1 minute read
SKÓLASTJÓRI GERÐASKÓLA
Suðurnesjabær óskar eftir að ráða skólastjóra Gerðaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir leiðtogahæfileikum, hafi viðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar.
Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Leiðarljós Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð
■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
■ Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
■ Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
■ Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla
■ Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
■ Vera í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
■ Leyfisbréf kennara og farsæl kennslureynsla í grunnskóla
■ Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
■ Farsæl reynsla af starfsmannastjórnun og þekking í áætlanagerð og fjármálastjórnun
■ Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
■ Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
■ Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað á netfangið afgreidsla@ sudurnesjabaer.is