Víkurfréttir 2. tbl. 42. árg.

Page 1

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR ÍBÚÐIR VIÐ VIÐ SJÁVARSÍÐUNA SJÁVARSÍÐUNA NÝJAR

OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 17. JAN. KL. 13-14. OPIÐ KL. OPIÐHÚS HÚSSUNNUDAGINN SUNNUDAGINN KL.15 15--16. 16.

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 4000 Hafnargötu 20 -420 Reykjanesbær - Sími 420 4000 Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000 https://www.studlaberg.is/

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090 Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Miðvikudagur 13. janúar 2021 // 2. tbl. // 42. árg.

MEÐAL EFNIS:

Svipmyndir frá opnun Marriott í Reykjanesbæ

Átta stórar rúður sprungu með hvelli hjá Sigurjóni

Sólborg Guðbrandsdóttir er Suðurnesjamaður ársins 2020

Ævintýri í Aragerði

– sjá ítarlegt viðtal um Fávita, stafrænt kynferðisofbeldi og starfið fyrir menntamálaráðherra miðopnu.

Kristín Örlygsdóttir er full tilhlökkunar

Baráttukona fyrir bættri kynfræðslu ungmenna

GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ!

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

Eggaldin

Ungnautahakk

1.329 ÁÐUR: 1.899 KR/KG

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Bleikjuflök Sjávarkistan

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-30%

1.200

KR/KG ÁÐUR: 2.399 KR/KG

531

KR/KG ÁÐUR: 759 KR/KG

Kúrbítur

-50%

405

KR/KG ÁÐUR: 579 KR/KG Tilboðin gilda 14.—17. janúar

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Þið megið þá bara eiga hann. Þetta er ykkar bæjarstjóri“ – sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Margrétarnar í bæjarstjórn ósáttar og fóru mikinn.

„Ég sagðist styðja Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra á sínum tíma. Við studdum ráðningu hans, að hann yrði ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri og yrði hafinn yfir pólitískt karp sem framkvæmdastjóri okkar allra. Núna er ég gersamlega miður mín yfir því að hafa verið höfð að fífli. Nú er hann búinn að setja sig í gír með meirihlutanum en þið megið þá bara eiga hann. Þetta er ykkar bæjarstjóri,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar, á bæjarstjórnarfundi 5. janúar. Þar gagnrýndi hún ummæli bæjarstjórans í Facebook-færslu á gamlársdag og sagðist taka undir gagnrýni Margrétar Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokkins, á bæjarstjóra en hann svaraði spurningum hennar á bæjarráðsfundi fyrr í

desember með því að senda henni spurningar um hvernig hún teldi rétt að forgangsraða í frekari hagræðingum. Í færslu bæjarstjóra á gamlársdag sem fylgdi með deilingu fréttar af Víkurfréttum um umræður frá bæjarstjórnarfundi við afgreiðslu

fjárhagsáætlunar 2021 sagði hann að minnihlutinn hafi ekki komið með neinar tillögur til hagræðingar. Minnihlutinn sagði í þessum umræðum á bæjarstjórnarfundinum um fjárhagsáætlun að aðhald væri ekki nógu mikið og um það var fjallað í þessari frétt. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Margréti Sanders og Margréti Þórarinsdóttur sem sögðu þetta ekki rétt og svöruðu þær bæjarstjóra á Facebook. Þær fylgdu því eftir á bæjarstjórnarfundi 5. janúar 2021 og voru vægast sagt ósáttar. Á bæjarstjórnarfundi 5. janúar sögðust sjálfstæðismenn ætla að hafa sem flestar tillögur skrifaðar í framtíðinni. Ekki þýddi að ræða neitt við meirihlutann nema að það kæmi fram skriflegt. Sjálfstæðismenn báru upp nokkrar tillögur á fundinum, m.a. um að leggja niður Framtíðarnefnd og að fresta ritun sögu Keflavíkur um eitt ár. Þær voru studdar af minnihlutanum en felldar af meirihlutanum. Fréttir um þessar tillögur má sjá hér til hliðar.

Minnihlutinn vill leggja niður framtíðarnefnd Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi 5. janúar að framtíðarnefnd Reykjanesbæjar verði lögð niður. „Þessari hugmynd hefur verið haldið á lofti allt frá því að þær skipulagsbreytingar sem meirihlutinn stóð fyrir voru kynntar. Einnig var það kynnt í ræðum undirritaðra bæjarfulltrúa við undirbúning fjárhagsáætlunar. Með þessari bókun viljum við fylgja eftir okkar margræddu tillögu með formlegum hætti,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi bæjarstjórnar. Tillagan var felld með sex atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks. Framtíðarnefndin ásamt lýðheilsuráði er hluti af málefnasamningi meirihlutans sem gerður var eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Báðar nefndir hafa starfað síðan þá og haldið fjölda funda.

Vilja fresta ritun sögu Keflavíkur Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ lögðu fram tillögu á fundi bæjarstjórnar 5. janúar að ritun sögu Keflavíkur verði slegið á frest um eitt ár. Tillagan hlaut ekki brautargengi og var hún felld með sex atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks. Í bókun með tillögunni segir: „Á fundi bæjarráðs þann 10. desember voru lagðar fram nokkrar viðbætur við fjárhagsáætlun og þar á meðal var framlag í umrætt verkefni. Fulltrúar minnihlutans ræddu þann möguleika að fresta ritverkinu og fékk það ekki hljómgrunn meirihlutans. Þar sem meirihlutinn í Reykjanesbæ og nú síðast hinn ópólitíski bæjarstjóri hafa fullyrt það í ræðu og riti að engar hagræðingartillögur hafi borist frá minnihlutanum í fjárhagsáætlanagerðinni er tillaga um að fresta ritun sögu Keflavíkur nú lögð fram.“ Í máli bæjarstjóra á fundinum kom fram að búið væri að ráða ritstjóra í verkið og setja fram tímaáætlun. Bæjarstjórn samþykkti á 25 ára afmælisfundi hennar 2019 að fara í ritun sögu Keflavíkur.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Valgeir Þorvaldsson stjórnarformaður og einn stofnenda Alor býður Ragnheiði Elínu velkomna.

Ragnheiður Elín ráðin framkvæmdastjóri Alor ehf. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. Fyrirtækið var stofnað á síðasta ári og vinnur að því að þróa og framleiða umhverfisvænar raforkugeymslur úr áli sem nýttar verða til þess að safna og geyma umfram framleidda raforku og stuðla að betri nýtingu hennar. Hagnýtingarmöguleikar raforkugeymslna úr áli eru fjölmargir og má þar nefna; að stuðla að samdrætti losunar koltvísýrings í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði auk þess að tryggja raforku á afskekktum svæðum og á hamfarasvæðum.

„Framundan hjá Alor eru spennandi tímar við uppbyggingu félagsins. Það er mikill fengur að hafa fengið Ragnheiði Elínu til liðs við okkur enda býr hún yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í verkefnum félagsins,“ segir Valgeir Þorvaldsson, stjórnarformaður og einn stofnenda Alor. Fyrirtækið er nú þegar í samstarfi við Háskóla Íslands og Albufera Energy Storage á Spáni sem er leiðandi í þróun á álrafhlöðum í Evrópu. Þessu til viðbótar er unnið að samstarfssamningum við fleiri aðila bæði hér á landi og erlendis. Ragnheiður Elín telur framtíðarmöguleikana mikla og hlakkar til að

takast á við þau verkefni sem bíða hennar: „Það er brýnna en nokkru sinni fyrr að finna lausnir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist, sem og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur tækifæri til þess að verða leiðandi í baráttunni við loftslagsvandann og skapa sér enn frekari sérstöðu á þessu sviði. Með nýjum lausnum má m.a. hraða brýnum orkuskiptum skipaflotans og rafvæðingu hafna. Alor ehf. gegnir þarna lykilhlutverki og er ég full eftirvæntingar að leiða félagið.“

á timarit.is

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


FLJÓTLEGT, ÞÆGILEGT OG ALLTAF GOTT 35%

467

32%

kr/stk

áður 719 kr

399 kr/stk

Valhnetubrauð

áður 589 kr

m/súrdeigi

Sóma samloka m/rækjusalati

40% 455

Combo tilboð

kr/pk

áður 759 kr

376

Vínarpylsur Kjötsel - 10 stk/pk

kr/pk

Flóridana Heilsusafi og kókoskúla

GOTT VERÐ

599 kr/stk

Dagens réttir

4 teg.

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Menntavegi, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Átta stórar rúður sprungu í Sigurjónsbakaríi „Við vorum að baka í mestu rólegheitum þegar hurðin fauk upp og rúðurnar sprungu,“ segir Sigurjón Héðinsson, bakarameistari í Sigurjónsbakaríi. Mikið tjón varð í bakaríinu síðastliðinn föstudagsmorgun þegar gegnumtrekkur um framreiðslurými bakarísins varð til þess að útihurð fauk upp og á sama tíma sprungu átta stórar rúður og nokkrar minni. Gruggapóstarnir enduðu úti á gangstétt og glerið kastaðist langt út á bílastæði. Tjón varð á bílum á bílastæðinu. Aðkoman að vettvangi við bakaríið var eins og sprenging hafi orðið inni í bakaríinu. Smiðir sem komu á

vettvang á föstudagsmorgun segjast aldrei hafa séð annað eins. Þeirra verk var að hreinsa upp gler og svo að slá upp grind og klæða. Sigurjón þakkar fyrir að enginn var á gangi framhjá húsinu þegar ósköpin urðu. Þá hefði getað farið illa. Tjónið er mikið en starfsemin hefur þrátt fyrir ósköpin lítið raskast. Kökur og brauð voru í ofnunum og bleiku snúðarnir komnir fram í búðina.

Jólahúsið Dynhóll 6.

Ánægja og hamingjuóskir frá bæjarstjórn Iðnaðarmenn mættu strax til að hreinsa upp glerbrot og glugga. VF-mynd: Hilmar Bragi

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Ljósahúsið Hlíðargata 43.

Opið:

Reykjavíkurborg leitar til Suðurnesjabæjar

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óskar verðlaunahöfum jólahúss og ljósahúss 2020 til hamingju með viðurkenningar. Jólahús var valið Dynhóll 6 og ljósahús Hlíðargata 43. Þá lýsir bæjarstjórn Suðurnesjabæjar ánægju með og þakkar fyrir jólaþátt Suðurnesjabæjar sem sendur var út í samstarfi við Víkurfréttir fyrir jólin.

Atvinnustaða kvenna á Suðurnesjum slæm vegna Covid-19 Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir enn og aftur miklum áhyggjum vegna fjölda atvinnulausra einstaklinga í sveitarfélaginu og beinir því til stjórnvalda að leggja enn meiri áherslu á úrlausnir fyrir atvinnulífið og einstaklinga, í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerð fjölskyldu- og velferðarráðs bæjarins. „Jafnframt er vakin athygli á þeirri staðreynd að mikið atvinnuleysi af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur mest áhrif á atvinnustöðu kvenna á Suðurnesjum, sem er mikið áhyggjuefni,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar

Reykjavíkurborg hefur leitað til Suðurnesjabæjar varðandi samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Fjölskyldu- og velferðarráð Suðurnesjabæjar leggur til að gengið verði til samninga við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa þjónustuþega Suðurnesjabæjar. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að ganga til samninga við Reykjavíkurborg, sbr. samþykkt ráðsins.


V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? H Ó P S TJ Ó R I VIÐHALDSÞJÓNUSTU VÉLBÚNAÐAR

V E R K E F N A S TJ Ó R I F L U G B R A U TA K E R F I S O G V E G AV E R K E F N A

SÉRFRÆÐINGUR Í AÐGERÐAGREININGU

V E R K E F N A S TJ Ó R I HÖNNUNAR

Hópstjóri óskast í viðhaldsþjónustu.

Við óskum eftir að ráða verkefna-

Sérfræðingur óskast í aðgerða-

Verkefnastjóri óskast í stýringu

Viðkomandi ber ábyrgð á verkstjórn,

stjóra til að stýra, samræma og

greiningu. Helstu verkefni eru

verkefna og samræmingu hönnuða

daglegri umsjón og skipulagningu

þróa verkefni tengd flugbrautum og

öflun, úrvinnsla og framsetning

og hagaðila verkefna. Viðkomandi

viðhaldsþjónustu og hefur það hlutverk

flughlöðum, akbrautum og vegagerð.

gagna sem og þátttaka í umbóta-

ber ábyrgð á utanumhaldi

að stuðla að aukinni framþróun innan

Verkefnastjóri ber ábyrgð á hönnun

og framkvæmdaverkefnum

fjárfestingaverkefna á hönnunarstigi,

viðhaldsstjórnunar. Hópstjóri sér um

og innkaupum, ásamt afhendingu

sem miða að því að auka afköst

afhendingu þeirra til framkvæmda

rekstur varahlutalagers og tekur þátt í

verkefna til framkvæmda og

Keflavíkurflugvallar. Isavia

og að fylgja eftir samskiptum við

vali á búnaði, uppbyggingu á gæða- og

eftirfylgni þeirra. Auk þess ber hann

vinnur markvisst að því að bæta

hönnuði í gegnum líftíma verkefna

öryggisstjórnun fyrir deildina og veitir

ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við

ákvarðanatöku með nýtingu gagna og

samkvæmt ferlum Isavia um

tæknilega aðstoð.

kröfur hverju sinni.

er sérfræðingur í aðgerðargreiningu

fjárfestingaverkefni.

Frekari upplýsingar veitir

Nánari upplýsingar veitir

lykilþátttakandi í þeirri vinnu.

Nánari upplýsingar veitir

Jón Haraldsson deildarstjóri,

Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri,

Frekari upplýsingar veitir

Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri,

jon.haraldsson@isavia.is

jon.gudjonsson@isavia.is

Guðmundur Karl Gautason,

jon.gudjonsson@isavia.is

forstöðumaður, Hæfniskröfur

Hæfniskröfur

gudmundur.gautason@isavia.is

Hæfniskröfur

• Sveinspróf í raf- eða vélvirkjun

• Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði

• Háskólamenntun í verkfræði eða sambærilegri grein

• Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði

• Mjög góð þekking á tölfræði og úrvinnslu gagna

• Reynsla af hönnunarstjórn, hönnun og BIM er kostur

• Hæfni í Python/R er kostur

• Þekking á flugvallahönnun eða á sambærilegu flækjustigi er kostur

• Framhaldsmenntun innan vél-, iðneða tæknifræði er kostur • Reynsla af verkstýringu er skilyrði • Þekking á iðnstýringu er kostur • Góð tölvukunnátta sem og íslenskuog enskukunnátta er skilyrði

• Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði • Reynsla og þekking á malbiki, steypu eða hönnun vega er kostur • Reynsla af flugvallahönnun eða af sambærilegu flækjustigi er kostur • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð

• Þekking á Power-Bi eða sambærilegum BI lausnum er kostur • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli fyrirtækisins og íslenska flugstjórnarsvæðið.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

UMSÓKNARFRESTUR: 24. JANÚAR

• Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kvenfólkið á Suðurnesjum Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA

898 2222 Nutu þrettándans í Reykjanesbæ í bílum Hátíðarhöld þrettándans í Reykjanesbæ voru með óhefðbundnu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldurs. Í stað dagskrár við Hafnargötu var boðið upp á útvarpstónleika með Ingó veðurguði og flugeldasýningu á efra Nikkelsvæðinu. Gestir voru beðnir um að vera í bílum sínum og hlusta á tónleikana þar og horfa á flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurness úr bílnum. Púkar og tröll voru þó á sveimi innan um bílana. Myndina hér að neðan tók Hilmar Bragi, ljósmyndari blaðsins, með flygildi yfir þetta óhefðbundna hátíðarsvæði. Þarna má sjá bílafjölda á einu af skipulögðum bílastæðum svæðisins og meðfram Þjóðbraut og Reykjanesbrautinni.

Það er óhætt að segja að kvenfólkið á Suðurnesjum hafi skinið skært á árinu 2020, veiruárinu mikla. Þær Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, áhrifavaldur og laganemi, og knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir voru í eldlínunni, hvor á sínu sviði. Þær fengu báðar margar tilnefningar til Suðurnesjamanns ársins 2020 en að endingu var það Sólborg sem hlaut útnefninguna og er hún vel að henni komin. Sveindís kvaddi Suðurnesin í bili þegar hún fór á vit fótboltaævintýra í Svíþjóð sem atvinnumaður í greininni og á framtíðina fyrir sér, aðeins nítján ára gömul. Sólborg kemst í ansi skemmtilegan hóp á Suðurnesjum en Víkurfréttir hafa valið Mann ársins allar götur síðan árið 1990. Þetta var í 31. skipti sem valið fer fram en sá fyrsti sem fékk þessa nafnbót var Grindvíkingurinn og útgerðarmaðurinn Dagbjartur Einarsson. Það hefur hallað á konur á þessum lista en síðasta áratuginn hefur sú þróun breyst og allt frá árinu 2012 hafa fjórar konur hlotið nafnbótina en eitt árið fékk Stopp hópurinn, sem vinnur að hagsmunum Reykjanesbrautar, útnefningu. Í honum voru tvær konur. Auk Sólborgar hafa þær Elenora Rós Georgesdóttir, bakari, Fida Abu Libdeh, frumkvöðull, og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, tónlistarkona, fengið nafnbótina en sú síðastnefnda var valin með Brynjari Leifssyni. Þau voru og eru meðlimir hinnar heimsfrægu hljómsveitar Of Monsters and Men. Listinn yfir okkar besta fólk er glæsilegur og hægt er að sjá hann inni í blaðinu. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, var kjörinn í fyrra og var á leiðinni á Ólympíuleika en ónefnd heimsveira stoppaði það eins og svo margt annað á árinu sem einkenndist mikið af heimsfaraldri. Sólborg er aðeins 24 ára og var þekkt fyrir hæfileika sína í söng og tónlist áður en hún fór að láta til sín taka á allt öðrum vettvangi. Hún var í lok árs tilnefnd af menntamálaráðherra til formennsku í stýrihópi um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en það er mál sem hefur brunnið á henni síðustu árin. Hápunkturinn hjá henni

var á síðasta ári þegar hún gaf út bókina Fávitar sem byggð er á spurningum sem ungmenni hafa sent henni um kynfræðslu og kynferðislegt ofbeldi á netinu. Því er skemmst frá að segja að bókin sló í gegn og Sólborg var nýliði ársins meðal rithöfunda. Hún fékk m.a. ungan listamann úr Keflavík til að hjálpa sér með teikningar í bókina og gaf svo út bókina sjálf án aðkomu bókaútgáfu. Bókin endaði í 11. sæti yfir mest seldu bækur landsins á síðasta ári. Hún segir í skemmtilegu viðtali í blaðinu að hún hafi alls ekki á von á þessum viðtökum en leynir því þó ekki að hún hafi átt von á því að ungmenni myndi taka bókinni vel. Sólborg hóf nám í lögfræði fyrir stuttu síðan og vonast til að geta einbeitt sér betur að náminu eftir erilsamt ár í bókaútgáfunni. Einnig hefur hún hug á því að gera meira á tónlistarsviðinu. Við óskum henni góðs gengis með verkefnin sem bíða hennar. Veiruárið var öðruvísi hjá flestum, meðal annars hjá okkur á Víkurfréttum. Við áttum 40 ára útgáfuafmæli og stóran hluta ársins var mikil áskorun að halda úti starfseminni. Auglýsingamarkaðurinn laskaðist mikið en undirritaður vill þakka öllum þeim sem studdu okkur í jólablaðinu, þeir voru margir. Við viljum auðvitað þakka öllum sem hafa stutt útgáfu VF með ýmsum hætti í áratugi. Með stuðningi Suðurnesjamanna, hvort sem er með kaupum á auglýsingum í okkar miðla eða annarri þjónustu okkar, fer fyrirtækið nú inn í 39. starfsárið en Víkurfréttir ehf. hófu rekstur í janúar 1983 með kaupum á prentútgáfu Víkurfrétta af Prentsmiðjunni Grágás sem stofnaði blaðið í ágúst 1980. Með ykkar stuðningi höldum við áfram að gefa út blaðið, reka fréttavef og golfvef og gerð sjónvarpsþáttarins Suðurnesjamagasíns. Fyrir það viljum við þakka. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnum áratugum!

Víkurfréttir í 40 ár fimmtudagurinn 14. janúar 1982

Það eru liðin 40 ár síðan Gamla búð við Duusgötu í Keflavík varð eldi að bráð. Í Víkurfréttum þann 14. janúar 1982 var birt mynd af brunarústunum og þeirri spurningu velt upp hvort húsið verði endurbyggt. Það þótti ekki sjálfsagt í þá daga að endurbyggja hús. Gamla búð er hins vegar menningarverðmæti sem er ein af perlum Reykjanesbæjar í dag.

Páll Ketilsson.


Þekking í þína þágu

Tækifæri til náms á þínum forsendum! – Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður margvíslegt nám sem hefur það að markmiði að skapa þér ný tækifæri og efla færni þína á vinnumarkaði. Viltu skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur? Skrifstofuskólinn Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Kennt er á bókhaldsforritið DK.

Ágúst Pedersen, leiðsögunemi „Skrifstofuskólinn hjálpaði mér að taka ákvarðanir varðandi það sem mig langar að hafast að í framtíðinni. Eftir langt hlé frá námi hjálpaði þetta nám mér að læra uppá nýtt og er ég nú kominn í leiðsögunám hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Skrifstofuskólinn opnaði augu mín varðandi framtíðina“

Samfélagstúlkun Nám fyrir þá sem vilja starfa við túlkun. Forkröfur eru að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem á að túlka. Frábært nám og góðir starfsmöguleikar að námi loknu.

Med Haythem Akari, túlkur hjá Alþjóðasetri „Námið var mjög vel skipulagt og kennararnir eru mjög hæfir í að miðla til nemenda. Það er mikill stuðningur við nemendur og undirstaðan byggð á góðri kennslufræði. Persónulega hafði ég mikinn ávinning af námskeiðinu. Ég fékk mörg tækifæri til að fá vinnu og góð samskipti við fólk, bæði í skólanum og í opinberri stjórnsýslu“

Grunnmenntaskólinn Viltu verða kennari, hársnyrtir, viðskiptafræðingur eða rafvirki? En það er langt síðan þú varst á skólabekk og þú vilt læra að læra aftur - Þá er Grunnmenntaskólinn möguleika eitthvað fyrir þig. Grunnmenntaskólinn er tilvalinn fyrir þá sem hafa ekki lokið grunnskólaprófi að fullu eða langar að byrja aftur í námi eftir langa pásu.

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir, lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík „Grunnmenntaskólinn kenndi mér að læra upp á nýtt. Ég öðlaðist líka sjálfstraust í námi í Grunnmenntaskólanum sem ég hafði aldrei upplifað áður. Ég ákvað þarna að ég ætlaði mér ekki að hætta námi heldur halda áfram“ “

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is


FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Þökkum stuðninginn við framleiðslu á Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta! Vilt þú bætast í hóp stuðningsaðila?

REYKJANESBÆ

Lagnaþjónusta Suðurnesja Veist þú um áhugavert efni í miðla Víkurfrétta? Á tímum Covid-19, þegar ró er yfir mannlífinu, er erfiðara að finna áhugavert efni í sjónvarpsþáttinn okkar. Lumar þú á ábendingu? Sendu okkur línu á vf@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Kristinn Harðarson nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn starfaði áður sem forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar en þar áður starfaði hann í 14 ár sem framkvæmdstjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Tómas fær nýja Toyotu í Bláa herinn Toyota á Íslandi hefur í mörg ár verið aðal styrktaraðili hins umhverfisvæna Bláa hersins. Tómas Knútsson, höfuðpaur og foringi Bláa hersins, hefur fengið árlega nýjan bíl frá fyrirtækinu til afnota. Tómas fékk nýjan og glæsilegan Hilux frá Toyota fyrir nokkrum dögum og hann er með skemmtilegt bílnúmer. Tómas sagði við það tækifæri á Facebook-síðu sinni: „Velkominn til starfa EVA 87, núna verður hvergi slegið af frekar en fyrri daginn. Mikið er ég stoltur merkisberi hjá Toyota á Íslandi.“ Á myndinni að ofan tekur Tómas Knútsson við lyklum að nýja bílnum.

Kristinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Danmörku auk B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti. Þá er hafin stækkun á virkjuninni á Reykjanesi um 30 MW sem áætlað er að komi í rekstur í lok árs 2022. Kristinn er kvæntur Hildi Briem og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri. Hann kemur með ferska sýn á verkefnin og

ég er sannfærður um að hann mun reynast okkur öflugur liðsstyrkur,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku. HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun auk einnar vatnsaflsvirkjunar í Brúará í Tungufljóti. Fyrirtækið er að hefja vinnu við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW. Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem áhersla er lögð á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.

Skip með útgerðarsögu frá Suðurnesjum rifið í Njarðvík Nú er unnið að því að rífa fiskiskipið Hannes Andrésson SH hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Skipið verður klippt niður í brotajárn. Dráttarbátur kom með skipið til Njarðvíkur fyrir viku síðan en það var síðast gert út frá Grundarfirði.

Þetta fiskiskip á sér sögu frá Suðurnesjum. Sigurður Friðriksson gerði það út á sínum tíma sem Guðfinn KE og síðar gerði Nesfiskur það út undir nafninu Bergur Vigfús GK.

Á síðunni Gömul íslensk skip á fésbókinni kemur fram að þetta sé annað skipið með þessu heiti sem er rifið með þessum hætti í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Hér hvílir Hannes Andrésson SH á hliðinni í slippnum í Njarðvík. Niðurrif skipsins er hafið. VF-mynd: Hilmar Bragi

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR ÍBÚÐIR VIÐ VIÐ SJÁVARSÍÐUNA SJÁVARSÍÐUNA NÝJAR Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 4000 Hafnargötu 20 -420 Reykjanesbær - Sími 420 4000 Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000 https://www.studlaberg.is/

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090 Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 17. JAN. KL. 13-14. OPIÐ KL. OPIÐHÚS HÚSSUNNUDAGINN SUNNUDAGINN KL.15 15--16. 16.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Akðaltorgs t.h og Hans Prins, hótelstjóri Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ.

Víkurfréttir sýndu beint frá formlegri opnun. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kveikti ljósin á gafli hótelsins, til marks um formlega opnun.

Fáir, vegna Covid-19, en nokkrir gestir fögnuðu með eigendum og starfsfólki hótelsins við formlega opnun.

Auglýst eftir sviðsstjóra umhverfisog skipulagssviðs í Vogum

Ævintýri í Aragerði

– Aukin umsvif og framkvæmdir á næstu árum. Íbúafjöldi mun tvöfaldast á næsta áratug. Sveitarfélagið Vogar auglýsir nú eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sveitarfélagið hefur keypt þjónustu á þessu sviði frá fyrirtæki á Suðurnesjum en mun nú ráða starfsmann vegna aukinna umsvifa en miklar framkvæmdir standa nú yfir í sveitarfélaginu á Grænuborgarsvæðinu. Þar stendur til að byggja um 800 eignir og hófust framkvæmdir á síðasta ári. Daníel Arason, staðgengill bæjarstjóra í Vogum, segir að nú standi yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags en einnig sé þörf á því að auka framboð sveitarfélagsins á lóðum í sveitarfélaginu. Samhliða ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs þarf að gera skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu með

stofnun nýs sviðs, umhverfis- og skipulagssviðs. Í auglýsingu sem birt er í Víkurfréttum í þessari viku kemur fram að viðkomandi beri ábyrgð á daglegri starfssemi umhverfis- og skipulagssviðs og gegni jafnfram leiðandi hlutverki við stefnumótum í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í samráði við viðeigandi nefndir. Þá gegni sviðsstjóri einnig hlutverki byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2021. Í Vogum búa um 1.330 íbúar en sveitarfélagið er næstlandstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Í uppbyggingu nýs hverfis mun íbúafjöldi tvöfaldast á næsta áratug.

Frá skóflustungu í Grænuborg í Vogum sumarið 2020.

HJÓLREIÐASTÍGUR FYRIR 63% AF KOSTNAÐARÁÆTLUN Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að taka tilboði GÓ verk ehf. í lagningu hjólreiðastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi en það hljóðar upp á 47.181.535 og er 62,84% af kostnaðaráætlun. Í afgreiðslu bæjarráðs kemur fram að fyrir liggi álit byggingarfulltrúa um að fyrirtækið hafi lagt fram fullnægjandi gögn um getu sína til að vinna verkið.

Daníel Arason staðgengill bæjarstjóra Daníel Arason, forstöðusamkomulagi þar um. maður stjórnsýslu í SveitRóbert hefur mikla arfélaginu Vogum, verður reynslu úr Vogum, þar staðgengill Ásgeirs Eiríkssem hann var bæjarsonar bæjarstjóra sem stjóri um tíma. verður í veikindaleyfi til 1. Fjallað var um breytmars 2021. ingar á yfirstjórn sveitÞá hefur Róbert Ragnarfélagsins vegna leyfis arsson, ráðgjafi, verið bæjarstjóra í bæjarráði Daníel Arason. fe n g i n n t i l að s i n n a á dögunum þar sem bæjarráð samþykkti ákveðnum verkefnum fyrir sveitarfélagið samkvæmt nánara m.a. samkomulag við RR ráðgjöf.

Það var skemmtileg stemmning í Aragerði í Vogum á þrettándanum.

Það má segja að andrúmsloftið í Vogunum hafi verið ævintýralegt á þrettándanum. Börn söfnuðust saman í Aragerði sem í hjarta bæjarins, aðeins þau máttu mæta vegna samgöngutakmarkana. Við þeim tók Lionsfólk og bauð þeim upp á smákökur og heitt kakó. Einnig var hægt að grilla sykurpúða við opin eld. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og mátti heyra gleðihlátur um allan skóg og langt út fyrir svæðið ef lagt var við hlustir. Grýla og jólasveinninn héldu svo uppi fjörinu þangað til að björgunarsveitin Skyggnir var með tilkomumikla sýningu sem setti punktinn yfir i-ið í þessari upplifun barnanna og vonandi allra bæjarbúa.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

MARRIOTT FÆR GÓÐAR MÓTTTÖKUR Nýja Marriott hótelið við Aðaltorg í Reykjanesbæ opnaði formlega 7. janúar en fram að því hafði það verið opið í nokkra mánuði fyrir gistingu. Nýr veitingastaður og bar, The Bridge, opnaði núna. Upphaflega átti að opna hótelið fyrir ári síðan eða um það leyti sem heimsfaraldur skall á. Víkurfréttir sýndu frá opnuninni í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni en Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, tendraði ljós á merki hótelsins á gafli þess og opnaði það þannig formlega. Forráðamenn hótelsins með Ingvari Eyfjörð og Rósu Ingvarsdóttur hjá Aðaltorgi, einum af aðaleigendum þess, voru að sjálfssögðu í eldlínunni ásamt fleiri starfsmönnum sem hafa beðið eftir þessum degi. Hótelstjórinn er hollenskur og heitir Hans Prins og hann sagði allt tilbúið og bauð Suðurnesjamenn og aðra velkomna í mat og drykk og gistingu og þjónustu af bestu gerð. Miklu færri voru við formlega opnun vegna veirureglna en fjölmargir heimsóttu hótelið og veitingastaðinn heim næstu daga á eftir. Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlega opnun.

Kæru vinir!

Árið 2020 markaði nýtt upphaf hjá Kadeco. Eftir að síðustu eignir varnarliðsins voru seldar settu stjórnvöld nýja stefnu fyrir félagið. Kadeco gegnir nú mikilvægu hlut­ verki við að leiða framtíðarþróun svæðisins umhverfis Keflavíkur­ flugvöll. Vitaskuld hafði heimsfaraldurinn sem nú sér loks fyrir endann á veruleg áhrif á starfsemi Kadeco. Aðstæður í samfélaginu hafa verið krefjandi, ekki síst fyrir þau sem starfa í flugtengdum greinum eða reiða sig á flugstarfsemi. Þessar áskoranir hafa á sama tíma haft

áhrif á hvernig við viljum hugsa þróun flugvallarsvæðisins til fram­ tíðar. Í mótlæti leynast tækifæri og við hjá Kadeco höfum meðal annars nýtt þetta óvenjulega ár til að hugsa hlutina upp á nýtt með það að leiðarljósi að nálgast breyttan veruleika á skapandi hátt. Á nýju ári munum við setja enn meiri kraft í þá vinnu og leita lið­ sinnis færustu sérfræðinga á því sviði.

Í upphafi árs 2021 verður efnt til alþjóðlegrar hugmynda­ og hönnunarsamkeppni fyrir sjálfbært þróunarsvæði við Keflavíkur­

inn í nýtt ár full bjartsýni með trú flugvöll. Samkeppnin verður ein sú á þeim fjölmörgu tækifærum sem stærsta sinnar tegundar sem efnt bíða þess að raungerast á Suður­ hefur verið til hérlendis. Keppninni nesjum. Fyrir hönd Kadeco óskum er ætlað að svara mörgum stórum spurningum um framtíð Suðurnesja við ykkur öllum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það liðna og von og festa enn frekar í sessi hlutverk svæðisins sem þungamiðju atvinnu­ um áframhaldandi gott samstarf lífs og verðmætasköpunar á Íslandi og samskipti. með fjölbreyttum atvinnutæki­ færum og blómlegu mannlífi. Pálmi, Anna Steinunn, Gréta og Guðmundur. Á liðnu ári höfum við átt í frábæru samstarfi við fjölda fólks sem við erum þakklát fyrir og margar góðar hugmyndir hafa fæðst. Við höfum fulla trú á að viðspyrnan í flugstarfsemi verði hröð og höldum


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tónlistarkona og aktívisti í baráttu fyrir bættri kynfræðslu Sólborg Guðbrandsdóttir er maður ársins 2020 á Suðurnesjum

S

ólborg Guðbrandsdóttir er 24 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi. Hún gerðist einnig bókaútgefandi á nýliðnu ári og þá er hún líka aktívisti sem lætur hlutina gerast. Bætt kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi er málefni sem hefur brunnið á henni. Sólborg tók því til sinna ráða og hvatti fólk til að senda hvatningu á tölvupóst menntamálaráðherra um bætta kynfræðslu í skólum. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, greip boltann á lofti, fékk Sólborgu og Siggu Dögg, kynfræðing, til fundar við sig í ráðuneytinu og hefur nú skipað Sólborgu sem formann í starfshópi sem á að skila tillögu um kynfræðslu í skólakerfinu. Sólborg hefur einnig verið ötul baráttukona gegn stafrænu kynferðislegu ofbeldi og haldið úti síðunni Fávitar á Instagram sem m.a. hefur varpað ljósi á stafræna kynferðisofbeldið á internetinu. Víkurfréttir hafa valið Sólborgu mann ársins á Suðurnesjum 2020 fyrir baráttu hennar fyrir aukinni kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Páll Ketilsson pket@vf.is

Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Sólborgu fyrir framan sjónvarpsvélarnar í myndveri Víkurfrétta og fyrst var rætt um bókina Fávitar sem Sólborg gaf út fyrir nýliðin jól. Bókin er í ellefta sæti á metsölulistum eftir jólin og útgefandinn ungi frá Keflavík er sögð vera nýliði ársins í bókaútgáfunni. „Þetta eru algjörar kanónur sem eru á rithöfundalistanum og það er frekar mikill heiður að fá að vera þarna með öllum þessum snillingum með bók sem heitir Fávitar,“ segir Sólborg. – Gastu ímyndað þér að þú yrðir með elleftu mest seldu bókina á Íslandi? „Ég fékk mjög góðar viðtökur í ferlinu þegar ég var að klára bókina en þegar ég lít til baka þá hefði mig ekki grunað að ég fengi svona góðar viðtökur, þó svo ég hafi vitað að eftirspurnin eftir svona fræðslu er mikil. Nei, ég bjóst eiginlega ekki við þessu og það kom mér eiginlega á óvart að Fávitar kæmust inn á einhverja svona lista. Það eru líka svo margir sem gáfu út frábærar bækur um jólin og það var metsala í bókum.“

Ekki verið gefin út svipuð bók á Íslandi áður – Þú ert líka að gefa út eitthvað allt annað. Þú ert ekki með glæpasögu. Þú ert með

eitthvað sem er ekki mjög algengt í bókum í dag. „Ég var ekki beint með samkeppni við aðra með þessari bók núna um jólin og ég er ekki viss um að það hafi verið gefin út svipuð bók á Íslandi áður, sem hefur tekið saman spurningar frá unglingum og svör við þeim eingöngu. Þetta var eitthvað nýtt.“ – Segðu okkur í stuttu máli frá efni bókarinnar. „Fávitar er samansafn af spurningum sem ég hef fengið frá ungu fólki á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum sem ég hef haldið undanfarin ár um kynlíf, ofbeldi, fjölbreytileika, líkamann og ýmislegt fleira. Ég tók þetta saman og setti spurningarnar og svörin í eina bók.“ – Hvenær fæddist þessi hugmynd hjá þér? „Fyrir einu og hálfu ári var ég farin að velta þessari bók fyrir mér. Svo hafði ég samband við listamanninn Ethorio úr Keflavík og spurði hvort hann væri til í að myndskreyta og um hálfu ári síðar fór ég að vinna þetta af alvöru og fór að taka saman pælingar um hvernig ég ætti að gera þetta.“ – Var mikil vinna að gera efnið tilbúið fyrir bók? „Nei, svo sem ekki. Ég veit að margir höfundar eru ár og jafnvel mörg ár að skrifar bækur en af því að þetta var sett upp í auðskiljanlegt form sem spurningar og svör þá var ég fljótari að þessu en ef þetta hefði verið samfelldur texti. Ferlið við að skrifa bókina var nokkrir mánuðir í heildina en ég var ekki að skrifa upp á hvern einasta dag og var að sinna ýmsu öðru á meðan þetta var í gangi.“

– Þetta er mjög sérstök uppbygging á bók. Þarna er litadýrð og teikningar og bókin er auðlæsileg. „Ég vildi líka hafa þetta þannig, því markhópurinn minn er fyrst og fremst börn og unglingar en bókin er miðuð við að vera fyrir tólf ára og eldri. Við vitum það á tímum samfélagsmiðla og allt það sem snjallsímar hafa upp á að bjóða að krakkar eru kannski ekki rosalega mikið að lesa bækur. Ég vildi að þetta væri hnitmiðað og liti vel út með allar myndirnar og litina. Þetta mátti heldur ekki vera fráhrindandi fyrir fullorðið fólk sem ég veit að hefur líka gaman af að lesa svona auðskiljanlegt efni.“

Dýrmætt að setja efnið í bók – Þú ert að ná til markhóps sem er mjög mikið í símanum og er ekki mikið að lesa bækur. Var markmiðið að hvetja þau til þess? „Markmiðið með bókinni var ekkert endilega að fá ungt fólk til að lesa sérstaklega. Ég var búin að svara mörgum af þessum spurningum inni á Fávita-Instagraminu á síðustu árum. Efnið þar er hins vegar meira falið og dettur jafnvel út eftir 24 tíma í Story á Instagram. Að taka þetta saman í bókarform var svo dýrmætt. Þetta er svo dýrmæt heimild um það sem unglingar eru að velta fyrir sér.“ – Og þetta eru spurningar sem þú hefur fengið frá ungmennum á fyrirlestrum sem þú hefur verið að halda. „Já og á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf boðið upp á nafnlausar spurningar í lokin á öllum mínum fyrirlestrum og þar eru krakkarnir ekkert

feimnir við að spyrja mig, því þau fá að spyrja í gegnum símana. Þar er nafnleynd og þá þora þau frekar að spyrja að því sem þau vilja raunverulega fá svar við og bókin sýnir að krakkarnir eru ófeimnir við að spyrja um það sem þeim dettur í hug. Alls konar áhugaverðar og skemmtilegar spurningar.“ – Þú ert að vinna með orð í þessari bók sem mörg hver eru tabú hjá fólki í kynfræðslunni. „Alveg 100%. Ég þurfti meira að segja að æfa mig sjálf í að tala um þessa hluti upphátt. Um leið og maður er mættur upp á svið fyrir framan hundrað, fimmhundruð eða þúsund manns að svara spurningum um hluti sem mér finnst meira að segja sjálf vera tabú, það getur verið krefjandi. Ég þurfti að æfa mig í að svara þessu fyrir framan fullt af fólki og venja mig á þessi orð og þennan talsmáta, því þetta er svolítið feimn-

ismál hjá okkur mörgum. Þetta má líka alveg vera áfram feimnismál en það verður samt sem áður að afmá þessa skömm sem er í kringum þetta.“

Skólarnir að vinna með bókina – Þú gerir þér vonir um að bókin seljist áfram. Þetta er ekki einungis jólabók. „Efni bókarinnar er viðeigandi á öllum tímum ársins og það er nóg til af henni ennþá og ég vona að fólk haldi áfram að kaupa bókina. Ég er í sambandi núna bæði við grunnskóla og framhaldsskóla og það er áhugi að fá bókina inn í þá marga hverja, hvort sem það er á skólabókasöfnin eða til kennslu en ég veit um nokkra skóla sem eru að vinna með bókina og það er rosalega skemmtilegt.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

„Ég vaknaði einn daginn og var komin með nóg af aðgerðarleysi varðandi þessi mál. Mér finnst ungt fólk vera búið að kalla eftir aukinni kynfræðslu í áratugi og ég vildi ná athygli stjórnmálamanna og fá þá til að hlusta á það sem almenningur var að biðja um.“


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

mættum á og það endaði þannig að tveimur mánuðum síðar vorum við báðar skipaðar í starfshóp sem þarf að útlista hvernig kynfræðslu í skólakerfinu ætti að vera háttað. Innan þessa hóps eru einstaklingar úr öllum áttum samfélagsins. Þarna eru einstaklingar úr menntakerfinu, þarna eru kynfræðingar, einstaklingar sem aðstoða brotaþola kynferðisofbeldis, þannig að fólk er að koma úr ólíkum áttum inn í þennan hóp. Við munum fara yfir það hvernig kynfræðslunni eigi að vera háttað að okkar mati, hvenær hún eigi að byrja, hvað eigi að vera kennt, hverjir kenna og ýmislegt svoleiðis. Við erum ekki búin að hittast ennþá en það fer að koma að því. Þetta er að fara á fullt og við eigum svo að skila lokaskýrslu í maí.“ – Var ekki skemmtilegt að fá þetta verkefni upp í hendurnar? „Þetta er bæði skemmtilegt og krefjandi. Ég hef aldrei starfað innan ráðuneytis og ég er ekki með háskólagráðu en ég er með annars konar menntun eftir starfsreynslu mína síðustu ár í þessu. Þetta verður krefjandi fyrir mig en ég fer inn í þessa vinnu tilbúin að leggja mig fram og einnig tilbúin að biðja um aðstoð þegar ég þarf á því að halda því ég veit ekki allt.“

– Að öðru baráttumáli hjá þér. Þú hefur verið að fjalla um stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Er þetta einhver sérstakur hópur sem verður fyrir þessu ofbeldi eða eru þetta aðallega ungar konur? „Já, rannsóknir sýna það almennt að þetta eru oftast konur, frekar en karlar, sem verða fyrir þessu. Það

þýðir ekki að karlar verði ekki fyrir ofbeldi en það virðist vera sjaldnar þannig. Þetta er að miklu leyti kynbundið ofbeldi. Ég veit hins vegar að karlar eiga erfiðara með að stíga fram og segja frá ofbeldi út af karlmennskupressu og meiri skömm í kringum það þegar þeir verða fyrir ofbeldi, sem við þurfum að taka utan um og breyta.“

Maður ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2020 1990 - Dagbjartur Einarsson 1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson 1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1993 - Guðjón Stefánsson 1994 - Júlíus Jónsson 1995 - Þorsteinn Erlingsson 1996 - Logi Þormóðsson 1997 - Steinþór Jónsson 1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir 1999 - Sigfús Ingvason 2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes 2001 - Freyja Sigurðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði 2002 - Guðmundur Jens Knútsson 2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek 2004 - Tómas J. Knútsson 2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Kristín Kristjánsdóttir 2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir 2007 - Erlingur Jónsson 2008 - Sigurður Wíum Árnason 2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson 2010 - Axel Jónsson 2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson 2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson 2013 - Klemenz Sæmundsson 2014 - Fida Abu Libdeh 2015 - Sigvaldi Lárusson 2016 - Stopp hópurinn - hingað og ekki lengra 2017 - Elenora Rós Georgesdóttir 2018 - Guðmundur Ragnar Magnússon 2019 - Már Gunnarsson 2020 - Sólborg Guðbrandsdóttir

– Hvað er það sem einkennir þetta stafræna ofbeldi? „Þetta eru alls konar skilaboð. Oft eru þetta óumbeðnar kynfæramyndir, boð um vændiskaup, alls konar hótanir um kynferðisofbeldi, dreifingu nektarmynda. Einnig ýmis konar óviðeigandi kynferðislegur talsmáti á internetinu.“ – Heldur þú að með bókinni náir þú að hafa áhrif á þetta hér á landi? „Ég vona það og ég held að FávitaInstagramið hafi síðustu ár náð að varpa ljósi á það hversu algengt það er að fólk sé að tala svona á netinu. Þessi skilaboð og ofbeldi hafa fengið að þrífast í þögninni. Ef við vitum ekki að það er að gerast, hvernig eigum við þá að taka á vandanum og breyta því? Ég held fyrst og fremst að það skipti máli að koma þessu upp á yfirborðið og ég vona að ég hafi náð að gera það með Instagramsíðunni. Ég vona líka að bókin verði áfram til og verði til gagns. Það eru aðrir unglingar á næsta ári og næstu áratugina sem verða með svipaðar spurningar. Það er mikilvægt að við höldum áfram að svara þeim.“

Óvelkomnar typpamyndir – Ég heyrði umræðu um daginn um efni bókarinnar. Finnst strákum virkilega töff að senda myndir af typpinu á sér og trúa þeir því að það virki ef þeir eru skotnir í einhverri stelpu? „Ég á svo erfitt með að trúa því, eftir alla þessa umræðu um óumbeðnar typpamyndir og hvað þær eru óvelkomnar, að þetta sé ennþá byggt á einhverjum misskilningi. Ég held að þetta sé frekar eitthvað stjórntæki og markaleysi hjá þessum ungu en oft líka fullorðnu mönnum sem eru að gera þetta. Ég held að við séum búin að gefa það nokkuð skýrt út að þetta sé ekki í lagi.“

– Þú ert búin að gefa það út að Instagram-reikningur Fávita sé kominn á endastöð. Þú sért búin að gera þitt. „Já, ég nenni ekki meiru í bili. Þetta er verkefni sem varð bara til, ekki af því að mig dreymdi um að verða fyrirlesari eða baráttukona gegn kynferðisofbeldi. Ég var að verða fyrir þessu sjálf á netinu og ég vildi gera eitthvað í því. Ég sá svo bara hvað þörfin var mikil eftir að ég fór að vinna í þessu. Í dag held ég að ég sé búin að segja það sem ég þarf að segja með fyrirlestrum mínum og með bókinni. Það er fullt af öðru fólki sem getur tekið við keflinu og haldið áfram að ræða þessa hluti en ég er komin með nóg í bili.“

Kaffærði tölvupóst menntamálaráðherra – Í framhaldi af baráttu þinni þá ertu skipuð formaður starfshóps af menntamálaráðherra til að fara að vinna að kynfræðslumálum fyrir grunn- og framhaldsskóla. „Ég fór í smá átak á samfélagsmiðlum. Inni á Fávita-Instagraminu var ég kominn með nokkuð stóran fylgjendahóp og þeir eru í dag yfir 30.000 manns. Ég vaknaði einn daginn og var komin með nóg af aðgerðarleysi varðandi þessi mál. Mér finnst ungt fólk vera búið að kalla eftir aukinni kynfræðslu í áratugi og ég vildi ná athygli stjórnmálamanna og fá þá til að hlusta á það sem almenningur var að biðja um. Ég hvatti fólk til að senda tölvupóst á menntamálaráðherra til að óska eftir aukinni kynfræðslu og útskýra hvers vegna. Ég held að ég hafi svolítið kaffært tölvupóstinn hennar Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Það var alls konar fólk úr öllum stéttum samfélagsins að senda henni póst og óska eftir meiri kynfræðslu. Þetta fór alls ekki framhjá Lilju. Í kjölfarið óskaði hún eftir fundi sem ég og Sigga Dögg, kynfræðingur,

– En þetta var gott skef hjá menntamálaráðherra að taka þessa ákvörðun. Það virkaði sem þú gerðir þó svo þú hafir kannski ekki beint verið að biðja um starfshóp. „Ég vildi eitthvað. Innan þingsins var nýlega samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni til næstu ára. Samkvæmt þeirri áætlun á námsefni fyrir grunnskóla að vera tilbúið árið 2023. Í grunnskóla í dag eru krakkar sem græða ekkert á því að námsefnið verði tilbúið eftir tvö ár. Við þurfum því að finna leiðir til að fræða núna. Það skiptir máli að þau fari ekki bara úr grunnskólanum sínum og hafi aldrei fengið kennslu um þessa hluti eða afskaplega litla.“

Vinnur að plötu – Að öðru hjá Sólborgu. Í hverju er hún að vinna þessa dagana? „Ég er tónlistarkona og er að vinna í plötu sem ég næ vonandi að gefa út fyrir sumarið. Það er markmiðið en það er minn stærsti draumur að gefa út plötu. Svo er ég í lögfræðinámi og hef verið að reyna það samhliða öllu þessu og vonandi get ég gefið mér aðeins meiri tíma í það núna – en mér þykir vænt um tónlistina og hún veitir mér gleði og eitthvað gott inn í líf mitt og ég hef meira gaman af að fást við hana en að fræða um kynferðisofbeldi.“

Nánar er rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur, mann ársins 2020 á Suðurnesjum, í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Þau fengu líka tilnefningar frá lesendum sem Suðurnesjamaður ársins 2020

Ingvar Eyfjörð

Auk Sólborgar Guðbrandsdóttur þá bárust Víkurfréttum einnig aðrar tilnefningar um Suðurnesjamann ársins 2020. Þau sem voru nefnd til leiks voru m.a. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona, Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, og hans teymi, Sigurjón Héðinsson, bakarameistari í Sigurjónsbakaríi, bakarafeðginin í Hérastubbi bakara í Grindavík, Vikar Sigurjónsson, líkamsræktarfrömuður, fyrir líkamsrækt á netinu, Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir fyrir baráttu eftir erfitt slys, verkefnið Frú Ragnheiður á Suðurnesjum og fólkið í framlínunni á Suðurnesjum í baráttunni við kórónuveiruna.

Sveindís Jane Jónsdóttir

Suðurnesjamaður ársins 2020 í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld

Ívar skoðar Háabjalla og Snorrastaðatjarnir 0 3 : 0 2 . L K G A D F I M MT U GV Á H R I N G B RA U T O

F.IS


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mikilvægt er að aðstoða atvinnuleitendur og leita leiða til þess að styrkja þá

„Við hvetjum þá sem eru án atvinnu að nýta tímann í að afla sér þekkingar, hlúi að sjálfum sér og kynni sér alla þá möguleika sem standa þeim til boða,“ segir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, ráðgjafi í atvinnumálum hjá VR. 2. Stöðumat Að skipta um starf eða starfsvettvang getur reynt á taugarnar, úthaldið og þolinmæðina. VR býður félagsmönnum upp á ráðgjöf varðandi stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og hvaða möguleikar eru í boði varðandi starfsleit sem og starfsmenntun. Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja ráðgjöf með starfsumsóknir og starfsleit til þess að senda tölvupóst á netfangið atvinnumal@vr.is og við förum yfir málin.

„Á Suðurnesjum er fjöldi atvinnulausra félagsmanna hátt í 500 manns. Þetta er mjög stór hópur sem mikilvægt er að aðstoða eftir bestu getu og leita leiða til þess að styrkja þá til að endurkoma þeirra á vinnumarkað verði skjót og ánægjuleg. Ég vil hvetja Suðurnesjamenn til þess að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf,“ segir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, ráðgjafi í atvinnumálum hjá VR. – Hvernig eruð þið að aðstoða félagsmenn VR í atvinnumálum? „VR býður upp á nýja þjónustu við félagsmenn sína sem standa á krossgötum á sínum starfsferli. Það er mikilvægt að nýta tímann og fá hagnýt ráð varðandi ráðningaferlið sem geta nýst strax. Vegna Covid-19-faraldursins höfum við veitt ráðgjöfina í gegnum fjar- og símafundi sem hefur gefið góða raun og auðveldað okkur að hitta félagsmenn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Hér er tæpt á því helsta sem boðið er upp á: 1. Skoðum gögnin Að vera með skýr, skilmerkileg og upplýsandi gögn getur oft gert gæfumuninn í starfsleit og er aðgöngumiði í atvinnuviðtal. VR býður upp á ráðgjöf varðandi ferilskrárgerð, LinkedIn prófíl, kynningarbréf o.fl. Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja aðstoð með útlit, uppsetningu og innihald gagna til þess að senda tölvupóst á netfangið atvinnumal@vr.is og við förum yfir málin.

Nathalía Druzin Halldórsdóttir.

Verslunarstjóri

Verslunarstjóri – Flügger litir Reykjanesbæ Flügger litir óskar eftir að ráða verslunarstjóra fyrir verslun sína í Reykjanesbæ. Við leitum að jákvæðum, ábyrgðafullum og kraftmiklum verslunarstjóra í fullt starf sem hefur gaman af mannlegum samskiptum.

117419

01/21

Helstu verkefni og ábyrgð • Sala og þjónusta við viðskiptavini • Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða verslunar • Framstilling á vörum og vörumeðhöndlun • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi. Iðnmenntun er kostur • Reynsla af verslunarstörfum/verslunarstjórnun og sölustörfum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, skipulagshæfni og drifkraftur • Tölvukunnátta nauðsynleg Allar nánari upplýsingar veita Vigfús Gunnar Gíslason (vigi@flugger.com) og Elín Ólafsdóttir (elino@flugger.com) í síma 567-4400. Sækja skal um starfið á alfred.is

óskast

3. Æfingaviðtal Að fara í atvinnuviðtal getur verið stressandi og margir upplifa sömu tilfinningu og að fara í próf. VR býður félagsmönnum upp á æfingaviðtal þar sem settar eru upp aðstæður líkt og um raunverulegt atvinnuviðtal sé að ræða. Í æfingaviðtalinu gefst félagmönnum tækifæri til þess að æfa sig og láta ljós sitt skína en fá jafnframt endurgjöf á viðtalið. Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja komast í æfingaviðtal að senda tölvupóst á netfangið atvinnumal@vr.is og við bókum viðtal.“ – Nú hafa margir félagar í VR starfað hjá fyrirtækjum eða aðilum sem tengjast ferðaþjónustu og margir með erlent ríkisfang. Hvernig er staðan hjá þessu fólki? „Það er þó nokkur fjöldi af erlendum félagsmönnum sem hefur nýtt sér þjónustu VR varðandi atvinnuleit og undirbúning og má segja að staða þeirra sé misjöfn, fer allt eftir fyrri reynslu og eins hversu lengi viðkomandi hefur búið og starfað hérlendis. Margir eru komnir vel á veg með að aðlagast samfélaginu hér, hafa náð tökum á tungumálinu og eru staðráðnir í því að setjast hér að og finna sér starf til frambúðar. Aðrir eru ekki að horfa til framtíðarbúsetu á landinu, hafa margir hverjir komið til landsins í tengslum við vaxandi ferðamannaiðnað og sinnt ýmsum störfum. Sá hópur er á ákveðnum krossgötum og ég finn að margir eru tvístígandi og uggandi um afkomu sína og íhuga jafnvel að flytja af landi brott. Við hvetjum alla til þess að bæta við sig þekkingu og nýta þau fjölmörgu námskeið sem standa til boða. Að læra tungumálið er mikil-

Páll Ketilsson pket@vf.is

vægt, sér í lagi ef þú vilt setjast að í landinu til frambúðar.“ – Hafiði verið að beina atvinnulausu fólki á aðrar brautir, t.d. í nám eða námskeið? „Við hvetjum alla okkar félagsmenn, hvort sem þeir eru í vinnu eða án atvinnu til þess að bæta við sig þekkingu og styrkja kunnáttu sína. Það er mikilvægt að þeir sem eru án atvinnu reyni að nýta tímann í að afla sér þekkingar, hlúi að sjálfum sér og kynni sér alla þá möguleika sem standa atvinnuleitendum til boða. Það að læra nýja hluti og huga að eigin heilsu er alltaf mikilvægt, hvort sem fólk er í vinnu eður ei, en þegar einstaklingur er án atvinnu í einhvern tíma þýðir það að fleiri klukkustundir eru lausar í sólarhringnum og því mikilvægt að nýta þær til góðra verka. Það að halda dampi, sækja námskeið eða lengra nám og sinna líkamlegri og andlegri heilsurækt skilar sér margfalt til baka, bæði meðan á því stendur sem og þegar viðkomandi einstaklingur fer aftur út á vinnumarkaðinn. Meira sjálfstraust, meiri ánægja með eigin afrek og fleiri verkfæri til þess að vinna með er mjög dýrmætur ávinningur. Það er mikið námsframboð, bæði hér á Íslandi sem og í gegnum erlenda aðila og hægt að komast yfir mikið efni, oft með ekki svo miklum tilkostnaði og stundum jafnvel ókeypis. Ekki má svo gleyma öllum fyrirlestrunum, fræðsluerindunum, hljóðvörpunum, bókunum o.s.frv. sem er aðgengilegt hverjum þeim sem sækist eftir því að viða að sér þekkingu. Félagsmenn VR geta nýtt sér réttindi sín í starfsmennta- og varasjóði og ættu allir að kanna stöðu sína þar með því einfaldlega að fara inn á Mínar síður á vr.is þar sem stöðu sjóðanna má sjá með mjög skýrum hætti. Ég hvet alla til þess að kynna sér sín réttindi. Eins hefur Vinnumálastofnun boðið upp á námsstyrk sem vert er að nýta sér. Nú nýverið var samþykkt frumvarp sem gerir atvinnuleitendum kleift að stunda nám í eina önn meðan þeir eru án atvinnu. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref og kemur sér mjög vel fyrir stóran hóp atvinnuleitenda.


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Vetrarvertíðin hafin Þá er vetrarvertíðin 2021 hafin og þó nokkur fjöldi af bátum hefur verið við veiðar utan við Sandgerði og líka nokkrir utan við Grindavík. Stóru línubátarnir í Grindavík hafa verið að koma til Grindavíkur með afla og er það ánægjulegt að vita að bátarnir landi í sinni heimahöfn. Páll Jónsson GK kom t.d. með 130 tonn í land til Grindavíkur sem fékkst í fjórar lagnir. Það eru um 168 þúsund krókar og ef það er reiknað niður í bala. Þann mælikvarða nota ég við alla línubáta til þess að sjá samanburð á milli báta en margir eru að veiða með balalínu og best að reikna alla í bala.

Miðað við 420 króka í bala þá eru þetta 400 balar og það gerir 325 kíló á bala, og það er nú ansi góð veiði. Páll Jónsson GK var við veiðar fyrir vestan. Hrafn GK kom til Grindavíkur með 33 tonn en hann var við veiðar utan við Grindavík. Trollbátarnir hafa ekki landað í heimahöfn, Sturla GK og Pálína Þórunn GK komu báðir með um 38 tonn til Ísafjarðar, og í næsta túr þá kom Pálína Þórunn GK til Sandgerðis með afla.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Langanes GK og Grímsnes GK eru áfram á ufsaveiðum við Suðurströndina og hefur Grímsnes GK landað 9,7 tonnum í einni löndun og Langanes GK 33 tonn í tveimur, þar af 18,4 tonnum í einni. Nokkuð margir netabátar eru á veiðum frá Sandgerði en þeir eru núna sjö bátarnir og á eftir að bætast

í þann hóp. Erling KE er kominn með 39 tonn í sex og mest 10,3 tonn, Maron GK 12,9 tonn í fjórum, Halldór Afi GK 4,1 tonn í tveimur og Sunna Líf GK 3,1 tonn í einni. Hinir bátarnir eru Hraunsvík GK sem byrjaði í Grindavík og kom þangað með 636 kíló í einni löndun, síðan færði báturinn sig til Sandgerðis, Guðrún GK sem kom með 3,5 tonn í einni löndun í fjórar trossur og Birna GK sem var í sinum fyrsta róðri á netum, kom báturinn með eitt tonn í þrjár trossur. Sá bátur er með nokkuð merkilega sögu og þá aðallega út af nafninu sem var á bátnum, því báturinn hét áður Íslandsbersi HF og var með því nafni í um 24 ár. Íslandsbersi á nefnilega tengingu við Keflavíkurhöfn en hvaðan kemur þetta nafn Íslandsbersi? Jú, Íslandsbersi var viðurnefni sem að Óskar Halldórsson hafði á sínum tíma. Óskar Halldórsson var útgerðarmaður og mikill framkvæmdamaður. Óskar fæddist árið 1893 og dó árið 1953. Hann kom til Siglufjarðar árið 1917 og hóf þar að bræða síld, byrjaði síðan árið 1919 að salta síld í miklu magni á Siglufirði. Hann var einn aðalhvatamaðurinn af því að stofna Síldarverksmiðjur Ríkisins en þær verksmiðjur voru með bræðslur víða um landið, t.d á Siglufirði, Reyðarfirði og Raufarhöfn. Óskar var mjög stórhuga og gerði sér lítið fyrir og keypti fjórtán risastór steinker sem höfðu verið notuð við innrásina í Normandí í júní árið 1944. Höfnin í Keflavík var eitt af þeim verkefnum sem Óskar tók sér fyrir hendur en hann lét gera hafskipa-

höfn við Vatnsnes árið 1934 og hluti af þessum kerjum sem hann keypti í Normandi árið 1944 enduðu sem bryggja í Keflavík. Lengsti bryggjuhlutinn af Keflavíkurhöfn er t.d. gerður að nokkur leyti úr þessum risakerjum sem Óskar keypti. Fleiri tengingar má finna við þetta nafn, t.d. var bátur gerður út frá Reykjavík í 33 ár og hét sá bátur Óskar Halldórsson RE 157. Þessi sami bátur endaði sögu sína í Sandgerði því að á árunum 2006 til 2009 réri báturinn frá Sandgerði og hét þá Óskar RE 157. Skipstjóri á honum þá var hinn mikli aflaskipstjóri Sævar Ólafsson frá Sandgerði og má nefna að vertíðina 2008 landaði báturinn 638 tonnum í 23 róðrum. Þannig að, já, þessi bátur Birna GK á sér ansi merkilega sögu og með þessum pistli fylgir með myndband sem tekið var fyrir nokkrum dögum síðan og sést meðal annars Birna GK koma til lands í Sandgerði bara nokkrum metrum á eftir öðrum netabáti.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

SVIÐSSTJÓRI UMHVERFISOG SKIPULAGSSVIÐS Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 1.330 íbúa. Sveitarfélagið Vogar er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins, en býður upp á

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi málaflokksins og gegnir jafnframt leiðandi hlutverki við stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í samráði við viðeigandi nefndir. Sviðsstjóri sinnir jafnframt hlutverki byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna. Framundan er mikil uppbygging, svo sem í tengslum við framkvæmdir við nýtt hverfi sem fullbyggt mun að minnsta kosti tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.

Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á stjórnun og starfsmannamálum sviðsins auk rekstri stofnana sviðsins • Skipulagsgerð og önnur verkefni er lúta að skipulagsmálum, lóðum og lendum • Fjárhagsáætlunargerð og gerð framkvæmdaáætlana • Ábyrgð á rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins og verklegum framkvæmdum þeim tengdum • Umsjón með umhverfismálum, náttúruvernd, fegrun bæjarins og umhirðu, opnum svæðum, sorphirðu og sorpeyðingu, fráveitu og vatnsveitu og starfsemi þjónustumiðstöðvar • Yfirumsjón með umferðar- og samgöngumálum og ábyrgð á viðhaldi gatna og stíga, lýsingum, snjómokstri, hálkueyðingu og samskiptum við Vegagerðina • Skráning fasteigna og eftirlit með byggingaframkvæmdum • Undirbúningur funda sem tilheyra málaflokknum og ábyrgð á eftirfylgni mála • Stefnumótun, samhæfing og samþætting ásamt mati á verkefnum og þjónustu

Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Viðkomandi þarf að uppfylla menntunar- og hæfnikröfur samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 • Þekking og reynsla af stefnumótun í málaflokknum er kostur • Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun er æskileg • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bretar áhugasamir um græna orku á Reykjanesi Á dögunum birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fjallað er um græna orku á Íslandi. Fyrirtæki á Reykjanesi koma sérstaklega mikið við sögu í umfjölluninni þar sem m.a. er fjallað um endurnýtanlega orku, fiskeldi, og hátækni gróðurhús. Fjallað er um Carbon Recycling í Svartsengi þar sem metanól er framleitt með endurvinnslu

á koltrísýringsútblæstri og raforku. Nær Grindavík er gróðurhús Bioeffect þar sem vísindamenn hafa þróað prótín úr byggi. Þannig hafa orðið til húðvörur í hæsta gæðaflokki sem seldar eru um allan heim. Allt saman keyrt á grænni orku úr nágrenninu. Fiskeldi Matorku við Grindavík er einnig meðal efnis í greininni en jarðhiti frá Reykjanesi er nýttur

Markmiðið að auka við menningarflóruna í Grindavík með nýju hlaðvarpi Í lok síðasta árs fór Rödd unga fólksins af stað með nýtt hlaðvarp, fyrsti þátturinn fór í loftið í desember en áður hafði birst kynningarþáttur. Þættirnir eru aðgengilegir bæði á Apple Podcast og ­Spotify. Inga Fanney Rúnarsdóttir er einn umsjónarmanna þáttarins og formaður Raddar unga fólksins. Hlaðvarp eða Podcast hefur í auknum mæli verið að ryðja sér til rúms enda tækjabúnaður ekki ýkja mikill sem þarf til; tölva, hljóðnemi og nettenging. „Markmið hlaðvarps unga fólksins er að auka við menningarflóruna í Grindavík. Ég, ásamt Sigríði Etnu, Bjarna Þórarni og Karín Ólu erum með yfirumsjón yfir hlaðvarpinu. Við ætlum að fá til okkar Grindvíkinga, unga sem aldna, í létt spjall um heima og geima. Hlaðvarpið ætti að gefa Grindvíkingum góða innsýn inn í líf viðmælanda og stefnan er á að gefa út þátt á ca. þriggja vikna fresti,“ segir Inga Fanney á vef Grindavíkurbæjar. Inga Fanney segir hlaðvörp góða leið til heimildarsöfnunar fólks þar sem miklar upplýsingar koma fram á stuttum tíma. „Rödd unga fólksins hvetur alla, og þá sérstaklega Grindvíkinga, til að hlusta. Ef fólk er með hugmyndir af skemmtilegum viðmælendum þá má alltaf hafa samband við okkur,“ segir Inga Fanney að lokum.

Frá vettvangi óhappsins á Seltjórn á mánudaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi

Fis fór niður um ótraustan ís á Seltjörn Flugmaður fisvélar komst að sjálfsdáðum og ómeiddur í land eftir að hafa farið niður um ótraustan ís á Seltjörn á mánudaginn. Maðurinn hafði verið að æfa snertilendingar á ísnum þegar óhappið varð. Sjúkrabíll og tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir til ásamt lögreglu. Aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesjum var fljótlega afturkölluð en lögregla rannsakaði vettvang og notaðist m.a. við öflugan dróna til að mynda svæðið.

við starfsemina. Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú ræktar örþörunga sem nýttir eru í fæðubótarefni. Í umfjöllun breska blaðsins er ítarlega greint frá framleiðsluferlinu sem er einkar áhugavert. Hið einstaka Bláa lón er að sjálfsögðu nefnt til sögunnar enda brautryðjandi í grænni ferðamennsku á heimsvísu, segir á visitreykjanes.is

Lögregla á vettvangi.

Tíu milljónir í hleðslustöðvar í Grindavík Orkusjóður hefur samþykkt að veita tíu milljónum króna til uppbyggingar hleðslustöðva í Grindavík og drög að samningi voru lögð fyrir bæjarráð Grindavíkur á dögunum. Bæjarráð samþykkti samninginn og hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Fisið í vökinni á Seltjörn.

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Þrjú forgangs­ atriði í menningarstefnu Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur hefur unnið að endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar frá því í apríl 2019. Nefndin stóð m.a. fyrir opnum fundi með íbúum, opinni könnun á vef sveitarfélagsins auk þess sem drög að stefnunni voru kynnt íbúum þar sem þeim gafst kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Nefndin telur að forgangsatriði í framkvæmd stefnunnar til ársins 2024 ættu að vera: 1. Börnum og unglingum standi til boða að nýta og þróa hæfileika sína á sviði lista og menningar. 2. Kvikan verði menningarhús Grindvíkinga með rúmgóðum fjölnotasal. 3. Viðburðum á vegum Grindavíkurbæjar verði dreift yfir árið. Frístunda- og menningarnefnd hefur vísað stefnunni til afgreiðslu í bæjarráði Grindavíkur.

Fagna menningarstefnu Grindavíkur Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar fagnar því að menningarstefna Grindavíkurbæjar líti dagsins ljós og að tónlistarskóli verði í boði fyrir nemendur á öllum aldri og að kostnaður grunnskólabarna verði sambærilegur við íþróttaæfingar. Þetta kemur fram í fundargögnum frá síðasta fundi nefndarinnar sem var haldinn 7. janúar síðastliðinn en unnið hefur verið að endurskoðun á menningarstefnu Grindavíkurbæjar. Í umsögn nefndarinnar kemur fram að fræðslunefnd telur að bókasafnið og starfsemi þess sé ekki nægilega sýnilegt í stefnunni og möguleikar þess í aðkomu menningu séu ekki fullnýttir.

Lumar þú á frétt úr Grindavík? Þú getur sent okkur línu á vf@vf.is

Útveggir viðbyggingar Hópsskóla rísa Sem stendur er nú unnið að því að byggja áfanga 2 við Hópsskóla í Grindavík en um er að ræða 1.100 m2 byggingu á einni hæð auk þess verður kjallari undir hluta byggingar. Það er Grindin ehf. sem sér um framkvæmdina. Í viðbyggingu verða m.a. fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum stofum fyrir textílmennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði. Viðbyggingin mun tengjast núverandi skóla að austanverðu og byggjast til suðurs, í átt að Hópinu. Gert er ráð fyrir að taka áfangann í notkun í byrjun árs 2022, segir á vef Grindavíkurbæjar. Myndin var tekin á mánudag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Heimasíðan Grindavíkurbæ ekki til framdráttar Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar ræddi um framsetningu upplýsinga um fræðslumál á heimasíðu Grindavíkurbæjar á síðasta fundi sínum, sem fræðslunefnd telur mjög ábótavant. „Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ljúka við vinnuna sem var sett í gang fyrir nokkrum árum í hönnun og framsetningu. Ljóst er að erfitt er að finna upplýsingar á síðunni, það eru tómir tenglar þar, gamlar upplýsingar og ekki notendavænt umhverfi fyrir stjórnendur. Heimasíðan er Grindavíkurbæ ekki til framdráttar eins og hún er í dag,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar frá 7. janúar síðastliðnum. Skjáskot af vef Grindavíkurbæjar.

TG Raf ehf. viðheldur gatnalýsingu Grindavíkurbær hefur gert þjónustusamning við TG Raf ehf. í Grindavík um viðhald gatnalýsingar í Grindavík og led-væðingu. Niðurstöður opins útboðs vegna viðhalds og led-væðingar gatnalýsingar liggja fyrir. TG Raf ehf. voru lægstbjóðandi en tilboð þeirra var 34.859.188 kr. sem er 78,28% af kostnaðaráætlun. Samningur við TG Raf lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs en sviðsstjóri skipulagsog umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.

Varaaflsstöð tengd íþróttamiðstöð Grindavíkur

Íþróttamiðstöðin í Grindavík verður tengd varaaflsstöð. VF-mynd: Hilmar Bragi

Grindavíkurbær hefur fjárfest í varaaflsstöð og vinna er í gangi við að setja hana upp til að keyra íþróttamiðstöðina á varaafli. Hugmynd er einnig um að tengja varaaflstöðina við spennistöð nærri íþróttamiðstöðinni þannig að hún gæti líka keyrt Víkurbraut 62 þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til húsa ásamt mögulega fleiri mannvirkjum. Fjöldarhjálparstöð í Grindavík hefur verið staðsett í Hópsskóla en er nú í íþróttamiðstöð, þó verður Hópsskóli áfram tiltækur ef skipta þarf upp hópum, segir í gögnum frá fundi almannavarnanefnd Grindavíkur.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjölmennasti fjarnámshópur Háskólabrúar Keilis Ásókn í fjarnám Háskólabrúar heldur áfram að aukast og hefja í janúar um eitt hundrað nýnemar nám við skólann sem eru umtalsvert fleiri en á sama tíma í fyrra. Bætast þeir við núverandi nemendahóp Háskólabrúar sem hóf nám síðastliðið haust en það var metár í umsóknum. Aldrei hafa því jafnmargir einstaklingar lagt stund á frumgreinanám innan Keilis en í ársbyrjun 2021. Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Tekið er við nýnemum í fjarnám

tvisvar árlega (í janúar og ágúst), bæði með og án vinnu, og einu sinni á ári í staðnám Háskólabrúar (í ágúst). Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir taka mið af þörfum fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Samkvæmt nýlegri eftirfylgnikönnun Keilis til útskrifaðra nemenda hefur mikill meirihluti nemenda Háskólabrúar hafið háskólanám og telja sig hafa fengið góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi að aðfaranámi loknu.

Yfir tvö þúsund einstaklingar hafa lokið Háskólabrú Keilis frá fyrstu brautskráningunni árið 2008.

SVART OG SYKURLAUST Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

HELGI SVEINBJÖRNSSON Smáratúni 44, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/helgisveinbjornsson Sveinbjörn Helgason Riina Elisabet Kaunio Þorbergur Grétar Helgason Anna Bryndís Óskarsdóttir Sæþór Helgason Sólveig Harpa Helgadóttir Skúli Helgason Tatiana Matejová Andri Helgason Kristjana Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar - Á sjó Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip. Sýninginn var áður sett upp í stuttan tíma, ágúst árið 2020, því sáu færri Á sjó, en vildu hafa í Reykjanesbæ. Sýningastjóri, Á sjó, er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur, sem nú starfar hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hefðbundin sýningaropnun, en Á sjó opnar fyrir almenna sýningu miðvikudaginn 13. janúar og stendur til 9. febrúar 2021.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Skrifstofa fjármála – Rekstrarfulltrúi Velferðarsvið - Liðveisla Almenn umsókn - Reykjanesbær Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Margrét hvarf

Umræður á rafrænum bæjarstjórnarfundi 5. janúar urðu mjög líflegar þar sem Margrétarnar Sanders og Þórarinsdóttir fóru nokkuð mikinn. Margrét Sanders afneitaði þar m.a. bæjarstjóranum en í miðri ræðu Margrétar Þórarinsdóttur, þar sem hún var að fjalla um ummæli bæjarstjórans, slitnaði sambandið og hún komst ekki aftur í samband við fundinn fyrr en nokkru síðar. Þegar þetta gerðist „í beinni“ og ljóst að Margrét var dottin úr netsambandi sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar og fundarstjóri: „Hvað varð um bæjarfulltrúann? Forseti bæjarstjórnar frestaði umræðum um þetta mál en þegar Margrét komst í ræðustól aftur sagðist hún ekki hafa meira um málið að segja. Skemmst

er frá því að segja að ummæli Margrétar Þórarinsdóttur á bæjarstjórnarfundi í desember urðu landsfræg en þá sagði hún á miðjum rafrænum bæjarstjórnarfundi svo allir heyrðu: „Krakkar – mig vantar hleðslutæki strax!“ Því er spurn? Hvernig stóð á því að bæjarfulltrúi Miðflokksins komst ekki í áramótaskaupið?

Nú er ekki sama uppi á teningnum og óhætt að segja að andrúmsloftið á undanförnu rafrænu bæjarstjórnarfundunum hafi verið rafmagnað. Nú er aðeins eitt ár í það að bæjarpólitíkin fari að hreyfast meira enda kosningar áætlaðar vorið 2022. Hvað gerist þá?

Rafmagnað andrúmsloft

Meira um pólitíkina. VF heyrði nýlega frá sitjandi þingmönnum í Suðurkjördæmi og flestir eru að bjóða sig fram að nýju. Einn þeirra sem er að velta þingframboði fyrir sér er Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Vitað er að Viðreisn hefur áhuga á að hann leiði lista þeirra í kjördæminu. Bubbi mun vera að íhuga málið.

Það er óhætt að segja að það hafi ekki ríkt eins góður andi á bæjarstjórnarfundum í Reykjanesbæ að undanförnu eins og var kjörtímabilinu 2014–2018. Þá var snerist allt um að koma fjárhag Reykjanesbæjar í rétt horf og þá voru sjálfstæðismenn miklu þægari enda þeir sem fengu skammirnar fyrir að koma bæjarfélaginu í slæma fjárhagsstöðu.

Guðbrandur á þing

Lífsvenjur og bláu svæðin Eflaust hafa margir komið sér upp ákveðnum lífsreglum í lífinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þessar reglur hafa haldið sér í gegnum ár og áratugi meðan aðrar hafa stoppað stutt við og lognast út af. Í byrjun árs er ágætis tími til að fara yfir helstu lífsreglur, festa góðar reglur enn betur í sessi en ýta öðrum út sem hafa lítinn sem engan tilgang eins og reykingar eða kyrrsetu lífsstíll. Margir hafa séð þætti Helgu Arnardóttur, Lifum lengur, sem fjallar um bláu svæðin (Blue Zones). Bláu svæðin eru Loma Linda í Kanada, Nicoya Peninsula í Kosta Ríka, Sardinía á Ítalíu, Ikaria við strendur Grikklands og á eyjunni Okinawa við Japan. Á þessum svæðum býr fólk við meira langlífi en gengur og gerist á öðrum stöðum í heiminum og margir íbúar verða yfir 100 ára gamlir. Sérfræðingar og almenningur velta þess vegna fyrir sér: Hver getur verið lykillinn að langlífi? Það sem er sameiginlegt með fólki sem býr á bláu svæðunum eru sérstaklega sex lífsstílseinkenni. Þessi eftirfarandi einkenni virðast stuðla að langlífi þeirra: • Fjölskyldan er sett í fyrsta sæti • Lítið er um reykingar • Meirihluti matar sem er neyttur er fenginn úr plönturíkinu • Stöðug dagleg hreyfing er óaðskiljanlegur hluti af daglegu lífi • Almenn félagsleg þátttaka fólks í samfélaginu er mikil • Belgjurtir eru mikið notaðar í matargerð Það er ekkert eitt atriði sem hentar öllum varðandi mataræðið. Leyndarmálið er að borða úrval af fersku og litríku fæði sem unnið er úr plönturíkinu, eins og ávexti, grænmeti, baunir og fleira. Hópar sem lifa að mestu á plöntufæði eru heilbrigðastir og lifa einna lengst. Íbúar á bláu

svæðunum verja miklum tíma undir beru lofti. Þeir ganga og njóta fersks lofts og birtu allan daginn. Hreyfing er mjög áberandi á bláu svæðunum þar sem íbúar hreyfa sig mikið utandyra. Hreyfingin er þeim eins náttúruleg eins og borða eða sofa. Það sama á við um svefninn. Þau leggja mikla áherslu á að fá góðan svefn og taka jafnvel miðdegislúr. Fólk sem býr á þessum svæðum er meðvitað um ákveðinn tilgang með lífinu. Þau læra frá unga aldri að setja sér markmið, sýna ákveðni og temja sér þakklæti. Öll bláu svæðin hafa sterkar samfélagslegar fjölskylduhefðir sem eru leiðandi í gegnum allt þeirra líf. Góð vináttu- og fjölskyldusambönd hafa góð áhrif á heilsu þeirra og hamingju. Þetta er einn sá þáttur sem þau setja í forgang. Á bláu svæðunum er borin virðing fyrir þeim sem eldri eru. Þau taka þátt í samfélaginu og hafa hlutverk sem skipta máli þar sem reynsla þeirra miðlast til yngri kynslóða. Ákveðið viðhorf er ríkjandi á svæðunum og má nefna seiglu, jafnaðargeð, þolinmæði og kímni. Í því umhverfi sem við lifum í dag er bæði æskilegt og hollt að velta þessum þáttum fyrir sér, mynda okkur skoðun um lífsstíl sem æskilegt væri að fylgja eftir eða styrkja þann lífsstíl enn frekar sem við þegar búum við. Ef til vill inniheldur þinn lífsstíll eitthvað af þessum atriðum. Ef svo er þá getur verið gott að festa þessi atriði enn betur í sessi samhliða því að finna ákveðinn tilgang með tilveru þinni. Hugmynd okkar með heilsueflingu eldri aldurshópa sem og yngri er að styrkja þá enn frekar í sínu jákvæða lífsstílsferli og efla einstaklinginn og hvetja til enn frekari dáða. Janus Guðlaugsson, PhD-íþróttaog heilsufræðingur

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

„Þakklát þeim sem hafa staðið þétt við bakið á okkur“ – segir Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Hún hefur upplifað síðasta árið sem stórfurðulegt en er full tilhlökkunar yfir því að körfuboltinn sé að fara af stað aftur. – Og eru þeir allir klárir? „Já, allir nema Maciek [Baginski]. Hann er meiddur – svo er drengurinn líka að fara að eignast barn þannig að hann þarf að fara í sóttkví.“

Er í fleiri stórum verkefnum

– Þetta hefur verið ótrúlegt ár, hvernig hefur þú sjálf upplifað það? „Stórfurðulegt ár og einkennilegt,“ segir Kristín aðspurð um hvernig hún hafi upplifað síðasta ár. „Stórfurðulegt en hefur farið ágætlega í mig og alla í kringum mig. Það eru kostir í öllu líka, það má ekki einblína á það neikvæða – ég er svolítil Pollý­ anna í mér. Það eru líka litlu, góðu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Hraðinn hefur minnkað hjá manni, sem er kannski af hinu góða líka. Auðvitað hefur þetta farið illa með marga, fólk sem hefur misst vinnu og annað, og maður hugsar til þeirra sem hafa misst lífsviðurværi sitt og nákomna.“ Nú þegar íslenski körfuboltinn er loksins að fara aftur af stað segir Kristín tilhlökkunina vera mikla hjá öllum sem koma að starfi körfunnar í Njarðvík. „Við sprungum bara út á

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

föstudaginn, það fór bara allt á fullt og þvílík tilhlökkun. Maður biður ekki um meira en að leikirnir séu settir af stað, hitt verður bara að bíða og maður sættir sig við það eins og allir aðrir. Tilhlökkunin er sérstaklega mikil hjá leikmönnum og þjálfurum, þetta er búið að vera ótrúlega krefjandi tímabil – á okkur í stjórninni líka, að þurfa að halda tempóinu gangandi og fjárhagnum í lagi, það er auðvitað engin innkoma. Þetta hefur tekið á, maður er að vinna í leiðinlegasta hlutanum í tíu mánuði án þess að nokkuð jákvætt komi á móti. Samt sem áður hefur þetta gengið vel, ég er með frábært fólk með mér í stjórn. Fólk sem er alltaf tilbúið að leggja erfiði á sig og

Jólamyndin í ár. Kristín og strákarnir hennar, Teitur og Jökull.

svo erum við með ótrúleg fyrirtæki á bak við okkur. Við erum þvílíkt auðmjúk yfir því hvað þau hafa staðið þétt við bakið á okkur í svona langan tíma án þess að neitt sé að gerast. Mörg þessara fyrirtækja eru engin stórfyrirtæki, þetta eru fjölskyldufyrirtæki sem eru að leggja til samfélagsins. Maður tekur bara hattinn ofan fyrir þeim. Þetta er búinn að vera þungur róður en við lítum bara björtum augum á framtíðina.“

– Eru þeir komnir úr sóttkví og klárir í slaginn? „Nei, við erum mjög ábyrg með fjárhaginn og það allt saman – þannig að við ákváðum að bjóða leikmönnum ekki upp á að koma hingað í óvissuna. Þeim var bara gefið grænt ljós um leið við sáum fram á að það yrði spilað.“

Kristín hefur í nógu að snúast fyrir utan körfuboltann. Hún er meðal eigenda í fyrirtækinu Hólsfjalli sem rak gistiheimili á Ásbrú en er núna að fara að reisa fjölbýlishús við Hafnargötu 12. „Við höfum verið að vinna í þessu síðustu tvö ár, keyptum Hafnargötu 12 og fengum Jón Stefán Einarsson hjá JeES arkitektum og verkfræðistofuna RISS til að teikna fyrir okkur. Við höfum verið á fullu að vinna í þessu verkefni, núna erum við búin að fá öll tilskilin leyfi og erum í startholunum til að fara að byggja þar íbúðir. Vonandi byrjum við á næstu vikum. Við ætluðum af stað um það leyti sem WOW fór á hliðina svo þá ákváðum við að halda að okkur höndum. Núna er mikil þörf á litlum íbúðum, hagstæðum en samt gerlegum og flottum. Þetta er á besta stað í Keflavík og eitthvað sem bærinn er líka búinn að vera að vinna í, þ.e. að gera miðbæinn meira aðlaðandi. Það verður aldrei neinn lifandi miðbær nema fólk búi þar. Þegar fólk býr á svona stað þarf það í rauninni ekki einu sinni að vera á bíl. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum og líka fólk sem vill minnka við sig, það er nóg af þeim á Suðurnesjum,“ segir Kristín full af eldmóði að lokum.

Hlutirnir látnir ganga upp Kristín segir að allir hafi unnið sem einn til að láta hlutina ganga upp, leikmenn, þjálfarar og aðrir sem að deildinni koma. Erlendir leikmenn liðsins óskuðu eftir því fyrir áramót að fá að fara til sinna heima þar sem þeir gætu verið með fjölskyldum sínum. „Þeir voru að veslast upp, voru bara korter í þunglyndi. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir erlenda atvinnumenn sem eru hvorki í vinnu eða skóla, þeir hýrðust bara inn á herbergi í Playstation. Gátu ekki farið á æfingu eða neitt. Þeir báðust bara aflausnar sem við skildum auðvitað fullkomlega.“

Vikuferð austur á firði með æskuvinkonu.

– Þið eruð komin með nýja leikmenn. „Já og við bíðum bara spennt eftir að fá þá á parketið til okkar. Það er tilhlökkun í því.“

Kristín er á fullu í hestunum og segi að fátt toppi góða hestaferð. Á myndinni til hægri má sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn sem verður tekinn á hús fljótlega.


sport

Miðvikudagur 13. janúar 2021 // 2. tbl. // 42. árg.

SIGTRYGGUR ARNAR

Karfan (loksins) af stað Mikillar tilhlökkunar gætir hjá körfuboltaáhugafólki enda hefst keppni í efstu deildum að nýju í þessari viku. Ekki hefur verið leikið síðan í byrjun október vegna kórónuveirunnar og má búast við þéttri leikjadagskrá og miklu álagi á leikmenn liðanna ef deildirnar eiga að ná að klárast fyrir sumar. Engir áhorfendur verða leyfðir leikjunum enn sem komið er en vonandi er það versta yfirstaðið og Covid-19 fari nú að missa tökin sem það hefur haft á samfélagið svo lífið geti fallið í eðlilegar skorður. Í Domino’s-deild karla hafa Keflavík og Njarðvík haldið toppsætunum í þrjá mánuði og Grindvíkingar því fjórða (liðin hafa aðeins

farinn frá Grindvíkingum Úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur á síðasta tímabili. leikið einn leik hvert) en í Domino’sdeild kvenna er Keflavík í fjórða sæti á meðan Grindavík og Njarðvík sitja í þriðja og fjórða sæti 1. deildar. Fyrsti leikur Suðurnesjaliðanna eftir hlé verður útileikur Keflavíkur gegn Breiðabliki í Domino’s-deild kvenna og fer hann fram 13. janúar kl. 19:15. Njarðvíkingar eiga fyrsta heimaleikinn í Domino’s-deild karla sem fer fram í Njarðtaksgryfjunni 14. janúar kl. 19:15, þá taka Grindvíkingar á móti Þór Akureyri og Keflvíkingar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn föstudaginn 15. janúar. Á laugardag leika Grindvíkingar gegn Vestra í 1. deild kvenna og Njarðvíkurstúlkur taka á móti Stjörnunni heima þann 19. janúar.

Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Domino’s-deild karla á tímabilinu. Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni. eða næstefstu deild. Brotthvarf Sigryggs Arnars er liðinu mikil blóðtaka. Hann var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum Grindvíkinga frá því að hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með

Mynd af umfg.is

gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur þakkar Arnari kærlega fyrir tíma sinn hjá félaginu og óskar honum alls hins besta í atvinnumennsku á Spáni. Leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi er nú þegar hafin.

Jón Axel og Skyliners á uppleið í Þýskalandi Jón Axel Guðmundsson og lið hans, Fraport Skyliners, unnu góðan sigur á Gottingen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi um helgina, 81:63. Eftir að hafa verið sex stigum undir eftir fyrsta leikhluta tóku Skyliners við sér og sigldu einkar öruggum sigri í höfn. Skyliners eftir leikinn komnir í áttunda sæti deildarinnar en þegar að deildarkeppninni lýkur í vor fara efstu átta í úrslitakeppnina. Jón Axel var líkt og svo oft í vetur með þeim framlagshæstu í liði Skyliners. Á rúmum 25 mínútum spiluðum skilaði hann ellefu stigum, þremur fráköstum og fjórum stoðsendingum.

Elvar Már leiddi Siauliai í sigri á Neptunas Elvar Már Friðriksson og Siauliai unnu Neptunas í litáísku LKLdeildinni, 88:94. Sigurinn var sá þriðji hjá Elvari og félögum í vetur en liðið hefur tapað níu leikjum. Elvar Már var framlagshæsti leikmaður Siauliai og á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hann ellefu stigum, þremur fráköstum, ellefu stoðsendingum og stal boltanum fjórum sinnum.

Daníel Leó og félagar áfram í FA-bikarnum Endurskoðun deiliskipulags iðnaðar- og orkusvæðis á Reykjanesi Grindavíkurbær og Reykjanesbær auglýsa hér með sameiginlega skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi iðnaðarog orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi, skv.1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Viðfangsefni endurskoðunar deiliskipulagsins eru skipulagsskilmálar um umfang og fyrirkomulag mannvirkja, orkuvinnslu og atvinnustarfsemi, verndarsvæði, minjar og tækifæri fyrir ferðaþjónustu og útivist. Deiliskipulagssvæðinu verður skipt í tvo hluta við sveitarfélagsmörk Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæja. Skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: grindavik.is/skipulag og reykjanesbaer.is/skipulag.

Daníel Leó Grétarsson átti endurkomu í byrjunarlið Blackpool þegar liðið mætti úrvalsdeildarliði West Bromwich Albion í FA-bikarnum á Englandi um síðustu helgi. Blackpool sem leikur í D-deild enska boltans sýndi sínar bestu hliðar og að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn, 2:2. Því var farið í framlengingu þar sem ekkert mark var skorað en að lokum fagnaði lið Grindvíkingsins sigri eftir vítaspyrnukeppni. Daníel Leó átti fínan leik í vörninni og lék í 90 mínútur en var skipt út af fyrir framlenginguna. Með sigrinum er Blackpook komið í fjórðu umferð bikarsins og mætir úrvalsdeildarliði Brighton þann 23. janúar.

Jón Ólafur tekur við kvennaliði Grindavíkur

Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega og má skila þeim til: Grindavíkurbæjar, b.t. Atla Geirs Júlíussonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða í tölvupósti á atligeir@grindavik.is. Reykjanesbæjar, b.t. Gunnars Kristins Ottóssonar, skipulagsfulltrúa, Ráðhúsi Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða í tölvupósti á gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Athugasemdafrestur lýsingar er til og með 31. janúar 2021. www. reykjanesbaer.is

www.grindavik.is

Petra Rós Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, og Jón Ólafur, nýráðinn þjálfari. Mynd: UMFG Jón Ólafur Daníelsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Grindavík í knattspyrnu og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni á næsta keppnistímabili. Jón Ólafur tekur við þjálfun liðsins af Ray Anthony Jónssyni sem lét af störfum sem þjálfari liðsins í vetur. Grindavík fangaði sigri í 2. deild kvenna í haust og leikur því í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Jón Óli starfaði hjá félaginu um miðjan síðasta áratug og náði frábærum árangri hjá yngri flokkum félagsins. Hann er þrautreyndur þjálfari og kemur frá Vestmannaeyjum þar sem hann hefur komið að þjálfun flestra flokka, allt frá yngri flokka þjálfun og upp í þjálfun meistaraflokka félagsins hjá báðum kynjum. „Við erum afar glöð með að hafa tryggt okkur þjónustu Jóns Óla við þjálfun meistaraflokksins á tímabilinu sem er framundan,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík. „Við erum að fá mjög hæfan þjálfara til starfa sem þekkir félagið mjög vel og hefur náð frábærum árangri á sínum ferli. Hann fær ungan en spennandi leikmannahóp í hendurnar og við erum þess fullviss um að hann geti gert okkar leikmenn enn betri. Við förum með tilhlökkun inn í nýtt ár og við teljum að ráðning Jóns Óla sé til marks um þann metnað sem við viljum sýna í kvennaknattspyrnunni í Grindavík.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Daníel Arnar íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ Taekwondo-kappinn Daníel Arnar Ragnarsson var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2020 en afhendingin fór fram í ráðhúsi bæjarins 7. janúar. Fjórir aðrir íþróttamenn voru tilnefndir. Daníel byrjaði árið af krafti og vann til silfurverðlauna á RIG International Games í þungavigt karla í bardaga. Þá vann hann til silfurverðlauna í bikarmóti í bardaga og bronsverð-

Hlynur Jóhannsson, golf.

launa í tækni. Daníel er í A-landsliðinu í bardaga og hefur verið það síðustu árin, hann er iðulega valinn á stórmót af landsliðsþjálfurum en Daníel hefur farið í gegnum öll landslið og afrekshópa Taekwondosambands Íslands. Hann hefur kept á og unnið til verðlauna í öllum aldursflokkum frá ungmenna, unglinga og nú fullorðinna. Daníel keppir á öllu mótum sem eru haldin á íslandi ásamt því að hjálpa til við útbreiðslu íþróttarinnar, t.d. með dómgæslu og þjálfun. Þeir sem tilnefndir voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur árið 2020: Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna. Magnús Sverrir Þorsteinsson, knattspyrna. Hlynur Jóhannsson, golf. Guðmundur Marinó Jónsson, knattspyrna.

Hlynur Jóhannsson, golf.

Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna.

Magnús Sverrir Þorsteinsson, knattspyrna.

Guðmundur Marinó Jónsson, knattspyrna.

Daníel Arnar Ragnarsson, íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2020.

Gullý fær viðurkenningu fyrir störf að íþróttamálum Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut viðurkenningur íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum og fór afhending viðurkenningarinnar fram á sama tíma og íþróttamaður Suðurnesjabæjar.

Tilnefningin frá knattspyrnufélaginu Víði hljóðar svo: „Í gegnum tíðina hefur Gullý unnið slitlaust fyrir knattspyrnufélagið Víði. Hún hefur verið viðloðinn félagið frá barnsaldri, með föður sínum og fjölskyldu sem sinntu hinum ýmsu störfum. Gullý hefur sinnt hinum ýmsum störfum fyrir félagið. Hún var gjaldkeri og síðar formaður Víðis sem hún skilaði vel af sér og hélt vel utan um það sem er umtalað í knattspyrnuhreyfingunni og á fundum ÍS. Gullý hefur gegnt lykilhlutverki í fjáröflunum og skemmtunum félagsins og má nefna stærsta þorrablót á Suðurnesjum sem haldin er af Björgunarsveitinni Ægi í Garði og knattspyrnufélaginu Víði, skipulagningu og framkvæmd Sólseturshátíðarinnar í Garði, kótilettukvöld, herra- og konukvöld Víðis ásamt því að vera liðleg að hjálpa til við fjáraflanir yngri flokkanna og meistaraflokks Víðis. Gullý hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnufélagið Víði í mörg ár og er enn í dag ekki langt undan. Henni ber að þakka góð störf sem hafa sannalega skilað sér til samfélagsins, lyft og þjappað íbúum bæjarins saman.“

Guðlaug Helga Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Hvatagreiðslur hækka

og Reykjanesbær tekur upp nýtt fyrirkomulag við útgreiðslu hvatagreiðslna! Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hvatagreiðslur fyrir foreldra barna á aldrinum 6 til 18 ára séu kr. 40.000,- frá 1. janúar 2021 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi. Úthlutun hvatagreiðslna fer alfarið fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi (Nóri, Sportabler o.s.frv.). Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að bíða með að ganga frá greiðslu ef að félagið/deildin er ekki búin að tengjast Hvatakerfi Reykjanesbæjar.

Það mun vafalaust taka einhvern tíma að innleiða nýtt verklag og við viljum þar af leiðandi biðja foreldra um að sýna biðlund á meðan innleiðing á sér stað. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Þegar nýskráningar hefjast (yfirleitt á haustin) er hægt að ráðstafa hvatagreiðslunni. Þegar það er gert er mikilvægt að haka í reitinn „Nota hvatapeninga“ ef foreldrar kjósa það. Þá dregst upphæðin frá æfingagjaldinu.

Ef iðkandi er að nýskrá sig í íþrótt þar sem æfingatímabilið er hálfnað eða langt liðið þá þarf viðkomandi að senda póst á hjordis@ keflavik.is, fotbolti@umfn.is og/eða hvatagreidslur@reykjanesbaer.is til þess að fá aðstoð við skráningu

Hvatagreiðslur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta/ tómstundafélaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og gert er í dag. Þegar foreldri skráir barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þá þarf að skráningin að fara fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfið (Nóri, Sportabler o.fl.) Þegar skráning fer fram í gegnum t.d. Nóra er foreldrum boðið upp á að nýta hvatagreiðslur og geta því með auðveldu móti ráðstafað greiðslunni sjálfir. Ef foreldrar ákveða að nýta allan styrkinn þá lækka gjöld iðkenda strax um 40.000 krónur og hægt er að greiða eftirstöðvar með eingreiðslu eða með greiðsludreifingu.

Hvatagreiðslur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi. Allar fyrirspurning tengdar hvatagreiðslum skal senda á netfangið hvatagreidslur@ reykjanesbaer.is Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir

Mundi Engir Fávitar ... á Víkurfréttum!

instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Twenty twenty won LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

Ég er klárlega ekki í markhópi þeirra sem horfir á TikTok öllum stundum. Fyrir þá lesendur sem vita ekki vita hvað TikTok er þá verða þeir bara að gúggla það. Sem árvökul móðir tveggja ungra kvenna sem eru mjög virkir notendur þessa miðils er ég auðvitað komin með aðgang þar til þess að geta fylgst með. Það getur verið áhugavert að gleyma sér við það að horfa á það sem fólk víðsvegar að er að birta þarna inni. Eitt af því sem ég hnaut oft um eftir áramótin var einmitt það sem fékk mig til þess að staldra við og er efni þessa pistils. Twenty twenty won (lesist 2021) er það ár sem við mannfólkið tökum fagnandi á móti eftir þær hörmungar sem dundu á okkur á síðasta ári. Árið sem allt á að verða betra. Árið sem allt á að verða venjulegt aftur. Aldrei aldrei hef ég orðið vitni að öðru eins gamlárskvöldi, ljósadýrð í flugeldum lýstu upp himininn og á sama tíma skall á myrkvuð og reykjarmett þokan. Við Íslendingar settum met í flugeldakaupum og kepptumst við að sprengja þetta ár í loft upp. Ár sem leikið hefur okkur illa, eins og komið hefur ítrekað fram í fjölmiðlum. Bráðsmitandi Covid hefur haft þau áhrif að efnahagur landa hefur aldrei verið verri, heimilisofbeldi hefur aukist til muna, skilnuðum hefur fjölgað og síðast en alls ekki síst hefur veiran dregið tæpar tvær milljónir jarðarbúa til dauða. Fordæmalausir tímar. Öll vitum við þetta og meira til en í upphafi nýs árs langar mig til þess að horfa á hina hliðina á peningnum – og þá kemur að því sem titill pistilsins vísar í og TikTok notendur kepptust við að birta; Twenty twenty won eða 2020 vann! Hvaða skilaboð eru það að árið 2020 hafi unnið? Það er jú ansi margt sem breyttist í okkar eðlilega lífi sem fékk mann til þess að horfa á þessa fordæmulausu tíma út frá öðru sjónarhorni og endurmeta marga hluti. Við vörðum meiri tíma inn á heimilinu og með „kúlunni“ okkar. Það hefur auðvitað reynt meira á alla en á sama tíma hafa tengslin styrkst og okkar allra nánasta „kúla“ er orðin ennþá nánari og tengslin sterkari. Þessi þvingaða samvera hefur neytt okkur til að vera umburðarlyndari við hvert annað. Tengsl okkar við náttúruna og okkar nærumhverfi hafa sjaldan verið meiri. Íslendingar hafa stundað útivist og hreyft sig utandyra sem aldrei fyrr í skugga lokana á skipulögðum líkamsræktarstöðum. Við þurfum að sækjast sérstaklega eftir félagsskap annarra í raunheimi og spakmælið „maður er manns gaman“ úr Eddukvæðum hefur öðlast nýja og dýpri merkingu fyrir okkur. Já, þetta er ekki alslæmt eftir allt. Svo hefur losun gróðurhúsalofttegunda snarminnkað í þokkabót. Ekki misskilja mig. Ég sakna þess að faðma fólk utan „kúlunnar“, geta ekki stundað mitt yoga utan heimilisins, félagslegra samskipta og alls hins sem er of langt mál að telja upp en allir vita hvað ég á við. En hvernig sem á það er litið þá höfum við, sem og heimurinn allur, haft gott af því að líta okkur nær og jafnvel inn á við. Kannski verður heimurinn betri eftir 2020 og það verði 2021 sem hafi vinninginn að lokum?

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

HEILSUSAMLEGAR

VÖRUR FRÁ COSTCO Barónsstíg 4, 101 Reykjavík • Mýrarvegi, 600 Akureyri • Hafnargata 51-55, 230 Reykjanesbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.