Víkurfréttir 13. tbl. 40. árg.

Page 1

magasín SUÐURNESJA

á Hringbraut og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

MENNING

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

■ FIÐLARINN Á ÞAKINU

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

■ MÁR OG SÖNGUR FUGLSINS ■ HLJÓMLIST ÁN LANDAMÆRA

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Íbúar Suðurnesja sitji við sama borð Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitafélagana á Suðurnesjum og vonar að hún nái fram að ganga. Þetta kemur fram í tillögu sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. „Eins og fram kemur í tillögunni er staða Suðurnesja um margt sérstök og miklar sveiflur verið í atvinnulífi. Íbúafjölgun síðustu ár hefur verið fordæmalaus með tilheyrandi álagi á félagslega innviði, ekki síst þá sem eru á forræði ríkisins s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu, framhaldsskóla, vegakerfi o.fl. Fulltrúar sveitarfélaganna ásamt forsvarsmönnum helstu ríkisstofnanna á Suðurnesjum hafa fundað með þingmönnum, ráðherrum, ráðuneytisstjórum og öðrum fulltrúum

ríkisins og vakið athygli á þeim margvíslegu áskorunum sem opinberar stofnanir, bæði ríkis og sveitarfélaga, standa frammi fyrir. Málflutningur Suðurnesjamanna hefur fengið góðar undirtektir en efndir og viðbrögð látið á sér standa. Á meðan hefur íbúum fjölgað enn frekar og staðan versnað. Furðu sætir að þrátt fyrir að gerðar hafi verið breytingar á úthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með tilliti til vaxtarsvæða hefur dregið úr fjárveitingum til ríkisstofnanna á svæðinu á sama tíma. Bæjarstjórn

Reykjanesbæjar vill einnig benda á að tillagan er í megindráttum í samræmi við verkefnismarkmið um vaxtarsvæði núgildandi byggðaáætlunar og þegar hefur verið samþykkt á Alþingi. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefja vinnu sem miðar að því að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum án tafar. Íbúar á Suðurnesjum fara fram á að sitja við sama borð og aðrir landsmenn enda eiga nýir íbúar sama tilkall og rétt til opinberrar þjónustu óháð fyrri búsetustað. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa lagt sig fram um að sinna þeim skyldum og verkefnum sem þeim ber, með tilheyrandi uppbyggingu félagslegra innviða, og gera þá kröfu að ríkið geri slíkt hið sama,“ segir orðrétt í tillögunni sem var samþykkt samhljóða eins og fyrr greinir.

Atvinnuleysistölur hækka -Um 850 manns án vinnu á Suðurnesjum í lok mars

Sundurtætt stokkönd við Afreksbraut í Reykjanesbæ.

Fálki tætti í sig stokkönd á Afreksbraut

Vígalegur fálki hefur gert sig heimakominn að undanförnu í Móa- og Hlíðarhverfi Reykjanesbæjar en einnig hefur sést til hans á flugvallarsvæðinu. Fálkinn situr oftast á ljósastaur og mænir haukfráum augum á umhverfið í leit að bráð en auk þess fylgist hann með daglegu flugi stokkanda, sem færa sig reglulega á milli Fitja og Miðnesheiðar. Ein slík varð fálkanum að bráð á ferð sinni yfir Afreksbraut í Reykjanesbæ nýverið og gæddi hann sér í mestu makindum á andabringunum við bílastæðin. Þegar yfir lauk var lítið annað eftir af öndinni en haus og fiður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var Valur Ketilsson sem myndaði fálkann sem stóð á öndinni í orðsins fyllstu merkingu og tætti fuglinn í sig. Þriðju myndina af fálkanum tók Sigurður B. Magnússon þar sem fálkinn stóð vaktina í brautarljósunum á Keflavíkurflugvelli.

Um 850 manns á Suðurnesjum voru á atvinnuleysisskrá 25. mars sl. samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar eða 5,1%. Hildur Gísladóttir, forstöðumaður stofnunarinnar á Suðurnesjum segir að það hafi orðið veruleg breyting síðustu tvo mánuði síðasta árs en síðan hafi bæst á atvinnuleysisskrána jafnt og þétt. Í febrúar bættust við 154 einstaklingar og 26. mars voru komnir rúmlega eitthundrað til viðbótar. Af þeim 850 manns sem nú þegar eru á atvinnuleysisskrá eru um 500 manns útlendingar. Langflestir koma frá fyrirtækjum og aðilum sem tengjast ferðaþjónustu.

til baka. Fari illa hjá WOW er ekki ólíklegt að sá hópur missi vinnuna. Airport Associates er einn af stærstu kröfuhöfum WOW en það ásamt fleiri stórum kröfuhöfum samþykkti að breyta skuldabréfum í hlutafé. Sigþór Skúlason, forstjóri félagsins sagði við visir.is í vikunni að það væri samdómaálit körfuhafa að það hafi verið heillavænlegri leið en að WOW færi í þrot. Tölur úr rekstri WOW sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhöfur séu góðar.

Ljóst er að komi til gjaldþrots WOW air mun það hafa veruleg áhrif á Suðurnesjum en mest hjá Airport Associates sem hefur verið stærsti þjónustuaðili WOW á svæðinu. Fyrirtækið sendi út nærri þrjúhundruð uppsagnarbréf í nóvember síðastliðinn en dró svo um 200

Marstilboð - Fljótlegt og gott 50%

54%

Fálkinn stendur vaktina í flugbrautarljósunum á Keflavíkurflugvelli.

69 kr/stk

áður 149 kr

Fálkinn stendur á öndinni og undirbýr máltíð dagsins.

Coca Cola 3 tegundir, 33cl

40%

149 kr/stk

áður 299 kr

Hnetuvínarbrauð Myllan

Opnum snemma lokum seint

479 kr/pk

áður 798 kr

Pulled pork hamborgari Stjörnugrís, 2x120g

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 13. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu