Víkurfréttir 7. tbl. 40. árg.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Grófin 19, Keflavík

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

VARAHLUTIR

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu

Í FLESTA BÍLA Á LAGER FRÁ

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8–18 fimmtudagur 14. febrúar 2019 // 7. tbl. // 40. árg.

Gert klárt fyrir ófrjósemisaðgerð Dýralæknastofa Suðurnesja í Reykjanesbæ er heilsugæsla dýranna á Suðurnesjum. Þangað mætir Suðurnesjafólk með dýrin sín stór og smá í eftirlit með heilsufari eða í aðgerðir. Hér er verið að undirbúa læðu fyrir ófrjósemisaðgerð en sjónvarpsmenn Víkurfrétta heimsóttu dýralæknastofuna á dögunum. Fjallað er um heimsóknina í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30 og einnig hér í blaði vikunnar.

BÆJARSTJÓRI SKAMMAR ALÞINGISMENN „Getur verið að stjórnarþingmenn kjördæmisins viti uppá sig skömmina og vilji ekki þurfa að svara fyrir dapra frammistöðu?“ spyr Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lögreglan, Fjölbrautaskólinn og fleiri stofnanir sitja ekki við sama borð og systurstofnanir þeirra annars staðar á landinu þegar t.d. mælikvarðinn „fjárveiting pr. íbúa“ er settur á myndina. Á meðan eru sveitarfélögin á fullu við að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera sitt besta í að mæta þessari fjölgun með fleiri skólum, leikskólum og starfsfólki,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í pistli á Facebook í upphafi vikunnar. Þar skammar hann þingmenn og ráðherra vegna mikils ósamræmis í fjárveitingum ríkisins til stofnanna sinna eftir landsvæðum. Kjartan segir að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi byggt málflutning sinn á úttekt sem gerð var af sérfræðingum. Þrátt fyrir að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi tekið kynningunni vel hafi ekkert gerst til að laga þennan ójöfnuð. Bæjarstjórinn segir að í framhaldi af fréttum um að Reykjanesbær væri orðinn fjórða stærsta sveitarfélag landsins hafi hann skrifað öllum þingmönnum kjördæmisins tölvupóst í síðustu viku og sagt þeim frá viðtölum sínum við fjölmiðla vegna íbúafjölgunarinnar. Þar greindi Kjartan Már einnig frá því að fjárveitingar til Suðurnesja héldu engan veginn í þeirri miklu íbúafjölgun sem verið hefði. „Er skemmst frá því að segja að að-

eins einn stjórnarþingmaður og tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar svöruðu póstinum. Það finnst mér skrítið þegar póstur berst frá bæjaryfirvöldum langstærsta sveitarfélags kjördæmisins,“ segir Kjartan Már og kvartar síðan yfir því að enginn stjórnarþingmaður hafi bókað fund með bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ í kjördæmaviku sem nú stendur yfir. „Getur verið að stjórnarþingmenn kjördæmisins viti uppá sig skömmina og vilji ekki þurfa að svara fyrir dapra frammistöðu? Ef þið hittið þá, þá endilega spyrjið þá út í þessi mál.“

Bræðslunni lokað Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Verksmiðjan hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Móttöku hráefnis verður hætt að lokinni loðnuvertíð, en reyndar er fullkomin óvissa um hvort af þeirri vertíð verði. Áformin um lokun verksmiðjunnar voru kynnt starfsfólki í síðustu viku og voru þau einnig kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Lokun verksmiðjunnar hefur í för með sér uppsögn sex starfsmanna en að auki hefur hún

VF-mynd: Páll Ketilsson

Tíu milljarðar í útsvarstekjur Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa hækkað um 56% síðan 2014

Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og voru 9,9 milljarðar á síðasta ári en það var 18% aukning frá árinu á undan. Reykjanesbær er með fjórðu hæstu útsvarstekjur sveitarfélaga á landinu. Reykjavík er með mest 72 milljarða, Kópavogur í 2. sæti með 21 milljarð og í 3. sæti er Hafnarfjörður með 16,3. Garðabær er í 5. sæti og Akureyri í því sjötta en Reykjanesbær skaust upp fyrir norðanmenn í íbúafjölda nýlega. Árið 2010 bjuggu um 14 þúsund

manns í Reykjanesbæ en 17.600 á Akureyri. Árið 2014 samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar aðlögunaráætlun sem miðaði að því að ná skuldum niður fyrir 150% af reglubundnum tekjum sveitarfélagsins fyrir árslok 2022. Nú

Febrúartilboð - Fljótlegt og gott 37%

áhrif á ýmis verktaka- og þjónustufyrirtæki. Síldarvinnslan vonast til að önnur uppbygging á Suðurnesjum komi í veg fyrir að lokun verksmiðjunnar hafi þar alvarleg áhrif.

er það líklega að nást á næsta ári, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Árið 2014 voru útvarstekjur Reykjanesbæjar 6,3 milljarðar, árið 2016 námu þær 8,5 milljörðum, 9,9 árið 2018 og ljóst að þær fara yfir 10 milljarða á þessu ári. Þær hafa því hækkað jafnt og þétt samfara íbúafjölgun eða samtals um 56% á fjórum árum.

38%

25%

198

1.190

áður 319 kr

áður 1.889 kr

kr/stk

Pringles Ýmsar tegundir

kr/pk

Kalkúnabollur 500g

Opnum snemma lokum seint

359 kr/pk

áður 479 kr

Coop Pizza m/pepperoni eða skinku og osti

Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.