Miðvikudagur 31. mars 2021 // 13. tbl. // 42. árg.
Ljósakeðja til og frá gosstöð
Þúsundir hafa lagt leið sína að eldstöðinni í Geldingadölum frá því gosið hófst. Fólk er líka að fara að eldgosinu á öllum tímum sólarhrings, margir vilja sjá gosið í myrkri en þeirri upplifun er lýst sem ævintýralegri. Myndina hér að ofan tók Jón Steinar Sæmundsson síðastliðið föstudagskvöld en þá var nær órofin ljósakeðja frá Suðurstrandarvegi og upp í Geldingadali. Annars vegar er það ljósakeðja bíla og svo mannlega ljósakeðjan. Sigurður Stefánsson tók svo neðri myndina nærri gosstöðinni. Eitthvað á þriðja tug þúsunda hafa komið að gosstöðinni frá því eldgosið hófst en síðustu sjö daga sýna teljarar að 18.000 manns hafi gengið að gosinu.
OPIÐ ALLA PÁSKANA! SKÍRDAGUR 1. apríl
FÖSTUDAGURINN LANGI 2. apríl
PÁSKADAGUR 4. apríl
ANNAR Í PÁSKUM 5. apríl
Hringbraut
Opið 24 klst.
Opið 24 klst.
Opið 24 klst.
Opið 24 klst.
Tjarnabraut
09:00-23:30
09:00-23:30
09:00-23:30
09:00-23:30
Höfum það gott um páskana
ALLT FYRI R ÞIG Næstu Víkurfréttir 8. apríl Víkurfréttir koma næst út á fimmtudag í næstu viku, 8. apríl. Skrifstofur blaðsins opna aftur þriðjudaginn 6. apríl kl. 9:00. Fréttavakt er á vf.is um páskana. Hægt er að hafa samband við ritstjórn í gegnum póstfangið vf@vf.is og auglýsingadeild á póstfangið andrea@vf.is.
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
DÍSA EDWARDS
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
DISAE@ALLT.IS 560-5510
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
PALL@ALLT.IS 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Aðventugarðinum verði tryggt fjármagn „Á árinu 2020 skapaðist einstakt tækifæri til að koma á fót nýjum viðburði, Aðventugarðinum, þegar heimild fékkst til að nýta fjárheimildir sem ætlaðar voru Ljósanótt. Til áratuga höfðu viðburðir á vegum Reykjanesbæjar í aðdraganda jóla verið með svipuðum hætti þegar ljósin voru tendruð á vinabæjartrénu frá Kristiansand og því tími kominn til nýsköpunar á þessu sviði,“ segir í skýrslu um Aðventugarðinn sem tekin var fyrir í menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar. Fjárheimildir voru nýttar til kaupa á grunnbúnaði svo sem ljósum og sölukofum. Verkefnið tókst afar vel og mikil og almenn ánægja var með það eins og könnun á vefnum Betri
Reykjanesbær sýndi með glöggum hætti. Ráðið leggur til að verkefninu Aðventugarðinum verði fram haldið og það fái fastan sess í viðburðadagskrá bæjarins. Þá skal jafnframt minnt á að hér var um frumraun að ræða á tímum þar sem ýmsar takmarkanir giltu. Því ítrekar ráðið að til þess að verkefnið megi byggjast upp og þróast áfram verði að tryggja því fjármagn á þessu ári. Meðal þess sem nauðsynlegt er að ráðast í er varanlegt aðgengi að rafmagni á Ráðhústorgi og í skrúðgarði. Ráðið leggur auk þess til að á næsta ári verði gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Frá opnun aðventugarðsins í Reykjanesbæ í byrjun desember 2020.
Suðurnesjabær styður baráttu um lægra eldsneytisverð Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir og styður þær áherslur sem koma fram í undirskriftasöfnum sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir. Bæjarráð Suðurnesjabæjar telur eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum eigi kost á eldsneytiskaupum á sambærilega hagstæðu verði og til dæmis er á höfuðborgarsvæðinu.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Guðný Birna á aðalfundi HS Veitna.
Guðný Birna fyrsti kvenformaður HS Veitna „Við höfum verið með margar mjög efnilegar konur í stjórn og HS Veitur hafa lagt mikið upp úr jafnræði kynja í stjórn. Þetta hefur verið algjörlega framúrskarandi reynsla og fjölbreytileg og hvet ég allar konur að bjóða krafta sína til stjórnar til að hafa áhrif. Það er svo mikilvægt að við konur látum af okkur kveða og séum fyrirmyndir fyrir hver aðra,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, en hún var nýlega kjörin formaður stjórnar HS Veitna. „Ég hef verið í stjórn HS Veitna síðan árið 2015 eða í sex ár alltaf sem ritari stjórnar. Auk þess að hafa verið ritari stjórnar hef ég setið í endurskoðunarnefnd frá 2015 og var þar formaður 2019–2020. Ég þekki fyrirtækið því vel, stjórnina og starfsmennina. HS Veitur er frábært
fyrirtæki sem starfar á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, hluta Garðabæjar og á Selfossi. Fyrirtækið er með frábært starfsfólk sem telur tæplega 100 manns. Reksturinn er góður og fyrirtækið hefur verið að fjárfesta mikið í innviðum sínum og má þar helst nefna nýja aðstöðu í Hafnarfirði og uppbyggingu á varmadælustöð í Vestmannaeyjum. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð árið 1974 og var starfrækt í 34 ár og HS Veitur í þrettán ár, frá árinu 2008. Það er því einkar ánægjulegt að vera fyrsti kvenformaður í stjórn,“ segir Guðný Birna. HS Veitur voru formlega stofnaðar árið 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö félög, HS Veitur og HS Orku. Reykjanesbær á 50,1% hlut í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag á 49,8% hlut og Sandgerðisbær 0,1%. HS Veitur veltu 7,5 milljörðum króna á árinu 2020 og hagnaður síðustu tvö árin voru um tveir milljarðar króna. Starfsmenn eru 94, þar af 63 í Reykjanesbæ.
13,2 milljarða tap hjá Isavia árið 2020 Árið 2020 var afkoma Isavia samstæðunnar neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta, sem er um 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur ársins námu 14,7 milljörðum króna, sem er um 62% samdráttur á milli ára. Staða handbærs fjár nam um 9,4 milljörðum króna í árslok 2020. Þetta kemur fram í ársreikningi Isavia samstæðunnar sem samþykktur var á aðalfundi félagsins sem haldinn var með rafrænum hætti í dag. Stærstan hluta af tekjusamdrætti samstæðunnar milli ára má rekja til reksturs Keflavíkurflugvallar og Fríhafnarinnar en farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 81% frá 2019. „Árið 2020 var afar krefjandi fyrir rekstur flugvalla og flugleiðsögu í öllum heiminum. Heimsfaraldurinn af völdum Covid-19 tók í raun völdin í öllum okkar daglegu athöfnum og fór Isavia síður en svo varhluta af því. Á síðasta ári fór mikil orka í að tryggja fjármögnun og aðgang okkar að lausu fé ásamt því að standa vörð um sterka innviði félagsins,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Í dag höfum við snúið vörn í sókn. Okkur hefur tekist vel við að tryggja aðgang að lausu fé og þrátt fyrir að hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir á síðasta ári um fækkun starfsfólks þá gátum við engu að síður staðið vörð um stærri hluta starfa hjá okkur. Fjármálaráð-
herra, fyrir hönd eiganda okkar, tók ákvörðun í byrjun þessa árs að auka hlutafé í félaginu sem gerði okkur kleift að fara með uppbyggingaáform Keflavíkurflugvallar af stað á ný. Sú ákvörðun var afar mikilvæg, bæði fyrir samkeppnishæfni flugvallarins til framtíðar og möguleika okkar að komast út úr Covid-19, miðað við mismunandi sviðsmyndir en ekki síst fyrir erfitt atvinnuástand í nærsveitarfélögum Keflavíkurflugvallar.“ Enn sér ekki fyrir endann á áhrifum Covid-19 þegar kemur að ferðalögum milli landa. „Nýjustu aðgerðir stjórnvalda vegna aukinna Covid-19 smita hér á landi sýna að við höfum ekki kveðið niður ógnina af veirunni,“ segir Sveinbjörn. „Það er engu að síður lykilatriði að missa ekki sjónar á því markmiði að opna Ísland þegar tækifærið gefst. Bólusetningar á tveimur af okkar mikilvægustu mörkuðum, Bretlandi og
Bandaríkjunum, ganga vel og stjórnvöld á Íslandi hafa boðað afar mikilvæg skref í átt að opnun Íslands. Auðvitað þurfum við að taka mið af stöðu faraldursins hverju sinni en við finnum fyrir miklum áhuga hjá flugfélögum sem við þjónum á þeim skrefum sem hafa verið rædd vegna umferðar til Íslands og munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að endurheimtin verði sem farsælust.” Á aðalfundi Isavia samstæðunnar í dag var kosin stjórn og varastjórn félagsins sem eru óbreyttar: Aðalstjórn: Orri Hauksson, stjórnarformaður, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Varastjórn: Hreiðar Eiríksson, Ingveldur Sæmundsdóttir, Óskar Þórmundsson, Sigrún Traustadóttir og Þorbjörg Eva Erlendsdóttir.
AÐ KVÖLDI SKÍRDAGS KL. 21:00 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Ekki ásættanlegt fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu“ – Sveitarfélagið Vogar hafnar framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Delta byrjar í maí að fljúga til þriggja borga í Bandaríkjunum Delta Air Lines byrjar að fljúga daglega milli Íslands og þriggja borga í Bandaríkjunum í maí næstkomandi. Þar á meðal er Boston, sem er nýr áfangastaður. Hinar borgirnar eru New York og Minneapolis/St. Paul, en þangað hefur Delta flogið undanfarin ár ef 2020 eru undanskilið. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands byggir á því að Ísland er fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafa fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum
Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan. „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Farþegar Delta frá Bandaríkjunum þurfa að færa sönnur á fullri bólusetningu eða að þeir hafi náð sér af Covid-19 sýkingu. Farþegar til Bandaríkjanna munu þurfa að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 skimun.
Björgunarsveitin Þorbjörn kemur varaafli á símstöðina í Grindavík í rafmagnsleysi sem varð 5. mars sl. og varði klukkustundum saman.
Vilja reisa möstur fyrir fjarskiptasambönd í Grindavík Míla hefur lagt fram beiðnir til bæjaryfirvalda í Grindavík til að bæta fjarskiptasamband í Grindavík og til að tryggja rekstraröryggi ef rafmagn fer af bænum. Fulltrúar Mílu funduðu með bæjarráði Grindavíkur 16. mars síðastliðinn vegna málsins. Míla ehf. óskar m.a. eftir að reisa mastur á lóð félagsins við Víkurbraut 25. Um er að ræða átján metra háan járnstaur til að hýsa farsímaloftnet
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
og þar með bæta farnetssamband í Grindavíkurbæ. Einnig óskar fyrirtækið eftir að setja farsímaloftnet í fimmtán til átján metra hæð við norðurhluta bæjarins á hentugum stað. Þá óskar Míla ehf. eftir að Grindavíkurbær setji í deiliskipulag aðstöðu fyrir farsímafélög við í austurhluta bæjarins. Bæjarráð Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í síðustu viku að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. „Afgreiðsla sveitarfélagsins eru vonbrigði m.a. í ljósi umræðunnar um náttúruvá og afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Staðan sem við stöndum frammi fyrir er mjög erfið og ekki ljóst með áframhaldið,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, í tilkynningu en Landsnet hefur í mörg ár talað fyrir mikilvægi þess að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. „Þessi niðurstaða Sveitarfélagsins Voga er vonbrigði, ekki bara fyrir okkur heldur einnig fyrir hin sveitarfélögin á línuleiðinni sem nú þegar hafa veitt leyfi. Ef ákvörðunin stendur óbreytt er í uppnámi ein mikilvægasta framkvæmdin í flutningskerfi raforku á svæði sem stjórnvöld hafa sett í forgang. Afgreiðsla framkvæmdaleyfis með höfnun eins og í þessu tilviki á sér ekki fordæmi og ekki ljóst hver séu næstu skref en vinna við að meta það er nú þegar hafin. Verkefnið er stopp á meðan og Suðurnesin búa áfram við óbreytt ástand. Í ljósi þess að jarðhræringar og eldgos gætu staðið yfir í lengri tíma er það ekki ásættanlegt fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem er miður“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Suðurnesjalína 2 hefur lengi verið í undirbúningi og stefnt var að því
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fagnar því að til stendur að halda Barna- og ungmennahátíð dagana 6.- 16. maí nk. með þátttöku allra skólastiga og stofnana Reykjanesbæjar og sérstökum fjölskyldudegi sunnudaginn 9. maí. Ráðið hvetur stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili og bjóða upp á dagskrá, viðburði, fræðslu, tilboð eða annað sem við á og tengja sig þannig við hátíðina.
Enginn aðgangseyrir
að hefja framkvæmdir árið 2020. Umsóknin um framkvæmdaleyfið byggði á samþykktri kerfisáætlun og ítarlegum undirbúningi þar sem lagt var mat á umhverfisáhrif ólíkra valkosta og hagsmunaaðilum tryggð aðkoma í gegnum vandað samráðsferli. Loftlínuvalkosturinn sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir tryggir best afhendingaröryggi raforku af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir við undirbúning verkefnisins sýndu jafnframt að svæðið er útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum, sem gerir það að verkum að jarðstrengskostur er ekki góður á þessu landsvæði. Í tilkynningu Landsnets segir að sá jarðstrengsvalkostur sem Sveitarfélagið Vogar leggur til felur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað og minna öryggi. „Þessi valkostur fellur heldur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki samræmi við raforkulög. Þar af leiðandi getur Landsnet ekki lagt hann til.“
Fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum stöðvar orkuskipti á Suðurnesjum „Á miðvikudag hafnaði b æ j a r s t j ó r n Sve i t a r félagsins Voga að veita framkvæmdaleyfi fyrir Su ð u r n e sja l í n u 2 e n áður höfðu sveitarfélögin Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélaganna þriggja. Enn á ný er þetta mikilvæga öryggis og framfaramál fyrir Suðurnes komið á byrjunarreit og finnst flestum nóg um eftir sautján ára þrautagöngu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á Alþingi í síðustu viku. „Fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum stöðvar með þessu orkuskipti á Suðurnesjum, eykur óvissu í afhendingaröryggi og flutningsgetu raforku fyrir atvinnulíf og heimilin á svæði þar sem mesta atvinnuleysið í landinu hrjáir samfélagið. Í ljósi alls þessa og þeirra náttúruhamfara sem eru í gangi á Reykjanesi er aðkallandi að málið verði klárað á þessu þingi til þess að koma í veg fyrir frekari tafir málsins og flýta því að framkvæmdir geti hafist. Ég mælti fyrir frumvarpinu um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 og gekk það til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni 1. umræðu þann 3. mars síð-
Listahátíð barnaog ungmenna í maí
astliðinn. Með frumvarpinu yrði skipulagsvaldið með framkvæmd Suðurnesjalínu 2 til Landsnets flutt frá sveitarfélögunum til löggjafans. Það er aðkallandi að skipulagsvald mikilvægra innviða í landinu verði tekið á æðra stjórnsýslustigi svo eitt sveitarfélag geti ekki komið í veg fyrir eðlilega uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir einstaka landshluta eða landið allt. Markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu en framkvæmdin er mikilvæg fyrir meginflutningskerfið og tengingu milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt skýrslu orkuspárnefndar, raforkuspá 2018–2050, og framtíðaráætlunum sveitarfélaga á Suðurnesjum, mun eftirspurn eftir raforku aukast hraðar þar en annars staðar á landinu. Stafar það m.a. af áformum um aukna raforkunotkun gagnavera á Suðurnesjum, auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli og örari fólksfjölgun. Suðurnesjalína 2 er framkvæmd sem er mikilvæg út frá þjóðarhagsmunum og því þarf ekki að fjölyrða um brýna nauðsyn þess að ráðast í hana. Óviðunandi töf hefur nú þegar orðið á málinu sem hefur velkst í kerfinu árum saman.“
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar frá 17. mars sl. þess efnis að enginn aðgangseyrir verði að söfnum Reykjanesbæjar til 1. september 2021. Þessi ákvörðun á m.a. við um söfnin í Duus Safnahúsum og Rokksafn Íslands í Hljómahöll.
Fimmtán milljónir í annan áfanga útsýnispalls við Brimketil Reykjanes Geopark hefur fengið úthlutað fimmtán milljónum króna styrk úr framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að stækka núverandi útsýnispall við Brimketil á Reykjanesi. Upphafleg hönnun útsýnispallsins gerði ráð fyrir öðrum samtengdum palli með setbekk og staðsettur nær sjálfum Brimkatli.
Taka undir áskorun vegna framtíðaruppbyggingar á Reykjanesi Bæjarráð Grindavíkur tekur undir áskorun Samtaka Atvinnurekenda Reykjanesi (SAR) sem vilja skora á allar bæjarstjórnir á Reykjanesi að sameinast um framtíðar uppbyggingu svæðisins og þar með að beita sér meðal annars fyrir því að raforkudreifing inn á svæðið verði tryggð með lagningu Suðurnesjalínu II, Reykjanesbraut verði kláruð og að verkefni finnist fyrir Helguvíkurvíkurhöfn sem standast kröfur og samræmast stefnu sveitarfélaganna og Kadeco um uppbyggingu svæðisins.
Verslum heima!
Fiskbúð Reykjaness þjónustar lítil og stór fyrirtæki. Hjá okkur fá einstaklingar og fyrirtæki persónulega og góða þjónustu.
Hafðu samband!
Brekkustíg 40 / 260 Reykjanesbæ / 783-9821 / fbr@fbr.is / fbr.is
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hugmyndasöfnun Gerum Reykjanesbæ enn betri
FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
Reykjanesbær óskar eftir hugmyndum frá íbúum að skemmtilegum verkefnum til að fegra og bæta umhverfið okkar. 30 milljónum verður veitt í verkefnin sem hljóta flest atkvæði í kosningu sem fer fram í lok maí. Miðvikudaginn 31. mars hefst hugmyndasöfnun inn á BetriReykja nesbaer.is þar sem okkur íbúum Reykjanesbæjar gefst kostur á að koma með hugmyndir að verkefnum sem standa okkur nærri og við teljum að muni bæta bæinn okkar á einhvern hátt. Hugmyndirnar geta snúið að því að skapa eitthvað nýtt, hafa jákvæð áhrif á umhverfið, hvetja til hreyfingar, útivistar og samveru, bæta aðstöðu til leikja og skemmtunar, listaverk eða hvað annað sem okkur dettur í hug. Í raun allskonar verkefni og vonandi sem fjölbreyttust í takt við samfélagið okkar. Kannski vilja einhverjir fjölga bekkjum á gönguleiðum, fá ungbarnarólur nú eða strandblakvöll í Skrúðgarðinn (segir þessi sem er ný farin að æfa blak), aðrir eru kannski með hugmyndir um listaverk eða eitthvað allt, allt annað.
Reykjanesbær mun setja 30 milljónir í verkefnin sem hljóta flest atkvæði í íbúakosningu í lok maí og því er mikilvægt að við íbúar tökum virkan þátt í þessu skemmtilega verkefni. Mig langar til að hvetja alla til þess að skoða hverfið sitt og nærumhverfi og koma með hugmyndir inn á Betri Reykjanesbaer.is um hvað myndi gera það ennþá betra. Mig langar líka að biðja ykkur að fá börnin ykkar með í lið, foreldra ykkar, ömmur og afa og aðstoða þá sem hafa hugmyndir að koma þeim inn á Betri Reykjanesbæ og deila þessu verkefni sem víðast svo að við fáum sem fjölbreyttastar hugmyndir. Það er tilvalið að nota páskahelgina til þess að fá sér göngutúr og kíkja í kringum sig og fá hugmyndir sem bæta samfélagið okkar. Kosið verður um bestu hugmyndirnar dagana 31. maí til 6. júní og þær sem verða hlutskarpastar fara í framkvæmdarferli. Inni á vef Reykjanesbæjar er hægt að fá betri upplýsingar um verkefnið. Hér eru slóð á hugmyndasöfnunina betraisland.is/group/9697
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu & þróunar.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Hópsnesið og sagan
Jón Steinar Sæmundsson
Hópsnes teygir sig um tvo kílómetra í sjó fram og er um einn kílómetri á breidd og skilur að Járngerðarstaðavík að vestanverðu og Hraunsvík að austanverðu. Hópsnesið nefnist þó Þórkötlustaðanes að austanverðu. Hópsnes/Þórkötlustaðanes myndaðist í gosi fyrir um 2800 árum úr gígaröð sem kennd er við fellið Sundhnúk og er skammt norðan við byggðina í Grindavík. Hafnarskilyrði í Grindavík eru góð vegna þessa hraunrennslis og lóns (Hópsins) sem varð til við nesið þegar sjór tók að brjóta hraunið og flytja til laust efni. Ef nessins nyti ekki við er erfitt að sjá fyrir sér byggð í Grindavík. Það er því svo að eitt fjögurra byggðalaga á Reykjanesskaga á tilvist sína að þakka gossprungu í eldstöðvakerfi sem enn er virkt eins og komið hefur svo bersýnilega í ljós að undanförnu. Fyrri hluti 20. aldar var blómatími byggðar og útgerðar á nesinu. Þá gerðu margir árabátar og síðar vélbátar út frá Þórkötlustaðanesi. Víða má sjá minjar um byggðina sem nú er horfin, s.s. innsiglingarvörður, fiskbyrgi, íshús, fiskhús, lifrarbræðslu og salthús. Útgerð fluttist á þann stað þar sem nú er Grindavíkurhöfn árið 1939. Þá gróf hópur atorkusamra Grindvíkinga í sundur rifið sem hindraði bátagengd inn í Hópið. Hópsnesviti var byggður árið 1928. Í dag er nesið er vinsælt til útivistar og liggur um það göngu- og hjólaleið sem skemmtilegt er að fara um á góðum degi og fá söguna sem æpir á mann hvert sem litið er þegar farið er um nesið. Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
TILBOÐIN GILDA: 31. MARS – 5. APRÍL
KALKÚNN Á FRÁBÆRU VERÐI! Heill kalkúnn – erlendur Nokkrar stærðir
1.399
KR/KG
30%
33%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Lambahryggur Heill
2.099
KR/KG
ÁÐUR: 2.999 KR/KG
40%
er komið út
Hamborgarhryggur Með beini – Kjötsel
1.195
Kynntu þér afgreiðslutíma Nettó yfir páskana netto.is
ALLT AÐ
KR/KG
ÁÐUR: 1.784 KR/KG
❃ Páskasteikin ❃ Úrval af páskaeggjum ❃ Frábær tilboð
50% AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Stutt lambalæri Bláberja
1.295 ÁÐUR: 2.159 KR/KG
PÁSKABLAÐ NETTÓ
KR/KG
Wellingtonsteik Nautakjöt
5.399 ÁÐUR: 8.999 KR/KG
Skannaðu kóðann og kíktu á blaðið
KR/KG
40%
35%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Kjúklingabringur Grilltvenna
Lægra verð – léttari innkaup
1.599 ÁÐUR: 2.665 KR/KG
KR/KG
Lambalærissneiðar Blandaðar
1.789
KR/KG
ÁÐUR: 2.559 KR/KG
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Meginmarkmiðið að íbúar búi í heilsueflandi samfélagi Áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsu í lifandi stefnu, segir Guðrún Magnúsdóttir, nýráðinn lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar. „Með Lýðheilsustefnunni er meginmarkmiðið að íbúar Reykjanesbæjar búi í heilsueflandi samfélagi þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsu,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar, en hún tók við starfinu í ársbyrjun 2020. Reykjanesbær er annað sveitarfélagið á Íslandi sem ræður lýðheilsufræðing til starfa. – Um hvað fjallar Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar í grófum dráttum? „Lýðheilsustefnan er lifandi og verður endurskoðuð árlega en birtir áhersluatriði bæjarstjórnar næstu tíu árin. Til hliðsjónar við árlegar endurskoðun verður stuðst við lýðheilsuvísa Embætti landlæknis sem gefnir eru út árlega og veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsustefnan og aðgerðar áætlun tekur mið að því að stuðla að heilsueflandi og fjölskylduvænu samfélagi þar sem umhverfi og aðstæður hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta, bættrar heilsu og vellíðan allra íbúa. Í stefnu sveitarfélagsins er lögð áhersla á að styðja við hæfileika allra íbúa í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf. Stefnan er byggð á tillögum lýðheilsuráðs, nefndum og ráðum í Reykjanesbæ ásamt því að hafa kallað eftir íbúum sem tóku þátt Páll Ketilsson pket@vf.is
við mótun stefnunnar. Markmið stefnunnar byggist á þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins sem felur í sér að efla og viðhalda heilsu og vellíðan íbúa á öllum aldursskeiðum. Stefnan dansar í takt við stefnu Reykjanesbæjar sem nær til ársins 2030. Sú stefna hefur sex stefnuáherslur sem er ætlað að hvetja til verkefna til að styðja við yngri kynslóðina og fjölskyldur þeirra ásamt því að auka lífsgæði og samskipti meðal bæjarbúa, áhersla á umhverfismál, kraftur fjölbreytileikans, sjálfbærni og skilvirkari þjónustu.“ – Hverju vill Reykjanesbær ná fram með lýðheilsustefnu? Hver eru helstu markmiðin? „Með Lýðheilsustefnunni er meginmarkmiðið að íbúar Reykjanesbæjar búi í heilsueflandi samfélagi þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Aukin og bætt heilsa og vellíðan íbúa skal byggjast á sannreyndri heilsueflingu, forvörnum og aðgengilegri heilbrigðisog velferðarþjónustu sem styðst við bestu þekkingu á hverjum tíma. Stuðlað verði að jöfnuði innan samfélagsins með tilliti til viðkvæmra hópa í samstarfi við heilsueflandi stofnanir og starfsemi innan sveitarfélagsins. Undirmarkmið Lýðheilsustefnunnar er aukið samstarf við heilbrigðisþjónustuna innan sveitarfélagsins, aukið aðgengi að heilsueflingu, geðrækt og þekking og öryggi.“
– Hvernig virkar hún, hvar kemur hún helst fram? „Með því að stefnan sé lifandi er verið að tryggja að markmið hennar fari ekki ofan í skúffu og gleymist. Að hafa árlegt þema í takt við Lýðheilsuvísa Embætti landlæknis má auka það sem betur má gera og/eða grípa inn þar sem þarf. Þegar ákveðið er að stefna sé lifandi er einnig verið að tryggja að þeir sem ábyrgir eru fyrir þeim verkefnum sem stuðla að aukinni heilsu séu meira á tánum varðandi þá þætti sem þarf að efla og bæta. Lýðheilsustefnuna, kynningar-
myndband og annað ítarefni má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.“ – Hvernig er starf fyrsta lýðheilsufulltrúa Reykjanesbæjar? „Fjölbreytt og skemmtileg. Fullt af áskorunum og endalaust af spennandi verkefnum í samstarfi við eldklárt og hvetjandi samstarfsfólk. Það hefur verið virkilega gaman að stíga um borð á vinnustað þar sem mikill eldmóður og metnaður er fyrir því að efla og styrkja sveitarfélagið.“
– Hvernig hefur gengið að vinna að nýjum málaflokki á Covid-ári? „Þetta ár hefur verið allskonar. Margar áskoranir, bæði í leik og starfi. Hlutirnir ekki gerst jafn hratt og maður hefði viljað og mörg verkefni dottið upp fyrir eða frestast vegna Covid. Við höfum reynt að vera lausnamiðuð og jákvæð sem ég tel að hafi gengið vonum framar. Við erum eflaust öll sammála um að það hefði verið ágætt að sleppa Covid eða að ástandið hefði varað aðeins styttra,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar.
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
ERTU MEÐ GÓÐA HUGMYND FYRIR BÆINN ÞINN?
HUGMYNDASÖFNUN Fegrum og bætum Reykjanesbæ er fjölþætt lýðræðisverkefni þar sem íbúar Reykjanesbæjar og aðrir geta lagt fram hugmyndir að smærri framkvæmdum sem þeir vilja sjá í bænum. Íbúar eru hvattir til senda inn tillögur að góðum og snjöllum verkefnum en gert er ráð fyrir að verja allt að 30 milljónum króna í þau verkefni sem fá flest atkvæði.
Nú er kjörið tækifæri fyrir íbúa Reykjanesbæjar til að skoða hverfin sín gaumgæfilega og koma með hugmyndir sem gera þau enn betri. Hver hugmynd þarf að vera vel útskýrð og með nákvæma staðsetningu, en það auðveldar íbúum að meta hugmyndina og hvort þeir vilja gefa henni atkvæði. Kosið verður um bestu hugmyndina frá 31. maí til 6. júní næstkomandi.
Hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni en frestur til að skila inn hugmyndum er til 15. apríl næstkomandi.
Hugmyndasöfnunin fer fram á www.betrireykjanesbaer.is en nánari upplýsingar má finna á www.reykjanesbaer.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Heilsuefling í Reykjanesbæ og Grindavík fyrir íbúa 65 ára og eldri Vorið 2017 reið Reykjanesbær á vaðið, fyrst sveitarfélaga hér á landi, og bauð upp á skipulega heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri. Verkefnið var skipulagt í samstarfi við J anus heilsueflingu og hefur það verið í gangi síðan. Í upphafi árs 2020 fór Grindavík af stað með verkefnið og hefur það einnig gengið einstaklega vel. Reykjanesbær og Grindavík eru heilsueflandi samfélög sem leggja áherslu á forvarnir og lýðheilsu fyrir alla aldurshópa. Verkefnið er í raun lýðheilsutengt inngrip með áherslu á heilsutengdar forvarnir auk þess sem það er byggt á raunprófanlegum aðferðum doktorsvekefnis Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið verkefnis er að bæta heilsu og lífsgæði eldra fólks með daglegri hreyfingu og stunda styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar í viku. Til að styðja við daglega hreyfingu eru sextán fræðsluerindi á tveimur árum um heilsutengda þætti eins og næringu, svefn og heilsu sem þátttakendur sækja. Verkefnið fór einstaklega vel af stað á báðum stöðum þar sem um 120 manns skráðu sig til leiks árið 2017 í Reykjanesbæ og um 80 þátttakendur í Grindavík. Inn í verkefnið í Reykjanesbæ hafa verið tekin milli 50 til 60 manns á sex mánaða fresti. Heilsuþjálfarar eru allir sérhæfðir á sínu sviði auk þess sem leitað er til sérfræðinga eins og lækna, sjúkraþjálfara, lýðheilsufræðinga og annars fagfólks þegar þurfa þykir. Heilsueflingin er einstaklingsbundin þó unnið sé saman í nokkrum hópum. Verkefnið er skipulagt sem tveggja ára heilsuefling í fjórum sex mánaða þrepum. Heilsufarsmælingar eru á sex mánaða fresti þar sem þátttakendur geta fylgst reglulega með framgöngu og breytingum á heilsu sinni. Rétt er að nefna að einstaklega gott samstarf hefur verið við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) í tengslum við blóðmælingar og nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi samvinnu, m.a.
mælingu á efnaskiptavillu sem er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og heilsumat 65+ unnið af starfsfólki HSS. Fyrsti hópurinn sem fór í gegnum heilsueflinguna í Reykjanesbæ kom einstaklega vel út þegar niðurstöður eru skoðaðar. Meðal helstu niðurstaðna að lokinni tveggja ára heilsueflingu voru þær að blóðþrýstingur lækkaði, hreyfi- og afkastageta þátttakenda óx, fitumassi minnkaði en vöðvamassi jókst auk þess sem heilsutengd lífsgæði urðu betri með hverju sex mánaða þrepi (sjá nánar mynd). Þá er rétt að geta þess að áhættuþáttur hjarta- og æðaskjúkdóma, svonefnd efnaskiptavilla, færðist til betri vegar en um 30% þátttakenda sem greindir voru með efnaskiptavillu færðust úr slíktri áhættu á fyrstu sex mánuðum verkefnisins. Eftir að Covid-19 skall á í ársbyrjun 2020 hefur verið fylgst náið með þátttakendum í verkefninu og þeir mældir reglulega. Þrátt fyrir skert aðgengi að heilsueflingu var brugðið á það ráð að vera með fjarþjálfun fyrir þátttakendur. Slíkt utanumhald skilaði góðum árangri þegar litið er á niðurstöður Covid-19tímabilsins. Allar mælingar standa í stað eða færast til betri vegar fyrir utan mælingar á styrk, vöðva- og fitumassa sem færðust í neikvæða átt. Má færa ástæðuna til lokun heilsuræktarstöva á tímabilinu. Það er von okkar að geta fært þessar niðurstöður aftur til betri vegar í samvinnu við þátttakendur þegar léttir á samkomutakmörkunum. Sameiginlegar þolæfingar í formi gönguþjálfunar fara fram einu sinni í viku í Reykjaneshöllinni í Reykja-
Gunnar Jónsson hefur verið elsti þátttakendi í verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ en hann var 94 ára þegar verkefnið hóf göngu sína. Hér er hann við mælingar á gripstyrk hjá Janusi. nesbæ og/eða á Nettóvellinum en í Hópinu í Grindavík og/eða á útivistarsvæðinu við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Þátttakendum er látið það eftir að stunda daglega hreyfingu eftir sérstakri áætlun sem þeir fá við upphaf verkefnis. Þá eru tvær styrktarþjálfunaræfingar í viku í Sporthúsinu á Ásbrú eða Gym heilsu í Grindavík undir leiðsögn þjálfara. Þátttakendum er velkomið að bæta við einni til tveimur æfingum til viðbótar. Janus heilsuefling, Sporthúsið og Gym heilsa hafa gert með sér sérstakan samning sem þátttakendur njóta góðs af. Þá stendur þátttakendum einnig til boða jógatímar, þeir fá sérstakt heilsuapp í símann auk þess sem þeir eiga aðgengi að sérstökum heilsupistlum og þjónustu í gegnum verkefnið.
Í apríl fer af stað sérstakur kynningarmánuðir. Öllum íbúum í Reykjanesbæ og Grindavík sem hafa náð 65 ára aldri er velkomið að skrá sig í gegnum heimasíðuna janusheilsuefling.is Þar fá þeir að kynnast verkefninu í gegnum lokaðan Facebookhóp auk þess að fá senda tölvupósta um heilsutengda þætti. Skráning þessi er án skuldbindinga og öllum 65+ opin. Síðan er stefnt á að vera með kynningarfundi í maí áður en farið verður af stað með nýja hópa í þjálfun. Fundurinn verður auglýstur síðar eða um leið og samkomutakmörkunum lýkur og eldri einstaklingar 65+ hafa verið bólusettir við Covid-19. Mælingar á heilsu þátttakenda sem tekið hafa þátt í verkefninu hafa sýnt mjög greinilega, ef frá er
talið tímbil samkomutakmarkana og lokun heilsuræktarstöðva á árinu 2020, einstaklega góðan ávinning af heilsueflingunni. Þessi ávinningur nær til félagslegra, andlegra og líkamlegra þátta.
Janus Guðlaugsson, PhD-íþróttaog heilsufræðingur.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA.
Myndin sýnir mat þátttakenda á eigin heilsu á hverju sex mánaða tímbili, fyrir þjálfun (júní 2017) og síðan til loka verkefnis í júní 2019.
Kæru Suðurnesjamenn.
Verðum á heilsugæslunni í Keflavík föstudaginn 9. apríl.
Tímapantanir í síma 534 9600. Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ellisif Katrín Björnsdóttir Lögg. heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
Myndin sýnir þjálfunar- og þjónustuþætti í fjölþættri heilsueflingu 65+ hjá Janusi heilsueflingu.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Framundan er páskaeggjaát og hálfgert letilíf Tíminn líður áfram – hmm, finnst eins og ég hafi byrjað nokkra pistla svona áður en jæja, þannig er þetta nú bara. Tíminn líður áfram og einn stærsti netamánuður ársins er að verða liðinn og hann er búinn að vera nokkuð góður – fyrir þessa fáu netabáta sem hafa landað. Allir bátarnir hans Hólmsgríms hafa verið að landa í Keflavík og Njarðvík og er aflinn samtals um 780 tonn hjá þeim bátum þegar þessi pistill er skrifaður. Grímsnes GK er með 225 tonn, Langanes GK 197 tonn báðir í 24, Maron GK 153 tonn í 23, Þorsteinn ÞH 86 tonn í fjórtán, Halldór Afi GK 61 tton og Hraunsvík GK 60 tonn, báðir í átján. Erling KE hefur flakkað yfir í Sandgerði og Grindavík og er búinn að landa 477 tonnum í 26 róðrum. Ef skiptinginn er skoðuð þá hefur Erling KE landað 183 tonnum í sex í Grindavík, 52 tonnum í Sandgerði í þremur og restinni í Njarðvík. Annars er búið að vera mokveiði hjá togskipunum en þau hafa verið mikið að veiðum utan við Grindavík á Selvogsbanka og hafa t.d. 29 metra togbátarnir fyllt sig á einum til tveimur dögum. Ef við lítum á bátanna sem hafa landað á Suðurnesjunum þá er t.d. Áskell ÞH með 443 tonn í fimm og Vörður ÞH 436 tonn í fimm, báðir í Grindavík. Pálína Þórunn GK 500 tonn í níu og má nefna að Pálína
Þórunn GK landaði 265,4 tonnum í fjórum túrum sem samtals voru aðeins um sjö veiðidagar. Það gerir um 38 tonn á dag. Bestu túrarnir voru um 64 tonn eftir um 36 klukkustundir á veiðum. Sturlu GK hefur gengið best og er kominn með 653 tonn í ellefu löndunum. Besti túrinn hjá Sturlu GK var 88 tonna löndun eftir aðeins um 36 klukkutíma túr en Sturla GK hefur þrisvar komið með yfir 70 tonna löndun eftir aðeins um 30 til 40 klukkustunda langan túr. Af stærri togurunum þá er t.d. Sóley Sigurjóns GK með 379 tonn í fjórum, Berglín GK 400 tonn í fjórum og síðan eru það frystitogarnir; Hrafn Sveinbjarnarson GK með 797 tonn, Tómas Þorvaldsson GK 779 tonn, báðir eftir eina löndun, og Baldvin Njálsson GK með 775 tonn í tveimur. Mjög góð veiði hefur verið hjá dragnótabátunum, þeir hafa allir verið á veiðum undir Hafnabergi. Sigurfari GK er með 209 tonn í fimmtán og mest 29 tonn, Siggi Bjarna GK 202 tonn í fimmtán og mest 24 tonn, Benni Sæm GK 160 tonn í fimmtán og mest 22 tonn, Aðalbjörg RE 107 tonn í tíu og mest fjórtán tonn, Ísey EA 103 tonn í níu og mest sautján tonn en Ísey EA hefur landað í Grindavík og Sandgerði. Hjá stóru línubátunum er Jóhanna Gísladóttir GK með 499 tonn í fimm,
Páll Jónsson GK 420 tonn í fjórum, Fjölnir GK 400 tonn í fjórum, Valdimar GK 344 tonn í fjórum og mest 104 tonn, Sighvatur GK 318 tonn í þermur, báturinn fór síðan í slipp í Njarðvík en kom á flot þegar þessi pistill var skrifaður. 30 tonna línubátarnir eru mikið búnir að vera á veiðum utan við Grindavík en þó líka utan við Sandgerði, tíðarfarið hefur reyndar verið
frekar leiðinlegt. Ef við skoðum bátana sem einungis hafa landað í Grindavík þá er t.d. Geirfugl GK með 116 tonn í fimmtán, Óli á Stað GK með 106 tonn í fjórtán, Sævík GK 103 tonn í fimmtán, Daðey GK 80 tonn í þrettán og Katrín GK 40 tonn í átta. Í Sandgerði er t.d. Margrét GK með 88 tonn í þrettán, Gullhólmi SH með 69 tonn í níu, Dóri GK 48 tonn
í þrettán, Steinunn BA 45 tonn í níu og Beta GK 45 tonn í níu. Framundan er síðan páskaeggjaát og hálfgert letilíf – og stopp hjá flestum ef ekki öllum bátum á Suðurnesjum, ég óska því lesendum gleðilegra páska. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Vinna rammaskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn og nágrenni Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur óskað heimildar til að vinna rammaskipulag svæðis sem afmarkast af Njarðvíkurhöfn, Sjávargötu, Njarðarbraut að Fitjabakka samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags. Fyrir liggur stefna stjórnar Reykjaneshafna sem felst m.a. í því að Njarðvíkurhöfn verði útgerðarhöfn sveitarfélagsins með þjónustu við fiskveiðar og vinnslu. Unnið er að stækkun Njarðvíkurhafnarinnar og skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og stefnt er að þróun skipaþjónustuklasa á svæðinu sem á eftir að hafa fjölbreytt áhrif á bæinn út fyrir svæðið. Myndaður verði stýrihópur hagaðila, embættismanna og kjörinna fulltrúa sem móti vinnuna og fylgi verkefninu eftir. Hópurinn stýri þróun verkefnisins og sjái til þess að það samþættist starfsemi hafnarinnar, öðrum skipulagsverkefnum í sveitarfélaginu og þróun viðskipta. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tilnefndi Róbert J. Guðmundsson í stýrihópinn og óskar eftir tillögu frá framtíðarnefnd og stjórn Reykjaneshafnar.
Hafna tilboðum í viðgerð á sjóvörn Bréf frá Vegagerðinni, dagsett þann 15. mars 2021, varðandi niðurstöður útboðsins í verkið Grófar- og Njarðvíkurhöfn – viðgerðir á grjótvörn. Eftirfarandi var lagt fram: Vegagerðin hefur farið yfir þau tilboð sem bárust í viðgerð á grjótvörn við Grófar- og Njarðvíkurhöfn og leggur til að þeim verði hafnað. Jafnframt leggur Vegagerðin til að samið verði við lægstbjóðanda varðandi þann hluta verksins sem snýr að smábátahöfninni í Gróf. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir þetta fyrirkomulag samhljóða á síðasta fundi sínum.
Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ og Grindavík fyrir eldri aldurshópa 65+ Leið að farsælum efri árum
Frír kynningarmánuður fyrir 65 ára og eldri
Kynning á fjölþættri heilsueflingu 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík Innifalið í fríum kynningarmánuði:
Reglulegir tölvupóstar með kynningu á verkefninu Aðgangur að lokuðum Facebook hópi Fjölbreyttir heilsupistlar og kynningarmyndbönd Þjálfunaráætlanir og heimaæfingar Hvatning til að efla eigin heilsu
Væntanlegur ávinningur eftir tveggja ára þátttöku í fjölþættri heilsueflingu Markmið með þátttöku er að gera þig hæfari til að takast á við heilsutengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Þú lærir að spyrna við fótum gegn öldrunareinkennum með markvissri þátttöku í þol- og styrktarþjálfun auk þess að taka þátt í reglulegri fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Þá verður þér boðið í reglulegar heilsufarsmælingar meðan á þátttöku stendur.
Skráning hafin!
Kynningarmánuður hefst
6. apríl
Skráning Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú skráð þig í frían kynniningarmánuð á slóðinni:
www.janusheilsuefling.is/skraning Að loknum kynningarmánuði gefst þér kostur á að sækja um þátttöku í verkefninu sem er niðurgreitt af Reykjanesbæ og Grindavík. Sérstakur kynningarfundur verður auglýstur síðar.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Magnað að sj liðast áfram unum eins og
segir Jón R. Hilmarsson, ljó „Það er magnað að sjá hraunflæðið liðast áfram í ljósaskiptunum eins og blóð í æðum.Það er einnig gaman að fylgjast með breytingunum sem verða á landinu með þessu eldgosi, alltaf eitthvað nýtt að sjá og mynda. Krafturinn sem fylgir þessu er dáleiðandi og appelsínuguli liturinn á glóðheitu hraunin er eitthvað sem maður þekkir ekki,“ segir Jón Rúnar Hilmarsson, ljósmyndari úr Reykjanesbæ. Jón var mættur í Geldingadali fljótlega eftir að gos hófst en fór aftur síðasta miðvikudag en þessar myndir eru úr þeirri ferð.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Jón R. Hilmarsson.
já hraunflæðið í ljósaskiptblóð í æðum“
ósmyndari úr Reykjanesbæ SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Yndislegt að upplifa eldgos í svona nálægð Sigurður Örn Stefánsson, eigandi og framkvæmdastjóri Köfunarþjónustu Sigurðar ehf., fór með fjölskylduna í ljósaskiptunum að eldstöðinni í Geldingadölum. Magnað ævintýri segir hann í samtali við Víkurfréttir. – Hvernig á að halda upp á páskana? „Eiga gæðastund með fjölskyldunni, borða góðan mat og mikið af súkkulaði. Ef veður leyfir förum við til fjalla og leyfum orkuboltunum okkar að renna sér og leika í snjónum.“
Hjónin Sigurður Stefánsson og Hildur Bjarney Torfadóttir með strákana sína á gosstöðvum um liðna helgi.
– Eru hefðir hjá þér um páskana eða páskamat? „Engar sérstakar hefðir nema fela páskaeggin og vera sama. Við fórum einu sinni til Tælands í páskafríinu og ákváðum að gera það framvegis á páskunum, við náðum því tvisvar og svo skall Covid á.“ – Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri fyrir þetta ástand í heiminum? „Við fjölskyldan hefðum líklegast farið til Tælands.“
– Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? „Ég á mér ekki neitt uppáhaldspáskaegg en eggið sem ég ætla að prufa í ár er Appolo lakkrísbitapáskaeggið.“ – Uppáhaldsmálsháttur? „Enginn er verri þótt hann vökni.“ – Hvað viltu segja um nýju takmarkanirnar. „Ég er ánægður með ákvörðunina hjá stjórnvöldum að taka hart á málunum.“ – Ertu búinn að fara á gosstöðvarnar? „Já, við fjölskyldan fórum seinnipart dags og náðum ljósaskiptunum. Þetta var alveg magnað ævintýri og yndislegt að fá að upplifa eldgos í svona mikilli nálægð.“
Mamma og pabbi duttu í lukkupottinn Íris Valsdóttir faldi páskaegg í Sólbrekkuskógi en hefur ekki farið á gosslóðir „Langtímaplanið var að vera annað hvert ár í bústaðnum hjá mömmu og pabba um páskana og árin á móti hjá tengdafjölskyldunni á Spáni. Mamma og pabbi duttu heldur betur í lukkupottinn því þau fá að hafa okkur tvö ár í röð! Á dagskrá er svo bara bústaðarkósý, spil, gönguferðir, grill og pottur,“ segir Íris Valsdóttir, kennari í Sandgerðisskóla. – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Nú erum við fjölskyldan einmitt að byrja að skapa okkar eigin hefðir. Við ákváðum að fara í Sólbrekkuskóg með börnin og fela þar lítil páskaegg sem eldri stelpan okkar fékk svo að leita að. Hún var alsæl með þetta svo ég held að við munum halda okkur við þessa hefð hér eftir.“ – Páskaeggið þitt? „Ég hugsa að ég fái mér Appolobitaegg í ár.“
– Uppáhaldsmálsháttur? „Svo lærir lengi sem lifir er minn uppáhalds en ég fékk líka einn mjög áhugaverðan um daginn og þar stóð: Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.“ – Hvað verður í páskamatinn? „Valur bróðir bauð okkur í sous vide hamborgarhrygg í fyrra sem smakkaðist svona líka dásamlega vel. Ég er að vona að það hafi verið upphafið að nýrri páskahefð fjölskyldunnar og set hér með smá pressu á hann að halda henni við.“
– Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Ég hef ekki enn látið mig hafa það að ganga upp en kærastinn minn er búinn að fara tvisvar og hann er frá Spáni! Ég get eiginlega ekki látið það gerast að hann sjái eldgos en ekki ég svo ég verð að fara reima á mig gönguskóna.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Við þurfum víst að standa af okkur enn einn storminn en svo birtir aftur til.“
Eins og horfa á lifandi veru sem er okkur öllum æðri Körfubolti og kalkúnn eru fastir liðir á páskum hjá Gunnari Örlygssyni „Við ætluðum á Eskifjörð um páskana en dagskráin breyttist vegna hertari aðgerða. Það er í góðu lagi enda er Reykjanesið heitasti staðurinn á plánetu Jörð sem stendur,“ segir Gunnar Örlygsson, atvinnurekandi á Suðurnesjum, en hann hefur verið duglegur að ganga um Reykjanesið. – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Kalkúnn með öllu tilheyrandi og körfubolti.“ – Páskaeggið þitt? „Brúnt.“
– Uppáhaldsmálsháttur? „Ekki er allt gull sem glóir.“ – Hvað verður í páskamatinn? „Kalkúnn í forrétt, eftirrétt og aðalrétt.“ – Ertu búinn að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Reyni að fara á hverjum degi. Að sjá landið okkar í mótun er eins og horfa á lifandi veru sem er okkur öllum æðri.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Öll él birtir um síðir,“ segir Gunnar Örlygsson.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Hefði viljað losna við að fá Covid Páskaeggjaleit er hefð hjá Einari Magnússyni og fjölskyldu „Við hjónin höfðum hugsað okkur að eyða páskunum í sumarbústað með börnunum okkar, tengdabörnum og barnabörnum – en nú erum við aðeins í lausu lofti með þetta, höfum ekki tekið ákvörðun ennþá,“ segir Einar Magnússon, fiskverkandi í Keflavík. Hann hefur, eins og fleiri, farið að gosstöðvunum og segir það stórkostlega upplifun. – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Páskaeggjaleit en hefð hjá okkur og við felum eggin sem fjölskyldan fær frá okkur. Ég er mjög góður í að fela þannig að það er erfitt að finna eggin sem ég fel. Svo er það bara að hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar, borða góðan mat og njóta samveru.“ – Páskaeggið þitt? „Það hefur alltaf verið Nóa egg en þessa páska ætla ég að prófa Freyju rísegg fyrir mig.“
– Uppáhaldsmálsháttur? „Illu er best aflokið.“ – Hvað verður í páskamatinn? „Kalkúnn með heimatilbúinni fyllingu og mikið af góðu meðlæti.“ – Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Já, ég fór ásamt syni mínum á þriðja degi goss. Þetta var stórkostleg upplifun og vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um hvað náttúran er mikilfengleg.“ – Hvað viltu segja um nýjustu takmarkanir vegna Covid-19? „Hlýða þríeykinu í einu og öllu. Við erum þrjú í fjölskyldunni búin að fá Covid, það var reynsla sem ég hefði alveg viljað losna við og vil því leggja mitt af mörkum til að losna við faraldurinn sem fyrst.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
Ljósmyndarasynir koma með gosið beint í æð Sigrún (Rúna) Kærnested Óladóttir, eigandi Zolo & Co, segist ekki hafa þurft að fara að gosstöðvunum. Strákarnir hennar, þeir OZZO og Garðar Ólafs hafa séð um að koma myndefni beint í æð hjá mömmu sinni. „Þeir eru búnir að ná ótrúlegum myndum og drónaskotum af gosinu, þannig að ég þarf ekkert að fara,“ segir Rúna í samtali við Víkurfréttir. – Hvernig á að halda upp á páskana? „Með mínum nánustu, borða góðan mat og páskaegg og svo hafa það extra kósý í ár.“ – Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat? „Úff … það er erfitt að halda í gamlar hefðir núna … en svona fyrir utan það að drita páskaeggjum í börnin mín og barnabörn ;-) þá höfum við haft það þannig í mörg ár að hittast og borða saman heima hjá mömmu og pabba í Kvistalandinu, systkini mín, makar, börn og barnabörn, og átt saman góða kvöldstund, en það hefur náttúrulega ekki verið hægt síðan Covid!“ – Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? „Notið þess að vera með fjölskyldunni í Kvistalandinu.“ – Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? „Eitt sett páskaeggið.“
– Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Margur heldur mig, sig!“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Ég bara trúi því og treysti að þríeykið sé að gera það rétta í stöðunni fyrir litla fallega landið okkar!“
– Ertu búinn að fara á gosstöðvar? „Nei, hef ekki farið. Ég er svo heppin að sé þetta allt í beinni hjá strákunum mínum, OZZO & Garðari Ólafs. Þeir eru búnir að ná ótrúlegum myndum og drónaskotum af gosinu, þannig að ég þarf ekkert að fara. Það er hægt að sjá efnið þeirra bæði á Facebook og Instagramminu þeirra: Ozzo photography & Gardar Olafs photography.“
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fyrstu páskarnir á Íslandi í yfir fimmtán ár Elva Sif Grétarsdóttir og fjölskylda ætluðu sér aðeins að eyða síðasta sumri á Íslandi – þau eru hér enn
Elva Sif Grétarsdóttir og fjölskylda búa bæði á Spáni og Íslandi. Hún er gift Victor Rodriguez Lozano, spænskum listamanni, og þau eiga þrjár skvísur sem eru fjórtán ára, tíu ára og fjögurra ára. „Við komum til landsins í maí 2020 til þess að eyða sumrinu og erum hér enn þar sem erfitt var að ferðast á milli með þrjú börn. Ég starfa sem forfallakennari í Heiðarskóla og svo er ég heimavinnandi með þrjár stelpur sem eru líka í skóla frá Spáni – nóg að gera á mínum bæ.“ – Hvernig ætlar þú að verja páskunum, eru breytt plön? „Plönin eru ósköp einföld, vera með fjölskyldunni og borða góðan mat. Höfum ekki verið á páskunum á Íslandi í meira en fimmtán ár þannig að það verður gott að maula á íslensku páskaeggi og lesa góða bók.“ – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Felum alltaf páskaeggin og svo er leitað á páskadag.“ – Páskaeggið þitt? „Ég borða nú yfirleitt afganga af eggjum hjá stelpunum mínum en mér finnst botninn alltaf bestur. Ef ég myndi kaupa mér páskaegg þá yrði það líklega Trompegg eða Draumaegg.“ – Uppáhaldsmálsháttur? „Margur er knár þótt hann sé smár.“
Elva Sif og Victor með skvísun um sínum þremur. Viðtal við Elvu birtist í Víkurfr éttum fyrir tæpu ári síðan þar sem hún lýsti því hvernig heimabær þeirra á Spáni breyttist í drauga bæ á einni nóttu. – Hvað verður í páskamatinn? „Ætlum að grilla á föstudaginn langa og svo er stefnan að elda hamborgarhrygg í fyrsta sinn.“ – Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Já, ég er búin að fara. Stórfengleg upplifun og eitthvað sem ég sé ekki eftir að hafa skoðað – en ég efa að ég fari aftur, kannski í sumar ef enn gýs og taka þá stelpurnar mínar með.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Mér lýst vel á þær, taka á þessu sem fyrst og þá dregst þetta ekki á langinn. Ég held að það sé jákvætt að setja þessar hömlur fyrir páskana þar sem annars hefði margt fólki verið að hittast. Ferming riðlaðist að vísu aðeins hjá okkur en það er bara leyst.“
Í Vogum búa apar
– Páskaeggið þitt? „Góueggin eru í uppáhaldi hjá mér og stelpunum mínum.“ – Uppáhaldsmálsháttur? „Vogun vinnur, vogun tapar. Í Vogum búa apar.“
Hámundur Örn er nýráðinn framkvæmdastjóri UMFN og starfar sem íþróttastjóri félagsins. Hann er innfæddur Njarðvíkingur og búsettur í nýju hverfi í Innri-Njarðvík með kærustunni sinni og saman eiga þau stelpu á öðru ári. – Hvernig ætlar þú að verja páskunum, eru breytt plön? „Ég ætlaði að fara norður á Blönduós yfir páskana, heimsækja tengdafjölskylduna. Við höldum okkur bara við það plan.“ – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Páskarnir eru mjög frjálslegir hjá okkur. Páskadagur hefst með krefjandi ratleik sem við systkinin ólumst upp við, svo er það bara njóta með nánustu og nógu af súkkulaði.“ – Páskaeggið þitt? „Ég kaupi mér líklega eitt lítið páskaegg fyrir ratleikinn og borða svo bara frá öðrum.“ – Uppáhaldsmálsháttur? „Ekki er allt gull sem glóir.“
– Hvað verður í páskamatinn? „Tengdó fær alveg að ráða páskamatnum en auðvitað ís í eftirrétt.“ – Ertu búinn að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Ég á eftir að fara að gosstöðvunum en ætla að reyna að koma því í lag fyrir páska – maður má ekki láta þetta framhjá sér fara.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Það er lítið eftir að segja sem ekki hefur verið sagt margoft áður varðandi þær takmarkanir sem Covid-19 hefur sett okkur. Við verðum að treysta því góða fólki sem hefur náð frábærum árangri til þessa, allt er auðveldara ef við gerum það saman.“
Upplifun sem gleymist seint
– segir Linda Ösp Sigurjónsdóttir sem er Vogabúi í húð og hár segist starfa með algjörum snillingum í Vogabæjarhöllinni.
– Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Bróðir minn og fjölskylda hans búa í Noregi. Við höfum nýtt páskafríin til að heimasækja þau annað hvert ár. Get ekki sagt að við séum með miklar hefðir tengdar páskunum.“
Páskarnir eru mjög frjálslegir Hámundur Örn Helgason ætlar að kaupa sér lítið páskaegg fyrir ratleikinn og borða svo frá öðrum
Elvu Sif fannst það stórfengleg upplifun að fara á gosstöðvarnar.
– Hvernig ætlar þú að verja páskunum, eru breytt plön? „Það stóð til að fara til Tenerife en vegna Covid breyttist það – samverustund með fjölskyldunni, páskaegg og afslöppun. Ætli ég lesi ekki eina til tvær bækur. Annars er páskabingó Þróttar í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldið. Fjölskyldan mun klárlega taka þátt í þeirri gleði.“
Hámundur Örn og Anna Sigríður Valgeirsdóttir með dóttur sinni, Hrafney Rut Hámundardóttur, á gamlárskvöld.
– Hvað verður í páskamatinn? „Það hefur verið alltaf verið kalkún frá því að ég man eftir mér. Það er ekki að fara breytast.“ – Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Ég ákvað að bíða þangað til að leiðin var stikuð og skellti mér um helgina. Þetta var mjög skemmtilegt og mikið sjónarspil. Stemmningin minnir mig á útihátíð.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Þetta er tímabundið verkefni og við klárum þetta saman. Ég vona samt að opnun landamæra hafi ekki áhrif á ferðalög Íslendinga í sumar og við getum notið sumarsins í friði. Annars er ég mjög ánægð með stjórnvöld í öllum þeirra aðgerðum.“
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, gekki með eigikonunni og tveimur af þremur börnum að gosstöðvunum í góða veðrinu um nýliðna helgi. Hann ætlar að njóta páskanna með fjölskyldunni, slaka á og vera sem mest úti við. – Hvernig á að halda upp á páskana? „Ég kem til með að njóta páskanna með fjölskyldunni, slaka á og vera sem mest úti við.“ – Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat? „Börnin fá að leita að páskaeggjunum á páskadag. Þá er matarboð um kvöldið hjá tengdafjölskyldunni þar sem yfirleitt er boðið er upp á lambakjöt.“ – Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? „Ástandið breytir ekki miklu. Ég hefði þó líklega farið í sund og jafnvel upp í Borgarfjörð.“ – Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? „Ég sakna strumpaeggjana sem voru í minningunni troðin af sælgæti og með þykkum fæti.“
– Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Ég er orðinn vanur því að þurfa endurskipuleggja verkefni og viðburði með stuttum fyrirvara. Ég finn til með grunnskólabörnunum í Grindavík sem misstu af árshátíðinni sinni og fermingarbörnunum sem voru búin að skipuleggja allt og græja. Núna skulum við klára þetta!“ – Ertu búinn að fara á gosstöðvar? „Ég gekk með konunni minni og tveimur börnum af þremur að gosstöðvunum í góðu veðri síðustu helgi. Það var einstök upplifun sem á örugglega eftir að gleymast seint.“
Gleðilega páska „Allur er varinn góður!“ Förum gætilega við gosstöðvarnar og komum heil heim
vinalegur bær
HRAFNISTA REYKJANESBÆ
VELKOMIN Í SUÐURNESJABÆ
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Ólýsanlegt og dáleiðandi að horfa á hraunið koma upp úr jörðinni“
Sigrúnu Gróu Magnúsdóttur finnst líklegt að hún fari að sjá gosið þegar búið að finna rétta útbúnaðinn fyrir alla fjölskyldumeðlimi
Jóhann Rúnar Kristjánsson, fulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, fékk sérstaka undanþágu til að fara að gosstöðinni í Geldingadölum á sérútbúnum jeppa, enda Jóhann bundinn við hjólastól. Hvernig á að halda upp á páskana? Í huganum fer ég til sólarlanda og í þvílíka afslöppun en í rauntíma verð ég bara á klakanum, förum í mat til Nonna og Sirrý (tengdó) á föstudaginn langa og svo kíkjum við á mömmu og pabba. Annars verða þetta bara rólegheitar páskar. Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat? Einu hefðirnar hjá mér er að hafa bílinn hreinan um páskana og hafa það kósý, borða góðan mat, allskonar mat og engar hefðir þar, en gott að hitta fjölskylduna. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Mig hefur langað að vera erlendis um páska en það þarf að bíða, svo var einhver pæling að vera fyrir norðan um páska en það bíður líka.
„Betra er seint en aldrei!“
Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa páskaegg er í uppáhaldi hjá mér, er með eitt tilbúið á náttborðinu sem heitir Nóa tromp egg. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Oft eru dáin hjón lík“ (Sverrir Stormsker) og „Oft eru bændur út á túni“. Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? Ég er foxxillur, reiður, sár, pirraður og fl. í þeim dúr, pirraður út í ríkistjórnina að standa ekki fastar í lappirnar með landamærin. Það átti að vera búið að loka þeim alveg fyrir almenning punktur. Enn fyrst við erum komin á þennan stað einu sinni enn þá verðum við að massa þetta, sem betur fer er ekki mikið álag á heilbrigðiserfið eins og í fyrri bylgjum. Ertu búinn að fara á gosstöðvar og hvernig var upplifunin? Já, ég er búin að fara að gosstöðvunum og það var geggjað og algjörlega ólýsanleg upplifun.
Fór síðasta föstudag með Gumma mági mínum, pabba, Sigga og Stjána. Gummi mágur á sérútbúin fjallabíl á 38 tommu dekkjum. Gummi og Íris systir fengu tilskilin leyfi hjá lögreglu og aðgerðarstjórn til að keyra upp að gosinu þar sem ég er lamaður og notast við hjólastól alla daga. Þetta var sama tilfinning og þegar ég kom inn á opnunarhátíð sem fánaberi Íslands á ólympíuleikana í Aþenu 2004 svona „wow moment“ þegar við keyrðum yfir síðasta fjallið, það var eins og við kæmum inn í leikmynd. Ólýsanlegt og dáleiðandi að horfa á hraunið koma upp úr jörðinni.
Orlofshús
Stjórnendafélags Suðurnesja Sumarúthlutun 2021
Orlofshús félagsins eru á eftirtöldum stöðum: • Öldubyggð við Svínavatn í Grímsnesi • Furulundur á Akureyri • Álfasteinssund í Hraunborgum í Grímsnesi Sumarútleiga er frá 28. maí til 29. ágúst. Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum: www.orlof.is/vssi. Innskráning á vefinn er með Íslykli eða með Rafrænum skilríkjum. Umsóknafrestur er til 18. apríl 2021. Úthlutað verður 26. maí, samkvæmt punktakerfi. Umsækjendum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti.
Hún er drullufúl yfir þeim takmörkunum sem voru settar á nýverið. Sigrún Gróa lýsir sér sem fæddum og uppöldum Keflvíkingi, tónlistarkennara, eiginkonu og fjögurra barna móður. – Hvernig ætlar þú að verja páskunum, eru breytt plön? „Um páskana ætla ég ásamt eiginmanninum að mála stofuna heima hjá okkur og gera fínt. Njóta þess að eiga næðisstundir með börnunum, fara í göngutúra og borða góðan mat – og síðast en ekki síst páskaegg. Því miður fellur matarboð hjá foreldrum mínum og systkinum og fjölskyldum niður annað árið í röð þar sem við erum samtals nítján. Það verður haldið vonandi sem fyrst þegar aðstæður leyfa.“ – Eru fastar hefðir hjá þér um páskana? „Síðustu 25 ár höfum við systkinin og afkomendur hist á föstudaginn langa og fengið fiskisúpu sem pabbi eldar. Ótrúlega skemmtilegt kvöld með brauðbollum, eftirrétt og góðum sögum. Á páskadegi er svo náttúrlega hin árlega páskaeggjaleit sem krakkarnir bíða spenntir eftir. Svo fáum við alltaf páskamatinn hjá tengdó, sem verður á nýjum stað í ár.“ – Páskaeggið þitt? „Ég hef verið mjög hefðbundin í páskaeggjavali og er það gamla góða Nóaeggið sem er best. Ég er þó heppin að börnin fjögur eru með fjölbreyttan smekk og fæ ég að sjálfsögðu að smakka hjá þeim.“ – Uppáhaldsmálsháttur? „Betra er seint en aldrei!“ – Hvað verður í páskamatinn? „Tengdó sér um að ákveða það. Ætli það verði ekki páskalæri.
Fyrsta og eina skiptið sem ég hef ákveðið og séð um páskamáltíð var í fyrra, út af Covid. Annars höfum við alltaf verið hjá tengdó á páskadag síðan við byrjuðum að búa.“ – Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin? „Við erum ekki búin að kíkja á gosið með eigin augum en ég er búin að skoða allar myndir og myndbönd sem hægt er að skoða á samfélagsmiðlunum. Mér finnst líklegt að við förum einhvern tímann að sjá þetta þegar það er búið að finna rétta útbúnaðinn fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Mér skilst að þetta sé ólýsanlegt.“ – Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19? „Drullufúl yfir þessum takmörkunum. Þær settu margt úr skorðum hjá okkur, t.d. átti næstyngsti sonurinn að taka áfangapróf þann 26. mars í tónlistarskólanum ásamt nokkrum öðrum nemendum. Nokkuð sem hann er búinn að undirbúa í nokkrar vikur. Vitum ekkert hvenær hægt verður að taka það. Svo ætluðum við í ferðalag ásamt vinahópnum sem þurfti að fresta, alveg glatað. Þannig að við tóku tveir dagar í að væla og skæla og svo þurfti bara að jafna sig og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Við vitum að þetta líður hjá og þetta varð að gera því ekki viljum fleiri stórar bylgjur. Hreinsum þetta upp strax og eigum gott sumar.“
Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is
Michelin CrossClimate+
Vefverslun
• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir
Skoða ðu úrvalið og skráðu þitt fyrirtæ ki
• Öryggi og ending • Halda eiginleikum sínum vel út líftímann • Gott grip við allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum
Michelin e-Primacy
Michelin Pilot Sport 4
• Öryggi og ending
• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika
• Einstakir aksturseiginleikar
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Ferð lengra á hleðslunni / tanknum
• Endingarbestu dekkin í sínum flokki
• Kolefnisjafnað að sölustað
Notaðu N1 kortið
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu
440-1318 440-1322 440-1326 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri
440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433
Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 9-13
ALLA LEIÐ
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Berskjölduð í Listasafni Reykjanesbæjar 28. mars – 25. apríl 2021 finna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva, Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska, Sara Björnsdóttir. Sýningarstjórar eru Amanda Poorvu, Ari Alexander Ergis Magnússon, Björk Hrafnsdóttir, Emilie Dalum og Vala Pálsdóttir en Berskjölduð er fyrsta sameiginlega sýningarverkefni þeirra í nýju meistaranámi í sýningagerð í myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
Sýningin Berskjölduð var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar um síðustu helgi. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson Sýningin Berskjölduð opnaði hjá Listasafni Reykjanesbæjar síðasta sunnudag, ekki var þó hægt að halda formlegt opnunarboð við það tilefni vegna tíu manna samkomutakmarkana. Var því fámennt þennan fyrsta opnunardag, því starfsfólk Duus Safnhúsa telst með í þeim tíu sem mega vera í sama rými. Til að mæta áskorununum um samkomutakmarkanir hefur Duus Safnahúsi verið skipt upp í tvö sóttvarnarhólf og er nú lokað á milli listasafns, byggðarsafns og upplýsingamiðstöðvar. Að því leiðir að gestir Byggðarsafns Reykjanesbæjar ganga nú inn um inngang Upplýsingamiðstöðvar en gestir Listasafns Reykjanesbæjar ganga inn um aðalinngang safnsins. Á sýningunni eru verk eftir ellefu listamenn sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og af því spretta opinská og djörf verk sem hvert og eitt okkar getur tengt við eða dregið lærdóm af. Sum verkanna miðla úthaldi og seiglu, á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Vegna samkomutakmarkana fór gjörningur Michaels Richardt fram rafrænt í beinni útsetningu á föstudaginn 26. mars og er enn aðgengilegur á Facebook-síðu Listasafns Reykjanesbæjar. Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Dýr-
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
Sýningin stendur til og með 25. apríl og verður opin daglega frá kl. 12 til 17 á sýningartímanum. Frítt er inn á safnið alla daga.
Meistaranemar í sýningagerð setja upp sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar
Gjörningur Michaels Richardt fór fram rafrænt í beinni útsetningu og er enn aðgengilegur á Facebook-síðu listasafnsins.
Listasafn Reykjanesbæjar hefur það markmið að setja upp metnaðarfullar og frumlegar sýningar í listasölum sínum í Duus safnahúsum. Listasafnið metur mikils að eiga farsælt samstarf við listamenn, sýningarstjóra og aðra sem koma að sýningum og eins vekja athygli á því sem er að gerjast innan listheimsins. Aprílsýning Listasafns Reykjanesbæjar verður unnin í slíku samstarfi þar sem upprennandi sýningarstjórar fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Þann 27. mars 2021 opnuðu nýjar sýningar, bæði í listasal og gamla bátasal, undir stjórn meistaranema í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Áhersla er lögð á verk á mörkum myndlistar, tónlistar, sviðslista og kvikmynda þar sem fengist er við víxlverkun líkama og umhverfis eða líkama og samfélags í listsköpun. Sýningagerð er ný námsleið innan Listaháskóla Íslands og hefur Hanna Styrmisdóttir, prófessor, treyst safninu til leiða nemendur við sýningarstjórn og uppsetningu. Það er mikilvægt að nemendur á meistarastigi fari út fyrir kennslustofuna og fái að starfa við raunaðstæður á safni. „Listasafn Reykjanesbæjar er stolt af því að geta veitt þennan lærdómsvettvang í listasölum sínum og skapað þannig samstarf og samtal við sýningarstjóra framtíðarinnar,“ segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.
Gunnhildur sýnir grafíkverk og teikningar Sýningin Slæður með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur var opnuð í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsi Tryggvagötu (hafnarmegin), föstudaginn 26. mars með boðsgestum og lifandi streymi á Facebook. Sýningin mun standa yfir þrjár helgar, eða til 11. apríl. Sýningin samanstendur af grafíkverkum og teikningum í víðum skilningi, innsetningum gerðum úr gömlum gardínum sem ýmist hanga eða er stillt upp í notuðum vínkössum og minna á leikhús eða aðra viðburði í lífi manneskju. Sýningin minnir á hið dularfulla, hættulega, draugalega, leikræna og svífandi. Myndlistamaðurinn er að skoða upplifun fólks í rými og hvernig þau bregðast við slíku rými. Stuðst er við kenningar Toninos Griffero um stemmningu og fagurferði í rými og hugtök í þeirri speki t.d. tilfinningatengd skynspeki og um hin lifandi líkama í lifandi rými. Allur efniviður á sýningunni er notaður enda er endurvinnsla, hringrásarhagkerfið og
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
vinalegur bær
Í sýningartexta segir m.a.: „Fjölbreytt listform toga skynvitund og upplifun okkar í ólíkar áttir. Listin er falleg og einlæg, sá staður þar sem engin takmörk eru og allir eru frjálsir til orða og athafna. Á sama tíma glímir samfélagið við takmarkanir og ágengni sem setur efa í vitund og tilvist okkar. Lífið er ýmist fullt af sorg eða taumlausri hamingju.“ Á sýningatímanum verða fjöldi viðburða sem fara rafrænt fram, m.a. mun verk frá árinu 1998 eftir
Egil Sæbjörnsson verða endurgert á sýningatímanum. Einnig munu sýningastjórar taka viðtöl við listamennina, ásamt rafrænni leiðsögn um sýninguna sem send verður út á Facebook-síðu Listasafns Reykjanesbæjar því eru allir hvattir til að fylgjast vel með. Nýlistasafninu, Kvikmyndasafni Íslands og fjölskyldu Rósku eru færðar þakkir fyrir gott samstarf og lán á verkum.
sjálfbærni listamanninum hugleikin. Þannig breytast gamlar álrimlagardínur í teikningu af fossi, gamalt garn breytist í teikningu af línum og gamalt stórris fær að vera innsetning. Sýningin stendur til 11. apríl og verður opin frá kl.14 til 17 fimmtudaga til sunnudaga en hvorki verður opið á páskadag né föstudaginn langa. Vegna nýrra samkomutakmarkana verða gestir að skrá sig fyrir hvern sýningardag inn á Facebook-síðu listamannsins. www.facebook.com/Gunnhildur-Thordardottir-134048492012 Gunnhildur lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006, hún lauk viðbótardiploma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Gunnhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Takk fyrir og 1.000 krónur!
Nýjasti heilsustígurinn frá Heiðarenda niður í Gróf.
Nú er gott að eiga góða stíga! Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjanesbæ hefur verið á dagskrá frá 2014 og því verið sinnt eins og fjárhagur bæjarins hefur leyft hverju sinni. Betri fjárhagsstaða bæjarins – þökk sé ábyrgri fjármálastjórn – hefur gert það verkum að hægt hefur verið að setja stóraukinn kraft í uppbygginguna undanfarin ár. Eldri göngustígar hafa verið uppfærðir í heilsustíga, malbikaðir, breikkaðir, upplýstir og settir niður bekkir meðfram þeim með reglulegu millibili. Gerðir hafa verið nýir heilsustígar um Vatnsholtið og frá Heiðarenda um „sveitina“ í Grófinni niður að smábátahöfninni. Í vor verður svo næsti leggurinn lagður frá undirgöngunum undir Þjóðbraut við Hlíðarhverfi að nýja gervigrasvellinum og áfram niður á Strandleiðina okkar fallegu og þar með verðum við komin með heilsuhring um Keflavík. Næstu áfangar á heilsustígunum eru svo áætlaðir á þessu ári í Njarðvík; frá Bolafæti inn í Njarðvíkurskóga að fjölskyldusvæðinu (með þrautabrautinni, grillaðstöðunni, folfvellinum og hundagerðinu) og tengja Bolafótinn niður að sjó við Strandleiðina og þá lokum við heilsuhringnum um Njarðvík. Þá verður á lagður á árinu stór heilsustígshringur um Ásbrú sem tengjast mun stígakerfinu sem fyrir er. Áður höfðum við tengt Reykjanesbæ við Leifsstöð með hjóla- og göngustíg upp af Vesturgötunni og gert náttúrustíga, þjappaða malarstíga, í Vatnsholtinu, í Njarðvíkurskógum og á Fitjum. Samhliða þessu hafa gangstéttir og stígar í Dalshverfunum í Innri-Njarðvík verið byggðar upp jafnt og þétt undanfarin ár – og var kominn tími til.
og myndi vera gerður í samvinnu við Vegagerðina og Suðurnesjabæ og stígurinn út í Hafnir yrði einnig fyrsti áfanginn á hjóla- og göngustíg alla leið út á Reykjanestá. Annar hjóla- og göngustígur sem Vegagerðin gæti komið að væri tenging Reykjanesbæjar við útivistarsvæðið okkar í Sólbrekkum. Þar er unnið eftir nýsamþykktu skipulagi, kominn er náttúrustígur í kringum Seltjörn, verið er að gera bílastæði og vonandi rís þar bálskýli með útikennslustofu og umhverfisvænum salernum í sumar eins Skógræktarfélag Suðurnesja stefnir að með aðstoð Reykjanesbæjar. Stígurinn í Sólbrekkur gæti komið í beinu framhaldi af Strandleiðinni eftir Stapagötu – gömlu þjóðleiðinni – og yfir Vogastapann niður í Sólbrekkur og svo áfram til tengingar við stíg sem Grindvíkingar hafa lagt. Þá höfum við tengt Reykjanesbæ og Grindavík með hjóla- og göngustíg og náð mikilvægum áfanga í hringtengingu hjóla- og göngustíga á Suðurnesjum sem er lokamarkmiðið. Undirritaður er einn þeirra sem undanfarið kóf-ár hefur nýtt sér hjóla- og göngustígana okkar til líkamlegrar og ekki síst andlegrar heilsubótar og er ekki einn um það, það sést á mælingum á notkun stíganna og öllum þeim fjölda sem maður hittir á röltinu. Vandað stígakerfi er ekki síður lýðheilsumál en samgöngumál og góðar viðtökur bæjarbúa hvetja okkur til þess að halda áfram markvissri uppbyggingu stígakerfisins. Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Sýnum í verki þakkir til björgunarsveita Tugir þúsunda Íslendinga hafa nú þegar heimsótt eldgosið í Geldingadal. Í okkur flestum býr nefnilega náttúrubarn sem vill upplifa náttúruna í sínum mesta ham. Og þvílík upplifun! Gangi spár eftir munum við getað fylgst með þessum öflum næstu þrjátíu árin. Á örugglega eftir að verða fjölsóttasti ferðamannastaður okkar. En ekkert gerist af engu. Við gætum ekki notið þessarar stórkostlegu náttúru ef ekki væri fyrir einstakt framlag björgunarsveitanna – ekki síst Þorbjarnar í Grindavík. Félagar hennar hafa vakað dag og nótt til að gera okkur kleyft að komast uppeftir. Þeir hafa lagt stíga, stikað leiðir, sett handrið, hjálpað slösuðum, fylgst með gasmengun, stýrt umferð og þannig má lengi telja – og allt án þess að fá krónu fyrir vinnu sína. Okkur hættir nokkuð til að taka þessu mikilvæga starfi og fórnfúsa sem sjálfsögðum hlut. Er ekki núna komið að okkur að þakka þessum vösku sveitum fyrir að hafa liðsinnt okkur á svo frábæran hátt? Ég skora á alla sem þarna hafa farið að leggja að lágmarki 1.000 krónur á haus til Björgunarsveit-
arinnar Þorbjarnar í Grindavík og sýna þannig þakklæti okkar í verki en um leið að styrkja sveitina til frekari starfa. Okkur munar lítið um þúsundkall en saman getum við lagt Þorbirni lið og átt aðstoð þeirra vísa áfram. Þau munu örugglega hafa sín ráð til að svara öðrum sveitum sem hafa veitt aðstoð.
Hjálpum okkur með því að hjálpa þeim og þökkum fyrir óeigingjarnt starf. Kennitala Þorbjarnar er: 5912830229 og reikningsnúmer er: 0143-26-8665. Hjálmar Waag Árnason.
Hringtengjum Suðurnesin Stígagerð er fyrirhuguð í Höfnum og leitast þarf í náinni framtíð við að tengja Hafnirnar við hin hverfi bæjarins með hjóla- og göngustíg ásamt því að tengja við Suðurnesjabæ út í Garð. Hjóla- og göngustígur út í Garð væri mikilvæg tenging við Leiruna
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Grunnskólar – Kennarar Garðyrkjudeild – Sumarstörf Fræðslusvið – Rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja Grunnskólar – Þroskaþjálfar Velferðarsvið – Sjúkraliði Fræðslusvið – Starfsmenn í íþróttamannvirki Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastig Sérdeildin Ösp – Þroskaþjálfi Súlan verkefnastofa – Vefstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Duus Safnahúsum Tungumálakaffi - Bókasafnið
Föstudaginn 12. mars klukkan 10.00 verður fyrsta Tungumálakaffið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum verða tilbúnir í spjall um daginn og veginn, málefni líðandi stundar og passa sig að tala íslensku allan tímann. Kjörið tækifæri til að þjálfa sig í íslensku en það er æskilegt að hafa einhvern smá grunn. Öll velkomin!
Language café - Public Library
Friday the 12th of March the first Language café will be at the Public Library of Reykjanesbær. Volunteers from the Red Cross will talk Icelandic with those who want to practice more. Everyone are welcome!
sport
Miðvikudagur 31. mars 2021 // 13. tbl. // 42. árg.
Engan hroka í fangbragðagreinum – Áttum ekki samleið með Júdósambandinu Guðmundur Stefán Gunnarsson var meðal þeirra sem stofnuðu júdódeild Njarðvíkur fyrir rúmum tíu árum. Á þeim tíma hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar og náð frábærum árangri sem slíkur en nú er komið að tímamótum hjá honum og deildinni. Guðmundur hefur látið af starfi sem þjálfari og tók við formennsku á síðasta aðalfundi. Júdódeild Njarðvíkur hefur einnig tekið breytingum en hún er nú glímudeild Njarðvíkur og hefur sagt sig úr Júdósambandi Íslands.
Kynslóðaskipti. Bjarni Darri Sigfússon og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir taka við yfirþjálfarastöðum glímudeildarinnar af Guðmundi Stefáni Gunnarssyni.
„Þetta var orðið gott, ég meina þetta er áhugamálið mitt og nú ætla ég að vera gamli kallinn sem mætir bara á æfingar, sleppir upphitun og fær svo að taka eina og eina glímu,“ segir Guðmundur. „Ég er auðvitað í fullri vinnu og á fjölskyldu, svo á endanum hefur maður ekki úthald í að vinna fullan vinnudag og taka svo allar æfingar þar fyrir utan – þá er ekkert eftir.
PÁSKAOPNUN Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK
GLEÐILEGA PÁSKA
Skírdagur Föstudagurinn langi Páskadagur Annar í páskum
Suðurgötu 2 421 3200
www.apotekarinn.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Það eru flottir þjálfarar sem taka við keflinu, þau Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon. Þau hafa bæði stundað glímuíþróttir lengi og eru sennilega með þeim allra bestu á landinu fullyrði ég.“ Guðmundur er samt ekki hættur öllum afskiptum af deildinni, á síðasta aðalfundi var hann kosinn formaður deildarinnar og segist hafa fengið mjög góðan hóp með sér í stjórn. „Ég var nú kannski ekki tilbúinn til að sleppa algerlega höndum af starfi deildarinnar og ætla að einbeita mér nú að frekari uppbyggingu hennar. Hjá okkur er nú um áttatíu iðkendr sem stunda reglulegar æfingar, svo erum við líka með fjölmennan hóp iðkenda af pólskum uppruna og höfum lagt mikla áherslu á þann kjarna. Sem dæmi erum við með sér æfingar fyrir pólska krakka og höfum pólskan þjálfara. Svo æfa allir hópar saman líka, íslenski, pólskir og að öðru þjóðerni. Við byrjuðum með þessar æfingar til að ná til pólskra krakka sem okkur fannst vanta inn í íþróttastarfið í bænum en þessi hópur, eins og flestir vita, skipar orðið stórt hlutfall íbúa í Reykjanesbæ.“
Andi ungmennafélaganna „Það var ákvörðun fyrri stjórnar að segja sig úr Júdósambandinu og ég hafði í raun ekkert um það að segja,“ segir Guðmundur. „Deildin hefur verið aðili að báðum samböndum, Júdósambandinu og Glímusambandi Íslands, en við stundum báðar þessar greinar – við æfum í raun allar glímu- og fangbragðaíþróttir í Njarðvík.“
10–14 Lokað Lokað 10–14
Keflavík
Egóið er skilið eftir til að fá að taka gráðupróf, uppskeran er innileg.
Njarðvíkingar hafa náð góðum árangri í fjölgun þátttakenda síðan deildin var stofnuð og hóf æfingar fyrir tíu árum síðan. Guðmundur segist einna ánægðastur með hvernig kynjaskipting hefur þróast meðal þeirra sem æfa hjá félaginu en það er nánast hnífjafnt hlutfall karl- og kveniðkenda glímudeildar Njarðvíkur. „Deildina stofnuðum við á grunni júdódeildar UMFK og það gekk bara vel. Það er frekar auðvelt að stofna svona deild ef íþróttin er þekkt í samfélaginu. Við stofnuðum deildina árið 2010 og hófum æfingar í janúar 2011. Deildin var stofnuð í anda ungmennafélagshugsjónarinnar; t.a.m. er öll óregla er óheimil í æfinga- og keppnisferðum, það er í lögum félagsins. Við vildum stofna deild sem væri nokkurs konar félagsmiðstöð, þangað sem allir gætu leitað og liðið eins og þeir væru velkomnir. Hjá okkur fer enginn iðkandi í gegnum gráðupróf nema hann sé búinn að ná tökum á eigið egói og geti skilið hrokann eftir í búningsklefanum.“
Áttu ekki samleið Guðmundur segir að samskiptin við Júdósambandið hafi í raun aldrei verið góð. Njarðvíkingum hefur þótt sambandið hunsa starf deildarinnar og ýmis ágreiningsmál hafa komið upp á þessum tíu árum. „Það er í raun svolítið fyndið en Júdósambandið heiðraði mig og afhenti heiðursskjöld fyrir útbreiðslustarf, það var um ári eftir að deildin var stofnuð og þá hafði í raun ekkert
Frá æfingu pólska krakkahópsins.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Guðmundur Stefán og Daníel Dagur Árnason sigurreifir eftir góðan árangur á Norðurlandamótinu í júdó 2019. gerst ennþá. Það er eina skiptið sem ég hef fengið einhverja viðurkenningu frá sambandinu,“ segir Guðmundur og hlær. „Svo fór ég einhvern tímann í stjórn JSÍ og þá var verið að senda alls kyns vafasama náunga með landsliðum í keppnisferðir. Þegar ég segi vafasama þá meina ég að þetta voru menn sem fóru á fylleríi í ferðum þar sem þeir áttu að vera að gæta barna og ungmenna. Ég var ekki sáttur við það og fór því að fara sjálfur með mína keppendur, bókaði flug og gistingu sjálfur og þegar upp var staðið urðu ferðirnar talsvert ódýrari en þær höfðu verið þegar sambandið sá um þau mál. Jafnvel þótt styrkur fengist frá sambandinu var ódýrara fyrir okkur að ferðast á eigin vegum en keppa með þeim. Það hafa komið upp ágreiningsmál milli okkar og sambandsins og var komin ákveðin kergja í öll samskipti en okkur hefur þótt undarlegt að Júdósambandið skuli ekki fara eftir
þeim reglum sem það setur sér, það á t.d. við um gráðuveitingar, val í landslið og fleiri mál. Núna stýrum við okkar þjálfun sjálf og gráðuprófum sjálf, enda er ég og fleiri af þjálfurum deildarinnar með svart belti og höfum réttindi til þess að láta iðkendur þreyta próf – og jafnvel þótt Júdósamband Íslands komi ekki til með að samþykkja gráðanir þá mun það ekki hafa áhrif á nokkurn hátt á deildina,“ segir Guðmundur að lokum. Keppendur Njarðvíkur hafa staðið sig vel í þeim landsliðsverkefnum sem þeir hafa verið valdir til að taka þátt og verið sigursælir á þeim mótum sem þeir hafa keppt í, bæði í krakka- og fullorðinsflokkum. Guðmundur horfir björtum augum til framtíðar glímudeildarinnar og er spenntur fyrir þeim verkefnum sem bíða.
Sveindís skoraði í sínum fyrsta leik með íslenska landsliðinu. Mynd: Fótbolti.net
Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mun mæta Ítalíu í vináttuleik þann 13. apríl. Þetta verður fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, sem leikur með sænska liðinu Kristianstad, er valin en hún hefur leikið fimm A landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Varnarmaðurinn sterki frá Grindavík, Ingibjörg Sigurðardóttir sem Ingibjörg í leik leikur með norska liðinu með íslenska Vålerenga, verður hins landsliðinu. vegar fjarri góðu gamni að Mynd: Fótbolti.net þessu sinni en hún þyrfti að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu ef hún færi í leikina frá Noregi.
Sveindís Jane valin í hópinn sem mætir Ítalíu Ingibjörg Sigurðar ekki með að þessu sinni
Ingibjörg í leik með íslenska landsliðinu. Mynd: Fótbolti.net
BYGGINGAVERKAMENN ÓSKAST TIL STARFA
CY LTECH TJA K K AL AU S N I R
er framsækið þjónustuverkstæði sem býður upp á sérhæfða þjónustu er tengist viðgerðum og nýsmíði á glussa- og lofttjökkum. Mikið magn varahluta til á lager. Bjóðum einnig upp á almenna renni- og stálsmíði.
Frekari upplýsingar á Cyltech.is eða 895-2920
LAGER
Ístak óskar eftir að ráða byggingaverkamenn við verkefni fyrirtækisins við Reykjanesvirkjun. Reynsla af uppsteypu og samskiptahæfni í íslensku og/eða ensku skilyrði. Sótt er um starfið á www.istak.is.
Nánari upplýsingar veittar hjá mannauðsdeild Ístaks í síma 530-2700.
Mundi Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum
Er ekki full langt gengið að þessum gosstöðvum?
Teva 028003
Lið fyrir lið Íbúfen® – verkjastillandi og bólgueyðandi Íbúfen 400 mg, filmuhúðaðar töflur innihalda 400 mg af íbúprófeni. Lyfið dregur úr
verkjum, bólgu og hita. Það er notað við vægum til meðalmiklum verkjum eins og höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og
frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.
Fyrirgjöf að sigurmarki LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar
Ég verð að viðurkenna að ég er haldin ákveðnu hamfarablæti, fannst ólýsanlega spennandi þegar mannlaus ruggustóllinn í herberginu byrjaði að rugga í jarðskjálftahrinunni og fagnaði eldgosinu eins og góðum sigri Keflavíkur á KR (áður en lengra er haldið vil ég þó taka það skýrt fram að auðvitað óska ég engum neins ills né eignartjóni af völdum þessara hamfara!). Það er bara svo magnað og á sama tíma afar auðmýkjandi að upplifa kraftinn frá móður Jörð og sjá það svart á hvítu hver það er sem heldur um stjórnvölinn – og hversu heppin erum við að vera uppi á þessum tíma þegar Reykjanesið vaknar eftir 800 ára væran svefn? Til að setja það í samhengi gaus síðast á Reykjanesinu þegar Snorri Sturluson var upp á sitt besta. Fyrir okkur Reyknesinga er þetta fallega gos uppspretta endalausra tækifæra. Reykjanesið er loksins komið á kortið og mun án efa draga að sér stóran straum ferðamanna þegar lífið kemst í eðlilegan farveg á ný. Við sem hér búum vitum hversu stórkostlegt þetta svæði er. Ég er fyrir löngu búin að missa töluna yfir alla þá gesti sem ég hef sjálf farið með um þetta svæði; erlenda sem innlenda, opinberar heimsóknir jafnt og vinafagnaði. Það sem allir þessir gestir eiga sammerkt er hversu gagnteknir þeir verða af svæðinu. Það sem mér hefur fundist svo magnað er að íslensku gestirnir eru flestir að koma í fyrsta sinn á Reykjanesið og hafa enga hugmynd um hvað það hefur upp á að bjóða. Það breytist núna og það þarf að grípa þetta einstaka tækifæri og gera það vel. Aðgengilegt, lítið og stórkostlega fallegt eldgos í bakgarðinum er fyrirgjöf fyrir markið sem við þurfum að nýta vel. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að gosið hófst hafa margir aðilar staðið sig frábærlega og eiga margfalt hrós skilið. Björgunarsveitirnar, með sveitina Þorbjörn fremsta í flokki, eru auðvitað þar efstar á blaði með öðrum viðbragðsaðilum fyrir að stika gönguleiðir, skipuleggja umferð og tryggja öryggi okkar sem farið hafa að gossvæðinu. Bæjarstjórinn í Grindavík setur jákvæðan tón með yfirveguðum og lausnarmiðuðum viðbrögðum í fjölmiðlum. Landeigendur á Hrauni fá stórt hrós fyrir hvernig þeir hafa brugðist við með skilningi á því að landið þeirra er allt í einu orðið að fjölsóttasta ferðamannastaðnum á Íslandi – eflaust til mjög langs tíma. Ferðamálaráðherrann Þórdís Kolbrún brást einnig hratt við með sérstakri fjármögnun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi að svæðinu. Það er líka jákvætt, eins og ég heyrði Þuríði hjá Reykjanes Geopark ræða í ágætu útvarpsviðtali, að nú þegar hafa sveitarfélögin á svæðinu, ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri fundað sameiginlega um þessa stöðu og næstu skref. En þetta verkefni er á sama tíma bæði spretthlaup og langhlaup. Þessum spretthlaupstakti og samstöðu þarf að halda og varast í lengstu lög að missa þetta frábæra verkefni út úr höndunum og í eitthvað karp, nefndir og hreppapólitík þegar teygjast fer á hlaupinu. Það þarf að tryggja nauðsynlega innviði til þess að vernda umhverfið fyrir átroðningi og öryggi gesta – göngustígar, salerni, bílastæði í fyrstu umferð, sem draga svo að sér frekari starfsemi, veitingasölu og aðra afþreyingu. Þarna þurfa skipulagsyfirvöld, landeigendur og aðrir hagaðilar að vinna hratt og vinna vel, hugsa í lausnum. Og allt mun þetta kosta gríðarlegt fjármagn og það má ekki láta það tefja þessa mikilvægu uppbyggingu. Gjaldtökuumræðan, sem ég þekki aðeins til frá mínu fyrra lífi, fer án efa eina ferðina enn af stað með eldgosakrafti úr öllum helstu skotgröfunum. Hefjum okkur nú upp og drífum þetta áfram af krafti. Við erum öll tilbúin að borga hóflegt gjald til að fá að berja þessa stórkostlegu dýrð augum þegar við vitum að það fer beint í innviðauppbyggingu svæðisins. Gerum þetta saman og tökum öll þátt – þá verður þessi fyrirgjöf að fallegu sigurmarki!