2 minute read
Ný útlendingalög samþykkt á Alþingi
Birgir Þórarinsson, höfundur er þingmaður.
Þann 15. mars síðastliðinn voru ný lög um útlendinga samþykkt á Alþingi. Málefni útlendinga eru síbreytileg og er mikilvægt að uppfæra regluverkið í þessum stóra málaflokki reglulega. Það hefur ekki gengið þrautalaust.
Þingmenn Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar fluttu vel á þriðja hundrað ræður um málið. Flokkar þessir eru harðir andstæðingar breytinga á útlendingalögum.
Tveir þingmenn frá Suðurnesjum greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar. Þingmaður Viðreisnar sagði frumvarpið vekja úlfúð allstaðar í samfélaginu. Þingmaður Samfylkingar sagði frumvarpið miskunnarleysi og ganga gróflega á réttindi fólks.
Alþingi hefur ekki uppfært lögin síðan þau voru samin á árunum 2014–2015. Hælisleitendur streyma til landsins sem aldrei fyrr. Færa má sterk rök fyrir því að ástæða þess sé sú að regluverkið á Íslandi er veikara en í nágrannalöndum okkar og að Ísland veitir eina bestu þjónustuna við hælisleitendur í Evrópu. Undanfarið hefur verið rætt um hælisleitendur frá Venesúela en Ísland og íslenska velferðarkerfið er auglýst sérstaklega þar í landi. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs komu 408 hælisleitendur til landsins frá Venesúela en í Noregi voru þeir tíu. Fólk frá Venesúela er fjölmennasti hópurinn sem sækir um hæli hér á landi. Fleiri en frá hinu stríðshrjáða landi Úkraínu. Nú er svo komið að húsnæði er orðið uppurið og búið er að hreinsa leigumarkaðinn upp fyrir hælisleitendur. Nýverið bárust fréttir frá Ásbrú að hótel hefði þar sagt upp öllum starfsmönnum og búið væri að leigja alla bygginguna ríkissjóði fyrir hælisleitendur. Einnig væri unnið að breytingum á skrifstofuhúsnæði á Ásbrú til að hýsa hælisleitendur.
Fækka verður hælisleitendum í Reykjanesbæ
Reykjanesbær var frumkvöðull í móttöku hælisleitenda og hefur sinnt verkefninu vel. Nú er bærinn hins vegar komin að þolmörkum og það sama á við um íbúana. Íbúar í einstaka hverfum, t.d. í nágrenni húsnæðis Rauða krossins, eru orðnir óttaslegnir vegna fjölda erlendra karlmanna sem ganga daglega um í hópum um hverfið. Fréttir hafa borist um áreiti hælisleitenda, einkum ungra karlmanna, á opinberum stöðum í bænum. Álagið á félagsþjónustu og skólakerfi Reykjanesbæjar er mikið. Verði fjölda hælisleitenda ekki fækkað í Reykjanesbæ, eins og félagsmálaráðuneytið hefur lofað, mun bærinn missa tökin á málaflokknum. Ný lög um útlendinga er mikilvægt skref í rétta átt. Nauðsynlegt er að færa regluverkið enn frekar til samræmis við nágrannalöndin. Íslendingar vilja hjálpa þeim sem eru í neyð. Ísland hefur hins vegar ekki bolmagn til að taka hlutfallslega á móti flestum hælisleitendum í Evrópu, eins og við gerum í dag. Á þessu ári stefnir í að beinn kostnaður málaflokksins fari í tólf milljarða króna. Málefni hælisleitenda verða að taka mið af smæð þjóðarinnar. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Velferð þjóðar byggist á varanlegum grunni skynseminnar.
DEILDARMEISTARAR
Hamingju Skir Me
DEILDARMEISTARATITILINN KEFLAVÍKURSTELPUR
Í tilefni deildarmeistaratitilsins bjóðum við öllum frítt á leik liðsins gegn Fjölni.
Miðvikudaginn 29. mars klukkan 19.15 í Blue Höllinni
Mætum, hvetjum og sjáum stelpurnar okkar taka á móti deildarmeistarabikarnum í lok leiks