GOTT FYRIR HELGINA
Frá stríði til Reykjanesbæjar
17.--20. FEBRÚAR
Ljiridona Osmani í viðtali á síðu 15
Appelsínur 1,5 kg netapoki
489
40%
KR/PK ÁÐUR: 699 KR/PK
AFSLÁTTUR
Grísakótilettur með beini
30%
1.259
AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 2.099 KR/KG
Miðvikudagur 16. febrúar 2022 // 7. tbl. // 43. árg.
Þakkar MSS fyrir stóran hluta af sinni skólagöngu – sjá frétt á síðu 4
Aliyah Collier
Reykjanesskaginn
er margt til lista lagt
í vetrarbúningi
Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari okkar í Grindavík, fangaði vetrarstemmninguna og sendi blaðinu þessa mynd og nokkrar fleiri sem sjá má á síðu 6 í blaðinu í dag.
Aliyah í viðtali á síðu 14
Kostar aukalega 140 milljónir króna á ári – að stytta vinnuvikuna hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri í VF-viðtali
Stytting vinnuvikunnar mun kosta Brunavarnir Suðurnesja (BS) aukalega 140 milljónir króna á ári. Kostnaðurinn felst í launum og launakostnaði vegna nýrrar vaktar sem BS þarf að
koma á fót fyrir 15. maí í vor þegar vinnutímastytting vaktavinnufólks tekur gildi. Þetta kemur fram í viðtali við Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, í Víkurfréttum í dag. Brunavarnir Suðurnesja standa núna í samningaviðræðum við Sjúkratrygg-
ingar um þetta. Í dag er starfsemi BS byggð upp á fjórum vöktum en vegna styttingar vinnuvikunnar þarf að bæta við einni vakt til viðbótar þar sem starfsemi BS þarf að vera órofin og ekki er hægt að taka hlé eða brjóta upp starfið vegna styttingarinnar.
„Auðvitað kemur þetta til með að hafa áhrif á reksturinn og þetta verður ekkert auðvelt. Þetta er rándýrt. Um 80% af kostnaði við rekstur Brunavarna Suðurnesja snýr að starfsmannakostnaði. Kostnaður Brunavarna Suðurnesja við styttingu vinnuvikunnar er um
140 milljónir króna á ári. Þetta er hrein viðbót við reksturinn og þýðir aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og ríkið. Svo töluðu menn um að stytting vinnuvikunnar ætti ekki að kosta neitt. Þetta er gríðarlegur kostnaðarauki,“ segir Jón m.a. í viðtalinu.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Ánægja í Suðurnesjabæ með viðhorf íbúa Bæjarráð Suðurnesjanbæjar lýsir ánægju með niðurstöður árlegrar könnunar Gallup með viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og búsetu. Almennt eru íbúar ánægðir með búsetu í Suðurnesjabæ og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Ánægja eykst frá fyrri könnun meðal annars um menningarmál, þjónustu við aldraða og barnafjölskyldur. Þá er Suðurnesjabær í efsta sæti í samanburði við önnur sveitarfélög í könnuninni varðandi úrlausnir starfsfólks á erindum sem berast frá íbúum.
Frá Suðurnesjabæ.
Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs verða í kjörnum nefndum og ráðum Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða að heimila nngmennaráði Reykjanesbæjar að tilnefna áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundi fagnefnda og -ráða sveitarfélagsins, annarra en barnaverndarnefndar og bæjarráðs enda er bæjarráð ekki skilgreint sem fagnefnd eða -ráð. Stjórn ungmennaráðsins mun fá fundarboð allra fagnefnda og -ráða. Ef ungmennaráðið vill hafa áheyrnarfulltrúa á fundum þá er því frjálst að gera það. Umsjónarmaður ráðsins bókar þá áheyrnarfulltrúa á næsta fund nefndarinnar/ráðsins samkvæmt fyrirfram samþykktum lista
yfir áheyrnarfulltrúa ungmennaráðs. Um þá gilda sömu lög og reglur og aðra nefndarmenn, m.a. um trúnað og hæfi. Um tilraun er að ræða sem hefst strax og stendur til loka yfirstandandi kjörtímabils. Á tilraunatímanum verður ekki greitt fyrir fundarsetuna. Að tilraunatímabili loknu verður reynslan metin og ákveðið af nýrri bæjarstjórn, í samráði við forstöðumenn málaflokka og ungmennaráð, hvort framhald verður á og hvernig því skuli háttað. Verði það niðurstaðan þarf að uppfæra erindisbréf nefnda og ráða ásamt samþykktir Reykjanesbæjar.
Umsækjendum með samþykkta Mjög mikil ánægja með þjónustu Grindavíkurbæjar fjárhagsaðstoð fjölgað um 2% Grindavíkurbær heldur áfram að – Umsóknum um húsnæðisstuðning fjölgaði um 9,7% Í janúar 2022 fékk 151 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.008.824. Í sama mánuði 2021 fengu 148 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 22.528.743. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 2,02% milli janúar 2021 og janúar 2022. Í janúar 2022 fengu alls 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.386.525. Í sama mánuði 2021 fengu 276 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.819.057. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði um 9,7% milli desember 2020 og 2021.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
bæta sig þegar kemur að þjónustu við íbúa bæjarins. Ný þjónustukönnun á vegum Gallup staðfestir þetta. Undanfarin ár hefur Grindavíkurbær verið að koma vel út úr flestum þáttum könnunarinnar. Í ár má sjá að ánægja íbúa bæjarins í þeim tólf þáttum sem spurt er um, er alls staðar yfir landsmeðaltali sem verður að teljast nokkuð gott. Könnunin er gerð meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins og framkvæmd á tímabilinu 8. nóvember 2021 til 12. janúar 2022. 92% íbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. 89% eru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu. 84% eru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt. 81% eru
ánægð með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið, bæðu út frá reynslu og áliti. 79% eru ánægð með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. 76% eru ánægð með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins. 69% eru ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. 69% eru ánægð með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu. 68% eru
ánægð með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. 63% eru ánægð með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu. 61% eru ánægð með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. 56% eru ánægð með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Nánar má lesa um könnunina á vef Grindavíkurbæjar, grindavik.is.
Elsa Albertsdóttir valin Skyndihjálparmaður ársins Elsa Albertsdóttir var útnefnd Skyndihjálparmaður ársins í tilefni af 112-deginum sem haldinn var 11. febrúar. Það er Rauði krossinn sem stendur að valinu. Elsa var í viðtali í Suðurnesjamagasíni og Víkurfréttum í síðustu viku en Elsa sýndi mögnuð viðbrögð þegar faðir hennar, Albert Eðvaldsson fór í hjartastopp. „Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans er talin eiga stærsta þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra. Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún var tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi og í dag var tilkynnt að hún hafi hlotið nafnbótina. „Ég byrjaði bara að hnoða á fullu, taldi upp í þrjátíu og reyndi að blása á milli en það gekk illa því pabbi var með munninn fastan saman. Svo benti konan í neyðarlínunni, sem var í símasambandi að það gæti
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
verið gott að skiptast á að hnoða því það væri erfitt fyrir einn að gera það lengi. Ég sagði bara, nei, og hélt áfram og sagði afa að reyna blástur á milli hnoða en það var ekki að ganga.“
Viðtalið má lesa í Víkurfréttum í síðustu viku. Í stafrænni útgáfu Víkurfrétta má horfa og hlusta á viðtalið með því að smella á spilara á myndinni með þessari frétt.
Öflugur rafvirki Isavia vill ráða öflugan rafvirkja með starfsstöð á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni snúa að uppsetningu og viðhaldi á fjölbreyttum búnaði eins og hússtjórnakerfi og vöktun, landgöngubrúm, mótorum og stýringum, auk almennra raflagna.
Hæfniskröfur • Sveinspróf í rafvirkjun • Þekking á iðnstýringum er kostur • Reynsla úr stóriðju eða iðnaði er kostur • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Góð tölvukunnátta er skilyrði • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Nánari upplýsingar veitir Emil Helgi Valsson, hópstjóri raftækniþjónustu, emil.valsson@isavia.is Sótt er um á isavia.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli
Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum. Hjá félaginu og dótturfélögum þess starfar samhentur hópur sem telur um þúsund manns.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla HLH Ráðgjöf hefur unnið álitsgerð fyrir Suðurnesjabæ um mat á fjárhag sveitarfélagsins vegna meiriháttar fjárfestinga sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í álitsgerðinni kemur fram að Suðurnesjabær er vel í stakk búinn til að
ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé sterk og að Suðurnesjabær muni standast fjármálareglur sveitarstjórnarlaga vegna fjárfestinga og reksturs leikskólans.
María Sigurðardóttir með fulltrúum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og fjölskyldu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þakkar MSS fyrir stóran hluta af sinni skólagöngu María Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi MSS, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, hlaut nýverið viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Valið nær yfir allt landið en viðurkenningin var afhent í húsnæði MSS í Reykjanesbæ og var athöfnin hluti af ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem var í beinu streymi. María fann sig ekki grunnskóla og hætti að mæta í lok 8. bekkjar og útskrifaðist því ekki úr grunnskóla. Vegna óvæntra uppákoma þá tók María þá ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu þá orðin 23 ára gömul. Hún fór á fund náms- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar a Suðurnesjum sem fór yfir nokkra möguleika á námsleiðum fyrir hana sem varð til þess að hún skráði sig í Skrifstofuskóla 1 og var sest aftur á skólabekk. Fljótlega kom í ljós að hún var búin að finna sig í námi og eftir útskrift úr skrifstofuskólanum skráði hún sig í Menntastoðir með það markmið í huga að klára ígildi stúdentsprófs. Með miklu skipulagi hafðist þetta og útskrifaðist María frá Menntastoðum í desember 2019. María flutti útskriftarræða nemenda og hafði hún orð á því að þegar námið byrjaði þurfti hún að beita sjálfa sig gríðarlegum aga eins og bara að setjast niður og læra, tók á. En sá agi sem hún hafði tileinkað sér hafði þau jákvæðu áhrif að þegar hún hóf nám við Háskólagrunni HR reyndist henni auðveldara vegna jákvæðs hugarfars, seiglu og mikinn vilja. María útskrifaðist í júní 2021 með ígildi stúdentsprófs frá HR. Að hennar sögn er hún nokkuð viss um að þetta hefði ekki farið svona vel, ef það væri ekki fyrir þennan stuðning sem hún hefur fengið frá MSS. Starfsfólkið
ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS
Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki
421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
bilaverk.thoris@gmail.com
facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Vegna óvæntra uppákoma þá tók María þá ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu þá orðin 23 ára gömul. Hún fór á fund námsog starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar a Suðurnesjum. smitaði hana rosalega af skólabakteríu sem hún býr að í dag. Í dag er María í áfengis- og vímuefnaráðgjafanámi hjá SÁÁ og að hennar sögn þá þakkar hún MSS fyrir stóran hluta af sinni skólagöngu.
Ekið á bræður á leið til skóla Ekið var á bræður á leið í skólann í Garði í Suðurnesja bæ á þriðjudagsmorgun um klukkan átta. Atvikið átti sér stað við gangbraut yfir Garðbrautina framan við skólann. Bræðurnir voru samferða á leið í skólann. Annar þeirra slapp alveg við meiðsli en hinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík og er líðan hans sögð stöðug. Ökumaðurinn, ungur karlmaður, er í áfalli eftir slysið. Það sama má reyndar segja um fjölmarga nemendur Gerðaskóla sem urðu vitni að slysinu. Rætt var við nemendur í skólanum eftir atvikið. Þar sem slysið varð er 50 km. hámarkshraði, sem er óvenjulegt við skóla, en Garðbrautin er stofnbraut og þar er oft mikil og hröð umferð. Umferðarljós eru við gangbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum er með slysið til rannsóknar en aðstæður voru dimmar á þriðjudagsmorgun.
Varasamar aðstæður hafa verið á Reykjanesbrautinni síðustu daga vegna veðurs. Hver vetrarlægðin á fætur annarri hefur gengið yfir Reykjanesskagann með slæmum akstursskilyrðum, bæði vegna vinds og einnig krapa. Nokkur umferðarhóhöpp hafa orðið en engin alvarleg slys á fólki. Þessi mynd var tekin á mánudag þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum í krapa.
Styrkja, efla og bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja Lokadrög að nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suðurnesjum 2022 voru lögð fyrir fund velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, og Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri Velferðarnets – sterkrar framlínu, mættu á fundinn og kynntu áætlunina. Starfshópur Suðurnesja um Velferðarnet – sterka framlínu hefur sent áætlunina til umsagnar hjá sveitarstjórnum á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Vinnumálastofnun og Sýslumanninum á Suðurnesjum. Velferðarnet – sterk framlína byggir á aðgerðum tvö og þrjú í aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum sem kom út í maí 2020. Aðgerð tvö nefnist Sterk
framlína í krafti fjölbreytileikans og aðgerð þrjú Þverfaglegt landshlutateymi (Velferðarstofa). Aðgerðirnar snúa báðar að því að styrkja, efla og bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja með aukinni upplýsingagjöf, fræðslu og þjálfun. Jafnframt snúa þær að því að efla framlínuþjónustu með það að markmiði að styðja íbúa til sjálfbærni í upplýsingaöflun og þjónustu og samþætta þjónustuþætti með megináherslu á aukin lífsgæði og velferð íbúa út frá félagslegri virkni og vellíðan. Leiðarljós aðgerðanna beggja er nýsköpun í þjónustu og er unnið út frá því að sú samvinna sem þegar hefur orðið við gerð áætlunarinnar og áframhaldandi þverfagleg og þverstofnanaleg samvinna muni leiða til skapandi og nærandi jarðvegs þar sem nýsköpun blómstrar, frumkvæði vex og hugmyndaauðgi þrífst.
Byrjaðu að mála strax í dag!
Nýtt litakort
Pensill
50 mm pensill sem hentar vel innanhúss á veggi og loft. Hentar fyrir allar gerðir málningu og lökk. Hágæða gerviþræðir með fínum oddum sem skila sléttri áferð og jafnri þekju.
dagskrárgerðarkona
1.095 83034920
Rúlla & bakki
Málningarrúlla og bakki í einum pakka. Bakkinn er 25 cm á breidd. Hentar fyrir flestar gerðir af málningu.
2.295 84305627
Málningar límband
Tesa Precision límband 25 mm
Litaráðgjöf
1.795 81943342
Pantaðu tíma rafrænt á byko.is
Jóhanna
Litaskanni
Léttspartl
Medium léttspartl fyrir veggi 0,4L.
Komdu með þinn lit (t.d. uppáhaldshlut eða flík), litaskanninn finnur litinn og við blöndum hann.
1.595 80786040
Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu?
Hvort sem þú færð hugmyndir frá nýjustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn er mikilvægast að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil eða rólegri og svalari liti þar sem á að slappa af. Ljósir litir gera það að verkum að herbergið virðist stærra en dökkir litir leiða til hins gagnstæða.
5
ár í röð!*
*Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Skemmtileg tilbreyting fyrir áhöfn Grímsnes GK Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Held að það sé einhver ógæfa með að skrifa pistla á þessum degi sem ég skrifa þá. Því að það sem af er þessu ári þá hefur það verið þannig að ég skrifa pistilinn alltaf á sama degi og alltaf hefur verið leiðindaveður – og það er einmitt þannig núna þegar þessi pistill er skrifaður. Þrátt fyrir það gátu sjómenn hérna á Suðurnesjunum loksins brosað mikið og tóku heldur betur á því, vegna þess að það var mokveiði hjá bátunum og skiptust minni línubátarnir svo til á þrjá staði. Fyrsti hópurinn var á veiðum út frá Þorlákshöfn og voru þeir bátar á veiðum meðfram suðurströndinni áleiðis að Landeyjahöfn. Þar var t.d. Sævík GK og báturinn landaði 59 tonn í fimm róðrum. Þar voru líka bátar að austan, t.d. Sandfell SU, Hafrafell SU og Kristján HF. Síðan var annar hópur utan við Grindavík og þeir veiddu líka vel. Þar voru t.d. Dúddi Gísla GK með 23 tonn í tveimur róðrum, Katrín GK með nítján tonn í tveimur, Geirfugl GK 19,3 tonn í tveimur, Óli á Stað GK með 18,5
tonn í tveimur og Daðey GK með 31 tonn í þremur. Utan við Sandgerði var svo þriðji hópurinn og var eins og hjá hinum mjög góð veiði hjá þeim. Þar var t.d. Addi Afi GK með 7,5 tonn í einum róðri. Dóri GK með 27 tonn í þremur róðrum, Gulltoppur GK með fimmtán tonn í tveimur en hann er á balalínu. Hópsnes GK sem var minnst á í síðasta pistli var með 34 tonn í þremur róðrum en hann er líka á balalínu eins og Gulltoppur GK og Addi Afi GK. Geirfugl GK kom síðan frá Grindavík og náði einni löndun í Sandgerði og kom með um tíu tonn þangað. Daðey GK kom líka og lenti í mokveiði, þurfi að tvílanda sama daginn. Var Daðey GK með 28 tonn í þremur róðrum og þar af um 19,5 tonn sem fengust sama daginn. Margrét GK hefur gengið mjög vel og var með um 40 tonn í fjórum löndunum. Þessi góða veiði kemur svo sem ekki á óvart, enda hafði í desember og janúar verið mjög veiði hjá bátunum þá daga sem gaf á sjóinn. Hjá netabátunum hefur Erling KE gengið vel, kominn með 120 tonn í sjö
róðrum og mest 29,5 tonn. Báturinn er búinn að vera við veiðar utan við Hvalnes og landað í Sandgerði. Reyndar er mjög lítið um netabátana núna því fyrir utan Erling KE þá eru aðeins þrír minni bátar auk Grímsnes GK sem minnst verður á hérna á eftir. Bergvík GK er með 4,8 tonn í þremur róðrum, Halldór Afi GK 6,5 tonn í fjórum og Maron GK 33 tonn í fjórum. Grímsnes GK er búinn að vera eltast við ufsann. Reyndar þá fór Sigvaldi skipstjóri ásamt áhöfn sinni, eða hluta af henni, í nokkuð öðruvísi róður núna um daginn. Því þeir fóru út samhliða línubátnum Valdimar GK frá Grindavík og fylgdu honum út á miðin djúpt úti af Sandgerði. Með þeim voru tveir kvikmyndatökumenn sem eru að taka um þátt sem heitir Ice Cold Catch og verður sýndur á Discovery Channel. Grímsnes GK fylgdi Valdimar GK út frá Grindavík og silgdi samhliða honum í ansi þungum sjó fimmtán til átján metrum á sekúndu og fjögurra til sex metra ölduhæð. Vel gekk að mynda og samtals mynduðu þessir tveir kvikmyndamenn samtals um fimmtán klukkutíma af efni. Eftir að Grímsnes GK hafði farið til Grindavíkur og sett kvikmyndarmennina í land fóru þeir út aftur til að leggja net fyrir ufsann og lentu heldur betur í góðri veiði. Þeir komu í land með 30 tonn og af því var ufsi um 25 tonn. Skemmtileg tilbreyting fyrir áhöfn Grímsnes GK og Grímsi stóð sig vel í þessu eins og Sigvaldi kallar bátinn sem hann er skipstjóri á.
Dauðir fiskar í Stóru Sandvík. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir
Mikill fiskdauði í fjörum á Reykjanesi af völdum óveðurs Mikið magn af fiski rak upp í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi, eins og greint var frá í Víkurfréttum í síðustu viku. Á miðvikudagsmorgun í liðinni viku fóru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar og mátu magn fisks í víkinni sem er um eins kílómetra löng. Í ljós kom að aðallega var um tegundina litla karfa að ræða, alls um 29 þúsund fiskar á bilinu 5–23 sm. Þar er líklega um lágmarksfjölda að ræða því sandur hafði fokið yfir eitthvað af smæsta fiskinum, segir á vef stofnunarinnar. Mánudagskvöldið 7. febrúar og aðfaranótt 8. febrúar var mikið suðvestan brim við sunnan- og vestanverðan Reykjanesskaga. Meðalvindhraði á Garðskagavita um kvöldið og fram á morgun var 20–22 m/s og ölduhæð (kennialda) á Garðskagadufli fór upp í tuttugu metra. Það þýðir að hæstu öldur voru mun hærri en það. Auk litla karfa fundust um 140 ljóskjöftur (8–19 sm), tvær keilur (79 og 89 sm), 115 sm þorskur, ufsi, spærlingur og marsíli. Auk
fiskanna voru í fjörunni nokkrir nýlega dauðir fuglar; fimm súlur, tvær langvíur, fýll og æðarfugl. Aðstæður voru einnig skoðaðar við Garðskagavita og þar var mikið upprót af þara og nokkrir tugir af litla karfa. Einnig fréttist af litla karfa í fjörunni í Sandgerði, við Sandhöfn norðan Hafnabergs og við Ísólfsskála við sunnanvert Reykjanesið. Ljóst er að mikið magn af litla karfa og talsvert af ljóskjöftu hefur drepist við Reykjanesið í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags. Einnig er líklegt að fuglarnir sem fundust í fjörunni í Stóru Sandvík hafi drepist af þess völdum. Hægt er að fullyrða að rekinn er ekki af völdum brottkasts því þetta eru mest það smáir fiskar að þeir koma ekki í veiðarfæri fiskiskipa. Ef orðið hefur vart við mikinn fjölda rekinna fiska í fjörum myndi Hafrannsóknastofnun gjarnan vilja fá upplýsingar um slíkt, í gegnum netfangið hafogvatn@hafogvatn.is.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Reykjanesskaginn
Þ
Jón Steinar Sæmundsson
í vetrarbúningi
að hafa komið virkilega bjartir og fallegir vetrardagar inn á milli lægðanna sem að undanförnu hafa rennt sér yfir landið. Þessa daga er ekkert skemmtilegra en að hoppa út í daginn með græjurnar og virða umhverfið fyrir sér.
Það virðist vera þegar horft er í átt að eldstöðinni í Fagradalsfjalli að snjór sé farinn að festa á nýja hrauninu sem segir okkur að þetta sé farið að kólna verulega. Já, Reykjanesskaginn og allt sem hann hefur upp á að bjóða er líka fallegur í sínum hvítu klæðum.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
T
VORAR
N ÝT
...fyrir hið ljúfa líf Ógleymanlegar stundir með ómótstæðilegu eðal súkkulaði fyrir hið ljúfa líf.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Ný slökkvistöð og reynslumikið starfsfólk
Starfsemin Brunavarna Suðurnesja hefur aukist gríðarlega mikið á síðustu áratugum. Þá hafa einnig miklar breytingar orðið frá því Jón Guðlaugsson kom fyrst til starfa fyrir slökkviliðið fyrir næstum hálfri öld en Jón byrjaði í slökkviliðinu árið 1974 og vantar því aðeins tvö ár upp á að fylla áratugina fimm. Jón tók við starfi slökkvistjóra árið 2008. Hann verður sjötugur á þessu ári en í viðtali við Víkurfréttir segist hann langa til að halda áfram í starfi og ná áfanganum með árin fimmtíu. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Flutt í nýja slökkvistöð Brunavarnir Suðurnesja fluttu í lok október 2020 í nýja og glæsilega slökkvistöð við Flugvelli í Keflavík en slökkvistöðin við Hringbraut var byggð árið 1967 og var fyrir löngu orðin barn síns tíma. Í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta, Suðurnesjamagasíni, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fengu áhorfendur að sjá nýju slökkvistöðina. Starfsemin var flutt í miðjum kórónuveirufaraldri og enn hefur ekki tekist að halda sérstaka opnunarhátíð og bjóða íbúum Suðurnesja að koma og skoða mannvirkið og kynna sér starfsemina. Það verður gert þegar slaknar á veirunni í samfélaginu. Jón segir að mikil þörf hafi verið fyrir Brunavarnir Suðurnesja að komast með starfsemina í betri aðstöðu. Eftir að rekstrarformi Brunavarna Suðurnesja var breytt í byggðasamlag árið 2015 komst verkefnið á það stig að hægt var að ráðast í að teikna og bjóða út. „Þetta var ferill sem tók tuttugu ár að fara út í þessa byggingu og það var búið að skoða marga staði. Það var búið að vinna átta tillögur um slökkvistöðvar hér og þar og breytingar og bætingar og svo framvegis og framvegis. Þegar byggðasamlagið varð að veruleika var ákveðið í framhaldi af því að fara í að byggja slökkvistöð og bjóða hann út. Þetta var niðurstaðan og maður er alveg gríðarlega
ánægður með þessa niðurstöðu og húsið í heild sinni,“ segir Jón.
Öll aðstaða eins og best verður á kosið Brunavarnir Suðurnesja eru komnar inn í nútímann með nýrri slökkvistöð. Þar er öll aðstaða fyrir starfsmenn eins og best er á kosið sem og aðbúnaður til að sinna tólum og tækjum. Húsnæðið við Hringbraut
var orðið alltof lítið og þá var umferð í nærumhverfi stöðvarinnar þar orðin þung á ákveðnum tímum dags og því þungt og erfitt að komast með stór tæki og jafnvel sjúkrabíla í útkall. Í nýju slökkvistöðinni er góða aðstaða fyrir alla starfsemi BS. Í stöðinni er t.a.m. stjórnstöð Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur. Á efri hæð stöðvarinnar er skrifstofu- og fundaraðstaða en á neðri
hæðinni er starfsmannaaðstaða, líkamsrækt og hvíldaraðstaða. Bílasalurinn er rúmgóður og rúmar allan flota slökkviliðs- og sjúkrabíla. Þar er einnig aðstaða til viðhalds á bílaflotanum og þvottaaðstaða fyrir bíla og búnað.
Meira miðsvæðis Með nýrri slökkvistöð við Flugvelli er stöðin orðin meira miðsvæðis fyrir allt þjónustusvæði Brunavarna Suðurnesja en BS þjónar Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélaginu Vogum. Frá nýju slökkvistöðinni sé stutt upp á Keflavíkurflugvöll, sem var ört stækkandi þjónustuþegi í sjúkraflutningum fyrir Covid. Það er kostur við nýja staðsetningu að neyðarbílar eru fljótir upp á Reykjanesbraut og þaðan er umferðin greið, t.d. í Innri-Njarðvík. Þó vegalengdin sé lengri frá núverandi staðsetningu sé tíminn styttri og það skipti alltaf mestu máli, hvort sem það er í sjúkraflutningum eða brunaútköllum.
Saga slökkviliðs á hrakhólum
Á slökkvistöðinni er vel búin líkamsrækt fyrir starfsmenn sem þurfa að vera í góðu líkamlegu formi.
Stjórnstöð Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur er vel búin.
Saga Brunavarna Suðurnesja, og Slökkviliðs Keflavíkur þar á undan, nær aftur til ársins 1913. Fyrst um sinn var slökkvibúnaður frumstæður og slökkviliðið á hrakhólum með starfsemina. Búnaður slökkviliðsins var geymdur í skúrum hér og þar um bæinn og það var ekki fyrr en 1967 sem byggð var slökkvistöð við Hringbraut og gömlum bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Einn mannskæðasti bruni á Íslandi á síðari tímum varð í Keflavík. Í 100 ára sögu Brunavarna Suðurnesja sem gefin var út í Faxa árið 2013 segir að slökkviliðið hafi verið illa í stakk búið að berjast við hörmulegan og mannskæðan eldsvoða á jólatrésskemmtun í Skildi 30. desember 1935. „Eldsvoðinn í Skildi mánudagskvöldið 30. desember 1935 er einhver voveiflegasti atburður í allri sögu Keflavíkur. Um 200 manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, þar af 180 börn. Tíu manns
Nýja slökkvistöðin við Flugvelli í Reykjanesbæ.
Jón Guðlaugsson með gamla útkallssíma slökkviliðsins. Takkaborðið var notað til að hringja hópsímtal heim til allra slökkvilðsmanna. létust af völdum brunans, sjö börn og þrjár aldraðar konur, og fjöldi manns brenndist eða skarst, margir illa. Tildrögin voru þau að eldsneisti eða kerti féll af jólatrénu og kveikti í silkipappír undir jólatrénu. Tréð var skrjáfþurrt og skipti engum togum að eldurinn flaug um allar greinar þess í einu vetfangi og þaðan út í veggina. Undir ljósum í lofti var mislitt „celluloid“, mjög eldfimt, og á loftinu fyrir ofan var geymt talsvert af kvikmyndafilmum úr sama efni. Loft og veggir voru strigalagðir og olíubornir og flaug því eldurinn um loft og veggi á svipstundu svo að samkomugestir voru allir innibyrgðir milli eldblossanna, eins og segir í frétt Morgunblaðsins daginn eftir brunann. Ruddist fólk í dauðans ofboði til aðalútgöngudyranna en þær opnuðust inn í salinn og varð að brjóta þær upp utan frá. Slökkvilið kom á vettvang strax eftir að eldsins varð vart og lagði leiðslu með tveggja
Það á ekki að skipta máli hvar á svæði Brunavarna Suðurnesja þú býrð, þú átt alls staðar að njóta sambærilegrar þjónustu.
a
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
ugleiki í mannahaldi. „Það skiptir máli í þessu samhengi að að það sé stöðugleiki í mannahaldi vegna þess að reynslan í þessum geira skiptir gríðarlega miklu máli, bæði í sjúkraflutningum og eins í slökkvistörfum. Það skiptir gríðarlega miklu máli að vera með reynslumikið fólk.“
Kostnaðarauki upp á 140 milljónir króna á ári
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Auðvitað kemur þetta til með að hafa áhrif á reksturinn og þetta verður ekkert auðvelt. Þetta er rándýrt. þumlunga slöngu um 350 metra vegalengd niður í sjó. Eldurinn var þá orðinn svo magnaður að ekki var viðlit að bjarga húsinu. Tvö næstu íbúðarhús voru í hættu en þeim tókst að bjarga. Eftirmálin af brunanum í Skildi urðu m.a. þau að síðan var ekki haldin jólatrésskemmtun í Keflavík nema slökkvilið væri á vettvangi með búnað og tvo slökkviliðsmenn sem gættu allra undankomuleiða,“ segir m.a. í sögunni um þennan mannskæða bruna.
Sjúkraflutningar grunnur að sólarhringvakt Mikil breyting varð hjá Brunavörnum Suðurnesja árið 1988 þegar gerður var samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um sjúkraflutninga. Stofnunin hafði áður sjálf annast þá flutninga og verið með áhafnir á sjúkrabíla. „Þá urðu hér sólarhringsvaktir á slökkvistöðinni og tveir á vakt í upphafi. Í dag eru erum við sex skráðir á vaktinni. Í upphafi voru þetta 850–900 verkefni á ári en í dag eru þetta orðin 4.300 útköll og að langstærstum hluta sjúkraflutningar. Hreyfingar slökkviliðs eru um 200 á ári en eldsvoðar miklu færri. Eldsvoðar eru þó alltaf miklu mannfrekari en sjúkraflutningar,“ segir Jón. Í dag eru tuttugu og fjórir sem ganga vaktir hjá Brunavörnum Suðurnesja í Reykjanesbæ og í Grindavík eru sex starfsmenn sem sinna sjúkraflutningum á bakvöktum. Þá
eru Brunavarnir Suðurnesja með útstöð í Vogum þar sem staðsettur er slökkvibíll og markmiðið er að þar séu starfandi átta hlutastarfandi slökkviliðsmenn til að sinna útköllum þegar þau verða. „Það á ekki að skipta máli hvar á svæði Brunavarna Suðurnesja þú býrð, þú átt alls staðar að njóta sambærilegrar þjónustu,“ segir Jón
Góð menntun starfsmanna Menntun starfsmanna Brunavarna Suðurnesja er orðin mjög góð að sögn slökkviliðsstjórans og hefur vaxið á undanförnum árum. Flestir eru komnir með góða menntun í sjúkraflutningum og nú eru þrír menn í Bandaríkjunum í bráðatæknanámi. Þegar þeir hafa lokið sínu námi eru Brunavarnir Suðurnesja komnar með fjóra bráðatækna og verður því einn á hverri vakt. Jón segir að menntunarstig starfsmanna BS hafi aldrei verið hærra.
Brunavarnir Suðurnesja eru að takast á við áskoranir alla daga og nú er það vinnutímastytting. Það þýðir að bæta þarf við einni vakt og fjölga þarf starfsmönnum um átta. Þá þarf að fjölga bráðatæknum til að manna þessa nýju vakt. „En við erum vel settir hvað mannskap varðar og það er í þessari starfsemi eins og öllu að mannskapurinn skiptir bara öllu máli. Við erum með góðan mannskap.“ Jón segir að starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins sé öðruvísi starf en nánast öll önnur vinna. Starfið sé fjölbreytt. „Ég held að ég geti fullyrt að launin séu orðin samkeppnishæf.“
Gera starfið að ævistarfi Starfsmannavelta er ekki mikil hjá Brunavörnum Suðurnesja. Margir hafa kosið að gera starfið að sínu ævistarfi og vinna við það út starfsferilinn. Jón segir því að það sé stöð-
Þú ert að tala um að þurfa að manna heila vakt í viðbót út á styttingu vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að hafa einhver áhrif á reksturinn? „Auðvitað kemur þetta til með að hafa áhrif á reksturinn og þetta verður ekkert auðvelt. Þetta er rándýrt. Um 80% af kostnaði við rekstur Brunavarna Suðurnesja snýr að starfsmannakostnaði. Kostnaður Brunavarna Suðurnesja við styttingu vinnuvikunnar er um 140 milljónir króna á ári. Þetta er hrein viðbót við reksturinn og þýðir aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og ríkið. Svo töluðu menn um að stytting vinnuvikunnar ætti ekki að kosta neitt. Þetta er gríðarlegur kostnaðarauki,“ segir Jón Brunavarnir Suðurnesja standa núna í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar um þetta og verður að ná lendingu fyrir 15. maí þegar vinnutímastytting vaktavinnufólks tekur gildi.
Reksturinn í jafnvægi Rekstur Brunavarna Suðurnesja hefur verið í jafnvægi frá því stofnunin var gerð að byggðasamlagi og verið plúsmegin sem Jón segir skipta miklu máli. Frá því að rekstrarforminu var breytt í byggðasamlag hafa Brunavarnir Suðurnesja verið reknar eins og hvert annað fyrirtæki. Sveitarfélögin þrjú sem standa að Brunavörnum Suðurnesja, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar, greiða til starfseminnar þannig að kostnaðarskipting er í samræmi við höfðatölu. Sveitarfélögin greiða um 60% af rekstrarkostnaði og samningar við ríkið um sjúkraflutninga og aðrar tekjur sjá um 40% af rekstrarkostnaði Brunavarna Suðurnesja.
LAUNAFULLTRÚI 50% STARF Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi í 50% starf sem launafulltrúi hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum (LSS). Launafulltrúi vinnur náið með þeim launafulltrúa sem fyrir er hjá embættinu. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir almennri löggæslu, landamæraeftirliti, rannsóknum sakamála auk annarra verkefna. Hjá embættinu starfa um 170 manns á þremur starfsstöðvum. Launafulltrúi mun hafa starfsstöð á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri.
Tækjabúnaður rúmast allur í bílasal stöðvarinnar.
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Súlutjörn 29, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 228-3669 , þingl. eig. Fe Amor Parel Guðmundsson, gerðarbeiðandi SaltPay IIB hf., þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 09:00.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 14. febrúar 2022
Helstu verkefni og ábyrgð • Aðstoð við launavinnslu og frágang launa • Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál • Skjölun mannauðs- og launagagna • Samskipti við aðra starfsmenn embættisins Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af launamálum og/eða bókhaldi skilyrði • Góð þekking á excel skilyrði. Önnur almenn tölvuþekking mikill kostur • Þekking á launamálum hins opinbera kostur • Þekking á Oracle kostur • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður til að ná árangri • Góð færni í íslensku, bæði töluðu máli og rituðu máli, nauðsynleg
Frekari upplýsingar um starfið Ráðið er í stöðuna frá 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Sækja skal um á Starfatorgi (starfatorg.is). Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti. Umsækjendur eru beðnir um að skila með umsókn kynningarbréfi ásamt starfsferilskrá. Umsóknir skulu vera á íslensku. Eingöngu umsóknir sem uppfylla þessi atriði eru teknar til greina. Starfshlutfall 50% Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2022 Nánari upplýsingar veitir Pétur Óli Jónsson – poj01@logreglan.is – 4442200 Auglýsingin birtist fyrst á Starfatorgi þann 3. febrúar sl.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200
s s e r h f a t l l A r u ð a l og g
Brosmildur nagli
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Róbert Andri Drzymkowski er nítján ára gamall og kemur frá Vogunum. Róbert er á rafvirkjabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er varaformaður nemendafélagsins. Hann hefur áhuga á tónlist og gaman af því að koma fram.
Hver er helsti kosturinn við FS? Ég myndi segja að helsti kosturinn við FS væri að maður getur alltaf spjallað við hvaða manneskju sem er, það er alltaf gaman að lenda á spjalli við fólk.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Úffff, Come back to me með Uriah Heep eða Ástarbréf merkt x. Frábær lög. Hver er þinn helsti kostur? Er alltaf hress og glaður, tek lífinu ekkert of alvarlega.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi örugglega segja Þorsteinn Helgi, svakalegt talent!
Hver er þinn helsti galli?
Skemmtilegasta sagan úr FS: Örugglega fyrsta árshátíðarballið mitt, Stuðlabandið kom, allir í gír og bara klikkað kvöld.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Örugglega Instagram.
Hver er fyndnastur í skólanum? Það eru svo margir, ég verð að nefna þrjá. Rúnar, Óli Fannar, og Finnur Valdimar. Erfitt að velja úr. Hver eru áhugamálin þín? Ég myndi segja tónlist, hef mikinn áhuga á að spila á gítar og píanó og syngja.
Hvað hræðistu mest? Að slíta aftur krossband og sprautur.
Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Buy a heart með Nicki Minaj eða Hrs and Hrs með Muni Long.
Hvað gerir þú utan skóla? Þessa dagana er ég mjög mikið að einblína að koma mér í gott stand eftir krossbandslit. Ég mæti að horfa á körfuboltaæfingar og fer á styrktaræfingar. Ég er í unglingaráði Fjörheima og mæti því á fundi með ráðinu og opin hús í félagsmiðstöðinni.
Hvað hræðistu mest? Fugla.
Á hvaða braut ertu? Ég er á rafvirkjabraut.
Í hvaða bekk ertu? 9. bekk.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegast í samfélagsfræði því að við erum mikið að vinna í hópverkefnum og þar get ég verið með bestu vinkonum mínum í hóp. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Freysteinn, því að hann er svo efnilegur í fótboltanum það er ekki eðlilegt hvað hann er góður.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst geggjað þegar fólk horfir ekki niður til annara.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar vinkona mín var tengd Spotifyinu inni í matsal og það voru krakkar sem fengu að velja lög. Einn strákur var að stjórna lögunum og við fórum i bakaríið á meðan. Þegar við vorum svo sest niður ákveðum við að setja á fart sounds og það heyrðist í matsalnum og allir horfðu á strákinn sem var að stjórna lögunum.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt að gera og elta draumana.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hildigunnur því að hún fær mig alltaf til þess að hlæja þó hún sé ekki að reyna það.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Gleðipinni.
Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti, félagsstörf, ferðalög og að baka.
Stundum smá kærulaus og alveg hryllilega gleyminn.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð, ákveðin og brosmild. Hver er þinn helsti galli? Get verið svolítið stjórnsöm en það getur verið bæði neikvætt og jákvætt. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok, Snapchat, Instagram og 1010! Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki, góð samskipti og að kunna að hafa gaman. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég er ekki búin hugsa svo langt en ég vonast til að ná langt í körfubolta. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Nagli.
MEIRA UM THORKILLIUS, JÓN ÞORKELSSON 7. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. Í öðrum þætti sagði frá Thorkillii, Jóni Þorkelssyni (1697–1759), sem var barn efnaðra og vel ættaðra foreldra í Innri-Njarðvík, sem þá tilheyrði Vatnsleysustrandarhreppi. Hann varð mikill lærdómsmaður, las og skrifaði mikið, m.a. löng söguljóð á latínu. Jón var rektor Skálholtsskóla í níu ár; með brennandi áhuga á almennri menntun í landinu og brýndi yfirvöld til að bæta úr æði mörgu. Hann var barnlaus, gaf eftir sinn dag eigur sínar í sjóð til að kosta uppeldi og aðbúnað fátækra barna í sínu heimahéraði. Hefur hann verið kallaður faðir íslenskrar alþýðufræðslu. Á 200 ára ártíð hans 1959 var gefin út bók um hann og Ríkharður Jónsson fenginn til að gera af honum styttu í Innri-Njarðvík (sjá mynd). Í bréfi frá 1873 er lýst stofnun barnaskólans á Vatnsleysuströnd og segir m.a.: „Undir skólann var keyptur partur úr hinni svonefndu Brunnastaðatorfu. Viðkomandi prestur ljet hreppsbúa kjósa 4 menn í nefnd til þess með sér sem 5. nefndarmanni að hafa stjórn og umsjón stofnunnarinnar á hendi, var hún eptir almennum vilja hreppsbúa kölluð „Thorchillii barnaskóli í Vatnsleysustrandarhreppi“, og það ekki einungis af því, að svo var til ætlast , að hann skyldi verða nokkurs konar asylum fyrir þau börn, - að minnst kosti innanhrepps, - er sjóður Thorchilli
sál. kæmi að notum, heldur einnig af hinu, að menn fundu engum hreppi jafn skylt að halda uppi nafni og minningu Thorchillii, eins og Vatnsleysustrandarhreppi, þar sem hann lifði hið fegursta æfi sinnar. ... Skólanefndin stjórnar stofnun þessari eptir skólareglum sem samþykktar voru á almennum hreppsfundi og sem, að því leyti sem við getur átt, eru lagaðar eptir reglugjörð fyrir barnaskólann í Reykjavík, er svo ákveðið í 27.gr. reglanna að prestur árlega sendi umráðendum Thorchillii sjóðs yfirlit yfir ástand skólans.“ Í framhaldi kemur skýrsla m.a. um börnin og lærdóm þeirra fyrsta árið.
Þessi Thorchillii-tengsl voru einkenni þessa skóla. Væri fróðlegt að rannsaka í hve ríkum mæli þetta hefur bjargað lífi og heilsu fátækra barna og orðið til þess að þau komust til mennta. Auk þess að fá kennslu er skólinn athvarf; sum fátæku börnin bjuggu á lofti skólans fyrstu árin. Nú njóta mörg börn sérkennslu og Stóru-Vogaskóli veitir öllum gjaldfrálsan heimaeldaðan og hollan hádegismat. Jón Sigurðsson skrifar í tímarit sitt, Ný félagsrit, 1842 (https:// timarit.is/page/2014990#page/ n0/mode/2up): „Sá maður, er mest og bezt gagn vann menntamálum á fyrri hluta 18. aldar, var Jón Þorkelsson, skólameistari í Skálholti.
Ung(menni) vikunnar: Yasmin Petra Younesdóttir
FS-ingur vikunnar: Róbert Andri Drzymkowski
Yasmin Petra Younesdóttir er fjórtán ára og er í Njarðvíkurskóla. Yasmin æfir körfubolta og situr í unglingaráði Fjörheima. Hún hefur gaman af því að baka og ferðast og segir sinn helsta kost vera hve brosmild hún er.
Er hann hafði verið skólameistari í 9 ár gat hann eigi lengur unað við hið óþolandi ástand. Árið 1736 sigldi hann á konungsfund. Hann lýsti fyrir konungi hve báglega horfði um Íslands hag, ef fólkið væri látið grotna niður í fáfræði og andlegum vesaldómi. .... Að lokum fékk hann því þó áorkað, að Ludvig Harboe, .... síðar Sjálandsbiskup, var sendur til Íslands til að rannsaka ástandið þar. Harboe er einhver bezta sending sem komið hefir frá Dönum. Hann og Jón Þorkelsson ferðuðust hér um landið á árunum 1741–1745.“ Þegar þeir höfðu gert kónginum grein fyrir því sem þeir urðu áskynja, gáfu dönsk stjórnvöld út margar og strangar tilskipanir; um að börn skyldu læra að lesa til að fá að fermast; prestar skyldu húsvitja, sinna barnafræðslu og halda sig frá drykkjuskap, o.fl.. Prentaðar voru bækur og lærdómskver og fleiri fóru í framhaldsnám. Heimilin voru misfær um að kenna lestur og sumir sem efni höfðu á réðu til þess vinnufólk en prestar lestrarprófuðu börnin. Harbo lætur gefa út ítarlega tilskipan um latínuskólana strax 3. maí 1743. Skólar skulu vera í Skálholti (24 piltar) og á Hólum (16 piltar), báðir skóla með tvo kennara. Þar er sagt hvað skuli kenna og hvernig, og um aðbúnað og kröfur. Það gekk mis vel að framfylgja öllum þessum fyrirmælum frá Harboe, en lestrarkunnátta og menning þjóðarinnar stórbatnaði næstu áratugi. Heimildir eru þær sömu og í síðasta þætti, auk þess handritað bréf, líklega Stefáns Thorarensen.
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Barnið upplifi vellíðan og öryggi í vatninu „Þetta hefur gengið rosalega vel frá því ég byrjaði fyrir átta árum síðan og það hefur bara verið aukning síðustu ár,“ Jóhanna Ingvarsdóttir, íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari, sem á laugardagsmorgnum er með ungbarnasund í sundlaug Akurskóla. Ungbarnasundið nýtur mikilla vinsælda og í dag eru fimm til sex hópar að jafnaði á námskeiðum Jóhönnu. Páll Ketilsson pket@vf.is
„Að kenna ungbarnasund er það skemmtilegasta sem ég geri. Mér líður aldrei eins og ég sé að fara að mæta í vinnuna þegar ég vakna á laugardagsmorgnum, þetta eru virkilega gefandi gleðistundir. Það er svo dásamlegt andrúmsloft sem ríkir í sundlauginni og það er svo gaman að fá að upplifa þessar samverustundir með foreldrum þar sem nýja barnið er í forgrunni,“ segir Jóhanna um ungbarnasundið. Hvað þarf barn að vera gamalt til að hefja ungbarnasund? „Til þess að hefja ungbarnasund þarf barn að vera átta vikna og hafa náð fjögurra kílóa þyngd. Þriggja til sex mánaða er algengasti aldur sem börn byrja. Barnið er samt aldrei orðið of gamalt til að byrja. Ég er með hópa fyrir börn frá aldrinum þriggja mánaða til fjögurra ára.“
Jóhanna Ingvarsdóttir, íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari. Tilgangur og markmið með ungbarnasundi er margþætt, m.a. að venja barn við vatnsumhverfi og að það upplifi vellíðan og öryggi í
vatninu. Að barnið fái útrás fyrir hreyfiþörf og efli hreyfiþroska og styrk. Að barnið fái örvun gegnum snertingu, hljóð, söng, liti og samskipti. Að efla tengsl milli foreldra og barns. Að foreldrar tengist öðrum foreldrum sem eru einnig með ungbörn. Börnunum þykir einnig mjög spennandi og áhugavert að hitta og vera í samskiptum við önnur börn. Á ungbarnasundnámskeiðinu vekur athygli að litlu krílin eiga auðvelt með að kafa. Af hverju geta ungabörn kafað? „Börn fæðast með ósjálfrátt viðbragð sem kallast köfunarviðbragð. Þetta viðbragð er varnarviðbragð sem lýsir sér þannig að barn getur lokað öndunarfærum sínum þegar vatn kemst í snertingu við andlit og/ eða öndunarfæri þess. Þegar barn hefur kafað reglulega verður þetta
ósjálfráða viðbragð að sjálfráðu viðbragði. Barn getur því haldið niðri í sér andanum þegar það fær merki um að köfun sé að hefjast. Þegar Jóhanna er spurð um ástæður þess að hún fór að kenna ungbarnasund og hvort hún væri sjálf sundkona, þá stóð ekki á svari. „Ég er alls ekki sundkona. Ég fór í íþróttafræði en kem ekki úr sundgrein. Steindór Gunnarsson, sundkappi, plataði mig hins vegar til að þjálfa sund og ég heillaðist af því. Hann lét mig ekkert vera og hringdi í mig daglega til að fá mig til að kenna og þjálfa sund fyrir ÍRB. Ég leiddist svo út í að kenna sund hér við Akurskóla og hef kennt hér síðan 2007. Ég hef alltaf meira og meira verið í sundlauginni. Ég hætti þjálfun hjá ÍRB og fór að kenna ungbarnasund 2014, þannig að Steindór er kannski bara upphafið af þessu hjá mér að ég endaði hér sem sundkennari, því það var ekki það sem ég ætlaði að gera.“
Hvernig kemur svo ungbarnasundið hjá þér? „Það er bara tilviljun. Ég var í fæðingarorlofi með yngsta barnið mitt. Heiðrún, sem var að kenna ungbarnasundið áður, vildi taka pásu frá þessu en hún hafði verið með ungbarnasundið í sjö ár. Hún sendi á okkur nokkrar sem vorum að kenna sund, hvort við vildum taka við af henni. Þetta heillaði mig og tilvalið að bæta þessu við,“ segir Jóhanna. Jóhanna segir að þetta sé einstaklega gott fyrir pabbana að taka þátt í svona námskeiði með börnin sín, hitta aðra pabba og deila reynslunni með öðrum foreldrum sem eru að gera sömu hluti. Jóhanna segir pabbana yfirleitt endast lengi í ungbarnasundinu. Þegar mæðurnar eru að eiga fleiri börn, þá halda þeir áfram með krílin í sundinu en sundkennsla er í boði fyrir börn upp í fjögurra ára aldur.
Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá sjónvarpsinnslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta þar sem rætt er nánar við Jóhönnu og einnig foreldra sem voru með krílin sín á sundnámskeiði.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Framtíðin sem eldri borgari
Góðar samgöngur
Eiður Ævarsson, frambjóðandi í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. https://www.eiduraevarss.is/ Það er réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu en þurfi ekki að hætta virkri þátttöku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Aldurstengdar uppsagnir eiga ekki að geta átt sér stað, við eigum þess í stað að leggja áherslu á þekkingu, reynslu, hæfni og menntun fólks óháð aldri. Lifa með reisn Til að eftirlaunafólk geti lifað mannsæmandi lífi heima hjá sér og það með reisn, þurfa ríki og sveitarfélög að stórauka samvinnu sína. Þar þarf heilsugæslan að vera vagga öldrunarþjónustunnar. Heilsugæslan þarf að nálgast eldra fólk fyrr á lífsleiðinni með samhæfðri teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsþjónustu sveitarfélaga. Mikið af þessu er á hendi ríkisins en Reykjanesbær þarf að ýta á eftir aukinni þjónustu og sú þjónusta sé í lagi, að á hana geti fólk treyst og þjónustan henti þeim sem hana þurfa.
Í eigin húsnæði Einnig skal eftir fremsta megni reynt að aðstoða eldra fólk í að dvelja í eigin húsnæði eins lengi og það vill með aðstoð heimaþjónustu. Ég hef þegar fjallað um heilbrigðisþjónustu í fyrri skrifum mínum og hægt er að nálgast þá grein á heima síðu minni www.eiduraevarss.is. Ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum, þó að dvöl á hjúkrunarheimilum sé ekki þörf. Búsetu úrræði fyrir eldra fólk eru hins vegar allt of fábreytt og þar vantar í Reykjanesbæ millistigsbúsetu á milli eigin heimilis og hjúkrunarheimilis. Þegar ég tala um millistigsbúsetu þar er hugmyndin sú að byggja íbúðakjarna þar sem eldra fólk er aðstoðað af heimaþjónustu með daglegar þarfir. Brýnt er að byggja upp þannig búsetuform til hagsbóta fyrir eldra fólk og þá ekki síður fyrir velferðarkerfið, sem er eins og fyrr kom fram á forræði ríkis og sveitarfélaga.
Guðbergur Reynisson, 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 26. febrúar.
Aukin uppbygging Reykjanesbær þarf að ýta á að stóraukið verði við uppbyggingu öldrunarrýma. Þó uppbygging sé við Nesvelli þá stefnir í lokun Hlévangs þegar viðbygging Nesvalla verður tilbúin, það þýðir að einungis verður aukið rými fyrir 30 manns sem uppfyllir ekki þá þörf sem er í samfélaginu. Einnig þarf að líta á hvernig hægt er að auka aðstöðu til félagsstarfs á Nesvöllum, en með aukningu íbúða á Nesvöllum mun núverandi aðstaða ekki ná að þjónusta alla þá íbúa þegar uppbyggingunni er lokið. Nú er svo komið að skoða þarf uppbyggingu Nesvalla frá öllum hliðum svo að starfið verði til fyrirmyndar, aðstaðan næg og allt starf unnið undir einu þaki þar sem félagsstarf, mötuneyti og skemmtanir fara saman og nóg pláss er fyrir alla.
Fjölbreytt atvinna og skipulagsmál Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Við viljum fjölga atvinnutækifærum í Reykjanesbæ og fögnum því þegar við sjáum ný fyrirtæki hefja starfsemi í okkar samfélagi. Þegar fyrirtæki sýna áhuga og frumkvæði á að koma til Reykjanesbæjar með starfsemi sína er mikilvægt að bjóða þau velkomin en huga þarf að mörgum þáttum er varðar staðsetningu þess. Skipuleggja þarf aðkomu að fyrirtækinu og umhverfi þess með umferðaröryggi í huga. Það er hlutverk Reykjanesbæjar að tryggja þessa þætti áður en staðsetning er ákveðin og uppbygging fyrirtækis hefst. Íbúar geta haft áhrif á aðalskipu-
lag og gert athugasemdir þegar deiliskipulag er kynnt en stundum er það of seint og framkvæmd er þegar hafin. Mörg hverfi eru að byggjast hratt upp núna og nýjasta hverfið verður Dalshverfi þrjú í Innri-Njarðvík. Íbúar hafa látið í sér heyra þegar þeir sjá að fyrirtæki eða stofnanir eru að hefja starfsemi í þeirra hverfi og það er gott að sjá að íbúar fylgjast vel með. Eitt það mikilvægasta sem þarf að vera sem næst öllum hverfum eru leik- og grunnskólar og viljum við hvetja börn til þess að ganga eða hjóla í skólann en eins og kemur fram í stefnu Reykjanes-
bæjar þá eru börnin mikilvægust. Öryggismál þurfa að vera í forgangi þegar við skipuleggjum skóla og aðra starfsemi í bænum en það er ekki á höndum þeirra sem eru að byggja heldur eiga þeir sem stjórna bænum að sjá til þess að íbúar séu öruggir í umferðinni alla daga. Fögnum og bjóðum fyrirtæki og stofnanir velkomin í okkar bæ og þannig aukum við atvinnutækifæri en verum ávallt fagleg þegar kemur að vinnubrögðum er varðar skipulag og umhverfi.
Nokkrir punktar varðandi atvinnumál Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund, frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég tel að undirstaða samfélagsins vera trygg atvinna. Covid-ástandið hefur komið hvað mest niður á íbúum Reykjanesbæjar og verðum við að treysta á fleiri stoðir atvinnulífsins. Eflaust eru engar töfralausnir í þessum málum, við þurfum að markaðsetja Reykjanesbæ sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki til að setjast hér að og skapa verðmæti. Við verðum að skapa aðlaðandi miðbæ með fjölbreytta þjónustu, verslanir og afþreyingu sem laðar að mannlíf og bætir ásýnd bæjarins. Hugmyndir: • Eigum samtal við þau fyrirtæki sem fyrir er í bænum, um hvað við
• • •
•
getum gert til að laða að viðskiptavini, skapa verðmæti og fjölga störfum. Eflum miðbæinn en frekar. Aðstoðum örfyrirtæki að koma sér fyrir og tökum þátt í frumkvöðlastarfsemi. Leitum aðila sem kunna að hafa áhuga á að reisa umhverfisvæna iðn- og tæknifyrirtæki og t.d. boðið þeim lóðir á viðráðanlegu verði með tilheyrandi verðmætasköpun í sátt við samfélagið og umhverfið. Fáum skemmtiferðaskip til að heimsækja bæinn með tilheyrandi ávinningi fyrir verslun og þjónustu ásamt tekjum í hafnarsjóð. Reynslan sýnir
að þetta hefur verið góð búbót fyrir bæjarfélögin í kringum landið. • Verum fyrsti valkostur ferðamanna þegar þeir lenda á flugvellinum með tilheyrandi ávinningi fyrir verslun og þjónustu. • Tryggjum lagningu Suðurnesjalínu 2. • Listinn er langt frá því að vera tæmandi en vonandi skapar umræðu og fleiri hugmyndir sem við getum unnið með. Ég vil gjarnan heyra ykkar álit, hugmyndir eða hvað það er sem við getum gert til að gera góðan bæ betri! „Grípum tækifærin“
Skynsamleg skref í umhverfismálum Ríkharður Ibsen, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem samþykkt var í lok apríl á síðasta ári eru útlistuð skýr markmið um hámörkun orkunýtni, t.d. með aukningu á LED-lýsingu. Þar kemur einnig fram að Reykjanesbær muni skuldbinda sig til að nota 100% endurnýjanlega orku í samgöngum innan bæjarmarka fyrir árið 2030. Ég beitti mér mikið í vinnu við þessa skýrslu Reykjanesbæjar sem fulltrúi stýrihóps bæði framtíðarnefndar og umhverfisog skipulagsráðs sem hafði umsjón með mótun tillögu stefnunnar sem er metnaðarfull og nær til ársins 2035. Á síðasta fundi í framtíðarnefnd Reykjanesbæjar undir liðnum aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum skrifaði ég bókun sem allir í nefndinni tóku undir: „Framtíðarnefnd samþykkir aðgerðaráætlun fyrir sitt
leyti og telur brýnt að LED-væðingu í sveitarfélaginu verði flýtt. LED-lamparnir bjóða upp á mun betri stýringu, betri endingu, langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og orkusparnað upp á um 70%. Talið er að rekstrarkostnaður muni lækka um helming og fjárfestingin borgi sig upp á fimm, sex árum. Skilyrt verði að einungis grænir orkukostir komi til greina þegar kemur að næsta útboði almenningssamgangna í Reykjanesbæ í samræmi við stefnu sveitarfélagsins. Skýr markmið og aðgerðir auðvelda öllum aðilum undirbúning fyrir breyttar áherslur þegar samningar verða lausir.“ Við sjálfstæðismenn höfum beitt okkur fyrir því allt kjörtímabilið að ráðast í LED-væðingu í sveitarfélaginu í samræmi við okkar stefnuskrá og erum ekki ein um það að hafa bent
á þessa einföldu og skynsömu leið. Umhverfissvið hefur að vísu aðeins hafið þessa vinnu en er langt frá takmarkinu og gengið hefur treglega að fá stuðning meirihlutans til að halda verkinu áfram. Nú hafa nokkur önnur sveitarfélög klárað LED-væðingu þar á meðal nágrannar okkar í Grindavík og þar hefur rekstrarkostnaður götulýsingar lækkað um helming. Hér er verið að leggja til leiðir sem eru einfaldar, liggja beint við og spara sveitarfélaginu hundruð milljóna til lengri tíma. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé búið að klára þetta fyrir löngu síðan. Við þurfum að stíga þessi skref bæði fast og ákveðið – þau eru hagkvæm, græn, skynsöm og löngu tímabær.
Til þess að góður bær verði betri er nauðsynlegt að hafa góðar samgönguæðar til og frá bænum. Reykjanesbær býr yfir þeirri sérstöðu að vera með bæði stórskipahöfn og alþjóðaflugvöll í næsta nágrenni. Þar tel ég að liggi mörg fjölbreytt tækifæri. Til dæmis fara í eðlilegu árferði um tíu milljónir ferðamanna í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar og um þrjár milljónir þeirra koma út úr flugstöðinni og heimsækja landið. Allir þessir ferðamenn þurfa að byrja heimsókn sína á því að keyra Reykjanesbraut til höfuðborgarinnar. Samt getum við ekki enn haft veginn boðlegan! Reykjanesbrautin er einföld á tveimur köflum og það eru hættulegustu kaflarnir í samgöngukerfi Íslands. Við fengum samt í gegn eftir mikla vinnu bæði að Reykjanesbraut kæmist á samgönguáætlun og að hringtorgin væru sett fyrir ofan Reykjanesbæ. Við höfum með endalausu tuði náð að færa kaflann frá Hvassahrauni að Krísuvíkurafleggjara fram og verður þessi kafli loksins boðinn út í vor. Þar með verður hættulegasti kaflinn loksins frá og ættum við að geta keyrt tvöfalda Reykjanesbraut frá Fitjum til Hafnarfjarðar árið 2024. En verkinu er ekki lokið, enn er eftir kaflinn frá flugstöðinni til Fitja og það verður að fara að
byrja að undirbúa þann kafla. Þar verður Reykjanesbær að vera með í ráðum. Ekki má leyfa Isavia, Kadeco og Vegagerðinni að ráða algjörlega ferðinni þar. Þetta eru allt of mikil ríkisfyrirtæki sem eru föst í sínum ferlum og hugsa mikla meira um höfuðborgarsvæðið heldur en hagsmuni okkar hér í Reykjanesbæ. Reykjanesbær verður að hafa bæjarbúa með í ráðum og hanna brautina með þarfir bæjarins að leiðarljósi, t.d. með tilliti til hvernig væri hægt að tengja Ásbrú betur við Reykjanesbæ svo sá bæjarhluti sé ekki alltaf eins og annað sveitarfélag. Einnig þarf að vera hægt að tappa af allri þessarri umferð svo ferðamenn komi við í fallega bænum okkar til þess að styrkja verslun og þjónustu. Svo á innanlandsflugið auðvitað að vera á Keflavíkurflugvelli. Þannig að fólk geti flogið hingað og svo beint áfram í tengiflugi til Vestmannaeyja, Egilsstaða, Akureyrar, Ísafjarðar o.s.frv. Þetta gerir Ísland að betra ferðamannalandi, minkar álagið á vegina og er bara skynsamlegt í alla staði. Góðar samgöngur eru ein af forsendum velferðar allra fjölskyldna í bænum svo ég tali nú ekki um öryggistilfinningu. Við eigum öll ástvini sem eru mikið í umferðinni og við viljum geta verið örugg og róleg yfir því.
Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/ eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið
glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“ er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar.
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Hverfið mitt – Innri-Njarðvík Sigurrós Antonsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Það er góð tilfinning er logninu linnir og ferskur andvari berst frá sjávarsíðunni. Það eru hlunnindi að geta andað að sér fersku sjávarloftinu og við erum lánsöm að geta notið þess í jafn ríkum mæli og hér gefst. Hverfið mitt er Innri-Njarðvík. Ég fæðist sex dögum fyrir jól í byrjun áttunnar síðustu aldar og eyði mínum fyrstu uppvaxtarárum hér. Það var gott fyrir litla hnátu að alast upp í þessu hverfi sem þá einungis stóð af þremur götum. Þrátt fyrir að hverfið mitt hafi ekki fengið verðskuldaða athygli á þessum tíma þá var það nú eitthvað sem ekki olli miklum áhyggjum hjá okkur þeim sem voru á barnsaldri. Það eru að mestu dásamlegar minningar sem sitja eftir af ævintýrum æskuáranna hér úr Innri-Njarðvík. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum og talsvert annar bragur á frá því sem ég þekkti og kynntist á yngri árum. Langt var að sækja skóla fyrir minni fætur og því mikilvægt að ná skólabílnum sem þá gekk á milli Ytriog Innri-Njarðvíkur á nokkurra tíma fresti. Í dag hafa samgöngur mikið lagast og gengur nú hópferðabíll á hálftíma fresti í gegnum hverfið sem gerir ungviðum hér auðveldara fyrir að stunda íþróttir, tómstundir og t.d. fara í Vatnaveröld án þess að þurfa að skipta um strætó hjá Krossmóa.
Öflugir skólar og leikskólar Já, mikið vatn hefur runnið til sjávar síðustu tvo áratugi. Frá því að vera nálægt hundrað manna byggð hýsir InnriNjarðvík nú yfir 4.000 þúsund manns. Í dag er þetta sennilega einn eftirsóttasti búsetustaður í Reykjanesbæ. Tekist hefur að byggja upp öfluga skóla og leikskóla þar sem mikil metnaður er lagður í nám, íþróttir og öruggt uppeldisumhverfi. Akurskóli reis hér í hverfinu fyrir nokkrum árum og hafa aðstæður og það starf sem þar er unnið verið til fyrirmyndar frá upphafi til þessa dags. Leikskólar, þar sem unnið er metnaðarfullt starf í þágu okkar yngsta fólks, hafa bæst við til að uppfylla þörf hjá síauknum fjölda barnafólks hér í InnriNjarðvík. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka reis síðan Stapaskóli, glæsileg hönnun sem allir íbúar bæjarins geta sannarlega verið stoltir af. Einnig mun rísa þar íþróttahús með frábærri aðstöðu til íþróttaiðkunar, löglegur völlur fyrir körfuboltann og 25 metra sundlaug sem ég tel að eigi eftir stuðla að frekari uppbyggingu okkar annars frábæra hóps ungs íþróttafólks hér í Reykjanesbæ.
Tenging við náttúruna Ég tel nokkuð fyrirsjáanlegt að áhersla verði á að byggðin í Reykjanesbæ færist með strandlengjunni nær höfuðborgarsvæðinu. Dalshverfi III er nú að verða til þar sem hönnun og skipulag er til fyrirmyndar. Gefur þetta líka aukið tækifæri til að tengja hverfið við útivistarpardísir okkar Sólbrekkuskóg og Seltjörn. Reykjanesbær hefur aldeilis náð að lyfta því svæði upp síðustu ár. Göngustígar í kringum Seltjörn og aðstaðan í skóginum á góðviðrisdegi er ómetanlegt. Við í Samfylkingunni höfum því fullan hug að fylgja eftir okkar fjölskylduvænu stefnu og gefa íbúum aukna möguleika á að njóta þessara náttúruperla. Ég hef upplifað mikinn samhug meðal nágranna minna í Innri-Njarðvík. Flestir eru boðnir og búnir í að rétta hjálparhönd. Nágrannavarsla er talin sjálfsögð og hvort heldur það eru litlir hlutir líkt og barn týni vettling eða eitthvað annað stærra þá er fólk hér til staðar tilbúið að hjálpa. Fjölskyldustefnan sem Reykjanesbær hefur tileinkað sér og tók gildi 1. janúar 2020 endurspeglast í okkar samfélagi. Gerir mig og má gera aðra stolta af því að búa hér í Reykjanesbæ, bráðlega stærsta sveitarfélag landsins næst höfuðborginni.
Pistill Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands 2021 Konráð Lúðvíksson, formaður Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands.
Þá litið er út um glugga inn í innri garðinn, ríkir hér enn einn suðvestan hvellurinn með tilheyrandi foki, þannig að vinir mínir, fuglarnir, halda sig fjarri fæðustöðvum um hríð. Ég hef byggt fyrir þá ein fimm hús af mismunandi gerðum til að laða þá að, í þeim tilgangi að fylgjast með hegðun þeirra sem hópsála og reyna skilja eðli fuglasálarinnar í þeirri viðleitni að lifa af. Það er um margt athyglisvert að skynja háttalag þeirra og heimfæra á eigin dýrategund. Mér sýnist hið pólitíska litróf sem við þekkjum eiga sér staðalmynd meðal fugla. Þar er tekist á um lýðræðið, einræðið, sjálflægnina og jafnaðarstefnuna, svo nokkuð sé nefnt. Innan hverrar stefnu eru málpípur sem standa vörð um málstaðinn og brenna af hugsjón. Flokkssystkin virðast beita hvert öðru harðri refsistefnu á leiðinni að nægtarborðinu, þar sem hver goggar í annan, uns sigurvegarinn nær toppnum og verður um leið óumdeildur. Meðal þrasta eru háðar harðvítugar innbyrðis deilur um eplabitann, á meðan litið er á hóp starra sem sjálfsagðan hlut án ögrunar við þrastarsjálfið, þeir eru í augum þrasta, hálfgerð grey og falla undir skilgreiningu illgresis, meðal eðaljurta ræktunar-
mannsins, enda birtast þeir ætíð í hóp saman. Goggunarröð að matarborðinu er ótvíræð. Hæst trónar gráþrösturinn, þá hann birtist, einfarinn í villta vestrinu, óræður og til alls líklegur. Hann fær lotningarfullar móttökur og vikið er úr sætum, honum til tregablandinnar ánægju. Um daginn birtist hér fuglaherfa úr flokki svartþrasta, kvenfugl sem greinilega hafði mátt þola margt mótlætið á lífsferli sínum. Hún bar um hálsinn skærgult „men“ bjó um sig í stærsta húsinu og eirði engu sem nálgaðist, gæti þess vegna hafa tekið þátt í verkalýðsbaráttu þrasta. Allan daginn varði hún „húsið“ sitt, þessi valkyrja, með skyndiárásum á nærstadda uns hún að lokum hrakin var burt af flokki starra, sem lengi höfðu undirbúið áhlaupið úr launsátri. Matarborðið var nær óskert, þá húsið féll, þannig greiðir maður fyrir ofbeldið dýru verði.
Jólin eru tími matarafganga, því alltaf er allt of mikið á borðum. Við, sem aðhyllumst hringrásarhagkerfið, með sjálfbærni að leiðarljósi, látum reyna á þessi hugtök með hjálp vina okkar í garðinum. Útbúinn hefur verið sérstakur fæðubakki, ofnskúffa úr gamalli eldavél og á hana raðað matarleyfum, sem til falla til hverju sinni, og um jól eru þær takmarkalausar, íblöndun með korni og brauðmeti. Allt hverfur þetta, laufabrauðið, hangikjötið, síldarsallötin, steikurnar og kæfubeinin skilin eftir, gljáfægð, í trjákrónum. Af forvitnislegri meinfýsni bauð ég upp á kæsta skötu, hörðustu matgæðingum úr hópi starra til mikillar gleði. Hópar úr öllum áttum mættu til leiks og bruddu í sig hverja ögn að meðtöldu brjóski, svo eimdi eftir kæsingin í umhvefinu. Þannig hef ég útbúið mér sjálfvirka moltugerð hér í innri garði, um leið hlutdeild í hringrásarhagkerfinu, frá mold í hold. Í pistli mínum í síðasta garðykjuriti hugleiddi ég áskorunina um, á hvern hátt vekja mætti áhuga yngri kynslóðarinnar á garðyrkju með því að sá fræinu nógu snemma, til að það fái dafnað og gefi í fyllingu tímans sprota sem
Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í annað sæti Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í prófkjöri sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Guðbergur er fæddur 1971, giftur Arnbjörgu Elsu Hannesdóttur, leikskólakennara. Þau eiga fjögur börn; Róbert Andra, tuttugu ára, Elvu Sif, átján ára, Sunnu Dís, ellefu ára og Birtu Maríu, sjö ára. Guðbergur hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins Cargoflutningar ehf. síðan árið 2009. Guðbergur er ötull baráttumaður í gegnum fjölmenna hagsmunahópa á Facebook eins og Stopp hingað og ekki lengra. Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmis baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu, afhendingaröryggi raforku og uppbyggingu atvinnulífsins.
Guðbergur var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ 2016 til 2021. Hann hefur setið í mörgum nefndum og ráðum á vegum flokksins eins og umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd og fleirum. Guðbergur situr í miðstjórn flokksins sem ber ábyrgð á innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á hans vegum. Guðbergur er formaður ÍRB - Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og hefur komið víða við í íþrótta- og æskulýðsstarfi á svæðinu í gegnum árin, t.d. sem formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akstursíþróttasambands Íslands. Aðaáherslumálin eru fjölskyldan, atvinnu- ,samgöngu- og heilbrigðismál. Guðbergur Reynisson er maður sem lætur verkin tala.
Helga Jóhanna býður sig fram í þriðja sæti Ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í tíu ár. Ég vil leggja mitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera
til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar. Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003–2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í átta ár og aðalmaður í fræðsluráði í fjögur ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins. Ég trúi því að reynsla mín og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel og hlakka til að stíga mín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Með ósk um þinn stuðning í þriðja sætið í prófkjörinu þann 26. febrúar næstkomandi. Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Birgitta Rún sækist eftir fimmta sæti fjölfaldist. Aldingarður æskunnar var þannig hugsaður, þá hann var vígður á vormánuðum 2019. Það var því gleðiefni að fá boð um að vera viðstaddur afhendingu Grænfánans á degi íslenskrar náttúru í leikskólanum Tjarnarseli vegna verkefnis sem leikskólabörn unnu í garðinum og um hann. Ef fer sem horfir, eygir maður þarna aðferðafræði til að meðhöndla meintan loftslagskvíða meðal ungra háskólaborgara, auk þess að fá nýtt og ungt blóð inn í stjórnir skóg- og garðyrkjufélaga með nýjum áherslum. Með hjálp Rótarýfélaga og leikskólabarna höfum við nú fullmótað þessa garðspildu, sem Reykjanesbær trúði okkur fyrir. Síðasti hluti verkefnisins var að jarðvegsskipta í reit þeim sem ætlaður er sígrænum runnum og síðan planta í hann efniviði af ýmsum gerðum. Við kvöddum garðinn fyrir vetrardvala með því að fylla hann af 800 túlípanalaukum, skýla og signa síðan yfir. Það fylgdi því mikil áskorun, þegar Reykjanesbær afhenti Suðurnesjadeildinni 25 gróðurkassa til umsjónar og nýtingar síðastliðið vor. Engin smásmíði þessir kassar, fullir af mold, marghæða úr úrvals við. Lotningarfull tókum við stjórnin á móti þeim í roki og moldviðri, þar sem þeir standa í Njarðvíkurskógum, útivistasvæði fjölskyldunnar, sem býður upp á ótæmandi tækifæri til samvista í því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í. Við fáum þá til reksturs. Það er auðvitað verkurinn en í því felast tækifærin. Sumarið var hér eins og menn muna, votviðrasamt og lognið á endalausri hreyfingu. Samt nutu sumir góðrar uppskeru, aðrir aðallega illgresis og fjölbreytileika í roki. Verkefnið er á byrjunarstigi, en er umvafið tækifærum. Við getum sótt um umhverfisstyrki, laðað að okkur nýbúa, byggt gróðurhús, verið með námsskeið í ræktun, verið sjálfbær, allt til að auka lífsgæði í skauti náttúrunnar. Umhverfið kallar á okkur til verka, verið með.
Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Ég hef verið svo lánsöm að fá að leggja nokkrum samfélagslegum verkefnum lið á undanförnum árum. Ég hef meðal annars setið sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar og sem varamaður í lýðheilsuráði og verið virk í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Það má segja að í þessu starfi hafi kviknað brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið mitt; fyrir börnin okkar og fyrir okkur öll. Ég er 37 ára gömul og er fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Ég er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stunda nú meistaranám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ég er móðir tveggja drengja á grunnskólaaldri og hef fylgst náið með þeim vaxa og dafna í leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu okkar og fylgt þeim eftir í tómstundastarfi. Ég hef sérstakan áhuga á því að hafa jákvæð áhrif á þennan þátt í starfi sveitarfélagsins, því lengi má gott bæta. Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og
fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar. Sjálf hef ég stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og meðal annars keppt fyrir Íslands hönd í sundi. Lýðheilsa, hreyfing og vellíðan íbúa á öllum aldri er annað málefni sem ég brenn fyrir. Ég tel mig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu, sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mínar á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki. Ég hef notið þess að eiga góð og uppbyggileg samtöl í nærumhverfi mínu um öll þessi málefni og fleiri til, en núna vil ég eiga samtöl við ykkur öll! Mig langar til þess að heyra frá ykkur og eiga við ykkur samtal um það hvað megi betur fara í frábæra bænum okkar. Þá vonast ég til þess að eiga stuðning ykkar inni þegar gengið verður til prófkjörs síðar í mánuðinum. Áfram Reykjanesbær! Birgitta Rún Birgisdóttir.
Guðni Ívar í sjötta sæti Kæru samborgarar, ég sækist eftir 6. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fyrsta degi næsta mánaðar fylli ég 22 ár í aldri og á upphaf mitt og uppvöxt í Reykjanesbæ. Það er snemma sem pólitík fer að vekja áhuga minn og hef ég tekið þátt í henni, sem og fylgst með, bæði á landsvísu og í Reykjanesbæ. Ungt fólk á fullt erindi í bæjarpólitík verandi stór hluti þeirra sem mynda samfélagið í íbúafjölda. Þátttaka ungs fólks í framboði kallar á fleiri raddir annarra sem samsama sig í aldri og þroska með frambjóðendum, kallar á meiri virkni ungs fólks í kosningabaráttu og kallar ekki síður á meiri þátttöku ungs fólks á kjörstað. Og þörf er á! Njóti ég traust samfélagsins, að vera rödd unga fólksins, mun ég kappkosta að leggja lóð mín á vogarskálar drifkrafts, heiðarleika og hugsjónar svo bærinn okkar haldi áfram að vaxa sem myndugt bæjarfélag. Það er ánægjulegt að gefa sig að pólitík og mun ég að reyna af minni bestu getu og kröftum að sýna það og sanna í kosningabaráttunni. Þau eru mörg málefnin sem ég brenn fyrir en ég leyfi mér að draga fram íþróttalífið sem ég hef með sterkum taugum tilheyrt í Reykjanesbæ, bæði sem iðkandi hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur og síðar
sem yngri flokka þjálfari. Íþróttir eru ein af undirstöðum þroska barna og ungmenna. Því er mikilvægt að heilsueflandi Reykjanesbær styðji af mætti sínum við bakið á íþróttafélögunum sem sinna þúsundum iðkendum barna og stuðla þannig að þeirra heilbrigði og hreysti. Reykjanesbær á m.a. lið í efstu deildum í tveimur vinsælustu íþróttum á Íslandi, knattspyrnu og körfubolta, þá bæði í karla- og kvennadeildum. Árangur íþróttaliða í Reykjanesbæ kemur ekki að sjálfu sér. Íþróttahreyfingin reiðir sig á sterkan samtakamátt sjálfboðaliða sem leggja fram mikilvæga vinnu, bæði við stór og smá verkefni, og með óeigingjörnu framlagi sínu gera það að verkum að að íþróttafélögin eflast og dafna. Engu að síður er mikilvægt að bæjaryfirvöld styðji sterkt við rekstur íþróttadeilda í Reykjanesbæ. Ég er nýliði í bæjarpólitíkinni og á því margt eftir ólært sem að henni snýr en það er oftar en ekki mjög gott að fá nýja sýn og lausnir við margvíslegum áskorunum. Ég er spenntur fyrir komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 26. febrúar næstkomandi. Með von um að geta treyst á þinn stuðning í 6. sætið! Guðni Ívar Guðmundsson, frambjóðandi í 6. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.
sport
Þoli ekki fólk sem reynir að fá mig til að tala! NAFN:
ALIYAH COLLIER [BORIÐ FRAM: AHH | LÍ | JAH ] ALDUR:
STAÐA Á VELLINUM:
24
BAKVÖRÐUR [GUARD]
MOTTÓ:
ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ LEGGJA SIG FRAM OG VERA ÖÐRU FÓLKI GÓÐ FYRIRMYND SVO ÞAÐ GETI ORÐIÐ HVAÐ SEM ÞAÐ VILL
Aliyah Collier gekk til liðs við nýliða Njarðvíkur fyrir þetta tímabil og er óhætt að segja að hún hafi verið hárréttur leikmaður fyrir liðið. Njarðvík hefur leikið frábærlega í ár og þá hefur Aliyah átt hvern stórleikinn af öðrum. Hennar markmið er að verða Íslandsmeistari með Njarðvíkingum í ár en Aliyah svarar laufléttum spurningum Víkurfrétta þessarar viku.
12
TREYJA NÚMER:
Lavína Joao Gomes De Silva, Aliyah og Diane Diéné Oumou hér á leik með karlaliði Njarðvíkur þá rétt nýkomnar til Íslands. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Já, ég hef svipaða rútínu alla daga – en á leikdegi fæ ég mér alltaf hamborgara og franskar. Spila lögin mín þrjú áður en ég fer að heiman, er alltaf í sama fatnaðinum og í sömu skónum. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Fjögurra ára fór ég að leika mér í körfu og ég féll fyrir sportinu. Þegar ég var yngri var körfubolti eina flóttaleið mín til að geta orðið hinn helmingurinn af mér – ég fór úr því að vera þessi þögla yfir í þessa kraftmiklu. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Kobe Bryant er og verður alltaf besti leikmaðurinn. Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að taka þátt í mínum fyrsta leik í úrslitakeppni háskólaboltans [NCAA Women’s Basketball Tournament]. Hver er besti samherjinn? Debbie [Þuríður Debes], hún er alltaf jákvæð sama hverjar aðstæðurnar eru. Hún er alltaf að hvetja okkur til að vera jákvæðar og gefast aldrei upp. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Að verða betri liðsfélagi, bæta mig sem leikmann og vinna úrslitakeppnina með liðsfélögum mínum.
Ungmennafélögin Njarðvík og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta. Fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Námskeiðið er sérstaklega ætlað börnum með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50. Öllum börnum mætt á þeirra forsendum.
Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Eina leiðin er upp á við. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég á í rauninni ekkert sérstakt óskalið. Fjölskylda/maki: ? Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Útskrifast úr háskóla.
Námskeiðið hefst 27. febrúar og lýkur 1. maí. Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr. ATH muna að nýta frístundastyrk við skráningu.
Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri og lesa.
SKRÁNING ER HAFIN Á SPORTABLER HTTPS://WWW.SPORTABLER.COM/SHOP/KEFLAVIKNJARDVIK
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Oxtail and Ramen [uxahalanúðlusúpa].
SKRÁNING
Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Kaupi mér skó :-)
Ertu öflug í eldhúsinu? Nei, það er ég ekki. Á skalanum einn til tíu er ég svona þrír komma tveir. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég get spilað á fiðlu, víólu og klarinett. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Fólk sem tyggur hátt, smjattar – og fólk sem er alltaf að biðja mig um að tala.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Frá stríði T I L R E Y KJA N ES BÆJA R Ljiridona Osmani, oftast kölluð Donna, er búsett í Reykjanesbæ. Hún vinnur sem umsjónarkennari í Stapaskóla ásamt því að vera í fullu meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf. Donna hefur talað opinberlega um stöðu útlendinga á Íslandi á samfélagsmiðlinum Twitter. Síðla árs 2021 opnaði hún sig um sögu fjölskyldu hennar en þau flúðu Kósóvó í kjölfar Júgóslavíustríðsins. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Fólkið í Garðinum ekki af verri gerðinni
Donna og fjölskylda hennar fluttu til Íslands árið 2002 eftir erfið ár í Kósóvó. Frændi Donnu var þá búsettur á Íslandi og ákvað að hjálpa þeim að komast til landsins. „Aðstæður okkar voru slæmar úti í Kósóvó eftir stríðið og okkur leið ekki vel. Því ákvað bróðir pabba að reyna að koma okkur til Íslands, sem hann gerði. Við fengum dvalarleyfi og foreldrar mínir fengu atvinnuleyfi þegar við fluttum og byrjuðu þar af leiðandi að vinna.“ Sérhver stígur hefur sína polla Fyrst um sinn átti fjölskylda Donnu heima á Árskógsströnd og segir hún samfélagið hafa tekið vel á móti þeim. „Við fengum húsnæði, föt, eldhúsílát, húsgögn og allt sem hægt var að fá. Við fengum einnig fullt af hlutum og dóti frá Rauða krossinum og fólkinu í bænum, sem ég er afar þakklát fyrir í dag,“ segir Donna. Þrátt fyrir stuðning og hjálp frá fólki bæjarins fylgdu flutningunum ákveðnar áskoranir. „Fyrir mig var mikil áskorun að fara í skólann og eignast vini. Ég átti erfitt með
það þar sem ég skyldi engan og var því mikið ein í frímínútum og þess háttar.“ Donna segist hafa verið fljót að læra íslensku vegna sérkennslu sem hún og bróðir hennar fengu í skólanum. „Það var gott fyrir mig og bróðir minn. Við vorum bæði í litlum leik- og grunnskóla og þar var okkur kennt allt sem hægt var að kenna. Ekki bara íslensku, líka einfalda hluti eins og að reima skó,“ segir hún og bætir við: „Þökk sé sérkennslunni var ég fljót að læra íslenskuna og var orðin mjög góð í henni þegar ég byrjaði í 2. bekk. Þá byrjaði ég að eignast vini og varð öruggari bæði í skólanum og samfélaginu í heild sinni.“
Árið 2006 fluttu Donna og fjölskylda í Garðinn. Donna segir lífið í Garðinum hafa verið draumi líkast fyrir hana og bróðir hennar. „Fólkið í Garðinum er auðvitað ekki af verri gerðinni, þar var einnig tekið ótrúlega vel á móti okkur. Fyrir mig og bróðir minn var þetta algjör draumur. Í Garðinum voru hellingur af krökkum og þar var hægt að æfa íþróttir. Við vissum varla hvað íþróttir voru áður, þar sem við höfðum ekki tök á því að stunda íþróttir fyrir norðan.“ Donna byrjaði ung að aldri að æfa fótbolta með Víði en skipti yfir í Keflavík eftir 5. flokk vegna þess hve fáar stelpur voru að æfa í Garðinum. „Enn þann dag í dag tel ég mig vera Víðiskonu, þó svo að ég hafi æft lengur með Keflavík.“
Góðar minningar
Donna segist eiga margar góðar minningar úr Garðinum og að fjölskyldan fari reglulega í bíltúr um bæinn. „Allar mínar grunnskólaminningar eru þaðan, ég kynntist yndislegu fólki og eignaðist góða vini sem ég er ennþá í sambandi við.“ Í dag er Donna og fjölskylda hennar búsett í Reykjanesbæ og stundar hún meistaranám við Háskóla Íslands.
Flúðum stríð Það tekur á að fylgjast með því sem er að gerast í Kabúl. Að eiga mömmu og pabba sem þurftu að flýja land með mig tveggja ára, þegar Júgóslavíustríðið var, er eitthvað sem ég get ekki ímyndað mér. Ég skal segja ykkur smá frá ástandinu á þeim tíma, gerum MJÖG langa sögu stutta. Árið er 1999 og erum stödd í Serbíu (erum frá Kósóvó). Karlar með byssur koma inn á heimilið og spyrja „Hver tekur það á sig að vera drepinn á staðnum ef eitthvað finnst sem tengist Kósóvó?“ (T.d. albanski fáninn og bara name it). Pabbi segir: „Ég!“ Þeir finna ekkert því foreldrar mínir voru búnir að grafa alla hluti sem þau áttu í jörðu. Aftur á móti er pabbi tekinn frá mér og mömmu og sáum hann ekki í VIKU. Ég og mamma vorum settar í gám ásamt fleiri konum. Mamma vissi ekki hvort pabbi væri á lífi eða dáinn. Viku seinna kemur pabbi. Foreldar mínir ákváðu því að reyna að yfirgefa Serbíu og byrjuðu bara að labba. Löbbuðu marga daga í allskonar veðri. Þau sváfu úti með ekkert með sér. Fóru t.a.m. úr sínum fötum og klæddu mig í svo mér yrði ekki kalt. Allt í einu vorum við komin upp í einhvern bíl sem var fullur af flóttafólki, þessi bíll var á leiðinni upp á flugvöll og við áttum flug til Ástralíu. Erum mætt þangað og áttum heima þar í u.þ.b. fimm mánuði. Árið er 2000, stríðið búið og fluttum aftur til Kósóvó. Fluttum í fátækrahverfi sem var þarna í litlum bæ og á þessum tíma eignaðist mamma bróður minn. Að eiga tvö lítil börn með jú jú alveg húsaskjól en aftur á móti engan pening og lítinn sem engan mat. Árið er 2002. Bróðir pabba sem flutti til Íslands 1997 kemur okkur til Íslands. Við fáum dvalarleyfi, hús, ma og pa byrja að vinna, ég og bróðir minn byrjum á leikskóla og bara allt eins og það á að vera – en samt ennþá með engan pening, engin föt, í raun ekkert EN erum flutt. Árið er 2021. Við eigum pening, eigum hús, eigum bíl, ég er orðin umsjónarkennari! EN það er samt ekki aðalmálið, aðalmálið er að við erum á LÍFI og ég er endalaust þakklát fyrir það og þakklát fyrir alla þá sem hjálpuðu okkur.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Sumarstörf hjá vinnuskólanum • Sérverkefni flokkstjóri • Umsjónarmaður Ævintýrasmiðju • Skrúðgarða flokkstjóri • Yfirflokkstjórar skrifstofu • Yfirflokkstjórar úti • Flokkstjórar
Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft) 2 hús í Ölfusborgum 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr. 10) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 13. apríl til og með miðvikudagsins 20. apríl 2022. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is og smella á Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðju dagsins 1. mars 2022. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Umsóknir fyrir sumarið 2022 opna 7. mars og verða opnar til 29. mars. Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Hliðin að opnast Þetta hafa verið afar þungar vikur að undanförnu. Hver stormurinn á fætur öðrum hefur dunið á okkur og annar hver maður verið í Covid19- einangrun með tilheyrandi leiðindum og lömun samfélagsins. Fyrir utan Verbúðina þá hefur í raun fátt kætt okkur þessa fyrstu ísköldu mánuði ársins. Daginn er samt tekið að lengja og það styttist óðfluga í sumarið og betri tíð. Nú er heldur betur ástæða til þess að láta sig hlakka til enda hefur heilbrigðisráðherra okkar gefið það út að öllum Covid-19-takmörkunum verði aflétt fyrir lok febrúar! Bestu fréttir sem við höfum fengið í háa herrans tíð og þótt fyrr hefði verið segja margir. Með hækkandi sól þá styttist einnig í úrslitakeppnina í körfuboltanum og baráttan í deildunum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn hörð og spennandi. Reykjanesbær er vagga körfuboltans á Íslandi og að venju eru okkar lið að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Nú þegar hliðin eru að opnast þá vil ég eindregið hvetja fólk til þess að fjölmenna á leiki félaganna. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og núna. Leikmenn hafa síðustu tvö árin spilað á löngum köflum fyrir nánast tómum húsum sem hefur verið alveg óhemju erfitt og í raun bara drepleiðinlegt. Að horfa á nágrannaslag milli Njarðvíkur og Keflavíkur fyrir tómu húsi er bara ekki rétt, stemmningin og lætin er það sem leikmenn og áhorfendur þrífast á. Við stuðningsmenn höfum þurft að þjást líka enda horft á langflesta leikina í sófanum heima og því miður þá virðist
Víkurfréttir standa vaktina alla daga á fréttavefnum ...
vf is
LOKAORÐ
Orlofshús VSFK Páskar 2022
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON erfitt að draga suma þaðan en ég fullyrði að það er ekkert eins og að mæta á pallana. Nú veit ég að forsvarsmenn félaganna eru að dusta af grillunum og ætla að bjóða upp á alvöru skemmtun næstu vikurnar og mánuði. Fjölmennum á leikina og verum eins og beljurnar sem er verið að sleppa út á vorin! Fögnum frelsinu og styðjum þétt við bakið á okkar félögum, oft var þörf en nú er nauðsyn. Góða skemmtun!
Mundi Muuuuu ...
Sjúkraþjálfararnir Björg og Falur ásamt næstum 99 ára dansandi Gunnari Jónssyni í þætti vikunnar. Einnig gjafmild börn í Heiðarskóla og nýtt lag frá Fríðu Dís Guðmundsdóttur.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
BÍLSTJÓRI
Óskum eftir að ráða bílstjóra í framtíðarstarf hjá útibúi Olís í Njarðvík
Helstu verkefni og ábyrgð: • Dreifing á vörum til viðskiptavina • Afgreiðsla á smurolíu til skipa • Afgreiðsla á gasi, klór og annarri vöru • Samskipti við viðskiptavini og flutningsaðila • Önnur tilfallandi störf á lager og í útibúi Hæfniskröfur: • Meirapróf og ADR-réttindi æskileg eða áhugi á að bæta slíkum réttindum við sig í samstarfi við fyrirtækið • Lyftarapróf • Rík þjónustulund • Skipulagshæfni • Gott vald á íslensku er nauðsynlegt Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Segatta, ss@olis.is Vinsamlega sendið umsóknir til mannauðsstjóra Olís, Ragnheiðar Bjarkar, á rbg@olis.is merktar ,,bílstjóri" fyrir 20. febrúar 2022
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.