Miðvikudagur 23. mars 2022 // 12. tbl. // 43. árg.
Gæsahúð á Grease
H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R
Söngleikurinn Grease, sem Leikfélag Keflavíkur í samstarfi við leikfélag NFS, Vox Arena, hóf sýningar á um síðustu helgi fer vel af stað og krafturinn í sýningunni veldur gæsahúð hjá áhorfendum, eins og lesa má í leikdómi í blaðinu í dag. VF-mynd: pket
Kanna áhuga Grindavíkinga til sameiningar við Voga Bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum hafa boðið bæjaryfirvöldum í Grindavíkurbæ til óformlegs samtals til að ræða hvort áhugi sé til staðar af hálfu Grindavíkur að skoða hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Erindið var tekið fyrir á síð asta fundi bæjarráðs Grinda víkur en ekki kemur fram í fundargögnum hvenær fulltrúar sveitarfélaganna ætla að hittast í þessari „valkostagreiningu“ Sveitarfélagsins Voga.
Gýs ekki án fyrirboða Eldgos á Reykjanesskaga án fyrirboða er útilokað. Þetta kom fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, sem ræddi eldsumbrot í Fagradalsfjalli á fræðslufundi í menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík í síðustu viku. Tilefnið er að eitt ár er liðið frá því eldgos hófst í Fagradalsfjalli. Gosið hófst 19. mars 2021 og stóð í 182 sólarhringa. Í viðtali við Víkurfréttir í dag er Magnús Tumi spurður út í eldgos án fyrirboða á Reykjanesskaganum. „Það er mjög ósennilegt að það geti gerst og langsótt vegna þess að
NET SÍMI SJÓNVARP
kvikan þarf að koma djúpt að. Hún þarf að brjóta sér leið eða það þarf að rifna í sundur til að hún komist upp. Það eru allar líkur á því að það séu miklir forboðar eins og við höfum séð í tengslum við þessa at
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
2
26%
kr/pk
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
FLJÓTLEGT OG GOTT! 573
Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.
burði. Við getum sagt að innskotin og jarðskjálftavirknin sem var hér og byrjaði rúmu ári fyrir gosið, var forboði um að kvika væri farin að hugsa sér til hreyfings. Svo sáum við líka á atburðarásinni sem varð fyrir jól að þá reyndi kvikan að komast upp en náði ekki, en það leyndi sér ekki. Þess vegna er mjög langsótt að sjá fyrir sér að hér komi gos upp af óvörum og engan gruni að það sé að fara að gerast. Það er bara útilokað.“ Nánar er rætt við Magnús Tuma í Víkurfréttum í dag og í Suðurnesja magasíni á fimmtudagskvöld kl. 19:30.
áður 819 kr
30% Kellogg’s Coco Pops 480 g
fyrir
1
480 kr/stk
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
áður 649 kr
Goodfella’s
Pizza Pockets, 2 í pakka Triple Cheese, Pepperoni
Pepsi Max Lime 33 cl
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Engin „Skapandi sumarstörf“ Verkefnið „Skapandi sumarstörf“ hefur verið starfrækt síðustu sumur í Reykjanesbæ. Verkefnið var styrkt af ríkinu vegna falls WOW og heimsfaraldurs. Sú styrkveiting er ekki til staðar lengur og er því verkefninu lokið, að því er fram kom á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Vinna 100.000 rúmmetra grjóts úr Eldvarpahrauni Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmdaleyfis fyrir grjótnámu í Eldvarpahrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þúsund rúmmetra grjóts. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnuna.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Valgerður Björk leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ Valgerður Björk Pálsdóttir doktorsnemi í stjórnmálafræði leiðir lista Beinnar leiðar í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ í vor. Í öðru sæti er Helga María Finnbjörnsdóttir viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia og í þriðja sæti er Birgir Már Bragason málari og atvinnurekandi. Bein leið er óflokksbundið bæjarmálafélag sem hefur verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi í Reykjanesbæ undanfarin tvö kjörtímabil.
Framboðslisti Beinnar leiðar 2022: Valgerður Björk Pálsdóttir, 35 ára, doktorsnemi í stjórnmálafræði og kennari við HÍ. Helga María Finnbjörnsdóttir, 41 árs, viðskiptafræðingur og mannauðs ráðgjafi hjá Isavia. Birgir Már Bragason, 49 ára, málari og atvinnurekandi.
Halldór Rósmundur Guðjónsson, 55 ára, lögfræðingur. Sigrún Gyða Matthíasdóttir, 34 ára, leikskólastjóri Akurs. Davíð Már Gunnarsson, 33 ára, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins. Kristján Jóhannsson, 54 ára, leið sögumaður. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, 23 ára, háskólanemi í uppeldis- og menntunarfræði. Jóhann Gunnar Sigmarsson, 41 árs, grunnskólakennari í Njarðvíkur skóla. Rannveig L. Garðarsdóttir, 65 ára, bókavörður í Bókasafni Reykjanes bæjar. Þórarinn Darri Ólafsson, 19 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suður nesja. Harpa Jóhannsdóttir, 34 ára, tón listarkennari í Tónlistarskóla Reykja nesbæjar.
Stýrihópur vinni Hjólreiðaáætlun Reykjanesbæjar Formaður umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar lagði á síðasta fundi ráðsins fram tillögu um skipun stýrihóps sem vinni tillögu að Hjólreiðaáætlun Reykjanesbæjar 2022–2026 og leggi fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Hjólreiðaáætlunin verði hluti af heildarsýn á samgöngur, þróun byggðar og lífsgæði í fjölbreyttu sveitarfélagi í takti við svæðis skipulag Suðurnesja, aðalskipulag Reykjanesbæjar og umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar. Meginmarkmið hjólreiðaáætl unarinnar verði að efla hjólreiðar í
Reykjanesbæ með því að þétta og bæta hjólanetið í bænum og bæta tengingar við nágrannasveitarfélög. Í áætluninni verði staðan greind og sett fram framtíðarsýn fyrir hjól reiðauppbyggingu í Reykjanesbæ með mælanlegum markmiðum til ársins 2026 auk þeirra framkvæmda og aðgerða sem stefnt er að á tíma bilinu. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillöguna og skipar Ey steinn Eyjólfsson og Róbert J. Guð mundsson í stýrihópinn.
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Fagna endurreisn Knarrar
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Davíð Örn Óskarsson, 36 ára, mark aðsstjóri Blue Car Rental. Justyna Wróblewska, 32 ára, deildar stjóri í leikskóla og BA í sálfræði. Hannes Friðriksson, 64 ára, innan húsarkitekt. Eygló Nanna Antonsdóttir, 18 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sólmundur Friðriksson, 54 ára, verk efnastjóri hjá Keili. Aleksandra Klara Wasilewska, 26 ára, þjónustufulltrúi í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Hrafn Ásgeirsson, 66 ára, lögreglu maður . Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, 49 ára, grunnskólakennari í Gerða skóla. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, 54 ára, lögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Guðbrandur Einarsson, 64 ára, al þingismaður.
Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því framtaki sem felst í endurreisn Siglingafélagsins Knarrar. Stjórnin samþykkti samhljóða stöðuleyfi viðkomandi aðstöðu og vonar að starfsemi siglingafélagsins eigi eftir að eflast og blómstra. Siglingafélagið Knörr hefur fengið aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði í eigu Reykjanesbæjar sem staðsett er við smábátahöfnina í Grófinni.
Iðjustígur 1 í Reykjanesbæ.
Fimm hæðir með 60 íbúðum ásamt verslun og þjónustu að Iðjustíg 1 JeES arkitektar ehf. hafa lagt fram frumdrög að deiliskipulagstillögu fyrir Iðjustíg í Reykjanesbæ. Erindið var kynnt á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Tillagan er af fimm hæða húsi með 60 íbúðum og 700 m2 rými fyrir verslun og þjónustu. Nýtingarhlutfall ofanjarðar verði 1,6. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt er heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa. Skipulagssvæði þarf að fylgja lóða mörkum og ná yfir heild. Skipulagið nái yfir Iðjustíg 1, Hafnargötu 91 og Pósthússtræti 5, 7 og 9. Erindinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
klassískar fermingargjafir sem hitta í mark 02
01
04
03
05
09
06 07 08 10
12
11
13
14
15
01 - Samsung 27” Odyssey G5 boginn leikjaskjár: 69.990 kr. | 02 - Apple iPad 10,2” spjaldtölva (2021): 64.995 kr. 03 - Apple MacBook Air M1 13” fartölva: 204.995 kr. | 04 - Apple iPhone 13 Pro: 199.995 kr. | 05 - Bose NC 700 þráðlaus heyrnartól: 56.995 kr. 06 - Xqisit Selfie hringljós: 11.995 kr. | 07 - Hombli RGB LED borði 5m: 8.995 kr. | 08 - Apple AirPods (2021): 37.995 kr. | 09 - Garmin Venu 2S GPS snjallúr: 72.995 kr. 10 - Babyliss Gold 2-í-1 sléttujárn: 19.995 kr. | 11 - Apple Watch SE: 56.995 kr. | 12 - Polaroid Now skyndimyndavél: 24.990 kr. 13 - Arozzi Vernazza Fabric leikjastóll: 64.990 kr. | 14 - NOS Z-300 3-í-1 leikjasett: 11.995 kr. | 15 - Samsung Galaxy Tab A8 10,5” spjaldtölva: 49.995 kr. Birt með fyrirvara um myndabrengl og prentvillur. Vöruúrval og vöruframboð getur verið breytilegt milli verslana.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
FRÉTTIR
Lýsir yfir fullum stuðningi við Úkraínu „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópu samtaka sveitarfélaga, fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu og lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina. Reykjanesbær er eitt þeirra sveit arfélaga sem er skráð í samstöðu verkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kallast
#withrefugees og hefur verið í farar broddi varðandi þjónustu við flótta fólk frá árinu 2004. Sveitarfélagið mun leitast við að styrkja þá þjónustu enn frekar til að mæta þeim aukna fjölda Úkraínu manna sem hingað munu leita vegna þeirra hörmunga sem nú dynja yfir,“ segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða.
Bærinn getur ekki skorast undan Möguleg móttaka flóttamanna frá Úkraínu var til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 9. mars síðastliðinn. Bæjarráð Grindavíkur samþykkir að leita til Grindvíkinga um laust húsnæði sem getur tekið við flóttafólki frá Úkraínu og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram en sviðsstjórinn sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Fulltrúi B-lista bókaði á fundinum og leggur til að Grindavíkurbær búi
sig undir og bjóði fram aðstoð í mót töku flóttamannafjölskyldna frá Úkraínu. „Þó að húsnæði sé af skornum skammti í Grindavík, þá getur bærinn sem stendur vel ekki skorast undan við þessar hryllilegu aðstæður sem komnar eru upp,“ segir m.a. í bókuninni. Þá lagði full trúi B-lista því til að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að bjóða aðstoð Grindavíkurbæjar og vera tilbúin að móttaka flóttafólk ef til þess kemur.
Reykjanesbær borgar skólastjórnendum vegna vinnu við smitrakningu Erindi frá félagi skólastjórnenda á Reykjanesi um greiðslu til skóla stjórnenda vegna vinnu við smit rakningu utan dagvinnutíma var lagt fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Heildargreiðslur vegna þeirrar vinnu er kr. 4.933.888.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að leggja út fyrir þessum viðbótar greiðslum til skólastjórnenda við smitrakningu utan dagvinnutíma en sækir jafnframt á ríkið að koma að þeim kostnaði.
Hlýsjávareldi á sæeyrum í Grindavík? Lögð hefur verið fram fyrirspurn um afstöðu skipulagsnefndar Grindavíkur um að láta af hendi landfyllingu við Suðurgarð fyrir stækkun á núverandi húsnæði við Ægisgötu 1 undir hlýsjávareldi á sæeyrum. Skipulagsnefnd fellur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla frekari gagna.
TOPPTÆKI TIL SÖLU fyrir þann sem vill skapa sér góða aukavinnu
GMC árg. 1999, 5.4 ltr., loftpúðar að aftan Tvær HARDY úðunardælur m. 2x300 ltr. tönkum auk 2x50 mtr. slöngum. Westwood sláttutraktor auk kurlara og 2ja öxla kerra m. sliskjum, burðarg. 2 tonn. Sími 893 0 705, Gummi Emils
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Féll fyrir borð af loðnuveiðiskipi út af Sandvík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út á níunda tímanum á sunnudagskvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var í grenndinni, brást skjótt við og tókst að kasta björgunarhring til skipverjans. Skömmu síðar komu skipsfélagar mannsins honum til bjargar á léttbát. Áhöfn þyrlunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Líðan hans er eftir atvikum góð.
Sigurvegarnir Justine Vanhalst & Alexandra Leeper fyrir miðju ásamt fulltrúum Hacking Reykjanes.
Hringasveppir og Keflvíkingur sigurvegarar í Hacking Reykjanes Hringrásarhagkerfið og ferðaþjónustan í sviðsljósinu Verkefnið Hringasveppir bar sigur úr býtum á lausnamótinu Hacking Reykjanes auk þess sem verkefnið Keflvíkingur hlaut Hvatningarverðlaun fyrir hugmynd fyrir nærsamfélagið. Hacking Reykjanes er vettvangur fyrir nýjar hugmyndir sem leysa áskoranir svæðisins og fór fram dagana 17.–19. mars á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Hacking Hekla auk öflugra samstarfsaðila á svæðinu. Úrslit voru tilkynnt í beinu streymi frá Bláa lóninu síðasta laugardag. Hacking Reykjanes er hluti af röð lausnamóta á landsbyggðunum sem framkvæmd eru í samstarfi við Hacking Hekla. Nú þegar hafa verið haldin Hacking Suðurland, Hacking Norðurland og Hacking Austurland sem fór fram síðasta haust. Hakkaþon eða lausnamót eins og þau kallast á íslensku, eru vettvangur þar sem þátttakendur skapa nýjar lausnir og efla sína frumkvöðlafærni. Um þrjátíu manns skráðu sig í lausnarmótið þar sem unnið var með fjórar áskoranir á Reykjanesi:
lausnamótsins auk þess sem þau fengu fræðslu í nýsköpunarferlinu og kynningu viðskiptatækifæra. Dóm nefnd var skipuð Gunnhildi Erlu Vil bergsdóttur, formanni Eignarhalds félags Suðurnesja, Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur,framkvæmdastjóra Íslenska ferðaklasans, Þór Sigfús syni, stofnanda Íslenska Sjávar klasans og Höllu Hrund Logadóttur, Orkumálastjóra.
Verðlaunin fyrir bestu hug myndina eru 600.000 kr sem Sam band sveitarfélaga á Suðurnesjum, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, HS Orka og Algalíf veita. Auk þess hlýtur sigurteymið deluxe gistingu á Hótel Keflavík fyrir tvo, þriggja rétta ævintýraferð kokksins fyrir tvo á Kef Restaurant, flot fyrir tvo í aurora floating í Kyrrðinni og vörur frá Geosilica og Zeto.
Úrslit voru eftirfarandi:
Hvatningarverðlaun - Hugmynd fyrir nærsamfélagið
Orka og og jarðhiti Hvernig getum við aukið verðmæta sköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?
Hringasveppir
Sjávarútvegur og bláa hagkerfið Hvernig getum við stuðlað að ný sköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum? Þátttakendur hófu leika á fimmtu dagskvöldið í hugarflugi og teymis myndun. Á föstudeginum fengu þau leiðsögn reyndra sérfræðinga af öllu landinu sem skipuðu teymi mentora
Kynning þeirra Justine og Alexandra var framúrskarandi og trúverðug. Mikil þekking er til staðar í teyminu og augljós geta til að framkvæma hugmyndina.
Alþjóðlegur flugvöllur og þjónusta Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tengslum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug?
Keflvíkingur
Jón Einar Sverrisson Hugmyndin felst í því að setja upp handverksbrugghús við höfnina í Keflavík sem yrði sambland af brugghúsi og upplifun. Þar með er kominn segull fyrir ferðamenn að gera sér erindi niður í miðbæ Kefla víkur. Umsögn dómnefndar: Hugmynd Jóns Einars að Keflvíkingi þótti að mati dómnefndar vera frábær fyrir nærumhverfið. Hugmyndin býður uppá mörg tækifæri á samstarfi og tengingar við hringrásarhagkerfið og ferðaþjónustu. Við erum viss um að hugmyndin geti náð mjög vel til íbúa í nærsamfélaginu, hvatt landsmenn utan þess til að heimsækja svæðið og verið skemmtilegur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og hvatt þá til að dvelja lengur á Reykjanesinu. Jón Einar sýndi fram á áberandi mikla samstarfs- og rekstrarhugsun. Það gladdi okkur að sjá að hann gat nýtt sér Hakkaþonið til að koma inn með húsnæði en fá hér góðar hugmyndir og tengingar til að þróa verkefnið áfram. Hvatningarverðlaunin eru 200.000 kr. sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, HS Orka og Algalíf veita. Auk þess hlýtur Jón Einar deluxe gistingu á Hótel Keflavík fyrir tvo, þriggja rétta ævintýraferð kokksins á Kef Restaurant, einn tíma í Infrared Sauna Teppi hjá Kyrrðinni og vörur frá Zeto.
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík www.bilarogpartar.is
Justine Vanhalst & Alexandra Leeper. Umsögn dómnefndar: Hugmyndin um hringasveppina uppfyllti sérstaklega vel alla þá flokka sem leitað var eftir í Hakkaþoninu. Að mati dómnefndar var sýnt fram á með sannfærandi hætti hvernig ræktun hringrásasveppanna komi til með að nýta auðlindir svæðisins á sjálfbæran hátt og auka með þeim verðmætasköpun.Hringrásasveppirnir geta með góðu framtaki orðið nýr áfangastaður á Reykjanesinu fyrir Íslendinga og ferðamenn sem dómnefnd fannst einnig mjög spennandi og geta orðið hvatning til að það verði farið í að kortleggja alla hliðarstraumana á Reykjanesinu sem koma til greina til verðmætasköpunar.
Hringrásarhagkerfið og fullvinnsla afurða Hvernig getum við aukið verðmæta sköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi?
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
sími 421 7979
Besta hugmyndin í Hacking Reykjanes
Einar Jón Sverrisson, hugmyndasmiður „Keflvíkings“ fékk hvatningarverðlaunin.
Hægt er að kynna sér verkefnin frekar inni á vettvangi lausnamótsins Hugmyndaþorpi: https://xn--hugmyndaorp-pib. hackinghekla.is/is/
Ð O B L I T R A G L E H G E L GIRNII GILDA: 24.--27. MARS 25%
20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
WELLINGTON
KR/KG
ÁÐUR: 7.995 KR/KG
Lamba-prime
KR/KG ÁÐUR: 4.799 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 3.999 KR/KG
3.839
NAUTALUND
3.998
Lambakonfekt Þurrkryddað
2.999
20% AFSLÁTTUR
50% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
Íslensk kjötsúpa 1 kg
Laxabitar Beinlausir - Fisherman
KR/PK ÁÐUR: 1.659 KR/PK
KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG
1.327
30% AFSLÁTTUR
2.239
20% Nautapiparsteik Mjöðm
Pítubuff með brauðum, 6x60 g
KR/KG ÁÐUR: 3.699 KR/KG
KR/PK ÁÐUR: 2.299 KR/PK
2.589
Heilsuvara vikunnar!
AFSLÁTTUR
1.839
40%
25%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Graskersbrauð 508 g
C-1000 vítamín Guli miðinn - 60 stk.
KR/STK ÁÐUR: 629 KR/STK
KR/PK ÁÐUR: 1.459 KR/PK
377
1.094
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM
Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Jón Steinar Sæmundsson
Ár frá upphafi gossins
Það er nú sjálfsagt að bera í bakkafullann lækinn að fjalla um að eitt ár er liðið frá því að eldgos hófst í Geldingadölum þann 19. mars 2021. Ég læt nú samt vaða. Það er ekki ofsögum sagt að farið hafi um mann ónotatilfinning þegar fréttir bárust af því að eldgos væri hafið nánast í bakgarði heimilis manns. Þegar leið frá upphafinu og menn áttuðu sig á því að þetta kæmi nú ekki til með að ógna öryggi íbúa og/ eða innviðum samfélagsins þá tók við skemmtilegt tímabil þar sem maður, ásamt svo mörgum öðrum, hafði gosið að áhugamáli og skemmtun. Farnar voru ófáar ferðirnar til þess að mynda, njóta og upplifa. Það var kyngi magnað þegar myrkva tók að setjast
niður og horfa á þetta sjónarspil sem gosið var, finna kraftinn og heyra hljóðið í drununum þegar gosstrókarnir risu hátt í loft upp. Einnig var ekki síður ánægjulegt að sjá hversu jákvæð áhrif þetta hafði á ferða þjónustuna. Hingað flykktust ferðamenn í þúsundatali til að berja þennan atburð augum þrátt fyrir Covid-faraldur sem ekki vann með okkur í þessum málum. Nú þegar Covid er á undanhaldi læðist að manni sú hugsun hvort ekki væri hægt að semja við almættið (það er að segja ef hann ræður þessu) um að koma með smá gusu þarna á sama stað. Hún mætti mín vegna bara vera í viku, svona til þess að trekkja að í sumar. Ég bið bara um lítið ... oggulítið gos.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Hvenær var loðnu síðast landað á Suðurnesjum? Loðnan er komin. Bræðslurnar í Sandgerði, Helguvík og Grindavík yfirfullar af loðnu, unnið í loðnufrystingu í mörgum frystihúsum í Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík, og ilmurinn af loðnunni leikur um alla bæði ... ... eða ... hmm, nei. Það er víst árið 2022 og búið að loka öllum bræðslum á Suðurnesjum og þrátt fyrir að jú, loðnan sé fyrir utan og skipin eru að veiða hana þá kemur ekkert til Suðurnesja. Eins og ég hef áður skrifað um í þessum pistlum þá er þetta ansi grátlegt að svona sé staðan. Sér staklega þegar horft er til sögunnar. Því það voru bátar frá Suðurnesjum sem hófu loðnuveiðar. Vonin KE var sá fyrsti og Árni Magnússon GK var þar á eftir og fyrsta loðnubræðslan sem tók á móti loðnu var í Sand gerði. Hvenær var þá loðnu síðast landað á Suðurnesjunum? Lítum á Grindavík. Þar var loðnu landað alveg fram á vetrarvertíðina 2005 en í febrúar árið 2005 kom upp mikill eldur í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík. Þessi verk smiðja hét áður Fiskimjöl og Lýsi en Samherji keypti verksmiðjuna árið 1997 og gerði miklar endur bætur á verksmiðjunni, jók t.d. af kastagetu hennar í um 1.500 tonn á sólarhring. Þegar að bruninn varð í verksmiðjunni í Grindavík í febrúar árið 2005 þá var ekki lið nema rúmt eitt ár frá því að verksmiðjan var að fullu endurbætt. Allur brennslu búnaður verksmiðjunnar eyðilagðist í þessum stórbruna, búnaður til hrognatöku skemmdist ekki,
Síðasti báturinn sem landaði loðnu í Grindavík var Háberg GK 299 sem landaði loðnu þann 14. mars árið 2005 alls 427 tonnum. Eftir þessa loðnuvertíð í Grindavík var verksmiðjan rifin og í dag er ekkert sem minnir á að þar hafi verið stór og mikil verksmiðja Það var ekki eldur sem lagði niður verksmiðjuna í Sandgerði. Eins og að ofan segir var lengi vel bræðsla sem Guðmundur á Rafnkelsstöðum í Garði rak í Sandgerði, síðan tók Hafliði Þórsson og fyrirtæki hans Njörður hf. við rekstrinum og gerði meðal annars út loðnubátana Dag fara GK og Sjávarborg GK. Árið 1997 var fyrirtækið selt til Snæfells hf. og það fyrirtæki átti þá orðið ansi margar eignir víða um landið. Loðnuverksmiðjan í Sand gerði var lengi vel með fremur litla afkastagetu eða um 300 til 400 tonn á sólarhring en þegar Snæfell hf. keypti fyrirtækið var afkasta geta hennar aukin í um 600 tonn á sólarhring. Loðnulöndun í Sand gerði jókst að nokkru þau ár sem að Snæfell rak fyrirtækið og t.d. kom hið mikla aflaskip Súlan EA ansi oft og og bátur sem hét Birtingur NK. Árið 2001 kaupir Síldarvinnslan Snæfell og átti SVN þá orðið verk smiðjuna í Helguvík. Árið 2003 þá var öllu starfsfólki verksmiðjunnar í Sandgerði sagt upp og var það mikið kjaftshögg fyrir Sandgerði,
Sólfell EA kemur með loðnu til Sandgerðis.
m.a. vegna þess að miklar hafnar framkvæmdir voru búnar að vera í gangi til að taka á móti stækkuðum flota af loðnubátum. Í viðtali sem tekið var í júní árið 2003, en þá var verksmiðjan í Sandgerði rifin og tækin fóru víða um land, sagði Hermann Jóhann Ólafsson, verksmiðjustjóri, að „væntanlega verður ekki vinnsla framar á uppsjávarfiski hér í þessum bæ framar.“ Því miður þá hefur það reynst rétt. Ástæðan fyrir þessari lokun í Sandgerði var sögð minnkaði hrá efni. Þarna árið 2003 var sagt að þetta væri þróun sem við getum ekki stöðvað, að verksmiðjurnar fækki og bátarnir stækki. Birtingur var síðastur til að landa loðnu í Sandgerði þegar hann landaði 670 tonnum í júlí árið 2002.
Ný verksmiðja var smíðuð í Helguvík árið 1997 og var eigandi hennar SR mjöl. Þessi staðsetning var mjög góð því höfnin var með mjög mikið dýpi og gátu öll stærstu loðnuskipin komist þarna að án nokkura vandræða og nóg pláss var í Helguvík fyrir verksmiðjuna. Þorsteinn Erlingsson í Saltveri, og lengi vel útgerðarmaður Arnar KE sem var mikið aflaskip á loðnu veiðum, hafði lengi gengið með þá hugmynd að byggja stóra verk smiðju í Helguvík og hafði komið um 1995 upp flokkunarstöð fyrir loðnu sem þá var flokkuð fyrir loðnufryst ingu en hratið var þá brætt í Sand gerði og Grindavík. Þessi verksmiðja í Helguvík var nokkuð öflug gat brætt tæp 1.000 tonn á sólarhring. Árið 2001 kaupir Síldarvinnslan SR mjöl og eins að ofan getur þá
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
bitnaði þá á loðnuverksmiðjunni í Sandgerði en verksmiðjan í Helguvík var rekin áfram og gekk rekstur hennar vel. En árið 2019 var tekin ákvörðun um að SVN myndi loka verksmiðjunni í Helguvík og var það ansi mikill áfall fyrir Reykja nesbæ, sem og Suðurnesin öll, því með lokun þessarar verksmiðju var líka lokað á það að loðna væri fryst í á Suðurnesjunum eins og hafði verið gert í um 50 ár. Hákon EA var sá síðasti til að landa loðnu í Helguvík, í desember árið 2018. Já, loðnan er komin en allt er svo dapurlegt við það varðandi Suður nesin.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Allt á einum stað fyrir baðherbergið
Bað- og blöndunartæki Flísar og múrefni Málning og kítti Salerni, baðkör, sturtur og handlaugar Innréttingar Handklæðaofnar
og frábær þjónusta
5 *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði.
Verslaðu á netinu á byko.is
ár í * röð! Takk fyrir!
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Jafnrétti og umhverfið í brennidepli hjá Samkaupum Stjórnendur hjá Samkaupum eru 52% konur og 48% karlar. Samkaupsappið með yfir 40.000 notendur og þar með orðið eitt stærsta vildarkerfi á Íslandi. Samkaup hafa gefið út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Samkaup hafa nú náð jöfnu kynjahlutfalli á meðal stjórnenda, þá var sérstök velferðarþjónusta fyrir starfsfólk tekin í gagnið og fram kemur að Samkaup losuðu í fyrra 27% minna af kolefni en árið áður, þrátt fyrir að verslunum hafi fjölgað. Þennan árangur má þakka umræðu og áherslu síðustu ára á aukið vægi samfélagslegrar ábyrgðar á öllum stigum reksturs fyrirtækja, stefnumótunar og í daglegum ákvörðunum. Samkaup hafa lagt mikla áherslu á að vinna kerfisbundið að samfélagslegri ábyrgð. Til marks um það hlutu Sam kaup jafnvægisvog FKA og Hvatn ingarverðlaun jafnréttismála, bæði á sviði fjölmenningar og atvinnumála starfsmanna með skerta starfsgetu. Árangurinn á þessum sviðum má ekki síst þakka farsælu samstarfi við Samtökin ‘78, Þroskahjálp og Mirru rannsókna- og fræðslusetur fyrir er lent starfsfólk. „Jafnréttti er áfram í miklum brennidepli hjá okkur. Samkaup hlaut jafnlaunavottun árið 2018 og fór í gegnum fjórðu úttektina á jafnlaunakerfinu í nóvember í fyrra þar sem niðurstaðan er einungis 0,4% launamunur. Sé heildarfjöldi stjórnenda hjá Samkaupum skoð aður út frá kynjahlutföllum, er jafn vægi milli kynja afar gott eða 48% karlar og 52% konur. Þá höfum við lagt áherslu á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi félagsins sérstaklega og í dag er helmingur framkvæmda stjóra félagsins kvenkyns. Þetta skiptir gríðarlegu máli og við viljum hvetja önnur fyrirtæki til að gefa þessum málaflokki aukna athygli. Það ber árangur,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.
Sálfræði- og lögfræðiráðgjöf Í fyrra var sérstakri velferðarþjón ustu Samkaupa hleypt af stokk unum sem miðar að því að stuðla að auknum lífsgæðum starfsfólks. Þetta er nýjung en í þjónustunni felast úr ræði til að takast á við óvænt áföll og aðra erfiðleika, starfsfólkinu að kostnaðarlausu og án milligöngu stjórnenda. Heilsuvernd hefur um sjón með velferðarþjónustunni, sem nær m.a. til hjónabands- og fjöl skylduráðgjafar, streitu- og tilfinn ingastjórnunar, sálfræðiráðgjafar, lögfræðiráðgjafar og svefnmeðferða. „Meginmarkmið Samkaupa er að vera eftirsóknarverður vinnustaður, þar sem áhersla er lögð á jákvæða og heilbrigða menningu, jafnrétti og sterka liðsheild. Að auki höfum við lagt okkur fram um að hvetja starfs fólk til aukinnar menntunar og við viljum virkja fólk til að bæta við sig þekkingu. Við höfum mótað öfluga
menntastefnu sem mætir starfsfólki hvar sem það er, hvort sem er í formi símenntunar (dæmi um slíkt verk efni er Fræðsluskot kaupmannsins), fagnáms í verslun og þjónustu í sam vinnu við Verslunarskóla Íslands eða diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Auk þess settum við á fót árið 2021 sérstaka leiðtogaþjálfun fyrir versl unarstjóra Samkaupa með yfir heitinu Forysta til framtíðar en það er 12 ECT eininga nám í samstarfi við Háskólann á Bifröst og er ein stakt í atvinnulífinu,“ segir Gunnur Líf.
svo sem með því að bjóða neyt endum upp á umhverfisvæna kosti og sjálfbæra framleiðendur eins og Änglamark en það er dæmi um vörumerki þar sem gæðahráefni og lífræn ræktun mætast. Þá skiptir líka máli að við höfum á undanförnum árum náð að auka sölu á íslenskum afurðum. Með því náum við að lág marka innflutning á vörutegundum sem einnig eru framleiddar hér lendis, enda hefur það sýnt sig að neytendur kjósa helst íslenskt, sé slíkur kostur í boði,“ segir Stefán.
Losuðu 27% minna af kolefni þrátt fyrir fjölgun verslana Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa segir að stærsti vendi punkturinn í loftslagsmálum hjá Samkaupum hafi verið þegar fyrir tækið skrifaði undir yfirlýsingu sem afhent var á loftslagsráðstefnunni í París árið 2015. Samkaup hafi verið leiðandi í að minnka losun á dag vörumarkaði síðan. Í fyrra losaði Samkaup 27% minna af kolefni en ári áður, þrátt fyrir að verslunum hafi fjölgað og þá dróst eldsneytis notkun vegna ökutækja fyrirtækisins saman um 8,36%. „Við gerðum margar smærri breyt ingar í fyrra sem þó hafa allar mikil áhrif, svo sem að taka upp rafrænar hillumerkingar í stað límmiða, hefja notkun á rafrænum kvittunum í Samkaupa- appinu, og setja upp fyrstu hraðhleðslustöðvarnar við verslanir. Þá hefur matarsóunará takið „Minni sóun - allt nýtt“ verið í gangi í nokkur ár en árið 2021 var al gjört metár þegar afslættir í gegnum átakið námu tæplega 320 milljónum króna. Við opnuðum líka aðra græna Nettó verslun, þar sem hugmynda fræði grænu skrefanna er höfð til hliðsjónar. Við ætlum að halda áfram á þessari braut. Loks innleiddum við umhverfisstjórnunarhugbúnað frá Klöppum sem gerir okkur kleift að mæla og fylgjast með kolefnis spori fyrirtækisins í rauntíma auk ýmissa annarra aðgerða með það fyrir augum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, bæði beinum og afleiddum,“ segir Heiður Björk.
Auka sölu á íslenskum afurðum „Við gerðum samstarfssamning við Skógræktarfélag Íslands um Opna skóga árið 2020,“ segir Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmda stjóri innkaupasviðs Samkaupa. Hann segir markmiðið að bæta að stöðu og auka aðgengi að opnum skógræktarsvæðum þannig að al menningur geti nýtt sér skóga til útivistar og heilsubótar. „Við höfum líka gert mikið í innkaupadeildinni,
Nýsköpun og áframhaldandi stafræn þróun Samkaupa-appinu var hrint úr vör um mitt ár 2021 og var því vel tekið. Í árslok voru notendur orðnir um 40.000 og 20% af sölu verslana fór í gegnum appið. Þar með er appið orðið að einu stærsta vildarkerfi landsins að sögn Gunnars Egils Sig urðssonar, framkvæmdastjóra versl unarsviðs Samkaupa. „Við höfum verið dugleg að til einka okkur nýja tækni og nýta fleiri leiðir við að mæta viðskiptavinum okkar. Netverslunin, sem fór í loftið árið 2017, hefur vaxið hratt og í fyrra var hvert metið slegið á fætur öðru í nýtingu hennar hjá okkar við skiptavinum. Við fengum vissulega heimsfaraldur með tilheyrandi sam komutakmörkunum en við teljum að neytendahegðunin hafi breyst til langframa og við hlökkum til að stíga næstu skref á þessari veg ferð. Nýsköpun er eina leiðin til að lifa af og það má geta þess að við höfum stutt við viðskiptahraðalinn „Til sjávar og sveita - frá hugmynd í hillu“, sem er brú á milli nýsköpunar og viðskiptavina. Þar hefur skapast góður vettvangur til vöruþróunar, m.a. á sviði hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haf tengdum iðnaði, með betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og ný sköpun eru höfð að leiðarljósi. Ég get lofað því að neytendur eiga von á ýmsu góðu á þessu sviði á árinu framundan,“ segir Gunnar Egill. Stjórn Samkaupa er þannig skipuð: Sigurbjörn Gunnarsson (KSK) form., Skúli Skúlason, Guðfinna S. Bjarna dóttir, Margrét Guðnadóttir frá KB, Halldór Jóhannsson frá (KEA) og Anna Birgitta Geirfinnsdóttir.
Frá aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja í síðustu viku.
Besti árangur í sögu Kaupfélags Suðurnesja „Þetta er mjög ánægjulegt. Rekstur móðurfélags og dótturfélaga gekk mjög vel og starfsemin hefur aukist jafnt og þétt. Félagið er í meirihluta eigu Suðurnesjamanna en reksturinn hefur styrkst með útvíkkun um landið á síðustu tveimur áratugum,“ segir Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja en aðalfundur KSK var haldinn þann 17.mars. Hagnaður móðurfélagsins nam 510 milljónum sem er líklega besti árangur í sögu félagsins sem fagnaði 75 ára afmæli fyrir tveimur árum. Eiginfjárhutfall félagsins er 74% og félagið stendur traustum fótum. Félagslegir eigendur í KSK voru um síðustu áramót 7747. Rekstur Samkaupa gekk sam kvæmt áætlun á s.l. ári, salan voru rúmir 40 milljarðar í 65 verslunum um allt land. Hagnaður Samkaupa var 460 milljónir en Kaupfélagið
á 51% hlut í Samkaup. Samkaup opnaði 3 nýjar verslanir á síðasta. ári. Ómar Valdimarsson lætur af störfum sem forstjóri um næstu mánaðarmót eftir alls 26 ár hjá fé laginu og við tekur Gunnar Egill Sig urðsson sem gegnt hefur starfi fram kvæmdastjóra verslunarsviðs. Í máli Skúla kom fram að 4 einstaklingar hafa gegnt starfinu frá því að félagið var stofnað 1998 og allir vaxið upp innan félagsins. Fasteignafélagið KSK eignir var með veltu upp á 580 milljónir og hagnaður var 46 milljónir. Fasteigna félagið á 30 fasteignir í 21 sveitar félagi, alls 32 þúsund fermetra hús næðis sem nánast allt er í útleigu og nýting því góð. Í samstæðureikningi kemur fram að heildarumfang samstæðu KSK eru 16 milljarðar króna, eiginfjárhlut fallið 30% og veltufjárhlutfall 1.04.
Stjórn KSK:: Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigurbjörn Gunnarsson, Skúli Skúlason form., Gerður Pétursdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Inga Brynja Magnúsdóttir. Sitjandi frá vinstri Jóhann Geirdal og Jóngeir Hlinason.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var gestur aðalfundar KSK og fór yfir þróun mála hjá bæjarfélaginu. Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, söng á aðalfundi KSK en hún er alin upp í Úkraínu.
Lykilstjórnendur Samkaupa hf., f.v. Heiður Björk, Stefán Ragnar, Gunnur Líf, Gunnar Egill og Ómar Valdimarsson.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
„Fermingarnámskeiðin í Vatnaskógi hafa verið hápunkturinn hjá mörgum fermingarbörnum“ Í ár eru yfir 40 börn sem fermast í Útskálaprestakalli hjá séra Sigurði Grétari Sigurðssyni. Fermt verður í Útskálakirkju og Sandgerðiskirkju þann 24. apríl og í Hvalsneskirkju og Útskálakirkju þann 8. maí en yfirleitt er fermt á fyrsta og þriðja sunnudegi eftir páska í prestakallinu. Sjö til tólf börn verða fermd í hverri athöfn. Í ár má segja að fermingar verði með venjulegu sniði en fermt var í skugga kórónuveirufaraldurs á síðustu tvö ár. Fermingarfræðslan í vetur gekk vel og segir séra Sigurður Grétar að hann hafi tekið mikið af fræðslunni snemma síðasta haust, m.a. fræðsla í Vatnaskógi. Þegar veirufaraldurinn lagðist sem þyngst á samfélagið hafi það ekki komið mikið að sök. Í Vatnaskógi eru fermingarnám skeið og þau sækja börn allt austan
úr Skaftafellssýslum, vestur um firði og norður í Ólafsfjörð en um 2.500 fermingarbörn sækja námskeið í Vatnaskóg. „Við í Útskálaprestakalli og Grindavík höfum farið saman og verið á fimm daga námskeiði, margir hópar eru á þriggja daga námskeiði og svo er þetta allt niður í einn dag. Þarna fer saman fræðsla, helgihald, upplifun, leikur, samfélag, tengsla myndun, söngur og ótrúlega margir þættir sem koma saman þar. Eftir því sem námskeiðið er lengra fæst meira útúr félagslegum þáttum,“ segir Sig urður Grétar. „Fermingarnámskeiðin í Vatnaskógi hafa verið hápunkturinn hjá mörgum fermingarbörnum.“ Sigurður Grétar segir fermingar fræðsluna hafa verið á svipuðum nótum hjá sér í langan tíma og margt sem hafi gefist vel. Langt og gott fermingarnámskeið í Vatnaskógi og hitta þau svo reglulega heima í söfn
uðinum og taka vikulegar samverur í lotum þar sem blandað er saman fræðslu, söng og helgihaldi. Sigurður Grétar leikur á hljóðfæri og hann
notar það óspart og sungið er í öllum fermingarfræðslutímunum. „Þetta eru yndislegir krakkar og gaman að vera með þeim. Þau eru jákvæð
og skemmtileg,“ segir séra Sigurður Grétar Sigurðsson að endingu.
Sigurður Grétar ásamt fermingarbörnum að Útskálum síðasta vor. VF-mynd: Hilmar Bragi
STYRKTARTÓNLEIKAR FYRIR FLÓTTAFÓLK FRÁ ÚKRAÍNU í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00
Keflavíkurkirkja í samstarfi við frábært tónlistarfólk frá Suðurnesjum stendur fyrir styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.
Alexandra Chernyshova, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson koma fram ásamt Regnbogaröddum Keflavíkurkirkju, Kór Keflavíkurkirkju og Vox Felix. Aðgangseyrir er 2.500 kr. sem rennur óskiptur í neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar svo hægt sé að veita íbúum frá Úkraínu neyðaraðstoð og sálfélagslegan stuðning.
TÓNLEIKUNUM VERÐUR STREYMT Á FACEBOOK-SÍÐUM KEFLAVÍKURKIRKJU OG VÍKURFRÉTTA
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Fermingar eru vorboðinn – segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli
Georg Jensen gjafavörurnar í miklu úrvali
FERMINGARGJAFIR OG BLÓMIN Úrval af fallegum fermingar sængurverum.
„Fermingar eru vorboðinn hjá okkur og nú verður allt opið og engar takmarkanir eins og síðustu tvö ár. Við fögnum því og hlökkum til að byrja sumarið á fermingu eins og við höfum gert undanfarin ár,“ segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurprestakalls. Í Keflavíkurkirkju settu tak markanir í heimsfaraldri mark sitt á fermingar í fyrra og hitteðfyrra. Í fyrra voru 25 athafnir þar sem fjögur ungmenni ásamt örfáum nánum að standendum fengu að vera saman í hverri athöfn. Erla segir að kjálkinn á þeim prestunum hafi verið orðið til finningalaus þegar leið á athafnirnar.
„Nú getum við haft altarisgöngu sem hefur ekki verið hægt að gera síðustu tvö ár því ekki mátti út deila brauði og víni í faraldri. Ferm ingarfræðsla hefur gengið vel. Við þurftum þó að haga málum sam kvæmt takmörkunum sem voru fyrr í vetur en undanfarnar vikur hefur þetta gengið vel. Við munum ferma á sumardaginn fyrsta og síðan næstu þrjá sunnudaga í röð og enda 8. maí. Þetta verða um 80 ungmenni. Það er engin barna-„sprengja“ í okkar hverfum en þetta verður skemmti legt þegar hvítklædd ungmennin, hraust og skemmtileg verða fermd og rifja upp altarisgönguna,“ segir Erla. Stuð hjá Erlu og Fritz í fermingu í Keflavíkurkirkju.
Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 421-3855 #draumaland230
Fermt hjá fjölmennum Pólverjum Samfélag Pólverja er stórt á Suðurnesjum en um 3700 manns búa í Reykjanesbæ. Fjöldi þeirra er svipaður og allir bæjarbúar í Suðurnesjabæ og aðeins fleiri en Grind víkingar. Pólskir prestar hafa starfað innan þeirra raða og fermt pólsk börn. Í nokkur ár leigði pólska samfélagið Ytri Njarðvíkurkirkju til ferminga. Lang flestir Pólverjar
eru kaþólskir. Þeirra hefðir eru aðrar og fræðslan byrjar þegar krakkarnir eru 8 ára. Síðustu ár hafa athafnir á vegum Pólverja og annarra útlendinga sem eru búsettir í Reykjanesbæ og nágrenni verið í Jóhannesarkirkju á Ásbrú en hún hét áður Chapel of light. Þar hefur verið fermt og þá hafa útfarir einnig verið þar.
Allt frá konfektmola í fullbúna veislu
Allar nýjungar á Instagram: kokulistbakari. Erum með vegantertur og brauðtertur. Pantanir og tilboð: kokulist@kokulist.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11 Elva Lísa Sveinsdóttir á fermingardaginn árið 2011.
Leið eins og prinsessu Frá fermingu í Njarðvíkurkirkju í InnriNjarðvík árið 2013.
Uppskeruhátíð krakkanna Gaman að geta fermt á hefðbundinn hátt, segir Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík
„Þetta er uppskeruhátíð fyrir krakkana og við byrjuðum með fyrstu fermingu síðasta sunnudag í Innri Njarðvík og eins og alltaf eru fermingar vorboðinn,“ segir Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvíkurprestakalli. Alls verða um 100 börn fermd í Njarðvík, fyrst í Njarðvíkurkirkju í Innri
Njarðvík og síðan færast athafnir í Ytri Njarðvíkur kirkju. „Við byrjuðum með tvö holl og endum á skírdag. Fermingarfræðslan gekk vel og við fórum með ungmennin m.a. í Vatnaskóg þar sem þau svöruðu spurningum og fengu fræðslu. Svo voru sungnir sálmar og lög auk en svo var auðvitað mesta fjörið á kvöldvökunum. Það verður
gaman að geta fermt á hefð bundinn hátt núna eftir tvö ár í faraldri. Þá voru þetta örfermingar getum við sagt. Fermingar eru alltaf vorboði, mikil gleði og fjölskyldurnar koma saman sem verður kærkomið eftir erfiða tíma í heimsfaraldri,“ segir Baldur Rafn.
Elva Lísa Sveinsdóttir fékk að velja allt nýtt inn í herbergið fyrir ferminguna Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna þína? Að mér leið eins og prins essu. Af hverju léstu ferma þig? Í hreinskilni sagt finnst mér smá erfitt að svara þessari spurningu því ég er ekkert sérstaklega trúuð, en að fermast var bara svo sjálf sagt Hvernig var fermingarundirbúningurinn? Margar ferðir voru farnar til Reykjavíkur í allskonar búðarstúss með mömmu að
kaupa turkysh blátt og bleikt skraut, plana hárgreiðslu, kjól, myndatöku og allskonar skemmtileg prinsessustúss í kringum skvísuna, mjög skemmtilegt. Var haldin veisla? Já, veislan var haldin í Hitaveitusalnum í Njarðvík og veitingarnar voru mjög basic eða mexikönsk kjúkl ingasúpa og svo allskonar kökur og snittubrauð með salati. Fermingarfötin og skórnir? Fermingarkjóllinn minn var svartur, mjög fínn með
blúndumynstri. Ég var svo í föl bleik/hvítum sokka buxum til að brjóta aðeins uppá þar sem skórnir voru líka svartir hælaskór. Eftirminnilegustu fermingargjafirnar? Auðvitað peningurinn! En ég man mjög mikið eftir því að hafa fengið sléttujárn og hárblásara, skartgripi (þar á meðal fengum ég og systir mín hálsmen frá mömmu þar sem hún lét gera kross úr gulli sem hún átti, mjög fallegt) og svo fékk ég að velja allt nýtt inn í herbergið mitt.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Oddgeir á fermingardaginn árið 1971. Til hliðar má sjá hann í ljósmyndastúdíóinu að mynda fermingardreng.
Útvíðar buxur og stór slaufa Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, var í flottum jakkafötum á fermingardaginn. Hann hefur myndað mörg hundruð fermingarbörn. Færri koma í myndatöku en áður. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna? Það er veislan sem sem haldin var heima hjá mömmu á Tunguvegi 10 í Njarðvík. Þar komu ættingjar sem maður hafði ekki séð í mörg ár og suma hafði maður aldrei séð áður. Af hverju léstu ferma þig? Maður taldi sig trúaðan og því kom ekkert annað til greina. Hverning var fermingarundirbúningurinn? Við Njarðvíkingar þurftum að fara í Keflavíkurkirkju í fermingarfræðslu þar sem það var engin kirkja í YtriNjarðvík. Þetta var einn dagur í viku og tók nokkrar vikur.
Var haldin veisla? Veislan var haldin heima og var það var kaffihlaðborð. Fermingarfötin? Fötin voru glæsileg jakkaföt, út víðar buxur og stór og mikil slaufa í stíl við fötin. Eftirminnilegustu fermingargjafirnar? Eftirminnlegasta fermingargjöfin var forláta armbandsúr. Eins og í dag var þó nokkuð af peningum sem voru nýttir í kaup á léttu bif hjóli. Einnig var mikið af fermingar skeytum. Fermingarmyndataka mín var tekin af Heimi Stígssyni ljósmyndara
Við stækkum fermingargjöfina þína
þar sem hann átti ýmislegt upp í erminni til að fá okkur til að brosa. Strákar fóru til hans á laugardegi en stelpur á sunnudegi og allt var það vegna hárgreiðslunnar sem haft var mikið fyrir með rúllum í heilan dag fyrir greiðslur. Ég held að yfir 90% af fermingar börnum hafi farið í fermingar myndatök á þeim tíma. Í dag hugsa ég að 50% fari í heðbundna ferm ingarmyndatöku. Aðrir láta nægja að eiga minningarnar í símanum, eða eiga ættingja/vini sem taka af þeim myndir. Nú hefur þú ljósmyndað fermingarbörn í mörg ár, hefur það eitthvað breyst?
Mesta breytingin sem mér finnst á fermingarmyndum í dag er klæðn aðurinn og þá aðallega strákanna. Þeir eru meira farnir að klæðast fötum sem þeir geta síðan haldið áfram að nota hversdags þ.e. smekk legir strigaskór, gallabuxur og bolir við jakka. Stúlkur eru enn oftast í kjólum og þá ýmist í spariskóm eða strigaskóm.
Við leggjum til allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar.
Velkomin í Landsbankann.
L ANDSBANKINN.IS
Síðan má auðvitað ekki gleyma tækninni, áður fyrr var notast við filmu þar sem hver mynd skipti heil miklu máli. Það var dýrt og tíma frekt að vinna með þær, reynt var að komast af með að taka 40-50 myndir. Í dag er allt tekið á staf rænar myndavélar þar sem þykir sjálfsagt að taka 150-200 myndir af fermingarbarni. Sem kostar meiri tíma að fara yfir og velja.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Sígarettur og vindlar og matarveisla af bestu gerð
Ása á fermingardaginn 29. apríl 1979.
Ása Guðmundsdóttir fékk Ítalíuferð með foreldrum sínum í fermingargjöf og útsaumaða mynd frá afa sínum Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna þína? Það sem kemur fyrst upp í huga minn um ferminguna mína er að ég var svo spennt að fermast að þremur vikum fyrir fermingu leið yfir mig inni á baði heima og ég fékk skurð við augað. Pabbi sagði að það þyrfti ekki að fara með mig til læknis og skipstjórinn sá sjálfur um að búa um sárið á dóttur sinni. Já sumir pabbar kunna og geta gert allt. En fermingin sjálf gekk vel. Ég var í fyrsta árganginum sem fermdist í Ytri- Njarðvíkurkirkju og vorum við krakkarnir stolt af því.
Af hverju léstu ferma þig? Ég var nú ekki mikið að pæla í því af hverju ég væri að fermast ég var bara mjög spennt að halda veislu og fá nokkrar gjafir ha..ha… Hvernig var fermingarundirbúningurinn? Fermingarundirbúningurinn var skemmtilegur, séra Þorvaldur sá um að fræða okkur. Var haldin veisla? Fermingarveislan var haldin heima á Hæðargötu og Axel Jónsson sá um veitingarnar, við vorum með matarveislu af bestu gerð. Þegar ég
uborgarar ngarveisluna
fermdist var tíðarandinn annar en í dag, ég man að það var boðið upp á sígarettur og vindla það þótti mjög smart. Fermingarfötin og skórnir? Fermingarfötin voru keypt í Karna–bæ og það var tvíd dragt, ég man að ég var mjög ánægð með fötin mín. Eftirminnilegustu fermingargjafirnar? Eftirminnilegasta gjöfin var ferð til Ítalíu á Lignano ströndina með mömmu og pabba, þetta var yndisleg ferð, ég var svo ánægð því ég var
Með foreldrum og systrum á fermingardaginn.
bara ein með þeim. Það var eitthvað sem gerðist ekki oft því ég var elst af systrunum. Þannig að þessi Ítalíu ferð var algjör draumaferð fyrir mig, mömmu og pabba. Guðmundur afi á Brekkubrautinni saumaði út mynd sem hann gaf mér í fermingargjöf og mér þykir ákaflega vænt um þá gjöf. Fermingardagurinn minn var 29. apríl 1979 og í minningunni var það fallegur og góður dagur. Guðrún Sigmundsdóttir og Guðmundur Gíslason, amma mín og afi á Brekkubrautinni, þau voru mér mjög kær.
Búlluborgarar í fermingarveisluna Fáðu grillvagn frá Hamborgarabúllu Tómasar í veisluna þína
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á
veislur@tommis.is Reykjanesbær - Reykjavík - London - Berlin - Copenhagen
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Þrjú leiðarljós nýrrar menntastefnu Reykjanesbæjar eru:
Börnin mikilvægust, Kraftur fjölbreytileikans og Faglegt menntasamfélag.
Með opnum hug og gleði í hjarta
Stýrihópur menntastefnunnar að störfum.
„Menntastefnan talar beint til allra sem koma að menntun og uppeldi barna og ungmenna,“ segir Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar „Okkur þótti því ástæða til að ganga lengra við endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar og fór það svo að við skrifuðum í raun nýja stefnu sem samt sem áður hvílir á stoðum fyrri menntastefnu frá árinu 2016,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri Reykjanesbæjar en nýr menntastefna hefur litið dagsins ljós. Af hverju þarf Reykjanesbær nýja menntastefnu? „Menntastefna Reykjanesbæjar til 2030 er í raun endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins sem mótuð var og kom út árið 2016. Sú stefna leysti af hólmi Skólastefnu
Áhersla er einnig áfram á vellíðan, félagsfærni og sterka sjálfsmynd, á læsi í víðum skilningi og merkingarbært, fjölbreytt og skapandi nám. Þessum áherslum ásamt áherslu á fjölmenninguna og sjálfbærnina ... Reykjanesbæjar sem var komin vel til ára sinna, frá því laust eftir aldamótin. Hugtakið menntastefna varð fyrir valinu árið 2016, meðal annars í ljósi þess að þá höfðu nýlega verið sameinaðir tveir málaflokkar hjá sveitarfélaginu, annars vegar fræðslumálin og hins vegar íþróttaog tómstundamálin. Ef við skoðum aðeins þessi hugtök, þá takmarkast skólastefna oft við það hvernig haga skuli starfi skóla óháð því í hvernig umhverfi skólinn starfar. Mennta stefnu Reykjanesbæjar er hins vegar ætlað það hlutverk að vera heild stæð áætlun um það hvernig nám á öllum skólastigum, leikur, listir og íþróttir fléttast saman og stuðlar sameiginlega að því að börn og ung menni hljóti góða alhliða menntun, þeim líði vel og séu virkir þátttak endur í fjölbreyttu samfélagi.“ En af hverju að móta nýja menntastefnu í stað þess að aðlaga bara lítillega stefnuna frá 2016? „Svarið við þeirri spurningu snýr meðal annars að því að árið 2019 hófst undirbúningur stefnumörk unar fyrir grunnstefnu Reykjanes bæjar. Sú stefna sem hlaut nafnið Í krafti fjölbreytileikans kom út árið 2020 og gildir til ársins 2030. Grunnstefna Reykjanesbæjar sem tekur mið af Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna setur börnin og fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti.
Þá hefur einnig staðið yfir mótun menntastefnu fyrir Ísland til 2030.“ Hvað einkennir nýja menntastefnu? „Hún er skýr, sett fram á aðgengi legan máta. Hún inniheldur eitt meg inmarkmið, þrjú leiðarljós og fimm stefnuáherslur. Textinn er kjarnaður, leikandi léttur og einfaldur, en samt vandaður og víðtækur. Lagt er mikið upp úr myndrænni framsetningu til að auðvelda fólki að meðtaka og skilja. Efnið er aðgengilegt í formi myndbanda, bæklinga, veggspjalda, vefsíðu og fleiri hugmyndir eru uppi svo sem gerð smáforrits eða apps.
Helgi Arnarson, fræðslustjóri. Stefnan talar inn í nútímann en er um leið framsækin og horfir til fram tíðar. Áherslur hennar eru því í senn sígildar og framúrstefnulegar. Leiðar ljósin þrjú eru Börnin mikilvægust, Kraftur fjölbreytileikans og Faglegt menntasamfélag. Og stefnuáhersl urnar fimm eru Mér líður vel, Allir með, Opnum hugann, Sköpunargleði og Við og jörðin.“ Hver er fyrirmyndin að stefnunni? Hvert eru hugmyndir helst sóttar? „Við í ritstjórn menntastefnunnar lásum talsvert mikið og viðuðum að okkur efni víðs vegar að. Við skoð uðum til að mynda stefnur annarra sveitarfélaga á Íslandi en einnig stefnur í öðrum löndum. Það sem kemur kannski á óvart í því efni er að það er ekki svo algengt erlendis að einstaka sveitarfélög geri sína eigin menntastefnu. Talandi um það, þá er í raun heldur engin regla á því hér á landi. Við horfðum eins og áður segir til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálans, einnig til grunnþáttanna í núgild andi aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla og síðan auðvitað til grunnstefnu sveitarfélagsins okkar. Hugmyndir eru einnig sóttar til ým issa menntafrömuða, erlendra sem innlendra.
Er nýja menntastefnan mjög frábrugðin fyrri menntastefnu? Hverjar eru helstu breytingarnar? „Helsti munurinn liggur kannski í framsetningunni. Í fyrri stefnu voru skilgreindir lykilþættir mennta stefnunnar og síðan voru skil greind markmið og áherslur út frá þremur víddum sem voru Barnið eða nemandinn, Mannauðurinn eða starfsfólkið og loks áherslur í Innra starfinu. Þá þótti mikilvægt á þeim tíma að lýsa starfseminni og stofnununum sem tilheyrðu hinu nýja fræðslusviði. Áherslur í þessari stefnu eru að mörgu leyti skýrari, samhengið er augljósara og stefnan er heildstæðari.
skipaður stýrihópur hagsmunaaðila hittist á sínum fyrsta fundi í Gamla skólanum við Skólaveg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Margir hafa verið kallaðir til, leitað var til barna, ungmenna og fullorðinna með það fyrir augum að draga fram helstu áherslur og forgangsatriði. Beitt var ýmsum aðferðum í því efni og má meðal annars nefna kannanir og rýnisamtöl við minni og stærri hópa fólks á ólíkum aldri og með ólík hlutverk. Alla leið frá elstu ár göngum leikskóla til yngstu árganga í framhaldsskóla. Kallað var einnig eftir hugmyndum í gegnum vefinn Betra Ísland.
Úr kennslustund í 3. bekk í Myllubakkaskóla. Hvaða áherslur halda sér frá fyrri stefnu og hver er ávinningurinn af nýrri menntastefnu? „Við leggjum áherslu á heildstæða nálgun þegar kemur að því að móta stefnu um menntun barna og ung menna. Menntun fer nefnilega ekki aðeins fram í skólum heldur einnig utan skóla, í frístundastarfi, íþrótta starfi, tónlist, á heimilum og í hinum frjálsa leik. Áhersla er lögð á vellíðan, félagsfærni og sterka sjálfsmynd, á læsi í víðum skilningi og merkingar bært, fjölbreytt og skapandi nám svo dæmi séu nefnd. Þessum áherslum ásamt áherslu á fjölmenninguna og sjálfbærnina er gert enn hærra undir höfði í nýrri menntastefnu.“ Helgi segir að ávinningur af nýrri menntastefnu byggist meðal annars á því að allir togi í sömu átt. „Með góðri tengingu við aðrar stefnur, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann, grunn stefnu sveitarfélagsins og mennta stefnu fyrir Ísland til 2030 náum við að stilla strengina saman þannig að allir leiki sömu músíkina. Mikilvægt er að stefnan hríslist síðan niður í starfsáætlanir skólanna og annarra stofnana á fræðslusviðinu þannig að úr verði glæsileg sinfónía.“ Hvernig var undirbúningi menntastefnunnar háttað? „Undirbúningur menntastefn unnar hófst vorið 2020 þegar fjöl
Það voru sextán einstaklingar sem skipuðu stýrihóp menntastefnunnar og voru þeir valdir sem fulltrúar allra helstu hagsmunahópa sem koma að fræðslu-, íþrótta- og tóm stundamálum. Fjórir einstaklingar úr stýrihópnum mynduðu síðan rit stjórn og einnig má nefna að leitað var til nokkurra valinkunnra aðila úr mennasamfélaginu á Íslandi eftir ráðgjöf og rýni. Hvað getur þú sagt okkur um heitið á menntastefnunni Með opnum hug og gleði í hjarta? „Strax frá upphafi veltum við því fyrir okkur að hafa heiti á stefn unni. Heiti sem myndi fanga megin áherslur menntastefnunnar. Hvaðan er heitið komið? Það er ekki gott að segja. Við undirbúning stefnu mörkunarinnar var meðal annars sótt í hugmyndir Dalai Lama og Sir. Ken Robinson en þeir hafa oft rætt um menntun hugar og hjarta (Edu cating the heart and mind). Einnig í hugmyndir gríska heimspekingsins Aristótelesar sem sagði að menntun hugans væri einskis verð ef hjartað fygldi ekki með (Educating the mind without educating the heart is no education at all). Það leiðir hugann að ljóðlínum Einars Benediktssonar; „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær“. Þá má líka hugsa til enska skólamannsins Andy Har greaves, sem hefur heimsótt landið
okkar nokkrum sinnum á síðustu árum, þegar hann segir að vellíðan og nám eigi ekki að tilheyra tveimur aðskildum heimum. Heiti menntastefnunnar vísar til einnar af stefnuáherslununum, sem er Opnum hugann. Orðið Gleði var eitt af þeim gildum sem skoraði hvað hæst hjá öllum hópum í könnunum. Nafnið, Með opnum hug og gleði í hjarta, kom síðan úr stýrihópnum, alveg í lokin, valið úr fjölda góðra tillagna.“ Hvernig talar ný menntastefna til starfsfólksins? „Faglegt menntasamfélag er eitt af þremur leiðarljósum nýju mennta stefnunnar. Í kaflanum um faglegt menntasamfélag ræðum við um mik ilvægi þess að ýta undir menningu sem hvetur og viðheldur stöðugri endurnýjun og framþróun. Í virku menntasamfélagi vinnum við saman, styðjum hvert annað og leitum sam eiginlegra leiða til að greina starfs hætti okkar og innleiða nýja sem stuðla að bættum árangri. Menntastefnan talar beint til allra sem koma að menntun og uppeldi barna og ungmenna, þar sem börnin eru mikilvægust. Menntastefnan er því ekki síst mannauðsstefna, enda er jú mikilvægasta hlutverk mennt unar að verða meira maður - ekki meiri maður, eins og Páll Skúlason heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands komst að orði. Sem sagt að rækta þá eiginleika sem gera okkur mennsk. Meginmarkmið stefnunnar er að búa börnum og ungmennum umhverfi þar sem öllum líður vel, hafi tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra með opnum hug og gleði í hjarta.“ Hvernig er síðan innleiðingu menntastefnunnar háttað? „Mikilvægt er að hyggja vel að burðum og sjálfstrausti starfsfólksins okkar til að fylgja menntastefnunni eftir. Lögð er mikil áhersla á að kynna hana vel innan menntasam félagsins. Gert er ráð fyrir því að hver stofnun innan fræðslusviðs geri sína eigin aðgerðaáætlun til þriggja ára í senn, sem byggir á stefnunni, en tekur um leið mið af aðstæðum á hverjum stað. Fræðsluskrifstofan mun leiða þá vinnu og styðja vel við bakið á sínum stofnunum í að fylgja menntastefnunni eftir.“ Helgi segir að hugmynd sé um að vera með eitt til tvö miðlæg verkefni á ári sem tengjast áherslum mennta stefnunnar, t.d. eins og læsisverk efnið Skólaslit sem fór fram fyrr í vetur, með þátttöku yfir 100 skóla á landinu öllu. Þá mun Nýsköpunar- og þróunarsjóður fræðslusviðs einnig gegna stóru hlutverki í því að styðja við innleiðinguna. „Við hlökkum til að vinna með öflugu fagfólki, foreldrum, frískum börnum og ungmennum að áherslum menntastefnunnar. Við vitum að breytingar taka tíma og 2030 er bara rétt handan við hornið,“ segir Helgi fræðslustjóri.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Það væri draumur að komast til London eða LA og læra dans Valur Axel er sextán ára gamall ofurvenjulegur strákur í Reykjanesbæ. Hann hefur prófað allflestar þær íþróttagreinar sem hafa verið í boði; körfubolta, fótbolta, júdó og eiginlega allt nema handbolta. Það var hins vegar dansinn sem varð á endanum fyrir valinu hjá Vali en hann byrjaði að æfa dans fyrir sjö árum. „Ég hætti í flestum íþróttum af því mér fannst þær vera leiðinlegar – allt nema körfuboltinn og dansinn. Ég ákvað svo að taka dansinn framyfir körfuboltann núna í vetur. Einbeita mér að honum og náminu,“ segir Valur Axel í viðtali við Víkurfréttir. „Já, ég er bara búinn að vera að æfa svona tekknískan dans í eitt og hálft ár.“
Halla Karen og Valur Axel er ósjaldan talin vera mæðgin – þeim er alveg sama og þau eru ekkert endilega að leiðrétta það.
Átti erfitt uppdráttar í skóla „Jú, ég er nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég ætla að gera. Ég ætla að verða kennari þegar ég verð eldri. Kennari, skólastjóri, menntamálaráð herra eða eitthvað svoleiðis. Ég get ekki ímyndað mér að hafa skólakerfið svona áfram, það er ekki hægt að hafa það svona lengur. Ein hver þarf að taka að sér að breyta því,“ segir Valur en sjálfur er hann lesblindur og fékk að vita það síð ustu vikuna sína í tíunda bekk. Var ógreindur fram að því og fékk enga aðstoð, engan stuðning og sagður vera leslatur. Fyrir vikið upplifði Valur sig vitlausan en hann átti sem betur fer góða að í fjölskyldunni sem voru tilbúin til að liðsinna honum. Móðursystir Vals er Halla Karen Guðjónsdóttir en hann hefur búið hjá henni og Arnari Inga Tryggva syni, manni hennar, síðustu ár. „Upp haflega flutti hann til okkar af því að ég ætlaði að aðstoða hann í náminu,“ segir Halla Karen sem starfaði sem grunnskólakennari á þeim tíma. „Um leið og ég fór að lesa fyrir hann þá kom bara í ljós að hann var ekkert svona vitlaus. Ég er voðalega stolt af því að Valur skuli vilja breyta skóla kerfinu því þegar ég var að kenna krökkum í fimmta, sjötta og sjöunda bekk þá var hann mikið að hjálpa mér. Ég spurði hann hvort honum fyndist hitt og þetta námsefni sem ég var að útbúa vera leiðinlegt eða skemmtilegt og við komumst að því í sameiningu að námsefni þarf alls ekkert að vera leiðinlegt. Þær breytingar sem Valur vill sjá er að kennarar leggi meiri metnað í sínar kennsluaðferðir.“
laun en dómarar völdu einnig sín uppáhaldsatriði. Valur var með fimm atriði, eitt sólóatriði, einn dúett og þrjú hópatriði. Öll atriðið fengu gull verðlaun og yfir 80 stig sem er mjög gott en til þess að komast áfram í aðalkeppnina þarf að ná 70 stigum. „Fæstir voru að fara yfir 75 stig, þannig að það er mjög gott að fá 80 stig. Svo var sólóatriðið mitt næst stigahæsta atriðið í keppninni, fékk 89,6 stig. Atriðið mitt var um Volde mort [vonda kallinn í Harry Potter] og ég fékk dómaraverðlaun fyrir það, svo fékk ég líka dómaraverðlaun fyrir eitt hópatriðið sem ég tók þátt í,“ segir Valur sem fer til Spánar í sumar þar sem tíu daga aðalkeppnin mun fara fram. „Svo er bara að fara út, leggja sig fram og hafa gaman af keppninni. Ég segi kannski ekki að líf mitt snúist al gerlega um þetta hjá mér en dansinn og þessi keppni er ansi stór hluti af því núna.“ Halla Karen bendir á að dómara verðlaunin sem Valur fékk fyrir sólóatriðið sitt var veitt fyrir bestu frammistöðu allra keppenda. „Bæði stráka og stelpur, sem er svolítið mikið afrek miðað við öll tækifærin sem stelpur fá. Ég meina fyrstu árin gat hann bara æft einu sinni í viku.“
Hvernig stóð á því að þú byrjaðir í dansi? „Ég byrjaði í dansi eins og öllu öðru sem ég hef byrjaði í. Var til í að prófa, þetta var eitthvað nýtt og það voru nokkrir strákar þarna sem ég þekkti. Við vorum örugglega orðnir tólf strákar þarna að æfa dans en síðan fór þeim að fækka – núna erum við bara þrír. Ég kynntist vini mínum þarna og við héldum bara áfram.“ Halla Karen og Valur segja að á þessum tíma hafi verið að reyna að fjölga strákum í dansi og þeim var smalað nokkrum saman í tíma. Í dansinum fann Valur fjölina sína og nú hefur hann lagt körfuboltann á hilluna til að einbeita sér að dans inum.
Valur með brot af verðlaunagripum sínum. Á innfelldu myndinni er hann í hlutverki sími Voldemort sem fékk dómaraverðlaun fyrir í forkeppni World Dance Cup.
ekki bara 2010 eða eitthvað sem þú byrjaðir að leika?,“ spyr Halla. „Jú, ég var fimm ára þegar ég lék í Jólasögu Charles Dickens. Síðan er ég búinn að leika í mörgum leik ritum, eiginlega öllu sem ég hef mátt leika í. Svo er ég aðeins byrjaður að læra að syngja líka. Það eru haldnar æfingabúðir á hverju sumri á Laug arvatni, svona sviðslistanámskeið, sem ég tek þátt í. Þar er líka kennt að syngja og leika samhliða dansinum.“
Fann fyrir fordómum í byrjun Valur segir að hann hafi fundið fyrir fordómum þegar hann byrjaði í dansinum og þeir eru ennþá til staðar. „En flestir sjá hvað þetta er erfitt, allavega þeir sem ég umgengst sjá það. Þeir eru hættir að líta á þetta sem svona „stelpulegt“. Dansinn er þrælerfið íþrótt og reynir mjög á mann líkamlega.“ „Svo voruð þið líka að fá skot á ykkur vinirnir að vera hommar,“ bætir Halla við, „og þeir sögðu bara já við því. Þá var það ekkert skemmtilegt lengur.“
En hvernig dansar eru það sem þú leggur áherslu á? „Ég geri allt nema samkvæmis dansa. Ég er svona í öllu en ef ég ætti að velja eitthvað eitt þá myndi ég velja það sem við köllum Jazz Showdance,“ segir Valur en hann hefur æft marga mismunandi stíla eins og ballett, contemporary, street og commercial. Halla segir að fyrst hafi strákarnir bara verið í street-dansi einu sinni í viku og þeim hafi aldrei verið fjölgað. „En þegar þeir voru búnir að vera þarna svolítið lengi var farið að setja þá í aðra heimahópa, með stelpunum sem voru að æfa djass. Þá opnuðust svo margar dyr, þá var hægt að fara í svo ótrúlega margt.“ Valur segist aðeins vera búinn að hugsa um sviðslistanám. „Það væri draumur að komast eitthvað út, til London eða LA, og læra dans þar.“ „Svo ertu líka mikill leikari,“ segir Halla Karen. „Já, ég hef voða gaman af því að leika. Ég er að leika í Grease núna með FS.“ Halla Karen skýtur inn í að hann sé búinn að leika í mörgum sýn ingum Leikfélagsins líka. „Var það
johann@vf.is
„Ég fæ ennþá þennan stimpil. Ég var síðast spurður bara fyrir viku síðan,“ segir Valur. „Það er líka alveg óhætt að segja það að hann er á íþrótta- og lýð heilsubraut og þar líta ekkert allir íþróttakennararnir á dansinn sem íþrótt – en drengur sem er búinn að vera bæði í körfubolta og dansi segist fá miklu meira líkamlega út úr dansi. Þegar hann var að fara að keppa í síðustu viku og vildi taka því rólega á æfingu til að hvíla sig fyrir keppnina þá fékk hann að heyra: „Keppa í dansi?,“ með fyrirlitning artón – eins og þetta sé eitthvað einfalt,“ segir Halla Karen. „Kannski það líti þannig út af því þetta virðist vera svo auðvelt þegar Valur gerir æfingarnar sínar.“ Valur heldur út með Team Dans Kompaní í júní til að keppa í aðal keppni Dance World Cup og mun án efa vera skólanum sínum og sjálfum sér til sóma.
Orlofshús VSFK Sumar 2022
Opnað hefur fyrir UMSÓKN-SUMAR 2022 inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út sumarið 2022: 3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli 64 (hundahald leyft)
2 hús í Ölfusborgum 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr.10)
1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 20.maí til og með föstudagsins 19. ágúst 2022. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út Sumar Umsókn 2022 þar með allt að 4 valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudagsins 29. mars 2022. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Dansinn á hug hans allan
Valur var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að taka þátt í starfi Leikfélags Keflavíkur.
Valur er prófaði hinar og þessar íþróttagreinar áður en dansinn varð fyrir valinu.
Orlofsstjórn VSFK HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Valur hefur náð einstökum árangri í aðaláhugamáli sínu, dansi, sem hann æfir af krafti í DansKompaní í Reykjanesbæ og hefur gert síðustu sjö ár. Í síðustu viku tók DansKompaní þátt í forkeppni Dance World Cup. Dansskólinn sendi 24 atriði til leiks og kom heim með 22 gull-, tvenn silfurverðlaun og fern dómaraverð
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
FS-ingur vikunnar: Amalía Rún Jónsdóttir
Metnaðarfullur og keppnissamur
Gabríel Aron Sævarsson er sextán ára og kemur frá Keflavík. Hann er metnaðarfullur íþróttagarpur og æfir bæði körfubolta og fótbolta með Keflavík. Gabríel gerir alltaf sitt besta og stefnir á að ná langt á sviði íþrótta.
Amalía Rún Jónsdóttir er átján ára og er frá Keflavík. Hennar helstu áhugamál eru förðun, dans og leiklist. Amalía er skemmtileg og fyndin og framtíðarplönin hennar eru að njóta lífsins og hafa gaman.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Besta skólanum, Holtaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skóla geri ég nú ekki margt, er bara alltaf á æfingum og kíki stundum í tölvuna.
Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er klárlega enska, gerum nánast ekkert í tímunum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið og svo er skólinn stutt frá heimilinu mínu.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Líklegastur til að vera frægur í skólanum er klárlega ég, engin sérstök ástæða, ætla bara að verða það.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Svava Ósk verður rappari eftir nokkur ár. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar að Hrannar kveikti næstum því í samlokugrillinu niðri í matsal. Hver er fyndnastur í skólanum? Svava Ósk.
Hver er þinn helsti galli? Ég er smá væluskjóða.
Hver eru áhugamálin þín? Förðun, hár, dans og svo hef ég mjög gaman að leiklist.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok væntanlega ... halló.
Hvað hræðistu mest? Að deyja, ég hef alltaf óttast dauðann og er líka smá hrædd við Svövu á djamminu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Maybach music 2. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skemmtileg og fyndin.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hafa gaman og njóta. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er einn stór athyglisbrestur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það er pottþétt þegar við læstum Vilborgu stærðfræðikennara fyrir utan stofuna í 7. bekk og vorum bara að leika okkur inn í stofunni þangað til hún náði í lykla til að komast inn. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er 100% Gabriel Máni, hann er mesti fagmaður skólans og kemur manni alltaf að hlæja þó hann sé ekki að reyna. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru voða „basic“, þau eru fótbolti, körfubolti og ég hef mikinn áhuga á fötum og skóm líka. Hvað hræðistu mest? Það er örugglega að meiðast það illa að ég geti aldrei spilað íþróttir aftur, ég vona að ég muni aldrei upplifa það.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Akkúrat núna er uppáhaldslagið mitt The Bigger Picture með Lil Baby eða Starlight með Dave. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er örugglega að ég hef gríðarlega mikinn metnað, mig langar alltaf að ná lengra eða gera betur. Ég líka mjög stundvís, mæti alltaf á réttum tíma og stundum mæti ég aðeins of snemma. Hver er þinn helsti galli? Þeir eru nú ekki margir en ef ég ætti að nefna einn væri það örugglega að ég geng sjaldan frá eftir mig, ég fæ líka oft að heyra það heima. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota snappið mest af öllum forritum, TikTok er líka hátt uppi á þessum lista en snappið er númer eitt. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég fíla mest þegar fólk er ekki feimið og það er auðvelt að tala við það. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eftir grunnskóla ætla ég í FS en ætla að einbeita mér að íþróttunum og komast eins langt og ég get á því sviði. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Eitt orð er ekki auðvelt en ef ég ætti að velja eitt gott orð yrði það, keppnissamur. Ég er alltaf tilbúinn að keppast eða gera mitt besta til að vera bestur á öllum sviðum.
VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR SJÁVARÞORP Á 19. ÖLD? Hvers vegna voru stofnaðir skólar svo snemma í Vatnsleysustrandar hreppi og Garði? Menningarlegt atgervi og framsýni prestanna Stefáns Thorarensen á Kálfatjörn og Sigurðar Br. Sívertsen í Garði hefur ráðið miklu um það. Önnur mikilvæg ástæða er vaxandi þéttbýli – og var barnaskóli hvati þéttbýlismyndunar. Árið 1872 nær Vatnsleysustrand arhreppur einnig yfir Njarðvík. Íbúa talan fór vaxandi, nálgaðist 1.000 en það var rúmlega 1% landsmanna sem voru þá um 70.000. Í dag búa tæp 0,4% landsmanna í Sveitar félaginu Vogum. Á árunum kringum 1830 ræddu framámenn um stofnun skóla að
danskri fyrirmynd en niðurstaðan varð sú að hér væri of strjálbýlt til að safna börnunum í skóla, nema helst í Reykjavík. Umgangskennsla (farkennsla farandkennara) myndi henta betur í dreifðum byggðum. Árið 1830 var reyndar stofnaður skóli í Reykjavík en þá voru þar 500 íbúar. Sá skóli hélt aðeins út í átján ár og við tók margra ára þjark á Al þingi sem lyktaði með lagasetningu um þann skóla í Reykjavík sem stofnaður var 1862 og starfar enn (um allan bæinn!). Hér fiskaðist vel á grunnslóð á þessum tíma, áður en togveiðar komu til. Hér varð þéttbýlla en víða annars staðar, fjöldi íbúa var u.þ.b.
1.000 þegar hreppnum var skipt og Njarðvík klofin frá árið 1889. Hér hafði myndast mjög langt og mjótt sjávarþorp með allri ströndinni! Árni Daníel Júlíusson, sagnfræð ingur, fjallar um það hvernig myndun sjávarþorpa og stofnun skóla á síðari hluta 19. aldar hangir saman (sjá áhugaverða grein hans í tímaritinu Vefni: www.vefnir.is/grein/frumgerdir-sjavarthorpa). Árni segir þar m.a.: „Var ástæðuna fyrir stofnun nýju skólanna að finna í vaxandi þéttbýli? Ef til vill má að hluta til rekja þörfina til þess en einnig má færa fyrir því rök að ein forsenda vaxandi þéttbýlis, eftir 1870 eða svo, hafi verið stofnun
Myndin sýnir Vatnsleysustrandarhrepp með Njarðvíkum, hið langa og mjóa sjávarþorp, lengd yfir tuttugu kílómetra loftlína.
Ung(menni) vikunnar: Gabríel Aron Sævarsson
r ó t s n n i E r u t s e r b s athygli 16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
12. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. barnaskólanna. Sérstaklega á það við um þá sprengingu í stofnun sjávar þorpa sem varð vestanlands, norðan og austan upp úr 1880. Sjávarþorp með barnaskóla var sennilega meira aðlaðandi í augum þeirra sem ætluðu að flytja úr sveitinni en sjávarþorp án barna skóla. Stofnun barnaskóla gæti hafa verið mikilvæg forsenda þess að sjávarþorp varð lögmætur búsetu möguleiki á svæðum þar sem nær öll byggð hafði fram að því verið á bújörðum. Stofnun barnaskólanna á Eyrar bakka, í Reykjavík, á Vatnsleysu strönd (Vatnsleysustrandarhreppur náði einnig yfir Njarðvík) og í Garði 1852–1873 er athyglisverður þáttur í umbreytingu og eins konar endur fæðingu hjáleigu- og þurrabúð ahverfa sunnanlands á 19. öld. Þau ruddu brautina þegar kom að því að móta nýtt íslenskt búsetuform, sjávarþorpið. Aðrir þættir í þeirri umbreytingu voru meðal annars stóraukin framleiðsla, sérstaklega á
saltfiski til útflutnings, föst búseta kaupmanna og iðnaðarmanna árið um kring eftir 1760, sala konungs jarða í Skálholts-, Hóla- og Viðeyjar góssum til einkaaðila um 1800 og al mennt séð breyting á samfélaginu úr lénssamfélagi í kapítalískt samfélag.“ Árið 1703 var Vatnsleysustrandar hreppur samfélag útvegsbænda, hjá leigu- og þurrabúðarfólks, með 21 lögbýli og 64 hjáleigur. Flestar jarð irnar voru í eigu konungs og heyrðu undir Bessastaðagóssið en höfðu upphaflega verið í eigu Viðeyjar klausturs sem konungur gerði upp tækt um siðaskiptin. Á Bessastöðum var helsta bækistöð konungsvaldsins í landinu. Fáeinar jarðir voru þó í eigu kirkna. Þannig voru langflestir íbúar Vatnsleysustrandarhrepps leiguliðar uns kom fram á 19. öld og kóngurinn seldi jarðir sínar bændum. Þá batnaði hagur stærri bænda en hjáleigu- og þurrabúðarfólkið sat eftir. Þannig var ástatt þegar Stefán fékk fólk í lið með sér að stofna skóla.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17
Ungmennaskipti unglingaráðs Fjörheima Unglingaráð Fjörheima hefur síðustu mánuði verið að vinna í ungmennaskiptum á vegum Fjörheima og Erasmus+. Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu er saman settur af íslenskum og finnskum ungmennum og fór fyrsti partur skiptanna fram í bænum Puumala í Finnlandi. En hvað eru ungmennaskipti? Ólafur Bergur Ólafsson, umsjónar maður unglingaráðs Fjörheima, segir ungmennaskipti vera leið fyrir hópa af ungmennum til þess að „kynnast öðrum menningarheimum, taka þátt og í rauninni auka þessa Evrópu vitund.“ Ólafur segir að í þessu verkefni hafi ungmennin alfarið stýrt ferð inni og látið það verða að veruleika. Hugmyndin að verkefninu kviknaði á unglingaráðsfundi árið 2019 en sökum Covid varð töf á skiptunum. „Við byrjuðum að vinna í þessu fyrir alveg tveimur árum en erum bara loksins að komast út núna,“ segir Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, for maður ráðsins. Unglingaráðið sótti um styrk frá Erasmus til að fjármagna verkefnið. Betsý Ásta, fyrrverandi formaður unglingaráðs, segir ferlið hafa verið langt og strangt. „Við unglingaráðið
tókum helgi í að skrifa umsóknina og svo þurfti að skrifa aðeins meira þannig að umsóknarferlið tók kannski mánuð,“ segir Betsý. Um sóknin var samþykkt og fengu ung mennin styrk til þess að framkvæma skiptin. Hópurinn eyddi viku í bænum Puumala í Finnlandi með finnskum ungmennum. Menningarlegur munur er einn af þeim hlutum sem íslensku ungmennin tóku eftir en þau segja samt sem áður að Íslend ingar og Finnar eigi margt sameigin legt. „Við fengum bollur, sem er alveg fyndið út af því að bolludagurinn á Íslandi var á sama tíma og bolludag urinn hérna úti. Þannig við fengum að smakka finnskar bollur og svo fengu þau að smakka íslenskar,“ segir María Rán Ágústsdóttir, markaðs stjóri ráðsins. Unglingaráðið mun taka á móti finnska hópnum í apríl en þá mun hópurinn ferðast saman innanlands. „Við ætlum að leyfa þeim að koma í ungmennaskipti til okkar og við stjórnum þá svolítið ferðinni. Við ætlum til dæmis að fara með þeim á Bakkaflöt, til Reykjavíkur og svo ætlum við líka að gista í Reykja nesbæ,“ segir Betsý.
Meðlimir ráðsins og umsjónar menn eru sammála því að ferlið hafi verið lærdómsríkt og skemmti legt. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli, við höfum lært helling og krakkarnir líka. Þó þetta hafi tekið aðeins lengri tíma en var áætlað þá held ég að það sé öllum til góðs að taka þátt í svona verkefni,“ segir Ólafur. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Gæsahúð á Grease
„Maður fær bara gæsahúð, vá, þvílíkur kraftur og stuð,“ sagði betri helmingur minn eftir fyrstu mínúturnar á söngleiknum Grease sem Leikfélag Keflavíkur í samstarfi við leikfélag NFS, Vox Arena, hóf sýningar á um síðustu helgi. Eftir metaðsókn og frábæra leiksýningu „Fyrsti kossinn“ fyrr í vetur var ekki auðvelt að mæta með aðra sýningu strax á eftir og það með reynsluminni leikurum úr Fjölbraut og öðrum framhaldsskólum. En það tókst. Og maður fær gæsahúð. Leikhópurinn samanstendur af átján krökkum á framhaldsskóla aldri sem hafa mismikla reynslu í leiklist, söng og dansi. Þau takast á við mikla áskorun að sýna þennan heimsþekkta söngleik sem sýndur var í bíóhúsum fyrir nokkrum áratugum síðan þar sem John Travolta og Olivia Newton-John léku aðalhlutverkin og hlutu heimsfrægð fyrir. Fyrir miðaldra (frétta)mann sem þetta skrifar er óhætt að segja að minningarnar hafi komið sterkar upp í hugann með slatta af gæsahúð með frúnna sér við hlið. Jú, við dönsuðum við mörg þessara laga þegar við vorum ung. Unga fólkið okkar í sýningunni syngur, dansar og leikur af miklum eldmóði. Það er mikill kraftur í sýningunni og sést vel í leik þeirra. Þau syngja öll helstu lögin sem slógu í gegn í söngleiknum á sínum tíma með íslenskum texta. Sex manna hljómsveit leikur alla tónlist og það gefur sýningunni skemmtilegan blæ. Fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var á sýningunni og greindi mjög skemmtilega tóna í saxafón sem ungur maður blés í en sagði hljóm sveitina alla standa sig mjög vel. Það hefði örugglega verið hægt að
fá undirleik á annan hátt en þetta er miklu skemmtilegra og meira alvöru og sýnir um leið hvað það er mikið af hæfileikaríku fólki á Suðurnesjum. Sýningin er mjög lifandi og skemmtileg og heldur manni við efnið allan tímann. Öll svo flott. Hér verður ekki farið í einstaka leikdóma enda heildin sem gefur sýningunni gæði. Það er þó freistandi að gefa einhverjum auka stjörnu fyrir leik sem mörg þeirra ættu skilið en við splæsum henni á á þau Margréti Örnu Ágústsdóttur og Róbert Andra Drzymkowski. Tónlistarstjóri er Sigurður Smári Hansson sem hefur verið virkur meðlimur Leikfélags Keflavíkur í mörg ár og er jafnframt formaður þess. Hann er líka einn sexmenninga í hljómsveitinni. Dansinn skipar stóran sess á sviðinu í Frumleikhúsinu en danshöfundur sýning arinnar er Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld og er þetta frumraun hennar sem danshöfundur. Leikstjórn er í höndum Brynju Ýrar Júlíus dóttur en þetta er í annað skipti sem hún leikstýrir sýningu hjá Vox Arena en hún leikstýrði einnig Burlesque árið 2018 sem Vox Arena setti upp. Þá var hún annar tveggja höfunda Fyrsta kossins sem Leik félag Keflavíkur var að ljúka sýningum á. Brynja er greinilega með þetta og hún fær líka auka stjörnu fyrir sitt framlag í Frumleikhúsinu í vetur. Lokaorðin fara í hvatningu til Suðurnesjamanna að fjölmenna í Frumleikhúsið. Það er frábært að sjá unga fólkið okkar fara á kostum og ekki ólíklegt að frammistaða þeirra eigi eftir að skila þeim lengra á leiksviðinu eða í tónlist.
Ólafur Jóhann Pétursson og Kolbrún Saga Þórmundsdóttir leika aðal parið, Danny og Sandy og gera það vel.
Páll Ketilsson pket@vf.is
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Horft yfir umbrotasvæðið í Fagradalsfjalli snemma sumars. Megingígurinn að verða til. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Verðum að vera við því búin að hér gerist stærri atburðir Ár er liðið frá því eldsumbrot hófust í Fagradalsfjalli við Grindavík en eldgos hófst í Geldingadölum að kvöldi föstudagsins 19. mars árið 2021. Eldgosið átti sér töluverðan aðdraganda í fordæmalausri jarðskjálftahrinu sem meðal annars hafði töluverð áhrif á daglegt líf í Grindavík og íbúar á öllu suðvesturhorni landsins fundu vel fyrir skjálftunum. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Magnús Tumi Guðmundsson, pró fessor í jarðeðlisfræði, flutti erindi um jarðhræringar í Fagradalsfjalli í menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík í síðustu viku. Auk þess að fara yfir atburði síðustu missera spáði Magnús í komandi mánuði og ár en Reykjanesskaginn er vaknaður að nýju af um 800 ára blundi. „Það hafa orðið til á fyrri hluta nú tíma býsna stór hraun og dyngjur. Við getum ekki útilokað að það geti gerst, það er bara alls ekki hægt, en síðustu árþúsundir hefur það ekki verið að gerast, heldur meira af hraunum í líkingu við það sem gerðist í Fagradalsfjalli. Auðvitað verðum við að vera við því búin að hér gerist stærri atburðir,“ segir Magnús Tumi m.a. í viðtali við Víkurfréttir. Við byrjuðum á því að spyrja Magnús Tuma að því hvaða lærdóm megi draga af gosinu í Fagra dalsfjalli.
Vitum betur við hverju má búast á skaganum „Það er af ýmsum gerðum að við getum skilgreint að við höfum lært heilmikið. Út frá jarðfræði legu sjónarmiði þá er þetta fyrsta
Magnús Tumi Guðmundsson. gosið á Reykjanesskaganum á nú verandi tímum. Aðstæður hér eru öðruvísi en á austurgosbeltinu eða norðurgosbeltinu, þannig að það er lærdómsríkt að sjá þetta. Ekki síst er það að við erum að sjá hvernig kviknar á Reykjanesskaganum og hvernig aðdragandi eldgosa er þar. Eitt af því sem virðist vera hér er að kvikan er að koma beint úr möttli jarðar og það er óvanalegt, því yfir leitt á hún einhverja viðdvöl í jarð skorpunni. Það er ekkert mikið um að vísindamenn hafi aðgang að því. Þetta gerist á úthafshryggjunum en þeir eru á kafi í sjó og erfitt að komast að þeim. Jarðefnafræðingar eru að finna út allskonar hluti. Svo er það þessi gliðnun sem varð og
Fyrsta fréttamyndin sem birtist af gosinu. Þarna var nákvæm staðsetning gossprungunnar ekki staðfest. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Séð ofan í gíg eldfjallsins í lok júlí í fyrra. Takturinn í gosinu breyttist reglulega og um tíma kom engin kvika upp um gígopið. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson hvernig hún hegðaði sér. Þá vitum við betur við hverju má búast á skaganum. Síðan er nútímatækni þannig að það er hægt að gera svo margt. Það var hægt að kortleggja þetta hraun mörgum sinnum og niðurstöðurnar birtar jafnharðan. Það þýddi að það var hægt að fylgjast mjög vel með þróuninni og í hvað stefndi.“
Skjálftahrina eiginlega fordæmalaus Í aðdraganda að þessu gosi voru mikil átök og allir þessir skjálftar. „Skjálftarnir voru miklir ef við berum þetta saman við gos eins og í Grímsvötnum, Heklu og þess vegna Kötlu eftir því sem við vitum, þá var þetta miklu lengri og meiri að dragandi hvað skjálfta varðar, enda var þetta gliðnun, kvikan þurfti að brjóta sér leið. Það eru kraftar sem eru búnir að vera að toga og þeir toga alltaf fastar og fastar. Svo kemur að því að það brestur. Það fór að gerast þarna og kvikan kom að neðan. Þetta er samspil af því að kvikan er að brjótast upp og skorpan að rifna í sundur. Þessi skjálftahrina er eiginlega fordæmalaus. Ég held að enginn núlifandi Íslendingur hafi fundið eins mikið af skjálftum eins og við fundum hér fyrir ári síðan.“
Það var mikil skjálftahrina á þessum slóðum árið 2017. Eru tengsl á milli þessara atburða? „Já, við hljótum að líta svo á að skjálftavirkni hefur farið vaxandi ef horft er til nokkurra ára. Hún hefur verið jafnt og þétt vaxandi og þegar við horfum á þessa atburði út frá þeim atburðum sem hafa orðið, þá er eðlilegt að líta svo á að þetta [jarð skjálftarnir 2017] hafi verið byrjunin á þessum kafla sem lauk svo með þessu gosi. Hverjir næstu kaflar verða á eftir að koma í ljós. Það virðist vera að það sé ekki alveg búið með landris á svæðinu. Það hefur hægt á þessu öllu að minnsta kosti. Við vitum ekki hvort við höfum séð endann á þessari atburðarás sem nú er í gangi eða hvort eitthvað meira gerist. Um jólin kom áköf hrina og þá kom nýtt innskot en það var greini lega ekki næg kvika eða nógu mikið til að hún næði upp til yfirborðs, svo það hætti. Kannski er það endirinn á umbrotunum, kannski kemur eitt hvað meira, við verðum bara að sjá“.
Líkindi milli umbrota við Fagradalsfjall og Kröflu Magnús Tumi segir að það séu líkindi með því sem sé að gerast í Fagradalsfjalli og Kröflueldum. Í Kröflu liggja plötumótin og sprung urnar nánast samsíða. Hér á Reykja
nesskaganum er þetta öðruvísi og þar geta sprungurnar ekki orðið mjög langar. Það er stórt horn á milli plötumóta og svo rekstefnunnar. „Hvort að þetta verður eins eða svipað þá er alveg ljóst að á tíundu öld komu endurtekin gos í Brenni steinsfjallakerfinu og þá runnu hraunin sem nú eru Heiðmörkin. Þar voru nokkuð mörg gos en það voru sennilega nokkur ár á milli. Við vitum þetta ekki nákvæmlega. Það eru vissulega líkindi með þessu og Kröflueldum.“ Efnið sem kom upp í gosinu í Fagradalsfjalli er meira en það sem kom upp í stærsta og síðasta Kröflu gosinu. Líkindin séu til staðar en hvert sé með sínum brag. Eldgosið sem kom upp í Geld ingadölum að kvöldi föstudagsins 19. mars á síðasta ári verður vís indagarður fyrir jarðvísindafólk næstu ár og áratugi. Vel var hægt að fylgjast með aðdraganda gossins með nýjustu tækni. Magnús Tumi segir að kollegar hans sem vinna að þessum rannsóknum séu framarlega í þeim fræðum á heimsmælikvarða. Kvikan sem kom upp var að gefa góðar upplýsingar um möttulinn hér undir og hvernig þetta spilar saman. Þá fengust miklar upplýsingar um hvernig hraun renna og upplýsingar um hvernig sprengivirkni hegðar sér í gíg. Magnús Tumi segir mis
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19
Um tíma sáust gosstrókarnir vel frá Reykjanesbæ. Hér má sjá eldsúluna eins og hún blasti við ljósmyndara Víkurfrétta með byggðina í Innri Njarðvík í forgrunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Landslagið í Fagradalsfjalli hefur tekið miklum breytingum. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson fyrri hluta nútíma býsna stór hraun og dyngjur. Við getum ekki útilokað að það geti gerst, það er bara alls ekki hægt, en síðustu árþúsundir hefur það ekki verið að gerast, heldur meira af hraunum í líkingu við það sem gerðist í Fagradalsfjalli. Auðvitað verðum við að vera við því búin að hér gerist stærri atburðir.“
munandi hópa vera að skoða þetta allt saman.
Tilraunastofa náttúrunnar sem gefur Íslandi forskot „Svona gos eru tilraunastofa náttúr unnar og það er það sem gefur Ís landi töluvert forskot á þessu sviði, að við höfum þessa atburði. Það fer saman að því betur sem við skiljum atburðinn þeim mun betur getum við tekist á við hann. Líka að þetta eru spennandi viðfangsefni fyrir vís indamenn.“ Í fyrirspurnum eftir erindi Magn úsar Tuma í Kvikunni kom Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, með þá spurningu hvort eldgos geti læðst aftan að fólki og að skyndilega gæti farið að gjósa án fyrirboða.
Gýs ekki án fyrirboða „Það er mjög ósennilegt að það geti gerst og langsótt vegna þess að kvikan þarf að koma djúpt að. Hún þarf að brjóta sér leið eða það þarf að rifna í sundur til að hún komist upp. Það eru allar líkur á því að það séu miklir forboðar eins og við höfum séð í tengslum við þessa at burði. Við getum sagt að innskotin og jarðskjálftavirknin sem var hér og byrjaði rúmu ári fyrir gosið, var
Landris við Þorbjörn ekki beintengdur atburður Að endingu, þetta landris sem varð hér vestan við Þorbjörninn og hringdi fyrstu viðvörunarbjöllunum, er það atburður sem tengist því sem varð í Fagradalsfjalli, eða er það stakur atburður? „Hann er tengdur hvað það varðar að hann er upptakturinn að því að
kvika er að leita upp og tengist því að spennur eru orðnar það miklar að það er farið að láta undan. Hann er því tengdur atburður en ekki bein tengdur. Það er ekki beint orsaka samhengi þarna á milli. Við verðum að líta svo á að hann sé partur af þessari stærri atburðarás,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró fessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Víkurfréttir.
forboði um að kvika væri farin að hugsa sér til hreyfings. Svo sáum við líka á atburðarásinni sem varð fyrir jól að þá reyndi kvikan að komast upp en náði ekki, en það leyndi sér ekki. Þess vegna er mjög langsótt að sjá fyrir sér að hér komi gos upp af óvörum og engan gruni að það sé að fara að gerast. Það er bara útilokað.“ Er líklegast að ef eitthvað gerist aftur fljótlega að það verði á sömu eða svipuðum slóðum? „Ef Fagradalsfjallskerfið vill hreyfa sig eitthvað eða gera eitthvað þá er langlíklegast að það gerist á mjög svipuðum eða sama stað. Ef Brenni steinsfjallakerfið vildi fara að gera eitthvað, sem engin merki eru um, þá myndi það ekki vera tengt með beinum hætti. Ef við horfum á söguna þá er ekki oft þannig virkni að það gjósi á fleiri en einu kerfi á svipuðum tíma. Það er óvanalegt þó svo það sé ekki hægt að útiloka það. Eldvirknin eða gosvirknin á skag anum, og ég vil ekki gera lítið úr henni, er þannig að við erum ekki að sjá stærstu og öflugustu gerð af eldgosum eins og við sjáum á Íslandi. Við erum ekki að sjá atburði eins og stórt Kötlugos eða þessa stærstu at burði sem verða. Jarðsaga skagans sýnir það að það er ekki eitthvað sem er að gerast. Það hafa orðið til á
Kraumandi gígurinn. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Frá fyrstu dögum eldgossins í Geldingadölum. VF-mynd: Þór Magnússon
Umbrot í Fagradalsfjalli Þann 19. mars var ár liðið frá því að eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Fyrirboða eldgossins varð í raun fyrst vart í desember 2019 með mikilli skjálftavirkni í og við Þorbjörn sem hafði áhrif á allan Reykjanesskagann. Ástæða skjálftanna var kvika sem var að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Þorbjörn. Mat vísindaráðs almannavarna eftir fyrstu hrinurnar við Fagradalsfjall var það að atburðarás eins og var að hefjast á Reykjanesskaga gæti orðið mjög löng og kaflaskipt, þar sem dregur úr virkni tímabundið án þess að henni sé að fullu lokið. Sú varð raunin, segir á vef Veðurstofu Íslands, sem hefur tekið saman upplýsingar um eldsumbrotin við Fagradalsfjall. Það var síðan þann 24. febrúar 2021 sem virknin byrjaði á ný, þegar krafmiklir skjálftar riðu um Reykja nesskagann og sem fundust víða um landið. Hrinan hófst með skjálfta við Keili sem var 5,7 að stærð og komu tugir þúsunda skjálfta í kjölfarið á næstu vikum. Síðustu dagana fyrir eldgosið var skjálftavirknin með minna móti og höfðu engir skjálftar mælst yfir 4 að stærð, en það hafði ekki gerst frá því að skjálftahrinan hófst. Það má segja að það hafi verið lognið á undan storminum. Þann 19. mars kl 20:45 opnaðist sprunga við Fagradalsfjall sem bauð upp á stórfenglega sjón í kvöldbirtunni. Eldgos var hafið. Hraunflæðið úr þessu gosi er tiltölulega lítið á mæli kvarða eldgosa sem orðið hafa á Íslandi. En vegna stað setningar, nálægðar við byggð og aðgengi almennings og vísindamanna að gosstöðvunum, má segja að áhrif gossins og þær áskoranir sem því fylgdu hafi orðið meiri en með önnur nýleg gos. Eldgosið var síbreytilegt. Það hefur fært vísinda mönnum einstakt tækifæri til að auka við þekkingu sína en jafnframt gefið almenningi kost á því að komast
í tæri við náttúruöflin. Það má kannski segja að eldgos séu jafn heillandi og þau geta verið hættuleg. Þegar ný gosop tóku að opnast við upphaf gossins, reyndu vísindamenn að rýna í gögn til að sjá hvort mögulegt væri að spá fyrir um hvar og hvenær næsta opnun yrði. Fljótlega tókst að greina fyrirboða nýrrar opnunar með því að rýna í óróagröf. Þannig gat sólar hringsvakt Veðurstofunnar sent út viðvörun til við bragðsaðila á svæðinu sem gátu brugðist við í tíma. Þetta var ekki síst mikilvægt þar sem að eldgosið hafði mikið aðdráttarafl frá upphafi. Allt að 6.000 ferðamenn komu að því fyrstu vikurnar og mikill fjöldi þegar sumarið hófst og útlendingar gátu heimsótt Ís land á ný. Síðast rann hraun frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli þann 18. september en gosið stóð yfir í 182 sólar hringa. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í lok september við suðurenda Keilis og stóð yfir í um mánuð. Landris mældist einnig á svæðinu eftir að dregið hafði verulega úr virkni gossins, þó engin aflögun á yfirborði hafi sést í tengslum við þá hrinu, sem væri merki um að kvika hafi færst nær yfirborðinu. Ekki er óalgengt að kviku söfnun eigi sér stað undir eldstöðvakerfum í kjölfar eldgosa, án þess að kvika nái yfirborði. Önnur hrina varð í desember sem lauk um jólin. Þá varð kvikuinn skot sem náði ekki upp á yfirborð. Á síðustu öld mældist veruleg virkni víða á Reykja nesskaganum á árunum 1927–1955 og 1967–1977. En virknin nú er sú mesta sem mælst hefur á Reykjanes skaganum frá upphafi. Vel er hugsanlegt að um sé að ræða atburðarás sem tekur ár eða áratugi, en erfitt er að spá fyrir um framvindu á þessu stigi. Það eina sem vitað er með vissu er að náttúran fer sínu fram. Áfram verður fylgst náið með þróun mála við Fagradalsfjall og á Reykjanesskaga, segir á vef Veðurstofu Íslands.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
s s e s n a k í r á n n i l ó Sk hjá Njarðv íkingum Njarðvíkurskóli er 80 ára um þessar mundir en skólinn var stofnaður 1942. Skólinn er heildstæður grunnskóli með yfir 400 nemendur í 1.–10. bekk og rúmlega 100 starfsmenn. Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á lestrarnám upp allan grunnskólann. Skólinn hefur undir sinni stjórn tvær sérdeildir sem þjóna öllum Suðurnesjum nema Grindavík. Önnur deildin, Ösp, er ætluð þroskaskertum og fötluðum nemendum og starfa þar kennarar, þroskaþjálfar ásamt stuðningsfulltrúum. Hin deildin, Björk, er ætluð nemendum með hegðunarerfiðleika sem yfirleitt eru tímabundið í deildinni. Ásgerður Þorgeirsdóttir er skólastjóri og Guðný Björg Karlsdóttir aðstoðarskóla stjóri. Þemadagar í tilefni af 80 ára afmæli Njarðvíkur skóla fóru fram í vikunni. Árgangar unnu stigskipt að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem tengjast sögu skólans og afmælishátíð hans. Nemendur mættu í grænu fyrri daginn og sparilega klædd seinni daginn. Boðið var uppá afmælisköku og ískalda mjólk í boði MS. Nem endur í 10. bekk borðuðu kökuna með starfsmönnum á kaffistofu starfsmanna. Myndakassi var á sal þar sem nemendur tóku einstakl ingseða hópmyndir. Slegið var upp frábæru danspartý í íþróttahúsinu þar sem Emmsjé Gauti kom og hélt uppi stuðinu. Útsendarar Víkurfrétta voru í danspartýinu þar sem stemmningin var mynduð fyrir bæði blað og í sjónvarpsinnslag fyrir Suðurnesja magasín. Þar var m.a. rætt við Ás gerði Þorgeirsdóttur, skólastjóra.
sem við fengum Emmsjé Gauta á svið.“ Hvernig er að vera skólastjóri í 80 ára gömlum skóla? „Það er ótrúlega gaman og það er heiður að fá að stjórna þessum rótgróna skóla í þessu bæjarfélagi. Njarðvíkurskóli á ríkan sess í þessu hverfi og heitir eftir hverfinu. Það eru ekki margir skólar sem heita eftir bæjarhlutum. Skólinn nýtur mikils velvilja í grenndarsamfélaginu okkar.“ Gengur vel? „Já, það gengur mjög vel. Þetta er stór stofnun og hér eru líka reknar nokkrar deildir eins og sérdeildin Ösp og Björk, þannig að hér er fjöldi starfsmanna mikill. Hér eru á milli 410 til 420 nemendur og um 100 starfsmenn vegna deildanna. Þetta er frábært starfsfólk og flottir nem endur. Allir leggjast á eitt um að þetta gangi vel.“
Ásgerður segir að kórónuveiru faraldurinn hafi reynt á og það hafi allir verið orðnir spenntir fyrir af mælisgleðinni nú í lok Covid-tímans. Hún segir að starfsemin hafi verið áskorun á veirutímanum. „Okkur lagðist alltaf eitthvað til á hverju tímabili. Við komumst í gegnum þetta og horfum nú til bjartari tíma“.
Nemendur tóku virkan þátt í danspartýinu.
Finnst þér breyting á krökkunum í dag miðað við þegar þú byrjaðir við skólann? „Nei. Börn eru alltaf börn. Það er bara gaman að sjá hvað við eigum flotta krakka og hvað nemendur eru flottir. Ungdómurinn okkar er virki lega flottur. Við eigum að gefa þeim tækifæri og útbúa umhverfi þannig að þau nái að blómstra, það skiptir mestu máli.“ Ásgerður segir að kórónuveiru faraldurinn hafi reynt á marga í skólanum. Það hafi þurft að senda nemendur ítrekað í sóttkví og hún hafi haft áhyggjur af því. „Vonandi komum við heil út úr þessu,“ segir hún.
Er fjör á 80 ára afmæli Njarðvíkurskóla? „Já, það er búið að vera mikið fjör og gleði núna síðustu daga. Það hafa verið þemadagar í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Við höfum ekki sér stakan afmælisdag en höldum upp á tímamótin á afmælisárinu.“ Hvað hafið þið verið að gera? „Nemendur hara verið að vinna undir stjórn kennara og annara í skólanum. Hér voru allir í grænu því grænn er okkar litur. Við höfum unnið ýmis verkefni í tengslum við afmælið. Við höfum verið að skreyta skólann og koma honum í afmælis búning og höfum við boðið upp á af mælisköku og endum svo með þessu danspartýi hér í íþróttahúsinu þar
Nemendur skreyttu skólann og íþróttahúsið og skrifuðu falleg orð um skólann.
Emmsjé Gauti kom og hélt uppi stuðinu. VF-myndir: Páll Ketilsson
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21
Eftir heimsfaraldur kemur ... Díana Hilmarsdóttir, aðalmaður í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi Framsóknar. Sigurrós Antonsdóttir, aðalmaður í barnaverndarnefnd og varabæjarfulltrúi Samfylkingar.
Grísæði í Reykjanesbæ! Í Heiðarskóla hefur sú hefð skapast að nemendur í leiklistarvali á unglingastigi setji árlega upp leiksýningu í tilefni árshátíðar skólans. Í ár eru tíu ár síðan skólinn setti upp söngleikinn Grís og því vel við hæfi að endurtaka leikinn. Alls voru tuttugu hæfileikaríkir nemendur skráðir í valið og reyndist það því nokkuð erfitt að raða í hlut verkin sem flest krefjast þess að nemendur geti sungið, dansað og leikið. Allir hafa lagt sitt af mörkum við að gera þessa sýningu að veru leika og ekki annað hægt en að fyllast stolti yfir þessum frábæra hópi sem
hefur sýnt mikla þrautseigju þrátt fyrir ýmsar óvæntar uppákomur, en Covid setti stórt strik í reikninginn í upphafi æfingatímabilsins og gerði okkur erfitt fyrir. Nemendur létu samt ekki deigan síga og mættu á aukaæfingar til að allt gengi upp. Mikil vinna liggur er á baki svona sýningu og vilja leikstýrur þakka öllum þeim sem komu að uppsetn ingunni á einhvern hátt. Almennar sýningar verða á sal Heiðarskóla, mánudaginn 28. mars kl. 20:00 og þriðjudaginn 29. mars kl.18:00 og 20:00. miðaverð er 1.000 kr. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bein leið setur börnin í forgang Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðarar.
Þegar ég var tvítug flutti ég í miðbæ Reykjavíkur og sagðist sko aldrei ætla að flytja aftur til Reykjanes bæjar. Gerði mér samt fullkomlega grein fyrir því að heimabærinn minn hefði veitt mér yndislega barnæsku, þar sem ég naut þeirra forréttinda að stunda íþróttir og æfa á hljóðfæri við bestu mögulegu aðstæður. Mér leið vel í öllum skólunum mínum og var virk í félagsstarfi. En borgarlífið togaði og eftir búsetu í Reykjavík stundaði ég háskólanám í nokkrum borgum í Evrópu og Bandaríkjunum. I Þar fékk ég nýtt sjónarhorn á alls konar mál, eins og samspil lýðheilsu og skipulagsmála, samgöngumál, fjöl skyldumál og misjöfn tækifæri barna til náms og íþrótta- og tómstunda iðkunar. Þetta eru allt mál sem við hjá Beinni leið leggjum áherslu á í kosningunum í vor. Ég flutti aftur heim til Reykjanes bæjar, því römm er sú taug. Fyrst um sinn átti það bara að vera tíma bundin ráðstöfun, en eins og svo oft vill verða, breyttist allt þegar ég eignaðist börn. Nú á ég tvö börn á leikskólaaldri og vil hvergi annars staðar vera. Okkar stórkostlegi leikskóli hefur verið stór ástæða þess af hverju mig langar að búa áfram í Reykjanesbæ, en líka góð hverfisstemning, útivistarsvæði í nágrenninu og góðar aðstæður til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Til þess að viðhalda því fjölskyldu væna samfélagi sem við búum í, þarf aðgengi foreldra að dagvistun og leikskólum að vera gott. Ég hef verið formaður fræðsluráðs undan farin fjögur ár, þar sem stefnumótun í skólamálum fer fram. Okkar helstu áherslumál hafa verið að bæta starfsumhverfi leikskólanna sem og að fjölga leikskólaplássum með stækkun tveggja leikskóla og bygg ingu tveggja nýrra. En betur má ef duga skal og ég geri mér algjörlega grein fyrir því að uppbyggingin hefur ekki verið jafn hröð og við vildum, en næstu ár eru stórir árgangar að koma inn í leikskólana. Að mínu mati er mikilvægast í þessum efnum að forgangsraða fjár munum sveitarfélagsins í þágu leik skólanna. Halda áfram að byggja, stækka við leikskóla og svo seinna meir, bæta við ungbarnadeildum þar sem það er hægt. Samhliða þessu þarf að halda áfram að bæta starfsaðstæður starfsfólks leikskól anna, því ánægja og vellíðan kennara og leiðbeinenda er forsenda faglegs starfs sem Reykjanesbær vill við halda í leikskólunum. Fjölskylduvæn forgangsröðun verður allavega mitt hjartans mál nái ég kjöri í kosning unum í vor.
Nú þegar loksins sér fyrir endann á heimsfaraldrinum Covid-19 sem hefur herjað á heimsbyggðina í rúm tvö ár þá tekur við sú áskorun að koma lífinu aftur í þann farveg sem var. Það er margt sem þarf að vinda ofan af í velferðarmálum barna og sérstaklega eftir undanfarin tvö ár. Þessir tímar juku á félagslega einangrun hjá mörgum okkar hvort sem um ræðir börn, ungmenni eða fullorðna. Fólk gerði sitt besta til að komast í gegnum þetta tímabil, margir með börnin heima og í fjar vinnu á sama tíma. Skólastarf sem og íþrótta- og tómstundastarf tók miklum breytingum um langt skeið sem óneitanlega hafði áhrif á mörg börn og ungmenni. Álag á barnaverndarstarfsmenn í Reykjanesbæ hefur verið mikið und anfarin ár. Síðastliðin tvö ár í Covid
Hilmar Egill Sveinbjörnsson ráðinn skólastjóri Stóru-Vogaskóla Hilmar Egill Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn skólastjóri StóruVo g a s kó l a . Starfið var auglýst laust til umsóknar fyrr í vetur. Leitað var til ráðningarþjónustu Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið í samráði við mannauðsráðgjafa Sveitarfélagsins Voga. Alls bárust þrjár umsóknir um starf skólastjóra en umsækjendur um starfið voru eftirtaldir: Bylgja Dögg Sigurbjörns dóttir, umsjónarkennari í Vopnafjarðarskóla. Hilmar Egill Sveinbjörnsson, aðstoðarskóla stjóri Stóru-Vogaskóla. Vera Ósk Steinsen, tónlistarkennari í Grunnskóla Hólmavíkur. Rætt var við alla umsækj endur sem sóttu um starfið. Að loknum viðtölum og yfirferð gagna var Hilmar Egill Svein björnsson metinn hæfastur um sækjenda til að gegna starfinu. Niðurstaðan var kynnt á fundi bæjarráð 16. febrúar síðastliðinn. Bæjarráð lagði samhljóða til við bæjarstjórn að leggja til að Hilmar Egill yrði ráðinn sem skólastjóri. Bæjarstjórn kom saman 24. febrúar þar sem til lagan var samþykkt með sex at kvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.
hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt og þá sérstak lega er viðkemur heimilisofbeldi og áhættuhegðun barna og miklar áskoranir hafa legið fyrir starfs mönnum barnaverndar í kjölfarið. Á þessu kjörtímabili fór meiri hluti í bæjarstjórn sem skipuð er af Samfylkingu og óháðum, Framsókn og Beinni leið í allsherjar endur skipulagningu á velferðarsviði þar sem gerð var úttekt á sviðinu, ekki einungis til að bæta vinnuumhverfi starfsmanna, heldur líka til að bæta þjónustuna við íbúa og færa hana nær bæjarbúum. Unnið er með
það að leiðarljósi að snemmtækri íhlutun sé beitt eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir að mál vindi upp á sig. Barnaverndarnefnd vann hörðum höndum að því að aukið yrði við stöðugildi í barnavernd og niðurstaðan varð aukning um tvö stöðugildi þar sem verkefnin eru ærin. Metnaðarfullt verklag er við lýði sem vinnur þvert á fræðslusvið og velferðarsvið með það að mark miði að beita snemmtækri íhlutun sem og veita heildstæða og góða þjónustu til barna og fjölskyldna þeirra í bænum okkar.
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVEINSÍNA FRÍMANNSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
lést, á Hrafnistu, Nesvöllum, fimmtudaginn 10. mars. Útförin fer fram frá keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/sveinsina Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks Nesvalla fyrir einstaka umönnun og hlýju. Róbert Smári Reynisson Anna Heiða Reynisdóttir Oddur Steinar Birgisson Hulda Karólína Reynisdóttir Davis Carlos Davis Reynir Þór Reynisson Sigurlaug Hanna Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir.
GUÐRÚN MARÍA ÞORLEIFSDÓTTIR Kjarrmóa 24, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 13. mars sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. mars kl.12:00 Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingvar Hallgrímsson Inga María Ingvarsdóttir Gunnar Þór Jónsson Ómar Ingvarsson Guðmunda Kristinsdóttir Ingunn Ósk Ingvarsdóttir Björn Herbert Guðbjörnsson Vilhjálmur N. Ingvarsson Erla Arnoddsdóttir Kjartan Ingvarsson Sveinbjörg S. Ólafsdóttir Vilhjálmur N. Þorleifsson barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA DÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR Aðalgötu 1, Reykjanesbæ,
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS og LSH, deild-11G fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Magnús Ingvarsson Sigurður Haukur Guðjónsson Svava Rós Alfreðsdóttir Írena Dröfn, Alfreð Breki, Thelma Rán, Kolbrún Guðjónsdóttir Brynjar Steinarsson Jón Steinar, Ástrós, Eyþór Ingi, Árni Þór Guðjónsson Guðjón Ómar Guðjónsson Malin Anita Karlstad Haukur, Anna Dís, Monica Magnúsdóttir Forsberg Johan Forsberg Malin Wenche, Madelen, Ingvar Magnússon Sigríður Sigurðardóttir Amalía Dögg.
sport
Berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni Endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020 - 2035 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 21. desember 2021 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 24. mars 2022 til 6. maí 2022. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is) Íbúafundir um efni tillögunnar verður haldinn á auglýsingatíma og er nánar útlistað á heimasíðu Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is) Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. maí 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbæ, 24. mars 2022. Skipulagsfulltrúi
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, er bjartsýnn á framhaldið. Sverrir Þór tók við liði Grindvíkinga seint á tímabilinu en Grindvíkingar heyja nú harða baráttu fyrir sæti í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Þegar þrjár umferðir eru eftir er Grindavík í kjörstöðu til að tryggja sig áfram með sigri í næsta leik. Víkurfréttir heyrðu í Sverri og ræddu um boltann. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
úr. Við erum svo sem ekki með stóran æfingahóp en nógu stóran til að fara af fullum krafti í það sem eftir er af tímabilinu. Hópurinn hefur sýnt í vetur að það eru gæði í liðinu, þrátt fyrir að þetta hafi verið svolítið kaflaskipt hjá okkur en við stefnum á að koma okkur í úrslitin í næsta leik og erum bjartsýnir á framhaldið.“
Sverrir er ekki alveg ókunnur innan herbúða Grindavíkur – hér er hann að stýra liðinu fyrir nærri tíu árum síðan.
„Við eigum þrjá leiki eftir og við förum í þá alla til að vinna. Við mætum ÍR á föstudaginn og við þurfum að ná í sigur til að vera öruggir,“ segir Sverrir og heldur áfram: „Öll liðin eru að keppa að einhverju og fyrir okkur er núna bara að duga eða drepast. Við erum bara að hugsa um þennan eina leik, það er allur fókus settur á hann og hinir bara geymdir. Settir til hliðar á meðan.“ Nú kemur þú náttúrlega seint inn í þetta. Hvernig finnst þér deildin búin að vera í vetur? „Það eru búin að vera skrítin úrslit í deildinni. Bara ef við tölum um Grindavík sem er búið að vinna leiki á móti toppliðunum og tapa fyrir tveimur neðstu. Skrítin úrslit en deildin er mjög sterk og það lítur út fyrir hörkuúrslitakeppni framundan.
Vonandi fáum við að sjá óvænt úrslit í henni. Út á við er það skemmtilegast þegar óvænt úrslit verða í svona keppni. Eins og staðan er hjá okkur Grindvíkingum, við erum að berjast fyrir að komast áfram og ef okkur tekst það þá þurfum við að koma á óvart í sjálfri úrslitakeppninni því þá er líklegast að við séum að mæta einhverju af efstu liðunum – nema það spilist það vel úr þessu fyrir okkur í síðustu þremur leikjunum, okkar og önnur úrslit.“
Gæði í liðinu Hvernig er staðan á hópnum, allir heilir? „Já, nú er búið að vera svolítið frí frá leikjum út af bikarkeppninni, sem við vorum náttúrlega dottnir
En þú sjálfur, samdir þú ekki bara fram á vorið? „Jú, ég tók bara við liðinu út tímabilið og við ákváðum að ég myndi klára þetta. Það hefur svo ekki verið rætt neitt frekar.“ Er þetta ekki miklu skemmtilegra en að mála? „Jú, þetta er rosalega skemmtilegt en fyrst maður kom svona óvænt inn í þetta þá er bara best að klára tímabilið áður en maður fer að taka einhverjar ákvarðanir lengra fram í tímann. Ég er samt að hafa virkilega gaman að þessu, fann það strax þegar ég mætti á fyrstu æfinguna hvað ég var að fíla þetta vel.“ Þú heldur nú áfram ef þið gerið góða hluti í úrslitakeppninni, er það ekki? „Ég er alveg opinn fyrir því en það er líka ágætt fyrir mig, og Grindavík, að klára tímabilið og taka þá stöðuna.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23
Ingvar kallaður inn í landsliðið
Mikið um að vera í glímu um helgina:
Njarðvíkingar á palli í öllum flokkum
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleiki sem framundan eru gegn Finnlandi og Spáni. Báðir leikirnir fara fram á Spáni, sá fyrri gegn Finnlandi í Murcia 26. mars og sá seinni gegn Spánverjum í Coruna 29. mars, og báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.
VILBORG Á LEIÐ VESTUR UM HAF Njarðvíska körfuknattleikskonan Vilborg Jónsdóttir hefur samið við Minot State háskólann í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum um að spila með skólanum næstu fjögur árin. Minot State-háskólinn er tæplega þrjú þúsund manna skóli sem spilar í Northern Sun deildinni í annarri deild bandaríska háskólaboltans. Liðin sem spila fyrir skólann kallast því skemmilega nafni Bjórarnir (e. Beavers).
Sigurður Arnar Benediktsson leggur Guðmund Stefán í fyrri viðureign þeirra.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli - Kennari í smíði og hönnun Akurskóli - Kennari í tónmennt á yngsta- og miðstigi Akurskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Akurskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi Heiðarskóli - Kennari í bóklegum greinum (unglingastig) Heiðarskóli - Kennari í listgreinum Heiðarskóli - Kennari í textílmennt Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Heiðarskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi Holtaskóli - Dönskukennari Holtaskóli - Íþróttakennari Holtaskóli - Kennari í heimilisfræði Holtaskóli - Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstigi
Um helgina fór Tímamót Glímusambands Íslands fram. Mótið var haldið í glæsilegri aðstöðu Dalamanna í Búðardal. Í opnum unglingaflokki karla krækti Jóhannes Pálsson í annað sætið og Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í sama flokki. Í opnum unglingaflokki kvenna varð svo hin efnilega glímukona Rinesa Sopi önnur. Það dró svo til tíðinda í fullorðins flokki en þar sigraði Gunnar Örn Guðmundsson í -84 kg flokki karla en í +84 kg flokki karla nældi Jóel Helgi Reynisson sér í þriðja sætið í fjölmennum flokki. Guðmundur Stefán Gunnarsson var aldursforseti mótsins en hann varð annar í opnum flokki karla og eftir honum kom Sigurður Arnar Benediktsson en þeir Guðmundur þurftu að keppa aukaviðureign um annað sætið því Sigurður kom öllum á óvart og lagði Guðmund í fyrri viðureign þeirra. Eftir mótið var Glímuþing haldið sem var hið glæsilegasta og þar kom fram að glímudeild UMFN var stærsta glímudeild landsins 2021 og miðað við þátttöku í tímamótinu lítur út fyrir að enn fjölgi kepp endum frá UMFN.
Rinesa Sopi og Mariam Badawy með gull á barnamóti VBC
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í námsver Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig
Á sunnudaginn fór fram barnamót VBC í Kópavoginum í gólfglímu. Fjórar stúlkur kepptu fyrir hönd Njarðvíkur. Rinesa Sopi sem hafði unnið til annara verðlauna í glímu daginn áður keppti einnig á þessu
móti. Gerði hún sér lítið fyrir og vann sinn flokk og sýndi að hún er ein af efnilegustu alhliða glímu konum Íslands. Mariam Badaawy keppti einnig á mótinu og hún sigraði örugglega eftir fjölmargar viðureignir.
Rinesa Sopi er ein af efnilegustu alhliða glímukonum Íslands.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi (sálfræðimenntaður) Myllubakkaskóli - Dönskukennsla á unglingastigi Myllubakkaskóli - List- og verkgreinakennari
Þá keppti Birkir Freyr Guðbjartsson á blábeltingamóti í gólfglímu á sama tíma og tímamótið var í glímu hann gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í sínum flokki.
Njarðvíkurskóli - Kennari á miðstig Njarðvíkurskóli - Kennari á yngsta stig Njarðvíkurskóli - Kennari í heimilisfræði Njarðvíkurskóli - Þroskaþjálfi/félagsráðgjafi Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi Stapaskóli - Deildarstjóri eldra stigs. Stapaskóli - Kennari á miðstig Stapaskóli - Kennari á unglingastig Stapaskóli - Kennari á yngsta stig Stapaskóli - Kennari í textílmennt Stapaskóli - Kennari í tónmennt Stapaskóli - kennari í hönnun og smíði Stapaskóli -Sérkennslustjóri á leikskólastig Leikskólinn Holt - Deildarstjórastöður Leikskólinn Holt - Leikskólakennarar Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Fyrr í þessum mánuði fagnaði ég hálfrar aldar afmælisdegi. Ég var svo sem búin að ganga með þann hnút í maganum í yfir ár að nú færi dagurinn að nálgast með öllum þeim kostum og göllum sem ég gat gert mér í hugarlund. Hafði t.d. fagnað rækilega með öllum mínum æskuvin konum sem náðu sama áfanga á síð asta ári. Aldrei hefði mig þó grunað hversu mikla gleði dagurinn átti eftir að veita mér og þeim tímamótum sem mér finnst ég vera á akkúrat í dag. Fyrir ykkur sem lesið hafa pistlana mína (kannski enginn) vil ég viðurkenna að eftir því sem árin líða verð ég væmnari og þakklátari útgáfa af sjálfri mér. Lífið hefur gefið mér svo margt, bæði gott og slæmt. Þannig að fyrirfram vil ég biðjast afsökunar á því ef ykkur finnst ég vera of persónuleg. Ég kýs að nota þennan vettvang til þess að ræða frekar eitthvað sem mig langar að deila úr mínu lífi í stað þess að fara í pólitískar skotgrafir, þó það hafi nú alveg gerst. En allar ábendingar vel þegnar. Því hvað veit ég svo sem? En aftur að afmælisdeginum. Við maðurinn minn erum jafngömul þó hann tali nú alltaf um að hann sé yngri en ég, á afmæli seinna á árinu. Við vorum búin að ákveða að halda sameiginlega afmælisveislu og ætt móðirin, mamma mín sem er karla holl með eindæmum og á það til að vera frekar í hans liði en mínu, var búin að ákveða að dagurinn yrði að vera mitt á milli afmæla okkar. Þannig að búið var að ákveða að maí væri tilvalinn í verkefnið. Við vorum því búin að stilla upp plani (eins og excel-nördarnir í okkur báðum gera við svona tilefni), tala við vini varðandi veislustjórn og ákveða skemmtiatriði. Meira að segja svo langt komin að bóka þau í gegnum góðan vin sem á sambönd í bransanum. Tilhlökkunin var mikil
LOKAORÐ
Aldurs komplexar
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR og við ætluðum nú aldeilis að njóta þess með okkar bestu. Eftir að ég fagnaði mínum áfanga þá fannst mér hins vegar momentið mitt vera búið. Þar sem ég átti svo dásamlegan tíma með mínu nánasta fólki á afmælis deginum fannst mér sérdeilis ekki ástæða til að endurupplifa daginn. Því var ákveðið að hætta við stóra sameiginlega daginn. Á reyndar eftir að ræða það við ættmóðurina sem leikur sér í þessum töluðu í golfi á Spáni. En þá veit hún það núna. Á af mælisdegi mannsins míns mun það svo bara koma í ljós hvað hann vill gera. Kannski verður partý. Kannski förum við bara í fjölskyldufrí. Hver veit? Mögulega finnst einhverjum ykkar sem náð hafa þessum áfanga þetta óttalegt væl og sjálfsmiðun. Ég vil þá beina orðum mínum sérstaklega að ykkur sem eigið eftir að upp lifa þetta og jafnvel mínum gömlu skólafélögum í Keflavík. Þessum tímamótum að verða fimmtugur er sko engin ástæða til að kvíða. Ég er ekkert eldri í hausnum en ég var fyrir ári eða tíu árum ef því er að skipta. Svo er ég líka svo einstak lega heppin hvað ég er mikill „late bloomer“ ef ég er þá „bloomer“ á annað borð. Það er kannski meira því að þakka hversu falleg og heil brigð móðurfjölskyldan mín er. Þar er jú hreysti og langlífi svo ég tali nú ekki um allar fegurðardrottningarnar sem fæðst hafa í móðurlegginn. Frænkur þið vitið hverjar þið eruð! Ég er þó aðallega heppin að ná að fagna þessum áfanga.
Eldgosið myndað með dróna. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Mældi sprungur og fann sex dróna á Gónhóli
Mundi Drónhóll ...
Fjölmargir töpuðu drónum við eldgosið í Fagradalsfjalli sem stóð í hálft ár frá 19. mars til 18. september á síðasta ári. Sögusagnir eru um að hundruð dróna hafi farið í gíginn eða tapast í glóandi hrauninu þá mánuði sem gosið stóð yfir. Vísindamaður sem fór á dögunum til að mæla sprungur á stað sem kallaður hefur verið Gónhóll við eldgíginn í Fagradalsfjalli fann sex dróna á svæðinu, að því er Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlis fræði, upplýsti á fundi í menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík í vikunni sem leið í tilefni af því að ár er liðið frá því eldsumbrot hófust í fjallinu.
Guðbjörg sækist eftir varaformennsku í SGS Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Þar vil ég leggja mitt á vogaskálarnar í starfi hreyfingarinnar og mína krafta í að gera hreyfinguna öfluga og kraft mikla til að berjast fyrir réttindum verkafólks.
Ég hef átt gott samstarf við alla formenn SGS og á auðvelt með að vinna með fólki og tel því ég eiga fullt erindi í þetta hlutverk. Mér finnst mikilvægt að rödd og áherslur míns félags og félagsmanna og okkar Suðurnesjamanna heyrist innan verkalýðs hreyfingunnar í komandi kjaravið ræðum og vil leggja mitt af mörkum til þess,“ segir Guðbjörg í tilkynningu sem hún birtir á Facebook.
Markið er sett á fullbúna Ljósanótt Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2022 er hafinn og fer hátíðin fram dagana 1.–4. september næstkomandi. Markið er sett á fullbúna hátíð með dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman um að skapa frábæra Ljósanótt 2022. Allir sem luma á góðum hugmyndum eða hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið með fjölbreyttum hætti eru hvattir til að setja sig í samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.
KYNNING Á VINNSLUTILLÖGU AÐALSKIPULAGS SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034 Tillagan er sett fram í greinargerð, á þremur skipulagsuppdráttum á einu kortablaði, auk umhverfismatsskýrslu. Skipulagið er sett fram eftir málaflokkum, þ.e.: ■ ■ ■ ■
Sjálfbært og aðlaðandi samfélag Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf Traustir og hagkvæmir innviðir Vel menntað og heilbrigt samfélag
Vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022–2034, ásamt umhverfismatsskýrslu er kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er aðgengileg á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is. Auk þess mun vinnslutillagan liggja frammi á skrifstofu Suðurnesjabæjar Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022–2034 er nýtt aðalskipulag sem felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013–2030 og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008–2024. Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030, en það er ekki hluti af endurskoðuninni.
Umsagnir eða athugasemdir skulu berast til Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - vinnslutillaga“ fyrir 14. apríl 2022. Umsagnir má einnig senda bréfleiðis á Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ. Íbúafundur vegna tillögunnar þar sem vinnslutillaga aðalskipulagsins verður kynnt verður auglýstur síðar.