Að kafna næstum úr hlátri á bak við grímuna
Karen Rúnarsdóttir, eiginkona Árna Björns Ólafssonar:
„Ef illa fer, þá ert þú skilinn eftir með allt“ >> SÍÐA 6
BEINT Í ÆÐ >> SÍÐA 8
Palli er góður í pílu
>> SÍÐA 15
Miðvikudagur 10. febrúar 2021 // 6. tbl. // 42. árg.
Fuglar fóðraðir á Fitjum Íbúum Suðurnesja fjölgar um sextán
VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON
Íbúum Suðurnesja fjölgar um sex tán einstaklinga á milli mánaða. Um nýliðin mánaðamót voru Suðurnesjamen n 28.216 talsins en voru 28.200 um áramótin. Fækkun varð bæði í Suðurnesjabæ og Grindavíkurbæ en íbúum í Sveitarfélaginu Vogum og Reykjanesbæ fjölgaði. Þannig fækkaði um fjórtán íbúa í Grindavík og tólf í Suðurnesjabæ. Í Suðurnesjabæ eru íbúar 3.637 talsins og Grindvíkingar eru 3.534. Íbúum Voga fjölgaði um þrettán og eru í dag 1.338 og í Reykjanesbæ var fjölgun á milli mánaða 38 manns. Reykjanesbær er áfram fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.707 íbúa þann 1. febrúar síðastliðinn.
Betra ef sameiningin hefði verið stærri
100 teikningar á 100 dögum!
– segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
„Ég tel að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 1994 hafi verið mikið gæfuspor og það hefði verið enn betra ef sameininginn hefði orðið enn stærri á þeim tíma. Það hefði gert Suðurnesin miklu sterkari bæði inn á við og út á við. Skilvirknin hefði orðið meiri og nýting fjármuna enn betri. Þróun í þessa átt heldur hins vegar áfram en mun taka
einhvern tíma. Garður og Sandgerði hafa nú sameinast undir merkjum Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagið Vogar er þessa dagana að skoða sameiningarkosti sem gætu leitt til frekari sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, en hann sat sinn 300. bæjarstjórnarfund í síðustu viku. Hann er því kominn í fámennan hóp bæjarfulltrúa sem hafa náð þessum áfanga.
Sveitarfélagið Vogar ákvað nýlega að skoða alvarlega sameiningarmöguleika en rekstur þess hefur versnað að undanförnu. Sameining Sandgerðis og Garðs í Suðurnesjabæ tókst vel og rekstur Suðurnesjabæjar er mun traustari en sveitarfélaganna fyrir sameiningu. Fjallað er um áhuga Vogamanna um að skoða sameiningarkosti í frétt í blaðinu og frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum í forystugrein.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
GÓÐ HELGI BYRJAR Í NETTÓ!
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Bláber 125 gr
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
Laxabitar Sjávarkistan
1.599
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup
-36%
Saltkjöt Verð frá
ALLT AÐ
299
KR/KG
32%
249
-50%
KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK
AFSLÁTTUR
Tilboðin gilda 11.—14. febrúar
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM