Miðvikudagur 23. febrúar 2022 // 8. tbl. // 43. árg.
1000 stig Thelmu
Sjálfstæðisflokkurinn:
Ellefu í prófkjöri í Reykjanesbæ Ellefu manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 26. febrúar næstkomandi. Margrét Sanders, oddviti flokksins, er ein sem býður sig fram í efsta sæti en mikið er af nýju fólki sem gefur kost á sér. Meðal sex efstu frambjóðendanna frá 2018 eru aðeins tveir sem bjóða krafta sína áfram en auk Margrétar býður Anna S. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi sig fram í 2.–3. sæti. Guðbergur Reynisson og Eyjólfur Gíslason bjóða sig báðir fram í 2. sætið, Helga Jóhanna Oddsdóttir sækist eftir 3. sæti og Alexander Ragnarsson 3.–4. sæti. Aðrir frambjóðendur eru Eiður Ævarsson (4. sæti), Gígja S. Guðjónsdóttir (4. sæti), Birgitta Rún Birgisdóttir (5. sæti), Steinþór Jón Gunnarsson (5. sæti) og Guðni Ívar Guðmundsson (6. sæti). Sjálfstæðisflokkurinn var með 22,9% atkvæða í síðustu kosningum og hlaut 3 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur síðustu tvö kjörtímabil verið í minnihluta í bæjarstjórn en var þrjú kjörtímabil þar á undan með hreinan meirihluta undir stjórn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra. Síðan þarf að leita allt til kjörtímabilsins 1986–1990 þegar sjálfstæðismenn voru ekki í meirihluta. Sveitarstjórnarkosningar verða 14. maí. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ríða á vaðið í undirbúningi kosninga og eru fyrstir til að ákveða röð á lista sem þeir gera nær undantekningarlaust með prófkjöri.
Thelma Dís Ágústsdóttir er 23 ára og býr í Muncie í Indiana og leikur með Ball State University.
SJÁ VF SPORT
Fjölmörg fiskiskip leituðu vars á Stakksfirði í óveðrinu sem geisaði á þriðjudaginn. Hér má sjá grindvísku togarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK á milli háhýsa við Pósthússtræti í Keflavík. Auk togara voru einnig loðnuskip í vari á Stakksfirði en loðnuskipin hafa verið á veiðum skammt undan Reykjanesskaganum á síðustu dögum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mikil uppbygging hjá Golfklúbbi Grindavíkur SJÁ VF SPORT
Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla:
82% fram úr áætlun Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla sumarið 2021 fóru 82% fram úr kostnaðaráætlun en Ístak var með lægsta tilboðið fyrir 102,4 milljónir króna. Lokauppgjör var hins vegar 186 milljónir króna. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bókuðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, útskýrði framúrkeyrsluna en í bókuninni sem hann flutti segir að bæjarstjórn ítreki
NET SÍMI SJÓNVARP
mikilvægi þess að starfsmenn upplýsi tafarlaust þegar upp komi frávik frá áður samþykktri fjárhagsáætlun. Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í bókun að snemma í ferlinu hafi verið ljóst að framkvæmdin yrði umfangsmeiri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið lögð fram kostnaðaráætlun til samþykkis. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að þegar í ljós koma vankantar í framkvæmdum
FLJÓTLEGT OG GOTT! 55%
25%
Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.
337
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
3. tegundir
99
99
áður 219 kr
áður 139 kr
kr/stk
áður 449 kr
Prótein kleinuhringir
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
29%
kr/stk
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
á vegum bæjarins sé staldrað við og umfang sem og áætlun verksins endurmetið og fari síðan í formlegt samþykki, þannig að hægt sé að veita aðhald í framkvæmdum,“ segir m.a. í bókuninni. Meðal atriða sem þurfti að laga umfram upphaflega áætlun var lagfæring á ónýtu loftræstikerfi, rakaskemmdir voru verulegar, laga þurfti starfsmannaaðstöðu og þá stóðust burðarvirki og brunarvarnir ekki kröfur.
Toppur
Sítrónu, 0,5 L
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/stk
Corny Big Allar tegundir, 50 g
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Fjölmörg verkefni í veðurofsa Það hefur verið nóg að gera hjá viðbragðsaðilum á Suðurnesjum síðustu daga. Rauð veðurviðvörun vegna veðurofsa var í gildi á Reykjanesskaganum frá mánudagskvöldi og fram á þriðjudagsnóttina. Á mánudagskvöld hófst veðurhvellurinn um kvöldmatarleitið og stóð fram eftir kvöldi. Vindstyrkurinn náði náði 27 m/s meðalvindi með hviðum upp á 38 m/s. Þá fóru björgunarsveitir í fjölmörg útköll. Meðal annars var tveimur ungum mönnum bjargað úr bíl sem hafði hafnað í sjávartjörn á hafnarsvæðinu í Keflavík. Mikill sjór hafði gengið á land við gömlu saltgeymsluna. Ungu mennirnir höfðu verið að að skoða sig um í óveðrinu þegar bifreið þeirra hafnaði úti í tjörninni og varð vélarvana. Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Suðurnes bjargaði mönnunum á þurrt. Þá hjálpuðust
Frá vettvangi við Keflavíkurhöfn á mánudagskvöld. björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn að við að afstýra því að leysingavatn myndi flæða inn í fasteignir við Njarðargötu í Keflavík þegar niðurföll voru stífluð í miklum leysingum á mánudagskvöld. Á þriðjudagsmorgun þurfti víða að hemja þakjárn þegar bálhvöss suðvestanáttin barði á byggingum snemma morguns. Vindmælar á
Keflavíkurflugvelli sýndu 29 m/s meðalvind af suðvestri og hviður náðu því að verða 39 m/s. Mesta veðravítið í rauðu óveðurslægðinni varð hins vegar á Reykjanesvita á þriðjudagsmorgun. Þar mældust vestan 39 m/s með 49 m/s í hviðum. Það sprengir alla gömlu veðurskalana og myndi flokkast sem mannskaðaveður.
Anton nýr formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar Anton Guðmundsson er nýr formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar og tekur hann við af Álfhildi Sigurjónsdóttur Heide. Aðalfundur félagsins var haldinn í byrjun febrúar. Á fundinum var kosin ný stjórn og hana skipa ásamt formanni: Álfhildur Sigurjónsdóttir Heide Baldur Matthías Þóroddsson Sigursteinn Gunnar Sævarsson Einar Gunnar Einarsson Varamenn í stjórn: Jóngeir Hlinason Bjarki Dagsson
Krapastífla losuð við Njarðargötu í Keflavík á mánudagskvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Prófkjör laugardaginn 26. febrúar
TAKTU ÞÁTT! Kosið verður á Réttinum, Hafnargötu 90. Kjörstaður verður opinn milli 10:00 og 20:00.
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
Við hvetjum þig til þess að kíkja á xd.is og kynna þér frambjóðendur. Hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað eða á heimasíðu flokksins. Bílastæði við kjörstað eru að framan og að aftan
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Viðskiptavinir Sjóvá greiða ekki fyrir lögboðnar bílatryggingar heimilisins í maí Nánari upplýsingar á sjova.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Segja HSS hafa starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hún segir ómálefnalega umfjöllun. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Stofnunin hefur um áratugi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu sem er ein orsök helsta vandans sem við glímum við, mönnunarvandans. Linni þessum árásum ekki verður vandinn sem við reynum samhent að leysa einfaldlega enn verri.“ Hér er yfirlýsingin í heild sinni: Frá því að núverandi framkvæmdastjórn tók til starfa hefur verið unnið með starfsfólki að breytingum. Árið 2020 markaði starfsfólk HSS stefnu til næstu ára sem kynnt var opinberlega. Síðan þá hefur verið unnið markvisst eftir henni og nú þegar er sú vinna farin að skila árangri. Breytingarnar miða allar að því að bæta getu stofnunarinnar til að veita
þjónustu í þágu samfélagsins. Tekist hefur að byggja upp samheldið teymi fagfólks og stjórnenda við erfiðar aðstæður svo sem undirmönnun og aðstöðuleysi. Starfsfólk HSS tekst á við þessi verkefni vitandi að stofnunin hefur um áratugi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu sem er ein orsök helsta vandans sem við glímum við, mönnunarvandans. Linni þessum árásum ekki verður
ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS
Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki
421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ
bilaverk.thoris@gmail.com
facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris
vandinn sem við reynum samhent að leysa einfaldlega enn verri. Gagnrýni á þjónustu opinberra stofnana er þeim öllum nauðsynleg. Við, eins og aðrir víkjum okkur ekki undan henni. Hún verður hinsvegar að vera málefnaleg og fara í réttan farveg. Mönnunarvandi er vel þekktur í heilbrigðiskerfinu, ekki síst á landsbyggðinni. Ofan á hann bætist ómálefnaleg gagnrýni á opinberum vettvangi sem fær starfsfólk til að hugleiða þakklátari störf. Þetta leiðir til þess að erfiðlega gengur að manna stöður í framlínu sem veldur því að ekki er hægt að veita eins mikla þjónustu og við gætum ef við værum fullmönnuð.
Segja má að við séum föst í vítahring neikvæðrar umræðu sem ekki hefur tekist að rjúfa í áratugi. Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu. Sú orðræða er starfsfólki afar erfið og hefur bein áhrif á það hversu aðlaðandi HSS er sem vinnustaður, bæði fyrir núverandi og framtíðar starfsfólk. Afleiðingarnar hafa verið þær að við getum ekki veitt eins mikla þjónustu og samfélagið þarf. Tvær leiðir eru færar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Sú fyrri er sú sem haldið hefur verið á lofti í áratugi, leið ómálefnalegrar gagn-
rýni. Slíkt niðurrif getur aðeins spillt fyrir því að okkur sé kleift að rækja hlutverk okkar eins vel og hægt er. Seinni leiðin er að fara að fordæmi starfsfólks, sem í dag vinnur samhent að því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Við getum öll verið sammála um að góð heilbrigðisþjónusta er undirstaða hvers samfélags. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að taka þátt í að hlúa að henni. Við hvetjum alla til þess að leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á okkar starfsfólki og hjálpa okkur þannig að efla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Framkvæmdastjórn HSS.
Skipuð verði stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með aðkomu heimamanna Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áskorun Öldungaráðs Suðurnesja að skipuð verði stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með aðkomu heimamanna. Öldrunarráð sendi heilbrigðisráðherra erindi þess efnis þann 27. janúar síðastliðinn. Í erindinu skorar stjórn Öldungaráðs Suðurnesja skorar á heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson,
að beita sér fyrir því að sett verði á laggirnar sérstök fimm manna stjórn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stjórnin verði skipuð tveimur fulltrúum frá Reykjanesbæ og sveitarfélögin Grindavík, Suðurnesjabær og Vogar tilnefni einn fulltrúa hvert. Hlutverk stjórnarinnar verði að fylgjast með rekstri og móta framtíðarstefnu í samráði við yfirstjórn HSS.
PRÓFKJÖR Opið er fyrir skráningu í prófkjör í Árborg og Reykjanesbæ. Framboðsfrestur er til 1. mars kl. 15:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslu prófkjöra eru áætlaðar 12. mars 2022. Skráning fer fram á x.piratar.is PÍRATAR Í SUÐURKJÖRDÆMI AUGLÝSA EFTIR ÞÁTTTAKENDUM Í PRÓFKJÖR Í:
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
• ÁSAHREPPI • BLÁSKÓGABYGGÐ • FLÓAHREPPI • GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI • GRINDAVÍKURKAUPSTAÐ • HRUNAMANNAHREPPI • HVERAGERÐISBÆ • SVEITARFÉLAGINU ÁRBORG • MÝRDALSHREPPI • RANGÁRÞINGI EYSTRA • RANGÁRÞINGI YTRA • REYKJANESBÆ • SUÐURNESJABÆ • SKAFTÁRHREPPI • SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPI • SVEITARFÉLAGINU HORNAFIRÐI • SVEITARFÉLAGINU VOGAR • SVEITARFÉLAGINU ÖLFUS • VESTMANNAEYJABÆ
HAFÐU ÁHRIF Á GANG MÁLA Á ÞÍNUM HEIMASLÓÐUM
Markmiðið er að bjóða fram Pírata í sem flestum sveitarfélögum. Öll sem hafa áhuga geta haft samband við Álfheiði (alfa@piratar.is) eða Margréti (margthor@piratar.is) varðandi hvernig best er að bera sig að þátttöku. Prófkjörsreglur og framboð verða auglýst á kosningavef Pírata — x.piratar.is.
Má bjóða þér bollu?
Allar gerðir af bollum bolludagshelgina og á bolludaginn! Vatnsdeigsbollur, gerbollur, Berlínarbollur og Vegan-bollur. Minnum fyrirtæki á að panta tímanlega fyrir bolludaginn.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Mikið úrval af kökum og brauðum alla daga vikunnar.
Opið alla daga vikunnar
Mánudaga til föstudaga kl. 7:00–17:30 Laugardaga og sunnudaga kl. 7:30–16:30 Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbæ // Sími 421-5255
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sorglegur samanburður Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
GYÐA EIRÍKSDÓTTIR
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, áður Borgarvegi 11, Ytri-Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 25. febrúar klukkan 14:00 Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Erna Nilssen Unnar Már Magnússon Júlíanna María Nilssen Gyða Minný Nilssen Sigfús K. Magnússon Eiríkur Arnar Nilssen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og einstaka hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÚNAR PÉTURSDÓTTUR Austurvegi 5, Grindavík
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Víðihlíðar fyrir veitta aðstoð og einstaka umönnun. Ingólfur Júlíusson Júlíus Pétur Ingólfsson Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir Emil Helgi Ingólfsson Inga Björk Runólfsdóttir Pálmi Hafþór Ingólfsson Christine Buchholz Sigríður Hildur Ingólfsdóttir Svanur Karl Friðjónsson Bergur Þór Ingólfsson Eva Vala Guðjónsdóttir Ingólfur Rúnar Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn
Þá fer að líða að lokum þessa febrúarmánaðar og þrátt fyrir rysjótta tíð þá hefur verið mokveiði þá daga sem bátarnir hafa komist á sjóinn. Reyndar er ansi sérstakt að horfa á útgerð frá Suðurnesjunum og horfa þá á neta, dragnót og minni línubátanna en þeim hefur fækkað mjög mikið á undanförnum árum og helst er að horfa á hversu fáir bátar róa á netum frá Suðurnesjunum. Þeir eru í raun aðeins sjö bátarnir, Hraunsvík GK í Grindavík, reyndar hefur sá bátur ekkert róið síðan snemma í janúar, Erling KE, Bergvik KE, Sunna Líf GK og síðan bátarnir hans Hólmgríms, Halldór Afi GK, Maron GK og Grímsnes GK. Lítum aðeins á hvernig þessum sjö netabátum hefur gengið núna í febrúar. Erling KE er með 190 tonn í tólf róðrum, Grímsnes GK 118 tonn í átta, Maron GK 53 tonn í átta, Halldór Afi GK 11,4 tonn í átta, Bergvík KE 8,9 tonn í fjórum og Sunna Líf GK 1,5 tonn í einum. Hraunsvík GK með engan afla. Sjö netabátar í febrúar árið 2022. Hvernig var þetta þá fyrir tuttugu árum síðan, í febrúar árið 2002? Já, þá var fjöldinn næstum því tífalt meiri, því alls þá voru 68 netabátar á veiðum frá höfnum á Suðurnesjunum. Í Grindavík þá voru 23 bátar á veiðum og hæstur þar var þá Hafberg GK með 81 tonn í átta, Erling KE (skipaskrárnúmer 120) 65 tonn í sex, Óli á Stað GK (sknr. 233 og er gamla Erling KE sem brann) 68 tonn í tveimur róðrum mest af ufsa. Fleiri bátar eru t.d. Þorsteinn GK 37 tonn í sex, Maron GK (plastbátur) með 32 tonn í átján, Hraunsvík GK (sknr. 1640) 31
tonn í sex, Eldhamar GK 31 tonn í sjö, Marta Ágústdóttir GK 29 tonn í fimm, Gullfari HF 27 tonn í fimmtán, Reynir GK 25 tonn í níu, Nóna GK 23 tonn í fimmtán og Ársæll Sigurðsson HF sautján tonn í fimmtán, þessir tveir bátar eru systurbátar, frambyggðir bátalónsbátar úr stáli. Í Sandgerði þá voru 32 bátar á netum og hæstur þar var Ósk KE með 61 tonn í átján, þessi bátur heitir Maron GK árið 2022, Hafnarberg RE var með 47 tonn í átján og heitir þessi bátur Maggý VE árið 2022, Reynir GK 27 tonn í fimmtán (ekki sami bátur og í Grindavík, þessi með sknr. 1105), Hólmsteinn GK 24 tonn í þrettán, Guðfinnur KE nítján tonn í tveimur, Njörður KÓ nítján tonn í fimmtán, Þorkell Árnason GK nítján tonn í fjórtán. Svo voru margir smábátar á netum og þeirra hæstur var Bryn-
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
hildur KE með ellefu tonn í tólf. Í Keflavík voru þrettán bátar á netum og þeirra hæstur var Happasæll KE með 91 tonn í tólf en þessi bátur heitir Sigurfari GK árið 2022, Erling KE 34 tonn í fimm (sami bátur og í Grindavík), Gunnar Hámundarsson GK 34 tonn í sextán, Þorsteinn GK tuttugu tonn í tveimur, Gunnþór GK fimmtán tonn í fjórum, Hólmsteinn GK fjö tonn í og smábáturinn Árvík KE sjö tonn í tíu. Eins og sést á þessum litla samanburði þá er gríðarleg fækkun á netabátum á aðeins tuttugu árum sem er í raun frekar sorgleg þróun og spurning hvernig þetta verður eftir næstu tuttugu ár.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Loðnuveiðar
Jón Steinar Sæmundsson
Það er alltaf ákveðin stemmning og sjarmi yfir því þegar loðnuflotinn birtist hér við Reykjanesið. Nú keppist uppsjávarflotinn við að ná loðnunni, þar sem hrognafyllingin er orðin nóg til að uppfylla skilyrði til frystingar á Asíumarkað. Þó svo að ekki sé unnin loðna hér á Reykjanesskaganum, þá fylgir henni ávallt mikil fiskgengd sem hefur í för með sér aukið líf í höfnum svæðisins. Hér eru nokkrar myndir frá því síðastliðinn sunnudag er loðnuflotinn var að eltast við bráðina við Reykjanes, í Röstinni og þar vestur af á milli óveðurslægða sem koma hér upp að landinu á þessu fræga „lægðafæribandi“ sem mætti nú alveg fara að kippa úr sambandi.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ð O B L I T R A G L E H K Í A SAFAR GILDA: 24.--27. FEBRÚAR LAMBALÆRI
Durum-brauð 612 g
Í BLÁBERJAMARÍNERINGU
30%
30% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
349
KR/STK ÁÐUR: 499 KR/STK
Nauta ribeye-steikur
3.989
KR/KG ÁÐUR: 5.699 KR/KG Heilsuvara vikunnar!
1.557
KR/KG
32% AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 2.289 KR/KG
25% AFSLÁTTUR
25%
Grand Padano Michelangelo - 200 g
D-Lux 3000 BetterYou, 15 ml, munnúði
KR/STK ÁÐUR: 1.269 KR/STK
KR/STK ÁÐUR: 1.879 KR/STK
952 20%
Grísabógsneiðar
KR/PK ÁÐUR: 2.999 KR/PK
KR/KG ÁÐUR: 1.499 KR/KG
2.399
349
KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK
AFSLÁTTUR
Mjúkar kjúklinga-tacos Street Food, 8 stk.
1.409
Avókadó 2 stk. - forþroskuð
40%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
899
30% AFSLÁTTUR
Vatnsdeigsbollur án súkkulaðis, 6 stk.
759
KR/PK
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM
Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Nemendur og starfsfólk Myllubakkaskóla stillti sér upp í mynd framan við skólann á afmælisdaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi
70 ára afmæli Myllubakkaskóla fagnað við sérstakar aðstæður Sjötíu ára afmæli Myllubakkaskóla var fagnað 17. febrúar þegar nemendur skólans söfnuðust saman framan við aðalinngang skólans og sungu afmælissöng fyrir skólann sinn. Stundin var nokkuð óvenjuleg í sögu skólans, því síðustu mánuði hefur skólinn verið lokaður og nemendur hans stundað nám sitt á víð og dreif um Reykjanesbæ. Ástæðan er alvarlegt tilfelli myglu sem fannst víða í skólabyggingunni.
Nemendur Myllubakkaskóla sungu fyrir skólann sinn. Sönginn má heyra í myndskeiði í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.
Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn var nemendum, kennurum og öðru starfsliði stillt upp í myndatöku í tilefni dagsins. Þegar myndum hafði verið smellt af var blásið til dansveislu á skólalóðinni. Nú hefur hins vegar elsti hluti skólans verið opnaður aftur og yngstu nemendurnir hafa hreiðrað um sig í endurbættum skólastofum. Nýtingu skólans hefur jafnframt verið breytt og þar sem voru kennarastofur eru í dag skólastofur. Kennararnir fá í staðinn inni í tölvustofunni. Framkvæmdir halda svo áfram í öðrum rýmum skólans við að fjarlægja myglu og fyrirbyggja frekara smit. Meðal annars þarf að rífa hluta skólans og endurbyggja. Saga Myllubakkaskóla eða Barnaskóla Keflavíkur nær til ársins 1897. Árið 1948 var hafist handa við bygg-
ingu skólans á Sólvallagötu og var hann vígður 17. febrúar 1953. Vegna mikilla fólksfjölgunar þurfti að byggja við skólann og var nýbyggingin tekin í notkun 1967. Árið 1973 varð aftur aukning nemenda vegna gossins í Vestmannaeyjum og var þá brugðið á það ráð að kaupa þrjár lausar kennslustofur, svonefnda „kálfa“, og koma þeim fyrir við skólann. Árið 1987 var tekið til við að byggja við Myllubakkaskóla og var sú bygging tekin í notkun 1988. Árið 1998 var hafist handa við að byggja Heiðarskóla og haustið 1999 er 1. -10. bekk skipt niður á skólana þrjá í Keflavík. Sumarið 1999 var hafist handa við að stækka Myllubakkaskóla til að hægt sé að einsetja hann. Skólinn varð einsetinn haustið 2000.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli - Kennari í námsver Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna Ævintýrasmiðja - Sumarstarf Ævintýrasmiðja - Umsjónarmaður Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri skrifstofu Vinnuskóli - Flokkstjórar Vinnuskóli - Sérverkefna flokkstjóri Vinnuskóli - Skrúðgarða flokkstjóri Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
Hugsum út fyrir boxið, hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér! Eitt af því sem lengi hefur háð okkur íbúum Reykjanesbæjar er áhættan af því að hafa öll eggin í sömu körfunni þegar kemur að atvinnumálum. Kjölfestan í atvinnumálum okkar hefur gjarnan verið einn til tveir mjög stórir vinnustaðir, til dæmis herinn, flugstöðin og sveitarfélagið. Þetta þýðir að höggið verður enn meira þegar á móti blæs og illa árar í einni grein eða breytingar verða eins og þegar herinn fór og Covid skall á. Ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum liggja óþrjótandi tækifæri í túnfætinum hjá okkur. Hvar annars staðar á landinu er til staðar allt í senn; nóg af landsvæði, stórskipahöfn og alþjóðaflugvöllur? Það gerist hins vegar ekkert af sjálfu sér í þessu frekar en öðru. Við eigum að vera óhrædd að kalla til skrafs og ráðagerða öfluga frumkvöðla og fyrirtæki sem hugsa út fyrir boxið og geta skapað hér örugg
og fjölbreytt störf. Þau þurfa ekki öll að tengjast stóriðju! Vinnumarkaðurinn er að breytast mjög hratt, einyrkjar og smærri fyrirtæki blómstra sem aldrei fyrr. Sú leið að vera eigin herra hentar æ fleirum og einstaklingsframtakið skapar verðmæti fyrir samfélagið allt. Með því að nýta mannauðinn sem í bænum býr og búa fyrirtækjum gott umhverfi náum við að styrkja enn frekar grunnstoðir okkar og þjónustu. Drögum að öflugt fólk og njótum sjálf búsetu í okkar góða sveitarfélagi. Njótum þess að búa í bæ þar sem fólk getur fengið meira fyrir launin sín og átt fleiri gæðastundir í sólarhringnum, fjarri ys og þys stórborgarinnar en samt svo nálægt. Ég býð mig fram í 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og óska eftir þínum stuðningi. Helga Jóhanna Oddsdóttir.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
EYJÓLFUR GÍSLASON 2. SÆTI
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Í reykjanesbæ 26. febrúar
Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sæti
Fögnum fjölbreytileika Reykjanesbæjar
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Björg og Falur með starfsfólki sínu. Takið eftir græna veggnum á bak við þau.
Björg Hafsteinsdóttir og Falur Daðason hafa rekið Sjúkraþjálfun Suðurnesja í tvo áratugi
„Ekkert skemmtilegra en að sjá fólk ganga héðan út þegar vel hefur tekist til“ Átta sjúkraþjálfarar taka á móti rúmlega 200 manns alla virka daga í „gömlu“ Vínbúðinni. Sjúkraþjálfun Suðurnesja hefur verið starfrækt í Keflavík í áratugi. Björg Hafsteinsdóttir útskrifaðist sem löggiltur sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1995 og stofnaði þá sjúkraþjálfun í eigin nafni. Falur Helgi Daðason kom svo til liðs við Björgu árið 2000. Fyrst sem nemi en keypti sig svo inn í fyrirtækið árið 2002 þegar hann hafði sjálfur hlotið löggildingu í sjúkraþjálfun. Þar með varð til Sjúkraþjálfun Suðurnesja fyrir tuttugu árum síðan. Í dag er fyrirtækið til húsa í Hólmgarði 2, þar sem Vínbúðin var til húsa. Hjá fyrirtækinu starfa átta sjúkraþálfarar auk tveggja starfsmanna í móttöku. Daglegir notendur þjónustunnar eru um 200 manns. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig byrjaði þetta allt? „Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 1995 og opnaði stofu í 100 fermetrum á Faxabraut 2 sem hét Sjúkraþjálfun Bjargar. Þarna voru bara fjórir bekkir og þetta var bara lítið og kósý. Þarna var lágmarks
tækjabúnaður sem þurfti að hafa til að mega opna stofu. Falur kemur svo til mín sem nemi í febrúar árið 2000 og hefur svo störf á stofunni í júní sama ár,“ segir Björg. Falur keypti sig inn í fyrirtækið hjá Björgu árið 2002 og þá var að hans sögn ýmislegt farið að breytast í sjúkraþjálfun. „Fljótlega voru gerðar miklu stífari kröfur á allan aðbúnað þannig að við máttum ekki vera lengur í þessum 100 fermetrum á Faxabrautinni og vorum eiginlega þvinguð í það að stækka. Við keyptum þá húsnæði að Hafnargötu Um 200 manns koma daglega í Sjúkraþjálfun Suðurnesja.
„Við erum að sinna fólki sem ýmist hefur farið í aðgerðir, lent í slysum, er alvarlega veikt eða er með einhver vandamál sem geta verið af mjög mörgum toga.“
15 í Keflavík árið 2003 og stækkum það svo 2005. Árið 2018 keyptum við svo þetta glæsilega húsnæði í Hólmgarði,“ segir Falur. Húsnæðið í Hólmgarði var bara einn stór geimur. Þar hafði síðast verið vínbúð en húsnæðið staðið autt í tólf ár. Þau Björg og Falur fengu Jón Stefán Einarsson, arkitekt, til að teikna upp stofuna og útkoman er glæsileg, viðmótið á að vera hlýlegt þegar komið er inn og andinn góður.
Mikil þróun í sjúkraþjálfun Hvað eruð þið að gera hérna hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja? „Við erum að sinna fólki sem ýmist hefur farið í aðgerðir, lent í slysum, er alvarlega veikt eða er með einhver vandamál sem geta verið af mjög mörgum toga. Hingað kemur líka fullt af börnum og við erum að sinna skjólstæðingum frá tveggja mánaða aldri og alveg upp úr,“ segir Björg. Falur segir að starfsemin hafi breyst mikið og þróast í gegnum árin. „Við byrjuðum í því að vera nuddarar. Þegar ég er að byrja árið 2000 er þetta mikið nudd. Núna erum við mikið með taugasjúklinga, með barnasjúkraþjálfun og þá koma íþróttamenn mikið hingað inn. Svo eru það ýmiskonar sjúkdómar eins og heilablóðföll eða vinnuslys. Það er það sem við sinnum helst í dag,“
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
segir Falur og bætir við: „Þú nefndir það að þú hefðir komið í þetta húsnæði oft á árum áður og margir hafa gert það og það var góður andi, vínandi. Við höfum reynt að halda þessum skemmtilega anda. Það er alveg gaman að koma hingað og við teljum það mikilvægt að fólki finnist gaman að koma hingað í sjúkraþjálfun. Koma í æfingar og hitta fólk. Það myndast vinskapur hérna, þannig að við erum nokkuð ánægð með hvernig þessi andi er hérna.“ Hvað með árangurinn, það er hann sem skiptir máli og fólk kemur hingað til að fá hjálp við meinum.
„Það skiptir máli að við séum að hjálpa fólki og við gerum okkur líka grein fyrir því að við getum ekki hjálpað öllum. Við leggjum mikið uppúr því að við viljum kynnast fólkinu. Það er mikilvægt í meðferðinni að kynnast fólki, við hvað það er að starfa og hverjir eru fjölskylduhagir. Það eru oft persónuleg og viðkvæm mál. Þetta er svo rosalega fjölbreytt hvernig hver einstaklingur er og hvert vandamálið er. Það þarf alltaf að greina og meta hvert fyrir sig. Það sem við viljum gera er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Við erum að reyna að koma fólki
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11 og lífsgæði fólks aukast við þessar aðgerðir.“
„Það eru um 200 manns að sækja hingað þjónustu á hverjum degi með fólki sem kemur hingað í æfingasal án þess að vera að koma til okkar sjúkraþjálfaranna. Það er mikil umferð og margir að fara í gegnum salinn og einnig til okkar á bekk líka.“
Björg og Falur, eigendur Sjúkraþjálfunar Suðurnesja.
af stað, koma því í æfingar, hvetja til hreyfingar og við erum oft töluverðir sálfræðingar í lífi fólks,“ segir Björg og Falur bætir við: „Það sem gefur þessu starfi gildi, og er alveg ofboðslega gaman í þessu, er þegar það gengur vel og þegar við sjáum fólk ganga héðan út þegar vel hefur tekist til. Það er ekkert skemmtilegra en það.“
Hjálpum fólki að hjálpa sér sjálft Við sjáum marga hér í æfingum í tækjasal. Er það hluti af endurhæfingunni? „Ég get sagt að við erum í dag 80% inni í sal í æfingum. Við hjálpum fólki að byrja á sinni hreyfingu sjálft. Þaðan getur það svo farið út í lífið og haldið áfram að hreyfa sig. Það er það sem á endanum kemur fólki áfram,“ segir Falur.
Hvað er þetta stór hópur sem kemur til ykkar að jafnaði á hverjum degi? „Það eru um 200 manns að sækja hingað þjónustu á hverjum degi með fólki sem kemur hingað í æfingasal án þess að vera að koma til okkar sjúkraþjálfaranna. Það er mikil umferð og margir að fara í gegnum salinn og einnig til okkar á bekk líka. Það er mikið fjör hérna alla daga,“ segir Björg. Aðspurð um hvernig ferlið gengur þetta fyrir sig þegar einstaklingur kemur og þarf að fá bót meina sinna segir Björg: „Ferlið er þannig að þú þarft að fá beiðni frá lækni. Það er lykilatriði. Þá er læknir búinn að greina hvað er að. Svo kemur viðkomandi til okkar. Við erum með forgangshópa og tökum ákveðna hópa sem þarf að sinna fremur en aðra. Við metum viðkomandi og tökum niður sögu og skoðum við komandi. Því miður þá náum við ekki að sinna næstum því öllum sem til okkar leita. Núna eru 300 manns á biðlista hjá okkur. Við erum með forgangshópa. Þar er fólk sem hefur lent í slysum eða er að koma úr aðgerðum. Einnig erfiðir taugasjúkdómar og alvarleg veikindi og svo eru börn. Það eru þessir fimm hópar sem eru í forgangi.“
Langaði alltaf að læra á líkamann Þau Björg og Falur tengjast mjög íþróttageiranum í Reykjanesbæ. Björg var ein besta körfuknattleikskona landsins á sínum tíma með Keflavík. Þegar Björg er spurð út í það hvort þátttaka hennar í íþróttum hafi leitt hana út í sjúkraþjálfaranámið, þá játar hún því. „Mig langaði alltaf að læra á líkamann þegar ég var yngri og þessi tengsl við íþróttirnar, að setja á bekknum með sjúkraþjálfara, hafði mjög mikið að segja að ég valdi að fara í þetta nám,“ segir Björg.
Tölvur og snjalltæki valda axlarmeini Í dag eru axlarmein algeng viðfangsefni sjúkraþjálfara og það er meðal annars um að kenna líkamsstöðu við notkun á tölvum og snjalltækjum. Einnig sjá þau Björg og Falur mikla aukningu í komum fólks eftir aðgerðir á öxl, bæði stórar og smáar. Þá er mikil aukning í tilvísunum til sjúkraþjálfara vegna gerviliðaaðgerða og segja þau að það séu alltaf einhverjir í salnum hjá þeim sem séu nýbúnir í slíkum aðgerðum. „Við sjáum fólk oft áður en það fer í þessar liðskiptiaðgerðir og þær eru ótrúleg bót fyrir fólk. Í 95% tilvika ganga þessar aðgerðir mjög vel og auka lífsgæði hjá fólkinu og það er gaman að sjá það gerast,“ segir Björg og Falur bætir við: „Læknar eru orðnir svo færir í þessum aðgerðum
Saknar þú ekki keppninnar? Ég veit að þú ert komin yfir körfuboltaaldurinn en þetta var skemmtilegur tími í Keflavík. „Alveg svakalega skemmtilegur tími. Það eru margar skemmtilegar minningar og margir vinir manns í dag.“ Björg á dótturina Telmu sem er í körfuboltanum í dag. Hún spilar um þessar mundir í Bandaríkjunum. Björg segist lítið geta kennt henni, hún sé orðin miklu betri en mamma sín var. „Hún sér alveg um þetta sjálf. Ég hvet hana bara áfram,“ segir Björg.
Að hefja 23. tímabilið sem sjúkraþjálfari Keflavíkur Falur er að byrja sitt 23. tímabil sem sjúkraþjálfari Keflavíkurliðsins í knattspyrnu. Hann var á tímabili líka með körfuknattleikslið Keflavíkur. „Þetta er alveg ofboðslega gaman og í raun ástæðan fyrir því að ég fór að læra þetta, til að geta verið með í íþróttum áfram. Ég var kannski ekki nógu góður til að fara að spila íþróttir upp í meistaraflokkana en í gegnum
Er hægt að bregðast við þessu Falur? Getið þið fengið fleiri sjúkraþjálfara í vinnu? „Það vantar sjúkraþjálfara. Við fáum tvo sjúkraþjálfara í sumar en á móti er ein að fara í fæðingarorlof á sama tíma. Því miður getum við bara sinnt ákveðnum fjölda og ekki bætt endalaust á okkur eins og við myndum vilja. Við þurfum að forgangsraða og metum forgangshópinn út frá beiðnum frá læknum.“ Hver er staðan á menntun sjúkraþjálfara? „Þetta er fimm ára háskólanám til meistaragráðu í sjúkraþjálfun. Um leið og fólk hefur útskrifast úr þessu námi þá getur það farið að vinna, hvort sem er á sjúkrahúsum eða á æfingastofum.“
starf sjúkraþjálfarans sá ég tengingu til að geta verið með. Það að vera á bekknum með liði og vera hluti af hóp er bara ofboðslega skemmtilegt. Ég mæli með þessu fyrir unga sjúkraþjálfara. Þetta er mikil vinna en er líka rosalega gaman. Nú erum við Gunnar Ástráðsson, sem vinnur hérna hjá okkur, báðir með liðið og það hjálpar manni að komast aðeins frá, því það er mikil binding að vera sjúkraþjálfari knattspyrnuliðs,“ segir Falur. Þegar þú hefur verið sjúkraþjálfari knattspyrnuliðs í tvo áratugi er ljóst að um breytingu hjá íþróttafólki hefur verið? „Það er mikil breyting. Í dag eru menn í töluvert betra formi. Meiðsli eru líka öðruvísi. Það er minna af vöðvameiðslum en meira af meiðslum vegna tæklinga, sem eru þá erfið meiðsli. Höfuðmeiðsli eru líka algengari sem er vegna þess að það er meiri harka í íþróttum en áður. Ég hef verið að fylgjast með frá árinu 1999 og leikmenn eru í betra formi í dag. Þjálfunin er betri í dag og menn eru að fá meira greitt sem leikmenn í dag en fyrir tuttugu árum. Sjúkraþjálfunin er líka orðin betri og þetta tengist saman. Fræðin eru orðin betri.“
Liverpool aðalliðið Íþróttir er til umræðu í Sjúkraþjálfun Suðurnesja alla daga. Enski boltinn er til umræðu og allir hafa sterkar skoðanir á honum. „Við erum öll svo góðir hliðarþjálfarar, vitum allt og kunnum þetta allt,“ segir Björg og hlær. „Allir sem hafa áhuga á íþróttum verða að hafa skoðun á þeim og við höfum hana,“ bætir hún við. Á Sjúkraþjálfun Suðurnesja er Liverpool aðalliðið en hin fá að fljóta með,“ segja þau Björg og Falur að endingu.
Allt á fullu í tækjasalnum í Sjúkraþjálfun Suðurnesja.
STUÐNINGSFULLTRÚI ÓSKAST
VIRÐING SAMVINNA ÁRANGUR
Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 50-60% starf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fyrst. Starfið felur í sér að aðstoða nemanda á starfsbraut skólans. Umsækjandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa gaman af að umgangast og vinna með ungu fólki. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sem máli skiptir, skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið gudlaug.palsdottir@fss.is sem fyrst eða eigi síðar en 28. febrúar 2022. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Guðmundur Hermannsson er einn ánægðra viðskiptavina.
Skólameistari
Eiður Ævar
Ég býð mig fram í 4.sæti í prófkjöri Sjá í Reykjanesbæ þann 26. febrúar næst Ég vil að eldri borgarar geti búið lengur heima. Ég vil stytta biðtíma eftir leikskólaplássi. Ég vil koma á fót einkarekinni heilsugæslu. Ég vil fjölga atvinnutækifærum með stuðningi við nýsköpun. Ég vil koma upp FABLAB vinnustofum til að hjálpa ungu fólki að finna sína fjöl. Ég vil endurskoða íþróttamál í Reykjanesbæ og koma með alvöru stuðning við íþróttafélögin.
Skannaðu kóðann og leyfðu mér að kynna fyrir þér stefnumál mín.
rsson
álfstæðisflokksins tkomandi.
www.eiduraevarss.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Það er áhugavert að heyra af fólki sem er næstum 99 ára gamalt og er að læra á tölvur og notfæra sér þá tækni í daglegu lífi. Gunnar Jónsson, íbúi í þjónustuíbúð á Nesvöllum, var að endurnýja fartölvuna sína sem hann notar daglega.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Nærri aldargamall og keypti sér nýja fartölvu hilmar@vf.is
„Nei, það er nú ekki langt síðan ég fór að fikta við tölvur. Björgvin tengdasonur minn keypti þessa fyrir mig í Reykjavík,“ segir Gunnar þegar hann sýnir útsendurum Víkurfrétta nýja fartölvu sem hann hefur fengið í hendurnar og notast við daglega. „Ég er að ná í blöðin og fréttamiðla en svo er ég aðallega í tón-
listinni,“segir Gunnar í samtali við blaðamann. Gunnar segist hafa gaman af Youtube myndveitunni. „Ég er svolítið drjúgur í tónlistinni og þykir gaman af allri dansmúsík,“ segir hann og bætir við: „Svo er það bara að spila kapal. Maður getur legið alveg í honum.“
Þú ferð mikið inn á Youtube og þar er mikið af efni. „Já, það er mikið af efni sem maður finnur þar. Það klikkar nú stundum þegar ég er að leita þar en ég byrja þá bara aftur.“ Er langt síðan þú lærðir að bjarga þér á tölvu? „Nei. Þegar ég fékk þessa tölvu, þá kenndu dætur mínar mér að komast inn á þetta. Ég var nú svolítið lengi að átta mig á þessu. Ég þurfti að spyrja oft um sömu atriðin,“ segir Gunnar og hlær. „En svo kom þetta smátt og smátt.“ Heldur þú að það sé algengt hjá eldra fólki að það nýti sér tölvur? „Það er örugglega misjafnt. Sumir eru alveg á kafi í þessu. Ég var að hugsa um að læra á heimabankann, en læt Lovísu dóttur mína bara um það fyrir mig.“ Þannig að þú ferð ekkert í heimabankann sjálfur til að skoða? „Nei, ég þarf þess ekki. Dóttir mín er búin að sýna mér hvernig þetta virkar, en ég held að ég nái því ekki,“ segir Gunnar og kímir. Þá segist hann heldur ekki vera kominn að því að „gúggla“ á netinu til að leita sér upplýsinga. Hann láti frekar Youtube leiða sig áfram í flakki um heima danstónlistar og fleira í þeim dúr.
Til í að læra á Google Gunnar tók dans fyrir Víkurfréttamenn. Var með kúrekabeltið klárt en vantaði bara kúrekahattinn.
Blaðamaður býðst til að sýna Gunnari hvernig á að nota leitarvélina á netinu. „Þú mátt sýna mér það en þarft jafnvel að gera það oftar en einu sinni svo ég nái því.“ Gunnar er jafnframt kominn með snjallsíma en segist ekki vera með nein öpp eða gögn þar. Hann sé bara
til að hringja og taka á móti símtölum. Gunnar hefur næstum lifað heila öld og tímarnir eru mikið breyttir frá því hann var ungur maður. Þá voru ekki tölvur. „Þá var bara penni og blað og allt skrifað,“ segir hann.
Virkur þátttakandi í heilsueflingu Heilsuefling Janusar í Reykjanesbæ berst í tal en Gunnar hefur verið þátttakandi í því verkefni frá upphafi og er enn að. „Ég hef verið að mæta tvisvar í viku eins og þetta var en það hefur alveg dottið út eitt og eitt skipti og þá sérstaklega þegar það er leiðinda veður eins og verið hefur undanfarið.“ Ertu ennþá að keyra? „Já, já, ég er með bílpróf.“ Eru læknarnir ekkert að skoða sjónina svo þú haldir prófinu? Jú. Það var í fyrra og þá var ég búinn að fara yfir alla stafina og læknirinn bara glápir á mig. Ég varð að gjöra svo vel að lesa aftur. Hann trúði mér ekki og ég spurði hann
Ég er svolítið drjúgur í tónlistinni og þykir gaman af allri dansmúsík. Svo er það bara að spila kapal. Maður getur legið alveg í honum.
hvers vegna hann horfði svona á mig en hann svaraði því ekki,“ segir Gunnar og hlær af atvikinu. Gunnar fékk vottorðið hjá lækninum og er ennþá með gild ökuréttindi. Það er stutt síðan Gunnar fór til augnlæknis þar sem augnbotnarnir voru skoðaðir og sagðir vera eins og hjá ungmenni. Hefur það haft góð áhrif á þig að stunda þessa heilsurækt? „Já. Ég held að ég hafi byrjað alltof seint á þessu. Þetta er helvíti gott svona passlega mikið. Ef maður reynir of mikið á sig þá verður maður þreyttur. Ef þetta er allt í hófi þá er þetta bara mjög gott og það er gott að halda því bara svoleiðis.“
Heldur áfram á meðan heilsan leyfir Gunnar ætlar að halda áfram í ræktinni eins og hann getur og meðan heilsan leyfir. Það gangi vel og ef eitthvað klikki, þá bara klikki það, segir hann. Gunnar er líka duglegur að stunda ræktina heimavið. Hann er með þrekhjól heima hjá sér sem hann notar daglega. Þá er einnig oft sett dansmúsík á fóninn og tekin spor í stofunni. Það gerði Gunnar einmitt fyrir blaðamenn Víkurfrétta og myndskeið af því má sjá í rafrænni útgáfu blaðsins. Þú ert að dansa líka, er það ekki? „Já, já. Við ætluðum að fara að byrja starfið núna eftir Covid-ið en við mættum ekki nema tvö. Það þarf eitthvað að láta vita betur af þessu. Ég hitti einmitt eina stúlkuna í göngunni í morgun og hún vissi ekkert af því að dansinn væri byrjaður, þannig að það þarf að láta vita betur af honum.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Gunnar skellir sér á hlaupahjólið heima sem Janus í heilsueflingu færði honum en svo fer hann líka í ræktina til hans. sem áttu allt en svo kemur verkalýðsfélagið í spilið. Þá var aldeilis slagurinn um það að fá að vera til.“ Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má horfa á viðtal við Gunnar sem
„Ég fer mikið á Youtube. Það er ansi margt þar,“ segir Gunnar sem situr hér við nýju tölvuna.
Svo gerðist það að Bretarnir, sem höfðu komið sér fyrir í firðinum, skutu á okkur á landleiðinni. Gunnar er í gönguhópi sem mætir reglulega í Reykjaneshöllina þar sem gengið er á morgnana og gerðar viðeigandi teygjur. „Við erum eitthvað um tuttugu manns sem erum að mæta,“ segir Gunnar.
Varð fyrir skotárás frá Bretum í stríðinu Gunnar er titlaður skipstjóri í símaskránni en hann byrjaði til sjós þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann réði sig til Seyðisfjarðar hjá Árna Vilhjálmssyni. Róið var á sex bátum með línu yfir sumarmánuðina. Gunnar var þrjú sumur fyrir austan eða fram í seinna stríð. Síðasta sumarið hans í róðrum fyrir austan var þegar stríðið byrjar. Róið var fram í september en þá var farið að dimma. „Einu sinni þegar við vorum að fara á sjó var farið að skyggja. Bátarnir voru ekki raflýstir, heldur voru dregnar upp olíuluktir. Það gekk illa að koma luktunum upp. Svo gerðist það að Bretarnir, sem höfðu komið sér fyrir í firðinum, skutu á okkur á landleiðinni. Bretarnir voru með byrgi við Sörlastaði og skutu þaðan. Kúlan hafnaði í sjónum um átta metra frá okkur. Eftir þetta hættu allir að róa,“ segir Gunnar. Engar skýringar fengust á þessari árás Bretanna. Málið fór til sýslumanns en engin svör fengust. Eftir þetta atvik ákvað Gunnar að nóg væri komið fyrir austan og kom suður til Keflavíkur og beint á reknet. „Það var eina útgerðin sem var alveg fram að jólum. Svo var farið að róa á línu í desember og fá smá jólapening og gaf bara vel.“ Bátarnir á þessum tíma voru mest tuttugu tonna bátar en voru frá átján og upp í tuttugu og fjögur tonn. C
M
„Alli kóngur er í hópnum, rallandi fullur, og veifar til jeppans þegar hann kemur inn götuna og fær þá til að stoppa. Kaninn stoppar og út stígur hár og myndarlegur maður. Alli babblar eitthvað við hann og vill bara fara að slást við þá. Kaninn gaf Alla á kjaftinn og þá vildi hann að hópurinn færi að slást en fékk engin viðbrögð. Alli fékk bar einn á lúðurinn og þá var þetta bara búið,“ segir Gunnar.
Unir hag sínum vel á Nesvöllum Gunnar er nýlega fluttur að Nesvöllum í Reykjanesbæ þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Atvinnuauglýsing_janúar2015_shape.ai 18.2.2022 Þar unir hann hag sínum1 vel og nýtir m.a. þá þjónustu að fara í mat í húsinu og sleppur þá við að elda
sjálfur. Hann segist kunna ágætlega við það. Hann segist ekki finna sig í félagslífinu á Nesvöllum. Þó svo Gunnar sé duglegur að leggja kapal í tölvunni, þá fyndist honum leiðinlegt að spila á spil. M.a. sé boðið upp á Bridds en hann taki ekki þátt í því. „Þar þurfi að vera minnugur og minnið er ekkert alltof gott, segir Gunnar og brosir.
Aðalfundur FEBS Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur aðalfund sinn föstudaginn 4. mars 2022 á Nesvöllum kl. 14.00.
Fátækt í heimskreppunni
MY
CY
CMY
K
Kaninn kýldi Alla kóng Gunnar segir stríðsárin hafa verið að mestu án vandræða hér suður með sjó. Hann muni eftir einu atviki sem hafi verið hættulegt. Þá hafi herjeppi komið niður Aðalgötuna í Keflavík og beygt inn á Túngötuna. Það eru nokkrir strákar sem standa við hornið á húsinu hjá Gunnari Árnasyni, beint á móti Ástusjoppu.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Gunnar segir að það sé mun auðveldara að vera ungur maður í dag með allri þessari tækni, heldur en þegar hann var að alast upp. 16:03:56 „Það var fátæklegt hérna í kringum 1930 í heimskreppunni. Fólk var bara reglulega fátækt. Það stóð uppi með útgerðarmönnunum
Rafholt óskar eftir rafvirkjum til starfa Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp starfsmanna. Við leitum að öugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri í kreandi umhver. Rafholt er samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi og samviskusemi. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um en eitt af stefnumálum fyrirtækisins er að auka hlutfall kvenna í greininni.
Y
CM
var í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku. Þar má m.a. sjá kappann taka nokkur létt dansspor í íbúð sinni á Nesvöllum.
Þjónustudeild
Auglýsum eftir vönum rafvirkjum til starfa við þjónustudeild fyrirtækisins. Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og hafa áhuga á því að tileinka sér nýjungar. Rafholt sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má þar helst nefna Mílu, Vodafone, Nova, Símann, Neyðarlínuna, Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Ölgerðina, Reginn, Eik Fasteignafélag, Húsasmiðjuna, Héðinn, Nathan & Olsen, Hörpu Tónlistarhús og FLE, Smáralind, Advania o..
Almenn rafvirkjastörf
Auglýsum eftir vönum rafvirkjum, nemum og aðstoðarmönnum í ölbreytt verkefni á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna í teymi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en alls ekki skilyrði. Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á starf@rafholt.is
Rafholt ehf. | Smiðjuvegur 8 | 200 Kópavogur | 517 7600 | www.rafholt.is
Rafholt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar á sviði rafverktöku á Íslandi. Helstu verkefni eru almennar raagnir, tölvu- og ljósleiðaralagnir, töu- og stjórnskápasmíði og loftneta þjónusta. Rafholt ehf. leggur áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins. Öugt starfsmannafélag er starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Rafholt ehf. er á lista Creditinfo yr framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2021. Aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
FS-ingur vikunnar: Betsý Ásta Stefánsdóttir
f o m u d n u t S hávær
Hermann borgar er sextán ára og er í Akurskóla. Hann æfir körfubolta og er varaformaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Hermann hefur gaman af pólitík og langar að verða lögfræðingur í framtíðinni.
Betsý Ásta Stefánsdóttir er sextán ára og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Betsý er dugleg og metnaðarfull. Hún hefur gaman af félagsstörfum og er formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? í Akurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfubolta með Njarðvík, ég sinni einnig mikið af félagsstörfum þar sem ég formaður í nemendaráði Akurskóla og varaformaður í ungmennaráði Reykjanesbæjar.
Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn fyrir mig er félagslífið og gott að vera nálægt heimilinu. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég held ég myndi segja Róbert Andri bara einfaldlega af því hann er geggjaður gaur. Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS var þegar við Morfís-liðið vorum að æfa og Lárus datt niður stigann í 88 húsinu. Hver er fyndnastur í skólanum? HELENA MJÖLL VILHJÁLMSDÓTTIR.
Ung(menni) vikunnar: Hermann Borgar Jakobsson
ð a v h i e r d l a it e v r „ Maðu “ m u n g e g í a g n a g fólk er að
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Hver er þinn helsti kostur? Er mjög metnaðargjörn og hjálpsöm. Hver er þinn helsti galli? Er stundum of hávær. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Messenger og TikTok. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? ELSKA þegar fólk er fyndið og metnaðarfullt.
Hver eru áhugamálin þín? Félagsmál.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að halda áfram að vera mikið í félagsmálum og kannski einn daginn verða forseti hver veit.
Hvað hræðistu mest? Sjóinn og ketti.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hlusta lítið á tónlist en hlusta á hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín alla daga.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Ætli það sé ekki stærðfræði eða íslenska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Get ekki valið einhvern einn en ég hef mikla trú á öllum sem stefna að því. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar það byrjaði einhver ofn að leka í myndlist og lak út um allt. Slökkviliðið þurfti að koma og læti. Þetta var mjög spennandi í 2. bekk. Hver er fyndnastur í skólanum? Verð að segja Benjamín Leó bekkjarfélagi minn, hef mjög gaman af honum. Hver eru áhugamálin þín? Það er körfubolti og félagsstörf. Jú, ég má nú ekki ljúga en ég hef líka mjög gaman af pólitík. Hvað hræðistu mest? Er hræddur við RISAklettinn á Flúðum.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég dýrka Yfir borgina með Valdimar og Þegar tíminn er liðinn með Bubba Morthens. Hver er þinn helsti kostur? Ég hef alltaf haft það að mínu markmiði að vera góður við fólkið í kringum mig því maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Svo geng ég líka í hlutina þegar þess þarf. Hver er þinn helsti galli? Get verið svolítið stríðinn og þrjóskur. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Spotify. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ætla að fara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og svo langar mig að verða lögfræðingur þegar ég verð eldri. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Áreiðanlegur. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
ELSTU BARNASKÓLAR LANDSINS Á 18. og 19. öld fór kennsla fram á heimilum. Skyldu húsbændur sjá um að börnin lærðu að lesa, en prestar sjá til þess að það væri gert. Árangurinn var sá að frá því um 1800 kunnu flestir landsmenn að lesa en færri að skrifa. Þetta var ódýrt kerfi og virkaði. Engin skólahús þurfti að byggja, engin skólabörn að flytja og ekki að borga laun kennara – nema ráðinn væri einkakennari en það fór í vöxt. Skólaskylda komst ekki á fyrr en með fræðslulögum 1908 og þá aðeins fyrir tíu til fjórtán ára börn. Margir fyrstu barnaskólanna voru byggðir upp og reknir af áhugamannafélögum. Jón Árnason Skálholtsbiskup lagði fram tillögu árið 1736 um „barnaskóla í hverri sýslu“. Elsti barnaskóli á Íslandi sem sögur fara af var starfræktur í Vestmannaeyjum 1745– 1760 af litlum efnum. Prestarnir og hreppstjórinn stóðu fyrir þeim skóla. Hér segir frá skólanum og einnig frá barnaskóla er stofnaður var í Vestmannaeyjum löngu síðar og tók til
starfa 1884 (hægt að lesa í rafrænni útgáfu Víkurfréttta). Hausastaðaskóli í Álftaneshreppi var stofnaður 1892. Byggt var fyrir Thorkilliifé veglegt 46 m² hús, ásamt risi, fyrir tólf öreigabörn, til að halda í þeim lífinu og koma þeim til manns. Auk námsskrár barnaskólans; að lesa, skrifa, reikna og lesa kristinfræði, lærðu nemendur til verka allt árið við landbúnað, fiskveiðar, smíðar, tóvinnu og garðrækt. Þetta var heilsársskóli fyrir sex til sextán ára stúlkur og drengi, sem bjuggu í skólanum. Flestir voru nemendur sextán talsins og voru greiddir sextán ríkisdalir með hverju barni. Erfitt var að halda skólanum gangandi vegna naumra fjárveitinga, enda þótt hann hann væri ein ríkasta stofnunin í landinu. Lét stiftamtmaður leggja skólann niður 1812 (nánar um skólann hér í rafrænni útgáfu Víkurfrétta). Í Reykjavík var stofnaður barnaskóli 1830 sem starfaði til 1846, í Aðalstræti 16. Gert var ráð fyrir
tuttugu börnum. Skólagjald var sex ríkisdalir á ári sem reyndist of hátt fyrir fátækt alþýðufólk. Þá kom Thorchilliisjóður til hjálpar, þar til menn fundu út 1846 að það samræmdist ekki reglum sjóðsins að greiða rekstrarhalla einkaskóla yfirstéttarinnar í Reykjavík. Lagðist skólinn þá niður, enda kusu efnaðir foreldrar að kenna börnum sínum heima. Lagt var fram frumvarp á Alþingi 1853 um stofnun barnaskóla í Reykjavík. Þar var stofnaður barnaskóli 1862, samkvæmt tilskipun konungs 1859. Var hann í óhentugu gömlu timburhúsi í Hafnarstræti, þar til byggt var vandað skólahús í Pósthússtræti árið 1883 (sjá mynd). Það hús varð síðar lögreglustöð er skólinn flutti 1898 í hús sem síðar nefndist Miðbæjarskólinn. Að Leirá starfaði barnaskóli í sérbyggðu húsi 1878–1889 á vegum Þórðar Þorsteinssonar bónda og einnig í Gaulverjabæ 1881–1890 á vegum séra Páls Sigurðssonar.
8. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. Elstu barnaskólar landsins sem starfað hafa samfellt – og stofnár þeirra: 1852: Barnaskólinn á Eyrabakka og Stokkseyri, í eigin húsnæði frá upphafi. 1862: Barnaskólinn í Reykjavík (rekinn frá upphafi af sveitarfélaginu, fyrst í leiguhúsnæði). 1872: Thorkillii barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi og Gerðaskóli í Garði, báðir í eigin húsnæði. 1874: Barnaskólinn á Ísafirði. Árið eftir byggt hús, Silfurgata 3, síðan nýtt hús 1901. 1875: Mýrarhús á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði, undanfari Flensborgar í tvö ár. 1877: Flensborg Hafnarfirði barnaskóli, varð alþýðu- og gagnfræðiskóli 1882, með kennaradeild 1896–1908.
1880: Bessastaðaðir og tímabundið í Njarðvík og Kjós 1881: Seyðisfjörður. Skólahús kom tilhöggið frá Noregi 1907. 1882: Njarðvík, skóli með ýmsu móti til 1911, þá sameiginlegur með Keflavík til 1939. 1884: Vestmanneyjar (þar var áður barnaskóli 1745–1760). 1889: Keflavík (í Góðtemplarahúsinu). Skólahús við Skólaveg reis 1911 og sameinast Njarðvíkurskóla. Þetta er ekki tæmandi upptalning, vantar t.d. upplýsingar um Akureyri. Í skýrslu í Tímariti um uppeldi og kennslumál 1888 er alls getið 30 skóla, en margir þeirra störfuðu ekki öll árin.
Heimildir m.a.: Frumgerðir sjávarþorpa (https://www.vefnir.is/grein/frumgerdir-sjavarthorpa) Loftur Guttormsson: Lýðmenntun. Minning 200 ára skóla í Vestmannaeyjum (https://timarit.is/files/15855196). Ágríp af skólasögu Garðabæjar (http://lisaadmin.gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3710); Alþingistíðindi 1853 (https://books.google.is/books?id=4OhOAAAAYAAJ&pg=PT8&lpg=PT8&dq=stofnaðir+barnaskólar+í+Danmörk&source=bl&ots=SSLXZdniz3&sig=ACfU3U3UGBbYqv0EaZSz2KNAEWT3LzOXAw&hl=en&sa=X&ved=2ahUKEwi8gurRs_D0AhXbEcAKHUsKBkgQ6AF6BAgqEAM#v=onepage&q=stofnaðir barnaskólar í Danmörk&f=false). Skýrsla um barnaskóla 1887-1888 (https://timarit.is/files/21136303) o.fl.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17
Flothetta í samstarf við Bláa lónið
Allt um Reykjanesbæ á einum stað Reykjanesbær hefur opnað heimasíðuna Visit Reykjanesbær þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. Megintilgangur síðunnar er að kynna Reykjanesbæ fyrir ferðamönnum jafnt sem heimafólki auk þess að vera alhliða vettvangur fyrir verslun og þjónustu. Meðal efnis á síðunni er listi yfir fjölbreytta veitingastaði og gistingu á svæðinu auk upplýsinga um samgöngur. Sérstakur hluti er svo helgaður útivist og má þar til að
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
mynda finna hinar ýmsu gönguleiðir á Reykjanesinu. Á síðunni er einnig viðburðadagatal með yfirliti yfir helstu viðburði sem fram fara í bænum og þar er hægt að senda inn nýja viðburði og uppákomur til birtingar í dagatalinu. „Það er okkar markmið að Visit Reykjanesbær verði í framtíðinni sá staður þar sem hentugast er að nálgast upplýsingar um Reykjanesbæ þannig að bæjarbúar, gestir og ferðamenn getið notið þess sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ.
Bláa lónið og fyrirtækið Flothetta hafa hafið samstarf um einstakar flotmeðferðir þar sem farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar. Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi upplifunarhönnun, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Sérstaða flotsins í Bláa lóninu byggist einnig á þeim virku efnum lónsins en kísill, þörungar og steinefnin í vatninu hámarka upplifunina með endurnærandi áhrifum. Umsjón verður í höndum viðurkenndra flotmeðferðaraðila sem allir hafa lokið námskeiði í umsjón flotmeðferða og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu. Þess má geta að flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Flotbúnaður Flothettu er hannaður af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, vöruhönnuði og frumkvöðli í vatnsmeðferðum hér á landi, og gengur hann undir nafninu Flothetta. Hugmyndafræði Flothettu er innblásið af áhuga Unnar Valdísar að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flothettan kom fyrst á markað árið 2012 og frá þeim tíma hefur áhuginn á floti aukist og það fest sig í sessi hér á landi. Samstarfið
við Bláa lónið er síðan framfaraskref, því enginn annar baðstaður býður upp á flotmeðferðir af sama metnaði og fagmennsku. Það má því segja að upplifunin sé einstök svo ekki sé talað um einstakt umhverfi og eiginleikar Bláa lóns vatnsins. Boðið verður upp á þrenns konar upplifanir í Bláa lóninu; einstaklingsflot, paraflot og hópaflot. Flotbúnaður Flothettu sér um að halda þátttakendum á floti á meðan
meðferðaraðilinn veitir mjúka meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Flotmeðferð er djúpt og heilandi ferðalag þar sem gestir eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf þyngdarleysis. Allt miðar þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu. Lögð er áhersla á algjöra endurnæringu í gegnum djúpt slökunarástand í þyngdarleysinu og að losa um alla spennu líkamans með mjúkum teygjum, togi og nuddi. „Við erum mjög spennt og ánægð með samstarfið við Flothettu. Flotmeðferðum í Bláa lóninu hefur nú þegar verið sýndur mikill áhugi og eru þær einstök viðbót við þær meðferðir í vatni sem við bjóðum upp á í Bláa lóninu,“ segir Eyrún Sif Eggertsdóttir, forstöðumaður baðstaða og verslana hjá Bláa lóninu.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Reykjanesbær – við boðum breytingar Margrét Sanders, rekstrarráðgjafi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég býð mig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem haldið verður 26. febrúar. Ég brenn fyrir því að efla orðspor Reykjanesbæjar sem er fjórða stærsta sveitarfélag landsins, efla fjölbreytt atvinnulíf, efla innviði og efla mannlífið. Ég boða breytingar. Breytingar í atvinnulífi. Vinnum saman að fjölbreyttara atvinnulífi, bíðum ekki með hendur í skauti eftir að haft er samband, það þarf einnig að sækja fram og fá fyrirtæki hingað og taka vel á móti þeim sem áhuga hafa á að koma til Reykjanesbæjar. Breytingar í skólamálum þannig að fjölbreytileikinn fái að njóta sín með markvissum stuðningi. Komið hefur fram að allir í skólasamfélaginu sjái í menntun án aðgreiningar sem leið til að gefa öllum nemendum kost á gæðamenntun. Við þurfum að finna leiðir með okkar besta fólki í skólakerfinu að því að af þessu geti orðið. Breytingar í leikskólamálum þannig að öll börn frá tólf mánaða aldri verði komin í í leikskóla ef foreldrar vilja fyrir lok næsta kjörtímabils, settur verði upp tímasettur aðgerðarlisti.
Foreldrar eiga ekki að þurfa að kvíða því að komast ekki í vinnu að loknu fæðingarorlofi. Breytingar í íþrótta-, tómstundaog menningarstarfi. Sjálfboðastarf í frjálsum félagasamtökum eru ómetanleg í öllum samfélögum. Við í Reykjanesbæ höfum verið mjög lánsöm hversu duglegt fólk er í stjórnum, foreldrafélögum, aðstoð við sýningar ýmis konar svo eitthvað sé nefnt. Reykjanesbær þarf að koma inn sem öflugur stuðningsaðili á allan hátt, ekki einungis með fjármagni. Væri hægt að samþætta frístundarstarf meira með þessum félögum þannig að það kæmi fjárhagslega betur út fyrir alla og sé heildstæðara fyrir notendur? Er ekki ástæða til að færa meira íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf út í hverfin? Breytingar í skipulagsmálum. Við þurfum að horfa á sveitarfélagið í heild og fá bæjarbúa meira að borðinu. Aðalskipulag Reykjanesbæjar er metnaðarfullt plagg en ég sakna meira samráðs og samtals við bæjarbúa. Við þurfum að horfa á stærri þróunarreiti heldur en nú er gert þannig að heildarmyndin
verði sem glæsilegust. Þjónusta tengd skipulagsmálum þarf að eflast. Breytingar í þjónustu. Stofnanir og starfsfólk Reykjanesbæjar, ásamt bæjarfulltrúum eru til þjónustu reiðubúin fyrir bæjarbúa. Við eigum ávallt að gera betur og veita bestu mögulegu þjónustu. Breytingar á nýtingu fjármagns. Það þarf að stýra vel verklegum framkvæmdum og leggja áherslu á að undirbúningurinn sé góður. Ráðstöfun á fjármagni sveitarfélagsins þarf að vera gert af virðingu fyrir því að verið sé að fara með fé annarra þ.e. bæjarbúa. Breytingar í samskiptum við ríkisvaldið. Við eigum ekki að sætta okkur við mismunun á fjármagni til Reykjanesbæjar miðað við önnur sveitarfélög, þurfum að sækja fram og vera skýr í okkar kröfugerð. Við boðum breytingar. Hér að ofan hefur einungis verið stiklað á stóru. Ef þú vilt breytingar þá er eina leiðin að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mig langar til þess að leiða breytingar með ykkur og óska því eftir stuðningi þínum í 1. sæti.
Fögnum fjölbreytileika Reykjanesbæjar Eyjólfur Gíslason, frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er sannfæring mín að tækifærin liggi víða í Reykjanesbæ en þau þarf að grípa. Bærinn er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og hefur alla burði til að vera framúrskarandi. Við eigum að geta laðað að okkur fólk með iðandi mannlífi, tryggri grunnþjónustu og sterkum innviðum. Heilbrigðismál Hér starfar margt framúrskarandi fólk á sviði heilbrigðismála, sem gerir sitt besta í starfi, hins vegar hefur stjórnendum ekki tekist að auka þjónustustig á undanförnum árum. Bæjaryfirvöld eiga að krefjast þess að hér geti ríkt fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og skilaboðin ættu að vera skýr – ekki verður beðið lengur eftir úrbótum.
íþrótta og annarra tómstunda sem mikilvægt er að taki höndum saman og myndi með bæjaryfirvöldum uppfærða framtíðarstefnu sem nýtir hefðbundar jafnt sem óhefðbundnar leiðir í átt að enn öflugra forvarnarstarfi fyrir alla aldurshópa. Sérstaklega þarf að skoða úrræði fyrir börn og unglinga sem eiga erfitt uppdráttar í skólakerfinu. Það hentar sumum að ganga til sálfræðings en öðrum ekki. Úrræðin þurfa að endurspegla fjölbreytileikann. Forvarnarstarf er mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir brottfall úr framhaldsskólum, íþróttum sem og öðru tómstundarstarfi. Ég hef sérstakar áhyggjur af íbúum af erlendum uppruna, finna þarf leiðir til að hvetja þau til að stunda íþróttir og aðrar tómstundir.
Forvarnarstarf fyrir öll Forvarnir eru mér hjartans mál. Bærinn býr yfir frábæru fólki með sérþekkingu á ýmsum sviðum geðheilbrigðis,
Aðlaðandi bæjarfélag Hvetja á framsækið fólk til að nýta krafta sína og einkaframtak í atvinnulífinu en þá þarf að tryggja þeim ákveð-
inn sveigjanleika í ýmsu regluverki og efla samvinnuna. Hvers vegna tekst okkur ekki að byggja upp spennandi miðbæjarkjarna líkt og önnur minni bæjarfélög hafa nú þegar gert? Hugmyndir hafa komið fram en við eigum að hugsa hlutina upp á nýtt og líta til reynslu annarra. Bæjarkjarninn getur orðið miðpunktur iðandi mannlífs sem bæjarbúar geta verið stoltir af og fólk úr öðrum bæjarfélögum sótt þangað þjónustu. Ásbrú er sömuleiðis gott dæmi um svæði þar sem tækifærin eru til staðar, þar bý ég og veit að íbúar svæðisins kalla eftir aðgerðum til að efla hverfið og gera íbúavænna. Þjónusta bæjarins á að miðast út frá þörfum bæjarbúa en ekki öfugt. Kæru bæjarbúar Framboð mitt er til marks um að ég þori að takast á við áskoranir. Ég vil komast í bæjarstjórn og hafa áhrif. Til þess þarf ég ykkar stuðning.
Lýðheilsa og þjónusta við íbúa í Reykjanesbæ Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 26. febrúar. Hvers vegna er lýðheilsa og heilsulæsi mikilvæg? Hvers vegna vil ég leggja mitt af mörkum í bæjarstjórn til að berjast fyrir því að áhersla verði lögð á lýðheilsu bæjarbúa? Reykjanesbær hefur skapað sér gott orð af góðum hjóla- og göngustígum en bæta þarf upplýsingar um staðsetningu stíganna fyrir bæjarbúa. Þannig má gera ráð fyrir því að almenningur nýti sér þá fyrir daglega hreyfingu og tómstundir. Áherslan í heilsueflandi samfélagi er á daglega hreyfingu fyrir alla íbúa. Því er mikilægt að bjóða upp á aðstöðu sem hvetur til útivistar með góðum stígum og grænum svæðum. Þrátt fyrir að hreyfing sé mikilvæg þurfum við einnig góða heilbrigðisþjónustu. Við þurfum á góðum læknum að halda á svæðinu fyrir unga sem aldna. Heilbrigðisþjónusta er ekki nægilega mikil fyrir íbúa
Reykjanesbæjar sem eru orðnir rúmlega tuttugu þúsund en talið er að ein heilsugæsla þjónusti um ellefu þúsund íbúum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á að þjónusta öll Suðurnesin sem eru um 28.000 íbúar. Dæmið gengur ekki upp. Búið er að skrifa undir að ný heilsugæsla muni rísa í Reykjanesbæ en áherslan verður að vera á heilsugæslu í húsnæði sem er til þannig að starfssemi geti hafist sem fyrst. Bæjarbúar geta ekki beðið lengur. Ég tel að heilsulæsi sé mjög mikilvægt fyrir alla svo fólk taki ábyrgð á sinni eigin heilsu og sé meðvitað um að sinna eigin heilsueflingu. Hún á að vera hluti af lífsstílnum. Reykjanesbær hefur boðið íbúum 65 ára og eldri upp á heilsueflingu Janusar frá árinu 2017. Því miður hefur verið ákveðið af núverandi meirihluta að styðja ekki frekar við verkefnið þrátt fyrir einstak-
lega mikinn ávinning. Það sýna niðurstöður úr mælingum á verkefninu og ekki síður það hól sem þátttakendur hafa gefið verkefninu. Ávinningur af heilsueflingu hefur verið mikill, bæði líkamlega og andlega. Ekki má gleyma félagslega þættinum sem er öllum nauðsynlegur. Hvað vakti fyrir núverandi meirihluta að draga úr stuðningi við eldri bæjarbúa? Mínar áherslur í bæjarstjórn er á lýðheilsustarfi þar sem stuðlað verður að markvissri heilsueflingu og forvörnum fyrir alla aldurshópa í Reykjanesbæ. Ráðgjöf og þátttaka um heilbrigða lifnaðarhætti er lykilatriði. Góð heilsa er forspárgildi á lífsgæði seinni tíma. Því er mikilvægt að bæjarfélagið og heilsugæslan taki virkan þátt í að þessum málum í sameiningu.
SKIL Á AÐSENDU EFNI
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Fjölskyldan í fyrirrúmi Arnbjörg Elsa Hannesdóttir og Guðbergur Reynisson. Sem foreldrar og sem fjölskylda höfum við miklar skoðanir á því hvernig góður bær á að vera með tilliti til öryggis og velferðar þegar kemur að þessum hornsteini samfélagsins. Við hjónin eigum fjögur börn og höfum töluverða reynslu á flestum sviðum þegar kemur að kerfinu í okkar bæ. Við viljum eiga hlýtt og notalegt heimili í góðu hverfi þar sem börnunum okkar líður vel. Þar sem við teljum okkur vera örugg og getum heilsað nágrönnum okkar með bros á vör. Góðar samgöngur þurfa að vera til fyrirmyndar svo við komumst óhult til og frá vinnu og í helstu þjónustur sem fjölskyldur þurfa að nota. Og ekki má gleyma að börnin okkar þurfa að komast heil á húfi í skóla og í íþrótta- og tómstundastarf. Það sem einkennir góðan bæ fyrir fjölskyldur er meðal annars gott skólakerfi. Leikskólinn okkar er fyrsta skólastigið. Þar fer fram mikilvægt nám ungra barna sem bera þarf virðingu fyrir. Við þurfum að huga vel að námi þeirra og það gerum við með góðu starfsfólki og kennurum sem hafa menntað sig til að standa vörð um velferð þeirra og nám. Einnig er mikilvægt að leikskólinn okkar sé í stakk búinn til að taka á móti öllum börnum frá tólf mánaða aldri. Grunnskólinn okkar er næsta skólastig og sama gildir þar. Þeir eiga að geta sinnt öllum nemendum, geta gefið hverjum nemanda tíma og hugað að velferð þeirra í samstarfi við foreldra og eflt læsi þeirra í víðasta skilningi. Huga þarf vel að fjölda innan hvers bekkjar, fjölga bekkjum, stækka og betrumbæta innviði skólans og láta þjónustuna vaxa með bæjarfélaginu. Á báðum skólastigum þarf að huga að starfsumhverfi kennara og nemenda svo um munar. Það þarf að samræma umhverfið þannig að bæði skólastigin heilla því í okkar skólaumhverfi höfum við kennara sem brenna fyrir námi barnanna og eru framsækin í sínu starfsumhverfi. Miklu fleiri úrræði þarf fyrir börnin okkar sem eru með sérþarfir. Öspin, Eikin og Björgin eru bjargir innan skólans sem taka á móti þessum börnum en þessar bjargir þurfa að vera fleiri til að anna öllum þeim börnum sem bíða eftir úrræði en við teljum að jafnvel ætti að vera ein slík stofnun í hverjum skóla bæjarins.
Búsetuúrræði fyrir börn og fullorðna með sérþarfir eftir grunnskóla þarf heldur betur að stokka upp og bæta. Við þurfum að hugsa þá aðstoð upp á nýtt sem við höfum verið að veita þeim sem ekki geta bjargað sér sjálf á vinnumarkaðnum. Forvarnir og snemmtæk inngrip eru miklu betri en „eftir á reddingar“. Við verðum að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Margsannað er að hverskonar íþróttir, tómstundir eða menningarstarfsemi eru besta forvörnin. Þar viljum við sjá fjölbreytni. Sum börn finna sig ekki í hópíþróttum en geta svo orðið meistarar í einstaklingsíþrótt. Það þarf ekki lýðheilsufræðinga til að segja okkur að hreyfing og þátttaka skapar vellíðan og hamingju. En við erum ólík og allir þurfa að finna sinn stað. Við verðum að fara að gera stór plön í uppbyggingu íþróttamannvirkja í þessu fjórða stærsta sveitarfélagi landsins. Vissulega höfum við séð margt til bóta en betur má ef duga skal. Amma og afi, langamma og langafi skipta sköpum eins og gefur að skilja í öllu þessu og við verðum að bera miklu meiri virðingu fyrir okkar heldra fólki. Við þurfum að hugsa heimahjúkrun aftur. Eldra fólk á að geta verið heima hjá sér eins lengi og það vill. Þetta reynslumikla fólk sem hefur lagt grunninn að okkar velferð á fá að vinna eins lengi og það vill og hefur krafta til án þess að því sé refsað fyrir af kerfinu. Svo er það heilbrigðiskerfið. Það er morgunljóst að þar þarf að taka til hendinni. Það gengur ekki að fólk þurfi að flytja viðskipti sín til höfuðborgarinnar í stórum stíl. Það er óboðlegt! Við viljum búa í öruggu samfélagi sem virkar og við getum verið hreykin af. Við viljum vera stolt af okkar bæjarfélagi. Við viljum hafa fjölskylduna í fyrirrúmi.
Innri-Njarðvík – hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund, frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Ég er búinn að búa í Innri-Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru sautján og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær átján barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var
síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í InnriNjarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19
Vítahringur HSS Valgerður Björk Pálsdóttir, frambjóðandi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ og doktorsnemi í lýðræðisfræðum.
Löggæslu- og lögreglufræði Sandra Sif Benediktsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglustarfið getur oft á tíðum verið mjög krefjandi starf en það er hins vegar einnig mjög gefandi og fjölbreytt. Enginn dagur er eins. Eftir að ég byrjaði að starfa í lögreglunni fann ég það fljótt hvað starfið heillaði mig og átti vel við mig. Mér þótti starfsumhverfið skemmtilegt, verkefnin spennandi og mig langaði að læra meira. Ég ákvað því að sækja um lögreglunámið og komst inn. Við tók skemmtilegur tími þar sem ég lærði heilan helling og eignaðist einnig fullt af vinum. Námið hentaði mér vel þar sem því er skipt upp þannig að bóklegi hlutinn er kenndur við Háskólann á Akureyri og er hægt að taka þann hluta í fjarnámi. Verklegi hlutinn er síðan kenndur í reglulegum lotum sem maður sækir í Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL) í Reykjavík. Eftir útskrift er hægt að sækja fjölbreytt námskeið í MSL sem hjálpa manni að öðlast nýja og dýpri þekkingu á ýmsum viðfangsefnum sem og að viðhalda fyrri þekkingu. Lögreglustarfið er hins vegar þannig að maður hættir aldrei að læra. Hver dagur er lærdómsríkur að einhverju leyti og fjölbreytt verkefni hjálpa manni að þróa sig áfram í starfi og verða betri lögreglumaður fyrir vikið. Það er nauðsynlegt að vera vel í stakk búinn til að
geta tekist á við flókin og viðkvæm mál og brugðist rétt við nýjum áskorunum. Í dag starfa ég sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tel mig hafa fundið mína hillu. Starfsumhverfi okkar er fjölbreytt en við sjáum um almenna löggæslu á svæðinu, þ.e. í nærliggjandi bæjarfélögum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem við sinnum einnig löggæslu á landamærum. Einnig erum við með rannsóknardeild sem sér um rannsókn á viðameiri og flóknari málum. Við leggjum mikla áherslu á að fara inn í hvern dag með jákvæðu hugarfari og vinna vel sem teymi. Það er oft gaman að sjá þegar á reynir hvað allir leggjast á eitt og við vinnum vel saman sem ein heild. Við sýnum hvort öðru félagslegan stuðning og erum til staðar þegar á þarf að halda sem er nauðsynlegt í því krefjandi starfi sem lögreglustarfið er. Skortur er á menntuðum lögreglumönnum hér á landi og erum við sífellt að leita af metnaðarfullu fólki til þess að starfa með okkur. Því mæli ég með, fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga til liðs við okkur, að sækja um nám í löggæslu- og lögreglufræði. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www. menntaseturlogreglu.is.
Það er virkilega sorglegt að fylgjast með vítahring sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja virðist vera föst í. Vítahringurinn byrjar á fólki sem fær ekki nógu góða þjónustu á HSS – kvartar við stofnunina eða opinberlega – stofnunin bregst sjaldnast við á skilningsríkan hátt – fólk svekkt og reitt og vekur athygli á málinu opinberlega – stofnunin fær á sig lélegt orðspor sem veldur því að erfitt er að fá hæft fólk til starfa – sem veldur því að þjónustan er stundum ekki nógu góð. Persónulega get ég skilið flestar hliðar máls, ég get vel skilið að starfsfólki HSS sárnar að lesa stöðugt brjáluð komment í fjöl- og samfélagsmiðlum og ég skil líka vel að notendur þjónustunnar tjái reiði sína opinberlega, því oft eru þetta alvarleg mál sem varða heilsu þeirra sjálfra eða fjölskyldumeðlima. Ég og börnin mín höfum að mestu fengið virkilega góða þjónustu á HSS (þó það sé stundum erfitt að komast að hjá sérfræðilæknum eins og barnalæknum) en bestu þjónustuna höfum við fengið hjá barnalækni og heimilislækni sem báðir eru heimamenn. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en hjá þeim fær maður hluttekningu – tilfinninguna um að þeim sé alls ekki sama og vilja gera allt til að hjálpa. Því það er oftast það sem fólk sem leitar til heilsugæslunnar vill – skilning og virka hlustun, þó svo að viðkomandi læknir geti mögulega ekkert gert í málinu. Sú hlið máls sem ég á hvað erfiðast með að skilja eru þessi hrokafullu varnarviðbrögð stjórnenda HSS. Það hlýtur að vera hægt að bregðast við gagnrýni með virðingu, stjórnendur HSS geta ekki ætlast til þess að ósáttir íbúar sýni erfiðu ástandi hjá þeim skilning ef íbúar upplifa sjaldan skilning hjá starfsfólki og stjórnendum HSS. Hvað er þá til ráða? Í fyrsta lagi þarf Reykjanesbær auðvitað að vera aðlaðandi búsetukostur fyrir menntað heilbrigðisstarfsfólk. Margir íbúar kvarta yfir starfsmannaveltu, að margir læknanna séu fólk sem vinni hér í stuttan tíma og búi á höfuðborgarsvæðinu.
Annars fyndist mér sniðugt að setja málefni HSS í alvöru almenningssamráðsferli sem fyrst en Suðurnesjafólk mun þurfa bíða allavega í þrjú ár eftir nýrri áætlaðri heilsugæslu í InnriNjarðvík. Sú heilsugæsla er þó ekki að fara leysa akút vanda HSS í Keflavík. Ég sæi fyrir mér að heilbrigðisráðuneytið stæði fyrir rökræðuvettvangi þar sem slembivalinn hópur
íbúa myndi ræða þjónustu HSS og að gagnvirk fræðsla færi þar fram. Íbúar fá þá tækifæri til að rökræða sín á milli um hvað betur mætti fara og kynna sín sjónarmið til stjórnenda og starfsfólks HSS, sem og heilbrigðisráðherra (hvar er hann í þessu öllu saman?) og embættisfólks. Á móti yrðu íbúar líka að hlusta á sjónarmið starfsfólks og stjórnenda HSS. Tillögur frá rökræðuvettvangnum yrðu svo teknar alvarlega og unnið með þær í stefnumótun HSS. Svona vettvangar, ef vel er að þeim staðið, geta hjálpað til við að efla gagnkvæmt traust, sem er það sem HSS og íbúar Suðurnesja þurfa virkilega á að halda núna.
Er þetta boðlegt? Sigurður Jónsson. Í síðustu viku þurfti ég að heimsækja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna graftarkýlis sem ég var með á rasskinn. Læknirinn lét mig leggjast á bekk og skoðaði. Sagði mér að bíða aðeins og kallaði á annan lækni sem kom von bráðar og leit á kýlið og sagði: „Við getum ekki gert neitt hérna. Þú verður að fara á bráðavakt Landspítalans.“ Ég fór að hugsa, ég get ekki verið að fara í vitlausu veðri á bráðavaktina fyrir svona. Bráðavaktin tekur á móti slösuðu og veiku fólki. Þar er yfirfullt að gera alla daga. Beið því til næsta dags.
Fór á Læknavaktina á Háaleitisbrautinni. Þar tók læknir á móti mér. Sagði mér að leggjast á sams konar bekk og á læknastofu HSS. Setti á sig hanska og kreisti út gröftinn og skaffaði mér sýklalyf. Þetta tók innan við tíu mínútur. Staða Heilbrigðisstofnunar hefur verið til umræðu. Ég segi því þessa sögu. Er það boðlegt að senda fólk til Reykjavíkur fyrir ekki stærra verk? Suðurnesjafólk á skilið að hafa betri þjónustu en þetta.
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI EFRI HLUTA ÍBÚÐASVÆÐIS OFAN GARÐVANGS – TEIGA- OG KLAPPARHVERFI
Áhersla á uppbyggingu innviða Alexander Ragnarsson. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað ört á síðustu árum og hefur uppbygging innviða engan veginn haldið í við þá fjölgun á fjölmörgum sviðum. Ein af stærstu áskorunum sem bíða nýrrar bæjarstjórnar er að skipuleggja og vinna að uppbyggingu innviða bæjarfélagsins svo hægt verði að mæta þjónustukröfum allra íbúa. Þar þarf sérstaklega að huga að leikskólum, skólum, íþróttamannvirkjum, íbúðum fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimilum og heilsugæslu en þetta þarf svo allt að tengjast saman við frekari uppbyggingu íbúabyggða með öflugum samgöngum. Ég hef starfað lengi í íþróttahreyfingunni og þekki þar vel til. Íþróttaiðkun er máttugt fyrirbæri, þar hafa margir kynnst sínum bestu vinum og jafnvel sínum lífsförunaut. Það er heldur ekki deilt um það hvað íþróttir hafa góð áhrif á heilsu fólks, jafnt unga sem aldna. Ég vil áfram sjá Reykjanesbæ fremstan í flokki þeirra sem bjóða öllum að stunda íþróttir við sitt hæfi. Til þess að svo megi verða í ört vaxandi bæjarfélagi þarf strax á næsta kjörtímabili að leggja mikla áherslu á að móta stefnu í uppbyggingu íþróttamannvirkja hér í Reykjanesbæ. Staða okkar í dag er einfaldlega sú að við höfum ekki mannvirki til þess að standa undir þjónustu við þann fjölda íbúa sem nú búa í bæjarfélaginu. Afleiðingin er sú að það hefur
nánast ekki verið hægt fyrir íþróttafélögin hér að bjóða upp á íþróttir fyrir alla þó að allt kapp hafi verið lagt á að svo megi verða og hreyfingunni hafi hingað til nánast tekist það ómögulega við það aðstöðuleysi sem þau búa. Með fjölgun íbúa fjölgar bæði iðkendum og íþróttagreinum sem vilji er til að stunda og til þess að svara þeirri eftirspurn verður að bæta íþróttaaðstöðuna í bænum okkar. Íþróttafólkið okkar býr margt við það að þurfa að keppa á völlum sem eru á undanþágu frá reglum sérsambanda eða eru rétt innan þeirra marka sem sett eru. Afreksíþróttafólkið okkar hefur ekki aðstöðu til að æfa eins mikið og það þarf sökum tíma og plássleysis í íþróttamannvirkjunum. Þetta veldur því líka að ýmis félög hafi ekki haft aðstöðu til þess að halda keppnismót sem þau annars myndu gera og verða því fyrir töluverðu tekjutapi vegna þess. Það er mikilvægt að farið verði strax í skipulagsvinnu til að ákveða staðsetningar og magn bygginga, síðan að forgangsraða framkvæmdum við uppbyggingu íþróttamannvirkja í samstarfi við íþróttahreyfinguna til þess að við getum áfram verið í fremstu röð sem íþrótta- og æskulýðsbær. Þetta er mér mikið hjartans mál og hefur verið lengi. Því óska ég eftir ykkar stuðningi í 3.– 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 26. febrúar.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 – 2030. Kynningargögn um tillögunar eru aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4, alla virka daga á opnunartíma skrifstofunnar frá 24. febrúar til og með 8. apríl 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is, eigi síðar en 8. apríl 2022. Suðurnesjabæ 22. febrúar 2022. Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Forseti Íslands sá Fyrsta kossinn hjá Leikfélagi Keflavíkur
Afmælissýningu Leikfélags Keflavíkur, Fyrsti kossinn, lauk um liðna helgi eftir tuttugu og fjórar sýninga sem jafnframt er sýningamet í Frumleikhúsinu. Það er að vera komið hálft ár síðan æfingaferlið hófst og áhorfendur eru sammála um að þessi sýning hafi verið algjörlega frábær og eigi fullt erindi í atvinnuleikhúsin. Því var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sammála en hann mætti á sýningu um liðna helgi og skemmti sér konunglega. Guðni kom baksviðs að lokinni sýningu og hrósaði sýningunni og leikurunum í hástert og sagðist
hafa átt skemmtilega kvöldstund í Frumleikhúsinu. Þetta er reyndar í annað sinn sem forsetinn kemur á sýningu en áður kom hann með fjölskylduna á Dýrin í Hálsaskógi. „Auðvitað er okkur mikill heiður sýndur þegar sjálfur forsetinn gefur sér tíma til þess að kíkja á leiksýningar hjá okkur og erum stolt af því,“ sögðu leikararnir og nefndu um leið á
að textahöfundurinn Þorsteinn Eggertsson og meðlimir Hljóma og Trúbrots þeir Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson hefðu einnig mætt og fundist stórkostlegt að heyra og sjá þetta tímamótaverk sem hefur að geyma lög sem Rúnar heitinn Júlíusson gerði ódauðleg. Sýningin er eins og áður sagði sett upp í tilefni 60 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur og skrifuð af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og
Guðlaugi Ómari Guðmundssyni. Sýningin er jafnframt sú 100. frá stofnun Leikfélags Keflavíkur ef rétt er talið. Leikfélagar vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gáfu sér tíma til þess að kíkja á sýninguna í Frumleikhúsinu og studdu þannig við öflugt starf félagsins.
FUNDABOÐ
AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir
Dagsetning
Dagur
Tími
Staður
1. deild Keflavík norðan Aðalgötu
3. mars 2022
Fimmtudagur
Kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
2. deild Keflavík sunnan Aðalgötu
3. mars 2022
Fimmtudagur
Kl.17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
3. deild Njarðvík, Hafnir, Vogar
3. mars 2022
Fimmtudagur
Kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
4. deild Grindavík
1. mars 2022
Þriðjudagur
Kl. 17:00
Sjómannastofan Vör
5. deild Sandgerði
2. mars 2022
Miðvikudagur
Kl. 18:00
Efra Sandgerði
6. deild Garði
2. mars 2022
Miðvikudagur
Kl. 17:00
Réttarholtsvegi 13, Garði
8. deild Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík
28. febrúar 2022
Mánudagur
Kl. 17:00
Nettó – Miðvangi 41, Hafnarfirði
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21
Sverrir fráfarandi formaður með Helga Dan Steinssyni, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Grindavíkur.
Mikil uppbygging og ný inniaðstaða hjá Golfklúbbi Grindavíkur Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Golfklúbbi Grindavíkur (GG) undanfarin ár og kannski mætti segja að hámarki hafi verið náð nýverið, þegar ný inniaðstaða opnaði en fullt er í golfherminn alla daga auk þess sem grindvískir golfarar æfa stutta spilið og púttin. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá var það fyrst í lok árs 2021 sem inniaðstaða loksins opnaði. Betra er seint en aldrei á heldur betur við hér. Ekki nóg með að ný inniaðstaða sé nýbúin að opna, þá eru framkvæmdir líka hafnar á nýju æfingasvæði við Húsatóftavöll. Á þessum tímamótum var gaman að setjast niður með, já eða öllu fremur að taka hring í Norður Dakota, n.t. á Hawktree golfvellinum með Sverri Auðunssyni, formanni GG. Sverrir hefur verið formaður á þessum miklu uppgangstímum GG undanfarin tvö ár en þar áður hafði hann gegnt gjaldkerahlutverkinu í klúbbnum. Sverrir er framkvæmdastjóri DHL á Íslandi en fyrirtækið hefur stóraukið umsvif sín að undanförnu og sökum anna í vinnunni þá hefur Sverrir ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður GG. Það styttist í aðalfund GG og verður spennandi að sjá hver tekur við keflinu en hvernig kom til að Sverrir gekk í stjórn GG á sínum tíma og gerðist síðar formaður? „Ég flutti til Grindavíkur árið 2009 en ég samdi við konuna mína að geta tekið golfið upp aftur en ég hafði aðeins stundað þessa íþrótt í Bandaríkjunum á háskólaárunum. Ég byrjaði hægt og rólega en fór fljótlega að reyna taka þátt í mótum til að kynnast sem flestum. Þáverandi formaður, Páll Erlingsson bað mig um að koma í stjórn árið 2012 og tók ég við gjaldkerastöðu klúbbsins þá og sinnti því allt til ársins 2019 en þá var ég á leiðinni út úr stjórn.“ Hvað breyttist? Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið formlega í stjórn árið 2019 var ég vel viðloðandi reksturinn og var í góðu sambandi við stjórnarmeðlimi allt það ár. Það voru nokkur stór mál sem mér fannst klúbburinn hefði getað unnið betur það
Sverrir í golfherminum sem er í inniaðstöðu klúbbsins. ár og þegar ég hitti Leif Guðjónsson stjórnarmann í Nettó í desember 2019 fór umræðan okkar sem oft áður í hver myndi verða næsti formaður, þann dag ólíkt öðrum gaf ég Leifi augnaráð þess efnis að ég væri tilbúinn að vera hluti af lausninni. Ég var til í það með því skilyrði að ráðist yrði í að laga ýmiss stór mál sem höfðu legið á hakanum, m.a. rangt félagatal hjá Golfsambandi Íslands, deilur um lóðarleigu hjá Fjársýslu ríkisins og svo slagandi skuldir þar sem félagsmönnum klúbbsins fór ekki fjölgandi. Helgi Dan Steinsson tók við framkvæmdastjórastöðunni á sama tíma og það var sömuleiðis mikil lyftistöng fyrir klúbbinn en í mínum huga var mikilvægt fyrir mig að stjórnin væri búinn að ráða inn mann sem kæmi inn með nýtt og ferskt hugarfar og sterka sýn á framtíð golfklúbbsins. Framundan væri verðugt verkefni þar sem rekstur golfklúbbsins var í árslok 2019, nánast á barmi gjaldþrots. Og
ég sá það sem bæði áskorun og tækifæri að vera hluti af lausninni.“
Eldskírn Þeir félagarnir, Sverrir og Helgi fengu eldskírn: „Mér er minnisstætt að Helgi var ekki búinn að vera nema tvær vikur í starfi þegar mesta flóð sem hafði gengið yfir bakkana við Húsatóftavöll síðan 1914, gekk yfir 14. febrúar 2020. Byrjunin var því ekki gæfuleg en eins og allir vita þá hófst COVID heimsfaraldurinn stuttu síðar og kannski má segja að hann hafi verið ákveðið lán í óláni fyrir GG því íslenskir golfarar sem annars hefðu verið erlendis að spila golf, voru fastir á Íslandi og var Húsatóftavöllur fullur á vormánuðunum sem skilaði góðum og mikilvægum tekjum í kassann. Helgi tók sömuleiðis nýliðastarfið föstum tökum og varð gífurleg aukning í klúbbnum eða um 30% á þessu fyrsta ári. Tvö atriði sem eiga stóran hluta í skuldir klúbbsins lækkuðu um meira en 10 milljónir króna milli áranna 2019 og 2020.“
Frábært uppbygging Af hverju er Sverrir stoltastur í sinni formannstíð? „Fyrir það fyrsta þá kláruðum við öll þessi mál sem stóðu út af borðinu og á sama tíma höfum við fjölgað mikið í klúbbnum, þá sérstaklega kvenkylfingum og sömuleiðis hefur átak verið gert í að fjölga unglingunum. Helgi, Þorlákur Halldórsson
og Hulda Birna Baldursdóttir hafa stýrt nýliða- og unglingaþjálfuninni, allt menntaðir PGA kennarar - við getum verið stolt að hafa verið með þrjá menntaða PGA kennara í þrjú hundruð manna golfklúbbi. Við erum einnig stolt að árið 2020 sendi GG í fyrsta skipti sveitir í fjórum flokkum í sveitakeppnir GSÍ (meistaraflokkur karla, meistaraflokkur kvenna, 50 ára eldri karla og svo loksins unglingaflokkurinn) og var það svo endurtekið árið 2021. Það eina sem stendur eftir er sveit 50 ára og eldri kvenna. Árangurinn hjá unglingunum í fyrra stendur upp úr en strákarnir komust í A-riðil þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn en að lokum enduðu strákarnir í 5 sæti. Þetta er til marks um þá frábæru uppbyggingu sem er í gangi í klúbbnum. Ástandið á Húsatóftavelli var ekki upp á sitt besta og ekki leit beint vel út eftir flóðið 2020 en völlurinn hefur snarbatnað á undanförnum tveimur árum en Helgi hefur sömuleiðis stýrt umhirðu vallarins en með honum s.l. sumar voru þeir Finnur Jónsson og Hafþór Skúlason og eiga þeir stórt hrós skilið fyrir ástand vallarins og eru næstu verkefni klárlega að endurgera teiga og þá sérstaklega fremri teigana. Ekki mál gleyma að loksins tókst okkur að ljúka landadeilu sem setti framtíð neðri vallarins við bakkana í hættu nú rétt fyrir opnum í fyrra. En með aðstoð frá Grindavíkurbæ var það mál leyst og framtíð 18 holu golfvallarins í Grindavík þar með tryggt. Og er Grindavíkurbæ hér með þakkað kærlega fyrir sína aðkomu að því máli.“ Kannski er ég einna stoltastur að hafa fengið að vera hluti af stjórn golfklúbbsins í nær áratug og fá að vinna með og kynnast fullt af frábæru fólki í Grindavík og er ég afar þakklátur fyrir hversu vel mér hefur verið tekið og þá sérstaklega í formannshlutverkinu. Hvernig líst Sverri á framtíð golfsins í Grindavík og bara á Íslandi yfir höfuð? „Eftir erfiða byrjun þá má segja að vindurinn sé búinn að vera í seglin. GG átti 40 ára afmæli í fyrra og af því tilefni var gefið út stórglæsilegt afmælisrit. Blaðið fór fram úr björtustu vonum og þá sérstaklega hvað varðar tekjuhliðina en á sama tíma var endursamið við flesta af okkar frábæru styrktaraðilum. Þeim er aldrei hægt að fullþakka og nokkuð ljóst að ef væri ekki fyrir þeirra velvilja, þá væri rekstur svona klúbbs
erfiður. Þessi tekjuaukning gerði okkur kleift að opna þessa glæsilegu inniaðstöðu og eins og sést á meðfylgjandi myndum þá mun æfingaaðstaðan við Húsatóftavöll taka gagngerum breytingum en stefnt er á að taka þetta æfingasvæði í notkun árið 2023-2024. Framtíð GG er björt og mun ég að sjálfsögðu styðja komandi formann og stjórn í áframhaldandi uppbyggingu hjá golfklúbbnum. Ég hvet um leið aðra félagsmenn til að láta gott af sér leiða og taka þátt í þessari vegferð hjá golfklúbbnum. Þegar flæddi yfir bakkana 2020 þá olli mér vonbrigðum að enginn frá GSÍ skyldi hafa samband við okkur, þó ekki væri nema bara að kanna hvernig við hefðum það. Mig grunar að ef stærri klúbbur og hvað þá klúbbur á höfuðborgarsvæðinu hefði lent í þessu, að þá hefði GSÍ kannað stöðu mála en ekkert heyrðist. Því gladdi mig má segja þegar Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ hafði samband um daginn þegar það flæddi aftur yfir bakkana í einu af óveðrunum sem hefur gengið yfir okkur á þessu ári. Það segir mér að breyttur hugsunargangur sé hjá GSÍ og vonandi að betur verði hlúð að litlu klúbbunum úti á landi. Það er gífurleg uppsveifla í golfíþróttinni á Íslandi og bara bjartir tímar framundan held ég.“ Eitthvað að lokum? „Ég mun halda ótrauður áfram minni golfiðkun og er stefnan tekin á að komast í sveit GG í sveitakeppninni ... - 50 ára og eldri árið 2025! Ég mun áfram leggja mig fram við að spila með sem flestum en maður er manns gaman að mínu mati. Ég hvet alla golfara til að gera slíkt hið sama, ekki síst meðlimi GG. Þegar ég gekk í klúbbinn á sínum tíma þá fannst mér þetta vera svolítið lokað samfélag og þá er erfiðara fyrir nýliða að kynnast fólki. Ég setti mér það markmið þegar ég hóf mína formannstíð árið 2020, að spila með 20 félagsmönnum sem ég hafði aldrei spilað með áður og tókst mér að uppfylla markmiðið og gott betur, 24. Fleiri bættust við í fyrra og vonandi mun þeim fjölga enn meira á komandi árum. Sjáumst á golfvellinum í sumar!“ Að þessum orðum loknum kláruðum við Sverrir hringinn í „blíðunni“ í N-Dakota og fyrir forvitna þá má geta þess að undirritaður vann – með forgjöf… Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Njarðvíkingar sigursælir Bikarglíma Íslands ásamt Bikarglímu Íslands sextán ára og yngri voru haldin í íþróttamiðstöð Hvolsvallar um síðustu helgi. Voru það fyrstu glímumót ársins en fresta þurfti mótum í janúar vegna þágildandi samkomutakmarkana. Njarðvíkingingar urðu í þriðja sæti liða en Þjótandi sigraði þetta árið og Dímon hlaut annað sætið.
sport
Bikarmeistaramót unglinga og fullorðina:
„Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin,“ Þetta er í fyrsta skiptið sem unglingamótaröð af þessu tagi er spiluð á Íslandi og greinilegt að þörfin er mikil enda var þátttaka í þessu fyrsta móti frábær og fór langt fram úr væntingum. Alls mættu 26 keppendur til leiks en keppt var í drengjaog stúlknaflokkum níu til tólf ára og þrettán til átján ára. Fjórar umferðir verða spilaðar á þessu ári og verður næsta umferð spiluð þann 9. apríl. Eftir mótið var haft eftir Matthíasi Erni, forseta ÍPS, á vefsíðu ÍPS (dart.is) að framtíðin væri svo sannarlega björt í pílukasti. „Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin. Það var magnað að horfa á þau kasta í
– sagði Matthías Örn Friðriksson, formaður Íslenska pílukastsambandsins, að lokinni fyrsta umferð unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is sem var spiluð síðasta laugardag í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar Matthías Örn, að Keilisbraut 755, Ásbrú. formaður ÍPS.
Allir skemmtu sér hið besta eins myndirnar sýna. VF: JPK
Mikill fjöldi ungra pílukastara reyndi fyrir sér á fyrsta stigamóti unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is.
dag og sjá hversu góð þau eru og hvað þau geta orðið góð ef þau halda áfram að æfa sig. Eins verður að þakka foreldrum sem stóðu sig með prýði og aðstoðuðu við að skrifa leiki og hrósa og hugga eftir því sem gekk í mótinu. Einnig vill ég þakka Pílufélagi Reykjanesbæjar sem tóku gríðarlega vel á móti okkur, gáfu öllum keppendum mat og drykki og voru alltaf til staðar.“
DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLUÞJÓNUSTU SUÐURNESJABÆJAR Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tónlistarskólar. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og einn grunnskóli. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi fræðsludeildar. ■ Eftirfylgni með lögum og reglugerðum um leik-, grunn- og tónlistaskóla. ■ Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í samvinnu við skólastjórnendur. ■ Stuðningur og ráðgjöf við aðila skólasamfélagsins. ■ Tengiliður skóla m.a. við menntaog barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. ■ Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. ■ Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins. ■ Starfsmaður fræðsluráðs.
Menntunar- og hæfniskröfur ■ Leyfi til að nota starfsheitið kennari. ■ Framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum. ■ Farsæl reynsla af grunnskólakennslu, stjórnun og mannaforráðum. ■ Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum. ■ Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg. ■ Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum. ■ Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. ■ Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Njarðvíkingar hafa látið til sín taka í fangbragðaíþróttum að undanförnu og var deildin sú stærsta á landinu á síðasta ári. Miklar framfarir hafa orðið hjá deildinni og til að mynda átti Njarðvík glímukonu ársins 2021, Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur, að mati Glímusambands Íslands. Heiðrún var hins vegar fjarri góðu gamni þetta árið en stórt skarð var hoggið í hóp flestra keppnisliða vegna Covidsmita. Þrátt fyrir fjarveru bestu glímukonu Íslands stóðu Njarðvíkingar sig ótrúlega vel. Gunnar Örn Guðmundsson, glímumaður Reykjanesbæjar, sigraði -80 kg flokk unglinga og í stað þess að keppa í -80 kg flokki
fullorðinna valdi hann að keppa í opnum flokki en þar var léttasti keppandinn 20 kg þyngri en hann. Gunnar glímdi vel og hlaut þriðja sætið í þeim flokki. Jóhannes Pálsson, júdómaður glímudeildar Njarðvíkur, sigraði svo -80 kg flokk fullorðina en drengurinn er aðeins sautján ára gamall. Jóel Helgi Reynisson átti frábærar glímur og var þetta hans besta mót til þessa. Hann varð annar í +80 kg flokki unglinga en sótti í sig veðrið og sigraði -90 kg flokk karla. Í lok dags höfðu Njarðvíkingar landað sex bikarmeistaratitlum, fernum silfurverðlaunum og einum bronspeningi.
Bikarglíma sextán ára og yngri: Þrír bikarmeistarar barna Sjö Njarðvíkingar kepptu í flokkum sextán ára og yngri, einn drengur og sex stúlkur. Þess má einnig geta að þessir keppendur eiga rætur sínar að rekja til sex mismunandi landa. Lena Andrejenko og Nderina Sopi urðu bikarmeistarar tólf ára stúlkna og
Mariam Badawy varð bikarmeistari fjórtán ára stúlkna. Helgi Þór Guðmundsson varð annar í flokki fjórtán ára drengja og Rinesa Sopi varð önnur í flokki fimmtán ára stúlkna. Shoukran Aljanabi varð svo þriðja í flokki sextán ára stúlkna.
Árangurinn kemur ekki að sjálfu sér Þessi árangur er enn ein skrautfjöðurin í hattinn hjá glímudeildinni. Góð æfingaaðstaða, styrkir frá fyrirtækjum, sterk stjórn og stuðningur
Daníel varð afmælis mótsmeistari JSI Afmælismót JSI fór fram síðustu helgi en 40 keppendur frá átta klúbbum tóku þátt í mótinu. Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar vann til gullverðlauna á mótinu í undir 21 árs -66 kg flokki þegar hann vann allar sínar viðureignir á Ippon. Þá vann Zofia Dreksa úr júdódeild Grindavíkur einnig til gullverðlauna í undir fimmtán ára flokki stúlkna.
Reykjanesbæjar eiga stóran þátt í vexti og árangri deildarinnar og vexti glímunnar á öllu landinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23
Skoraði sitt þúsundasta stig Thelma Dís Ágústsdóttir er 23 ára Keflavíkurmær sem er búsett í Muncie í Indiana. Hún var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur og varð meðal annars tvöfaldur meistari með liðinu 2016–2017 og var hún valinn besti leikmaður ú rvalsdeildar kvenna á sama tímabili. Thelma, sem er með BS gráðu í tryggingastærðfræði, stundar nú meistaranám í tölfræði við Ball State University og er í körfuboltaliði skólans. Hún segir Bandaríkin alltaf hafa heillað sig en hún var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún fór að stefna að námi þar. „Ég hafði komið oft áður í frí með fjölskyldunni og svo var ég líka búin að sjá nokkrar stelpur frá Íslandi taka stökkið til Ameríku í háskólaboltann. Ég hugsa að ég hafi verið svona fjórtán, fimmtán ára þegar ég fór að hugsa um það að alvöru að komast í skóla,“ segir Thelma. Thelma segir nokkra skóla hafa haft samband við hana varðandi nám en Ball State University hafði samband við hana í desember 2017. „Ég talaði við þjálfarana og leist mjög vel á, ég fór svo í heimsókn í maí og var mætt út í ágúst,“ segir hún. Thelma var, að eigin sögn, mjög feimin og segir hún að árin hennar í háskólanum hafi hjálpað henni að „brjótast út úr skelinni“ að einhverju leyti. „Það er varla annað hægt þegar maður er í kringum Kanann sem elskar svokallað „smalltalk,“ segir hún. Þá segir hún upplifun sína í skólanum vera góða og að smæð samfélagsins hafi hjálpað henni að kynnast fólki. „Muncie er nokkuð lítill bær og flestallt tengist háskólanum að einhverju leyti,“ segir hún og bætir við: „Það er auðvelt að kynnast fólki í samfélaginu, sérstaklega þeim sem hafa áhuga á körfunni og er gaman að sjá hversu vel þau fylgjast með manni.“ Hún segir upplifunina vera nokkuð líka því sem maður sér í bandarískum bíómyndum, svo sem klappstýrur og partý.
SMÁAUGLÝSINGAR Bráðvantar íbúð eða herbergi til leigu. Sími 775 8561. Guðmundur Sigurðsson. Er reglusamur.
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja á Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, þann 3. mars nk., kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum sem hér segir: AYP13 DK390 KO484 NY053 SVF31 TPJ05 TTP26 UTY39 UYY38 VT711
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 22. febrúar 2022
mjög hraðan og skemmtilegan bolta, þannig ég er spennt fyrir restinni af tímabilinu og vona að við komumst alla leið til Cleveland,“ segir Thelma. Liðið hefur síðustu tvö ár dottið út í fyrsta leik í Cleveland en Thelma segir að nú sé kominn tími til að komast lengra.
Öðruvísi áherslur
Þúsundasta stigið Árangur Thelmu í körfuboltanum leynir sér ekki en hún hefur byrjað hvern einasta leik með liðinu síðan hún byrjaði í skólanum. Aðspurð hvernig henni hefur gengið að spila með liðinu segir hún: „Fyrir mig persónulega er búið að ganga mjög vel. Í byrjun árs skoraði ég þúsundasta stigið mitt.“ Lið Thelmu er í fjórða sæti í deildinni og liðið keppist nú um sæti í útsláttarkeppni NCAA sem haldin verður í Cleveland en aðeins átta lið komast þar að. „Við erum að spila
Að mati Thelmu er körfuboltamenningin úti öðruvísi en hér heima. „Mér finnst boltinn vera hraðari og leikmennirnir sterkari og fljótari en því sem ég var vön.“ Þá segir hún að lögð sé mun meiri áhersla á skipulag á körfuboltaæfingum en á Íslandi. „Æfingarnar eru lengri og meira „intense“, allt er mjög vel planað og varla mínúta sem fer til spillis,“ segir hún. Þá nefnir hún að tæknin sem sé til staðar sé mun meira notuð í tengslum við æfingar: „Við notumst líka mikið við myndbönd, bæði af okkur sjálfum og og þeim sem við erum að spila við, til að þekkja allt sem andstæðingurinn vill gera ... sem ég þekkti varla þegar ég spilaði heima.“
Þurfti að redda sér Thelma er á sínu fjórða ári í skólanum en hún segir það hafa komið með ákveðnum áskorunum. „Stærsta áskorunin mín við að hafa flutt hingað út er að þurfa að redda
Ég var ein af þeim sem miklaði fyrir mér að hringja og panta pítsu þannig að það var aldeilis veggurinn sem ég lenti á þegar ég þurfti að fara að hringja í lækna, setja nafnið mitt á rafmagnsreikninginn og græja skattinn ... mér og græja hlutina sjálf. Ég var ein af þeim sem miklaði fyrir mér að hringja og panta pítsu þannig að það var aldeilis veggurinn sem ég lenti á þegar ég þurfti að fara að hringja í lækna, setja nafnið mitt á rafmagnsreikninginn og græja skattinn,“ segir Thelma. Hún segir Covid einnig hafa haft áhrif á upplifun sína í skólanum. „Venjulega hefur maður bara fjögur ár til þess að keppa þegar maður er í háskólaboltanum en vegna Covid Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
fékk allt íþróttafólk eitt aukaár. Mastersnámið sem ég er í er tveggja ára prógram þannig að þetta Covidár hentaði mér mjög vel því að ég næ að klára það með körfunni og útskrifast vorið 2023,“ segir Thelma. Thelma stefnir að því að útskrifast úr Ball State háskólanum vorið 2023 og flytja aftur til Íslands eftir útskrift. Aðspurð hver markmið hennar fyrir framtíðina séu segir hún: „Varðandi framtíðina er margt í lausu lofti einhvern veginn. Eina sem ég veit er að ég verð að gera eitthvað í kringum körfuboltann. Allt annað verður eiginlega bara að koma í ljós.“
Már og Ísold fyrst á svið í Söngvakeppninni á laugardaginn
Ævintýri og ákveðinn sigur útaf fyrir sig Mundi LJÓSMYND: ZOFIA DROZYNSKA
BANVÆN BLANDA Lenti í lokasprettinum (vonandi!) á covid halanum ásamt svo mörgum öðrum. Milli þess sem ég reyndi að sinna fjarvinnu, lágmarks heimilisstörfum og Covid sýktum betri helmingi þá nýtti ég heilaþokuna í að hámhorfa þættina Dopesick. Algjört meistaraverk og leikurinn stórbrotinn. Í stuttu máli fjalla þættirnir um bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma og ógeðfellda markaðssetningu þess á lyfinu Oxycontin. Mæli því með áhorfi! Ef ég hefði ekki verið meðvituð um að þættirnir væru byggðir á sönnum atburðum hefði upplifun áhorfsins virkað sem fjarstæðukenndur skáldskapur, eða eins og kaninn segir: „You can’t make this shit up!“. Minnimáttarkennd eins fjölskyldmeðlims í forríkri og veruleikafirrtri fjölskyldu sem vildi slá hinum við skóp gríðarlegan ópíóða
faraldur í Bandaríkjunum. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að frá árinu 1999 hafa um ein milljón Bandaríkjamanna látið lífið af of stórum skammti eiturlyfja og um 70% þeirra vegna ofneyslu ópíóða. Til að setja þetta í samhengi þá er það svipaður fjöldi og látist hefur úr Covid-19 í Bandaríkjunum frá upphafi þess faraldurs. Með blekkingum tókst umræddu lyfjafyrirtæki, Purdue Pharma, að sannfæra lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA), sem almennt þykir ströng, um að ópíóðalyfið Oxycontin væri ekki ávanabindandi vegna hæglosandi eiginleika þess. Það var því háð minni takmörkunum sem galopnaði lyfjamarkaðinn fyrir fyrirtækið árið 1995. Í kjölfarið komu fljótlega í ljós ávanabindandi eiginleikar lyfsins. En í stað þess að bregðast við því þá juku stjórn-
endur áherslur á söluna í þeim eina tilgangi að hagnast sem mest á lyfinu áður en það yrði gripið inn í. Mannlegt eðli í sinni hráustu útgáfu. Afleiðingarnar eru að árið 2019 misnotuðu yfir tíu milljón Bandaríkjamenn ópíóðalyf, sem er þó lækkun frá þrettán milljónum frá árinu 2015, með tilheyrandi dauðsföllum vegna ofneyslu og afleiðingum fyrir aðstandendur. Óheiðarleiki og græðgi eru sannarlega banvæn blanda. Þættirnir eru á aðra röndina kennslubókarefni í markaðssetningu lyfja en á hina röndina skólabókardæmi hvað gerist þegar græðgi, veruleikafirring, spilling og sofandi eftirlitsstofnanir fara saman. Hvernig viðbjóðslega rík fjölskylda tortímdi lífi milljóna fjölskyldna til að eignast enn fleiri milljarða. Það tók 24 ár að stöðva Purdue Pharma sem fór loks í gjaldþrot 2019.
Þá er gríman fallin og þessi fína motta komin í ljós ...
LOKAORÐ
Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg, sem skipa dúettinn Amarosis, eru fyrst á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem haldið verður næsta laugardagskvöld. Fimm lög keppa og komast tvö í úrslitaþáttinn sem verður 12. mars. Már og Ísold flytja „Don’t you know (íslenska útgáfan)“. „Það er brjálað að gera en þetta er ógeðslega skemmtilegt,“ segir Már Gunnarsson um þátttöku þeirra í Söngvakeppninni en Víkurfréttir náðu tali af Má og Ísold á milli æfinga í byrjun vikunnar. „Fyrir okkur er þetta ævintýri að komast inn og það er ákveðinn sigur út af fyrir sig,“ segir Ísold og bætti við: „Að fá að geta þetta saman eru bestu verðlaunin.“ „Lagið „Don’t you know“ var samið fyrir rúmlega ári og upprunalega planið var að gefa það út síðasta sumar, við vorum tilbúin með mix og master þegar við ákváðum að senda það inn í Söngvakeppnina. Þegar lagið var valið til þátttöku sömdum við íslenskan texta og svo kom að því að finna íslenskan titil sem reyndist vera basl þar sem okkur fannst flestar hugmyndirnar hálf lúðalegar,“ segja þau og því hafa enska og íslenska útgáfan sama nafn. Lagið varð til í ástarsorg og hugmyndin að textanum kom til Más um leið og hann stakk sér til sunds á sundæfingu í fyrra. Lagið var einnig unnið öðruvísi en öll önnur lög sem þau hafi komið að. Fyrst var byrjað á kórusnum og svo var það unnið aftur á bak. „Við erum mjög spennt að fara með þetta á svið á laugardaginn. Það er flott að við séum fyrst á svið og setjum standardinn fyrir showið,“ segir Már Gunnarsson.
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR Fær mann til að hugsa hversu mikilvægt það er að vera með gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Að hafa virkar og sjálfstæðar eftirlitsstofnanir. Og síðast en ekki síst hversu mikilvægir frjálsir og óháðir fjölmiðlar eru. Hvert erum við komin þegar fréttamönnum er ógnað af lögreglunni og þeir eru yfirheyrðir með stöðu sakbornings?! Svo er Donald Trump búinn að hleypa af stokkunum nýrri fréttaveitu, Truth Social. Hlýtur að vera eitthvað grín. Trump og Truth í sömu setningunni. Nú er ég hætt áður en ég missi endanlega trúna á mannkyninu.