Miðvikudagur 3. febrúar 2021 // 5. tbl. // 42. árg.
Vakning í heilsurækt
Mörg hundruð ný störf á Keflavíkurflugvelli á árinu
Kjartan Már Hallkelsson hjá GYM heilsu í Grindavík og Vogum í viðtali á síðu 21
n Stórframkvæmdir Isavia fyrir tólf milljarða króna að hefjast. n Skapar 300 til 700 störf á byggingartíma. n Fleiri störf skapast með nýjum rammasamningum við fjölda fyrirtækja á Suðurnesjum. n „Mikilvægt að geta brugðist hratt við eftirspurn flugfélaga og ferðamanna eftir Covid-19,“ segir forstjóri Isavia. >> Sjá nánar á síðu 2
Hlaðvarp og jóga í þungarokksstúdíóinu í gamla bænum.
Líf og fjör er aftur að færast yfir íþróttahúsin á Suðurnesjum eftir að keppni á Íslandsmótinu í körfuknattleik var leyfð að nýju. Að vísu er leikið án áhorfenda en leikjum er sjónvarpað eða streymt heim í stofu. Suðurnesjaliðin eru að standa sig vel og þegar sjö umferðir hafa verið leiknar eru Keflvíkingar á toppnum í Domino’s-deild karla og Grindavík í öðru sæti. Njarðvíkingar eru í fimmta sæti. Keflavík er einnig á toppi Domino’s-deildar kvenna. Myndin er úr viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Þar dæmdi Kristinn Óskarsson sinn 800. leik. Hann er í viðtali í Víkurfréttum í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
„Eins og ég væri í minni eigin jarðarför“ Árni Björn Ólafsson fer með jákvæðni að vopni í gegnum krabbameinsmeðferð og segir frá ferlinu á opinskáan hátt á netinu.
SJÁ VIÐTAL Á SÍÐU 18
FLJÓTLEGT OG GOTT! 2
31%
fyrir
1
34%
329
896
kr/stk
áður 499 kr
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
8–9 Þau hjálpa fólki að láta drauma sína rætast SÍÐUR
Matti Osvald er þekktur heilsuráðgjafi og markþjálfi og Eva María er líka markþjálfi og heldur úti vinsælu hlaðvarpi. Þau eru í viðtali við Víkurfréttir í dag.
áður 1.299 kr
Hamborgarar 4x90 gr – með brauði
Coca Cola Með og án sykurs
Popcorners snakk 5 tegundir
FRÍ FAGLJÓSMYNDUN
FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI HAFNARGATA 91, REYKJANESBÆ VÍKURBRAUT 62, GRINDAVÍK PALL@ALLT.IS - 698-6655
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Algeng sjón á veirutímum, tóm bílastæði við flugstöðina. VF-mynd/hilmarbragi.
Mörg hundruð ný störf á Keflavíkurflugvelli á árinu – Stórframkvæmdir Isavia fyrir tólf milljarða króna að hefjast. Skapa 300 til 700 störf á byggingartíma. Fleiri störf verða til með nýjum rammsamningum við fjölda fyrirtækja á Suðurnesjum. „Mikilvægt að geta brugðist hratt við eftirspurn flugfélaga og ferðamanna eftir Covid-19,“ segir forstjóri Isavia Framkvæmdir á vegum Isavia á þessu ári munu skapa frá 300 störfum þegar minnst verður upp í um 700 störf yfir sumarið. Framkvæmdakostnaður við sex mis stórar framkvæmdir hefjast á næstu mánuðum nemur um tólf milljörðum króna en Isavia fékk nýlega fimmtán milljarða króna aukið hlutafé frá ríkinu. Þá munu verða til fjöldi nýrra starfa í kjölfar nýrra rammasamninga Isavia við verktakafyrirtæki og iðnaðarmenn en fyrirtæki á Suðurnesjum voru í efstu sætunum þar í tíu af fjórtán liðum. Þetta kom fram á vetrarfundi Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia fór yfir stöðu mála hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli en hann sagði gríðarmikla hagsmuni tengda árangursríkum viðsnúningi út úr Covid19. Miklir möguleikar felist í því að bregðast við aukinni eftirspurn í flugi
tiltölulega hratt á Keflavíkurflugvelli. Óvissa ríki þó enn í dag um hvenær létt verði ferðatakmörkunum en Isavia gerði ráð fyrir síðasta haust að það gæti gerst í byrjun apríl 2021. Í dag sé ólíklegt að það gangi eftir. Sveinbjörn sagði að allar líkur bentu þó til þess að Ísland gæti orðið mjög vinsæll áfangastaður eftir Covid-19 og tal við erlend flugfélög benti allt til þess að eftirspurnin verði mikil. Því væri mikilvægt að geta brugðist hratt við. Isavia hefur eyrnamerkt um 500 milljónir króna í markaðsstuðning fyrir flugfélög sem verða notaðar til að deila áhættu með þeim sem gæti hjálpað félögunum að hefja flug fyrr en þau áætla. Fyrir hverja eitt þúsund farþega verða til 0,95 bein störf á flugvellinum. „Það eru gríðarmiklir hagsmunir tengdum árangursríkum viðsnúningi út úr Covid-19. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að ná að keyra farþegaaukninguna í gang um leið og hún hefst, hamra járnið
um leið og það fer að hitna. Það eru mikil tækifæri framundan,“ sagði Sveinbjörn en fimmtán milljarða króna hlutafjáraukning gerir Isavia mögulegt að hefja framkvæmdir á ný sem verði mannfrekar en bæti einnig aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Hlutafjáraukningin er til að bæta félaginu það tjón sem það hefur orðið fyrir vegna Covid-19. Stórframkvæmdir eru að hefjast á ný sem mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif fyrir atvinnulífið. Við erum að fara í framkvæmdir sem munu auka skilvirkni og samkeppni flugvallarins til framtíðar. Það verða til mikil umsvif vegna sex framkvæmda sem eru að fara í gang á þessu ári en heildarkostnaður þeirra nemur um tólf milljörðum króna.“ Um er að ræða nýja viðbyggingu austan megin við norðurbyggingu flugstöðvarinnar, um tíu þúsund m2 að flatarmáli auk endurgerðar á fjögur þúsund m2 á núverandi byggingu. Sveinbjörn segir að þetta verði
keyrt hratt af stað og verði lokið 2022. Minni framkvæmd verður við suðurbyggingu til austurs en fjöldi starfa sem tengjast beint við þessar tvær framkvæmdir verða frá 100 til 350 á framkvæmdatímanum. Tvær framkvæmdir verða við flugbrautir sem munu skapa 130 til 250 störf á verktímanum. Þær hefjast líka í sumar og ljúka á árinu. Þá eru verkefni í vegaframkvæmdum við flugstöðina sem munu skapa allt að 50 störf og mun dreifast út árið. Verkefnin verða öll boðin út. Sveinbjörn segir að reynsla sýni að um helmingur þessara starfa munu verða til á Suðurnesjum, sama hvaða verktakar fái verkefnin. Þá nefndi hann að um áramótin hafi rammsamningar við iðnaðarmenn og verktaka verið endurnýjaðir í fjórtán liðum eftir útboð. Þar eru Suðurnesjafyrirtæki í efstu sætunum í tíu af fjórtán flokkum. Ljóst er að fjöldi óbeinna starfa verður til vegna þeirra umsvifa. Miðað við
reynslu á öðrum flugvöllum sé ekki ólíklegt að það verði til hátt 100 til 200 ný óbein störf fyrir utan flugvöllinn vegna framkvæmdanna í rammasamningunum. Sveinbjörn benti á að Keflavíkurflugvöllur væri mikilvægur fyrir nærumhverfið og á hinn bóginn væri mikilvægt að sveitarfélögin geti uppfyllt þarfir alþjóðaflugvallar. Yfir 50 fyrirtæki eru með leigusamninga við Isavia. Einungis 12% starfsmanna í á flugvellinum eru starfsmenn Isavia. „Við erum gríðarlega ánægð að hafa fengið þessa fjármögnun og þannig tryggt þessi verkefni sem mun hafa mikil áhrif út í samfélagið. Fyrir árin 2022 til 2023 er gert ráð fyrir svipuðum fjölda starfa við framkvæmdir. Ofan á þetta eru mörg viðhaldsverkefni í vinnslu sem flest eru keypt í gegnum rammasamninginn. Hlutafjáraukningin mun hafa mjög góð áhrif inn í atvinnulífið á Suðuresjum strax á þessu ári,“ sagði Sveinbjörn.
Samþykkja ekki greiðslu til húsfélags
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki samþykkt greiðslu til húsfélagsins Pósthússtræti 3 vegna samkomulags um mótvægisaðgerðir og útlagðan kostnað, þar sem ekki voru lögð fram gögn til stuðnings fjárkröfunum,“ segir í bókun sem Baldur Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Margrét Sanders, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, rita undir á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Á fundinum var tekið fyrir samkomulag við húsfélag Pósthússtrætis 3 frá bæjarráðsfundi þann 21. janúar. Lagt var fram samkomulag
um mótvægisaðgerðir og greiðslu á útlögðum kostnaði húsfélagsins Pósthússtræti 3, 230 Reykjanesbæ, vegna mála er tengjast uppbyggingu á lóðinni að Pósthússtræti 5. Samkomulagið var samþykkt með
þremur atkvæðum meirihlutans, Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B). Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) sátu hjá í bæjarráði.
Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning Lokaskýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt umsögn velferðarráðs var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku. „Velferðarráð telur tillöguna jákvætt skref í því að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum og til að hafa betri yfirsýn yfir kerfið í heild. Mikilvægt er að tekin verði afstaða til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir í umsögn velferðarráðs sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum. „Ég tek undir með velferðarráði sem telur tillöguna jákvætt skref í því að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum og til að hafa betri yfirsýn yfir kerfið í heild. Mikilvægt er að tekin verði afstaða til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga.
Innri-Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Ég fagna þessari skýrslu enda mikilvægt að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum. Eins og fram kemur hjá velferðarráði þá er mikilvægt að afstaða verði tekin til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Mjög jákvætt skref
fyrir hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, og skjólstæðinga kerfisins,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, í bókun um málið á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Gætir þú átt rétt á styrk? Ef þú átt barn á aldrinum 6-15 ára gæti það átt rétt á sérstökum íþróttaog frístundastyrk að upphæð:
45.000 kr. Styrkurinn er veittur vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi líkt og íþróttaæfingum, tónlistarnámi, skátastarfi, námskeiðum í listum, sjálfstyrkingu og fleira. Kynntu þér málið á vef Reykjanesbæjar eða hafðu samband við þjónustuverið okkar í síma 421 6700. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021.
Reykjanesbær Tjarnargötu 12 Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is www.reykjanesbaer.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Suðurnesin eru eitt mest spennandi uppbyggingarsvæði á Íslandi Nýverið tilkynnti Kadeco fyrirhugaða samkeppni á útboðsvef evrópska efnahagssvæðisins. Í samkeppninni verður lögð áhersla á þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli Keflavíkurflugvallar og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Ætlunin er að fá fram metnaðarfullar tillögur um hvernig svæðið getur þróast til ársins 2050. Í fyrsta áfanga er óskað eftir upplýsingum frá áhugasömum þátttakendum og í framhaldinu fer fram valferli um hverjir komast áfram á næstu stig. Um miðbik 2021 er gert ráð fyrir að kynntur verði listi yfir þátttakendur sem komast í úrslit samkeppninnar og áætlað er að endanleg niðurstaða liggi fyrir seinni hluta 2021. „Suðurnesin eru eitt mest spennandi uppbyggingarsvæði á Íslandi um þessar mundir,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri
Kadeco. „Það sést meðal annars á þeim áhuga sem samkeppnin hefur nú þegar fengið hjá alþjóðlegum ráðgjafar- og hönnunarfyrirtækjum. Þessi áhugi gefur okkur fyrirheit um að í samkeppnina berist bæði sterkar og fjölbreyttar tillögur. Við erum spennt fyrir því að vinna að þessu verkefni næstu mánuði og hlökkum til samstarfsins við hönnuði, sveitarfélögin, Isavia og íbúana hér í kring.“
Þróunarkjarni fyrir atvinnulíf og samfélag Markmið þróunaráætlunarinnar er að leggja grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og vöruflutninga, flugsamgangna, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Áætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði er vonast til að laða fleiri innlend og alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði.
Víðtækt samráð og samstarf Ný þróunaráætlun verður fasaskipt og sveigjanleg, unnin í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Á meðan á undirbúningi stendur verða haldnir samráðsfundir fyrir fjölbreytta hópa fólks sem býr og starfar í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Áhersla er lögð á að fá sem flestar skoðanir að borðinu svo tækifæri svæðisins verði nýtt sem best. Þróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll er samstarfsverkefni íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia. Kadeco er samstarfsvettvangur þessara lykilaðila.
Vinna að framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030 Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt að hefja aftur vinnu við mótun framtíðarsýnar Reykjaneshafnar til ársins 2030 og að þeirri vinnu verði lokið fyrir maílok næstkomandi. Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á fundi sínum 21. nóvember 2019 að taka til endurskoðunar framtíðarsýn Reykjaneshafnar sem lögð var fram á fundi stjórnarinnar 23.
janúar 2018. Tveir vinnufundir voru haldnir í upphafi síðasta árs en vegna alheimsfaraldursins Covid-19 var áframhaldandi vinnu frestað um óákveðin tíma.
Tvö ráðin til Samkaupa Helga Dís Jakobsdóttir og Pétur Karl Ingólfsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Starfsmennirnir búa báðir yfir víðamikilli reynslu og hófu þau störf þann 1. febrúar. „Það er afar ánægjulegt að fá svona reynslumikið og hæfileikaríkt fólk í hópinn okkar og við bjóðum þau hjartanlega velkomin,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðssviðs Samkaupa. Helga Dís Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra Nettó. Helga Dís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið MS-gráðu í þjónustustjórnun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Pétur Karl Ingólfsson tekur við stöðu upplýsingatæknistjóra Samkaupa. Pétur er reynslumikill og hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri á sviði stafrænna vara og stefnumótunar hjá Icelandair. Pétur hefur einnig starfað við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Isavia/Duty Free og vefþróun hjá 365 miðlum.
Guðmundur og Gréta Björg ráðin til Kadeco Kadeco hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Guðmund Kristján Jónsson og Grétu Björg Blængsdóttur. Guðmundur Kristján hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaog þróunarstjóra. Guðmundur er skipulagsfræðingur og húsasmiður að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum, fasteignaþróun og byggingaframkvæmdum og hefur meðal annars starfað hjá umhverfisog skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags og sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann er jafnframt annar stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Planitor og hefur um árabil komið að stofnun og uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gréta Björg hefur verið ráðin í stöðu fjármála- og skrifstofustjóra. Gréta Björg er viðskiptafræðingur að mennt með MSc í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Gréta Björg hefur víðtæka reynslu innan ferðaþjónustunnar í sölu-, markaðs- og verkefnastjórnun. Hún hefur meðal annars starfað sem rekstrarstjóri Dagsferða hjá Gray Line Iceland og sem markaðs- og vöruþróunarstjóri hjá Reykjavik Excursions. Gréta Björg sat í ferðaskrifstofunefnd SAF í fjögur ár, þar af í eitt ár sem formaður. Síðast starfaði Gréta Björg í viðskiptadeild Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Borað eftir vatni og jarðsjó við álversbygginguna í Helguvík Skemmtiferðaskip kemur til hafnar í Keflavík. Móttaka skemmtiferðaskipa er örugglega inni í framtíðarsýn Reykjaneshafnar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Nú er unnið að borun eftir grunnvatni og jarðsjó á lóð álvers Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi og Norðurál undirrituðu viljayfirlýsingu seint á síðasta ári þess efnis að Samherji kaupi lóð og fasteignir á svæðinu af Norðuráli og nýti undir laxeldi á landi. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því að Samherji fiskeldi sé búinn að verja tugum milljóna króna í boranir á undanförnum vikum. Líklegt er að niðurstaða frumathugunar er snýr að annars vegar magni og hins vegar hitastigi grunnvatns og jarðsjávar á svæðinu muni liggja fyrir um eða upp úr næstu mánaðamótum, en segja má að verkefnið standi og falli með því að þessi ákveðni þáttur sé viðunandi, segir í frétt Markaðarins. Í sömu frétt segir að þegar og ef landeldið við Helguvík verður að raunveruleika gera áætlanir Samherja ráð fyrir því að slátra allt að tuttugu tonnum af laxi daglega og senda á erlenda markaði með flugi.
Það þýðir að árleg framleiðslugeta gæti orðið yfir 7.000 þúsund tonnum, ef slátrað er allflesta daga ársins. Núverandi framleiðslugeta Samherja í laxeldi er um 1.500 tonn samkvæmt heimasíðu Samherja. Því myndi eldið í Helguvík margfalda framleiðslugetu fyrirtækisins.
Samherji starfrækir þegar fiskeldi á Suðurnesjum. Fyrirtækið rekur tvær áframeldisstöðvar bleikju skammt frá Grindavík og á Vatnsleysuströnd. Þar að auki rekur Samherji vinnslu í Sandgerði, þar sem bleikju er slátrað og pakkað í neytendaumbúðir.
Jarðbor á svæði austan við byggingu álversins í Helgivík þar sem nú er borað eftir grunnvatni og jarðsjó. VF-mynd: Hilmar Bragi
LJÚFFENGUR HELGARMATUR Í NETTÓ! -40%
Nautgripahakk 3x1 kg
3.598 ÁÐUR: 5.997 KR/PK
-32%
KR/PK
-20%
Grísakótilettur Á beini
Lambasnitsel
1.285 ÁÐUR: 1.889 KR/KG
-50%
-30%
Bleikjuflök Með roði - Sjávarkistan
1.200 ÁÐUR: 2.399 KR/KG
KR/KG
GOTT VERÐ!
Saltkjöt og baunir 1 lítri
1.189
KR/PK ÁÐUR: 1.699 KR/PK
Ananas Gold Del Monte KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG
Primadonna maturo 180 gr
579
-50%
ÁÐUR: 3.569 KR/KG
KR/KG
HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGAR ketó
lífrænt
vegan
uppbygging
hollusta
25. JANÚAR- 7. FEBRÚAR
OFURTILBOÐ Á HVERJUM DEGI!
220
2.855
KR/KG
Kynntu þér öll frábæru tilboðin í Heilsublaði Nettó!
25% AFSLHEÁILSTU-TOGUR AF LÍFSSTÍLSVÖRUM
KR/STK ÁÐUR: 669 KR/STK
Tilboðin gilda 4.—7. febrúar
Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRNARPISTILL
VERKEFNIN ERU MISJÖFN
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Algalíf FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
V
erkefni okkar í lífinu eru misjöfn og leiðin ekki alltaf greið. Í þessu tölublaði fáum við innsýn í líf fólks sem hefur þurft að taka á honum stóra sínum eða er að taka á honum stóra sínum. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein er með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð þessa dagana og vekur athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á. Víkurfréttir ræða við fertugan Njarðvíking sem greindist með illkynja krabbamein og er nú í miðri lyfjameðferð eftir uppskurð. Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Kraftur vekur athygli á því að krabbameinið snertir ekki einungis þann sem greinist heldur fjölmarga í kringum hann, fjölskyldu, ættingja og vini. Árni Björn Ólafsson ræðir opinskátt baráttu sína við Hilmar Braga Bárðarson, blaðamann VF og segir að hann sé staddur úti í miðri á og hann hafi ekki hugmynd hvernig framtíðin verði. Hann fékk í 40 ára afmælisgjöf uppsögn í starfi sínu sem vettvangsliði á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári í kjölfar Covid-19 og missti svo móður sína á árinu. Þegar hann og systkini hans voru að skipuleggja jarðarför hennar greindist hann með illkynja ristilkrabbamein. „Það var ekki krabbameinið sem gerði mig hræddan, aðgerðin eða lyfjameðferðin. Það var ferðlagið sjálft sem ég óttaðist. Að heyra að einhver gaur út í bæ sé með ristilkrabbamein fær mann til að hugsa að hann sé ekki að fara lifa þetta af,“ segir Árni Björn og ræðir m.a. viðbrögð vina og ættingja en hann hefur leyft þeim og vinum sínum á Facebook að fylgjast með gangi mála. Segir það hafa hjálpað sér í baráttunni. Í blaðinu ræðir Marta Eiríksdóttir, blaðamaður VF, við feðginin Matta Ósvald og Evu Maríu, dóttur hans. Matti var í sigursælu körfuboltaliði Keflavíkur þegar hann var ungur en bakmeiðsli komu í veg fyrir að hann héldi áfram
í körfubolta. Hann menntaði sig sem heilsuráðgjafa og síðar sem markþjálfa. Eva María, dóttir hans, segir okkur frá baráttu sinni sem ungri stúlku en hún fetaði holóttan veg í sjö ár áður en hún segist hafa opnað augu sín fyrir sjálfri sér og hætti að deyfa innri sársauka. Í dag stýrir hún hinu vinsæla hlaðvarpi Norminu með vinkonu sinni. Við ræðum líka við Kristinn Óskarsson sem dæmdi sinn 800. leik í úrvalsdeild körfuboltans í vikunni en hann er reynslumesti körfuboltadómari landsins eftir 32 ár á gólfinu. Við sýnum ykkur áfram eldra efni úr 40 ára sögu Víkurfrétta og þar kennir margra gras. Svo hafa verið að berast jákvæðar fréttir að undanförnu og í samantekt okkar um stöðuna hjá Isavia kemur fram að stórframkvæmdir verða við flugstöð Leifs Eiríkssonar í ár og næstu árin og hefjast á næstu vikum. Þær munu skapa allt að 700 störf á árinu og jafnvel fleiri þegar mest verður. Eitthvað sem við höfum verið að bíða eftir. Það vita allir hver staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum er en þessar framkvæmdir munu vonandi minnka langan lista atvinnulausra. Við höldum í þá von og erum bara nokkuð viss um að við séum að koma út úr kófinu og venjulegt líf taki við – en höldum áfram okkar striki í öllu sem þríeykið vill að við gerum. Þannig mun þetta ganga vel.
Kæru Suðurnesjamenn ! Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur á hótelinu & nýja veitingastaðnum okkar.
@courtyardkef @thebridge.courtyardkef
www.TheBridge.is www.Marriott.com/KEFCY
Páll Ketilsson
Reykjanesbæ
VILTU SMYRJA MEÐ MÉR? Sértilboð á smurþjónustu til 19. febrúar hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.
15% afsláttur af olíu, síum, rúðuþurrkum, perum og fleiru.* 15% afsláttur af vinnu við smurningu.
TOYOTA
Reykjanesbæ
Engin vandamál – bara lausnir Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ 420 6610
*Olía, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, perur, rúðuvökvi, frostlögur og Adblue (Afsláttur af vörum gildir eingöngu með þjónustu á staðnum).
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fannst horft á mig eins og ég væri ekki að fara lifa morgundaginn Árni Björn Ólafsson fer með jákvæðni að vopni í gegnum krabbameinsmeðferð og segir frá ferlinu á opinskáan hátt á netinu Árni Björn Ólafsson er fertugur Reykjanesbæingur, uppalinn í InnriNjarðvík. Árni er menntaður sjúkraflutningamaður og með sveinspróf í málaraiðn. Hann er kvæntur Karen Rúnarsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Árni starfaði sem vettvangsliði hjá flugvallarþjónustu Isavia þar til síðasta vor þegar hann missti vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirunnar. Uppsagnarbréfið fékk hann að eigin sögn í afmælisgjöf á fertugsafmælinu en það var þó ekki þar versta sem gerðist í lífi Árna á síðasta ári. Hann missti móður sína og þegar hann og systkini hans voru að skipuleggja jarðarförina þá greindist Árni með illkynja ristilkrabbamein. Meinið var fimmtán sentimetra langt í ristli og endaþarmi. Það var skorið í burtu og núna má segja að Árni sé staddur úti í miðri á, lyfjameðferðin í kjölfar aðgerðarinnar er hálfnuð og hann hefur ekki hugmynd um hvernig framtíðin verður. Hilmar Bragi settist niður með Árna sem sagði honum sögu sína. Sýklalyfin frá tannlækninum vísuðu á ristilkrabbann Árni segir það hafa verið röð tilviljana hvernig hann hafi uppgötvað sín veikindi. „Ég fór til tannlæknis og eftir tímann þar fékk ég sýklalyf sem ég er ekki vanur. Ég byrjaði að fá slímugar hægðir og hélt að það væru sýklalyfin sem væri að valda þessu og rústa þarmaflórunni. Við unnum með það í svolítinn tíma og ég borðaði Husk og korn en vandamálið fór ekkert. Það var búið að segja við mig að þegar maður er orðinn fertugur þá þurfi maður að fara í ristilspeglun og það var einmitt
það sem konan mín ætlaði að gefa mér í stórafmælisgjöf í fyrra þegar ég varð fertugur. Ég var að glíma við þetta slím og var rosalega oft á klósettinu og þetta var orðið vandræðalegt. Ég var alveg límdur við klósettið en bara með tilfinningu um að ég þyrfti að gera eitthvað en svo varð aldrei neitt. Þetta voru óþægindi sem voru að trufla mig í vinnu,“ segir Árni þegar hann er beðinn um að lýsa fyrstu einkennum veikindanna. Hann fór í ristilspeglun 10. september í fyrra og þá sást strax að Árni var með mjög stórt illkynja krabbamein. „Það var svolítið leiðin-
Áður en ég opnaði síðuna var ég orðinn þreyttur á að allir væru að koma fram við mig eins og ég væri orðinn veikur og væri á dánarbeði. Maður heyrði sögur út í bæ að ég væri búinn að missa vinnuna, mömmu og núna með illkynja krabbamein. Það var svona vorkunn í gangi og „greyið“-tónninn og ég var svolítið þreyttur á því.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
út. Við fórum heim og grétum og það kom sjokk. Við fórum vel yfir þetta og það tók sinn tíma að melta þessar upplýsingar – en þetta er jú bara verkefni. Það var ekki krabbameinið sem gerði mig hræddan, aðgerðin eða lyfjameðferðin. Það var ferðlagið sjálft sem ég óttaðist. Að heyra að einhver gaur út í bæ sé með ristilkrabbamein fær mann til að hugsa að hann sé ekki að fara lifa þetta af. Ég hafði ekki svör við þeim spurningum sem konan mín var að spyrja. Ég vissi ekkert hvernig var að vera í krabbameinsmeðferð. Ég veit hvað það er að taka inn töflur og geislameðferð en hvernig er upplifunin og ferðalagið í gegnum þetta, ég var mest hræddur við það.“
Komið fram við þig eins og þú værir dauður Árni segir að hann hafi í fyrstu ekki verið mikið fyrir að tjá sig um þetta og Karen, eiginkona hans, hafi tekið að sér að láta alla vita. „Mér fannst það hjálpa henni að tjá sig um þetta og ég þurfti ekkert að vera að sinna því en þá kom hinn púlsinn, það vildu allir koma og hitta mig. Ég veit að fólk var að sýna samúð en það var orðið þreytandi eftir viku því það var komið fram við þig eins og þú værir dauður. Ég veit að þetta var góður ásetningur en ég sat öðru megin við borðið og var hress og kátur þó svo ég vissi ekki hvað ég væri að fara í gegnum. Mín upplifun var eins og ég væri í minni eigin jarðarför og eftir viku eða tíu daga var ég orðinn pirraður á þessu enda fannst mér horft á mig þannig að ég væri ekki að fara lifa morgundaginn. Ég hafði aldrei farið á spítala og aldrei í aðgerð, þannig að þetta var svolítið leiðinlegt tímabil.“
Eftir aðgerðina á Landspítalanum.
legt hvernig okkur var tilkynnt þetta, þar sem ég var ennþá svolítið dofinn eftir kæruleysissprautuna. Konan mín áttaði sig strax á þessu þar sem hún er heilbrigðisstarfsmaður. Í framhaldinu var svo myndataka og fljótlega í aðgerð,“ segir Árni. – Hvernig er að fá þessar fréttir? „Hún sagði bara að þetta væri rosalega ljótt og þetta væri illkynja. Nú farið þið bara heim og slakið á og það verður kannski hringt í ykkur í næstu viku. Þarna var það óvissan sem var svo vond. Að það yrði kannski hringt í okkur leit ekki vel
Árni Björn Ólafsson og eiginkonan, Karen Rúnarsdóttir.
– Hvernig er þetta ferðalag svo búið að vera? „Ég fór beint á netið þar sem allar helstu upplýsingar um sjúkdóminn var að finna. Þetta var áður en
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9 Með þjarkinum átti hún mjög auðvelt með að skera í burtu æxlið sem var byrjað að teygja sig upp í ósæðina en með þjarkinum gat hún skorið það allt í burtu. Hún sagðist ekki treysta sér í að gera þetta svona nákvæmt með hníf að vopni. Það voru skornir í burtu 30 sentimetrar og einnig 39 eitlar. Þeir voru sendir í rannsókn og eitthvað af þeim var með smit.“ Árni sagði það hafa verið sérstakt að vakna eftir aðgerðina og á degi tvö hafi hann strax farið að hressast mikið og verið sendur heim. Sex vikum eftir skurðaðgerðina hófst svo lyfjameðferð og hún er hálfnuð í dag. „Ég virðist vera að taka meðferðinni rosalega vel,“ segir Árni. Árni hefur verið duglegur að deila daglegu lífi sínu í krabbameinsmeðferðinni á Facebook, þar sem hann heldur úti síðunni „Lífið er núna“. Spurður hvort það hafi hjálpað að deila lífsreynslunni með öðrum sagði Árni: „Áður en ég opnaði síðuna var ég orðinn þreyttur á að allir væru að koma fram við mig eins og ég væri orðinn veikur og væri á dánarbeði. Maður heyrði sögur út í bæ að ég væri búinn að missa vinnuna, mömmu og núna með illkynja krabbamein. Það var svona vorkunn í gangi og „greyið“-tónninn og ég var svolítið þreyttur á því. Þetta byrjaði allt á Facebook með að ég henti inn einu myndskeiði sem sagði frá minni líðan. Þetta er verkefni og upplifun sem þarf að gefa sig allan í. Þetta er reynsla og ég reyni að horfa á þetta frá því sjónarhorni að vera forvitinn“.
Það er gott að finna hvað við eigum öflugt bakland. átakið hjá Krafti hófst þar sem fólk var að segja sína sögur. Ég ákvað eiginlega bara í upphafi að stofna síðu á Facebook og segja mína sögu opinskátt og hvernig það væri að undirbúa sig fyrir stóraðgerð. Ég vildi leyfa fólki, sem kannski lendir í mínum sporum, að sjá hvernig þessi einstaklingur fór í gegnum þetta. Ég ákvað að vera opinn með þetta. Ég hef aldrei verið hræddur við dauðann, þannig séð. Við höfum allir okkar endadag. Ég var svolítið spenntur að fara í aðgerð, því ég hef aldrei upplifað þetta. Ég reyndi að
horfa á mitt líf út frá forvitni og að ég væri að læra eitthvað nýtt og það hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég horfi á þetta ferli sem sérstakt atvik sem mun dýpka skilninginn minn á þessu sviði. Ég trúi því að reynslan er besti kennarinn sem völ er á.“ Árni og fjölskylda fengu að vita það 10. september í fyrra að hann væri með krabbamein og tuttugu dögum síðar var hann kominn í aðgerð. „Ég er hraustur og ungur að þeirra mati og var því á háum forgangi að fara í aðgerð,“ segir Árni.
Einbeitir sér að eigin geðheilsu Árni hefur fengið sterk viðbrögð við myndskeiðunum sem hann hefur sett inn og þau hafi verið á þann veg að hann hafi komið með hvatningu sem fólk hafi tekið til sín. „Ég ákvað því að halda áfram að leyfa fólki að fylgjast með og líka bara að hætta að horfa á mann eins og maður sé látinn. Það er þreytandi og tekur frá manni orku.“
Skornir í burtu 30 sentimetrar og 39 eitlar – Þú færð strax í andlitið að þetta væri ljótt. Hversu ljótt er þetta krabbamein sem þú ert að takast á við? „Það kom í ljós að þetta var fimmtán sentimetra illkynja æxli. Það var við endaþarm og ristil. Ég fór beint í myndatökur þar sem kom í ljós að ég er með hrein lungu og og heila. Krabbamein í ristli og endaþarmi eiga það til að sækja í heila og lungu. Ég fékk rosalega góðan skurðlækni. Notast var við skurðþjark sem er vélmenni og háklassa saumavél.
– Hvað ertu að gera til að vinna í þér og þínum málum? „Ég er heppinn því konan mín er heilbrigðisstarfsmaður. Ég nenni ekkert að Googla krabbamein. Ég læt hana um læknisfræðilega hlutann á þessu og er sjálfur að einbeita mér að eigin geðheilsu því það er áskorun. Ég veit ekkert hvernig þetta endar og því var það mitt fyrsta verkefni að búa til öryggisnet og bakland svo ég geti haldið haus. Ef ég verð þunglyndur og langt niðri þá leita ég til Krabbameinsfélagsins og fæ ráðgjöf tvisvar í mánuði en það kemur krabbameinshjúkrunarfræðingur tvisvar í mánuði til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Svo hitti ég
Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns:
„Oft erfiðara fyrir aðstandendur“
„Þetta er rosalegt sjokk til að byrja með og ég held að áfallið verði oft erfiðara fyrir aðstandendur að fá svona fréttir því þú verð að hugsa að þú sért sá sem er skilinn eftir. Maður upplifir svolítið að ef illa fer, þá ert þú skilinn eftir með allt, alla ábyrgð, börnin, sorgina og allt það. Þetta var áfall fyrir mig fyrst en svo fór ég að horfa á þetta sem verkefni sem við þurfum að fara í gegnum. Við getum ekkert breytt þessu, við fengum bara þetta verkefni og það er ekki í boði að setja sængina yfir höfðið og gefast upp. Það er líka auðveldara að vinna þetta svona, því hann er svo jákvæður og það hefur hjálpað mér í gegnum þetta,“ segir Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns. Nánar verður rætt við hana í Víkurfréttum í næstu viku um hlutverk aðstandanda einstaklings með krabbamein.
líka sálfræðing einu sinni í mánuði sem heldur mér við efnið.“ – Það er örugglega auðvelt að fara í djúpan dal þegar maður hefur ekki svar við spurningunni um það hvað muni gerast? „Það veit enginn. Þetta er bara mitt ferðalag og ég er bara á þeirri vegferð. Rétt eftir að ég greindist þá setti ég mig einnig í samband við Erlu Guðmundsdóttur, prest í Keflavík. Ég hef leitað til hennar og svo til Gunnars Jóns Ólafssonar, vinar míns og sjúkraflutningamanns. Hann á stóra skó og er duglegur að sparka í mig. Það er gott að hafa stórt net og dreifa álaginu og leyfa fólki að hjálpa. Það hefur hjálpað mér og finnst gott að vita af þessu stuðningsneti sem er orðið miklu stærra en ég átti von á.“
Kraftur einmitt það sem mig vantaði – Hvernig hefur Kraftur komið inn í þitt verkefni? „Ég sá video þegar átakið þeirra byrjaði núna fyrir nokkru og kíkti á Instagram hjá þeim og sá að þetta var einmitt það sem mig vantaði á sínum tíma og það sem ég hefði viljað sjá. Ég sá fólk vera fara í gegnum sömu hluti og ég á jákvæðni. Ég hélt að ég væri eitthvað skrítinn að fara í gegnum þetta á ofurjákvæðni en þarna sá ég að við erum nokkrir að beita sömu aðferðum.“ – Jákvæðnin skiptir miklu máli. „Lífið er ekki búið. Það er bara voðalega einfalt.“ – Hvað er framundan, veistu það? Þú segist vera hálfnaður með lyfjameðferðina. „Eftir næstu sprautu fer ég í nánari athugun og betri skanna til að athuga hvort það séu einhver meinvörp. Þá kemur í ljós hvort ég fái að klára meðferðina eða hvort hún sé ekki að skila árangri.“ – Hvernig er lyfjameðferðin að fara í þig? „Það er nefnilega málið. Það eru allir að segja að ég hverju ég eigi að eiga von á, að ég verði rosalega slappur og veikur en ég var fljótur að segja fólki að tala við mig eftir hálft ár, því þá viti ég hvað er verið að tala um því ég nenni ekki að hlusta á svona veikindatal. Ég er ennþá að bíða eftir því að verða veikur og slappur. Það er ekkert að gerast nema að ég verð slappur í nokkra daga eftir sprautu og fæ svona rafmagnsnáladofa. Verð rosalega næmur fyrir kulda og þolið er nánast ekki neitt. Þegar þessi viðbrögð við sprautunni minnka þá dríf ég mig af stað aftur út. En, já, ég er bara ennþá að bíða eftir veikindum, það hlýtur að koma að þeim.“
Gott að eiga öflugt bakland Árni fer út að ganga þegar veður leyfir og náladofinn er ekki að trufla hann. Hann segir það hressandi en kaldi kaflinn síðustu vikur hefur ekki verið honum hliðhollur. Árni segist vakna snemma, það sé ekki í boði að sofa frameftir. Hann skutlar sautján ára syni sínum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og býr sér þannig til tilgang á morgnana. Dagarnir eru, þrátt fyrir allt, fjölbreyttir og margt óvænt og skemmtilegt kemur upp og vitnar Árni þar til stuðningsnetsins sem fjölskyldan hefur komið sér upp. Einn daginn kom fjölskylduvinir óvænt með mat fyrir fjölskylduna og þá hafa viðbrögð við myndskeiðum sem Árni setur á Facebook oftar en ekki verið jákvæð og leitt af sér eitthvað skemmtileg og ánægjulegt. „Það er gott að finna hvað við eigum öflugt bakland,“ segir Árni Björn Ólafsson að endingu.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Veiðin glæddist undir lok janúar
RR ráðgjöf vinnur úttekt á rekstri og fjármálum Voga Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að fela Róberti Ragnarssyni hjá RR Ráðgjöf ehf. að vinna ítarlega úttekt á rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Voga og óska eftir stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna hennar. Staðgengli bæjarstjóra er falið að vinna umsókn í sjóðinn í samvinnu við Róbert. Þá voru lagðar fram tillögur að úttekt á fjármálum og rekstri Sveitarfélagsins Voga á fundi bæjarráðs og aðkomu Jöfnunarsjóðs að greiðslu kostnaðar vegna hennar.
Róbert Ragnarsson.
Vogar taka 200 milljónir króna að láni Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga. Bæjarstjórn samþykk á síðasta fundi sínum að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til fimmtán ára. Er lánið tekið til að tryggja sjóðstreymi sveitarfélagsins.
Guðmundur Arnar í prófkjörsslag hjá Pírötum Guðmundur Arnar Guðmunds son, sagnfræðingur og skjalastjóri Keilis, hefur lýst yfir framboði sínu í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi. Nú þegar hefur Álfheiður Eimarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi og varabæjarfulltrúi í Árborg, lýst því yfir að vilja leiða listann. Guðmundur Arnar var síðasti formaður framkvæmd-
arstjórnar Pírata ásamt því að sitja í stjórn Pírata í Reykjanesbæ. Guðmundur Arnar hefur lýst yfir vilja sínum að vera í framlínusveit Pírata í komandi alþingiskosningum og hefur hann fengið góð viðbrögð nú þegar gegnum samfélagsmiðla. Það stefnir í spennandi prófkjörsslag meðal Pírata í Suðurkjördæmi, segir í tilkynningu frá Guðmundi.
Já, það var svona næstum því hægt að bölva öllu í sand og ösku í síðasta pistli, því þá hafði verið mjög svo leiðinleg tíð og mjög erfitt til sjósóknar en síðan hætti þessi hvimleiða norðanátt og bátarnir gátu farið að róa á miðin sín út af Sandgerði – og veiðin var heldur betur góð undir lokin í janúar. Byrjum á netabátunum. Erling KE var hæstur með 245 tonn í nítján og þar af var hann með 64 tonn í fjórum eftir að veður lægði, Grímsnes GK var rétt á eftir með 243 tonn í sautján og þar af 71 tonn í fimm róðrum undir lokin, Langanes GK 215 tonn í átján og þar af 43 tonn í fjórum síðustu róðrunum, Maron GK 104 tonn í 23, Hraunsvík GK 45 tonn í fimmtán, Guðrún GK fjórtán tonn í fjórum, Sunna Líf GK 23 tonn í sjö og Halldór Afi GK 24 tonn í fjórtán. Dragnótaveiðarnar voru fremur tregar framan af janúar og þessi norðanátt gerði mönnum ekkert auðvelt með – en eins og með hina bátanna þá varð veiðin mjög góð undir lokin og Sigurfari GK endaði með 91 tonn í fjórtán og var hann aflahæstur dragnótabáta á Íslandi í janúar. Siggi Bjarna GK var númer þrjú með 72 tonn í fimmtán. Mesta fjörið, ef þannig má að orði komast, var hjá línubátunum en veiði hjá þeim var mjög góð. Ef við byrjun á stóru bátunum þá var Sighvatur GK með 437 tonn í fjórum og mest 160 tonn í einni löndun, Páll Jónsson GK 383 tonn í fjórum og mest 146 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK 373 tonn í þremur og mest 149 tonn, Fjölnir GK 345 tonn í fjórum og mest 128 tonn, Valdimar GK 318 tonn í fjórum og Hrafn GK 309 tonn í fimm. Hjá minni línubátunum voru mjög margir á veiðum utan við Sandgerði, var góð veiði og jafnvel mokveiði hjá þeim undir lokin. Lítum á nokkra, byrjum á stærri bátunum. Vésteinn GK með 151 tonn í nítján og þar af 25 tonn í tveimur róðrum undir lokin, Gísli Súrsson GK 148 tonn í sautján og þar af 25 tonn í tveimur, Auður
Ragnar Alfreðs GK er elsti smábáturinn sem rær á línu frá Suðurnesjum. Vésteins SU 121 tonn í tuttugu og Dúddi Gísla GK 65 tonn í tólf og þar af 24 tonn í tveimur, allir að landa í Grindavík. Mjög mikill fjöldi báta var í Sandgerði og var mjög góð veiði hjá þeim. Margrét GK var með 116 tonn í sextán og þar af 33 tonn í þremur róðrum undir lokin, Daðey GK 115 tonn í sautján og þar af 44 tonn í fjórum róðrum undir lokin, Sævík GK 114 tonn í átján og þar af 33 tonn í þremur róðrum undir lokin, Dóri GK 89 tonn í fimmtán, Óli á Stað GK 84 tonn í tólf og má geta þess að Dóri GK réri ansi stíft undir lokin því báturinn fór í átta róðra á átta dögum. Geirfugl GK 86 tonn í fimmtán og þar af 21 tonn í tveimur róðrum undir lokin, Beta GK 84 tonn í fjórtán og þar af 34 tonn í síðustu þremur róðrum en það má geta þess að Beta GK kom drekkhlaðinn í lokaróðri sínum í janúar með um 14,5 tonn sem fékkst á 14.000 króka. Það er um 33 balar og það gerir um 440 kíló á bala sem er bara mokveiði. Steinunn BA 80 tonn í tólf og Ragnar Alfreðs GK 24 tonn í fjórum, þar af tíu tonn í einni löndun. Það má geta þess að Ragnar Alfreðs GK er elsti smábáturinn sem rær á línu frá Suðurnesjum og þessi bátur á sér ansi langa sögu því hann var smíðaður árið 1978 á Skagaströnd og hefur
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
heitið þessu nafnið Ragnar Alfreðs GK síðan árið 2007. Skipstjórinn og eigandi af Ragnari Alfreðs GK er Róbert Georgsson, eða Robbi eins og hann er kallaður. Hann hefur stýrt báti sínum núna í um fjórtán ár og má segja að hann sé ufsakóngur Íslands, miðað við smábátanna, því flest öll sumur þá hefur Robbi verið með Ragnar Alfreðs GK á handfærum á ufsanum og hefur verið aflahæsti smábáturinn á landinu miðað við þá sem veiða ufsa. Ansi margir róðrar hjá bátnum hafa verið um og yfir tíu tonn eftir veiðar á handfærin. Ragnar Alfreðs GK er orðinn 43 ára gamall en er hörkubátur eins og Robbi segir sjálfur og einn af fáum bátum sem voru smíðaðir á Skagaströnd sem eru svo til óbreyttir. Það er reyndar annar bátur í Sandgerði sem var líka smíðaður á Skagaströnd en er það Sunna Líf GK. Sá bátur var líka smíðaður árið 1978 en búið er að breyta honum nokkuð, meðal annars endurnýja og lengja aftur bátinn, stærra dekkpláss en brúin á báðum bátunum er svo til sú sama.
Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!
Svona var árið 1993
Víkurfréttir hafa skrifað samtímasögu Suðurnesja í 40 ár. Allt frá árinu 1980 hafa Víkurfréttir komið út og flutt fréttir af samfélaginu á Suðurnesjum. Viðtöl, mannlíf og íþróttaumfjöllun hafa sett mark sitt á blaðið. Í haust voru liðin 40 ár frá því Víkurfréttir komu fyrst út og þann 7. janúar sl. fögnuðu Víkurfréttir ehf. 38 ára afmæli útgáfufélags blaðsins. Á næstu vikum munum við minnast tímamótanna með því að glugga í gömul blöð. Að þessu sinni skoðum við efni úr Víkurfréttum frá árinu 1993.
Samkvæmt dagatalinu er ekki komið sumar, en það var sannkallað sumarveður við Bláa lónið um páskana. Þessa mynd tók Hilmar Bragi á páskadag en þá komu yfir 1000 gestir í lónið og nutu veðurblíðunnar.
4000 baðgestir um páskana Víkurfréttir • fimmtudagur 15. apríl 1993 Það var sannkallað sumarveður sem lék við Suðurnesjamenn um páskana og margir lögðu land undir fót. Um 4000 manns, af Suður-
nesjum og víðar, lögðu leið sína í Bláa lónið til að sleikja sólina og spóka sig í góða veðrinu. Kristinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Baðhússins, sagði í samtali við Víkurfréttir að mest ann-
ríki hafi verið á páskadag, þegar yfir 1000 gestir komu í lónið. Besta veðrið var hins vegar á föstudaginn langa en þá komu um 900 gestir í lónið. Nú er unnið að fullum krafti við stækkun bað-
hússins, sem verður tilbúin á næstu vikum. Í sumar, þegar hver hitabylgjan á fætur annarri verður á Suðurnesjum, verður því mun meira pláss í búningsklefum við lónið
Gamalt fiskvinnsluhús á Suðurnesjum:
DRAUGAGANGUR Í BEITNINGASKÚR Víkurfréttir • fimmtudagur 29. apríl 1993
Draugagangur er í beitningarskúr í gömlu fiskvinnsluhúsi á Suðurnesjum. Þetta kann að finnast ótrúlegt en húsráðandi hefur staðfest þessa sérstæðu frétt í samtali við Víkurfréttir. Það var snemma í vetur sem fólk á staðnum fór að finna fyrir undarlegri tilfinningu í húsinu. Einn húsráðenda segir svo frá: „Það var fyrr í vetur að félagi minn var í húsinu að næturlagi. Hann
sagðist hafa fundið þá tilfinningu að einhver væri við öxlina á honum. Enginn var þó í húsinu nema hann.“
Draugurinn birtist starfsmanni Annað starfsfólk hefur einnig fundið fyrir tilvist veru í húsinu, sem menn hallast helst að sé draugur, en hafa ekkert séð. Það var síðan í kringum síðustu mánaðarmót sem draugur birtist starfsmanni sem var að vinna við beitningu. Viðkomandi starfs-
maður hefur staðfest þetta í samtali við fréttamann. Draugurinn sást mjög greinilega en hann birtist eftir að rökkva tók. Starfsmaðurinn hefur m.a. lýst klæðnaði draugsins og útliti.
„Verður að taka alvarlega“ „Við gerðum grín af þessu í fyrstu og sögðum þetta vera algjöra vitleysu. Svona lagað verður hins vegar að taka mjög alvarlega,“ sagði húsráðandi við Víkurfréttir. „Það hefur hins vegar ekki borið á neinu
síðustu vikuna eða hálfan mánuð. Hver ástæðan er vitum við ekki. Draugurinn hefur ekki viljað okkur neitt illt, heldur virðist hér vera einhver sem þarf að koma skilaboðum frá sér,” sagði viðmælandi blaðsins. Kunnugir segja drauginn vera mann sem fórst í sjóslysi fyrir nokkrum áratugum. „Maður hefur heyrt það að hér á landi sé mikið af ósáttum sálum, sem þurfa að koma skilaboðum á framfæri,“ sagði viðmælandi blaðsins að endingu.
Forsíða Víkurfrétta 14. október 1993 sem er fyrsta tölublað Víkurfrétta eftir að Páll Ketilsson eignaðist blaðið alfarið.
Breytingar á ritstjórn Víkurfrétta Víkurfréttir • fimmtudagur 7. október 1993 Breytingar hafa orðið á ritstjórn Víkurfrétta. Páll Ketilsson hefur keypt hlut Emils Páls Jónssonar í fyrirtækinu. Páll er þar með orðinn aðaleigandi Víkurfrétta hf. en Emil Páll hefur hætt störfum hjá blaðinu. Þeir Páll og Emil Páll hafa ekið Víkurfréttir hf. í rúm tíu ár og verið ritstjórar þess, en þeir tóku við rekstrinum af Prentsmiðjunni Grágás í ársbyrjun 1983. Páll Ketilsson verður áfram ritstjóri og ábyrgðarmaður Víkurfrétta. Aðrir starfsmenn blaðsins eru þeir sömu, Hilmar Bragi Bárðarson tekur við starfi fréttastjóra, Sigríður Gunnarsdóttir er auglýsingastjóri og Stefanía Jónsdóttir, skrifstofustjóri. Starfsfólk Víkurfrétta þakkar Emil Páli samstarfið á liðnum árum en hann hverfur nú til annarra starfa.
ÖLL TÖLUBLÖÐ VÍKURFRÉTTA Á TIMARIT.IS ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL ÁRSLOKA 2020 ... OG VIÐ HÖLDUM ÁFRAM!
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Óboðinn gestur í verslun:
Risakönguló í bananakassa Víkurfréttir • fimmtudagur 29. apríl 1993
Krókódílar og risaköngulær stöðvaðar Víkurfréttir • fimmtudagur 4. mars 1993
Tveir Íslendingar voru handteknir í Leifsstöð við komu til landsins á þriðjudag. Voru þeir með 2 krókó-
díla innan klæða, auk þess sem þeir höfðu falið 6 risakóngulær, 6 fenjafroska, einn spordreka og tvær mýs í farangri sínum. Voru dýrin gerð upptæk og færð meindýraeyði í
Starfsstúlku í einni verslun hér suður með sjó brá eldur betur í brún fyrir helgina þegar hún var að taka upp ávaxtasendingu. Á botninum í einum bananakassanum leyndist nefnilega risakönguló á íslenskan mælikvarða. „Ég hélt að kóngulóin væri steindauð og upplituð á botninum í kassanum. Hún var ljósbrún á litinn og flöt að sjá. Þegar ég tók upp eina
bananakippuna skaust kóngulóin hins vegar til í kassanum. Það er ekki laust við að ég hafi fengið gæsahúð og meira segja á hnén.“ Viðbrögðin voru þau að taka annan tóman grænmetiskassa og berja honum stöðugt ofan í hinn til að drepa kóngulóna. „Ég þorði ekki að kíkja til að athuga hvort hún væri dauð, heldur fór með kassana beint út í ruslagáminn og lokaði vel á eftir,“ sagði starfsstúlkan í samtali við blaðið.
Keflavík til aflífunar. Mennirnir voru að koma frá Amsterdam og fannst þessi óvenjulegi óheimili innflutningur við skyndikönnun í tollinum.
Dregið og mokað og mokað og mokað! Víkurfréttir • fimmtudagur 14. janúar 1993
Fulltrúar Keflavíkur og Orlando fyrir framan bæjarskrifstofurnar.
Vel heppnuð vinabæjarheimsókn Orlando til Keflavíkur:
Björgunarsveitarmenn og aðrir góðborgarar höfðu í nógu að snúast um helgina við að draga upp bíla og moka þá út úr snjósköflum. Myndasmiður okkar, Hilmar Bragi, tók meðfylgjandi myndir í Garðinum á sunnudaginn. Önnur þeirra sýnir bíl dreginn úr skafli á Skagabraut og hin sýnir Theodór Guðbergsson moka fjallajeppann sinn úr fönn við Fiskþurrkun hf.
NBA-LIÐ ORLANDO TIL KEFLAVÍKUR NÆSTA ÁR – verður settur upp „mini Disney“-skemmtigarður í Keflavík?
Víkurfréttir • fimmtudagur 2. september 1993 „Þetta er búin að vera mjög skemmtileg og fróðleg heimsókn og ég er viss um að vinabæjasambandið á eftir að koma báðum stöðum til góða. Strax á næsta ári munum við senda hluta af NBA-liði Orlando til að leika í Keflavík,“ sagði Glenda Wood, borgarstjóri Orlando, í samtali við Víkurfréttir en sendinefnd Orlandoborgar í Flórída var í vinabæjarheimsókn í Keflavík í síðustu viku. Orlando og Keflavík berjast við svipuð vandamál, stórri herstöð verður brátt lokað í Orlando og samdráttur er fyrirsjáanlegur í Keflavíkurstöðinni sem mun hafa áhrif á atvinnulíf á báðum stöðum. Glenda Wood sagði að sambandið yrði ræktað á flestum sviðum mannlífs, menntunar, atvinnulífs, íþrótta og ferðamála
Mini Disney til Keflavíkur? Fulltrúar Keflavíkur fóru með gesti sína um Keflavík og Suðurnes þar sem skoðað var það markverðasta og sagði Ellert Eiríksson að Orlandofólkið hafi verið mjög ánægt
með það sem það sá, ekki síst kraftmikið umhverfisstarf í Keflavík. Í framhaldi af því var ákveðið að færa Keflavíkurbæ áð gjöf nokkurs konar „Vinabæjarlund“ sem settur verður upp í Keflavík og minnir á vinabæjasamband Oiiando og Keflavíkur. Ellert sagði að ekki væri búið að ákveða staðsetningu hans. Einnig kom upp sú hugmynd í heimsókninni að hægt væri að setja upp mini-Disney skemmtigarð í Keflavík en Disney-world garðurinn er sem kunnugt er í Orlandoborg.
Orlando Magic keppir við ÍBK En það næsta sem mun gerast í samskipum bæjarfélaganna er að hluti NBA-liðs Orlando Magic mun koma til Keflavíkur næsta ár og keppa við Íslands- og bikarmeistara ÍBK í körfuknattleik. Formleg vinabæjarsamskipti Orlando og Keflavíkur hófust með heimsókn fulltrúa Keflavíkur til Orlando 1991 og var forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, m.a. viðstödd undirskrift samkomulagsins. Keflavík mun vera eina bæjarfélagið á Íslandi sem er með vinabæjasamband við bandaríska borg en uppbygging hefur verið mjög hröð í Orlando á undanförnum árum.
Samstarfssamningur við Bylgjuna og Stöð 2
Víkurfréttir • fimmtudagur 21. janúar 1993
Gerður hefur verið samstarfssamningur milli Víkurfrétta annars vegar og Bylgjunnar og Stöðvar tvö hins vegar. Hljóðar samningurinn upp á að Víkurfréttir annist fréttaþjónustu hér á Suðurnesjum fyrir útvarpsstöðina Bylgjuna og sjónvarpsstöðina Stöð tvö. Líta forsvarsmenn aðila björtum augum á samstarfssamning þennan. Kappkostað verður að nýta hið mikla fréttanet Víkurfrétta. Þó þurfa lesendur Víkurfrétta ekki að örvænta um að þetta komi niður á fréttum blaðsins, fremur hitt að fréttir af Suðurnesjum verði meiri í þessum stóru landsfjölmiðlum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Boðað til borgarafundar í Garði vegna skemmdarverka:
Vitamálastofnun lét rífa Gamla vitann sökum slysahættu Víkurfréttir • fimmtudagur 1. apríl 1993
Eurovision-drottningin hafmeyja í Bláa lóninu Víkurfréttir • fimmtudagur 18. mars 1993 „Ég myndi gera allt fyrir frægðina, nema kannski að koma nakin fram“. Þessi orð hafa margir látið falla og jafnvel sungið í dægurlagatextum. Ingibjörg Stefánsdóttir, söngkona í Pís of keik og fulltrúi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1993, sem fram fer á Írlandi í vor er frökk leik- og söngkona sem tekur sér ýmislegt fyrir hendur. Hún var í Svartsengi um helgina þegar tökur á nýju japönsku rokkmyndbandi fóru þar fram. Ingibjörg kom fram í myndbandinu í gervi hafmeyju og varð að gera sér að góðu að liggja á hraundranga í um klukkustund berbrjósta í hrollköldu veðri. Mótleikarinn var hins vegar einn þekktasti kvikmyndaleikari og dægurlagasöngvari Japana, Nagase Makatoshi.
Makatoshi þessi fékk hins vegar ekki að snerta á Eurovisionsöngkonunni okkar, henni Ingibjörgu, heldur varð bara á láta sér dreyma um hafmeyjuna. Ekki var laust við að nokkrir áhorfendur að kvikmyndatökunni væru farnir að kenna í brjóst um Ingibjörgu sem lá úti í kuldanum en hún harkaði af sér, enda hlýjaði tilhugsunin um notalega stund í lóninu að lokinni myndatöku. Hilmar Bragi komst í návígi við hafmeyjuna og tók meðfylgjandi mynd af Ingibjörgu Stefánsdóttur. Þess má geta til gamans að Japanarnir komu um 15.000 kílómetra „veg“ til að taka myndbandið á þessari „túndru taumlausra lægða“, eins og einn ágætur sjónvarpsmaður komst að orði.
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur boðað til almenns borgarafundar í Garði í dag kl. 18:30 vegna skemmdarverka Vitamálastofnunar á Garðskaga. Stofnunin hefur látið rífa gamla Garðskagavitann vegna slysahættu. Stofnunin hefur haldið því fram að undirstöður vitans væru orðnar mjög skemmdar, en sjór hefur leikið um undirstöðurnar frá því vitinn var byggður 1897. Jens Sævar Guðbergsson, hreppsnefndarmaður í Garði, sagði í samtali við blaðið í gær að með því að rífa
Þessi ljósmynd var tekin á Garðskaga seinnipartinn í gær, miðvikudag. Starfsmenn Vitamálastofnunar hafa lokið við að rífa vitann og nú stendur pallurinn einn og yfirgefinn í sjó fram. Það er ekki sjón að sjá Garðskaga eftir þessa meðferð stofnunarinnar. Mynd: h&b gamla vitann hafi Vitamálastofnun unnið mikil spjöll, enda hafi gamli vitinn verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, auk þess sem hann sé eitt af táknum sveitarfélagsins. Borgarafundurinn verður kl. 18:30 í dag, fimmtudag. eins og áður segir Gamli Garðskagavitinn eins og hann var áður en starfsmenn Vitamálastofnunar rifu hann. Þessi mynd var tekin áður en öryggisverk var sett á pall umhverfis vitann. Mynd: hbb
og verður hann haldinn á rústum gamla vitans. Á meðan á fundinum stendur verður safnað fjárframlögum sem verða notuð til að endurbyggja vitann og styrkja undirstöður hans.
Margir hlupu 1. apríl 1993 Fréttin um niðurrif gamla vitans á Garðskaga er eitt best heppnaða aprílgabb Víkurfrétta í áraraðir. Gabbið var myndskreytt með ljósmynd sem hafði verið unnin í myndvinnsluforriti í árdaga slíkra forrita, þar sem verulega hafði verið átt við myndina. Fjölmargir létu glepjast af gabbinu og lögðu leið sína á Garðskaga þar sem gamli vitinn stóð ennþá og gerir enn.
Varnarliðsflutningar Eimskips:
Fyrsta skipið komið – Skipaafgreiðsla Suðurnesja sér um afgreiðsluna og aksturinn Víkurfréttir • fimmtudagur 22. júlí 1993
Ljós í Sólhúsinu Víkurfréttir • fimmtudagur 11. mars 1993 Stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1993 hafa stundað ljósaböð í Sólhúsinu í Hótel Keflavík.
Þar hafa þær fengið brúnan lit á kroppinn og einnig getað farið í gufu og pott en aðstaða fyrir slíkt er mjög góð í Sólhúsinu.
Einum togarafarmi hent á sólarhring Víkurfréttir • fimmtudagur 21. janúar 1993 Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík, upplýsti það á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur að um einum togarafarmi af fiski væri hent í sjóinn á hverjum sólarhring. Sagðist hann hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að smábátarnir sem róa með net í Faxaflóa stunduðu þetta.
Kom fram hjá honum að hér væru allt eins um að ræða báta frá öðrum Faxaflóahöfnum en Suðurnesjum, sem kæmust ekki út til að vitja aflans svo dögum skiptir vegna brælu. Kæmu bátarnir aldrei með annan afla að landi en lifandi blóðgaðan og svo mesta lagi einnar náttar, þeim eldri væri hent aftur fyrir borð. Væri þetta í sjálfu sér eðlilegt þegar um kvótaveiðar væri að ræða en engu að síður mjög alvarlegt mál.
Forráðamenn Eimskipafélags Íslands hafa ákveðið að fela Skipaafgreiðslu Suðurnesja, alla afgreiðslu þ.m.t. akstur við upp- og útskipun varnarliðsvörunnar, sem félagið kemur til með að flytja milli Bandaríkjanna og Íslands. Ljóst er því að ekkert verður úr samningi Eimskips við Suðurleið, sem Suðurleiðamenn höfðu látið hafa eftir sér að þeir væri hóflega bjartsýnir um að yrði að veruleika. Þetta virkar þó þannig að bílstjórar innan Vörubílastöðvar Keflavíkur eru meðal þeirra sem taka þátt í akstrinum á vegum Skipaafgreiðslu Suðurnesja. Sá háttur var m.a. hafður á er fyrsta skipið á vegum Eimskips kom til Njarðvíkur að morgni síðasta þriðjudags. Það skip var leiguskip er nefnist Anglia og kom það með 23 gáma af varnarliðsvörum.
Söguleg stund í Njarðvíkurhöfn síðasta þriðjudagsmorgun. Skip beggja samkeppnisaðilanna í varnarliðsflutningunum við bryggju. Það stóra er Anglia leiguskip Eimskips í sinni fyrstu ferð, en minna skipið er Strong Icelander sem var í sinni síðustu ferð í samkeppninni við Samskip og verður áfram í flutningum, en nú í samkeppni við Eimskip. Mynd: epj
Víkurfréttir 40 ára, bestu hamingjuóskir! Þegar ég las afmælispistil Palla í Víkurfréttum um daginn, þá skutust fram skemmtilegar minningar um góð samskipti við þá félaga á blaðinu. Ég man vel þann tíma þegar Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson eignuðust Víkurfréttir. Árið áður tók ég við rekstri Skipaafgreiðslu Suðurnesja og Emil var þá oft á ferðinni um Suðurnesjahafnir í fréttaleit þegar eitthvað var um að vera. Samskipti við strákana voru alla tíð góð og ánægjuleg og stundum kíkti maður í kaffi og spjall hjá þeim á Vallargötunni. Eftir að Víkurfréttir voru settar inn á vefinn www.timarit. is, þá hef ég verið að skoða blöðin aftur í tímann og haft ánægju af að rifja upp ýmislegt sem á dagana dreif. Segja má að Víkurfréttir séu meðal bestu söguheimilda hér á Suðurnesjum síðustu 40 árin og þar má finna margar skemmtilegar fréttir, greinar og viðtöl. Fjölbreytni í efnisvali hefur jafnan verið ríkjandi á blaðinu og mér finnst blaðið hafa haldið
hag Suðurnesja vel á lofti. Ég minnist meðal annars skrifa þeirra félaga um varnarliðsflutningana, Eldeyjarútgerðina, málefni slökkviliðanna o.fl. o.fl. Molarnir hans Emils hittu líka oft í mark en þar komu stundum fram létt skot á menn og málefni. Molarnir voru stundum tilefni skemmtilegra og jafnvel ákveðinna skoðanaskipta. Hilmar Bragi kom að blaðinu ungur og hress og hefur látið mikið að sér kveða í efnisleit. Ég held að flestir Suðurnesjamenn hafi ávallt lesið blaðið upp til agna, eins og ég sagði í viðtali við blaðið í tilefni af tíu ára afmælinu 1990. Vonandi að það haldi áfram að koma einnig út á prenti. Ég þakka fyrir góð og ánægjuleg samskipti alla tíð um leið og ég óska Palla og hans fólki til hamingju með frábært blað í 40 ár. Jón Norðfjörð
Ekki er vika án Víkurfrétta!
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!
Sjáðu 40 ára sögu Víkurfrétta á timarit.is Þórkötlustaðahverfi í Grindavík:
Risabruggstöð lokað Víkurfréttir • fimmtudagur 15.júlí 1993 Lögreglan í Grindavík upprætti á mánudagskvöld næststærstu bruggverksmiðju sem fundist hefur hér á landi. Verksmiðjan var staðsett í verbúð í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Tveir ungir menn úr Hafnarfirði voru handteknir og játuðu að eiga stórvirk tæki og tól sem fundust við húsleit. Lögreglan komst á snoðir bruggarana fyrir réttri viku og lét til skarar skríða á mánudag eftir að hafa fengið húsleitarheimild í verbúð-
inni. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust mjög fullkomin og öflug eimingartæki, einnig 1200 lítrar af gambra, 30 lítrar af spíra, 450 kíló af strásykri og 100 lítrar af ávaxtasafa. Á staðnum fundust einnig notaðar umbúðir utan af sykri og ávaxtasafa í miklu magni og telur lögreglan í Grindavík, sem fékk kollega sína úr Breiðholti sér til liðssinnis við þetta verkefni, að bruggverksmiðjan hafi verið starfrækt í verbúðinni frá því um miðjan júní. Söluverðmæti þess
sem fannst ásamt hráefni til framleiðslunnar nemur um einni og hálfri milljón króna. Talið er að bruggstarfsemin tengist umfangsmikilli dreifingarstarfsemi á bruggi á stór-Reykjavíkursvæðinu. Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Grindavík, sagði að ekki væri talið að nein sala hafi átt sér stað í Grindavík. Mennirnir sem handteknir voru eru úr Hafnarfirði og hafa áður komið við sögu við svona mál. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur fengið málið til frekari rannsóknar.
Ráðist á lögreglustöðina! Víkurfréttir • fimmtudagur 4. mars 1993
Töluverðar skemmdir voru unnar á lögreglustöðinni í Grindavík aðfaranótt þriðjudags, þegar tveir piltar, 16 og 20 ára, brutu fjórar stórar rúður og gerðu sig líklega til að skemma innanstokksmuni. Hér er Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, með rúðubrot, sem er táknrænt fyrir atburðinn. Mynd: hbb
Kristján Kristmannsson lögreglumaður og Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn með hluta af bruggstöðinni í lögreglubíl á vettvangi. Mynd: pket
Halldór Gíslason, 7 ára drengur úr Höfnum:
„Man hvernig ég rúllaði undir bílnum“ – segir Halldór, sem dróst með honum 60 metra Víkurfréttir • fimmtudagur 9. desember 1993
Halldór Gíslason, 7 ára íbúi í Höfnum, varð undir bíl fyrir utan heimili sitt á mánudagskvöldið og dróst með honum um 60 metra. Halldór hlaut m.a. áverka á vanga. Myndir: Hilmar Bragi
Halldór Gíslason, sjö ára drengur úr Höfnum, slapp nær ómeiddur eftir að hafa lent undir bíl í Höfnum á mánudagskvöld og dregist með honum um 60 metra. Halldór er skrámaður á vinstri vanga og marinn á brjóstkassa, baki og öxlum. Að öðru leyti er Halldór ómeiddur og fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Faðir Halldórs, Gísli Hjálmarsson, var á tali við annan mann fyrir utan heimili þeirra, við Hafnargötu í Höfnum, þegar bifreið ók þar hægt framhjá. Gísli sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi heyrt dynk og haldið að eitthvað hafði dottið úr bílnum. Það næsta sem Gísli sá var húfa drengsins á götunni og þá hafi hann gert sér grein fyrir því hvað hafði gerst.
„Ég hljóp á eftir bílnum og hrópaði af lífs og sálar kröftum. Sem betur fer var ökumaðurinn að fara í næsta hús og stoppaði því um 60 metrum neðar í götunni. Hann taldi sig hafa ekið yfir snjóhindrun. Þegar að var komið sáum við í drenginn við afturhjól bílsins, farþegamegin. Hann var á grúfu og var með höfuðið við hjól bílsins. Ég fékk bílstjórann til að bakka aðeins og síðan lyftum við bílnum ofan af Halldóri. Það var kallað á sjúkrabíl sem kom mjög fljótt og flutti drenginn á sjúkrahús,“ sagði Gísli Hjálmarsson í samtali við blaðið. Halldór var óvenju hress þegar blaðamenn Víkurfrétta heimsóttu hann á heimili hans í Höfnum á þriðjudaginn. Að læknisráði var hann innivið á þann dag. Halldór
Gísli Hjálmarsson, faðir Halldórs, sýnir hvar slysið átti sér stað. „Ég hef oft blótað því að ekki sé ruddur snjór af götunni, en í gærkvöldi bjargaði snjórinn miklu,“ sagði Gísli á þriðjudaginn. segist lítið muna eftir slysinu. Hann segist hafa verið að leika sér þegar óhappið átti sér stað. „Ég man hvernig ég rúllaði undir bílnum,“ sagði hann í samtali við blaðið. „Þá man ég líka þegar löggan kom.“
Þó svo bíllinn sem Halldór lenti undir hafi ekið mjög hægt, þá er það alltof algengt að bílum sé ekið á miklum hraða í byggðarlaginu. Það er vandamál sem hreppsyfirvöld og lögreglan hafa glímt við um nokkurt skeið.
Til hamingju! Óskum eigendum Orkustöðvarinnar til hamingju með glæsilega heilsuræktarstöð í hjarta Reykjanesbæjar.
Tilboð í Chalk/styrkur og jóga: 10.900 kr. 12 mán. binditími.
https://www.orkustod.is/ orkustod@orkustod.is Opnunartími er frá 6:00 – 22:00 alla virka daga og 07:00-21:00 um helgar
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þau hjálpa fólki að láta drauma sína rætast Feðginin Matti Osvald Stefánsson og Eva María eiga rætur sínar að rekja til Keflavíkur. Matti er þekktur heilsuráðgjafi og markþjálfi og Eva María er líka markþjálfi og heldur úti vinsælu hlaðvarpi.
Matti Osvald er sonur hjónanna Oddnýjar Mattadóttur og Stefáns Öndólfs Kristjánssonar. Hann spilaði körfubolta á uppvaxtarárum sínum í Keflavík, alveg þar til hann meiddist alvarlega í baki nítján ára og varð að hætta. Að eilífu, sögðu sérfræðingarnir en ekki að mati Matta því hann ákvað að verða góður í bakinu og stóð við það. Hann fór til Bandaríkjanna að læra heilsuráðgjafann og starfar sem slíkur í dag ásamt því að vera menntaður markþjálfi. Eva dóttir hans vinnur einnig við markþjálfun. Það má eiginlega segja að þau starfi bæði við að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast.
Barnabarn Matta skó „Ég er náunginn sem ég hefði þurft að hitta þá þegar ég var nítján ára,“ segir Matti og brosir, „en á þessum tíma var ég á kafi í körfu, meiddist illa í bakinu og gat ekki haldið áfram. Ég fór til allskonar sérfræðinga sem sögðu að ég myndi ekki spila meir. Það hefur að vísu ekki gengið eftir því ég fann hjálpina sem mig vantaði. Næstu árin sótti ég í allt sem gat hjálpað mér að finna leiðina að góðri heilsu, jafnvægi á ný. Andleg heilsa hefur áhrif á líkamlega heilsu. Það er þessi brú sem við getum ekki aðskilið ef við viljum fá betri heilsu. Við þurfum að þora að horfast í
augu við okkur sjálf. Ég er alinn upp í þessu náttúrulega viðhorfi, að líkaminn geti læknað sig sjálfur. Afi minn, Matti Osvald Ásbjörnsson, var oftast kallaður Matti skó því faðir hans, Ásbjörn, og Sigurberg, föðurbróðir afa, voru skósmiðir í Keflavík en afi var sá sem ruddi brautina fyrir marga í Keflavík á árum áður, með Kákasusgerlinum sem hann ræktaði og íbúar bæjarins fengu hjá honum. Ég man vel þegar afi var að klípa af gerlinum, sem óx endalaust, og gaf fólki sem vildi prófa þessa ræktun mjólkursýrugerla heima hjá sér. Þetta var langt á undan LGG magagerlunum sem við getum keypt út úr búð í dag. Ég veit ekki hvar hann fékk þetta en fólk taldi það allra meina bót að drekka sýrða vökvann sem Kákasusgerillinn framleiddi. Afi var skemmtilegur og ótrúlega hress, allt fram í andlátið en hann lést 98 ára gamall en þá sagði hann að þetta væri komið gott og ákvað að yfirgefa jarðlífið. Hann hætti öllu, lagðist í rúmið og fór á um þremur vikum. Afi Matti virtist vera orkumeiri en almennt gengur og gerist. Að hitta hann var eins og að ganga inn í rafstöð, maður hresstist alltaf við að hitta afa. Þegar hann lá banaleguna þá heimsótti ég hann einu sinni sem oftar og hann spurði mig hvaða dagur mánaðarins væri þann daginn. Ég sagði honum það og þá sagðist hann ætla að tóra einhverja
Matti með afa sínum og nafna, Matta skó.
daga í viðbót, alla vega fram yfir 98 ára afmæli sitt og gerði það, vildi klára afmælið sitt og lifði hálfum mánuði lengur. Síðustu dagana, þegar farið var að draga af honum afa mínum, sat ég hjá honum og lagði höfuð mitt á brjóstið hans og fann kröftugan hjartsláttinn og hugsaði að þetta hjarta væri svo sterkt það gæti ekki stoppað – en svo dó hann tveimur dögum seinna. Eitt sinn fór æskuvinur minn með mér að hitta afa sem þá var orðinn 92 ára. Þessi vinur minn bjóst við að hitta gamlan lúinn mann á þessum aldri en þegar við komum inn á herbergið hans á Hlévangi, þá sat sá gamli og reifst við sjónvarpið sem sýndi handboltaleik í beinni. Þetta gerði hann alltaf þegar hann var að horfa á íþróttaleiki, hvatti sína menn áfram eins og hann væri staddur sjálfur á leiknum.“ „Já, ég man vel eftir afa einmitt svona, að rífast við sjónvarpið,“ segir Eva, þrítug dóttir Matta Osvald, og hlær en hún er einnig stödd með blaðakonu á stofunni hans Matta í Hafnarfirði. Þau mæðgin starfa bæði við markþjálfun í dag. Matti Osvald vinnur mikið hjá Ljósinu en er einnig með námskeiðahald og einstaklingsráðgjöf.
Naut þess að vera heimavinnandi pabbi Matti Osvald fór til San Diego tuttugu og tveggja ára gamall að læra heildrænt nudd og heilsuráðgjöf og þar kynntist hann barnsmóður sinni, Unni Magnúsdóttur, sem stundaði nám þar ytra á sama tíma og Matti. Þau urðu par og eignuðust Evu Maríu á námsárum sínum í sólríku Kalíforníufylki. „Þetta var góður tími. Ég var nýbúinn með fjögurra ára nám en Unnur átti eitt ár eftir þegar Eva fæddist. Ég ákvað að vera heima með hana á daginn og ég held að þessi tími, þetta fyrsta ár í lífi hennar, hafi gert það að verkum að við erum mjög tengd í dag. Ég hef alltaf viljað vera til staðar fyrir Evu, líka eftir að mamma hennar og ég skildum. Það átti aldrei að bitna á sameiginlegu barni okkar og við stóðum við það í gegnum uppeldið hennar,“ segir Matti og horfir á Evu sem samsinnir þessu: „Já, við pabbi
Matti og Eva eru sálufélagar.
erum sálufélagar. Það er stundum fyndið þegar hann hefur samband við mig, að rétt áður en hann hringir, þá var ég að hugsa til hans. Ég leyfi mér að kalla hann besta pabba í heimi. Við erum líka svo góðir vinir. Í dag starfa ég við markþjálfun eins og hann, enda er pabbi einn af fyrirmyndum mínum.“
Dóttirin fór holóttan veg En lífið hefur ekki alltaf verið svona ljúft hjá Evu sem fór holótta leið í lífinu frá unglingsárum og fram yfir tvítugt. Undanfarin sjö ár hefur hún þó lifað góðu lífi sem tveggja barna móðir og sambýliskona barnsföður síns. „Ég fór alveg í gegnum erfið sjö ár áður en ég opnaði augu mín fyrir sjálfri mér og hætti að deyfa innri sársauka minn. Öll göngum við í gegnum áskoranir í lífinu. Einhver brýtur á þér eða hafnar þér, þá byrjarðu, einhverra hluta vegna, að brjóta þig niður. Þú segir sjálfri þér að þú valdir bara vonbrigðum og sért ekki eins mikilvæg manneskja og allir aðrir. Þetta leiðir yfirleitt til sjálfshöfnunar. Það er þessi tilfinningalegi
sársauki sem þú vilt ekki finna fyrir og byrjar að deyfa niður með neyslu. Ég deyfði sársauka minn með áfengi og grasi. Ég reyndi að flýja og fór til Ekvador og Los Angeles en fattaði þegar ég kom á þessa staði að ég var ennþá með í för, ég losnaði ekkert við sjálfa mig þótt ég væri komin á nýjan stað. Myrkrið inni í mér var orðið svo mikið að ég þoldi ekki við og ákvað að fara inn á Vog í meðferð og síðan eru liðin rúm sjö ár. Allan þennan tíma sem ég var svona týnd var einhver rödd inni í mér sem sagði að ég ætti miklu meira inni, að ég ætti heima í ljósinu. Þessi rödd var orðin svo hávær að ég varð að hlusta. Í dag starfa ég sem atvinnupeppari og þjálfari, ég hvet aðra til að búa til betra líf og nýti alla þá reynslu sem ég hef öðlast. Ég man þegar ég var í meðferð þá studdist ég við frábæra bók eftir Guðna Gunnarsson sem heitir Máttur viljans, frábær og öflug lesning. Í dag hlusta ég á innsæi mitt og það hreinlega öskrar á mig að Marta Eiríksdóttir marta@vf.is Myndir: Marta Eiríksdóttir og úr einkasafni Matta Osvald.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Langömmu Matta Osvald var rænt af erni S agt var um móður Matta skó, að hún hafi verið með ör framan á bringu og á höfði eftir arnarklær og er til skjalfest frásögn hennar af þessum ótrúlega atburði þegar örn klófesti hana aðeins tveggja ára gamla og flaug með hana á brott. Í júní árið 1942 birtist í Lesbók Morgunblaðsins viðtal við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem varð fyrir því, barn að aldri, að ránfuglstegundin örn rændi henni. Hún segir svo frá;
Fjölskyldan.
ég sé á réttum stað í lífi mínu. Ég er móðir tveggja barna, stelpu og stráks sem eru þriggja ára og sex ára, og er í sambúð með föður þeirra. Hvað lífið getur verið gott en stundum þurfum við að fara í gegnum myrkrið til að finna ljósið. Þá er áríðandi að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Hætta að ásaka annað fólk fyrir allt sem miður fer,“ segir Eva sem er orðin þekkt fyrir námskeiðahald og hlaðvörp sem hún býr til ásamt vinkonu sinni, Sylvíu Briem.
Eva Mattadóttir og Sylvía Briem eru með hlaðvarp saman „Ég fór í markþjálfanám og í átján mánaða strembið ferli til þess að verða Dale Carnegie þjálfari. Þar kynntist ég Sylvíu sem er góð vinkona mín í dag. Við erum með hlaðvarp saman sem við nefnum Normið og gengur ótrúlega vel. Þáttur númer hundrað er alveg að fara í loftið. Við tökum viðtöl við áhugaverða einstaklinga en stundum erum við að ögra hlustendum okkar með því að vera mannlegar. Það er að segja, að tala um eitthvað sem fólk almennt talar ekki um. Við köllum þetta hrátt plebbaspjall um mannlegheit. Heimurinn er að garga á einlægni, að við komum til dyranna eins og við erum klædd, að við séum ekki að þykjast eitthvað. Þannig styðjum við hvert annað best, með því að vera einlæg,“ segir Eva og geislar af eldmóði þegar hún talar.
Það sleppur engin við erfiðleika „Þetta er mjög flott hjá þeim Evu og Sylvíu. Það þarf hugrekki til að vera maður sjálfur og þær eru svo sannarlega að fylgja innri áttavita. Lífið kreistir okkur til að líta á erfiðleika sem tíma til að vaxa en ekki til að flýja inn í heim fíknar og doða. Þegar eitthvað kemur upp á, við verðum veik eða verðum fyrir andlegu áfalli, þá er falin gjöf í þessari sendingu sem við sjáum oft ekki fyrr en eftir á. Manneskjan framkallast í myrkri eins og ljósmyndin. Það þarf oft erfiðleika til að vekja okkur. Þetta virðist vera lögmál í gegnum lífið. Við þurfum öll að rekast á vegg en það er að stoppa og íhuga næstu skref. Við erum með innri áttavita sem segir okkur hvað við eigum að gera næst. Stundum nennum við því ekki, viljum hafa lífið eins og það er. Óánægja hleðst upp því við þurfum að vaxa og þroskast. Það er að þora að horfast í augu við að nú þurfum við að fara nýja leið. Kannski er eitthvað búið, starfið þitt þarf að breytast eða víkja alveg út úr lífi þínu eða hjónabandið þarfnast uppstokkunar. Lífið þjarmar að okkur og verður erfitt þegar við hlustum ekki á innri röddina,“ segir Matti að lokum en hann starfar sem markþjálfi og heildrænn heilsuráðgjafi. Eiginkona Matta Osvald er Eva Birgitta Eyþórsdóttir og eiga þau uppkomin börn, Oddnýju Sól Osvald Mattadóttur og Jóhann Birgi Osvald Ingvarsson. Matti og Eva.
„Ég er fædd þann 15. júlí 1877, en mun hafa verið rétt um það bil tveggja ára. Foreldrar mínir áttu heima á Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var ráðsmaður hjá ekkju Kristjáns Skúlasonar kammerráðs, Ingibjörgu Ebenezardóttur. En móðir mín, Matthildur Matthíasdóttir, var þar í húsmennsku að kallað var. Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekkuhalli niður að ánni þar sem þvottastaðurinn var. En skammt fyrir ofan var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í túninu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu, er hún fór að fást við þvottinn, taldi mig óhultari þar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún að ég rek upp hræðsluóp, en örn er kominn yfir mig, þar sem ég sat við að tína blóm . Skipti það engum togum, að örninn hefur sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrðist til mín nema rétt sem snöggvast. Hefir strax liðið yfir mig. Í fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Er sem hann hafi viljað komast sem hæst strax, til þess að hann kæmist á ákvörðunarstað, þó honum dapraðist flugið er frá liði. En vitanlega var ætlun hans að koma mér upp í arnarhreiður sem var í fjallinu fyrir ofan Kross. Í Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sér hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Gerðu ernir þessir oft óskunda meðal alifugla
á Skarði man ég, þegar ég var þar seinna um tíma, á tíu ára aldri. Nú víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, er það var við heyskap. Þaut hver af stað sem betur gat, til þess að reyna að komast í tæri við örninn. En sá leikur sýndist ójafn og útséð hver endirinn yrði. Enda sagði móðir mín, að þegar hún leit upp frá þvottinum við ána, og horfði á eftir erninum með mig í klónum, gat hún ekki ímyndað sér að hún sæi mig nokkurn tíma aftur lifandi, og kannski ekki einu sinni liðna. En hvatastur maður og snarráðastur þar var Bogi Kristjánsson kammerráðs, er á þeim árum mun hafa verið fyrirvinna móður sinnar. Hann var skotmaður góður, og flaug honum fyrst í hug að freista þess að skjóta örninn. En sá samstundis, að það væri lokaráð. Fyrst og fremst óvíst hvort skotið kæmi í mig eða fuglinn, í öðru lagi ekki annað við það unnið, ef hann ynni örninn, þá félli ég til jarðar úr háa lofti. Hann greip því langa stöng og náði í röskan hest og reið áleiðis að Krossfjalli, þar sem hreiðrið var.“
Of þung fyrir örninn „Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hér færst of mikið í fang. Ég var stór eftir aldri og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt
okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar sleppti hann byrðinni, en Bogi þá svo nálægt, að ránfuglinn, með sinn bilaða væng, gerði mér ekki mein, þar sem ég var komin, en lagði á flótta undan manninum. Móðir mín sagði mér, að þar sem Boga tókst að slá stönginni í væng arnarins, hafi hann verið kominn yfir Krossá, svo vegalengdin, sem hann hefir flogið með mig, hefir eftir því verið um 3 kílómetrar. Þegar Bogi kom að þar sem ég lá, var ég í yfirliði. Örninn hafði læst klónum gegnum föt mín á brjóstinu, og voru förin eftir klærnar í hörundinu, en sárin ekki djúp. Því fuglinn hafði fengið nægilegt hald í fötunum. Mig minnir að mér hafi verið sagt að örninn hafi læst nefinu í hár mitt, á fluginu. En af því fékk ég engan áverka. Móðir mín sagði mér síðar, að ég hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fékk ég ekki af þessari einkennilegu loftferð. Foreldrar mínir fluttu nokkru síðar út í Bjarneyjar. Þar átti ég oft að gæta yngri systkina minna úti við. Móðir mín varaði mig jafnan við því, meðan þau voru lítil, að gæta þeirra vandlega, þegar erni bæri þar yfir, en þeir sáust oft á flugi yfir eyjunum, eða sátu þar á klöppum og skerjum.“
DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA ER Á SUNNUDAGINN Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 7. febrúar sem er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, en litið er á hann sem „föður“ íslenska tónlistarskólakerfisins. Dagur tónlistarskólanna verður héðan í frá haldinn á fæðingardegi Gylfa. Í tilefni dagsins stendur skólinn fyrir nemendatónleikum en vegna samkomutakmarkana verða þeir á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is Tónleikarnir verða aðgengilegir frá og með laugardeginum 6. febrúar. Með von um góða aðsókn, skólastjóri.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hlaðvarp og jóga í þungarokks stúdíóinu í gamla bænum Garðhúsið við bílskúrinn sem áður hýsti bílskúrsbönd í þungarokki er nú í öðru hlutverki. Í Lubba Peace eru sagðar Góðar sögur, lesnar hljóðbækur og haldin námskeið í skapandi skrifum. Í gamla bænum í Keflavík er starfrækt lítið stúdíó, Lubbi Peace, þar sem er hægt að taka upp hljóð, halda námskeið, iðka jóga, skrifa bækur eða annað. Ungt par, Ingi Þór Ingibergsson og Anna Margrét Ólafsdóttir, rekur þetta frumlega stúdíó þar sem talið er að allnokkrar hljóðhimnur hafi sprungið þegar bílskúrshljómsveitir þöndu raddbönd og léku þungarokk. „Við opnuðum rétt fyrir Covid-19 og árið hefur því verið sérstakt eins og kannski nafnið,“ segja þau bæði hlægjandi þegar blaðamaður spyr út í starfsemi Lubba Peace. Þar er boðið upp á hlaðvarpsupptökur, jóga, skapandi skrif og fleiri námskeið sem og minni mannfögnuði. Ingi Þór er alinn upp í húsi foreldra sinna sem þau keyptu fyrir nokkrum árum. Ingibergur, faðir hans, er húsasmíðameistari og hafði gert húsið upp og sonurinn hefur haldið því verkefni áfram. Litla stúdíóð átti upphaflega að vera garðhús sem viðbygging við bílskúrinn en varð miðstöð tónlistar og rokks. „Jú, líklega hafa all nokkrar hljóðhimnur sprungið hér innan dyra. Ég ól manninn hér upp í þessu rými sem unglingur með félögum mínum að spila þungarokk og pabbi í sínum hljómsveitum. Það var mikið rokkað hérna,“ segir
Við vildum vera með rými til fjölbreyttrar sköpunar og fyrir skemmtileg verkefni. Við höfum verið með hlaðvarpsupptökur og höfum haft nokkra fastakúnna í hlaðvarpi og hér hefur verið lesið inn á nokkrar hljóðbækur ...
HJÓNIN Í HLJÓÐVERINU Ingi Þór Ingibergsson og Anna Margrét Ólafsdóttir í hljóðveri Lubba Peace í gamla bænum í Keflavík. VF-mynd: pket
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Ingi Þór en Anna Margrét kemur úr öðru umhverfi, hún er sveitastúlka frá Selfossi og hefur lækkað hljóðstyrkinn í húsnæðinu. Hún starfaði sem verkefnastjóri á Bókasafni Reykjanesbæjar þegar hún ákvað að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og að bjóða upp á jóga og meiri rólegheit en háværa rokktónlist. „Það er þó ekki langt síðan að það voru haldnir hér tónleikar á Ljósanótt, svokallaðir heimatónleikar og í bæði skiptin voru við með frekar háværar hljómsveitir. Ég náði að byrja aðeins með jóga og fleira en auðvitað hefur kófið haft sitt að segja í starfseminni,“ segir Selfyssingurinn sem er náttúrlega orðin bítlabæjarpía í gamla bænum í Keflavík. Ingi Þór hefur unnið við hljóð undanfarin ár, m.a. í Hljómahöllinni en skipti yfir í starf kerfisstjóra hjá
Reykjanesbæ á síðasta ári. Hann hefur líka séð um tónlistarflutning á næturvöktum á Rás 2. „Við vildum vera með rými til fjölbreyttrar sköpunar og fyrir skemmtileg verkefni. Við höfum verið með hlaðvarpsupptökur og höfum haft nokkra fastakúnna í hlaðvarpi og hér hefur verið lesið inn á nokkrar hljóðbækur. Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir hefur verið með námskeið í skapandi skrifum og við höfum áhuga á að þróa það áfram með fleiri rithöfundum,“ segir Anna Margrét en í Lubba Peace er umhverfi sem er skemmtilegt fyrir slík verkefni og hljóðgræjur af bestu gerð. Þau eru ánægð í gamla bænum og Ingi Þór hefur látið ljós sitt skína á samfélagsmiðlinum Instagram í endurbótum á gamla einbýlishúsinu
sem þau keyptu af foreldrum hans, Ingibergi og Guðrúnu Júlíusdóttur, en þau keyptu hús hinum megin við götuna. „Þau vildu minnka við sig en fóru ekki langt. Það er gaman að eiga heimili í gamla bænum sem er ótrúlega fallegur. Hér býr yndislegt fólk í hverfinu og bænum öllum auðvitað,“ segir Ingi Þór en hvaðan kom þetta nafn, Lubbi Peace? „Ég er alinn upp í þessu húsi og var mikið í þessari litlu byggingu sem hýsir stúdíóið, var auðvitað
Páll Ketilsson pket@vf.is
með mikinn hárlubba sem ungur maður og svo er Peace auðvitað komið frá friðarhjónunum John Lennon og Yogo Ono. Þau stunduðu friðsamleg mótmæli nakin í rúminu eins og frægt varð með plakat upp á vegg sem á stóð „HAIR PEACE,“ sagði Ingi Þór.
GARÐHÚSIÐ Við heimili Inga Þórs og Önnu Margrétar er bílskúrinn og garðhúsið sem í dag hýsir Lubba Peace og allt sem honum tilheyrir. VF-mynd: hbb
FJÖLNOTA HÚS Í húsnæði Lubba Peace er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Húsnæðið er hins vegar fjölnota og getur verið jógasalur einn daginn og aðstaða til námskeiðshalds hinn daginn. Myndir úr einkasafni.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
GÓÐAR SÖGUR AF SUÐURNESJAMÖNNUM
Hlaðvarp þar sem rætt er við Suðurnesjamenn hefur fengið góðar viðtökur „Við erum að segja góðar sögur af Suðurnesjamönnum og erum í leiðinni að styrkja ímynd svæðisins með framtakinu. Þetta er skemmtilegt undirverkefni í því og hófst fyrir ári síðan. Við vildum sýna betri mynd af Suðurnesjamönnum og fjölbreytni mannlífsins,“ segja þau Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness og Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni en þau stýra hlaðvarpinu (podcast) Góðar sögur. Eyþór segir að samhliða því að verið sé að sýna fjölbreytileikann hjá Suðurnesmamönnum sé einnig verið að skrásetja söguna með fólkinu sem hefur verið í framlínu svæðisins á margvíslegan hátt. „Víkurfréttir hafa verið duglegar að skrá söguna en við vildum líka leggja í púkkið. Við höfum tekið ítarleg viðtöl sem hafa verið allt frá hálftíma í yfir tvær klukkustundir. Vildum gefa fleirum rödd og við getum eiginlega sagt að þetta sé útvarpsstöð Suðurnesja. Okkur hefur fundist Suðurnesjamenn ekki hafa fengið nógu mikið pláss eða athygli í fjölmiðlum og vildum bæta úr því. Hlaðvarpið er einfaldur en skemmtilegur miðill. Við tökum viðtölin upp í stúdíóinu Lubba Peace sem er í gamla bænum í Keflavík og það er ánægjulegt og skemmtilegt að
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU
VÍKURFRÉTTA
Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson eru umsjónarfólk hlaðvarpsins Góðar sögur. VF-mynd: pket
geta nýtt þjónustuna sem eigendur þess bjóða,“ segir Eyþór. Dagný segir að að hafa allir þeir sem hefur verið leitað til hafi tekið vel í erindið, að koma í viðtal. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað allir eru einlægir og hafa frá miklu að segja og gera það á sinn hátt. Við erum komin langleiðina í tuttugu þætti og ætlum að halda áfram. Suðurnesjamenn eru bestu sendiherrar svæðisins og þeir fara áfram með orðsporið,“ segir Dagný. „Hlaðvarpið er skemmtilegur miðill. Það er hægt að hlusta hvenær og hvar sem er. Gróskan er mikil í þessum geira. Við höfum
fengið ótrúlega góðar sögur og kannski ekki bara góðar sögur því margir hafa sagt okkur í spjallinu frá til dæmis ýmsum erfiðleikum sem þeir hafa mætt á lífsleiðinni. Eftir viðtöl hafa margir sagt að þetta væri eins og sálfræðiþerapía og hreinlega gleymt sér í spjallinu. Kafað lengst inn í sig og sagt frá mörgu sem þeir hafa lent í. Það hefur verið mjög skemmtilegt og áhugavert. Við fáum fullt af sögum sem engir hafa heyrt. Við hvetjum bara Suðurnesjamenn og alla til að fylgjast með og deila áfram á samfélagsmiðlum,“ sögðu þau Dagný og Eyþór.
Sprenghlægilegur farsi í Frumleikhúsinu
Ný bók um Reykjanes Reyk ja n e s U N ESCO G loba l Geopark hefur gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Í bókinni er tvinnað saman náttúru og landslagi, menningu og fólki sem og nýsköpun og atvinnu til að gefa nokkra mynd af þessu samfélagi suður með sjó. Landslagið er eldbrunnið og hrjóstrugt við fyrstu sýn og hefur því verið líkt við tunglið, gott ef æfingar fyrir tunglgönguna hafi ekki farið fram þar, en þegar betur er að gáð birtist ægifegurð skagans sem er einstök í hrikaleik sínum. Um er að ræða metnaðarfullt bókverk sem allir ættu að hafa gaman af því að eiga. Þá er bókin tilvalin til gjafa fyrir fyrirtæki og stofnanir á Reykjanesi og víðar, frekari upp-
lýsingar um magnkaup: info@reykjanesgeopark.is. Almenn sala hefst á næstunni á vefsíðu Reykjanes Geopark á reykjanesgeopark.is og almennum sölustöðum.
Melódíur minningana í Rokksafni Íslands Rokksafn Íslands opnar nýja sérsýningu í febrúar sem heitir Melódíur minningana & Jón Kr. Ólafsson. Sýningin fjallar um söngvarann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans Melódíur minninga sem staðsett er á Bíldudal. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið yfir síðan í júní árið 2020 og er sýningin byggð á munum sem Jón hefur safnað í gegnum tíðina frá tónlistarferli sínum og munum frá öðrum tónlistarmönnum á borð við Ellý Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauk Morthens, Svavar Gests o.fl.
Gagnvirkur skjár sem inniheldur ýmis myndbrot úr lífi Jóns Kr. er hluti af sýningunni ásamt gagnvirkum sýndarveruleikagleraugum sem gerir sýningargestum kleift að heimsækja og ganga um tónlistarsafnið á Bíldudal. Opnunardagsetning verður tilkynnt á næstkomandi vikum.
Okkar ástkæri,
GARÐAR ODDGEIRSSON Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Helga Gunnlaugsdóttir Oddgeir Fr. Garðarsson Björg Garðarsdóttir Hilmar Örn Jónasson Birna Hilmarsdóttir Eva Oddgeirsdóttir Elías Guðmundsson Nína Peltomaa
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Hvað gerir taugaskurðlæknir þegar gömul hjásvæfa hans mætir, óumbeðin, rétt áður en hann á að flytja mikilvægasta fyrirlestur ferilsins og tilkynnir honum það að hann eigi fullvaxta son? Af hverju er löggan komin í málið? Af hverju grettir Grettir Sig sig? Hvað ætli Súsanna, konan hans, segi? Hvað er Páll Óskar að gera þarna? Hver er Loftur? Hvað er málið með Mannfreð og Gróu? Hvar er yfirdeildarhjúkrunarfræðingurinn? Leikfélag Keflavíkur setur upp sprenghlægilega gamanleikinn Beint í æð í leikstjórn Jóels Sæmundssonar í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Frumsýning er föstudagskvöldið 5. febrúar í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Miðasala hefst 2. febrúar á tix.is Vegna aðstæðna og sóttvarnarreglna í samfélaginu eru aðeins 100 miðar í boði á hverja sýningu og þurfa gestir að sitja í númeruðum sætum. Leikfélagið mun sjá til þess
að tveir metrar séu á milli allra hópa og því vill leikfélagið hvetja hópa til að panta miða saman svo hægt sé að tryggja að allir fái sæti saman. Æfingar á farsanum hófust í haust og hafa æfingar gengið vel þrátt fyrir allt. Um tíma var æft í gegnum netið en um leið og slakað var á tíu manna samkomubanni og fólki í sviðslistum gefið tækifæri á æfingum fór verkefnið á fullt að nýju. Beint í æð er önnur uppfærsla leikstjórans Jóels Sæmundssonar
fyrir Leikfélag Keflavíkur. Síðasta verk var Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson sem fór alla leið á fjalir Þjóðleikhússins sem áhugaleiksýning ársins 2017–2018. Öllum gestum, sem og starfsfólki, er skylt að vera með andlitsgrímu. Gestir mæta með eigin grímu ef kostur gefst en ef ekki þá verða grímur útvegaðar á staðnum. Engin veitingasala er á staðnum. Í spilaranum með fréttinni í rafrænu útgáfu Víkurfrétta má sjá og heyra viðtal við Jóel Sæmundsson, leikstjóra, og Sigurð Smára Hansson, formann LK, og leikara í sýningunni. Nánari upplýsingar um sýningartíma og miðapantanir má sjá í auglýsingum á vef Víkurfrétta.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARSIBIL GUÐRÚN ANNA GUNNARSDÓTTIR Heiðarvegi 21, Keflavík
lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/marsibil Sveinn Númi Vilhjálmsson Guðlaugur Kristinn Jónsson Birna Ísaksdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á
timarit.is
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Víkingaheimar – Bókun lögð fram á bæjarstjórnarfundi 2. febrúar 2021 Allt frá því að Sóknin (samkomulag um endurskipulag efnahags Reykjanesbæjar) var samþykkt þann 29. október 2014 hefur verið unnið að endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar. Ein af aðgerðum Sóknarinnar var að stöðva fjárflæði frá A-hluta bæjarsjóðs yfir í B-hluta stofnanir og fyrirtæki, sem eru þau fyrirtæki sem sveitarfélagið á að öllu leyti eða meirihluta í. Reykjaneshöfn er eitt slíkt fyrirtæki, Víkingaheimar annað. Víkingaheimar (Íslendingur/Útlendingur) sem hóf rekstur árið 2008 var í eigu nokkura aðila til að byrja með en vegna mikils tapreksturs, endaði félagið hjá Reykjanesbæ og voru aðrir hluthafar keyptir út þegar sveitarfélagið lagði inn aukið hlutafé eða afskrifaði skuldir.
Kostirnir voru þrír:
Áætlanir stóðust ekki
2. Að lýsa safnið gjaldþrota með tilheyrandi skaða fyrir alla.
Samkvæmt fyrirliggjandi rekstaráætlunum var gert ráð fyrir að gestir safnsins yrðu 100 þúsund á ári og gert var ráð fyrir þeim fjölda strax á árinu 2009. Þessar áætlanir stóðust alls ekki og var gestafjöldi á árinu 2009 aðeins 10.000 gestir. Gestafjöldi á safnið hefur mest verið fimmtungur af þeim gestafjölda sem áætlaður var, að meðtöldum börnum sem voru ekki greiðendur. Reykjanesbær hefur því þurft að leggja félaginu til verulega fjármuni og er sú tala komin í 479 milljónir síðan 2009 á verðlagi hvers árs. Þessu til viðbótar voru lagðir til fjármunir í frágang á lóð í gegnum Reykjaneshöfn að upphæð kr. 37,6 milljónir og því er um að ræða upphæð sem nemur 516,6 milljónum sem runnið hafa frá Reykjanesbæ til þessa safns. Tap félaganna er hins vegar í raun talsvert hærra en hér er nefnt frá 2009 eða um 550 milljónir og felst mismunurinn í fjármagnsliðum og afskriftum rekstrarfjármuna Íslendings og Útlendings.
Leitað leiða til að stöðva fjárflæði Stjórn Íslendings/Útlendings þurfti því að leita leiða í framhaldi af undirritun Sóknarinnar, til að láta safnið halda áfram, án fjárframlags frá Reykjanesbæ .
1. Að hunsa þau skilyrði sem fram komu í Sókninni og treysta á að bæjarsjóður Reykjanesbæjar myndi halda áfram að greiða tugi milljóna með safninu á hverju ári.
3. Að freista þess að einhver annar gæti rekið safnið og selja hlutabréfin. Niðurstaðan varð sú að velja kost þrjú. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til þess að reka safnið og gáfu þrír aðilar sig fram. Gerður var afnotasamningur vegna víkingaskipsins og leigusamningur vegna Víkingabrautar 1 við þann aðila sem rekið hefur safnið síðan. Í báðum samningum var ákvæði um kauprétt á hinu leigða og til afnota og nam kaupverðið sömu fjárhæðar skuldum við lánastofnanir vegna víkingaskipsins annars vegar og veðskuldum áhvílandi á fasteigninni.
fimmtudaginn 28. janúar síðastliðinn, að söluferli hafi ekki verið opið, að lóð hafi verið seld til einkaðila, að bærinn hafi lánað fyrir öllu kaupverðinu svo að eitthvað sé nefnt af þeim rangfærslum fram komu í þessu viðtali. Rétt er að leiðrétta eitthvað af því sem þar kom fram. 1. Ákvörðun um að fara þessa leið var tekin á árinu 2015 í fullu samráði aðila og fyrir opnum tjöldum, þar sem auglýst var eftir áhugasömum aðilum sem gætu tryggt áframhaldandi rekstur safnis án aðkomu sveitarfélagsins og án fjárútláta af hálfu þess. 2. Víkingaheimar voru skuldsett safn og því er yfirtaka á verulegum skuldum sem fjármálastofnanir eiga hluti af greiðslu.
Rangar fullyrðingar
3. Lóðin var ekki seld heldur leigð með leigusamningi og verður greidd af henni lóðarleiga í framhaldinu. Nýting lóðar er ákveðin í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem hægt er að endurskoða á hverju kjörtímabili en sú endurskoðun er umfangsmikil og fer fram í miklu samráði við íbúa sveitarfélagsins. Nú stendur yfir endurskoðun aðalskipulags og enginn vilji er fyrir því að breyta nýtingu þessa lands. Samkvæmt aðalskipulagi er stór hluti þessa svæðis skilgreindur sem svæði fyrir samfélagsþjónustu en hluti þess skilgreindur sem opið svæði. Þess má og geta að hluti þessa svæðis er undir sjávarmáli og eins liggur landið lágt og er undir viðmiðunarmörkum vegna hækkunar sjávar. Það væri því ekki verjandi að heimila íbúabyggð á þessu svæði.
Bæjarfulltrúi Miðflokksins hélt því fram, m.a. í viðtali á Bylgjunni
4. Bæjarfulltrúinn hélt því einnig fram að bærinn hafi ekki gert
Hefur sá kaupréttur nú verið nýttur. Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember 2020 samþykktu allir bæjarfulltrúar veðskuldabréf til fullnustu þeim samningi sem gerður var á miðju ári 2015 og því er safnið endanlega komið úr höndum sveitarfélagsins.
Vatnsgæðin eins og best verður á kosið Vegna umfjöllunar í síðasta tölublaði Stundarinnar um vatnsgæði í Reykjanesbæ er rétt að eftirfarandi komi fram. Umfjöllun blaðsins byggir að mestu á staðreyndum úr fortíðinni, þegar Varnarliðið ríkti á Ásbrú. Þá bárust fréttir af því að mælingar hersins sýndu blýinnihald í neysluvatni í einhverjum byggingum en slíkt hefur aldrei fengist opinberlega staðfest. Ljóst er að hafi þetta verið rétt, hafi skýringanna verið að leita í innanhúslögnum þeirra bygginga, enda hafa mælingar ætíð sýnt að gæði vatns í vatnsbólum byggðarlagsins sé í góðu lagi. Eftir að varnarliðið yfirgaf svæðið voru tekin vatnssýni á nokkrum stöðum og komu þau sýni öll vel út. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hvatti þó Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar að fylgjast með vatnslögnum í húsum á Ásbrú þar sem meira blýmagn mældist þar vegna lagna, þó það væri vel innan allra heilbrigðismarka. Reglulegar mælingar síðustu ár hafa ætíð sýnt sömu niðurstöðu; að vatnsgæði séu mjög góð í vatnsbóli og í dreifikerfinu.
Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins eru samkvæmt viðurkenndum og alþjóðlegum stöðlum sem byggja á mælingum á upprunastað og dreifingarkerfi en Stundin notast við þá aðferð að mæla vatn sem staðið hefur óhreyft í sólarhring og því geta þær niðurstöður sýnt annað. Meðal annars þar sem þá mælist einungis það vatn sem liggur í blöndunartækjunum sjálfum sem og lögnum einstakra húsa en léleg eða gömul blöndunartæki og gamlar lagnir einstakra húsa hafa að sjálfsögðu áhrif á slíkt. Langflestir láta vatn renna áður en þess er neytt og því er talið skynsamlegra að mæla slíkt vatn. Gæði einstakra lagna í húsum eru á ábyrgð húseigenda en þau geta verið jafn mismunandi og húsin eru mörg. Því er rétt að beina þeirri ábendingu til húseigenda sem eru í vafa um vatnsgæði úr sínum krönum, að kanna lagnir húsa. Fólk getur haft samband við Heilbrigðiseftirlitið fyrir frekari aðstoð og upplýsingar.
Bent hefur verið á að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að skipta um neysluvatnslagnir í Háaleitisskóla og hafa einhverjir tengt það við umfjöllun Stundarinnar. Rétt er að það komi skýrt fram að til hefur staðið að skipta um þær lagnir, þær framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla. Samandregið má því segja að vatnsgæði í sveitarfélaginu eru mjög mikil og raunar eins og best verður á kosið. Allar niðurstöður sýna að innihald aukaefna á borð við blý eru afar langt innan allra gilda heilbrigðiseftirlits á Íslandi og í allri Evrópu. Lagnir í húsum, sem og blöndunartæki, geta hins vegar haft sín áhrif en þau eru á ábyrgð húseigenda og þeir því hvattir til að kanna sín mál komi upp einhverjar efasemdir um stöðu þessara mála í einstökum húsum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
henni auðvelt fyrir á sama tíma og hún upplýsti um að hún hafi fengið aðgang að 130 gögnum. 5. Svo virðist sem bæjarfulltrúinn geri sér ekki grein fyrir þeim mun sem felst í kauprétti annars vegar og forkaupssrétti hins vegar.
Það má alltaf deila um verðmæti hluta en enginn hlutur er verðmætari en það verð sem einhver vill greiða fyrir hann. Reykjanesbær bar hins vegar skylda til, eftir að hafa undirgengist skilmála Sóknarinnar, að stöðva fjárflæði frá bæjarsjóði til annara stofnanna og fyrirtækja. Sala á Víkingaheimum var liður í því.
Sala Víkingaheima Víkingaheimar er glæsilegt safn og aðdráttarafl fyrir Reykjanesbæ. Hönnun safnsins og safnmunir eru einkar glæsilegir. Safnmunir koma víða að meðal annars frá Þjóðminjasafni Íslands og Smithsoniansafninu í Bandaríkjunum. Víkingaheimar eru mikil verðmæti í eigu íbúa Reykjanesbæjar. Reksturinn hefur hins vegar verið þungur. Bærinn hefur fram að þessu afskrifað skuldir safnsins upp á 350 milljónir. Safnið mun hins vegar, ef vel er á spilum haldið, verða eitt helsta kennileiti bæjarins. Hvers virði er safnið í raun? Brunabótamat hljóðar upp á 530 milljónir en fasteignamat 320 milljónir, þar af lóðarmat 140 milljónir. Safnið stendur á 72.000 fermetra lóð sem er á við tíu fótboltavelli. Lóðin er skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð. Markaðsvirði þessarar eignar er erfitt að leggja mat á en 400 milljónir er ekki fjarri lagi. Verði skipulagi lóðarinnar, sem er á besta stað, hins vegar breytt eykst verðmætið verulega. Árið 2015 gerði Reykjanesbær tilraun til að selja safnið og var það auglýst. Gekk það ekki eftir en samið var við einkafélag um reksturinn, sölu muna og veitinga. Í samningnum er kveðið á um að leigutaki eigi kauprétt að ákveðnum safnmunum (skipi og nokkrum
munum), fasteignum og lóð, verði safnið selt. Í leigusamningum er kaupverðið ákveðið fyrirfram sem er óvenjulegt og bendir til þess að í raun hafi aldrei staðið til að selja Víkingaheima í opnu söluferli. Ljóst má vera að leigusamningurinn frá 2015, sem er undirritaður af núverandi bæjarstjóra, tryggir ekki hagsmuni bæjarbúa sem skildi. Samningurinn kemur í veg fyrir að eignin sé seld hæstbjóðenda í opnu söluferli. Fyrir skömmu voru Víkingaheimar seldir og fylgdi húsið og lóðin með í kaupunum. Kaupandinn er leigutakinn sem sá um reksturinn samkvæmt samningum frá 2015. Margt er á reiki við söluna sem meirihluti bæjarstjórnar, Samfylking, Framsókn og Bein leið hafa ekki útskýrt.
Mörgum spurningum ósvarað Helstu álitaefnin við söluna eru þessi: • Ljóst er að samningur Reykjanes- • bæjar við leigutaka Víkingaheima frá 2015 kemur í veg fyrir opið söluferli. Ekki er hægt að auglýsa Víkingaheima til sölu og selja þá hæstbjóðanda. Hvers vegna gerði bæjarstjórn svo afleitan samning árið 2015? • • Hvers vegna var kaupverðið fyrirfram ákveðið í leigusamningi frá • árinu 2015? • Kaupréttur leigutaka rann út um áramótin 2020, tengist það sölunni degi fyrir áramót? • Hefði kaupréttarákvæði samn- • ingsins frá 2015 virkjast ef bærinn hefði ekki lánað leigutaka fyrir kaupunum? • Hvers vegna fær almenningur ekki að vita kaupverðið? • Hvers vegna lánaði Reykjanesbær • kaupanda kaupverðið? Hver voru • kjörin? • Var bærinn skyldugur til að lána leigutaka kaupverðið?
Í samningi við leigutaka frá 2015 segir að leigutaki eigi að greiða kaupverðið. Það gerir hann ekki þar sem bærinn lánar honum fyrir kaupunum. Er Reykjanesbær ekki að veita leigutaka óeðlilega fyrirgreiðslu? Hvers vegna var verðmætt land ekki undanskilið kauprétti árið 2015? Hvaða skilmálar fylgdu sölunni? Verður svipaður rekstur eða hyggst kaupandi breyta starfseminni? Hver átti frumkvæði að því að virkja kaupréttarákvæði leigusamningsins frá 2015, fáeinum dögum áður en það rann úr gildi, var það leigutaki eða leigusalinn Reykjanesbær? Hvaða skuldir yfirtók kaupandi? Hvaða skuldir hefur bærinn afskrifað af eignarhaldsfélaginu Útlendingi sem hélt utan um fasteignir safnsins fyrir árið 2015?
Íbúar í Reykjanesbæ hafa ekki góða reynslu af eignasölu bæjarins í gegnum árin. Salan á Hitaveitu Suðurnesja og síðan HS Veitum eru dapurleg dæmi þar um. Allt verður að vera upp á borðum við söluna á Víkingaheimum. Það er það ekki. Nú er það Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar að upplýsa bæjarbúa um að hagsmuna bæjarins hafi verið gætt í hvívetna við söluna á Víkingaheimum. Spurningarnar að ofan hef ég lagt fyrir meirihluta bæjarstjórnar og óskað eftir skriflegu svari. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, Reykjanesbæ.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Vakning í heilsurækt „Eldri borgarar er sá hópur sem kemur til með að stækka gríðarlega á komandi árum,“ segir Kjartan Már Hallkelsson hjá GYM heilsu sem er í Grindavík og Vogum „Ég kláraði íþróttakennarann frá Laugarvatni 1998 og byrjaði að vinna hjá Svíum í sundlaug Kópavogs. Þá voru þeir að byggja upp fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum sem hét Nautilus og var svona keðja af líkamsræktarstöðvum,“ segir Kjartan Már um hvernig hann byrjaði í þessum geira. „Ég keypti mig fljótlega inn í það dæmi, svo stækkuðum við og opnuðum í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Við fórum í tíu stöðvar þegar mest var; í Vestmannaeyjum, Selfossi, Grindavík, Hellu og víðar. Þannig að þetta hefur þróast mikið og tekið breytingum á þessum 23 árum. Síðan seldu Svíarnir fyrirtækið til fjárfestingarfélags og við það breyttist nafnið í Actic, 2008 keypti ég ásamt annari fjölskyldu allt fyrirtækið og þá breyttist nafnið í þriðja sinn, varð að GYM heilsa en hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Í dag rekum við fjórar stöðvar; í Hafnarfirði, Grindavík, Vogum og á Álftanesi.“
... þetta er þjóðhagslega hagkvæmt en aðalatriðið er að þessu fólki líður betur, andlega og líkamlega.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
kostar eitt pláss samfélagið fjórtán milljónir á ári, það margborgar sig að hjálpa fólkinu að halda heilsunni eins lengi og það getur. Allir græða.“
Alltaf tilbúin að skoða spennandi tækifæri
koma þá er það alveg í boði. Þeir geta þá bara rætt um það við okkur og við gerum samkomulag okkar á milli.“ – Er eitthvað svoleiðis í gangi núna? „Ekki eins og er, ekki nema Janus og hans hópur, en það geta allir sem vilja fengið þjálfun. Ég sé um það sjálfur og það er innifalið í ár-
gjaldinu. Fólk getur fengið prógram sem hentar því.“ – Ráðleggið þið líka með mataræði og slíkt? „Við förum ekki mikið út í það – ég er eiginlega hættur því, þetta er svo einstaklingsbundið,“ segir Kjartan Már að lokum.
– Eru einhverjar hugmyndir hjá ykkur að fjölga stöðvum? „Við skoðum bara hvað er í gangi hverju sinni. Ef við sjáum spennandi tækifæri þá reynum við að fara í það en annars erum við frekar jarðbundin og viljum hafa hlutina í lagi frekar en að fara út í einhverja áhættu. Það er gríðarleg samkeppni á markaðnum og hún fer frekar vaxandi, margir eru skuldsettir og ég held að þetta tímabil hafi ekki farið vel í þá rekstraraðila. Það þarf ekki mikið til að rugga skuldsettum skútum.“ – Geta einkaþjálfarar og slíkir aðilar verið með kennslu hjá ykkur eða eruð þið algerlega á ykkar vegum? „Já, við erum á okkar vegum en ef það er áhugi hjá einkaþjálfurum að
Kjartan Már leiðbeinir við þjálfun og setur upp prógram iðkendur sína.
– Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur sem betur fer alveg ágætlega, við höfum verið réttu megin við núllið. Við höfum gert þetta á gamla mátann, við skuldum ekki og höfum farið varlega í alla hluti. Það hefur borgað sig – sérstaklega eins og árar núna.“ – Hefur þetta ekki verið erfitt ár? „Jú, svona fyrir flesta. Þetta er svona allt í lagi hjá okkur, þar hefur verið mikill samdráttur, og verður það líka á þessu ári – en við förum í gegnum þetta.“
Samkeppnin alltaf að aukast – Er ekki hörð samkeppni í þessu? „Jú og samkeppnin er alltaf að aukast, fjölbreytnin er að aukast og að sama skapi er markaðurinn að stækka. Það eru alltaf fleiri og fleiri að hreyfa sig. Við erum með ákveðið módel, við erum tengd sundlaugunum og höfum sérhæft
okkur í heilsurækt tengdum sundlaugum, höfum unnið með sveitarfélögunum. Það hefur verið mjög farsælt og verið ábótasamt fyrir báða aðila. Við höfum getað boðið árskort á verði sem aðrir geta ekki boðið, innifalið í því að heilsurækt, kennsla á tæki, aðgengi að kennara og sundlaug. Janus [Guðlaugsson] er með sinn hóp hérna í Grindavík og það hefur gengið virkilega vel. Það er gaman að sjá eldra fólkið koma og efla heilsuna.“ – Finnst þér vera vakning í heilsurækt? „Já, algerlega – og þessi hópur, eldri borgarar, þetta er sá hópur sem á eftir að stækka gríðarlega á komandi árum. Það er virkilega gott að geta sinnt þessum einstaklingum, þeim líður betur og þetta er þjóðhagslega hagkvæmt en aðalatriðið er að þessu fólki líður betur, andlega og líkamlega. Þú sérð að á hjúkrunarheimili
Ert þú 60 ára +? Ef svo er býður Félag eldri borgara á Suðurnesjum þér að koma og taka þátt í okkar fjölbreytta starfi. Á þessu aldurskeiði er upplagt að íhuga hvernig þú vilt eyða ævikvöldunum. Viltu lifa til fulls og njóta góðs félagsskapar? Þá er Félag eldri borgara á Suðurnesjum kjörinn staður fyrir þig. Félagið býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir félagsmenn sína. Þó svo að við séum hvert með sínu móti og misjafnt hvað hentar hverjum, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sama á hvaða æviskeiði þeir eru. Í félagsstarfi félags eldri borgara á Suðurnesjum kennir margra grasa. Þar er boðið upp á glervinnslu, postulínsmálun og ýmislegt handverk, dans, boccia, gönguhópa, leikfimi, billjard, bridge, félagsvist, leikhúsferðir og dagsrútuferðir um landið. Alla föstudaga er boðið upp á ýmis skemmtiatriði, söng og fleira á Nesvöllum klukkan 14.00. Svo
höfum við haustfagnað (árshátíð) og Þorrablót ásamt ýmsu öðru til skemmtunar. Árgjaldið hjá okkur er aðeins 2.500 krónur. Innifalið í því er Aftanskin, upplýsingabæklingur um félagið, afsláttarkort sem gefur afslátt hjá mörgum fyrirtækjum í bænum ásamt ýmsu öðru sem bætir og kætir. Allir þurfa félagsskap og að umgangast annað fólk sem gerir öllum gott, því viljum við í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum sjá þig, kynnast þér og deila lífi okkar með þér. Vonandi léttir samkomubanni fljótlega svo að við getum tekið aftur upp þráðinn og boðið upp á allt það félagsstarf sem hefur áður verið í boði hjá okkur. Því miður hefur starfið hjá okkur verið í lágmarki síðastliðið ár út af Covid19. Þessi fordæmalausi tími hefur verið mörgum erfiður og lengi að líða og því miður hefur einmanaleikinn sótt á marga en við horfum fram á veginn og bíðum bjartari
tíma og vonumst við í stjórn félagsins til að hitta nýja og gamla félagsmenn við fyrsta tækifæri. Skráning í félagið með upplýsingum um: Nafn kennitölu og heimilisfang má senda á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is eða í síma: Loftur 860-4407 og Guðrún 899-0533 ef fleiri upplýsinga er þörf. Facebook síðan okkar er: FEBSfréttir Með von um að sjá ykkur sem flest fljótlega. Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum.
sport
Miðvikudagur 3. febrúar 2021 // 5. tbl. // 42. árg.
Kyssti boltann! Hvað er eftirminnilegasti leikur sem þú hefur dæmt? Mér finnst nú alltaf síðasti leikur eftirminnilegastur. En auðvitað hefur margt skrýtið, erfitt og skemmtilegt gerst. Mörg erfið ferðalög út á landbyggðina og að vera veðurtepptur jafnvel dögum saman er eitthvað sem skýtur upp kollinum – en af leikjum þá eru ýmsir úrslitaleikir, t.d. KR-Grindavík 2009. Af venjulegum deildarleikjum (af þessum 800) þá langar mig að nefna fjórframlengdan leik í Borgarnesi þar sem annað liðið endaði með þrjá leikmenn inn á og eins leik á Ísafirði þar sem Grindvíkingar mættu bara með fjóra leikmenn, þjálfara og aðstoðarþjálfara. Hinir komust ekki vegna vandræða með flug. Aðstoðarþjálfarinn spilaði leikinn. Marel Guðlaugsson fékk fjórar villur í fyrri hálfsleik og Grindavík sigraði leikinn með Jón Kr. Gíslason sem leikstjórnanda og Friðrik Inga Rúnarsson sem þjálfara. Rögnvaldur dæmdi með mér. Svo er erfitt að gleyma þegar Alexander Ermolinski kyssti boltann í horninu áður en hann skoraði þriggja stiga körfu fyrir Borgarnes um árið.
Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi sinn 800. leik í úrvalsdeild í vikunni. Segist enn vera að bíða eftir fullkomnum leik.
Væntingar alltaf þær að dómarinn geri
engin mistök „Ég er enn að bíða eftir fullkomnum leik, en hann kemur sennilega aldrei. Þessi leikur var þar engin undantekning. Dómarar eyða drjúgum tíma í að greina eigin frammistöðu og eru mjög metnaðarfullir og sjálfsgagnrýnir. Allir leikir eru teknir upp og koma inn á miðlægan gagnagrunn fljótlega eftir leik, þannig að stundum fer maður seint að sofa eftir að hafa legið yfir einhverjum smáatriðum. Þó að frammistaðan í leiknum í Grindavík hafi verið innan marka þá vil ég að við gerum betur,“ segir Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari til 32 ára, en hann dæmi sinn 800 leik í úrvalsdeild í vikunni í Grindavík. Manstu eftir fyrsta leiknum sem þú dæmdir í deildinni? „Já ég man eftir umgjörðinni og upplifuninni. Það var leikur í Ljónagryfjunni, Njarðvík – Tindastóll í október 1988. Mér fannst það ótrúleg upplifun að standa á sama parketi og magnaður oddaleikur milli Njarðvíkur og Hauka hafði farið fram um Íslandsmeistaratitilinn nokkrum mánuðum áður og ég þá uppi í stúku sem áhorfandi. Þetta var fyrsti leikur Vals Ingimundarsonar sem hann spilaði á móti Njarðvík. Njarðvík vann leikinn sannfærandi 99:63 og greinilegt að það var kominn nýr fógeti í bæinn því Teitur Örlygsson
skoraði 34 stig en Valur 16. Ég var nítján ára gamall og meðdómari minn í þessum leik var Jón Otti Ólafsson sem mér fannst þá gamall kall, 47 ára. Jotti reyndist mér afar vel á mínum fyrstu árum og er mér mikil fyrirmynd vegna manngæsku sinnar.“ Hvernig kom það til að þú fórst í dómgæslu, varstu ekkert að spila körfubolta? „Ég lék upp alla yngri flokkana hjá Keflavík og hafði marga góða þjálfara sem allir höfðu áhrif á mig, hver á sinn hátt. Ég var líka eins og margir strákar á þessu árum líka í fótbolta og handbolta. Minn árgangur og árgangarnir fyrir ofan voru sterkir og samkeppnin mikil. Mér gekk ágætlega í yngri flokkunum og varð t.d. Íslands- og bikarmeistari með 2. flokki ári áður en ég byrja sem dómari í úrvalsdeild. Svo eru þetta bara tilviljanir. Byrjaði að dæma í fjölliðamótum og fór svo á námskeið og fór þá allt í einu að fá leiki á niðurröðun frá KKÍ. Deildin var stækkuð á þessu ári og skortur á dómurum þannig að þetta gerðist bæði hratt og óvænt. En grunnurinn að hafa alist upp í boltanum er afar mikilvægur.“ Hvað myndir þú segja við ungan dómara sem væri að byrja? „Ég er búinn að vera leiðbeina ungum dómurum síðan 1992 og það
Með þeim Davíð T. Tómassyni t.v. og Aðalsteini Hjartarsyni. Sjáið merkinguna á bol Kristins.
hefur undanfarin ár skipað stóran stóran sess af mínum lífstíl. Í dag er þjálfunin mikil og í samræmi við væntingar og kröfur leiksins. Ungir dómarar eru eins og annað ungt fólk, vilja árangur og velgengni strax! Til þess þarf að leggja á sig mikla vinnu og ekki allir tilbúnir í það. Mótlæti er hluti af starfinu og mikilvægt að læra að takast á við það. Mest af þeirri gagnrýni sem við fáum er á starfið og frammistöðuna, en ekki okkur sem einstaklinga og mikilvægt að greina þar á milli. Það er langhlaup að verða góður dómari og ég hvet ungt fólk til að sýna þrautseigju og þolinmæði.“ Ísak sonur þinn fór í dómarabúninginn, hvernig var það? „Mér leist satt best að segja ekki vel á það. Þó ég vilji öllum allt það góða við starfið, sem er t.d. að kynnast mörgu fólki, fá tækifæri til að ferðast og bæta sjálfan sig á öllum sviðum, þá vil ég engum neikvæðu hliðar starfsins sem er rætið umtal, neikvæð athygli og orka og að allir hafi á manni einhverjar skoðanir þó fólk þekki mann ekki neitt eða það sem maður stendur fyrir. Þegar Ísak var fimmtán ára fór ég yfir þetta með honum og sagði við hann að ég teldi að hann ætti að
„Erlendir leikmenn voru bannaðir í fimm ár og fyrsta árið mitt í deildinni var það síðasta af þeim árum. Það var mikil stemmning þegar Kanarnir komu aftur 1989“
finna sér annan farveg og hann ætti ekki að fara í dómgæslu fyrir mig. Þá horfði hann í augun á mér og sagði: „Pabbi, mér er alveg sama hvað þér finnst!“. Hann er í þessu á sínum forsendum.“ Hvernig upplifir þú breytinguna í íslenskum körfubolta á þessum tíma sem þú hefur verið? „Það er ótrúlega margt sem hefur breyst og miklar framfarið orðið á mörgum sviðum. Erlendir leikmenn voru bannaðir í fimm ár og fyrsta árið mitt í deildinni var það
Kristinn í kunnuglegri stellingu í upphafi 800. leiksins milli UMFG og Stjörnunnar.
síðasta af þeim árum. Það var mikil stemmning þegar Kanarnir komu aftur 1989 en núna eru margir erlendir leikmenn í öllum liðum og því miklu fleiri góðir leikmenn í deildinni en áður. Dómgæslan hefur líka mikið breyst. Stóra breytingin var auðvitað að fjölga dómurum úr tveimur í þrjá sem var mikið framfaraskref. Dómgæslan sjálf hefur líka tekið gríðarlegum framförum. Væntingar þátttakenda leiksins er alltaf að dómarinn geri engin mistök en sennilega náum við því aldrei. En með stöðugri þróun og stöðlun á verklagi, þjálfun, kennslu, aðhaldi og endurgjöf hefur okkur tekist að auka fagmennsku og bæta frammistöðu stórlega. Mér finnst magnað að ég hafi sjálfur tekið framförum 34 ár í röð.“ Ertu eitthvað farinn að huga að því að hætta þessu flautudæmi? „Ég á skilningsríka og þolinmóða konu, annars hefði þetta ekki verið hægt. Ég hélt einhvern tíma að ég myndi hætta fimmtugur, en núna er ég að vera 52ja í vor. Ég er þakklátur fyrir að hafa heilsu í þetta enn. Ég er þakklátur fyrir traust sem ég finn frá stjórnendum mínum hjá KKÍ og samdómurum. Ég er líka þakklátur fyrir viðmótið sem ég finn frá leikmönnum og þjálfurum sem lætur mig halda að ég sé að gera gagn. Ég hef ennþá metnað til að reyna að gera betur í dag en í gær og á meðan allt þetta er til staðar þá tek ég einn leik í einu. Ég vil nota tækifærið og þakka samferðarfólki mínu í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll þessi góðu samskipti við sjálfboðaliða hringinn í kringum landið hefur gefið mér mikið og ég stend í mikilli þakkarskuld fyrir tækifærin sem ég hef fengið. Körfuknattleiksfjölskyldan er stór og vel skipuð,“ segir Kristinn Óskarsson.
Páll Ketilsson pket@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
SUNDGARPAR GLÖDDUST Íslandsmet féll þegar loksins var hægt að halda mót
Það var mikið fjör á innanfélagsmóti ÍRB sem haldið var síðasta laugardag. Loksins gat sundfólkið haldið mót en þó með miklum takmörkunum. Alls tóku 95 hressir sundmenn frá ÍRB þátt í mótinu. Mótið var þrískipt vegna sóttvarnarlaga og engir áhorfendur leyfðir. Það var soldið erfitt fyrir þá yngstu að hafa ekki pabba og mömmu en gekk samt mjög vel. Góður árangur náðist á mótinu, margir mjög eftirtektarverðir tímar, lágmörk og met. Mótið var haldið í 25 metra laug og Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 200 metra baksundi í
flokki S11. Þess má geta að þessi tími er undir gildandi heimsmeti en fæst ekki staðfestur þar sem þetta mót var boðað með stuttum fyrirvara og því ekki viðurkennt mót af IPC. Um næstu helgi byrjar síðan 50 metra tímabilið með keppni hjá þeim elstu á RIG (Reykjavíkurleikunum). Þar er staðan sú sama, takmarkanir á fjölda og miklir erfiðleikar við framkvæmd vegna sóttvarnarregla – en
Már Gunnarsson og þjálfari hans, Steindór Gunnarsson, voru að vonum kátir með árangurinn en Már setti Íslandsmet á mótinu og synti á tíma sem er undir gildandi heimsmeti.
Nýir leikmenn til Keflavíkur og UMFN
Keflavíkurstúlkur sigruðu ÍA í æfingaleik í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu í síðustu viku. Keflavík skoraði 6 mörk gegn engu hjá ÍA. Mörk Keflavíkur gerðu Dröfn Einarsdóttir 4 mörk, Marín Rún Guðmundsdóttir og Natasha Moraa Anasi sitt markið hvor. Keflavíkurliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi sumar en þá leikur liðið í efstu deild Íslandsmótsins. Markaskorararnir gegn ÍA: Dröfn Einarsdóttir 4 mörk, Marín Rún Guðmundsdóttir og Natasha Moraa Anasi með eitt mark hvor. VF-mynd/Óskar Rúnarsson.
Góð frammistaða Njarðvíkingsins Elvars Más Friðrikssonar dugði ekki hjá Siauliai sem tapaði naumlega gegn CBet 99:105, í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta á sunnudag. Elvar Már var með tvöfalda tvennu og skoraði sextán stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók tvö fráköst. Elvar og félagar Hans í Siauliai eru í neðsta sæti deildarinnar með átta stig eftir fimmtán leiki. Njarðvíkingurinn hefur leikið vel og er með 15,9 stig, 3,7 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Jón Axel með sjö í sigri í Þýskalandi það virðist vera að birta til og ef allt gengur vel í Covid-málum á landinu verður vonandi eitthvað af Íslandsmótinu sem ætti að vera haldið dagana 9. til 11. apríl.
Stórsigur Keflavíkurstúlkna
Elvar góður en erfitt hjá liðinu
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í þýska liðinu Fraport Skyliners sigruðu Telekom Baskets Bonn í þýsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Lokatölur urðu 84:79. Jón Axel skoraði sjö stig og gaf tvær stoðsendingar. Liðið hefur sigrað í sex leikjum, tapað átta og sitja í 8. sæti deildarinnar.
UMFG og UMFN í toppbaráttunni Njarðvík mætti Vestra í 1. deild kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni á laugardag og vann öruggan sigur 88:48. Heimakonur unnu alla leikfjórðungana með tíu stigum að meðal-
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Kyle Johnson um að leika með Domino’s-deildarliði félagsins. Hann er 195 cm og leikur í minni framherja stöðunni. Kyle lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og skilaði þar 13,9 stigum og 5,2 fráköstum að meðaltali í leik. Maciej Baginski einn af lykileikmönnum verður frá allt að næstu tólf vikurnar og leikjaálagið mikið á næstu misserum. Af þeim sökum ákvað stjórn í samráði við þjálfara liðsins að þétta raðirnar með reyndum leikmanni í baráttunni sem framundan er, segir á heimasíðu UMFN. Keflvíkingar hafa einnig bætt við sig leikmanni í baráttunni í Domino’s-deildinni í körfubolta. Nýi leikmaðurinn heitir Max Montana en hann er bandarískur leikmaður með þýskt vegabréf. „Við bindum miklar vonir til þess að Max komi til með að styrkja okkar leikmannahópinn,“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.
tali og því var bara spurning um hve sigurinn yrði stór. Chelsea Nacole Jennings 24/7 fráköst og Júlia Scheving Steindórsdóttir 19/7 fráköst voru atkvæðamestar hjá Njarðvík.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Þjónusta og þróun – Framlínufélagsráðgjafi Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN 2021 Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna páska er til 12. febrúar 2021 – úthlutað 15. febrúar 2021. Umsóknarfrestur vegna sumars er til 25 febrúar 2021 – úthlutað 1. mars 2021.
Viðburðir í Reykjanesbæ
Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Munaðarnes Þrjú hús með heitum potti Verð kr: 30.000–35.000
Reykjaskógur Eitt hús með heitum potti Verð kr: 35.000
Akureyri Tvær íbúðir Verð kr: 30.000
Lífshlaupið hefst 3. febrúar
Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst miðvikudaginn 3. febrúar. Við þetta tækifæri býður Reykjanesbær upp á fyrirlestur frá Magnúsi Scheving um mikilvægi hreyfingar og hollustu. Hægt er að nálgast fyrirlesturinn á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is
Páskaúthlutun er frá 31. mars til 7. apríl 2021 Sumarúthlutun er frá 4. júní til 13. ágúst 2021 (vikuleiga) Orlofshúsið á Spáni verður ekki úthlutað þetta árið vegna Covid-19 en það er opið fyrir bókanir.
Fyrirlesturinn er í boði Samtakahópsins þverfaglegs forvarnarhóps á vegum Reykjanesbæjar og vill hópurinn hvetja stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki til að taka þátt í lífshlaupinu. Skráning á www.lifshlaupid.is
Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsin stfs.is eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ, sími 421-2390. Orlofsnefnd STFS
Auglýsingin er einnig á vefsíðu okkar www.stfs.is
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Þátttökuverðlaun að verðmæti 50.000 kr.
Þeir sem taka þátt í Lífshlaupinu geta unnið þátttökuverðlaun að upphæð 50.000 krónur frá Betri bæ. Skráning fer fram á vefnum Betri Reykjanesbær, betrireykjanesbaer.is
Ég fylltist gleði og stolti þegar ég sá að hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu féllu Fidu Abu Libdeh í skaut þetta árið. Fida er ekkert annað en stórkostleg. Hún er sannur frumkvöðull og brautryðjandi, fyrirmynd okkar allra fyrir svo margra hluta sakir. Ég hef þekkt Fidu og hef fylgst með henni um margra ára skeið. Það sem mér þykir svo markvert við hennar sögu er annars vegar hvernig hún hefur náð að brjóta sér leið í gegnum alls konar hindranir sem hefðu stöðvað okkur flest og hins vegar hvernig hún sá tækifæri sem enginn annar sá til að búa til verðmæti úr ónýttu hráefni sem fellur til við nýtingu jarðvarma. Fida kom til Íslands frá heimalandi sínu þegar hún var unglingur og hefur sjálf sagt þá sögu að það hafi ekki verið auðvelt að vera hent út í
LOKAORÐ
Fiduáhrifin
RAGNHEIÐAR ELÍNAR djúpu laugina í íslensku skólakerfi með litlum stuðningi eða skilningi á ólíkum uppruna og menningarheimi. Hún fann að lokum námsfjölina sína í Keili, þar sem fyrirtækið hennar, Geo Silica, varð til og menntaði sig áfram samhliða því að byggja fyrirtækið upp. Fyrirtækið sem stofnað var árið 2012 hefur vaxið jafnt og þétt og hefur verið að sækja fram
á nýja markaði með þessa einstöku vöru sem gerir okkur öllum gott. Ég óska Fidu innilega til hamingju með verðskulda viðurkenningu og allrar velgengni í því sem framundan er. En þá að yfirskrift þessara lokaorða – Fiduáhrifunum. Fida stofnar fyrirtæki sitt árið 2012, í erfiðu árferði sem á sér nokkra samsömun við það sem við erum að glíma við núna vegna heimsfaraldursins, einkum þegar litið er til þess mikla atvinnuleysis sem við erum að glíma við hér á Suðurnesjunum. Enn á ný verðum við fyrir því að grunnstoð atvinnulífsins á svæðinu brestur, nú er það ferðaþjónustan sem verður fyrir högginu en áður höfum við farið í gegnum brotthvarf Varnarliðsins og aflabresti með sambærilegum afleiðingum. Stóra verkefni okkar í atvinnumálum er og á að vera að fjölga stoðunum þannig að samfélagið fari ekki á hliðina þegar ein atvinnugrein verður fyrir áfalli.
Og þar kemur nýsköpunin sterk inn. Í slíku árferði er aldrei meiri þörf á nýsköpun, nýjum aðferðum og lausnum. Í kreppum felast alltaf tækifæri og það jákvæða sem gerist er að þá skapast oft rými í hugum þeirra sem finna fyrir kreppunni á eigin skinni. Hugmyndageymslur fyllast og leitin að svarinu við spurningunni „hvað á ég nú að gera?“ hefur oftar en ekki skilað sér í hugmyndum og tækifærum sem annars hefðu ekki orðið að veruleika. Akkúrat núna þurfum fleiri „Fidur“ sem sjá tækifæri í því sem aðrir hafa ekki séð áður. Fiduáhrifin felast í því að hafa kjark til að láta vaða, seiglu og staðfestu til að takast á við alla þá erfiðleika sem upp koma á leiðinni, óbilandi trú á verkefninu til að missa aldrei sjónar á endatakmarkinu ... og endalausa bjartsýni til þess að hafa gaman á leiðinni.
Mundi Talar enginn um
Mundaáhrifin? Ég læt allt vaða ... óritskoðað!
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
VA K T M A Ð U R
VA K T S TJ Ó R I
TÆ KTÆ N IKMNAI MÐAUÐRU R
HCC er ný stjórnstöð Keflavíkurflugvallar sem sér um eftirlit og samhæfingu daglegs rekstrar flugvallarins. Isavia óskar eftir að ráða vaktmann í stjórnstöðina. Helstu verkefni eru úthlutun loftfarastæða og annarra innviða og eftirlit með daglegum rekstri, farþegaflæði, fasteignum og búnaði.
Ný stjórnstöð Keflavíkurflugvallar; HCC, sem sér um eftirlit og samhæfingu daglegs rekstrar flugvallarins leitar að vaktstjóra. Vaktstjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsfólki deildarinnar, samræmingu daglegra verkefna, ákvarðanatökum sem og samskiptum og upplýsingamiðlun til hlutaðeigandi aðila.
Tæknimaður óskast til starfa á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni snúa að uppsetningu, viðhaldi og eftirliti á krítískum tæknibúnaði, t.d. aðgangsstýringu og flugverndarbúnaði sem og viðhaldi á landgöngubrúm, hliðum ofl. ásamt fjölbreyttri verkstæðisvinnu.
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Sveinspróf í rafeindavirkjun, rafvirkjun eða sambærileg menntun
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
• Góð tölvukunnátta er skilyrði
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar veitir Bjarni Borgarsson, deildarstjóri, bjarni.borgarsson@isavia.is
• Góð tækni- og tölvukunnátta • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar veitir Bjarni Borgarsson deildarstjóri, bjarni.borgarsson@isavia.is
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNARFRESTUR: 14. FEBRÚAR
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
• Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á iðnstýringum er kostur Nánari upplýsingar veitir Jón Haraldsson deildarstjóri, jon.haraldsson@isavia.is