Víkurfréttir 8. tbl. 41. árg.

Page 1

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

fimmtudagur 20. febrúar 2020 // 8. tbl. // 41. árg.

Ægikraftar við Ægisgötu

Talsvert tjón varð við Ægisgötu í Keflavík í veðurhamnum á föstudag. Grjót úr sjóvarnagarði köstuðust marga metra á land þegar þungur sjórinn braut á varnargarðinum. Stórt lón myndast milli Ægisgötu og Hafnargötu. Lónið er á svæði sem

er landfylling sem var gerð um síðustu aldamót. Þá var ráðist í miklar framkvæmdir á svæðinu með landfyllingu neðan við Hafnargötu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók á vettvangi hefur mikið gengið á og stórir grjóthnull-

Gerlegt að leggja Suðurnesjalínu 2 í jörð meðfram Reykjanesbraut Verkefnaráð Landsnets saman til fundar fyrir skömmu, en ráðið var sett á laggirnar á sínum tíma sem vettvangur aukins samráðs milli Landsnets og hinna ýmsu hagsmunaaðila sem hlut eiga að máli. Á síðasta ári var lokið við gerð svokallaða frummatsskýrslu, þar sem kynntur var aðalvalkostur Landsnets um að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu (að mestu leyti) meðfram Suður­nesjalínu 1. „Sveitarstjórnin í Vogum lýsti sig andsnúna þeim kosti og lagði til að lagður yrði jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Til vara var lagt til að strengurinn yrði lagður í jörðu meðfram Suðurnesjalínu 1, reyndist það ekki raunhæfur kostur að leggja strenginn meðfram Reykjanesbraut,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, í vikulegum pistli sem hann skrifar. Í pistilinum segir einnig að á fyrrnefndum verkefnaráðsfundi kynnti fulltrúi Vegagerðarinnar sjónarmið stofnunarinnar varðandi þessa lausn

raforku, þar sem gengið er út frá því að meginflutningskerfið skuli vera í loftlínum og að ekki sé heimild til að velja dýrari kosti,“ segir Ásgeir. Bæjarstjórinn segir að Sveitarfélagið Vogar muni á næstunni fylgja þessu máli eftir við stjórnvöld, í þeirri von að unnt sé að finna ásættanlega lausn.

Horft yfir Reykjanesbraut á Strandarheiði í átt að Kúagerði. og kom þar fram að gerlegt er að leggja strenginn í jaðar veghelgunarsvæðisins. Við þá aðgerð mætti jafnframt auka öryggi vegarins, þar sem unnt væri að nýta framkvæmdina til að bæta öryggissvæðin meðfram veginum. „Hér er því komið kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að leggja strenginn í jörð ásamt því að bæta umferðaröryggið. Landsnet bendir hins vegar á að þeim beri að fara að fyrirmælum sem fram koma í stefnu stjórnvalda um flutningskerfi

ungar hafa jafnvel farið tugi metra í mestu látunum. Ægisgötu var lokað í mesta veðurhamnum. Stórgrýtið var svo hreinsað í burtu af veginum á þriðjdaginn en bíða átti eftir frosti til að hreinsa grjót og malbiksleifar af grasbalanum.

Golfvöllur illa farinn eftir flóð og stórgrýti Menn sem hafa umgengist golfvöll þeirra Grindvíkinga að Húsatóftum muna vart annað eins eftir veðurhaminn á föstudaginn. Golfvöllurinn var umflotinn sjó á stóru svæði, stórgrýti og rusl eru einnig á brautum og flötum. Það eru helst brautir og holur þrettán til sautján sem urðu fyrir tjóni í veðrinu. Nýja flötin á fimmtándu holu er skemmd eftir stórgrýti og þá er sautjánda brautin á kafi í sjó eftir veðurhaminn.

ALLT Í SPRENGIDAGSMÁLTÍÐINA! Saltkjöt og baunir, túkall!

Blandað saltkjöt

764

KR/KG

ÁÐUR: 899 KR/KG

Sérvalið saltkjöt

1.698 ÁÐUR: 1.998 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-30% Baunasúpugrunnur

377

KR/PK

ÁÐUR: 539 KR/PK

Tilboðin gilda 20. - 23. febrúar

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.