Víkurfréttir 7. tbl. 41. árg.

Page 1

Blaðauki um fermingar með Víkurfréttum 27. febrúar Blaðauki um fermingar á Suðurnesjum mun fylgja Víkurfréttum fimmtudaginn 27. febrúar nk. Fjallað verður um fermingarundirbúning og ýmislegt tengt fermingum fyrr og nú. Auglýsingadeild Víkurfrétta er í síma 421 0001 og einnig má senda póst á andrea@vf.is til að auglýsa í blaðinu. Ábendingar um efnistök má senda á vf@vf.is.

Frábær tilboð í febrúar! 45%

98 kr/stk

áður 179 kr

Cloetta Kex 60 gr - Súkkulaði

Opnum snemma lokum seint

2

fyrir

1

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Hámark próteindrykkur 250 ml - Kókos & súkkulaði

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.

Vogamenn skoða varaaflstöð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við uppsetningu færanlegrar varaaflsstöðvar í sveitarfélaginu, ásamt því að koma upp

viðeigandi tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla sem er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum. Bæjarráð ítrekaði jafnframt á síðasta fundi sínum bókun bæjarstjórnar

um mikilvægi þess að unnin verði rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við almannavarnarnefnd.

Varðskipið leggst að Miðgarði Grindavíkurhafnar þar sem tengingum fyrir rafmagn verður komið fyrir í vikunni. Þór getur framleitt tvö megavött af rafmagni sem dugar fyrir um 50% af orkuþörf Grindavíkur.

Þór mátaði Grindavíkurhöfn Varðskipið Þór kom til hafnar í Grindavík á ellefta tímanum á mánudagsmorgun. Heimsókn varðskips til Grindavíkur markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem varðskip kemur til hafnar í Grindavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að máta skipið við hafnarmannvirkin í Grindavík. Þar hefur Þór verið úthlutað pláss við Miðgarð. Þar eru HS Veitur jafnframt að koma fyrir búnaði þannig að mögulegt sé að nota varðskipið til að framleiða rafmagn fyrir Grindavík verði bærinn án rafmagns til lengri tíma, t.d. vegna náttúruhamfara. Eins og kunnugt er af fréttum er óvissustig í gildi fyrir Grindavík og nágrenni vegna landriss vestan við Þorbjörn. Landrisið er talið vera vegna kvikuinnskots á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, var ánægður

að fá varðskipið í höfn. Það lagðist að Miðgarði en hann hefur nýlega verið tekin í gagnið að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir. Athafnasvæðið við þá bryggju er meira og þá hefur höfnin verið dýpkuð við Miðgarðinn. Vel gekk að koma skipinu til hafnar og snúa því í höfninni en Þór var bakkað að Miðgarði þar sem hann var fram á kvöld, þá yfirgaf skipið Grindavík og hélt til Reykjavíkur. Þór hefur verið í fjölmörgum verkefnum síðustu vikur og er úthaldið á skipinu orðið 60 sólarhringar en skipt er um áhafnir á þriggja vikna fresti.

Yfir 1.600 skjálftar staðsettir við Grindavík Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík undanfarna daga. Enn mælast þó smáskjálftar á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með virkni á svæðinu. Frá 21. janúar hafa yfir 1.600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og eru þeir flestir staðsettir í suðvestur-/ norðausturstefnu um tvo km norðaustur af Grindavík.

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, ræða við Pál Geirdal, skipherra á Þór, í Grindavík á mánudagsmorgun.

511 5008

Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum en enn má sjá merki um áframhaldandi landris. Í heildina hefur land risið yfir fimm sentimetra frá 20. janúar. Með landrisi má áfram búast við jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring á þessari virkni er kvikuinnskot á þriggja til fimm kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota.

Spáð í spýtukarla

Skemmtileg útskurðarlistaverk frá Safnasafninu eru nú til sýnis í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Þrjár nýjar listsýningar voru opnaðar þar á föstudaginn. Hér má sjá þá Konráð Lúðvíksson, lækni, og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, spá í spýtukarla á sýningunni. Fleiri myndir frá viðburðinum á vf.is.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.