Miðvikudagur 23. febrúar 2022 // 8. tbl. // 43. árg.
1000 stig Thelmu
Sjálfstæðisflokkurinn:
Ellefu í prófkjöri í Reykjanesbæ Ellefu manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 26. febrúar næstkomandi. Margrét Sanders, oddviti flokksins, er ein sem býður sig fram í efsta sæti en mikið er af nýju fólki sem gefur kost á sér. Meðal sex efstu frambjóðendanna frá 2018 eru aðeins tveir sem bjóða krafta sína áfram en auk Margrétar býður Anna S. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi sig fram í 2.–3. sæti. Guðbergur Reynisson og Eyjólfur Gíslason bjóða sig báðir fram í 2. sætið, Helga Jóhanna Oddsdóttir sækist eftir 3. sæti og Alexander Ragnarsson 3.–4. sæti. Aðrir frambjóðendur eru Eiður Ævarsson (4. sæti), Gígja S. Guðjónsdóttir (4. sæti), Birgitta Rún Birgisdóttir (5. sæti), Steinþór Jón Gunnarsson (5. sæti) og Guðni Ívar Guðmundsson (6. sæti). Sjálfstæðisflokkurinn var með 22,9% atkvæða í síðustu kosningum og hlaut 3 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur síðustu tvö kjörtímabil verið í minnihluta í bæjarstjórn en var þrjú kjörtímabil þar á undan með hreinan meirihluta undir stjórn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra. Síðan þarf að leita allt til kjörtímabilsins 1986–1990 þegar sjálfstæðismenn voru ekki í meirihluta. Sveitarstjórnarkosningar verða 14. maí. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ríða á vaðið í undirbúningi kosninga og eru fyrstir til að ákveða röð á lista sem þeir gera nær undantekningarlaust með prófkjöri.
Thelma Dís Ágústsdóttir er 23 ára og býr í Muncie í Indiana og leikur með Ball State University.
SJÁ VF SPORT
Fjölmörg fiskiskip leituðu vars á Stakksfirði í óveðrinu sem geisaði á þriðjudaginn. Hér má sjá grindvísku togarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK á milli háhýsa við Pósthússtræti í Keflavík. Auk togara voru einnig loðnuskip í vari á Stakksfirði en loðnuskipin hafa verið á veiðum skammt undan Reykjanesskaganum á síðustu dögum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mikil uppbygging hjá Golfklúbbi Grindavíkur SJÁ VF SPORT
Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla:
82% fram úr áætlun Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla sumarið 2021 fóru 82% fram úr kostnaðaráætlun en Ístak var með lægsta tilboðið fyrir 102,4 milljónir króna. Lokauppgjör var hins vegar 186 milljónir króna. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bókuðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, útskýrði framúrkeyrsluna en í bókuninni sem hann flutti segir að bæjarstjórn ítreki
NET SÍMI SJÓNVARP
mikilvægi þess að starfsmenn upplýsi tafarlaust þegar upp komi frávik frá áður samþykktri fjárhagsáætlun. Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í bókun að snemma í ferlinu hafi verið ljóst að framkvæmdin yrði umfangsmeiri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið lögð fram kostnaðaráætlun til samþykkis. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að þegar í ljós koma vankantar í framkvæmdum
FLJÓTLEGT OG GOTT! 55%
25%
Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.
337
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
3. tegundir
99
99
áður 219 kr
áður 139 kr
kr/stk
áður 449 kr
Prótein kleinuhringir
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
29%
kr/stk
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
á vegum bæjarins sé staldrað við og umfang sem og áætlun verksins endurmetið og fari síðan í formlegt samþykki, þannig að hægt sé að veita aðhald í framkvæmdum,“ segir m.a. í bókuninni. Meðal atriða sem þurfti að laga umfram upphaflega áætlun var lagfæring á ónýtu loftræstikerfi, rakaskemmdir voru verulegar, laga þurfti starfsmannaaðstöðu og þá stóðust burðarvirki og brunarvarnir ekki kröfur.
Toppur
Sítrónu, 0,5 L
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/stk
Corny Big Allar tegundir, 50 g
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM