Víkurfréttir 4. tbl. 40. árg.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 24. janúar 2019 // 4. tbl. // 40. árg.

GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON SUÐURNESJAMAÐUR ÁRSINS 2018

Aldrei hræddur, aldrei kalt

22,3% íbúa Suðurnesja með erlent ríkisfang Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. Þann 1. desember sl. voru 4.575 íbúar Reykjanesbæjar með erlent ríkisfang eða 24,2% íbúa sveitarfélagsins sem þá voru 18.888. Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúar með erlent ríkisfang 19,1% eða 246 af 1.290 íbúum sveitarfélagsins. Í Suðurnesjabæ voru íbúar með erlent ríkisfang 18,8% eða 654 af 3.481 íbúa. Íbúar með erlent ríkisfang í Grindavík voru 16,9% eða 575 íbúar af 3.412. Á Suðurnesjum eru alls 6.050 íbúar með erlent ríkisfang eða 22,3% íbúa en 1. desember bjuggu 27.071 íbúi á Suðurnesjum. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, eða 22,3%, og Vesturland kemur næst með 15,5%. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi vestra, eða 6,8%.

Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati dómnefndar Víkurfrétta. Guðmundur fékk viðurkenninguna afhenta sl. laugardag. Hann var þá að fara í sitt fyrsta flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá því hann tók þátt í björgun fimmtán manna af strönduðu flutningaskipi við Helguvík í nóvember sl.

Guðmundur Ragnar Magnússon, maður ársins á Suðurnesjum 2018.

Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna. Guðmundur Ragnar slasaðist við björgunaraðgerðina en lét það ekki stoppa sig og lauk krefjandi verkefni í samstarfi við félaga sína í áhöfn björgunarþyrlunnar. „Tilfinningin er mjög góð. Það er heiður að hafa lent inn á þessum

lista,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við því að hann hafi hlotið nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2018“. Rætt er við Guðmund Ragnar í miðopnu Víkurfrétta í dag og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is.

ARION BANKI OG THORSIL FALLI FRÁ ÁFORMUM UM KÍSILVER Í HELGUVÍK Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Bæjarfulltrúarnir hvetja þessa aðila til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu í sátt við fólkið í sveitarfélaginu og umhverfið. Yfirlýsingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ segir: „Kísilveri United Silicon, sem hóf starfsemi sína þann 13. nóvember 2016 var lokað 1. september 2017 og tekið til gjaldþrota-

128

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

HEILSU- &

LÍFSSTÍLSDAGAR ALLT AÐ

25% AF UM LÍFSSTÍLSVÖR

24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2019

Fylgstu með og nálgastu upplýsingar inn á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á heilsudögum.

LÍFRÆNT VEGAN SÉRFÆÐI UPPBYGGING KRÍLIN HOLLUSTA I VERF UMH FITNESS - 6. FEBRÚAR 2019

VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA KYNNTU ÞÉR FRÁBÆR TILBOÐ Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ

TTUR AFSLÁ HEILSU- OG

R TILBOÐIN GILDA 24. JANÚA

skipta 22. janúar 2018. Þann tíma sem verksmiðjan var í rekstri olli hún íbúum sveitarfélagsins verulegum óþægindum og jafnvel veikindum, vegna mengunar sem af henni staf-

aði. Þá urðu margir fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum í kjölfar gjaldþrots verksmiðjunnar, s.s. starfsmenn, verktakar, hluthafar og sveitarfélagið Reykjanesbær. Nú hafa verið kynntar áætlanir um að hefja rekstur verksmiðjunnar að nýju og ætlar nýr eigandi, Arion Banki, að eyða verulegum fjármunum í lagfæringar á verksmiðjunni. Þá áformar hlutafélagið Thorsil einnig að hefja rekstur samskonar verksmiðju

1

Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. VF-mynd: pket á sama stað í Helguvík, um 2 km frá þéttri byggð, steinsnar frá leikskóla og grunnskóla í bænum. Ljóst er að íbúar Reykjanesbæjar hafa af þessu verulegar áhyggjur í ljósi fyrri reynslu af slíkum rekstri. United Silicon hafði einungis komið einum ofni í gang þann tíma sem fyrirtækið starfaði en áætlanir gera ráð fyrir að ofnarnir geti alls orðið sjö með tilheyrandi mengun. Undirritaðir bæjarfulltrúar taka fyllilega undir áhyggjur annarra íbúa og telja að nú sé orðið ljóst að starf-

semi af þessu tagi henti alls ekki í nálægð við þétta íbúabyggð. Sökum þess viljum við skora á hlutaðeigandi aðila, bæði Arion banka og Thorsil að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík og hvetja þá til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu í sátt við fólkið í sveitarfélaginu og umhverfið.“ Undir yfirlýsinguna rita allir bæjarfulltrúar meirihlutans, auk bæjarfulltrúa Miðflokksins. Lesa má bókanir Sjálfstæðisflokks og frá Frjálsu afli við málið á síðu 2.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.