Víkurfréttir 2. tbl. 40. árg.

Page 1

Framtíðin verður að vera umhverfisvæn

Heilsutjútt

Fálkaorðuhafinn Tómas Knútsson hefur marga fjöruna sopið

Tilboðsdagar 8.–20. janúar í öllum verslunum Lyfju lyfja.is | Krossmóa 4

Viðtal á síðum 10–11

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Ljúka ritun sögu Keflavíkur Tímamótafundur var í bæjarráði Reykjanesbæjar í byrjun árs þegar 1200. fundur ráðsins fór fram. Áfanganum var meðal annars fagnað með þeirri ákvörðun að semja um lok á skráningu sögu Keflavíkur. Keflavíkurkaupstaður á 70 ára afmæli á árinu og Reykjanesbær 25 ára afmæli. Saga Keflavíkur er til í þremur bindum og lýkur árið 1949 þegar Keflavík fékk kaupstaðaréttindi. Bjarni Guðmarsson skráði. Með skráningu fjórða og síðasta bindis verður síðustu 45 árum í sögu Keflavíkurkaupstaðar 1949-1994 gerð skil. Reykjanesbæ varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994 og fagnar því 25 ára afmæli á árinu. Sögu annarra bæjarhluta Reykjanesbæjar, Hafna og Njarðvíkur, er lokið.

Jólin kvödd

Svipmyndir frá þrettándanum í blaðinu í dag.

Íbúar Reykjanesbæjar eru 18.922 og bæjarbúum hefur fjölgað um 24,8% frá 2015

Vantar aðeins sex nýja bæjarbúa til að verða stærri en Akureyri

Ef fram fer sem horfir þá verður Reykjanesbær orðinn fjórða stærsta sveitarfélag Íslands á næstu dögum því um áramót munaði aðeins fimm manns á íbúastærð Reykjanesbæjar og Akureyrar, sem hefur vermt fjórða sætið um áratuga skeið. Íbúum Reykjanesbæjar fjölgar hraðar en íbúum Akureyrar og því gæti Reykjanesbær verið orðinn stærri strax um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands um íbúafjölda í ársbyrjun. Íbúar í Reykjanesbæ voru 18.922 þann 1. janúar. Bæjarbúum fjölgaði um 40 frá 1. desember sl. þegar þeir voru 18.882. Þá voru íbúar Reykjanesbæjar 17.732 þann 1. desember 2017 og því hefur íbúum bæjarins fjölgað um 1190 á þrettán mánuðum. Árið 2018 var 6,3% íbúafjölgun í Reykjanesbæ, 8,8% árið 2017 og 7,4% 2016. Á tímabilinu 2015–2018 var fjölgunin 24,8%. Af einstökum hverfum

má nefna að fjölgunin á sama tímabili var 18,8% í Njarðvík, 11,2% í Keflavík, 4,7% í Höfnum og 106,5% á Ásbrú. „Það sem skýrir þessa miklu fjölgun eru margir þættir. Á undanförnum árum hefur verið mikill uppgangur í ferðaþjónustu og samfara honum uppbygging flugstöðvarinnar. Það hefur kallað á mannafla. Það má líka nefna að fólk hefur sótt í lægra húsnæðisverð en á höfuðborgarsvæðinu

og þá horft meðal annars til Reykjanesbæjar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. „Reykjanesbær er ekki síst eftirsóknarvert sveitarfélag sem um árabil hefur geta státað sig af því að vera fjölskylduvænt. Við höfum orðið vitni að ánægju fjölskyldna sem hingað hafa flust á undanförnum árum. Þó lægra húsnæðisverð hafi e.t.v. verið ástæða flutnings hefur það staðið upp úr hversu ánægt það er með bæjarbraginn og allar aðstæður hér. Fjölgun íbúa þýðir einnig fjölgun starfa og hingað hefur flust fólk sem vill ekki aðeins starfa í Reykjanesbæ heldur einnig búa.

Þó fjölgunin á nýliðnu ári hafi verið hægari en árin þar á undan, m.a. vegna þess að það hægðist á framboði húsnæðis, þá er áframhaldandi fjölgun í kortunum. Mikið af íbúðahúsnæði verður tiltækt í Hlíðarhverfi og Dalshverfi á næstu mánuðum og viðbúið er að íbúafjölgun í þeim hverfum eigi eftir að taka kipp. Hins vegar hefur íbúafjölgun verðið mest á Ásbrú. Við sjáum að þar hefur íbúafjöldi vaxið um meira en 100% á tveggja ára tímabili, frá desember 2016 til desember 2018. Fór úr 1.655 íbúum í 3.418. Þar var framboð á húsnæði gott en nú er allt nothæft íbúðarhúsnæði fullnýtt,“ segir Kjartan bæjarstjóri.

Hundur slapp í flugstöðinni Hundur sem verið var að flytja á milli landa slapp úr greipum starfsmanna á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag. Sást hundurinn á harðahlaupum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var honum veitt eftirför. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við lögregluna í flugstöðinni hafði ekki verið tilkynnt um hund sem hefði sloppið en skömmu síðar bárust upplýsingar um að fótfráir flugvallarstarfsmenn hafi náð kvutta og málið væri leyst. Sumarið 2014 varð hundurinn Hunter landsfrægur þegar hann slapp frá Keflavíkurflugvelli eftir að búr hans opnaðist í óhappi sem varð. Hundsins var leitað í nokkra daga þar til hann fannst við Ósabotna. Dýrinu var komið í hendur eiganda síns sem flutti hann til síns heima.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002

Sjónvarp frá Suðurnesjum fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Allt í innkaupin á einum stað Sirloinsneiðar í raspi Ferskar

1.749 ÁÐUR: 2.498 KR/KG

KR/KG

-30%

Nauta piparsteik Fersk

2.999 ÁÐUR: 3.998 KR/KG

-25%

KR/KG

Tilboðin gilda 10. - 13. janúar 2019

Sælkerablanda 125 gr Klettasalat 75 gr Spínat 150 gr

209

KR/PK

ÁÐUR: 299 KR/PK

-30%


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 2. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu