Víkurfréttir 12. tbl. 42. árg.

Page 1

„Ég var eins og flekkótt belja“

GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ! -30%

-53% Bláberjalambalæri Stutt

Hjördís Guðmundsdóttir byrjaði að missa hárið eftir barnsburð. >> Viðtal á síðu 13

1.295

KR/KG ÁÐUR: 2.159 KR/KG

-40%

Bæonne skinka

Lambahryggur Heill

KR/KG ÁÐUR: 2.119 KR/KG

ÁÐUR: 2.999 KR/KG

996

2.099

Lægra verð - léttari innkaup

KR/KG

Tilboðin gilda 25. mars—5. apríl

Miðvikudagur 24. mars 2021 // 12. tbl. // 42. árg.

Reykjanesskagi vaknaður! VEFMYNDAVÉL VÍKURFRÉTTA

Gosmóða frá eldstöðinni var vel sýnileg yfir Fagradalsfjalli séð frá Reykjanesbæ á þriðjudag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Reykjanesskagi er vaknaður en eldgos hófst í Geldingadölum föstudagskvöldið 19. mars. Síðast gaus á Reykjanesskaganum í eldgosahrinu sem stóð yfir frá árinu 1210 til 1240. Sú hrina er kölluð Reykjaneseldar og var í lokin á eldgosatímabili sem hófst árið 950 og stóð því með hléum í 290 ár. Nánar er fjallað um eldgosið í Geldingadölum á innsíðum blaðsins og birtar fjölmargar glæsilegar myndir sem lesendur Víkurfrétta hafa tekið af gosinu. Myndina hér að ofan tók Ingibergur Þór Jónasson af gosinu síðasta laugardag. Hann á aðra glæsilega mynd á síðu sjö í blaðinu í dag. Einnig má sjá myndirnar hans á Instagram.com/ ingibergurphotography/

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Myndin af rauðum bjarma yfir Fagradalsfjalli með byggðina í Innri-Njarðvík í forgrunni var fyrsta mynd fjölmiðla sem staðfesti gosið. Hilmar Bragi tók myndina fyrir Víkurfréttir.

Víkurfréttir fyrstar með frétt um eldgosið Víkurfréttir greindu frá eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall fyrstar fjölmiðla. Föstudagskvöldið 19. mars kl. 21:43 birtist örstutt frétt á vef Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Gos hafið á Reykjanesskaga“. Í fréttinni stóð: Gos virðist hafið á Reykjanesskaga. Meðfylgjandi mynd var tekin frá Reykjanesbæ rétt í þessu. VF-mynd: Hilmar Bragi. Á Facebook-síðu Víkurfrétta birtum við fyrstu

vísbendingar um eldgos í færslu á föstudagskvöldinu kl. 21:29 þar sem sagði „Roði yfir Fagradalsfjalli“. Í næstu færslu kl. 21:37 segir: „Bendir allt til þess að gos sé hafið í Fagradalsfjalli. Roði sést frá Reykjanesbæ“. Mynd sem fylgdi frétt Víkurfrétta á vf.is kl. 21:43 var einnig birt á fésbók Víkurfrétta kl. 21:42. Sú mynd fór heldur betur á flug og var deild yfir 5.600 sinnum og fleiri en 689.000 hafa séð myndina á Facebook. Sama mynd fór í alþjóð-

lega dreifingu á næstu mínútum og birtist í mörgum af stærstu fréttamiðlum heims, enda fyrsta myndin sem sagði til um gos. Til að setja þetta allt í samhengi þá barst Veðurstofu Íslands fyrsta tilkynning um gosið kl. 21:40 og í fram­hald­inu var staðfest að um gos væri að ræða í gegn­um vef­mynda­vél­ar og gervi­ tungla­mynd­ir að því er fram kem­ur á vef Veður­stof­unn­ar.

Hraðakstur og ekið á gangandi vegfaranda

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Frá Garðskaga í Suðurnesjabæ.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu í Suðurnesjabæ? Suðurnesjabær heldur kynningarfund um mótun nýs aðalskipulags fyrir Suðurnesjabæ nk. fimmtudag kl. 19:30. Fundurinn fer fram í Vörðunn, Miðnestorgi 3. Sökum sóttvarna er skráning þátttakenda nauðsynleg og þau sem ætla að mæta á fundinn eru beðin um að skrá sig með því að senda upplýsingar á netfangið afgreidsla@ sudurensjabaer.is. Einnig er hægt að hringja í síma 425 3000. Þá verður hægt að fylgjast með streymi frá fundinum á facebook-síðu Suðurnesjabæjar og á facebook-síðu Víkurfrétta. Á vefnum Betri Suðurnesjabær á betraisland.is er hægt að setja inn hugmyndir fyrir vinnu við aðalskipulagið og önnur verkefni sem

nú eru í vinnslu hjá Suðurnesjabæ, segir í tilkynningu frá Suðurnesjabæ. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 3. mars 2021 að skipulags- og matslýsing aðalskipulags Suðurnesjabæjar verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Jafnframt verði leitað umsagnar hjá Skipulagsstofnun og hjá þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í lýsingunni. Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013-2030 og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024. Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030, en það er ekki hluti af endurskoðuninni.

Nær tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 137 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hann er sautján ára og var því jafnframt haft samband við forráðamann hans. Fáeinir voru teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar – eða fíkniefnaaksturs. Þá var ekið á gangandi vegfaranda sem var á gangi fyrir aftan bifreið sem ökumaður bakkaði út úr stæði. Viðkomandi var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Tveir aðilar sem voru á ferð í bifreið voru handteknir og færðir á lögreglustöð þegar í fórum þeirra fundust fíkniefni.

Hávaði, kókaín og fjaðurhnífur Nokkuð var um hávaðaútköll í umdæminu í kringum helgina. Mikil kannabislykt var í einni íbúðinni og við húsleit, að fenginni heimild, fundust meðal annars kannabisefni, kókaín og fjaðurhnífur. Einn gestanna viðurkenndi eign sína á ofangreindu. Í öðru samkvæmi hafði ein gesta skorið sig á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar voru nokkrir gestir undir átján ára aldri og var forráðamönnum þeirra og barnaverndarnefnd gert viðvart.

0 :0 1 2 . L K G A D U T M IM F I} {NÝR SÝNINGARTÍM HRINGBRAUT OG VF.IS


Sigurður H. Magnússon f. 3. 4. 1944 d. 21. 3. 2016

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfjörður - granitsteinar@granitsteinar.is - sími: 5445100


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Góðu gengi fagnað í átakinu „Allir með!“ Reykjanesbær fagnaði góðum árangri Allir með! verkefnisins með helstu aðstandendum verkefnisins fimmtudaginn 18. mars. Það er að sögn Hilmu Hólmfríðar Sigurðardóttur, verkefnisstjóra fjölmenningarmála Reykjanesbæjar, ekki merki um að verkefnið sé að klárast heldur öllu heldur merki þess að verið sé að blása byr undir báða vængi þeirra sem leiða verkefnið áfram og þakka fyrir það sem gert hefur verið fram til þessa.

Félags- og barnamálaráðherra heimsótti Fjörheima Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Jóhann Friðrik Friðriksson, fulltrúi bæjarráðs Reykjanesbæjar, komu á kynningu á starfi ungmennaráðs Reykjanesbæjar og unglingaráðs Fjörheima í félagsmiðstöðnni að Hafnargötu 88 í Keflavík. Farið var yfir helstu baráttumál ráðanna síðastliðin ár og ungmennin nýttu tækifærið vel til umræðu við ráðherrann og bæjarfulltrúann um mörg áhugaverð málefni. Má þar nefna menntakerfið, umhverfismál og samgöngumál í Reykjanesbæ. Ráðherra nýtti tækifærið einnig

vel og spurði ungmennin út í þeirra skoðanir á fjölmörgum málefnum sem varða börn og ungmenni. Áður en að heimsókninni lauk skoðuðu þeir Ásmundur og Jóhann félagsmiðstöðina og ungmennahúsið og fengu kynningu á öllu því fjölbreytta starfi sem fer þar fram.

Ásmundur Einar Daðason, félagsog barnamálaráðherra, styrkti verkefnið í upphafi og gaf Reykjanesbæ með því tækifæri til þess að hanna, þróa og innleiða eitt stærsta forvarnarverkefni sem farið hefur af stað í einu sveitarfélagi. „Fyrir það er Reykjanesbær afar þakklátur. Allir með! snýr að markvissri styrkingu allra þeirra sem starfa með börnum í sveitarfélaginu með þeim hætti að alltaf sé unnið að jákvæðum samskiptum barna og sterkri félagsfærni þeirra. Lykillinn að vellíðan snýr að virkri þátttöku þeirra í skipulögðu starfi og því að þau tilheyri þeim hópum þar sem þau eru þátttakendur. Alls staðar séu fullorðnir sterkir leiðtogar sem vinna að samfélagsheild þeirra hópa sem þeir bera ábyrgð á. Kvan er einn af helstu samstarfsaðilum Reykjanesbæjar í verkefninu en það hefur sérhæft sig í þjálfun, fræðslu og menntun út frá vellíðan og vináttu. Kvan sinnir allri þjálfun og menntun í verkefninu,“ segir Hilma Hólmfríður. Ungmennafélögin tvö sem eru starfandi í Reykjanesbæ, Njarðvík og Keflavík, spila stóran þátt í verkefninu. Þau hafa unnið að fyrirmyndarkynningarefni um allt

barnastarf í sveitarfélaginu í samvinnu við markaðsfyrirtækið Alpha Agency. „Kynningarmyndbönd um allt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu ættu ekki að hafa farið framhjá neinum og eru frekari kynningar fyrirhugaðar. Margir hafa fengið fræðslu á vegum verkefnisins og eru enn fleiri fræðsluerindi í farvatninu fyrir haustið. Búið er að vinna ýmsa tölfræðivinnu um nýtingu styrkja tengdum barnastarfi, þátttöku barna og kostnaði við þátttökuna. Frekari mælingar á verkefninu eru

jafnframt fyrirhugaðar. Ungmennafélag Íslands er jafnframt hluti af verkefninu og kostar nú þjálfun, fræðslu og menntun til allra þjálfara innan aðildarfélaganna í tengslum við verkefnið. Allir með! snýr að jöfnum tækifærum barna til þess að taka þátt í samfélaginu og því að allir beri ábyrgð á því að allir hafi þessi jöfnu tækifæri. Að því sögðu hvetur Reykjanesbær og aðstandendur Allir með! verkefnisins alla bæjarbúa til þess að skrá sig á Allir með! sáttmálann og lýsa þannig vilja sínum til þess að huga að öllum þeim börnum sem í kringum okkur eru, vellíðan þeirra og félagslegri þátttöku. Stuðlum að jákvæðum og sterkri félagsfærni. Allir með!,“ sagði Hilma Hólmfríður.

Barna- og félagsmálaráðherra, bæjarstjóri og stjórnendur í átakinu Allir með! Barnakór Keflavíkurkirkju söng. VF-myndir/pket

AÐALFUNDUR MÁNA 2021 Aðalfundur Hestamannafélagsins Mána fer fram þriðjudaginn 30. mars kl. 18:00 í reiðhöll Mána. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og nefnda 2. Reikningar 3. Kosning stjórnar og nefnda 4. Viðurkenningar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Lagabreytingar 7. Inntaka nýrra félaga 8. Önnur mál Stjórn Mána

HS Orka vann liðakeppnina í Mottumars Suðurnesjamenn stóðu sig vel í átakinu Mottumars. HS Orka safnaði hæstu fjárhæð allra þetta árið og vann liðakeppnina með miklum mun. Hópur starfsmanna innan fyrirtækisins sem stóð að söfnuninni fékk loforð frá HS Orku við upphaf söfnunarinnar að fyrirtækið myndi tvöfalda þeirra upphæð. Þeir náðu að vera hæstir áður en framlag fyrirtækisins bættist við. Í hópnum eru m.a. fyrrverandi körfuboltahetjur úr liði Njarðvíkur, þeir Páll Kristinsson og Friðrik Ragnarsson. Alls safnaði HS Orku liðið 1.239.000 krónum og stefnir því í birtingu afkomuviðvörunar hjá fyrirtækinu.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

„Þetta var frábært framtak hjá liðinu og HS Orka er stolt af því að standa við bakið á því og eiga þátt í því að

koma þeim yfir línuna. Líklega hefði sigurinn náðst án framlags HS Orku sem sýnir kraftinn og samheldnina í hópnum en lykilatriði er að stór fjárhæð safnaðist í gott málefni sem mun vafalítið nýtast vel í baráttunni þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Flugakademía Íslands á Ásbrú var ofarlega í liðakeppninni en hún safnaði 486 þúsund krónum. Nokkrir einstaklingar á Suðurnesjum stóðu sig vel í Mottumars. Jón Tryggvi Arason var hæstur Suðurnesjamanna með 85 þúsund, Kristján Reykdal 81 þúsund krónur, Siggi Svans 75 þúsund, Páll Kristinsson 71 þúsund og Gunnlaugur Dan Guðjónsson 70 þúsund.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Skeggprúðir starfsmenn HS Orku.

Jón Tryggvi

Gunnlaugur Dan


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Smábátunum var tekið að fjölga áður en móðir náttúra tók völdin Heldur betur að móðir náttúra er í essinu sínum núna um þessar mundir. Fyrst byrjar með eldgosi í Geldingadal. Er nú nokkuð viss um að enginn eða alla vega fáir landsmenn vissu um þennan dal með þessu furðulega nafni, Geldingadalur. Það er ekki einu sinni minnst á þennan dal í ritinu Landið þitt Ísland. Og til að bæta aðeins á fjörið þá er búið að vera svo til vitlaust veður undanfarna daga, eða frá því að síðasti pistill var skrifaður, að það gerir sjósókn mjög erfiða fyrir bátana hérna á Suðurnesjum. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Fyrst við erum komin í veðurfarið þá er best að líta á þann flokk báta sem er mest háður veðráttunni, það eru smábátarnir og þá færabátarnir. Þeim var nú tekið að fjölga áður en móðir náttúra tók öll völd með eldgosi og leiðindaveðri.

Í Grindavík er t.d. Þórdís GK með 10,6 tonn í sex róðrum, mest 2,3 tonn, Sigurvon RE 8,5 tonn í sex, Grindjáni GK 6,3 tonn í fjórum, Hrappur GK 4,6 tonn í tveimur og Stella GK 2,6 tonn í einum. Mikill fjöldi færabáta var í Sandgerði, t.d. Vinur SH með 9,3 tonn í átta og mest 2,2 tonn, Fagravík GK 8,6 tonn í sjö og mest 2,7 tonn, Fiskines KE 6,8 tonn í fjórum, Vonin ÍS 3,7 tonn í sex, Alla GK 3,6 tonn í

Fagravík GK 161 er sá smábátur sem lengst hefur haldið sama nafni , í heil 32 ár.

fimm, Stakasteinn GK 2,9 tonn í fimm en Stakastein GK á Hjörtur Jóhannsson sem lengst af var skipstjóri á Njáli RE. Fleiri stærri færabáta má nefna, t.d. Rokkarinn GK 2,4 tonn í fjórum, Gjafar GK 682 kíló í tveimur, Guðrún GK 10,1 tonn í átta, mest 2,8 tonn, og Kvika GK 691 kíló í einni löndun. Reyndar er rétt að staldra við einn bát þarna sem minnst er á að ofan en það er Fagravík GK 161. Það er nefnilega þannig að á Íslandi er nú ekki mikið um að smábátar haldi sama nafni sínu í meira en þrjátíu ár – en jú það finnst nokkrir bátar um landið en þeir eru mjög fáir. Aftur á móti er Fagravík GK 161 sá smábátur á Suðurnesjum sem lengst hefur haldið sína sama nafni því báturinn var smíðaður árið 1989 og var lengst af skráður í Vogunum en skráninginn færðist til Sandgerðis árið 2018 og í 32 ár hefur báturinn haldið sínu nafni, Fagravík GK 161, og verið alla tíð í eigu sömu aðila eða fjölskyldu. Í þessi 32 ár sem báturinn hefur stundað veiðar hérna frá Suðurnesjum má segja að báturinn hafi einungis notað tvö veiðarfæri, net og handfæri. Báturinn sjálfur er aðeins öðruvísi en hann var smíðaður því árið 2000 var hann lengdur. Reyndar, ef málið er skoðað aðeins betur, þá eru nú ekki margir bátar á Suðurnesjum

Silfurborg, fallega rauð. í útgerð í dag sem hafa haldið sínu sama nafni í 32 ár, eins og Fagravík GK 161, og í raun er enginn bátur sem hefur haldið nafni sínu jafn lengi. Kannski sá sem kemst næstu því er Berglín GK en togarinn hefur verið með þetta nafn Berglín GK núna í 23 ár. Að ofan var minnst á bátinn Stakastein GK og hann Hjört, eiganda sem lengi var skipstjóri á Njáli RE. Eftir að Njáll RE var seldur þá fór báturinn á smá flakk en þú aðalega varðandi skráningu bátsins, t.d. varð hann Njáll ÓF, síðan Njáll HU og að lokum Njáll GK 63 með heimahöfn í Sandgerði. Útlit bátsins drabbaðist mjög mikið niður og

þegar hann var skráður Njáll GK var báturinn tekinn í slipp í Njarðvík og málaður snyrtilega svo hægt væri að skrifa Njáll GK 63 og Sandgerði á bátinn. Nú hefur báturinn tekið heldur betur miklum breytingum því hann var seldur til Breiðdalsvíkur og hefur fengið nafnið Silfurborg SU 22, er orðinn fallega rauður á litinn og lítur bara virkilega vel út – en þeir sem til þekkja vita að þegar að báturinn hét Njáll RE var mjög vel hugsað um bátinn og nýir eigendur greinilega ætla að halda því áfram með því að taka bátinn alveg í gegn eins og hann er orðinn í dag, rauður og fallegur.

Heilbrigði hafna á Suðurnesjum Mengunarálag af völdum snefilefna er tiltölulega lítið í höfnum á Suðurnesjum og þar má finna ýmsar sjaldgæfar sjávarlífverur. Þetta kom fram í úttekt sem gerð var á heilbrigði hafna á Suðurnesjum sumarið og haustið 2020 þar sem skoðuð var efnamengun og nýjar tegundir sjávarlífvera í höfnum í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Sandgerði. Verkefnið var unnið af náttúrustofu Suðvesturlands í samstarfi við Rannsóknarsetur HÍ á Suðurnesjum og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja styrkti verkefnið um tvær milljónir króna en verkefnastjóri var Sindri Gíslason. Úttekt var gerð á lífríki hafnanna með það að markmiði að skrásetja algengustu tegundir og meta stöðuna með tilliti til framandi tegunda. Jafnframt voru gerðar mengunarmælingar á PAH efni úr olíu og frá bruna á eldsneyti, þungmálmum og snefilefnum

þar sem kræklingur var notaður sem vísitegund. Mest reyndist mengunarálag vera í nágrenni við slippinn í Njarðvík en þó er staðan talin vera nokkuð góð með tilliti til mengandi efna í þeim höfnum sem voru skoðaðar. Þó mældist arsen tiltölulega hátt í öllum sýnum, sérstaklega í Grindavíkurhöfn en þar má vænta áhrifa á viðkvæmt lífríki. Þar mældist einnig hæstur styrkur kvikasilfurs sem ásamt blýi eru með skaðlegustu efnunum sem mæld voru. Blý reyndist í hæstum styrk í kræklingi í fjöru við slippinn í Njarðvík og þar var mengunarálag PAH efna mest. Að auki voru kannaðar botnlægar framandi lífverur í höfnunum en alls fundust átta tegundir framandi sjávarlífvera í rannsókninni. Áhugavert þótti að sjá hversu algengar tegundirnar voru en sjö fundust í Sandgerði og sex í Keflavík og Grindavík. Njarðvík skar sig þar úr en þar fundust einungis tvær tegundir.

Engin möttuldýr fundust í Njarðvík en sá munur er á hafnarsvæðunum að þar eru engar flotbryggjur fyrir hendi. Griphvelja fannst í miklum fjölda í Sandgerði. Eitt eintak fannst við slippinn í Njarðvík og er það í fyrsta sinn sem tegundin finnst á því svæði. Ein ný framandi tegund fannst við landið og ber hún nafnið roðamöttull og fannst hún í Grindavík. Var þéttleiki hans á flotbryggjum í Grindavík mikill. Niðurstöður verkefnisins þykja gefa skýr skilaboð um að vakta þurfi hafnir með reglubundnum hætti bæði m.t.t. efnamengunar og framandi tegunda. Aldrei hefur verið farið í rannsókn á Íslandi sem tekur til ástands hafna með jafn heildstæðum hætti bæði m.t.t. efnamengunar og framandi tegunda. Verkefnið þykir stórt framfaraskref þar sem sveitarfélög á Suðurnesjum eru öðrum sveitarfélögum á landinu til fyrirmyndar.

FJÖLMIÐILL SUÐURNESJA Útgáfa Víkurfrétta hefur sjaldan verið veglegri en einmitt síðustu vikur og mánuði

Við leggjum áherslu á vandað 24 síðna blað í hverri viku sem má nálgast á dreifingarstöðum okkar um öll Suðurnes. Ókeypis eintak af Víkurfréttum getur þú m.a. sótt í allar verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum frá hádegi á miðvikudögum. Rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg frá þriðjudagsköldi á vf.is. Í rafrænu útgáfunni eru m.a. aðgengileg myndskeið með völdu efni.

Vefsíður Víkurfrétta eru tvær

Víkurfréttavefurinn vf.is er uppfærður daglega. Golfvefurinn kylfingur.is flytur nýjustu golffréttir allan ársins hring.

Víkurfréttir eru í sjónvarpi

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á Hringbraut og á Víkurfréttavefnum vf.is. Um 300 þættir frá 2013. Sjónvarpsefni Víkurfrétta er einnig aðgengilegt á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Streymi frá viðburðum og athöfnum

Víkurfréttir bjóða upp á beinar útsendingar frá viðburðum á Suðurnesjum á samfélagsmiðlum. Þá annast Víkurfréttir steymi frá útförum úr kirkjum á Suðurnesjum í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja.

Loftmyndir með dróna

Vantar þig loftmynd frá Suðurnesjum? Við hjá Víkurfréttum getum sett drónann á loft með skömmum fyrirvara og útvegað myndefni frá Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

STREYMI

PDF

Arsen mældist tiltölulega hátt í öllum sýnum, sérstaklega í Grindavíkurhöfn en þar má vænta áhrifa á viðkvæmt lífríki. Þar mældist einnig hæstur styrkur kvikasilfurs sem ásamt blýi eru með skaðlegustu efnunum sem mæld voru.

BLAÐ

VEFUR

SJÓNVARP

AUGLÝSINGAGERÐ

DRÓNI

STREYMI

H A F Ð U S A M B A N D Í S Í M A 4 2 1 0 0 0 0 E Ð A Á V F @ V F. I S


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð 260 Reykjanesbæ Sími 421-0000 Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001 andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Víkurfréttir eru á Facebook og Instagram Fréttaskot: vf@vf.is

Gleðilega goshátíð! Er hægt að skrifa um annað en gos í fyrsta leiðara eftir að gos hófst á Reykjanesskaga? Svarið er einfalt, nei. Eitthvað sem var búið að spá að myndi gerast, alla vega hugsanlega eða mjög líklega – gerðist. Við hjá Víkur­ fréttum höfum fylgst náið með jarðskjálftasvæðinu síðustu þrjár vikur og kveiktum í meiri áhuga hjá fólki þegar við hófum að streyma á vefsíðu okkar í beinni útsendingu frá svæðinu. Keilir og Fagradalsfjall í sviðsljósinu og hluti Reykjanesbæjar í forgrunni. Mestu líkurnar voru að á því svæði myndi gjósa en allt kom fyrir ekki, gosið læddist bak við Fagradalsfjall í Geldingadal eða Geldingadali, menn eru ekki alveg vissir ennþá. Hundruð þúsunda höfðu fylgst með streyminu okkar í spenningi. Sumir gerðu grín að streyminu í byrjun, fannst þetta sérstakt en flestir voru þó spenntir og ánægðir með framtakið. Misáhugavert spjall fór fram samtímis á Youtube-síðunni okkar sem hýsti streymið en innan um greinilega gosnördar. Streymi VF endaði á mörgum erlendum vefsíðum sem sýna gosum mikinn áhuga. En svo kom gos. Rétt fyrir klukkan hálftíu föstudagskvöldið 19. mars birtum við á Facebook-síðu VF að það væri rauður bjarmi og stuttu síðar settum við frétt á vf.is um að gos væri hafið – með flottri mynd Hilmars Braga Bárðarsonar, fréttastjóra og ljósmyndara VF, sem hann tók frá 5. hæð í Krossmóa í Reykjanesbæ. Fyrstir fjölmiðla. Okkur þótti það ekki leiðinlegt. Einu sinni sem oftar fengum við ábendingu frá lesanda sem sá bjarmann og sendi okkur skilaboð. Enn eitt dæmið um frábæra samvinnu sem Víkurfréttir eiga við Suðurnesjamenn. Við þökkum fyrir það. Myndin flotta fór

í alheimsdreifingu í gegnum Reuters fréttaveituna, eina þá stærstu í heimi. Hún hafði samband nokkrum mínútum eftir birtingu myndarinnar og fréttarinnar og fékk hana senda úr tölvu ritstjórans sem var kominn í bíl á leið til Grindavíkur. Flestir fjölmiðlar landsins settu sig í samband við Víkurfréttir og Veðurstofan notaði myndina góðu í sína fyrstu tilkynningu sem og margir fleiri fjölmiðlar. Við Hilmar mættum til Grindavíkur. Björgunarsveitarmenn brosandi. Þeir vilja líka fjör þó það hafi kannski kárnað á öðrum degi goss þegar fólk setti sig í stórhættu á gosslóðum. Þegar þetta er skrifað hefur gos staðið yfir í fimm daga og sýnir engin merki um að það sé að fara að hætta. Vísindamenn hafa sagt síðustu daga að gosið geti varað lengi, jafnvel nokkur ár. Verði það að veruleika er ljóst að Reykjanesskaginn mun ekki bara verða í sviðsljósi Íslendinga heldur líka erlendra ferðamanna og eftir Covid-19 fari þeir að streyma til Íslands, ekki bara horfa á streymið í tölvu. Það ættu því að vera komin næg verkefni fyrir þá sem standa í framlínu markaðssetningar svæðisins og ferðaþjónustunnar á Íslandi. Leiðarahöfundur heyrði í einum hóteleiganda á Suðurnesjum sem var í skýjunum og sagði að þetta væri frábært. Við tökum undir það. Gleðilega goshátíð.

Fjölmenni á leið á goshátíð. Öngþveiti við Grindavíkurafleggjara.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Laumaðist til að smella af

Það sem maður lendir í við ljósmyndun. Við þá iðju mína að eltast við báta til að mynda þá þarf maður oft á tíðum að klöngrast niður í fjöru. Í þessum ferðum hefur maður lent í allskonar. Ég hef dottið og kramúlerað mig og skemmt búnað, séð og rekist á hin ýmsu kvikindi, eins og mink, tófu, fugla af ýmsum tegundum, skorkvikindi af ýmsum gerðum og menn á veiðum og sundi.

En! Í einni af ferðum mínum fyrir ekki svo mörgum misserum síðan er ég var að klöngrast niður í fjöru til að mynda bát koma að landi, þá rakst ég á allsnakinn kvenmann vafinn inn í byggngarplast og ekki var hún dauð eins og maður sér svo oft í bíómyndunum, heldur alveg svona líka sprelllifandi. Hún skeytti því engu þó ég kæmi arkandi framhjá á leið minni niður að flæðarmálinu

Jón Steinar Sæmundsson

Þar sem að ég settist svo og myndaði bátinn skaut þeirri hugsun upp í kollinum á mér að ef ég kæmi heim og segði frá þessu án þess að hafa mynd til sönnunar myndi enginn trúa mér. Þannig að ég laumaðist til að smella af. Þar hafið þið það! Jón Steinar Sæmundsson.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

JARÐELDUR Í GELDINGADÖLUM

Þúsundir hafa lagt leið sína að eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall síðan á laugardag. Nú hefur verið stikuð gönguleið frá Suðurstrandarvegi og að gosstöðinni. Um eina og hálfa klukkustund tekur að ganga þá leið sem er 3,5 km löng. Myndina hér að ofan tók Þór Magnússon við nýja hraunið sem rennur úr eldstöðinni um liðna helgi.

Hraundrekinn Myndina tók Ingibergur Þór Jónasson af gosinu síðasta laugardag. Einnig má sjá myndirnar hans á Instagram.com/ingibergurphotography/


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

JARÐELDUR Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Gönguleið að gosstöðvum stikuð frá Suðurstrandarvegi Tíu manna hópur frá Björgunarsveitinni Þorbirni hefur stikað leiðina frá Suðurstrandarvegi og að gosstöðvinum í Geldingadölum. Nú er hægt að ganga stikaða slóð á mjög þæginlegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3,5 km eða 7 km fram og til baka. „Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk um að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel útbúin. Nú þegar það lægir vind má búast við mikilli gasmengun í kringum gosið. Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt,“ segir í tilkynningu frá Þorbirni.

Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

„Fengum þetta eldgos beint í fangið“ - Björgunarsveitirnar starfað stanslaust frá gosbyrjun Frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst á föstudagskvöld hefur Björgunarsveitin Þorbjörn, ásamt öðrum sveitum af svæðinu, verið að störfum stanslaust. „Fólk skiptist á að fara að sofa og vaktirnar eru langar. Verkefni okkar í kringum svona eldgos eru aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi nýtum við þekkingu okkar og tækjabúnað til þess að aðstoða vísindamenn frá hinum ýmsu stofnunum við rannsóknir. Þessar rannsóknir hjálpa þessu sama fólki að átta sig betur á því hvað er í gangi og hvar hætturnar leynast. Í öðru lagi erum við að aðstoða Lögregluna á Suðurnesjum við ýmis verkefni. Verkefnin eru t.d. þau að upplýsa fólk við gosstaðinn um gasmegnun, hjálpa til við lokanir á leiðum og svo framvegis,“ segir í pistli á fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar mánudag. Þá segir í pistlinum: „Það er einfaldlega þannig að við fengum

þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður. Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“

Eldgos kom upp í Geldingadölum á föstudagskvöld. Veðurstofa Íslands staðfesti gos klukkan 21:40 þá um kvöldið. Samkvæmt mælitækjum jarðvísindamanna hófst gosið klukkan 20:45 um kvöldið. Það var strax talið lítið og lítil gosstrókavirkni á svæðinu. Vísindafólk fór þegar á gosstaðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að staðfesta umfang gossins. Það voru vegfarendur um Reykjanesbraut sem fyrstir urðu varir við bjarma frá gosinu yfir Fagradalsfjalli. Víkurfréttir fengu t.a.m. ábendingu um „merkilega rauðan himinn við Fagradalsfjall“ klukkan 21:23. Samantekt um fyrstu fréttir af gosinu má sjá á síðu tvö í Víkurfréttum í dag. Eldgosið heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt. Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og er ekki mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum. Vísbendingar eru um að gasútstreymi frá eldgosinu sé svipað og daganna áður og enn mældist gas yfir hættumörkum í nánd við hraunjaðarinn. Þannig var gosstöðvunum lokað síðdegis í gær, þriðjudag, vegna gasmengnuar en hægviðri var við gosstaðinn og lítil hreyfing á loftinu. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðan snemma á laugardag. Flestir fara varlega en eitthvað hefur verið um að fólk fari glannalega í námunda við gosið og hraunjaðarinn. Þá þurftu björgunarsveitir að aðstoða tugi sem lentu í vondu veðri á leiðinni heim frá gosinu á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags.

Einn áberandi klepra- og gjallgígur er að h og hefur verið vinsælt myndefni í eldgos og þaðan kemur meginstraumur hraunren síðan á föstudagskvöld. Þúsundir manna h það augum og það hefur verið mikil og gó fagnaðarhóp hefur mátt heyra þegar barm niður í miklu magni en eldstöðin er að skila a á sekúndu.

Þráinssk Ljósmynd: Guðjón Vilhelm

Þyrluflug yfir gosstöðvarnar er vinsælt þessa dagana. Alls eru sex þyrlur sem sinna fluginu og hafa vart undan ásókninni.

Áttu góða gosmynd? ... sem þú vilt deila með lesendum Víkurfrétta og vf.is? Sendu okkur myndir á póstfangið vf@vf.is Ljósmynd: Þór Magnússon

Gos­efna­mæl­ing­ar benda til þess upp í Geldingadölum í Fagradals sautján til tuttugu kíló­metra dýp en sést hef­ur. Það getur bent til þ uppsiglingu. Kvikan í eldgosinu í beint úr möttli jarðar. Dyngjugos tugum saman. Hraunrennslið er sem sjá má á Hawaii. Það mun ta að fylla Geldingadali en það þarf þykkt áður en það fer að flæða úr gosinu er í dag fimm til tíu rúmm

Þráinsskjöldur er einna mikilvirkasta el öllum Reykjanesskaga og er þekkt dyngja nesskaga. Talið er að Þráinsskjaldarh runnið fyrir um 9.000 árum en dyngjan va rúmum 14.000 árum. Þráinsskjöldur er hr


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

R Í GELDINGADÖLUM

Ljósmynd: Guðjón Vilhelm

Að ofan: Hraunframleiðsla hefur verið verið nokkuð jöfn frá því gosið hófst en úr eldstöðinni koma fimm til tíu rúmmetrar af glóandi hrauni á hverri sekúndu. Hraunflaumurinn er smá saman að fylla dalinn og hraunið verður þykkara með hverjum deginum sem líður frá gosi. Ef gosið heldur áfram með sama móti mun það taka nokkrar vikur að fylla dalinn áður en það fer að flæða víðar. Á myndinni að ofan má sjá eiturgufur stíga upp af hrauninu en þær sjást sumar hverjar í þessum bláa reyk. Aðrar sjást ekki og liggja í lægðum á svæðinu og eru banvænar. Að neðan: Eldstöðin í Geldingadölum er heitasti staðurinn á Íslandi í dag og þar er vinsælt að taka svokallaðar „sjálfur“ með eldgosið í baksýn.

Ljósmynd: Guðjón Vilhelm

Mynd tekin á fyrsta sólarhring gossins. Glóandi hraunið flæðir yfir gróinn dalbotninn. Lyktin eins og um áramót sagði myndasmiðurinn. Ljósmynd: Guðbergur Reynisson

hlaðast upp í eldstöðinni í Geldingadölum sinu. Gígurinn er orðinn um 30 metra hár nnslis frá eldgosinu sem hefur staðið yfir hafa lagt leið sína að eldgosinu til að berja óð stemmning í brekkunni í dalnum. Mikil mar gígsins hafa hrunið en þá fossar hraunið af sér um fimm til tíu rúmmetrum af hrauni

kjöldur að vakna til lífsins?

s að kvikan sem streymir sfjalli komi upp af um pi og sé mun frum­stæðari þess að dyngjugos sé í í Geldingadölum kemur s geta varað árum og árahægt og ekki ósvipað því aka hraunið nokkrar vikur f að ná 20 til 25 metra úr dalnum. Hraunflæðið úr metrar af kviku á sekúndu.

ldstöðin á a á Reykjahraun hafi arð til fyrir raunbunga

Ljósmynd: Landhelgisgæslan

mikil norðaustur af Fagradalsfjalli. Litlar minjar eldsumbrota eru í hvirfli bungunnar en geysimikil hraun hafa runnið frá henni til suðurs, vesturs og þó mest til norðurs, hefur hraunið runnið kringum Keili og Keilisbörn og nær kaffært Litla Keili. Heita

hraunbreiður þessar einu nafni Þráinsskjaldarhraun og nær það austan frá Vatnsleysuvík og vestur að Vogastapa. Þannig stendur öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd í þessu hrauni. Á Reykjanesskaga eru dyngjur í þyrpingum segir á Vísindavef Háskóla Íslands, ýmist í virknimiðjum eldstöðvakerfanna, svo sem í Hengils-, Brennisteinsfjalla- og Fagradalsfjallskerfunum, eða utan þeirra. Stærstu dyngjurnar ná yfir 200 ferkílómetra og áætlað rúmmál þeirra stærstu er fimm til sex rúmkílómetrar. Alls eru þekktar um tuttugu dyngjur á Reykjanesskaga. Af þeim eru tólf úr ólivínþóleiíti, hinar úr pikríti. Eldstöðvakerfið, sem kenna má við Fagradalsfjall, er ólíkt hinum kerfunum á Reykjanesskaga að gerð. Þar er hvorki jarðhiti né sprungusveimur. Það hefur komið vísindamönnum á óvart að gos hafi komið upp á þessum slóðum, enda Fagradalskerfið ekki virkasta eldstöðvakerfið á Reykjanesskaganum. Sé það raunin að þarna sé um að ræða dyngjugos þá má spyrja hvort Þráinsskjöldur sé að vakna til lífsins að nýju með tilfærslu á gosopi?

VF-myndir Páll Ketilsson

Stjórnstöð Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík hefur iðað af lífi frá því að gosið kom upp og reyndar löngu áður, því björgunarsveitin hefur haft fjölmörg verkefni í skjálftahrinunni sem á undan gekk og í þeirri yfirvofandi náttúruvá sem hefur verið í rúmt ár. Myndirnar voru teknar á föstudagskvöld þegar menn voru rétt að átta sig á stöðunni um tveimur tímum eftir að gosið braut sér leið upp á yfirborð í Geldingadölum.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eygló Alexandersdóttir og Gunnar bróðir hennar í fermingarkyrtlunum. Eygló vel túberuð á hinni myndinni.

Yngri bróðir fermdist á undanþágu – segir Eygló Alexandersdóttir sem fékk „Baby Doll“-náttföt í fermingargjöf „Ég var fermd 20. maí árið 1962 frá Keflavíkurkirkju af séra Birni Jónssyni. Fermingarhópurinn var nokkuð fjölmennur og þennan sama dag fermdist líka Gunnar bróðir minn sem er ári yngri en það þekktist á þessum árum að veita undanþágu fyrir yngri systkini að fermast ári á undan ef ástæða þótti til,“ segir Eygló Alexandersdóttir þegar hún rifjar upp fermingardaginn sinn.

Mættum einu sinni í viku í fermingarfræðslu „Fermingarundirbúningur var mæting einu sinni í viku um veturinn til séra Björns og þurftum við að læra utanbókar trúarjátninguna og eitt vers sem hver og einn valdi sér að fara með, stóðum við þá fyrir framan prestinn og man ég vel ennþá

mitt vers: „Víst ertu Jesús kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór“.“

oft sofið með rúllur í hárinu. Hárið var mikið túberað og spöng notuð sem hárskraut.“

Hárið var mikið túberað

Baby Doll-náttföt

Hjá Eygló voru fermingarfötin kjóll sem var pantaður úr amerískum lista af konu sem hún var barnapía hjá. „Ég fékk tvenna skó, aðra sléttbotna til að nota við fermingarkyrtilinn í kirkjunni og háhælaða skó til að vera í veislunni og man ég að þeir voru ekki þægilegir. Einnig fékk ég kápu sem var keypt í versluninni Eddu á Vatnsnestorgi í Keflavík. Hárgreiðslan var gerð á stofu sem var í Miðtúni og man ég ekki hvort rúllur voru settar í mig daginn áður en mér þykir það líklegt því á þessum árum var

Veislan var fjölmenn og haldin í Tjarnarlundi með fjölskyldu og vinum. „Ég fékk svefnbekk frá foreldrum mínum í fermingargjöf, einnig fékk ég skartgripi, „Baby Doll“-náttföt, sem voru vinsæl fermingargjöf, og peninga. Ég fékk mörg fermingarskeyti og stundum voru líka peningar sendir með skátaskeytunum. Svona var þetta fyrir 59 árum á fermingarMarta Eiríksdóttir degi mínum.“ martaeiriks@gmail.com

Veröld vættanna ætlað að ná betur til barna og ungmenna Reykjanes Geopark hefur í samvinnu við Markaðsstofu Reykjaness og Þekkingarsetur Suðurnesja unnið að þróun talsmanna fyrir Reykjanes með styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Verkefnið kallast Veröld vættanna en markmið þess er að ná betur til barna og ungmenna í fræðslu um náttúru Reykjanes Global Geopark. Nýlega fengu grunnskólanemendur í 1.–3. bekk á Suðurnesjum bókina afhenta að gjöf. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, var fengin til þess að útbúa persónulýsingar fyrir fjórar persónur ásamt því að semja drög að handriti að baksögu. Silvia Pérez og Guðmundur Bernharð, grafískir hönnuðir, hafa teiknað talsmennina og hannað myndheim þeirra. Talsmennirnir eiga fyrst og fremst að höfða til barna en um leið er vonast til þess að skilaboðin skili sér jafnframt til allrar fjölskyldunnar. Talsmaðurinn mun auðvelda öll samskipti við börn og auka þannig

staðarvitund þeirra og þekkingu á umhverfismálum. Slíkt kemur til með að vera hvatning til hreyfingar og útivistar, auka stolt af heimaslóðum, styrkja rætur þeirra og tengingu við svæðið. Talsmennirnir munu vonandi auka stolt allra íbúa á Suðurnesjum í framtíðinni ef vel tekst upp og verða áberandi og einkennandi fyrir svæðið. Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur einnig gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Í bókinni er tvinnað saman náttúru og landslagi, menningu og fólki sem og nýsköpun og atvinnu til að gefa nokkra mynd af þessu samfélagi suður með sjó. Bókin gerir tónlistararfi Suðurnesjamanna góð skil en þar eru birtir textar vinsælla dægurlaga allt frá sjöunda áratugnum og fram

til dagsins í dag en þar má nefna Rúnar Júlíusson, Villa Vill, Jóhann Helgason, Valdimar og Of Monsters and Men.

Grunnskólanemendur í 1.-3. bekk í Hópsskóla í Grindavík og Stóru Vogaskóla fengu fyrstu eintökin af Veröld vættanna. Bókinni fylgir bæði kort af Reykjanesinu og litabók.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Var ekkert að hugsa um framtíðina – Anna María Guðlaugsdóttir var tuttugu sentimetrum hærri en strákurinn við hlið hennar á kirkjugólfinu Bróðir vinkonu var skírður sama dag

„Ég var fermd sunnudaginn 8. apríl klukkan 10:30 í Keflavíkurkirkju af séra Birni Jónssyni. Við vorum tuttugu stelpur og, ef mig minnir rétt, sautján strákar sem fermdumst saman þennan morgun. Farið var inn í kirkjuna að aftan og við klædd í hvítu kyrtlana og síðan gengið út og aftur inn í kirkjuna að framan í röð. Árgangur 1959 var stór. Fermt var bæði fyrir og eftir hádegi marga sunnudaga.“

Anna man vel eftir fermingunni því vinkona hennar, Þóra Steina Þórðardóttir heitin, var í upphlut og hélt á bróður sínum, honum Þorvaldi, undir skírn. „Ekki er langt síðan ég minntist á þetta við Þorvald, eða við útför Þóru Steinu sem lést 4. nóvember árið 2018. Oft hugsa ég til þess hvað skarðið er orðið stórt í árgangi okkar, margir farnir.“

Gengum inn tvö og tvö saman „Ég man að þegar ég labbaði inn kirkjugólfið þá var pilturinn við hliðina á mér, Ásbjörn Jónsson heitinn, hátt í tuttugu sentimetrum lægri en ég. Sumir strákar á fermingaraldri voru ekki búnir að taka út vöxtinn. Þegar ég hitti hann mörgum árum síðar var hann orðinn hærri en ég. Skórnir mínir voru hvítir og tíu sentimetra háir og kjólinn minn mjög stuttur. Það borgaði sig ekki að beygja sig mikið. Mamma saumaði kjólinn minn, hann var dökkblár með hvítu silkibandi. Stærsta gjöfin mín var skatthol sem einnig nýttist sem skrifborð. Ég fékk einnig gullúr, hringa og margt fleira sem ég var mjög ánægð með. Einnig fékk ég mörg heillaskeyti.“

Svaf með rúllur í hárinu Anna segir að stelpurnar hafi allar farið í hárgreiðslu. Hárið sett upp og slöngulokkar féllu niður á axlir. „Oft voru settar rúllur í hárið deginum

Trú, von og kærleikur

áður og sváfum við með þær. Síðan var að mæta eldsnemma í greiðslu og sett í hárið þvílíkt af hárlakki því greiðslan átti að halda, hvort sem úti var rok eða snjóhríð. Fermingin mín fór fram á sunnudagsmorgni og veislan var eftir hádegi, kaffi og kökur. Altarisgangan var á mánudagskvöldi og þá var seinni veislan. Vinkonurnar komu einnig það kvöld. Veislan var haldin heima hjá mér og mikill undirbúningur fór fram. Stólar voru fengnir að láni frá vinum og ættingjum, hjónarúmið tekið í sundur til að geta haft veisluborðið þar inni, stóla og borð.“

Hún man nokkuð eftir fermingarfræðslunni – svona nokkurn veginn, margt að læra utan af. „Við þurftum að taka próf. Ekki fannst manni það neitt sérlega skemmtilegt. Ég held að í dag sé þetta meira lifandi og skemmtilegra. Leitt að kristinfræði skyldi vera tekin út úr skólakerfinu. Í dag eru alls konar trúarbrögð á Íslandi en ég held að það gleymist stundum hver þjóðtrú okkar var og er. Við megum ekki gleyma því hvað kristin trú stendur fyrir. Á þeim tíma sem ég fermdist þá fannst mér ég vera frjáls, var ekkert að hugsa um framtíðina. Þá fannst mér meiri friður í öllu umhverfinu. Í dag ríkir órói í umhverfi okkar, náttúrunni og í mannfólkinu sjálfu. Mikið vildi ég að mannfólkið færi að huga meira að framtíðinni varðandi þá sem á eftir koma, vernda náttúruna, gróðursetja og í leiðinni eignumst við hugarró. Mín einkunnarorð eru trú, von og kærleikur.“

Anna María Guðlaugsdóttir í kyrtlinum á Ljósmyndastofu Heimis Stígssonar.

Orlofshús VSFK Sumar 2021 Ágæti félagsmaður Opnað hefur fyrir Umsóknir-Sumar 2021 inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk

Sumir í flauels jakkafötum

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði

Davíð Óskarsson kaus þó frekar íslenska hátíðarbúninginn „Tískan á þessum tíma var að mig minnir frekar nýmóðins, sumir voru þó aðeins villtari og klæddu sig upp í 60’s stíl í útvíðum flauels jakkafötum, alla vega einhverjir af strákunum. Það var mjög vinsælt hjá stelpunum að vera með skraut í hárinu rétt eins og Jesús kristur þegar hann var krossfestur. Ég var þó aðeins þjóðlegri og klæddist íslenska hátíðarbúningnum og notaði ég jakkann og vestið lengi vel eftir fermingu,“ segir Davíð Óskarsson, markaðsstjóri hjá Blue Car rental, þegar hann rifjar upp ferminguna.

(veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft í húsi)

2 hús í Ölfusborgum 3 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 hús við Illugastaðir í Fnjóskadal (Norðurland) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 21. maí til og með föstudagsins 20. ágúst 2021. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof. is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út orlofs umsókn með allt að sex valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 29. mars 2021. Úthlutað verður 30. mars samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um.

– Hvernig var veislan og manstu eftir eftirminnilegri gjöf? „Veislan var frekar hefðbundin heimilisveisla og var öllum helstu ættingjum boðið, engin risaveisla, aðeins það sem húsið bauð upp á. Mig minnir að veitingarnar hafa allar verið heimagerðar. Ég sé mest eftir því hvað ég borðaði lítið í veislunni sjálfri, því um kvöldið þegar ég komst loks í matinn var svo lítið eftir en hann var mjög góður. Eftirminnilegasta gjöfin var að ég held fyrsti MP3 spilarinn minn sem ég keypti fyrir fermingarpeningana. Einnig man ég eftir því að hafa fengið svefnpoka sem þoldi -60° gráður og áttavita en ætli það hafi ekki verið snjóbrettið og snjóbrettabúnaðurinn sem ég fékk sem skildi mest eftir sig – en hverjum er ekki sama um gjafirnar, eru ekki allir að hugsa um peninginn?“

Orlofsstjórn VSFK HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

– Hvernig var fermingarundirbúningurinn? „Undirbúningurinn sjálfur var alfarið í höndum foreldra minna varðandi veisluna en fermingarfræðslan sem við fórum í gegnum var nokkuð skemmtileg, þá þurftum við að mæta einu sinni í viku í Kirkjulund og hlusta á Sigfús prest tala um tilgang lífsins og kristna trú. Einnig var farið skemmtilegt fermingarferðalag í Vatnaskóg. Að öðru leyti man ég lítið eftir þessum degi en ég man þó að ég var tilbúinn í lífið eftir þessa vígsluathöfn þó að ég muni ekki boðorðin tíu.“

Davíð í íslenska hátíðarbúningnum á fermingardaginn.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Júlíus Högnason

F. 5. janúar 1945, d. 13. febrúar 2021 Það var um 1970 að Júlíus, eða Júlli Högna sem hann var alltaf kallaður, gerðist virkur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Þá var hann verkamaður hjá Njarðvíkurhreppi. Það munaði um Júlla í starfið fyrir félagið. Ávallt var hann reiðubúinn til allra þeirra starfa er honum var falið.

Flutningskerfi raforku og öryggi á eldsumbrotatímum

Þessi atburður beinir sjónum að flutningskerfi raforku til Suðurnesja og öryggi þess. Ekki er deilt um nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku til Suðurnesja. Hins vegar hefur verið deilt um með hvaða hætti flytja eigi orkuna. Hvort leggja eigi nýja loftlínu eða jarðstreng. Deilur þessar hafa staðið um árabil og verður að segjast eins og er að ríkisvaldið og Landsnet hafa haldið illa á málinu. Voru stjórnvöld meðal annars gerð afturreka með

eignarnámsheimild. Málið er enn í hnút. Er núverandi línustæði heppilegt í ljósi jarðhræringa? Við undirbúning nýrra flutningsvirkja raforku er að mörgu að hyggja. Þar vegur öryggisþátturinn þungt. Eldsumbrotin hér á Reykjanesi vekja upp spurningar um hvort að flutningskerfið til Suðurnesja geti verið í hættu og hvort að núverandi línustæði sé yfir höfuð heppilegt með

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja Grunnskólar – Kennarar Sérdeildin Ösp – Þroskaþjálfi Akurskóli – Þroskaþjálfi Stapaskóli – Þroskaþjálfi Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Erlingskvöld

Fimmtudagskvöldið 25. mars klukkan 20:00 verður Erlingskvöld í Bókasafni Reykjanesbæjar og í beinu streymi frá facebook síðu safnsins. Rithöfundarnir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Benný Sif Íslefsdóttir og Ragnar Jónasson koma og lesa úr sínum nýjustu bókum. Fríða Dís sem kemur fram og flytur nokkur lög. Vegna fjöldatakmarkana í húsi er nauðsynlegt að skrá mætingu. Ekkert kostar á viðburðinn.

Tækifærisgöngur með Nanný

Gríptu tækifærið og komdu með í heilsugöngu Bókasafnsins. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðir 60 mín. gönguferðir tvisvar í viku. Göngurnar eru þriðjudaga og fimmtudaga aðra vikuna og mánudaga og miðvikudaga hina vikuna. Það eru allir velkomnir.

tilliti til jarðhræringa. Hugmyndir um sæstreng milli Straumsvíkur og Suðurnesja eru ekki nýjar af nálinni. Fullt tilefni er hins vegar til að skoða þennan möguleika nú að fullri alvöru. Ekki síst í ljósi þess að vísindamenn telja að Reykjanesskaginn sé á leið inn í nýtt tímabil jarðhræringa sem gæti staðið yfir um áratuga skeið. Stjórnvöld eiga að fara þess á leit við Landsnet að nú þegar verði hafin vinna við áætlun um lagningu sæstrengs til Suðurnesja. Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður ­Miðflokksins í Suðurkjördæmi. birgirth@althingi.is

timarit.is

Gosið í Geldingadal er merkilegur atburður. Hér erum að ræða fyrsta gosið á Reykjanesskaga í 800 ár. Jarðvísindamenn hafa sagt að þetta geti verið upphafið af tímabili þar sem komi fleiri gos. Óvissa sé um það hvenær næsta gos komi. Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna. Runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is

Einkum er mér minnisstætt er félagið ákvað að taka þátt í allsherjarverkfalli sem verkalýðshreyfingin hafði boðað árið 1973. Auðvitað var það neyðarúrræði, því eftir langar samningaviðræður hafði ekkert gengið. Áherslan var fyrst og fremst lögð á kjör fiskvinnslufólks, sem var á skammarlega lágum launum. Það var erfiðara fyrir félagið að fara í verkfall en önnur verkalýðsfélög vegna þess að stór hluti félagsmanna var í störfum fyrir Varnarliðið. Legðu verkamenn þar niður vinnu var hermönnum heimilt að fara í störf þeirra er tekið hefðu þátt í verkfallinu. Við vorum ekki heldur í kjaradeilu við Varnarliðið. Uppi varð fótur og fit er við boðuðum vinnustöðvun. Utanríkisráðuneytið og varnarliðið var á nálum yfir verkfallsboðuninni. Málið var leyst með því að vallarstarfsmenn greiddu hluta launa sinna í verkfallssjóð. Órofa samstaða félagsmanna var sátt við þessa tilhögun. Þá voru Keflavík og Njarðvík sjávarútvegsbæir, lífið snerist mest um fisk, ólíkt því sem nú er. Framkvæmd verkfallsins var vandasöm og krafðist mikillar skipulagningar. Þar nutu sín ákveðnir hæfileikar Júlla. Hann var meðal þeirra er tóku að sér verkfallsvörslu. Var hann einskonar foringi á þeim vettvangi. Hann fór ásamt félögum sínum

akandi um allt félagssvæðið, jafnt að nóttu sem degi. Er verkfallinu var lokið með farsælli sátt var það haft á orði að Júlli hefði farið með heilan dekkjagang á bílnum sínum við verkfallsvörslu, slíkur var krafturinn. Við félagarnir vorum Júlla mjög þakklátir, enda tókst aðgerðin vel. Síðar á ævinni stundaði Júlli hin ýmsu störf, bæði til sjós og lands. Hann starfaði lengi hjá Pósti og síma. Var mikill áhugamaður um talstöðvarsamskipti og forystumaður þess félagsskapar um skeið. Júlli lauk starfsferlinum sem forstjóri Atlastaðafisks. Júlli var vissulega ákafamaður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Oft leiddi hugurinn hann lengra en hollt var. Júlli var kvæntur Guðmundu Reimarsdóttur, yndislegri konu sem var hans stoð og stytta í gegnum árin. Sjálfsagt hefur það verið erfitt á stundum, því ávallt var Júlíus með mörg járn í eldinum. En hann bjargaði sér alltaf. Þau hjón eignuðust fjögur mannvænleg börn. Síðustu árin fylgdumst við hjónin með Júlla úr fjarlægð. Vissum af alvarlegum veikindum hans og dáðumst að því hvað hann var góður afi. Blessuð sé minning Júlíusar Högnasonar. Karl Steinar Guðnason.

Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi,

GUÐJÓN ELÍ BRAGASON Fagurhól 22, Sandgerði,

lést á Barnaspítala Hringsins föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt www.facebook.com/groups/gudjoneli Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks Barnaspítala Hringsins deild 22ED fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jóhanna María Ævarsdóttir Bragi Guðjónsson Sigrún Björg Guðjónsdóttir Elfar Máni Bragason Ásdís Elvarsdóttir Guðjón Óskar Elvarsson Andri Már Elvarsson Guðlaug Friðriksdóttir Ævar B. Jónasson Guðjón Bragason Elín Ólafsdóttir og frændsystkini hins látna

Ástkær eiginmaður minn, besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON Ránarvöllum 19, Keflavík,

lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 31. mars klukkan 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Helen Antonsdóttir Steinar Örn Steinarsson Erla Benjamínsdóttir Erna Ósk Steinarsdóttir Margeir Einar Margeirsson Fanney Rut Elínardóttir María Elínardóttir Joao Samuel Fragoso Ástþór Orri Þórhallsson Guðríður Emma Steinþórsdóttir barnabörn og barnabarnabarn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Margir þekkja Hjördísi Guðmundsdóttur sem síbrosandi selur fólki djúpsteiktan fisk á Fitjum. Hún þekkist á glaðlegu fasinu ... og gljáandi skallanum.

„Ég var eins og flekkótt belja“ VF-myndir: JPK og úr einkasafni.

Hjördís með „flekkótta“ hárið. Tuttugu og fimm ára gömul fann Hjördís fyrsta skallablettinn. Þá var hún með árs gamla dóttur og hafði eitthvað heyrt af því að konur gætu lent í því að missa hár og fái svona bletti eftir barnsburð. „Ég gat alveg hlegið að þessu og hafði engar áhyggjur af þessu,“ segir Hjördís. „Bróðir minn var alveg í sjokki, var alveg miður sín og þá komst ég að því að hann hafði fengið svona blett sem enginn í fjölskyldunni vissi af því honum fannst það svo mikið sjokk. Pabbi er líka með einn blett, sem kom og hefur alltaf verið þarna.“

Hárið óx aftur „Nema hvað, hárið kom aftur og svo líða árin. Ég var rétt rúmlega þrítug þegar þetta byrjaði aftur – en þá var þetta ekki bara einn blettur heldur nokkrir. Byrjuðu litlir, stækkuðu og svo byrjaði að vaxa hár aftur. Hárið sem kom var öðruvísi á litinn, ég var með ljóst hár á þessum tíma en þetta var bara hvítt hár. Í tíu ár var þetta bundið við hnakkann á mér en svo fór þetta að færast ofar. Þetta angraði mig ekkert mikið, ég bara klippti mig þannig. Svo fór eitthvað að gerast, ég fór að fá bletti ofan á kollinn og var farin að greiða yfir þá – svona „comb over“,“ segir Hjördís og hlær. „Svo stóð ég einu sinni fyrir framan spegilinn og sagði við mömmu: „Ég lít út eins og gamall karl! Ég er að fá skalla og ég get ekki kyngt því. Ég verð að klippa þetta.“ Þá rakaði ég allt af. Það var svolítið skrítið því hausinn varð bara skellóttur. Ég var með rótina af gamla hárinu, svo var nýja hárið hvítt og blettir inn á milli. Ég var eins og flekkótt belja, fannst mér,“ segir hún og hlær enn meira. Á þessum tíma reyndi Hjördís að láta hárið vaxa, svo rakaði hún það af þegar hún var búin að fá nóg af því. „Þetta var rosalegt tilfinningalimbó á þessum tíma. Mér fannst hárið á mér ógeðslegt en samt fannst mér glatað að vera sköllótt, því þar voru alltaf broddar og ég þurfti alltaf Hjördís með mömmu sinni, Rúnu, og dætrum, Ingu og Hönnu.

Mislitir broddar og skallablettir inn á milli.

Ég lít út eins og gamall karl! Ég er að fá skalla og ég get ekki kyngt því ...

að vera að raka þetta. Ég nenni ekki svona veseni, hreinlega nenni því ekki. Síðan gerðist það eitt kvöld áður en ég fór út að heimsækja eldri dóttur mína að ég rakaði af mér hárið. Svo fór ég bara út með mömmu og yngri dóttur minni – og hef ekki séð hárið síðan. Það bara fór og hefur ekki komið aftur. Stundum finn ég smá brodda þegar ég strýk yfir, þessir broddar eru svo fínt hár að þú sért þá varla, en daginn eftir er þetta allt farið. “

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Alopecia Areata Hjördís segist hafa leitað til lækna af og til og alltaf fengið sömu svörin: „Já, já. Þetta er bara svona bletta­ skalli.“ Það var ekki fyrr en hún fór að leita á netinu að hún fór að fá einhverjar upplýsingar. „Svo var ég að vinna með konu sem á dóttur sem var með Alopecia og hún segir við mig: „Þetta er örugglega bara Alopecia Areata sem þú ert með.“ Ég hafði aldrei heyrt um þetta fyrr, hvorki hjá læknum eða annars staðar. Þá fór ég að gúggla og það var alveg borðliggjandi að þetta væri í gangi – Alopecia Areata sem er sjálfsofnæmi.“ Hjördís segir að sem gerist er að ónæmiskerfið ræðst á hársekkina og losar sig við þá.

Stofnaði styrktarhóp á Facebook Hjördís hefur stofnað styrktarhóp á Facebook eftir að kona verið nýgreind með þetta sjálfsofnæmi leitaði til hennar. Hún var eðlilega að leita svara um hvað hún gæti gert. – Af hverju fórstu út í það að stofna svona styrktarhóp? „Af því að ég fann ekkert sjálf. Ég er búin að vera svona í fimmtán ár, það eru í raun 25 ár síðan ég fann fyrir þessu fyrst, og ég er búin að leita og leita að hópum í tengslum við ofnæmið en aldrei fundið neitt. Svo frétti ég af Facebook-hópi sem ég vissi ekki af, ég frétti af honum af því að við opnuðum okkar síðu. Hann er svo vel falinn og harðlæstur því þetta er svo mikið feimnismál hjá mörgum. Svo er alltaf sagt við mann að þetta sé svo algengt og

þá spyr maður sig: „Hvar er allt þetta fólk?“ Ég gat loksins fundið hópinn eftir að hafa fengið uppgefið nafnið á honum. Sko, ég hef heyrt um alls kyns meðferðir en þar sé ég að flestir eru að prófa sömu meðferðina og ég segi bara: „Takk fyrir, ég er góð. Ég er ekki að fara að taka þátt í þessu.“ Þá er eitthvað borið á skallann, einhvers konar sýra og það fylgir því kláði, jafnvel eins og húðin sé að brenna. Þetta hljómar eins og eitthvað frá 1920, einhver tilraunastarfsemi. Ég er bara sátt við mig eins og ég er núna. Ég er búin að vera með það í maganum lengi að stofna svona styrktarhóp en þar sem ég get verið svolítið dugleg að gera marga hluti í einu, en kannski ekki ná að gera þá nógu vel, þá vissi ég að þetta yrði ekki eitthvað sem ég myndi gera ein. Svo hafði kona samband við mig, hún er að missa hárið og er að velta fyrir sér hvort hún eigi að raka af sér hárið eða ekki. Ég sagði henni mína sögu og fann að hana langaði að koma þessu út, að hana langaði

að fólk sem væri að ganga í gegnum þetta sama gæti leitað sér hjálpar og stuðnings. Henni leið eins og mér hafði liðið lengi. Ég veit að það er fullt af „sérfræðingum“ á netinu en þarna get ég alla vega deilt minni reynslu, sagt hvað ég hef reynt og er búin að ganga í gegnum – en ég er ekki ein. Við gerum þetta saman, hópurinn.“

Aldrei farið í neinn feluleik – Hafa læknar þá aldrei gert neitt fyrir þig? „Nei, aldrei. Þeir hafa ekki einu sinni getað sagt mér hvað þetta er, ég hef reyndar ekkert farið eftir að ég missti allt hárið. Eini læknirinn sem hefur gert eitthvað fyrir mig var heimilislæknir sem ég leitaði til út af einhverju algerlega ótengdu, tennisolnboga, kvefi eða einhverju. Ég er ekkert alltaf með hárkollu, nenni því ekki, var bara með húfu og tók hana af mér því mér var svo heitt. Hann spurði hvort ég væri með bletta­ skalla, ég játti því og þá spurði hann mig hvort ég notaði ekkert hárkollu og benti mér á að ég ætti rétt á styrk fyrir einni hárkollu á ári. Svo sótti hann um styrkinn fyrir mig og síðan hef ég alltaf keypt mér hárkollu einu sinni á ári.“ – Þú hefur aldrei farið í felur með þetta, er það? „Nei, mér líður vel svona. Ég hef bara eina reglu, ef ég set á mig hárkollu þá tek ég hana ekki af fyrr en ég er komin heim. Ég ríf af mér húfuna eða klútinn ef mér er heitt – en hárkollan fer ekki af fyrr en heima. Svo er ég komin á breytingaskeiðið svo þetta er ofboðslega þægilegt,“ segir hin síkáta Hjördís að lokum.

„Við Issi eigum örug glega eftir að fá ok kur hund – en hann pottþétt hárlaus þv verður í ég þoli ekki hár,“ se gir Hjördís hlægjand i.


sport

Miðvikudagur 24. mars 2021 // 12. tbl. // 42. árg.

„Meiri ákafi! Meiri orka!“

Gibbs skaut Keflavík í undanúrslit

Maciej Baginski segir leið Njarðvíkinga aðeins vera upp á við eftir lengstu taphrinu félagsins í úrvalsdeild

Keflvíkingar mæta Breiðabliki í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla þann 1. apríl eftir sigur á Víkingi Reykjavík í átta liða úrslitum. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit í leikinn en í henni hafði Keflavík betur eftir að venjulegum leiktíma lauk með 3:3 jafntefli. Víkingar byrjuðu leikinn betur og komust í tveggja marka forystu. Það var hins vegar ástralska markamaskínan Joey Gibbs sem skoraði þrjú mörk, þar á meðal jöfnunarmark undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni. Bæði lið misnotuðu fyrstu vítaspyrnur sínar en Keflavík skoraði

úr þeim fjórum sem þeir áttu eftir á meðan Víkingar skoruðu aðeins úr þremur. Víti Keflvíkinga: Rúnar Þór Sigurgeirsson (varið), Davíð Snær Jóhannsson, Frans Elvarsson, Kian Williams og Helgi Þór Jónsson.

Þróttur tyllti sér á topp riðils eitt Þróttur og Njarðvík mættust í Reykjaneshöllinn á föstudag í hreinum toppslag riðils eitt í B-deild Lengjubikars karla. Þróttarar reyndust sterkari aðilinn og fóru með 3:1 sigur. Með sigrinum

komust þeir á topp riðilsins en Njarðvíkingar duttu niður í þriðja sæti en jafnir KV að stigum. Njarðvík mætir Ægi í lokaumferð riðilsins á meðan Þróttur og KV bítast um toppsætið.

VF-myndir: Páll Orri

Hvorki hefur gengið né rekið að undanförnu hjá Njarðvík í Domino’sdeild karla í körfubolta. Njarðvíkingar eru að ganga í gegnum lengstu taphrinu félagsins frá upphafi úrvalsdeildarinnar, sex tapleikir í röð, og voru teknir í bakaríið af nágrönnum sínum í Keflavík um síðustu helgi. Leikurinn endaði 89:57 eða 32 stiga tap sem er stærsta tap Njarðvíkur gegn Keflavík á útivelli. Njarðvík hefur tapað ellefu leikjum og aðeins unnið fimm eftir fjórtán umferðir. Eitthvað virðist tapið hafa ýtt við Njarðvíkingum sem sýndu mikil batamerki strax í næsta leik þegar þeir mættu. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn framan af en þeir gáfu eftir í fjórða leikhluta, lokatölur 78:80 fyrir Val. Miklu munaði um fjarveru reynsluboltans og fyrirliðans Loga Gunnarssonar auk þess að Maciej Baginski, sem var með ellefu stig og þrjú fráköst í fyrri hálfleik, lenti í villuvandræðum og lék ekki meginhluta þess seinni. Við ræddum við Maciej um stöðu Njarðvíkur og fleira.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Reynismenn unnu stórsigur en Víðir tapaði Í öðrum riðli B-deildar Lengjubikars karla töpuðu Víðismenn fyrir toppliði riðilins, ÍR úr Breiðholt, 2:0. Víðis­menn sitja á botni riðilsins og eiga aðeins eftir að

upp á, ná loksins góðum fjörutíu mínútna leik. Mér fannst við ná svona 35 mínútum gegn Val.“

leika gegn Reyni Sandgerði. Reynismenn mættu hins vegar liði Sindra frá Hornafirði og unnu örugglega 4:0.

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

„Mér líst ágætlega á framhaldið, þetta er staða sem maður hefur aldrei verið í áður og við þurfum bara að sigrast á henni. Leiðin liggur upp því við getum ekki farið lengra niður, ekki spilalega séð,“ segir ­Maciej aðspurður um hvernig honum lítist á stöðuna. – Þetta virtist nú vera á réttri leið í leiknum gegn Val. „Klárlega, manni leið mun betur í þessum leik en leikjunum á undan. Það var meira sjálfstraust í liðinu, meiri ákafi og meiri orka. Það skiptir máli.“

STYRKT AF

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

vinalegur bær

– Logi lék ekki með og þú ferð út af í þriðja leikhluta, það munar um minna. „Já, sérstaklega þá reynsluna hans Loga í svona jöfnum leik og hann hefði náttúrlega hjálpað okkur mjög mikið. Svo fæ ég tvær frekar aumar villur í þriðja leikhluta og er tekinn út af fram í miðjan fjórða leikhluta næstum því. Það var mjög svekkjandi.“ – Þið ætlið náttúrlega að gefa í og færa ykkur upp töfluna, er það ekki? „Já, við ætlum að bæta það sem við gerðum í síðasta leik – bæta við þessum fimm mínútum sem vantaði

– Svona heilt yfir, er liðið ekki nokkuð heilt? „Það eru náttúrlega allir eitthvað hnjaskaðir á tímabili eins og þessu, ég er t.d. ekki 100% og aðrir eru það ekki heldur. Það er engin afsökun, það eru flest lið í þessari stöðu og við ætlum ekki að nota það sem afsökun heldur bara bæta okkur.“ – Það er mikið álag á leikmenn núna. „Já, það er ekki eitthvað sem við höfum þekkt hérna á Íslandi. Ekki svona mikið.“ Stoltir foreldrar heilsa litlu stúlkunni sinni.

Maciej og Kolbrún ánægð með nýtt hlutverk.

Ljósið í tilverunni Lífið snýst ekki eingöngu um körfubolta hjá Maciej. Hann og unnusta hans, Kolbrún Gunnarsdóttir, urðu foreldrar í fyrsta sinn janúar svo það er mikið umstang á heimilinu. Þar að auki er Maciej í meistaranámi í fjármálum sem hann vonast til að klára á árinu svo hann ætti ekki að deyja úr aðgerðarleysi á næstunni. „Það er í nógu að snúast. Ég er í meistaranámi í fjármálum í Háskólanum í Reykjavík, svo er ég með eina tveggja mánaða heima og það er í nógu að snúast í kringum hana. Það er nóg að gera en flestallt skemmtilegt, svo mér líður bara ágætlega. Þetta er fyrsta barn og hún er bara eins og ljós – maður er bara þakklátur fyrir það,“ segir Maciej Baginski sem lítur björtum augum til framtíðarinnar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Júdókappar úr Grindavík reglulega á verðlaunapöllum Júdódeild gerði góða ferð á Akureyri um þarsíðustu helgi þegar fagur hópur fangbragðakappa úr Grindavík tók þátt í vormóti yngri keppenda Júdósambands Íslands. Það var Aron Snær Arnarsson, aðstoðarþjálfari deildarinnar, sem fór með hópnum sem þjálfari og fararstjóri og sagði hann júdófólkið hafa staðið sig frábærlega og verið félaginu til mikils sóma. Grindvíkingar lönduðu fernum verðlaunum á mótinu; einum gullverðlaunum og þrennum bronsverðlaunum. Natalía Gunnarsdóttir sigraði flokk U13 og þau Tinna Ingvarsdóttir (U21), Ísar Guðjónsson (-90) og Kristinn Guðjónsson (-100) lentu í þriðja sæti í sínum flokkum. Um síðustu helgi fór vormót eldri keppenda fram og þar átti UMFG einn keppanda en hann meiddist og þurfti því að draga sig úr keppni.

Öflugt júdóstarf í Grindavík Hópur frá júdódeild ungmannafélags Grindavíkur tók þátt í Góumóti JR sem fram fór í lok febrúar. Önnur félög sem tóku þátt í Góumótinu voru gestgjafarnir í Júdófélagi Reykjavíkur, ÍR, Selfoss og Tindastóll. Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og hömpuðu öðru sæti félaga. Það er ljóst að öflugir bardagagarpar leynast í Grindavík og því slógu Víkurfréttir á þráðinn til Arnars Más Jónssonar sem er yfirþjálfari júdódeildar UMFG og spurðu hann hvernig staðan væri á júdó í Grindavík. „Staðan er gríðarlega góð og ég er ánægður með hve þátttakan er góð og hvað það eru margir að koma, gamlir nemendur að koma aftur og það sem ég er rosalega ánægður með er hve margar stelpur eru að sækja í júdóið. Það sama er að gerast í Júdófélagi Reykjavíkur veit ég, mikil þátttaka og margar stelpur.“ Þessu aðsókn stelpna í júdó í Grindavík hefur orðið til þess að deildin er nú með þátttakendur á öllum aldri sem er mikil breyting frá því sem var segir Arnar Már. „Lengst af var ég bara með eina stelpu en svo missti ég hana í fótboltann, hún var orðin best á landinu. Þó Grindavík snúist mest um fótboltann og körfuboltann þá er júdódeildin hér sú næstelsta á landinu. Það má heldur ekki gleyma því að við eigum ólympíufara, Sigurð Bergmann. Þann eina frá Grindavík sem hefur tekið þátt í Ólympíuleikum.“

Arnar er með 2. dan og hefur þjálfað júdó lengi, hann segist ennþá vera að læra og að það sé hægt að stunda júdó langt frameftir aldri.

Júdókapparnir frá Grindavík sem kepptu á Akureyri og voru öll í verðlaunasæti.

Vinna flest verðlaunin í Grindavík Eins og fyrr segir eru öflugir bardagakappar í Grindavík og keppendur frá júdódeildinni hafa staðið sig vel á þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt í. „Júdódeildin hefur verið að vinna til flestra verðlauna allra félaga í Grindavík, sem dæmi þá tókum við þátt í stóru móti í síðasta mánuði (Góumótinu) og lentum í öðru sæti allra liða á landinu – það er náttúrlega alveg geggjað,“ segir Arnar sem er augljóslega stoltur af nemendum sínum. Arnar Már, sem er með 2. dan í júdó (önnur gráða svarta beltis), segist ennþá vera að læra. „Fólk þekkir aðallega til ólympísku íþróttarinnar júdó en júdó er svo miklu meira, júdó er svo andleg og það skiptir svo miklu máli. Júdó er fyrir alla, eins og ég segi þá geta allir stundað júdó – þess vegna til 99 ára.“ Hann segir einnig að þjálfunaraðferðir hans geri það að verkum að nemendur hans geta tekið þátt í æfingum hvar sem er í heiminum. „Ég kenni allt á japönsku, það er hefð fyrir því og gert víðast hvar. Með því móti geta mínir nemendur farið á æfingu hvar sem er í heiminum, þeir þurfa ekki að skilja tungumálið því þeir skilja æfinguna. Þetta er gert svona alls staðar í heiminum.“

Sveit ÍRB í blönduðu fjórsundsboðsundi, sem var síðasta grein mótsins, lenti í þriðja sæti. F.v. Kári Snær Halldórsson, Eva Margrét Falsdóttir, Sólveig María Baldursdóttir og Fannar Snævar Hauksson.

Sundfólk ÍRB stendur sig vel Ásvallamót SH fór fram í Hafnarfirði um helgina. Annað mótið á árinu sem hægt hefur verið að halda. Sóttvarnir, hólfaskiptingar og áhorfendaleysi setti sinn svip á mótið en sundfólk ÍRB var í góðum gír á mótinu.

Katla María Brynjarsdóttir náði lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar Katla María stóð sig afar vel í 800m skriðsundi þegar hún gerði sér lítið fyrir og náði lágmörkum á Norðurlandamót æskunnar sem fram fer í Litháen í júlí. Í þessu sundi bætti hún sinn fyrri tíma um rúmlega sex sekúndur og vann greinina með glæsibrag.

Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir náði lágmörkum inn í Framtíðarhóp Sundsambandsins

Verðlaunastytta nefnd í höfuðið á Arnari Arnar hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina og ekki aðeins verið þjálfari í júdó, hann þjálfaði einnig fatlaða í kraftlyftingum í meira en tvo áratugi og bjó til keppni sem er orðin alheimsíþrótt í dag. „Sterkasti fatlaði maður heims er keppni sem ég bjó til fyrir nítján árum,“ Styttan er meira að segir Arnar. „Ég var landssegja sköllóttur karl með liðsþjálfari fatlaðra í 21 ár drumb í höndunum. og á Bretlandi er ein verðlaunastytta keppninnar nefnd í höfuðið á mér, Arnar Már Trophy – það er meira að segja svona sköllóttur karl með drumb í höndunum,“ bætir hann við og hlær.

Sunneva Bergmann var líka í stuði og bætti sína fyrri tíma í öllum sínum sundum helgarinnar, þar sem hún náði inn í Framtíðarhóp SSÍ í 200 metra, 400 metra og 1.500 metra skriðsundi.

Eva Margrét Falsdóttir þriðja stigahæsta sundkona mótsins Eva Margrét var að gera afar góða hluti á mótinu en hún hafnaði í þriðja sæti yfir stigahæstu sundkonur mótsins. Margir sundmenn voru að standa sig vel á mótinu og mikið um bætingar. Fannar Snævar Hauksson sló tvö innanfélagsmet og markverðir tímar skutust upp hjá nokkrum sundmönnum ásamt því að nokkrir sundmenn voru að ná lágmörkum fyrir ÍM 50. Núna eru tæplega þrjár vikur í Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug (ÍM 50) og sundfólkið greinilega á leið í sitt besta form.

Ólafi Eyjólfssyni veitt starfsmerki UMFÍ Aðalfundur UMFN var haldinn miðvikudaginn 17. mars Ágætis mæting var á fundinn sem var markaður sóttvarnaraðgerðum þetta árið. Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn sem formaður og var sitjandi stjórn endurkjörin að undanskilinni tveimur breytingum, þ.e. Þórdís Björg Ingólfsdóttir, varamaður, var kjörin aðalmaður í stað Jennýjar L. Lárusdóttur og varamaður kjörinn Hámundur Örn Helgason í stað Þórdísar. Formaður fór yfir ársskýrslu stjórnar og Gunnar Þórarinsson fór yfir ársreikning félagsins og var hann samþykktur samhljóða. Gestir frá UMFÍ, þeir Guðmundur Sigurbergsson og Lárus B. Lárusson, mættu á fundinn og tók Guðmundur til máls. Hann fór í stuttu máli yfir síðasta ár þar sem engin mót voru haldin á vegum UMFÍ en stefnt væri að mótum þetta árið. Hann minnti einnig á að stór hluti tekna UMFN sem og annarra félaga komi frá Íslenskri getspá sem er afar mikilvægt í rekstri félaganna en því miður eru erlend félög

Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum: Silfurmerki (veitt fyrir fimmtán ára frábært starf/keppni í þágu félagsins): Sigurður H. Ólafsson, fyrir knattspyrnudeildina.

Einara Lilja Kristjánsdóttir, fyrir aðalstjórn/körfuknattleiksdeild. Guðbjörg Jónsdóttir, fyrir þríþrautardeildina. Gunnlaug F. Olsen, fyrir lyftingadeildina. Guðmundur S. Gunnarsson, fyrir júdódeildina.

Bronsmerki (veitt fyrir tíu ára frábært starf/keppni í þágu félagsins): Anna Gunnlaugsdóttir, fyrir sunddeildina.

Ólafur Thordersen afhenti Ólafsbikarinn, að þessu sinni til Guðnýjar B. Karlsdóttir fyrir starf hjá unglingaráði körfuknattleiksdeildarinnar þar sem

Ólafur með starfsmerki UMFÍ, með honum á myndinni er Guðmundur Sigurbergsson. stórtæk hér á landi og skila engum tekjum til félaganna. Guðmundur kom færandi hendi þar sem hann veitti Ólafi Eyjólfssyni starfsmerki UMFÍ sem „veitt er fyrir frábært átak eða afrek í félagsstörfum, skipulagsstörfum, framkvæmdastjórn eða á íþróttasviði. Til grundvallar þarf ekki að liggja langt samfellt starf“.

Heiðursviðurkenningarhafarnir.

Guðný tekur við Ólafsbikarnum. hún hefur verið í stjórn í um tólf ár, þar af sem formaður frá 2018. Mikil ábyrgð er á herðum unglingaráðsins og hefur Guðný stýrt þessu af mikilli elju og dugnaði með sinni stjórn. Nokkrir stigu í pontu, þ.á.m. Friðjón Einarsson sem fór yfir framkvæmdir Reykjanesbæjar í bæjarfélaginu sem muni nýtast íþróttafélögunum og gjörbreyta allri aðstöðu, sem og framlag bæjarins með tilkomu rekstrarsamningsins í upphafi síðasta árs. Framkvæmdastjóri, Jenný L. Lárusdóttir, sagði að Reykjanesbær hafi staðið sig gríðarlega vel á síðasta ári hvað varðar stuðning við félögin í bænum og tiltekur sérstaklega rekstrarsamninginn sem kom inn á mjög erfiðum tíma rétt fyrir Covid-19 sem hafi hjálpað mikið við rekstur deildanna og ber að þakka bænum sérstaklega fyrir sinn góða stuðning.


JARÐVÁ Á REYKJANESSKAGA FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

LOKAORÐ

FOMO

Mundi Ef þetta er dyngjugos ... hvenær verður þá goslokahátíð í Grindavík?

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Ég get verið óþolandi í því að þurfa alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, gera eitthvað. Slaka á er eitthvað sem ég fæddist ekki með og er ennþá að heyra sögur frá móður minni hvað ég var „óþolandi“ ungabarn sem aldrei svaf. Ekki óx þetta af mér, gat bara aldrei verið kyrr sem krakki. Hoppandi, dansandi og skoppandi allan daginn. Alltaf fjör. Þegar ég eltist fór þetta meira að snúast um að vera í kringum skemmtilegt fólk og gera alls konar skemmtilega hluti sem ég hafði ekki prófað áður, nú eða bara gera hluti sem mér fannst skemmtilegir. Ég tek svona tímabil. Þegar ég byrjaði að spila golf þá var ég óstöðvandi úti á golfvelli, allt gekk ótrúlega vel en svo bara staðnaði ég í forgjöfinni. Þá fór áhuginn að dvína. Er ekki mikið fyrir að æfa mig, vil bara fjörið. Þannig að manninum mínum til mikils ama þá er ég ekki að drepast yfir golfáhuga en vonast til að hann vaxi aftur á mig með árunum. Ég þarf helst alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt. Finn reyndar þegar árin færast yfir þá er ég ekki jafn óttalaus þegar kemur að því að prófa nýtt sport. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður að skoða allar skemmtilegu myndirnar af vinum mínum á samfélagsmiðlum. Skíði, gönguskíði, fjallaskíði,

fjallgöngur og allt annað sem fólki dettur í hug að gera. Það er því ansi oft sem ég droppa einhverri hugmynd á manninn minn. „Eigum við að henda okkur á fjallaskíði?“ eða „Langar þig ekki að prófa sweat?“. Ég er pínu svona eins og fólkið í áramótaskaupinu, grasið er alltaf grænna hinum megin. Á góðri útlensku er

þessi hegðun greind sem FOMO, eða „Fear Of Missing Out“. Mér líður sem sagt alltaf eins og ég sé að missa af einhverri stórkostlegri skemmtun. Um helgina var ég viðþolslaus að skoða myndir á samfélagsmiðlum af vinum mínum á gosstöðvunum. Þvílíkar myndir og þvílíkur hetjuskapur að ganga að gosinu. Gekk einmitt á

sínum tíma upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi. Gleymi því ekki hvað ég var illa haldin af kulda þegar ég var komin á leiðarenda og átti „bara“ niðurleiðina eftir – en það var allt gleymt og grafið á þessari stundu þegar ég spurði manninn minn hvort hann væri ekki til í að koma með mér í göngutúr upp lítið fjall. Hann nær nú yfirleitt að halda mér á jörðinni þegar hausinn fer á flug, enda einstaklega jarðtengt eintak. Það örlaði ekki á áhuga hjá honum að fara í þennan göngutúr þrátt fyrir að hafa sjálfur fylgst með myndum á samfélagsmiðlum. Það er gott að gera sér grein fyrir því að maður er með FOMO greiningu, þegar maður vill endalaust vera að gera eitthvað nýtt eða eitthvað sem aðrir eru að gera. Mér leið líka aðeins betur þegar ég hlustaði á fréttir í morgun þess efnis að björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hafi þurft að aðstoða um 40 einstaklinga niður af gosstöðvum. Það eru greinilega fleiri haldnir ómeðhöndluðu FOMO.

Sjö mánaða fangelsi vegna áreksturs á Sandgerðisvegi Maður á þrítugsaldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness en hann ók próflaus stolnum bíl á flótta undan lögreglunni og lenti í árekstri við annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Í bílnum voru tvær konur og slasaðist konan farþegameginn alvarlega og var allt síðasta ár á sjúkrahúsi frá því slysið varð, í janúar 2020. Maðurinn játaði sök og samþykkti bótakröfur að upphæð fjórar milljónir króna. RÚV greinir frá. Ökumaðurinn sem varð valdur að árekstrinum var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn á staðnum og úrskurðaður í síbrotagæslu. Sjá nánar á vf.is.

Frá vettvangi árekstursins.

VILT ÞÚ HAFA ÁHRIF Á UPPBYGGINGU Í SUÐURNESJABÆ?

VIÐ BJÓÐUM YKKUR V E L KO M IN Á KY NNING A RF U ND UM M ÓTUN NÝS AÐALSKIPU L A G S SE M F RA M F E R Í VÖRÐUNNI – M IÐNEST O RG I 3 , F IM M T U D A G INN 2 5 . M ARS KL .1 9 .3 0 . SÖ KU M SÓ T T VA RNA E R SKRÁNING NAUÐSYNLE G Á AF GREIDSL A@SUDURN E SJ A B A E R. IS. STREYM I F RÁ F ACEBO O K- SÍÐ U SU Ð U RNE SJ A B Æ J A R.

Við óskum eftir þínum hugmyndum inn á Betri Suðurnesjabæ á betraisland.is ■ ■ ■ ■

Fræðslu- og frístundastefna Aðalskipulag Suðurnesjabæjar Stefna í ferða-, safna- og menningarmálum Heilsueflandi Suðurnesjabær

Suðurnesjabær hefur Heimsmarkmiðiðin að leiðarljósi í allri stefnumótunarvinnu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.