Víkurfréttir 10. tbl. 42. árg.

Page 1

Kjarnakonurnar Bryndís og Svanhildur halda úti nýju hlaðvarpi

GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ! Bökunarkartöflur

rinn nkaLárusson PöHalldór

>> SÍÐA 20

>> SÍÐUR 16-18

Grísasteik Fyllt með beikoni og döðlum

1.149

KR/KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG

-50%

Lambahryggur Fylltur

3.149 ÁÐUR: 4.499 KR/KG

-30%

125

KR/KG ÁÐUR: 249 KR/KG

-50%

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Tilboðin gilda 11.—14. mars

Miðvikudagur 10. mars 2021 // 10. tbl. // 42. árg.

Hressir Grindvíkingar Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur og Stóru Voga­ skóla fengu bækur að gjöf um Veröld Vættanna á Reykjanesi frá Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvangi. Nokkrir nemendur í 3. bekk í Hópsskóla í Grindavík buðu ljósmyndara VF upp á flotta hópmynd. Hér er hún. Meira í Suður­ nesjamagasíni. VF-mynd/pket

Ítreka fyrri afstöðu til Suðurnesjalínu 2 Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar að Suðurnesjalína 2 skuli vera lögð í jörð. Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkir að unnin verði samantekt á rökstuðningi og að stefnt sé að því að endanleg af­ greiðsla málsins verði til umfjöll­ unar á fundi bæjarstjórnar þann 24. mars 2021. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á erindi Landsnets hf. um umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2.

Vilja lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum

Rúmlega 600 manns höfðu í gær skrifað undir áskorun til olíufélaganna þar sem krafist er lægra eldsneytisverðs á Suðurnesjum. Það er Haukur Hilmarsson sem stendur fyrir undir­ skriftasöfnuninni á síðunni www.change.org. „Olíufélögin keppast um að auglýsa um verð sín á bensíni og olíum. Það gera þau undir því yfirskini að samkeppni ríki á milli þeirra og þau séu á hverjum tíma að bjóða viðskiptavinum sínum bestu verðin.

Vogamenn vilja línuna í jörð.

Þessar auglýsingar eiga sér það sameiginlegt að beinast að tveimur svæðum, Stór Reykjavíkursvæðinu í kringum Costco og á Akureyri. Aðrir staðir á landinu njóta ekki svonefndrar samkeppni Olíufélaganna. Olíufélögin treysta sér þannig ekki í samkeppni á bensín og olíuverði á

Suðunesjum, ekki geta þau þó borið fyrir umtalsverðum auknum flutningskostnaði enda bara rúmlega 40 km á milli birgðastöðvarinnar í Örfisey og Reykjanesbæjar. Við íbúar í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum öllum krefjumst þess að við fáum að sitja við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og njóta samkeppni olíufélaganna. Við viljum sama verð,“ skrifar Haukur Hilmarsson. Tengil á undirskriftarsíðuna má nálgast í fréttum á vf.is.

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

KATRÍN RÆÐIR VIÐ STELPURNAR Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra spjallaði við nemendur í Stapaskóla í heimsókn sinni til Reykjanesbæjar og Grindavíkur síðasta föstudag. Meira um heimsókn Katrínar inni í blaðinu og í Suðurnesjamagasíni vikunnar. VF-mynd: Páll Ketilsson

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samþykktu framkvæmdir við sjóvarnir í Grindavík Vegagerðin hefur óskað eftir fram­ kvæmdaleyfi vegna framkvæmda við sjóvarnir í Grindavík. Fram­ kvæmdin er í samræmi við aðal­ skipulag Grindavíkur. Skiplags­ nefnd samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar sl. veitingu fram­

kvæmdarleyfisins og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði um málið þann 23. febrúar og samþykktisamhljóða veitingu framkvæmdaleyfisins.

Unnið að bilanaleit í aðveitustöð við Grindavík sl. föstudag. VF-mynd: Páll Ketilsson

Óafsakanlegt hversu langan tíma tók að koma á rafmagni Sjóvarnir við Húsatóftavöll skemmdust í febrúar 2020. Mynd: Jón Steinar

Úttekt á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur móttekið svar heilbrigðisráðu­ neytisins við bókun 66. fundar bæjarráðs um heilbrigðisþjón­ ustu í Suðurnesjabæ. Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með heil­ brigðisráðherra um málið. Jafn­ framt er formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að funda með framkvæmdastjóra SSS um fram­ kvæmd úttektar á þörf fyrir heil­ brigðisþjónustu á Suðurnesjum og í Suðurnesjabæ. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi. Á vegum ríkisins er engin heilbrigðisþjónusta rekin í Suður-

nesjabæ, á meðan íbúar í öðrum sveitarfélögum landsins búa að því að geta notið heilbrigðisþjónustu í sínum sveitarfélögum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá því í október á síðasta ári. Bæjarráð bendir á að í þessu felst mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar og hvetur heilbrigðisráðuneytið til þess að bæta hlut íbúa sveitarfélagsins að þessu leyti og beiti sér fyrir fjárheimildum í fjárlögum næsta árs í því skyni. Bæjarstjóra Suðurnesjabæjar var í október síðastliðnum falið að óska eftir að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mæti til fundar hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar til að ræða málið.

HS veitur hafa nú gefið frá sér til­ kynningu vegna rafmagnsleysis í Grindavík sem stóð yfir í tæpar 10 klst hjá sumum íbúum sl. föstudag. Þar eru orsök rafmagnsleysisins útskýrð auk þess sem farið er yfir ástæður þess hvers vegna viðgerð tók svo langan tíma. „HS Veitur harma mjög þau óþægindi sem Grindvíkingar urðu fyrir vegna þessa rafmagnsleysis en

lengd þess er í raun óafsakanleg. HS Veitur munu gera allt sem er í valdi fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að viðlíka viðburðir geti endurtekið sig, það tók á á föstudaginn að vera með bæinn rafmagnslausan á sama tíma og jörðin skalf, sannarlega var ekki á það bætandi. Við vonum að Grindvíkingar þurfi ekki að upplifa slíkt rafmagnsleysi aftur og að náttúruhamförunum

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Bæta fjarskipti austan Fagradalsfjalls Björgunarsveitin Þorbjörn hefur sett upp fjarskiptaendurvarpa á Núpshlíðarhálsi sem er skammt austan við Fagradalsfjall. Endur­ varpinn var settur upp um nýliðna helgi en honum er ætlað að bæta fjarskiptasamband austan Fagra­ dalsfjalls en þar er mikið hálendis­ landslag og fjarskipti geta verið erfið.

Með því að bæta fjarskiptasamband á svæðinu eykst öryggi björgunarsveitarfólks og vísindamanna sem vinna á svæðinu. Auk björgunarsveitarfólks úr Grindavík þá tóku félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar þátt í verkefninu, enda eru þeir margrómaðir sérfræðingar í þessum málum, segir á fésbók Grindvíkinganna.

HÆTTUSTIG VEGNA JARÐSKJÁLFTA

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Tilkynninguna má lesa í heild á vf.is.

Tvöfalda framleiðslu í laxeldi við Kalmanstjörn

Björgunarsveitarfólk kemur endurvarpanum fyrir á Núpshlíðarhálsi.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

fari að linna þannig að mannlíf í Grindavík og svæðinu öllu fari að færast í eðlilegt horf,“ segir m.a. í tilkynningunni sem Júlíus Jónsson forstjóri HS Veitna og Egill Sigmundsson sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna skrifa undir.

Benchmark Genetics Iceland hf., áður Stofnfiskur, hefur leyfi til framleiðslu á allt að 200 tonnum af laxi á ári í eldisstöðinni við Kal­ manstjörn við Hafnir og hyggst auka framleiðsluna um allt að 400 tonn. Með framkvæmdinni getur fyrirtækið aukið hrognaframleiðslu í stöðinni. Þetta kemur fram í til­ lögu að matsáætlun sem er til um­ sagnar hjá umhverfis- og skipulags­ ráði Reykjanesbæjar. Áætlað er að auka þurfi vinnslu jarðsjávar á svæðinu um 700 sekúndulítra (ísalt vatn og jarðsjór) til að mæta framleiðsluaukningunni og grunnvatnsvinnsla vegna eldisins verði þá í heildina allt að 1.500 lítrar á sekúndu í meðalrennsli á ári. Það er mat Reykjanesbæjar að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til eða þá valkosti sem lagt verður mat á. Ekki er gerð athugasemd við hvernig staðið verður að úrvinnslu úr gögnum til þess að meta umhverfisáhrif og fyrirhugaðri framsetningu í frummatsskýrslu, segir í afgreiðslu ráðsins.

Unnið að rýmingaráætlun fyrir Reykjanesbæ Viðbrögð við jarðhræringum, und­ irbúningur og viðbragðsáætlanir verða viðfangsefni neyðarstjórnar Reykjanesbæjar næstu daga og vikur. Lögreglan er, að beiðni Al­ mannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur, að vinna rým­ ingaráætlun fyrir sveitarfélagið og/eða einstaka bæjarhluta. Ef til þess kemur að almannavarna­ deild Ríkislögreglustjóra ákveður að rýming sé nauðsynleg þá munu almannavarnir senda sms-skilaboð á íslensku, ensku og pólsku. Reykjanesbær ber ábyrgð á að til séu rýmingaráætlanir fyrir einstaka stofnanir sbr. ef upp kemur eldur. Einnig þarf að liggja fyrir hvernig staðið skuli að rýmingu vegna eldgoss eða gasmengunar. Sérstaklega

þarf að horfa til þess hvað gerist eftir að fólk er komið út úr byggingu, segir í fundargerð neyðarstjórnar frá 4. mars síðastliðnum. Fram kemur að Guðlaugur H. Sigurjónsson situr í aðgerðastjórn Ríkislögreglustjóra sem er að gera áætlun fyrir Suðurnes. Aðgerðastjórnin fundar daglega. Verið er að fara yfir ýmis atriði sem þarf að samræma og uppfæra, svo sem að setja litakóða á hverfi, huga að fjöldahjálparstöð og fleira. Einnig kom hugmynd um að opna upplýsingamiðstöð þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga. Guðlaugur ítrekaði þó á fundi neyðarstjórnarinnar að ekkert bendir núna til þess að grípa þurfi til rýminga.

Eldisstöðin við Kalmanstjörn. Mynd úr matsskýrslunnni.

Þú sérð

jarðskjálftasvæðið á Reykjanesskaga í beinni útsendingu á

vf is


Betri lausnir fyrir þitt fyrirtæki Það hefur aldrei verið auðveldara að koma í viðskipti til Íslandsbanka. Með nýrri fyrirtækjalausn á islandsbanki.is geta fyrirtæki á einfaldan og fljótlegan hátt sótt sér allar helstu þjónustur með nokkrum smellum. – Stofnað reikninga – Pantað kreditkort – Innheimtuþjónusta

– Fyrirtækjaapp – Stofnað netbanka – Rafrænir reikningar

Góð þjónusta breytir öllu


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Katrín settist hjá börnunum og ræddi við þau um fótbolta, jarðhræringar og fleira. Fékk svo að kíkja í spjaldtölvuna.

Með hressum Stapaskólakrökkum.

Katrín Jak hrifin af Keili Forsætisráðherra heimsótti tvo skóla á Suðurnesjum, ræddi atvinnuástandið og jarðhræringar. „Stóra málið á Suðurnesjum er auð­ vitað atvinnuástandið. Ég ræddi það á fundi með bæjarstjórnum Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Við vitum að það eru bjartari tímar framundan en ríkisvaldið hefur verið með margþættar að­ gerðir til stuðnings á Suðurnesjum og ég fékk meðal annars að vita um stöðuna í mörgum þeirra í heim­ sókn minni,“ sagði Katrín Jakobs­ dóttir, forsætisráðherra, sem heim­ sótti Reykjanesbæ og Grindavík síðasta föstudag. Tilefni heim­ sóknarinnar var staðan í atvinnu­ málum og jarðhræringar. Katrín segir að aðgerðir ríkisins í atvinnumálum hafi falist í vinnumarkaðsaðgerðum, fjárfestingum og menntatækifærum en hún heimsótti tvo skóla í ferðinni. Hún hóf heimsókn sína í Stapaskóla í Reykjanesbæ en hann er nýjasti og tæknivæddasti

„Það er alltaf jafn heillandi að hitta beinagrind,“ sagði forsætisráðherra.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

skóli landsins, svo heimsótti hún líka Keili á Ásbrú. „Ég hef haft taugar til Keilis og fylgst með honum allt frá því ég var menntamálaráðherra. Það er mjög spennandi starf þar. Skólinn er óhræddur við að hugsa út fyrir boxið. Ég hef mikla trú á starfinu og þeirra aðferðum. Það var líka gaman að koma í Stapaskóla. Þetta er glæsilegur skóli og áhugavert að sjá starfið þar og græjurnar en maður skynjaði líka að börnunum líður vel í skólanum. Þau spurðu mig mörg spjörunum úr, til dæmis um heilbrigðiskerfi, fótbolta og jarðhræringar. Það var áhugavert sem og starfið í skólanum og greinilegt að þar er fagfólk að stýra málum með góða og framsýna skólastefnu.“ Katrín segir að vandi Suðurnesjamanna tengist ferðaþjónustunni og fluginu, stórum greinum á Suðurnesjum, en segir ástæðu til að horfa með bjartsýni fram á veginn þó ástandið sé erfitt núna. „Við höfum náð góðum árangri í baráttunni við veiruna og ég hef trú á því að erlendir ferðamenn muni í miklum mæli horfa til Íslands þegar þeir fara aftur af stað.“ Í heimsókn Katrínar til Grindavíkur voru jarðhræringar og tengd mál rædd. „Þetta er auðvitað fylgifiskur þess að búa á Íslandi. Við skiljum það vel að Grindvíkingar séu orðnir langþreyttir á ástandinu. Þeir hafa verið ótrúlega æðrulausir í þessu máli. Ég fundaði með bæjarstjórn og bæjaryfirvöld hafa reynt að passa upp á upplýsingagjöf og viðbragðsáætlun. Þetta rafmagnsleysi stóran hluta föstudags var auðvitað mjög óheppilegt og ekki viðunandi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

Forsætisráðherra er mikill aðdáandi skóalstarfs hjá Keili á Ásbrú. Hér er hún á sal með nemendum og Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Keilis.

Forsætisráðherra fékk upplýsingar um gang mála í verkefnum sem ríkið hefur stutt á Suðurnesjum á veirutímum. Hér er hún með Loga Gunnarssyn og Berglindi Kristinsdóttur hjá SSS og með nýja bók um Reykjanes.

Katrín spurði krakkana spjörunum úr – og þau hana.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

SMÁAUGLÝSINGAR

Íbúðir óskast Vantar tvær 2ja herbergja íbúðir til langtímaleigu. Þurfa að vera á fyrstu eða annarri hæð. Upplýsingar í síma 699-6467.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

vf is

Tíu milljónir í „Náttúruvá – jarðskjálftar og eldgos“ Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja við­ auka fyrir árið 2021 upp á tíu milljónir króna fyrir rekstrareininguna „Náttúruvá – jarðskjálftar og eldgos“. Liðurinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Jarðskjálftar og landris við Grindavík voru til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 2. mars síðastliðinn þar sem bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Síðan þessi fundur fór fram hefur þróun mála verið hröð og ýmislegt gengið á í náttúrunni sem bæjaryfirvöld hafa m.a. rætt við forsætisráðherra.


FLJÓTLEGT, ÞÆGILEGT OG ALLTAF GOTT 51%

2

fyrir

1

245 kr/stk

áður 499 kr

Ostaslaufa Myllan

Combo tilboð

20%

119

238

kr/stk

áður 149 kr

Pepsi Max eða Pepsi Max Lime 0,5 L

kr

Heilsusafi og innbökuð pylsa

Corny súkkulaði 50 gr

25%

20% 1.999 kr/kg

Ýsa í raspi

áður 2.499 kr

299 kr/stk

32%

Chicago Town pizzur Ýmsar tegundir

áður 399 kr

399 kr/stk

áður 589 kr

Sóma samloka m/rækjusalati

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

Slæmt og leiðinlegt en líka gott Suðurnesin og Reykjanesskaginn allur er í sviðsljósinu. Óróapúls er nýtt orð um jarðhræringar og heldur Suðurnesjamönnum og mörgum Íslendingum á tánum. Keilir í beinni útsendingu Víkurfrétta er ein heitasta vefsíða landsins. Allir vilja sjá ef hraun fer að renna um skagann, kannski yfir Reykjanesbrautina eða hina leiðina, yfir Suðurstrandarveg, alla vega í Þráinsskjaldarhrauni, eldgamalli eldstöð. Það verður áhugavert að fylgjast með útlendingum bera það fram. Grindvíkingar hafa fengið stærsta skammtinn enda hafa nokkrir öflugir skjálftar verið rétt við byggð. Sumir hafa ekki sofið truflunarlaust frá því þessi hrina hófst. Í kaupbæti fengu Grindvíkingar svo rafmagnsleysi stóran hluta af síðasta föstudegi. Orðnir langþreyttir. Skiljanlega. En það er lítið við ráðið í jarðhræringum. Náttúruöflin við völd. Rafmagnsleysið slæm innkoma í þessa stöðu.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjórn Grindavíkur. Heimamenn ekki mjög hressir með óvænt rafmagnsleysi. Grindavík fær raforku frá orkuverinu í Svartsengi, eina sveitarfélagið á Suðurnesjum. Öll starfsemi í bæjarfélaginu var í lamasessi í sjö klukkustundir. Bæjarstjórinn var mjög óánægður með þá staðreynd og sagði hana algerlega óviðunandi. HS Veitur hafa sent frá sér skýrslu og taka undir það en voru í vandræðum með málið. Næsta skref hlýtur því að vera að tryggja að svona geti ekki gerst. Í Grindavík eru stór og mörg fyrirtæki sem treysta á rafmagn. Tugir tonna af ferskum fiski stopp í fiskvinnslustöðvum og bæjarstjórinn sagði um tugmilljóna tjón að ræða þar sem starfsemi stöðvaðist í langan tíma. Sama hjá verslun og þjónustu. Grindvíkingar fóru fýluferð í Vínbúðina á föstudegi. Þurftu að fara til Keflavíkur. Áhyggjurnar hjá yngri kynslóðinni voru minni enda er hún ekki að díla við þessi stóru mál. Í heimsókn okkar í Hópsskóla í vikunni sögðust flestir sem VF talaði við ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringum. Margir

bæjarbúar hafa þó lýst vanlíðan sinni á samfélagsmiðlum og víðar. Margir hafa þurft að tæma hillur vegna látanna í móður jörð og ekki verið svefnsamt. Nokkrir meira að segja flúið bæjarfélagið og enn aðrir jafnvel íhuga að flytja burt. Ef við skoðum hina hliðina á peningnum þá er ljóst að athyglin er mikil á Reykjanesinu. Við hjá VF höfum fengið ótrúlega mikil viðbrögð við lifandi vefsíðu okkar af Keili og nágrenni. Nú er athyglin á Reykjanesi og þó svo flestum þyki jarðhræringar ekki skemmtilegar þá vekja þær athygli langt út fyrir landssteinana. Margir aðilar í útlöndum, m.a. stórar fréttaveitur hafa óskað eftir því að fá að tengjast beinu streymi VF frá Reykjanesskaganum að ógleymdum gríðarlegum áhuga Íslendinga. Innlit á síðuna voru komin yfir hálfa milljón eftir viku og hvergi nærri hætt. Þegar við skoðum jákvæðu hliðina þá þarf að huga að ýmsu því tengt. Gosið í Eyjafjallajökli hafa gríðarleg áhrif í ferðaþjónustu á Íslandi og var upphafið af stórri bylgju sem stóð yfir alveg fram að heimsfaraldri. Við hljótum að telja það líklegt að Reykjanesið eigi eftir að fá meiri athygli í framtíðinni út af þessum jarðhræringum. Starfsmenn Markaðsstofu Reykjaness og Jarðvangs hafa brugðist við og eru með tilbúin tól til að vekja athygli á svæðinu með tveimur bókum. Þeir gáfu í vikunni öllum nemendum í 1.-3. bekk grunnskólanna skemmtilega bók um veröld vættanna ásamt litabók. Einnig var nýlega gefin út ljósmyndabók. Allt á besta tíma. Spennan heldur áfram. Eins og í bikarúrslitaleik og eins og þar, vitum við ekki hvert framhaldið verður.

Hlíðarvatn í Selvogi:

Drottning silungsvatnanna Hlíðarvatn er staðsett í vestanverðum Selvogi og er með gjöfulustu bleikju­ vötnum á landinu. Stundum nefnt Drottning silungsvatnanna á Íslandi. Flatarmál vatnsins er 3,3 ferkíló­metrar. Það er fremur grunnt og meðald­ ýpi þess er um 2,9 metrar. Mesta d­ýpi er fimm metrar samkvæmt mæl­ ingum í apríl 1964. Afrennsli úr vatninu er Vogs­ó­s en ekkert sjáanlegt yfirborðs vatn rennur í vatnið heldur er allt rennsli í það úr uppsprettum. Af rúmmáli vatnsins og afrennsli má ráða að það end­urnýjar sig á tæpum 39 só­larhringum. Hlíðarvatn er í eigu Strand­ar­kirkju en kirkjan á jarðirnar fjó­rar sem um­ lykja vatnið. Strandarkirkja í Selvogi er víðfræg vegna þess hve árangurs­ ríkt það þykir að heita á hana. Margar þjóðsögur eru til úr Selvogi og gera þær, ásamt hrjóstrugri og tilkomumikilli náttúru, dvöl við Hlíðarvatn áhrifaríka og ánægjulega.

Jón Steinar Sæmundsson


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Lokað í Skessuhelli vegna hættu á grjóthruni Tekin hefur verið ákvörðun að Skessuhellir í Gróf verði lokaður á meðan hættustig Almannavarna er yfirstandandi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Hætta getur skapast á grjóthruni við göngustíg að hellinum og því er mælt með að fólk sé ekki á ferli við hellinn á meðan hættustig varir.

Fræðsla og umræða um orkudrykki í grunnskólum NFS safnaði rúmum 600 þúsund krónum Nemandafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð nýlega fyrir góðgerðarviku. Markmið söfnunarinnar var að safna peningum fyrir félagsmann sem greindist með krabbamein. Söfnuninn fór fram úr öllum væntingum og safnaðist hvorki meira né minna en 611.471 kr. „Nemendur tóku sig saman og fóru í góðgerðarbíó, spinning og Superform, seldu bollakökur og hentu rjóma í kennara. Einnig var hægt að heita á nemendur að gera ýmsa hluti eins og t.d. aflita á sér hárið, borða pipar og allskonar skemmtilegt. Allur ágóði söfnunarinnar rann beint í sjóðinn. Hægt var að styrkja með beinu framlagi með því að leggja inn á söfnunarreikning. Nemandafélagið þakkar kærlega fyrir allan stuðninginn,“ segir í tilkynningu frá NFS.

-Íslendingar drekka mest af orkudrykkjum í Evrópu Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima hefur að undanförnu unnið að skemmtilegu verkefni um orkudrykkjaneyslu íslenskra ungmenna í samstarfi við Samtakahópinn en það er þverfaglegur forvarnarhópur Reykjanesbæjar. „Í nýlegum niðurstöðum frá Rannsóknum og Greiningu kemur fram að íslensk ungmenni eru að drekka mest af orkudrykkjum af öllum í Evrópu. Þess vegna teljum við þetta þarfa umræðu,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins hjá Reykjanesbæ. Fjölbreyttur hópur af fólki frá Reykjanesbæ var fenginn að bregðast við nokkrum áhugaverðum staðreyndum um neyslu orkudrykkja. Í febrúar voru birt stutt myndbönd í hverri viku en þemað hvers myndbands var ein áhugaverð

staðreynd um orkudrykkjaneyslu. Myndböndin voru frumsýnd í heild sinni á fundi Samtaka hópsins þann 11. febrúar. „Á fundi Samtakahópsins kom upp sú hugmynd að starfsfólk Fjörheima færi með fræðslu í grunnskóla Reykjanesbæjar um skaðsemi orkudrykkja. Síðustu tvær vikurnar hafa starfsmenn Fjörheima farið í alla grunnskóla Reykjanesbæjar með fræðslu og umræðu um orkudrykki. Tekin var ákvörðun um að fara inn í hvern bekk fyrir sig með fræðsluna til þess að fá ungmennin til að taka virkan þátt í umræðum. Alls voru þetta 32 fræðslur eftir að hafa heimsótt alla skólana sjö. Ungmennin sýndu umræðuefninu mikinn áhuga og töldu flestir sig hafa lært eitthvað nýtt um orkudrykkjaneyslu,“ segir Gunnhildur.

„Ykkar umhyggja og umgjörð fer heim með hverjum einasta nemanda að loknum skóladegi“ Hugur fólks er hjá Grindvíkingum í þeim jarðhrær­ ingum sem verið hafa síðustu daga og vikur. Falleg kveðja barst frá starfsfólki Grunnskólans í Þorláks­ höfn til starfsfólks Grunnskólans í Grindavík: Kæra starfsfólk Grunnskólans í Grindavík. „Það fer ekki framhjá okkur hér í Þorlákshöfn að starfsumhverfi ykkar við Grunnskólann í Grindavík hefur um margt verið mikil áskorun undanfarið. Við höfum jú öll staðið í allskonar tilfæringum og breytingum vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda undanfarið ár, en til stórrar viðbótar hafið þið þurft að standa í stafni og taka á ykkur mikið álag vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu síðustu daga og vikur sem ekki sér fyrir endann á. Það er mikið álag að vera við kennslu og starfa í grunnskóla þegar slíkar hræringar ganga yfir. Það þarf að halda ró sinni og framar öllu halda ró barnanna, skapa aðstæður þannig að þeim líði vel, og gera skóla-

daginn eins eðlilegan og hægt er ásamt því að vera alltaf viðbúin að tryggja öryggi þeirra eftir fremstu getu. Þetta er án efa mjög slítandi og erfitt verkefni sem þið standið í allan daginn um þessar mundir og ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt ykkar starf er í heildarmyndinni. Ykkar umhyggja og umgjörð fer heim með hverjum einasta nemanda að loknum skóladegi og skilar sér án efa inn á heimili margra Grindvíkinga. Því langaði okkur, starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn, að senda ykkur okkar innilegustu kveðjur. Það er svo sem lítið annað sem við getum gert ykkur til handa, en við hvetjum ykkur áfram og erum svo sannarlega á kantinum ef það er eitthvað sem við getum gert til aðstoðar.“ Með stuðnings- og nágrannakveðjum, Starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Konum í flugnámi fer fjölgandi Nemendur sem stunda nú nám við Flugakademíu Íslands eru 268 og er fjórðungur þeirra konur en þeim hefur farið fjölgandi. Flestir leggja stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur þeim farið ört fjölgandi á undanförnum árum, 37 konur stunduðu atvinnuflugnám við Keili árið 2018 en nú eru þær 65 talsins. Meðalaldur nemenda er 26 ár. Yngstir eru nemendur í einkaflugmannsnámi en meðalaldur þeirra er 23 ár, aldurstakmark í það nám er lægra en í atvinnuflugmannsnámið eða sextán ára í stað átján. Hæst hlutfall nemenda, 68%, er búsett á höfuðborgarsvæðinu en 18% búa á Reykjanesinu.

Við Flugakademíu Íslands starfa 84 kennarar. Flestir þeirra starfa eða hafa starfað sem atvinnuflugmenn hjá flugfélögunum og margur hver stundað nám við skólann. Þar af kenna 60 verklegan hluta námsins

og eru þrír nemendur í þjálfun fyrir hvern verklegan flugkennara. Þá starfa einnig flugumferðarstjórar og veðurfræðingur við kennslu. Skólinn rekur átján kennsluvélar, átta fjögurra sæta vélar og tíu tveggja sæta.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Auglýsing vegna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt þann 19. janúar 2021 umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í samræmi við gögn og fylgiskjöl framlögð á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 15. janúar 2021 Skipulagfulltrúinn í Reykjanesbæ Reykjanesbær 4. mars 2021


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kjartan Már bæjarstjóri afhenti Jóni Kr. flottan minningarstein.

Jón Kr. Ólafsson í sviðljósinu í Hljómahöll.

Melódíur minningana í Rokksafni Íslands Rokksafn Íslands í Hljómahöll hefur opnað nýja sérsýningu sem heitir Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson. Formleg opnun var síðasta sunnudag og mættu hátt í tvöhundruð manns. Við formlega opnun voru flutt tónlistaratriði frá Ingimari Oddssyni. Þá fluttu tölu Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar, Jónatan Garðarsson, handritshöfundur sýningarinnar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri sem opnaði sýninguna. Kjartan heimsótti Jón Kr. fyrir nokkrum árum á Bíldudal og upp úr þeirri heimsókn kviknaði þráður milli aðila sem nú er orðinn að glæsilegri sýningu í Hljómahöll. Sýningin Melódíur minninganna og Jón Kr. Ólafsson fjallar um söngv-

arann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans Melódíur minninga sem staðsett er á Bíldudal en undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir frá því í júní í fyrra. Á sýningunni má finna fjölmarga muni sem Jón hefur safnað í gegnum tíðina frá tónlistarferli sínum og öðrum tónlistarmönnum svo sem Elly Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauki Morthens, Svavari Gestssyni, Stuðmönnum og fleirum. Jón Kr. þakkaði fyrir sig í stuttri tölu sem hann hélt og sagði jafn-

framt frá því að allir muni úr safni hans muni renna til Rokksafns Íslands en hluti þeirra er í sýningunni í Hljómahöll. Gestir sýningarinnar geta upplifað safnið Melódíur minningana sem staðsett er á Bíldudal með aðstoð tækninnar en hluti af sýningunni á Rokksafni Íslands eru gagnvirk sýndarveruleikagleraugu sem gerir gestum kleift að skoða og ganga um tónlistarsafnið sem myndað var sérstaklega fyrir sýninguna.

Nærri 200 manns mættu við formlega opnun. Sýndarveruleikagleraugu, búningar og kjólar og fleira skemmtilegt er á sýningunni. VF-myndir/pket og JPK

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í mars.

Reykjanesbær 19. mars

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

FLOKKSSTJÓRAR Í VINNUSKÓLA SVEITARFÉLAGSINS VOGA Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2021.

Útför heiðursborgara Voga Guðrún Lovísa Magnúsdóttir heið­ ursborgari Sveitarfélagsins Voga er látin, 99 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 5. mars. Sr. Bjarni Þór Bjarnason jarðsöng. Á vef Sveitarfélagsins Voga er skrifað: Guðrún Lovísa (eða Lúlla, eins og hún var ávallt kölluð), fæddist þann 18. desember 1922, og var því á 99. aldursári er hún lést. Lúlla var kjörin heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga á fundi bæjarstjórnar þann 29. maí 2017, en tilnefningin var tilkynnt á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní 2017, við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal. Lúlla fæddist á Halldórsstöðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Foreldrar hennar voru Erlendsína Helgadóttir frá Litlabæ í Vatnsleysustrandarhreppi og Magnús Jónsson, fæddur í Gufunesi (sem þá tilheyrði Mosfellssveit). Hún átti 8 alsystkini og einn hálfbróður. Guðrún Lovísa ólst upp frá 4 ára aldri hjá foreldrum sínum á Sjónarhóli, skammt frá Halldórsstöðum. Hún gekk hálftíma gang í Brunnastaðaskóla frá 9 ára aldri fram undir fermingu. Þá réðist hún í vist í Hafnarfirði og lærði þar m.a. saumaskap sem átti eftir að koma sér vel. Eiginmaður Guðrúnar Lovísu var Guðmundur Björgvin Jónsson frá Brekku í Vogum, fæddur 1. október 1913. Þau opinberuðu trúlofun sína á sumardaginn fyrsta 1939, hún 16 ára og hann 24. Þau giftu sig snemma vors 1941 er hún var orðin 18 ára og hann 27. Þau hófu búskap í einu herbergi í Garðhúsum í Vogum og þar fæddist

fyrsta barnið í ágúst það ár. Alls urðu börnin 12 og komust öll á legg. Í dag eru afkomendurnir orðnir um 140 talsins. Þrátt fyrir börnin hafði Guðrún Lovísa einatt tíma fyrir aðra. Oft var fleira í heimili og heimilið félagsheimili fyrir börnin í Vogum, þar sem um tíma var danskennsla og síðar skátastarf og vaskahúsið biðskýli fyrir skólabílinn. Lúlla hirti vel um garðinn sinn og að auki tíndi hún rusl í nágrenninu og fékk viðurkenningu fyrir þá umhyggju og snyrtimennsku af umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Sú hefð skapaðist að á hverjum laugardegi fjölmenntu afkomendur hennar í heimsókn og var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Auk þess að vinna fyrir stórri fjölskyldu og byggja yfir hana þrívegis lét Guðmundur Björgvin, maður Guðrúnar Lovísu, til sín taka í samfélaginu og eftir hann liggur einstök bók, Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarheppi. Guðmundur Björgvin átti við veikindi að stríða síðustu árin sem hann lifði og annaðist Guðrún Lovísa hann lengstum heima með aðstoð barnanna, en helmingur þeirra búsettu sig í Vogunum. Guðrún Lovísa hefur skrifað endurminningar sem til eru í handriti og eru ómetanleg heimild um líf fólksins í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Sveitarfélagið Vogar kveður heiðursborgara sinn og minnist hennar með þökk og virðingu. Aðstandendum öllum er vottuð samúð við fráfall Guðrúnar Lovísu Magnúsdóttur.

Starfstímabil er frá 17. maí til 20. ágúst. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi ... ... ríka þjónustulund ... góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði ... góða hæfni í mannlegum samskiptum ... mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst ... ánægju að því að vinna með og leiðbeina unglingum. Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum. Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga er vímulaus vinnustaður. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur (VSFK) og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sveitarfélagsins Voga, í síma 793-9880, netfang: gudmundurs@vogar.is. Umsóknum skal skilað á netfangið gudmundurs@vogar.is fyrir 22. mars nk.

ÚTBOÐ S U Ð U R NES JA B Æ R Ó S K AR EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ: G ATNA G ER Ð – S K ER JA HVERFI SAN DGERÐI, 1. ÁFAN GI Verkið felst í jarðvegsskiptum, vatns- og holræsalögnum ásamt uppbyggingu gatna og yfirborðsfrágangi. Verk þetta skal unnið frá apríl 2021 til september 2021. Helstu verkþættir og magntölur eru: ■ Uppúrtekt . . . . . . . . . . . . . ■ Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . ■ Klapparvinna í götu. . . . . . . . ■ Klapparvinna í skurðum . . . . . ■ Lagnir . . . . . . . . . . . . . . . ■ Malbik . . . . . . . . . . . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. 7600 m3 11.500 m3 . .500 m3 . . 700 m . . 600 m .2.400 m2

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hjá Verkfræðistofu Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Keflavík, frá og með föstudeginum 12. mars 2021. Óskir um útboðsgögn sendist á netfangið, vs@vss.is og verða þau þá send þeim sem þess óska. Tilboð skulu hafa borist Bæjarskrifstofum Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði (afgreidsla@sudurnesjabaer.is) eigi síðar en þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 11.00. Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Bein útsending á vef Víkurfrétta, vf.is, yfir skjálftasvæðið á Reykjanesskaga


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Togað fyrir utan Sandgerði Þá er marsmánuðurinn kominn í gang og þetta er nú iðulega einn af stærstu aflamánuðum ársins. Samt er nokkuð sérstakt að sá mikli báta­ floti sem var í Sandgerði í janúar og febrúar er að mestu horfinn því að flestir línubátanna eru komnir til Grindavíkur og netabátarnir eru komnir í Faxaflóann. Eftir standa fiskimiðin utan við Sandgerði – en hverjir eru þá að veiða þar? Jú, mjög stór og mikill handfærafloti sem rær meðal annars frá Sandgerði og línubátarnir sem eftir eru, t.d. Beta GK og Steinunn BA – og síðan er ansi margir svokallaðir þriggja mílna togbátar sem eru að toga þarna rétt fyrir utan Sandgerði. Þeir eiga það reyndar allir sameiginlegt að enginn þeirra landar í Sandgerði eða á Suðurnesjum yfir höfuð. Þarna eru t.d. togbátarnir frá Grundarfirði en frá því að síðasti pistill var skrifaður þá voru fjórir bátar frá Grundarfirði þarna fyrir utan; Runólfur SH, Sigurborg SH, Farsæll SH og Hringur SH. Allir þessir bátar voru að landa um 70 til 90 tonnum. Sömuleiðis var þarna Harðbakur EA sem landaði í Hafnarfirði. Sjómenn í Sandgerði hafa bent á þetta að þeim finnist ósanngjarnt að fiskimiðin þarna fyrir utan séu

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

stunduð af þriggja mílna togbátum, sem eru í raun bara litlir togarar, en toggetan hjá þessum 29 metra bátum er ansi mikil. Á árum áður, þegar að trollbátar voru að róa þarna fyrir utan Sandgerði, voru þetta margfalt minni bátar og með mun minni toggetu en núverandi bátar. Helst voru þetta togbátarnir sem að Miðnes HF átti, t.d. Reynir GK, Jón Gunnlaugs GK, Elliði GK og Geir Goði GK. Voru þessir bátar að veiða í kringum 1.500 tonn á hverju ári. Togbátarnir í dag, eða þessir 29 metra bátar, eru flestir að veiða hátt í þrjú til fjögur þúsund tonn á ári og er þetta ansi mikill munur. Hvað með hinar hafnirnar? Jú, togveiðar eru bannaðar í Faxafló-

anum og því sleppur Keflavík ansi vel við þessa togbáta – en hvað þá með Grindavík? Jú, Grindavík virðst sleppa nokkuð vel við togbátana því þeir eru ekkert á veiðum á þeim miðum sem að t.d. línubátarnir frá Grindavík eru að veiða á. Talandi um Grindavík þá er búið að vera nokkuð mikið um að vera þar. Vörður ÞH kom með 83 tonn í einum róðri, en hann var að veiðum utan við Sandgerði, og Sturla GK með 57 tonn í tveimur, báðir á togveiðum. Hjá línubátunum er t.d. Sandfell SU með 65 tonn í sex, Hafrafell SU 62 tonn í sjö, Óli á Stað GK 43 tonn í sex, Sævík GK 43 tonn í sex, Daðey GK 37 tonn í fimm, Vésteinn GK 36 tonn í sex og Margrét GK 35 tonn í sex. Allir að landa í Grindavík. Í Sandgerði er t.d. Beta GK með 24 tonn í sex og Steinunn BA tólf tonn í tveimur. Veiðar handfærabátanna hafa verið mjög góðar. Guðrún GK er með 8,4 tonn í fjórum róðrum og mest 2,8 tonn, Guðmundur Þór AK 4,5 tonn í þremur og Nýi Víkingur NS 3,1 tonn í fjórum. Allir í Sandgerði. Hjá dragnótabátunum er Sigurfari gK með 39 tonn í þremur, Siggi Bjarna GK 36 tonn í þremur, Benni Sæm GK 30 tonn í þremur og Aðalbjörg RE 23 tonn í þremur. Allir í Sandgerði. Loðnuskipin hafa verið á veiðum hérna utan við Suðurnesin og fyrir utan Helguvík mátti t.d. sjá Huginn VE og Polar Amaroq en þeir báðir voru að frysta loðnu um borð og komu síðan til Reykjavíkur og lönduðu loðnunni þar.

MATRÁÐUR OG MÓTTÖKU­ STARFSMAÐUR Í ÁLFAGERÐI Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar 50% starf matráðs og læknamótttöku í Álfagerði, þjónustumiðstöð 60 ára og eldri. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið Starfið felst í umsjón með eldhúsi, móttöku og framreiðslu hádegisverðar kl. 11:30 alla virka daga auk frágangs. Starfið felur einnig í sér umsjón með veitingum á tilfallandi viðburðum í félagsstarfi eldri borgara seinnipart og á kvöldin. Þegar salur er í útleigu er starfsmaður einnig umsjónarmaður hússins og er það greitt aukalega. Að auki fer fram læknamóttaka á þriðjudagsmorgnum í Álfagerði og ber viðkomandi ábyrgð á því að taka á móti skjólstæðingum og innheimta greiðslur.

Hæfniskröfur Reynsla af ofangreindum verkefnum sem nýst getur í starfi. Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um 50% starf er að ræða og er vinnutími sem hér segir; Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10–13 Þriðjudaga (læknamóttaka) kl. 9–13 Miðvikudaga kl. 10–17 Starfið er laust um áramótin og því kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu, í síma 440-6200, einnig má senda fyrirspurn á netfangið gudmundurs@vogar.is Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2021. Umsóknum skal skila á netfangið skrifstofa@vogar.is

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ Miðvikudaginn 3. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykja­ nesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 24. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán kepp­ endur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla. Agnes Jóna Pálmadóttir, Háaleitisskóla. Alma Rós Magnúsdóttir, Heiðarskóla. Bryndís Björk Guðjónsdóttir, Myllubakkaskóla. Brynja Arnarsdóttir, Heiðarskóla. Guðný Kristín Þrastardóttir, Myllubakkaskóla. Haukur Freyr Eyþórsson, Akurskóla. Júlíana Benediktsdóttir, Stapaskóla. Katrín Alda Ingadóttir, Stapaskóla. Kristín Björk Guðjónsdóttir, Njarðvíkurskóla Nikolai Leo Jónsson, Akurskóla. Patrik Vyplel, Háaleitisskóla. Rúna María Fjeldsted, Holtaskóla. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Holtaskóla. Viktor Garri Guðnason, Njarðvíkurskóla. Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn. Það er óhætt að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og verið sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda lagði Ingibjörg Einarsdóttir, formaður dómnefndar, áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru fjögur tónlistaratriði á hátíðinni. Í upphafi lék Ísak Máni Karlsson Hallelujah eftir Leonard Cohen á gítar, Anika Owczarska lék Over the Rainbow á þverflautu. Þá lék Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir Sjómannavalsinn á þver-

flautu. Að lokum fluttu þau Rozalia Mietus og Jakob Piotr Grybos sónötu númer fimm eftir Beethoven á fiðlu og píanó. Allir nemendur sem komu fram eru í 7. bekk og komu úr grunnskólum Reykjanesbæjar. Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári, þau Alexander Freyr Sigvaldason og Thelma Helgadóttir, kynntu skáld hátíðarinnar, þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Kristján frá Djúpalæk. Þá las Fjola Osmani, nemandi í Njarðvíkurskóla, ljóð á móðurmáli sínu, albönsku. Að lokum flutti Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, ávarp og afhenti bókagjafir. Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum og kennurum fyrir frábæran undirbúning og æfingar sem skiluðu sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sal af áhorfendum.

Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi: 1. sæti: Guðný Kristín Þrastardóttir, Myllubakkaskóla. 2. sæti: Kristín Björk Guðjónsdóttir, Njarðvíkurskóla. 3. sæti: Rúna María Fjelsted, Holtaskóla.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Auglýsingasíminn er 421 0001

www. hlollabatar.is - s. 421 8000

Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!

vf.is

FIMMTUdAGURInn 12. APRÍL 2012 • 15. TöLUbL Að • 33. áRG

uglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Víkurfréttir • fimmtudagur 12. apríl 2012

Svona var árið 2012 vf.is

Víkurfréttir hafa skrifað samtímasögu Suðurnesja í 40 ár. Allt frá árinu 1980 hafa Víkurfréttir komið út og flutt fréttir af samfélaginu á Suðurnesjum. Viðtöl, mannlíf og íþróttaumfjöllun hafa sett mark sitt á blaðið. • 33. árgangur Í haust voru liðin 40 ár frá því Víkurfréttir komu fyrst út og þann 7. janúar sl. fögnuðu Víkurfréttir ehf. 38 ára afmæli útgáfufélags blaðsins. Á næstu vikum munum við minnast tímamótanna með því að glugga í gömul blöð. Að þessu sinni skoðum við efni úr Víkurfréttum frá árinu 2012.

›› Sóley Sigurjóns GK frá Garði fékk virka djúpsprengju í trollið:

NÝI

Áhöfnin yfirgaf skip með virkri sprengju

VEL

• HAGS ÁRGJ • GLÆ GOLF

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Æsispennandi körfuknattleikir

Það Sjáið e

Á

höfn togveiðiskipsins Sóleyjar Sigurjóns GK frá Garði var öll send frá borði með hraði þegar skipið kom á Stakksfjörðinn, skammt undan landi við Keflavík eftir hádegið í gær. Um borð í skipinu var virk djúpsprengja og mikil hætta talin á ferðum. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru um borð í skipið og aftengdu sprengjuna sem skipið fékk í veiðarfærin djúpt útaf Sandgerði. Var því þegar stefnt til lands þar sem sprengjusérfræðingarVíkurfréttir tóku á móti Grundarvegur 23, því. Eftir að sprengjan hafði verið aftengd var farið 260 Reykjanesbær með hana í námusvæðið í Stapafelli þar sem hún var Sími: 421 0000 sprengd. Sprengjan var um 300 kg. að þyngd. Póstur:Sigurvf@vf.is Á meðfylgjandi myndum má sjá áhöfn Sóleyjar Afgreiðslan opin jóns GK um borð í hafnsögubátnum Auðuni sem ersótti daga kl. 09-17 áhöfnina út á Stakksfjörðinn um leið og virka sprengjusérfræðingar voru fluttir um borð í skipið. ÞáAuglýsingasíminn má sjá hvar er 421 0001 komið er með sprengjuna í land í Njarðvík.

Víkurfréttir ehf.

Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

– TI Stærra og efniSmeira

ÍST

Útsölur að hefjast!

Opið allan sólarhringinn

kylfinga í Sandgerði

ýttu sér þíðu um síðastliðna helgi til að leika golf á Kirkjubólsvelli. Fjölmargir kylfingar nýttu Das Auto. drógu upp kylfurnar enda hefur lítið færi gefist til að leika golf að undanförnu í fannferginu. hafa myndast á Kirkjubólsvelli en það aftraði ekki þessum vaska kylfingi sem óð út í vatn og tanum. Ljóst er að kylfingar leggja ýmislegt á sig til að stunda þessa göfugu íþrótt. Víkurfréttir • 19. janúar 2012 Myndina tók Ásgeir Eiríksson.

Nýttu þér kosti metans með Volkswagen.

og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari Vinur við en bensín.

tórtjón varð lögreglustöðinni Reykjanesbæ þegar h þar úr bilaðri leiðsl daga. Það var svo í þriðjudag sem menn varir en þá voru all hússins orðnir gufu sjóðandi heitt vatn um Slökkvilið Brunavarna en allir innviðir eru ón Kaplahra allt að 50 milljónum k

Janúarmánuður er þekktur fyrir útsölur en þá getur fólk gert góð kaup þegar jólavarningur ýmiskonar og fatnaður fer á afslætti. Á myndinni er Einar Sigurpálsson að setja upp gluggamerkingu í Kóda þar sem stendur „Útsala“ stórum stöfum VF-mynd: pket

ötn Stöðuvötn stöðva ekkistöðva kylfingaekki í Sandgerði Sandgerðingar nýttu sér þíðu um síðastliðna helgi til að leika golf á Kirkjubólsvelli. Fjölmargir kylfingar nýttu sér tækifærið og drógu upp kylfurnar enda hefur lítið færi gefist til að leika golf að undanförnu í fannferginu. Nokkur stöðuvötn hafa myndast á Kirkjubólsvelli en það aftraði ekki þessum vaska kylfingi sem óð út í vatn og sló boltanum. Ljóst er að kylfingar leggja er ýmislegt á sig til að innlendur Metan stunda þessa göfugu íþrótt. Myndina tók Ásgeir Eiríksson.

Stórtjón S

TM

Fitjum - sjá nánar á bls. 23

NÝ T T

Morgu nver matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanill Áhafnarmeðlimir af Sóleyju Sigurjóns GK um borð 5. 2012 • 1. tölubl Að • 3 AðeJAn úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna erFimmtudAGuRinn 2:2. ins í bÚAR oð iá Subway í Auðuni við komuna til Keflavíkur í gærdag. Á myndinni til hliðarí kvöld. Spennan er ekki minni Fitjum Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík má sjá þegar sprengjan var flutt í land síðdegis í gær. Farið var með í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 ›› Oddný G. Harðardóttir óvænt við ríkisstjórnarborðið, fyrsti ráðherra í Stapafell þar sem hún háspennuleiki. var sprengd. fyrirsprengjuna Keflavík eftir tvo æsispennandi Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar Suðurnesjamanna og fyrstaVF-mynd: konan íHBB embætti fjármálaráðherra: kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld.

Fjármálaráðherra úr Garðinum veginn

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

- „Þarf að standa mig, bæði fyrir konur og fyrir Suðurnesjamenn“

Hol s

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is

Víkurfréttir • 5. janúar 2012

og verið formaður fjárlaganefndar því að bæta atvinnulífið, og þá sér14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011 um skeið og því með ákveðinn bak- staklega hér á Suðurnesjum þar sem Easy Easy Oddný G. Harðardóttir, nýr fjár­ grunn. Ég fór þó ekki inn á fundinn atvinnuleysið er mest. Það sé ríkinu málaráðherra í ríkisstjórn Íslands með það í huga að ég fengi ráðherra- fyrir bestu að atvinnulífið komist af ÞvoTTaEfni MýkingarEfni segir að settar séu á hana nokkrar stólinn. Það hvarflaði ekki að mér að stað hér á svæðinu og það sé nauðaloE vEra 2l kvaðir sem fyrsti kvenkyns fjár­ ég fengi stöðu fjármálaráðherra. Ég synlegt að gera. málaráðherrann og jafnframt fyrsti hélt einfaldlega að við værum ekki Oddný kveðst ætla að beita sér 2.7 kg Suðurnesjamaðurinn í ráðherra­ komin það framarlega í jafnréttisbar- fyrir alla landsmenn og þar séu fremst tilöðrum vinstri,ráðherrum ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórn og forseta Íslands Oddný, fremstOddný, til vinstri, ásamt í ríkisstjórn og forseta Íslands á ríkisráðsfundi á gamlársdag. stól. „Ég þarf að standa mig, bæði áttunni, að setja konu í þessa stöðu. Suðurnesjamenn ekki undanskildir. á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Hún er með þau skilaboð til Suðurfyrir konur og fyrir Suðurnesja­ Þar hafði ég bara rangt fyrir mér.“ Oddný segist ekki geta sagt til um nesjamanna að landið sé að rísa úr við vöxtum í velferð ef svo mætti á dögunum,“ segir Oddný og hún er menn.“ þeirrar skoðunar að það verkefni Hún segir að það hefði komið sér í það hvort það hafi skipt máli að öskunni og að aðstæður fari hægt segja.“ kr/stk. kr/stk. opna skjöldu þegar henni var boðinn hún sé Suðurnesjamaður þegar hún batnandi. „Ríkissjóður er að vísu enn En geta Suðurnesjamenn átt von verði stöðugleikinn í atvinnumálum „Þarf mig, að bæði fyrirí konur og fyrir Suðurnesjamenn“ Tilboðsverð! á því að að standa hlutir fari gerast Suðurnesjamanna í framtíðinni. ráðherrastóllinn en hún vissi ekki að skipuð í ljósi erfiðs ástands. Hún rekinn á lánum en við höfum farið úr -Tilboðsverð! Víkurfréttir ehf.í 20 milljarða gat ddnýef G. Harðardóttir, nýr fjármálastöðu.svæðisins, Þar hafði ég bara rangt fyrir þig mér.“ á árinu 2012. Allir landsmenn, segir að- Hverafold henni hafi þótt verra 216 milljarða gati stóru atvinnumálum Oddný, sem er eftir úr Garðinum, segir að líka það stæði til fyrr en á þingflokksMjódd - Salavegur - Akureyri - Höfnað - Grindavík - Reykjanesbær Skráðu á póstlistann á www.netto.is Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær ráðherra Íslands segir Oddný segist ekki geta sagt það til umhafi það snert Suðurnesjamenn, græða áhún því að ríkissjóður gengur eftir á árinu 2012. Allir í ríkisstjórn t.d. í álverinu? hana mjög þegar fundi fyrir áramót. „Auðvitað vissi Suðurkjördæmi í heild sinni hafi ekki allt Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is að settar séu á hana nokkrar kvaðir sem hvort það hafi skipt máli að hún sé sé rekinn á núlli, helst með afgangi. Með Afgreiðslan er opin virka dagaSuðurnesjamenn, kl. 09-17 líka „Ég vona þaðogsvo sannarlega. Auðí Garðinn eftir við ríkisráðség að einhverjar breytingar gætu átt ráðherra í ríkisstjórn þetta kjör- landsmenn, fyrsti kvenkyns fjármálaráðherrann Suðurnesjamaður þegar húnkom skipuðheim í því móti þurfum ekki að taka lán og fyrsti Suðurnesjamaðurinn í ljósifara erfiðsaf ástands. að henni borga vexti.áÞar af leiðandi breytum við sé rekinn vitað er gagnaverið að staðHún á segir fund á Bessastöðum gamlársdag átt sér stað í ríkisstjórn og ég vissi tímabilið og það hafi verið gott hjá græða á því að ríkissjóður jafnframt „Ég þarf að standa mig, bæði hafi þótt verra að Suðurkjördæmi vöxtum í velferð ef svo mætti segja.“ Með því Ásbrú og kísilverið í Helguvík. Stóra að búið var að flagga um allan Garð. að það var áhugi fyrir því að hafa Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- á núlli, helst með afgangi.ráðherrastól. fyrir konur og fyrir Suðurnesjamenn.“ í heild sinni hafi ekki átt ráðherra í En geta Suðurnesjamenn áttallan von á Opið lán og verkefnið er álverið í Helguvík og Hún segir að þetta hafi verið afar jöfn kynjahlutföll. Ég sá því að þetta herra að kippa því í liðinn. Hún segir móti þurfum við ekki að taka Hún segir að það hefði komið sér í ríkisstjórn þetta kjörtímabilið og það hafi því að hlutir fari að gerast í stóru sólarhringinn skjöldu þegarþar henniheld var boðinn verið gott hjá Jóhönnu atvinnumálum svæðisins, t.d. breytum ég að hlutirnir fari að Sigurðardóttur skemmtilegt uppátæki Garðbúa ogí álverinu? kæmi hugsanlega til greina því ég hef að hún muni beita sér fyrir því að borga vexti. Þar af leiðandiopna ráðherrastóllinn en hún vissi ekki að það forsætisráðherra að kippa því í liðinn. „Ég vona það svo sannarlega. Auðvitað ganga í kjölfar gerðardóms sem féll yljað henni um hjartarætur. gegnt stöðu formanns þingflokksins vinna með atvinnuvegaráðherra að stæði til fyrr en á þingflokksfundi fyrir Hún segir að hún muni beita sér fyrir er gagnaverið að fara af stað á Ásbrú og Das Auto. áramót. „Auðvitað vissi ég að einhverjar því að vinna með atvinnuvegaráðherra kísilverið í Helguvík. Stóra verkefnið

ALA

Æsispennandi Fjármálaráðherra úr Garðinum 989 339 körfuknattleikir O

M FRÁ ELLINGSEN

TM

breytingar gætu átt sér stað í ríkisstjórn og ég vissi að það var áhugi fyrir því að hafa jöfn kynjahlutföll. Ég sá því að þetta kæmi hugsanlega til greina því ég hef gegnt stöðu formanns þingflokksins

að því að bæta atvinnulífið, og þá sérstaklega hér á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er mest. Það sé ríkinu fyrir bestu að atvinnulífið komist af stað hér á svæðinu og það sé nauðsynlegt að gera.

Fitjum

er álverið í Helguvík og þar held ég að hlutirnir fari að ganga í kjölfar gerðardóms sem féll á dögunum,“ segir Oddný og hún er þeirrar skoðunar að það verkefni verði stöðugleikinn í atvinnumálum


12 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Þ

au nanna Bryndís hilmarsdóttir söngkona og Brynjar leifsson gítarleikari hljómsveitarinnar of monsters and men eru orðin þrælvön viðtölum og kipptu sér lítið upp við það þó útsendari víkurfrétta hafi klófest þau í Flugstöð leifs Eiríkssonar áður en þau héldu af stað vestur um haf í síðustu viku. hljómsveitin hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu en þau voru að ljúka kærkomnu fríi hér heima á íslandi og á leið í aðra tónleikaferð. vinsældir sveitarinnar eru sífellt að aukast og er sveitin oft talin á barmi hinnar margrómuðu heimsfrægðar.

Frægðarskrímslið handan við hornið - hjá Of Monsters And Men

12

„Það komu stundum heilu dagarnir sem fóru bara í að kynna sveitina og þá voru kannski tíu viðtöl yfir daginn,“ segir Brynjar. Nanna tekur undir það og segir að þegar um sjónvarpsviðtöl hafi verið að ræða þá hafi ræs verið klukkan fimm á morgnana. „Við lentum alveg í því þegar við vorum í New York að við komum af tónleikastað klukkan tvö um nótt og þurftum að vakna eftir þrjá tíma til þess að gera okkur klár fyrir sjónvarpið.“ Sveitin kom nýverið fram í spjallþætti grínistans Jimmy Fallon sem gerði garðinn frægan í Saturday Night Live þáttunum vinsælu. Eru sem sagt engir frídagar til þess að skoða þessa staði sem þið eruð að heimsækja? Brynjar: „Það kemur alveg einn og einn dagur en það er ekkert allt of mikið af frídögum.“ Nanna: „Við erum svo yfirleitt sofandi þegar við keyrum á milli borga þannig að við vöknum á einhverjum nýjum stað og förum beint á hótel og svo tónleikastaðinn.“ Eru þið eitthvað búin að átta ykkur á því hvað þið eruð í raun orðin vinsæl? Brynjar: „Ég veit það hreinlega ekki. Þegar maður er úti þá er maður bara í rútunni og að spila á tónleikum og er einhvern veginn bara í þeim heimi.“ Nanna: „Það er oft soldið klikkað og brjálað að gera. Stundum er það frekar yfirþyrmandi. Svo kemur maður heim og þá finnst mér eins og maður núllstilli sig, nái alveg áttum aftur.“ Hvað gerðuð þið í fríinu hér heima? Brynjar: „Ég fór upp í sumarbústað. Ég fór líka í ræktina til að ná af mér allri pítsunni. Nanna: „Ég bara borðaði geðveikt mikið. Ég ætlaði alltaf í ræktina en svo fannst mér bara miklu betra að borða og horfa á sjónvarpið (hlær). Er fólk að veita ykkur einhverja athygli úti á götu? Nanna: Nei ekki get ég sagt það. Kannski bara þegar fólk er að drekka, þá fer fólk að koma til manns og tjá sig. Brynjar: „Í Keflavík kemur fólk til manns sem þekkir kannski foreldra manns og óskar manni til hamningju með árangurinn, eitthvað í þá áttina.“ Nanna: „Það er oft þannig, fólk vill manni voðalega vel og óskar okkur góðs gengis.

Þ

FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

au nanna Bryndís hilmarsdóttir söngkona og Brynjar leifsson gítarleikari hljómsveitarinnar of monsters and men eru orðin þrælvön viðtölum og

Hún kom svo út og heilsaði okkur en það hann sagði eftir fyrstu tónleikana að Eru kipptu þið ekki aðupp upplifa sér lítið við það þó útsendari víkurfrétta hafi klófest þau í Flugstöð leifs Eiríkssonar áður en þau héldu af stað vestur um haf í síðustu sem kom upp okkur vartónleikaferð. stuna úr þetta hefði verið þannig tilfinning að við drauminn að mörgu leyti? viku. hljómsveitin hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu en þau voru að ljúka kærkomnu fríi héreina heima á íslandi og áúrleið í aðra Arnari. Þetta var ógeðslega vandræðalegt. værum í Boston, svo kom það vinsældir sveitarinnar eru sífellt að aukast og er sveitin oftorðin talin áfræg barmi hinnar margrómuðu heimsfrægðar. Það var mjög fyndið að sjá einhvern í ljós á næstu tónleikum að við vorum Nanna: „Jú. Ég held að við séum í mjög sem maður hefur séð í ótal bíómyndum bara ekkert fræg í Boston (hlæja bæði). skemmtilegri aðstöðu og erum að gera labba bara framhjá manni og heilsa.“ það sem við viljum vera að gera. Þetta Framundan er mikið af tónleikahátíðum er sjálfsagt erfitt í einhvern tíma og Nanna: Við hittum líka Mark Hoppus bassahjá sveitinni og mikil ferðalög. Þau maður þarf að hafa fyrir þessu.“ leikara úr Blink 182. Ég var svakalegur koma aftur heim núna þann 5. júní í aðdáandi þegar ég var yngri og fékk alveg frí en svo verða þau meira og minna Brynjar: „Þetta verður kannski auðveldara stjörnur í augun. Strákarnir voru svo alltaf að spila í júlí, ágúst og september. síðar og öll þessi vinna skilar sér vonandi. að segja við hann að ég elskaði hann, ég neitaði því nú þrátt fyrir að það sé að einNanna: „Við spilum á Reading og erum Nanna: „Maður lærir bara á þetta en hverju leyti satt,“ segir Nanna og hlær. núna á leið á Sasquatch og Lollapalooza. við vitum auðvitað ekkert hvað við Svo munum við spila á Newport Folk erum að gera núna. Við rennum frekar Hvert er framhaldið hjá ykkur? Festival og Osheaga í Montreal, Lowlands blint í sjóinn með þetta allt saman.“ Festival, Pukkelpop. Ég hef bara faið á Nanna: „Við verðum út árið og öruggHróarskeldu og það var æðislega gaman. Brynjar: „Þetta er oft svo mikið planað lega eitthvað á næsta ár aðokkur spila erum alltaf að spyrja umboðsmanninn Húnfram kom svo út og heilsaði en þetta það hann sagði eftir fyrstu tónleikana að „Þaðokkur, komu stundum heilu dagarnir sem í Eru þið ekki Við fyrir við mætum bara upp að upplifa eina sem kom upp úr okkur var stuna úr þetta hefði verið þannig tilfinning að við fóru bara í að kynna sveitina og þá voru drauminn að mörgu leyti? efni. Við erum öll í sitthvoru horninu að okkar hvort við getum ekki spilað þar.“ flustöð. Það er vel séð um okkur.“ Arnari.efni. Þetta var ógeðslega vandræðalegt. værum orðin fræg í Boston, svo kom það eitthvað kannski tíu viðtöl yfir daginn,“ segir semja Við förum sennilega Það var mjög fyndið að sjá einhvern í ljós á næstu tónleikum að við vorum Brynjar. Nanna tekur undir það og segir Nanna: „Jú. Ég held að við séum í mjög ekki að æfasemogmaður takahefur uppséð efni en einí ótalfyrr bíómyndum ekkert fræg í Boston (hlæja bæði). að þegar umeru sjónvarpsviðtöl verið að skemmtilegri aðstöðu og erum líst að geraykkur bara Hvernig á Keflavík Hvernig þessirhafi tónleikastaðir bara framhjá manni og heilsa.“ ræða þá hafi ræs verið klukkan fimm á það sem við viljum vera að gera. Þetta hvern tímalabba eftir áramót. Kannski er það Music Festival sem er að sem þið hafið verið að leika á? Framundan er mikið af tónleikahátíðum morgnana. „Við lentum alveg í því þegar er sjálfsagt erfitt í einhvern tíma og bara ágættNanna: og við úrMark fulltHoppus af hughefjast í Reykjanesbæ? Viðhöfum hittum líka bassahjá sveitinni og mikil ferðalög. Þau við vorum í New York að við komum maður þarf að hafa fyrir þessu.“ myndum að velja þegar setjumst niður.“ leikara úr Blink 182.við Ég var svakalegur koma aftur heim núna þann 5. júní í af tónleikastað tvö um nótt og Brynjar: „Þeirklukkan eru mjög misjafnir.“ aðdáandi þegar ég var yngri og fékk alveg frí en svo verða þau meira og minna þurftum að vakna eftir þrjá tíma til þess að Brynjar: „Þetta verður kannski auðveldara Það stjörnur í augun. Strákarnir voru svo alltaf að spila vel. í júlí,Mér ágúst finnst og september. gera okkur klár fyrir sjónvarpið.“ Sveitin síðar og öll þessiNanna: vinna skilar sér hljómar vonandi. rosalega Brynjar: „Plata alltaf að segjanúmer við hann tvö að éger elskaði hann, ég alltaf gaman þegar það er svona gróska í kom nýverið í spjallþætti grínistans Nanna: „Já. fram Þegar við vorum t.d. að spila í neitaðier þvíþað nú þrátt fyrir að það sé að ein„Við spilum á Reading og erum Jimmy of Fallon semígerði garðinn frægan í2500Nanna: „Maður gangi. lærir baraÞegar á þetta svona en mesta vesenið, ekki?“ litlarNanna: hugmyndir verða House blues Boston þá voru manns hverju leyti satt,“ segir Nanna og hlær. núna á leið á Sasquatch og Lollapalooza. Saturday Night Live þáttunum vinsælu. við vitum auðvitað ekkert hvað við að einhverju svona dæmi. þarf í húsinu. Það var alveg svakalegt og maður Svo Það munum við oft spila á Newport Folk erum að gera núna. Við rennum frekar HvernigHvert er það, eruð þið er framhaldið hjá ekkykkur? Festival Erualveg sem sagt engir frídagar Nokkrum blint í sjóinn með þettahugmynd allt saman.“ og svo að bara kýlaogá Osheaga það.“ í Montreal, Lowlands fékk fiðring í magann. Festival, Pukkelpop. Ég hef bara faið á þreytt á lögunum ykkar, til þess að skoða þessa staði ert dögum síðar vorum við að spila fyrir 200 Nanna: „Við verðum út árið og öruggHróarskeldu og það var æðislega gaman. sem þið eruð að heimsækja? Brynjar: „Þetta er oft svo mikið planað t.d. Little talksfram sem þið hafið lega eitthvað á næsta ár að spila þetta Brynjar: virkilega vel.“ umboðsmanninn manns. Bara svipað og að spila á Paddy´s.“ Við erum alltaf að spyrja fyrir okkur, við mætum bara„Það upp í hljómar bara efni. Viðspilað erum öll í sitthvoru horninu aðoft? gríðarlega okkar hvort við getum ekki spilað væntanlega þar.“ Brynjar: „Það kemur alveg einn flustöð. Það er vel séð um okkur.“ semja eitthvað efni. Við förum sennilega og einn dagur en það er ekkvar svo aðHvernig vera líst í ykkur á Keflavík Brynjar: „Árni í hljómsveitinni orðaði ekki að æfa og taka upp efni fyrr en einert allt of mikið af frídögum.“ Hvernig eru Hvernig þessir tónleikastaðir Brynjar: „Það auðvitað alger klisja hverner tíma eftir áramót. Kannski er það Music Festival sem er að Fallon, sem þið hafið verið þætti að leikaJimmy á? þetta skemmtilega þegar bara ágættalltaf og við mismunandi höfum úr fullt af hugen maður finnur hefjast í Reykjanesbæ? Nanna: „Við erum svo yfirleitt sofandi væntanlega öðruvísi en myndum að velja þegar við setjumst niður.“ þegar við keyrum á milli borga þannig að Brynjar: „Þeir eru mjög misjafnir.“ strauma frá áhorfendum hverju sinni.“ að vera á tónleikum? Nanna: Það hljómar rosalega vel. Mér finnst við vöknum á einhverjum nýjum stað og

Frægðarskrímslið handan við hornið - hjá Of Monsters And Men

förum beint á hótel og svo tónleikastaðinn.“ Eru þið eitthvað búin að átta ykkur á því hvað þið eruð í raun orðin vinsæl? Brynjar: „Ég veit það hreinlega ekki. Þegar maður er úti þá er maður bara í rútunni og að spila á tónleikum og er einhvern veginn bara í þeim heimi.“ Nanna: „Það er oft soldið klikkað og brjálað að gera. Stundum er það frekar yfirþyrmandi. Svo kemur maður heim og þá finnst mér eins og maður núllstilli sig, nái alveg áttum aftur.“ Hvað gerðuð þið í fríinu hér heima? Brynjar: „Ég fór upp í sumarbústað. Ég fór líka í ræktina til að ná af mér allri pítsunni. Nanna: „Ég bara borðaði geðveikt mikið. Ég ætlaði alltaf í ræktina en svo fannst mér bara miklu betra að borða og horfa á sjónvarpið (hlær). Er fólk að veita ykkur einhverja athygli úti á götu? Nanna: Nei ekki get ég sagt það. Kannski bara þegar fólk er að drekka, þá fer fólk að koma til manns og tjá sig. Brynjar: „Í Keflavík kemur fólk til manns sem þekkir kannski foreldra manns og óskar manni til hamningju með árangurinn, eitthvað í þá áttina.“ Nanna: „Það er oft þannig, fólk vill manni voðalega vel og óskar okkur góðs gengis.

Brynjar: „Plata númer tvö er alltaf alltaf gaman þegar það er svona gróska í Nanna: „Já. Þegar við vorum t.d. að spila í mesta vesenið, er það ekki?“ Nanna: við spilum það lag þá verða „Þegar House of blues í Boston þá voru 2500 manns gangi. Þegar svona litlar hugmyndir Brynjar: „Já, þaðaðvar rosalega einhverju svona spes. dæmi. Það þarfmissir oft í húsinu. Það var alveg svakalegt og maður fólk alveg vitið og þá verður þvílíkt Hvernig er það, eruð þið ekkÞetta gerðist svo hratt. Við vorum bara hugmynd og svo að kýla á það.“ fékk alveg fiðring í magann. Nokkrum stuð og allir syngja með. Það er því ert þreytt á lögunum ykkar, dögum síðar vorum við að búin spila fyrir að200 æfa í settinu hjá þeim t.d. Littleað talks sem þiðlag.“ hafið Brynjar: „Það hljómar bara virkilega vel.“ frekar manns. Bara svipað og að spila á Paddy´s.“ alltaf gaman spila það en við komum þarna snemma væntanlega spilað gríðarlega oft? var svovið að vera í Brynjar: „Árni í hljómsveitinni umorðaði morguninn.Hvernig Svo fengum „Þaðað er auðvitað alger klisja alveg halda Jimmy Fallon, Þið náiðBrynjar: þetta skemmtilega þegar tveggja tíma pásu ogþætti komum en maður finnur alltaf mismunandi væntanlega öðruvísi ykkur en á jörðinni? strauma frá áhorfendum hverju sinni.“ seinnipartinn í förðun lokaað og vera á tónleikum?

undirbúning. Svo þegar þetta er að „Þegar viðsko spilum það lag þá Brynjar: JáNanna: ég held það (hlær). Við „Já, það var rosalega spes. gerast þá er stressið Brynjar: mikið, meira missir fólk alveg vitið og þá verður þvílíkt Þetta gerðist svo hratt. Viðhöfum vorum lent nokkrum sinnum í því að stuð og allir syngja með. Það er því en á venjulegum tónleikum. búin að æfa í settinu hjá þeim fólk vilji fá mynd af sér með okkur utan alltaf frekar gaman að spila það lag.“ en við komum þarna snemma tónleika. Það er óneitanlega skrýtið að um morguninn. Svo fengum við Þið náið alveg að halda Nanna: „Þetta var tekið upp tveggja tímaog pásu og komum einhver þekki mann í útlöndum.“ ykkur á jörðinni? seinnipartinn svo spilað um kvöldið. Ég stilltií förðun og lokaþegar þetta er að Brynjar: Já ég held það sko (hlær). Við verkjaraklukkuna ogundirbúning. sá okkur Svo spila gerast þá er stressið mikið,Nanna: meira „Við erum ekkert að lenda því höfum lent nokkrum sinnum í þvíí að í þættinum. Það var en pínu skrítið tónleikum. á venjulegum fólkelta vilji fáokkur mynd afásér með okkur að fólk sé að götum úti.“utan

að vera í Bandaríkjunum að horfa tónleika. Það er óneitanlega skrýtið að Nanna: „Þetta var tekið upp og einhver þekki mann í útlöndum.“ á okkur spila hjá Jimmy Fallon.“ svo spilað um kvöldið. ÉgHvað stillti finnst ykkum um alla verkjaraklukkuna og sá okkur spila Nanna: „Við erum ekkert að lenda í því þessa umfjöllun um hljómí þættinum. Það var pínu skrítið Í lok júní kemur hljómsveitin að fólk sé að elta okkur á götum úti.“ hér heima? að vera í Bandaríkjunumsveitina að horfa fram í sjónvarpsþætti Jayspila Leno á okkur hjá Jimmy Fallon.“ Hvað finnst ykkum um alla en hann hafa þau horft á síðan þessa hljómNanna: „Þetta erumfjöllun stundumum fyndið Í lok júní kemur hljómsveitin sveitina hér heima? þau voru krakkar. Þau hlakka hvað fram í sjónvarpsþætti Jay Lenoallir eru spenntir og hvað mikið til þess. „Þá kemur í þau horftöllum en hann hafa á síðan finnst þetta gaman.“ Nanna: „Þetta er stundum fyndið þau voru krakkar. Þau hlakka hvað allir eru spenntir og hvað ljós hvort hann sé til í alvörmikið til þess. „Þá kemur í öllum finnst þetta gaman.“ unni,“ segir Nannaljós oghvort hlær. einhver pressa á ykkur? hann sé til í Er alvörunni,“ segir Nanna og hlær.

Er einhver pressa á ykkur?

Nanna: „JáNanna: alveg„Jápínu sko. Á síðustu Þegar þau komu fram í alveg pínu sko. Á síðustu Þegar þau komu fram í þegar platan okkar fór sjónvarpsþætti Fallon var tónleikaferð þegar platan okkar fóríí 6. 6. sjónvarpsþætti Fallontónleikaferð var sæti Billboard þá var tala sæti Billboard listanslistans þá var ég égaðaðtala leikkonan Cameronleikkonan Diaz Cameron Diaz við vini mína heima sem sögðu mér að einn gestanna og langaði við vini mína heima sem sögðu daglega mér að einn gestanna og langaði við hefðum verið í fréttunum strákana í hljómsveitinni verið í fréttunum strákana í hljómsveitinni í tvær vikur, það var soldið daglega fyndið.“ að hitta skvísuna. við hefðum í tvær vikur, það var soldið fyndið.“ að hitta skvísuna.

Krakkarnir drifu sig svo til hinna í Brynjar: Ég, Ragnar og hljómsveitinni sem væntanlega voru Arnar ætluðum að fá mynd komin í Fríhöfnina barinn. í af okkur með Cameron Krakkarnir drifu sig svoeða tiláhinna Brynjar: Ég, Ragnar og Viðtal og myndir: og fórum fyrir utan hljómsveitinni sem væntanlega voru Arnar ætluðum að fáDiaz mynd Eyþór Ssæmundsson búningsherbergi hennar.

af okkur með Cameron Diaz og fórum fyrir utan búningsherbergi hennar.

komin í Fríhöfnina eða á barinn. Viðtal og myndir: Eyþór Ssæmundsson


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. nóvember 2012

FÓLK OG FRÉTTIR

Víkurfréttir • 5. nóvember 2012

Gengur þú með dulda sykursýki? Ókeypis blóðsykursmæling í boði Lions

F

na

Er hægt að fá einn stuttan!

g á góðan vin sem heitir Jón (og östudaginn hann heitir í alvöru Jón). Við 16. nóvemtölum mikið saman eins og er eðli góðra ber frá k l. 13 vina og höfum ferðast saman í gegnum til 16, munu ótal hæðir og lægðir í lífinu. Hann hefur Lionsklúbbarnir gefið mér ómetanlega sýn inn í heim á Suðurnesjum karlmanna og hann hefur oftar en ekki í samstarfi við Lyfju, bjóða upp þakkað mér fyrir að opna sýn hans á á ókeypis blóðsykursmælingu í flóknum heimi konunnar. Ég ætlast til verslunarmiðstöðinni Krossmóa að Jón lesi pistlana mína því það er bara í Reykjanesbæ. Í Grindavík verða það sem vinir gera, en hann á í blóðsykursmælingarnar í verslunerfiðleikum með það. Af hverju inni Nettó. – jú af því að þeir eru of langir: Nóvember er mánuður sykursýkiser ekki hægt að fá EINN stuttan varna hjá Lionshreyfingunni og í Anna Lóa! Þú skrifaðir um dagtilefni af því beina Lionsmenn nú inn 750 orð um hve miklu máli kröftum sínum sérstaklega að þessu skiptir að vera maður sjálfur og þarfa málefni. taka niður grímuna. Það hefði Sykursýki er hættulegur sjúkdugað mér að hlusta á Helga dómur. Báðar tegundir sykursýki, Víkurfréttir • 21. júní 2012 Björns syngja: vertu þú sjálfur, sykursýki 1 og sykursýki 2, eru gerðu það sem þú vilt! í Mikil mikilli sókn. Talið er að jafnvel menningarhátíð var á En honum finnst ekki bara pistlþúsundir einstaklinga Garðskaga um nýliðnagangi helgi. Ímeð ANNA LÓA arnir mínir of langir því sömu tilefnisykursýki. af hátíðinni mætti dulda Hver sem gjörn­ er, óháð ÓLAFSDÓTTIR skoðun hefur hann á statusunum ingahópurinn Norðanbál á 1, en aldri, getur fengið sykursýki SKRIFAR mínum, sms-unum, tölvupósti, já svæðið lýstisem m.a.hafa uppættarsögu vitann eldra fólk,ogþeir honum finnst ég einfaldlega hafa í bláum lit. Víkurfréttamynd: um sykursýki og þeir sem eru of of mörg orð um flesta hluti. Hilmar Bragi Bárðarson þungir, eru í sérstakri hættu á að fá Hann segir að stundum sé ég 10 mínútur sykursýki 2. að segja eitthvað sem gæti tekið ½ mínútu Blóðsykursmælingin, sem tekur og þessar 9 og ½ mínútu horfi hann á aðeins örstutta stund, verður frammunninn minn hreyfast (eða setur símann kvæmd af hjúkrunarfræðingi sem á borðið) og er löngu dottinn út og farinn er sérfræðingur í málefnum sykurað hugsa um eitthvað allt annað (eins og sjúkra. „hvernig get ég bætt sveifluna mína“). Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum þakka fyrir jákvæðni og stuðning fyrr og nú og hvetja Suðurnesjamenn eindregið til að nýta sér þetta tækifæri til að fá fría blóðsykursmælingu. VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 Víkurfréttir • 21. júní 2012 Með Lionskveðju, Geirþrúður Fanney Bogadóttir, svæðisstjóri á sv. 5 109A IN

TE RN

An

HamIngjUHoRnIð

É

13

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

ATIONAL

BLÁR GARÐSKAGAVITI

Jón er sofnaður á hinum enda línunnar. Anna Lóa, mundir þú keyra hringinn í kringum landið til að komast í Skorradalinn þegar þú getur keyrt beint þangað uppeftir? Þú tekur ALLTAF lengri leiðina. Jóni finnst að bak við umræður okkar þurfi að vera ákveðinn ásetningur: vandamál sem þarf að leysa eða ákveðinn hlutur sem verður að koma á framfæri. Samræðurnar eiga að leiða til þess að málið verði leyst á fljótlegan og öruggan hátt. Ég nota aftur á móti samtölin okkar til að komast að því hvernig mér líður og nota Jón sem spegil. Hann þarf EKKI að koma með lausn á vandanum en VERÐUR að hlusta á það sem ég hef að segja, finna til samkenndar og skilja af hverju mér finnist þetta eða hitt erfitt. Með því að deila vandanum líður mér betur jafnvel þó lausnin sé ekki komin. Þarna er munurinn á okkur í hnotskurn, hann finnur fyrir pressu til að bjarga málunum fyrir mig og mundi vilja stökkva í slökkviliðsbúninginn og slökkva alla elda. Hann verður ráðvilltur þegar hann hefur enga lausn á málunum á meðan ég þurfti ekki á slökkviliðsmanni að halda heldur einhvern sem er til staðar.

Karlmenn (margir) eru frekar línulaga í hugsun, það er upphaf og það er endir en á meðan erum við konurnar (margar) frekar hringlaga, upphaf, miðja, upphaf, miðja..... förum út í smáatriðin og allt sem gæti tengst efninu. Einföld spurning: „getum við hist á mánudaginn“, ætti að vera hægt að svara með já eða nei en mitt svar gæti verið: er ekki viss þar sem ég var búin að lofa frænku minni að kíkja á ritgerðina með henni og ef hún er ekki með fyrirlestur það kvöld þá kemur hún til mín. Svo er ég búin að vera mikið í burtu undanfarið svo ég veit ekki hvort ég nenni að keyra í bæinn þetta kvöld. Ef ég er laus þá er spurning um hvort þú komir til mín þar sem bíllinn er heldur ekki kominn á vetrardekkin! Jón er sofnaður á hinum enda línunnar. Þetta snýst ekki um að ég sé að gera eitthvað rangt og Jón vinur minn rétt – frekar að við erum öll að reyna að hafa samskiptin í lagi og þau verða það frekar ef við áttum okkur á því að við nálgumst hlutina á mismunandi hátt. Jón hefur ekki talað við mig í viku. Hann hringdi um daginn og sagðist vera veikur. Þar sem ég var að skrifa þessa grein gaf ég honum línulegt svar: hættu þessu væli Jón, fá þér Íbúfen og leggðu þig!! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér www.facebook.com/Hamingjuhornid

Skjálftavakt allan sólarhringinn í síma FULL 898 2222 BÚÐ AF

Í Eldhúsinu

Ló a

15

NÝJUM VÖRUM

Á DÖMUR OG HERRA

Hafnargata 29 (gamla Stapafellshúsið)

Fundur í Reykjanesbæ um efnahagsumhverfi fyrirtækja Fimmtudaginn 22. nóvember býður Íslandsbanki fulltrúum fyrirtækja til morgunverðarfundar um efnahagsmál í Stapa.

Við bjóðum á Grillborgari að hætti mömmu morgunverðarfund Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundargesti.

B

erglind Ásgeirsdóttir er í eldhúsinu þessa vikuna en hún deilir hér skemmtilegri uppskrift me ð lesendum Víkurfrétta. Berglind lumar á girnilegri uppskrift af heimatilbúnum hamborgurum sem eru góðir á grillið. Berglind er þrítug og starfar sem yfirmaður vinnuskóla Reykjanesbæjar en hún er einnig garðyrkjufræðingur hjá bænum.

Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Hvernig verður sumarið hjá þér? „Eins og hefðbundið er fyrir flesta garðyrkjufræðinga eru næg verkefni allt sumarið, en Vinnuskóli Reykjanesbæjar mun eiga stóran part, enda ótrúlega gaman að vinna með unglingum. Stefnan er svo að nota helgarnar til að skoða meira af landinu okkar og njóta þess að vera úti í góða veðrinu með dóttur minni.“ Berlindi þykir mjög gaman að elda og baka, samt meira að baka en að elda og kannski þá sérstaklega að skreyta kökur. „Ég viðurkenni það samt fúslega að ég elda mjög sjaldan fyrir okkur tvær, en ef það eru fleiri í mat þá eldar maður Við bjóðum góða þjónustu

Vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 12, miðvikudaginn 21. nóvember, í síma 440 3106 eða með tölvupósti á bergthora.johannsdottir@islandsbanki.is

eitthvað gott. Ég og dóttir mín erum svo heppnar að búa nálægt hótel Mömmu/Ömmu og förum oft þangað í mat.“ Elskar kartöflumús Hvað eldarðu oftast? „Allt með kjúklingi býst ég við. Mér finnst kjúklingur voða góður og svo er auðvelt að finna eitthvað hollt og gott með honum. Mexikóskur matur er líka í miklu uppáhaldi. Einnig allt sem er borið fram með kartöflumús, ég elska kartöflumús í hvaða búningi sem er.“

Hefurðu gaman af því að stússast í eldhúsinu? „Já ég hef gaman af því, sérstaklega þegar ég stússast í stærra eldhúsi en mínu eigin. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á eldamennskuna að hafa nóg pláss í kringum sig. Framtíðarplan er sem sagt að eignast stórt eldhús. Einnig er mjög gaman að lesa matreiðslubækur og horfa á matreiðsluþætti. Það er ótrúlegt hvað hægt er að innbyrða af mat á islandsbanki.is | Sími 440 4000

þann hátt, án þess að fitna.“ „Þar sem mamma mín er snillingur Dagskrá í eldhúsinu og enginn sem gerir betri hamborgara en hún, þó svo að ég reyni mikið, þá ákvað8.00 ég að Húsið opnað fá hana með mér í þetta verkefni. 8.30 Ávarp Við mæðgurnar förum reyndar Sighvatur Ingi Gunnarsson, ekki mikið eftir uppskrift, enda hún þaulvön og ég hermikráka. útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ Við tókum okkur nú samt til og 8.35 Sameining til sóknar græjuðum saman þessa uppskrift Berglind ásamt móður sinni Ólöfu Jónsdóttur af uppáhalds hamborgurunum á Una Steinsdóttir, og sú stutta heitir Ólöf Rós Davíðsdóttir heimilinu.“ framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Mommy burger - um 15 - 20 stk eftir stærð

8.45 Vöxtur í krefjandi umhverfi Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Associates og borið UPS fram með niðurskornu þurrkuðum chilliAirport pipar fyrir þá og 500 gr hakk grænmeti og sósum. Einnig er sem vilja. 3 stk gulrætur 9.05 Klakaböndin bresta: Efnahagshorfur að hausti G r æ n m e t i ð r i f i ð n i ð u r í frábært að bjóða upp á steikta 2 stk sellerileggir Ingólfur Bender,og forstöðumaður Íslandsbanka sveppi, egg og beikon til að skella matvinnsluvél öllu blandað velGreiningar 1 laukur á milli. Þaðsamningum er svona fullorðins. saman. Mótar sæmilega kúlu eftir 3 hvítlauksrif 9.30 Gengisáhættu má minnka með framvirkum því hvaða stærð borgara óskað er Hvítlauksjukk ½ mexikó ostur Guðmundur Magnús Daðason, Gjaldeyrismiðlun Íslandsbanka eftir. Leggur hana á „mellemblad“ Dós af sýrðum rjóma blandað 1 lúka spínat eða klipptan smjörpappír og fletur saman við hvítlauk, 2-3 væn rif og ½ sæt kartafla 9.45 Umræður og fyrirspurnir létt út með flötum fingrum. Gott smá salt. Einum poka af rifnum 4 tsk reykt paprika 10.00 Fundi er aðslitið taka hníf og saxa létt ofan mosarella osti blandað saman 3 dl hveitikím á borgarann til að jafna þykkt og við. Þetta er algjör snilld út á 4 tsk krydd salt (t.d. Season All) grillaðar kartöflur og auðvitað á gera huggulegt munstur. 1 tsk svartur pipar Gott að bæta við ferskum eða Borgararnir grillaðir, ásamt brauði hamborgarann.


M

rás í burtu. Síðan kvaðst hann hafa misst stjórn á sér og bað lögreglu afsökunar á atferli sínu. Þriðji ökumaðurinn sem lögregla hefur undanfarið verið lögð á að hafði afskipti af hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

fræðinám Keilis

›› FRÉTTIR ‹‹ Tvö ung börn

etaðsókn er í tæknifræðinám Keilis, en ríflega 40% kynna tæknifræðinám Keilis fyrir laus í bíl FIMMTUdA gURInn 27. Se PTe MbeR 2012 • 38. TölUbl Að • 3 sem lokið hafaÍ iðnaukning var á umsóknum í námið nemendum 14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 40 ÁR ögreglan á Suðurnesjum milli ára. Aldrei fleiri umsóknir námi og starfandi iðnaðarmönnum Tekinn stöðvaði för með bifreiðar í Sandhafa borist í tæknifræðinámið og er nálgun og uppbygging námsgerði, þar sem barn var laust stera í annarlegu en fyrir komandi haustönn og er ins mun verklegri en gengur og n Hollywood-leikarinn Víkurfréttir • 27. september 2012 hennar. Þegar lög- Ben Stiller hreiðrar um sig í garðinum: nM Víkurfréttir 14. júní 2012 þessi aukni áhugi•nemenda í sam- gerist í háskólanámi. Námið hentar í aftursæti ástandi reglumaður fór að ræða við ökuræmi við áherslur atvinnulífsins því vel þeim sem hafa verkvit og ilkynningkonu barst átilsextugsaldri, lögreglJ Hollywoodum stóreflingu tæknimenntunar áhuga á tæknilegum lausnum og manninn, unnar áaðSuðurnesjum á dögsá hann annað lítið barn var leikarinn og nýsköpun. á Íslandi. unum þess efnis að maður væri að laustaðí komast framsæti bílsins. Var það leikstjórinn Ben Í nýlegu riti Samtaka atvinnulífsins 23. júní næstkomandi útskrifast reyna inn í bíla í Keflasbæjar„Uppfærum Ísland“ kemur fram að fyrsti árgangur háskólanemend- vík. ekki í bílstól ogfundu svo lítið að það Lögreglumenn mannStiller við tökur á náði ekki upp fyrirhann mælaborð fljótlega og var hand- bifkvikmynd sinni „The fjölga þurfi útskrifuðu fólki úr verk- enda Keilis en 15 nemendur munu inn reiðarinnar. Vettvangsskýrsla og færður á lögreglustöð. var fræði, tækni- og raunvísindanámi á þá ljúka BS námi í tæknifræði. Þau tekinn Secret Life of Walter Hann vera Lögregla með sterahvetur í gerð reyndist um atvikið. Íslandi. Mikil tækifæri felast í þeim öðlast um leið réttindi til að sækja fljótandi Mitty“ í Garði. í fórum sínum, foreldraformi og forráðamenn barna hluta atvinnulífsins sem er kall- um starfsheiti tæknifræðings til auk allmikilla peninga. Hann var llt tiltækt björgunarlið frá Slökkviliðsmaður í flotbúningi til þess að tryggja öryggi þeirra Íslands. aður hátæknigeirinn, en núSuðurnesja þegar Tæknifræðingafélags ástandi og reyndist fór í sjóinn til að bjarga konunni í íannarlegu Brunavörnum bifreið með lögboðnum hætti aðsókn fremur er æpandi eftirspurn fyrirtækja varMikil að ræða við hann að svo en henni var var síðanenn komið upp á í útilokað og lögreglunni á Suðurnesjum áður en lagt er afvar stað. því látinn eftir starfsfólki sem hefur aflað sér annað námsframboð Keilis fyrir komnu máli. Hann

L

A

kallað að Keflavíkurhöfn síðdegis

bryggju með aðstoð körfubíls

VíkurfréTTaMynd: HiLMar BraGi BárðarSon

Veiðikona féll tvisvar í höfnina

T

2012. Verið er hún að vinna raungreinaog tæknimenntunar á haustönn slökkviliðsins. Þar fékk teppi sofa úr sér í fangaklefa, en tekin á föstudag þar sem kona hafði og var síðan fyrir flutt haustið á Heilbrigðisfallið í höfnina og það tvívegis. úr umsóknum í flug- af honum skýrsla að því loknu og háskólastigi. hann látinn laus. stofnun Suðurnesja til skoðunar. Konan munKeilis samkvæmt upplýs-tengdu námi, ÍAK einkaþjálfaraTæknifræðinám er unnið Lamin í andlitið Hjá lögreglunni á Suðurnesjum ingum Víkurfrétta hafa verið við í nánu samstarfi við fyrirtæki í námi og Háskólabrú. Áhugasömum veiðar. Hún var að kíkja eftir spúni fengust þær upplýsingar að konmeð háum hæl tækni- sem og hugverkagreinum sem er bent á að hafa samband við forfestist í þaragróðri þegar hún unni hafi ekki orðið meint af volkmöguleika stuðlar að gagnvirkum samskiptum inu en húnKeilis hafi þóum verið orðin köld,á steyptist fram fyrir sig í höfnina ensvarsmenn áðist var á 17 ára stúlku í að senda innað síðbúna umsókn. við atvinnulífið og raunverulegum enda búin falla tvívegis í höfnina fallið er nokkrir metrar. Reykjanesbæ aðfararnótt nemendaverkefnum. áhersla Konunni tókst Mikil að komast að stiga á stuttum tíma. sunnudags og hún slegin í andlit og átti örfá þrep eftir upp á bryggj- Lögreglan vildi ekki staðfesta að og höfuð með háum skóhæl. Að Erum á 4. hæð í una þegar þrekið var búið og við konan hafi verið undir áhrifum þvíKrossmóa er næst4,verður komist hafði ›› Keflavíkurhöfn: Reykjanesbæ. áfengis. það féll hún aftur í höfnina. hún átt orðaskipti við stúlku og mann í kringum fertugt sem hún þekkti ekki áður en hún varð fyrir árásinni. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hún fékk aðhlynningu. Henni var leyft að fara heim að því búnu.

Víkur fréttir R á nýjum stað!

nÁ 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Æsispennandi Ben Stiller Skilur körfuknattleikir Víkurfréttir ehf.

Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

ól ko

L

Án ökuprófs í hraðakstri

eftir milljónir króna á SuðurneSjum

L

ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir og um helgina þrjá ökumenn sem allir voru réttindalausir undir stýri. Einn þeirra, karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður á Reykjanesbraut, Opið allan þar sem hann ók á 139 kílómetra hraða,ollywood-stjarnan, en þar er hámarkshraði 90 sólarhringinn upp á Seyðisfirði, í Borgarnesi, leikarkílómetrar á klukkustund. inn og leikstjórinnMaðBen Stykkishólmi og víðar. urinn hafði aldreieftir öðlast ökuréttGarðmenn hafa orðið mjög varir Stiller, skilur milljónaindi. réttindalaus öku-á við umstangið í kringum kvikDas Auto. tekjur Annar á Suðurnesjum. Tökur maður stöðvaði bílSecret sinn, Life þegar kvikmyndinni The of myndagerðina því tvær þyrlur hann varð lögreglu var og tók á Walter Mitty hafa staðið yfir í hafa verið á flugi yfir Garðinum í rás í burtu. Síðan kvaðst hann Garðinum síðustu daga. Um 200 marga daga. Þá hefur aðgengi að hafa misst stjórn á sér og bað manna starfslið vinnur að sínu. töku höfninni í Garði verið takmarkað lögreglu afsökunar á atferli myndarinnar og eins gefur vegna myndatökunnar og björgÞriðji ökumaðurinn semog lögregla unarstöðinni í Garði var breytt í að skilja hefur þurftáður að kaupa hafði afskipti af hafði verið Morgu aðföngökuréttindum. og þjónustu á Suður- kvikmyndaver þar sem Ben Stiller nver sviptur matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanvar húsbóndi og réði öllu. Allir eru nesjum. ill Aðeins úrslitum Iceland körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. íb einu ímáli um það að HollywoodUndirbúningur fyrir Express-deildar kvikmynda- ákarla Subway oði á Fitjum Oddaleikur ílengi viðureign liðanna í KR-heimilinu kvöld. Spennan er ekki minni stjarnan sé þægilegííReykjavík umgengnií og tökuna hefur verður staðiðmeð í Garði Tekinn í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 þó nokkrir Garðmenn hafa fengið en tökurnar í Garðinum eru þær Metan er innlendur stera í annarlegu fyrir Keflavík tvofyrir æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur af sér myndir með kapp- geta orðið Íslandsmeistarar síðustu hér áeftir landi kvik- teknar og umhverfisvænn kvenna Einnig með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBBJón Pálsson, bæjarfulltrúi í Garði. J Ben Stiller og Einar anum. myndina. hefur verið tekið Fimmtudagurinn 2. febrúarástandi 2012 • 5. tölublað • 33. árgangur

H

ö n helgi komu Sand undir öðru kaupa veitin Sá se garði, upp á ekki taka færi. skem að ræ komu

TM

Fitjum auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001

NÝ T T - sjá nánar á bls. 23 vf.is auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001

Nýttu þér kosti metans með Volkswagen.

vf.is

orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín.

FIMMTUDAGSVALST

ilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum á dögunum 2012 þess efnis að maður væri að Víkurfréttir • 2. febrúar reyna að komast inn í bíla í KeflaFimmtudagurinn 2. febrúar 2012 • 5. tölublað • 33. árgangur VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr vík. Lögreglumenn fundu manninn fljótlega og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 Hann reyndist vera með stera í 420 5000 - heklakef@heklakef.is fljótandi formi í fórum sínum, VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr auk allmikilla Slökkviliðsmaður í flotbúningi llt tiltækt björgunarlið essa stundina er égfrá staddur í henni stóru Ameríku. Get ekki sagt að peninga. Hann var í annarlegu fór í sjóinn til að bjarga konunni Brunavörnum Suðurnesja hún heilli mig sérstaklega, en mikið djöfull er hún stór. Hér er líka ástandi og reyndist útilokað að ræða við hann að svo en hluti hennifærðu var síðan komiðekki, upp ánema og lögreglunni á Suðurnesjum varSmáa allt stórt. eiginlega leita vel. kallað að Keflavíkurhöfn síðdegis bryggju með aðstoð körfubíls komnu máli. Hann var því látinn Það var svo sem ekki tilgangur ferðarinnar, að leita að sér einsofasagt úr slökkviliðsins. Þar fékk hún teppi á föstudag þar sem kona hafði essa stundina er ég staddur í henni stóru Ameríku. Get ekki að í fangaklefa, en tekin hverju smáu, heldur öðru. Finna leyndarmálið að svolitlu, af honum og varensíðan á Heilbrigðisfallið í höfninahún og það tvívegis. heilli mig sérstaklega, mikiðflutt djöfull er hún stór. Hér er líkaskýrsla að því loknu og semallt égstórt. get ekki sagt ykkur frá.eiginlega Lak þvíekki, reyndar heima fyrir,laus. hann stofnun Suðurnesja til skoðunar. Konan mun samkvæmt upplýsSmáa hluti færðu nema leitalátinn vel. svoverið ég færi með friði. reyktu jafnan friðarpípu Hjá lögreglunni á Suðurnesjum ingum Víkurfrétta hafa við svo Það var sem ekkiIndíánarnir tilgangur ferðarinnar, að leita að einfengust upplýsingar aðað konveiðar. Hún var að kíkjatileftir spúni að ganga frá slíku,þær ég lét mér setja að upp gamalhverju smáu, heldur öðru. Finnanægja leyndarmálið svolitlu, unni hafi ykkur ekki orðið meint volk- heima fyrir, sem festist í þaragróðrikunnan þegar semsagt aldrei svíkur. semhún égsvip, get ekki frá. Lak þvíafreyndar hún Indíánarnir hafi þó verið reyktu orðin köld, steyptist fram fyrir sig í höfnina svo égenfæri inu meðenfriði. jafnan friðarpípu búin að falla tvívegis í höfnina fallið er nokkrir metrar. til að gangaenda frá slíku, ég við lét mér nægja að setja upp gamalér er líka allt önnur menning, sem Evrópubúar könnumst við en á stuttum tíma. Konunni tókst að komast kunnan að stiga svip, sem aldrei svíkur.verið að þakka manni fyrir brúkum að minnsta kosti minna. Sífellt og átti örfá þrep eftir upp á bryggj- Lögreglan vildi ekki staðfesta að að vera til. Vinsamlega komdu aftur. Þakkir Erum á 4. hæð í konan hafi verið fyrir undirviðskiptin. áhrifum Skiptir ekki una þegar þrekið var búið og við ér kaupir er líka allt önnur menning, við en - Grindavík - Reykjanesbær Mjódd -sem Salavegur - Hverafold Akureyri Krossmóa -við Höfn máli þú þér líður einsEvrópubúar og lávarði könnumst á- Laugaveginum. 4, Reykjanesbæ. áfengis. það féll húnþó aftur í höfnina.þér kaffibolla, brúkum að minnsta kosti minna. Sífellt verið að þakka manni fyrir Þér er þakkað innilega fyrir komuna á Starbuck‘s og boðinn hjartanlega að vera til. Vinsamlega komdu aftur. Þakkir fyrir viðskiptin. Skiptir ekki velkominn Ég mátti líka segjaþér vinum mínum og ættingjum frá þeim. máli þóaftur. þú kaupir þér kaffibolla, líður eins og lávarði á Laugaveginum. Já, já,Þér þetta var nú innilega bara kaffibolli! Róa sig! er þakkað fyrir komuna á Starbuck‘s og boðinn hjartanlega velkominn aftur. Ég mátti líka segja vinum mínum og ættingjum frá þeim. nJá,nú ég sem sagt kominn á kaf sem landanum mun líka. já,er þetta var nú bara kaffibolli! Róaí viðskipti, sig!

Veiðikona féll FIMMTUDAGSVALS Leyndarmál í vestri tvisvar í höfnina

Þ

H

H

E

Leyndarmál í vestri

Víkur fréttir á nýjum stað!

Ég lofa því! Kallinn kominn á kreik og nú er bara að velja réttu græjn nú er læri, ég semmál sagtog kominn á kaf í angan, viðskipti, semfas. landanum munnokkru líka. urnar. Lendar, vog. Ilmur, útlit, Eruð þið Ég lofa því! Kallinn á kreik nú er bara að veljaHér réttu nær? Ekki ég. Þetta er allt kominn of mikið fyrir og skrifstofublókina. ergræjallt of urnar. Lendar, læri,að mál og vog. angan, útlit,Held fas. Eruð nokkru mikið til, allt of mikið velja, allt Ilmur, of mikið af öllu. þó aðþið þetta sé allt nær? Ekki ég. Þetta er allt of mikið fyrir skrifstofublókina. Hér er allt of á réttri leið. Kemur allt í ljós. Allsherjar dulúð yfir þessu öllu!

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

H

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

aloE vEra 2.7 kg

2l

989kr/stk.

339kr/stk.

Tilboðsverð!

Tilboðsverð!

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

E

mikið til, allt of mikið að velja, allt of mikið af öllu. Held þó að þetta sé allt á réttri leið. Kemur allt í ljós. Allsherjar dulúð yfir þessu öllu!

V

erð þó að viðurkenna, að ég mun læra mikið af þessari ferð. Kaninn alltaferð samur sig. Kannaðaðéghantera hlutina en við. Allt niðurþó aðvið viðurkenna, mun læra mikiðbetur af þessari ferð. Kaninn neglt í bókum og fræðum, sem gera þarf. hlutina Búinn betur að greina manneskjuna alltaf samur við sig. Kann að hantera en við. Allt niðurút í hörgul. Hvernig bregðumst viðþarf. áreiti í sölumennsku, hvernig við neglt í bókum og við fræðum, sem gera Búinn að greina manneskjuna viljum ogHvernig hvað hugurinn girnist. sveitapilturinn úr víkinni út íversla hörgul. við bregðumst viðSaklausi áreiti í sölumennsku, hvernig við versla og hugurinn girnist. Saklausi sveitapilturinn geturviljum ekki annað enhvað hrifist. Velti því þó fyrir mér, að sennilegaúrervíkinni ég best getur heima. ekki annað en hrifist. Velti því þó fyrir mér, að sennilega er ég best geymdur

V

Gondólafæri á Hafnargötu

Víkurfréttir • 2. febrúar 2012

Gondólafæri á Hafnargötu Gondólafæri á Hafnargötu

Hafnargatan var eins og Feneyjar norðursins undir lok síðustu viku. Þegar veðurguðirnir höfðu leyst niður um sig og látið vaða úr blöðrunni einn mesta áratugi, var ekki að höfðu spyrjaleyst að því. Það Hafnargatan var eins og Feneyjareftir norðursins undirsnjóakafla lok síðustu íviku. Þegarþáveðurguðirnir niður umfór sigallt á syngjHafnargatan var eins og Feneyjar norðursins undir lokeins síðustu viku. Þegar höfðu niður um sig látið úr blöðrunni eftir í leysingavatni, Hafnargatan varð og árfarvegur alltaðsafnaðist fyrir áallt einum stað neðarlega ogandi látiðkaf vaða úr blöðrunni eftir einn mesta snjóakafla í áratugi, þáveðurguðirnir varogekki spyrjaleyst aðvatnið því. Það fórog á vaða syngjsnjóakafla í áratugi, þá var aðeins spyrjaogvinnuvél aðárfarvegur því. Það fór alltallt á syngjandi kaf í leysingavatni, Hafnargatan varð eins og árfarvegur og áeinn götunni. Vopnaðir skóflum ogekki stórvirkri tókst að brjóta klaka af fyrir niðurföllum og koma leysingavatninu andi kafmesta í leysingavatni, Hafnargatan varð og safnaðist vatnið á einum stað neðarlega allt til safnaðist vatnið fyrir á einum neðarlega á götunni. Vopnaðir skóflum og stórvirkri vinnuvél tókst brjóta klaka afrétt niðurföllum og koma á götunni. Vopnaðir skóflum ogstað stórvirkri vinnuvél tókst að klaka af niðurföllum og koma leysingavatninu sjávar. Flestir vonast nú til að snjóþyngslum ogbrjóta leysingum sé lokið. Febrúar eraðhins vegar að ganga í leysingavatninu tilveðra sjávar. Flestir vonast nú til að febrúarlægðir snjóþyngslum og leysingum sé lokið. Febrúar erþað hins vegar rétt að ganga í garðí ogá allra veðraeins von. til sjávar. Flestir vonast nú til að snjóþyngslum og leysingum sé lokið. Febrúar er hins vegar rétt að ganga garð og allra von. Hraustlegar eru þekktar og gott ef er ekki tími kominn a.m.k. geymdur heima. Hraustlegar febrúarlægðir eru þekktar ogfebrúarlægðir gott ef það er ekki tímiþekktar kominn áog a.m.k. eins svoleiðis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson garð og allra veðra von. Hraustlegar eru gott ef það er ekki tími kominn á a.m.k. eins svoleiðis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Lesið eldri pistla á http://www.vf.is/fimmtudagsvals/ Lesið eldri pistla á http://www.vf.is/fimmtudagsvals/

svoleiðis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Heimanámsþjálfun – orðarýni 3 Tilgangur orðarýnis er margþættur. Það að rýna í orð ... ... eykur orðaforða barnsins. ... eflir orðskilning barnsins. ... kennir barninu aðferð í að auka sinn eigin orðaforða.

Aðferðin er auðvitað ofureinföld! Á meðan á lestri stendur og barnið les orð sem það skilur ekki er orðið skrifað niður í stílabók eða á blað. Strax í kjölfarið er orðinu flett upp í íslenskri orðabók ...

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,

ÓSKAR KARL ÞÓRHALLSSON Óskar á Arney Garðatogi 4c, Garðabæ,

Dæmi um uppsetningu á orðarýni er aðferð sem kynnt er nemendum á miðstigi í námsefninu Orðspor: Mynd: Úr vinnubókinni Orðspor 2, bls. 44. (Sjá hér: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/ordspor2vb/#46)

lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold miðvikudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. mars kl. 11.00. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/oskarkarl

Aðferðin er auðvitað ofureinföld! Á meðan á lestri stendur og barnið les orð sem það skilur ekki er orðið skrifað niður í stílabók eða á blað. Strax í kjölfarið er orðinu flett upp í íslenskri orðabók. Ég mæli með að nota íslenska orðabók sem er öllum aðgengileg á netinu: islenskordabok. arnastofnun.is/ Merking orðsins er skrifuð niður. Síðan er lesið aftur yfir setninguna með orðinu sem skildist ekki og merking orðsins sett í samhengi við lestur á setningunni. Í hringnum í miðjunni er orðið skrifað sem skilst ekki. Í efri kassanum vinstra megin er merking orðsins rituð. Í efri kassanum hægra megin er orðið skrifað í setningu (til þess að þjálfa sig í að nota orðið í öðru samhengi, sem sýnir hvort barnið skilji í raun og veru merkingu orðsins). Í neðri kassanum hægra megin er teiknuð mynd eða myndskýring sem útskýrir orðið. Í neðri kassanum vinstra megin er samheiti orðsins ritað. Samheiti orða er hægt að fletta upp í orðabókinni sem ég bendi á hér að ofan. Einnig er hægt að kaupa Íslenska samheitaorðabók í öllum helstu bókaverslunum. Þessi aðferð hentar listrænum og skapandi börnum mjög vel, sem hafa gaman af því að búa til glósur, teikna og jafnvel lita. Fyrir börn sem þreytast fljótt á því að skrifa og hafa lítið úthald í heimanámsþjálfun yfir höfuð er gott að nota tæknina og tölvur. Ég mæli með því að nota Power Point eða Google Slides. Þá lítur uppsetningin út eins og sést á myndinni hér að neðan. Orðið sem barnið skilur ekki er skrifað efst. Þessi forrit bjóða upp á ýmsar uppsetningar á glærunni

sjálfri og hægt er að hafa mynd í dálki öðru megin og síðan merkingu orðsins hinum megin. Hægt er að safna orðum saman í skjal sem ber t.d. heiti bókarinnar sem er verið að lesa hverju sinni eða viðfangsefnið sem er verið að vinna með. Önnur skemmtileg hugmynd er

að skrá sig frítt inn og nota forritið í þessum tilgangi. Þá býr viðkomandi til flettispjöld. Öðru megin er orðið sjálft sem á að rýna til gagns (vinstri myndin fyrir neðan). Síðan er smellt á hnapp til þess að snúa spjaldinu við og þar kemur merking orðsins og mynd, ef viðkomandi vill nýta sér

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju. Banki 0133-15-602 kt. 640169-5919. Agnes Árnadóttir Lárus Óskarsson Edda Þórðardóttir Hrefna Björg Óskarsdóttir Þórhallur Óskarsson Elín Þórhallsdóttir Karl Einar Óskarsson Anna Pálína Árnadóttir Kristinn Óskarsson Steinþóra Eir Hjaltadóttir og fjölskyldur.

Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi

ÁRNI G. ÁRNASON varð bráðkvaddur 24. febrúar síðastliðinn. Jarðaförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 13. Ásdís M. Sigurðardóttir Brynja Árnadóttir Kolbeinn Steinþórsson Aron Bachmann Árnason Baldur Þór og Steinþór Árni Kolbeinssynir.

Myndir: Teknar úr forritinu Quizlet.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

að nota forrit sem heitir Quizlet. Sonur minn notar það í skólanum og þannig fengum við hugmyndina að nota það í þessum tilgangi. Hægt er

Mynd: Tekið úr orðarýni úr Gunnlaugs sögu ormstungu (frá Jóhönnu Helgadóttur).

þann möguleika (hægri myndin hér að ofan). Forritið Quizlet býður upp á ýmsa möguleika til þess að læra orðaforðann og festa hann í sessi. Hægt er að velja á milli ólíkra möguleika eins og spurningakeppni og para saman orð. Orðarýni er læsistengd námstækni og verkfæri til þess að efla sig í námi. Allir geta notað aðferðina óháð aldri. Það má búast við mótþróa í fyrstu frá barninu þegar ný aðferð er kynnt til sögunnar. Með því að nota aðferðina markvisst eykst áhugi barnsins á orðum og orðaforðinn eykst. Vertu í liði með barninu þínu og ekki gefast upp þó á móti blási. Gangi ykkur vel, Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari, mannauðsráðgjafi og verkefnastjóri.

STURLA V. HÖGNASON Kópubraut 11, Reykjanesbæ,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 11:00. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/sturlav Högni Sturluson Svanhvít Erla Gunnarsdóttir Svanberg Ingi Sturluson Sigríður Rós Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Halldór Lárusson er skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, hann er fæddur á Akureyri en fluttist sem barn til Reykjavíkur „... og er bara svona miðbæjarrotta, Latté-lepjandi lopatrefill,“ segir Halldór og hlær við. „Ég bjó lengst af í borginni en hef reyndar búið víða síðan þá, bæði hér heima og erlendis.“ Við Halldór tókum tal saman í slagverksstofu tónlistarskólans og hann hefur frá ýmsu skemmtilegu að segja.

n n i r a k n ö P sem varð virðulegur skólastjóri

Gastu ekki valið þér eitthvað annað hljóðfæri?

„Menning heillaði mig mikið strax frá unga aldri. Ég hlustaði mikið á tónlist, las mikið og sótti kvikmyndahús mikið. Ég er yngstur okkar systkina og Valur, bróðir minn sem er næstur mér í aldri, hlustaði mikið á músík og langaði að verða tónlistarmaður. Hann var alltaf að kaupa sér plötur og ég hlustaði mikið á græjurnar hans, stalst í þær þegar bróðir minn var ekki heima við lítinn fögnuð hans. Einn daginn kom hann heim með plötuna „Red“ með hljómsveitinni King Crimson. Þarna var ég ellefu, að verða tólf ára, og það hreinlega gerðist eitthvað í hausnum á mér. Þegar ég heyrði þessa músík þá vissi ég hvað ég ætlaði að gera það sem eftir væri – og það varð bara einstefna eftir það. Það var bara alveg á hreinu að ég ætlaði að verða trommari, kom aldrei neitt annað til greina. Ég var búinn að máta luftgitar fyrir framan spegilinn, það virkaði ekki.“ Faðir Halldórs var látinn og hljóðfæravalið vakti lítinn fögnuð hjá móður hans sem latti hann frekar en hvatti til tónlistarnámsins: „Gastu ekki valið þér eitthvað annað hljóðfæri?,“ spurði hún og það gerði Halldór ennþá einarðari í því að leggja þetta fyrir sig. „Á þessum tíma bjuggum við í Hlíðunum og ég fór sjálfur gangandi niður í Tónlistarskóla Reykja-

víkur í Skipholt og sótti bara um sjálfur. Var tekinn í langt viðtal af Jóni Nordal, þáverandi skólastjóra. Eftir á að hyggja hefur honum örugglega þótt svolítið sérstakt að fá einhvern lítinn gutta, labbandi inn í skólann til að sækja um og viðtalið snerist að mestu um hverra manna ég væri – en ég komst inn. Á þessum árum var ekki hægt að innrita sig í nám á trommusett svo ég byrjaði í klassísku slagverksnámi, lærði á marimbu, pákur og fleira slagverk en það var alltaf trommusett út í horni og ég góndi á það. Mér fannst þetta ekki alveg það skemmtilegasta en af einhverri þrjósku hélt ég áfram, svo sótti ég alltaf einkatíma hjá Papa Jazz, Guðmundi Steingrímssyni, og fleirum eins og margir.“

Bylting þegar pönkið kom „Þegar pönkið kom varð alger bylting og ég tók mér hlé á tónlistarnáminu og gerðist pönkari. Allt í einu fóru allir að spila út um allt og ég þurfti að passa mig á að minnast ekki einu orði á það að ég hafi verið að læra í tónlistarskóla, það mátti ekki. Við dauðvorkenndum þessum „skallapoppurum“ sem voru að spila í coverböndum [ófrumsamið efni], við vorum sextán, sautján ára, litum svo niður á þessa gæja og sögðum: „Við erum mættir, nú getið þið bara hætt! Þið eruð bara skallapopparar, við erum mættir og við erum ekki að fara að spila lög eftir aðra.“ Þetta var viðhorfið. Það er svo gaman að horfa til baka á þennan tíma,“ segir Halldór. „Nú er ég virðulegur skólastjóri tónlistarskóla og hvet fólk til að læra á hljóðfæri en ég er ofboðslega þakklátur fyrir þennan tíma því ég lærði svo mikið á honum. Málið var að maður átti ekki að gera neitt sem aðrir voru búnir að gera. Þetta ýtti manni út í það að vera skapandi og eftir á að hyggja þá lærði maður rosalega mikið á þessu.“

Höfn í Hornafirði, Búðardal og út um allt að spila á böllum. Svo var ég að vinna í byggingavinnu eitt sumarið á Grettisgötu og verkstjórinn minn var að lesa Vísi í kaffitímanum og sagði: „Hey, það er verið að auglýsa eftir trommara í smáauglýsingunum.“ Ég hljóp út í sjoppu og fékk að hringja, mætti í prufu sama kvöldið og var ráðinn á staðnum. Síðan átti ég að mæta á æfingu daginn eftir því næstu tvo daga þar á eftir voru tónleikar. Þetta voru svaka tónleikar sem voru haldnir á sviði í Lækjargötunni, fyrir framan MR, og svo aftur í Laugardalshöllinni síðar um kvöldið. „Annað hljóð í strokkinn“, mikil pönkhátíð. Ein æfing og svo tvö gigg daginn eftir, þetta byrjaði með hvelli.“ Þetta var um 1980 og hljómsveitin var Spilafífl sem spilaði víða í kjölfarið og kom m.a. fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík. „Við vorum alveg á jaðrinum að vera samþykktir af pönkurunum því sveitin innihélt tvo sem gætu hafa uppfyllt skilyrðin að vera skallapopparar, höfðu báðir verið að spila cover-tónlist sem var alger dauðasynd. Ég og Birgir Mogensen, sem fór seinna í Kuklið, hlutum náð þannig að bandið slapp nokkurn veginn. Við vorum allir nokkuð góðir spilarar og ef maður horfir á Rokk í Reykjavík er margt þar sem eldist ekki vel – en sumt eldist ágætlega.“

Brjálæðistími með Bubba Halldór man ekki alveg hve lengi Spilafífl lifði en síðan gekk hann til liðs við hljómsveit sem hét Með nöktum ásamt bassaleikaranum Birgi Mogensen og söngvaranum Magnúsi Guð-

Trommað með Spila fíflum á Hótel Borg 1980.

SMELLTU Á MYND SKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG

AÐEINS AÐGENGILEG HLUSTA Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU T

mundssyni úr Þey, hann þvældist líka með söngleik í Stúdentaleikhúsinu en svo einn daginn hringdi síminn: „... og ég var beðinn að spila með Bubba í MX-21. Ég held að ég hafi verið tuttugu og eins árs og þá tók við brjálæðistími þar sem var mikið spilað og mikil keyrsla. Eftir að þessu tímabili lauk fór ég aftur í tónlistarnám, fór í Tónlistarskóla FÍH sem þá var nýstofnaður og ég fór að læra á klassískt píanó. Ég vildi ekki verða einn af þessum

Ein æfing og tvö gigg Halldór hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og segir pönkið hafa verið hans stökkpall inn í bransann. „Ég var reyndar byrjaður mjög ungur, fimmtán ára, að spila á sveitaböllum. Var að þvælast með miklu eldri gaurum á

all baksviðs á Sextán ára gam 1979. Hornafirði árið

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Ljósmyndir: JPK og úr safni Halldórs

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU

Hljómsveitin MX-21.


n

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Spilað með hollenskri pönkhljómsveit fyrir misskilning

Halldór hér að spila á tónleikum í Slóveníu árið 1995 með hollensku pönksveitinni The Harries.

trommuleikurum sem gamli brandarinn átti við: Hvað eru margir tónlistarmenn í bandinu? Þeir eru þrír og einn trommari,“ segir Halldór og hlær við. „Ég var reyndar búinn að vera í einkatímum hjá Birni Björnssyni, sem var upprunalegi trommarinn í Mannakornum, og hann kenndi mér gríðarlega mikið. Hann flaug ekki hátt en var æðislegur kennari.“

Reynslan er ómetanleg „Ég var alltaf að spila, og litið til baka er stór og ómetanlegur hluti af mínu tónlistarnámi reynsla í gegnum spilamennskuna og að vinna með fólki – allskonar fólki í allskonar tónlistarstefnum víða um heim. Eftir að hafa spilað með Bubba var hljómsveitin Júpíters stofnuð sem starfaði frá ‘88 til ‘94. Það var alveg magnað prójekt því það innihélt allt frá sprenglærðum tónlistarmönnum til fólks sem kunni nánast ekki neitt, hafði jafnvel byrjað að spila á hljóðfæri viku fyrr. Einhverra hluta vegna varð summan úr þessari blöndu alger snilld. Við gáfum út einn disk og náðum töluverðum vinsældum, stóru útgefendunum til mikillar armæðu því við gáfum þetta út sjálfir. Við urðum reyndar aldrei vinsælir út fyrir 101 má segja, þar var alltaf fullt á öllum tónleikum. Við héldum alveg tónleika annars staðar en það mættu fáir á þá, Reykjavík var okkar helsti vettvangur. Við spiluðum frumsamið efni, svona suðræna sveiflu, og tónleikarnir leystust oftar en ekki upp í böll.“

Halldór bjó í Hollandi í fimm ár og á þeim tíma frílansaði hann líka, þ.e. hann lék með hinum og þessum, var þá eiginlega kominn í hlutverk skallapopparans. „Stundum varð maður bara að taka einhver gigg til að hafa ofan í sig og ég spilaði með hljómsveit sem hét September. Hún var rekin af hjónum, hann var Rússi og sá um hljóðkerfið en konan var hollensk söngkona og mikil díva. Þar var ég að spila cover-tónlist í kokkteilboðum um borð í einhverju skipi og minnisstæðasta giggið var þegar við spiluðum fyrir skattstofuna í Rotterdam, á fljótabáti á síki í Rotterdam. Ég þurfti að mæta í smóking og mátti ekki láta mikið í mér heyra – og svo þegar þessari uppákomu var lokið kom maður og borgaði okkur svart með reiðufé. Þetta er Holland í hnotskurn. Svo spilaði ég með hollenskri pönkhljómsveit, The Harries, fyrir misskilning. Þá var ég tiltölulega nýkominn út og að vinna í að afla mér tengsla. Ég komst nefnilega að því þegar ég kom þarna út að heimurinn er talsvert mikið stærri en Ísland – og samkeppnin harðari og allt í einu var maður bara eitthvað pínulítið peð. Þá var einhvern tímann hringt í mig að morgni, eftir að ég hafði verið að hengja upp auglýsingar og reyna að ota mínum tota. Þá var það fönkhljómsveit sem trommarinn hafði hætt daginn áður en þeir voru að fara í þriggja vikna tónleikaferðalag til Slóveníu og Króatíu og þurftu að leggja af stað á miðnætti þetta sama kvöld, þeir hringdu á milli níu og tíu um morguninn. Það var eitthvað smá dílað og vílað um laun og svoleiðis – svo sagði ég við þá að ég skildi hugsa málið í hálftíma. Nú ég hringdi til baka og sagðist vera til. Hljómsveitin flutti eingöngu eigið efni og bað mig að mæta á æfingu í hádeginu með hljóðfæri og vera búinn að pakka ofan í tösku því við myndum æfa þangað til við förum því ég þyrfti að læra lögin þeirra, þetta var 29 laga prógram. Ég hugsaði bara: „Guð minn góður!“ Nema þegar ég mæti á staðinn þá var þetta ekki fönkhljómsveit heldur pönkhljómsveit, mér hafði misheyrst. Svo það var bara æft í tíu, tólf tíma og svo haldið af stað til Slóveníu, mættum til Ljubljana klukkan átta kvöldið eftir og fyrsta gigg átti að byrja klukkan níu. Svo var ferðast um Slóveníu og Króatíu, það var mjög sérstakt. Þetta var áður en stríðinu lauk, eða því var lokið í Slóveníu en ekki í Króatíu.“

Lífshræddur við landamærastöð „Þar hélt ég að ég yrði drepinn, að þetta væri stundin sem ég myndi hverfa. Við vorum á landamærunum inn í Króatíu og þar var allt fullt af hertrukkum og skriðdrekum og læti. Þetta eru náttúrlega fjallahéruð og við vorum upp í einhverju skógi vöxnu fjalli. Hinir voru allir Hollendingar en ég var með íslenskt vegabréf og þá var sagt við mig: „Því miður, þú

Tónlistin alþjóðlegt tungumál

Seydouba Soumah.

Árið 1995 flutti Halldór til Hollands, hann langaði reyndar til Frakklands en þáverandi kona hans þverneitaði að flytja þangað, sagði að Frakkar væru svo leiðinlegir. „Það var eiginlega út af tónlistinni að ég vildi flytja. Mér fannst ég búinn að gera svo margt hérna heima og hafði alltaf heillast af framandi tónlist. Systir mín t.d. bjó mörg ár í Sádi-Arabíu og var alltaf að senda mér kassettur með þjóðlegri, arabískri tónlist – sem ég skildi, þetta var eitthvað sem ég fílaði. Vinir mínir spurðu bara: „Hvað er að þér?“ Ég fattaði ekki Bítlana en ég fattaði þetta og ég hlustaði alltaf mikið á óhefðbundna tónlist. Ég var ekki mikið fyrir hefðbundna popptónlist, var alltaf út á jaðrinum að hlusta á eitthvað skrítið og fólki fannst ég svolítið skrítinn. Mig langaði að flytja til Frakklands því ég vissi að þar var suðupottur allskyns tónlistar, sérstaklega frá Afríku. Holland var annar valkostur og þar fór ég að vinna með manni sem hét Seydouba Soumah og var frá Gíneu í Vestur-Afríku. Við vorum með prójekt í gangi í fimm ár, þetta var stórt band, dansarar og allra þjóða kvikindi; nokkrir Gíneubúar, Íslendingur, Þjóðverji, Hollendingur og Indónesíubúi. Ég lærði rosalega mikið af samstarfi okkar Seydouba Soumah. Hann hafði verið barnastjarna í heimalandi sínu, Gíneu, sem liggur á milli Sierra Leone og Senegal og er eitt fátækasta land í heimi. Soumah spilaði á hljóðfæri sem heitir Kora og er svona nokkurs konar harpa með 21 streng og hann samdi mikið af ljóðum og lögum sem við fluttum. Hann var sprenglærður á þeirra vísu, þeir nota ekki nótur sem dæmi og þeirra tónlistarnám er allt öðruvísi því honum var fenginn svokallaður meistari sem hann bjó hjá. Hann var alger snillingur en er því miður dáinn, lést árið 2002. Að vinna með þeim var nýr skóli, þeir nálguðust tónlist á allt annan hátt heldur en við hér á vesturlöndum, það er allt annar hugsanagangur og mikið leikið eftir tilfinningu. Maður þurfti algerlega að endurskoða hvernig maður nálgast tónlist. Þetta er ákveðið tungumál þar sem allir geta talað saman, í þessum hópi voru nokkrir frá Gíneu og þeir töluðun nánast enga ensku, bara frönsku og ég talaði ekki mikla frönsku. Upp úr þessu sköpuðust stundum samskiptaörðugleikar eða mjög skondnir misskilningar og það var oft mikið hlegið – en við töluðum alltaf sama málið í gegnum tónlistina – og svo ég vitni í Seydouba Soumah, hann sagði: Tónlist sameinar!“

Ég tek svo vegabréfið, þakka fyrir mig og sný mér við. Þá byrjaði hann að öskra, sagði mér að stoppa, æpti á einhverja hermenn og það drífur að einhverja fimmtán, tuttugu hermenn. Ég hugsaði bara nú er þetta búið. Eina orðið sem ég skildi var „Islandia, Islandia!“ Hermennirnir hafa sennilega séð hvað ég var hræddur því þeir voru mjög alvarlegir á svipinn ...

þarft vegabréfsáritun.“ Þetta var bara tveimur, þremur tímum fyrir tónleika svo nú voru góð ráð dýr og ég spurði hvar ég gæti fengið áritun. „Þú færð hana hérna hjá mér,“ svaraði hermaðurinn. „OK, get ég fengið áritun?,“ segi ég. „Já, sjálfsagt en það kostar fimm kunas,“ svaraði hann að bragði. Við vorum bara með þýsk mörk en það var ekki að ræða það að taka við því. Hann benti mér á að fara í banka og benti okkur á einhvern vinnuskúr hinu megin við veginn, þetta var eiginlega bara gámur og þar inni var ekkert nema gamalt skólaborð, akfeitur karl og peningaskápur. Hann skipti fyrir mig yfir í kunas, fimm kunas var kannski svona fimmtíu kall íslenskar, og ég fór til baka og borgaði landamæraverðinum sem setti einhvern límmiða í vegabréfið hjá mér. Ég tek svo vegabréfið, þakka fyrir mig og sný mér við. Þá byrjaði hann að öskra, sagði mér að stoppa, æpti á einhverja hermenn og það drífur að einhverja fimmtán, tuttugu hermenn. Ég hugsaði bara nú er þetta búið. Eina orðið sem ég skildi var „Islandia, Islandia!“ Hermennirnir hafa sennilega séð hvað ég var hræddur því þeir voru mjög alvarlegir á svipinn og hópurinn stillti sér upp fyrir framan mig. Svo fóru þeir allir að brosa og hlæja og vildu fá að taka í hendina á mér. Þá var málið að Jón Baldvin, eða réttar sagt Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu þannig að ég var besti vinur þeirra. Eftir það var ég alltaf fljótur að minnast á að ég væri frá Íslandi.“

Júpíters á Reading UK Festival 1992.

Var að breytast í Evrópubúa Halldór bjó í Hollandi í fimm ár en fannst hann þá vera að breytast í Evrópubúa. „Mér fannst rosalega gott að búa þarna en þetta íslenska element sem við erum með, þennan sprengikraft. Okkur dettur í hug að gera eitthvað og framkvæmum það. „Hey, setjum upp tónleika. Þú hringir í þennan, ég hringi í þennan og höldum þá eftir tvær vikur.“ Þarna úti skipuleggur þú hlutina með hálfs árs eða árs fyrirvara og mér fannst ég vera að verða eins og þeir. Þú dettur ekkert inn í kaffi óboðinn, þú gerir það með eins, tveggja vikna fyrirvara.“ Á þessum tíma var Halldór kominn með sitt fyrsta barn og fjölskyldutengslin voru farin að toga, því ákvað hann að flytja heim aftur árið 2000. „Fimm ár er langur tími í tónlistarbransanum og þá er maður svolítið dottinn út úr því sem er að gerast hérna heima. Svo ég byrjaði á því að reka stuðningsheimili fyrir félagsþjónustuna í Reykjavík fyrir krakka sem voru að koma út langtímavímuefnameðferð, ég hafði unnið við það áður á meðferðarheimili sem hét Tindar og var sérhæft vímuefnameðferðarheimili fyrir unglinga. Ég sem sagt vann þar meðfram tónlistinni því það er ekki auðvelt lifa á henni einni saman. Þú þarft að segja já við öllum djobbum sem þú ert beðinn um – því ef þú segir nei hringir sá aðili pottþétt aldrei í þig aftur. Svo ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem ná að draga fram lífið á þessu því það er ekki auðvelt. Ég vann yfirleitt með tónlistinni, allavega að hluta til. Ég rak þetta stuðningsheimili í þrjú eða fjögur ár og þá ákváðum við að flytja til Grindavíkur, ég og Fanný, núverandi konan mín sem ég hafði kynnst árið 2002.“ Það var svo fljótlega eftir að Halldór flutti í Grindavík að hann var beðinn um að byrja að kenna þar. „Það var hringt í mig úr tónlistarskólanum, ég hafði eitthvað verið að kenna prívat en þá fór ég að kenna af einhverju viti. Ég var alltaf að spila eitthvað en hafði aldrei verið í neinu föstu djobbi þótt ég hefði unnið í alls kyns verkefnum og spilað með hinum og þessum. Síðan var mér boðið að kenna hérna í Sandgerði árið 2007 og ég hef kennt á trommur hér síðan.“

Halldór, Fanný og börn kunna vel við sig í Sandgerði.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ég er svona það sem er kallað „dúer“ ef ég sletti. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og ef mér leiðist þá bý ég mér til eitthvað að gera. Menning, og þá sérstaklega tónlist, er mín ástríða ...

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU

Frá tónleikum ADHD sem haldnir voru í byrjun mánaðar á vegum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar í Bókasafni Sandgerðis.

hatt á þetta – djassfélag er mátulega snobbað [nú hlær Halldór] en djass er svo teygjanlegt hugtak. Ég meina á Montreal-djasshátíðinni í Kanada 1988 var aðalnúmerið Bon Jovi, er það djass? Allavega myndi bókasafnið ekki bera mikla rokktónleika, það liggur í hlutarins eðli. Nú Jazzfjelag Suðurnesjabæjar var stofnað og ég fór af stað í að leita að styrkjum.“

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar sækir í sig veðrið

VF-mynd: JPK

Langaði ekki að verða skólastjóri Árið 2013 var Halldór beðinn um að leysa þáverandi skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis af vegna veikinda en hann neitaði því í byrjun. „Ég sagðist ekki hafa neinn áhuga á því vegna þess að mér fannst ekkert spennandi að fara að gera einhverjar fjárhagsáætlanir og launaskýrslur. Myndin sem ég hafði af starfinu var allt önnur en það í raun og veru er og svo hafði ég alltaf svo mikið að gera – en það varð nú samt úr að ég leysti af í mánuð, svo annað mánuð og þann þriðja. Áður en ég vissi af voru þetta orðin tvö ár en á þeim tíma hafði ég komist að því að þetta væri afskaplega spennandi starf; krefjandi, skapandi og gefandi. Svo þegar starfið var formlega auglýst þá sótti ég um og hef verið skólastjóri síðan.“ Halldór segist hafa fundið fljótlega að að hann langaði að flytja til Sandgerðis því hann þekkti lítið til þar þótt hann væri búinn að kenna við skólann í mörg ár. „Maður þekkti leiðina að skólanum og heim. Mig langaði að flytja hingað til að tengjast samfélaginu betur, að það væri hægt að ná í mann hvenær sem er ef það væri eitthvað. Svo hafði mér alltaf þótt andrúmsloftið hérna svo jákvætt gagnvart tónlistarskólanum bæði af bæjaryfirvöldum og íbúum. Ég hef unnið við kennslu þar sem andrúmsloftið er algerlega hið gagnstæða og maður var einhvern veginn alltaf með vindinn í fangið á leiðinni upp brekku. Hérna var ekki til króna í kreppunni en alltaf mætti manni þetta jákvæða andrúmsloft og það heillaði mig. Stemmningin hér heillaði mig og fjölskyldan mín var eiginlega ekkert síður áfjáð í að flytja hingað svo við fluttum hingað í desember 2017 og okkur finnst alveg frábært að vera hérna.“

Menning verður til – Ég hjó eftir því að þú sagðir í lok tónleika hér í Bókasafninu að ef það er ekki menning á staðnum þá býr maður hana til. Þú hefur haft aðkomu að mörgum verkefnum hér er það ekki? „Ég er svona það sem er kallað „dúer“ ef ég sletti. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og ef mér leiðist þá bý ég mér til eitthvað að gera. Menning, og þá sérstaklega tónlist, er mín ástríða og þessi hugmynd eins og með Jazz­fjel­

agið fæddist árið 2019. Það er innangengt frá okkur í tónlistarskólanum yfir í bókasafnið svo ég varpaði fram með þeirri spurningu hvort við gætum ekki haft nemendatónleika í bókasafninu, bara svona sem uppbrot til að vera ekki alltaf hérna innanhúss. Við gátum rúllað yfir öllum hljóðfærum og spiluðum bara þar. Ég elska bækur og ég elska tónlist. Það var fínn hljómburður í bókasafninu og þá datt mér í hug að sameina þetta tvennt með því að stofna eitthvað tónlistarfélag. Við ákváðum að kalla þetta djassfélag til að setja einhvern

Verkefnið Sacred Noise, Heilagur hávaði, sameiginlegt verkefni Halldórs, japanska raftónlistarmannsins Natsuki Tamura og Amon Bey sem er franskur Bandaríkjamaður og dansari.

Sóknaráætlun Suðurnesja hefur staðið þétt að baki Jazzfjelags Suðurnesjabæjar og í raun haldið í því lífinu segir Halldór. Sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabær sem leggur til aðstöðuna fyrir tónleika félagsins. „Svo stofnaði ég bara litla Facebook-síðu og það var bara strax fullt af fólki komið á síðuna – og tónlistarmenn höfðu samband og spurðu hvort þeir gætu spilað. Stefnan var að það yrði frítt inn, tónlistarmenn kæmu og gætu spilað fyrir gesti en við bjóðum ekki upp á neitt nema vatn og kaffi. Við getum reddað píanói en restina þyrftu þeir að koma með sjálfir.“ – Eru þessir tónlistarmenn að koma fram án þess að fá borgað? „Nei, verandi sjálfur tónlistarmaður þá þekki ég vel hvernig það er að vera beðinn að spila gegn því að fá fullt af giggum út á það. „Við getum ekkert borgað en þetta verður fínasta auglýsing fyrir þig.“ Hringdu í pípara og reyndu að fá hann til að koma til þín klukkan ellefu á laugardagskvöldi gegn góðum meðmælum. Ég vildi ekki bjóða tónlistarmönnum upp á það að koma hingað til að spila og fá ekkert fyrir það, það var ekki inni í myndinni. Þess vegna fór ég í það að safna styrkjum, við erum ekki að borga þeim mikið en allavega þannig að fólk fái eitthvað fyrir sinn snúð.“

Ferskir vindar – Þú hefur verið virkur í þátttöku í menn­ ingarhátíðinni Ferskir vindar. „Já, mér var boðið að taka þátt sem lókal listamaður og það var alveg æðislegt. Þarna voru listamenn frá átján löndum, alls konar listafólk; gjörningalistafólk, myndlistafólk, tónlistarfólk. Fólkið mætti og svo var bara byrjað að vinna. Þá minntist ég nú vinar míns, Sedouba Soumah, sem sagði tónlist sameina – en ég segi: „List sameinar!“ Þarna kom fólk frá mjög ólíkum menningarheimum og listafólk eru algerir vinnumaurar, ég held að þetta sé það harðduglegasta fólk sem þú getur hugsað þér. Að sjá atorkuna, sköpunargleðina og vinnukraftinn. Verkin í Ferskir vindar eru alls konar, þau geta verið unnin úr allskonar efni og í öllum stærðum. Sum verkin voru risastór og stundum þurfti fólk hjálp við þau, þá sameinaði hópurinn bara krafta sína áður en það sneri sér svo að næsta verkefni. Þarna var fólk að frá því snemma á morgnana og langt fram á nótt en það var náttúrlega alltaf deadline á hvenær allt þyrfti að vera tilbúið. Þetta var alveg æðisleg reynsla.“ Halldór á vini út um allan heim og hann segir Ferska vinda vera orðna vel þekkta menningarhátíð víða. „Ég er svo heppinn að vera með hljóðfærasamning við japanskan framleiðanda og ég heimsótti þá 2017. Ég sagði þeim frá Ferskum vindum og einn þeirra vissi allt um þá. Þetta er haldið hér á hjara veraldar en er þekktara en við gerum okkur grein fyrir, Ferskir vindar er ansi þekkt. Það er eitthvað við Japan, ég hef komið til hátt í fjörutíu landa en Japan er eina landið sem ég sakna á hverjum degi. Verkefnið Sacred Noise, Heilagur hávaði, var sam-

eiginlegt verkefni mitt, japanska raftónlistarmannsins Natsuki Tamura og Amon Bey sem er franskur Bandaríkjamaður og dansari. Við ætluðum að fara lengra með verkið og vorum búnir að leggja drög að því að ferðast með það hér innanlands og í Frakklandi – svo kemur Covid og það frestaðist allt saman. Ég hef líka verið að vinna með hollensku tónlistarfólki í hljómsveitinni BeesandUs. Þeir taka upp lög og senda mér. Síðan tek ég upp hjá Smára Guðmunds í Stúdíó Smástirni og sendi út. Það er orðið mjög auðvelt að vinna á milli landa.“

Tónlistarnám er eilífðarnám Tónlistarskóli Sandgerðis þjónar um 170 nemendum. Inni í þeirri tölu er svokallaður forskóli, sem eru nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk. Síðan er hljóðfæraval í fjórða bekk, þá velja börnin sér hljóðfæri til að læra á í eitt ár. „Krakkarnir velja sér hljóðfæri til að æfa í eitt ár, þau geta náttúrlega ekki valið hvað sem er en geta valið úr ákveðnum hljóðfærum. Þetta er unnið í afar góðu samstarfi við Sandgerðisskóla og börnin æfa í tveggja til fjögurra krakka hópum, tvisvar í viku, hálftíma í senn. Með þessu læra þau undirstöðuatriðin í tónlist. Við erum með um sjötíu nemendur í einkatímum og kringum hundrað í samstarfi við Sandgerðisskóla. Við leggjum gríðarlega áherslu á að mæta þörfum samfélagsins, vera sýnileg og að hafa námið aðgengilegt og skemmtilegt samhliða hefðbundnu akademísku námi. Hér Sandgerðismegin í Suðurnesjabæ erum við í álmu sem tengd er við Sandgerðisskóla. Það er innangengt milli skólanna og hér koma krakkarnir trítlandi á milli á sokkunum á skólatíma. Það er mikill kostur því hérna geta tónlistarkennarar mætt klukkan átta á morgnana og byrjað að kenna því við fáum að taka krakkana úr kennstustundum. Það er gert í mjög góðu samstarfi við grunnskólann og komin hefð fyrir því. Þetta fyrirkomulag reynist mjög vel, við erum að fá krakkana óþreytta og þetta brýtur líka upp skóladaginn hinu megin. Það er líka löngu búið að rannsaka að tónlistarnám styður mjög vel við stærðfræði, lestur og félagsfærni. Svíar og Bandaríkjamenn eru lengst komnir í því að nýta tónlistarnám til að styrkja þá sem eiga erfitt með lestur, stærðfræði eða við að mynda félagsleg tengsl.“ Ellefu ára gamall valdi Halldór sér starfsvettvang og vinnur enn við sína ástríðu. Hann segir tónlistarnám gefandi og að allir geti lært tónlist. Að læra nótur í tónlist er bæði fljótgert og það einfaldasta – en þú ert alla ævi að læra á hljóðfærið, þú nærð fljótlega ákveðinni færni en ert alltaf að bæta þig. Þetta er eilífðarnám.“

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU

Halldór er með listamannasamning við japanska trommuframleiðandann Tama.


FJÖLMIÐILL SUÐURNESJA Útgáfa Víkurfrétta hefur sjaldan verið veglegri en einmitt síðustu vikur og mánuði

Auglýsingagerð

Við leggjum áherslu á vandað 24 síðna blað í hverri viku sem má

og einstaklinga, hvort sem er til birtingar í miðlum Víkurfrétta

nálgast á dreifingarstöðum okkar um öll Suðurnes. Ókeypis eintak af

eða í öðrum fjölmiðlum.

Víkurfréttir annast alla auglýsingagerð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Víkurfréttum getur þú m.a. sótt í allar verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum frá hádegi á miðvikudögum.

Streymi frá viðburðum og athöfnum

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg frá þriðjudagsköldi á vf.is.

Víkurfréttir bjóða upp á beinar útsendingar frá viðburðum

Í rafrænu útgáfunni eru m.a. aðgengileg myndskeið með völdu efni.

á Suðurnesjum á samfélagsmiðlum. Þá annast Víkurfréttir steymi frá útförum úr kirkjum á Suðurnesjum

Vefsíður Víkurfrétta eru tvær

í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja.

Víkurfréttavefurinn vf.is er uppfærður daglega. Golfvefurinn kylfingur.is flytur nýjustu golffréttir allan ársins hring.

Loftmyndir með dróna Vantar þig loftmynd frá Suðurnesjum? Við hjá Víkurfréttum getum sett

Víkurfréttir eru í sjónvarpi

drónann á loft með skömmum fyrirvara og útvegað myndefni frá

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á Hringbraut

Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

og á Víkurfréttavefnum vf.is. Um 300 þættir frá 2013. Sjónvarpsefni Víkurfrétta er einnig aðgengilegt á rás

Eldri blöð á timarit.is

Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Ef þú vilt grúska í sögu Suðurnesja, þá getur þú fundið öll tölublöð Víkurfrétta frá upphafi á vefnum timarit.is

STREYMI

PDF

BLAÐ

VEFUR

SJÓNVARP

AUGLÝSINGAGERÐ

DRÓNI

HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 421 0000 EÐA Á VF@VF.IS

STREYMI


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kjarnakonur af Suðurnesjum, Bryndís Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir, halda úti nýju hlaðvarpi:

Af hverju

vissi ég það ekki? Hlaðvörp njóta vaxandi vinsælda en þau eru ný tegund miðlunar sem opnar leið fyrir þá sem langar til að koma skilaboðum á framfæri til almennings. Hlaðvarp er útvarps- eða sjónvarpsþáttaröð sem gefin er út á netinu og hefur oft svipaða uppbyggingu og útvarpsþættir en er yfirleitt ekki sent út beint. Allt efnið er því til niðurhals svo hægt er að njóta þess á þeirri stund og stað sem hentar. Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com Myndir: Marta Eiríksdóttir og af Facebook-síðunni Af hverju vissi ég það ekki?

verða mjög áhugaverðir þættir sem þú vilt hlusta á. Það er markmið okkar. Þættirnir okkar verða sendir út á öllum hlaðvarpsveitum en eru núna komnir inn á Facebook-síðuna okkar Af hverju vissi ég það ekki? og á Spotify undir sama nafni.“

Lífsreynsla annarra getur hjálpað

Ógrynni íslenskra hlaðvarpa finnast á vefnum í dag, misjöfn að málfari og gæðum. Þessi tegund miðlunar gefur öllum tækifæri til að koma sér á framfæri en svo er það hversu áhugavert málefnið er, sem verið er að senda út. Hægt er að finna hlaðvörp um allskonar málefni á vefnum, eitt það vinsælasta er Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur á RÚV. Kjarnakonur ættaðar af Suðurnesjum, þær Bryndís Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir, eru á meðal þeirra sem bjóða upp á hlaðvarp sem hægt er að hlusta á beint af sameiginlegri Facebook-síðu þeirra og af Spotify. Hlaðvarpið nefna þær Af hverju vissi ég það ekki? Blaðakona Víkurfrétta fékk boð á Facebook um að líka við sameiginlega síðu Bryndísar og Svanhildar. Hún hlustaði á einn þátt sem vakti áhuga hennar á að hitta þær stöllur og forvitnast meira um hlaðvarpið þeirra. Nú hafa Bryndís og Svanhildur útbúið fjóra hlaðvarpsþætti sem fjalla um mismunandi efni en allt út frá sama meiði, að fræða fólk um almenna hluti sem eru ekki endilega á allra vitorði.

Hugmynd sem fæddist í fyrrasumar Í fyrsta hlaðvarpsþætti þeirra vinkvenna eru þær að fjalla um hlutverk umönnunarkynslóðarinnar, það er um okkur, sem erum á miðjum aldri og viljum aðstoða aldraða foreldra okkar. Hvernig virkar til dæmis kerfið þegar aldnir foreldrar verða veikir og þurfa meira á faglegri aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda? „Síðastliðið sumar hittumst við hjá sameiginlegri vinkonu og fórum að tala saman um hluti sem okkur fannst við ættum að vita, komnar á miðjan aldur, en vissum ekki. Ég var oft búin að hugsa það, að búa til hlaðvarp um allt þetta sem við eigum að vita en vitum ekki, bara svona um almenn atriði sem allir eiga að vita. Mér fannst augu mín

opnast þegar ég fór í nám í lögregluog löggæslufræðum árið 2017 hvað það er margt sem okkur stendur til boða í samfélaginu án þess að við vitum af því. Það er gengið út frá því að þegar þú ert komin á miðjan aldur, þá áttu að vita ákveðna hluti í samfélaginu – en ef við höfum ekki rekið okkur á það, þá er ekki sjens að við vitum það. Eins og þegar mamma mín varð veik og greindist með heilabilun. Þessi þrjú ár sem ég og systkini mín önnuðumst hana, voru rússibani og ferðalög á milli lækna. Það var bara heppni hvern við hittum, hvaða fræðslu við fengum varðandi veikindaferli mömmu – og ég var alltaf að hugsa; af hverju vissi ég þetta ekki? og gekk með þá hugmynd að búa til hlaðvarp um allt þetta sem ég vissi ekki en lærði til dæmis í gegnum veikindi mömmu. Þó ég væri orðin svona fullorðin. Þarna, þetta fallega sumarkvöld, sátum við Svanhildur saman og ræddum um nýtt hlaðvarp,“ segir Bryndís.

manneskjur, við myndum aldrei segja já þegar við viljum segja nei. Við getum örugglega alveg verið óþægilegar fyrir suma því við segjum það sem okkur finnst,“ segir Bryndís. „Þegar ég vissi að Bryndísi væri alvara með þetta hlaðvarp, þá talaði ég við tengdason minn sem er búinn að læra tónlist. Hann samdi fyrir okkur stefið. Ein vinkona mín er að læra grafíska miðlun og hún hannaði vörumerkið fyrir okkur. Þetta tók allt tíma. Svo er auglýst námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem við skráðum okkur á og þar lærum við að klippa þættina og setja þá saman. Allt um tæknilegu hliðina til að búa til hlaðvarp. Við lærðum margt á þessu námskeiði hjá EHÍ. Fyrsti þátturinn sem fór í loftið frá okkur fjallar um umönnun eldri foreldra og þar byggjum við aðallega á reynslu Bryndísar sem rak sig á ýmsa veggi varðandi umönnun veikrar móður sinnar sem lést í

Fræða fólk um almenna hluti „Mér leist strax vel á þessa hugmynd hjá Bryndísi, að búa til hlaðvarp til þess að fræða fólk um almenna hluti sem allir ættu að vita en vita ekki. Fyrir mörgum árum þegar Útvarp Bros var og hét á Suðurnesjum starfaði ég þar við dagskrárgerð og átti því ákveðna reynslu í farteskinu. Ég hafði samband við Bryndísi stuttu seinna eftir þetta spjall okkar og sagðist vera til í að búa til hlaðvarp með henni,“ segir Svanhildur. „Þegar Svanhildur hafði samband og sagðist vera til í samstarf, þá vissi ég að hún væri manneskjan sem ég vildi vinna með. Hún hringir í mig og við byrjum nánast strax að skipuleggja hvað við viljum gera. Við erum báðar svona skeleggar og ákveðnar konur, þorum að segja hvað okkur finnst en erum einnig hjartahlýjar. Við erum samt hvorugar svona já-

október í fyrra – en þættirnir verða mjög fjölbreyttir. Næsti þáttur fjallar til dæmis um andlega byrði eða hina huglægu byrði, mental load, sem fólk upplifir í kulnun. Við fáum til okkar áhugavert fólk í einlæg viðtöl sem er tilbúið að deila með hlustendum af reynslu sinni. Við viljum bjóða upp á vandaða þætti með efni sem er ekki endilega á allra vitorði. Þetta

„Að eiga fullorðna foreldra er verkefni sem fólk, við sem erum á miðjum aldri, erum mörg að ganga í gegnum. Þegar ég var að koma hingað suður til Keflavíkur að hugsa um mömmu mína þá uppgötvaði ég margt sem ég vissi ekkert um. Þetta voru þrjú ár þar sem ég kom eins oft og ég gat til að hlúa að henni og var oft heilu helgarnar hér fyrir sunnan. Ég fór að reka mig á að alltaf þegar ég var að tala við fólk sem áttu fullorðna foreldra þá var eitthvað nefnt sem ég vissi ekki af. Ertu búin að láta búa til heilsufarsmat? Mig vantaði fleiri leiðbeiningar. Margir þekkja þetta hlutverk sem við tökum á okkur með foreldra okkar, að hugsa vel um þau en erum á sama tíma, því miður, að eyðileggja fyrir því að þau komist í faglega umönnun á stofnun þegar þess þarf. Ég kom til mömmu til að þrífa fyrir hana eða elda mat fyrir hana. Ég var að gera mitt besta til að hjálpa henni heima, vildi auðvitað gera henni gott. En með þessari aðstoð, þá var hún ekki að tikka inn í öll boxin sem yfirvöld vilja til þess að opna leið fyrir hana inn á hjúkrunarheimili sem hún þurfti svo sannarlega með tímanum en fékk ekki. Við erum svo dugleg að hjálpa foreldrum okkar, gera og græja. Ég var að þvo fötin af henni og baða hana en hún fékk böðun einu sinni í viku sem mér fannst allt of lítið. Ég og við systkinin, vildum hjálpa henni eins vel og við gátum. Ég var einnig að sjá um eigið heimili með fjölskyldu minni í Reykjavík. Þetta varð of mikið og ég kiknaði

undir lokin. Það var þá, þegar ég grét, að hlustað var á mig og mamma fór inn í hvíldarinnlögn á D álmu,“ segir Bryndís.

Hlustunarefni fyrir alla „Við ætlum eiginlega svolítið að vera í því að fræða okkur og aðra. Eins og þessi kona sem kom til okkar í einlægt viðtal og fjallaði um hugræna byrði í kringum heimilið. Þetta er nefnilega eitthvað sem gleymist svo oft. Það er alltaf verið að tala um kulnun í starfi en þú getur lent í kulnun vegna álags heima fyrir. Hjá okkur verður almenn fræðsla og yfirleitt á léttum nótum. Við erum samt ekki að rýna í einhverjar fræðigreinar. Við miðum hlaðvarpið okkar við hlustun í fjörutíu mínútur, fyrir þá sem eru heima að hlusta eða til dæmis þá sem aka Reykjanesbrautina,“ segir Svanhildur. „Já, þetta er svona ein ferð á brautinni. Okkur gæti dottið í hug að ræða kynslóðabilið varðandi málnotkun og orðfæri. Bara málfar hefur breyst svo mikið og hvernig fólk talar. Við sem eldri erum notum allt önnur orð, orð sem ungu fólki í dag þykir óviðeigandi. Nú tilgreinir þú ekki mann eða konu, heldur segirðu manneskjan. Hlaðvarpið verður samt upphaflega til út frá náminu mínu, í lögreglu- og löggæslufræðum. Þar lærði ég að við getum haft áhrif á lýðræðið en mér finnst almenningur ekkert vita af þeim rétti sínum. Til dæmis að við getum sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögur, það bara vissi ég ekki. Af hverju vissi ég það ekki? Við getum alveg haft áhrif á virkt lýðræði, ekki bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Nei, almenningur má senda inn athugasemdir á þingið og getur fylgst með ferlinu. Að þetta hlaðvarp varð að veruleika er allt Svanhildi að þakka, hún tók mig á orðinu og setti allt í gang,“ segir Bryndís og brosir hlýtt til Svanhildar. Hlaðvarp þeirra Bryndísar og Svanhildar lofar góðu um framhaldið. Hlustendur heyra að þær eru afslappaðar og einlægar í spjalli sínu á hlaðvarpinu og öll umgjörð er fagmannlega unnin.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Erum við Suðurnesjamenn annars flokks fólk? fjölda hælisleitenda sem dvelja á svæðinu og þurfa einnig heilbrigðisþjónustu. Ég efa það ekki að starfsfólk HSS reynir hvað það getur að sinna öllum sem leita til þeirra af bestu getu. Nú hafa hörmulegir atburðir gerst og það er spurning hversu sanngjarnt það er að gera alla stofnunina að blóraböggli. Heilbrigðisyfirvöld og þá sérstaklega heilbrigðisráðherra hafa þá ábyrgð að gera öllum stofnunum kleift að sinna sínu hlutverki og veita góða þjónustu eins og lög kveða á um. Það er löngu tímabært að efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fyrir því hef ég talað í fjárlaganefnd Alþingis. Bæjaryfirvöld á Suðurnesjum, við alþingismenn svæðisins og ekki síst íbúarnir verða að beita öllum sínum kröftum í að gera heilbrigðisráðherra ljóst alvarleika málsins. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum verður að linna. Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is

Orlofshús VSFK Sumar 2021 Ágæti félagsmaður Opnað hefur fyrir Umsóknir-Sumar 2021 inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði

(veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft í húsi)

2 hús í Ölfusborgum 3 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 hús við Illugastaðir í Fnjóskadal (Norðurland) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 21. maí til og með föstudagsins 20. ágúst 2021. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof. is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út orlofs umsókn með allt að sex valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 29. mars 2021. Úthlutað verður 30. mars samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Viðspyrna íslensks efnahagslífs felst ekki í að ríkisvæða íslenska ferðaþjónustu Í síðustu viku birtist aðsend grein í Víkurfréttum frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, undir heitinu „Þrjár flugur með einum vagni“. Í greininni kom fram að til skoðunar væri hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að styðja við rekstur Flugrútunnar. Eins og fram kom í fréttum þann 27. febrúar hófu Kynnisferðir akstur Flugrútunnar að nýju eftir sex vikna hlé. Það kom einnig fram í fréttum að Kynnisferðir þiggja engan styrk frá ríkinu vegna reksturs hennar. Í grein Andrésar kemur fram að Kynnisferðir hafi þegið yfir 200 milljónir króna úr ríkissjóði til að segja upp starfsfólki en rétt er að árétta að samtals hafa 272 fyrirtæki þegið uppsagnarstyrki og yfir átta milljarðar króna verið greiddar út og því hlutur Kynnisferða lítill í því samhengi þó að vissulega hafi aðgerðir stjórnvalda hjálpað fyrirtækinu að standa við skuldbindingar við starfsmenn í því fordæmalausa ástandi sem við erum í. Þingmaður bendir í grein sinni á betri leið sem gengur út á að ríkið styrki enn frekar við rekstur Strætó en nú þegar renna á fjórða milljarð króna úr ríkissjóði til almenningssamgangna. Hlutverk almenningssamgangna er að þjónusta íbúa landsins til að komast á milli staða og samkvæmt lögum um farþegaflutninga getur Vegagerðin veitt sveitarfélögum einkarétt á að skipuleggja farþegaflutninga á tilteknum svæðum. Einungis má veita einka-

rétt ef ekki er hægt að reka þjónustuna á viðskiptagrundvelli og skal tryggja að samkeppni fái að njóta sín. Samkvæmt þessum lögum er því stjórnvöldum óheimilt að starfrækja almenningssamgöngur í samkeppni við Flugrútuna og önnur þau fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína á þessari leið. Það vekur því mikla undrun að Andrés leggi til að stjórnvöld greiði enn meira til almenningssamgangna en nú þegar er gert til að fjölga ferðum á leið 55 og þannig ríkisvæða rekstur sem samkeppni ríkir um. Ég er nokkuð viss um að Samkeppniseftirlitið mundi einnig gera alvarlegar athugasemdir við slíkt framferði stjórnvalda. Einnig má benda á að Kynnisferðir greiða virðisaukaskatt til ríkisins af rekstri Flugrútunnar auk þess að greiða verulegar fjárhæðir til ríkisfyrirtækisins Isavia á ári hverju. Leið 55 greiðir hvorki virðisaukaskatt né þóknun til Isavia.

Í þeim sóttvarnarreglum sem gilt hafa undanfarna mánuði er fólki í sóttkví óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur og því væri það einnig brot á sóttvarnarreglum að beina komufarþegum inn í almenningssamgöngur þar sem fólk í sóttkví mundi blandast almenningi með hættu á útbreiðslu veirunnar. Við hjá Kynnisferðum höfum lagt metnað okkar í að endurnýja rútuflota okkar mjög reglulega og er floti okkar mun nýrri og umhverfisvænni en þeir bílar sem sinnt hafa almenningssamgöngum á Suðurnesjum á síðustu árum. Einnig má benda á að Kynnisferðir hafa veitt mörgum íbúum Suðurnesja atvinnu á síðustu árum og vonandi getum við fljótlega farið aftur að fjölga í þeim hópi. Vissulega mætti þjónusta íbúa Suðurnesja með betri almenningssamgöngum enda hefur orðið mikil fækkun farþega á þessum leiðum, en lausnin felst ekki í því að nota Covidástandið til að knésetja ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur byggt upp þjónustu við Keflavíkurflugvöll á síðustu 40 árum. Viðspyrna íslensks efnahagslífs felst ekki í að ríkisvæða íslenska ferðaþjónustu. Reykjavík, 8. mars 2021 Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.

SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. apríl 2021. Í kjöri er formaður í stjórn kosinn til tveggja ára einnig tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ eigi síðar en 19. mars 2021. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillingarnefnd

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Bráðamóttaka Heilbrigðisstofnunar Su ð u r n e s ja ( H SS ) er sú bráðamóttaka á landinu sem tekur á móti næstflestum sjúklingum á eftir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þannig er hún töluvert stærri en móttakan á Akureyri. Uppbygging HSS hefur því miður ekki verið í takt við það mikla álag sem er á stofnuninni. Það vantar einfaldlega fjármuni, starfsaðstöðu og fleira starfsfólk til að hægt sé að veita þá þjónustu sem farið er fram á. Sífellt fleiri íbúar á svæðinu leita til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir heilbrigðisþjónustu. Þar sem oft á tíðum er hægt að fá tíma hjá lækni samdægurs. Fyrir ekki svo löngu síðan óskaði ég eftir símatíma hjá lækni við HSS. Tímann gat ég fengið eftir tíu daga! Heilbrigðisstarfsmenn segja mér að það er sama hvaða stofnun við berum okkur saman við hér heima og erlendis, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er einfaldlega of vanbúinn til að sinna þeim mikla fjölda sem býr á Suðurnesjum, farþegum Keflavíkurflugvallar og ekki síst vaxandi


a l l a r i r y f t r spo

Miðvikudagur 10. mars 2021 // 10. tbl. // 42. árg.

ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA – ALLIR SAMAN! Íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík hafa tekið sig saman og bjóða nú sameiginlega upp á námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Víkurfréttir spjölluðu við íþróttastjóra félaganna, þau Hjördísi Baldursdóttur (Keflavík) og Hámund Örn Helgason (Njarðvík), og spurðum út í samstarfið. Íþróttastjórar – nýjar stöður á vegum Reykjanesbæjar Stöður íþróttastjóra eru nýjar af nálinni hjá félögunum en Reykjanesbær styrkir þau um eitt stöðugildi hvort til að sinna þessu starfi – en hvert er verksvið íþróttastjóranna? „Það er voðalega vítt,“ segir Hámundur Örn. „Við reynum að gera eins mikið gagn og við getum, eins og að bæta samstarf við bæinn. Þetta samstarf á milli félagana í þessu verkefni „Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir“ kemur í framhaldi af því góðu samstarfi sem hófst með Allir með!“ „Já, verkefnið Allir með! sem var hleypt af stokkunum síðasta sumar hefur einmitt orðið til þess að tenging milli félaganna og við Reykjanesbæ hefur aukist, sem er bara mjög gott,“ bætir Hjördís við. „Við tókum bæði við þessum störfum í apríl og það hefur svakalega margt gerst á þessu eina ári.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Æfingar fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir fer vel af stað segja þau Hámundur Örn og Hjördís en skráning á námskeiðin hefur gengið framar vonum. „Þegar við fórum af stað áttum við von á u.þ.b. tíu krökkum, þau skráðu sig fimmtán í byrjun og tólf mættu á fyrstu æfingu sem fóru öll brosandi heim,“ segir Hámundur Örn. „Við fengum mjög góða þjálfara í þetta, bæði með reynslu af því að vinna með börnum með mismunandi stuðningsþarfir og góða þjálfarareynslu.“ „Yfirskriftin er körfubolti og fótbolti en svo erum við líka með þrautabrautir,“ segir Hjördís. „Við mætum hverjum og einum iðkanda á hans forsendum.“ „Já, ef þau vilja bara vera í fótbolta eða bara vera í körfubolta þá mætum við þeim þar,“ segir Hámundur Örn sem er menntaður íþróttafræðingur og einn þjálfara námskeiðsins. Aðrir þjálfarar eru þau Eygló Alexandersdóttir, þroskaþjálfi og körfuboltaþjálfari hjá UMFN, Bjartur Logi Kristinsson, stuðningsfulltrúi í Ösp, Sólrún Sigvaldadóttir, yfirþjálfari yngri flokka kvenna í knatt-

Hámundur Örn og Hjördís segja bæði að samstarf félaganna hafi gengið einstaklega vel, íþróttastjórarnir ganga saman í takt. spyrnu hjá Keflavík og Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður og þjálfari í körfubolta hjá Keflavík. – Á hvaða aldri eru þessi börn? „Þau eru sex til þrettán ára,“ svara Hjördís. „Það er viðmiðið en við erum ekki ströng á aldrinum. Þetta er verkefni sem fór af stað frá Special Olympic, styrkt af Norway Grant og barst til okkar frá KSÍ. Þá voru þeir að koma þessu áleiðis frá Íþróttasambandi fatlaðra og við gripum bara boltann í sameiningu og ákváðum að gera þetta saman fyrir börn í Reykjanesbæ – og í raun bara

hvaðan sem er. Sem dæmi erum við að fá barn úr Þorlákshöfn.“ – Eru þetta börn sem hafa ekki verið í íþróttum áður? „Það er allur gangur á því held ég, þau hafa mögulega prófað íþróttir sem eru í boði en ekki passað fyrir þau af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fyrir alla en markhópurinn er sérstaklega börn með mismunandi stuðningsþarfir,“ segir Hámundur Örn. „Körfubolti og fótbolti henta t.d. ekki öllum, hér mæta mögulega börn sem ráða illa við að vera í stærri hópum. Það er svo mikill fjöldi á almennum æfingum og sumum börnum hentar betur að fá meiri einstaklingsþjálfun og þarna fá þau það. Eins og á fyrstu æfingu var einn sem vildi mest vera í körfu og þá var þjálfari með honum í körfu, að æfa allskonar einstaklingsæfingar.“

Mismunandi þörfum mætt

Samstarf íþróttafélaganna í Reykjanesbæ lofar góðu fyrir framhaldið – alla vega skemmtu börnin sér vel á æfingu og allir fóru brosandi heim.

Hjördís segir að tvær mæður hafi verið í sambandi við Reykjanesbæ vegna þess að þeim fannst vanta námskeið fyrir börn með sérþarfir. Þær voru í sambandi við fimleikadeildina um að fá leigðan salinn hjá þeim en fimleikadeildin setti sjálf upp svona æfingar fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. „Það er ennþá í gangi og er vel sótt. Það er vitundavakning að verða í þessum málum og Reykjanesbær er í raun frumkvöðull á þessu sviði á landsvísu.“

Allir með! sem var hleypt af stokkunum síðasta sumar hefur einmitt orðið til þess að tenging milli félaganna og við Reykjanesbæ hefur aukist, sem er bara mjög gott ...

„Þetta er auðvitað unnið í samstarfi við Nes og Íþróttasamband fatlaðra. ÍF vill að stóru íþróttafélögin, eins og í þessu tilfelli Njarðvík og Keflavík, hætti að benda einungis á íþróttafélög fatlaðra þegar það kemur að því að bjóða upp á æfingar fyrir þennan hóp barna,“ bætir Hámundur Örn við. „Við erum sammála þessu og hjá okkur eru æfðar flestar greinar svo það er tiltölulega auðvelt fyrir félögin að bæta þessu við þó það þurfi fleiri þjálfara til að geta mætt börnunum á einstaklingsmiðuðum grundvelli.“ Hjördís bendir á að í verkefni sem þessu eru félögin sterk saman og þetta samstarf geti lagt undirstöðurnar að frekara samstarfi þegar fram líða stundir. „Samstarf okkar Hámundar hefur verið til fyrirmyndar og gengið mjög vel. Svo er þetta líka hagur Reykjanesbæjar – þetta er allra hagur.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Lengubikarinn í knattspyrnu

Markaskorararnir Amalía Rún og Natasha Anasi ásamt dóttur Natasha.

Njarðvík - KFS 4:2

Haukar - Víðir 3:1

Njarðvíkingar sigruðu KFS þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni fyrir helgi. Njarðvík skoraði þrjú mörk rétt fyrir leikhlé en KFS minnkaði muninn í 3:2 í þeim síðari. Það var svo Hlynur Magnússon sem gulltryggði sigurinn á 76. mínútu. Njarðvík situr á toppi B-deildar Lengjubikars karla og mætir liði Elliða á laugardaginn. Mörk Njarðvíkur: Kenneth Hogg (38’ og 43’), Ólafur Bjarni Hákonarson (40’) og Hlynur Magnússon (76’).

Elís Már Gunnarsson kom Víði yfir á 8. mínútu en Haukar jöfnuðu fimm mínútum síðar. Haukar komust yfir um miðjan fy rri hálfleik gerðu svo út um leikinn með Elís Már skoraði marki í uppfyrir Víði. bótartíma. Víðismenn sitja í botnsæti B-deild karla með eitt stig eftir þrjá leiki. Þeir mæta ÍR, sem situr í efsta sæti deildarinnar, laugardaginn 20/3.

Keflavík - ÍBV 2:1 Keflvíkingar höfðu betur gegn ÍBV í A-deild Lengjubikars kvenna um helgina. Það var Amalía Rún Fjeldsted sem kom Keflavík yfir á 26. mínútu en markið var skráð sem sjálfsmark. Eyjastúlkur jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks en það var fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok (89’). Keflavík situr í þriðja sæti og mætir KR miðvikudaginn 17/3.

Grindavík - Víkingur Ó. 3:2 Grindvíkingar byrjuðu betur gegn Víkingum og leiddu með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Víkingum tókst hins vegar að jafna metin í þeim síðari en Nemaja Latinovic skoraði úrslitamarkið á 76. mínútu fyrir Grindavík. Grindvíkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og mæta Vali, toppliði A deildar Lengjubikars karla, næst­ komandi laugardag. Mörk Grindavíkur: Guðmundur Magnússon (19’), Viktor Guðberg Hauksson (38’), Nemanja Latinovic (76’).

Gámar í óskilum

Á athafnasvæði Njarðvíkurhafnar standa sex gámar sem eru þar í óþökk hafnaryfirvalda. Skorað er á eigendur og forráðamenn þeirra að fjarlægja þá eða gera grein fyrir þeim til hafnaryfirvalda fyrir 1. apríl n.k. Að þeim tíma liðnum verða óskilagámar fjarlægðir og þeim ásamt innihaldi komið til förgunar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

ÍR - Reynir 3:0 Reynismenn töpuðu fyrir toppliði B-deildar um helgina. ÍR sigraði með þremur mörkum gegn engu. Reynir situr í þriðja sæti deildar­ innar. Þeir mæta Sindra sunnu­ daginn 21/3.

REYKJANESHÖFN

Augnablik - Grindavík 7:0 Kenneth Hogg skoraði tvö fyrir Njarðvík. Þróttarar eru í öðru sæti B-deildar en eiga leik til góða, þeir mæta Ægi á laugardaginn.

Grindavíkurstúlkur lágu fyrir Augnabliki í B-deild Lengjubikars kvenna. Lokatölur urðu sjö mörk Augnabliks án þess að Grindavík næði að svara fyrir sig. Grindavík mæti Haukum miðviku­ daginn 17/3 á Ásvöllum en bæði liðin eru án stiga.

Stjarnan - Keflavík 2:0 Keflvíkingar töpuðu með tveimur mörkum gegn engu gegn Stjörnunni á föstudaginn í leik toppliða A-deildar Lengjubikars karla. Keflavík situr í öðru sæti deildar­ innar og mætir Skagamönnum í Reykjaneshöllinni á laugardaginn kemur.

Hjálmar í Hljómahöll

Hljómsveitin Hjálmar kemur fram á tónleikum í Stapa í Hljómahöll þann 11. mars næstkomandi.

Tungumálakaffi - Bókasafn Reykjanesbæjar Júlía Ruth Thasaphong í leik með Grindavík á síðasta tímabili.

Fjölmargt að gerast í íþróttaog tómstundamálum bæjarbúa Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafull­ trúi Reykjanesbæjar, segir það hafa verið happaráðn­ ingu þegar Hjördís og Hámundur voru ráðin í störf íþróttastjóra Keflavíkur og Njarðvíkur. „Við höfum verið að styðja mun betur við við Keflavík og Njarðvík, gerðum samstarfssamninga við félögin sem gerði okkur kleift að ráða Hjördísi og Hámund sem íþróttastjóra. Þetta voru algerar happa­ ráðningar og ég hefði aldrei trúað hvað þetta hefur haft mikla þýðingu fyrir samstarf Reykjanesbæjar við félögin. Forsaga þessa máls er sú að móðir barns sem þarf stuðning leituði til okkar þegar verkefnið Allir með! fór af stað og spurði hvort þetta ætti ekki að vera Allir með? Nú, við fórum af stað með málið og ég kannaði hvernig væri staðið að þessu hjá kollegum mínum í öðrum sveitarfélögum en það virðist vera afskaplega lítilfjörleg starfsemi í gangi til að koma til móts við börn mér mismunandi stuðningsþarfir. Starfsemi NES íþróttafélags fatlaðra er öflug en stóru íþróttafélögin hafa ekki verið að sinna þessum hópi og þ.a.l. er ég er mjög ánægður með þetta frumkvæði sem íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík hafa sýnt í viðleitni sinni til að sinna þessum hópi – við eigum að sinna þessum hópi og það hefur ekki verið gert nógu vel hingað til. Fimleikadeildin reið á vaðið í fyrra með svona námskeið sem hefur gengið mjög vel.“ Reykjanesbær stendur í fjölmörgum verkefnum sem snúa að íþrótta- og tómstundamálum enda er bærinn Heilsueflandi samfélag. Verið er að skipuleggja ævintýrasmiðjur í sumar fyrir börn með mismundandi stuðningsþarfir í tengslum við vinnuskólann og þá er Skjólið, frístund fyrir börn með greiningar, að veita börnum með sér þarfir mun betri þjónustu en áður. „Ekki má gleyma að frítt er í sund fyrir börn yngri en átján ára og hefur verið síðan í janúar á síðasta ári, sem spilar mjög vel með Heilsueflandi samfélagi,“ segir Hafþór.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Tungumálakaffi verður alla föstudaga í Bókasafni Reykjanesbæjar frá klukkan 10-11 í samstarfi við Rauða krossinn á Suðurnesjum

Melódíur minningana & Jón Kr. Ólafsson

Rokksafn Íslands hefur opnað sýninguna Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson. Hægt er að gleyma sér í tónlistarsögunni á sýningunni en einnig að njóta alls þess sem tónlistarsafnið hefur upp á að bjóða í gegnum gagnvirkan sýndarveruleika.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.

Heilsuefling fyrir alla „Við erum mjög stolt af því starfi sem þar fer fram í Virkjun; ballskák fyrir eldri borgara, svo eru að koma þangað píluspjöld, þarna er Flugmódelklúbbur, Bridgeklúbbur og ýmis önnur starfsemi. Það væri að æra óstöðugan að telja allt upp það sem fer fram í Virkjun. Við þurfum að standa vörð um þetta mikilvæga starf sem fer fram þar.“ Fjölmörg önnur verkefni eru á teikniborðinu hjá íþrótta- og tómstundafulltrúanum. Verið er að undirbúa lokafrágang á gervigrasvelli við Reykjaneshöllina þar sem verður sett vetrarbraut utan um völlinn og hann flóðlýstur. „Grasið er komið,“ segir Hafþór; „og væntanlega verður hann tilbúinn í maí. Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf mun skipta miklu máli fyrir foreldra en verkefnið miðar m.a. að því að aka börnum í 1.-4. bekk úr frístundaheimilinum í hið kröftuga íþrótta- og tómstundastarf sem boðið er upp á í Reykjanesbæ. segir Hafþór Barði að lokum.

Súlan verkefnastofa – Starfsmaður menningarmála Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri á skrifstofu Vinnuskóli – Skrúðgarðaflokkstjóri Vinnuskóli – Sérverkefnaflokkstjóri Vinnuskóli – Almennur flokkstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Uppblásinn hvalreki

Á meðan flestra augu eru á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls þá þustu Garðmenn út á Garðskaga undir kvöld á þriðjudag þegar þar rak á fjörur belgmikinn hval. Sjónarvottar höfðu fyrst veitt hvalnum athygli þar sem hann flaut á miklum hraða eins og korktappi í Garðsjónum. Lögreglan mætti á staðinn ásamt björgunarsveit en þegar blaðið fór í prentun á þriðjudagskvöld hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvað gert yrði við dýrið. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mundi Var einhver að reyna að blása lífi í þennan hval?

Áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina, segir í upp­ lýsingum frá Vísindaráði almannavarna eftir fund þess á mánudag. mælast. Dæmi um slíka skjálfta mátti sjá aðfaranótt sunnudags, 7. mars, þegar margir kröftugir skjálftar mældust á skömmum tíma. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keilis. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS-mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og var á mánudagskvöld á um eins kílómetra dýpi og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina, segir Vísindaráð almannavarna. Snemma á þriðjudagsmorgun varð aftur vart við svokallaðan óróapúls

MÖGULEGT GOSSVÆÐI Í ÞRÁ INSSKJALDARHRAUNI MILLI FAGRADALSFJALLS OG KEILIS

Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina, segir Vísindaráð almannavarna.

á skjálftasvæðinu. Stóð púlsinn yfir í um tvær klukkustundir en það ástand hefur oft verið túlkað sem undanfari eldgoss. Þetta var í þriðja skipti á fáeinum dögum sem þessi óróapúls mælist. Hleðslur hrundu m.a. við orkuverið í Svartsengi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með bæjarstjórn Grindavíkur síðasta föstudag vegna jarðhræringa en einnig vegna atvinnumála og óvænts rafmagnsleysis.

1.000 METRAR

Vísindaráð almannavarna fundar daglega vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Á fundinum á mánudag var farið yfir virkni helgarinnar, ásamt því að rýna mælingar og gögn. Vísindaráð almannavarna telur að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhvers staðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Jarðskjálftar sem hafa fundist vel í Grindavík eru vegna spennu sem myndast bæði austan og vestan við umbrotasvæðið og er líkleg skýring á þeim skjálftum sem verða þar sú að um sé að ræða svokallaða „gikk­ skjálfta“ sem eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir

Sprungur í vegi í Svartsengi. VF-myndir: pket

Kvikugangurinn hefur áhrif á önnur svæði á Reykjanesskaga Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls, myndast þrýstingur í jarðskorpunni. Það veldur spennubreytingum á stóru svæði umhverfis ganginn. Líkanreikningar sýna að þessar spennubreytingar koma af stað svokölluðum „gikkskjálftum“ við sinn hvorn enda kvikugangsins. Þessir skjálftar eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Það er mat vísindaráðs að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þarf ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá er von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina.

Áfram eru þessar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga: • Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur • Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að M6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall • Skjálfti af stærð M6,5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum • Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar • Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð • Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.