Víkurfréttir 1. tbl. 42. árg.

Page 1

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 6. janúar 2021 // 1. tbl. // 42. árg.

2.226 síður á veiruári hjá Víkurfréttum 49 tölublöð og þar af 21 eingöngu rafrænt

„Eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í“ – segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um Covid-19. Skortur á sýnatökupinnum í upphafi. Vísa þurfti fólki frá sem var ekki nægilega veikt.

„Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í á starfsferli mínum en á sama tíma lært svo margt en ófyrirsjáanleikinn hefur verið einna erfiðastur,“ segir segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar

á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en hún hefur verið í Covid-19 framlínunni hjá HSS frá byrjun. Hún segir að gríðarlegt álag hafi verið á starfsfólki heilsugæslu HSS vegna Covid-19 þar sem allir hafi þurft að hlaupa hratt og gera sitt besta til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra best. „Einna erfiðast var það í upphafi faraldursins þegar skortur var á sýna­tökupinnum og við þurfum að vísa fólki frá því það var ekki „nægilega“ veikt samkvæmt ábendingum landlæknis fyrir sýnatökum. Á myndinni hér að ofan fær María Arnlaugsdóttir fyrstu sprautuna með Covid-19 bóluefni sem gefin var á Suðurnesjum. María verður 100 ára í sumar. Það er Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á HSS, sem sprautaði Maríu sem er búsett á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ.

Nýliðið ár, 2020, var sögulegt í útgáfu Víkurfrétta. Blaðið fagnaði 40 ára útgáfuafmæli í ágústmánuði en árið var frábrugðið öllum öðrum árum í 40 ára útgáfusögu blaðsins. Gefin voru út 49 tölublöð af Víkurfréttum. Af þessum 49 tölublöðum þá komu 28 út á prenti en 21 tölublað var aðeins gefið út rafrænt. Öll tölublöð ársins hafa reyndar komið út rafrænt en vinsældir þeirrar útgáfu hafa vaxið allt síðasta ár. Þegar útgáfa síðasta árs er skoðuð þá telst okkur til að útgefnar síður hafi verið 2.226 talsins á árinu 2020. Blaðið kom út á prenti fyrstu tólf vikur ársins. Þegar Covid-19 skall á af fullum þunga urðu miklar breytingar og tekin var ákvörðun um að gefa blaðið bara út rafrænt. Þannig var útgáfan í vor og sumar. Í september var svo ákveðið að setja blaðið í prentun að nýju en í stað þess að bera blaðið inn á öll heimili hafa Víkurfréttir legið frammi á dreifingarstöðum um öll Suðurnes. Þar eru verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar stærstu dreifingarstaðirnir en einnig fjölmargir aðrir staðir í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Síðustu sextán vikur ársins hefur blaðið verið prentað og upplagið rýkur út. Í rafrænu útgáfunni í vor og sumar var síðum fjölgað og letrið stækkað til að efni blaðsins myndi birtast lesendum á sem þægilegastan hátt. Rafærna útgáfan fékk strax góð viðbrögð og var sótt að meðaltali um 15.000 sinnum á viku og stundum yfir 20.000 sinnum. Þá hefur jólablað Víkurfrétta verið sótt yfir 26.000 sinnum þegar þetta er skrifað í ársbyrjun 2021.

FLJÓTLEGT OG GOTT! 2

GOTT VERÐ

fyrir

1

Allan sólarhringinn

499

197

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/stk

kr/stk

Atkins low carb bar 35 gr - 2 teg.

23%

Opnunartími Hringbraut:

áður 649 kr

Toppur 0,5 ltr - 2 teg.

Sóma samloka m/roastbeef

FRÍ FAGLJÓSMYNDUN

FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

LÖGGILTUR FASTEIGNASALI HAFNARGATA 91, REYKJANESBÆ VÍKURBRAUT 62, GRINDAVÍK PALL@ALLT.IS - 698-6655

— Nánar á síðum 8–11

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.