldari og lagaútgefandi. Söngur fuglsins er geisladiskur sem ég gaf út og hefur selst vel, einhver þessara laga eru á Spotify en annars sel ég geisladiskinn á gamla mátann og hægt er að nálgast þá hjá mér. Ég hef gaman af því að búa til stóra viðburði og 13. mars næstkomandi ætla ég að halda tónleika í Hljómahöll. Þá koma fram, ásamt mér og fleirum, níu bestu hljóðfæraleikarar Póllands. Við verðum svona þrettán til fjórtán manns á sviðinu. Þarna verður tónlist mín flutt með öllu þessu flotta tónlistarfólki, ég hlakka mikið til,“ segir Már sem vílar ekki fyrir sér að framkvæma hluti sem aðrir veigra sér við. Már er ekki bara hæfileikaríkur heldur er hann einnig ótrúlega hugrakkur.
Alinn upp í jákvæðu umhverfi
„Til þess að afreka og ná árangri þá er ég viss um að jákvæðni sé rauði þráðurinn. Ég er svo heppinn að hafa alltaf verið alinn upp í jákvæðu umhverfi og hugsa: „Ég get, ég skal, ég ætla.“ Til þess að ná að halda svona stóra og mikla tónleika og stefna á Ólympíuleikana í Tokyo 2020 þá verð ég að vera jákvæður og hafa trú á sjálfum mér. Hugurinn þarf að vera jákvæður. Ég sá miklu betur þegar ég var yngri og það hefur hjálpað mér í dag að ég hafði sjón í upphafi. Sjóninni hrakaði þegar
um su Marta hitti M Það du Víkurf strák.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÁRSINS
undið, tónlistina, blindrastafinn og fleira . a Eiríksdóttir, blaðamaður á Víkurfréttum, Má hins vegar og tók viðtalið sem birtist hér. ugði ekkert minna en að senda tvo aðila frá fréttum til að ræða við þennan magnaða Páll Ketilsson
pket@vf.is
augnbotnasjúkdómurinn versnaði. En það gerist oft að fólk í kringum mig gleymir því hvað ég sé illa og það er alveg stundum fyndið,“ segir Már og skælbrosir en svo fer hann yfir í aðra alvarlegri umræðu sem honum finnst ekkert sérstaklega fyndin.
Gangstéttir og hljóðlausir rafbílar
„Almennt er ég rosagóður í umferli, að koma mér á milli staða án þess að slasa mig. Spurningin er hvað þú þjálfar upp þegar þú sérð illa eða ert blindur. Ég kortlegg umhverfið og þá getur verið erfitt þegar eitthvað nýtt kemur allt í einu upp þar sem ég var vanur að ganga áður. Eins og til dæmis á Hafnargötunni við Skóbúðina en þar fyrir utan var allt í einu búið að setja upp stillansa og einhver þykk spýta var þar í mittishæð. Hvíti stafurinn sem ég geng alltaf með nær ekki að aðvara mig ef hindrunin liggur ekki á jörðunni fyrir framan mig. Rétt áður en ég skall á þessari þykku spýtu heyrði ég að þarna var hindrun, þegar ég rúllaði hvíta stafnum á jörðunni en það geri ég, því hann sendir mér ákveðinn titringshljóð. Það
„Við erum teymi“
Við erum að hafa gaman en söngferill okkar er samtvinnaður. Það var því ótrúlega gaman þegar við unnum jólalagakeppnina hjá Rás tvö fyrir þessi jól, alveg frábært ... er einnig vont fyrir okkur sem erum að kortleggja svæðið, þegar fólk er að leggja bílnum sínum á gangstéttina. Við erum ekki vön því að þurfa að taka sveig út á götu en það þurfum við að gera ef bíl er lagt á gangstéttina. Stærsta vandamálið verður þó þegar rafbílar eru orðnir algengari því þeir gefa ekki hljóð frá sér eins og venjulegir bílar gera. Bílhljóðin nýtast okkur sem erum blind og höfum heyrn. Vindur eða rok getur þó truflað þetta, hljóðin frá bílunum. Rafbílar verða því stórhættulegir fyrir okkur ef þeir setja ekki eitthvað aukahljóð í þessa bíla fyrir blinda vegfarendur, eins nytsamlegir og þeir eru,“ segir Már í alvarlegum tón.
Gott fólk í Keflavík
Már hefur búið víða, bæði hér á landi og erlendis. Foreldrar hans eru Lína Rut Wilberg og Gunnar Már Másson. Már hefur undanfarin ár búið í gamla bænum í Keflavík hjá föður sínum. „Mér finnst flott að búa í Keflavík, þetta er sá staður sem ég vil búa á hér á Íslandi. Akureyri og Mosfellsbær koma einnig til greina en ég er mikill sveitakall. Það eru engin geimvísindi að það er betra að eiga heima þar sem umferðin er minni. Mér finnst stemningin góð í Keflavík. Samheldni bæjarbúa er mikil og hér er gott samfélag. Mér var mjög vel tekið þegar ég flutti hingað tólf ára gamall,“ segir Már.
Mjúkt að ganga í snjó
„Ég dýrka jólin og jólagiggin eru með þeim skemmtilegri. Þessi árstími og snjór. Mér finnst kósý að fá snjó en snjórinn gefur þessa skemmtilegu tilfinningu þegar maður gengur úti, allt verður svo mjúkt undir fæti. Það er samt ekkert gott þegar það er klaki úti og hált. Snjókoma, snjór sem fellur til jarðar, það er svona með því skemmtilegra. Það hljóta allir að setja andlitið upp í snjókomuna og leyfa henni að snerta andlitið á sér,“ segir Már í einlægni.
Íþróttamaður ársins sem sigraði jólalagakeppni
Tónlistin skiptir miklu máli í lífi Más. Nýverið unnu hann og Ísold, systir hans, jólalagakeppni Rásar tvö og stórtónleikar verða í vor á vegum hans.
– Gunnar Már, faðir Más, er hægri hönd sonarins
Páll Ketilsson pket@vf.is
„Þetta hefur gengið mjög vel og við erum bara teymi. Már hefur alla tíð sett sér háleit markmið og náð þeim flestum með miklum metnaði og ástundun en auðvitað líka með aðstoð margra aðila,“ segir Gunnar Már Másson, faðir Más, en hann er svo sannarlega hægri hönd sonarins. Gunnar er eiginlega framkvæmdastjórinn í þessu liði Más sem nýtur einnig liðsinnis margra þjálfara, m.a. Steindórs Gunnarssonar, sundþjálfara, sem segir að það hafi verið og sé lærdómsríkt að þjálfa blindan sundmann. „Már er mjög hæfileikaríkur og duglegur og svo er hann með gott keppnisskap. Andlegi þátturinn í íþróttum er mikilvægur og hann er mjög góður hjá Má. En það er auðvitað flóknara að þjálfa blindan sundmann og áskoranir hér og þar.“ „Við erum bara teymi og vinnum þannig. Við feðgar erum mjög þakklátir fyrir alla þá aðstoð sem Már hefur fengið hér í Reykjanesbæ. Aðstaðan er frábær í sundmiðstöðinni og í Sporthúsinu en á þessum stöðum æfir Már. Við stefnum auðvitað hátt og leggjum hart að okkur til að ná markmiðunum, sem eru háleit,“ segir Gunnar Már sem tekur virkan þátt í æfingum sonarins og öllu lífi hans. Gunnar gengur sömu vegalengd og Már syndir því hann er á báðum sundlaugarbökkunum með sérstaka stöng „Ég er næstyngstur systkina minna, Ísold er eldri en við syngjum oft saman. Við náum mjög vel saman í tónlistinni og gengur vel að spila saman. Við erum að hafa gaman en söngferill okkar er samtvinnaður. Það var því ótrúlega gaman þegar við unnum jólalagakeppnina hjá Rás tvö fyrir þessi jól, alveg frábært. Við Ísold gáfum út Jólaóskina, sem fór inn í keppnina og svo gaf ég sjálfur út Christmas Comes with You. Lögin eru bæði komin á Spotify. Jólaósk hefur verið vinsælasta lagið á Rás tvö. Það er ákveðinn áhugi fyrir enska jólalaginu í Póllandi en það var frumflutt þar af mér fyrir um mánuði. Samstarf mitt við tónlistarfólk í Póllandi hófst fyrir tveimur árum þegar ég tók þátt í Lions World Song Festival for the Blind. Þá kynntist ég hinum þekkta Hadriani þar í landi og einnig kynntist ég Natalie en þau eru hvorug blind. Ég hef fengið að gera magnaða hluti í Póllandi en þar er ótrúlega fært tónlistarfólk. Pólverjar eru svo kröfuharðir og æfa mikið því samkeppnin er svo mikil hjá þeim.
með bolta á endanum sem hann notar til að láta sundkappann vita þegar hann nálgast sundlaugarbakkann. Boltinn fer í koll Más rétt áður en hann á að snúa. Gunnar Már verður með syni sínum í byrjun árs við æfingar og keppni í útlöndum en þeir feðgar fóru utan á nýársdag. Gunnar Már kemur einnig mikið að ýmsu í tónlistinni hjá syninum. Samstarf þeirra er náið og skemmtilegt.
Í vor þegar ég verð með tónleikana í Hljómahöll þá koma og spila með mér tónlistarmenn í háum gæðaflokki frá Póllandi.“
og glaður með þessar viðurkenningar sem skipta hann miklu máli.
Viðburðaríkur dagur hjá Má
Næstu vikurnar eru vel skipulagðar hjá Má en framundan eru sundæfingabúðir og ferðalög. „Það er gott að búa nálægt Leifsstöð en í janúar er ég að fara til Lux að æfa sund og hitta gamla vini. Svo fer ég til Búlgaríu og fæ að æfa með búlgarska landsliði ófatlaðra í sundi en ég hef æft með þeim tvisvar áður. Það er mjög merkilegt að þeir taki við mér en þeim líkar jákvætt viðhorf mitt og vilja styðja mig. Eftir Búlgaríu fer ég að keppa í Noregi og verð burtu allan janúar 2020. Pabbi kemur með mér og það er algjörlega frábært. Það er bara svoleiðis,“ segir Már sem hlakkar greinilega til nýs árs en þetta er ekki allt því Már sem kemur fram í félögum og hjá klúbbum með söngatriði á sér nýjan draum; hann langar til að hafa áhrif á fólk með fyrirlestrum um jákvæðni og hvatningu. Hann segist vel geta hugsað sér að halda fyrirlestur fyrir námsmenn á öllum skólastigum um þessi mál, hvetja krakka til að nýta tíma sinn vel í náminu og eyða honum ekki í vitleysu. Þetta eru dýrmæt ár.
„Það var náttúrlega frábært að vinna jólalagakeppnina ásamt systur minni, þarna voru fjörutíu önnur jólalög og það að vera valinn er auðvitað bara heiður sem ég er mjög stoltur af. Það að vera valinn íþróttamaður ársins í röðum fatlaðra hjá Íþróttasambandi fatlaðra er sömuleiðis afskaplega mikill heiður því íþróttahreyfing okkar er mjög öflug. Að fá þessar tilnefningar, segir mér að það sem við systkinin erum að gera saman í tónlist er afskaplega gott og að fá tilnefningu sem íþróttamaður ársins er það einnig, það er bara að halda þessu áfram. Dagurinn var svolítið krefjandi því ég átti að mæta á báðum stöðum klukkan þrjú sama dag en ég tók fyrst á móti tilnefningu íþróttamanns og RUV var á staðnum svo ég stökk úr miðri ræðu að tala við þá og þetta kom bara skemmtilega út,“ segir Már léttur
Fær að æfa með landsliði Búlgaríu í sundi
Langar að hvetja fólk til dáða
„Ég kem oft fram og spila tónlist mína hjá félögum og klúbbum og hef meira að segja spilað fyrir forseta Íslands. Það er mjög skemmtilegt en ég hef einnig verið að halda fyrirlestra um markmiðasetningu og jákvætt viðhorf, um hvernig á að ná árangri. Mér þætti mjög gaman að koma með fyrirlestur fyrir nemendur á öllum aldri í skólum, tala um hvað það skiptir miklu máli að nýta tíma sinn vel, stefna að einhverju í framtíðinni. Við höfum öll hæfileika en þurfum að virkja metnaðinn í okkur til að ná árangri,“ segir þessi líflegi og efnilegi ungi maður, Már Gunnarsson, Maður ársins á Suðurnesjum 2019.
Íþróttamaður ársins og með besta jólalagið Sundmaðurinn Már Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2019 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann og systir hans, Ísold, unnu einnig Jólalagakeppni Rásar tvö.
„Árið 2019 var afskaplega viðburðaríkt bæði í músíkinni og sundinu. Ég náði þeim markmiðum sem ég ætlaði að ná og það voru alls konar óvæntar uppákomur sem duttu inn í kjölfarið. Hjá mér er
mikið svigrúm fyrir bætingar í sundlauginni og stefnan fyrir árið 2020 er klár og markmiðin enn skýrari,“ sagði Már Gunnarsson.
Ekki missa af viðtali við Má Gunnarsson
MANN ÁRSINS 2019
í fyrsta þætti ársins af Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fulltrúar þeirra 39 aðila sem fá styrk hjá Uppbyggingarsjóði ásamt forsvarsfólki sjóðsins. VF-mynd/KjartanMár
Uppbyggingarsjóður styrkir 39 verkefni árið 2020
Meðlimir Jazzfjelags Suðurnesjabæjar tóku nokkur lög við afhendingu styrkjanna. Félagið fékk styrk til að halda fjölda tónleika á nýju ári. VF-mynd/pket
Skjalastjóri óskast til starfa hjá Grindavíkurbæ Grindavíkurbær óskar eftir að ráða skjalastjóra til starfa á bæjarskrifstofu. Um er að ræða 100% starf er heyrir undir sviðsstjóra fjármálaog stjórnsýslusviðs. Skjalastjóri ber ábyrgð á skjalamálum á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Hann tekur þátt í stefnumótun um skjalastjórnun sem og rafræna stjórnsýslu og sér um fræðslu og ráðgjöf um skjalamál til starfsmanna og stofnana bæjarfélagsins. Helstu verkefni:
• Umsjón með faglegri vinnu og vinnur að miðlægri og samræmdri skjalastýringu. • Ábyrgð og umsjón með One skjalavörslukerfinu, skráningu og varðveislu erinda og skjala sem berast á skrifstofu Grindavíkurbæjar sem og afgreiðslu og frágangi mála í málaskrá. • Útbýr og endurskoðar skalavistunaráætlun Grindavíkurbæjar. • Sér um samskipti við persónuverndar fulltrúa Grindavíkurbæjar. • Ýmis önnur tilfallandi almenn skrifstofustörf.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, svo sem bókasafns og upplýsingafræði eða skjalfræði. • Þekking á skjalastýringu og skjalavistunarkerfum. • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur. • Reynsla og þekking á sviði verkefnastjórnunar er kostur. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni. • Mjög góð tölvukunnátta. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti. • Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli.
Feðginin Elíza og Geir Newman og Jón Newman fengu styrk fyrir nýtt verkefni sem er „Kotið í Höfnum“, endurbygging á 100 ára gömlu húsi, Garðbæ, sem þau stefna að því að opna svo fyrir almenningi, þegar verkefninu lýkur. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað 39 verkefnum styrkjum fyrir 45 milljónum króna. Umsóknir um styrki voru 65 talsins fyrir samtals 167 milljónir króna. Greint var frá því hverjir hlutu styrkina á Park Inn hótelinu síðasta fimmtudag. Verkefni sem falla undir menningu og listir fengu úthlutað 28 milljónum króna en atvinnu- og nýsköpun 17 milljón króna. „Það þarf mikla þrautseigju, drifkraft, seiglu og metnað að fylgja hugmynd eftir og framkvæma hana. Við íbúar Suðurnesja erum virkilega heppin með hversu flott frumkvöðla- og menningarstarf er hér á svæðinu, og er það ykkur að þakka,“ sagði Fríða Stefánsdóttir, formaður Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja þegar greint var frá úhlutuninni. Fríða las upp 39 umsóknir sem fá styrk á árinu 2020. Þann 12. nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, menntaog menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hins vegar um sóknará-
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Þórisson í síma 4201103 eða í tölvupósti jont@grindavik.is Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið jont@grindavik.is Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2020. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um. Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs
Björk Guðjónsdóttir, starfsmaður atvinnuþróunar félagsins Heklunnar, og Janus Guðlaugsson en verkefni hans, Heilsuefling 65+ hlaut hæsta styrkinn.
ætlun Suðurnesja 2020–2024. Með þessum samningi er tryggt að Uppbyggingarsjóður Suðurnesja fær fjármagn árlega þetta tímabil til að úthluta til verkefna á árunum 2020–2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Samningurinn tekur mið af þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun, menningarstefnu og annarri stefnu ríkisins eftir því sem við á. Verkefnin Ferskir vindar listahátíð í Garði og Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum hlutu stærstu styrkina að þessu sinni eða 4 milljónir króna hvort. Þá hlutu Ferskir vindar loforð upp á 2 milljónir króna fyrir árið 2021 og 4 milljónir króna fyrir 2022.
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA
SJÓNVARPSÞÆTTIR ÁRIÐ 2019 Á árinu 2019 framleiddi Sjónvarp Víkurfrétta alls 50 sjónvarpsþætti þar sem menning, mannlíf og atvinnulíf á Suðurnesjum voru í fyrsta sæti. Framleiddir voru 41 þáttur af Suðurnesjamagasíni og Suður með sjó var framleitt í níu þáttum. Þættirnir 50 voru sýndir á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu Augnabliki í Reykjanesbæ. Sjónvarp Víkurfrétta mun halda áfram framleiðslu sjónvarpsefnis frá Suðurnesjum á árinu 2020.
Viltu auglýsa í sjónvarpsþáttum Víkurfrétta? Sendu okkur línu á pket@vf.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Anna Lóa Ólafsdóttir:
Byrjaði á bók árið 2019 sem kemur út á nýju ári
Birgitta Jónsdóttir-Klasen:
Súrkál með pylsum færir góða lukku
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? F-in 3, fjallgöngurnar, ferðalögin (fór í fjórar óvæntar ferðir á árinu) og fellibylurinn á Spáni. Var í jógaferð og hef sjaldan upplifað annan eins óróa eins og þegar stærðarinnar tré lenti á húsinu sem ég dvaldi í. Best var að nágranni minn hélt að ég hefði dottið úr rúminu! Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Byrjaði á bók, draumurinn minn er að rætast og þrammaði upp á fjöll eins og enginn væri morgundagurinn. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Óveðrið um daginn, að heimili og bæir séu án rafmagns í marga daga árið 2019 hlýtur að þykja fréttnæmt. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Hundurinn Dexter sem bættist í fjölskylduna. Er enn pínu hrædd við hann en hlýtur að gilda það sama og með fólk, slatti af þolinmæði, aga og kærleika og við verðum bestu vinir. Hvað borðaðir þú um áramótin? Kalkún með fyllingu og sætum kartöflum, sykurpúðasalati og dásamlegri sósu. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Fjölskyldan er saman á miðnætti. Við fylgjumst með gamla árinu fjara út og tökum á móti því nýja. Óskum hvort öðru gleðilegs nýs árs og grátur og/eða hlátur aldrei langt undan. Strengir þú áramótaheit? Já, geri það oft. Núna bíð ég spennt eftir bókinni minni (áætluð 20.02.20) og kem til með að fylgja henni eftir. Annars hafa áramótaheitin síðustu árin verið að segja oftar JÁ, sem hefur gert það að verkum að ég hef gert ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum. Þetta verður því áfram ár JÁ-sins!
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Að vera ennþá á lífi. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Í raun ekki mikið, ég var bara ánægð að fá meðhöndlun við krabbameini, meðferð sem heldur væntalega áfram árið 2020 til að klára þá meðferð. Kannski fer ég til Spánar eftir það.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
UPPGJÖR VIÐ ÁRAMÓT Þorsteinn Gunnarsson:
Afahlutverkið stendur upp úr á nýliðnu ári Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Að takast á við alveg nýtt hlutverk sem er vandasamt, ábyrgðarmikið, skemmtilegt, gefandi og tilfinningaríkt þar sem hamingjan margfaldast. Ég er sem sagt að tala um afahlutverkið! Að kynnast nýjum einstaklingi, tengjast og sjá afastrákinn þroskast og dafna og ekki síður foreldrana blómstra í hlutverkum sínum. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar en knattspyrna er ástríða mín. Afskaplega skemmtilegt og gefandi áhugamál og gaman að komast á völlinn og hitta fólk í hreyfingunni. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Samherjamálið slær öllu öðru við. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Að Grindavík, ÍBV og Ipswich Town féllu öll og Mývetningur varð bikar-
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Að fara snemma að sofa.
Hvað borðaðir þú um áramótin? Við erum ansi sveigjanleg með gamlársdag og höfum bara það sem okkur dettur í hug hverju sinni. Við vorum með léttreyktan lambahrygg í fyrra sem mæltist vel fyrir.
Strengir þú áramótaheit? Að verða víðsýnni og ærlegri en árið áður!
Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Að Ljósanótt er orðin tuttugu ára og hvað það er allaf gaman að taka þátt. Hvað borðaðir þú um áramótin? Súrkál með pylsum, það er sagt færa góða lukku fyrir nýja árið, búin að gera það nú þegar í 45 ár! Hefur virkað í þrjátíu ár.
meistari (utandeildarliða á Norðurlandi).
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Já, yfirleitt hefur stórfjölskyldan í Grindavík verið saman á gamlárskvöld, þá er líf og fjör. Stundum hafa verið gerð áramótamyndbönd þar sem yngri kynslóðin fer á kostum. Fyrsta myndbandið var gert árið 2000 og hét Maðurinn sem stal árþúsundinu!
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Samherji, starfsfólk hér á landi sem átti ekki að standa í þessu.
Elvar Þór Ólafsson:
Byrjaði að æfa þríþraut í haust Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Að ég hafi lést um 20 kg síðan í sumar.
Strengir þú áramótaheit? Já, ég geri það. Heilsa mín er fyrst og fremst aðalatriðið. Svo er ég að klára þriðju bókina mín en í þetta skipti fyrir þýskan markað. Ég vona að bókin komi á markað árið 2020. Svo langar mig að ferðast hringinn í kringum Ísland og kannski ferðast til Spánar.
Birgir Guðbergsson:
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Er alltaf jafn hissa að fólk skuli ennþá aðhyllast Miðflokkinn.
Stóra fréttin er Ísland og sjávarútvegurinn í Namibíu
Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Að Skálmöld séu að fara í pásu eftir tíu ára stuð.
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Safari ferðalag um Úganda með stóra bróður og fjöldskyldu.
Hvað borðaðir þú um áramótin? Nauta-Ribeye í trufflusmjöri.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Flutti frá Mið-Afríkulýðveldinu í enda árs 2018 og byrjaði í nýju starfi í Guinea Bissau fyrir sama vinnuveitanda með tilheyrandi áskorunum.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég byrjaði að æfa þríþraut í haust.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Er nýbyrjaður að fara Klemmann á gamlársdag. Stefni á að fara hann aftur í ár, a.m.k. hluta af honum. Strengir þú áramótaheit? Nei, man ekki eftir því að hafa gert það í gegnum tíðina.
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Ísland og sjávarútvegurinn í Namibíu.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sigríður Pálína Arnardóttir:
Ólýsanlega góð tilfinning að vera amma Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Björn, sonur minn, og Dodda Maggý, tengdadóttir mín, eignuðust son á árinu. Það er yndislegt að verða amma, ólýsanlega góð tilfinning. Hann er fallegastur allra og heitir Baldur Ómi. Ég er mjög hamingjusöm. Það sem stendur líka upp úr eru allar sam verustundirnar sem ég hef átt með börnunum mínum, við vinnum mikið saman og samverustundirnar með fjöl skyldunni allri, þær gleðja mig mest.
Bryndís Einarsdóttir:
Við fluttum til Bretlands og búum rétt hjá Oxford Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Elsku pabbi minn vann bug á alvar legum veikindum sínum, held hann sé búinn til úr stáli. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Við fluttum til Bretlands, erum rétt hjá Oxford og ég eignaðist tvo listdansskóla þar á grunn- og framhaldsskólastigi. Eigum núna heima þar og á Íslandi! Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Brjálað óveður og Ísland ekki í stakk búið til þess að díla við það! Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Íhaldsflokkurinn vann og brexit heldur áfram. Hvað borðaðir þú um áramótin? Hangikjöt, rauðkál, brúnaðar kartöflur og allskonar gúmmelaði, ásamt ís og eftirrétt. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Fara á brennu og skjóta upp flugeldum. Horfa á árið fjara út ... syngja hástöfum „Nú árið er liðið“, fella tár af söknuði yfir þeim sem farnir eru og geta síðan ekki annað en brosað í gegnum tárin yfir kampavínskorkadansinum í sjón varpinu. Strengir þú áramótaheit? Halda áfram að elska hvern dag sem ég lifi og njóta lífsins í botn!
Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Guinea Bissau hefur verið notað sem stökkpallur með hörð eiturlyf frá Suður-Ameríku til Evrópu. Árið 2019 var mjög árangursríkt við að ná þessum efnum. Þau fóru ekkert lengra, voru brennd á staðnum. Hvað borðaðir þú um áramótin? Það kom matarboð frá Íslandi.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég keypti mér árskort í Borgar leikhúsinu, það er svo gaman að fara í leikhús. Það er mikilvægt að njóta lífsins, listin og lestur góðra bóka gefur manni mikið. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Þegar vinur minn, Sveinbjörn Gizurar son, prófessor við Háskóla Íslands, fékk samþykkt í Bandaríkjunum nýtt lyf við bráðameðferð við flogaveiki. Lyfið heitir Nayzilam og er nefúði, notað við bráðaflogum eða raðflogum og eykur lífsgæði þeirra sem að glíma
við flogaveiki. Þetta er árangur rann sókna hans sem hann byrjaði á fyrir 30 árum síðar. Sveinbjörn er héðan úr Njarðvík, þetta er stórkostlegur árangur og við bíðum bara eftir því að fá að selja lyfið hans hér á landi. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Már Gunnarsson er stóra fréttin og vonin okkar á Suðurnesjum, frábær fyrirmynd í alla staði. Hann sýnir hvað hægt gera ef að viljinn er fyrir hendi. Hann er hæfileikaríkur listamaður og Íþróttamaður ársins. Ólympíumeistari í sundi. Tónleikaranir sem hann hélt í Hljómahöllinni á árinu voru stórkost legir, diskurinn með tónlistinni hans er yndislegur, ég hef hann í bílnum hjá mér hlusta á hann alla daga. Hvað borðaðir þú um áramótin? Ég er vön að borða heit svið um ára mótin með rófustöppu. Það var engin undatekning í ár. Ég fæ alltaf vatn í munninn við tilhugsunina.
sem keyptir hafa verið hjá Björgunar sveitinni. Fagna og gleðjast saman með fjölskyldunni.
Eru einhverjar áramóta-/ nýárshefðir hjá þér? Vera saman með fjölskyldunni, fara á brennu og horfa saman á áramótas kaupið, skjóta síðan upp flugeldum
Strengir þú áramótaheit? Ekki eiginlega en þó lætur maður hugann reika, lítur um öxl og hugsar svo um komandi ár. Nú er ég til dæmis alveg ákveðin í því að dekra við sjálfa
mig, hreyfa mig, kaupa kort í Massa, stunda jóga og fara reglulega í sund. Vera duleg að fara á skíði þá daga sem leyfa og fara á hestbak, fara í útreiðatúra á Mánagrundinni með félögunum þar. Það er mikilvægt að njóta lífsins með gleði í hjarta og með virðingu fyrir umhverfinu. Ég ætla að hafa það að leiðarljósi.
Helga Margrét Guðmundsdóttir:
Að börn mættu til að mótmæla á hverjum föstudegi Reykjanesbrautar frá Straumsvík að Kaldárselsvegi. Nokkur alvarleg slys hafa orðið á þessum kafla og gott að bæta umferðaröryggið.
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Bætt heilsa eiginmannsins sem hefur náð sér vel eftir veikindi. Hann greind ist með krabbamein í lunga og fór í að gerð í ágúst 2018 þar sem hægra lungað var að mestu fjarlægt. Um síðustu jól og áramót var hann mjög slappur eftir erfiða lyfjagjöf. Við vorum óviss um framhaldið en á nýju ári fór allt upp á við og hefur hann náð sér vel af þessum veikindum. Hann er kominn í líkams þjálfun hjá Janusi og byrjaður að vinna. Mér finnst það standa upp úr á árinu. Auk þess útskrifaðist elsta barnabarnið sem stúdent og annað fermdist. Það er þakkarvert að halda heilsu og fá að njóta þess að fylgjast með barna börnunum vaxa og dafna. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Það var mikill áfangi að ná að setja upp sögusýningu úti í Höfnum um James town-strandið á Ljósanótt. Sagan um strandið (árið 1881) og hvað varð um farm skipsins, sem voru m.a. 100 þús und viðarplankar, hefur átt hug minn
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Áramótahefð er einföld ef ég er á Íslandi; matur, brenna, skaup og svo eru það raketturnar. Strengir þú áramótaheit? Engin áramótaheit en gef mér þó tíma til að líta nokkur ár til baka, vitandi að nýi eða framhaldskaflinn sem er að byrja er ekki sjálfgefinn.
Hvað borðaðir þú um áramótin? Við erum yfirleitt með fylltan kalkún á gamlársdag. Graflax í forrétt og heima lagaðan ís með Marssósu í eftirrétt. Við höfðum þetta bara hefðbundið núna. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Hefðirnar felast aðallega í því að fjöl skyldan er saman. Ég hef lagt það í vana minn að fara í langan göngutúr á nýársdag og bjóða nýtt ár velkomið. En mér finnst stundum erfitt að kveðja gamla árið og verð oft meyr um mið
nætti og þegar ég heyri lagið „Nú árið er liðið“ en á nýársdag er nýtt upphaf og að lokinni göngunni fæ ég mér heitt súkkulaði og jólasmákökur. Byrja svo á nýrri dagbók. Strengir þú áramótaheit? Nei, löngu hætt að fara í megrun eða matarkúra. Fer reglulega í sund og heilsurækt. Ég bara tek á móti nýju ári með bjartsýni og von um bættan hag og blóm í haga. Vona að maður haldi heilsu og hafi sína nánustu sem lengst og mest hjá sér. Ég er svo heppin að eiga fjórar yngri systur og gott að rækta vináttuna. Jú, svo er að læra betur á snjallúrið, símann og fjarstýringuna ... hæfir það ekki aldrinum vel?
undanfarin ár. Af því tilefni afhentum við í Áhugahópnum sýningargripi til Byggðasafns Reykjanesbæjar. Ég er þakklát að hafa slíkt áhugamál og mun það fylgja mér inn í eftirlaunaárin. Ég náði einnig þeim áfanga að fara í viku ferð um Vestfirði þar sem rætur mínar liggja. Mjög áhugavert var að dvelja daglangt út í Vigur og kynnast betur fyrrum byggð á Snæfjallaströndinni sem er liður í að fræðast meira um ævi Sigvalda Kaldalóns. Svo má ég nú til að nefna að ég var svo heppin að fá að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnum 20. nóvember sl. á Barnaþingi í Hörpu þar sem börnin ræddu við fullorðið fólk um það sem helst brennur á þeim. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Að barnamálaráðherra skuli hafa boðað breytingar í þágu barna og að börn hafi mætt á Austurvöll föstudag eftir föstudag til að láta rödd sína heyrast í loftlagsmálum. Eða kannski stóra fréttin sé að eyjan Vigur var seld. Mér finnst það líka stór frétt að fjárfestir skuli eiga stórt landsvæði á Norð-Austurlandi og jafnvel svo að ábúendur viti ekki hver á jörðina sem þeir búa á eða nærliggjandi veiðiár og jarðir. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Það var náttúrlega óvenjugott sumar. Sunnanlands og vestan telst það í hópi þeirra hlýjustu og sólríkustu. Held að það hafi verið það fimmta hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga. Ég var því óvenju mikið í garðinum mínum. Svo er gott að sjá vinnu við tvöföldun
Sigrún Hauksdóttir:
Nýtur þess að ferðast og fara á skíði Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Margt gott stendur upp úr í einkalífinu hjá mér á árinu, t.d. heimsóknir fjöl skyldumeðlima og langömmubarna til mín í Linz, Austurríki. Heimsókn 74 Oddfellowsystra til mín til Linz. Tvö fjölskyldubrúðkaup, áttunda lang ömmubarnið bættist í hópinn.
verið með barnabarnabörnin og að geta enn farið á skíði mér til skemmtunar.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég fagnaði þeim áfanga að verða 73 ára, er með góða heilsu til að ferðast og njóta þess sem mér þykir best, að vera með fjölskyldu og vinum. Að geta enn
Strengir þú áramótaheit? Hef aldrei strengt áramótaheit og kem til með halda þeirri hefð að eyða ára mótum með fjölskyldu og vinum og fagna lífinu.
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Opnun nýrra líknaherbergja á HSS sem var verkefni sem Oddfellowreglan á Suðurnesjum hefur staðið fyrir og gaf Suðurnesjamönnum til notkunar.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Menntunarmöguleikar þurfa að endurspegla þörfina – og það fjölbreytta samfélag sem þrífst á Suðurnesjum Stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur en fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um málið. Eins og fram kemur í þingsályktunartillögunni þá hefur fjölgun landsmanna undanfarin ár verið hlutfallslega mest á Suðurnesjum og langt umfram meðalfólksfjölgun í landinu. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 5,2% en árið 2017 var fólksfjölgunin um 7,4%. Samsetning íbúa á Suðurnesjum er einnig ólík því sem gerist í öðrum landshlutum þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Menntunarmöguleikar þurfa að endurspegla þörfina og það fjölbreytta samfélag sem þrífst á Suðurnesjum. Annað atriði sem taka þarf tillit til við skipulag náms á framhaldsskólastigi á svæðinu er hátt hlutfall vaktavinnufólks. Fjölbreyttar námsleiðir og sveigjanlegar kennsluaðferðir verða að vera í boði fyrir þann hóp, bæði fyrir framhaldsmenntun og símenntun. Í ljósi þessa fagnar bæjarráð Grindavíkur og lýsir yfir ánægju sinni með framkomna þingsályktunartillögu og telur mikilvægt að tillagan verði samþykkt af Alþingi og að skipaður verði starfshópur um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Eins tekur bæjarráð Grindavíkur heilshugar undir umsögn frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Samúel með pakkana.
Þriggja ára gaf Fjölskylduhjálp þrjá jólapakka
Hafdís Hulda dúx á haustönn 2019 Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja en skólaslit og brautskráning FS fór fram föstudaginn 20. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, fjórtán úr verknámi, sex úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut starfsbraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 31 og konur 28. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, tólf úr Grindavík, níu úr Suðurnesjabæ og einn frá Eskifirði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari ,flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Víglundur Guðmundsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Bogi Ragnarsson, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en Styrmir Pálsson lék á fiðlu og Arnar Geir Halldórsson á selló, síðan lék Haukur Arnórsson, nýstúdent, á píanó. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Anton Halldórsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum, Ína Ösp Úlfarsdóttir fyrir félagsfræði, Kristín M. Ingibjargardóttir fyrir textílfræði, Helena Bergsveinsdóttir fyrir húsasmíði og Sigrún Birta Eckard fyrir árangur sinn í listasögu. Helgi Líndal Elíasson fyrir viðurkenningu fyrir góðan árangur fata- og textílgreinum og verðlaun frá Landsbankanum fyrir
lokaverkefni í fata- og textílgreinum. Rakel Ýr Ottós dóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og spænsku og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Katla Marín Þormarsdóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir spænsku, verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum. Elvar Jósefsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í rafmagnsfræði og vélstjórnargreinum og hann fékk einnig verðlaun frá Isavia fyrir góðan árangur í verknámi og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verknámi. Hafdís Hulda Garðarsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, stærðfræði og líffræði, hún fékk verðlaun frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði, viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku, gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum
og viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti Hafdísi einnig 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift. Hafdís hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þær Alma Rut Einarsdóttir, Herdís Birta Sölvadóttir og Martyna Daria Kryszewska fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku. Undir lok athafnarinnar veitti skólameistari Kacper Zuromski silfurmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann sigraði í forritun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina fyrr á árinu. Að lokum sleit Kristján Ásmundsson skólameistari haustönn 2019.
Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Það voru margir sem lögðu hönd á plóginn hjá Fjölskylduhjálp fyrir þessi jól. Sá yngsti var þó hann Samúel Friðjón Sigurðsson en hann er aðeins þriggja ára. Samúel fór með þrjá jólapakka til Fjölskylduhjálpar og vildi endilega leggja þeirra góða starfi lið.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Styrmir Pálsson lék á fiðlu og Arnar Geir Halldórsson á selló, síðan lék nýstúdentinn Haukur Arnórsson á píanó.
Víglundur Guðmundsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Breytt leiðakerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ Núna um áramótin, eða mánudaginn 6. janúar, tekur gildi breytt leiðakerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ (Strætó). Meginbreytingin er sú að leið nr. 1 (Keflavíkurleið) og leið nr. 2 (Njarðvíkurleið) verða sameinaðar og mun sú leið kallast R1. Leið nr. 3 (R3-Ásbrú) verður áfram sér leið sem og leið nr. 4 (R4-Hafnir). Áfram verður skiptistöð við Krossmóa. Í samtali við Sigurð Inga Kristófersson, deildarstjóra umhverfismála hjá Reykjanesbæ, kom fram að þessi breyting er fyrst og fremst gerð til að bæta leiðarkerfið fyrir íbúa bæjarins. Það er ekki einungis leiðarkerfið sem breytist heldur verður þjónustan stórbætt með auknum helgar- og kvöldferðum en óskir um slíkt hafa borist frá notendum kerfisins. Akstur hefst kl. 7:00 á virkum dögum þannig að þeir sem þurfa að komast á milli hverfa geta nýtt sér almenningsvagna til að koma sér til vinnu eða í skóla fyrir kl. 8:00, þrátt fyrir að þurfa skipta um vagn. Þá verður ekið virka daga til kl. 23:00 á kvöldin en þar er hugsunin helst sú að ungmenni sem stunda íþrótta- og tómstundastarf geti nýtt sér kerfið betur. Á virkum dögum verður ekið með 30 mínútna tíðni til kl. 19:00 en eftir það á 60 mínútna fresti. Um helgar er ekið frá kl. 10:00 til kl. 20:00 með 60 mínútna tíðni á laugardögum. Hingað til hefur
akstur á sunnudögum ekki verið í boði en hann bætist nú við og verður keyrt frá kl. 10:00 til kl. 17:00 með 90 mínútna tíðni. Þetta er gert í tilraunarskyni og gaman verður að sjá hvort bæjarbúar muni nýta sér þessa þjónustu. Áfram verður pöntunarþjónusta fyrir íbúa í Höfnum samkvæmt tímatöflu leiðar R4Hafnir. Meginstoppistöðvarnar verða gerðar betri hvað varðar aðgengi og lýsingu að sögn Sigurðar. Árskortin fyrir árið 2020 eru komin í sölu og er árgjaldið það sama og á síðasta ári eða kr. 5.000 fyrir almenn kort og kr. 2.000 fyrir börn, aldraða og öryrkja. Sölustaðir árskorta eru Bókasafn Reykjanesbæjar, Sundmiðstöð Sunnubraut, Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og Hljómahöll „Það er von okkar að þessar breytingar verði til þess að fleiri íbúar muni nýta sér almenningssamgöngur á nýju ári en samkvæmt talningum farþega voru almenningsvagnar nýttir 130.000 sinnum á árinu 2019,“ segir Sigurður Ingi. Talningar á stoppistöðvum verða gerðar á árinu og kerfið endurskoðað í lok árs. Þá verða breytingar gerðar ef þurfa þykir. Við viljum mjög gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara, og auðvitað hvað vel er gert, á netfangið straeto@ reykjanesbaer.is „Það er mjög mikilvægt að heyra frá notendum kerfisins til að geta gert það sem skilvirkast,“ segir Sigurður Ingi að lokum.
Viðburðir í Reykjanesbæ Þrumandi þrettándagleði - luktarsmiðja, blysför og brenna Mánudaginn 6. janúar. Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla kl. 16:30. Blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði kl. 18. Brenna við Ægisgötu. Grýla og hennar hyski mætir. Þrettándasöngvar og heitt kakó. Glæsileg flugeldasýning í lokin.
Mynd úr kirkjugarðinum að kísilbyggingu.
Gleðilegt nýtt kísilveralaust ár í Reykjanesbæ Mikið ráðaleysi og þöggun er í stjórnkerfinu vegna kísilsins sem fyrirhugað er að byrja aftur að framleiða í Helguvík. Afleiðingarnar eru ógnvekjandi, hvernig brennsla kola, viðarkurls og kvarts mun auka kolefnisspor Íslands um 10% og senda á hverju ári, sem starfsemin verður í gangi, meira en og aldrei minna en 2000 tonn af eiturefnum yfir næsta nágrenni. Það verður eingöngu frá Stakksbergsverksmiðjunni. Thorsil, ef sú verksmiðja fer af stað, mun rúmlega tvöfalda þennan eiturefnaútblástur. Í sjónvarpsseríunni um Chernobyl- slysið í Úkraínu 1986 er sýnt einstaklega vel hvernig valdhroki og yfirlæti örfárra manna ásamt fákunnáttu almennings og trausti hans á ríkjandi stjórnkerfi leiddi til mikils keðjuverkandi, þjóðfélagslegs harmleiks. Það sem þarna átti sér stað má líkja við einhverskonar „ráðaleysisheilkenni“ og á sér margar birtingarmyndir í mannlífinu. Þannig standa íbúar Reykjanesbæjar núna frammi fyrir þessu „ráðaleysisheilkenni“. Fámennur hópur fólks neitar að horfast í augu við umhverfis- og eiturefnavána við framleiðslu kísils í bæjarfélaginu. Þetta er hópur sem ræður miklu í stjórnkerfinu, yfir miklu fjármagni og telur sig hafa heilagan rétt til að setja þessa eiturefnastarfsemi í gang á ný.
Nú höfum við verið án eiturefnanna frá kísilverinu í Helguvík í rúmt ár. Frá því að upprunalegt leyfi til starfrækslu kísilversins var gefið út hefur lögum og reglugerðum um þessa starfsemi verið breytt og mat á umhverfisáhrifum verið hert. Stakksberg er því að vinna að nýju mati á umhverfisáhrifum og þarf að sækja um nýtt starfsleyfi hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt hefur nýtt aðalskipulag fyrir Reykjanesbæ tekið gildi, þ.e. frá 2015 til 2030. Við lestur aðalskipulagsins er mjög ánægjulegt að sjá að þar er sérstaklega tekið fram að ekki megi auka m.a. við losun brennisteinsdíoxíðs á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Það er einmitt eitt af eiturefnunum sem er í mestu magni við kísilframleiðslu (brennslu kola). Í aðalskipulaginu segir orðrétt:
„Eiga þessar takmarkanir við um starfsemi sem hefur undirbúning að skipulagi, mati á umhverfisáhrifum og leyfisumsóknum eftir gildistöku aðalskipulagsins 2015–2030“. Augljóst er að ekki þarf aðeins að breyta deiliskipulagi lóðarinnar fyrir kísilverið heldur einnig aðalskipulagi Reykjanesbæjar áður en kísilverið getur hafið starfsemi að nýju. Við eigum reyndar eftir að sjá hvernig lögfræðingar Reykjanesbæjar og Skipulagsstofnunar túlka þessa núgildandi skipulagstakmörkun. Eðlilegast er að hagur og heilsufar íbúa ráði för en ekki hagsmunir fámenns hóps fjárfesta og þeirra fylgifiska. Íbúar Reykjanesbæjar ættu, ef þeir verða ekki fórnarlömb „ráðaleysisheilkennis“ stjórnvalda, að geta horft fram á eiturefnalaus kolabrennslu ár til ársins 2030. Gleðilegt nýtt kísilveralaust ár í Reykjanesbæ. Megi það hvíla í friði við sitt nágrenni.
Hljómahöll - viðburðir framundan Jónas Sig á trúnó - 15. janúar (uppselt) Tindersticks - 7. febrúar Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is og tix.is Nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó - tekur gildi 6. janúar Kynnið ykkur nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is þegar nær dregur.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfissvið – starfsmaður í eignaumsýsludeild Fræðslusvið – sálfræðingur Akurskóli – umsjónarkennari (tímabundin ráðning) Velferðarsvið – starf við liðveislu Skrifstofa stjórnsýslu – teymisstjóri í þjónustuver Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Reykjanesbæ 28. desember 2019, Tómas Láruson.
Auglýsingasíminn er 421 0001
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Unga fólkið um áramótin
Á milli jóla og nýárs spurði Sólborg Guðbrandsdóttir nokkur ungmenni út í nýliðið ár og áramótin Ingibjörg Ýr Smáradóttir, starfsmaður Icelandair:
Einblínir á það góða Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég ætla að eyða þeim heima með fjölskyldunni minni, elda góðan mat og njóta.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Ekki beint nei, bara að halda áfram að rækta og einblína á það góða í lífinu.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég kláraði loksins stúdentsprófið mitt, svo er alltaf best að fylgjast með syni mínum vaxa og dafna á hverjum degi.“ Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Mikil vakning í umhverfismálum.“
Stefnir á hálfmaraþon Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Kannski ekki beint áramótaheiti en markmið samt sem áður, ég stefni að því að taka hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt því að vinna í sjálfri mér.“
Ánægð með uppbyggingu sveitarfélagsins
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Það er alltaf hrikalega jákvætt hvað unga fólkið okkar verður meðvitaðara um það sem er að gerast í kringum okkur. Mér fannst þetta ár einkennast mikið af því að unga fólkið varð almennt fróðara um sín mörk og mikilvægi þeirra.“
Sandra Ólafsdóttir, viðskiptafræðinemi við Háskóla Reykjavíkur og starfsmaður á Heilsuleikskólanum Kór:
Margt fallegt að gerast í samfélaginu Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum?
„Ég verð í faðmi foreldra minna. Fyrsta árið sem systir mín verður ekki með okkur svo það verður smá skrítið. En ætli maður kíki ekki á lífið þegar líður á nóttina.“
Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég ætla að fagna áramótunum heima með fólkinu mínu, horfa á áramótaskaupið, jafnvel sprengja nokkra flugelda og hitta vini.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Áramótaheitin mín fyrir árið 2020 eru m.a. að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum og ferðast.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég söng bakraddir í Söngvakeppninni og á tónleikunum Með blik í auga. Ég eignaðist aðra bróðurdóttir. Ég hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir fyrsta skiptið fyrir frænku mína, keypti mína fyrstu íbúð með kærastanum mínum og átti góðar stundir með fjölskyldu og vinum.“
„Ég legg voða lítið upp úr því að setja mér áramótaheiti þó það blundi stundum á því hvað mig langi að gera á nýju ári ómeðvitað. Ætli það sé ekki að lesa fleiri bækur mér til skemmtunar, njóta þess að vera í kringum fjölskyldu og vini, sjálfsvinna og að leyfa mér að gera eitthvað annað en að læra án þess að fá samviskubit. Þetta síðasta er mjög erfitt og líklega margir sem kannast við það.“
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019? Uppbyggingin sem varð í sveitafélaginu og bætt fjárhagsstaða bæjarins. Einnig vitundarvakningin um loftslagsmálin.
Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?
Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, danskennari og stuðningsfulltrúi í Myllubakkaskóla:
„Ég hélt áfram þó vindar blésu á móti. Kláraði skólann vel, hélt áfram í minni baráttu og lærði mjög mikið á sjálfa mig. Held ótrauð áfram á nýju ári.“
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati?
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Er með skýrt markmið fyrir næstu jól, ég ætla að finna mér kærasta á árinu. Þetta er mest djók en smá ekki djók. Það er djók í fjölskyldunni að ef ekkert verði farið að ganga í leitinni um mitt ár sé ég reiðubúin að lækka standardinn töluvert.“
Sigríður Guðbrandsdóttir, starfsmaður þjónustuvers Reykjanesbæjar:
Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ætli það besta hafi ekki verið þegar ég tók þá ákvörðun fyrir sjálfa mig að fara í magaermisaðgerð í Lettlandi í júlí.“
Upplýsingar í síma 7746908. N.G. fish ehf. Sandgerði.
Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég verð hjá mömmu með fjölskyldunni. Mamma var erlendis á aðfangadag svo við ætlum að fara öll saman inn í nýja árið.“
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Mér finnst flest ganga frekar vel í samfélaginu. Ég er reyndar frekar mikil Pollýanna en það virkar fyrir mig. Mér finnst til dæmis Reykjanesbær vera að lifna við. Mér finnst samfélagið hérna vera yndislegt, unga fólkið okkar víðsýnt og duglegt og bæjarbragurinn sem er að myndast meiriháttar. Í heildina litið finnst mér samfélagið alltaf verða betra og betra.“
Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Við litla fjölskyldan verðum hjá pabba um áramótin, pabbi er einn helsti stuðningsmaður björgunarsveitarinnar svo ég býst við að þeim verði fagnað með góðum mat og nóg af flugeldum.“
Næg vinna framundan
Ætlar að finna kærasta á nýju ári
Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Árið 2019 var frábært ár hjá mér. Ég byrjun árs byrjaði ég í nýju framtíðarstarfi, ég ættleiddi hund, útskrifaðist með meistaragráðu og byrjaði að kenna dæmatíma í HR. Svo líður mér líka rosavel í sálinni, sem er mikilvægast af öllu. Amma sagði alltaf að það væri mikilvægt að lifa í sátt við guð og menn, það eru orð sem ég reyni að lifa eftir.“
Ásta María Jónasdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala hjá Allt fasteignir fasteignasölu:
VANTAR VANAN HANDFLAKARA TIL STARFA
Laufey Ebba Eðvarðsdóttir starfar við endurskoðun hjá Deloitte í Reykjanesbæ:
„Án efa vitundarvakning kynferðisofbeldis og mikilvægi þess að virða mörk annarra. Það er margt fallegt að gerast í samfélaginu okkar, þetta er rétt að byrja!“
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Reiki, heilun
getur lagað hina ýmsu kvilla þunglyndi, verki, léttir lund Hef unnið með veik dýr líka með góðum árangri.
Óléttan breytti hugarfarinu Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Þetta verða voða róleg áramót hjá mér. En ég ætla að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og njóta.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Ég er með nokkra hluti í huga, eitt af því er að hugsa betur um sjálfa mig.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég varð ólétt, það hefur breytt hugarfarinu ótrúlega mikið á góðan hátt.“
Tímapantanir á palina1937@hotmail.com
Helga P. Hrafnan, reikimeistari
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Lengingin á fæðingarorlofinu er kannski það sem er mér efst í huga einmitt núna.“
fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Karen Mist og Már Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2019
Sundfólkið Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson voru kjörin Íþróttafólk Reykjanesbæjar en greint var frá kjörinu í árlegu hófi í íþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag. Karen og Már stóðu sig frábærlega í sundlauginni á árinu og settu bæði fjölda meta í mótum ársins.
Níræður með 340 skipti í lauginni Talsverð aukning á aðstókn hefur verið í Sundmiðstöð Keflavíkur en enginn kom þó oftar á árinu 2019 en hinn níræði Andrés Eggertsson, íbúi í Reykjanesbæ. „Þetta heldur mér gangandi. Ég reyni að mæta alla daga,“ sagði hann hress að vanda þegar forsvarsmenn Sundmiðstöðvarinnar verðlaunuðu Andrés
Í hófinu voru allir Íslandsmeistarar úr félögum bæjarins heiðraðir en alls voru Íslandsmeistaratitlarnir 137 á árinu. Í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB) eru tíu aðildarfélög sem keppa í tutttugu íþróttagreinum og bárust tilnefningar til íþróttamanns ársins frá sextán greinum.
Þá var Crossfit-afrekskonan Sara Sigmundsdóttir heiðruð á hófinu en hún er atvinnumaður í greininni og keppir utan félags á Íslandi.
að morgni gamlársdags. Þá var gestum boðið í síld og kaffi. Andrés mætti alls 340 sinnum í Sundmiðstöðina á árinu 2019 og þessir 25 dagar sem hann missti út voru m.a. út af því að kappinn þurfti að fara á sjúkrahús auk annarra persónulegra mála. Þá eru líka nokkrir dagar sem hreinlega er lokað. „Svona menn eru frábær fyrirmynd,“ sagði Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Reykjanesbæ. Andrés, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu í haust, syndir og fer í pottana, m.a. í kalda pottinn og situr í honum í dágóða stund, Andrés segir það vera mjög gott fyrir sig. Á gamlársdagsmorgun mættu margir af fastagestunum, einn þeirra var úr jólasveinafjölskyldunni í Noregi en hann heilsaði upp á gesti í heita pottinum.
Íþróttamenn allra greina hjá ÍRB Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Rakel Árnadóttir Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019: Ragnar Magnússon Blakíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Jónína Einarsdóttir Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019: Bjarni Þór Hólmsteinsson Fimleikakona Reykjanesbæjar 2019: Emma Jónsdóttir Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2019: Atli Viktor Björnsson Glímukona Reykjanesbæjar 2019: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Glímumaður Reykjanesbæjar 2019: Guðmundur S. Gunnarsson Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Sunna S. Guðmundsdóttir Hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2019: Hildur Ósk Indriðadóttir Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2019: Davíð Sienda
Íþróttakona fatlaðra í Reykjanesbæ 2019: Lára María Ingimundardóttir Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2019: Már Gunnarsson Júdókona Reykjanesbæjar 2019: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Júdómaður Reykjanesbæjar 2019: Ingólfur Rögnvaldsson Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2019: Natasha Moraa Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2019: Atli Geir Gunnarsson Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2019: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2019: Hörður Axel Vilhjálmsson Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar 2019: Elísa Sveinsdóttir Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2019: Halldór Jens Vilhjálms
Kvenkylfingur Reykjanesbæjar 2019: Kinga Korpak Karlkylfingur Reykjanesbæjar 2019: Logi Sigurðsson Lyftingakona Reykjanesbæjar 2019: Aþena Eir Jónsdóttir Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2019: Emil Ragnar Ægisson Sundkona Reykjanesbæjar 2019: Karen Mist Arngeirsdóttir Sundmaður Reykjanesbæjar 2019: Þröstur Bjarnason Taekwondokona Reykjanesbæjar 2019: Dagfríður Pétursdóttir Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2019: Kristmundur Gíslason Þríþrautakona Reykjanesbæjar 2019: Guðlaug Sveinsdóttir Þríþrautamaður Reykjanesbæjar 2019: Jón Oddur Guðmundsson
Þrettándagleði í Reykjanesbæ 6. janúar 2020
Kl. 16:30 – 17:50 Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla Kl. 18:00 Blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði Brenna, tónlist, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, jólasveinn, heitt kakó og piparkökur og glæsileg flugeldasýning.
Sjá nánar á www.reykjanesbaer.is
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir
Mundi Til
instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
hamingju
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Gleðilegt ár! Fjölmennt var á áramótabrennum í Suðurnesjabæ á gamlárskvöld en brennur voru bæði í Sandgerði og Garði, þar sem brennumyndin að ofan var tekin. Fjöldi fólks úr nágrannasveitum kom á brennuna í Garði ef marka má bílalestina til Reykjanesbæjar eftir að flugeldasýningu við brennuna lauk. Þá var mikil flugeldaskothríð í Reykjanesbæ á gamlárskvöld og ljóst að íbúar hafa ekkert sparað við sig í flugeldakaupum þó verðurhorfur hafi ekki verið góðar fyrir áramótin. Myndin hér að ofan var tekin frá Ægisvöllum í Keflavík á miðnætti á gamlárskvöld þegar árið 2020 gekk í garð. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ
ÞAKKA FYRIR SIG!
Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, dúettnum Heiður og jólasveinum samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.
SPORTHÚSIÐ SENDIR ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM HUGHEILAR NÝÁRSKVEÐJUR MEÐ ÞÖKKUM FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI Á LIÐNU ÁRI
SJÁUMST HRESS Á NÝJU ÁRI VERIÐ VELKOMIN
ÓSKUM SPORTHÚSINU INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA OG STÓRGLÆSILEGA BÚNINGSKLEFA OG SPA-AÐSTÖÐU
LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF
G l e r, g l u g g a r, g l e r s l í p u n & s p e g l a g e r ð f rá 1922
G l e r, g l u g g a r, g l e r s l í p u n & s p e g l a g e r ð f rá 1922
ÓSKUM SPORTHÚSINU INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA OG STÓRGLÆSILEGA BÚNINGSKLEFA OG SPA-AÐSTÖÐU
JBB 1mm
2mm
3mm
Tréverk ehf. Þar sem smáatriðin skipta máli
4mm
STAFTRÉ KKraf
Sporthúsið býður upp fjölbreytt úrval námskeiða og opinna hóptíma - Eitthvað fyrir alla. Allar nánari upplýsingar má finna á www.sporthusid.is
Grunnnámskeið í Crossfit hefst 6. janúar. Skráning og nánari upplýsingar á www.sporthusid.is
Þitt Form-námskeið hefjast 6. janúar. Skráning og nánari upplýsingar á www.sporthusid.is
Hefur þú prófað Superform? Yfir 30 tímar í hverri viku. Líkamsrækt sem skilar árangri. Sjáumst í Superform!