Víkurfréttir 6. tbl. 41. árg.

Page 1

PIZZUR MÁNAÐARINS

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

FEBRÚ

AR

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP

fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.

Sleðafjör í Keflavík Ferðamenn keyptu 2500 grímur í Reykjanesapóteki „Þetta seldist eiginlega á augabragði. Ég fékk 2500 andlitsgrímur um miðjan dag og það var allt búið um kvöldið,“ sagði Sigríður Pálína Gunnarsdóttir, eigandi Reykjanesapóteks í Njarðvík, í samtali við Víkurfréttir. „Ég fékk nokkra kassa með 50 pakkningum sem voru með 50 grímum hver. Þetta voru langmest útlendingar og fólk frá Asíu sem keypti þetta allt. Heimamenn keyptu eitthvað. Ég ætla að geyma eitthvað úr næstu sendingu til að eiga fyrir okkar fólk en ég á von á henni á mánudaginn,“ sagði apótekarinn og bætti því við að mikið magn af einnota hönskum hafi selst sem og lítil sprittglös. Sigríður sagði að það væri allt búið eða að klárast hjá heildsölum líka. „Útlendingarnir virkuðu óttaslegnir en ég held að þetta sé nú óþarflega mikil hræðsla,“ sagði Sigríður. Hluti starfsmanna í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur síðustu daga notað andlitsgrímur við vinnu sína. Guðjón Helgason hjá Isavia sagði að heilbrigðisyfirvöld hafi útvegað grímur og annan búnað en starfsfólk ráði því sjálft hvort það noti það.

Starfsfólk í innritun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var með andlitsgrímur. VF-mynd/pket.

Það snjóaði hraustlega í hægum vindi á Suðurnesjum á mánudag. Þá voru sleðarnir teknir fram, enda fyrirtaks ferðamáti í mjöllinni. VF-MYND: HBB

Ýtur og vatn á hraunið til að verja byggðina í Grindavík og mannvirki í Svartsengi komi til goss Ef til goss kæmi við Grindavík verður hægt að ýta upp varnargörðum til að stýra hraunflæði. Starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja hafa undanfarið skoðað hvernig verja megi byggð og önnur mannvirki fyrir hugsanlegu hraunflæði ef til eldgoss kæmi vestan við Þorbjörn. Sú leið sem mönnum finnst vænlegust er að ýta upp varnargörðum með stórum jarðýtum. „Þetta yrði útfært þannig að notaðar yrðu sex til átta jarðýtur, af stærstu gerð, sem myndu ýta upp

varnargarði eða görðum sem myndu leiða hraunrennslið frá byggð og mikilvægum mannvirkjum,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, er á sama máli og starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja. Í viðtali við Víkurfréttir, sem birt var á vf.is síðasta sunnudag, segir hann að reynslan úr Vestmannaeyjum sé sú að hægt sé að hafa áhrif á hægfara hraunrennsli. Hann segir menn

Enn rís og yfir 1300 skjálftar Áfram mælast skjálftar í grennd við Grindavík og hafa síðustu dagar einkennst af smáskjálftavirkni. Frá 21. janúar hafa yfir 1300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, og eru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík. Stærsti skjálftinn hingað til varð á föstudagskvöld en hann mældist M4,3 og fannst vel á SV-horni landsins. GPS-úrvinnsla sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þor-

björn. Í heildina hefur land risið um 5 sm frá 20. janúar. Gervitunglamyndir sýna sömu þróun. Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3 - 9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar þar sem farið verður yfir stöðuna við Grindavík.

hljóta að grípa til aðgerða eins og mögulegt er eins og að nota jarðýtur og dæla vatni. „Og við veltum þessu fyrir okkur á næstunni, hvað ætti að gera. Ef eitthvað svona gerist þá þarf að nota þau ráð sem til eru en ekki bara horfa á. Ef það væri hægt að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir þá á hiklaust að gera það,“ segir Magnús Tumi. Nánar er fjallað um hugmyndir Verkfræðistofu Suðurnesja á síðu 2 í blaðinu í dag.

HOLLT OG GOTT UM HELGINA Í NETTÓ! 40% Kalkúnasneiðar Ísfugl

1.733 ÁÐUR: 2.889 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-30% Blómkál og spergilkál Saman í pakka eða í sitthvoru lagi

349

KR/PK

ÁÐUR: 499 KR/PK

Tilboðin gilda 6. - 9. febrúar

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.