Víkurfréttir 9. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 3. mars 2021 // 9. tbl. // 42. árg.

Byggð ekki í hættu komi til eldgoss Byggð er ekki í hættu komi til lítils eða meðalstórs goss á Reykjanesskaga á þeim stað sem talinn er líklegastur, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við RÚV. Öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga í undanfarna daga. Hrinan hófst fyrir alvöru með 5,7 stiga jarð­ skjálfta á miðvikudag í síðustu viku. Síðan þá hafa þúsundir skjálfta orðið á svæðinu og þegar blaðið fór í prentun síðdegis

í gær, þriðjudag, voru jarðskjálftar að stærð yfir 3 stig orðnir um 250 talsins. Jarðskjálftahrinan hefur valdið mörgum óhug enda stærstu skjálftarnir þess eðlis að allt hristist og nötrar. Íbúar í Vogum og Grindavík eru næst upptökum skjálftanna en áhrifanna gætir um allan Reykjanesskagann, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Á mánudagskvöld bárust svo gervitunglagögn sem benda til þess að mögulega sé að myndast kvikugangur undir svæðinu

milli Keilis og Fagradalsfjalls. Af þeirri ástæðu megi gera ráð fyrir að eldgos geti komið upp á svæðinu. Það er þó talið ólíklegt en svæðið er í aukinni vöktun og ríkisstsjórnin ákvað á fundi sínum á þriðjudagsmorgun að verja sextíu milljónum króna til aukinnar vöktunar vegna jarðvár á Reykjanesskaganum. Ekki er talin ástæða til að endurskoða hættustig sem lýst var yfir í síðustu viku vegna jarðhræringa þó að nú sé talinn aukinn möguleiki á gosi. >> Sjá nánar á síðum 2 og 4 í blaðinu í dag.

FLJÓTLEGT OG GOTT! 25%

54%

„Það er ánægjulegt að HSS hefur óskað eftir því að efla samstarfið við okkur en við höfum verið í mjög góðri samvinnu varðandi fjölþætta heilsueflingu,“ segir Dr. Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur og frumkvöðull í heilsueflingu 65 ára og eldri á Suðurnesjum. Í nýjum samstarfssamningi Janusar við HSS er unnið út frá

þremur þáttum; í samstarfi um heilsuvernd aldraðra 65 ára og eldri og um áframhaldandi sam­ vinnu á sviði blóðmælinga og greiningu á efnaskiptavillu. Loks er um að ræða samstarf um inn­ leiðingu á heilstæðri þjónustu fyrir einstaklinga sem lifa með of­ fitu en það verkefni snýr að öllum aldursþáttum, ekki bara fyrir eldri borgara. >> Sjá nánar á síðu 21.

20%

299

169

238

áður 399 kr

áður 369 kr

áður 298 kr

kr/stk

kr/stk

Janus og HSS vinna áfram að lýðheilsu

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Chicago Town pizzur Ýmsar tegundir

Hámark Súkkulaði og kókos

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/stk

Nano prótein pönnukökur - 50 gr

ALLT FYRI R ÞIG

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

DÍSA EDWARDS

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

DISAE@ALLT.IS 560-5510

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 9. tbl. 42. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu