1 minute read

STOPP EINELTI

á Suðurnesjum

Steinar og Elli láta sitt ekki eftir liggja og eru meðal þeirra sem standa að baki verkefninu.

Pétur r. Pétursson er leiðbeinandi hjá Miðstöð símenntunar í reykjanesbæ [Mss] þar sem hann fæst við að kenna ungu fólki sem er í starfsendurhæfingu. „Ég hef verið að kenna framkomu og tjáningu ásamt vöruþróun,“ segir Pétur en hópur sem hafði verið í tímum hjá honum kom með hugmynd að brýnu samfélagsverkefni og vinnur nú hörðum höndum að því að fjármagna verkefnið svo það geti orðið að veruleika.

„Við fórum í hugmyndavinnu og ákveðið var að vinna verkefni sem nýttist nærsamfélaginu. Við stefnum að kaupum á hettupeysum sem á stendur STOPP EINELTI. Því miður hefur sá leiði siður farið illa með marga og sárin mörg,“ sagði Pétur.

Tólf ára börn á Suðurnesjum fá hettupeysu

Til að vekja athygli á því leiða samfélagsmeini sem einelti stefnir hópurinn á að gefa öllum tólf ára börnum á Suðurnesjum hettupeysu með áletrunin STOPP EINELTI. „Þau eru á tímamótum, eru að fara úr grunnskóla og upp í gaggó og á viðkvæmum aldri,“ segir Pétur.

Hópurinn hefur dreift bæklingum til fyrirtækja til kynningar á verkefninu og óskað eftir stuðningi við verkefnið. „Allt svona kostar að sjálfsögðu en við erum að tala um 1,8 milljónir í heildina þannig að allt telur. Við höfum verið að leita fjárstuðnings í þetta meðal fyrirtækja hér í bæ og fengið fínar undirtektir og bíðum frekari svara. Barnamálaráðherra styrkir verkefnið um 250 þúsund krónur og forsætisráðherra um 150 þúsund krónur, við erum að skríða yfir milljón í styrkjum í þessum töluðu orðum,“ sagði Pétur að lokum en hópurinn er í kappi við tímann því stefnan er að koma peysum á krakka nú í vor áður en skóla lýkur. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Reikningur: 121-26-5602. Kennitala: 560298-2349. Merkja: v. hettupeysa. Allar nánari upplýsingar veitir veitir Pétur R. Pétursson á petur@ promis.is.

20% af almennum þrifum

20% af almennum þrifum

15% í verslun

15% í verslun

10% af fagvinnu

10% af fagvinnu

This article is from: