Víkurfréttir 2. tbl. 44. árg.

Page 1

Erindi frá glímudeild UMFN var tekið fyrir á 165. fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 29. nóvember síðastliðinn þar sem kom fram beiðni um að breyta stundatöflum í bardagahöllinni í aðstöðu glímudeildar UMFN og Júdófélags Reykjanesbæjar. Erindinu var frestað á milli funda og óskað eftir frekari gögnum.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur til m.v. fyrirliggjandi gögn að fyrirkomulag æfingatíma verði óbreytt í Bardagahöllinni að svo komnu máli, hvað sem síðar verður.

Telji glímudeild UMFN þörf á viðbótaræfingatímum þá leggur íþróttaog tómstundaráð til að þau fái lánaðar dýnur í eigu Reykjanesbæjar sem eru í geymslu og fái æfingaaðstöðu í íþróttasal Háaleitisskóla.

ára, þegar hún auglýsti á Facebook eftir jólatrjám fyrir hestana sína. Nánar er fjallað um málið í blaðinu í dag og Suðurnesjamagasíni vikunnar. VF-mynd: SDD

Dollarar hjálpuðu Hitaveitunni

„Það hjálpaðist ýmislegt að en við að framleiða hvort tveggja heitt vatn og rafmagn varð þetta hagkvæmur rekstur. Svo fengum við sem var lykilatriði, mjög stóran viðskiptavin strax í upphafi, Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sem tók meira magn en allar byggðirnar á Suðurnesjum samanlagt,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og HS Veitna til fjörutíu ára. Hann lét af störfum formlega nú um áramótin.

Júlíus segir að samningarnir sem voru gerðar við Varnarliðið hafi verið hagstæðir fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Bandaríkjamenn voru að borga ívið hærra verð en Suðurnesjamenn. „Þetta kom allt mjög vel út fyrir Hitaveitu Suður-

nesja og hjálpaði mikið á uppbyggingartímanum. Við gátum notað dollarana beint til að greiða kostnað og lán en þurftum þó sérstaka undanþágu yfirvalda hér heima til þess. Það var frábært að fá svona stóran og góðan viðskiptavin í upphafi. Þetta var ákveðin heppni en svo stóðu menn sig vel.“

Nánar er rætt við Júlíus á bls. 18 og 19 en einnig í Suðurnesjamagasíni á fimmtudag.

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is Ben & Jerry’s Caramel Chew Chew 25% 35% TUKTUK Panang kjúklingur, Sweet Chili Teriyaki, Spicy Sesam kjúklingur. 350 G Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar JANÚAR APPTILBOÐ Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign
Glímudeild UMFN fái æfingaaðstöðu í íþróttasal Háaleitisskóla SNJÓRINN MÁ FARA Í HÖFNINA Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ. Grindvísk hross endurvinna jólatré Vilja malbik við golfvöll Golfklúbbur Sandgerðis hefur óskað eftir því að Suðurnesjabær malbiki bílastæðin við félagsheimili klúbbsins við Kirkjubólsvöll. Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar segir að ekki sé gert ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun næsta árs. Skipulags- og umhverfissviði er falið að meta kostnað við óskir Golfklúbbsins og leggja fyrir ráðið. – sjá frétt á síðu 2 40 ára afmæli Víkurfrétta ehf. fagnað í
1960 og þá var þetta víst líka gert. Ég veit til þess að þetta tíðkast í kringum okkur svo við Grindvíkingar erum ekki þeir einu sem gefa hestunum okkar jólatré,“ segir Klara Halldórsdóttir, hestakona í Grindavík, en hún hefur vakið athygli í byrjun undanfarinna
blaðauka Grindvísk hross elska að naga jólatré og þessa dagana er veisla hjá þeim, þar sem flest allir hafa tekið niður trén og hrossin fá að njóta. „Frá því að ég man eftir mér í hestamennsku hefur þetta tíðkast en hestabúskapur hófst hér í Vík í kringum
Miðvikudagur 11.
janúar 2023 // 2. tbl. // 44. árg.

Rangt var farið með útsvarsprósentu í Grindavík í frétt í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Prósentan er 14,62% en var sögð vera sú sama og í Suðurnesjabæ, 14,74%. Beðist er velvirðingar á þessu.

áramót, þá liggur fyrir samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk Útsvarið 14,62% í Grindavík Þakkir á tímum vetrarveðurs og snjóalaga

Vetrarríki og ófærð í Sandgerði um jólin. Ljósmynd: Kristján Guðmundsson

Óvenju erfið

að undanförnu

mikilla

jabæ sem

vinnu hjá mörgum. Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum Suðurnesjabæjar og verktökum fyrir vel unnin verk við snjómokstur og hreinsun

gatna

álagi

Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.

„Ég sé ekki muninn á því að snjónum sé sturtað í höfnina, eða að hann bráðni og fari í sjóinn í gegnum niðurföll bæjarins,“ segir Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Grindvíkingar og Suðurnesjafólk yfir höfuð, hafa ekki farið varhluta af snjómagninu síðan stuttu fyrir jól og hafa snjómoksturstæki verið á fullu nánast alla daga síðan vertíðin hófst. Það er munur á því hvernig snjónum er fargað í Grindavík og Reykjanesbæ, á fyrrnefnda staðnum er snjónum sturtað í höfnina en í Reykjanesbæ rísa stórir snjóskaflar á malarvellinum og fleiri stöðum.

Ekki virðast aðilar sammála um hvort aðferð Grindvíkinganna sé lögleg, þ.e. að sturta snjó í hafið en sagan á götunni er að Umhverfisstofnun hafi lagt bann við slíku.

Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, kannaðist hins vegar ekki við slíkt. Hann sagðist ekki sjá muninn á því að snjó sé sturtað í hafið eða að hann bráðni og renni í niðurföll og fari þaðan út í sjó.

Kristján Guðmundsson, bifreiðastjóri í Grindavík sem er hér á einni af myndunum, getur því haldið áfram að sturta úr bíl sínum í Grindavíkurhöfn og snjómokstursmenn í Reykjanesbæ geta hugleitt að taka upp sömu aðferðafræði sín megin.

Miklu magni af snjó hefur verið mokað af götum Grindavíkur síðustu daga en snjónum er síðan sturtað í höfnina. VF-myndir: SDD Nóg er að gera hjá verktökum í að moka snjó af gatnakerfinu á Suðurnesjum.

Auka þarf fjármagn til íþrótta- og tómstundamála Vilja tólf íbúðir á horni Hólagötu og Borgarvegar 2 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M

Mismunandi förgun á snjó í Grindavík og Reykjanesbæ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Snjórinn er losaður í höfnina í Grindavík í tonnavís á hverjum degi.

í Reykjanesbæ hefur snjó verið safnað upp á opnum svæðum. Hér er snjónum hrúgað upp á gamla malarvellinum í Keflavík. Óskað er eftir að reitur sem afmarkast af Hólagötu 17 að Borgarvegi í Njarðvík verði skipt í þrjár lóðir og á hverri lóð verði heimilt að

Helstu áherslur og verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála hjá Reykjanesbæ á árinu 2023 voru kynntar á fundi íþrótta- og tóm

-

Á fundinum kom fram að íþróttaog tómstundaráð er sammála um að auka þurfi fjármagn til málaflokksins til að geta staðið undir metnaðarfullu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ og borið okkur saman við sambærileg sveitarfélög.

reisa lítið fjölbýlishús með fjórum íbúðum í hverju, alls tólf íbúðir, með aðkomu frá Hólagötu. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á íbúð. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
skilyrði hafa verið vegna vetrarveðurs og snjóalaga í Suðurnes hefur valdið miklu og og svæða. Jafnframt þakkar bæjarstjórn íbúum fyrir þolinmæði og gott samstarf við krefjandi aðstæður.
Þá er rétt að geta þess að þó svo útsvar í bæði Grindavík og Suðurnesjabæ hafi hækkað um 0,22% um með hækkun álagningarhlutfalls útsvars og ríkið lækki álagningu tekjuskatts samsvarandi. Útsvarshækkun sveitarfélaganna hefur því ekki áhrif á skattgreiðslu fólks, hvorki til hækkunar né lækkunar.
stundaráðs á dögunum. Hvatagreiðslur
Samþykkt var á 380. fundi umhverfis- og skipulagsráðs að grenndarkynna erindið. Athugasemdir bárust frá íbúum og rekstraraðilum. Andmælt var bílastæðahlutfalli, skuggavarpi, aukinni umferð með skerðingu á umferðaröryggi samfara fjölgun íbúða og skuggavarpi. Umhverfis- og skipulagsráð hefur frestað
erindinu.
fyrir fjögurra til fimm ára börn verður í fyrsta sinn í boði á árinu 2023. Lokið verður við byggingu íþróttamiðstöðvar við Stapaskóla með viðurkenndum keppnisvelli fyrir íþróttir innanhúss ásamt sundlaug. Nýr vaktturn í Sundmiðstöðinni til að auka öryggi sundlaugagesta. Ný sláttuvél verður
keypt fyrir knattspyrnudeildir UMFN og Keflavík og fimleikadýna fyrir fimleikadeild Keflavíkur. Lyfta verður sett í 88 Húsið/Fjörheima til að auka aðgengi allra að félagsmiðstöðinni og ungmennahúsinu.
Allt fyrir helgina! Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu Tilboð gilda 12.–15. janúar Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. 860kr/kg 1.229 kr/kg Heill kjúklingur 30%

Sagnastund á Garðskaga

Áformað er að efna til sagnastunda í veitingahúsinu Röstinni og Byggðasafninu á Garðskaga 14. janúar 2023. Byggðasafnið verður opið. Á veitingahúsinu má fá drykki og léttar veitingar. Allir velkomnir og ekki aðgangsgjald. Sagnastund hefst klukkan 15:00.

Laugardaginn 14. janúar 2023 verður sagt frá atburði sem varð í aprílmánuði 1998 þegar flotkví sem dráttarbátur var að reyna að draga til landsins sleit sig lausa og rak langan veg suður í haf. Um var að ræða stærri flotkvík Vélsmiðju

Orms og Víglundar. Varðskip náðu loks tökum á kvínni eftir margra sólahringa baráttu. Áhafnarmenn af varðskipinu Óðni, þar með skipherra Óðins við þessa björgun, koma á Garðskaga og segja frá björguninni í máli og myndum.

Svo er áformað að efna til sagnastunda laugardagana 11. febrúar, 11. mars, 15. apríl og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga.

Áhugamenn um sagnastundir á Garðskaga.

GLEÐI Á ÞRETTÁNDA

VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI www.bilanaust.is Bílanaust Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14
og Dublin á Írlandi. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson – laugardaginn 14. janúar kl. 15:00
Varðskip við dráttarkvína lengst suður í höfum eða á sömu breiddargráðu
en kórónuveirufaraldur hefur sett strik í gleðina síðustu ár og þar áður hafði veður einnig áhrif. Það var því uppsöfnuð þörf fyrir álfa, tröll og jólasveina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga. Í Grindavík er hefð fyrir öskudagsstemmningu á þrettándanum, þar sem börnin klæða sig upp í búninga. Boðið var uppá andlitsmálningu í Kvikunni og þar var líka sprellað í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir fengum við frá Grindavíkurbæ frá hátíðarhöldunum. w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin! 4 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Mjög góð þátttaka var í þrettándafagnaði sem fram fór í Reykjanesbæ sí föstudag. Þetta var í fyrsta sinn í nokkur ár sem hægt var að halda hátíðina

ÞRÍTUGUR OG GEFUR ÚT PLÖTU

ANTON GUÐMUNDSSON, sem er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ en flokkurinn myndar þar meirihluta í bæjarstjórn ásamt Sjálfstæðisflokki, verður þrítugur þann 12. janúar og er af því tilefni að gefa út plötu sem heitir Augnablik. Á plötunni eru ellefu lög, níu eftir Anton sjálfan en á henni er einnig að finna tvö lög við kvæði eftir langafa hans, Guðmund Böðvarsson, skáld frá Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði.

Anton sem er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, byrjaði snemma að gutla í tónlist: „Ég var níu ára gamall þegar pabbi minn heitinn, Guðmundur Þorsteinsson kenndi mér fyrstu gripin á gítar. Ég tók þátt í að stofna skólahljómsveitina Bigalow þegar ég var í Grunnskóla Grinda

var ofboðslega skemmtilegt ferli, að skapa eigin tónlist og hef síðan þá verið að skrifa texta og semja lög. Ég áttaði mig svo á fyrir nokkrum árum að ég ætti efni á þrjár plötur og tók fyrsta lagið upp árið 2017 en svo var það ekki fyrr en síðasta vor sem ég áttaði mig á þessum tímamótum, að þrítugsafmælið væri skammt undan og setti þá bara allt í gang og er mjög stoltur af því að gefa út þessa plötu á afmælisdaginn minn, 12. janúar.“

listarmenn með sér: „Fyrstan skal nefna sveitunga minn, Halldór Lárusson skólastjóra Tónlistarskólans í Suðurnesjabæ en hann sér um slagverk á plötunni. Gísli Þór Ingólfsson leikur á píanó og Hammond orgel, Eyja Ragnheiðardóttir spilar á fiðlu og Guðjón Sveinsson sér um rafgítar og bassa. Sjálfur syng ég og spila á kassagítar, munnhörpu og rafgítar. Lögin og textar eru öll eftir mig fyrir utan tvö, ég vildi gera langafa mínum, Guðmundi Böðvarssyni frá

lag nr. tvö á plötunni, Sumarnótt sem ég tók upp fyrir mörgum árum síðan og var komið inn á Youtube, rataði í kvikmynd sem heitir Mentor árið 2020. Tónlistina myndi ég flokka sem íslenska dægurlagatónlist og er platan gefin út af Dreifir og verður á öllum helstu streymisveitum en einnig verður hægt að kaupa eintak í búðum Alda music. Ég áttaði mig fljótt á því í ferlinu að eldra fólk vill fá sitt eintak, veit ekkert hvað Spotify er. Ég er alltaf eitthvað að

Margt í pípunum

Anton sem er menntaður matreiðslumeistari, eldar mest heima í dag: „Ég starfa í dag í sölu- og markaðsmálum hjá Sláturfélagi Suðurlands og svo er nóg að gera í bæjarpólitíkinni. Ég er auk þess í BA námi við Bifröst í Opinberri stjórnsýslu svo það er nóg að gera. Að geta tvinnað tónlistar

tónleika með hækkandi sól og fylgja plötunni betur eftir,“ segir Anton. n „Ég áttaði mig á þessum tímamótum, að þrítugsafmælið væri skammt undan og setti þá bara allt í gang,” segir tónlistarmaðurinn Anton Guðmundsson. n Semur tónlist, selur íslenskar landbúnaðarafurðir fyrir SS, stýrir bæjarmálum í Suðurnesjabæ, nemur við Bifröst og eldar fyrir fjölskylduna.
ANTON GUÐMUNDSSON ER ODDVITI FRAMSÓKNAR Í SUÐURNESJABÆ
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í
Við leitum að traustu starfsfólki JAFNLAUNAVOTTUN 2022–2025 Hæfniskröfur: • Meirapróf • Íslensku- eða enskukunnátta nauðsynleg • Góð almenn tölvukunnátta • Reynsla af lager- eða útkeyrslustörfum kostur en ekki skilyrði Bílstjóri á lager í Reykjanesbæ Unnið er frá útibúi Olís Fitjabakka 2–4. Vinnutími er mán.–fim. kl. 8:00–17:00 og 8:00–16:00 á föstudögum. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og góða hæfni í mannlegum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.
samskiptum.
og
eru
óskar eftir starfskrafti á
til
og
til
Lífsreynsla, aldur
þroski
eftirsóttir eiginleikar og við hvetjum jafn ungt fólk sem eldra til að sækja um. Olís
lager
útaksturs
dreifingar á vörum og pöntunum
viðskiptavina Olís.
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 5
Umsóknir sendist á sigtryggur@olis.is eða jobs.50skills.com/olis

lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl 13.

Sigrún

Bjarni Sigurðsson Margrét Bryndís Haraldsdóttir Helga Sigurðardóttir Sigurbjörn Þorsteinsson Sigurður Oddur Sigurðsson Ágústa Guðrún Ásbjörnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Öllum brögðum og ofbeldi beitt gegn stofnun

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis fagnar 90 ára afmæli. Löng og ströng barátta en skilað miklu, segir formaður félagsins.

„Öll barátta verkalýðshreyfingunnar hefur verið löng og ströng en skilað miklu,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en félagið varð 90 ára afmæli 28. desember.

Hvers er helst að minnast á 90 ára afmæli VSFK? „Það er mikilvægt að minnast þeirra sem á undan okkur komu. Þeirra sem leiddu baráttuna á árum áður – og VSFK hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Þau réttindi sem við höfum á vinnumarkaði, s.s. fæðingarorlof, veikindaréttur, réttur til atvinnuleysisbóta og fleira, kom ekki að sjálfum sér.“

Þegar þú rýnir í söguna, hvernig var aðdragandinn og hvernig gekk að stofna félagið á sínum tíma? „Verkalýðsfélag var fyrst stofnað í Keflavík 1931. Atvinnurekendur neituðu þó að viðurkenna það félag og neitaðu að semja við það. Það gekk ekkert áfallalaust að stofna félagið. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir þar sem önnur endaði á að félagsmenn voru þvingaðir til að leggja félagið niður og hin á sama veg með mannráni að auki tókst loksins að stofna félagið og halda því gangandi. Það var því mikið sem gekk á og þurfti hugaða menn til verka því öllum brögum var beitt til að koma í veg fyrir stofnun, jafnvel ofbeldi.“

Fyrir hverja var félagið hugsað? „Upphaflega var félagið stofnað fyrir verkamenn og konur og megin tilgangur að semja um kaup og kjör landverkafólks og sjómanna og gæta að þeirra hagsmuna.“

t.d. að breyta nafni félagsins. Meira en helmingur félagsmanna er nú af erlendu bergi brotinn og þarf að aðlaga starfsemina og þjónustuna að því.

Við erum sífellt að bæta við þjónustuna og bæta við fleiri þjónustuþáttum. Eins erum við að vinna í því að reyna að gera félagsmenn virkari í starfinu og fjölga trúnaðarmönnum. Við erum að nýta okkur tæknina til að koma upplýsingum betur út til félagsmanna og eins að efla vinnustaðaeftirlit og fræðslu til félagsmanna.“

Tímamótunum verður fagnað í húsakynnum félagsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ 12. janúar kl. 17–19, á 5. hæð. Í boði verða léttar veitingar og tónlist.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, VIGDÍS ELÍSABET REYNISDÓTTIR

Ellý Miðnestorgi 3, Sandgerði, lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 1. janúar Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 12. janúar klukkan 14.

Hallgrímur Einarsson Einar Örn Hallgrímsson Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir Sigurpáll Árnason Reynir Brynjólfsson og barnabörn

Hvernig er staðan í dag, hvað eru margir félagar og hvernig er starfsemin? „Í dag eru félagsmenn um 4.500 og vinna mjög fjölbreytt störf. Allt frá umönnun til sjómannsstarfa. Starfsemin hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og nokkur félög sameinast því upprunalega. Þar af leiðandi þurfti

Færri sem róa frá Suðurnesjum

Þá er vertíðin árið 2023 hafin og það verður að segjast eins og er að það er þó nokkur fækkun á bátum sem munu róa frá Suðurnesjum á þessari vertíð. Helst er fækkuninn hjá línubátunum.

Ef við skoðum fyrstu tíu dagana í janúar 2023 og 2022, þá sést að t.d. Addi Afi GK var á línu árið 2022 en er núna á gildruveiðum að veiða grjótkrabba frá Akranesi. Ragnar Alfreðs GK var á línu árið 2022 en hefur ekkert róið síðan í september 2022.

Stóri línubáturinn Hrafn GK var á veiðum þessa fyrstu daga í janúar 2022 en honum var lagt og endaði í brotajárni um sumarið 2022. Dóri GK var á línu þessa fyrstu daga í janúar 2022 en er núna í slippnum í Njarðvík og hefur verið þar síðan í maí árið 2022.

Á móti kemur, og það vekur ansi mikla athygli, að færabátar náðu að róa þessa fyrstu daga í janúar árið 2023 en enginn var á þeim veiðum fyrir ári síðan. Verður að segjast að veiðin byrji vel. Dímon GK með 1,9 tonn, Sigfús B ÍS 1,7 tonn, Teista SH 1,1 tonn, Grindjáni GK 571 kg., Guðrún GK 2,1 tonn og Von GK 546 kg., allir bátar í tveimur róðrum. Arnar ÁR 1,4 tonn í einum og Hafdalur GK 1,4 tonn í þremur róðrum. Þessir bátar skiptast svo til jafnt á milli Grindavíkur og Sandgerðis. Frekar rólegt er yfir netaveiðunum en nýi Erling KE er ekki kominn á veiðar, Maron GK er með 16 tonn í fjórum róðrum og Grímsnes GK 15 tonn í einum en hann er á ufsanum og landar í Þorlákshöfn.

Hjá dragnótabátunum er Siggi Bjarna GK með 35 tonn í fjórum, Sigurfari GK 25 tonn í fjórum og Benni Sæm GK 8,1 tonn í þremur. Mjög góð veiði hefur verið hjá línubátunum og þeir voru flestir við Grindavík en færðu sig síðan nokkrir yfir til Sandgerðis, eftir að fréttist um mjög góða veiði hjá Katrínu GK og Margréti GK, en báðir bátarnir voru með línuna í Faxaflóanum.

Dúddi Gísla GK er með 18 tonn í þremur löndunum, Sævík GK 41 tonn í fimm, Margrét GK 33 tonn í þremur og þar af 13,3 tonn í einni löndun. Hulda GK 31 tonn í fjórum, Katrín GK 27 tonn í þremur og þar af 12,5 tonn í einum, Daðey GK 28 tonn í fjórum, Hópsnes GK 17 tonn í þremur og þar af 9,3 tonn í einum, í Sandgerði. Gulltoppur GK er eini báturinn sem eftir er fyrir norðan og var með 8,6 tonn í tveimur, landað á Skagaströnd.

Geirfugl GK kom suður núna í vikunni en hann hafði verið á Siglufirði og landað þar 6,1 tonnum í einni löndun.

Gamli Sigurfari GK er núna í Sandgerði og heitir Jóhanna ÁR og hefur verið á sæbjúgnaveiðum í Faxaflóanum og landað 6,6 tonn í tveimur róðrum.

Í Grindavík hafa nokkrir 29 metra togbátar landað afla, t.d. Vörður ÞH 81,5 tonn í einum róðri, Sturla GK 32 tonn í einum og síðan kom Pálína Þórunn GK þangað með afla, en aflatölur um þann togara voru ekki komnar þegar að þessi pistill var skrifaður.

F
F r É ttir á S uðurn
ju M
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
a
la
ES
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RÓSA DAGMAR BJÖRNSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Jón Gústaf Pétursson Ásþór
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Grindvíkingurinn og doktorinn Guðmundur Vignir Helgason Júlíus Jónsson í Hitaveitunni Endurvinnsluhross í Grindavík 6 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Fór sem fulltrúi Íslands á stórmót í e-fótbolta

Alexander Aron Hannesson, rafíþróttaþjálfari hjá RAFÍK og liðsstjóri íslenska landsliðsins í e-fótbolta, hélt til Balí í landsliðsverkefni

„Við vorum í þrettán daga á svæðinu. Þetta var biluð upplifun, þetta er eitthvað sem maður upplifir bara einu sinni í lífinu. Ég held ég geti fullyrt það að þetta sé flottasta umgjörð á rafíþróttamóti sem hefur verið haldið. Yfirleitt eru svona stórmót í tónleikaeða íþróttahöllum en þetta var á einkahótel-resorti, fimm stjörnu. Það voru u.þ.b. 700–800 manns í heildina sem voru að koma þarna fyrir mótið,“ segir Alexander.

Tindur

„Ég

um rafíþróttaæfingar fyrir hópa á öllum aldri, hvort sem það eru afrekshópar eða ekki. Okkur voru kenndar öndunaræfingar, allt um matarræði og ýmislegt sem þarf að huga að. Tvo daga í röð mætti ég á stórar ráðstefnur í stærsta sal

sem ég hef séð, þar voru fulltrúar allra þjóða og þjónustufólk að bíða í röðum eftir að þjóna okkur með hvað sem er. Þar á borði var nafnspjald þar sem stóð Alexander Aron, fulltrúi Íslands, það var frekar súrrealískt,“ segir hann.

Alexander er, eins og áður kom fram, rafíþróttaþjálfari hjá rafíþróttadeild Keflavíkur (RAFÍK) og segist hann hafa fengið fullt af góðum hugmyndum á ráðstefnunum sem mætti innleiða í starfið hér á landi. „Það voru fullt af áhugaverðum hugmyndum sem ég fékk þarna og gaman að fá að sjá mismunandi aðferðir í starfinu. Það var svo sem hugsunin með því að senda mig þangað út, það er ólíklegt að við gætum hitt á fulltrúa þessara þjóða með öðrum hætti og þetta opnar augu manns fyrir allskonar aðferðum. Þetta skapar einnig tengslanet milli þjóðanna sem er bara jákvætt.“

Ertu búinn að sjá einhverja breytingu í starfinu í Reykjanesbæ frá því að þú byrjaðir? „Mér líður eins og aðalmunurinn sem ég sé er breyting á viðhorfi.

Bæði út á við og hjá iðkendum. Mikið af þessum krökkum eiga erfitt með félagslegu hliðina og það hjálpaði þeim að komast í nýtt húsnæði við Hringbraut þar sem ekkert annað er í húsinu, því mörgum finnst það feimnismál að mæta á æfingar. Það er búin að myndast góð stemmning innan hópsins og góð liðsheild. Það er mikilvægt því margir einstaklingar sem koma inn til okkar „fúnkera“ ekki í hópíþróttum og þarna líður þeim vel. Þau eru vön því að vera heima hjá sér í tölvunni og tala við fólk í gegnum heyrnartól en það er mikilvægur partur af þessu að mæta í persónu og eiga í samskiptum við annað fólk. Þetta snýst mikið til um að bæta félagslega þáttinn og það lætur þeim líða eins og þau séu partur af hópi og tilheyri einhverju stærra.“

REYNTFAGFÓLK—ÞJÓNUSTAUMALLTLAND

Löggildingmeðáhersluágóðaþjónustuásanngjörnuverði. Þjónustusamningareruíboði. Heimsóknireruákveðnarísamráðiviðeiganda/umráðaaðila.Unnið ersamkvæmtaðferðumsemuppfyllakröfurreglugerðaogstaðla. Löggildingehf.sérumaðtilkynnaumgildaskipaskoðuninntilSGS, oglöggildinguvogainntilHMS.

SKIPASKOÐANIROG LÖGGILDINGARALLRAVOGA
SKIPASKOÐUN LÖGGILDINGVOGA Okkarfag HAFÐUSAMBANDÍDAG Sími5666030 / loggilda@loggilda.is / www.loggilda.is
í nóvember. Hann og Örvar Örvarssoni fóru fyrir hönd Íslands á stórmót í e-fótbolta, Tindur sem keppandi og Alexander sem liðsstjóri og fulltrúi Íslands. Hann segist geta fullyrt að mótið hafi verið með flottari rafíþróttamótum sem hafa verið haldin. keppti í tvo daga af þrettán en vinna Alexanders var þó ekki með öllu búin þá. þurfti að sækja ráðstefnur og vinnustofur þar sem fagmenn á sviði rafíþrótta voru að kenna okkur hinar ýmsu leiðir til að sjá
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 7

n „Einkennilegt að frétta utan af mér að íbúar séu komnir í Festi, í stað þess að fá upplýsingar frá Vinnumálastofnun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.

Fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd er tekið að streyma til Grindavíkur en þeir fyrstu komu 28. desember og hafa misstórir hópar verið að koma flesta daga síðan þá. Vinnumálastofnun hafði hug á að leigja Víkurbraut 58, Festi, en það húsnæði var ekki í notkun vegna heilsuspillandi aðstæðna og myglu og hafði Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja afturkallað rekstrarleyfi hússins. Erindi frá Vinnumálastofnun var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 1. nóvember 2022 en hægt er að lesa fundargerðina á vef Grindavíkurbæjar.

Sömuleiðis óskaði stofnunin eftir því að gera samning við Grindavíkurbæ vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, Grindavíkurbær hvorki hafnaði því né samþykkti og óskaði eftir fundi með stofnuninni en því var ekki svarað fyrr en fimm vikum síðar, að sögn forseta bæjarstjórnar Grindavíkur.

Búið er að koma í veg fyrir mygluna og húsnæðið því talið hæft til hótelreksturs og því gerði bæjarráð Grindavíkur ekki athugasemd við að veitt yrði rekstrarleyfi fyrir hóteli að Víkurbraut 58 í samræmi við umsókn, svo fremi sem aðrir umsagnaraðilar veittu jákvæða umsögn. Í samræmi við lögfræðiálit taldi bæjarráð rétt að árétta að í afgreiðslu bæjarráðs fælist ekki heimild til þess að reka í húsnæðinu starfsemi eða útleigu húsnæðis fyrir umsækjendur

um alþjóðlega vernd eða flóttafólk. Slík starfsemi samræmist skv. lögfræðiálitinu, ekki samþykktri notkun hússins og er í andstöðu við landnotkun skv. aðal- og deiliskipulagi. Þetta breytti hins vegar engu fyrir Vinnumálastofnun og eins og áður kom fram, þá kom fyrsti hópur fólks í húsnæðið 28. desember og óljóst með endanlega fjölda. Flestir eru frá Úkraínu en einnig fólk frá öðrum þjóðernum, t.d. Venesúela.

Pottur virðist vera brotinn. Þar sem ekki er heimilt að skrá fólk til lögheimilis í Festi þá virðist sú leið samt hafa verið farin, að skrá fólkið í ótilgreint húsnæði en heimild til slíks er einungis fyrir hendi ef fólk hefur dvalið í sveitarfélaginu í þrjá mánuði eða lengur. Úkraínufólkið er hins vegar komið með lögheimili í Grindavík, hvernig það gerðist og hver veitti viðkomandi lögheimilið er hins vegar óvitað. Starfsfólk Þjóðskrár benti á Útlendingastofnun varðandi hver óskaði eftir skráningu lögheimilisins í Grindavík.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, fór yfir afstöðu Grindavíkurbæjar í þessu máli: „Við viljum að sjálfsögðu bera okkar samfélagslegu ábyrgð en jafnframt fara eftir lögum. Við verðum að geta sinnt verkefninu sómasamlega en félagsþjónustan hér í bæjarfélaginu getur ekki með góðu móti tekið við þessu verkefni. Ég hefði viljað sjá samráð Vinnumálastofnunnar við bæjaryfirvöld í þessu máli. Þegar málið kom upp sl. haust þá fjölluðum við um erindið og óskuðum eftir fundi með Vinnumálastofnun en þeirri beiðni var ekki svarað fyrr en fimm vikum síðar. Samskiptin frá Vinnumálastofnun í þessu máli hafa verið í formi tilkynninga um þegar ákveðinn hlut, sem eru óásættanleg vinnubrögð“, sagði Ásrún að lokum.

Klara Halldórsdóttir er hestakona í Grindavík en hún hefur vakið athygli í byrjun undanfarinna ára, þegar hún auglýsti á Facebook eftir jólatrjám fyrir hestana sína. „Frá því að ég man eftir mér í hestamennsku hefur þetta tíðkast en hestabúskapur hófst hér í Vík í kringum 1960 og þá var þetta víst líka gert. Ég veit til þess að þetta tíðkast í kringum okkur svo við Grindvíkingar erum ekki þeir einu sem gefa hestunum okkar jólatré. Sumir mæla gegn þessu og vilja meina að nálar festist í munni eða hálsi hestanna en við höfum aldrei orðið var við það. Ég hef spurt dýralækna út í þetta og þeir veita þessu blessun sína –annars myndum við að sjálfsögðu ekki gera þetta. Hestarnir eru sólgnir í trén, sérstaklega börkinn en þeir éta hann allan upp til agna og þegar allt af trénu er farið þá eru þeir að naga tréð og leika sér með það. Það má kannski segja að jólin hjá hestunum séu að byrja núna, þeim finnst æðislegt að fá þessi tré og eru alltaf mjög fegnir þegar áramótin eru búin en flug-

eldaskothríðin fer ekki vel í dýrin. Við reynum að gera það sem við getum, höfum útvarpið hátt stillt á gamlárskvöldinu, byrgjum fyrir glugga og gerum það sem við getum til að láta hestana ekki verða vara við skothríðina.“

Það er mikil gróska í hestasamfélaginu í Grindavík og í dag eru um 50 virkir knapar og líklega um 100 hestar á skeifum: „Við byrjuðum með keppnisnámskeið í byrjun desember í reiðhöllinni okkar austur í hverfi og mun það halda áfram fram á vor.

Átján knapar skráðu sig til leiks og hefur verið mikið líf í kringum það. Auk þess eru önnur námskeið í gangi til að mennta félagsmenn enn frekar, og þá sérstaklega börn og unglinga. Svo erum við með marga fasta punkta yfir árið, ferðir á sumrin og reynum alltaf að ríða út þegar veður leyfir. Við erum alltaf með sumarnámskeið fyrir börn svo ég held að það megi alveg segja að það sé mikil gróska hjá okkur hestafólkinu í Grindavík,“ segir Klara að lokum.

„Vegagerðin telur mögulegt að bæta öryggi innsiglingarinnar til Grindavíkur umtalsvert með tilkomu nýs brimvarnagarðar sem myndi skýla skipum í ytri innsiglingarennu. Innsigling til hafnarinnar yrði þannig ekki nærri því eins áhættusöm og hún getur verið við verstu aðstæður,“ segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. Reiknilíkön sem Vegagerðin hefur útbúið og beitt til þess að skoða mögulegar hafnabætur hafa leitt áþreifanlega í ljós að mögulegt er að breikka ytri og innri innsiglingu án þess að það valdi ókyrrð innan hafnarinnar því ytri garður mun koma í veg fyrir ölduálag til hafnarinnar þó svo að ytri og innri innsigling yrði opnari eins og hún er núna. „Reyndir skipstjórnarmenn fullyrða að með þessum aðgerðum muni stærstu togararnir og flutningaskip eiga auðveldar með að sigla inn í Grindavíkurhöfn í slæmum veðrum. Það er því margt framundan hjá okkur í Grindavíkurhöfn og við lítum framtíðina björtum augum,“ segir Sigurður. Grindavikurbær auglýsti á dögunum nýtt starf hjá hafnarþjónust-

unni en viðkomandi þarf m.a. að búa yfir 3. stigs skipstjórnarréttindum. Að sögn hafnarstjóra er ástæða þessar ráðningar í grunninn meiri umsvif og þá aðallega í komu flutningaskipa. Árið 2021 komu átta flutningaskip til Grindavíkur en á nýliðnu ári lögðust alls 27 flutningaskip við bryggju í Grindavík.

„Við munum breyta okkar vinnuskipulagi þannig að ekki verður ráðið í sumarafleysingar þannig að stöðugildum fjölgar í raun aðeins um ½ starf á ársgrundvelli. Fiskeldi í kringum Grindavík hefur aukist og mun bara aukast á næstu árum og það mun leiða af sér meiri flutninga. Innsiglingin okkar er líka orðin betri

m.a. vegna hryðjuverkaógnar, þá þurfa starfsmenn hafnarinnar að vakta svæðið í kringum viðkomandi flutningaskip allan tímann á meðan það liggur við höfn.“

n Komum flutningaskipa fjölgaði fjórfalt á milli ára. n Vöktun flutningaskipa nauðsynleg, m.a. vegna hryðjuverkaógnar. Ný staða hjá Grindavíkurhöfn vegna meiri umsvifa Vinnumálastofnun sendir flóttafólk til Grindavíkur án samráðs við bæjaryfirvöld n Er ríkið að fara á svig við eigin lög? n Hestar hjá Klöru Halldórsdóttur eru sólgnir í jólatré. Jólatré endurunnið á nýjan máta n Eru hrifnari af jólatrjám en flugeldaskothríð, segir Klara.
Sigurbjörn Daði
sigurbjorn@vf.is Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Akurskóli - Kennari Alþjóðateymi Reykjanesbæjar - Málstjóri Garðasel - Aðstoðarmatráður Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Hljómahöll - Veitingastjóri Menntasvið - Sálfræðingur Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun og upplýsinga- og tæknimennt
en hún var eftir dýpkunaraðgerðir og stefnt er að því að bæta hana enn frekar á komandi árum. Þess vegna sjáum við fram á að fleiri flutningaskip muni koma til Grindavíkur en skv. ISPS sem er alþjóðlegur öryggisstaðall,
GRINDAVÍK
Dagbjartsson
hestakona í Grindavík. 8 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Klara Halldórsdóttir,

Á tímamótum

Það er magnað að hugsa til baka eftir fjörutíu ár í blaðaútgáfu og fjölmiðlun. Gríðarlega miklar tæknibreytingar hafa orðið á þessum tíma með tilkomu stafrænnar tilveru. Nú er penninn varla notaður. Grunnur í blaða- og fréttamennsku er þó enn sá sami og allan þennan tíma hefur það verið kappsmál okkar á Víkurfréttum að þjónusta Suðurnesjamenn í fréttum og fjölbreyttri umfjöllun í blaði, á vef og í sjónvarpi.

Það er kannski við hæfi nú í ljósi verulegrar umfjöllunar um fjölmiðla á Íslandi að undanförnu, hlutverks þeirra og stöðu sem er ansi misjöfn, að líta yfir farinn veg og í framtíðina. Mér var boðið um áramótin 1982–1983, tuttugu ára gömlum, þá gjaldkera í Útvegsbankanum, eftir stúdentspróf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, að kaupa útgáfu Víkurfrétta sem þá var rúmlega tveggja ára gömul. Ég hafði verið lausapenni og skrifaði í aukavinnu með bankastarfinu hjá stofnendum blaðsins, Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík.

Fyrsta fríblaðið

Víkurfréttir eru samkvæmt okkar heimildum fyrsta svokallaða fríblað á Íslandi. Eftir erfiða útgáfu á Suðurnesjatíðindum, forvera Víkurfrétta, var farin sú leið að gefa út bæjarblað og dreifa því á nokkra staði, verslanir, bensínstöðvar, banka og víðar, í Keflavík og Njarðvík. Þaðan kemur nafn blaðsins, úr þremur síðustu stöfum nafna gömlu bæjarfélaganna. Útgáfan fyrstu rúmlega tvö árin var hálfsmánaðarlega. Undirritaður og meðeigandi hans, Emil Páll Jónsson, sem hafði starfað í prentsmiðjunni, stofnuðu Víkurfréttir ehf. 7. janúar 1983. Við Emil ákváðum báðir að fara í fullt starf og fjölga útgáfudögum, gera blaðið vikulegt.

Auglýsingamarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar sterkur og gert útgáfu blaðsins mögulega, mörg sveitarfélög á svæðinu og fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa notað VF til að auglýsa, enda var blaðið lengi vel eini fjölmiðillinn á Suðurnesjum. Fyrstu fimmmtán árin var þó alltaf einhver samkeppni sem hefur verið minni síðustu tvo áratugina þar til samfélagsmiðlar fóru að gera sig meira gildandi á alnetinu.

Útgáfa blaðins er enn þannig í dag þar sem auglýsingatekjur eru lang stærsti þátturinn í rekstri fjölmiðilsins. Blaðsíðufjöldi ræðst aðallega af magni auglýsinga og miðað við að helmingur blaðsíðna fari undir auglýsingar en þó hefur það aðeins breyst síðustu árin þar sem hlutfall auglýsinga hefur minnkað.

Stafræn bylting

Breytingar urðu á eigendaskipan fyrirtækisins 1993 þegar sá sem þetta ritar keypti út meðeigandann.

Það gekk á ýmsu í útgáfunni fyrstu tíu árin en risastór bylting varð seint á níunda áratugnum þegar tölvan kom til sögunnar. Hún átti eftir að gjörbylta blaðaútgáfu. Rúmum árataug frá stofnun urðu miklar breytingar á útgáfu Víkurfrétta. Við starfsmenn fórum þá að vinna uppsetningu blaðins í tölvu og úr varð mikil hagræðing. Við skiptum um prentsmiðju þar sem ekki náðist samkomulag um þessar breytingar. Við vorum að taka vinnu við hluta vinnslu blaðsins af prentsmiðjunni og þetta var nokkur biti fyrir hana að kyngja. Þróunin í tækni var blaðaútgefendum í hag sem gátu nú brotið um blaðið sitt sjálfir en látið svo prentsmiðjur prenta það. Tölvur, skannar og slík tæki til útgáfunnar sem keypt voru kostuðu þó miklu meira en í dag, tvö- til þrefalt meira. Það er gaman að minnast á það í þessu tilefni að þegar við höfðum í nokkur ár rissað útlit blaðsins upp á „layout“-blöð vorum við í leiðinni

að mennta okkur í umbroti. Þegar tölvurnar komu færðist pennarissið yfir í músavinnu í tölvunni.

Net og sjónvarp

Ekki löngu seinna kemur internetið og stafræn tækni til sögunnar og VF tók þátt í þeirri byltingu og stofnaði vefsíðuna vf.is árið 1995. Fyrst um sinn var efni blaðsins í hverri viku sett inn á síðuna. Þremur, fjórum

árum síðar varð vf.is að daglegum miðli. Þegar árin liðu þróaðist blaðið út í að vera með meira af tímalausu efni, viðtölum, umfjöllunum en þó líka fréttum. Á svipuðum tíma tókum við að okkur að vera fréttaritarar Fréttastofu Stöðvar 2 á Suðurnesjum og gegndum því ásamt fleiri sjónvarpsstörfum fyrir Stöð 2 fram að bankahruni 2008. Sú vinna hjálpaði til í rekstrinum sem hefur alla tíð þó verið í lagi. Stundum hrikti þó í stoðum, sérstaklega fyrsta rúma áratuginn.

Árið 2013 fórum við í eigin sjónvarpsþáttagerð og frá þessum tíma hafa á fimmta hundrað sjónvarpsþættir af Suðurnesjamagasíni verið framleiddir, sýndir á ÍNN fyrstu fjögur árin en síðan frá 2016 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Einnig er allt sjónvarpsefni VF sýnt á vf.is og á Kapalvæðingu, kapalrás í Reykjanesbæ. Í fimmtán ár var öll vinnsla á tímariti Golfsambands Íslands einnig í höndum Víkurfrétta og þá spreyttum við okkur á útgáfu á Víkurfréttum í Hafnarfirði í fjögur ár.

Með tilkomu netsins í stafrænni veröld og tækniframfara í tækjum, tólum og hugbúnaði, hefur líf blaðaog fréttamannsins orðið mun auðveldara, alla vega hvað snýr að því að klára frétt eða umfjöllun. Ný frétt er kominn á fréttavefinn mínútu eftir að hún er tilbúin. Fyrsta frétt og ljósmynd af eldgosi í Fagradalsfjalli birtist á vf.is mínútum eftir að gos hófst.

Blikur á lofti

Hér hefur verið farið nokkuð hratt yfir sögu í fjölmiðlun á Suðurnesjum. Víkurfréttir halda nú úti vikulegu bæjarblaði, fréttavefnum vf.is og golffréttavefnum kylfingur.is auk sjónvarpsþáttarins Suðurnesjamagasíns. Vissulega eru blikur á lofti því samkeppnin hefur aukist með tilkomu samfélagsmiðla, sérstaklega á auglýsingamarkaði. Við reynum að mæta henni með því að gera enn betur og tileinka okkur nýjungar til að styrkja okkur í baráttunni. Suðurnesjamenn hafa staðið með okkur í baráttunni á ýmsan hátt alla tíð og vonandi höldum við áfram að styrkja sambandið við þá.

Í umfjöllun okkar í blaði vikunnar er farið yfir söguna, rætt við fyrrverandi starfsmenn og fleiri. Þeim öllum er þakkaður stuðningur

og samstarf með von um að það haldi áfram. Páll Ketilsson, ritstjóri. Víkurfréttir ehf. – 7. janúar 1983 – 40 ár! Páll ræddi við Skúla Mogensen, sem þá var forstjóri WOW, þar sem hann sagði Suðurnes vera sætustu stelpuna á ballinu. Ásdís Björk Pálmadóttir og Páll Ketilsson með Víkurfréttir á fyrsta ári þeirra í blaðaútgáfunni. Páll í viðtali sl. haust við Grím Kolbeinsson fyrir Iðuna, þar sem fjallað var um útgáfu Víkurfrétta í áratugi. Fyrsti blaðhaus Víkurfrétta ehf. frá árinu 1983.
á
Ólafur Ragnar Grímsson og fleira Alþýðubandalagsfólk
í heimsókn á skrifstofu Víkurfrétta
níunda áratug síðustu aldar.
Olga Björt Þórðardóttir sýnir Hilmari Braga Bárðarsoni, Sigfúsi Aðalsteinssyni og Þorsteini Kristinssyni ljósmynd í myndavélinni. Olga var blaðamaður VF, Sigfús auglýsingastjóri og Þorsteinn í hönnun.
„Í hverjum bílskúr og í hverju húsi eru sögur sem hafa ekki verið sagðar“ JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON VÍKURFRÉTTIR Í GÓÐA FJÓRA ÁRATUGI HILMAR BRAGI HJÁ VÍKURFRÉTTUM Í 35 ÁR Víkurfréttir mitt gæfuspor í lífinu 40 ára ehf.
Páll og Hilmar Bragi á Hafnargötunni í Keflavík í desember 2022 en gatan hafði verið þakin gervisnjó vegna upptöku á sjónvarpsþáttaseríunni True Detective, sem m.a. skartar Jodie Foster.

Víkurfréttir mitt gæfuspor í lífinu

Undirritaður var að verða þrettán ára þegar Páll Ketilsson keypti, í félagi við Emil Pál Jónsson, útgáfu Víkurfrétta í ársbyrjun 1983. Þeir stofnuðu Víkurfréttir ehf. 7. janúar þetta ár. Á sama tíma sat ég við eldhúsborðið heima hjá mér í Garðinum með ritvél bróður míns og vélritaði upp brandara í blað sem ég og Guðbergur Reynisson gáfum í fyrsta skipti út þetta sama ár, 1983. Blaðið hét Guffaskop og var ljósritað í nokkuð mörgum eintökum sem seld voru með því að ganga í hús í Garði.

Ég man vel eftir Víkurfréttum frá þessum tíma. Er ekkert viss um að margir þrettán ára hafi eitthvað verið að velta fyrir sér blaðaútgáfu á þessum tíma. Ég varð fljótlega skotinn í Víkurfréttum og notaði tækifærið þegar ég var á síðasta ári í grunnskóla og boðið var upp á starfskynningar í fyrirtækjum að kynna mér starfsemi fjölmiðla. Þá voru starfskynningar með þeim hætti að þær voru í fjóra daga. Ég valdi að fara tvo daga til Morgunblaðsins og tvo daga til Víkurfrétta. Sá muninn á litla héraðsmiðlinum og svo Morgunblaðinu sem var risinn á íslenskum dagblaðamarkaði á þessum tíma.“

Mamma sótti fast að drengurinn fengi vinnu

Víkurfréttir heilluðu unga manninn, sem fljótlega fékk hlutverk að sjá um efni fyrir unglinga í blaðinu og hlutverk fréttaritara í Garði. Það var ekki að ganga alveg nógu vel að tryggja sér fast starf í upphafi en Páll Ketilsson hefur látið hafa eftir sér oftar en einu sinni að mamma, Fanný Hauksdóttir, hafi sótt það fast að hann tæki drenginn að sér. Það hafðist loks í gegn í febrúar 1988 og ég var ráðinn í fullt starf við blaðið, og ég ekki orðinn átján ára. Var að reyna að stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en var svo harðákveðinn í að ég ætlaði mér að verða blaðamaður að ég mátti ekkert vera að þessu skólastússi. Skóli lífsins yrði það að vera.

Sagði upp í skjóli nætur

Kaupið var ekki hátt og nokkrum misserum síðar sendi undirritaður uppsagnarbréf í skjóli nætur og sagði starfi sínu lausu á ritstjórninni. Í stuttu máli sagt þá var uppsögnin ekki tekin til greina. „Við viljum hafa þig í okkar liði,“ sögðu ritstjórarnir, sem voru tveir á þessum tíma, og hér er ég ennþá, 35 árum síðar. Ég man reyndar ekkert hvað ég ætlaði að fara að gera ef uppsögnin hefði verið tekin gild. Það var jú líflegur fjölmiðlamarkaður á þessum tíma.“

Víkurfréttir og Reykjanes

Það er búið að vera fjör á ritstjórninni frá fyrsta degi. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Það hefur verið lífleg samkeppni á fjölmiðlamarkaði á Suðurnesjum frá því ég byrjaði hjá Víkurfréttum. Þegar ég kom til Víkurfrétta var einnig gefið út vikublaðið Reykjanes. Blöðin tvö tókust á á síðum blaðanna. Svo fór að Víkurfréttir tóku að sér útgáfu Reykjaness með samningi við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ, réðu til sín tvo starfsmenn blaðsins. Annar þessara starfsmanna, Aldís Jónsdóttir, starfaði hjá okkur á Víkurfréttum í 30 ár. Útgáfu Reykjanes var hins vegar fljótlega hætt.

Víkurfréttir

1991. Fjölmargir reyndu fyrir sér með útgáfu blaðsins og fóru í þrot. Suðurnesjafréttir hurfu af sjónarsviðinu árið 2003 þegar blaðið var lagt niður og stofnað var til Suðurfrétta sem átti að dreifa í öllu Suðurkjördæmi. Það ævintýri varð ekki langlíft. Útgáfufélög Suðurnesjafrétta reyndu ýmislegt til að hasla sér völl á fjölmiðlamarkaði á Suðurnesjum. Útvarpsstöðin Brosið varð ein af hliðarafurðum blaðsins en varð ekki langlíf.

Eldfimt ástand á ritstjórninni

Þeim Páli og Emil Páli samdi ekki um ritstjórnarstefnu Víkurfrétta og í byrjun október 1993 var tilkynnt um breytingar á eignarhaldi Víkurfrétta. Páll Ketilsson keypti eignarhlut Emils í fyrirtækinu sem þeir höfðu stofnað saman í ársbyrjun 1983. Það var „eldfimt“ ástand á ritstjórnarskrifstofunni sem á þessum tíma var til húsa að Vallargötu 15 í Keflavík. Palli og Emmi voru eins ólíkir og svart og hvítt. Þá er einnig talsverður aldursmunur á þeim og þeir áttu eiginlega ekkert sameiginlegt, nema jú að gefa út Víkurfréttir saman. Það var því mitt gæfuspor í lífinu þegar ljóst var að það yrði Páll sem myndi taka yfir reksturinn og gefa blaðið út áfram. Hann gerði mig að fréttastjóra, 23 ára manninn.

Emil Páll fór í útgáfu eftir brotthvarfið frá Víkurfréttum. Hóf útgáfu á Beztablaðinu. Eftir það gaf hann út blað sem fékk nafnið Reykjanestíðindi og starfaði um tíma að útgáfu Suðurnesjafrétta með Halldóri Leví Björnssyni.

Ótrúlegar tæknibreytingar

Eftir að hafa starfað í 35 ár á sama fjölmiðli þá er gaman að hugsa til allra þeirra breytinga sem orðið hafa í tækni á þessum áratugum. Það er eiginlega bara hægt að nota orðið „gríðarlegar“ um þær breytingar

Víkurfréttir heilluðu unga manninn, sem fljótlega fékk hlutverk að sjá um efni fyrir unglinga í blaðinu og hlutverk fréttaritara í Garði. Það var ekki að ganga alveg nógu vel að tryggja sér fast starf í upphafi en Páll Ketilsson hefur látið hafa eftir sér oftar en einu sinni að mamma hafi sótt það fast að hann tæki drenginn að sér.

og Suðurnesjafréttir

Það var einnig fjör í blaðaútgáfunni á Suðurnesjum þegar Suðurnesjafréttir hófu göngu sína í lok mars

sem hafa orðið. Ritvélin sem var á borðinu fyrir framan blaðamanninn árið 1987 á einni myndinni sem birt er með þessum pistli á ekkert skylt við nýjustu tölvuna sem tekin var í notkun nú í ársbyrjun, græja sem er notuð til að skrifa efni blaðsins, vinna ljósmyndir, setja upp síður Víkurfrétta og klippa sjónvarpsþætti. Tækni sem engum hefði dottið í hug fyrir 35 árum.

Ég er líka búinn að prófa ýmislegt á öllum þessum árum. Á Vallargötunni var myrkraherbergi og um tíma tók ég að mér að loka mig þar inni einu sinni í viku og framkalla vikuskammtinn af filmum með fréttamyndum blaðsins og stækka myndir á pappír. Nú er þessi „framköllunarvinna“ komin í tölvuna þar sem unnið er með stafrænar ljósmyndir á svipaðan hátt og þegar unnið var með filmurnar í ljósmyndastækkaranum í gamla daga.

Ég hef líka tekið virkan þátt í umbroti á blaðinu og að skapa útlit þess. Það er gaman að skapa blað í tölvunni, sjá síðurnar verða til, texta flæða og myndirnar setja svip á síðurnar. Það er sjarminn við það að starfa á „litlum“ fjölmiðli að maður

mörgum þáttum

Að skrifa fréttina, taka myndina og hanna útlit efnisins. Samhliða blaðinu er svo að verða til vikulegur sjónvarpsþáttur og þar er ég oftast á bak við myndavélina en tek einnig viðtöl. Ég hef hins vegar látið það eftir Páli að vera andlit þáttarins. Ég kann betur við mig í framleiðslunni. Tæknin í sjónvarpsvinnunni er ekkert minni en í blaðavinnslunni og hefur verið hraðari á allra síðustu árum. Þannig er myndefni sem er rétt tíu ára gamalt næstum ónothæft í dag, þar sem stærð/upplausn mynda þá er mun minni en það sem er í boði í dag. Þegar sóttar eru sjónvarpsmyndir í safn frá fyrstu árunum, þá eru þær eins og frímerki í samanburði við stærð/upplausn mynda sem notast er við í dag.

Fjölmargt samstarfsfólk

Eftir öll þessi ár er hópur samstarfsmanna orðinn stór. Samstarfsfólk frá því að hafa starfað aðeins í nokkra mánuði upp í ár og áratugi. Fjölmargir hafa notað Víkurfréttir sem stökkpall inn á aðra fjölmiðla. Við „eigum“ nokkur andlit og raddir á RÚV í gegnum tíðina og sömu sögu er að segja af Stöð 2, Vísi og Fréttablaðinu. Þegar við heyrum í „okkar“ fólki þá segja þau öll að Víkurfréttir hafi verið góður skóli fyrir næstu skref á fjölmiðlabrautinni. Það er ánægjulegt.

Ég þakka eigendum Víkurfrétta það traust sem mér hefur verið sýnt öll þessi ár. Það hafa fjölmargar hugmyndir verið framkvæmdar. Sumt hefur fest sig í sessi, annað hefur farið sína leið. Það er gaman að mæta í vinnuna alla daga. Ég hef helgað líf mitt þessu starfi og hef aldrei horft á klukkuna með það hvort vinnudagurinn sé of langur. Það er líka gæfa mín í lífinu að hafa ekki fengið golfbakterínua. Finnst betra að vera með Víkurfréttabakteríuna!

Hilmar Bragi Bárðarson, starfsmaður Víkurfrétta frá því í febrúar 1988.

er að taka þátt í svo útgáfunnar. Hilmar Bragi við ritvélina á ritstjórn Víkurfrétta árið 1987. Með kvikmyndatökuvélina á öxlinni á brunaæfingu á Keflavíkurflugvelli. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, nýkomnir í land í Hafnarfjarðarhöfn eftir siglingu með frystiskipinu Baldvin Njálssyni GK 400 frá Keflavíkurhöfn en skipið kom nýtt til landsins í nóvember 2021.
10 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Hilmar Bragi Bárðarson kom í starfskynningu til Víkurfrétta árið 1986 og byrjaði í fullu starfi hjá blaðinu 1988

Víkurfréttir í sjónvarpi í 30 ár

Víkurfréttir hafa verið í fréttavinnslu og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í 30 ár. Sjónvarpssagan hófst árið 1993 þegar Víkurfréttir tóku að sér fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 á Suðurnesjum. Þá var Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Sigmundur Ernir Rúnarsson varafréttastjóri. Strax fyrsta árið á Stöð 2 skiluðu Víkurfréttir 150 fréttum frá Suðurnesjum til áhorfenda stöðvarinnar. Samstarfið við Stöð 2 stóð til ársins 2008 en við bankahrunið þurfti Stöð 2 að ráðast í mikinn niðurskurð og samningi milli Víkurfrétta og stöðvarinnar var sagt upp.

Á þessum tíma var Ingvi Hrafn Jónsson að stofna sjónvarpsstöðina ÍNN og samstarf tókst milli stöðvarinnar og Víkurfrétta um birtingu sjónvarpsþátta frá Suðurnesjum. Árið 2009 voru prófaðir þrír þættir sem fengu nafnið Suðurnesjamagasín. Sú dagskrárgerð hófst svo af alvöru 2013 og Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta var

vikulega á dagskrá. Þegar eignarhald á ÍNN breyttist var samið við sjónvarpsstöðina Hringbraut um að taka Suðurnesjamagasín til birtingar. Þar ræður Sigmundur Ernir Rúnarsson ríkjum og þekkti vel til Víkurfréttamanna.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Pál Ketilsson og hans fólk á Víkurfréttum til liðs við okkur á

Hringbraut,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson í fréttaviðtali þegar Suðurnesjamagasín hóf göngu sína á Hringbraut í nóvember 2016 og rifjar upp að samstarf hans og Páls hafi byrjað á Stöð 2 árið 1993 „og

ég þekki fyrir vikið fagmennsku hans og lipurð í samstarfi,“ sagði Sigmundur.

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta segir að honum og hans fólki á blaðinu hafi þótt tímabært að

breyta til við eigendaskipti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Samstarf við Hringbraut sé rökrétt framhald á dagskrárgerð Víkurfrétta, enda sé sú stöð í mikilli sókn og fagmennska þar ráðandi.

Suðurnesjamagasín er í dag næstelsti þátturinn á dagskrá Hringbrautar en aðeins Mannamál Sigmundar Ernis er eldri þáttur. Framleiddir hafa verið 426 þættir af Suðurnesjamagasíni frá upphafi.

Víkurfréttir hafa einnig framleitt þáttaröðina Suður með sjó fyrir Hringbraut en fleiri þættir úr þeirri þáttaröð eru væntanlegir á skjáinn á næstu vikum. Þeir hafa verið í upptökum frá því í haust og upptökur standa enn yfir.

Þá hafa Víkurfréttir framleitt golfþætti fyrir sjónvarp og komið að beinum útsendingum frá Íslandsmótinu í golfi.

Við styðjum framleiðslu Suðurnesjamagasíns v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 11

Víkurfréttir í góða fjóra áratugi

Útgáfufélag Víkurfrétta, Víkurfréttir ehf., varð 40 ára síðastliðinn laugardag en félagið var stofnað 7. janúar 1983. Útgáfa Víkurfrétta hófst hins vegar síðsumars 1980 en 14. ágúst það ár kom fyrsta tölublað Víkurfrétta út. Fyrstu árin kom blaðið út hálfsmánaðarlega, eða til ársloka 1982. Þá var blaðið gefið út af Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Núverandi útgáfufyrirtæki, Víkurfréttir ehf., keypti útgáfu blaðsins um áramótin 1982–1983 og þá var ákveðið að gefa blaðið út vikulega. Nýja félagið hóf vikulega útgáfu á blaðinu í mars 1983 og Grágás sá áfram um prentvinnslu og umbrot en nú fyrir nýja eigendur. Úr verslunum inn á heimili

Fyrstu árin var Víkurfréttum dreift í verslanir og þjónustufyrirtæki, þar sem lesendur nálguðust blaðið. Fljótlega var þjónustan efld í Keflavík og Njarðvík og Víkurfréttir komu sér upp vaskri sveit blaðbera sem dreifðu blaðinu inn á heimili alla fimmtudaga. Í öðrum sveitarfélögum Suðurnesja var blaðið áfram í verslunum og á bensínstöðvum. Best var þjónustan þó í Höfnum þar sem Jón Borgarsson og fjölskylda sáu um dreifingu blaðsins inn á öll heimili til fjölda ára. Um skeið voru Víkurfréttir með fjölda blaðbera að störfum og Pálmi Viðar, tengdafaðir Páls, sá um að keyra blöðunum heim til blaðberanna. Sumir voru reyndar svo spenntir að komast í útburðinn að þeir voru mættir snemma á fimmtudagsmorgnum í prentsmiðjuna til að sækja sinn skammt af blöðum. Svo kom að því að samið var við Íslandspóst um blaðburðinn og fyrirtækið annaðist það verkefni fram að kórónuveirufaraldrinum í ársbyrjun 2020. Þá voru gerðar miklar breytingar á dreifingu Víkurfrétta, sem komið verður nánar inn á síðar í þessum pistli.

Í sauðalitunum

Fyrstu árin máttu lesendur sætta sig við svart/hvítt blað í viku hverri og enginn kvartaði, enda tíðkaðist ekki að blöðin væru litprentuð nema á stórhátíðum. Dagblöðin voru svart/ hvít eða prentuð í mesta lagi með einum aukalit. Litprentun var í Víkurfréttum um jól og þá aðeins á útsíðum.

Árið 1993 urðu breytingar á eignarhaldi Víkurfrétta ehf. þegar Emil Páll Jónsson, sem stofnaði fyrirtækið með Páli Ketilssyni, fór út úr því haustið 1993. Páll og fjölskylda eignuðust félagið að fullu. Ári síðar urðu önnur umskipti þegar prentun blaðsins fluttist frá Prentsmiðjunni Grágás yfir til Stapaprents. Fljótlega eftir þá breytingu var broti blaðsins breytt, síðurnar minnkaðar um 10% og litaprentun hafin á um helmingi blaðsins. Stapaprent hafði á þessum tíma yfir að ráða prentvél sem gat prentað sextán síður á örk. Þannig voru átta síður í lit og aðrar átta í svart/hvítu. Allt umfram það var þó

áfram í svart/hvítu. Þetta var tímafrek prentun. Litasíður þurftu að vera komnar til prentunar á þriðjudegi í blaði sem kom út á fimmtudegi. Þetta þýddi í raun það að forsíðan þurfti að vera tilbúin tveimur sólarhringum áður en blaðið kom út. Það voru því ekki alltaf nýjustu fréttir á forsíðunni.

Á þessum tímamótum fór uppsetning blaðsins, umbrot og hönnun, sem áður var í höndum starfsmanna prentsmiðja, smám saman að færast yfir til starfsmanna Víkurfrétta en þarna var tölvan komin sterk inn í slíka vinnslu. Tölvan var gríðarleg bylting og sparaði mikinn tíma og verulegar fjárhæðir fyrir útgefendur blaða. Myndvinnsla gjörbreyttist og enn meira með stafrænni tækni sem hélt innreið sína stuttu síðar. Síðla árs 1995 birtist fyrsta „stafræna“ ljósmyndin á forsíðu Víkurfrétta. Fjórum árum síðar var nær öll ljósmyndun orðin stafræn hjá Víkurfréttum.

Meiri lit, meiri lit

Á þessum tíma var ásókn í auglýsingar í lit að aukast mjög, jafnframt því sem kröfur auglýsenda um að skila auglýsingum nær útgáfudegi

en áður hafði verið urðu háværar. Þetta gerðist á sama tíma og mikil tölvubylting varð í uppsetningu blaða. Það var því ljóst að breytingar varð að gera á prentun blaðsins til að svara nýjum kröfum á þessu sviði. Það þýddi að prentun þurfti að vera hraðari og öflugri og því miður var það ekki í boði á Suðurnesjum.

Það var því síðla árs 1999 að Víkurfréttir sömdu við Prentsmiðjuna Odda um prentun blaðsins. Jafnframt var fullvinnsla blaðsins til prentunar komin til Víkurfrétta. Blaðið var því búið að koma sér upp eigin prentvinnslu, þannig þó undir þeim formerkjum að prentvélin var á hinum enda „símalínunnar“. Víkurfréttum er skilað til prentunar á svokölluðu PDF-sniði og sent til prentsmiðjunnar í gegnum netsamband. Það er gaman að segja frá því að Víkurfréttir voru notaðar sem þróunarverkefni í prentun blaða og eru fyrsta blaðið sem skilað er til prentunar í PDF-skjalasniðinu.

Fyrstu mánuðina var blaðinu ekið til Reykjavíkur á geisladiskum. Netsambandið var ekki hraðara en svo á þessum árum, að það var fljótlegra að afrita blaðið á disk en að senda gögnin í gegnum netsamband. Eins og svo margt annað, þá hefur þró-

unin á netinu verið gríðarlega hröð og það hafa Víkurfréttir nýtt sér. Nú tekur örfáar sekúndur að afrita blaðið frá Víkurfréttum og til prentsmiðjunnar.

Af glanspappír á dagblaðapappír

Næsta stóra breyting á útiliti og formi blaðsins átti sér stað á vordögum 2011. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta þann 14. ágúst 1980 og fram í apríl 2011 hafði blaðið verið prentað á „glanspappír“. Til að ná fram enn frekari hagræðingu eftir erfitt bankahrun var ákveðið að skipta um prentsmiðju. Frá 14. apríl 2011 hefur prentsmiðjan Landsprent annast prentun Víkurfrétta í stærstu og öflugustu prentvél landsins. Í þeirri prentvél er Morgunblaðið prentað daglega og einnig mörg af héraðsfréttablöðum landsins. Víkurfréttum er skilað til prentunar síðdegis á þriðjudögum og er blaðið prentað þá um kvöldið og komið til Reykjanesbæjar um miðnætti á þriðjudagskvöldum. Dreifing á því hefst snemma á miðvikudagsmorgnum, þar sem blaðinu er komið á um 30 dreifingarstaði á Suðurnesjum.

Víkurfréttir hafa alla tíð verið í forystuhlutverki á Suðurnesjum, verið stærsta frétta- og auglýsingablað svæðisins og einnig verið leiðandi í útgáfu meðal bæjar- og héraðsfréttablaða á landinu öllu.

Öflug útgáfa á netinu

Víkurfréttir hafa verið í fremstu röð á netinu frá upphafi. Vefur var stofnaður árið 1995. Víkurfréttir eru fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem dreifði fréttum á netinu án endurgjalds. Fyrstu árin var vefurinn þó aðeins uppfærður vikulega, á fimmtudögum, þegar blaðið var komið úr prentun. Um áramótin 1999–2000 var hins vegar settur kraftur í vefinn og hann uppfærður daglega með nýj-

ustu fréttum. Aðsóknin fór að aukast umtalsvert við þetta.

Tíu árum eftir stofnun vf.is, eða árið 2005, hófu Víkurfréttir rekstur á golfvefnum kylfingur.is. Vinsældir hans hafa aukist á hverju ári, enda er golf næststærsta íþróttagrein landsins. Frá árinu 2000 og í fimmtán ár sáu Víkurfréttir um útgáfu á tímariti Golfsambands Íslands, sem var umfangsmikil útgáfa.

Helgarblað og sjónvarpsdagskrá og jafnvel tvisvar í viku

Víkurfréttir hafa prófað ýmislegt á þessum 40 árum sem liðin eru síðan stofnað var til útgáfufélags núverandi eiganda. Sumt gengur og annað ekki. Þannig var Víkurfréttum um tíma dreift tvisvar í viku veturinn 1986, á þriðjudögum og fimmtudögum. Á þessum tíma var annað vikublað, Reykjanes, gefið út á svæðinu og það reyndi líka tveggja vikudaga útgáfu. Suðurnesjablöð voru því að koma út fjóra daga vikunnar. Dreifingu tvisvar í viku var fljótlega hætt hjá báðum aðilum. Ekki löngu síðar tóku Víkurfréttir við útgáfu Reykjaness og gáfu það út í verktöku fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurt skeið, eða þar til útgáfa Reykjaness var lögð niður. Þannig var Reykjanesi dreift á miðvikudögum og Víkurfréttum á fimmtudögum í hverri viku.

Nokkrum árum síðar keyptu Víkurfréttir vikuritið SjónvarpsPésann sem dreift var á Suðurnesjum. Útgáfa þess var löguð að útgáfu Víkurfrétta en var síðan fljótlega hætt, enda þrengingar á auglýsingamarkaði og ekki pláss fyrir sjónvarpsdagskrárblaðið.

Víkurfréttir hófu útgáfu á Tímariti Víkurfrétta á haustmánuðum 1999. Tímaritið kom út einu sinni það árið en sama haust var gerð tilraun með útgáfu Helgarblaðs VF, sem var blað sem var selt. Sú tilraun varð ekki fullreynd. Viðtökur voru góðar en umtalsverða fjölgun

Ein af uppáhalds myndunum okkar á Víkurfréttum, tekin við Garðvang í Garði árið 1983. Þarna eru vistmenn að lesa blaðið. Frá sjóðheitum bæjarstjórnarfundi þar sem tekist var á um nafn sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Páll á blaðamannaborði Víkurfrétta í fundarsal bæjarstjórnar. Páll teiknar útlit af blaðinu á þeim árum sem prentsmiðja sá um uppsetningu blaðsins. Emil Páll Jónsson og Páll Ketilsson ritstýrðu Víkurfréttum saman í áratug, frá 1983 til 1993.
12 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Það þarf oft öflug tæki til að komast á vettvang og Páll við eldstöðvarnar á Fagradalsfjalli

hefði þurft í starfsliði blaðsins til að gefa út sérstakt helgarblað. Helgarblaðstilraunin stóð í mánuð og gefin voru út þrjú Helgarblöð Víkurfrétta. Kraftur var hins vegar settur í útgáfu Tímarits Víkurfrétta, TVF, strax árið 2000 og blaðið gefið út reglulega. Útgáfu TVF var hætt í lok árs 2007 en það ár komu út þrjú tölublöð og samtals urðu tölublöð TVF tuttugu og sex frá því útgáfan hófst síðla árs 1999 til 2007.

Víkurfréttir gáfu einnig út í mörg ár vikulegt fréttablað Varnarliðsins, The White Falcon. Þar var ritstjórn í höndum Varnarliðsins en Víkurfréttir seldu auglýsingar í blaðið. Um tíma gáfu Víkurfréttir einnig út Bæjartíðindi, bæjarblað í Grindavík.

Yfirburðir ár eftir ár

Þrisvar hefur lestur og viðhorf til blaðsins verið kannað af Gallup og ávallt hafa yfirburðir Víkurfrétta komið fram. Síðasta könnun sem gerð var sýndi að rúm 90% Suðurnesjamanna lesa blaðið í viku hverri eða oftar. Þá er ánægja með blaðið einnig mikil. Lestur Víkurfrétta er örugglega heimsmet þegar kemur að lestri eða áhorfi á svæðisbundinn fjölmiðil.

Strandhögg á höfuðborgarsvæðinu

Árið 2004 hófu Víkurfréttir ehf. útgáfu VF vikublaðs í Hafnarfirði og Garðabæ. Opnuð var skrifstofa í Hafnarfirði en útgáfu blaðsins var hætt í júlí 2008.

Fréttastofa Suðurnesja

Þjónusta við aðra fjölmiðla hefur verið mikil. Víkurfréttir eru með ljósmyndaþjónustu fyrir dagblöðin. Víkurfréttir byrjuðu fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 á árinu 1993. Í fimmtán ár eða fram að bankahruni var þessi starfsemi viðamikil. Þegar mest var birtust um 150 fréttir og innslög frá Suðurnesjum á Stöð 2 á einu ári. Í dag annast Víkurfréttir tilfallandi

Margir góðir starfsmenn á þrjátíu árum

Fjölmargir hafa starfað hjá VF þá rúmu fjóra áratugi sem blaðið hefur verið gefið út. Sumir hafa stoppað stutt á ritstjórninni, á meðan aðrir hafa verið lengur. Af núverandi starfsmönnum hefur Hilmar Bragi Bárðarson starfað lengst hjá Víkurfréttum, í 35 ár. Aldís Jónsdóttir starfaði á skrifstofu blaðsins í 30 ár en hún lét af störfum fyrir tveimur árum. Stefanía Jónsdóttir var skrifstofustjóri í tvo áratugi og nokkrir starfsmenn fylltu tíu ár í starfi.

Páll ritstjóri hefur verið eigandi blaðsins frá árinu 1983 og unnið við það nánast frá stofnun því hann var lausapenni hjá stofnendunum. Í dag eru lykilstarfsmenn hjá Víkurfréttum með mikla reynslu af útgáfumálum.

Framleiðsla sjónvarpsþátta frá Suðurnesjum

Þegar undirritaður tók pistil saman um aldarfjórðungs afmæli blaðsins árið 2005 sáum við hjá VF mikla möguleika í frekari vinnslu á sjónvarpsefni inn á vefinn okkar og til birtingar á öðrum efnisveitum. Talsverð vinna var þá lögð í að koma upp efnisveitu eða grunni að sjónvarpsstöð Víkurfrétta á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ. Því miður entist okkur ekki kraftur til að koma því verkefni alla leið, því við efnahagshrunið árið 2008 varð að beita aðhaldi í rekstri fyrirtækisins og setja „gæluverkefni“ eins og sjónvarp á ís.

Árið 2009 framleiddu Víkurfréttir þrjá hálftíma sjónvarpsþætti sem sýndir voru á ÍNN og fjölluðu um mannlífið á Suðurnesjum. Þættirnir fengu nafnið Suðurnesjamagasín og mörkuðu upphafið að sjónvarpsþáttagerð. Suðurnesjamagasín fór síðan fyrir alvöru á flug árið 2013, fyrst á ÍNN en frá árinu 2016 hafa þættirnir verið sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is. Þegar þessi pistill birtist hafa verið framleiddir 426 þættir af Suðurnesja-

faldast eftir að blaðið hætti að koma út á prenti og færði sig alfarið yfir á netið. „Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ sagði Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi Víkurfrétta, í viðtali við Morgunblaðið á þessum. Blaðið var prentað í 8.500 eintökum en heimsóknir í hvert rafrænt dagblað hafa ekki verið undir fimmtán þúsundum. Þegar kórónuveiran fór af stað hérlend is laskaðist aug lýs ingamarkaðurinn mikið, auk þess sem Víkurfréttir stóðu frammi fyrir því að Íslandspóstur ætlaði hætta að dreifa blöðunum 1. maí. Ákveðið var að nýta tækifærið og gefa blaðið út eingöngu á rafrænu formi. Ef eitthvað er hefur verið gefið í hvað varðar frétta- og blaðamennsku og að sögn Páls hefur blaðið talað við hátt í 250 Suðurnesjamenn síðan kórónuveiran fór af stað. „Við erum að spara okkur prentun og dreifingu. Það hjálpar á sama tíma og auglýsingamarkaðurinn er mjög laskaður,“ segir hann. Páll bætir við að Víkurfréttir virðast vera að ná betur til yngra fólksins en áður með þessum breytingum. Aftur á móti hafa einhverjir eldri borgarar kvartað yfir því að vera ekki eins tengdir og áður. Ráða þurfi bót á

Víkurfréttir

Þar

Forsíðan

tíðindi þegar kórónuveiran skall á af fullum þunga. Samkomutakmarkanir og hrun á auglýsingamarkaði. Fólk var farið að vinna að heiman og tölvan varð allt í einu miðdepill í öllum samskiptum fólks. Pappír inn um bréfalúguna, sem enginn vissi hvort Covid-sýktir puttar væru búnir að snerta, varð óvinsæll. Þar sem það lá fyrir að dreifingu inn á heimili yrði hætt með vorinu, og fólk væri ekki að hópast í verslanir til að sækja sér eintak af Víkurfréttum, var tekin stór ákvörðun og gæfuspor fyrir Víkurfréttir. Ákveðið var að hætta prentun Víkurfrétta og blaðið sem kom út 26. mars 2020 var eingöngu rafrænt. Tölublöðin sem eingöngu komu út á rafrænu formi urðu tuttugu en þá var aftur látið reyna á prentun. Breytingin nú var sú að prentaða blaðinu er eingöngu dreift í verslanir og á þjónustustaði. Rafræna blaðið náði strax vinsældum hjá fólki í kórónuveirufaraldrinum og staðreyndin er sú að fleiri „eintök“ eru sótt rafrænt en voru prentuð áður. Prentað upplag er einnig minna í dag en fyrir veirufaraldurinn og ræðst það helst af því að fjöldi lesenda kýs að lesa blaðið í tölvunni sinni frekar en að sækja prentaða blaðið.

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á tímamótum er alltaf gaman að kíkja í baksýnisspegilinn og sjá hvað er að baki og einnig að velta fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Að baki eru 2.075 tölublöð Víkurfrétta frá því blaðið kom fyrst út síðsumars 1980. Ætli blaðsíðurnar séu ekki orðnar um 45.000 á þessum tíma?

magasíni frá upphafi og þáttur númer 427 er á dagskrá í þessari viku.

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er að vekja athygli langt út fyrir Suðurnesin. Það merkjum við á viðbrögðum sem við fáum víða að. Þættirnir okkar urðu meira að segja nokkuð heitir í umræðunni á Alþingi Íslendinga korter í jól. Meirihluti Alþingis er sammála því að þættir eins og Suðurnesjamagasín eru mikilvægt framlag inn í fjölmiðlaflóruna frá landsbyggðinni og samþykkti 100 milljóna króna fjárveitingu til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarpsstöð á árinu 2023. Það verður áhugavert að sjá hvort Suðurnesjamagasín eflist við þetta á nýbyrjuðu ári. Það er í höndum ráðherra sem á að setja úthlutunarreglur (hóst!).

Samfélagsmiðlar Víkurfrétta vaxið hratt

Frá því 30 ára afmæli Víkurfrétta ehf. var fagnað árið 2013 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Útgáfuafmælið þá var haldið á eftirhrunsárum og umhverfið á Suðurnesjum var ennþá erfitt. Vefur Víkurfrétta hefur gengið

í gegnum þó nokkra endurnýjun á síðasta áratug eða svo og vefirnir vf.is og kylfingur.is hafa verið samræmdir í útliti. Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á þessum síðasta áratug í útgáfunni og samkeppnin við samfélagsmiðlana einnig. Miðlar VF eru einnig duglegir að nýta sér samfélagsmiðlana og þannig eru Víkurfréttir á Facebook með á þriðja tug þúsunda fylgjenda. Þá eru um 6.000 fylgjendur með Youtube-rás Víkurfrétta, þar sem allt okkar sjónvarpsefni er birt. Mikill vöxtur var á samfélagsmiðlum Víkurfrétta í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesskaganum. Ein milljón áhorfa var á beina útsendingu sem sýndi útsýni frá höfuðstöðvum Víkurfrétta að Keili í aðdraganda eldgossins í mars 2021.

Kórónuveiran gjörbreytti umhverfi Víkurfrétta

Síðustu tvö ár hafa verið athyglisverð hjá Víkurfréttum. Í ársbyrjun árið 2020 fengu Víkurfréttir uppsagnarbréf frá Íslandspósti. Pósturinn ætlaði að hætta dreifingu Víkurfrétta frá og með 1. maí það ár. Páll ritstjóri hafði vart meðtekið þau

Suðurnesjamagasín hefur vaxið ár frá ári og þættirnir orðnir 426 frá upphafi. Samstarfið við sjónvarpsstöðina Hringbraut hefur verið farsælt en þar hefur þátturinn verið sýndur vikulega í átta ár og er næstelsti þáttur Hringbrautar. Aðeins Mannamál Sigmundar Ernis er eldri þáttur þar á bæ.

Víkurfréttir hafa síðasta áratuginn verið til húsa á fjórðu hæð í Krossmóa 4 með fallegt útsýni yfir Reykjanesbæ. Þar höfum við síðustu mánuði verið að koma okkur upp aðstöðu til að framleiða meira sjónvarpsefni í myndveri. Einnig er framleiðsla á efni fyrir hlaðvarp möguleg í sama stúdíói en hlaðvarp með bæði hljóði og mynd njóta vinsælda. Möguleikarnir eru miklir og á nýliðnu ári auglýstum við eftir fólki til að vinna að þáttagerð með okkur og viðbrögðin voru með ágætum.

Að lokum óska ég eigendum Víkurfrétta, þeim Páli Ketilssyni og Ásdísi Björk Pálmadóttur, til hamingju með þessi tímamót, 40 ára afmæli útgáfufélagsins, en það er ekki sjálfgefið í dag að reka fjölmiðil á Íslandi á sömu kennitölu í fjóra áratugi.

Samantekt: Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta.

sjónvarpsupptökur fyrir bæði Stöð 2 og RÚV á Suðurnesjum. Rafræna útgáfan vakti athygli Morgunblaðið sýndi rafrænu útgáfu Víkurfrétta áhuga á vormánuðum 2020 og flutti frétt sem greindi frá því að lestur Víkurfrétta hefur tvö-
því, sagði í frétt Morgunblaðsins. Því var svarað tuttugu vikum síðar með því að farið var að prenta að nýju.
Páll Hilmar Ketilsson og Ásdís Björk Pálmadóttir eru eigendur Víkurfrétta ehf. Hér eru þau að dreifa jólablaði Víkurfrétta sem er stærsta blað ársins. vettvang fréttanna. Hér eru Hilmar Bragi Fagradalsfjalli þegar þar fór að gjósa árið 2021. Starfsmannahópurinn hjá Víkurfréttum árið 2012. F.v.: Sigfús Aðalsteinsson, Rut Ragnarsdóttir, Hilmar Bragi Bárðarson, Þórgunnur SIgurjónsdóttir, Páll Ketilsson, Aldís Jónsdóttir, Þorsteinn Kristinsson og Eyþór Sæmundsson. í þessari viku eru tölublað númer 2.075 frá upphafi. af voru tuttugu tölublöð sem eingöngu voru gefin út rafræn á árinu 2020. Það var vegna aðstæðna sem sköpuðust í kórónuveirufaraldrinum. hér að ofan er af fyrsta tölublaðinu eftir að farið var að prenta blaðið að nýju.
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 13
Frá opnun á nýjum vef vf.is árið 2006. F.v.: Þorgils Jónsson, Ellert Grétarsson, Jónas Franz Sigurjónsson, Júlíus Guðmundsson, Páll Ketilsson, Hilmar Bragi Bárðarson og Jón Björn Ólafsson.

Man þegar fyrsta fréttin um vonda lykt frá kísilverinu var skrifuð

Hvað varð til þess að þú sóttir um hjá blaðinu?

„Ég frétti af því að það vantaði blaðamann til Víkurfrétta. Ég var einmitt að leita mér að starfi þá. Bæði hafði ég reynslu af blaðamannsstarfinu og er frá Suðurnesjum svo ég ákvað að sækja um.“

Hvernig fannst þér að starfa við blaðamennsku á þessum tíma? „Mér fannst það áhugavert. Þetta voru þannig tímar á Suðurnesjum að eftir mikið atvinnuleysi eftir brottför hersins og bankahrunið var atvinnulífið að rétta úr kútnum og áhyggjur

voru að vakna af því að það vantaði fólk í störf á Suðurnesjum og hvernig ætti að leysa það.“

Gætir þú rifjað upp frétt sem þér fannst standa upp á þessum tíma?

„Þetta var tíminn þegar kynt var upp í ofni kísilvers United Silicon í Helguvík í fyrsta sinn. Það mál allt saman finnst mér standa upp úr. Ég man þegar fyrsta fréttin um vonda lykt þaðan var skrifuð hjá Víkurfréttum. Næstu mánuði gerðum við ótal margar fréttir um skakkaföll við starfsemina, bilanir og áhrif á heilsu íbúa.“

Hvert var stefnan tekin eftir starf hjá Víkurfréttum? „Ég fór að vinna hjá fréttastofu RÚV þar sem ég er enn. Ég er í þeirri deild sem gerir erlendar fréttir. Þeim miðlum við í sjónvarp, útvarp og á vefinn.“

Hvað finnst þér um stöðu og nauðsyn héraðsmiðla í dag? „Þeir hafa margir lagt upp laupana síðustu ár sem er auðvitað mjög miður. Umhverfi fjölmiðla almennt hefur breyst með tímanum og tilkomu samfélagsmiðla. Vissulega er nauðsynlegt fyrir öll samfélög, stór sem smá, að þar séu starfandi öflugir fjölmiðlar.“

LÍTIÐ SKREF

Merkilegt hvernig lífið virðist alltaf leiða mann í óvæntar áttir, óháð því plani sem maður leggur upp með. Allt í einu er lokatakmarkið bara orðinn stökkpallur, jafnvel yfir á allt annað svið.

Þannig lít ég á blaðamennskuárin mín á Víkurfréttum 2003–2008.

Frá því að ég var krakki fyrir vestan var ég alltaf harðákveðinn í því að verða blaðamaður. Svo ég vitni í Keflavíkurskáldið Þorstein Eggertsson: „Það var minn tilgangur og mark.“

Fjölmiðlaumhverfið á Tálknafirði var ekki upp á marga fiska þá sem nú, þannig að ég hlaut að þurfa að hleypa heimdraganum til að svala metnaðinum.

Á meðan ég var enn í háskólanámi frétti ég af því að mögulega væri laus staða á Víkurfréttum. Það hljómaði eins og spennandi tækifæri, enda hafði ég verið viðloðandi Suðurnesin í nokkur ár. Hanna Lísa konan mín er frá Keflavík, hún var farin að vinna þar og við nýflutt til Reykjanesbæjar. Ég sendi því póst á Palla Ketils og svo ég geri langa sögu stutta, var ég kominn á fullt á ritstjórn VF þarna um haustið 2003. Fyrst í sportinu en svo fór ævintýrið á flug fyrir alvöru.

BROTTFÖR. Risa-skúbbið mitt sem aldrei varð...

Fréttamál á Suðurnesjum fyrir þessa nótt einkenndust öðru fremur af telaufalestri um brottför hersins en síðustu árin mín á VF snerust að miklu leyti um hvað myndi nú taka við í atvinnulífi svæðisins. Flugvöllurinn? Álver? Kísilver? Sængurver? Hvað átti að gera við húsin á Vellinum?

En fréttamálin voru mörg og af nógu var að taka. Við á ritstjórninni vorum á útopnu dag eftir dag, ekki síst í þjónustu við landsmiðlana. Við hanteruðum mörg hundruð fréttir, ljósmyndir og myndefni frá svæðinu á meðan við lögðum að sjálfsögðu aðaláherslu á okkar lykilhlutverk, að færa íbúum Suðurnesja fréttir af svæðinu.

Sönnunargagnið étið

Dagný Maggýar starfaði um tíma sem blaðamaður hjá Víkurfréttum. Hún hóf störf á ritstjórninni í ársbyrjun 1996, þegar ritstjórnarskrifstofur blaðsins voru til húsa að Grundarvegi 23 í Njarðvík, þar sem Sparisjóðurinn í Keflavík var með Njarðvíkurútibú sitt á jarðhæðinni. „Viðtölin standa samt upp úr, það eru viss forréttindi að fá að banka upp á hjá bláókunnugu fólki og heyra sögu þess. Þær voru allskonar,“ segir Dagný þegar hún er spurð út í starf blaðamannsins á Víkurfréttum.

Hvenær starfaðir þú hjá Víkurfréttum?

„Ég hóf störf á Víkurfréttum í byrjun árs 1996 en þá var ég að koma úr fæðingarorlofi með mitt fyrsta barn og loksins komin í alvöru vinnu eftir endalaust nám að mér fannst. Mínus slorið á sumrin. Ég hafði reyndað þjófstartað í starfskynningu í sjöunda bekk, eins og fleiri starfsmenn Víkurfrétta, og fékk þá að hamra inn fréttir á ritvél og framkalla ljósmyndir með núverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar.“

Hvað varð til þess að þú sóttir um starf hjá blaðinu?

„Ætli ég hafi ekki viljað feta í fótspor föður míns sem hafði unnið sem fréttamaður fyrir norðan. Þar fékk ég útrás fyrir meðfædda forvitni og leyfi til að gera það sem mér fannst skemmtilegast, sem var að skrifa og taka ljósmyndir.“

Hvernig fannst þér að starfa við blaðamennsku á þessum tíma? „Ég gleymi aldrei fyrsta deginum, Páll ritstjóri vísaði mér á Apple

Macintosh-tölvu sem í dag má finna á byggðasöfnum og við notuðum faxvél. Fólk hringdi nokkrum sinnum á dag til að vita hvort faxið sem það sendi hafi borist blaðinu. Þá fékk ég símboða, sem var frekar svalt.“

Getur þú rifjað upp frétt sem þér fannst standa upp úr hjá þér á þessum tíma?

„Það er enginn dagur eins á fjölmiðlum og verkefnin æði fjölbreytt í héraðsfréttum. Einn daginn var ég að elta hval sem hafði villst upp í Sandgerðishöfn með dóttur mína sofandi í bílnum og þann næsta var ég að taka sjónvarpsviðtal við gamla kennarann minn eftir kosningasigur. Þetta var svona yndislega kaótískt. Viðtölin standa samt upp úr, það eru viss forréttindi að fá að banka upp á hjá bláókunnugu fólki og heyra sögu þess. Þær voru allskonar.“

Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt sem gerðist á þessum tíma?

„Þetta var bara stórskemmtilegur vinnustaður þar sem menn voru

ekkert að taka sig of alvarlega en samt mikill metnaður í öllu því sem verið var að gera. Allt var það á jafningjagrunni og manni var treyst fyrir verkefnunum, þetta frelsi var heillandi.

Ég get þó gert það fyrir fréttastjórann að nefna súkkulaðistykkið sem átti að leika aðalhlutverk í neytendafrétt en það reyndist komið ríflega fram yfir síðasta söludag. Þegar kom að því að ljósmynda sönnunargagnið hafði það verið étið. Nefni engin nöfn.“

Hvert var svo stefnan tekin eftir starf hjá Víkurfréttum? „Ég hélt áfram að skrifa og segja fréttir sem kynningarstjóri hjá Reykjanesbæ og starfa í dag við kynningarmál og skrif en ég held að fréttamennska sé góður undirbúningur fyrir hvaða starf sem er því hún er svo fjölbreytt og kynnir þig fyrir helstu leikendum í samfélaginu.“

Hvað finnst þér um stöðu og nauðsyn héraðsmiðla í dag? „Lifa þeir ekki bara góðu lífi? Ég held að áskorunin sé samt mikil í dag því tækninni fleygir svo hratt fram, miðlarnir orðnir ótal margir og samkeppnin um athyglina meiri. Ég dáist samt að því hvað þeir hlaupa hratt gömlu félagarnir mínir á Víkurfréttum og slá ekki af. Já ég veit, vandræðalega jákvætt viðtal en ég verð alltaf þakklát fyrir þá reynslu sem ég fékk í þessu starfi.“

Fyrstu misserin við fótskör meistara eins og Palla, Hilmars Braga og Jóa Kr. (seinna kenndur við Kompás) voru með ólíkindum. Fjölmiðlun fleygði fram, þar sem fréttaflutningur á vef tók risastökk og mikill uppgangur var um allt svæðið. Þar reyndi á að læra hratt og vel á allt sem sneri að blaðamennsku og fréttagerð og ég hef búið að þeirri reynslu alla tíð síðan í skrifum fyrir innlenda og erlenda miðla. Lífseigustu lexíurnar voru tvær: Alltaf byrja fréttir á aðalfréttapunktinum og ekki nota klisjuna „gríðarlega“.

Árin sem fylgdu eftir voru gríðarl... MJÖG viðburðarík og erfitt að nefna eitthvað eitt mál sem stóð upp úr. Djók. Það var brottför hersins.

Frá fyrsta degi mínum í starfi hékk óvissan um framtíð hersins yfir öllu. Svo var það eina nóttina að við Hilmar Bragi vorum, einu sinni sem oftar, að vinna frameftir við að klára blað í prentun. Okkur barst þá ábending um stórbruna í iðnaðarhúsnæði í Garði sem við stukkum í og eyddum þar nóttinni í að mynda og kvikmynda fyrir okkur og landsmiðlana. Eftir að hafa tekið klukkutíma legging hófst nýr vinnudagur. Um morguninn fékk ég símtal ofan af Velli um að nú væri eitthvað mikið að gerast. Meira en venjulega. Ég hringdi því í upplýsingafulltrúa Varnarliðsins og spurði út í málið (ekki í fyrsta skipti): „Var herinn að fara að tilkynna brottför?“ Svarið var það sama og alltaf: „Nei. Sögur af andlátinu væru ýktar.“ Gott og vel. Ég lauk minni plikt og fór heim – en var varla lagstur í sófann þegar allt fór á milljón. HERINN VAR AÐ BOÐA

Þetta var æðislega spennandi tími. Þegar ég lít til baka er mér dýrmætast að hafa fengið að vinna með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem eru vinir mínir enn í dag. Við tókum upp á einu og öðru þar sem grín og galsi einkenndu starfsandann.

Þó var ekki síður dýrmætt að fá að eiga samskipti við fólk í þessu öfluga samfélagi okkar á Suðurnesjum – en annríkið tók líka á og þegar kom fram á árið 2008 ákváðum við fjölskyldan að venda okkar kvæði í kross og halda til náms í Danmörku. Ég sá fram á að hasla mér völl á öðrum vettvangi en blaðamennskubakterían er skæð!

Um leið og heim kom, tveimur árum síðar, hóf ég störf á Fréttablaðinu þar sem ég var í nokkur ár. Eftir það var ég í fjölbreyttu starfi hjá HSS og, með stuttri og ánægjulegri millilendingu í blaðamennsku hjá Vísi, er ég nú enn við ritstörf, að þessu sinni hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health (sem er, vel á minnst, með margvíslegar tengingar suður með sjó).

Þegar litið er yfir fjölmiðlaflóruna í dag sést gjörla hversu mikilvægt það er að hér á landi séu öflugir héraðsmiðlar til að segja sögur fólksins sem býr og starfar á landsbyggðinni. Ég er stoltur af því að hafa tekið mín fyrstu skref á Víkurfréttum og ég hef notið góðs af blaðamennskuskóla VF hvar sem ég hef stigið niður fæti.

Sömu grundvallarreglur gilda nefnilega, hvort sem þú segir fréttir af skipulagsmálum í Vogum eða frá átakamálum á Alþingi, eða bara í samskiptum við annað fólk í leik og starfi: Segðu rétt, satt og skýrt frá. Komdu fram af sanngirni og virðingu, og plííís notaðu eitthvað annað orð en „gríðarlega“.

Þorgils Jónsson, blaðamaður á Víkurfréttum 2003–2008.

Dagný Hulda Erlendsdóttir, fréttakona á RÚV, starfaði sem blaðamaður á Víkurfréttum frá október 2015 og þar til í maí 2017.
OG RISASTÖKK
Dagný Maggýjar og Dagný Hulda Erlendsdóttir störfuðu báðar sem blaðamenn hjá Víkurfréttum um tíma.
14 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Frískir fyrrverandi VF-fréttamenn vel græjaðir í viðtali. Eyþór Sæmundsson og Jón Júlíus Karlsson.

Minnisstætt aprílgabb um risastórt og áður óþekkt neðanjarðarbyrgi

Ég starfaði hjá VF í tæp fimm ár frá árinu 2006 til 2010. Hafði starfað í prentiðnaði um árabil og þar áður lengi við blaðamennsku og útgáfustarfsemi þannig að ég hafði ágætan bakgrunn. Á þessum árum var stafræn miðlun að ryðja sér til rúms með aukinni tækni þannig að ég kem þarna inn í upphaf mikilla breytinga í fjölmiðlun sem hafa verið gríðarlegar síðan. Starfsheitið blaðamaður er eiginlega orðið gamaldags í heimi stafrænnar fjölmiðlunar þar sem þau sem miðla efni og fréttum þurfa að kunna tæknileg skil á mörgu öðru en eingöngu því að skrifa texta. Tækniþróunin hefur verið mikil og á fleygiferð

með á

árum, s.s. tölvur og myndavélar, er eitthvað sem í dag á líklega heima á tækniminjasafni. Nú orðið getur

fréttamaður fullunnið frétt með myndskeiði og öllu tilheyrandi í snjallsímanum sínum.

Breytingar í allri miðlun eru gríðarlegar, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna og snjalltækjanna, og þeim fylgja miklar áskoranir fyrir fjölmiðlafólk og fjölmiðlana sjálfa. Ég tel að hlutverk óháðra fjölmiðla hafi aldrei verið eins mikilvægt og einmitt núna því þeir þurfa að standa sem vitar í allri þeirri upplýsinga-

óreiðu sem þessi þróun hefur haft í för með sér. En á sama tíma verður sífellt erfiðara að tryggja þeim rekstrargrundvöll í þeirri hörðu samkeppni sem þeir eiga í, t.d. við erlenda miðla um auglýsingar. Ég hygg að ekki sé langt í það að prentmiðlar hverfi með öllu og öll miðlun verði starfræn. Unga fólkið kemur inn í þetta með góða tæknilega menntun, nýjar áherslur og nýja sýn.

Margt er eftirminnilegt frá þessum árum mínum hjá Víkurfréttum en það sem kemur fyrst upp í hugann er Hrunið 2008 og fall Sparisjóðs Keflavíkur. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir samfélagið á Suðurnesjum, þetta var jú bankinn okkar – þessi sterki bakhjarl í mannlífi svæðisins í áratugi. Fólk var mjög slegið, tala nú ekki um allt fólkið sem hafði látið glepjast til að kaupa stofnbréf í bankanum korter í Hrun og tapaði miklum fjármunum. Þetta var allt eitthvað svo átakanlegt. Og sumir, sem léku stærstu hlutverkin

í falli bankans, héldu bara áfram að smæla framan í heiminn eins og ekkert hefði í skorist og þurftu aldrei að bera neina ábyrgð. Sumir þeirra settu upp öryggismyndavélar við heimili sín, slíkt var andrúmsloftið í samfélaginu á þessum tíma.

Til að rifja upp eitthvað skemmtilegt þá er mér minnisstætt aprílgabb sem ég samdi árið 2009 þess efnis að risastórt og áður óþekkt neðanjarðarbyrgi hefði fundist á gamla varnarsvæðinu, sem yrði til sýnis þá um daginn. Þetta var mjög metnaðarfullt gabb en ég lagði mikla vinnu í að fótósjoppa myndir

til að gera þetta meira sannfærandi. Gabbið fékk gríðarlega athygli en um níu þúsund manns lásu það fyrsta daginn og einhverjir létu glepjast. Meira að segja einn landsmiðilinn tók „fréttina” trúanlega. Nema hvað, að nokkrum árum seinna fór gabbið aftur á flug þegar einhverjir deildu því á samfélagsmiðlum og þá fékk það ekki minni athygli. Ég hygg að þetta sé eitt mest lesna efnið á vef Víkurfrétta frá upphafi, sumsé þessi falsfrétt.

Suðurnesjatíðindi var héraðsblað Suðurnesja um árabil. Eigandi og ritstjóri var Sigurjón Vikarsson og sáu hann og Steingrímur Lillendal að mestu um að skrifa blaðið samhliða því að halda úti Prentsmiðjunni Grágás. Fyrir kom að vegna annríkis féll útkoma blaðsins niður. Sigurjón fékk undirritaðan og Magnús heitinn Gíslason úr Garði (sem var alvanur blaðaskrifum), til að annast fréttaöflun. Gekk samstarfið ágætlega, blaðið kom reglulega út, nóg af auglýsingum og við Maggi hömuðumst við skrifin. Ekki þótti okkur launin vera í samræmi við vinnuna. Upphófst þá það sem kalla má launadeilu milli aðila. Gekk hvorki né rak. Um síðir brást Sigurjón þannig við að hann hætti útgáfi Suðurnesjatíðinda (vegna launamála eins og hann skrifaði í síðasta leiðarann). Í stað þess ákvað hann að gefa út blað sem hann kallaði Víkurfréttir. Sagði okkur Magga hreint út að með því ætlaði hann að þvinga okkur til að gefa eftir af launakröfum og halda þá áfram með Suðurnesjatíðindi.

Sigurjón fékk ungan mann, nýskriðinn út úr Fjölbraut, til að stýra blaðinu fyrir sig meðan á launadeilum stæði. Segja má að þessar launadeilur standi enn. Hinu „tímabundna blaði“ er enn haldið úti.

Gaman hefur verið að fylgjast með þróun mála frá fyrstu tölublöðum Víkurfrétta. Ekki voru þau svo sem mikil að vöxtum eða mjög efnismikil en alltaf jafn kærkomin lesendum sem hinn stöðugi héraðsmiðill. Í dag

er blaðið oftast þykkt og fjölbreytilegt og flytur okkur lifandi fréttir af mönnum og málefnum á Suðurnesjum – jafnvel af brottfluttum Suðurnesjamönnum. Hygg ég að VF séu langstærsti sameiginlegi fréttamiðill Suðurnesjamanna. Netútgáfan og ekki síður Sjónvarp VF hafa svo lyft miðlinum upp á hærra plan. Nú getur maður lesið og horft á það helsta sem er í gangi, tengt Suðurnesjum, á öruggum stað.

Faglegur metnaður hefur einkennt blaðið. Minnist undirritaður þess að fyrir margt löngu hittum við Ellert Eiríksson reglulega ritstjóra VF daginn eftir útkomu blaðsins (gjarnan í hádeginu á föstudögum) og fórum við að beiðni ritstjóra yfir það sem okkur þótti vel gert en líka hvað betur mætti fara. Slíkum metnaði er því miður ekki víða til að dreifa. Þykir bréfritara hinn faglegi metnaður skila sér afar vel í höndum starfsmanna þó ég verði að nefna sérstaklega ritstjórann, Palla Ket., og hinn frábæra fréttamann og ljósmyndara, Hilmar Braga.

Eitthvað hlýtur að mega finna að VF. Eigi að nefna eitthvað eitt til að laga þá mætti gagnrýni á ýmsa þætti samfélagsins aukast þegar við á. Hitt er svo annað að fagna ber þeirri ritstjórnarstefnu að halda jákvæðum fréttum fyrst og fremst á lofti.

Ég óska Palla og Víkurfréttafólki til hamingju með farsælt starf í öll þessi ár.

var ég kennari

Myllubakkaskóla og mig minnir

Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri, hafi haft eitthvað með það að gera að ég byrjaði fyrst að lesa prófarkir fyrir Víkurfréttir. Síðan þróaðist þetta út í að ég fór að taka viðtöl fyrir blaðið og það þótti ganga vel. Við hjónin vorum að koma okkur upp heimili og fjölskyldu á þessum árum og fjárráð voru þröng. Þess vegna vorum við með alla anga úti til að leita að aukastörfum. Kennarastarfið var aðalstarf og síðan var hlaupið niður í Grágás eða upp á skrifstofu VF sem mig minnir að hafi verið við Hafnargötuna. Svo var ég líka í afleysingum hjá lögreglunni á sumrin eftir að kennslu lauk.

Starfið hjá Víkurfréttum var því að mestu unnið á kvöldin og um helgar og prófarkir lesnar síðdegis á mánudögum eða þriðjudögum. Raunar finnst mér ekki að ég hafi verið í hreinni blaðamennsku í þeim skilningi að ég hafi verið mikið í fréttaskrifum. Emil Páll og Palli höfðu meira fréttanef í þeim skilningi. Enda held ég að ég hafi ekki markað nein spor í fréttamennsku en viðtölin eru minnisstæð og þá sérstaklega viðmælendurnir sem voru allir skemmtilegt sómafólk. Hafi mér tekist að koma því til skila þá er það mitt merkilegasta framlag til Víkurfrétta. Ég lét af störfum hjá Víkurfréttum á vormánuðum

1986 þegar ég fór í framboð til sveitarstjórnar í Gerðahreppi og sótti í framhaldinu um skólastjórastöðu Gerðaskóla, sem ég tók við þá um haustið.

Starfsumhverfi héraðsfréttamiðla eins og Víkurfrétta hin síðari ár er auðvitað gjörólíkt því sem var á þeim tíma sem ég þar starfaði. Á þeim árum var enginn annar að segja fréttir af Suðurnesjum að heitið geti. Því þurftu blaðamenn að vera mjög vakandi fyrir fréttnæmum og áhugaverðum viðburðum og atburðum í nágrenninu og koma þeim til skila til fólks í hverri viku. Þar held ég að

VF hafi staðið sig prýðilega og stundum þótti fréttaflutningurinn stuðandi, þegar bent var á hluti sem þurfti að bæta. Vefmiðlar hafa komið í staðinn fyrir þetta og hjá þeim ægir öllu saman; fréttum, kjaftasögum og falsfréttum. Ég tel að héraðsfréttamiðlar hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna eftir tilkomu vefmiðla, ekki síst til að reyna koma einhverju „skikki á galskapinn“.

Fjölmiðlar eru jafnan kallaðir Fjórða valdið þar sem þeim er ætlað að veita öllum valdhöfum aðhald, bæði kjörnum fulltrúum sem og þeirra sem stjórna í valdi auðs eða annarrar valdastöðu. Ég velti því fyrir mér hvort fjölmiðill sem á allt sitt undir auglýsingatekjum geti sinnt því hlutverki þannig að vel sé. Það hlýtur í það minnsta að vera erfiðleikum bundið og hætta á að gagnrýnin beinist að sumum en ekki öðrum og það sama á við um hrós til þeirra sem eiga hrós skilið.

Eiríkur Hermannsson.

Ráðamenn þjóðarinnar á hverjum tíma hafa verið tíðir gestir á ritstjórn Víkurfrétta á ferðum sínum um kjördæmið. Hér er Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, ásamt Páli Ketilssyni ritstjóra í febrúar 1987. Þarna heldur Steingrímur á Víkurfréttum sem voru gefnar út þriðjudaginn 17. febrúar en á þessum tíma voru Víkurfréttir gefnar út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.

þau
sem við
að vinna
þannig að að
tæki og tól
vorum
þessum
Ellert Grétarsson.
Ég var í hlutastarfi hjá Víkurfréttum um tíma. Byrjaði þar í október 1984 og var líklegast eitthvað fram á árið 1986. Á þessum tíma
Hjálmar Waag Árnason, dyggur lesandi/áhorfandi Víkurfrétta.
við
í heimsókn hjá Víkurfréttum. Hér eru það fulltrúar Framsóknar sem kíktu við á ritstjórn VF þann 5. maí 1994. Á myndinni eru f.v.: Drífa Sigfúsdóttir, Páll Ketilsson, Halldór Ásgrímsson, Kjartan Már Kjartansson, Gísli Jóhannsson og Steindór Sigurðsson.
Suðurnesjatíðindi – Víkurfréttir Héraðsfréttamiðlar hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna Frambjóðendur
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 15
Veglegu jólablaði 1985 fagnað í prentsmiðjunni. Litmynd á forsíðu! Á neðri myndinni er Páll ritstjóri í viðtali hjá Huldu Geirsdóttur á RÚV. Hún fetaði sín fyrstu spor í fjölmiðlun hjá Víkurfréttum.

Tímafrek framköllun á filmum og myndum

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, starfaði hjá Víkurfréttum á upphafsárum blaðsins.

„Þetta var sennilega 1984. Ég var fiðlukennari við Tónlistarskólann í Keflavík en tók við starfi skólastjóra haustið 1985. Á árunum 1983–1985 drýgðum við Jóna tekjurnar með allskonar aukastörfum. Hún skúraði á kvöldin en ég vann við að framkalla á mánudagskvöldum hjá Víkurfréttum, í dyravörslu á Glóðinni, en þá var rekinn skemmtistaður á 2. hæðinni, og við bæði til skiptist á Pulsuvagninum hjá Villa á nóttunni. Hann stóð þá þar sem Bústoð er núna,“ segir Kjartan þegar hann er beðinn um að rifja upp þennan tíma.

„Ég á bara góðar minningar frá þessum árum. Vann með mörgu skemmtilegu fólki. Emil Páll Jónsson átti Víkurfréttir á þessum tíma með Páli og mér fannst nálgun hans í Molum oft áhugaverð. Þá voru Víkurfréttir prentaðar í Grágás og Siggi vinur minn Vikars lá ekki á skoðunum sínum á myndvinnslunni minni ef honum líkaði ekki það sem hann fékk. Hann kann nú að orða hlutina! Á þessum tíma voru filmur í öllum myndavélum og ég þurfti því að byrja á að framkalla filmurnar og þurrka. Því næst vann ég að því að stækka myndir á pappír. Þetta var tímafrek vinna sem kallaði m.a. á blöndun framköllunarvökva og fixers. Bara gaman,“ segir Kjartan Már Kjartansson.

Samkeppnin skaðaði bæði fyrirtækin

Fjölmiðlar hafa komið og farið á þeim rúmu fjórum áratugum sem Víkurfréttir hafa starfað. Einna líflegust var samkeppnin þegar fyrirtækið Nýr miðill rak Suðurnesjafréttir og útvarpsstöðina Brosið. Guðbrandur Einarsson, alþingismaður í dag, var ráðinn framkvæmdastjóri hjá Nýjum miðli á þessum tíma.

„Þetta fyrirtæki rak á tímabili fréttablað sem bar nafnið Suðurnesjafréttir og hafði verið starfandi um einhvern tíma.

Þá var einnig sett á laggirnar útvarpsstöð Brosið sem hafði verið starfandi sem unglingaútvarp, að mig minnir, í nokkrar vikur á hverju ári. Þar fékk ég það verkefni að vera útvarpsstjóri,“ segir Guðbrandur Einarsson í samtali við Víkurfréttir.

„Í minningunni er þessi tími einn sá skemmtilegasti sem ég hef upplifað. Hópurinn sem starfaði var ótrúlega skemmtilegur og þarna eignaðist ég marga vini og sú vinátta varir enn. Má þar nefna Kristján Jóhannsson og Svanhildi Eiríksdóttur sem í dag eru hjón, Böðvar Jónsson, Halldór Leví Björnsson, Ellert Grétarsson, Grétar Miller, Jóhannes Högnason og Láru Yngvadóttur, sem var með frægan Country-þátt. Þá starfaði með okkur Rúnar Róbertsson sem er enn að og Ragnar Örn Pétursson, sem nú er látinn. Þá var Margrét Örlygsdóttir með okkur í auglýsingasölu um tíma. Ýmsir aðrir komu og fóru eins og gengur.“

Margir héldu eðlilega tryggð við Víkurfréttir

Guðbrandur segir að það hafi verið ljóst alveg frá byrjun að rekstur á svona fyrirtæki yrði erfiður.

„Við fengum ekki alltaf launin okkar á réttum tíma en fólk hafði bara svo gaman að þessu og vildi gera allt til þess að láta þetta ganga. Við reyndum mikið til þess að halda Brosinu gangandi, m.a. með samtölum við ráðherra og sveitarstjórnarmenn þess tíma um að gera Brosið að svæðisútvarpi fyrir Suðurnesin en því miður tókst það ekki – en að lokum lagðist þessi starfsemi niður þar sem ekki var hægt að tryggja rekstrargrundvöll.

Víkurfréttir höfðu á þessum tíma markað sér stóran sess sem héraðsfréttablað á Suðurnesjum og samkeppnin því hörð á köflum. Margir héldu eðlilega tryggð við Víkurfréttir og vildu ekki hreyfa sig mikið þó að við næðum einhverjum auglýsingum til okkar. Þá var Brosið einnig í samkeppni við nýjar einkareknar útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna um auglýsingatekjur.“

Auglýsingamarkaðurinn lítill

„Hins vegar var alveg ljóst að samkeppnin milli Víkurfrétta og Nýs miðils skaðaði bæði fyrirtækin og auglýsingamarkaðurinn lítill. Einhverjar viðræður áttu sér stað milli eigenda fyrirtækjanna um sameiningu en þær viðræður náðu ekki til enda.

Ég vil af þessu tilefni óska Víkurfréttum til hamingju með afmælið og fyrir það afrek að hafa náð að halda úti þessum rekstri í áratugi. Þrátt fyrir að á Íslandi séu reknir stórir og sterkir fjölmiðlar þá sinna þeir ekki nærsamfélaginu á sama hátt og héraðsmiðlar gera og hafa gert í gegnum tíðina. Þar hafa Víkurfréttir svo sannarlega staðið upp úr þrátt fyrir ólgusjó í gegnum tíðina,“ segir Guðbrandur Einarsson, alþingismaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Nýjum miðli.

Í hverjum bílskúr og í hverju húsi eru sögur sem hafa ekki verið sagðar

Ég gekk inn á Víkufréttir fyrir rúmum 20 árum á fund með Páli Ketilssyni ritstjóra. Róbert Marshall vinur minn, sem þá var fréttamaður á Stöð 2, hafði bent Páli á mig og hvatt hann til að ráða mig sem blaðamann. Mín reynsla af blaðamennsku á þessum tíma voru nokkur viðtöl sem ég hafði tekið fyrir helgarblað DV og viðtal við Ben Bradlee fyrrum aðalritstjóra Washington Post sem stýrði blaðinu í gegnum Watergate málið. Viðtalið birtist á forsíðu helgarblaðs Morgunblaðsins.

Ég var með viðtölin sem ég hafði tekið í möppu og sýndi Páli. Hann vildi fá að sjá meira og setti mér fyrir verkefni; að taka viðtal fyrir Víkurfréttir og skila því af mér. Það væri prófsteinninn á það hvort ég fengi fast starf. Ég tók viðtalið og fékk starfið.

Á Víkurfréttum lærði ég margt og eitt það mikilvægasta var það sem Palli ritstjóri sagði við mig á fyrstu dögunum; „Jóhannes, í hverjum bílskúr og í hverju húsi eru sögur sem hafa ekki verið sagðar. Þar er mikilvægt efni,“ sagði Palli og þetta heilræði hefur fylgt mér alla tíð í minni blaðamennsku. Það eru sögur allsstaðar - og það þarf að hafa fyrir því að ná í þær.

Bíltúrar í bæina

Ég lagði mig fram um að ná í sögurnar í bílskúrunum og húsunum í sveitarfélögunum á Suðurnesjum og það voru skemmtilegustu fréttaferðirnar. Að hitta eldri kalla á bryggjunum og ræða við þá um sjómennsku og aflabrögð - mikilvægar sögur og ekki síst skrásetning á atvinnu- og menningarsögu Suðurnesja. Ég fór margar slíkar ferðir um Suðurnesin og kom alltaf með sögur og ljósmyndir til baka.

Hilmar Bragi fréttastjóri var mér mikilvægur leiðbeinandi enda hefur hann mjög mikla reynslu af öllum hliðum blaðamennsku og fréttamennsku. Hilli hvatti mig alltaf áfram og þurfti stundum (eða kannski oft) að ýta við mér að klára að skrifa fréttirnar í blaðið fyrir prentun. Ég átti það til að festast í málum sem ég hafði brennandi áhuga fyrir og beið með hinar fréttirnar alveg fram á síðustu stundu. Alltaf náðum við þó að koma fréttunum í blaðið fyrir prentun - alltaf smá stress sem er mikilvægt í blaðamennsku að mínu mati.

Stóru málin

Fljótlega eftir að ég hóf störf á Víkurfréttum fékk ég áhuga á að kafa dýpra í samfélagsleg mál á svæðinu. Palli ritstjóri eða Hilli fréttastjóri reyndu aldrei að stöðva fréttir heldur hvöttu mig áfram. Ég man vel eftir nokkrum stórum málum sem ég vann á blaðinu; saga hjónanna Karenar Hilmarsdóttur og Einars Árnasonar sem börðust fyrir því að vakt yrði á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja allan sólarhringinn eftir að dóttir þeirra fæddist andvana á Landspítalanum. Úttekt á fátækt á Suðurnesjum. Úttekt á sölu fiskveiðikvóta frá Sandgerði og svo fréttin sem ég vann að í nokkra mánuði.

Vopnin kvödd

Fréttaskýring sem sagði frá því að nær öll vopn flotastöðvar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hefðu verið flutt úr landi var á forsíðu Víkurfrétta fimmtudaginn 28. október árið 2004. Fyrirsögnin var: Vopnin kvödd. Í framhaldinu fékk ég tækifæri til að gera sjónvarpsfrétt fyrir Stöð 2 sem var fyrsta

Mikilvæg reynsla

Að starfa á Víkurfréttum öðlaðist ég mikilvæga reynslu í blaðamennsku og lærði að það þarf að hafa fyrir því að finna fréttirnar. Það þarf að fara út og tala við fólkið og finna þannig sögur og fréttir. Ég fann að íbúarnir kunnu að meta fréttaskýringar um mikilvæg mál og ekki síður kunnu þeir að meta mikilvægar sögur af fólkinu á svæðinu.

Mikilvægur fjölmiðill

Víkurfréttir er alvöru fjölmiðill sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir Suðurnesin. Víkurfréttir hafa skráð mikilvæga sögu Suðurnesja í áratugi og ég vona að Víkurfréttir haldi áfram að koma út og allt það efni sem tengist blaðinu, hvort sem er á vefnum, Tímariti Víkurfrétta eða í sjónvarpsþáttum VF. Ég þakka Páli og Hilmari Braga fyrir leiðsögnina og vinskapinn í gegnum árin og óska þeim báðum til hamingju með 40 ára afmælið.

frétt kvöldfréttatíma stöðvarinnar. Í framhaldinu var mér boðin vinna á Stöð 2.
Það voru talsverð tímamót hjá okkur á Víkurfréttum þegar blaðið var prentað í fyrsta skipti á dagblaðapappír. Það gerðist í apríl 2011 en Landsprent annast prentun blaðsins. Áður hafa Víkurfréttir verið prentaðar hjá Odda, Stapaprenti og Grágás. Hér eru þeir Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson með fyrstu eintökin sjóðheit úr prentun.

Furðuverur á sveimi í Vogum

Þrettándinn,

og gæludýri. Börnin spjölluðu við þessar kynlegu fjölskyldu og léku við drenginn þeirra í sleðabrekkunni.

Lionsklúbbúrinn sá svo um að ylja gestum, eftir útiveruna, með heitu súkkulaði og hægt var að maula vanilluhringi með veigunum. Eftir samveruna í Aragerði bauð kvenfélagið upp á furðufatadiskó í félagsmiðstöðinni. Húsfyllir var á diskóið og skemmtu börnin sér ótrúlega vel. Þrettándaviðburðurinn heppnaðist með eindæmum vel og voru gestir mjög ánægðir með daginn.

Ljósið þema Ferskra vinda

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar á Íslandi er nú haldin í sjöunda sinn frá 15. desember 2022 til 15. janúar 2023 undir listrænni stjórn Mireyu Samper. Hátíðin er haldin í Suðurnesjabæ en þema hátíðarinnar í ár er „ljósið“.

Opnun sýninga, tónleika, gjörninga og uppákoma var um síðustu helgi í sýningarrými að Sunnubraut 4 í Garði. Boðið er upp á ókeypis leiðsögn dagana 14. og 15. janúar, sem eru viðburðardagar hátíðarinnar. Einnig er opið alla virka daga á skrifstofutíma bæjarins til 15. janúar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýninga Ferskra vinda um síðustu helgi. VF-myndir: Hilmar Bragi

Íþróttamaður ársins í Vogum og hvatningaverðlaun 2022

Hvatningaverðlaun 2022

Hvatningarverðlaun eru veitt ungu og efnilegu íþróttafólki fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum. Þetta árið var það Bragi Hilmarsson sem hlotnaðist sá heiður að fá þá viðurkenningu en hann æfir körfubolta með UMFN og spilar með 11. flokki. Bragi hóf að æfa körfubolta haustið 2021 eftir að hafa varið ófáum stundum á skólalóðinni við Stóru-Vogaskóla við skotæfingar. Bragi er fjölhæfur íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri í mörgum íþróttagreinum, hann á að baki bæði Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum og júdó.

Þrjú tilnefnd til íþróttamanns ársins 2022

Marteinn Ægisson var tilnefndur fyrir góðan árangur í utanvegahlaupum. Marteinn er mikil fyrirmynd og fyrir utan að stunda hlaup er hann mikill drifkraftur í íþróttalífinu í Vogunum.

Jón Gestur Ben Birgisson var tilnefndur fyrir frábæran árangur með meistaraflokki Einherja. Hann spilaði flesta leikina og var hann mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta keppnistímabili.

Íþróttamaður Voga 2022

Aðalheiður Lára, eða Heiða Lára eins og hún oftast er kölluð, var að lokum valin íþróttamaður Voga 2022 en hún hefur verið einn fremsti keppandi Skotgrundar um árabil og hefur náð eftirtektarverðum árangri á landsvísu. Heiða Lára hefur verið framúrskarandi í flokki kvenna og hefur þar að auki keppt í blönduðum flokki með góðum árangri. Árið 2022 keppti Heiða Lára á 23 mótum þar sem hún vann til tíu gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Hún varð veiðirifflameistari kvenna, Silhouettemeistari kvenna með fullt hús og Íslandsmeistari í loftbyssugreinum. Þar að auki varð Heiða Lára Íslandsmeistari í blönduðum flokki í BR50 og bætti Íslandsmetið um átján

Úkraínsk messa í Knarrarneskirkju

Úkraínsk messa var haldin Í Knarrarneskirkju á Vatnsleysuströnd þann 7. janúar síðastliðinn á jóladegi réttrúnaðarkirkjunnar. Það var prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Kyiv í Úkraínu faðir Lavrentiy sem messaði og Alexandra Chernyshova söng einsöng. Faðir Lavrentiy kom hingað til lands til þess að messa fyrir úkraínska flóttamenn í Hallgrímskirkju á jólum. Haldnar voru tvær messur og var mikil ánægja meðal Úkraínumanna með framtakið. Rútuferð var meðal annars

frá Bifröst en þar dvelur töluverður fjöldi flóttamanna. Faðir Lavrentiy er munkur og prestur í klaustri heilags Mikaels, sem stendur við bakka fljótsins Dnjepr í Kyiv. Klaustrið var reist á miðöldum og helgað Mikael erkiengli. Það er mjög fallegt með fagurgyllta kúpla og er þekkt kennileiti, sem margir ferðamenn heimsækja. Í klaustrinu er dómkirkja.

Knarrarneskirkja á sterk tengsl við Úkraínu en listmunir kirkjunnar eru allir gerðir í Úkraínu af tveimur

kirkjulistamönnum, þeim Andrii Kovalenko, listmálara, og Mykhailo Kozyr, útskurðarmeistara. Í kirkjunni er meðal annars helgimynd af heilögum Nikulási, verndardýrlingi sjómanna og barna. Í kaþólskri tíð á Íslandi voru um 60 kirkjur víðsvegar um sjávarsíðuna helgaðar heilögum Nikulási. Knarrarneskirkja var helguð dýrlingnum þann 6. desember 2021 á dánardegi heilags Nikulásar en dagurinn er haldinn hátíðlegur víða í Evrópu.

Á sunnudaginn fór fram val á íþróttamanni Sveitarfélagsins Voga og hvatningaverðlaun voru veitt. Þrír voru tilnefndir og hreppti einn þeim titilinn Íþróttamaður Sveitarfélagsins Voga
stig. eða síðasti dagur jóla, var haldinn hátíðlegur í Vogum. Vogafólk kann vel að meta góða skemmtun og voru jólin kvödd með huggulegri stemmningu í Aragerði. Börnin grilluðu sykurpúða yfir opnum eldi með skógræktarfélaginu og tröllahjónin Grýla og Leppalúði mættu á svæðið ásamt ungum syni sínum
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 17

Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og síðar HS Veitna, kveður eftir fjörutíu ár. Forstjórinn sem var með puttana í öllu.

„Svo fengum við, sem var lykilatriði, mjög stóran viðskiptavin strax í upphafi, Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sem tók meira magn en allar byggðirnar á Suðurnesjum samanlagt.“

Heitur sjór og hagkvæm hitaveita

„Tilfinningin að hætta er svolítið undarleg en ég er orðinn 72 ára og það er kominn tími til að hvíla sig, leyfa öðrum að taka við og starfsmönnum að kynnast einhverju öðru. Að öðru leyti er það bara tilhlökkun að vera að hætta,“ segir Júlíus Jón Jónsson en hann hætti formlega störfum nú um áramótin eftir að hafa starfað samtals í fjörutíu ár, lengst af hjá Hitaveitu Suðurnesja en einnig hjá HS Orku og HS Veitum. Þar af sem forstjóri í þrjá áratugi.

Júlíus bjó í Hafnarfirði og vann í Reykjavík eftir háskólanám, þá ungur maður, þegar hann sá auglýsingu um starf skrifstofu- og fjármálastjóra Hitaveitu Suðurnesja árið 1982. Hann sótti um og langaði að flytja aftur heim til Suðurnesja, fengi hann starfið en Júlíus er Sandgerðingur að upplagi og Inga Magnúsdóttir, kona hans, er Keflvíkingur. „Ég vissi ekkert um Hitaveitu Suðurnesja og því síður um orkumál en ég sá þetta líka sem gott tækifæri til að flytja aftur til Suðurnesja,“ segir hann í upphafi spjalls okkar.

Starfstitlar fyrir Kanann

Júlíus var í starfi fjármálastjóra fyrstu tíu árin og vann undir stjórn þáverandi forstjóra, Ingólfs Aðalsteinssonar, en með Júlíusi og Alberti Albertssyni, yfirverkfræðingi HS þá, þróaðist góð vinátta og frábært samstarf. Við spyrjum Júlíus að því hvernig það hafi verið að verða svo forstjóri fyrirtækisins?

„Starfstitli mínum og einnig Alberts var breytt eftir þrjú ár. Við urðum „framkvæmdastjórar“ fjármálasviðs og tæknisviðs en það þótti betra þar sem við sáum alfarið um samskipti og samningagerð við Bandaríkjamenn sem taldir voru taka meira mark á okkur með þessa starfstitla en ekki mönnum sem voru einhverjar undirtyllur. Það var ekki mikil bylting að fá titilinn forstjóri því dagleg stjórn fyrirtækisins hafði hægt og bítandi færst mikið til okkar Alberts.“

Viltu rifja aðeins upp fyrir okkur upphafið að Hitaveitu Suðurnesja, hvernig þetta fyrirtæki varð til og hvernig þetta var í byrjun. Starfsemin byrjaði í Svartsengi í Grindavík en af hverju þar? „Á þessum tíma var seinni olíukreppan eins og talað er um en þá hækkaði verð á olíu upp úr öllu valdi tvisvar með stuttu millibili. Olíuverð var að sliga almenning, húshitunin því dýr. Þá fóru þrjár hitaveitur af stað, á Akranesi, Akureyri og á Suðurnesjum. Tilgangurinn var að reyna að gera þetta þolandi, kostnaðinn við húshitunina. Það var búin að vera jarðhitaleit hérna í nokkurn tíma, m.a. í Keflavík, það var líka búið að bora í Svartsengi í Grindavík og víðar en niðurstaðan var sú að mönnum leist best á að bora í Svartsengi til að búa til hitaveitu. Þar kom upp tvö hundruð fjörutíu og þriggja

gráðu heitur vökvi, seltan í honum var reyndar á við tvo þriðju hluta af sjó sem leiddi til til óþolandi vandamála að mönnum fannst á þeim tíma. Það skapaði hins vegar mikla mikla möguleika síðar eins og að taka upp rafmagnsframleiðslu með tilheyrandi hagkvæmni – en fyrst þurfti að leysa vandamál sem menn höfðu ekki átt við áður, varmaskipti á heitum sjó.“

Júlíus segir að í þróun á þessari varmaskiptatækni hafi gengið á ýmsu en í framhaldinu hafi verið hafin bygging á orkuveri 1 og í fljótlega í kjölfarið hafnar framkvæmdir við orkuver 2. Þá hafi menn séð að það fyrra var úrelt þegar framkvæmdir við það voru aðeins hálfnaðar. Svo hélt þróunin áfram en hvernig fengu Suðurnesjamenn heitt og kalt vatn og hvað var gert með rúmlega 240 gráðu heitan jarðsjó?

Ferskvatnið hitað upp

„Það var ekki hægt að nota þetta beint, það lá fyrir. Það þurfti að hita upp ferskvatn og þá var farið í að finna kalt vatn og það fannst þarna úti í Gjá sem kölluð er, þarna mitt á milli Svartsengis og Fitja í Njarðvík. Það þyrfti að bora eftir vatninu þar og flytja það til Svartsengis og svo að þróa þessa varmaskipta þannig að það væri hægt að sjóða vatnið og gera það súrefnisfrítt í orkuverinu. Síðan var það sent út á kerfið og er gert enn. Fyrsti aðilinn sem fékk heitt vatn var félagsheimilið Festi í Grindavík sem var tengt þarna fyrst haustið 1975 og síðan voru öll sveitarfélögin tengd þarna með miklu hraði. Þegar ég byrja svo árið 1982 var svæðið fulltengt og enn í dag er verið að nota sömu aðferð, ferskvatn er hitað upp í Svartsengi sem HS Orka gerir. Það eru síðan HS Veitur

sem taka við því og dreifa því til notenda og selja það. Það komu hins vegar upp fullt af rekstrarmálum þarna í upphafi. Það má til dæmis ekki hita kalda vatnið of mikið. Þá fara að koma útfellingar í það.“

Er nóg til af köldu vatni? „Það er eitt af því sem talið var að gæti verið vandamál en svo er ekki. Það var talið óhætt að dæla upp níu hundruð sekúndulítrum. Við þurfum um helminginn af því. Við fylgjumst náið með stöðunni en það sér ekki högg á vatni.“

Það er sem sagt sama vatnið í krönunum hjá fólki, bara búið að sjóða það sem kemur úr heita krananum og þetta kemur allt úr sömu lindinni.

„Þegar fyrstu viðbrögðin þarna í upphafi voru vonbrigði þegar upp kom 243 gráðu heitt vatn má segja að það hafi verið heppilegt þegar síðar kom í ljós að þetta var það mikill hiti og hægt var að nýta það í hitaveitu, vatnsframleiðslu og rafmagnsframleiðslu, hitastigið skapaði það. Þá kom gufan sem er notuð til að til að knýja raforkuhverfla og svo þegar hitinn og þrýstingurinn fellur þá er það notað til að hita vatnið. Það olli erfiðleikum í upphafi því hitaveitan varð ekki eins einföld en í heildina er þetta náttúrlega miklu hagkvæmara.“

Þetta er græn orka? Já, það kemur alltaf einhver smá koltvísýringur, það er eitthvað náttúrulegt á jarðhitasvæðum, það er eitthvað sem kemur hvort sem er úr jarðhitasvæðinu ef það gufar upp úr þeim en það er bara brotabrot af því sem væru öðruvísi – en já, þetta er græn orka.“

Fljúgandi start

Í viðtali í Víkurfréttum í janúar 1995, þegar við hjá VF höfðum kosið þig mann ársins, spyrjum við þig í byrjun hverju megi þakka uppgang Hitaveitu Suðurnesja sem þarna var tuttugu ára og var lengi kallað Óskabarn Suðurnesja. Ég ætla að giska á að þú munir hvað þú sagðir – svona um það bil. „Ég veit það nú ekki en jú, nokkurn veginn. Það hjálpaðist ýmislegt að en við að framleiða hvort tveggja varð þetta hagkvæmur rekstur. Svo fengum við, sem var lykilatriði, mjög stóran viðskiptavin strax í upphafi, Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sem tók meira magn en allar byggðirnar á Suðurnesjum saman-

Svo spilaði fleira inn í, óvenju há verðbólga í Bandaríkjunum, 10%, var þarna í eitt skiptið á fyrstu árunum þegar samningar voru gerðir og þeir voru með greiðsluröð til tíu ára með verðtryggingu. Svo fór verðbólga fljótt niður í Bandaríkjunum og þetta var líka greitt í dollurum. Þetta kom allt mjög vel út fyrir Hitaveitu Suðurnesja og hjálpaði mikið á uppbyggingartímanum. Við gátum notað dollarana beint til að greiða kostnað og lán en þurftum þó sérstaka undanþágu yfirvalda hér heima til þess. Það var frábært að fá svona stóran og góðan viðskiptavin í upphafi. Þetta var ákveðin heppni en svo stóðu menn sig vel. Svo kom það í hlut okkar Alberts Albertssonar að fylgja þessum samningum eftir.“

lagt. Samningarnir sem voru gerðar við það voru hagstæðir þannig að Bandaríkjamenn voru að borga ívið hærra verð. Það voru þarna miklir snillingar sem önnuðust samninga í upphafi, Þóroddur Th. Sigurðsson sem var í stjórn og var vatnsveitustjóri í Reykjavík á sama tíma og svo Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður. Bandaríkjamenn vildu ekki borga fyrir mínútulítra eins og gert var niður frá heldur nokkurs konar olíujafngildi, þannig að þeir væru raunverulega að borga jafnmikið fyrir vatnið eins og það væri verið að borga fyrir olíu. Af hverju veit ég ekki en þetta reyndist okkur mjög vel, sérstaklega þegar olíukreppa skall á og það hækkaði allt.

við Víkurfréttir 1995 að raforkuframleiðsla með framleiðslu á heitu vatni sé hagkvæm.

„Við náðum fram mikilli hagkvæmni með því að nýta sama vökvann tvisvar. Rafmagn var dýrt á þessum tíma og mjög ótryggt, mikið viðhald og mörg dæmi um að rafmagn hafi farið af á Suðurnesjum, allt upp í tuttugu sinnum í janúar. Þetta tókst og á næstu árum náðum við að lækka raforkukostnað heimila og fyrirtækja mjög mikið.

Rafveitur á Suðurnesjum sem voru litlar og óhagkvæmar, alls sex, runnu inn í Hitaveitu Suðurnesja og bara við það náðist mikil samlegð og hagkvæmni. Þá fórum við á fullt í rafmagn og endurbyggingu og vorum á fullu í því næsta áratuginn með tilheyrandi góðum áhrifum á atvinnulíf á Suðurnesjum.“

Reykjanesvirkjun í gang

Raforkuframleiðsla hitaveitunnar jókst jafnt og þétt í Svartsengi og var komin í 75 megavött fyrir um tuttugu árum síðan en svo urðu tímamót þegar Reykjanesvirkjun var opnuð árið 2006.

„Jarðhitavinnsla á sér þó miklu lengri sögu á Reykjanesi og eitt stærsta skrefið á sínum tíma var

Sem sagt, heitt vatn til upphitunar heimila á Suðurnesjum og síðar kom rafmagn. Þú nefnir þarna í viðtalinu
Ketilsson pket@vf.is
Páll
Orkuverið í Svartsengi þar sem starfsemi Hitaveitu Suðurnesja hófst. Bláa Lónið í baksýn. Starfsemi Reykjanesvirkjunar hófst árið 2006.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Júlíus Jón Jónsson í kunnuglegri stöðu á skrifstofu HS rétt fyrir starfslok.

Hraðakstur og tillitssemi við samborgarana

Ég er einn af íbúunum í Pósthússtræti 5 hér í bæ. Frá því ég flutti hingað fyrir nokkrum mánuðum hef ég tekið eftir því að Bakkastígurinn, sem er gatan sem liggur meðfram sjónum frá höfninni í Keflavík og alveg að Hafnarbrautinni sem liggur svo að höfninni í Njarðvík, er töluvert mikið notuð af alls kyns farartækjum.

Ég sendi erindi á yfirmenn Reykjanesbæjar í lok júlí 2022 og spurði hvort ekki væri hægt að setja upp hraðahindranir og lækka hámarkshraða á þessari götu. Hámarkshraðinn er skráður 50 km í dag en ég hef nokkrum sinnum mælt hraða á bílum alveg upp undir 100 km. hraða með einföldu appi í símanum sem maður notar t.d. við íþróttaæfingar.

En svörin voru allskonar sem ég fékk í samskiptum við yfirmennina sem ég sendi erindið á, og auk þess talaði ég við aðila í bæjarstjórninni sem voru í þeirri nefnd sem málið varðar og hélt í einfeldni minni að það myndi allavega verða tekið fyrir og rætt. Ég hef lesið allar fundargerðirnar frá því ég sendi þessi erindi í lok júlí 2022 en ekki séð minnst á málið í fundargerðunum.

Ég er nefnilega á þeirri skoðun að starfsfólk bæjarins og kjörnir fulltrúar eru til að þjónusta okkur bæjarbúana en ekki öfugt. Bara svo því sé haldið til haga hvaðan atvinnan þeirra og launin þeirra koma, já einmitt, frá íbúum Reykjanesbæjar. Nú er verið að byggja hús hér við hliðina, nr. 7 við Pósthússtræti, og þar er búið að setja meðfram veginum vinnupalla sem munu hækka upp eftir því sem verkinu miðar. Einföld vírgirðing er það eina sem skilur vinnupallana frá veginum. Og meðfram sjónum er gangstígur sem fólk notar mjög mikið. Ég hef oft velt því fyrir mér ef einhver af þessum bílum sem keyra þarna á ríflegum

hámarkshraða myndu nú missa stjórn á aðstæðum og annað hvort rekast á grindverkið og keyra niður vinnupallana eða hinum megin, á gangstígnum, að keyra á fólk sem á þar leið um.

Svo er aðkoman að bílakjallara hjá okkur í Pósthússtræti 5 þarna inn frá Bakkastígnum og ég veit að það er gert ráð fyrir sams konar innkeyrslu frá Bakkastíg inn í bílakjallarana á húsunum sem eru í byggingu Pósthússtræti 7 og 9. Svo maður tali nú ekki um aðstöðuna hjá HS veitum og öðrum fyrirtækjum hérna ofar við Bakkastíginn þegar keyrt er í gegnum þeirra vinnusvæði og hefur skapað þeim óþægindi í langan tíma.

Mín tillaga var á sínum tíma að þrengja aðkomuna að þessu svæði, t.d. beint fyrir neðan húsið við Pósthússtræti nr. 1 með þrengingum og sikk sakk akstri á milli þeirra þrenginga og svipaðar þrengingar settar á götuna allt að gatnamótum Bakkastígs og Hafnarbrautar. Setja þarna 30 km. hámarkshraða og þrengingar sikk sakk og tryggja öryggi þeirra sem þarna vinna og búa.

Ég hef séð stóra trukka koma þarna á fleygiferð með aftanívagna og það á mikilli ferð og lætin í samræmi við það. Ég hef líka séð stóra bíla keyra hérna framhjá á 30 km

hraða og það heyrist ekki í þeim. Rútubílar galtómir fara hérna reglulega um. Finnst eins og bílstjórar séu að stytta sér leið, sem væri í lagi ef þeir tækju bara tillit til að þeir eru ekki einir í heiminum og keyrðu á hóflegum hraða þarna um.

Mikið væri nú gott ef bæjaryfirvöld tækju á þessu og settu upp hraðatakmarkanir og lækkuðu hámarkshraðan þarna í 30 km á þessu svæði.

Hugsið um það, að það eru menn að vinna þarna næstu árin við nýbyggingar á þessu svæði og þeir eru í hættu á hverjum degi og þeir sem eru að ganga þarna á gangstéttinni og oft með barnakerrur og -vagna eru í hættu líka, enda gangstéttin í mjórri kantinum og við hliðina á gangstígnum eru þverhníptir klettar niður að sjó. Ég óska eftir því að starfsmenn Reykjanesbæjar bretti nú upp ermarnar og komi þessu verki í framkvæmd áður en slys verða á þessum vegakafla. Þessi mál hafa verið rædd hér á húsfundi þar sem íbúarnir eru allir sammála um að aðgerða sé þörf nú þegar.

Reykjanesbæ 6. janúar 2023. Nýárskveðja, Elías Jóhannsson.

Hreyfing mikilvæg í upphafi árs

Ganga er ein sú besta hreyfing sem völ er á og hana er hægt að stunda næstum því hvar og hvenær sem er allan ársins hring. Á síðustu vikum hefur veðrið ekki verið gott og því verið erfitt að fara út að ganga vegna hárra snjóskafla. Í Reykjanesbæ erum við mjög heppin að hafa upphitaða knattspyrnuhöll þar sem má stunda göngur daglega. Einnig er valkostur að nýta sér upphitaðan 400 m göngustíg í kringum nýja gervigrasvöllinn fyrir aftan höllina eða vetrarbrautina við Sunnubraut ef fólk kýs fremur að vera úti. Í Grindavík höfum við höllina Hópið þar sem má gera slíkt hið sama og hafa margir eldri íbúar nýtt sér þessa aðstöðu til göngu á morgnana á meðan kalt er í veðri. Ganga styrkir hjarta- og æðakerfið og er því mikilvæg forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Við daglega hreyfingu minnkar áhættan á slíkum sjúkdómum auk þess sem hún bætir heilastarfsemi viðkomandi og spornar gegn minnistapi. Þá eykur hreyfingin ennfremur hjartsláttartíðnina sem stuðlar að auknu blóðflæði og súrefni til heilans. Við þetta örvast framleiðsla hormóna sem geta aukið vöxt heilafrumna. Með því að ganga daglega ertu því í raun og veru að rækta heilann sem telst alveg jafn mikilvægt og að stunda aðra líkamsrækt.

Ganga bætir auk ofangreinds starfsemi ónæmiskerfisins en það að ganga við ákveðna ákefð reglulega getur verndað þig gegn kvefi, flensu og/eða öðrum ónæmistengdum veikindum. Ástæðan er sú að heilsurækt eins og ganga eykur magn hvítra blóðkorna í blóðrásinni en þessar frumur vinna gegn sýkingum og öðrum sjúkdómum og eru mikilvægur hluti af ónæmiskerfi líkamans.

Ganga bætir ennfremur geðheilsu okkar en hún getur létt á einkennum þunglyndis og kvíða samhliða því að auka lífsgæði og lækka lækniskostnað viðkomandi. Þörf er hins vegar á frekari rannsóknum í tengslum við samband hreyfingar og félagslegra þátta en sýnt hefur þó verið fram á að hún geti dregið úr kvíða sem tengist streitu, aukið afkastagetu og létt lund aðila. Þá hefur einnig verið talið að hreyfing geti bætt gæði svefns, aukið vellíðan einstaklinga og bætt vitræna virkni eldri einstaklinga og þar með dregið úr hnignun þeirra.

Fyrirkomulag og ákefð göngu getur verið misjafnt en ganga getur verið bæði létt og erfið. Nauðsynlegt getur verið að að breyta af og til um gönguleiðir, undirlag og ákefð sem getur falist til að mynda í því að ganga í mishæðóttu landslagi auk þess að ganga upp brekkur

20 // v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Hvaða áhrif hafa daglegar göngur?

sem kallar jafnan á meiri ákefð í stuttan tíma. Við slíka aukna ákefð kemur meiri áreynsla á hjartað og við mæðumst aðeins meira í stuttan tíma. Þá getur fyrirkomulag svokallaðrar áfangaþjálfunar við göngu verið æskilegt, einu sinni til tvisvar sinnum í viku, sem getur fallist í því að ganga hratt milli tveggja ljósastaura en minnka ákefðina og færa sig yfir á eðlilegan gönguhraða næstu fjóra. Þetta er svo endurtekið þar til heildartíma – eða vegalengd er náð.

Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir – minning

Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir, eða Stína eins og hún var kölluð, fæddist 22. nóvember 1943 á Kaldrananesi í Bjarnarfirði í Strandasýslu.

Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. desember 2022.

Foreldrar hennar voru hjónin Kristvin Guðbrandsson, fæddur 21.á gúst 1894, dáinn 12. október 1976, og Ólafía Kristín Kjartansdóttir, fædd 5. janúar 1908, dáin 17. mars 1988.

Guðrún H. Kristín var í miðið í þriggja systkina hópi.

Systir hennar er Ingibjörg Sigrún, fædd 4. júlí 1942, hún á tvö börn og tvo stjúpsyni.

Bróðir hennar er Guðbrandur Kjartan, fæddur 3. desember 1946, hann á tvö börn með konu sinni Drífu Helgadóttur og tvær stjúpdætur.

Guðrún Halldóra Kristín ólst upp á Kaldrananesi, hún sótti barnaskóla við heimavistarskólann Klúku í Bjarnarfirði. Hún var öll sín ungdómsár á Kaldrananesi ef frá eru taldar vertíðarferðir til Keflavíkur kringum

Lífið gefur og lífið tekur og því miður eru skilin þunn á milli lífs og dauða sem og gleði og sorgar, frá því að vera að fara undirbúa það sem tilheyra átti komandi hátíð ljóss og friðar þá breyttist allt á augabragði.

Myrkrið helltist yfir og sorgin tók sér bólstað í hjarta mínu og á þessari stundu brjótast fram tilfinningar frá sorg, reiði, tómleika til þakklætis og ástar.

Ljósið í lífi mínu var skyndilega frá mér tekið, því elsku besta mamma og vinkona í senn er horfin úr lifanda lífi og komin í sumarlandið þar sem gengnir ættingjar bíða hennar með útbreiddan arminn.

tvítugt auk þess sem hún starfaði á Víkinni sem var veitingastaður í Keflavík.

Stórfjölskyldan flutti árið 1970 til Keflavíkur eftir að foreldrar hennar höfðu brugðið búi og bjó Guðrún þar til æviloka. Hún starfaði þá við fiskvinnslustörf til fjölda ára og eins sinnti hún barnagæslu og var forstöðukona á gæsluvellinum Heiðarbóli um árabil.

Einkadóttir hennar er Sigrún Berglind Grétarsdóttir, fædd 3. febrúar 1969. Faðir hennar var Grétar Árnason, fæddur 6. október 1946, dáinn 4. mars 2010. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Sigurbjörnsson, fæddur 21. apríl 1962. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og fimm barnabörn.

Útför Guðrúnar H. Kristínar fór fram frá Keflavíkurkirkju 28.desember 2022.

Nú er hún laus úr viðjum veikinda og þrauta og ég trúi því að hún fylgist vel með öllum ástvinum sínum jafnt og hún gerði allt sitt líf.

Síðustu tvö ár voru mömmu erfið þar sem heilsu hennar fór að hraka og hún þessi duglega, sjálfstæða kona gat ekki gert það sem áður var hægt og vildi ekki vera öðrum háð og hafði frekar áhyggjur af sínum nánustu og þeirra velferð.

Á lífsins leið var margt á hana lagt, en sérstaklega þó frá miðju síðastliðnu sumri þar sem hvert áfallið dundi yfir en þrjóska einkenndi mömmu og að gefast upp var ekki til í dæminu.

Hún var lítillát og nægjusöm, vildi allt fyrir alla gera og gjafmild, einnig var hún barngóð og nutu mörg þeirra þessa mannkostar hennar hvort þau voru tengd henni eður ei.

Hún var mörgum hæfileikum gædd, má þar nefna hannyrðir, postulínsmálun sem og bakstur og komu þeir sem hana sóttu heim hér á árum áður ekki þar að tómum kofanum og eru „Stínu kleinur“ vinsælar og og einstaklega góðar. Einnig hafði hún mikinn metnað í að hafa garðinn sinn fallegan og snyrtilegan og sinnti honum vel.

Gaman þótti henni að fylgjast með þegar landsleikir voru í sjónvarpinu bæði í handknattleik sem og í fótbolta og þekkti hún nú flesta leikmenn með nafni.

Ættfræði var henni hugleikin og þótti henni hin mesta skemmtun að glugga í ættarbókum og átti gott með að rekja ættir langt aftur. Stálminnug var hún og fylgdist vel með öllu því sem var í fréttum líðandi stundar.

Mamma þú varst hreinskiptin kona sem sagðir þínar skoðanir við þitt samferðafólk í gegnum tíðina sem og bentir mér á það sem betur mætti fara en það er í móðurinnar eðli að bera hag barns síns sér fyrir brjósti þótt fram á fullorðinsár sé komið.

Að vera hennar einkabarn gerði samband okkar mjög náið. Eftir að ég flutti frá æskuheimili mínu, kom ég í heimsókn á næstum hverjum einasta degi og þess á milli voru óteljandi símtöl okkar á milli svo að ýmsum þótti nóg um.

Að kvöldi 5. desember ræddum við í síma að venju til að bjóða hvor annarri góða nótt og kvöddumst að venju með orðunum „heyrumst á morgun“. Sú varð þó ekki raunin, ég vakna upp morguninn eftir með ónotalega tilfinningu um að ekki væri allt með felldu og hringi og fæ ekkert svar og í ofboði var farið að athuga með þig. Því miður fékkst þú svo mikla heilablæðingu að þú komst aldrei til meðvitundar.

Tengslin á milli okkar mæðgna má lýsa því best með því að hún var með símann í hendinni eins og hún hafi ætlað að hringja í mig á ögurstundu.

Þann 10. desember lést hún í faðmi ástvina og þar sem ég hélt í hönd hennar eins og hún gerði við mig alla mína tíð.

Þú varst kjölfestan í lífi mínu og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er. Mín von er sú að ég verði þér til sóma og góður vitnisburður um það svo lengi sem ég á eftir ólifað.

Með ólýsanlegri sorg í hjarta þakka ég þér elsku mamma fyrir allt sem þú varst mér og verður mér um ókomna tíð.

Minning þín er ljósið í lífi mínu. Guð geymi þig.

Þín verður sárt saknað og ég elska þig að eilífu. Þín dóttir Sigrún.

Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð.

Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut.

Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.)

Fjölbreytt tækifæri á þínum heimavelli

Isavia gegnir því mikilvæga hlutverki að sjá um rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa.

Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið. Hann er einn af burðarásum ferðaþjónustunnar og er lykilþáttur í að skapa lífsgæði og velsæld á Íslandi. Til að standa undir þeirri ábyrgð þarf samheldinn hóp starfsfólks sem vinnur saman og með öðrum á uppbyggilegan hátt.

Við leitum því að jákvæðum, öflugum og traustum aðilum í eftirfarandi hlutverk:

• Bifvéla- eða vélvirki á vélaverkstæði

• Flugvallarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli

Starfsstöð beggja starfa er á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, hæfniskröfur, umsóknarfrest og umsóknarform má finna á isavia.is undir Störf í boði

Saman náum við árangri Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu.

Gangi þér vel! Anna Sigríður Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Janusar heilsueflingar í Reykjanesbæ. Guðný Petrína, verkefnastjóri Janusar heilsueflingar í Grindavík.
v Í kur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 21

Bikarvika 2023 sport

Íþróttadeild Víkurfrétta hefur fulla trú á Suðurnesjaliðunum og þótt blaðið væri farið í prentun áður en leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum bikars kvenna var leikinn göngum við út frá því að topplið Keflavíkur hafi tryggt sér farmiða í úrslitaleikinn sem fer fram um næstu helgi. Á morgun mætast sömu lið í undanúrslitum karla. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag, konurnar ríða þá á vaðið og hefja leik klukkan 13:30 en karlaleikurinn byrjar klukkan 16:15.

VÍS-bikar karla:

Keflavík mætir einnig Stjörnunni í undanúrslitum karla en fjögur lið úr Subway-deild karla keppast um að komast í úrslitaleikinn á laugardag. Keflavík skipar annað sæti Subway-deildarinnar á meðan Stjarnan er í því áttunda. Bæði lið hafa sex bikarmeistaratitla undir beltinu en Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari. Keflavík vann bikarinn fyrst árið 1993 í karlaflokki og mörgum finnst kominn tími á að hann komi aftur til Keflavíkur sem hefur ekki unnið hann síðan 2012 (1993, 1994, 1997, 2003, 2004, 2012).

Keflavík, sem er á toppi Subway-deildar kvenna, leikur gegn efsta liði 1. deildar, Stjörnunni, en í hinum leik undanúrslitanna leika liðin sem skipa annað sæti í efstu og næstefstu deild, Haukar og Snæfell. Þótt það sé aldrei á vísan að róa þegar kemur að bikarleikjum þá verður að teljast líklegt að Keflavík og Haukar leiki til úrslita um næstu helgi en bæði lið hafa spilað mjög vel á tímabilinu og því fátt sem bendir til annars en að þau leggi andstæðinga sína í dag.

Keflavík hefur oftast hampað bikarmeistaratitli kvenna, eða alls fimmtán sinnum. Keflvíkingar unnu bikarinn fyrst árið 1988 og síðast 2018 (1988, 1989, 1990, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000, 2004, 2011, 2013, 2017, 2018).

Keflvíkingar hafa leikið vel að undanförnu í Subway-deild karla og þeir ættu að ráða við Stjörnuna sé allt eðlilegt. Allir í liðinu eru heilir að Jaka Brodnik undanskildum sem er meiddur. Í hinum leik undanúrslitanna mætast topplið deildarinnar, Valur, og Höttur sem er í níunda sæti.

Það verður áhugavert að sjá hvort það gangi eftir að tvö efstu lið Subway-deilda karla og kvenna komi til með að leika til úrslita á laugardag – það verða þá magnaðir úrslitaleikir en í bikarkeppni getur allt gerst.

Snúum okkur að körlunum, hvaða tilfinningu hefurðu fyrir Stjörnuleiknum á morgun?

„Ég er tilbúinn að spila eins og við allir, spenntur að fá að taka þátt í þessu bæði sem þjálfari og leikmaður.“

Þið mættuð Stjörnunni strax í annarri umferð og höfðuð betur (86:92).

Er eitthvað sem ætti að standa í vegi fyrir sigri á morgun?

„Hver leikur hefur sitt eigið líf. Að við höfum unnið Stjörnuna í leik í byrjun tímabils mun ekki hjálpa okkur neitt í leiknum á morgun enda allt annað lið sem við spiluðum við þá. Búið að vera mikið af mannabreytingum hjá þeim.“

Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Keflavík að keppa til úrslita í bæði bikarkeppni karla og kvenna.

Erum við ekki sammála um það? Er þá ekki hægt að segja að það séu nánast 200% líkur á að Hörður Axel sé að fara í bikarúrslit í ár? „Fyrir mér er þetta bara 50/50 hvort ég sé á leið í úrslitaleik á laugardag eða ekki – en ég mun reyna allt sem í mínu valdi stendur til að vinna báða leikina eins og allir leikmenn og þjálfarar allra liða sem eru að taka þátt í dag og á morgun. Til þess að vinna körfuboltaleik þarf ansi margt að ganga upp, með því að leggja sig mikið fram og vera undirbúinn undir það sem koma skal, eykurðu líkurnar á að hlutirnir gangi upp og þú náir að kaupa þína eigin lukku með ósérhlífni og aggression.“

Starfið heyrir undir hafnarstjóra og meðal helstu verkefna hafnsögumanns/skipstjóra er leið- og hafnsaga skipa, skipstjórn á dráttarbát, hafnarvernd og áætlanagerðir. Einnig sinnir starfsmaður móttöku og skipulagningu skipa við bryggjur, vigtun og skráningu sjávarafla auk annarra tilfallandi starfa. Hjá Grindavíkurhöfn starfa fjórir starfsmenn auk hafnarstjóra, höfnin er ein af stærstu bolfisklöndunarhöfnum landsins. Um er að ræða framtíðarstarf og er starfshlutfall 100% Unnið er á vöktum.

Við leitum að einstaklingi sem:

• Hefur framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

• Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum

• Er álagsþolin(n)

• Er líkamlega heilbrigð(ur)

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar. Öll eru hvött til að sækja um starfið óháð kyni. Nánari upplýsingar veitir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri: sigurdura@grindavik.is

Þekking sem leitað er eftir:

• Skipstjórnarréttindi D (3. stig)

• Slysavarnaskóli sjómanna

• Góð íslensku og enskukunnátta

• Almenn tölvukunnátta

• Þekking á sjávarútvegi

• Vélavarðaréttindi

• Réttindi sem siglingarverndarfulltrúi

• Löggilding vigtarmanns

Allar umsóknir skulu berast í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar (http://grindavik.umsokn.is/

Grindavíkurhöfn leitar að hafnsögumanni/skipstjóra til starfa
)
VÍS-bikarsins
Keflavík í eldlínu
Strembin vika bíður körfuknattleiksliða Keflavíkur en karla- og kvennalið félagsins leika til undanúrslita í VÍS-bikar karla og kvenna í Laugardalshöllinni. Í báðum tilvikum er Stjarnan mótherji Keflvíkinga í undanúrslitum.
VÍS-bikar kvenna: Hörður Axel Vilhjálmsson, nýkjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar, kemur við sögu í báðum bikarkeppnunum en Hörður stýrir kvennaliði Keflavíkur og er jafnframt leikmaður og fyrirliði karlaliðsins. Víkurfréttir heyrðu stuttlega í Herði fyrir undanúrslitaleikina þar sem hann var að undirbúa fyrir undanúrslitaleik kvennaliðsins.
vf.is sport Úrslit leikja og fréttir birtast á 200% líkur á
Axel fari í úrslitin?
að Hörður
Axel og Hjalti, bróðir hans og þjálfari karlaliðs Keflavíkur, í leik Keflavíkur og Njarðvíkur í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna. VF-mynd: JPK
Hörður

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum kærlega fyrir stuðninginn

"Við styðjum Keflavík til sigurs"

Bless Keflavík ... að minnsta kosti í bili

Mér reiknast svo til að af minni rúmu 55 ára ævi hafi ég átt lögheimili í Keflavík í tæplega 43 ár. Á þessum 43 árum bjó ég reyndar samt á nokkrum öðrum stöðum; í leiguíbúðum í Reykjavík á námsárunum, nokkur ár í Bandaríkjunum og svo síðasta eina og hálfa árið í París. En stelpan getur farið frá Keflavík en það tekur enginn Keflvíkinginn úr stelpunni.

Þegar ég byrjaði í pólitíkinni var ég nýflutt í Garðabæ og kynnti mig í prófkjörinu 2006 sem „keflvískan Garðbæing“. Pólitíkin varð svo einmitt til þess að ég flutti aftur heim fyrir tæpum þrettán árum. Okkur fjölskyldunni hefur liðið vel á Heiðarbrúninni og ég er mjög stolt af því að Akureyringurinn sem ég er gift er fyrir löngu síðan orðinn sannur Keflvíkingur og synirnir báðir að sjálfsögðu, enda með keflvísku genin.

En nú er komið að leiðarlokum ... að minnsta kosti í bili. Það er útséð með að það sé hægt að reyta arfa og slá gras rafrænt á milli landa. Við höfum reynt, en verðum að játa okkur sigruð. Það sannaðist líka með mjög skýrum hætti í jóla„fríinu“ að það hefur ekki tekist vel hingað til að taka til í bílskúrnum í gegnum Zoom. Og þar sem við sjáum fyrir okkur nokkur ár í viðbót hér í París tókum við þá ákvörðun að selja dásamlega húsið okkar og koma því í góðar hendur.

LOKA ORÐ

Við eigum góðar minningar og munum sakna margs – að horfa yfir fallega upplýstan kirkjugarðinn á aðventunni, að baka okkur í sumarsólinni á skjólgóða pallinum, allar skemmtilegu stundirnar með fjölskyldu og vinum á Heiðarbrúninni við ýmiss konar tækifæri; útskriftir, fermingar, afmæli, skírnir, kosningar, matarboð, jólaboð og gamlárspartý.

Og líka bara þess að hanga saman fjölskyldan og hnoðast öll í hrúgu í sjónvarpssófanum. Þarna fóru strákarnir mínir úr því að vera börn í unga menn, á meðan við hjónin auðvitað yngdumst bara með hverju árinu.

Ég á eftir að sakna þess að ganga Strandleiðina fallegu í allskonar veðrum með Björk og Lubba, skyndineyðarfunda með Mánudax, Þorrablóta, Nettómóta og sundmóta. Og auðvitað fjölskyldu, vina og ykkar allra sem hafa verið partur af Keflavíkurlífinu okkar og verðið það auðvitað áfram.

Keflvísku Parísarbúarnir þakka fyrir sig í bili. Þar til næst – áfram Keflavík!

Ráðherrar heimsóttu Reykjanesbæ og kynntu sér mál flóttafólks og hælisleitenda

Við þetta tilefni skrifuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, undir nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks eins og flest stærri sveitarfélög landsins hafa þegar gert eða ætla að gera.

Vogar leggja fram ný gögn vegna

Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnsjalínu 2 er enn til efnislegrar meðferðar hjá Sveitarfélaginu Vogum. Hefur Landsneti verið gefinn kostur tjá sig um hin nýju gögn og niðurstöður þeirra. Þá hefur sveitarfélagið óskað eftir áliti Landsnets hf. á því hvort niðurstöður Dr. Ástu Rutar Hjartardóttur breyti einhverju um mat félagsins á öryggi jarðstrengs m.t.t. þess sem fram kemur í greinargerð hennar samanborið við loftlínu sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir. Þetta kemur fram í frétt frá Sveitarfélaginu Vogum. Landsnet sendi frá sér tilkynningu nýlega þar sem lýst er yfir óánægju yfir því að Sveitarfélagið Vogar hafi ekki enn afgreitt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Í svari frá sveitarfélaginfu í kjölfarið kom fram að málið væri í eðlilegum farvegi. Í nýjustu tilkynningu á heimsíðu Voga segir einnig: Í greinargerð Dr. Ástu Rutar Hjartardóttur jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,

um bergsprungur í nágrenni Voga er fjallað um sprunguhreyfingar í nágrenni við sveitarfélagið og meðfram þeim valkostum sem hafa verið til skoðunar vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Í niðurstöðum kemur fram að hreyfingar á sprungum hjá áætluðum jarðstreng í Þráinsskjaldarhrauni séu litlar. Mælir höfundur með því að línan sé lögð norðarlega á svæðinu frekar en sunnarlega, enda minnki það bæði líkur á að hraun renni yfir lagnaleiðina og á sprunguhreyfingum undir henni. Þá kemur fram að við norðurhluta Rauðavatns liggi nú þegar jarðstrengur, á svæði

Mundi

Eru Vogamenn að leggja Landsneti línurnar?

sem er nokkuð keimlíkt svæðinu þar sem umræddur jarðstrengur er teiknaður við Reykjanesbraut. Því sé mikilvægt að huga að þeim jarðstreng ef talið er að ekki sé skynsamlegt að leggja jarðstreng við Voga vegna sprunguhreyfinga.

Eru þessar niðurstöður í samræmi m.a. við álit Skipulagsstofnunar sem í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Suðurnesjalínu 2 benti á mögulegan ávinning af því að leggja línuna sem jarðstreng meðfram Reykjanesbraut, fremur en sem loftlínu eða jarðstreng meðfram Suðurnesjalínu 1, með tilliti til náttúruvár.

Hvatagreiðslur/frístundastyrkur fyrir fjögurra til átján ára!

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hvatagreiðslur fyrir foreldra barna á aldrinum fjögurra til átján ára séu kr. 45.000.- frá 1. janúar 2023 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi. Úthlutun hvatagreiðslna/frístundastyrks fer fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi (Sportabler o.s.frv.).

Þegar nýskráningar hefjast (yfirleitt á haustin) er hægt að ráðstafa hvatagreiðslunni/frístundastyrknum. Þegar það er gert er mikilvægt að haka í reitinn ,,nota frístundastyrk“ ef foreldrar kjósa það. Þá dregst upphæðin frá æfingagjaldinu. Hvatagreiðslur/frístundastyrkur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta- og tómstundafélaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og áður tíðkaðist.

Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið.

Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda. Einungis er hægt að nýta hvatagreiðslu/frístundastyrk einu sinni á hvert gjald.

Skilyrði er að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ.

Hvatagreiðslur/frístundastyrkur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi.

Hvatagreiðslur/frístundastyrkur nýtast ekki fyrir Frístundaheimili skólanna.

Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur/frístundastyrkur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót. Ef iðkandi er að nýskrá sig í íþrótt þar sem æfingatímabilið er hálfnað eða langt liðið þá þarf viðkomandi að senda tölvupóst á hjordis@keflavik.is eða hamundur@umfn.is til að fá aðstoð við skráningu.

Fyrirspurnir vegna hvatagreiðslna/frístundastyrks skulu sendast á hvatagreidslur@reykjanesbaer.is

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt starfsfólki beggja ráðuneyta, heimsóttu Reykjanesbæ á mánudag og kynntu sér verklag og áskoranir Reykjanesbæjar við móttöku flóttafólks og hælisleitenda.
2
Suðurnesjalínu

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.