Miðvikudagur 26. janúar 2022 // 4. tbl. // 43. árg.
Út í veður og vind Björgunarsveitir í Grindavík og Suðurnesjabæ voru kallaðar út til að sinna fokverkefnum í vestan óveðri sem geisaði á þriðjudaginn. Veðurstofan gaf út appelsínugula viðvörun og flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll lögðust af í óveðrinu. Verkefni bjögunarsveita voru að festa niður fjúkandi þakjárn, klæðningar og skjólveggi. Á myndinni með fréttinni má sjá björgunarsveitarmenn úr Sigurvon í Sandgerði sinna útkalli í Nátthaga milli Garðs og Sandgerðis, þar sem skjólveggur var að fjúka og gasgrill var fokið út í veður og vind. Bálhvasst var af vestri. Þannig fór meðalvindur í 26 m/s á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag á þriðjudag og mesta hviað var 34 m/s. Veðrið á Reykjanesvita var hins vegar mun verra. Þar fór meðalvindurinn í 34,2 m/s þegar verst lét og hviðan í 42 m/s. Í þannig veðri er ekki stætt og grjót geta auðveldlega fokið.
Njarðvíkingur byggir draumahúsið í Noregi
Frá útkalli björgunarsveitarfólks í Nátthaga í Suðurnesjabæ í óveðrinu á þriðjudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Vogamenn skamma þingmenn vegna Suðurnesjalínu 2
– Landsnet segir rekstraröryggi jarðstrengs verra en loftlínu og spyr hvernig eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin miklu máli. „Með þessu lagafrumvarpi er því beinlínis verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum sem í hlut eiga og Suðurnesjalína 2 liggur um. Það er þyngra en tárum taki að aðalflutningsmaður þessa frumvarps skuli vera þingmaður okkar kjördæmis, auk þess sem hann hefur sjálfur setið á stóli bæjarstjóra áður en til þingmennsku kom. Það er einnig dapurt að meðflutningsmenn hans að frumvarpi skuli vera fleiri þingmenn kjördæmisins, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd í pistli þar sem hann vandar Ásmundi Friðrikssyni og fimm
öðrum þingmönnum kjördæmisins ekki kveðjurnar. Tilefnið er frumvarp Ásmundar og fimm meðflutningsmanna hans um að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi til að reisa Suðurnesjalínu 2 samkvæmt valkosti C í matsskýrslu Landsnets. Valkostur C er um að línan skuli vera loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1. Vogamenn hafa barist gegn því og vilja jarðstreng. Landsnet segir að rekstraröryggi jarðstrengs sé verra en loftínu. Í grein fjögurra bæjarfulltrúa meirihluta E-listans í Vogum ber við svipaðan tón og er birt í blaðinu.
„Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi,“ segir m.a. í greininni. Í pistli frá upplýsingafulltrúa Landsnets sem er einnig í blaðinu er spurt hvort það geti staðist að eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin sveitarfélögin miklu máli. „Öll sveitarfélögin á línuleið Suðurnesja– línu 2, voru búin að gefa leyfi fyrir fram-
kvæmdinni nema Sveitarfélagið Vogar. Það má alveg velta fyrir sér hvort það fái staðist að eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin sveitarfélögin miklu máli. Ógilding úrskurðarnefndarinnar á ákvörðun Sveitarfélagsins Voga byggðist m.a. á því að sveitarstjórn vék í engu að öðrum almannahagsmunum en þeim sem felast í umhverfislegum ávinningi, t.d. þeim sem lúta að flutningskerfi raforku á Suðurnesjum. Þá er ljóst er af öllum gögnum að rekstraröryggi jarðstrengs er verra en loftlínu m.t.t. jarðskjálfta og sprunguhreyfinga,“ segir m.a. í grein Landsnets. Sjá nánar á bls. 18 og 19.
FLJÓTLEGT OG GOTT! Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
30%
...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
734
99
kr/pk
Þykkvabæjar grænmetisréttir 500 g
áður 1.049 kr
kr/stk
Toppur
Kolsýrður og skógarberja 0,5 L
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fjölskyldan Ágúst, Ágústa og Ægir brostu þrátt fyrir erfiða upplifun.
Sex Suðurnesjamenn upplifðu skotárás í stórverslun í Boston „Mjög óhugnalegt – eins og í amerískri bíómynd“
Þrautabraut við Kamb í sumar Búið er að panta þrautabraut og er gert ráð fyrir að hún verði sett upp við Kamb í Innri-Njarðvík í sumar. Þetta kemur fram í fundargögnum síðasta fundar framtíðarnefndar Reykjanesbæjar. Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, sagði á fundinum frá gangi mála varðandi skautasvell í skrúðgarði og þrautabraut við Kamb en hvort tveggja eru verkefni tengd hugmyndum sem fengu brautargengi í hugmyndasöfnun á vefnum Betri Reykjanesbær. Aðventusvellið var formlega opnað í skrúðgarðinum þann 18. desember síðastliðinn og hefur það notið mikilla vinsælda en yfir 1.300
manns skautuðu á svellinu yfir hátíðarnar. Svellið verður áfram opið a.m.k. út febrúar. Gert er ráð fyrir að opið verði fimmtudaga til sunnudags en jafnframt verði tekið mið af veðri.
SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu í Sandgerði ónotuð borðtölva, selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 4237587 Leiga Sandgerði Stúdíóíbúð til leigu. Laus strax Uppl. í síma. 8932974
„Þetta var mjög óhugnalegt og í raun eins og í bíómynd,“ segir Ágústa Guðný Árnadóttir en hún og fimm aðrir Suðurnesjamenn sem voru í fríi í Boston lentu í óskemmtilegri lífsreynslu þegar þau upplifðu skotárás í stórri verslunarmiðstöð á sunnudagskvöld. „Eftir því sem við lifum lengur bætist í reynslubankann. Rétt í þessu var skotárás í mollinu sem við vorum í í Braintree í Boston. Ekkert okkar sex sem erum saman hér úti urðum vör við skotárásina en það sem fylgdi á eftir erum við að upplifa í beinni. Guðný og Brynja læstar inni í einni búð og Ægir, Ágústa og Ágúst inni í annari. Hjörvar sem var í þriðju búðinni var rekinn út og er á leið uppá hótel. Hér eru lögreglur út um allt og verða líklega þangað til búið er að tryggja svæðið. Þar sem fréttir eru fljótar að berast þá vildum við láta ykkur vita en um leið segja
ykkur að það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af okkur,“ sagði hópurinn í færslu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir atburðinn. „Við vorum bara að labba inn ganginn þegar lögreglumenn koma hlaupandi með byssur. Við vissum þá að þetta var ekki eðlilegt og fórum inn í næstu verslun. Mínútu síðar var henni lokað og okkur sagt að fara baka til í henni og síðan lengra inn á lager þegar ljóst hvað var í gangi. Honum var síðan lokað af svo við værum örugg. Við fengum svo upplýsingar um deilur tveggja manna, annar 26 ára maður
sem átti í deilum við annan. Hann var svo skotin fyrir utan og færður á sjúkrahús, í lífshættu. Byssumaðurinn náði að hlaupa í burtu og hafði ekki náðst þegar við fórum. Eftir um fjörutíu mínútur var öllum hleypt út en þá var allt morandi í lögreglu- og sérsveitarmönnum. Þetta var vægast sagt mjög óhugnalegt. Maður hefur sem betur fer aldrei upplifað svona áður en hvað gerist ekki í Bandaríkjunum. Þetta var eins og í alvöru bíómynd,“ sagði Ágústa við Víkurfréttir en hópurinn gisti á hóteli rétt hjá stórversluninni. Hópurinn er kominn til Íslands.
Allt í hnút eftir skotárina, bílar stopp og lögreglumenn úti um allt.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Nýtt byggingarland verði skipulagt utan núverandi þéttbýlis Tillögur valkosta um þróun þéttbýlis í Suðurnesjabæ voru lagðar fram til umfjöllunar í framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar á dögunum þar sem nýtt aðalskipulag bæjarins var til umfjöllunar. Ráðið leggur í afgreiðslu sinni til að horft verði til þeirra þátta í stefnukosti B sem snúa að nýtingu þess lands sem þegar hefur verið skipulagt og jafnframt að
nýtt byggingarland verði skipulagt utan núverandi þéttbýlis í jaðri núverandi byggðar, á því svæði sem liggur milli þéttbýlisstaðanna Garðs og Sandgerðis. Einnig verði horft til þéttingar núverandi byggðar þannig að eldri svæði verði að einhverju leyti betur nýtt. Jafnframt tekur ráðið undir tillögu um hjáleið/ofanbyggðaveg ofan við núverandi þéttbýliskjarna í Garði.
Ð O B L I T G E L I Ð Æ T ÓMÓTS GILDA: 27.--30. JANÚAR 20%
NAUTGRIPAHAKK
20%
AFSLÁTTUR
550 G
AFSLÁTTUR
Heill kjúklingur Ísfugl
Lambahryggur Hálfur, rifjamegin
KR/KG ÁÐUR: 989 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 3.499 KR/KG
789
2.799
40%
30%
AFSLÁTTUR
659
KR/KG
AFSLÁTTUR
40% AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 1.099 KR/KG Krydduð helgarsteik Bógur
Kjúklingalæri í léttri maríneringu
KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG
1.379
GOTT VERÐ!
Laxaflök Hafið - beinlaus, með roði
2.379
KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG
1.749
GOTT VERÐ!
Laxasteikur Hafið - með roði, í sítrónu og kóríander
2.769
KR/KG ÁÐUR: 3.259 KR/KG
35% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
Lillebror snakkostur Arla - 108 g
284
KR/STK ÁÐUR: 379 KR/STK
Gulrótarbrauð 550 g
454
KR/STK ÁÐUR: 699 KR/STK
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM
Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sameining sjálfstæðisfélaganna gengur hægt
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar snemm sumars 2018. Fimm á þessari mynd verða ekki áfram.
Unnið hefur verið að sameiningu sjálfstæðisfélaga Njarðvíkur og Keflavíkur undanfarin tvö ár en lítið gengið, m.a. út af Covid-19 þar sem ekki hefur tekist að funda um málið. Mörgum hefur þótt það liggja í augum uppi að sameina Sjálfstæðisfélag Keflavíkur og Sjálfstæðisfélagið Njarðvíking í Sjálfstæðisfélag Reykjanesbæjar. Þetta hefur gengið brösuglega m.a. út af því að Njarðvíkingur, er eigandi húsnæðisins í Njarðvík. Það þykir þó ekki vera mjög hentugt til félagsstarfa eða fundarhalda, m.a. vegna þess að það er efri hæð og engin lyfta, og ganga þarf upp margar utanáliggjandi brattar tröppur til að komast inn.
BREYTINGAR Í REYKJANESBÆ
Sömu leiðtogar hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Nýtt fólk að koma inn í mörgum framboðum. Allt bendir til að sömu oddvitar leiði framboð tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjanesbæ, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Margrét Sanders hefur tilkynnt áhuga hennar á að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og þá hefur Friðjón Einarsson einnig hug á að leiða Samfylkingu. Breytingar verða í öðrum framboðum og í sumum liggur ákvörðun ekki fyrir ennþá. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 22,9% og Samfylking 20,5% og hvor flokkur um sig þrjá fulltrúa. Samfylking fékk Framsókn (14%, tvo bæjarfulltrúa) og Beina leið (13,5%, einn bæjarfulltrúa) með sér í meirihluta sem hefur stýrt málefnum Reykjanesbæjar síðustu fjögur árin. Von er á breytingum í framboði Beinnar leiðar sem Guðbrandur Einarsson leiddi en hann er kominn á Alþingi eins og Jóhann F. Friðriksson sem hefur verið oddviti Framsóknar.
Þeir tveir hverfa á brott úr bæjarpólitíkinni. Tvö framboð sem buðu fram í síðustu kosningum, Píratar (6%) og Vinstri grænir og óháðir (1,9%) fengu ekki mann í bæjarstjórn síðast. Sjálfstæðismenn verða með prófkjör í lok febrúar og samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru litlar líkur á því að Margrét Sanders fái mótframboð í 1. sætið. Baldur Þórir Guðmundsson sem var í 2. sæti ætlar að hætta en Anna Sigríður Jóhannesdóttir sem var í 3. sæti gefur
kost á sér í 2.–3.sætið í prófkjörinu og vitað er að fleiri hafa hug á því. Nafn Guðbergs Reynissonar hefur komið þar upp en hann reyndi fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Meðal fleiri sem VF hefur heyrt um eða fólk gefið út um þátttöku eru: Eiður Ævarsson, Gígja S. Guðjónsdóttir og Guðni Guðmundsson. Ríkharður Ibsen sem var í 3. sæti segist vera að hugsa málið. Samfylking auglýsir nú eftir þátttakendum sem hafa áhuga á að vera
á lista. Uppstillingarnefnd mun síðan leggja fram tillögu að lista fyrir félagsfund. Samkvæmt upplýsingum VF eru allar líkur á því að Friðjón Einarsson og Guðný Birna Gunnarsdóttir verði í efstu tveimur en Styrmir Gauti Fjeldsteð sem var í 3. sæti ætlar ekki að vera áfram. Hjá Framsókn verður uppstilling. Díana Hilmarsdóttir sem var í 2. sæti og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sem var í 3. sæti síðast munu báðar bjóða krafta sína. Miðflokkurinn fékk 13% í síðustu kosningum og einn fulltrúa og aðspurð segist Margrét Þórarinsdóttir ekki vera búin að ákveða hvað hún geri en ekki er talið líklegt að hún fari fram fyrir Miðflokkinn m.a. í ljósi þess að Birgir bróðir hennar gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum eftir síðustu alþingiskosn-
ingar. Margrét gaf ekkert upp með hvaða flokki hún færi ef hún myndi bjóða sig aftur fram. Frjálst afl mun hætta og leiðtogi þess, Gunnar Þórarinsson líka. Framboðið fékk 8,3% í síðustu kosningum og einn mann í bæjarstjórn. Ekkert hefur verið ákveðið hjá VG en þó nokkrir eru áhugasamir um að vera á lista að sögn Hólmfríðar Árnadóttur, formanns VG. „Við stjórnin fundum á fimmtudag og tökum þá ákvörðun um forval eða uppstillingu.“ Píratar verða með prófkjör sem haldið verður á næstunni. Þeir hafa aldrei átt bæjarfulltrúa.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Margrét Sanders gefur áfram kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS
Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki
421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ
bilaverk.thoris@gmail.com
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Baldur Þórir hættir. Mörg ný andlit í prófkjöri. Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða flokkinn áfram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 20. janúar var ákveðið að halda prófkjör fyrir uppröðun á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Margrét Sanders studdi tillöguna um prófkjör og gaf þá yfirlýsingu á fundinum að hún sækist eftir 1. sæti á lista flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk flest atkvæði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hefur ekki verið í meirihluta í bæjarstjórn, segir í frétt frá flokknum. Í ræðu sinni á fundinum lagði Margrét áherslu á mikilvægi þess að sjálfstæðismenn nái góðri kosningu í vor og tryggi sér þátttöku í meirihluta í bæjarstjórn. „Áhersla okkar er að auka tekjur sveitarfélagsins með öflugra atvinnulífi í stað þess að hækka skatta. Reykjanesbær er eitt af stærstu sveitarfélögum
landsins með góða innviði og öflugt mannlíf. Stórt og öflugt sveitarfélag eins og Reykjanesbær á bæði að vera samkeppnishæft fyrir atvinnuuppbyggingu , í skólamálum og líka gott samfélag með framúrskarandi þjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Áherslan þarf að vera á að sveitarfélagið og ýmiskonar íþrótta-, menningar- og félagastarfssemi sé leiðandi á landsvísu, gangi
í takt og eflist til þess að skapa góða umgjörð um öflugt mannlíf og skemmtilegan bæjarbrag.“ Margrét Sanders er rekstrarráðgjafi og einn af eigendum ráðgjafafyrirtækisins Strategíu. Margrét var formaður Samtaka verslunar og þjónustu í fimm ár, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Deloitte í sautján ár, stundaði kennslu í fimmtán ár svo eitthvað sé nefnt. Margrét hefur verið virk í starfi frjálsra félaga enda hefur hún stundað íþróttir, þjálfað og verið stjórnarmaður í ýmsum íþróttafélögum sem og öðrum félögum innan sveitarfélagsins og á landsvísu.
Samfylkingin leitar eftir tilnefningum á lista Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þann 17. janúar var kosin uppstillingarnefnd sem setja mun saman tillögu að S-lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar 2022 og leggja hann fyrir félagsfund til samþykktar. „Uppstillinganefndin kallar því hér með eftir tilnefningum á fólki sem þú vilt sjá á lista Samfylkingarinnar
og óháðra í Reykjanesbæ við bæjarstjórnarkosningarnar í maí. Ekkert mælir gegn því að hver og ein(n) gefi kost á sjálfri/sjálfum sér (það er ekki skilyrði að viðkomandi sé nú þegar félagi í flokknum). Þegar tilnefningar hafa borist mun uppstillingarnefnd kanna hvort viðkomandi er tilbúin(n) að gefa kost á sér.
Tilnefningarferlið stendur til miðnættis 31. janúar 2022, tilnefningar má senda á netfangið xs@xsreykjanesbaer.is og fullum trúnaði er heitið,“ segir í tilkynningu.
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
K O L U L ÚTSuÖ m helgina
A L A S T Ú m u r ö v m u ld ö v f a r u tt lá fs a % 30-70 -50%
Tilboðsverð
Tilboðsverð
Tilboðsverð
Veggljós
Loftljós
Útiljós
Svart veggljós með hangandi lampa.
Viðarlitað loftljós. Pera fylgir ekki með.
Svart hringlaga útiljós.
5.993
-50%
52269427
Almennt verð: 11.985
2.993
-50%
52264848
Almennt verð: 5.985
6.428 52260075
Almennt verð: 12.855
-30% Tilboðsverð
Tilboðsverð
Bútsög
74808270
Harðparket
Vatnsþolið harðparket, eik Stærð: 1285x192 mm. Þykkt 8 mm. Hörkustuðull: AC4/23.
Rafhlöðuborvél
TC_MS 216 - 1400w. Sagarðblaðið er 216 mm í þvermál og gatmál er 30 mm.
18.897
Tilboðsverð
18v rafhlöðuborvél með hleðslutæki. Vélin kemur í kassa.
-50%
3.899
-70%
68350737
Tilboðsverð
Salernissett
Eldhústæki
42.557
20.297
Hygenic Flush vegghengt salerni með hæglokandi setu.
13002380
Almennt verð: 60.795
Krómað eldhústæki með hárri sveiflu og einu handfangi.
15332843
-30%
Almennt verð: 28.995
5
0113658
Gerður frábæ! kaup
-30% Tilboðsverð
kr/m2
Almennt verð: 3.794 kr/m2
Almennt verð: 12.995
Almennt verð: 26.995
2.655
ár í röð!*
*Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Andsk…ótíð og aflahrun Þann tíma sem ég var á sjó fyrir nokkrum árum síðan voru ansi margir með mér á sjó bæði á Bergi Vigfúsi GK og Þór Péturssyni GK sem áttu það til að blóta ansi mikið. Í raun blóta í annar hverri setningu. Oftast var nú kokknum kennt um eða þá að skipstjórinn, eða þá veðrinu var blótað í sand og ösku. Og eins og veðráttann er búinn að vera núna í janúar þá eiga þessir gömlu sjófélagar mínir og blótsyrði þeirra alveg heima núna þennan vægast sagt ömurlega janúar mánuð. Því það er alveg hægt að blóta þessum vægast sagt slæma janúar mánuði... já, með allskonar orðum. Önnur eins ótíð hefur varla verið hérna sunnanlands og er þvílíkt aflahrun í höfnum hérna á Suðurnesjunum. Sem dæmi hafa minni línubátarnir mest aðeins komist í 6 til 7 róðra hver bátur og af þeim bátum sem landa á Suðurnesjunum er Margrét GK aflahæst með 44 tonn í 6 róðrum. Í janúar 2021 var Margrét GK með 122 tonn í 16 róðrum. Ef Margrét GK nær 10 róðrum núna í janúar 2022 verður það að teljast ansi vel gert. Aflahrunið hjá dragnótabátunum er líka skelfilegt. Til dæmis Sigurfari GK sem er stærsti dragnótabáturinn, hann er núna kominn með 44 tonn í aðeins 6 róðrum, en var með 103 tonn í 14 róðrum í janúar 2021. Sömuleiðis ef hann nær 10 róðrum núna í janúar þá er það fjandi gott.
Erling við komuna til Njarðvíkur úr prufutúrnum.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Mest er þó hrunið hjá netabátunum. Til dæmis var Grímsnes GK með 240 tonn í 17 róðrum í janúar 2021. Núna er báturinn aðeins kominn með 13,5 tonn í 2 róðrum og miðað við hvað það eru fáir dagar eftir af janúar þegar þessi pistill kemur þá þarf að gerast kraftaverk ef Grímsnes GK á að ná í 100 tonn í janúar. Sigvaldi skipstjóri á Grímsnesi GK eða Grímsa eins og hann kallar bátinn, er að eltast við ufsann og með trossur sínar út á Hrauni út frá Grindavík. Náði þar fyrir rúmri viku um 9 tonnum í einum róðri og mest af því ufsi eða um 7,8 tonn. Hraunsvík GK byrjaði árið 2022 með fullfermi eða 13,5 tonn í einni löndun, komst síðan í annan róður sem var um 6 tonn og síðan ekkert meira. Í janúar 2021 var Hraunsvík GK með 49 tonn í 16 róðrum. Engar líkur á að báturinn nái þeim afla eða hvað þá 10 róðra.
Þessi ömurlega tíð hefur kannski komið sér vel fyrir áhöfnina á Erling KE sem eins og fram hefur komið, varð eldsvoði í Erling KE 140 þar sem hann lá í Njarðvík og tilbúin til veiða. Tjónið var það mikið að báturinn er dæmdur ónýtur en sem betur fer átti Hólmgrímur netabátinn Langanes GK í geymslu í Njarðvíkurslipp. Hlutirnir voru fljótir að gerast því að Langanes GK var settur á flot og unnið í bátnum og hann gerður klár til veiða með
netum og öllu sem því fylgdi úr Erling KE. Á endanum kaupir Saltver Langanes GK og fékk nafnið Erling KE 140. Þessi nýi Erling KE er bátur númer 3 á þessari öld með þessu nafni. Árið 1995 var bátur númer 120 keyptur frá Grindavík, en hann hét þar Höfrungur II GK 27, sá bátur varð Erling KE 140 og var með því nafni til ársins 2003, þegar 233 báturinn var keyptur og fékk hann nafnið Erling KE 140. Sá bátur víkur núna fyrir 1202 bátnum.
Ég smellti mér í Njarðvík og myndaði Erling KE þegar hann kom úr sínum fyrsta túr, en um var að ræða prufutúr þar sem að Dóri skipstjóri og áhöfn hans var að athuga hvort allt virkaði ekki eins og það á að virka. Gekk túrinn vel þó að aflinn væri ekki mikill, aðeins um 2,5 tonn. Stutt myndband fylgir með í rafrænni útgáfu Víkurfétta þar sem báturinn sést sigla að bryggju í Njarðvík.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Gæslan að störfum Það er í mörg horn að líta hjá Landhelgisgæslunni utan þess að halda uppi öflugri öryggis- og löggæslu, sinna eftirliti og björgun. Hér er áhöfnin á varðskipinu Þór t.d. að leggja út öldumælidufl utan við Grindavík eftir að það hafði verið tekið í land til viðgerðar. Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæslunnar. Það var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og kom það til sinnar heimahafnar í október 2011.
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Bæjarráð Reykjanebæjar hefur samþykkt erindi um kaup á lausum kennslueiningum sem staðsettar verða við leikskólann Holt í InnriNjarðvík. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindinu með það fyrir augum að mæta mikilli fjölgun leikskólabarna í sveitarfélaginu og aðallega í Innri-Njarðvík. Við undirbúing inntöku barna í leikskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2022–2023 kemur í ljós að 74 umsóknir eru í leikskóladeild Stapaskóla, 27 af þeim eru vegna barna
sem eru með forgang, þ.e. barna sem eiga systkini í Stapaskóla. Leikskólaplássin sem losna í Stapaskóla í vor eru hins vegar aðeins sautján talsins. Það standa því eftir 57 börn sem ekki fá pláss. Til að bregðast við þessum bráðavanda er, eins og fyrr segir, lagt til að stækka leikskólann Holt en þar er góð aðstaða til stækkunar. Lagt er til að nýta tækifærið þar sem verið er að panta forsmíðaðar kennslustofur frá Trimo vegna endurbóta á Myllubakkaskóla og bæta við einni einingu sem rúmað getur tvær átján barna leikskóladeildir.
Eldhúsinnréttingar 2000 — 2020
Panta forsmíðaðar kennslustofur fyrir tvær leikskóladeildir
Óska eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax í Vogum Félagið Landeldi ehf. hefur sent skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi þar sem óskað er eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax í sveitarfélaginu „Félagið hefur áhuga á að verja fjármunum í rannsóknir á svæðinu sumarið 2022 til að kanna físileika á stóru landeldisverkefni. Sveitarfélagið Vogar býður upp á fágæta kosti sem henta landeldi en það er aðgangur að jarðsjó og fersku vatni ásamt nálægð við hafnir og flugvöll fyrir afurðir félagsins. Það er ósk forsvarsmanna Landeldis ehf. að sveitarfélagið taki vel í erindið og í framhaldi verði hafnar form-
T ímabundin opnunartími
Fríform ehf.
vegna Covid–19
Askalind 3, 201 Kópavogur.
Mán. – Föst. 10–17
562–1500
Laugardaga
Friform.is.
legar viðræður um samstarf,“ segir í fundargögnum skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga. Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að kannað verði frekara samtal við Landeldi ehf. Einnig verði frekari kynning á verkefninu fyrir nefndarmenn, skipulagsfulltrúa og bæjarráð.
11–15
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
RAUÐIR DAGAR hjá Völundarhúsum framlengdir til 31. JANÚAR 2022 eða á meðan byrgðir endast — Ekki missa af þessu!
GARÐHÚS 4,4m²
15-25% afsláttur af öllum garðhúsum og gestahúsum
VH/22- 01
45% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda.
44 mm bjálki / Tvöföld nótun
GARÐHÚS 14,5 m²
GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður
GARÐHÚS 4,7m²
GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar og í síma 864-2400 Vel valið fyrir húsið þitt
http://www.volundarhus.is/Husin-okkar/Gardhus/
GARÐHÚS 9,7m²
https://www.facebook.com/Volundarhus
www.volundarhus.is
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Náms- og körfuboltakonurnar Lára Ösp og Anna Lilja.
„Við höfum sömu áhugamál og vinnum vel saman“ Tvíburasysturnar Anna Lilja og Lára Ösp eru duglegar í námi og körfubolta Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Tvíburasysturnar Anna Lilja og Lára Ösp útskrifuðust af raunvísindabraut frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í desember 2021 með góðum árangri. Anna og Lára fengu báðar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur en Anna Lilja var dúx skólans með meðaleinkunnina 9,15. Systurnar hafa sömu áhugamál og eru ávallt saman í einu og öllu. Þær hafa gaman af stærðfræði og því varð raunvísindabraut fyrir valinu. Þá segja þær að það að hafa verið samferða í náminu hafi hjálpað. „Við reyndum alltaf að vera í sömu áföngum á sama tíma svo við
myndum ná að læra saman fyrir öll próf og verkefni,“ segir Anna. Þeim systrum finnst gaman að spila körfubolta en þær spila báðar með meistaraflokki Njarðvíkur og segjast gera „lítið annað en að vera í körfu.“
Lykillinn að velgengni Anna og Lára segja nám í miðjum heimsfaraldri hafa komið með áskorunum. „Það komu tímar þar sem við vorum eiginlega bara svolítið að kenna okkur sjálfar, það var alveg erfitt,“ segir Lára. „Í einum áfanga kenndi pabbi okkur bókina á einni viku fyrir lokaprófið. Hann er klár í stærðfræði og eðlisfræði, þannig það hjálpaði okkur,“ bætir Anna við. Systurnar eru sammála því
að lykillinn að velgengni í námi sé þrautseigja og agi. „Þó maður nenni ekki að læra þá verður maður bara að gera það, maður verður ánægður eftir á,“ segir Anna.
Vinna vel saman? Aðspurðar hver framtíðarplön þeirra eru, svarar Anna: „Planið er að fara í háskóla í haust en við erum ekki búnar að ákveða í hvaða nám við ætlum.“ Lára tekur undir með henni og bætir við að þrátt fyrir erfitt val á námi sé öruggt að þær ætli í háskóla. Þá telja þær það mjög líklegt að þær muni fara að læra eitthvað saman. „Við endum bara alltaf á því, við höfum sömu áhugamál og vinnum vel saman,“ segir Lára.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Skoða uppbyggingu smáhýsa í Garði Landeigandi Gauksstaða í Garði hefur óskað eftir leyfi til uppbyggingar á gistirýmum í smáhýsum fyrir ferðaþjónustu. Í gögnum framkvæmda- og skipulagsráðs segir að ráðið taki ágætlega í fyrirhuguð áform. Samkvæmt samantekt ráðgjafa Suðurnesjabæjar í skipulagsmálum þarf að vinna deiliskipulag fyrir svæðið samhliða breytingu á aðalskipulagi. Þessu tengt þarf einnig að vinna umhverfismatsskýrslu, deiliskráningu fornleifa, byggða og húsakönnun ásamt rýni
sjóvarnaráætlunar m.t.t. fyrirhugaðrar landnotkunar. Ráðið telur jafnframt að umsækjendur þurfi að gera með skýrum hætti grein fyrir því hvernig umferð að svæðinu verði háttað, en samkvæmt erindinu standa væntingar umsækjenda til þess að fyrirhuguð starfsemi muni draga til sín verulegan fjölda gesta, en núverandi umferðatenging við svæðið er takmörkuð eins og staðan er. Þegar skipulag umferðar um svæðið liggur fyrir leggur ráðið til að þau áform verði kynnt þeim sem hagsmuni kunni að eiga.
FÁ SÉRFRÆÐINGA TIL AÐ LEGGJA MAT Á ÖRYGGI LOFTLÍNU Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga er sammála því að fá sérfræðinga til að leggja mat á sjónarmið Landsnets um öryggi loftlínu í ljósi eldhræringa á Reykjanesi. Á síðasta fundi var lagt fyrir nefndina minnisblað vegna Suðurnesjalínu 2 um stöðu málsins frá Ívari Pálssyni hrl. og Sveini Valdimarssyni, verkfræðingi og verkefnastjóra málsins. Nefndin heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði ráðgjafar vegna málsins hjá hlutlausum aðilum eins og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • • • •
Fagleg forysta og skólaþróun Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans Rekstur Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs • Leiðtogahæfni, metnaður og reynsla af að leiða skólaþróun • Rík samskipta- og skipulagshæfni • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Stóru-Vogaskóli er heildstæður grunnskóli með 170 nemendur í 1.-10. bekk. Íþróttaog sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarins. Innan veggja skólans og undir stjórn skólastjóra er einnig rekinn Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga. Frístundaskóli er einnig starfræktur á vegum skólans, þar er athvarf fyrir nemendur í 1.-4. bekk að loknum skóladegi. Einkunnarorð skólans eru virðing - vinátta – velgengni. Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 1.330 íbúa. Sveitarfélagið býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna.
Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar
Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2022. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar um störfin veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
hagvangur.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kolefnishlutleysi Algalífs alþjóðlega vottað Líftæknifyrirtækið Algalíf er nú vottað kolefnishlutlaust í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins sem kynnt var í fyrra. Vottunin er hluti af áralangri vegferð Algalífs til sjálfbærni. Við erum öll stolt af því að vera grænt fyrirtæki sem leggur sitt af mörkum til að leysa þann umhverfisvanda sem að steðjar ...
„Jafnvel þótt við séum í grunnin eitt af grænustu fyrirtækjum landsins, þá liggur talsverð vinna í því að fá jafn virta alþjóðlega vottun,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. „En við teljum það ekki eftir okkur, því orðum um samfélagsábyrgð og græna framtíð verða að fylgja aðgerðir." Algalif valdi vottunina frá CarbonNeutral® vegna þess hversu virt og áreiðanleg hún er. Meðal annarra alþjóðlegra fyrirtækja með þessa vottun eru tæknifyrirtækin Microsoft og Logitech, og fjölmiðlarisinn Sky.
„Við erum öll stolt af því að vera grænt fyrirtæki sem leggur sitt af mörkum til að leysa þann umhverfisvanda sem að steðjar,“ segir Orri. „Með því sýnum við ábyrgð og virð-
Deildarstjóri Við leitum að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga til liðs við okkur til að stýra lagnadeild BYKO á Suðurnesjum. Deildarstjóri starfar náið með verslunarstjóra og öðrum deildarstjórum. Deildarstjóri leiðir hóp sölu- og afgreiðslumanna og ber ábyrgð á vöruframsetningu og útlit deilda sem undir hann heyra. Deildarstjóri er leiðtogi hópsins og sér um daglega stjórnun, birgðastöðu, tilboðsgerð til viðskiptavina auk ráðgjafar og sölu. Vinnutími er almennt átta tímar alla virka daga á opnunartíma verslunar ásamt einum laugardegi í mánuði frá 10 til 16. Við leitum að einstaklingi með: Áhuga á verslun og þjónustu Stjórnendareynslu, skilyrði Almenna þekkingu á lagnaefni, kostur Framúrskarandi þjónustulund Metnað til að ná langt og vilja þróast og þroskast í starfi. n Menntun og/eða reynslu á ábyrgðarsviði, kostur n n n n n
Helstu verkefni: n Dagleg stýring deilda n Vöruframsetning n Ábyrgð á útlit og vöruframsetningu innan deilda n Ábyrgð á birgðastöðu deilda n Ráðgjöf og sala Allar nánari upplýsingar veitir Sveinbjörg Sigurðardóttir, verslunarstjóri (systa@byko.is)
ingu okkar fyrir landinu, samfélaginu og samborgurum okkar.“ Algalíf framleiðir plöntuþörunga með ljóstillifun í hátæknilegu rörakerfi þar sem öllum umhverfis-
þáttum er stýrt nákvæmlega. Helstu aðföng til framleiðslunnar eru hreint vatn og græn raforka úr jarðvarma fyrir gróðurljós af nýjustu gerð. Algalíf er í fararbroddi í umhverfismálum. Öll ökutæki félagsins eru græn, aðföng eru umhverfisvottuð og rekin er víðtæk sorplágmörkunarstefna. Algalíf notar ekkert jarðefnaeldsneyti við framleiðslu sína. Núverandi húsnæði Algalífs að Ásbrú í Reykjanesbæ er 5.500 m² en verið er að byggja 7.000 m² nýbyggingu við hlið núverandi framleiðsluhúsnæðis. Hjá Algalíf vinna nú um 50 manns en verða um 80 þegar allt verður komið á fullan skrið í báðum byggingum á næsta ári. Algalíf hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga á sviði líftækni, nýsköpunar, umhverfismála og rekstrar. Þá hefur Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, hlotið margvíslegan heiður fyrir að hafa leitt uppbyggingu fyrirtækisins frá upphafi. Vefsíða Carbonneutral®: www.carbonneutral.com Vefsíða Algalífs: www.algalif.com
VIÐSKIPTAVINIR SÓTT YFIR 320 MILLJÓNIR App Samkaupa er orðið eitt af stærstu vildarkerfum á Íslandi. Meðalkarfa þeirra sem nota appið er rúmlega 50% stærri meðal þeirra sem nýttu sér appið á liðnu ári. Samkaup hvetja notendur til að sækja afsláttinn. Yfir 40.000 vildarvinir sóttu app Samkaupa á aðeins sex mánuðum í fyrra og þar af 7.000 einvörðungu í desember. Appið er því meðal stærstu vildarkerfa á Íslandi en notendur fá afslátt af öllum vörum í þeim 65 verslunum Samkaupa sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Nú nálgast velta kerfisins fjóra milljarða króna en sé horft til síðastliðins desember, sem setti tóninn fyrir nýtt ár, fór 22% allrar veltu Samkaupa í gegnum appið, en hlutfallsleg notkun appsins er í janúar á pari við desember, segir í frétt frá Samkaupum. „Við erum ótrúlega stolt af þeim viðtökum sem við höfum fengið á svo stuttum tíma. Þetta er gríðarlega góður árangur og greinilegt að viðskiptavinir eru móttækilegir fyrir þessari viðbót í þjónustu hjá okkur. Að notkun appsins í janúar sé á pari við desember gefur okkur sterkar vísbendingar um að hér séum við komin með ansi gott vildarkerfi í hendurnar. Við sjáum það líka á þeirri staðreynd að meðalkarfan hjá notendum á aldrinum 28 til 42 ára er til dæmis 54% stærri meðal þeirra sem nota appið svo það má segja að hvatinn hér er augljós. Við fögnum
því sömuleiðis að þó svo að hlutfallslega séu flestir notendur á höfuðborgarsvæðinu, þá er landsbyggðin enginn eftirbátur þegar kemur að innleiðingu og notkun appsins og sjáum við gríðarlega góða svörun til dæmis á Akureyri og Skagaströnd svo einhverjir staðir séu nefndir. Þá er áhugavert að rýna í gögnin og sjá að landsbyggðin er öflugri í að nýta sér tilboðin sem boðið er upp á. Við sjáum jafnvel sums staðar dæmi þess að rúmlega 60% viðskipta fari fram í gegnum appið,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Sem fyrr segir nemur upphæðin sem notendur versluðu fyrir yfir árið
2021 um fjórum milljörðum króna. „Við höfum sett mikið púður í að hvetja viðskiptavini til að nýta inneignina nú strax í janúar og þá þegar hafa um 320 milljónir verið nýttar í formi inneignar. Eðli kerfisins og inneignanna er þannig að þegar verslað er umbreytist afslátturinn í inneign og það sama á við þegar verslað er með inneignina, þannig stuðlum við að sífelldu flæði fyrir viðskiptavininn hjá okkur. Við munum halda áfram að þróa appið og reynum enn frekar að mæta kröfum nútíma viðskiptavinarins með ýmiskonar leikjapælingum, innkaupalistum og fríum vörum svo eitthvað sé nefnt,“ segir Gunnar.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Þökkum stuðninginn við framleiðslu á Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta Vilt þú bætast í hóp stuðningsaðila?
Lagnaþjónusta Suðurnesja
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Lífsgæði, líðan og virkni íbúa Suðurnesja skoðuð Samfélagsgreining á Suðurnesjum í tengslum við aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum.
Niðurstöður samfélagsgreiningar á Suðurnesjum voru kynntar fyrir framtíðarnefnd Reykjanesbæjar í síðustu viku. Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, mætti á fundinn og kynnti greininguna sem var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir starfshóp um samfélagsgreiningar á Suðurnesjum í tengslum við aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum. Samfélagsgreining á Suðurnesjum á sér stoð í aðgerðaáætlun ríkisins, sem kom út í maí 2020, um að efla þjónustu á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skipaði
starfshóp um verkefnið sem í sitja fulltrúar allra fjögurra sveitarfélaganna sem og fulltrúi Sambandsins og var Reykjanesbæ falið að leiða hópinn. Að beiðni starfshópsins
Viðhorf til búsetu og þjónustu á Suðurnesjum Niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa Suðurnesja og rýnihópa meðal íbúa sýndu að þátttakendur lýstu mikilli ánægju með að búa á Suðurnesjum. Í rýnihópunum var rætt var um góðan anda í sveitarfélögunum, fallegt umhverfi og góða skóla fyrir börn og unglinga. Viðmælendum bar saman um að börn þeirra hefðu verið afar ánægð með skólagöngu sína. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður fyrri kannana sem Gallup (2019a, 2019b) og Skólavogin (2021) hafa gert. Niðurstöður þessara kannana sýna að fólk á Suðurnesjum er almennt ánægt með þjónustu grunnskóla og sér í lagi samráð milli heimilis og skóla. Göngustígar hafa mikið verið bættir á Suðurnesjum og lýstu þátttakendur rýnihópa ánægju sinni með þær úrbætur. Þó var kallað eftir frekari uppbyggingu göngustíga auk fleiri og stærri útivistarsvæða sem byðu upp á fjölþætta afþreyingu fyrir alla íbúa. Sem dæmi var sett fram hugmynd um „fjölskyldugarða“ sem „bæjarvinnan getur unnið við að setja upp á sumrin“ og nýta mætti sem afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þá var kallað eftir „götugrillum“ í bæjum og hverfum sveitarfélaganna og jafnvel afþreyingu þeim tengdum svo sem lifandi tónlist. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að töluvert var um að fólk sækti heilbrigðisþjónustu utan Suðurnesja. Vera má að óánægja með heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum eigi þátt í því að fólk sækir þessa þjónustu annað, enda var í rýnihópunum mikið rætt um að efla þyrfti heilbrigðisþjónustu og var HSS títtnefnd í því sambandi. Önnur þjónusta og verslun var af mörgum þátttakendum rýnihópa talin fábrotin og einhliða. Þannig var nefnt sem dæmi að Reykjanesbær ætti líklegast „heimsmet í skyndibitastöðum“ og „klippistofum“ á meðan aðra þjónustu og vörur, s.s. læknaþjónustu, tannlæknaþjónustu, byggingavörur, fatnað o.fl., þyrfti að nálgast til Reykjavíkur. Þjónusta við eldri borgara er að sögn þátttakenda í rýnihópunum góð og úrval afþreyingar nokkuð fjölbreytt en bent var á að jafna þyrfti aðgengi í sveitarfélögunum og auglýsa starfsemina enn frekar, sérstaklega fyrir aðflutta eldri borgara.
rannsakaði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands lífsgæði, líðan og viðhorf íbúa á Suðurnesjum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á því á hvaða sviðum þurfi að efla aðgerðir eða breyta áherslum og hvernig unnt sé að bæta þjónustu til að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Suðurnesja. Þetta var gert með því að kanna viðhorf íbúa til svæðisins, til þjónustu á sæðinu, innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins, kanna félagslega virkni íbúa og greina hvort tengsl væru á milli virkni og líðan íbúa. Tekið var 2.620 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks, átján ára og eldra, sem búsett var í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og sveitarfélaginu Vogum. Gagnaöflun fór fram dagana 2. júlí til 16. september 2021. Heildarsvarhlutfall var um 21%.
Félagsleg virkni íbúa Í könnuninni var spurt um félagslega þátttöku og menningarsókn og voru svör borin saman við svör landsmanna í alþjóðlegu viðhorfakönnuninni ISSP frá árinu 2020. Samanburðurinn leiddi í ljós að íbúar á Suðurnesjum sóttu sjaldnar söfn, listasýningar, leiksýningar og leikhús en svarendur af landinu í heild. Einungis 15% þátttakenda af Suðurnesjum höfðu einhvern tíma sótt klassíska tónleika á tólf mánaða tímabili áður en Covid-19 faraldurinn hófst. Hlutfallið var mun hærra meðal þátttakenda af landinu í heild. Minni munur var á svörum íbúa af
Suðurnesjum og íbúa af landinu í heild þegar spurt var um annars konar tónleika en íbúar á Suðurnesjum voru þó ólíklegri en íbúar á landinu öllu til að hafa sótt þess háttar tónleika. Nokkur munur var á félagslegri virkni eftir bakgrunni þátttakenda í könnuninni. Konur voru almennt virkari, félagslega, en karlar og íslenskir ríkisborgarar voru jafnframt virkari í menningarsókn og þátttöku í íþrótta-, félags- og tómstundastarfi en erlendir ríkisborgarar. Könnuð voru tengsl milli félagslegrar virkni og vellíðunar með aðhvarfsgreiningu. Í ljós kom að tengsl voru milli líðan íbúa og þátttöku í félags- og menningarstarfi þegar stýrt hafði verið fyrir tekjum, kyni, menntun, uppruna og aldri. Því meira sem íbúar tóku þátt í félagsstarfi og því oftar sem þeir sóttu menningarviðburði, því betri var líðan þeirra.
Heilsa og líðan
Smelltu hér í rafrænni útgáfu Víkurfrétta til að lesa skýrsluna
Samanburður á svörum úr könnuninni og svörum úr alþjóðlegu viðhorfakönnuninni ISSP sýnir að hlutfallslega fleiri íbúum á Suðurnesjum fannst sig vanta félagsskap en íbúum á landinu öllu. Þegar spurt var um heilsufar reyndist vera lítill, en þó marktækur munur á svörum íbúa Suðurnesja og landsins alls. Þannig töldu rúmlega tveir af hverjum þremur þátttakendum á Suðurnesjum heilsufar sitt frekar eða mjög gott, samanborið við 70% íbúa á landinu öllu. Lýðheilsuvísar (2020) benda til þess að lifnaðarhættir fullorðinna á Suðurnesjum séu að sumu leyti lakari en íbúa á landinu öllu og geti verið áhættuþáttur hvað varðar heilsu. Greining á gögnum úr könnun um hagi og líðan aldraðra sýndi að lítill munur var á heilsu og líðan eldri borgara á Suðurnesjum og á landinu í heild (Helgi Guðmundsson, 2021).
Félagsleg þátttaka og líðan barna Í ljós kom að börnum þátttakenda í könnuninni leið almennt vel. Niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningar (2020) meðal barna í efri bekkjum grunnskóla sýndu þó að ungt fólk á Suðurnesjum var ólíklegra en jafnaldrar þess á landinu til að líða vel í skólanum. Niðurstöður úr landskönnun Rannsókna og greiningar (2020) sýndu að minna er um þátttöku í skipulögðu félagsstarfi meðal nemenda á Suðurnesjum en nemenda á landinu í heild. Í rýnihópunum var þó rætt um að íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga væri öflugt en á sama tíma var bent á fremur einhæft framboð. Áherslan væri á fótbolta og körfubolta en bæta mætti framboð tómstunda. Hugmynd um „fjölnota íþróttahús“ kom fram, sem nýta mætti undir starfsemi fyrir börn, ungmenni og fullorðna allt árið um kring. Þar mætti bjóða upp á hefðbundnar boltaíþróttir en einnig klifur, golf og aðrar íþróttir en einnig væri hægt að nýta rýmið fyrir sýningar, uppákomur o.fl.
Menntun og atvinnulíf Atvinnumarkaðurinn á Suðurnesjum var til umræðu í rýnihópunum. Hann var sagður einhæfur og fram komu hugmyndir um að byggja atvinnu upp með „stóriðju“ og „fiskeldi“ en einnig var mikil áhersla lögð á nýsköpun. Þannig var til dæmis lagt til að stofna „nýsköpunarbraut“ í framhaldsskólum (FS og Keili) með það sem markmið að tryggja beint flæði nýrra starfa á vinnumarkað Suðurnesja. Menntunarmöguleikar þóttu góðir á svæðinu og hið sama átti við um möguleika fólks sem ekki hafði íslensku að móðurmáli, til að leggja stund á nám í íslensku.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Lýstu mikilli ánægju með að búa á Suðurnesjum Í niðurlagi og hagnýtum ábendingum höfunda skýrslunnar segir að rannsóknin fólst í því að afla gagna um samfélagið á Suðurnesjum til þess að greina viðhorf íbúa til svæðisins og þeirra nærumhverfis, þjónustu á svæðinu, líðan þeirra og stöðu. Markmiðið með vinnunni var að leita svara við því hvar þyrfti að leggja áherslur og bæta þjónustu til þess að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Suðurnesja. Viðhorf íbúa til svæðisins og nærþjónustu Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með að búa á Suðurnesjum og var umhverfið oft nefnt í því sambandi. Nýleg uppbygging innviða, svo sem göngu- og hjólastíga, var talin til mikilla bóta fyrir svæðið í heild sinni en kallað var eftir aðstöðu til fjölbreyttari afþreyingar, sérstaklega með tilliti til samveru fjölskyldunnar. Í ljósi þessara niðurstaðna mætti huga betur að því að auka við valkosti íbúa, sér í lagi barnafjölskyldna, en kallað var eftir fjölnota íþrótta- og tómstundahúsi þar sem hægt væri að halda menningarviðburði, ásamt
því að hægt væri að leggja stund á fjölbreyttar íþróttir og auka við tómstundastarf barna. Ímynd svæðisins var þátttakendum hugleikin. Talin var þörf á samstilltu átaki til að bæta ímynd svæðisins og var það talin forsenda þess að fjölbreyttara atvinnulíf þrifist á svæðinu. Þá var kallað eftir því að íbúar og fulltrúar sveitarstjórna væru samstíga í því að leita lausna og til dæmis kom fram hugmynd um að veita ódýrari lóðir undir atvinnustarfsemi. Slíkt gæti jafnframt ýtt undir aukna fjölbreytni í verslun og þjónustu. Sú sérþekking og menntun sem starfsfólk kæmi með í kjölfarið gæti orðið til þess að
Viðhorf til innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins Í samanburði við landið í heild töldu hlutfallslega fleiri íbúar Suðurnesja að of margir innflytjendur hefðu komið til landsins á undangengnum árum. Þá voru hlutfallslega fleiri Suðurnesjabúar sammála fullyrðingunni um að innflytjendur ógni íslensku samfélagi en á landinu í heild. Greining á niðurstöðum könnunarinnar sýnir að fólk hefur jákvæðari viðhorf til innflytjenda ef það þekkir fyrstu eða annarrar kynslóðar innflytjendur. Aukin tengsl á milli íbúa, þvert á uppruna, kynni að hafa í för með sér jákvæðari viðhorf og kallað var eftir því í rýnihópum að sveitarstjórnir beittu sér fyrir því að koma á fót einhvers konar vettvangi þar sem innfæddir og aðfluttir Suðurnesjabúar gætu átt samtal og samskipti sín á milli. Í rýnihópi meðal Pólverja kom fram að frumkvæði að auknum samskiptum þyrfti að koma frá heimamönnum þar sem tungumálaerfiðleikar og óframfærni fólks af erlendum uppruna gæti gert þeim erfitt að taka fyrstu skref í átt að aukinni samlögun. Vettvangur sem felur í sér samtalsgrundvöll gæti jafnframt dregið úr fordómum í garð fólks af erlendum uppruna en hluti innflytjenda í könnuninni hafði orðið var við fordóma og/eða áreitni vegna uppruna síns.
bæta ímynd Suðurnesja og auka fjölbreytileika mannlífsins á svæðinu. Hvað opinbera þjónustu varðar þá var almenn ánægja með þjónustu sveitarfélaganna, sér í lagi þjónustu leik- og grunnskóla. Þó voru ábendingar um að skortur væri á dagvistunarúrræðum fyrir ung börn. Rannsóknir sýna að þegar kemur að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla, kemur það oftar í hlut mæðra en feðra (Arnalds, Duvander, Eydal og Gíslason, 2019). Ef jafna á stöðu mæðra og feðra á vinnumarkaði er mikilvægt að í boði séu dagvistunarúrræði fyrir ung börn. Þegar sjónum er beint að þjónustu hins opinbera er ljóst að bæta þarf heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum til muna. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að stór hluti fólks sótti heilbrigðisþjónustu utan Suðurnesja. Vera má að óánægja með heilbrigðiþjónustu á Suðurnesjum eigi þátt í því að fólk sækir þessa þjónustu annað, enda var í rýnihópnum mikið rætt um að efla þyrfti heilbrigðisþjónustu og var HSS títt nefnd í því sambandi.
Félagsleg virkni og vellíðan Samanburður leiddi í ljós að íbúar á Suðurnesjum sóttu sjaldnar söfn, listasýningar, leiksýningar og leikhús en svarendur af landinu í heild. Þá sýna niðurstöður að tiltölulega lítill hluti Suðurnesjabúa tekur þátt í skipulegu félags- eða sjálfboðaliðastarfi. Jafnframt voru könnuð tengsl á milli virkni íbúa og vellíðunar og
sýna niðurstöður að því oftar sem fólk sækir menningarviðburði og tekur þátt í félags-, íþrótta- eða tómstundastarfi, því betur líður því að jafnaði. Þó að ekki sé hægt að fullyrða um orsakasamband milli virkni og vellíðunar, þá benda niðurstöður til að mikilvægt sé að huga að félagslegri virkni íbúa. Í allri stefnumótun sem snýr að félagslegri þátttöku íbúa er mikilvægt að huga að mismunandi félags- og efnahagslegri stöðu íbúa, sem og uppruna, þar sem niðurstöður sýna að munur var á félagslegri virkni eftir bakgrunni íbúa á Suðurnesjum. Konur voru almennt virkari félagslega en karlar og íslenskir ríkisborgarar voru jafnframt virkari í menningarsókn og þátttöku í íþrótta-, félags- og tómstundastarfi en erlendir ríkisborgarar. Þegar kemur félagslegri þátttöku og líðan barna, benda kannanir sem gerðar hafa verið á Suðurnesjum til
þess að börn í efri bekkjum grunnskóla á svæðinu sé ólíklegri en jafnaldrar þeirra á landinu öllu til að líða vel í skólanum. Þá sýna niðurstöður að þátttaka í skipulögðu félagsstarfi meðal nemanda á Suðurnesjum sé minni en á landinu í heild. Ennfremur leiddi rannsóknin í ljós að innan við helmingur foreldra hafði nýtt frístunda- eða hvatastyrk sem er í boði til að greiða niður frístundastarf barna sinna. Greina þarf betur hvaða ástæður liggja þar að baki og hvernig auka megi áhuga bæði barna og foreldra þeirra á skipulögðu félags- og frístundastarfi. Ásdís A. Arnalds, Ari Klængur Jónsson , Guðný Gústafsdóttir og Ævar Þórólfsson (2021) unnu skýrsluna „Samfélagsgreining á Suðurnesjum: Lífsgæði, líðan og viðhorf íbúa.“ á vegum Félagsvís indastofnunar Háskóla Íslands.
ÁÆTLAÐAR
Rekstrarvörusala Olís í Njarðvík verður endurskipulögð á næstu mánuðum.
BREYTINGAR
• Stefnt er að því að umbreyta útibúi félagsins við Fitjabakka 2–4 í almenna þjónustustöð og söluskrifstofu og afgreiðslulager fyrir stórnotendur.
Á FYRIRKOMULAGI OLÍS Í NJARÐVÍK
• Frá og með 1. febrúar verður afgreiðslutími verslunar 8-14 alla virka daga en vörur verða afgreiddar út af lager til kl. 17. • Viðskiptavinir geta pantað vörur með óbreyttum hætti í gegnum þjónustuver Olís og sölustarfsfólk Olís í Njarðvík. • Rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisvörur verða í einhverjum mæli afgreiddar í gegnum lager Olís í Reykjavík á tímabilinu 1. febrúar til 1. maí og verða að einhverju leyti aðgengilegar á afgreiðslulager Olís í Njarðvík. • Á vormánuðum mun ný eining innan Haga, Stórkaup, taka yfir umræddan hluta af vöruframboði Rekstrarlands og Olís, þ.e. rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisvörur. Starfsemi Stórkaups verður kynnt nánar á næstu mánuðum. • Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í njardvik@olis.is eða við Steinar Sigtryggsson í síma 899 5399, Sigtrygg Steinarsson í síma 770 5190 og Guðmund Móses í síma 868 0417.
Olíuverzlun Íslands hf. | Skútuvogur 5 | 104 Reykjavík | Sími 515 1000 | olis@olis.is
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sjúkraliði dúxar í fótaaðgerðafræði Sandra Friðriksdóttir útskrifaðist í síðustu viku úr fótaaðgerðafræði Heilsuakademíu Keilis og hlaut hún 9,65 í meðaleinkunn sem er sú hæsta í sögu skólans meðal útskriftarnema fótaaðgerðafræðinnar. Sandra, sem er einnig lærður sjúkraliði, sagði að mikill áhugi á námsefninu, aðstoð kennara, hjálpsemi og skemmtilegur félagsskapur bekkjarfélaga hafi lagt grunninn að þessum árangri. Að auki krafðist þetta mikillar skipulagningar, sérstaklega í ljósi þess að Sandra er þriggja barna móðir. Sandra, sem er fædd og uppalin á Akureyri, býr nú í Hafnarfirði ásamt manni sínum, fimm ára syni, sex ára dóttur og sextán ára stjúpsyni. Sandra útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2011 og kláraði hún stúdentinn að auki ári seinna. Hún starfaði sem sjúkraliði síðustu tvö árin áður en hún settist aftur á skólabekk til að læra fótaaðgerðafræði.
Heillaði mikið að geta ráðið sínum vinnutíma sjálf Eftir að hafa unnið sem sjúkraliði í tvö ár langaði hana að læra meira. „Laun sjúkraliða mættu vera mikið betri og að auki hentar vaktavinna ekki alltaf vel þegar maður á orðið stóra fjölskyldu. Þá var ekki annað í stöðunni heldur en að drífa mig aftur í skóla og láta verða að því að fara í fótaaðgerðafræðina, enda heillaði það líka mikið að geta ráðið mínum vinnutíma sjálf.“ Nám í fótaaðgerðafræði hafði lengi heillað Söndru eftir að hafa kynnst náminu í gegnum vinkonu sína sem lærði þetta fyrir nokkrum árum. Sandra segist jafnframt alltaf hafa verið meðvituð um að hana langaði til að læra meira. „Það var bara spurning hvenær ég færi og hvað það yrði nákvæmlega sem ég ætlaði að læra. Þetta snerist líka um það að ég hafði verið að fresta því að fara í skóla út af börnunum og var ekki tilbúin að fara í nám meðan þau voru lítil, því ég vildi geta einbeitt mér vel að náminu, en þetta nám er einmitt mjög hentugt þegar maður er komin með fjölskyldu.“
Krefjandi að byrja aftur í námi „Það var mjög krefjandi að fara aftur í skóla eftir átta ára pásu, verandi komin með stóra fjölskyldu í þokkabót. Það hjálpaði mikið að námið væri kennt í lotum, eina vikuna ertu heima að læra og hina ertu uppi í skóla að læra. Þetta kemur sér rosalega vel þegar maður er komin með heimili. Auðvitað var maður smá stund að koma sér í rútínu og það þarf að skipuleggja sig mjög vel og vera með góðan sjálfsaga.“
Fjölbreytnin við fótaaðgerðafræði heillar Fjölbreytnin við starfið og möguleiki til að ráða sínum vinnutíma heillar mest við það að starfa sem fótaaðgerðafræðingur að sögn Söndru. Fótaaðgerðafræði snýr vissulega ekki bara að því að klippa táneglur og taka sigg, eins og Sandra sjálf viðurkennir að hafa haldið áður. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina og meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðferðar. Meðal verkefna fótaaðgerðafræðinga er hreinsun á siggi og nöglum, líkþornameðferð, vörtumeðferð, hlífðarmeðferð sem og ráðleggingar varðandi fótaumhirðu með þau markmið að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag. Fótaaðgerðafræðingar útbúa jafnframt spangir, hlífar, leppa og innleggssóla. „Við lærum einnig mikið um sykursýki og gigt enda getur verið
gífurlega mikilvægt fyrir þessa hópa að koma reglulega í fótaaðgerð. Það sem heillar mig einnig við starfið er að vinna náið með fólki og kynnast því. Það er rosalega góð tilfinning þegar kúnninn labbar út frá þér og þú sérð hvað það getur breytt miklu fyrir viðkomandi að hafa komið.“
Samheldinn hópur það sem stendur mest upp úr Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni í húsnæði Keilis á Ásbrú þegar nemarnir í fótaaðgerðafræðinni voru í húsi og mátti oft heyra hlátrasköll eftir göngunum. „Þó svo að ég sé rosalega þakklát fyrir námið mitt og yndislega kennara þá verð ég að segja að stelpurnar í bekknum mínum fá heiðurinn að því hvað stendur upp úr. Þarna eignaðist ég yndislegar vinkonur sem gerðu tímann minn í skólanum frábæran og það kom aldrei sá dagur sem ég hlakkaði ekki til að mæta í skólann, enda hlegið mestallan tímann. Við vorum langflestar að koma aftur í nám eftir mislangar pásur og meirihlutinn komin með börn líka. Þannig við vorum allar á svipuðum stað og komum held ég langflestar ef ekki allar með það í huga að hafa gaman og kynnast hvor annarri.“
Hefur störf á fótaaðgerðafræðistofunni Lipurtá Sandra mun hefja störf á fótaaðgerða- og snyrtistofunni Lipurtá í Hafnarfirði um leið og hún fær starfsleyfið í hendurnar frá Embætti
landlæknis. Hún stefnir jafnframt á frekara nám tengt fótaaðgerðafræðinni í framtiðinni, hvort sem það verður hér heima eða erlendis. „Svo er auðvitað freistandi að hafa á bak við eyrað að geta einhvern tímann farið í eigin rekstur,“ sagði Sandra að lokum. Keilir bauð í fyrsta skipti upp á nám í fótaaðgerðafræði vorið 2017
og hafa síðan þá útskrifast samtals 40 fótaaðgerðafræðingar. Nám í fótaaðgerðafræði er viðurkennt starfsnám á þriðja hæfniþrepi samkvæmt reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fótaðgerðafræðingur er lögverndað starfsheiti og veitir Embætti landlæknis útskrifuðum nemendum starfsleyfi.
GAMLA MYNDIN
Hæ þú sem ert að skemma síma. Hugsaðu! „Hefurðu heyrt um stúlkuna sem varð fyrir bíl hérna fyrir utan eina nóttina og ekki var hægt að hringja í lækni og sjúkrabíl af því að þú varst búinn að skemma símann,“ sagði í orðsendingu í símaklefa við Hafnargötu í Keflavík seint á síðustu öld. Þá voru símaklefar með „tíkallasímum“ en snjallsímar þekktust ekki þá. Skemmdarvargar herjuðu reyndar á þessi símtæki þannig að þau urðu óvirk eða brutu rúður í símaklefum og krotuðu nöfn hljómsveita sem voru móðins í þá daga ...
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Njarðvíkingur byggir draumahúsið á mögnuðum stað í Noregi
Harpa Lind Harðardóttir er heilluð af Noregi og er flutt þangað í þriðja sinn. Byggir nú nýtt hús í flottum strandbæ. Njarðvíkingurinn Harpa Lind Harðardóttir er flutt til Noregs í þriðja og síðasta skiptið og segir að þar sé best að vera. „Hef alltaf fundið fyrir tilfinningunni að ég sé komin heim þegar ég kem til Noregs, get ekki útskýrt af hverju en þannig líður mér hér,“ segir Harpa Lind sem er flutt til 11 þúsund manna strandbæjarins Søgne í Suður Noregi, skammt frá Kristiansand. Þar býr hún með Stefáni Gíslasyni, manni sínum og þremur sonum. Harpa er menntaður innanhússhönnuður og starfar við að teikna og hanna hjá rótgrónu fjölskyldufyrirtæki sem heitir Strai og framleiðir eldhús- og baðinnréttingar og fataskápa og rekur 26 verslanir í Noregi. Eiginmaðurinn var atvinnumaður í knattspyrnu á yngri árum og þjálfar nú aðallið bæjarins, Søgne fotballklubb. Tveir synir þeirra eru hjá þeim, Elvar Nói 8 ára í 3. bekk grunnskóla og Gísli, 17 ára í framhaldsskóla. Sá þriðji, Birgir Gauti er 21 ára og stundar nám í tölvuvísindum í Bandaríkjunum.
Hugurinn í Noregi Þegar þau voru á Íslandi síðast ráku þau húsgagna- og lífstílsverslun í Garðabæ en hugur þeirra leitaði alltaf til Noregs og því tóku þau ákvörðun um að flytja aftur út.
„Við keyptum geggjaða lóð á æðislegum stað við sjóinn. Þar ætlum við að byggja hús og „hyttu“ í einu. Þetta verður staður þar sem hægt er að slaka á í blíðviðrinu á sumrin og fara svo út á bát og sigla í skerjagarðinum, veiða fisk, krabba og humar en það eru 100 metrar í bátaplássið frá húsinu. Þetta er sannkölluð sumarparadís og náttúran alveg æðisleg hér í kring. Skógur, sjórinn og vötnin þar sem fólk svamlar á sumrin. Þú skilur þetta kannski alveg þegar þú sérð mynd af svæðinu,“ segir Njarðvíkingurinn sem bíður eftir því að teikningar af nýja húsinu klárist en þær eru eftir hennar höfði. Með smá öfund spyrjum við hana hvort hún fylgist ekki með gömlu heimahögunum en Harpa er alin upp í Njarðvík. „Jú, ég geri það enda auðvelt þegar maður hefur Víkurfréttir og Facebook,“ segir hún.
Stefán, eiginmaður Hörpu, með soninn Elvar við veiðar. Þarna er m.a. hægt að stunda krabbaveiðar með þvottaklemmum.
Gott veður Svona spjalli er ekki hægt að ljúka nema að spyrja um stöðu Covid-19 í Noregi og þar sem okkar kona býr. „Covid ástandið hér er ekki eins slæmt núna eins og síðasta vetur þegar skólunum var lokað. Það er auðvitað mikið um smit en fólk er mjög duglegt að fara eftir reglum og taka tillit til náungans. Nú er fókusinn á að halda öllu opnu, sérstaklega í sambandi við íþróttir og félagslega þáttinn. Atvinnulífið gengur sinn vanagang með fjarlægðar takmörkunum, grímum og spritti þar sem þarf. Það er til dæmis alveg brjálað að gera hjá mér í vinnunni. Það fer að vora hér á suðurlandinu í mars og það eru ákveðin lífsgæði að hafa gott veður og hlýtt frá mars, apríl og alveg út október.“
Páll Ketilsson pket@vf.is
Harpa Lind með yngsta syni sínum, Elvari Nóa. Eins og sjá má á myndunum þarf maður ekki að vera hissa að hún vilji búa þarna.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
4. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.
Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða?
UPPHAFSMAÐURINN STEFÁN THORARENSEN Stefán Thorarensen kom því til leiðar að hér var stofnaður skóli og byggt skólahús 1872 en þá voru starfandi tveir barnaskólar á landinu, á Eyrarbakka frá 1852 og Reykjavík frá 1862. Stefán fæddist 10. júlí 1831 og dó 26. apríl 1892. Foreldrar voru síra Sigurður Gíslason Thorarensen í Hraungerði og Guðrún Vigfúsdóttir sýslumanns Thoroddsen að Hlíðarenda, fædd að Stórólfshvoli, systir Bjarna amtmanns þjóðskálds. Stefán útskrifaðist úr prestaskóla 1855, varð þá aðstoðarprestur föður síns en fékk svo Kálfatjörn 8. júlí 1857 og var prestur þar í 29 ár, til 1886. Þá lét hann af prestsskap og flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hann til æviloka, 1892, í húsi því sem nú er Humarhúsið. Hannes Hafstein, skáld og síðar ráðherra, keypti það hús að Stefáni látnum. Stefán missti fyrri konu sína, Rannveigu Sigurðardóttur Sivertsens, áður en hann flutti að Kálfatjörn. Hann giftist síðar alsystur hennar, Steinunni, og lifði hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið. Stefán var áhugamaður um öll fræðslumál. Kom hann á fót barnaskóla fyrir Vatnsleysustrandarhrepp en slíkt var ekki fyrirhafnarlaust á þeim tímum. Lestrarfélag stofnaði hann einnig, sem stóð með blóma undir stjórn hans sem formanns, allt þar til hann flutti burt úr prestakallinu. Heimili þeirra Kálfatjarnarhjóna var rómað fyrirmyndarheimili, glaðvært og gestrisið, og var viðurkennt að heimilishættir sem þar tíðkuðust hefðu haft mikil áhrif til bóta á ýmis heimili í báðum sóknum séra Stefáns, enda var hann sjálfur mjög dagfarsprúður maður. Það sem hefur gert séra Stefán þjóðkunnan er sálmakveðskapur hans og afskipti af íslenskum sálmabókum. Hann sat í tveimur sálmabókamefndunum, lagfærði eða orti 95 sálma í sálmabókina 1871 og 44 sálma í sálmabókina 1886. Hann var frábær söngmaður og manna söngfróðastur. Það er ljóst að Stefán Thorarensen var enginn kotbóndi, hvorki á Kálfatjörn né í Reykjavík. Hann varð prestur á Kálfatjörn aðeins 26 ára gamall og gegndi því starfi í 29 ár, lét af störfum vegna heilsubrests aðeins 55 ára gamall og var aðeins 61 árs er hann lést í Reykjavík og er jarðsettur
Stefán Thorarensen Mynd: Prestafélagsrit 1.1. 1931
í Hólavallagarði, leiði R-420. Hér er byggt á æviágripi Stefáns í Prestafélagsritinu 1931 (aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta). Kristleifur Þorsteinsson stundaði sjóróðra á Vatnsleysuströnd tíu vertíðir og segir svo frá í Kirkjuritinu 1940, bls. 361: „Þá var séra Stefán Thorarensen, sálmaskáld, prestur á Kálfatjörn. Bar hann mjög af mönnum að líkamsatgerfi, en einkum var það hans frábæra söngrödd, sem gerði hann ógleymanlegan öllum þeim, sem til hans heyrðu. Organleikari í Kálfatjarnarkirkju var þá Guðmundur Guðmundssön í Landakoti. Hafði hann jafnan á vertíðinni flokk úrvalssöngmanna, sem hann æfði undir hverja messu. Á laugardögum tók séra Stefán sálmana til, sem átti að syngja við messu næsta dag. Sendi hann Guðmundi í Landakoti númer þeirra, til þess að hann gæti æft flokk sinn á laugardagskvöldum eða sunnudagsmorgna, áður en til messu var tekið. Öll messugjörð í Kálfatjarnarkirkju var þá, að mínum dómi, svo fögur og heillandi, að henni var ekki unt að gleyma.“ (aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta) Hér er fjallað um einn af mörgum sálmum sem Stefán þýddi: Ó, hve dýrðlegt er að sjá. (aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta) Í næstu viku sjáum við hvað Ágúst Guðmundsson frá Halakoti segir um Stefán og skólann en hann var fermingarbarn Stefáns og nemandi í Suðurkotsskóla.
Valdníðsla Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknarflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það
alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir
uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Virðingarfyllst, Áshildur Linnet Bergur Brynjar Álfþórsson Birgir Örn Ólafsson Ingþór Guðmundsson Bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ í fullum undirbúning Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI ÓLAFSSON Faxabraut 13, Keflavík,
lést á Hrafnistu Hlévangi miðvikudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/arniolafsson Ármann Árnason María Þorgrímsdóttir Guðný Árnadóttir Guðmundur Einarsson Ólasteina Árnadóttir Rúnar Eyberg Árnason Hildur Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Undirbúningur fyrir opnun Dagdvalar aldraðra í Suðurnesjabæ er í fullum gangi þessa dagana. Stefnt er að því að opna dyrnar á næstu vikum. Dagdvölin mun opna í húsnæði gamla Garðvangs sem hefur verið endurbætt og er hið glæsilegasta. Þær Anna Marta Valtýsdóttir og Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir, systur úr Rebekkustúkunni Steinunni, komu færandi hendi með gjöf handa Dagdvölinni sem Tinna Torfadóttir, forstöðumaður Dagdvalarinnar, veitti viðtöku. Ljósmynd af vef Suðurnesjaxbæjar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Föstudagspistill bæjarstjórans í Vogum um Suðurnesjalínu 2 Við hjá Landsneti störfum í umhverfi þar sem samfélagið og viðskiptavinir okkar gera miklar kröfur varðandi góða þjónustu, skilvirkan rekstur, stöðuga gjaldskrá og gott upplýsingaflæði. Þess vegna finnst okkur frábært að bæjarstjórinn í Vogum, Ásgeir Eiríksson, haldi úti pistlum á heimasíðu sveitarfélagsins og upplýsi íbúa og um leiða aðra um það sem brennur á honum og sveitarfélaginu. Upplýsingaflæði er alltaf af hinu góða en það eru nokkrir hlutir í pistli bæjarstjórans sem mig langar til að velta upp. Suðurnesjalína 2 er ein mikilvægasta framkvæmdin í flutningskerfinu og hún skiptir sköpum þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Mikil áhugi er hjá fyrirtækjum að tengjast við flutningskerfið á Suðurnesjum, allt að fjórðungur nýrra fyrirspurna sem koma til okkar eru tengdar þessu svæði. En skortur á flutningsgetu raforku útilokar nær alveg möguleika á að hægt sé að vinna þær áfram - því miður. Öll sveitarfélögin á línuleið Suðurnesjalínu 2, voru búin að gefa leyfi fyrir framkvæmdinni nema Sveitarfélagið Vogar. Það má alveg velta fyrir sér hvort það fái staðist að eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin sveitarfélögin miklu máli. Ógilding úrskurðarnefndarinnar á ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga byggðist m.a. á því að sveitarstjórn vék í engu að öðrum almannahagsmunum en þeim sem felast í umhverfislegum
ávinningi, t.d. þeim sem lúta að flutningskerfi raforku á Suðurnesjum. Ákvarðanir þeirra sveitarfélaga sem gáfu út leyfi fyrir framkvæmdinni voru ekki haldnar þessum ágalla. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að framkvæmdir við mikilvæga innviði geti lent í slíkri stöðu en að þar hljóti völd og ábyrgð að þurfa að fara saman. Ásgeir segir sveitarfélagið hafa lagt sig fram við vinna að lausn á málinu og það höfum við líka gert. Við fórum í umfangsmikið umhverfismat, gerðum ítarlega valkostagreiningar, fengum náttúruvísindafólk til liðs við okkur og héldum úti samtali við sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila á línuleiðinni. Málamiðlunarleiðin sem hann talar um felst í því að leggja jarðstreng á svæði þar sem öll gögn sem við höfum lagt fram sýna slíka lögn óörugga. Þá fellur jarðstrengslausnin ekki að gildandi lögum og reglum, er í andstöðu við stefnu stjórnvalda sem og ákvæði raforkulaga um skilvirkni og hagkvæmni - og þar af leiðindi er hún ekki raunhæfur kostur. Ljóst er af öllum gögnum að rekstraröryggi jarðstrengs er verra en loftlínu m.t.t. jarðskjálfta og sprunguhreyfinga. Hluti þess jarðstrengs sem Sveitarfélagið Vogar hyggst nú setja á aðalskipulag sitt, og þá eini möguleikinn um nýja tengingu flutningskerfisins um sveitarfélagið, liggur um þekkt misgengissvæði. Við hjá Landsneti teljum þetta áhættusamar aðstæður fyrir jarðstreng sem á að gegna mikilvægu
hlutverki í flutningskerfinu fyrir Suðurnesin Hvort Sveitarfélagið Vogar telur það líka málamiðlun að leggja fram b rey t i n gu á aðalskipulagi þar sem Suðurnesjalína 2 verði einungis bundin við jarðstreng innan sveitarfélagsins Voga veit ég ekki. En það er ljóst að boðuð skipulagsbreyting Sveitarfélagsins Voga hefur áhrif út fyrir sveitarfélagið. Við höfum vakið athygli annarra sveitarfélaga sem eiga, auk Sveitarfélagsins Voga, aðild að Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja á stöðu málsins og alvarleika þess. Hvað gerist næst – ég veit það ekki en á meðan býr Reykjanesið við óöruggt afhendingaröryggi rafmagns og töpuð tækifæri. Eins og Ásgeir er ávallt reiðubúinn að veita upplýsingar um sjónarmið sveitarfélagsins í þessu máli þá erum við hjá Landsneti það líka. Saman þreyjum þorrann og Góuna – eftir það kemur vonandi betri tíð fyrir afhendingaröryggi íbúa og fyrirtækja á Reykjanesinu.
Gert er ráð fyrir að sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti fari fram 10. til 12. júní næstkomandi. Mikil óvissa er hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað, segir í fundargerð frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur frá 19. janúar. Nefndin leggur áherslu á að skipuleggja fjölskyldudagskrá á laugardegi en sunnudagurinn verði hátíðlegri. Ekki er gert ráð fyrir dagskrá á föstudagskvöldi eins og verið hefur.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Aðventugarðurinn verði efldur enn frekar Vel tókst til í Aðventugarðinum á aðventunni og margir lögðu hönd á plóg við að skapa skemmtilega stemmningu. Hátt í 40 aðilar sóttu um að fá að selja margs konar varning í sölukofum og þrettán ólíkir aðilar/hópar stigu á stokk eða komu fram með fjölbreytt skemmtiatriði. Leikskólar bæjarins settu einnig svip á garðinn með sérstökum leikskólalundi og Húsasmiðjan í Reykjanesbæ og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis styrktu verkefnið með beinum hætti. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar færir þakkir öllum þessum aðilum og hvetur einstaklinga, félög og fyrirtæki til að vinna saman að því að efla Aðventugarðinn.
Gera ráð fyrir Sjóaranum síkáta í sumar þrátt fyrir óvissu
Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni? Menningarsjóður Reykjanesbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvenns konar styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða þjónustusamninga við menningarhópa og hins vegar verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta lagi 14. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða, s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu. Ákveðnu fjármagni verður einnig varið í ýmis menningartengd verkefni á árinu 2022 sem miða að því að auka menningarlíf í Reykjanesbæ með fjölbreyttum hætti. Í umsókn þarf að koma fram greinargóð lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta sótt um. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
LEIÐSÖGUVINIRNIR Heilbrigðisþjónusta fyrir Suðurnesjamenn!!! Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Hversu lengi eigum við að bíða eftir því að tekið verði til í heilbrigðismálum hér suður með sjó! Eru skattpeningar héðan minna virði en annars staðar? Eftir síðustu viðskipti við HSS er þetta bara orðið gott. Við hjónin vorum svo óheppin að fá Covid-19 í lok nóvember, undirrituð fann lítil einkenni og slapp úr einangrun eftir sjö daga en maðurinn fékk mun verri einkenni, lagðist þungt á lungnastarfsemi og þurfti hann að fá púst og lyf við því og var í símasambandi við Covid-göngudeildina annan hvern dag. Eftir þetta eru eftirköst, ég aðeins fundið fyrir minni orku en hann hefur komist í vinnu í einn dag, slappleiki, orkuleysi, mikill hósti og mæði. Þá er ég nú að komast að aðalkvörtunarefni mínu. Maðurinn fór á vaktina (hitti aldrei á lausan tíma á dagvinnutíma) læknirinn sem tók á móti honum var alveg góður, sagði þetta klárlega eftirköst sem þyrfti að rannsaka betur, skrifaði fyrir hann læknisvottorð en sagði honum svo að hann þyrfti að panta rannsókn því sjálfur væri læknirinn bara í skítareddingum eins og hann orðaði það sjálfur. Með þetta fór maðurinn út og þurfti að greiða fyrir tímann u.þ.b. 6.000 krónur. Hann hringdi á HSS tveimur dögum síðar til að kanna hvort hann gæti fengið tíma hjá lækni þar sem hann ætti að fara í myndatöku og mæðispróf, það var ekki hægt, honum
sagt að enginn tími væri laus, gæti hringt á mánudaginn 24. janúar til að kanna tíma í febrúar! Dóttirin hringdi næsta dag til að kanna hvort læknirinn sem var í skítareddingum hefði kannski sent beiðni um rannsókn en það var ekki. Hún endaði á því að ræða við mig um hvort við vildum ekki fá okkur heimilislækni hjá heilsugæslu inn frá en ég sagðist ekki geta tekið frí til þess að skottast í borgina fyrir heimilislækni sem tæki næstum heilan dag, á rétt á þessari þjónustu í heimabyggð og sagðist bara berjast fyrir þeirri þjónustu. Bóndinn fékk tíma hjá heimilislækni í Kópavogi næstkomandi þriðjudag 25. janúar og þá væntanlega kominn þar með fastan heimilislækni. Hvers eigum við að gjalda hér syðra! Hvað er að kerfinu? Er þetta aðeins bundið við fjárframlög til stofnunarinnar, er þetta stjórnunarvandi á HSS eða erum við að líða fyrir það að HSS sé kennslustofnun? Ég krefst þess fyrir hönd íbúa að þessum málum verði komið í það horf sem við eigum rétt á, ég á ekki að þurfa að skrá heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu heldur á ég að geta fengið heimilislækni í heimabyggð. Ætli ég endi samt ekki á því að þurfa festa mér lækni í Kópavogi eins og bóndinn! Hvar eru þingmenn þessa svæðis? Ég kalla eftir því að þeir sameinist um þetta verkefni og vinni vinnuna sína. Við eigum ekki að vera svona afgangs!
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Ég býð mig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 26. febrúar 2022. Ég óska eftir stuðningi til þess að vinna áfram að gera góðan bæ betri fyrir íbúa í Reykjanesbæ. Ég hef setið í bæjarstjórn í Reykjanesbæ í bráðum eitt kjörtímabil og er aðalmaður í lýðheilsuráði og varamaður í fræðsluráði. Kjörtímabilið á undan var ég aðalmaður í fræðsluráði og vil koma enn frekar að því starfi. Ég er með BA gráðu í sálfræði og MBA frá Háskóla Íslands og starfa ég hjá Janusi heilsueflingu í Reykjanesbæ. Ég hef ávallt lagt áherslu á heilsu og velferð allra bæjarbúa. Menntamál, íþróttir og tómstundir standa mér næst bæði sem foreldri fjögurra barna sem öll hafa alist hér upp en einnig vegna þess að þessir málaflokkar leggja grunn að góðu og heilbrigðu samfélagi. Reykjanesbær er fjölskyldubær og hér eru framúrskarandi leikskólar, góðir grunnskólar og framhaldsskóli ásamt blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi. Ég hef verið virk í félagsstörfum tengdum íþróttum og skólamálum í
bænum og ég tel að kraftar mínir og reynsla nýtist áfram í komandi verkefnum fyrir bæinn okkar. Íþróttamál og almenn hreyfing eru mér ofarlega í huga og vil ég halda áfram að efla lýðheilsu fyrir alla íbúa. Það að bjóða upp á heilsueflandi verkefni eykur heilbrigði, lífsgæði og ánægju og er auk þess besta forvörnin gegn einangrun og heilsubresti. Í Reykjanesbæ á að vera gott að búa, ala upp börn og vinna og þegar aldurinn færist yfir að þá sé líka séð fyrir því að eldri borgarar blómstri og líði vel. Ég vil taka þátt í að skapa gott og samheldið samfélag í bænum okkar þar sem ég hef búið meirihluta ævi minnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera bæinn okkar sem einn besta valkost á Íslandi fyrir fólk að búa í. Við erum gott samfélag og það eru næg tækifæri til að gera Reykjanesbæ að framúrskarandi bæjarfélagi. Þess vegna býð ég mig til forystu. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis flokksins í Reykjanesbæ.
Hossam Al Shmere er fæddur 30. júlí 1977 í Bagdad í Írak. Hann er einn fjölmargra sem leituðu til Evrópu eftir betra lífi, enda hefur þjóðfélagsástandið í Írak verið erfitt í mörg ár. Hann hafði m.a. starfað á hótelum í Evrópu. Hann segist hafa lesið sig til um Ísland og langað að koma hingað og lét verða að því árið 2020. Í samtali við Víkurfréttir segir Hossam að honum líki vel við veðurfarið á Íslandi. Krappar vetrarlægðir séu ekki að trufla hann, hann kunni vel við fersk loftslagið á Íslandi. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Frá því Hossam kom til Íslands hefur hann m.a. verið skjólstæðingur Rauða krossins og þar á bæ er boðið upp á eitthvað sem kallast „leiðsöguvinur“. Þar sem Hossam býr í Reykjanesbæ bauðst honum að fá leiðsöguvin í bæjarfélaginu. Þar kemur Rannveig L. Garðarsdóttir til sögunnar. Hún starfar á Bókasafni Reykjanesbæjar og er einnig leiðsögumaður sem fer með fólk í gönguferðir um Reykjanesskagann.
Hún hefur einnig unnið sem leiðsöguvinur hjá Rauða krossinum. „Að vera leiðsöguvinur þýðir að maður ætli að kynnast einhverjum sem er að koma til landsins og verða vinur hans, deila reynslu, persónulegum sögum og aðstoða ef það er eitthvað sem hinn aðilinn þarf á að halda við að komast inn í íslenska menningu, vinnumarkaðinn, kynnast fólki eða hvað sem er, þá eru leiðsöguvinir til staðar til þess. Ef að vinur manns er að læra íslensku þá getur hann nýtt sér þessa fundi við leiðsöguvin til að tala íslensku, því þegar verið er að læra íslensku þá er oft erfitt að finna
einhvern til að æfa sig með,“ segir Rannveig, sem við flest þekkjum sem Nanný, í samtali við Víkurfréttir.
„Gaman að læra íslensku“ Hossam segir að það séu komnir sex eða sjö mánuðir síðan þau Nanný kynntust fyrst. Hann kallar Nanný hins vegar Nínu og hún sé bara ánægð með það. Hossam hefur frá því hann kom til Íslands sótt fjögur námskeið í íslensku hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er bara nokkuð duglegur að bjarga sér á íslenskri tungu. Þegar hann ákvað að mæta í viðtal við Víkurfréttir ásamt Nanný, leiðsöguvini sínum, þá vildi Hossam helst tala íslensku í viðtalinu og hóf samtalið á kynningu á sér og sínu áhugasviði. „Ég heiti Hossam og ég bý í Keflavík. Ég er fæddur 30. júlí 1977. Ég er frá Írak og kom til Íslands árið 2020. Ég er ekki giftur og ég er að læra íslensku. Ég hef farið á fjögur íslenskunámskeið. Ég tala arabísku, ensku og smá íslensku. Mér finnst
Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020–2035 Á forsíðu Víkurfrétta 19. janúar var með stóru letri skrifað: „Bæjarstjórnin vill ekki kísilverið aftur.“ Allir bæjarfulltrúar eru sem sagt komnir í lið með okkur sem viljum ekki að kísilver Arion banka/Stakksbergs í Helguvík verði ræst að nýju. Með sérstakri bókun allra flokka í bæjarstjórn á bæjarstjórnarfundi 18. janúar síðastliðinn var skorað á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík.
Hefur bókun bæjarstjórnar einhver áhrif? Betur má ef duga skal. Bókunin virðist engin áhrif hafa á áform Arion banka. Þeir eru farnir að leita til þjónustufyrirtækja og iðnaðarmanna á svæðinu um viðskipti og frekari uppbyggingar áform. Eitt þjónustufyrirtæki neitaði þeim í síðustu viku á þeim forsendum að eigendurnir vilji ekki að kísilverið verði endurræst. Húsasmíðameistari sem heyrði af þessu sagði að sitt verktakafyrirtæki myndi hafna hverskonar verkbeiðnum frá þeim með sömu rökum.
Hvað er til ráða? Getur bæjarstjórnin gert eitthvað fleira en samþykkja sérstaka bókun? Bæði samþykktir sveitarfélaga og aðalskipulag eru svokallaðar „stjórnsýsluákvarðanir“ sem hafa bindandi lagalegt gildi. Þannig t.d. bannar eða heimilar bæjarstjórn Akureyrar með stjórnsýsluákvörðun kattahald í bænum og vínveitingar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Í Reykjanesbæ er um miklu alvarlegra mál að ræða. Málið snýst um loftgæði (andrúmsloftið) og heilsufar íbúa til frambúðar. Losun á t.d. brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð og rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC) eru af fenginni reynslu hættuleg og óásættanleg fyrir bæjarbúa. Í matsskýrslu Stakksbergs segir um loftgæðin: „Ekki sé þó hægt að útiloka að lykt muni í einhverjum tilfellum finnast í nágrenni við verksmiðjuna ...,“ og „Áhrif á loftgæði eru metin nokkuð neikvæð vegna reksturs verksmiðju Stakksbergs.“ Hjá Skipulagsstofnun er ályktað svo: „Skipulagsstofnun telur að gera megi ráð fyrir að íbúar verði varir við lykt en aftur á móti er óvissa um styrk hennar, sér í lagi við einstaka veðurskilyrði. Skipulagsstofnun telur að áhrif fullrar framleiðslu á loftgæði geti verið talsvert neikvæð.“ Nægir að setja inn orðalag í aðalskipulag sem með skýrum hætti tiltekur að loftgæði í íbúðahverfi megi alls ekki dvína? Í reglugerð 920/2016 er í II kafla, 5. gr. fjallað um meginreglur, þ.e. um mat á loftgæðum, stjórnun loftgæða
o.fl. Í 3. málsgrein segir: „Sveitarfélögum er heimilt að setja sér samþykktir þar sem gerðar eru ítarlegri kröfur en reglugerð þessi segir til um í því skyni að vinna gegn loftmengun og skaða af hennar völdum og viðhalda góðum loftgæðum.“ Í fyrstu málsgrein segir: „Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.“ Í aðalskipulagi Reykjanesbæjar er sérstakur kafli um iðnaðarsvæðið í Helguvík (I1). Ljóst er að vegna nálægðar við íbúðarbyggð og ríkjandi vindátta þarf sérstaklega að huga að loftmengun frá svæðinu og skoða vel hvort setja eigi ítarlegri kröfur um loftgæði en lög og reglugerð segja til um. Kaflinn um iðnaðarsvæðið í Helguvík gerir ekki ráð fyrir starfsemi í núgildandi aðalskipulagi, sem eykur meira en nú er á losun flúors og brennisteinsdíoxíðs. Samkvæmt orðanna hljóðan er hér átt við starfsemi sem fer í ferli hjá Skipulagsstofnun eftir gildistöku aðalskipulags 2015-2030, og bíður leyfis til að hefja rekstur. Í nýjum drögum að aðalskipulagi er umrædd málsgrein feld út, í stað þess að setja inn orðalag sem með skýrum hætti kemur í veg fyrir að stórar mengandi verksmiðjur, sbr. álver og kísilver hefji starfsemi hér eftir í Helguvík. Reykjanesbæ 24. janúar 2022, Tómas Láruson.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Mér finnst gaman að lesa ljóð, fletta dagblöðunum og hlusta á fréttir. Ég les fréttir alla daga og hef kynnst því að íslenskan er mjög erfið en ég elska að læra þetta tungumál. Ég elska Ísland og kom hingað eftir að hafa lesið mikið um landið.
gaman að læra íslensku og mér líður vel á Íslandi,“ segir hann. Hann segist læra mest með því að lesa, skrifa og tala. „Mér finnst gaman að lesa ljóð, fletta dagblöðunum og hlusta á fréttir. Ég les fréttir alla daga og hef kynnst því að íslenskan er mjög erfið en ég elska
að læra þetta tungumál. Ég elska Ísland og kom hingað eftir að hafa lesið mikið um landið.“ Oft er talað um að Íslendingar séu lokaðir en því er Hossam alls ekki sammála. Landsmenn séu opnir og heiðarlegir. Landið sé friðsamt, öruggt og vandræðalaust.
Með skrifblokk fulla af íslenskum ljóðum Hossam er þessa dagana að semja ljóð og það á íslensku, sem hann segir hjálpa sér mikið við íslenskunámið. Hann er þegar búinn að fylla
litla skrifblokk sem hann ber í brjóstvasanum af ljóðum á íslensku. „Þetta er fallegur kveðskapur sem lýsir m.a. upplifun hans af Íslandi og því sem fyrir augu ber, hans reynsla og upplifun,“ segir Nanný um ljóðin. Þegar hann skrifar ljóðin þá nýtir hann sér þýðingarforrit Google þar sem hann finnur réttu orðin á íslensku og handskrifar þau svo í vasabókina sína. Nanný tekur undir ljóðaáhuga Hossam og segir hann duglegan að læra íslensk ljóð sem hann fari svo með þegar hann kemur til fundar við sinn leiðsöguvin. „Ljóðin sem hann semur eru falleg og full af pælingum,“ segir hún. Hossam er í dag án atvinnu en er í atvinnuleit. Hann var áður í tímabundnu starfi hjá jarðvinnuverktaka, var þar á skóflunni eins og sagt er. Sú vinna fór aðeins í bakið á honum en hann segist vera að jafna sig á þeim meiðslum og verði brátt klár í starf að nýju, enda vilji hann verða góður og gegn þjóðfélagsþegn og vinna fyrir sér.
„Tölum mikið saman“ Nanný, hvernig hefur þú verið að aðstoða hann? „Við höfum verið að hittast hérna á bókasafninu. Við höfum einnig
farið rúnt um Reykjanesið. Við erum að fara saman á kaffihús og bara gera allskonar. Við tölum mikið saman. Ég segi honum frá mínu lífi og hann segir frá sínu. Ef það vantar eitthvað þá get ég aðstoðað hann við það. Ég hef verið að aðstoða hann við að vita hvernig atvinnulífið virkar á Íslandi, hvernig verkalýðsfélögin starfa, hvaða réttindi hann hefur, hvað þurfi að vinna lengi til að fá útborgað. Það er fullt af svona hlutum sem fólk veit ekki þegar það er að koma inn á íslenskan vinnumarkað í fyrsta skipti.“ Nanný og Hossam eru sammála um að verkefnið leiðsöguvinur sé skemmtilegt. Vinum sé úthlutað til sex mánaða í senn. „Við getum haldið áfram að vera vinir eftir þessa sex mánuði en að þeim tíma liðnum þá fæ ég úthlutað öðrum vini,“ segir Nanný og segist sjálf læra svo margt af þessu vinasambandi, að setja sig inn í heim þessa fólks sem er að koma til Íslands. Hossam segist vilja halda áfram vinskapnum eftir að þessu sex mánaða tímabili ljúki. Aðspurður um framtíðardrauma segir Hossam að hann langi að eiga framtíð hér á landi. Hér sé hreint loft og afslappandi umhverfi. Hvort hann langi að koma sér upp fjölskyldu á Íslandi, þá segir hann það alls ekki vera forgangsatriði.
NÝJAR LÓÐIR Í REYKJANESBÆ Spennandi byggingalóðir til úthlutunar í Dalshverfi III
Reykjanesbær auglýsir til úthlutunar lóðir í norðurhluta 3. áfanga Dalshverfis sem staðsett er í austasta hluta bæjarins. Lóðirnar eru fyrir ein- og tvíbýli, rað- og fjölbýlishús. Opnað verður fyrir umsóknir 26. janúar og fer fyrsta lóðaúthlutun fram 18. febrúar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Teknar verða fyrir umsóknir sem berast viku fyrir fund. Haldinn verður kynningarfundur 31. janúar næstkomandi kl. 18.00 í beinu streymi. Nánari upplýsingar um umsóknir, skilmála, gatnagerðargjöld og byggingarétt er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar en þar verður einnig að finna hlekk á kynningarfund. www.reykjanesbaer.is
sport DAVÍÐ SNÆR Í ÍTALSKA BOLTANN
Byrjaði í körfu af því að hann tapaði veðmáli NAFN:
ALDUR:
MARIO MATASOVIC
28 ÁRA
STAÐA Á VELLINUM:
KRAFTFRAMHERJI (POWER FORWARD) MOTTÓ:
31
TREYJA NÚMER:
ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ ÆFIR, ÞVÍ HEPPNARI VERÐUR ÞÚ! Mario Matasovic, Super-Mario, er á sínu fjórða ári með Njarðvíkingum en þessi skemmtilegi framherji ætlar sér að verða Íslandsmeistari með þeim í ár. Mario svarar hér nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta þessarar viku. Hver er þín helsta fyrirmynd? Engin ein – en ég reyni að innræta mér góða hluti frá fjölda manns. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Hmm ... þau eru nokkur, það er öruggt. Allt frá því að leika fyrir hönd þjóðar minnar með yngri landsliðum til að spila í „March Madness“ í háskóla – og auðvitað að vinna bikarinn með Njarðvík í fyrra.
Þegar naglar eins og Mario „rífa í járnin“ verður eitthvað að gefa eftir. Af umfn.is
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Ég hafði það áður fyrr en í dag geri ég svolítið af jóga og teygjum – og reyni bara að slaka á og undirbúa mig fyrir leikinn. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði að spila körfubolta um fimmtán ára aldurinn, ein ástæðan var að ég var hávaxnari en aðrir og önnur ástæða var að ég tapaði veðmáli við vin minn. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan.
Hver er besti samherjinn? Ég ætla að vera mjög diplómatískur í svari við þessari spurningu þar sem við höfum frábæran hóp, innan og utan vallar, og segja að allir leggi eitthvað til liðsins – sem er mjög mikilvægt fyrir liðsheildina. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Alllir stóru leikirnir og nágrannaslagirnir eru alltaf bestir og skemmtilegast fyrir leikmenn að taka þátt í. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Markmiðið er auðvitað að fara alla leið, það er það eina sem telur og er minnisstætt að lokum. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Ég legg mig fram við að gera mitt besta og halda stöðugleika í því sem ég er að gera. Ég gef allt í þetta og sé hvert það tekur mig.
Genginn til liðs við Lecce í næstefstu deild
Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við ítalska knattspyrnuliðið Lecce sem leikur í næstefstu deild (Serie B) á Ítalíu. Sem kunnugt er sýndi Lecce því áhuga að fá Davíð í sínar raðir undir lok Íslandsmótsins á síðasta ári en þá náðust ekki samningar milli Lecce og Keflavíkur sem Davíð Snær var samningsbundinn. „Ég er virkilega sáttur, þetta er náttúrlega það sem ég er búinn að vera að vinna að í svo langan tíma,“ segir kampakátur Davíð þegar Víkurfréttir höfðu tal af honum skömmu eftir að samningar voru undirritaðir. „Ég er búinn að skrifa undir – allt klappað og klárt og ég fer nú bara strax í kvöld. Ítalinn er mjög direct í þessum málum, hann vill bara klára þetta og það helst á fimm mínútum.“ Nú varstu ósáttur í haust þegar ljóst var að Keflavík var ekki til í að sleppa þér, ertu ekki sáttur við hvernig málin hafa þróast? „Jú, ég get ekki verið annað en sáttur núna. Loksins búið að fá lokun á málið og allir geta gengið sáttir frá borði held ég.“
„Það framlag sem Davíð Snær hefur lagt til meistaraflokks Keflavíkur þrátt fyrir ungan aldur er gríðarlegt. Davíð á sinn þátt í að Keflavík er á þeim stað sem það er í dag, meðal bestu liða á Íslandi“ segir Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Fjölskylda/maki: Kærasta. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Líklega að ég hafi lokið háskólanámi og sé með gráðu í tölvunarfræðum.
Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Ég myndi líklega fara út og njóta góðs matar og drykkjar einhversstaðar ... eða ef við erum að tala í stærra samhengi þá myndi ég fara í gott ferðalag eitthvert. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pasta. Ertu öflugur í eldhúsinu? Ég elda ekki oft en ég get þó sagt að ég komi á óvart af og til. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég er mjög laginn við að gera við hluti. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Að þurfa að bíða eftir fólki.
Lecce situr núna í þriðja sæti Serie B þegar deildin er ríflega hálfnuð, tveimur stigum á eftir efsta liði. „Þetta er klárlega lið sem stefnir hátt og þeir hafa yfirleitt verið í Serie A í sögunni. Það eina sem ég hef heyrt frá þeim er að þeir ætli upp, það er ekkert annað sem kemur til greina þar. Ég er að fara í lið sem er að gera spennandi hluti og er að stefna hátt.“ Þeir horfa þá á þig sem framtíðarleikmann með liðinu í efstu deild. „Það er í rauninni planið. Þegar ég kem út þá byrja ég með Prima Veraliðinu, þ.e. unglingaliðinu hjá þeim, og það lið er að spila í efstu deild. Þar eru leikir á móti Juventus, Inter, AC, Napoli og öllum þessum liðum – og þar fæ ég virkilega góðan grunn fyrir skrefið sem ég tek svo upp í aðalliðið, sem gerist vonandi í sumar,“ sagði Davíð Snær að lokum.
„Við Keflvíkingar erum stoltir af tækifærinu að fá að taka þátt í að ala upp góða knattspyrnumenn eins og Davíð Snæ“
Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Drazen Petrovic, Bojan Bogdanovic, Toni Kukoc, Nikola Jokic og ég.
Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Engin eins og er. Að vinna, keppa og þjálfa skilur í raun ekki mikinn frítíma eftir fyrir fleira.
Stefnan tekin hátt
Sveindís Jane lék með Wolfsburg um heilgina. Mynd af Facebook-
„Við Keflvíkingar erum stoltir af tækifærinu að fá að taka þátt í að ala upp góða knattspyrnumenn eins og Davíð Snæ,“ sagði Sigurður jafnframt. „Þetta er samvinnuverkefni leikmanna og þjálfara og við erum ekki síður stoltir af hlutverki þjálfaranna okkar í uppeldinu því frá Keflavík hafa margir ungir leikmenn verið að fara í atvinnumennsku og fleiri eru að banka á dyrnar. Það er góður efniviður í Keflavík,“
Sveindís Jane hefur leikið fyrsta leikinn með Wolfsburg
sðu Icelandic Football League
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Wolfsburg síðasta sunnudag þegar Wolfsburg mætti Eintracht Frankfurt í æfingaleik. Sveindís lék fyrri hálfleikinn í framlínunni en ekki sást mikið til hennar enda fór leikurinn töluvert meira fram á vallarhelmingi Wolfsburg. Frankfurt hafði betur í viðureigninni sem endaði 2:1 en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Frankfurt komst yfir snemma í leiknum (7’) eftir að fyrirgjöf úr aukaspyrnu lak í gegnum teig Wolfsburg án þess að nokkur leikmaður virtist ná til boltans. Wolfsburg skoraði gott mark eftir sókn upp að endamörkum vinstra megin, sendingin rataði fyrir fætur Smits fyrir framan mitt markið. Smit sem skoraði örugg-
lega (15’) en Sveindís Jane var á tánum fjær í teignum og við öllu búin ef hún hefði misst af sendingunni. Frankfurt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikhlé (43’) eftir slæm mistök í öftustu línu en þá reyndi miðvörður Wolfsburg kæruleysilega sendingu á markvörðinn undir pressu sóknarmanns Frankfurt.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Áhugamál varð að atvinnu „Þakka honum fyrir mína vinnu í dag“
Axel Nikulásson er látinn
Alexander Aron Hannesson Mynd: Ólafur Magnússon.
Alexander Aron Hannesson byrjaði að spila FIFA að ósk vinar síns, mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag situr Alexander í mótsstjórn úrvalsdeildar Rafíþróttasambands Íslands, er yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Keflavíkur og liðsstjóri landsliðsins í e-fótbolta.
Á vini sínum mikið að þakka Sagan af upphafi FIFA ævintýris Alexanders er heldur skondin en áhugi vinar hans á leiknum varð til þess að hann neyddist til að spila hann. „Vinir mínir voru alltaf að koma í heimsókn og kvarta yfir því að ég væri ekki með neina almennilega tölvu til að spila leiki í svo ég ákvað að kaupa mér Playstation-tölvu. Einn daginn kom góður vinur minn í heimsókn, kastar til mín FIFA-leik og sagðist alveg vera búinn að fá nóg af því að koma í heimsókn og ekki geta spilað FIFA með mér,“ segir hann og bætir við: „Það er eiginlega hægt að þakka honum fyrir mína vinnu í dag.“
Að vera liðstjóri tekur minna á taugarnar Alexander komst inn í úrvalsdeild FIFA á Íslandi eftir góða frammistöðu á sínu fyrsta móti. Hann áttaði sig fljótt á því að áhugasvið hans lægi frekar í skipulagi og vinnunni á bak við tjöldin en að vera keppandi. Alexander ákvað því að gefa færi á sér sem liðsstjóri landsliðsins. „Mér bauðst svo það tækifæri núna á síðasta ári og ég hoppaði í raun bara strax á það,“ segir hann. Þá nefnir hann að það sé gaman að fá að vera partur af heildinni án þess að vera keppandi því það taki minna á taugarnar. „Stressið við að keppa leikina er ekkert grín,“ segir hann og hlær.
Bjartsýnn um framhaldið Landsliðið er sem stendur að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í e-fótbolta. Mót þetta byrjaði í desember og mun standa yfir allt fram í apríl. Alexander segir fyrstu umferð mótsins ekki hafa
byrjað vel fyrir liðið en er bjartsýnn um framhaldið. Hann bætir þá við að íslenska liðið sé nýtt í íþróttinni og hafi því ekki sömu reynslu og önnur landslið. „Ég hef bullandi trú á því að við munum ná að bíta frá okkur,“ segir Alexander með jákvæðnina í fararbroddi.
Félagslíf og íþróttir í sama pakka Alexander hefur spilað tölvuleiki nánast alla sína ævi og segist hafa byrjað að spila FIFA seint miðað við aðra. Hann nýtur þess að þjálfa rafíþróttir og segir þær vera góðan vettvang fyrir ungmenni til þess að upplifa félagslíf og keppnisumhverfi í góðra vina hóp. „Rafíþróttadeild Keflavíkur leggur áherslu á að ungmenni upplifi félagslíf og íþróttir í sama pakka,“ segir hann. Þá bætir hann við að slíkt umhverfi geti ýtt undir keppnisskap og skemmtun.
Axel Nikulásson, starfsmaður hjá utanríkisráðuneytinu og körfuboltamaður lést 20. janúar síðastliðinn aðeins 59 ára að aldri. Axel glímdi við krabbamein síðustu ár. Axel ólst upp í Keflavík, stundaði nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kenndi þar um tíma eftir námið. Hann lauk háskólaprófi frá East Stroudsburg University og starfaði lengst af fyrir utanríkisþjónustu Íslands, m.a. í Bandaríkjunum, Kína og London. Axel var sigursæll leikmaður, mikill leiðtogi og harðjaxl. Hann var einn af þeim sem áttu hvað mestan þátt í að gera Keflavík
að sigursælasta körfuboltaliði Íslands og var algjör lykilleikmaður í ungu liði Keflavíkur þegar það vann titilinn í fyrsta sinn. Hann var einn af lykilmönnum Keflvíkinga í körfubolta í mörg ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 1989, þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Axel gekk svo til liðs við KR og varð meistari með þeim ári síðar. Axel lék 69 landsleiki og þjálfaði körfuboltalið með góðum árangri í nokkur ár. Eftirlifandi eiginkona Axels er Guðný Reynisdóttur en þau eignuðust þrjú börn.
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Góður árangur sundfólks í Danaveldi Sundfólk ÍRB gerði góða hluti í keppnisferð til Danmerkur um síðustu helgi. Þar kepptu þau á Lyngby Open og uppskeran var sjö gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Íslandsmeistarar ÍBK 1989.
Kátir sundkappar eftir góða keppnisferð.
Steindór Gunnarsson.
Mynd af Facebook-síður sundráðs ÍRB
Mynd: Jón Hilmarsson
Störf í boði hjá Reykjanesbæ „Það er mjög sterkt að byrja keppnistímabilið í 50 metra lauginni með svo kröftugum hætti,“ sagði Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari sunddeildarinnar. „Sérlega gott fyrir sundfólkið, bæði keppnislega og andlega að geta keppt á erlendri grundu, eftir frekar fátæklegt mótahald undanfarin tvö ár.“ Um næstu helgi keppa sundkapparnir á Reykjavíkurleikunum (RIG) og verður gaman að fylgjast með árangri þeirra þar.
Umhverfismiðstöð - Verkamaður/verkstjórn Umhverfismiðstöð – Verkamaður Velferðarsvið - Heima- og stuðningsþjónusta Starf við liðveislu
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum tengdum Suðurnesjum á vefnum Hópurinn á Lyngby brautarstöðinni.
sport
vf.is
Mundi Voga þingmenn sér að taka valdið af Vogamönnum?
LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
Þegar ég verð stór
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Ég verð fimmtug eftir um einn og hálfan mánuð. Í sjálfu sér ekki merkilegar fréttir en mér finnst það ákveðinn áfangi að fyrri hálfleik sé lokið og sá seinni að hefjast. Auðvitað veit enginn hversu langan tíma við fáum með fólkinu okkar og ég er þakklát fyrir að fá að fagna þessum áfanga. Það eru víst ekki allir svo heppnir. Ég er sannarlega þakklát í ljósi þess að hafa upplifað það að missa nákominn ættingja fyrir þann aldur. Það er ansi margt sem fer í gegnum hausinn á manni alla daga en undanfarið hef ég verið á þeim stað að fara yfir og endurskoða líf mitt í ljósi tímamótanna framundan. Fara í gegnum hvað ég ætlaði virkilega að gera þegar ég loksins yrði stór. Hvað langar mig að skilja eftir mig og hvernig ég geti nýtt tímann skynsamlega eftir fimmtugt. Frumskilyrði er að passa upp á að heilsan og hausinn sé í lagi til þess að geta notið seinni hálfleiksins. Er þakklát fyrir að eiga skemmtileg áhugamál sem ég hlakka til að geta varið meira tíma í. Engu að síður finn ég samt að með aldrinum þá þrengist þægindahringurinn. Finn að ég er ekki eins opin fyrir nýjum ævintýrum, nýjum tækifærum eða nýjum kynnum. Þannig að maður þarf að vera meðvitaðri um að ýta sér út fyrir þægindarammann. Víkka þægindahringinn. Ein af mínum bestu vinkonum er mín fyrirmynd þegar kemur að þessum hlutum. Á síðustu tíu árum hefur hún ögrað sjálfri sér á alla mögulega vegu. Fjögurra barna móðir en ákvað að rífa fjölskylduna upp með rótum og flytja búferlum til annars lands. Kynnast annarri menningu. Á þessum tíu árum hefur hún haldið áfram að ögra sér. Ekkert er of erfitt. Ekkert er of flókið. Bara láta sig vaða. Ásamt því að stunda sín áhugamál ferðast hún jafnvel ein til framandi landa til þess eins að víkka sjóndeildarhringinn sinn. Lifa lífinu. Kynnast öðru fólki og um leið finna ljósið í hjartanu. Finn að ég spennist öll upp við það eitt að hugsa um þetta en er hrædd á sama tíma – en hvort sem ég enda á afmælisdaginn ein í jóga í framandi landi, á skíðum með mínum betri helmingi eða upp í sveit með góða bók þá er ég ákveðin í að mæta meðvituð í seinni hálfleik. Forðast lífsgæðakapphlaupið og finna þakklæti fyrir það sem maður hefur hingað til talið sjálfsagt. Gefa mér þannig tíma til að taka eftir litlu hlutunum og sjá fegurðina í þeim.