Víkurfréttir 8. tbl. 41. árg.

Page 1

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

Ægikraftar við Ægisgötu

Talsvert tjón varð við Ægisgötu í Keflavík í veðurhamnum á föstudag. Grjót úr sjóvarnagarði köstuðust marga metra á land þegar þungur sjórinn braut á varnargarðinum. Stórt lón myndast milli Ægisgötu og Hafnargötu. Lónið er á svæði sem

er landfylling sem var gerð um síðustu aldamót. Þá var ráðist í miklar framkvæmdir á svæðinu með landfyllingu neðan við Hafnargötu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók á vettvangi hefur mikið gengið á og stórir grjóthnull-

Gerlegt að leggja Suðurnesjalínu 2 í jörð meðfram Reykjanesbraut Verkefnaráð Landsnets saman til fundar fyrir skömmu, en ráðið var sett á laggirnar á sínum tíma sem vettvangur aukins samráðs milli Landsnets og hinna ýmsu hagsmunaaðila sem hlut eiga að máli. Á síðasta ári var lokið við gerð svokallaða frummatsskýrslu, þar sem kynntur var aðalvalkostur Landsnets um að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu (að mestu leyti) meðfram Suður­nesjalínu 1. „Sveitarstjórnin í Vogum lýsti sig andsnúna þeim kosti og lagði til að lagður yrði jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Til vara var lagt til að strengurinn yrði lagður í jörðu meðfram Suðurnesjalínu 1, reyndist það ekki raunhæfur kostur að leggja strenginn meðfram Reykjanesbraut,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, í vikulegum pistli sem hann skrifar. Í pistilinum segir einnig að á fyrrnefndum verkefnaráðsfundi kynnti fulltrúi Vegagerðarinnar sjónarmið stofnunarinnar varðandi þessa lausn

raforku, þar sem gengið er út frá því að meginflutningskerfið skuli vera í loftlínum og að ekki sé heimild til að velja dýrari kosti,“ segir Ásgeir. Bæjarstjórinn segir að Sveitarfélagið Vogar muni á næstunni fylgja þessu máli eftir við stjórnvöld, í þeirri von að unnt sé að finna ásættanlega lausn.

Horft yfir Reykjanesbraut á Strandarheiði í átt að Kúagerði. og kom þar fram að gerlegt er að leggja strenginn í jaðar veghelgunarsvæðisins. Við þá aðgerð mætti jafnframt auka öryggi vegarins, þar sem unnt væri að nýta framkvæmdina til að bæta öryggissvæðin meðfram veginum. „Hér er því komið kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að leggja strenginn í jörð ásamt því að bæta umferðaröryggið. Landsnet bendir hins vegar á að þeim beri að fara að fyrirmælum sem fram koma í stefnu stjórnvalda um flutningskerfi

ungar hafa jafnvel farið tugi metra í mestu látunum. Ægisgötu var lokað í mesta veðurhamnum. Stórgrýtið var svo hreinsað í burtu af veginum á þriðjdaginn en bíða átti eftir frosti til að hreinsa grjót og malbiksleifar af grasbalanum.

Golfvöllur illa farinn eftir flóð og stórgrýti Menn sem hafa umgengist golfvöll þeirra Grindvíkinga að Húsatóftum muna vart annað eins eftir veðurhaminn á föstudaginn. Golfvöllurinn var umflotinn sjó á stóru svæði, stórgrýti og rusl eru einnig á brautum og flötum. Það eru helst brautir og holur þrettán til sautján sem urðu fyrir tjóni í veðrinu. Nýja flötin á fimmtándu holu er skemmd eftir stórgrýti og þá er sautjánda brautin á kafi í sjó eftir veðurhaminn.

ALLT Í SPRENGIDAGSMÁLTÍÐINA! Saltkjöt og baunir, túkall!

Blandað saltkjöt

764

KR/KG

ÁÐUR: 899 KR/KG

Sérvalið saltkjöt

1.698 ÁÐUR: 1.998 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-30% Baunasúpugrunnur

377

KR/PK

ÁÐUR: 539 KR/PK

Tilboðin gilda 20. - 23. febrúar

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hlutur Davíðs í Hótel Keflavík kominn í söluferli

Gaman að leika í snjónum Þessir drengir höfðu gaman af öllum snjónum um daginn og voru með skóflur að moka göng inn í snjóskaflinn fyrir utan skrifstofur Sýslumannsins í Reykjanesbæ. Þeir heita Andrés Rafn Bjarkason (t.v.) og Ástráður Gunnarsson.

Ekkert sem bendir til tengsla á milli skjálfta við Grindavík og á Reykjanesi Aukin skjálftavirkni er á Reykjanesi á sama tíma og aðeins hefur dregið úr virkninni við Grindavík. Að morgni 15. febrúar hófst jarðskjálftahrina á Reykjanestá, þar höfðu á mánudagskvöld mælst yfir 120 jarðskjálftar og voru þeir allir undir 3,0 að stærð. Á samfélagsmiðlum hefur því verið velt upp hvort tengsl séu á milli virkni vestan við Þorbjörn og skjálftanna á Reykjanestá. Víkurfréttir leituðu til náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands. „Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að skjálftarnir á Reykjanestá séu beintengdir atburðunum við Grindavík. Hins vegar er ekki hægt að útiloka það,“ segir Hulda Rós, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „GPS-mælar sýna enga óeðlilega færslu við Reykjanestá eins og er, svo þetta virðist vera „venjuleg“ skjálftahrina eins og af og til verða á þessu svæði,“ segir Hulda Rós jafnframt í samtali við Víkurfréttir á mánudaginn. Samantekt af fundi vísindaráðs þann 13. febrúar: Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðal-

Eignarhluti Davíðs Jónssonar í rekstri Hótels Keflavíkur og í fasteignafélaginu JWM, sem á eignina, hefur verið auglýstur til sölu. Á Hótel Keflavík eru 70 herbergi ásamt fimm svítum á Diamond Suites og sjö herbergjum á Gistiheimilinu Keflavík. Hótel Keflavík er fjögurra stjörnu hótel og hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Á efstu hæðinni er fimm stjörnu hótelið Diamond Suites sem opnaði fyrir tæplega fjórum árum. Á síðasta ári fengu hótelin m.a. viðurkenningu frá Luxury Travel Guide en þá fékk Hótel Keflavík viðurkenninguna „Luxury Airport Hotel of the Year 2018“ og Diamond Suites fékk viðurkenninguna „Luxury Boutique Hotel of the Year 2018“. Davíð Jónsson er einn af eigendum Hótels Keflavíkur. Hann segir í samtali við Víkurfréttir að Hótel Keflavík hafi verið leiðandi hótel alveg frá opnun en það var fyrsta hótelið sem var opnað í Keflavík. Með opnun Diamond Suites var svo merkum áfanga náð með opnun fyrsta fimm stjörnu hóteli landsins.

Úr hótelrekstri í hótelbókunarfyrirtæki Skjálftasvæðin. lagi, en er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. Dregið hefur úr landrisi á svæðinu en ennþá mælist aflögun. Mælingar hafa verið efldar við Þorbjörn, tveir nýir jarðskjálftamælar voru settir upp í vikunni sem leið, gasmælingar verða gerðar reglulega og telja vísindamenn að áfram þurfi að vakta svæðið vel. Líklegasta skýring á þessari virkni er kvikuinnskot á þriggja til fimm km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn, fimmtudaginn 20. febrúar.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Davíð hefur, ásamt eiginkonu sinni, Evu Dögg Sigurðardóttur, snúið sér alfarið að rekstri hótelbókunarfyrirtækisins Hotel Service KEF Airport. Hann segir rekstur þess fyrirtækis hafa gengið vonum framar hingað til. „Það hefur verið gaman að tilheyra ferðaþjónustunni í gegnum árin og eftir 25 ára starf á Hótel Keflavík þá lá beinast við að halda áfram á svipaðri braut og því létum við gamlan draum

Hótel Keflavík. verða að veruleika með stofnun Hotel Service KEF Airport. Í október síðastliðnum opnuðum við svo skrifstofu í Eldvörpum fyrirtækjahóteli upp á Ásbrú en sú staðsetning hentar okkur sérstaklega vel því þaðan er stutt á flugvöllinn og auðvelt fyrir okkur að aðstoða flugfarþega, fyrirtæki og einstaklinga að finna gistingu með stuttum fyrirvara,“ segir Davíð.

Yfir 80% nýting og með því besta sem gerist á landinu

Miklar endurbætur hafa verið unnar á Hótel Keflavík síðustu ár og nú standa yfir viðamiklar framkvæmdir á móttöku hótelsins í Versace-stíl. Nýbúið er að festa kaup á skrifstofuhúsnæði verslunarmannafélagsins á jarðhæð sem gefur mikla framtíðarmöguleika með fjölgun herbergja og bættri fund-

araðstöðu. Veitingarstaðurinn KEF Restaurant, sem er í glerskála hótelsins, hefur farið í gegnum miklar breytingar og er nú þegar í efsta sæti yfir bestu veitingastaðina í Keflavík. Stutt er síðan að lögð var lokahönd á nýja og glæsilega álmu á neðstu hæð Hótels Keflavíkur en þá hefur verið tekið í notkun nýtt og endurbætt gistiheimili, Gistiheimilið Keflavík, sem staðsett er á móti Hótel Keflavík. „Frá upphafi hefur veltan á Hótel Keflavík verið mjög góð en gert er ráð fyrir áframhaldandi góðri veltu á þessu ári. Nýtingin á hótelinu hefur verið um og yfir 80% og er með því besta sem gerist á landinu en gott starf hefur verið unnið í því að kynna Hótel Keflavík og að sækja ný viðskipti út fyrir landsteinana,“ segir Davíð Jónsson.

Dósaþjófar gómaðir

Lögreglan á Suðurnesjum hafði fyrir síðustu helgi upp á tveimur einstaklingum sem voru staðnir að því að stela dósum úr bílakerru í Njarðvík nýverið. Höfðu þeir notað barnakerru til að ferja dósirnar og farið nokkrar ferðir. Þegar þeir fundust voru þeir að gramsa í ruslatunnum. Skömmu síðar barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir og reyndust þar á ferðinni sömu menn, farnir að gramsa aftur í ruslatunnum. Lögreglumenn veittu þeim tiltal og var þeim gert að láta af þessari hegðun sinni. Virtust þeir skilja það.

Davíð Jónsson og Eva Dögg Sigurðardóttir.

SPURNING VIKUNNAR

Ætlarðu að borða saltkjöt og baunir á sprengidag?

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Elín Eltonsdóttir:

Erlinda Krasniqi:

Guðni Kjartansson:

Sigurjón Vikarsson:

„Já, það er svo rosalega góður matur. Ég ætla að elda.“

„Já, mér finnst það bara mjög góður matur, foreldrar mínir ætla að elda.“

„Algjörlega, mér finnst saltkjöt mjög gott alla vegana. Mamma og pabbi elda þennan mat.“

„Nei, salt er ekki gott fyrir mann eins og mig, ég er svo sætur.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Má bjóða þér bollu?

Allar gerðir af bollum bolludagshelgina og á bolludaginn! Vatnsdeigsbollur, gerbollur, Berlínarbollur og Vegan-bollur. Minnum fyrirtæki á að panta tímanlega fyrir bolludaginn.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Mikið úrval af kökum og brauðum alla daga vikunnar. Súpa og brauð í hádeginu alla virka daga.

Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar

Mánudaga til föstudaga kl. 7:00–17:30 Laugardaga og sunnudaga kl. 8:00–17:00 Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbæ // Sími 421-5255


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR • FIMMTUDAGURINN 21. ÁGÚST 2003

Unnið að kappi við Myllubakka Frétt úr Víkurfréttum fimmtudaginn 21. ágúst 2003 Stórvirkar vinnuvélar Íslenskra aðalverktaka hafa verið áberandi í Reykjanesbæ þetta sumarið. Nú er unnið af kappi við nýja Myllubakkann neðan Hafnargötunnar í Keflavík. Þar er verið að hlaða snyrtilega grjótgarða en nýi bakkinn á að vera tilbúinn á Ljósanótt eftir nítján daga þar sem mikil hátíðarhöld fara fram. Aðalsvið Ljósanæturhátíðarinnar verður á bakkanum. Þar á eftir að leggja

göngustíga, tyrfa, leggja nýjan akveg og einnig verður dragnótabátnum Baldri KE komið fyrir til frambúðar neðan við DUUS húsin á nýju uppfyllingunni. Meðfylgjandi mynd (til hægri) var tekin fyrir helgi þar sem unnið var á stórri beltagröfu við að raða grjóti í varnargarð. Stór hjólaskófla flutti einnig til myndarlega stóra steina sem eiga uppruna sinn í Helguvík. Jú, það verður fjör á Myllubakka næstu daga við að ganga frá svæðinu fyrir stærstu hátíð ársins á Suðurnesjum.

Samtímasaga Suðurnesja í fjóra áratugi Á þessu ári fögnum við þeim tímamótum að Víkurfréttir hafa komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980 hafa komið út nærri 1900 tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og fréttirnar næstum óteljandi. Til að fagna afmæli Víkurfrétta á þessu ári ætlum við reglulega að glugga í gömul blöð og rifja upp fréttir, sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel að heyra í fólki og taka stöðuna eins og hún er í dag.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbær auglýsir starf forstöðumanns íþróttamannvirkja laust til umsóknar. Nánari upplýsingar á grindavik.is/atvinna

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Beltagrafa og hjólaskófla að störfum við Myllubakka í Keflavík í ágúst 2003. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ólafur Þór ráðinn sveitarstjóri á Tálknafirði – mun láta af trúnaðarstörfum á vegum Suðurnesjabæjar Ó l a f u r Þ ór Ólafsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps og mun hefja störf í lok mars. Ólafur Þór er 47 ára stjórnsýslufræðingur, kennari og tónlistarmaður. Hann er með áralanga og fjölbreytta reynslu af starfi og stjórnsýslu sveitarfélaga, var fyrst kjörinn bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ árið 2002 og var forseti bæjarstjórnar þess sveitarfélags 2010 til 2018. Hann hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, var formaður þess um tíma og hefur verið formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja frá upphafi. Frá árinu 2018 hefur hann verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Ólafur

Þór átti um tíma sæti í stjórn Isavia og situr nú í stjórn Atvinnuþróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Að auki hefur hann komið að ýmsum trúnaðarstörfum í samstarfi sveitarfélaga, bæði á lands- og svæðisvísu. Þá hefur hann starfað sem stjórnandi hjá Sandgerðisbæ, Hafnarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Vogum og var í nokkur ár forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Ólafur Þór mun láta af trúnaðarstörfum á vegum Suðurnesjabæjar þegar hann kemur til starfa á Tálknafirði.

Sannarlega spennandi verkefni

„Þá er það orðið staðfest að það verða breytingar hjá mér nú með vorinu. Ég ætla að feta í fótspor formæðra og forfeðra minna, fytjast vestur á firði og taka við sem sveitarstjóri á Tálknafirði. Sannarlega spennandi verkefni sem ég

hlakka til að takast á við,“ segir Ólafur Þór á fésbókinni þegar hann greindi frá nýju starfi. „Þetta þýðir líka að ég hverf úr þeim verkefnum sem ég hef verið að sinna á Suðurnesjum og munu næstu vikurnar fara í að ganga frá ýmsum málum vegna þess. Ég hef verið kjörinn fulltrúi, fyrst í Sandgerði og svo í Suðurnesjabæ, frá árinu 2002. Þetta verða því viðbrigði, sannarlega fyrir mig og kannski fyrir það fólk sem er vant því að hafa mig í hlutverki bæjarfullrúans. Ég mun líka yfirgefa góðan vinnustað og frábæra vinnufélaga í Sandgerðisskóla og tala nú ekki um það frábæra unga fólk sem ég hef verið að vinna með þar og á eftir að sakna,“ skrifar Ólafur Þór og endar á þessum orðum: „Það sem mestu skiptir samt er að börnin mín og nánasta fjölskylda eru sátt við breytingarnar og spennt fyrir því að takast á við breytta tíma“.


Til hamingju Grindvíkingar! Til hamingju Grindvíkingar!

með nýja viðbyggingu við íþróttahús Grindavíkur. meðÍ nýja viðbyggingu viðíþróttasalir íþróttahúsásamt Grindavíkur. henni eru tveir nýir Í henni eru tveir nýir íþróttasalir ásamt búningsklefum, verslun, þvottaaðstöðu og geymslu. búningsklefum, verslun, þvottaaðstöðu og geymslu.

Megi íþróttahreyfingin njóta! Megi íþróttahreyfingin njóta!

Undirverktakar:

Aðalverktaki:

Hönnuðir:

Jarðvinna: Jón og Margeir ehf. Undirverktakar: Lagnir: Benni pípari ehf. Jarðvinna: ogehf. Margeir ehf. Loftræsing:Jón Ísloft Lagnir: Benni pípari Rafkerfi: TG Raf ehf.ehf. Loftræsing: Ísloft ehf. Múrverk: Jón Einarsson Rafkerfi:Rúnar TG Raf ehf. ehf. Málun: Málari Múrverk: Jón Einarsson Málun: Rúnar Málari ehf.

Aðalverktaki:

Arkitektar og aðalhönnuður: Hönnuðir: Batteríið arkitektar ehf. Arkitektar og aðalhönnuður: Lagnir og burðarþol: Batteríið arkitektar ehf. ehf. Strendingur Lagnir og burðarþol: Raflagni og brunahönnun: ehf. EflaStrendingur Verkfræðistofa. Raflagni og brunahönnun: Hljóðhönnun: Efla Verkfræðistofa. Trivium ráðgjöf ehf. Hljóðhönnun: Verkeftirlit og byggingarstjórn: Trivium ráðgjöf ehf. Tækniþjónusta Sigurðar Ásgrímssonar Verkeftirlit og byggingarstjórn: Tækniþjónusta Sigurðar Ásgrímssonar

Grindin ehf Grindin ehf

LOGO Jón og Margeir ehf. LOGO Jón og Margeir ehf.

LOGO Benni pípari ehf. LOGO Benni pípari ehf.

LOGO Ísloft ehf. LOGO Ísloft ehf.

LOGO Dúktak ehf. LOGO Dúktak ehf.

LOGO Batteríið arkitektar ehf. LOGO Batteríið arkitektar ehf.

LOGO Strendingur ehf. LOGO Rúnar Málari Strendingur 894-2069 ehf.

R

LOGO TG Raf ehf. LOGO ónsi TG Raf ehf.úr

J

M

896 9645

ehf

LOGO Efla Verkfræðistofa. LOGO Efla Verkfræðistofa.

LOGO Jón Einarsson LOGO Jón Einarsson

LOGO Rúnar Málari ehf. LOGO Rúnar Málari ehf.

LOGO Trivium ráðgjöf ehf. LOGO Trivium ráðgjöf ehf.

LOGO Tækniþjónusta SigurðarLOGO Ásgrímssonar Tækniþjónusta Sigurðar Ásgrímssonar


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FS-ingur vikunnar:

Vill hafa styttri skóladaga í FS

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

– Ásta Rún er fyndnasti nemandinn í FS og Ásdís Pálma er uppáhaldskennarinn, segir Rakel Ósk Árnadóttir, 16 ára nemandi á hársnyrtibraut. Hvað heitir þú fullu nafni?

Hver er helsti gallinn þinn?

Á hvaða braut ertu?

Hver er helsti kostur þinn?

Rakel Ósk Árnadóttir. Hársnyrtibraut.

Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Keflavík og sextán ára gömul.

Hver er helsti kosturinn við FS? Stutt að labba heim.

Hver eru áhugamálin þín? Dans og mótorsport.

Hvað hræðistu mest? Skordýr.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

María Björg, af því hún er alltaf syngjandi.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ásta Rún.

Hvað sástu síðast í bíó? Frozen 2.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki.

Ég er of þrjósk.

Ég er ótrúlega góð vinkona.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Netflix, Snapchat og Youtube.

Uppáhalds...

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?

...kennari: Ásdís. ...skólafag: Hárgreiðsla. ...sjónvarpsþættir: The Flash. ...kvikmynd: Burlesque. ...hljómsveit: Panic at the Disco. ...leikari: Grant Gustin og Stephen Amell.

Hafa styttri skóladaga.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Góður persónuleiki.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Bara ágætt.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hársnyrtir.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Nálægt fjölskyldu.

Finndu það sem heldur þínum bát á floti! Þegar börnin eru orðin stór og maður fær meiri tíma fyrir sjálfan sig er mikilvægt að dusta rykið af gömlum draumum, láta vaða og skemmta sér vel í leiðinni. Undirrituð, ráðsett, miðaldra frú tók meðvitaða ákvörðun um einmitt þetta fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er einn af draumunum að rætast.

A

ð byrja og enda hvern dag á möntrusöng og hugleiðslu mýkir mann að innan og opnar hjartað. Þetta er alls ekki líkt því sem maður er vanur að gera í daglegu lífi.

Í

fornum ritum í jógaheimspekinni er mikið talað um guði og gúrú. Jóga er samt ekki trúarbrögð, alls ekki. Við trúum vonandi öll á eitthvað; kærleika, einhvern guð, æðri mátt, alheimsorkuna, hvað sem það er. Hvað er það sem heldur þínum bát á floti? Þú fylgir því!

Þ

etta jógakennaranám sem ég er í heitir Jivamukti, stofnað og sett saman af hjónunum Sharon Gannon og David Life í New York árið 1986. Ég kynntist Jivamukti í fyrrasumar (2019) og varð ástfangin af því. Kröftugt jóga, bæði líkamlega og andlega.

H

ér hefur verið farið meira í jógaheimspekina heldur en ég áttaði mig í upphafi að yrði gert. Þannig að á meðan ég hamaðist við að æfa, handstöðu, splitt og brú þá hefði ég kannski átt að vera meira í hugleiðslu, möntrusöng og söngtímum áður en ég kom hingað.

Í

jógaskólanum biðjum við kvölds og morgna í formi möntru um að verða hljóðfæri (instrument) hins æðri máttar þar sem við biðjum um frelsi frá reiði, afbrýðisemi og ótta. Við biðjum þess að hjarta okkar verði fyllt af gleði og samkennd.

V

ið biðjum þess að allar verur alls staðar megi vera hamingjusamar og frjálsar og að hugsanir okkar, gjörðir og orð megi með einhverjum hætti stuðla að hamingju og frelsi fyrir alla.

G

et svarið það, ég hef ekki beðist svona fyrir og sungið síðan í Vindáshlíð hér á árunum.

É

g er segja ykkur það dagsatt að álagsmeiðslin hjá frúnni eru í formi hnéverkja og verkja í mjóhrygg og rófubeini eftir að sitja dagana langa á gólfinu með krosslagða fætur lærandi möntrur, hugleiðslu og heimspeki en ekki eftir æfingaálag vegna flókinna jógastaða.

Þ

akklæti vekur auðmýkt og auðmýkt leiðir til hamingju (enlightenment). Við getum öll verið þakklát fyrir eitthvað þó ekki sé nema bara fyrir það að eiga kaffi. Já, hugsið ykkur bara ef þið ættuð ekki kaffi eða bara hárnæringu. Þetta þarf ekki að vera flókið.

N

ú er námið hálfnað instantkaffið og súkkulaðið sem ég kom með með mér búið. Spurning hvort hægt sé að panta á Amazon? Nú eða að takast á við sjálfan sig og vera án þess næstu vikurnar.

S

tóra verkefnið hér er að senda blessun til allra. Biðjast fyrirgefningar og reyna að fyrirgefa sjálfri mér og öðrum.

Einn á báti með tvær trossur og lenti í mokveiði Undanfarna pistla hef ég byrjað að ræða um veðrið, um það að loksins komast bátar á sjóinn eða þá að endalausar brælur séu í gangi. Er ekki best að taka smá pásu í þessaða blessaða veðurdæmi? Óháð þessu blessaða veðri, sem er búið að vera ansi misjafnt, þá hefur verið mjög góð veiði þá daga sem bátarnir hafa komist á sjóinn. Við skulum byrja á togbátunum. Sóley Sigurjóns GK er með 287 tonn í fjórum löndunum, Berglín GK 200 tonn í þremur. Pálína Þórunn GK, nýjasti báturinn í flota Nesfisk, 83 tonn í þremur róðrum. Ennþá er einhver bið í að báturinn komi til sinnar heimahafnar en báturinn er skráður í Sandgerði. Dragnótabátarnir hafa líka fiskað vel þá daga sem þeir hafa komist á sjóinn. Benni Sæm GK með 90 tonn í sex róðrum og mest 23,4 tonn, Sigurfari GK 82 tonn í sjö og mest 33 tonn. Siggi Bjarna GK er loksin kominn á veiðar en eins og hefur verið fjallað um hérna í þessum pistlum þá bilaði gírinn í bátnum snemma í desember 2019. Siggi Bjarna GK hefur landað 37 tonnum í þremur róðrum og mest nítján tonnum í einni löndun, Aðalbjörg RE 40 tonn í fimm róðrum. Mokveiði er búin að vera hjá netabátunum og Erling KE er kominn með 203 tonn í átta róðrum, mest 44 tonn í einni löndun. Maron GK 75 tonn í tíu, Hraunsvík GK 30 tonn í sex og mest átta tonn, Halldór Afi GK 21 tonn í sjö, Þorsteinn GK 23 tonn í fjórum og Sunna Líf GK 18 tonn í sex, mest 7,1 tonn. Bergvík GK, sem er gamla Daðey GK, fór í einn róður um daginn og vekur sá róður nokkra athygli. Hafþór Örn Þórðarson rær nefnilega einn á bátnum en Hafþór er mjög lunkinn netaskipstjóri. Hann fór á sjóinn með aðeins tvær trossur, eða átján net, og lenti í mokveiði aðeins einn á bátnum því hann kom í land með tæp fimm tonn. Pistlahöfundur var á bryggjunni í Sandgerði þegar að Hafþór kom í

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

land á báti sínum og aðstoði Hafþór við að hífa upp aflann úr bátnum. Væri gaman ef einhver myndi henda slatta af kvóta á Bergvíkina og Hafþór fengi mann með sér, sjá hvað strákurinn myndi fiska, ansi vel gert hjá honum að ná í fimm tonn einn á bátnum í aðeins tvær trossur. Myndin sem fylgir þessum pistli sýnir ofan í Bergvíkina GK, þetta hefur verið ansi mikil vinna hjá Hafþóri GK að lenda í þessu moki. En vel gert hjá honum. Annars er ekki alveg góðar fréttir af netabátunum. Því einn merkilegasti netabátur Suðurnesja, og ekki bara Suðurnesja heldur líka Íslands, Grímsnes GK, var dreginn til hafnar í Njarðvík fyrir um viku síðan, var það Maron GK sem dró Grímsnes GK í land. Kom í ljós að nokkuð alvarleg vélarbilun varð í Grímsnesi GK og eru t.d. allir knastásar ónýtir. Þessi vélarbilun kemur á alveg skelfilega slæmum tíma því núna er hávertíð og allt á kafi í fiski utan við Sandgerði, þar sem að netabátarnir hafa verið að veiðum, og því mjög bagalegt að Grímsnes GK sé ekki með, allavega í bili. Hólmgrímur sem gerir út Grímsnes GK og Maron GK er reyndar með tromp í erminni því að nýjasti báturinn hans, Langanes GK, er orðin klár úr slipp. Hann var tekinn upp og inn í hús í Njarðvíkurslipp þar sem að græni liturinn sem var á bátnum hvarf og í staðinn er kominn fallegur, rauður litur sem er einkennislitur hjá bátunum hans Hólmgríms. Og skella svo slatta af kvóta á Bergvíkina GK.

O

g trúið því, það er erfitt. Maður á bara erfitt með að senda ÖLLUM blessun, líka þeim sem hafa ekki reynst manni vel eða einhver sem manni finnst kannski frekar fúll og leiðinlegur (hóst) og er búin að ranghvolfa augunum yfir margoft. Þið kannski kannast ekki við það en ég er stundum þar. Truntan sem birtist stundum innra með mér, óþolinmóð og skapstór.

É

g veit það bara að ef mér tekst ekki að koma betri manneskja heim heldur en sú sem ég var þegar ég lagði af stað þá er sennilega ekki hægt að bjarga mér. Namaste, Una.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

BÁRA ÁGÚSTSDÓTTIR Iðavöllum 8, Grindavík,

lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð mánudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 21. febrúar kl.13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jens Valgeir Óskarsson Ólafía Kristín Jensdóttir Vignir Kristinsson Óskar Jensson Ásgerður Hulda Karlsdóttir Jón Thorberg Jensson Hrafnhildur Ósk Broddadóttir Þormar Jensson Margrét Sigurðardóttir Valgeir Jensson barnabörn og barnabarnabörn


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvatningin:

Þakklæti og bjartsýni! Það er gott að geta litið með þakklæti og jákvæðum augum á lífið og tilveruna. Auðvitað koma erfið tímabil í lífi fólks sem þarf að takast á við. Það eru þó mörg atriði sem leiða til þess að okkur geti almennt liðið vel. Eitt það mikilvægasta í því sambandi er góð heilsa til sálar og líkama. Það er margt sem hefur áhrif á heilsu okkar og líðan og við getum sjálf haft mikil áhrif á það hvernig okkur líður. Margir mundu nefna það að hollt og gott mataræði, reglusemi á tóbak og áfengi, líkamsrækt og þjálfun af ýmsu tagi og fleira væru lykilatriði hvað þetta varðar. Það er þó löngu viðurkennt að stór áhrifavaldur á líðan okkar mannfólksins er hugurinn. Við finnum það öll að jákvæðar hugsanir skapa okkur betri líðan, alveg eins og við finnum að neikvæðar hugsanir skapa með okkur vanlíðan.

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2020 Eins og undanfarin ár gefst konum kostur á að sækja um ferðir á vegum orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, en þessar ferðir njóta ávallt mikilla vinsælda, enda vel að þeim staðið. Í ár verða tvær ferðir í boði, þ.e. til Ítalíu í byrjun júní og í upphafi aðventu verður boðið upp á aðventuferð til München í Þýskalandi. Rétt til að sækja um ferðirnar hefur sérhver kona sem veitir, eða hefur veitt, heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.

Margir finna styrk í trúnni á Guð, þar sem eingöngu finnast jákvæð áhrif. Það er einmitt jákvæð hugsun sem er líklegri til að auðvelda okkur að finna betri leiðir til lausna á erfiðum tímum. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir hvern og einn að vita hvaða atriði kalla fram jákvæðar hugsanir og viðbrögð. Að hugsa um allt það sem við getum þakkað fyrir hefur góð áhrif á okkur. Göngum þakklát og bjartsýn út í daginn og verum jákvæð, þá líður okkur betur! Kær kveðja, Jón Norðfjörð.

V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Ferðirnar verða auglýstar nánar á næstunni.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

H ÚSVÖRÐU R Í R E K S T R A R S TJ Ó R N S T Ö Ð

TÆ K N I M A Ð U R Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

Opið:

Við leitum að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingi með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna störfum húsvarðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Við óskum eftir að ráða tæknimann til starfa á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru uppsetning, viðgerðir og eftirlit með tæknibúnaði Keflavíkurflugvallar.

alla virka daga

Um sumarstarf er að ræða í krefjandi umhverfi, unnið er á dag- og næturvöktum.

Hæfniskröfur

Hæfniskröfur

• Sveinsbréf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun er skilyrði

11-14

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

• Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun / reynsla

• Góð tölvukunnátta

• Aldurstakmark 20 ár • Góð kunnátta í ensku og íslensku

• Þekking á aðgangsstýringum og öryggiskerfum er æskileg

• Góð tölvukunnátta er skilyrði

• Góð enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is.

Nánari upplýsingar veitir Emil H. Valsson umsjónarmaður tækjahóps, emil.valsson@isavia.is.

• Lipurð í mannlegum samskiptum

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNARFRESTUR: 1. MARS

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

Eflum dætur okkar Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Foreldrar sem ekki eru á varðbergi gagnvart snjalltækjanotkun barna sinna geta átt von á því að alls konar hugmyndir læðist inn í huga þeirra, hugmyndir sem ekki þykja uppbyggjandi fyrir sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru viðkvæm fyrir áhrifunum og vilja jafnvel líkjast þessum eða hinum áhrifavaldinum. Stundum getur áhrifavaldur haft meiri áhrif á barnið en foreldrar. Það er því hluti af forvörnum nútímans að foreldrar ræði þessi mál við börnin sem eru að alast upp í tæknivæddum heimi, kenni þeim að vera gagnrýnin á það sem þau sjá á vefnum svo ungmennin þrói með sér heilbrigðar hugmyndir um sig sjálf og lífið. Lovísa Hafsteinsdóttir, námsráðgjafi, er þaulkunnug hugarheimi barna og hefur ríkar skoðanir á þessu málefni. Hún býður upp á námskeið fyrir ungar stúlkur frá sextán ára aldri til að styrkja sjálfsmynd þeirra.

Uppeldi barna getur verið aðeins flóknara í dag en áður því nú hafa langflest börn og unglingar aðgang að snjalltækjum og því myndefni sem þar er að finna, misgott efni eins og gengur. Sum börn eru þó með síma án aðgangs að netinu og geta þá eingöngu hringt úr símanum sínum.

Fólk er duglegt í líkamsrækt, að styrkja vöðva sína og þol en þegar kemur að því að hlúa að sálinni þá grípum við í tómt. Betra væri að við lærðum fyrr að hlúa að okkur. Það er eins og hvert annað vítamín að efla anda sinn ... Ung börn með snjallsíma

ÁRLEGI RÓTARÝDAGURINN

SUNNUDAGINN 23. FEBRÚAR 2020

UMHVERFISMÁL - okkar mál Rótarýklúbbur Keflavíkur stendur fyrir opnum fundi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í húsnæði skólans kl 13:00–15:30. Megináhersla verður á loftslagsbreytingar, orsakir, afleiðingar, áhrif á heilsu fólks og hvernig getum við brugðist við. Sævar Helgi Bragason - stjarnvísindamaður og vísindamiðlari Albert Albertsson - hugmyndasmiður hjá HS Orku Konráð Lúðvíksson - forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur Berglind Ásgeirdóttir - garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ Hrönn Ingólfsdóttir - forstöðumaður hjá Isavia Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fyrirspurnir og umræður. Heitt á könnunni. Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að mæta.

„Ástríða mín hefur alltaf legið í að vinna með börnum, unglingum og ungu fólki almennt. Ég á fjögur börn sjálf og veit hversu þarft það er að leiðbeina unga fólkinu okkar í gegnum öll þau misvísandi skilaboð sem alls konar áhrifavaldar eru að senda frá sér á samskiptamiðlum. Ég er að sjá stelpur alveg niður í fjórða bekk sem eru komnar með snjallsíma og hafa þar með aðgang að alls konar áhrifavöldum á vefnum sem jafnvel ruglar þær í ríminu. Unga fólkið okkar getur verið sérlega viðkvæmt fyrir áhrifunum og þetta getur spillt sakleysi þeirra. Við þurfum að hjálpa þeim að standa sterk og þroska með sér raunhæfa sjálfsmynd sem byggir þau upp en brýtur þau ekki niður,“ segir Lovísa og bætir við: „Sem námsráðgjafi hef ég séð stelpur sem eru að lenda í vandræðum með sjálfsmynd sína, þær gera sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum. „Ég er ekki nógu góð,“ halda þær þegar þær bera sig saman við stílfærðar fyrirmyndir. Það er frumskógarlögmálið sem gildir þegar við erum til dæmis níu ára og engin miskunn. Oft verða fyrstu litlu áföllin á þessum aldri. Svo hleðst þetta upp og stúlkur mótast út frá atvikum sem þær lenda í einelti og fleira. Þegar komið er á unglingsárin eru þær að burðast með brotna sjálfsmynd. Þetta getur auðvitað einnig átt við um strákana. Ef barn er félagslega sterkt og líður vel í eigin skinni þá getur það hvað sem er í lífinu. Er það ekki það sem við viljum sem foreldrar?“

Vellíðan barna sett á oddinn

„Öll börn eiga að læra frá unga aldri að stjórna tilfinningum sínum, grípa óæskilegar hugsanir sínar áður en þær breytast í kvíða og innri skrímsli. Snjallsímar geta því miður aukið á þessa vanlíðan. Síminn er það fyrsta sem margir grípa í þegar óöryggi læðist að þeim og hann verður eins og hálfgerður öryggisventill. Persónulega finnst mér varhugavert að afhenda ungum börnum snjallsíma sem getur leitt til ávanabind-

Öll börn eiga að læra frá unga aldri að stjórna tilfinningum sínum, grípa óæskilegar hugsanir sínar áður en þær breytast í kvíða og innri skrímsli. Snjallsímar geta því miður aukið á þessa vanlíðan ... andi hegðunar. Þau byrja að taka þátt í rafrænum samskiptum, senda skilaboð og taka á móti skilaboðum og táknmyndum sem þau túlka á vissan máta. Þau geta misskilið það sem skrifað er og jafnvel túlka allt út frá eigin sjálfsmynd, eigin vanlíðan, sér í óhag. Við fullorðna fólkið þurfum að vera duglegri að ræða snjallsímanotkun við börnin okkar, það eru forvarnir dagsins í dag sem byrja heima hjá foreldrunum. Börn, sem eru tengd vefnum í símanum, sjá allt mögulegt á netinu og sumt gerir þau hrædd eða vekur óhug og sumt skilja þau bara alls ekki. Svona er heimurinn okkar í dag, fullorðna fólkið er í símanum sínum á meðan barnið er í allt öðrum síma, allir fá frið, engin talar saman. Við erum að ala upp næstu kynslóð og það er í gegnum samskipti okkar sem við lærum að umgangast hvert annað. Við missum þetta mannlega í fari okkar ef við setjumst ekki niður og tölum saman, gefum okkur tíma til að hlusta á aðra og tjá okkur. Úthaldið verður minna fyrir munnleg samskipti í nærveru annarra því samskipti sem fara fram í tækniheimi eru stutt og með alls konar táknmyndum, einhverjum broskörlum, hjörtum og fleiru. Við notum lengri setningar þegar við tölum saman án símanna. Börnin þurfa að þjálfast í munnlegum samskiptum, það er mjög áríðandi. Við erum tilfinningaverur og þurfum að eiga í samskiptum í nærveru annarra án tækja. Tæknin getur aukið úthaldsleysi okkar í mannlegum samskiptum, rænt okkur orku. Okkur vantar þetta samtal, þessa nánd hvert við annað. Börnin okkar þurfa þennan tíma með okkur, þessa ró og næði án tækja. Manneskjan tjáir sig bæði með orðum og snertingu. Við þurfum að setja vellíðan barnanna á oddinn,“ segir Lovísa sem langar að leggja sitt lóð á vogaskálar ásamt elstu dóttur sinni.

Elsku ÉG

„Það kenndi mér engin að hlúa að sjálfri mér, hvorki skóli né samfélag en við þurfum öll að sinna andlegu hliðinni. Margir hafa upplifað þetta og byrja oft að leita að þessari innri ró, eftir erfiðleika eða áföll í lífinu. Fólk er duglegt í líkamsrækt, að styrkja vöðva sína og þol en þegar kemur að því að hlúa að sálinni þá grípum við í tómt. Betra væri að við lærðum fyrr að hlúa að okkur. Það er eins og hvert annað vítamín að efla anda sinn. Það brennur á mér að kenna ungum stúlkum að hlúa að sér, læra að þykja vænt um sig og verða ánægðar með lífið og tilveruna. Ég og elsta dóttir mín, Gunnella Hólmarsdóttir, erum að vinna saman. Okkur langar að hjálpa ungum stúlkum að hlúa að og efla sjálfsmynd sína. Hún er leikkona og kemur inn með verkfæri leiklistar og jóga en við erum báðar jógakennarar að mennt. Jóga er svo frábær leið til að hjálpa börnunum okkar að efla andlegan styrk og jafnvægi. Við viljum vinna með stúlkum frá sextán ára aldri, hjálpa þeim að efla sitt sjálfstraust og gefa þeim verkfæri sem fer með þeim út í lífið. Elsku ÉG, námskeið okkar, fjallar um að verða sú manneskja sem þú í rauninni ert. Við getum ekki öll verið eins og eigum heldur ekki að vera það. Það er léttir að gefa sjálfum sér og öðrum þetta frelsi. Þú átt ekki að vera svona og svona í laginu þótt einhver annar sé það. Við erum öll einstök,“ segir Lovísa sem einnig hefur lokið diplómagráðu í Jákvæðri sálfræði og HAM, hugrænni atferlismeðferð, en allt þetta kemur við sögu þegar hún vinnur með sjálfstraust annarra.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mér finnst algjört æði að kenna nemendum jóga. Það er bara svo nauðsynlegt að kenna þeim að anda djúpt og vera til staðar, hér og nú ...

Gróa Björk Hjörleifsdóttir.

Hundurinn sem horfir niður.

Nemendum finnst gott að fara í jóga og slökun Andlegt álag og streita er í dag eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims og því mikilvægt að nemendur eigi tæki og tól til að takast á við þær áskoranir í framtíðinni. Í dag eru þrír kennarar við Heiðarskóla sem hafa komið að þessari kennslu en einn þeirra er í fæðingarorlofi á þessu skólaári. Þeir eru allir almennir kennarar en hafa tekið námskeið í krakkajóga. Blaðakona Víkurfrétta laumaði sér inn í jógatíma hjá yngri nemendum einn dimman mánudagsmorgun og andaði djúpt um leið og börnin. Gróa Björk, sem er bæði smíða- og jógakennari við skólann, var að kenna nemendum 3. og 5. bekkjar jóga þennan morgun.

Hvers vegna jóga í skóla?

„Mikil spenna hleðst upp í börnum sem mörg hver eru lítið sem aldrei úti að leika sér. Sum þeirra eru jafnvel orðin háð því að vera með snjallsíma. Áhrifin af þessu sér maður vel í slökunarhluta jógatímans þegar nemendum á öllum aldri finnst erfitt að sleppa spennunni, gefa eftir, leyfa sér að liggja kyrr og slappa af en þetta þjálfast. Kemur allt og verður betra með hverri jógastund. Öndun er mikilvægur þáttur í jóga-

kennslunni. Ég segi þeim að ef þeim líður illa, eru hrædd eða finna til, þá sé djúp öndun það sem hjálpar þeim að líða betur,“ segir Gróa Björk.

Þau þurfa öll á þessu að halda Í rökkrinu liggja nemendur á jógadýnum með teppi yfir sér, sumir eiga létt með að liggja kyrr og slaka á, aðrir eru órólegri en það jafnar sig fljótt með leiðbeiningum frá Gróu Björk. „Við byrjuðum á þessu, ég og Guðrún Lísa, í fyrra með nokkrum bekkjum en nú fá allir nemendur frá 1. til 5. bekk að fara í einn jógatíma á viku. Unglingarnir fá jóga sem valgrein og það er mjög vinsælt hjá 8., 9. og 10. bekk. Þau þurfa öll svo á þessu að halda. Við höfum þrjár komið að jógakennslunni í Heiðarskóla eftir að hafa tekið námskeið í krakkajóga hjá Yogavin en þar hefur komið kennari frá Bandaríkjunum og kennt okkur,“ segir Gróa Björk.

Styrkjum sjálfstraust unglinga

„Ég vinn öðruvísi með unglingunum þegar ég fæ þau til mín en í ár ákváðum

Bjarki Már Pétursson 5. bekk:

Jóga róar mig niður „Mér finnst ekki brjálæðislega gaman en maður getur alveg verið í jóga. Jóga róar mig niður en ég er alls ekki liðugur. Ég er samt að breytast og er betri í að teygja mig. Ég er búinn að læra að anda djúpt og kann að slappa af. Ég hef nokkrum sinnum notað öndun heima áður en ég fer að sofa. Ég vil alls ekki sleppa jógatímunum, ég vil hafa þessa tíma í skólanum. Uppáhaldsjógastaða mín er „Hundurinn sem horfir niður“.“

Í vestrænum samfélögum er oft talað um hraða, streitu og ákveðna firringu vegna þess að við erum ekki í tengslum við það sem skiptir okkur raunverulega máli. Hraði getur hins vegar verið nauðsynlegur, ákjósanlegur og jafnvel jákvæður. Streitan getur einnig verið okkur nauðsynleg til þess að örva okkur til dáða. En fari hraði og streita úr fram hófi kemur það þó niður á líðan okkar, heilsu og samskiptum við

við að skipta þeim í stráka- og stelpuhópa, það hentar þeim aldri vel. Með unglingunum erum við líka að tala saman um tilfinningar um leið og við gerum jógaæfingar. Það er svo gott að tala um það hvernig okkur líður. Þá æfum við núvitund meira, vera hér og nú, lærum að hlusta á innri röddina okkar og að þora að standa með sjálfum sér. Við veltum því fyrir okkur hver stjórnar okkur. Leyfa ekki öðrum að stjórna okkur eða segja okkur að gera eitthvað sem okkur mislíkar, sérstaklega á þetta við um nemendur 10. bekkjar sem eru að fara í framhaldsskóla. Þar geta þau fengið alls konar tilboð, til dæmis að drekka vín eða annað til að falla inn í hópinn. Þá er mikilvægt að þora að standa með sjálfum sér og hlusta á innri röddina sem passar upp á okkur. Við erum einnig alltaf að tala um vera góð við hvert annað, sýna hlýju því þá verður heimurinn aðeins betri ef fleiri muna eftir því,“ segir Gróa Björk og brosir.

Hjálpar nemendum að upplifa jafnvægi og frið innra með sér „Fjöllin standa kyrr í öllu veðri og þannig getum við, kjarni okkar, staðið kyrr þegar á reynir og fundið frið og

Steinunn Jónína Jónsdóttir 5. bekk:

Jóga hjálpar mér að synda betur skriðsund „Mér finnst mjög skemmtilegt í jóga, finnst gaman að teygja mig. Ég æfi líka sund og mér finnst ég synda betur skriðsund með jóga, get betur teygt handleggina. Jóga er að hjálpa mér í sundinu. Öndunin sem við lærum í jóga róar mig niður, það er mjög þægilegt að kunna það. Við teygjum okkur alltaf fyrst í tímanum og fáum svo slökun í lokin. Þegar ég byrjaði fannst mér erfitt að teygja mig, ég var svo stíf en ég er miklu betri í dag. Ég vil hafa jóga tvisvar í viku í skólanum, þetta er svo gott. Uppáhaldsjógastaða mín er „Hundurinn sem horfir niður“ því mér finnst hún svo róandi.“

aðra. Mikilvægt er að staldra við og athuga hvort spyrna þurfi við fæti og leita jafnvægis að nýju. Andstæða hraðans er ró og andstæða streitunnar slökun. Á milli andstæðnanna er mikilvægt að jafnvægi ríki. Áhugi hefur aukist fyrir því að innleiða jóga í leik- og grunnskóla, æfingar sem geta stuðlað að meiri ró og friðsæld. Heiðarskóli í Reykjanesbæ býður upp á jóga fyrir nemendur sína.

innri ró,“ segir Gróa Björk við hóp nemenda í 3. bekk, sem standa með hendur upp í loft og þrýsta iljunum í gólfið. Þessi staða hjálpar þeim að jarðtengja sig. „Mér finnst algjört æði að kenna nemendum jóga. Það er bara svo nauðsynlegt að kenna þeim að anda djúpt og vera til staðar, hér og nú. Mér þykir mjög vænt um að heyra þegar nemendur segjast hafa gert þessa eða hina æfinguna heima, til dæmis öndunaræfingu sem heitir Krossfiskurinn og er róandi æfing. Með yngri nemendum

syngjum við, hreyfum okkur en allir aldurshópar læra að anda upp á nýtt. Við tölum um að það sé í lagi að vera hræddur, leiður og ef þau lenda í erfiðum aðstæðum, að þá sé gott að anda djúpt. Það er í lagi ef einhver vill ekki leika við okkur, við gerum þá bara eitthvað annað. Öndun hjálpar þeim að takast á við aðstæður og tilfinningar sínar, að vera hér og nú. Þau fá öll slökun í lok tímans og verða alltaf betri og betri í því að liggja kyrr, æfingin skapar meistarann.“ marta@vf.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Sumarstarf – Yfirflokkstjóri Vinnuskólans Tjarnarsel – Deildarstjóri Umhverfissvið – Eftirlitsmaður nýframkvæmda Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Skessuhellir Skessuhellir verður lokaður um óákveðinn tíma vegna skemmda sem urðu vegna óveðursins. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudag 20. febrúar kl. 20:00. Ketóflex 3 – 3 – 1 með Þorbjörgu Hafsteinsdóttur hjúkrunarfræðing, næringarþerapista, lífsmarkþjálfa, jógakennara og einum helsta heilsufrumkvöðli landsins. Föstudagur 21. febrúar kl. 16.30 Bókabíó: Kvikmyndin Gosi sýnd í miðju safnsins . Einn föstudag í hverjum mánuði er barna-, unglinga-, eða fjölskyldumynd sýnd sem tengist bókum á ýmsa vegu. Mánudagur 24. febrúar. Hugleiðsluhádegi: Rúna Tómasar. Orkustöðvarhugleiðsla í átt að dýpri sjálfsvitund og sjálfsþekkingu.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kvenfélagskonur klæddu sig upp Fundur hjá kvenfélaginu Gefn í Garði var með óvenjulegum hætti um daginn þegar kvenfélagskonur klæddu sig upp. Þema fundarins var sjónvarpsþáttaröðin góðkunna Downtown Abbey. Þá mættu um þrjátíu konur á fundinn með sparibollana sína og í viðeigandi klæðnaði sem tilheyrir þessum tíma. „Kvenfélagskonur í Gefn kunna sko að skemmta sér og eru saman í kærleika og gleði. Við fórum saman í bíó, í tilefni af afmæli Kvenfélagssambands Íslands sem varð 90 ára 1. febrúar, og sáum íslensku kvikmyndina Gullregn. Það er alltaf þannig að þar sem kvenfélagskonur koma saman, þar er gaman,“ sagði Þórný Jóhannsdóttir, félagskona í Kvenfélaginu Gefn og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands.

Gjafmildar konur í tilefni afmælisins

Kvenfélagasamband Íslands er 90 ára á árinu en það var stofnað 1. febrúar árið 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi. Í tilefni afmælisins munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun og safna fyrir tækjum og hugbúnaði honum tengdum sem kemur til með að gagnast konum um land allt. Um er að ræða mónitora og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á, og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Landspítala háskólasjúkrahús. „Tækin munu nýtast öllum konum á Íslandi, hvort sem er á meðgöngu

eða í fæðingu og einnig vegna skoðana vegna kvensjúkdóma. Tækin, sem safnað verður fyrir, geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tileinkað árinu 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Það er okkur því sérstakt gleðiefni að safna tækjum sem nýtast þessum starfstéttum,“ segir Þórný.

Söfnun framundan

„KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með sautján héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ rekur þjónustuskrifstofu í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum þar sem veittar eru upplýsingar, ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til kvenfélaganna og héraðssambanda þeirra. Konur í Kvenfélagasambandi Íslands hafa frá stofnun félagsins verið bakhjarl Landsspítalans og staðið fyrir söfnunum á peningum og tækjum sem hafa komið sér vel fyrir fjölmarga þegna landsins. Á meðan á söfnuninni stendur munu kvenfélagskonur út um allt land meðal annars selja falleg armbönd sem í

HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu 2020

Garðabær, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Suðurnesjabær og Vogar Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.

Í ár verða eftirtaldar ferðir í boði:

Ítalíuferð - Bella Italia ..................................................1.–8. júní Aðventuferð til München í Þýskalandi ....... 25.–29. nóvember

Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma, 24.–28. febrúar, á milli kl. 17:00 og 19:00: Svanhvít Jónsdóttir ........................................................565 3708 Ína D. Jónsdóttir ............................................................421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir...................................................422 7174 Sigrún Jörundsdóttir .....................................................661 3300 Sólveig Jensdóttir ...........................................................861 0664 Sólveig Ólafsdóttir .........................................................698 8115

Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR frá Höfnum Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

lést á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 24. febrúar kl. 13. Lilja Sigtryggsdóttir Bjarni Pétursson Margrét Ína Bjarnadóttir Karen Ýr Bjarnadóttir Gísli Þór Hauksson Elín Rós Bjarnadóttir Lilja Björg og Bjarni Haukur

Kvenfélagskonur á Bessastöðum þegar söfnunin var formlega opnuð með forseta Íslands. Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

eru grafin gildi sambandsins: Kærleikur, samvinna, virðing. Markmið okkar er að safna 36 milljónum króna en söfnuninni var rennt úr hlaði á Bessastöðum af forseta Íslands á afmælisdaginn og stendur yfir í eitt ár eða til 1. febrúar 2021. Kvenfélagsstörf eru unnin í krafti dugnaðar og fjölda, án endurgjalds, allt sjálfboðavinna. Störf kvenfélaganna eru mjög mikilvæg í víðum skilningi. Það er ekki síður mikilvægt fyrir kvenfélögin og meðlimi þeirra að tilheyra sterkri heild sem aðild að Kvenfélagasambandi Íslands veitir þeim,“ segir Þórný.

Konurnar eru svo skemmtilegar

„Ég gekk í Kvenfélagið Gefn í Garði árið 1990 vegna þess að það var alltaf eitthvað að gerast hjá þeim og var komin í stjórn eftir um það bil tvo mánuði. Svo voru þær að plana ferð til Þýskalands árið 1992 sem við skipulögðum vel, söfnuðum fyrir þessari ferð með því að bera út blöð, þrífa skóla og dvalarheimilið. Þetta var viðbót við hefðbundna starfsemi og mátti alls ekki skyggja á aðra fjáröflun svo sem basarinn okkar á fyrsta í aðventu og fleira. Ég er mikið félagsfrík og þykir einstaklega gaman að gefa af mér til góðgerðarmála. Vináttan við hinar konurnar er einnig dýrmæt en

Það er alltaf þannig að þar sem kvenfélagskonur koma saman, þar er gaman ...

ég hef eignast mínar bestu vinkonur í gegnum félagskapinn og lært helling af þeim. Fyrrum formaður, Sigrún Oddsdóttir, var kennari minn, hún var einstök kona. Svo var mamma mín líka félagskona og systur mínar. Pabbi var líka heiðursfélagi í Gefn og teiknaði meðal annars merki félagsins og því eru ræturnar þarna. Slagorð okkar er: Kærleikur, samvinna og virðing. Það fæ ég út úr félagsstarfseminni. Það ríkir góð vinátta hjá okkur og konurnar eru svo skemmtilegar. Ég hef líka verið formaður Kvenfélagssambands Gullbringu- og Kjósarsýslu í fjögur ár og þar kynnist maður fjöldanum af konum af svæðinu. Það eru tíu félög innan vébanda okkar í KSGK, þar af fimm héðan af svæðinu. Þegar formennskunni lauk þar fóru kraftar mínir í að sinna starfinu á landsvísu. Ég er nú varaforseti Kvenfélagasambands Íslands sem hefur 154 félög innan vébanda sinna. Það starf er mikið og skemmtilegt,“ segir Þórný.

þeim í fimm ár eða þangað til að næstu ferð kemur. Þar sem við konur komum saman er gaman og kærleikur ríkir. Ég er stolt af því að vera í Kvenfélagi,“ segir Þórný Jóhannsdóttir að lokum.

Lærum margt í félaginu

„Fundirnir okkar í Gefn hafa verið góðir. Við fáum reglulega fyrirlesara og tónlistaratriði, svo skemmtum við okkur sjálfar þess á milli. Við höfum farið fimmta hvert ár til útlanda. Þær ferðir hafa verið til Þýskalands, Spánar, Ítalíu, Kanada, í Austurrísku alpana og svo síðast til Búdapest. Þessar ferðir eru svo skemmtilegar að maður lifir á

Þórný Jóhannsdóttir.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þar sem er vilji þar er vegur Árið er 2009 og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er í fullum gangi. Fæðingardeildin er með þeim bestu á landinu og flestar mæður sammála um að hvergi sé betra að eiga barn en suður með sjó. Aldrei hafa fæðingarnar verið jafnmargar á HSS eins og þetta árið en þau urðu 273 börnin, fæddir Keflvíkingar myndu einhverjir segja eða að minnsta kosti Reyknesingar. Aðgerðir eru framkvæmdar með litlum biðtíma og þjónustan öll svo góð. Þarna eru læknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem maður hefur oft hitt áður og ættingjar geta kíkt við á spítalanum á leið sinni í búðina og séð hvernig heilsast.

Fæðingum hefur fækkað um 70% meðan íbúum hefur fjölgað um 27%

Reykjanesbrautin er öryggisbraut Í upphafi þessa árs bárust af því fréttir að samgönguráðherra væri bjarsýnn. Bjartsýnn á að nú hyllti undir að verkefni sem átti að ljúka innan áratuga myndi ljúka á næstu árum, gengi allt eftir. Helst var að skilja á ráðherranum að hann myndi beita áhrifum sínum í þá átt að nú yrði ekkert stopp á tvöföldun Reykjanesbrautarinnar þannig að verkefninu yrði lokið á næstu þrem til fjórum árum. Ég að minnsta kosti taldi rétt að slá í vöfflur að sönnum framsóknarsið til að fagna árangrinum. En Adam var ekki lengi í Paradís, frekar en að ráðherrann ætlaði sér að fylgja eftir þeim orðum sínum sem leiddu til bjarsýniskasts míns ... og vöfflubakstursins. Í viðtali á útvarpsstöðinni Bylgjunni þann 7. febrúar má helst skilja á ráðherranum að tvöföldun Reykjanesbrautar yrði hugsanlega lokið á næstu sjö árum, þó auðvitað væri peningum betur varið í allskonar annað út um allt land og þannig væru kannski fimmtán ár í lok framkvæmdarinnar, með öllum þeim fyrirvörum sem hægt væri að setja. Við það getum við íbúar á Suðurnesjum ekki búið. Fyrir okkur íbúana hér, alveg eins hundruðir þúsunda ferðamanna, þá er Reykjanesbrautin lífæð samgangnanna til höfuðborgarsvæðisins. Um hana fara þúsundir manna á hverjum einasta sólarhring. Hún hefur í áranna rás krafist sinna fórna

í formi fjölda slysa, sem sum hver hafa krafist mannslífa og örkumla. Það er alvörumál að halda að sér höndum. Við höfum í upphafi þessa árs verið rækilega minnt á að Reykjanesbrautin er öryggisbraut, komi til áfalla hér á skaganum. Lokist einföldu hlutar brautarinnar er allt stopp. Komi til alvarlegra atburða í náttúrunni eða að alvarlegt flugslys verði á Keflavíkurflugvelli þá fækkar þeim möguleikum sem mega verða til bjargar. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við að öryggisþátturinn sé vanræktur sökum hugmyndafræðilegra vangaveltna stjórnmálamanna um fjármögnunarleiðir til að tryggja öryggi okkar. Það er ljóst að fjármögnunarleiðir eru nægar til þess að hægt sé að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar allrar á tiltölulega skömmum tíma. Það er ekki eftir neinu að bíða. Umræðan um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á ekki að vera hluti af umræðu um vegskatta, sölu bankanna eða alveg óskylda hluti. Reykjanesbrautin er öryggisbraut sem á að vera í lagi. Næstu skilaboð ráðherra eiga ekki að vera um hvort hann sé bjartsýnn, heldur að verkefninu hafi verið tryggt fjármagn og að ekkert komi í veg fyrir að tvöföldun brautarinnar verið lokið innan fjögurra ára. Það hlýtur að teljast sanngjörn krafa. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson.

Nýja heilsugæslustöð Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa undanfarin ár haldið á lofti þeim órétti sem íbúar á Suðurnesjum þurfa að búa við þegar kemur að framlagi ríkisins til þeirra stofnana sem ríkið rekur og ber ábyrgð á hér á Suðurnesjum. Gildir þá einu hvort um er að ræða framlög til heilbrigðismála, löggæslu eða fræðslumála. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa fengist styðst ríkið við úrelt vinnulag þegar kemur að útdeilingu framlaga til landshluta. Ekki er verið að taka tillit til þeirra miklu íbúafjölgunar sem hér hefur orðið en fjölgað hefur um rúmlega sex þúsunds manns á Suðurnesjum frá 2013, sem er álíka fjöldi og býr á Vestfjörðum. Hvergi hefur verið tekið tillit til þeirrar miklu fjölgunar þegar kemur að framlögum ríkisins til Suðurnesja.

Heilsugæslan

Við Suðurnesjamenn höfum að undanförnu mátt þola það að sjúkrahúshluti Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur verið skorinn niður og íbúum gert að leita eftir þjónustu inn á höfuðborgarsvæðið. Þá er nánast ógerningur að fá tíma á HSS á meðan veikindi vara,

nema þá að leita til móttöku utan dagvinnutíma og sæta því að bíða lengi fyrir helmingi hærra verð. Þá hafa íbúar Suðurnesja ekki haft heimilislækni í fjöldamörg ár.

Nýja heilsugæslu­ stöð strax

Á höfuðborgarsvæðinu búa u.þ.b. 230 þúsund manns og þar eru starfandi nítján heilsugæslustöðvar. Það þýðir að rúmlega tólf þúsund manns eru um um hverja heilsugæslustöð. Á Suðurnesjum búa hins vegar u.þ.b. 26 þúsund manns og hér er bara ein heilsugæslustöð. Þá eru ótaldir þeir farþegar sem koma með flugi til landsins og þurfa að leita til HSS eftir þjónustu. Við erum nú að byggja upp nýtt hverfi í Innri-Njarðvík og þar munu búa þúsundir íbúa. Það væri alveg tilvalið að koma fyrir nýrri heilsugæslustöð þar og jafna þar með stöðu okkar og íbúa höfuðborgarsvæðins. Krafa okkar á því að vera – Nýja heilsugæslustöð strax. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi og oddviti Beinnar leiðar.

Nú er öldin önnur, fyrir hartnær tíu árum eða í maí 2010 var skurðstofunni við HSS lokað og hefur hún verið lokuð allar götur síðan. Á þeim tíma sem liðinn er hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um 27% en fæðingum hefur fækkað um 70%. Nú þurfa allir Suðurnesjamenn að fara á Landspítalann (LSH) í þær aðgerðir sem þeir þurfa á að halda og biðtími eftir þeim hefur lengst mikið. Margar verðandi mæður velja að eiga börn sín annars staðar því ekki er fæðingarlæknir á vakt á HSS né er skurðstofan opin ef eitthvað kemur upp á. Stefnan í heilbrigðismálunum virðist vera skýr, það á að loka öllum skurðstofum um landið vítt og breitt og stefna öllum sjúklingum á LSH því þannig, og einungis þannig náist fram stærðarhagkvæmni. Á spítalann þar sem sjúkir bíða sárþjáðir svo klukkutímunum skiptir eftir þjónustu og sjúklingar liggja frammi á göngunum eða jafnvel inni á salernum því plássið er ekkert.

Endurröðum í Excel-skjali ráðherrans

frá ríkinu. Í mörg ár höfum við á Suðurnesjum mátt þola meiri niðurskurð og minna framlag en aðrar stofnanir. Sé rýnt í tölurnar og þær bornar saman má sjá að HSS fær á bilinu 60–113% minna framlag á hvern íbúa heldur en aðrar sambærilegar stofnanir. Ef rétt er gefið og endurraðað væri í Excel-skjali heilbrigðisráðherrans þá má vel komast að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að færa þjónustuna nær heimahögunum. Þetta snýst allt um það hvaða niðurstöðu þú vilt komast að. Þar sem er vilji þar er vegur.

Samstaðan er alltaf árangursríkust

Við Suðurnesjamenn höfum aldeilis sýnt styrk okkar í verki þegar við meðal annars sameinuðumst um framkvæmd á Grindavíkurvegi nýverið og náðist það í gegn með samstilltu átaki. Ég skora hér með á bæjarstjórnir sveitarfélaganna á Suðurnesjum ásamt þingmönnum okkar í Suðurkjördæmi að knýja á um breytingar Suðurnesjamönnum til heilla. Hér verði skurðstofan opnuð aftur á HSS og þjónustan verði færð nær fólkinu okkar. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík.

Þegar skoðaðar eru ársskýrslur HSS og þær tölur bornar saman við ársskýrslur heilbrigðistofnana í kringum okkur sést það best hversu rangt er gefið hvað varðar framlag

Get ég haft áhrif með breytingum Una Emilsdóttir, læknir á Landspítalanum, heimsótti foreldra í Fjölbrautaskólaskóla Suðurnesja og hélt hugvekju um heilbrigði. Hún fræddi foreldra um tengingu lífsstíls og þróun sjúkdóma og ræddi mikilvægi þess að tileinka okkur rétt hugarfar gagnvart líkama okkar. Fjallaði um ónæmiskerfið og tengingu þess við krabbamein, fór yfir faldar hættur í nærumhverfi okkar, t.d í matvælum og snyrtivörum, og mikilvægi þarmaflórunnar. Við erum ekki bara það sem við borðum, heldur einnig það sem við berum á okkur og það sem við öndum að okkur. Una segir að hver og einn geti tekið ábyrga afstöðu varðandi mataræði og nærumhverfi og öll getum við hjálpast að við að skapa heilsueflandi umhverfi og gott samfélag. Það er margt sem getur haft áhrif á okkar heilsu og það sem gerir okkur veik er samspil erfða og umhverfis. Fólk tekur misgóðar ákvarðanir með sína heilsu en mikilvægt er að hafa þekkingu á því hvað getur haft áhrif á börnin og okkur sjálf. Hvar eru þessir áhættuþættir í umhverfinu sem hafa áhrif á okkar heilsu? Þekkjum við öll skaðleg efni í matvöru og snyrtivörum? Líklega ekki en mikilvægt er að stefna alltaf á að versla það sem er hollast fyrir okkur og vera tortryggin á allt sem við verslum. Sykur er mikið í umræðunni og sumir vilja meina að hann sé eiturefni en aðrir segja að hann sé óþarfur og að við getum fundið önnur sætuefni í mat. Sykur getur haft neikvæð áhrif á virkni ónæmiskerfisins og þar með eðlilega líkamsstarfsemi. Sem dæmi minnkar skilvirkni ónæmiskerfisins töluvert í allt að nokkrar klukkustundir

eftir að einstaklingur innbyrðir eina kókdós (9–10 sykurmola). En ónæmiskerfið er mikilvægt til að verja okkur gegn utanaðkomandi bakteríum, veirum og sníkjudýrum svo eitthvað sé nefnt – en ekki síður ver það okkur gegn „gölluðum“ frumum sem starfa óeðlilega og gætu átt hættu á að þróast í illkynja frumur. Margir orkudrykkir eru núna á markaðinum og allir þessi litir og fallegt útlit á dósunum öskrar á okkur að kaupa drykk en stöldrum við og verum tortryggin, sum efnanna hafa kannski ekki verið áhættumetin, skoðum innihaldslýsingarnar vel, það gætu verið efni í drykkjunum sem samsett geta myndað efni sem geta haft krabbameinsvaldandi áhrif. Erum við kannski að skaða okkur með drykkjunum, gæti það haft áhrif síðar meir á okkar heilsu að neyta þessara drykkja? Mikilvægt er að allir hafi gagnrýna hugsun, þegar að kemur að öllu vöruvali. Það er ekki eðlilegt að skipta ógagnrýnið út náttúrulegri fæðu fyrir unna matvöru sem er búin til í verksmiðju og samsett úr fjöldanum öllum af efnum sem urðu til á tilraunastofu, t.d. borða bara orkustykki í millimál í stað ávaxta sem vaxa á trjánum. Reynum eftir allra bestu getu að borða sem mest af matvælum sem hafa góð og uppbyggjandi áhrif á líkama okkur, þ.e.a.s. mat sem kemur upp úr jörðinni, vex á trjánum, kemur upp úr sjónum o.s.frv. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, aðalmaður í lýðheilsuráði, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

AÐALFUNDIR DEILDA UMFN 2020 VERÐA HALDNIR SEM HÉR SEGIR:

Mánudaginn 2. mars Þríþrautardeild UMFN

Þriðjudaginn 10. mars Lyftingardeild UMFN

Miðvikudaginn 4. mars Sunddeild UMFN

Miðvikudaginn 11. mars Körfuknattleiksdeild UMFN

Mánudaginn 9. mars Júdódeild UMFN Allir fundirnir verða í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, á annarri hæð í félagssalnum eða Boganum og hefjast kl. 20:00. Allir velkomnir

á timarit.is

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viljum skapa skemmtilegt heilsueflandi samfélag Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Sveitarfélagið Vogar gerðist Heilsueflandi samfélag í ágúst síðastliðnum og er Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, tengiliður verkefnisins. Sveitarstjórnin hefur mikinn áhuga á að stuðla að heilsueflingu íbúa og hleypti af stað átaki í janúar á þessu ári í því skyni.

Mjög spennandi verkefni

„Með þessu samkomulagi við Landlæknisembættið skuldbundum við okkur til að stuðla að heilsueflingu bæjarbúa og skapa hér heilsueflandi samfélag. Ég er tengiliður verkefnisins og finnst þetta mjög spennandi verkefni. Gaman verður að sjá hversu áhugasamir íbúar verða með okkur en við erum búin að skipuleggja viðburði þar sem við viljum bjóða íbúum óháð aldri að vera með,“ segir Matthías.

Viðburðir fyrir íbúa

„Okkur datt í hug að virkja íbúa með því að hleypa af stað áskorendakeppni íbúa í janúar og í hverjum mánuði verður viðburður á vegum okkar. Keppnin er sett upp til að hvetja íbúa til að stunda heilsusamlegt líferni og setja sér markmið yfir árið. Og auðvitað er tilgangurinn að hafa gaman og fá fólk til að taka þátt, vera með í að skapa skemmtilegt samfélag hér í Vogunum. Ekkert sveitarfélag er með svona við-

Einnig birt á www.naudungarsolur.is

SÆVAR, KE, Keflavík, (FISKISKIP), fnr. 1587, þingl. eig. Einar Þórarinn Magnússon, gerðarbeiðendur Faxaflóahafnir sf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 25. febrúar nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vatnsnesvegur 7, Keflavík, fnr. 2091089, þingl. eig. Artico Seafood ehf., gerðarbeiðendur Ríkisskattstjóri og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 25. febrúar nk. kl. 09:30.

burði eins og við í hverjum mánuði, svo við getum kallað þessa hugmynd nýsköpun og hópefli í leiðinni. Við viljum höfða til allra, einstaklinga og fjölskyldna, að vera með á þessum viðburðum. Sjá þetta verkefni blómstra,“ segir Matthías glaður í bragði.

Áskorendakeppni

„Þegar íbúi kemur, og tekur þátt í þeim viðburði sem er í boði þann daginn, þá setur viðkomandi nafn sitt í þar til gerðan pott. Verða slíkir pottar aldursskiptir, annars vegar fyrir fullorðna og hins vegar fyrir ungmenni átján ára og yngri. Ekki er skilyrði að taka þátt í öllum viðburðum ársins. Í lok ársins 2020 verða stigin svo talin saman og vegleg verðlaun veitt við hátíðlega athöfn á gamlársdag, við sama tilefni og þegar verðlaun til íþróttamanns ársins eru afhent,“ segir Matthías.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Skemmtileg stemmning á meðal íbúa í Vogunum

Það hlýtur að vera áskorun að byrja átakið að vetrarlagi því ekki er alltaf hægt að reikna með veðrinu, eins og til dæmis í febrúar þegar búa á til „Snjókallakeppni“. Hvað ef það verður engin snjór Matthías? „Já, í febrúarmánuði ætlum við að hafa snjókallakeppni daginn eftir öskudag, þann 27. febrúar. Auðvitað getum við ekki reiknað út veðrið en ætlunin er að hafa plan B sem við tilkynnum íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur. Við ætlum að kynna betur hvern viðburð fyrir sig, svona fjórum dögum áður, en það gerum við á samfélagsmiðlum okkar. Það gekk vel í janúar þegar við vorum með viðburðinn „Komdu í sund!“ en eitt af því sem íbúar hér njóta góðs af er að allir fá frítt í sund, alla daga, allt árið. Tilgangur viðburðanna er útivist, samvinna og að skapa skemmtilega stemmningu á meðal íbúa, að hafa gaman saman,“ segir Matthías að lokum, um leið og hann hvetur alla íbúa til að vera með og taka þátt.

Gym heilsa og Þróttur Vogum í samstarf

UPPBOÐ

Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir:

Tilgangur viðburðanna er útivist, samvinna og að skapa skemmtilega stemmningu á meðal íbúa, að hafa gaman saman ...

Akurbraut 10A, Njarðvík, 3,6623% ehl. gþ., fnr. 233-2212, þingl. eig. Gunnar Guttormur Kjeld, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 25. febrúar nk. kl. 09:50. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363845, þingl. eig. Steintak ehf., gerðarbeiðandi TM hf., þriðjudaginn 25. febrúar nk. kl. 10:30. Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Suðurnesjabær, þriðjudaginn 25. febrúar nk. kl. 11:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 17. febrúar 2020

Ungmennafélagið Þróttur í Vogum og Gym heilsa hafa skrifað undir samstarfssamning. Markmiðið er að fjölga íbúum í Heilsueflandi samfélagi, stuðla að bættri líðan íbúa og iðkenda Þróttar. Að sögn Petru Ruth, formanns Þróttar, mun samningurinn skipta miklu máli fyrir starfsemi félagsins, þjálfarar með menntun geta farið með yngri iðkendur í tækjasal og afreksfólk Þróttar fær afnot að salnum. Einnig er markmið félagsins að hvetja fólk sem eru að stunda almenningsgreinar hjá félaginu og hafa lært undirstöðurnar í Vogaþreki eða Unglingahreysti að fjölga æfingunum hjá sér í gegnum Gym heilsu. Gym heilsa er heilsurækt og er með starfsemi víða um land. Gym heilsa rekur meðal annars ræktina í Grindavík.

Petra Ruth, formaður Þróttar, og Kjartan Már frá Gym heilsu handsala samninginn.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rótarýdagurinn 23. febrúar Þegar litið er yfirhart nær 75 ára sögu Rótarýklúbbs Keflavíkur opinberast sú staðreynd að félagar hafa ætíð verið hluti af samfélagi í þróun og vaxið með þeim tíðaranda sem ríkir hverju sinni. Kúbburinn er alþjóðlegur starfsgreinaklúbbur, með fulltrúum sem veljast án tillits til trúarbragða, pólitísks litrófs eða þjóðernis. Þegar við hittumst yfir einföldum kvöldverði og hlýðum á vönduð erindi, sem ætíð eiga skírskotun til þess sem til umfjöllunar er í samfélaginu, þá heilsumst við með handarbandi til að innsigla virðingu hvert við annað. Við lyftum vatnsglasi og skálum fyrir ættjörðinni og okkur sjálfum og tjáum þannig virðingu okkar fyrir tilverunni í því landi sem okkur er svo kært. Við förum saman með fjórprófið. Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Þannig opinberum við Rótarýhugsjónina hvert fyrir öðru. Hún felur í sér háleitar siðgæðiskröfur í athöfnum og embættisrekstri. Hún hvetur til aukinna kynna, með því markmiði að slíkt glæði þjónustuhugsjónina sem er æðsta takmark hreyfingarinnar. Þjónusta ofar eigin hag er veganesti okkar þegar við fögnum hverjum nýjum degi.

kom að stofnun bókasafns við sjúkrahúsið. Uppbygging Nónvörðunnar var á sínum tíma verk klúbbsins undir stjórn þáverandi félaga Helga S. Jónssonar, skátahöfðingja. Síðar hafa samfélagsverkefnin birst hvert af öðru; stuðningur við Björgina, íþróttafélag fatlaðra Nes, Velferðarsjóð Suðurnesja og orgelsjóðinn, enda Keflavíkurkirkja með hennar blómlega safnaðarstarfi okkur hugleikin. Kirkjuklukkan þurfti aftur að snúast eftir áralanga kyrrstöðu svo fenginn var maður til verksins. Við eigum innan kirkjunnar okkar eigin dag.

inn verndari Aldingarðs æskunnar, spildu í Skrúðgarði Reykjanesbæjar sem ætlunin er að nýta til að tengja æskuna við gróðurrækt með kennslu og verkmennt. Þannig tekur klúbburinn þátt í þeim verkefnum sem lúta að umræðunni um loftslagsmál í hlýnandi heimi og þeim öfgum sem fylgja. Það voru forréttindi þegar ritari fékk í sinni fyrri forsetatíð tækifæri til að opna klúbbinn fyrir aðkomu kvenna að klúbbnum. Karllæg gildi fengu þá tækifæri til að víkja fyrir sameiginlegum, mannlegum lífsgildum og opna augu kynjanna fyrir því að við róum sama báti. Í dag eigum við fulltrúa átta starfsgreina kvenna sem auðga starf okkar og bæta ímyndina. Við hlökkum til að hittast og verma klúbbstarfið sameiginlega. Ferðalögin okkar innan- og utanlands bera þess vitni. Rótarýhreyfingin er alþjóðleg hreyfing, starfrækt í yfir 200 löndum með yfir 1,2 miljónir félaga í 35 þúsund klúbbum sem starfa undir formerkjum fjórprófs­ ins. Við hér í Keflavík, sjötti kúbburinn sem stofnaður var á landvísu 2. nóvember 1945, erum því meiður í hjóli sem snýst um heim allan. Við tökum þátt í alþjóðaverkefnum, styrkjum Rótarýsjóðinn, sem er okkar flaggskip, með framlögum, aukum alþjóðleg samskipti með nemendaskiptum og heimsóknum, því Rótaýfélagi er aufúsugestur meðal jafningja um allan heim. Stærsta verkefni Rótarýsjóðsins hefur verið að stuðla að útrýmingu á lömunarveiki á alheimsvísu, Polio-Plus, sem hófst 1985. Með dyggum stuðningi Bill og Melindu Gates sér nú fyrir endann á því verkefni. Sjóðurinn styrkir annars mörg verkefni sniðin að ungu fólki. Friðarstyrkir til að opna augu ungmenna fyrir því að við eigum einn heim sem við þurfum að gæta og hlúa að í eigin þágu og nemendaskipti milli þjóða. Rótarýklúbbar í tilgreindum lönd­ um/svæðum mynda umdæmi. Ísland er í umdæmi 1360 með sinn eigin umdæmisstjóra sem er æðsti yfirmaður hreyfingarinnar hér. Umdæmisþing eru haldin árlega þar sem umdæmisstjóri kynnir áherslur sínar fyrir það árið. Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur í áranna rás átt fjóra umdæmis-

stjóra, þá Alfreð Gíslason, Jóhann Pétursson (sem báðir eru látnir), Ómar Steindórsson og Guðmund Björnsson, trygga félaga í klúbbi okkar. Núverandi umdæmisstjóri, Anna Stefánsdóttir, fv. hjúkrunarforstjóri Landspítalans, hefur valið sér einkunnarorðin: „Tryggt umhverfi – traust samfélag“, þar sem megináhersla er lögð á umhverfisvernd í sínum víðasta skilningi. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur um árabil styrkt efnilega tónlistamenn til framhaldsnáms með framlagi úr Tónlistasjóði Rótarý á Íslandi. Fyrsti styrkþeginn var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari. Rótarýdagurinn er vettvangur hreyfingarinnar til að kynna starf sitt

Fundargerð stofnfundar Rotaryklúbbs Keflavíkur. Þegar sest er að snæðingi að fundarsetningu lokinni fer um salinn kliður sem gefur til kynna að félagar hafi beðið með eftirvæntingu eftir að fá að hittast og deila kvöldstund saman, enda eru kynnin manna á milli eitt af æðstu markmiðum félagsstarfsins. Við hlýðum síðan á þriggja mínútu erindi eins félaga, þar sem hann fær tækifæri til að tjá sig um hugarefni sitt eða lýsa í orðum atburðum í einkalífi í vikunni sem leið, bæði í gleði og sút. Þannig færumst við nær hverju öðru. Við setjumst síðan saman á „skólabekk“ eins og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti, orðaði það og hlýðum á erindi, sem oftar en ekki er af slíkum gæðum að sæmdi sér innan háskólaveggja. Við leitum svara við spurningum og fáum tækifæri til skoðanaskipta, sem oft á tíðum verða lífleg. Áður en fundi er slitið opnum við viðburðadagbók félaga fyrir komandi viku og kveðjumst. Úti fyrir bíða sameiginleg verkefni sem í áranna rás hafa verið ærin. Við erum með púlsinn á samfélaginu og finnum leiðir til að styrkja það með athöfnum okkar og framlagi. Eldri félagar minnast þess þegar skipulagðar voru ferðir fyrir eldri borgara og þeim boðið að njóta. Klúbburinn tók þátt í skólastarfi með veitingu viðurkenninga, hélt unglinganámsskeið í ræðurlist og

Árið 1989 gaf klúbburinn út ritið Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnesin í ritstjórn Jóns Böðvarssonar, fyrrverandi skólameistara. Af þessu verki varð nokkur hagnaður, sem veitti tækifæri til styrkveitinga úr sjóði sem stofnaður var 1991. Þannig hefur klúbburinn veitt frumkvöðlaverðlaun til hinna ýmsu starfsgreina þegar klúbburinn minnist tímamóta í eigin starfi. Kannski er klúbburinn hvað stoltastur af stofnun Krabbameinsfélags Keflavíkur, sem síðar varð Krabbameinsfélag Suðurnesja, hefur hann hlúð að þeirri stofnun með framlögum og verkum og verið verndari þess frá byrjun. Fulltrúi okkar er þar formaður hverju sinni og fundir færðir inn í félagsstarfið. Umhverfismál hafa ætíð verið hluti af hugsjónum klúbbsins. Í byrjun tók klúbburinn þátt í ræktunarstarfi Skógræktarfélags Suðurnesja inn við Seltjörn og Vatnsholti en þegar hann eignaðist sína eigin spildu upp við Rósaselsvötn hafa kraftarnir beinst þangað. Þar höfum við átt okkar góðu samverustundir þar sem fjölskyldur koma saman og hlúa að móður jörð. Verkefnið hefur vakið athygli og svæðið þarf nú að vernda gegn aukinni ásókn til byggingaframkvæmda. Í samvinnu við suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Ísland gerðist klúbbur-

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

fyrir almenningi. Hann verður hér haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sunnudaginn 23. febrúar kl. 13 og helgaður umhverfismálum með fróðlegum erindum. Þá verða liðin 115 ár frá stofnun Rótaýhreyfingarinnar. Meðal frummælenda er Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar. Allir eru hjartanlega velkomnir til að fræðast um hið skemmtilega og fræðandi starf Rótarý á Íslandi og taka þátt í umræðum. Konráð Lúðvíksson, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Horft yfir ólgandi Keflavíkurhöfn í óveðrinu. Allar bryggjur á kafi.

FLEIRI MYNDIR OG MYNDSKEIÐ Á FÉSBÓK VÍKURFRÉTTA

Foktjón og sjávarflóð í rauðri óveðurslægð Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum höfðu í nógu að snúast frá því snemma á föstudagsmorgun þegar óveðurslægð með austan

fárviðri lék Suðurnes grátt. Gefin var út rauð viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna veðursins en það er í fyrsta skipti sem það

er gert á Suðurnesjum eftir að litakerfi viðvarana var gefið út. Tugir útkalla bárust þegar veðrið var hvað hvassast. Þakplötur og

klæðningar voru að fjúka og fjölmargt annað kom inn á borð viðbragðsaðila.Foktjón varð víða en talsverðar skemmdir urðu vegna

sjávarflóða í Reykjanesbæ, Garði og við golfvöll Grindavíkur að Húsatóftum.

Stórt þak fauk af húsi við Hrannargötu

Braggi við Kálfatjörn splundraðist í veðurhamnum Bragginn við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd splundraðist í veðrinu aðfaranótt föstudags og er fokinn út í veður og vind. „Í óveðrinu í nótt hefur þakið fokið af grunninum í heilu lagi 60–70 metra og eitthvað af því út í sjó,“ segir á fésbókarsíðu Golfklúbbs Vatnsleysustrandar á föstudaginn. „Ef einhver á húsnæði fyrir gamlan bát þá væri snilld að heyra af því. Kári sagði okkur upp braggaleigunni,“ segir svo á síðu Minja- og sögufélags Vatnsleyustrandar sem m.a. geymdi gamlan bát í bragganum.

Stór hluti af húsþaki fauk af byggingu við Hrannargötu í Keflavík í veðurhamnum. Húsið er tveggja hæða. Á neðri hæð er atvinnuhúsnæði en íbúðir á efri hæðinni. Þakplöturnar höfnuðu á bílum við Hrannargötu og hluti af þakinu virðist hafa fokið langar leiðir. Lögregla og björgunarsveit lokuðu svæðinu en ekkert var hægt að aðhafast á meðan mesti veðurhamurinn gekk yfir. Íbúar í húsinu óttuðust um öryggi sitt, segir í skilaboðum til Víkurfrétta á fésbókinni.

Lögreglan lokaði Hrannargötu vegna foks á þakjárni.

Björgunarsveitin Ægir aðstoðaði íbúa í umflotnu húsi við Gerðaveg. Mynd: Einar Jón Pálsson.

Allt á kafi í Gerðum

Íbúðarhús við Gerðaveg í Gerðum í Garði varð umflotið af sjó þegar talsverður sjór gekk á land á háflóðinu síðasta föstudag. Mæðgum og heimilisköttum var bjargað úr húsinu af björgunarsveitarmönnum frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði. Brunavarnir Suðurnesja voru einnig kallaðar út til að dæla sjó úr kjallara hússins en um metersdjúpur sjór var kominn í kjallarann. Miklir brimskaflar voru við höfnina í Garði þar sem sjórinn gekk langt upp á land. Mikið af þangi var á bílastæðum við Nesfisk en mikið brim og há sjávarstaða urðu til þess að sjórinn flæddi um allt. Glerveggur við Pósthússtræti í Keflavík gaf eftir í veðrinu. Sterkir vindar léku um háhýsin við höfnina í Keflavík í veðrinu.

Þak fauk af gömlum útihúsum við Bala á Stafnesi í óveðrinu á föstudaginn og endaði þakið úti á hafi. Myndina tók Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir.

Björgunarsveitarfólk þurfti víða að hemja þakklæðningar í óveðrinu. Þetta þak við Hringbraut lét undan veðrinu.

Óttuðust að skip myndi slíta sig laust í Njarðvíkurhöfn Tilkynnt var um skip í Njarðvíkurhöfn í óveðrinu sem óttast var að myndi slíta sig laust í veðurhamnum. Björgunarsveitarfólk frá Björgunarsveitinni Suðurnes fór á staðinn og kannaði með landfestar. Þær voru nægilega traustar. Í útkallinu var kannað með fleiri landfestar og aðstoð veitt við að festa skip og báta betur.

Mikið sjávarflóð var á Myllubakka milli Hafnargötu og Ægisgötu í Keflavík. Sjór fór m.a. inn í bílageymslu en svæðið var eins og hafsjór yfir að líta í veðurhamnum enda braut sjórinn á varnargörðum á háflóðinu.


fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Njarðvík Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki í körfubolta

Njarðvík varð Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki í körfubolta eftir sigur í úrslitaleik gegn KR í Laugardalshöllinni 62:69 í mjög spennandi leik. Njarðvíkurmærin Vilborg Jónsdóttir átti stórleik með UMFN, skoraði 25 stig og var valin maður leiksins. Móðir hennar, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, starfsmaður Bílaleigunnar Geysis, afhenti Vilborgu viðurkenningu fyrir hönd KKÍ og Geysis. Njarðvíkurstúlkur náðu fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en KR-stúlkur minnkuðu þann mun niður í tvö stig fyrir lokaleikhlutann sem var æsispennandi. Njarðvík var þó sterkari aðilinn þar og vann flottan sigur 62:69.

Keflavíkurstúlkur Geysisbikarmeistarar í 9. flokki Keflavík varð Geysisbikarmeistari í 9. flokki stúlkna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Lokatölur urðu 70:45 og eins og sjá má á tölunum voru yfirburðir Keflavíkur miklir. Jana Falsdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík og skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst ásamt því að stela ellefu boltum. Hún var valin maður leiksins. Frábær frammistaða hjá henni og öruggur sigur Keflavíkur.

Keflavíkurstúlkur Geysisbikarmeistarar í 10. flokki Keflvíkurstúlkur urðu Geysisbikarmeistarar í 10. flokki stúlkna í körfubolta eftir öruggan sigur á Njarðvík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Lokatölur 70:47. Anna Lára Vignisdóttir var valinn maður leiksins en hún skoraði tuttugu stig, tók sex fráköst og var með fimm stoðsendingar. Ljósmyndir: KKÍ/Jónas

Pálmi er í markinu hjá Úlfunum

– Ungur Njarðvíkurmarkvörður er í skemmtilegum málum í enska boltanum „Þetta er mikið ævintýri að komast að hjá efstudeildarliði í Englandi. Stóri draumurinn er svo að fara alla leið hjá Wolves og landsliði Íslands,“ segir Njarðvíkingurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson, fimmtán ára markvörður sem skrifaði nýlega undir fjögurra ára atvinnumannasamning við Úlfana sem leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni. Pálmi Rafn hefur stundað knattspyrnu hjá Njarðvík frá því hann var ungur strákur og hefur undanfarin ár verið valin í yngri landslið Íslands. Nú nýlega var hann í U17 landsliðinu en hann á að baki ellefu landsleiki með yngri landsliðum Íslands..

Góður stuðningur

Hvernig er svo tilveran þarna úti, hvernig er t.d. venjulegur dagur hjá þér? „Þetta er mikið ævintýri en á sama tíma mikil vinna. Ég er mjög heppinn Mamma hringdi með það að fjölskyldan Hann segir að hann hafi styður vel við bakið á mér og flutti mamma vakið athygli í landsleik og í framhaldi fór ferli mín og litli bróðir minn af stað í gegnum umút með mér. Vegna vinnu boðsmanninn hans, Bjarka og skóla restin af fjölskyldGunnlaugsson, fyrrverandi unni komst ekki með en atvinnumann í knattspyrnu. þau koma reglulega út til Pálmi í landsliðs­ „Ég man ennþá eftir okkar. Dagarnir mínir eru treyju Íslands. símtalinu frá mömmu mjög misjafnir en byggjast þegar þetta gerðist. Ég var allir á tveimur til þremur í sumarvinnu hjá Njarðvík á þeim tíma æfingum á dag, ásamt skóla. Er oftast og var ég að slá Njarðtaksvöllinn þegar frá átta til fimm, fer ég á æfingu um mamma hringdi og sagði mér að um- tíuleytið, borða hádegismat, fer síðan boðsmaður hafi hringt í hana til að í ræktina, þaðan á markmannsæfingu segja henni að Wolves hafði áhuga á og eftir það fer ég á seinustu æfingu mér. Á þeim tíma var liðið nýkomið dagsins. Ég æfi mest með U18 en upp í efstu deild í Englandi. Síðan buðu fer stundum á æfingar með U16 en þeir mér að koma út á reynslu í viku og ég keppi með þeim. Ég hef átt góðar mér gekk það vel að þeir vildu fá mig á æfingar með U18 og í kjölfarið fengið samning. Þá var ég fjórtán ára en það að fara á æfingar með U23 nokkrum mátti ekki gera samning við mig fyrr sinnum. Það er geggjað því þar eru en ég yrði fimmtán ára. Á þeim tíma margir sem spila og æfa með meistarafór ég aftur á æfingar í viku hjá þeim flokknum hjá Wolves.“ og fór síðan með liðinu til Spánar í tíu daga æfingaferð. Ég flutti svo út 8. Hvernig eru framtíðardraumar þínir september 2019 og skrifaði síðan undir í boltanum? samning á afmælisdaginn minn, þann Wolves er frábær klúbbur og stóri draumurinn í dag er að komast í 29. nóvember.“ meistaraflokkinn hjá þeim. Einnig vill Geturðu sagt okkur eitthvað frá ég halda áfram að vera valinn í landsliðshópa og komast í A-landsliðið.“ samningnum? „Ég skrifaði undir fjögurra ára samning, þar sem fyrsta árið er svokallaður Af hverju varðstu markvörður? „scholar“ og þegar ég verð sautján ára „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði í dettur inn „pro contract“ og gildir hann fótbolta var vegna þess að Njarðvík í þrjú ár.“ vantaði markmann í C-liðið í 5. flokki.

Pálmi mætti ásamt Ingvari Jónssyni í Reykjaneshöllina í vikunni þar sem ungir Njarðvíkingar voru við æfingar. Þeir eru báðir uppaldir í Njarðsvík og eru nú orðnir atvinnumenn í knattspyrnu. Strákarnir gátu gefið yngri iðkendum holl ráð sem án efa eiga eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni.

Ég var búinn að vera leika mér í marki í frímínútum í skólanum og hafði gaman að því að vera í marki. Strákarnir sögðu mér að kíkja á æfingu og ég hef ekki hætt síðan. Algjör tilviljum þannig séð, því ég æfði fótbolta þegar ég var yngri sem útileikmaður.“

Atvinnumennska fjarlægur draumur

Hvað geturðu sagt okkur frá knattspyrnuuppeldi þínu í Njarðvík? „Tíminn minn hjá Njarðvík hefur verið mjög góður. Ég er búinn að vera heppinn með þjálfara frá upphafi. Guðni Erlendsson var með mig þegar ég byrjaði og hjálpaði hann mér rosalega mikið á þeim tíma. Þórir Rafn Hauksson gaf mér það tækifæri að spila minn fyrsta leik með 3. flokki, þegar ég var á yngra ári í 4. flokki, og hefur hann verið að þjálfa mig í yngri flokkunum alveg síðan. Síðastliðin ár hef ég verið í þjálfun hjá Rafni Markúsi og Snorra Má, tveir góðir þjálfarar sem höfðu mikla trú á mér hjá Njarðvík. En sá þjálfari sem hefur gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag er markmannsþjálfarinn minn, hann Sævar Júlíusson. Ég byrjaði í þjálfun hjá honum aðeins tólf ára gamall og á þeim tíma var ég ekkert svakalega góður ef satt skal segja. Atvinnumennska var fjarlægur draumur þá en Sævar sá efnið í mér og tók mig í þjálfun. Ég lærði eitthvað nýtt í hvert einasta skipti sem ég hitti hann, öll sú tækni sem ég kann í dag er frá Sævari. Ég væri ekki þar sem ég er í dag án Sævars, það er bara þannig. Ég get svo sannarlega sagt að tíminn minn hjá Njarðvík hefur verið fullur af áskorunum, að sjálfsögðu hefur gengið upp og niður eins og sagt er en það er bara partur af þessu öllu. Ég get alla vega sagt að ég er stoltur Njarðvíkingur,“ sagði Pálmi Rafn.


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Sáu Grjótgarðar einnig um þennan gjörning við Ægisgötuna í óveðrinu á föstudaginn?

Grjótgarðar sjá um frágang lóðar við Stapaskóla Hjalti Már Brynjarsson, framkvæmdastjóri Grjótgarða, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, undirrituðu á dögunum verksamning vegna frágangs lóðar við Stapaskóla. Í verkefninu felast verkframkvæmdir vegna lóðarfrágangs við nýjan grunnskóla, Stapaskóla við Dalsbraut í Reykjanesbæ. Lóð Stapaskóla er tæpir 20.000 fm og skiptist í skólalóð og leikskólalóð. Lóðin verður fjölbreytt með góðu aðkomusvæði og sleppistæðum ásamt stóru bílastæði við aðkomu skólans frá Unnardal.

Framan við skólann verður leiksvæði barna, svæðið verður fjölbreytt og ætlað mismunandi aldurshópum með boltavöllum og leiksvæði með fjölbreyttum undirlagsefnum. Aðkoma starfsfólks og þjónustuhluti, svo sem vöruaðkoma og sorpsvæði, verður á baksvæði lóðar með innkeyrslu frá Bjarkardal. Skólinn er í byggingu samtímis því að unnið er að frágangi lóðar og þurfa lóðarverktaki og aðalverktaki bygginga því að samræma vinnuferla þannig að verkið gangi vel. Áætluð verklok eru í ágúst 2020.

Sameinaðir Suðurnesjamenn LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar

Hjalti Már Brynjarsson, framkvæmdastjóri Grjótgarða, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, á lóð Stapaskóla.

Ungmenni með góðgerðartónleika fyrir Minningarsjóð Ölla Þann 4. mars næstkomandi mun Unglingaráð Fjörheima halda góðgerðartónleika í Hljómahöll til styrktar Minningarsjóðs Ölla. Unglingaráð Fjörheima saman stendur af ungum og öflugum ungmennum í 8.–10. bekk í Reykjanesbæ en hlutverk þeirra er að skipuleggja dagskrá, halda viðburði og taka þátt í ýmsum öðrum störfum sem snerta félagsmiðstöðina. Einnig hefur unglingaráðið staðið í ströngu síðustu vikur við að afla styrkja frá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu til þess að tónleikarnir gætu orðið að veruleika. Unglingaráðið kaus að styrkja Minningarsjóð Ölla því þau telja

að íþróttir- og tómstundastarf sé besta forvörnin fyrir ungmenni og þess vegna liggur þetta málefni þeim nærri. Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Hugmyndin þeirra var að fá tónlistarfólk sem eiga rætur sínar að rekja til Reykjanesbæjar á einn eða annan hátt. Þeir tónlistarmenn sem munu stíga á svið eru Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Már Gunnarsson, Ísold Wilberg, hljómsveitin Demo, Frid og Sesselja Ósk Stefánsdóttir. Tónleikarnir verða í Hljómahöll þann 4. mars frá 19:30 til 22:00.

Yfirsýn á hamfarasvæði – og í Bókasafni Reykjanesbæjar Yfirsýn er heiti ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafns Reykjanesbæjar fram yfir Safnahelgi á Suðurnesjum í mars. Á þessari sýningu sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður.

Hilmar Bragi tekur á móti gestum á sýningunni föstudaginn 21. febrúar á milli kl. 16 og18. Ekki gat orðið af því að hann tæki á móti gestum síðasta föstudag þar sem óveðurslægð setti allt úr skorðum. Myndin hér til vinstri er einmitt tekin eftir óveðrið. Þarna má sjá Miðbryggjuna neðan við Fischers­hús í Keflavík en bryggjan, sem er aldargömul, skemmdist í veðrinu og brot úr henni er m.a. komið upp í sjóvarnagarðinn.

„Oh, I am sorry. Am I too late for my flight? Flying to New York. I am so sorry. I went to the wrong airport“ !!!!! Bandarísk kona í viðskiptaerindum. Henni er vorkunn. Hvernig á hún að þekkja muninn á Reykjavik Airport og Reykjavik-Keflavik International Airport. Steini á hótelinu má eiga það að hann nennti einn manna að röfla yfir þessu rugli á sínum tíma. Af hverju má flugvöllurinn ekki bara heita Keflavik Airport? Þú getur flogið á John F. Kenndy og La Guardia og veist að þú ert að lenda í stærstu borg vesturlanda, New York. Flugvöllurinn þarf ekki að heita New York Airport. Hvernig átti þessi ágæta kona að fatta það fyrr en hún var komin í flugstöðina í Vatnsmýri að þaðan færi hún ekki neitt nema til Ísafjarðar, Akureyrar eða Grænlands. Suðurnesjamenn hafa barist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá aldamótum og áttu einu sinni bestu fæðingardeild landins á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Nú þegar Þorbjörn sem átti að vera löngu dauður lætur á sér kræla vakna upp spurningar um raforkuöryggi á Suðurnesjum. Enn fleiri spurningar vakna þegar flugslys verður á Keflavíkurflugvelli. Í baksýnisspeglinum er ljóst að uppskera úr sameiginlegum sjóðum landsmanna á síðastliðnum áratugum er ansi rýr. Herinn farinn, steinsteypukumbaldi sem átti að vera álver, svikamylla TesluMagga og gjaldþrota hafnarmannvirki. Til að kóróna allt saman eru fjámunir sem fengust fyrir eignasölu á Ásbrú notaðir annars staðar. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta stökk fram á atkvæðaveiðar SkattaBensa­ baninn, formaður Viðreisnar. Það þarf pening í sjúkrahúsið, ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og halelújah. Þetta gat hún ekki gert þegar Viðreisn var í ríkisstjórn svo upptekin var hún af því að hálshöggva Bensa. Nóg komið. Suðurnesjamenn þurfa að sameinast óháð flokkslínum. Okkar eigið kjördæmi. Sameinaðir Suðurnesjamenn – flokkur Suðurnesjamanna með einföld verkefni til næstu fjögurra ára: Reykjanesbraut – HSS – Suðurnesjalína 2 og vitanlega Keflavik Airport.

VÍKURFRÉTTIR Í NÆSTU VIKU

FERMINGARBLAÐ Blaðauki um fermingar á Suðurnesjum fylgir næstu Víkurfréttum, fimmtudaginn 27. febrúar. Fjallað verður um fermingarundirbúning og ýmislegt tengt fermingum fyrr og nú.

AUGLÝSINGASÍMI 4210001 Einnig má senda póst á andrea@vf.is til að auglýsa í blaðinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.