Blaðauki um fermingar með Víkurfréttum 27. febrúar Blaðauki um fermingar á Suðurnesjum mun fylgja Víkurfréttum fimmtudaginn 27. febrúar nk. Fjallað verður um fermingarundirbúning og ýmislegt tengt fermingum fyrr og nú. Auglýsingadeild Víkurfrétta er í síma 421 0001 og einnig má senda póst á andrea@vf.is til að auglýsa í blaðinu. Ábendingar um efnistök má senda á vf@vf.is.
Frábær tilboð í febrúar! 45%
98 kr/stk
áður 179 kr
Cloetta Kex 60 gr - Súkkulaði
Opnum snemma lokum seint
2
fyrir
1
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
Hámark próteindrykkur 250 ml - Kókos & súkkulaði
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
Vogamenn skoða varaaflstöð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við uppsetningu færanlegrar varaaflsstöðvar í sveitarfélaginu, ásamt því að koma upp
viðeigandi tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla sem er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum. Bæjarráð ítrekaði jafnframt á síðasta fundi sínum bókun bæjarstjórnar
um mikilvægi þess að unnin verði rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við almannavarnarnefnd.
Varðskipið leggst að Miðgarði Grindavíkurhafnar þar sem tengingum fyrir rafmagn verður komið fyrir í vikunni. Þór getur framleitt tvö megavött af rafmagni sem dugar fyrir um 50% af orkuþörf Grindavíkur.
Þór mátaði Grindavíkurhöfn Varðskipið Þór kom til hafnar í Grindavík á ellefta tímanum á mánudagsmorgun. Heimsókn varðskips til Grindavíkur markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem varðskip kemur til hafnar í Grindavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að máta skipið við hafnarmannvirkin í Grindavík. Þar hefur Þór verið úthlutað pláss við Miðgarð. Þar eru HS Veitur jafnframt að koma fyrir búnaði þannig að mögulegt sé að nota varðskipið til að framleiða rafmagn fyrir Grindavík verði bærinn án rafmagns til lengri tíma, t.d. vegna náttúruhamfara. Eins og kunnugt er af fréttum er óvissustig í gildi fyrir Grindavík og nágrenni vegna landriss vestan við Þorbjörn. Landrisið er talið vera vegna kvikuinnskots á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, var ánægður
að fá varðskipið í höfn. Það lagðist að Miðgarði en hann hefur nýlega verið tekin í gagnið að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir. Athafnasvæðið við þá bryggju er meira og þá hefur höfnin verið dýpkuð við Miðgarðinn. Vel gekk að koma skipinu til hafnar og snúa því í höfninni en Þór var bakkað að Miðgarði þar sem hann var fram á kvöld, þá yfirgaf skipið Grindavík og hélt til Reykjavíkur. Þór hefur verið í fjölmörgum verkefnum síðustu vikur og er úthaldið á skipinu orðið 60 sólarhringar en skipt er um áhafnir á þriggja vikna fresti.
Yfir 1.600 skjálftar staðsettir við Grindavík Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík undanfarna daga. Enn mælast þó smáskjálftar á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með virkni á svæðinu. Frá 21. janúar hafa yfir 1.600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og eru þeir flestir staðsettir í suðvestur-/ norðausturstefnu um tvo km norðaustur af Grindavík.
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, ræða við Pál Geirdal, skipherra á Þór, í Grindavík á mánudagsmorgun.
511 5008
Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum en enn má sjá merki um áframhaldandi landris. Í heildina hefur land risið yfir fimm sentimetra frá 20. janúar. Með landrisi má áfram búast við jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring á þessari virkni er kvikuinnskot á þriggja til fimm kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota.
Spáð í spýtukarla
Skemmtileg útskurðarlistaverk frá Safnasafninu eru nú til sýnis í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Þrjár nýjar listsýningar voru opnaðar þar á föstudaginn. Hér má sjá þá Konráð Lúðvíksson, lækni, og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, spá í spýtukarla á sýningunni. Fleiri myndir frá viðburðinum á vf.is.
UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Pálmi Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Kadeco Stjórn Kadeco hefur ráðið Pálma Frey Randversson sem framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Pálmi hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri og verkefnastjóri hjá Isavia við mótun og utanumhald þróunar- og uppbyggingaráætlana Keflavíkurflugvallar. Þá hefur hann jafnframt stýrt hönnunarsamkeppni og forvali vegna þróunaráætlunar, tekið þátt í vinnu við deiliskipulag og aðalskipulag flugvallarins. Pálmi lauk M.Sc. prófi í Urban Design, borgarhönnun, frá Háskólanum í Álaborg árið 2009 og B.Sc. prófi í sama fagi frá sama háskóla 2003. Hann hefur setið fjölda ráðstefna og námskeiða varðandi þróun flugvallaborga. Pálmi starfaði áður sem verkefnaog teymisstjóri og borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar stýrði hann fjölmörgum verkefnum tengdum umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. „Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem stjórn Kadeco sýnir mér og hlakka til að takast á við þá áskorun að þróa það mikla land sem umlykur Keflavíkurflugvöll á grundvelli samkomulags ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia. Flugvallarsvæðið hefur gríðarlega vaxtamöguleika enda um framtíðarsvæði landsins að ræða,“ segir Pálmi Freyr. Ný stjórn Kadeco var kosin á hluthafafundi þann 13. janúar. Stjórnarmenn eru nú fimm talsins eftir að undirritað var samkomulag milli ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia um þróun og landnýtingu á því landi
Hinrik Reynisson útibússtjóri, Kristín Gyða Njálsdóttir, ráðgjafi, Sigurbjörn Gústavsson, ráðgjafi, og Ingibjörg Óskarsdóttir, sölu- og þjónustustjóri. VF-mynd: Hilmar Bragi
Pálmi Freyr Randversson er nýr framkvæmdastjóri Kadeco. sem umlykur Keflavíkuflugvöll. Stjórn Kadceo er þannig skipuð: Ísak Ernir Kristinsson, formaður, Steinunn Sigvaldadóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Reynir Sævarsson og Elín Árnadóttir. „Með ráðningu Pálma í starf framkvæmdastjóra fær Kadeco reynslumikinn aðila á sviði þróunarog skipulagsmála. Við treystu Pálma fullkomlega til þess að takast á við þau krefjandi en jafnframt áhugaverðu verkefni sem framundan eru og leiða félagið inn í nýja og spennandi tíma,“ segir í tilkynningu frá stjórn Kadeco. Alls bárust 67 umsóknir um starfið og fékk stjórn Kadeco Capacent til þess að annast ráðningaferlið.
Nýr útibússtjóri og flutningar hjá Sjóvá Reykjanesbæ Hinrik Reynisson hefur verið ráðinn útibússtjóri hjá Sjóvá í Reykjanesbæ og hefur hann störf þann 11. febrúar. Hinrik hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2013, síðustu ár sem verkefnastjóri hjá einstaklingsráðgjöf. Hann býr því yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á sviði trygginga og þjónustu þeim tengdum. Hinrik hefur lokið BSc gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík. Hinrik er í sambúð með Heiði Heimisdóttur og eiga þau tvær ungar dætur. Þann 10. febrúar flutti útibú Sjóvá í Reykjanesbæ frá Krossmóa yfir á Hafnargötu 36, þar sem það var áður til húsa. Húsnæðið á Hafnargötu hefur verið tekið í gegn og eftir breytingarnar hentar það afar vel fyrir starfsemi útibúsins sem fer stöðugt vaxandi. Í útibúinu starfa ásamt Hinriki þau Ingibjörg Óskarsdóttir, sölu- og þjónustustjóri,
Kristín Gyða Njálsdóttir, ráðgjafi, og Sigurbjörn Gústavsson, ráðgjafi.
Nýr útibússtjóri fullur tilhlökkunar
„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni í útibúinu í Reykjanesbæ og fá að kynnast núverandi og framtíðar viðskiptavinum Sjóvá á Suðurnesjum. Í útibúinu okkar starfar frábært fólk sem ég hef verið í miklum samskiptum við í fyrri störfum mínum og hlakka ég mikið til frekara samstarfs með þeim. Hjá Sjóvá starfar mjög samhentur og
góður hópur sem leggur sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu og gera sífellt betur, bæði í Reykjanesbæ og um land allt. Við erum því afar stolt af því að hafa verið efst í Ánægjuvoginni í þrjú ár í röð. Það eru líka þessi daglegu samskipti við viðskiptavinina sem gera starfið skemmtilegt, að geta bæði veitt þeim hugarróna sem fylgir því að vera tryggður fyrir áföllum og eins verið til staðar fyrir þá ef tjón verður,“ segir Hinrik Reynisson, útibússtjóri. Fimmtudaginn 13. febrúar eru viðskiptavinir boðnir sérstaklega velkomnir í útibúið við Hafnargötu 36 að þiggja veitingar og glaðning á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 til 16:00.
SPURNING VIKUNNAR
Ætlarðu að fara í búning á öskudag?
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Arinbjörn Þórhallsson:
„Nei, en börnin mín gera það. Dóttir mín er algjör snillingur í að búa til búninga.“
Erla Björk Sigurðardóttir:
„Gvuð nei! Börnin mín fóru í búning þegar þau voru lítil en þegar ég var lítil þá var ekki farið í búninga á öskudag, heldur saumaði ég litla öskupoka og fór um bæinn og hengdi þá á fólk.“
Friðjón Einarsson:
„Nei, en ég fer í hjólagallann.“
Jenný Lárusdóttir:
„Ég fer ekki í búning. Það var ekki siður þegar ég var lítil að fara í búning á öskudag heldur stóðum við fyrir utan búðirnar og biðum eftir fólki sem við læddumst á eftir til að hengja litlu öskupokana á.“
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
lindex.is
20%
*Gildir út 18. febrúar 2020.
afsláttur af brjóstahöldurum
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
Húsfyllir í háhýsi Húsagerðarinnar – Dýrustu íbúðir Suðurnesja flugu út. „Átti ekki von á þessum viðbrögðum,“ segir Áskell Agnarsson, byggingaverktaki. „Jú, ég get sagt að það hafi verið húsfyllir í háhýsi. Ég veit ekki nákvæmlega margir komu en það voru mjög margir, mörg hundruð manns. Ég átti alls ekki von á þessu og viðbrögðin voru mjög góð. Það fannst mér ánægjulegt því ég skal ekki neita því að ég var með smá kvíðboga enda verkefnið stórt,“ segir Áskell Agnarsson, eigandi Húsagerðarinnar en fyrirtækið var með sölusýningu í nýju háhýsi þess við Víkurbraut 17 í Keflavík síðasta laugardag. Búið er að ganga frá kaupum á eða festa meira tólf íbúðir af átján í húsinu.
Áskell Agnarsson inni í einni af íbúðunum á Víkurbraut 17.
Stafrænt forskot Vill þitt fyrirtæki auka sýnileika á samfélagsmiðlum og efla færni í markaðsetningu á netinu? Skráðu þig á vinnustofu á
Þúsund manns? Einn af nokkrum fasteignasölum sem var á sýningunni sagðist aldrei hafa séð jafn marga mæta á „opið hús“. Þetta hafa örugglega verið þúsund manns,“ sagði hann. Húsagerðin sýndi fullkláraðar íbúðir sem það hefur hafið sölu á. Hér er um að ræða dýrasta fermetraverð sem kynnt hefur verið á Suðurnesjum en íbúðirnar eru afhentar fullkláraðar og eru mjög vandaðar. Um er að ræða alls átján íbúðir á sex hæðum en á efstu hæðinni eru tvær þakíbúðir. Íbúðirnar eru með veglegum innréttingum og
framkvæmdir voru að hefjast við fyrra háhýsið hafði slökkviliðið áhyggjur af því að eiga ekki tæki sem kæmust svona hátt.
Margar kreppur
Áskell hefur því marga fjöruna sopið á tæpum 50 árum og hann segist hafa upplifað nokkrar kreppur. „Við eigendurnir voru oft launalausir fyrstu árin þannig að eiginkonurnar þurftu oft að sjá fyrir okkur. Það fóru allir peningar í fjárfestingar, við keyptum byggingakrana, steypumót og fleira,“ segir hinn 72 ára gamli byggingaverktaki og hlær og bætir við að oft hafi salan á íbúðum gengið vel. „Fasteignasalarnir Hilmar Pétursson og Bjarni Halldórsson seldu allt sem við byggðum og stundum gátum við ekki selt hraðar en Bjarni gat vélritað samningana, allir gerðir með kalkipappír. Þá voru íbúðirnar oftast afhentar tilbúnar undir tréverk. Unga fólkið fékk þá vini og vandamenn til að hjálpa sér við ýmislegt til að klára. Þetta eru aldeilis breyttir tímar. Nú er þetta allt fullklárað og fólk getur flutt inn. Þá voru kröfurnar hjá bönkunum heldur ekki eins miklar eins og nú er með greiðslumatið.“
forskot.nmi.is Á vinnustofunum geta fyrirtæki: • mótað sér stafræna stefnu • skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum • tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla Vinnustofurnar verða haldnar dagana 25. febrúar, 10. mars og 18. mars. Verkefnið er styrkt af Byggðaáætlun. Það kostar 30.000 kr. fyrir fyrirtæki að taka þátt. Þau fyrirtæki sem taka þátt geta sótt um allt að 600.000 kr. styrk til að efla sig enn frekar!
Fasteignasalarnir Jón Gunnarsson og Guðlaugur Helgi Guðlaugsson voru meðal fjölmargra á sýningunni.
gólfefnum ásamt heimilistækjum. Agnar fékk Keflvíkinginn Jón Stefán Einarsson, arkitekt hjá JeES, til að hafa yfirumsjón með innanhússarkitektúr íbúðanna. „Þetta er án efa vönduðustu íbúðir sem við höfum byggt,“ segir Áskell en fyrirtækið vantar tvö ár í hálfrar aldar afmælið. Um er að ræða þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 108, 112 og 132 fermetra að stærð. Við hlið nýja hússins, við Víkurbraut 15, er „systurhús“ sem Húsagerðin byggði fyrir rúmum áratug síðan. Að sögn Áskels eru íbúarnir þar mjög ánægðir og hefur verið lítil hreyfing á þeim.
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Mest 52 íbúðir Áskell stofnaði fyrirtækið árið 1972 ásamt fleirum en er einn eigandi þess í dag. Þegar mest var byggði Húsagerðin 52 íbúðir á ári en það var á tíu ára afmælisári fyrirtækisins, 1982. Hann segir að þeir hafi fengið þessar lóðir við Keflavíkurhöfn fyrir löngu síðan og fyrstu hugmyndirnar hafi verið að byggja þjónustuhús fyrir útgerðina ásamt verslunarrýmum. „Ári eftir að við fengum þær teikningar hætti útgerð nánast í Keflavík. Sem betur fer vorum við ekki byrjaðir á þessum hugmyndum. Við fengum síðan arkitekt sem vann talsvert fyrir Hitaveitu Suðurnesja, Ormar Þór, til að teikna fyrir okkur og þessi hús eru gerð eftir hans teikningum,“ segir Áskell en þegar
Aðrar kröfur í dag Húsagerðin hefur á tæpri hálfri öld í byggingageiranum verið einn öflugasti aðilinn á Suðurnesjum á sínu sviði. Áskell segist aðspurður að hann sé mjög stoltur af þessum íbúðum sem nú er verið að klára en margt á ferlinum hafi verið skemmtilegt sem hann sé ánægður með. Þar nefnir hann til dæmis fiskimjölsverksmiðjuhús í Helguvík sem var byggt á mettíma en einnig safnaðarheimili Keflavíkurkirkju sem er glæsileg bygging auk fjölda annarra húsa. Við spyrjum hann í lokin út í breytingar á kröfum kaupenda sem hann segir að hafi breyst mikið. Í háhýsinu við Víkurbraut eru t.d. gluggar með þreföldu gleri en hljóðvist er meðal atriða sem nú er meira hugsað út í en áður. Við hverja íbúð eru líka svalir með opnanlegu gleri, upphituðu gólfi og hitara í lofti sem gerir nýtingarmöguleika miklu meiri en svalirnar eru ekki inni í fermetrafjölda íbúðanna. „Það er ekki leiðinlegt að sitja úti á svölum með góðan kaffibolla og horfa út á sjóinn og höfnina. Það er mjög gaman til dæmis þegar makríllinn kemur, þá er líf og fjör. En það er rétt að kröfurnar eru allt aðrar í dag en verðið er líka miklu hærra út af því. Ég væri alveg til í að byggja ódýrari íbúðir sem væru ekki með öllum þessum lúxus,“ sagði Áskell að lokum.
SAMFÉLAGSSTYRKIR KJÖRBÚÐARINNAR Við styðjum samfélagið en þú getur hjálpað okkur að velja málefnið! Eitt af viðfangsefnum Kjörbúðarinnar er að veita styrki á landsvísu til samfélagsverkefna. Megináhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum Kjörbúðarinnar og snýr að eftirfarandi flokkum: Heilbrigður lífsstíll Æskulýðs- og forvarnarstarf Umhverfismál Mennta-, menningar- og góðgerðarmál
Farðu inn á www.kjorbudin.is og fylltu út umsókn fyrir 28. febrúar 2020. Lýsa þarf vandlega þeim verkefnum eða málefnum sem sótt er um styrk fyrir og markmiðum þeirra. Atkvæðakassa verður komið fyrir í 17 Kjörbúðum í kringum landið og viðskiptavinir velja hvaða félagasamtök hljóta styrkveitingar árið 2020. Tilkynnt verður hver fær flestu atkvæðin og verða styrkirnir afhentir í Kjörbúðum í apríl.
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Mikil stækkun á undanförnum árum Skúli Þ. Skúlason hættir sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins KSK eigna ehf. og mun einbeita sér að yfirstjórn Kaupfélags Suðurnesja og dótturfélaga. Kaupfélag Suðurnesja hefur verið kjölfesta í atvinnurekstri á Suðurnesjum í 75 ár. Í dag er félagið meirihlutaeigandi í Samkaupum hf. og rekur fasteignafélagið KSK eignir. Formaður félagsins er Skúli Þorbergur Skúlason sem hóf störf hjá félaginu 1985. Þær breytingar verða nú hjá félaginu að Skúli mun nú einbeita sér að yfirstjórn samsteypunnar og draga sig til baka sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins. „Já mikið rétt, ég mun einbeita mér að kaupfélaginu, sem verður 75 ára þann 18. ágúst næstkomandi. Því fylgir jafnframt stjórnarformennska í Samkaupum hf. og KSK eignum ehf., sem eru í 100 % eigu kaupfélagsins. Við höfum ráðið Brynjar Steinarsson til KSK eigna ehf. Hann er reynslubolti innan úr félaginu og þekkir vel til allra hluta.
Áhugaverð tækifæri skoðuð
Hyggur félagið á frekari landvinninga utan Suðurnesja? Kaupfélagið tók þá ákvörðun 2012 að stækka félagssvæðið sitt. Þannig eru Reykjavík og nágrannasveitarfélög hluti okkar félagssvæðis. Þar með var settur tónninn fyrir sókn á þennan stóra
markað. Stóra skrefið var svo líklega í árslok 2018 þegar við keyptum tíu verslanir undir merkjum Iceland og 10/11. Um það bil 40% af veltu félagsins kemur orðið af höfuðborgarsvæðinu. Vissulega munum við halda áfram að skoða áhugaverð tækifæri til vaxtar en við erum samt þannig gerð að hafa varfærni ætíð að leiðarljósi, enda ætlum við að endast í þessum bransa. Samkaup hefur stækkað mikið á síðastliðnum árum. Innri vöxtur í veltu var 20% í kjölfar endurhönnunar búðargerðanna sem var innleidd á árunum 2016 til 2018 og síðan um 25% við kaupin á verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf því tíma og skarpa einbeitingu til að ná utan um þetta.
lagsins komi nú af Suðurnesjum. Þessu fylgja af sjálfsögðu áskoranir en líka kostir sem við hér á svæðinu njótum á margan hátt.
Samkaup er stærsta fyrirtæki á Suðurnesjum hvað varðar veltu og starfsmannafjölda. Er það stefnan að vera með höfuðstöðvarnar á heimaslóðum? Svarið er já. Félagið starfar í dag á landsvísu, rekur 60 verslanir og er með um 1.300 manns í vinnu. KSK er meirihlutaeigandi í Samkaupum og hefur lagt ríka áherslu á að höfuðstöðvar félagsins verði hér suðurfrá þar sem ræturnar eru, þó að um 13% af veltu fé-
Hreyfiafl framfara
Er von á breytingum varðandi félagsmannakerfi KSK? Í dag eru sjö þúsund félagslegir eigendur í KSK svf. og hefur fjölgunin verið jöfn og þétt á hverju ári. Eitt af meginmarkmiðum okkar er að auka ávinning í formi betri kjara í daglegum viðskiptum félagsmanna. Það höfum við gert með beinum afsláttum og reglubundnum tilboðum. Með aukinni tækni erum við að leita leiða til að innleiða lausnir sem auka frekar persónulegan ávinning félagsaðildarinnar. Hvað með samfélagslegu ábyrgðina? KSK hefur alla tíð hugsað um hana. Það fer illa saman að vera samvinnufélag í grunninn og huga ekki að samfélagslegri ábyrgð. Við hjá KSK munum áfram leggja áherslu á að reyna að vera hreyfiafl framfara hér suðurfrá og sýna ábyrgð í meðferð þeirra fjármuna sem félagið hefur yfir að ráða. Við munum janframt leggja meiri þunga á sjálfbærni og lýðheilsu.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Öflug ný kynslóð stjórnenda
Skúli segir að hjá Samkaupum sé mjög margt í gangi. Félagið hafi lagt ríka áherslu á að efla starfsfólk sitt og innleitt verkefni sem heitir „Mannauður og menning“ sem miðar að því að valdefla starfsmenn og laða fram þjónustugenin og bestu eiginleika fólksins. „Samkaup hefur fengið jafnlaunavottun og þá fékk félagið menntasprota atvinnulífsins 2020, vegna fræðslu til starfsmanna. Samkaup styrkir menningu, góðgerðarmál og íþróttir um allt land. Síðan og ekki síst eru ýmis verkefni í gangi í búðunum sem snúa m.a. að minni sóun, minni plastnotkun og betri nýtingu orkugjafa svo dæmi sé tekið. „Ég hef geysilega trú á þeirri kynslóð stjórnenda sem leiðir félagið okkar um þessi misserin. Metnaðurinn er mikill og ósérhlífnin ótrúleg“, segir Skúli Skúlason, formaður stjórnar KSK.
Samkaup til fyrirmyndar og að stjórnendur fyrirtækisins hafi tekið markvissa ákvörðun um nýtt upphaf í fræðslu- og þekkingarmálum innan fyrirtækisins.
Brynjar nýr framkvæmdastjóri KSK eigna ehf. Brynjar Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignafélagsins KSK eigna ehf. og mun hann taka við starfinu í apríl af Skúla Þ. Skúlasyni sem gegnt hefur starfinu samhliða stjórnun samsteypu KSK. Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi. Brynjar var aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa hf. og rak eigið ráðgjafarfyrirtæki um tíma. Brynjar hefur verið framkvæmdastjóri fjármálsviðs Samkaupa frá 2010. KSK eignir ehf. eiga og reka um 30 fasteignir um allt land með um 30 þús. fermetra í útleigu.
Gunnar Egill Sigurðsson og Gunnur Líf frá Samkaupum með Lilju Alfreðsdóttur, menntmálaráðherra, og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, eftir afhendinguna.
Hlutu Menntasprota atvinnulífsins Samkaup hf. hlutu Menntasprota atvinnulífsins en verðlaunin voru veitt í Hörpu í tilefni af Menntadegi atvinnulífins. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt. „Þau hafa sett sér metnaðarfulla fræðslustefnu og þetta hefur sannarlega skilað miklum árangri og þess vegna hljóta þau þessi verðlaun,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, eftir að hafa afhent fulltrúum Samkaupa verðalaunin. „Þið eruð vel að þessu komin,“ skaut Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, inn í. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Samkaup séu til fyrirmyndar og að stjórnendur fyrirtækisins hafi tekið markvissa ákvörðun um nýtt upphaf í fræðslu- og þekkingarmálum innan fyrirtækisins. Dómnefnd trúir því einnig að skuldbinding fyrirtækisins í þessum efnum sé komin til að vera. Samkaup hefur sett fram skýr markmið með átaki sínu og sérstök áhersla lögð á hæfni og færni starfsfólks á öllum sviðum reksturins samkvæmt dómnefndinni. Jákvæðu viðhorfi stjórnenda, mikilli starfsánægja, góðu, almennu viðhorfi og möguleikum fyrir nýtt starfsfólk og viðskiptavini félagsins er einnig hrósað. Sérstökum vettvangi
símenntunar meðal starfsfólks Samkaupa, sem fékk nafnið „Fræðsluskot kaupmannsins“, er einnig mikið hampað af dómnefndinni. Tilgangurinn með verkefninu er að dýpka þekkingu starfsfólks Samkaupa. Fræðsluskot kaupmannsins eru stutt og hnitmiðuð í eðli sínu og kennd á mismunandi vegu til þess að geta aðlagast þörfum og óskum bæði fyrirtækisins og starfsfólks hverju sinni. Samkaup hefur einnig sett á dagskrá að keyra upp sérstakt stjórnendanám í samstarfi við COOP í Danmörku. Þar er stjórnendunum boðið upp á leiðtogaþjálfun ásamt sérstökum vinnustofum stjórnenda. Dómnefndin samanstóð af Guðný B. Hauksdóttur, framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, Magneu Þórey Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, og Geir Kristni Aðalsteinssyni, mannauðsstjóra Hölds. Helstu viðmið vegna menntasprota ársins í ár eru að lögð sé stund á nýsköpun, menntun og fræðslu, innan fyrirtækisins og/eða í samstarfi við önnur fyrirtæki. Einnig væri horft til samstarfs fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá dómnefndinni.
„Samkaup leggja ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt til áframhaldandi starfsþróunar og er eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins að starfsmenn Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar tækifæri til frekari starfsþróunar innan fyrirtækisins og utan þess,“ segir Gunnur Líf Gunnardóttir, mannauðsstjóri Samkaupa. „Við hjá Samkaupum erum mjög stolt af þessum verðlaunum enda höfum við lagt mikla vinnu í skipulagða og markvissa fræðslu innan fyrirtækisins. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið og það starfa tæplega 1.300 manns hjá okkur í 660 stöðugildum. Það er því mikið verk að stuðla að þekkingaröflun fyrir allt þetta fólk og að fá verðlaun fyrir vel unnin störf skiptir okkur miklu máli.“ Styrking á innviðum og á fræðslu og menntun starfsfólks hefur verið sérstakt áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Mikill kraftur hefur verið settur í mannauðssvið félagsins og frekari styrking þess sviðs er ein af lykiláherslum í stefnumótun félagsins til framtíðar. Áhersla er lögð á skýr markmið, fast skipulag, gott utanumhald, aukna þátttöku starfsmanna í fræðslu og skipulagða skráningu á allri starfs-
þróun. Fræðslan er í stöðugri þróun en mikill kraftur hefur farið í hana undanfarið ár og mun hún halda áfram að styrkjast og eflast árið 2020. Haldið er vel utan um starfsfólk sem sækir sér fræðslu og menntun, um leið og starfsfólk er hvatt til að auka við þekkingu sína. Þá hafa Samkaup verið leiðandi í þróun og mótun á fagnámi fyrir verslun og þjónustu, ásamt því að fara nýjar leiðir í eflingu fræðslu innan fyrirtækisins. Starfsfólki Samkaupa stendur meðal annars til boða að fara í raunfærnimat, þar sem það fær tækifæri til að fá reynslu sína og þekkingu sem það hefur aflað sér í gegnum starf sitt metna til framhaldsskólaeininga. Að því loknu standa því þrjár leiðir til boða; ljúka 30 eininga vinnustaðaþætti, ljúka 90 einingum í fagnámi verslunar og þjónustu, sem gildir einnig sem einingar upp í stúdentspróf, eða láta staðar numið. „Þó við höfum fengið verðlaunin í ár stefnum að því að bæta okkur enn frekar í menntamálum á þessu ári. Í haust stefnum við til dæmis að því að setja af stað leiðtogaþjálfun Samkaupa sem er hluti af endurmenntun stjórnenda“ segir Gunnur Líf.
Heiður Björk nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa og mun hún taka við starfinu í mars af Brynjari Steinarssyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSK eigna ehf., fasteignafélags Kaupfélags Suðurnesja. Heiður Björk hefur víðtaka reynslu á sviði fjármála en hún hefur starfað hjá Arion banka síðan 2007, m.a. sem fjármálaráðgjafi, sérfræðingur í fyrirtækjalánum, viðskiptastjóri fyrirtækja og síðast sem þjónustustjóri einstaklinga í aðalútibúi bankans. Heiður Björk hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með próf í verðbréfamiðlun og vottaður sem fjármálaráðgjafi. ,,Ég er full tilhlökkunar að koma til starfa hjá Samkaupum, það verður gaman að takast á við ný verkefni og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu,“ segir Heiður Björk.
ALVÖRU ÚTSALA LÝKUR UM HELGINA 20%
Verð áður 29.990
30%
AFSLÁTTUR
Verð áður 14.900
AFSLÁTT UR
11.992
20%
AQUA 25, 10L. Þvott- og rakaheld akrýlmálning. Hálfglansandi með góðri viðloðun. Hentar vel fyrir blautrými. Stofn A
7.192 8.990 Verð áður
1.743 2.490
Verð áður
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
kr.
30%
Áður kr. 13.490
Snjóskófla stór 135cm m. Y-handfangi
25%
AFSLÁTTUR
Mistillo Sturtusett, svart
2.316
AFSLÁTT UR
Áður kr. 2.895
Drive Smergel 150w
7.495
20%
3.743
Áður kr. 14.990
Áður kr. 4.990
50% 4.753
Stálvaskur 1 hólf 37x33x16cm
AFSLÁTTUR
5.992
Hrærivél Drive-HM-120 1200W. 40-60 ltr.
14.392
Áður kr. 6.790
20%
20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
25%
Áður 8.590 kr. 3-6 lítra hnappur
6.443
AFSLÁTTUR
2.156
AFSLÁTTUR
Áður kr. 2.695
Áður kr. 17.990
Drive-HM-140 1600W
AFSLÁTTUR
Olíufylltur rafmagnsofn 2000W
Snjóskófla medium m. Y-handfangi
20%
Drive-HM-160 1600W
Áður kr. 7.490
2500W, 160 bör (245 m/túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa).
AFSLÁTTUR
kr.
kr.
10.792
Gúmmí gatamotta gróf, 1mx1,5mx22mm
Lavor SMT 160 ECO
1800W, 130 bör 420 L/klst.
Deka Projekt 05 veggmálning, 2,7 lítrar (stofn A)
kr.
Drive Pro Ryk/vatnssuga ZD90 1400W
20%
Lavor Ninja Plus 130 háþrýstidæla
AFSLÁTTUR
23.992
Gólfskafa 450mm
18.392 Áður 22.990 22.392 Áður 27.990
Vínilparket – Harðparket – Flísar
712
Áður kr. 890
CERAVID SETT
20-50TT% UR
WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
Þýsk gæðavara
20%
Strekkiband lás-krók. 5cm x 8 mtr 4.545 kg
31.112
30%
Áður kr. 38.890
AFSLÁTTUR
658
2
Verðdæmi:
Áður kr. 940
25%
25%
Harðparket, Frá kr. vínilparket, flísar 989 mpr.
Áður kr. 3.290
AFSLÁTT UR
Drive lóðbolti Skál: „Scandinavia design“
AFSLÁ
2.468
8,3mm Harðparket Smoke Eik Verð nú: 989 kr/m2 áður: 1.690 kr m2
25%
Vinyl parket með áföstu undirlagi nú 4.403 kr/m2 áður 6.290 kr/m2 Ceraviva SN04 Veggflís 30x60 Verð nú 989 kr/m2 áður: 2.990 kr/m2
AFSLÁTTUR
AFSL ÁTTU R
AFSLÁTTUR
Drive Fjölnotatæki 280W
LuTool fjölnota sög /hjakktæki/juðari. 300W.
3.743
20%
AFSLÁTTUR
25%
5.243
30%
20%
AFSLÁTTUR
Áður kr. 4.990
AFSLÁTT UR
AFSLÁTT UR
Áður kr. 6.990
Drive Bonvel/rokkur1100w
6.743
Pallettutjakkur Rafmagns 1,5tonna 70Ah
Fyrirvari um prentvillur.
223.920
kr. Áður 279.900 kr.
20%
AFSLÁTTU R
Áður kr. 8.990
Bíla búkkar max 3 tonn 2stk
2.529 Áður kr. 3.890
Delta föðurland buxur M
35% 2.792
AFSLÁTT UR
Áður kr. 3.490
Delta GRAY ANZIO SWEAT JACKET XL
7.192 Áður kr. 8.990
20%
AFSLÁTTUR
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Hafnarfjörður
Selhellu 6.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Flísasög BL200-570A 800W
36.392 Áður kr. 45.490
Borðssög 230V 50HZ 1800W
20%
AFSLÁTTUR
23.192 Áður kr. 28.990
Karbít dósaborasett í tösku. 6stk
3.493 Áður kr. 4.990
LuTool gráðukúttsög 305mm blað
36.392 Áður kr. 45.490
20%
AFSLÁTTU R
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Lífið í Ashram fyrir vestræna drottningu Þegar börnin eru orðin stór og maður fær meiri tíma fyrir sjálfan sig er mikilvægt að dusta rykið af gömlum draumum, láta vaða og skemmta sér vel í leiðinni. Undirrituð, ráðsett, miðaldra frú tók meðvitaða ákvörðun um einmitt þetta fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er einn af draumunum að rætast.
HVATNINGIN:
ÚT FYRIR KASSANN Árið 2018 var ég svo heppin að vera ein af stórum, flottum hópi ungra kvenna sem fóru til Balí undir leiðsögn Bryndísar Kjartansdóttur. Mögnuð ferð í alla staði. Þar kynntist ég sjálfri mér og hvað ég er mögnuð manneskja. Ég var alltaf að taka eitt og eitt skref út úr þessum kassa mínum. Stundaði jóga og mikla sjálfskoðun. Jóga er svo gott fyrir líkama og sál. Að hugleiða er magnað og tala nú ekki um göngur. Hugleiðsla mín fer fram í göngutúrum mínum. Stóra skrefið mitt út úr þessum svokallaða þægindakassa sem ég kalla, var að mæta í jógatíma í hlýrabol. Vá hvað það var erfitt en í dag er ég alltaf að sigra stóra sigra með sjálfri mér og áfram held ég að stíga út úr þessum kassa mínum, til dæmis þessi skrif í Víkurfréttir. Vá, þetta var erfitt en takk fyrir að biðja mig. „Fólk kemur og fer í lífinu en manneskjan í speglinum er alltaf til staðar, farið vel með hana.“ Kær kveðja, Kristín Bragadóttir.
É
g er stödd á Govardhan Eco Village sem var stofnað af Radhanath Swami, bandarískum munki. Bókin The Journey Home fjallar um sögu þessa einstaka manns, hún er skyldulesning, ég meina það! Hér er allt lífrænt og sjálfbært eins og hægt er. Sem dæmi þá er vatnið notað tvisvar. Allt sem kemur úr klósettum, vöskum og sturtum er notað til þess að vökva blómin. Það er að segja það sem er í fljótandi formi, hitt sem er í föstu formi er notað sem áburður. Jebb, svoleiðis er það. Í Ashram (jógasetri) er boðið upp á þrjár veganmáltíðir á dag og te, ekkert kaffi og ekkert sem inniheldur koffín.
A
shram er staður til þess að stunda jóga, hugleiðslu og aðrar andlegar æfingar til þess að vaxa og þroskast sem einstaklingur. Í Ashram er hvorki þörf né pláss fyrir lúxus. Tilgangurinn er að fara inn á við, aftur í grunninn og fá tækifæri til þess að skoða venjur og mynstur í daglegu lífi. Skoða hvað þjónar okkur og hvað ekki. Erum við að halda áfram veginn af gömlum vana, án þess að vera meðvituð? Hér er einnig tími til þess að skoða hvernig manneskjur við viljum vera og hver leiðin sé til þess að verða
í salernið heldur ofan í ruslafötuna (ekki hægt að gera áburð úr klósettpappír). Það er ekki nauðsynlegt að sturta niður eftir lítið piss. Inni á baðherbergjunum er stór stálfata til þess að nota við minni líkamsþvott, þegar ekki er þörf á sturtu, en einnig heppileg til þess að þvo þvottinn sinn í höndunum. Við hliðina á klósettinu er lítill sturtuhaus til skolunar, þannig að við hverja klósettferð þarft þú að taka meðvitaða ákvörðun, velja um að splæsa i klósettpappír eða að skola.
N
sú manneskja. Endurskoða gildi og viðhorf okkar og jafnvel uppfæra ef við metum það þannig.
Þ
að voru nokkrir gistimöguleikar í boði fyrir okkur jóganemana. Vestræna drottningin sem tekur hlutina stundum alla leið valdi að sjálfsögðu einföldustu gistinguna. Þá búum við í sambýli með munkum og verðandi munkum og deilum baðherbergi með þeim. Við komuna hingað voru okkur lagðar eftirfarandi línur: Hyljið líkamann, axlir og leggi á göngu um bygginguna og þorpið (ekkert að vera að rugla munkana í ríminu). Spara klósettpappírinn og ekki setja hann
ú skyldi „simple living, high thinking“ tekið alla leið. Þannig að nú er staðan þannig, í 30 stiga hitanum, að við hvern þvott þarf að velja hvort það eigi að splæsa í sturtu eða þvott í fötunni og ef splæst er í sturtu, þá setur maður óhreina þvottinn í fötuna. Tekur fötuna með í sturtuna svo afgangsvatnið safnist þar, svo þvær maður í höndunum um leið og maður þvær sér í sturtunni. Einnig er praktískt, þegar splæst er í sturtu, að fara í hana um kvöldmatarleytið svo hárið nái að þorna fyrir nóttina, enginn hárblásari hér. Verst er þó þegar maður lendir í því að þurfa að pissa á nóttunni, að fara að klæða sig, þið vitið til að skottast á klóið. Þetta er ekki langt, svona 30 metrar
en ég gæti hitt mýs og froska. En mamma benti mér á að vera nú ekkert að vesenast í því að fara á klóið á nóttunni. „Una mín, náðu þér i fötu og pissaðu bara í hana á nóttunni, góða besta, fólk hefur pissað í koppa í aldaraðir.“ Já, einmitt elsku mamma, ég hugsa málið.
Á
þessum degi þegar þetta er skrifað er barnabarnið mitt, hún Una mín, fjögurra ára. Ég hef verið sorgmædd í dag yfir því að hafa ekki verið til staðar fyrir mömmu hennar í afmælisstússinu, bara að vera með stelpunni minni í þessu, ég var heldur ekki til staðar í fyrra. Ég er búin að koma upp fjórum börnum og fyrirmyndin mín í lífinu, hún mamma mín, hefur alltaf verið með mér í öllum afmælum með öll börnin mín. Ég hef ákveðið að missa ekki af næsta afmæli hjá Unu litlu. Namaste. Una Sig.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
HUGLEIÐSLA DREGUR ÚR STRESSI Rannsóknir hafa sýnt fram á það að hugleiðsla dregur úr framleiðslu líkamans á kortísól, sem oft er kallað stresshormón líkamans. Á sama tíma eykur hugleiðsla framleiðslu á róandi hormónum eins og melatónín og serótónín. Það skemmtilega er að hugleiðsla dregur úr framleiðslu öldrunarhormóna og lækkar einnig blóðþrýsting. Þeir sem stunda hugleiðslu reglulega og til lengri tíma eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma. Allar þessar upplýsingar ættu að ýta undir að fólk á öllum aldri, bæði ungir sem aldnir, hugleiddu reglulega.
Marta Eiríksdóttir
Hvers vegna að hugleiða?
marta@vf.is
Bókasafn Reykjanesbæjar hefur hleypt af stokkunum hugleiðslustund sem fram fer í hádeginu á hverjum mánudegi. Blaðakona Víkurfrétta var viðstödd fyrstu hugleiðslustundina sem var í umsjá Rannveigar Garðarsdóttur eða Nannýjar eins og hún er oftast kölluð.
Hagkvæmar lausnir fyrir þitt fyrirtæki • Reglulegar ræstingar • Alhliða hreingerningar • Bónleysing, bónun og viðhald gólfa • Teppahreinsun • Sérhæfð þrif á steinteppum • Vélskúrun • Önnur sérverk Hafið samband við söludeild s:580 0600 sala@dagar.is
Stoppar skvaldrið í huganum „Hugleiðsla róar hugann og auðveldar okkur að finna innri frið og ró. Við stoppum skvaldrið í huganum og stýrum honum inn í kyrrð. Ég og Anna Margrét byrjuðum á þessum hugleiðslustundum fyrir einhverjum árum hér í Bókasafninu en fórum svo báðar í frí og
Unnur Þorláksdóttir:
Mér leið bara vel
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem. Mér leið bara vel. Ég hef prófað eitthvað að hugleiða áður. Mér fannst smá áskorun að útiloka öll hljóð í upphafi en það tókst. Ég skynjaði mikinn kærleika.“
þá datt þetta niður á meðan. Við vildum byrja á þessu aftur en nú njótum við stuðnings fleiri áhugasamra, alls konar fólk mun leiða hugleiðslu. Hér verður því mjög fjölbreytt upplifun á hverjum mánudegi klukkan hálfeitt í hádeginu. Þetta tekur hálftíma og því upplagt að bregða sér hingað í hádegishléi og rækta hugann. Ég var mjög glöð með þátttökuna í dag, átti ekki von á svona mörgum í fyrsta skipti eftir langt frí en fólk er greinilega áhugasamt um hugleiðslu. Geggjað. Við Anna Margrét hugsuðum þessar hugleiðslustundir sem framlag okkar til samfélagsins, gjöf til þeirra sem vilja njóta. Þetta kostar ekki neitt og allir eru velkomnir. Fólk á von á ljúfri stund í erli dagsins, kemur hingað til að hlaða kútana, endurnýja sig og upplifa frið í hjarta. Þetta er fyrir alla, fólk á öllum aldri sem langar að prófa. Þú þarft ekki að hafa neina reynslu,“ segir Nanný hlýlega.
Stefán Helgi Kristinsson:
Spenntur að prófa mismunandi hugleiðslu „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt með hópi en ég hef verið að hugleiða sjálfur heima og fylgjast með á Youtube en það er á ensku. Það var mjög gott að fá leiðsögn í dag á íslensku. Mér finnst hugleiðsla róa hugann og það er þessi djúpa öndun sem gerir mann afslappaðan. Mér líður vel eftir þetta, ég er afslappaður. Það var smá Qigong-hreyfing í upphafi áður en við settumst niður að hugleiða, það var öðruvísi. Ég er spennt ur að prófa hugleiðslu með fleiri leiðbeinendum og mismunandi aðferðir.“
Margrét Jóhannsdóttir:
Taka þátt í einhverju jákvæðu „Ég hef komið hingað áður, var dugleg að stunda hugleiðslu með þeim þegar þær voru með þetta áður fyrr. Nú er hugleiðslan byrjuð aftur á mánudögum í Bókasafninu og ég er spennt að halda áfram. Ég fæ heilmikið út úr þessu. Hugleiðsla hentar mér mjög vel. Þegar ég veit af einhverju jákvæðu þá vil ég endilega taka þátt.“
Við erum flutt Við tökum vel á móti ykkur í nýju útibúi á „gamla staðnum“, Hafnargötu 36.
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bílar og partar er líklega með þeim þrifalegustu bílaverkstæðum á landinu, án þess þó að við höfum eitthvað fyrir okkur í þeirri staðhæfingu. Verkstæðið er rekið af kvenmanni sem segist leggja mikið upp úr því að hafa allt í röð og reglu. Það spari tíma fyrir þá sem vinna á verkstæðinu, þegar þeir þurfa að finna varahluti og sparar í leiðinni fé fyrir viðskiptavini. Rakel Heiðarsdóttir heitir daman og er 46 ára gömul. Víkurfréttir kíktu í heimsókn, enda saga til næsta bæjar þegar kona á og rekur bílaverkstæði, partasölu og smurstöð.
Rakel henti sér út í djúpu laugina Rekur í dag bílaverkstæði, partasölu og smurstöð. Ákvað að taka við verkstæðinu
„Ég er lærður félagsliði, vann á sambýli fyrir fatlaða og á elliheimili en frá 2004 var ég í verslunarrekstri ásamt fyrrverandi eiginmanni. Við fluttum í Innri-Njarðvík árið 2004 þegar okkur vantaði stærra húsnæði en þá var það spurning um að flytja í íbúð í blokk í höfuðborginni eða kaupa nýtt einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir svipaðan pening. Við vorum með smá fataverslun í Reykjavík og opnuðum verslun sem hét Cool Accessories á Hafnargötu í Keflavík eftir að við fluttum hingað suður. Við seldum hana og opnuðum Tjarnagrill í Innri-Njarðvík sem við seldum eftir nokkur ár og opnuðum þá Bíla og parta í janúar 2013. Ég hef alltaf verið viðloðandi rekstur en fór að vinna í Fríhöfninni á sínum tíma þegar mig langaði að vinna meira í kringum konur. Þegar leiðir okkar hjóna skildu, árið 2018, ákvað ég að taka við verkstæðinu og hef rekið það síðan með góðra manna hjálp,“ segir Rakel, eins og ekkert sé sjálfsagðara fyrir kvenmann en að reka bílaverkstæði.
löndum og þá eru mismunandi varahlutir sem eiga við. Sama bíltegundin getur verið framleidd í Japan, Frakklandi eða Bretlandi. Oft er dýrara að kaupa varahluti frá Frakklandi, sama framljósið getur kostað miklu meira þaðan heldur en frá Bretlandi, getur verið stórmunur á verði.“
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
verka í bílaviðgerðum og foreldra hennar en þau fluttu í Reykjanesbæ nokkrum árum eftir að hún og fjölskyldan flutti suður. „Í dag erum við eina skráða partasalan á Suðurnesjum og fáum viðskiptavini úr öllum áttum. Ég var aldrei beint í þessu varahlutadæmi en hér erum við að flytja inn varahluti, rífa bíla og jafnframt sinna bílaviðgerðum. Einnig erum við með Mobil 1 smurstöð frá N1. Ég hef alltaf séð um bókhaldið og hjálpað
Veit miklu meira um varahluti í dag
Rakel með föður sínum, Heiðari Ragnarssyni, sem er mikilvæg hjálparhella í fyrirtækinu.
Tók allt í gegn
Eina skráða partasalan á svæðinu
Rakel segist aldrei hafa farið út í þennan rekstur ef ekki hefði notið við aðstoð góðs vinar sem kunni til Með eiginmanninum, Baldri Friðbjörnssyni, á verkstæðinu. til hér út frá bílaáhuga. Svo æxlaðist það að ég tók við fyrirtækinu en áður leitaði ég ráða hjá pabba, sem hefur alltaf verið bílakall og kletturinn minn í öllu. Einnig leitaði ég ráða hjá góðum vini fjölskyldunnar sem er mjög fær í bílaviðgerðum. Þessir menn hvöttu mig áfram, án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Í dag á ég þetta fyrirtæki skuldlaust og rek það ásamt núverandi eiginmanni mínum, Baldri Friðbjörnssyni en pabbi minn, Heiðar Ragnarsson er ómissandi og gætum við ekki gert þetta án hans hjálpar. Þetta hefur tekið á en jafnframt verið mjög skemmtilegt,“ segir Rakel og fer með blaðakonu inn á verkstæðið sem er ótrúlega hreinlegt og fínt.
„Ég tók við þessu fyrirtæki í mars 2018 og henti mér þar með út í djúpu laugina. Það var þrjóska í mér að láta þetta ganga upp, sem hefur skilað sér. Það var mikil vinna að taka verkstæðið í gegn frá A til Ö. Í dag er ég mikið meira inni í öllu en áður, enda búin að fara í gegnum allan lagerinn og merkja og skrásetja þúsundir varahluta. Við erum tvö allan daginn á verkstæðinu, ég og viðurkenndur bifvélavirki. Maðurinn minn kemur svo í lok dagsins þegar hann er búinn í vinnunni sinni hjá Reykjanesbæ. Svo get ég kallað inn fleiri menn þegar mikið er að gera hjá okkur. Mér finnst þetta ógeðslega gaman og ef ég fer í frí þá senda þeir mig úr landi svo ég taki mér almennilegt frí, annars er ég alltaf að kíkja við,“ segir Rakel og brosir. Eiginmaðurinn, Baldur, samsinnir þessu og bætir við: „Já, það er rétt hún er mjög áhugasöm, dugleg og mjög skipulögð. Varahlutir eru miklu flóknari en fólk gerir sér grein fyrir. Þú getur til dæmis verið með Toyota Yaris sem er framleidd í mismunandi
„Já, þetta er heill frumskógur sem þarf að læra á því við viljum finna besta verðið fyrir viðskiptavininn. Ég leita að varahlutum og held einnig utan um starfsemina, sé um bókhaldið sem bókarinn klárar og hef einnig smurt bíla. Bifvélavirkinn greinir hvað þarf að útvega af varahlutum og þá fer ég að leita. Stundum eigum við það til á lager sem vantar og stundum þarf að sækja þá í AB, Bílanaust eða Stillingu og jafnvel panta frá útlöndum.Við ákveðum varahluti í samráði við bílaeigendur, því það getur bæði borgað sig að gera við og ekki borgað sig. Af því að hér er allt í röð og reglu, og maður gengur að öllu vísu, þá veistu hvar hluturinn er geymdur. Það sparar verkstæðinu tíma og um leið spörum við fé fyrir viðskiptavininn en fyrir marga er það högg á budduna þegar farið er með bílinn á verkstæði. Við viljum vera sanngjörn í verði svo fólk komi aftur til okkar. Ég segi það alltaf að góð viðskipti séu þegar viðskiptavinurinn kemur aftur. Við fáum oft ungt fólk sem segir okkur að pabbi þeirra hafi sent þau hingað. Við fáum fólk úr Reykjavík sem er bent á að koma til okkar sem er allt mjög ánægjulegt fyrir okkur. Við erum búin að skapa gott orðspor, fólk er ánægt og það er það sem við viljum. Við leggjum okkur fram, erum á tánum, viljum vera sanngjörn í verði og það skilar sér,“ segir Rakel.
MARKAÐSDAGAR ERU BYRJAÐIR
Gerðu frábær kaup!
Við bætum við nýjum vörum daglega.
20
Öll innimálning
Nýtt blað Frábær á byko.is
% afsláttur vegg- og loftamálning
tilboð
Ljós | Málning | Verkfæri | JKE innréttingar Parket & flísar | Eldhús & bað
19%
Tilboðsverð Minta
Tilboðsverð
Eldhústæki með hárri sveiflu, krómað.
18% 24.496
Háþrýstidæla
3.500
60.000
50170182
Almennt verð: 29.995
Tilboðsverð
Áltrappa 2 þrep.
15332917
24%
Almennt verð: 4.315
Aquatak 150bör.
74810250
Almennt verð: 78.745
Tilboðsverð Sláttuvél
GC-PM 46/3 S 2,0kW.
50% 35.000
40%
748300653
Almennt verð: 69.995
Tilboðsverð Geislahitari
600W hangandi.
6.000 50615006
Almennt verð: 9.995
52% Tilboðsverð Gasgrill
MONARCH 390. Ryðfrítt eldunarkerfi. Grillgrindur úr pottjárni.
60.000 50657509
Almennt verð: 123.995
Kílóvött
Brennarar
8,8 3+2
Takk aftur!
SUÐURNES *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018 og 2019 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði.
Auðvelt að versla á netinu á byko.is
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Komdu og gramsaðu!
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Starfsmenn Verkfræðistofu Suðurnesja í húsakynnum fyrirtækisins að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn. VF-mynd/pket
Verkfræðistofa Suðurnesja 40 ára:
Hefur komið að uppbyggingu helstu mannvirkja á Suðurnesjum „Fá landsvæði á Íslandi eiga jafn góða möguleika til að vaxa og dafna og Suðurnesin,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. fagnar nú um þessar mundir 40 ára afmæli sínu. Stofan var stofnuð þann 2. febrúar 1980, starfsmenn voru þá aðeins tveir talsins. Í dag er Verkfræðistofa Suðurnesja níunda stærsta verkfræðistofa landsins. Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir verkefnin sem Verkfræðistofa Suðurnesja taki að sér séu mjög fjölbreytt og hafi ávallt verið í gegnum tíðina. Stofan þjónustar jafnt sveitarfélögin á svæðinu, fyrirtæki og einstaklinga og sinnir öllum sviðum framkvæmda.
Áhersla á að hafa Suðurnesjamenn í vinnu
Fyrst um sinn var stofan til húsa að Hafnargötu 32, síðan Hafnargötu 58 en flutti á Víkurbraut 13 (við Keflavíkurhöfn) fyrir átján árum. Þá var starfsemin orðin það mikil að gamla húsnæðið var orðið allt of lítið. „Í dag starfa sautján manns á Verkfræðistofunni með fjölbreytta menntun; verkfræðingar, tæknifræðingar með ýmiskonar sérhæfingu, byggingafræðingar, tækniteiknarar og iðnmeistarar. Jafnan hefur verið lögð áhersla á að ráða starfsfólk af Suðurnesjum og því hafa margir af þessu svæði, með menntun á sviði verk- og
Nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli eru meðal mannvirkja sem starfsmenn VSS hafa komið að. tæknifræði, slitið barnsskónum hjá Verkfræðistofunni. Starfsmenn hafa komið frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Eigendur eru nú átta starfandi hluthafar,“ segir Brynjólfur. Frá því að Creditinfo fór að útnefna framúrskarandi fyrirtæki landsins hefur Verkfræðistofa Suðurnesja ávallt verið í þeim hópi, einungis um 0,2% fyrirtækja á landinu öllu hafa náð því.
félaganna á svæðinu. Þá má nefna dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu og frárennslis. Gönguleiðin sem liggur meðfram strandlengju Reykjanesbæjar ásamt aðliggjandi sjóvarnargörðum eru einnig gott dæmi um verk sem heppnaðist vel og Verkfræðistofan hannaði og stjórnaði,“ segir Brynjólfur.
Fjölbreytt verkefni
Þeir sem lengst hafa starfað á Verkfræðistofunni hafa upplifað gríðarlega þróun í tækni- og tækjabúnaði sem skipt hefur sköpum fyrir starfsemina. Í upphafi voru allar teikningar til dæmis gerðar í höndunum en ekki tölvum eins og í dag að sögn Brynjólfs. „Landmælingar voru að minnsta kosti tveggja manna verk og tóku langan tíma en í dag eru mælitækin orðin þannig að einungis einn maður getur annast þær. Flygildi sér um hluta mælinga og stór hluti vinnunnar fer í raun fram innandyra. Í gegnum árin hefur ávallt verið lögð mikil áhersla á það innan stofunnar að fylgja þróun tækninnar og er hún vel tækjum og forritum búin.“
Verkefnin sem Verkfræðistofa Suðurnesja tekur að sér eru mjög fjölbreytt og hafa ávallt verið í gegnum tíðina. Stofan þjónustar jafnt sveitarfélögin á svæðinu, fyrirtæki og einstaklinga og sinnir öllum sviðum framkvæmda. „Starfsmenn Verkfræðistofunnar hafa komið að uppbyggingu helstu mannvirkja á Suðurnesjum á þessum 40 árum. Uppbygging orkuveranna í Svartsengi og Reykjanesi, Bláa lónsins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eru á meðal þeirra stærstu. Einnig uppbyggingu leikskóla, grunnskóla, hafnar-, gatna- og umferðamannvirkja sveitar-
Mikil þróun í tækni og tækjum
Meðal verkefna eru Reykjanesvirkjun og Bláa lónið.
FRAMTÍÐARHORFUR GÓÐAR Á SUÐURNESJUM Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ / Sími 420 0100 / vss.is / vs@vss.is
Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, segir framtíðarhorfur Verfræðistofunnar góðar og að þær fari saman við þróun og uppbyggingu á þessu svæði. „Fá landsvæði á Íslandi eiga jafn góða möguleika til að vaxa og dafna og Suðurnesin. Flugvöllurinn og ferðaþjónustan eru í mikilli uppbyggingu. Þá getur iðnaður dafnað vel á þessu svæði ásamt grænni orkuöflun og áframhaldandi uppbyggingu á innviðum svo sem gatnagerð og hafnaraðstöðu. Þessu fylgir fólksfjölgun ásamt tilheyrandi uppbyggingu á þjónustu og menntastofnunum. Öll þessi þróun skapar tækifæri til vinnu fyrir verkfræðistofur.“
Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja.
Honda hátíð
hjá K. Steinarsson
- laugardag milli kl. 12 og 16
Kynntu þér allt það nýjasta frá Honda Laugardaginn 15. febrúar efnum við til Honda hátíðar hjá K. Steinarsson. Við sýnum allt það nýjasta frá Honda og í tilefni dagsins bjóðum við sérkjör á völdum bílum. Léttar veitingar verða á boðstólnum. Komdu í heimsókn í K. Steinarsson og upplifðu Honda.
K. Steinarsson · Njarðarbraut 15 · 260 Reykjanesbæ · Sími 420 5000 Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi.
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/hondaisland
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Að standa við loforðin
FS-ingur vikunnar:
Fyndni og jákvæðni er helsti kostur hans – en Heba ritari er einn af helstu kostum FS og það vantar klárlega orkudrykki í mötuneytið, segir Gunnar Geir Sigurjónsson, 17 ára nemandi á félagsfræðibraut en hann er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hvað heitir þú fullu nafni?
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Klárlega orkudrykki. Hver er helsti gallinn þinn?
Á hvaða braut ertu?
Hver er helsti kostur þinn?
Hvar býrðu og hvað ertu gamall?
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Gunnar Geir Sigurjónsson.
Mjög stressaður.
Félagsfræðibraut.
Fyndinn og jákvæður.
Bý í Innri Njarðvík og er sautján ára.
Hver er helsti kosturinn við FS? Að skólinn er nálægt og Heba.
Hver eru áhugamálin þín? Bílar og kerlingar.
Hvað hræðistu mest?
Að drukkna og köngulær.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Vala Marie verður TikTok stjarna.
Hver er fyndnastur í skólanum? Natan Rafn.
Hvað sástu síðast í bíó? Nýju Star Wars.
Snapchat, Spotify og Instagram.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Mætingarreglunum og mötuneytinu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki og góður húmor. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Bara fínt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Enga hugmynd.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Það er stutt í næsta flug af Klakanum.
Uppáhalds... ...kennari: Anna Taylor. ...skólafag: Sálfræði. ...sjónvarpsþættir: Breaking Bad.
...kvikmynd: The Notorious. ...hljómsveit: The Police. ...leikari: Sacha Baron Cohen.
Nú styttist í að ár sé liðið frá falli WOW air. Þær fréttir voru að vissu leyti mikið áfall fyrir Suðurnesin og nokkuð ljóst að fallið myndi hafa veruleg áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Viðbrögð stjórnvalda voru nokkuð fyrirsjáanleg, settir voru á fót alls kyns hópar sem áttu að fara yfir áhættu af kerfislega mikilvægum fyrirtækjum með fulltrúum ráðuneyta, viðbúnaðarhópar voru settir á fót, aðgerðahópar voru virkjaðir og boðaðar áætlanir í samstarfi við heimamenn. Það var allt saman svo sem gott og blessað í sjálfu sér. Ég viðurkenni að ég var bjartsýn um að loksins væri komin þverpólitísk sátt um að leiðrétta þá vanrækslu sem hefur átt sér stað á innviðum svæðisins um árabil með myndarlegri innspýtingu af hálfu stjórnvalda.
Hvað svo?
En hvað svo? Hver er staðan nú, hartnær ári frá falli WOW air? Hefur þessi víðtæka átaksvinna sem ríkisstjórnin boðaði skilað tilætluðum árangri? Blákaldur raunveruleikinn er sá að nýjar tölur frá Vinnumálastofnun gefa til kynna að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé um þessar mundir um 9% samanborið við 5% í september 2019 og 4% í upphafi árs 2019. Hvað varðar aðra innviði þá blasir við heldur dapurleg sjón. Öruggar samgöngur eru forsenda fyrir sterku atvinnulífi og eflingu innviða. Það gildir jafnt um Suðurnesin sem önnur svæði. Reykjanesbrautin er sérstök, hún er aðalinngangurinn fyrir okkur sem einstaklinga en ekki síður lífæð helstu atvinnugreinar landsins, ferðaþjónustunnar. Umferð á Reykjanesbraut hefur tvöfaldast á sex árum. Það þarf að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Punktur. Ekki árin 2025–2029 eins og gert er ráð fyrir í nýrri samgönguáætlun heldur strax.
Eða er það hluti af sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir svæðið að dvelja með þessa brýnu framkvæmd? Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er lykilstoð hvers samfélags. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er þriðja fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, utan höfuðborgarsvæðisins. Samt hafa fjárframlög til stofnunarinnar ekki verið í samræmi við umfang og íbúafjölda um árabil. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 fékk stofnunin enn og aftur minnstu aukningu í fjárframlögum umfram fólksfjölgun. Ekki hefur heldur verið horft til íbúasamsetningar við ákvörðun fjárframlaga. Að auki fá Suðurnesin lægsta framlag á hvern íbúa til heilsugæslu. Er það hluti af sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir svæðið? Almannaöryggi og löggæsla er annað dæmi um mikilvæga öryggisstoð sem ekki má vanrækja. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er stærsta embætti lögreglunnar utan höfuðborgarsvæðisins.
Álagið hefur stóraukist síðastliðin ár vegna fjölgunar ferðamanna og íbúa á svæðinu. Á sama tíma hafa fjárframlög til embættisins aukist hlutfallslega minna en hjá öðrum embættum. Er það hluti af sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir svæðið?
Innantóm loforð
Staðreyndin er sú að íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Suðurnesjum frá árinu 2013, eða um tæp 30%. Það hafa því tæplega 6500 manns flutt á svæðið á þessum skamma tíma. Að auki er hlutfall erlendra ríkisborgara hærra hjá íbúum Suðurnesja en almennt tíðkast á landinu öllu, eða um 23%. Þegar ríkisvaldið horfist ekki í augu við allar þessar staðreyndir og lætur ekki framlög fylgja í samræmi við þær kallast það vanræksla. Það þýðir lítið að koma og lofa öllu fögru á meðan að kastljósið beinist tímabundið að svæðinu fyrir fimm mínútur að fréttafrægð, líkt og gerðist hjá ríkisstjórninni í fyrra – en klára svo ekki málin þegar á hólminn er komið. Tækifærin á Suðurnesjum eru nefnilega mörg og fjölbreytt ef svæðinu er gefið svigrúm til að nýta þau. Það þarf að ráðast í aðgerðir, taka ákvarðanir um raunverulega framtíðarsýn og innviðauppbyggingu á svæðinu og láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf ekki fleiri átakshópa til að komast að þeirri niðurstöðu, eða hvað? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
AUGLÝSING UM ENDURSKOÐUN OG KYNNINGARFUND AÐALSKIPULAGS SVEITARFÉLAGSINS VOGA
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Heiðarskóli – Skólastjóri Holt – Deildarstjóri (tímabundið) Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Sumarstarf – Yfirflokkstjóri Vinnuskólans Umhverfissvið – Eftirlitsmaður nýframkvæmda Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
AÐALSKIPULAG 2020–2040 SKIPULAGS- OG MATSLÝSING Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Á fundi bæjarstjórnar 18. desember 2019 var samþykkt að tillaga að skipulags- og matslýsingu yrði kynnt og leitað umsagna um hana í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningu á skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2020–2040. Skipulags- og matslýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu, auk þess sem hún liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2 í Vogum. Athugasemdum og ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is. Þær skulu vera skriflegar og er þess óskað að þær berist eigi síðar en 6. mars 2020.
Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudag 13. febrúar kl. 11:00. Foreldramorgunn. Guðrún Birna le Sage Fontenay markþjálfi kemur og ræðir um meðvitað og virðingarríkt uppeldi. Mánudag 17. febrúar frá kl. 16.00-18.00. Saumað fyrir umhverfið. Margnota taupokar saumaðir í safninu og gefnir í Pokastöð Bókasafnsins. Saumavélar og efni á staðnum. Þriðjudag 18. febrúar kl. 20.00. Leshringur Bókasafnsins hittist. Til umræðu verða bækurnar Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Hvítadauði eftir Ragnar Jónasson.
Almennur kynningarfundur um skipulags- og matslýsinguna fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar n.k., kl. 19:30 í Álfagerði að Akurgerði 25. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og alla þá sem hagsmuna eiga að gæta varðandi framtíðarskipulagið. Eru því allir áhugasamir hvattir til að koma á kynningarfundinn í Álfagerði n.k. fimmtudag, og taka þátt í að móta framtíðina. Vogum, 12. febrúar 2020. F.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Erindi um málefni félagsins
Rótarýdagurinn
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Landssambands eldri borgara, verður með erindi um málefni félagsins föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00 á Nesvöllum.
sunnudaginn 23. febrúar Rótarýhreyfingin var stofnuð 23. janúar 1905. Undanfarna tvo áratugi hafa hreyfingin og rótarýklúbbarnir þann dag kynnt Rótarý og þau verkefni sem Rótarý vinnur að. Nú eru umhverfismál ofarlega á baugi og Rótarýdagurinn tileinkaður þeim. Rótarýklúbbur Keflavíkur stendur fyrir opnum fundi á Rótarýdaginn 23. febrúar í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í húsnæði skólans kl 13:00–15:30. Fjallað verður um loftslagsbreytingarnar, orsakir, afleiðingar, áhrif á heilsu fólks og hvernig við getum brugðist við. Frummælandi verður Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamaður og vísindamiðlari, sem mun ræða málin á sinn hátt. Fullyrða má að það verður
fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur enda Sævar Helgi þekktur fyrir lifandi og skemmtilega framkomu. Stutt erindi flytja Konráð Lúðvíksson, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, Albert Albertsson, hugmyndasmiður hjá HS Orku, Berglind Ásgeirdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður hjá Isavia og einnig fulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau munu m.a. greina frá hverju þau eru að vinna að til að bregðast við loftslagsbreytingunum Að loknum erindum verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum svo sem tíminn leyfir. Heitt kaffi verður á könnunni og meðlæti. Fundurinn hefst kl. 13:00, er öllum opinn og fólk hvatt til að mæta.
Er fyrirtæki þitt á samfélagsmiðlum? Gateway í Skotlandi. Verkefnið gengur út á uppbyggingu stafrænnar hæfni í íslenskum fyrirtækjum. Áhersla er á fyrirtæki sem eru ekki brautryðjendur í hagnýtingu stafrænnar tækni. Markmið verkefnisins er að miðla þekkingu og aðferðum til fyrirtækja sem vilja nýta stafræna tækni til að auka samkeppnishæfni og gera þau betur búin til að takast á við síbreytilegan stafrænan heim. Nýsköpunarmiðstöð hefur sett upp vefsíðu sem býður upp vefritin og aðra fræðslu eru tengist stafrænni þekkingu, www.forskot.nmi.is. Vinnustofur hafa verið á sex stöðum á landinu, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki og Selfossi og nú bætist Reykjanes við. Vinnustofurnar verða 25. febrúar, 10. og 18. mars í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Á vinnustofunum fá þátttökufyrirtæki fræðslu um stafræna tækni og gildi hennar í nútíma samkeppni og læra hagnýtar leiðir til að nýta sér helstu tæki og tól til að efla stafræna færni sína. Vefsíður, samfélagsmiðlar, markaðir, markhópar skoðaðir og tilmæli til úrbóta sent fyrirtækjunum. Ingi Vífill mun kenna á námskeiðinu. Bestu kveðjur, Hulda B. Kjærnested.
BYGGINGASTJÓRI Í REYKJANESBÆ
Hildur Guðnadóttir sem varð fyrst Íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaun er ættuð af Vatnsleysuströndinni. Föðurætt Hildar er frá Landakoti en amma hennar var dr. Margrét Guðnadóttir sem var fyrst íslenskra kvenna til að öðlast doktorsnafnbót, segir í fésbókarfærslu sem Magnús Hlynur Hreiðarsson birti í byrjun vikunnar. Hildur hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker. Hún hefur verið á sigurgöngu frá því í september, síðan þá hefur hún unnið Emmy, Golden Globe, Grammy, BAFTA og nú Óskarinn.
Mannverk óskar eftir að ráða reynslumikinn aðila í byggingastjórn. Byggingastjóri er staðsettur á verkstað í Reykjanesbæ. Helstu verkefni • Fagleg yfirumsjón með byggingaframkvæmdum • Undirbúningur og stjórnun verkefna • Áætlanagerð, eftirfylgni og skýrslugerð • Hönnunarrýni og samræming • Kostnaðareftirlit Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði bygginga eða annarra mannvirkjaframkvæmda. • Mikil og farsæl starfsreynsla af byggingastjórnun • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Góð kunnátta í íslensku og ensku Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is.
vf is
Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2020. Mannverk ehf – Dugguvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 519-7100 mannverk.is
www.ronning.is
ER KRAFTUR Í ÞÉR? Söluráðgjafi á rafbúnaðarsviði Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan söluráðgjafa í Reykjanesbæ. Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi. Johan Rönning hefur verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR átta ár í röð ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins í sjö ár. Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum á landinu til að hljóta slíka viðurkenningu. Í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli. Fyrirtækið leggur mikið upp úr heiðarlegum og opnum samskiptum.
Hæfniskröfur: • Menntun og reynsla í rafiðnaði • Mikil þjónustulund • Frumkvæði • Samskiptahæfni • Reynsla af sölustörfum kostur • Lausnamiðaður hugsunarháttur
Pipar\TBWA \ SÍA
Stafrænt forskot, markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun. Verkefnastjórar eru Arna Lára Jónsdóttir, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Ingi Vífill Guðmundsson. Öll fyrirtæki geta nýtt tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu. Mörg fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, geta gert betur í þeim efnum. Víða er stafræn tækni að breyta vörum, þjónustu og viðskiptalíkönum þannig að ljóst er að þau fyrirtæki sem ekki hagnýta stafræna tækni sitja eftir og hreinlega eiga ekki möguleika. Þess vegna er það mikilvægt fyrir fyrirtæki að auka þekkingu sína og getu til að bæta samkeppnishæfni sína, efla nýsköpun og auka skilvirkni. Þetta þurfa fyrirtækin að gera til að geta vaxið og orðið við kröfum viðskiptavina sinna. Með aukinni stafrænni tækni og þekkingu geta fyrirtækin átt í árangursríkri samskiptum við viðskiptavini sína, auðveldar þeim að ná í nýja viðskiptavini og nýja markaði, auk þess sem hægt er að ná niður kostnaði. Stafrænt forskot er röð vefrita og vinnustofa byggt á efni frá Business
Hildur Óskarsverðlaunahafi ættuð af Vatnsleysuströndinni
Upplýsingar um starfið veitir Helgi Guðlaugsson í síma 5 200 800 eða helgig@ronning.is Umsóknir sendist á netfangið helgig@ronning.is fyrir 19. febrúar.
Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933. Fyrirtækið er leiðandi á sviði rafbúnaðar og rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Sindra vinnuföt, Vatn og Veitur og S. Guðjónsson. Hjá félaginu starfa yfir 125 manns í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, á Grundartanga, Selfossi og Akureyri. Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík. Johan Rönning hf. er góður og eftirsóttur vinnustaður.
REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800
SELFOSSI Eyravegi 67 Sími 4 800 600
AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800
REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020
REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200
HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800
GRUNDARTANGA Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Valgerður Guðmundsdóttir og Sossa Björnsdóttir á sýningunni.
Keflavík íþróttaog ungmennafélag leitar eftir starfsmanni á skrifstofu félasins Starfssvið: • Umsjón með skráningarog innheimtukerfi Nóra • Bókhald og reikningagerð • Undirbúningur og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum félagsins • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Bókhaldsþekking og reynsla af rekstri • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika til þess að vinna með öðrum • Drifkraftur og frumkvæði
Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Þeir hafa verið samstarfsmenn í 32 ár. VF-mynd: Ásdís Björk Pálmadóttir
Hilmar Bragi með ljósmyndasýningu Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Yfirsýn er heiti ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafns Reykjanesbæjar fram yfir Safnahelgi á Suðurnesjum í mars. Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað við fréttamennsku hjá Víkurfréttum í yfir þrjátíu ár. Samhliða starfi sínu sem blaðamaður hefur hann tekið ógrynni ljósmynda um öll
Suðurnes og öðlast þannig góða yfirsýn yfir samfélagið á Suðurnesjum. Á þessari sýningu sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður. Hilmar Bragi tekur á móti gestum á sýningunni föstudaginn 14. febrúar á milli kl. 16 og 18. Öll verk sýningarinnar eru til sölu.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Umhleypingasöm vika Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Frestur til að skila inn umsóknum er til 29. febrúar. Skila skal umsóknum á skrifstofu félagsins eða senda í tölvupósti á keflavik@keflavik.is. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Síðasti pistill endaði á smá umfjöllun um loðnuna og nýjustu fréttir eru þær að bátarnir sem eru að leita af loðnu hafa fundið smávegis af henni norður af Kolbeinseyjarhrygg sem er ansi djúpt út af norðurlandinu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR frá Siglufirði, áður til heimilis að Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í faðmi fjölskyldunnar, 7. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Júlíus Halldórsson Ingibjörg Halldórsdóttir Ólafur G. Guðmundsson Rafn Halldórsson Björg Halldórsdóttir Nigel Kerr Sigurður Halldórsson Jóna Bára Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Það þýðir að ef þetta er sunnanganga þá á hún eftir að ganga ansi langt til þess að komast á hefbundnar hrygningarstöðvar sem hafa verið í Faxaflóanum. En jú það því miður, hvort sem loðnan veiðist eða ekki, þá eins og áður hefur verið nefnt kemur hún ekki til Suðurnesja. Frá því síðasti pistill var skrifaður hefur ekki beint gefið vel til róðra og má segja að ansi þungt hafi verið fyrir báta að róa. Reyndar er það nú þannig að þá daga sem bátarnir hafa komist á sjóinn, núna snemma í febrúar, hefur aflinn verið nokkuð góður. Hjá dragnótabátunum er Benni Sæm GK með 49 tonn í þremur og mest 21 tonn. Sigurfari GK 29 tonn og mest þrettán tonn. Aðalbjörg RE tuttugu tonn í tveimur róðrum og mest ellefu tonn.
Verið velkomin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HANNA BJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Siggi Bjarna GK, sem vantaði sáralítið uppá að verða aflahæsti dragnótabáturinn árið 2019, er loksins kominn aftur á sjóinn en báturinn bilaði snemma í desember 2019 og fór í slippinn í Njarðvík. Þar var gert við gírinn og samhliða því var báturinn málaður í nýjum litum Nesfisks. Aðeins Benni Sæm GK er þá eftir að fara í nýja útlitið sem bátarnir hjá Nesfisks eru komnir í. Fyrir utan Berglínu GK og Sóley Sigurjóns GK. Netabátarnir hafa fiskað nokkuð vel. Grímsnes GK með 55 tonn í fimm róðrum og mest tólf tonn. Maron GK 35 tonn í fimm, Hraunsvík GK fjórtán tonn í fjórum og mest 6,8 tonn í einni löndun. Sunna Líf GK 13,3 tonn í þremur og mest 7,1 tonn í einni löndun. Halldór Afi GK 9,3 tonn í fimm og Þorsteinn GK átta tonn í tveimur róðrum.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Erling KE 118 tonn í fimm róðrum og mest 44,3 tonn í einni löndun. Erling KE fékk þann afla utan við Sandgerði en allir netabátarnir sem að ofan eru nefndir hafa landað í Sandgerði. Línubátarnir gátu róið fyrstu dagana í febrúar en síðan kom brælutíð þangað til núna síðustu helgi þegar bátarnir komust á sjóinn. Mokveiði var hjá bátunum og má nefna að Sævík GK kom með kjaftfullan bát til Sandgerðis því landað var úr bátnum um átján tonnum í einni löndun og var uppistaðan af aflanum þorskur. Eins og staðan er núna þá verður þessi vika umhleypingasöm og gefur kanski á sjóinn í tvo daga fram að helgi. Í Grindavík liggur nýi Páll Jónsson GK núna, hann kom sem nýsmíði frá Póllandi í janúar og er verið að undirbúa bátinn til veiða. Gamli Páll Jónsson GK sem hefur þjónað Vísi ehf. í Grindavík í um tuttugu ár kom til Reykjavíkur með 79 tonna afla og eftir löndun var gengið frá bátnum, meðal annars var nafnskiltið sem er framan á brúnni tekið af. Þessi fengsæli bátur hefur því lokið hlutverki sínu, í það minnsta sem línubátur við Íslandsstrendur. Hann hefur þó ekki lokið siglingum sínum því báturinn á eftir að sigla yfir hafið. Hvort sem það verður í verkefni í Noregi varðandi olíuborpallanna eða í brotajárn verður að koma í ljós.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. febrúar kl.13. Sveinbjörn Halldórsson Ásdís Ingadóttir Kristín Björg Halldórsdóttir Bjarni Helgason Sólveig Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Opið:
11-14
alla virka daga
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
VR stendur fyrir virðingu og réttlæti Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinaðist VR þann 1. apríl 2019 en VR stendur fyrir virðingu og réttlæti. Skrifstofur félagsins á Suðurnesjum eru nýfluttar að Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Starfsmenn VR á Suðurnesjum eru þær Bryndís Kjartansdóttir, kjaramálafulltrúi, Salbjörg Björnsdóttir, þjónustufulltrúi, og Gísli Kjartansson, sem sér um orlofshús félagsins.
Félagsmenn kusu sameiningu „Verslunarmannafélag Suðurnesja varð ekki deild innan VR heldur sameinaðist það alveg félaginu en þetta gerðist eftir að félagsmenn kusu sameiningu við VR. Við erum þrjú sem störfum hér suðurfrá, nýflutt í Krossmóann á fjórðu hæð, en hingað geta félagsmenn leitað ef eitthvað er,“ segir Bryndís. „Við sjáum um allar umsóknir í varasjóð, starfsmenntasjóði og sjúkra-
dagpeninga ef fólk er ekki fært um að sækja um það sjálft á heimasíðu VR. Fólk kemur þá hingað til okkar og sækir um styrki, til dæmis krakkar á framhaldsskólaaldri vegna skólagjalda eða háskólanemendur sem sækja um styrk vegna skólagjalda. Þetta eru þá krakkar sem hafa starfað í verslun og eru orðnir félagsmenn í VR,“ segir Salbjörg. „VR telur um 35.000 félagsmenn, barist er fyrir réttindum þeirra og ekkert gefið eftir. VR stendur vel með félagsmönnum sínum sem eru skrifstofu- og verslunarfólk og störf tengd þeim. Félagið er mjög stöndugt og vinsamlegt gagnvart félögum sínum. Varasjóður félagsmanna getur dekkað styrk í líkamsrækt, sjúkraþjálfun, tannlæknakostnað, lækniskostnað, heyrnartæki og fleira. Fólk getur kynnt sér þetta allt nánar á heimasíðu okkar www.vr.is,“ segir Bryndís.
Fræðslusvið Reykjanesbæjar óskar eftir sálfræðingi Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðsluskrifstofu bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ásamt hagsmunum nemenda eru höfð að leiðarljósi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar. Starfssvið sálfræðings: • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum. • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra. • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum. • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur: • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur. • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg. • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg. • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum. • Hreint sakavottorð.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2020. Umsókn er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is. Bryndís Kjartansdóttir og Salbjörg Björnsdóttir hjá VR á Suðurnesjum.
ATVINNA! Við leitum af kraftmiklum einstaklingum til starfa í verslanir okkar á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða sumarstörf. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á atvinna@rammagerdin.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2020.
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR • ÞRIÐJUDAGURINN 17. MARS 1987
KRISTIN JÓNA HILMARSDÓTTIR
„Ungfrú Suðurnes 1987“ Frétt úr Víkurfréttum þriðjudaginn 17. mars 1987 Kristín Jóna Hilmarsdóttir, 23 ára Keflvíkingur, var kjörin „Ungfrú Suðurnes 1987“ í Stapa á laugardagskvöld. Kolbrún Gunnarsdóttir, Ungfrú Suðurnes 1986, krýndi hina nýju fegurðardrottningu sem dómnefnd valdi úr hópi 9 stúlkna. Ljósmyndafyrirsæta var kjörin Berta Gerður Guðmundsdóttir, tvítug Njarðvíkurmær. Loks völdu stúlkurnar úr sínum hópi vinsælustu stúlkuna og þann titil hreppti Kristín Gerður Skjaldardóttir úr Vogum. Frábær stemning var í Stapanum og var stúlkunum óspart fagnað af fullu húsi gesta. Höfðu menn á orði að langt væri síðan önnur eins skemmtun hefði verið í Stapanum. Kristín Jóna hlaut margar glæsilegar gjafir. Hún fékk 40 þúsund krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík, sólarlandaferð frá Ferðaskrifstofunni Terru, gullhring frá Georg V. Hannah, snyrtivörur frá Apóteki Keflavíkur og David Pitt og Co. og myndavél frá Lítt’inn hjá Óla. Stúlkurnar voru allar leystar út með gjöfum frá Snyrtivöruversluninni Gloriu og Apóteki Keflavíkur. Dómnefnd var skipuð fimm fulltrúum, þremur frá framkvæmdaaðilum Fegurðarsamkeppni Íslands, sem voru Kristjana Geirsdóttir, en hún var formaður nefndarinnar, Guðrún Möller, Ungfrú Ísland 1983 og Gígja Birgisdóttir, Ungfrú Ísland 1986. Fulltrúar Suðurnesjamanna voru þau Þorbjörg
Garðarsdóttir og Guðni Kjartansson. Páll Ketilsson, sem ljósmyndaði stúlkurnar fyrir keppnina, valdi „Ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja 1987“ í samráði við dómnefndina. Keppnin, sem nú var haldin í Stapa, tókst í alla staði mjög vel. Krýningarkvöldið hófst með fordrykk og borðhaldi kl. 19 og síðan rak hver dagskrárliðurinn annan. Áður en kynningin á stúlkunum hófst söng Einar Júlíusson, hinn eini og sanni, nokkur lög með hljómsveit kvöldsins, Klassík, við mikla hrifningu. Undir borðhaldi lék Steinar Guðmundsson. Félagi hans og kynnir
Samtímasaga Suðurnesja í fjóra áratugi Á þessu ári fögnum við þeim tímamótum að Víkurfréttir hafa komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980 hafa komið út nærri 1900 tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og fréttirnar næstum óteljandi. Til að fagna afmæli Víkurfrétta á þessu ári ætlum við reglulega að glugga í gömul blöð og rifja upp fréttir, sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel að heyra í fólki og taka stöðuna eins og hún er í dag.
ÁRÍÐANDI ORÐSENDING TIL FÉLAGSMANNA STFS Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja á félagssvæði STFS. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 17. febrúar til 19. febrúar 2020.
Boðið verður upp á að kjósa á skrifstofu félagsins á skrifstofutíma milli kl. 9 og 16. Allir kosningabærir félagsmenn fá send kjörgögn á næstu dögum í smáskilaboðum eða með tölvupósti. Kjörstjórn STFS
kvöldsins, Kjartan Már Kjartansson, stóðst ekki mátið og lék á fiðluna í nokkrum lögum. Ingimar Eydal, sem
hljómsveitin Klassík fyrir dansi, sem dunaði í glæsilega skreyttum Stapa til kl. 3 um nóttina.
„Séð til þess að við værum grannar og í góðu formi“ „Já ég man þennan tíma bara nokkuð vel, þurfti nú aðeins að skoða myndir til að rifja þetta upp. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt og margar góðar minningar sem maður á frá þessum tíma. Við þurftum að vera í góðu formi og GRANNAR og ef við vorum það ekki í byrjun þá var alveg séð til þess að við myndum ná því fyrir lokakvöldið. Við vorum í leikfimi hjá henni Birnu og svo vorum við mældar og vigtaðar þannig að það var ótrúlega mikið aðhald,“ segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir.
Mikið húllumhæ í kringum þetta
„Ég fór nú bara í þetta til að hafa gaman og gera eitthvað skemmtilegt. Ég var nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem ég hafði verið au pair í eitt ár og var búin að vera heima í viku þegar hringt var í mig. Fyrst sagði ég nei, fannst þetta frekar asnalegt, en svo fór ég og hitti Ágústu og Birnu. Kolla sem var ungfrú Suðurnes 1986 var vinkona mín og hún ýtti svolítið á mig að taka þátt. Á þessum tíma fékk keppnin alveg ótrúlega mikla athygli og mikið húllumhæ í kringum þetta allt, sem var mjög gaman og við stelpurnar vorum mjög uppteknar í myndatökum og viðtölum í Víkurfréttum, auðvitað. Meira að segja var gert VHS-vídeó þar sem fylgst var með okkur stelpunum í undirbúningnum, viðtöl við þá sem komu að keppninni og kvöldið sjálft. Mig minnir að þetta vídeó hafi svo verið selt á almennum markaði, kannski lumar fólk á þessu vídjói í skápnum sínum eða í kassa á háaloftinu?“
Troðfullt í Stapanum HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
átti að sjá um „dinner-tónlistina“, veiktist rétt fyrir keppnina og sá sér því ekki fært að mæta. Að lokinni krýningu lék
Kristín Jóna segir fegurðarsamkeppnina hafa verið stóran viðburð. „Kvöldið sjálft var svakalega flott, Stapinn í sparibúningi og mikið lagt í alla umgjörð. Það var troðfullt út úr
dyrum. Þetta var aðalgalakvöld Suðurnesja, svolítið svona eins og þorrablótin eru núna kannski. Þú varst ekki maður með mönnum nema að mæta á Ungfrú Suðurnes. Það var bara góð stemmning í hópnum. Þetta voru skemmtilegar stelpur og við náðum vel saman, svona flestar og auðvitað var einhver samkeppni en er það ekki alltaf þegar fólk er að keppa?“
Fegurð kemur innan frá
„Ég er ekki viss um að í dag væri hægt að halda svona keppni, þetta var bara andinn þá. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið einhver tækifæri eftir keppnina
en þetta opnaði kannski einhverjar dyr. Í dag, með alla þessa vefmiðla, þá mundi ég sennilega ekki treysta mér í svona keppni. Svo er það hin umræðan, hvernig er hægt að keppa um fegurð og hvað er fegurð? Ég segi alltaf að fegurð komi innan frá. Ég veit að það eru ekki allir sammála og hægt að ræða þetta endalaust. Þegar ég horfi til baka þá var þetta skemmtilegur tími og gerði mér bara gott. Ég segi ekki að ég fái ekki kjánahroll og hugsi bara „Guð minn góður“ þegar ég sé myndir frá þessum tíma en það má alveg og það má líka alveg hlæja, það er nú bara hollt,“ segir Kristín Jóna að lokum.
fimmtudagur 13. febrúar 2020 // 7. tbl. // 41. árg.
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Orlofshús VSFK Páskar 2020 Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is orlof.is/vsfk (Grænn takki merktur Orlofshús) Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 8. apríl til og með miðvikudagsins 15. apríl 2020. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudagsins 26. febrúar 2020. Úthlutað verður 27. febrúar samkvæmt punktakerfi.
Vilborg er stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga
Ef maður þorir ekki að gera mistök þá lærir maður aldrei af þeim
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Orlofsstjórn VSFK
Körfuknattleikskonan Vilborg Jónsdóttir, sem leikur með 1. deildar liði Njarðvíkur, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti með liðinu. Vilborg er stigahæst í liðinu og á einnig flestu fráköstin og stoðsendingarnar. Njarðvíkingar hafa staðið sig vel það sem af er tímabili og eru eins og staðan er nú í fjórða sæti deildarinnar. Í samtali við Víkurfréttir segist Vilborg hafa það á tilfinningunni að liðið sé á uppleið með hverjum leik. „Frammistaða liðsins er búin að vera svolítið upp og niður en mér finnst ekki vanta viljann og dugnaðinn í að bæta hana með hverjum degi. Tímabilið er búið að ganga alveg ágætlega, við höfum verið svolítið klaufskar þegar kemur að því að klára leiki en aftur á móti þá finnst mér liðið vera á uppleið. Þegar ég lít á mína frammistöðu þá hugsa ég um það hvernig hún hjálpar liðinu til sigurs og það fer eiginlega bara eftir leikjum hversu sátt eða ósátt ég er með hana.“ Í síðustu viku mættu Njarðvíkingar B-liði Keflavíkur í Blue-höllinni og sigruðu en úrslit leiksins urðu 57:70. Aðspurð segir Vilborg það alltaf gaman að vinna leiki, sama gegn hvaða liði það sé, en þó sé það alltaf aðeins sætara að vinna Keflvíkinga á þeirra heimavelli. Á milli leikja segir hún liðið æfa stíft. „Við æfum alla daga vikunnar og á milli leikja æfum við vel þangað til degi fyrir leik. Þá er það skotæfing og svo er farið yfir andstæðingana sem liggja fyrir hverju sinni.“ Aðspurð hver lykillinn að því að verða stiga-, frákasta- og stoðsendingahæst segir Vilborg þetta allt saman snúast um aukaæfingar og sjálfstraust. „Að þora að vera til. Ef maður þorir ekki að gera mistök þá lærir maður aldrei af þeim. Ég reyni líka að pæla ekki of mikið í þessum tölum af því á endanum eru þetta bara tölur.“ Njarðvíkingar munu mæta Grindavík B þann 18. febrúar í Njarðtaksgryfjunni. Vilborg segist klár í þann leik. „Markmið tímabilsins er að gera betur en síðast, að verða betra lið og bæta einstaklingshæfileikana okkar. Ég myndi segja að markmið okkar sé líka að komast í „playoffs“ og vonandi gera betur þar heldur en við gerðum á síðasta tímabili. Svo er náttúrlega stærsta markmiðið að komast upp í Domino’s-deildina á endanum.“
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Öll úrslit og íþróttafréttirnar af Suðurnesjaliðunum eru á
vf is
Eftirlitsmaður nýframkvæmda í eignaumsýslu Reykjanesbæ Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða eftirlitsmann með nýframkvæmdum og endurbótum eigna. Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, sýnir frumkvæði og hefur mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Starfssvið: • Umsjón með nýframkvæmdum og endurbótum fasteigna. • Gerð framkvæmdaáætlana. • Stýring framkvæmda. • Eftirlit með framkvæmdum. • Tilfallandi verkefni á Umhverfissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í verk-, tækni- eða byggingarfræði, eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking á byggingaframkvæmdum er skilyrði. • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar æskileg. • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
• Hæfni til ákvarðanatöku og sjálfstæðra vinnubragða. • Góð almenn tölvukunnátta. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Gild ökuréttindi eru skilyrði. • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 24.febrúar 2020. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, í gegnum netfangið gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is.
facebook.com/vikurfrettirehf
Mundi
twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
& Munda
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Ósk & Óskar
Frábær árangur Suðurnesjadansara Það er óhætt að segja að Danskompaní, listdansskóli Suðurnesja, hafi komið, séð og sigrað í undankeppni Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu á sunnudag. Þar voru samankomnir dansnemendur alls staðar af landinu sem freistuðu þess að vinna sér keppnisrétt í Dance World Cup sem fram fer í Róm í sumar. Til þess þurfti atriði að ná að lágmarki 70 stigum og vera í fyrsta til þriðja sæti í sínum flokki. Um 20.000 dansarar frá 65 löndum taka þátt í sams konar undankeppnum og um sex þúsund dansarar vinna sér þátttökurétt í lokakeppninni. Til að gera langa sögu stutta þá fór Danskompaní til keppni með 36 nemendur og 21 atriði sem öll lentu á verðlaunapalli og unnu sér þátttökurétt í Róm. Þar af lentu sextán atriði í fyrsta sæti, tvö atriði í öðru sæti og þrjú atriði í þriðja sæti. Vægast sagt ótrúlegur árangur og augljóslega gríðarlegur metnaður á ferð í herbúðum Danskompanís. Nú hefst undirbúningur af fullum krafti fyrir aðalkeppnina í Róm og verður spennandi að fylgjast með frammistöðu Danskompanís á stóra sviðinu.
Ég er örugglega ekki ein um það að vera orðin þreytt á kyngeringu alls. Oftar en ekki þá heyrir maður það viðhorf að það sé eðlilegt að kyngera flestallt. Ég meina „konur eru frá Mars og karlar frá Venus“, „konur eru ekki eins og karlmenn“ og allir þessir hefðbundnu kynjafordómar. Ég deili ekki þessum skoðunum. Ég er einfaldlega orðin þreytt á því að horfast í augu við þá staðreynd að við þurfum enn að berjast fyrir því að kvenkynið sé metið til jafns við karlkynið. Berjast fyrir því að konur eru líka menn. Berjast fyrir því að konur fái sömu tækifæri til viðurkenninga og karlmenn. Árið er 2020 en stundum líður mér eins og það sé 1920. En hvað hefur áorkast á þessum 100 árum? Ég las grein á World Economic Forum um daginn og þar kemur fram að við sem búum í Vestur-Evrópu eigum enn eftir 54 ár til þess að ná fullu jafnrétti. Í heiminum öllum þá eigum við enn 99,5 ár í að ná fullu jafnrétti kynjanna. 99,5 ár, takk fyrir túkall! En aftur að Óskarnum og hvernig birtingarmynd ójafnréttis kemur ber-
LOKAORÐ
Ég var eflaust ekki í fámennum hópi Íslendinga sem horfði og hlustaði á hina íðilfögru rödd Keflvíkingsins Huldu Geirsdóttur lýsa því þegar Hildur Guðnadóttir varð fyrst Íslendinga til þess að vinna hin eftirsóttu Óskarsverðlaun sem sýnd voru í beinni útsendingu á RÚV. Hildur er ekki eingöngu Íslendingur í húð og hár, hún er líka kona. Þvílíkt afrek. Þvílík manneskja. Já, hæfileikar spyrja ekki um landamæri. En spyrja hæfileikar um kyn?
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR lega í ljós þar. Samkvæmt grein sem var skrifuð í The Guardian þann 6. febrúar síðastliðinn þá hafa konur fengið 11,5% af öllum tilnefningum til Óskarsverðlauna frá upphafi verðlaunanna 1929 til dagsins í dag. 11,5%! Á sama hátt eru aðeins 11% af vinningshöfum konur. Það sem meira er, að það eru fleiri karlmenn sem hafa hlotið hin eftirsóttu Óskarsverðlaun en allar þær konur sem hafa verið tilnefndar frá upphafi. Pælið í þessu. En að því jákvæða við verðlaun Hildar. Hildur er fyrst Íslendinga til þess að vinna Óskarinn. Hildur er líka kona. Hæfileikar spyrja nefnilega ekki um kyn. Við verðum að halda áfram að berjast. Hættum að kyngera allt. Fyrir komandi kynslóðir. Fyrir okkar afkomendur. Við konur og sömuleiðis karlmenn verðum að halda áfram. Jafnrétti er ekki bara fyrir konur. Jafnrétti er fyrir alla. Ég á mér þá ósk að við náum fullu jafnrétti kynjanna áður en 99,5 ár líða. Hildur átti sér ósk um að vinna Óskar. Hildur fékk sína ósk uppfyllta. Fyrsta konan sem vinnur ein þessi verðlaun í sínum flokki. Hildur veitir mér von.
Honda útsalan heldur áfram!
Honda Jazz
Honda CRV
Honda Civic 5 dyra
Lækkað verð 2.490.000 kr.
Lækkað verð 3.590.000 kr.
Lækkað verð 2.690.000 kr.
árg. 2018, ekinn 11 þús., sjálfskiptur
árg. 2017, ekinn 65 þús., sjálfskiptur
árg. 2018, ekinn 12 þús., sjálfskiptur
Honda HR-V
Honda Civic Toureer
Honda Civic Comfort
Lækkað verð 1.690.000 kr.
Lækkað verð 1.990.000 kr.
Lækkað verð 2.690.000 kr.
árg. 2016, ekinn 81 þús., sjálfskiptur
árg. 2016, ekinn 37 þús., sjálfsk., bensín
árg. 2018, ekinn 9 þús., sjálfsk., bensín
við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is