Miðvikudagur 26. janúar 2022 // 4. tbl. // 43. árg.
Út í veður og vind Björgunarsveitir í Grindavík og Suðurnesjabæ voru kallaðar út til að sinna fokverkefnum í vestan óveðri sem geisaði á þriðjudaginn. Veðurstofan gaf út appelsínugula viðvörun og flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll lögðust af í óveðrinu. Verkefni bjögunarsveita voru að festa niður fjúkandi þakjárn, klæðningar og skjólveggi. Á myndinni með fréttinni má sjá björgunarsveitarmenn úr Sigurvon í Sandgerði sinna útkalli í Nátthaga milli Garðs og Sandgerðis, þar sem skjólveggur var að fjúka og gasgrill var fokið út í veður og vind. Bálhvasst var af vestri. Þannig fór meðalvindur í 26 m/s á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag á þriðjudag og mesta hviað var 34 m/s. Veðrið á Reykjanesvita var hins vegar mun verra. Þar fór meðalvindurinn í 34,2 m/s þegar verst lét og hviðan í 42 m/s. Í þannig veðri er ekki stætt og grjót geta auðveldlega fokið.
Njarðvíkingur byggir draumahúsið í Noregi
Frá útkalli björgunarsveitarfólks í Nátthaga í Suðurnesjabæ í óveðrinu á þriðjudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Vogamenn skamma þingmenn vegna Suðurnesjalínu 2
– Landsnet segir rekstraröryggi jarðstrengs verra en loftlínu og spyr hvernig eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin miklu máli. „Með þessu lagafrumvarpi er því beinlínis verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum sem í hlut eiga og Suðurnesjalína 2 liggur um. Það er þyngra en tárum taki að aðalflutningsmaður þessa frumvarps skuli vera þingmaður okkar kjördæmis, auk þess sem hann hefur sjálfur setið á stóli bæjarstjóra áður en til þingmennsku kom. Það er einnig dapurt að meðflutningsmenn hans að frumvarpi skuli vera fleiri þingmenn kjördæmisins, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd í pistli þar sem hann vandar Ásmundi Friðrikssyni og fimm
öðrum þingmönnum kjördæmisins ekki kveðjurnar. Tilefnið er frumvarp Ásmundar og fimm meðflutningsmanna hans um að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi til að reisa Suðurnesjalínu 2 samkvæmt valkosti C í matsskýrslu Landsnets. Valkostur C er um að línan skuli vera loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1. Vogamenn hafa barist gegn því og vilja jarðstreng. Landsnet segir að rekstraröryggi jarðstrengs sé verra en loftínu. Í grein fjögurra bæjarfulltrúa meirihluta E-listans í Vogum ber við svipaðan tón og er birt í blaðinu.
„Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi,“ segir m.a. í greininni. Í pistli frá upplýsingafulltrúa Landsnets sem er einnig í blaðinu er spurt hvort það geti staðist að eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin sveitarfélögin miklu máli. „Öll sveitarfélögin á línuleið Suðurnesja– línu 2, voru búin að gefa leyfi fyrir fram-
kvæmdinni nema Sveitarfélagið Vogar. Það má alveg velta fyrir sér hvort það fái staðist að eitt sveitarfélag geti staðið í vegi fyrir framkvæmd sem skiptir öll hin sveitarfélögin miklu máli. Ógilding úrskurðarnefndarinnar á ákvörðun Sveitarfélagsins Voga byggðist m.a. á því að sveitarstjórn vék í engu að öðrum almannahagsmunum en þeim sem felast í umhverfislegum ávinningi, t.d. þeim sem lúta að flutningskerfi raforku á Suðurnesjum. Þá er ljóst er af öllum gögnum að rekstraröryggi jarðstrengs er verra en loftlínu m.t.t. jarðskjálfta og sprunguhreyfinga,“ segir m.a. í grein Landsnets. Sjá nánar á bls. 18 og 19.
FLJÓTLEGT OG GOTT! Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
30%
...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
734
99
kr/pk
Þykkvabæjar grænmetisréttir 500 g
áður 1.049 kr
kr/stk
Toppur
Kolsýrður og skógarberja 0,5 L
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM