Víkurfréttir 3. tbl. 40. árg.

Page 1

Jólaverslunin er í mestri samkeppnin við útlönd

Janúartilboð - Fljótlegt og gott

Flestir keyptu jólagjafirnar í útlöndum fyrir þessi jól miðað við niðurstöður í könnun á vef Víkurfrétta, vf.is. Næst flestir sögðust kaupa jólagjafirnar í heimabyggð, þ.e. á Suðurnesjum. Rétt tæplega eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni.

65%

Niðurstaðan var þessi en spurt var:

40%

Hvar munt þú kaupa megnið af jólagjöfunum fyrir þessi jól? Svör: Í heimabyggð Á höfuðborgarsvæðinu Á netinu Í útlöndum

28% 25% 13% 34%

45%

89

347

179

áður 259 kr

áður 579 kr

áður 329 kr

kr/stk

Sítrónutoppur 0,5L

kr/stk

Pick Nick Roastbeef samloka

Opnum snemma lokum seint

kr/stk

Hámark próteindrykkur súkkulaði 250ml

Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan á Suðurnesjum fann talsvert magn fíkniefna í húsleit sem gerð var í húsnæði í Suðurnesjabæ í síðustu viku að fenginni heimild. Um var að ræða kannabis og kókaín. Einnig voru haldlagðir fjármunir sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu sem grunur leikur á að fram hafi farið á staðnum. Í öðru máli fundu lögreglumenn kannabis í bifreið sem stöðvuð var við hefðbundið eftirlit. Í þriðja málinu fannst einnig kannabis hjá húsráðanda sem lögreglumenn þurftu að ræða við út af öðru.

Leikskólinn Garðasel í Keflavík.

Stytta opnunartíma í Garðaseli Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að stytta opnunartíma leikskólans Garðasels frá og með haustinu 2019. Í bókun meirihluta fræðsluráðs segir að vegna takmarkaðrar nýtingar á dvalartímanum 16:30–17:15 og vandkvæða sem fylgja því að manna leikskólann á þessum tíma verður opnunartíminn styttur til kl. 16:30. Skal foreldrum barna á Garðaseli kynnt breytingin eins fljótt og vel og kostur er. „Eftir ár, í janúar 2020, verður óskað eftir stöðumati frá Garðaseli varðandi breytinguna þar sem leikskólinn mun kalla eftir viðbrögðum foreldra. Þó að líta megi á að ákveðin þjónustu­ skerðing eigi sér stað vill fræðsluráð horfa til þróunar í leikskólamálum á Íslandi undanfarin ár þar sem opn­ unartími er víðast hvar að færast til kl. 16:15 með tilliti til velferðar barna. Allir aðrir leikskólar í Reykjanesbæ loka kl. 16:15 og vill fræðsluráð hvetja vinnumarkaðinn til þess að koma til móts við foreldra ungra barna með sveigjanlegum vinnutíma,“ segir í bókuninni. Stytting opnunartímans var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Y-, B-, S- og Á-lista. Fulltrúi D-lista sat hjá.

Íbúðir og hús í öllum stærðum og gerðum rísa nú í Dalshverfi Reykjanesbæjar. Þar hófst uppbygging fyrir hrun en í framkvæmdastoppi voru lausar lóðir víða inn á milli. Nú rísa hús á þessum lóðum, einbýli, raðhús og fjölbýli. Bæjarbúum fjölgar líka hratt og stefnir í að íbúar Reykjanesbæjar verði jafnvel orðnir fleiri en Akureyringar um næstu mánaðamót. Myndin var tekin yfir Dalshverfið nú í vikunni.

ÞORRANUM ÞJÓFSTARTAÐ HJÁ KEFLVÍKINGUM - sjáið stemmninguna á síðu 6 og á vf.is

Óeðlilegt álag og kulnun hjá kennurum

Óeðlilegt álag er á kennurum á Suðurnesjum og kemur það mikið niður á þeim. Margir kennarar eru að gefast upp undan því álagi. Einhver dæmi eru um kulnun í starfi hjá kennurum, segir í bókun Skúla Sigurðssonar, fulltrúa grunnskólakennara, á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Borga átta þúsund fyrir refinn Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar. Fyrir refi eru greiddar 8.000 krónur á dýr en fyrir yrðling fást 2.000 krónur. Verðlaun fyrir unninn mink eru 3.500 krónur á fullorðið dýr. Til þess að aðili fái greitt skv. framangreindri verðskrá þarf að liggja fyrir samningur hans við Grindavíkurbæ um veiðarnar.

Bókunin var lögð fram undir umræðu um starfsáætlun fræðslusviðs 2019 þar sem Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti drög að starfs­ áætlun ársins 2019. „Við trúnaðarmenn á Suðurnesjum viljum vekja athygli á því ástandi sem ríkir í grunnskólum á svæðinu. Eftir að hafa verið á fundi og rætt málin þá er samróma ályktun okkar að óeðli­ legt álag sé á kennurum og kemur það mikið niður á þeim. Margir kennarar eru að gefast upp á því álagi. Nú í haust eru einhver dæmi um kulnun í starfi hjá kennurum þann­

ig að fólk er komið í veikindafrí eða hreinlega er hætt að starfa í skól­ unum. Lítil úrræði á þeim málum sem koma upp í skólunum er stór þáttur í þessu ástandi. Það er sveitarstjórnar að vinna í því að bæta ástandið í skólunum og hafa úr­ ræði fyrir þá sem þurfa en ekki horfa framhjá vandamálinu og vona að það hverfi bara. Til framtíðar hljótum við öll sem samfélag að græða á því ef tekið er rétt á málunum í upphafi þannig að vandinn verði ekki stærri,“ segir Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunn­ skólakennara, í bókuninni.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.