Víkurfréttir 9. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 3. mars 2021 // 9. tbl. // 42. árg.

Byggð ekki í hættu komi til eldgoss Byggð er ekki í hættu komi til lítils eða meðalstórs goss á Reykjanesskaga á þeim stað sem talinn er líklegastur, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við RÚV. Öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga í undanfarna daga. Hrinan hófst fyrir alvöru með 5,7 stiga jarð­ skjálfta á miðvikudag í síðustu viku. Síðan þá hafa þúsundir skjálfta orðið á svæðinu og þegar blaðið fór í prentun síðdegis

í gær, þriðjudag, voru jarðskjálftar að stærð yfir 3 stig orðnir um 250 talsins. Jarðskjálftahrinan hefur valdið mörgum óhug enda stærstu skjálftarnir þess eðlis að allt hristist og nötrar. Íbúar í Vogum og Grindavík eru næst upptökum skjálftanna en áhrifanna gætir um allan Reykjanesskagann, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Á mánudagskvöld bárust svo gervitunglagögn sem benda til þess að mögulega sé að myndast kvikugangur undir svæðinu

milli Keilis og Fagradalsfjalls. Af þeirri ástæðu megi gera ráð fyrir að eldgos geti komið upp á svæðinu. Það er þó talið ólíklegt en svæðið er í aukinni vöktun og ríkisstsjórnin ákvað á fundi sínum á þriðjudagsmorgun að verja sextíu milljónum króna til aukinnar vöktunar vegna jarðvár á Reykjanesskaganum. Ekki er talin ástæða til að endurskoða hættustig sem lýst var yfir í síðustu viku vegna jarðhræringa þó að nú sé talinn aukinn möguleiki á gosi. >> Sjá nánar á síðum 2 og 4 í blaðinu í dag.

FLJÓTLEGT OG GOTT! 25%

54%

„Það er ánægjulegt að HSS hefur óskað eftir því að efla samstarfið við okkur en við höfum verið í mjög góðri samvinnu varðandi fjölþætta heilsueflingu,“ segir Dr. Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur og frumkvöðull í heilsueflingu 65 ára og eldri á Suðurnesjum. Í nýjum samstarfssamningi Janusar við HSS er unnið út frá

þremur þáttum; í samstarfi um heilsuvernd aldraðra 65 ára og eldri og um áframhaldandi sam­ vinnu á sviði blóðmælinga og greiningu á efnaskiptavillu. Loks er um að ræða samstarf um inn­ leiðingu á heilstæðri þjónustu fyrir einstaklinga sem lifa með of­ fitu en það verkefni snýr að öllum aldursþáttum, ekki bara fyrir eldri borgara. >> Sjá nánar á síðu 21.

20%

299

169

238

áður 399 kr

áður 369 kr

áður 298 kr

kr/stk

kr/stk

Janus og HSS vinna áfram að lýðheilsu

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Chicago Town pizzur Ýmsar tegundir

Hámark Súkkulaði og kókos

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/stk

Nano prótein pönnukökur - 50 gr

ALLT FYRI R ÞIG

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

DÍSA EDWARDS

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

DISAE@ALLT.IS 560-5510

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bólusetning flugliða: „Mun auka áhuga og traust fólks á því að ferðast til Íslands“

Bessastaðir og Keilir. Myndin birtist með pistli forsetans. Ljósmyndari: Marinó Már Magnússon

Forsetinn sendir kveðjur til Suðurnesjamanna

„Stjórnvöld verða að bregðast hratt og örugglega við þessari eðlilegu kröfu um bólusetningu flugliða. Flugliðar eru undanþegnir ýmsum sóttvarnarráðstöfum af þeim sökum. Þá mun það eflaust auka áhuga og traust fólks á því að ferðast til Íslands viti það af bólusettum flugliðum og flugvallastarfsmönnum,“ segir Vilhjálmur Árnson, þingmaður í Suðurkjördæmi en Morgunblaðið greindi frá því að ekki hafi fengist heimildir fyrir því að bólusetja flugliða og annað starfsfólk flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og fólk erlendis, starfa sinna vegna. Vilhjálmur segir að þetta geti haft veruleg áhrif á ferðaþjónustuna og umsvif í flugstöðinni og þar af leiðandi atvinnustigið á Suðurnesjum. Þannig geti

þetta haft veruleg áhrif í endurheimtun starfa sem hafa legið niðri vegna ástandsins. Icelanda­ir hef­ur fengið synj­un hjá embætti land­lækn­is og heil­brigðisráðuneyt­inu við ósk um bólu­setn­ingu fram­ lín­u­starfs­fólks síns. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair segir við mbl.is að starfsfólk sem vinnur við að halda samgöngum við landið uppi og fari út fyrir landamærin sé lengur í snertingu við farþega en margir aðrir. Hann áætl­ar að um sé að ræða eitt­hvað á þriðja hundrað manns. Full­trúar stjórn­valda hafa sagt að flug­ liðar væru ekki í for­gangs­hópi, sam­kvæmt reglu­gerð ráðuneyt­is­ins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir íbúum Suðurnesja hlýjar kveðjur í færslu á Facebook fyrr í vikunni. Forsetinn skrifar m.a. um jarðskjálftana á Reykjanesskaga en á Bessastöðum hefur forsetinn og hans fólk svo sannarlega fundið fyrir skjálftunum síðustu daga. „Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga. Héðan frá Bessastöðum sést Keilir vel og í nótt fundum við svo sannarlega fyrir enn einum skjálftanum sem átti upptök sín í grennd við það tignarlega fjall. Enn harðari hefur hann þó verið í Grindavík og annars staðar á Suðurnesjum. Ég sendi íbúum þar hlýjar kveðjur og áfram þurfum við að hafa varann á þótt þessi hrina sé vonandi í rénun,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og beinir lesendum á upplýsingasíður um varnir og viðbrögð við jarðskjálftum: https://www. almannavarnir.is/.../varnir-gegn-jardskjalfta/

Landsnet skoðar fyrirbyggjandi ráðstafanir „Við fylgjumst vel með framvindunni vegna jarðhræringa og umbrota á Reykjanesi og höfum undirbúið okkar starfsemi undir nokkrar sviðsmyndir í samvinnu við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Við höfum notað tímann vel, farið yfir okkar viðbragðsáætlanir, unnið með okkar viðskiptavinum að áhættustýringu með tilliti til áhættumats, skoðað tengivirki og línur á svæðinu og skoðað til hvaða fyrirbyggjandi ráðstafana væri hægt að grípa til komi til eldgoss og hraunrennslis sem ógnað gæti Suðurnesjalínu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2020. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Skorar á stjórnvöld að flýta bólusetningu flugliða og flugfólks „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir framkomnar óskir flugþjónustufyrirtækja um að flýta bólusetningu flugliða og annars starfsfólks flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og skorar á stjórnvöld að breyta forgangsröðun bólusetningar til þess að svo megi verða.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Yfir 40% af efnahagsumsvifum á svæðinu má beint eða óbeint rekja til alþjóðaflugvallarins í Keflavík. Til að auka líkur á skjótari við­ snúningi ferðaþjónustunnar og starfseminnar á Keflavíkurflug­ velli er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að draga úr neikvæðum áhrifum Covid-19.

Stór liður í því er að flýta bólu­ setningu framlínufólks í flugi og flug­ þjónustu svo það sé betur búið undir að taka á móti og þjónusta fólk sem vill ferðast til Íslands í vor og sumar. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það langmesta á Íslandi og mikil­ vægt að koma hjólum atvinnu­ lífsins í gang að nýju.

Skoða kostnað við að rífa kísilverið og selja ofninn

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Arion banki skoðar þessa dagana hvað það kostar að taka kísilverið í Helguvík niður og koma ofni verksmiðjunnar í verð. Þetta kom fram í viðtali við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, í Dagmáli Morgunblaðsins á föstudaginn.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Skv. nýjum könnunum kemur fram að val á áfangastað mun fyrst og fremst ákvarðast af því hvernig landið tekur á Covid og bólusetn­ ingu gagnvart ferðamönnum. Þá leið eru m.a. Írar að fara til þess að geta markaðsett sinn flugvöll sem veirufrían flugvöll. Því skiptir bólusetning framlínufólks í ferða­ þjónustu miklu máli en ekki síður til þess að koma í veg fyrir að smit berist til landsins,“ segir í bókun lögð varfram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 2. mars. 2021.

„Við erum í dag búnir að setja enda­ punkt við þetta verkefni okkar í Helguvík. Það var aldrei markmið bankans að fara í þennan rekstur.

Þegar fyrirtækið féll, til að verja út­ lánahagsmuni bankans, var það tekið yfir og við höfum í einhvern tíma verið að reyna að finna kaupendur

að verkefninu. Síðasta niðurfærsla endurspeglar svolítið að við teljum að það séu minni líkur en okkurn tímann áður að þarna verði starf­ rækt kísilverksmiðja,“ sagði Benedikt í viðtalinu. Benedikt telur að lóðin stað­ setningin og innviðirnir sem voru byggðir upp í kringum kísilverið í Helguvík gætu nýst í annan orku­ frekan iðnað, grænan vonandi, og verði þess valdandi að á næstu árum sjái bankinn einhverja aðra starfsemi þarna. „Þess vegna færðum við þessa eign niður á verðmæti lóðarinnar og erum þessa dagana að skoða hvað það kostar okkur að taka verk­ smiðjuna niður og hvort við getum fengið eitthvað fyrir þennan stóra ofn sem þarna var keyptur til að framleiða þennan kísil,“ sagði banka­ stjórinn í viðtalinu.


Hringdu – við aðstoðum Þeim sem hafa fengið aðstoð við framtalsskil í afgreiðslum Skattsins er bent á að hægt er að panta símtal á vefsíðu okkar www.skatturinn.is og við hringjum í þig! Saman getum við þá skilað skattframtalinu þínu.

Símaþjónusta í 442-1414 Starfsfólk Skattsins veitir þjónustu virka daga frá kl. 09:00 til 15:30 í síma 442-1414 á meðan á framtalsfresti stendur. Vegna sóttvarnarráðstafana verður ekki unnt að veita aðstoð við gerð skattframtala á starfsstöðvum Skattsins. Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem boðið er upp á um hvernig má afgreiða sig sjálfur, senda tölvupóst eða hringja frekar en að koma á staðinn.

Skilafrestur er til 12. mars framtal@skatturinn.is

442 1414


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Snemma á mánudagsmorgun lögðu Snorri Thor Tryggvason og Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur, í smá leiðangur upp að Fagradalsfjalli til að taka 360 gráðu loftmynd af svæðinu. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá myndina í allri sinni dýrð en þar má sjá öll helstu örnefni á myndinni og hægt er að þysja vel inn á hana þar sem hún er 15.000 dílar að breidd.

Önnur eins skjálftahrina hefur ekki orðið á Reykjanesskaga Alls höfðu orðið tæplega 250 jarðskjálftar af stærðinni M3 eða stærri á Reykjanesskaganum um hádegisbil í gær, þriðjudag, í þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst af alvöru miðvikudagsmorguninn 24. febrúar klukkan 10:05 með jarðskjálfta af stærðinni M5,7. Skjálftinn átti upptök sín 3,3 km SSV af Keili. Skjálftinn átti sér aðdraganda en talsverð smáskjálftavirkni hafði verið nokkra sólarhringa á undan. Önnur eins skjálftahrina hefur ekki orðið á Reykjanesskaga frá því mælingar hófust og jarðvísindafólk hefur ekki upplifið annað eins. Vegna jarðskjálftahrinunnar er hættustig Almannavarna á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Svæði í nágrenni Keilis sem hefur nötrað hraustlega síðustu daga. Aðeins 22 mínútum síðar varð annar skjálfti, sá var M4,2 með upptök í Núpsstaðahálsi um 1 km NV af Krýsuvík. Í hádeginu sama dag varð skjálfti upp á M4,8 við Kleifarvatn. Þarna má segja að atburðarás væri hafin sem stóð enn yfir síðdegis í gær, þriðjudag, þegar Víkurfréttir fóru í prentun.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Jarðskjálftarnir miðvikudaginn 24. febrúar urðu á svæði milli Kleifar­ vatns og Grindavíkurvegar. Þá höfðu hins vegar hafa engir skjálftar fundist milli Kleifarvatns og Bláfjalla á þessu ári. Þar hafa í sögunni orðið skjálftar að stærð 6,5. Það gæti verið vísbending um að það svæði sé læst

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

og losni ekki um spennu þar nema í stærri skjálfta. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri nátt­ úruvárvöktunar á Veðurstofu Ís­ lands, sagði í samtali við fjölmiðla hrinuna óvenjulega, hún sé kröftug og henni fylgi margir kröftugir skjálftar á stuttum tíma. Engar vís­ bendingar eru þó um gosóróa en sérfræðingar Veðurstofunnar hafa meðal annars verið við gasmæl­ ingar á svæðinu til að meta hvort einhverjar breytingar séu merkjan­ legar á gasútstreymi. Ummerki um kvikugos, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum. Grjót hrundi úr hlíðum í stóru skjálftunum á miðvikudaginn í síð­ ustu viku og varað var við því að vera við brattar hlíðar. Stórt bjarg losnaði ofanvert í Þorbirni og það hrundi úr Krýsuvíkurbjargi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn yfir skjálfta­ svæðið en aukin gufuvirkni vakti m.a. athygli. Jarðskjálftavirknin hélt áfram og þann 25. mars var birt mynd sem unnið er út frá gervitungla­ mælingum og sýnir að færslur hafa orðið í landinu milli Svartsengis og Krýsuvíkur sem nemur nokkrum sentimetrum og voru þær sagðar til marks um landrekshreyfingar þar sem Evrasíuflekinn færist í austlæga átt og Ameríkuflekinn til vesturs. Engin gögn benda til að eldgos sé yfirvofandi. Áfram hélt áfram að skjálfa alla helgina. Sagt var frá því að Veður­ stofan, Háskólinn og samstarfsaðilar munu vinna að fjölgun mælitækja á Reykjanesskaganum á næstu dögum og vikum til að geta áttað sig betur á framvindu hrinunnar. Meðal annars

Heilu björgin hafa hrunið úr fjöllum og hlíðum. er í skoðun að setja upp fleiri GPS mæla til að átta sig betur á eðli jarð­ skjálftahrinunnar. Eins er í skoðun að tengjast fleiri jarðskjálftamælum, til dæmis þeim sem ÍSOR er með á svæðinu, og koma þeim í rauntíma­ vöktun á Veðurstofunni. Að auki er verið að skoða hvort hægt sé að koma fyrir jarðskjálftamælitækjum í Brennisteinsfjöllum sem eru austan við það svæði þar sem helsta virknin er. Það gæti mögulega gefið skýrari mynd á þróun mála m.t.t. hvort að von sé á stærri skjálfta sem ætti upptök í Brennisteinsfjöllum en sagan geymir dæmi um upptök kröftugra skjálfta þar, t.d. árið 1968. Greint var frá því að sprunga þveraði Suðurstrandarveg en hún var þó ekki þess eðlis að loka þyrfi veginum. Á mánudag varð svo vart við fleiri sprungur, þ.á.m. á Grinda­ víkurvegi í Svartsengi. Mánudagurinn 1. mars var heldur betur líflegur í jarðskjálftum og hver skjálftinn á fætur öðrum reið yfir. Skjálftarnir fundust vel á Suður­ nesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þeir sterkustu fundust einnig lengra út á land. Vísindaráð almannavarna fundaði á mánudag til að ræða jarðskjálfta­ hrinuna á Reykjanesskaga. Fram kom á fundinum að sjálfvirka jarð­ skjálftakerfi Veðurstofunnar hefur mælt um 1.800 skjálfta frá miðnætti á mánudag og eru þeir að mestu bundnir við svæði SV af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1.800 eru 23 skjálftar að stærð M3 eða stærri

og um þrír skjálftar eru M4 að stærð eða stærri. Sá stærsti frá miðnætti mældist 5,1 að stærð og átti hann upptök um 1 km ASA við Keili. Vísindaráð fór einnig yfir gervi­ hnattamyndir (InSAR) sem bárust á mánudag. Úrvinnsla úr þeim myndum sýna meiri færslu en áður hefur orðið vart við á svæðinu síð­ ustu daga. Líklegasta skýringin er sú að kvikugangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarð­ skjálftavirknin hefur verið síðustu daga. Unnið verður betur úr þessum nýju gögnum m.a. með líkangerð til þess að varpa skýrara ljósi á fram­ vindu mála. Í ljósi þessara nýju gagna er mikil­ vægt að skoða nánar þá sviðsmynd sem snýr að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall. Meðal þeirra möguleika sem eru til skoð­ unar er mögulegt eldgos sem kæmi upp á svæðinu milli Keilis og Fagra­ dalsfjalls en jarðhræringar hafa ein­ angrast við það svæði. Í gær, þriðjudaginn 2. mars, héldu harðir jarðskjálftar áfram. Skjálftar sem mældust M3 eða stærri voru orðnir 25 talsins í hádeginu frá mið­ nætti, þar af voru fimm skjálftar sem voru M4 eða stærri. Í heild skipta jarðskjálftarnir þús­ undum á þessari viku sem hér er tekin til umfjöllunar. Skjálftar sem eru M3 eða stærri voru tæplega 250, þar af voru 34 stærri en M4 og þrír skjálftar höfðu orðið sem eru stærri en M5. Sá stærsti var M5,7 miðviku­ daginn 24. febrúar.


ALLT TIL ALLS Í NÆSTU NETTÓ! -30%

-30%

-40%

Lambahryggur Fylltur

3.149 ÁÐUR: 4.499 KR/KG

KR/KG

Kjúklingalæri Úrbeinuð

Grísakinnar Marineraðar

KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.379 KR/KG

1.749

-40% -50% Nautastrimlar Fajitas

16“ Pizza margarita Alibaba

KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG

KR/STK ÁÐUR: 1.399 KR/STK

700

1.799

827

GÆÐAKJÖT Á FRÁBÆRU VERÐI! -23% Nauta T-bone Fullmeyrnað

-25%

Kiwi

Heilsuvara vikunnar!

275

KR/KG ÁÐUR: 549 KR/KG

Acidophilus Plús Guli miðinn - 120 töflur

-50%

2.925 ÁÐUR: 3.799 KR/KG

KR/KG

-35%

-35%

1.199

KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK

Vínarbrauð Pecan

Súrdeigsbrauð 608 gr

KR/STK ÁÐUR: 229 KR/STK

KR/STK ÁÐUR: 519 KR/STK

149

337

Tilboðin gilda 4.—7. mars

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

Ætti landlæknir að horfa út fyrir kassann? Nú þegar veiran er svo gott að þurrkast út á Íslandi verður áhugavert að sjá hvernig efnahagsleg endurkoma verður, ekki síst hér á Suðurnesjum. Þar hafa afleiðingar veirunnar orðið verstar og felast í hæsta atvinnuleysi sögunnar, síðustu hundrað árin alla vega. Endurkoma atvinnulífsins er stærsta málið því vel hefur gengið að taka á heilsufarslegum þætti samfara veirunni. Í þessu sambandi kemur bólusetning eðlilega upp, eða réttara sagt hvernig henni er háttað. Í byrjun vikunnar kom fram ósk frá forráða­ mönnum flugliða, en þeir starfa t.d. í flugvélum Icelandair, að þeir verði settir framar í röðina hvað bólusetningu varðar. Landlæknir og hans fólk hafa ekki verið til í það og segja framlínufólk í fluginu ekki í forgangshóp. Í nýlegum könn­ unum í útlöndum kemur fram að val á áfanga­ stað (þegar fólk fer að fljúga aftur) verður eftir því hvernig landið tók á Covid-19 og bólu­ setningum. Írar hafa farið þá leið að bólusetja flugfólk og starfsfólk flugvallarins í Dublin, þeir telja sér það til framdráttar og að ferðamenn sem kjósa að fara af stað – horfi til þeirra, með veirufrían flugvöll. Vilhjálmur Árnason, þing­ maður, sagði í viðtali við VF í vikunni að það væri skynsamlegt að fara þessa leið.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

„Stjórnvöld verða að bregðast hratt og örugglega við þessari eðlilegu kröfu um bólu­ setningu flugliða. Flugliðar eru undanþegnir ýmsum sóttvarnarráðstöfum af þeim sökum. Þá mun það eflaust auka áhuga og traust fólks á því að ferðast til Íslands viti það af bólu­

settum flugliðum og flugvallastarfsmönnum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður í Suður­ kjördæmi. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bókaði á fundi sínum í vikunni, á sömu nótum og bendir á að yfir 40% af efnahagsumsvifum á svæðinu

má beint eða óbeint rekja til alþjóðaflug­ vallarins í Keflavík. Til að auka líkur á skjótari viðsnúningi ferðaþjónustunnar og starfseminnar á Keflavíkurflugvelli sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að draga úr neikvæðum áhrifum Covid-19. Stór liður í því sé að flýta bólusetningu framlínu­ fólks í flugi og flugþjónustu svo það sé betur búið undir að taka á móti og þjónusta fólk sem vill ferðast til Íslands í vor og sumar. Við skulum vona að landlæknir horfi út fyrir kassann og hjálpi til með að gera Kefla­ víkurflugvöll veirufrían eins og Írar eru að gera. Þeir eru mjög háðir ferðaþjónustu eins og við Íslendingar. Þegar veiran finnst ekki á Íslandi ætti landlæknir að hafa svigrúm til svona ákvarðana. Þetta er ekki stór hópur en mikilvægur og gæti reynst afar mikilvægur fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og Íslandi. Það fer fátt verr með andlega heilsu fólks en atvinnuleysi. Páll Ketilsson.

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Valborgargjá er staður sem fáir hafa heyrt um og er falin perla fyrir mörgum. Hún er með fallegri stöðum á Reykjanesi en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925–1930. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór seytlaði í gjánna og útbjó hann þrep niður í gjánna. Byggður var skúr yfir gjána og var börnum kennt sund þarna áður

en sundlaugar komu til skjalanna í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaganum. Laugin er kulnuð í dag. Jón Steinar Sæmundsson

Sundlaugin á Reykjanesi


Asparteigur 10-16, 250 Garði

Eign

Stærð

Verð

Asparteigur 10

82,9m2

36.300.000.-

Asparteigur 12

81,9m2

35.400.000.-

Asparteigur 14

81,9m2

35.400.000.-

Asparteigur 16

82,9m2

36.300.000.-

7658 675

1230

1000

930

2830

Nýjar fullbúnar og vandaðar

993

Sólpallur ca 19 m²

Pottur með öryggisloki

3 herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með 19m2 sólpalli.

0102 FL

3035

Lr Gn 2100

Geymsla/Þv 6,07 m²

Stofa/Eldhús 32,31 m² K= 11.50

EI-90

Lr

10972

Lr Gn

1030

6663

146

4979

2874

Þv.

Þu.

3449

Bað 6,41m²

0101 Hemlagrind

Innt. Veitna

K= 11.45

707

1430

1504

6493

FL

Íbúð 04

5° halli

BO 1500 1500

BO

Herbergi 8,90 m²

3713

4300

Anddyri 4,98 m²

Hjón 14,05 m²

EI-90

Íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán

SL 1100

Inn

1020 396

1430

963

7450

Sorp EI-60

Stærðir: Asparteigur 10, 0101, brúttóflötur:

82,9 m²

• Suðurnesjabær er fjölskylduvænt samfélag. • Náttúruperlur í næsta nágrenni.

GRUNNMYND

10

ASPARTEIGUR 10, 250 GARÐUR

13649

02. 2021

G L Ó R A H Ö N N U N

I

R Á Ð G J Ö F

I

Á Æ T L A N I R

Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677

Skilalýsing á eignasala.is Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555

Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frábærar viðtökur við nýjum fisk- og grænmetisveitingastað á Hótel Bergi við smábátahöfnina í Keflavík. Bjór úr Garðinum og fiskur úr næsta nágrenni. „Höfum mikla trú á Reykjanesinu,“ segir Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstýra. Hákon Örn með bleikju forrétt.

Hótel Berg við smábátahöfnina í Keflavík.

Fiskbarinn og Hótel Berg vekja athygli við smábátahöfnina „Viðtökurnar við nýja veitingastaðnum okkar, Fiskbarnum, hafa verið mjög frábærar en Íslendingar hafa líka verið duglegir síðustu vikur að koma og gista, taka helgarfrí á Suðurnesjum,“ segir Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstýra á Hótel Bergi sem staðsett er við smábátahöfnina í Keflavík. Hótelið var stækkað og endur­ byggt að stórum hluta árið 2018 og Anna segir að viðtökur ferða­ manna hafi verið mjög góðar en svo kom veiran og hafði mikil áhrif á reksturinn. „Við nýttum síðasta ár mjög vel þegar það var lítið að gera í kófinu og byggðum meðal annars nýjan veitingastað, Fiskbarinn. Veitingasal hótelsins var breytt í veitingastað. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum því það hefur eiginlega verið fullbókað frá því við opnuðum 15. janúar síðast­ liðinn,“ segir Anna.

Mikla trú á Reyjanesinu Á hótelinu eru 36 herbergi í fimm gerðum á tveimur hæðum. Herbergin eru skemmtilega innréttuð með helstu þægindum. Heitur pottur er á annarri hæðinni fyrir miðju hóteli með útsýni yfir smábátahöfnina. Fyrir veiruna var hótelið vinsælt hjá ferðamönnum sem hafa augljóslega ekki komið síðastliðið ár en Anna er bjartsýn og segist eiga von á því að þeir fari að mæta með hækkandi sól og frekari bólusetningu. Þá sé aukin aðsókn Íslendinga ánægjuleg. „Við höfum mikla trúa á Reykja­ nesinu sem ferðamannastað, fyrir útlendinga og Íslendinga sem margir eiga eftir að uppgötva það betur. Viðbrögð þeirra sem hafa farið góðan túr um svæðið eru mjög skemmtileg,“ segir Anna en að­ spurð út í hönnun hótelsins segir hún að það sé í skandinavískum

Á Fiskbarnum eru sæti fyrir 30 manns. Fimm herbergjastærðir eru á Hótel Bergi.

stíl og hlýlegt. Hótelið er svokallað „butique“-hótel og stefnan sé að vera í hópi hönnunarhótela. Þá sé stað­ setningin við smábátahöfnina stórt atriði en margir gestir hafa haft það á orði og finnst skemmtilegt að njóta umhverfisins, fara í göngutúra í ná­ grenninu og inn í Keflavík. Hótelið hefur líka vakið athygli fyrir útlitið að utan og byggingarstílinn en það er klætt að utan með lerki.

Ólympíuverðlaunahafi Hákon Örn Övarsson er þekktur matreiðslumeistari á Íslandi en hann hefur starfað á stöðum eins og Vox í Reykjavík og á ferilskrá kappans er m.a. 3. sæti í Bocuse d’Or sem eru nokkurs konar Ólympíuleikar matreiðslumeistara. Hann hefur líka starfað á Hótel Holti og á Mic­ helin-veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.

Lokkandi grænmetisréttur og Suðurnesjaþorskur frá meistarakokkinum Hákoni Erni.

Fiskur og grænmeti „Fiskbarinn er fiski- og grænmetis­ staður. Við opnuðum um miðjan janúar og bjóðum af því tilefni fimm rétta ævintýramatseðil með fiski og grænmeti og bjóðum líka skemmti­ lega vínpörun með,“ segir Hákon Örn. Aðspurður segir hann að mikið af hráefninu komi úr nágrenninu. „Við fáum mikið af hráefni af svæðinu, t.d. bleikjuna frá Matorku í Grindavík og þorskinn, sem er aðalrétturinn núna, úr fiskvinnslu hérna rétt hjá. Þetta er lítill og skemmtilegur staður með 30 sæti Það er gaman að vinna í svona lítilli einingu og sérstök stemmning að koma við í fiskvinnslunni hérna rétt hjá og ná í ferskan fisk. Þá er grænmeti á veitingastöðum alltaf að verða vinsælla. Það er mikilvægt að gera grænmeti áhugavert með góðu bragði og það er oft meiri áskorun en

þegar maður er með fisk eða steik. Rauðrófa er til dæmis einn rétt­ anna á matseðlinum núna en hún er bökuð í þrjár klukkustundir, söltuð og pipruð, gljáð með bláberjum og balsamikediki, valhnetur, djúp­ steikt kínóafræ og karsa, birkisýróp og reykt jógurt undir gera saman á diski frábæran grænmetisrétt,“ segir meistarakokkurinn og auk hráefnis á diski gestanna er líka í boði bjór úr heimabyggð. Litla Brugghúsið bruggar bjórinn Bergið. „Við sáum viðtal við þá bruggara í Víkurfréttum og höfum samband við þá félaga því við vildum bjóða upp á bjór úr ná­ grenninu. Þeir sögðust eiga bjór sem héti Bergið og við gátum ekki verið heppnari,“ segir Anna.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Anna Gréta hótelstýra við heita pottinn með smábátahöfnina í baksýn. Séð inn í hluta setustofunnar á hótelinu.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda út 10. mars 2021.

af öllum pottum og pönnum

30%

af öllum inniljósum

Komdu og gramsaðu!

MARKAÐSDAGAR BYRJA 4. MARS

Við bætum við nýjum vörum daglega.

Verslaðu á netinu á byko.is

af öllum sjóþotum og snjóskóflum

Gerðu frábær kaup!


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

The Apotheker mætir til Íslands á umbrotatímum – ný plata og handrit í anda útvarpsleikrits frá Smára Guðmundssyni Náttúruhamfarir í formi eldgoss á suðvesturhorni Íslands eru í sögusviði The Apotheker, nýjasta verkefnis Smára Guðmundssonar. Plata og söguhandrit koma út í byrjun sumars en fyrsta stikla eða hljóðhorn úr verkinu var gefið út á Spotify síðasta fimmtudag. The Apotheker er í anda 90’s hrollvekju en Björgvin Guðjónsson hefur séð um grafíska vinnu við verkið og tekst vel til. Handritið að The Apotheker var skrifað fyrir um tveimur árum síðan.

AUGLÝSING

UM TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI GRÆNUBORGAR Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 24. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst m.a. að; Lóðarmörkum, byggingarreitum og aðkomum að lóðum við Grænuborg 2-16 er breytt. Hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlis- eða raðhúsum innan nokkurra lóða og byggingarreita við Hrafnaborg breytist. Innan byggingarreita á lóðum við Hrafnaborg 7, 9, 10, 11, 12 og 13 er sú breyting gerð að heimilt verður að byggja fjölbýlis- eða raðhús á 1–2 hæðum en áður var aðeins heimilt að byggja á tveimur hæðum. Skilmálum fyrir fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum (E) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m. Skilmálum fyrir fjölbýlishús á fjórum hæðum (F) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 13,5 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hallandi þak og þá verður hámarkshæð 15,0 m. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu var í gildandi deiliskipulagi 269 en verður skv. breytingu á deiliskipulagi 303. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með föstudeginum 5. mars 2021 til og með föstudagsins 16. apríl 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en föstudagsinn 16. apríl 2021.

„Þetta verk fjallar um apótekara sem er að reyna að sigrast á dauðanum, þegar hann kemur til Íslands fara furðulegir hlutir að gerast. Það fer til dæmis að gjósa á suðvesturhorninu svo þetta er svolítið skrýtið að þetta sé að gerast hér í náttúrunni á sama tíma og þetta verk er að koma út,“ segir Smári í samtali við Víkurfréttir. Handritið að The Apotheker tengist nýrri „consept“-plötu sem Smári er að gefa út en samhliða plötunni, sem verður bæði á staf­ rænu formi og vínil, verður hægt að kaupa handrit sögunnar og fólk er hvatt til að lesa handritið með hlustun á plötuna. Á plötunni er einnig sögumaður sem kemur af og til og segir sögu verksins en handritið er yfirgrips­ meira að sögn Smára. Tónlist plötunnar er í lokafrágangi þessar vikurnar fyrir útgáfu sem er áætluð 1. maí en auk hljóðhornsins sem er komið á Spotify þá er stefnt að því að koma öðru lagi út fyrr. Það er einmitt lagið þar sem fjallað er um komu apótekarans til Íslands og eldsumbrotin verða. Handritið að The Apotheker er að mestu skrifað í Berlín en hand­ ritsgerðin hófst í samkomuhúsinu í Sandgerði. „Ég byrjaði í samkomu­ húsinu en fór svo til Berlínar og vann þetta með grískum verðlauna­ handritshöfundi. Þetta verkefni er skrifað sem útvarpsleikrit og verður sett upp þannig með plötunni. Það verður hægt að kaupa plötuna eina og sér eða plötu og handrit í einum pakka“. The Apotheker fjallar, eins og áður segir, um apótekara sem reynir að sigrast á dauðanum með því að blanda saman ýmsum efnum. „Hann er búinn að vera að flakka um heiminn að leita að þessari formúlu til að sigrast á dauðanum. Bróðir hans, sem er lögreglumaður, er á eftir honum en báðir eru þeir helteknir af dauðanum eftir að for­ eldrar þeirra létust af slysförum þegar þeir bræður voru barnungir og voru þá aðskildir. Apótekarinn er

Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má nálgast tengil á hljóðhornið. efnafræðingur og fer á flótta til Ís­ lands til að geta haldið áfram með tilraunir sínar en sagan hefst þegar hann kemur til landsins og hamfarir ríða yfir. Eldfjöll gjósa með eitur­ gufum úr jörðinni,“ segir Smári um söguna sem hann hefur sett á blað og samið tónlist við. Aðspurður hvort sagan sé að gerast í nútím­ anum segir Smári að ártal komi ekki fram. Sé rýnt í söguna megi sjá að hún gerist í kringum aldamótin 1800 en hún gæti allt eins átt sér stað í nú­ tímanum. Grunnurinn að plötunni er tekinn upp í Smástirni í Sandgerði. Þaðan fór Smári með verkefnið til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar, íkorna í Studio Bambus, sem stjórnaði upp­ tökum og spilar á hljómborð og hljóðgerfla. Þorvaldur Halldórsson úr hljómsveitinni Valdimar spilar á trommur. Fríða Dís Guðmundsdóttir syngur og Viktor Atli Gunnarsson, sem starfaði með Smára í Mystery Boy, spilar á gítar. Brian Stivale er röddin eða sögumaður á plötunni. Hann starfar sem „Voice Actor“ hjá Disney og Marvel. Sigurdór Guð­ mundsson í Skonrokk studios mast­ erar plötuna.

Vogum, 3. mars 2021 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


Menntaskólinn á Ásbrú Það eru tækifæri í tölvuleikjagerð

Komdu íÞaðopið hús á netinu er opið fyrir innritun nemenda í nám til stúdentsprófs með

áhersluáá Ásbrú tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú á haustönn 2021. Menntaskólinn – Tölvuleikjabraut Um er að ræða eitt nýstárlegasta nám til stúdentsprófs á landinu. Áhersla er á kennsluaðferðir sem henta nútíma námsfólki, sveigjanlegt námsmat og Sjáðu vinnurýmið í sköpunarferlinu fáðu okkar í af hverjuþeirra þetta sem er rétta leiðin. aðstöðu sem aðlagar sig aðog fjölbreytni oginnsýn margbreytileika námið stunda. Hittu framúrskarandi kennara sem aðhyllast nútíma vinnubrögð við nám og kennslu. Náms- ogAuk starfsráðgjafar segja þér hvernig þú sníðir námið að þínum þörfum. hefðbundinna námsgreina er lögð áhersla á sköpun, hugmyndaauðgi, forritun Aðilar úr atvinnulífinu kynna framtíðarmöguleika með stúdentspróf í tölvuleikjagerð. og verkefnastjórn, auk þess sem nemendur læra að fylgja eftir þróun tölvuleikjar Leikir, spil og aðrar óvæntar uppákomur. frá hugmynd að veruleika í nánu samstarfi við atvinnulífið. Einstakt námstækifæri og einstaklingsmiðuð þjónusta í þína þágu.

www.menntaskolinn.is

• GAMEDEV

MENNTASKÓLINN Á ÁSBRÚ

// 578 4000

// menntaskolinn.is


4:37

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

15. tbl. 2004 umbrot

6.4.2004 13:28

Svona var árið 2004 16. tbl. 2004 umbrot

loka

14.4.2004 14:08

Page 1

V í k u r f ré t t i r h a fa skrifað samtímasögu Suðurnesja í 40 ár. Allt frá árinu 1980 Slakað á fyrir Suðurnesjafegurð h a fa V í k u r f ré t t i r komið út og flutt fréttir af samfélaginu á Suðurnesjum. Viðtöl, mannlíf og íþróttaumfjöllun hafa sett mark sitt á blaðið. Í haust voru liðin 40 ár frá því Víkurfréttir komu fyrst út og þann 7. janúar sl. fögnuðu Víkur­ fréttir ehf. 38 ára afmæli útgáfufélags blaðsins. Á næstu vikum munum við minnast tímamót­ anna með því að glugga í gömul blöð. Að þessu sinni skoðum við efni úr Víkurfréttum frá árinu 2004. S TÆ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M

Page 8

Víkurfréttir • 7. apríl 2004

st

➤ FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 2004

árgangur 16. tölublað • 25. 15. apríl 2004 Fimmtudagurinn

fr Nj s ný

Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222

VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Þær Una Dís Fróðadóttir, Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir og Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir eru þrjár af tólf þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem fram fer í Bláa lóninu á laugardagskvöldið. Þær nutu þess að slaka á í gufubaðinu við Bláa lónið á dögunum þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessari mynd. Þær hafa stundað stífar æfingar síðustu vikur. Líkamsræktin hefur verið í höndum Lífsstíls en Oddný Nanna Stefánsdóttir hefur séð um undirbúning stúlknanna fyrir keppnina. Ennþá eru í boði nokkrir miðar á krýningarkvöldið þar sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Fegurðardrottning Suðurnesja 2003 og Fegurðardrottning Íslands 2003 mun krýna arftaka sinn á Suðurnesjum. Sjá augl. á bls. 9 Verslun Keflavík

421 6500

Timbursala Keflavík

421 6515

Áhaldaleiga Keflavík

421 6526

1999

2000

www.husa.is

2001

2002

2003

Fimm stjörnu fjármálafyrirtæki

Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja.

Page 8

ÐAN

Í 40 Á R ! Á SU Ð U R N ES JU M

Víkurfréttir • 24. júní 2004 Stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja eru allar stórglæsilegar og leika við linsu ljósmyndarans.

➤ Tíunda hrefnan á vertíðinni kom á land í Sandgerði:

nktanudd

r

N

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is

Skotinn við Stafnes og skorinn í Sandgerði

U

nnið var við hvalskurð í Sandgerði sl. föstudag. Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar skáru þar hval sem veiddist fyrr um daginn, 10 sjómílur undan Stafnesi. Hrefnan, rúmlega 7 metra langur tarfur, endaði inni á gólfi í fiskvinnsluhúsi í Sandgerði, þar sem dýrið var skorið niður og ísað í kör eftir að fjölmörg sýni höfðu verið tekin úr skepnunni. Kjötið af dýrinu var ennþá vel heitt þegar það var skorið í Sandgerði og ljóst að þarna voru menn að

➤ Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja:

Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is verki sem kunnu réttu handtökin. Á nokkrum mínÚtlit,enumbrot útum var búið að hluta dýrið niður áður og var málbandinu beitt óspart og allt skráð prentvistun: í sérstakar skýrslur. Meira að segja karlmennska þessa ehf. dýrs var Víkurfréttir mæld og umfang hennar og lengd er af þeirri stærðargráðu að mennskir láta sig ekkiPrentvinnsla: einu sinni dreyma Prentsmiðjan Oddi hf. um þannig stolt! Á myndinni má sjá myndarlegt „fille“ sem varla stafræn útgáfa: mundi rúmast á nokkru grilliDagleg og án efa þarf bæði mikið af mjólk og pipar til aðwww.vf.is steikja.og vikurfrettir.is

MUNDI

Dekrað við fegurstu stúlkur Suðurnesja

T

ólf fegurstu stúlkur Suðurnesja um þessar mundir létu dekra við sig í Bláa lóninu um síðustu helgi. Stúlkurnar taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem fer fram í Bláa lóninu þann 17. apríl nk. Um síðustu helgi var þeim hins vegar boðið í nudd og slökun. Nokkrar stúlknanna fengu fyrirsætuverkefni fyrir franskt tímarit en aðrar stilltu sér upp í myndatöku fyrir Víkurfréttir. Snjór var yfir hrauninu umhverfis Bláa lónið og þá finnst stúlkunum lítið spennandi að striplast um á bikiní og því var vel þegið að geta hreiðrað um sig í gufubaðinu í heilsulindinni og náð fullkominni slökun. Meðfylgjandi ljósmyndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, í Bláa lóninu.

Nudd í Bláa lóninu er engu líkt. Þá stendur kísillinn alltaf fyrir sínu, enda töfraefni fyrir húðina.

KALLINN ER HÆTTUR... að tala um slúðurblaðið DV?

APRÍLGABB Víkurfrétta tókst vel að því er Kallinum skilst. Fjölmargir fóru með miðana sem fylgdu auglýsingunni um útsölu hjá NEX upp í varnarhlið þar sem þeir freistuðu þess að komast á góða útsölu. Gabbið mældist vel fyrir hjá öllum, nema kannski „ritstjóra“ bloggsíðunnar sem Kallinn skrifar um í dálknum að ofan.

Þ sta S

Þ

a o l sr. Bir Safnað Eftir a hádegi inu Sta hátt í t Langar þakklæ Stapans orð til þ ar. Sta kokkum Maturin og elsk leitun e ust á ei ógleym að fully arlega ferðinn Vil ég e vinum ur þenn síst sr. fyrir án vetur.

EINN ER SÁ Suðurnesjamaður sem hljóp svo sannarlega 1. apríl, en Kallinn leit við á hinni stórmerkilegu slúðurvefsíðu eða réttara sagt bloggsíðu, reykja- KALLINN SÁ Bláu augun þín í Stapanum. Og nes.net á dögunum. Þar Kallinn varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. skrifar „ritstjóri“ þessarar Sýningin var í alla staði frábær að mati Kallsins. Vel stórmerkilegu bloggsíðu skrifuð, góðir söngvarar og leikarar og Kallinum að hann hafi hlaupið 1. þótti gaman að sjá hve mikið líf var í kringum alla apríl - að hann hafi trúað því að útsala væri hjá sýninguna. Og lögin frá þessum tíma eru í miklu væðisvinnumiðlun Suð- kynna hugmyndir sínar fyrir viðNEX upp á velli. Í stórmerkilegri grein skrifar „rit- uppáhaldi hjá Kallinum. Fimm stjörnur frá Kallinurnesja mun á næstunni komandi aðilum. stjórinn“ að Víkurfréttir væru að gabba fátækt fólk á um fyrir frábæra sýningu. standa fyrir frumkvöðlaSuðurnesjum til að hlaupa fyrsta apríl. Og „ritstjór- tilbúið námskeiði í samvinnu við 88- Námskeiðið hefst á mánudaginn inn“ segir Verkalýðsfélögin vera að niðurlægja um- KALLINN ÆTLAR að fá sér páskaegg - finnst húsið. og mun standa yfir í 4 vikur. Að bjóðendur sína með þátttöku í auglýsingunni. Ótrú- freistandi að fá sér egg númer 4! heilbrigðisvandamál! Námskeiðið er ætlað ungu fólki á námskeiðinu loknu fá allir þáttleg sýn „ritstjórans“ á skemmtilegt aprílgabb. „Rit... OG ÉG ER aldrinum 18-25 ára sem er í at- takendur viðurkenningaskjal. 9. september 2004 GLEÐILEGA PÁSKA! Sendið Kallinum itt af þýðingarmestu stjóranum“ virðist veraVíkurfréttir í nöp við•marga í samfélagi vinnuleit og miðar að því að Kynningarfundur verður haldinn LANGFLOTTASTUR! heilbrigðismálum Suðurnesjamanna og er óhræddur við að hella úr páskapóst. breyta hugsunarhætti þátttakenda í dag kl. 15 í 88-húsinu og vilja hvers sveitarfélags er á laugardag opnaður almenningi með formlegum skálum bloggsíðu sinni. Var var einhver Páskakveðja, kallinn@vf.is Skipulagstillagan er innan séreignarlands jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu og takmarkast við reiði sinnar áSólbrekkuskógur með það að markmiði að efla aðstandendur hvetja alla til að regluleg sorphirða. Fyrir hætti í átaki sem Skógræktarfélag Íslands stendur í samstarfi við Olís heimaland jarðarinnar ásamt þeim lóðum sem eru nú innan heimalandsins og hefur verið skapandi hugsun og sjá mögu- kynna sér þessa skemmtilegu nýskömmu varð sú breyting á VÍKURFRÉTTIR Á NETINU og I www.vf.is 8 ogAlcan. Við opnunina mætti Rúnar Júlíusson með kassagítarinn söng I LEST leika þar semútþeir virtust ekki breytni. að þriggja sorp er nýrra hirt þrisvar í skipt úr jörðinni. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð lóða innan jarðarinnar nokkur gömul og góð lög. Hann endaði siðan á því að syngja Bláu augun vera til staðar. mánuðiog í stað þess að vera því að núverandi lóðum er markaður byggingarreitur skilgreindir byggingarskilog undir var tekið í skóginum. María ásamt Rut Reynisdóttir er leiðhirt vikulega. Það var Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sem opnaði skóginn í Sól­ málar fyrir þær. beinandi á námskeiðinu, en hún Viðunandi sorphirða var með brekkum formlega með flugeldasýningu, sem mun vera einsdæmi við skógar­ er stjórnmálafræðingur að mennt einu pennastriki gerð óviðunog hefur undanfarin tvö ár numið opnun hér á landi og erlendis, enda fara flugeldar og skógur ekki vel saman. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, 2, 190breytingu Vogum frá og með andi.Iðndal Með þessari frumkvöðlastarfsemi og stjórnun hefurapríl verið2021. skapaðTillagan heilbrigð-er einnig aðSólbrekkuskógur er í umsjón Skógræktarfélags Suðurnesja. föstudeginum 5. mars 2021 til og með föstudeginum 16. við KaosPilot skólann í Árósum í isvandamál þar sem rotnunargengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Danmörku. fýla frá yfirfullum tunnum „Þátttakendur fá verkefni til að laðar að flugur, mýs og rottur. spreytaÞeim sig á þar þausig munu semsem telja eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur aðmeð gerafram athugasemdir við Ég fer áhér á að vinna ítillöguna. hópum auk Skila þess sem þauskriflegum athugasemdum til skrifstofu þessi ótrúlega afturför verður skal Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, munu fá góða einkaþjálfun“, stöðvuð og að embættismenn 190 Vogar á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðan en 16. apríl sjái 2021. sagði María Rut í eða samtali við sveitarfélagsins sóma Víkurfréttir í dag. „Þar verður sinn í því að koma sorphirðu í lögð áhersla á að hugsa jákvætt Reykjanesbæ aftur í viðunog á skapandi hátt. Þetta verður andi horf því þessi tilraun til eins konar innblástursnámskeið.“ sparnaðar hefur greinilega F.h. bæjarstjórnar Þátttakendur munu fá í hendur mistekist. verkefni t.d. frá bænum þar sem Leó M. Jónsson þau kappkosta að finna nýNesvegi 13. Höfnum Atli GeirviðJúlíusson, stárlegar lausnir. Þeir munu svo

VerðandiAUGLÝSING frumUM TILLÖGU AÐ DEILISKIPULAGI FYRIR STÓRUkvöðlar fá tilsögn 22 Óviðunandi VATNSLEYSU Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM

AKT

unin á með n í því, sól se Eric F og gra yfirum og útf Valbj

Kallinn á kassanum KALLINN ER HÆTTUR að fá bréf! Kallinn hvetur lesendur Víkurfrétta til að skrifa um mál sem þeim eru hugleikin - mál sem kannski lítið er fjallað um í samfélaginu.

Hönn Óma andi hún s sem h gangi ans þ rað ti

þjónusta Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann S Bæjarstjórn 24. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir StóruVatnsleysu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

E

skipulagsfulltrúi.

VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

Söng Bláu augun í Sólbrekkuskógi


GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811

Snákur á götu í Grindavík

Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir

OPTICAL Víkurfréttir • 20.STUDIO maí 2004 DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ

lýsti á fundinum að Árni Johnsen hafi falið sér að velja listaverkið. - Og að sjálfsögðu valdi ég dýrasta verkið, sagði Áki á fundinum. Ekki er ljóst hvar listaverkið verður sett upp. Áki vill sjá það sett upp í Njarðvík en Árni Sig-VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 fússon, bæjarstjóri, sagðist frekar vilja sá verkið sett upp í Reykjanesbæ, um leið og hann brosti...

Kíkt fram af hafnarbakkanum!

Víkurfréttir • 19. ágúst 2004 Þegar heitt er í veðri fara allskyns dýr á kreik en svo varð raunin í Grindavík. Lögreglan fékk tilkynningu um „lausaskrið“ snáks fyrir utan hús eitt í Grindavík. Lögreglan fór á staðinn og handsömuðu snákinn en um var að ræða 40 cm2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:12 langan snák, brúnan og rauðan að lit. Snákurinn var afhentur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til aflíf- Víkurfréttir • 8. janúar 2004 8 unar. Snákurinn fannst á vappinu við Mega-skvísur... Hjólbarðaverkstæði í Grindavík en ekki er vitað hver átti skepnuna. Hann getur hafa komið með vöru­ sendingu í gámi eða sloppið úr búri frá eiganda sínum. Lögreglan vill taka það fram að innflutningur á snákum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og upp kemst um dýrin þá eru þau strax af­ lífuð og þeim eytt. Meðfylgjandi myndir tók ljós­ myndari Víkurfrétta af snáknum og notaði Risa Tópas til þess að bera saman við skepnuna.

B

etur fór en á horfðist þegar sementsflutningabíll frá fyrirtækinu Aalborg Portland keyrði fram af bryggjunni í Helguvík í síðustu viku. Bíllinn hékk fram af bryggjunni en ökumaður

Page 12

bílsins slasaðist ekki og komst af sjálfsdáðum upp á bryggjuna. Bíllinn skemmdist töluvert en í honum voru um 30 tonn af sementi, en Aalborg Portland er með sementstanka við Helguvíkurhöfn.

VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

Og brosa svo!

Flott... ir eyrnalokkar

Sálarballið í Stapanum

Snákurinn og Risa-Tópasinn.

Blóðugt innbrot í Holtaskóla Víkurfréttir • 15. janúar 2004

Það var heldur betur fjör í Stapanum á annan í jólum þegar Sálin mætti á staðinn og tróð upp fyrir dansi. Suðurnesjamenn voru greinilega orðnir dansþyrstir því löng og myndarleg biðröð var utan við Stapann áður en húsið opnaði. Enginn ætlaði að missa af fjörinu og það gerði Tobías Sveinbjörnsson ljósmyndari ekki en hann tók þessar myndir og margar fleiri sem bíða betri tíma...

... og tungur þeirra mættust!

Börn í 4. og 5. bekk Holtaskóla voru send heim vegna innbrots sem framið var í skólanum aðfararnótt sl. mánudags. Innbrotsþjófarnir brutu rúður og skildu eftir sig blóðslóð þar sem þeir höfðu athafnað sig. Lögreglan í Keflavík vann að rannsókn málsins á vettvangi á mánudag. Jóhann Geirdal aðstoðarskólastjóri Holtaskóla sagði í samtali við Víkur­ fréttir að svo virðist sem tölvu úr bókasafni og sjónvarpi og hátölurum úr sal hafi verið stolið í innbrotinu. Að sögn Jóhanns voru nemendur í 4. og 5. bekk sendir heim. „Það var brotist inn á bókasafnið og af­ greiðsluborðið þar lagt í rúst. Stofur 4. og 5. bekkjar eru á þeim gangi og lögreglan þarf tíma til að rannsaka verksummerki þannig að tekin var ákvörðun um að senda börnin heim,“ sagði Jóhann. Að sögn Jóhanns verður lögð áhersla á að þrífa blóðslóðina. „Við höfum sótthreinsað hurðahúna í skólanum, jafnvel þótt innbrots­ þjófarnir hafi ekki farið um allan skólann.“

Þetta sýnum við bara á Þorranum... og þá súrt! 12

Eins og sést á þessari mynd er blóð um allt afgreiðsluborðið á bókasafninu þar sem það hefur verið lagt í rúst, en tölvu hefur verið stolið þaðan. Hörður Óskarsson, lögreglumaður, á vettvangi.

Við erum hér...!

... eigum við ekki að bíða aðeins?

Stebbi Hilmars í bakröddum hjá Erlu Þorsteins!

Þetta er ekki tungutak - eða hvað?

Mega-skuttttlur...

Kúl skvísur...

... ennþá fleiri sætar stelpur...

... og lukkulegur ungur maður! VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 2004 má nálgast á timarit.is


FJÖLMIÐILL SUÐURNESJA Útgáfa Víkurfrétta hefur sjaldan verið veglegri en einmitt síðustu vikur og mánuði

Auglýsingagerð

Við leggjum áherslu á vandað 24 síðna blað í hverri viku sem má

og einstaklinga, hvort sem er til birtingar í miðlum Víkurfrétta

nálgast á dreifingarstöðum okkar um öll Suðurnes. Ókeypis eintak af

eða í öðrum fjölmiðlum.

Víkurfréttir annast alla auglýsingagerð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Víkurfréttum getur þú m.a. sótt í allar verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum frá hádegi á miðvikudögum.

Streymi frá viðburðum og athöfnum

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg frá þriðjudagsköldi á vf.is.

Víkurfréttir bjóða upp á beinar útsendingar frá viðburðum

Í rafrænu útgáfunni eru m.a. aðgengileg myndskeið með völdu efni.

á Suðurnesjum á samfélagsmiðlum. Þá annast Víkurfréttir steymi frá útförum úr kirkjum á Suðurnesjum

Vefsíður Víkurfrétta eru tvær

í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja.

Víkurfréttavefurinn vf.is er uppfærður daglega. Golfvefurinn kylfingur.is flytur nýjustu golffréttir allan ársins hring.

Loftmyndir með dróna Vantar þig loftmynd frá Suðurnesjum? Við hjá Víkurfréttum getum sett

Víkurfréttir eru í sjónvarpi

drónann á loft með skömmum fyrirvara og útvegað myndefni frá

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á Hringbraut

Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

og á Víkurfréttavefnum vf.is. Um 300 þættir frá 2013. Sjónvarpsefni Víkurfrétta er einnig aðgengilegt á rás

Eldri blöð á timarit.is

Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Ef þú vilt grúska í sögu Suðurnesja, þá getur þú fundið öll tölublöð Víkurfrétta frá upphafi á vefnum timarit.is

STREYMI

PDF

BLAÐ

VEFUR

SJÓNVARP

AUGLÝSINGAGERÐ

DRÓNI

HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 421 0000 EÐA Á VF@VF.IS

STREYMI


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Þrír línubátar frá Grindavík veiddu yfir 500 tonn í febrúar Stysti mánuður ársins búinn og mars er framundan, einn af stóru aflamánuðunum. Aflabrögð hafa alltaf verið góð í mars og í gegnum tíðina má oft finna ævintýralegar aflatölur frá bátunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig marsmánuðurinn verður en alla vega gagnvart handfærabátunum lofar hann góðu því í febrúar fjölgaði handfærabátunum mjög mikið. Þeir voru ansi margir á veiðum utan við Sandgerði og var veiði hjá bátunum mjög góð, t.d. var Huld SH með 9,1 tonn í fimm og mest 2,7 tonn, Fisk­ ines KE 7,7 tonn í fimm, Fagravík GK 5,4 tonn í fjórum, Guðrún GK 3,4 tonn í tveimur og voru þessi hand­ færabátar að landa í Sandgerði. Í Grindavík voru t.d. Sigurvon RE með 6,1 tonn í sjö, Grindjáni GK 3,6 tonn í sex, Hrappur GK og Þórdís GK báðir með um 3,3 tonn í fjórum róðrum hvor bátur. Netaveiðin í febrúar var mjög góð. Lítum á nokkra báta. Bergvík GK með 41 tonn í tólf, Erling KE 304 tonn í nítján og mest 30 tonn, Grímsnes GK 237 tonn í 22 og mest 24 tonn, Maron GK 167 tonn í tuttugu, Langanes GK 161 tonn í 21, Þorsteinn ÞH 122 tonn í þrettán, Halldór Afi GK 70 tonn í sautján og Hraunsvík GK 58 tonn í tólf. Þess má geta að allir netabátarnir lönduðu í Sandgerði og fiskurinn af þeim skiptist á tvo staði. Erling KE og Bergvík GK voru hjá Salt­ veri en allir hinir bátarnir voru hjá Hólmgrími og samtals var aflinn hjá honum 815 tonn í febrúar.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Hjá dragnótabátunum kom Benni Sæm GK til veiða en hann er kominn í nýja útlitið, hann var með um 90 tonn í sex og mest 21 tonn, Sigurfari GK var með 135 tonn í fjórtán, Siggi Bjarna GK 120 tonn í fjórtán og Aðal­ björg RE 58 tonn í fimm. Stóru línubátarnir voru svo til allir á veiðum djúpt út frá Grindavík og út af Sandgerði og inn í Faxaflóa. Má segja að þeir hafi allir landað í heimahöfn sinni, Grindavík, sem er mjög gott mál. Veiðin hjá þeim var feikilega góð og voru þrír línubátar frá Grindavík sem veiddu yfir 500 tonn í febrúar. Sighvatur GK var með 577 tonn í fjórum, Jóhanna Gísladóttir GK 520 tonn í fjórum og Valdimar GK 503 tonn í sex. Þess má geta að þetta er mesti afli sem að Valdimar GK hefur náð á einum

mánuði. Páll Jónsson GK var með 485 tonn í fjórum og Hrafn GK 475 tonn í sjö. Af minni línubátunum var Kristján HF með 182 tonn í sautján, Auður Vésteins SU 170 tonn í átján, Gísli Súrsson GK 162 tonn í sautján, Óli á Stað GK 154 tonn í tuttugu, Vésteinn GK 141 tonn í sextán, allir að landa bæði í Grindavík og Sandgerði. Margrét GK var með 134 tonn í 22, Dóri GK 126 tonn í nítján, Daðey GK 103 tonn í fjórtán, Geirfugl GK 74 tonn í þrettán, Hópsnes GK 57 tonn í þrettán en hann er balabátur og er beitt á bátinn í Sandgerði, Beta GK 80 tonn í fimmtán, Steinunn BA 78 tonn í fjórtán, Gulltoppur GK 34 tonn í sjö en hann er líka balabátur og líka beitt á hann í Sandgerði. Gjafar GK var með tíu tonn í fjórum og það má geta þess að pistlahöf­ undur var að beita aðeins á þann bát í febrúar. Fyrsta skipti sem ég beiti bala í níu ár.

Gámar í óskilum

Á athafnasvæði Njarðvíkurhafnar standa sex gámar sem eru þar í óþökk hafnaryfirvalda. Skorað er á eigendur og forráðamenn þeirra að fjarlægja þá eða gera grein fyrir þeim til hafnaryfirvalda fyrir 1. apríl n.k. Að þeim tíma liðnum verða óskilagámar fjarlægðir og þeim ásamt innihaldi komið til förgunar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

REYKJANESHÖFN

Valdimar GK var með 503 tonn í sex róðrum.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

STARF FORSTÖÐUMANNS ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Í SUÐURNESJABÆ Su ð u rn e s jab æ r a u g l ý s i r s t ö ð u for stöðumanns í þró t t a ma n n v i r k j a l a u s a t i l u msóknar . S tar fið f e lu r í s é r y f i r u m s j ó n m e ð r e k s tr i og þjónustu í íþ ró t t a mið s t ö ð v u m s v e i t a r f é l agsins. Leitað er a ð ö f lu g u m o g m e t n a ð a r f u l l um leiðtoga. Helstu verkefni:

Menntunar- og hæfniskröfur

Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamiðstöðva í Suðurnesjabæ.

Menntun sem nýtist í starfi.

Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri.

Rekstur og dagleg stjórnun s.s. starfsmannahald, skipulag vakta o.fl.

Þekking á málaflokknum er kostur.

Gerð starfs- og fjárhagsáætlana.

Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Annast daglega umsjón og eftirlit með framkvæmd viðhalds mannavirkja, tækja og búnaðar íþróttamiðstöðva.

Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi og faglegum metnaði.

Annast innkaup til daglegs rekstrar, búnaðar og tækja.

Góð tölvukunnátta.

Annast niðurröðun æfingatíma í íþróttasali og sundlauga, undirbúa kappleiki, útleigu og aðra viðburði í húsinu.

Góð kunnátta á íslensku máli í ræðu og riti.

Þarf að standast hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp.

Hreint sakarvottorð.

Náið samstarf við almenning, skólasamfélagið, íþróttafélög og aðra.

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2021 Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundadeildar í síma 425-3000 eða í tölvupósti rut@sudurnesjabaer.is Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Suðurnesjabær


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mannslíkaminn er mesta tækniundrið Hann er búinn að uppgötva jóga og segir jógaiðkun geta hjálpað miklu fleirum ef börnum eru kenndar jógaæfingar strax frá barnsaldri. Jógavísindi eru þau vísindi sem eiga eftir að verða drifkraftur að næstu tæknibyltingu mannkynsins, segir hann, mannslíkaminn sé mesta tækniundrið á þessari plánetu. Töluvert meira undur en snjallsímar og tölvur geta nokkurn tímann orðið. Guðmundur Hauksson, oftast kallaður Mundi, heitir maðurinn sem blaðakona Víkurfrétta hitti yfir vatnssopa og átti við hann mjög forvitnilegt spjall sem hér fer á eftir. Mundi er sjúkraliði á Nesvöllum en segist vera á leið til Indlands að nema meira í jógafræðum um leið og ferðafrelsið opnast. Mundi fór sínar eigin leiðir „Þú sagðist ekki drekka kaffi en vildir vatn. Gjörðu svo vel, hér er vatn sem hefur fengið að jafna sig í bollanum áður en þú komst,“ segir Mundi um leið og við setjumst niður á heimili móður hans í Njarðvíkunum. Blaða­ kona hváir þegar við ræðum þetta með vatnið en man eftir að hafa heyrt þessa pælingu áður; um að vatn flæði á ógnarhraða eftir vatnsleiðslunni og fái þar í sig ákveðna spennu. Þess vegna sé gott að leyfa vatninu að standa, róa sig niður, áður en við drekkum það. Skemmtileg pæling. Við komum okkur fyrir í notalegri stofunni og Þruma, hundurinn á heimilinu, er dugleg að kjassast utan í blaðakonu sem er bara skemmti­ legt. Mundi byrjar á byrjuninni en hann ólst upp í Keflavík og gekk þar í skóla. „Mér leið ágætlega framan af í skóla en þegar ég kom á unglingsárin fór ég að missa áhugann á náminu, sá engan tilgang í því sem ég var að læra. Ætli það hafi ekki verið í átt­ unda bekk sem ég fann að ég vildi ekki láta setja mig í ramma. Ég vildi ekki láta aðra segja mér hvernig lífið væri, heldur langaði mig til að upp­ götva það sjálfur. Þá byrjaði uppreisn í mér og ég fór aðrar leiðir til að upp­ götva lífið. Ég byrjaði að fikta við

áfengi. Næstu árin fóru í að djamma og djúsa með vinunum. Áfengi tók meir og meir pláss í lífi mínu. Ég lifði hratt en var ekkert að fikta við ólögleg eiturlyf en áfengið var nóg samt. Sjálfseyðingarhvötin var sterk á þessum árum og ég lifði nokkurn veginn út frá þeirri vissu að ég yrði ekki eldri en tvítugur. Svo þegar ég er að verða tvítugur fer ég að sjá að kannski lifi ég lengur en í tuttugu ár. Í kjölfarið átta mig ég því að ég þyrfti að breyta lifnaðarháttum mínum.“

Hefur alltaf haft gaman af listmálun Mundi fann sig ekki í að stunda íþróttir af neinni alvöru en hann hafði gaman af að teikna og mála myndir. „Ég æfði körfubolta á mínum yngri árum en þegar æfingarnar fóru að verða alvarlegar missti ég áhugann. Bæði var það agaleysi af minni hálfu en einnig fannst mér keppnisandinn fráhrindandi. Ég lék mér í ýmis konar boltaleikjum með vinum mínum en forðaðist á þessum tíma að leika mér með einstaklingum sem tóku leikinn of alvarlega. Ég stundaði reyndar líkamsrækt á sínum tíma og box en ekkert sem ég entist í lengi. Ef ég var ekki með vinum mínum þá eyddi ég tímanum í tölvuleiki, kvikmyndir eða að teikna og mála.“

Mundi (lengst til hægri) með mömmu sinni, bróður sínum og konu hans.

Tók U-beygju um tvítugt Fyrstu árin í Fjölbrautaskóla Suður­ nesja voru fálmkennd og ómark­ viss fyrir Munda. Tímabil sem ein­ kenndist fyrst og fremst af djammi með vinum sínum. „Frá því að ég var átján ára til að verða tvítugur, held ég að ég hafi farið á fyllerí hverja helgi. Oft var fimmtudagurinn tekinn með. Þó að þetta hafi verið óhollt líferni þá minnist ég þess alveg með ákveðinni hlýju. Það var margt mjög heimsku­ legt sem maður tók upp á á þessum tíma og sumt mjög mjög heimsku­ legt – en aðallega voru þetta góðar stundir með vinum, fyrir utan þau atvik þar sem maður skemmti sér á kostnað annarra eða þegar maður olli öðrum skaða á einhvern hátt. Þarna um tvítugt tók ég ákveðna U-beygju, hætti að drekka áfengi og var meira einn. Þetta var erfiður tími. Ég vann við háþrýstiþvott á daginn og á kvöldin spilaði ég dverg í netheimum. Ég fór líka að grúska í hinu og þessu. Fór að lesa heimspeki og las mér til í Biblíunni. Ég hef alltaf verið heillaður af trúabrögðum og fundist einhver djúpur sannleikur í þeim sem ég hef reynt að nálgast. Seinna meir fór ég aftur í FS og út­ skrifaðist sem sjúkraliði með stúd­ entspróf 23ja ára gamall. Ég er mjög þakklátur að hafa tileinkað mér það starf. Þó svo að það sé ýmislegt annað sem mig hefur langað að gera í gegnum tíðina, þá hefur alltaf verið eitthvað í mér, sem sagði mér að þetta væri það sem ég þyrfti að gera. Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com Ljósmyndir: Marta Eiríksdóttir og úr einkasafni Munda.

Þó að þetta hafi verið óhollt líferni þá minnist ég þess alveg með ákveðinni hlýju. Það var margt mjög heimskulegt sem maður tók upp á á þessum tíma og sumt mjög mjög heimskulegt ...

Það eina sem maður þarf í raun að gera til þess að standa sig vel í aðhlynningarstarfi er að þykja vænt um einstaklinginn sem þú sinnir. Eins lengi og maður finnur fyrir þessari væntumþykju þá kemur allt hitt af sjálfu sér. Ég finn hvað það hefur reynst mér vel að æfa þessa væntumþykju í starfinu og held að sú tilfinning sem ég hef ræktað í þessu starfi, hafi leiðbeint mér á marga vegu í rétta átt í gegnum tíðina. Svo eru það líka vinirnir sem ég hef eignast í gegnum þetta starf og sem ég hef fengið að fylgja síðustu æviárin sín, sem er eitthvað sem hefur reynst mér ómetanlegt.“

Mundi með Hauki, pabba sínum, og Arnari, bróður.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Vildi læra af lífinu sjálfu Ásamt því að starfa sem sjúkraliði var Mundi í heimspeki og listfræði­ námi í Háskóla Íslands. En eftir eitt og hálft ár sótti hann um starf úti á landi. „Ég ákvað að fara í HÍ, lærði heimspeki og listfræði, ekki til að fá gráðu. Ég var að leita og hafði gaman af þessu námi í eitt og hálft ár en svo ákvað ég bara að læra sjálfstætt með því að grúska. Það var umrót í lífi mínu á þessum tíma og mig langaði að fara út á land, tengjast betur náttúrunni. Þá sótti ég um starf sem sjúkraliði

af fólki sem sumir urðu vinir mínir áfram og einn þeirra bjó í Berlín. Þar sem mig hafði alltaf langað að prófa að búa í erlendri stórborg ákvað ég að finna mér sjálfboðaliðastarf í Berlín. Þar var ég að vinna á bar í nokkrar klukkustundir á dag og fékk að gista í herbergi í staðinn. Ég fór einnig á þýskunámskeið. Ég leitaði að vinnu sem sjúkraliði í Berlín og fékk starf við heimahjúkrun eftir nokkra mánuði, þar sem ég sinnti gömlum Austur-Þjóðverjum, sem var mjög áhugavert. Svo kynnist ég sjálfboðaliðastarfi með heimilis­ lausum í borginni og vann einnig við það. Ég var tvö ár í Berlín og þó að mér hafi liðið mjög vel þar, þá var

neyddist til að horfast í augu við þessa þjáningu. En óþægindi og þægindi eru eitthvað sem kemur og fer og eins lengi og maður er ekki að halda í þægindin eða að ýta burt óþægindum, þá verður hvorugt að þjáningu. Á þessum tíu dögum sá ég mjög skýrt að ég er eitthvað annað en líkami minn og hugsanir mínar. Þessi reynsla hafði mjög djúp áhrif á mig. Eftir þessa reynslu ákvað ég

Í jógasetrinu finnurðu bæði fjölskyldufólk og einstaklinga sem hafa ákveðið að helga sig alfarið þessu verkefni, að hækka vitundarstig mannkynsins ...

Jógasetrið á Indlandi.

eitthvað í mér sem sagði að ég ætti ekki að vera þarna til lengri tíma. Þannig að ég flutti aftur heim. Það vantaði sjúkraliða á Hlévangi, ég sótti um þar og fékk starf.“

Að gera það sem þarf að gera

á hjúkrunarheimilinu á Reykhólum og fékk starfið. Þar bjó ég í tvö ár á efri hæð hjúkrunarheimilisins. Þetta var frábær tími. Fólkið og náttúran. Ég kynntist fullt af góðu fólki á Reykhólum og leið virkilega vel. Reykhólar eru lítið, samheldið samfélag þar sem allir þekkja alla og fjölskyldan skiptir máli. Þarna voru bændur sem ég aðstoðaði í sauð­ burði og fleiru sem tilheyrir sveita­ störfum. Ég kynntist einstöku fólki á Reykhólum. Það var gaman að kynnast sveitahliðinni á Íslandi og ég hafði mjög gott af því. Samfélagið á Reykhólum tók mér opnum örmum.“

Það sem dregur Munda inn í hin og þessi ævintýri er að fylgja þeirri til­ finningu, að gera það sem þarf að gera. „Ég var enn leitandi eftir þennan tíma í Berlín. Ég hafði heyrt af Vi­ passana hugleiðslu í Belgíu, að sitja í þögn í tíu daga og það heillaði mig strax. Mér fannst það mjög áhuga­ vert og ákvað að fara þangað. Þetta var fáránlega erfitt. Sársauki og óþægindi voru mikil í líkamanum þegar maður sat í þögn og hafði ekkert til að dreifa huganum. Ég

að fara þangað aftur sem sjálfboða­ liði stuttu seinna. Ég fór þá með því hugarfari að ég ætlaði mér ekkert að fara þaðan aftur. Á setrinu var ég látinn sjá um eldhúsið sem var ótrúlega krefjandi en skemmtilegt. Þó að hugleiðsluæfingarnar sem eru í boði þarna séu mjög áhrifamiklar, þá fannst mér eitthvað angra mig við samtökin sjálf, sem fékk mig til að fara heim eftir fjögurra mánaða dvöl. Mér fannst samtökin snúast of mikið um sig sjálf og ekki nægilegt tillit væri tekið til umheimsins.“

Fór til Indlands sem sjálfboðaliði Eftir fjóra mánuði sem sjálfboða­ liði í Belgíu kom Mundi heim til Ís­ lands. Hann fór þó fljótlega aftur sem sjálfboðaliði til Indlands eftir að hafa kynnt sér Isha samtökin

Puttalingar urðu örlagavaldar Lífið sjálft hefur greinilega verið að­ alnám Munda. Dvölin á Reykhólum var honum góð en aftur snéri hann heim til Keflavíkur og keypti sér íbúð og bíl. „Dvölin á Reykhólum sýndi mér hvað fjölskylda skiptir miklu máli. Þannig að ég fór aftur í Keflavík til þess að rækta fjölskyldutengslin Ég fékk strax vinnu á Hlévangi sem sjúkraliði. Svo hófst nýr kafli í lífi mínu en það gerðist alveg óvart þegar ég tók puttalinga upp í bílinn minn. Við vorum að spjalla í leiðinni. Þeir ætluðu út á Reykjanes og ég fann að mig langaði með þeim en gerði ekkert í því. Mér fannst gott að hitta fólk af öðru þjóðerni og mig langaði að hitta fleiri. Ég vissi af heimasíðu sem ég skráði mig á. Heimasíðan heitir Couchsurfing.org en þar býður þú fólki að gista á sóf­ anum hjá þér í staðinn fyrir að borga fyrir hótel eða airbnb. Á næstu níu mánuðum fékk ég 300 manns heim til mín. Fólk svaf út um alla íbúð og oft lánaði ég þeim bílinn minn. Það voru alltaf gestir heima hjá mér. Þetta var rosa gaman. Auðvitað var þetta ögrandi í upphafi fyrir mig en ég vildi ögra mér. Ég ákvað að treysta þessum gestum mínum og leyfði þeim að ganga um íbúðina eins og þau vildu. Þarna kynntist ég fullt

Barmahlíð, þar sem Mundi bjó í tvö ár.

Viðburðir í Reykjanesbæ Melódíur minningana & Jón Kr. Ólafsson Rokksafn Íslands opnar nýja sérsýningu þann 7. mars sem heitir Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson. Sýningin fjallar um söngvarann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans Melódíur minninganna sem staðsett er á Bíldudal. Sýningin opnar sunnudaginn 7. mars kl. 15:00

Gjörningur á sýningunni á og í Yelena Arakelow, verður með lifandi gjörning klukkan 15:30 í Listasal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Yelena mun koma fram alla laugardaga kl 15.30 meðan sýningin á og í ; er uppi.

sem Sadhguru stofnaði á Indlandi, í Bandaríkjunum og víða um heim. „Þegar ég var kominn heim aftur fór ég að grúska en var ekkert sér­ staklega að leita að einhverju ákveðnu. Svo datt ég niður á skemmtilegt viðtal með Sadhguru og Gordon Ramsey sem kveikti áhuga minn á að kynna mér betur Isha samtökin – en í þessu myndbandi sá ég hvernig Sadhguru tók Gordon Ramsey alveg eins og hann er. Ég skynjaði að Sadhguru kenndi sig ekki við allt þetta jóga sem hann er að kenna og það var í raun það sem ég var að leita að. Kennara sem lifir ekki í þægindaramma og er ekki að reyna koma mér fyrir í ramma. Eitt leiddi af öðru. Ég fór fyrst til Parísar og lærði eina af grunnæfingum í jóga sem Isha samtökin kenna þar. Eftir að hafa verið í París fór ég sem sjálfboðaliði á jógasetur Sadhguru á Suður-Indlandi. Þar var ég í sex mánuði eða eins lengi og leyfilegt er að dvelja í landinu. Jógasetrið er staðsett í fjallalaut, það er ofboðs­ lega fallegt þarna í kring. Samhliða ýmis konar verkefnum sem manni var úthlutað, svo sem að gróðursetja plöntur og þjóna í kringum máltíðir, þá var ég fyrstu mánuðina bara að gera æfingarnar sem ég lærði í París ásamt æfingum sem kenndar eru á netinu. Svo fór ég að bæta við mig æfingum og þegar ég var búinn að læra allar æfingarnar iðkaði ég jóga hátt í átta klukkustundir á dag. Maturinn var mjög heilnæmur og góður, aðeins grænmetisfæði. Svefnaðstaðan fyrir sjálfboðaliðana var þannig, að við sváfum allir ofan í hver öðrum. Stundum vaknaði ég með hendina á næsta náunga framan í mér en ég svaf samt alltaf mjög vel, þar sem alltaf var nóg að gera yfir daginn og maður var þreyttur. Að koma til Indlands var frekar erfitt og mikið menningarsjokk. Gífurlegur mannfjöldi þarna. Persónulegt rými er nánast ekkert á Indlandi, ekki eins og við eigum að venjast hér á Íslandi. Ég stóð kannski í biðröð og þá var næsti maður fyrir aftan mig farinn að tromma á bakið á mér eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þrátt fyrir að finnast á margan hátt erfitt að vera á Indlandi, fann ég fyrir miklum þroska þarna og stefni ég á að fara þangað aftur um leið og ég get. Þetta var mjög lærdóms­ ríkur tími og margt sem ég upplifði, ýmsar krefjandi raunir. Eitt af verk­ efnum mínum á jógasetrinu var að ganga berfættur og ber að ofan upp á 2800 metra hátt fjall. Þar var ég nærri frosinn í hel. Svo fékk ég að upplifa það að betla og átti að taka á móti ölmusu frá 21 manneskju í miðborg Coimbator sem er stór­ borg í klukkutíma fjarlægð frá jóga­ setrinu. Það kom mér á óvart hversu frelsandi það var að betla. Í staðinn fyrir að upplifa einhverja skömm, þá fann ég í raun bara fyrir ákveðnu ör­ yggi, eins og einhver ótti gufaði upp, sem ég vissi ekki af. Isha samtökin

nálgast hlutina á svo fordómalausan og heildrænan hátt að ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé búinn að finna mér þau tól sem ég hef verið að leita að til þess að upplifa lífið til fullnustu. Þetta eru samtök sem einbeita sér að því að hækka vit­ undarstig mannkyns, með því fyrst og fremst að koma því til skila sem jógavísindin hafa fram að færa en einnig með ýmis konar mannúðar­ málum og náttúruverndarstörfum. Þau taka tillit til þess að við erum öll misjöfn. Í jógasetrinu finnurðu bæði fjölskyldufólk og einstaklinga sem hafa ákveðið að helga sig alfarið þessu verkefni, að hækka vitundar­ stig mannkynsins. Ég er viss um að jógavísindin séu þau vísindi sem eiga eftir að verða drifkraftur að næstu tæknibyltingu mannkyns. Manns­ líkaminn er mesta tækniundrið á þessari plánetu, töluvert meira en snjallsímar og tölvur geta nokkurn tímann orðið.“

Jógaiðkun inn í alla grunnskóla „Ég tók mig til þegar ég kom aftur heim til Íslands eftir Indlandsferðina og sendi öllum skólum landsins tölvupóst, hvatningu til að taka upp Upa Yoga fyrir nemendur. Þetta eru ókeypis jógaæfingar á Youtube sem Isha samtökin bjóða upp á. Það sem heillar mig við þessa tegund jógaiðkunar er að þú þarft ekki að hafa kennara yfir þér í hvert skipti sem þú gerir æfingarnar. Þú lærir þær og svo er það þitt að fullkomna æfingarnar með því að stunda þær. En í þessu tilfelli sá ég fyrir mér alla skóla landsins taka frá fyrsta hálftímann á morgnana og stunda jóga saman, kennarar og nemendur. Þetta eru jógastellingar sem voru uppgötvaðar til þess að efla mann­ eskjur til hins ýtrasta. Þess vegna tel ég það mjög mikilvægt að þegar fólk fer að stunda jóga að það treysti því að æfingarnar séu byggðar upp með þetta næmi í huga. Annars er hætta á að fólk fari að byggja upp allskonar kvilla innra með sér, eins og á við um alla sjálfsrækt, ef ekki er rétt að farið. Ég persónulega tel mig ekki hafa það næmi sem til þarf til að kenna jóga en mögulega get ég einhvern tímann í framtíðinni kennt jóga í samræmi við þann sem ég tel að hafi þetta næmi sem til þarf.“ Við leyfum þessum hvatningar­ orðum Munda að hljóma í lokin. Jógaiðkun og jafnvel hugleiðslu inn í alla skóla. Krakkarnir gætu öðlast aukna sjálfsmeðvitund og það myndi hjálpa þeim að efla einbeitingu í námi, takast á við áskoranir lífsins, ójafnvægi og jafnvel skapbresti. Það þarf einnig að kenna þeim hvað heil­ næmt mataræði skiptir miklu máli fyrir líkamsheilsu og hvernig þau geta haft orkuna sína í lagi út frá því sem þau borða. Jógafræðin geta skipt heilmiklu máli fyrir lýðheilsu almennings.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Deildarstjóri á Hæfingarstöð Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Vinnuskóli – Almennur flokkstjóri Vinnuskóli – Skrúðgarðaflokkstjóri Vinnuskóli – Sérverkefnaflokkstjóri Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri á skrifstofu Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Við erum með allskonar hlutverk í leikritinu. Við erum til dæmis krakkarnir í Kardemommubæ, dýrin í dýrabúðinni, dansarar og Aron er líka fjölleikamaður,“ segir Jórunn Björnsdóttir, fjórtán ára leikkona úr Reykjanesbæ. Hún og Aron Gauti Kristinsson, sem er að verða sautján ára og er einnig úr Reykjanesbæ, fara bæði með hlutverk í Kardemommubænum sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins.

Keflvísk í Kardemommubæ

– Jórunn Björnsdóttir og Aron Gauti Kristinsson fara með nokkur hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins „Þetta er æðisleg saga og sígild sem allir þekkja. Það er líka að koma fólk á öllum aldri á sýninguna því það þekkja allir söguna síðan þeir voru litlir krakkar. Það eru töfrarnir við þetta að það þekkja allir söguna,“ segir Aron Gauti. Víkurfréttir hittu leikarana ungu á sýningu um Karde­ mommubæinn í Átthagastofu Bóka­ safns Reykjanesbæjar. Þau Aron Gauti og Jórunn eru bæði Kefl­ víkingar og þegar æfingar á Karde­ mommubænum hófust árið 2019 voru þau bæði nemendur Myllu­ bakkaskóla. Aron hefur hins vegar lokið grunnskólagöngu og er kominn í Versló. Kardemommubærinn er eftir­ lætisbarnaleikrit þjóðarinnar, gleður og sameinar kynslóðir, segir í kynn­ ingu á verkinu sem fyrst var sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 1960 en er núna sett á svið í sjötta sinn. Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráð­ ríka og skapstygga Soffía frænka. Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn.

Meðal efnis

– Þekkið þið söguna frá því þið voruð yngri? „Já, ég fór á sýninguna þegar ég var yngri og man vel eftir því og það er

því mjög gaman að fá að taka þátt í uppfærslunni núna,“ segir Jórunn og Aron Gauti bætir við: „Bókin var lesin fyrir mig áður en ég fór að sofa. Svo á ég gamla vínilplötu frá ömmu og afa með leikritinu en það heyrist eiginlega ekki neitt af henni þar sem hún er orðin svo rispuð en ég er að kaupa nýja plötu.“

Aðspurð sögðu þau Jórunn og Aron að það væri heiður að fá að taka þátt í uppfærslu á þessu verki. – Hvernig gerðist það að þið eruð þarna? „Við fórum í prufur en það voru um eitt þúsund krakkar sem mættu í prufur fyrir leikritið. Það voru svo

tuttugu og fjórir sem komust inn. Þetta var alls ekki sjálfsagt og við höfum unnið mikið fyrir þessu og æfa mikið en maður uppsker eins og maður sáir,“ segja þau bæði. Í aðdraganda frumsýningar voru mjög stífar æfingar en æft var alla daga frá klukkan níu til fjögur. Aron Gauti er samhliða Kardimommu­

bænum í Verzlunarskólanum og er að setja upp sýningu með skólanum. Kardimommubærinn hefur verið í æfingu síðan haustið 2019 en Covid setti mikið strik í reikninginn og stoppað frumsýningu tvisvar sinnum. „Við höfum aldrei gefist upp sem betur fer og náðum að frumsýna í lok árs 2020 en þá komu aftur takmark­ anir vegna Covid en við erum komin af stað aftur,“ segir Aron Gauti. – Þið eruð bæði í skóla og að gera ýmislegt annað. Hvernig er að skipuleggja daginn fyrir ykkur? „Allar sýningar eru um helgar en þegar æfingar stóðu yfir þá varð maður að sleppa skóla og missti auðvitað mikið úr,“ segir Jórunn og bætir við; „en svona er þetta því það er ekki alltaf sem maður fær svona tækifæri í lífinu.“ Aron Gauti segist hafa samið við skólann sinn vegna sýninganna og það sé í raun ekkert mál. „Ég legg bara meira á mig heima við lær­ dóminn sem er hluti af þessu. Það þarf að leggja mikið á sig ef maður ætlar að taka þátt í svona verkefni eins og Kardemommubænum.“ Það er draumur beggja að verða leikarar í framtíðinni og Jónatan er uppáhaldspersóna þeirra beggja í sýningunni. Ræningjarnir séu mjög flott þrenning en Jónatan slái algjör­ lega í gegn í meðförum leikarans Odds Júlíussonar.

HEILSUEFLI

KARDEMOMMUB

töfrabrögð og Karlinn í


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Færri komust að en vildu

þegar félagarnir í ADHD héldu magnaða djasstónleika í Bókasafni Sandgerðis Það var langþráð stund að komast loksins á tónleika eftir ástandið og inniveruna sem kórónuveirufaraldurinn skapaði. Þeir félagar sem skipa ADHD hafa notað þessa undarlegu tíma til að taka upp efni á tilvonandi plötu, ADHD 8, og þeir léku ný lög fyrir tónleikagesti í bland við önnur eldri og „sum alveg hundgömul,“ eins og sagði í kynningu. Tónleikagestir voru ekki sviknir þegar bandið galdraði fram seiðmagnaða tóna í Bókasafninu. Músíkin var hreint unaðsleg og það er ótrúlegt hvað litlir hlutir eins og LED-ljós af AliExpress geta breytt miklu til að laða fram dulmagnaða stemmningu tónleikastaðarins. Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis og aðaldriffjöður Jazzfjelags Suðurnesjabæjar, hefur verið óþreytandi við að halda tónleika sem þessa. Eftir tónleikana taldi hann þessa sennilega hafa verið þá tíundu sem Jazzfjelagið heldur en það var Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

ING

BÆRINN návígi

stofnað árið 2019 af Halldóri. „Hljómlistamenn vilja spila hjá okkur, þetta hefur spurst út og það komast færri að en vilja,“ sagði Halldór. „Það er meira að segja farið að bera á áhuga erlendis frá en nokkrir erlendir tónlistarmenn hafa spilað hérna.“ Meðlimir ADHD eru saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson sem leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Tryggvason Eliassen og þeir léku langt fram yfir áður auglýsta dagskrá. Þegar hljómsveitin þakkaði fyrir sig óskaði saxófónleikari sveitarinnar, Óskar Guðjónsson, Suðurnesjabúum til hamingju með að eiga svona öflugt félag, Jazz­

a son er að ger Halldór Lárus i ld ha nleika góða hluti í tó jum. á Suðurnes

fjelag Suðurnesjabæjar og Halldór svaraði að bragði: „Ef það er ekki menning á staðnum þá verður maður að búa hana til.“ Framundan hjá Jazzfjelaginu eru tónleikar í Bókasafni Sandgerðis aftur nú í mars og hvetur sá sem þetta ritar allt tónlistaráhugafólk til að fylgjast með dagskránni. Það er eitthvað svo töfrandi við að upplifandi lifandi og vandaða tónlist.

Hvert sæti var skipað í salnum og voru tónleikagestir sumir hverjir komnir langt að til að sjá og heyra.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þrjár flugur með Í ljósi umræðna um HSS einum vagni Í síðustu viku bárust fregnir. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur til skoðunar að styðja við rekstur flugrútunnar og ferðir hennar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Tvö fyrirtæki reka flugrútu sem stendur, Kynnisferðir og AirportDirect, en eins og gefur að skilja gengur reksturinn brösuglega í faraldrinum. Ríkisstjórnin hefur þegar stutt við rekstur fyrirtækjanna nokkuð myndarlega á síðustu misserum, Kynnisferðir hafa t.a.m. fengið rúmlega 200 milljónir króna úr ríkissjóði til að segja upp starfsfólkinu sínu, og nú vill ríkisstjórnin bæta um betur. Mig langar að færa umræðuna strax upp úr þessum hjólförum. Það er nefnilega til betri leið. Eins og Suðurnesjamenn vita þá liggja samgöngur milli flugvall­ arins og höfuðborgarsvæðisins ekki alveg niðri, þó að tilteknir einkaaðilar tengdir fjármálaráð­ herra sjái sér ekki fært að halda úti flugrútu. Leið 55 gengur nefni­ lega enn á vegum Strætó milli BSÍ og Keflavíkurvallar, með viðkomu í Reykjanesbæ, oft á dag. En þar má sannarlega gera betur!

Hagkvæmara og jákvæðara Stjórnvöldum væri miklu nær að styðja myndarlega við þessa almannaþjónustu fremur en að setja enn fleiri milljónir í einka­ fyrirtæki. Með því væri til að mynda hægt að fjölga ferðum á leið 55 og í leiðinni væri hægt að aka henni alveg upp að flug­ stöðinni. Ekki aðeins yrði það hagkvæmara, heldur myndi það efla mikilvæga þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið umhverfis flugvöllinn á þann hátt sem frekari fjáraustur í Kynnis­ ferðir gerir ekki. Fjárfesting í strætó hefur það fram yfir fjárstuðning við flug­ rútuna að hún eflir almennings­ samgöngur fyrir íbúa Suðurnesja – sérstaklega þann stóra hóp sem sækir vinnu eða skóla á höfuð­ borgarsvæðinu. Fólk á að geta búið þar sem það vill og mikil­ vægur liður í því eru tryggar og

reglulegar almenningssamgöngur. Núna er kjörið tækifæri fyrir ríkis­ stjórnina að styðja þá þróun og því hlýtur að þurfa að skoða málið af fullri alvöru.

Prófsteinn á stóru orðin Ég er þó ekkert sérstaklega vongóður um það, sé litið til þess hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við Suðurnesin til þessa. Núna er hins vegar rétta tækifærið. Við getum slegið þrjár flugur í einu höggi – með einum vagni. Með því að liðka fyrir strætósamgöngum frá flugstöð­ inni getum við stutt við endur­ reisn ferðaþjónustunnar, náð fram grænum markmiðum okkar og eflt Suðurnesin – en til þess þarf ríkisstjórnin að koma sér upp úr hjólförunum. Viðspyrna efnahags og sam­ félags eftir Covid-faraldurinn þarf að byggja á grænum og réttlátum lausnum. Samgöngur við Kefla­ víkurflugvöll eru fjarri því stærsti þátturinn í uppbyggingunni sem framundan er, en þær eru ákveðinn prófsteinn á það hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún boðar græna uppbyggingu. Verður sá valkostur tekinn að niðurgreiða rútuferðir sem nýtast fáum, eða með því að styrkja almennings­ samgöngur sem gagnast öllum – og sérstaklega nágrönnum flug­ vallarins? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

MESSA Krabbameinsfélag Suðurnesja og Keflavíkurkirkja standa fyrir

MOTTUMARSMESSU sunnudagskvöldið 7. mars kl. 20.00.

Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar og Arnór Vilbergsson og karlaraddir Keflavíkurkórs sjá um ljúfa tóna. Kynning á Krabbameinsfélagi Suðurnesja Árni Björn Ólafsson mun vera með vitnisburð og segja sína sögu af sínu ferli að greinast með krabbamein. Allir velkomnir

Undanfarna daga hafa dunið á okkur ömurlegar fréttir frá heilbrigðisstofnun okkar Suðurnesjamanna. Sögur af læknamistökum og takmörkun í þjónustu auk vantrauststillögu í könnun Maskínu eru virkilega daprar. Í ljósi þess vil ég taka fram að mikil­ vægt er að hafa í huga að á HSS starfa hundruðir einstaklinga sem eru framúrskarandi. Hjúkrunarfræð­ ingar, sjúkraliðar, lífeindafræðingar, geislafræðingar, starfsfólk sem sér um matinn, ræstingarnar, afgreiðsluna og svo mætti lengi áfram telja. Lækn­ arnir okkar eru langflestir frábærir að reyna sitt allra besta. Þegar ham­ farafréttir birtast og það kemur fram að verið sé að kanna með þátt ann­ arra starfsmanna í eins alvarlegum atburði og í mannsláti þá liggja allir undir grun sem er algjörlega ótækt fyrir umrædda starfsmenn. Það er nefnilega hæfileikaríkt og faglegt starfsfólk á HSS þó að finna megi einstaklinga þar inni sem eru það ekki. En fyrir hönd fyrrverandi samstarfsmanna minna gremst mér að tengja þau öll við þetta mál. Fyrirkomulag læknamönnunar á HSS er ekki góð hvorki fyrir þá né fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar. Læknar ættu ekki að sinna allt að 50 manns á vakt á sólarhringsvakt. Árið er 2021! Við erum að stoppa af vörubílastjóra á löngum vöktum til að efla öryggi en ekkert er sagt við sólarhringsvaktir lækna. Þetta er ekki í lagi.

Mér þykir það gríðarlega leitt og grátlegt að íbúar Reykjanesbæjar treysti ekki heilsugæslunni sinni. Það sést á könnun Maskínu en það sést einnig bersýnilega á þeim fjölda íbúa, um 4.000 manns, sem hafa flutt sig á heilsugæslur á höfuð­ borgarsvæðinu. Ein heilsugæsla með þjónustubol­ magn til að sinna um 10.000 manns á svæði þar sem búa 27.000 manns. Í þessari setningu liggur staðreyndin. Margt má segja um ríkið og af­ stöðu þess gagnvart Suðurnesjum sem ég ætla ekki að reifa hér. Fjárlög og skortur á heilsugæslum segja allt sem segja þarf um það mál. Eitt vil ég þó að sé kýrskýrt. Bæjarstjórnir á Suðurnesjum, Sam­ band sveitarfélaga á Suðurnesjunum ásamt starfsfólki HSS hafa ítrekað ár eftir ár bent á mismunun í fjármagni HSS miðað við aðrar heilbrigðis­ stofnanir og það á ekki síst við um heilsugæsluna. Þó þarf að segja að einhverjar skriður eru loksins að koma í gegn núna með fjármagni fyrir nýja heilsugæslu HSS. EN ... þessi handrétting hefði átt að koma til okkar fyrir tíu árum hið minnsta þegar við fórum að þrýsta á breyt­ ingar. Það að berja sér á brjóst með

smápeningum mörgum árum of seint, eigum við að fagna því? Eigum við að fagna því að ekki er áhugi á að heimila einkarekstur heilsugæslu því verið er að miða að því að mögu­ lega eftir tvö ár opnar hús sem heitir heilsugæsla? Viljum við yfirhöfuð einkarekstur eða ekki – þar þurfum við samtal við íbúana okkar. Ef við opnum jafnstóra heilsugæslu og er á HSS núna erum við með bolmagn til að sinna tæp­ lega 16.000 manns að því gefnu að við náum að fullmanna báðar heilsu­ gæslurnar af heilbrigðisstarfsfólki. Okkur vantar samt ennþá meira. Okkur vantar að lágmarki tvær nýjar heilsugæslur á Suðurnesin og okkur vantar þær á þessu ári. Við verðum að draga úr álagi á núverandi kerfi, efla aðgengi að þjónustu og hlúa að fólkinu okkar. Stöndum með faglega fólkinu okkar og í guðanna bænum ef starfsfólk er ekki að standa sig þá á viðkomandi ekki að vera starfandi! Sérstaklega ekki í tæpt ár eftir að slíkt alvarlegt atvik kemur upp! En stöndum með því góða fólki sem þar er og byggjum upp heilsugæslur til að draga úr ómanneskjulegu álagi á HSS. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar sem á um sárt að binda. Guðný Birna, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar og fyrrum deildarstjóri bráðamóttöku HSS. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Námsárangur í grunnskólum í Reykjanesbæ Á fundi fræðsluráðs í janúar lagði ég fram tillögu um að gerð yrði úrbótaáætlun um bættan námsárangur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Sviðstjóri fræðslusviðs tók saman fimm fagleg og góð verkefni sem snúa að bættum námsárangri barna. Sum snúa að nemendum af erlendu bergi brotnu sem eru núna um 26% nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar, önnur snéru að því að efla kennara og stjórnendur í starfi og fleiri verkefni voru um læsi og þar á meðal spennandi lestrarverkefni sem nokkrar stofnanir taka þátt í. Allt eru þetta áhugaverð verkefni sem snúa að því að bæta námsárangur en ekki má gleyma nemendum sem gengur mjög vel í skóla, að þau fái námsefni við hæfi til að koma í veg fyrir skóla­ leiða. Skólarnir verða að leggja áherslu á gott sam­ starf við heimilin og huga ávallt að því að efla samstarf við foreldra en ég tel að það sé lykillinn af góðum námsárangri og vellíðan nemenda. Í Aðalnámskrá grunnskólanna kemur fram að velferð barna og farsæld námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skóla­ göngu barna sinna og gæti þeirra hagsmuna. Mikilvægt er að upp­ lýsingar milli heimilis og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skól­ arnir bera ábyrgð á að slíkt sam­ starf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlut­ deild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar axla þá ábyrgð sem

þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna. Foreldrar eru alls ekki allir með á hreinu hvernig náms­ matið virkar og sérstaklega ekki þegar sumir skólar eru hættir að gefa lokaeinkunnir að vori en nemandinn á að fá lokaeinkunn eftir 10. bekk og hún mun gilda sem inntökuskil­ yrði í framhaldsskóla Skólarnir hafa vissulega mikið um það að segja hvaða kannanir og skimanir eru lagðar fyrir nem­ endum en samkvæmt Mennta- og menningamálaráðuneytinu taka flestallir nemendur samræmd próf í grunnskóla. Prófin hafa breyst á síðustu árum og eru núna rafræn og íslenskuprófið felst mest í að meta lesskilning. Nú eru um 34% drengja og 19% stúlkna sem ná ekki hæfni­ viðmiði á 2. þrepi í lestri og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í les­ skilning eftir grunnskóla og er þetta mikið áhyggjuefni. Þetta þýðir að þessir nemendur búa við skert tæki­ færi í lífinu. Fyrir um tíu árum síðan gekk nemendum í grunnskólum

Reykjanesbæjar ekki mjög vel í samræmdum prófum og vildum við gera betur til að ná landsmeðaltal í íslensku, stærðfræði og ensku. Sam­ félagið tók höndum saman og lagðar voru fram nýjar áherslur og fram­ tíðarsýn í menntamálum þar sem áherslan var á læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum. Í framtíðar­ sýninni var lögð áhersla á þau tæki­ færi sem gefast á fyrstu árum barna í skólakerfinu og mikilvægi þess að hefja markvissa þjálfun snemma. Markviss kennsla og þjálfun í lestri og stærðfræði hefst strax þegar börn byrja í leikskóla. Markmiðið með markvissri kennslu í leikskóla er að mennta nemendur, undirbúa þá undir lífið og um leið að efla þá svo þeir ráði betur við þau krefjandi verkefni sem þeir þurfa að takast á við þegar komið er í grunnskóla. Í grunnskólunum er lögð rík áhersla á að börn nái tökum á undirstöðu­ færni í lestri og stærðfræði. Sam­ félagið náði að rífa námsárangur upp og varð það samstarfsverkefni allra. Samstarf heimilis og skóla er lykilinn að góðum námsárangri og vellíðan nemenda í skólum. Virkjum sam­ starfið og náum betri námsárangri og ánægju allra nemenda, kennara og foreldra. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, varamaður í fræðsluráði og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Útskriftarhópur Janusar eftir tveggja ára heilsueflingu. VF-myndir/pket

Janus og HSS vinna áfram að lýðheilsu Nýr samstarfssamningur um heilsueflingu og heilsuvernd 65 ára og eldri í Reykjanesbæ og Grindavík. Einnig ný meðferðarúrræði fyrir fólk á öllum aldri sem glímir við offitu. „Það er ánægjulegt að HSS hefur óskað eftir því að efla samstarfið við okkur en við höfum verið í mjög góðri samvinnu varðandi fjölþætta heilsueflingu,“ segir Dr. Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur og frumkvöðull í heilsueflingu 65 ára og eldri á Suðurnesjum. Í nýjum samstarfssamningi Janusar við HSS er unnið út frá þremur þáttum; í samstarfi um heilsuvernd aldraðra 65 ára og eldri og um áfram­ haldandi samvinnu á sviði blóðmæl­ inga og greiningu á efnaskiptavillu. Loks er um að ræða samstarf um innleiðingu á heilstæðri þjónustu fyrir einstaklinga sem lifa með of­ fitu en það verkefni snýr að öllum aldursþáttum, ekki bara fyrir eldri borgara. Í heilsuvernd aldraðra 65+ er markmiðið er að tryggja þessum hóp heildstæða heilbrigðisþjónustu og innleiða heilsuvernd. Í þessum þætti verði í samvinnu við HSS m.a. farið yfir lyf og lyfjainntöku þátttak­ enda og skimað fyrir beinþéttni auk þess sem fræðsla er veitt.

Í verkefninu fyrir 65 ára og eldri verði samvinna á sviði blóðmæl­ inga hjá þátttakendum í Fjölþættri heilsueflingu 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík haldið áfram. Mark­ miðið sé m.a. að greina stöðu á efnaskiptavillu hjá þátttakendum og bregðast markvisst við ef þörf er á að geiningu lokinni Efnaskipta­ villa er áhættuþáttur hjarta og æða­ sjúkdóma en hann má greina með þremur blóðbreytum; góða kóset­ rólinu (HDL), þríglýseríð og blóð­ sykri auk tveimur öðrum breytum; blóðþrýstingi og ummáli mittis. Hafi einstaklingur þrjá af þessum fimm þáttum utan við ákveðin við­ miðunarmörk er hann talinn vera í áttfalt meiri áhættu á að fá hjartaog æðasjúkdóma en sá sem hefur

Dr. Janus Guðlaugsson, Bára Ólafsdóttir og Anna S. Jóhannesdóttir, starfsmenn í Heilsueflingu. þessa þætti innan eðlilegra marka. Yfir 30% þátttakenda sem greindust með efnaskiptavillu eftir sex mánaða

þjálfun hjá Heilsueflingu Janusar í Reykjanesbæ fyrir þjálfun losuðu sig undan þessum kvilla með mark­

vissri heilsueflingu og breyttum og bættum lífsstíl. „Við erum að vinna að frekari lýð­ heilsu á Suðurnesjum. Við erum í þessari viku að útskrifa þátttak­ endur sem hófu heilsueflingu fyrir tveimur árum í Reykjanesbæ. Það má þó ekki gleyma því að þú út­ skrifast aldrei úr heilsueflingu. Þetta er lífstíðarverkefni en markmiðið okkar er að gera einstaklinginn sjálf­ bæran þannig að hann geti sinnt sínum málum áfram. Ef hann vill getur hann verið áfram hjá okkur. Starfið eftir afléttingar vegna veir­ unnar í byrjun árs gengur vel og við erum spennt fyrir framhaldinu. Það voru margir sem slökuðu á í kófinu og eru ánægðir að vera komnir aftur í gang,“ segir Janus.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Offita er útbreiddur sjúkdómur og leggst misjafnlega á fólk Í samningi Janusar og HSS er einnig skrifað undir samstarf á sviði greiningar og þjálfunar einstaklinga sem lifa með offitu. Það felur í sér að þróa meðferðarúrræði fyrir þá. Að verkefninu koma læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, íþrótta- og heilsufræðingar, næringafræðingar og aðrir á sviði heilsu, offitu og velferðar. Verkefnið er skipulagt sem tveggja ára tilraunaverkefni. „Um fimmtungur fullorðinna búa við offitu af einhverjum toga en þetta er vaxandi heilsufarlegt vandamál í heiminum í dag. Við notum okkar sérfræðinga og okkar hugmynda­ fræði í skipulagi á þessu ferli með nýjum fræðsluerindum um offitu og ölllu sem því fylgir. Við verðum einnig í samstarfi við HSS með blóð­ mælingar og ákveðna ráðgjöf en við tökum að okkur þjálfunina og höldum utan um þá þætti eins og við höfum gert með okkar eldri borgara. Þetta verkefni snýr að öllum aldurs­ hópum,“ segir Janus Guðlaugsson.

Hafa prófað allt „Við hvetjum fólk sem glímir við offitu að draga úr kyrrsetu og auka daglega hreyfingu, upplifa hana sem vellíðan og sem part af daglegu lífi. Margir í þeim sporum sem glíma við offitu hafa prófað margar gerðir af líkamsrækt. Við munum taka þetta

Frá heilsueflingu Janusar þegar hún hófst aftur eftir áramót í íþróttaakademíunni.

Janus og Andrea Hauksdóttir frá HSS staðfesta samninginn. skref fyrir skref, innleiða daglega hreyfingu, einstaklingunum til góðs og munum styðjast við tveggja ára heilsueflingar verkefni Janusar. Þetta snýst snýst um að bæta almenn lífs­ gæði, úthald og styrk eftir þessi tvö ár hjá heilsueflingu. Þetta er ekki skyndilausn heldur langtíma- og lífsstílsverkefni. Við stígum þetta skref saman með HSS til að koma að öllum þáttum offitunar. Það þarf að huga að mörgu, næringu, mataræði og svefni. Sjúkdómurinn er mjög breiður og leggst misjafnlega á fólk. Þetta er mjög einstaklingsbundið. Næringarfræðingar, læknar, heilsuog íþróttafræðingar vinna saman að markmiðinu að gera þessum einstaklingum kleift að lifa betra lífi,“ segir Bára Ólafsdsóttir, íþrótta­ fræðingur hjá Heilsueflingu Janusar.

Markmiðið að bæta líðan fólks Heilbrigðisráðuneytið samþykkti að styrkja heilsueflandi móttöku 2019 á landsvísu og er það tveggja ára verkefni sem er að hefjast á Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja. Hafdís Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, segir að um sé að ræða heilsueflandi mótttöku fyrir aldraða en einnig heilsueflandi mótttöku fyrir ein­ staklinga sem lifa við offitu. „Við höfum verið með sykursýkis­ þjónustu síðan 2001 en þetta er nýtt í boði hjá HSS og við erum spennt fyrir þessari nýjung, bæði í aukinni þjónustu við aldraða og síðan við þá sem glíma við offitu. Móttaka fyrir aldraða er opin á þriðjudögum og

Hafdís Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS. fimmtudögum þar sem hjúkrunar­ fræðingur tekur á móti aðstand­ endum og fólki 75 ára og eldri og leiðbeinir því með heilsufarslega úrlausnir, líkamlegar og andlegar og þau úrræði sem eru í boði. Í þjónustu við einstaklinga sem glíma við offitu er í móttöku teymi skipað tveimur hjúkrunarfræð­ ingum, næringarfræðingi og lækni.

Okkur vantaði úrræði í hreyfingu og vorum svo lánsöm að hitta á Janus og hans fólk og saman munum við nú bjóða einstaklingum sem lifa við offitu þessa þjónustu. Hún snýst að miklu leyti um að styrkja fólk til að gera breytingar á sínum lífsstíl. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fólk kemst í þessa stöðu. Margir eru búnir að reyna margt. Þetta er ekki megrunaraðferð heldur lífsstíls­ breytingar sem við, með Janusi og hans fólki, hjálpum einstaklingum sem glíma við þennan sjúkdóm að vinna með. Við erum líka með sál­ fræðing sem aðstoðar okkur í þessu verkefni. Verkefnið gengur út á það að aðstoða fólk við að hætta að þyngjast, að léttast um 5–10% er mikill ávinningur því fylgifiskar offitu eru m.a. hjarta- og æðasjúk­ dómar og mjög alvarlegar truflanir á lungnastarfsemi og stoðkerfi, kæfisvefn og ýmislegt fleira. Markmiðið er að bæta líðan einstaklinganna og að fólk nái ákveðinni staðfestu til að lifa góðu lífi.“


sport

Miðvikudagur 3. mars 2021 // 9. tbl. // 42. árg.

Hjólað í Byko til styrktar góðu málefni Rynkeby-hjólafólk á Íslandi hjólaði um eitt þúsund kílómetra í verslunum Byko síðasta laugardag. Suðurnesjahjólarar mættu í verslunina í Reykjanesbæ, hjóluðu og seldu páskaegg til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Eggin verða til sölu í Byko til 7. mars. Team Rynkeby er stórt góðgerðar­ verkefni í Evrópu. Það hófst þegar nokkrir starfsmenn danska safafram­ leiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Í ár er Ísland með þátttökulið í fimmta sinn. Vegna Covid-19 hjólaði íslenska liðið innanlands síðasta sumar.

Gulir Rynkeby-hjólarar í verslun Byko í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket

Líf og fjör á Suðurnesjameistaramóti í júdó Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Vogum um helgina þegar Suðurnesjameistaramótið í júdó fór fram. Að þessu sinni var einungis keppt í flokkum fjórtán ára og yngri en engu að síður voru 40 keppendur skráðir til leiks frá þremur félögum; Þrótti, Njarðvík og Ármenningar var boðið að vera með. Mótið var hin fínasta skemmtun og margar frábærar viðureignir voru háðar, augljóst að efniviðurinn á Suðurnesjum lofar góðu. Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar og eins og meðfylgjandi myndir sýna þá skemmtu krakkarnir sér vel – og ekki skemmdi fyrir að áhorfendur voru leyfðir í fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

KONURNAR FINNA SIG BETUR Í BLAKINU – Svandís Þorsteinsdóttir hefur stundað blak síðan hún gekk í grunnskólann á Dalvík, hún situr nú í stjórn blakdeildar Keflavíkur og er meðstjórnandi í Blaksambandi Íslands. Svandís segir okkur af blakstarfinu hér á Suðurnesjum. Svandís er fædd og uppalin í Svarfaðardal og gekk í grunnskóla í Dalvík, þar sem hún kynntist blaki. „Ég uni mér best í sveitinni. Í grunnskóla sem kynntist ég blaki, það var mikið spilað blak í íþrótta­ tímum á Dalvík – svona í eldri bekkj­ unum. Krakkablakið var eiginlega ekki komið til sögunnar þarna. Þegar ég var í áttunda bekk var Hannes Garðarsson, sem var formaður blak­ deildar KA, að hrinda krakka- og/eða unglingablaki af stað. Fyrst vorum við óttalega fá að stunda blakið, fjögur minnir mig og ég eina stelpan, en svo fóru fleiri að reka nefið inn á æfingar og fullorðnir líka. Í dag er blakið mjög sterkt á Dalvík.“

Flutti suður með viðkomu á Laugum „Ég kláraði grunnskólann á Laugum, þar sem mikið blak var spilað og þá var líka tekið þátt skólakeppni – Húsvíkingar, Akureyringar, Lauga­ menn, Eiðar og fleiri voru með í keppninni og skólarnir skiptust á að halda hana. Enn í dag er blakmenn­ ingin mjög aktíf þarna og nú er hún Anna Lilja, dóttir mín, í Laugaliðinu en hún fór í framhaldsskólann að Laugum. Laugaskóli var í lægð en er að springa út núna og eru að koma með mjög sterkt stelpulið og Anna Lilja og fleiri stelpur eru búnar að skrá sig í konulið og taka þátt í deildarkeppninni í vetur. Þannig að þær eru að fara í aðeins meira.“ – Hvernig gengur blakstarfið hérna suður frá? „Heyrðu, ef ég á að segja eins og er þá erum við sprungin. Það hefur verið mjög mikil aukning síðustu þrjú, fjögur árin en við misstum karlana okkar út – það var of breytt aldursbil í karlahlutanum, um tuttugu ár milli þess elsta í yngri hlutanum og þess yngsta í eldri hlut­ anum. Þannig að í haust stóðu þeir eftir þrír úr yngri hópnum og þeim bauðst að flytja sig yfir í Álftanes og spila með þeim í úrvalsdeildinni. Einn þeirra færði sig yfir en hinir tveir gátu það ekki vegna anna og ákváðu að sitja hjá í vetur.“

„Karlarnir“ hennar Svandísar þegar þeir tóku þátt í fyrsta sinn allir saman í 3. deild Íslandsmótsins 2017.

Blakið að þróast í að verða meira stelpusport Einhverra hluta vegna hafa mál æxlast þannig að konur virðast finna sig betur í blaki en karlar. Í dag eru sjö kvennablakdeildir í gangi á vegum Blaksambandsins, úrvals­ deild og sex neðri deildir, en aðeins fjórar deildir eru hjá körlunum. – Þannig að núna er bara kvennablak stundað hjá Keflavík? „Já, í fullorðinsflokki en við erum með fyrir bæði í yngri flokkum sem

eru frá sex ára og upp úr. Núna eru átján börn sem eru á skrá hjá okkur en mun fleiri sem eru að mæta og prófa. Hópurinn nær upp í tuttugu ára og þarna eru fjórir efnilegir strákar og ef við höldum þeim þá ætlum við að kalla strákana saman fyrir næsta haust og vera líka með karlalið í deild.“

Sendu lið á bikarmót Keflavík sendi sextán krakka á bikarmót sem fram fór á Akureyri fyrir um hálfum mánuði síðan. „Við fengum að senda gestalið líka svo strákarnir fengju að vera með, þá var það blandað lið af stelpum og strákum en þau gátu ekki unnið til verðlauna – fengu bara að vera með. Þetta voru krakkar þrettán ára og eldri og þeim gekk ágætlega, komu á óvart og við erum ofboðslega stolt af þessum krökkum. Ég hef verið að segja: „Farðu með krakkana á þessi mót, jafnvel þó þau kunni ekki neitt. Þannig kemur viljinn og þau sjá hvað þau þurfa að læra.“ Það var eiginlega það sem ég lagði áherslu á í haust, þau þorðu ekki að vera með síðast en ég hef hamrað á þessu í vetur og það gerðist. Við höfum sent sameiginlegt lið með Þrótti Reykjavík og þeir krakkar sem hafa farið eru enn að blómstra.“ Faraldurinn hefur haft áhrif á starfsemi blakdeildarinnar en Svandís segist ekki sjá nein merki um fækkun iðkenda. „Hjá okkur hérna í Keflavík hefur verið mikil aukning iðkenda þrátt fyrir Covid. Ég sit líka í stjórn Blak­ sambandsins og þar höfum við ekki heldur orðið beint vör við neina fækkun, við erum reyndar ekki búin að fá endanlegar tölur fyrir þetta árið. Blakið er kvennaíþrótt, kveniðk­ endur eru um tveir þriðju af heild­ inni. Þannig að þetta er ein stærsta deildin sem konur keppa í. Svo má ekki gleyma strandblakinu en það er orðið risastór, það er keppt í strand­ blaki um allt land. Tölurnar sem ég nefndi eru bara um innanhússiðk­ endur, þeir sem eru í strandblaki eru ekki inni í þessum tölum en það er verið að vinna í því að taka það saman. Auðvitað eru þarna margir sem stunda blak innanhúss á veturna og strandblak á sumrin en heildarfjöldinn ætti að fara að skýrast fljótlega. Það hefur verið mikill uppgangur í strandblaki síðustu árin og nú, með nýrri forystu og nýjum formanni, er Blaksambandið að vinna í því koma þeim iðkendum inn í sambandið. Nú er vinna við stefnumótun og nýjar áherslur sambandsins í gangi og þar á meðal að stofna sérstaka stand­ blaksdeild en við eigum landsliðs­ konur í strandblaki sem m.a. hafa keppt fyrir Íslands hönd í Smá­ þjóðaleikunum. Þær voru báðar landsliðinu okkar innanhúss en hafa ákveðið að einbeita sér að strand­ blaki og hafa verið að keppa í strand­ blaksdeild, sterkri mótaröð þar sem þær hafa staðið sig rosalega vel. Svo eru fleiri gamlar innanhússkempur að færa sig yfir í strandblakið.“ Það er hugur í blakfólkinu í Keflavík – lengri útgáfa af viðtalinu við Svandísi birtist á vf.is þar sem hún talar um aðstöðuleysi deildar­ innar og fleira.

U15, blandaða liðið, og U16 liðin sem fóru til Akureyrar helgina 20.–21. febrúar.

Svandís með dóttur sinni, Önnu Lilju Sveinsdóttur.

Aðalfundur í Samkaupum hf. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2020. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Auk þess verða lagðar fyrir fundinn tillögur um breytingar á samþykktum félagsins um heimild til rafrænnar þátttöku á hluthafafundum. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár. Stjórn Samkaupa hf.


Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að hérna á Reykjanesskaga nötrar allt og skelfur þessa dagana (ekki bara þegar greinarhöfundur fer á brettið í ræktinni heldur vegna óvenjulega mikilla náttúrulegra jarðhræringa). Jarðskjálftahrina sú er núna gengur yfir er afar öflug og hefur ekki sést áður á okkar lífsleið enda fátt annað en skjálftarnir sem komast að hjá fólki og fjölmiðlunum þessa dagana. Reyndar eru sumir búnir að setja status á Facebook áður en skjálftinn ríður yfir slíkur er áhuginn! Persónulega tek ég því reyndar fagnandi að mest lesna fréttin sé ekki lengur uppfærðar Covid-tölur dagsins heldur stærð nýjasta skjálftans og ófarir Liverpool eru ekki jafn áberandi. Ákveðnir fjöl­

miðlar hafa reyndar mestar áhyggjur þegar að fólk á höfuðborgarsvæðinu verður vart við skjálftana en þeir virðast sterkari þar en í Grindavík sem þó situr nánast ofan á upp­ tökum skjálftanna. Þrátt fyrir að um ákveðnar náttúruhamfarir sé að ræða þá skynja ég það almennt að fólk tekur þessu bara ansi vel hérna á svæðinu enda síðastliðið ár verið undirlagt þessari ógeðisveiru og öllu hinu neikvæða henni tengt. Það er því bara nokkuð hressandi að finna smá hristing reglulega og það er mun skemmtilegra umræðuefni svo lengi sem að móðir náttúra fari nú ekki að setja einhvern auka kraft í þetta allt saman sem myndi valda einhverju tjóni af ráði. Tala nú ekki um ef það fer að gjósa!

LOKAORÐ

Hressandi skjálftar

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Sumir eru spenntir fyrir „túrista­ gosi“ en ég vonast innilega til þess að þessi umtalaða kvika haldi sig bara hjá kölska eða finni sér leið upp mun lengra frá byggð og vatnsbólum okkar. Reyndar mætti svo henda hugmyndum um gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni ofan í ruslið og jarða þá vitleysu endanlega. Rögnunefndin sást a.m.k. á Klausturbarnum í vik­

unni að drekkja sorgum sínum enda ærin ástæða til. Auðvitað styttist svo í að þetta jarðhræringaástand verði orðið afar pirrandi þó sérstaklega hjá vinum mínum í Grindavík sem þó kalla ekki allt ömmu sína. Væri ekki bara best að það kæmi einn hress­ andi skjálfti (segjum bara um M6 ) sem myndi ekki valda neinu tjóni af ráði og svo væri þetta bara komið í pásu? Framhaldið er óráðið en þegar þessi orð eru rituð þá hafa ekki nema nokkrir „tittir“ dottið í hús. Hámenntuðu jarðskálftafræð­ ingarnir okkar virðast þó alveg hjartanlega sammála um að annað­ hvort muni skjálftunum fjölga eða þá hugsanlega fækka, þá segja þeir að það fari jafnvel að gjósa eða bara alls ekki. Það er ágætt að vita það.

Mundi Það er bara einn Mundi og hann kann bara að djóka en ekkert í jóga!

Lögreglan á hlaupum eftir vímuðum ökuþórum

Ný vefverslun á n1.is

Tilboð í mars

n Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem leið, vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna, tók sprettinn af vettvangi. Lögreglumaður hljóp á eftir honum og var hann handtekinn. Hann var látinn laus eftir sýnatökur og skýrslutöku á lögreglustöð. Þá þurfti lögregla að hlaupa uppi annan ökumann sem reyndi að stinga af. Hann var grunaður um að hafa ekið bifreið sinni ofan í skurð og verið að reyna að aka henni aftur upp úr honum þegar hann var trufl­ aður við þá iðju. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum og var með meint fíkniefni á sér. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögregla veitti svo þriðja öku­ manninum eftirför drykklangan spöl þar sem hann sinnti ekki stöðvunar­ merkjum. Hann hafði ekið á miklum hraða, meðal annars yfir hringtorg sem á vegi hans varð. Hann var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

230 þúsund í hraðaksturssekt eftir ofsaakstur

Dunlop stígvél

Olíuhreinsir

Nítrilhúðaðir hanskar

Dunlop Acifort stígvél með iljaog távörn. Hentug og efnaþolin.

Óþynntur olíuhreinsir tilbúinn til notkunar. Fæst í 5l og 20l brúsum.

Nítrilhúðaðir hanskar úr örtrefjaefni sem andar vel.

Vnr. 9655 A442031

Vnr. 9655 A442031

5l: 100003698 20l: 100003699

n Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum frá föstudegi og yfir helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður sekt upp á 230 þúsund og svipting ökuleyfis í tvo mánuði, auk þess sem hann fær þrjá punkta í ökuferilsskrá. Tveir sautján ára piltar voru meðal þeirra sem óku of hratt og var haft samband við forráðamenn þeirra vegna málsins. Einn ökumað­ urinn var jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Skráningarnúmer voru fjarlægð af fjórum ótryggðum bifreiðum.

Gert að loka og viðskiptavinum var vísað út

Leðurhanskar

Smurolía

Bremsuhreinsir

Fóðraðir Tegera leðurhanskar með riflás.

Samsett, hágæða 5W-30 smurolía, fyrir bensín- og dísilvélar frá VW-Audi.

Öflugur fituleysir sem gerir yfirborð hreint og þurrt.

Vnr. 9640 335

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Vnr. 115 BC500M

Vnr. 115 PRO20L

Verslun N1 Fitjabraut 2, Reykjanesbær, 421-4980

n Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti veitingastaði í umdæminu um helgina til að athuga hvort sóttvarnarreglum væri framfylgt. Staðan var til fyrirmyndar á öllum nema einum þar sem enn var verið að afgreiða matargesti eftir klukkan 23:00. Starfsmönnum var gert að loka staðnum og viðskiptavinum var vísað út.

ALLA LEIÐ

vf is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.