Víkurfréttir 8. tbl. 44. árg.

Page 1

FLJÓTLEGT OG GOTT!

Ofurtónar í sálumessu Verdi

Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar munu flytja sálumessu eftir Giuseppe Verdi í Stapa miðvikudaginn 22. febrúar. Sálumessan er um það bil 90 mínútna langt tónverk og er ein allra þekktasta sálumessa tónbókmenntanna.

Á þessum tónleikum verður verkið flutt af 35 manna sinfóníuhljómsveit, 60 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda, tónlistarkennara, þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum þekktum einsöngvurum.

VF leit við á æfingu í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju þar sem raddböndin voru þanin. VF/pket

Sópuðu að sér verðlaunum!

VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hámark, Létt Súkkulaði eða karamellu 255 ml 45% 229 kr/stk áður 419 kr Kristall Nektarínu og sítrus 500 ml Corny Big Hnetu, súkkulaði og banana 50 g 89 kr/stk áður 149 kr 40% Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
-
á mánudagskvöld. Allir dansarar og öll atriði frá DansKompaní komust í íslenska landsliðið. Alls komu nítján verðlaun í hús en dansararnir úr Danskompaníi hafa verið mjög sigursælir.
Team DansKompaní í Reykjanesbæ sópaði að sér verðlaunum í forkeppni Dance World Cup í Borgar
leikhúsinu
Lengri skóladagur og lengra skólaár en versnandi árangur Bjarnfríður hjálpar börnum og fullorðnum með lesblindu. Góð lestrarkunnátta gríðarlega mikilvæg og grunnurinn að frekara námi í framtíðinni. Hrikalega erfitt en ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt Körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýs dóttir í viðtali á síðum 14 og 15
2023 // 8. tbl. // 44. árg.
Miðvikudagur 22. febrúar

Viðreisn á Réttinum

Stjórnmálaflokkarnir voru á ferðinni um landið í kjördæmaviku. Þingmenn Viðreisnar voru á Suðurnesjum í upphafi vikunnar og heimsóttu nokkra vinnustaði. Í hádeginu fóru þeir á Réttinn í Reykjanesbæ og hér má sjá formann flokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og Suðurnesjaþingmanninn Guðbrand Einarsson á spjalli við Réttar-Magnús Þórisson.

AÐALFUNDUR FEBS

verður haldinn að Nesvöllum föstudaginn 3. mars 2023 kl. 14.00.

Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Landsbankans.

Stjórnin

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stofnun ársins 2022

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð sigurvegari í flokki stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins. Titlana Stofnun ársins og Stofnun ársins - borg og bær hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í könnun Sameykis meðal starfsmanna þeirra. Könnunin náði til starfsmanna í opinberri þjónustu hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í fyrsta sæti í flokki stórra stofnana í könnuninni en skólinn varð í þriðja sæti í síðustu könnun. Stærðarflokkarnir eru stofnanir með færri en 40 starfsmenn, stofnanir með 40–89 starfsmenn og stofnanir með 90 eða fleiri starfsmenn. Fimm efstu stofnanirnar í hverjum flokki hljóta titilinn Fyrirmyndarstofnun og fær skólinn þann titil nú í sjöunda sinn á síðustu níu árum. Þess má geta að framhaldsskólar urðu í efsta sæti í öllum flokkum ríkisstofnana.

„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og ánægjulegt að fá slíka viðurkenningu og staðfestir hversu góður vinnustaður skólinn er enda er starfsandinn mjög góður og

mikil samheldni í hópnum, alveg einstakur hópur,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Sjálfstæðisþingmenn á lögreglustöðinni

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiptu liði í ferð sinni um Suðurnes í kjördæmavikunni sem lauk í síðustu viku. Þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, sem sögð var taka við dómsmálaráðuneytinu um mitt kjörtímabil,

heimsóttu m.a. lögregluna á Suðurnesjum í ferð sinni um svæðið. Þau heimsóttu lögreglustöðina við Hringbraut. Það húsnæði hefur fyrir löngu sprengt utan af sér starfsemina og hafa t.a.m. gámar verið settir upp við húsið til að leysa bráðan vanda. Þau

sögðu ljóst að bregðast þurfi við ástandinu. Þau Jón og Guðrún heimsóttu einnig Brunavarnir Suðurnesja á ferð sinni. Þar á bæ eru húsnæðismálin í betra standi en hjá lögreglunni. Myndin af ofan var tekin í heimsókninni til lögreglunnar. VF/Hilmar Bragi

Ný skipakví og viðlegukantur til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn hafa lagt fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjafar ehf. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu, auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitti heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags á fundi þann 1. apríl 2022. Tillagan var auglýst og haldinn var íbúafundur. Fram komu athugasemdir varðandi hávaða frá starfseminni, aðkomu frá Sjávargötu og staðsetningu byggingareits við Sjávargötu. Unnin var hljóðvistarskýrsla, aðkomu breytt og sett fram kvöð um umferð um lóð skipasmíðastöðvar.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
„Starfsandinn mjög góður og mikil samheldni,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari.
Svona er nýtt skipulag fyrir Njarðvíkurhöfn samkvæmt deiliskipulagstillögunni. FIMMTUDAG KL.
19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
2 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M
Kristján Þ. Ásmundsson, skólameistari FS tók við verðlaununum.

Ánægjan er öll okkar

Við tökum vel á móti þér

Óskarsdóttir Þjónustustjóri
Ingibjörg
„Fædd og uppalin í Keflavík og ég er búin að vinna dáldið lengi, ég er á 23. árinu.“

Nýtt bílaapótek við Aðaltorg fær góðar móttökur

Lyfjaval Apótek Suðurnesja hefur flutt starfsemi sína frá Hringbraut í Keflavík í nýtt og glæsilegt húsnæði við Aðaltorg í Keflavík, efst á Aðalgötu við Courtyard by Marriott hótelið. Þar hefur verið opnað svokallað bílaapótek sem er opið alla daga vikunnar frá níu á morgnana til níu á kvöldin.

Tanja Veselinovic lyfjafræðingur er lyfsalinn hjá Lyfjavali Apóteki

Suðurnesja í Reykjanesbæ og hefur verið það í um ellefu ár, frá því Þorvaldur Árnason, sem þá átti Apótek

Suðurnesja, fékk Tönju til Suðurnesja þegar Apótek Suðurnesja var enduropnað. Hún hafi fengið góða niðurstöðu úr meistaraverkefni

sínu í lyfjafræði og ætlaði að fara í doktorsnám þegar Þorvaldur kom að máli við hana og vildi að hún myndi sjá um apótekið í Reykjanesbæ. Það varð úr og Tanja hefur skotið rótum í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Tanja ólst upp á Akranesi og gekk þar í barnaskóla og framhaldsskóla en upprunalega

kom hún til Íslands sem innflytjandi þegar stríð braust út í hennar heimalandi, Króatíu. Hún fór svo í háskólanám í Reykjavík og þaðan drógu örlögin hana til Reykjanesbæjar.

„Það er skemmtilegt að vera komin hingað á Aðaltorg. Þetta er bara allt annað og sérhannað húsnæði fyrir þessa starfsemi sem bílaapótek. Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og húsnæðið bjart og gott,“ segir Tanja í samtali við

Hjá apótekinu eru í dag sextán starfsmenn og þar af eru sex lyfjafræðingar. Ekki veitir af, því apótekið er í dag opið í tólf tíma á sólarhring, alla daga vikunnar. Opið er inn í búðina frá níu að morgni og til klukkan sex síðdegis en lúgurnar eru opnar áfram til klukkan

Aðspurð hvernig reynslan sé búin að vera fyrstu dagana, sagði Tanja að hún væri æðisleg. Allir gömlu viðskiptavinirnir hafi fylgt þeim á nýjan stað og þá hafi starfsfólkið einnig verið að sjá mikið af nýjum andlitum koma í lúguna eða

„Eldri viðskiptavinirnir hafa verið að koma inn í búðina til að heilsa upp á okkur á nýjum stað og svo eru þeir sem koma bara í

lúguna og finnst það æðislegt að fá afgreiðslu á öllu beint í bílinn. Ég er líka svolítið hissa á hvað fólki finnst þetta spennandi þegar það kemur í lúguna. Það eru allir að prófa sig áfram. Þetta er líka mikil breyting fyrir okkur með lengri opnunartíma. Við erum líka að sjá fólk koma hingað til okkar úr Grindavík og Vogum, viðskiptavinir sem hafa ekki verið að koma á Hringbrautina.“

Tanja segir að þörfin fyrir lengri opnunartíma hafi greinilega verið til staðar og það hafi verið mjög mikið að gera frá því það var opnað síðasta föstudag.

„Þessi staðsetning á apótekinu er á aðaltorgi bæjarins til framtíðar.

Hérna mun opna annar verslunarkjarni í framtíðinni, heilsugæslan er að koma hérna í næsta hús, hér er nálægð við flugstöðina og Suðurnesjabæ. Það er mikil umferð um þetta svæði,“ segir Tanja.

Bílaapótek hefur mikla kosti fyrir viðskiptavini, sem þurfa ekki að fara út úr bílnum til að fá afgreiðslu á lyfseðilsskyldum lyfjum eða aðra vöru. Fólk sem á erfitt með gang tekur þessari þjónustu fagnandi. Lúgurnar á apótekinu eru fjórar og í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Það sé því þægilegt að geta bara setið í heitum bílnum á meðan beðið er eftir því að lyfin séu afgreidd. Þá getur fólk farið inn á lyfjaval.is og gengið frá pöntun á lyfjaafgreiðslu þar og komið í lúguna og sótt. Send er staðfesting til fólk þegar lyfin eru tilbúin til afgreiðslu.

„Þá sagði viðskiptavinur við okkur að næðið í lúgunni væri meira en inni við afgreiðsluborðið. Einnig er þetta þægileg leið fyrir fólk með börn, að þurfa ekki að taka þau úr bílstólnum og koma inn,“ segir Tanja Veselinovic lyfjafræðingur í samtali við Víkurfréttir.

Litla brugghúsið með eldgosabjór

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar

Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

Útgefandi: Víkurfréttir

Litla brugghúsið í Garðinum sem hóf starfsemi árið 2020, heldur áfram að vaxa og dafna en von er á glænýjum bjór sem mun verða með skírskotun í eldgosin á Reykjanesi. Fyrirtækið hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að gera eldgosabjórinn en hann bætist í hóp þeirra fjögurra sem nú þegar hafa litið dagsins ljós. Litla brugghúsið framleiðir einnig árstíðabjóra fyrir tvö hótel í Reykjanesbæ. Þá verður páskabjórinn, Hippitus Hoppitus einnig settur á flöskur á næstu dögum og verður fáanlegur í Litla Brugghúsinu, Vínbúðunum og í Bjórlandi.

„Vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim fjórum tegundum bjóra sem við höfum nú þegar sett á markað, þurftum við að bæta tækjakostinn til að ná hagræðingu og betri nýtingu í framleiðslunni.

Þá lá beinast við að koma með fimmtu tegundina en við stefnum á að hann verði kominn á markað innan tveggja mánaða. Þessi bjór mun draga nafn sitt af eldgosunum en við erum ekki alveg

421-0000.

búnir að ákveða endanlegt nafn og eins er þróun enn í gangi. Hvernig bjórinn verður á enn eftir að koma í ljós í þeim prufusuðum sem eru

og verða í gangi á næstunni. Ég er mjög spenntur að smakka þessar prufur en stefnan er síðan að koma endanlegri uppskrift í framleiðslu, vonandi eigi síðar en eftir mánuð,“ segir Kristján Carlsson Gränz, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001,

w
ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
í einni bílalúgunni. VF/Hilmar Bragi
Tanja Veselinovic lyfjafræðingur hjá Lyfjavali Apóteki
Suðurnesja
náði að smella myndum af nokkrum starfsmönnum nú í vikunni.
Hjá Lyfjavali Apóteki Suðurnesja starfa samtals sextán manns á mörgum vöktum. Ljósmyndari
Víkurfrétta
Húsnæði bílaapóteks Lyfjavals Apóteks Suðurnesja við Aðaltorg í Reykjanesbæ.
4 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M
Davíð Ásgeirsson, Kristján Carlsson Gränz og Kristinn Bergsson. VF/pket

Allt fyrir helgina!

45%

Apptilboð - afsláttur í formi inneignar Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu Tilboð gilda 23.–26. febrúar Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

FIMMTUDAG KL. 19:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

Suðurnes eru einstakur alþjóðaflugvöllur fyrir farfugla

Sölvi Rúnar Friðriksson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, í næsta Suðurnesjamagasíni.

Bílaviðgerðir

Stormasömum mánuði að ljúka

aflafr É ttir á S uður N eSJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Síðasti pistill var svona í ansi styttra lagi, enda var þá búin að vera mikil og leiðinleg tíð og bátarnir höfðu lítið sem ekkert getað komist á sjóinn. Ég endaði reyndar þann pistil á að segja að það mætti búast við því að það yrði góð veiði loksins þegar gæfi á sjóinn.

Og já, það má heldur betur segja að það hafi ræst því það gerði sjóveður þrjá daga í röð og það var mokveiði hjá bátunum, sérstaklega þeim sem réru frá Sandgerði á línu. Þar ber hæst Helgi Þór Haraldsson skipstjóri á Margréti GK frá Sandgerði, hann ásamt áhöfn sinni komst í þessa þrjá róðra og var með fullfermi í þeim öllum, alls var 55 tonnum landað í þessum þremur róðrum. Einn af þessum róðrum, sem var róður númer tvö, kom Margrét GK til Sandgerðis drekkhlaðin og með þessum pistli fylgir mynd af bátnum koma til Sandgerðis drekkhlaðinn, um borð voru samtals 20,6 tonn og var þetta mesti afli sem að Margrét GK hefur komið með í einni löndun frá því að báturinn hóf veiðar. Áhöfn bátsins var að vonum í skýjunum með þennan risaróður og í raun hefði hann getað verið

FUNDABOÐ

örlítð stærri því að þeir gátu ekki dregið alla línuna og skildu eftir u.þ.b. þrjá bala í sjó (Margrét GK er beitningavélabátur en þarna er ég búinn að umreikna línuna yfir í bala). Þessi mokveiði hjá Helga dró að sér báta frá Grindavík og má til dæmis nefna að Daðey GK kom með 14 tonn, Óli á Stað GK með 13,4 tonn og Geirfugl GK tæp 12 tonn. Róðurinn hjá Geirfugli GK vekur nokkra athygli því að báturinn fór lang síðastur á sjóinn og fór utar en hinir og var í raun í 4 mílunum frá Sandgerði, náði samt sem áður svo til fullfermi.

Allur þessi afli var tekinn innan við 4 mílurnar en ansi margir 29 metra togarar hafa verið að toga þarna fyrir utan núna í febrúar, til að mynda togarar frá Grundarfirði.

Þessi góða tíð þýddi það líka að nokkrir færabátar gátu róið og fóru allavega fjórir bátanna

á ufsann í Röstinni, Agla ÁR var með 2,6 tonn í einum róðri og Gísli ÍS með 1.3 tonn, báðir lönduðu í Grindavík. Dímon GK var með 1.4 tonn í einum róðri og Guðrún GK 3,2 tonn í tveimur, báðir lönduðu í Sandgerði. Líf NS er kominn

með 6,9 tonn í sex róðrum núna í febrúar en báturinn hefur verið á færaveiðum við Garðskagavita og landað bæði í Keflavík og Sandgerði.

Dragnótabáturinn Sigurfari GK sem er búinn að vera stopp allan febrúar útaf sviptingu á veiðileyfi, hóf aftur að róa núna í vikunni og var reyndar ekki með mikinn afla, aðeins um 3 tonn í tveimur róðrum. Benni Sæm GK er með 48 tonn í fimm, Siggi Bjarna GK með 44 tonn í fimm róðrum, Aðalbjörg RE með 18 tonn í fjórum, allir lönduðu í Sandgerði.

Svo til allir stóru línubátarnir eru komnir norður eða í Breiðarfjörðinn og til að mynda er Sighvatur GK kominn með 361 tonn í þremur túrum og Páll Jónsson GK með 270 tonn í tveimur, báðir landa á Skagaströnd. Reyndar var fyrsta löndunin hjá Sighvati GK uppá 124 tonn í Grindavík.

Það er stutt í lokin á þessum stormasama febrúarmánuði en miðað við hversu góð veiði var þessi fáu daga sem gaf á sjóinn, þá má búast við því að við eigum eftir að sjá meira af fullfermisróðrum hjá bátunum.

Dvergholti

Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Deildir Dagsetning Dagur Tími Staður 1. deild 2. mars 2023 Fimmtudagur Kl. 17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Keflavík norðan Aðalgötu 2. deild 2. mars 2023 Fimmtudagur Kl.17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Keflavík sunnan Aðalgötu 3. deild 2. mars 2023 Fimmtudagur Kl. 17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Njarðvík, Hafnir, Vogar
deild 28. febrúar 2023 Þriðjudagur Kl. 17:00 Sjómannastofan
Grindavík
deild 1. mars 2023 Miðvikudagur Kl. 18:00 Efra Sandgerði Sandgerði
deild 1. mars 2023 Miðvikudagur Kl.
Réttarholtsvegi
4.
Vör
5.
6.
17:00
13, Garði Garði
27. febrúar
Mánudagur Kl.
8. deild
2023
17:00
DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR:
4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
AÐALFUNDIR
Krossmóa
1, Hafnarfirði, 3. hæð, bláa húsinu.
6 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M

Dalsbraut 26, 260 Reykjanesbæ

Suðurgata 16, 260 Reykjanesbæ

Verð 47.500.000

Stærð 74 m2

3ja herbergja íbúð á annari hæð í 11 íbúða húsi rétt við Stapaskóla í Innri Njarðvík Reykjanesbæ.

Norðurgarður

6,

230 Reykjanesbæ

ATH skipti á minni eign / ódýrari

Tilboð óskast

Stærð 260 m2

5 herbergja einbýlishús með bílskúr, sólpalli og heitum potti.

Borgarvegur 34, 230 Reykjanesbæ

ATH skipti á ódýrari eign í Keflavík eða Ytri Njarðvík

Verð 44.800.000

3ja herbergja efri hæð ásamt bílskúr.

Stærð130 m2

Hringbraut 52, 230 Reykjanesbæ

Verð 56.000.000

Stærð130 m2

4 herbergja efri hæð í tvíbýli með sérinngangi og sólpalli. Laus við kaupsamning

Suðurgata 42, 245 Sandgerði

Verð 79.900.000

Stærð 169,2 m2

Mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað í Njarðvík. Til greina kemur að skipta á minni eign í Keflavík eða Ytri Njarðvík.

Víðigerði

26, 240 Grindavík

Verð 85.700.000 Stærð 147,9 m2

3ja herbergja parhús í nýbygginu ásamt bílskúr, fyrir 55 ára og eldri. Þjónusta við eldri borgar í göngufæri Afhending áætluð í vor.

Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677

Tilboð óskast

229,7 m2

Mjög vel staðsett 5 herbergja einbýlishús með bílskúr, í göngufæri við grunnskólann og íþróttamiðstöð.

Ufsasund 2, 240 Grindavík

Verð 16.500.000 Stærð 44 m2

10 geymslu- og smáiðnaðarhúsnæði í byggingu í Grindavík (4 bil óseld). Hvert bil er uþb. 44 m2 Áætluð afhending í vor 2023

Júlíus M. Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555

Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala – s. 773 0397

Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is

Stærð

Rennibraut, pottar og ný sundlaug.

Séð inn í heilsulindina.

Nýtt deiliskipulag íþróttasvæðis og frumhönnun á sundlaugarsvæði

Verður ein besta sundlaug landsins. Framkvæmdir hefjast á næsta ári. Heildarkostnaður 1.500 milljónir króna.

„Deiliskipulag er í vinnslu fyrir íþróttasvæðið og fjárhagsáætlun bæjarins gerir ráð fyrir að framkvæmdir við sundlaug hefjist á næsta ári,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, en Grindavíkurbær efndi til íbúarfundar í Gjánni þriðjudaginn 14. febrúar þar sem efnið var kynning á deiliskipulagi íþróttasvæðis og á frumhönnun á sundlaugarsvæði.

Deiliskipulagið er hugsað til 20–30 ára og er það undir ríkjandi bæjarstjórn komið, í hvaða röð ráðist verði í viðkomandi framkvæmdir. Búið er að ákveða að fyrst verði ráðist í endurnýjun á sundlaugarsvæðinu. Óhætt er að

segja að um glæsilega hönnun sé að ræða sem mun umbylta sundaðstöðu Grindvíkinga, þar sem ein stærsta búbótin er innisundlaug sem verður mest hugsuð fyrir kennslusund. Í sömu byggingu er gert ráð fyrir veglegu slökunarherbergi með nokkrum gufuböðum, köldum og heitum potti svo dæmi sé tekið. Útisundlaugin mun færast nær búningsherbergjum og heitir og kaldur pottur verða sömuleiðis nær. Aðgengi fatlaðra verður stórbætt og nýjar rennibrautir munu eflaust vekja áhuga yngri kynslóðarinnar. Grindavíkurbær bauð bæjarbúum að skila inn hugmyndum varðandi hið nýja sundlaugar -

svæði. Að sögn Sigríðar Etnu Marinósdóttur, formanns frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar, bárust yfir 500 hugmyndir og kenndi víst ýmissa grasa í þeim. „Ég get fullvissað íbúa bæjarins um að það hafi verið vandað til verka í þessari vinnu. Meirihlutinn hefur verið á tánum alveg frá kosningum í maí á síðasta ári og hefur farið í þessa vinnu af fullum þunga. Vinnan síðustu mánuði hefur verið skemmtileg. Samstarfið hjá meirihlutanum í þessu máli hefur verið gott og greinilegt að allir eru að róa í sömu átt. Okkar hlutverk hefur verið að taka fyrir öll mál sem tengjast aðstöðunni eins oft og hægt var í nefndum bæjarins.

Lengri skóladagur og lengra skólaár en versnandi árangur

Hjálpar börnum og fullorðnum með lesblindu. Góð lestrarkunnátta gríðarlega mikilvæg og grunnurinn að frekara námi í framtíðinni.

„Máttur endurtekningarinnar er mjög mikill og ég vil meina að á allra fyrstu skólaárunum eigi að leggja megináherslu á lesturinn og varðandi stærðfræðina þá þurfa nemendur að ná færni í reikningsaðgerðunum áður en þau takast á við lesdæmi nema bara munnlega, endurtaka slíkt aftur og aftur, þannig öðlast þau færni í þessum lykilgreinum sem er í raun undirstaða alls náms“ segir Bjarnfríður Jónsdóttir, fyrrum kennari, sérkennari og einn eigenda Lexometrica ehf. Bjarnfríður er fædd og uppalin í Keflavík og hóf kennsluferilinn þar. „Ég fór í Kennaraskóla Íslands árið 1964, lauk þar námi sem almennur kennari 1968 og byrjaði kennsluferilinn í Barnaskóla Keflavíkur sem nú heitir Myllubakkaskóli. Við fjölskyldan fluttum svo til Grindavíkur árið 1973 og ég kenndi þar alla mína tíð. Var í hefðbundinni bekkjarkennslu fyrstu árin en svo var það í kringum 1987 sem starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjaness leitaði til mín og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að bæta við mig námi í sérkennslufræðum. Af hverju hún leitaði til mín veit ég ekki, mig grunar að Gunnlaugur Dan Ólafsson sem þá var skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, hafi séð eitthvað í mér. Ég ákvað að láta slag standa, tók námið samhliða almennri kennslu og útskrifaðist árið 1990. Fljótlega eftir útskrift bauðst mér að fara til Noregs ásamt fleiri sérkennurum þar sem við kynntum okkur

greinandi próf en fyrir þá sem ekki vita, þá eru slík próf til að greina ýmsa erfiðleika í námi. Í kjölfarið þýddum við og stöðluðum Aston Index, enskt greiningarpróf sem ætlað er til athugunar og mats á lestrar-, skriftar- og málörðugleikum barna. Þetta próf notaði ég til ársins 2005, þar til ég kynntist lestrargreiningarforritinu LOGOS.“

Ekki að leggja í helgan stein 75 ára

Bjarnfríður fór ásamt þremur íslenskum sérkennurum til Svíþjóðar á samnorræna ráðstefnu um lesblindu/dyslexíu sem leiddi til þess að Lexometrica og Logosprófið varð til á Íslandi „Þetta var 800 manna ráðstefna og við Guðbjörg Ingimundardóttir, Guðlaug Snorradóttir og Gyða M. Arnmundsdóttir lentum allar á fyrirlestri sem heillaði okkur og leiddi til þess að Lexometrica ehf. og Logosprófið varð til á Íslandi. Það leið ekki á löngu þar til við höfðum samband við höfund prófsins, prófessor Torleif Höien og óskuðum eftir leyfi til að nota þetta próf hér á landi. Hann tók okkur vel og gaf okkur tvö ár til að koma þessu á koppinn en við þurftum að þýða prófið og skipanir í forritinu yfir á íslensku, staðla það á íslenskum nemendum og skrifa handbók.

Þetta var mikil vinna og við rétt náðum að koma þessu út innan þessarra tveggja ára og verkefnið hófst í febrúar 2008 þegar við héldum fyrsta námskeiðið fyrir

Ég er kannski orðin gömul og haldin fortíðarþrá en ég held við ættum að færa okkur að einhverju leyti aftur til baka, þetta er ekki alveg að virka eins og við erum að gera hlutina í dag ...

íslenska sérkennara. Við höfum varla stoppað síðan þá en í dag er Logos nánast komið inn í alla grunnskóla á Íslandi. Ég hætti eiginlegri kennslu árið 2008 og færði mig yfir á skólaskrifstofu Grindavíkur og var þar til ársins 2016 samhliða því að reka Lexometrica ásamt meðeigendum mínum. Ég verð 75 ára gömul á þessu ári og sé ekki fyrir mér að leggjast í helgan stein alveg á næstunni. Ég starfa að mestu leyti sjálfstætt í dag. Vinnan felst í að halda námskeið á vegum Lexometrica fyrir sérkennara sem fá að því loknu, réttindi til að nota Logosforritið til greiningar á lestrarerfiðleikum. Eins hef ég verið að greina og skima fyrir lesblindu og öðrum lestrarörðugleikum í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef ég tekið að mér greiningar hjá Keili á Ásbrú en þar eru meðal annarra fullorðnir einstaklingar sestir aftur á skólabekk eftir að hafa hugsanlega flosnað upp úr námi vegna lesblindu,” segir Bjarnfríður.

Góð lestrarkunnátta gríðarlega mikilvæg

Bjarnfríður man tímana tvenna í kennslunni og er ekki viss um að við séum á réttri leið. „Þegar ég byrjaði að kenna var skólinn tvísetinn, eldri nemendur voru fyrir hádegi í skólanum og yngri nemendur eftir hádegi. Skólaárið þá var átta mánuðir. Í dag hefur skóladagurinn lengst, skólaárið orðið tíu mánuðir en á sama tíma virðist árangur í lestri fara versnandi sem er sorglegt. Auðvitað spilar mjög margt inn í, breytt samfélag með öllu sínu áreiti, símum og tölvum, allir eru mjög uppteknir, ekki síst foreldrar. Margir kennarar kvarta líka yfir því að hafa ekki tíma til þess að hlusta á lestur nemenda sinna daglega. Svo margt sé komið inn í námskrána að ekki gefst tími til þess. Þegar ég fyrir öllum þessum árum var við kennslu voru allir með sömu bókina, hver tók við af öðrum og áttu að lesa hátt og skýrt það sem þeim hafði verið sett fyrir að lesa heima. Þá gafst líka

tækifæri til að ræða söguþráðinn. Kennslan í dag er orðin einstaklingsmiðaðri sem er að sjálfsögðu gott en það sem hefur breyst við það er að hver og einn er með sína bók og les fyrir kennarann. Hann les þá í hálfum hljóðum til þess að trufla ekki hina í skólastofunni. Ég sakna þessa fyrra fyrirkomulags sem ég held að hafi skilað sér í góðum lestri en auðvitað má finna þar galla eins og í öllu öðru. Í mínum huga er góð lestrarkunnátta gríðarlega mikilvæg og grunnurinn að frekara námi í framtíðinni. Það má líka ekki gleyma því að í stærðfræðinni eru dæmin að stórum hluta orðin orðadæmi og það gefur auga leið að ef lesskilningur er ekki góður mun viðkomandi ekki ganga vel að reikna slík dæmi. Eins og ég sagði þá hef ég verið að skima inni í skólum í nokkur ár og sé svona nokkurn veginn hvernig þróunin er. Ég sé svo ekki verður um villst að færri og færri börn ná viðunandi árangri í lestri ár frá ári. Ég er kannski orðin gömul og haldin fortíðarþrá en ég held við ættum að færa okkur að einhverju leyti aftur til baka, þetta er ekki alveg að virka eins og við erum að gera hlutina í dag.“

Misskilningur varðandi hraðlestur

Misskilnings virðist gæta hjá mörgum varðandi aukna áherslu á hraðlestur barna. „Við getum ekki útilokað leshraðann þegar við tölum um læsi. Hraðinn er fyrst og fremst mælikvarði á sjálfvirknina í lestrinum. Eftir því sem viðkomandi nær meira valdi á lestrinum og les hraðar, þeim mun sjálfvirkari er lesturinn orðinn og þá auðveldara að einbeita sér að innihaldi textans. Skilgreiningin á góðri lestrarfærni er í raun að geta lesið hratt og rétt, með réttu hljómfalli og ef lesskilningurinn er líka góður, þá er viðkomandi orðinn læs. Ég held við ættum að staldra við og íhuga hvort við ættum að taka að einhverju leyti upp fyrri kennsluhætti. Ég vil meina að á allra fyrstu skólaárunum eigi að leggja megináherslu á lesturinn og af því að þú spyrð um stærðfræðina þá þurfa þau jafnframt að ná færni í reikningsaðgerðunum áður en þau takast á við lesdæmi nema bara munnlega, endurtaka slíkt aftur og aftur, þannig öðlast þau færni í þessum lykilgreinum sem er í raun undirstaða alls náms,“ sagði Bjarnfríður að lokum.

Bjarnfríður Jónsdóttir með handbókina góðu.
8 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M

Það hafa mjög margir komið að þessari vinnu, ekki aðeins nefndir bæjarins heldur einnig starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar, íbúar bæjarins og ungmennaráð. Framkvæmdin mun ekki aðeins taka tíma heldur mun hún einnig verða kostnaðarsöm en bæjarstjórn

Grindavíkur hefur gert áætlun um að setja einn og hálfan milljarð í verkið næstu þrjú árin. Það er

alveg ljóst að íbúar Grindavíkur vilja fá almennilega sundlaugaaðstöðu í bæjarfélagið. Ég hef fulla trú á því að hér verði besta sundlaug landsins, það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðgengið verður líka til fyrirmyndar. Þetta er mikið gleðiefni og bæjarbúar eru spenntir fyrir verkefninu,“ sagði Sigríður Etna.

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, segir að næstu skref gagnvart deiliskipulaginu verði að kynna vinnslutillögu þar sem öllum verðum boðið að koma með athugasemdir, það kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar hvernig það er hægt og er skilafrestur til 26. febrúar. „Í kjölfarið verður haldið áfram með

deiliskipulagsvinnuna og deiliskipulagið sett í formlegt auglýsingarferli. Vonir standa til að deiliskipulagið taki gildi á seinni hluta þessa árs. Vinna við forhönnun á sundlaugarsvæðinu er hafin en eftir að hún verður samþykkt má gera ráð fyrir að vinna við fullnaðarhönnun taki sex til átta mánuði. Svo er verkið boðið út. Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar

gerir ráð fyrir að framkvæmdir við sundlaugarsvæðið hefjist á næsta ári en gert er ráð fyrir 500 milljónum króna við framkvæmdirnar á ári á næstu þremur árum. Hvenær ráðist verður í aðrar framkvæmdir á svæðinu, eins og gervigras á fótboltavöllinn svo dæmi sé tekið, er síðan undir pólitíkinni komið,“ sagði Atli.

Töfrum líkast hvernig lag varð til

Systkinin Grétar og Kristín sömdu lag og texta í sitthvoru lagi án vitneskju um að hinn aðilinn væri að semja.

„Ég grét úr mér augun og teygði mig svo í gítarinn og rifjaði upp stefið sem ég hafði spilað inn á símann deginum áður og það smellpassaði við textann,“ segir grindvíski tónlistarmaðurinn Grétar Lárus Matthíasson, sem gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

Lagið heitir Barnið mitt en Kristín systir hans samdi textann. „Ég var ekki með neitt í huga en fann svo þegar ég var að fara að sofa að andinn var að koma yfir mig,“ segir hún. Textann samdi hún eftir að hafa hitt Grétar bróður sinn en fyrr um daginn hafði hann fengið hugmynd að lagi. Hvorugt systkinanna vissi af sköpun hins og lag og texti féllu eins og flís við rass.

Grétar sem hefur hingað til verið meira þekktur sem gítarleikari, er nýlega byrjaður að gera meira með þá tónlist sem hann hefur samið í gegnum tíðina. Hann fékk fjóra hljóðverstíma í afmælisgjöf frá kærustunni sinni, í stúdíó Paradís sem er í Sandgerði og er í eigu feðganna Jóhanns Ásmundssonar og Ásmundar Jóhannssonar. Við það virtist eitthvað losna úr læðingi, fjórir hljóðverstímarnir eru orðnir að hátt í þrjátíu og nokkur lög bíða útgáfu en allt í allt eru lögin orðin það mörg að þau fylla plötu. Sagan á bak við þetta fyrsta lag sem Grétar gefur út er ansi mögnuð. Fyrr um daginn hafði Grétar fengið hugmynd að lagi í kollinn, tók það upp á símann sinn og viti menn, lagið smellpassaði við textann.

Ótrúleg atburðarás

Grétar fór yfir þessa ótrúlegu atburðarás. „Ég kíkti í heimsókn til Kristínar systur í nóvember, við vorum ekki búin að hittast í svolítinn tíma en ég bý á Selfossi, hún í Grindavík. Ég tók gítarinn með mér og við ræddum um daginn og

veginn eins og gengur og gerist. Á einhverjum tímapunkti skaut lagahugmynd upp í kollinn á mér. Ég spilaði hana inn á símann minn svo ég myndi ekki gleyma laginu, Kristín var ekki viðstödd á meðan ef ég man rétt. Við héldum áfram að spjalla og Kristín sagði mér að hún hefði tekið mömmu og frænku okkar í heilun deginum áður og spurði hvort hún mætti líka heila mig. Ég hélt það nú og lagðist á bekkinn hjá henni, ég hafði aldrei áður prófað þetta og fannst þetta mögnuð upplifun, fann mikinn hita í líkamanum og vellíðunartilfinningu. Eftir heilunina borðuðum við kvöldmat og svo fór ég heim á Selfoss. Morguninn eftir var ég úti í bílskúr með gítarinn þegar Kristín hringir. Hún sagðist hafa samið texta sem hún yrði að fá að senda mér og sagði að ég þyrfti að semja lag við textann. Hún sagðist hafa samið textann út frá mínu hjarta, hugmyndin hefði fæðst kvöldið áður og hún hefði klárað

textann þegar hún vaknaði. Hún sagði mér að textinn fjallaði um barnsmissinn en ég missti annan tvíburann minn árið 2008. Berta Sóley og Elsa Björt fæddust fyrir tímann, fengu mikla sýkingu og því miður þá lifði Elsa ekki af. Ég las textann og brotnaði algerlega saman, þetta var eins og talað úr mínu hjarta. Ég grét úr mér augun og teygði mig svo í gítarinn og rifjaði upp stefið sem ég hafði spilað inn á símann deginum áður og það smellpassaði við textann. Lagið kláraðist á fimm mínútum eftir þetta, ótrúleg lífsreynsla.“

Afmælisgjöf frá kærustunni

Grétar lærði ungur að spila á gítar og er mjög frambærilegur sem slíkur, hefur spilað með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina og er þessa dagana að undirbúa 80’s-tónleika í Hörpu með söngkonunni Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur. Undanfarin ár hefur hann gert meira af því að syngja og koma fram sem trúbador en það er ekki fyrr en nú sem hann gerir meira við þá tónlist sem hann hefur samið í gegnum tíðina. „Ég

hef alltaf eitthvað verið að semja, fann t.d. tuttugu ára gamalt demó um daginn. Ég hef bara aldrei gert neitt meira við þetta og það var ekki fyrr en í ágúst í fyrra þegar ég átti afmæli og Karen Dögg, unnusta mín, gaf mér fjóra stúdíótíma, sem eitthvað losnaði úr læðingi. Ég var þá með lag í huga sem við tókum upp en svo hafa þau komið eitt af öðru og ég er í raun kominn með efni á heila plötu. Venjulega kemur lagahugmyndin fyrst og svo sem ég textann en ég mun pottþétt prófa hina leiðina líka. Hvernig þetta lag, Barnið mitt, varð til er mér hulin ráðgáta en svona gerast töfrarnir stundum og við systkinin munum pottþétt gera meira saman í tónlistinni í framtíðinni,“ sagði Grétar.

Systkinasamstarf

Kristín sem hafði aldrei verið viðloðandi tónlist á neinn hátt, kom mörgum í opna skjöldu þegar hún skaust fram á sjónarsviðið fyrir stuttu sem fullskapaður laga- og textahöfundur. Hún hefur verið að semja fyrir Kvennakór Grindavíkur að undanförnu og verða lögin frumflutt á tónleikum þann 12. mars næstkomandi. „Ég get ekki útskýrt þetta, allt í einu kom þessi gáfa til mín og ég gat farið að semja lög og texta. Lögin koma einhvern veginn til mín, ég kann ekki að spila á neitt hljóðfæri svo ég get ekki skýrt þetta almennilega út. Það gerðist eitthvað magnað á milli okkar Grétars þennan dag. Ég var ekki með neitt í huga en fann svo þegar ég var að fara að sofa að andinn var að koma yfir mig. Ég er alltaf með stílabók við hendina og fyrsta erindið fæddist

um kvöldið áður en ég sofnaði og þegar ég vaknaði fann ég að ég þyrfti að klára þetta og hætti ekki fyrr en allur textinn var kominn. Þetta er í raun alveg mögnuð tilfinning, ég finn að ég þarf að túlka þessar tilfinningar og losna í raun ekki úr þessu ástandi fyrr en textinn er fæddur. Þannig var þetta þennan umrædda morgun og ég hringdi í Grétar um leið og textinn var fæddur og hér erum við í dag, með þetta æðislega lag Grétars við textann minn. Við eigum svo sannarlega eftir að gera meira saman í tónlistinni í framtíðinni,“ sagði Kristín að lokum.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Grétar og fjölskylda:, f.v.: Grétar, Berta Sóley Grétarsdóttir, Anita Björt Arnarsdóttir, Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir og Elsa Kristín Grétarsdóttir. Grétar með dætrum sínum, Bertu Sóley og Elsu Kristínu, við leiði Elsu Bjartar. Grétar og Kristín .
v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M // 9
Það ætti ekki að væsa um sundlaugargesti þegar framkvæmdum verður lokið.

Hvað get ég gert til að vera betri í samskiptum?

Hvað einkennir góð samskipti á vinnustað og hvað er vinnustaðamenning? Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum stóð fyrir erindi um vinnustaðamenningu. Steinunn Snorradóttir, félagi í FKA Suðurnes, er lærður grunnskólakennari og hefur lokið meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf. Hún vann í Heiðarskóla í Reykjanesbæ í tíu ár, fyrst sem náms- og starfsráðgjafi og síðar sem deildarstjóri. Nú vinnur hún sem námsbrautarstjóri flugverndarbrautar hjá Isavia. Á kynningarfundi FKA Suðurnes sagði hún frá verkefni sem Isavía vinnur nú að um vinnustaðamenningu þar sem búið er að skipta hegðu upp í þrjá flokka.

Hvað getur þú sagt okkur um vinnustaðamenningu. Ég get ekki séð að þetta hafi verið stórt atriði í atvinnulífinu fyrir tíu til tuttugu árum síðan.

„Sem betur fer þá hefur nú margt breyst. Vinnustaðamenning gengur út á það hvernig samskipti við erum að eiga hvert við annað, sama hvort það er í atvinnulífinu, heima eða í tómstundum. Þá skiptir máli hvernig samskiptin eru okkar á milli. Við erum að ræða það hvernig við getum átt sem best samskipti í vinnunni, talað saman og haft sama skilning á hlutunum og rætt þá á uppbyggilegan máta.“

Er þetta vandamál víða í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, að það sé ekki nógu góð vinnustaðamenning? Er samvinnan ekki nógu mikil?

„Nú þekki ég ekki fyrirtæki almennt á Íslandi en ég held, alveg sama hvert við förum, við getum alltaf gert eitthvað betur. Við getum alltaf grætt á þessu.“

Í þessu erindi sem þú fluttir hjá

FKA Suðurnes varst þú að ræða um fas og framkomu, augnsamband, góð ráð í samskiptum, fullt af mjög góðum ábendingum.

„Þetta gengur helst út á það að við séum að skoða okkur sjálf. Eina manneskjan sem við getum borið ábyrgð á erum við sjálf. Þetta gengur út á hvað ég geti gert til að stuðla að góðum samskiptum við þá sem ég er að vinna með og er í kringum. Þannig erum við svolítið í naflaskoðun. Hvernig er traust á milli fólks og hvernig getum við eflt það? Einnig hvernig við tölum við hvort annað, þannig að allir séu jafnir og geti talað við hvort annað á jafningjagrundvelli og að allir fái að koma sínum skoðunum á framfæri.“

Að viðra skoðanir án þess að særa eða meiða

Á þínum vinnustað, Isavia í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hafið þið verið að skipta hegðun upp í þrjá flokka. Getur þú sagt okkur hvernig þið gerðuð þetta?

„Það eru rannsóknir á bak við þetta sem við erum að fara eftir. Það er búið að skipta samskiptaminstrinu upp í þrjá flokka. Það er þessi drottnandi menning þar sem fólk er svolítið að sýna hver ræður og er með svolítil yfirráð. Þá eru

það þeir sem eru hörfandi og ekki alltaf til í að segja sína skoðun og fara frekar til baka. Við erum líka með þessa uppbyggjandi menningu sem við viljum helst vera í þar sem við getum talað við hvert annað og sagt skoðanir án þess að særa eða meiða og að allir séu jafnir.“

Hvernig hefur þetta gengið hjá ykkur? Þið eruð stór vinnustaður.

„Já, þetta er stór vinnustaður og það eru um 800 manns sem eru að taka þátt í þessu verkefni og það er heljar mikið verkefni að halda utan um það. Þetta hefur gengið mjög vel og það var alveg skýrt frá upphafi að það þyrfti að byrja á efsta laginu. Það var byrjað á því að forstjóri og framkvæmdastjórar fóru í þessa vinnu og vinnustofur.

Fyrst var gerð könnun á því hvernig vinnustaðamenningin var í upphafi verkefnisins fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá var kannað hvert við vildum fara. Efsta lagið var tekið og það var farið í vinnustofur, þjálfun og naflaskoðun; hvað við getum gert. Allir sem eru framkvæmdastjórar og forstjóri fengu niðurstöður úr skoðanakönnun um hvernig þeir væru í samskiptum. Allir þurftu að meta sjálfan sig og fá tíu til tólf einstaklinga sem eru í kringum þig til að meta. Þetta var langur spurningalisti að fara í gegnum og svo fengu þeir niðurstöðuna; hvernig fólk var að sjá sig sjálft og einnig hvernig hinir voru að sjá samskiptaminstrið hjá fólki. Þetta gengur fyrst og fremst út á naflaskoðun. Við erum að skoða hvað við getum gert, hvað ég get gert, til að vera betri í samskiptum.“

Forstjórinn sýnir gott fordæmi

Þú nefndir í erindi þínu að forstjórinn hafi gengið fremstur í flokki og jafnvel stoppað fund

Við reynum að byrja fundi þannig að við jarðtengjum okkur og tökum þá létta öndun eða förum léttan hring um það hvernig við erum stemmd í dag.

því það vantaði að taka öndun, því það hjálpaði til.

„Auðvitað hjálpar það til að Sveinbjörn Indriðason, forstjóri fyrirtækisins, gengur á undan með mjög góðu fordæmi. Hann hefur verið ótrúlega virkur og flottur

þátttakandi í þessu. Við reynum að byrja fundi þannig að við jarðtengjum okkur og tökum þá létta öndun eða förum léttan hring um það hvernig við erum stemmd í dag. Sem betur fer hefur hann og aðrir framkvæmdastjórar gengið á undan með góðu fordæmi“.

Er gott að taka öndun á undan upphafi fundar og jarðtengja sig?

„Mér finnst jóga mjög skemmtilegt og þeir sem hafa farið í jóga líður vel á eftir. Maður er slakur og skilur eftir fyrir utan fundinn það sem á ekki að vera með manni á fundinum. Öndun er mjög góð og það er alltaf þannig að ef manni líður ekki nógu vel þá fer maður í grunna öndun. Það er því gott að

taka djúpa öndun til að jafna sig og að líkaminn fái það súrefni sem hann þarf og þá vinnur heilinn betur.“

Getur þú sagt okkur hverjar voru helstu niðurstöðurnar hjá ykkur, án þess að nefna persónur og leikendur. Hvað hefur þessi könnun ykkar leitt í ljós, var hægt að bæta vinnustaðamenninguna hjá Isavía?

„Það er alltaf hægt að bæta, það er alveg sama hversu góð vinnustaðamennningin er, það er alltaf hægt að bæta hana og geta eitthvað betur. Þessi könnun var gerð fyrir einu og hálfu ári síðan og niðurstaðan var að það var svolítið um drottnandi menningu og eins líka þeir sem voru að hörfa til baka og þora ekki að segja. Við viljum fara meira í þessa uppbyggjandi menningu. Það hefur ekki verið gerð könnun aftur en hún er fyrirhuguð á þessu ári og það verður gaman að sjá niðurstöðurnar. Okkar tilfinning er tvímælalaust sú að þetta er að hafa góð áhrif og fólk er virkilega að vanda sig.“

Að við getum treyst hvort öðru Þú ert með dæmi um að að fundur hafi gengið illa, því andinn var ekki nógu góður á fundinum og núningur. Eftir fundinn hafi svo einn fundarmanna sagt að fundurinn hafi ekki gengið nógu vel og það þyrfti að endurtaka fundinn.

„Ég var ekki sjálf á þessum fundi en hef heyrt svona dæmi. Einn starfsmaður sagði við annan að þetta hafi ekki gengið vel og fundurinn var því bara endurtekinn og þá gekk mun betur.“

Þið talið um að bæta samskipti sem leiði þá til betri samvinnu og árangurs. Það eru því öll þessi grunngildi sem allir eiga að temja sér.

„Þetta snýst fyrst og fremst um traust, þannig að við getum treyst hvort öðru og á þann hátt að ég þori að segja það sem mér liggur á hjarta, hafa skoðanir og að við séum að fá þá bestu niðurstöðu sem við mögulega getum í hverju og einu verkefni.“

Að lokum. Lykilorð fyrir góð samskipti?

„Það er að sjálfsögðu traust og heiðarleiki, gagnvart bæði sjálfum sér og öðrum. Og að sjálfsögðu gleðin. Við verjum ótrúlega miklum tíma í vinnunni og ef það er ekki gaman í vinnunni, þá eigum við væntanlega ekki mjög spennandi daga. Gleðin er númer eitt, tvö og þrjú.“

SJÁIÐ VIÐTÖL Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Á VF.IS
10 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M
Frá fundi Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum þar sem rætt var um vinnustaðamenningu. VF/Hilmar Bragi Steinunn Snorradóttir.

Félagsskapur sem uppfyllir

þarfir kvenna á Suðurnesjum

„Okkur finnst við eiga flottar konur á Suðurnesjum,“ segir Fida Abu Libdeh, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum.

Fida Abu Libdeh er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Félagið stóð fyrir fyrirlestri fyrir konur um vinnustaðamenningu sem Steinunn Snorradóttir hélt í Krossmóa í Reykjanesbæ í síðustu viku. Félagið er rétt um ársgamalt á Suðurnesjum og hefur vaxið hratt. Það byrjaði með tuttugu konum en þær eru sjötíu í dag. En hvernig kom það til að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað og hver var ástæðan fyrir því? Fida svarar því.

„Við Guðný Birna Guðmundsdóttir stofnuðum FKA á Suðurnesjum. Við vorum búnar að vera FKA konur í nokkur ár og þurftum að sækja þjónustuna til Reykjavíkur. Okkur finnst við eiga mjög flottar konur á Suðurnesjum sem við þurfum að varpa ljósi á og setja meira í sviðsljósið þannig að okkar félag er meira að uppfylla þarfir kvenna á Suðurnesjum. Þarfir okkar eru öðruvísi en annarra kvenna á Íslandi.“

Hver er áherslan í starfinu hjá ykkur í félaginu?

„Fyrst og fremst erum við að efla konur á Suðurnesjum, varpa ljósi á það sem þær eru að gera, í hvaða stjórnunarstöðu þær eru, getum við eflt þær og getum við lært af þeim?

Þannig að aðallega erum við að efla konur og eiga góðan félagsskap.“

Hvernig er staða kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum?

„Miðað við það sem við erum búnar að gera frá því í fyrra þegar við byrjuðum tuttugu konur að þá erum við orðnar sjötíu konur í félaginu í dag. Þetta segir okkur að það var þörf fyrir svona félagsskap á Suðurnesjum. Svo erum við að vinna að rannsóknarverkefni hér

á Suðurnesjum til að mæla stöðu kvenna á Suðurnesjum. Hvar eru þær og hvað starfa þær við, svo við getum aðlagað okkar þjónustu að þeirra þörfum.“

Þörf á að stækka tengslanetið

Miðað við að þið séuð orðnar 70 í félaginu segir okkur að staða kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum sé nokkuð góð?

„Já. Við teljum stöðuna góða en það er þörf fyrir því að efla tengslanetið og að setja konur á Suðurnesjum í sviðsljósið.“

Þurfið þið í dag að standa í baráttu til að vera metin til jafns við karla?

„Því miður, já. Það er staðreynd og rannsóknir hafa sýnt fram á launamismun. Það eru færri tækifæri fyrir konur.“

Komin á þrettán markaði og stækkar um 20% á ári

Það eru ekki mjög mörg ár síðan Víkurfréttur útnefndu Fidu sem mann ársins á Suðurnesjum eftir að hafa sýnt frammistöðu í stofnun frumkvöðlafyrirtækis. Nú er það svo að langflest frumkvöðlafyrir-

tæki lifa ekki en hvernig er staðan hjá henni?

„Við lifðum það af og erum ennþá á lífi. Staðan er góð og við erum að vaxa og höfum verið að vaxa tekjulega séð um 20% á milli ára. Við erum komin með vörurnar okkar á þrettán markaði og 70% af tekjum okkar koma erlendis frá. Þetta er hugmynd sem kviknaði hjá Keili og á mælikvarða sprotafyrirtækja á Suðurnesjum erum við nokkuð stór. Þetta er mikil vinna og þrautseigja. Þetta gerist ekki bara af sjálfum sér. Við erum mjög ánægð með árangurinn sem er kominn.“

Ef þú segir okkur í stuttu máli hvað þið eruð að gera?

„Fyrirtækið heitir GeoSilica og við erum að nýta steinefni sem falla til hjá jarðvarmavirkjunum til að framleiða fæðubótarefni. Þetta er í vökvaformi til inntöku í 300 ml. flöskum. Við mælum með að taka inn matskeið á dag, þannig að ein flaska dugar í mánuð.

Í hverjum skammti er ráðlagður dagskammtur af mismunandi steinefnum. Við erum einnig með mismunandi áherslur; hár, húð og neglur, vöðvar og taugar, hugur og orka. Ég mæli með því að fólk

skoði vörurnar okkar á GeoSilica.is. Þetta er fyrir alla og það er mælt með að við tökum inn með mat steinefni og vítamín til að efla líkamann. Í stressi og álagi töpum við steinefnum og því nauðsynlegt að bæta þeim við, því líkaminn framleiðir ekki steinefni.“

Nánar er rætt við Fidu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld og þar segir

MÓTTÖKU RITARI

hún m.a. frá landsbyggðarráðstefnu sem FKA Suðurnes mun standa fyrir síðar á árinu. Þá eru 70 til 100 konur væntanlegar til þátttöku alls staðar að af landinu.

Sjónvarpið

ekki í bílinn

Aníta B. Sveinsdóttir var stálheppin í Jólalukku Víkurfrétta fyrir jólin. Hún setti lukkumiða í pott í Nettó þar sem m.a. voru dregnir út aukavinningar. Aníta vann 65” sjónvarp.

Jóhannes Ellertsson, sonur Anítu, mætti fyrir hönd móður sinnar og sótti sjónvarpið. Syninum varð reyndar smá vandi á höndum, þar sem sjónvarpið var það stórt að það komst engan veginn í bílinn til að

koma því heim. Það vandamál var leyst fljótt og örugglega. Á myndinni eru þau Jóhannes Ellertsson og Erla Valgeirsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Nettó í Krossmóa, með vinninginn góða.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa.

Í boði er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á góða samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Helstu verkefni og ábyrgð

n Símsvörun, móttaka og úrvinnsla fyrirspurna.

n Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini.

n Frágangur og röðun skjala í skjalasafn.

n Undirbúningur funda.

n Skráning reikninga í bókhaldskerfi.

n Umsjón kaffistofu.

n Innkaup.

n Ýmis önnur verkefni sem til falla.

Frekari upplýsingar um starfið

Hæfniskröfur

n Stúdentspróf eða samsvarandi menntun/reynsla.

n Starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu er kostur.

n Þekking og reynsla af skjalavistun kostur.

n Almenn og góð tölvukunnátta er skilyrði.

n Gott vald á íslensku og ensku.

n Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.

n Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

n Geta til að vinna undir álagi.

n Búseta á Suðurnesjum kostur.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti.

Umsóknir skal senda til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ, eða á netfangið sss@sss.is merkt „Móttökuritari“

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðum um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.03.2023

Frekari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri S.S.S.

í síma 420-3288 eða berglind@sss.is

Páll Ketilsson pket@vf.is Steinunn Snorradóttir og Fida Abu Libdeh.
svo stórt að það komst
v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M // 11

Lödur fluttar

Þessi skemmtilega mynd er úr safni eldri mynda hjá Víkurfréttum. Fiski úr Barentshafi var landað í Keflavíkurhöfn úr rússnesku flutningaskipi árið 1990, eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Rússarnir notuðu ferðina til að fylla skipið af eldri bifreiðum sem framleiddar höfðu verið í Rússlandi. Eðalvagnar á heimleið. Þarna má sjá Lödubifreiðar vel skorðaðar uppi á brúarvængnum, aftan við stýrishúsið.

Deiliskipulag

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 17. janúar 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Efnislosunarsvæði –Njarðvíkurheiði skv. 41. gr skipulagslaga nr 123/2010

Eftirlosunarsvæði

á Njarðvíkurheiði

Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5) á Njarðvíkurheiði. Skipulagssvæðið er tæpir 5 hektarar og heimil losun 500.000 rúmmetrar. Heimilt verði að losa efni til geymslu.

Tillögurnar eru til sýnis frá og með 23. febrúar til 12. apríl 2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. apríl 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is

Reykjanesbær 22. febrúar 2023 Skipulagsfulltrúi

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi

Garðasel - Leikskólakennari

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Stapaskóli - Þroskaþjálfi

Velferðarsvið - Búsetuþjónusta fatlaðs fólks

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi/Sérfræðingur

Velferðarsvið - Heimaþjónusta/stuðningsþjónusta

Velferðarsvið - Starf á heimili fatlaðrar konu

Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna.

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Flokkstjórar

Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Flokkstjórar fyrir

ungmenni með sértækar stuðningsþarfir

Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Yfirflokkstjórar

Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf – Skrifstofa

Vinnuskóla Reykjanesbæjar

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Tvö fjölbýli með 35 íbúðum við Bolafót

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Bolafót 21, 23 og 25 í Njarðvík hefur verið lögð fram. Þar er lagt til að lóðirnar verði sameinaðar í eina. Á lóðina komi tvö þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús. Íbúðafjöldi verði allt að 35, nýtingarhlutfall 0,51 og bílastæði á lóð verði 54, með hlutfallið 1,5 á íbúð. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Í greinargerð aðalskipulags Reykjanesbæjar kemur m.a. fram sú stefnumörkun bæjaryfirvalda að svæðið verði endurskipulagt með íbúðarhúsnæði í huga í bland við atvinnustarfsemi. Byggingar á svæðinu geti verið þriggja til fimm hæða með mögulegri atvinnustarfsemi á neðri hæðum. Fram kemur að vanda skuli ásýnd, hönnun og frágang á svæðinu vegna nándar við nærliggjandi íbúðarbyggð. Einnig skal huga að hljóðvist vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll en deiliskipulagssvæðið er í fluglínu austur–vestur flugbrautar vallarins, í um 1,8 km fjarlægð frá brautarendanum.

„Með breytingu á deiliskipulagi við Bolafót er verið að auka við

Íbúar að Dalsbraut 30 nota götuna

Furudal sem bílastæði að staðaldri

íbúðarbyggð á svæðinu og um leið að styðja við þá byggð sem fyrir er, eins og í miðbænum. Þannig er verið að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu svæðisins sem og styrkja innviði og grunnkerfi bæjarhlutans. Með nýbyggingum við Bolafót er verið að bæta ásýnd svæðisins og um leið hverfisbraginn, svo og gefa fleirum tækifæri til að búa á góðum stað og það miðsvæðis. Vel hönnuð og glæsileg fjölbýlishús munu jafnframt styrkja bæjarmynd Reykjanesbæjar. Ósnortin náttúra er í næsta nágrenni sem býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar á svæðinu,“ segir í tillögunni.

Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GUÐJÓN EINARSSON Skipstjóri Víkurhópi 30, Grindavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 14.

Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir

Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir

Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekið fyrir erindi frá Guttormi Guttormssyni þar sem m.a. er fjallað um lagningu bifreiða í göturamma Furudals í Innri-Njarðvík. Í erindi Guttorms segir að íbúar að Dalsbraut 30 noti götuna Furudal sem bílastæði að staðaldri. Almennt er fimm til níu bílum lagt samsíða í götunni fyrir undan Furudal 30, utan lóðarmarka lóðarinnar. Þetta skapar m.a. hættu fyrir almenna bílaumferð um Furudal og óþarfa þrengsli í götunni. Svipað vandamál er upp á teningnum fyrir framan Reynidal 1. Mikil vandræði sköpuðust t.d. nú í vetur við snjóhreinsun og -mokstur, þar sem nokkrum bílum var lagt í göturammanum framan við húsið að Furudal 30. Þetta ástand varð m.a. til þess að þessi gatnamót voru alveg lokuð um tíma og einnig var mjög þungfært um gatnamótin Geirdal/Grenidal og voru íbúar hverfisins nánast lokaðir inni.

Óskað er eftir að settar verði upp merkingar um bann við að leggja í götunni með viðeigandi merkingum og gulum kantsteini. Þetta á bæði við um Dalsbraut og Reynidal.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs segir að bifreiðastöður eru þegar óheimilar á hluta Reynidals, stækkun á því svæði verður ekki að sinni. Unnið er að stofnun bílastæðasjóðs en með honum á að vera betra tækifæri til að fylgja eftir bílastæðamálum.

Svona sjá menn fyrir sér tvö fjölbýlishús á lóðinni við Bolafót.
vf is
á
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum
í heimahagana GAMLA VF-MYNDIN 12 // v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M

Hræðist að deyja ekki

Páll Guttormsson er sextán ára fótboltakappi sem er á fjölgreinabraut í FS. Það sem Páli finnst heitt þessa stundina er að spila póker á borðum FS en aftur á móti finnst honum kalt að vera ekki í FS yfir höfuð. Páll er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gamall? 16 ára að verða 17.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Að reyna við kennarana.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í fS?

Allir vinir mínir voru að fara í FS og ég vildi halda áfram að vera með þeim (annað en Jónatan).

Hver er helsti kosturinn við fS? Kennararnir eru heitir.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Gæti verið betra.

Hvaða fS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Birgir Liljar og Podcastið hans (shootout á fótboltahúsið).

Hver er fyndnastur í skólanum? Magnús

Máni, hann er fyndinn og sætur.

Hvað hræðist þú mest? Að deyja ekki.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Fokking heitt að spila póker, kalt að vera ekki í FS.

Nýir verkefnastjórar Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum

Frú Ragnheiður á Suðurnesjum tók til starfa árið 2020 og hefur starfið verið í mikilli þróun síðan þá. Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossi Íslands og starfar einnig á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu.

Í febrúar 2023 tóku nýir verkefnastjórar við keflinu hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, þær Sigfríður Ólafsdóttir og Inga Björk Jónsdóttir. Báðar hafa þær verið sjálfboðaliðar í verkefninu og taka spenntar við þessu nýja hlutverki með það að markmiði að koma verkefninu betur á framfæri, bæði fyrir notendur þjónustunnar sem og samfélagið í heild.

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Páll Guttormsson

Aldur: 16 ára

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Fótbolti

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Mávar með Steinda.

Hver er þinn helsti kostur? Get borðað hratt, er í Njarðvik og fokk Keflavík.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Tik Tok, Instagram og Smitten

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Að verða smiður eða eiga peninga.

Hver er þinn stærsti draumur?

Að eiga peninga.

ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Fyrrverandifeitabolla (var feitur einu sinni).

Vildi geta lesið hugsanir

Kristín Arna er sextán ára dansari úr Njarðvíkurskóla. Kristín elskar steik og indverskan mat og hennar helstu áhugamál eru að dansa, skíða og allt sem tengist list. Kristín er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Heimilisfræði eða myndlist.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Freysteinn út af fótboltanum held ég.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar að við pöntuðum pizzu inn í stofuna hans Jóhanns hahahahaha.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Eva Lind 100%.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Yebba´s heartbreak verður alltaf best

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Elska steik og indverskan mat.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Sá hana einu sinni á RÚV og týndi henni, þannig „no idea“ en hún var mjög góð.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Vatnsmelónur, bolta og útvarp.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er mjög góð að lesa í fólk

FIMMTUDAG KL. 19:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Kristín Arna

Gunnarsdóttir

Aldur: 16 ára

Skóli: Njarðvíkurskóli

Bekkur: 10.JGS

Áhugamál: Dans, skíði og allt sem tengist list

ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta séð hvað fólk er að hugsa.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor allan daginn.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Framhaldsskóla og síðan eitthvað út örugglega.

ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugmyndarík.

Árið 2022 fargaði Frú Ragnheiður 265 lítrum af notuðum búnaði, búnaði sem annars gætu hafa endað á almenningsstöðum. Einnig voru 46 einstaklingar sem sóttu þjónustu í bílnum og á bak við þessa einstaklinga voru 425 heimsóknir. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og er það grundvöllur okkar vinnu. Þjónustan felur í sér að veita hreinan búnað, sálrænan stuðning, næringu, hlýjan fatnað og að sjálfsögðu förgun búnaðar. Ásamt því að mæta skjólstæðingum á jafningjagrundvelli er fullum trúnaði ávallt heitið við notendur þjónustunnar.

Þjónustan felur í sér að veita hreinan búnað, sálrænan stuðning, næringu, hlýjan fatnað og að sjálfsögðu förgun búnaðar. Ásamt því að mæta skjólstæðingum á jafningjagrundvelli er fullum trúnaði ávallt heitið við notendur þjónustunnar ...

Ef fólk hefur áhuga á að fræðast meira um skaðaminnkandi hugmyndafræði, eða hefur áhuga á að verða sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði, er hægt að hafa samband við verkefnastjóra í tölvupósti á Siffa@redcross.is eða Ingabjork@redcross.is

VERKEFNASTJÓRI FJÁRMÁLA

OG  REKSTURS

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leitar af öflugum verkefnastjóra fjármála og reksturs.

Verkefnastjórinn kæmi einnig að atvinnuráðgjöf og nýsköpun.

Helstu verkefni og ábyrgð

n Fjárhagsleg umsýsla og launavinnsla.

n Gerð rekstraráætlana og skýrslna um fjárhag S.S.S. og undirverkefni.

n Annast samskipti við sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti vegna reksturs og verkefna.

n Upplýsingagjöf til hagaðila, starfsfólks og stjórnar varðandi fjármál S.S.S.

n Upplýsingagjöf og ráðgjöf til starfsfólks varðandi fjárhagslega þætti verkefna.

n Atvinnuráðgjöf.

Frekari upplýsingar um starfið

Hæfniskröfur

n Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt).

n Kunnátta á bókhalds- og launakerfi.

n Góð reynsla af sambærilegum störfum.

n Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

n Nákvæmni og skipulagshæfni.

n Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni.

n Gott vald á ensku.

n Góð almenn tölvukunnátta.

n Menntun og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

n Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.

n Búseta á Suðurnesjum kostur.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti.

Umsóknir skal senda til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ, eða á netfangið sss@sss.is merkt „Verkefnastjóri fjármála og reksturs“

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðum um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 80%.

Umsóknarfrestur er til og með 05.03.2023

Frekari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri S.S.S. í síma 420-3288 eða berglind@sss.is

Inga Björk Jónsdóttir og Sigfríður Ólafsdóttir eru nýir verkefnastjórar Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.
v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M // 13

sport

„Ég óx mjög mikið sem leikmaður og manneskja á þessum þremur árum sem ég var úti,“ segir Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Keflavík, sem var orðin spennt að hefja keppni á ný þegar Víkurfréttir heyrðu í henni nú um helgina en Subway-deild kvenna í körfuknattleik fór þá aftur af stað eftir landsleikjahlé.

Það var talsvert gagnrýnt að Birna hafi ekki verið valin í landsliðshópinn að þessu sinni en hún hefur átt flott tímabil og er næststigahæst af íslensku leikmönnum deildarinnar. Reyndar kom svo í ljós að Birna hafði ekki gefið kost á sér í liðið, það lá því beinast við að spyrja hana: Af hverju hverju gafstu ekki kost á þér?

„Ég fékk skilaboð frá Körfuknattleiksambandinu um að ég væri ekki í tólf manna hópi, væri sú þrettánda eða fjórtánda – þannig að ég þakkaði bara gott boð en sagðist ekki gefa kost á mér í þetta skipti.“

Birnu finnst tímabilið hafa gengið vel þótt vissulega hafi þær átt nokkra upp og niður leiki. „Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og vonandi náum við að halda því áfram. Andinn í hópnum er mjög góður og við erum allar góðar vinkonur, það skiptir mjög miklu máli þegar verið er að spila svona langt tímabil – að það sé góður andi og að við náum allar vel saman. Ekki bara inn á vellinum heldur líka utan hans.“

Hvað finnst þér um þína frammistöðu í vetur?

„Jú, heilt yfir er ég mjög ánægð að vera komin heim og að spila heima. Það tók smá stund að detta inn í þetta, finna taktinn, en mér finnst það alveg vera að koma. Ég er búin að eiga nokkra lélega leiki undanfarið en maður getur ekki alltaf spilað fullkomna leiki. Ég reyni bara að einbeita mér að næsta verkefni.“

Hrikalega erfitt en ótrúlega

skemmtilegt og lærdómsríkt

Þú hefur nú bætt tölfræðina töluvert frá því að þú lékst hérna heima síðast [var með 9,4 stig að meðaltali í leik og 3,4 fráköst árið 2019 en er nú með 15,1 stig og 4,1 fráköst].

„Já, ég er náttúrlega orðin aðeins eldri og kannski reyndari í þessum leik,“ segir Birna og hlær.

Hrikalega erfitt

Við vindum nú okkar kvæði í kross og spyrjum Birnu hvernig henni hafi fundist að fara út í nám.

„Það var hrikalega erfitt en ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir hún. „Ég óx mjög mikið sem leikmaður og manneskja á þessum þremur árum sem ég var úti. Ég sé eiginlega ekki eftir neinu.“

Birna fór fyrst til Arizona en skipti yfir til Binghamton í New York-fylki. „Það var mjög stórt stökk að flytja héðan og til Arizona, í raun mun stærra stökk en ég gerði ráð fyrir – en ég fílaði mig töluvert betur í Binghamton.

Í Arizona var rosalegt prógram og ég lærði ótrúlega margt á þessu ári þar. Ég spilaði ekki mikið fyrsta árið, eiginlega ekkert fyrr en undir lok tímabilsins, en þvílík reynsla sem ég öðlaðist á að vera í þessu liði. Ótrúlega gaman að vera að æfa með þessum stelpum, tvær þeirra eru einmitt komnar í WNBA [bandarísku atvinnumannadeild kvenna]. Eins erfitt og það ár var þá sé ég það eftir á hvað ég lærði mikið – hvað þetta var gefandi og

Það var mjög stórt stökk að flytja héðan og til Arizona, í raun mun stærra stökk en ég gerði ráð fyrir ...

skemmtilegt þrátt fyrir allar erfiðu stundirnar.“

Birna segir að það hafi verið mikil viðbrigði að flytja héðan og þurfa að standa á eigin fótum í fjarlægu landi og ólíkri menningu. „Það var erfitt að fara úr öllu örygginu hér og stinga sér beint í djúpu laugina, þurfa að venjast öllu upp á nýtt og vera í fullu prógrammi alla daga, engar pásur.“

Varstu alein? Voru engir aðrir Íslendingar þarna?

„Já, í rauninni. Ég bjó með tveimur stelpum sem voru í svipuðum sporum og ég, önnur var frá Ástralíu og hin Lettlandi. Við vorum allar þrjár í þessum sama pakka, allar á fyrsta ári og í burtu frá fjölskyldum okkar í fyrsta skipti. Við vorum svolítið að finna út úr þessu í sameiningu og það gekk svona misvel. Áður en ég fór út var maður búinn að heyra af krökkum sem vildu bara koma heim aftur eftir

eitt ár og ég hugsaði: „Er þetta virkilega svona erfitt?“ Já, þetta er virkilega svona erfitt – en eins og ég sagði, mjög gefandi.“

Birna ákvað að prófa að skipta um skóla eftir fyrsta árið og flutti sig í Binghamton-háskólann í New York-fylki. Í Arizona var hún fyrst í almennu námi en byrjaði svo í sálfræði. Í Binghamton fór hún að læra Human Develop ment. „Sem er nokkurs konar blanda af sálfræði og félagsfræði,“ segir hún. „Ég kláraði námið ekki áður en ég kom heim. Af því að ég

ÍÞRÓTTIR
Birna er elst þriggja systkina, hér er hún með þeim Finnboga Páli og Hrönn Herborgu. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Birna stóð sig vel í sigri Keflavíkur á Grindavík um helgina. Keflvíkingar unnu 84:61 og var Birna með átján stig og tók þrjú fráköst í leiknum. VF/JPK
Birna með mömmu og pabba í Arizona.

sinni að koma því í orð. Ef krakkar eru eitthvað að pæla í þessu, að fara í nám erlendis, þá mæli ég eindregið með því. Eins og ég segi, það er ekkert mál að koma heim ef þetta er ekki fyrir þig. Ef þú kemst ekki í gegnum árið, þá geturðu alltaf farið heim aftur.

Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta. Manni er hent út í djúpu laugina en maður kann að synda, svo þetta kemur allt á endanum.“

Aðspurð hvort það sé líf fyrir utan körfuboltann segir Birna

Metþátttaka á GeoSilica-móti

Keflavíkur um helgina

Síðastliðna helgi, dagana 18. og 19. febrúar, fór GeoSilica-mót Keflavíkur fram í Nettóhöllinni.

Þátttaka mótsins fór fram úr öllum væntingum í ár en alls voru 1.200 stúlkur í 5., 6., og 7. flokki skráðar til leiks. Á laugardeginum spiluðu 6. og 7. flokkur og á sunnudeginum spilaði 5. flokkur. Mótið var nú haldið í sjöunda sinn í samstarfi við kvennaknattspyrnuna í Keflavík og GeoSilica Iceland en stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið skýr frá upphafi:

„Við teljum það vera skylda okkar sem fyrirtæki á Suðurnesjum að styðja við kvennaknattspyrnuna og hvetja ungar stelpur í íþróttum. Það er alltaf jafn ánægjulegt að bjóða yngri flokka

Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta. Manni er hent út í djúpu laugina en maður kann að synda, svo þetta kemur allt á endanum ...

skipti um skóla þá fékk ég ekki allt metið og ég hefði þurft að vera í tvö skólaár í viðbót til að fá gráðuna. Ég var ekki tilbúin í það, að vera í tvö ár til viðbótar úti. Þar að auki var ég ekki viss um að þetta væri það sem ég vildi læra, þannig að núna er ég að taka mér smá pásu frá skóla á meðan ég geri upp við mig hvað mig langi að læra.“

Birna vinnur sem stuðningsfulltrúi í Holtaskóla í bekk á yngsta stigi þar sem hún aðstoðar tvo einhverfa stráka. „Við erum tvær sem skiptum með okkur tveimur einhverfum strákum sem við fylgjum í gegnum daginn. Það eins og allt annað, svolítið upp og niður dagar en mjög skemmtilegt og gefandi starf – og mjög skemmtilegir krakkar sem ég er að vinna með.“

Upplifanir í gegnum íþróttir

Birna hefur fengið tækifæri til að prófa ýmislegt í gegnum sína körfuboltaiðkun. Bara það að fara eins og hún gerði í háskólanám til Bandaríkjanna hefði varla staðið til boða nema vegna körfuboltans.

„Og við unnum mikið með það þarna úti. Það var gríðarlega mikið lagt upp úr því hvað við værum í rauninni heppnar að vera í þessum sporum, að fá frítt háskólanám og alla þá aðstoð sem við vorum að fá. Við værum í rauninni að fá allt upp í hendurnar og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessi þrjú ár sem ég fékk þarna úti – ég næ ekki einu

„Þegar tímabilið er í gangi er ekkert rosalega mikill tími aflögu – en mér finnst ofsalega gaman að hitta vinkonur mínar þegar ég hef tíma. Ég brunaði t.d. í bæinn í gær og fór í bíó með vinkonum mínum. Ég er mikil félagsvera og finnst rosalega gaman að vera með vinum mínum – og þegar ég get þá finnst mér mjög skemmtilegt að ferðast. Ég hef ferðast mikið með landsliðinu í gegnum tíðina og finnst það mjög gaman. Ég notaði líka landsleikjahléið og skrapp til New York um daginn til að heimsækja vini mína, sem er svona sambland af báðu, að ferðast og hitta vini. Það var yndisleg helgarferð. Samt er ég mjög mikil rútínumanneskja. Mér finnst mjög gott að fara í vinnuna, koma heim, fá mér að borða áður en ég fer á æfingu. Körfuboltinn hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, ég er búin að vera í körfunni frá því að ég var fimm ára gömul. Núna þegar ég er ekki í skóla hef ég aðeins meiri tíma fyrir sjálfa mig og er að reyna að finna út úr því sjálf, hvað fleira er í boði fyrir utan körfuboltann.“

Einbeitum okkur að okkur

Að lokum, hverju spáir þú um deildina? Ætlið þið ekki að klára þetta, deildarmeistarar og Íslandsmeistarar?

„Bara nó komment! Við erum mjög mikið bara að einbeita okkur að okkur,“ segir Birna. „Hössi [Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur] er búinn að vera að berja það í okkur að horfa ekki of langt fram á við, það sem gerist gerist. Eins lengi og við erum að gera okkar besta er ekkert meira sem við getum gert,“ sagði Birna Valgerður að lokum.

landsins velkomna til Keflavíkur og við vonum að stelpurnar og fjölskyldur þeirra hafi skapað góðar minningar á mótinu,“ segir Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland. Leikmenn meistaraflokka Keflavíkur dæmdu leikina og tóku einnig þátt í að útbúa auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við GeoSilica í aðdraganda mótsins. Myndböndin hafa verið birt á Instagram síðum GeoSilica og knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fylgdist með mótinu um helgina og á vefsíðu Víkurfrétta, vf.is, má sjá stórskemmtilegt myndasafn frá mótinu.

Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland, hafði gaman af að fylgjast með knattspyrnusnillingum framtíðarinnar.

Knattspyrnuúrslit:

Njarðvík - Grótta 4:0

Mörk: Oumar Diouck (19’ víti og 34’) og Magnús Magnússon (58’ og 89’).

Þróttur R. - Keflavík 1:2

Mörk Keflavíkur: Nacho Heras (23’ víti) og Jóhann Þór Arnarson (28’).

Haukar - Víðir 4:1

Mark Víðis: Bessi Jóhannsson (67’). ÍH - Reynir 4:2

Mörk Reynis: Elfar Máni Bragason(33’) og Ársæll Kristinn Björnsson(90’).

Hvíti riddarinn - Þróttur 0:6

Mörk: Sjálfsmark (5’), Adam Árni Róbertsson(23’ og 48’), Guðni Sigþórsson (75’ og 90’) og Emil Skorri Þ. Brynjólfsson (90’+1).

Nýjustu fréttir og úrslit birtast jafnóðum á vf.is

Okkur vantar fólk í eftirfarandi störf

n Matreiðslumaður/meistari í framtíðarstarf (08:00-16:00)

n Afgreiðsla og aðstoð í eldhúsi í framtíðarstarf (08:00-16:00)

n Sumarstörf í eldhús og afgreiðslu (08:00-16:00)

n Uppvaskari/aðstoðarmanneskja í eldhúsi.

Umsóknir sendist á: maggi@retturinn.is

Rétturinn Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Birna hefur fengið fjölmörg tækifæri til að skoða heiminn með landsliðum Íslands.
v Í kurfr É ttir á S uður N eSJ u M // 15
Oumar Diouck og Magnús Magnússon (á mynd) skoruðu tvö hvor fyrir Njarðvík. VF/JPK

Reykjanesbær taki yfir allar götur í hesthúsahverfi Mána

Hestamannafélagið Máni hefur

óskað eftir því við Reykjanesbæ að farið verði sem fyrst í gerð deiliskiplags á félagssvæði félagsins við Mánagrund ásamt því að Reykjanesbær taki yfir allar götur félagsins á svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að unnin sé tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið í samráði við skipulagsfulltrúa. Þeim hluta erindis sem fjallar um gatnagerðargjöld og yfirtöku sveitarfélagsins á gatnagerð er vísað til bæjarráðs.

Atvinnuleysi 6%

Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í desember 2022, eða 6%, en meðalatvinnuleysi var 3,4% á landsvísu. Vert er þó að geta að atvinnuleysi á Suðurnesjum var 9,3% í desember

2021. Atvinnuleysi meðal karla var 5,7% en 6,3% meðal kvenna á Suðurnesjum. Aðeins voru auglýst sex laus störf í desembermánuði á Suðurnesjum hjá Vinnumálastofnun.

339 íbúðir í fimm til sex hæða húsum á Vatnsnesi

Ný deiliskipulagstillaga fyrir

Vatnsnes og Hrannargötu 2-4 gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu lóða í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitti heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.

Tvær athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna en haldinn var íbúafundur á auglýsingatíma

hennar. Vegagerðin gerði athugasemd og varaði við að skyggt yrði á ljósmerki vita. Merkið var fært í samráði við Vegagerðina og hafn-

arstjórn. Vegagerðin staðfesti að breytingin væri fullnægjandi. Andmæli bárust frá nágranna sem varaði við að uppbygging næst þeirra fasteign drægi úr möguleikum uppbyggingar á þeirra lóð. HS Veitur gerðu jafnframt athugasemdir við að breyta þurfi og bæta veitukerfi fyrir reitinn. HS Veitur

þurfa að hanna dreifiveitulagnir til samræmis við kröfur notenda og fjármagna það með sínum til þess ætluðu tekjustofnum í samræmi við þarfir lóðarhafa og landnotkun. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Mundi

Verður Vatnsnes er eins og Manhattan með Central Park?

Reglur um gistiheimili í íbúðahverfum Reykjanesbæjar samþykktar

Ný deiliskipulagstillaga fyrir Vatnsnes og Hrannargötu 2-4 gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu lóð. Á tölvuteikningunni má sjá hvernig umhverfi strandlengjunnar við Vatnsnesvita mun breytast verði þetta að veruleika.

Opinn kynningarfundur

Courtyard by Marriott, Reykjanesbæ fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17–19

Samherji fiskeldi býður til kynningarfundar í tilefni af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi.

Fundurinn verður í formi opins húss og boðið verður upp á léttar veitingar.

Íbúum og öllu áhugafólki um atvinnuuppbyggingu á svæðinu er boðið að mæta svo að sjónarmið sem flestra komi fram.

Tillaga að reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum var lögð fram á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og samþykkt. Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi hefur verið bönnuð á íbúðasvæðum skv. aðalskipulagi en með endurskoðun aðalskipulags er vikið frá þeirri stefnu og slík starfsemi heimiluð uppfylli hún sett skilyrði eins og nánar kemur fram í tillögu að reglugerð um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.

Nánar um Eldisgarð

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.