1 minute read
Þökkum Olíuverzlun Íslands fyrir traustið
en OLÍS var fyrsti þjónustuaðilinn sem hóf starfsemi á Aðaltorgi í Reykjanesbæ
Úr frétt Víkurfrétta 6. okt. 2017:
Olíuverzlun Íslands opnaði 6. október 2017 nýja ÓB stöð við Aðalgötu 62 í Reykjanesbæ við skemmtilega athöfn. Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Nýja stöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á gott og einfalt aðgengi að eldsneytissjálfsölum.
,,Það er sérlega ánægjulegt að opna þessa nýju og flottu ÓB stöð í hjarta Reykjanesbæjar á 90 ára afmæli Olíuverzlunar Íslands. Með auknum straumi ferðamanna til landsins hefur þörfin aukist fyrir nýja stöð í Reykjanesbæ,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, við Víkurfréttir þennan dag.
Við trúum á framtíð Suðurnesja