Miðvikudagur 17. febrúar 2021 // 7. tbl. // 42. árg.
>> SÍÐA 16-17
Ævintýri sem fæstir fá að upplifa
Kraftur að færast í bólusetningar
Fögnum og gerum Helguvík græna – segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar n Kísilverksmiðja í Helguvík hefur skaðað samfélagið n Stóriðjudraumar þar hafa kostað Reykjanesbæ fjóra milljarða króna „Við fögnum þessari ákvörðun Arion banka. Þetta verkefni hefur skaðað samfélagið í Reykjanesbæ verulega mikið og þá hefur bæjarfélagið þurft að afskrifa um fjóra milljarða króna vegna stóriðjudrauma í Helguvík á síðustu árum,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanebsæjar, en Arion banki, eigandi Stakksbergs, félags utan um kísilverksmiðju United Silicon, telur litlar líkur á því að kísilverksmiðjan í Helguvík fari í gang aftur. Á uppgjörsfundi bankans í síðustu viku kom fram að hann teldi áhugavert að sjá aðra og grænni starfsemi eiga sér stað þar í framtíðinni. Friðjón tekur undir það. „Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur margoft lýst því yfir að við viljum ekki kísilver svona nálægt byggð.
Meirihlutinn stefnir á heilbrigða og græna atvinnustarfsemi í Helguvík. Við viljum minnka mengun og auka græna starfsemi. Við erum nú þegar í viðræðum við aðila í fiskeldi og fleiri fyrirtæki sem við munum kynna síðar,“ segir Friðjón. Stakksberg ehf., félag utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, er nú metið á 1,6 milljarða króna í bókum Arion banka en var 6,9 milljarðar kr. í lok mars 2019. Starfsemi í verksmiðjunni hætti í september 2017 og félagið sem rak hana fór í þrot í janúar 2018. Mikil andstaða hefur verið gagnvart starfseminni meðal bæjarbúa og eins bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ. Bæjarstjórn hefur það í hendi sér að hafna eða samþykkja tillögu að deiliskipulagi og þannig í raun hefur framtíð verksmiðjunnar í höndum sér. „Við erum bara mjög glöð með þessa stöðu. Tími mengandi stóriðju í Helguvík er liðinn,“ sagði Friðjón.
>> SÍÐA 4
>> SPORTIÐ
Teitur tjáir sig um útlendingana
FLJÓTLEGT OG GOTT! 34%
30%
25%
Allan sólarhringinn
329
299
229
áður 499 kr
áður 399 kr
áður 329 kr
kr/stk
Popcorners snakk 5 tegundir
kr/stk
Fulfil Triple chocolate deluxe - 55 gr
Opnunartími Hringbraut:
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/stk
Billys pan pizza Pepperoni eða original
HAFNARGATA 29 – LÚXUSÍBÚÐIR Í HJARTA KEFLAVÍKUR OPIÐ HÚS FIMMTUDAG KL. 20:00 TIL 21:00 HLUTDEILDARLÁN Í BOÐI FYRIR EINKASKOÐUN HAFA SAMBAND Á ALLT@ALLT.IS EÐA Í SÍMA 560-5500
EIGNIR AUGLÝSTAR Á WWW.ALLT.IS
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gargandi gleði með Gyltunum í Frumleikhúsinu Þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir eru að fara af stað með leiklistarnámskeið fyrir krakka fædda 2011 til 2015, elstu börn leikskóla og 1. til 5. bekk grunnskólabarna, en báðar hafa þær langa og góða reynslu af leikhúsvinnu. „Við byrjuðum með barnanámskeiðin síðastliðið haust í Frumleikhúsinu og strax varð ljóst að þetta var eitthvað sem þurfti þar sem strax var kominn biðlisti og mun færri komust að en vildu. Þess vegna ákváðum við að byrja aftur núna eftir að Leikfélag Keflavíkur frumsýndi farsann Beint í æð. Við erum í góðu sam-
starfi við leikfélagið sem er frábært enda aðstæður þar eins og best verður á kosið. Krakkarnir fá að kynnast leikhúsinu, leikhúsvinnunni, farið er í hópeflisleiki, undirstöðuatriði í söng, dansað og margt fleira. Sú breyting verður gerð í þetta skiptið að við endum með leiksýningu í vor þar sem fólki gefst kostur á að sjá krakkana á sviði. Okkur hefur alltaf langað að setja upp sýningu með þessum aldurshópi og sóttum því um styrk til Uppbyggingasjóðs Suðurnesja fyrir verkefninu,“ segja þær Guðný og Halla Karen. Námskeiðið er auglýst nánar á lk.is.
Guðbrandur gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, gefur kost á sér til þess að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég tel að reynsla mín eigi að geta nýst flokknum og hjálpað til við að ná þingsæti í kjördæminu á nýjan leik,“ segir Guðbrandur í tilkynningu um framboðið. Guðbrandur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm tuttugu ár og gegnir nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem hann hefur gert mörg undanfarin ár. Þá starfaði Guðbrandur einnig sem formaður og framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm tuttugu ár, sem formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í sex ár þar sem hann sat í stjórn í tæp tuttugu ár. Þá tók Guðbrandur einnig þátt í starfi Alþýðusambands Íslands um fjórtán ára skeið, bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum.
„Samfélagsmál í víðum skilningi þess orðs hafa verið mér hugleikin um árabil og ég hef áhuga á því að vinna, á vettvangi Viðreisnar, að því að bæta samfélagið okkar, þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt fyrir
Lýðheilsusjóður með milljón til Reykjanesbæjar
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hópsheiði 2, Grindavík, fnr. 2292309, þingl. eig. Iðnó ehf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Skatturinn, þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 09:00. Faxabraut 34B, Keflavík, fnr. 208-7472, þingl. eig. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 09:35. Garðavegur 13, Keflavík, fnr. 2087741, þingl. eig. Heiða Rós Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Hús-
næðissjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 09:45. Suðurgata 27, Sandgerði, fnr. 2259822, þingl. eig. Tos smíði ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 10:20.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 15. febrúar 2021
þjóðina að frjálslynd öfl á miðju stjórnmálanna nái árangri í næstu kosningum og fyrir því vil ég berjast,“ segir Guðbrandur Einarsson. Hann er giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara, og eiga þau fimm uppkomin börn.
Fagna félagsaðstöðu fyrir eldri borgara
Lýðheilsusjóður hefur veitt einnar milljónar króna styrk til Reykjanesbæjar. Styrkurinn snýr að foreldranámskeiði fyrir foreldra utan vinnumarkaðar til þess að styrkja þau sem leiðtoga barna sinna í anda Allir með! verkefnisins. Markmið er að foreldrar geti enn frekar stutt við börn og fylgt þeim eftir í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi en námskeiðið verður á vegum Kvan. Lýðheilsurráð Reykjanesbæjar fagnar verkefninu og telur afar brýnt að sinna málaflokknum, sér í lagi í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
– og hvetja bæjaryfirvöld til að byggja samhliða yfir dagdvöl Hugmyndir að byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð voru ræddar á síðasta fundi öldungaráðs Grindavíkur og farið yfir þau drög sem lögð voru fram á síðasta fundi ráðsins. „Í þeim drögum virtist vanta aðeins upp á framtíðarsýn og þá fjölgun eldri borgara sem vænta má á næstu tugum ára,“ segir í fundargerðinni. Einnig komu fram ýmis sjónarmið er varðar uppbyggingu rýma innan þessarar aðstöðu og mikilvægt að hugað sé að eldhúsaðstöðu líkt og til að mynda er í félagsaðstöðu eldri borgara í Árborg. „Vert að minna á að nú er Grindavíkurbær að leigja eldhúsaðstöðu af HSS til þess að framleiða þann mat sem boðið er upp á fyrir eldri borgarana okkar í hádeginu og hefur gefið góða raun,“ segir jafnframt í fundargerðinni. Í ályktun sem öldungaráðs samþykkti segir: „Öldungaráð Grindavíkur fagnar því að fyrirhugað sé að byggja félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Grindavík. Ráðið telur nauðsynlegt að byggt verði um leið húsnæði fyrir dagdvöl aldraðra. Ráðið telur að byggja eigi húsið upp á tvær hæðir, þar sem dagdvöl aldraðra væri staðsett á annarri hæð hússins. Með því næðist
fjárhagslegur ávinningur þar sem byggður yrði einn púði, einn húsgrunnur og eitt þak. Ef þetta yrði ekki gert þyrfti að byggja annað sjálfstætt húsnæði síðar fyrir dagdvölina með umtalsverðum kostnaðarauka og óhagræði fyrir bæði starfsmenn og vistmenn. Með því að byggja í einu og sama húsinu fyrir félagsaðstöðuna og dagdvölina næðust samlegðaráhrif þar sem dagdvölin gæti nýtt sér félagaðstöðuna samhliða dvöl sinni hjá dagdvölinni. Því skorar Öldungaráð Grindavíkur á bæjarstjórn Grindavíkur að horfa til framtíðar með fyrirhugaða byggingu og sjá til þess að húsið verði byggt upp á tvær hæðir og hýsi þar með bæði félagsaðstöðu aldraða og þjónustu dagdvalar í sama húsi. Og taka um leið tillit til væntanlegrar fjölgunar aldraðra á komandi árum í Grindavík.“
Kaupa sláttuvél á tæpar níu milljónir Golfklúbbur Grindavíkur er að kaupa nýja brautarsláttuvél fyrir golfvöllinni að Húsatóftum við Grindavík. Í fjárfestingaáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir 6,5 milljónum króna til verksins. Vélin kostar 8.640.816 kr. og á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur var óskað eftir viðauka að fjárhæð 2.141.000 króna til að mæta verðmuninum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verið fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Byggja brýr á milli ólíkra menningarheima Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur veitt umsögn um menningarstefna Reykjanesbæjar 2020–2025 en menningar- og atvinnuráð óskaði nýverið eftir umsögninni. Í svari velferðarráðs segir að drög menningarstefnunnar eru vel unnin og metnaðarfull þar sem hugað er að jöfnu aðgengi fyrir alla íbúa. Velferðarráð leggur þó til að síðasta setningin í kaflanum „Að móta sérstöðu“ verði þannig: „Sérstaklega verði gætt að því að efla og styrkja viðburði og starfsemi sem tengjast fjölmenningu og byggja brýr á milli ólíkra menningarheima.“
Kíktu daglega á
vf is
Ánægðari viðskiptavinir s. 440–2450 | sudurnes@sjova.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kraftur að færast í bólusetningar á Suðurnesjum — segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarforseti á heilsugæslusviði HSS. Hlutfall Covid-19 bólusetninga lægst á Suðurnesjum vegna þess að meðalaldur er lægri.
Borgargarðurinn – ný plata með Matta Óla
Þann 20. febrúar 2021 kemur út ný plata með Matta Óla sem hefur fengið heitið Borgargarðurinn. Það er ekki tilviljun að Matti skuli velja þann dag til að gefa plötuna út því þá verða liðin nákvæmlega 30 ár frá því að honum, ásamt skipsfélögum hans á Steindóri GK, var bjargað hetjulega af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar úr hrikalegum aðstæðum á strandstað undir Krýsuvíkurbjargi. Matti velur að halda upp á daginn með því að gefa út plötu, enda fátt sem fangar fegurð lífsins betur en tónlist. Matti Óla semur lög, syngur og segir sögur um lífið eins og það er í öllum sínum margbreytileika. Hann hefur fengið að reyna ýmislegt á lífsins leið sem skilar sér í textum sem eru í senn einlægir og mannlegir og tónlist sem ber skýr merki höfundarins. Borgargarðurinn er þriðja plata Matta Óla, en frumraun hans, Nakinn, kom út árið 2005 auk þess sem ... og svo leið tíminn kom út í fyrra. Það er Smástirni sem gefur Borgargarðinn út en platan er að stórum hluta tekin upp í hljóðveri útgáfunnar í Sandgerði undir stjórn Smára Guðmundssonar sem jafnframt hljóðblandaði hana. Aðrar upptökur voru gerðar af Inga Þór Ingibergssyni í Keflavík og Kristni H. Einarssyni í Hafnarfirði. Það eru ýmsir tónlistamenn
sem leggja Matta Óla lið á plötunni bæði með söng og hljóðfæraleik. Heyra má Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Siggu Mayu syngja, Hlynur Þór Valsson syngur, blæs í munnhörpu og blokkar bassa í einu lagi, Halldór Lárusson er með áslátt og líka Ingi Þór Ingibergsson, Ólafur Þór Ólafsson leikur á ýmis strengjahljóðfæri og raddar, Smári Guðmundsson læðir inn nokkrum Hammond-nótum og Kristinn H. Einarsson töfrar fram hljómborðstóna. Í aðalhlutverki er þó Matti sjálfur með sína lífsreyndu rödd og sérstæða gítarleik. Það var svo listakonan Gunna Lísa sem gerði umslag plötunnar. Búið er að dreifa fyrsta laginu af plötunni til útvarpsstöðva, en það ber heitið Háklassi 101.
Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði kostar allt að 2,8 milljónum Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að farið verði í stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði Reykjanesbæjar og áætlaður kostnaður við verkið er á bilinu 2,1 til 2,8 milljónir króna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, kynnti málið á síðasta fundi bæjarráðs þar sem lögð voru fram drög að verkefnasamningi við RR ráðgjöf ehf. Markmið stjórnsýsluúttektar á velferðarsviði Reykjanesbæjar er að draga fram alla þjónustuþætti sem varða farsæld barna hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar, flokka þá og skilgreina hvaða þjónustuþættir falla undir hvert þjónustustig líkt og þau eru skilgreind í frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þetta kemur fram í gögnum síðasta fundar velferðarráðs Reykjanesbæjar þar sem Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti tillögur Expectus að úrbótum á sviðinu og drög að verkefnasamningi við RR ráðgjöf sem bæjarráð hefur samþykkt.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
„Það er aðeins að aukast krafturinn í bólusetningum hér á Suðurnesjum og lítur út fyrir að við byrjum að bólusetja elstu árgangana 80 ára og eldri í næstu viku,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarforseti á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nú virðist þó berast meira bóluefni til landsins og segir Andrea að HSS sé búið að fá staðfestingu á því að stofnunin fái bóluefni í næstu viku til að halda áfram að bólusetja elstu árgangana. „Ekki hefur þó enn fengið staðfest í hvaða magni, því verðum við að sjá til hvað við komumst langt með það,“ segir hún.
breyst aðeins frá upphaflegu reglugerðinni sem gefin var út, þó ekki meira en svo að elstu og veikustu íbúarnir voru settir ofar á listann. Við erum nú búin að bólusetja alla íbúa hjúkrunarheimila hér á Suðurnesjum og erum að klára að bólusetja alla skjólstæðinga heimahjúkrunar nú í vikunni sem er mjög ánægjulegt.
Hvernig hefur bólusetningin gengið? „Við erum tvær á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem erum svokallaðir „listamenn“ í covid bólusetningakerfinu, en orðið „listamenn“ hefur ekkert með list að gera, heldur er það nafn sem verkefnastjóri Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins fann upp fyrir þann hóp einstaklinga um allt land sem sjá um að forskrá hópa í bólusetningakerfið. Tölvukerfið sem heldur utan um bólusetningarnar er sama kerfið og heldur utan um covid sýnatökur á landamærum og á heilsugæslum um allt land, en þar er hægt að skrá fólk og senda þeim boð í sýnatökur og í bólusetningu með sms skilaboðum og strikamerki með aukenni um leið. Þetta tölvukerfi hefur létt okkur heilmikið vinnuna og gert sjálfvirknina meiri. Við listamenn byrjuðum að safna í listana og skrá þá eftir forgangsflokki sóttvarnarlæknis í byrjun desember sl. og áttu allir forgangslistar að vera tilbúnir í kerfinu um miðjan desember, það gekk því mikið á að safna þessum upplýsingum og flokka hópana. En nú á líka að vera auðvelt að boða ýmsa hópa þegar kemur að þeirra forgangi. Listamenn geta sent út sms skilaboð með strikamerki og boðað þannig ákveðna hópa eða jafnvel einstaklinga úr hópum í bólusetningar. Embætti landlæknis hefur sett inn í kerfið árgangahópana eftir þjóðskrá, þannig munu þeir einnig setja í kerfið þá hópa sem eru í auknum áhættuhópum vegna undirliggjandi sjúkdóma, en það mun verða skilgreint hjá embættinu og það er verið að vinna þá vinnu núna.“
Hvers vegna hafa fæstar bólusetningar verið á Suðurnesjum? „Ástæða fyrir því Suðurnesin eru með fæstu bólusetningarnar núna er sú að Suðurnesin er ungt samfélag, meðalaldurinn er lægri en annarsstaðar á landinu og því myndast þessi skekkja í stöplaritinu og virðist sem aðrir séu jafnvel að fá meira bóluefni. Við erum að fá þriðju tegundina af bóluefni í þessari viku og eykur það flækjustigið aðeins, en það er mikil vinna að halda utan um alla hópana sem verða bólusettir með mismunandi bóluefni, en bóluefnin eru þannig að mislangur tími er á milli fyrri og seinni bólusetningu eftir bóluefnum og því þarf að passa uppá að allir fái rétt bóluefni, en bólusetja verður með sama bóluefni í fyrri og seinni bólusetningu. Því er gott tölvuforrit mjög mikilvægt í þeirri vinnu. Nýjasta bóluefnið sem við erum að fá núna er bóluefni Astra Zenica en það á að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila og sambýla með því bóluefni, þar sem það er ekki gefið upp fyrir eldri en 65 ára einstaklinga.“
Hvernig er bóluefninu dreift um landið? „Öllu bóluefni er dreift miðlægt frá Embætti landlæknis og er okkur úthlutað ákveðið magn af bóluefni í fyrir fram ákveðna hópa sem embættið stýrir. Forgangshóparnir hafa
Hvar hafið þið verið með bólusetningarnar? „Þetta er það stórt verkefni að fleiri þurfa að koma að. Við erum búin fá mjög góða aðstöðu hjá Landhelgisgæslunni á Ásbrú til að bólusetja og höfum nú þegar bólusett nokkur hundruð manns þar. Við ættum að geta bólusett um 200 manns þar á klukkustund ef allt gengur samkvæmt áætlun hjá okkur. Í hvert sinn sem við bólusetjum höfum við nokkra hjúkrunarfræðinga, lækni, sjúkraflutningsmenn og sjúkrabíl á staðnum, enda höfum við átt mjög gott samstarf með Brunavörnum Suðurnesja, Lögreglunni og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í allri undirbúningsvinnu og á bólusetningastað.“
Hafiði fengið mikið af fyrirspurnum frá fólki vegna bólusetningar? „Við höfum fundið fyrir því að íbúar hafa sótt fast í upplýsingar um hvenær þeir fá bólusetningu, og það hefur verið mikið hringt á HSS og sendur tölvupóstur og skilaboð í heilsuveru til að fá upplýsingar. Við skiljum þessar spurningar vel, að fólk vilji fá bólusetningu sem fyrst og geta gert einhverjar ráðstafanir að minnsta kosti vita hvenær það fái bólusetningu. Við höfum því miður ekki haft neinar upplýsingar til að gefa fólki annað en þær að það fái boð þegar kemur að þeim. Við höfum ekki þessar upplýsingar. Þetta ræðst allt af framboði af bóluefni til landsins. Þetta er ekki í okkar höndum. Við höfum fengið að vita um magn og tímasetningu bóluefna með mjög stuttum fyrirvara Við höfum boðað fólk í bólusetningar með mjög stuttum fyrirvara, allt að sólarhring áður, jafnvel samdægurs. Bóluefnið er viðkvæmt og þegar það kemur til okkar höfum við ekki marga daga til að koma því út. Eftir blöndun á bóluefninu er hægt að nota það í 6 klukkustundir áður en það skemmist og ef fólk mætir ekki í bólusetningu og lætur ekki vita þá þarf að finna einhvern óbólusettan í snatri og koma efninu í viðkomandi. Um daginn vorum við að bólusetja á Ásbrú um 130 einstaklinga sem voru boðaðir en þrír mættu ekki á staðinn og því voru þrír skammtar ónotaðir, þá var farið í listana góðu og hringt í 3 elstu óbólusettu íbúana á Suðurnesjum og þeir boðaðir á heilsugæsluna, þangað mættu þeir einn 97 og tveir 98 ára, eldsprækir og fengu sína fyrri bólusetningu.“ Munu allir frá boð um bólusetningu og hvernig þá? „Það munu allir fá boð í bólusetningu, allra elstu árgangarnir fá skilaboð í síma ásamt símtali frá HSS, Þeir sem ekki erum með farsíma fá símtal frá HSS. Við munum einnig koma upplýsingum á framfæri á heimasíðu HSS hss.is og Facebook síðu stofnunarinnar. Einnig biðlum við til aðstandenda eldri íbúa að fylgjast með á samfélagsmiðlum og aðstoða við upplýsingamiðlun. Það hefur því verið mikil áskorun að skipuleggja þessar bólusetningar til þessa. Þegar kallið kemur þarf að boða fólk í bólusetningu og til þessa hefur það talist langur fyrirvari að fá nokkra daga, það þarf að hóa í mannskap til að vinna, en við höfum verið einstaklega heppin hvað starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er tilkippilegt í svona aukavinnu þrátt fyrir að vera búið að standa vaktirnar sínar er það tilbúið að koma og aðstoða í bólusetningum með nánast engum fyrirvara. Samhliða eru þið með sýnatökur, hvernig hefur þróunin verið þar? „Samhliða bólusetningaverkefninu okkar höfum við á hinum kantinum sýnatökurnar og í hvert sinn sem við teljum ástandið þar vera að hægjast þá kemur eitthvað nýtt uppá. Það nýjasta á þeim vettvangi eru sýnatökur fyrir brottför af landinu og vottorð þar að auki, helst ekki eldra en 24 tíma gamalt. Það kemur alltaf eitthvað upp sem heldur okkur á tánum, enda HSS fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður,“ sagði Andrea Klara.
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! -27% -40%
-55% Kalkúnaleggir Lausfrystir
399
Lamba ribeye
KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG
3.153 ÁÐUR: 4.319 KR/KG
-15%
Kengúru fille
3.824 ÁÐUR: 4.499 KR/KG
KR/KG
KR/KG
Ungnauta piparsteik
3.479 ÁÐUR: 5.799 KR/KG
HUMARVEISLA! Berlínarbolla 65 gr
-40%
Humar hátíðarsúpa 850 ml
1.193
KR/PK ÁÐUR: 1.729 KR/PK
83
KR/STK ÁÐUR: 139 KR/STK
-25%
-30%
-31% Humar án skeljar 800 gr
3.499 ÁÐUR: 4.999 KR/PK
-30% Graskersbrauð 508 gr
439
KR/STK ÁÐUR: 629 KR/STK
KR/KG
Aleppo gulrótarterta 800 gr
1.199
KR/STK ÁÐUR: 1.599 KR/STK
-25% Heilsuvara vikunnar!
Trönuberjasafi 750 ml
KR/PK
Avocado 700 gr
365
KR/PK ÁÐUR: 729 KR/PK
-50%
1.649
KR/STK ÁÐUR: 2.199 KR/STK
Tilboðin gilda 18.—21. febrúar
Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRNARPISTILL
KIRKJUGARÐUR STÓRIÐJUDRAUMA Í HELGUVÍK
V
erksmiðjubygging United Silicon og síðar Stakksbergs í Helguvík minnir marga á kirkjubyggingu. Sérstakt útlitið hefur vakið athygli en auðvitað miklu meira starfsemin í henni eða átti að fara fram. Að vinna kísilmálm til útflutnings. Saga þessarar starfsemi hefur verið þyrnum stráð. Þó ekki alveg. Í byrjun voru það góðar fréttir að það væri verið að byggja verksmiðju sem myndi skafa fullt af störfum og kaupa þjónustu af fyrirtækjum á Suðurnesjum. Það var erfitt atvinnuástand eftir bankahrun. Álverið sem átti að gera það sama var hvergi nærri að fara í gang svo þetta var tilraun númer tvö. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar var fylgjandi verkefninu því það vildu jú allir sjá fleiri störf. Tvær Suðurnesja skvísur, iðnaðarráðherra og eðalgrænn forseti bæjarstjórnar, tóku skóflustungu. Allir höfðu góða trú og enn meiri von. Þarna var ferðaþjónustufjörið ekki byrjað af neinu viti. Það gerðist skömmu síðar. Svo tók verksmiðjan til starfa en hún gekk aldrei réttan snúning. Enn bundu menn vonir við að þetta yrði í lagi og skoðanakönnun meðal íbúa sýndi það. Þeir höfðu enn trú en líklega enn meiri von, þrátt fyrir hrakfarir í byrjun. Svo var verksmiðjunni lokað (tímabundið) og opnuð aftur, aftur lokað
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent
og að endingu dó hún. Reykur og ljót mengun fór illa í fólk og verksmiðjan sem hafði trú og von hjá bæjarbúum og bæjaryfirvöldum missti það allt saman. Tilraun nýs félags í eigu Arion banka að endurbæta verksmiðjuna og endurbyggja til að selja til annars aðila var kynnt og málið rætt á opnum borgarafundi. Allt kom fyrir ekki. Nú vildi enginn kísilverksmiðju sem í raun skaffaði ekki mörg störf og gerði fátt annað en að rífa niður orðspor bæjarfélagsins. Og síðar sá Arion banki að það sama gæti gerst hjá honum. Að eiga svona mengunarskrímsli væri ekki gott fyrir orðsporið. Betra að afskrifa nokkra milljarða. Þó þeir séu orðnir tíu. Það er ódýrara og nú hækkar hlutabréfaverð allt að því daglega í bankanum. Og forráðamenn hans sögðu í síðustu viku að þeir
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
FRÉTTAVAKT Í SÍMA 898 2222
ætluðu ekki í stríð við bæjaryfirvöld og bæjarbúa sem vilja ekki sjá þessa starfsemi í Helguvík. „Niðurfærsla þessarar eignar Arion í Helguvík er vísbending um að litlar vonir séu um að verksmiðjan muni starfa aftur. Áhugavert væri að sjá aðra og grænni starfsemi þar í framtíðinni.“ Sem sagt, ekki alvitlausir hjá Arion. Undir þetta tekur formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í stuttu viðtali við Víkurfréttir um framtíð kísilverksmiðju í Helguvík. Fagnar ákvörðun Arion banka. Nú sé stefnan tekin á grænni starfsemi og eftir því sem formaður bæjarráðs segir eru fyrirtæki áhugasöm að mæta og mála Helguvík græna. Hef grun um að margir myndu vilja leggja því lið en kannski ekki að mála kísilkirkjuna þannig. Ekki er óíklegt að hún verði „jörðuð“. Það myndu eflaust margir vilja hjálpa til í því verkefni. Það má segja að í Helguvík sé kirkjugarður íslenskra stóriðjudrauma með hálfbyggðu álveri, yfirgefnu kísilveri og aflagðri fiskimjölsverksmiðju. Gleymum svo ekki teiknuðu kísilveri Thorsil sem átti að gnæfa yfir allt á Hólmsberginu. Páll Ketilsson
Fristundir.is sameinar allt frístundastarf á Suðurnesjum Frístundavefur Reykjaness hefur að geyma upplýsingar um frístundastarf fyrir alla aldurshópa sem í boði er á öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Hægt er að skoða framboð eftir aldri og eftir staðsetningu. Á vefnum má einnig finna hugmyndir af skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru. Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundadeildar Suðurnesjabæjar, hefur m.a. leitt vinnu við síðuna en verkefnið fékk styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Páll Ketilsson pket@vf.is
Orlofshús VSFK Páskar 2021 Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 3 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 31. mars til og með miðvikudeginum 7. apríl 2021. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is og smella á Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudagsins 1. mars 2021. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Umsóknir fyrir sumarið 2021 opna 8. mars 2021. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
„Fristundir.is er ný frístundasíða sem er upplýsingavefur fyrir allt það frístundastarf sem í boði er á Suðurnesjum fyrir alla aldurshópa. Við vildum gera nýja vefsíðu sem væri aðgengileg og auðvelt að finna hvað væri í boði.“ – Var það hugmyndin, að sýna framboðið á einni síðu? „Já. Fólk og krakkar eru að sækja frístundir á milli sveitarfélaga og því er aðgengilegast að hafa þetta allt á einum stað.“ – Hvernig gekk vinnan við síðuna? „Hún gekk mjög vel og allir sammála um að hafa þetta svona aðgengilegt og við erum ótrúlega ánægð með útkomuna.“ – Það er mikið framboð af frístundastarfi og í raun fátt sem ekki er í boði á Suðurnesjum? „Já, við getum sagt það. Það er mjög fjölbreytt framboð fyrir alla aldurshópa. Það er því um að gera að skoða síðuna vel – og ef fólk er með eitthvað í boði sem er ekki inni á síðunni okkar, þá hvetjum við til þess að haft sé samband við okkur, svo því verði bætt á síðuna.“ – Er markmiðið líka að hvetja til hreyfingar? „Að sjálfsögðu. Þeir sem standa að því að þessi síða var sett í loftið er samráðshópur um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum og við erum markvisst að vinna að því að efla heilsu íbúa á Suðurnesjum. Það er einmitt einn hluti af síðunni sem heitir útivist og samvera þar sem við erum með allskonar hugmyndir að stöðum og verkefnum fyrir fjölskyldur til að efla sína heilsu eða vera úti í náttúrunni í samveru.“
Rut Sigurðardóttir leiddi verkefnið Fristundir.is – Þið eruð með öll sveitarfélögin inni í þessu. Er það algengt að fólk sé að sækja frístundir á milli sveitarfélaga? „Já, sérstaklega er það úr minni sveitarfélögum því framboðið er mest í Reykjanesbæ en að eru líka dæmi um hitt. Það er mjög jákvætt að vinna saman að þessu.“ – Síðan er aldursskipt og það er hægt að skoða hvert sveitarfélag fyrir sig og hvað er í boði þar. Þetta höfðar til margra og það hefur verið markmiðið. „Að sjálfsögðu. Við viljum að hver sem er af íbúum Suðurnesja geti farið þarna inn og fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera og það sé við hans hæfi. Markmiðið er að hafa allt sem er í boði fyrir alla aldurshópa á Suðurnesjum þarna inni.“ – Þetta er mikið verkefni og þið létuð gera myndskeið með mörgu af því sem er í boði. „Við gerðum kynningarmyndband með myndum úr hreyfingu og íþróttum sem er í boði á svæðinu til að auglýsa síðuna og það tókst vel til. Við fengum líka styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum en þetta er hluti af aðgerðaáætlun sambandsins varðandi vaxandi Suðurnes. Styrkurinn frá sambandinu er ástæða þess að við gátum unnið að þessari vefsíðu.“ – Nú tengist þú sjálf mikið íþróttastarfi. Hver er tilfinning þín og ykkar sem eruð í framlínunni varðandi þátttöku barna og ungmenna
í íþróttum, liggur það beint við að allir fari í íþróttir eða er það ekki þróunin? „Það eru margir sem stunda íþróttir á ákveðnum aldri og alltaf að aukast framboðið fyrir þá sem eru yngstir. Það eru samt alltaf sömu áhyggjurnar er varða börn sem eru af erlendum uppruna og eins með unglingana að halda þeim sem lengst inni í íþróttunum og það eru áskoranir sem við erum að eiga við. Einnig hefur Covid sett strik í reikninginn og þátttaka í íþróttastarfi hefur dofnað í þessu ástandi og það er áskorun sem við þurfum að takast á við núna og snúa því við.“ – Hér er stórt hlutfall fólks af erlendum uppruna. Er að ganga betur að ná til þeirra? „Það er alltaf að ganga betur en það er langt í land að ná öllum með, eins og við viljum hafa það.“ – Þannig að þið eruð sátt við útkomuna? „Við erum ótrúlega sátt með útkomuna og styrkinn sem við fengum í þetta verkefni. Við ætlum að halda áfram að bæta við og gera síðuna virkari og fjölbreyttara framboð af frístundastarfi. Við óskum eftir samstarfi við tómstunda- og íþróttafélög varðandi það að hafa alltaf réttar upplýsingar og að fá upplýsingar um það sem er í boði hverju sinni. Við viljum að Fristundir.is sé alltaf með réttum upplýsingum og það þarf samstarf margra aðila svo það gangi upp.“
Það er lítið mál að mála!
Öll innimálning
20%
afsláttur
10l.
9l.
rt verð bæ
ð! ur
Frá
Lyktarlítil vatnsþynnanleg akrýlinnimálning. Þekur vel og gefur slitsterkt yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Notast á flest alla fleti innandyra t.d. spónaplötur, gips, múr og steinsteypu.
11.116 80602709
Almennt verð: 13.895
Tilboðsverð Fashion lakk 0,68l.
gljástig 40/80, allir litir. Vatnsþynnanleg og lyktarlítil olíumálning. Auðvelt að vinna með og gefur slitsterkt og fallegt yfirborð. Notast á flesta fleti innandyra t.d. panil, MDF, hurðir, glugga, karma, o.fl. Gljástig 40 eru svansmerkt.
Frá
Interiør 10
0,68l.
3.036 80603600
Tilboðsverð Kópal 10
Vatnsþynnanleg lyktarlaus plastmálning sem hylur einstaklega vel og ýrist lítið við rúllun. Kópal 10 er sérlega hentug í herbergi þar sem óskað er hálfmattrar áferðar.
13.516 86638240
Almennt verð: 3.795
Nýtt blað á byko.is
Frábær tilboð
Í samræmi við tilmæli almannavarna þá verður ekki boðið uppá sælgæti í verslunum BYKO á öskudag. Ákvörðun þessi er tekin að vel ígrunduðu máli til að koma í veg
fyrir hópamyndanir og tryggja sóttvarnir til fulls. Tilmæli almannavarna til foreldra og forráðamann eru þau að halda börnum í sínu hverfi og senda þau ekki í sælgætisleiðangra út fyrir hverfin.
Verslaðu á netinu á byko.is
1.352
Almennt verð: 16.895
m a nb
Tilboðsverð
sa rð
erðu ve !G Verð á lítra
ð! ur
1.235
m a nb
rt verð bæ
sa rð
erðu ve !G Verð á lítra
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
EIN MYND Á DAG
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Í 100 DAGA
– Ásdís Erla Guðjónsdóttir teiknar skopmyndir daglega og birtir á Instagram „Ég ákvað um áramótin að setja smá áskorun á sjálfa mig – að teikna 100 myndir, eða eina mynd á dag í 100 daga. Ég er teiknari en það hefur setið svolítið á hakanum hjá mér þar sem ég er í mörgu öðru. Ég er í smíðakennslu og búningasaum þannig að teikningin hefur orðið útundan. Ég er að þessu aðallega fyrir mig að hafa teikniblokkina við hendina og setjast niður og teikna,“ segir Ásdís Erla Guðjónsdóttir, smíðakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík, í viðtali við Víkurfréttir um áskorunina sem hún vinnur nú að.
Ásdís Erla er myndmenntakennari að mennt en hefur starfað sem smíðakennari í Myllubakkaskóla í Keflavík síðasta áratuginn. Það er þó hálfur annar áratugur síðan hún flutti til Reykjanesbæjar en Ásdís flutti með fjölskylduna frá Selfossi þegar eiginmaður hennar, Sölvi Rafn Rafnsson, hóf störf hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Þegar við tókum hús á Ásdísi Erlu var hún að vinna í þrítugustu og fimmtu myndinni af þeim eitthundrað sem hún ætlar að teikna. Myndirnar setur hún á Instagram og þá aðallega til að setja pressu á sjálfa sig. Þar hefur uppátækið fengið góð viðbrögð en myndirnar má finna á reikningi undir nafninu Díserla.
Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Guðbergur Reynisson hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fer fram 29. maí. Guðbergur er fæddur 1971, giftur fjögurra barna faðir og hefur rekið fyrirtækið Cargoflutningar ehf. síðan árið 2009. Guðbergur hefur verið ötull baráttumaður í gegnum ýmsa fjölmenna hagsmunahópa á Facebook eins og Stopp hingað og ekki lengra og Örlítinn grenjandi minnihluta. Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmis
baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir, eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu og afhendingaröryggi raforku en þó einna helst fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Guðbergs. Guðbergur er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá 2012 og sem formaður síðan 2016. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum flokksins eins og umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Þá situr hann í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á hans vegum. Guðbergur er formaður ÍRB, Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, og hefur komið víða við í íþrótta- og æskuliðsstarfi á svæðinu í gegnum árin, t.d. sem formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akstursíþróttasambands Íslands Aðaáherslumál Guðbergs eru atvinna, samgöngur og heilbrigðismál og sækist hann eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 29. maí næstkomandi.
KATLA FÉLAGSMANNASJÓÐUR Búið er að opna fyrir umsóknir í Kötlu félagsmannasjóð sjá nánar: katla.bsrb.is Katla er sjóður fyrir þá sem voru félagsmenn um lengri eða skemmri tíma á árinu 2020, sem starfa hjá sveitarfélagi og greiða í STFS.
Þörf fyrir dagdvöl aldraðra í Grindavík hefur aukist mikið. Þetta kemur fram í fundargerð öldungaráðs Grindavíkur frá 10. febrúar þar sem Stefanía Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri öldrunarþjónustu, fór yfir stöðu mála í öldrunarþjónustu í Grindavík Einnig ræddi Ingibjörg Þórðardóttir á fundinum um mikla aukn-
ingu í heimahjúkrun en hún jókst mikið á milli áranna 2018 og 2019 eða um114%. „Eldri borgurum fjölgar hér eins og annars staðar en um áramótin 2021 voru íbúar Grindavíkur 65 ára og eldri 363 talsins og áætlað að þeir verði um 550 talsins eftir tíu ár og 743 talsins eftir tuttugu ár,“ segir í fundargerð öldungaráðs.
Guðmundur Arnar í framboð fyrir Pírata í Suðurkjördæmi
Til að fá greitt úr sjóðnum þurfa félagsmenn að sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020. Sjóðurinn er jöfnunarsjóður sem til varð í síðustu kjarasamningum og greiðir til þeirra félagsmanna sem rétt eiga að hámarki kr. 80.000. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar, greitt verður úr sjóðnum í apríl.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Kynntu þér málið og sæktu um á heimasíðu okkar stfs.is
Auglýsingin er einnig á vefsíðu okkar www.stfs.is
Aukin þörf fyrir dagdeild aldraðra í Grindavík
Guðmundur Arnar Guðmundsson, gamalreyndur Pírati og sagnfræðingur búsettur í Reykjanesbæ, bíður sig fram í prófkjör Pírata. Hann situr í stjórn Pírata í Suðurkjördæmi og er ritari Pírata í Reykjanesbæ. „Ég er reynslubolti þegar kemur að grasrótarstarfi flokksins. Ég hef verið virkur þátttakandi í starfi Pírata frá upphaf og ávallt haft sérstakan fókus á starfið á Suðurnesjunum. Ég sat í kjördæmaráði Pírata í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2016, var í 4. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitarstjórnakosningunum
2018, kosinn formaður framkvæmdastjórnar Pírata sama ár og gegndi þeirri stöðu til haustsins 2020. Ég brenn fyrir að koma á betri pólitískri menningu á Íslandi og hef óbilandi trú á að lykillinn að því sé grunnstefna Pírata um gagnrýna hugsun, upplýstar ákvarðanir, réttindi borgara og friðhelgi einkalífsins. Án sterks lýðræðis, ábyrgðar kjörinna fulltrúa og gagnsærrar stjórnsýslu er lítil von um alvöru lýðræðisframfarir í samfélagi okkar. Píratar eru svarið,“ segir í tilkynningu um framboðið.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Myndefnið sækir Ásdís Erla í líðandi stund, hvort sem það er lífshlaupið sem nú stendur yfir, kórónuveiran eða önnur málefni innanlands sem utan. Þorrablót á Zoom og fyrirlestur um þarmaflóruna í sama forriti rata einnig á myndir. Þá bregður fyrir í myndunum hennar persónu sem heitir Vilfríður og er sjö ára frekjurófa. Þegar viðtalið var tekið hafði Vilfríði brugðið fyrir í tveimur myndum og svo skaut hún upp kollinum á þriðju myndinni á Valentínusardaginn þar sem hún var að gera pabba sinn gráhærðan. Áður hafði hún mætt áhorfendum í slæmu skapi því hún á ekki súrdeigsmömmu eins og öll önnur börn í skólanum og þá var hún líka búin að vera að ranghvolfa augunum eins og stelpan í áramótaskaupinu í þeirri von að augun myndu festast þannig.
„Ég veit ekki hvernig Vilfríður mun þróast. Kannski endar hún í barnabók, hver veit? Aðspurð um það hvort hún verði ekki uppiskroppa með hugmyndir að teikningum segir Ásdís Erla að hún sé dugleg að punkta hjá sér hugmyndir. Stundum nær hún að vinna sér í haginn og leggur grunn að nokkrum myndum fram í tímann, sérstaklega ef hún veit að það séu annasamir dagar framundan í öðru. Ásdís Erla teiknar myndirnar á pappír og myndar þær svo og setur texta á þær í myndvinnsluforriti áður en þær fara
á Instagram. Myndirnar setur hún svo í möppu til geymslu og frekari úrvinnslu síðar, því í dag veit hún ekkert hvert stefnan verður tekin með verkefnið og myndirnar. „Ég hef fengið fyrirspurnir á Instagram hvort ég ætli ekki að gefa þetta út,“ svarar Ásdís. Hún hefur fengið sterk viðbrögð við myndunum og sérstaklega á vinnustað sínum, Myllubakkaskóla. Þar bíði vinnu
félagarnir við snjalltækin alla daga eftir nýrri mynd. Ekki er föst regla á því hvenær myndirnar koma inn á Instagram en það sé þó yfirleitt undir kvöld sem það gerist. Ásdís Erla er myndmenntakennari að mennt og aðspurð hvort hún vilji ekki komast í þá kennslu frekar en að kenna smíðar segir hún svo ekki vera. „Ég elska að kenna smíði og finnst það eiginlega skemmtilegra en myndmenntakennslan. Þetta er svo fjölbreytt starf.“ Hún segist hafa poppað upp smíðakennsluna í skólanum frá því sem áður var. Smíðagripirnir eru öðruvísi í dag. Nú er verið að smíða standa undir snjallsíma og spjaldtölvur sem dæmi. Ásdís Erla er að kenna börnum frá öðrum bekk og upp í val í 10. bekk. Þá kennir hún einnig valgreinar í skiltagerð þannig að smíðakennslan er fjölbreytt. Hún segist elska það að vera í verkgreinum. „Það eru forréttindi að fá að starfa við það sem manni finnst skemmtilegt og börnin gefa manni svo mikið,“ segir Ásdís Erla Guðjónsdóttir, teiknari og smíðakennari, í viðtali við Víkurfréttir. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá myndskreytt viðtal úr Suðurnesjamagasíni sem er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.
KÖNNUN Á ÁFORMUM MARKAÐSAÐILA VARÐANDI UPPBYGGINGU FJARSKIPTAINNVIÐA F YRIRH U GUÐ ER LAGNING L J ÓSL E I ÐARAKE RF I S Í SVE I T ARFÉ LA G I N U S U Ð U R N E S J A B Æ SEM VEI TA Á ÖRUGGT Þ RÁ ÐBUNDI Ð NE T SAM BAND Í DRE I FB Ý LI S V E I T A R FÉ LA G S I N S . G ERT ER R ÁÐ FYR IR AÐ T E NGJ A ÖL L L ÖGHE I M I L I Í DRE I F B Ý LI S V E I T A R FÉ LA G S I N S . EIN N IG S TANDI EIGENDUM F RÍ ST UNDAHÚSA OG F Y RI R T Æ K J A S E M S T A Ð S E T T ERU Í SV EITAR FÉLAGI NU T I L BOÐA AÐ T E NGJ AST L JÓ S LE I Ð A R A K E R FI N U . G ERT ER RÁÐ FYRIR AÐ ÖL L UM ÞJ ÓNUST UVE I T UM V E R Ð I H E I M I LA Ð A Ð BJÓÐA Þ JÓNUS T U SÍ NA Á L J ÓSL E I ÐARAKE RF I N U G E G N G J A LD I . Með vísan í 45. gr. laga um opinber innkaup um markaðskannanir er auglýst eftir: A. Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingum eða annarri þráðbundinni netþjónustu í sveitarfélaginu Suðurnesjabæ á næstu þremur árum á markaðslegum forsendum. B. Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn svari lið A hér að ofan.
C. Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða í sveitarfélaginu Suðurnesjabæ sem er tilbúinn að leggja þá innviði til við uppbygginguna gegn endurgjaldi, sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B hér að ofan á jafnræðisgrundvelli.
Áhugasamir skulu senda tilkynningu til Suðurnesjabæjar með rafrænum hætti á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 24. febrúar 2021. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir senda á netfangið gg@raftel.is. Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir Sveitarfélagið Suðurnesjabæ né þá sem sýna verkefninu áhuga.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þrjátíu nemendur í Sjávarakademíunni
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Þrjátíu nemendur hófu nýlega nám í Sjávarakademíunni. Þetta er í annað skiptið sem boðið er upp á námsleiðina en markmið Sjávarakademíunnar er að efla þekkingu og áhuga á stofnun fyrirtækja og nýsköpun sem tengist bláa hagkerfinu. Eins og á fyrri önn sóttu yfir 90 nemendur um námið og voru 30 nemendur valdir í staðar- og fjarnám. Nemendur koma úr öllum landsfjórðungum af hinum ýmsu iðn- og stúdentsbrautum ásamt nýnemum á framhaldsskólastigi. „Við erum mjög spennt yfir því að halda af stað aftur og hópurinn sem var valinn á vorönnina er með breiðan bakgrunn og það verður mjög spennandi að vinna með þeim í vetur. Síðasta önn heppnaðist mjög vel og voru viðskiptaáætlanirnar alveg framúrskarandi og margar nýjar hugmyndum hjá nemendum. Nokkrir eru að vinna að hug-
myndum sínum nú þegar hérna í Sjávarklasansum. Við útskrifuðum þau úr Sjávarakademíunni og yfir í frumkvöðlasetur hjá okkur. Það var draumurinn og hann er að rætast.” sagði Berta Danielsdóttir, annar aðalleiðbeinanda Sjávarakademíunnar og framkvæmdastjóri Sjávarklasans. Sjávarakademían er samstarfsverkefni Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og Íslenska sjávarklasans og fer kennsla fram í Húsi sjávarklasans við Gömlu höfnina í Reykjavík. Námið er á framhaldsskólastigi og mun vonandi festa sig í sessi sem valmöguleiki fyrir þá sem vilja kynnast bláa hagkerfinu betur.
Veiðin nokkuð góð þegar hefur gefið á sjóinn Þessir pistlar eru orðnir þannig að einn pistill fjallar um vont veður og næsti um gott veður – og þessi pistill er einmitt þannig, því veðráttan er heldur betur búin að vera gera sjómönnum lífið ansi erfitt og frá því að síðasti pistill var skrifaður þá hefur verið ansi erfitt tíðarfarið.
Sjávarakademían er samstarfsverkefni Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og Íslenska sjávarklasans og fer kennsla fram í Húsi sjávarklasans við Gömlu höfnina í Reykjavík.
Stærri línubátarnir hafa þvælst á milli Grindavíkur og Sandgerðis út af veðri en þegar hefur gefið á sjóinn þá hefur veiðin verið nokkuð góð. Stóru línubátarnir frá Grindavík láta svona veður ekki stoppa sig og hafa þeir verið á veiðum utan við Sandgerði, á svæðinu þaðan og í Snæfellsnes. Hrafn GK er hæstur þegar þetta er skrifað með 300 tonn í fjórum róðrum og mest 113 tonn, Sighvatur GK 293 tonn í aðeins tveimur. Valdimar GK 284 tonn í þremur, Jóhanna Gísladóttir GK 268 tonn í þremur og Páll Jónsson GK 255 tonn í tveimur. Af minni línubátunum er Kristján HF með 82 tonn í sjö en hann var með 59 tonn í Sandgerði og sautján tonn í Grindavík. Hafrafell SU kom frá Fáskrúðsfirði og var með nítján tonn í Grindavík eftir að hafa verið á veiðum meðfram Þjórsársósum og síðan átta tonn í Sandgerði. Auður Vésteins SU 78 tonn í átta, mest í
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí nk. Framboðsfrestur er til 8. apríl kl. 15:30. Tekið er við framboðum á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík og rafrænt (innskannað) á frambod@xd.is Framboð skal era bundið ið flokksfélaga, enda liggi fyrir skrifleg yfirlýsing um framboð iðkomandi. Framboði +urfa auk +ess að fylgja meðmæli 0-40 flokksfélaga &r kjördæminu. Eyðublöð fyrir framboð, skipulags- og prófkjörsreglur jálfstæðisflokksins auk nánari upplýsinga um prófkjörið er hægt að nálgast á skrifstofu flokksins og á heimasíðu www.xd.is Kjörnefnd
Sandgerði. Óli á Stað GK 75 tonn í ellefu, Gísli Súrsson GK 65 tonn í sjö, Margrét GK 61 tonn í níu, Sævík GK 58 tonn í níu, Dóri GK 56 tonn í níu, Jón Ásbjörnsson RE 54 tonn í átta en hann landaði Sandgerði og Daðey GK 44 tonn í sjö. Netabátarnir hafa fiskað nokkuð vel og stóru bátarnir gátu róið þrátt fyrir leiðindaveður. Erling KE er með 130 tonn í níu, Grímsnes GK 94 tonn í tíu, Maron GK 73 tonn í níu, Langanes GK 54 tonn í tíu, Þorsteinn ÞH 33 tonn í fimm, Halldór Afi GK 28 tonn í sjö, Hraunsvík GK 25 tonn í sex, Bergvík GK 10 tonn í þremur og Guðrún GK 9,7 tonn í tveimur. Allir bátarnir voru að landa í Sandgerði. Dragnótabátarnir eru sem fyrr aðeins tveir en veiðin hjá þeim hefur verið að skána. Sigurfari GK með 75 tonn í sjö og Siggi Bjarna GK 65 tonn í sjö. Fróði II ÁR hefur reyndar verið á veiðum á sömu slóðum og Sand-
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
gerðisbátarnir en hann er á útilegu og landar í Þorlákshöfn. Kom þangað með 59 tonn í einni löndun. Togbátarnir og togarnir eru á nokkru flakki. Berglín GK kom t.d. til Siglufjarðar með 95 tonn í einni löndun. Skil reyndar ekki af hverju togarinn landar á Siglufirði þegar mun þægilegra er að fara til Sauðárkróks. Vegurinn til Sauðárkróks er mun auðveldari og þægilegri en að aka á trukki til Siglufjarðar. Mun lengri leið og þarf að klöngrast í gegnum Strákagöngin, sé ekki alveg hagræðið í því að láta trukkana aka til Siglufjarðar í stað þess að aka til Sauðárkróks. Pálína Þórunn GK er með 128 tonn í þremur sem er landað á Sauðárkróki og Siglufirði. Sóley Sigurjóns GK 244 tonn í tveimur sem líka er landað á Siglufirði. Ansi sérstök stærðfræði að láta skipin landa á Siglufirði frekar en í höfn sem er nær og í höfn sem er auðveldara að aka til en að fara til Siglufjarðar.
48,3 milljónir króna á miða á Bitanum
Íslendingur hafði heppnina með sér á föstudagskvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af sex vinningshöfum sem deila með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 48,3 milljónir. Miðinn
góði var keyptur hjá Bitanum, Iðavöllum 14b í Reykjanesbæ. Hinir fimm miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.218.
Útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps verður mikið rit Handrit útgerðarsögu Vatnsleysustrandarhrepps er tilbúið og verið er að vinna í myndum og kortum fyrir útgáfu verksins. Það eru Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar og Haukur Aðalsteinsson sem standa að verkefninu sem var kynnt á síðastar fundi frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga. „Nefndarmenn hlakkar til að fá að sjá bókina þegar hún kemur út enda verður hún mikið rit,“ segir í fundargerð nefndarinnar.
Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!
Svona var árið 1996
Víkurfréttir hafa skrifað samtímasögu Suðurnesja í 40 ár. Allt frá árinu 1980 hafa Víkurfréttir komið út og flutt fréttir af samfélaginu á Suðurnesjum. Viðtöl, mannlíf og íþróttaumfjöllun hafa sett mark sitt á blaðið. Í haust voru liðin 40 ár frá því Víkurfréttir komu fyrst út og þann 7. janúar sl. fögnuðu Víkurfréttir ehf. 38 ára afmæli útgáfufélags blaðsins. Á næstu vikum munum við minnast tímamótanna með því að glugga í gömul blöð. Að þessu sinni skoðum við efni úr Víkurfréttum frá árinu 1996.
Að neðan má sjá dæmi um fasteignaauglýsingu úr Víkurfréttum frá árinu 1996 Einn skermanna var felldur sérstaklega fyrir fréttamenn í síðustu viku. Þó Hringrásarmenn hafi verið búnir að klippa festingunum undan honum var hann ekkert á því að láta sig. Að lokum varð hann þó að gefa sig og var það tignarleg sjón að sjá 250 tonna og 40 metra hátt mastrið falla til jarðar.
Loftnetsskermar á Stafnesi felldir
Víkurfréttir • fimmtudagur 19. desember 1996
Vinna við að fella niður loftnetsskerma fjarskiptastöðvar Varnarliðsins við Básenda á Stafnesi - Dye Five, hófst í síðustu viku en skermarnir voru reistir á öndverðum sjöunda áratugnum. Stöðin var liður í fjarskiptakerfi er byggði á speglun útvarpsbylgja milli jarðar og veðrahvolfs og tengdi saman ratsjárstöðvar Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja beggja vegna Atlantshafsins. Aflmiklum útvarpsgeisla var varpað milli stöðva er mynduðu keðju milli Kanada, Grænlands, Islands, Færeyja og Bretlands. Með aðstoð risastórra loftneta var geislanum varpað í sjónlínu í átt til næstu stöðvar og speglaðist hann á leið sinni af veðrahvolfinu sem liggur í boga með yfirborði jarðar. Örlítið brot af sendistyrknum náði þannig til næstu stöðvar þrátt fyrir að hún lægi langt handan sjóndeildarhringsins. Þar var merkið magnað upp aftur og sent áfram. Tækni þessi kom fram á undan gervihnöttum sem hafa nú leyst hana af hólmi á lengri leiðum. Stöðin nefndist eftir Dyerhöfða á Austurstönd Kanada ásamt fjórum öðrum er lágu þvert yfir Grænland og mynduðu ákveðna rekstrareiningu.
Loftnetsskermarnir fjórir við Básenda hafa staðið ónotaðir frá því að stöðin hætti starfsemi sinni árið 1992 eftir 30 ára dygga þjónustu. Starfsmenn Hringrásar hf. í Reykjavík fella nú þessi 40 metra háu stálmannvirki, sem hvert um sig vegur um 250 tonn, og nýta í brotajárn. Eflaust verður það viðbrigði fyrir marga að sjá ekki þessi áberandi mannvirki sem staðið hafa hér svo lengi. Alla vega er vitað að margir sjófarendur munu sakna þeirra því margir notuðu skermana fyrir mið í landi.
Berir botnar! Víkurfréttir • fimmtudagur 19. september 1996 Föstudagurinn 13. verður örugglega lengi í minnum hafður hjá áhöfninni á Sigurfara GK úr Garði. Strákarnir fengu nefnilega í skrúfuna með þeim afleiðingum að hún tættist hreinlega af. Þegar Siggi Bjarna GK kom með Sigurfaramenn í togi í land fengu ljósmyndarar á bryggjunni þessar móttökur eins og sjást á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Tveggja hreyfla flugvél skall í jörðina um 400 metra frá íbúabyggð í Innri-Njarðvík
Bæjarmerki fyrir Reykjanesbæ
Valið úr fimm tillögum Víkurfréttir • fimmtudagur 5. desember 1996
Kraftaverk að konan lifði af
Víkurfréttir • fimmtudaginn 21. mars 1996
Tveggja hreyfla flugvél, háþekja af gerðinni Islander nauðlenti um 400 metra frá íbúabyggð í InnriNjarðvík sl. sunnudag. Sextíu og sjö ára bresk kona var ein í vélinni en slapp á ótrúlegan hátt frá þessu óhappi nánast ómeidd. Vélin er hins vegar gjörónýt. Konan, sem heitir Janet Ferguson var að ferja vélina frá Bretlandi og hafði haft viðdvöl í Reykjavík en fór þaðan rétt fyrir klukkan tólf á sunnudaginn. Þegar hún var stödd um 12 mílur út yfir Faxaflóa missti hún GPS gerfihnattastaðsetningartæki á gólfið í vélinni og rann það aftar í hana. Tókst flugmanninum ekki að ná tækinu og ákvað því að lenda á Keflavíkurflugvelli og finna tæki svo hægt væri að halda fluginu áfram. Skömmu síðar missti hægri hreyfill vélarinnar afl með þeim afleiðingum að vélin skall í jörðina við hestahúsahverfið ofan við Innri-Njarðvík. Við brotlendinguna skaust konan fram sem varð henni sennilega til lífs því vinstra skrúfublaðið fór inn í stjórnklefann og skar í sundur sætið rétt aftan við hana. Ekki er vitað hvers vegna annar hreyfillinn missti afl. Nokkrir sjónarvottar voru að atburðinum. Jörundur Guðmundsson úr Vogum sá þegar vélin sveif mjög lágt yfir byggð í Vatnsleysustrandarhreppi. „Hægri hreyfillinn snerist mjög hægt og skrykkjótt og vélin fór mjög skringilega og hægt yfir. Það er ljóst að það hefur slokknað á mótornum stuttu síðar,“ sagði Jörundur. Ólafur Eggertsson og Róbert Tómasson, slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli urðu vitni að brotlendingunni. „Við sáum vélina koma lágt yfir Stapann og fara síðan niður nokkuð rólega. Þeir sögðust hafa gefið gömlum Skóda-bíl sem þeir voru á í botn og komu flugmanninum til hjálpar. „Við erum þjálfaðir í viðbrögðum við svona óhöppum og byrjuðum á því að aftengja rafmagnið á vélinni sem var full af bensíni til tólf tíma flugs. Því næst
Flak flugvélarinnar um 400 metra frá mörkum byggðarinnar sem þá var í Innri-Njarðvík. Þarna eru í dag íbúðarhús við Brekadal og Hafdal.
skárum við konuna úr beltunum en létum hana þó sitja kyrra fyrir þangað til sjúkrabíll kom á vettvang skömmu síðar. Konugreyið var ringluð og spurði hvar hún væri,“ sagði Ólafur Eggertsson. Hjónin Ómar Pálsson og Súsanna Garðarsdóttir, íbúar við Kópubraut 2 í Innri-Njarðvík, en flugvélin brotlenti um 400 metra frá húsi þeirra, sáu atburðinn gerast. „Við sátum yfir kaffibolla í rólegheitum og vorum að hlusta á útvarpsfréttir Bylgjunnar þegar mér var litið út um gluggann og sá þá vélina koma mjög lágt yfir Stapann. Hljóðið var greinilega óstöðugt og við heyrðum það mjög vel því við vorum með þvottahúsdyrnar opnar en það var ótrúlegt að sjá þetta gerast svona hægt,“ sagði Ómar. „Mér leist nú ekkert á blikuna því vélin stefndi á eldhúsgluggann. Ég gat ekki ímyndað mér að neinn hefði lifað þetta af,“ sagði Súsanna. Konan var flutt á Sjúkrahús Suðurnesja en útskrifuð þaðan klukkustund síðar. Hún fór þaðan í skýrslutöku á lögreglustöðina í Keflavík en gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna það drapst á hreyflinum. Síðdegis á sunnudaginn hrakaði heilsu konunnar, hún fékk aðsvif og var send á Landsspítalann í Reykjavík. Heilsa hennar er eftir atvikum góð. Rannsókn á því hvers vegna drapst á öðrum hreyflinum stóð enn yfir í gær. Eins og fyrr segir gengur það kraftaverki næst að konan skyldi lifa óhappið af. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn sögðu að ekki hefði verið óeðlilegt þó vélin hefði sprungið við brotlendinguna því hún var með eldfimt bensín til tólf tíma flugs. Janet Ferguson hefur tugum skipta komið til Reykjavíkur síðan á sjöunda áratugnum með ferjuvélar.
Uppfært 2021 Til að setja brotlendingarstaðinn í samhengi við byggðina í InnriNjarðvík í dag þá brotlenti vélin á svæði milli Brekadals og Hafdals.
Valdar hafa verið fimm tillögur að bæjarmerki Reykjanesbæjar en tjöldi tillagna barst í hugmyndasamkeppnina sem efnt var til í sumar. Víkurfréttir • fimmtudagur 4. júlí 1996
Á næsta bæjarstjórnarfundi, rétt fyrir jól verður tilkynnt um hvaða merki verður fyrir valinu. Höfundur þess fær 500 þúsund krónur í verðlaun.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 Höfundur þessarar tillögu segir það hugsað sem sameiningartákn fyrir sveitarfélögin þrjú, Hafnahrepp, Njarðvíkurkaupstað og Keflavíkurkaupstað. Litirnir eru þeir þrír litir sem voru notaðir í merkjum þessara sveitarfélaga, þ.e. dökkblátt, Ijósblátt og hvítt. í merkinu má sjá tákn flugs, verslmuir, sjósóknar og hins víða sjóndeildarhrings sem einkennir byggðarlagið. Eings getur merkið verið tákn einingar, atorku og jafnvægis í Reykjanesbæ.
„Súla“ Höfundur þessa merkis kemur inn á stærstu Súlubyggð í heimi en hún er við Eldey suðvestur frá Reykjanesi. Höfundur tillögunnar telur vel við hæfi að bæjarfélag sem kennir sig við Reykjanes geri súluna að einkennisfugli. Súlan verður þá tákn hinnar ómetanlegu náttúru en getur jafnframt verið tákn athafnalíf. Á merkinu rís upp hvít súln sem tákn um lifandi samfélag
„Flugtak” nefndir hófundur þessa tillögu sína. Merkið skýrir sig að mestu leyti sjálft. Hér rísa þrír fuglar úr sjánum í samstilltu átaki, hér eru þrjú svcitarfclög að sameinast og er merkið táknrænt fyrir samvinnu og bjartsýni þá er í sameiningunni býr. Þá minnir merkið einnig á flugsamgöngur og með því að líkja fuglum við flugvélar er merkið gert óháð tíma.
„Siglt á fokkunni“ Höfundur kemst svo að orði: „Allir eiga þessir staðir langa sögu sjósóknar sem réru til fiskjar, fyrst á árabátum síðan var sett upp mastur og við það eitt segl „Fokka“ sem sem kom að góðum notum þegar byr var góður og voru þá árarnar hvíldar. Þrjár „fokkur“ allar í góðum byr tákna sveitarfélögin þrjú eftir sameiningu, sigla upp á við. Sjávaröldur dökkbláar.”
Enginn skýringartexti fylgdi þessari tillögu.
Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!
Líf og fjör í Reykjanesbæ Víkurfréttir • fimmtudagur 22. ágúst 1996 Fjölskyldudagar í Reykjanesbæ voru haldnir í ágústmánuði árið 1996. „Í samstarfi hins nýja íþróttabandalags bæjarins, ferðamálafulltrúa MOA, hinum ötula Jóhanns D. Jónssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, Stefáns Bjarkasonar og fjölmarga annarra aðila var efnt til svonefndra FJÖLSKYLDUDAGA í REYKJANESBÆ. Samtímis fóru fram Hálandaleikar kraftajötna landsins og beint útvarp Bylgjunnar og Stöðvar 2 frá Reykjanesbæ,“ sagði í umfjöllun blaðsins á þessum tíma.
Þráinn Maríusson heldur hér á syni sínum, Örvari 2ja ára, sem var bjargað af Guðmundi úr drullupollinum. VF-myndir: Páll Ketilsson
Dreng bjargað frá drukknun í drullupolli Víkurfréttir • fimmtudagur 11. apríl 1996 Tveggja ára dreng, Örvari Þráinssyni, var bjargað frá drukknun í drullupolli við Heiðarbraut í Sandgerði síðdegis í gær. Það var Guðmundur Steingrímsson sem kom drengnum til bjargar. Guðmundur óð upp í mitti út í pollinn eftir drengnum sem flaut á vatninu. Ekki mátti tæpara standa að sögn Guðmundar. Drengnum varð þó ekki meint af volkinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem atburður sem þessi gerist við sama drullupollinn því nýverið var eins árs barni bjargað úr pollinum. Bæjarstjórinn í Sandgerði skoðaði aðstæður við pollinn í gær og sendi strax bæjarstarfsmenn á staðinn til að vinna úrbætur og ræsa pollinn fram.
Guðmundur Steingrímsson bendir okkur á staðinn þar sem litli drengurinn lá í vatninu en forsíða Víkurfrétta 11. apríl 1996 var lögð undir umfjöllunina.
Að ofan: Vel á fjórða þúsund gesta kom í skrúðgarðinn á laugardaginn til að skemmta sér á stórrskemmtun Bylgjunnar og Stöðvar 2. ótti hátíðin takast mjög vel og ekki skemmdi veðrið ánægjuna. Til vinstri: Þau Páll Ketilsson og Helga Guðrún Johnson voru umsjónarmenn Islands ídag sem sent var beint út frá skrúðgarðinum í Keflavík. Í þrættinum var brugðið upp svipmyndsum af mannlífinu á Suðurnesjum, auk þess sem Kolrassa krókríðandi kom fram órafmögnuð. Víkurfréttir • fimmtudagur 11. apríl 1996
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja. F.h. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, formaður, Katrín Oddsdóttir, Arnar Már Elíasson, Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri, og Árni Hinrik Hjartarson.
Vilja styðja við frekari atvinnusköpun á Suðurnesjum „Á Suðurnesjunum ríkir mikill kraftur, dugnaður og sköpunargleði,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, formaður Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Félagið hefur stutt vel við frumkvöðlafyrirtæki og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Eignahaldsfélag Suðurnesja var stofnað í þeim megintilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Við horfum mikið til þess í mati á umsóknum um aðkomu Eignahaldsfélagsins að verkefnið skapi störf á Suðurnesjum. Fyrirtækið sé með aðsetur hér og ætli sér að byggja áfram upp starfsemina hér á Suðurnesjum,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, stjórnarformaður. Eignahaldsfélag Suðurnesja hélt í vikunni sinn hundraðasta stjórnarfund. Af því tilefni var opnað rafrænt umsóknarkerfi og komið á þéttara samstarfi við Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.
Mikilvægur stuðningur við Suðurnesjafyrirtæki Eignahaldsfélagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festu lífeyrissjóðs. Félagið hefur tekið þátt í uppbyggingu á mörgum verkefnum og fyrirtækjum hér á Suðurnesjum sem náð hafa góðum
árangri. Dæmi um fyrirtæki sem félagið er aðili að í dag eru GeoSilica, Flugakademía Keilis, Matorka, Artic Sea Minerals, Taramar, Orf Líftækni og Garðskagaviti ferðaþjónusta. „Þessi félög komu öll til okkar á snemmstigum rekstrarins. Algengt er að fyrirtæki fái styrki til nýsköpunar og uppbyggingar og svo þegar kemur að því að komast á næsta stig þá er takmarkað aðgengi að fjárfestingarsjóðum og lánalínum. Á þessu stigi er sjóðsstreymi ennþá frekar lítið og áhættan mikil en fyrirtækið þarf fjármagn til að geta komist á næsta stig sem felur þá í sér ýmist kaup á búnaði til að auka afkastagetu, þróun og/eða breikkun á vörulínum, markaðssetningu, ráðningu á fleira starfsfólki og þess háttar. Þarna kemur Eignahaldsfélagið mjög sterkt inn. Við erum bæði að lána og kaupa hlutafé en síðustu misseri hafa hlutafjárkaupin verið mun eftirsóknarverðari. Það sem menn horfa mikið í þar er að við bjóðum uppá að fyrirtækin kaupi okkur út aftur á hagkvæmum mjög kjörum. Þannig geta fyrirtæki fengið innspýtinguna
GeoSilica með Fidu Libdech í fararbroddi hefur notið stuðnings Eignarhaldsfélags Suðurnesja.
þegar vantar en svo eignast aftur sinn hluta eða selt hann öðrum með ágóða þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur,“ segir Gunnhildur.
Samstarf við Hekluna Eignahaldsfélag Suðurnesja hefur formað náið samstarf við Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja í ferli umsókna. „Heklan er í eðli sínu með yfirsýn yfir alla nýsköpun og þjónustu við frumkvöðla á Suðurnesjunum og því vildum við þétta samstarf félaganna enn frekar. Við höfum nú komið upp rafrænu umsóknarferli um fjárfestingarstuðning frá Eignahaldsfélaginu inná heimasíðu Heklunnar auk þess sem ráðgjafar Heklunnar veita áhugasömum og umsækjendum stuðning við umsóknarferlið, segir Gunnhildur.“
Óskum eftir fleiri umsóknum Gunnhildur segir að í árferði sem þessu sé Eignahaldsfélagið mikilvægur bakhjarl við atvinnuuppbygg-
Eignarhaldsfélag Suðurnesja er aðili að frumkvöðlafyrirtækinu Orf Líftækni í Grindavík. ingu á Suðurnesjum og skal nýta það sem slíkt. „Hér á Suðurnesjunum ríkir mikill kraftur, dugnaður og sköpunargleði. Við viljum sérstaklega minna á okkur núna fyrir einstaklinga og hópa sem hafa hug á að stofna fyrirtæki eða eru komin af stað og vilja auka umsvif sín.“
Hægt er að nálgast upplýsingar um kjör og kröfur félagsins inni á heimasíðu Heklunnar.
Páll Ketilsson pket@vf.is
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ævintýri
sem fæstir fá að upplifa
Hann kynntist Svalbarða og ísbjörnum fyrst í gegnum bók sem faðir hans gaf honum í jólagjöf árið 1984 en þá var hann þriggja ára. Svo gerðist það 32 árum síðar að hann heimsótti loks Svalbarða og sá hvítabirni með eigin augum í fyrsta sinn. Bókin hafði greinilega sáð fræi á sínu tíma í Grindvíkinginn Baldur Jóhann Þorvaldsson. Ef Covid hefði ekki stoppað hann af, þá væri hann núna staddur á Suðurskautinu að leiðsegja ferðamönnum.
Blaðakona Víkurfrétta mælti sér mót við Baldur einn sólríkan og ískaldan febrúarmorgun í Grindavík. Hún hafði frétt af þessum ævintýramanni, að hann væri loksins staddur á landinu.
Stúdent frá FS „Ég er búinn að vera heima á Íslandi undanfarna átta mánuði vegna Covid og ákvað að skella mér í fjarnám frá háskólanum á Bifröst í ágúst í fyrra, nám sem nefnist Forysta og stjórnun. Námið er alveg frábært og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Þeir segja að enginn sé ráðinn sem leiðtogi en að þú verðir leiðtogi með hegðun þinni,“ segir Baldur þegar hann er spurður út í hvað hann sé að fást við þessa dagana. Baldur kláraði stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2001. Þegar honum leið ekki vel í náminu á þeim tíma þá kíkti hann inn á skrifstofu Gísla Torfa heitins því þangað fannst honum alltaf gott að koma. „Gísli var einn af þessum eðalkennurum í FS sem alltaf var gott að hitta. Dyrnar hjá honum stóðu ávallt opnar og ef ég var ekki nógu sáttur í skólanum þá var hann alltaf til í að hlusta á mig. Gísli var fæddur
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is Myndir: Marta Eiríksdóttir og úr einkasafni Baldurs.
leiðtogi að mínu mati og ég þakka honum að ég komst í gegnum námið í FS án þess að gefast upp. Það var alltaf gott að tala við hann. Mér brá mikið þegar fréttist af andláti hans, mér leið eins og náinn ættingi minn hefði látist, svo mikil var sorgin. Í háskólanáminu sem ég stunda núna á Bifröst skilaði ég verkefni fyrir jól, þar sem ég notaði Gísla Torfason sem dæmi um mann með þá góðu eiginleika sem leiðtogar verða að hafa. Leiðtogi sem kallar fram það besta í öðrum,“ segir Baldur.
Alltaf haft áhuga á dýrafræði Alveg frá barnæsku hefur Baldur haft áhuga á dýrafræði og foreldrar hans sáu til þess að hann væri áskrifandi að dýrabókum frá bókaforlagi Arnar og Örlygs í uppvextinum. Mörgum árum seinna gafst honum kostur á að heimsækja staði sem fæstir hafa séð, staði þar sem dýralífið er mjög ólíkt því sem við þekkjum úr nærumhverfi okkar. Snemma beygist krókurinn.
Í dýragarði í Álaborg í Danmörku fimm ára að aldri. „Aldrei hefði ég á þessari stundu getað ímyndað mér hvað lífið myndi færa mér, þótt það yrði 30 árum síðar.“ „Áhugi minn á dýrum hefur fylgt mér alla ævi og foreldrar mínir skynjuðu vel þennan áhuga minn þegar ég var lítill. Þau sáu til þess að ég fengi nóg af dýrabókum. Pabbi sigldi á millilandaskipum og keypti bækur erlendis handa mér. Svo var ég í dýralífsbókaklúbb hjá Erni og Örlygi. Ég átti ógrynni af alls konar dýralífsbókum.“
Kominn heim vegna Covid
Við leiði breska landkönnuðarins Ernest Shackleton í Grytviken á SuðurGeorgíu. Flestir aðrir sem þar hvíla höfðu komið þangað á hvalveiðivertíðir. Einn legsteinn þar ber íslenskt nafn. Hét hann Olgeir Guðjónsson, lést 1946, og var verkstjóri í hvalstöðinni. Samkvæmt Íslendingabók eru Baldur og hann víst skyldir í níunda og fimmta lið.
Baldur er uppalinn í Grindavík og vann í fiski þegar hann var yngri eins og gerist í sjávarplássi. Foreldrar Baldurs eru Helga Eysteinsdóttir og Þorvaldur Kristján Sveinsson, sem er látinn. Baldur er eldri sonur þeirra af tveimur sonum. Bróðir hans er Sverrir Kristján. „Ég ólst upp í Grindavík og þessi bær hefur alltaf verið fasti punkturinn í tilverunni þegar ég hef dvalið heima á Íslandi en undanfarin ár hef ég verið að vinna mikið erlendis. Fjölskyldulíf hefur ekki alveg passað inn í líf mitt hingað til en það er nú kannski að fara að breytast því ég
finn, eftir þessa átta mánuði hér heima, að mig langar að fara festa rætur. Fram að þessu hef ég verið að ferðast mjög mikið. Ætli ég sé ekki með þetta ferðagen í mér frá ömmu, mömmu hans pabba, en hún var ansi dugleg að ferðast um heiminn. Pabbi var það einnig vegna starfa sinna um borð í millilandaskipum. Þau voru hvorugt góð í ensku en fannst gaman að ferðast um heiminn. Eiginlega ótrúlegt hvað amma þorði að ferðast ein og kunni nánast hvorki að segja já eða nei á ensku. Hún hafði mikið sjálfstraust sú gamla og fór meira að segja til Suður-Afríku. Ég hef verið leiðsögumaður í útlöndum en það er varla að ég þekki landið mitt Ísland eins vel og önnur lönd. Leifsstöð gæti ég labbað í gegnum blindandi, svo oft hef ég farið þar í gegn.“
Frönskunám í Frakklandi og hótelstjórnunarnám í Sviss Baldur kláraði stúdentinn af náttúrufræðibraut því hann langaði að verða líffræðingur í fyrstu en svo tók hann sér langa pásu frá námi og vann í fiski í Grindavík. Þar til hann ákvað að fara í frönskunám til Frakklands. „Ég fékk eiginlega upp í kok af sjálfum mér 24 ára gamall og öllu í kringum mig. Ég þurfti að brjóta mig
út úr daglegri rútínu og gera eitthvað allt annað. Þá ákvað ég að fara í frönskunám til Suður-Frakklands og dvaldi þar í fimm mánuði. Það var mjög gaman og þarna kynntist ég fullt af góðu fólki. Þaðan fór ég í hótelstjórnunarnám til Sviss og kom heim eftir þrjú ár og fór að vinna á Hótel Sögu. Þar vann ég í nokkur ár og lærði mikið í því starfi. Stundum komu upp alls konar mál varðandi hótelgesti sem voru eins misjafnir og þeir voru margir. Ég lít svo á að allt sem við störfum við undirbýr okkur á einhvern hátt fyrir það sem gerist næst í lífi okkar,“ segir Baldur og heldur áfram að segja frá því hvernig líf hans breyttist smátt og smátt.
Lærði umhverfisferðamálafræði í Skotlandi „Hrunið var á þessum árum og gífurlega neikvæð umræða fór fram í landinu sem ætlaði alveg að kaffæra mig. Árið 2011 fékk ég nóg af neikvæðri stemmningu á Íslandi og ákvað að fara í nýtt háskólanám sem tengdist ferðamennsku. Frábært nám í Skotlandi varð fyrir valinu í umhverfisferðamálafræði. Þar lærði ég um samspil náttúrunnar og ferðamennsku, hvernig við getum varðveitt heimamenningu og
Konungleg heimsókn á Suður-Georgíu. Nokkrar konungsmörgæsir velta vöngum yfir þessum hávöxnu gestum.
rgíu. Með sæfílskópi á Suður-Geo da hal la, am arg nað má Mæður þeirra yfirgefa þá baka. til i ekk a kom og ný á t ras til sjávar að næ þar til hungrið Kóparnir hanga á ströndinni en þangað til nn sjói í þá a og eðlishvötin dríf hópast eru þeir mjög forvitnir og lpar. hvo og s ein nni að ma
virt náttúruna, raskað henni sem minnst. Þetta nám tók hálft annað ár. Ég vann verkefni í náminu sem tengdist hvalaskoðun og í framhaldi af því fékk ég starf hjá Eldingu hvalaskoðun, við leiðsögn úti á sjó en siglt var bæði frá Reykjavík og Suðurnesjum, einkum Keflavík.“
Sjálfboðaliði í Afríku Veraldarvefurinn kom oft við sögu hjá Baldri þegar hann var að leita að ævintýrum erlendis. Hann segist finna þar fullt af tækifærum fyrir þá sem eru tilbúnir að vinna í sjálfboðaliðastarfi en því fylgir yfirleitt frítt fæði og húsnæði. „Ég var heima á Íslandi þetta sumar og vann við leiðsögn hjá Eldingu en ákvað svo að freista gæfunnar aftur í útlöndum og fann sjálfboðaliðastarf í Afríku. Ég fór einn þangað, var orðinn mjög kjarkaður að ferðast en þar í landi varð ég samt að fara mjög varlega. Ég dvaldi í Namibíu, Tansaníu og Kenýa ásamt Suður-Afríku. Ég var fyrst sjálfboðaliði í einn mánuð, um borð í báti hjá vísindamönnum sem voru að rannsaka hákarla undan ströndum Afríku. Þá fór ég til Namibíu í þrjá mánuði og kenndi innfæddum grunnatriði í leiðsögn fyrir ferðamenn. Þetta var fínt, alla vega góð reynsla. Ég bjó frítt og borðaði frítt en á borðum var nánast alltaf sami maturinn í þessa þrjá mánuði. Antilópukjöt var oftast í matinn en stundum fengum við sebrahest að borða. Grænmeti var meðlætið. Svo flakkaði ég um Austur-Afríku í lokin. Ég lærði margt og mikið í Afríku en aðallega af mistökum mínum því þessi samfélög eru mjög ólík okkar og því margt sem maður þarf að átta sig á,“ segir Baldur sem var ekki búinn að fá nóg af ferðalögum um heiminn og fór næst til Noregs.
Hvalaskoðun hér og erlendis „Eftir sex mánuði réði ég mig til Noregs, fann fyrirtæki við leit á netinu. Mig langaði að starfa við hvalaskoðun í Noregi því ég er leiðsögumaður og hef einnig alþjóðleg áhafnarréttindi. Þar starfaði ég í sjö mánuði við hvalaskoðun. Við sigldum út frá litlu þorpi í NorðurNoregi. Það blundaði í mér að komast til Svalbarða og hafði bókin sem foreldrar mínir gáfu mér í jólagjöf nokkur áhrif á þessa löngun mína. Ég byrjaði að leita fyrir mér að fyrirtækjum sem bjóða upp á leiðangurssiglingar á Svalbarða. Það hljóp á snærið hjá mér og ég fékk tilboð frá hollensku fyrirtæki sem heitir Oceanwide Expeditions sem ætluðu að vera með stutta leiðangurssiglingu á Íslandi næsta vor og í kaupbæti voru tvær ferðir til Grænlands en þangað hafði ég aldrei komið. Eftir þetta fór ég til Húsavíkur að vinna við leiðsögn í hvalaskoðun. Þar hitti ég Þjóðverja sem var framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki sem rak slíkt leiðangursskip sem kom við á Húsavík á hringferð um landið. Við höfðum verið í sambandi í tölvupósti áður og mælt okkur mót. Þetta fyrirtæki er með ferðir bæði á norðurslóðum, til dæmis til Svalbarða og Grænlands, og á suðurslóðum, Suðurskautinu,
Falklandseyjum og Suður-Georgíu, en þegar það er vetur hér er sumar þar. Við sömdum um að ég myndi vinna fyrir þá sumarið eftir en í staðinn komst ég óvænt með þeim til Suðurskautsins nokkrum mánuðum seinna þegar ég skrifaði honum fyrir tilviljun á sama tíma og ákveðið hafði verið að bæta við teymið. Stundum er einn tölvupóstur á réttum tíma það eina sem þarf. Þetta fyrsta Suðurskautstímabil mitt varði í þrjá mánuði og lærði ég mikið á þeim tíma.“
Dýralífið á Suðurskauti Næstu árin starfar Baldur með hléum hjá þessu fyrirtæki sem sérhæfði sig í siglingum og náttúrulífsskoðun. „Þetta urðu fimm ár með hléum. Starf mitt var árstíðabundið og byggt á tímabundnum samningum sem voru frá einni viku upp í þrjá mánuði hver. Ég eyddi samtals um tveimur og hálfu ári af síðustu fimm árum um borð í leiðangursskipum. Ef ekki væri fyrir Covid þá væri ég núna um borð í bátnum að leiðsegja ferðamönnum á Suðurskauti sem vilja skoða sumarið þar þegar vetur er á norðurhveli jarðar. Á veturna þarna er ekki hægt að skoða Suðurskautið því veðrið er vægast sagt brjálað. Kuldametið á þessum slóðum er mínus 89,6°C frá júlí 1989 en júlí er náttúrulega jafnan heitasti mánuðurinn hér á Íslandi. Það var ævintýralegt að starfa við þetta. Ég sem hélt ég myndi aldrei sjá óvenjuleg dýr nema í dýragarði komst nú í tæri við dýrategundir sem ekki sjást annars staðar. Í fyrsta skipti sem ég fór til Suður-Georgíu, sem er tveggja daga sigling austur af Falklandseyjum, var ég beðinn um að bíða í fjörunni og passa dótið okkar á meðan þeir ferjuðu farþega yfir í skipið og sóttu nýja farþega. Þarna stóð ég einn í fjörunni og leið eins og ég væri í miðri David Attenborough-mynd. Umkringdur
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Árið 2011 fékk ég nóg af neikvæðri stemmningu á Íslandi og ákvað að fara í nýtt háskólanám sem tengdist ferðamennsku. Frábært nám í Skotlandi varð fyrir valinu í umhverfisferðamálafræði ...
kóngamörgæsum, sæfílum og loðselum. Dýrin þarna eru ekki hrædd við fólk enda friðuð fyrir löngu og hafa ekkert að óttast manninn. Þau horfðu á mig og komu nær mér svo ég spjallaði við þau. Það var mögnuð reynsla og skemmtileg upplifun að sjá dýralífið á þessum stöðum.“
Ferðamáti efnaðs fólks „Þessi tegund farþegaskipa rúma aðeins 250 til 300 farþega og eru svokölluð leiðangursskip. Það er yfirleitt fólk í auðugri kantinum sem ferðast á þennan máta. Ég fór í fimmtíu svona siglingar á fimm árum, allt frá fimm daga ferðum upp í þriggja vikna ferðir með farþega. Leiðangursskip sigla jafnan um suðurhvel jarðar þegar það er sumar þar (október til apríl) en halda svo norður á bóginn og sigla um norðurhvel þegar það er sumar þar (apríl til október). Þar hef ég siglt kringum Írland og Skotland og þaðan til Færeyja, farið margar hringferðir um Ísland og þaðan til Grænlands, Svalbarða, og Norður-Noregs með viðkomu á Jan Mayen og Bjarnarey. Skipin fara líka til Kanada, Alaska og Rússlands en þangað hef ég ekki enn náð að komast,“ segir Baldur og bætir við að það hafi verið gaman að sjá á Svalbarða, sögusvið bókarinnar sem hann eignaðist þriggja ára.
Ísbirnir og byssur á Svalbarða „Svalbarði er merkilegur staður en þar býr fólk allan ársins hring. Þar eru skattar lægri en almennt gerist
Baldur er búinn að leggja pössunum, kominn heim og er ánægður á Íslandi. Hann gæti hugsað sér að fá starf innan ferðaþjónustunnar þegar tækifærin gefast aftur. í Noregi en það er gert til þess að koma til móts við íbúa á harðbýlu svæði. Þarna ganga allir um með byssu vegna hættu á að rekast á hvítabjörn á förnum vegi. Þegar þú sérð móður labba um í þorpinu með barnavagn þá sérðu hana einnig bera riffil á bakinu í öryggisskyni. Þegar menn fara í kirkju á Svalbarða þá skilja menn byssurnar eftir í sérstökum byssuskáp í anddyri kirkjunnar. Það er ekki óhætt að vera á ferli á Svalbarða nema að vera vopnaður og viðbúinn ísbirni. Það er magnað að koma þarna vitandi af hættunni sem vofir yfir,“ segir Baldur.
Baldur er kominn heim Ég kynntist Svalbarða og ísbjörnum fyrst í gegnum bók sem pabbi heitinn gaf mér í jólagjöf 1984 en þá var ég 3 ára. 32 árum síðar heimsótti ég loks Svalbarða og sá hvítabirni með eigin augum og bað um að þessi mynd yrði tekin af mér með bókina góðu sem greinilega sáði fræi á sínum tíma.
Í dag er Baldur kominn heim og er ánægður á Íslandi. Hann gæti hugsað sér að fá starf innan ferðaþjónustunnar þegar tækifærin gefast aftur en er líka opinn fyrir öðrum tækifærum með gráðuna frá Bifröst að vopni, svo og alla alþjóðareynsluna. Það má með sanni segja að framtíðin lofi góðu hjá Baldri.
„Að sigla léttbátum með farþegum til lands og aftur til skips er einn stærsti hluti starfsins, enda eru langflest leiðangursskip of stór til að leggjast nokkurs staðar að, ef það er á annað borð bryggja til staðar. Þessi mynd er tekin í hafísnum norður af Svalbarða og hér erum við að skoða hrefnu ef ég man rétt.“
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Með uppbrettar ermar
Kæri nágranni!
„Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“ (Ólína Andrésdóttir) Suðurnesjabúar eru gjarnan taldir hraustir, duglegir, tónelskir og ævintýragjarnir. Ég tek undir það enda fá samfélög sem hafa unnið jafn vel úr efnahagsdýfum og sveitarfélögin á Suðurnesjum. Hér er fólk sem brettir upp ermar og tekur til hendinni þegar eitthvað bjátar á. Nú eru erfiðir tímar, atvinnuástandið er bágborið, stærsti hópur atvinnuleitenda eru einstaklingar á aldrinum 24 til 39 ára og hlutfallslega flestir hér á Suðurnesjum. Að mestu er þetta verkafólk sem hefur ekki réttindi til annarra starfa og margir af erlendum uppruna. Sumir eru búnir að vera án atvinnu í ár með öllu sem því fylgir en aðrir sem voru í atvinnuleit áður en kófið skall á enn lengur. Ríkið hefur að einhverju leyti komið til móts við þennan hóp, t.d. með lengingu tímabils bótaréttar og stuðningi við sveitarfélög til atvinnuúrræða en betur má ef duga skal. Hér á Suðurnesin þarf fjölbreyttari atvinnuflóru og við hana þarf ríkið að styðja. Gera má þá kröfu að stefnan sé sett á Suðurnesin þegar stofnað er til nýrra starfa og stofnana hjá ríkinu og leitast við að efla og styrkja fyrirtæki og menntastofnanir sem fyrir eru. Fyrir utan atvinnuástandið er gott að búa á Suðurnesjum, hér mikil gróska hvort sem um ræðir menningu eða menntamál. Hér eru öflugir skólar á öllum skólastigum, viðamikil fullorðinsfræðsla og mikill hugur í fólki til uppbyggingar og nýsköpunar. Afar mikilvægt er því að búa hér til öruggt starfsumhverfi með fjölbreyttu atvinnulífi, líkt og nýsköp-
unar- og sprotafyrirtækjum, heilsugæslu, öflugum grænum iðnaði, ferðaþjónustu og verslun þannig að allir sem hér vilja búa finni störf við hæfi og unga fólkið sem sækir sér menntun fái atvinnu að námi loknu. Það er ótækt að 28 þúsund íbúar Suðurnesja þurfi ítrekað að sækja sér verslun, atvinnu og afþreyingu til höfuðborgarinnar, já og jafnvel heilsugæslu. Staðreyndin er sú að við Suðurnesjabúar fáum töluvert minni fjárframlög en aðrir landsmenn þegar kemur að rekstri heilsugæslu og Suðurnesjabær með sína tæplega 3.800 íbúa hefur til að mynda enga heilsugæsluþjónustu líkt og önnur sveitarfélög, stærri og minni. Vissulega má skýra það að hluta með sérfræðiþjónustu sem sækja þarf til höfuðborgarsvæðisins en hitt er að um leið er verið að beina okkur á heilsugæslu höfuðborgarinnar og á einkareknar heilsugæslustöðvar. Hér á Suðurnesjum fær enginn fastan heimilislækni þó skýrt sé í reglugerð að svo eigi að vera „Einstaklingur skal að jafnaði skráður á ákveðna heilsugæslustöð hjá tilteknum heimilislækni og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það.“ (Reglugerð 1111/2020). Í þessari reglugerð er auk þess kveðið á um önnur réttindi sem við Suðurnesjabúar höfum farið á mis við til margra ára. Þetta er ójöfnuður sem við einfaldlega sættum okkur ekki við. Þar að auki eru það gjarnan atvinnuleitendur sem bætast við þann hóp sem fyrir
er og þarf að nýta sér heilsugæslu í frekara mæli og því ættu framlög nú jafnvel að vera hærri hér en annars staðar ef tekið er tillit til þessa. Þegar kemur að uppbyggingu og framtíðarsýn Suðurnesja er ég engu að síður afar bjartsýn. Það eru t.d. ekki öll landsvæði sem geta státað sig af því að hafa alþjóðaflugvöll innan jarðvangs líkt og við á Suðurnesjum. Það er einstakt. Ég trúi því að vilji sé til góðra verka bæði ríkis og sveitarfélaga og ég veit að víða er verið að vinna að eflingu og uppbyggingu samfélagsins og saman getum við gert svo ótalmargt. Hér á Suðurnesjum er fjölmargt upp á að bjóða og höfum hugfast að það var ferðaþjónustan sem átti stóran þátt í að rétta af efnahaginn eftir hrun og hún mun koma sterk inn aftur. Við erum með ósnortna, yndislega náttúru, dásamleg víðerni, einstakar jarðmyndanir og jarðhitasvæði sem laða að og hingað sækir ferðafólk sem hefur yndi af stórbrotnu umhverfi. Því er mikilvægt að gæta að þessum náttúruperlum okkar með uppbyggingu, sjálfbærni og skipulagðri nýtingu í huga. Það er einnig atvinnuskapandi og ef við Suðurnesjamenn viljum eitthvað þá er það að fá að vinna. Hólmfríður Árnadóttir. Höfundur er formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi til næstu alþingiskosninga.
Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar:
Réttur barna til íþróttaiðkunar Árið 1907 tóku lög um skólaskyldu gildi á Íslandi. Samkvæmt ágætri grein Ragnars Þorsteinssonar, fyrrum fræðslustjóra Reykjavíkurborgar, sem kom út í tilefni af 100 ára afmæli laganna var ekki einhugur um útfærsluna í kringum aldamótin þótt flestum hafi verið það ljóst að mikilvægi menntunar fyrir íslensk börn og almenning væri grundvöllur framfara þjóðarinnar til lengri tíma. Mér vitanlega hefur ekki nokkrum Íslendingi dottið í hug að afnema skólaskyldu né láta sér detta sú fásinna í hug að öll börn ættu ekki að hafa sama rétt til menntunar hér á landi óháð efnahag. Við trúum því og treystum að menntun sé hluti mannréttinda okkar og fjárfestingu í menntun barnanna okkar sé vel varið. Rannsóknir sýna að menntun er ávísun á aukin lífsgæði einstaklinga og samfélaga. Menntun hefur einnig jákvæð áhrif á heilsufar en heilsa okkar er jú eitt það dýrmætasta sem við eigum. Sá sem ekki er við góða heilsu á í erfiðleikum með að njóta annarra þátta daglegs lífs. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því benda rannsóknir til þess að félagsleg umgjörð barna hafi mótandi áhrif á velgengni þeirra á lífsleiðinni. En börn þurfa ekki aðeins menntun. Börn þurfa einnig ást og umhyggju, tækifæri til þess að vera börn og upplifa heiminn í leik og starfi. Börn þurfa að læra samvinnu og öðlast félagsþroska þar sem mikilvægi samstarfs er oft grundvöllur að árangri í lífinu. Börn þurfa virka hreyfingu og þar vega tækifærin til íþróttaiðkunar þungt.
Samkvæmt ÍSÍ má ætla að um 60.000 börn og ungmenni á Íslandi stundi íþróttir en mikilvægi íþrótta er ótvírætt fyrir þroska og heilsu barna auk þess sem forvarnargildi þeirra er staðreynd. Nágrannaþjóðir okkar horfa öfundaraugum á gæði þjálfunar og faglega umgjörð íþróttastarfs hér á landi þar sem áhersla hefur verið lögð á menntun þjálfara og fyrsta flokks aðstöðu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á íþróttir og tómstundir þó svo málaflokkurinn sé ekki lögbundin þjónusta rétt eins og menntakerfið eða velferðarþjónustan. Nýlega var ákveðið að ráðast í gríðarlega metnaðarfulla framkvæmd við Stapaskóla þar sem sundlaug og fullbúið keppnisíþróttahús mun rísa á næstu árum auk þess sem hvatagreiðslur
Sem formaður velferðarráðs hef ég fengið að taka þátt í þeirri vinnu að auka lífsgæði í Reykjanesbæ í nánu samstarfi við íbúa og starfsfólk. Fyrir það er ég afskaplega þakklát og stolt af öllum þeim sem ég hef fengið að vinna með í málaflokknum. Við hér í Reykjanesbæ erum lánsöm. Lánsöm af því að hér standa íbúar þétt saman, aðstoða hvern annan og rétta fram hjálparhönd þegar þörf er á. Við erum líka lánsöm því við búum yfir ótrúlegu starfsfólki sem brennur fyrir því að vinna starf sitt af alúð og hefur valið að starfa í málaflokknum af hugsjón. Hugsjón um að það sem þau leggja af mörkum skili sér í því að bæta lífsgæði annarra.
voru hækkaðar og fyrirmyndarsamningar gerðir við íþróttafélögin til þess að efla starf þeirra enn frekar. Fjármunum þessum er vel varið en betur má ef duga skal. Fyrir rúmri öld var það ákvörðun alþingis að leggja grunninn að menntakerfi okkar til framtíðar. Grunnurinn að íþróttastarfi hér á landi hefur fyrir löngu verið lagður með þrotlausri vinnu sjálfboðaliða en upp á vantar að tryggja öllum börnum og ungmennum gjaldfrjálsar íþróttir hér á landi óháð efnahag þeirra sem að þeim standa. Það er kominn tími til þess að ríkisvaldið viðurkenni mikilvægi íþróttastarfs fyrir lýðheilsu í landinu og fjármagni þennan mikilvæga málaflokk til jafns við sveitarstjórnarstigið. Fyrsta skrefið í þá átt væri mótframlag ríkisins með hverju barni sem stundar íþróttir hér á landi. Langtímaplanið væri svo gjaldfrjálsar íþróttir á Íslandi fyrir öll börn og ungmenni upp að lögaldri. Nánari útfærsla færi fram í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Arðurinn af fjárfestingunni væri ómetanlegur til langrar framtíðar. Höfundur er lýðheilsufræðingur og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
En af hverju leggjum við áherslu á að veita góða velferðarþjónustu? Það er til þess að við íbúar upplifum að öryggisnet sveitarfélagsins grípi okkur þegar við þurfum á því að halda. Öryggi er eitt það mikilvægasta í lífi okkar allra. Við erum á þessari stundu að ganga í gegnum tíma sem eru, eins og margoft hefur komið fram, fordæmalausir. Öryggi hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en einmitt núna. Á þessari stundu kemur einnig fram að hlutverk samfélagsins í að tryggja öryggi er gríðarlegt þegar einstaklingar og fjölskyldur sem hafa sjaldan eða aldrei þurft að leita eftir stuðningi sveitarfélagsins þurfa nú að gera einmitt það. Það er á þeirri stundu sem mikilvægt er að minna á að velferðarþjónusta er ekki til staðar eingöngu fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Hún er og hefur ætíð verið fyrir okkur öll.
Það er von mín að þú, kæri nágranni minn í Reykjanesbæ, upplifir öryggi og vitir að það er öryggisnet með sterku fagfólki á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins sem stendur þétt við bak okkar þegar á reynir. Næstu mánuðir munu mæta okkur með ýmsum áskorunum. En við höfum sýnt og sannað að við gefumst ekki auðveldlega upp og þegar við stöndum aftur á fætur verðum við enn sterkari. Í okkur býr nefnilega ótrúleg seigla. Við þekkjum það vel að þurfa að hjálpa hvert öðru á fætur og gerum það af miklum kærleika og vináttu. Saman getum við gert það! Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar og varabæjar fulltrúi Framsóknar
Orð og efndir á Alþingi í atvinnuleysi Atvinnuleysi á Suðurnesjum er komið í 26%. Hjá konum mælist það nú 29% en hjá körlum 24%. Svo mikið atvinnuleysi hefur aldrei áður sést og er verulegt áhyggjuefni. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið tvöfalt hærra en á landsvísu og rúmlega það. Áhrif veirufaraldursins eru margþættari og víðtækari en okkur óraði fyrir nú þegar brátt er ár síðan fyrsta smitið greindist hér á landi. Þjóðin er stödd í verstu efnahagslegu þrengingum í manna minnum. Stjórnvöld hafa brugðist við með ýmsum úrræðum, ekki skal dregið úr mikilvægi þeirra. Sum þessarar úrræða hafa þó verið þung í framkvæmd og umsóknarferlið flókið og svifaseint. Brýnt er að lagfæra það. Miðflokkurinn hefur stutt tillögur ríkisstjórnarinnar sem miða að því að verja störfin og lágmarka hið efnahagslega tjón sem veirufaraldurinn hefur valdið þjóðinni. Atvinnuleysi hefur oft borið á góma á Alþingi undanfarna mánuði og Suðurnesin einnig nefnd í því samhengi. Þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. En það er ekki nóg að hafa áhyggjur. Það þarf að bregðast við. Það þarf aðgerðir sem skila árangri. Það er hlutverk Alþingis í fordæmalausum aðstæðum.
Tillaga um sértækan stuðning til Suðurnesja felld á Alþingi Ég hef lagt áherslu á það á Alþingi að það þurfi sértækar aðgerðir fyrir Suðurnesin vegna mikils atvinnuleysis. Alþingi hefur fjárveitingarvaldið og getur ákveðið að ráðast í sérstakt átak gegn atvinnuleysi á Suðurnesjum. Það tækifæri fékk ríkisstjórnin við afgreiðslu fjárlaga skömmu fyrir jól en hafnaði. Í fjárlagavinnunni í desember flutti ég breytingartillögu við fjárlög um sértæka aðstoð til Suðunesja. Tillaga fól í sér tveggja milljarða króna framlag til Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum til að standa straum af ráðningarstyrkjum. Til þess að auðvelda fyrirtækjum að ráða starfsfólk. Með
Golf og frístundir
hverjum nýjum starfskrafti getur atvinnurekandi fengið ráðningarstyrk að upphæð 345 þúsund krónur á mánuði í sex mánuði. Hér er um mjög mikilvægt úrræði að ræða til að draga úr atvinnuleysi. Tillagan var fullfjármögnuð og hefði ekki aukið skuldir ríkissjóðs. Hún var felld af ríkisstjórnarflokkunum með 30 atkvæðum gegn 27. Þingmenn stjórnarflokkana hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni á Suðurnesjum. Þeim orðum fylgdu því miður ekki efndir. Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Húsið
Sjólyst
í Garðinum Skammt ofan við Gerðavör í Garðinum stendur húsið Sjólyst. Það er byggt um 1890, staðsett í miðju athafnasvæði í Gerðum. Gerðavör með sína bátaútgerð við sjávargaflinn og fiskvinnsluhús á báðar hendur. Fólk á ferli og börn að leik. Skammt í verslun og símstöð. Milljónafélagið hafði starfsemi á þessu svæði um sína daga. Enn stendur Sjólyst í upprunalegri mynd, þó umhverfið sé breytt. Sjólyst í sjávarflóðum 14. febrúar 2020. Húsið slapp við skemmdir í veðrinu. Rúmgafl Unu.
stuðning. F r a m undan er að móta starf í húsinu, gera húsið aðgengilegt til skoðunar og mögulega annars. Þá verður minningin um Unu Guðmundsdóttur tengd starfsemi hússins. Fyrir liggur samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins og Hollvinafélagsins um aðkomu hollvina að starfsemi í húsinu.
Una hellir uppá kaffi í eldhúsinu í Sjólyst.
Grind og meginviðir úr Jamestown Ætla má að grind hússins og aðrir meginviðir séu úr farmi Jamestown. Húsið er fulltrúi þeirrar húsagerðar sem var algengust í byggðum Suðurnesja um og upp úr aldamótum 1900. Mætti okkur auðnast að ganga um byggðirnar á Suðurnesjum um þarsíðustu aldamót voru mörg hús af svipaðri gerð eða þá torfbæir. Hús af þessari gerð eiga fyrirmynd sína í torfbæjunum. Þeim svipar til eins stafgólfs í torfbæ. Fá hús af þessari gerð finnast nú en víða er uppruni þeirra og viðir faldir í húsum sem enn standa, þá mismikið endurbyggð og breytt. Fyrir miðja síðustu öld var gerð viðbygging við Sjólyst þar sem voru eldhús og snyrting og anddyri reist nokkru fyrr. Una Guðmundsdóttir, sem Gunnar M. Magnús skrifaði bókina Völva Suðurnesja um, bjó lengi í Sjólyst. Eldri Garðmenn líta gjarnan til Unu og Sjólystar í senn. Þar var lengi bókasafn Garðsins.
Eftir lát Unu 1978 var húsið mest autt um árabil. Þannig skipaðist hjá forsvarsmönnum Garðsins að húsið varðveittist. Nesfiski boðið húsið og var Nesfiskur leigutaki um langt skeið. Þar bjuggu starfsmenn Nesfisks. Vel má ætla að það fyrirkomulag hafi orðið til þess að Sjólyst varðveittist. Húsið fékk viðhald, var hitað og þar var búseta.
Sterkur vilji að hlú að minningu um Unu Svo vaknaði áhugi á varðveislu og endurbyggingu. Sterkur vilji til staðar að hlú að minningu um Unu, bæði frá einstaklingum og forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Húsið einnig verðugur fulltrúi síns byggingartíma. Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst var stofnað 18. nóvember 2011. Bæjarfélagið stýrði og kostaði endurbygginguna en hollvinir studdu vel við og voru með í ráðum. Verkefnið hefur notið stuðnings úr opinberum sjóðum og vinir Unu og hússins lagt fram
Endurbæturnar á húsinu hafa lukkast vel.
Endurgerð hússins Endurgerð hússins hófst um mitt ár 2016. Ytra birgði, múrklæðning og járn fjarlægt. Grind og fótstykki bætt og styrkt. Gluggar settir í og bárujárn á veggi. Viðbygging með eldhúsi, þvottahúsi og snyrtingu og svo anddyri voru þannig farin að þau voru alfarið fjarlægð og byggð upp frá grunni, einangruð og gerð sem ný. Á óvart kom hve viðbyggingin og anddyri voru illa farin. Lítið unnið í húsinu 2017 en frá hausti 2018 til hausts 2020 unnið með nokkrum
Stiginn upp á háaloftið.
hléum. Þak frágengið, milligólf endurbyggt. Grindarefni endurnotað sem kostur var. Klæðning endurnotuð að því marki sem mögulegt var. Alúð lögð í frágang að innan. Er veggjaplötur voru fjarlægðar kom upprunalegur panill í ljós. Þá ákveðið að láta panil halda sér sem kostur var. Mikil vinna lögð í hreinsun hans og dugar panill í klæðningu þriggja veggja. Panilklæðning milli sperra í lofti látin halda sér sem kostur var og gamla mosaeinangrunin látin kjur. Mosaeinangrun í veggjum fjarlægð og ekki bætt við einangrun þar. Gamall stigi, sem væntanlega er ekki upprunalegur, endurgerður. Heilleg gömul Morgunblöð komu í ljós á veggjum er veggfóður var fjarlægt. Algengt var að nota blöð sem einangrun. Þannig stendur Sjólyst endurgerð og frágengin að utan sem innan. Innri skipan hússins tekur mið af þeim tíma er Una bjó í húsinu.
Unnu verkið af kostgæfni Húsasmiðirnir og feðgarnir Ásgeir Kjartansson og Bjarki Ásgeirsson voru umsjónarmenn verksins, unnu alla smíðavinnu, rif og annað eins og til féll. Sigurður Guðjónsson,
kenndur við Bárugerði í Sandgerði, bauðst til að smíða glugga, gaf þá vinnu. SI-raflagnir sáu um rafmagn, Benni pípari um pípulögn, Kef málun málningarvinnu. Gröfuþjónusta TE annaðist þær jarðvegsframkvæmdir sem þurfti. Dúklagning Flötur ehf. Jón Ben Einarsson, byggingarfulltrúi, var tengiliður frá sveitarfélaginu og Magnús Skúlason, arkitekt, var til ráðgjafar í uppbyggingarferlinu. Endurgerð hússins formlega lokið 18. nóvember 2020 sem er afmælisdagur Unu. Vorið 2021 er áformað að ganga frá lóð Sjólystar og umhverfi. Í byrjun árs 2021 verður hafist handa að bæta sjóvörn neðan hússins. Í miklu áhlaupsveðri í febrúar 2020 sótti sjór að húsinu, þó án þess skemmdir yrðu. Ásgeir og Bjarki hafa unnið verkið af kostgæfni, gætt að endurnýtingu efnis og vandað handbragð. Hinu gamla lofað að halda sér. Ásgeir myndaði framgang verkefnisins og er saga uppbyggingar Sjólystar þannig skráð í myndum. Sú saga verður væntanlega aðgengileg í húsinu er fram líður. Hörður Gíslason
Undir gólfinu í stofunni.
Regnbogi yfir Sjólyst á miðjum framkvæmdatímanum.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sundið fleytti þeim í gegnum námið Sundmaðurinn Þröstur Bjarnason var valinn íþróttakarl Reykjanesbæjar árið 2016 en hann varð Íslandsmeistari í tíu greinum það árið. Hann var kallaður konungur langsundsins á Íslandi og var lengi einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins sem og burðarás karlaliðs ÍRB sem varð Bikarmeistari 2016. Þröstur og unnusta hans, Íris Ósk Hilmarsdóttir sem er einnig afrekskona í sundi, fóru bæði í nám við McKendreeháskólann í Illinois út á sundstyrk. Þröstur segist aldrei hafa verið mikill námsmaður en sundið hafi gert honum kleift að ljúka því námi sem hann hafði áhuga á. „Ég var í tölvunarfræði og Íris í tölvunarstærðfræði, sem er að miklu leyti það sama nema tölvunarstærðfræðin er með áherslu á stærðfræði en fer ekki eins djúpt í tölvunarfræðina sjálfa,“ segir Þröstur um það nám sem þau skötuhjúin luku fyrir skömmu.
hvað sem mig hefur lengi langað að prófa. Ég er að þjálfa háhyrninga núna, það eru krakkar frá níu til þrettán ára. Þetta eru um tuttugu krakkar sem eru að mæta á æfingu, það er mjög gaman og fín reynsla. Svo er ég líka í Akurskóla, er stuðningur í sjötta bekk.“
Langaði að verða flugmaður
– En hvernig var að vera úti? „Það var töff – en ég er mjög ánægður að hafa gert þetta. Bandarískt samfélag er allt öðruvísi en það íslenska. Sérstaklega þarna sem ég var, í miðríkjunum, en ég er vanur að vera í Flórída þar sem afi minn
– Ertu kominn með einhverja vinnu við þetta? „Nei, ekki ennþá. Ég ákvað að bíða aðeins út af Covid, þannig að ég skellti mér í þjálfarann. Það er eitt-
Viðburðir í Duus Safnahúsum
Sundfólkið og kærustuparið Íris Ósk og Þröstur fóru í nám til Bandaríkjanna á styrkjum út á sundið. Þau segja íþróttir hafa gefið sér tækifæri til að sækja sér þá menntun sem þau vildu.
Fast þeir sóttu sjóinn - Bátasafn Gríms Karlssonar í Byggðasafninu
Laugardaginn 20. febrúar opnar Byggðasafnið í Duus húsum endurgerða sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsinu. Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel Gríms í eigu Byggðasafnsins.
á og í - sýning í Listasafninu
Laugardaginn 20. febrúar opnar sýningin á og í, sem samanstendur af nýjum verkum listamannanna, Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Sérfræðingur í barnavernd Velferðarsvið – Forstöðumaður búsetukjarna Velferðarsvið – Félagsráðgjafar í fjölskylduþjónustu Velferðarsvið – Félagsráðgjafar í þjónustu við flóttafólk Þjónusta og þróun – Sérfræðingur í framlínuþjónustu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Þröstur var valinn íþróttakarl Reykjanesbæjar 2016. og amma eiga hús. Miðríkin eru svolítið bold ef maður slettir aðeins – en þetta var mjög gaman, fín reynsla. Íris dró mig svolítið út, ég ætlaði ekkert út en hún dró mig út.“ – Þið fóruð bæði út á skólastyrk, þannig að það er óhætt að segja að sundið hafið hjálpað ykkar námsferli. „Já, algerlega. Ég var ekki mikill námsmaður skal ég segja þér. Mér þótti ekkert sérstaklega skemmtilegt í grunnskóla og fyrstu árin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru þung. Svo kynntist ég Írisi og hana langaði alltaf út, þá setti ég meiri áherslu á námið og svo notaði ég sundið til að komast út. Ég ætlaði að verða flugmaður, skráði mig í Keili og tók nokkra tíma þar en ég fann mig ekki alveg í því. Þá kviknaði enn meiri áhugi á að fara út því fleiri skólar opnuðust. Það er svolítið fyndið að segja frá því að það var bara einn skóli sem bauð okkur báðum samning, meira að segja nokkuð góðan samning, og það var McKendree í Illinois.“
– Íþróttir eru góður stökkpallur til að komast í nám. „Algerlega og ég mæli mjög mikið með þessu, sama hvaða íþrótt. Það eru t.d. margir í fótboltanum að fara út.“
ég var í Svartfjallalandi fyrir tveimur árum, hef farið til San Marínó og allra Norðurlandanna á mót. Svo eru æfingaferðirnar fyrir utan það, þannig að maður hefur ferðast mikið með landsliðinu.“
– Bjugguð þið á campus? „Já, fyrsta árið okkar vorum við á Campus [háskólagörðum], annað árið leigðum við íbúð en fundum okkur ekki alveg þar svo við fluttum okkur aftur á campus. Tókum öll háskólaárin þar fyrir utan annað árið.“
– Og hvert er framhaldið, eruð þið komin heim til að vera? „Já, ég ætla ekki að læra meira en Íris stefnir lengra. Hún ætlar að læra eitthvað meira. Ég ætla að bíða eftir Covid og byrja svo að finna vinnu við það sem ég lærði – svo er aldrei að vita nema maður kippi skýlunni upp aftur. Það blundar alltaf í manni að taka þátt, sérstaklega þegar maður horfir á keppnir.“
– Hvað stendur svo upp úr frá þessum námsárum? „Ég myndi segja að kynnast fólki frá öllum löndum, besti vinur minn var frá Rúanda í Afríku. Nú svo auðvitað að fara á mótin, það er keppt mjög oft þarna, miklu oftar en hérna heima. Það keppir oft eitt lið á móti öðru, þá fer annað liðið í skólann hjá hinu og keppa gegn hvort öðru. Svo er Conference, sem er svæðamót, og svo þarf lágmörk inn á nationals sem er meistaramótið. Meistaramótin standa líka mjög mikið upp úr. Ég fór á þrjá mismundandi staði, frekar langt alltaf. Við keyrðum einu sinni í fjórtán tíma, til Ohio minnir mig. Geggjað gaman að ferðast svona með liðinu. Þetta er allt svo beint þarna og maður gleymir þessu, tíminn líður einhvern veginn hraðar.“
Landsliðsverkefnin standa upp úr – En hérna heima, hvað stendur upp úr á ferlinum? „Ég myndi pottþétt segja landsliðsverkefnin. Held að það sé frekar augljóst. Þá fær maður að ferðast og ég hef farið víða á vegum landsliðsins,
– Ertu alveg hættur að keppa? „Já, svona að mestu. Mig langar að keppa áfram í bikar. Það er svona liðakeppni, eina liðakeppnin á Íslandi, og margir af þessum gömlu sundmönnum taka þátt í henni.“ – Hefur þú stundað aðrar íþróttir en sund? Af hverju varð sundið ofan á? „Ég stundaði engar aðrar íþróttir neitt alvarlega, ég fór í handbolta, badminton og golf en fann mig ekki í neinni af þessum íþróttum. Ég var mikið í golfi og er byrjaður í því aftur núna, bara svona hobbí. Sund ... er lífsstíll. Ef þú byrjar og finnst það gaman þá ertu ekkert að fara að hætta. Ég byrjaði í sundi sex ára og þótt ég muni ekkert eftir því sjálfur segir mamma að ég hafi bara fests í lauginni. Svo eins og ég segi, ef þú getur eitthvað í sundi þá ertu ekkert að fara að hætta í sundi.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Öflugur skriðsundsmaður sem getur eitthvað í golfi Þröstur hefur verið gríðarlega sterkur sundmaður í gegnum árin og í dag er hann handhafi sjö innanfélagsmeta ÍRB í karlaflokki. Í 25 metra laug á hann metin í 25 metra, 800 metra, 1.500 metra skriðsundi og 25 metra flugsundi. Í 50 metra laug er hann methafi í 400 metra, 800 metra og 1.500 metra skriðsundi. Fyrir utna það sem hér er upp talið á Þröstur einnig fjölmörg met í yngri flokkum.
FRÍSTUNDIR.IS
Ég byrjaði í sundi sex ára og þótt ég muni ekkert eftir því sjálfur segir mamma að ég hafi bara fests í lauginni. Svo eins og ég segi, ef þú getur eitthvað í sundi þá ertu ekkert að fara að hætta í sundi ...
Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
– Hvaða grein finnst þér skemmtilegust? „Mér finnst 400 metra skriðsund vera skemmtilegust, eiginlega allt skriðsund er skemmtilegast en 400 metrarnir langskemmtilegastir. Ég er hins vegar bestur í 1.500 og 800 metra skriðsundi, ég hef eiginlega aldrei keppt í öðru en skriðsundi. Þannig að ég er skriðsundsmaður, þar liggja mínir styrkleikar – ég get eitthvað í flugsundi en ekkert voðalega mikið.“ – Hefurðu átt þér einhverjar fyrirmyndir í gegnum tíðina? „Góð spurning,“ segir Þröstur og gefur sér góðan tíma til umhugsunar. „Nei, ekki þannig. Maður horfði mikið upp til Edda sundþjálfara [Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar] en engir útlenskir hafa verið neinar fyrirmyndir. Kannski ég fari að spila golf með Edda, reyndar er hann yfirleitt að klára þegar ég er að mæta – hann er svo mikill morgunhani.“
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
– Geturðu eitthvað í golfi? „Já, já. Ég er með sextán í forgjöf, ég get alveg slegið en það endar oftast út í móa einhvern veginn. Getur verið í lagi í Leirunni, þá notar maður bara á næstu brautir líka.“ – Spilaðir þú eitthvað út? „Ég fór alltaf til Flórída til afa Robba og þar spilaði maður eins og brjálæðingur. Ég spilaði hins vegar ekkert á mínu svæði. Íris kíkti aðeins í golf með mér síðasta sumar, öll fjölskyldan mín er í golfi og pabbi hennar er í golfi. Þannig að hún er aðeins að byrja. Kannski golfsumar sé framundan.“
vinalegur bær
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Kalka leitar að starfskrafti á móttökuplan í Helguvík Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða öflugan starfskraft til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma krefst viðveru utan dagvinnutíma. 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is.
Við leitum að einstaklingi sem ... ... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf í þágu viðskiptavina. ... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is. Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is.
Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Lyftarapróf og vinnuvélaréttindi eru kostur.
Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is
Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns.
sport
Miðvikudagur 17. febrúar 2021 // 7. tbl. // 42. árg.
Komið að þolmörkum en hrikalega skemmtilegt Háværar raddir hafa heyrst undanfarið um hversu hátt hlutfall erlendra leikmanna er orðið í íslenskum körfubolta. Lítið beri á íslensku leikmönnum liðanna á kostnað þess. Við leituðum eftir áliti eins af okkar reynslumestu körfuboltamönnum, bæði sem leikmaður og þjálfari, og Teitur Örlygsson lá ekki á sinni skoðun.
„Ég er sammála því að við séum komin nálægt þolmörkum núna, þetta höfrungahlaup verði að stoppa einhversstaðar. Ég þekki stjórnarmenn í deildum út um allt land og þeir eru bara orðnir úrvinda af því að halda þessu gangandi – því allt kostar þetta peninga. Það er áhyggjuefni ef þessir meistaraflokkar sjúga til sín allt fjármagn því það kostar líka að halda úti góðri þjálfun í yngri flokkum og búa til alvöru félag. Félag er auðvitað bara byggt á krökkum sem alast þar upp. Svo á hinn bóginn er deildin ofboðslega sterk núna og þegar ég tek þetta samtal við alla strákana sem eru í atvinnumennsku, og eru ná það langt í körfubolta að þeir eru að spila
erlendis, þá segja þeir að svona eigi þetta að vera. Að við eigum frekar að líkjast þessum alvöru deildum í Evrópu og það geri það að verkum að við búum til betri körfuboltamenn. Það er ekkert sem segir mér að það sé brottfall úr sportinu, við erum líka með neðri deildir og við erum að sjá unga stráka blómstra í ár. Ég hef oft séð færri unga leikmenn blómstra í deildinni heldur en núna, þótt það séu svona margir útlendingar. Mér finnst það koma á móti, þetta er einhver gullinn meðalvegur sem við verður að fara en eins og ég segi þá er þetta komið að þolmörkum finnst mér.“
Hrikalega skemmtilegt „Mér finnst mikið atriði að við höldum áfram að tala deildina upp. Það er engum sem finnst deildin búin að vera leiðinleg í vetur, það finnst öllum þetta búið að vera hrikalega skemmtilegt. Þannig á það að vera.“
Þróttarar byrjuðu á sigri í körfunni Nýstofnaður meistaraflokkur Þróttar í körfubolta lék loks sinn fyrsta leik í 3. deild karla. Þeir hefja sína göngu á Íslandsmótinu vel og unnu öruggan sigur á Þór (B) frá Akureyri 98:66. Það leit út fyrir hörkuleik þegar Þórsarar mættu í Vogana til að etja kappi við Þrótt. Jafn var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að vera með forystu, hálfleikstölur 43:44. Í þriðja leikhluta tóku Þróttarar öll völd á vellinum og sigldu sínum fyrsta sigri í örugga höfn. Róbert Smári Jónsson hóf leikinn með krafti og skoraði sjö af fyrstu ellefu stigum Þróttar í leiknum. Menn leiksins voru þeir Arnór Ingvason skoraði 26 stig, Birkir Örn Skúlason skoraði átján stig
Þjálfari Þróttarar, Arnór Ingi Ingvason, átti góðan leik og skoraði 26 stig. og tók ellefu fráköst og Brynjar Bergmann Björnsson 21 stig og átta stoðsendingar. Á heimasíðu Þróttar er þess sérstaklega getið að allir leikmenn Þróttar hafi fengið pítusósu að leik loknum. Ljósmyndarar Þróttar voru á svæðinu og á throtturvogum.is má sjá glæsilega myndasyrpu úr leiknum.
Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur óskar eftir umsóknum í 80% stöðu skrifstofu-/framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. apríl n.k. Tölvukunnátta og bókhaldsþekking æskileg. Spennandi starf fyrir áhugasama um eflingu félagsins. Umsóknum skal skila á netfangið umfn@umfn.is fyrir 1. mars n.k. f.h. UMFN Aðalstjórn
Þess vegna finnst mér að þessir aðilar sem finni þessu allt til foráttu, þeir þurfa að passa sig og hætta að tala deildina niður. Þetta er ógeðslega gaman og íþróttahúsin verða troðfull um leið og Tóti [Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir] gefur leyfi ...
– Nú er búið að vera mjög stutt á milli leikdaga, heldurðu að það eigi eftir að draga dilk á eftir sér? „Það hefur verið það, sem gerir það að verkum líka að þjálfarar verða að dreifa álaginu á leikmenn – þá komum við aftur að því að fleiri fá séns. Lið sem fara í úrslitakeppni eru oft að spila tvo og þrjá leiki á viku, eins og verið er að gera núna, og liðið sem fara lengst eru að spila þannig í heilan mánuð og rúmlega það. Auðvitað tekur þetta toll en núna þegar leikir skipta ekki eins miklu máli fyrir tímabilið þá fá þjálfarar meira tækifæri til að dreifa álaginu. Sem fyrrverandi leikmaður og þjálfari, þegar ég heyri í kollegum mínum þá heyri ég að þeim finnst þetta ógeðslega gaman – en auðvitað, þeir sem þurfa að spila í þrjátíu mínútur plús verða þreyttir.“
asta áratuginn og ég held að það sé miklu vænlegra að við séum með há markmið ef við ætlum að halda okkur í þeim gæðum. Svona er þetta í þessum evrópsku deildum og menn töluðu um að nálgast það stig einhvern veginn. Það er voða erfitt að hringla með þetta á hverju ári. Svo segja menn, sem hafa vit á því sem þeir eru að segja, að það eru reglur um uppalda leikmenn og svoleiðis – það er spurning og kæmi mér ekki á óvart að jafnvel strax á næsta þingi verði sett einhvers konar þak. Þannig að við missum þetta ekki í einhverja þvælu, það vill það enginn. Þess vegna segi ég að þetta sé komið að þolmörkum.“
Körfuboltinn verður sífellt vinsælli Teitur segir að það sé rosaleg tilfinning núna fyrir hverjum einasta leik. „Fólk segir að menn fari bara á völlinn til að sjá Jóa frænda spila en það er bara kjaftæði. Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu og körfuboltinn er bara að verða vinsælli og vinsælli, við sjáum það bara í tölum. Karfan var að skríða yfir handboltann í iðkendafjölda í fyrsta skipti sem sýnir að karfan er í örum vexti. Þess vegna finnst mér að þessir aðilar sem finni þessu allt til foráttu, þeir þurfa að passa sig og hætta að tala deildina niður. Þetta er ógeðslega gaman og íþróttahúsin verða troðfull um leið og Tóti [Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir] gefur leyfi.“
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
– Hverjir verða Íslandsmeistarar? „Úff, ég veit það ekki. Keflavík og Stjarnan eru búin að vera best það sem af er af tímabilinu en við skulum taka Reykjavíkurrisana Val og KR líka alvarlega, þótt að Valur sé ekki einu sinni inni í úrslitakeppninni eins og staðan er í dag. Það eru þessi fjögur lið sem koma til með að vera í baráttunni. Keflvíkingar komu sterkastir inn í mótið, mættu með fullmannað lið á meðan önnur lið hafa verið í alls kyns rugli og breytingum. Staðan hjá mínum mönnum í Njarðvík er svipuð og maður bjóst við en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum sem ég hélt að þeir myndi vinna og á móti vinna þrjá sem ég bjóst við að þeir myndu tapa í staðinn.“ – Þetta sýnir okkur kannski líka hvað deildin er sterk, það geta allir unnið alla. „Já og það gerir þessi útlendingaregla líka, þú sérð að það eru bara fimm inn á í körfubolta. Það er ekki eins og þegar einn maður kemur inn á í fótboltaliði, einn maður í körfubolta hefur talsvert meira vægi.“ Að lokum sagðist Teitur vona að enginn væri búinn að vera að veðja mikið á körfuboltann. „Þá skiptir engu máli hvort spilakassarnir séu lokaðir, hann er hvort eð er búinn með peninginn!“
Sara Rún bikarmeistari í Bretlandi
Viljum við meiri gæði, betri leikmenn? „Ef Íslendingar eru að æfa með einhverju „pöbbaliði“ allan ársins hring, fá enga samkeppni og læra ekki neitt af betri leikmönnum, þá held ég að þeir eigi ekki mikinn möguleika á að verða frábærir leikmenn. Um leið og þeir eru farnir að æfa með einhverjum þremur, fjórum atvinnumönnum sem eru frábærir í körfubolta og þeir þurfa að æfa enn betur, leggja enn harðar að sér – það skilar þeim sem betri í körfubolta. Þetta gengur ekki út á leikinn, þetta gengur út á allar æfingarnar sem eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en þessir leikir. Þannig að ég er ekki sammála að þetta gangi út á það, við vorum með fjórir fyrir einn fyrir stuttu síðan og þá voru leikmenn í byrjunarliði sem varla myndu sleppa í tíu manna hópa í dag. Deildin er það mikið betri og þannig viljum við hafa það. Landsliðið okkar er búið að fara tvisvar sinnum í lokakeppni Eurocup síð-
Myndir: Karfan.is
Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders unnu WBBL Cup í Bretlandi um helgina með sigri á Sevenoaks Suns, 67:78, þetta mun vera í fyrsta skipti sem Leicester Riders vinna titilinn. Riders hófu úrslitaleikinn af krafti og eiddu eftir fyrsta leikhluta með ellefu stigum, 13:24. Undir lok fyrri hálfleiksins jöfnuðust leikar þó aðeins og í hálfleik var munurinn aðeins fjögur stig, Riders í vil. Í upphafi seinni hálfleiksins stigu Sara Rún og félagar svo aftur á bensíngjöfina og náðu að byggja upp þægilega fjórtán stiga for-
ystu fyrir lokaleikhlutann, 46:60. Í honum gerðu þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð góðum ellefu stiga sigri í höfn, 67:78. Sara Rún var á sínum stað í byrjunarliði Riders og skilaði góðu framlagi. Á 25 mínútum spiluðum skilaði hún tíu stigum, fjórum fráköstum, fjórum stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Sveindís skoraði í fyrsta leik með Kristianstad Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora í sínum fyrsta leik með sænska félaginu Kristianstad. Sveindís kom Kristianstad yfir eftir fimmtán mínútur í æfingaleik gegn Häcken en Kristianstad tapaði leiknum 2:1. Sveindís Jane átti frábært tímabil í fyrra þegar Keflavík lánaði hana til Breiðbliks, hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki og var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar. Eftir tímabilið gekk hún til liðs við Wolfsburg í Þýskalandi sem lánar hana til Kristianstad fyrst um sinn. Hjá Kristianstad leikur Sveindís undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur sem var nálægt því að taka
VF-myndir: pket
Sveindís Jane í búningi Kristianstad.
Mynd: Facebook-síða Kristianstad
við íslenska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Elísabet vildi hins vegar klára tímabilið með Kristianstad sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Á vef Fótbolta.net má sjá myndbrot með fyrsta marki Sveindísar fyrir Kristianstad.
Bikarglíma Íslands haldin í Akurskóla – Fyrsti bikarmeistaratitill Þróttara leit dagsins ljós Bikarg lí ma Íslands fór fram um helgina á nýjum keppnisvelli í íþróttahúsi Akurskóla. Allir flokkar voru skipaðir vel þjálfuðu glímufólki og var keppni einstaklega hörð því 70 sterkustu keppendur landsins voru þarna saman komnir. Sex bikarmeistarar litu dagsins
Kylfingurinn Jón Norðdal fær leiðsögn hjá Margeiri Vilhjálmssyni, golfkennara, í nýja golfherminum í Golfstudio.
ljós hjá Suðurnesjamönnum í flokkum tíu til sextán ára. Fimm af þeim komu í hlut Njarðvíkinga og fyrsti bikarmeistaratitill UMFÞ í glímu komi í hlut Oliwers Józefs Parzych.
Oliwer J. Parzych.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
(VERÐUR AÐGENGILEGT Á FIMMTUDAG KL. 20:30)
Kylfingar fagna nýjum golfhermi „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og hermirinn er mikið bókaður næstu vikurnar,“ segir Margeir Vilhjálmsson, golfkennari, en um áramótin opnaði hann aðstöðu sem heitir Golfstudio, með nýjustu gerð af golfhermi í húsnæði Bílaútsölunnar á Ásbrú.
Myndir og ítarlegri umfjöllun um Bikarglímu Íslands má sjá á vf.is
Keflvíkingar bestir á bikarmóti TKÍ
Jón Ágúst Jónsson sækir fast að mótherja sínum. Ljósmynd: Tryggvi Rúnarsson
Taekwondosamband Íslands hélt fyrsta mótið í ár nú um helgina. Mótið var bikarmót TKÍ og var
það haldið í húsnæði Ármanns og heppnaðist einkar vel. Vegna takmarkana við íþróttamót þurfti að skipta keppendum í fleiri hópa en vanalega og það var til þess að mótið varð lengra en venjulega. Keppendur frá Keflavík voru um 50 talsins og stóðu sig einkar vel. Lið Keflavíkur fékk sautján gull, þrettán silfur og níu brons, sem var besti árangur allra félaga á mótinu. Fleiri myndir og nánar er fjallað um mótið á vf.is.
Ástkær dóttir, systir, mágkona og frænka,
LÁRA MARÍA INGIMUNDARDÓTTIR Þórustíg 6, Njarðvík
Kylfingar á Suðurnesjum hafa tekið fagnandi nýjum golfhermi í húsnæði Bílaútsölunnar á Ásbrú. Golfkennarinn Margeir Vilhjálmsson er þar í framlínunni og býður kylfinga velkomna í nýja og skemmtilega græju þar sem hægt er að spila heimsfræga golfvelli eða taka æfingu í flottri aðstöðu Golfstudio en það er nafnið á aðstöðunni. Við hittum Margeir og spurðum hann út þessa nýjung á Suðurnesjum.
Kylfingar hafa tekið þessu framtaki fagnandi en húsnæðið er við hlið gamla „aðalhliðsins“ við Keflavíkurflugvöll. „Þetta er golfhermir af bestu gerð og hér er hægt að spila golf á mörgum af frægustu golfvöllum heims. Það er ljóst að þörfin var mikil því aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum. Kylfingar hafa fjölmennt, mikið tveir til fjórir saman og taka gjarnan einn golfhring með félögunum. Það tekur frá um einni og hálfri klukkustund upp í þrjár. Hægt að leika punktakeppni eða höggleik. Þú getur líka komið einn með kylfurnar og tekið nokkrar holur eða bara slegið eins og þú sért á æfingasvæðinu. Það er tilvalið að kaupa boltakort í slíkt en það er öruggara að panta tíma,“ segir Margeir. Aðspurður segir Margeir að það sé gott að halda golfsveilfunni við en hermirinn sýnir fullt af upplýsingum; boltahraða, lengd, stefnu höggs og stöðuna á kylfunni eftir hvert högg. „Ég mæli þó með því að fólk njóti þess bara að spila golf. Aðstaðan er góð. Hér er líka fín púttflöt til að æfa púttin og svo hef ég góða reynslu af því að vera með golfkennslu í herminum. Það eru komnir ansi margir golfhermar á höfuðborgarsvæðinu og þetta er mjög vinsælt þar. Nú eru engir í útlöndum í golfi og eiga tíma fyrir sig á veirutímum. Við hvetjum bara kylfinga á Suðurnesjum að mæta,“ sagði Margeir Vilhjálmsson sem er einnig með kylfinga í golffimi í Sporthúsinu. Tímapantanir í golfhermi er í síma 770-4040 eða á noona.is
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/laramariaingimundardottir Ingimundur Eiríksson Elín Högnadóttir, Helga S. Ingimundardóttir Geir G. Garðarsson Birna Rúnarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS RÚNAR HÖGNASON (Júlli Högna) Kirkjuvegi 11, Keflavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 13. febrúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Guðmunda Kristín Reimarsdóttir Júlíana Guðrún Júlíusdóttir Árni Jens Einarsson Jóhann Reimar Júlíusson María Jóhannesdóttir G. Regína Júlíusdóttir Buchanan Alexander E. Buchanan Högni Þorsteinn Júlíusson Amy Greenberg Hulda María Einarsdóttir Einar Már Atlason afabörn og langafabörn.
AÐALFUNDIR DEILDA OG AÐALSTJÓRNAR UMFN 2021
VERÐA HALDNIR SEM HÉR SEGIR: Þriðjudaginn 23. febrúar Júdódeild UMFN
Mánudaginn 1. mars Sunddeild UMFN
Miðvikudaginn 24. febrúar. Þríþrautardeild UMFN
Þriðjudaginn 2. mars Knattspyrnudeild UMFN
Fimmtudaginn 25. febrúar Lyftingadeild UMFN
Miðvikudaginn 3. mars Körfuknattleiksdeild UMFN
Miðvikudaginn 10. mars Aðalfundur UMFN Allir fundirnir nema fundur knattspyrnudeildarinnar verða haldnir í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, á annarri hæð í félagssalnum eða Boganum og hefjast kl. 20:00. Fundur knattspyrnudeildarinnar verður í félagssal deildarinnar við Afreksbraut og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir
Lægri meðalaldur ástæða færri bólusetninga á Suðurnesjum „Ástæða fyrir því Suðurnesin eru með fæstu bólusetningarnar núna er sú að Suðurnesin er ungt samfélag, meðalaldurinn er lægri en annarsstaðar á landinu og því myndast þessi skekkja í stöplaritinu og virðist sem aðrir séu jafnvel að fá meira bóluefni. „Það er aðeins að aukast krafturinn í bólusetningum hér á Suðurnesjum og lítur út fyrir að við byrjum að bólusetja elstu árgangana 80 ára og eldri í næstu viku,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarforseti á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nú virðist þó berast meira bóluefni til landsins og segir Andrea að HSS sé búið að fá staðfestingu á því að stofnunin fái bóluefni í næstu viku til að halda áfram að bólusetja elstu árgangana. „Ekki hefur þó enn fengið staðfest í hvaða magni, því verðum við að sjá til hvað við komumst langt með það,“ segir Andrea Klara.
Ítarlegra viðtal við Andreu Klöru er á bls. 4. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Mundi Græn Helguvík?
Knús í (leik)hús Mér finnst gaman að fara í leikhús og fagna því að leiksýningar séu byrjaðar aftur. Fór einmitt á sýningu hjá Leikfélagi Keflavíkur síðastliðinn föstudag á leikritið Beint í æð sem er í sýningu núna. Verð að hrósa Frumleikhúsinu fyrir frábært starf. Ótrúleg gróska í þessu áhugaleikhúsi og metnaðurinn lætur ekki á sér standa. Bý líka svo vel að ein af vinkonum mínum hefur farið með hlutverk í nokkrum af síðustu uppfærslum. Eftir að verða ár í Kófinu þá sér maður alltaf betur hversu mikið er til í orðunum: Maður er manns gaman. Því það er fátt skemmtilegra en að gera sér dagamun með vinum sínum, hvort sem það er leikhús, tónleikar eða stunda áhugamál saman. Undanfarið ár hefur augljóslega verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og ekki gert okkur kleift að vera mikið innan um hvort annað. Það hefur líka haft áhrif á alla menningarviðburði og tómstundaiðkun – en vonandi sjáum við fyrir endann á
þessu stríði við Kófið. Ég er alla vega þakklát fyrir að geta nú stundað mitt yoga í yogastöð en ekki heima í stofu. Líka þakklát fyrir að geta farið í leikhús þrátt fyrir að þurfa að vera vopnuð grímu. Við vinkonur vorum einmitt að ræða þetta eftir leikhúsið síðastliðinn föstudag. Hvað það er skrýtið að geta hist og farið í leikhús saman en geta ekki knúsast. Það er svo margt sem hefur breyst hjá okkur öllum síðastliðið ár. Nú þegar hillir undir hjarðónæmi þá fer að maður að hugsa til þess
LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur
hvaða atriði í Kófinu muni hafa langvarandi áhrif og hvað mun leiðréttast þegar við getum aftur farið að lifa eðlilegu lífi. Mun eitthvað hafa varanleg áhrif? Munum við hætta að faðma og knúsa þá sem falla ekki undir „jólakúlu“ skilgreiningu sóttvarnarlæknis? Munum við hætta að líta á annað fólk sem „mögulega smitbera“? Mun sala á handáburði dragast stórlega saman þegar fólk hættir að ofþurrka á sér hendurnar með sífelldri sprittun? Nokkuð ljóst að stóraukin netverslun er komin til að vera. Stærsta áhyggjuefni mitt varðandi Kófið er þó þessi mikla og langvar-
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
BÓKARI Við óskum eftir reyndum bókara til að styðja við bókhaldsteymið okkar. Helstu verkefni felast í móttöku, skráningu og bókun reikninga auk afstemmingarvinnu. Starfið krefst góðrar samskiptahæfni þar sem bókari er í tíðum samskiptum við bæði starfsfólk og viðskiptavini. Við leitum að vandvirkum og jákvæðum einstakling sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og í teymi.
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar veitir Helga Erla Albertsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, helga.albertsdottir@isavia.is.
Um er að ræða tímabundið starf til allt að 15 mánaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla af bókhaldi er skilyrði • Reynsla af vinnu við Navision bókhaldskerfið er skilyrði • Góð almenn tölvukunnátta • Nákvæmni í vinnubrögðum og þjónustulund
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : REYK JANESBÆR
UMSÓKNARFRESTUR: 2 7. F E B R Ú A R
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
andi einangrun fólks. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg einangrun stóreykur líkur á þunglyndi, hefur neikvæð áhrif á gæði svefns, dregur úr framtakssemi, flýtir fyrir hrörnun heilastarfsemi, hefur neikvæð áhrif á hjarta og æðakerfi og dregur úr virkni ónæmiskerfisins. Allt óháð aldri. Þessu til staðfestingar þá hafði þessi litla leikhúsferð mín og samvera við vini mína þau áhrif að það var eins og ákveðnu fargi hafi verið af mér létt. Í staðinn fyrir að hugsa um hvað væri að koma á Netflix þá fór ég að skipuleggja eitthvað skemmtilegt frí í sumar og koma inn fleiri hittingum og meiri hreyfingu aftur í mitt daglega líf. Maður er sannarlega manns gaman.