Víkurfréttir 2. tbl. 41. árg.

Page 1

Óveðursvakt

á Keflavíkurflugvelli

Hefur þú skoðað verðin okkar? að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

frá 7.490 kr/mán Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.

Kristín tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna Kristín Júlla Kristjánsdóttir hefur verið tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Award, fyrir besta smink/gervi í Valhalla. Verðlaunin verða afhent síðar í mánuðinum. Valhalla er ævintýramynd um víkingabörn og ævintýraför þeirra frá Miðgarði til Valhallar með guðunum Þór og Loka. Í stuttu samtali við Víkurfréttir sagði Kristín tilnefninguna vera algjörlega sturlaða.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir úr Garðinum hefur náð langt í sínu fagi.

Ánægð börn á þrettándagleði Börnin höfðu gaman af því þegar Grýla og jólasveinninn sprelluðu á hátíðarsviði þrettándagleðinnar í Reykjanesbæ á mánudagskvöldið. Góð þátttaka var í hátíðarhöldunum. Fleiri myndir í blaðinu í dag og á vf.is

Stunginn fimm Draumur Samúels Kára sinnum með hnífi – eftir átök tveggja hópa á nýársdagsmorgun. Kominn úr lífshættu. Tveir menn í gæsluvarðhald. Átján ára piltur úr Reykjanesbæ var stunginn fimm sinnum með hnífi í átökum tveggja hópa manna að morgni nýarsdags. Voru hnífsstungurnar lífshættulegar og gekkst maðurinn undir aðgerð en hann missti mjög mikið blóð. Hann er nú á batavegi. Átökin áttu sér stað í heimahúsi og fyrir utan það í Reykjanesbæ. Voru mennirnir færðir í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík og tveir þeirra í framhaldi færðir í gæsluvarðhald grunaðir um þátt í verknaðinum. Þeir voru þar í tvo sólarhringa og sleppt að því loknu. Lögreglan verst allra frétta af málinu og segir það á viðkvæmu stigi þar sem enn sé verið að vinna úr gögnum sem tengjast málinu. Ungi maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunum hefur birt mynd af sér á Instagram þar sem hann segir

Ungi maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunum hefur birt mynd af sér á Instagram. frá málinu, m.a. hafi miltað verið tekið í aðgerðinni sem hafi tekið fjórar klukkustundir og hann hafi misst 4,5 lítra af blóði. Hann þakkar fyrir batakveðjurnar og segist koma sterkari og vitrari til baka.

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, er ungur að árum en er að upplifa draum margra ungra stráka og stelpna, að vinna við það að sparka bolta. Hann lék sinn fyrsta leik í stórmóti með íslenska landsliðinu síðasta haust og hefur leikið með erlendum félagsliðum gegn stórliðum á borð við Real Madrid og Manchester United. Víkurfréttir hittu kappann, sem er 23 ára,

í Reykjaneshöllinni í byrjun árs og fengu þær fréttir frá Samúel að hann væri mjög líklega á leið til annars atvinnumannaliðs á næstu dögum. Viðtalið við Samúel Kára er í íþróttaopnu Víkurfrétta í dag en viðtal við hann er einnig í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is. Lengri útgáfa viðtalsins verður á vf.is á fimmtudagskvöld kl. 21:00.

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða að sækja í Nettó Krossmóum.

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.