PIZZUR MÁNAÐARINS
Verð frá 3.890 kr/mán
Sérkjör fyrir elliog örorkuþega
að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar
FEBRÚ
AR
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
Sleðafjör í Keflavík Ferðamenn keyptu 2500 grímur í Reykjanesapóteki „Þetta seldist eiginlega á augabragði. Ég fékk 2500 andlitsgrímur um miðjan dag og það var allt búið um kvöldið,“ sagði Sigríður Pálína Gunnarsdóttir, eigandi Reykjanesapóteks í Njarðvík, í samtali við Víkurfréttir. „Ég fékk nokkra kassa með 50 pakkningum sem voru með 50 grímum hver. Þetta voru langmest útlendingar og fólk frá Asíu sem keypti þetta allt. Heimamenn keyptu eitthvað. Ég ætla að geyma eitthvað úr næstu sendingu til að eiga fyrir okkar fólk en ég á von á henni á mánudaginn,“ sagði apótekarinn og bætti því við að mikið magn af einnota hönskum hafi selst sem og lítil sprittglös. Sigríður sagði að það væri allt búið eða að klárast hjá heildsölum líka. „Útlendingarnir virkuðu óttaslegnir en ég held að þetta sé nú óþarflega mikil hræðsla,“ sagði Sigríður. Hluti starfsmanna í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur síðustu daga notað andlitsgrímur við vinnu sína. Guðjón Helgason hjá Isavia sagði að heilbrigðisyfirvöld hafi útvegað grímur og annan búnað en starfsfólk ráði því sjálft hvort það noti það.
Starfsfólk í innritun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var með andlitsgrímur. VF-mynd/pket.
Það snjóaði hraustlega í hægum vindi á Suðurnesjum á mánudag. Þá voru sleðarnir teknir fram, enda fyrirtaks ferðamáti í mjöllinni. VF-MYND: HBB
Ýtur og vatn á hraunið til að verja byggðina í Grindavík og mannvirki í Svartsengi komi til goss Ef til goss kæmi við Grindavík verður hægt að ýta upp varnargörðum til að stýra hraunflæði. Starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja hafa undanfarið skoðað hvernig verja megi byggð og önnur mannvirki fyrir hugsanlegu hraunflæði ef til eldgoss kæmi vestan við Þorbjörn. Sú leið sem mönnum finnst vænlegust er að ýta upp varnargörðum með stórum jarðýtum. „Þetta yrði útfært þannig að notaðar yrðu sex til átta jarðýtur, af stærstu gerð, sem myndu ýta upp
varnargarði eða görðum sem myndu leiða hraunrennslið frá byggð og mikilvægum mannvirkjum,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, er á sama máli og starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja. Í viðtali við Víkurfréttir, sem birt var á vf.is síðasta sunnudag, segir hann að reynslan úr Vestmannaeyjum sé sú að hægt sé að hafa áhrif á hægfara hraunrennsli. Hann segir menn
Enn rís og yfir 1300 skjálftar Áfram mælast skjálftar í grennd við Grindavík og hafa síðustu dagar einkennst af smáskjálftavirkni. Frá 21. janúar hafa yfir 1300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, og eru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík. Stærsti skjálftinn hingað til varð á föstudagskvöld en hann mældist M4,3 og fannst vel á SV-horni landsins. GPS-úrvinnsla sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þor-
björn. Í heildina hefur land risið um 5 sm frá 20. janúar. Gervitunglamyndir sýna sömu þróun. Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3 - 9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar þar sem farið verður yfir stöðuna við Grindavík.
hljóta að grípa til aðgerða eins og mögulegt er eins og að nota jarðýtur og dæla vatni. „Og við veltum þessu fyrir okkur á næstunni, hvað ætti að gera. Ef eitthvað svona gerist þá þarf að nota þau ráð sem til eru en ekki bara horfa á. Ef það væri hægt að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir þá á hiklaust að gera það,“ segir Magnús Tumi. Nánar er fjallað um hugmyndir Verkfræðistofu Suðurnesja á síðu 2 í blaðinu í dag.
HOLLT OG GOTT UM HELGINA Í NETTÓ! 40% Kalkúnasneiðar Ísfugl
1.733 ÁÐUR: 2.889 KR/KG
KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
-30% Blómkál og spergilkál Saman í pakka eða í sitthvoru lagi
349
KR/PK
ÁÐUR: 499 KR/PK
Tilboðin gilda 6. - 9. febrúar
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Laxaþjófur eltur á reiðhjóli Karlmaður, sem varð uppvís að því að stela reyktum silungi og laxi úr verslun í Keflavík í vikunni sem leið, tók sprettinn með fenginn og lét sig hverfa. Vegfarandi sem var á reiðhjóli fyrir utan verslunina veitti honum eftirför og sá hann fara inn í íbúðarhús á svæðinu. Þar fann lögreglan á Suðurnesjum hann, svo og matvælin sem hann hafði stolið, samtals að verðmæti á fimmta þúsund krónur. Viðkomandi hefur komið við sögu lögreglu áður. Þá var tilkynnt um innbrot í bílskúr í Keflavík en ekki er ljóst hvort einhvers er saknað.
FIMMTUDAG KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Kort sem sýnir mögulegt hraunflæði og staðsetningu varnargarða.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Tilbúin varnaraðgerð verði gos við Grindavík Stórar jarðýtur geta gert varnargarða til að stýra hraunflæði verði gos og verja þannig byggð og mannvirki. Mikilvæg forvörn að tryggja tæki og mannskap komi til goss.
Opið:
11-14
alla virka daga
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Ef til goss kæmi við Grindavík verður hægt að ýta upp varnargörðum til að stýra hraunflæði. Starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja hafa undanfarið skoðað hvernig verja megi byggð og önnur mannvirki fyrir hugsanlegu hraunflæði ef til eldgoss kæmi vestan við Þorbjörn. Sú leið sem mönnum finnst vænlegust er að ýta upp varnargörðum með mörgum stórum jarðýtum. „Þetta yrði útfært þannig að notaðar yrðu sex til átta jarðýtur, af stærstu gerð, sem myndu ýta upp varnargarði eða görðum sem myndu leiða hraunrennslið frá byggð og mikilvægum mannvirkjum,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja. Hann segir að þar sem ekki sé fyrirfram ljóst hvort eða hvar gosið kæmi upp og því ekki hægt að gera þessa garða fyrirfram. „Strax eftir að byrjað er að gjósa yrði lega þeirra ákveðin og þessar jarðýtur settar af stað. Þar sem hraun rennur ekki mjög hratt ættu ýtur þessar að geta
byggt upp varnargarðinn vel á undan flæðinu. Þær væru eingöngu látnar ýta upp núverandi hrauni gosmegin við garðinn. Varnargarðurinn yrði svo mótaður og styrktur með beltagröfum sem væru upp á garðinum og í vari. Nýja hraunið myndi síðan fara yfir sárin eftir ýturnar og leggjast að varnargarðinum, þannig myndi landslagið verða nokkuð eðlilegt eftir gos, óhreyft eldra hraun hlémegin en nýtt hraun
gosmegin. Hæð og lega varnargarða yrði ákveðin þegar ljóst er hvar gosið og hraunrennslið er.“ Brynjólfur segir að mikilvægasta forvörnin sé því fólgin í að tryggja jarðýtur, gröfur og fleiri viðeigandi tæki ásamt mannskap sem væri til taks ef til goss kemur. Einnig þarf að vera búið að skoða vel fyrirfram hæðarlegu svæðisins og þjálfa mannskap.
Séð yfir Grindavík. Þorbjörn vakir yfir bænum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Ánægðari viðskiptavinir
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Heiðarskóli – Skólastjóri Holt – Deildarstjóri (tímabundið) Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Sumarstarf – Yfirflokkstjóri Vinnuskólans Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Þriðjudag 4 febrúar kl. 19.30. Námskeið um Hávamál – valdar vísur. Þorvaldur Sigurðsson íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu. Laugardagur 8. febrúar kl.13.00. Spilavinir. Spilavinir mæta í Bókasafn Reykjanesbæjar og starfsmenn þeirra kenna á nokkur vel valin spil sem þau hafa í fórum sínum. Nesvellir Sunnudagur 9. febrúar kl. 14:00 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4. Kynningarfundur – Fjölþætt heilsurækt 65+
Sögur úr Safnasafni og víðar í Listasafni Reykjanesbæjar Nýtt starfsár safnsins hefst með opnun þriggja sýninga föstudaginn 7. febrúar kl. 18. Það telst til nokkurra tíðinda að aðalsýning safnsins samanstendur af verkum frá Safnasafninu á Svalbarðsströnd en safnið fagnar í ár 25 ára afmæli sínu með ýmsum hætti. Listasafn Reykjanesbæjar, sem ítrekað hefur notið vinsamlegrar fyrirgreiðslu Safnasafnsins á undanförnum árum, ákvað að taka forskot á þessi hátíðahöld með því að efna til sýningar á fjórum listamönnum úr ranni þess. Verk þeirra hafa verið snar þáttur í starfsemi Safnasafnsins hið nyrðra á undanförnum árum en hafa ekki verið áberandi hér syðra. Áherslur Safnasafnsins hafa verið á að safna því sem kallað hefur verið sjálfsprottin myndlist eða alþýðulist, oft verkum sjálfmenntaðra listamanna sem ekki hafa hlotið verðskuldaða viðurkenningu. Þannig vill Safnasafnið opna augu fólks fyrir fegurð mismunandi hluta og minninga, samhljómi persónulegrar iðju og fjöldaframleiðslu samhliða því sem safnið axlar þá ábyrgð að varðveita einstæð verðmæti. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Hálfdan Ármann Björnsson, Jón Eyþór Guðmundsson, Sæmundur Valdimarsson og Sigurður Einarsson. Þeir þrír fyrstnefndu má segja að séu afkomendur fornrar tréskurðarhefðar og í verkum þeirra renna saman fjörlegir hugarheimar þeirra og íslensk alþýðumenning, frásagnir af óvæginni lífsbaráttu almúgafólks og tilraunum þess til að gera sér lífið bærilegra með frásögnum af „kynlegum kvistum“ og íbúum í álfabyggð. Málverk Sigurðar Einarssonar umlykja þessar veraldarsýnir þrívíddarlistamannanna, uppfull með síkvikt samspil mannsækinnar náttúru og náttúrutengds mannlífs, ekki ósvipað því sem við sjáum í málverkum Jóhannesar Kjarvals. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur.
ljósar tengingar við sjávar- og jurtaríki. Verkið er unnið úr postulíni og mun á leikandi hátt teygja anga sína út í rýmið. Arnbjörg Drífa hefur unnið með leir í yfir tuttugu ár, hún er menntaður keramískur hönnuður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Drífa var í starfsnámi í Kaupmannahöfn hjá Christian Bruun 2016–2017. Hún er í hópi Raku-skvísanna sem koma reglulega saman og holu- og rakúbrenna leir og sýndu þær m.a. á Ljósanótt 2019. Drífa rekur eigin vinnustofu í Reykjanesbæ, þar sem hún leggur megináherslu á rennslu, bæði með postulín og steinleir. Lífangar er fyrsta einkasýning Drífu. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir, myndlistarmaður.
Úrval úr safneign
sitt af, er samsett úr nokkrum skúlptúrum og leitast við að laða fram aug-
Loks verður opnuð sýning á úrvali verka úr safneign Listasafnsins sem safnið hefur eignast á síðustu tíu árum og kennir þar ýmissa grasa. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Ókeypis aðgangur er við opnun sýninganna og allir hjartanlega velkomnir. Safnið er opið alla daga frá kl. 12 til 17 og sýningarnar standa til 19. apríl.
Lífangar Arnbjargar Drífu
Á sama tíma verður opnuð sýning á verkum leirlistarkonunnar Arnbjargar Drífu Káradóttur og ber sýningin titilinn „Lífangar.“ Til sýnis verða verk unnin úr leir og postulíni en innblástur þeirra er jörðin, jurtaríkið og dýraríkið. Form eru stílfærð út frá náttúrufyrirbærum og frjálslega túlkuð með blandaðri tækni. Tilraun er gerð til að ná fram hughrifum, ýmist á nærgætinn eða áleitinn hátt, frá hugarkyrrð til hræringa. Lífangi, listaverkið sem sýningin dregur nafn
Ánægja meðal íbúa í Suðurnesjabæ Í lok síðasta árs og byrjun þessa árs tók Suðurnesjabær í fyrsta skipti þátt í árlegri þjónustukönnun sem Gallup gerir á meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins, þátttakendur voru einstaklingar átján ára og eldri. Suðurnesjabær er að koma vel út í þessari fyrstu könnun sinni, segir á vef sveitarfélagsins. Suðurnesjabær raðar sér með fremstu sveitarfélögunum og er í meðaltali eða yfir meðaltali í flestum þáttum sem mældir eru.
Þá raðast Suðurnesjabær númer tvö í könnuninni þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla er mæld og einnig þegar spurt er hvernig starfsfólk bæjarins/sveitarfélagsins leysir úr erindi eða erindum fólks. Suðurnesjabær raðast númer þrjú með 4,3 stig af 5 þar sem spurt er um hversu ánægt eða óánægt fólk er með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Niðurstöður könnunarinnar eru áhugaverðar og munu nýtast til að bæta þjónustu í Suðurnesjabæ enn frekar.
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Þá raðast Suðurnesjabær númer tvö í könnuninni þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla er mæld. Myndin sýnir Gerðaskóla í Garði.
FRÉTTASÍMINN 898 2222 OPINN ALLAN SÓLARHRINGINN
Landsbankinn er efstur banka í ánægjuvoginni Ánægja viðskiptavina hvetur okkur áfram til að veita framúrskarandi þjónustu og verða betri banki á öllum sviðum.
Stöðug þróun á netbanka og appi
Persónulegri og aðgengilegri
Traustur rekstur til framtíðar
Við vinnum stöðugt að því að gera stafræna þjónustu betri og uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Ánægja með netbankann og appið mælist mikil og notkun er enn að vaxa.
Persónuleg þjónusta og ráðgjöf er kjarninn í starfsemi okkar um allt land og sambandið við viðskiptavini leiðarljós í öllu okkar starfi.
Euromoney valdi Landsbankann besta banka á Íslandi 2019 og benti á að fjárhagsleg afkoma undirstrikaði afburða góða stöðu bankans, einkum hvað varðar skilvirkni og arðsemi.
94%
Landsbankinn
Viðskiptavinir sem segjast ánægðir með netbankann.
96%
Ánægja viðskiptavina með heimsókn í útibú.
landsbankinn.is
Besti banki á Íslandi skv. Euromoney.
410 4000
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR • FIMMTUDAGURINN 15. FEBRÚAR 1990
Samtímasaga Suðurnesja í fjóra áratugi Á þessu ári fögnum við þeim tímamótum að Víkurfréttir hafa komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980 hafa komið út nærri 1900 tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og fréttirnar næstum óteljandi. Til að fagna afmæli Víkurfrétta á þessu ári ætlum við reglulega að glugga í gömul blöð og rifja upp fréttir, sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel að heyra í fólki og taka stöðuna eins og hún er í dag. Í þessari viku skoðum við frétt frá því í febrúar 1990 eða fyrir 30 árum síðan. Fréttin tengist svæði sem hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga, svæðinu vestan við Þorbjarnarfell. Þar hefur verið hratt landris og lýst yfir óvissustigi almannavarna. Fréttin sem við skoðum er hins vegar um nýtt baðlón Bláa lónsins sem var til umræðu á þessum tíma fyrir réttum 30 árum.
NÝTT BAÐLÓN VESTUR AF ÞORBJARNARFELLI
STÓRKOSTLEGIR MÖGULEIKAR á að gera flúðir, fossa og vatnsrennibrautir
Frétt úr Víkurfréttum fimmtudaginn 15. febrúar 1990 Ástkær eiginkona, móðir, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma
MATTHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. janúar. Þökkum starfsfólki legudeildar fyrir hlýja og góða umönnun. Útför hefur farið fram. Sturlaugur Björnsson Elínborg Birna Sturlaugsdóttir Benedikt Þórisson Björn Sturlaugsson Karen Sturlaugsson Margrét Gunnarsdóttir Philippe Blanc barnabörn og barnabarnabörn
Hagkvæmar lausnir fyrir þitt fyrirtæki • Reglulegar ræstingar • Alhliða hreingerningar • Bónleysing, bónun og viðhald gólfa • Teppahreinsun • Sérhæfð þrif á steinteppum • Vélskúrun • Önnur sérverk Hafið samband við söludeild s:580 0600 sala@dagar.is
Hugmyndir Grindvíkinga og fleiri varðandi byggingu á nýju baðlóni, er tæki við af Bláa lóninu, hafa lítið verið til umræðu hér í blaðinu, ef frá er talin skoðun Hermanns Ragnarssonar o.fl. rekstraraðila baðhúss Bláa lónsins, er birtist hér í síðasta blaði. Grindvíkingar eru langt frá því að vera sáttir við þau orð sem þar voru látin falla og vísa þeim flestum heim til föðurhúsanna. En um hvað snýst málið? Til að fá svör við því og til að kynna málið fyrir lesendum munum við nú greina frá athugun okkar. Þó er ekki um tæmandi úttekt að ræða. Hugmyndir þær sem hér eru kynntar eru um staðsetningu á baðlóni norðvestur af Þorbjarnarfelli, í um 800 metra fjarlægð frá núverandi Bláa lóni. Þetta lón yrði fætt með jarðsjó er kæmi beint úr borholu sem hægt væri að hafa stjórn á. Jarðsjórinn yrði því eins hreinn og ómengaður og hann getur orðið. Slysahætta við lónið myndi nánast hverfa og mun minni hætta væri á mengun en nú er. Í dag er málum þannig háttað, að ef t.d. olía færi niður, s.s. ef olíubíll ylti á Grindavíkurvegi, gæti verulegur skaði orðið þar sem jarðlögin eru mjög lek. Með staðsetningu við Þorbjarnarfell væri á hagkvæmari hátt hægt að tengja affall við skolpkerfi Grindavíkur. Til að svo væri hægt frá núverandi stað þyrfti að leggja lögn yfir Selháls og byggja þar öfluga dælustöð. Hugmyndir um staðsetningu baðlóns á þessum nýja stað komu fyrst fram á ráðstefnu, sem haldin var á Hótel Loftleiðum 1983 og fjallaði um uppbyggingu heilsustöðvar í Grindavík. Þar varð niðurstaðan sú að þessi staðsetning væri best. Þá kom fram greinargerð um baðaðstöðu í Svartsengi í maí 1986
frá þeim Hitaveitumönnum Alberti Albertssyni og Júlíusi Jónssyni. Var þar eindregið mælt með því að komið yrði upp nýju lóni annars staðar en núverandi staðsetning er. Í greinargerð þeirra Alberts og Júlíusar er m.a. slegið upp eftirfarandi hugmynd: „Dæling jarðsjávar í baðlónið gefur mikla möguleika umfram þá sem eru í Bláa lóninu. Með réttu vali
á dælum og stjórnbúnaði þá má dæla jarðsjó svo hann fái næga orku til að mynda flúðir, fossa, vatnsrennibrautir, jarðsjávargos, öldugjálfur, vatnsnudd, kísileðjunudd o.fl. o.fl.“ Þá hefur Orkustofnun kannað aðstæður fyrir Grindavíkurbæ og rennir það stoðum undir málið. Rannsóknir á veðurfari, sem þegar liggja fyrir, mæla með byggingu heilsustöðvar og nýju baðlóni á viðkomandi svæði, þ.e. norðvestur af Þorbjarnarfelli. Þjónustukerfi, vegir og holræsi, sem slíkri uppbyggingu er nauðsyn, tengist svæðinu á hagstæðan hátt. Gert er ráð fyrir að tillögur að aðalskipulagi fyrir svæðið liggi fyrir á fyrri helmingi þessa árs. Eins og sést af framangreindu er margt, og raunar flest, sem mælir með því að nýtt baðlón verði byggt á viðkomandi stað, lón er tæki við af Bláa lóninu. Framangreindar upplýsingar eru byggðar á greinargerðum frá Hitaveitu Suðurnesja, Orkustofnun og bæjaryfirvöld Grindavíkur, svo og samtölum við menn frá viðkomandi aðilum. Þar sem hér er um mikið og athyglisvert mál að ræða munum við fjalla nánar um það í næsta tölublaði.
Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í febrúar.
Reykjanesbær 18. febrúar 2020
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Eldur í samlokugrilli og blaðakassa Tilkynnt var um eld í íbúð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í liðinni viku. Þar hafði samlokugrill verið skilið eftir í sambandi og kviknað í því. Skemmdir urðu óverulegar en reykræsta þurfti íbúðina. Þá var tilkynnt um að kveikt hefði verið í blaðakassa í Keflavík. Eldurinn hafði verið slökktur þegar lögregla kom á vettvang og leit að þeim sem þar voru að verki bar ekki árangur.
GOTT FYRIR HELGINA Í NETTÓ! Kalkúnasneiðar Ísfugl
1.733
-40%
KR/KG
ÁÐUR: 2.889 KR/KG
-46% Ungnautahamborgarar 4x90 gr með brauði
788
3.289 ÁÐUR: 4.699 KR/KG
KR/KG
229
ÁÐUR: 369 KR/PK
FERSKT ÚR KJÖTBORÐINU!
-25%
Folaldafille
Hrossabjúgu Goði
KR/PK
KR/PK
ÁÐUR: 1.459 KR/PK
-30%
-38%
-40%
Lambalæri Fjallalamb
1.274 ÁÐUR: 1.699 KR/KG
KR/KG
Grísahnakkafille
1.259 ÁÐUR: 2.099 KR/KG
KR/KG
Blómkál og spergilkál
-50% Pizzastykki Margarita eða Salami
199
KR/STK
ÁÐUR: 399 KR/STK
KR/PK
Dolce Gusto kaffi Ýmsar tegundir
639
KR/PK
ÁÐUR: 769 KR/PK
349
-30%
-25%
ÁÐUR: 499 KR/PK
Lambi WC rúllur 12 stk
749
KR/PK
ÁÐUR: 999 KR/PK
Tilboðin gilda 6. - 9. febrúar Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Lægra verð – léttari innkaup
ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Skátafélagsins Heiðabúa fer fram miðvikudaginn 19. febrúar kl 19:30 í skátaheimilinu, Hringbraut 101.
Loksins alvöru vertíðarbragur Gísli Reynisson
Kosið verður um stjórn félagsins, lagabreytingar afgreiddar, farið yfir árskýrslu og ársreikninga.
gisli@aflafrettir.is
Lausar eru stöður félagsforingja, gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og varamanna. Einnig er óskað eftir tillögum um breytingar á lögum félagsins. Áhugasamir hafi samband við Katrínu í síma 844-6991 eða í tölvupósti á katrin.adalsteinsdottir@gmail.com Umsóknarfrestur um stöður í stjórn og tillögur að lagabreytingum er til sunnudagsins 10. febrúar nk. Við bjóðum öllum virkum skátum og forráðamönnum þeirra, sem og öllum áhugasömum um skátahreyfinguna, velkomin á fundinn. Með skátakveðju, stjórn Heiðabúa.
KONUR
OG HÚSASMÍÐAR
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Nú er að koma alvöru vertíðarbragur. Veiði hjá bátunum hefur verið að aukast og þessar endalausu brælur eru vonandi búnar. Í gegnum árin hefur eitt veiðarfæri einkennt vetrarvertíðir, net. Það var oft á tíðum mikill fjöldi netabáta sem réru frá Grindavík, Sandgerði og Keflavík. En núna, árið 2020, eru netabátarnir aðeins átta talsins og allir eru þeir að róa núna frá Sandgerði. Þetta er frekar ótrúleg tala, aðeins átta bátar, því við erum að tala um að netabátarnir voru allt að 100 talsins í þessum höfnum á árum áður. Þessir átta bátar hafa náð að fiska nokkuð vel þegar þeir loks komust á sjóinn. Bergvík GK var með 9,3 tonn í sjö róðrum í janúar. Erling KE með 88 tonn í þrettán róðrum og mest 19,7 tonn. Hann landaði í Njarðvík, Grindavík og Sandgerði, mestu landað í Sandgerði. Grímsnes GK var með 80 tonn í átján róðrum í janúar og hefur nú þegar byrjað febrúar vel, kom með 12,2 tonn
í land í Sandgerði. Maron GK með 37 tonn í ellefu róðrum í janúar og hefur núna í febrúar landað 8,8 tonnum í einni löndun, öllu í Sandgerði. Hraunsvík GK er eini netabáturinn frá Grindavík. Hún byrjaði veiðar í Grindavík og færði sig síðan yfir til Sandgerðis, var með 27 tonn í níu róðrum og byrjar febrúar á 2,1 tonn í einum róðri. Halldór Afi GK 24 tonn í ellefu í janúar og byrjar febrúar á 3,3 tonna löndun. Sunna Líf GK 21 tonn í sjö veiðiferðum og mest 6,9 tonn í einni veiðiferð í janúar. Til viðbótar þessu þá er elsti bátur landsins kominn á veiðar, Þorsteinn ÞH frá Raufarhöfn, sem Suðurnesjamenn þekkja mjög vel, sérstaklega Grindavíkingar því báturinn var lengi gerður út frá Grindavík og var þá Þorsteinn GK. Annað sem hefur eða hafði einkennt vertíðir á Suðurnesjum, og þá aðallega seinni árin í Grindavík og Sandgerði, var loðnan. Síðar tók reyndar Helguvík við. Það voru loðnuverk-
smiðjur í Grindavík og í Sandgerði en þær lokuðu báðar, þó á sitthvoran hátt. Verksmiðjan í Grindavík lokaði endanlega eftir gríðarlega mikinn eld sem kom í verksmiðjunni árið 2005 og var verksmiðjan aldrei endurreist. Verksmiðjan í Sandgerði var endurbyggð og stækkuð í 600 tonn á sólarhring en Snæfell ehf. keypti síðan Njörð ehf. og við það komst verksmiðjan í eigu Snæfells ehf. Síldarvinnslan á Neskaupstað keypti síðan Snæfell ehf. og lokaði verksmiðjunni í Sandgerði, enda var þá Síldarvinnslan líka komin með verksmiðjuna í Helguvík. Árið 2003 var síðasta árið sem að loðna var brædd í Sandgerði. Árið 2002 voru brædd í Sandgerði 27 þúsund tonn af loðnu. Mjög margir bátar lönduðu loðnu t.d. í Sandgerði. Einn bátur landaði þó þar allramest og landaði loðnu alveg fram á þessa öld. Það var Dagfari ÞH, sem sést á mynd með pistlinum sem faðir minn, Reynir Sveinsson, tók. Reyndar er það nú þannig að þótt margir bátar hafi t.d. landað loðnu í Grindavík þá var enginn bátur þar með jafn langa sögu í að landa loðnu á Suðurnesjum og einmitt Dagfari ÞH. Báturinn landaði loðnu að mestu í Sandgerði og gerði það frá því árið 1968 og fram yfir aldamótin, eða í yfir 30 ár. Vonandi kemur sú sjón aftur að við fáum að sjá loðnubáta með fullfermi koma til hafnar á Suðurnesjum og er þá ekki verið að tala um þessi risastóru skip sem eru í dag, heldur báta sem eru minni eins og t.d. Dagfari ÞH eða GK var. Draumsýn sem kannski aldrei verður að veruleika.
Alvöru útsala á Honda bílum Honda Civic
Honda Civic
Honda CRV
Lækkað verð 2.490.000 kr.
Lækkað verð 1.990.000 kr.
Lækkað verð 3.390.000 kr.
árg. 2018, ekinn 5 þús., sjálfskiptur Verð áður 2.990.000 kr.
árg 2017, ekinn 23 þús., beinskiptur
árg. 2017, ekinn 62 þús., sjálfskiptur
Verð áður 2.490.000 kr.
Verð áður 3.790.000 kr.
Honda Jazz
Honda Jazz
Peugout
Lækkað verð 1.590.000 kr.
Lækkað verð 1.790.000 kr.
Lækkað verð 890.000 kr.
árg. 2017, ekinn 31 þús., sjálfskiptur Verð áður 1.790.000 kr.
árg. 2018, ekinn 30 þús., sjálfskiptur Verð áður 2.290.000 kr.
árg. 2016 ekinn 79 þús., beinskiptur Verð áður 950.000 kr.
við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is
Sölusýning
laugardaginn 8. febrúar kl. 14–17
Víkurbraut 17, Keflavík Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja fullbúnar íbúðir, frá 108m2 til 132 m2.
Húsagerðin hf. husagerdin.is
Innanhússarkitekt:
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
BÍLANAUST BÝÐUR UPP Á NÝJA ÞJÓNUSTU SEM HEFUR MÆLST VEL FYRIR
Fyrirtækjaheimsóknir á Suðurnesjum vinsælar „Við ætlum ávallt að vera með góða þjónustu og gott vöruúrval,“ segir Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, verslunarstjóri Bílanaust sem opnaði nýlega að Hafnargötu 52 í Reykjanesbæ Fyrirtækjaheimsóknir eru ný þjónusta í Bílanausti í Reykjanesbæ en verslunin opnaði á nýjum stað við Hafnargötu 52 fyrir skemmstu. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson er verslunarstjóri og hann segir að aukinni þjónustu hafi verið vel tekið. „Við heimsækjum fyrirtæki á Suðurnesjum alla daga. Tökum niður pantanir og erum í góðu sambandi við fyrirtækjaeigendur á Suðurnesjum. Þá hefur verslunin okkar á nýjum stað fengið afar góðar viðtökur en þar erum við með mjög mikið úrval af hvers kyns bílavörum og leggjum áherslu á að
eiga sem flest sem tengist bílum. Ef við eigum ekki vöruna á staðnum þá getum við yfirleitt útvegað hana sama dag því við erum með tvær ferðir á dag á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur, eina fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Varan getur því í mörgum tilfellum verið komin til okkar innan tveggja klukkustunda,“ segir Vilhjálmur.
Allt til fyrir bíleigendur
„Stefnan er að vera með öfluga verslun á Suðurnesjum og enn betri þjónustu. Við erum þrír starfsmenn í versluninni og sinnum einnig fyrirtækjaheimsóknum. Við eigum nánast allt fyrir
KYNNING
bíleigandann og bílaáhugamanninn og við höfum fundið það þessa fyrstu mánuði að það er mikill bílaáhugi á svæðinu. Það er svo sem ekki ný frétt að svo sé enda hef ég heyrt að Reykjanesbær hafi löngum verið þekktur fyrir að þar sé mikill bílaáhugi. Það sést jú á götum Reykjanesbæjar og á Suðurnesjum,“ segir Vilhjálmur en hann býr í Grindavík.
Ný og aukin þjónusta
Auk nýrrar þjónustu í fyrirtækjaheimsóknum og tvær ferðir daglega með pantaðar vörur þá er einnig boðið upp á hópakynningar í versluninni. Þegar Vilhjálmur er beðinn um að nefna eitthvað af vöruúrvalinu í Bílanausti liggur ekki á svarinu. Hér er upptalning á því helsta: Varahlutir í allar gerðir bíla Rekstrarvörur fyrir bíla Bílahreinsivörur Toptul verkfæri Farangursbox, skíðafestingar og þess háttar. Kerrur og dráttarbeisli Ýmsar aðrar bílatengdar vörur. Bílanaust er opið alla virka daga frá kl. 8 á morgnana til kl. 18 á kvöldin. Á laugardögum er opið kl. 10 til 14.
Í Bílanausti er að finna mikið úrval af margs konar hlutum og vörum fyrir bílinn.
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, verslunarstjóri.
Bílanaust flutti nýlega að Hafnargötu 52 í Keflavík.
ALVÖRU ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR 20%
20%
Verð áður 29.990
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
30%
Verð áður 14.900
AFSLÁTT UR
Drive Pro Ryk/vatnssuga ZD90 1400W
1.743 2.490
Verð áður
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
kr.
30%
Áður kr. 13.490
Snjóskófla stór 135cm m. Y-handfangi
25%
AFSLÁTTUR
Mistillo Sturtusett, svart
2.316
AFSLÁTT UR
Áður kr. 2.895
Drive Smergel 150w
7.495
20%
3.743
Áður kr. 14.990
Áður kr. 4.990
50% 4.753
Stálvaskur 1 hólf 37x33x16cm
AFSLÁTTUR
5.992
Hrærivél Drive-HM-120 1200W. 40-60 ltr.
14.392
Áður kr. 6.790
20%
20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Áður kr. 2.695
Drive-HM-140 1600W
Gólfskafa 450mm
25%
Áður 8.590 kr. 3-6 lítra hnappur
6.443
18.392 Áður 22.990 22.392 Áður 27.990
Vínilparket – Harðparket – Flísar
712
AFSLÁTTUR
2.156
AFSLÁTTUR
Áður kr. 17.990
AFSLÁTTUR
Olíufylltur rafmagnsofn 2000W
Snjóskófla medium m. Y-handfangi
20%
Drive-HM-160 1600W
Áður kr. 7.490
2500W, 160 bör (245 m/túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa).
AFSLÁTTUR
kr.
kr.
10.792
Gúmmí gatamotta gróf, 1mx1,5mx22mm
Lavor SMT 160 ECO
1800W, 130 bör 420 L/klst.
Deka Projekt 05 veggmálning, 2,7 lítrar (stofn A)
kr.
Verð áður
20%
Lavor Ninja Plus 130 háþrýstidæla
AQUA 25, 10L. Þvott- og rakaheld akrýlmálning. Hálfglansandi með góðri viðloðun. Hentar vel fyrir blautrými. Stofn A
7.192 8.990
11.992
23.992
Áður kr. 890
CERAVID SETT
20-50TT% UR
WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
Þýsk gæðavara
20%
Strekkiband lás-krók. 5cm x 8 mtr 4.545 kg
31.112
30%
Áður kr. 38.890
AFSLÁTTUR
658
2
Verðdæmi:
Áður kr. 940
25%
25%
Harðparket, Frá kr. vínilparket, flísar 989 mpr.
Áður kr. 3.290
AFSLÁTT UR
Drive lóðbolti Skál: „Scandinavia design“
AFSLÁ
2.468
8,3mm Harðparket Smoke Eik Verð nú: 989 kr/m2 áður: 1.690 kr m2
25%
Vinyl parket með áföstu undirlagi nú 4.718 kr/m2 áður 6.290 kr/m2 Ceraviva SN04 Veggflís 30x60 Verð nú 989 kr/m2 áður: 2.990 kr/m2
AFSLÁTTUR
AFSL ÁTTU R
AFSLÁTTUR
Drive Fjölnotatæki 280W
LuTool fjölnota sög /hjakktæki/juðari. 300W.
3.743
20%
AFSLÁTTUR
25%
5.243
30%
20%
AFSLÁTTUR
Áður kr. 4.990
AFSLÁTT UR
AFSLÁTT UR
Áður kr. 6.990
Drive Bonvel/rokkur1100w
6.743
Pallettutjakkur Rafmagns 1,5tonna 70Ah
Fyrirvari um prentvillur.
223.920
kr. Áður 279.900 kr.
20%
AFSLÁTTU R
Áður kr. 8.990
Bíla búkkar max 3 tonn 2stk
2.529 Áður kr. 3.890
Delta föðurland buxur M
2.792 3 5 % AFSLÁT TUR
Áður kr. 3.490
Delta GRAY ANZIO SWEAT JACKET XL
7.192 Áður kr. 8.990
20%
AFSLÁTTUR
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Hafnarfjörður
Selhellu 6.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Flísasög BL200-570A 800W
36.392 Áður kr. 45.490
Borðssög 230V 50HZ 1800W
20%
AFSLÁTTUR
23.192 Áður kr. 28.990
Karbít dósaborasett í tösku. 6stk
3.493 Áður kr. 4.990
LuTool gráðukúttsög 305mm blað
36.392 Áður kr. 45.490
20%
AFSLÁTTU R
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gjaldskrá fyrir skólavistun og skólamat næstlægst í Reykjanesbæ Gjald fyrir skólavistun og skólamat fyrir eitt barn eru næstlægst í Reykjanesbæ eða 25.973 krónur á mánuði. Hins vegar er afsláttur fyrir barn númer tvö lægstur þar, eða 25%, en öll sveitarfélög nema Reykjanesbær, Fjarðabyggð og Kópavogur gefa 50% afslátt og
Reykjavíkurborg er með frítt fyrir börn númer tvö eða þrjú. Þetta kemur fram í könnun ASÍ þar sem skoðuð er gjaldskrá fimmtán sveitarfélaga. Hækkunin hjá Reykjanesbæ nemur 2,5% á milli ára og í sumum tilfellum er hækkunin minni.
Þriðja systkinið borðar frítt
Þann 1. janúar 2020 tók gildi breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. (Nánar á reykjanesbaer.is).
Frá vinstri; Einar Haraldsson, Kjartan Már Kjartansson, Ólafur Eyjólfsson og Eva Stefánsdóttir.
Tímamótasamningur undirritaður Þriðjudaginn 28. janúar var skrifað undir samstarfssamning Reykjanesbæjar, Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Ungmennafélags Njarðvíkur. Um er að ræða tímamótasamning en með honum verður íþróttafélögunum gert kleift að ráða íþróttastjóra til starfa sem mun nýtast öllum deildum félaganna.
Með samningi þessum stígur Reykjanesbær mikilvægt skref en samningurinn inniheldur fjármagn sem nýtist vel til innra starfs. Samningurinn rammar inn þau verkefni sem sveitarfélagið er að styðja við með einum og öðrum hætti svo sem þjálfarasamninga við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, rekstur knattspyrnusvæða, reiknuð
afnot íþróttamannvirkja, íþrótta- og afrekssjóðinn svo dæmi séu tekin. Reykjanesbær gerir sameiginlegar kröfur með íþróttafélögunum um að jafnréttis sé gætt, að félögin hugi sérstaklega að því að mæta þörfum barna og ungmenna sem eru af erlendum uppruna og að íþróttafólk félaganna sé til fyrirmyndar í leik og starfi.
Hvað sögðu þau um samninginn? Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:
Samningurinn skiptir miklu máli „Samstarfssamningurinn við Reykjanesbæ skiptir okkur miklu máli og er vonandi bara fyrsta skref af mörgum til að styðja við innra starf félagsins sem er ansi mikið. Samningurinn gerir okkur kleift að ráða einn starfsmann í viðbót á skrifstofu félagsins. Starfsmaðurinn mun létta undir vinnu gjaldkera deildanna sem allir eru sjálfboðaliðar og vinnan er í raun sérfræðivinna. Stuðningur við afreksstarfið er líka mjög svo jákvætt skref og stærra en margur heldur. Nú er komin viðurkenning á þessu mikla og fjárfreka starfi, að halda úti meistaraflokkum, sem er mjög góð auglýsing fyrir Reykjanesbæ og skapar fleiri yngri iðkendur. Það er jú markmið okkar að sem flestir stundi íþróttir því að góð lýðheilsa skiptir samfélagið máli. Rannsóknir sýna að fyrir hverja eina krónu sem sett er í íþróttastarfið skila þrjár krónur sér til baka í samfélagið. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu þennan samstarfssamning að veruleika. Reykjanesbær, takk fyrir samstarfssamninginn.“ Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur:
Áskorun íbúa vegna breytinga á leiðum strætó Íbúar í Innri-Njarðvíkurhverfi eru mjög óánægðir með nýjar breytingar á strætókerfinu. Sigvaldi Lárusson er einn þeirra íbúa úr hverfinu sem mættu á fund Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar, með mótmælaskjal þar sem hátt í 400 manns skrifuðu undir. Sigvaldi hafði þetta að segja: „Forsaga málsins er sú að þann 21. desember kynnir Kjartan Már bæjarstjóri fyrir okkur íbúum Innri-Njarðvíkur fyrirhugaðar breytingar á
Thelma Sigrún Thorarensen afhenti Guðlaugi undirskriftalistann frá íbúum Innri-Njarðvíkurhverfis.
strætókerfinu, gerir það með fjölpósti á Facebook og það er í raun það fyrsta sem við íbúar heyrum um þetta. Þessu fylgdi kort sem sýndi að strætó mun ekki aka hring um hverfið, eins og hann hefur alltaf gert, heldur mun hann aka beina leið í gegnum hverfið, stoppa á stoppistöð við Stapaskóla og bíða þar í þrjár mínútur. Þetta skerðir þjónustu þeirra barna sem búa í hverfinu og gerir göngu í næsta strætóskýli allt of langa. Nú þurfa börn í þessu hverfi að ganga upp undir einn kílómetra í næsta skýli. Börn allt niður í sex ára gömul sem eru á leið á æfingar. Börnin í þessu hverfi þurfa að sækja allar æfingar til Njarðvíkur, hvort sem er í íþróttahúsið í Njarðvík, fimleikahöllina eða á fótboltaæfingar í Reykjaneshöll. Auk þess þurfa þau jafnvel að hafa með sér hljóðfæri þar sem mörg af þessum börnum stunda nám í Tónlistarskólanum. Strætó er mikilvægt tæki í að auka umferðaröryggi og með því að búa til kerfi sem nýtist fjölda barna og stálpaðra krakka á leiðinni í framhaldsskóla og fullorðinna eykst umferðaröryggi með færri ferðum fólks, minna skutli foreldra, minna kolefnisspori og svo framvegis. Það er algjört lágmark að tryggja það að börn og framhaldsskólanemendur geti nýtt strætóferðir til að komast í kennslustundir. Við tókum saman minnisblað sem við afhentum Guðlaugi, sviðsstjóra umhverfissviðs, þar sem öll okkar rök koma fram hvað varðar þætti eins og umferðaröryggi, kolefnisspor og svo margt annað. Hann segist ætla að skoða málið og boða okkur á fund til sín innan skamms.“
KINDUR Í MÆÐRASKOÐUN! FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Mikilvægt uppeldisstarf fer fram í íþróttafélögunum „Ég tel að þetta sé tímamótasamningur og afar ánægjulegt að bærinn sé að taka þessa stefnu í íþróttamálum. Við hjá Njarðvík erum afar þakklát og finnum að það er kominn mikill skilningur á því að íþróttafélögin séu að vinna mikilvægt uppeldisstarf sem hefur verið unnið að stærstum hluta í sjálfboðavinnu fram að þessu og verður örugglega áfram því að hugsjónin má aldrei deyja. Ég tel að það sé lykilatriði að það sé hægt að ráða inn starfsmann eða starfsmenn sem vinna fyrir allar deildir UMFN og gera allt innra starf skilvirkara, þetta er fyrsta skrefið. Að lokum vil ég þakka því fólki hjá Reykjanesbæ sem stendur að þessum málum, og í þeim spennandi verkefnum sem eru framundan, fyrir ánægjulegt samstarf.“ Eva Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs:
Samningurinn er í takt við málefnasamning meirihlutans „Samstarfsamningur á milli Reykjanesbæjar og íþróttafélaganna hefur í gegnum árin aðallega snúið að rekstri knattspyrnusvæða, þjálfarasamninga við ÍRB, íþrótta- og afrekssjóð og fleira. Með mikilli fjölgun barna í íþróttum er aukið álag á sjálfboðaliða og það var orðið tímabært að skoða lausnir í samstarfi við íþróttafélögin, t.d. að gera íþróttafélögunum kleift að ráða íþróttastjóra er því eðlileg þróun í stækkandi bæjarfélagi og í takt við það sem önnur sveitarfélög eru að gera fyrir sín íþróttafélög. Samningurinn hefur því mjög mikla þýðingu fyrir íþróttafélögin okkar sem geta nú einbeitt sér að því að efla barna- og ungmennastarf sitt enn frekar og nýtist vel til innra starfs. Við í íþrótta- og tómstundaráði fögnum þessum tímamótasamningi innilega og erum ánægð með þann stuðning sem hann hefur fengið, enda er hann í takt við málefnasamning meirihlutans.“
Frábær tilboð í febrúar! 42%
30%
29%
98 kr/pk
áður 169 kr
229 kr/stk
249
áður 329 kr
Lyons Viscount Mint 98 gr
kr/stk
áður 349 kr
Atkins 60 gr - Fudge caramel eða peanut caramel
Vit Hit 500 ml - 3 tegundir
33%
2
fyrir
399 kr/stk
áður 599 kr
áður 599 kr
Stökkir Bananabitar 180 gr - Freyja
1
Toppur kolsýrður 0,5 L
23%
2
25% kr/pk
fyrir
Hámark próteindrykkur 250 ml - Kókos & súkkulaði
Ristorante pizza 26 cm - 4 tegundir
449
2
1
45%
fyrir
1
98
399
kr/stk
áður 179 kr
Cloetta Kex 60 gr - Súkkulaði
kr/pk
Popcorners 142 gr - 3 tegundir
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 15 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Börn eru svo tær og tengja við það góða Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Helga Sveinsdóttir, Jóhanna María Kristinsdóttir og Sigurður Friðrik Gunnarsson.
Það var gaman að koma í sunnudagaskólann í Keflavíkurkirkju klukkan ellefu og fylgjast með börnunum eldhressum á sunnudagsmorgni. Þennan morgun var rigning og hífandi rok en það virtist ekki hafa mikil áhrif á mætinguna. Áður en hinn eiginlegi sunnudagaskóli hófst þennan dag þá byrjuðu börnin á að syngja fyrir framan fullorðna fólkið sem var mætt í messu hjá Rótarýfélögum, við mikinn fögnuð viðstaddra. Börnin ljómuðu þegar þau sungu Gleði, gleði, gleði. Sum voru feimnari og vildu standa til hliðar en þau voru þó nokkur sem þorðu að láta ljós sitt skína og sungu hástöfum. Hjá Keflavíkurkirkju er sunnudagaskóli starfræktur yfir veturinn fyrir börn á öllum aldri. Sá háttur er hafður á að hefðbundin messa fer fram í kirkj-
unni, á sama tíma hittast börn og aðstandendur þeirra í safnaðarheimilinu. Síðan sameinast báðir hóparnir á hádegi í girnilegri súpu og nýbökuðu brauði. Notaleg stund.
Gaman að vera með börnum
Jóhanna María Kristinsdóttir heldur utan um og stýrir sunnudagaskóla Keflavíkurkirkju og gerir það á líflegan hátt, enda snúa börn sér að öðru ef það er ekki líf og fjör í starfinu. Þennan morgun voru afar og ömmur, mömmur og pabbar mætt í sunnudagaskólann
með börnin sem voru allt frá eins árs til tíu, ellefu ára gömul. Börnin virtust skemmta sér konunglega og einnig fullorðna fólkið. Söngurinn ómaði. Stundum var söngur og hreyfing með, krúttlegt og skemmtilegt. Við spurðum Jóhönnu út í barnastarfið. „Ég fór sjálf alltaf í sunnudagaskóla þegar ég var lítið barn með mömmu minni og fannst það ótrúlega skemmtilegt. Ég man hvað mér fannst gott að koma í kirkjuna sem barn og ég tengdi við skilaboðin og sögurnar sem verið var að segja mér um Jesú. Þetta gaf mér
öryggi í barnshjartað. Jesús var þessi fasti punktur sem fylgdi mér. Börn eru svo tær og þau tengja við þetta góða í trúnni. Ég hef verið í kirkjukór Keflavíkurkirkju og byrjaði sem aðstoðarmanneskja í sunnudagaskólanum hjá Systu árið 2016 en svo var mér boðið að taka að mér þetta starf síðastliðið haust, ég ákvað að slá til og finnst þetta spennandi áskorun. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt að fræða börnin um Jesú því þau eru svo einlæg. Trúin getur verið svo hátíðleg hjá okkur fullorðna fólkinu en með börnunum er trúin allt öðruvísi. Börn eru hispurslaus, frjáls og opin. Það er tær gleði í þeim og þau elska að syngja. Mér finnst æðislegt að eiga þessi samskipti við börnin og þau hjálpa mér að efla mína lifandi trú. Stærsta verkefni mitt er að koma boðskapnum til barnanna á áhugaverðan og lifandi hátt. Skilaboðin þurfa að vera einföld svo börnin skilji það sem verið er að segja. Börn eru opin fyrir fallegum boðskap um Jesú og þau tengja við sig sjálf. Þetta er mjög gefandi starf. Ég er ekki ein í þessu barnastarfi því með mér er frábært samstarfsfólk, Helga Sveinsdóttir og Ingi Þór er aðalgítarleikarinn en í dag leysti Siddi hann af. Það er svo gott fólk sem starfar hér í Keflavíkurkirkju og gaman þegar við endum sunnudagaskólann á því að borða saman súpu með þeim sem voru í fullorðinsmessu. Þá koma fermingarbörnin og fullorðnir saman með börnunum og við eigum saman notalega stund í lokin. Þetta er góð byrjun á góðum sunnudegi,“ segir Jóhanna.
Jón Pétur Jónsson, afi Samúels Darra Eyþórssonar, tveggja ára: „Við eigum fjögur barnabörn og höfum komið með þau í sunnudagaskólann. Það er alltaf gaman að koma hingað í þetta fallega hús og hlusta á sögur og söngva með barnabörnunum. Svo endum við á súpunni. Mér finnst við vera að setja eitthvað gott í huga barnanna og manni líður vel hérna.“
Ragnhildur Ævarsdóttir, amma Ragnhildar Lilju Skarphéðinsdóttur: „Þetta er gæðastundin mín með barnabarninu. Hér er hún að læra um Jesú og trúna. Sjálf er ég alin upp í trú eins og flestir. Það gefur styrk og hlýju, kennir manni umburðarlyndi og kærleika fyrir náunganum. Þetta er partur af uppeldinu og gefur hlýju í hjarta finnst mér. Ömmur og afar geta átt þessa góðu stund hér í kirkjunni með barnabörnunum.“
Börnin sungu Gleði, gleði, gleði fyrir fullorðna fólkið í kirkjunni.
SPURNING VIKUNNAR: ÓTTASTU NÁTTÚRUHAMFARIR? Jenný Þorsteinsdóttir, mamma Elvu Rósar Jóhannsdóttur:
Einar Sigurpálsson: „Nei, ég óttast það ekki og er ekkert að hugsa um þetta. En ef ég byggi í Grindavík þá hefði ég meiri áhyggjur.“
Guðný Kristín Bjarnadóttir: „Nei, það geri ég ekki. Ég er ekkert stressuð yfir þessu, hef upplifað snjóflóð fyrir vestan og það var meira ógnvekjandi.“
Harpa Sigurjónsdóttir: „Ég er voða róleg og í rauninni óttast ég ekkert. Við stjórnum ekki náttúrunni, það sem kemur, kemur.“
Sigurður Kolbeinsson: „Nei, ekkert sérstaklega, ég fylgist með en er rólegur.“
„Við komum eins oft og við getum. Hún nýtur sín svo vel og finnst svo gaman í barnastarfinu. Þetta er skemmtileg stund. Ég fór alltaf sjálf sem barn í sunnudagaskóla og á góðar minningar þaðan. Þegar ég flutti aftur til Keflavíkur þá vildi ég leyfa henni að upplifa þessar stundir í kirkjunni því mér fannst þær gefa mér góða upplifun sem barn. Þetta er stundin okkar. Hún vil mæta í kjól því hún elskar að vera í kjól. Keflavíkurkirkja hefur reynst okkur vel, bæði í gleði og sorg.“
VÖNDUÐ VERKFÆRI Á TILBOÐI Í REYKJANESBÆ HÖFUÐLJÓS I-VIEW
HÖFUÐLJÓS ZONE
Hleðslurafhlaða Snertilaus rofi 100 / 200 lumen IP65 Þyngd 140 gr.
Hleðslurafhlaða 60 / 120 lumen IP30 Þyngd 66 gr.
vnr 035026
vnr 035426
7.726
m/vsk
Fullt verð 10.516
4.215
m/vsk
Fullt verð 5.836
SLÍPIROKKUR 18V
SLÍPIROKKUR 18V
Kolalaus mótor. Mjór haus. Þyngd: 2.5 Kg Rafhlöðugerð: 18V Skífustærð: 125 mm Snúningshraði 9000 sn/mín
Kolalaus mótor. Þyngd: 2.5 Kg Rafhlöðugerð: 18V Skífustærð: 125 mm Snúningshraði 9000 sn/mín Tvær rafhlöður og hleðslutæki fylgja.
vnr 94DCG405FN
vnr 94DCG405P2
32.962
m/vsk
Fullt verð 39.752
69.127
m/vsk
Fullt verð 84.301
SLÍPIROKKUR MEÐ AFSOGI 1500W
SLÍPIROKKUR 18V
Hraðastilltur slípirokkur tengjanlegur við ryksugu. 125mm turbo bollaskífa, handfang og hlíf fyrir ryksugu fylgir.
Kolalaus mótor. Þyngd: 2.5 Kg Rafhlöðugerð: 18V Skífustærð: 125 mm Snúningshraði 9000 sn/mín
vnr 94DWE4257KT
vnr 94DCG405N
49.041
m/vsk
Fullt verð 59.807
32.746
m/vsk
Fullt verð 39.934
SLÍPIROKKUR 900W
AFSOGSSETT F/ BOLLASKÍFUR
Afl: 900W Fyrir 125mm skífur Snú/min: 11.800 Þyngd: 2,05kg
vnr 94DWE4157
10.744
vnr 94DWE46150
m/vsk
Fullt verð 13.102
16.638
m/vsk
Fullt verð 20.797
NAGLABYSSA FYRIR STEIN OG STÁL
RAFMAGNSKEFLI M. VEGGFESTINGU
Ekkert gas né púður Neglir bæði í stál og steypu Rafhlöðugerð: 18V Lengd nagla: 13 - 57 mm
14 metrar Með veggfestingu 230 V 3 X 1,5mm 5,25 Kg
vnr 94DCN890P2
vnr TRI03315D
140.714
m/vsk
Fullt verð 159.902
www.sindri.is / sími 575 0000
9.175
m/vsk
Fullt verð 12.234
Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Efldar almannavarnir – aukið öryggi Sum okkar muna, á árum Kalda stríðsins, Almannavarnir ríkisins sem nefnd er gekkst fyrir viðvörunarflautuprófunum tvisvar til þrisvar á ári og safnaði teppum og varnargrímum, svo eitthvað sé
nefnt. Meginframfarir í skipulagi almannavarna, sem tóku brátt að snúast fyrst og fremst um náttúruvá, fólust í Samhæfingarstöðinni (2003) í Reykjavík og sérlögum um almannavarnir 2008. Umræður um skipurit/stjórnun leiddu til þess að stjórnunarábyrgð lögreglu við aðgerðir í héraði kristallaðist í embætti Ríkislögreglustjóra
(í umboði ráðherra), með ríkislögreglustjóra sem meginstjórnanda en hann hverfur senn sem embætti. Nú er unnt að meta reynsluna af framkvæmd og gæðum laganna að rúmum áratug liðnum. Ég hef fylgst sem jarðvísindamaður og fjallamaður, afskiptasamur af umhverfismálum, með þróun Almanna-
FS-ingur vikunnar:
Ef þú ert með rétta fólkinu – þá er félagslífið helsti kostur FS segir Katrín Júlía Daníelsdóttir, 16 ára Njarðvíkurmær sem stundar nám á hárgreiðslubraut. Katrín Júlía er FS-ingur vikunnar. Hvað heitir þú fullu nafni?
Hvað sástu síðast í bíó?
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Á hvaða braut ertu?
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Skemmtilegt fólk hérna.
Katrín Júlía Daníelsdóttir. Hárgreiðslubraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Ég er úr Njarðvík og er sextán ára.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið, ef þú ert með rétta fólkinu.
Hver eru áhugamálin þín? Hárgreiðsla og hundar.
Hvað hræðistu mest? Köngulær.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sveinn Andri, hann er bara þannig týpa.
Hver er fyndnastur í skólanum? Reynir Aðalbjörn.
Last Christmas. Orkudrykki.
Hver er helsti gallinn þinn? Ég er feimin.
Hver er helsti kostur þinn? Er oftast glöð.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Tik Tok.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Auðvitað fjarvistarkerfinu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmorinn. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?Mér finnst það geggjað.
Hárgreiðslukona.
Uppáhalds... ...kennari: Ásdís. ...skólafag: Hárgreiðslan. ...sjónvarpsþættir: Friends. ...kvikmynd: Dumb and Dumber. ...hljómsveit: Engin uppáhaldshljómsveit. ...leikari: Jim Carrey og Adam Sandler.
KALKA AUGLÝSIR
BREYTTAN OPNUNARTÍMA
ENDURVINNSLUSTÖÐVARINNAR Í HELGUVÍK Endurvinnslustöð Kölku í Helguvík
er opin almenningi frá kl. 10 til 18 alla virka daga og 11 til 16 á laugardögum en ekki 13 til 18 eins og verið hefur. Lokað er í Helguvík á sunnudögum.
Móttökuplanið í Vogum
er opið frá 17 til 19 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga og 12 til 16 á sunnudögum.
Móttökuplanið í Grindavík er opið alla virka daga frá 17 til 19 og frá 12 til 17 á laugardögum.
varna í yfir 40 ár. Samhæfing, m.a. í björgunar- og aðstoðarstörfum (og gott hlutverk lögreglu í héraði), hefur þróast alllangt í rétta átt, líkt og samstarfið við sérfræðinga á mörgum sviðum. Fleira má nefna. Engu að síður blasir við að mörgum verkefnum, t.d. viðbragðsáætlunum, áhættumati, eflingu viðbragðsaðila og þjálfun og menntun, hefur ekki verið nægilega sinnt. Einnig blasir við að skipta þarf litlum hluta björgunarliðsins úr sjálfboðamennsku yfir í launuð störf. Verkefnum fjölgar vegna þess að náttúruvá eykst með loftslagsbreytingum og fjölda ferðamanna. Samtímis er hafin endurskoðunar allra kerfa síma- og talstöðvasambands, raforkunnar og tölvusamskipta. Nýlegt fárviðri ýtti undir það. Stórviðri, snjóflóð, skriðuföll og sjávarflóð á land verða væntanlega bæði öflugri og algengari en undanfarna, marga áratugi. Einnig verður að taka tillit til þess hlutlæga mats á hættu af öflugum eldgosum, eldgosum nærri byggð og stórum jarðskjálftum, í öllum tilvikum miðað við endurkomutíma, sem vísindi leggja okkur til. Aðeins dæmin Öræfajökull, Katla, Bárðarbunga, Reykjanesskagi og Tjörnesbrotabeltið á Norðausturlandi eru til marks um það.
Ari Trausti Guðmundsson, höfundur er þingmaður VG.
Jarðhræringar og raforkuöryggi á Suðurnesjum Landris og jarðskjálftavirkni vestan við Grindavík undanfarna daga, eða frá því um 20. janúar, hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni. Sviðsmyndir hafa verið settar fram af vísindamönnum um hugsanleg áhrif þess ef eldvirkni næði upp á yfirborðið með tilheyrandi hraunrennsli og tjóni á orkumannvirkjum í Svartsengi. Á Alþingi í vikunni ræddi ég við iðnaðarráðherra um raforkuöryggi á Suðurnesjum. Auk þess átti ég fund með Landsneti um málið. Spurði ég meðal annars ráðherra að því hver staðan á Suðurnesjalínu 2 væri og hvernig ráðherra hygðist mæta þeim aðstæðum sem kynnu að koma upp ef raforkuframleiðsla stöðvaðist í Svartsengi.
Hvað ef raforkuframleiðsla í Svartsengi stöðvast?
Komi til þess að raforkuframleiðsla í Svartsengi stöðvast er eina leiðin til að senda raforku á svæðið með Suðurnesjalínu 1, sem liggur frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Kom fram af hálfu Landsnets að Suðurnesjalína 1 gæti ekki annað álaginu sem þessu fylgdi og raforkuleysi á hluta Suðurnesja væri því óhjákvæmilegt. Þetta er mikið áhyggjuefni auk þess sem því er ósvarað með hvaða hætti raforka yrði flutt til Grindavíkur undir þessum kringumstæðum. Ljóst má vera að þörfin fyrir Suðurnesjalínu 2 er brýn. Öryggisþátturinn vegur þungt, ekki síst í ljósi þess sem ég rakti hér í upphafi.
Sjö ára deilur um Suðurnesjalínu 2
Deilt hefur verið um lagningu Suðurnesjalínu 2 frá því að Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013 eða í ein sjö ár. Á ýmsu hefur gengið á
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is
Aðlögun að loftslagsbreytingum krefst líka traustrar starfsemi Almannavarna og viðbragðsaðila. Inn í rammann tengjast svo beinar rannsóknir á náttúruvá, vöktun hennar, rekstur eða og myndun sjóða, svo sem Ofanflóðasjóðs, Hamfarasjóðs og Þjóðarsjóðs. Þarna, alls staðar, eru brýn verk að vinna. Ég hef hvatt til þess að unnið verði af meira afli við endurskoðun á almannavörnum landsins en hingað til. Markmiðið á að vera að auka öryggi okkar allra með því að tryggja enn betri samhæfingu, meira fé til þátta sem efla skilvirkni, þekkingu, forvarnir og áætlanir. Mikilvægt er að Almannavarnir verði sjálfstæð stofnun og viðbragðsaðilar, allt frá lögreglu og Landhelgisgæslu til heilbrigðiskerfisins og björgunarsveita, virki sem samhæfð eining. Einnig er brýnt að haldið verði áfram að þróa og styrkja starfshætti og skipulag Samhæfingarmiðstöðvarinnar og miðstöðva á landsbyggðinni. Loks verður að kanna vel og meta gagnsemi þess að færa almannavarnir landsins undir forsætisráðuneytið.
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
þessum tíma. Eignarnám dæmt ólögmætt og framkvæmdaleyfi fellt úr gildi svo eitthvað sé nefnt. Ljóst má vera að stjórnvöld hafa haldið illa á þessu máli og ekkert hefur verið komið til móts við hugmyndir Sveitarfélagsins Voga og landeigenda um hugsanlega kosti við línulögnina. Umsögn Sveitarfélagsins Voga við matsskýrslu Landsnets var á þann veg að Suðurnesjalína 2 skyldi lögð í jörð og þá meðfram Reykjanesbraut. Landeigendur eru margir á sama máli. Landsnet mun að öllum líkindum sækja á þessu ári um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, á þann veg að hún skuli lögð sem loftlína meðfram Suðurnesjalínu 1. Það stefnir því enn í ágreining um málið sem ekki sér fyrir endann á.
Tímabært að stjórnvöld leggi fram sáttahönd
Á fundi verkefnaráðs Landsnets í síðustu viku kom Vegagerðin og kynnti lausnir varðandi lagningu jarðstrengs meðfram Reykjanesbraut. Fram kom í máli fulltrúa Vegagerðarinnar að gerlegt væri að leggja strenginn í jaðar veghelgunarsvæðisins. Unnt væri samhliða þeirri aðgerð að ráðast í betri frágang öryggissvæðis meðfram veginum en nú er. Þetta eru jákvæðar fréttir að mínum dómi og mikilvægt innlegg í að sátt náist um þetta mikilvæga mál. Það er löngu tímabært að stjórnvöld og Landsnet rétti fram sáttahönd í málinu, svo raforkuöryggi verði tryggt á Suðurnesjum. Birgir Þórarinsson, Alþingismaður Miðflokksins.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
Dagskráin
á Hringbraut
Þorragleði í Grindavík Þorrablót Ungmennafélags Grindavíkur heppnaðist vel en það fór fram í íþróttahúsi Grindavíkur á dögunum eða kvöldið áður en almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss við Þorbjörn. Það var því óttalaust fólk sem skemmti sér konunglega. Petra Rós Ólafsdóttir tók meðfylgjandi myndir á þorrablótinu en fleiri myndir eru í myndasafni á vef Víkurfrétta, vf.is.
SUÐURNESJAMAGASÍN Mannlífið á Suðurnesjum í máli og myndum.
Páll Ketilsson er
með puttann á púlsinum suður með sjó í
vikulegum þætti á Hringbraut. Suðurnesjamagasín er á dagskrá alla fimmtudaga kl. 20:30
FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is
Fylgstu með!
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÓVISSUSTIG ALMANNAVARNA VEGNA LANDRISS VESTAN VIÐ ÞORBJÖRN Í GRINDAVÍK
Margir Grindvíkingar þáðu kaffiboð í Kvikunni Margir Grindvíkingar þáðu kaffiboð í menningarmiðstöðina Kvikuna á laugardaginn. Dagskrá var í boði allan daginn en hugmyndin var að fá bæjarbúa til að koma saman og hittast í öllu því umróti sem náttúruöflin hafa staðið fyrir í og við Grindavík síðustu sólarhringa.
Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur, var á staðnum. Þá var dagskrá fyrir börn eins og bíósýning og einnig var opinn jógatími fyrir bæjarbúa á efri hæð Kvikunnar. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, var einnig á staðnum. Hann fór yfir jarðfræðina við Grindavík
og svaraði fjölmörgum spurningum sem hafa vaknað hjá Grindvíkingum síðustu daga. Einnig gaf hann sér góðan tíma til að ræða við pólska íbúa Grindavíkur og útskýrði vel það sem er að gerast í náttúrunni en margir pólskir íbúar Grindavíkur eru að upplifa jarðhræringar í fyrsta skipti á ævinni.
Íbúar í Vogum fylgist náið með Orkuverið í Svartsengi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fátt um varalausnir varðandi heita vatnið Verði eldgos á Reykjanesi er fátt um varalausnir varðandi heita vatnið. Júlíus Jón Jónsson, framkvæmdastjóri HS Veitna, segir engar áætlanir til enn um hvernig leysa eigi vandann ef heitavatnsdreifing frá orkuverinu í Svartsengi stöðvast. Það er ein sviðsmynda sem gæti komið upp ef eldgos yrði við Grindavík. Aðalinntökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Ferskvatninu er dælt til orkuversins í Svartsengi og þar er kalda vatnið hitað upp með jarðhitagufu. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að verið sé að skoða hvaða afleiðingar þetta gæti haft á þjónustu fyrirtækisins. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hins vegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál. Ef fyrst er litið til Grindavíkur þá annast HS Veitur raforkudreifinguna, sölu og dreifingu á heitu vatni og svo afhendingu á köldu vatni til Vatnsveitu Grindavíkur. Verði rafmagnslaust þá eiga HS Veitur tvær dísilvélar
og síðan er verið að vinna að því að varðskipið Þór kæmi til Grindavíkur reynist það nauðsynlegt. Þá hefur verið haft samband við bæði Rarik og Veitur í Reykjavík og ljóst að þar er unnt að fá lánaðar dísilvélar reynist það nauðsynlegt. Álagið í Grindavík er nú um 6,5 MW en spurning hvað það verður komi til eldgoss og (einhver) rýming í bænum. Við miðum því á þessu stigi við að þurfa að útvega allt að 4 MW og þar af gætu 1,5 MW komið frá varðskipinu en annað yrði að koma frá dísilvélum og ekki unnt að útiloka einhverja skömmtun. Varðandi heita vatnið þá eru möguleikar á varalausnum mjög takmarkaðir. Komist raforkukerfið fljótt í lag eru einhverjir möguleikar á rafhitun og síðan er verið að skoða möguleika á kötlum, raf- eða olíu, til að hita upp vatn en þær lausnir eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Varðandi kalda vatnið þá er ekki líklegt að til langvarandi truflunar komi en gerist eitthvað slíkt verður t.d. skoðað að nýta tímabundið gömul og aflögð vatnsból. Varðandi norðanverðan skagann svo sem Reykjanesbæ höfum við litlar áhyggjur af rafmagninu, öflugar tengingar við Hafnarfjörð og Reykjanes eiga að tryggja að það gangi truflanalaust eða -lítið. Ferskvatnið ætti líka að vera í lagi, vatnsbólin eru nánast mitt á milli Svartsengis og Fitja og ólíklegt annað en að þau sleppi,“ segir í tilkynningunni. „Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus en bætir því við að rétt sé að halda ró sinni þar sem litlar líkur séu á því að allt fari á versta veg.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, segir í pistli til bæjarbúa að það sé full ástæða er fyrir íbúa í Sveitarfélaginu Vogum að fylgjast náið með þróun mála í tengslum við landris nærri Grindavík, þar sem óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir, og þar af leiðandi vera viðbúin því sem kann að gerast. „Á fundi bæjarstjórnar nú í vikunni var ákveðið að ræða þessi mál, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar hversu nálægt við erum við óróleikasvæðið. Upplýst hefur verið að ekki sé tilefni til að ætla að hætta vegna hraunflæðis steðji að Vogum, komi til þess að eldgos hefjist. Vísindamennirnir gera einna helst ráð fyrir komi til eldgoss verði það á sprungu. Reikna megi með tiltölulega stuttu gosi með frekar litlu hraunflæði. Hættan sem steðjar að okkur beinist því frekar að því hvort innviðir verði fyrir skakkaföllum, þ.e. rafmagnframleiðsla og rafmagnsdreifing; dreifing heita og kalda vatnsins og fjarskipti. Viðbragðsáætlanir okkar þurfa því einkum að beinast að með hvaða hætti við getum tekist á við slíka röskun. Bæjarráð mun funda í næstu viku og
halda þar áfram umfjöllun um málið og skoða vandlega til hvaða ráðstafana skuli gripið. Þá er jafnframt fyrirhugaður fundur í Almannavarnanefnd en nefndin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Auk fulltrúa sveitarfélaganna eiga sæti í nefndinni lögreglustjórinn á Suðurnesjum, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Landhelgisgæslunnar, ISAVIA og Landsbjargar. Grindavíkurbær starfrækir hins vegar eigin almannavarnanefnd. Sú staðreynd að lögreglustjórinn á Suðurnesjum situr í báðum nefndunum tryggir samfellu í störfum þeirra beggja. Ég hvet alla til að fylgjast vel með fréttaflutningi í fjölmiðlum. Einnig er gagnlegt að fylgjast með vef Veðurstofunnar (www.vedur.is) og vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is). Mikilvægt er einnig að kynna sér viðbrögð komi til rýmingar. Loks bendi ég öllum á að Rauði krossinn veitir dýrmæta þjónustu þegar náttúruvá er annars vegar. Á vef þeirra (www.redcross.is) má finna margvís-
Ekki nauðsynlegt að grípa til aðgerða í Reykjanesbæ „Meðan enn er óljóst hvert framhald þeirra umbrota verður sem hafa verið greind við Þorbjarnarfell er ekki talið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða í Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en mjög vel verður fylgst með stöðu mála. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi Almannavarna þann 26. janúar í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Á fundi sem haldinn var í gær með bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra, lögreglustjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar var farið yfir stöðuna sem fylgir óvissustigi vegna landriss við Þorbjörn og þau áhrif sem kunna að fylgja því í Reykjanesbæ.
Hópurinn fylgist vel með þeim upplýsingum sem berast reglulega frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en þær byggjast á mati vísindaráðs Almannavarna. Ríkislögreglustjóri hefur einnig lýst yfir óvissustigi Almannavarna, í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis, vegna kórónaveiru (2019nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Sóttvarnalæknir leggur mikla áherslu á smitgát en handþvottur er mjög mikilvægur til þess að forðast smit. Fylgst er vel með þróun mála og er almenningi bent á að fylgjast með henni í báðum tilvikum á vef Almannavarna: www.almannavarnir.is/
legar og gagnlegar upplýsingar, einnig er vert að benda á hjálparsímann 1717 sem alltaf er opinn og gott er að leita til ef maður finnur fyrir áhyggjum, hræðslu eða kvíða,“ segir í pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum.
MINNING
Kristjón Guðmannsson Fæddur 26. mars 1953. Látinn 17. janúar 2020. Þegar endar æviskeið, er sem vinur finni. Það gerðist margt á lífsins leið sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson)
Fallinn er frá góður vinur og einstakt ljúfmenni, Kristjón Guðmannsson frá Lundi í Garði. Góður vinskapur var á milli fjölskyldu okkar og hans. Við systur skiptum á jólapökkum við þá bræður Þórð og Kristjón. Ég hlakkaði mjög mikið til að fá pakkann frá Kristjóni sem var oftast bók, burstasett eða stytta. Þóra systir sá um að klippa Kristjón svo vinskapur þeirra var mikill í gegnum tíðina. Kristjón hafði mjög góða nærveru og fannst mér gott að fá faðmlag og einn koss á kinn frá honum. Blessuð sé minning Kristjóns og þökkum við honum góða samveru og einstaka nærveru. Systurnar frá Brautarholti, Þóra og Veiga. (Guðveig Sigurðardóttir)
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Dagur í Mumbai á Indlandi
ég nýt stundarinnar þá fer það í gegnum huga minn, hvernig það sé að vera blind kona á Indlandi. En hún með þessa hæfileika og kunnáttu getur þó allavega séð fyrir sér. Ég bið þess að hún sé elskuð.
eru troðnar af bílum, vespum og hjólum. Þegar bíllinn stoppar á ljósum kemur ófrísk kona með barn í fanginu og bankar á gluggann hjá mér, örvæntingin í augum hennar er mikil. Þegar ég skrúfa niður rúðuna á bílnum, til þess að rétta henni smáræði, þá slær það mig hve hlutskipti mitt og okkar kvenna sem erum fæddar á Íslandi sé gott. Jesús minn þetta gæti verið ég. Ég þakka guði fyrir það líf sem mér hefur hlotnast.
N
V
Þegar börnin eru orðin stór og maður fær meiri tíma fyrir sjálfan sig er mikilvægt að dusta rykið af gömlum draumum, láta vaða og skemmta sér vel í leiðinni. Undirrituð, ráðsett miðaldra frú tók meðvitaða ákvörðun um einmitt þetta fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er einn af draumunum að rætast.
HVATNINGIN
Nýtt ár, nýr mánuður, ný birta, nýr tími, ný tilhlökkun Fyrir mér ber febrúar með sér nýtt upphaf, dimmur janúar er á enda og auðvelt að sjá skímu á himninum fyrr á morgnana sem endist næstum því fram að kvöldmat. Það er gott að finna fyrir eftirvæntingu eftir vorinu sem nálgast hægt og sígandi. Febrúar er góður tími til hreinsunar og undirbúnings fyrir vorið og kjörið tækifæri til að huga að nýjum venjum, til dæmis að læra eitthvað nýtt, auka þekkingu okkar á einhverju sem við kunnum, taka frá tíma á hverjum degi fyrir okkur sjálf sem við getum eytt í hugleiðslu, hlusta á eldra fólk, lestur og/eða notað tímann til að reima á okkur útiskóna og ganga úti í birtunni, notið vetrarins og fylgst með vorinu koma. Njótið þess sem er! Rannveig L. Garðarsdóttir, bókavörður, leiðsögumaður og yogakennari.
É
g byrjaði daginn á að skoða borgina með morgunskokki. Hlaupið reynist vera eins og kröftugt utanvegahlaup á grýttum jarðvegi þar sem mikilvægt er að horfa hvar stigið er í hverju spori. Mumbai er 23 milljóna manna borg og göturnar og gangstéttir eru troðnar af fólki, sofandi hundum, köttum, vegaviðgerðum, skít og drasli. Í þau skipti sem mér tókst að líta upp blasti við stórbrotið mannlífið, örbirgð og allsnægtir, svakalegar byggingar frá nýlendutíma Breta og svo hús úr pappakössum í húsaskotum.
æst liggur leiðin í leiðangur um borgina í leigubíl á hraða skjaldbökunnar þar sem göturnar
E
ftir hlaupið átti ég bókað í nudd, Ayurveda nudd sem er mikilvægt að prófa þegar Indland er heimsótt, var mér sagt. Ég geng inn í nuddherbergið, nuddkonan snýr baki í mig en hún er í fallegum kjól og með svakalega fallegt og sítt svart hár. Hún heilsar og býður mér að leggjast og loka augunum. Það er eitthvað sérstakt við snertingu hennar, hvernig hún nálgast mig. Ég opna því augun til að kíkja betur á hana og sé þá mér til mikillar undrunar að hún er blind. Í barnaskap mínum hugsa ég hvort hún viti hvað hún er með fallegt hár. Nuddið er stórkostlegt og á meðan
ið höldum áfram, ökum fram hjá gömlum vörubíl sem er drekkhlaðinn af hænum í litlum búrum. Ég sé mann opna búrin og grípa þrjár hænur með vinstri en í hægri heldur hann á hnífi. Af veikum mætti berjast hænurnar fyrir tilveru sinni þegar hann gengur með þær á bak við kofa. Enn þakka ég almættinu hlutskipti mitt, ég myndi hvorki vilja vera hænurnar né maðurinn með hnífinn.
V
ið næsta torg í borginni liggur villihundur með tvo stálpaða hvolpa og nýtur sólarinnar og belja liggur bundin við staur, framhjá ekur svakalegur Benz með lituðu gleri í rúðum. Það er einkabílstjóri undir stýri og falleg kona með dreng situr aftur í. Þegar bíllinn er farinn fram hjá, sé ég lítinn berrassaðann dreng hlaupa eftir gangstéttinni og á eftir honum gengur
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
VA K T S TJ Ó R I Í F L U G V E R N D A R D E I L D K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R Isavia óskar eftir að ráða vaktstjóra í Flugverndardeild á Keflavíkurflugvelli. Vaktstjóri gegnir hlutverki varðstjóra.
Hæfniskröfur
Helstu verkefni eru að stýra og leiðbeina sinni vakt, dagleg skipulagning vakta og tryggja að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum flugverndardeildar.
•
•
Nánari upplýsingar veitir Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi, solveig.gudmundsdottir@isavia.is
• • •
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNARFRESTUR: 9. F E B R Ú A R
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
tötraleg berfætt kona í rólegheitum, á höfðinu ber hún körfu fulla af fiski. Þessi kona er líka falleg.
Þ
egar ég kem svo á hótelið er búið að fara inn á herbergið og taka þar úr buddunni minni 20.000 kr. Ráðalaus get ég lítið gert annað en að óska þess þjófurinn noti aurinn öðrum til góðs þannig að karmað sem hann kallar yfir sig með því að stela verði kannski ekki eins slæmt.
N
ýr staður á morgun þar sem grúskað verður í jógafræðunum næstu fjórar vikurnar. Namaste.
Una Sig.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Held það sé yfir höfuð betra líf hér Íþróttir hafa auðveldað Maciej Baginski að aðlagast íslensku samfélagi. Flutti 5 ára frá Póllandi til Sandgerðis en hefur nú leikið með öllum körfuboltalandsliðum Íslands. Er að ljúka háskólanámi Páll Ketilsson pket@vf.is
Þú fluttir til Sandgerðis ungur að árum. Hvernig kom það til að þið pólska fjölskyldan fluttuð hingað til Íslands? Mamma fór út á undan mér. Hún ætlaði bara að vera í eitt ár að safna sér pening, var nýbúin í námi í Póllandi og svona. Einhvern veginn varð hún eftir og kom svo og sótti mig ári seinna. Við fluttum svo saman til Sandgerðis og erum búin að vera á Íslandi síðan. Hvernig var Sandgerði fyrir fimm, sex ára gaur? Það var bara þægilegt, mjög lítið. Ég átti mjög erfitt með sumarið hérna fyrst. Ég náttúrlega áttaði mig ekkert á því að það yrði sól allan daginn og alla nóttina. Ég var þarna sex ára gutti úti á fótboltavelli til klukkan tólf og mamma að leita að mér, vissi ekkert. Ég hafði náttúrlega ekkert tímaskeið þarna, það var bara bjart úti. Ég hélt það væri dagur. Varstu strax kominn í fótbolta? Já, ég var bara settur í fótbolta í fyrsta bekk. Mamma er íþróttakona, hún var í körfubolta á sínum tíma. Það var enginn körfubolti í Sandgerði og ég hafði mikinn áhuga á fótbolta, var alltaf úti á sparkvelli áður en ég byrjaði. Ég byrjaði í svona 1. bekk í fótbolta. Þannig að þú ert strax kominn í íþróttir, mjög ungur. Já, algjörlega. Það var mitt helsta áhugamál alveg frá því ég var pínulítill. Í dag ertu þekktur körfuboltamaður. Hvernig stóð að því að karfan varð fyrir valinu? Maður náttúrlega flutti til Njarðvíkur, held ég árið 2004. Njarðvík á auðvitað frábæra sögu í körfubolta. Ég var reyndar bara ennþá í fótboltanum til að byrja með. Guðni Erlends var þá í fótboltaliðinu í Njarðvík og var að þjálfa minniboltann í körfunni. Hann eiginlega dró mig á æfingu. Þar vaknaði ástríðan. Hvernig stóð á því að hann, fótboltagæinn, dró þig í körfubolta? Var eitthvað sem hann sá í þér í körfunni? Ég veit ekki hvort það var eitthvað mikið en allavega hæðin. Ég var gríðarlega stór sem krakki. Ég hef eiginlega ekkert stækkað síðan ég var krakki. Ég held að það hafi svona verið aðalatriðið, það vantaði kannski stóran karl þarna. Hæðin er kostur í körfubolta. Já, algjörlega. Ég hefði samt viljað fá aðeins meira af henni. Þú ert ekkert það hávaxinn körfuboltamaður hvað varðar það í dag. Nei, ég held ég hafi bara náð 1,91, sem ég er í dag, bara fjórtán, fimmtán ára og stoppað þar. Tóku við góð ár í Njarðvík hjá Pólverjanum unga? Já, heldur betur. Hvorki í Sandgerði né Njarðvík voru margir Pólverjar svo ég gat ekkert svona tengt mig við neinn sem talaði sama tungumál og ég. Svo ég þurfti eiginlega bara að detta inn í hópinn með Íslendingunum, bæði í Sandgerði og Njarðvík. Þannig náði ég málinu miklu betur og hraðar. Ég var reyndar kominn með fullkomna íslensku eiginlega þegar ég flutti í Njarðvík. Það svona eiginlega hjálpaði mér að aðlagast lífinu hérna. Ef þú rifjar aðeins upp þegar þú ert mjög ungur, hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því í dag hvernig þú varst að aðlagast tungumálinu til dæmis? Þú komst hingað fimm ára.
Var bara ekkert mál fyrir þig að læra íslensku? Ég held ekki. Mamma segir alltaf skemmtilega sögu frá því að þegar við komum heim af leikskólanum einn daginn þá sagði ég við mömmu að það væri ekki leikskóli daginn eftir. Hún bara: „Nei, nei. Hvað ertu að bulla?,“ og fór með mig í leikskólann. Þá var náttúrlega bara lokað. Þá náði ég einhvern veginn að skilja að það væri lokað daginn eftir.
„Það voru náttúrlega miklir fordómar gagnvart ekki bara Pólverjum, heldur útlendingum hérna sem mér finnst hafa minnkað til muna. Þetta var meira bara grín sem ég tók aldrei inn á mig en mér finnst íþróttirnar hafa hjálpað í því. Eftir því sem ég varð betri í íþróttum minnkuðu fordómarnir og ég var meira tekinn í sátt fannst mér“
Svo fórstu í skóla í Sandgerði og Njarðvík. Maður heyrir ekki annað en að þú sért Íslendingur á því hvernig þú talar. Þú talar bara eins og aðrir Íslendingar. Já, eins og ég segi þá náði ég þessu, held ég, mjög vel með því að vera mest megnis með Íslendingum. Þá lærði maður hreiminn og losnaði við að tala þetta bjagað. Það er eiginlega aðalatriðið.
Viltu meina að íþróttirnar hafi haft mjög mikið að segja um það hjá þér að aðlagast Íslendingum? Já, klárlega. Þessi íþróttafjölskylda á Íslandi er risastór og mjög samheldin, alveg sama í hvaða íþrótt það er. Ég held það hafi hjálpað mjög mikið.
Ef þú horfir til baka, heldurðu að þú hefðir frekar vilja alast upp í Póllandi en á Íslandi? Heldurðu að þú hefðir haft það betra þar? Nei, ekkert frekar. Ég er bara búinn að hafa það mjög fínt á Íslandi og það gengur allt vel þannig séð. Ég held að við mamma og fjölskyldan sjáum bara ekkert eftir þessu. Fenguð þið ríkisborgararétt? Þurfti það eða eitthvað slíkt? Já, ég held við höfum fengið ríkisborgararétt eftir fimm eða sex ára veru. Ég held ég sé ekki með pólskan passa lengur, hann rann út fyrir einhverjum árum. Ég er bara með íslenskt vegabréf núna. Þú hefur spilað með unglingalandsliðinu í körfubolta fyrir Ísland, er það ekki? Jú, jú. Ég held fyrir öll unglingalandslið sem hægt er að vera í upp í 22 ára og á fimm leiki með A-landsliðinu. Hvernig tilfinning er það? Það er bara frábært. Ég held alveg í ræturnar til Póllands og tel mig vera Pólverja, þannig séð, skástrik Íslending en ég er mjög stoltur af því að geta spilað fyrir þetta land og þessa þjóð. Heldurðu tengslum við Pólland? Já, já. Ég tala við ömmu nokkrum sinnum á dag í gegnum Messenger og svona og reyni að heimsækja eins og ég get. En ég er námsmaður og vinn á sumrin, það er búið að vera erfitt undanfarið en ég reyni mitt besta að
Þú hvetur fólk í þínum sporum, sem flytur til Íslands, að fara í íþróttir. Hjálpar það? Já, hundrað prósent. Miðað við það hvað það er mikið af innflytjendum á Íslandi þá sér maður ekkert rosalega mörg nöfn til dæmis í úrvalsdeildunum hérna, ekki í handbolta, körfubolta eða fótbolta, allavega ekki miðað við hlutfallið sem er á landinu. Það geta allir orðið íþróttamaðurinn sem skarar fram úr. Maður veit það aldrei fyrr en maður reynir. Þegar þú varst að alast upp í Sandgerði og Njarðvík, hvernig gekk þér að eignast vini? Varstu fljótur að ná því í gegnum íþróttirnar eða skólann? Bara bæði. Í Sandgerði var ég í mjög fámennum bekk og ég held að allir strákarnir þar hafi verið í fótbolta. Ég var með þeim í fótboltanum og í skólanum. Það auðveldaði mér mjög mikið að kynnast þeim, þótt ég hafi kannski ekki verið með fullkomna íslensku þá og þeir hjálpuðu mér. Það var ekki mikið gert grín að manni þarna. Maður var svona nýr og kannski fannst krökkunum það skrýtið að maður talaði ekki íslensku almennilega en þeir tóku mig mjög fljótlega í sátt og ég held það hafi verið mjög mikið atriði að vera góður í fótbolta líka. Í Njarðvík kynntist ég svo mínum bestu vinum í dag í gegnum íþróttirnar. Ég held tengslum við flestalla sem ég hef kynnst og svo hef ég kynnst endalaust af fólki úr hreyfingunni, alls staðar af landinu. Það er bara mjög gaman að breiða út þetta tengslanet.
Á þessum tíma voru ekki margir innflytjendur, sérstaklega Pólverjar, hér á svæðinu þegar þið komuð. Hvernig upplifðir þú það? Varðstu fyrir einhverjum leiðindum eða slíku? Já, það voru einhver svona létt skot. Það voru náttúrlega miklir fordómar gagnvart ekki bara Pólverjum, heldur útlendingum hérna sem mér finnst hafa minnkað til muna. Þetta var meira bara grín sem ég tók aldrei inn á mig en mér finnst íþróttirnar hafa hjálpað í því. Eftir því sem ég varð betri í íþróttum minnkuðu fordómarnir og ég var meira tekinn í sátt fannst mér.
Eru Pólverjar í grunninn allt öðruvísi en Íslendingar? Já, ég held það. Það er allt öðruvísi uppeldi í Póllandi finnst mér og öðruvísi gildi held ég. Ég get ekki alveg útskýrt það en það er bara oft munur á löndum og því hvernig samfélögin virka. Það er svolítill munur þar á milli.
Eru viðskipti eitthvað sem heilla þig? Já, mjög mikið. Ég hef alltaf verið góður með tölur og stærðfræði og finnst ég góður í mannlegum samskiptum.
fara til þeirra og þau koma oft hingað líka. Samfélag Pólverja og Íslendinga, myndirðu segja að það væri gott í dag? Já, ég held það. Pólverjarnir eru kannski ennþá svolítið óöruggir með sig hérna og þeir hópa sig oft saman í sitt eigið samfélag. Við erum með pólskan veitingastað og pólskar búðir. Þeir mættu kannski gera aðeins meira í því að „mingla“ við Íslendingana, finnst mér, því það hjálpar líka með tungumálið og að aðlagast. En það þarf að vera rétta fólkið. Þú ert búinn að vera að halda kynningar fyrir ungmenni þar sem þú ert að segja að íþróttirnar hafi hjálpað þér að aðlagast betur. Já, algjörlega. Það er eitt af aðalatriðunum sem íþróttirnar hafa gert fyrir mig, allavega sem innflytjanda. Ég myndi halda að íþróttafélögin myndu vilja fá Pólverjana og innflytjendur til þess að koma í íþróttirnar líka því það er efnilegt fólk þarna. Hvað þarf að gera til þess að fá innflytjenda ungmenni? Ég held það þurfi bara að leggja ennþá meiri áherslu á að draga alla inn í þetta, kynna hvatagreiðslur, það sé frítt að prófa og svona. Það eru oft peningar sem skipta máli, foreldar hafa kannski ekki efni á að setja börnin sín í íþróttir eða tíma því kannski ekki. Svo eru kannski oft fordómar í öðru landi gagnvart íþróttum, það eru til dæmis öðruvísi gildi í íþróttum í Evrópu. Hér eru þetta svona forvarnir, þetta eru forvarnir gegn kannski drykkju og tóbaki og svoleiðis. En í öðrum löndum
kannski dragast menn meira í það í gegnum íþróttirnar. Ég held að UMFÍ hafi talað um það að það væri misræmi milli Evrópu og Íslands, það væri ekki jafn mikið forvarnargildi annars staðar í Evrópu, aðallega Austur-Evrópu. Þú ert í afreksliði Njarðvíkur í körfubolta. Þetta er eitt þekktasta körfuboltalið landsins með ríka sögu. Er ekki gaman að vera hér? Það er bara frábært. Það er frábært fólk í þessu félagi og strákarnir í liðinu gjörsamlega geggjaðir. Mér líður mjög vel hérna. Þú ert í háskóla núna, hvað ertu að nema? Ég er að klára BS gráðu í viðskiptafræði í HR núna í júní. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Ætlarðu að vera á Íslandi? Já, ég held það. Ég hef engin plön um annað eins og er. Maður náttúrlega bara gerir það sem kemur upp og er ekkert að plana of mikið. Ég ætla að reyna að fara í mastersnám sem fyrst. Hvernig finnst þér menntakerfið vera? Ég hef alltaf lagt mikið á mig í námi og mér fannst grunnskólinn frekar auðveldur, sem og framhaldsskólinn. Mér fannst það bara mjög skemmtilegt. Ég var bara í FS. Það var áhugavert og skemmtilegt. Ég tala oft við mömmu um þetta. Menntakerfið í Póllandi er til dæmis allt öðruvísi. Þetta hentaði mér mjög vel. Ég tók eina önn í HÍ og fann mig ekki alveg þar, fór í HR og hef bara notið tímans þar mjög vel. Frábær skóli.
Hvenær varstu kominn með fullkomna íslensku? Hvað tók það þig mörg ár? Ég man það ekki alveg en ég man bara að um leið og ég flutti til Njarðvíkur var ég ekki með neinn hreim og talaði fullkomið mál. Ég var settur í nýbúafræðslu hérna og það tók held ég ekki nema tvær vikur þangað til ég var útskrifaður. Hvernig finnst þér málfræðin hér á Íslandi? Þú þekkir ekkert annað. Voða lítið. Ég var reyndar í pólsku– tímum í Sandgerði fyrstu fimm, sex árin, til þess að læra það og mér fannst málfræðin í Póllandi liggur við bara erfiðari. Þannig að það er verið að leggja áherslu á að ungir Pólverjar fái pólskukennslu hérna þegar þau mæta? Það var allavega þannig þegar ég flutti hingað en ég held það sé líka undir foreldrunum komið. En við vorum ekki það mörg, við vorum held ég fimm eða sex manns hjá kennara í Sandgerði sem var pólsk. Hún var líka að hjálpa okkur með þetta. Þetta voru bara einhverjir tveir tímar á viku en ég naut þess bara mjög mikið að vera þar. Nú er fjórði hver íbúi á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ innflytjandi og um það bil fimmti hver er Pólverji. Þannig að það eru gríðarlega margir Pólverjar hérna. Já, ég held að Reykjanesbær sé líka bara mjög góður staður til þess að flytja til. Það er náttúrlega stórt Pólverjasamfélag hérna sem gerir það kannski auðveldara fyrir aðra að koma hingað líka. Myndir þú segja að þú værir á betri stað hér heldur en þú værir sem ungur maður í Póllandi? Já, ég held það. Ég held það sé svona yfir höfuð betra líf hér. Það er mun meiri fátækt í Póllandi en maður veit auðvitað aldrei hvað hefði gerst í Póllandi. Ég er bara mjög sáttur með þann stað sem ég er á núna.
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
21 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Íþróttir eru frábær leið til þess að kynnast fólki Ungmenni af erlendum uppruna á Suðurnesjum eru hvött til að taka meiri þátt í íþróttum og félagsstarfi. Kynningar haldnar í skólum. „Íþróttir eru frábær leið til þess að kynnast fólki og komast inn í samfélagið,“ sögðu þau Maciek Baginski og Filoreta Osmani á kynningu sem þau héldu fyrir grunnskólanemendur í Myllubakkaskóla en yfirskrift kynningarinnar var „Vertu memm“ sem er samstarfsverkefni fræðslu- og velferðarsviðs Reykjanesbæjar og miðar að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Maciek er Pólverji og flutti til Íslands þegar hann var fimm ára. Hann er 25 ára og er þekktur leikmaður með meistaraflokksliði Njarðvíkur í körfubolta. Filoreta er fædd í Kósovó og lék einnig körfubolta með Njarðvík um tíma. Hún sagði m.a. í sínu spjalli að íþróttirnar hefðu gert mjög mikið fyrir hana.
Víkurfréttir fylgdust með kynningu í Myllubakkaskóla en sambærileg kynning fór einnig fram í Háaleitisskóla. Krakkarnir hlustuðu á þau Maciek og Filoreta en fengu einnig kynningu á starfi íþróttafélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur. Þar er mjög fjölbreytt úrval íþróttagreina en einnig er margt fleira í boði í félagsstarfi fyrir ungmennin. Markmið svona kynningar er, að sögn Hafþórs Birgissonar hjá Reykjanesbæ, að hvetja útlensk ungmenni sem hafa sest að á Suðurnesjum til að taka meiri þátt í íþróttum og félagsstarfi en þátttaka þeirra hefur ekki verið nógu mikil.
Enginn draumur of stór Filoreta Ozmani hvetur unga innflytjendur til þátttöku í íþróttum. Foreldarar hennar komu sem flóttamenn frá Kosovo. Páll Ketilsson pket@vf.is
Filoreta, hvernig komst þú til Reykjanesbæjar? Ég fæddist árið 2003 og við vorum fyrst búsett á Akureyri. Mamma og pabbi komu hingað til landsins fyrir 25 árum sem flóttamenn þegar stríðið byrjaði í Júgóslavíu. Við komum frá Kosavo. Um 2009–2010 fluttum við til Njarðvíkur og erum enn búsett hér. Hvernig hefur það verið? Það var svolítil breyting. Fyrstu sex árin voru fyrir norðan og svo komum við hingað, nýir vinir og allt það en ekkert eitthvað sem mér finnst neikvætt. Fórstu í leikskóla hér eða byrjaðir þú strax í grunnskóla? Ég byrjaði hér í fyrsta bekk í Njarðvíkurskóla. Innan um alla grænu Njarðvíkingana? Já, já. Um leið og maður kom þá var það bara körfubolti, fótbolti, íþróttir. Maður fann strax fyrir þessu. Hvernig gekk þér að eignast vini hérna? Mjög vel. Það tóku manni allir með opnum örmum. Þú hefur ekkert fundið fyrir því í æsku að þú værir innflytjandi? Nei, alls ekki. Ég hef ekki fundið fyrir því. Þegar maður tengist vinum þá koma auðvitað smá djók inn á milli en það var ekkert eitthvað sem sat í mér. Ég fann alls ekki fyrir því. Ertu búin að skoða þessa sögu, með stríðið og annað? Ég hef náttúrlega lesið um það og maður lærir um það í samfélagsfræði í skólanum en svo hafa mamma og pabbi sagt mér mjög margt. Það byrjaði um 1994 minnir mig og þá voru auðvitað flestir að reyna að koma sér úr landi og setjast að út um allan heim. En þið eruð ánægð að hafa komist til Íslands? Mjög.
Hvernig gekk skólagangan? Var gaman í Njarðvíkurskóla? Já, auðvitað. Ég kom hingað í fyrsta bekk og eignaðist strax vini og vinkonur. Síðan hélt það bara áfram upp í tíunda bekk og varð bara betra og betra. Ég byrjaði svo í íþróttum, í körfubolta, í þriðja bekk. Ég tók samt smá pásu á milli en byrjaði samt aftur og hélt áfram þangað til í tíunda bekk en þá þurfti ég að hætta vegna nárameiðsla sem voru farin að trufla mig mjög mikið í íþróttinni. Ég myndi segja að það hafi verið eitthvað sem, kannski ekki beint bjargaði mér, en hjálpaði mér mjög mikið, einmitt það að komast í íþróttirnar. Þá tengdist maður vinum enn betur og var alltaf með þeim. Þetta var stór hluti sem bættist við. Þannig að íþróttirnar hjálpuðu þér að eignast vini og aðlagast? Já, akkúrat. Núna í þeim framhaldsskóla sem ég er í, Verzló, þá var ég fyrst: „Er einhver sem ég mun þekkja?,“ en síðan keppti ég á móti hinni og þessari í körfunni. Þetta er svo vítt og hjálpar manni á ýmsan hátt. Ungir innflytjendur á Íslandi, hvað þarf að gera fyrir þau? Nú ert þú að kynna þetta með Maciek Baginski, þar sem þið eruð að kynna fyrir ungmennum í Reykjanesbæ hvað þetta sé mikilvægt og auðveldar ungmennum að ná tengingu, eignast vini og annað. Ertu með einhver ráð fyrir unga fólkið? Fyrir nokkrum dögum þegar við vorum að kynna þetta þá reyndi ég að taka svona persónulegar sögur og ná athygli krakkanna. En það sem ég myndi segja að stærsta vandamálið væri eru kannski foreldrarnir sem eru nýflutt hingað og kannski ekki beint að pæla í því að senda krakkana strax í íþróttir. Þau eru kannski bara að pæla í því að koma sér í gang. Það er líka margt sem fólk veit ekki, eins og til dæmis um hvatagreiðslur. Það eru margir sem vita ekki að maður fær borgað til baka ef barnið manns er í íþróttum. Það eru líka alltaf styrkir sem hægt er að óska eftir ef það vantar hjálp, ef foreldrar geta ekki borgað. Það er hægt að óska eftir hjálp en það eru ekkert allir sem vita af því.
En varðandi skólann, þar sem þú þekkir nánast varla annað en að vera í skóla hér á Íslandi, þá gæti ég ekkert spurt þig um það hvernig það væri að vera í Kósovó. Þú bara elst upp við Ísland og allt eðlilegt fyrir þér. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordómum, ég hef aldrei fengið neitt svoleiðis. Ef ég væri alltaf að fá einhverja fordóma þá væri ég náttúrlega ekkert í kringum það fólk. Eru Íslendingar skilningsríkir? Já, þetta er líka bara geggjaður bær, geggjaðir krakkar. Þú talar íslensku eins og þú sért Íslendingur. En tungumálið frá Kósovó, talarðu það? Já, mamma og pabbi leggja mikla áherslu á það. Við tölum albönsku. Það er móðurmálið í Albaníu og Kósovó. Mamma og pabbi hafa alltaf lagt mikla áherslu á að tala albönsku heima en auðvitað inn á milli tölum við íslensku. Frá því ég var lítil þá höfum við talað mjög litla íslensku heima til að halda upp á móðurmálið en utan heimilisins þá er það bara íslenskan. Eru foreldrar þínir farnir að tala þokkalega íslensku? Já, mamma og pabbi eru náttúrlega búin að vera hérna í 25 ár. Maður heyrir væntanlega smá á þeim þegar kemur að framburðinum, smá hreimur og málfræðin. En það er kannski miklu erfiðara fyrir þau að tala tungumálið. Hefurðu farið til Kósovó? Já, við förum nánast á hverju einasta ári. Þar er einmitt ennþá slatti af fjölskyldunni okkar eftir þar. Eruð þið ekkert á leiðinni aftur þangað? Nei, ekkert allavega sem ég hef frétt af. Við erum ánægð hér. Hvernig er í Verzlunarskólanum? Þegar maður var lítill þá var maður að slá inn Verzló-myndböndin á Youtube. Svo þegar maður er í þessum skóla þá sér maður að þetta er í alvöru svona. Allur metnaðurinn sem er lagður í allar þemavikur og svoleiðis – þetta er bara geggjað.
„Ég myndi segja að það hafi verið eitthvað sem, kannski ekki beint bjargaði mér, en hjálpaði mér mjög mikið, einmitt það að komast í íþróttirnar“
En þú hefur þurft að vera með góðar einkunnir til að komast í hann. Já, algjörlega. Það eru svo margar litlar stelpur, vinkonur systur minnar, sem spyrja mig út í Verzló. Ég lærði náttúrlega til þess að komast í Verzló. Þegar ég er spurð, sérstaklega af litlum börnum, hvernig það sé að vera í Verzló þá segi ég frá skólanum en svo er ég að reyna að hvetja þau til þess að læra ef þau vilja komast inn í skólann eins og ég. Þú hefur verið mjög duglegur námsmaður. Já, ég hef verið svolítið heppin með að ég hef náð íslenskunni. Það hefur tekist mjög auðveldlega hjá mér. En auðvitað var ég líka heima og lærði nógu mikið. Þú vilt hvetja ungmenni, innflytjendur, sem hafa flutt hingað með foreldrum sínum, til að fara í íþróttirnar. Þú telur að það sé lykilatriði. Já, það er lykilatriði. Þetta hjálpar svo mikið, sérstaklega til að hjálpa krökkum að komast í vinahópa og safna minningum. Þegar ég var í körfunni þá lærði ég svo margt. Það stærsta sem ég myndi taka frá íþróttaiðkun minni var að maður lærði að bera virðingu fyrir öðrum. Ég man þegar ég æfði hjá Bylgju Sverris og Jóhannesi
Kristbjörns, þá lærði maður frá þeim hvað virðing og íþróttamennska skiptir miklu máli. Maður á bara að koma vel fram við aðra, bæði utan vallar og innan. En félagslífið fyrir utan, var einhver tími fyrir það? Þegar ég var yngri þá var ég stundum í sundi, dansi og fótbolta. En eftir sjötta bekk valdi maður yfirleitt eina íþrótt og hélt sér þar. Það var kannski ekkert mjög mikill tími til að vera í mörgum íþróttum en maður hafði samt alltaf einhvern tíma til að fara og hitta vini. Hér eru íþróttir í hávegum hafðar, fótbolti, sund, körfubolti og fleiri. Heldurðu að þú eigir eftir að sjá nöfn innflytjenda koma upp í þessum greinum og verða afreksfólk? Já, ég hef mjög mikla trú á því. Maciek Baginski er einmitt eitt nafnið sem við höfum á blaði. Ég hef mikla trú á því. Ég sagði einmitt þegar ég var að halda fyrirlestrana í grunnskólum, að enginn draumur væri of stór. Það er aukaæfingin sem skapar meistarann, það finnst mér. Manni var alltaf kennt að æfingin skapaði meistarann en ég myndi segja að það væri aukaæfingin. Þeir sem æfa aukalega eru þeir sem skara fram úr.
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nýtt íþróttahús í Grindavík Tveir nýir íþróttasalir í nýrri viðbyggingu við íþróttahúsið í Grindavík voru vígðir formlega á sunnudag. Bjarni Már Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, segir að nýju salirnir verði frábær viðbót og muni gjörbreyta æfingaaðstöðu félagsins. Félagið fagnar 85 ára afmæli um þessar mundir. Um er að ræða stóran keppnisvöll fyrir körfubolta, alls 900 fermetra að flatarmáli, og annan minni sal fyrir aðrar greinar. Samtals er nýja viðbyggingin rúmlega tvö þúsund fermetrar að
stærð. Framkvæmdir við hana hófust í lok árs 2017. Verktaki var Grindin ehf. Fannar Jónasson, bæjarstjóri, sagði að mikil vinna hafi hvílt á starfsmönnum tæknideildar Grindavíkurbæjar og fleirum sem hann þakkaði fyrir vel unnin störf. „Grindvíkingar hafa síðustu viku verið minntir á ofurkrafta náttúrunnar. Á liðnum áratugum og árhundruðum hafa Grindavíkingar þurft að standa saman þegar á reynir. Samheldni fólks í sjávarbyggðum eins og Grindavík hefur verið mikil alla tíð. Það var nauðsynlegt
áður fyrr til að lifa af í harðri baráttu við óblíða náttúru og veðurfar. Hér hefur fólk stundum tekist á og látið skoðanir sínar tæpitungulaust í ljós en þegar á reynir standa íbúarnir saman sem einn maður, styðja hvert annað og fagna líka þegar vel árar,“ sagði bæjarstjóri meðal annars í ávarpi sínu. Við vígsluathöfnin var einnig undirritaður samstarfssamningur við Janus Guðlaugsson, doktor, um fjölþætta heilsueflingu eldri borgara í Grindavík.
Fannar bæjarstjóri og Janus skrifuðu undir samning um heilsueflingu í Grindavík.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, afhenti formanni UMFG áritaðan skjöld frá UMFÍ. Hún sagði starf UMFG í blóma og ný aðstaða myndi auðvelda starfið. VF-myndir/pket.
Í minni sal verður góð aðstaða fyrir aðrar greinar.
Einnig er fjallað um nýja íþróttahúsið í Suðurnesjamagasíni fimmtudagskvöld kl. 20:30 á vf.is og á Hringbraut
fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg.
23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Keflavík stendur í ölduróti – stefnan sett upp í efstu deild en einnig skuli hlúð að yngri flokkum
„Keflavík stendur í ölduróti. Verkefnið er skýrt. Keflavík ætlar að koma sínum meistarflokkum aftur í röð hinna bestu um leið og hlúð er að yngri kynslóðinni hvar reynt er að finna jafnvægi á milli afreksíþrótta og félagsstarfs. Þeir sem starfa fyrir íþróttafélögin gera það ekki síst fyrir tilstilli jákvæðrar upplifunar af íþróttastarfi í æsku og því er mikilvægt að hugsa vel um alla iðkendur,“ sagði Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, á aðalfundi deildarinnar í síðustu viku. Sigurður fór yfir skýrslu stjórnar á Ný stjórn var kjörin á fundinum. óhefðbundinn hátt og lýsti vel þeim Sigurður Garðarsson var endurkjörinn jákvæðu áhrifum sem íþróttastarf hefur formaður. á bæjarfélög og góð lýðheilsuleg áhrif. Aðrir í stjórn og varastjórn eru: Hjá Keflavík eru rúmlega 600 iðkendur Gunnar Oddsson, Þorleifur Björnsí knattspyrnu í öllum flokkum sem son, Karl Finnbogason, Hermann sýnir samfélagslegt mikilvægi knatt- Helgason, Björgvín Ívar Baldursson, spyrnudeildar Keflavíkur. Formaður- Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margeir inn þakkaði þeim mikla fjölda öflugra Vilhjálmsson og Ólafur Bjarnason. Auk sjálfboðaliða sem starfa fyrir félagið, þeirra voru kjörnir nýir inn í varaiðkendum, styrktaraðilum og ekki síst stjórn þeir Guðlaugur Gunnólfsson og stuðningsmönnum sem styðja við bakið Magnús Þórisson. Stefán Guðjónsson á deildinni fyrir sitt framlag í gegnum gengur úr stjórn að eigin ósk og eru tíðina. honum færðar bestu þakkir fyrir sitt Á aðalfundinum kom fram að fjár- starf í gegnum árin. hagurinn er í sæmilegu jafnvægi, félagið skuldar eingöngu aðalstjórn og afkoma félagsins á síðasta ári var neikvæð um rétt rúmar fimm milljónir sem forráðamenn þess töldu viðunandi árangur eftir fall úr efstu deild. Fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir því að reksturinn verði áfram í ágætu jafnvægi. „En betur má ef duga skal og deildin, nú sem endranær, reiðir sig á stuðning sinna bakhjarla, hvort sem er styrktaraðila eða sveitarfélagsins, til þess að hægt sé að halda út þessu öfluga starfi áfram. Til að ná árangri þarf að fjárfesta bæði í nútíð og framtíð Sigurður Garðarsson var og öflugir bakhjarlar geta gert gæfuendurkjörinn formaður. muninn,“ sagði formaðurinn.
Starf skólastjóra Heiðarskóla laust til umsóknar Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Heiðarskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Heiðarskóli er heildstæður 400 barna grunnskóli og eru einkunnarorð skólastarfsins háttvísi, hugvit og heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og að kenna nemendum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun og fjölbreytta kennsluhætti. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.
Helstu verkefni • • • • •
Veita skólanum faglega forystu. Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, nýrrar stefnu sveitarfélagsins til 2030, Í krafti fjölbreytileikans og menntastefnu Reykjanesbæjar. Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur • • • • • •
Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg t.d. á sviði stjórnunar. Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
ALÞJÓÐLEGI PIZZUDAGURINN
Gleðilegan PIZZUDAG 3. til 9. febrúar 12% afsl. af öllum N.Y sneiðum og 17” heilum pizzum af matseðli!
5141414 * eða öðru gosi frá Ölgerðinni
FITJUM
REYKJANESBÆ
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Þorrablótin hérna fyrir sunnan eru nú óðum að klárast. Þessi stærri blót eru a.m.k. búin en einhver minni eru þó eftir. Það er með ólíkindum hversu vinsæl þorrablótin eru orðin og gróflega áætlað þá sóttu um 2600 manns þessi fjöfur stóru blót á Suðurnesjum hjá Keflavík, Víði, Grindavík og Njarðvík. Komust reyndar færri að en vildu enda uppselt á öll blótin og t.d. hjá Njarðvík hefði verið hægt að selja tvöfalt fleiri miða en smæð Ljónagryfjunnar hamlaði því. Það mun vonandi lagast 2022 þegar UMFN fær nýtt íþróttahús. Stemmningin var allsstaðar afar góð og annálar voru flugbeittir, skemmtilegir og frábærlega vel unnir. Vonandi urðu engir sárir en ég veit um nokkra sem voru fúlir yfir því að vera ekki teknir fyrir. Það var alveg ljóst í ár að fólk var
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Póstur: vf@vf.is
LOKAORÐ
Vel heppnuð þorrablót
Sími: 421 0000
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
tilbúið að sletta ærlega úr klaufunum eftir erfiðan og vindasaman fyrripart vetrar og gerðu menn vel við sig í mat og drykk. Sumir kannski of vel í drykk en ef ekki á blóti hvenær þá? Það sem stendur þó upp úr er hittingur fólksins en sumir hittast einu sinni á ári og þá á þessum viðburðum. Ótrúleg stemmning enda er það staðreynd að hvergi skemmta menn sér betur en hérna fyrir sunnan. Svona stór blót krefjast mikillar vinnu þar sem fjöldinn allur af sjálfboðaliðum íþróttafélaganna leggja hendur á plóginn og á mikið hrós skilið. Ákveðin deyfð var komin í þessa skemmtilegu hefð en á árunum eftir hrun þá hafa þau (blótin) tekið all hressilega við sér hérna á Suðurnesjum sem er Garðmönnum að þakka en þeir riðu á vaðið með fyrsta stóra blótinu árið 2010 en þá mættu 700 manns í íþróttahúsið í Garðinum. Algjörir snillingar í Garðinum. Vil aftur hrósa öllu því fólki sem kom að þessum blótum á einn eða annan hátt, takk kærlega fyrir. Þetta bætir, hressir og kætir svo sannarlega í skammdeginu og fólk getur ekki beðið eftir þorrablótunum 2021.
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Mundi Menningarhús Grindavíkur heitir Kvikan. Hvaða kaldhæðni er það?
Langa sem stendur undir nafni Nú er vertíðarstemmning á Suðurnesjum og þegar gefur til veiða koma bátarnir að landi með stóran og fallegan fisk. Þessi tröllvaxna langa kom á línuna hjá strákunum á Sævík GK, sem landar og leggur upp hjá Vísi hf. í Grindavík.