Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Opnunartími
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON SUÐURNESJAMAÐUR ÁRSINS 2018
Aldrei hræddur, aldrei kalt
22,3% íbúa Suðurnesja með erlent ríkisfang Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. Þann 1. desember sl. voru 4.575 íbúar Reykjanesbæjar með erlent ríkisfang eða 24,2% íbúa sveitarfélagsins sem þá voru 18.888. Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúar með erlent ríkisfang 19,1% eða 246 af 1.290 íbúum sveitarfélagsins. Í Suðurnesjabæ voru íbúar með erlent ríkisfang 18,8% eða 654 af 3.481 íbúa. Íbúar með erlent ríkisfang í Grindavík voru 16,9% eða 575 íbúar af 3.412. Á Suðurnesjum eru alls 6.050 íbúar með erlent ríkisfang eða 22,3% íbúa en 1. desember bjuggu 27.071 íbúi á Suðurnesjum. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, eða 22,3%, og Vesturland kemur næst með 15,5%. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi vestra, eða 6,8%.
Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati dómnefndar Víkurfrétta. Guðmundur fékk viðurkenninguna afhenta sl. laugardag. Hann var þá að fara í sitt fyrsta flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá því hann tók þátt í björgun fimmtán manna af strönduðu flutningaskipi við Helguvík í nóvember sl.
Guðmundur Ragnar Magnússon, maður ársins á Suðurnesjum 2018.
Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna. Guðmundur Ragnar slasaðist við björgunaraðgerðina en lét það ekki stoppa sig og lauk krefjandi verkefni í samstarfi við félaga sína í áhöfn björgunarþyrlunnar. „Tilfinningin er mjög góð. Það er heiður að hafa lent inn á þessum
lista,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við því að hann hafi hlotið nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2018“. Rætt er við Guðmund Ragnar í miðopnu Víkurfrétta í dag og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is.
ARION BANKI OG THORSIL FALLI FRÁ ÁFORMUM UM KÍSILVER Í HELGUVÍK Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Bæjarfulltrúarnir hvetja þessa aðila til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu í sátt við fólkið í sveitarfélaginu og umhverfið. Yfirlýsingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ segir: „Kísilveri United Silicon, sem hóf starfsemi sína þann 13. nóvember 2016 var lokað 1. september 2017 og tekið til gjaldþrota-
128
SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!
HEILSU- &
LÍFSSTÍLSDAGAR ALLT AÐ
25% AF UM LÍFSSTÍLSVÖR
24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2019
Fylgstu með og nálgastu upplýsingar inn á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á heilsudögum.
LÍFRÆNT VEGAN SÉRFÆÐI UPPBYGGING KRÍLIN HOLLUSTA I VERF UMH FITNESS - 6. FEBRÚAR 2019
VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA KYNNTU ÞÉR FRÁBÆR TILBOÐ Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ
TTUR AFSLÁ HEILSU- OG
R TILBOÐIN GILDA 24. JANÚA
skipta 22. janúar 2018. Þann tíma sem verksmiðjan var í rekstri olli hún íbúum sveitarfélagsins verulegum óþægindum og jafnvel veikindum, vegna mengunar sem af henni staf-
aði. Þá urðu margir fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum í kjölfar gjaldþrots verksmiðjunnar, s.s. starfsmenn, verktakar, hluthafar og sveitarfélagið Reykjanesbær. Nú hafa verið kynntar áætlanir um að hefja rekstur verksmiðjunnar að nýju og ætlar nýr eigandi, Arion Banki, að eyða verulegum fjármunum í lagfæringar á verksmiðjunni. Þá áformar hlutafélagið Thorsil einnig að hefja rekstur samskonar verksmiðju
1
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. VF-mynd: pket á sama stað í Helguvík, um 2 km frá þéttri byggð, steinsnar frá leikskóla og grunnskóla í bænum. Ljóst er að íbúar Reykjanesbæjar hafa af þessu verulegar áhyggjur í ljósi fyrri reynslu af slíkum rekstri. United Silicon hafði einungis komið einum ofni í gang þann tíma sem fyrirtækið starfaði en áætlanir gera ráð fyrir að ofnarnir geti alls orðið sjö með tilheyrandi mengun. Undirritaðir bæjarfulltrúar taka fyllilega undir áhyggjur annarra íbúa og telja að nú sé orðið ljóst að starf-
semi af þessu tagi henti alls ekki í nálægð við þétta íbúabyggð. Sökum þess viljum við skora á hlutaðeigandi aðila, bæði Arion banka og Thorsil að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík og hvetja þá til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu í sátt við fólkið í sveitarfélaginu og umhverfið.“ Undir yfirlýsinguna rita allir bæjarfulltrúar meirihlutans, auk bæjarfulltrúa Miðflokksins. Lesa má bókanir Sjálfstæðisflokks og frá Frjálsu afli við málið á síðu 2.
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Tíu vilja starf hafnsögumanns
FRAMHALD AF FORSÍÐUFRÉTT: Bókun D-listans vegna kísilvera í Helguvík
Alls sóttu tíu manns um laust starf hafnsögumanns hjá Reykjaneshöfn sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember sl. Úrvinnsla umsókna hófst í framhaldinu og er henni nú lokið. Niðurstaða liggur fyrir og leggur hafnarstjóri til að Jóhannes Þór Sigurðsson verði ráðinn í starfið. Það var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar Reykjaneshafnar í síðustu viku.
Ekki þörf á að skipa starfshóp Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri félagþjónustu- og fræðslusviðs fundinn undir þessum dagskrárlið. Fræðslunefnd Grindavíkur hefur lagt til að skipaður verði starfshópur til að leggja fram tillögu að bættu starfsumhverfi leikskóla. Bæjarráð telur hins vegar að ekki sé þörf á því að skipa starfshóp þar sem fyrirliggjandi gögn gefi góða mynd af því hvað gera þurfi til að bæta starfsumhverfi í leikskólum. Bæjarráð Grindavíkur óskaði á síðasta fundi sínum eftir að leikskólastjórar leggi mat á það hvaða þættir þurfi að vera í forgangi.
KEILIR EIGNAST FLUGSKÓLA ÍSLANDS Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bóklegu og verklegu námi í flugskólunum er á fimmta hundrað. „Við erum afskaplega ánægð með kaupin og teljum þau styrkja mjög flugkennslu á landinu. Flugakademía
skólanna og áfram mun verkleg flugkennsla fara fram á bæði alþjóðaflugvellinum í Keflavík og Reykjavíkurflugvelli, auk þess sem skólinn mun efla starfsstöðvar á landsbyggðinni líkt og unnið hefur verið að undanfarið, meðal annars á Selfossi og Sauðárkróki.
Birta launakjör fyrir setu í nefndum Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að Grindavíkurbær birti launakjör bæjarfulltrúa og launakjör þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum bæjarins á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Tillaga þess efnis var lögð fyrir bæjarráð í síðustu viku og samþykkt samhljóða. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur verið falið að útfæra tillöguna.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
Keilis er ung að árum en hefur vaxið hratt og mun sú mikla reynsla og þekking stjórnenda og kennara Flugskóla Íslands hafa jákvæð áhrif á það starf sem við höfum byggt upp undanfarin ár,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Fyrst um sinn verður ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Saga kísilvers United Silicon frá því það hóf starfsemi sína 2016 og þá tíu mánuði sem það starfaði er okkur öllum kunn og ljóst er að þau mistök sem gerð voru í undirbúningi og rekstri verskmiðjunnar mega ekki endurtaka sig. Íbúar í Reykjanesbæ þekkja mikilvægi þess að hafa fjölbreytt atvinnulíf. Rúmlega þúsund manns misstu atvinnuna við brotthvarf Varnarliðsins fyrir tólf árum. Í bankahruni tveimur árum síðar misstu enn fleiri atvinnuna og nú síðast fyrir tveimur mánuðum var á þriðja hundrað manns sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli vegna óvissu í flugrekstri. Bæjarfulltrúar D-listans geta því ekki tekið undir áskorun meirihluta bæjarstjórnar um að Stakksberg og Thorsil falli frá áformum sínum um uppbyggingu kísilmálmverksmiðja í Helguvík. D-listinn leggur, eftir sem áður, áherslu á að það verði enginn afsláttur gefinn af umhverfiskröfum og eftirliti með uppbyggingu og atvinnustarfsemi í Helguvík. Bæjarfulltrúar D-listans skora á þessi sömu fyrirtæki að eiga ríkara samráð við íbúa um framvindu mála og tryggja að unnið verði að uppbyggingu í Helguvík sem er í sátt við íbúa og umhverfi Reykjanesbæjar. Bæjarfulltrúar D-listans: Margrét Sanders Baldur Guðmundsson Anna Sigríður Jóhannesdóttir
Bókun Frjáls afls
Lyftara ekið á hafnarvörð við Grindavíkurhöfn
Það óhapp varð í vikunni að lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað. Hafnarvörðurinn féll í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Sá fyrrnefndi var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann reyndist hafa sloppið betur en á horfðist því hann hlaut mar en ekki frekari meiðsl.
Varðandi starfsleyfi kísilvers Stakksbergs í Helguvík vill Frjálst afl að krafist verði notkunar á bestu fáanlegu mengunarvörnum sem til eru í dag. Íbúar Reykjanesbæjar fundu fyrir mengun og munu finna áfram ef ekki verður vandað til verka þar sem kísilver Stakksbergs er mjög nálægt byggð. Búnaðurinn þarf að fyrirbyggja bæði lyktarmengun og aðra mengun sem getur skaðað íbúana. Ljóst er að kolefnisspor verksmiðjunnar er verulegt og því eðlilegt að til komi mótvægisaðgerðir. Þær gætu t.d. verið fólgin í plöntun trjágróðurs í miklu magni á þeim svæðum bæjarins sem hafa verið skipulögð sem skógarsvæði. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þarf að gera bæði Umhverfis- og Skipulagsstofnun grein fyrir þessum kröfum sem og þeirra sem koma að rekstri kísilversins. f.h. Frjáls afls, Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi.
Stefnt að opnun Stapaskóla haustið 2020 Stefnt er að opnun Stapaskóla í InnriNjarðvík haustið 2020 en á kynningarfundi með íbúum og foreldrum í síðustu viku kom fram að stefnt sé að því að fullnaðarhönnun annars áfanga, sem verður íþróttahús og sundlaug, fari fram á þessu ári og að vonandi verði hægt að hefja framkvæmdir við hann í beinu framhaldi. Fjöldi fólks mætti á kynningarfundinn sem fram fór í Akurskóla, tók virkan þátt í umræðum og spurðu forsvarsmenn bæjarins um mörg mál sem varða framkvæmdina. Þeir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Guðlaugur S. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs, fóru yfir
stöðu mála og svöruðu spurningum en eins og kunnugt er þá tafði kærumál vegna útboðs framkvæmdir um eitt ár. Þetta verður langstærsta framkvæmd sveitarfélagsins næstu árin. Framkvæmdir við fyrsta áfanga,
grunnskólann sjálfan, eru hafnar og ganga vel. Þriðji og síðasti áfanginn verður leikskólahluti byggingarinnar. Auglýst hefur verið eftir skólastjóra Stapaskóla en nemendur verða frá tveggja ára aldri.
VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2019
OFURTILBOÐ - GILDIR ÞENNAN EINA DAG Fimmtudagur 24. jan.
Föstudagur 25. jan.
40%
40%
Tilboð dagsins
AFSLÁTTUR
Trafo flögur Saltaðar og Sour Cream & Onion 125 G
179 KR/PK
ÁÐUR: 299 KR/PK
Sunnudagur 27. jan. Tilboð dagsins
Tilboð dagsins
34% AFSLÁTTUR
Guli Miðinn Kalk+Magnesium 180 töflur
Biona kjúklingabaunir 400 G
497 KR/PK
145 KR/PK
ÁÐUR: 829 KR/PK
ÁÐUR: 219 KR/PK
Þriðjudagur 29. jan.
Mánudagur 28. jan.
Tilboð dagsins
Tilboð dagsins
40%
HH Maískökur með dökku súkkulaði 100 G
Good Good súkkulaðiálegg 350 G
ÁÐUR: 298 KR/PK
ÁÐUR: 449 KR/PK
179 KR/PK
Tilboð dagsins
AFSLÁTTUR
40% AFSLÁTTUR
Laugardagur 26. jan.
40% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Whole Earth engiferöl 330 ML
269 KR/PK
119 KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
128
SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!
HEILSU- &
LÍFSSTÍLSDAGAR ALLT AÐ
25%
AFSAFLHEÁILTSUT- OGUR UM
LÍFSSTÍLSVÖR
LÍFRÆNT VEGAN SÉRFÆÐI PBYGGING UP STA LLU HO KRÍLIN I ERF HV UM SS FITNE AR - 6. FEBRÚAR 2019 TILBOÐIN GILDA 24. JANÚ
Lægra verð – léttari innkaup
1
KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ
4
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Fjölmenn útskrift Keilis Keilir brautskráði 103 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú sl. föstudag. Við athöfnina voru brautskráðir 45 nemendur af Háskólabrú, 28 atvinnuflugmenn, 23 flugvirkjar og sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði. Þá var Þorsteinn Surmeli, kennari á Háskólabrú Keilis, heiðraður fyrir framlag sitt til kennslu á Háskólabrú og þróun vendináms í Keili en Þorsteinn tók nýverið við stöðu sérfræðings eTwinning hjá Rannís. Í ræðu sinni minntist Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, meðal annars á gildi þess að taka ákvarðanir í lífinu og fylgja þeim eftir. Þá ræddi hann um gildi hugtakanna að vera góður að taka ákvörðun og að vera jákvæður í hugsun orðum og athöfnum. Samtals hafa nú 3.335 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í maí 2007.
Útskrift fjarnámsnemenda Háskólabrúar Keilis
Háskólabrú Keilis brautskráði samtals 45 nemendur úr öllum deildum. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Margréti Hanna, verkefnastjóra. Sameiginlegir dúxar Háskólabrúar voru Særún Lúðvíksdóttir og Helena Björk Björnsdóttir en þær voru báðar með 9,42 í meðaleinkunn. Þær fengu gjafir frá Íslandsbanka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsár-
angur. Þá fékk Bergþóra Fjóla Úlfarsdóttir viðurkenningu frá HS orku fyrir góðan námsárangur af Verkog raunvísindadeild Háskólabrúar. Heimir Freyr Heimisson flutti ræðu útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals 1.746 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keili frá fyrstu útskrift skólans árið 2008 og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanám, bæði hérlendis og erlendis. Aldrei jafn margir nemendur stundað frumgreinanám í Keili og á þessu námsári en á annað hundrað umsóknir bárust í fjarnám Háskólabrúar sem hófst í byrjun janúar. Þeir bætast við fjölmennasta hóp nýnema í Háskólabrú sem hófu nám síðastliðið haust og þar með stunda núna hátt í þrjú hundruð nemendur frumgreinanám í Keili.
Hæsta einkunn frá upphafi í atvinnuflugnámi Keilis
Flugakademía Keilis útskrifaði 28
atvinnuflugnema og hafa þá samtals 246 atvinnuflugmenn útskrifast frá upphafi. Aukin aðsókn hefur verið í flugnám hjá Keili undanfarin ár og stunda að jafnaði á þriðja hundrað nemendur flugnám við skólann á ári hverju. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis, flutti ávarp og afhenti atvinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Snorra Páli Snorrasyni skólastjóra Flugakademíunnar. Lúðvík Alexander Bengtsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,87 í meðaleinkunn. Þetta er hæsta einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi skólans. Fékk hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Þá útskrifaði Flugakademían í fjórða sinn flugvirkjanema en boðið er upp á námið í samvinnu við AST (Air Service Training) í Skotlandi. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, þjálfunarstjóri flugvirkjanáms, aðstoðaði við útskriftina. 23 nemendur útskrifuðust úr náminu að þessu sinni og fékk Ísak Þór Þorsteinsson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Fékk hann gjafir frá Icelandair Maintenance Operation og ISAVIA.
Með útskriftinni hafa rétt tæplega hundrað nemendur lokið flugvirkjanámi við skólann. Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir, nemandi í atvinnuflugnámi, flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis.
Fótaaðgerðafræðingar útskrifast í annað sinn
Sjö nemendur brautskráðust í annarri útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, flutti ávarp og Jóhanna Björk Sigur-
björnsdóttir, þróunarstjóri námsins, aðstoðaði við brautskráninguna. Eyrún Linda Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,08 í meðaleinkunn og fékk gjafir frá Praxis og Áræði. Eyrún flutti einnig ræðu útskriftarnema fyrir hönd fótaaðgerðafræðinga. Keilir hefur boðið upp á nám í fótaaðgerðafræði frá febrúar 2017 og stunda að jafnaði á annan tug nemenda námið hverju sinni. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta.
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð hjá Keili hefst í haust
MAGNAÐAR MYNDIR Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Sjónvarpsmenn fylgdust með æfingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Stakksfirði um síðustu helgi. Sjáið þær myndir og aðrar magnaðar myndir í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30
Ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð verður í boði á vegum Keilis frá og með næsta hausti, samkvæmt samkomulagi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Keilis. Námið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum en með samkomulaginu hefur ráðuneytið nú veitt skólanum leyfi til inntöku allt að 40 nýnema á haustönn 2019.
Ný nálgun í kennslu og námsumhverfi
Þetta er í fyrsta sinn sem Keilir býður upp á nám til stúdentsprófs frá því að skólinn var stofnaður árið 2007. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi byggir á kjarna- og valfögum sem einskorðast ekki við forritun heldur taka á öllum fjölbreyttum þáttum
sem til grundvallar eru fyrir skapandi starf leikjagerðarfólks, s.s. hönnun, tónlist, h l j ó ð u p p t ö ku r, verkefnastjórnun, heimspeki o.fl. Þá verður starfsnám og verk-
efna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins. Skólinn mun leggja áherslu á vendinám sem hefur verið stór hluti af starfi Keilis á undanförnum árum. Í náminu verða því hvorki hefðbundnar kennslustofur né hefðbundin stundatafla heldur munu nemendur sinna námi sínu og verkefnum í skólanum þar sem kennarar verða til staðar og leiðbeina þeim.
Furðuverk frumsýnt á laugardag
Leiklist frábært verkfæri til þess að efla sjálfstraust Það hefur löngum verið vitað að unglingsárin eru viðkvæm og mikilvægt að styðja þennan aldurshóp til dáða og hjálpa þeim að að finna sér einhverjar tómstundir þar sem þau geta fengið útrás á þessu aldursskeiði. Guðný Kristjáns og Halla Karen vilja vinna með unglingum í leiklist sem er frábært verkfæri til þess að efla sjálfstraust. Þær hafa verið að æfa undanfarnar vikur með átján unglingum að leiksýningu sem krakkarnir sjálfir áttu hugmyndina að. Framundan er uppskeran þegar krakkarnir stíga á svið og sýna afraksturinn á leiksýningu sem ber heitið Furðuverk.
Gaman að vinna með unglingum
„Gylturnar standa að baki þessari leiksýningu en það erum við, ég og Halla Karen, sem vildum endurreisa unglingastarf Leikfélags Keflavíkur og settum upp söngleikinn Grease árið
VIÐTAL
Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir.
2013 við frábærar undirtektir bæjarbúa. Þetta var brjálæðislega gaman og vel sótt sýning. Aftur fórum við af stað árið 2016 með Gargandi gleði unglingahóp og svo aftur núna. Okkur finnst mikilvægt að vinna með unglingum í leiklist en það er á þessum árum sem sum þeirra byrja að draga sig til baka, verða óörugg með sig og svona. Hér fá þau skilaboð um að öll hegðun sé leyfileg innan ákveðinna marka auðvitað. Hér mega þau fíflast þegar þau þurfa þess með. Láta ljós sitt skína. Það er þessi kraftur sem býr í þeim sem þarf stundum að fá útrás,“ segir Guðný. Furðuverk er einmitt leiksýning sem undirstrikar þessi skilaboð um að öll erum við ólík og eigum að fá að vera þau sem við erum. Verkið fjallar á
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
skemmtilegan hátt um líf unglinga og að ekki eru allir eins eða hafa sama áhugamál. „Söngur, dans og leikgleði frá upphafi til enda,“ segir í kynningu. „Við vildum gefa öllum tækifæri. Engum var vísað frá. Allir voru velkomnir en við auglýstum fyrst námskeið með unglingum og afraksturinn er þessi leiksýning. Arnar Ingi Tryggvason límdi saman textann og bjó til leiksýninguna Furðuverk sem við Guðný leikstýrðum. Það er svolítið gaman að við erum með
mennina okkar í þessu með okkur. Arnar minn sá um textasmíði og Júlli hennar Guðnýjar sá um allt í kringum tónlistina. Þeir munu einnig aðstoða okkur á sýningum. Það gerir þetta svo miklu skemmtilegra þegar þeir eru með því við höfum lítið verið heima undanfarið. Nú er þetta að bresta á og spennan mikil í Frumleikhúsinu,“ segir Halla Karen.
Lofum góðri skemmtun
„Við eigum ótrúlega góða unglinga. Ómeðvitað erum við að vinna með fordóma í þessari sýningu. Það mega allir vera einstakir. Við þurfum ekki öll að vera eins. Þegar við vinnum með leiklist þá erum við einnig að vinna með
forvarnir sem er ekki síður mikilvægt. Við erum mjög glaðar með að hafa farið út í þetta með krökkunum. Það er búið að vera frábært að vinna með þessum hópi. Við vonum að fólk fjölmenni á sýninguna og sjái hvað krakkarnir eru duglegir að leika, dansa og syngja. Við lofum góðri skemmtun fyrir alla aldurshópa,“ segir Guðný að lokum. Sýningar hefjast laugardaginn 26. janúar en þá er uppselt. Önnur sýning er á sunnudag klukkan 17:00 og enn eru miðar lausir þann dag. Hægt er að panta miða í síma 421 2540 eða hafa samband beint inn á Facebook-síðu Leikfélags Keflavíkur en þar má einnig sjá auglýsta sýningartíma framundan.
24. janúar – 3. febrúar
TILBOÐ Stór bátur + 0,5 l Pepsi
quiznos.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ · ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT MJÓDD · GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ
LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI · AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU · VARMAHLÍÐ
1.090
kr.
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Reykjanesbær úr leik í Útsvari Lið Reykjanesbæjar tapaði fyrir Kópavogi í undanúrslitum Útsvars sl. föstudagskvöld. Þremenningarnir Grétar Sigurðsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Kristján Jóhannsson náðu sér ekki á strik að þessu sinni og máttu lúta í gras gegn sterku liði Kópavogs. Lið Reykjanesbæjar hefur fjórum sinnum komist í undanúrslit í 12 ára sögu keppninnar en aldrei komist í úrslitaleikinn.
HAMSAR TAKA VEL TIL ÞJÓÐLEGS MATAR
Félagsstarf
eldri borgara á Suðurnesjum Helgi Hólm fer yfir og lýsir stöðu lífeyrissjóðsmála eldri borgara. Föstudaginn 1. febrúar 2019 kl. 14.00.
Hamsarnir eru óformlegar félagsskapur karlmanna sem hittast nokkrum sinnum á ári og borða saman í hádeginu. Maturinn er oftar en ekki þjóðlegur og telst jafnvel óhefðbundinn og ekki alltaf á borðum landans. Að þessu sinni var það sjávarfang af ýmsum toga á diskum matargesta, hrogn og lifur, kútmagar sem eru reyndar ekki oft á diskum venjulegs fólks og gellur og kinnar. Allt hrikalega gott.
HAMSAR Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA fyrir snjalla áhorfendur! „Garnagaul er tónlist hópsins,“ sagði einn Hamsanna og undir það tóku fleiri. Hamsarnir borða ekki alltaf sjávarfang heldur líka hrossakjöt, svið og fleira þjóðlegt.
Þið takið vel til matarins? „Þú sérð það á mannskapnum,“ sagði einhver í hópnum. Þeir hittast reglulega nokkrum sinnum á ári en þó bara þegar flautað er til veislu. Axel Jónsson hjá Skólamat eldar að venju og ef það er fiskur þá kemur hann frá Þorsteini Erlingssyni í Saltveri. Víkurfréttir smelltu mynd af þeim félögum en flestir Hamsar voru mættir en ekki allir. Einnig heyrðum við í þeim félögum sem sjá má í sjónvarpsinnslagi á Víkurfrétta síðunni.
Þorrablót
Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldið á Nesvöllum, stóra salnum, laugardaginn 2. febrúar 2019.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Borðhald hefst kl. 19.00. Forsala aðgöngumiða verður miðvikudaginn 30. janúar 2019 og byrjar kl. 15.00.
SUÐURNESJAMAGASÍN
á Hringbraut og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þeir hafa verið með netin rétt utan við Sandgerði í ekki nema um 30 mín til 1 klst stími beint út úr höfninni. Bergvíkin GK sem er áður Daðey GK hefur mokfiskað og landað 56 tonnum í 8 róðrum og mest 12 tonn í róðri. Báturinn rær einungis með 4 trossur og í hverri trossu eru 28 net. Í hinum róðrunum þá var Bergvík GK með um 7 til 9 tonn í aðeins 3 trossur og það kom fyrir að áhöfnin léti Erling KE draga síðustu trossurnar þeirra. Erling KE hefur líka fiskað vel og er kominn með 123 tonn í 12 róðrum og mest 25 tonn. Aðrir bátar eru t.d. Maron GK með 36 tn í 15, Grímsnes GK 50 tonn í 8 róðrum, Hraunsvík
AFLA
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Núna er janúarmánuður langt kominn og veiðin hefur verið að aukast. Hjá netabátum hefur veiðin verið mjög góð og hafa þeir netabátar sem róa frá Sandgerði fiskað mjög vel.
FRÉTTIR
Verið velkomin
Góð veiði hjá netabátum Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
GK 22 tonní 11 og Halldór afi GK 16,5 tonn í 11. Og talandi um Grímsnes GK þá átti áhöfnin á Grímsnesi GK frábært ár, árið 2018, því að báturinn varð aflahæstur allra netabáta á Íslandi með um 1750 tonna afla. Þetta er mjög merkilegt því að stærsti hlutinn af þessum afla var ufsi og líka það að Grímsnes GK er það sem kallaður er kvótalítill eða kvótalaus bátur. Grímsnes GK var eini netabáturinn
á landinu sem einbeitti sér svona mikið að ufsa og var við veiðar að mestu með suðurströndinni á svæðinu frá Þjórsárósum og austur fyrir Vík í Mýrdal. Af öðrum netabátum árið 2018 þá var t.d. Erling KE með 1378 tonn í 113 róðrum. Maron GK 911 tonn í 216 róðrum og má geta þess að Maron GK réri næst mest allra netabáta á landinu einungis Bárður SH réri oftar eða 228 róðra og yfir alla báta á landinu óháð veiðarfæri þá var Maron GK einn af örfáum sem fór yfir 200 róðra. Maron GK var aftur á móti stærsti báturinn sem réri þetta mikið árið 2018. Halldór Afi GK var með 531 tonn í 187 róðrum. Hraunsvík GK 319 tonn í 131, Valþór GK 311 tonn í 98 róðrum. Sævar KE 175 tonn í 45 róðrum.
janúardagar 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON
þvottavélar
uppþvottavélar
þurrkarar
15%
15%
15%
afsláttur
15%
afsláttur
afsláttur
ofnar
afsláttur
30%
Pottar og pönnur
afsláttur
20%
40%
afsláttur
afsláttur kæliskápur
ryksugur
20%
15%
afsláttur
afsláttur
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Opnunartímar: Virka daga kl. 11 10-18 14 Laugardaga kl. 11-15
* Opið fyrstu tvo laugardaga hvers mánaðar. Lokað 3ja og 4ja.
ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
nýr vefur Netverslun Greiðslukjör
Hafnargata | SÍMI 421-1535 LágMúLA 8 23 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Erum alltaf að æf fyrir stóra leikinn Guðmundur Ragnar Magnússon er Suðurnesjamaður ársins 2018 að mati dómnefndar Víkurfrétta „Tilfinningin er mjög góð. Það er heiður að hafa lent inni á þessum lista,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við því að hann hafi hlotið nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2018“ en Guðmundur er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Þetta er í 29. sinn sem Víkurfréttir standa fyrir vali á manni ársins á Suðurnesjum. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garði en býr nú í Keflavík með fjölskyldu sinni. Hann tók þátt í björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður í Helguvík um nótt í nóvember 2018 þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð voru fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna. Guðmundur Ragnar slasaðist við björgunaraðgerðina en lét það ekki stoppa sig og lauk krefjandi verkefni í samstarfi við félaga sína í áhöfn björgunarþyrlunnar. Guðmundur var frá vinnu í nokkra daga eftir að hann rifbeinsbrotnaði við björgunarstarfið en var fljótt kominn í dagvinnu hjá Landhelgisgæslunni. Hann var við þau störf fram undir miðjan desember en þá átti hann inni frí sem hann notaði vel með fjölskyldunni og skellti sér m.a. í sólina á Tenerife. Eiginkona Guðmundar er Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir og þau eiga börnin Magnús
Mána, Kötlu Dröfn og Elvar Dreka. Guðmundur er nýkominn aftur til starfa eftir gott frí. Æfingaflug sem farið var sl. laugardagskvöld var fyrsta flugið eftir björgunarleiðangurinn frækna í Helguvík í byrjun nóvember. Mætti grunlaus til vinnu á laugardaginn Guðmundur var grunlaus að mestu þegar hann mætti til vinnu síðdegis síðasta laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Framundan var þyrluæfing þar sem æfa átti hífingar úr varðskipinu Tý og úr sjó. Varðskipið var statt á Stakksfirði, skammt frá höfninni í Keflavík. Samstarfsfélagar Guðmundar vissu hins vegar hvað var í vændum og tóku á móti fréttamönnum Víkurfrétta sem höfðu meðferðis viðurkenningarskjal og blómvönd. Gengið var beint til verks og Guðmundi komið á óvart með tilkynningu um útnefningu valnefndar Víkurfrétta sem byggði m.a. á fjölmörgum ábendingum lesenda. Guðmundur sagði að þetta kæmi honum á óvart en þó hafi læðst að honum
Guðmundur Ragnar Magnússon er maður ársins á Suðurnesjum 2018 að mati dómnefndar Víkurfrétta. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétt grunur eftir að upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar hafði samband við hann til Tenerife til að komast að því hvenær hann væri væntanlegur aftur til starfa. „Það var ekkert lífshættulegt að mér“
Guðmundur í fullum „herskrúða“ og tilbúinn til björgunar á mönnum úr sjó.
Í viðtali við Víkurfréttir í nóvember lýsti Guðmundur verkefninu sem hann og félagar hans á björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar leystu í Helguvík þegar fimmtán mönnum
var bjargað úr strönduðu skipi. Núna, þegar aðeins er um liðið, báðum við Guðmund um að horfa aftur yfir verkefnið. „Það voru hnökrar á þessu verkefni en það gekk vel heilt yfir og við björguðum öllum. Ég veit ekki hvort það hefði verið hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi, þetta bara gerðist.“ - Datt þér í hug í eina sekúndu að bakka út úr verkefninu af því að þú meiddist? „Alls ekki, aldrei. Við leggjum upp með það að ljúka verkefninu þegar
við erum að standa í þessu og ég vissi að það var ekkert lífshættulegt að mér, þannig að það yrði bara að klára þetta.“ - Og þetta gekk ótrúlega vel? „Já, miðað við allt saman og ef við horfum á aðrar bjarganir sem við höfum farið í þá var þetta alveg á pari við þær.“ - Og þetta eruð þið að æfa alla daga eins og í dag á þessari æfingu sem við hjá Víkurfréttum fengum að fylgjast með hjá ykkur. „Algjörlega. Við erum alltaf að æfa
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
fa n
Guðmundur Ragnar ásamt áhöfn og þyrlulæknum á TF-LÍF eftir æfingu á Stakksfirði sl. laugardagskvöld. fyrir stóra leikinn. Skipahífingar eru hættulegar, sérstaklega ef skip hreyfist mikið og það er vont veður. Við æfum sömu hlutina aftur og aftur. Þetta er allt fast í verkferlum hjá okkur.“ - Hefur þú lent í erfiðari aðstæðum en við björgunina í Helguvík? „Já, já. Meiri veltingur og verra skyggni fyrir flugmennina. Ég hef þurft að hanga í vírnum í fimm mínútur við hliðina á skipi til að sæta færis að komast um borð og það gekk áfallalaust.“ - Verður þú einhvern tímann hræddur? „Aldrei. Aldrei kalt, aldrei hræddur, það er bara mottóið.“ - Er það ekki kostur og styrkur? „Jú, örugglega. Kannski verður maður hræddur einhvers staðar í undirmeðvitundinni en maður lætur það ekki ná tökum á sér, aldrei.“
TEXTI OG MYNDIR: PÁLL KETILSSON OG HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Þetta var vel gerlegt
ta afhendir honum viðurkenninguna.
- Sástu það strax að verkefnið í Helguvík myndi ganga vel? „Já, já. Þegar við vorum að koma að þessu og horfðum niður á vettvanginn þá leist okkar þannig á þetta að þetta væri vel gerlegt og þess vegna héldum við áfram með þetta. Ef við hefðum talið verkefnið tvísýnt þá hefðu verið skoðaðar aðrar leiðir. Við gerðum þetta hins vegar eins og við æfum þetta og það virkaði.“ - Þið lendið í margvíslegum verkefnum og björgunum. Eru einhver verkefni erfiðari en önnur?
9
Guðmundur Ragnar Magnússon og Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir ásamt börnum sínum, Magnúsi Mána, Kötlu Dröfn og Elvari Dreka. sigmanna á þyrlunum að vera skipstjórnarmenn á varðskipum. Ég var í sex ár stýrimaður á varðskipi áður en ég kom hingað en nú er ég búinn að vera hérna í sex eða sjö ár.“ Mikill áhugi á björgunarmálum
Sigmaðurinn Guðmundur á leiðinni niður í flutningaskipið Fernanda sem varð eldi að bráð við suðurströndina fyrir nokkrum árum. Þar var 15 sjómönnum bjargað. „Já, við þurfum að aðstoða við sjúkraflutninga á landi og förum mikið í útköll þar sem hafa orðið slys. Ef börn eiga hlut að máli, þá tekur það meira á. Við fáum góða aðstoð til að takast á við það og þá andlega þáttinn.“ Allir þurfa að vita sitt hlutverk - Samvinna er gríðarlega stórt atriði hjá ykkur. „Við æfum sérstaklega áhafnasamstarf og allt sem því tengist. Við erum fimm í áhöfn í venjulegu útkalli og það þurfa allir að vita sitt hlutverk
og inn á hlutverk hinna. Svoleiðis gengur þetta upp.“ - Hvernig gerðist það að þú sóttist eftir þessu starfi, sem sigmaður hjá Landhelgisgæslunni? Hvaða menntun þarf í starfið? „Sú menntun sem þarf í starfið er skipstjórnarmenntun og ég fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lærði til skipstjórnar. Þegar ég lauk námi fór ég að sigla hjá Landhelgisgæslunni til að ná mér í siglingatíma til að verða stýrimaður. Síðan varð ég stýrimaður en það er grunnur okkar
- Stefndi hugurinn í þetta? „Já, allan tímann. Ég hef mikinn áhuga á björgunarmálum og öllu sem því tengist. Ég hef sagt frá því áður að ég er kominn af sjómönnum og þau mál standa mér nærri. Ég vil vera til staðar fyrir þá eins og reyndar alla aðra.“ - Þú mælir með þessu starfi fyrir aðra? „Algjörlega. Þetta er skemmtilegt, fjölbreytt og mjög gefandi starf. Það er enginn dagur eins og það er ekkert útkall eins. Svo eru fjölmörg verkefni sem tengjast ekki björgunarstörfum þannig að við förum út um allt land og sjáum landið frá mörgum sjónarhornum. Það er aldrei dauð stund, aldrei nokkurn tímann.“ - Er þetta fjölskylduvænt starf? „Já, eða alla vega finnst fjölskyldunni minni það. Konan mín veit hvað ég geri í vinnunni og um hvað þetta snýst. Hún veit það líka að ég færi mér ekki að voða í þessu starfi. Hún væri sjálfsagt ekki ánægð með þetta ef það væru meiri líkur á því að ég kæmi ekki heim. Ég veit að mamma og pabbi eru ánægð með þetta hlutskipti mitt og hafa gaman að segja frá því hvað strákurinn gerir.“
Maður ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2018
Með þyrlunni TF-LÍF á æfingu á Stakksfirði sl. laugardagskvöld.
MAGNAÐAR MYNDIR Í SUÐURNESJAMAGASÍNI
Sjónvarpsmenn fylgdust með æfingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Stakksfirði um síðustu helgi. Sjáið þær og aðrar magnaðar myndir í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30
1990 - Dagbjartur Einarsson 1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson 1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1993 - Guðjón Stefánsson 1994 - Júlíus Jónsson 1995 - Þorsteinn Erlingsson 1996 - Logi Þormóðsson 1997 - Steinþór Jónsson 1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir 1999 - Sigfús Ingvason 2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes 2001 - Freyja Sigurðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði 2002 - Guðmundur Jens Knútsson 2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek 2004 - Tómas J. Knútsson 2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Kristín Kristjánsdóttir 2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir 2007 - Erlingur Jónsson 2008 - Sigurður Wíum Árnason 2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson 2010 - Axel Jónsson 2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson 2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson 2013 - Klemenz Sæmundsson 2014 - Fida Abu Libdeh 2015 - Sigvaldi Lárusson 2016 - Stopp hópurinn - hingað og ekki lengra 2017 - Elenora Rós Georgesdóttir 2018 - Guðmundur Ragnar Magnússon
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Alltaf stuð í þessari deild Það er óhætt að segja að nemendur í rafvirkjanámi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja séu alltaf nær því að vera í stuði heldur en aðrir nemendur skólans. Sumir hafa meira að segja fengið stuð í náminu en jafnað sig fljótt. Í dag er ein stúlka í rafvirkjanámi við FS en strákar sækja meira í þetta nám heldur en þær. Við hittum einn hóp nemenda á rafvirkjabraut en nemendur í deildinni eru alls fjörutíu. fikta með víra og tengja og hef verið að leika mér með það heima líka. Þegar ég var í 10. bekk í Grindavík þá ákváðum við, ég og Matti vinur minn, að verða rafvirkjar eftir starfskynningu í íþróttahúsinu. Núna í þessum tíma erum við að setja upp fyrir stýringarverkefnið. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og mjög opið. Þegar maður klárar eitt verkefni þá má maður fara í annað verkefni. Kennararnir eru líka mjög skemmtilegir. Ég gæti alveg hugsað mér að fá vinnu við rafvirkjun í sumar því þá lærir maður meira.“
fyrir náminu. Áhuginn hefur bara aukist hjá mér. Ég veit meira núna um hvað starfið gengur út á. Verklegi þátturinn gengur fyrir í náminu hjá okkur og það finnst mér líka gott.
Ég gæti vel hugsað mér að vinna við rafvirkjun í sumar og læra meira af rafvirkjum.“ marta@vf.is
Rúnar Bárður Kjartansson 16 ára:
Alexandra Jónsdóttir 16 ára:
„Mér finnst þetta áhugavert nám. Mig fór að langa að verða rafvirki í 10. bekk, áhuginn kom bara allt í einu. Mig langaði að prófa. Nú er ég á annarri önn og þetta leggst vel í mig. Stundum er þetta erfitt og þá fæ ég hjálp en þetta lærist. Ég er ekkert farin að prófa mig áfram heima í rafmagninu, er ennþá bara að æfa mig hér í skólanum. Vinkonur mínar urðu dálítið hissa þegar ég sagði þeim að mig langaði að verða rafvirki en þær vöndust því. Ég er bara með strákum í náminu. Já, ég sé mig sem rafvirkja í framtíðinni. Ég er ekkert hrædd við rafmagn og hef samt fengið rafstuð. Mér finnst gott að vera í verklegum tímum í þessari deild, þá fæ ég góða tilfinningu fyrir því sem ég er að læra. Ég gæti alveg hugsað mér að fá vinnu við rafvirkjun í sumar því þá lærir maður meira.“
Maríus Máni Karlsson 17 ára:
„Mig langar að verða rafvirki og er á öðru ári núna. Mér finnst gaman að
„Ég fékk fyrst áhuga á að verða rafvirki þegar ég var í 10.bekk en þá fór ég í starfskynningu í Heiðarskóla. Ég fékk að kynnast Rafverkstæði IB og fylgjast með rafvirkjum í vinnunni og þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Nú er ég á annarri önn í rafvirkjanáminu hérna og hef fengið meiri tilfinningu
Björgvin Jónsson fagstjóri við rafiðnabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
SPENNANDI NÁM FYRIR BÆÐI KYNIN Hann er rafiðnfræðingur og kennari að mennt en hann fór í framhaldsnám til Danmerkur. Björgvin hefur starfað í FS frá árinu 2009. Hann tók sér hlé frá kennslu eitt árið og starfaði þá við rafvirkjun til þess að fríska upp á tenginguna við fagið, setti sig í samband við greinina aftur til þess að geta miðlað því áfram til nemenda sinna.
Tölvumaður Grindavíkurbær auglýsir eftir einstaklingi í starf tölvumanns hjá Grindavíkurbæ.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Helstu verkefni tölvumanns • Uppsetning og uppfærsla á tölvum sem og hug- og jaðarbúnaði þeim tengdum. • Umsjón og eftirlit með tölvum og öðrum vél- og hugbúnaði. • Stofnun og viðhald notenda og aðstoð við notendur. • Ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar fyrir stofnanir bæjarins. • Gerir tillögu að innkaupum á vél- og hugbúnaði í fjárhagsáætlun. • Almenn ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn bæjarins.
Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi. • Góð þekking á tölvum og hugbúnaði. • Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, sveigjanleika sem og afbragðs þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Tölvumaður hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar og í Grunnskóla Grindavíkur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesja. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar nk. Umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og starfsferil. Skila skal umsóknum á netfangið jont@grindavik.is. Nánari upplýsingar um starfið gefur sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti: jont@grindavik.is
„Mér líkar vel við kennslu en hef einnig gaman af því að starfa sem rafvirki. Ég tók mér pásu frá kennslu einn vetur til að fríska mig upp og vann þá sem rafvirki, það var mjög gott. Þá fær maður púlsinn á því nýjasta sem er að gerast. Nei, það er ekki mikið um stelpur í rafvirkjanámi en annað slagið koma þær hingað. Þetta er spennandi nám fyrir bæði kynin. Við reynum að vera opnir og nálgumst einstaklingana eftir þörfum þeirra. Í FS má segja að rafvirkjabrautin sé með einskonar bekkjarkerfi, þessir nemendur eru mjög oft saman, sami hópurinn og því kynnast krakkarnir vel innbyrðis og það skapast góð vinátta og tengsl á milli þeirra. Þeim hefur fundist mjög gott að læra hjá okkur. Námið mun persónulegra hjá okkur og meiri samheldni meðal nemenda
á brautinni hjá okkur heldur en í stærri skólum.“
Hvaða framtíðarmöguleika eiga þessir nemendur af rafvirkjabraut?
„Þetta er að breytast í þriggja ára nám hjá okkur. Rafvirkjun er mjög fjölbreytt starf og næg atvinna býðst rafvirkjum. Þetta eru eftirsóttir starfskraftar. Það vantar alltaf rafvirkja alls staðar. Mjög auðvelt er að bæta við sig í námi og fara í tækninám ef rafvirkjar vilja læra meira. Þegar þú ert kominn með sveinsbréfið þá opnast einnig fleiri atvinnutækifæri fyrir þig ef þú vilt vinna erlendis. Allskonar möguleikar eru í boði. Svo geturðu tekið viðbótarnám til stúdentsprófs eftir rafvirkjann og þá ertu kominn með allt aðra möguleika á frekara námi,“ segir Björgvin að lokum.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – skólastjóri Stapaskóla Umhverfissvið – deildarstjóri umhverfismála Velferðarsvið – deildarstjóri á heimili fatlaðrar konu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
11
MSS er sveigjanleg menntastofnun:
Aldrei of seint að læra Hefur þig dreymt um að efla færni þína í bókhaldi eða langar þig að sölsa um og breyta algjörlega um starfsvettvang? Nú er tækifærið því Miðstöð símenntunar er að hleypa af stað spennandi námi sem kallast Skrifstofuskóli.
Er þetta nám fyrir þig?
Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er átján ára eða eldra, hefur stutta, formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa á skrifstofu. Tilgangur Skrifstofuskólans er að auka hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Við hittum að máli Særúnu Rósu Ástþórsdóttur, verkefnastjóra hjá MSS, sem sagði okkur nánar frá þessu námi og fleiru sem er framundan hjá Miðstöð símenntunar.
Mikil ánægja með þetta nám
„Við erum að taka á móti umsóknum núna frá þeim sem vilja efla færni sína í almennum skrifstofustörfum. Skrifstofuskóli I og II eru fimmtán vikna námskeið sem hefjast 28. og 29. janúar og lýkur í maímánuði. Grunnur að bókhaldi er aðalviðfangsefni fyrri hluta námskeiðsins ásamt ferilskrárgerð en áfram er unnið með bókhaldshringrásina og byggt ofan á þekkinguna í seinni hlutanum. Þar er einnig vettvangsnám og aukin tengsl við atvinnulífið. Námið er hluti af því sem við köllum starfstengdar námsleiðir þannig að nemendur geta kynnst fyrirtækjum. Nemendur í skrifstofuskólanum hafa verið að vinna í almennum skrifstofustörfum. Þeir hafa starfað sem ritarar í skólum, í móttöku hótela og hjá alls konar
einkafyrirtækjum. Opinber fyrirtæki hafa einnig verið með starfsfólk innan raða sinna frá Skrifstofuskólanum. Fólk hefur verið mjög ánægt með þetta nám sem passar báðum kynjum. Við sjáum þörf fyrir námið fyrir fólk sem langar að efla sig á vinnumarkaði og hefur að baki stutta, formlega menntun,“ segir Særún.
Margt spennandi framundan
Særún segir MSS hlusta eftir samfélaginu og sé sífellt að þróa sig áfram í að bjóða upp á nám sem hentar almenningi. „MSS er sveigjanleg menntastofnun sem er í góðu samstarfi við aðrar stofnanir í samfélaginu, s.s. Vinnumálastofnun og Virk. Það er alltaf þróun í gangi hjá MSS en við erum að hlusta á samfélagið, hvað vantar og finna út fagnámskeið fyrir sem flesta hópa. Við bjóðum upp á allskonar styttri og lengri námskeið. Íslenska er eitt þeirra námskeiða sem MSS hefur boðið upp á í mörg ár, með góðum árangri fyrir fólk af erlendum uppruna. Allir þættir íslensks tungumáls eru þjálfaðir; skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Þessi námskeið eru alltaf í gangi. Í fyrsta sinn er jógakennaranám að fara af stað hjá okkur, það hefst 2. febrúar og eru nemendur byrjaðir að skrá sig. Framundan er einnig fagnámskeið starfsmanna leikskóla sem hefst 28. janúar. Það er svo margt skemmtilegt í boði sem fólk getur kynnt sér nánar á vefnum okkar,“ segir Særún að lokum og bendir á heimasíðu Miðstöðvar símenntunar www.mss.is
Særún R. Ástþórsdóttir segir stofnanir vera í góðu samstarfi við stofnanir í samfélaginu.
Pólski sendiherrann heimsótti Sandgerðisskóla Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands og eiginkona hans heimsóttu Sandgerðisskóla í upphafi nýs árs. Sendiherrann ásamt Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, hitti pólska nemendur skólans og starfsfólk. Nemendur sögðu frá því hvaðan í Póllandi þeir væru ættaðir og spjölluðu við sendiherrann. Pólskumælandi nemendur kynntu fyrir gestum starf grunnskólans og tónlistarskólans. Einnig var starfsemi bókasafnsins kynnt en þar er má finna fjölbreyttar, pólskar bókmenntir. Í viðtali við Hólmfríði Árnadóttur, skólastjóra Sandgerðisskóla, kom fram að móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna styddi við annað tungumálanám. „Við tókum upp pólskukennslu á skólatíma nemenda af pólskum uppruna vegna rannsókna sem styðja það að sterkur móðurmálsgrunnur sé forsenda frekara náms. Hér áður höfðu nemendur farið utan skóla, jafnvel um helgar, í pólskuskóla þar sem foreldrum fannst mikilvægt að börn þeirra viðhéldu móðurmálinu sínu og lærðu enn frekar. Þetta nám kostaði og var jafnvel greitt með tómstundastyrk barnanna sem varð til þess að þau fóru ekki í aðrar tómstundir. Þetta fannst okkur hér í Sandgerðisskóla ótækt og með rökstuðningi þess hver gróði þessara barna væri þar sem móðurmálskennsla styddi við annað nám tók fræðsluráð vel í hugmyndina. Við réðum pólskan kennara með
kennsluréttindi í grunnskóla og hófum móðurmálskennslu í pólsku haustið 2017. Við fengum myndarlegan styrk frá sveitarfélaginu Brwinów í Póllandi og hér eru allir með námsefni við hæfi. Okkur stjórnendum var svo boðið þangað í kynnisferð vorið 2018, þar sem við heimsóttum skóla og kynntumst pólsku skólakerfi. Þá erum við smám saman að efla bókakost á pólsku á bókasafninu í samráði við pólskukennarann okkar og nú síðast pólska sendiráðið sem hefur einnig verið okkur innan handar. Nú hafa allir nemendur og starfsmenn af pólskum uppruna fengið skólaskírteini sem þeir geta nýtt til afsláttar við bóka- og námsefniskaup í Póllandi sem og á söfn og
aðra menningarstaði. Hvað okkur varðar þá er þetta framtak einnig að efla samkennd þessa hóps sem er 15% af nemendahópnum okkar, efla virðingu þeirra fyrir rótunum og þess að eiga annað tungumál. Þau eru opnari fyrir því að ræða um pólsku og það sem pólskt er og um leið eru þau að fá viðurkenningu á því að móðurmálið þeirra og uppruni er mikils virði. Næst á dagskrá er samvinna við vinaskóla í Brwinów, samskipti við jafnaldra þar með stuðningi tækninnar og áframhaldandi þróunarvinna móðurmálskennslu á pólsku. Sandgerðisskóli er einn af fáum skólum landsins sem býður upp á pólskukennslu fyrir nemendur sína.“
Deildarstjóri umhverfismála Reykjanesbær óskar eftir að ráða öflugan stjórnanda sem deildarstjóra umhverfismála til starfa á Umhverfissviði sveitarfélagsins.
Viðburðir í Reykjanesbæ Styrkir til menningarhópa og verkefna Menningarsjóður Reykjanesbæjar auglýsir þjónustusamninga og verkefnastyrki til umsókna. Umsóknareyðublöð eru á vef Reykjanesbæjar undir Allar umsóknir: Menning. Skila þarf umsóknum fyrir 3. febrúar. Sjá nánar í umsóknum. Bókasafn Reykjanesbæjar - Dagskrá framundan Fimmtudagurinn 24. janúar kl. 11: Foreldramorgunn. Ebba Guðný Guðmundsdóttir fræðir um næringu ungbarna. Fimmtudagurinn 24. janúar kl. 20: Upplestrarkvöld. Sölvi Tryggvasyni les upp úr bók sinni Á eigin skinni. Föstudagurinn 25. janúar kl. 16.30: Bókabíó. Kvikmyndin Undur/Wonder sýnd. Laugardagurinn 26. janúar kl. 11.30: Notaleg sögustund með Höllu Karen. Söngur og sögur úr Karíus og Baktus.
Starfssvið deildarstjóra umhverfismála • Hefur umsjón með gatnakerfi sveitarfélagsins • Hefur umsjón með samgöngum í Reykjanesbæ • Hefur umsjón með fráveitu Reykjanesbæjar • Kemur að hönnun og skipulagi framkvæmda í sveitarfélaginu • Eftirlit með verklegum framkvæmdum • Skráningar í gagnagrunn • Vinna áætlunargerð og eftirfylgni áætlana • Aðkoma að skipulagsmálum • Almenn störf á Umhverfissviði
Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólagráða í verk- eða tæknifræði á byggingarsviði eða nám í byggingarfræði • Víðtæk og góð reynsla af verkframkvæmdum • Reynsla af eftirliti með verkframkvæmdum • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg • Góð þekking og færni í Word og Excel • Þekking á tækniforritum svo sem AutoCad og Microstation æskileg • Kunnátta í skjalavistunarkerfum æskileg • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Um er að ræða fullt starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2019. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs, gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is
12
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Gott að búa í smá sveit Búið er að endurvekja kirkjukór í Útskálaprestakalli sem Keith Reed stjórnar. Nýi kirkjukórinn kom fram á aðventutónleikum í Safnaðarheimili Sandgerðis og vakti lukku á meðal áheyrenda með líflegum flutningi sínum. Við forvitnuðumst aðeins um kórstjórnandann sem er sprenglærður innan tónlistar og spjölluðum saman á íslensku en Keith segist hafa lagt sig fram um það frá upphafi að læra málið sem Íslendingar tala. Keith ásamt fjölskyldu.
Keith Reed og Ásta Bryndís Schram, eiginkona hans.
VIÐTAL
Var á leið til Evrópu
„Ég kom til Íslands árið 1989 með konu minni, Ástu Bryndísi Schram, sem ég hafði kynnst í þekktum tónlistarskóla í Bloomington í Indiana. Hún hafði verið í námi í sama tónlistarskóla og ég. Ég er baritón, var komin með sönggráðu eftir fjögurra ára nám og ætlaði að freista gæfunnar í Evrópu að námi loknu. Hún var þá félagsfræðingur sem ætlaði að nota tónlistarmenntun sína með börnum. Ég kom við á Íslandi til að hitta foreldra hennar á leið minni til Evrópu en þessi heimsókn var svo sannar-
lega örlagarík. Allt breyttist. Ég fékk leyfi til að æfa mig í Söngskólanum í Reykjavík og var að hita upp röddina mína þegar Garðar Cortes heyrir í mér fram á gang, opnar dyrnar, kemur inn og spyr: „Hver ert þú?“ Hann spurði mig strax hvort ég vildi starfa við Óperuna á Íslandi en þegar ég sagði honum að ég væri á leið til Evrópu til að freista gæfunnar sagði hann mér að koma aftur ef ég fengi ekkert að gera þar. Hann vissi mætavel að það væri mjög erfitt að komast að í Evrópu. Garðar hafði rétt fyrir sér og ég sneri aftur til Íslands og
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
hef verið hér síðan má segja. Garðar réði mig í Brúðkaup Fígarós og þar söng ég ásamt honum og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Ég hef verið svo heppinn allar götur síðan. Þetta var gæfuspor. Í dag eigum við hjónin fimm börn saman og búum í Garðinum,“ segir Keith hressilega. Honum finnst hann ótrúlega heppinn að hafa fengið að kynnast öllu þessu góða og hæfileikaríka fólki í óperuheiminum á Íslandi.
Starfaði með þekktu fólki innan tónlistar
„Ég starfaði með Jórunni Viðar og
IT
NÝTT UNGLINGALEIKR
SÝNT Í FRUMLEIKHÚSINU Sýningar: Frumsýning: Laugardaginn 2. sýning: Sunnudaginn 3. sýning: Miðvikudaginn 4. sýning: Fimmtudaginn 5. sýning: Föstudaginn
26. janúar kl. 17.00 27. janúar kl. 17.00 30. janúar kl. 19.00 31. janúar kl. 19.00 1. febrúar kl. 19.00
MIÐAVERÐ 2.000 KR MIÐAPANTANIR Í SÍMA 421-2540 EFTIR KL. 14.00 EÐA Á FACEBOOK-SÍÐU LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR Höfundur: Arnar Ingi Tryggvason
Leikstýrur: Guðný Kristjánsdóttir & Halla Karen Guðjónsdóttir
Jóni Ásgeirssyni. Þuríður Pálsdóttir var einnig að kenna á þessum tíma sem ég kenndi en ég var í Tónlistarskólanum Reykjavík, Söngskólanum og Nýja tónlistarskólanum. Það er mikill heiður að hafa fengið að vera samferða þessu góða fólki af þeirri glæsilegu kynslóð. Ég lærði margt af þeim. Eitt sinn þegar ég var að bíða eftir konu minni fyrir utan tónlistarskólann þá gekk Jórunn Viðar píanókennari framhjá og spurði hvað ég væri að gera. Ég sagðist vera að bíða eftir konan mín en þá svaraði hún og sagði: „Nei, þú ert að bíða eftir konunni þinni.“ Þá áttaði ég mig á því að íslenska væri svo stórkostlegt tungumál en Jórunn Viðar sagði þetta svo blíðlega og með glampa í augum. Hún var alls ekki að skamma mig heldur varð þessi athugasemd hennar til þess að ég vildi æfa mig betur í að beygja íslensku. Ég vil tala rétta íslensku og fólk má alveg leiðrétta mig. Stundum fer fólk í að tala ensku við mig en það vil ég ekki. Ég legg mig fram og vil tala íslensku. Þetta er svo stórkostlegt tungumál. Það er líka svo skemmtilegt að beygja íslensku rétt, sem er mjög mikil áskorun fyrir mig. Ég lít á þetta sem leik og mæti til leiks spenntur hvern dag sem ég tala íslensku og langar að standa mig vel,“ segir Keith og blaðamaður uppgötvar alveg nýtt sjónarhorn útlendings á íslenskri tungu og ímyndar sér að kannski væri hægt að búa til keppni í sjónvarpinu um beygingar og íslenska málfræði. Annars lítur Keith á sig sem Íslending. Honum finnst hann ekki vera lengur útlendingur hérna og finnst fátt skemmtilegra en að koma aftur heim til Íslands eftir ferðalög í útlöndum. „Ég tel mig Íslending núna. Þegar ég kem með Icelandair-flugvél til Íslands og þau segja í hátalarakerfið: „Velkomin heim,“ þá finnst mér ég líka vera kominn heim. Hér á ég heima. Þetta er góður siður sem maður heyrir hvergi annars staðar hjá neinu flugfélagi. Svo flott,“ segir Keith hlýlega. Hvers vegna Garður? „Ja sko, það er vegna þess að okkur langar að búa í rólegu umhverfi og vera í smá sveit, samt ekki of langt frá höfuðborginni. Hérna er mjög gott að búa og fólkið er vingjarnlegt. Vegna starfs míns sem óperusöngvari þá höfum við átt heima á mörgum stöðum í gegnum árin og mjög oft erlendis. Í dag er ég kominn með fast
starf sem organisti og kórstjórnandi í Ástjarnarkirkju. Við bjuggum nokkur ár í Evrópu, í Kópavogi og einnig á Egilsstöðum. Við fórum svo aftur til Bandaríkjanna og bjuggum þar þegar Ásta, konan mín, fór út í doktorsnám í námssálarfræði. Eftir þessa námsdvöl þá langaði okkur ekki að búa aftur í borg og leituðum út fyrir Reykjavík árið 2017. Garðurinn varð fyrir valinu en við störfum bæði innfrá, ég í Hafnarfirði og Ásta er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ. Við keyrum Reykjanesbrautina sem er alltaf vel hugsað um vegna flugstöðvarinnar, það er mjög gott og hjálpaði okkur einnig að velja góðan stað til að búa á. Nú erum við komin heim.“
Mikið sönglíf á Suðurnesjum
Keith er búinn að stofna kirkjukór í Útskálaprestakalli en hann er einnig með Kvennakór Kópavogs og Ljósbrot, sem er kvennakór KFUM og K. „Það er svo mikið sönglíf á Suðurnesjum og það finnst mér frábært. Ég vildi leggja mitt af mörkum og stofnaði kirkjukór í Sandgerði og Garði því það gerir messuna miklu líflegri. Í kórnum er fólk sem hefur gaman af því að syngja. Ég kenni þeim í leiðinni öndun, raddbeitingu og hlustun en allt er þetta einnig mikilvægt í lífinu. Ég þekki íslensku þjóðina og lögin sem þjóðinni þykir vænt um. Við æfum þetta en svo kem ég með ný áhrif inn, það er það sem útlendingar gera stundum. Þeir eru að hafa áhrif á samfélagið en auðvitað þurfa útlendingar að virða hefðir Íslendinga. Við erum öll að læra hvert af öðru. Fólk uppgötvar sig sjálft þegar það syngur. Tónlist er lykill að því að opna fólk í gegnum hjartað. Mér finnst fólk mjög dýrmætt og í Garðinum finnst mér fólk hafa meiri tíma fyrir fólk. Það er svo gaman að kynnast nýju fólki. Allir hafa áhrif á hvern annan. Samvera með öðrum er það sem gefur lífinu gildi. Maður verður aldrei eins eftir að hafa kynnst einhverjum nýjum. Fólk sem maður vissi ekki einu sinni að væri til hér á jörðunni, svo allt í einu kynnist maður því og það finnst mér svo gaman,“ segir Keith í einlægni og hvetur alla sem vilja vera með að mæta á æfingar í kirkjukórnum í Útskálaprestakalli sem æfir einu sinni í viku, á mánudagskvöldum klukkan 19:00 í Safnaðarheimili Sandgerðis. Það er bara að mæta.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
13
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg. SPURNING VIKUNNAR
Hvaða tíska fortíðarinnar má alls ekki komast aftur í tísku? Bergný Jóna Sævarsdóttir:
Blævængstoppurinn sem var í tísku fermingarárið mitt 1989 en þá var tonn af hárlakki sett í hárið til að halda toppnum uppi.
Jón Ben:
Mæðgin saman í kór Margir syngja í sturtu og láta það duga og æra jafnvel heimilisfólkið sitt í leiðinni. Þessi mæðgin byrjuðu bæði fyrir ári síðan í kirkjukór í Útskálaprestakalli, sem þjónar bæði Garði og Sandgerði. Þeim finnst báðum ótrúlega skemmtilegt og gefandi að syngja í kór. Mömmuna hafði dreymt um það lengi að syngja í kór en sonurinn álpaðist inn á kóræfingu, heillaðist og hefur verið með hópnum síðan. Katrín Júlía Júlíusdóttir heitir mamman og sonur hennar er Júlíus Viggó Ólafsson sautján ára, elstur af þremur systkinum. Hvers vegna að syngja í kór? „Mig hefur alltaf langað til að syngja í kór. Í janúar á síðasta ári ákvað ég að láta slag standa fyrst kórinn er starfandi hér í Sandgerði. Ég var búin að gæla við að vera í kirkjukór í Keflavík en svo þegar ég frétti af nýja kirkjukórnum hér í bæ þá sló ég til og sé ekki eftir því. Þetta er búið að vera svo ótrúlega gaman, miklu skemmtilegra en ég hefði getað ímyndað mér. Kórstjórnandinn Keith Reed er líka svo skemmtilegur og lifandi. Hópurinn er einnig svo góður. Þetta er svo jákvætt allt saman. Þegar ég var búin að vera nokkur skipti þá datt mér í hug að spyrja elsta soninn hvort hann vildi kíkja á æfingu með mér,“ segir Katrín Júlía og horfir á soninn Júlíus Viggó sem segir: „Ég sagði strax við hana að ég hefði engan tíma í kórastarf. Þarna var ég byrjaður að læra söng í tónlistarskólanum í Sandgerði en ákvað að kíkja samt á æfingu með henni. Það var tekið svo vel á móti mér og mér leist strax það vel á hópinn og stjórnandann, sem er mjög skemmtilegur og góður stjórnandi, að ég er ennþá í kórnum. Mér finnst líka pásurnar góðar en þar kynnumst við öll betur og það kom mér á óvart hvað þetta er gaman. Ég er að læra söng og mér finnst mikill heiður að fá að læra líka af Keith Reed eins og söngkennara mínum Jóhanni Smára Sævarssyni.“
Uppbyggilegt ár í söng
Mikilvægt að læra söngbeitingu
„Ég tók svolítið u-beygju núna frá því að læra rytmískan, venjulegan söng yfir í að læra klassískan söng hjá söngkennara. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi söngnám. Mér var stundum illt í hálsinum áður því ég kunni ekki að beita röddinni alveg rétt. Nú er þetta allt að koma og það er svo miklu skemmtilegra að syngja með öllum líkamanum eins og
Axlarpúðarnir en þeir voru hræðilegir.
Palla Kristjáns:
Spandex- gallarnir.
Gott fyrirtæki til sölu við Brekkustíg í Reykjanesbæ
Katrín Júlía, Júlíus Viggó og Gunnar. maður lærir í klassískum söng. Mér fannst svo merkilegt þegar ég fór að spá í það hvað klassískur söngur hefur lifað lengi, nokkur hundruð ár eða mun lengur. Hann hófst þegar engir hljóðnemar voru til og söngvarar urðu að láta röddina berast til hundruði áheyrenda í óperusal með sinfóníuhljómsveit í grunninn sem spilaði eðlilega mjög hátt. Þetta hefur verið mikil áskorun,“ segir Júlíus Viggó áhugasamur og blaðamaður heillast einnig af þessari vitneskju. Já hugsa sér. „Ég væri í kórnum þótt Júlíus Viggó væri ekki með okkur en ég verð þó að viðurkenna að mér finnst æðislegt að syngja með honum. Við erum að kynnast á nýjan hátt. Hann er Júlíus Viggó og ég er Katrín Júlía, bæði einstaklingar á jafningjagrunni, í sama kór, hópi sem spjallar og kynnist betur í pásunum en það er líka partur af því að vera í kór, að kynnast betur kórfélögum sínum. Það er ekki síst útaf því hvað fólkið er skemmtilegt að maður vill halda áfram að syngja í kirkjukórnum. Keith er líka alveg ótrúlega góður kennari og stjórnandi. Hann er alveg yndislegur og þetta eru skemmtilegar æfingar sem maður hlakkar til að mæta á,“ segir Katrín Júlía. Mæðginin eru bæði sammála um það að Keith sé frjór og hiki ekki við að henda inn hugmyndum og framkvæma þær innan fárra daga við messur. Til að mynda datt honum í hug á síðustu æfingu fyrir jól að fá Gunnar, miðjubarnið hennar Katrínar, til að syngja lag sem Keith söng sjálfur þegar hann var lítill drengur í Ameríku. Hugmyndin kom í lok æfingarinnar og engin æfing eftir fyrir jól svo hann hitti drenginn bara einu sinni, æfði og keyrði svo á flutning í jóladagsmessu í báðum sóknum. Einsöngur Gunnars tókst með ágætum og hver veit nema hann vilji einnig syngja með kirkjukór í framtíðinni.
Til sölu rekstur á bifreiðaverkstæðipartasölu og smurstöð í fullum rekstri. Partasalan selur bæði nýja og notaða varahluti. Eina partasalan á Suðurnesjum. Þrjár bílalyftur. Mikið magn af notuðum varahlutum vélar-gírkassar-sjálfskiptingar o.fl. o.fl. Allar nánari upplýsingar á www.asberg.is og í síma 421-1420.
Jón Gunnarsson, lögg. fasteigna- og skipasali
Grunnskólakennarar og þroskaþjálfi Við Grunnskóla Grindavíkur eru lausar til umsóknar stöður umsjónarkennara á miðstig, íþróttakennara og þroskaþjálfa. Um er að ræða 50-100% störf. Umsóknarfrestur er til 31. janúar.
Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 515 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
„Við enduðum öll í jólaboði eftir aðventutónleikana heima hjá kórstjórnandanum og það var mjög skemmtilegt svona í lokin. Á kó-
ræfingum kennir Keith okkur að opna okkur í söngnum, að vera ekki þvælast fyrir sjálfum sér. Söngur lyftir manni upp, það er að leyfa þessu að flæða,“ segir Katrín Júlía. „Já, ég er sammála. Allur þessi söngur hefur hjálpað mér einnig að jarðtengjast. Þetta ár er búið að vera mjög uppbyggilegt finnst mér og ég er búin að finna mig vera hluti af einhverju stærra en ég sjálfur. Það gerist eitthvað innra með manni þegar maður syngur með öðrum í kór. Það er gott og róandi að syngja. Að vera hluti af stærri hóp sem er að syngja saman og senda sönginn út til þeirra sem hlusta á okkur. Ég hef mest verið að syngja einn svo þetta er alveg nýtt fyrir mér, að syngja í kór. Það er góð tilfinning,“ segir Júlíus Viggó sem byrjaði að koma fram sem lítið barn ásamt föður sínum, Ólafi Þór Ólafssyni bæjarfulltrúa og tónlistarmanni í Sandgerði. Mæðginin tala bæði um hvað Suðurnesjamenn séu heppnir að hafa einvala lið kórstjórnenda á svæðinu. Tónlistin lifir góðu lífi með svona flott fólk við stjórnvölinn.
Eygló Antonsdóttir:
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Sítt að aftan og feitir bartar.
Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.
14
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
Vindrósin frá Helguvík mun feykja eiturþyrnum yfir íbúa Reykjanesbæjar Vindrósirnar sem gerðar hafa verið vegna kísilvers Arion banka (Stakksberg ehf.) í Helguvík og lagðar eru til grundvallar fyrir útreikninga á eiturefnadreifingu frá verksmiðjunni segja okkur ljóta sögu um framvindu loftgæða í bæjarfélaginu. Hún sýnir að ríkjandi vindáttir í Helguvík eru norðnorðaustlægar, en rósin (efst í hægra horninu) sýnir einnig að vindhraðinn er ekkert sérlega mikill í þessum áttum. Samkvæmt skilgreiningu Veðurstofu Íslands er vindur í Reykjanesbæ mjög eða fremur hægur (þ.e. innan við 10 metrar á sekúndu) í átta af hverjum tíu dögum ársins.
Hvað gerist í norðnorðaustanátt?
Meiningin er að leyft verði að hleypa út í andrúmsloftið u.þ.b. sex tonnum af banvænu eitri dag og nótt um ókomin ár. Íbúarnir í norðurhluta bæjarins fundu vel fyrir þessum eituráhrifum sumarið 2017 (þeir sem búa innan gulu línunar á myndinni). Þegar veðrið verður best, þ.e. þegar heiðríkt er í hægri norðanátt, mun eitrið svífa yfir bæinn. Eiturmagnið verður mest í andrúmsloftinu á góðviðrisdögum þegar íbúarnir vilja helst vera úti við, í leik og starfi. Það mun læðast inn um opna svefnherbergisglugga við sumarandvarann í miðnætursólinni. Ungabörnin sem hefð er fyrir að fái síðdegisblundinn sinn úti í barnavagni verða varnarlaus fyrir eiturþyrnunum. Í skjólátt frá golunni, við húsveggi sem snúa í suður og á sólpöllum þar sem settir hafa verið skjólveggir fyrir norðanáttinni, þ.e. allstaðar þar sem skjólsælt er á sólríkum dögum, munu eiturefnin staldra við eins og skafrenningssnjókornin stöðvast hlémegin í mishæðóttu landslagi. Sóldýrkendur munu fá sína sólbrúnku á húðina en verða sótsvartir í öndunarveginum og hóstandi af eitraða kolarykinu.
Mynd segir meira en þúsund orð
Meðfylgjandi mynd er samsett úr tveim myndum, fengnum úr skýrslu Purenviro.com Purenviro 2018. TVOC emission dispersion modelling. 15. janúar 2018 (REP-P312-B-1). Skýrslan fjallar um öll rokgjörn lífræn efnasambönd (TVOC) og líklega dreifingu þeirra frá kísilmálmverksmiðju Arion banka í Helguvík. Gera verður ráð fyrir að þar séu meðtalin eiturefnin sem verða í mestu magni, þ.e.
brennisteinsdíoxíð (SO2) og köfnunarefnisoxíð (NOx). Mest mun eitrið feykjast yfir norðurhluta Reykjanesbæjar, stundum yfir golfvöllinn og jafnvel út í Garð‚ stundum út á Faxaflóa‚ en oftast af þessum þrem svæðum yfir íbúa Reykjanesbæjar. Vindrósin sýnir það glögglega.
Skrifum undir áskorun um íbúakosningu
Til að fá vissu fyrir því að bindandi íbúakosning um kísilverin fari fram í Reykjanesbæ vantar fleiri undirskriftir. Bæjaryfirvöld þurfa að fá vissu fyrir hvort meirihluti íbúa verði sáttur við að fá eiturefnin frá kísilverksmiðjum yfir sig um ókomin ár. Upplýsingar um undirskriftasöfnunina er á Facebook, „Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Því fleiri sem skrifa undir áskorunina því meiri stuðning hafa bæjarfulltrúar að standa við stóru orðin um að hafna mengandi stóriðju í Helguvík og vera ávallt í sátt við íbúa. Reykjanesbæ 21. jan. 2019 Tómas Láruson.
Skólastjóri Stapaskóla Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Stapaskóla sem er nýr skóli í sveitarfélaginu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að byggja upp öflugt skólasamfélag í nýju hverfi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2019. Starfssvið • Veita skólanum faglega forystu • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða • Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar: Stjórnsýsla: Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2-16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur í 1.-5. bekk stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám. Sjá nánar í kynningu á vef Reykjanesbæjar: Þjónusta: Grunnskólar Arkís arkitektar
Af hverju er maðurinn þinn svona skrítinn? Ég var staddur á kaffihúsi að vinna í kvikmyndahandriti. Var með bækur, skrifblokk og auðvitað kaffi, í eigin hugarheimi, er ég sé mann ganga hratt í átt að borðinu mínu. Hann er með andlitið grafið í símann (og ég meina það bókstaflega) og kaffibolla í hinni og ég sé hvað er að fara að gerast. Já, hann lendir í árekstri við borðið mitt og hellir kaffinu sínu yfir mig. Reglulega heyri ég að það sé erfitt að ná í mig. Þó er ég skráður með heimasíma, skoða tölvupóstinn minn mjög reglulega og svara honum yfirleitt mjög fljótt. Nýlega hafði hátt settur maður samband við mig og hann sagði þetta sama: „Ég var í stökustu vandræðum að hafa upp á þér, þurfti að beita krókaleiðum, þar til ég fann GSM-númer konunnar þinnar?“ „En ég er skráður með heimasíma,“ sagði ég. „Já, en ekki GSM,“ sagði hann. Ég fór í matarboð um daginn (makalaust) en spurði kurteislega hvort konan mín mætti koma með og lofaði því að hún myndi haga sér sómasamlega, sem hún auðvitað gerði. Þegar við komum í teitið var sagt við konuna mína: „Af hverju er maðurinn þinn svona skrítinn?“ Þetta kom eðlilega flatt uppá hana og hún svaraði hikandi og hissa: „Ég veit það ekki, hann hefur bara alltaf verið svona.“ Allir hlógu og sá sem spurði bætti við: „Af hverju vill hann ekki nota GSM-síma?“ Konan vissi auðvitað af því hneykslismáli og svarar: „Já, þú meinar það, það er bara hans val.“ Allir snúa sér við í sínum stólum (og líta upp frá símanum með öðru auganu) og kalla hver í kapp við annan: „Reyndu nú að tjónka við hann, þetta gengur ekki, hann verður svo útundan, það er aldrei hægt að ná í hann,“ og fara svo aftur að „skrolla“ í símanum og fara fljótt yfir til að missa ekki af neinu. Einn dundar sér við að taka nærmyndir af kjötinu sínu til að sýna alheiminum hvernig hann vill hafa það steikt. Maturinn kólnar á diskunum og bjórinn orðinn flatur Ég hef oft orðið fyrir fordómum og hópþrýstingi frá fullorðnu fólki fyrir það að eiga ekki GSM eða snjallsíma eða hvað þetta heitir. Þvílík bölvun sem þetta tæki er. Það er ekki eigandi
samtal við nokkurn mann lengur án þess að hann sé með þetta drasl fyrir andlitinu. Menn sitja á kaffistofum í vinnunni eða á fundum, biðstofum, kaffihúsum, hvítir í framan af sólarleysinu, eins og uppvakningar og fletta netheiminum í lófa sér og missa af veröldinni fyrir utan. Það er ekki einu sinni hægt að fara í bíó án þess að fólk í salnum sé að skoða símann. Held að margir vakni við vondan draum eftir tíu ár ef þetta heldur svona áfram. Ég er mikill bókaormur og fer sjaldan útúr húsi án þess að hafa bók meðferðis. Ég verð brjálaður án lesefnis og líklega hafa símanotendur sömu tilfinningar gagnvart símanum sínum. Eins einkennilegt og það er þá hef ég orðið fyrir athlægi að lesa bækur á almannafæri. Einu sinni var ég staddur á biðstofu læknis þegar maður við hliðina á mér var að tala í símann og sagði: „Ég er að bíða eftir lækni, bara í símanum, það er einhver furðufugl með bók hérna við hliðina á mér,“ og blikkaði mig. En honum var auðvitað fúlasta alvara með það sem hann sagði og meinti. Svo kom að því enn og aftur að félagi minn vildi endilega selja mér síma fyrir mjög lítið. Síminn var bara tveggja ára (kostaði nýr 130.000) og hann því kominn með nýjan. Mér fannst dónaskapur að segja nei við þessu tilboði. Ég nota hann samt ekki mikið en flagga oft símanum fyrir framan fólk, eins og Mr. Bean. Ég er ennþá að læra að hringja úr honum og þarf þá oftar en ekki að biðja konuna um aðstoð, þar sem það er einhver snertiskjár á þessu sem ég skil ekki. Það er yfirleitt slökkt á honum (og ég man ekki númerið til að hringja í hann) en strákarnir mínir, fjögurra og fimm ára, voru fljótir að átta sig á þessu og fá hann lánaðan til að horfa á YouTube. Að fólk skuli nenna að horfa á myndefni og heilu bíómyndirnar í símanum er ofar mínum skilning. Ég þarf allavega ekki að skammast mín á almannafæri lengur og passa að síminn sé sýnilegur. Ég sakna þess þó að fólk sé að tuða í mér yfir því að eiga ekki síma, því núna talar það ekkert við mig; þar til að unglingur spurði mig í Nettó um helgina: „Hvað ertu að gera með þennan gamla síma?“ Guðmundur Magnússon
Tillögu Miðflokksins um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ hafnað Færst hefur í vöxt að bæjarfélög bjóði systkinaafslátt af skólamáltíðum eða jafnvel gjaldfrjálsar skólamáltíðir eins og eru til dæmis í nágrannasveitarfélagi okkar Vogum. Rökstuðningurinn fyrir því að afnema gjaldtöku á skólamáltíðum er sá að ekki eigi að mismuna börnum á grundvelli efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra, auk þess að létta undir með barnafjölskyldum. Er þetta í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Miðflokkurinn lagði til breytingartillögu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 um að gera skólamáltíðir í Reykjanesbæ gjaldfrjálsar frá og með 1. janúar 2019. Tillögunni var hafnað á grundvelli kostnaðar en hann er um 40–50 milljónir á ársgrundvelli. Þar sem tillögunni var hafnað kom undirrituð með breytingartillögu um að veita þess í stað systkinaafslátt af skólamáltíðum, sem væri þá skref í átt að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar. Tillaga var svohljóðandi: Fyrir fyrsta barn er greitt fullt gjald og niðurgreiðslan hin sama. Fyrir annað barn er greitt 50% af gjaldskrá og niður-
greiðslan eykst því um 50%. Fyrir þriðja barn og fleiri er greitt 25% af gjaldskrá og niðurgreiðslan eykst því um 75%. Kostnaður við að veita systkinaafslátt af skólamáltíðum er um 25 milljónir á ári. Það er því miður staðreynd að Hjálparstarf Kirkjunnar í Reykjanesbæ er að greiða 80 skólamáltíðir í mánuði fyrir börn í bæjarfélaginu okkar. Það segir okkur að mál þetta er nauðsynlegt. Breytingartillagan var einnig felld og eru það mikil vonbrigði. Reykjanesbær leggur áherslu á heilsueflandi samfélag en rannsóknir sýna það að skipulagt íþróttastarf dregur úr líkum á að unglingar leiðist út í frávikshegðun. Ég spyr því fulltrúa í bæjarstjórn, sem felldu þessa tillögu, hvernig eiga foreldrar sem hafa ekki efni á að greiða fyrir skólamat að greiða fyrir íþróttir? Að lokum vil ég lýsa vonbrigðum mínu með það að bæjarfulltrúarnir sem lofuðu afslætti af skólamáltíðum fyrir kosningar skuli ekki hafa stutt tillöguna. Margrét Þórarinsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.
15
Norðurlandamót í taekwondo:
KEFLVÍKINGAR SÝNDU MIKLA YFIRBURÐI Góðir Suðurnesjaboxarar á Diploma-móti
Tuttugu og átta þátttakendur mættu á Diploma-boxmót hjá Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar um helgina.
Tæpur helmingur þátttakenda var frá HFR, sjö strákar og sex stelpur. Hnefaleikafélög frá Hafnarfirði, Reykjavík og Akureyri sendu einnig keppendur á mótið. Hnefaleikakapparnir frá HFR sýndu mikla yfirburði í mótinu og sópuðu að sér verðlaunum undir lokin fyrir frammistöðu sína.
Verslunin Vogar styrkir meistaraflokk Þróttar
– kótilettur, fiskur og kjúklingur meðal vinsælla rétta í Vogum Frá því að verslunin Vogar fór að bjóða upp á heitar máltíðir í hádeginu árið 2017 „hefur þjónustan slegið í gegn, vinnustaðir og bæjarbúar hafa tekið okkur opnum örmum. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Ég er mjög þakklát fyrir mótttökurnar,“ segir Ellen Lind Ísaksdóttir hjá verslunni Vogum en kótilettur, fiskur og kjúklingur eru meðal vinsælla rétta í Vogum. „Verslunin Vogar ætlar að aðstoða okkur við að bæta umgjörðina í kringum liðið. Það verður pasta og önnur holl næring á boðstólnum daginn fyrir leik í boði þeirra og fyrir þetta einstaka framtak erum við gríðarlega þakklátir,“ segir Haukur Harðarson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar í Vogum. „Meistaraflokkur Þróttar hefurstaðið sig frábærlega síðustu árin og hefur farið upp um tvær deildir á skömmum tíma. Við vorum síðasta bæjarfélagið á Suðurnesjum til að vera með meistaraflokk í hópíþróttum og það þurfa allir að taka þátt í sínu nærumhverfi og hjálpa til við uppbygginguna. Þetta er okkar leið til þess,“ segir Ellen Lind hjá versluninni Vogum að endingu.
Kristmundur Gíslason, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Helgi Rafn Guðmundsson (þjálfari), Andri Sævar Arnarsson og Eyþór Jónsson. Norðurlandamótið í taekwondo var haldið í Reykjanesbæ um helgina.Keppendur voru um 300 og komu frá öllum Norðurlöndunum. Keflvíkingarnir sýndu mikla yfirburði á mótinu en fjórir af fimm keppendum Keflavíkur unnu til gullverðlauna og allir komust á pall.
Þetta var fyrsta Diploma-mót ársins og líklega það síðasta í gömlu sundhöllinni en Hnefaleikafélag Reykjaness stefnir á að flytja starfsemi sýna yfir í Bardagahöllina á Smiðjuvöllum á næstu mánuðum.
Auk þess var Ágúst Kristinn Eðvarðsson valinn karlkeppandi mótsins. Bardagarnir voru gífurlega spennandi og skemmtilegir en Keflvíkingarnir sýndu yfirburði yfir marga sterka alþjóðlega keppendur sem þeir mættu á mótinu.
Árangurinn var eftirfarandi:
Ágúst Kristinn Eðvarðsson - gull Andri Sævar Arnarsson -silfur Eyþór Jónsson - gull Kristmundur Gíslason - gull Jón Steinar Mikaelsson - gull og tvenn silfur
Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli Ef þú hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts í útibúi okkar á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfni og eiginleikar • Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
• Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur.
• Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
• Góðir námshæfileikar
• Góð tölvukunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögð
Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um. Óskað er eftir að ferilskrá og einkunnir fylgi umsókn. Þú finnur hagnýt ráð um gerð ferilsskrár og kynningarbréfs á arionbanki.is/bankinn/vinnustadurinn/hagnyt-rad. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2019. Unnið er úr umsóknum jafnóðum svo við hvetjum áhugasama til að sækja um sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Sótt er um störfin á arionbanki.is. Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar okkar í gegnum netfangið sumarstorf@arionbanki.is. Við munum einnig hitta áhugasama umsækjendur um sumarstörf á Framdögum í Háskólanum í Reykjavík þann 24. janúar nk.
arionbanki.is
Arion banki atvinna
Myndir - Tryggvi Rúnarsson
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Maður ársins 2018 lætur ekki deigan síga ...
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Nú er Þorrinn genginn í garð með tilheyrandi kulda og snjókomu. Keflvíkingar og Njarðvíkingar hafa þjófstartað Þorranum með einstaklega vel heppnuðum Þorrblótum í íþróttahúsum félaganna. Taumlaus skemmtun og fjáröflun. Bæði félögin hafa haft þann sið að gera upp árið með annál. Sá keflvíski er ávallt birtur á netinu og stundum valdið slíkum deilum að menn hafa hótað brottflutningi úr sveitarfélaginu. Leynd hefur hinsvegar hvílt yfir þeim njarðvíska og sögusagnirnar því mjög líflegar um hvað þar hefur í raun farið fram enda áhorfendur flestir orðnir vel við skál þegar sýningin fer fram. Kannski að höfundar Njarðvíkur-annáls leyfi íbúum hinum megin bæjarmarkanna að njóta með einn daginn. Þrátt fyrir vel heppnuð þjófstartsblót í Reykjanesbæ er stærsta blótið framundan utar á Reykja-
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
LOKAORÐ
Þorrablót!
Sími: 421 0000
Margeirs Vilhjálmssonar nesskaganum. Uppselt var á blótið áður en það fékk réttnefni því um er að ræða fyrsta Þorrablót Suðurnesjabæjar. Það verður eitthvað fjörið á þeim bænum. Fátt betra en að innsigla sameiningu á Þorrablóti. Það væri óskandi að fyrr en seinna yrðu Suðurnesjabær og Reykjanesbær eitt. Byrja bara með risablóti. Fara á herðablöðin saman og enda með sameinað fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Hægt væri að nota nafn sem aðrir Íslendingar nota fyrir svæðið. Keflavík.
SUÐURNESJAMAGASÍN á Hringbraut og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30
Landbrot við Jaðar Þrátt fyrir að átak hafi verið gert í sjóvörnum í Garði á undanförnum árum láta náttúruöflin enn til sín taka og sjór gengur langt á land þegar það er hásjávað og þungur sjór. Talsverður sjór gekk yfir kambinn neðan við Jaðar og Miðhús í Garði í byrjun vikunnar. Áganginum fylgir bæði grjót og þang. Myndin var tekin úr 120 metra hæð yfir Jaðri á þriðjudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lögregla veitti vímuðum ökumanni eftirför Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum tekið nokkra ökumenn úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför all langa vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni.
Karlmaður og kona voru í bifreiðinni. Hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og hún aldei öðlast slík réttindi. Í bifreiðinni fundust meint fíkniefni auk þess sem grunur var um fíkniefnaakstur. Þá fundust ýmsir munir sem taldir eru vera þýfi en fólkið hefur komið við sögu lögreglu að undanförnu vegna slíkra mála.
Sumarstörf við öryggisvörslu
Viðhaldssvið Icelandair á Keflavíkurflugvelli leitar að þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum í vaktavinnu við öryggisvörslu. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma næturvöktum og dagvöktum, 5-5-4 vaktafyrirkomulag. STARFSSVIÐ: | Í starfinu felst vopna- og öryggisleit, eftirlit og önnur verkefni.
HÆFNISKRÖFUR: | Aldurstakmark 20 ár | Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu | Almenn tölvukunnátta | Góð samskiptahæfni
Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Umsóknir óskast fylltar út eigi síðar en 3. febrúar 2019. Nánari upplýsinar veita: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri | sveinaj@icelandair.is Sævar Þorkell Jensson, öryggisstjóri | saevarj@icelandair.is