Víkurfréttir 5. tbl. 41. árg.

Page 1

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 27%

ÓVISSA Í GRINDAVÍK

... og háhýsi við Keflavíkurhöfn

Opnum snemma lokum seint

1.998

199

kr/pk

kr/pk

áður 2.729 kr

Coop hrísgrjón 4x145 gr - suðupokar

Kjúklingabringur 2 stk - Ísfugl

299

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

kr/pk

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Xtra hvítlauksbrauð 2 stk

fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

3 sm

Löggan mætir með sírenuhljóð Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í sinni kynningu á íbúafundinum í Grindavík að ef eitthvað myndi gerast muni upplýsingar koma um leið í textaskilaboðum frá Neyðarlínunni. „Ef þið vaknið ekki við SMS-ið mun lögreglan og björgunarsveitir vekja ykkur með sírenulátum um allan bæ.“ Bjarney hvatti heimamenn til að vista númer Neyðarlínunnar í símana og gefa skilaboðum hennar sérstakan hringitón. Fram kom hjá henni að söfnunarstaðir yrðu í þremur íþróttamiðstöðum; Reykjaneshöllinni, Kórnum í Kópavogi og íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.

Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn en á þriðjudag var landris orðið þrjá sentimetrar frá því að það sem talið er vera kvikuinnskot hófst. GPS-mælingar og gervitunglamælingar sýna ris upp á þrjá, fjóra millimetra á dag, sem telst mjög hratt landris. Hér á forsíðu og á síðu 2 er fjallað um óvissustig Almannavarna vegna landriss við Þorbjörn. Ítarlega er einnig fjallað um málið á vf.is. Myndin var tekin af fjallinu sem allir horfa til þessa dagana síðdegis á mánudag.

Yrði hættulítið og hægfara gos „Verðum að vera viðbúin,“ segir jarðeðlisfræðingur

Þrjár flóttaleiðir og höfnin Grindvíkingar spurðu margra spurninga eftir framsöguerindin á íbúafundinum um flóttaleiðir sem eru þrjár auk hafnarinnar, símasamband, hvernig ætti að sækja börn í skóla og leikskóla og hvað yrði gert við gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Flóttaleiðirnir eru þrjár; vestur á Reykjanes, um Grindavíkurveginn að Reykjanesbraut og svo Suðurstrandarveg. Aldraðir yrðu líklega sóttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar og foreldrar yrðu að sækja börn sín á skólana en skoða þyrfti það mál enn betur. Fara á yfir öll helstu málin sem bæjarbúar þurfa að hafa á hreinu á næstunni að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra, sem var mjög ánægður með fundinn. Hann opnaði hann með því að segja að heimamenn yrðu stöðugt upplýstir um stöðu mála en hvatti þá til að huga að börnunum og upplýsa þau. Fundargestir spurðu um hvers kyns gos gæti orðið og afleiðingar þess, t.d. hve langan tíma það hefði til að bregðast við ef til þess kæmi.

„Eldvirkni er mjög lotubundin á Reykjanesi og þar hefur ekki gosið í 800 ár. Svona atburðir eins og nú munu hugsanlega gerast aftur á næstu árum eða áratugum. Ástæðan fyrir viðbúnaðarstigi er að við getum ekki tekið neina áhættu. Við búum í eldfjallalandi. Við verðum að vera viðbúin,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, á íbúafundi í íþróttahúsi Grindavíkur á mánudag. Á annað þúsund manns, tæplega þriðjungur bæjarbúa, mætti á fundinn og þúsundir Grindvíkinga og annarra fylgdust með beinni útsendingu á Facebook-síðu Víkurfrétta og grindavik.is. Fundurgestir voru greinilega ánægðir með upplýsingarnar sem komu fram á fundinum frá lögreglu, Almannavörnum, bæjarstjóra, sérfræðingum í jarðfræði og Veðurstofu Íslands, sem vaktar svæðið þar sem hræringar og jarðskjálftar hafa verið á að undanförnu. „Við erum á sólarhringsvakt svo þið getið sofið,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, en hvatti fólk til að láta Veðurstofuna vita ef það yrði vart við markverðar breytingar. „Mikil skjálftavirkni hefur verið frá því í haust, t.d við Fagradalsfjall, en breytingin er sú að fleiri skjálftar nær Grindavík hafa mælst að undanförnu. Þessi hrina er ennþá í gangi. Það sem er sérstakt núna samfara þessari hrinu er að það mælist landrismerki með Þorbjörn í miðjunni. Landris hefur mælst rétt vestan megin við Þorbjörn á nokkurra kílómetra dýpi. Þetta landris hefur gerst nokkuð hratt, um tveir sentimetrar á síðustu sex dögum, þrír, fjórir millimetrar á sólarhring að undanförnu. Það heldur áfram.

GPS-mælingar sýna einnig landris. Hægt er að sjá skjálftavefsjá, SkjálftaLísu, á vefsíðu Veðurstofunnar,“ sagði Kristín.

Sjá nánar á blaðsíðu 2

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.