Víkurfréttir 11. tbl. 41. árg.

Page 1

Combo tilboð vikunnar! Opnum snemma lokum seint

299kr

FIMMTUDAG KL. 20:30

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

HRINGBRAUT OG VF.IS

Capri Sonne 330 ml - val milli 4 tegunda

&

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Mini innbökuð pizza Margarita eða skinka

MIÐOPNA

fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk Andrei Sokolov í Ísalögum

SKELLTI SÉR Í BÚNING ILLMENNIS OG MYRTI MANN OG ANNAN Mikil innspýting fyrir samfélagið á Suðurnesjum Starfsemi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fylgir mikil innspýting fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Landhelgisgæslan kaupir mikið af þjónustu á Suðurnesjum fyrir starfsemi sína á Keflavíkurflugvelli. Sérstaklega eru loftrýmisgæsluverkefnin, sem eru þrisvar til fjórum sinnum á ári, drjúg fyrir heimamenn en kostnaður við hvert loftrýmisgæsluverkefni hleypur á hundruðum milljóna og er greiddur af Atlantshafsbandalaginu. Framundan er stór æfing sem bandaríski flugherinn stendur að. „Það er reiknað með allt að 1.000 þátttakendum frá aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins en að mestu verða þetta Bandaríkjamenn. Við vorum með æfingu hér í febrúar til að undirbúa æfinguna en þá voru hér um 300 manns á svæðinu. Hér verður í tvær vikur, strax eftir páska, margt fólk og flest hótelin í Reykjanesbæ eru bókuð undir þetta verkefni,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Víkurfréttir. Nánar er rætt við Jón í blaðinu.

Á Nesvöllum verður lokað í matsal og félagsstarf aldraðra fellur niður, þ.m.t. leikfimi, listasmiðja og aðrir viðburðir á vegum Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Myndin er tekin á Nesvöllum síðasta föstudag þegar þar fór fram aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Veglegar veitingar voru í boði.

Aðgerðir til að bregðast við veirunni – hjá mörgum aðilum á Suðurnesjum „Við þurfum að bregðast við eins og hægt er og gera nokkrar ráðstafanir hjá okkur sjálfum og eins hjá þeim aðilum sem við erum að þjónusta,“ sagði Magnús Þórisson, matreiðslumeistari og eigandi matstofunnar Réttarins í Keflavík, en meðal atriða er að loka salatbar á staðnum, einfalda alla afgreiðslu og loka fyrir sjálfsskömmtun. „Við munum í öryggisskyni loka salatbar og þá verðum við með einfalda afgreiðslu á öllum mat. Okkar fólk á Réttinum mun alfarið sjá um skömmtun á diska. Sama gerist á nokkrum stærri

Níu milljónum úthlutað til uppbyggingar á Reykjanesi Tvö verkefni á Reykjanesi fengu úthlutað tæpum níu milljónum króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Verkefnin sem um ræðir eru við Brimketil, þar sem bæta á útsýnispall og auka öryggi. Reykjanes jarðvangur hlaut þann styrk, samtals 4,1 milljón króna. Hitt

verkefnið sem um ræðir er hönnun aðstöðu fyrir ferðamenn til útivistar í Sólbrekkuskógi. Styrkur veittur til undirbúnings- og hönnunarvinnu á eldaskála með samtengdum salernum og útikennsluaðstöðu í Opnum skógi í Sólbrekkuskógi. Skógræktarfélag Íslands hlaut styrkinn að upphæð 4,7 milljón króna.

vinnustöðum sem við höfum afgreitt mat til. Þar verður sjálfsskömmtun hætt og sömuleiðis salatbar lokað. Við þurfum að gæta eins mikils öryggis og hægt er og þetta er einn liður í því,“ sagði Magnús.

Margir brugðist við COVID-19

Margir vinnustaðir og stofnanir hafa brugðist við COVID-19 veirunni með ýmsum aðgerðum. Á hjúkrunarheimili Hrafnistu og Nesvöllum hefur breyting verið gerð varðandi framreiðslu á mat og þá hefur hjúkrunarheimilinu verið lokað fyrir

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

heimsóknir. Á Nesvöllum verður lokað í matsal og félagsstarf aldraðra fellur niður, þ.m.t. leikfimi, listasmiðja og aðrir viðburðir á vegum Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Boðið verður upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess þurfa. Reykjaneshöll er lokuð fyrir gönguhópa. Þátttakendum í Fjölþættri heilsueflingu 65+ Janusarhóparnir er bent á að fylgjast með tölvupóstum og tilkynningum á Facebook-síðum verkefnisins. Nánar er fjallað um takmörkun hjá Reykjanesbæ í frétt á síðu 2.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Takmörkun á starfsemi í Reykjanesbæ vegna COVID-19 Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Veglegur styrkur til Krabbameinsfélags Suðurnesja Í tilefni af 70 ára afmæli Stjórnendafélags Suðurnesja hefur félagið afhent Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglega gjöf. Gjöfin var afhent á aðalfundi félagsins í síðustu viku en um er að ræða styrk upp á 700.000 krónur.

Það voru þau Grétar Grétarsson og Sigríður Erlingsdóttir frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja sem tóku á móti gjöfinni frá Einari Má Jóhannessyni, formanni Stjórnendafélags Suðurnesja.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Reykjanesbær hefur tekið ákvörðun um að takmarka starfsemi sína í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við Sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðunin tekin með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Eftirfarandi takmarkanir gilda frá og með mánudeginum 9. mars þar til annað verður ákveðið.

Safnahelgi á Suðurnesjum frestað Ákveðið hefur verið að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Safnahelgi átti að fara fram helgina 14. og 15. mars næstkomandi þar sem öll sveitarfélög á Suðurnesjum veita ókeypis aðgang í öll söfn á svæðinu. Í fyrra sóttu um 10.000 manns viðburðinn og því brugðu menningarfulltrúar Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Voga og Suðurnesjabæjar á það ráð að fresta Safnahelgi að sinni. Ekki þótti ráðlagt að stefna fólki saman þegar svo mikið óvissuástand ríkir í þjóðfélaginu. Mikil hefð hefur myndast fyrir Safnahelgi sem haldin hefur verið ellefu sinnum og er hætt við því að gestir munu ekki njóta þeirra menningaviðburða sem í boði eru eins og best verður á kosið. Ný dagsetning verður því kynnt síðar en hægt verður að fylgjast með stöðu mála á vefsíðunni safnahelgi.is.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Miðbæjarhverfið í Vogum verði gult Nýtt hverfi, miðbæjarhverfið, sem er að byggjast upp í Vogum hefur fengið gulan lit fyrir skreytingar á árlegum fjölskyldudögum í Vogum. Frístunda- og menningarnefnd telur rétt að á meðan nýja miðbæjarhverfið er ekki stærra en það er muni það enn um sinn verða hluti af gula hverfinu. Nefndin mun taka málið upp að nýju þegar fjölgað hefur í hverfinu eða ef ný hverfi myndast. Nefndin frestaði svo ákvarðanatöku um þetta mál á síðasta fundi sínum.

845 0900

Á Nesvöllum verður lokað í matsal og félagsstarf aldraðra fellur niður, þ.m.t. leikfimi, listasmiðja og aðrir viðburðir á vegum Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Boðið verður upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess þurfa. Nánari upplýsingar í síma 420-3400. Dagdvalir á Nesvöllum og í Selinu verða opnar. Takmörkuð þjónusta verður í Hæfingarstöðinni. Reykjaneshöll verður lokað fyrir gönguhópa. Þátttakendum í Fjölþættri heilsueflingu 65+ Janusarhóparnir er bent á að fylgjast með tölvupóstum og tilkynningum á Facebook-síðum verkefnisins. Öll önnur þjónusta velferðarsviðs helst órofin, sbr. öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Bent er á að Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga, að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.

Sýning í Duus Safnahúsum á síðustu Safnahelgi.

SPURNING VIKUNNAR

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Ertu búin(n) að breyta einhverju vegna kórónaveirunnar?

Ástþór Sindri Baldursson:

Guðmundur Stefán Gunnarsson:

Katla Hlöðversdóttir:

Þórunn Íris Þórisdóttir:

„Nei, ég hef alltaf verið duglegur að þvo mér um hendurnar. Er bjartsýnn á að þetta gangi fljótt yfir.“

„Nei ekkert sérstaklega, þvæ mér kannski aðeins oftar um hendurnar. Hlakka til þegar faraldrinum lýkur.“

„Ég er meðvitaðri um handþvott og er hætt að faðma alla sem ég hitti en ætla að byrja á því aftur þegar hættan er liðin hjá og hlakka mikið til.“

„Ég fylgist með ráðleggingum Almannavarna og frá Landlæknisembættinu því þetta er fagfólk. Svo bara held ég áfram að lifa.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


ALLT FYRIR GÓÐA HELGI Í NETTÓ! Bayonne skinka Kjötsel

1.199

-40%

KR/KG

ÁÐUR: 1.999 KR/KG

-27%

-40%

Niðursagað lambasúpukjöt Fjallalamb

Kjúklingalundir Danpo - 700 gr

1.199

KR/PK

-30%

ÁÐUR: 1.999 KR/PK

-30%

KR/KG

ÁÐUR: 949 KR/KG

LJÚFFENG HELGARSTEIK Á FRÁBÆRU TILBOÐI UM HELGINA

Kjúklingabringur í grillmarineringu Ísfugl

1.938 ÁÐUR: 2.769 KR/KG

693

KR/KG

Lambainnralæri Flatsteik

2.379 ÁÐUR: 3.399 KR/KG

KR/KG

LÍFRÆNT FRÁ ÄNGLAMARK

-40% Nautalundir Danish Crown

2.999 ÁÐUR: 4.999 KR/KG

KR/KG

Bláber 125 gr

-25%

229

KR/PK

Appelsínur 1,5 kg

524

KR/PK

ÁÐUR: 699 KR/PK

ÁÐUR: 458 KR/PK

-30% Normalbrauð 765 gr

-50%

279

KR/STK

ÁÐUR: 399 KR/STK

Tilboðin gilda 12. - 15. mars Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dagskráin

á Hringbraut

Óska heimildar til stækkunar á safnaðarheimili Njarðvíkurkirkja hefur óskað heimildar til stækkunar safnaðarheimilis í Innri-Njarðvík í samræmi við frumdrög JeES arkitekta og að heimilt verði að grenndarkynna áformin.

Í vinnslu er breyting á deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík. Erindi Njarðvíkurkirkju er vísað til deiliskipulagsvinnunar. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykja-

nesbæjar segir að skipulagsmörk verði stækkuð og safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju verði hluti af deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík.

Söfnuðu 400.000 krónum í Minningarsjóð Ölla

SUÐURNESJAMAGASÍN Mannlífið á Suðurnesjum í máli og myndum.

Páll Ketilsson er

með puttann á púlsinum suður með sjó í

vikulegum þætti á Hringbraut. Suðurnesjamagasín er á dagskrá alla fimmtudaga kl. 20:30

FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is

Unglingaráð Fjörheima safnaði samtals 400.000 krónum til styrktar Minningarsjóðs Ölla með því að halda góðgerðartónleika í Hljómahöll í síðustu viku. Unglingaráðið samanstendur af ungum og öflugum ungmennum í 8.–10. bekk í Reykjanesbæ en hlutverk þeirra er að skipuleggja dagskrá, halda viðburði og taka þátt í ýmsum öðrum störfum sem snerta félagsmiðstöðina. Þeir tónlistarmenn sem stigu á svið voru Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Már Gunnarsson, Ísold Wilberg, hljómsveitin Demo, Frid og Sesselja Ósk Stefánsdóttir. Að tónleikum loknum var aðstandendum minningarsjóðsins afhentur styrkurinn og tilkynnt var að tónleikar sem þessir verði árlegir héðan í frá. Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Ljósmæðravakt HSS opin alltaf opin Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er nú opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Eins og áður hefur komið fram hefur ljósmæðravaktin haft lokað fyrir fæðingar um helgar frá því í haust vegna skorts á ljósmæðrum. Nú geta heilbrigðar konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu fætt börn sín í heimabyggð alla vikuna, segir á fésbók Ljósmæðravaktar HSS.

NÝSPRAUTUN OG BÍLAKJARNINN

óska eftir að ráða í eftirtaldar stöður:

BÓKARI

Óskum eftir vönum bókara í hlutarf sem fyrst.

AFGREIÐSLUSTJÓRI/VERKSTJÓRI

Afgreiðslustjóri á verkstæði Nýsprautunar gegnir jafnframt starfi verkstjóra. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu varðandi bílaviðgerðir og þess háttar þjónustu.

BÍLAVIÐGERÐARMENN

Óskum eftir bifvélavirkja, bílasmið og réttingarmanni. Umsóknir sendist á netfang: nysprautun@nysprautun.is Upplýsingar í síma 896-1717 Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf.


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

5 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hér eru markaðir fullir af fólki á hverjum degi – segir Keflavíkurmærin Brynja Lind Sævarsdóttir en hún rekur hótel í Alpahéraði í Frakklandi. Nánast engar afbókanir á hótelinu vegna COVID-19 veirunnar. Þarf að skoða heimferð til Keflavíkur í apríl í ljósi nýjustu frétta en hún býr á tilgreindu áhættusvæði.

Brynja Lind á hótelinu sínu Hôtel du Square í Riom í Frakklandi.

„Ég þarf greinilega að skoða heimferð mína til Íslands í ljósi nýjustu frétta. Miðað við þær þarf ég að fara í sóttkví verandi á svæði sem íslensk yfirvöld hafa skilgreint sem áhættusvæði. Veiran hefur ekki haft eins mikil áhrif hér. Markaðir eru fullir af fólki á hverjum morgni og lífið gengur að mestu leyti sinn vanagang,“ segir Keflavíkurmærin Brynja Lind Sævarsdóttir, hóteleigandi í franska bænum Riom sem er innan svæðis frönsku Alpanna og er um 400 km frá París. Brynja segir að umræðan um COVID-19 sé meiri í stórborginni París og búið sé að fresta stórum sýningum, t.d.

í Clermont-Ferrand sem er aðeins í um tuttugu mínútna fjarlægð frá henni. Þá sé búið að loka skólum og fleiri stofnunum í L’oise héraðinu nærri París en ekki á hennar svæði. „Ég hef ekki fengið nema örfáar afbókanir. Um síðustu helgi var t.d. hlaupakeppni hérna í nágrenninu og þá voru um 20% afbókanir en keppnin fór fram. Þessi vika hjá mér er fullbókuð og næsta er að fyllast sem og páskarnir. Ég á bókað heim til Íslands í heimsókn í apríl og þarf að skoða það betur ef ég þarf að fara í tveggja vikna sóttkví,“ sagði Brynja Lind.

Föstudaginn

Nýjar og glæsilegar íbúðir við Reynidal 6 í Reykjanesbæ

SÖLUSÝNING Sérlega vandaðar íbúðir í sex íbúða húsum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan sem utan. Húsin eru staðsteypt og klædd að utan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar og hurðar eru frá Berki. Sérsmíðaðar innréttingar frá Grindinni. Á gólfum í stofum og herbergjum er 12mm vandað harðparket, en flísar á öðrum rýmum. Ísskápur og uppþvottavél frá AEG fylgja með íbúðunum. Búið er að leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar við hvert bílastæði. 4ra herbergja 101,1 fm2 íbúð - verð: 39,5 mkr.

AFHENDING

REYNIDALUR 6 VIÐ KAUPSAMNING

13. mars kl. 17.00 –19.00

Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, s. 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja, s. 420 4050 Eignasalan, s. 420 6070


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samræma atvinnustefnur sveitarfélaga á Suðurnesjum í eitt skjal

Engar heimsóknir á Hrafnistuheimilin Vegna kórónaveirunnar hafa Hrafnistuheimilin sent út tilkynningu þar sem gestir eru hvattir til að gæta varúðar og ef minnsti grunur er um veikindi, eða ef viðkomandi er að koma frá hættusvæðum, að koma ekki í heimsóknir þar sem heimilisfólk á Hrafnistuheimilum er viðkvæmt fyrir sjúkdómum. Í tilkynningu segir: „Íbúar Hrafnistu eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af kórónaveirunni. Við viljum því biðja þá sem eru með kvefeinkenni, flensulík einkenni eða hafa ferðast nýlega til skilgreindra áhættusvæða samkvæmt upplýsingum

á vef Landlæknis að gæta varúðar og koma ekki í heimsóknir á Hrafnistuheimilin. Mikilvægt er að þeir sem eru frískir, hafa ekki verið á skilgreindum áhættusvæðum og hafa því ekki ástæðu til að ætla að þeir hafi smitast af veirunni hafi eftirfarandi í huga: Handþvottur er mikilvægasta ráðið til að forðast smit og einnig er mikilvægt að nota handspritt. Hafið þetta alltaf í huga þegar komið er inn á heimilin. Forðist alla líkamlega snertingu eins og hægt er svo sem handabönd, faðmlög og kossa við íbúa. Forðist að koma við snertifleti í almennum rýmum svo sem handriði og hurðarhúna, segir í tilkynningu frá Hrafnistu.

Næsta hjúkrunarheimili verði í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir yfir ánægju með þá uppbyggingu hjúkrunarrýma sem er framundan við Nesvelli í Reykjanesbæ. Það er mikilvægt skref til að bregðast við þeirri uppsöfnuðu þörf sem er fyrir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Þetta segir í bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. „Nú þarf að hefja undirbúning að uppbyggingu næstu rýma á svæðinu enda ljóst að þörfin eftir slíkri þjónustu

mun fara vaxandi á næstu árum. Bæjarstjórn telur eðlilegt að næsta hjúkrunarheimili verði reist í Suðurnesjabæ sem er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum og er reiðubúin til að eiga viðræður við heilbrigðisráðherra til að stíga fyrstu skref í þá átt sem fyrst,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, var jafnframt falið að gera ráðherra grein fyrir þessari afstöðu Suðurnesjabæjar og óska eftir viðræðum til að ræða hana betur.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar tekur undir með Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum að nauðsynlegt sé að samræma í eitt skjal atvinnustefnur fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ráðið hefur falið verkefnastjóra viðskiptaþróunar að koma stefnumálum Reykjanesbæjar á framfæri. Á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 19. febrúar var bókað: „Jafnframt tekur stjórn S.S.S. undir með stjórn MR [Markaðsstofu Reykjaness] og Heklunnar að nauðsynlegt sé að samræma í eitt skjal atvinnustefnur aðildarsveitarfélaga S.S.S., með það að markmiði að gera

eina heildstæða atvinnustefnu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum þar sem styrkleikar og áherslur allra aðildarsveitarfélaga ná fram að ganga. Þetta gæti verið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram.“ Nýtt tímabil Sóknaráætlunar Suðurnesja er að hefjast en m.a. eru markmið hennar að fjölga nýskráðum fyrirtækjum um 5% og auka hlutdeild skapandi greina og hátækni í veltu atvinnulífs um 20% á gildistíma hennar. Mikilvægt er að fá upplýsingar um áherslur allra sveitarfélaga á Suður-

Áhugamannahópur um nýja heilsugæslu á Suðurnesjum settur á laggirnar Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi eru þessa dagana að setja í gang áhugamannahóp um nýja heilsugæslu á Suðurnesjum. Verkefni hópsins er að skoða hvaða möguleikar eru á Suðurnesjum varðandi rekstur heilsugæslu. Í hópnum eru fulltrúar frá atvinnulífinu á Suðurnesjum en einnig hafa verið fengnir til liðs við hópinn allir þingmenn Suðurkjördæmis sem hafa búsetu á Suðurnesjum. Í dag eru reknar tvær heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum, önnur í Reykjanesbæ, hin í Grindavík. Þær eiga að þjóna um 28.000 íbúum. Um 2.000 íbúar af Suðurnesjum eru hins vegar skráðir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeir telja sig ekki fá þá þjónustu sem þeir vilja á Suðurnesjum. Vinnuhópurinn er þegar farinn að skoða málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum, sem býr við þröngan húsakost. Talið er eðlilegt að heilsugæsla hafi um 1.500 fermetra fyrir hverja 10–12 þúsund íbúa. Húsakostur núverandi heilsugæslu á svæðinu er mun minni en það og barn síns tíma. Á heilsugæslunni í Reykjanesbæ fara um fimmtán milljónir króna á ári í kostnað við að gefa út veikindavottorð og þannig eru biðstofur hálffullar af þannig verkefnum oft á tíðum.

Næstu verkefni hópsins verða að taka saman upplýsingar frá höfuðborgarsvæðinu um rekstur heilsugæslunnar þar og hvernig þeim rekstri er háttað. Einnig ætlar hópurinn að fá fund með ráðamönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum og heilbrigðisráðherra. Þá á að velta upp þeim spurningum hvaða rekstrarform fólk vilji á heilsugæslunni, hvort hún eigi að vera einkarekin eða ríkisrekstur.

nesjum í atvinnumálum svo hægt sé að vinna eina heildstæða stefnu fyrir Suðurnes. Í svæðisskipulagi Suðurnesja eru atvinnusvæði skilgreind án þess að fram komi beint hvernig atvinnustarfsemi verði staðsett á þeim. Eins og fram kemur í bókun stjórnar S.S.S. er hægt að vinna atvinnustefnu sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja. Kostnaður aðildarsveitarfélaga fælist helst í vinnuframlagi starfsmana og kjörinna fulltrúa en annar kostnaður yrði greiddur af S.S.S., segir í bréfi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til bæjarstjóra á Suðurnesjum.

Sex sóttu um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar en umsóknarfrestur var til og með 26. febrúar. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu sem fyrst, segir á vef Grindavíkurbæjar. Umsækjendur í stafrófsröð: Einar Jónsson Eiríkur Leifsson Jóhann Árni Ólafsson Magnús Már Jakobsson Orri Freyr Hjaltalín Páll Valur Björnsson

Dagforeldrar fresti gjaldskrárhækkunum Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur dagforeldra til þess að fresta fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum í ágúst til þess að sveitarfélagið geti brugðist við mögulegum hækkunum með hagsmuni foreldra að leiðarljósi. Ráðið felur jafnframt fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar að boða forsvarsmenn samtakanna á sinn fund til að fara yfir efni bréfs Félags dagforeldra á Suðurnesjum sem tekið var fyrir á fundi fræðslusviðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Ný vatnsrennibraut í Vatnaveröld Reykjanesbær hefur lagt fram erindi um breytingu á útisvæði við Vatnaveröld í Keflavík. Á svæðið kemur ný rennibraut með uppgönguturni sem verður átta til tíu metra hár. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var erindið lagt fram en ráðið fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum.

ATVINNA

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mildi að ekki hafi orðið Feðgarnir gera það gott á Sandfelli stórslys á svæðinu

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Eins og búist var við þá hefur veiði hjá bátunum verið mjög góð í mars og nú eru t.d. allir línubátarnir komnir suður sem hafa verið við veiðar austan við land. Síðasti báturinn sem kom suður var Sandfell SU en Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir hann út. Þótt Sandfell SU sé í eigu þeirra á Fáskrúðsfirði þá hefur báturinn mjög mikla tengingu til Suðurnesja. Fyrir það fyrsta þá lét Stakkavík ehf. í Grindavík á sínum tíma smíða tvo samskonar báta á Akureyri. Fyrri báturinn fékk nafnið Óli á Stað GK 99 og kom á flot í október 2014. Hann var síðan seldur til Fáskrúðsfjarðar árið 2016 og fékk þá nafnið Sandfell SU. Hinn báturinn sem var í smíðum fyrir Stakkavík ehf. kom síðan á flot í apríl árið 2017 og fékk sá bátur nafnið Óli á Stað GK 99. Bátarnir eru nokkurn veginn svipaðir, nema hvað að nýi Óli á Stað GK er aðeins hærri en Sandfell SU því brúin er ofar á bátnum en á Sandfelli SU, skipaskrárnúmerin hjá bátunum eru líka svipuð 2841 hjá Sandfelli SU og 2842 hjá Óla á Stað GK.

Annað sem tengir Suðurnesin mikið við Sandfell SU er að skipstjórarnir eru feðgar úr Grindavík, þeir Örn Rafnsson og sonur hans Rafn Franklin Arnarson. Þeir skiptast á að vera með bátinn tvær vikur í senn og hefur gengið mjög vel hjá þeim á Sandfelli SU. Voru t.d. aflahæstir allra smábáta á Íslandi árin 2018 og 2019. Förum aðeins í togbátanna en mikill fjöldi af þeim hefur verið á veiðum utan við Sandgerði. Tuttugu og níu metra bátarnir svokölluðu mega veiða upp að þrjár sjómílum en fyrir utan Sandgerði hafa togbátarnir verið komnir á svæði þar sem meðal annars neta- og línubátarnir leggja línu og net. Þetta hefur gengið nokkuð vel en þó lenti línubátur frá Sandgerði í því í febrúar að hann týndi um 3.000 Sandfell var aflahæst allra smábáta á Íslandi árin 2018 og 2019 og það hefur gengið mjög vel hjá bátnum að undanförnu.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

krókum þegar einhver togbátur frá Grundarfirði togaði yfir línuna hans. Skipstjórinn leitaði og reyndi að slægja upp línuna en ekkert fannst. Pálína Þórunn GK kom til Sandgerðis um daginn með fullfermi, um 70 tonn, og hefur báturinn því landað um 126 tonnum í tveimur róðrum. Vörður ÞH er með 123 tonn í tveimur, Berglín GK 100 tonn í einum, Sóley Sigurjóns GK 122 tonn í einum. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið góð og er Sigurfari GK hæstur með 44 tonn í fjórum róðrum, Benni Sæm GK 43,7 tonn í fjórum, Siggi Bjarna GK 34 tonn í fjórum, Ísey EA 28 tonn í fjórum og Aðalbjörg RE níu tonn í tveimur. Nýr bátur hóf veiðar á dragnótamiðunum við Hafnarbergið og er það Finnbjörn ÍS frá Ísafirði. Þessi bátur er mjög vel þekktur á Suðurnesjum, sérstaklega í Grindavík en báturinn var gerður út þaðan í tæp 30 ár og hét þá Farsæll GK. Mun Finnbjörn ÍS róa frá Sandgerði í það minnsta fram til 1. apríl og leggur upp hjá fiskverkun í Keflavík. Mikið er búið að breyta bátnum frá því hann hét Farsæll GK og allar þær breytingar voru framkvæmdar hjá skipasmíðastöð Njarðvíkur, útlitslega séð munar mestu um að báturinn var breikkaður að aftan og hækkaður þar aðeins upp og fékkst þannig aðeins meira flot í bátinn að aftan.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir bókun stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur frá 12. febrúar síðastliðnum og krefst þess að yfirvöld tryggi að rekstrargrundvöllur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði styrktur verulega með það að leiðarljósi að íbúar á Suðurnesjum njóti bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að starfsmenn og starfsemi HSS búi við góða starfsaðstöðu. Þá skorar bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á yfirvöld að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar í heild sinni. Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa á árinu má teljast mildi að ekki hafi orðið stórslys á svæðinu og mikilvægt er að tryggja umhverfið áður en að slíku kemur.

Messa í Útskálakirkju sunnudag 15. mars kl. 20. Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Allir velkomnir handþvegnir og sprittaðir.

Aðalfundur 2020 og skyggnilýsing! Aðalfundur SRFS verður haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál, nánar á Facebook síðu félagsins. Að loknum fundarstörfum verður boðið upp á kaffi, köku og skyggnilýsingu.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja

ÁFRAM SUÐURNES Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Suðurnesjum etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 18. mars kl. 19:00 í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars. /skolahreysti

MENNTA- OG MENNI NGARM ÁLAR Á

NEYTI

#skolahreysti

SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Í barna- og ástarmóki, skellti mér í búning illmennisins, myrti mann og annan“ Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk ANDREI SOKOLOV Í ÍSALÖGUM á RÚV Sænsk/íslenska þáttaröðin Ísalög, Tunn is, sem nú er sýnt á RÚV er dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi. Kostnaður við hana var um 1,5 milljarður króna. Þættirnir gerast á Grænlandi en voru að mestu teknir upp hér á landi. Sagafilm er íslenski framleiðandi Ísalaga. Þrír íslenskir höfundar skrifa handrit þáttanna, þeir Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Leikarahópurinn er stór og fjölþjóðlegur en stærsta íslenska hlutverkið er í höndum Keflvíkingsins Davíðs Guðbrandssonar. Hann leikur Andrei Sokolov sem, nú þegar serína er hálfnuð, öll spjót beinast að. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvernig kom það til að þú fékkst þetta hlutverk í Ísalögum? „Eins og með flest hlutverk sem falla mér í skaut þá var ég einfaldlega boðaður í áheyrnarprufu, í þetta sinn á vegum Sagafilm, svolítið upp úr þurru og án mikils fyrirvara. Ásamt prufunni skilst mér að þau sem að þessu koma hafi skoðað senur mínar úr kvikmyndinni Fölskum fugli í ákvörðunarferlinu. Þessi blanda var nægilega djúsí til þess að ég fengi hlutverkið.“

Öll spjót beinast að Andrei Sokolov – Þú leikur Andrei Sokolov sem öll spjót beinast nú að í þáttunum? Hvað getur þú sagt mér um hlutverkið?

„Eins og þeir sem horft hafa á þættina vita þá ríkir nokkur leynd yfir Andrei Sokolov. Lögregluteymið hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á sporið. Það sem við vitum nú þegar að hann laumar sér um borð í olíuskipið Per Berger á fölskum forsendum, að því er virðist til þess að ræna sænska utanríkisráðherranum í þeim tilgangi

að hafa áhrif á undirritun sáttmála vegna olíulinda í Grænlandshafi, og hann lætur ekkert stöðva sig í því að ná sínu fram. Nú þegar þáttaröðin er hálfnuð vitum við enn lítið um hann, hvers vegna hann og hans menn taka heila áhöfn í gíslingu og hverfa með hana inn á jökulbreiður Grænlands. Hvaðan kemur hann og hver stendur

að baki þessum árásum? Hverjir eiga hagsmuna að gæta og tapa á því að þessi sáttmáli verði að veruleika? Það vitum við ekki enn og því miður get ég lítið sagt án þess að ljóstra of miklu upp um framvindu sögunnar. Restin verður því bara að fá að koma í ljós.“ – Segðu mér aðeins frá tökunum. Hversu umfangsmikið var þetta hjá þér? „Ég gerði mér í raun ekki mikla hugmynd um hversu viðamikil og stór framleiðsla þetta væri fyrr en ég var kominn á tökustað, seinna í ferlinu komst ég að því að þetta væri umfangsmesta og dýrasta þáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi af íslensku fyrirtæki. Það er Sagafilm sem stendur þar að baki ásamt sænska fyrirtækinu Yellow Bird, sem framleiddi meðal annars Wallander og Millenium-þríleikinn eftir bókum Stieg Larson um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist. Handritið af Ísalögum skrifa svo þrír Íslendingar og eiga mikið lof skilið fyrir mikla natni og þekkingu á umfjöllunarefninu.

Sessunauturinn andskoti kunnuglegur

Daginn fyrir fyrsta tökudag var ég sóttur heim í hlað og haldið áleiðis í Stykkishólm. Samferðamenn í þeirri bílferð var leikarapar sem flogið hafði verið frá Svíþjóð og voru nýlent og sveitt eftir flugið, finnsk leikkona og sænskur leikari. Ég skildi lítið í því hvers vegna sessunautur minn væri svona andskoti kunnuglegur en svo rann upp fyrir mér í fyrsta pissustoppi að þetta væri Johannes Kuhnke sem ég hafði séð í hinni frábæru kvikmynd Tourist stuttu áður og einhverjir þekkja úr Brúnni og Wallander. Þegar við svo lentum á áfangastað sá ég hversu stórt þetta væri í raun, öll gistipláss í bænum bókuð fyrir tökulið og fjölmennt fram-

leiðsluteymi og einhverja af þekktustu leikurum Norðurlanda. Lena Endre í næsta herbergi og Nicolas Bro í þarnæsta, Alexander Karim til hægri að „prata svenska“ og Iben Dorner til vinstri að „snakke dansk“. Matsalurinn undirlagður af tölvum, töskum og búningum og heill her manna og kvenna að gera og græja. Stykkishólmi var einfaldlega breytt í Tasiilaq, lítið þorp á Austur-Grænlandi, öllum íslenskum s k i ltu m o g merkingum skipt út og búið að snara yfir á grænlensku og dönsku. Við eyddum líka mörgum dögum uppi á hálendi í frosti og byl til þess að mynda þær senur sem gerast á ísbreiðum Grænlands. Þar var komið upp litlu þorpi af rútum, vörubílum, snjómokstursbílum, húsbílum, gröfum og snjósleðum. Kidda Rokk og Sören Stærmose stýrðu framleiðslunni af mikilli fagmennsku og þarna var færasta framleiðslu- og tökulið sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Þegar um svona stórt batterí er að ræða skiptir gríðarlegu máli að allir vinni hörðum höndum eftir sama plani svo ferlið geti gengið smurt fyrir sig og vélin hiksti ekki. Mitt hlutverk var svo bara að sjá um að snúa því litla tannhjóli sem ég


9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? „Ég gerði mér í raun ekki mikla hugmynd um hversu viðamikil og stór framleiðsla þetta væri fyrr en ég var kominn á tökustað, seinna í ferlinu komst ég að því að þetta væri umfangsmesta og dýrasta þáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi af íslensku fyrirtæki“

stýrði svo vélin héldi áfram að ganga snurðulaust.

Eignaðist dóttur á eina aflýsta tökudeginum

Tökurnar fóru fram á tveggja mánaða tímabili um þetta leyti árs í fyrra. Þarna var unnusta mín komin á lokastig meðgöngu seinni dóttur okkar. Settur dagur var í miðju tökuferli og þegar á leið keyrði ég alltaf á eigin bíl á tökustað svo ég gæti brunað aftur í borgina ef hún skildi fara af stað. Það gaf þessu ævintýri öllu auka kikk. Blóðþrýstingurinn hækkaði því örugglega eitthvað þegar maður var að reyna að sjá fyrir hvort yfirvofandi fæðing rímaði við tökuplanið. Það fór að lokum svo að sú litla lét okkur aðeins bíða eftir sér og var ekki alveg til í þetta haverí fyrr en einhverjum dögum seinna en við bjuggumst við. Hún mætti svo á svæðið þann 12. mars, á eina tökudeginum sem aflýst var vegna veðurs í öllu tökuferlinu. Ég gat því verið viðstaddur fæðinguna og allt fór eins og það átti að fara. Ég hélt fljótt upp á hálendi aftur, á bleiku skýi í barna- og ástarmóki, skellti mér í búning illmennisins, myrti mann og annan og brunaði um hálendið á vélsleða með vélbyssu milli þess sem ég sýndi öllum öllum sem á vegi mínum urðu myndir af litlu, fallegu stelpunni minni.“

– Þetta eru þættir sem eru í sýningu á fjölmörgum sjónvarpsstöðvum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig að fá tækifæri í þessum þáttum? „Það var ómetanleg reynsla að fá að taka þátt í þessu verkefni og eitthvað sem verður mér alltaf minnisstætt hvað svo sem verður. Hvað verður og hvert þessi sería fer er svo eitthvað sem ég hef enga stjórn á og finn lítið fyrir. Ég sé þessa þætti bara í minni litlu íbúð með minni litlu fjölskyldu í okkar litlu stofu á okkar litla Íslandi. Ef einhver tækifæri bjóðast í kjölfarið er það bara bónus og eitthvað sem ég leiði hugann lítið að. Það er auðvitað gaman að vita til þess að dreifingin gangi vel og að margir sýni þáttunum áhuga, í því felst ákveðin viðurkenning og er til merkis um að okkur hafi tekist vel til. Það skemmtilegasta við þetta er samt að fá send myndbönd á snappinu frá systkinum mínum og foreldrum þar sem þau eru saman komin til þess að horfa á þættina á sunnudagskvöldum, mjög ljúft að vita af þeim með popp og kók, ljósin slökkt og hljóðið í botni að peppa sinn mann.“

Storytel og kúkableiur – Segðu mér aðeins hvað þú ert að fást við þessa dagana og hvað sé framundan. „Eins og stendur er ég í hálfgerðu feðraorlofi, vinn að mestu í skorpum við ofsalega þægilega innivinnu við lestur bóka hjá hljóðbókaveitunni Storytel, dett svo þess á milli í talsetningu og auglýsingalestur. Framundan gæti verið hlutverk í annarri íslenskri þáttaröð en ekki eitthvað sem má gefa upp alveg strax, hugsanlega kannski bráðum. Annars stefni ég á margar kúkableiur, heimalærdóm og fimleikaæfingar fjörugs 1. bekkings, almenna gleði og góðan fíling með vorinu, ef veður leyfir.“

Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Búið að bæta við vörum!

Rýmingarsala ! 6. til 15. mars.

Sportfatnaður , Skór Úlpur , kuldagallar ofl. Kr 1000 Kr 2000 Kr 3000 Kr 4000.…. Kr 12.000. Opið 12 til 18 alla dagana.

Hafnargötu 29 – Sími 421 4017 (Áður K Sport)


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

F-35 orrustuþota norska flughersins lendir á Keflavíkurflugvelli.

VIÐAMIKIL STARFSEMI LANDHELGISGÆSLUNNAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

MIKIL INNSPÝTING FYRIR SAMFÉLAGIÐ Á SUÐURNESJUM Starfsemi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fylgir mikil innspýting fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Landhelgisgæslan kaupir mikið af þjónustu á Suðurnesjum fyrir starfsemi sína á Keflavíkurflugvelli. Sérstaklega eru loftrýmisgæsluverkefnin, sem eru þrisvar til fjórum sinnum á ári, drjúg fyrir heimamenn en kostnaður við hvert loftrýmisgæsluverkefni hleypur á hundruðum milljóna og er greiddur af Atlantshafsbandalaginu. Framundan er stór æfing sem bandaríski flugherinn stendur að. Von er á um eitt þúsund þátttakendum til Reykjanesbæjar um miðjan apríl og hafa verið bókuð hátt í eitt þúsund hótelherbergi á Suðurnesjum vegna þessa, auk mikils fjölda bílaleigubíla og fleira. Víkurfréttir ræddu við Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóra Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, en gæslan er tengiliður Íslands við NATÓþjóðirnar sem hingað koma og heldur utan um þessi verkefni. Landhelgisgæslan fer með framkvæmd varnarmála fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslan er í dag mjög virkur þátttakandi í framkvæmd t.a.m. loftrýmisgæslunnar.

Norðmenn gæta loftrýmis

Norðmenn eru nú með eina dýrustu orrustuþotu heims á Keflavíkurflugvelli en þeir eru á landinu þessa dagana og sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Fjórar vélar eru í Keflavík og kostar hver vél um tólf til fimmtán milljarða króna.

Það er óhætt að segja að það sé komið líf á ný í gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli en Bandaríkjaher flutti frá landinu með manni og mús árið 2006 eftir rúmlega fimmtíu ára veru. NATÓ-þjóðir skiptast á að sinna loftrýmisgæslu reglulega með tilheyrandi umsvifum á Vellinum og Suðurnesjum en talsverður fjöldi tekur þátt í þessum æfingum. „Loftrýmisgæslan er haldin þrisvar til fjórum sinnum á ári og flugsveitirnar sem koma eru að lágmarki í fjórar vikur og sumir lengur. Á síðasta ári, 2019, og í ár er verkefnið fjórum sinnum hvort ár. Fram til þessa hafa tíu þjóðir Atlantshafsbandalagsins tekið þátt í verkefninu en í ár bætist ellefta þjóðin við þegar Pólland tekur að sér loftrýmisgæslu.

Norskir hermenn við æfingar á vestursvæði flugvallarins þar sem Atlantshafsbandalagið hefur skýli fyrir þrettán herþotur.

Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Poseidon P-8 kafbátaleitarflugvél á Keflavíkurflugvelli fyrr í vetur Þátttökuþjóðirnar koma með frá 100 og upp í 300 manns hverju sinni. Þessu til viðbótar er hér fjöldinn allur af öðrum verkefnum. Bandaríski sjóherinn er hér svo til alla daga ársins og rekur hér stjórnstöð fyrir kafbátaeftirlitið. Hér eru kafbátaleitarvélar staðsettar og ýmis verkefni í gangi þannig að hér eru að jafnaði aldrei færri en 100 manns á svæðinu.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Sýna getu Atlantshafsbandalagsins

– Eru þetta sambærileg verkefni sem allar þjóðirnar sinna þegar þær koma hingað? „Allar þjóðirnar eru að sinna loftrýmisgæslu en við sinnum loftrýmiseftirliti fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. Það er framkvæmt í öllum ríkjum bandalagsins alla daga ársins, nema hér á landi þar sem það er gert tímabundið. Það er gert til að sýna getu Atlantshafsbandalagsins. Verkefnið snýst um loftrýmisgæslu en flugsveitirnar nota tímann til æfinga því flugmennirnir þurfa að æfa á hverjum degi til að vera hæfir í verkefnið. Flest flugin sem eru farin eru æfingaflug, hins vegar er

nokkrum sinnum á ári sem flogið er á móti óauðkenndum eða óþekktum flugvélum hér í loftrýminu.“ Loftrýmisgæsluverkefnið byrjaði í maí 2008 með samkomulagi milli íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins og það var franski flugherinn kom hingað með flugsveit fyrstur þjóða. Aðstaða til að taka á móti flugsveitunum er með ágætum. Á Keflavíkurflugvelli eru þrettán flugskýli fyrir herþotur. Þá er stórt flugskýli, skýli 831, þar sem er aðstaða fyrir stærri vélar og er notað fyrir kafbátaeftirlitið. Einnig er gistiaðstaða innan vallar fyrir 200 manns. Að sögn Jóns B. Guðnasonar er verið að fara í uppbyggingu á frekari gistiaðstöðu á svæði Landhelgisgæslunnar og innan fárra ára á að vera komin þar gistiaðstaða fyrir 500 manns. „Þessu til viðbótar erum við með frá örfáum hótelherbergjum og upp í nokkur hundruð herbergi á leigu á hverjum tíma. Núna í apríl næstkomandi er búið að bóka á okkar vegum hátt í 1.000 hótelherbergi á svæðinu vegna Norðurvíkings 2020,“ segir Jón.

Landhelgisgæslan með rúmlega 50 starfsmenn á Keflavíkurflugvelli

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru rúmlega 50 á Keflavíkurflugvelli en alls starfa rúmlega 200 manns hjá Landhelgisgæslunni. Að auki er fjöldi verktaka sem starfa fyrir Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvelli. Verktakar sjá um mötuneyti, þrif, öryggisgæslu, viðhald og ýmis önnur verkefni. „Þessir aðilar sem eru hér á svæðinu eru að kaupa ýmiss konar þjónustu, eins og bílaleigubíla, hótel, mat og afþreyingu. Ef þú ferð í Sporthúsið þá sérðu nær örugglega alla daga einhverja frá okkur.“ – Starfsemi ykkar hér er örugglega töluverð búbót fyrir svæðið? „Það hlýtur að vera það. Að senda flugsveit til Íslands kostar fleiri hundruð milljónir.“ – Er að verða meiri starfsemi hér? „Loftrýmisgæslan hefur verið nokkuð stöðug, þetta þrisvar til fjórum sinnum á ári. Frá árinu 2014 hafa Bandaríkjamenn og Kanadamenn verið hérna með kafbátaeftirlitsvélar og það verkefni hefur verið að vaxa og verður í fastari skorðum til framtíðar. Starfsemin hefur verið að aukast jafnt og þétt frá 2014 og mun gera það næstu árin líka. Bandaríska varnarmálaráðuneytið er að fjárfesta hér nokkuð í viðhaldi á mannvirkjum, viðhaldi á flugskýli, byggingu þvottastöðvar fyrir kafbátaleitarflugvélar, þeir eru að vinna að framkvæmdum á vestursvæði Keflavíkurflugvallar, laga flugbrautir, setja upp olíugildrur á flughlöðin og ýmis verkefni sem verða til að bæta aðstöðuna hér og auka aðgengi og létta okkur lífið líka.“


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

BÍTLAMESSA

Sunnudaginn 22. mars klukkan 20:00 hefst óvenjuleg messa í Keflavíkurkirkju sem ber heitið Bítlamessa. Kirkjan er opin öllum og er ókeypis aðgangur. Á bak við messuna stendur Erlingur Arnarson ásamt séra Fritz Má og fleiri styrktaraðilum.

u j k r i k r u k í v a l í Kef

Gjöf til íbúa svæðisins

Þegar Norðmenn hafa lokið loftrýmisgæslunni er risavaxið verkefni framundan á Keflavíkurflugvelli, því strax eftir páska verður haldin stór æfing á vegum bandaríska flughersins sem byggir á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, Norðurvíkingur 2020.

Breytt heimsmynd eftir árið 2014

– Hvers vegna er þetta? Vilja Bandaríkjamenn tryggja stöðu sína hér enn frekar? „Það er breytt heimsmynd frá 2014 sem þetta er að endurspegla fyrst og fremst. Það sem er breytt frá því Varnarliðið var hér er að allur þessi herafli er mjög færanlegur og sveigjanlegur. Hann þarf ekki lengur með sér fjölskyldur, hann þarf ekki mötuneyti eða presta þannig að allt umfang og fjöldi er miklu minni nú en var áður.“ Norðmenn hafa vaktið athygli með sínar F-35 orrustuþotur sem þeir sinna nú loftrýmisgæslu með frá Keflavíkurflugvelli. Norski flugherinn er með fjórar slíkar þotur hér á á landi en hver þota kostar á bilinu tólf til fimmtán milljarða króna sem gerir hana að einni dýrustu orrustuþotu heims. Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem F-35 kemur til Keflavíkurflugvallar því Ítalir voru með þær í Keflavík síðasta haust. Norðmennirnir eru ekki eina þjóðin sem er við gæslustörf núna því Kanada-

menn hafa sett upp færanlega ratsjá á Miðnesheiði sem verður starfrækt fram til loka júlímánaðar á meðan unnið er að viðhaldi á ratsjánni sem fyrir er á heiðinni. Það verkefni er að mestu leyti greitt af Atlantshafsbandalaginu.

Norðurvíkingur 2020

Þegar Norðmenn hafa lokið loftrýmisgæslunni er risavaxið verkefni framundan á Keflavíkurflugvelli, því strax eftir páska verður haldin stór æfing á vegum bandaríska flughersins sem byggir á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, Norðurvíkingur 2020. „Það er reiknað með allt að 1.000 þátttakendum frá aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins en að mestu verða þetta Bandaríkjamenn. Við vorum með æfingu hér í febrúar til að undirbúa æfinguna en þá voru hér um 300 manns á svæðinu. Hér verður í tvær vikur, strax eftir páska, margt fólk og flest hótelin í Reykjanesbæ eru bókuð undir þetta verkefni,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Víkurfréttir.

Víkurfréttir náðu tali af Erlingi og spurði hann út í viðburðinn. „Undanfarin ár hefur Keflvíkurkirkja, í tengslum við Ljósanæturhátíðina, boðið upp á messur sem hafa tengst helstu popphljómsveitum heims. U2 messu, Pink Floyd messu og Queen messu. Ég er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Við hjónin, ég og Þórdís Lúðvíksdóttir eiginkona mín, erum búin að vera virkir sjálfboðaliðar í Keflavíkurkirkju í meira en áratug. Við fórum með krakkana okkar í sunnudagsskólann og Þórdís sá þá um að elda súpu ofan í liðið. Nú eru krakkarnir okkar orðnir svo gamlir að þeir eru komnir í KFUM og K. Ég er mjög mikill aðdáandi Bítlanna og þegar séra Erla sagði við mig að það mætti alveg halda messu með tónlist þeirra utan Ljósanætur, þá ákvað ég að koma þessu í kring og sótti um menningarstyrk hjá Reykjanesbæ og hafði samband við fleiri aðila. Ég hafði áður hlustað á hljómsveitina Helter Skelter í kjallaranum á Hard Rock Café árið 2016 og heillaðist gjörsamlega af þeim. Í stórum dráttum er þetta ekkert flókið. Sjálfboðaliðar eru hamingjusamasta fólkið, sælla er að gefa en þiggja. Mig langar að færa íbúum þennan menningarviðburð og við vildum láta þennan viðburð vera frían fyrir alla sem langar að koma þetta kvöld og hlusta á flotta Bítlatónlist í Keflavíkurkirkju,“ segir Erlingur.

„Ég er mjög mikill aðdáandi Bítlanna og þegar séra Erla sagði við mig að það mætti alveg halda messu með tónlist þeirra utan Ljósanætur, þá ákvað ég að koma þessu í kring“ Breiða út kærleika með lögum Bítlanna

„Tilgangurinn með þessum tónleikum er að breiða út Bítlakærleikann. Héraðssjóður Kjalarnessprófastsdæmis fjármagnar messuna að mestu leyti. Sex fyrirtæki sem heillast af Bítlatónlist tóku einnig þátt í fjármögnun á þessu verkefni ásamt styrk frá menningarsjóði Reykjanesbæjar. Séra Fritz Már mun leggja út af textum laganna sem flutt verða. Þannig mun hann líta á þá texta Bítlanna sem þarna verða fluttir með gleraugum prestsins og manneskjunnar, með tilvísanir í bítlakærleik. Hljómsveitin sem ætlar að spila lög Bítlanna heitir Helter Skelter, hljómsveit sem varð til síðla árs 2014

þegar nokkrir áhugamenn ákváðu að spila lög meistaranna. Fyrstu tónleikar þeirra voru á Rosenberg og varð Hvíta albúmið fyrir valinu. Síðan tóku þeir fyrir plöturnar Abbey Road og Revolver. Sveitin hefur legið í dvala í smá tíma en er nú risin úr rekkju, sérstaklega vegna mikils áhuga úr Bítlabænum Keflavík um lög Bítlanna. Meðlimir Helter Skelter hafa marga fjöruna sopið í músíkinni og leikið með sveitum eins Sniglabandinu, Buff, Swiss, Beebee og Bluebirds. Gestir Bítlamessunnar eiga eftir að upplifa ógleymanlega stund þetta kvöld. Því get ég lofað,“ segir Erlingur Arnarson, kampakátur Bítlaaðdáandi.

Vantar þig ökukennara? Do you need a driving instructor?

Telma Dögg Guðlaugsdóttir 693-2123 Ökukennari / Driving Instructor Telma D. Guðlaugsdóttir telmad80@gmail.com

Hildur Guðjónsdóttir 849-8366 Ökukennsla Hildar www.bilprof.net bilprof@bilprof.net

Sigurbjörg Ólafsdóttir 845-7428 Ökukennsla Sigurbjargar www.okukennslasol.is okukennsla.sol@gmail.com

Kristján Freyr Geirsson 898-8718 Ökukennsla Krissa okukennsla.krissi@gmail.com

Margrét Arna Eggertsdóttir 853-0400 Ökuskóli Reykjaness / Driveme Ökuskóli Reykjaness driveme@driveme.is

Róbert Sigurðarson 694-7265 Ökukennsla Róberts, www.okukennari.net robert.sigurdarson@outlook.com

Teaching also available in English and Spanish


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ferming á Suðurnesjum 2020:

Söngur opnar fyrir gleðina Fermingarathafnir í kirkjum landsins eru víðast hvar mjög hefðbundnar með sálmasöng, altarisgöngu og slíku. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála- og Hvalsnessóknum, hefur stundum brugðið út af vananum enda tónelskur mjög og liðtækur bæði á gítar og píanó. Það kemur því ekki á óvart að heyra fermingarbörnin hans hefja stundina í fermingarfræðslunni á því að syngja við undirleik hans. Þau byrjuðu á að syngja Drottinn er minn hirðir. Þá sungu þau víxlsöng þar sem stúlkur sungu á móti drengjum, Drottinn blessi þig, og enduðu á að syngja Hallelúja með meiri innlifun enda raddirnar orðnar heitar og þau ekki eins feimin og í upphafi. Víkurfréttir tóku púlsinn á fermingarbörnum á Suðurnesjum.

Að vera góður við aðra

„Söngurinn kemur þeim í gang. Fermingarbörnin fara í munnlegt próf þar sem prófað er hvort þau kunni Trúarjátninguna, Faðir vor, Tvöfalda kærleiksboðorðið, Gullnu regluna og Litlu biblíuna. Þá læra þau utanbókar Boðorðin tíu og Blessunina og Signinguna. Allt þetta eiga þau að kunna á fermingardaginn sjálfan. Yfir veturinn er fjallað um þessi atriði og gildi þess að hafa frumkvæði í að vera góður við aðra og miklu fleira. Við dveljum við Gullnu regluna sem kemur fram í Matteusarguðspjalli, sem segir að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Kannski er ég dálítið gamaldags en mér finnst það hjálpa þeim að einbeita sér að því að læra þetta ef þau vita að það er munnlegt próf framundan. Fermingarundirbúningur miðar að því að fræða unglingana um kristna trú og

tengingu trúarinnar inn í daglegt líf. Fjallað er um flest af því sem lífið færir okkur; gleði, sorg, líf, dauða, samskipti kynjanna, samskipti á heimili, mikilvægi heiðarleika, fyrirgefninguna, ævihátíðir og margt fleira. Mörg þessara atriða eru skoðuð með hliðsjón af völdum biblíutextum sem hafa haft mótandi áhrif á menningu okkar Íslendinga í meira en þúsund ár. Unglingarnir fá innsýn í kirkjusöguna á Suðurnesjum sem er bæði löng og merkileg en sem dæmi er vitað um kirkjur bæði að Útskálum og í Hvalsnesi frá því um árið 1200. Öll fermingarbörn Þjóðkirkjunnar fara í ferðalag í Vatnaskóg í nokkra daga og taka þátt í fræðslu þar, leik og útivist. Mikill söngur einkennir fermingarfræðslutímann hjá mér,“ segir séra Sigurður Grétar Sigurðsson.

Séra Sigurður Grétar við píanóið í fermingarfræðslu í Garðinum.

Hvers vegna ertu að fermast? Hafþór Ernir Ólason, Garði:

Berglind Ósk Lindbergsdóttir, Sandgerði:

„Ég er að fermast af því að ég trúi á Guð og er að sanna það og auðvitað að staðfesta skírnarsáttmálann. Ég hef hugsað um það hvað það var gott að mamma og pabbi létu skíra mig þegar ég var lítið barn. Eftir að ég byrjaði í fermingarfræðslunni þá fer ég oftar í kirkju og finnst fallegt að hlusta á kirkjukórinn. Ég skil allt sem verið er að tala um í kirkjunni og er búinn að læra helling um Jesú í vetur. Þetta var klár náungi, mjög góðhjartaður en gat orðið reiður, var mjög ákveðinn. Hann var með mikið skap, sem ég þekki sjálfur en ég fæ útrás fyrir kraftinn minn í íþróttum og æfi körfu með Keflavík. Ég bið Guð oft að hjálpa okkur að vinna leiki, það klikkar ekki ef ég bið hann. Ég er mjög spenntur fyrir fermingardeginum. Fjölskyldan er mjög stór en ég vildi bara bjóða þeim sem ég þekki og veit hverjir eru. Salurinn er frekar lítill. Það verður lambalæri í veislunni sem bróðir hans pabba ætlar að elda en hann er meistarakokkur. Ég vil vera í þægilegum fötum, hvítri skyrtu með slaufu og í svörtum fínum gallabuxum og ætla ekki að vera eins og gömlu kallarnir í leðurskóm, heldur vil ég vera í nokkurs konar strigaskóm. Ég fer í klippingu og kannski í húðhreinsun, hef prófað það og finnst það gott.“

„Ég er trúuð og hef verið það frá því að ég var lítið barn, var í kirkjuskólanum hjá Katrínu Júlíu og fannst gaman að syngja þar og dansa. Með fermingunni er ég að staðfesta skírnina. Ég er í unglingastarfinu hér í Sandgerði og það er mjög gaman. Í kirkjustarfinu hef ég oft farið í Vatnaskóg sem er mjög gaman. Kirkjan hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Það er gott að koma hingað og hér líður mér vel. Ég er alveg rosalega spennt fyrir fermingardeginum mínum. Fermingarfræðslan hefur aukið

Jesús var góðhjartaður og klár náungi

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Kirkjan alltaf verið stór partur af lífi mínu tengingu mína við Jesú, sérstaklega þegar ég er hér í Sandgerðiskirkju. Það er mikið að læra fyrir ferminguna, ég er ennþá að læra allt. Í fermingarveislunni minni verða 150 gestir, þetta er svo stór ætt. Konurnar, mamma mín og amma, frænkur mínar og vinkonur mömmu ætla allar að hjálpast að við að baka fyrir veisluna. Ég verð í hvítum kjól sem er með hringskornu pilsi en frænka mín ætlar að sauma buxur undir kjólinn. Svo verð ég í hvítum Nike-skóm. Frænka mín ætlar að gera eitthvað fallegt við hárið mitt, setja glimmer eða eitthvað í það en ég ætla að mála mig sjálf í framan. Svo ætla ég að fara í neglur, ekkert annað. Það hafa verið fundir um ferminguna með frænku og ömmu þar sem við erum að ræða hvernig allt á að vera í veislunni. Á kökuborðinu verða gamlir skór af mér sem borðskraut til dæmis en ég er fyrsta barnið í allri móðurfjölskyldunni sem fermist.“

Steinunn Marta Sigurpálsdóttir, Grindavík:

Mig langaði að fermast

„Ég er að játa trú mína og staðfesta skírnina á fermingardaginn. Frá því að elsti bróðir minn fermdist hef ég hugsað um að fermast. Mér fannst gaman að fylgjast með deginum hans og fattaði að ég gæti einnig látið ferma mig ef ég vildi. Svo þegar systir mín fermdist þá vissi ég að ég var næst í röðinni og þá langaði mig að fermast. Fyrsta veislan var haldin heima hjá okkur en næsta var haldin á veitingastaðnum hennar mömmu, Hjá Höllu. Veislan mín verður þar einnig. Í vetur er ég búin að læra mikið hjá Elínborgu, hún hlustar á okkur og kennir okkur um Jesú sem var góður maður. Þegar ég var yngri þá talaði ég við hann inni í mér. Núna geri ég það þegar ég þarf á því að halda. Mér finnst fínt að mæta í messur, rólegt og fínt. Á fermingardaginn verð ég í dökkbláum, síðum kjól og skóm í sama lit, ekki alveg spariskóm. Ég verð annað hvort með slétt hár eða með léttar krullur í hárinu og fer á stofu. Ég ætla að mála mig sjálf, bara lítið. Ég er mjög spennt fyrir veislunni og gjöfunum, allir krakkar eru líka að spenntir að fá gjafir.“

Séra Elínborg Gísladóttir er með fermingarfræðslu í Grindavík.


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvernig var fermingardagurinn þinn? Helga Jakobsdóttir:

Pabba fannst ófært að dóttirin mætti í reiðstígvélum í kirkjuna Ekki mikill utanbókarlærdómur

„Ég fermdist 11. apríl 1976 í Keflavíkurkirkju, prestur var séra Ólafur Oddur Jónsson. Minningin úr athöfninni sjálfri er óljós. Við mættum í kjallara kirkjunnar þar sem við fórum í fermingarkyrtlana og gengum þaðan meðfram kirkjunni og inn um aðalinnganginn. Þetta var allt mjög fullorðins og hátíðlegt. Mér fannst dagurinn í heild frábær og tók virkan þátt í undirbúningi hans með fjölskyldunni. Við bjuggum á Tjarnargötunni og veislan var haldin heima. Mig minnir að foreldrar mínir hafi keypt veitingar til að hafa í veislunni og að það hafi verið pottréttur eða svokallað stroganoff, hrísgrjón og hrásalat. Þetta fannst okkur framandi en það létti á undirbúningi og var gott. Síðan hafa örugglega verið kökur, kaffi og gos í glerflöskum. Ekki má gleyma að það var mjög flott að bjóða upp á sígarettur í veislum, þær voru í þar til gerðu boxi sem var á bakka ásamt statífi fyrir eldspýtustokk og að auki var öskubakki í stíl. Þessi bakki hafði heiðurssess á sófaborðinu í stofunni og svo blésu gestir reyknum yfir alla.“

Í fermingarfræðslunni hittust krakkanir í Kirkjulundi sem er gamalt hús við Kirkjuveg 22a sem átti stað í minningum Helgu. „Í þessu húsi bjuggu afi minn og amma en að þeim látnum seldu mamma og systur hennar kirkjunni húsið og það varð safnaðarheimili kirkjunnar. Margt minnti á tímann þegar ég var barn í þessu húsi þó því hafi verið breytt. Við undirbúning fermingarinnar var notuð sérstök bók sem átti örugglega að leiðbeina okkur um kristnidóminn og lífsreglurnar, mér fannst erfitt að lesa hana og man ekki hvað stóð í henni. Við vorum saman þarna bekkjarsystkinin og séra Ólafur Oddur. Ég held að við höfum verið óþekk og yfirmáta málglöð í þessum tímum. Utanbókalærdómur var ekki mikill, ekki eins og hjá systkinum mínum. Ég held ég hafi lært Litlu biblíuna, Trúarjátninguna og Faðir vorið. Ég lærði enga sálma utanbókar. Í minningunni var söngurinn í athöfninni ekki skemmtilegur og ræða prestsins óskiljanleg.“

Fékk bjútíbox og heillaskeyti

Helga var ánægð með fermingarveislu sínu og fannst hún frábær. Í veisluna komu margir gestir, ættingjar og vinir foreldra hennar. „Það komu líka vinir mínir og við vorum eitthvað að kíkja til hvers annars, bekkjarfélagarnir, því við vorum öll að fermast á sama degi.

Fermingargjafirnar mínar voru hefðbundnar þessa tíma. Ég fékk úr og gullhring frá foreldrum mínum. Svefnpoka og matreiðslubók frá systkinum mínum. Síðan fékk ég ýmislegt annað en nefni til dæmis skartgripi eins og kross, rúnarstaf, armband og hring eftir Jens. Ég fékk líka bjútíbox og eitthvað af peningum. Send voru heillaskeyti, ég fékk mörg og fannst það skemmtilegt en þau virðast að mestu aflögð í dag.“

Ég var alsæl með fermingardressið en ekki pabbi

Helga segir ótrúlega gaman að minnast fermingartískunnar sem þá var. „Ég fékk að velja það sem mér fannst flottast og keypt var buxnapils, rúllukragabolur, kápa og kúrekastígvél. Ég kom alsæl heim úr Reykjavík, við mamma höfðum farið á milli búða og valið þetta dress. Pabbi minn var ekki eins sáttur og við fórum í annan fataleiðangur og þá var keypt dragt en það er jakki, pils og buxur, blússa í stíl og skór. Pabba fannst ófært að dóttirin mætti í reiðstígvélum í kirkjuna og unglingurinn átti ekki að klæðast óléttukápu. Samkvæmt hefðum og venjum fékk ég sálmabók, hvítan hálsklút til að hafa undir kyrtlinum, hvíta hanska og blúnduklút inn í sálmabókina.“

Erfitt að sofna kvöldið fyrir fermingu „Ég man að ég átti mjög erfitt með að fara að sofa kvöldið fyrir ferminguna því mér fannst ekkert vera tilbúið heima fyrir veisluna en hafði litlar áhyggjur af athöfninni í kirkjunni. Ég fór í hárgreiðslu eldsnemma á fermingardaginn. Ég hafði safnað hári í þrjú ár til að getað farið í greiðslu fyrir ferminguna. Það var blásið á mér hárið og sett í krullujárn því ég ætlaði að hafa slöngulokka. Ég er með mjög lint og þunnt hár, svo greiðslan lak mjög hratt úr þó notað hafi verið hárlakk af stífustu gerð. Sett var hvítt nellikublóm í hárið sem tíðkaðist líka á þessum árum. En í vikunni eftir ferminguna fór ég og lét klippa hárið stutt og hef eiginlega ekki verið með svona sítt hár síðan.“

Komin í fullorðinna manna tölu eftir fermingu

Altarisgangan var þá að sögn Helgu ekki í fermingarathöfninni sjálfri heldur kvöldið eftir. Hún segir að það hafi verið mikið afslappaðri athöfn og fjölskyldan hafi notið þess að koma í kirkjuna og sameinast uppi við altarið. Eftir athöfnina var svo sest við borðstofuborðið í stofunni heima og spjallað. „Ég er yngst systkina minna og nú vorum við öll komin í fullorðinna manna tölu. Aldrei kom annað til greina en að láta ferma sig í kirkjunni og maður minntur á að allir eigi að staðfesta skírnarheitið sitt því að eins og segir í barnabæninni: „Í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér“.“

Þorvarður Guðmundsson:

Bara góðar minningar frá þessum degi

SMÁAUGLÝSINGAR 4ra herbergja íbúð til leigu á góðum stað í Reykjanesbæ. Þrjú svefnherbergi, stofa og sólstofa. Þvottahús á hæðinni. Leiga 185.000 á mánuði. Þriggja mánaða trygging óskast í reiðufé. Engin gæludýr. Upplýsingar : bobbyuno1@yahoo.com

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

GRÉTAR ÞÓR SIGURÐSSON

„Ég fermdist 30. mars árið 1980 og í minningunni var þetta bjartur dagur, frekar kalt og ég man að við fórum fyrst í kjallarann í Keflavíkurkirkju þar sem við vorum klædd í fermingarkyrtlana. Þegar tíminn var kominn gengum við út og fram fyrir kirkju til að ganga inn í sjálft kirkjuskipið Það var skítkalt þegar við komum fram fyrir kirkjuna og biðum þess að fara inn. Fermingardagurinn var góður og ég á bara góðar minningar frá þessum degi.“

Varð að vera með risastóra slaufu

Þorvarður segir að hann hafi örugglega farið í klippingu þó hann muni ekkert sérstaklega eftir því. „Ég var mjög ákveðinn að vera ekki í jakkafötum heldur fékk ég mér buxur og stakan jakka, ullarvesti, skyrtu og bindi. Ég þurfti þó að vera með risastóra slaufu á meðan ég var í kyrtlinum. Mamma tók ekki annað í mál.“

Austurgötu 11, Keflavík,

lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.

utan af. „Við þurftum þó að kunna Trúarjátninguna og Faðir vorið. Við lærðum mest um siðfræði minnir mig. Í lok fermingarfræðslunnar fórum við í rútuferð að Skógum undir Eyjafjöllum með Ólafi Oddi og Randy Træen, handavinnukennara í Holtaskóla. Þar var svo reynt að henda manni út í Skógá og urðu flestir holdvotir og kaldir. Að lokum var svo farið í sund á Skógum.“

Keypti húsgögn fyrir peningana

„Ég fékk aðallega peninga, 235.000 gamlar krónur, en líka bækur og slíkt. Ég fékk meðal annars fjórar orðabækur sem nýttust mér vel í skólanum fram á fullorðinsár. Ég keypti mér svo húsgögn í herbergið mitt, skrifborð, rúm og lampa sem enn er til.“

Veisluborðið svignaði undan kræsingunum

„Veislan var kökuveisla og var haldin heima hjá okkur á Kirkjuteignum. Pabbi var á sjó á þessum tíma og kom ekki í land fyrr en daginn fyrir ferminguna og því þurftum við mamma að vera búin að flestu svo að allt gengi upp. Ég man að við fengum lánaða klappstóla úr gamla Kirkjulundi svo það væru fyrir alla gestina. Mamma bakaði helling af kökum og veisluborðið svignaði undan rjómakökum og slíku góðgæti.“

Rútuferðalag eftir fermingu

Séra Ólafur Oddur fermdi Þorvard og hann man að þau lásu bókina Líf með Jesú en ekki hafi þurft að læra mikið

Signý Hrönn Sigurhansdóttir Gunnar Þór Grétarsson Sólveig Gísladóttir Bryndís Grétarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Magnea Grétarsdóttir Sigurður R. Magnússon og barnabörn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, mágkona og tante

GUÐLAUG HALSÖR SIGVARDSDÓTTIR Lalla Vesturgötu 38, Keflavík,

Elskuleg systir okkar, mágkona, frænka, stjúpmóðir og stjúpamma,

GUÐLAUG SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Vatnsnesvegi 28, Reykjanesbæ,

varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 22. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Jensson Kristjánsson Sigurður Kristjánsson og fjölskyldur.

andaðist þriðjudaginn 3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS Barnaþorpin. Sigurður Ragnarsson Kristín Linda Ragnarsdóttir Sveinbjörn Gizurarson Guðný Ásta Ragnarsdóttir Guðjón Bragason Davíð Örn Sveinbjörnsson Fjóla Dögg Halldórsdóttir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir Birkir Eyþór Ásgeirsson Sunneva Kristín Guðjónsdóttir Salómon Blær, Elísa Björt og Annika Bára Davíðsbörn Elsa Halsør og fjölskylda Anbjørg Halsør og fjölskylda


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

KVÓTANN HEIM: TÖLUM SAMAN TIL AÐ BREYTA Frá því í ársbyrjun hefur verið efnt til fundahalda undir yfirskriftinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim. Ástæðan fyrir þessari yfirskrift og herhvöt er sú að kvótakerfið í þeirri mynd sem við höfum þekkt frá árinu 1990, þegar einstaklingum og fyrirtækjum var heimilað með lögum að framselja aflaheimildir, selja og leigja kvóta í ábataskyni, hefur leitt til gríðarlegrar byggðaröskunar og misskiptingar og færa má rök fyrir því að þarna sé að finna eina rótina og ekki þá minnstu fyrir efnahagshruninu sem hér varð fyrir áratug.

Vaxandi áhugi

Með framsalinu og möguleikum að veðsetja óveiddan afla framtíðarinnar voru fjármunir fluttir út úr sjávarútvegi, upp á land og síðan út fyrir landsteinana. Segja má að íslenskt samfélag hafi verið brotið með þessu kerfi og það eru þessi brot sem þarf að færa saman á ný, gera Ísland og íslenskt samfélag heilt á ný. Allt þetta þekkja menn og vilja nú breytingar á. Ekki leikur nokkur vafi á því að áhugi á að ræða þessi mál er nú mikill og fer vaxandi. Namibíumálið, sem á sinn hátt hefur minnt á ýmsar skuggahliðar kerfis sem leitt hefur til gríðarlegrar auðsöfnunar og rökstuddum grun um alvarlega sviksemi að auki, hefur átt sinn þátt í þessum vaxandi áhuga.

Hinn blákaldi veruleiki

En undirliggjandi er svo alltaf hinn blákaldi, íslenski veruleiki: Hafnir, sem áður voru fullar af bátum og iðandi atvinnustarfsemi tengd útgerðinni,

eru skyndilega orðnar tómar eða nær því. Hver hefði trúað því fyrir fimmtán árum eða þar um bil að á Akranesi, sjálfum Skipaskaga, væru nú aðeins tveir bátar eftir í höfninni! „En hagnast ekki einhverjir?,“ liggur þá næst við að spyrja. Að sjálfsögðu hagnast þau stórfyrirtæki og þeir einstaklingar sem eru að komast yfir allan kvótann og að sama skapi þau byggðarlög þar sem þeir ákveða að drepa niður fæti. En fyrir byggðarlögin er þetta ótrygg tilvera eins og Akranes er skýrt dæmi um. Reykjanesið hefur ekki farið varhluta af áhrifum framsalskerfisins. Sé miðað við verðmæti landaðs afla árin fyrir kvótakerfið og í dag þá hefur Reykjanesbær og Suðurnesjabær misst um níu milljarða króna út úr hagkerfi sínu. Ef bæjarbúar vildu bæta sér þetta upp og kaupa kvótann til baka myndi það kosta þá um 75 milljarða króna. Það eru áhrif kvótakerfisins í upphæðum, en áhrifin eru auðvitað miklu víðtækari af því

FS-ingur vikunnar:

að um ¾ af sjávarútveginum, sem alla síðustu öld var meginstoð samfélaganna á Suðurnesjum, hefur verið fluttur burt. Þetta kemur m.a. annars fram í máli Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, sem heldur inngangserindi á fyrirhuguðum fundi um kvótann í Hljómahöllinni á sunnudag.

Íslandssögunni ekki lokið

Nú þarf að vinda ofan af þessari þróun – og það er hægt. Minnumst þess að Íslandssögunni lauk ekki með framsalslögunum árið 1990. Þá voru vissulega sett greinarskil. Nú er hins vegar komið að næstu greinarskilum, vonandi alveg nýjum kafla. Þetta skilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem efndu til samræðufunda um sjávarútveginn eftir að fundasyrpan Kvótann heim hófst. Þessum viðbrögðum ber að fagna.

Ekki nóg bara að tala

Það er gott að tala saman en þó ekki án tilgangs. Við viljum tala saman til að breyta. Við viljum kvótann heim – gera Ísland heilt á ný. Er til betri staður en gamli Stapinn í Keflavík til að ræða það? Nákvæmlega það ætlum við að gera þar, í Stapasalnum í Hljómahöllinni næstkomandi sunnudag klukkan 12. Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir. Ögmundur Jónasson

Gerðaskóli auglýsir stöðu deildarstjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi

Stefnir á að verða sáli eða tónlistarmaður Krullurnar í hárinu eru helsti kostur hans og heiðarleiki er eiginleiki í fari annarra sem hann kann að meta. Jón Grímsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hvað heitir þú fullu nafni? Jón Grímsson. Á hvaða braut ertu? Sálfræðibraut. Hvar býrðu og hvað ertu gamall? Grindavík og er sautján ára. Hver er helsti kosturinn við FS? Ég held formi við að labba upp stigann. Hver eru áhugamálin þín? Tónlistin. Hvað hræðistu mest? Táneglur. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Steini kisi, hann er áberandi og klikkaður tónlistarmaður. Hver er fyndnastur í skólanum? Hafliði. Hvað sástu síðast í bíó? Bad Boys for Life. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Fleiri drykki og lægra verð. Hver er helsti gallinn þinn? Hárlínan mín er skrítin. Hver er helsti kostur þinn? Ég er með krullur.

...kennari: Bagga hún er góð í stærðfræði. ...skólafag: Stærðfræði því Bagga er góð í stærðfræði.

...sjónvarpsþættir: Vikings. ...kvikmynd: Kung Fu Panda. ...hljómsveit: Kaleo. ...leikari: Jason Mamoa.

Orlofshús VSFK Sumar 2020

Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Í Gerðaskóla leggjum við áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líður vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Við leitum að einstaklingi með kennsluréttindi í grunnskóla, sem er metnaðarfullur, góður í mannlegum samskiptum, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.

Ágæti félagsmaður, opnað hefur fyrir Sumarumsóknir inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is orlof.is/vsfk (Grænn takki merktur Orlofshús)

Umsóknarfrestur er til 26. mars og skulu umsóknir berast á netfangið eva@gerdaskoli.is

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft í húsi) 2 hús í Ölfusborgum 2 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 hús við Illugastaðir í Fnjóskadal (Norðurland) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri

Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050

Útleigutímabil er frá föstudeginum 22. maí til og með föstudeginum 21. ágúst 2020. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof.is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út orlofsumsókn með allt að sex valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 23. mars 2020. Úthlutað verður 24. mars samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um.

SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS 2020 Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. apríl 2020.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Orlofsstjórn VSFK HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Uppstillingarnefnd

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Spotify. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa mætingakerfið aðeins fjölbreyttara og setja fleiri dósapoka um skólann. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ehhhhhhhhhh. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Sáli eða tónlistamaður. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Ég get keyrt norður.

Uppáhalds...

Deildarstjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á skilgreindum verkefnum í stjórnun og kennslu skólans og vinnur náið með stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.

Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a Reykjanesbæ eigi síðar en 31. mars 2020. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.

UMSJÓN: Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Er úrslitakeppnin í körfu í hættu? Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir í samtali við visir.is að félagið yrði af miklum tekjum ef samkomubann vegna kórónuveirunnar yrði sett á. „Þetta myndi hafa gríðarlega mikil áhrif. Ég vill ekki hugsa svo langt. Við höfum miklar áhyggjur hvort af þessu verði,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi, aðspurður um mögulegt samkomubann. Ingi Þór sagði í samtali við Vikurfréttir í vikunni að málið væri rætt reglulega hjá Körfuknattleikssambandi Íslands.

Sveindís Jane skoraði þrennu gegn Sviss

Fjármálaskrifstofa óskar eftir að ráða rekstrarfulltrúa í fullt starf.

Keflavíkurmærin Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrjú mörk í 1:4 sigri U19 landsliðs Íslands á Sviss, liðið vann svo Ítalíu 7:1 og Þýskaland 2:0 á móti í La Manga á Spáni um síðustu helgi. Auk Sveindísar voru tvíburar Katla María og Íris Una Þórðardætur í eldlínunni og léku í öllum leikjunum. Þessir þrír leikmenn sem léku með Keflavík undanfarin ár, hafa allar skipt um félag en Keflavík féll úr efstu deild í fyrra. Sveindís fór til Breiðabliks og tvíburarnir fóru til Fylkis. Þær verða því allar með liðum í efstu deild í sumar.

Rekstrarfulltrúi starfar náið með stjórnendum bæjarins að ýmissi gagnavinnslu og greiningum. Hann sér um skipulagða söfnun og varðveislu hagnýtra upplýsinga og úrvinnslu þeirra m.a. fyrir skýrslugerð, fjárhagsuppgjör og fjárhagsáætlun. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum.

Helstu verkefni

Skemmtihlaup og blá messa í Mottumars á Suðurnesjum Karlahlaup Krabbameinsfélagsins verður föstudaginn 13. mars, á Mottumarsdeginum, kl.17.00. Þetta er skemmtihlaup og verður hlaupið, skokkað eða gengið fimm kílómetra frá sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta er fyrsta karlahlaup félagsins og það er helgað árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn, konur, unglingar, börn og fleiri hópar eru hvattir til að mæta undir eigin „flaggi og fána“ og setja þannig skemmtilegan svip á þennan tímamótaviðburð. Einnig hvetjum við alla að mæta í Mottumarssokkunum og sýna stuðning í verki, segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þátttökugjald í hlaupið er 3.500 kr. og inn í verðinu er Mottumarsbolur en bolirnir verða einnig til sölu í Gallerí

Krabbameinsfélag Suðurnesja og Keflavíkurkirkja standa fyrir blárri messu sunnudaginn 22. mars kl. 11.00. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar og dúettinn Heiður mun sjá um ljúfa tóna. Hannes Friðriksson, formaður Krabbameinsfélagsins, kynnir félagið og þá verður vitnisburður frá krabbameinsgreindum/ aðstandanda. Keflavík á Hafnargötu 32 og verða bolirnir aðgöngumiði í hlaupið. Þátttökugjaldið rennur beint til Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Leó Kristinn Þórisson í Þrótt Vogum Þróttarar hafa verið duglegir að fá unga og efnilega leikmenn að undanförnu. Nú hefur miðjumaðurinn efnilegi Leó Kristinn Þórisson skrifað undir tveggja ára samning við Þróttara. Leó, sem er tvítugur, kemur frá FH og fór upp alla yngri flokka félagsins ásamt því að hafa spilað með meistaraflokki FH í vetur. Brynjar Gestsson tók við liði Þróttar í haust og hefur verið að fá unga og efnilega leikmenn til félagsins í bland við þá eldri og reyndari sem fyrir eru hjá félaginu.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – Sérfræðingur í stuðningsþjónustu Hjallatún – Leikskólakennari Fjármálaskrifstofa – Rekstrarfulltrúi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Starf rekstrarfulltrúa laust til umsóknar

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

• Kostnaðareftirlit og greiningarvinna • Úrvinnsla fjárhags- og tölfræðiupplýsinga og skýrslugerð • Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar • Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur stofnana varðandi fjármálalegar upplýsingar • Vinna við gerð uppgjöra og ársreikninga í samvinnu við deildarstjóra reikningshalds • Umsjón með eignakerfi í samráði við deildarstjóra reikningshalds

Menntunar- og hæfniskröfur

• B.Sc. á sviði viðskipta og/eða rekstrar • Framhaldsmenntun kostur • Framúrskarandi þekking á notkun Excel • Haldbær reynsla af greiningarvinnu og gerð reiknilíkana • Góð þekking og reynsla af notkun Power Bi • Þekking og reynsla af Nav bókhaldskerfi • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.

Nýjar fréttir á vf.is alla daga Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar- viðburðir framundan Mánudag 16 mars kl. 12.30. Hugleiðsluhádegi: Sólveig Guðmundsdóttir Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi leiðir tímann. Mánudag 16 mars frá kl.16.00-18.00. Saumað fyrir umhverfið. Margnota taupokar saumaðir í safninu og gefnir í Pokastöð Bókasafnsins. Saumavélar og efni á staðnum. Þriðjudagur 17. mars kl. 20.00. Leshringur Bókasafnsins hittist og ræðir bækurnar Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Miðvikudagur 18. mars kl. 20.00. Ég er unik: fræðsluerindi um einhverfu. Aðalheiður Sigurðardóttir segir frá dásamlegu ferðalagi sínu sem móðir einhverfrar stúlku.


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Skegg fer þér fjári vel Margeir!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

LOKAORÐ

við þökkum þeim listamönnum sem komu fram, samstarfsog styrktaraðilum og þeim sem keyptu miða á góðgerðartónleikana sem voru haldnir í Hljómahöll 4. mars síðastliðinn.

400 þúsund krónur

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

söfnuðust í Minningarsjóð Ölla

Skegg Undanfarin ár hefur gengið yfir tíska sem er mér ekki mjög að skapi. Karlmönnum var talin trú um að útlit löngu útdauðra loðfíla væri það sem heillaði mest, bæði karla og konur. Þannig sáum við flesta myndarlegustu karlmenn landsins hverfa í felur bak við ósnyrta andlitsbrúska. Flestir kalla þetta skegg. Hver stórstjarnan á fætur annarri féll fyrir þessari hörmungarbylgju og lítið lát virðist vera á. Afar mínir báðir og faðir létu sér aldrei vaxa skegg. Móðurafi minn kallaði þetta sóðaskap. Þótt blindur væri orðinn sá hann skegg á andlitum manna og setti út á við þá sem voru honum kærastir. Ég hef veikum mætti reynt að benda nokkrum vinum mínum og bræðrum á að þetta sé ekki smart. Eiginlega bara glatað. En þeir hafa glaðir vísað í að einhverjar skvísur og eiginkonur hafi hrósað þeim fyrir karlmannlegt og glæsilegt útlit sem þeir meti framar mínu. Það var vatn á myllu mína þegar fréttir bárust af því að veira kennd við töluna nítján dveldi í skeggi manna. Ég tók mig til á ferðalagi í höfuðborg Skotlands og pantaði „on-line“ skeggsnyrtingu fyrir ástkæran bróður minn sem aldrei þessu vant gegndi bara. Fyrir hönd hans var ég búinn að ákveða að nóg væri nóg – burtu með loðfílinn. Þegar skeggsnyrtirinn tók á móti okkur sagðist hann hafa hafnað bókuninni og hefði engan tíma til að sinna okkur. Þegar hann svo rekur augun í verkefnið og finna manninn á bak við það, stóðst hann ekki mátið. Beint í stólinn. Hefst hann svo handa við að mæra skeggið það sé glæsilegt, þykkt og hann muni ekki undir nokkrum kringumstæðum raka það af. Það verði bara snyrt og gert enn glæsilegra. Mér féllust hendur. Bróðir minn naut lífsins í hálftíma í stólnum og stóð þaðan upp með best snyrta skegg sem sést hefur. Að auki var skeggsnyrtirinn ungur skoskur strákur af Borginni búinn að hrósa skegginu svo í hástert að það fýkur ekki í bráð. Við kvöddum Skotann. Bróðir minn sæll og glaður. Ég tuttugu pundum fátækari. Skegg eru víst ekki metin til fjár.

Sími: 421 0000

takk! sa msta r fsaðila r:

Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara

Frid

Már Gunnarsson & Ísold Wilberg Sesselja Ósk Stefánsdóttir

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

hljómsveitin Demo styr k ta raðila r:

Há r og Ró sir e h f / / AG -S ea food e h f / / Icema r ehf // J á rni ehf G u ll og hö n n u n / / Pa nd a / / Pylsu vag ni nn // G a l lerí Kef laví k


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.