1 minute read

Boða hvatagreiðslur til eldra fólks

n Ekki frekari stuðningur við fjölþætta heilsueflingu 65+

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað erindi um tímabundna framlengingu samstarfssamnings um fjölþætta heilsuefling 65+. Við sama tækifæri bókaði bæjarráð þakkir til Janusar. „Við viljum þakka Janusi Heilsueflingu sérstaklega fyrir samstarfið á liðnum árum. Samstarfið hefur verið með miklum ágætum allt frá árinu 2017. Verkefnið hefur svo sannarlega verið frumkvöðlastarf í heilsueflingu fyrir elstu íbúa sveitarfélagsins.

Ákveðið hefur verið að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldra fólk frá janúar 2024. Þá getur hver og einn valið sína heilsueflingu á eigin forsendum, t.d. sund, golf, líkamsrækt, Janus Heilsueflingu o.fl. Hvatagreiðslur eru ætlaðar til lækkunar á námskeiðsgjöldum. Á þennan hátt ríkir jafnræði á meðal eldra fólks í Reykjanesbæ og þeirra sem munu bjóða upp á sértæka heilsueflingu fyrir þann hóp. Það er von okkar að með þessu móti muni fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu. í Hljómahöllinni mánudaginn 3. apríl kl. 20

Það er von okkar að Janus Heilsuefling verði áfram valkostur í heilsueflingu eldra fólks í Reykjanesbæ,“ segir í bókuninni sem Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) skrifa undir.

Isavia býður til opins kynningarfundar um umhverfismat á áformum um þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 20:00. Einnig verður beint streymi frá fundinum á vef Víkurfrétta. Auk umhverfismatsins verður farið yfir áform um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli næstu tíu árin og þau markmið sem þeim er ætlað að ná.

Þær framkvæmdir sem Isavia áformar á Keflavíkurflugvelli á komandi árum hafa það markmið að bæta innviði og aðstöðu þannig að flugvöllurinn geti tryggt betri þjónustu og upplifum farþega. Áformin fela meðal annars í sér umtalsverða stækkun flugstöðvarbygginga, byggingu bílastæðahúss, bætta aðkomu að flugvellinum, nýtt svæði fyrir flugfrakt og umbætur sem munu auka skilvirkni núverandi tveggja flugbrauta. Framkvæmdirnar snúast þannig um að Keflavíkurflugvöllur geti með góðu móti tekið á móti þeim fjölda farþega sem farið hefur um völlinn þegar mest er og til að mæta þeirri fjölgun farþega sem fyrirséð er að verði á næstu tíu árum.

Allar framkvæmdir verða unnar í samræmi við sjálfbærnistefnu Isavia og verður uppbygging flug-

This article is from: