PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ
NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090
Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000
Miðvikudagur 6. janúar 2021 // 1. tbl. // 42. árg.
2.226 síður á veiruári hjá Víkurfréttum 49 tölublöð og þar af 21 eingöngu rafrænt
„Eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í“ – segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um Covid-19. Skortur á sýnatökupinnum í upphafi. Vísa þurfti fólki frá sem var ekki nægilega veikt.
„Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í á starfsferli mínum en á sama tíma lært svo margt en ófyrirsjáanleikinn hefur verið einna erfiðastur,“ segir segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en hún hefur verið í Covid-19 framlínunni hjá HSS frá byrjun. Hún segir að gríðarlegt álag hafi verið á starfsfólki heilsugæslu HSS vegna Covid-19 þar sem allir hafi þurft að hlaupa hratt og gera sitt besta til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra best. „Einna erfiðast var það í upphafi faraldursins þegar skortur var á sýnatökupinnum og við þurfum að vísa fólki frá því það var ekki „nægilega“ veikt samkvæmt ábendingum landlæknis fyrir sýnatökum. Á myndinni hér að ofan fær María Arnlaugsdóttir fyrstu sprautuna með Covid-19 bóluefni sem gefin var á Suðurnesjum. María verður 100 ára í sumar. Það er Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á HSS, sem sprautaði Maríu sem er búsett á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ.
Nýliðið ár, 2020, var sögulegt í útgáfu Víkurfrétta. Blaðið fagnaði 40 ára útgáfuafmæli í ágústmánuði en árið var frábrugðið öllum öðrum árum í 40 ára útgáfusögu blaðsins. Gefin voru út 49 tölublöð af Víkurfréttum. Af þessum 49 tölublöðum þá komu 28 út á prenti en 21 tölublað var aðeins gefið út rafrænt. Öll tölublöð ársins hafa reyndar komið út rafrænt en vinsældir þeirrar útgáfu hafa vaxið allt síðasta ár. Þegar útgáfa síðasta árs er skoðuð þá telst okkur til að útgefnar síður hafi verið 2.226 talsins á árinu 2020. Blaðið kom út á prenti fyrstu tólf vikur ársins. Þegar Covid-19 skall á af fullum þunga urðu miklar breytingar og tekin var ákvörðun um að gefa blaðið bara út rafrænt. Þannig var útgáfan í vor og sumar. Í september var svo ákveðið að setja blaðið í prentun að nýju en í stað þess að bera blaðið inn á öll heimili hafa Víkurfréttir legið frammi á dreifingarstöðum um öll Suðurnes. Þar eru verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar stærstu dreifingarstaðirnir en einnig fjölmargir aðrir staðir í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Síðustu sextán vikur ársins hefur blaðið verið prentað og upplagið rýkur út. Í rafrænu útgáfunni í vor og sumar var síðum fjölgað og letrið stækkað til að efni blaðsins myndi birtast lesendum á sem þægilegastan hátt. Rafærna útgáfan fékk strax góð viðbrögð og var sótt að meðaltali um 15.000 sinnum á viku og stundum yfir 20.000 sinnum. Þá hefur jólablað Víkurfrétta verið sótt yfir 26.000 sinnum þegar þetta er skrifað í ársbyrjun 2021.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 2
GOTT VERÐ
fyrir
1
Allan sólarhringinn
499
197
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/stk
kr/stk
Atkins low carb bar 35 gr - 2 teg.
23%
Opnunartími Hringbraut:
áður 649 kr
Toppur 0,5 ltr - 2 teg.
Sóma samloka m/roastbeef
FRÍ FAGLJÓSMYNDUN
FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI HAFNARGATA 91, REYKJANESBÆ VÍKURBRAUT 62, GRINDAVÍK PALL@ALLT.IS - 698-6655
— Nánar á síðum 8–11
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, afi, stjúpi og tengdafaðir,
HELGI JÓHANN KRISTJÁNSSON Hólagötu 39, Njarðvík
lést á heimili sínu að morgni 30. desember síðastliðins. Kristjana Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson Kristrún Ólöf Sigurðardóttir Sigríður Linda Helgadóttir Sunna Rós Helgadóttir Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og barnabörn.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Fyrsta barn ársins fæddist í heimahúsi í Sandgerði Fyrsta barn ársins sem fæddist á Suðurnesjum er stúlkubarn sem kom í heiminn rétt eftir miðnætti 4. janúar. Fæðingin var í heimahúsi í Sandgerði og viðstödd hana var m.a. amma litlu dömunnar sem var sjálf fyrsta barn ársins á Suðurnesjum fyrir 47 árum síðan.
Foreldrarnir eru þau Ósk Matthildur Arnarsdóttir og Ási Þórhallsson. Litla daman var 51 sm., 4080 gr. og sextán merkur – en hún var jafnframt fyrsta barn ársins á landinu sem fæddist í heimahúsi. Svo skemmtilega vill til að síðasta barn ársins á landinu sem fæddist í
heimahúsi var einnig á Suðurnesjum, drengur sem fæddist á gamlársdag. „Þetta var bara ólýsanlegt og gekk mjög vel. Við erum í skýjunum,“ sagði Ási Þórhallsson, faðir stúlkunnar í stuttu spjalli við Víkurfréttir.
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Bryndís ásamt forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Eliza Reid.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Fréttavakt Víkurfrétta er í síma
898 2222 allan sólarhringinn !
Bryndís hlaut fálkaorðuna Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, hlaut ridd arakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf og fræðslu á sviðum tal meinafræði og táknmáls. Í yfir 30 ár hefur hún unnið forystustarf í þágu barna og fullorðinna á Íslandi sem hafa glímt við erfiðleika sem tengjast tjáskiptum, hvort sem eru heyrnarlausir eða heyrandi. Hún hefur unnið frumkvöðlastarf á Íslandi í þróun og útgáfu náms- og þjálfunarefnis í fjölbreyttri útgáfu. Bryndís hefur m.a. gefið út smáforrit sem undirbúa rétta hljóðmyndun íslenskunnar, bæta orðaforða og hljóðkerfisvitund sem stuðla að læsi. Bæði er um að ræða forrit sem þjálfa framburð og mæla framburð. Sjónvarp VF ræddi við Bryndísi í nóvember 2017 þar sem hún segir mikilvægt að vernda málið okkar. Þar segir hún m.a. þegar hún er spurð út í mikilvægi íslenskunnar á tímum snjalltækja og YouTube:
„Jú, það er mikilvægt að við verndum málið okkar. Tungumálið er ekki bara orð, orðin þau tjá eitthvað, tjá tilfinningar og merkja menningu og það sem er mikilvægt og það sem ég upplifi meira og meira í starfinu er að ef við skimum reglubundið börn sem eru í áhættu eða jafnvel börn á ákveðnum aldursstigum þá erum við að grípa inn í miklu fyrr. Þá erum við að koma fram með snemmtæka íhlutun og róum þar með áhyggjufulla foreldra sem vilja vita hvort að barnið þeirra sé að mynda þau hljóð sem það á að geta myndað samkvæmt aldri. Ef við getum svarað því þá erum við líka að koma í veg fyrr það að stærri hópur sem á erfitt með framburð eða er með málhljóðaröskun fari ekki í langtímanám. Það er stærri hópur sem fer ekki í langskólanám, þeir sem
halda ekki áfram í námi samkvæmt rannsóknum eru þeir sem eiga erfitt með framburð, lestur, skrift og stafsetningu. Þessi hópur er oft í starfi sem ófaglært starfsfólk og það er einnig líklegra að börnin þeirra verði líka með málhljóðaröskun þannig að það eru ýmsir þættir sem styðja það að við grípum snemma inn í og gefum öllum þessi jöfnu tækifæri. Við segjum svo oft á Íslandi að við séum ekki í sömu stöðu og aðrar erlendar þjóðir en það er mjög stór hluti af Íslendingum í dag sem er af erlendu bergi brotinn og mjög stór hópur af erlendum börnum sem er að koma til okkar talmeinafræðinganna en við sinnum þeim eins vel og við getum og eigum að gera það. Við eigum að hlúa að því að þau geti lært sitt tungumál og notað það til að styrkja íslenskuna, íslenskan framburð og orðaforða en þetta þarf allt að vinna saman í þá átt að við fáum öll jöfn tækifæri til náms og er hluti af því ferli.“
HS VEITUR
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári Við munum áfram kappkosta að færa þér þægindin heim
hsveitur.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Útihús að Merkinesi brann til grunna
Frá slökkvistarfi við Merkines aðfaranótt gamlársdags. VF-myndir: Hilmar Bragi Allt tiltækt slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja, ásamt lögreglu, var kallað að Merkinesi við Hafnir aðfaranótt gamlársdags eftir að eldur varð laus í útihúsum. Tilkynnt var um eldinn til Neyðarlínunnar þegar klukkan var um tuttugu mínútur gengin í tvö um nóttina. Þegar fyrsti slökkvibíll kom á vettvang var útihúsið alelda og hrunið að hluta. Fljótlega kom liðsauki slökkviliðsmanna á staðinn með tankbíl og annan dælubíl. Slökkvistarf gekk greiðlega en slökkviliðsmenn voru áfram inn í nóttina að slökkva í glæðum. Reykurinn frá brunanum var varasamur en asbest-klæðning var í húsinu sem brann og agnir úr asbesti eru krabbameinsvaldandi. Íbúar í Suðurnesjabæ, bæði Sandgerði og Garði, fundu sterka brunalykt frá vettvangi brunans en reykinn lagði yfir byggðarlögin í hægri suðvestanátt um nóttina.
Frá slökkvistarfi við Fjörubraut á Ásbrú á nýársnótt. VF-mynd: Hilmar Bragi
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Mikið tjón í bruna á nýársnótt Íbúð í fjölbýlishúsi við Fjörubraut á Ásbrú í Reykjanesbæ er mikið skemmd af sóti og reyk eftir eldsvoða á nýársnótt. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla fengu útkall rétt fyrir klukkan fjögur um nóttina og þá logaði mikill eldur á svölum á jarðhæð. Rúður voru sprungnar og svartan reyk lagði út um glugga á íbúðinni. Íbúar hússins voru komnir út úr húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn. Slökkvistarf tók um tuttugu mínútur og slökkviliðsmenn höfðu reykræst húsið klukkustund síðar. Íbúar í öðrum íbúðum hússins gátu snúið aftur til síns heima eftir að slökkvistarfi lauk en reykur fór ekki inn í aðrar íbúðir.
Við ætlum að vera hreyfiafl til góðra verka Íslandsbanki á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Á upphafsárunum átti bankinn meðal annars þátt í að efla sjávarútveg og var lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Bankinn hefur því frá upphafi verið hreyfiafl í samfélaginu. Tilgangur okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna. Við erum til staðar fyrir viðskiptavini við þeirra ákvarðanir og tökum þátt í að gera hugmyndir að veruleika. Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini. Við eigum að þora að tala um það sem skiptir máli, þó við séum ekki fullkomin.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Suður á vertíð“ 2021, já það er komið nýtt ár og það þýðir að framundan er vetrarvertíðin 2021. Skemmtilegasti tími ársins hérna á Suðurnesjum. Af hverju svona skemmtilegur? Jú, mikið líf verður í höfnunum þremur en þó aðallega í Sandgerði og í Grindavík enda verður þessi vertíð örugglega góð eins og undanfarin ár. Að fara Suður á vertíð eru orð sem má finna í bókum og ritum tugi ára aftur í tímann og jafnvel svo langt aftur í tímann að við erum að tala um meira enn 100 ár aftur í tímann. Á þeim tímum þá var mikið um að menn komu frá gangandi eða á hestum yfir landið til þess að komast „suður á vertíð“ og þá var iðulega róið á árabátum frá vörum sem voru víðsvegar við ströndina, t.d á leiðinni frá golfskálanum í Leiru og áleiðis að Garðskagavita eru mjög margir staðir sem heita með endingunni Vör eða Varir. Þar var óhætt að koma báti sínum í gegnum brimið og í örugga höfn. Þegar leið á árin og bátarnir fóru að vélvæðast þá hélt þetta orðatiltæki „suður á vertíð“ áfram en þá komu sjómennirnir ekki labbandi eða á hestum til Suðurnesja heldur komu þeir með bátum sínum. Að mestu þá voru þetta bátar frá Austur- og Norðurlandinu sem komu „suður á vertíð“ og sumir bátanna komu ár eftir ár – og var Keflavík þá mun stærri löndunarhöfn en Grindavík, t.d á árunum 1955 til 1965.
Núna árið 2020 er þetta nokkuð breytt. Ekki getum við lengur sagt þetta „suður á vertíð“ því að bátunum hefur fækkað svo mikið að það eru fáir sem engir bátar eftir til þess að koma „suður á vertíð“. Sjáum t.d. á Austurlandi. Þar er enginn bátur sem rær á netum og einu bátarnir þaðan sem munu koma hingað suður eru Sandfell SU og Hafrafell SU en áhafnir á báðum þessum bátum eru að stóru leyti frá Suðurnesjum. Á Sandfelli SU eru nokkrir frá Grindavík og á Hafrafelli SU eru nokkrir frá Sandgerði og Keflavík á bátnum. Á Norðurlandi er enginn netabátur sem kemur „suður á vertíð“, eini netabáturinn þar er Geir ÞH frá Þórshöfn en hann fer til Grundarfjarðar. Þó að þetta líti út fyrir að vera algjörlega dautt orð „suður á vertíð“ þá er nú ljós í enda ganganna. Því að eftir að breytingar voru gerðar á veiðum dragnótabátanna og þeim leyft að veiða um allt land án kvaða, þá hef ég heimildir fyrir því að það muni koma alla vega einn dragnótabátur „suður á vertíð“ og þeir gætu reyndar orðið fleiri. Sem sé að uppistaðan í bátunum sem róa á vertíð frá Suðurnesjum á vertíð árið 2021 verður því að mestu bátar í eigu einstaklinga eða fyrtækja sem eru staðsett á Suðurnesjum. Og það munu komar nýir bátar, veit alla vega af einum línubáti sem
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
mun koma til Sandgerðis seinna í janúar, sá bátur er um tíu tonn af stærð. Milli jóla og nýars árið 2020 réru ansi margir bátar bæði á línu og netum og var mokveiði hjá sumum bátanna – og miðað við hversu góð
veiði var hjá þeim þá má búast við ansi miklu fjöri á vertíðinni 2021. Nefna má að Guðrún Petrína GK, sem Dóri skipstjóri og eigandi af Stafnes harðfiski á, landaði sextán tonnum í aðeins tveimur róðrum. Axel skipstjóri sem kom með nýjan bát til Sandgerðis í desember fór tvo róðra á Nýja Víkingi NS og landaði 7,8 tonnum og er mynd af bátnum hérna með þessum pistli en þar
er báturinn með um 3,5 tonn sem fékkst á aðeins þrettán bala. Guðrún GK 96 sem rær á netum var með 7,3 tonn í þremur og hann var eini netabáturinn sem réri 31. desember. Sunna Líf GK, Maron GK, Halldór Afi GK voru allir með um 6,5 til 7 tonn eftir tvo róðra 29. og 30. desember. Margrét GK sem er á línu var með 23 tonn í þremur róðrum.
Viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík undirrituð Viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík var undirrituð milli jóla og nýárs af Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Fannari Jónssyni, bæjarstjóra í Grindavík. Áætlunin tók gildi 1. janúar 2021. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar eldgoss eða annarra hamfara við Grindavík, í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Hún er unnin af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og almannavarnanefndum Grindavíkur. Allir viðbragðsaðilar og aðrir sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum. Áætlunin heitir viðbragðsáætlun vegna eldgosa við Grindavík. Þá er mögulegt að notast við sömu áætlun þegar þörf er á rýmingu vegna einhvers konar annara hamfara.
ÚTSALAN er hafin
Aðalvinningurinn komst til skila í hádeginu á aðfangadag Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu voru færri viðstaddir en venjulega, að sjálfsögðu var fulltrúi Sýslumanns sem sá um að allt færi eftir settum reglum. Vinningsnúmer Lionshappdrættis 2020 1. vinningur – Hyundai i10 Comfort Miði nr.: 62 2. vinningur – Philips 65" UHD Smart TV Android Sjónvarp Miði nr.: 498 3. vinningur – Philips 65" UHD Smart TV Android Sjónvarp Miði nr.: 1936 4. vinningur- iPhone 12Pro Miði nr.: 1978
SMÁAUGLÝSINGAR Glæsileg 2ja herbergja 51 m2 íbúð til leigu að Lindarbraut 635 í Reykjanesbæ. Íbúðin er á jarðhæð með útgengi á sérpall sem er 6 fm. Sameiginlegt þvottahús/ þvottaaðstaða. Verð: 150 þús. pr. mán + rafmagn. Hússjóður 8 þús. innifalinn. Ath. Húsgögn fylgja ekki með Trygging: kr. 350.000. Langtímaleiga. Laus 5. janúar. Sendið skilaboð fyrir nánari upplýsingar. Upplýsingar gefur Gylfi í síma 7885666 eða tölvupósti, gylfi@touristonline.is
5. vinningur – Sharp 65" UHD Smart TV Android Miði nr.: 1273 6. vinningur – Sharp 65" UHD Smart TV Android Miði nr.: 132 7. vinningur – Nettó gjafakort að verðmæti 50.000,- kr Miði nr.: 964 8. vinningur – Nettó gjafakort að verðmæti 50.000,- kr Miði nr.: 2412 9. vinningur – Nettó gjafakort að verðmæti 50.000,- kr Miði nr.: 2384 10. vinningur – Nettó gjafakort að verðmæti 50.000,- kr Miði nr.: 1260 Númerin eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Eins og oftast nær hafa flestir vinningar verið afhentir vinningshöfum og þar á meðal aðalvinningurinn sem komst til skila um hádegisbil á aðfangadegi við mikla gleði vinningshafa, sem hefur óskað eftir því að nafn og mynd birtist ekki í fjölmiðlum. Lionsklúbburinn óskar vinningshöfum öllum lukku með sína vinninga og þakkar fyrir veittan stuðning.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Á myndunum má sjá Magnús Stefánsson, bæjarstjóra og formenn björgunarsveitanna þá Ragnar Sæbjörn frá Sigurvon (á neðri myndinni) og Ingólf Sigurjónsson frá Ægi, undirrita samninganna.
Samningar við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ Það var vel við hæfi að undirrita samstarfs- og styrktarsamninga við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ í miðri flugeldasölu á síðustu dögum ársins 2020. Báðar sveitir stóðu fyrir flugeldasýningum í sínum hvorum byggðakjarnanum, Garði og Sandgerði.
Flugeldasýningarnar voru settar upp með þeim hætti að auðvelt var að leggja bílum á fleiri en einum stað og njóta sýninganna til að forðast hópamyndanir. Sýningarnar voru við Sjávargötu í Sandgerði og við gamla fótboltavöllinn í Garði.
Við opnum á morgun! 7. janúar 2021 BÓKAÐU BORÐ HÉR
www.TheBridge.is www.Marriott.com/KEFCY @courtyardkef @thebridge.courtyardkef
15% afsláttur af Nicotinell Fruit
28.200 Suðurnesjamenn um áramót Íbúar Suðurnesja eru 28.200 talsins nú um áramót og fjölgaði um 375 á einu ári. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.683 talsins þann 1. janúar 2021. Bæjarbúum fjölgaði um 260 manns á einu ári. Íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.648 en þeim fjölgaði um 62 á síðustu tólf mánuðum. Grindvíkingar eru 3.538 talsins og fjölgaði um 30 á einu ári. Þá eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum 1.331 og fjölgaði um 23 á nýliðnu ári. Mjög hefur hægt á fjölgun Suðurnesjamanna á síðustu tólf mánuðum miðað við tólf mánuði þar á undan. Þannig voru Suðurnesjamenn 27.049 í desember 2018 og voru orðnir 27.825 í desember 2019 og hafði þá fjölgað um 776 manns á móti 375 á síðasta ári.
Frítt í söfn Reykjanesbæjar Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar leggur til að enginn aðgangseyrir verði inn á söfn Reykjanesbæjar frá 1. janúar til 31. mars 2021. Staðan verður endurmetin eftir það miðað við þróunina í samfélaginu vegna kórónuveirunnar.
til 31. janúar 2021.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fyrsta bólusetningin!
Kristín Sigurmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS, fékk fyrst allra á Suðurnesjum bólusetningu.
Jón Ísleifsson, 91 árs á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, fékk fyrstur íbúa þar bólusetningu.
Elsti íbúi Suðurnesja fékk fyrstu bólusetninguna „Þetta er stór dagur hjá okkur og öllum Íslendingum. Við höfum beðið þessa dags allt þetta ár. Vonandi gengur þetta vel á næstu vikum og mánuðum, að bólusetja fólk fyrir Covid-19. Ég á ekki von á öðru en þetta snýst auðvitað um það hversu hratt og mikið bóluefni við fáum til Íslands,“ segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunarmóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en bólusetning fyrir veirunni hófst á Suðurnesjum 29. desember. Framlínufólk í heilbrigðisþjónustu var fyrst í röðinni í bólusetningu og fékk Kristín Sigurmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS, fyrst stungu í handlegginn. Fleiri starfsmenn HSS fylgdu í kjölfarið, læknar
og hjúkrunarfólk, en síðan var farið á Hlévang, Hrafnistu þar sem fyrsti almenni Suðurnesjamaðurinn var bólusettur. Það var hún María Arnlaugsdóttir en hún verður 100 ára í júní á næsta ári. Aðrir vistmenn á
Þessar konur á Hlévangi biðu þolinmóðar eftir sprautu.
Hlévangi fengu síðan sprautu í kjölfarið. Starfsmenn HSS fóru síðan á hjúkrunarheimilið á Nesvöllum í Njarðvík og þar fékk Jón Ísleifsson, 91 árs fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans í Keflavík, fyrstur bólu-
setningu. Í kjölfarið fengu aðrir íbúar þar bólusetningu. „Tilfinningin er góð og ekkert til að kvíða fyrir. Ég segi bara loksins og þetta er stór stund,“ sagði Kristín Sigurmundsdóttir við VF þegar hún hafði verið sprautuð. María og Jón brostu bæði breitt eftir að þau höfðu verið bólusett á Hrafnistu og voru bæði ánægð að fá bólusetningu. Skammtarnir sem fengust í þetta fyrsta skipti nægðu til að bólusetja framlínufólk HSS og vistfólk á Nesvöllum, Hlévangi og Víðihlíð og er því verki lokið.
Víkurfréttir fylgdu eftir starfsmönnum HSS sem koma að málum Covid-19 í heilan dag þegar bóluefni kom en einnig þegar tekin voru sýni. Það varð fögnuður þegar bóluefni kom í hús um hádegisbilið og eftir að því hafði verið komið í sprautur eftir blöndun var farið í að bólusetja fólk. Víkurfréttir sýna frá Covid-bólusetningum á Suðurnesjum, komu bóluefnis og sýnatöku í næsta þætti Suðurnesjamagasíns, 6. janúar 2021.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Bólusetning gekk vel á Hlévangi.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Dýrmætt innihald
Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur HSS, með kassann sem innihélt bóluefni, fyrsta skammt fyrir Suðurnesjamenn.
BLANDAÐ OG SKAMMTAÐ Í SPRAUTUR Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar kassi með bóluefninu kom í hús á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um hádegisbilið mánudaginn 29. desember. Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur HSS, tók á móti kassanum sem innihélt fyrsta skammtinn fyrir Suðurnesjamenn, heilbrigðisstarfsmenn HSS og eldri borgara á Hlévangi og Nesvöllum hjá Hrafnistu og í Víðihlíðl í Grindavík. Þessi fyrsti skammtur var ekki stór, 33 glös með 160 skömmtum. Þegar Sigríður Pálína var búinn að ganga frá formsatriðum í móttöku bólefnisins tók við blöndun þess en þynna þarf bóluefnið með saltvatni og síðan setja hæfilega skammta í sprautur. Hjúkrunarfræðingarnir á HSS sáu um það og bólusetninguna. Þeir sem fengu bólusetningu voru 110 vistmenn á hjúkrunarheimilunum, 43 starfsmenn HSS og sjö einstaklingar í heimahjúkrun. Næsti bólusetningaskammtur er jafn stór og verður 19. janúar en Sveinbjörg Ólafsdóttir segir að ekki hafi verið staðfest hvenær næstu skammtar af bóluefni komi. Þeir sem fá næstu bólusetningu eru vistfólk á sambýlum á Suðurnesjum, starfsfólk heimahjúkrunar HSS og starfsmenn hjúkrunarheimila.
Bersi í hvolpasveitinni mætti í Covid sýnatökur hjá leikskólabörnum Það hafa komið annasamir dagar hjá Covid-starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í desember þar sem veiran lét finna fyrir sér á fjölmennum stöðum eins og leik- og grunnskólum. Andrea Klara Hauksdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslusviði HSS, segir að stundum hafi
verið erfitt í sýnatökum þegar stórir hópar leikskólabarna mættu með foreldrum sínum. Stundum þarf að bregða á önnur ráð og ein skemmtileg hugmynd kviknaði þegar taka átti tvo stóra hópa leikskólabarna frá leikskólanum Gefnarborg í Garði á aðfangadag og 2. í jólum í sýnatöku. Einn hjúkrunarfræðing-
anna mætti í búningi Bersa í hvolpasveitinni vinsælu sem krakkarnir þekkja. „Þetta vakti mikla lukku hjá börnunum og sum vildu fara aftur í sýnatöku þegar þau voru komin út í bíl, þetta var svo spennandi,“ sagði Andrea Klara sem sendi okkur myndir frá þessu skemmtilega uppátæki þeirra.
Það myndaðist góð stemmning þegar Bersi úr hinni alkunnu Hvolpasveit létti leikskólabörnum lundina þegar þau mætti í sýnatöku vegna Covid-19.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Vígaleg á vettvangi
Sveinbjörg vígaleg á vettvangi í sýnatöku sem fram fer í iðnaðarhúsi við Fitjabraut í Njarðvík. Hún tók á móti fólki sem var að koma og skannaði kóða sem það hafði fengið sendan. Þrír aðrir starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem hafa aðstoðað við þessa vinnu, tóku síðan sýni úr fólkinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Eftir sýnatöku nærri fimmtíu manns var gengið frá og þá er sprittað.
Stungið í nef!
Það finnst mörgum óþægilegt þegar pinnanum er stungið í nefið.
Eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í – segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunarmóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Erfiðast í upphafi faraldursins þegar skortur var á sýnatökupinnum og vísa þurfti fólki frá því það var ekki „nægilega“ veikt. Stórt skref að fá bóluefni. „Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í á starfsferli mínum en á sama tíma lært svo margt en ófyrirsjáanleikinn hefur verið einna erfiðastur,“ segir Sveinbjörg Ólafsdóttir, deildarstjóri hjúkrunarmóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en hún hefur verið í Covid-19 framlínunni hjá HSS frá byrjun. Hún segir að gríðarlegt álag hafi verið á starfsfólki Heilsugæslu HSS vegna Covid-19 þar sem allir hafi þurft að hlaupa hratt og gera sitt besta til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra best. „Strax í upphafi faraldursins var mikil upplýsingaþörf hjá almenningi og símarnir rauðglóandi og það hefur það verið stórt hlutverk okkar hjúkrunarfræðinga allan þennan tíma að sinna þessari upplýsingagjöf í gegnum síma. Eðlilega var fólk óöruggt og vildi komast í tengingu við heilbrigðiskerfið. Við fundum fyrir miklum heilsukvíða og streitu vegna hinnar óþekktu veiru og Það vildi fá upplýsingar og tryggingu fyrir því að það væri verið að gera þetta rétt. Breytingarnar voru svo örar til að byrja með og við hjúkrunarfræðingarnar áttum fullt í fangi með að læra hvernig við ættum að bregðast við og halda ró okkar í þessu ölduróti. Einna erfiðast var það í upphafi faraldursins þegar skortur var á sýnatökupinnum og þurfum að vísa fólki frá því það var ekki „nægilega“
veikt samkvæmt ábendingum landlæknis fyrir sýnatökum. Skipulag og framkvæmd Covid-19 sýnatöku hefur hvílt á herðum hjúkrunarfræðinga. Í upphafi fóru sýnatökurnar á HSS fram undir beru lofti í öllum veðrum. Fyrir framan HSS urðu langar bílaraðir og algjört umferðaröngþveiti. Allt ferlið frá símatali skjólstæðings, sýnatökur og eftirfylgni niðurstaðna var sinnt af hjúkrunarfræðingum. „Umfangið var gríðarlegt og sóttvarnir gríðarlega mikilvægar því við þurfum að vernda starfsfólkið og allir verkferlar og skipulag tengt sýnatökum þarf að vera skýrt. Á heilsugæslu urðum við að forgangsraða erindum en eðli samkvæmt er ákveðin þjónusta lífsnauðsynleg og ekki hægt að fresta. Um mitt sumar bættist svo seinni landamæraskimun við. Þá kynnt-
umst við nýungum á sviði tæknilausna sem gerði vinnu okkar auðveldari og skilvirkari. Hugbúnaðarfyrirtæki Origo þróaði þetta kerfi í samstarfi við almannavarnir, heilsugæslu, lögreglu og Isavia og margir komu að verkefninu. Þegar önnur bylgjan hafði riðið yfir var ljóst að heilsugæslan var orðin undirlögð af Covid-erindum. Símarnir voru rauðglóandi og mikil starfsemi í sýnatökum. Því var ljóst að ef heilsugæslan ætlaði að halda uppi hefðbundinni starfsemi þyrfti að reyna að finnar nýjar lausnir því ekkert fararsnið var á veirunni. Ekki væri boðlegt að vera úti í sýnatökum annan vetur. Landamærakerfið var svo þróað áfram og nýtt í einkenna sýnatökur og við fórum að taka sýnin á Fitjabraut í iðnaðarhúsnæði,“ segir Sveinbjörg.
Hún segir að starfsmenn hafi verið oðrnir hálf bugaðir af gríðarlegu álagi. Þegar nýjar tæknilausnir til að auðvelda vinnu þeirra bárust hafi það verið bylting. „Þetta kerfi er auðvelt og skilvirkt og gerir vinnu okkur einfaldari og léttari því með sjálfvirkninni geta skjólstæðingar bókað sýnatöku sjálfir á Heilsuveru og allt ferlið þurfti ekki lengur að fara í gegnum okkur hjúkrunarfræðingana. Samt sem áður eru símtalin enn ófá við að veita ráðleggingar tengt Covid og að hughreysta fólk. Þriðja bylgjan af Covid, sem gengur yfir núna, er mun erfiðari
en hinar tvær að mínu mati. Hún er erfiðari þar sem nú fer meira að reyna á þolið. Þetta er alveg hætt að vera nýtt og spennandi. Annað sem er erfiðara í þessari bylgju er að það hafa svo mörg börn lent í sóttkví og heilu leikskólarnir þurfa að mæta í sýnatöku til að losna úr sóttkví – en Kathy, hjúkrunarfræðingur frá skólahjúkrun, mætti í Bersabúningi og vakti það svo mikla lukku og gerði okkar vinnu auðveldari,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að á HSS sé mikill mannauður og hún sé ótrúlega stolt og þakklát fyrir að fá að vera samferða og starfa með svona flottum hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki í heilsugæslunni. „Ég merki ótrúlegan vilja, þol, þrautseigju, styrk, góðmennsku og kærleik frá þeim á hverjum degi. Þessi samheldni mun fleyta okkur langt í nýjum verkefnum sem framundan eru að bólusetja Suðurnesjamenn fyrir Covid-19. Þannig að það eru spennandi tímar framundan og bjartsýni að á árinu 2021 sjáum við fyrir endann á Covid-19-faraldrinum,“ segir Sveinbjörg.
Páll Ketilsson pket@vf.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson nema annað sé tekið fram.
FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2020 Á SUÐURNESJUM
Nýliðið ár kemst einna helst í sögubækurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hér á Suðurnesjum voru náttúruöflin einnig í stóru hlutverki á árinu 2020. Tíðir og öflugir jarðskjálftar gerðu Grindvíkingum lífið erfitt og um tíma var óttast að eldgos gæti ógnað byggð í Grindavík. Óveður voru einnig tíð og höfðu mikil áhrif á t.a.m. samgöngur. Myndin hér til hægri var tekin í fjöldahjálparstöð sem sett var upp í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í annarri viku janúar í fyrra. Flugsamgöngur röskuðust, mikil ófærð var á Reykjanesbraut og farþegar sátu fastir.
Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í flutningabíl á Grindavíkurvegi á miðvikudagsmorgni í ágúst 2020. Flutningabíllinn gjöreyðilagðist í eldinum. Slökkvilið Grindavíkur og lögregla fóru á vettvang. Þegar slökkvilið kom á staðinn var bíllinn alelda og lagði þykkan reykjarmökk frá honum, eins og sjá má á myndinni sem einn af lesendum Víkurfrétta tók og sendi til blaðsins. Suðurnesjafólk hefur verið duglegt að standa með okkur fréttavaktina og hefur tekið myndir og sent okkur til birtingar af viðburðum og fréttatengdum málum.
Ljósmynd: Jóhann Snorri Sigurbergsson
lesendur á vaktinni
veiran
Kórónuveiran hafði mikil áhrif á alla starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo til allt síðasta ár. Flugsamgöngur stöðvuðust nær alveg um tíma. Um páskana voru farþegar rétt um eitthundrað talsins en hefðu verið tugir þúsunda í eðlilegu árferði. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum hér til vinstri í flugstöðinni á nýliðnu ári. Grímurnar voru komnar upp þann 30. janúar!
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
náttúruöflin
Ægir konungur sýndi ógnarkrafta sína við Ægisgötuna í Keflavík í febrúar 2020. Kröftugar öldur köstuðu stórgrýti langt upp á land í djúpri lægð sem gekk yfir landið. Veðurkortin fyrir landið voru eldrauð þennan dag og langt síðan Suðurnesjamenn höfðu séð annað eins veður. Í Garðinum voru mikil sjávarflóð og flæddi langt upp á land í Gerðum. Á myndinni að ofan má sjá hvernig umhorfs var við Ægisgötuna en til hægri er mynd af ástandinu í Garðinum. Ljósmynd: Einar Jón Páls son
Íbúafundur var haldinn í lok janúar 2020 í íþróttahúsi Grindavíkur vegna óvissuástands sem lýst hafði verið yfir vegna jarðhræringa við Þorbjörn. Jarðvísindafólk fór yfir stöðuna, enda var ekki vitað hvað gæti verið í vændum. Öflugir jarðskjálftar skóku Reykjanesskagann allt árið og á tímabili var bæjarbúum í Grindavík ekki rótt vegna ástandsins. Bærinn skalf og nötraði og margir skjálftar voru það öflugir að vel fannst fyrir þeim. Ógnin varir enn og óvissa er ennþá viðvarandi um ástandið í náttúrunni.
bangsar í glugga
Á tímum kórónuveirun nar var ýmislegt gert til að hafa ofan af fyrir börnum. Meðal an nars voru bangsar settir í glugga svo hægt væri að fara með börn í gönguferðir og í bangsaleit.
Mjög harður árekstur varð á Sandgerðisvegi í janúar 2020 þegar tveir bílar lentu framan á hvor öðrum en lögreglan hafði veitt öðrum þeirra eftirför. Tveir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Meiðsl þessara tveggja voru alvarlegri. Sjúkrabílar fluttu fólkið á sjúkrahús og þurfti að klippa báða mennina úr öðrum bílnum. Tók það nokkurn tíma og var Sandgerðisvegi lokað í tvær, þrjár klukkustundir.
umferðin
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2020 Á SUÐURNESJUM
Ljósmynd: Páll Orri Pálsson
hughrif í bæ
Jónatan Stefánsson hitti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á árinu og færði henni Vinstri græna lopapeysu. Jónatan er einn af stofnfélögum VG og mikill aðdáandi Katrínar.
Samfélögin á Suðurnesjum eru full af skapandi fólki og það blómstraði sumarið 2020. Hughrif í bæ er verkefni sem staðið var fyrir í Reykjanesbæ þar sem ungt fólk skapaði muni og listaverk. Hér er verið að mála vegg við Fischershús þar sem einnig var settur upp pizzaofn og útbúnir bekkir og borð þar sem njóta má fallegra sumardaga.
stopp!
skjálfti
Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson
Starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið lömuð meira og minna allt árið 2020. Ástandið var þannig um tíma að nær eina flugumferðin á Keflavíkurflugvelli var flug dróna frá fjölmiðlum sem mynduðu Stopp-stöðuna sem var á vellinum. Vonandi rís sól ferðaþjónustunnar sem fyrst að nýju og líf færist í eðlilegt horf sem fyrst.
Tani & Kata síðbúnar fermingar
Séra Erla Guðmundsdóttir og séra Fritz Már Jörgensson voru í stuði í fermingarguðsþjónustinni eins og sjá má.
sýni
Grjót hrundi úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum í öflugum jarðskjálfta í október. Grindvíkingurinn Jón Steinar Sæmundsson var við upptök skjálftans þar sem þessi björg rúlluðu niður á veginn þar sem hann ók um.
Það var kátt í Keflavíkurkirkju í haust þegar þar fóru fram síðbúnar fermingar. Börnin sem áttu að fermast í vor voru fermd í haust. Myndin að ofan var tekin í síðustu fermingu haustsins. Til vinstri má svo sjá heilbrigðisstarfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við sýnatöku vegna Covid-19. Sýnatökur hafa verið stórt verkefni hjá HSS á árinu 2020.
fundað með fjarlægð Fundir sveitarfélaga hafa tekið miklum breytingum í kórónuveirufaraldrinum. Fyrst var bilið á milli fundarmanna aukið en í dag fara allir fundir fram í gegnum fjarfundabúnað. Myndin var tekin í Merkinesi í Hljómahöllinni á árinu 2020 þegar bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman til fundar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
eins og vígvöllur
mannlífið blómstraði Mannlífið á Suðurnesjum hefur blómstrað þrátt fyrir veiruvesen. Fjölskyldur fóru út með snjóþotur og sleða þegar snjóaði síðasta vetur og eldri borgarar nýttu sér góðviðrisdaga síðasta sumar til að pútta á Mánaflöt í Keflavík.
500 kall!
Hringbraut í Keflavík var sem vígvöllur yfir að líta eftir harðan árekstur í kjölfar ofsaaksturs. Íbúi við götuna lýsti í viðtali við Víkurfréttir áhyggjum sínum af hraðakstri. Tjónvaldurinn beið eftir lögreglu á vettvangi en farþegi lagði á flótta. Hann fannst síðar sama kvöld og var handtekinn. Fjölmennt lögreglu- og björgunarlið kom fljótt á vettvang, enda vettvangur slyssins skammt frá bæði lögreglu- og slökkvistöðinni í Reykjanesbæ. Og á löggustöðinn var haldið uppboð á reiðhjólum og rafmagnsvespum þar sem vespan á myndinni hér að neðan var seld hæstbjóðanda á heilar 500 krónur!
Dílaskarfar lögðu undir sig hafnarmannvirki í Keflavík á árinu og sátu þar sem fastast á meðan brimið barði klappirnar við Bakkastíginn.
skarfar í skjóli
vænn fiskur úr sjó
„Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“ má segja um þessa mynd frá Grindavík sem tekin var í ársbyrjun 2020. Þrátt fyrir jarðskjálfta og eldgossvá þá fiskaðist vel og þessi væna langa kom á línuna. Lesendur Víkurfrétta gátu svo fylgst með aflafréttum í blaðinu allt árið.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Stórir Jólalukkuvinningar afhentir fólk Margir vinningshafar hafa vitjað glæsilegra vinninga í Jólalukku Víkurfrétta. Stærstu vinningarnir voru 65 tommu LG Smart sjónvarp og 100 þúsund króna gjafabréf í Nettó. Hér má sjá myndir af þremur afhendingum stórra vinninga í Nettó.
Margrét Jónsdóttir var með heppnina með sér þegar fyrra 100 þúsund króna gjafabréfið úr Nettó var dregið út.
Helga Hauksdóttir ráðin mannauðsstjóri HSS Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri HSS. Ráðningin tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða nýja stöðu hjá HSS, í samræmi við nýtt skipurit stofnunarinnar. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra HSS. Helga er menntaður vinnusálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið í starfsmannamálum frá 2011, fyrst sem sérfræðingur í starfsmannamálum á Hagstofu Íslands og svo starfsmannastjóri á sama stað frá ársbyrjun 2018.
Þrír nýir starfsmenn ráðnir til Samkaupa
Bryndís Ósk Pálsdóttir getur nú notið þess að horfa á sjónvarpsefni í stóru LG sjónvarpi. Með henni er Erla Valgeirsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Nettó, Krossmóa.
Ágústa P. Olsen er 100 þúsund Nettó krónum ríkari eftir Jólalukku 2020.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Víðihlíðar í Grindavík Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 22.12.2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er austan við Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð. Deiliskipulagstillagan felur í sér nýja afmörkun byggingarreita fyrir íbúðir og félagsheimili. Einnig er gerð grein fyrir útisvæði, aðkomu og bílastæðum. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og liggur frammi á bæjarskrifstofum frá 6. janúar til 18. febrúar 2021. Athugasemdum eða ábendingum um kynnta tillögu skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is í síðasta lagi 18. febrúar 2021. Skipulagsfulltrúi Grindarvíkurbæjar
Útvarpstónleikar, kynjaverur og flugeldasýning á þrettándanum Þrettándinn í Reykjanesbæ verður með breyttu sniði í ár en stórskemmtilegur eftir sem áður. Boðið verður upp á bílaútvarpstónleika með engum öðrum en Ingó veðurguði og flugeldasýningu að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurness auk þess sem púkar og kynjaverur verða á sveimi. Flugeldasýningin fer fram á svæði við Njarðvíkurskóga á milli Reykjanesbrautar, Þjóðbrautar og Hjallavegar. Gengið er út frá að fólk njóti sýningarinnar úr bílum sínum til að allra sóttvarna sé gætt. Þeir sem kjósa að vera gangandi eru beðnir um að gæta vel að nándartakmörkunum, bera grímur, dreifa sér vel um svæðið og forðast óþarfa samskipti.
Klukkan 19:15 – bílatónleikar á FM 106,1 Komum okkur tímanlega fyrir í bílum okkar og syngjum jólin og gamla árið í burtu með Ingó veðurguði. Einnig má njóta tónleikanna úr útvarpstækjunum heima og í símanum með appinu Spilarinn.
Fréttavakt Víkurfrétta er í síma
898 2222
allan sólarhringinn !
Bílastæði Hægt verður að leggja á eftirtöldum stöðum (sjá nánar á mynd): Bílastæði við enda Hjallavegar við íþróttavallarsvæði Njarðvíkur Bílastæði við æfingasvæði Keflavíkur við Þjóðbraut
Klukkan 20:00 – flugeldasýning Björgunarsveitin Suðurnes stýrir glæsilegri flugeldasýningu sem við njótum úr bílunum okkar. Púkar og kynjaverur verða á sveimi á bílastæðum við Hjallaveg og Þjóðbraut. Mætum tímanlega, njótum tónleikanna og sýnum varkárni og tillitssemi. Góða skemmtun
Samkaup hafa ráið inn þrjá nýja starfsmenn; Finnboga Llorens, Martein Má Antonsson og Sigurpál Melberg. Starfsmennirnir búa allir yfir víðamikilli reynslu og hafa nú þegar hafið störf. „Við bjóðum þá að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til starfa. Allir þrír búa yfir mikilli reynslu og menntun og munu þeir hjálpa okkur hjá Samkaupum við að vaxa og dafna. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta bætt við góðu og reynslumiklu fólki við mannauðinn okkar,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum. Finnbogi Llorens hefur hafið störf sem rekstrarstjóri vöruhúss og flutninga. Áður starfaði Finnbogi sem innkaupastjóri hjá Ellingsen og þar áður sem vörustjóri hjá Olíuverzlun Íslands. Finnbogi hefur einnig stundað nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að stunda nám á frumgreinadeild sama skóla. Marteinn Már Antonsson hefur hafið störf sem verkefnastjóri á fjármálasviði Samkaupa. Marteinn lauk nýlega námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Samhliða námi vann Marteinn sem þjónusturáðgjafi og gjaldkeri hjá Arion banka. Sigurpáll Melberg hóf nýlega störf sem innkaupastjóri hjá Samkaupum. Áður starfaði Sigurpáll hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Sigurpáll lauk nýlega námi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska – Áræðni, Samvinna og Sveigjanleiki, eru leiðarljós í öllum starfi. Hjá Samkaupum starfa um 1.300 manns í tæplega 700 stöðugildum. Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Baráttan við Covid-19 á Suðurnesjum Sjónvarpsmenn Víkurfrétta stóðu vaktina með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í sýnatökum vegna Covid-19. Við tókum einnig á móti fyrsta bóluefninu sem barst til Suðurnesja og fylgdumst með þegar elsti íbúi Suðurnesja fékk fyrstu bólusetninguna við veirunni sem hefur lamað heimsbyggðina allt síðasta ár. Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku kíkjum við einnig á
Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport Hotel sem opnar formlega í þessari viku.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
50 þættir af Suðurnesjamagasíni 2020 Sjónvarp Víkurfrétta framleiddi alls 50 þætti af Suðurnesjamagasíni á síðasta ári. Við höldum áfram 2021. Er þín auglýsing í þættinum? Hafðu samband við pket@vf.is
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Heilsutengd lífsmarkmið Markmið og markmiðasetning
Lausn á myndagátu Guðjón Guðjónsson, Suðurtúni 7 í Keflavík, var hlutskarpastur í myndagátugetraun Víkurfrétta sem birt var í Jólablaði VF 16. desember. Guðjón var dreginn úr hópi fólks sem sendi okkur lausnina á vf@vf.is. Lausnin: Enn mun bókin vera vinsælasta jólagjöfin, enda koma út hundruð nýrra bóka á þessu hausti. Víkurfrettir eru lesnar um öll Suðurnes og víðar.. Blaðið óskar lesendum sínum árs og friðar. Þess má til gamans geta að myndagátan var fyrst birt í Víkurfréttum árið 1988. Okkur þótti tilvalið að endurnýta hana því lausnin átti vel við í dag. Guðjón fær að launum bókina „Lífið á Vellinum“ eftir Dagnýju Maggýjar en hún kom út rétt fyrir jól og fjallar um samskipti Varnarliðsmanna og Suðurnesjamanna þegar herinn var hér í rúm fimmtíu ár.
Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Það er því mikilvægt að setja heilsunni markmið. HEILSUTENGD LÍFSMARKMIÐ! Getur verið að við þurfum að endurmeta hvernig við höfum verið að sinna heilsunni? Hvaða leiðir er mögulegt að fara til að bæta heilsuna? Þarf ég að huga betur að fjölskyldunni, félagslegum þáttum og eigin líðan? Mikilvægt er að setja þessum þáttum markmið til að lifa og vinna eftir. Skilgreining á markmiðasetningu vísar til áhrifa þess að setja sér markmið um ókomna frammistöðu. Rannsakandinn Edwin Locke komst að því að einstaklingar sem settu sér sértæk en krefjandi markmið stóðu sig betur en þeir sem settu sér almenn, auðveld og oftast óskilgreind markmið. Locke lagði til fimm lykil atriði um markmiðasetningu. Að þau væru skýr, að markmiðum fylgdi áskorun og skuldbinding, að þau hefðu í för með sér ákveðna endurgjöf um árangur og að leiðir að markmiðum væru fjölbreyttar.
Markviss markmiðasetning
Þrettándinn í Reykjanesbæ Kveðjum jólin Við kveðjum jólin og 2020 með bílaútvarpstónleikum, flugeldasýningu, púkum og kynjaverum. • Kl. 19:15: Bílaútvarpstónleikar með Ingó Veðurguði á FM 106,1 • Kl. 20:00: Flugeldasýning
Bílaútvarpstónleikar á FM 106,1 Mætum tímanlega, stillum á FM 106,1 og syngjum burt jólin og 2020 með Ingó Veðurguði. Athugið að einnig hægt að hlusta á tónleikana í snjalltækjum í gegnum appið Spilarinn.
Bílastæði • Það eru bílastæði við enda Hjallavegar við íþróttavallarsvæði Njarðvíkur • Það eru bílastæði við æfingasvæði Keflavíkur við Þjóðbraut
Flugeldasýning Flugeldasýningin fer fram á svæði við Njarðvíkurskóga á milli Reykjanesbrautar, Þjóðbrautar og Hjallavegar. Gengið er út frá að fólk njóti sýningarinnar úr bílum sínum til að allra sóttvarna sé gætt.
Púkar og kynjaverur Púkar og kynjaverur verða á sveimi á bílastæðum við Hjallaveg og Þjóðbraut.
Markviss markmiðasetning eykur sjálfsöruggi og áhuga, gefur tækifæri að fylgjast betur með því hvernig okkur fer fram og hvernig við komumst nær því sem við erum að sækjast eftir. Skipta má markmiðum í skammtíma og langtíma markmið. Markmið til skemmri tíma eru markmið sem nást innan fárra vikna eða mánaða en langtíma markmið er þau markmið sem eru í meiri fjarlægð og tekur lengri tíma að ná. Tilgangur markmiðasetningar er að halda okkur upplýstum um hvað
við viljum, á hvaða áfangastað við viljum komast eða hvaða árangri við viljum ná. Þetta er allt í okkar höndum! Ein tegund markmiða eru svonefnd SMART-markmið. Markmið þessarar nálgunar eins og annarra er að hjálpa okkur að ná betri stjórn á lífinu. Ef við fylgjum ákveðnum reglum og náum að einbeita okkur betur að mikilvægum þáttum þá náum við frekar að ljúka við markmiðin á árangursríkan hátt og á réttum tíma.
S = Sérhæf Sérhæf markmið geta átt við ýmis atriði sem við viljum leggja áherslu á og eru til dæmis atriði í daglegu lífi sem tengd eru starfi okkar eða fjölskyldu.
M = Mælanleg Mælanleg markmið geta verið af ýmsum toga. Hér er mikilvægt að geta fest ákveðna tölu við markmiðin sem við setjum okkur þannig að þau verði mælanleg.
T = Tímasett Mikilvægt er að markmiðin séu tímasett. Við þurfum að vita hvenær hefja á ferlið og hvenær markmiðinu á að ljúka.
Árangursrík framsetning markmiða Æskilegt er að hafa í huga nokkur atriði varðandi markmiðasetningu. Skýr, skrifleg og mælanleg markmið eru lykilatriði. Slík markmið nást frekar en illa skilgreind og óskráð. Árangursríkustu markmiðin þurfa að hafa ákveðið tímaferli, bæði upphaf og endi. Einnig er gott að markmiðin hafi ákveðið erfiðleikastig þannig að það verði áskorun að ná þeim. Við þurfum að skuldbinda okkur með einum eða öðrum hætti við markmiðaferlið. Við getum deilt markmiði okkar með einhverjum öðrum, það eykur ábyrgð okkar og vilja til ná markmiðinu. Gangi þér vel!
A = Athafnamiðuð og yfirstíganleg Athafnamiðuð markmið knýja okkur til aðgerða. Ef við höldum okkur við daglega hreyfingu þá er mikilvægt að við setjum upp skipulag. Hvar og hvenær við ætlum að fara að hreyfa okkar? Ætlum við að vera utanhúss, í ræktinni eða sundlauginni svo dæmi sé tekið.
Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta-og heilsufræðingur
R = Raunhæf og viðeigandi Markmiðin þurfa að vera raunhæf og að möguleiki sé að ná þeim þó svo að við þurfum aðeins að leggja á okkur til að þau verði að veruleika.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA
Ár bjartsýni og vonar Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur, eða um helmingur þjóðarinnar, nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt.
En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái
saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðja unga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Ingibjörg er Grindvíkingur ársins
Ingibjörg með blómvönd frá Grindavíkurbæ. Mynd: grindavik.is Á hinum myndunum er hún að fagna Noregstitli og í leik með landsliði Íslands.
20 ÁRA GAMALT
LÍTIÐ FRAMLEIÐSLU FYRIRTÆKI Í KEFLAVÍK ER AÐ HÆTTA Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir var valin Grindvíkingur ársins 2020. Ingibjörg hefur átt frábæru gengi að fagna í atvinnumennsku í knattspyrnu með norska liðinu Vålerange og varð Noregsmeistari með liðinu á nýliðnu ári auk þess að vera valin leikmaður ársins í norsku deildinni. Þá hefur hún verið einn af lykilmönnum kvennalandsliðsins og leikið 35 leiki með því og var með liðinu í nóvember þegar það tryggði sér sæti á EM. Þá á hún 32 leiki með yngri landsliðum Íslands. Ingibjörg varð í 8. sæti í kjöri um Íþróttamann ársins sem greint var frá í lok árs 2020.
„Þetta er búið að vera flott tímabil,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir í viðtali við Víkurfréttir í desember síðastliðnum eftir að hún varð Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga. „Flott en mjög langt og margt búið að gerast. Það er gott að vera búin með þetta núna, það sem er eftir er svo bara bónus. Við leikum úrslitaleikinn í bikarkeppninni um næstu helgi og eigum tvo leiki í Meistaradeildinni framundan.“ Ingibjörg byrjaði þrettán ára gömul að leika með meistaraflokki Grindavíkur, þaðan lá leiðin í Kópavog þar sem hún lék með Breiðabliki í sex ár. Hún hefur verið
í atvinnumennsku síðustu þrjú árin, fyrst með Djurgården í Svíþjóð og síðasta árið með Vålerenge í Noregi. Ingibjörg hefur leikið 35 leiki með A-landsliði Ísland sem vann sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Englandi sumarið 2022, auk þess lék hún 32 leiki með yngri landsliðunum. „Það eru orðin tíu ár síðan ég byrjaði í meistaraflokki, þetta er alveg ótrúlega fljótt að gerast,“ sagði Ingibjörg við VF í lok síðasta árs.
Vélar, verkfæri, efnislager og fleira tilheyrandi til rekstrar á eins eða svipuðu fyrirtæki til sölu. Upplagt fyrir vaktavinnumann/-menn með rétt á tímabundnum atvinnubótum. Upplýsingar í síma 893 4105.
Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í janúar.
Reykjanesbær 12. janúar 2021
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
sportannáll
Miðvikudagur 6. janúar 2021 // 1. tbl. // 42. árg.
2020 var ár Sveindísar Jane Afrekalisti Sveindísar Jane Jónsdóttur á árinu 2020 er langur, hún fór á láni frá Keflavík til Breiðabliks og varð Íslandsmeistari með þeim, þá varð hún markahæst og valin sú besta í Pepsi Max-deildinni. Sveindís kom sem nýliði inn í A-landsliðið, fór beint í byrjunarlið þar sem hún stóð þig ótrúlega vel og eru þær komnar í úrslitakeppni EM – og síðast en ekki síst er Sveindís búin að landa samningi við þýska knattspyrnuliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið í Evrópu. Hún verður á láni í eitt ár hjá Kristianstad í sænsku deildinni. Þá komst hún í byrjun þessa árs á lista UEFA sem ein af tíu efnilegustu knattspyrnukonum Evrópu.
Loksins! „Þetta var fáránleg tilfinning,“ sagði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, tífaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja og einn besti kylfingur sem Suðurnesin hafa alið. Hann byrjaði í golfi árið 1983, hefur verið lengi í keppnisgolfi og er enn að. Rúnar varð stigameistari Golfsambands Íslands árið 2001 og endaði í sjöunda sæti á mótaröð GSÍ í ár. Afrekalistinn er langur; Rúnar hefur fengið óteljandi fugla, erni og meira að segja albatros ... en eitt átti hann eftir – að fara holu í höggi. Það tókst loks á árinu 2020. „Alveg fáránleg. Ég var búinn að leika ágætlega, var á parinu þegar ég kom á áttundu. Ég hefði alveg verið til í hætta eftir níu. Ég fékk skolla á tíundu og elleftu ... og stóð alveg á sama. Já, ég get strokað þetta út af „Bucket“-listanum. Þá á ég bara eftir að sigra Íslandsmót 35 ára og eldri – geri það á næsta ári!,“ sagði Guðmundur Rúnar skælbrosandi eftir að hafa náð langþráðu takmarki.
Fjölskyldan kveður Sveindísi Jane í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hún var að leggja í för sína til Svíþjóðar þar sem hún hefur atvinnumannaferil sinn með liði Kristianstad.
A R N Ó R I N GV I
S V Í Þ J Ó Ð A R M E I STA R I
Elías markahæstur í hollensku B-deildinni Elías Már Ómarsson hefur verið á skotskónum með liði sínu, Excelsior í Hollandi, en Keflvíkingurinn var orðinn langmarkahæsti leikmaður B-deildarinnar í knattspyrnu í Hollandi í lok síðasta árs. Framherjinn úr Keflavík hefur skorað sautján mörk á tímabilinu, þar af tvær þrennur.
Daníel Leó til Blackpool Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson sagði skilið við norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gerðit tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel var í herbúðum Álasunds síðan 2015 og lék yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur Daníel leikið sex leiki með U21 og tíu leiki með U19 landsliðum Íslands.
Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með Malmö. Suðurnesjamaðurinn var hins vegar ekki í landsliðshópi Íslands gegn Ungverjum þar sem hann greindist með Covid-19 eftir að smit kom upp í herbúðum Malmö. Þetta er í annað sinn sem landsliðsmaðurinn verður meistari með liði í Svíþjóð. Hann vann titilinn með Norrköping árið 2015.
Arnór Ingvi var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Englandi á Laugardalsvelli og Belgum í Brussel í september og í umspili gegn Rúmenum í október.
Samúel Kári til norsku Víkinganna Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson gekk til liðs við norska félagið Víking frá þýska félaginu Paderborn. Samúel fór til Þýskalands í byrjun árs og lék með liðinu þar til tímabilinu lauk í vor. Samúel skrifaði undir rúmlega tveggja ára samning við norsku Víkingana sem hann lék með á lánssamningi frá Valerenga árið 2019. Hann varð bikarmeistari með norska liðinu, lék 33 leiki með því og skoraði fimm mörk.
Pálmi Rafn samdi við Úlfana Markvörðurinn Pálmi Rafn Arnbjörnsson skrifaði undir atvinnumannasamning við efstu deildarlið Wolverhampton Wanderers í Englandi. Hann fór til liðsins haustið 2019, rétt áður en hann varð sextán ára, og hefur æft og keppt með yngri liðum liðsins. Pálmi gerði samning við Úlfana í lok nóvember 2019, þá aðeins fimmtán ára gamall, og hefur nú í haust æft með átján ára liði félagsins. Þar til Pálmi gekk til liðs við Úlfana hafði hann stundað knattspyrnu hjá Njarðvík frá því hann var ungur strákur. Síðustu ár hefur hann verið valinn í yngri landslið Íslands og á hann að baki ellefu landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Bæði lið Keflavíkur í efstu deild Knattspyrnutímabilið fór ekki varhluta að kórónuveirufaraldrinum og Knattspyrnusamband Íslands ákvað í lok október að hætta keppni í knattspyrnu. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi ákvörðunnar sóttvarnaryfirvalda að herða sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í Lengjudeild karla urðu Keflvíkingar deildarmeistarar og leika í efstu deild að ári en Grindvíkingar enduðu í fjórða sæti og leika annað tímabil í Lengjudeildinni. Það var orðið ljóst að Keflavík myndi enda í öðru sæti Lengjudeildar kvenna og leika þær einnig í efstu deild á næsta ári. Grindvíkingar urðu deildarmeistarar í 2. deild kvenna, þær voru tveimur stigum á eftir HK þegar leik var hætt en áttu leik til góða.
Grindavík endaði því í efsta sæti með fleiri stig að meðaltali en HK. Í 2. deild enduðu Þróttarar í þriðja sæti og Njarðvíkingar í því fjórða. Þróttur var hársbreidd frá því að komast upp í næstefstu deild en liðið gerði jafntefli í síðasta leik sínum og missti þar með Selfoss því upp fyrir sig. Víðismenn luku því miður leik í ellefta sæti og leika því í 3. deild á næsta ári. Reynismenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í 2. deild og enduðu í öðru sæti 3. deildar.
Keflvíkingar eiga þrjár í liði ársins Fyrirliðinn Natasha Anasi varð önnur í valinu Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net valdi úrvalslið ársins í Lengjudeild kvenna fyrir helgi og þar eru þrír Keflvíkingar í liðinu. Keflavík átti stórgott tímabil og tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári. Celine Rumpf og Paula Isabelle Germino Watnick voru báðar valdar í úrvalsliðið auk fyrirliðans Natasha Anasi sem varð einnig í öðru sæti í vali leikmanns ársins.
Gibbs átti frábært tímabil með Keflavík, hann varð bæði markakóngur og valinn besti maður Lengjudeildar karla.
Keflavík á flesta leikmenn í liði ársins Joey Gibbs leikmaður Lengjudeildarinnar Keflvíkingar eiga fimm leikmenn í liðinu, þá Sindra Þór Guðmundsson, Nacho Heras, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Davíð Snæ Jóhannsson og Joey Gibbs, auk þess sem ástralski markahrókurinn Joey Gibbs var valinn besti leikmaðurinn.
Keflavík stóð uppi sem Lengjudeildarmeistari 2020 og þótti leika frábærlega í sumar. Liðið skoraði 57 mörk í nítján leikjum, af þeim átti Gibbs 21 mark. Bæði Keflavík og Joey Gibbs voru hársbreidd frá því að slá markamet deildarinnar þegar mótið var blásið af.
Þrír Suðurnesjamenn í annarrar deildarliði ársins Hemmi Hreiðars þjálfari ársins Njarðvíkingarnir Marc McAusland og Kenneth Hogg ásamt Andy Pew úr Þrótti eru allir í liði ársins í annari deild karla en allir voru þeir máttarstólpar í sínum liðum. Hogg var öflugur með Njarðvík í sumar og skoraði þrettán mörk á meðan fyrirliðinn Marc var öflugur í vörninni. Andy Pew, fyrirliði Þróttar og spilandi aðstoðarþjálfari, var einnig mikilvægur hlekkur í liði Þróttara. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar Vogum í sumar og var valinn þjálfari ársins. Hann hefur verið að gera góða hluti með Þróttara sem náðu besti árangri í sögu félagsins og voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild.
Vefmiðillinn Fótbolti.net valdi einnig úrvalslið ársins í annarri deild kvenna fyrir helgi, í liðinu eru þrír leikmenn Grindavíkur auk þess að tveir eru á bekknum. Grindavík vann deildina og náði settu markmiði, að komast í Lengjudeildina á ný. Markvörðurinn Veronica Blair Smeltzer var valin í úrvalsliðið auk þeirra Þorbjargar Jónu Garðarsdóttur og Birgittu Hallgrímsdóttur, þá voru þær Guðný Eva Birgisdóttir og Una Rós Unnarsdóttir valdar sem varamenn í liðið. Ray Anthoni Jónsson var valinn þjálfari ársins en hann lauk sínu þriðja tímabili með liðið og hætti að því loknu.
Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði ellefu mörk í deildinni.
Nærri 200 í Lindex fótboltabúðunum
Hemmi og hans lið voru aðeins hársbreidd frá sæti í Lengjudeildinni.
Magnús Þorsteinsson í þriðju deildarliði ársins Fufura Baros og Strahinja Pajic „á bekknum“
Maggi Þorsteins hefur engu gleymt.
Þrír Grindvíkingar valdir í lið ársins
Það er athyglisvert að þótt Reynir hafi tryggt sér örugglega sæti í annarri deild á næsta ári þá á liðið aðeins einn leikmann í úrvalsliði þriðju deildar. Reynismenn unnu þrettán leiki, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórum leikjum, svo það er óhætt að segja að liðsheildin hafi gert gæfumuninn. Markahrókurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson tók fram skóna á ný eftir þriggja ára hlé og sýndi að hann hefur engu gleymt, skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum, og uppskar sæti í liði ársins.
Mettþátttaka var þegar rúmlega 190 iðkendur mættu á þriggja daga fótboltaæfingarbúðir hjá Keflavík milli jóla og nýárs. Í Lindex fótboltabúðunum er fyrst og fremst lagt upp með gleðina og að auka á jólastemninguna og dagarnir voru byggðir upp af einni æfingu og einum spiltíma. Það voru meistaraflokkar karla og kvenna hjá Keflavík sem stjórnuðu æfingum en einnig mættu þau Ísak Óli Ólafsson, Sveindís Jane Jónsdóttir, Þorgrími Þráinsson, Arnóri Ingvi Traustason og Ingibjörg Sigurðardóttur í heimsókn og ræddu við krakkana. Krakkarnir voru úr 4. til 7. flokkum félaganna frá Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði og Garði. Athygli vakti að 40% iðkenda voru stelpur sem er til marks um aukinn áhuga á kvennaknattspyrnu Soho og Langbest sáu um hádegismatinn fyrir iðkendur og Nettó um hressingu. Meðfylgjandi eru myndir af kátum krökkum úr æfingabúðunum.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Engir Íslandsmeistarar í körfunni
Sara Rún í leik með Leicester Riders.
Sara Rún körfuknattleikskona ársins 2020 Keflvíkingar enduðu í þriðja sæti Domino's-deildarinnar en Njarðvík í því fimmta.
Keppnistímabilið 2019–2020 í körfuknattleik var slegið af þann 14. mars 2020 vegna heimsfaraldurs COVID-19. Keppni var því aldrei kláruð og ekkert lið krýnt Íslandsmeistari en Stjarnan varð deildarmeistari Domino’s-deildar karla og Valur deildarmeistari Domino’s-deildar kvenna. Þegar keppni var blásin af var Keflavík í öðru sæti Domino’sdeilda karla, Njarðvík í því fimmta og Grindavík í áttunda. Keflvíkingar voru í þriðja sæti Domino’s-deildar kvenna en Grindavíkingar í áttunda
og neðsta sæti, Grindavíkurstúlkur féllu því í 1. deild. Í 1. deild kvenna var staða Suðurnesjaliðanna þannig að Keflavík-b endaði í þriðja sæti, Njarðvík í fjórða og Grindavík-b í því sjötta.
Grindvíkingar fjölmenntu á pallana á úrslitaleik Geysisbikars karla. Mynd: Karfan.is
Geysisbikarinn
Reynismenn komust í aðra umferð bikarkeppninnar eftir sigur á ÍA en í annari umferð mættu þeir Stjörnunni sem sló þá út. Það var Suðurnesjaslagur í sextán liða úrslitunum þegar Keflvíkingar mættu Njarðvíkingum í Njarðtaksgryfjunni. Keflvíkingar höfðu betur en töpuðu fyrir Fjölni í næstu umferð. Grindvíkingar komust í úrslit Geysisdeildar karla á síðasta ári og mættu Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Stjarnan fór með sigur af hólmi en góður árangur hjá Grindvíkingum engu að síður. Suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík mættust einnig í Njarðtaksgryfjunni í fyrstu umferð Geysisbikars kvenna, þar fór Keflavík einnig með sigur af hólmi en féll svo úr keppni eftir tap gegn KR í átta liða úrslitum. Grindavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti Haukum í átta liða úrslitum en það voru Haukastelpur sem höfðu betur og fóru áfram.
Ungur körfuboltakappi úr Njarðvík til félags á Spáni Katla Rún í leik með U18 landsliði Íslands.
Körfuknattleiksfólk af Suðurnesjum í landsliðum Íslands Suðurnesjamennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík), Jón Axel Guðmundsson (Fraport Skyliners) og Sigtryggur Arnar Björnsson (Grindavík) léku með íslenska landsliðinu í Slóvakíu þar sem Ísland mættiLúxemborg þann 26. nóvember og Kosovó þann 28. nóvember í forkeppni að HM 2023. Þær Katla Rún Garðarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík voru valdar sem nýliðar inn í kvennalandslið Íslands í landsliðsglugga FIBA sem fram fór á Grikklandi, í Heraklion á eyjunni Krít í öruggri „kúlu“ sem FIBA setti upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Katla Rún var í leikmannahópnum en Anna er valin sem þrettándi leikmaður liðsins.
Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham gekk til liðs við Baskonia á Spáni og leikur með unglingaliði Baskonia. Róbert er fimmtán ára gamall og hefur leikið með öllum yngri flokkum Njarðvíkur. Þá fékk hann tækifæri með úrvalsdeildarliði UMFN í Domino’s-deildinni á síðasta tímabili þegar hann skoraði sín fyrstu stig í efstu deild gegn Fjölni í Njarðtaksgryfjunni. Þá hefur Róbert
leikið með yngri landsliðum Íslands. Brenton, faðir hans, lék lengst af með Njarðvík en einnig með Grindavík. Hann er einn af bestu erlendu leikmönnum sem hafa leikið hér á landi. Saski Baskonia leikur bæði í ACB og EuroLeague og er staðsett í Vitoria-Gasteiz á Spáni. Liðið er sem stendur ríkjandi Spánarmeistari, en frá aldamótum hafa þeir í fjögur skipti orðið meistarar.
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir, sem leikur með Leicester Riders á England, er að hljóta nafnbótina körfuknattleikskona ársins í fyrsta sinn en hún hefur verið meðal fremstu körfuknattleikskvenna Íslands undanfarin ár. Í umsögn sem Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá segir: „Sara Rún, sem er uppalin í Keflavík, hefur frá unga aldri verið framúrskarandi leikmaður sínum flokkum og með meistaraflokki hér heima. Sara Rún hefur haldið áfram að bæta sinn leik jafnt og þétt á undanförnum árum. Sara Rún lék með Canisiusháskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár með námi og samdi svo
við Leicester Riders í Bretlandi í fyrra. Síðastliðið vor varð hún bikarmeistari með sínu liði og var valinn besti leikmaður liðsins í úrslitunum. Í deildinni var hún að skora tæp sautján stig og taka sex fráköst að meðaltali í leik en liðið hennar var í fyrsta til öðru sæti þegar deildin var stoppuð vegna heimsfaraldursins. Með íslenska landsliðinu hefur Sara Rún tekið stórt skref í framlagi en hún sýndi styrk sinn í landsleikjunum tveim í nóvember og sannaði að hún getur verið einn af burðarásum liðsins á næstu árum. Þá leiddi hún liðið í öllum helstu tölfræðiþáttum, það er yfir stig, fráköst og stoðsendingar og var besti leikmaður liðsins í leikjunum tveim.“
Jón Axel tók þátt í NBA-nýliðavalinu
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Fraport Skyliners í efstu deild í Þýskalandi, tók þátt í NBA-nýliðavalinu sem fram fór í nóvember. Jón Axel kláraði glæsilegan háskólaferil sinn með liði Davidson síðastliðið vor áður en hann gerðist atvinnumaður hjá Fraport Skyliners í þýskalandi þar sem hann hefur farið vel af stað.
Gríðarlegur fjöldi leikmanna er á hverju ári í valinu en eingöngu 60 leikmenn eru valdir í tveimur umferðum. Jón Axel var ekki valinn að þessu sinni en vitað var af áhuga nokkurra liða, þeirra á meða eru Charlotte Hornets, Sacramento Kings og Golden State Warriors sem nefnd voru til sögunnar.
Elvar góður í Litháen en erfitt hjá liðinu
Róbert Sean (lengst til vinstri) lék sinn fyrsta leik með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur gegn Fjölni í efstu deild í mars 2020.
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gekk til liðs við Siauliai í LKL deildinni í körfubolta í Litháen á síðasta ári. Elvari hefur gengið vel í Litháen, hann er að meðaltali þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera sá stoðsendingingahæsti og framlagshæsti í deildinni. Siauliai er í neðsta sæti deildarinnar, hefur aðeins unnið tvo leiki í fyrstu ellefu umferðunum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Sylvía Sól og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur 2020 Hestaíþróttakonan Sylvía Sól Magnúsdóttir og pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson voru útnefnd íþróttafólk Grindavíkur árið 2020.
Íþróttafólk UMFN 2020 Aðalstjórn UMFN samþykkti á fundi 15. desember síðastliðinn að velja ekki íþróttakarl/-konu ársins 2020 og er ástæðan sú að sumar deildir félagsins þurftu að sæta miklum takmörkunum á árinu sem er að líða af augljósum ástæðum, bæði hvað varðar æfingar og keppni, en nokkrar deildir náðu að keppa eitthvað á árinu þó svo það hafi ekki verið að fullu.
Júdódeild:
Jóhannes Pálsson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir í júdó Jóel Helgi Reynisson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir í glímu
Knattspyrnudeild: Kenneth Hogg
Lyftingadeild:
Sindri Freyr Arnarsson og Íris Rut Jónsdóttir í kraftlyftingum Emil Ragnar Ægisson og Katla Björk Ketilsdóttir í ólympískum lyftingum
Sunddeild:
Fannar Snævar Hauksson og Karen Mist Arngeirsdóttir
Körfuknattleiksdeild og þríþrautardeild Njarðvíkur tilnefndu ekki íþróttafólk ársins.
Sylvía Sól Magnúsdóttir er öflug íþróttakona innan vallar sem utan. Hún keppti í ungmennaflokki, opnum flokki og meistaraflokki og var í verðlaunasæti á nær öllum mótum sem hún keppti á. Sylvía Sól er í 16. sæti og 21. sæti á stöðulista yfir landið í fjórgangi og tölti. Sylvía Sól stundar nám á hestabraut í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ og starfar við tamningar og þjálfun. Hún fékk ekki tækifæri í ár til að verja Íslandsmeistaratitil sinn né keppa fyrir Íslands hönd þar sem stórum mótum var aflýst á þessu ári en Sylvía Sól var í byrjun árs valin í U-21 landsliðshóp Íslands af Landssambandi hestamanna.
Matthías Örn Friðriksson hefur haldið uppteknum hætti frá því hann kom inn í pílukastíþróttina með miklum krafti árið 2019. Hann er orðinn besti pílukastarinn á landinu og vann Íslandsmeistaratitilinn í 501 árið 2020. Matthías Örn hefur alltaf verið mikil fyrirmynd innan sem utan vallar, m.a. þegar hann spilaði knattspyrnu í efstu deild með Grindavík og er engin breyting á því í pílukastinu. Hann sýnir með góðu fordæmi hvernig á að ná árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann er góður fulltrúi íþróttarinnar á Íslandi, bæði sem keppnismaður og ekki síður sem frumkvöðull í útsendingum á netinu. Matthías er stjórnarmaður bæði í Íslenska pílukastsambandi sem og Pílufélagi Grindavíkur.
Um valið
Þrír efstu í kjöri á íþróttamanni ársins
Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístundaog menningarnefnd Grindavíkurbæjar, fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk tíu stig, sá sem settur var í annað sæti sjö stig og sá í þriðja sæti fimm stig. Níu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 90 stig.
1. Matthías Örn Friðriksson, pílukast, 65 stig 2. Sigtryggur Arnar Björnsson, körfuknattleikur, 48 stig 3. Sigurjón Rúnarsson, knattspyrna, 46 stig
Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins 1. Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir, 61 stig 2. Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur, 59 stig 3. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, knattspyrna, 56 stig
Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2020 Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar Jóhann Þór Ólafsson, hestaíþróttir Matthías Örn Friðriksson, pílukast Sigtryggur Arnar Björnsson, körfuknattleikur Sigurjón Rúnarsson, knattspyrna Þór Ríkharðsson, golf Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2020 Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur Svanhvít Hammer, golf Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, knattspyrna
Daníel Dagur Árnason úr júdódeild Njarðvíkur fékk sérstök verðlaun frá Júdósambandi Íslands fyrir framúrskarandi frammistöðu unglings í fullorðinsflokki á árinu en Daníel, sem er sextán ára, vann til bronsverðlauna á Reykjavík Judo Open 2020 í -60 kg flokki karla. Fyrir utan bronsverðlaun á RIG þá vann hann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í U18 og U21 árs flokkum á árinu og af tólf viðureignum vann hann níu þeirra.
HEIMSÓTTU ÍSLANDSMEISTARA ÍRB 2020
Hestakonan Signý Sól Snorradóttir varð Íslandsmeistari í 100 metra skeiði síðastliðið sumar. Áralöng hefð er fyrir því að á gamlársdagsmorgun sé uppskeruhátíð íþróttafélaganna í Reykjanesbæ. Þar eru íþróttamenn og Íslandsmeistarar heiðraðir sem og valinn er íþróttamaður og -kona ársins. Vegna Covid-19 tóku mörg íþróttafélaganna í Reykjanesbæ þó þá ákvörðun að velja ekki íþróttamann ársins þetta árið og ákvað því stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar að velja ekki heldur íþróttamann og -konu ársins í ár. Vegna sóttvarna takmarkanna var heldur ekki hægt að safnast saman í íþróttahúsi Njarðvíkur eins og alltaf og tóku því Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þá ákvörðun að heimsækja Íslandsmeistarana eða þjálfara þeirra en alls voru titlarnir 40 talsins árið 2020.
Fyrst var Signý Sól Snorradóttir frá hestamannafélaginu Mána en hún varð Íslandsmeistari í 100 metra skeiði í sumar, svo mættu þeir félagar til Gunnars Oddssonar, fyrirliða Keflavíkur/Víðisliðsins yfir 50+, en þeir eru nítján talsins og urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki í knattspyrnu. Steindór Gunnarsson tók á móti viðurkenningum fyrir Íslandsmeistara úr sunddeild ÍRB sem skartaði þrettán Íslandsmeisturum, þeim Evu Margréti Falsdóttur sem vann þrettán gull, fjórtán silfur, fjögur brons og tvo Íslands-
Steindór Gunnarsson er þjálfari hjá sigursælu sundliði ÍRB. meistaratitla, Daða Rafn Falssyni, Gabija Marija Savickaité, Lísabetu Arnoddsdóttur, Freydísi Lilju Bergþórsdóttur og Má Gunnarssyni frá Keflavík en Már var einmitt íþróttamaður ársins 2019. Hann varð þrefaldur Íslandsmeistari í sínum flokki á ÍM 50 og var komin með keppnisrétt á Ólympíuleikana og EM. Frá sundhópi UMFN var Denas Kazulis fimmfaldur Íslandsmeistari, Karen Mist Arngeirsdóttir, Fannar Snævar Hauksson og Ástrós Lovísa Hauksdóttir voru með þrjá Íslandsmeistaratitla hvert og Gunnhildur Björg Baldursdóttir einn Íslandsmeistaratitil. Næstur var Aron Ómarsson Íslandsmeistari í þolakstri á mótorhjóli og svo Ellert Ómarsson formaður
Kjartan Már og Guðbergur með Gunnari Oddssyni, fyrirliða 50+ knattspyrnuliðs Keflavíkur/Víðis, sem varð Íslandsmeistari. Massa en hann tók við viðurkenningum fyrir Írisi Rut Jónsdóttur, Kötlu Ketilsdóttur, Emil Ægisson, Elsu Pálsdóttur, Jens Kristinsson og Sindra Frey Arnarsson sem urðu öll Íslandsmeistarar í sínum flokkum, bæði í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum.
Ellert Ómarsson, formaður Massa í Njarðvík, tók við viðurkenningum lyftingafólks.
Kjartan Már og Aron hjólakappi heilsuðust að hætti Covid-19. „Þrátt fyrir Covid-19 var því árið gjöfult en vonum að með nýju ári muni samkomutakmörkunum létta. Íþróttir snúast nefnilega ekki bara um titla og verðlaun heldur hreyfingu og forvarnir og heilbrigðan lífsstíl og okkur. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar þakkar liðið ár með ósk um gleðilegt nýtt Íþróttaár 2021,“ sagði Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB.
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir
Mundi Oh... Ég hélt að þetta héti Covidyard by Marriott!
instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Hljómsveitinni Valdimar streymt úr Stapanum Áramótatónleikar hljómsveitarinnar Valdimar voru með öðru sniði nú en undanfarin ár. Tónleikum ársins var að þessu sinni streymt úr Stapanum inn á efnisveitur eins og YouTube og á vefi Víkurfrétta og Vísis. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á meðan streymið fór fram. Í rafrænni útgáfu blaðsins má smella á myndina hér að ofan til að horfa á upptöku frá áramótatónleikunum.
LOKAORÐ UM ORÐ
Formleg opnun Courtyard by Marriott hótelsins í Reykjanesbæ Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ opnar formlega fimmtudaginn 7. janúar en veitingastaður þess, The Bridge eða Brúin, tekur einnig til starfa en rekstur hótelsins hefur verið mjög takmarkaður allt frá upphafi Covid-19. „Jú, það er komið að þessu og við erum mjög spennt. Nú getum við tekið á móti viðskiptavinum á veitingastaðinn í fyrsta skipti en hótelgestir hafa verið nokkrir á veiruári þó þeir hafi ekki verið margir,“ segir Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi en sem kunnugt er stóð til að opna hótelið formlega fyrir tæpu ári síðan. Vegna Covid-19 hefur rekstur ekki farið að fullu í gang. Undirbúningur fyrir formlega opnun hefur staðið yfir síðustu vikur og mánuði og þegar Víkurfréttir litu við í upphafi vikunnar var verið að fara yfir síðustu handtökin varðandi rekstur veitingastaðarins sem verður opinn framvegis frá 7. janúar.
LOKAORÐ
Hótelstjórinn Hans Prins með tveimur af starfsmönnum hótelsins, Telmu t.h. og Berglín að skála fyrir opnuninni sem verður 7. janúar. VF-mynd: pket
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að kryfja þetta blessaða ár 2020 sem við erum sem betur fer búin að kveðja. En mig langar samt, áður en ég lít fram á veginn til hvers vænta má af nýbyrjuðu ári, að fara aðeins yfir liðið ár út frá nokkrum orðum sem mér finnst hafa einkennt það. Þá á ég ekki endilega við orð eins og „fordæmalaust“, „smitrakning“, „sóttkví“ og „rakningarteymi“ sem þó eru orð sem við kynntumst og notuðum öll í miklu óhófi á liðnu ári. Ég á meira við þau orð sem mér finnast hafa einkennt líf okkar og samfélagið allt og sitja eftir í mínu hugskoti sem afl til jákvæðra breytinga í samfélaginu. Ef ég ætti að velja fimm orð til að lýsa árinu 2020 yrðu þessi fyrir valinu: Samstaða, æðruleysi, útsjónarsemi, þrautsegja, og nýjasta uppáhaldsorðið mitt, trufltækni (disruptive innovation). Þetta er árið sem Íslendingar stóðu saman og gengu í takt að sameiginlegu markmiði. Við lærðum að bíða í röð og flýta okkur hægt og þróuðum með okkur það æðruleysi að sætta okkur við að sumum hlutum fáum við ekki breytt. Með útsjónarsemi náðum við að halda áfram að gera flest það sem við gerum venjulega, bara á annan hátt. Þrautsegja atvinnulífsins og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til þess að veitingastaðir fóru að senda okkur matinn heim, kvikmyndahátíðir færðust heim í stofu og jólainnkaupin fóru nánast eingöngu fram í netverslun. Við hlupum yfir nokkur ár í tækniframförum og með „trufltækni“ varð skyndilega leyfilegt að gera hlutina með öðrum hætti en áður. Það sem áður þótti ómögulegt er núna hversdagslegt – fjarfundir, heimavinna, fjarnám, heimastreymistónleikar og rafrænar hamingjustundir – allt er þetta komið til að vera með einhverjum hætti, þó kannski vonandi ekki í eins miklu magni. Við lærðum held ég flest öll heilan helling á þessu skrýtna ári. Við fjölskyldan áttum margar ómetan-
RAGNHEIÐAR ELÍNAR legar gæðastundir hér heima og við komumst að því að skrýtin jól í einangrun geta líka verið notaleg. Heimurinn hefur að vissu leyti líka minnkað, þrátt fyrir færri ferðalög og hef ég sjaldan verið í jafngóðu sambandi við stóra vinahópinn minn frá námsárunum í Bandaríkjunum og núna þar sem við „hittumst“ mjög reglulega á Zoom. En þá að 2021, hvernig ætli það verði? Í þessum óvísindalega spádómi mínum ætla ég að gefa mér þá forsendu að bólusetning muni almennt ganga vel, bæði hér og annars staðar, og að á næstu vikum og mánuðum muni skorðum verða aflétt jafnt og þétt. Að því gefnu horfi ég bjartsýn fram á veginn og held að orð þessa nýbyrjaða árs gætu t.d. orðið: Uppskera, framfarir, tilhlökkun, frelsi og ábyrgð. Á þessu ári munum við sjá afraksturinn af þrautseigjunni og útsjónarseminni og uppskera kröftugt atvinnulíf sem nýtir nýjar lausnir og aðferðir til framfara. Það er eftirvænting í okkur öllum og tilhlökkun eftir því að geta komið saman á ný, knúsast og átt eðlileg samskipti aftur við fólkið okkar. Við þráum frelsi til að ferðast, fara í leikhús og á fótboltaleiki, og gera allt það sem við höfum þurft að láta á móti okkur. Ég trúi því líka að við séum búin að átta okkur á því að til þess að svo megi verða þurfum við öll að sýna ábyrgð og halda áfram að standa saman. Ég held að þetta verði bara allt í lagi – gleðilegt ár kæru lesendur!