Víkurfréttir 9. tbl. 43. árg.

Page 1

GOTT FYRIR HELGINA

Heilsuefling á efri árum er leið að betri lífsgæðum

FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ HEILSUEFLINGU JANUSAR Í REYKJANESBÆ

3.--6. MARS

SÍÐUR 10-11

50% AFSLÁTTUR

Nautapiparsteik Mjöðm

2.589

30% AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 3.699 KR/KG

Hair & Nails vítamín VitaYummy, hindberja - 350 g

1.499

KR/PK ÁÐUR: 2.999 KR/PK

Miðvikudagur 2. mars 2022 // 9. tbl. // 43. árg.

Átta hundrað fótboltastelpur í Nettóhöllinni

Plastlaus matarbúð í Keflavík

Bragi byggir leikskóla í Sandgerði

Kaffihús, óáfeng vín og tekið við gleri Plastlausa Matarbúðin Nándin opnaði í síðustu viku að Básvegi 10 í Keflavík. Verslunin býður upp á úrval af alvöru mat frá íslenskum bændum, smáframleiðendum, fiskverkendum, sælgætisframleiðendum og bökurum. Boðið er upp á plastlaust íslenskt grænmeti, úrval af ávöxtum og áhersla á að hafa lífrænt þegar hægt er. Vegan vörur í úrvali ásamt því að verslunin ætlar að leggja áherslu á að bjóða glúteinfríar vörur. Mjólkurvörur á flöskum, bæði sveitamjólk beint frá býli og laktósafríar mjólkurvörur frá Örnu. Ferskir ávaxtasafar og bústar, heilsuvörur og hreinlætisvörur. Vörunum er pakkað í sellofan sem má fara í jarðgerðartunnu eða í lífræna ruslið. Öllu gleri má skila í Matarbúðina sem er með þvotta og sótthreinsistöð á staðnum. Þá er kaffihús á staðnum, óáfeng vín og ís úr ísvél.

Yfir 800 stelpur hlupu um grænar gerfigrasgrundir í Nettóhöllinni um síðustu helgi í GeoSilica-fótboltamótinu. Hér er ein úr sameiginlegu liði Keflavíkur, Reynis og Víðis á fleygiferð með boltann. Fleiri myndir sem Jóhann Páll, íþróttafréttamaður VF, tók eru á íþróttasíðu og á vf.is.

Um 600 umsóknir í 176 lóðir í Dalshverfi 3

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Braga Guðmundsson ehf. um byggingu leikskóla við Byggðaveg í Sandgerði á grundvelli frávikstilboðs. Samkvæmt útboði felst verkið í að byggja 1.135 m² leikskóla við Byggðaveg 5 í Sandgerði. Um er að ræða sex deilda leikskóla á einni hæð. Í þessum áfanga verður byggingin öll fullfrágengin að utan og um 863 m² fullfrágengnir að innan eða fjórar deildir af sex. Aðalbyggingarefni hússins er timbur á staðsteyptar undirstöður.

Dregið um lóðir í nýju hverfi í Reykjanesbæ. Fulltrúi sýslumanns viðstaddur.

Um 600 umsóknir bárust í 176 lóðir í Dalshverfi III en eftir yfirferð var dregið úr um 250 gildum umsóknum á aukafundi umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 25. febrúar. Á fundinum fór fram úthlutun á lóðum í Dalshverfi III norður en hann var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll. Á fundinum voru ásamt

fulltrúum umhverfis- og skipulagsráðs, starfsmenn umhverfissviðs og fulltrúi sýslumanns sem ritaði niðurstöður í gerðarbók. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með þessum hætti en mikill undirbúningur starfsfólks umhverfissviðs hefur staðið yfir undanfarið. Dregið var í fyrsta annað og þriðja sæti fyrir einbýli, parhús og raðhús

þannig ef sá fyrsti fellur frá umsókn þá fær dráttur númer tvö úthlutun samkvæmt reglum. Úthlutun fjölbýlishúsalóða fór fram með öðrum hætti þar sem auk umsóknar í lóð stóð aðilum til boða að bjóða í byggingarrétt á lóð,“ sagði Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfisog skipulagsráðs, og Helga María Finnbjörnsdóttir, nefndarmaður, draga.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ítreka að Fjölþætt heilsuefling 65+ fái áfram hljómgrunn í Reykjanesbæ Öldungaráð Reykjanesbæjar telur verkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+“ gríðarlega mikilvægt og hefur áhyggjur af því að því ljúki þar sem það hefur sýnt sig og sannað að verkefnið er að skila miklum árangri fyrir þátttakendur líkamlega, andlega og félagslega. Dr. Janus Guðlaugsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir frá Janusi heilsueflingu mættu á fund ráðsins og kynntu verkefnið sem er ætlað að gera þátttakendur hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Reykjanesbær hefur veitt fjármagni til verkefnisins síðustu ár en nú hefur sú fjárveiting verið lækkuð

umtalsvert og lítur út fyrir að verkefninu muni ljúka í sveitarfélaginu í september 2023. „Ráðið ítrekar mikilvægi þess að verkefnið fái áfram hljómgrunn og að það verði gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar hjá nýrri bæjarstjórn 2022-2026. Samkvæmt Hagstofunni mun fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri tvöfaldast næstu 30 árin sem þýðir að 25% Íslendinga verða á þeim aldri árið 2050. Mikilvægt er að ríkið komi að þessari uppbyggingu þar sem það er gríðarlegur fjárhagslegur ávinningur fyrir heilbrigðiskerfið sem og einstaklinginn sjálfan.“

Góð þátttaka var í prófkjörinu en kosið var á Réttinum í Reykjanesbæ.

„Boðum breytingar“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör. Bæjarfulltrúa hafnað í ellefu manna prófkjöri. Margrét Ólöf Sanders varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en prófkjör var haldið síðasta laugardag. Anna S. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi endaði í 7. sæti og hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Guðbergur Reynisson varð annar og Helga Jóhanna Oddsdóttir þriðja en ellefu manns tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru níu þeirra nýliðar. Samtals voru greidd 1352 atkvæði eða 40,6% kjörsókn. Auðir og ógildir seðlar voru 40. Akvæði féllu þannig: 1. sæti: Margrét Ólöf A Sanders með 1067 atkvæði í 1. sæti

2 .sæti: Guðbergur Reynisson með 813 atkvæði í 1.-2. sæti 3. sæti: Helga Jóhanna Oddsdóttir með 497 atkvæði í 1.-3.sæti 4. sæti: Alexander Ragnarsson með 468 atkvæði í 1.-4.sæti 5. sæti: Birgitta Rún Birgisdóttir með 655 atkvæði í 1.-5. sæti 6. sæti: Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 678 atkvæði í 1.-6.sæti. Í næstu sætum voru Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Gíslason, Eiður Ævarsson, Guðni Ívar Guðmundsson og Steinþór Jón Gunnarsson.

Finnum stemmningu „Þetta var heiðarleg kosningabarátta og prófkjörið gekk vel. Við erum frábær hópur og hlökkum til kosn-

Hvatt til þátttöku í fyrirtækjakönnun landshlutanna

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri er þessa dagana boðið að taka þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna. Síðast var hún í boði haustið 2019. Með könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggðastofnun og aðrir sem vinna að byggðaþróun reynt að gera sér grein fyrir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið. Til skoðunar hafa verið styrkleikar og veikleikar þess sem og ógnanir og tækifæri. „Upplýsingar úr könnununum hafa ásamt íbúakönnunum verið ein mikilvægasta stoð þessara aðila til að móta áherslur í starfi sem snýr að stefnumótun landshlutanna til framtíðar, áherslur í styrkveitingum, ýmissi ráðgjöf, upplýsingagjöf til stjórnvalda og jafnvel uppspretta akademískra rannsókna á sviði atvinnumála hérlendis,“ segir í tilkynningu frá SSV.

Hingað til hefur þátttaka verið góð á landsvísu, eða á bilinu 16002000 svör, en nú bregður svo við að þátttakan er frekar dræm sem er bagalegt fyrir verkefnið. „Aðstandendur könnunarinnar vilja því hvetja alla sem eru í rekstri á öllu landinu, fyrirtæki og einstaklinga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt í birta raunhæfa mynd af stöðu atvinnulífsins til almennings og stjórnvalda.“ Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/ fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is

inga í vor. Við verðum að komast í meirihluta og við finnum stemmningu, fólk vill vera með okkur. Við boðum breytingar og ég vona að bæjarbúar séu með okkur í því. Nú er það okkar að halda áfram með stefnumótun og sýna bæjarbúum hvað við getum gert,“ sagði Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ að loknu prófkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvö síðustu kjörtímabil verið í minnihluta í Reykjanesbæ. Þrjú kjörtímabil þar á undan var flokkurinn í hreinum meirihluta.

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ 28. apríl til 8. maí BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er á dagskrá dagana 28. apríl til 8. maí nk. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru m.a. þau að: Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu Gerum þetta saman! Allir þeir sem luma á góðum hugmyndum að verkefnum eða ábendingum fyrir BAUNina eru tvímælalaust hvattir til að setja sig í samband á baun@reykjanesbaer.is eða á Facebooksíðu Baunar fyrir 15.mars og koma þeim á framfæri. Möguleiki er á aðstoð við fjármögnun á góðum hugmyndum/verkefnum sem falla að markmiðum hátíðarinnar og stefnu Reykjanesbæjar. Hverjir geta tekið þátt? Allir sem hafa aðkomu að málefnum barna á einn eða annan þátt eru hvattir til að flykkja sér undir merki BAUNarinnar og vera með. Stofnanir Reykjanesbæjar eru þátttakendur, ýmsir menningar-, íþrótta- og tómstundahópar einnig og sömuleiðis eru fyrirtæki sem ætla að hoppa á vagninn og beina sjónum að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili. Meðal verkefna sem eru í undirbúningi er BAUNabréfið sem sló rækilega í gegn hjá börnunum í fyrra, Listahátíð barna í Duus Safnahúsum, Skessuskokk, fjölskyldudagur í Fjörheimum og ýmislegt fleira sem á eftir að líta dagsins ljós. Endilega sláist í hópinn.


Framtalið þitt er opið til staðfestingar Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að afgreiða sig sjálfir með rafrænum hætti. Einnig er unnt að hringja og fá aðstoð eða senda tölvupóst. Upplýsingar á framtali Framtalið er með árituðum upplýsingum og því er skilað í gegnum þjónustuvef Skattsins skattur.is. Áríðandi er að fara vel yfir upplýsingarnar og athuga hvort eitthvað vanti. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda.

Innskráning á skattur.is Unnt er að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða veflykli Skattsins. Rafræn skilríki getur þú nálgast í þínum banka eða hjá Auðkenni. Ef þú átt ekki veflykil getur þú sótt um hann á þjónustuvefnum skattur.is og fengið hann sendan í heimabanka eða á lögheimili.

Skilafrestur er til 14. mars

Við veitum aðstoð Símaþjónusta í 442-1414 Starfsfólk Skattsins veitir þjónustu virka daga frá kl. 09:00 til 15:30 í síma 442-1414 meðan á framtalsfresti stendur.

Pantaðu símtal - við hringjum í þig Hægt er að panta símtal á vefsíðu okkar skatturinn.is og við hringjum í þig!

Sendu okkur tölvupóst Þú getur líka sent okkur tölvupóst á póstfangið framtal@skatturinn.is.

Ekki er veitt framtalsaðstoð á starfsstöðvum Skattsins.

framtal@skatturinn.is

442 1414


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Frá afhendingu þrívíddarprentaranna. Skólastjórar grunnskólanna, rotaryfélagar, fulltrúar Reykjanesbæjar og Haukur Hilmarsson, kennari í Stapaskóla.

ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS

Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

bilaverk.thoris@gmail.com

facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Sísköpunarsprettur grunnskóla Reykjanesbæjar hefur göngu sína Rotaryklúbbur Keflavíkur færði grunnskólum þrívíddarprentara Rótarýklúbbur Keflavíkur afhenti í síðustu viku öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf í tilefni þess að í ár hefur Sísköpunarsprettur grunnskólanna göngu sína. Sísköpunarsprettur er verkefni sem leitt er af þeim Hauki Hilmarssyni, Brynju Stefánsdóttur og Sveinbirni Ásgrímssyni. Þau eru kennarar við Stapaskóla en þau hlutu styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar skólaárið 2021–2022 til þess að setja á laggirnar nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur fengið nafnið „Sísköpunarsprettur“ með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu. „Sísköpunarsprettur er hugmyndabanki fyrir grunnskólakrakka í Reykjanesbæ þar sem þeir geta sent inn hugmyndir, sem ég skapa sísköpun. Við erum að leita leiða til að horfa til náttúrunnar og endurnýta. Við erum að opna vettvang fyrir krakka til að hugstorma um hugmyndir og senda þær inn til okkar hugmyndir,“ segir Haukur Hilmarsson, kennari í hönnun og smíðum við Stapaskóla. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar er afar ánægður með þetta framtak. „Þetta er frábært verkefni sem þau hafa frumkvæði að í Stapaskóla. Við komum að þessu með stofnun nýsköpunar- og þróunarsjóðs sem settur var á stofn fyrir tveimur árum síðan og ýtir mjög undir nýbreytni og þróunarstarf í skólum, sem er mjög gjöfult og frjótt. Sjóðurinn ýtir undir það að svona verkefni hljóta brautargengi. Við erum gríðarlega stolt af þessu verkefni sem nú er verið að kynna,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Haukur segir að verkefnið eigi að verða uppspretta hugmynda hjá ungmennunum. „Hugmyndin er að krakkar getið fundið leiðir til að endurnýta allskonar dót, hvort sem það eru pappahólkar af eldhúsrúllum og ýmiskonar plastafgangar. Ég hef ekki hugmynd um hvaða hugmyndir krakkar fá en krakkar eru endalaus uppspretta frábærra hugmynda. Þetta er vettvangur þar sem við ætlum að reyna ýta undir að krakkar geti skoðað umhverfi sitt og finni hugmyndir sem geta haft jákvæð áhrif á umhverfið.“ „Stapaskóli mun stýra ferðinni og við hjá fræðslusviði bæjarins verðum til stuðnings. Þetta verður ekki í keppnisformi, heldur meira hátíð

og hugsað þannig að allir taki þátt. Það að þetta sé í nærumhverfinu og sjálfskapað hér ýti undir þátttöku skólanna. Við höfum lengi horft til þess að krakkarnir hér taki þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna á landsvísu en ég hef þá trú og væntingar að við fáum góða þátttöku hjá krökkunum okkar og skólunum í þessu verkefni, þegar það er unnið svona í nærumhverfinu,“ segir Helgi. Haukur segir að vegleg gjöf Rotary komi sé vel. „Já, við erum heldur betur heppin. Rotaryklúbbur Keflavíkur er ótrúlega gjafmildur að gefa öllum skólunum þrívíddarprentara sem mun alveg örugglega opna enn meira fyrir sköpun þegar krakkarnir fá vöruna beint í hendurnar og gert frumgerðir í stað þess að vera bara að teikna og pæla. Við erum Rotaryklúbbnum ótrúlega þakklát fyrir þennan geggjaða stuðning. Ég vil einmitt að skólarnir eigi bara verkfærin til að grípa sköpun barnanna. Við vorum svo heppin þegar Stapaskóli opnaði að geta hoppað beint inn í 21. öldina og erum einmitt að þróa þetta, að kenna krökkum að hugsa í þrívídd og tölvutækt. Að nota spjaldtölvur og tölvur. Og síðan að geta skilað vörunni í hendur, jafnvel samdægurs. Þetta hefur gengið ótrúlega vel hér í Stapaskóla og krakkarnir eru endalaust og teikna, pæla og alltaf að 3D-prenta. Þetta er langvinsælasta verkfærið hjá yngstu krökkunum. Þau eru steinhætt að saga og pússa,

þau vilja bara 3D-prenta,“ segir Haukur. Þetta er gott dæmi um að við erum á tölvu- og tækniöld. Liggur þetta vel við ungmennunum? „Já, þetta liggur vel við krökkunum. Þau hafa ímyndunaraflið og erum forvitin. Það er okkar hlutverk að ýta undir það og skapa umhverfi og að þau fái notið sín. Þar kemur búnaður til sögunnar en fyrst og fremst mannauðurinn. Kennararnir búa til þetta umhverfi börnin. Þá skiptir umhverfið líka höfuðmáli. Þá vil ég nefna að þetta verkefni smellpassar við nýja menntastefnu Reykjanesbæjar, sem er framsýn og um leið sígild. Áherslur í þessu verkefni smellpassa við áherslur menntastefnunnar,“ segir Helgi. Grunnskólar í Reykjanesbæ hafa verið framsýnir í nýtingu á tækni í skólastarfi. Heiðarskóli ruddi brautina með innleiðingu á spjaldtölvum í kennslu og hinir skólarnir í bænum hafa fylgt í kjölfarið að vera með skólastarfið í takti við tímann og þróun í samfélaginu. Haukur segir að nemendur Stapaskóla séu fljótir að tileinka sér alla þá tölvutækni sem beitt sé í náminu og segir að það komi á óvart hvað hóparnir séu alltaf að verða yngri og yngri sem tileinki sér tölvutæknina í náminu. Hann hafi haldið að unglingarnir yrðu leiðandi, en það séu frekar yngstu nemendurnir sem sýni tölvutækninni mestan áhuga.

Okkar leið til að örva sköpunarhugsun hjá krökkum Rotaryklúbbur Keflavíkur afhenti í síðustu viku öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf. Prenturunum er ætlað að örva sköpunarhugsun hjá nemendum skólanna núna þegar Sísköpunarsprettur er að hefjast hjá grunnskólakrökkum í Reykjanesbæ. „Við hjá Rotaryklúbbi Keflavíkur vorum að leita okkur að verkefni fyrir þetta starfsár. Við plægðum akurinn og sögðum við sjálf okkur að þetta ár ætluðum við ekki að fara í gróðursetningu, heldur gera eitthvað annað. Við lásum í gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja og þar kom þessi áhersla varðandi sköpun og hönnun í ljós. Svo erum við svo heppin að Haukur Hilmarsson, sem er kennari í Stapaskóla,

er einnig í Rotaryklúbbi Keflavíkur og hann benti okkur á þessa hugmynd að taka þátt í, að styrkja Sísköpunarsprettinn. Þetta þróaðist út í það að þetta væri sniðuga leiðin fyrir okkur, að kaupa þessa þrívíddarprentara í skólana, til að örva þessa sköpunarhugsun hjá krökkunum,“ segir Hannes Friðriksson, formaður Rotaryklúbbs Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir.


Smiðjuvellir, 230 Reykjanesbæ

Ný atvinnubil

Frábær staðsetning Fyrstu bilin tilbúin í september Verð frá 14.900.000

Asparteigur 5, 250 Garður

Verð 47.900.000

Stærð 89,8 m2

Grænaborg 2, 190 Vogum

Verð 49.900.000

Nýtt, fullbúið og vandað 3ja herbergja parhús á einni hæð, með bílskýli og sólpalli sem snýr í vestur. Bílskýli 19,3 m2 ekki inní fermetratölu.

Ný fullbúin 3ja herbergja íbúð á annarri hæð með sérinngangi í 10 íbúða fjölbýli í nýju íbúðahverfi í Vogum.

Afhending júlí 2022.

Afhending ágúst 2022.

Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677

Stærð 38 m2

Júlíus M. Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555

Stærð 93,1 m2

Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala – s. 773 0397

Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ótíð ...

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

M

argir sjómenn sem lengi hafa verið til sjós segja gjarnan að til þess að endast í starfinu sé gott að vera eins fljótur að gleyma brælunum og þær koma. Sé þetta raunin hlýtur það sem af er árinu að vera í algjörri þoku hjá hetjum hafsins. Frá áramótum hefur hver lægðin rekið aðra með sínum stormum, ofsaveðrum, ofankomu, flóðum, samgöngutruflunum og svo líka brælum á miðunum kringum landið. Þegar svo veðrinu slotar þarf að sæta lagi til að komast úr og í höfn til að nota þessa stuttu glugga á milli lægða og getur oft reynst erfitt

að fá gott lag á þeirri leið. Við vissar aðstæður geta ólögin verið fljót að myndast eins og nokkrir bátar sem voru á leið um innsiglinguna til Grindavíkur á dögunum fengu að reyna. Blíðuveður var þennan dag, norðan sex metrar og bjart veður, en þegar norðangolan mætir krappri sunnanbárunni þá ýfist sjórinn upp og brimar snögglega og dettur svo niður jafn snöggt aftur. Látum myndirnar tala sínu máli ... Jón Steinar Sæmundsson

Búast má við mokveiði í mars Þá er febrúarmánuðurinn á enda kominn og framundan er mars. Marsmánuður hefur í gegnum tíðina verið sá mánuður sem veiði hefur verið langmest í veiðarfæri hjá bátunum sem róa frá Suðurnesjum – og miðað við hversu góð veiði var þessa daga sem gaf á sjóinn í janúar og febrúar má búast við mokveiði í mars. Reyndar er svo til búin að vera haugabræla frá því síðasti pistill var skrifaður og bátar lítið sem ekkert komist á sjóinn. Þó voru nokkrir bátar sem skutust út, t.d var Óli á Stað með 10,2 tonn í einni löndun, Sandfell SU tæp 20 tonn í tveimur og Hafrafell SU með um 14 tonn í tveimur, allir að landa í Sandgerði. Kristján HF með um 12 tonn í einni, líka í Sandgerði. Í Grindavík hafa minni bátarnir ekkert komist út síðan 18. febrúar en mikið brim hefur verið utan við Grindavík og innsiglinginn verður ófær fyrir minni bátanna í svoleiðis aðstæðum. Aftur á móti þá lokast innsiglinginn til Sandgerðis ekki eins oft því langt sker, sem gengur út frá Jórukleif og alveg fram fyrir höfnina, brýtur ölduna þannig að innsiglinginn sjálf í Sandgerði er iðulega fær þótt að haugasjór sér utan við skerið.Þrátt fyrir að bátarnir hafa ekki mikið komist á sjóinn þá hafa ansi margir togbátar verið á veiðum beint utan við Sandgerði,

t.d. Frosti ÞH, Sturla GK, Farsæll SH, Sigurborg SH, Pálína Þórunn GK og Sóley Sigurjóns GK svo dæmi séu tekin. Sturla GK og Pálína Þórunn GK hafa landað í sinni heimahöfn, Sturla GK í Grindavík og var kominn með 404 tonn í sjö löndunum í febrúar og mest allt af því var veitt utan við Sandgerði. Pálína Þórunn GK er með 166 tonn í fjórum löndunum og það er líka veitt þarna utan við Sandgerði. Hjá dragnótabátunum hefur Kalli á Maggý VE verið sá sem oftast hefur farið út en báturinn hefur landað alls 82 tonnum í fjórtán róðrum. Maggý VE og Steinunn SH frá Ólafsvík eru þeir dragnótabátar sem hafa farið í flesta róðrana núna í febrúar, fjórtán talsins hvor bátur. Reyndar er þetta frekar dapurt og ef horft er á hina bátanna þá er t.d. Sigurfari GK með 81 tonn í tíu og er með næstflesta róðra á eftir hinum tveimur. Siggi Bjarna GK 56 tonn í níu, Benni Sæm GK 49 tonn í átta og Aðalbjörg RE 28 tonn í sjö. Eins og sést þá eru róðrarnir mjög fáir og veður skipar þarna ansi mikinn þátt í sjósókn bátanna. Hjá netabátunum eru stóru bátarnir Erling KE og Grímsnes GK þeir sem oftast hafa róið enda geta þeir verið á sjó í þessum sjógangi sem er búið að vera. Erling KE er með 202 tonn í fjórtán róðrum og Grímsnes GK 120 tonn í níu.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Aðrir eru Maron GK með 53 tonn í átta, Halldór Afi GK 11 tonn í átta, Bergvík KE 8,8 tonn í níu og Sunna Líf GK 1,6 tonn í þremur. Stóru línubátarnir ná að veiða í þessum brælum og hefur verið mokveiði hjá þeim. Páll Jónsson GK er með 492 tonn í fjórum róðrum og mest 144 tonn í einni löndun. Fjölnir GK 449 tonn í fjórum og mest 122 tonn, Valdimar GK 310 tonn í fjórum og mest 115 tonn og Sighvatur GK 294 tonn í tveimur og mest 152

tonn. Sighvatur GK fór ekki til veiða fyrr en um 9. febrúar en Covid-smit kom upp hjá áhöfn bátsins í lok janúar og var báturinn stopp í um tvær vikur út af því. Hrafn GK 229 tonn í þremur og mest 123 tonn. Af minni línubátunum þá er t.d. Vésteinn GK með 153 tonn í tólf, landað fyrir austan, í Þorlákshöfn og Grindavík. Gísli Súrsson GK 156 tonn í fjórtán, allt landað í Ólafsvík, Margrét GK 130 tonn í þrettán, landað í Sandgerði, Sævík GK 128 tonn í þrettán, landað í Grindavík og Þorlákshöfn, Óli á Stað GK 120 tonn í tólf, í Grindavík og Sandgerði. Reyndar má geta þess að Óli á Stað GK færði sig um miðjan febrúar

yfir til Sandgerðis og veiddi ansi vel þar því að aflinn var 81 tonn í sjö róðrum og komst tvisvar yfir fimmtán tonn í róðri þar. Daðey GK 115 tonn í þrettán, líka í Sandgerði og Grindavík, Geirfugl GK 94 tonn í þrettán. Þessi bátur lenti í mokveiði frá Sandgerði því báturinn þurfi að tvílanda einn daginn. Fór út með um 16.000 króka, sem eru um 38 balar, og kom fyrst með um tíu tonn í land eftir að hafa dregið rúmlega 10.000 króka. Fór aftur út og dró restina og var samtals með um 16,6 tonn. Þetta gerir um 436 kg á bala. Að ná yfir 400 kg á bala er nú bara mokveiði.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7

SÓLBORG GUÐBRANDSDÓTTIR ER SUNCITY Í SÖNGVAKEPPNINNI

„Þetta verður algjört ævintýri“ Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í Söngvakeppninni 2022. Á fyrra undanúrslitakvöldinu voru það systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg. Þeirra lag varð ekki meðal þeirra tveggja sem náðu inn í úrslit. Á laugardagskvöld er seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar og þá er Sólborg okkar Guðbrandsdóttir á sviði. Hún keppir undir listamannsnafninu Suncity og með henni syngur Sanna Martinez. Þær munu flytja lagið „Hækkum í botn“ (e. Keep it cool). „Ég fékk óvænt símtal frá Valla sport þar sem hann bað mig um að syngja lagið þeirra ásamt Sönnu sem er frá Svíþjóð. Ég hoppaði eiginlega á vagninn um leið og sé ekki eftir því,“ segir Sólborg í samtali við Víkurfréttir en höfundar lagsins eru Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon. Valgeir semur einnig íslenska texta lagsins ásamt Davíð Guðbrandssyni, bróður Sólborgar. „Ég kom inn í ferlið eftir að það varð til en þetta er dans-popplag sem heitir Hækkum í botn og fjallar í rauninni bara um það að vera í núinu og sækjast eftir því sem maður vill.

Hvernig hefur undirbúningur fyrir undanúrslitakvöldið verið? „Við höfum verið að æfa alla daga, bæði söng og dans, passað líka að hvíla okkur vel inn á milli og slaka á. Það er mjög margt sem þarf að huga að fyrir svona atriði og mikilvægt að hafa flinkt fólk í hverju horni.“ Sólborg segir viðbrögð almennings við laginu hafa verið góð. „Þetta er lag sem ég sjálf fékk til dæmis fljótt á heilann og ég vona að aðrir tengi við það líka.“ Hvernig var að fylgjast með fyrra undanúrslitakvöldinu? „Það var bara yndislegt. Við eigum magnað listafólk hérna á Íslandi og það er gott að geta komið öll saman og notið tónlistar þegar aðstæðurnar í heiminum eru jafn hryllilegar og raun ber vitni.“

Viðburðir í mars Frá Múmínálfum til meistaranema og margt þar á milli verður á boðstólum í menningunni í mars. Ný sýning í samstarfi við Listaháskóla Íslands verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar og nú án takmarkana og því allir boðnir hjartanlega velkomnir við opnun. Bókasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu um Múmínálfana í Átthagastofunni sem mun

Er komin spenna fyrir þínu undanúrslitakvöldi? „Já, ég get eiginlega varla beðið. Þetta verður bara algjört ævintýri,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir.

kæta háa sem lága og ýmsir aðrir viðburðir verða á boðstólum þar svo sem Erlingskvöld, notaleg sögustund með Höllu Karen og fornsögukvöld með Þorvaldi. Þá er í undirbúningi einstaklega áhugavert málþing um tengsl menningar og lýðheilsu en nákvæm tímasetning í mars verður kynnt fljótlega. Fylgist endilega með því. Hlökkum til að vera með ykkur í mars.

Minningar morgundagsins Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins stendur til sunnudagsins 24. apríl nk. Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan. Sýningin er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma.

Menning og lýðheilsa Tungumálakaffi

Notaleg sögustund

MÁLÞING - NETVIÐBURÐUR

1, 8, 15, 22, 29 MARS - BÓKASAFNIÐ

19. MARS - BÓKASAFNIÐ

Í undirbúningi er málþing sem fram fer á netinu þar sem fjallað verður um tengsl menningar og lýðheilsu. Málþingið er samstarfsverkefni menningarfulltrúa á Suðurnesjum. Nánari tímasetning verður kynnt fljótlega

Vilt þú æfa íslenskuna þína með skemmtilegu samtali? Í Tungumálakaffi gefst tækifæri til að spjalla saman á íslensku. // Do you want to practice your conversational skill in Icelandic? In the Language café you can speak in Icelandic and practice.

Notaleg sögustund með Höllu Karen kl. 11.30. Að þessu sinni ætlar Halla Karen að lesa og syngja nokkur vel valin lög upp úr Ávaxtakörfunni. Ókeypis er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir.

Fornsögukvöld

Múmínálfarnir

Erlingskvöld

22. MARS - BÓKASAFNIÐ

24. MARS - BÓKASAFNIÐ

31. MARS - BÓKASAFNIÐ

Fornsögukvöld með Þorvaldi. Farið verður yfir hetjukvæðin Völundarkviðu og Helgakviðu Hundingsbana I og II. kl. 19:30 - 21:30, Þetta eru alls þrjú þriðjudagskvöld en aðgangseyrir er 3.000 kr. Skráning á heimasíðu eða í afgreiðslu bókasafnsins.

Fimmtudaginn 24. mars kl. 17.00 verður opnuð sýning um Múmínálfa í Átthagastofu bókasafnsins. Sýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal.

Fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00 verður hið árlega Erlingskvöld haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Viðburðurinn er haldinn til heiðurs fyrrum bæjarlistamanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Sólborg keppir undir listamannsnafninu Suncity og með henni syngur Sanna Martinez.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Leikskólinn Holt – Deildarstjórar Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar Háaleitisskóli - Kennari í námsver Velferðarsvið – Dagdvöl aldraðra Velferðarsvið - Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Ævintýrasmiðja - Sumarstarf Ævintýrasmiðja - Umsjónarmaður Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri skrifstofu Vinnuskóli - Flokkstjórar Vinnuskóli - Sérverkefna flokkstjóri Vinnuskóli - Skrúðgarða flokkstjóri Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Duus Safnahús - Upplýsingagjöf og sýningagæsla Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Allir viðburðir á Visit Reykjanesbær Visit Reykjanesbær er nýr og spennandi vefur þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. www.visitreykjanesbaer.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Svanhildur Skúldóttir umsjónarkennari og Guðlaug Bergmann með nemendum sínum í 3.-SS.

Hressir krakkar á skólalóðinni við Myllubakkaskóla á 70 ára afmæli skólans.

Sjötugur Myllubakkaskóli með starfsemi víða um Reykjanesbæ

Nemendurnir upplifa þetta mjög jákvætt Mikil vinna er framundan við endurbætur á Myllubakkaskóla.

Hlynur Jónsson, aðstoðarskólastjóri Myllubakkaskóla, segir stemmninguna í skólanum vera ágæta á 70 ára afmæli skólans. „Við vorum búin að skipuleggja að halda miklu stærri afmælishátíð, sem varð ekki eins og við hefðum viljað vegna aðstöðunnar sem við erum í. Stemmningin var fín á afmælisdaginn og við héldum danspartý á skólalóðinni 17. febrúar. Okkur fannst það takast vel og erum ánægð með það en þetta var ekki næstum því eins stórt í sniðum og við hefðum viljað,“ segir Hlynur í samtali við Víkurfréttir. Svakalegt álag og ótrúlega mikil aðlögun Þið í Myllubakkaskóla lendið í vandræðum þegar kemur upp mygla og setur allt skólastarfið úr skorðum. Hvernig hefur starfið gengið? „Þetta hefur gengið ágætlega en er svakalegt álag og ótrúlega mikil aðlögun sem er búin að eiga sér stað. Starfsstöðvar skólans eru í dag á sex mismunandi stöðum og við höfum í raun og veru dreift okkur um allan bæinn og við höfum þurft að færa íþróttir líka, þannig að þetta hefur verið áskorun fyrir alla hlutaðeigandi.“

Iðnaðarmenn að störfum við lagningu bráðabirgðagólfefna á ganga skólans.

Hvernig gekk að dreifa skólastarfinu um bæinn? „Það gekk erfiðlega að finna húsnæði í Reykjanesbæ, sérstaklega nálægt þeirra skólahverfi. Við vildum helst ekki vera að fara eitthvað langt í burtu, þannig að þau gætu ekki verið í sínu skólahverfi. Þetta hafðist allt að lokum en rýmin eru lítil á hverjum stað, þannig að þetta eru einn til þrír árgangar á hverjum stað fyrir sig.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir börnin, heldur einnig kennara og annað starfsfólk. „Það góða er að nemendurnir upplifa þetta mjög jákvætt, kvarta ekki neitt og finnst þetta bara spennandi nýjar aðstæður. Þetta hefur reynt miklu meira á starfsfólkið okkar.“

Einni álmu Myllubakkaskóla hefur verið „pakkað inn“ til að varna að mygla smitist þaðan. Þessi álma verður rifin skv. heimildum Víkurfrétta.

Svo eruð þið að standa í þessum málum í miðjum heimsfaraldri. „Svo við tölum nú ekki um það. Það vantar 20–30% starfsfólksins suma dagana og hefur verið þannig í nokkrar vikur. Það er erfitt að leysa

Hlynur segir að meira hafi verið um að starfsfólk finni fyrir einkennum af myglunni og það er ástæða þess að starfsemin var flutt úr húsnæði skólans við Sólvallagötu. Samkvæmt rannsóknum eru fáir með ofnæmi fyrir myglunni en allt upp undir fjórðungur starfsfólks fann fyrir einkennum vegna hennar.

Hlynur Jónsson, aðstoðarskólastjóri Myllubakkaskóla. það en við höfum þó náð því ágætlega.“ Hvernig er staðan núna á 70 ára afmæli skólans?. Er komin einhver framtíðarmynd hjá ykkur? Eins og staðan er í dag eruð þið flutt aftur inn í elsta hluta skólahúsnæðisins. „Já, við erum flutt aftur hingað inn með fyrsta til fjórða bekk. Þetta er þriggja ára verkefni áætla ég en það er ekki komin nein tímaáætlun eins og staðan er í dag. Við fáum fleiri færanlegar kennslueiningar sem verða settar upp framan við skólann og þá flytjum við fleiri árganga til baka.“

Eitthvað rifið og annað endurnýjað Ekki liggur fyrir hvað verður gert í framkvæmdum við Myllubakkaskóla. Það liggur fyrir að eitthvað þarf að rífa og endurnýja og þá þarf að bæta við húsakost. Þá segir Hlynur að endurskipuleggja þurfi húsnæði skólans miðað við nútíma kennsluhætti. Reynt hefur bæði á nemendur og starfsfólk Myllubakkaskóla eftir að myglu varð vart í húsnæði skólans.

Hvernig horfið þið til framtíðar, það er bara að halda áfram og berjast? „Það er ekkert annað í stöðunni. Við erum frekar jákvæð hérna finnst mér og við erum tilbúin í þessum áskorandi verkefnum og vinnum úr þeim og vonandi verður það áfram.“ Skólarnir í Reykjanesbæ eru þekktir fyrir mismunandi þætti í skólastarfi. Myllubakkaskóli er þekktur fyrir listsköpun, söng og leiklist. Hlynur segir að í dag sé einnig verið að vinna með þrívíddarprentun og þrívíddarhönnun. Þá er verið að vinna með forritun fyrir mismunandi vélmenni og verið sé að koma því meira inn í skólastarfið. Nú hefur Myllubakkaskóli verið með nemendur af mörgum þjóðernum. Það hefur verið áskorun líka. „Já, mjög mikil áskorun. Það er nær 42% nemenda af erlendu bergi brotin og um 30% sem fá kennslu með íslensku sem annað tungumál. Við í Myllubakkaskóla og Háaleitisskóli erum með sérstöðu í Reykjanesbæ í fjölda nemenda af erlendu bergi og það er frábært að vera með þessa nemendur og það skapar ákveðna flóru hjá okkur, það eru mismunandi menningarheimar og það er jákvætt.“ Gerir þetta starf kennarans erfiðara? „Já, það gerir það. Þú þarft að gera ráð fyrir mismunandi börnum sem jafnvel eru ekki komin langt í ís-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Það er hver fermetri nýttur í þeim hluta af skólahúsnæðinu við Sólvallagötu sem hefur verið tekinn í notkun að nýju. Hér er Elínborg Sigurðardóttir, elsti kennari skólans, að aðstoða nemendur.

Nemendur á elsta stigi eru með aðstöðu í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.

vistin þar er ekki góð þegar fjöldi nemenda er samankominn í skólastofunum. Þá er plássið þar heldur ekki eins gott og nemendur eiga að venjast.

Árshátíð skólans verður ekki með sama sniði í ár

Ánægja að starfa með börnum

Í tilefni af 70 ára afmæli Myllubakkaskóla komu nemendur saman á skólalóðinni á afmælisdaginn þar sem afmælissöngurinn var sunginn og efnt var til danspartýs. Árshátíð skólans verður ekki með sama sniði í ár og undanfarið þar sem skólinn hefur t.a.m. ekki æfinga- og samkomuaðstöðu vegna þess ástands sem ríkir vegna myglu í skólanum. Hlynur segir að þrátt fyrir allt, þá taki börnin í skólanum ástandinu vel og hafi verið fljót að aðlagast breyttum aðstæðum. „Þau hafa eiginlega ekki kvartað neitt og finnst þetta allt mjög spennandi.“ Skólastarfi Myllubakkaskóla hefur verið dreift víða um bæinn. Börn hafa verið í lausum kennslueiningum á skólalóðinni við Myllubakkaskóla. Einnig var kennsla í gamla Barnaskólanum við Skólaveg, í íþróttahúsinu við Sunnubraut, í Reykjaneshöllinni og Íþróttaakademíunni. Hlynur fagnar því að vera farinn úr gamla Barnaskólanum þar sem hljóð-

Hvað er það sem fær mann til að starfa sem kennari? „Það er ánægjan að starfa með börnum. Það er það fyrsta sem ég myndi nefna. Í minni ætt eru margir kennarar og ég er fjórði ættliður sem kennir við Myllubakkaskóla. Ingveldur langamma mín kenndi við skólann og líka Eygló amma mín. Móðir mín náði að kenna við skólann í tvo vetur, þannig að ég er fjórði ættliður. Myllubakkaskóli er skemmtilegur vinnustaður og þrátt fyrir allar þessar breytingar þá er vinnuandinn góður, sem betur fer, og hann var sterkur fyrir.“ Hlynur segir að aðstæður skólans í dag séu krefjandi og að hann sé ótrúlega heppinn með starfsfólkið og að það hafi verið tilbúið í þessar breytingar sem verið hafa. „Þetta hefði verið óvinnandi vegur ef við hefðum ekki haft þennan meðbyr með okkur. Svo verð ég líka að þakka foreldrum barnanna. Þeir og foreldrafélagið hafa tekið vel í þetta og stutt okkur á þessari leið sem við höfum verið á.“

Hilmar Bragi Bárðarson

pket@vf.is

hilmar@vf.is

Yngstu nemendurnir eru komnir aftur inn í elsta hluta Myllubakkaskóla þar sem unnar hafa verið endurbætur og sett upp aðstaða til bráðabirgða.

Ein af skólastofunum sem settar hafa verið upp til bráðabirgða í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. lenskunni. Við reynum að vera með námsver, fjölþjóðaver, hjá okkur þar sem þessi börn eru aðallega að fá sína kennslu, ásamt því að vera inni í bekk líka.“

Páll Ketilsson

Nemendur á elsta stigi eru með aðstöðu í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.

Aðalfundur

Stjórnendafélags Suðurnesja, verður haldinn, mánudaginn 14. mars 2022, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir

Líffræðitími í ráðstefnusal íþróttaakademíunnar.

3. Önnur mál


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+ – Leið að farsælum efri árum

Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, hefur náð frábærum árangri í heilsueflingu eldri borgara

Heilsuefling í hækkandi aldri er leiðin að bættum og betri lífsgæðum efri ára Á haustmánuðum árið 2016 var ákveðið af Reykjanesbæ af fara af stað með verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ – Leið að farsælum efri árum. Hera Einarsdóttir, sérfræðingur á velferðarsviði og Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur sáu um mótun á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ.“ Grunnur verkefnis er að finna í doktorsverkefni Janusar þar sem hann sýndi fram á að með markvissri þátttöku í fyrirbyggjandi heilsueflingu eldri aldurshópa jókst hreyfigeta 70-90 ára einstaklinga, afkastagetu þátttakenda batnaði, sér í lagi þol, styrkur og hreyfigeta. Þá jókst dagleg virkni hinna eldri samhliða því að lífsgæði þeirra og heilsa varð betri. Einnig var sýnt fram á að draga mætti úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma með markvissri þjálfun, fræðslu um bætta næringu og aðra heilsutengda þætti. Erlend rannsóknarverkefni leiða einnig líkum að því að með aukinni og markvissri hreyfingu megi draga úr sjúkdómum sem hafa áhrif á heilastarfsemi eins og heilabilun og Alzheimer. Þessir sjúkdómar eru vaxandi áhyggjuefni samfélaga á næstu árum og áratugum þegar kemur að heilbrigði og heilbrigðisvanda. Þá hafa nýjar rannsóknir sýnt að hver króna sem fjárfest er í markvissri heilsueflingu skilar sér 14 falt til baka til samfélagsins. Janus var á ferðinni í Reykjanesbæ nýlega til að funda með Öldrunarráði ásamt nokkrum stjórnendum bæjarfélagsins. Ráðið óskaði eftir kynningu á verkefninu og stöðu þess en nýlega var samþykkt af bæjarstjórn Reykjanesbæjar að skera niður stuðning við verkefnið. Við spurðum hann út í verkefnið, um hvað það snérist og þá ákvörðun stjórnenda bæjarins að hætta við heilsutengdan stuðning við eldri borgara gegnum verkefnið.

Til móts við eldri borgara „Meginmarkmið verkefnisins er að koma til móts við þarfir eldri aldurshópa þannig að þeir geti í kjölfar heilsueflingar sinnt athöfnum daglegs lífs sem lengst, búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu og átt möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Einnig er markmiðið að geta komið í veg fyrir of snemmbæra innlögn á dvalar og hjúkrunarheimili og ekki síst að skapa fjármagn fyrir heilbrigðiskerfi íslenskrar þjóðar í samvinnu við ríki og sveitarfélög.“ Jafnframt bætti Janus við og æskilegt væri að minna sveitarstjórnarmenn á lagalega skyldu sína um að framfylgja lögum sem í gildi eru. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 segir m.a. ,,að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og búið við sem mest lífsgæði“. Verkefni okkar fellur að þessu lagaákvæða og til þess að við getum búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu þá þurfum við að huga að heilsunni. Það er því erfitt að átta sig á því hvernig hægt sé að fylgja lagalegri skyldu á annan hátt en að halda áfram að styðja við heilsutengdar forvarnir hinna eldri. Þessi hópur 65+ mun stækka gífurlega á næstu árum. Árið 2018 voru eldri borgarar 67 ára og eldri um 42 þúsund á landinu. Þeim mun fjölga í um 68 þúsund árið 2033 eða um 61%,“ sagði Janus. „Þetta er þessi „baby boomers“ aldurshópur sem er mjög fjölmennur. Eftir besti vitund skilst mér að við séum hlutfallslega fjölmennust af Norðurlandaþjóðunum.

Það þýðir í rauninni að heilbrigðiskerfið, að óbreyttu, stefnir í mikinn vanda til að geta sinnt öllum þessum fjölda. Það sem kemur til með að blasa við okkur er að áunnin sykursýki og heilabilun verða eitt af stærstu vandamálum þessarar kynslóðar þegar fram líða stundir. Með því að draga úr heilsutengdum forvörnum er verið að bjóða hættunni heim. Ekki aðeins fyrir þá sem eru að eldast heldur einnig heilbrigðiskerfið sem ekki mun ráða við þróunina eins og hefur gerst á tímum Covid19. Með bættum lífsstíl má draga úr báðum þessum sjúkdómum auk þess sem koma má í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma svo um munar með markvissri heilsueflingu. Eins og er ríkir ákveðið stefnuleysi í heilsutengdum forvörnum.“

Heilsutengdar forvarnir „Læknastéttin hefur ekki látið mikið í sér heyra hvað heilsutengdar forvarnir varðar en mér sýnist nú vera teikn á lofti um aðgerðir. Heilbrigðiskerfið hefur staðnað, verið of upptekið að sinna viðgerðunum frá því að það varð til og þróaðist upp úr miðri síðustu öld. Heilbrigðisstéttin á samt allan heiður skilið fyrir vel unnin störf en því miður er byrjað á röngum enda. Helsta hryggjarstykki góðs heilbrigðiskerfis er markvissar heilsutengdar forvarnir frá vöggu til grafar. Sérfræðingar á sviði öldrunar eins og Vilmundur Guðnason forstöðumaður Hjartaverndar, Karl Andersen hjartalæknir og Pálmi V Jónsson lyf- og öldrunarlæknir, eru að átta sig á því að eini möguleikinn til að bregðast við þessari miklu fjölgun innan heilbrigðiskerfisins sem snýr að eldri aldurshópum liggur í heilsutengdum forvörnum.“ Út á þetta gekk doktorsverkefni Janusar. Þar var hann með yfir hundrað einstaklinga frá Hjartavernd á aldrinum 70 til 91 árs í þjálfun í um sex mánaða skeið. „Þar sáum við að með markvissri þjálfun hinna eldri var hægt að færa allar afkastagetubreytur, hreyfibreytur, líkamssamsetningu, blóðgildi og fleiri heilsubreytur til betri vegar. En um leið og við hættum þjálfuninni þá seig á ógæfuhliðina aftur. Við kölluðum þátttakendur aftur til okkar eftir fimm ára tíma og þá sýndu mælingarnar mun lakari niðurstöður en áður en verkefnið hófst . Við sjáum aftur á móti núna, bæði í verkefni okkar í Reykjanesbæ og á öllum öðrum stöðum sem við höfum innleitt það, að eftir tveggja ára heilsueflingu eru flestir að bæta sig. Afkastagetan eykst og lífsgæðin batna,“ sagði Janus. Ekki væri þó endalaust hægt að bæta sig en það sem einna áhugaverðast er að sjá mat þátttakenda á eigin heilsu batna jafnt og þétt með hverju sex mánaða tímabili. Það væri ekki sjálfgefið.

Jákvæður vöruskiptajöfnuður Reykjanesbær var fyrsta sveitarfélagið sem innleiddi verkefnið hér á landi og önnur fimm hafa fylgt í kjölfarið. Niðurstöðurnar eru alls staðar á sama veg og í takt við doktorsverkefnið meðan þjálfunin stóð yfir. „Við erum búin

að vera með þetta verkefni frá árinu 2017 í Reykjanesbæ og það verður mikill söknuður að þurfa að kveðja bæinn. Ekki síst þar sem við erum nýlega búin að ráða aðila í fullt starf við að sinna heilsueflingunni en það var markmiðið í upphafi, að það fengi að þróast og dafna með aðkomu íbúanna. Við erum með fimm mælipunkta á tveimur árum til að sjá hvað er að gerast og hvernig þátttakendum, hverjum og einum, miðar. Það sem gerðist eftir sex mánuði í doktorsverkefninu hjá mér, eftir að við hættum þjálfuninni, var að margar lykilbreytur fóru halloka þegar þjálfuninni og aðhaldinu sleppti. Ég er nokkuð viss um að sagan mun endurtaka sig hér. Eitt besta dæmið er vöðvamassinn. Hann féll um leið og fólk fékk ekki meiri aðhlynningu í þjálfuninni. Í verkefninu höldum við aðhlynningunni áfram í að

minnsta kosti tvö ár og sjáum stöðugleika eða bætingu þrátt fyrir hækkandi aldur þátttakenda. Við eigum mjög skýr dæmi um það hjá þátttakendum í Reykjanesbæ. Það er eitt af okkar lykilmarkmiðum að gera fólkið sjálfbært á eigin þjálfun og styðja við það áfram með einum eða öðrum hætti. Þetta er lykilatriði. Þetta hefur orðið til þess að við sjáum vöðvamassann aukast hjá fólki sem er orðið 65 ára. Við sáum þetta einnig gerast hjá einstaklingi sem orðinn var 96 ára. Við erum að sjá blóðþrýsting lækka, fara úr háþrýsting í eðlilegan þrýsting og nokkrir að draga úr notkun lyfja í samvinnu við sína lækna. Við erum að sjá jákvæðar breytingar við hverja mælingu, sem framkvæmd er á sex mánaða fresti, sér í lagi hjá þeim sem sinna æfingum eins og við leggjum upp með. Fylgja áætlunum okkar í auðmýkt og með jafnaðargeði. Við erum einnig að sjá fitumassann minnka þrátt fyrir að vöðvamassinn sé að aukast. Ég kalla þetta jákvæðan vöruskiptajöfnuð, þ.e.a.s. við erum að ýta fitumassanum út en á móti að auka við vöðvamassann. Við erum að sjá hreyfifærni batna og það sem meira er þá sjáum við blóðgildi eins og góða kólesterólið vera að hækka, blóðfituna lækka og blóðsykurinn einnig. Samstarfið við HSS hefur gert okkur það kleift að greina efnaskiptavillu og

ráðleggja fólki að koma sér út úr vandanum. Þannig má ná fólki út úr sykursýki 2, sem er áunnin sykursýki, Við sjáum fólk færast úr efnaskiptavillu eða úr áhættuþáttum hjartaog æðasjúkdóma. Þessu náum við fram með daglegri hreyfingu sem að verkefnið gengur í raun og veru út á. Áherslan er á daglega þolþjálfun eins og göngu og styrktarþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þá fá þau góða ráðgjöf um næringu og heilsutengda þætti. Þátttakendur eru hjá okkur undir leiðsögn þrisvar sinnum í viku til að byrja með,“ sagði Janus. Hann vill þó alls ekki að fólk hætti eða dragi úr öðrum líkamlegum athöfnum sem það stundar. „Hvort sem það er sundleikfimi, badminton, golf, dans eða annað. Endilega halda því áfram en koma skipulagi á hreyfinguna.“

Aukin lífsgæði með hverju þrepi Janus sagði megináhersluna hjá þeim vera að breyta eða bæta lífsstílinn með áherslu á styrktar- og þolþjálfun. Að kenna fólki á hjartað sitt og að byggja upp vöðvana er mikilvægt atriði. Hjartað er okkar helsti lífgjafi og það þarf að læra að stjórna því. „Þegar við eldumst þá töpum við vöðvamassa. Við náum hins vegar að seinka þessari hægfara vöðvarýrnun með markvissri styrktarþjálfun. Við þessa hreyfingu bætist svo við æskileg næring. Hún felst m.a. í því að nýta sem best íslenskt hráefni, mikinn fisk og próteinríkt fæði til við að byggja upp vöðvamassann aftur. Áður en fólk byrjar í þjálfuninni fer það í nokkuð víðtækar mælingar í samvinnu við okkur og einnig höfum við verið við í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Þeir hafa tekið að sér blóðmælingar en við mælum aðra þætti eins og hreyfifærni, jafnvægi, styrk, þol og lífsgæði. Við erum með nokkuð fullkominn skanna til að greina líkamssamsetningu, þá sérstaklega vöðva- og fitumassa. Mælum einnig blóðþrýsting og hvíldarpúls sem við síðan nýtum við að áætlaða ákefð í þjálfun út frá aldri viðkomandi þátttakenda. Við skoðum heilsutengdu lífsgæðin, mat þátttakenda á eigin heilsu, en það er atriði sem við höfum einmitt séð aukast með hverju sex mánaða tímabili. Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þeirri þróun. Gera verður ráð fyrir því að ekki sé hægt að bæta heilsu viðkomandi endalaust en við sjáum samt fólk á aldrinum 65 til 96 ára auka lífsgæðin sín með hverju 6 mánaða þrepi. Það er vissulega mjög ánægjulegt.“

Aldrei of seint að byrja En hvað viltu segja við þá sem hafa aldrei æft neitt yfir æviskeiðið og telja ómögulegt að taka upp á því á gamals aldri? „Þetta er í rauninni mýta og þá er aldurinn afstæður. Við þekkjum vel þennan hugsunarhátt en niðurstöður hafa sýnt okkur að hinir elstu geta með markvissri heilsueflingu öðlast hreyfigetu og afkastagetu þeirra sem eru 10-15 árum yngri. Gott dæmi er að sá elsti sem var hjá okkur fyrir þremur árum úr Reykjanesbæ og verður 99 ára á þessu ári toppaði ýmsar niðurstöður sínar sem margir héldu að væri ómögulegt. Ég spurði hann þegar hann varð búinnn að æfa hjá okkur í eitt ár og hann varð fyrir smá óhappi, þurfti að vera í gipsi í 7-8


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11 vikur, hvort honum fyndist vera komið gott núna. Hvort hann vildi draga úr þjálfuninni? Það hélt hann nú ekki, „nei, nú hætti ég ekkert, þetta er rétt að byrja, sagði hann við mig.“ Hann hélt áfram að bæta sinn vöðvamassa, fitumassinn minnkaði verulega og honum leið mikið betur. Ekki nóg með það heldur var hann einnig kominn í góðan félagsskap sem honum þykir vænt um. Fólkið á þessum aldri er farið að hittast oftar, meira en það gerði áður. Það er hin hliðin á þessu verkefni, hinn jákvæði félagslegi þáttur. Hann er ekki síður mikilvægur, sérstaklega á þeim tíma þegar hætta er á að einangrast og jafnvel þunglyndi blasir við mörgu eldra fólki vegna einveru. Það er ekkert síður félagslegi þátturinn sem fær að blómstra en sá líkamlegi. Það er því aldrei of seint að byrja. Við getum ennþá bætt á okkur vöðvamassa og haft jákvæð áhrif á efnaskiptin með markvissri hreyfingu, bættum lífsstíl og vel ígrundaðri næringu. Með þessu drögum við einnig úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.“ Janus sagðist þekkja vel að fólk á þessum aldri sé ekki vant heilsuræktarstöðvum. „Um 90% af okkar skjólstæðingum, bæði á Reykjanesbæ og víðar, höfðu aldrei komið inn á heilsuræktarstöð áður en það hóf þátttöku. Hvað þá að vinna svona markvisst eftir ákveðinni æfingaáætlun. En fólkið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum orðin vön að vinna með þennan hóp, tökum vel á móti þeim, grínumst og glettumst og látum okkur heldur ekki leiðast. Gerum lóðin að bestu vinum okkar. Ef þú vilt búa lengur í sjálfstæðri búsetu á þessum aldri þá þarftu að leggja eitthvað af mörkum. Í dag er þetta orðið hluti af lífsstíl fólksins allan ársins hring.“

hefur sóknaráætlun Suðurnesja stutt fjárhagslega við verkefnið.“

Ýmis nytsamleg fræðsluerindi

þessu getur verið sú hreyfing sem þú stundar í dag eins og að synda eða hjóla, dansa eða leika golf. Aðalatriðið er þá að reyna að hækka áreynsluna þannig að einstaklingurinn finni fyrir örlítilli mæði en samt ekki þannig að þú getir ekki haldið hreyfingunni þinni áfram og gefist upp.“ En verður maður að mæta núna eða er hægt að byrja hvenær sem er? „Verkefnið er skipulagt þannig að þú ert tekinn inn á sex mánaða fresti. Það er meðal annars gert í tengslum við reglubundnar mælingar á þessu tímabili, við uppafið og síðan á 6 mánaða fresti. Við leggjum mikla áherslu á þessar mælingar enda mjög viðamiklar en um leið leiðbeinandi fyrir hvern og einn. Þær veita einnig mikið aðhald. Þannig getum við og hver þátttakendi fylgst með þörfum og árangri hverju sinni. Tökum sem dæmi að þú ert með of háan blóðsykur. Kannski kominn upp í 8 mmol/ ltr eða að þríglýseríðið eða blóðfitan er of há miðað við viðmiðunarmörk. Þá þurfum við að bregðast við, sérstaklega með breyttu mataræði og aukinni hreyfingu. Næringin er einn af stærri þáttunum hjá okkur. Við fáum næringarfræðinga til okkar með fræðsluerindi. Í öðru þrepi höfum við fengið inni í grunnskólunum og nýtt kennslueldhúsið, elda með hópnum. Þetta hefur gengið mjög vel. Svo fáum við næringarfræðing til okkar aftur seinna í ferlinu. Næringin er mjög stór þáttur í heilsueflingarferlinu fyrir utan þessa daglegu hreyfingu og styrktarþjálfunina.“ Janus sagði þjálfunina einstaklingsmiða þó unnið sé í hópum. „Við förum rólega af stað. Leggjum sérstaka áherslu á að að kenna fólki að lyfta lóðum og gera það rétt. Hver og einn er með sína þyngd sem hann ræður vel við. Þannig öðlast hann hæfni og færni til að bjarga sér síðar sjálfur. Það er nú lykillinn í þessu öllu. Að fólk öðlist hæfni í að efla eigin heilsu og að verða sjálfbær þegar kemur að heilsutengdum forvörnum. Þar koma fræðsluerindin sterk inn sem stuðningur við verklegu þjálfunina. Svo erum við með reynslumikla þjálfara og viljum skilja þessa þekkingu eftir í Reykjansbæ. Anna Sigríður Jónasdóttir heilsuþjálfari hefur leitt þessa vinnu í samvinnu við okkur í Reykjanesbæ með mjög góðum árangri. Hún sér um utanumhald og þjálfunina. Við komum svo reglulega í heimsókn, aðstoðum við þjálfun, mælingar og fræðslu.“

Ferlið sem boðið upp á er til tveggja ára. En þetta ferli er síbreytilegt. „Þessum tíma er skipt upp í fjögur sex mánaða tímabil. Við bjóðum upp á ýmis fræðsluerindi í hverju þrepi. Á tveimur árum eru þau um 16 erindi sem öll tengjast þáttum eldri borgara. Fyrir utan næringuna fáum við sérfræðinga til að flytja erindi um ýmsa heilsutengda þætti. Lyf og öldrunarlæknir sér til dæmis um lyf- og lyfjanotkun en stór hluti af okkar þátttakendum eru á blóðþrýstings- eða hjartalyfjum. Það er ekki sama hvenær þú tekur inn lyfin þegar hreyfing er annars vegar. Margir þeirra sem hafa verið lengst hjá okkur eru nú að draga úr notkun þeirra í samvinnu við sína lækna. Það er því að einhverju að stefna. Fjárhagslegur sparnaður fylgir því verkefninu ekki síður en heilsufarslegur ávinningur. Við vinnum einnig með hugrækt, slökun og markmiðasetningu. Eftir að vinnuferli lýkur, svona í kringum 65 til 70 ára aldurinn, þá kemur oft tómarúm í lífshlaupið. Hvað tekur þá við? Til að nýta og njóta efri áranna þarf maður að vera vel á sig kominn. Þá kemur heilsueflingin til sögunnar sem hluti af því ferli,“ sagði Janus og nefndi fleiri fræðsluerindi. „Við fáum meðal annars einstaklinga frá Hjartavernd til að fjalla um hjarta- og æðasjúkdóma. Hvað er hægt að gera? Hvernig er hægt að fyrirbyggja þá? Og sýnum dæmi um slíkt. Við fáum heimilislækna í heimsókn og sjúkraþjálfara með jafnvægisæfingar og ýmsar æfingar fyrir stoðkerfið. Það er oft hættan að eldra fólk detti og brjóti sig en slíkt er hægt að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum með auknum styrk, bæði vöðva og beina. Fyrir utan aukinn vöðvamassa sem annars tapast án styrktarþjálfunar þá þéttast beinin og styrkjast með slíkri þjálfun og bættri næringu. Það er því heilmikill ávinningur af heilsueflingu og kostnaðurinn er ekki mikill, ekki síst þegar bæjaryfirvöld greiða niður stóran hluta af kostnaði fyrir þátttakendur. Heilsuræktarstöðvarnar hafa tekið eldri þátttakendum vel og gefið afslátt af ársgjaldi svo um munar. Mjög sanngjarnt og rausnarlegt hjá þeim. Þátttökukostnaður fyrir einstakling með ársgjaldi í heilsurækt er ekki nema á bilinu sjö til átta þúsund krónur á mánuði þar sem bærinn kemur rausnarlega inn í verkefnið eins og áður sagði og hefur stutt það fjárhagslega. Einnig

Þegar við eldumst þá töpum við vöðvamassa. Við náum hins vegar að seinka þessari hægfara vöðvarýrnun með markvissri styrktarþjálfun.....

Kynningarfundur miðvikudag Verkefnið verður kynnt fyrir síðasta hópi sem tekinn verður inn mánudaginn 7. mars kl. 16:00 í Íþróttaakademíunni. Janus sagði alla velkomna þangað. „Hvort sem þeir væru yfir eða undir 65 eða 67 ára aldri. Á kynningarfundum höfum við farið yfir verkefnið og í hverju það er fólgið. Einnig sýnt dæmi um væntanlegan ávinning; niðurstöður þeirra sem þegar hafa lokið tveggja ára heilsueflingarferli. Opið er fyrir skráningar á slóðinni: janusheilsuefling.is/skraning. Viku eftir kynningarfund fara fram mælingar og viku síðar hefst svo fyrsta æfingarvikan. Við erum með þolæfingar í Reykjaneshöllinni á föstudögum yfir vetrartímann en utandyra á vorin og sumrin. Á öðrum dögum er svo styrktarþjálfun í Sporthúsinu við Ásbrú. Þátttakendur fá æfingaáætlun sem þeir fylgja í tækjasalnum. Einnig fá þeir með sér heimaáætlun sem auðvelt er að fylgja aðra daga til að uppfylla alþjóðleg viðmið um daglega hreyfingu fyrir eldri borgara.“ Janus sagði þetta í rauninni sára einfalt, hreyfa sig daglega í góðum félagsskap og reyna að ná að meðaltali um 30 mínútum á dag auk tveggja til þriggja skipta í styrktarþjálfun. „Við förum rólega af stað og byggjum heilsuna upp stig af stigi. Finnum þjálfunarpúls fyrir hvern og einn. Kennum fólki á hjartað sitt og hvernig það á að hreyfa sig. Fólk skráir eða merkir svo við á heimaáætluninni, gerum það ábyrgt á eigin heilsu. Þátttakendur veita sjálfum sér, í samvinnu við okkur, ákveðið aðhald með framangreind markmið að leiðarljósi. Hluti af

Milljarða sparnaður fyrir hið opinbera Eru fleiri bæjarfélög í burðarliðnum? „Það eru nokkur bæjarfélög búin að hafa samband við okkur en vegna Covid-19 höfum við haldið að okkur höndum. Annars er verkefnið nú í gangi í sex sveitarfélögum. Því miður er stjórnsýslan stundum svolítið seinvirk, fastheldin og veltir ekki alltaf fyrir sér langtíma ávinningi verkefna af þessum toga. Við höfum verið að vonast til að ríkið komi að málum og styrkti sveitarfélögin sem vilja fara inn í þetta ferli. Því miður samþykkti bæjarstjórn endalok þessa verkefnis fyrir stuttu síðan en ég bind vonir við að ný sveitarstjórn taki málið upp aftur og endurskoði þessa áætlun. Ég nefni einnig ríkið, ekki síður en sveitarfélögin, þar sem málaflokkurinn eldri borgarara er einnig hjá ríkinu og bundin í lög á sama hátt og hjá sveitarfélögum. Þetta er í raun þeirra skylda. Það eru ákveðnir þættir í málaflokknum sem eru sveitarfélaganna, en einnig ríkisins. Við viljum fá ríkið að borðinu, ekki síst þeirra vegna. „Rekstrarkostnaður í dag fyrir aðeins einn einstakling á dvalar- og hjúkrunarheimili er um þrettán til fimmtán milljónir króna á ári. Fyrir þessa upphæð getum við unnið með heilsueflingu fyrir 100 til 150 einstaklinga á ári. Þannig að sparnaðurinn fyrir ríkið er gríðarlegur ef við náum að seinka innlögn einstaklinga inn á dvalar- og hjúkrunarheimilin, þó ekki væri nema um eitt, tvö eða þrjú ár, hvað þá fimm til tíu ár. Nýjar rannsóknir erlendis frá segja að hver króna sem þú fjárfestir í fyrirbyggjandi þáttum skili sér að lágmarki fjórtán sinnum til baka. Þetta passar vel. Við höfum til dæmis frá upphafi 2017 unnið með um 600 Reyknesinga yfir 65 ára aldri. Segjum sem svo að við náum að seinka þeim öllum um eitt ár inn á dvalar- og hjúkrunarheimili í Reyknanesbæ. Það þýðir gríðarlegan sparnað fyrir hið opinbera, ríkið þá sérstaklega. Sparnaðurinn yrði um um 1,5 milljarð króna. Ef við náum að seinka þessum

sex hundruð einstaklingum sem við höfum verið með í Reykjanesbæ um aðeins eitt ár inn á Nesvelli þá þýðir það um 7,8–9,0 milljarða króna sparnaður fyrir ríkið á hverju ári, aðeins í tengslum við þetta eina sveitarfélag. Stjórnendur bæjarins þurfa einnig að velta fyrir sér þeim sparnaði sem kæmi til í tengslum við heimilishjálp og/eða áframhaldandi búsetu þessa fjölda. Ég bind enn vonir til þess að ríkið komi inn í verkefnið svo byggja megi áfram upp gott heilbrigðiskerfi hér á landi sem sækir grunn sinn í heilsutengdar forvarnir. Verkefni þetta er í raun „non-profit verkefni eins og þau eiga að vera innan heilbrigðiskerfisins.“ Það er ekki að skila okkur neinum arði í það minnsta ekki fjárhagslegum,“ sagði Janus sem vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ fyrir einstaka samvinnu undanfarin ár. „Ég er afskaplega þakklátur bæjaryfirvöldum hér að taka þátt í þessu með okkur þó ég sé um leið sorgmæddur við þá tilhugsun að verkefnið leggist af á svæðinu. Hér er svo skemmtilegt umhverfi, fólkið er einstakt og umhverfið einnig fyrir svona verkefni. Ég lékk á sínum tíma knattspyrnu við Guðna Kjartans, Rúna Júll, Kalla Hermanns, Gísla Torfa, Óla Júll, Marka-Jón og Einar svo einhverjir séu nefndir. Við töpuðum yfirleitt fyrir þessu gullaldarliði en komum ávallt aftur. Ég er því ekki alveg farin strax með verkefnið þó í það stefni. Þá á ég einnig sterkar rætur hingað á Suðurnesin, bæði í móður og föðurætt og það fólk er þrautseigt eins og ég. Bæjarfélagið er opið og skemmtilegt og eldri íbúar þess eiga að fá sömu umönnun og börnin þegar kemur að heilsueflingu og þjónustu. Eiga ekki að vera afgangsstærð. Ég hef ekki trúa á því að þeir séu eftirbátar annarra á landinu einnig í ljósi þess að tveir af forystusauðum bæjaryfirvalda sitja nú á þingi og annar þeirra með bakland í lýðheilsufræðum.“

Gunnar Þór Jónsson: Inga María Ingvarsdóttir:

Meðvitaðri en ég var

Hvenær byrjaðir þú í verkefninu? Ég byrjaði í Janusarverkefninu í febrúarbyrjun 2020. Hvað varð til þess að þú byrjaði í verkefninu? Ég hafði fylgst með nokkrum vinum og kunningjum, sem tóku þátt í verkefninu og létu vel af því. Var ég því alveg ákveðin í að taka þátt þegar ég yrði 65 ára. Hvernig hefur gengið? Það hefur gengið alveg upp og ofan, þar sem Coronafaraldurinn skall fljótlega á eftir að ég byrjaði. Þjálfararnir stóðu sig hins vega mjög vel við að halda mér við efnið, með tölvupóstum og símtölum. Finnur þú einhvern mun á þér og hvernig líður þér? Mér hefur aldrei liðið betur, bæði hef ég styrkst og svo hef ég ekki haft eins gott þol og núna. Hvað finnst þér verkefnið hafa gert fyrir þig? Ég er meðvitaðri um mikilvægi þess að hreyfa mig og styrkja. Einnig hefur verkefnið hvatt mig til að setja mér markmið hvað varðar heilbrigðan lífsstíl. Þetta á örugglega eftir að nýtast mér í framtíðinni.

Hvenær byrjaðir þú í verkefninu? Ég byrjaði í Heilsueflingu Janusar í febrúar 2020. Hvað varð til þess að þú byrjaði í verkefninu? Ég fór á fyrsta kynningarfundinn, sem haldinn var í Reykjanesbæ, en lét samt ekki verða af því að taka þátt fyrr en nokkrum árum síðar, þá aðallega fyrir hvatningu konunnar. Hvernig hefur gengið? Það hefur bara gengið mjög vel, þrátt fyrir alls konar höft vegna Covid. Þá vil ég nefna að starfsfólkið hans Janusar hefur verið alveg einstaklega duglegt að hvetja mann áfram við æfingar og hreyfingu. Finnur þú einhvern mun á þér og hvernig líður þér? Já, ég verð nú að viðurkenna að ég finn nokkurn mun á mér, sérstaklega hvað varðar styrk. Ég hafði t.d. aldrei farið að æfa í líkamsræktarstöð áður en ég byrjaði í verkefninu. Líðan mín er bara góð eftir þennan tíma og er ég nokkuð viss um að ég eigi eftir að halda áfram í ræktinni eftir þetta. Hvað finnst þér verkefnið hafa gert fyrir þig? Það sem verkefnið hefur gert fyrir mig er að ég er orðinn miklu meðvitaðri en ég var, um gildi hreyfingar og styrktaræfinga fyrir andlega og líkamlega líðan mína. Takk fyrir mig.

Var ákveðin í að taka þátt í verkefninu


i r a s n a D og ferðalangur

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Myllubakkaskóla.

Þórarinn Darri Ólafsson, oftast kallaður Darri, er átján ára og kemur frá Keflavík. Darri æfir dans, situr í skemmtinefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vinnur í Danskompaní.

Hvað gerir þú utan skóla? Ég hitti annað hvort vini mína, er með fjölskyldunni eða fer í vinnuna. Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega danska (aðallega út af kennaranum sem kennir dönsku).

Hver er þinn helsti kostur? Ég tek lífinu ekkert of alvarlega og er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt.

Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Stigarnir fyrir þetta auka cardio. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Án efa Tanja Rúnts því að hún er vinsælasti taxi-driver Íslands. Skemmtilegasta sagan úr FS: Hawaiiballið, hver elskar ekki Pina Colada? Hver er fyndnastur í skólanum? Það er hún Helena Mjöll. Hver eru áhugamálin þín? Mér finnst mjög gaman að dansa og ferðast. Hvað hræðistu mest? Köngulær. Hvert er uppáhaldslagið þitt? At the moment er það Heaven and Hell.

Hver er þinn helsti galli? Ég er rosalega ákveðinn og allt of ósjálfstæður. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok, Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor, get ekki fólk sem tekur lífinu of alvarlega. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Langar að flytja til útlanda og læra eitthvað skemmtilegt. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Frekja.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

t s f e g g É „ ekki léttilega upp”

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Til að vera alveg hreinskilin þá er það örugglega ég, af því að ég er alltaf að syngja ... eða Jórunn af því hún er alltaf að leika eða dansa á sviði.

Hver er þinn helsti kostur? (Vinkona mín sagði) að það væri alltaf geggjað skemmtilegt að vera í kringum mig og að ég hlæ af öllu. Mér persónulega finnst líka bara helsti kostur við mig að ég gefst ekki léttilega upp og er búin að vinna fyrir öllu sem ég geri og á.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það eru bara svo margar góðar sögur, ég get ekki bara nefnt eina.

Hver er þinn helsti galli? Ég tala stundum kannski aðeins of hátt og mikið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Íris, besta vinkona mín, eða Svenni, kennarinn minn.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Örugglega TikTok eða Facetime.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru að syngja og félagsstörf. Ég er í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemendaráðinu í mínum skóla. Síðan auðvitað að vera með vinum mínum.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Persónuleiki fólks, sérstaklega ef um er að ræða góðar manneskjur.

Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern sem ég elska og pöddur, þær eru ógeðslegar!

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í góðan framhaldsskóla, síðan langar mig að verða enn þá betri söngkona, leikkona og halda fleiri og betri ræður.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Use Somebody - Kings of Leon.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Vinnusöm.

Ung(menni) vikunnar: Sesselja Ósk Stefánsdóttir

FS-ingur vikunnar: Þórarinn Darri Ólafsson

Sesselja Ósk Stefánsdóttir er sextán ára og kemur frá Keflavík. Sesselja syngur mikið en hún hefur sungið á Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar svo eitthvað sé nefnt. Hún situr einnig í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemendafélagi Myllubakkaskóla.

BARNASKÓLI Í KEFLAVÍK FRÁ 1887 EÐA 1897?

Í Víkurfréttum 23. 2. 2022 segir frá 70 ára afmæli húss Myllubakkaskóla. Þar segir m.a.: „Saga Myllubakkaskólans eða Barnaskóla Keflavíkur nær til ársins 1897.“ Nokkrum blaðsíðum aftar í sama tölublaði er grein um elstu skóla landsins sem undirritaður skrifar í tilefni af 150 ára afmæli barnaskóla í Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að barnaskóli hafi verið stofnaður í Keflavík 1889, þá hýstur í Góðtemplarahúsinu, þar til byggt var barnaskólahúsið við Skólaveg 1911. Þessu ber ekki saman. Ögmundur Sigurðsson kenndi við Gerðaskóla 1887–1896. Hann var vel menntaður kennari og frumkvöðull í menntamálum, stofnaði

ásamt öðrum Timarit um uppeldi og menntamál árið 1888. Í 3. árgangangi, 1890, skrifar Ögmundur um skóla á Suðurnesjum og segir um Keflavík og skólamál þar, á bls. 87: „Næst fyrir utan Njarðvíkur kemur Keflavík; Þar er kaupstaður og allmikil byggð; Þar hefur suma vetur verið skóli, en stundum hefur hann lagzt niður, þrátt fyrir þótt þar sje all mannmargt og mjög hægt að sækja skóla.“ Á bls.95 segir: „Síðastliðinn vetur var haldinn barnaskóli í Keflavík í 6 mánuði. Á honum voru 23 börn; þau voru á ýmsu reki, svo að það varð að skipta þeim í 2 deildir, Kennslugreinir hinar vanalegu; þaraðauki

höfðu þau þroskuðustu rjettritun, landafræði og fáein dönsku. Kennari við skólann var ungfrú Guðlaug Arasen, sem í nokkur ár hefur notið menntunar í Danmörku. Skólinn á enn ekkert búsnæði, en handa honum var leigt «Good-Templarshúsið» í Keflavík; það er í alla staði ágætt húsnæði, víst hið bezta, sem notað hefur verið til kennslu á Suðurnesjum. Borð og bekkir var ekki hentugt. Áhöld átti skólinn engin, en kennarinn átti eitthvað af landabrjefum og hnött, sem mátti styðjast við við kennsluna. Framfarir barnanna á þessum skóla voru eptir vonum í flestum greinum eptir jafnstuttan tíma.“ Umrætt hús Góðtemplarastúkunnar Vonar var byggt 1889 þar sem nú er Hafnargata 32. Í sama tímariti er skýrsla um barnaskóla á Íslandi 1887–1888 og þar kemur fram að þann vetur hafi verið skóli í Keflavík með fjórtán börnum. Ekki er víst hvar þessi skóli var til húsa en í Sögu Keflavíkur er talið líklegt að það hafi verið í húsi Skotfélagsins sem byggt var 1872, sjá mynd, eða í greiðasölu- og íbúðarhúsi sem nefnt var Hótelið. Ef marka má Sögu Keflavíkur hefur barnaskóli starfað samfleytt í Keflavík frá árinu 1889, og líklega lengur. Hvaðan höfundar áðurnefndrar greinar um 70 ára afmæli Myllubakkaskóla hafa ártalið 1897

er ekki ljóst. Líklega er það vegna þess að árið 1897 flytur skólinn í lítið og snoturt hús við Íshússtíg

3 (sjá mynd), þar sem voru tvær stofur en afar þröngt fyrir tugi barna. Þarna var barnaskólinn í Keflavík (og Njarðvík) til húsa allt þar til hann flytur í glæsilega steinsteypta nýbyggingu við Skólaveg árið 1911 og er þar allt þar til elsti hluti húss Myllubakkaskóla er tilbúið í febrúar 1952. Ég mæli með köflum um skóla í Keflavík (og Njarðvík) í Sögu Keflavíkur sem til er á bókasafninu. Þorvaldur Örn Árnason.

9. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Helga Tryggvadóttir minning Útför 28. 2 2022. Ef það er einhver manneskja hefur opnað faðminn og boðið mér alla fegurð lífsins þá var það Helga Tryggvadóttir í Laufási. Við Sigga þáðum að verða hluti af fjölskyldulífi sem á sér fáa líka í dag. Eyjólfur og Helga voru okkur sem foreldar og við minnumst þeirra á þann hátt. Það voru svo margir fágætir mannkostir sem prýddu Helgu, þessa einörðu konu. Hún var úr umhverfi umhleypinga þar sem lágreist ströndin var nógu há til að veita henni skjól. Það var ekki alltaf auðvelt lífið þegar stúlkan barðist við norðanáttina. Og sorgin skall á eins og alda í Mannskaðaflös sem gekk á land með ógnarafli. Móðir hennar dó við kistulagningu sonar síns og bróður Helgu. Átökin í lífsbaráttunni marka líf fólks sem tekur slíkan ölduskaf í fangið. En áföllin styrktu þessa fallegu manneskju. Hún tókst á við lífið af reisn og bægði frá sér reiði og hatri. Hún fyllti hjarta sitt af kærleika sem hún deildi með öðrum. Í þau fjórtán ár sem við Sigga höfum fengið að njóta samvistar við Helgu hef ég aldrei heyrt hana halla orði að nokkurri manneskju. Hún tók upp hanskann fyrir þá sem minna mega sína eða orðið undir í lífsbaráttunni. Hjó ekki að neinum og lét framhjá sér fara ofríki og völd. Hún þekkir það á eigin skinni að brauðstritið dugði oft bara fyrir deginum í dag. Það voru kröpp kjör, Laufás fullt af börnum og svo voru margir svangir munnar á andlitum sem stóðu biðjandi við hurðarskörina. Helga gaf öllum, frá henni fór enginn svangur eða hræddur. Ró hennar og gæska náði inn fyrir skinnið á þeim sem til hennar komu. Þakklætið er mikið, minningin

svo góð um einstaka konu sem var farin að gefa eftir. Líkaminn bogin af öllum burðinum fyrir aðra eftir vegi lífsins. En reisn hennar og tígulleiki bognaði aldrei. Þrátt fyrir vanheilsu tók hún á móti okkur brosandi hvern laugardags- eða sunnudagsmorgun. Hún sat við borðendann í eldhúsinu í Kríulandinu bogin en samt svo teinrétt af stolti yfir sínu fólki. Helga bauð upp á allt sem til var. Þegar ég var búinn að telja fimmtán tegundir á eldhúsborðinu spurði ég stundum hvort þetta væri allt. Nei, það var ekki allt. Það voru stundum fimmtán börn, barnabörn og barnabarnabörn í kaffinu og við Sigga. Hjá góðu fólki er alltaf nóg pláss. Fjölskyldan þekkti ekki annað líf en að heimsækja ömmu í Kríulandið um helgar. Á því heimili hafði orðið fjölskyldubönd merkingu. Ekki í orði eða á jólakortum heldur í samveru fjölskyldunnar við eldhúsborðið. Samvera sem börnin og allir sem nutu búa að í eigin lífi. Ég hefði aldrei viljað missa af þessum tíma þar sem aldrei féll styggðaryrði við nokkurn mann eða um nokkurn mann. Það er veganesti ömmu inn í lífi barnanna gerir hvern einstakling að betri manni. Það komu allir með eitthvað, sjálfan sig í það minnsta. Það var ekki talið fram en fyrir öllu var kvittað í gestabókina. Þar þakkaði ég oft fyrir að vera hluti af kærleiksríkri fjölskyldu, fyrir stundina, lífið og okkur öll. Ég kvitta nú fyrir að ef til er aðalborinn lífsmáti þá er það fjölskyldulíf Helgu Tryggvadóttir frá Laufási. Vottum fjölskyldunni samúð. Sigríður og Ásmundur ­Friðriksson.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

ARI ARNLJÓTS SIGURÐSSON Háaleiti 7a, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. mars klukkan 12. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Halldóra Jensdóttir Jóhann Liljan Arason Ágúst Guðjón Arason Ingibjörg Loftsdóttir Halldór Ari Arason Helga Birna Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

vf@vf.is

Íþróttir og samfélagið Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Íþróttir eru að einhverju leyti órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar flestra sem búum í Reykjanesbæ. Allt frá barnæsku til elliára fylgjumst við með ungum sem öldnum í keppni og leik. Við fyllumst stolti yfir íþróttasigrum okkar landsliða á erlendri grundu og hvetjum yfirleitt börn og barnabörn til að hefja snemma íþróttaiðkun. Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Reykjanesbær styrkir íþróttafélögin verulega og foreldrar geta sótt um hvatagreiðslur fyrir börnin til að auðvelda íþróttaiðkun. Rúmlega 1.100 milljónir fara í rekstur mannvirkja og til stuðnings íþróttafélaga á hverju ári. Á síðustu árum hafa framlög sveitarfélagsins í formi afrekssamninga, þjálfarastyrkja og

stuðningsgreiðslna aukist verulega. Nýr gervigrasvöllur og væntanlegt íþróttahús í Innri-Njarðvík bæta aðstöðuna verulega. En af hverju er ég að nefna þetta hér? Vegna þess að þessa dagana fara fram aðalfundir hinna ýmsa deilda íþróttafélaga í Reykjanesbæ þar sem skýrslur stjórna og ársreikningar eru lagðir fram fyrir félagsmenn. Sameiginlegt er þessum deildum að staðan er erfið, skortur á fjármagni og áhugi hins almenna borgara ekki mjög mikill. Fáir mæta á aðalfundina, yfirleitt þeir sömu og venjulega. Sjálfboðaliðar halda uppi starfi íþróttafélaga í öllum sveitarfélögum og yfirleitt eru þetta sömu einstaklingarnir ár eftir ár. Ég hef

sjálfur verið formaður, þjálfari, sjálfboðaliði og iðkandi og þekki því vel báðar hliðar og velti því oft fyrir mér hversu óeigingjarnt starf sem þessir ágætu menn og konur leggja á sig og hvenær er nóg komið. Í þessu starfi brennur fólk hratt upp. Reykjanesbær þarf að auka samstarfið við íþróttahreyfinguna, horfa til framtíðar með uppbyggingu innviða og ekki síst hvetja samfélagið til að taka virkari þátt í starfinu. Mætum á fundina, verum sýnileg og styðjum íþróttahreyfinguna til góðra verka í framtíðinni. Hættum því að tala um styrki og tölum um samstarf og samninga. Íþróttahreyfingin á það skilið, því hvar værum við án hennar.

Gefandi að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að öryggi og vellíðan Rúnar Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hvernig getur nokkur manneskja hugsað sér að vinna við löggæslu? Af hverju kýs fólk að velja neyð annarra sem viðfangsefni flesta daga ársins? Svarið er ekki einfalt en í nokkrum orðum langar mig að vekja athygli á kostum þess að læra lögreglufræði og að starfa á þeim vettvangi. Umræðan um löggæslu og verkefni hennar er oft á tíðum neikvæð, sem kannski er skiljanlegt í ljósi þess að gjarnan kemur það ekki til af góðu þegar fólk hittir lögregluna. Lögreglan er oft boðberi slæmra tíðinda og lögreglumenn þurfa oft að hafa afskipti af fólki á verstu stundum þess. Það endurspeglar þá mynd sem við fáum af lögreglunni í fjölmiðlum. Ég hef aðra sýn og af þeim sökum valdi ég mér þennan vettvang. Í upphafi var markmiðið að vinna sem sumarstarfsmaður í lögreglunni og leggja þannig inn í reynslubankann og gera ferilskrána meira spennandi. Fljótlega áttaði ég mig hins vegar á því hvað það er gefandi að geta lagt sitt af mörkum til að greiða götu borgaranna, stuðla að öryggi og vellíðan og rétta þeim hjálparhönd sem á einhvern hátt hafa orðið undir í lífinu, hvort sem það eru brotaþolar eða sakborningar. Margir vilja geta hugsað til þess í lok vinnudags að þeirra veri hafi orðið öðrum til góðs, þó það sé ekki

nema í litlum mæli. Fyrir þá eru löggæslustörf góður kostur. Lögreglufræði eru kennd við Háskólann á Akureyri sem og í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þar er grunnurinn lagður að lögreglumanninum sjálfum með bóknámi og verkþjálfun. Í náminu er meðal annars lögð áhersla á góð samskipti við borgarana, læsi og skilning á fólk og aðstæður. Einnig á vandvirkni og heiðarleiki í vinnubrögðum. Að sjálfsögðu einnig ótal margt annað en þetta er það sem mér finnst mikilvægt að lögreglumenn tileinki sér og í raun uppskrift að góðum lögreglumanni. Lögreglunámið er fjölbreytt og þar er reynt að koma á framfæri öllu því sem lögreglumaður getur þurft að fást við í sínu starfi og gera hann í stakk búinn til að fást við allar mögulegar aðstæður, sem oft geta orðið verulega erfiðar. Náminu líkur þó ekki við útskrift því lögregluvinnan er endalaust nám, sem er eitt af því sem gerir starfið áhugavert. Það er undir hverjum og einum komið að afla sér aukinnar þekkingar og leggja sig fram í starfinu og tækifærin eru sannarlega til staðar. Síðastliðin tvö ár, tæp, hef ég starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og þar hef ég fengið að sérhæfa mig í rannsókn á málum er varða heimil-

isofbeldi. Það er fátt sem hefur meiri áhrif á fólk en að verða fyrir ofbeldi af hendi náins aðila, jafnvel ítrekað. Daglegar sögur af ofbeldi, myndir af áverkum og framburður barna í slíkum aðstæðum eru krefjandi og taka sinn toll. Skjót og rétt viðbrögð lögreglu geta skipt sköpum og það er það sem gefur þessu starfi gildi. Viðhorf til heimilisofbeldismála, innan lögreglunnar og samfélaginu í heild, hefur breyst mikið á síðustu árum. Þekking á þessum viðkvæma málaflokki hefur jafnframt aukist jafnt og þétt og það er svigrúm til að gera enn betur. Í mínu starfi vinn ég náið með fólki frá félagsþjónustu og barnavernd, lögmönnum, aðilum máls sem og kollegum innan lögreglunnar. Ég einblíni á árangurinn sem næst með okkar vinnu en ekki hörmungarnar sem við verðum vitni að. Það drífur mig áfram og veitir mér starfsánægju. Hafir þú áhuga og metnað til þess að leggja góðum málefnum lið þá skora ég á þig að sækja um nám í lögreglufræðum. Lögreglan er fyrir okkur öll. Mönnum hana vel með fjölbreyttum hópi hugsjónafólks! Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is


sport

„Solid“ kokkur NAFN:

ALDUR:

DEDRICK BASILE

27 ÁRA

STAÐA Á VELLINUM:

BAKVÖRÐUR [POINT GUARD] MOTTÓ:

ÞAÐ RIGNIR EKKI AÐ EILÍFU!

SVERRIR ÞÓR STÝRIR GRINDAVÍK Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur og mun hann stýra liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta. Jóhann Þór Ólafsson verður áfram aðstoðarþjálfari liðins og mun vinna náið með Sverri út tímabilið. Þetta er í annað sinn sem Sverrir Þór stýrir liði Grindavíkur en hann gerði liðið að Íslandsmeisturunum tímabilið 2012–2013 og bikarmeisturunum árið 2014. Sverrir Þór þjálfaði einnig kvennalið Grindavíkur tímabilið 2014–2015 og varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn. „Ég var ekki á leiðinni í þjálfun en þegar þetta tækifæri kom upp þá varð ég mjög spenntur. Eftir að hafa hugsað þetta vel og rætt við Jóhann Þór þá ákvað ég að kýla á þetta. Ég á mjög góða minningar frá tíma mínum með Grindavík og hugsa að ég hefði ekki tekið við neinu öðru liði á þessum tímapunkti. Þetta tækifæri hreyfði við mér og er mjög spenntur að hefjast handa og hitta leikmannahópinn,“ segir Sverrir Þór. Fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Sverris verður föstudaginn 4. mars næstkomandi gegn Vestra í HS Orku-höllinni.

Fyrstu leikirnir og mörkin með meistaraflokki

24 TREYJA NÚMER:

Freysteinn Ingi Guðnason (til vinstri) og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu sín fyrstu mörk fyrir meistaraflokk Njarðvíkur í keppni á vegum KSÍ þegar Njarðvík hafði 6:1 sigur á Haukum um helgina.

SAMA HVERSU ILLA GENGUR, SÓLIN SKÍN AFTUR Á ENDANUM. Dedrick Basile er ekki bara „solid“ í eldhúsinu heldur líka á vellinum þar sem hann leiðir Njarðvíkinga í stigum og stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Basile svarar nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta í uppleggi vikunnar. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Takmarkið er að verða meistari með Njarðvík á þessu tímabili. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Vonandi að spila einhverja stóra leiki. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég, A.I., Lebron James, Kevin Durant og Shaq. Fjölskylda/maki: Ég á tvo bræður og son.

Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFN

Báðir hafa strákarnir verið að æfa og spila með meistaraflokki Njarðvíkur á vetrarmánuðunum en Freysteinn Ingi er fæddur árið 2007 og Eiður 2004. Freysteinn hefur á undanförnum mánuðum bæði verið valinn til þátttöku í úrtaksæfingum U15 og U16 ára landsliða Íslands en hann er einn fárra leikmanna fæddir 2007 sem boðaðir voru á æfingar hjá U16. Þá var Freysteini boðið í fyrra í vikuheimsókn hjá danska liðinu OB. Unglingastarfið hjá OB er þekkt fyrir gæði og góðan árangur og Freysteinn Ingi spilaði leik með U15 ára liði félagsins þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3:1 sigri. Eiður Orri gekk til liðs við Njarðvík frá Einherja á Vopnafirði en hann er fæddur árið 2004 og á nú þegar 53 meistaraflokks leiki að baki þrátt fyrir ungan aldur. Bróðir Eiðs, Gísli Freyr Ragnarson, spilaði einnig með Njarðvík á árunum 2010–2017.

Tíu sundmenn í æfingabúðum Framtíðarhóps SSÍ Tíu sundmenn úr Framtíðarhópi ÍRB voru valdir og tóku þátt í æfingabúðum Framtíðarhóps SSÍ um síðustu helgi. Mikil dagskrá var þessa helgi, þrjár æfingar ásamt mælingum, fyrirlestur, keila og foreldrafræðsla. Kórónuveiran setti smá strik í þátttöku og einn sundmaður ÍRB komst ekki vegna Covid.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Það stærsta var að útskrifast úr háskóla.

Dedrick Basile er erfiður viðureignar á vellinum. VF: JPK Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Ég fer alltaf í sturtu fyrir leik.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Stóri bróðir minn er mín fyrirmynd.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði að spila körfubolta mjög ungur en þegar ég var tólf ára ákvað ég að fara að taka hann alvarlega því ég varð ástfanginn af íþróttinni.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Eftirminnilegasta stundin með Njarðvík var þegar við unnum bikarinn.

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Ég myndi segja Allen Iverson.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Ég held Stjarnan.

Hver er besti samherjinn? [Haha] ég ætla að segja Veigar.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Ég spila PlayStation 5. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humarpasta. Ertu öflugur í eldhúsinu? Ég er „solid“ kokkur. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég held að ég geti verið fyndinn á stundum. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Haha, þessi er erfið.

Sundmennirnir úr ÍRB sem tóku þátt í æfingabúðunum: Adriana Agnes Derti, Árni Þór Pálmason, Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Daði Rafn Falsson, Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir, Gabija Marija Savickaite, Gísli Kristján Traustason og Nikolai Leo Jónsson ásamt Eyleifi Jóhannssyni, landsliðsþjálfara. Denas Kazulis var einnig valinn í hópinn en gat ekki tekið þátt í þetta sinn. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Geosilica-mótið í Nettóhöllinni:

if r þ il t r a ld il n s u d n ý s 820 fótboltastelpur

Það var líf og fjör í Nettóhöllinni um helgina þegar Geosilica-mótið í knattspyrnu var haldið fyrir stelpur á aldrinum sjö til tólf ára. Eins og gefur að skilja var heilmikill hamagangur í höllinni enda yfir átta hundruð þátttakendur frá átján félögum auk áhorfenda sem voru komnir til að hvetja sín lið til dáða. Skipulag mótsins var til fyrirmyndar og gekk snurðulaust fyrir sig, leikmenn meistaraflokka Keflavíkur dæmdu leikina og það sem mestu skipti – allir skemmtu sér vel. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari VF, skellti sér á fótboltamót og smellti af nokkrum myndum.

Fyrsti Íslandsmeistaratitill Borðtennisfélags Reykjanesbæjar Jón Gunnarsson varð fyrsti Íslandsmeistari Borðtennisfélags Reykjanesbæjar þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla 60–69 ára á Íslandsmóti öldunga sem fram fór í húsnæði Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur um helgina. Piotr Herman, formaður Borðtennisfélagsins, vann bronsverðlaun í einliðaleik karla 40–49 ára og þá lentu hann og Michał MayMajewski í öðru sæti í tvíliðaleik karla í sama aldursflokki.

Piotr Herman og Michał MayMajewski enduðu í öðru sæti í tvíliðaleik karla 40–49 ára. Fyrstu verðlaun BR á Íslandsmóti komu hins vegar á Íslandsmóti unglinga 2021 þegar Dawid May-Majewski og Ingi Rafn Davíðsson unnu til bronsverðlauna í einliðaleik hnokka fæddra 2010 og síðar.


LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Miðaldra lýðræðisveisla

Ég hef gaman af pólitík, en finnst hún vitlaus. Finnst að fólkið sem er tilbúið að fylgja eigin sannfæringu nái ekki árangri. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fór fram um síðustu helgi. Svokölluð lýðræðisveisla. Alger endurnýjun er á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einungis leiðtoginn situr áfram. Fékk ekki mótframboð. Hinum bæjarfulltrúanum sem bauð sig fram var hafnað. Ellefu mjög frambærilegir einstaklingar voru í framboði fyrir flokkinn, sem nú á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Kannski má segja fjóra, þar sem Frjálsa aflið hefur snúið heim aftur. Að prófkjöri loknu liggur fyrir að fjórir miðaldra einstaklingar skipa fjögur efstu sæti flokksins. Tveir karlar, tvær konur. Lýðræðisveislan hefur talað. Frekar einsleitt ef þið spyrjið mig. Fyrir utan bæjarfulltrúann sem var hafnað má nánast segja að raðað hafi verið á listann eftir aldri. Elstu voru efstir, yngstu neðstir, sem ég leyfi mér að lesa þannig að ekki sé óskað eftir ungu fólki til forystu. Það er það sem prófkjörið segir. Tölurnar ljúga ekki. Útaf því má alveg deila um hvort prófkjör séu sú lýðræðisveisla sem flokkurinn heldur fram.

Innsta klíkan, oft kölluð Bláa höndin, ræður úrslitunum. Skilaboðin ef þú nærð ekki árangri eru einföld. Þú ert ekki í klíkunni. Skilaboðin til unga fólksins. Frábært hjá þér. Varst að reyna í fyrsta skipti. Gengur betur næst. Lesist: „Ef þú heldur áfram að reyna, kemstu kannski í klíkuna“. Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það, hann er eini flokkurinn sem gefur fólki tækifæri á að bjóða sig fram. Aðrir sleppa þeim millileik og láta klíkuna bara ráða. Eitt af því sem þarf að sætta sig við þegar á sextugsaldurinn er komið, er að maður er ekki sexý lengur. Bara sorry. Alveg sama hvað fólk reynir að halda því fram að “50´s is the new 40´s og 60´s the new 50´s” og bla bla bla. Þetta er kjaftæði. Það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að hvetja unga fólkið til forystu. Að koma þeim til forystu. Að byggja upp næstu kynslóð til að taka við. Maður þarf ekki alltaf að gera allt sjálfur. Seppa tökunum og leyfa þeim yngri að taka við er ekki veikleikamerki, heldur þroska- og styrkleikamerki. Ellefu manns mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Yngstu tveir bæjarfulltrúarnir eru fæddir 1982 og 1992.

Báðir frá Samfylkingunni. Aðrir eru í flokki miðaldra og öldunga. Enginn bæjarfulltrúi er af erlendu bergi brotinn, þrátt fyrir að allt að fjórðungur íbúa sveitarfélagins séu það. Væri ekki rétt að innan bæjarstjórnar væru raddir sem skynjuðu samfélagið eins og það er? Að innan bæjarstjórnar væri fólk sem þekkir það að nýta grunnþjónustuna af eigin raun. Hvar er íþróttamaðurinn í bæjarstjórn? Er Reykjanesbær ekki íþróttabær? Flokkar og framboð eru nú í dauðafæri að gefa ungu fólki tækifæri til forystu í Reykjanesbæ. Fólk fæðist ekki með reynslu, hún er áunnin. Ef fólk fær ekki tækifæri, fær það aldrei reynslu. Það er ljóst að endurnýjun í bæjarstjórn verður mikil. Tveir bæjarfulltrúar farnir á þing og sögurnar segja þann þriðja á leið í stórt ríkisembætti á svæðinu. Ef svo fer fram sem horfir verður framboð fólks þvert á flokka, Ásbrúarlistinn, væntanlega kynntur til leiks undir lok mars. Hann gæti náð hreinum meirihluta. Flokkapólitík og sveitastjórnarmál eiga ekki samleið. Það er tímaskekkja.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Mars 2022

Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi Opnir fundir víða um land Íslenskur sjávarútvegur snýst um svo miklu meira en veiðar, vinnslu og sölu á afurðum og hefur fjölbreytt starfsemi í tengdum og ótengdum greinum vaxið mikið. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa fyrir fyrirlestraröð þar sem málefni greinarinnar eru rædd á breiðum grundvelli.

Grindavík, 7. mars

Mundi Halli Melló að fara að gera grín að Grindvíkingum. Það verður eitthvað ...

Halli Melló og Selma Björns halda uppi fjöri í Grindavík.

Grindvíkingar blása til stórviðburðar eftir afléttingu Grindvíkingar taka afléttingu Covid-19 með krafti og verða með kútmagakvöld í íþróttahúsi Grindavíkur 11. mars næstkomandi. „Við erum stoltir af því að hafa haldið einn af síðustu stórviðburðum ársins 2020 áður en allt skall í lás. Við ætlum einnig að vera á meðal þeirra fyrstu sem halda stórviðburð nú þegar sér fyrir endan á þessu dæmalausa ástandi,“ segir Eiríkur Dagbjartsson í Lionsklúbbi Grindavíkur. Fyrirtækjum er boðið að styrkja gott málefni með fjárframlögum á kvöldinu og þá verður einnig lítil sjávarútvegssýning á undan kl. 1820. Eiríkur segir algengt að fyrirtæki

kl. 8:30–9:30

bjóði starfsmönnum og viðskiptavinum á þetta frábæra sjávarréttakvöld með ótrúlegum fjölda sjávarrétta, en miðaverð er kr. 12.000 kr. Allur ágóði af þessu kvöldi rennur óskiptur til góðgerðarmála. Þá verða skemmtiatriði á heimsmælikvarða en Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og grínari verður veislustjóri en auk hans mæta Selma Björns, Halli Melló og Ari Eldjárn. „Kútmagakvöldið verður haldið í nýjum sal í íþróttahúsi Grindavíkur eins og árið 2020 en það þótti takast einstaklega vel. Maturinn verður í höndum grindvískra kokka sem hafa séð um kútmagakvöldin áður,“ segir Eiríkur.

Vestmannaeyjar, 7. mars kl. 16:00–17:00

Salthúsið, boðið verður upp á léttan morgunverð.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja, kaffiveitingar.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum

Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjá Marine Collagen

Alfreð Halldórsson framkvæmdastjóri Renniverkstæðisins Háin

Höfn í Hornafirði, 8. mars

kl. 8:30–9:30

Eskifjörður, 8. mars

Nýheimar, boðið verður upp á léttan morgunverð.

Randulffssjóhús, kaffiveitingar.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri

Stefán Ingvarsson framkvæmdastjóri Egersunds

kl. 16:00–17:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.