Víkurfréttir 6. tbl. 42. árg.

Page 1

Að kafna næstum úr hlátri á bak við grímuna

Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns Ólafssonar:

„Ef illa fer, þá ert þú skilinn eftir með allt“ >> SÍÐA 6

BEINT Í ÆÐ >> SÍÐA 8

Palli er góður í pílu

>> SÍÐA 15

Miðvikudagur 10. febrúar 2021 // 6. tbl. // 42. árg.

Fuglar fóðraðir á Fitjum Íbúum Suðurnesja fjölgar um sextán

VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON

Íbúum Suðurnesja fjölgar um sex tán einstaklinga á milli mánaða. Um nýliðin mánaðamót voru Suðurnesjamen n 28.216 talsins en voru 28.200 um áramótin. Fækkun varð bæði í Suðurnesjabæ og Grindavíkurbæ en íbúum í Sveitarfélaginu Vogum og Reykjanesbæ fjölgaði. Þannig fækkaði um fjórtán íbúa í Grindavík og tólf í Suðurnesjabæ. Í Suðurnesjabæ eru íbúar 3.637 talsins og Grindvíkingar eru 3.534. Íbúum Voga fjölgaði um þrettán og eru í dag 1.338 og í Reykjanesbæ var fjölgun á milli mánaða 38 manns. Reykjanesbær er áfram fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.707 íbúa þann 1. febrúar síðastliðinn.

Betra ef sameiningin hefði verið stærri

100 teikningar á 100 dögum!

– segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

„Ég tel að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 1994 hafi verið mikið gæfuspor og það hefði verið enn betra ef sameininginn hefði orðið enn stærri á þeim tíma. Það hefði gert Suðurnesin miklu sterkari bæði inn á við og út á við. Skilvirknin hefði orðið meiri og nýting fjármuna enn betri. Þróun í þessa átt heldur hins vegar áfram en mun taka

einhvern tíma. Garður og Sandgerði hafa nú sameinast undir merkjum Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagið Vogar er þessa dagana að skoða sameiningarkosti sem gætu leitt til frekari sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, en hann sat sinn 300. bæjarstjórnarfund í síðustu viku. Hann er því kominn í fámennan hóp bæjarfulltrúa sem hafa náð þessum áfanga.

Sveitarfélagið Vogar ákvað nýlega að skoða alvarlega sameiningarmöguleika en rekstur þess hefur versnað að undanförnu. Sameining Sandgerðis og Garðs í Suðurnesjabæ tókst vel og rekstur Suðurnesjabæjar er mun traustari en sveitarfélaganna fyrir sameiningu. Fjallað er um áhuga Vogamanna um að skoða sameiningarkosti í frétt í blaðinu og frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum í forystugrein.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

GÓÐ HELGI BYRJAR Í NETTÓ!

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Bláber 125 gr

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

Laxabitar Sjávarkistan

1.599

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup

-36%

Saltkjöt Verð frá

ALLT AÐ

299

KR/KG

32%

249

-50%

KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK

AFSLÁTTUR

Tilboðin gilda 11.—14. febrúar

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lagning Suðurnesjalínu 2 fær framkvæmdaleyfi

Sveitarfélagið Vogar skoðar sameiningu við annað sveitarfélag Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt Landsneti framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Um er að ræða um 7,45km 220 kw. raflínu í landi Reykjanesbæjar í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið en lega raflínunnar samræmist aðalskipulagi. Með umsókninni fylgdu einnig jarðvárskýrsla og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að láta vinna valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga. Fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðsluna. Fyrir fundinum var tillaga um að Sveitarfélagið Vogar fái Róbert

Ragnarsson, ráðgjafa, til að vinna valkostagreiningu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög. „L-listinn fagnar því að loksins skuli vera farið að athuga með þessa möguleika þó betra hefði verið að gera það kannski fyrr og áður en fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri orðin

Gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum í nýju skipulagi HS Orka hefur óskað eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytinga er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Tillaga HS Orku hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldufyrirspurn var að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagna viðeigandi stofnana. Engar efnislegar athugasemdir voru gerðar. Náttúrufræðistofnun vekur athygli á tillögum Skipulagsstofnunarinnar um verndarsvæði náttúruminjaskrár (B-hluta)

vegna fjöruvistgerða við Öngulbrjótsnef, klóþangsfjörur og áréttar að stofnunni er er ekki kunnugt um hvort útfallið úr bunustokki Reykjanesvirkjunar, hvort sem það er breyting í efnasamsetningu eða hitastigi, hafi áhrif á þessar fjöruvistgerðir. Samþykkt var á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Ljósleiðarakerfi í dreifbýli í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt afgreiðslu bæjarráðs frá 27. janúar síðastliðnum þar sem samþykkt var að ganga til samninga við Raftel ehf. um fullnaðarhönnun ljósleiðarakerfis í dreifbýli í Suðurnesjabæ. Þar kemur fram að tengigjöld fyrir styrkhæfa aðila verði kr. 200.000 og kr. 250.000 fyrir aðra.

Þrjú félög fá styrki

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

þetta slæm og staða okkar til samninga minnkað til muna. L-listinn hefur ætíð (frá upphafi 2010) viljað skoða sameiningarmöguleika sem gætu verið til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins,“ segir í bókun fulltrúa L-listans í bæjarráði.

Vinna að úrbótum í umferðarmálum við dansskóla Erindi dansskólans Danskompaní til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar varðandi umferðaröryggi við skólann og tillögur að úrbótum var tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins. Umhverfis- og skipulagsráð tók heilshugar undir að úrbóta er þörf og var starfsmönnum umhverfissviðs falið á fundi ráðsins dags. 5. júní síðastliðinn að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma. Fundur var haldinn með forsvarsfólki dansskólans, eigenda hús-

næðisins og fulltrúa foreldrafélagsins um aðkomu á lóð og mögulegt samkomulag við nágranna um afnot bílastæða. Samkomulag hefur verið gert við nágranna um takmörkuð afnot bílastæða fyrir starfsmenn. Umhverfissviði Reykjanesbæjar er falið að bæta lýsingu við götu, setja upp viðvörunarskilti vegna gangandi. Mæla umferðarhraða og telja akandi umferð við skólann og leggja til staðsetningu á mögulegum gönguljósum við gangbraut yfir Njarðarbraut.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur staðfest afgreiðslu bæjarráðs þar sem samþykktir voru styrkir til þriggja félagasamtaka Á fundi bæjarráðs þann 27. janúar var samþykkt að veita styrki til Norræna félagsins í Suðurnesjabæ kr. 75.000, Stígamóta kr. 100.000 og Samtakanna 78 kr. 100.000.

Gera þarf grein fyrir bílastæðaþörf Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur frestað erindi Heimstaden 900 ehf. varðandi að breyta Bogabraut 960 á Ásbrú þannig að þar verði 36 íbúðir í stað tíu áður. Gera þarf grein fyrir bílastæðaþörf á sameiginlegu bílastæði fyrir Bogabraut 960 og 961. Erindi frestað. Í gögnum sem fylgja umsókninni kemur fram að á lóðinni eru 42 bílastæði og þar af eru þrjú sérmerkt fyrir hreyfihamlaða sem tilheyra Bogabraut 960.


Dalsbraut 6 - Reykjanesbæ Afhending jan.-mars 2022

Eign

Stærð

Herb. Verð

0101

103,2

4

SELD

0102

75,8

3

34 900 000

0103

75,1

3

SELD

0104

75,1

3

SELD

0105

75,1

3

34 900 000

0106

102,7

4

SELD

0201

102,7

4

SELD

0202

75,1

3

SELD

0203

75,1

3

32 900 000

0204

75,8

3

32 900 000

0205

75,8

3

32 900 000

0206

75,8

3

32 900 000

0207

75,1

3

SELD

0208

103,5

4

SELD

0301

77,3

3

SELD

0302

75,1

3

34 900 000

0303

75,1

3

34 900 000

0304

77,6

3

SELD

Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán

Fullbúnar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu með gólfefnum og eldhústækjum

Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677

• • • • •

Lyftuhús Klætt að utan Sérinngangur Svalagangar vindvarðir Stórar svalir

Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555

Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjálfbært og aðlaðandi samfélag í Suðurnesjabæ Á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar á dögunum var lögð fram tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfismála um að verkefnastjórn aðalskipulags Suðurnesjabæjar verði í höndum skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og hjá formanni framkvæmda- og skipulagsráðs. Framkvæmdar- og skipulagsráð komi síðan með beinum hætti að aðalskipulagsvinnunni og fjalli um málefni skipulagsins eftir því sem tilefni er til. Í afgreiðslu bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar frá síðasta fundi segir: „Vinna ráðgjafa við skipulagsog matslýsingu er hafin og voru drög að uppbyggingu kynnt á 23. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs. Í lýsingunni er gerð grein fyrir skipulagsferlinu og hvernig fyrirhugað er að standa að skipulagsgerðinni, svo sem kynningu og samráði. Í tengslum við gerð lýsingar eru skipulagsforsendur og umhverfisaðstæður metnar. Greind eru tengsl aðalskipulagsins við aðrar áætlanir, svo sem landsskipulagsstefnu, svæðisskipulag Suðurnesja og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaga á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna:

Grindvíkingar jákvæðastir Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Grindvíkingar eru ánægðastir allra á landinu með íþrótta- og skipulagsmál og eru meðal þeirra ánægðustu á landinu með vegakerfi, unglingastarf, umhverfismál, rafmagnsmál, farsímakerfi, ásýnd, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda, laun og framfærslu. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 10.253 þátttakendum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun um þessi efni nær til allra svæða landsins og er markmiðið að hún verði eftirleiðis gerð á tveggja til þriggja ára fresti og geti verið sveitarfélögum og stjórnvöldum mikilvægt tæki í búsetu- og byggðaþróun.

Spurt um 40 búsetuþætti

Búsetuskilyrði

Í könnuninni var landinu skipt upp í 24 svæði og annaðist Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerð úrtaks. Spurt var um 40 atriði sem snerta búsetuskilyrði. Sem dæmi um fjölbreytileika í efnisatriðum má nefna friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, húsnæðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita, almenningssamgöngur og margt fleira. Efnisatriðin snúa því að samfélagsinnviðum sem og þjónustuþáttum á forræði ríkis og/eða sveitarfélaga.

Grindvíkingar eru ánægðastir allra á landinu með íþrótta- og skipulagsmál og eru meðal þeirra ánægðustu á landinu með vegakerfi, unglingastarf, umhverfismál, rafmagnsmál, farsímakerfi, ásýnd, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda, laun og framfærslu. Grindvíkingar voru meðal þeirra þriggja landsvæða þar sem íbúar voru óánægðastir með grunnskólaþjónustu. Íbúar Reykjanesbæjar voru óánægðastir allra með öryggi og komu einnig, ásamt Suðurnesjabæ, verst út hvað varðar viðhorf til náttúrunnar. Íbúar þessara sveitarfélaga voru einnig óánægðir með málefni heilsugæslunnar og hjá íbúum Reykjanesbæjar fékk friðsæld lakasta einkunn allra sem svöruðu könnuninni. Íbúar Reykjanesbæjar voru ánægðastir með íbúðarhúsnæði og framboð leiguíbúða. Íbúar í Vogum reyndust ánægðastir allra með grunnskólaþjónustu og eru einnig meðal þeirra ánægðustu með sorpmál, öryggi, umferð, umferðaröryggi og vegakerfi. Óánægðastir voru þeir allra í könnuninni með vöruúrval, tónlistarskóla, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og atvinnuúrval. Í heildarstigagjöf fyrir landsvæðin 24 og þau 40 búsetuskilyrði sem spurt var um var Grindavík í 10. sæti,

Suðurnes – samantekt helstu niðurstaðna Íbúasvæði á Suðurnesjum eru fjögur í könnuninni, þ.e. Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sveitarfélagið Vogar og Suðurnesjabær. Íbúar á þessum svæðum voru einnig spurðir í hliðstæðri könnun árið 2017.

Viðhorf til sveitarfélags Íbúar Grindavíkur jákvæðastir í afstöðu til síns sveitarfélags og raunar efstir á þessum lista yfir allt landið. Íbúar Reykjanesbæjar voru í sjötta neðsta sæti á listanum.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Suðurnesjabær í 15. sæti, Reykjanesbær í 16. sæti og Sveitarfélagið Vogar í 17. sæti. Breytingar frá könnun árið 2017 Þegar svör úr könnuninni nú voru borin saman við hliðstæða könnun árið 2017 sjást breytingar á viðhorfi íbúa á Suðurnesjum í ýmsum málaflokkum. Í Grindavík eru íbúðaframboð, þjónusta við fatlaða og leiguíbúðaframboð þeir þættir sem hafa batnað mest milli kannana, að mati íbúanna. Atvinnuöryggi telja þeir að hafi versnað mest frá 2017. Unglingastarf, náttúra og þjónusta við útlendinga eru þeir þættir sem mest hafa aukist að mikilvægi hjá íbúum. Í Suðurnesjabæ jukust allir búsetuþættir að mikilvægi milli kannana. Tónlistarskólaþjónusta er sá þáttur sem íbúar telja að hafi batnað mest en dvalarheimilaþjónusta versnað mest. Mikilvægi farsíma og vegakerfis hefur aukist mest frá fyrri könnun að mati íbúanna. Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum telja atvinnuöryggi, almenningssamgöngur og nettengingar hafa versnað mest frá 2017 en að staðan hafi batnað mest hvað varðar framboð á leiguíbúðum, unglingastarf, þjónustu við fatlað fólk, vegakerfi og grunnskóla. Þeir telja mikilvægi leiguíbúða ekki eins mikið og áður en leggja nú meiri áherslu á almennt öryggi, friðsæld, greiða umferð, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjónustu við útlendinga. Íbúar í Reykjanesbæ telja atvinnuöryggi og atvinnuúrval vera þætti sem hafi versnað mest frá 2017 en þeir telja stöðu á íbúðamarkaði hafa batnað mest. Áhersla á náttúru dróst mest saman hjá þeim milli kannana en mest jókst áhersla þeirra á aðstoð við fólk í fjárhagsvanda.

Samþykkt samhljóða að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri og formaður framkvæmda- og skipulagsráðs skipi verkefnastjórn vegna aðalskipulags. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að unnið verði með yfirskriftir/málaflokka úr vinnu samráðsvettvangs um innleiðingu heimsmarkmiðanna en þau eru: Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf, sjálfbært og aðlaðandi samfélag, traustir og hagkvæmir innviðir og vel menntað og heilbrigt samfélag. Jafnframt samþykkt að unnið verði út frá áherslum sem komu fram í umræðum á fundi bæjarstjórnar.“

Skrifað undir samning um hönnun nýs leikskóla í Sandgerði Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Sandgerði. Stýrihópur sem bæjarstjórn skipaði hefur haldið utan um undirbúningsvinnu, ásamt starfsfólki Suðurnesjabæjar. Stýrihópurinn hefur kynnt sér nokkra nýlega leikskóla og unnið þarfagreiningu ásamt hönnunarforsendum sem bæjarráð og bæjarstjórn hafa fjallað um. Á fundi bæjarstjórnar þann 3. febrúar síðastliðinn var samþykkt tillaga frá stýrihópnum um að gengið verði til samninga við JeES arkitekta um hönnun leikskólans. Á fundi stýrihóps með Jóni Stefáni Einarssyni frá JeES arkitektum var gengið frá samningi um hönnunarvinnuna. Táknrænt er að skrifa undir samning um byggingu nýs leikskóla í sömu viku og dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur, 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar í leikskólastarfi fyrstu samtökin sín. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, og Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum við undirritun samkomulagsins. Mynd af vef Suðurnesjabæjar.

á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf.

Undirbúa móttöku tólf mánaða barna Stefnt er að því að opna nýjan leikskóla í Grindavík haustið 2023 og þá verði stefnt að því að taka inn tólf mánaða gömul börn í alla leikskóla bæjarins. Minnisblað um það sem mögulega þarf að huga að til að mæta þeirri stefnu fræðslunefndar að taka inn tólf mánaða gömul börn í leikskóla Grindavíkurbæjar var tekið fyrir á síðasta fundi fræðslunefndar bæjarins. Fræðslunefnd telur mikilvægt að byrja undirbúning fyrir breytingar á húsnæði og leiksvæði leikskólanna. Mikilvægt er að gera áætlanir um hönnun, framkvæmdir, kostnað og mannafla út frá nýjum forsendum svo allir skólar verði í stakk búnir til að taka inn tólf mánaða gömul börn. Fræðslunefnd hefur falið skólaskrifstofu að vinna málið.

Barnaverndarnefnd vill að dregið verði úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem nýverið hefur verið lögð fram en telur mikilvægt að Reykjanesbær verði leiðandi í flokkun sorps, m.a. með því að samræma sorpflokkun hjá stofnunum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að í kaflanum um mengun, hljóðvist og loftgæði verði bætt við í mælanlegum undirmarkmiðum að dregið verði markvisst úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð og gerðar verði stöðugar hljóðmælingar á nokkrum stöðum í bænum.

Ófrísk kona og 37 börn tilkynnt til barnaverndar Í desember 2020 bárust barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 42 tilkynningar vegna 37 barna og vegna einnar ófrískrar konu. Fjöldi nýrra mála í könnun voru 26 en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru fimmtán. Í lok desember 2020 var heildarfjöldi barnaverndarmála 422 en 374 mál á sama tíma í fyrra. Í desember 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, heilbrigðisstofnun, skóla og foreldrum.


FLJÓTLEGT, ÞÆGILEGT OG ALLTAF GOTT 21%

56% 149 kr/stk

áður 339 kr

1.895

Kleinuhringur m/saltkaramellufyllingu

kr/kg

Saltkjöt Kjötsel - sérvalið

áður 2.399 kr

50% 125

Combo tilboð

kr/stk

áður 249 kr

Berlínarbolla Myllan

289 kr

25%

Flóridana heilsusafi 33 cl og innbökuð pizza

24%

622 kr/pk

áður 829 kr

Gríms fiskibollur 550 gr

790

25%

kr/kg

Saltkjöt Kjötsel - saltminna

áður 1.039 kr

399 kr/stk

áður 589 kr

Sóma samloka m/rækjusalati

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRNARPISTILL

MEIRI SAMEINING FYRR EN SEINNA

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

100 teikningar á 100 dögum!

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

F

járhagsstaða flestra sveitarfélaga á Suðurnesjum, og reyndar landinu öllu, hefur versnað mikið vegna Covid-19, tekjur hafa minnkað og útgjöld hækkað. Staðan er verri hjá minni sveitarfélögunum og sem dæmi um það þá var samþykkt í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga að skoða valkostagreiningu um sameiningarmöguleika. Vogar eru minnsta sveitarfélagið á Suðurnesjum og hefur þurft að bregðast við verri stöðu, m.a. með lántöku upp á 200 milljónir króna sem nýlega var sagt frá. Bæði Suðurnesjabær og Reykjanesbær gera ráð fyrir neikvæðum rekstrarniðurstöðum á þessu ári. Grindavík er reyndar sér á parti hvað reksturinn varðar og það hefur aldrei heyrst neinn sameiningartónn þar og líklega er langt í hann. Á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar og þá gætu Vogamenn hugsanlega nýtt sér tækifærið og notað þann vettvang til að heyra hug sinna bæjarbúa, jafnvel Suðurnesjabær líka. Klárað sameiningu fyrir þar næstu sveitarstjórnarkosningar 2026. Í viðtali við Guðbrand Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, í blaði vikunnar er hann spurður út í sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem var 1994. „Ég tel að það hafi verið mikið gæfuspor og það hefði verið enn betra ef sameininginn hefði orðið enn stærri á þeim tíma. Það hefði gert Suðurnesin miklu sterkari bæði inn á við og út á við. Skilvirknin hefði orðið meiri og nýting fjármuna enn betri. Þróun í þessa átt heldur hins vegar áfram en mun taka einhvern tíma. Fyrir mér er sameining sveitarfélaga algjör forsenda þess að þau geti sinnt þeirri mikilvægu þjónustu sem ætlast er til að þau sinni.“ Undir þetta er hægt að taka hjá forsetanum en í viðtalinu kemur fram hjá honum að verkefni sveitarfélaga hafa stækkað á undanförnum áratugum og starfsemi þeirra öll vaxið og orðið flóknari. Ekki er langt síðan að samþykkt var á Alþingi að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga verði hækkaður í skrefum og verði ekki undir eitt þúsund árið 2026. Skýrsla var gerð um sam-

einingu sveitarfélaga á Vesturlandi á síðasta ári og þar kom fram í könnun meðal íbúa að þeir telji að á næstu árum fækki sveitarfélögum um helming. Þegar umræða um sameiningu sveitarfélaga var sem hæst, þegar Reykjanesbær varð að einu sveitarfélagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, var ekki mikil eining meðal íbúa langflestra sveitarfélaga á Íslandi, meðal annars í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Þáverandi bæjarstjóri í Sandgerði sýndi t.d. á borgararafundi um sameiningarmál mynd af stórum fiski að éta alla minni fiskana og þannig yrði þetta í framtíðinni að hans sögn. Með upplýstari umræðu, nýjum íbúum og fleiri ástæðum sem hægt væri að nefna er öruggt að tónn í bæjarbúum hvar sem er á landinu er í þá veru að þeir styðji frekari sameiningu. Þeir vita að til að standast kröfur í rekstri sveitarfélaga í dag þarf að huga að hagkvæmni og það gerist með sameiningu, stærri eininga, stærri sveitarfélaga. Það hefur til dæmis sýnt sig að með sameiningu Garðs og Sandgerðis náðist veruleg hagræðing á mörgum sviðum og Suðurnesjabæ gengur mun betur að takast á við verkefnin með sína 3.600 þúsund íbúa í stað tveggja helmingi minni sveitarfélaga Garðs og Sandgerðis í sitt hvoru lagi. Það er því lag fyrir Suðurnesjabæ að sameinast Vogamönnum, en þar búa rúmlega 1.300 manns, í þessari alvarlegu athugun þeirra að skoða sameiningu. Sameinast Reykjanesbæ sem yrði þá um 25 þúsund manna sveitarfélag. Með Grindavík værum við í svipaðri stærð og Hafnarfjörður, tæplega 30 þúsund. Eitt stórt sveitarfélag á Suðurnesjum með eða án Grindavíkur hlýtur að vera framtíðin og það fyrr en seinna. Páll Ketilsson

Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns Ólafssonar:

„Ef illa fer, þá ert þú skilinn eftir með allt“ Árni Björn Ólafsson sagði lesendum Víkurfrétta frá baráttu sinni við krabbamein í síðustu viku. Hann greindist með krabbamein við ristil og í endaþarmi síðasta haust og fór í aðgerð þar sem 30 sentimetar af ristli og þörmum voru skornir í burtu og 39 eitlar voru einnig fjarlægðir. Árni Björn er núna hálfnaður í lyfjameðferð við krabbameininu og hann tekur lífinu með bjartsýni. Hann heldur úti síðu á Facebook, Lífið er núna, þar sem hann segir frá verkefninu sem hann og fjölskyldan eru að takast á við þessar vikurnar. Árni Björn á eiginkonu og tvö börn sem hafa staðið með honum eins og klettar í öllu ferlinu. Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna, sagði okkur frá hlið aðstandenda í stuttu viðtali sem við tókum samhliða viðtalinu við Árna Björn, sem birt var í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Í stafrænni útgáfu blaðsins má einnig horfa á sjónvarpsviðtal við Árna sem var í Suðurnesja­ magasíni í síðustu viku. Áfallið oft erfiðara fyrir aðstandendur „Þetta er rosalegt sjokk til að byrja með og ég held að áfallið verði oft erfiðara fyrir aðstandendur að fá

svona fréttir því þú verð að hugsa að þú sért sá sem er skilinn eftir. Maður upplifir svolítið að ef illa fer, þá ert þú skilinn eftir með allt, alla ábyrgð, börnin, sorgina og allt það. Þetta var áfall fyrir mig fyrst en svo

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

fór ég að horfa á þetta sem verkefni sem við þurfum að fara í gegnum. Við getum ekkert breytt þessu, við fengum bara þetta verkefni og það er ekki í boði að setja sængina yfir höfðið og gefast upp. Það er líka auðveldara að vinna þetta svona, því hann er svo jákvæður og það hefur hjálpað mér í gegnum þetta,“ segir Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns. „Hann á vin sem hann hringir í og það eru eiginlega allir búnir að setja okkur í bómull. Við fáum mikið af hringingum og hvatningu. Það er gott þegar fólk er til staðar. Þá erum við í Krafti og ég hef farið á einn fund fyrir aðstandendur. Svo erum við einnig í ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og þar er hjúkrunarfræðingur sem hittir okkur þar sem farið er yfir stöðuna og átt gott spjall. Það hefur einnig hjálpað mjöf mikið.“

Hefur forritað ryksuguna fjórum sinnum

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

- Hvað ert þú að gera svo hann hafi nóg fyrir stafni? Þú stundar þína vinnu og skilur hann eftir heima. „Ég get alveg viðurkennt að mér finnst það vera svolítið erfitt. Ég fæ alveg samviskubit yfir því að fara bara í vinnuna og skilja hann einan eftir heima. En hann er búinn að forrita ryksuguna svona fjórum sinnum, þannig að hann finnur sér alltaf eitthvað að gera. Ryksuguróbótinn er endalaust forritaður og fer alltaf nýjar leiðir um húsið,“ segir Karen og hlær og bætir við að

Árnio Björn Ólafsson og Karen Rúnarsdóttir.

kannski séu þetta merki um að Árna Birni leiðist heima. Karen hefur reynt að halda sínu striki varðandi vinnu en hún starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún hefur þó einnig reynt að taka sér frí til að vera heima með eiginmanninum í þessu verkefni sem krabbameinsmeðferðin er.

Passa vel upp á pabba sinn - Hvernig hafa börnin ykkar verið að takast á við þetta? „Við létum drenginn okkar, sem er sautján ára, fara til sálfræðings. Dóttur okkar, sem er eldri, stóð einnig til boða að ræða við sálfræðing um málið en hún vildi ekki

nýta sér það og ætlar að takast á við þetta sjálf.“ Karen segir að börnin passi vel upp á föður sinn og haldi honum vel við efnið. Árni Björn sér einnig um að koma syni sínum í skólann en hann er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Það var fyrst svolítið skrítið að ég væri að keyra framhjá skólanum á minni leið til vinnu en þetta er gott fyrir Árna að vakna á morgnana og hafa eitthvað fyrir stafni. Það er ekki gott fyrir geðheilsuna að sofa fram undir hádegi. Það er góð rútína að skutla og sækja í skólann. Þeir hafa báðir gott af þessu, held ég,“ segir Karen.


Má bjóða þér bollu?

Allar gerðir af bollum bolludagshelgina og á bolludaginn! Vatnsdeigsbollur, gerbollur, Berlínarbollur og Vegan-bollur. Minnum fyrirtæki á að panta tímanlega fyrir bolludaginn.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Mikið úrval af kökum og brauðum alla daga vikunnar.

Opið alla daga vikunnar

Mánudaga til föstudaga kl. 7:00–17:30 Laugardaga og sunnudaga kl. 7:00–17:00 Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbæ // Sími 421-5255


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Svipmyndir frá frumsýningunni. VF-myndir: Hilmar Bragi

Að kafna næstum úr hlátri á bak við grímuna Mikið svakalega er gott að kúpla sig út úr hversdagslegu amstri eina kvöldstund og skella sér í leikhús. Við Suðurnesjamenn erum líka svo heppin að eiga eitt flottasta áhugaleikfélag landsins, Leikfélag Keflavíkur, sem á undanförnum árum hefur unnið hvern leiksigurinn á fætur öðrum í uppfærslum sínum. Félaginu hefur tekist vel upp í vali sínu á leikverkum og þar hafa gamanleikir verið hvað vinsælastir. Frumsamdar revíur og svo þekktir farsar þar sem allt er einn misskilningur og tóm lygi. Frumleikhúsið er líka frábær umgjörð utan um starfsemi Leikfélags Keflavíkur og Jóel Sæmundsson, leikstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir á dögunum að það væru mikil forréttindi fyrir félag eins og Leikfélag Keflavíkur að hafa Frumleikhúsið. Jóel leikstýrir farsanum Beint í æð sem frumsýndur var um nýliðna helgi. Æfingaferlið var langt en síðasta haust var lagt upp í þá vegferð að setja Beint í æð á svið. Þá kom önnur bylgja kórónuveirunnar og svo þriðja bylgjan og allir draumar um leiksýningar voru lagðir á hilluna en

farsinn æfður áfram á Zoom. Það er jú allt hægt á netinu í dag. Þegar það var ljóst að hundrað gestir mættu vera á leiksýningu var allt sett á fulla ferð og farsanum komið á svið. Leikfélagi Keflavíkur tekst virkilega vel upp með þessu verki. Beint í æð er eftir Ray Cooney og í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson eins og áður segir en hann hefur áður leikstýrt söngleiknum Mystery Boy sem hlaut titilinn athyglisverðasta áhugaleiksýningin árið 2018 og fór á fjalir Þjóðleikhússins. „Hvað gerir taugaskurðlæknir þegar gömul hjásvæfa hans mætir, óumbeðinn, rétt áður en hann á að flytja mikilvægasta fyrirlestur ferilsins og tilkynnir honum að hann eigi fullvaxta son? Af hverju er löggan komin í málið? Af hverju grettir Grettir Sig sig? Hvað ætli Súsanna, konan hans, segi? Hvað er Páll Óskar að gera þarna? Hver er Loftur? Hvað er málið með Mannfreð og Gróu? Hvar er yfirdeildarhjúkrunarfræðingurinn?,“ segir í auglýsingu fyrir farsann og segir allt sem segja þarf. Það er góður hraði

í sýningunni og lygavefurinn og misskilningurinn vex hratt. Það var stemmning í loftinu og gestir á frumsýningu sprungu úr hlátri hvað eftir annað. Það er hreinlega hægt að komast í það ástand að kafna næstum úr hlátri, því það er jú grímuskylda í leikhúsinu og allt flæðandi í spritti. Það er einvala lið leikara á sviðinu sem margir hverjir eru með áralanga reynslu í Frumleikhúsinu. Öll stóðu sig með mikilli prýði. Það getur jú verið erfitt að halda andliti á sviði þegar salurinn skellihlær að uppátækjum þínum. Það er full ástæða til að hverja fólk til að skella sér í leikhús á Beint í æð. Hláturtaugarnar munu ekki sjá eftir því. Það er svo hressandi að geta hlegið hraustlega eina kvöldstund. Næstu sýningar eru næstu fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Nánar um sýningartíma og miðasölu á tix.is. Takk fyrir frábæra kvöldstund í Frumleikhúsinu. DVK, Hilmar Bragi Bárðarson.

Kardemommubærinn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar

Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýning á myndum úr Kardemommubænum eftir Thorbjørn Egner. Kardemommubærinn er fyrir margt löngu orðin klassík sem hefur fylgt íslenskum fjölskyldum í texta, myndum og tónlist um árabil. Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þekkja flest börn ásamt Soffíu frænku, Bastían bæjarfógeta og börnunum Kamillu og Tomma. Sýningin mun standa til 1. apríl næstkomandi.

Í tilefni 65 ára afmælis bókarinnar í fyrra var þessi sama sýning sett upp í Norræna húsinu í samstarfi við norska sendiráðið. Nú fá gestir Bókasafns Reykjanesbæjar tækifæri til að skoða sýninguna og taka þátt í getraun. Til þess að taka þátt þarf að skoða sýninguna, svara spurningum á getraunaseðli og fylla út nafn og símanúmer. Dregið verður úr réttum svörum og hljóta vinningshafar bókargjöf. Vegna sóttvarna eru gestir beðnir að gæta þess að einungis fjórir fullorðnir séu inni á sýningunni samtímis, með tveggja metra millibili og muna grímur og spritt. Athugið að þessar reglur gilda ekki fyrir börn fædd 2005 og síðar. Hver veit nema Soffía frænka fylgist með þeim sem ekki kunna að fara eftir reglum?

Gleði beint í æð Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei heyrt eins mikið hlegið í leikhúsi eins og í kvöld. Ég hugsa að einhverjir leikhúsgesta verði jafnvel með strengi í kviðnum á morgun eftir hláturkviður kvöldsins. Snilldin sem vakti þessi sterku gleðiviðbrögð hjá fólki var sýningin Beint í æð eftir Ray Cooney sem er leikstýrt af Jóel Sæmundssyni og Leikfélagi Keflavíkur er að sýna í Frumleikhúsinu. Ég var svo heppinn að fá miða á frumsýninguna og þessi orð eru skrifuð þegar ég rétt nýkominn heim af henni. Unga fólkið sem stendur að sýningunni geislar svo af krafti og gleði að leikhúsgestir geta ekki annað en hrifist með. Verkið sjálft er klassískur farsi með tilheyrandi misskilningi og flækjum, allt saman sprenghlægilegt og einstaklega skemmtilegt. Leikararnir standa sig allir mjög vel en þó verð ég að nefna Sigurð Smára Hansson sérstaklega sem túlkar lækninn Jón Borgar. Hann hefur einstak lag á því að koma sér í vandræði og er miðpunktur í öllum hvirfilvindinum. Frábær frammistaða hjá aðalleikaranum. Ég trúi ekki öðru en að fólk komi til með að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu. Hún

er frábær skemmtun og eitthvað sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Svo er bara svo gaman að geta farið í leikhús eftir allar þær takmarkanir sem hafa lagst á okkur öll síðustu mánuði og um leið að lagt sitt af mörkum til að styðja menningarstarf heima í héraði. Ég skora því á þau ykkar sem lesið þessi orð að finna Leikfélag Keflavíkur á netinu eða á samfélagsmiðlum eða á tix.is og tryggja ykkur miða. Það skiptir máli að gera það fyrr en seinna því fólk þarf að mæta til að sýningin haldi áfram. Ólafur Þór Ólafsson.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Guðný Birna Guðmundsdóttir, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar afhenti Guðbrandi Einarssyni blómvönd í tilefni 300. fundarins hjá honum.

Frekari sameining sveitarfélaga nauðsynleg – segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, en hann er kominn í 300 funda „klúbbinn“ auðvitað kallað á að bæjarfulltrúar þurfa að takast á við fleiri verkefni.“

Forseti bæjarstjórnar í öndvegi með Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, og Baldur Guðmundsson á mynd. „Ég er núna talinn með í hópi bæjarfulltrúa sem eyddu miklum tíma í að vinna fyrir sveitarfélagið sitt. Markmið mitt er í sjálfu sér ekkert annað en að reyna að gera eitthvert gagn. Reynslan hjálpar mér auðvitað við það.“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, en hann sat sinn 300. bæjarstjórnarfund 2. febrúar. – Sérðu þig í næstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar? „Hvar ég sé mig í framhaldinu er óljóst. Ég hef aldrei haft einhverja stjórn á því sem bíður mín. Það er hins vegar fínasta hlutskipti að fá að sitja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.“ – Hvernig var svo 300. fundurinn? „Hann var bara ljúfur. Varaforseti bæjarstjórnar afhenti mér blómvönd í tilefni dagsins og talaði hlýtt til mín sem mér þótti að sjálfsögðu afskaplega vænt um. Einnig gafst mér ágætis tækifæri á þessum fundi til að fara vel yfir ástæður þess að Víkingaheimar voru seldir, sem mér þótti tilefni til í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið.“ – Hver er eftirminnilegasti fundurinn af þessum þrjúhundruð? „Ætli sá fyrsti sé ekki einn sá minnisstæðasti. Mig minnir að Víkurfréttir hafi séð ástæðu til þess að fjalla um þann fund á sínum tíma. Margir fundir hafa hins vegar verið minni-

– Telur þú að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 hafi verið gæfuspor og ef – hvernig þá? „Já, ég tel að það hafi verið mikið gæfuspor og það hefði verið enn betra ef sameininginn hefði orðið enn stærri á þeim tíma. Það hefði gert Suðurnesin miklu sterkari bæði inn á við og út á við. Skilvirknin hefði orðið meiri og nýting fjármuna enn betri. Þróun í þessa átt heldur hins vegar áfram en mun taka einhvern tíma. Garður og Sandgerði hafa nú sameinast undir merkjum Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagið Vogar er þessa dagana að skoða sameiningarkosti sem gætu leitt til frekari sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum.

– Viltu rifja aðeins upp hvenær þú byrjaðir og fyrir hvaða flokk? „Ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn árið 1996 og var munstraður í fjölskyldu- og félagsmálaráð þegar flokkurinn bauð fram undir merkjum J-listans sem var sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags árið 1998. Ég mætti síðan á minn fyrsta bæjarstjórnarfund á árinu 2001 sem varabæjarfulltrúi.“

– Hvernig sérðu fyrir þér þróunina í sveitarstjórnarmálum á næstu árum? Málefnin eru alltaf að stækka og verða flóknari, er það ekki? „Við sjáum ekki alveg fyrir þróunina. Rætt hefur verið um þriðja stjórnsýslustigið sem væri þá einhvers konar millistig milli ríkis og sveitarfélaga. Þróunin hefur hins vegar verið í þá átt að mynda landshlutasambönd sem ég tel ekki vera góða þróun. Það auðveldar ríkinu að sjálfsögðu að eiga samskipti við sveitarfélög í gegnum landshlutasamtök en það tefur fyrir sameiningu sveitarfélaga og hefur í för með sér verulegan lýðræðishalla. Fyrir mér er sameining sveitarfélaga algjör forsenda þess að þau geti sinnt þeirri mikilvægu þjónustu sem ætlast er til að þau sinni.“

– Hafa skyldur og störf bæjarfulltrúa breyst mikið eða eitthvað á þessum tíma? „Umfang og rekstur sveitarfélaga hefur vaxið mikið á þessum árum og sveitarfélög gegna nú miklu stærra hlutverki en áður í þjónustu við íbúa. Verkefni eru stöðugt að færast frá ríki til sveitarfélaga og það hefur

– Þú hefur verið í framlínu meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðan 2014 eftir að hafa verið í minnihluta á undan. Þetta hafa verið miklar áskoranir fyrir Reykjanesbæ, fyrst í fjármálunum og síðan með Covid-19, er það ekki? „Jú, jú. Staðan var ekki burðug þegar nýr meirihluti tók við árið 2014 en

stæðir og mikilvægir. Nægir að nefna fundir í kringum söluna á Hitaveitu Suðurnesja, þegar herinn fór og síðan í hruninu. Allt voru þetta mál sem höfðu mikil og mótandi áhrif á þróun sveitarfélagsins okkar.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

Guðbrandur á bæjarstjórnarfundi þegar hann var í minnihluta. Með honum á mynd eru Árni Sigfússon, þáverandi bæjarstjóri, og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. allt hefur þetta tosast í rétta átt. Covid hefur ekki verið að hjálpa til en er sem betur fer tímabundið ástand sem unnið verður bug á. Sveitarfélagið mun komast yfir það. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af þeim sem hafa ekki trygga afkomu vegna atvinnu- og tekjumissis af völdum Covid. Þar væri hægt að gera betur.“ – Hvað eru stærstu málin hjá Reykjanesbæ núna og í náinni framtíð? „Stærstu málin til skemmri tíma eru auðvitað að takast á við afleiðingar af Covid en verkefnin framundan eru spennandi og mýmörg. Samfélagið Guðbrandur í hópi fólks á kynningarfundi nýs, sameiginlegs framboðs árið 2006.

breytist ört og sú stafræna umbreyting sem á sér stað skapar mörg tækifæri sem sveitarfélagið þarf að nýta og mun nýta. Það mun auðvelda íbúum að sækja sér þjónustu og stytta boðleiðir. Eins þarf að huga að uppbyggingu nýrra mannvirkja í framtíðinni, s.s nýjum íþróttamannvirkjum, skólahúsnæði og hjúkrunarheimili. Þá skiptir það máli að vel takist til við uppbyggingu innviða í Ásbrú.“ – Þú hefur verið orðaður við þingframboð hjá Viðreisn. Gengurðu með þingmanninn í maganum? „Ég hef nú gengið til liðs við Viðreisn eftir að hafa verið utan flokka í rúman áratug. Viðreisn á eftir ákveða fyrirkomulag uppstillingar á lista fyrir næstu alþingiskosningar og því algjörlega óráðið hvað gerist. Ég loka hins vegar ekki á neitt. Reynsla mín á vettvangi sveitarstjórnarmála sem og innan verkalýðshreyfingarinnar ætti að geta nýst mér ágætlega vettvangi á landsmála ef til þess kæmi. Ef einhver áskorun um slíkt kæmi inn á borð til mín mun ég taka það til skoðunar. Ég tek á móti framtíðinni með opnum huga.“


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Veiðin hefur almennt verið góð Bátunum heldur áfram að fjölga hérna sunnanlands. Þegar þetta er skrifað þá er Hafrafell SU á leiðinni suður á vertíð en þessi bátur er í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og áhöfn bátsins er að nokkru mönnuð sjómönnum frá Sandgerði og Keflavík. Eftir stendur þá að Sandfell SU er eftir fyrir austan en um borð í Sandfelli SU eru skipstjórarnir Örn og Rafn sem eru feðgar, Rafn er sonur Örns. Annars eru gríðarlega margir bátar búnir að vera á veiðum á svæðinu frá Reykjanesi og út að Garðskagavita – og telur þetta hátt í 40 til 50 báta þegar mest er. Stór hluti af þessum flota landar í Sandgerði en einnig eru þarna stóru línubátarnir frá Grindavík sem og 29 metra togbátar.

Veiðin hefur almennt verið mjög góð hjá bátunum og má nefna að í Grindavík lönduðu fjórir línubátar alls 553 tonnum. Páll Jónsson GK 128 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK 137 tonn, Sighvatur GK 139 tonn og Valdimar GK 150 tonn í tveimur og þar af 117 tonn í einni löndun. Allir

þessir bátar voru á veiðum þarna fyrir utan. Af flotanum sem hefur verið að landa í Sandgerði þá er Óli á Stað GK hæstur með 44 tonn í sex, Auður Vésteins SU 37 tonn í fjórum, Sævík GK 33 tonn í fimm, Daðey GK 31 tonn í fjórum, Jón Ásbjörnsson RE 30 tonn í fjórum, Kristján HF 27 tonn í tveimur, Dóri GK 26 tonn í tveimur, Margrét GK 25 tonn í þremur, Gísli Súrsson GK 22 tonn í tveimur, Vésteinn GK átján tonn í tveimur, Hópsnes GK fimmtán tonn í tveimur og þar af ellefu tonn í einni

Finnbjörn ÍS lítur frekar illa út í slippnum í Njarðvík þessa dagana þar sem búið er að háþrýstiþvo af honum 30 ára lag af málningu. Hann var gerður út í hátt í 25 ár frá Grindavík og hét þá Farsæll GK.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

en þessi bátur rær með bala, hinir allir eru með beitningavél. Netaveiðin er búin að vera góð, Erling KE er kominn með 51 tonn í fjórum, Grímsnes GK 50 tonn í fjórum, Maron GK 46 tonn í fimm, Langanes GK sextán tonn í fjórum, Hraunsvík GK ellefu tonn í tveimur og Þorsteinn ÞH níu tonn í tveimur, allir að landa í Sandgerði. Enn sem komið er hefur engið færabátur landað í Sandgerði en í Grindavík lönduðu þar tveir handfærabátar, Grindjáni GK og Sigurvon RE. Þegar líður lengra á febrúar mun færabátunum fjölga og til dæmis þá fór Gosi KE frá Njarðvík til Sandgerðis sama dag og þessi pistill var skrifaður en hann rær með handfæri og mun fljótlega fara í sinn fyrsta róður á færin. Mjög rólegt er yfir veiðum dragnótabátanna því þeir eru aðeins tveir á veiðum núna, Siggi Bjarna GK og Sigurfari GK. Benni Sæm GK er í slipp í Njarðvík en verið er að mála hann í nýju litunum hjá Nesfiski, Benni Sæm GK var eini báturinn sem eftir var í flotanum hjá Nesfiski sem átti eftir að fá nýja útlitið. Sömuleiðis er Aðalbjörg RE ekki komin á veiðar en undanfarna vetur hefur Aðalbjörg RE róið frá Sandgerði yfir veturinn.

Í Njarðvíkurslipp núna er þar Benni Sæm GK inni í húsinu en utan við húsið er bátur sem margir Suðurnesjamenn þekkja mjög vel. Sá bátur var gerður út í hátt í 25 ár frá Grindavík og hét þá Farsæll GK. Núna heitir þessi bátur Finnbjörn ÍS og lítur hann frekar illa út í slippnum í Njarðvík því búið er að háþrýstiþvo alla málningu af bátnum. Útgerðaraðilar Finnbjörns ÍS létu hreinsa alla málningu af bátnum en komið var um 30 ára lag af málningu á bátinn og verður hann síðan tekinn inn í hús og málaður í gula litnum sem Finnbjörn ÍS er með. Síðan fer hann til Sandgerði og mun róa þar þangað til hann fer vestur til Bolungarvíkur. Talandi um línubátana sem minnst er á að ofan þá eru flestir bátanna sem róa á línu frá Suðurnesjum gerðir út með beitningavél en það eru líka bátar sem eru gerðir út á bölum, t.d Addi Afi GK, Guðrún Petrína GK, Gulltoppur GK og Hópsnes GK. Núna er nýr útgerðaraðili kominn með báta í Sandgerði og honum vantar menn og konur sem geta beitt. Beitt er í Sandgerði í Rauða húsinu sem er neðan við Vitann í Sandgerði – og fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í beitningu er símanúmerið 771-7609 og heitir hann Axel sem gerir út bátana Gjafar GK og Nýja Víking NS.

Viðburðir í Reykjanesbæ Allir með - kynningarmyndbönd Reykjanesbær hefur birt hátt í 30 kynningarmyndbönd sem sýnir allt íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf sem er í boði fyrir börn sem búa í sveitarfélaginu. Myndböndin eru hluti af viðamiklu samfélagsverkefni sem ber heitið Allir með! Myndböndin má finna á frístundavef allra sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.fristundir.is).

Lífshlaupið í Reykjanesbæ Reykjanesbær ætlar að gefa heppnum þátttakanda í Lífshlaupinu 50.000 króna gjafabréf hjá Betri bæ. Skráðu þig til leiks á betrireykjanesbaer.is til að eiga möguleika á að vinna gjafabréfið.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Sérfræðingur í barnavernd Velferðarsvið – Forstöðumaður búsetukjarna Velferðarsvið – Félagsráðgjafar í fjölskylduþjónustu Velferðarsvið – Félagsráðgjafar í þjónustu við flóttafólk Þjónusta og þróun – Sérfræðingur í framlínuþjónustu Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri GeoSilica og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Fida Abu Libdeh fékk hvatningarviðurkenningu FKA Á viðurkenningarhátíð FKA eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna. Dómara voru fengnir til að raða í fimm efstu sætin til að beina kastljósinu að enn fleiri konum og fyrirmyndum þetta árið. María Fjóla Harðardóttir, Fida Abu Libdeh og Bryndís Brynjólfsdóttir voru heiðraðar á viðurkenningarhátíð FKA 2021. FKA boðaði í upphafi starfsárs sýnileika, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma og gerðu tilraun með FKA viðurkenningarhátíðina 2021 þegar konur voru heiðraðar í sjónvarpsþætti að þessu sinni. Á viðurkenningarhátíð FKA eru árlega veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. FKA kallar eftir til-

nefningum frá FKA konum og atvinnulífinu sem dómnefnd metur. Viðurkenningarhafar FKA árið 2021 eru: María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu – FKA viðurkenning 2021. Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica – FKA hvatningarviðurkenning 2021. Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði. Bryndís Brynjólfsdóttir, eigandi Lindarinnar Selfossi – FKA þakkarviðurkenning 2021. Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


- Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður margvíslegt nám sem hefur það að markmiði að skapa þér ný Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11 tækifæri og efla færni þína á vinnumarkaði. Viltu skiptaVÍKURFRÉTTIR um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur?

Heimanámsþjálfun – orðarýni 1 Skrifstofuskólinn

Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. okkur nemendunum orð, hugtök sem getur falist í því að skrifa þá upp Námsaðferðir eru aðallegaog byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra ýmis orðatiltæki. Íslenskukennaftur og/eða lesa endurtekið yfir þá. arinn minn eyddi miklum tíma DK. í útHvernig tengist þetta orðarýni og á almenn skrifstofustörf. Kennt er á bókhaldsforritið

Í þriðja pistli mínum fjallaði ég um hugtakið námstækni sem nær yfir árangursríkar aðferðir í námi og í síðasta pistli fjallaði ég um heimalestrarþjálfun. Í næstu þremur pistlum ætla ég að fjalla um orðarýni, orðkennslu, sem er námstækniaðferð og hentar einstaklega vel með heimalestrarþjálfun. Forsögu málsins út frá minni þekkingu og reynslu, ásamt ávinningi Samfélagstúlkun þess að nota aðferðina. Ég á sjálf ánægjulegar minningar af orðkennslu úr Grunnskóla Njarðvíkur, frá því ég var nemandi á miðstigi. Á bókasafni skólans var lessalur inn af bókasafninu. Hann var langur og mjór, tveir og tveir sátu saman við borðin. Yfir borðinu var lesljós og setið var í þungum stólum sem voru með mjúkri sessu og baki. Ekkert annað ljós var kveikt, aðeins lesljósið, og mér fannst alltaf svo notalegt að sitja þarna í hitanum af ljósinu. Við fengum bók sem heitir Orðaskyggnir-íslensk orðabók handa börnum og verkefnablöð tengd bókinni. Það voru starfsmenn bókasafnsins sem leiddu þessa vinnu, þær Hrefna og Erna. Yndislegar konur sem voru ákveðnar og samkvæmar sjálfum sér. Það skyldi ríkja algjör þögn á meðan á vinnunni stóð og þær fylgdu því fast eftir að ég ætti að ljúka ákveðnum verkefnum í tímanum. Í orðabókinni voru útskýringar á orðum og myndir tengdar orðunum. Á verkefnablöðunum voru ýmis verkefni sem reyndu á

Ég fór að læra meira á skýringar þegar við lásum í bókum þeirri vinnu sem ég hef þróað síðar bókasafninu og notfæra og hann gerði þá kröfu til okkar að í aðstoð við heimanámsþjálfun? Jú, við myndum skrifa niður útskýr- sjáið til. Eftir grunnskólann, þegar mér orðabækur og alingarnar, sem sagt að við myndum ég hóf nám í Fjölbrautaskóla SuðurÁgúst glósa. Ég erPedersen, ekki viss umleiðsögunemi að hann nesja, þá fékk ég einfaldlega ótrúlega fræðirit, sem útskýrðu hafi„Skrifstofuskólinn notað þetta orð, að glósa, en ámérmikinn skell. Áherslan ogvarðandi krafan á/ það sem hjálpaði að taka ákvarðanir þessum árum 1990–1993, vorum ég um sjálfstæð vinnubrögð varð svo orð og hugtök. Sú vinna migbesta langar að hafast aðuppí framtíðinni. Eftir langtað hlé og ein vinkona mín mjög mikil strax í upphafi égfrá átti námi erfitt hjálpaði teknar af því að mér glósa.að Églæra lærði uppá það nýtt að fóta námslega. Námsefnið þetta nám og mig er ég nú kominn í leiðsögunámvarð gríðarlega mikilí gegnum hana og að hluta til vill ég þyngdist, fögin urðu fleiri og krafan hjá að Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Skrifstofuskólinn opnaði meina það hafi verið tilkomið um dýpri skilning á efninu varðaugu mín væg fyrir mig og létti vegna þess að systir hennar var meiri. Kennsluhættirnir voru ólíkir varðandi framtíðina“ einu ári eldri en við og við höfðum því sem ég hafði vanist á grunnaðgang að námsefninu hennar og skólastiginu og nú kom í minn hlut undir með lestrinum ...

gátum skrifað upp eftir því. Það flýtti að bera ábyrgð á lestrinum fyrir okkur og við gátum skrifað upp og finna útskýringar á ýmsar glósur sem nýttust okkur eftir orðum sjálf. Ég átti ótrúhennar gömlu glósum. Ég hafði lega erfitt námslega í og því tunguNám fyrir þá sem vilja starfa við túlkun. Forkröfur erusíðan að hafa gott vald á íslensku að fletta upp í orðabókinni og skrifa einhverra hluta vegna mjög gaman af þessum aðstæðum. Ég máli sem á að túlka. Frábært nám og góðir starfsmöguleikar að námi loknu. niður útskýringar á orðum. Upplifun því að skrifa glósurnar upp aftur og eyddi miklum tíma í að mín var mögnuð. Ég man ennþá eftir bæta við mínum eigin glósum (mig lesa og skrifa upp mínar tilfinningunni sem flæddi um mig grunar að það hafi hjálpað mér að eigin glósur og í kjölfarið varð gríðarlega mikilvæg þegar ég rakst á nýtt orð úr þessari skilja efnið betur). Í dönsku og ensku að lesa yfir þær. Ég fann fyrir mig og létti undir orðaforðavinnu í öðru samhengi og áttum viðHaythem að glósa og heima fyrir var hjá að þessi vinna var tímafrek. með lestrinum. Ég öðlaðist Med Akari, túlkur Alþjóðasetri fékk skilning á því sem ég las og/eða mamma mín mjög öflug í því að fletta Ég eyddi miklum tíma í námið betri skilning á einstaka orðum „Námið var mjög vel skipulagt og kennararnir eru mjög hæfir í að miðla heyrði. Ég lærði og skildi að í gegnum upp orðum með mér og hjálpa mér heimafyrir þar sem ég náði ekki sem gáfu mér aukinn skilning í samtil nemenda. Það er mikillog stuðningur við nemendur og undirstaðan lestur gæti ég bætt við þekkingu þannig að skilja textana í dönsku nægjanlegum skilningi á námsefninu hengi textanna sem ég var að lesa. mína. Þó svo ég upplifði líka erfið- ensku. Í gegnum vinnuna við það að Persónulega með því eingöngu að lesa þaðávinning og Meðafþessu létti á endurteknum byggð á góðri kennslufræði. hafði ég mikinn leika við lestur og skilning, þá vissi glósa lærði ég líka heilmörg íslensk sitja kennslustundirnar. Því miður lestri og ég gat nýtt mér betur glósufékk mörg tækifæri til að fá góð samskipti ég af eigin reynslu að það væri hægt orð.námskeiðinu. Ég veit að einn Ég af styrkleikum var árangurinn af vinnu þessariog þrotlausu tæknina sem ég hafði komið mér að nota orðabók með myndum til mínum liggur í sjónminni mínu og vinnu minni takmarkaður. Ég legg upp. Námið varð ekki eins þungt og við fólk, bæði í skólanum og í opinberri stjórnsýslu“ þess að skilja orð. Ég átti það til að ég á auðvelt með að leggja glósur á áherslu á að nota aðferðir sem virka með auknum skilningi kom þekking, skoða Orðaskyggnir á bókasafninu minnið, sem eru litakóðaðar og vel og til þess að vita hvort aðferð virkar reynsla og upplifun sem nýttist mér þegar ég eltist en orðaforðinn varð uppsettar. Ég átti því auðvelt með að þá þarf að mæla árangur! Í námi er til góða í náminu í framhaldinu. flóknari til dæmis með samsettum leggja mínar eigin glósur á minnið og árangur mældur í einkunnum og ég Þessa „hugmyndafræði“ og þá orðumGrunnmenntaskólinn og ég fann þau ekki í Orða- sækja upplýsingar úr þeim með því var heppin að hafa náð prófunum á tækni sem í boði var árið 2008, skyggni. Ég hafði einhverja þekkað fletta í gegnum þær í huganum fyrstu önninni. Ég áttaði mig á fyrir því aðþá sem þegar ég byrjaði að kenna, nýtti ég Hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum og er mjög góður undirbúningur ingu á samsettum orðum en ekki í prófi. Í þessari vinnu felst meðal eitthvað annað þyrfti að koma til svo í þeim tilgangi að aðstoða lesblinda hyggja „Viltuannars verðalausnin kennari, viðskiptafræðingur eðaárafvirki“? semhársnyrtir, ég ræddi um í ég næði betri tökum nægilega góða áá frekara þessum nám. árum til lesefninu. Fór nemendur í lestri og ritun – með þess að því hvað mínum fyrsta pistli;og aðþú endurskrifa að égaftur ræddi- við Enátta þaðmig er álangt síðanværi þú varst á skólabekk vilt læra aðsvo læra Þábókasafnsfræðer tilvalið að heimanámsþjálfun. að gerast í orðaforðanum, flóknari með eigin orðum texta og/eða upp- inginn á bókasafni FS og hún sýndi orð, ogskoða notkunGrunnmennaskólann. á annarri tegund af lýsingar sem ekki skiljast við fyrsta mér „alvöru orðabækur“! Ég fór að Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari, mannauðsorðabók (það kom seinna). Á ungl- lestur einmitt í þeim tilgangi að ná læra meira á bókasafninu og notfæra ráðgjafi og verkefnastjóri. ingastiginu lögðu kennarar mínir fram frekari skilningi á efninu, sífelld mér orðabækur og alfræðirit, sem mikla áherslu á það að útskýra fyrir endurtekning á námslegum þáttum útskýrðu orð og hugtök. Sú vinna

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir, lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík „Viltu verða kennari, hársnyrtir, viðskiptafræðingur eða rafvirki? En það er langt síðan þú varst á skólabekk og þú vilt læra að læra aftur - Þá er Grunnmenntaskólinn möguleika eitthvað fyrir þig. Grunnmenntaskólinn er tilvalinn fyrir þá sem hafa ekki lokið grunnskólaprófi að fullu eða langar að byrja aftur í námi eftir langa pásu.“

Ertu öflugur liðsmaður?

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is

Verkefnastjóri - Menntanet Suðurnesja Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar leiða til að efla menntun og styrkja samstarf menntastofnana á Suðurnesjum. Markmiðið er að auka samvinnu menntastofnana, búa til menntaúrræði þvert á menntastofnanir með áherslu á úrlausnir vegna atvinnuleysis og hámarka nýtingu fjármuna, reynslu og þekkingar sem fyrir er á svæðinu. Aðilar að Menntanetinu eru Keilir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fisktækniskóli Íslands, Miðstöð símenntunar og eftir atvikum aðrar menntastofnanir. Við leitum að verkefnastjóra til að starfa með okkur að þessu mikilvæga máli. Starfsstöð verkefnastjóra verður hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en viðkomandi mun starfa þvert á menntastofnanirnar.

Hvert er verkefnið?

Við leitum að einstaklingi með:

n Að leiða samstarf og samvinnu menntastofn– ana við þróun og framkvæmd menntaúrræða. n Leiða starfsemi Menntanetsins með samvinnu stjórnarmanna n Tengja starfsemi Menntanetsins við nærsamfélagið n Að hafa frumkvæði að nýjum verkefnum n Að annast samskipti við atvinnulífið, ráðuneytið, stofnanir og aðra eftir þörfum . n Og gera allt hitt sem upp kemur og þarfnast úrlausnar.

n Góða almenna reynslu af verkefnastjórn. n Reynslu af fjölbreyttum menntaverkefnum og stjórnun þeirra. n Innsýn í menntakerfið og þróun menntunar. n Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. n Leiðtoga- og samskiptahæfni. n Bakgrunn og reynslu á sviði starfsmennta eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Laun eru greidd samkvæmt viðeigandi kjarasamningi. Nánari upplýsingar veitir Jón Björgvin Stefánsson í síma 545-9500 eða jon.b.stefansson@mrn.is eða Kristján Ásmundsson í síma 421-3100 eða skolameistari@fss.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfs– ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf– ið. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína í gegnum umsóknarvef alfred.is, https://www.alfred.is/starf/ menntanet-suðurnesja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þörungar vaxa í diskóljósum á Ásbrú Orri Björnsson, forstjóri Algalífs innan um „diskóljósin“ í litskrúðugri verksmiðjunni.

Frumkvöðlafyrirtækið Algalíf á Ásbrú hóf starfsemi 2013 og hefur vaxið mikið. Nærri 40 manns starfa við framleiðslu fæðubótarefnis og verða nærri 80 eftir tvö ár. Bygging sjö þúsund fermetra nýbyggingar skapar meira en eitt hundrað störf á næstu tveimur árum. Páll Ketilsson pket@vf.is

Rúmlega eitt hundrað störf verða til við smíði sjö þúsund fermetra nýbyggingar við núverandi verksmiðu Algalífs á Ásbrú. Þrjátíu og fimm framtíðarstörf verða til við stækkunina og Algalíf verður eitt stærsta örþörungafyrirtæki heims. Framkvæmdin kostar fjóra milljarða og fjárfestingin kemur erlendis frá en eigendur fyrirtækisins eru í Noregi. Ársframleiðsla Algalífs rúmlega þrefaldast og Orri Björnsson, forstjóri, segir að ársvelta fyrirtækisins muni nærri fjórfaldast og fara úr um 1.500 milljónum króna í um 5,5 milljarða. Starfmannafjöldi mun tvöfaldast, fara úr 37 í yfir 70 manns.

Litskrúðug nýsköpun á Ásbrú Framleiðsla Algalífs á astaxantín úr örþörungum fer fram í stýrðu umhverfi innanhúss og er umhverfisvæn og ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í ferlinu. Notast er við sérstök LED-ljós og tölvustýrð ljósa- og hitakerfi við ræktun örþörunganna í lokuðum rörakerfum sem þýðir að vatns-, raforku- og landnotkun er í lágmarki. Þetta tryggir að bæði eru magn og gæði stöðug. Úr þörungunum er unnið fæðubótaefnið astaxantín. Algalíf hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálf-

bærni, gæði og afhendingaröryggi og er orðinn einn stærsti þörungaframleiðandi í heimi.

Framleiðsla tveggja ára seld „Markaðshorfur eru mjög góðar og fjögurra milljarða erlend fjárfesting sýnir trú á því sem við erum að gera. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. Því er náttúrulegt astaxantín frá Algalíf mjög vel samkeppnishæft á alþjóðamarkaði og sala gengur mun betur en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir Orri. Þessi frumkvöðlastarfsemi hófst á gamla varnarsvæðinu árið 2013 en áður hlupu Varnarliðsmenn innanhúss í hluta húsnæðisins sem Algalíf notar. Það hefur verið stækkað og framkvæmdir við rúmlega tvöföldun á því hefjast á vormánuðum.

Stuðningur heimamanna mikilvægur Orri segir að mikill stuðningur hafi komið frá Reykjanesbæ í upphafi og sömuleiðis frá Kadeco sem hafi gengið vel frá húsnæðinu þannig að hægt hafi verið að setja upp starfsemina fljótt og vel. „Fljótlega eftir að starfsemin hófst þurfti að laga tæknina og ná upp meiri framleiðni. Það tókst og er lykilatriði í starfseminni. Þegar því var náð var farið í stækkun verksmiðjunnar sem tók þrjú, fjögur ár og lauk á síðasta ári. Þá fyrst náði verksmiðjan fullum afköstum í framleiðslunni. Mikil hagkvæmni felst í meiri stærð verksmiðjunnar og þá eru markaðir góðir. Því var ákveðið að halda áfram að stækka verksmiðjuna enn frekar.“

Jákvæðir eigendur Eigendurnir eru í Noregi og Orri segir að þeir hafi verið jákvæðir fyrir uppbyggingunni frá upphafi og séu með reynslu úr fæðubótastarfsemi. „Þeir hafa verið mjög góðir eigendur og sýnt þessu mikinn skilning því það hefur ekki alltaf gengið vel í

framleiðslunni og sölunni. Þeir hafa stutt okkur vel og alltaf haft trú á því sem við erum að gera og staðfesta það með því að fara í þessa miklu stækkun á verksmiðjunni núna. Þetta skiptir mjög miklu máli í svona frumkvöðlastarfsemi að hafa nógu mikið og þolinmótt fjármagn, traust og skilning. Skilur í raun á milli feigs og ófeigs í svona frumkvöðlastarfsemi,“ segir Orri. Algalíf er hráefnisframleiðandi og efnið er notað í fæðubótaefni að langmestu leyti. Fyrirtækið er ekki með vörumerki í smásölu og einbeitir sér að framleiðslu hráefnisins en hverjir eru notendur vörunnar? „Þetta er fólk sem er í líkamsrækt og einnig þeir sem eru með vandamál í liðamótum. Í grunninn er þetta andoxunarefni þannig að það hentar þeim vel sem eru að æfa mikið og vilja ná hraðari endurheimt. Eins getur efnið verið væg sólarvörn því þörungurinn er að framleiða astaxantín til að verja sig fyrir sólarljósi og það virkar líka á mannslíkamann. Konur á leið í sólina á Tenerife hafa keypt vöruna til að verja húðina.“

Góður heimsmarkaður Orri segir að heimsmarkaðurinn sé góður fyrir þörungana um þessar mundir en fyrirtækið er með um 50 kaupendur, þar af sex, sjö mjög stóra sem kaupa 80 til 90% af framleiðslunni. Þeim muni fjölga eftir stækkunina. Öll framleiðsla þessa árs og næsta árs er seld og því er erfitt fyrir Algalíf að lofa meiru fyrr en eftir stækkunina.

Góðar aðstæður Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti mjög góðar fyrir þörungaframleiðslu að sögn frumkvöðulsins. „Það er nóg til af vatni og raforku og verðið á henni er ekki mjög hátt. Lágt og jafnt hitastig gerir stýringu í frameiðslunni auðveldari og eins fáum við minna af þörungum og aðskotalífverum inn í kerfin því þær sem þrífast vel á Íslandi líður ekki vel í 25 til 30 gráðu heitu ræktunarkerfi,“ segir Orri Björnsson.

Þörungastart á 20 þús. kr. Þörungarnir í verksmiðju Algalífs sem er í raun eins og gróðurhús, eru ræktaðir úr stofni sem var keyptur upphaflega úr þörungabanka frá Noregi á 150 Evrur eða um tuttugu þúsund íslenskar krónur og er enn verið að vinna úr honum. Framleiðsluferlið tekur um þrjár vikur og fer í gegnum þrjú stig á þeim tíma, þar til að eftir stendur lífmassi sem er sendur til vinnslu í Þýskalandi. Þar er fæðubótaefnið astaxantínið dregið út úr með ákveðinni tækni (sem verður gert á Ásbrú þegar nýbyggingin verður tilbúin) og lokavinnslan á því er svo hér heima þar sem því er blandað saman við lífræna sólblómaolíu þar sem hlutföllin eru 10% astaxantín og 90% sólblómaolía. Þetta er svo efnið verði stöðugt og hafi langan hillutíma. Það er svo hin eiginlega afurð, þ.e.a.s. astaxatínolía, sem sett er í hylki. Ársframleiðsla Algalífs var á síðasta ári 1.500 kg. af hreinu astaxantíni en verður eftir næstu stækkun verksmiðjunnar fimm þúsund kg. Þetta eru ekki stórar tölur miðað við starfsemina en verðmætið er mjög mikið. Nánast

öll framleiðsla Algalífs er flutt út til Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Astaxantínið fer að langmestu leyti í vítamín- eða heilsubótablöndur sem teknar eru inn í hylkjaformi. Það er þó einnig notað í snyrtivörur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

„Við hvað starfar þú?“ Heildaratvinnuleysi á landinu öllu var í desember 12,1%. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum; 26,2% meðal kvenna og 21,4% meðal karla með tilheyrandi efnahagsvanda heimilanna. Tengsl eru milli heilsufars og efnahags og fátækt getur leitt til varanlegs heilsubrests og þunglyndis. Atvinnuleysi leiðir oft til félagslegrar einangrunar og skaðar sjálfstraustið. Ekki síst hér á landi þar sem hátt atvinnustig hefur verið einkenni þjóðarinnar og samræður ókunnugra hefjast oftar en ekki á orðunum: „Við hvað starfar þú?“ Þátttaka í atvinnulífinu er einskonar aðgangskort að samfélaginu og hluti af sjálfsmynd. Þeir sem búa við atvinnuleysi til langs tíma glíma oftar en ekki við neikvæðar aukaverkanir þess. Aukaverkanir sem hafa áhrif á alla fjölskylduna, ekki síst börn og ungmenni. Mörg börn á Suðurnesjum búa við það ástand að annað for-

eldri eða bæði eru atvinnul au s . G æ t a þarf vel að börnum á heimilum þar sem einstætt foreldri eða báðir foreldrar hafa misst vinnu. Um leið og unnið er að fleiri atvinnutækifærum á Suðurnesjum þarf að huga að aukinni aðstoð við þessar fjölskyldur og styrkja samstarf milli þjónustustofnana, svo sem félagsþjónustu, Vinnumálastofnunar og heilsugæslunnar. Alls ekki má láta atvinnulaus ungmenni afskiptalaus heldur virkja þau til athafna í gegnum stofnanir svæðisins. Neikvæð áhrif kreppunnar koma skýrast í ljós í afleiðingum atvinnuleysis á einstaklinga og fjölskyldur.

Langtímaatvinnuleysi getur leitt til fátæktar og dæmin sýna að fátækt barn er líklegt til að vera fátækur fullorðinn. Varanlegar afleiðingar fátæktar eru því bæði skaðlegar börnum og fullorðnum og mikið í húfi að komið verði í veg fyrir að heimilin verði fátæktinni að bráð. Það er skylda stjórnvalda að leggja Suðurnesjamönnum lið. Styrkja menntastofnanir, félagsþjónustuna, heilsugæsluna, lögregluna og sóknaráætlanir svæðisins og uppbyggingasjóði. Við jafnaðarmenn viljum leggjast á árarnar til að greiða götu fjölbreyttra og skynsamlegra atvinnutækifæra og horfa á lausnir ekki síst út frá sjónarhóli barna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Stóru málin í Suðurkjördæmi Samgöngu-, atvinnu- og heilbrigðismál verða án efa stærstu kosningamálin í Suðurkjördæmi í kosningunum í haust. Skyldi engan undra enda mikið verk þar að vinna í kjördæminu. Örugg atvinna, góðar samgöngur og framúrskarandi heilbrigðisþjónusta eru allt grunnþættir sem þurfa að vera í lagi ef samfélög eiga að vaxa og dafna.

Atvinnumál Suðurkjördæmi er kjördæmið þar sem fall ferðaþjónustunnar bítur hvað mest. Sama hvert þú ferð, við hvern þú talar, allir nefna fall ferðaþjónustunnar og þann vanda sem við blasir. Staðan og tækifærin í atvinnumálum eru misjöfn eftir hvar við stingum niður fæti í kjördæminu. Ef við byrjum að líta til Suðurnesja þá er staðan þar ekki góð. Atvinnuleysi mælist um 25% og útlit er fyrir að það muni ekki dvína fyrr en á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Það er reyndar fyrirséð að þessi staða verði líklega aðeins til skamms tíma vegna áhrifa Covid-19 á ferðaþjónustu en skilaboðin eru engu að síður skýr. Á Suðurnesjum þarf að skapa fjölbreyttara atvinnulíf þannig að högg í einni atvinnugrein risti ekki svona djúpt og eru ýmis verkefni því tengdu í bígerð, ber þar helst að nefna byggingu skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn, hugmyndir Samherja um fiskeldi í Helguvík og þá þróun sem á sér stað hjá Kadeco á Keflavíkurflugvelli. Viðreisn mun alltaf styðja fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum eins og kostur er og leggja öllum góðum hugmyndum lið. Ef horft er til sveitarfélaganna á Suðurlandi þá er svipaða sögu að segja þar, hrun í ferðaþjónustu hefur haft afleiðingar og aukið atvinnuleysi á svæðinu. Það þarf því að skapa störf og tækifæri á þessum stöðum á næstu misserum. Efling nýsköpunar og aukin áhersla á skapandi greinar og tækniþróun er þar lykilþáttur, sú stefna mun varða leiðina upp úr Covid-ástandinu. Ekki má gleyma því en að hafa fasta atvinnu er hverjum einstaklingi mikilvægt og snýst um mun meira en einungis laun og bónusa, atvinna skapar sjálfsvirðingu og lætur einstaklingi um leið líða sem hluta af samfélaginu.

Samgöngumál Samgöngumál eru íbúum Suðurkjördæmis hugleikin og þarf að taka þau föstum tökum svo að sú þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum haldi áfram. Áskorun um örugga Reykjanesbraut hefur mikið verið í umræðunni og á hinn svokallaði Stopp hópur hrós skilið fyrir sína

baráttu, ég þori að fullyrða að án hans baráttu væri málið ekki svona langt á veg komið. Örugg Reykjanesbraut skiptir Suðurnesin miklu máli en enn eru tveir kaflar á henni sem bíða tvöföldunar, annars vegar milli Flugstöðvar og Fitja og hins vegar milli Hvassahrauns og Krísuvíkurafleggjara. Þessir kaflar eru komnir á samgönguáætlun og bíða framkvæmda. Einbreiðar brýr í kjördæminu eru margar og þeim þarf að fækka eins og kostur er næstu árin og koma þannig í veg fyrir alvarleg slys. Krafa um bættar samgöngur er víðar í kjördæminu, til að mynda hefur verið ákall um betri tengingar yfir Þjórsá, milli Árnes- og Rangárvallasýslu, og auk þess þarf að sinna viðhaldi vega og vetrarþjónustu í uppsveitum Árnessýslu mun betur en nú er gert. Ný brú yfir Ölfusá er á teikniborðinu og mun hún verða mikil samgöngubót. Áform um byggingu hennar hafa reyndar lengi verið í umræðunni og stefnir allt í að brúarsmíðin fari í einkaframkvæmd. Það eru reyndar skiptar skoðanir á því fyrirkomulagi en ef þessi möguleiki mun flýta framkvæmdum þá er þess virði að skoða hann. Sama má segja um fyrirhuguð jarðgöng í Reynisfjalli og hringveg um Mýrdal en samkvæmt samgönguáætlun er stefnt að leita til einkaaðila varðandi fjármögnun. Núna á 21. öldinni skipta öruggar samgöngur miklu fyrir þróun byggðar á landsbyggðinni en oft er talað um að samgöngur séu lífæð hvers samfélags og forsenda þess að byggðalög fái tækifæri til vaxtar. Því skiptir miklu máli að standa vörð um og tala fyrir uppbyggingu samgöngumannvirkja í kjördæminu.

Heilbrigðismál Aðgangur að öruggri og framúrskarandi heilbrigðisþjónustu eru almenn mannréttindi og hluti af því að búa í góðu samfélagi. Suðurkjördæmi er þar engin undantekning. Staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur oft verið í umræðunni en henni er ætlað að þjónusta um 27.000 íbúa. Fjárframlög til hennar hafa ekki fylgt íbúaþróun á Suðurnesjum síðustu ára og hafa sveitarstjórnarmenn og þingmenn oft bent á þessa

staðreynd en ekkert virðist vera viðhaft í þeim efnum . Þess má getið að stofnunin hefur löngum fe n g i ð l a n g lægstu framlög allra heilbrigðisstofnana á landinu miðað við höfðatölu, þrátt fyrir að lýðheilsuvísar Embættis landlæknis sýni að meiri þörf er fyrir heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa Suðurnesja en á öðrum svæðum. Þessi staða hefur reynt virkilega á starfsfólk stofnunarinnar og haft mikil áhrif á rekstur hennar. Álag á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur auk þess aukist í takt við fjölgun íbúa og er staðan þannig að erfitt getur reynst að fá tíma hjá lækni. Því hafa margir íbúar gripið til þess ráðs að leita annað og er nú svo komið að hluti þeirra eru skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Suðurnesja hafa í langan tíma búið við þá staðreynd að eiga ekki sérstakan heimilislækni á svæðinu sem þeir geta leitað til í hvívetna. Þetta er þróun sem verður að breyta en hvað er til ráða? Einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafa komið vel út og uppfyllt alla þjónustustaðla sem hið opinbera hefur sett. Því gæti verið skref í rétta átt að opna einkarekna heilsugæslustöð á Suðurnesjum, þar sem ríkið er þjónustukaupi og myndi tryggja aðgang allra að þjónustunni. Með þessari nýbreytni væri hægt að minnka það álag sem nú ríkir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og gera þannig öfluga stofnun enn betri. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir einnig við fjárhagsvanda og þarf nauðsynlega aukin fjárframlög til þess að efla grunnþjónustu sína og sín lögboðnu verkefni á svæðinu. Til þess að gera Suðurkjördæmi betur í stakk búið að mæta kröfum framtíðarinnar þarf að rísa upp og snúa þessari þróun við, það er krafa fólksins. Þessi stóru mál eru einungis nokkur af þeim málum sem brenna á íbúum Suðurkjördæmis. Kosningarnar í haust munu því snúast um að skapa tækifæri, hvar á landi sem er, og byggja upp það samfélag sem okkur hefur dreymt um svo lengi. Arnar Páll Guðmundsson, formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ.

Reykjanesið er svæði tækifæranna Íslendingar hafa tækifæri til að byggja upp nýjan grænan iðnað á sviði þörungavinnslu. Hér landi eru kjöraðstæður á heimsvísu, hreinn sjór og stór hafsvæði. Fjárfestar eru áhugasamir en lagaumgjörðin og regluverkið er enn ekki nógu gott. Alþingi þarf að skapa trausta umgjörð um þennan iðnað og skapa skýra stefnu. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis frá þingflokki Framsóknarflokksins.

Vaxandi markaður

Heimsmarkaður fyrir þörunga er stór og fer vaxandi. Samkvæmt skýrslu Report Linker um heimsmarkað fyrir þörunga frá júlí 2020 er áætluð velta árið 2020 fyrir þörungaprótein 912,8 millj. dala og því spáð að hann vaxi í 1,3 milljarða dala árið 2027. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að það sé vaxandi eftirspurn eftir matvæla- og drykkjarafurðum sem byggðar eru á þörungum. Efni úr þeim má finna í mörgum matvælategundum, snyrtivörum og iðnaðarvörum eins og málningu, dekkjum o.fl. Á Ásbrú er t.a.m. starfandi öflugt og vaxandi fyrirtæki, Algalíf, sem ræktar smáþörunga. Úr þeim er unnið verðmætt efni, astaxanthin, sem notað er í eftirsótt fæðubótarefni. Vöxtur í þörungaframleiðslu í heiminum er áætlaður um 7,4% á ári til ársins 2024 og að veltan verði um 1,1 milljarður Bandaríkjadala árið 2024 samkvæmt greiningu Sjávarklasans frá nóvember 2019. Í þessari grein liggja mýmörg áhugaverð tækifæri fyrir íslenskt athafnalíf.

Súrefnisframleiðendur og stútfullir of næringarefnum

Þegar rætt er um þörunga þá er ekki bara átt við smáþörunga, eins og Algalíf ræktar, heldur einnig þang og þara sem vex villt allt í kringum landið okkar fagra. Yfirheiti þessara merkilegu lífvera, þ.e. þangs, þara og smáþörunga, eru þörungar. Þörungar eru ekki bara næringarrík fæða fyrir skepnur og mannfólk heldur framleiða þeir líka stóran hluta súrefnis jarðar, allavega helming alls súrefnis og sumir vísindamenn segja um 90%. Þörungar hreinsa sjóinn og þá má einnig nýta sem áburð. Sumar smáþörungategundir eru olíuríkar og úr þeim er hægt að framleiða lífeldsneyti sem endurnýtir koltvísýring úr loftinu. Það er því ljóst að

sjálfbær öflun þörunga og aukin nýting þeirra getur hjálpað til við að minnka álag á önnur vistkerfi jarðarinnar, draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og hafa jákvæð áhrif á vistkerfi hafsins. Við Reykjanesið eru kjöraðstæður fyrir öflun og verkun þangs og þara. Hér eru miklar fjörur, hreinn sjór og mikið pláss. Hér eru svo sannarlega tækifæri fyrir duglegt fólk en löggjafinn þarf að bæta umgjörðina svo að áhugasamir hafi sterkan grunn til að byggja á, ef þeir hyggjast fara út í fjárfestingar á þessu sviði.

Hvernig getum við bætt umgjörðina?

Greinarhöfundur hefur lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingflokki Framsóknar um að umhverfis- og auðlindaráðherra í samvinnu við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra geri aðgerðaáætlun um þörungaræktun sem liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2021. Einnig er kveðið á um að ráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda hvað varðar þörungarækt eigi síðar en 1. maí 2021. Flutningsmenn telja að sá tímarammi ætti að vera nægilegur enda unnt að líta til fordæma nágrannaþjóða okkar, eins og Færeyja og Noregs, þar sem reynsla er þegar komin á framkvæmd sambærilegra lagaákvæða. Með því að fjárfesta í menntun, rannsóknum og frumkvöðlafyrirtækjum á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þangs og þara og ræktunar smáþörunga. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hlekkur á tillöguna: althingi.is/altext/151/s/0049.html

Við leitum að lyfjatækni eða vönum starfsmanni í sölu og afgreiðslu í Apóteki Suðurnesja. Helstu verkefni. Almenn afgreiðslustörf Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum Afgreiðsla á kassa Afhending lyfja gegn lyfseðli Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra Fylgir gæðastefnu fyrirtækisins í hvívetna og kynnir sér reglulega einstök atriði gæðahandbókar. Opnunartími apóteks. Mánudagar - föstudagar kl. 9-18 (19) Laugardagar KL. 12-16 . Nánari upplýsingar um starfið veitir Tanja Veselinovi,c lyfsali s: 5771150 . Umsóknir sendist á tanja@lyfjaval.is

HRINGBRAUT 99 REYKJANESBÆR


sport

Árangur Evu Margrétar Falsdóttur á Reykjavíkurleikunum tryggði henni þátttökurétt á Evrópumót unglinga.

Góður árangur sundfólks á Reykjavíkurleikunum Það var mikill kraftur í sundfólki ÍRB á Reykjavíkurleikunum (RIG) en þetta var fyrsta opna sundmótið sem haldið hefur verið síðan í júlí. Miklar bætingar og stórgóður árangur hjá sundfólkinu. Fannar Snævar Hauksson vann sigur í 100m og 200m flugsundi. Þar náði hann lágmörkum inn í unglingalandsliðshóp SSÍ. Katla María Brynjarsdóttir náði lágmörkum inn í Framtíðarhóp SSÍ þegar hún kom þriðja í mark í 800m skriðsundi. Bestum árangri náðu þau Már Gunnarson og Eva Margrét Falsdóttir.

Eva Margrét tryggði tryggði sig inn á Evrópumeistaramót unglinga í sumar

Fótbolta.net-mótinu í knattspyrnu lauk um helgina. Þróttarar sigruðu Selfyssinga 6:2 eftir að hafa komist á ævintýralegan hátt í úrslitaleik B-deildar en til þess þurftu þeir sjö marka sigur gegn Vestra í síðasta leik riðilsins. Þróttur lék gegn Selfossi síðasta föstudag á Fylkisvellinum í úrslitaleik B-deildar. Þróttarar byrjuðu betur og komust yfir á 18. mínútu með marki Hauks Leifs Eiríkssonar. Selfyssingar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks en í upphafi þess síðari kom Arnar Sigþórsson Þrótti aftur yfir með marki úr vítaspyrnu auk þess sem Selfyssingar misstu mann af velli með rautt spjald. Þótt Þróttarar væru manni fleiri jafnaði Selfoss leikinn aftur þegar Örn Rúnar Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark (‘60). Við að fá á sig sjálfsmark settu Þróttarar í fluggírinn og skoruðu fjögur

Alexander skoraði tvö fyrir Þrótt. mörk á síðasta hálftímanum til að tryggja sigur í deildinni. Mörk Þróttar: Haukur Leifur Eiríksson (‘18), Arnar Sigþórsson (‘45, víti), Unnar Ari Hansson (‘63), Alexander Helgason (‘78, ‘87) og Eyjólfur Arason (‘85).

Njarðvík 2:2 Haukar (3:4 í vítaspyrnukeppni) Haukar unnu Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni í leik um þriðja sæti B-deildar Fótbolta. net mótsins þegarliðin mættust í Reykjaneshöllinni.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2 og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Haukar höfðu betur þar og unnu vítakeppnina 4:3 og bronsverðlaunin því þeirra þetta árið.

Reynismenn hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik C-deildar Elliði vann Reyni Sandgerði á Würth-vellinum í Árbænum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik deildarinnar með sigri í riðli 1. Reynir endar í 2. sæti og leikur um bronsið.

Grótta vann Keflavík 3:2 í leik um fimmta sæti Fótbolta.net-mótsins en leikurinn fór fram á Vivaldivellinum síðasta föstudag. Gróttumenn skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrra markið kom á 20. mínútu og það síðara á 25. mínútu áður en Keflvíkingum tókst að jafna með mörkum frá þeim Jóhanni Þór Arnarssyni og Ara Steini Guðmundssyni í þeim síðari. Gróttumenn skoruðu sigur-

Þrjú Íslandsmet Más

markið þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Keflavík endar því í sjötta sæti A-deildar. Keflvíkingar eiga því harma að hefna þegar liðin mætast á laugardaginn í fyrsta leik þeirra í Lengjudeildinni. Grindvíkingar léku ekki í úrslitunum þar sem þeir lentu í fjórða sæti 2. riðils en aðeins þrjú lið voru í 1. riðli. Grindavík lenti því í sjöunda sæti.

Kvennalið Keflavíkur vann Gróttu í æfingaleik

Már Gunnarsson ásamt Steindóri Gunnarssyni, yfirþjálfara sunddeildar ÍRB. Myndir: ÍRB

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Þróttarar sigurvegarar B-deildar

Keflavík tapaði fyrir Gróttu

Eva Margrét Falsdóttir kom langfyrst í mark í tveimur greinum, 400m fjórsundi þegar hún sigraði greinina á tímanum 5:03,37, og 200m bringusundi þegar hún synti á tímanum 2:37,57. Í báðum greinunum náði hún lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga (EMU) sem áætlað er að fari fram 6.–11. júlí í sumar. Ekki hefur verið staðfest hvar mótið mun fara fram. Hún var einnig hárbreidd frá EMU lágmarki í 400m skriðsundi sem var aukagrein hjá henni, þar endaði hún önnur eftir mjög spennandi keppni. Eva Margrét varð jafnframt fjórði stigahæsti sundmaður Reykjavíkurleikanna í sundi.

Már setti þrjú Íslandsmet um helgina, eitt í 50m baksundi og tvö í 200m baksundi. Góð staðfesting fyrir hann á forminu en Már stefnir á góðan árangur á Ólympíuleikunum í sumar. Már sagði á Facebook að frammistaða sín á Reykjavíkurleikunum nú um helgina væri sú besta til lengri tíma. „Samtals þrjú Íslandsmet. En það sem ég er stoltastur af er sekúndu bæting í 50m baksundi. Frábær undirbúningur fyrir komandi tíma.“

Miðvikudagur 10. febrúar 2021 // 6. tbl. // 42. árg.

Eva Lind, Dröfn og Natasha. Undirbúningur fyrir knattspyrnutímabilið er líka á fullu hjá stelpunum en stelpurnar í knattspyrnuliði Keflavíkur unnu góðan sigur, 4:0, á Gróttu

í Reykjaneshöllinni á laugardaginn. Markaskorarar Keflavíkur voru þær Eva Lind Daníelsdóttir (2), Dröfn Einarsdóttir og Natasha Anasi. Þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir Lengjubikarinn sem hefst næstu á laugardag þegar Keflavík leikur gegn Selfossi í Reykjaneshöllinni.

Lengjubikarinn hefst um helgina Keppni í Lengjubikarnum hefst um næstu helgi þegar fyrstu leikir í A-deildum karla og kvenna verða spilaðir, allir leikir Suðurnesjaliðanna fara fram á laugardeginum. Leikir í B-deildum hefjast viku síðar og svo loks í C-deildum um þriðju helgi. Grindavík mætir HK í Kórnum og hefst sá leikur klukkan 11:30. Þá mætir karlalið Keflavíkur Gróttu á Vivaldi-vellinum kl. 14:00. Kvennalið Keflavík tekur svo á móti Selfossi í Reykjaneshöllinni klukkan 12:00 á laugardaginn.

Gummi Steinars hættur

Fyrrum markahrókur Keflvíkinga, Guðmundur Steinarsson, tilkynnti það í vikunni að hann hygðist taka sér frí frá þjálfun en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá Gróttu. „Verður meiri tími fyrir golfið, það er klárt,“ sagði Gummi þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði út í tíðindin.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Páll varði Reykjavíkurleikatitilinn

– Pílukastið hittir í mark í Grindavík Vinsældir pílukasts hafa verið að aukast síðustu misseri og fjöldi manns hefur tekið upp þetta skemmtilega sport. Einn þeirra erGgrindvíkingurinn Páll Árni Pétursson, stýrimaður á Sturlu GK-12, sem varði titil sinn á Reykjavíkurleikunum (Reykjavík International Games, RIG) um þarsíðustu helgi. Hjá Pílufélagi Grindavíkur hefur pílukast verið á mikilli uppleið síðustu ár og Grindavík fengið það orð á sig að vera Mekka píluíþróttarinnar á Íslandi. Við tókum tal af Páli Árna, sigurvegara RIG 2021. „Ég er ekki búinn að vera lengi í pílunni, ekki þannig, ég byrjaði að kasta 2011 en þá var ég á frystitogara sjö til átta mánuði á ári, svo maður hefur ekki alltaf getað kastað,“ segir Páll. „Maður kastar lítið um borð en það var aðeins gert í seinni tíð eftir að við settum upp spjald, þá var hægt að kasta einhverja daga á sumrin.“

Frændurnir Páll Árni og Hörður Þór Guðjónsson ásamt Martin Adams og Ross Montgomery sem þeir mættu í 8 liða úrslitum á Scottish open 2020 í tvímenningi, það er það lengsta sem Íslendingar hafa náð á þessu móti. Martin og Ross höfðu unnið Hollenska opna í tvímenningi tveimur vikum áður.

Fór létt með Íslandsmeistarann

– En hvenær byrjaðir þú að keppa? „Ég fór nú bara að keppa fljótlega eftir að ég byrjaði. Ég er kominn af

Páll með Wayne Warren á Scottish open 2020. Warren varð heimsmeistari BDO 2020. miklu pílufólki. Pabbi minn [Pétur Hauksson] varð Íslandsmeistari ‘88 og Guðjón, bróðir hans, varð margfaldur Íslandsmeistari.“

Með hinni heimsþekktu Fallon Sherrock sem varð fyrst kvenna til að vinna leik í PDC heimsmeistarakeppninni árið 2019. Hún vann tvo fyrstu leikina og datt úr í þriðju umferð.

– Hefur ekki orðið mikil vakning í þessu sporti? „Jú, alveg svakaleg og hefur aukist mjög mikið síðustu tvö árin. Það kom alger bomba eftir heimsmeistaramótið og svo aftur núna. Við erum örugglega í kringum hundrað manns sem erum skráð í félagið, m.a. mættu þarna um fjörutíu konur og skráðu sig í félagið fyrir áramót. Félagsstarfið hefur aðeins legið niðri undanfarið enda höfum við ekki getað verið með opin kvöld eða neitt þannig út af þessum takmörkunum.“

Körfuboltafólk frá Suðurnesjum í eldlínunni í útlöndum

Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir stundar nám í Bandaríkjunum og leikur með háskólaliði Ball State Cardinals. Liðið tapaði í vikunni fyrir Norhern Illinois Huskies í háskóla síðasta mánudag 78:74. Thelma Dís

– Er eitthvað ungmennastarf í gangi hjá ykkur? „Já, við erum með unglingapílu heima og vorum með fyrir yngri krakka um daginn. Það var mjög vel sótt, komu einhverjir tuttugu krakkar og voru að kasta í aðstöðunni okkar. Pétur Rúðrik Guðmundsson hefur verið að halda utan um þessa yngri hópa og gert það vel.“ Páll, sem situr í stjórn pílufélagsins, segir alla aðstöðu í Grindavík til að stunda pílukast vera mjög góða. Hann er þegar þetta er skrifað kominn á sjóinn en er hættur á frystitogurunum og kominn á ísfisktogara. Þar eru landlegurnar fleiri þó þær séu styttri en á frystitogurunum. „Íslandsmótið er í maí og ég ætla að stíla inn á að taka þátt í því – fyrst maður tók Íslandsmeistarann núna er annað eiginlega ekki hægt. Stíla inn á að vera í fríi og koma í land aðeins fyrir mót, ná úr sér mestu sjóriðunni og koma sér í gírinn.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson

Í brúnni á ísfisktogaranum Sturla GK-12 sem Þorbjörn hf. gerir út.

johann@vf.is Ljósmyndir úr safni Páls

AUGLÝSING UM TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI MIÐSVÆÐIS

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson skoraði tólf stig í góðum sigri Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Lokatölur urðu 72:96. Jón Axel og félagar hans í Skyliners eru í 8.–9. sæti deildarinnar með sjö sigra og níu töp. Elvar Már Friðriksson hefur heldur betur fundið sig í LKL-deildinni í körfubolta í Litháen en liðinu sem hann leikur með ekki eins vel. Siauliai tapaði fyrir Vilnius Rytas 85:98 um síðustu helgi. Njarðvíkingurinn lék í 29 mínútur og skoraði átján stig og tók fimm fráköst.

Aðspurður segist Páll Árni hafa orðið deildarmeistari með liði Pílufélags Grindavíkur síðustu tvö ár en hann keppir einnig með landsliði Íslands og hefur staðið sig ágætlega á mótum með því. „Ég tók þátt í einmenningsmóti í Rúmeníu og þar komst ég lengst okkar Íslendinganna. Svo fór ég á Skoska opna í febrúar fyrir ári síðan, þá komst ég aftur lengst okkar íslensku keppendanna og datt út í þriðju umferð en það voru eitthvað um þúsund keppendur. Ég og Hörður, frændi minn og sonur Guðjóns, kepptum einnig í tvímenningi í þessu móti og komumst í átta liða úrslit. Það er það lengsta sem Íslendingar hafa náð held ég.“ Í úrslitaviðureign Reykjavíkurleikanna mætti Páll Íslandsmeistaranum frá því í fyrra, Matthíasi Erni Friðrikssyni sem er einnig frá Grindavík. Úrslitaleikurinn varð aldrei spennandi því Páll sigraði auðveldlega, 7:1. „Það gekk bara allt upp hjá mér og ég hleypti honum aldrei almennilega í leikinn. Hann átti aldrei séns, þannig.“

– Ef maður ætlar að byrja í pílu, er þetta ekki bara að taka upp pílur og byrja? „Bara setja upp spjald og byrja að kasta. Það eru til fjölmargir leikir sem hægt er að spila, ekki bara 501 heldur fullt af öðrum skemmtilegum leikjum.“

lék í 38 mínútur og skoraði átta stig, tók fjögur fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum einu sinni. Tvíburasysturnar úr Keflavík, Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur og Emilía Ósk Gunnarsdóttir léku með landsliðinu í undankeppni EM í körfubolta kvenna um síðustu helgi. Ísland tapaði báðum leikjunum, gegn Grikkjum og Slóvenum. Sara Rún, einn besti leikmaður liðsins, meiddist í upphafi seinni leiksins gegn Grikkjum.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 27. janúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt „Þjónustustarfsemi“verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2, tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og vísast til hans um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með mánudeginum 8. febrúar 2021 til og með mánudagsins 22. mars 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 22. mars 2021.

Vogum, 8. febrúar 2021 Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Mynd: Karfan.is


Tilraunadýr

Nýr frístundavefur opnaður Nú hefur verið opnaður nýr sameiginlegur frístundavefur, www.fristundir.is, fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar má finna upplýsingar um það frístundastarf sem í boði er fyrir alla aldurshópa skipt upp eftir sveitarfélögum sem og hugmyndir af heilsueflandi samverustundum með fjölskyldunni. Verkefnið er hluti af verkefninu heilsueflandi samfélag og fékk styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Ítreka bókun um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað bókun bæjarráðs frá 13. janúar síðastliðnum og fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Þar beinir bæjarráð Suðurnesjabæjar því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi og fer fram á það við heilbrigðisráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins að unnin verði þarfagreining um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum hið fyrsta. Þá bendir bæjarráð á stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 2020, þar sem gert er ráð fyrir heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Nú tröllríða þjóðfélaginu sögur af væntanlegum samningi stjórnvalda við bandaríska lyfjarisann Pfizer um bólusetningu íslensku þjóðarinnar. Tilgangurinn mun vera fjórða stigs tilraun á hversu mikla vörn bóluefnið veitir heilli þjóð gegn Covid – eða svo er sagt. Það eru allir orðnir þreyttir á núverandi ástandi, þrátt fyrir að okkur sé sagt að við höfum það í raun mjög gott miðað við aðrar þjóðir. Hér er jú ekkert „lockdown“. Við fundum bara betra orð yfir það, köllum það samkomubann. Reynt hefur verið að gera eins lítið og hægt er úr umræðu um hrikalega fylgikvilla viðbragða við heimsfaraldrinum sem eru gríðarleg aukning í sjálfsvígum og atvinnuleysistölur sem ekki hafa sést síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Atvinnuleysið á Íslandi er mest á Suðurnesjum. Það þurfti kannski ekki endilega að koma á óvart en fréttaflutningur af gríðarlegum dauðsföllum af völdum Covid í Bandaríkjunum nánast til lagðist af á Íslandi um leið og Joe Biden tók við forsetaembættinu þar í landi. Við fengum fréttir af því hvernig hann tók strax til hendinni við að snúa mörgum ætluðum heimskulegum forsetatilskipunum Trump en engar fréttir bárust af því hversu mörg störf töpuðust í Bandaríkjunum við þessa snúninga. Við trúum bara því sem við lesum,

sjáum og heyrum í fréttum. Sannleikann má alltaf að finna á RÚV. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er annað íslenskt ferðasumar framundan. Landið okkar hefur upp á gríðarlega mikið og gott að bjóða. Við skulum njóta þess, því um leið og við losnum úr prísundinni erum við rokin til heitari landa að sjúga vítamín úr sólinni. Hugsanlegt er að frelsið verði keypt af bandarískum lyfjarisa því hér á norðurhjara veraldar er þjóð sem kosið hefur til valda fólk sem telur virði frelsis hennar ekki meira en einnar fjórða stigs tilraunar bóluefnis. Ég get ekki að því gert en að mér sækja ýmsar áleitnar spurningar þegar stjórnvöld frjáls lýðræðisríkis bjóða þjóð sína sem tilraunadýr. Sama fólk og heimtar nýja stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslur um mál sem telja má sem dægurmál eru tilbúin að kvitta upp á samning án þess að gera eina einustu athugasemd. Þegar þjóð er einu sinni búin að selja sig sem tilraunadýr, mun þá eftirspurn aukast eftir þjónustu þessarar þjóðar í því hlutverki. Hvaða tilraun tökum við að okkur næst? Svarið við þeirri spurningu mun ný ríkisstjórn sem tekur við völdum í haust veita. Það verður ríkisstjórnin sem lendir í tiltektinni eftir Covid. Ríkisstjórnin sem mun þurfa að hækka skatta og álögur á íbúa sína til að greiða fyrir áfallið sem riðið hefur yfir seinni hluta kjörtímabilsins. Þingmenn eru mættir til vinnu og keppast nú við að minna fólk á eigið ágæti til þess að ná endurkjöri. Það er nefnilega gott að vera í vinnu sem tryggir laun upp á rétt um tvær milljónir á mánuði og ríkulega fríðindi til viðbótar. Mæting er þar að auki frjáls. Aðstoðarmenn og bílaleigubíll til afnota með eldsneyti. Hver er ekki tilbúinn að taka sex mánaða kosningaslag um það og setja jafnvel einn eða tvo rítinga í bak einhverra samflokksmanna bara til að komast ofar á listann. Auðvitað

Mundi Það er aldeilis upp á honum typpið – fékk hann bláu töfluna frá Pfizer?

LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar

er hægt að lofa öllu fögru og gera svo lítið í fjögur ár, því það er flokkurinn og flokkshollustan sem ræður. Bara undir því að gegna liggja 48 mánuðir af tveimur milljónum á mánuði og ríkulegar greiðslur í lífeyrissjóði eða svona um 100 milljónir í eigin vasa næstu fjögur árin. Kjör sem fólkið kaus um sjálft handa sjálfu sér, greitt af skattgreiðendum. Svo má ekki gleyma því sem þarf til reksturs flokksins. Flokkurinn þarf sitt því flokkurinn er trúarbrögð. Sama hvort hann heitir Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Píratar, Framsókn eða Vinstri grænn. Sameiginlegt með þessum trúarbrögðum er að þau láta málefni Suðurnesja sig litlu varða. Sama fólkið á þingi mun bjóða upp á sömu niðurstöður og árin þar á undan.

VERTU MEÐ Í VIÐREISN ÍSLANDS Veistu hvernig Ísland getur orðið betra? Langar þig að hafa áhrif? Viðreisn er lausnamiðaður flokkur sem leitar sátta í stað sundrungar, með almannahag að leiðarljósi. Við vitum að það býr styrkur í fjölbreytileika og því leggjum við áherslu á að framboðslisti okkar í Suðurkjördæmi sé skipaður fólki á öllum aldri, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, af ólíkum uppruna og öllum kynjum. Hefur þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu málefnastarfi með frábæru fólki? Taka þátt í kosningabaráttu eða langar þig í framboð? Sendu okkur þá línu á sudur@vidreisn.is fyrir 25. febrúar nk. og við munum hafa samband.

TAKE PART IN ICELAND’S REFORM

WEŹ UDZIAŁ W ODNOWIE ISLANDII

Do you know how Iceland can improve and would you like to make a difference? Viðreisn (The Liberal Reform Party) is a solution-oriented party that aims to seek reconciliation instead of division, with public interest at the forefront. We know that there is strength in diversity and therefore we strive for a list of candidates in the southern constituency of Iceland, composed of people of all ages, with diverse experience and knowledge, of different backgrounds and of all genders.

Masz pomysł, w jaki sposób ulepszyć Islandię i chciał(a)byś mieć na to wpływ? Viðreisn (Odnowa) jest partią zorientowaną na cel, która szuka porozumienia zamiast różnic, kierując się interesem publicznym. Wiemy, że w różnorodności leży siła, kładziemy więc nacisk, by nasza lista wyborcza w Suðurkjördæmi składała się z osób w różnym wieku, posiadających urozmaiconą wiedzę i doświadczenie, o zróżnicowanym pochodzeniu oraz różnej płci.

Are you interested in working on exciting political issues along with great people? Taking part in an election campaign or even run for parliament? E-mail us at sudur@vidreisn.is before February 25th and we'll be in touch.

SAMFÉLAG SNÝST UM FÓLK. EKKI KERFI.

Chcesz uczestniczyć w ciekawej pracy ze wspaniałymi ludźmi? Myślisz o kandydowaniu lub udziale w kampanii wyborczej? Jeśli tak, wyślij nam wiadomość na adres sudur@vidreisn.is, przed 25 lutego i będziemy w kontakcie!

Verkefnið framundan er að breyta þessu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.